Þýðing á hluta bókarinnar margt býr í myrkrinu - skemman · 2018. 10. 15. · bókin . margt...

35
2 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska sem annað mál Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu eftir Þorgrím Þráinsson Ritgerð til BA- prófs í Íslensku sem öðru máli Anna Chilimoniuk Kt.: 161282-2439 Leiðbeinandi: Margrét Jónsdóttir Maí 2017

Upload: others

Post on 21-Mar-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

2

Háskóli Íslands

Hugvísindasvið

Íslenska sem annað mál

Þýðing á hluta bókarinnar

Margt býr í myrkrinu

eftir Þorgrím Þráinsson

Ritgerð til BA- prófs í Íslensku sem öðru máli

Anna Chilimoniuk

Kt.: 161282-2439

Leiðbeinandi: Margrét Jónsdóttir

Maí 2017

Page 2: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

3

ÁGRIP

Þessi ritgerð er lokaritgerð til BA-prófs í Íslensku sem öðru máli. Tilgangur ritgerðarinnar er

að segja frá þýðingu minni á nokkrum köflum úr skáldsögu Þorgríms Þráinssonar, Margt býr

í myrkrinu. Jafnframt er leitast við að varpa fræðilegu ljósi á helstu vandamál sem komu fram

í þýðingunni. Aðalviðmiðunin var sú að engin tvö tungumál eru eins og þess vegna er engin

ítarleg samsvörun á milli þeirra. Þýðandinn er einhvers konar milliliður, settur milli

frumtextans og lesanda.

Auk þýðingarinnar sjálfrar skiptist ritgerðin í þrjá kafla. Í fyrsta kafla er sagt frá

höfundinum og verki hans. Í öðrum kafla er fjallað um aðferðir sem þýðandinn notaði í vinnu

sinni. Í þriðja kafla er rætt um helstu vandamál sem þýðandinn þurfti að glíma við. Jafnframt

var fjallað um þá þætti sem eru ólíkir í tungumálunum tveimur, íslensku og pólsku, ásamt

úrræðum og tilsvarandi dæmum.

Þýðingin er ætluð pólskum unglingum sem eiga heima á Íslandi. Enda þótt þessir

unglingar séu pólskumælandi er íslenskan þeim töm enda eru þeir jafnvel aldir hér upp og

hafa átt hér alla sína skólagöngu. Því var mikilvægt að miða ýmislegt við þarfir þeirra og

nota íslenskan rithátt í nöfnum en ekki pólskum.

Page 3: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

4

EFNISYFIRLIT

Ágrip ......................................................................................................................................3

Efnisyfirlit..............................................................................................................................4

1.Kafli um höfundinn og verkið............................................................................................6

1.1 Um höfundinn ..................................................................................................................6

1.2 Um bókina ........................................................................................................................6

1.3 Valið á bókinni .................................................................................................................8

2.Kafli um þýðingar. Kenningar um þýðingar ...................................................................9

2.1 Inngangur ........................................................................................................................9

2.2 Um þýðingar ....................................................................................................................9

2.3 Þýðingarferlið ...............................................................................................................12

2.4 Þýðingaraðferðir............................................................................................................12

2.4.1 Friedrich Schleiermacher..................................................................................13

2.4.2 Peter Newmark.................................................................................................14

2.5 Jafngildi..........................................................................................................................15

2.6 Samantekt.......................................................................................................................16

3. Um þýðinguna ................................................................................................................17

3.1 Inngangur ......................................................................................................................17

3.2 Þýðingarleg vandamál....................................................................................................17

3.2.1 Meðferð nafna.................................................................................................17

3.2.2 Afmörkun beinnar ræðu..................................................................................18

3.2.3 Persónufornafni sleppt ....................................................................................18

3.2.4 Greinir.............................................................................................................18

3.2.5 Málsnið............................................................................................................19

3.2.6 Forliðir.............................................................................................................20

Page 4: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

5

3.2.7 Fleiryrði ..........................................................................................................21

3.2.8 Annað..............................................................................................................23

3.3 Samantekt........................................................................................................................23

4. Lokaorð............................................................................................................................24

Heimildaskrá.......................................................................................................................25

Netheimildaskrá..................................................................................................................26

Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu.............................................................27

Page 5: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

6

1. KAFLI

HÖFUNDUR OG VERK

1.Um höfundinn og verkið1

1.1Um höfundinn

Þorgrímur Þráinsson fæddist í Reykjavík 8. janúar 1959. Árið 1980 lauk hann stúdentsprófi

frá Menntaskólanum í Reykjavík. Hann var í námi við Sorbonne í París 1983-1984 og sótti

tíma í heimspeki í Háskóla Íslands 2011-2012. Hann var um langt skeið ritstjóri og

blaðamaður. Frá árinu 1996 til 2004 var hann framkvæmdastjóri Tóbaksvarnanefndar.

Þorgrímur hefur mikil áhuga íþróttum og æfði bæði fótbolta og frjálsar íþróttir.

Þorgrímur hefur skrifað fjölda bóka fyrir börn og unglinga og fyrsta bók hans, Með

fiðring í tánum (1989), var metsölubók á sínum tíma. Síðan hafa komið út eftir hann 30

bækur fyrir börn, unglinga og fullorðna sem flestar hafa notið mikilla vinsælda. Árið 1997

hlaut hann Íslensku barnabókaverðlaunin fyrir tólftu bók sína Margt býr í myrkrinu og aftur

árið 2010 fyrir bókina Ertu Guð, afi? Fyrsta skáldsaga hans fyrir fullorðna heitir Allt hold er

hey og kom út 2004. Þess á milli skrifaði hann nokkrar bækur, t.d. spennusöguna Núll núll

9 sem íslensk börn hafa kallað bestu bók ársins 2009 og hlaut hún því Bókaverðlaun

barnanna. Hann var borgarlistamaður Reykjavíkur árið 2013. Þorgrímur ólst upp í Ólafsvík.

Afi hans var prestur á Staðarstað og Þorgrímur er vel kunnugur á Snæfellsnesinu þar sem

sagan Margt býr í myrkrinu gerist.

1.2 Um bókina

Saga Margt býr í myrkrinu (1997) er tólfta skáldsaga Þorgríms og fyrsta af þremur sem var

tilnefnd til Íslensku bókmenntaverðlaunanna sama árið.2 Bókin er notuð í kennsluáætlun í

grunnskóla til að þjálfa nemendum í ýmsum þáttum móðurmálsins. Nemendur skoða

setningar, málsnið og æfa sig í frásögnum og orðflokkagreiningum. Ýmis hlutar úr sögunni

eru notaðir til málfræðivinnu með því að athuga nafnorð, sagnorð og lýsingarorð í textanum.3

Þorgrímur hefur mikinn áhuga á íþróttum sérstaklega fótbolta sem hann endurspeglar í

aðalpersónu bókarinnar, „Það hlýtur að vera nóg pláss í hlöðunni til að vera í körfu og

1 Það sem segir um líf og starf Þorgríms Þráinssonar er tekið af bokmenntaborgin.is og forlagid.is. Sótt 20.

apríl 2017. 2 Sótt 20. apríl 2017 af http://mennta.hi.is/vefir/barnung/safn/medmaeli/margt_byr.htm 3 Sótt 20. apríl 2017 af http://mennta.hi.is/vefir/barnung/kennari/kennhugm/margtbyr.htm

Page 6: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

7

fótbolta.(....) Mamma, þá hefði ég misst af fótboltanum. Þú veist það“. (Þorgrímur Þráinsson,

1997, bls. 13–14).4 Auk þess skrifar hann um sveitina og það sem henni fylgir. Sagan um

unglinginn er mjög spennandi og er atburðarásin hröð og heldur lesandanum við efnið. Hann

notar tungumál unglings til að ná eyrum ungra lesenda. Það má t.d. sjá hér: „Góða, dinglaðu

þér!“ (bls.14).

Bókin Margt býr í myrkrinu fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

ásamt foreldrum sínum. Hann þekkir afa sinn ekki vel vegna þess að sveitinn var ekki

áhugavert fyrir hann auk þess fótboltinn tekur allan tíma hans á sumrin. Einu sinni á milli

jóla og nýárs þarf Gabríel að fara til afa síns á Búðum á Snæfellsnesi til að hjálpa honum á

meðan Gulla og Óli, heimilisfólk á bænum, fara í bæinn þar sem Gulla á að fæða barn. Á

leiðinni vestur hlustaði Gabríel á söguna um Axlar-Björn sem rútubílstjórinn sagði. Þessi

hræðileg saga festist í huga hans og færist frá draumi að veruleika. Í draumum Gabríels kom

fram móðursystir hans sem týndist sem barn. Í sveitinni upplifir Gabríel fullt af ævintýrum

sem tengjast Axlar-Birni sem verður til þess að ýta undir áhuga Gabríels á atburðunum.

Sagan endar jákvæðum nótum. Andrea vinkona hans kemur að Búðum til að hjálpa honum

að vinna á óþekktri veru. Að lokum fara þau aftur til Reykjavíkur.

Bókin Margt býr í myrkrinu tengist þjóðsögunni um Axlar-Björn. Í sögunni tvinnast

fortíðin og nútíminn saman þar sem sagan gerist í nútímanum (1997), 400 árum eftir að

Axlar-Björn var hálshöggvinn en sem gekk svo aftur sem draugur í draumum Gabríels.

Axlar-Björn hét í raun og veru Björn Pétursson og er eini íslenski fjöldamorðinginn.

Hann bjó að Öxl í Breiðuvík á Snæfellsnesi seint á 16. öld með eiginkonu sinni sem hét

Þórdís Ólafsdóttir og syninum Sveini sem var kallaður

„skotti“. Björn var tekinn af lífi vorið 1596

á Laugarbrekkuþingi. Enginn veit hve marga hann drap en

hann játaði að hafa myrt níu. Eigi að síður segja

þjóðsögurnar að hann hafi drepið miklu fleiri - fjórtán eða

átján.5 Ein af þeim heimildum um Axlar-Björn sem

Þorgrímur (bls. 18) nefnir í bókinni sinni eru þjóðsögur

Jóns Árnasonar. Í bókinni Bergmál eftir Guðrúnu

Bjartmarsdóttur er sagan Axlar-Björn. Í sögunni segir að

einu sinni hafi Björn dreymt að í kirkjunni kæmi til hans maður og gæfi honum kjöt skorið í

4 Eftirleiðis verður aðeins vísað til blaðsíðutalsins. 5 Sótt 23. apríl 2017 af https://is.wikipedia.org/wiki/Axlar-Bj%C3%B6rn

Page 7: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

8

bita. Björn át átján bita. En það var ekki allt: „Undir minni steininum var öxi, ekki mikil en

allbiturlegt vopn. Þegar hann tók hana upp kom í hann vígahugur.“ (Guðrún Bjartmarsdóttir,

1988, bls. 174).

