leikskólinnklettaborg) skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · litur þeirra er rauður, þ.e....

32
Leikskólinn Klettaborg Skólanámskrá

Upload: others

Post on 28-Aug-2021

6 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

Leikskólinn  Klettaborg  Skólanámskrá    

Page 2: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  2  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Höfundar   forsíðumyndar   og   lógó   Klettaborgar   eru:   Nökkvi   Viðar   Viðarsson,   Aman   Axel   Óskarsson,  Aðalsteinn  Arnar  Davíðsson  og  Rebekka  Ýr  Arnfreysdóttir.  Hannað  2005.  

Page 3: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  3  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Efnisyfirlit    Um  leikskólann  Klettaborg……………………………………………………………………………………………………………….………5     Leikskólaperlan…………………………………………….……………………………………………………..…………………......6    Hlutverk  leikskóla…………………....………………………….……………………………………………………………………….…………7    Stefna  og  sýn  leikskólans………………………………………………………………………………………………….……………………..8    Leiðarljós  leikskóla………………………………………………………………………………………………………….……………………….9    Lýðræði  og  jafnrétti  í  leikskólastarfi……………………………………………………………………………………………………….10    Leikur,  nám  og  námsumhverfi………………………………………………………………………………………………….……..….…12    Samþætt  og  skapandi  leikskólastarf……………………………………………………………………………………….……………..14     Læsi  og  samskipti………………………………………………………………………………………………………….……………16     Heilbrigði  og  vellíðan……………………………………………………………………………………………………….…………17     Sjálfbærni  og  vísindi………………………………………………………………………………………………….………..…..…18     Sköpun  og  menning………………………………………………………………………………………….…………………….….19    Raddir  og  sjónarmið  barna……………………………………………………………………………………………….…………………...20    Raddir  og  sjónarmið  foreldra……………………………………………………………………………………………….………………..21    Leiðirnar  í  starfinu…………………………………………………………………………………………………….…………………………..22    Mat  á  námi  og  velferð  barna……………………………………………………………………………………………….………………..24    Fjölskyldan  og  leikskólinn……………………………………………………………………………………….…………………………….26     Barnavernd…………………………………………………………………………….………………………………………………...26    Tengsl  skólastiga………………………………………………………………………………………………….……………………………….27     Frístundaheimili……………………………….……………………………………………….……………………………………...27    Samstarfsaðilar……………….………………………………………………………………………….………………….……………………..28    Mat  á  leikskólastarfi……………………………………………………………………………………………………………………………...29    Að  lokum……………………………………………………………………………………………………………………………………………….30  

Page 4: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  4  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Reykjavík,  maí  2015  

Page 5: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  5  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

 

GLEÐI    -­‐    VIRÐING    -­‐    ÖRYGGI  

Um  leikskólann  Klettaborg    Leikskólinn   Klettaborg   er   að   Dyrhömrum   5   í   Grafarvogi   og   er   einn   af   borgarreknu   leikskólum  Reykjavíkurborgar.  Klettaborg   tók   til   starfa  1.   júní  1990  og  þá   sem  þriggja  deilda   leikskóli.  Það  var   svo   í  febrúar   2004   sem   fjórða   deildin   bættist   við.   Í   Klettaborg   eru   að   meðaltali   80   börn   samtímis   og   er  aldursblöndunin  á  milli  deilda  misjöfn  eftir   aðstæðum  hverju  sinni.  Deildir   leikskólans  heita  Fálkaklettur,  Arnarklettur,   Hrafnaklettur   og   Kríuklettur.   Leikskólinn   er   í   miðju   íbúðahverfi   og   stendur   við   hliðina   á  grunnskólanum.  Stutt  er  í  opin  náttúrusvæði  sem  býður  upp  á  skemmtilega  upplifun    og  reynslu  sem  nýtt  er  í  námi  barna.    Rekstur  og   stjórn  Klettaborgar   fellur  undir   skóla-­‐  og   frístundasvið  Reykjavíkurborgar   (SFS).   Sviðið   starfar  samkvæmt   lögum   um   leikskóla   nr.   90/2008   ásamt   reglugerðum   er   varða   þau   lög     og   samþykktum  borgarráðs  um  sviðið.  Lögð  er  áhersla  á  sjálfstæði  hvers  leikskóla  til  að  móta  sína  uppeldisstefnu  í  samráði  við  foreldra,  börn  og  starfsfólk.  Leiðarljós  sviðsins  er:  ,,Að  börnum  og  ungmennum  í  borginni  líði  vel,  þeim  fari  stöðugt  fram  og  öðlist  uppeldi  og  menntun  fyrir  líf  og  starf.”    Ný  aðalnámskrá  fyrir  leik-­‐,  grunn-­‐  og  framhaldsskóla  var  gefin  út  af  Mennta-­‐  og  menningamálaráðuneytinu  í  maí   2011.     Hluti   aðalnámskrár   er   sameiginlegur   fyrir   öll   þrjú   skólastigin   og   er   þar   fjallað   um  hlutverk  aðalnámskrár,   almenna  menntun  og  mat  og  eftirlit.   Í   kaflanum  um  almenna  menntun  eru  meðal  annars  teknir   fyrir   sex   grunnþættir   sem   eiga   að  mynda   kjarna  menntastefnunnar   fyrir   öll   skólastigin,   þeir   eru:  læsi,   sjálfbærni,   lýðræði   og  mannréttindi,   jafnrétti,   heilbrigði   og   velferð   og   sköpun.     Hvert   skólastig   er  síðan  með  sér  hluta  þar  sem  nánar  er  farið  í   inntak  og  viðfangsefni  skólastarfsins  í  samræmi  við  aldur  og  þroska   barna.   Í   leikskóla   á   að   sinna   grunnþáttunum   innan   námssviða,   grunnskóla   innan   námsgreina   og  framhaldsskóla  í  námsáföngum.    Út   frá   lögum   og   reglugerðum   um   leikskóla,   aðalnámskrá   og   stefnumótandi   samþykktum   skóla-­‐   og  frístundasviðs  ber  hverjum  leikskóla  að  móta  sína  skólanámskrá.  Í  skólanámskránni  á  að  koma  fram  nánar  hvernig  uppeldis-­‐  og  menntastarf  er  unnið,  samskipti  við  börn,  kennara,  foreldra  og  samfélagið.  Einnig  á  að  fjalla  um  mat  á  leikskólastarfinu,  því  tryggja  á  að  réttindi  barna  séu  virt  samkvæmt    lögum  um  leikskóla.    Skólanámskrá   Klettaborgar   er   unnin   undir   forystu   leikskólastjóra.   Vinnufundir   voru   haldnir   með  kennurum,  foreldrum  og  börnum,  ásamt  því  að  unnið  var  markvisst  með  ákveðin  atriði  á  skipulagsdögum  kennara  og  var  þá  nánari  fræðsla  til  að  skerpa  á  málunum.      

Page 6: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  6  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Leikskólaperlan er líkan af margþættu námi barnsins í leikskólanum. Í leikskólaperlunni er barnið í brennidepli því allt leikskólastarfið snýst um barnið, sá flötur er gulur þ.e. litur sólarinnar. Þeir þættir sem næst barninu eru og unnið er með í daglegu lífi þess í leikskólanum eru: Að klæða sig í og úr, borðhald, svefn og hvíld, hreinlæti, frágangur og snyrtimennska. Litur þeirra er appelsínugulur - tákn samþættingar á námi og lífi barns. Námssvið leikskólans koma næst: Læsi og samskipti, heilbrigði og vellíðan, sjálfbærni og vísindi, sköpun og menning. Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs. Grunnþættir menntunar eins og þeir birtast í sameiginlegum kafla aðalnámskrár fyrir öll skólastig koma í ysta hring. Litur þeirra er grænn, tákn jarðarinnar, grunnurinn sem allt skólastarf byggist á; Læsi, sjálfbærni, heilbrigði og velferð, lýðræði og mannréttindi, jafnrétti og sköpun. Leikurinn umlykur barnið í öllu starfi þess og námi. Grunnlitur perlunnar er ljósblár, þ.e. litur vatnsins. Í því rými flýtur allt það sem tengir hina fjölbreyttu þætti leikskólastarfsins saman, þ.e. samþætting. Leikurinn gárar vatnið og kemur öllu á hreyfingu. Grunnurinn af Perlunni er unninn af Hrafnhildi Sigurðardóttur, en uppfærður af Sesselju Hauksdóttur í samræmi við lög um leikskóla nr. 90/2008 og aðalnámskrá leikskóla 2011.

Leikskólaperlan    

Birt  með  leyfi  Sesselju  Hauksdóttur  leikskólaráðgjafa  Kópavogs  

Page 7: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  7  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

 

Leikskólinn   er   fyrsta   skólastigið,   hann   er   þó   ekki  skylda,  heldur  er  það  að  ósk  foreldra  sem  leikskólinn  annast   umönnun   og   menntun   barna   þeirra   á  leikskólaaldri.    

Hlutverk   leikskóla   er   að   gefa   börnunum   tækifæri   til  að   blómstra   á   sínum   forsendum   undir   handleiðslu  leikskólakennara   og   verði     skapandi   og   sjálfstæðir  þjóðfélagsþegnar.  

Vivamus  fringilla  Í   2.   gr.   laga   um   leikskóla   nr.   90/2008   er   fjallað   um   hvert  markmið   leikskólastarfs   eigi   að   vera:   ,,Í   leikskólum   skal  velferð   og   hagur   barna   hafður   að   leiðarljósi   í   öllu   starfi.  Veita  skal  börnum  umönnun  og  menntun,  búa  þeim  hollt  og  hvetjandi   uppeldisumhverfi   og   örugg   náms-­‐   og   leikskilyrði.  Stuðla  skal  að  því  að  nám  fari  fram  í   leik  og  skapandi  starfi  þar   sem   börn   njóta   fjölbreyttra   uppeldiskosta.   Starfshættir  leikskóla   skulu   mótast   af   umburðarlyndi   og   kærleika,  jafnrétti,  lýðræðislegu  samstarfi,  ábyrgð,  umhyggju,  sáttfýsi,  virðingu   fyrir   manngildi   og   kristinni   arfleifð   íslenskrar  menningar.”  

Leikskólastjórinn  er   faglegur   leiðtogi  og   í   forystu  um  að   móta   og   þróa   metnaðarfullt   uppeldis-­‐   og  menntastarf   í   leikskólanum,   í   samvinnu   við   kennara,  börn   og   foreldra.   Hann   ber   ábyrgð   á   öllu   því   er  viðkemur  leikskólanum.  

Leikskólakennarinn   er   leiðandi   samverkamaður   barna,  foreldra   og   samstarfsmanna.   Hann   á   að   koma   fram   af  virðingu,   taka   tillit   og   hlusta.   Hann   er   í   lykilhlutverki   í  menntun  barna  og  á  að  vera  góð  fyrirmynd.    

Leikskólakennarinn   er   leiðandi   í     mótun   uppeldis-­‐   og  mennta-­‐starfs  leikskólans  og  ber  að  fylgjast  með  nýjungum  og  miðla  þekkingu.  

Hlutverk  leikskóla  

Page 8: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  8  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Stefna  og  sýn  leikskólans  Stefna   Klettaborgar   er   að   vera   með   metnaðarfullt   starf   sem   eflir   og   styrkir   sjálfsmynd  barna   sem  birtist   í   góðu   sjálfstrausti   og   þróun   sjálfsaga.   Áhersla  er   lögð   á   gott   og   frjótt  málumhverfi  og  að  gleði,  virðing  og  öryggi  séu  ríkjandi  í  samskiptum  og  umhverfi  barna.    

1

Málið  er  eitt  af  mörgum  tjáningarleiðum  barna  og  á  leikskólaárunum   er   lagður   grunnur   fyrir   lífið.   Í  Klettaborg   er   lögð   sérstök   rækt   við   málumhverfið   í  leikskólanum.   Áhersla   er   á   að  málið   sé   krefjandi   og  notað   í   öllu   daglegu   starfi,   jafnt   af   börnum   sem  kennurum.   Mikilvægi   þess   að   hafa   gott   og   frjótt  málumhverfi  felst  meðal  annars  í  því  að:  

• með   málinu   geti   barnið   komið   hugsunum  sínum   í   orð  og   átt   félagsleg   samskipti.  Þetta  eru   lykilatriði   fyrir   þroska   og   þróun  sjálfsmyndar   hverrar   manneskju.   Tekið   er  tillit  til  mismunandi  tjáningarleiða  

• gott  málumhverfi  stuðli  að  því  að  barnið  geti  orðið   málfarslega   sterkt,   bæði   í   tjáningu   og  skilningi,   sem   eykur   sjálfstraust,   eflir  sjálfstæði  og  stuðlar  að  betri  samskiptum  

• barnið  geti  brugðist  við  áreitum  með  talmáli  eða  öðru  tjáningarformi,  sem  getur  verið  stór  liður  í  forvörnum  varðandi  ýmsa  áhættuþætti  

• barnið   læri   að   hlusta   á   aðra   og   taka   þátt   í  gagnkvæmum   samskiptum.   Það   eflir   skilning  þess   og   leiðir   til   aukins   umburðarlyndis   og  virðingar   fyrir   ólíkum   skoðunum,   aðstæðum  og  menningu  

 Sýn   Klettaborgar   á   börn   er   sú   að   þau   séu   virk   í  þekkingarleit   sinni   og   áhugasöm   um  að   takast   á   við  áskoranir   daglegs   lífs.   Út   frá   þessari   sýn   er  hugmyndafræði   starfsins   mest   sótt   í   smiðju   John  Deweys  (1859  –  1952).  

