námsvísir fyrir 1. bekk - sunnulaekjarskoli.isfái verkefni við hæfi. samfélagsfræði,...

15
Námsvísir fyrir 1. bekk Veturinn 2013 - 2014

Upload: others

Post on 29-Jan-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Námsvísir fyrir 1. bekk

    Veturinn 2013 - 2014

  • Námsvísir - 1.bekkur

    Umsjónarkennarar við 1. bekk Guðbjörg Guðmundsdóttir, Gunnhildur Gestsdóttir, Laufey Ósk Christensen og Valgerður Bjarnadóttir

    Námstilhögun Nemendum í 1. bekk er kennt í fjórum umsjónarhópum á tveimur kennslusvæðum. Umsjónarkennarar vinna saman í teymum, bera sameiginlega ábyrgð á öllum nemendum 1. bekkjar.

    Aðaláherslan í byrjun er á skólafærni sem felst m.a. í því að nemendur kynnist skólanum og starfsfólki hans, læri ákveðin vinnubrögð og öðlist öryggi. Aðalviðfangsefni 1. bekkjar er lestrarkennsla, lestrarfærni, stærðfræði og lífsleikni.

    Í allri lestrar- og stærðfræðikennslu er unnið á fjölbreyttan hátt, með stöðvavinnu, hringekju og skapandi verkefnum í stórum og litlum hópum. Þess er gætt að nemendur fái verkefni við hæfi.

    Samfélagsfræði, náttúrufræði og trúarbragðafræði eru unnar í þemaverkefnum og reynum við að samþætta sem flestar námsgreinar inn í þá vinnu.

    Hver umsjónarhópur kemur saman daglega í heimakrók. Þar þjálfast nemendur í gagnrýnni hugsun, að hlusta á aðra og tjá sig í hóp og styrkja eigin persónu. Hópvinna er notuð í því skyni að þjálfa nemendur í samskiptum, tillitsemi og í að virða skoðanir annarra. Í valtímum fá nemendur tækifæri til að þroska félagsfærni, sjálfstæði og ábyrgð. Valið felur í sér námstengda vinnu eða leik sem tengist áhugasviði nemenda. Dagsskipulag Kennsla hefst kl. 8:10. Í heimakróknum er tekið manntal og síðan er farið yfir skipulag dagsins en það er í myndum, rituðu máli og munnlegt. Ef sérstök skilaboð eru til nemenda er heimakrókurinn gjarnan notaður til þess. Frímínútur eru kl. 9:30-9:50 og þá eru nemendur úti, nestistími er að þeim loknum. Nemendur geta fengið keypta mjólk og/eða ávexti í skólanum. Skráning fer fram hjá ritara skólans. Matartíminn er 30 mínútur frá kl. 11:30-12:00. Nemendur hafa val um að vera í mataráskrift eða koma með nesti að heiman. Kennslu lýkur kl. 13:00 Skólavistun hefst kl.13:00

  • Myndmennt kennari: Kristjana Gunnarsdóttir

    Heimilisfræði kennari: María Maronsdóttir

    Dans kennari: Íris Anna Steinarsdóttir

    Tónmennt kennari: Guðný Lára Gunnarsdóttir

    Smíði kennari: Klara Öfjörð Sigfúsdóttir

    Textíl kennari: Valgerður Bjarnadóttir

    Umhverfismennt kennari: Gunnhildur Gestsdóttir

    Tjáning kennari: Guðbjörg Guðmundsdóttir

    Bóksafn kennari: Olga Birna Jóhannsdóttir

    Enska kennari: Laufey Ósk Christensen

    Verkgreinar og smiðjur Eftirfarandi fög eru kennd í verkgreinum og smiðjum á þriðjudögum og miðvikudögum frá kl. 12:00 – 13:00. Í smiðjum er börnunum skipt í 5 hópa sem heita: þríhyrningur, ferningur, hringur, sexhyrningur og rétthyrningur. Nemandinn er u.þ.b.. 7 vikur í hverri verkgrein/smiðju. Þema Þemavinna tekur fyrir ákveðið viðfangsefni og hinar ýmsu hliðar á því kannaðar. Námsgreinar eru samþættar og geta fleiri kennarar aðrir en umsjónarkennarar komið að kennslunni. Þarna hafa nemendur tækifæri til að koma að sínum áhugasviðum og hæfileikum. Ýmsar leiðir eru farnar til að nálgast viðfangsefnið og er afraksturinn margbreytilegur. Í þessu skipulagi eru markmið aðalnámskrár grunnskóla höfð að leiðarljósi.

