kiwanisklúbbsins höfða - fréttamoli nr:1

20
Kiwanisklúbburinn Höfði 1990 - 2013 1. tbl. 2013 Maí 2013 Samantekt og uppsetning: ábm. Gestur Halldórsson Hvað er Kiwanis? Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar. K i w a n i s Vef - FRÉTTAMOLAR HÖFÐA

Upload: gestur-halldorsson

Post on 06-Mar-2016

228 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Fréttamolar Kiwanisklúbbsins Höfða til upplýsingar og kynningar á starfi klúbbsins.

TRANSCRIPT

Page 1: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

Kiwanisklúbburinn Höfði 1990 - 2013

1. tbl. 2013

Maí 2013 Samantekt og uppsetning: ábm. Gestur Halldórsson

Hvað er Kiwanis? Kiwanis er alþjóðleg þjónustuhreyfing manna og kvenna, sem hafa áhuga á að taka virkan þátt í að bæta samfélagið, og láta gott af sér leiða. Í samstarfi fá þessir aðilar áorkað því sem einstaklingar geta ekki einir. Frjálst samstarf gerir þeim kleift að vinna að alþjóðlegum verkefnum innan hinnar alþjóðlegu hreyfingar.

K i w a n i s

Vef - FRÉTTAMOLAR

HÖFÐA

Page 2: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 2 VE F- FRÉ TTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BSIN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Vef-Fréttamolar?

Með þessu fyrsta tölublaði af Vef-Fréttamolum Kiwanisklúbbsins Höfða til félaga er hleypt af stokkunum upplýsingabréfi sem ætlunin er að komi út ca. þrisvar á starfsári ef ekki oftar í óákveðin tíma.

Markmiðið með þessum fréttapósti er að tryggja að nýjustu upplýsingar úr starfi Höfða berist jafnt til allra netskráðra félagsmanna í Höfða, en vitað er að nokkrir sem eiga aðild að Höfða hafa ekki aðgang að netinu, eða af öðrum ástæðum hafa ekki eða geta ekki fylgst með þeim fréttum sem reglulega eiga að vera uppfærðar á vef Höfða.

En bróðurpartur þess efnis sem mun birtast í þessum fréttapóstum sem uppfylling og til fróðleiks verður unninn upp úr fréttum og fróðleiksmolum sem birts hafa á vef Höfða og Umdæmisins, jafnframt verður eldra efni úr starfi og sögu klúbbsins nýtt s.o. annað efni úr kiwanisstarfinu.

Stefnt er að því að dreifa póstinum sem víðast, en þeir félagsmenn í Höfða sem ekki hafa fengið en vilja fá þennan fréttapóst sendan til sín eru beðnir að láta vita á eftirfarandi netfang, svo og allir þeir sem ekki hafa fengið en vilja fá: [email protected].

Efnisyfirlit: Bls. Efni

2 Vef-Fréttamolar?

Sumarferð Höfða

3 Kjörin stjórn Höfða starfsárið 2013-2014

4 Hvað er Höfði?

Afhending reiðhjólahjálma

5 Höfðamenn gefa iPad spjaldtölvur

6 Starfsreglur Höfða

7 Sameiginlegur fundur

8 Lög Kiwanisklúbba (til kynningar)

19 Úr leik og starfi Höfða

Megið markmið Kiwanis er að hjálpa börnum heimsins.

BÖRNIN FYRST OG FREMST

Nokkrar staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Kiwanisklúbburinn HÖFÐI í 23 ár

VEF-FRÉTTAMO LAR K IWANISKLÚBBSINS HÖFÐA 1. TBL. MAÍ 2013

Samantekt og uppsetning: ábm. Gestur Halldórsson

SumarferðHofða(ovissuferð)

Óvissuferð verður farin laugardaginn 4. maí n.k. fyrir félaga Höfða og spúsur. Lagt verður af stað í rútu frá Olís Gullinbrú kl. 10.00 og komið til baka seint að kveldi. Það verður haldið á vit ævintýranna, en hvert það verður það er meðal annars það sem engum má segja. Klæðnaður eftir veðri. (innsk.: betra er að vera of mikið klæddur og fækka þá fötum ef veður leyfir.) Áætlaður kostnaður 2000 krónur á mann. Guðmund Stefán Sigmundsson formaður Skemmtinefndar hefur haft veg og vanda að skipulagi ferðar.

Page 3: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 3 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

KjorinnstjornHofðastarfsarið2013-2014

Á Kjörfundi í Kiwanisklúbbnum Höfða 21. mars s.l. kynnti Sverrir Ólafur Benónýsson kjörforseti klúbbsins uppstillingu á viðtakandi stjórn klúbbsins fyrir starfsárið 2013-2014 sem borin var upp til samþykktar og samþykkt.