 Dewey   var   bandarískur   heimspekingur   og  sálfræðingur   sem   hafði   mikinn   áhuga   á   námi   og  kennslu  barna.  Hann  mótaði  róttækar  hugmyndir  um  skólastarf   og   hvernig   kennsla   ætti   að   fara   fram   og  stofnaði  í  því  samhengi  tilraunaskóla  1896.    

 Í   hugmyndafræði   sinni   lagði   Dewey   áherslu   á   að  barnið   væri   sjálfstæður,   hugsandi   einstaklingur   sem  byggir  upp  eigin  reynslu  til  að  þroskast  og  læra.  Hann  taldi   jafnframt   að   félagslegar   athafnir   væru   mjög  mikilvægar   í   námi   barna.   Því   bæri   að   virkja  athafnaþörf   barna   og   áhuga,   því   uppgötvunarnám  þar   sem   þau   læra   í   gegnum   leik   og   athafnir   byggir  upp  persónulega  reynslu  þeirra.    

2

 Leikurinn  er  leið  til  þroska  og  menntunar  barna,  því  í  leik  vinna  börn  áfram  með  reynslu  sína  á  skapandi  hátt.   Dewey   vildi   einnig   að   skólasamfélagið   legði  áherslu   á   virka   þátttöku   barna   í   verkefnum   og  þannig   virkja   athafnagleði   þeirra,   forvitni   og  gagnrýna  hugsun.  Námið  á  að  vera  lausnamiðað  þar  sem  vinnuferlið   sjálft  er   lærdósmríkara  en  útkoman  eða  lausnin.    Hlutverk   kennara   taldi   Dewey   mjög   mikilvægt.  Kennarinn   þarf   að   gera   sér   grein   fyrir   því   að  raunveruleg   reynsla   barna   mótast   af  umhverfisskilyrðum   og   því  mikilvægt   að   vita   hvaða  umhverfi   stuðlar   að   reynslu   sem   leiðir   til   þroska.  Kennarar   þurfa   að   geta   nýtt   bæði   efnislegt   og  félagslegt  umhverfi  til  að  byggja  upp  reynslu  sem  er  einhvers  virði  fyrir  börnin,  þannig  þarf  hann  að  vera  dómbær   á   hvað   það   er   sem   stuðlar   að  áframhaldandi  þroska.  Kennarinn  þarf  að  hafa  í  huga  fyrri   reynslu  barna   til   að  byggja  nýja  ofan   á.   Börnin  eiga  að  fá  að  velja  sér  verkefni  sem  eru  vel  skipulögð  og  markviss.  Menntun  er  stöðugur  þroski.    Þannig  er  kennarinn  stjórnandi  og   leiðbeinandi   sem  skapar   efnis-­‐   og   félagslegt   umhverfi   sem   er  uppbyggjandi   og   menntandi   fyrir   barnið   á  fjölbreyttan   hátt.   Kennaranum   ber   að   leiðbeina   og  vinna   út   frá   fyrri   reynslu   barnsins   á   þann   hátt   að  verkefnið   gagnist   því   til   áframhaldandi   náms   og  þroska.  Kennarinn  þarf  að  horfa  til  framtíðar,  byggja  á   reynslu  barnsins  og   víkka   reynslusvið   þess  þannig  að   það   leiði   barnið   áfram.   Viðfangsefnið   má   ekki  vera   ofvaxið   getu   eða   skilningi   barnsins,   heldur  virkja   löngun  þess   til  að  halda  áfram.  Ferlið  þarf   að  vera   samfellt   og   byggjast   á   lögmálinu   um   orsök   og  afleiðingu  sem  birtist  barninu  sem  nýjar  leiðir.    Umhyggja,  virðing,  tillitssemi,  samkennd  og  lífsleikni  eru  lykilþættir  í  verkfærakistu  kennarans.        

Page 9: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  9  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Leiðarljós  leikskóla  Formleg  menntun   barna   hefst   þegar   þau  hefja   leikskólagöngu   sína.   Leikskólaárin   eru  mikil  mótunarár   í   þroska   og  menntun  og  því  er  hagur  og  velferð  barna  höfð  að   leiðarljósi.  Börnin  eru   í  brennidepli,  þar   sem  verið  er  að   fylgjast  með  og  efla  alhliða  þroska  þeirra.  Í  aðalnámskrá  eru  tilgreind  leiðarljós  sem  vísa  veginn  í  menntun  leikskólabarna.    Í   leikskólanum   er   hollt   og   hvetjandi   uppeldisumhverfi   þar   sem   stuðlað   er   að   öryggi   og   vellíðan   barna.   Horft   er   á  styrkleika  og  hæfni  barna,  ásamt  þörf  þeirra  fyrir  vernd  og  leiðsögn  fullorðinna.    Hugtökin   uppeldi,   umönnun   og   menntun   mynda   eina   heild   í   leikskólastarfinu.   Litið   er   á   börnin   sem   fullgilda  þátttakendur  í  samfélagi  skólans  og  þeim  er  sýnd  virðing  og  umhyggja.  Þar  sem  tungumálið  er  ein  af  forsendum  þess  að  ná  tökum  á  tilverunni  þá  er  lögð  sérstök  áhersla  á  málumhverfi  barnanna  í  Klettaborg.  

Kennarinn  er  fyrirmynd  barnanna  og  því  skiptir  sköpum  að  hann  sé  meðvitaður  um  hvernig  samskipti  hans  eru,  bæði  í   framkomu  og  verki.  Hann  þarf  að  vera  samkvæmur  sjálfum  sér  og  gera  sér  grein  fyrir  því  hve  mikilvægt  það  er  að  samræmi    sé  á  milli  hins  talaða  orðs  og  líkamstjáningar  hans.    

Gildi   Klettaborgar   eru   gleði,   virðing   og   öryggi.     Þau   eiga   að   lita   samskiptin   og   allt   starf   leikskólans.   Gildin   eru   því  leiðarljós  sem  vísa  kennaranum  leiðina  í  leik  og  starfi.    

   

Gleði  

• Börn  eiga  að  njóta  leikskóladvalar  sinnar  í  gleðilegu  og  uppbyggjandi  andrúmslofti.  

• Viðhalda  á  gleði  og  áhugahvöt  barna  í  sköpun  og  leik.  

• Skapa  á  aðstæður,  þannig  að  börnin  geti  hjálpað  sér  sem  mest  sjálf  og  valið  viðfangsefni  og  eflt  þannig  sjálfstæði  sitt  og  gleði.  

• Kennarinn  á  að  gleðjast  með  börnum,  brosa  og  vera  jákvæður.  Hann  á  að  hrósa  og  hvetja  börn  áfram.  

Virðing  

• Börn  eiga  að  njóta  leikskóladvalar  sinnar  þar  sem  hlustað  er  á  sjónarmið  þeirra  og  upplifanir.  

• Viðhalda  á  þörf  barna  til  að  hjálpa  öðrum  og  stuðla  að  því  að  þau  vinni  saman  .  

• Skapa  á  aðstæður  þar  sem  börn  geta  tjáð  tilfinningar  sínar  og  kynnst  tilfinningum  annarra.  

• Kennarinn  á  að  vera  með  virka  hlustun  og  tala  við  börn  á  jafnréttisgrundvelli.  

Öryggi  

• Börn  eiga  að  njóta  leikskóladvalar  sinnar  þar  sem  þau  upplifa  öryggi.  

• Skapa  á  aðstæður  þannig  að  börn  geta  gengið  vel  um  og  að  hver  hlutur  á  sinn  stað.  

• Skapa  á  aðstæður  þar  sem  börn  fá  að  skoða  og  rannsaka  umhverfi  sitt.  

• Kennarinn  á  að  vera  til  staðar  og  vera  góð  fyrirmynd.  Hann  á  að  tryggja  öryggi  og  hafa  góða  yfirsýn.  

ÖRYGGI - verum til staðar, göngum vel um, skoðum og rýnum til gagns!

GLEÐI - gleðjumst, njótum, sköpum og eflum sjálfstæði!

VIRÐING - virðum

upplifanir, tilfinningar,

hlustum á sjónarmið og

eflum samvinnu!

Page 10: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  10  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Lýðræði  og  jafnrétti  í  leikskólastarfi  Í   aðalnámskrá   leikskóla   2011   segir   meðal   annars:   ,,Lýðræðislegt   leikskólastarf   byggist   á   jafnrétti,  fjölbreytileika,  samábyrgð,  samstöðu  og  viðurkenningu  fyrir  ólíkum  sjónarmiðum.  Þar  eiga  börn  að  finna  að  þau  eru  hluti  af  hópi  og  samfélagi  þar  sem  réttlæti  og  virðing  einkenna  samskipti.  Litið  er  á  börn  sem  virka  borgara  og  þátttakendur  þar  sem  hver  og  einn  fær  tækifæri  til  að  leggja  sitt  af  mörkum  til  að  hafa  áhrif  á  umhverfi  sitt.”    Í   Klettaborg   er   þetta   lagt   til   grundvallar   í   leik   og   námi   barna   ásamt   grunnþáttum  menntunar   og   Barnasáttmála  Sameinuðu  þjóðanna.  

 Grunnþættir   menntunar   tengjast   innbyrðis   í   leik   og   námi   barna   og   eru   háðir   hver   öðrum.   Þeir   eiga   sér   rætur   í  gagnrýnni  hugsun,  ígrundun,  vísindalegum  viðhorfum  og  lýðræðislegu  gildismati.  Flest  allt  í  starfi  leikskólans,  hvort  heldur  það  eru  daglegar  athafnir,   frjáls   leikur  eða  skipulagt  starf,   fellur  undir  fleiri  en  einn  grunnþátt  og   í   flestum  tilvikum  koma  allir  grunnþættirnir  fyrir.    Ördæmi;  útivera  –  frjáls  leikur  nokkurra  barna  Læsi   Sjálfbærni   Lýðræði  og  mannréttindi   Jafnrétti   Heilbrigði  og  velferð   Sköpun  Leika  með  orðin  við  ólíkar  aðstæður  í  leiknum.  Hlusta  hvert  á  annað.  Ræða  saman  og  velta  vöngum.  Lesa  í  félagana  og  aðstæður.  

Læra  að  bera  virðingu  fyrir  umhverfinu  með  því  að  vera  hluti  af  því  í  útiverunni.  Samræða  um  orsök  og  afleiðingu  varðandi  umgengni.  

Í  leiknum  hafa  allir  skoðanir  sem  verður  að  taka  tillit  til  og  ræða  um.  Þau  kljást  og  þurfa  að  leita  lausna.  

Þau  skiptast  á.  Allir  fá  að  vera  með  og  hver  fær  að  njóta  sín  á  eigin  forsendum.  

Holl  og  fjölbreytt  hreyfing  er  í  útiverunni.  Börnin  efla  sjálfstæði  sitt  með  því  að  taka  þátt  í  leik  og  máta  sig  inn  í  mismunandi  hlutverk.  

Í  leiknum  ræður  sköpunin  ríkjum.  Þau  endurskapa  þekkingu  sína  og  reynslu.  

