sagan af káti og týru

13
Sagan af Káti og Týru Eftir Fríðu Hansen

Upload: fridaha95

Post on 28-Mar-2016

237 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Barnabók. Lokaverkefnið mitt í íslensku 343, Fjölbrautaskóla Suðurlands, vorönn 2014. Kennari Gísli Skúlason

TRANSCRIPT

Page 1: Sagan af Káti og Týru

Sagan af Káti og Týru

Eftir Fríðu Hansen

Page 2: Sagan af Káti og Týru

Sagan af Káti og Týru

Mál og myndir

Fríða Hansen

Fríða HansenPrentun: Prentverksmiðjan 81 3

Bókaútgáfan Gefum börnum gott að lesa - 201 5

Page 3: Sagan af Káti og Týru
Page 4: Sagan af Káti og Týru

Það var undarlegt veður þennan dag. 1 7. júní var genginn í garð með ti lheyrandi skúrumog hálf-roki. Litlu stelpurnar á bænum, Vala l itla og Sóll i l ja. Þær voru bestu vinkonur ogfrænkur. Pabbar þeirra voru bræður og bjuggu á sama bænum. Í tveimur húsum aðsjálfsögðu. Þeir ráku saman stórt félagsbú, sem var kúabú með 64 kúm nákvæmlega.

Á bænum voru líka hundar, auðvitað íslenskir fjárhundar. Annar hundurinn var gulbrún tík,Týra, með langt trýni og stutt skott með ljósri týru. Hún var í minni kantinum en hlýðnarien Kátur gamli. Hann var stór og feitur, svartur og hvítur og gelti og gelti og var eins oghann lokaði fyrir eyrun þegar kallað var á hann.

Eins og gengur og gerist á sveitabæjum þreytist krummi ekki á því að stríða hundunum.Fjárhundar sérstaklega geta ekki sleppt því að gelta á þessa ljótu og leiðinlegu svörtufugla þegar þeir koma snemma á vorin með ungana sína og stríða þeim. Þennan 1 7.júnídag vöknuðu stelpurnar Vala og Sóll i l ja upp við mikið gelt og hávaða. Þá varkrummafjölskyldan úr Árgil inu komin upp að bænum.

, ,Hvaða læti eru þetta eiginlega, ha, Sóll i l ja?” –sagði Vala æst í glugganum heima hjáVölu., ,Er þetta ekki Kátur??”, ,Jú sennilegast. . ohh hvaða vesen er al ltaf á honum. Svo siturTýra bara þarna, sérðu!”, ,Já, akkúrat! Bara þarna á stéttinni. Sal laróleg eins og alltaf. ”, ,Kátur er samt á leiðinni yfir túnið! Hann fer aldrei þangað, er það?”, ,Nei, hann hefur ekki gert það fyr!”, ,Hvert ætl i hann sé að fara?”

, ,Stelpur fariði frá glugganum. Við skulum fara að búa okkur af stað! Kaffið byrjar eftir réttrúman klukkutíma. . . ” , sagði afi reiður.

1 . Kafl i

Page 5: Sagan af Káti og Týru

Þar með voru þessar umræður búnar. Kátur og Týra hlupu á brott, sæl og frelsinu fegin.Stelpurnar voru skikkaðar í kjól og stígvél utan yfir sokkabuxurnar. Ó elsku 1 7. júní.

Þær voru þó ekki alveg nógu sáttar við hlutskipti Káts og Týru. Þær vildu ólmar vita hvert þaufóru.

, ,Afi, hvert fóru hundarnir?”, spurði Sóll i l ja., ,Þeir hl jóta að fara á eftir hrafninum.”, sagði afi ., ,En amma, koma þau ekki aftur heim?”, spurði Vala., ,Hver veit elskurnar mínar. Ég veit bara það að Guð launar al ltaf hrafninn.”

