kjarnræðishyggja fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er...

21
Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt.

Post on 19-Dec-2015

265 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Kjarnræðishyggja

Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt.

Page 2: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Mosca og Pareto. Snemma á 20. öld. Ítalskir. Elíta eða valdakjarni ræður í þjóðfélaginu. Fámennisstjórn er alls staðar þar sem skipulag

er. Stjórnmálaflokkar.Máttur vanans. Í kosningum kýs fólk upp til

hópa eins og það er vant að kjósa. Þetta viðheldur því sem er og styður þá sem hafa valdið. Velja eins og venjulega. Talsvert er um það að menn “erfi” þingsæti.

 

Page 3: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Michells Hann rannsakaði valdakjarna í þýskum

stjórnmálaflokkum.Stórar skipulagðar einingar einkennast af

regluveldi – það skapar valdakjarna, völdin færast í hendur fámennra hópa í skipulaginu. Stjórnmálamenn og embættismenn verða sérhæfðir og öðlast mesta þekkingu á málum og því vita þeir best og eru taldir best færir um að taka ákvarðanir.

Ef undirstaða lýðræðiskerfisins, flokkarnir, eru ekki lýðræðislegir þá er varla þjóðfélagið lýðræðislegt.

 

Page 4: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

C. Wright Mills Mills var bandarískur félagsfræðingur. Gerði úttekt á bandaríska

valdakjarnanum (1956) og fjallar um ákvarðanatökur í utanríkismálum. Hann fær út að það séu aðeins örfáir einstaklingar sem taki allar mikilvægustu ákvarðanir. Það er valdaelíta í USA. Í reyndinni var Mills að gagnrýna bandaríska stjórnmálafræðinga sem honum fannst draga upp allt of jákvæða mynd af bandaríska lýðræðiskerfinu.

 Valdakjarninn er þrísamsettur: embættiskerfið með stjórnmálamenn (forseti, forystumenn þings

og embættismenn) toppmenn úr efnahagslífinu eins og forstjórar stórfyrirtækjaherinn, æðstu herforingjar og Pentagon Valdakjarninn virkar sem heild, menn fara auðveldlega á milli

sviða og tengjast félagslegum böndum gegnum klúbba, skóla, ættir o.frv.

Page 5: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Eisenhower forseti USA í lok stríðsins varaði við því sem hann kallaði hernarar- og efnahagssamsteypuna. Hann sá hin sterku völd sem forustumenn í Pentagon og stórfyrirtækjum (einkum í tækni- og vopnaframleiðslu) höfðu og hvílík áhrif þeir gátu haft á stjórnmálin. Utanríkisstefna – hernaðaruppbygging og e.t.v. stríðsvilji.

Page 6: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Táknmynd kjarnræðishyggju

Page 7: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Bls. 60Fámennisvald í íslenskum flokkum. Greining á skipulagi og samþjöppun valds í flokkunum um 1970.

Bls. 62Valdakjarni á Íslandi. Úttekt á valdastétt (“hin nýja stétt”) og takmörkunum á lýðræðinu um 1970.

Page 8: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Margræðishyggja

 Kenningin þróast fyrst og fremst í

USA eftir stríð eða á seinni hluta 20. aldar.

 

Page 9: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Það er valddreifing í þjóðfélaginu. Það er samkeppni á milli frambjóðenda og valdahópa sem tryggir áhrif almenninga. Enginn einn aðili fær afgerandi völd og fólk hefur sín áhrif.

Það er fámennisstjórn í stofnunum og hún verður til af því þar er skipulag (eins og kjarnræðissinnar segja), þetta birtist í ótal og óteljandi valdapyramidum sem eru vítt og breitt um þjóðfélagið.

Page 10: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Táknmynd valdsins er því ólík táknmynd kjarnræðishyggju, í stað eins valdapyramida eru fjöldinn allur, óteljandi, hver með sinn valdahóp.

Dæmi um ýmis svið:Bæjarstjórn, verkalýðsfélag, dagblað, verksmiðja, samtök útgerðarmanna, framhaldsskóli, íþróttahreyfingin, stjórnmálaflokkur, ráðuneyti, þingflokkur, ríkisstjórn, bændahreyfingin, landshlutasamtök, landsvirkjun o.s.frv. o.s.frv.

Page 11: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Robert DahlDahl er frægastur margræðissinna,

hann hefur gert grundvallarrannsóknir á valddreifingu og ákvarðanatöku í stjórnmálum. Ákvarðanatökurannsóknir.

Lipset og Sartori hafa lagt mikið til kenningarinnar, t.d. um það hvernig fólk hefur áhrif og hvernig lýðræðiskerfinu er háttað. Samlíking lýðræðis við markað er áhugaverð: samkeppni, framboð og eftirspurn.

Page 12: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Bls. 65

Markaðsvæðing frambjóðenda

Framboð, eftirspurn og samkeppni í stjórnmálum, er það trygging fyrir því að góðir frambjóðendur veljast?