Sögu Axlar-Björns er að finna í fleiri íslenskum verkum. Nefna má Þrjár sólir svartar

(1988) eftir Úlfar Þormóðsson, Björn og Sveinn eftir Megas (1994) auk þess sem sagt er frá

honum í þjóðsögum Jóns Árnasonar.6

1.3 Valið á bókinni

Ástæða þess að ég valdi Margt býr í myrkrinu sem þýðingarverkefni var tillaga dóttir minnar.

Hún las bókina í fyrra, þá 14 ára unglingur, rétt eins og aðalpersóna sögunnar. Þegar hún var

að lesa bókina komu í ljós miklir erfiðleikar; dæmi um það eru orðasambönd. Það fannst mér

mjög áhugavert og sannfærði mig um að velja þessa en ekki aðra bók til að þýða. Markhópur

þýðingarinnar eru pólskumælandi unglingar sem búa á Íslandi en Pólverjar er

langfjölmennasti hópur innflytjenda hér á landi. Með því að þýða þessa bók gæti ég hjálpað

pólskum unglingum til að skilja betur íslensku svo og íslenskar þjóðsögur sem í þessu tilfelli

er sagan um Axlar-Björn.

6 Þjóðsögurnar voru fyrst gefnar út í Leipzig 1862 og 1864 undir heitinu: Íslenzkar þjóðsögur og ævintýri. Þær

voru svo gefnar út í sex bindum í Reykjavík á árunum 1954‒1961. Sótt 20. apríl 2017 af

https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0s%C3%B6gur_J%C3%B3ns_%C3%81rnasonar

Page 8: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

9

2. KAFLI

UM ÞÝÐINGAR

2. Kenningar um þýðingar

2.1 Inngangur

Í kafla 2.2 verður sagt frá þýðingum, merkingu orðsins þýðing, reglum fyrir þýðendur og

skilgreiningu Jakobsons á þýðingum. Um ýmis þýðingarferli verður rætt í kafla 2.3 þar sem

líkön þar að lútandi eru kynnt. Í kafla 2.4 verður gerð grein fyrir þýðingaraðferðum þar sem

aðferðir Schleiermachers (2.4.1) og Newmarks (2.4.2) verða kynntar. Í kafla 2.5 verður rætt

um jafngildi og sagt frá hinum þekkta þýðingafræðingi Eugene A. Nida og viðhorfum hans

til þýðinga. Að lokum er samantekt þar sem geri m.a. grein fyrir þeim leiðum sem ég

aðhyllist.

2.2 Um þýðingar

Vægi þýðinga í nútímamenningarlífi er mikið. Vilji maður taka þátt í vísindum eða fylgjast

með þeim þarf að treysta á þýðingar. Við nýtum okkur þýðingar á hverjum einasta degi í

gegnum sjónvarp, fréttir, blöð, í skólanum, á vinnustað eða á götunum og það eina sem við

getum gert er að trúa að þær séu góðar og réttar, sbr. Heimi Pálsson og Höskuld Þráinsson

(1988, bls. 10).

Einhver gæti haldið að allir sem kunna tvö tungumál geti þýtt texta. Málið er nú samt

ekki svona einfalt. Þýðandi verður að hafa til að bera kunnáttu og færni til að sinna vinnu,

sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls. 103). Hann segir nefnilega:

(1) Þýðing er flóknara verk en frumtexti. Hún á sér lengri aðdraganda og þarf að

sæta meira áreiti og óreiðu ...

En hvað merkir orðið þýðing? Í Íslenskri orðabók (2010, bls. 1231) segir að þýðing felist í

merkingarfærslu talaðs eða ritaðs máls úr einu tungumáli yfir á annað. Í mörgum

tungumálum er orðið „yfirfærsla“ notað, til dæmis Übersetzung (þýska), oversættelse

(danska) eða transfero (latína); merkingin er flutt á milli. Stundum þarf þýðandi ekki aðeins

að yfirfæra merkingu, heldur endurorða þegar um er að ræða sérfræðimál. Það þarf að

umorða textann á þann hátt að hann sé skiljanlegur almenningi, sbr. Ástráð Eysteinsson

Page 9: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

10

(1996, bls. 25). Því er við að bæta að Jón G. Friðjónsson (2006, bls. 1) segir að sögnin þýða

hafi víðari merkingu í íslensku máli en „yfirfæra“, því „sögnin að þýða merkir ‛merkja,

útskýra, útlista’ og er hún dregin af stofninum þjóð, og merkir því ‛skýra e-ð fyrir

fólki/þjóð’“.

Fræðimenn hafa reynt að svara þeirri spurningu hvað þýðing sé. Byrjum á því að vísa til

Romans Jakobsons (2004, bls. 174) sem greinir þýðingar í þrennt í ritgerð sinni Um

málvísindalegar hliðar þýðinga:

(2) a. Þýðing innan tungumálsins, einnig kölluð umorðun, er þýðing með öðrum táknum

innan sama tungumáls, t.d. sérfræðilegur texti túlkaður fyrir „venjulegt“ fólk.

b. Þýðing milli tungumála - eiginleg þýðing - merkingin er flutt úr öðru tungumáli.

„Þýðandinn endurkóðar málboð sem eiga sér annan uppruna og sendir þau

áfram ...“

c. Þýðing milli táknkerfa eða umhverfing á sér stað þegar tiltekin „boð eru endurflutt

með öðru táknmiðli, til dæmis þegar rituð saga er flutt sem látbragðsleikur.“

Það sama getur átt við þegar um kvikmyndun skáldsögu er talað.

Það er b., þýðing milli tungumála, sem hér er skoðuð. Þýðing milli tungumála er algengasta

þýðingaraðferðin.

Ýmsar leiðir eru að því markmiði að ná fram góðri þýðingu. Jón G. Friðjónsson

(2006, bls. 9) nefnir þrjár leiðir í því sambandi. Það eru orðrétt þýðing, þýðing á grundvelli

merkingar og umorðun/endursögn. Lítum betur á þessar skilgreiningar.

(3) a. Orðrétt þýðing (e. metaphrase), þýðir ekkert annað en þýðing í merkingunni orð

fyrir orð. Þýðandi fylgir textanum nákvæmlega.

b. Þýðing á grundvelli merkingar (e. paraphrase) er yfirleitt í bókmenntaþýðingum

þegar þýðandi greinir merkingu fyrir merkingu til þess að allt komist til skila í

frumtextanum.

c. Umorðun eða endursögn (e. imitation). Þýðandi notar þessa leið við óbundna

þýðingu, þegar hvorki áferð né stíll frumtextans eiga að komast til skila. Ljóð

er gott dæmi um þessa aðferð.

Eins og sjá má skiptir eðli textans öllu máli. Í þessu verki hér fellur undir b-lið. Aftur verður

vikið að aðferðum í kafla 2.4.

Page 10: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

11

Á hverju byggist góð þýðing? Þessu hafa menn löngum velt fyrir sér. Franski

húmanistinn og þýðandinn Etienne Dolet segir í 16. aldar ritgerð sinni Hvernig þýða á vel af

einu máli á annað nákvæmlega frá reglum sem góður þýðandi verður að fylgja í vinnu sinni

með texta, sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls. 57). Meginatriði máls hans eru þessi:

(4) a. Verður að hafa fullkominn skilning á frumtexta til útskýra torskilinn texta.

b. Verður að hafa góða þekkingu á frummálinu.

c. Má alls ekki þýða orð fyrir orð, en heldur merkingu fyrir merkingu.

d. Þeir sem þýða úr fornu máli eiga að horfa til valkosta markmála og vera ekki

of bundnir við orðaforða frummálsins.

e. Verður að „leggja sig eftir viðeigandi stílbrögðum og framsetningu...“

Þetta þýðir fyrst og fremst að þýðandi verður að skoða textann, hugsa um hann og velja

aðferð sem hann vill nota áður en hann byrjar á sjálfri þýðingunni. Á sömu nótum, þó ekki

eins rækilegum og Ástráður, eru Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson (1988, bls. 11) sem

nefna lágmarkskröfur sem gera verður til þýðandans:

(5) a. Kunnátta í málinu sem þýtt er úr.

b. Þekking á efninu sem verið er að fjalla um.

c. Færni í því að skrifa lipurlega og skýrt á heimamálinu.

Til að þýða vel þarf þýðandi að læra að þýða með því að skoða einstök málhljóð, einstök

orð, setningar og málsgreinar eða orðasambönd. Hann verður einnig að velja málsnið sem

samsvarar eðli frumtextans, þ.e. hvort um ljóð, bók, erlendar fréttir eða leikrit er að ræða,

sbr. Heimi Pálsson og Höskuld Þráinsson (1988, bls. 12). Reyndir þýðendur lesa textann áður

en þeir byrja að vinna með hann. Þeir þýða ekki ef þeir vita ekki um hvað hann fjallar. Það

þarf að kynnast verkinu vel til að vera góður þýðandi, sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls.

104). Kunnátta, skilningur, færni og reynsla eru því lykilatriði.

Ástráður Eysteinsson (1996, bls. 108) ræðir um leit þýðandans að hinum rétta texta.

Hann segir að ekkert sé svart eða hvítt á milli frumtexta og marktexta. Hann segir að til sé

grátt svæði sem hann kallar „taugakerfi þýðingarinnar“. Um það þurfi að ferðast til að leita

bestu úrlausnarinnar. Til þess að það sé hægt verður þýðandinn að vera góður bæði í sínu

eigin tungumáli og tungumálinu sem er þýtt úr og síðast en ekki síst að þekkja vel efnið sem

hann er að vinna með.

Page 11: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

12

2.3 Þýðingarferlið

Til eru alls konar líkön sem eiga að lýsa þýðingarferli. Hér kemur dæmi af einföldu líkani

sem lýsir slíku ferli, sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls. 103); líkanið er ættað frá Bassnett-

MacGuire.

(6) sendandi boð viðtakandi = sendandi boð viðtakandi

(rithöfundur) (texti) (lesandi) = (þýðandi) (texti) (lesandi)

Þýðandi hefur tvöfalt hlutverk, hann er ýmist lesandi eða þýðandi og hann verður að greina

frumtexta, þýða hann og byggja upp á nýtt þannig að boð komist til skila. Þýðandi er ekki

aðeins að þýða, hann er frekar að túlka viðbrögð lesandans, hann verður að „klæða“ sömu

hugsun í mismunandi búning í ólíkum tungumálum, sbr. Jón G. Friðjónsson (2006, bls. 11).