Stelpurnar ranghvolfdu í sér augunum. Launar al ltaf hrafninn? Þær hugsuðu þaðsama: afi er orðinn vitlaus. . .

, ,Farið nú að skvera ykkur í fötin. Við megum ekki vera sein.”

Page 6: Sagan af Káti og Týru

Á meðan á hátíðahöldunum stóð veltu Sóll i l ja og Vala vöngum yfir því hvað afi meinti núþegar hún sagði; , ,Guð launar al ltaf hrafninn” og voru engu nær.

, ,Stelpur, hvað eruði að hvíslast á þarna úti í horni? Komið nú og fáið ykkur kleinur!” , sagðipabbi Sóll i l ju., ,Nei, pabbi við erum ekki svangar. Viltu segja okkur eitt?”, spurði Sóll i l ja., ,Já, okkur langar svo að vita það!”, sagði Vala., ,Já, komið með spurninguna.”, svaraði pabbi., ,Sko, afi var að tala um áðan, pabbi, að Guð launaði al ltaf hrafninn. Hún sagði það þegarvið spurðum út í hvort hún vissi hvert Kátur og Týra væru að fara. Hvað eiginlega þýðirþetta?”, ,Ha ha ha, hann afi ykkar. Hann er nú meiri bul lukol lurinn. Það er gömul þjóðtrú, að fólksem er gott við hrafninn, fái það launað.”, ,Ha! Hvernig þá?”, spurði Vala spennt., ,Ja, sko. Nú ætla ég að segja ykkur sögu. Hún er eldgömul og ekki víst að það sé neitt viðhana satt eða rétt. ”

Og þá hófst frásögnin.

, ,Já, einu sinni fyrir langa löngu var einsetukona sem bjó ein vestur í fjörðum. Hún átti engindýr og engan mann, og engin börn ti l að sjá um heldur. Hún hafði það þó fyrir reglu að gefahrafninum alltaf afgangana frá því í kvöldmatnum. Nú. Einn daginn, þá sá hún að hrafnarnirhennar sem hún hafði gefið al lan veturinn voru komnir ti l hennar. Þetta átti að hafa gerst ímiðjum febrúar, þegar snjóaði sem mest. Þá fór hún út og ætlaði að tala við þá tvo, enhrafnarnir skoppuðu alltaf lengra í burtu eftir því sem hún nálgaðist þá. Svo, þegar hún varkomin í svolitla fjarlægð frá húsinu sínu, fél l snjóflóð á húsið. Þannig höfðu hrafnarnirhjálpað henni frá því að deyja í snjóflóðinu.”

, ,Váá pabbi! Þetta er ótrúleg saga!”, sagði Sóll i l ja., ,Já, hafið þið ekki al ltaf verið góðar við hrafninn?”, spurði pabbi., ,Hmm. Kannski ekki al ltaf. En frá og með í dag verð ég sko alltaf góð við hrafninn!”, sagðiVala.Sóll i l ju datt þá í hug. , ,Ef að hundarnir fóru nú með hröfnunum, ætl i þeir verði þá ekki góðirvið þau Kát og Týru?”, ,Vonandi. Það væri svo leiðinlegt að vita að þeir færu il la með þau!”

Pabbi brosti kíminn að trúgirni stelpnanna en hélt áfram með kaffibol lann sinn. Þá fl jótlegaeftir þetta sl itnaði upp úr hátíðahöldunum að Egilsstöðum. Þá fóru all ir heim ti l sín og mennog konur fóru í fjós, konur síðan inn í traktor að gefa útiganginum og karlarnir inn að elda.Já, þannig var fyrirkomulagið í þessari sveit.

2. Kafl i

Page 7: Sagan af Káti og Týru

Stelpurnar réðu sér varla fyrir kæti í sætinu í bílnum á leiðinni heim og komu út æpandiog gólandi, kal landi á hundana. Ekkert svar barst.

