regína Ósk einarsdóttir eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

24
Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin.

Post on 19-Dec-2015

245 views

Category:

Documents


11 download

TRANSCRIPT

Page 1: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Regína Ósk Einarsdóttir

Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin.

Page 2: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

YfirlitRek- og gosbelti

Eldvirkni í byrjun nútíma

Stærstu hraungos á sögulegum tíma

Hekla

Vatnajökull

Page 3: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

RekbeltiGosstöðvar frá nútíma og brotalínur í

landinu afmarka aðal gossvæðin þrjú. Svæðunum er skipt í rekbelti og gosbelti.

Rekbelti: Svæðið frá Reykjanesi um Langjökul, Hofsjökul og vestanverðan Vatnajökul yfir í Öxarfjörð. Algeng heiti eru Suðvesturlandsrekbeltið og Norðausturlandsrekbeltið (eystra rekbeltið). Nær allar stórar eldstöðvar af dyngjugerð og stórar eldstöðvar með öskju eru í þessu belti.

Page 4: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

GosbeltiGosbeltin eru talin vera tvö.Svæðið frá Torfajökli og Heklu til Vestmannaeyja og er

svæðið ýmist talið vera hliðargosbelti eða upphaf af nýju rekbelti í framhaldi af eystra rekbeltinu. Einkenni þessa gosbeltis eru stór eldfjöll af eldkeilugerð. Gosbeltið er kallað Suðurlandsgosbeltið eða Austurgosbeltið.

Annað gosbelti er á svæðinu frá Snæfellsjökli og umhverfi hans eftir endilöngu Snæfellsnesi yfir í Norðurárdal í Borgarfirði. Beltið telst vera hliðargosbelti og er nefnt Snæfellsgosbeltið.

Svæðið frá Öræfajökli, um Esjufjöll og til Snæfells eystra er hulið jökli að mestu. Talið er að þar geti verið hliðargosbelti, samsíða eystra gosbeltinu, en ekki er vitað neitt um það með vissu.

Page 5: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin
Page 6: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Eldvirkni í byrjun nútímaÁ kuldaskeiðum ísalda gýs mest megnis undir jökli

og við það myndast móbergsstapar.Þegar síðasta kuldaskeiði lauk, varð þrýstingsléttir á

landinu vegna ísbráðnunar. Svörun í deighvolfinu undir Íslandi er talsvert hraðari en undir þykkum meginlandsskjöldum og því er talið að eldvirkni hafi verið meiri í byrjun nútíma en er núna.

Talið er að mikill hluti eldstöðvanna á gosbeltunum hafi gosið á nokkur þúsund árum eftir að ísaldarjökullinn hopaði af landinu.

Á þeim tíma voru dyngjugos allsráðandi á rekbeltinu. Virkni þeirra er lítil núna og ekki hefur verið dyngjugos í langan tíma.

Page 7: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

SkjaldbreiðurDæmi um dyngju er

Skjaldbreiður.Talið er að hún hafi myndast

í löngu gosi fyrir um 9000 árum, rétt eftir að núverandi hlýskeið byrjaði.

Hraunstraumar flæddu hindrunarlaust til allra átta og þannig hlóðst fjallið upp á löngum tíma.

Skjaldbreiður er annar stærsti hraunskjöldur á Íslandi, næst á eftir Trölladyngju í Ódáðahrauni.

Page 8: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Stærstu hraungos á nútímaÞrjú stærstu hraungos á nútíma voru á Austur

gosbeltinu.Fyrsta var Þjórsárhraunið mikla sem rann fyrir um 8700

árum. Talið er að gosið hafi verið afleiðingar þess þegar landris varð eftir lok síðasta kuldaskeiðs.

Eldgosið sjálft varð á svæði milli Þórisvatns og Veiðivatna, við Gjáfjöll. Gossprungan sem opnaðist var um 20-30 km löng og magn hrauns sem kom upp var um 30km3 .

Hraunið rann gríðarlega vegalengd og er þess merki að hraunjaðarinn er marbakki undan Stokkseyri og Eyrarbakka, 140km frá upptökum gosins.

Þjórsárhraun er helluhraun úr óvenjulega stórdílóttu basalti

Page 9: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Næsta stórgosið varð í Eldgjá árið 934-940 og er einnig fyrsta gosið sem sögur fara af þar.