 

Grunnþættir menntunar

Læsi ,,Meginmarkmið læsis er að nemendur séu virkir þátttakendur í að umskapa og umskrifa heiminn með því að skapa eigin merkingu og bregðast við á persónulegan og skapandi hátt við því sem þeir lesa með hjálp þeirra miðla og tækni sem völ er á.” Sjálfbærni ,,Umhverfið og þar með náttúran umlykja allt mannlegt samfélag. Sjálfbær þróun getur ekki átt sér stað nema innan þeirra takmarka sem vistkerfi jarðar setja okkur. Því er skilningur á þeim takmörkum, ásamt ferlum, lögmálum og hringrásum í náttúrunni, mikilvægur grundvöllur þess að okkur takist að vinna eftir hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar. Þannig þurfa nemendur að þekkja, skilja og virða náttúruna, bæði vegna sjálfsgildis hennar og þeirrar þjónustu sem hún innir af hendi við mannfólkið.” Lýðræði og mannréttindi ,,Í lýðræði taka einstaklingarnir afstöðu til siðferðislegra álitamála og virkan þátt í mótun samfélagsins. Í lýðræðisríki þurfa borgararnir að búa við mannréttindi og ráða öllum meiriháttar málum sínum sameiginlega. Forsenda lýðræðis er samábyrgð, meðvitund og virkni. Viðhorf, gildismat og siðferði eru ríkir þættir í lýðræðismenntun. Lýðræðis- og mannréttindamenntun byggist á gagnrýnni hugsun og ígrundun um grunngildi samfélagsins.” Jafnrétti ,,Markmið jafnréttismenntunar er að skapa tækifæri fyrir alla til að þroskast á eigin forsendum, rækta hæfileika sína og lifa ábyrgu lífi í frjálsu samfélagi í anda skilnings, friðar, umburðarlyndis, víðsýnis og jafnréttis. Jafnréttismenntun felur í sér gangrýna skoðun á viðteknum hugmyndum í samfélaginu og stofnunum þess í því augnamiði að kenna börnum og ungmennum að greina þær aðstæður sem leiða til mismununar sumra og forréttindi annarra.” Heilbrigði og velferð ,,Heilbrigði byggist á andlegri, líkamlegri og félagslegri vellíðan. Það ræðst af flóknu samspili einstaklings, aðstæðna og umhverfis. Allt skólastarf þarf að efla heilbrigði og stuðla markvisst að velferð og vellíðan enda verja börn og ungmenni stórum hluta dagsins í skóla. Í skólum þarf að skapa jákvæðan skólabrag og heilsueflandi umhverfi þar sem markvisst er hlúð að þroska og heilbrigði frá ýmsum hliðum.” Sköpun ,,Nám á sér stað þegar einstaklingur vinnur með áreiti, tengir það fyrri þekkingu og skapar nýja. Þannig menntun er í rauninni sjálfssköpun, leið upplýsts einstaklings til að verða ,,meira í dag en í gær”. Sköpunarþrá á sér rætur í meðfæddri forvitni, athafnaþrá og stuðlar að frumkvæði einstaklingsins. Sköpunargleði leiðir til námsáhuga þegar börn og ungmenni skynja merkingu viðfangsefnanna og gildi þeirra. Sköpun er að uppgötva, njóta, örva forvitni og áhuga, virkja ímyndunarafl og leika sér með möguleika. Sköpun byggist á gagnrýninni hugsun og aðferðum sem opna sífellt nýja möguleika og því skiptir sköpunarferlið ekki síður máli en afrakstur verksins. Leikur er mikilvæg námsaðferð og opnar víddir þar sem sköpunargleði barna og ungmenna getur notið sín.”

Úr aðalnámskrá leikskóla 2011

Page 11: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  11  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

   Barnasáttmáli   Sameinuðu  þjóðanna  endurspeglar  barnvæn  sjónarmið  okkar   tíma,  þar   sem   litið  er  á  barnið  sem  manneskju  með   fullgild   réttindi   til   jafns   við   fullorðinn  einstakling.   Í   sáttmálanum  er   réttindum  barna   skipt   í   þrjá  flokka:  vernd,  umönnun  og  þátttöku.    

Grunnþættir  menntunar  eru  meðal  annars  byggðir  á  Barnasáttmála  Sameinu  þjóðanna  og  því   fléttast   sáttmálinn  inn   í   allt   starf   leikskólans.   Undirstaða   leikskólastarfsins   er   í   Barnasáttmálanum,   grunngildin   þar   eru   vernd,  umönnun  og  þátttaka  barna.    Grundvallarreglurnar  fjórar  eru  uppistaða  leikskólastarfsins;  dæmi:  

• Jafnræði  –  bann  við  mismunun  à  skóli  margbreytileikans,  þar  sem  öll  börn  hafa  jafnan  rétt  óháð  uppruna,  trú,  heimilisaðstæðum,  fötlun  eða  öðru.  Öllum  börnum  er  mætt  á  þeirra  forsendum.  

• Það   sem  barninu   er   fyrir   bestu  à   horft  er  á   það  hvað  barninu   sem  einstakling  er   fyrir  bestu,   jafnt   hvað  varðar  nám,  samskipti  og  aðbúnað.    

• Réttur  til  lífs  og  þroska  à  leikskólinn  tryggir  að  börn  fái  holla  næringu,  hreyfingu  og  hvíld.  Þau  fái  að  tjá  sig  og  hafi  verkefni  við  hæfi.    

• Réttur  til  að  láta  skoðanir  sínar  í  ljós  og  til  að  hafa  áhrif  àhlustað  er  á  raddir  barna  og  þau  hafa  áhrif  á  val  efniviðar  og  verkefnavinnu.    

     Ördæmi  um  það  hvernig  Barnasáttmálinn  fléttast   inn  í  vettvangsferð  með  leikskólabörnum  þar  sem  farið  er  með  strætó  á  áfangastað:  

Vettvang

sferð     Sameiginleg  

ákvörðun  um  það  hvert  á  að  fara  

Strætó  tekinn,  kynnast  umhverfinu  og  auðga  reynsluna  

Fjöldi  kennara,  yfirsýn  og  öryggi  

Skoða  umhverfið,  spyrja,  segja  skoðanir  sínar  og  máta  sig  

Hreyfing,  hollt  nesti  og  hvíld  

Nám  og  reynsla  

2.,  12.  og  13.  gr.   23.,  28.  og  31.  gr.   3.  gr.   6.  gr.   24.  gr.   28.  og  29.  gr.  

   

Úr Barnasáttmála SÞ

Vernd ,,Barnasáttmálinn kveður á um vernd tiltekinna grundvallarmannréttinda barna, svo sem réttinn til lífs, friðhelgi fjölskyldu- og einkalífs, félaga-, skoðana-, tjáningar- og trúfrelsis.” Umönnun ,,Barnasáttmálinn leggur þær skyldur á aðildarríkin að grípa til aðgerða til að tryggja velferð barna, m.a. á sviði mennta-, heilbrigðis- og félagsmála.” Þátttaka ,,Barnasáttmálinn tryggir börnum rétt til þess að láta í ljós skoðanir sínar á öllum málum sem varða þau með einum eða öðrum hætti. Taka ber tillit til skoðana barna í samræmi við aldur þeirra og þroska.” Grundvallarreglurnar fjórar ,,Þó að öll réttindi Barnasáttmálans séu mikilvæg er almennt gengið út frá því að fjögur ákvæði feli í sér svokallaðar grundvallarreglur, sem tengja saman ólík ákvæði hans. Grundvallarreglurnar fjórar ganga sem rauður þráður í gegnum allan sáttmálann og er því sérstaklega mikilvægt að hafa þær í huga þegar önnur ákvæði hans eru túlkuð, ekki síst ef ákvæði sáttmálans vegast á.

• 2. grein Jafnræði – bann við mismunun • 3. grein Það sem barninu er fyrir bestu • 6. grein Réttur til lífs og þroska • 12. grein Réttur til að láta skoðanir sínar í ljós og til að hafa áhrif

Af síðunni www.barnasattmalinn.is

Page 12: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  12  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Leikur,  nám  og  námsumhverfi    

1

Leikurinn   er   þungamiðja   leikskólastarfsins   og  meginnámsleið   barna.   Leikurinn   er   börnum  eðlislægur  og  þau  leika  sér  af  fúsum  og  frjálsum  vilja  á  eigin  forsendum.    Í   leik  vinna  börn  úr  reynslu  sinni,  prófa  getu  sína  og  gera  tilraunir,  þau  skapa  leikinn  úr  hugarheimi  sínum  og   taka   ákvarðanir   á   eigin   forsendum.   Þegar   börn  leika   saman,   þá   setja   þau   fram   sínar   hugmyndir   og  virða   sjónarmið   annarra,   þannig   taka   þau   þátt   í  lýðræðislegum  athöfnum   í  gegnum   leik.     Í   leik   nota  börn   tungumál,   hreyfingu,   félagsleg   samskipti   og  tilfinningatengsl.  Sköpunarkraftur  barna  vaknar  í  leik  og  löngun  þeirra  til  að  læra  og  afla  sér  þekkingar.      Leikurinn   er   kjarninn   í   starfi   leikskólans.   Hann   er  uppistaðan   í   frjálsu   og  skipulögðu  starfi   skólans   þar  sem  námssviðin  fléttast  markvisst  inn  í.    

2

Nám   leikskólabarna   á   að   efla   sjálfsskilning   þeirra  og  hæfni  til  að  nota  styrkleika  sína  og  áhuga  til  að  hafa   áhrif   á   umhverfi   sitt.   Þetta   er   hlutverk  leikskólans   í   hnotskurn   og   er   einstaklingsmiðað  ferli  sem  byggst  á  þrem  atriðum:  

• Litið   er   á   hvert   barn   sem   einstakt,   bæði  líkamlega  og  menningarlega.  

• Hvert   barn   skapar   líf   sitt   með  ímyndunarafli   sínu,   samhygð   og  framtíðarsýn.  

• Líf   barna   er   gagnvirkt,   þ.e.   börn   eru   opin  fyrir  þeim  tækifærum  sem  þeim  bjóðast  og  kanna  þá  möguleika  sem  lífið  býður  upp  á.  

 Mikilvægt   er   því   að   börn   öðlist   jákvæða  sjálfsmynd,  trú  á  eigin  getu,  geti  sótt  sér  þekkingu  og   öðlast   leikni   í   að   nýta   hana   á   uppbyggilegan  hátt.   Þannig   er   námshneigð   barna   samspil   á  milli  siðferðislegra   viðhorfa,   þekkingar   og   leikni.   Til   að  efla  námshneigð  barna  þarf  að  skapa  umhverfi  þar  sem   þau   geta   skoðað,   hlustað,   framkvæmt,   tekið  þátt   og   rætt   um   þau   viðfangsefnin   sem   þau   fást  við.  

 Hlutverk   leikskóla

kennara   er   að   styðja   við  

nám   barna   í   gegnum   leik   á   margvíslegan  

hátt,  m.a.  með  því  að:  

• skapa   fjölbreytilegt   leikumhverfi   og  

veita  aðgengi  að  leikefni  sem  hvetur  

börn  til  að  rannsaka,  finna  lausnir  o

g  

skapa,  

• gefa  leik  nægan  og  samfelldan  tíma,  

• gefa   leik   nægjanlegt   rými   svo   að  

börnin  hafi   svigrúm  til   að  hreyfa  sig  

og  til  að  þróa  leik  og  dýpka,  

• styðja   við   sjálfsprottnar   athafnir   og

 

áhuga,  

• eiga   samskipti   við   börn   og   mynda  

tengsl  við  þau  í  gegnum  leik,  

• vera   vakandi   fyrir   þeim   tækifærum  

sem  upp  koma   í   leik  og  nota  þau  til  

að  kveikja  áhuga  barna  og  styðja  vi

ð  

nám  þeirra,  

• styðja  við  og  efla  jákvæð  samskipti  í  

leik,  

• sjá   til   þess  að  öll  börn  hafi   tækifæri  

til  þátttöku  í  leik  úti  og  inni.    

Úr  aðalnámskrá  leikskóla  

 Kennarinn   á   að   spyrja   opinna   spurninga   og   vinna   þannig  markvisst  með  það  sem  börnin  eru  að  kljást  við.  Þegar  barn  er  í   leik   að   rannsaka,   finna   lausnir   og   skapa,   geta   opnar  spurningar  frá  kennara  hjálpað  barninu  að  byggja  við  reynslu  sína.    Opin  spurning  

• kallar  á  samræður  þar  sem  hlustað  er  á  sjónarhorn  og  jafnvel  leitað  lausna  • vekur  upp  lengri  frásagnir  • viðheldur  gagnkvæmum  samskiptum  • verður  til  þess  að  umræður  skapast  þar  sem  er  ígrundað  • hvetur  til  þess  að  setja  orð  á  athafnir  og  tilfinningar  • opnar  fyrir  hugmyndinni  orsök  og  afleiðing    

Opnar  spurningar  byrja  oftast  á  • Hvernig  gerðist…  • Hvað  fannst  þér…  • Hvernig  hefði  þetta…  • Hvað  gætir…  • Hvers  vegna…  • Hvernig  fórstu  að…    

Opin  spurning  verður  að  vera  með  spurnartón  í  röddinni,  sögð  af  áhuga  og  skapa  vangaveltur.  

Page 13: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  13  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

1

Námsumhverfi   hefur   áhrif   á   nám   barna   og   þess  vegna   á   hönnun   þess   og   skipulag   að   taka   mið   af  reynslu,   áhuga   og   þroska   barnanna   sem   dvelja   í  leikskólanum.    

Námsumhverfi   þarf   að   endurspegla   gildi   og  markmið   leikskólastarfsins,   ásamt   því   að   vera  öruggt  og  heilsusamlegt.  

Kennarinn   skipuleggur   umhverfi   leikskólans   eftir  áhuga  og   virkni  barnsins   og  velur   efnivið  með  því,  til   að   skapa   reynslu   sem   gagnast   barninu.  Félagslegt   umhverfi   og   ýmis   dagleg   verkefni   eru  lykilþættir  í  námi  barna.  

Námsumhverfi   er   samofið   úr   efnislegum   og  félagslegum  atriðum.  

Daglegar  athafnir  og  umönnun  eru  rauði  þráðurinn  í   leikskóladeginum.  Ábyrg   umönnun   er   fólgin   í   því  að   annast   börnin,   bæði   líkamlega   og   andlega   af  hlýju   og   virðingu.   Með   því   skapar   kennarinn   náin  tilfinningatengsl   og   trúnaðartraust   á   milli   sín   og  barnsins.    