Eftirfarandi er uppstilling á stjórn starfsársins 2013-2014:

Forseti:

Sverrir Ólafur Benónýsson Fráfarandi forseti:

Steindór Geir Steindórsson Kjörforseti:

Björn Möller Ritari: Gestur Halldórsson Féhirðir: Brynjólfur Gíslason Meðstjórnendur: Sigurður Svavarsson Guðmundur Jóhann Gíslason

Jafnframt var tilnefnt til eftirfarandi nefnda og voru eftirfarandi

skipaðir í starf nefnda að fengnu samþykki viðkomandi. Móttöku og dagskrárnefnd:

Sigurður Svavarsson Skemmtinefnd:

Guðmundur Jóhann Gíslason Félagsmála, markmiða og laganefnd:

Steindór Geir Steindórsson Fjárhagsnefnd: Brynjólfur Gíslason Styrktar- og fjáröflunarnefnd: Gísli Helgi Árnason Flugeldanefnd: Kristján Jóhannsson og Reynir Áslaugsson Húsnefnd: Kristinn Kristinsson Veiðinefnd: Hreiðar Þórhallsson Tengiliður við þing: Hlynur Árnason Umsjónarmaður með heimsverkefni: Sigurður Svavarsson Tengiliður við tryggingasjóð: Sigurður Pálsson Ljósmyndari : Kristinn Kristinsson

Staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Flestir hafa skráðir félagar orðið 37.

Starfsárið 1999-2000.

Kiwanisklúbburinn Höfði EO 895

K 13210

Kennitala 650490-1189

Heimilisfang 112 Reykjavík Stofndagur 17. apríl 1990

Fullgildingardagur 31. ágúst 1990 Vígsludagur 20. október 1990

Stjórn Höfða 2012-2013 Forseti Höfða:

Steindór Geir Steindórsson Fráfarandi forseti Höfða: Hlynur Árnason Kjörforseti Höfða:

Sverrir Benónýsson Ritari Höfða: Guðmundur Jóhann Gíslason Féhirðir Höfða: Brynjólfur Gíslason Gjaldkeri Höfða: Sigurður Pálsson Meðstjórnendur: Kristján Jóhannsson Kristinn Kristinsson

Page 4: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 4 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Kiwanisklúbburinn Höfði Heimasíða hofdi.kiwanis.is

Móðurklúbbar Elliði og Jörfi Umdæmi Ísland – Færeyjar

Svæði Freyjusvæði

HvaðerHOFÐI?

Kiwanis er hugsjón sem byggð er á vináttu og samtakamætti og þeim

eindregna vilja að láta gott af sér leiða. Undir merkjum þessarar hugsjónar starfa

hundruðin þúsunda manna og kvenna víðsvegar um heiminn og þarna erum við

Höfðafélagar þátttakendur.

Saga Höfða sýnir svo ekki verður um villst, að starf klúbbsins, jafnt

innávið sem út ávið, hefur alla tíð byggst á þessum grundvallar þáttum

mannkærleika og vináttu. Þegar spurt er, hvað sé Kiwanis, þá getum við félagar

heilshugar svarað einum rómi: HÖFÐI.

Gísli Helgi Árnason f.v. forseti Höfða, svæðisstjóri, umdæmisritari og Umdæmisstjóri. Sjá má samantekt á sögu Höfða hér.: http://issuu.com/skiladagur/docs/kiwanishofdi20ara

Staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Starfsárið 2012-2013 eru 25 skráðir félagar í klúbbnum.

Afhendingreiðhjolahjalma

Í samstarfi við Eimskip munu Höfðamenn afhenda öllum börnum í 1. Bekk

grunnskóla Grafarvogs reiðhjólahjálma að gjöf. En þetta er í 13 skiptið sem

Höfðamenn munu útdeila hjálmum í skólum Grafarvogs og er áætluð í apríl n.k.

Page 5: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 5 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

Mikil sókn hefur verið í notkun iPada í allri vinnu og þá sérstaklega fyrir

þá einstaklinga sem eru með skerta hreyfigetu, því hafa félagar úr

Kiwanisklúbbnum Höfða í Grafarvogi gert víðreist um hverfið að undanförnu, en

fyrir skömmu komu félagar í Höfða færandi hendi með alls 6 iPad spjaldtölvur að

gjöf til Dagþjónustunni að Gylfaflöt og Sérdeild Foldaskóla.

Dagþjónustan Gylfaflöt er dagþjónusta fyrir fötluð ungmenni á aldrinum

16-25 ára, og þangað nýta sér rúmlega 20 einstaklingar þjónustu á hverjum degi.

Starfsemi Gylfaflatar er skipt upp í þrjá hópa. Í tveimur þeirra eru ungmenni með

ólíkar fatlanir og í einum eru einhverfir. Aðalmarkmið Gylfaflatar er að efla

lífsleikni ungmennanna með því að auka líkamlegan og andlegan þroska, efla

sjálfstæði og frumkvæði einstaklingsins og viðhalda og auka líkamlega færni.

