erna Ásta guðmundsdóttir - skemman · 2018-10-15 · erna Ásta guðmundsdóttir . 6 inngangur...

131
Fréttabréf ADHD samtakanna Efnisskrá 1988 - 2010 Erna Ásta Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði Félagsvísindasvið

Upload: others

Post on 15-Jul-2020

11 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • Fréttabréf ADHD samtakanna Efnisskrá 1988 - 2010

    Erna Ásta Guðmundsdóttir

    Lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði

    Félagsvísindasvið

  • Fréttabréf ADHD samtakanna Efnisskrá 1988 - 2010

    Erna Ásta Guðmundsdóttir

    Lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði

    Leiðbeinandi: Stefanía Júlíusdóttir

    Félags- og mannvísindadeild

    Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2012

  • Ritgerð þessi er lokaverkefni til BA–gráðu í bókasafns- og upplýsingafræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn hátt nema með leyfi rétthafa.

    © Erna Ásta Guðmundsdóttir 2011

    Garður, Ísland 2011

  • 3

    Útdráttur

    Verkefni þetta er lokaverkefni til B.A. prófs í bókasafns- og upplýsingafræði. Verkefnið

    inniheldur lyklaðar bókfræðifærslur úr fréttabréfi ADHD samtakanna. Árgangar frá

    árinu 1988 til ársins 2010 voru teknir fyrir og efnisgreindir. Tilgangurinn með skránni er

    að gera upplýsingar í blaðinu aðgengilegri. Með því að gera aðgengi að efni blaðsins

    skipulagðara er hægt að tryggja betri upplýsingaheimtur. Allar greinar í árgöngunum

    voru bókfræðilega skráðar og lyklaðar.

    Í inngangi er farið yfir uppbyggingu verkefnisins og er greint frá tilgangi og

    markmiði verkefnisins. Útskýrt er hvað ADHD er. Fjallað er um sögu ADHD

    samtakanna og fréttabréf þess. Lyklun er útskýrð, hvað lyklun er og hvað felst í lyklun.

    Í uppbyggingu og gerð skrárinnar er henni gerð ítarleg skil. Þar er að finna

    leiðbeiningar um notkun hennar og dæmi eru tekin til útskýringar. Í heimildaskránni er

    að finna allt efni og hjálpargögn sem notuð voru við gerð verkefnisins.

    Skrárnar eru fjórar og skiptast í: aðalskrá, efnisorðaskrá, titlaskrá og

    höfundaskrá. Í aðalskránni er að finna 288 bókfræðilegar færslur. Þar kemur fram nafn

    höfundar, titill greinar, undirtitill (ef við á), nafn fréttabréfs, ártal, tölublað og

    blaðsíðutal, myndgreining, auk efnisorða sem lýsa innihaldi greinar. Færslum er raðað í

    stafrófsröð og hverri færslu gefið færslunúmer frá 1 til 288. Færslunúmerin auðvelda

    aðgengi frá efnisorða-, titla- og höfundaskrá.

    Efnisorðaskrá inniheldur efnisorð sem voru gefin. Titlaskrá inniheldur titla

    greina og höfundaskrá inniheldur nöfn ábyrgðaraðila. Hver skrá er útskýrð með

    dæmum.

  • 4

    Efnisyfirlit

    Formáli ....................................................................................................................................... 5

    Inngangur .................................................................................................................................... 6

    Hvað er ADHD? ......................................................................................................................... 8

    ADHD samtökin ......................................................................................................................... 9

    Fréttabréf ADHD samtakanna .................................................................................................. 12

    Hvað er lyklun? ........................................................................................................................ 13

    Uppbygging og gerð skrárinnar ................................................................................................ 14

    Útskýring á aðalskrá ................................................................................................................. 15

    Höfuð .................................................................................................................................... 17

    Titill / undirtitill og ábyrgðaraðild ........................................................................................ 18

    Staðsetning greinar, athugasemdir og efnisorð ..................................................................... 19

    Skipting greinar á tölublöð ................................................................................................... 20

