gorenje pininfarina

27
HÖNNUN SEM ENDIST

Upload: gorenje-dd

Post on 27-Mar-2016

283 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Gorenje Pininfarina

TRANSCRIPT

Page 1: Gorenje Pininfarina

H Ö N N U N S E M E N D I S TRönning heimilistækjadeildBorgartúni 24 - 104 ReykjavíkSími: 562 4011

Rönning heimilistækjadeildÓseyri 2 - 603 AkureyriSími: 4 600 800

www.ronning.is

Page 2: Gorenje Pininfarina

LEYNDARMÁLÐÁ BAK VIÐHÖNNUN

Lína er grundvöllur sérhverrar teikningar, sérhverrar hönnunar. Hægt er að beygja hana, beygla hana og brjóta. Hana má líka láta óáreitta, rennilega, iðandi af lífi og möguleikum. Svarta línan er ávallt sýnilegi þátturinn í hönnun Gorenje Pininfarina.

Hönnunin teygir sig í órofna heild framtíðar en heiðrar jafnframt hina sígildu hefð. Þetta er það sem gerir góða hönnun raunverulega sígilda; skilyrðislausar eilífar línur. Augun elta ráðandi svarta línuna og brjóta þannig lögmál endaloka - og halda áfram.

Efnin eru óvænt samsetning kaldra burstaðra álflata og svarts glansandi glers sem á dáleiðandi hátt endurspegla líf herbergisins sem það er staðsett í.

Öll handföng, hnappar og aðrar truflanir eru horfnar. Það sem eftir situr er fjölskylda fágaðra tækja, sem er auðvelt að skilja og jafnauðvelt að nota.

Undir hörðu yfirborðinu leynist aragrúi nýrra tækniundra og möguleika sem öll lúta meginhugmyndinni – samfellu.

Í hönnun Gorenje Pininfarina mætast djarfir og kraftmiklir andstæðir pólar.Ágreiningsatriðin eru ljós; hefð og festa mætir fútúrisma og hinu ófyrirséða.

Algengt er að hönnun sem er til staðar í dag sé horfin á morgun. Lykillinn felst í því að lifa af, getan til að lifa tískubólur; verða tákn. Hönnun Gorenje Pininfarina er afgerandi nýtt afbrigði sem er ákveðið í að lifa af tæringu og óöryggi tímans.

Page 3: Gorenje Pininfarina

LEYNDARMÁLÐÁ BAK VIÐHÖNNUN

3

Page 4: Gorenje Pininfarina

4

H Ö N N U N S E M E N D I S T

Page 5: Gorenje Pininfarina

5

Page 6: Gorenje Pininfarina

6

Page 7: Gorenje Pininfarina

Hönnun í smáatriðum

Góð hönnun felur í sér sjónræna og auðskiljanlega heild. Sérhver rofi og sérhver bogi hefur áhrif á heildartjáninguna. Í Pininfarina línunni frá Gorenje hafa öll efni, stillingar og form jákvæð áhrif hvert á annað á einstakan hátt með annaðhvort sterku mótvægi eða friðsælli einingu. Og með heildarlínu heimilistækja, allt frá háfi til uppþvottavélar er ekkert sem brýtur upp upplifun heildarhönnunarinnar. Allt er í fullkomnu jafnvægi, ljós og myrkur; jin og jang.

7

Page 8: Gorenje Pininfarina

8 9

KÆLIR / FRYSTISKÁPUR

Page 9: Gorenje Pininfarina

8 9

KÆLIR / FRYSTISKÁPUR

Page 10: Gorenje Pininfarina

Snertistjórnborð Snertistjórnborð er innbyggt í svarta glerrenninginn í ljósgráum tónum sem endurspegla næmni álsins. Skjárinn er eins og úr fjarlægð sökum djúpsvarta litsins sem unlykur skjáinn.

Skjárinn er mjög einfaldur í notkun og eykur mjög á notagildi ísskápsins, gefið ráð um geymslu matar og jafnvel stungið upp á hollum uppskriftum.

Óvænt innlit

Svartur glerrenningur liggur yfir framhliðina. Með því að þrýsta á snertiskjáinn breytist ferhyrnt svæði renningsins í glært gler með ljósgrænum keim sem sýnir glæran glugga. Í glugganum má á óvenjulegan hátt greina innihald kæliskápsins.

11

Page 11: Gorenje Pininfarina

11

Page 12: Gorenje Pininfarina

Hugmyndafræði kæliskápsins

Val á litum, formum og hráefnum falla smekklega að allsherjar hugmyndafræði hönnunarinnar. Hillurnar eru úr grænleitu gleri og myndar fallega mótvægi við bogadregið stálið. Mótvægi grænna og grárra lita ásamt mótvægi dökkra og ljósra lita hafa þegar verið kynnt til sögunnar í gegnsæjum glugganum á hurðinni.

13

Tveggja hólfa hilla

Sígilt smáatriði með notagildi: Festing úr léttum málmi býður upp á geymslu fyrir margar stærðir umbúða.

12

Snyrtivöruhólf

Tvær litlar hvítar hillur á bak við grænleita glerhurð er góður geymslustaður fyrir snyrtivörur eða lyf. Auðvelt er að opna hólfin með bogadregnu handfanginu.