Ástráður Eysteinsson (1996, bls. 107) vísar til Tékkans Jirí Levý um það sem segir um

þýðingu að hún sé hluti „af ferli er hefst þegar frumhöfundur sækir sér viðfangsefni til

veruleikans og lýkur þegar verkið raungerist í vitund lesanda á öðru máli.“

(7) höfundur þýðandi lesandi

veruleiki -> val/framsetning -> lestur/yfirfærsla -> lestur/raungerving

erlendur texti þýddur texti

Í báðum líkönunum er lesandinn „lokaþáttur“ í ferlinu. Lesandinn er líka í stóru hlutverki í

næsta kafla þegar m.a. hugmyndir Schleiermachers verða ræddar.

2.4 Þýðingaraðferðir

Jón G. Friðjónsson (2006, bls. 10) bendir á að í þýðingarferlinu þurfi að skoða að minnsta

kosti tvö mismunandi sjónarhorn. Í fyrsta lagi þurfi að hugsa um hvað sé gert, þ.e. texti

þýddur á markmál, og í öðru lagi hvernig það sé gert, þ.e. þýðandi verði að ákveða hvort það

sé orðrétt þýðing, nákvæm þýðing, milliþýðing o.s.frv. Sumir hafa þýtt orðrétt á meðan aðrir

hafa valið frjálslegri leið. Í (3) í kafla 2.2 var vísað til þrískiptingar þeirrar um flokkun

þýðinga sem lesa má um hjá Jóni G. Friðjónssyni (2006, bls. 9).

Í tímans rás hafa fjölmargir fræðimenn rætt og skilgreint þýðingaraðferðir. Hér verður

aðeins staðnæmst við tvo, Schleiermachers og Newmarks.

Page 12: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

13

2.4.1 Friedrich Schleiermacher

Þjóðverjinn Friedrich Schleiermacher (1768-1834), faðir nútímatúlkunarfræði, skilgreinir

ritgerð sinni Um mismunandi þýðingaraðferðir (1813) tvær gerðir af þýðingum á milli

tungumála. Annaðhvort er höfundurinn látinn í friði eins og hægt er og lesandinn færður til

móts við hann eða þá að lesandinn fær að vera í friði og höfundurinn færður til hans, sbr.

Schleiermacher (2010, bls. 12).

Samkvæmt Schleiermacher (2010, bls. 11) getur þýðandi valið í vinnu sinni milli tveggja

leiða, annars vegar endursagnar (e. paraphrase), hins vegar endursköpunar (e. imitation).

Báðar leiðirnar geti hjálpað honum að hafa áhrif á lesandann. Endursögn leiði hjá sér áhrif

frumtextans á lesandann með því að bæta við textaskýringu eða orði til að koma efninu til

skila án þess að taka tillit til áhrifa frumtextans. Á hinn bóginn er endursköpun sem leitast

við að hafa þau áhrif sem frumtextinn hafði upprunalega á lesanda sinn. Endursköpunin felst

í því eins og segir hjá Schleiermacher að „búa til eftirmynd á annarri tungu sem í öllum

smæstu atriðum sínum samsvari frummyndinn.“

Þegar lesandinn er færður til höfundarins, L → H, verður þýðandin að hugsa um það

hvernig hann geti hjálpað lesandanum til að öðlast skilning og þekkingu á frummálinu.

Lykilatriðið í þessari aðferð er að „höfundurinn les þýðinguna sem útlendingur, rétt eins og

þýðandinn frumtextann“, sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls. 77)

Schleiermacher telur að leiðin L → H sé fyrir fólk sem hefur áhuga á lestri framandi

verka en hafi samt ekki þekkingu á erlendu máli. Á hinn bóginn sé seinni aðferðin, H → L,

einhvers konar blekking sem „sýnir“ lesendum að höfundur sé sá sem hafi skrifað á

þýðingarmálinu, sbr. Schleiermacher (2010, bls. 26). Sú síðarnefnda gildir þegar

höfundurinn er færður til lesandans og er notuð þegar þýðandi semur frumtextann upp á nýtt,

þegar verkið er í „nýja“ málinu. Hér þekkir höfundur markmálið, þýðandi færir hann alla leið

til lesandans og markmenningarinnar. Að mati Schleiermachers sýnir aðferðin ekki hvernig

höfundurinn myndi þýða á þýsku heldur frekar hvernig innfæddur Þjóðverji skrifaði á þýsku

og hvernig hann (höfundurinn) myndi gera það sjálfur, sbr. Schleiermacher (2010, bls. 13).

Þýðandi verður að velja hvora leiðina hann ætlar að nota í vinnu sinni, því hvor aðferð

útilokar hina. Mikilvægt er að lesandi lesi verkið á þann hátt að hann átti sig ekki á að textinn

hefur verið þýddur. Enn og aftur eru það kunnátta og færni þýðandans sem skipta máli.

Page 13: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

14

2.4.2 Peter Newmark

Breski þýðingafræðingurinn Peter Newmark (1916 -2011) skilgreindi átta aðferðir sem

notaðar eru í þýðingum þar sem áhersla er annaðhvort lögð á frummálið eða á þýðingarmálið.

Samkvæmt Jóni G. Friðjónssyni (2006, bls. 13) eru þær eftirfarandi:

(8) Áhersla lögð á frummálið Áhersla lögð á þýðingarmálið

Frá orði til orðs Aðlögun

Orðrétt þýðing Frjáls þýðing

Kórrétt þýðing Eðlileg þýðing

Þýðing á grundvelli merkingar Þýðing á grundvelli tjáningar

En hvað felst nákvæmlega í þessari úrvinnslu? Jón G. Friðjónsson (2006, bls. 13‒15) lýsir

henni á eftirfarandi hátt:

(9) a. Frá orði til orðs: Orðaröð frumtextans er haldið og hvert orð þýtt samkvæmt

orðabók, jafnvel án samhengis.

b. Í orðréttri þýðingu er orðskipunum frummáls er breytt til þess að þær samsvari

mest þýðingarmálinu. Einstök orð eru þýdd beint.

c. Kórrétt þýðing (e. faithful ) þar sem þýðandi verður að finna nákvæma merkingu

frumtextans án þess að reglur þýðingarmálsins séu brotnar á einhvern hátt.

d. Þýðing á grundvelli merkingar er andstæða kórréttrar þýðingar vegna þess að

tekið er tillit til fagurfræði málsins. Sérkennum frumtextans eins og

orðatiltækjum, myndhverfingar, líkingum og nýyrðum, er haldið til haga eftir

fremsta megni.

e. Aðlögun (e. adaption), felur í sér frjálslega þýðingu sem notuð er við

þýðingu leikrita eða skáldskapar þar sem textinn sjálfur er aðlagaður að

menningarumhverfi markmálsins.

f. Í frjálsri þýðingu einbeita menn sér að efninu, þ.e. merkingu frumtextans en

ekki stíl hans. Umorðun er mest notuð í þessari aðferð frekar en þýðing.

g. Í eðlilegri þýðingu er markmiðið að boðskapurinn komist til skila. Oft eru notuð

orðatiltæki eða föst orðasambönd sem hafa enga samsvörun í frummáli.

h. Þýðing á grundvelli tjáningar felst í því að þýðing frumtextans ásamt merkingu

kemur fram í markmáli en ekki er nauðsynlegt að halda öllum sérkennum

höfundar eins og var í þýðingu á grundvelli merkingar.

Page 14: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

15

Eins og fram kemur hjá Jóni G. Friðjónssyni (2006, bls. 15) telur Newmark aðeins þýðingu

á grundvelli merkingar og þýðingu á grundvelli tjáningar nákvæmar og gagnorðar í vinnu

þýðandans. Sjónarhorn þeirra er þó ólíkt þar sem sú fyrri byggist á frummálinu en hin síðari

á markmálinu. Það hlýtur líka að skipta máli hvers eðlis textinn er.

2.5 Jafngildi

Eins og kunnugt er verður þýðingin aldrei eins og frumtexti en mikilvægt er að texti í

frummáli hafi sama virði og samsvarandi texti í markmáli, þeir verða að vera nógu líkir í

báðum tungumálum til að ná jafngildi. Hugtakið jafngildi birtist í sögu þýðinganna þegar

fræðimenn byrjuðu að sanna að „þýðing geti ekki sagt hið sama og frumtextinn“, sbr. Ástráð

Eysteinsson (1996, bls. 89). Ástráður (1996, bls. 90) segir enn fremur m.a.:

(10) Í jafngildi felst að þýðandi reynir að veita þeim boðum sem hann sendir frá sér

skírskotun sem samsvarar skírskotun upphaflegra boða...

Nida, sem minnst var á í inngangi (2.1), hafði mest áhrif í sambandi við útbreiðslu og notkun

jafngildishugtaksins. Hann skipti jafngildi í tvo flokka, formlegt jafngildi og áhrifajafngildi.

Formlegt jafngildi er eins nálægt frummálinu og hægt er; orð fyrir orð, merking fyrir

merkingu - bókstafstrúarþýðing. Það beinir athygli „að boðunum sjálfum, bæði formi þeirra

og inntaki“, eins og Ástráður Eysteinsson (1996, bls. 90) segir. Hann segir líka að samsvörun

boðanna í frummálinu og viðtökumálinu verði að vera eins nákvæm og unnt sé. Megináhersla

sé lögð á frumtextann og reyna eigi að endurskapa einkenni hans.

Áhrifajafngildi „reynir“ að vekja lesandann. Nida segir að þess konar jafngildi byggi

á „eðlilegri framsetningu og reyni að setja viðtakandann í samband við hegðanamynstur sem

ríkjandi er í hans eigin menningarsamfélagi“, sbr. Ástráð Eysteinsson (1996, bls. 91). Með

þýðingu sinni reynir þýðandinn að ná fram nákvæmlega sömu áhrifum og frumtextinn hafði

á sína lesendur. Niðurstaðan er sú að þýðingin verður frekar frjálsleg.

Ýmsar leiðir eru til að ná jafngildi. Ein leiðin er þýðingaraðferðin sjálf. Í því sambandi

hafa menn talað um beinar og óbeinar þýðingaraðferðir, sbr. Hrefnu Maríu Eiríksdóttur

(kennslugögn frá 29. september 2016).

Það er bein þýðingaraðferð þegar orð eða orðatiltæki í marktexta samsvara nákvæmlega

frumtextanum þannig að í marktextanum er nánast hver liður þýddur sérstaklega. Á hinn

bóginn er það m.a. óbein þýðingaraðferð þegar í fyrsta lagi: einu orði er skipt út fyrir annað

án þess að merkingin breytist og merkingartilfærsla. Í öðru lagi: þegar skipt er um sjónarhorn

Page 15: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

16

þýðanda, jafngildi þegar þýðandi verður að meta það sem hann þýðir og finna merkingu sem

passar í samhengi aðlögun þar sem í stað óþekkts efnis í frummáli er sett samsvarandi, þekkt

ástand úr markmáli. Góð íslensk dæmi gætu t.d. verið orðin yfir te og kaffi sem hvort tveggja

var Íslendingum óþekkt og framandi á sínum tíma.