2

Að   barninu   líði   vel,   sé   öruggt   og   fái   hlýlega   og  trausta   umönnun   er   forsenda   þess   að   það   geti  tileinkað   sér   á   jákvæðan  hátt   það   nám   sem   fram  fer  í  leikskólanum.  

Þegar  hugsað  er  um  námsumhverfi  barna  má  ekki  gleyma   nærumhverfinu,   bæði   því   manngerða   og  náttúrunni.   Það   að   barnið   fái   að   kynnast   sínu    nánasta   umhverfi   og   hvernig   tillitssemi   og   virðing  er   sýnd   í   umgengni   og   að   öryggið   þarf   að   vera   í  fyrirrúmi,   eykur   reynsluna.   Þessi   reynsla   er   stór  hluti   af   námi   barnsins   á   leið   þess   að   verða  sjálfstæður  einstaklingur.  

Leikur,  nám  og  námsumhverfi  eru  samofin  flétta  í  leikskólastarfinu,   sem   tengist   grunnþáttum  menntunar,   námssviðunum   og   leiðarljósum  leikskóla.   Þessi   flétta   eflir   sjálfstæði   og   getu  barnanna   og   er   liður   í   að   gera   þau   að   öflugum  þjóðfélagsþegnum.  

 Fljótandi  námsumhverfi    Leikskólaumhverfið  býður  upp  á  leik  og  nám  í  öllum  þáttum  starfsins.  Það  er  kennarans  að  virkja  möguleikana  og  grípa  færin  sem  skapast.    Í  daglegum  athöfnum  eins  og  borðhaldi,  hvíld,  samverustund  eða  þar  sem  börnin  eru  að  þvo  sér,  klæða  eða   sinna   annarri   sjálfshjálp   eru  mikil  námstækifæri   fyrir  börnin.   Kennarinn  þarf   að   vekja  athygli   og   forvitni   barnanna,   hann   á   að   spyrja   opinna   spurninga,   setja   orð   á   athafnir   og   hvetja  börnin  til  dáða.  Í  daglegum  athöfnum  skapast  oft  góðar  og  fjörugar  umræður  um  það  sem  efst  er  á  baugi   hjá   börnunum.   Það   getur   til   dæmis   verið   eitthvað   sem  gerðist   í   útiveru   eða   verkefni   sem  verið  er  að  vinna  með  í  skipulögðu  starfi.    Í   skipulögðu  starfi  leikskólans  er  verið  að  vinna  með  ákveðin  verkefni  þar  sem  markvisst  er  verið  að   auðga   reynsluheim   barnanna.   Þessi   verkefni   eru   oft   árstíðarbundin,   til   dæmis   eru   verkefni  tengd  haustinu  unnin  á  haustin.  Síðan  yfir  veturinn  er  unnið  með  þulur  og  ævintýri,  svo  eitthvað  sé  nefnt.    Leikurinn  fléttast  síðan  inn  í  alla  þessa  þætti  og  er  það  í  honum  sem  börnin  prófa  þekkingu  sína  og  festa  í  sessi  þá  reynslu  sem  þau  hafa  fengið.    Hlutverk  kennarans  er  því  að  vera  virkur   í  að  skapa  umræðu,   setja  orð  á  athafnir,  spyrja  opinna  spurninga  og  vera  vakandi  fyrir  námstækifærum  hvar  og  hvenær  sem  er  í  starfi  leikskólans.    Kennarinn  er  öflugur  hluti  af  námsumhverfi  barnanna  sem  á  að  sýna  gott  fordæmi.  Kennarinn  er  fyrirmynd   barnanna.   Þau   sjá   hvernig   kennararnir   koma   fram   við   aðra,   leysa   ágreining,   ræða   og  vinna  saman.  Hvernig  þeir  ganga  um  og  framkvæma.  Þannig  eru  samskipti,  samstarf  og  umgengni  kennaranna   stór   liður   í   námi   barnanna.   Kennarinn   þarf   að   sýna   gott   fordæmi   í   leik   og   námi  barnanna  og  í  raun  lífinu  sjálfu.  

Page 14: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  14  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

 

Curabitur  in  dolor  

Hlutverk   kennarans   í   samþættu   og   skapandi  leikskólastarfi   er   að   taka   virkan   þátt   í   námi   barna,   í  daglegum  athöfnum,  leik  og  skipulögðu  starfi.    

Virk  þátttaka  felst  meðal  annars  í  því  að:    

• setja   orð   á   athafnir,   ræða   við   börnin   og   spyrja  spurninga,  

• styðja  við  og  leika  með  börnum,  

• taka  virkan  þátt   í  viðfangsefnum  barnanna  og  læra  með  þeim,  

• sjá   til   þess   að   umhverfið   sé   hvetjandi   og   að  efniviður   og   annað   leikefni   sé   aðgengilegt  börnunum,  

• viðhalda   áhuga   barnanna   og   að   leikurinn   hafi  möguleika  á  að  þróast.  

Samþætt  og  skapandi  leikskólastarf  Nám  leikskólabarna  fer  fram  í  gegnum  leik  og  með  virkri  þátttöku  þeirra  í  daglegu  starfi  leikskólans.  Þau  læra  best  í  samvinnu  við  önnur  börn  undir  handleiðslu  kennara  sem  veita  þeim  stuðning  og  hvatningu.    Námssvið   leikskóla   eru:   læsi   og   samskipti,   heilbrigði   og   vellíðan,   sjálfbærni   og   vísindi   og   sköpun   og  menning.  Námssviðin  eiga  að  vera  samofin  öllu  leikskólastarfinu  og  taka  mið  af  grunnþáttum  menntunar  og  leiðarljósum  leikskóla.      Í  aðalnámskrá  leikskóla  segir  að  námssviðin  eigi  að:  

• vera  hluti  af  leik  barna,  • vera  samþætt  daglegu  starfi  leikskóla,  • vera  heildstæð  og  byggjast  á  reynslu  barna,  • byggjast  á  áhuga  barna  og  hugmyndum,  • taka  mið  af  félags-­‐  og  tilfinningalegum  þáttum  náms,  • vera  skipulögð  í  samvinnu  starfsfólks,  foreldra  og  barna,  • hvetja  til  samvinnu  og  samstarfs,  • stuðla  að  sjálfstæði  og  frumkvæði,  • hvetja  til  ímyndunar  og  sköpunar,  • vekja  forvitni  og  hvetja  til  rannsókna  og  kannana,  • vera  ánægjuleg  og  stuðla  að  vellíðan  barna,  • efla  áhuga  barna  á  námi  og  hvetja  þau   til   að   læra  og  auka  þekkingu  sína,  

leikni  og  hæfni,  • stuðla  að  sterkri  sjálfsmynd  og  sjálfsþekkingu,  • stuðla  að  uppbyggilegum  samskiptum,  vináttu  og  gleði.  

Page 15: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  15  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Frá  vinnufundi  kennara,  þar  sem  verið  var  að  vinna  að  nýrri  skólanámskrá  

LífsleikniAlþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir lífsleikni þannig: ,,Lífsleikni er geta til að laga sig að

mismunandi aðstæðum og breyta á jákvæðan hátt. Sú geta gerir okkur kleift að takast á við kröfur og

áskoranir daglegs lífs.”

Lífsleikni fléttast inn í allt starf leikskólans. Hún tengist líðan okkar, samskiptum og umhverfi. Lífsleikni er

færni í daglegu lífi.

Í samverustundum fer fram lífsleikni, þar læra börnin að koma fram fyrir hóp, segja frá atburðum sem þau

hafa upplifað, hlusta á aðra og taka tillit.

Í leiknum fer fram heilmikil lífsleikni þar sem börnin túlka hvað sé um að vera í leiknum hverju sinni, deila

hugmyndum sínum og taka ákvarðanir um framvindu leiksins í samvinnu við félagana.

Í leikskólastarfinu læra börnin að vera í samfélagi við önnur börn, bera virðingu hvert fyrir öðru og að ekki

séu allir eins. Þau læra að lesa í tilfinningar sínar og aðstæður eftir því sem þau verða eldri.

Í hlutverkaleik barna fer fram mikil lífsleikni, þar eru þau að máta sig inn í hin ýmsu hlutverk samfélagsins.

Umhyggja – virðing – tillitssemi

Umhyggja er undirliggjandi rauður þráður í öllu leikskólastarfinu. Í Klettaborg eru gleði, virðing og öryggi gildi

okkar í samskiptum. Kennarar eru meðvitaðir um raddbeitingu og minna sig reglulega á að lækka röddina.

Markvisst er notaður glaðlegur og blíðlegur tónn.

Virðing og umhyggja á að einkenna samskipti. Jákvæð og glaðleg samskipti eru skráð skipulega. Skráningin

vekur kennara til umhugsunar um það hvernig samskipti við börnin eru og hvort þau fái t.d. öll hvatningu og

jákvæða athygli.Kennarar hafa tamið sér viðurkennandi samskipti, það er að virða skoðanir barna og langanir, þótt stundum sé

ekki hægt að uppfylla þær. Til dæmis: ,,Ég veit að þig langar ekki í kuldagalla en núna er snjór úti og því verða

allir að fara í kuldagalla.” Börnin fá þannig tækifæri til að tjá tilfinningar sínar og skoðanir og fá

viðurkenningu á þeim, þó svo ekki sé alltaf hægt að uppfylla þær. Það hefði verið allt öðruvísi upplifun fyrir

barnið ef kennarinn hefði svarað: ,,Nei, þú ferð í gallann!”

Tillitssemi læra börn best af kennurunum. Að taka tillit til annarra er ekki sjálfgefið en nauðsynlegt að

tileinka sér það, því það er rauði þráðurinn í samvinnu. Tillitssemi er hægt að vinna með börnum í umræðum og

gjörðum. Besta kennslustundin er í hér og nú aðstæðum, eins og t.d. þegar einhver vill ekki láta sitja þétt upp

við sig, þá þarf barnið að nota orðin sín til að láta vita af því og hinir að taka tillit til ólíkra þarfa.

SamkenndSamkennd birtist meðal annars í því að við hlustum, tökum tillit og metum hvert annað. Við erum ein af hópnum og tökum þátt í að skapa gott samfélag í skólanum.Við eflum samkennd með því að ræða við börnin um hvað er líkt með okkur og hvað ólíkt. Tilfinningar eru ræddar og börnunum er markvisst bent á að setja sig í spor annarra við mismunandi aðstæður í daglegu lífi.Aðstæður hér og nú eru besta kennslustundin í að efla samkennd og er þá hlutverk kennarans að leiða þá kennslustund.

Page 16: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  16  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Nullam  eget  neque  

Börn  eru  í  eðli  sínu  miklar  félagsverur  og  leita  eftir  samskiptum  við  aðra.  Þau  eru  áhugasöm  og  forvitin  um  lífið  og  tilveruna.  Þau  spyrja  spurninga,  skiptast  á  skoðunum,  ræða  hugmyndir  sínar,  tilfinningar  og  líðan.  Tungumálið  er  ein  af   leiðum  barnsins  til  að  tjá  sig  en  þau  nota  margt  annað  s.s.  snertingu,  látbragð,   leikræna  tjáningu,  söng  og  myndmál,  svo  eitthvað  sé  nefnt.    Þegar   samskipti   barna   og   leikur   er   gefandi   þá   eykst   félagsfærni   þeirra   og   sjálfsmyndin   styrkist.   Læsi   er   ekki  eingöngu  að  lesa  af  bók,  heldur  er  það  einnig  að  geta  lesið  í  samskipti,  aðstæður  og  umhverfi  sitt.  

Markmið  Klettaborgar  um  læsi  og  samskipti  eru  meðal  annars  að:  

• Styrkja   sjálfsmynd   barna   með   því   að   stuðla   að  jákvæðum   og   uppbyggilegum   samskiptum,   þar   sem  þau  geta  deilt  skoðunum  sínum  og  hugmyndum.  

• Gott  og  frjótt  málumhverfi  leikskólans  stuðli  að  því  að  börn  kynnist  tungumálinu  og  möguleikum  þess.  

• Börn   hafi   aðgang   að  mismunandi   efnivið   og   tækni   til  að   geta   tjáð   sig   á   mismunandi   hátt   og   komið  skoðunum  sínum  og  hugmyndum  á  framfæri.  

• Þróa   læsi   í   víðum   skilningi   með   börnum   með   því  meðal   annars   að   velta   fyrir   sér   nánasta   umhverfi   og  menningu,  ásamt  menningu  annarra  þjóða.  

• Börn   öðlist   skilning   á   að   ritað   mál   og   tákn   hafi  merkingu   og   að   þau   njóti   þess   að   hlusta   á   og   semja  sögur,  ljóð,  þulur  og  ævintýri.  

