knattspyrnufélag fjarðabyggðar fjarðabyggð hk inkasso ...kff.is/images/4. leikskr kk fjarabyggd...

4
Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð - HK Inkasso deildin Eskjuvöllur 4. júní 2016

Upload: others

Post on 01-Oct-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð HK Inkasso ...kff.is/images/4. leikskr kk Fjarabyggd HK.pdfLeikmannakynning: Jón Arnar Barðdal Spámaðurinn að þessu sinni er frægur

Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar

Fjarðabyggð - HK

Inkasso deildin

Eskjuvöllur

4. júní 2016

Page 2: Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð HK Inkasso ...kff.is/images/4. leikskr kk Fjarabyggd HK.pdfLeikmannakynning: Jón Arnar Barðdal Spámaðurinn að þessu sinni er frægur

Eftirtaldir aðilar styrkja liðið

Landsbankinn

Hótel Capitano

Sparisjóður Norðfjarðar

TM

Olís

Þvottabjörn

Flugfélag Íslands

Bílaleiga akureyrar

Orkusalan

Launafl

austfjarðaleið

Íslandsbanki

Efla, verkfræðistofa

Kaffihús Eskifjarðar

Icelandair

VÍS

Samhentir, umbúðalausnir

Saltkaup

Sjóvá

Fiskmið

Eimskip

Egersund

Arion banki

VHE

GP sónar

Samskip

Brammer

Rarik

Ritstjóri: Daníel Geir Moritz - [email protected]

Page 3: Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð HK Inkasso ...kff.is/images/4. leikskr kk Fjarabyggd HK.pdfLeikmannakynning: Jón Arnar Barðdal Spámaðurinn að þessu sinni er frægur

Fjarðabyggð - HK Iðagrænn Eskjuvöllur heilsar okkur hér í dag. Strákarnir okkar hafa verið á góðu róli og ekki tapað

deildarleik frá því í skandalnum í fyrstu umferð. Góður karakter það.

Í síðasta leik vorum við klaufar að fá ekki þrjú stig gegn toppliði Leiknis R. Leiknir féll úr Pepsi deildinni

síðasta haust og er spáð góðu gengi og áttu sveitastrákarnir að austan að vera auðveld bráð. Það var nú

ekki og fengu Embalo og Hákon virkilega góð færi til að ná í þrjú stig en inn vildi boltinn ekki. Markalaust

jafntefli því staðreynd í Breiðholti, eitthvað sem margir hefðu örugglega sætt sig við fyrir leik.

Gengi gestanna hefur verið hreint út sagt lélegt. Liðinu var spáð ágætis gengi og vonir bundnar við

þjálfarann Reyni Leósson. Ekki síður vegna þess að hann fékk Jóhannes Karl Guðjónsson sér til aðstoðar.

HK hefur ekki unnið leik í deildinni og í síðasta leik tapaði liðið 0-3 gegn Selfossi, sem er einmitt spáð basli í

sumar. HK er með eitt stig en það fékkst gegn Keflavík í frægum leik í fyrstu umferðinni.

Ég ætla samt rétt að vona að okkar menn fari ekki að vanmeta liðin í deildinni og líti á leikinn sem

formsatriði að klára. Það þarf að berjast fyrir hverjum einasta bolta, vinna vel í vörn og sókn - og þá eigum

við að vinna hér í dag! Látum nú í okkur heyra; áfram Fjarðabyggð!