, ,Sól l i l ja heldurðu í alvörunni að þau muni koma heim?” , spurði Vala., ,Já, . . . Eða. Ég veit það ekki. Ég vona það allavega.”, svaraði Sóll i l ja.

Þær héldu áfram leit sinni en án árangurs. Þær fóru um víðan völl , niður aðNeistastöðum alla leið að Brúnastöðum en ekkert sást ti l hundanna. Þær misstu þá allatrú og héldu vælandi heim á leið.

, ,Afi. Hvað gerist ef hundarnir ski la sér ekki í dag eða á morgun eða hinn?”, spurði Valaleið., ,Þá bara bíðum við lengur. Ég trúi á Guð og ég trúi á hrafninn og ég veit að hundarnirrata út um allt. Ef maður trúir að allt fari vel, fer vanalega allt eins og maður vil l helst aðþað fari. ”, ,Já. Vonandi. Æjh, er pabbi ekki að verða búinn að elda? Ég er orðin svo svöng”, sagðiVala.

, ,Matur!” –heyrðist kal lað úr eldhúsinu. Það voru pylsur í matinn., ,Namm!” heyrðist úr svöngum munni Völu.

3. Kafl i

Page 8: Sagan af Káti og Týru

Daginn eftir vöknuðu stelpurnar á svipuðum tíma og voru mættar út í fjós á réttum tíma, eðarétt á eftir mömmu sinni og pabba. Þetta var gott fjós. Það var miki l fjósalykt, þar var heitten ekki of og bara rétt passlegt fyrir kýrnar sem komu inn á daginn. Það var hlutverkstelpnanna að sækja kýrnar og þær gerðu það með stórt bros á hverjum degi. Í dag var ekkieins stórt bros á þeim. Það vantaði hundana.

, ,Vala ég er orðin hrædd um hundana. Hvar er Týra?”, sagði Sóll i l ja., ,Ég sakna Káts,” svarað Vala., ,Það er ekkert gaman að sækja kýrnar ef hundarnir eru ekki með,” og Vala fór á undan ogopnaði hl iðin við veginn.

Kýrnar voru eins nálægt og hægt var að hugsa sér. Þær voru eldfl jótar inn í fjós og fórustelpurnar beint ti l mömmu hennar Völu.

, ,Mamma. Mig langar svo að vita hvert hundarnir fóru. Það er ekkert eins þegar þau eruekki hér, ” sagði Vala.

, ,Stelpur mínar. Þarf að fara að taka í ykkur?”, sagði mamma hlýlega. Hún brosti út í annaðog hló að þeim. , ,Þetta reddast al lt. Er það ekki? Það þýðir ekki að velta sér upp úr því semgerðist í gær, það er miklu betra að horfa fram á veginn. Það mátti vera leiður yfirhundunum í gær en nú er nýr dagur og þá skulum við bara brosa.”

, ,Mamma! Mig langar svo að finna hundana! Þú skilur þetta ekki. ”, sagði Vala., ,Vala mín og elsku Sóll i l ja. Munið bara það sem Megas sagði í laginu sínu. Muniði hvaðhann sagði?”, ,Nei. Hvað var það aftur?”, spurði Sóll i l ja., ,Ef þú smælar framan í heiminn smælar heimurinn framan í þig.” Hún hló. , ,Að sjá ykkur.Þurrkið nú fýluna og leiðindin framan úr ykkur og farið út. Sólin er svo hátt á lofti í dag, þiðgætuð farið að vaða!”

En hvað sem mamma sagði fékk hún stelpurnar ekki ti l að brosa.

4. Kafl i

Page 9: Sagan af Káti og Týru

Tíminn leið. Október var genginn í garð og stelpurnar voru næstum búnar að gleyma því aðþað hefðu einhverntímann verið hundar á bænum. Það sem það var tómlegt. Ekkert gelt ámorgnanna og hestarnir og kýrnar höfðu ekkert ti l að pirra sig á. Þær pössuðu sig samtalltaf á því að vera góðar við hrafninn.