Læsi  og  samskipti  

Unnið  með  sand,  lím,  liti  og  áferð  

Dagur  leikskólans  

Kerling  vill  

hafa  nokkuð  

fyrir  snúð  sinn  

Heimili  Kiðhúss  

Grunnskólanemar  lesa  fyrir  leikskólabörnin  

Page 17: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  17  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Heilbrigði   og   vellíðan   hefur   mikil   áhrif   á   sjálfsmynd   einstaklinga.   Mikilvægt   er   að   börn   læri   um   og   tileinki   sér  heilbrigða  lífshætti.  Daglegar  athafnir  í  leikskólanum  eiga  að  stuðla  að  vellíðan  barna,  bæði  andlega  og  líkamlega.    Umhyggja  skipar  hér   stóran  sess,  enda  má  segja  að  umhyggja  og  nám  sé  samofið  öllu  starfi   leikskólans.   Jákvæð  samskipti  þar  sem  hlustað  er  á  hvert  barn,  þarfir  þess  og  væntingar,  er  umhyggja.  

Markmið  Klettaborgar  um  heilbrigði  og  vellíðan  eru  meðal  annars  að:  

• Styrkja   sjálfsmynd   barna   með   því   að   sýna   umhyggju  þar  sem  hvert  barn  fær  að  þroskast  á  eigin  forsendum.  

• Efla  jákvæð  samskipti  og  félagsleg  tengsl  barna.  • Örva  sjálfstæði  barna  í  persónulegri  umhirðu.  • Vera  með  holla  og  fjölbreytta  næringu.  • Börn   fái   ögrandi   og   krefjandi   útivist   með   fjölbreyttri  

hreyfingu.  

Heilbrigði  og  vellíðan  

Gilitrutt  

Gilitrutt  á  sínum  heimaslóðum  

Sagan  af  Hlini  kóngssyni  

Hlini  og  Signý  

Handþvottur  er  mikilvægur  Úti  í  rigningunni  

Page 18: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  18  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Nullam  eget  neque  

Leikskólabörn  eru  áhugasöm  um  umhverfi  sitt.  Ekkert  er  svo  smátt  að  það  veki  ekki  athygli.  Þau  rannsaka  með  því  að  horfa,  hlusta,  snerta,  bragða,  handleika,  flokka,  bera  saman  og  draga  ályktanir.    Börn  eru  fróðleiksfús  og  er  leikskólans  að  styðja  við  þau  með  því  að  fylgjast  með  og  hlusta  eftir  því  hvað  börnin  eru  að  fást  við.  Þannig  er  hægt  að  byggja  við  hugmyndir  barna  og  kynna  fyrir  þeim  nýjar  hugmyndir  og  efnivið.  

Markmið  Klettaborgar  um  sjálfbærni  og  vísindi  eru  meðal  annars  að:  

• Styrkja  sjálfsmynd  barna  með  því  að  þau  fái  að  upplifa  sig  sem  hluta  af  náttúrunni  og  umhverfi  sínu.  

• Börn   beri   virðingu   fyrir   náttúrunni   og   kynnist   því  hvernig  umgengni  þeirra  getur  haft  áhrif  á  hana  og  þær  lífverur  sem  þar  búa.  

• Börn  kynnist  flokkun  og  endurvinnslu.  • Efla   börn   í   að   rannsaka   og   kanna   eiginleika   ýmissa  

efna,  hluta,  krafta  og  rýma  í  umhverfi  sínu.  • Börn   fái   stærðfræðileg   viðfangsefni   sem   eru   fólgin   í  

tölum,  táknum  og  mynstrum  í  umhverfinu.  

Sjálfbærni  og  vísindi  

Búkolla  og  tröllin  

Spennandi  tilraunir  

Kerling  vill  hafa  nokkuð  fyrir  snúð  sinn  

Himnastiginn,  hópverkefni  –  yngri  börnin  

Stærðarhlutföll  könnuð  

Ræktun  

Page 19: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  19  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Hugmyndir,  tilfinningar  og   ímyndun  barna  njóta  sín  best   í  skapandi  starfi.  Athyglin  á  að  beinast  að  ferlinu  sjálfu,  gleðinni,  tjáningunni  og  því  námi  sem  á  sér  stað.    Menning  er  samofin  öllu  starfi  leikskólans  og  tengist  því  hver  við  erum  sem  þjóð.  

Markmið  Klettaborgar  um  sköpun  og  menningu  eru  meðal  annars  að:  

• Styrkja   sjálfsmynd   barna  með   því   að   þau   fái   að   taka  þátt   í   skapandi   ferli   þar   sem   þau   finna   til   ánægju   og  gleði  yfir  eigin  sköpunarkrafti.  

• Börn   kanni  og   vinni  með  margvíslegan  efnivið  og  nýti  fjölbreytta  tækni.  

• Börn   skapi   og   tjái   upplifun   sína   í   gegnum   myndlist,  tónlist,  dans,  leikræna  tjáningu  og  talmál.  

• Börn   kynnist   bókmenntum   og   læri   þulur,   söngva,  sögur  og  ævintýri.  

• Börn   taki   þátt   í   og   njóti   fjölbreyttrar   menningar   og  listar,  bæði  innan  og  utan  leikskólans.  

Sköpun  og  menning  

Borgin  mín,  Reykjavík  -­‐  Verkefni  elstu  barnanna  

Fjölskyldumyndir  

Hallgrímskirkja  

Gilitrutt  

Reykjavík  séð  úr  Hallgrímskirkjuturni  

Page 20: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  20  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Í  aðalnámskrá  segir  meðal  annars:  ,,Skólanámskrá  leikskóla  á  að  taka  mið  af  áhuga  barna  og  sjónarmiðum  og  skal  unnin   í   samvinnu   leikskólakennara,   annars   starfsfólks,   barna   og   foreldra.   Með   þátttöku   og   samræðum   þessara  aðila  mótast  helstu  áherslur  og  viðmið  í  starfi  leikskóla.  Skólanámskráin  er  því  eins  konar  sáttmáli  um  hvaða  leiðir  hver  leikskóli  ætlar  að  fara  í  starfsaðferðum  og  samskiptum  til  að  efla  menntun  barna  og  stuðla  að  starfsþróun  og  fagmennsku  innan  leikskólans.”  

Áhugi  barna  og  virkni,  reynsla  þeirra  og  þekking  hefur  bein  áhrif  á  leikskólastarfið.  Við  mótun  og  þróun  skólastarfs  eru  börnin  í  brennidepli  og  þeirra  sjónarmið.  

Spurningu  var   beint   til  barnanna  um  hvað  gerist   í     leikskólanum.  Kennari   sat  hjá  börnunum   í   frjálsum   leik  og  skráði  niður  umræður  þeirra.  Hér  fyrir  neðan  eru  beinar  tilvitnanir  í  vangaveltur  barnanna:  

Kisa.  Hurð…opna.   Ka   gera?   Líka   tösku.   Leika.  Út   að   leika.   Bæinn  mömmu.  Dúkkan.  Pabbi  vinna.  Dótið  úti.  Mamma  vinna.  Mamma.  

Leika.   Lúlla   á   dýnunum.   Borða   alltaf   peru.   Úti   alltaf   að   renna   svona   og   leika   í  sandkassanum  og  róla.  Svo  var  tröll  undir  brúnni  og  þá…  hver  er  að  trampa  á  brúnni  minni.  Gaman  að  vera…  í   leikskóla.  Púsla  og   leika  dót.  Vinkonur  eru  bara  að  leiðast,  ég  skvoo  á  tvær  vinkonur.  Þegar  það  er  enginn  snjór,  þá  má  hjóla.  Förum  langt,  langt  í   burtu   í   göngutúr.   Ég   er   í   sokkabuxum,  mamma   kaupti   þær.   Hoppa  og   skoppa  og  renna  úti.  Klæða  gallann.  Hjálpa.  Út  að  leika.  

Allskonar.  Góðir  að  leika  og  leyfa  öllum  að  vera  með.  Það  eru  svona  deildir  svo  allir  krakkarnir   geta  verið.   Förum  ekki   út   þegar   það   er   hálka.   Við   erum  að   syngja   inni   í  Glym.  Tígridýraleikskóli…  bara  í  leik.  Við  erum  stundum  að  teikna.  Kennarar  eiga  að  ráða…  við  eigum  að  segja:  ,,Má  ég  skipta”  og  svoleiðis.    

Athuga  hvort  það  sé  kúkur  eða  rusl,  af  því  við  viljum  hafa  garðinn  okkar  hreinan  og  fínan.  (Börn  eru  að  fylgjast  með  kennara  sem  er  úti  að  yfirfara  garðinn).  

Leika  okkur.  Verkefni.  Úti  að   leika  þegar  við  erum  búin  að  borða  eftir  hádegi.  Til  að  við  verðum  ekki  svöng,  en  við  vitum  aldrei  hvað  er  í  matinn  og  það  er  gott,  þá  kemur  það  manni  á  óvart.  Mála  með  tásunni.  Við  vorum  að  stimpla.  Stundum  í  gær,  vorum  við   í   verkefni  að   lita   blóm   fyrir  mömmu…  það   er   að   koma  mömmudagur.   Leikum   í  leikhúsi   fyrir   hin  börnin…  einu  sinni   lékum  við   Jesú  og   Jósefínu.  Á  marga   vini,  allar  stelpurnar  og  þrjá  stráka.  

Raddir  og  sjónarmið  barna  

Kríuklettur    yngri  deild  

Hrafnaklettur    yngri  deild  

Fálkaklettur    eldri  deild  

Arnarklettur    eldri  deild  

Page 21: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  21  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Í   aðalnámskrá   segir   meðal   annars:   ,,Hvatt   er   til   þátttöku   fjölskyldna   í   leikskólastarfi   og   að   byggt   sé   á   þeirri  hugmynd  að  fjölskyldan  og  leikskólinn  séu  samstarfsaðilar.  Leitast  skal  við  að  hlusta  eftir  sjónarmiðum  foreldra  og  stuðla  að  áhrifum  þeirra  m.a.  í  gegnum  foreldraráð  leikskólans  og  þátttöku  í  innra  mati.”  

Hlustað   er   á   raddir   foreldra   í   daglegum   samskiptum,   viðtölum,   könnunum   og   í   foreldraráði.   Foreldrum   Klettaborgar  (ásamt   foreldrum  frá   tveimur  öðrum   leikskólum)  var  boðið  að   taka  þátt   í   skólanámskrárgerðinni  með  því   að  mæta  á  vinnufund  með  þjóðfundarsniði  undir  stjórn  ráðgjafa  frá  SFS.  

Hópleikir  sem  byggjast  á  samvinnu.  Þemavinna  –  langtímaþema  (t.d.  þjóðsöguþemað  á   Klettaborg).   Listsköpun   –   tjá   sig   í   list.   Bókalestur   –   segja   sögur.   Veðurfræðingur.  Umsjónarmaður   í  hádeginu.  Umferðarfræðsla.  Teikna  upp   sögur.   Samverustundir  –  tjá  sig,  kynnast  mismunandi  menningu  og  uppruna  allra  í  leikskólanum.  Læri  að  lesa  í  samskipti/líkamstjáningu.   Læri   að   deila   hugmyndum   og   skoðunum/læri   að   tjá   sig.  Umburðarlyndi  fyrir  fjölbreytni.  Áfram  bókasafnsferðir  –  fá  að  velja  bækur  til  að  taka  með  í  leikskólann.  Fá  börnin  með  í  að  leysa  úr  vandamálum  sem  koma  upp  í  leik.  

Börnin   fái   einstaklingsathygli.   Sjálfsöryggi   og   uppbygging   jákvæðrar   sjálfsmyndar  mikilvæg  á  þessu  skólastigi.  Holl  næring  –  aðalfæða  margra  barna   –  að   fylgja  þeim  stöðlum   og   reglum   sem   settar   eru.   Hreyfing   sé   í   frjálsum   leik   en   líka   markvisst.  Jákvæð  samskipti  barna  og  starfsfólks  –  starfsfólk  mikilvægar  fyrirmyndir.  Börnin  fái  rými  til  þess  að  tjá  mismunandi  tilfinningar.  Læra  að  hrósa  öðrum  í  leik.  Læra  að  bera  virðingu   fyrir   öðrum   í   leik.   Fá   svigrúm   til   að   vera   þau   sjálf.   Vera   vakandi   fyrir  félagslegri   stöðu   barnsins,   t.d.   með   skráningu.   Hljóðmengun   og   hljóðvist,   nota   öll  rými.  

Skordýraskoðun.   Veðurfræðingur.   Bera   virðingu   fyrir   og   kunna   að   umgangast  náttúruna  og  umhverfið  (líka  skólalóðina).  Flokkun,  græn  skref  –  taka  sjálf  þátt   í  að  flokka   inni   á   deildum.   Vettvangsferðir   –   útikennsla   og   gönguferðir.   Einingakubbar.  Tilraunir  með   ýmis   efni.  Ganga   á  milli   heimila   barnanna  og   skólans   (rými   og   áttir).  Ræktun  –  nota  í  leikskólanum  eða  taka  með  heim.  Vísindakassi.  Búa  til  leir  –  kynnast  hlutföllum.  Fá  frið  til  að  sjá  hvað  gerist  með  tilraunum  ,  þótt  þær  séu  sóðalegar.  