    Útskýring á efnisorðaskrá ......................................................................................................... 22

    Útskýring á titlaskrá ................................................................................................................. 24

    Útskýring á höfundaskrá ........................................................................................................... 25

    Lokaorð ..................................................................................................................................... 26

    Heimildaskrá ............................................................................................................................. 27

    Aðalskrá .................................................................................................................................... 30

    Efnisorðaskrá ............................................................................................................................ 94

    Titlaskrá .................................................................................................................................. 113

    Höfundaskrá ........................................................................................................................... 127

  • 5

    Formáli

    Verkefni þetta er 12 eininga B.A. verkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla

    Íslands. Vinnan að baki verkefnisins hefur verið margslungin og krefjandi á tímum, en á

    sama tíma hefur vinnan verið mér lærdómsrík og skemmtileg. Mikilli vinnu lýkur nú

    með verkefninu en á sama tíma opna ég fyrir fjölmörg tækifæri. Námið í Háskóla

    Íslands hefur gefið mér menntun sem hefur opnað fyrir mér nýjan heim og finnst mér

    nám mitt vera rétt að byrja.

    Ég stend í mikilli þakkarskuld við unnusta minn Jósef Dan Karlsson sem stóð

    eins og klettur við hlið mér í gegnum allt háskólanámið. Án stuðnings hans og hjálpar

    hefði ég aldrei komist í gegnum námið.

    Ég færi leiðbeinanda mínum Stefaníu Júlíusdóttur mínar bestu þakkir fyrir alla

    aðstoðina, ábendingar, góð ráð og skýra leiðsögn.

    Garði, 23. ágúst 2011

    Erna Ásta Guðmundsdóttir

  • 6

    Inngangur

    Verkefni þetta er lokaverkefni í bókasafns- og upplýsingafræði við félagsvísindasvið

    Háskóla Íslands. Verkefnið snerist um að lykla fréttabréf ADHD samtakanna.

    Hugmyndin að lyklun fréttabréfsins kom í október 2010, þegar unnusti minn var

    greindur með ADHD 29 ára að aldri. Við höfðum mikinn áhuga á að kynna okkur

    ADHD nánar, fengum nokkur fréttabréf ADHD samtakanna gefins en ég fann fljótlega

    eftir byrjun lesturs að það væri skortur á efnisskrá. Sumar greinarnar áttu t.d. aðeins við

    um börn meðan aðrar greinar fjölluðu um ADHD hjá konum. Þá fékk ég hugmynd að

    taka fréttabréf ADHD samtakanna sem lokaverkefni mitt og gera efnisskrá yfir

    tölublöðin.

    ADHD samtökin eru til stuðnings börnum og fullorðnum með athyglisbrest,

    ofvirkni og skyldar raskanir, sem og fjölskyldum þeirra. Samtökin eru m.a. með

    upplýsinga- og fræðsluþjónustu, útgáfu fréttabréfs, námskeið, hópvinnu, greiningar

    fullorðinna, ráðstefnur, fyrirlestra og fræðslu.

    Tilgangurinn með verkefninu er að gera upplýsingar úr fréttabréfi ADHD

    samtakanna aðgengilegri og styrkja upplýsingaheimtur fyrir lesendur. Haft var að

    leiðarljósi að efnisskráin myndi nýtast öllum. Gætt var að því að þrengja ekki um of

    efnisorðin þar sem lesendahópur fréttabréfsins er víður og á efnisskráin að nýtast öllum

    sem áhuga hafa á ADHD.

    Skráin nær frá árinu 1988 til ársins 2010. Nafn fréttabréfsins hefur tekið miklum

    breytingum frá árinu 1988 og hefur það borið fimm nöfn. Frá árinu 1988 til 1. tbl. 2003

    bar það heitið Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. Frá 2. tbl. 2003 til 1. tbl. 2004

    bar það heitið Fréttabréf Foreldrafélags barna með AD/HD. Frá 2. tbl. 2004 fékk það

    heitið Fréttabréf ADHD samtakanna, nafn sem bréfið ber enn í dag. Tvisvar hefur verið

    gefin út sérstakt fréttabréf í stað þess hefðbundna. Fréttabréf sem bar titilinn Fullorðnir

    með ADHD var gefið út í stað Fréttabréfs ADHD samtakanna 20. árg., 2. tbl. (2007).