Ímynd stjórnmálamanna – kynning, auglýsingar og sjónvarp: er ekki áhersla á útlit fremur en innihald? Verður ásýnd stjórnmálanna yfirborðskennd í stað þess að málefni ráði ferðinni?

Page 13: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Forsendur lýðræðisBls 64:

Skoðaðu vel, hvað þarf að vera til staðar svo lýðræði geti dafnað.

Ef eitt eða fleiri atriði eru veik í kerfinu dregur það úr lýðræði eða einkennum þess og getur e.t.v. gert kerfið meira ólýðræðislegt en hitt.

Verkefni: http://www.flensborg.is/magnus/bokin/07-gogn/smaverkefni/64-lydraedi.doc

Page 14: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Þátttökukenningin

Þátttökukenningin kemur fram sem gagnrýni á fyrri kenningarnar tvær.

Skilgreiningin á lýðræði er í anda gömlu lýðræðisheimspekinganna og kenningin segir að það vanti mikið á í vestrænu lýðræði.

Gjarnan kemur fram víður skilningur á stjórnmálum og þá er farið yfir á fleiri svið en hið hefðbundna stjórnmálasvið.   

Page 15: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Lýðræði byggist á þátttöku fólks. Sé þátttaka og virkni mikil almennt séð þá er meira lýðræði og öfugt.

Lýsing margræðissinna á stjórnmálum og valdi er ekki endilega dregin í efa heldur er fremur gagnrýnt það sem þeir segja vera lýðræði.

Þrátt fyrir þá annmarka sem eru, eins og t.d. fámennisvald og áhugaleysi fólks getur lýðræði eflst ef þátttaka eykst og fólk verður virkara í umræðum, þekkingu og ákvarðanatöku.

Page 16: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Þátttökukenningin nær til víðtækari sviða en hinna venjubundnu opinberu stjórnmála. Þátttaka og virkni er lykill að auknu lýðræði.◦ er lýðræði á vinnustöðum?◦ er lýðræði í bæjarfélaginu /hverfinu?◦ er lýðræði á heimilinu?◦ er lýðræði í stéttarfélaginu?◦ er lýðræði í íþróttafélaginu?◦ er lýðræði í skólanum?◦ o.s.frv.

Page 17: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Almannavalsfræðin

“Hagfræði stjórnmálanna”:Kenning ættuð frá hagfræðikenningum þar sem ákvarðanir eru skýrðar út með hliðstæðum aðferðum og beitt er í hagrænum líkönum. Talsvert áberandi skýringarsjónarmið á síðustu fáeinum áratugum.

Page 18: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Hugmyndin um “hinn hagræna mann”: Hver og einn velur eftir eigin skynsemi, gerir það sem honum sjálfum kemur best, reynir að hámarka eigin hag.

Kenningunni beitt einkum til að skýra:

Ákvarðanatöku í stjórnsýslu og stjórnmálum

Hvað ráði kosningahegðun fólks?

Page 19: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

J. BuchananBuchanan var leiðandi í skýringum almanna-

valsfræðinnar á ákvarðanatöku í stjórnmálum.

Ríkið á að þjóna almannaheill en af hverju eru margar ákvarðanir teknar sem augljóslega gera það ekki? Þeir sem taka ákvarðanir leitast (kannski ósjálfrátt) við að gera helst það sem kemur þeim sjálfum sem best (eða ekki illa) og því getur aðal markmiðið orðið útundan.

Hvað ræður því hvað eða hvort fólk kýs í kosningum? Hvernig hugsar kjósandinn? Hinn “hagræni maður” kann að sleppa því að kjósa eða kýs þann sem hann telur að geri það sem viðkomandi kjósandi telur gott fyrir sig.

Page 20: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

DÆMI:

Ákvarðanataka: Gæti hugsast að ákvörðun í jan. 2009 um stórfelldar hvalveiðar sé tekin af ráðherra af því það eykur e.t.v. möguleika hans á meira fylgi í kjördæmi hans næstu kosningum á meðan ákvörðunin kunni kannski að valda meiri skaða en hitt út frá sjónarmiðum um almannaheill?

Kosningahegðun: Ríkur maður kýs t.d. frambjóðanda sem segist ætla að lækka skatta. Það kann að vera slæmt fyrir þjóðfélag sem er með stóra hópa fátækra.

Hver veit??

Page 21: Kjarnræðishyggja Fámennur hópur ræður eða ræður ferðinni í þjóðfélaginu. Það er tómt mál að tala um lýðræði, það er ekki raunverulegt

Hvað er lýðræði?Hugtakið er ekki einfalt, það er margt sem þarf

að skoða þegar lýðræði er metið.

Ágreiningsmál og átök Áhrif almennings Beint lýðræði Efnahagsstig Eigin hagsmunir Fámennisvald Fulltrúalýðræði Kosningar Mannréttindi og frelsi Menntun Upplýsingaflæði Valdasamþjöppun Valddreifing Virkni Þátttaka