Þjóðsöguverkefnið   í   Klettaborg.   Fókusera   líka   á   íslenska   sögu   og   menningu…   ekki    gleyma   fjölmenningu.   Fastar   heimsóknir   á   bókasafn.   Vettvangsferðir   til   að   safna  efnivið   til   sköpunar.   Heimsóknir   milli   leikskóla   og   grunnskóla,   í   báðar   áttir.  Danskennsla.   Vera   dugleg   að   þiggja   boð   á   sýningar   af   ýmsu   tagi.   Bókakista   í  leikskólanum  (til  útleigu).  Opinn  efniviður.  Könnunarleikur  mikilvægur.  Læra  frá  unga  aldri  að  koma  fram  fyrir  hóp  –  líka  í  litlum  hópum.  Leika  söguna  sem  þau  heyra.  

Raddir  og  sjónarmið  foreldra  

Hér  fyrir  neðan  eru  nokkrar  tilvitnanir  frá  þeim  fundi  þar  sem  fjallað  var  um  námssviðin:  

   

Læsi  og  samskipti  

   

Heilbrigði  og  vellíðan  

   

Sjálfbærni  og  vísindi  

   

Sköpun  og  menning  

Page 22: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  22  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Leiðirnar  í  starfinu    -­‐  til  að  ná  settum  markmiðum    

Markmið  Klettaborgar  er  að  veita  öllum  börnum  námstækifæri  og  stuðning  við  hæfi  þannig  að  þau  njóti  þess  að  taka  þátt  í  leikskólastarfinu.  Í  sumum  tilvikum  fá  börn  úthlutaðan  sérstakan  stuðning  og  er  hann  þá  unninn  í  samstarfi  við  þá  sérfræðinga  sem  koma  að  barninu.  

Jákvæð   og   glaðleg   samskipti   eiga   að   vera   einkennandi   í   starfinu   til   að   stuðla   að  betri   líðan   allra.   Kennararnir   bera  ábyrgð   á   því   að   hafa   jákvæð,   uppörvandi,   glaðleg   og   hvetjandi   samskipti   við   börnin   og   sín   á   milli.   Röddin   er   eitt  mikilvægasta  samskiptatækið   við  börnin  og  því  þarf   kennarinn  að  vera  meðvitaður  um  að  hann   sé   að  nota  blíðlega,  jákvæða,  glaðlega,  brosandi  og  kurteisa  rödd.  

Umhyggja   er   rauður  þráður   í  öllu   starfi  með  börnum.  Kennari  á  að  sýna  nærveru  með  því   að  gefa  af   sér  og  vera   til  staðar.  Hann  þarf  að  setja  sig  í  spor  barna  og  hlusta  á  þarfir  þeirra  og  langanir.  Hann  sýnir  börnum  athygli  með  því  að  horfa  á  hvert  barn  og  hlusta  á  það.  Skipulag  og  festa  er  hluti  af  umhyggju  og  felur  í  sér  að  setja  mörk  og  vera  með  aga.  Kennari  á  að  sinna  líkamlegum  þörfum  barna.  Hann  þarf  að  vera  með  styðjandi  samskipti  og  vera  góð  fyrirmynd.    

Leggjum  orð   í  belg  er  afrakstur  þróunarverkefnis  sem  unnið  var   í  Klettaborg  og  hefur  náð  að  festa  sig  í  sessi.  Lagt  er  upp  með  að  málfarslegt  umhverfi  barna  í  leikskólanum  sé  gott  og  er  áherslan  á  máltjáningu  og  málskilning.  

Í  daglegum  athöfnum  fer  fram  mikið  nám,  s.s.  við  borðhaldi,  í  hvíld,  þar  sem  börnin  eru  að  þvo  sér,  klæða  sig  eða  sinna  annarri  sjálfshjálp.  Bæði  eru  börnin  að  efla  sjálfstæði  sitt  með  því  að  ná  tökum  á  því  að  geta  gert  sjálf,  einnig  er  ýmis  fræðsla   sem   skapast   í   umræðum   í   þessum   þáttum.   Grunnþættir   menntunar   og   námssviðin   skarast   í   daglegum  athöfnum.  

Samverustundir  eru  tvær  til  þrjár  yfir  daginn.   Í  samverustundum  eru  lesnar  bækur,  sagðar  sögur,  sungið,  farið   í   leiki,  farið  með  þulur  og  spjallað  saman  um  það  sem  er  efst  á  baugi.  Samverustundir  eru  góðar  til  að  efla  færni  barna  í  að  hlusta,  tjá  sig  og  bera  virðingu  hvert  fyrir  öðru.  

Leikurinn   er   aðalnámsleið   barna   og   er   hann   fléttaður   inn   í   allt   starf   barnanna   í   leikskólanum.   Leikurinn   er  undirliggjandi  í  öllum  daglegum  athöfnum,  s.s.  samverustundum,  skipulögðu  starfi,  gönguferðum.  Hann  er  allsráðandi  í  frjálsum  leik,  jafnt  úti  sem  inni.  

Í   skipulögðu   starfi   leikskólans   er   unnið  með   ákveðin   verkefni   þar   sem   reynsluheimur   barna   er  markvisst   auðgaður.  Námssviðin  skipa  hér  stóran  sess.  

Á  haustin  er  unnið  með  mismunandi  fræðsluverkefni.  Settur  er  upp  þekkingavefur/hugmyndavefur  með  börnum  og  kennurum  um  það  hvað  þau  vita  um  viðfangsefnið.  Síðan  er  kannað  hvað  þau  vilja  skoða  nánar  og  fræðast    um.  Bætt  er  í  vefinn  eftir  því  sem  vitneskja  þeirra  eykst  og  fleiri  hugmyndir  barna/kennara  koma  fram.  

Markvisst  er  unnið  með  þulur  á  öllum  deildum.  Valin  er  þula  mánaðarins  og  hún  tengd  við  verkefni  (þema)  sem  börnin  vinna  með.    

Eftir   áramót   er   unnið  með   eina   þjóðsögu.   Þjóðsöguverkefnið   flæðir   um  allt   starf   leikskólans,   jafnt   úti   sem   inni   og  fléttast  inn  í  öll  námssviðin.  

 

 

 

Page 23: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  23  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

 

Græn  skref.  Klettaborg  er  þátttakandi  í  verkefni  Reykjavíkurborgar  Græn  skref.  Börnin  fá  fræðslu  og  eru  virk  í  að  flokka  rusl,  spara  vatn,  rafmagn  og  pappír.  Endurvinna  og  endurnýta  það  sem  hægt  er.  Þau  gera  ýmsar  tilraunir  í  tengslum  við  verkefnið.  

Gönguferðir  –  vettvangsferðir  eru  hluti  af  starfinu  með  börnum.  Klettaborg  hefur  tileinkað  sér  tvö  útisvæði  sem  fengu  nöfnin   Óðal   og   Álfhóll.   Þessi   svæði   eru   í   næsta   nágrenni   við   skólann.   Vettvangsferðirnar   tengjast   oft   þeim  viðfangsefnum  sem  unnið  er  með  hverju  sinni.  Í  vettvangsferðum  læra  börn  meðal  annars  að  umgangast    náttúruna  af  virðingu  og  þau  fylgjast  með  árstíðabreytingum.  

Sköpun   tengist  inn  í   flest  starf  barnanna.  Unnið  er  með  margskonar  efnivið   í  sköpuninni,  s.s.   liti,  málningu,  verðlaust  efni,  leir  og  efnivið  úr  náttúrunni.    

Tilraunir  eru  þáttur  í  lífi  barna  í  leikskólanum.  Börn  eru  alltaf  að  gera  tilraunir  og  prófa  sig  áfram.  Einingakubbarnir  eru  gott  dæmi  þar  sem  gerðar  eru  tilraunir  með  að  byggja  á  ýmsa  vegu.  Tilraunir  eru  gerðar  með  t.d.  litablöndun,  sáningu  fræja  og  fleira  sem  tengist  áhugasviði  barna.  

Vísindapokar  með   tækjum  og   tólum   til   rannsókna   eru   teknir  með   í   gönguferðir.   Það   sem  er   í   pokanum  getur   verið  mismunandi  en  oft  eru  stækkunargler,  vasaljós,  box  fyrir  skordýr,  litir  og  pappír.  

Elstu  börnin  í  leikskólanum  eru  í  sérstöku  verkefni  á  síðasta  ári  sínu  í  leikskólanum.  Um  haustið  byrja  þau  markvisst  að  efla  sig  í  félagsfærni  og  hópefli.  Unnið  er  með  kennsluefni  í  lífsleikni.  Í  nóvember  taka  við  ákveðin  verkefni  sem  tengjast  borgarsamfélaginu.    Áhersla  er  lögð  á:  

• að  vera  hluti  af  hóp  og  fara  eftir  reglum  en  jafnframt  að  efla  sjálfstæða  vinnu  í  hópnum,  • að  æfa  úrvinnslu  eftir  umfjöllun  og  þjálfa  framhaldsvinnu,  • að   víkka   sjóndeildarhring  barna,  efla   yfirsýn  þeirra  og  styrkja   þau   í   að   tengja   saman  ýmsa  umfjöllun  í  eina  

heild.      Lesið   í   leik,   læsisstefna   leikskóla.   Í  Klettaborg  er  unnið  markvisst  með  áherslur  sem  eru  tengdar  við  Vörður  á   leið  til  læsis,  í  Lesið  í   leik,   læsisstefna  leikskóla.  Má  þar  nefna  áhersluna  á  gott  málfarslegt  umhverfi  og  sýnilegt  ritmál.  Gott  aðgengi  að  bókum  og  umfjöllun  um  þær,  t.d.  í  tengslum  við  þjóðsöguverkefnið.  Lesið  er  fyrir  börnin  daglega,  rætt  um  efnið  og  orðskýringar,  ásamt  því  að  höfundur  og  innihald  bókar  er  kynnt  á  eldri  deildum.  Unnið  er  markvisst  með  þulur  og   sungið.   Í   foreldrasamstarfinu   er  mikilvægi   þess   að   lesa   fyrir   börnin   heima,   kynnt   fyrir   foreldrum.   Í   tengslum   við  þjóðsöguverkefnið  er  sagan  send  heim,  ásamt  orðskýringum,  þannig  að  foreldrar  geti  lesið  og  rætt  við  börnin.  Þar  sem  börn  hafa  annað  móðurmál  en  íslensku  eru  markvisst  sett  orð  á  hluti  og  athafnir.  Foreldrar  eru  hvattir  til  að  hlúa  vel  að  móðurmáli  barnsins,  því  þar  liggur  grunnurinn  að  öðrum  tungumálum.    Kennarinn   er   lykillinn   að   því   að   gera   leiðirnar   í   starfinu   aðgengilegar  börnum.   Það   er   hans   að  vera  meðvitaður  um  hvað,  hvers  vegna  og  hvernig  á  að  uppfylla  það  að  vera  með  samþætt  og  skapandi  skólastarf.    

 

Page 24: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  24  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Mat  á  námi  og  velferð  barna    Í  aðalnámskrá  segir  m.a.:  ,,Mat  á  námi,  þroska  og  velferð  barna  felur  í  sér  að  safnað  er  upplýsingum  um  það  sem  börn  fást  við  og  hafa  áhuga  á;  hvað  þau  vita,  geta  og  skilja…  Mat  á  að  beina  sjónum  að  áhuga  barna,  getu  þeirra  og  hæfni.  Börn  sýna  getu,  þekkingu,  hæfni  og  áhuga  á  ólíkan  hátt.  Mat  á  þar  af  leiðandi  að  vera  einstaklingsmiðað  og  til  þess  gert  að  efla  hvert  barn.”  

 Eftirfarandi  atriði  þarf  að  hafa  í  huga  við  mat  á  námi  og  velferð  barna:  

• Taka  á  mið  af  áhuga,  getu  og  hæfni  barna.  • Ekki  á  að  bera  nám  og  framfarir  barns  saman  við  önnur  börn  eða  fyrirfram  gefin  viðmið.  • Mat   á  að  vera  umbótamiðað  og  á   að   aðlaga   námsumhverfi   og   kennsluaðferðir   að  þörfum   barnsins  en  

ekki  öfugt.  • Í  mati  á  sjónarmiðið  að  vera  að  barnið  sé  hæfileikaríkt.  • Mat  á  námi  og  velferð  barna  byggist  á  þátttöku  og  samvinnu  kennara,  foreldra  og  barna.  • Barnið  á  að  fá  tækifæri  til  að  taka  þátt   í  að  meta  nám   sitt,   setja  sér  markmið  og   koma  með  tillögur  að  

leiðum.  • Mat  á  námi  og  velferð  á  að  efla  sjálfstraust  og  sjálfsmynd  barnsins  og  stuðla  að  jafnrétti  í  menntun.  

 Í  sameiginlega  hluta  aðalnámskrár  er  fjallað  um  hugtakið  hæfni  en  það  felur  meðal  annars  í  sér  þekkingu,  leikni  og  siðferðileg   viðhorf,   jafnframt   því   að   hæfni   tekur   mið   af   aldri   og   þroska   barna,   ásamt   markmiðum   menntunar  hverju  sinni.  Námshneigðir  barna  byggjast  á  samspili  þekkingar,  leikni  og  siðferðislegra  viðhorfa.  Þetta  samspil  hjálpar  börnum  að  viðhalda  forvitni  sinni  og  þekkingarleit.  Námshneigðir  barna  þróast  með  því  að  skoða,  hlusta,  gera,  taka  þátt  í  og  ræða  um  viðfangsefni  sín.  