Efla hæfileika til samvinnu og félagslegrar getu og stuðla að betri sjálfsmynd og

vitund einstaklingsins. Í Gylfaflöt er handverksherbergi þar sem unnin er ýmis

verkefni úr tré, ull, vefnaðarvöru, og öðru efni sem til fellur. Þar eru unnin

einstaklings- og samvinnuverkefni. Leirvinnsla fer einnig fram í einu herbergi og

eru unnir þar ýmsir eigulegir munir, s.s. skálar, kertastjakar og fleira.

Í sömu yfirferð færðu Höfðafélagar Sérdeild Foldaskóla þrjár iPad

spjaldtölvur að gjöf, en sérdeild er fyrir nemendur með einhverfu Í Foldaskóla.

Einhverfa lýsir sér einkum í erfiðleikum í boðskiptum og félagslegu samspili auk

þess sem einstaklingar með einhverfu geta haft sérkennilega og áráttukennda

hegðun. Við flutning deildarinnar frá Hamraskóla fyrir skömmu yfir í Foldaskóla

vildi starfsfólk deildarinnar búa deildina eins góðum tækjakosti og kostur væri á

og töldu að miklir möguleikar opnuðust með tækni eins og spjaldtölvum.

Þess skal einnig getið að undanfarin ár hafa Kiwanismenn styrkt Sérdeild

Borgarholtsskóla, með fjárframlögun í sjóð útskriftarnema sérdeildar og er ferð

þeirra áætluð í apríl n.k.

Staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Meðalaldur félaga árið 2013 er 59 ár.

HofðamenngefaiPadspjaldtolvur

Page 6: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 6 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

StarfsreglurHofða

Á fundi þann 21. mars s.l. voru kynt drög að Starfsreglum Höfða sem

ákveðið var að fara í ekki alls fyrir löngu. Klúbbar innan íslenska Umdæmisins

hafa sett sér starfsreglur og tími var komin að Höfðamenn settu sér reglur.

Í verkefni þetta voru tilnefndir þrír félagar, þeir Gísli Helgi Árnason ásamt

þeim Sverri Ólafi Benónýsyni og Halldóri Jóhannessyni. Drög að starfsreglum vöru

kyntar eins og segir þann 21. mars s.l. en þær spanna, má segja, allt starf klúbbsins.

Til að glöggva sig á umfangi þeirra er þeim skipt niður í 16 kafla í alls 48

greinar. Við uppkast að drögum að Starfsreglum Höfða er litið til og haft til

hliðsjónar starfsreglur annarra klúbba.

Í niðurlagi í drögum sem kynnt voru setja þeir eftirfarandi til íhugunar:.

Höfði framtíðar

Í framtíðinni verður ekki spurt hvað Höfði hafi verið heldur hvað hann sé

og hvert hann stefnir. Framtíð hans byggist á því hve áhugaverður hann þykir í

samkeppninni við það sem stendur til boða -þá -.

Viðburðir veki löngun félaga og eftir atvikum maka þeirra til að taka þátt.

Þegar heim er komið finnst félaganum að tímanum hafi verið vel varið. Orðspor af

ánægju vekur áhuga. Kunningjar Höfðafélaga fá áhuga á því að kynnast af

eiginraun svo skemmtilegum félagsskap. Þá verður félagsskapurinn að standa undir

væntingum – alltaf. Þá haldast félagarnir líka í klúbbnum.

Höfði er klúbbur vináttu, vinnusemi og ánægju. Verði Höfði bestur þá

kostar það vinnu.

Staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Frá upphafi hefur 71 einstaklingur gengið til liðs

við klúbbinn.

Staðreyndir um Kiwanisklúbbinn Höfða

Stofnfélagar voru 22. Enn eru 8 stofnfélagar í

klúbbnum.

Page 7: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 7 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Megið markmið Kiwanis er að hjálpa

börnum heimsins. Sameiginlegurfundur

Þann 4. apríl s.l. var haldinn sameiginlegur fundur í Ölver í Glæsibæ. Fundur þessi er einn af þeim fundum Kiwanisklúbba sem funduðu í Engjateignum. Góð mæting var á fundinn alls 70 kiwanisfélagar frá 8 klúbbum og þar af 18 Höfðafélagar, en mæting var frá eftirfarandi klúbbum: Esju, Heklu, Höfða, Jörfa og Kötlu ásamt Geysi, Elliða og Eldfelli. Þessi fundur var í umsjá Kiwanisklúbbsins Esju að þessu sinni. Fyrirlesari fundarins var Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ sem flutti erindi um stöðu lánamarkaðarins fyrir húsnæðiskaupendur ásamt kynningu á danska húsnæðiskerfinu sem myndi falla vel að lánamarkaði íslenska húsnæðiskerfisins. Að erindi Gylfa loknu sköpuðust nokkuð líflegar umræður undir liðnum „Önnur mál“ þar sem húsnæðiskaup umdæmisins urðu til umræðu.