, ,Vala, veistu ég held ég hafi ekki sagt neitt l jótt um hrafninn alveg síðan að hundarnirhurfu.”, sagði Sóll i l ja stolt., ,Hvað heldurðu að það hafi upp á sig. Ekki koma hundarnir aftur, það er nokkuð ljóst!”,sagði Vala pirruð., ,Æ Vala. Hættu þessari fýlu. ”

5. Kafl i

Page 10: Sagan af Káti og Týru

Vikur l iðu með ti lheyrandi skóla og heimalærdómi. Það var mikið að gera hjá 11 árastelpum. Skólabíl l inn var kominn í hlað og farinn að flauta á þær.

, ,Nei Vala! Sjáðu! Þarna sitja tveir hrafnar!”, ,Og alveg eins og í sögunni sem pabbi sagði okkur, manstu?”, sagði Vala., ,Hvað ætl i þeir vi l j i?”, sagði Sóll i l ja?, ,Ég ætla ekki í skólabíl inn í dag. Ég ætla að elta hrafnana. Kannski eru Týra og Káturhjá þeim!”, sagði Vala. , ,Sama hvað mamma og pabbi og afi segja.”, ,Sól l i l ja! Skólabíl l inn er kominn! Sérðu hann ekki?” heyrðist kal lað ofan úr eldhúsinu., ,Mamma ég ætla ekki í skólann í dag.” sagði Sóll i l ja.

Þar með var það ákveðið. Sama hvernig mamma og pabbi og afi reyndu að fástelpurnar ofan af þessari hugmynd gerðu þær ekki eins og þeim var sagt. Þærætluðu bara út og þær fóru út. Það var bara þannig.

, ,Sæl Anna,” sagði Sóll i l ja þegar þær fóru að láta vita af því að þær ætluðu ekki ískólann. , ,Jú við ætlum ekki með í dag. Sjáumst á morgun!”, sögðu þær báðar í kór,og hoppuðu síðan út á tún. Nú ætluðu þær að sjá hvar hrafnarnir bjuggu.

6. Kafl i

Page 11: Sagan af Káti og Týru

7. Kafl i

, ,Mikið fóru þeir langt í burtu, ” sagði Vala móð og másandi., ,Já. Ætl i þeir séu bara að stríða okkur? Þeir voru alltaf að stríða hundunummanstu!”, sagði Sóll i l ja., ,Kannski. Eigum við að fara heim?”, sagði Vala. Hún var orðin frekar þreytt áhröfnunum tveimur., ,Nei sjáðu! Þeir stoppa þarna! Hvað ætl i sé þarna á bak við, sérðu, á bak viðStóra Stein!”, sagði Sóll i l ja., ,Hlaupum þangað!”, sagði Vala.

Og stelpurnar hlupu af stað. Þær hlupu og hlupu eins og það væri eldur áeftir þeim. Og viti menn. Á móti þeim komu tveir hundar. Einn svartur og hvíturog önnur gul. Þær kölluðu og kölluðu á Týru og Kát og sáu að þau sátu viðhl iðina á hröfnunum.

, ,Svo hrafninn hefur bara verið að passa upp á þau.”, sagði Sóll i l ja., ,Ótrúlegt. Þetta er bara eins og einhver þjóðsaga,” sagði Vala.

Þær komu heim sigri hrósandi og kölluðu afa sinn fram úr rúminu. Þærsýndu honum hundana og hann hló og hló. Hann var svo ánægður. Hann sagðisvo, , ,Að sjá þetta. Guð launar al ltaf hrafninn. Þannig er það bara.”

Og all ir á sveitabænum voru ánægðir og fögnuðu hundunum mikið þennandaginn og alla daga eftir hann. Stelpurnar héldu áfram að fara í skólann og fórunú með bros á vör.

Page 12: Sagan af Káti og Týru
Page 13: Sagan af Káti og Týru