fréttabréf nr. 5 2012

2
Stórhættuleg bílaumferð Af gefnu tilefni langar okkur að biðja alla þá sem aka börnum sínum til og frá skóla að virða þær sjálfsögðu reglur að aka ekki alla leið upp að skólanum enda er ætlast til þess að ekinn sé hringur á hringtorginu, nemendum sé hleypt þar út úr bílunum og að aldrei sé bakkað í næsta ná- grenni skólans. Það getur skapað mikla hættu. Nemendur í Norðlingaskóla eru almennt hraustir og vel á sig komnir og því óþarfi að aka þeim alveg upp að inngangi skólans. Það er sér- lega mikilvægt að farið sé að þessum tilmælum því síðustu daga hafa nemendur verið í vissri hættu vegna þessa. Við erum þess fullviss að með samstilltu átaki lögum við þetta enda ekki hægt að búa börnunum okkar þessi óöruggu skilyrði og enginn vill verða valdur að slysi. Haustönn lýkur - Vorönn hefst Skólinn þakkar innilega fyrir gott og gjöfult samstarf á fyrri hluta skólaársins en ný önn hefst næstkomandi mánudag 30. janúar 2012. Haustönnin hefur verið viðburðarík með afbrigðum. Hún hefur einkennst af því að koma starfsemi skólans fyrir í nýju húsi smátt og smátt. Allir hafa lagst á eitt við að láta hlutina ganga og því ástæða til að þakka skólasamfélaginu fyrir að þetta hefur gengið eins vel og raun ber vitni. Það er hverjum skóla mikilvægt að eiga annan eins hóp og hann á í ykkur, ágætu foreldrar, börn, kennarar og annað starfsfólk. Skólinn kann ykkur öllum sínar bestu þakkir. Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is Skólaárið 2011 - 2012 30. janúar - bréf nr. 5 Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA 9 Viðhorfakönnun foreldra Um þessar mundir fer fram viðhorfakönnun foreldra nemenda í grunnskólum Reykja- víkur sem gerð hefur verið annað hvert ár frá árinu 2000. Ekki taka allir foreldrar þátt heldur er tekið úrtak úr hópi þeirra. Skólinn fær sér- staka skýrslu með niðurstöðum auk þess sem heildarskýrsla er gerð fyrir alla grunnskóla borgarinnar. Könnunin fer fram á netinu. Skólinn hvetur þá forelda sem eru í úrtakinu og fá könnunina senda að bregðast vel við og taka þátt. Skólanum er afar mikilvægt að geta nýtt niðurstöður könnunarinnar til að þróa skólastarfið enn frekar en í því sambandi hafa viðhorf foreldra mjög mikið að segja. Samþætting skóla– og frístundastarfs við upphaf vorannar í skól- anum er komið að því uppfylla markmiðin um samþættingu skóla- og frístundastarfs 6-9 ára barna undir heitinu "Dagur barnsins". Frá og með 30. janú- ar lengdist stundaskrá yngstu nemenda um 40 mínútur á dag þannig að viðvera þeirra er alla daga samkvæmt stundaskrá til klukkan 14:00. Foreldrar 6 - 9 ára nemenda hafa fengið upplýsingabréf þar sem þetta nýja fyrirkomulag er ítarlega kynnt. Þar er m.a. greint frá mark- miðum starfsins og hverjir stjórna því. Frá kl. 14:00 tekur við starf í frístund eins og verið hefur gegn gjaldi fyrir þá nemendur á aldrinum 6 til 9 ára sem þar eru skráðir. Það starf stendur yfir til kl. 17:00. Þeir foreldrar, sem vilja skrá börn sín sem ekki eru nú þegar skráð í frístund eftir kl. 14:00, geta haft samband við verkefnastjórana Jón Pál eða Arn- dísi Björk í síma 411-7646 eða 664-7624. Eins gefur skrifstofa skólans allar upplýsingar í síma 411-7640. Skák.... og mát! Vonir standa til þess að á næstu dögum hefjist skákkennsla og skákkynningar í yngstu bekkjunum þ.e. 1. - 4. bekkur. Það er Skákaka- demía Reykjavíkur sem mun annast kennslu og kynningar í samvinnu við viðkomandi kennara- teymi skólans. Mikilvægt símanúmer Beinn sími í íþróttahúsið: 411-7648. Mikilvæg símanúmer Beinir símar í frístundina (Klapparholt):411-7646 og 664-7624. Mikilvægt símanúmer Sími skólans: 411-7640

Upload: nordlingaskoli

Post on 23-Mar-2016

243 views

Category:

Documents


9 download

DESCRIPTION

frettabref

TRANSCRIPT

Stórhættuleg bílaumferð

Af gefnu tilefni langar okkur að biðja alla þá sem

aka börnum sínum til og frá skóla að virða þær

sjálfsögðu reglur að aka ekki alla leið upp að

skólanum enda er ætlast til þess að ekinn sé

hringur á hringtorginu, nemendum sé hleypt þar

út úr bílunum og að aldrei sé bakkað í næsta ná-

grenni skólans. Það getur skapað mikla hættu.