Page 8: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 8 VE F- FRÉ TTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BSIN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Drög að Lögum Kiwanisklúbba sem borin verða upp á Umdæmis þingi n.k. haust.

KAFLI 1. NAFN OG MARKMIÐ.

1.1. Samtökin heita : Kiwanisklúbburinn __________

Klúbburinn er aðili að Alþjóðahreyfingu Kiwanis og starfar samkvæmt

stofnskrárskjali útgefnu af Kiwanis International (KI).

1.2. Megintilgangur klúbbsins er að bæta lífsgæði barna og fjölskylda um

allan heim með því að starfa í anda markmiða KI:

Að láta andleg og mannleg verðmæti skipa æðri sess en verðmæti af

veraldlegum toga spunnin.

Að hvetja til þess að dagleg breytni manna á meðal byggist á hinni gullnu

reglu: „Allt sem þér viljið að aðrir menn gjöri yður, það skuluð þér og

þeim gjöra".

Að beita sér fyrir bættum viðskiptaháttum, starfsháttum og félagslegri

hegðan.

Að efla borgaralegar dyggðir með góðu fordæmi.

Að skapa með stofnun Kiwanisklúbba leiðir til þess að binda varanleg

vináttubönd, veita ósérplægna þjónustu og stuðla að betra samfélagi.

Að vinna saman að mótun og eflingu heilbrigðs almenningsálits og

göfugrar hugsjónarstefnu, sem er undirstaða aukinnar ráðvendni, bættrar

réttvísi, vaxandi þjóðrækni og bræðralags.

KAFLI 2. FÉLAGAR.

2.1. Fullorðnum einstaklingum (18 ára og eldri) með óflekkað mannorð má

bjóða klúbbaðild. Hægt er að flytja aðild milli klúbba. Klúbbaðild telst

samþykkt greiði meirihluti allrar stjórnar henni atkvæði sitt.

LögKiwanisklúbba

Page 9: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 9 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

2.2. Virkir félagar njóta allra klúbbréttinda. Virkir félagar eru þeir sem standa

skil á félagsgjöldum og öðrum gjöldum, sem skilgreind eru í

klúbbsamþykktum og fara eftir öllum öðrum ákvæðum í téðum

samþykktum.

2.3. Meirihluti allrar stjórnar getur samþykkt að víkja óvirkum félaga

tímabundið eða varanlega úr klúbbnum. Sé slík ákvörðun á döfinni verður

að tilkynna viðkomandi félaga hana með minnst fjórtán (14) daga fyrirvara.

Félagi hefur fullan rétt til að sitja og tala máli sínu fyrir stjórn á eða fyrir

fund þar sem ákvörðun í máli hans verður tekin.

2.4. Félagi getur sagt upp félagsaðild með skriflegri tilkynningu til klúbbsins.

Félagi sem sagt hefur sig úr eða verið vikið úr klúbbnum, fyrirgerir öllu

tilkalli til eigna klúbbsins og allra réttinda til að bera hvers konar merki

Kiwanis.

KAFLI 3. STARFSEMI.

3.1. Stjórnar- og reikningsár klúbbsins skal vera það sama og KI eða 1. október

– 30. september.

3.2. Klúbbfundi skal halda minnst einu sinni í mánuði, en klúbbstjórn ákveður

stað, tíma og fjölda reglulegra funda. Með samþykki meirihluta stjórnar eða

klúbbfélaga og með minnst fjörtíu og átta (48) tíma fyrirvara, má boða til

auka klúbbfunda eða aflýsa boðuðum fundum. Klúbbfélagar geta fundað og

rætt málefni klúbbsins með hverjum þeim hætti sem gerir öllum

þátttakendum kleift að eiga rauntíma samskipti sín á milli (hér er átt við

símafund eða fund með fjarbúnaði s.s. Skype). Þátttaka telst mæting.

Hefðbundin fundarsköp klúbbsins eiga hér við. Atkvæðagreiðsla á slíkum

fundi skal fara fram að viðhöfðu nafnakalli.

3.3. Aðalfund skal halda á tímabilinu 1. janúar - 15. maí. Á aðalfundi eru

embættismenn klúbbsins kosnir. Til aðalfundar skal boða með minnst 30

daga fyrirvara.

Page 10: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 10 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

3.4. Með meirihluta samþykki klúbbstjórnar og ákvæði í klúbbsamþykktum er

klúbbnum heimilt að hafa fastanefndir. Að fengnu samþykki stjórnar er

forseta heimilt að skipa nefndir sem ætlað er vinna að

markmiðum klúbbsins og þjóna starfsemi hans og hagsmunum. Kveðið

skal á um hlutverk, starfstíma og starfsskyldur allra nefnda við skipan

þeirra.