    Heimanám Nemendur fá lestrarbækur fljótlega eftir að skóli hefst og eru hvattir til að lesa heima með foreldrum á hverjum degi. Kvittanahefti fylgir með lestrarbók. Þar er skráður lestur dagsins. Nemendur eru misjafnlega vel í stakk búnir til að vinna heimanám. Því er ofur eðlilegt að sumir nemendur fái heimanám fyrr en aðrir og heimavinna getur verið mismunandi hjá einstaklingum. Námsmat Reglubundið námsmat og einstaklingsbundin skráning á námsframvindu er mjög mikilvæg. Námsmat í Sunnulækjarskóla fer ekki einungis fram í lok annar heldur er það einn af föstum þáttum skólastarfs, órjúfanlegt frá námi og kennslu. Þær matsaðferðir

    Haustönn

    Uppbygging (UTÁ) Skólinn og umhverfið Haustið

    Miðönn

    Uppbygging (UTÁ) Jólin Álfaþema

    Vorönn

    Uppbygging (UTÁ) Líkaminn Vorið og fuglarnir

  • sem notaðar eru endurspegla áherslur í kennslu og meta alla þætti námsins, framfarir, þekkingu, skilning og leikni. Símat, kannanir, próf og sjálfsmat eru dæmi um matsaðferðir. Við annaskil er tekið saman það sem metið hefur verið yfir önnina og það nýtt til að gefa foreldrum innsýn í stöðu og vinnu nemandans. Í niðurstöðu námsmats kemur fram að hvaða markmiðum hefur verið unnið og hvernig hefur tekist að ná þeim markmiðum. Niðurstöðurnar birtast í formi umsagnar og einkunna. Í lestri og stærðfræði eru notaðar kannanir og próf til að fá yfirsýn yfir stöðu nemandans. Námsmat er skráð á Mentor sem foreldrar hafa aðgang að. Við lok hverrar annar sendir umsjónarkennari námsmatið heim til nemenda nokkrum dögum fyrir viðtal. Gott er að hafa möppu heima merkta nemandanum til að geyma námsmatið í.

  • Námsgreinar

    Íslenska - lestur

    Unnið er út frá hugmyndafræði „Byrjendalæsis.“ Lesinn er gæðatexti og stafainnlögn fer fram í gegnum hann. Lagðir eru inn 2 stafir á viku eftir því sem hentar. Unnið er með hljóðkerfisvitund í „Markvissri málörvun.“ Þegar líður á veturinn eru stafir rifjaðir upp með þeim nemendum sem á því þurfa að halda. Hinir halda markvisst áfram í lestrarþjálfuninni og vinna með ritun. Farið er í grunnatriði stafsetningar. Um leið og nemendur eru búnir að læra fyrstu stafina og sýna áhuga, fá þeir lestrarbækur til að lesa heima og í skóla.

    Haustönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að þekkja hvað er:

    ∙ bókstafur, tölustafur, orð, setning, punktur og spurningarmerki Nemandi á að geta:

    ∙ greint orðafjölda í setningu, atkvæðafjölda í orðum, fjölda hljóða í orðum Námsefni: Ýmsar sögur, Markviss málörvun, Lestrarlandið, Það er leikur að læra. Lubbi finnur málbein. Auk þess margvísleg spil og leikir. Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Stafaþekking könnuð og lagt er fyrir Leið til læsis og Læsi 1.

    Miðönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ geta parað saman stóra og litla stafi ∙ greint hljóð og merkt við staf ∙ greint forhljóð og skrifað staf ∙ greint hljóðað orð ∙ lesið orð og tengt við mynd ∙ skoðað mynd og fundið rétt orð

    Námsefni: Sama og á haustönn. Að auki “Ég get lesið” fyrir upprifjunarhóp.

  • Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Stafaþekking könnuð og lagt er fyrir Læsi 2.

    Vorönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ þekkja alla stafi og hljóð ∙ geta skrifað einföld orð og stuttar setningar ∙ geta lesið léttan texta og ályktað ∙ lesið fyrirmæli og framkvæmt ∙ skrifað orð eftir upplestri.

    Námsefni: Sama og á miðönn og haustönn. Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Stafaþekking könnuð, hraðlestrarpróf og lagt er fyrir Læsi 3.

    Stærðfræði

    Stærðfræðikennsla fer ýmist fram á bekkjarvísu eða í minni hópum. Nemendur fá verkefni við hæfi.

    Haustönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ flokka, telja skipulega ∙ skrifa læsilega tölustafi, þekkja tölustafina uppí 10 ∙ tengja saman tölutákn og fjölda ∙ þekkja grunnhugtök (s.s. stærri og minni, fleiri og færri, jafnmargir) ∙ þekkja frumformin ∙ geta haldið áfram með mynstur

    Námsefni: Sproti 1a og æfingahefti. Viltu reyna og ýmis ljósrituð verkefni. Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Kannanir lagðar fyrir við annaskil.

  • Miðönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ skrifa talnarunu upp í 50 ∙ þekkja talnalínu ∙ leggja saman og draga frá tölur upp í 10 ∙ geta talið upp í 100 ∙ geta fundið óþekkta stærð upp í 10

    Námsefni: Sproti 1b, æfingahefti, Viltu reyna og ýmis ljósrituð verkefni. Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Kannanir lagðar fyrir við annaskil.

    Vorönn

    Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ þekkja tug og einingu ∙ þekkja vikudagana ∙ leggja saman og draga frá tölur uppí 20 ∙ fundið óþekkta stærð upp í 20

    Námsefni: Sproti 2a, æfingahefti, Viltu reyna, Húrra hefti og ýmis ljósrituð verkefni. Námsmat: Símat þar sem fylgst er með vinnusemi og framförum nemenda. Kannanir lagðar fyrir við annaskil.

    Samfélagsfræði, náttúrufræði, trúarbragðafræði og lífsleikni

    Greinarnar eru kenndar í þemum. Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ átta sig á mismunandi árstíðum ∙ þjálfast í að koma fram af sanngirni og heiðarleika ∙ kynnast þjóðtrú og gömlum sögnum

  • ∙ fræðast um líkamann og helstu þarfir okkar ∙ kynnast umhverfi skólans

    Námsefni: Komdu og skoðaðu líkamann, Komdu og skoðaðu umhverfið, Undrið, Uppeldi til ábyrgðar og ýmsar fuglabækur. Námsmat: Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Námsmat er sett fram í almennum þáttum.

    Upplýsinga- og tæknimennt

    Nemendur fara reglulega á bókasafnið og læra að fá bækur að láni. Nemendur fá tækifæri til að vinna í kennsluforritum á tölvur. Námsmarkmið: Nemandi á að:

    ∙ geta kveikt á tölvu og gengið rétt frá henni að notkun lokinni ∙ umgangast bækur af virðingu

    Námsmat: Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Námsmat er sett fram í almennum þáttum.

    Íþróttir

    Nemendur fara 2 kennslustundir á viku í íþróttir.

    Helstu markmið eru: ∙ að börnin þjálfist í grunnhreyfingum eins og t.d. hlaupa, hoppa, kasta og grípa ∙ að nemendur þjálfist í æfingum með ýmis áhöld, t.d. sippubönd, gjarðir, bolta

    o.fl. ∙ að efla skynfæri líkamans og samspil þeirra við hreyfingu ∙ að nota leiki og æfingar til að efla líkamshreysti og þrek ∙ að nemendur fái vettvang fyrir hreyfiþörf sína ∙ að nemendur öðlist jákvætt viðhorf til hreyfingar ∙ að nemendur taki þátt í leikjum og leikrænum æfingum ∙ að nemendur tileinki sér helstu samskiptareglur sem í gildi eru ∙ að nemendur læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi ∙ að kynna helstu íþróttagreinar sem stundaðar eru á Íslandi fyrir nemendum

  • Þrepamarkmið: ∙ að nemandi leggi sig fram og taki þátt í þeim æfingum sem verið er að gera ∙ að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi ∙ sé fær um að gera sprellikarlahopp í 10 sek. ∙ sé fær um að hoppa áfram á öðrum fæti 10 metra ∙ sé fær um að hoppa jafnfætis til hliðar yfir sippuband ∙ sé fær um að ganga á jafnvægisslá 10 skref ∙ sé fær um að kasta og grípa bolta

    Námsefni/námsleiðir: Notast er við ýmsar æfingar og leiki. Unnið er í einstaklings- og hópaæfingum. Námsmat: Símat í formi umsagnar sem tekur mið af virkni, hegðun og félagslegri færni.