2.6 Samantekt

Hver og einn þýðandi verður að velja sér þá þýðingaraðferð sem kemur skilaboðum

höfundarins til skila. Eins og stendur í kafla 2.4.2 eru aðferðirnar sem þýðandi getur valið úr

margar og það er þýðandi sem ákveður hvaða leið ætlar hann að fara í vinnu sinni. Áður en

ég byrjaði að þýða þurfti ég að velja milli tveggja aðferða sem ég hafði í huga, þ.e. þýðing á

grundvelli merkingar og þýðing á grundvelli tjáningar. Mikilvægt var að hugsa um og

ákveða hvort áherslan yrði lögð á frum- eða þýðingarmálið. Ég valdi þá aðferð sem einbeitir

sér að markmálinu og er oft notuð í þýðingum bókmennta þar sem áherslan er lögð á að

boðskapur og merking frumtextans flytjist yfir í marktextann. Aðferðin þýðing á grundvelli

tjáningar sem ég ákvað að nota leyfir mér að sleppa sumum sérkennum höfundar ef þörf er

á. Þessi möguleiki gefur þýðendum meira frelsi og skapar betra vinnuaðstæður. Þess verður

líka að geta að ég tel að nálgun á grundvelli jafngildis skipti miklu máli.

Hér hef ég lýst ýmsu sem varðar vinnubrögð við þýðingar. Í vinnu minni legg ég sjálf til

grundvallar nokkur atriði eins og ég hef rakið. Einkenni minnar þýðingar er að ekki er þýtt

orð fyrir orð, frekar merkingu fyrir merkingu. Þegar ég þýddi textann gerði ég það fyrst

orðrétt en síðan endurvann ég hann og breytti til þess að hann yrði skiljanlegur fyrir

lesandann.

Page 16: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

17

3. KAFLI

UM ÞÝÐINGUNA

3.1 Inngangur

Í þessum hluta ritgerðinnar er einkum rætt um úrlausn þeirra vandamála sem komu upp við

þýðinguna. Ég flokka vandamálin eftir eðli í ýmsa undirflokka. Enda þótt vandamálin séu

einkum af mállegum toga speglast sá vandi í hinu ólíka menningarlega umhverfi málanna

beggja.

3.2 Þýðingarleg vandamál

Hér í næstu undirköflum verður gerð grein fyrir ýmsum þáttum sem varða málið sjálft. Sum

skipta miklu máli, önnur eru léttvægari. Öll skipta þau þó máli í þýðinarferlinu.

3.2.1 Meðferð nafna

Vegna markhóps þýðingarinnar ákvað ég að nota íslenski stafi í öllum nöfnum og stöðum til

að auðvelda lesendum að finna áþreifanlegar upplýsingar (sem gætu jafnvel verið sögulegar

og menningarlegar). Þetta á t.d. við um eiginnöfnin Gabríel og Óli. Hér má benda á að hefði

ég fylgt pólskum venjum hefði staðið Gabriel eru vel þekkt pólskt nafn, komið í stað

Gabríels. Lausn mín er auðveldari fyrir pólsku unglingana sem kannski hafa ekki alist upp í

Póllandi og þekkja ekki pólska hljóðfræði vel. Í sögunni kemur tíkin Perla við sögu. Perla á

sér samsvörun í pólsku, Perła með bókstafnum „ł“. En þar sem framburðurinn er öðru vísi

breytti ég ekki nafninu. Axlar-Björn kallaði ég hins vegar yfir Björn z Öxl; í fyrsta skipti sem

nafnið kom fyrir bætti ég við pólska orðinu fyrir sveitabæ (miasteczko), - Björn z miasteczka

Öxl.

Staðarnöfn eins og Búðir, Staðarsveit, Reykjavík eða Fróðárheiði hafði ég óbreytt en

bætti þó skýringu við teldi ég það nauðsynlegt, Fróðárheiði er fjallvegur sem er með

samsvörun í pólsku þýðingu- wzgórze Fróðárheiði. Þess má líka geta að ég notaði alltaf

íslenskan rithátt. Hefði ég t.d. skrifað þau upp á pólsku hefði Reykjavík orðið Reykjawik.

Ástæða þess að ég breytti hér engu eru í raun og veru af sama toga og ég lýsti hér áður.

Í íslensku eins og á pólsku eru reglur um notkun stórra og lítilla stafa. Í pólsku eru

reglurnar ekki ósvipaðar og í íslensku. Dæmi um það er vörumerkið Scania sem er með

Page 17: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

18

stórum staf.7 Í bókinni er tegundarheitið hlutgert og bíllinn kallaður Scanian, með greini. Í

pólsku þýðingunni hafði ég orðið Scania óbreytt, en án greini með útskýringau að þetta sé

bíll Scanian (ciężarówka Scania).

3.2.2 Afmörkun beinnar ræðu

Eins og sést í dæmi (11a) eru sett tilvitnunarmerki um beina ræðu í bókinni. Þetta er algeng

aðferð í íslenskum bókmenntum en vakin skal athygli á því að íslenskar gæsalappir byrja

niðri og enda uppi „ ...“ á meðan pólskar eru aðeins öðruvísi. Ég sleppti hins vegar

gæsalöppum í þýðingunni. Það má sjá í (11b) hér fyrir neðan:

(11) a. „Kjaftaði!“ sagði Gabríel en heyrði að röddin var dálítið skræk. bls. 18

b.‛ - Bzdury!- Krzyknął Gabríel trochę piskliwym głosem.‘

3.2.3 Persónufornafni sleppt

Í pólsku er hægt að sleppa persónufornafni þar sem ending sagnorða bendir yfirleitt til hver

tali, kona eða karl. Í dæmi (12) sést að persónufornafninu hann var sleppt vegna þess að

sagnorðið vísar með endingunni spojrz-ał til karlkyns. Kvenkynsendingin í þátíð væri

spojrza-ała. (Bąk Piotr, 2016, bls.27)

(12) Bílstjórinn birtist með miklum látum (....) Hann leit á Gabríel og sagði ... bls. 15

Kierowca pojawił się z wielkim hałasem (....) (On) spojrzał na Gabriela i

powiedział ...

‛Bílstjóri birtist með miklum látum (....) (Hann) leit á Gabríel og sagði ... ’

3.2.4 Greinir

Öll nafnorð í íslensku hafa málfræðilegt kyn og yfirleitt er hvert orð aðeins til í einu kyni.

Auk ákveðinna endinga geta þau bætt við sig greini sem er dæmigerðar fyrir orð af hverju

kyni, sbr. Ástu Svavarsdóttur og Margréti Jónsdóttur (2009, bls. 3). Þetta er ákveðinn greinir

og hann táknar „eitthvað sem hefur verið nefnt áður í samræðum eða er þekkt af samhengi“,

sbr. Höskuld Þráinsson (2006, bls. 227). Fornöfn eru svo notuð m.a. til að forðast

endurtekningu.

7 Sótt 10. apríl 2017 http://sjp.pwn.pl/zasady/109-20-10-Nazwy-roznego-rodzaju-wytworow-

przemyslowych;629431.html

Page 18: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

19

Í pólsku er ekki greinir. Þess í stað gegna persónufornöfn, t.d. hann - on, sama hlutverki.

Hér verður líka að hafa í huga að persónufornafninu er stundum sleppt, sbr. 3.2.3.

Lítum á dæmin í (13). Þau eiga að lýsa þessu:

(13) Hurðin á fjósinu er dyntótt. Hún á það til að skellast í lás ... bls. 22

Drzwi obory potrafią być kapryśne. (One) Mają tendencję do zatrzaskiwania

się...

‛Hurð fjóss getur verið dyntótt. (Þær) hafa tilhneigingu til skellast í lás ... ’

Orðið hurð í dæminu er kvenkyns og með ákveðnum greini. Á pólsku er orðið drzwi líka

kvenkyns en í fleirtölu. Það hefur í för með sér að nauðsynlegt er að breyta aðeins nafnorðinu

en líka sagnorði og lýsingaorði eins og sjá má í pólsku þýðingu. Hún sýnir að notkun

persónufornafna er ekki auðveld af því kyn íslensku orðanna samsvarar ekki alltaf því pólska.

3.2.5 Málsnið

Fyrst er að nefna að bókin er skrifuð á venjulegu ritmáli. Ekki er hægt að segja að málið sé

hátíðlegt enda þótt ljóst sé að höfundur noti ýmis orðasamönd sem öll eru vel kunn úr daglegu

máli. Um slík sambönd verður fjallað sérstaklega í 3.2.7. En samtöl eru öll á eðlilegu talmáli.

Þau ollu stundum ollu ákveðnum erfiðleikum í þýðingunni enda gat samsvörun á pólsku

vafist fyrir. Ég ætla nú að líta á nokkur atriði sem leysa þurfti í þýðingunni.

Dæmigert talmálseinkenni í frumtextanum er sífelld notkun orðsins maður. Í pólsku á

orðið mörg samheiti, t.d. człowiek, mężczyzna, gościu, facet, og það er mikilvægt að finna

það rétta sem hefur bæði sömu áhrif á lesandann og hefur sama hlutverk og í frumtextanum.

Eins og sést á dæmum a. og b. í (14) getur maður haft merkingar sem eru háðar aðstæðum.

Fyrra dæmið sýnir að orðið maður er á einhvern hátt ópersónulegt á meðan það síðara sýnir

að sá sem talar leggur sérstaka áherslu á það sem hann talar um; það er einhvers konar spenna

og æsingur í loftinu. Hann vill líka sýna fram á að hann sé sá sem veit meira, vill sýna

yfirburði sína.

(14) a. Hótelið á Búðum, maður. bls. 16

Człowieku, hotel w Búðum.

‛Manneskja, hótel á Búðum.’

Page 19: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

20

b. Blessaður vertu, maður, afi þinn er... bls. 16

Słuchaj młody, twój dziadek jest...

‛Hlustaðu, náungi, afi þinn er... ’

Dæmi (15) sýnir óformlegt mál, eðlilegt talmál, þar sem býfur (eintala býfa) er notað í staðinn

fyrir fætur (eintala fótur) (eða þá lappir, eintala löpp).

(15) Niður með býfurnar! bls. 15

Zabieraj stąd giry!

‛Taktu frá býfurnar/lappirnar!’

Orðið sultublíða vakti athygli mína. Það er ekki í orðasöfnun en það má finna á Netinu.8

Orðið vísar til mjög góðs veðurs, long og blíðu, er eiginlega bongóblíða eins og sumir myndu

segja. Ég þýddi þetta svona:

(16) Það hefur verið sultublíða síðustu daga. bls. 25

W ostatnich dniach była ładna bezwietrzna pogoda.