Nemendur í Norðlingaskóla eru almennt hraustir og vel á sig komnir

og því óþarfi að aka þeim alveg upp að inngangi skólans. Það er sér-

lega mikilvægt að farið sé að þessum tilmælum því síðustu daga hafa

nemendur verið í vissri hættu vegna þessa. Við erum þess fullviss að

með samstilltu átaki lögum við þetta enda ekki hægt að búa

börnunum okkar þessi óöruggu skilyrði og enginn vill verða valdur að

slysi.

Haustönn lýkur - Vorönn hefst

Skólinn þakkar innilega fyrir gott og gjöfult samstarf á fyrri hluta

skólaársins en ný önn hefst næstkomandi mánudag 30. janúar

2012.

Haustönnin hefur verið viðburðarík með afbrigðum. Hún hefur

einkennst af því að koma starfsemi skólans fyrir í nýju húsi smátt og

smátt. Allir hafa lagst á eitt við að láta hlutina ganga og því ástæða til

að þakka skólasamfélaginu fyrir að þetta hefur gengið eins vel og raun ber

vitni. Það er hverjum skóla mikilvægt að eiga annan eins hóp og hann á í

ykkur, ágætu foreldrar, börn, kennarar og annað starfsfólk. Skólinn

kann ykkur öllum sínar bestu þakkir.

Vefsíða: http://www.nordlingaskoli.is

Skólaárið 2011 - 2012 30. janúar - bréf nr. 5

Fréttabréf NOrðlingaSKÓLA

9

Viðhorfakönnun foreldra

Um þessar mundir fer fram viðhorfakönnun

foreldra nemenda í grunnskólum Reykja-

víkur sem gerð hefur verið annað hvert ár frá

árinu 2000. Ekki taka allir foreldrar þátt heldur

er tekið úrtak úr hópi þeirra. Skólinn fær sér-

staka skýrslu með niðurstöðum auk þess sem

heildarskýrsla er gerð fyrir alla grunnskóla

borgarinnar. Könnunin fer fram á netinu. Skólinn

hvetur þá forelda sem eru í úrtakinu og fá könnunina senda að

bregðast vel við og taka þátt. Skólanum er afar mikilvægt að geta nýtt

niðurstöður könnunarinnar til að þróa skólastarfið enn frekar en í því

sambandi hafa viðhorf foreldra mjög mikið að segja.

Samþætting

skóla– og frístundastarfs

Nú við upphaf

vorannar í skól-

anum er komið að

því að uppfylla

markmiðin um

samþættingu skóla-

og frístundastarfs

6-9 ára barna undir

heitinu "Dagur barnsins". Frá og með 30. janú-

ar lengdist stundaskrá yngstu nemenda um 40

mínútur á dag þannig að viðvera þeirra er alla

daga samkvæmt stundaskrá til klukkan 14:00.

Foreldrar 6 - 9 ára nemenda hafa fengið

upplýsingabréf þar sem þetta nýja fyrirkomulag

er ítarlega kynnt. Þar er m.a. greint frá mark-

miðum starfsins og hverjir stjórna því.

Frá kl. 14:00 tekur við starf í frístund eins og

verið hefur gegn gjaldi fyrir þá nemendur á

aldrinum 6 til 9 ára sem þar eru skráðir. Það

starf stendur yfir til kl. 17:00. Þeir foreldrar,

sem vilja skrá börn sín sem ekki eru nú þegar

skráð í frístund eftir kl. 14:00, geta haft

samband við verkefnastjórana Jón Pál eða Arn-

dísi Björk í síma 411-7646 eða 664-7624. Eins

gefur skrifstofa skólans allar upplýsingar í síma

411-7640.

Skák.... og mát!

Vonir standa til þess að á næstu dögum hefjist

skákkennsla og skákkynningar í yngstu

bekkjunum þ.e. 1. - 4. bekkur. Það er Skákaka-

demía Reykjavíkur sem mun annast kennslu og

kynningar í samvinnu við viðkomandi kennara-

teymi skólans.

Mikilvægt símanúmer

Beinn sími í íþróttahúsið:

411-7648.

Mikilvæg símanúmer

Beinir símar í frístundina

(Klapparholt):411-7646 og 664-7624.

Mikilvægt símanúmer

Sími skólans:

411-7640

Áb

yrg

ðam

en

n f

rétt

ab

réfs

: S

if V

ígþ

órs

ttir

og E

llert

Bo

rgar

Bjartur 2.b.

Bara fínt. Það er svo gaman að leika sér í snjónum.