    Sund

    Nemendur fara 1 kennslustund á viku í sund. Markmiðið er að nemendur þjálfist í grunnhreyfingum í vatni með áherslu á að þau upplifi gleði og ánægju af því að hreyfa sig í vatni. Einnig að þau fái jákvæða mynd af sundi og sundkennslu sbr. aðalnámskrá. Farið er yfir reglur og öryggi á sundstað. Námsmarkmið:

    ∙ að nemandi leggi sig fram í þeim æfingum sem verið er að gera ∙ að nemandi læri að sýna öðrum virðingu og umburðarlyndi ∙ inn og útöndun 10x í kafi ∙ flot á bringu og baki með/án hjálpartækja ∙ skólabaksundsfótatök við bakka með/án hjálpartækja ∙ skriðsundsfótatök við bakka með/án hjálpartækja ∙ skriðsund 6 metra ∙ ganga með andlit í kafi 2-2,5 metra í kafi eða lengra ∙ öryggisatriði á sundstað

    Námsefni / námsleiðir: Leikir, flotæfingar, öndunaræfingar, köfunaræfingar og það viðmiðunarstig sem þeim ber að taka sbr. aðalnámskrá. Námsmat í sundi: Símat sem tekur mið af ástundun, virkni og hegðun og próf sem miðast við sundkunnáttu 1. sundstigs.

  • Smiðjur

    Myndmennt

    Að þjálfa hæfni til að:

    · þekkja grunnlitina þrjá, (gulan, rauðan og bláan)

    · þekkja grunnformin þrjú í tvívídd (hringur, ferhyrningur og þríhyrningur).

    · þekkja muninn á ólíkum myndgerðum t.d. teikningu, málverki, þrykk, styttu ofl.

    · þekkja myndbyggingu og kynnist hugtökunum nálægð og fjarlægð.

    · lýsa málverki og geta greint frá skoðun sinni á því

    · fjalla um hvaða gildi listaverk getur haft fyrir hvern og einn

    · vanda vinnubrögð og frágang

    · ganga vel um kennslustofuna, efni og áhöld

    · vinna vel með öðrum og sýna kurteisi

    Námsgögn: Myndmennt 1 og 2, veraldarvefurinn og verkefni unnin með hliðsjón af markmiðum aðalnámskrá grunnskóla.

    Námsmat: Símat þar sem metið er eftir vinnusemi og hegðun.

    Heimilisfræði

    Námsmarkmið: Að nemandi

    ∙ kynnist því að til eru hollar og óhollar fæðutegundir ∙ kynnist því hvaða fæðutegundir eru góðar og slæmar fyrir tennurnar ∙ kynnist einföldum áhöldum ∙ þekki dl-mál, tsk. og msk. ∙ geri sér grein fyrir því að hnífar og önnur eggjárn geti verið hættuleg ∙ fái verklega þjálfun í samvinnu við kennarann ∙ læri að lesa myndrænar uppskriftir ∙ hjálpi til við frágang ∙ bragði matinn sem unnið er með ∙ geti fylgt leiðbeiningum um persónulegt hreinlæti og þrif ( s.s. handþvottur,

    tannheilsa, borðklútur)

    Námsefni: Gott og gaman – Heimilisfræði fyrir byrjendur

  • Námsmat: Símat þar sem metið er eftir vinnusemi og hegðun.

    Dans

    Námsmarkmið: Að nemendur

    ∙ örvi líkams- og hreyfiþroska í takt við tónlist ∙ kunni mun á hægri og vinstri, fram, aftur, hæl og tá ∙ læri að þekkja og skynja hreyfimynstur hópa, raðir, hringi og línur ásamt því

    að fylgja öðrum ∙ öðlist færni í samhæfingu handa og fóta ∙ hlusti og geri greinarmun á tónlist með mismunandi hraða og áherslum ∙ eflist í spuna og tjáningu tilfinninga og atburða í dansformi ∙ efli liðleika, samhæfingu, kjark, færni, samvinnu, kurteisi og tillitssemi ∙ kynnist ýmsum danstegundum og danstengdum leikjum

    Námsefni / námsleiðir: Ýmsir dansar, æfingar og leikir við tónlist.

    Námsmat: Símat í formi umsagnar sem tekur mið af virkni, hegðun og félagslegri færni.

    Tónmennt

    Námsmarkmið: Að nemendur þjálfist í að:

    ∙ hlusta ∙ syngja ∙ skapa ∙ slá takt ∙ hreyfa sig eftir tónlist

    Leiðir að markmiðum Notaðar verða fjölbreyttar kennsluaðferðir þar sem lögð er áhersla á að þjálfa nemendur í hryn og hreyfifærni, tónheyrn og söng. Nemendur syngja, dansa og læra algeng íslensk lög, þjóðlög og texta með leikrænni tjáningu. Einnig verða helstu hljóðfæraflokkar kynntir svo nemendur þekki þá eftir sjón og heyrn. Nemendur fá færni og kynnast grundvallaratriðum tónlistar með líkamstjáningu, tali, söng, hreyfingum, leikrænni tjáningu og með því að leika á ásláttarhljóðfæri.