‛Siðustu daga var falleg vindlaus veður’

Að því er sultu- varðar þá er ljóst að það er hér notað sem forliður til áherslu. Um slíka liði

verður nánar rætt hér á eftir.

3.2.6 Forliðir

Í dæminu hér á undan kom orðið sultublíða við sögu þar sem sultu- er notuð til áherslu, er

forliður. Mörg dæmi eru um sambærilega notkun. En hvað er forliður? Venjulegasta

skýringin er sú að forliður sé orð sem misst hefur merkingu sína og sé notað til áherslu. Slíkir

forliðir eru einkum í talmáli, sbr. Eirík Rögnvaldsson, (1990, bls. 27).

Þar sem merking orðanna sem um ræðir skiptir miklu máli var mikilvægt að finna

viðeigandi samsvaranir í pólsku. Í fyrsta dæminu er graf- þýtt með dauð- á pólsku en hin

verður að umorða, annars vegar íslenska orðið dauðskammast, hins vegar biksvartur.

8 Ég hef aðeins fundið tvö orð með sultu- til áherslu. Hitt er sultuslakur sem líka er að finna á

http://slangur.snara.is/?s=sultuslakur&btn=Leita&action=search&b=x#. Sótt 20. apríl 2017.

Page 20: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

21

(17) a. Bílstjórinn leit grafalvarlegur á Gabríel. bls. 17

Kierowca spojrzał na Gabríela śmiertelnie poważnym wzrokiem.

‛Bílstjóri leit á Gabríel dauðalvarlegu augnaráði. ’

b. Gabríel dauðskammaðist sín fyrir að hafa misst þetta út úr sér. bls. 26

Gabríel poczuł, że płonie ze wstydu, po tym jak niechcący to z siebie

wyrzucił.

‛Gabríel leið að logar af skömm eftir að óvart það úr sér henti.’

c. Við ströndina standa biksvartir klettar. bls. 24

Przy plaży stały czarne jak smoła skały.

‛Við ströndina stóð svartir eins og tjara klettar.’

Vissulega hefði mátt finna fleiri dæmi sem sýndu hið sama. En þetta verður látið duga.

3.2.7 Fleiryrði

Í textanum er töluvert um fleiryrði, þ.e. ýmiss konar sambönd orða, misjafnlega föst. Hér á

eftir verður grein fyrir nokkrum slíkum.

Ýmis dæmi eru um það sem samkvæmt hefðinni kallast orðatiltæki en þá eru nokkur

orð notuð sem heild, þau krefjast samhengis. Merkingin ræðst ekki af hverju orði fyrir sig

heldur er hún yfirfærð, sbr. Jón G. Friðjónsson (1993:v). Hér á eftir verður gerð grein fyrir

fjórum orðatiltækjum.

Í frumtexti á bls. 21 er orðatiltækið eiga fullt í fangi með e-ð. Jón G. Friðjónsson (1993,

bls. 133) segir að merkingin orðatiltækisins sé ‛eiga í erfiðleikum með e-ð’ og fang merki

‛faðmur’. Í stað eiga er stundum notað hafa. Á pólsku fann ég orðasambandið wiercić się jak

na rozżarzonych węglach sem nær merkingunni.

(18) ... átti fullt í fangi með að sitja kyrr. bls. 21

... wiercił się jak na rozżarzonych węglach.

‛ ... iðaði eins og á hvítglóandi kolum.’

Page 21: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

22

Annað dæmið er um gera axarskaft. Samkvæmt Jóni G. Friðjónsson (1993, bls. 15) er

merkingin ‛verða á (aulaleg) mistök’. Hér varð að umorða.

(19) Hann gerir fá axarsköft. bls.19

Zrobił wiele złego.

‛Hann gerðir mikla vitleysu.’

Síðasta dæmið er vera á síðasta snúningi. Jón segir (bls. 587) að merkingin sé ‛verða mjög

seinn fyrir’. Jón segir jafnframt að þetta sé óformlegt. Hér varð líka að umorða.

(20 ... hún væri á síðasta snúningi. bls. 23

... jakby ta już zaczynała rodzić.

‛ ... eins og hún byrjar núna að fæða.’

Ýmislegt dæmi eru um fleiryrði sem ekki falla undir orðatiltæki í strangasta skilningi en

mynda samt sem áður ákveðna heild. Þar er af ýmsu að taka en hér verður aðeins staðnæmst

við eitt. Um söguhetjuna Gabríel, 14 ára, er sagt að hann sé á besta aldri. Í pólsku er sá sem

er á besta aldri um fertugt eða fimmtugt. En þar sem Gabríel er 14 ára verður að fara öðruvísi

að. Dæmin í (21) eiga að sýna þetta. Fyrra dæmið vísar til Gabríels.

(21) a. Á besta aldri. bls. 30

Najlepszy wiek.

‛Bestur aldur.’

b. Á besta aldri.

W kwiecie wieku.

‛Á blómaskeiði aldurs.’

Eins og Jón G. Friðjónsson (2006, bls. 26) bendir á eru orðatiltæki vandmeðfarin. Hann segir

efnislega að merkingin sé mjög nákvæm og samhengisháð. Staðreyndin er sú að hvers eðlis

sem fleiryrta sambandið er þá reynast þau þýðendum oft erfið vegna þess að það er

nauðsynlegt að skilja þau rétt og finna rétta samsvörun í markmálinu. Til að koma öllu þessu

til skila varð ég ýmist að nota umorðun eins og í dæmum (19) og (20) en á hinn bóginn fann

Page 22: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

23

ég viðeigandi samsvörun eins og í dæmi (18). Það dæmi er því gott dæmi um áhrifajafngildi

sem rætt var um í 2.5. Áhrifajafngildið birtist víða. Lítum á orðið fýlupoki.

(22) ... fýlupúki úr Reykjavík. bls. 16

... cwaniaczkiem z Reykjavíku.

‛ ... bragðarefur úr Reykjavík.’

3.2.8 Annað

Á einum stað notaði ég hljóðlíkingu rétt eins og gert er í íslenska textanum.

(23) Ef hún hefði verið hálfu kíló þýngri eða stigið aðeins fastar bls. 18

á ísinn: Plopps!

Gdyby dziewczyna była pół kilograma cięższa, albo stąpnęła na lód trochę

mocniej... Plum!

Ef stúlka væri hálfu kíló þýngri eða stigið á ísinn aðeins fastar... Plopps!

3.3 Samantekt

Hér hafa verið rakin ýmis dæmi um þýðingarleg vandamál. Eins og fram kom í upphafi

kaflans þá eru vandamálin einkum af mállegum toga. En um leið og dæmin eiga að skýra

hinn mállega mun sýna þau þann menningarbundna vanda sem blasir við þegar verið er að

færa efni milli tveggja ólíkra mála. Og það er töluvert vandasamt að komast yfir þær

hindranir, mállegar og menningarlegar, sem verða á leið verksins frá þýðanda til nýja

lesandans.

Page 23: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

24

4. KAFLI

LOKAORÐ

Í þessari ritgerð hefur verið fjallað um merkingu orðsins þýðing, reglum fyrir þýðendur og

helstu vandamál sem komu fram í þýðingunni.

Í fyrsta kafla var rætt um höfundinn og verk hans. Þar sem mælt er með að bókin Margt

býr í myrkrinu sé lesin í íslenskum skólum er mikilvægt að benda á að aðalhlutverk hennar

er að vekja athygli ungmenna á orðatiltækjum og/eða á þeim orðtökum sem eru mikið notuð

í bókinni. Hún er einhvers konar kennslubók fyrir nemendur á þann hátt að hún færir íslenska

menningu nær. Sem dæmi má nefna hér þekkta íslenska sögu af raðmorðingjanum Axlar-

Birni sem er fléttuð í söguþráð bókarinnar (sbr. 1.2). Pólski lesandinn hefur ekki þessa

forþekkingu og þess vegna notaði ég neðanmálsgrein þar sem ég upplýsti lesandann um sögu

þessa þekkta íslenska morðingja. Í öðrum kafla var fjallað um aðferðir sem þýðandinn notaði

í vinnu sinni. Í þriðja kafla var rætt um helstu vandamál sem þýdandi þarf að finna besta leið

til að halda stíl frumtextans.

Ég valdi þýðingu sem BA-ritgerð af því að ég hafi áhuga á að þýða bækur í framtíðinni og

sérstaklega einbeita mér á bókmenntum fyrir krakka í skólaaldri. Ég veit að flestir pólskir

foreldrar sem búa á Íslandi hvorki tala né geta lesið íslensku og gera það því ekki fyrir börnin

sín. Íslenskar bækur tengjast mjög oft íslenskum þjóðsögum og verði þær þýddar á pólsku

gætu þær án vafa hjálpað pólskumælandi börnum að kynnast íslenskri menningu frá unga

aldri. Þýðing bókarinnar fyrir unglinga var góð reynsla og kennslustund fyrir mig enda hef

ég lært mikið um sögu landsins og öðlast meiri þekkingu á málinu, t.d. þekkingu á algengum

orðasamböndum sem mikið eru notuð, jafnt í daglegu tali sem ritmáli.

Page 24: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

25

Heimildaskrá:

Ásta Svavarsdóttir og Margrét Jónsdóttir. (2009). Íslenska fyrir útlendinga: Kennslubók

í málfræði. Reykjavík: Málvísindastofnun Háskóla Íslands.

Ástráður Eysteinsson. (1996). Tvímæli: þýðingar og bókmenntir. Reykjavík:

Bókmennta-fræðistofnun, Háskólaútgáfan.

Bąk, P. (2004). Gramatyka języka polskiego. Warszawa: Wiedza Powszechna.

Eiríkur Rögnvaldsson. (1990). Íslensk orðhlutafræði. Reykjavík: Málvísindastofnun

Háskóla Íslands.

Guðrún Bjartmarsdóttir. (1988). Bergmál. Sýnisbók íslenskra Þjóðfræða. Reykjavík:

Mál og menning.

Heimir Pálsson og Höskuldur Þráinsson. (1988). Um þýðingar. Reykjavík: Iðunn.

Hrefna María Eiríksdóttir, kennslugögn frá 29. september 2016.

Höskuldur Þráinsson. (2006). Handbók um málfræði. Kópavogur: Námsgagnastofnun.

Íslensk orðabók. (2010). 5. útgáfa. Mörður Árnason (ritstjóri). Reykjavík: Forlagið.

Jakobson, R. (2004). Um málvísindalegar hliðar þýðinga. Ritið 3(4), 173–180.

María Sæmundsdóttir íslenskaði.