Þekking sem börnin eiga að geta öðlast í leikskólum á að fara fram í leik og skapandi starfi þar sem

börn njóta fjölbreyttra uppeldiskosta. Þekking leikskólabarna byggir á alhliða þroska þeirra,

sjálfstæði, áhugasviði, þátttöku þeirra í leik úti og inni, félagsfærni og samkennd, frumkvæði

og sköpunarkrafti, ásamt tjáningu og samskiptum.

Leikni felst í því hvernig börnin beita þekkingunni sem þau hafa öðlast í daglegu starfi leikskólans.

Börnin æfa leikni sína, m.a. með því að fást við þau viðfangsefni sem tilgreind eru í námssviðunum.

Siðferðileg viðhorf. Leiðarljós aðalnámskrár leikskóla eiga að vísa veginn í mótun

leikskólastarfsins, en þau byggjast á faglegri þekkingu og siðferðislegu viðhorfi til barna. Þar er

krafa um að leikskólar eigi að stuðla að því að börn þrói með sér jákvæða sjálfsmynd með því að

virða sérstöðu og sjónarmið hvers einstaklings. Börn eiga að fá tækifæri til að fást við

viðfangsefni sem taka mið af áhuga þeirra, styrkleikum og þroska, þannig að trú þeirra á eigin

getu aukist og hneigð þeirra til náms eflist.

Page 25: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  25  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Í   Klettaborg   er  horft   á   barnið   frá   mismunandi   sjónarhornum.   Í   foreldraviðtali   setja   foreldrar   og   kennari   saman  einstaklingsáætlun  með  það  að  markmiði  að  styðja  sem  best  við  barnið.      Ferilmappa  er  fyrir  hvert  barn.  Í  hana  fara  ýmis  verkefni  frá  barninu,  s.s.  teikningar,  endursögn  á  þjóðsögu,  samtöl  með  opnum  spurningum  og  gullkorn.      Skráningar  í  myndrænu  formi,  skráningar  í  ferilvinnu,  samtöl  og  samræður  við  börnin  eru  nýttar  með  ýmsu  móti  í  mati  á  námi  og  velferð  barna.    Ýmis   skimunartæki   eru   notuð   til   að   skoða   stöðu   barna   og   má   þar   nefna   Íslenska   þroskalistann,   HLJÓM-­‐2   og  félagsfærnilistann  frá  SFS.    Margskonar  gát-­‐   og   skráningarlistar  eru  notaðir   til   að  dýpka  skilning   á  ákveðnum  börnum,   t.d.   þegar   hegðun  er  kortlögð  og  út  frá  því  er  hægt  að  breyta  umhverfinu,  þannig  að  það  leiði  til  betri  líðan  barnsins.    Í  Klettaborg  er  mat  á  námi  og  velferð  barna  í  þróun  og  verður  aðaláherslan  á  næstu  skólaárum.  

Önnur matstæki – stuðningur/sérkennsla

Mat á að vera einstaklingsmiðað og til þess gert að efla hve

rt barn. Á grundvelli þess skal veita börnum

námstækifæri og stuðning við hæfi svo að þau geti tekið virkan þátt í skólastarfinu. Einnig er lögð áhersla á að

mat efli sjálfstraust og sjálfsmynd barnsins.

Þegar gera á mat á færni og stöðu barns eða barnahóps sem kunna að eiga í líkamlegum, sálrænum eða

félagslegum vanda sem getur haft áhrif á nám koma skráningar og/eða námssögur að góðu gagni og undirstrika

rétt barnsins til þess að hæfni þess sé staðfest.

Matstæki eins og skimunarpróf, greiningartæki og aðrar kannanir geta varpað nánari ljósi á ákveðna

færniþætti.

Notkun slíkra matstækja þarf að hafa markvissan tilgang. Niðurstöður ætti ávallt að kynna með styrkleika

barnsins í fyrirrúmi og í þeim tilgangi að styðja við sjálfsvirðingu, sjálfsöryggi, sjálfræði, styrk og

sjálfsmynd barnsins.(Úr Þemahefti um námsmat í leikskólum)

Í ferilmöppu er eftirfarandi: • Teikningar

eftir barnið • Hópmynd af börnum og kennurum

• Endursögn barnsins af þjóðsögum

• Hæð barnsins við upphaf og lok leiksk.göngu • Samtal með opnum spurningum við barnið

• Gullkorn frá barninu

Ljósmyndaskráning – ferli í vinnu verkefna

Viðtöl við foreldra

Barnið

Skimunartæki, s.s. HLJÓM-2, Ísl. þroskalistinn og félagsfærnilistinn

Skráningar

Einstaklingsáætlun

Page 26: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  26  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Fjölskyldan  og  leikskólinn    Foreldrar  eru  mikilvægustu  einstaklingar  í  lífi  hvers  barns.  Þeir  bera  ábyrgð  á  uppeldi  barna  sinna  og  eru  mikilvægasta  fyrirmyndin.  Leikskólinn  getur  aldrei  komið  í  staðinn  fyrir  foreldrauppeldi  en  er  góð  viðbót.  

Lagður  er  hornsteinn  að  samstarfi  foreldra  og  leikskóla  strax  í  upphafi  leikskólagöngu  barnsins.  Umhyggja  og  velferð  barna   er   leiðarljósið   í   þessu   samstarfi.     Samstarfið   þarf   að   byggjast   á   gagnkvæmum   skilningi   og   virðingu   og   milli  þessara  aðila  þarf  að  ríkja  traust,  þannig  að  hægt  sé  að  deila  sjónarmiðum  og  taka  ákvarðanir  um  einstök  börn.  

Allir  sem  starfa  í  leikskólanum  skrifa  undir  þagnarheit.  Lögð  er  mikil  áhersla  á  fullan  trúnað  um  upplýsingar  um  börnin  og  fjölskyldur  þeirra.  

Hlutverk  kennarans  er  hér  að  eiga  frumkvæði  að  samstarfi  við  foreldra  með  hag  barnsins  að  leiðarljósi.  Kennarinn  á  að  byggja   samstarfið   upp   af   virðingu   og   trausti.   Foreldrar   eiga   rétt   á   að   koma   sjónarmiðum   sínum   á   framfæri   og  sameiginlega  er  unnið  að  velferð  barnsins.  Mikilvægt  er  að  kennarinn  gefi  foreldrum  upplýsingar  um  líðan  barnsins  og  hvaða  viðfangsefni  það  er  að  kljást  við  í  leikskólanum.    

Dagleg   samskipti  við  foreldra  eiga  að  einkennast  af  samvinnu  og  virðingu,  þar  sem  skoðanir  eru  viðraðar  um  hagnýt  atriði  í  daglegum  athöfnum  barnsins  og  upplýsingar  um  verkefni  og  önnur  viðfangsefni  barnsins.  

Foreldraviðtöl  eru  að  jafnaði  tvisvar  á  ári.  Þar  gefst  foreldrum  og  kennara  kostur  á  að  setjast  niður  og  ræða  um  líðan,  nám  og  þroska  barnsins  í  leikskólanum  og  heima.  

Foreldrar  eru  hvattir  til  að  taka  þátt  í  leikskólastarfinu  og  er  þeim  markvisst  boðið  í  heimsókn  yfir  veturinn.  

Foreldraráð  er  starfandi  í  leikskólanum  samkv.  lögum  um  leikskóla  nr.  90/2008.  Foreldraráð  er  kosið  að  hausti.  Í  ráðinu  eru  að   lágmarki   þrír   fulltrúar   foreldra,   leikskólastjóri  og  aðstoðarleikskólastjóri.  Hlutverk   ráðsins  er  meðal   annars  að  gefa  umsögn  um  starfsáætlun  og  koma  að  mati  á  vetrarstarfinu.  Í  ráðinu  skapast  góður  vettvangur  til  að  ræða  ýmsar  hliðar  á  starfsemi  leikskólans.    Foreldrafélag  hefur  verið  starfandi  frá  opnun  leikskólans.  Stjórn  félagsins  er  skipuð  tveim  fulltrúum  frá  hverri  deild  og  einum  kennara  frá   leikskólanum.  Tilgangur  foreldrafélagsins  er  að  efla  tengsl  barna  og  foreldra,  og  að  þau  eigi  góðar  stundir   saman   utan   hefðbundins   leikskólatíma.   Starf   foreldrafélagsins   byggist   á   velvilja   og   áhuga   foreldra.  Foreldrafélagið  er  bakhjarl  leikskólans  með  ýmis  skemmti-­‐  og  menningartengd  verkefni.  

 

 

 

Barnavernd  

Í  19.  grein  Barnasáttmála  S.Þ.  er  kveðið  á  um  vernd  barna  gegn  ofbeldi  og  vanrækslu:  ,,Börn  eiga  rétt  á  vernd  gegn  hvers   kyns   líkamlegu,   andlegu   og   kynferðislegu  ofbeldi,  misnotkun,   skeytingarleysi   og   vanrækslu,   innan   eða  utan  heimilis.  Stjórnvöld  skulu  veita  börnum  sem  sætt  hafa  illri  meðferð  og  fjölskyldum  þeirra  viðeigandi  stuðning.”    Samkvæmt   barnaverndarlögum   nr.   80/2002   17.   gr.   ber   þeim   er   starfa   með   börnum   skylt   að   tilkynna   til  barnaverndarnefndar  ef  vart  verður  við  að  barn  búi  við  ofbeldi  eða  vanrækslu.  Má  hér  benda  á  nánari  umfjöllun  á  heimasíðu   Barnaverndarstofu   (www.bvs.is     –   ítarlegar   upplýsingar   –   verklagsreglur   og   vinnulag   –   verklagsreglur  skólafólk).  

Page 27: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  27  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Tengsl  skólastiga  Í   aðalnámskrá   leikskóla   segir  meðal   annars:   ,,Skólaganga  barna  á  að  mynda  samfellda   heild  þannig  að   reynsla   og  nám  barna  á  fyrri  skólastigum  nýtist  þeim  á  næsta  skólastigi.  Mikilvægt  er  að  nám  og  uppeldi  í  grunnskóla  byggist  á  fyrri  reynslu  og  námi  barna,  til  að  skapa  þeim  öryggi  og  ný  námstækifæri.”  

Hamraskóli  er  grunnskóli  hverfisins  og  er  hann  staðsettur  við  hliðina  á  leikskólanum.  Samstarfið  á  milli  Klettaborgar  og  Hamraskóla  hefur  verið  í  stöðugri  þróun  í  mörg  ár.  

Að   hausti   hittast   kennarar   leik-­‐  og  grunnskólans  og  skipuleggja   fjölbreytt  verkefni   sem  börn  beggja   skólastiga   taka  þátt   í.   Elstu   börn   leikskólans   og   yngstu   börn   grunnskólans   vinna   saman   að   ýmsum   verkefnum   og   skiptast   á  heimsóknum.    Aðrir  árgangar  grunnskólans  koma  einnig  að  ákveðnum  verkefnum  og  ferðum  á  vegum  leikskólans.    

Markmiðið  með  samstarfinu  er  meðal  annars  að  auðvelda  börnum  skiptin  yfir  í  grunnskólann,  efla  sjálfstraust  þeirra  áður  en  þau  skipta  um  skólastig  og  skapa  samfellu  í  námi  þeirra.  

Foreldrar  eru  aðalpersónur  í  lífi  barna  sinna  og  því  er  aðkoma  þeirra  að  samstarfinu  nauðsynleg  eins  og  öllu  öðru  er  viðkemur   barni   þeirra.   Því   eru   foreldrar   elstu   barna   leikskólans   boðaðir   á   fund   með   leikskólastjóra   og  grunnskólastjóra.  Fjallað  er  um  þessi  stóru  tímamót  þegar  barn  hættir  í  leikskóla  og  byrjar  í  grunnskóla.  Börnin  öðlast  oft  meira   frelsi   við   þessi   tímamót   en  það  má  ekki   gleymast   að   þau   þurfa   jafnframt  mikla   festu.   Hér   getur   reynt   á  foreldra,  því  það  þarf  að  rökræða  og  útskýra  margt  sem  tengist  þessu  frelsi.    

Gert  er  ráð  fyrir  að  ákveðnar  upplýsingar  fylgi  barni  yfir   í  grunnskólann,  til  að  tryggja  að  byggt  sé  ofan  á  þá  reynslu  og  nám  sem  barnið  hefur  hlotið  í  leikskólanum.  Foreldrar  eru  hér  mikilvægir  tengiliðir  ásamt  því  að  börnin  eiga  að  fá  tækifæri  til  að  koma  með  sitt  sjónarmið.  

 

Vorið   áður   en   barn   fer   í   grunnskóla   eru   foreldrar   boðaðir   í  foreldraviðtal  með  fulltrúa  frá  bæði   leik-­‐  og  grunnskóla.  Í  þessu  viðtali   er   upplýsingum   skilað   til   grunnskólans,  með   kennara  og  foreldrum  barnsins.    Allar  upplýsingar  um  sérfræðiaðstoð  eru  sendar  til   grunnskóla   í  samráði  við  foreldra.  