3.5. Þriðjungs (1/3) mæting virkra klúbbfélaga uppfyllir skilyrði um tilskilinn

meirihluta. Meirihluti atkvæða þarf að standa að baki öllum ákvörðunum

klúbbsins nema kveðið sé á um annað í lögum þessum eða samþykktum

klúbbsins. Tilkynna þarf klúbbfélögum um allar fyrirhugaðar

atkvæðagreiðslur með minnst fjórtán (14) daga fyrirvara.

3.6. Klúbbnum er heimilt að upplýsa klúbbfélaga og nærsamfélagið um mál er

varða almannahag. Hins vegar er klúbbnum óheimilt að taka þátt í eða grípa

til aðgerða gegn eða í þágu frambjóðanda, lagasetningar eða annarra

málefna stjórnmálalegs eðlis.

KAFLI 4. EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMENN.

4.1. Embættismenn skulu vera forseti, fráfarandi forseti, kjörforseti, féhirðir og

ritari, en einnig geta varaforsetar verið einn eða fleiri sé kveðið á um slíkt í

samþykktum klúbbsins. Samkvæmt klúbbsamþykktum hefur klúbburinn

einnig a.m.k. þrjá (3) meðstjórnendur. Sami félagi getur ekki gengt tveimur

(2) embættum, öðrum en embætti ritara og féhirðis. Enginn félagi getur

samtímis þjónað sem embættismaður og meðstjórnandi. Klúbbnum er

einnig heimilt að hafa önnur embætti. Lagaákvæði um nöfn, kjörtímabil og

starfsskyldur viðkomandi embætta auk ákvæða um hvernig skuli staðið að

kosningum og vali í þau, skyldu þau losna á starfsárinu, skulu vera tilgreind

á viðeigandi stað í klúbbalögum og/eða samþykktum klúbbsins.

4.2. Skyldur embættismanna klúbbsins skulu vera sem hér segir og eins og

tilgreint er í samþykktum klúbbsins:

4.2.1. Forseti er framkvæmdastjóri klúbbsins, stjórnar öllum klúbb- og

stjórnarfundum og gerir reglulega grein fyrir störfum sínum.

Page 11: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 11 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

4.2.2. Ritari heldur utan um öll skjöl klúbbsins, gerir KI svo fljótt sem auðið er

grein fyrir breytingum á félagatali klúbbsins, skrifar fundargerðir klúbb- og

stjórnarfunda. Ef þörf krefur skilar ritari tilskyldum skýrslum til yfirvalda

og gerir klúbbfélögum og -stjórn reglulega grein fyrir störfum sínum.

4.2.3. Féhirðir, í umboði stjórnar, annast og gerir grein fyrir öllum klúbbsjóðum,

sér um fjárhagsbókhald klúbbsins, gerir klúbbfélögum og –stjórn reglulega

grein fyrir fjárhagsstöðu klúbbsins.

4.2.4. Kjörforseti, fráfarandi forseti og varaforseti (ef einhver er) gegna jafnan

þeim störfum er undir embættin heyra eða þeim eru falin af forseta eða

stjórn.

4.3. Meðstjórnendur gegna jafnan þeim störfum er undir embættið heyra eða

þeim eru falin af forseta eða stjórn.

KAFLI 5. KOSNINGAR OG LAUS EMBÆTTI.

5.1. Sérhver embættismaður og meðstjórnandi (og tilnefndir félagar í þessi

embætti) verða að vera virkir klúbbfélagar. Í samræmi við klúbbsamþykktir

er, með samþykki viðkomandi, heimilt að tilnefna til þess hæfan félaga.

5.2. Með tilvísan til klúbbsamþykkta má skipa eða kjósa ritara. Alla aðra

embættis- og stjórnarmenn skal kjósa á aðalfundi klúbbsins. Kosningu skal

hagað í samræmi við klúbbsamþykktir, en meirihluti atkvæða ræður

kosningu.

5.3. Í samræmi við klúbbsamþykktir er kjörtímabil forseta, fráfarandi forseta,

kjörforseta,féhirðis, ritara og varaforseta (ef einhverjir eru) eitt (1) eða tvö

(2) ár. Kjörtímabil þeirra hefst 1. október ár hvert. Í samræmi við

klúbbsamþykktir getur meðstjórnandi gengt embætti í allt að þrjú (3) ár.

Kjörtímabil hans hefst 1. október.

5.4. Embætti sem losna á starfsárinu:

5.4.1. Ef embætti forseta losnar á starfsárinu skal velja einn af eftirtöldum:

fráfarandi forseta.

fyrrverandi forsetum.

varaforseta (ef einhver er).

Page 12: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 12 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

kjörforseta, í samræmi við klúbbsamþykktir.

5.4.2. Ef embætti fráfarandi forseta losnar á starfsárinu skal því gegnt af síðasta

forseta sem tilbúinn og fær er um að gegna embætti.Vegna allra annarra

embættis- og stjórnarmanna skulu nýjar kosningar fara fram innan sextíu

(60) daga.