Levý, J. (1969). Die literarische Übersetzung. Theorie einer Kunstgattung, þýð. Walter

Schamschula. Bonn og Frankfurt am Main: Athenäum.

Jón G. Friðjónsson. (1993). Mergur málsins: Íslensk orðatiltæki. Uppruni, saga og

notkun. Reykjavík: Örn og Örlygur bókaklúbbur hf.

Jón G. Friðjónsson. (2006). Þýðingar. Fjölrit. Háskóli Íslands.

Megas/(magnús Þór Jónsson). (1994). Björn og Sveinn. Reykjavík: Mál og menning.

Nida, E. (2004). Principles of Correspondence. Lawrence Venuti (ritstj.): The

Translation Studies Reader, bls. 126–140. Routledge, London.

Schleiermacher, F. (2010). Um hinar mismunandi þýðingaraðferðir. Jón á Bægisá. Tímarit

um þýðingar 14(1), 12−28. Martin Ringmar íslenskaði.

Úlfar Þormóðsson. (1988). Þrjár sólir svartar. Reykjavík: Höfundur.

Þorgrímur Þráinsson. (1997). Margt býr í myrkrinu. Reykjavík: Vaka- Helgafell.

Þórunn Blöndal. (2005). Lifandi mál. Inngangur að orðræðu- og samtalsgreiningu.

Reykjavík: Rannsóknarstofnun Kennaraháskóla Íslands.

Page 25: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

26

Netheimildaskrá:

Axlar-Björn. Wikipedia. Sótt 19. apríl 2017 af

https://is.wikipedia.org/wiki/Axlar-Bj%C3%B6rn

Forliðir. (22. janúar 2014). Wikipedia. Sótt 15. apríl 2017 af

https://is.wikipedia.org/wiki/Forli%C3%B0ur Językowe dylematy. (desember 2012). Sótt 10. apríl 2017 af

http://www.jezykowedylematy.pl/2012/12/dialog-bardziej-skomplikowany/

Margt býr í myrkrinu. Sótt 20. apríl 2017 af

http://mennta.hi.is/vefir/barnung/safn/medmaeli/margt_byr.htm,

Margt býr í myrkrinu. Sótt 20. apríl 2017 af

http://mennta.hi.is/vefir/barnung/kennari/kennhugm/margtbyr.htm

Orðið sultuslakur. Snara. Sótt 29. apríl 2017 af

http://slangur.snara.is/?s=sultuslakur&btn=Leita&action=search&b=x#.

Þjóðsögur Jóns Árnasonar. Wikipedia. Sótt 20. apríl 2017 af

https://is.wikipedia.org/wiki/%C3%9Ej%C3%B3%C3%B0s%C3%B6gur_J%C3%B3

ns_%C3%81rnasonar

Þorgrímur Þráinsson Borgarlistamaður 2013. (17. júní, 2013). Bókmenntaborg. Sótt 20.

apríl 2017 af http://bokmenntaborgin.is/bokmenntalif/frettir/thorgrimur-thrainsson-

borgarlistamadur-2013

Þorgrímur Þráinsson. Forlagið. Sótt 20. apríl 2017 af

https://www.forlagid.is/hofundar/torgrimur-trainsson/

Page 26: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

27

Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu.

Rozdział 2.

Gabríel czuł, że dał się zagonić w kozi róg. W autobusie nie było zbyt wielu osób, w końcu

był to trzeci dzień Bożego Narodzenia i większość świętowała w gronie rodzinnym. Usiadł

na pierwszym siedzeniu, oparł nogi o okno i otworzył torebkę ze słodyczami.

Kierowca pojawił się z wielkim hałasem, rzucając na podłogę torbę z biletami, spojrzał na

Gabríela i powiedział szybko:

- Zabieraj stąd giry!

Nie wyglądał na wiele starszego od Gabríela, jedyne co ich różniło, to zarost.

Pogoda była bożonarodzeniowa, bezchmurne niebo i kilka stopni mrozu. W Hvalfjördur

Gabríel był już zniecierpliwiony. Słodycze zaczęły dawać o sobie znać.

- Jak daleko jeszcze?

- Jak daleko co? - w głosie kierowcy nie było słychać irytacji.

- Zachód.

- To zależy - odpowiedział i uśmiechnął się. Wydawało się, że jest mu dobrze z obiema

rękoma na kierownicy.

- Do Búðir.

- Jedziesz tam?

- Tak - Gabríel przestraszył się trochę, kiedy kierowca podniósł głos i spojrzał na niego.

- Ale hotel w zimie jest zamknięty!

- Jaki hotel?

- Człowieku, hotel w Búðum. Nie znasz najbardziej wypasionego hotelu w kraju? Nie ma

takiego człowieka, który nie goscił by tam przynajmniej przez jeden weekend. Jedzenie,

które tam serwują jest czystą rozkoszą.

- Nie jadę do żadnego hotelu - Gabríel przypomniał sobie nagle, że w Búðir jest hotel. - Mój

dziadek tam mieszka - dodał niepewnym głosem.

- Samúel to twój dziadek? - zapytał kierowca, a Gabríel spojrzał na niego tak, jakby nagle

mieli ze sobą coś wspólnego. - Znam go.

- Tak?

- Wszyscy znają starego Sammiego. Co więcej, ochrzcił mnie - dodał.

- Czy to bolało?

Page 27: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

28

- Śmieszny jesteś. Myślałem, że jesteś typowym cwaniaczkiem z Reykjavíku. - Słuchaj

młody, twój dziadek jest chyba najstarszy we wsi i najsławniejszy w całej okolicy lodowca.

- Dlaczego? - zapytał Gabríel lekko zdziwiony.

- Dlaczego? Człowiek niekoniecznie musi być sławny z jakiegoś powodu. Twój dziadek

prawdopodobnie ochrzcił, udzielił sakramentu bierzmowania, ślubu, rozwiódł i pochował

wszystkich w okolicy Snæfellsnes. Człowieku, to prawdziwy bohater. Chociaż z tego co

wiem, to już tego nie robi. Kiedyś jednak był tak popularny, że ludzie spieszyli się ze

śmiercią tylko po to, aby on mógł ich pochować, bo wiesz, sam był już jedną nogą w grobie,

rozumiesz? Pogrzebowe kazania często były czystą rozrywką. Szkoda tylko, że nie dla tych,

co umarli. Taki żart, kolego. Z jaką drużyną angielską trzymasz?

Gabríel spojrzał na niego i od razu pożałował, że zapytał ile jeszcze zostało do Búðir. Wydało

mu się dziwne, że kierowca zmienia temat rozmowy w mgnieniu oka.

- Liverpool - odpowiedział krótko i odwrócił się. Chciałby, żeby dziadek rzeczywiście, tak

jak powiedział ten prostak, pochował wszystkich w wiosce z wyjątkiem krewnych.

- Tak samo jak brat Palli. United jest najlepszy, człowieku, tak jak ciężarówka Scania -

powiedział i poklepał kierownicę. - Żaden z nich nie zawodzi w najtrudniejszych

momentach. - Naprawdę nigdy nie byłeś w Búðir?

- Byłem. Jak byłem mały, ale na krótko - Gabríel nie mógł uniknąć dalszej rozmowy.

- Dlaczego jedziesz tam teraz, w środku zimy i do tego w Boże Narodzenie?

- Óli będzie miał dziecko.

- Co ty mówisz? Uważasz, że będziesz potrzebny przy cięciu cesarskim?

Gabríel nie był w nastroju, żeby brać udział w tych żartach. Musiał jednak wyjaśnić

okoliczności swoich krótkich odwiedzin.

- Masz strzelbę? - kierowca spojrzał na Gabríela śmiertelnie poważnym wzrokiem.

- Strzelbę?- zapytał ze zdziwieniem Gabríel.

- Nigdy nie wpadłoby mi do głowy, żeby odwiedzać Búðir bez broni.

Gabríel podniósł się.

- Naprawdę!

- Są tam duchy w hotelu, w kościele zresztą też. I nikt mi nie powie, że zostawią one

gospodarstwo twojego dziadka w spokoju.

- Bzdury!- Krzyknął Gabríel trochę piskliwym głosem.

- Jak chcesz. To nie ja tam jadę - spojrzenie kierowcy było surowe i poważne.

- Mama na pewno ostrzegłaby mnie przed tym, gdyby to była prawda – odrzekł Gabríel

odzyskawszy władzę nad głosem.

Page 28: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

29

- Młody, ludzie nie mówią o takich rzeczach. A zwłaszcza jeśli przy okazji muszą zadbać o

własne interesy. Ja mam zawsze ze sobą strzelbę w samochodzie, nawet latem. Siekiera też

by w sumie zdała egzamin. - Zamilkł na chwilę. Minął inny autobus i przejechał przez wąski

most. - Öxl jest zaraz obok Búðir, ale tego z pewnością nie wiedziałeś. - Jak myślisz, kto tam

mieszkał?

Gabriel wzruszył ramionami i zmarszczył brwi.

- Björn z miasteczka Öxl!9 Ni mniej, ni więcej. Wiem to, bo mieszkam o trzy gospodarstwa

dalej. Jesteś na historycznych terenach, kolego. To jeden z największych morderców w

historii Islandii. Zabił z łatwością czterdziestu ludzi, tak jakby pił wodę. Poczytaj

przypowieści ludowe Jóna Árnarsona, jeśli mi nie wierzysz. Jego historia jest tam opisana.

Zabić, zabić, zabić. Nic go nie było w stanie powstrzymać. Ten diabeł zabił kogoś, kto był

ze mną spokrewniony. Kogoś krzepkiego i silnego, rozumiesz. Znaczy się, to było dawno

temu. - Byliśmy szczęściarzami, że nie powybijał wszystkich w rodzinie. A, - i jeszcze jedno

na koniec, skoro już mam takie szczęście, że mogę uczyć niewinnego mieszczucha o

dawnych Islandczykach, Björn z miasteczka Öxl został złapany, kiedy młoda dziewczyna

uciekła przed nim. Zabił jej brata, a ona sama uniknęła śmierci tylko dlatego, że przebiegła

przez zamarznięte jezioro. Lód z trudem był w stanie wytrzymać lekki ciężar. Gdyby

dziewczyna była pół kilograma cięższa, albo stąpnęła na lód trochę mocniej... Plum! - po

czym puścił na chwilę kierownicę, spojrzał na Gabríela i wybuchnął takim śmiechem, jakby

tylko on był w tym autobusie. - Zniknęłaby bez śladu. Mówi się, że Björn z Öxl nadal szuka

dziewczyny, zwłaszcza w Búðir. Kiedy sprawdzisz „Przypowieści islandzkie”, zwróć uwagę

na rok, w którym Björn z Öxl został ścięty. Ten okrutny morderca do tej pory obchodzi swoje

okrągłe urodziny z pompą. - Zrobił dużo złego.