  • Námsgögn Það var lagið, (hugmyndaefni í tónmennt), ýmsar aðrar kennslubækur í tónmennt, allskonar leikir, lítil ásláttarhljóðfæri, geisladiskar, laga– og textasöfn og veraldarvefurinn. Námsmat Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Umsögn er gefin í lok annar.

    Smíði

    Kennt er að meðaltali 8 vikna lotum 1x í viku 60 mínútur í senn. Áhersla er lögð á að nemendur kynnist smíðastofunni og tileinki sér þær reglur sem þar gilda. og þroski fínhreyfingar í gengum verkefnavinnu. Námsmarkmið: Handverk Nemandi þjálfist í að: ∙ gera einfalda hluti sem hæfa aldri hans ∙ velja verkfæri sem hæfa viðfangsefni og notað á öruggan hátt ∙ gera grein fyrir helstu smíðaefnum sem er unnið með

    Hönnun og tækni Nemandi þjálfist í að: ∙ vinna verkefni frá hugmynd að fullunnum hlut ∙ ganga frá eftir vinnu sína ∙ leggja einfalt mat á eigin verk

    Verkefni: Stafurinn minn Frumformin - órói Námsmat: Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð.

    Textíll

    Námsmarkmið: Nemandi þjálfist í að: ∙ klippa ∙ nota flatt form

  • ∙ þræða grófa nál ∙ sauma þræðispor ∙ teikna mynd og sauma

    Verkefni: Sauma stafinn sinn á blað og að teikna mynd og sauma út í striga.

    Umhverfismennt

    Nemendur fara til skiptis í útikennslu eða vinnustundir inni á svæði. Í umhverfismennt er lögð áhersla á að nemendur fái tækifæri til þess að upplifa náttúruna og umhverfið, geri athuganir og taki þátt í umræðum. Unnið er á fjölbreyttan hátt með viðfangsefnin þar sem sköpun er veigamikill þáttur. Námsmarkmið: Nemandi á að: ∙ átta sig á mismunandi árstíðum ∙ fræðast um tré ∙ kynnast flokkun sorps og endurvinnslu ∙ þjálfast í að vinna úti

    Námsefni: Tré, Ég greini tré og yrkjuvefurinn www.yrkja.is . Námsmat: Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Námsmat er sett fram í almennum þáttum.

    Tjáning

    Í tjáningu fá nemendur þjálfun í að koma fram, segja skipulega frá og gera grein fyrir

    kunnáttu sinni og skoðunum sínum. Lögð verður áhersla á þjálfun í einföldum

    frásögnum og endursögnum, þátttöku í almennum samræðum og hlutverkaleikjum.

    Auk þess er mikilvægt að nemendur læri að hlusta á aðra og taka tillit til skoðana

    þeirra í umræðum og rökræðum. Veigamikill þáttur er að hlusta og horfa með athygli

    og á gagnrýninn hátt.

    Námsmarkmið: Nemandi þjálfist í að:

    · koma fram og segja skipulega frá

    http://www.yrkja.is/

  • · hlusta á aðra

    · taka tillit til skoðana annarra Námsmat: Símat þar sem horft er á hegðun, virkni, samvinnu og vinnubrögð. Námsmat er sett fram í almennum þáttum.

  • Viðmiðunarstundaskrá 1. bekkjar

    Við skipulagningu kennslunnar ber kennurum að miða við neðangreinda skiptingu

    kennslutíma. Gert er ráð fyrir að hvert kennarateymi geti hliðrað áherslum á einstök fög

    milli vikna eftir því sem aðstæður leyfa en hverri önn skal í heildina skipt milli

    eftirtalinna greina aðalnámskrár grunnskóla í þeim hlutföllum sem tilgreind eru.

    Fag Vikust. Kennari

    Íslenska 7 umsj.

    Stærðfræði 5 umsj.

    Náttúrugreinar 3 umsj.

    Samfélagsgreinar 5 umsj.

    Hönnun og sjónlistir 3 umsj.

    Smiðjur *) 3

    Skólasafn OBJ

    Myndmennt KG

    Heimilisfræði MM

    Dans ÍAS

    Tónmennt GLG

    Smíði KÖS

    Textíl VB

    Umhverfismennt GG

    Tjáning GGu

    Enska LÓC

    Skólaíþróttir 3

    Íþróttir 2 ÍAS / ÁT

    Sund 1 SG

    Val til ráðstöfunar umsj.k. 1**)

    umsj.

    30

    *) Í smiðjum er árganginum skipt í 5 hópa sem flytjast milli verkefna 2*60 mín á viku.

    **) Valtímar eru umsjónarkennurum til ráðstöfunar samkvæmt þeirra eigin skipulagi.