5.4.3. Skilyrt er að félögum sé kynnt dagsetning fundar og tilnefningar til

embættanna með minnst fjórtán (14) daga fyrirvara. Ef ritari er hinsvegar

tilnefndur, skipar forseti hann með samþykki stjórnar í hið lausa embætti.

KAFLI 6. STJÓRN.

6.1. Klúbbstjórn (í lögum þessum nefnd – stjórn!) skipa forseti, fráfarandi

forseti, kjörforseti, féhirðir,ritari, varaforsetar (ef einhverjir) og allir

meðstjórnendur.

6.2. Stjórn ber ábyrgð á:

6.2.1. Almennri stjórnun klúbbsins utan þess sem klúbbfélögum er falið í lögum

þessum eða klúbbsamþykktum.

6.2.2. Að tryggja að klúbburinn starfi í samræmi við viðeigandi lög og

reglugerðir.

6.2.3. Að skera úr um virkni einstakra félaga í samræmi við samþykktir klúbbsins.

6.2.4. Að sinna öðrum skyldum sem henni er falið í lögum þessum og

samþykktum klúbbsins.

6.3. Meirihluti allrar stjórnar telst ákvörðunarbær meirihluti, en öll mál þurfa

meirihlutasamþykkt nema kveðið sé á um annað í lögum þessum eða

samþykktum klúbbsins.

6.4. Stjórn skal funda reglulega á stað þeim og tíma er hún ákveður. Forseti eða

meirihluti stjórnar getur boðað aukafund stjórnar, að því tilskildu að

fundurinn, fundarefni, dag- og tímasetning sé tilkynnt stjórn með minnst

fjörtíu og átta (48) tíma fyrirvara. Stjórn getur fundað og afgreitt mál með

hverjum þeim hætti sem gerir öllum þátttakendum kleift að eiga rauntíma

samskipti sín á milli. Þátttaka telst mæting. Hefðbundin fundasköp stjórnar

eiga hér við. Atkvæðagreiðsla skal fara fram með nafnakalli.

Page 13: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 13 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

6.5. Stjórn er óheimilt að taka ákvarðanir sem stangast á við ákvörðun

klúbbfundar. Öllum ákvörðunum stjórnar má rifta eða breyta með

atkvæðum tveggja þriðju(2/3) klúbbfélaga. Ákvörðun stjórnar um agamál,

samanber 7. kafla, er þó hægt að rifta eða breyta með einföldum meirihluta

atkvæða. Atkvæðagreiðsluna skal tilkynna með a.m.k. fjórtán (14) daga

fyrirvara.

KAFLI 7. AGAMÁL. 7.1. Hegðun sem samrýmist ekki því að vera Kiwanisfélagi er skilgreind sem:

7.1.1. Hvers konar hegðun sem samrýmist ekki almennum hegðunarviðmiðum og

gengur í berhögg við eða gæti skaðað álit og orðspor

Kiwanishreyfingarinnar.

7.2. Sé félagi í Kiwanisklúbbi skriflega sakaður um hegðun sem samrýmist ekki

hegðun Kiwanisfélaga skal forseti þegar í stað kalla eftir reglum um

meðferð slíkra mála frá umdæmisstjórn/KI og skipa sérstakan

rannsóknarmann til að kanna málavexti. Séu sakir bornar á forseta ber ritara

að taka af skarið.

a. ef rannsóknarskýrsla leiðir í ljós að grundvöllur sé fyrir

staðhæfingum, ber forseta að tilkynna viðkomandi félaga það og vísa

málinu til stjórnar sem skal halda vitnaleiðslur um málið. Að þeim

loknum ræður stjórn ráðum sínum og kynnir ákvörðun sína um hvort

félaginn hefur eða hefur ekki sýnt af sér „óviðeigandi hegðun“.

Byggt á þeirri ákvörðun grípur stjórn til viðeigandi agaúrræða sem

gætu verið: óformleg ráðgjöf, munnleg áminning, skrifleg áminning,

tímabundin eða varanleg svipting embættis eða klúbbaðildar.

Agaúrræði skulu taka mið af alvarleika sakarefna. Klúbbur skal

skjalfesta öll agaúrræði sem gripið er til. Ef félaga er vikið úr klúbbi

vegna ósæmilegrar hegðunar skulu umdæmisstjóra og umdæmisritara

tilkynnt það.

b. Ef félaginn (hinn ásakaði félagi) eða rannsóknarmaðurinn telja að

einhverju

sé ábótavant í rannsóknar- eða ákvörðunarferlinu getur hvor um sig

áfrýjað

Page 14: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 14 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

ákvörðun stjórnar til klúbbfundar. Fundað skal um áfrýjunina með

virkum félögum á til þess boðuðum fundi. Ákvörðun fundarins um

að, staðfesta, snúa við eða breyta ákvörðun(um) stjórnar skal vera

endanleg.