- A tak między nami, to twój dziadek i Björn z Öxl nie są dobrymi kolegami.

- Został ścięty?! - jęknął Gabríel gapiąc się przed siebie.

- To są naturalnie tylko legendy, ale wiesz, ci dawni pisarze rzadko kłamali.

Do Gabriela nie wszystko, co powiedział kierowca dotarło, bo prawie parowało mu z głowy.

Myśli o Björnie zupełnie wytrąciły go z równowagi.

- Wydaje mi się, że nie skłamałbym mówiąc, iż twój dziadek widział Björna z Öxl.

Opowieści ludowe mówią o tym, że w Sylwestra umarli powstają z grobu i idą do kościoła,

w którym odprawiana jest msza. Nie sprzedaję tego drożej niż sam kupiłem. I nikt mi nie

powie, że Björn z Öxl ominąłby tę imprezę. Ten stary morderca z siekierą w ręku, nie zbierał

9 Björn z miasteczka Öxl í frumtexti er Axlar-Björn. Pólsk nafn Miasteczko er útskýring fyrir bær - Öxl.

Page 29: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

30

znaczków czy kart z graczami koszykówki. O nie! On bardziej interesował się ciałami i

krwią.

Gdyby autobus właśnie nie wjechał do Borgarnes i nie zatrzymał się przed stacją benzynową,

kierowca prawdopodobnie dalej recytowałby najważniejsze historie o wiejskich duchach.

Gabríel był bardzo zadowolony, że mógł choć na chwilę wydostać się z autobusu i zmierzyć

się ponownie z rzeczywistością. Nie miał zupełnie apetytu i na widok sosu pomidorowego

wyciekającego z kącików ust mężczyzny, pożerającego w ciągu minuty trzy hot-dogi,

najchętniej by zwymiotował.

Gdy autobus ponownie ruszył, Gabríel przeniósł się na jego tyły. Zamyślił się głęboko.

Światła mijanych gospodarstw były jak gapiące się oczy wygłodniałych nocnych trolli.

Po ponad półtorej godzinie jazdy autobus zatrzymał się na zjeździe do Búðir i kierowca dał

znać Gabríelowi, że dotarł na miejsce.

- Mały scyzoryk jest zawsze lepszy niż nic - szepnął kierowca do chłopaka, zanim ten opuścił

pojazd.

- Uważaj na swojego dziadka! - dodał trochę głośniej - On ma swoje tajemnice.

Gabríel miał ochotę powiedzieć mu, żeby zamiast jeździć od rana do wieczora tym

cholernym autobusem, zajął by się lepiej pisaniem powieści. Jednak nie zrobił mu tej

przyjemności, mogłoby to zabrzmieć jak komplement.

Óli czekał niecierpliwie przy stojaku na bańki na mleko. Pozdrowił przelotnie swojego

kuzyna, szybko chwycił torbę od kierowcy autobusu i wrzucił do jeepa. Chociaż Óli dobiegał

czterdziestki, przypominał nastolatka. Był bardzo szczupły, wysoki na sto dziewięćdziesiąt

centymetrów i miał duże usta. Gabríel już prawie zapomniał jak Óli wygląda, ale kiedy

zobaczył go w świetle samochodowych reflektorów, przypomniał sobie słowa mamy:

- „Óli jest bardzo chudy, chociaż je jak koń”.

W drodze do domu dziadka Gabríel czuł się źle, mimo że było to zaledwie dziesięć minut

drogi. Wydawało mu się, że ciemność go osacza i zaciska na jego szyi swoje kudłate łapy.

Óli gadał bez przerwy, ale Gabríel słyszał tylko część z tego, co mówił. Wydawało mu się,

że wokół samochodu widzi zielone oczy, połówki twarzy i zjawy. Z trudem mógł usiedzieć

spokojnie, wiercił się jak na rozżarzonych węglach.

- Źle zniosłeś podróż autobusem? - Óli klepnął Gabríela w udo i uśmiechnął się od ucha do

ucha. Był bardzo podekscytowany zbliżającymi się narodzinami dziecka.

Gabríel próbował wydobyć z siebie cokolwiek, ale nie udało mu się sklecić niczego

zrozumiałego.

- Można by powiedzieć, że zobaczyłeś ducha - stwierdził Óli, kiedy wjechali na podwórze.

Page 30: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

31

Rozdział 3

- Musisz to i owo zapamiętać - powiedział Óli, kiedy skończył wypakowywać bagaże z

samochodu. Gdy uporał się z nimi pospieszył do środka, ale zaraz wrócił z dużą walizką.

Gabríel stał w miejscu. - Szczerze mówiąc nie miałem czasu, żeby zapisać, co trzeba zrobić.

A poza tym tato ma wszystko pod kontrolą. No może z wyjątkiem siebie samego. Nie daj się

niczym zaskoczyć - Óli wskoczył do domu i wrócił z dwoma podręcznymi bagażami.

- Twój dziadek musi brać tabletki na serce rano i wieczorem. Trzeba mu o tym przypominać.

Kury, krowy, byki i owce karmione są o tej samej porze, dwa razy dziennie, ale nie martw

się, tato pomoże ci we wszystkim. Rano nasyp mieszanki tylko krowom, ale uważaj na

przeklętego byka, nie przepada za ludźmi i jest podstępny. Kury lubią zakraść się do stodoły,

więc tam też musisz szukać jajek. Drzwi obory potrafią być kapryśne. Mają tendencję do

zatrzaskiwania się. Najlepiej będzie, jak w czasie dojenia krów zablokujesz je kołkiem.

Wisi w środku. Pies je z wami. Nie wybrzydza.

Gabríel zagapił się na Óliego, później spojrzał na Gullę, która swoim brzuchem wypełniła

całą przestrzeń w drzwiach, a na koniec popatrzył w wieczorny mrok. Najwyraźniej

zapomniano dostarczyć na wieś słupy oświetleniowe.

-Długo tam będziecie? - zapytał Gabríel, kiedy Óli w pośpiechu skończył omawiać główne

obowiązki miejskiego chłopca na wsi.

- Mam nadzieję, że nie dłużej niż tydzień - jęknęła Gulla i podeszła szerokim krokiem do

samochodu. Styl jej chodzenia przypomniał Gabríelowi - kaczą mamę z kreskówki, którą

oglądał jako dziecko.

- Tydzień?! - powtórzył - Ale mama mówiła, że wy...

- Może urodzi po drodze - powiedział Óli i popatrzył na Gullę, jakby ta już zaczynała rodzić.

- Mam nadzieję - powiedział Gabríel cicho, ciesząc się, że żadne z nich tego nie usłyszało.

- No dobrze, to do zobaczenia kuzynie - powiedział Óli i poklepał go po ramieniu - A, - i

póki pamiętam, zaprowadź czasem dziadka do kościoła. Nie przeżyje dnia, jeśli choć przez

krótką chwilę nie zdrzemnie się u stóp Jezusa. Później chce, żeby mu ktoś poczytał.

- Jezusowi?

- Tak, a komu innemu?! Nie zapomnij zgasić światła i... - Gabríel nie usłyszał już nic więcej,

bo Óli zamknął drzwi samochodu i ruszył. Patrząc na ich pośpiech zdawało mu się, że

dziecko urodzi się w ciągu kilku najbliższych chwil.

Brudna żarówka rzucała słabe światło na podjazd, na którym Gabríel stał z walizką, zupełnie

zdezorientowany. - Najbardziej czego pragnał w tej chwili, to wczołgać się do walizki i

Page 31: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

32

polecieć prosto do domu. Po raz pierwszy w życiu otoczony był niekończącą się ciemnością

i ciszą. W Reykjavíku noce były kolorowe jak tęcza i żadne odgłosy nie były w stanie go

tam zaskoczyć. Kiedy chwytał za torbę, usłyszał krzyk, który nie mógł pochodzić od

człowieka. Dźwięk przeniknął go do szpiku kości i Gabríel miał wrażenie, że serce wyskoczy

mu z piersi.

- To byk - usłyszał nieoczekiwanie gdzieś z ciemności.

Gabríel obrócił się. Cały strach uszedł z niego, gdy dojrzał dziadka, który wyłonił się zza

rogu.

- Witam przyjacielu. I dziękuję ci bardzo, że przyjechałeś - Samúel poklepał wnuka mocno

po plecach.

Kiedy wchodzili do środka pękła żarówka, oświetlająca im drogę i dziadkowi wymknęło się

kilka siarczystych przekleństw. Sądząc po ich treści, żarówka była dopiero co zmieniona.

Búðir znajduje się na zachodnim końcu Staðarsveit, pod wzgórzem Fróðárheiði.

Gospodarstwo stało przy delcie Búðaós, rzut kamieniem od jednej z największych żółtych

plaż na Islandii. Budynki gospodarcze stały pomiędzy kościołem a domem. Od gospodarstwa

dzieliła je odległość dwudziestu pięciu metrów, a kościół stał jakieś sto metrów dalej. Aby

dostać się do gospodarstwa, trzeba było minąć hotel Búðir i wjechać pod małą górkę. Hotel,

ktróry był starym i okazałym drewnianym budynkiem, - stał przy budzącym zaufanie

pomoście, zaledwie trzy minuty piechotą od domu Samúela.

Przy plaży stały czarne jak smoła skały, przypominające smagane falami nocne trolle, które

wyłaniały się spod piasku, a w szalejącym południowo-wschodnim wietrze morze wchodziło

głęboko na ląd. Zatoka Faxaflói przypominała o sobie z regularną częstotliwością przy

pomocy potężnych fal.

- Chyba nie pamiętam piękniejszych Świąt Bożego Narodzenia - powiedział Samúel, kiedy

weszli do środka bocznymi drzwiami i przechodzili przez pralnię. - W ostatnich dniach była

słoneczna piękna pogoda. To z pewnością coś zapowiada. Mało śniegu i lekki mróz, to

święto o tej porze roku.

Gabríel rozejrzał się wokół kiedy wszedł do środka i mimo, iż dom był kiepsko oświetlony

przypomniało mu się to i owo. Jednak w jakiś sposób czuł się, jakby był tam po raz pierwszy.

Wystawiał nos we wszystkie możliwe strony i wąchał. Przestał, kiedy Samúel zapytał, czy

go boli nos. Zapach wydawał się coś przypominać Gabríelowi, ale nie mógł sobie

przypomnieć co to było. Nie było wątpliwości, że Gulla mieszkała w Búðir od paru lat,

ponieważ wszystko było w należytym porządku. Nigdzie nie było widać niepotrzebnych

rupieci czy sterty ubrań.

Page 32: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

33

- Co powiesz mi o swojej mamie? - spytał nagle dziadek.