Hópur Fjarðabyggðar

16. Adam Örn Guðmundsson

11. Andri Þór Magnússon

8. Aron Gauti Magnússon

Brynjar Már Björnsson

21. Cristian Puscas

Emil Logi Birkisson

2. Emil Stefánsson

Fannar Árnason

19. Filip Marcin Sakaluk

Gísli Már Magnússon

20. Hafþór Ingólfsson

23. Haraldur Þór Guðmundsson

17. Hákon Þór Sófusson

19. Hlynur Bjarnason

10. Jose Alberto Djalo Embalo

22. Jón Arnar Barðdal

7. Loic M´Bang Ondo

3. Marinó Máni Atlason

Marteinn Þór Pálmason

16. Martin Sindri Rosenthal

15. Oumaro Coulibaly

6. Stefán Þór Eysteinsson

Sveinn Fannar Sæmundsson

1. Sveinn Sigurður Jóhannesson

5. Sverrir Mar Smárason

25. Sævar Örn Harðarson

13. Víkingur Pálmason

12. Þorvaldur Marteinn Jónsson

Örvar Steinn Heimisson

Þjálfari: Víglundur Páll Einarsson

HK

25. Arnar Freyr Ólafsson

2. Birkir Valur Jónsson

4. Leifur Andri Leifsson

5. Guðmundur Þór Júlíusson

7. Ingimar Elí Hlynsson

9. Kristófer Eggertsson

10. Hákon Ingi Jónsson

16. Jóhannes Karl Guðjónsson

18. Atli Már Þorbergsson

22. Sveinn Aron Guðjohnsen

27. Jökull I Elísabetarson

Varamenn:

1. Andri Þór Grétarsson

8. Ragnar Leósson

11. Ísak Óli Helgason

15. Teitur Pétursson

20. Árni Arnarson

77. Tómas Ingi Urbancic

91. Fannar Freyr Gíslason

Þjálfari: Reynir Leósson

Miðað er við skýrslu síðasta leiks

Page 4: Knattspyrnufélag Fjarðabyggðar Fjarðabyggð HK Inkasso ...kff.is/images/4. leikskr kk Fjarabyggd HK.pdfLeikmannakynning: Jón Arnar Barðdal Spámaðurinn að þessu sinni er frægur

Leikmannakynning: Jón Arnar Barðdal

Spámaðurinn að þessu sinni er frægur fyrir sínar hælspyrnur og eitraðan vinstri fót. Það

er hann Jón Hilmar Kárason. Jón er nú kannski þekktari sem gítarspilari, kennari og

frumkvöðull og hefur litað tónlistarlíf Austurlands sterkum og góðum litum í áratugi.

En hvernig fer, Jón?

„Sem betur fer hafa okkar menn leikið betur undanfarið en þeir gerðu í byrjun og ég

held að við höldum áfram að styrkjast. Það er engin af fara að falla neitt! Þessi leikur

fer 2-0 fyrir Fjarðabyggð.“

Spámaðurinn

Það vakti athygli þegar Jón Arnar Barðdal samdi við Fjarðabyggð. Jón

Arnar lék með Þrótti í fyrra en er uppalinn í Stjörnunni og hefur leikið

nokkra leiki í Pepsi deildinni. Jón Arnar er Garðbæingur í húð og hár en

til gamans má geta að ég vaktaði hann á böllum þegar hann var

unglingur í félagsmiðstöðinni Garðalundur. En hver er þessi maður?

Aldur: Verð 21 í október.

Hjúskaparstaða? Einhleypur.

Hvar býrðu? Er að koma mér fyrir i piparsveinablokkinni á Eskifirði.

Hvað gerirðu annað en að spila fótbolta? Vallarstrafsmaður og ævintýramaður.

Hvað kom til að þú gekkst í lið Fjarðabyggðar? Spennandi tækifæri í flottu liði og gaman að taka pásu frá hótel

mömmu og prufa eitthvað nýtt.

Nú hefurðu leikið í Pepsi, hvernig leggst Inkasso sumar í þig? Virkilega vel. Mjög

jöfn deild, er ekki frá því deildin hvafi sjaldan verið betri.

Hver í liðinu byrjaði fyrstur að spjalla við þig? Ætli að hafi ekki verið Emmi Ess.

Heldurðu að Víglundur væri enn betri þjálfari ef hann væri jafn vel hærður og

Birkir Bjarnason? Nei, ég gæti ekki séð Villa fyrir mer siðhærðann. Það myndi

eyðilegga bad boy lúkkið.

Með hverjum heldurðu í enska? Man U.

Hver er þín helsta fyrirmynd? Özil.

Hafðirðu komið austur áður en þú gekkst í lið Fjarðabyggðar? Já. Spilaði hér

með Þrótti í fyrra. Ekki skemmtileg heimsókn á þeim tíma.

Eitthvað að lokum? Ég er bara virkilega spenntur fyrir sumrinu hérna á

Eskidorm og er viss um að við eigum eftir að koma fólki á óvart með flottum bolta.