c. Ef einhvern tíma í meðferð málsins vaknar grunur um glæpsamlegt

athæfi skal málinu vísað til viðeigandi yfirvalda.

d. Öll málsgögn, staðreyndir og upplýsingar er snerta rannsóknina,

ávörðunina og áfrýjunina (ef við á) skoðast trúnaðarmál allra þeirra

sem koma að ferlinu á hvaða stigi þess sem er.

e. Klúbbi ber að halda öllum opinberum málsgögnum til haga

(ásökunarskýrsla, rannsóknarskýrsla, fundargögn málskots,

stjórnarskýrsla og áfrýjunarskýrsla, ef viða á) svo lengi sem lög

kveða á um. Framkvæmdastjóra KI skal sent afrit af

málsgögnum og þau ber að varðveita sem trúnaðarmál.

7.3. Klúbbur skal beita agaákvæðum gagnvart sérhverjum félaga sem í ljós

hefur komið að sýnt hafi af sér ósæmilega hegðun. Að öðrum kosti má

álykta sem svo að klúbburinn fylgi ekki almennum stöðlum KI og eigi þar

með á hættu að verða sviptur stofnskrá sinni eða hún verði afturkölluð í

samræmi við ákvæði alþjóðalaga KI.

7.4. Ef forseti eða meirihluti stjórnar sakar embættismann eða stjórnarmann um

að uppfylla ekki starfsskyldur sínar, skal stjórn rannsaka málið og skera úr

um það á fundi sem haldinn skal í það minnsta fjörtíu og fimm (45) dögum

eftir að ásökun kemur fram eða eins fljótt og auðið er. Skrifleg tilkynning

um ásakanir og yfirvofandi rannsókn þeirra og fund með stjórn verður að

hafa borist viðkomandi í það minnsta þrjátíu (30) dögum fyrir fund.

Viðkomandi skal leyft að sitja fundinn og taka til varna. Ef ásökunin er

studd atkvæðum tveggja þriðu (2/3) hluta allrar stjórnar verður embættið

kunngert sem laust.

Page 15: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 15 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

KAFLI 8. FJÁRMÁL.

8.1. Fjármuna sem aflað er vegna þjónustuverkefna klúbbsins, sama hvernig

þeirra er aflað, má einungis nýta til þjónustuverkefna. Halda verður aðskilda

reikninga vegna styrktarsjóðs og félagssjóðs.

8.2. Fyrir 15. október skal stjórn samþykkja fjárhagsáætlanir með tekju- og

kostnaðarliðum fyrir styrktarsjóð og félagssjóð og leggja fyrir klúbbfund til

afgreiðslu.

8.3. Árlega skal skoða bókhald klúbbsins af a) viðurkenndu bókhaldsfyrirtæki

án nokkurra tengsla við einhvern klúbbfélaga; eða b) skoðunarnefnd,

fastanefnd sem skilgreind er í klúbbsamþykktum. Bókhald klúbbsins skal

vera tiltækt til skoðunar af fyrirtækinu eða nefndinni og, ef þess er óskað, af

forseta eða stjórn. Skriflegri skýrslu um skoðun ársreikninga skal skilað til

stjórnar.

8.4. Stjórn ákveður hvernig varðveislu klúbbfjár skal háttað og tilnefnir þann/þá

félaga sem heimild hafa til greiðslu af reikningum klúbbsins.

8.5. Árgjald klúbbfélaga, gjöld og aðrar álögur verða að hljóta samþykki tveggja

þriðju (2/3) hluta klúbbfélaga, svo fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari sé

hafður á tilkynningu til klúbbfélaga um atkvæðagreiðslu og tillögur að

gjöldunum.

8.6. Klúbbstjórn ber að tryggja tafarlausa greiðslu á öllum álögðum gjöldum til

KI, umdæmis og KI-EF.

8.7. Ef klúbburinn, einhverra hluta vegna, hættir starfsemi, ber klúbbstjórn að

ráðstafa lausafjármunum hans og öðrum eigum í samræmi við umdæmislög.

Óskilgreindu fé og eignum skal ráðstafa til Styrktarsjóðs umdæmisins.

Page 16: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 16 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

KAFLI 9. YFIRVÖLD / STJÓRNVÖLD. 9.1. Lög klúbbsins og samþykktir skulu vera í samræmi við landslög.

9.2. Tilvísanir til atriða sem ekki eru skilgreind í lögum þessum má finna í

eftirtöldum forgangsröðuðum gögnum :

Fyrsta—alþjóðalög KI.

Annað—samþykktir og verklagsreglur KI.

Þriðja —Evrópulög.

Fjórða—Umdæmislög.

Fimmta—almennum fundarsköpum.