Stundvísi er nauðsynleg dyggðStundvísi er nauðsynleg dyggð

Ein mikilvægasta dyggð sem fólk

almennt tileinkar sér er

stundvísi. Ljóst er að því fyrr

sem maður venur sig á

stundvísi þeim mun líklegra er

að hún verði fastur þáttur í fari

manns alla ævi.

Skóli miðar allt sitt starf við

tímasetningar. Fyrsti tími

morgunsins hefst kl. 08:10 og

þá er almennt gert ráð fyrir að nemendur séu mættir og að

afloknu nafnakalli hefjist kennsla. Það er augljóst að

nemendur sem ítrekað mæta of seint eiga á hættu að missa

af skipulagi dagsins, þeir raska gjarnan námsró þeirra sem

byrjaðir eru að vinna. Þá getur það verið nemendum mjög

erfitt félagslega að koma oft of seint.

Nú, við upphaf vorannar, vill skólinn brýna nemendur og

foreldra til átaks í stundvísi. Það væri frábært ef einstaka

námshópar, árgangar og bekkir tækju sig saman um að sýna

verulegan árangur í bættri stundvísi.

Tökum höndum saman og eflum stundvísi.

Góðvild

færir þér

gæfu

Vinsamleg tilmæliVinsamleg tilmæli Það eru vinsamleg tilmæli til þeirra sem leið eiga í

íþróttahúsið síðdegis að ganga um anddyri þess. Göngu-

stígur, sem undanfarið hefur verið hulinn snjó, liggur

með skólanum að anddyrinu á vesturgafli. Þessi

ráðstöfun er nauðsynleg af mörgum ástæðum. M.a. er

verið að þrífa skólann síðdegis og þess utan er af

öryggisástæðum ekki hægt að ganga um aðalanddyri

skólans á opnunartíma íþróttahússins.

Skólinn væntir skilnings á þessari ráðstöfun.

Harry Potter Harry Potter -- þemaþema Þessa dagana er skemmtilegt smiðjuverkefni í gangi í

unglingadeildinni. Nemendur fengu að ráða viðfangsefni í

smiðju. Harry Potter varð fyrir valinu. Nemendur sáu um

allt skipulag smiðjunnar og lágu m.a. yfir aðalnámskrá

grunnskóla. Þeir röðuðu í heimavistir með aðstoð

flokkunarhattsins og á dagskrá smiðjunnar voru tímar í

sögu galdranna, vörnum gegn myrku öflunum, galdra-

seyðagerð og ýmislegt fleira.

VetrarleyfiVetrarleyfi

Minnt er á að vetrarleyfi skólans er dagana

23. og 24. febrúar nk. Þá daga fellur allt starf á

vegum skólans niður þar með talin frístundin,

Klapparholt. Æfingar á vegum Fylkis í íþrótta-

húsinu síðdegis haldast óbreyttar.

Skólinn hvetur foreldra til að

hafa samband ef eitthvað er

óljóst varðandi skólastarfið.

Fundur Fundur Fundur --- 9. bekkur9. bekkur9. bekkur Fundur verður með foreldrum 9. bekkinga Fundur verður með foreldrum 9. bekkinga Fundur verður með foreldrum 9. bekkinga

í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16:30. í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16:30. í dag, mánudaginn 30. janúar, kl. 16:30. Þar verður kynnt skipulag skólastarfs á vorönninni. Þar verður kynnt skipulag skólastarfs á vorönninni. Þar verður kynnt skipulag skólastarfs á vorönninni.

08:10

Öskudagur Öskudagur

Öskudagurinn 22. febrúar er “blár dagur” í

skólanum sem þýðir að skóladegi lýkur um hádegisbil.

Skóli hefst skv. stundaskrá kl. 08:10 og verða

nemendur á sínum námssvæðum til kl. 10:00. Þá er

ráðgerð klukkustundar öskudagsgleði í íþróttahúsinu.

Frá kl. 11:00 er matur á sal.

Eftir að hafa borðað fara nemendur heim, nema þeir

nemendur sem skráðir eru í frístund.

Hvað finnst þér um veðrið undanfarið?

Stefanía 1.b.

Allt gott. Það er skemmtilegt úti en vont að fá rok í augun.

Dagbjartur 4.b.

Ekki gott. Það er svo mikið rok og snjór að það er óþægilegt

Dagný Dimmblá 6.b.

Æðislegt og snjórinn er svo fallegur á trjánum. Þó er vont þegar

umferðin teppist.

Aníta 3.b.

Bara allt í lagi. Það er gaman að leika í snjónum.

Máni 5.b.

Ég er ekki ánægður með það. Erfitt að ganga í snjónum en þess á milli

getur líka verið gaman í honum.

Steindór 6.b.

Heldur leiðinlegt - snjórinn er svo kaldur og blautur.