Eldgjá er 40 km löng sprungurein og tilheyrir sömu eldstöð og Katla. Talið er að það hafi myndast í stórgosi í kringum 900.

Áætlað er að um 18km³ af hrauni hafi runnið frá eldstöðinni og þakkti það um 700km² landsvæði. Telst það vera eitt mesta hraunrennsli sem orðið hefur hér á sögulegum tíma.

Page 10: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Þriðja gosið varð í lakagígum og hafði mjög mikil áhrif á heiminn. Það hófst 8. júní árið 1783 í suðvesturhluta gossprungunnar þar sem Varmárdalur var. Varmárdalur og Skaftárgljúfur fylltust af hrauni og sem rann síðan á láglendið og yfir marga bæi.

Hraunið stöðvaðist við Eldmessutanga 20 júní og um það eru til margar sögur.

29.júlí 1783, fór norðausturhluti sprungunnar að gjósa. Hraunið breiddist hratt út og gosið hélst óslitið fram í októrber sama ár. Því lauk ekki alveg fyrr en í febrúar 1784

Heildarflötur Skaftáreldahrauna er 565km²Gríðarlegt magn af búfé dó í kjölfarið og aska frá gosinu barst

alla leið til Evrópu. Íbúafjöldi minnkaði um 20% vegna hungursneiðar sem fylgdu í kjölfarið. Móðuharðindin miklu eru kennd við gosið.

Page 11: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin
Page 12: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

HeklaHekla er ungt

eldfjall, ekki nema 6000-7000 ára, en er án efa eitt það frægasta.

Hekla er u.þ.b 1500 m eldhryggur. Bergið er súrt/ísúrt og basískt úr milliröð.

Fjallið tilheyrir Suðurlandsgosbeltinu.

Page 13: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Kvikuhólf undir HekluVísbendingar hafa

komið fram um að kvikuhólf sé undir Heklu á um 7-8 km dýpi

Kvikan í hólfinu er alla jafnan lagskipt og er efst súr kvika, þar undir ísúr kvika og neðst basísk kvika.

Basaltkvika (möttulbráð) stígur upp úr hólfinu að neðan.

Page 14: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Stór gos á forsögulegum tímaNokkur stórgos hafa orðið í

Heklu og þar má sérstaklega nefna þrjú þeirra sem hafa verið skipt í H5, H4 og H3, eftir gjóskulögum. Gosin voru öll súr hamfaragos.

Útbreiðska gosefna frá þessum gosum var gífurleg og náði yfir stóran hluta landsins.

Gjóskulag H5 varð til fyrir um 7000 árum. Útbreiðslan á gosefnum á landi var um 62þús km2 .

Kvikumagnið var um 0,5 km3 og gjóskumagn um 2,3 km3

Page 15: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

H4 gjóskulagið myndaðist fyrir 4500 árum. Útbreiðsla gosefna á landi var um 78000km2

Kvikumagn var um 1,8km3 og Gjóskumagn var um 9km3

H3 gjóskulagið myndaðist fyrir um 2900 árum. Útbreiðsla gosefna var um 80000km 2 á landi.

Kvikumagn var um 2,2km 3 og Gjóskumagn var um 11-12 km 3

Page 16: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Gos í Heklu á sögulegum tíma Mörg og fremur regluleg gos hafa orðið í

Heklu á sögulegum tíma.Hekla gaus fyrst á sögulegum tíma á 12.öld

(1104) eftir landnámu en þar til þá var ekki talið að Hekla væri virkt eldfjall.

Margar skriflegar heimildir eru til um gos í Heklu frá síðustu öldum þ.á.m er sagt frá gosinu árið 1341 í Flateyjarannál og svo mætti lengi telja.

Page 17: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

1104: Stærsta gos Heklu á sögulegum tíma. Ekkert hraun kom úr gosinu.

1158: Fyrsta gosið sem hraunframleiðsla á sér stað.

1206 : Kísilríkt blandgos1222 : Kísilríkt blandgos1300: Kísilríkt blandgos. Næst

stærsta gosið á sögulegum tíma. Upphafsfasinn var sprengivirkur

1341: Kísilríkt blandgos. Mikið skepnufall vegna flúoreitrunar

1389 : Kísilríkt blandgos.1510 : Mikill sprengikraftur.

Gjóska frá gosinu hefur fundist í Skotlandi og á Írlandi

1597

1636 1693 : Kísilríkt blandgos.