- O mamie? - zapytał odruchowo Gabríel.

- Tak, a co nie jest twoją mamą? - staruszek uśmiechnął się.

- Wszystko w porządku, tak mi się wydaje - Gabríel popatrzył zaskoczony na swojego

dziadka.

- Ale duży bagaż przywiozłeś - mężczyzna kopnął delikatnie dużą torbę.

- To mama pakowała - odparł Gabríel i zmusił się do uśmiechu.

- No tak, głupio mówię. Nie jesteś głodny?

- Nie za bardzo. Kupiłem sobie hot-doga w Borgarnes. Skłamał, ponieważ nie miał za bardzo

apetytu i nie chciał, żeby dziadek zawalił stół jajkami, pasztetem, owsianką i wszelkiego

rodzaju jedzeniem.

- No tak - powiedział Samúel.

Gabríel wciąż myślał o Björnie z Öxl i przez to nie był do końca sobą. Wydawało mu się, że

jest niezwykle ciemno w domu, zapytał więc czy wszystko w porządku ze światłami.

- Nie ma żadnego powodu, żeby marnować prąd - odpowiedział stary człowiek i usiadł w

kuchni.

- Strasznie cię wyciągnęło chłopcze. Właściwie to kiedy byłeś tutaj ostatni raz?

- Bardzo dawno. Latem jestem zawsze bardzo zajęty - Gabríel poczuł, że musi się

wytłumaczyć.

- Wiem wszystko o tym. Niewiele może konkurować z piłką nożną w telewizji. Te chłopaki

są piekielnie sprytne. Może powinienem oprowadzić cię po domu? Umiesz gotować?

- Zwariowałeś? To znaczy, mam na myśli... – Gabríel poczuł, że płonie ze wstydu, po tym

jak niechcący to z siebie wyrzucił.

- Tak, to prawda. Nigdzie mi tak nie brakuje rozumu, jak w kuchni. Nie musimy martwić się

jedzeniem przez następnych parę dni. - Gulla coś nam tam ugotowała. Powinno nam

wystarczyć.

Gabríel zamilkł, gdyż nie chciał znowu powiedzieć czegoś głupiego. Jedno było pewne,

pizzy, hamburgerów i frytek pewnie nie będzie w ofercie.

- To jest pokój gościnny - powiedział Samúel i wskazał na pokój w piwnicy, który był obok

pralni. Suczka Perla rozciągnęła się leniwie w wejściu do pralni, w końcu przyszedł czas jej

drzemki. Miała dwanaście lat i nawet się nie podniosła, widząc gościa.

- Gdzie ty śpisz? - Gabríel stał w pokoju przerażony dużym oknem, za którym

nieprzenikniona noc rozciągała się jak czarna dziura. - Dlaczego nie ma żadnych zasłon?

Page 33: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

34

- Nie da się zrobić wszystkiego naraz. Moja Gulla miała teraz absolutnie dużo na głowie.

Nie każdy jest w stanie dźwigać dziecko w brzuchu przez dziewięć miesięcy. Myślę, że

prawie skończyła z zasłonami. U mnie zmieniła, chociaż nie podobają mi się te róże.

Gabríel powtórzył pytanie o miejsce spania swojego dziadka.

- Ja śpię na górze, jak zawsze. Tam mam blisko do toalety, salonu i mojego zakamarka.

Z piwnicy, która znajdowała się tylko pod połową budynku, prowadziło kilka schodków w

górę na parter, gdzie była kuchnia, jadalnia i mały korytarz. Gabríel i dziadek ruszyli po

schodach, prosto na wyższe piętro. Gabríel próbował wetknąć nos do wszystkich pokoi.

- Co jest na górze? - chłopak wskazał na lufcik w suficie.

- Na najwyższym piętrze zazwyczaj znajduje się strych - odpowiedział ironicznie staruszek

- Tam są graty i zepsute rzeczy. Nic ciekawego.

- Nie mógłbym spać gdzieś tutaj? - Gabríel w końcu odważył się zapytać. Nie uśmiechało

mu się spać w pobliżu lodowatej ciemności.

- Nie ma za bardzo gdzie, chyba że pójdziesz spać do pokoju dziecięcego, albo do ich

sypialni. Tylko że Gulla przygotowała wszystko dla ciebie na dole.

Zeszli znów na dół. Po drodze Gabríel zwrócił uwagę na stojący na korytarzu zegar. Zegar

był znacznie wyższy od chłopaka i był jednym z tych niewielu przedmiotów, które

zapamiętał ze swoich wizyt w Búðir. Wtedy spędzał przed zegarem długie chwile,

obserwując kiwające się tam i z powrotem wahadło. Tam i z powrotem, tam i z powrotem.

W pamięci zegar wydawał mu się o wiele większy, niż był w rzeczywistości. Uśmiechnął się

i zatrzymał przed nim. Tik - tak - tik – tak. Stary złodziej czasu, rytm życia. On nigdy się nie

pomylił.

- To jest zegar mojego życia - powiedział Samúel patrząc na wnuka gapiącego się na

urządzenie. - Kiedy on się zatrzyma, moje dni będą policzone. Jest biciem mego serca.

Gabríel podskoczył, kiedy zegar z impetem wybił godzinę dziesiątą. Co piętnaście minut

przypominał o sobie zgrzytającym dźwiękiem.

- Gdzie go dostałeś?

- Twoja świętej pamięci babcia go dostała, kiedy jej rodzice umarli. Przez kilka dziesięcioleci

wybijał godziny w Öxl.

- Öxl? - zapytał Gabríel i poczuł szybsze bicie serca. - Dlaczego Öxl?

- Jak to? Twoja babcia pochodziła z Öxl. To coś złego? - zacięcie na twarzy Gabriela nie

uszło uwadze staruszka.

- Nie, ja tylko... no wiesz... tak tylko myślałem. - Opowieść kierowcy autobusu o Björnie z

Öxl przyszła mu od razu na myśl.

Page 34: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

35

- Jest wiele gorszych rzeczy od tej.

- Czy w takim razie jestem spokrewniony z Björnem z Öxl? - Gabríel postanowił od razu

wyjaśnić sprawę.

- Jakim cudem przyszło ci to do głowy? Björn z Öxl! - pytanie Gabríela wytrąciło Samúela

na chwilę z równowagi. Popatrzył dziwnie na wnuka.

- Nie mieszkał tam?

- Samúel nie odpowiedział od razu.

- Co? Tak, no tak, przed wieloma setkami lat i raczej nie był spokojny. Nie wiem dokładnie,

czy moja Þorgerður była spokrewniona z tą bestią! Bez wątpienia wspomniałaby o tym,

gdyby tak było.

- A on nie zabił setek ludzi?

- Nie wydaje mi się, że aż tyle, ale zabił na pewno kilkoro. Osiemnaścioro, jeśli dobrze

pamiętam, zanim został ścięty. Nie, twoja babcia na pewno nie była potomkiem Björna z

Öxl, a co dopiero ty.

Gabríel odetchnął z ulgą i opowiedział dziadkowi o paplaninie kierowcy autobusu.

- Nie możesz pozwolić Skúliemu mieszać ci w głowie. Zamącił w głowie wielu osobom, a

najbardziej sobie samemu. Z tego co wiem, sam uważa się za potomka Björna z Öxl.

Opowiada głupoty. Nie rozumiem dlaczego pozwolili chłopakowi brać odpowiedzialność za

pasażerów, skoro do tej pory nie był w stanie odpowiadać za to, co sam robił. - Samúel miał

poważną minę kiedy skończył mówić.

Ciekawość biła z twarzy Gabríela - Co masz na myśli?

- Wydaje mi się, że ten chłopak siedział przez jakiś czas w więzieniu. Jednak nie śmiem o

tym zapewniać. Nigdy nie był spokojny i jako diecko chciał topić jagniecia dla rozrywki.

Gabríela nie interesował Skúli, ale chciał dowiedzieć się jak najwięcej o Björnie z Öxl.

- Więc nigdy nie widziałeś Björna z Öxl?

- Kto wie, co człowiek może zobaczyć w ciemności w drodze do obory. W ciemności

mieszka wiele twarzy, ale mnie nie zaczepiają.

Gabríel uniósł brwi i poczuł ulgę, gdy usłyszał, jak dziadek rozprawił się z opowieściami

kierowcy.

- Dobra, będę spał na dole dziadku. Ja po prostu nie jestem przyzwyczajony do takich

ciemności.

- Byłoby lepiej, gdybyś za szczenięcych lat spędził tutaj więcej czasu. Mógłbym nauczyć cię

tego i owego. W zasadzie nadal jesteś młody. Tak w ogóle, to ile ty masz lat?

- Czternaście.

Page 35: Þýðing á hluta bókarinnar Margt býr í myrkrinu - Skemman · 2018. 10. 15. · Bókin . Margt býr í myrkrinu. fjallar um fjórtán ára strák, Gabríel, sem býr í Reykjavík

36

- No właśnie! Najlepszy wiek. Niedługo sam się przekonasz, że jabłko pada niedaleko od

jabłoni. A jak! Wiem coś o tym.

Gabriel nie rozumiał do czego zmierza dziadek, ale w sumie nie miało to żadnego znaczenia.

- Biegnij, szybko rozpakuj swoje rzeczy, a później zjemy sobie trochę świątecznego ciasta

przed snem.

Gabríel uwijał się starając się nie rozglądać. Przeszedł go dreszcz, gdy spod wełnianego

swetra wyłoniły się czerwone szelki. Podskoczył mimowolnie, gdyż pamiętał dokładnie, że

mama schowała je do szuflady. Wahając się podniósł je do góry, ale pomyślał o swojej

siostrze. Złośliwie musiała włożyć je ukradkiem do torby.

Samúel i Gabríel siedzieli przez dobrą chwilę w kuchni i dziadek najwyraźniej nie był na

tyle zaznajomiony z szafkami i szufladami kuchennymi, na ile chciałby.

- Hot-dogi z Borgarnesu już pewnie strawiłeś, skoro możesz zjeść połowę ciasta

świątecznego. - Gabríel nie odpowiedział, gdyż miał pełną buzię jedzenia.

- Zawsze jest miło patrzeć, jak młodzi ludzie jedzą z apetytem. Jedz, dasz radę. Nie żałuję ci

dziesiątego kawałka!

Gabríel zakrztusił się, wziął właśnie duży łyk mleka, żeby zmiękczyć kawałek jedzenia i

mleko spływało mu z kącików ust. Kaszlał i śmiał się równocześnie, aż dziadek żałował

swoich słów. Gabríel czuł się dobrze siedząc i rozmawiając z dziadkiem. Ciemność i strach

zniknęły. Przez chwilę czuł żal, że nie poznał swojego dziadka lepiej. On wcale nie był

szalony.