hafnarfjörður, letur og merki

16
Hafnarfjörður – letur og merki

Upload: gisli-arnarson

Post on 23-Mar-2016

245 views

Category:

Documents


11 download

DESCRIPTION

Útskriftarverkefni 2013, Listaháskóli Íslands

TRANSCRIPT

Page 1: Hafnarfjörður, letur og merki

Hafnarf jörður– letur og merki

Page 2: Hafnarfjörður, letur og merki

C100 M

56 Y0 K

0Pantone 293

Page 3: Hafnarfjörður, letur og merki

Formáli– ágrip höfundar

Ég er fæddur og uppalinn í Hafnarfirði og þrátt fyrir ungan aldur hef ég starfað fyrir Hafnarfjarðarbæ í átta ár. Hafnarfjörður og umhverfi hans hefur orðið að ástríðu minni og hef ég ávallt látið mig dreyma um að gera bæinn að enn betra og fallegra bæjarfélagi. Hafnarfjörður á sér langa sögu og má í raun segja að það hafi verið geðþóttaákvörðun fárra einstaklinga á tímum Innréttinganna að Hafnafjörður hafi ekki verið gerður að höfuðstað Íslands, en bærinn hefur alla tíð verið mikilvægur hvað verslun varðar fyrir allt Ísland. Þýskir verslunarmenn sem kallaðir voru Hansakaupmenn settu svip sinn á bæinn á sínum tíma og þeim fylgdi menning sem mótaði Hafnarfjörð í átt að núverandi mynd.

Með útskriftarverkefninu mínu langar mig að leggja mitt að mörkum til að bæta Hafnarfjörð. Ég vill byggja verkefnið á sögu Hafnarfjarðar, sækja í menningu bæjarins og óvenjulegt landslagið. Ég mun leitast við að sameina anda Hafnarfjarðar með merki og einkennisletri. Ná þar af leiðandi betur utan um heildarútlit bæjarins, einkenni hans og hvað bærinn stendur fyrir. Með einkennisletri mun upplifunin á bænum verða heildstæðari, hvort sem fólk fer í gönguferð um bæinn og umhverfi hans eða les útgefið efni bæjarins.

Einkennisletrið er í grunninn brotaletur sem vísar í senn til útlitseinkenna hraunsins í Hafnar firði sem og sögu Hansa kaup ­manna sem notuðust við brotaletur. Einkennis letrið er þar að auki með útlit s­ einkenni stein skriftar sem er vísun í iðnaðinn í bænum. Mætti því segja að einkennisletrið sé í raun brota leturs stein skrift. Merkið er byggt af stórum hluta af sömu þáttum. Þar tek ég hinn upprunalega vita Hafnarfjarðar og færi hann yfir á hraunið sem prýðir bæinn.

Page 4: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 5: Hafnarfjörður, letur og merki

– brot úr sögu

Saga Hafnarfjarðar nær aftur að landnámi Íslands. Sagt er frá því í Landnámabók þegar Hrafna­Flóki kom til Hafnarfjarðar og gaf eyri einni nafn, Hvaleyri, sem er jafnframt elsta þekkta örnefni Hafnar­fjarðar. Fáar ritaðar heimildir eru til af fyrstu 100 árum Hafnarfjarðar eftir landnám en úr erlendum skjalasöfnum hafa fundist ýmis mikilvæg gögn um Hafnarfjörð. Fyrsti landsnámsmaður Hafnarfjarðar var maður að nafni Ásbjörn Óttarsson, bróðursonur Ingólfs Arnarssonar. Í erlendum skjala­söfnum er Hafnarfirði jafnframt lýst sem mikilvægustu verslunarhöfn á Íslandi en það var vegna landfræðilegra skilyrða. Englendingar hófu veiðar við Hafnarfjörð snemma á 15. öld en hurfu svo á brott á 16. öld, eftir átök við Þjóðverja. Í framhaldi hófu Þjóðverjar mikla verslun við Hafnarfjörð. Þeir reistu til að mynda íbúðir, verslarnir og fyrstu lúthers kirkju Íslands. Tímabíl einokunar í Hafnarfirði hófst svo með tilskipun Danakonungs í byrjun 17. aldar. Á svipuðum tíma var mikil umræða hvort Hafnarfjörður yrði gerður að höfuðstað Íslands en úr því varð þó aldrei. Þegar einokun Danakonungs var aflétt fóru Íslendingar að þreifa meira fyrir sér í verslun. Einn helsti verslunarmaður Hafnarfjarðar var Bjarni Sívertsen oft nefndur „faðir Hafnarfjarðar“. Hann hóf

mikla útgerð og verslun í bænum ásamt því að reka skipasmíðastöð.