Gjóskufallið olli víða tjóni s.s á fiski, búfénaði o.fl.

1766 : Kísilríkt blandgos. Lengsta á sögulegum tíma og mesta hraunframleiðslan.

18451947 :Sambærilegt gosinu

1510. Gjóska úr gosinu féll t.d á Finnlandi

1970 :Eiginlegt Heklugos, Bergið Andesít

1980: Nokkurt tjón1991: 2000: Lítið gos og lítið

tjón

Page 18: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Myndir úr Heklugosinu 1970

Page 19: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

VatnajökullVatnajökull er staðsettur á

suð-austur hluta Íslands.Hann er um 8200km 2 og

er stærsti jökull ÍslandsFimm virkar

megineldstöðvar eru á vesturhluta jökulsins sem liggur á eystra gosbeltinu. Þær eru: Grímsvötn, Bárðarbunga, Kverkfjöll, Þórðarhryna og Hamarinn.

Austar sitja eldstöðvarnar Öræfajökull og Esjufjöll.

Page 20: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Gos í VatnajökliÖræfajökull hefur gosið tvisvar á sögulegum tíma

og var það fyrra eitt stærsta eldgos á sögulegum tíma á Íslandi.

Þegar Öræfajökull gaus árið 1362 komu upp um 10 km3 af gosefnum sem lögðust yfir Suðurland og Austurland. Gosmökkurinn fór á haf út finnst aska frá gosinu í jarðvegi víða í Evrópu.

Öræfasveit er kennd við gosið því það landsvæði fór að mestu í eyði í gosinu.

Annað eldgosið sem var þar á árið 1727 var heldur minna en jökulhlaupin sem urðu í kjölfarið hafa valið einhverju tjóni á landsvæði í nágrenninu.

Page 21: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin
Page 22: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Gos í VatnajökliÍ Grímsvötnum er eldvirkni talsverð en eitt öflugasta

jarðhitasvæði landsins er staðsett þar.Afleiðingar eldgosa í Grímsvötnum hafa valdið

stórskemmdum á landsvæði þar vegna jökulhlaupa sem verða í kjölfarið.

Árið 1996 var varð fyrsta stóra eldgosið undir jökli sem hægt var að fylgjast með framvindunni á.

Gosið varð á milli Bárðarbungu og Grímsvatna í Gjálp. Undir jöklinum myndaðist fjallhryggur, 6 km langur og

450m hár á hæsta punkti. Þessi fjallhryggur er hliðstæður þeim móbergshryggjum sem mynduðust á ísaldartímum

Bræðsluvatn frá gosinu safnaðist saman í Grímsvötnum í u.þ.b 5 vikur þar til það náði framrás í snöggu jökulhlaupi

Page 23: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Gjálp, 1996

Page 24: Regína Ósk Einarsdóttir Eldgosasaga íslands síðustu 12.000 árin

Heimildaskrá Allseasonshotel, ,,Eldgjá og Ófærufoss,,

http://www.allseasonhotels.is/Default.asp?Page=481 (sótt 21.11.07) Ari Trausti Guðmundsson, 2001, Íslenskar eldstöðvar” , Hekla bls: 130-

151, Vaka Helgafell, Reykjavík Freysteinn Sigmundsson, Páll Einarsson, Mars 2005, ,,Jarðskjálftar og

misgengi á Kárahnjúkasvæði Mat á vá og ábendingar um frekari athuganir” , http://www.lv.is/files/KAR_vaskyrsla_samantekt_is.pdf (sótt. 21.11.07)

Fróðleikur,Staðir, sögur, ,, Ágrip jarðsögu” ,28.07.07., http://www.thjorsarver.is/frodleikur.htm#jardfraedi (sótt 21.11.07)

Jónas Guðnason, Apríl 2007, ,,Eldvirkni á nútíma” , http://www.hi.is/~oi/Nemendaritgerdir/2007%20-%20Eldvirkni%20a%20Islandi%20a%20Nutima.pdf (sótt 20.11.07)

Klaustur, ,,Lakagígar” ,http://www.klaustur.is/?i=72&expand=72#Lakag%Edgar, (sótt 21.11.07)

Wikipedia, ,,Hekla” ,síðast uppfærð 4.10.2007, http://is.wikipedia.org/wiki/Hekla (sótt 21.11.07)