Frístundaheimili  

Skóla-­‐  og  frístundasvið  var  stofnað  haustið  2011  og  hefur  eitt  af  markmiðum  sviðsins  verið  að  efla  samstarf  á  milli  beggja   skólastiganna   og   frístundaheimila.   Leik-­‐   og   grunnskólar   hafa   verið   að   þróa   samstarf   sitt   í   nokkur   ár   en  samstarfið  við  frístundaheimili  er  að  taka  fyrstu  skrefin.    Samstarf  Klettaborgar  við  frístundaheimilið  er  í  mótun.  

 

Page 28: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  28  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Samstarfsaðilar  Leikskólinn   Klettaborg   er   í   samstarfi   við   marga   aðila   sem  koma   að   leikskólamálum   og   er   þar   m.a.   helst   að   nefna  heilsugæsluna,  Miðgarð,   sem  er  þjónustumiðstöð  Grafarvogs  og  Kjalarness,  Þroska-­‐  og  hegðunarstöð,  Greiningarstöðina  og  barnavernd.   Einnig   Menntavísindadeild   Háskóla   Íslands   og  aðrar   menntastofnanir   sem   stuðla   að   menntun   fólks   í  leikskólaumhverfi.  

Samstarf   er   einnig   við   aðra   skóla   og   ýmsar   stofnanir.  Slökkvilið   Reykjavíkur   hefur   verið   með   ötult   samstarf   við  leikskóla   um  eldvarnir.  Umferðarskólinn   kemur  með   fræðslu  til  elsta  árgangsins.  Elsta  árgangi  leikskóla  er  boðið  á  tónleika  hjá   Sinfóníuhljómsveit   Íslands   á   hverju   vori.   Leikhúsin   eru  einnig   farin   að   bjóða   í   heimsókn.   Bókasafnið   í  Grafarvogi   er  vinsæll  áningarstaður  barnanna  og  alltaf  gaman  að   fá  bækur  lánaðar   í   leikskólann.   Samstarf   er   oft   tímabundið   við   ýmsar  stofnanir  í  tengslum  við  átak  eða  ákveðin  verkefni.  

Árlegar  uppákomur  Reykjavíkurborgar  eru  samstarfsverkefni  sem   leikskólinn   tekur   þátt   í   á   sínum   forsendum   og   má   þar  nefna   Vetrarhátið,   Barnamenningarhátíð,   Lestrarhátíð   og  Stóra  leikskóladaginn.  

Í  Klettaborg  hafa  skapast  ákveðnar  hefðir  og  venjur  sem  taka  mið   af   árstíðum   og   menningu   samfélags   okkar,   s.s.   jólaball,  þorrablót,  leiksýningar  og  skemmtiferð  elstu  barnanna.  

Hefðir  og  hátíðir  eru  einnig  oft  í  samstarfi  við  aðrar  stofnanir  eins   og   til   dæmis   dagur   leikskólans,   dagur   íslenskrar   tungu,  dagur  íslenskrar  náttúru  og  Grafarvogsdagurinn.  

Nærumhverfi  barnanna  er  markvisst  kynnt  fyrir  þeim.  Þá  eru  undur  náttúrunnar  skoðuð;  gróður,  steinar,  fuglar,  skordýr  og  það   sem   á   vegi   verður.   Manngert   umhverfi   er   skoðað,   s.s.  hús,   götur,   ljósastaurar,   styttur   og   fleira.   Börnin   fara   í  gönguferðir   um   Hamrahverfi   og   nágrenni,   en   taka   Strætó   í  lengri  ferðir.  

Elsti   árgangur   leikskólans   vinnur   markvisst   með  nærumhverfið  og  fer   í   lengri  ferðir.  Markmiðið  með  því  námi  er   m.a.   að   efla   sjálfstæði   barnanna   og   víkka  sjóndeildarhringinn.    

Page 29: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  29  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Í  aðalnámskrá  segir:  ,,Mat  á  leikskólastarfi  hefur  þann  tilgang  að  tryggja  að  réttindi  leikskólabarna  séu  virt  og  þau  fái  menntun  og  þjónustu  sem  þeim  ber  samkvæmt  lögum  um  leikskóla.  Mat  á  skólastarfi  er  tvíþætt:  Annars  vegar  er  um  að  ræða  mat  sem  skólar  framkvæma  sjálfir  og  er  hér  kallað  innra  mat.  Hins  vegar  er  um  að  ræða  mat  sem  utanaðkomandi  aðili  vinnur  á  vegum  sveitafélags,  ráðuneytis  mennta-­‐  og  menningarmála  eða  annarra  aðila  og  er  nefnt  ytra  mat.”  

Innra  mat  

Matsaðferðir   Klettaborgar   eru   bæði   formlegar   og   óformlegar   og  fer  mat  fram  yfir  allt  skólaárið.  

Í   formlegu   mati   er   stuðst   við   ýmsar   athuganir,   skráningar,  kannanir,  útfyllingu  lista  og  þroskaprófa.  

Óformlegt   mat   fer   fram   í   umræðuformi   og   viðtölum   á   fundum,  skipulagsdögum   og   starfsviðtölum.   Umræður   eru   oftast   eftir  fyrirfram  gefnum  spurningum  til  að  fá  sýn  og  mat  á  ákveðna  þætti  í  starfinu.  

Matshópur  er   starfandi   í  Klettaborg  og   í  honum  eru  deildarstjóri,  leikskólakennari,   leikskólaliði   og   leikskólastjóri.   Matshópurinn  fylgir  eftir  mati  á  ákveðnum  þáttum.  Hann  starfar  eftir  matshring  Klettaborgar  og  setti  fram  matsáætlun  Klettaborgar  til  5  ára.  

Foreldraráð  Klettaborgar  kemur  að  matinu  á  ýmsan  hátt,  t.d.  bæði  með  því  að   gera   athuganir   á   staðnum,   kanna  viðhorf   kennara  og  leggja  könnun  fyrir  foreldra.  

Börnin   taka   þátt   í  matinu   og   taka   fyrir   ákveðna  þætti   í   starfinu.  Fjölbreyttar  aðferðir  eru  notaðar,  m.a.  bros-­‐  eða  fýlukarlagjöf  með  viðfangsefnum,  ásamt  því  að  ummæli  þeirra  eru  skráð  og  notuð   í  matinu.  

Ytra  mat  

Skóla-­‐   og   frístundasvið   hefur   eftirlit   með   því   að   leikskólar  Reykjavíkurborgar   starfi   samkvæmt   lögum   um   leikskóla,  reglugerðum   og   aðalnámskrá   leikskóla.   Ytra   mat   er   yfirleitt  framkvæmt   af   SFS   og   í   formi   kannana   sem   lagðar   eru   fyrir  starfsmenn  og  foreldra.  

SFS  sér  einnig  um  að  gera  heildarmat  og  segir  á  heimasíðu    þess:  ,,Meginþættir   í   matinu   eru   stjórnun,   uppeldis-­‐   og   menntastarf,  mannauður,   skólabragur   og   innra   mat.   Til   grundvallar   ytra   mati  liggja   fyrirfram   skilgreind   viðmið   um   gæði   í   leikskólastarfinu.  Starfsemin   er   metin   með   könnunum,   vettvangsheimsóknum,  greiningu   gagna   og   viðtölum.”   Mennta-­‐   og  menningarmálaráðuneytið  gerir  einnig  ytra  mat.  

Mat  á  leikskólastarfi  

Matshringur  Klettaborgar  

Matsþæur  ákveðnir  

Valið  þrengt  í  kosningu  kennara  

Viðmið  ákveðin  

Hvernig  og  hvaða  

gögnum  á  að  safna  

Greining  gagna  

Framsetning  á  úrvinnslu  

gagna  

Umbótaáætlun  sev  fram  

Matsáætlun*Klettaborgar*!

1*x*á*ári* 2*ára*fresti* 3*ára*fresti* 4*ára*fresti* 5*ára*fresti*

Þáttur!úr!námskrá!valinn!af!starfsfólki!

Sérstakar!handbækur!

Aðlögun!barna!

Samskipti!og!líðan!starfsfólks!

Skólanámskrá!

Þjóðsaga!vetrarins! Foreldrakönnun! Móttaka!/!kveðjustund!

Samskipti!barna! Aðalnámskrá!

Starfsmannahandbók,!valdir!kaflar!

Samskipti!kennara!og!barna!

Dagskipulag!ýmsir!þættir! ! !

! Þáttur!úr!ECERS!kvarða! ! ! !

!

Page 30: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  30  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Á   heimasíðu   Reykjavíkurborgar   er   að   finna  gagnlegar  upplýsingar:  

• Fjölmenning  í  leikskóla    http://reykjavik.is/fjolmenning-­‐i-­‐leikskola    

• Heimurinn  er  hér  

http://reykjavik.is/sites/default/files/fjolmenningarstefna_uppsett.pdf    

• Einelti  í  leikskólum  http://reykjavik.is/thjonusta/einelti-­‐i-­‐leikskolum    

• Foreldrasamstarf  í  leikskóla  http://reykjavik.is/thjonusta/foreldrasamstarf-­‐i-­‐leikskola    

• Foreldravefurinn  http://eldri.reykjavik.is/desktopdefault.aspx/tabid-­‐4576    

• Mat  á  leikskólastarfi    

http://reykjavik.is/mat-­‐leikskolastarfi    

• Lesið  í  leik  http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/L_sisstefna_0.pdf    

 

Helstu   stuðningsritin   við   gerð   skólanámskrár  Klettaborgar  eru  m.a.:  

• Aðalnámskrá  leikskóla  

• Lög  um  leikskóla  og  reglugerðir  

• Starfsáætlun  SFS  

• Barnasáttmáli  Sameinuðu  þjóðanna  

• Þemaheftin  um  grunnþættina  og  námsmat    

• Viðmið  og  vísbendingar  SFS  

• Umhyggja  í  leikskóla  eftir  Sigríði  Sítu  Pétursd.  

• Hliðstæður   í  kenningum  Deweys  og  Skinners  í  leikskólastarfi  eftir  Lilju  Eyþórsdóttur  

• Leggjum   orð   í   belg   –   þróunarskýrsla   unnin   í  Klettaborg  

• Ýmis   vinnugögn   frá   Klettaborg,   ásamt  handbók  leikskólans.  

Himnastiginn  –  Kerling  vill  hafa  nokkuð  fyrir  snúð  sinn  

Að  lokum…  

Öll  börnin  eiga  sín  þrep  í  þessum  stiga  

Að   lokum   skal   bent   á   að   leikskólinn   gerir   starfsáætlun  fyrir   hvert   skólaár.   Þar   er   fjallað   um   starfsemi   skólans,  skóladagatal  og  ýmsar  hagnýtar  upplýsingar,  ásamt  innra  og  ytra  mat  og  umbótaáætlun  út  frá  því.    

Leikskólinn  gerir  einnig  áætlanir  út  frá  stefnum  skóla-­‐  og  frístundasviðs,   má   þar   nefna   læsisáætlun,  jafnréttisáætlun   og   forvarnaráætlun,   svo   eitthvað   sé  nefnt.  

 

 

Page 31: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

  31  

   Leikskólinn  Klettaborg  –  skólanámskrá  

Hugmyndafræðin  á  bak  við  uppsetninguna  á  skólanámskránni  er  sú  að  hver  síða  er  sjálfstæð,  þannig  að  auðvelt  er  að  prenta  út  eina  síðu  og  vinna  með  hana.  Þegar    endurskoða  á  námskrána  er  hægt  að  taka  hverja  síðu  fyrir  sig,  breyta  henni  og  setja  inn  aftur.    Einnig  er  vakin  athygli  á  því  að  hér  er  í  flestum  tilvikum  notað  orðið  kennari  yfir  alla  starfsmenn  leikskólans  og  er  það  gert  til  að  ítreka  það  að  allir  koma  að  námi  barnanna,  hvort  sem  þeir  eru  faglærðir  eða  ófaglærðir.    Myndir  úr  daglegu  starfi  leikskólans  sýna  m.a.  verkefnavinnu  barnanna  úr  þjóðsögum.    Ingibjörg   E.   Jónsdóttir,   fyrrverandi   leikskólastjóri   Bakkabergs,   sá   um   uppsetningu   þessarar   skólanámskrár   og  úrvinnslu  texta  af  vinnugögnum  kennara  og  stuðningsritum.      

Page 32: LeikskólinnKlettaborg) Skólanámskrá)) · 2018. 6. 27. · Litur þeirra er rauður, þ.e. glóðin sem í leikskólastarfinu býr og er uppspretta samþætts og skapandi leikskólastarfs

 

 

   

 Leikskólinn  Klettaborg  

Dyrhömrum  5,  112  Reykjavík  www.klettaborg.is  

[email protected]  Sími:  567  5970  

   

Kerling  vill  hafa  nokkuð  fyrir  sn

úð  sinn  

Kerling  vill  hafa  nokkuð  fyrir  snúð  sinn  

Heimili  karls  og  kerlingar  

Gullsnúður  af  snældu  kerlingar