KAFLI 10. LÖG OG SAMÞYKKTIR. 10.1. Eftir því sem lagaskylda kveður á um ber innan eins árs (1) frá vígslu

klúbbsins, að skrá hann hjá viðkomandi yfirvöldum og viðhalda slíkri

skráningu.

10.2. Þessum klúbblögum er aðeins hægt að breyta til samræmis við Standard

Form for Club Bylaws, eins og þau hafa verið og verða samþykkt af KI.

Lagabreytingar má samþykkja með atkvæðum tveggja þriðju (2/3) hluta

klúbbfélaga svo fremi að félögum sé tilkynnt um það með minnst fjórtán

(14) daga fyrirvara. Klúbblög þessi öðlast ekki gildi fyrr en þau hafa hlotið

samþykki KI.

10.3. Ef einhver ákvæði þessara laga reynast ógild, eru önnur ákvæði eftir sem

áður í gildi.

10.4. Klúbbnum ber að íhuga og samþykkja þær klúbbsamþykktir sem KI mælir

fyrir um og kveðið er á um í þessum lögum. Það er gert með samþykki

tveggja þriðju (2/3) hluta viðstaddra og atkvæðisbærra klúbbfélaga svo

fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari sé hafður á tilkynningu um

atkvæðagreiðsluna.

Page 17: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 17 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

10.5. Klúbbstjórn getur gert frekari klúbbsamþykktir sem ekki eru brot á

viðkomandi lögum, klúbblögum, alþjóðalögum KI og umdæmis- eða

Evrópulögum. Allar klúbbsamþykktir skulu hljóta atkvæði tveggja þriðju

(2/3) hluta viðstaddra klúbbfélaga svo fremi að fjórtán (14) daga fyrirvari sé

hafður á tilkynningu um atkvæðagreiðsluna. (ATH: Valkvæðar samþykktir

K og L gera ráð fyrir sérstöku samþykktarferli.)

SAMÞYKKT AF KLÚBBI

SAMÞYKKT AF KIWANIS INTERNATIONAL

_________________________ Dagsetning samþykktar.

_________________________ Dagsetning.

____________________________________ Undirskrift / Forseti (nafn).

__________________________ Undirskrift af KI. / Fulltrúi (nafn).

____________________________________ Undirskrift / Ritari (nafn).

Page 18: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 18 VE F- FRÉ TTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BSIN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Dæmi um samþykktir klúbbs sem fylgja klúbbalögum KLÚBBSAMÞYKKTIR KLÚBBAR ATHUGI: Klúbbalög gera ráð fyrir að samþykkja megi klúbbsamþykktir og breyta með atkvæðum tveggja þriðju (2/3) klúbbfélaga svo fremi að þeim sé tilkynnt um atkvæðagreiðsluna með fjórtán (14) daga fyrirvara. Tilgangur klúbbsamþykkta er að auðvelda klúbbnum að skilgreina og tilgreina stjórnunar- og rekstrarþætti sem eiga sérstaklega við um þennan klúbb (þ.e. þau eiga ekki við um aðra Kiwanisklúbba). Lögboðnar samþykktir: Klúbburinn verður að taka tillit til samþykkta A, B, C, og D, samþykkja og senda KI til samþykktar ásamt klúbbalögum. Valkvæðar samþykktir: Aðrar samþykktir eru einungis settar fram til skoðunar og klúbbnum er frjálst, en ber engin skylda til, að samþykkja þær. Klúbburinn hefur allan rétt til að gera fleiri samþykktir, svo fremi að þær brjóti ekki í bága við klúbbalög, alþjóðalög Kiwanis, umdæmislög eða Evrópulög. Klúbburinn getur t.d. ákveðið að hærra (en aldrei lægra) vægi atkvæða þurfi til samþykktar ákveðinna mála. Valkvæðar samþykktir þurfa ekki samþykki KI. Lögboðnar klúbbsamþykktir A. ÁRGJALD OG ÖNNUR GJÖLD: B. SKILGREINING VIRKRA FÉLAGA: C. KJÖRTÍMABIL EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMANNA: D. FYRIRKOMULAG Á KOSNINGU EMBÆTTIS- OG STJÓRNARMANNA: E. SKOÐURNARNEFND/FJÁRHAGSNEFND: Valkvæðar samþykktir (TILBÚIN EN RAUNHÆF DÆMI) F. AÐILDARFLOKKAR: G. FREKARI SKYLDUR EMBÆTTISMANNA: H. FASTANEFNDIR: I. ÖNNUR EMBÆTTI: J. SÉRSTAKAR ATKVÆÐAGREIÐSUR: K. L.

Page 19: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 19 VE F- FR ÉT TA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0- 2013

UrleikogstarfiHofða

Page 20: Kiwanisklúbbsins Höfða - Fréttamoli nr:1

H Ö F Ð I 20 VE F- FR ÉTTA MO LA R K IWAN ISK LÚB BS IN S H Ö FÐ A 1 99 0-2 013

Hjalmaverkefni