Með tilkomu þilskipa árið 1870 urðu miklar breytingar á atvinnulífinu í Hafnarfirði. Sjávarútvegurinn varð mikilvægari tekju lind en verslunin í bænum. Þjóðir á borð við England og Holland tóku þátt í sjávar­útvegnum. Fyrsti íslenski togarinn, Coot, var gerður út frá Hafnarfirði árið 1905 en togarútgerð í Hafnarfirði hófst þó ekki fyrr en árið 1915. Í áranna rás hefur atvinnulífið í Hafnarfirði þróast og í dag byggir bærinn afkomu sína að stærstum hluta af sjávarútvegi og iðnaði ásamt verslun og opinberri þjónustu. Í dag er Hafnarfjörður þriðja stærsta bæjarfélag á Íslandi með 27 þúsund íbúa.

Mynd tekin af Hamrinum í Hafnarfirði.

Hafnarf jörður

Page 6: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 7: Hafnarfjörður, letur og merki

Stolt Hafnarfjarðar– vitinn og saga hans

Lítið er vitað um þróunina á merki Hafnarfjarðarbæjar en þó er vitað að fyrsta merki bæjarins var saumað á fána fyrir Alþingishátíðina árið 1930, sem í dag má finna í andyri byggðasafns Hafnarfjarðar (sjá mynd 1). Merkið var saumað af Emil Jónssyni Hafnfirðingi og alþingismanni. Eftir Alþingishátíðina dró mikið úr notkun á merki bæjarins. Anna Guðmundsdóttir, forstöðukona við Bæjar­ og héraðsbókasafns Hafnarfjarðar, teiknaði síðar merki safnsins eftir fána Emils Jónssonar. Við merkið bættist

Mynd 2.

Mynd 1.

Mynd 3.

skjöldur og sjór, ásamt því sem Bæjar­ og héraðsbókasafn Hafnarfjarðar fékk leyfi til að nota vitann sem einkenni sitt (sjá mynd 2).

Árið 1958 teiknaði Friðþjófur Sigurðsson merki bæjarins upp í tilefni af hálfrar aldar afmæli Hafnarfjarðar (sjá mynd 3). Við gerð á merkinu fékk hann aðstoð frá Ásgeiri Júlíussyni einum af stofnenda Félag íslenskra teiknara. Merki Hafnarfjarðar hefur nánast staðið óbreytt síðan, en var hreinteiknað árið 2000.

Page 8: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 9: Hafnarfjörður, letur og merki

– frá upphafi til enda

Hafnarfjörður á sér langa sögu og bærinn hefur alla tíð verið mikilvægur hvað verslun varðar fyrir Ísland. Sögulegt gildi bæjarins er mjög áhugavert og því tilvalin ástæða að velja Hafnarfjarðarbæ sem viðfangsefni í útskriftarverkefni mínu. Mig langar að hanna nýtt merki og einkennisletur fyrir bæinn. Með því vil ég gera Hafnarfjörð að enn áhugaverðari stað, bæði fyrir núverandi íbúa bæjarins og aðra sem vilja heimsækja hann í náinni framtíð.

Hugmyndin er að uppfæra merki Hafnar­fjarðar ásamt því að gera einkennis letur fyrir bæinn. Reynt er að halda sem fastast í gömlu gildi bæjarins svo fólk í Hafnarfirði myndi sjá bæinn og ímynd hans styrkjast. Þegar ég hóf vinnu við verkefnið byrjaði ég að skoða hvað það væri sem einkenndi Hafnarfjörð og hvað fólk tengdi við bæinn. Fljótlega kom í ljós að hraunið sem um­liggur bæinn er eitt af helstu einkennum

bæjarins. Hafnarfjörður hefur oft verið nefndur bærinn í hrauninu þar sem hann er umkringdur hrauni. Hraunið er því óumflýjanleg tenging.