Page 13: Gorenje Pininfarina

Fjölnota hilla

Dökkur náttúrulegur viður, gegnheilt ál og ávalar línur heiðra fortíðina af virðingu en íhuga jafnframt framtíðina. Hillan er margnota og má einnig nota sem bakka sem borinn er á borð.

Alltaf ferskt

Hillurnar tvær eru ávalar og úr sterku grænu plasti. Þær hafa fullkominn samhljóm við bogadreginn bakflötinn og álíka bogadregna hurðina. Rýmið er nýtt til hins ítrasta, viðheldur ferskleika við kælingu um frostmark og nýtist á sama tíma sem geymsla fyrir grænmeti, ávexti og kjöt.

Hugmyndafræði frystiskápsins

Rýmið nýtist til fullnustu með hjálp bogadreginnar hönnunarinnar. En það er ekki allt. Í hurðinni eru gegnsæjar hillur sem nýtast vel fyrir íspinna eða opnar umbúðir.

13

Page 14: Gorenje Pininfarina

14 A14 15

OFN

Page 15: Gorenje Pininfarina

15 A14 15

OFN

Page 16: Gorenje Pininfarina

Snertistjórnborð Bogadregið handfang úr áli brúar svart gljáandi yfirborðið. Snertistjórnborð skreytir efri hlutann, en tálsýnin er til staðar. Svarti glerrenningurinn er enn sýnilegur með sterkan persónuleika.

Snertistjórnborðið er kapítuli út af fyrir sig. Það er auðvelt að þrífa glerið og snertiskjárinn býður upp á ótal möguleika. Til dæmis er hægt að taka upp og vista uppskriftir við bakstur eða eldun.

16 17

Page 17: Gorenje Pininfarina

16 17

Page 18: Gorenje Pininfarina

18 19

Ofnhurð

Hinn ríkjandi lóðrétti glerrenningur grípur augað og leiðir það frá gólfi og upp, upp, upp. Þunnar láréttar línurnar í hurðinni skera lóðréttu línurnar eins og lækjarspræna. Engin kemst hjá því að taka eftir hinum hárfínu, köldu línum.

Djarfar bogalínur handfangsins og framhliðarinnar spila á móti formfastri hönnuninni og bæta krafti og gæðum í hönnunina. Þær sýna einföld form sem jafnvel væri hægt að teikna með einni pennastroku.

Page 19: Gorenje Pininfarina

Útdraganlegir rekkar

Í ofninum eru rekkar sem hægt er að draga út sem gerir það einfalt að taka heitar plötur úr honum.

Ofurköld hurð

Þökk sé nýjustu tækni er hægt að snerta hurðina jafnvel þegar ofninn er í notkun. Ofninn stenst fyllilega kröfur hæstu staðla um orkusparnað; orkustig A.

18 19

Page 20: Gorenje Pininfarina

20 21

HÁFUR / HELLUBORÐ

Page 21: Gorenje Pininfarina

20 21

HÁFUR / HELLUBORÐ

Page 22: Gorenje Pininfarina

Háfur

Háfurinn er merkileg völundarsmíð. Í henni mætast ólík form á órólegan hátt sem skilja þó eftir sig tilfinningu um innri jöfnuð og fullnustu. Lína mætir boga. Gler mætir áli. Grátt mætir svörtu. Mjúkt mætir hörðu. Með þessu fæst ekki aðeins gallalaus birtingarmynd hágæðahráefna og forma, en einnig virkur og ofurþögull háfur.

22 23

Page 23: Gorenje Pininfarina

22 23

Page 24: Gorenje Pininfarina

Stjórnað með snertingu

Engin óþarfa smáatriði eins og takkar eða rofar ættu að stela athyglinni frá hreinni og einfaldri hönnuninni. Með einni snertingu má stjórna öllum hitasvæðum á marga vegu.

Með augljósum áhrifum á skynfærin er ljóst að hönnunin teygir sig langt umfram hið venjulega. Hönnunin ætti að hafa óvænt áhrif á notandann.

25

Page 25: Gorenje Pininfarina

Gashelluborð

Grindin er virðuleg blanda lína og fágaðra boga sem skapa velbyggt þak fyrir gasbrennarann. Jafnvel gasbrennarinn er glæsilega hannaður. Blanda af svörtu stáli og léttu áli viðheldur heildarútliti Gorenje Pininfarina.

Spanhelluborð

Sérhver pottur eða panna verður eins og dularfull höggmynd á svörtu gljáandi helluborðinu. Merkingarnar eru fumlausar, einfaldar.

Stjórnborð

Stjórnborði háfsins er snyrtilega komið fyrir í svarta renningnum. Þegar kveikt er, stafa sporöskjulaga takkar rauðu ljósi og skapa spennandi endurkast á svartri framhliðinni.

25

Page 26: Gorenje Pininfarina

26

Page 27: Gorenje Pininfarina

H Ö N N U N S E M E N D I S TRönning heimilistækjadeildBorgartúni 24 - 104 ReykjavíkSími: 562 4011

Rönning heimilistækjadeildÓseyri 2 - 603 AkureyriSími: 4 600 800

www.ronning.is