Í sögu Hafnarfjarðar er mikið fjallað um iðnaðinn sem er stór hluti af daglegu lífi fólks í bænum. Það er því kjörið að tengja iðnaðinn við letrið og rannsaka núverandi iðnað Hafnarfjarðar. Við keyrslu um bæinn voru nokkur vel valin iðnarfyrirtæki skoðuð sem voru sjáanleg og gáfu ákveðna tilfinningu um leturnotkun. Mér var strax ljóst að Hafnarfjörður væri ennþá mikill iðnaðarbær þrátt fyrir að mörg af stærstu fyrirtækjum Hafnarfjarðar frá upphafi 19. aldar, Dvergur trésmiðjan, Bæjarútgerðin, Ísfélag Hafnarfjarðar, Drafnar slippurinn og Vélsmiðja Hafnarfjarðar, væru ekki lengur starfandi. Við skoðun kom í ljós að þessi fyrirtæki notuðust flest öll við steinskrift í merkjum sínum.

Letur og merki

Page 10: Hafnarfjörður, letur og merki

Merki Hafnarfjarðar hefur, eins og áður hefur komið fram, staðið nánast óbreytt síðan Friðþjófur Sigurðsson teiknaði nýtt merki fyrir bæinn árið 1958. Eftir að hafa skoðað sögu Hafnarfjarðar kom í ljós að vitinn var ásamt hrauninu eitt af helstu einkennum bæjarins. Í gamla daga gnæfði vitinn yfir bæinn og var verndari hans. Upprunalega vitann má finna enn þann dag í dag á Vitastígnum í Hafnarfirði. Við uppfærslu á merkinu ákvað ég því að halda vitanum og vinna útfrá honum. Í núverandi merki bæjarins stendur vitinn út á sjó. Tenging merkisins við vitann á Vitastígnum er því óljós. Óþarfi er að hafa sjóinn í mynd­máli þar sem vitinn stendur á hrauni og því mikilvægt að koma hrauninu inn í merkið sem hafði svo mikið gildi fyrir bæinn.

Ég vill tengja letrið við sögu og einkenni Hafnarfjarðar. Brotaletrið er harðneskjulegt og gróft letur með mikið af skrauti. Hraunið endurspeglast í hinu grófa í letrinu, hvössum hornum og köntuðum formum. Steinskriftin kemur inn sem tenging við iðnaðinn, í hreinum línum í letrinu. Þannig skapast jafnvægi á milli steinskriftar og brotleturs sem myndar einkennisletrið.

Með nýju merki og letri tel ég að nýtt upphaf í Hafnarfirði byrji. Upplifun og einkenni bæjarins yrðu sjáanlegri fyrir alla þá sem myndu koma að Hafnarfirði. Ég er sannfærður um að þetta eigi eftir að hafa góð áhrif og auka upplifun fólks á Hafnarfirði og ekki síst auka efnahag bæjarins.

Page 11: Hafnarfjörður, letur og merki

HvaleyriSamkvæmt ritreglum Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni

árið 2006 er stafrófið samsett úr 32 ...

Samkvæmt ritreglum Íslenskrar málstöðvar sem gefnar voru út í Stafsetningarorðabókinni árið 2006 er stafrófið samsett úr 32

bókstöfum og þar er ekki að finna c, q, z eða w.

Aa Áá Bb Cc Dd Ðð Ee Éé Ff Gg Hh Ii Íí Jj Kk Ll Mm Nn Oo Óó Pp Qq Rr Ss Tt Uu Úú Vv

Ww Xx Yy Ýý Zz Þþ Ææ Öö0 1 2 3 4 5 6 7 8 9

Page 12: Hafnarfjörður, letur og merki

Hafnarfjörður­ hugmynd sýnd í notkun

Page 13: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 14: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 15: Hafnarfjörður, letur og merki
Page 16: Hafnarfjörður, letur og merki

Gísli ArnarsonÚskriftarverkefni [email protected]