    Sérstakt afmælisrit að nafni ADHD samtökin 20 ára: 1988-2008 var gefið út í stað

    Fréttabréfs ADHD samtakanna 21. árg., 3. tbl. (2008).

    Númer árganga er samfelld sem gerir það að verkum að þegar nafn breytist er

    númeringu ekki lokað og ný tekin upp, ólíkt því sem gert er t.d. í Árbók Landsbókasafns

    Íslands (1976). Í stað þess að taka upp nýtt númer þegar Fréttabréf Foreldrafélags barna

  • 7

    með AD/HD kom út, er númer samfelld, því er það 16. árg. í stað 1. árg. Þegar nafni

    fréttabréfs er aftur breytt í Fréttabréf ADHD samtakanna heldur það áfram með númerið

    17. árg.

    Ákveðið var að raða færlsum fréttabréfsins saman í eina stafrófsskrá, án tillits til

    hvaða heiti það bar á hverjum tíma, í stað þess að gera sérstaka skrá yfir efni blaðsins

    fyrir hvern titil þess, þannig að um fimm stafrófsskrár væri að ræða. Ástæða þess er að

    það myndi flækja leit verulega og jafnvel fæla notendur frá, því þá þyrfti að framkvæma

    fimm leitir í stað einnar. Ákveðið var því að raða færslum úr öllum ritum í eina

    stafsrófsröð eftir aðalhöfði til að einfalda leit.

    Skráin inniheldur aðalskrá og þrjár hjálparskrár: efnisorðaskrá, titlaskrá og

    höfundaskrá. Sagt er frá hvað ADHD er og hver megineinkenni ADHD eru. Rakin er

    saga ADHD samtakanna og nánar farið í fréttabréf þess. Lyklun er útskýrð. Greint er frá

    uppbyggingu og gerð skrárinnar ásamt leiðbeiningum um notkun hennar. Hver skrá er

    útskýrð og sýnd dæmi um færslur. Verkefnið var unnið um sumarið 2011, frá maí til

    ágúst.

  • 8

    Hvað er ADHD?

    ADHD stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Íslensk þýðing ADHD er

    athyglisbrestur með ofvirkni, skammstafað AMO. Í dag er hugtakið ADHD mun

    þekktara og er notað í daglegu tali. Tvenn önnur hugtök á ADHD hafa verið notuð.

    Hugtökin eru: DAMP (Disorder of Attention, Motor function and Perception) og MBD

    (Minimal Brain Dysfunction).

    Í mörgum greinum er fjallað um misþroska en: „misþroski var á sínum tíma

    tilraun til þýðingar á hugtakinu MBD.“ („FFMB“, 2000).

    Samkvæmt bæklingi gerðum af Gísla Baldurssyni, barna- og unglingageðlækni á

    barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss og Páli Magnússyni,

    sálfræðingi á barna- og unglingageðdeild Landspítala-Háskólasjúkrahúss eru: „ADHD

    hegðunarheilkenni sem stafa af frávikum í taugaþroska, þ.e. að tilteknar heilastöðvar

    eða heilastarfsemi þroskast ekki með venjulegum hætti og að erfðir vegi þyngst

    orsakaþátta“. Þeir tala einnig um: „þrjú megineinkenni hegðunar sem lögð eru til

    grundvallar við greiningu: einkenni athyglisbrests, hreyfiofvirkni og hvatvísi.“ (Gísli

    Baldursson, 2008?).

    Samkvæmt bandaríska landlæknisembættinu er AMO skilgreindur sem taugasjúkdómur

    þar sem truflun verður á seyti og samvægi taugaboðefna. Þau heilasvæði sem líklegust

    eru til að verða fyrir áhrifum eru hnykill (litli heili; e. cerebellum) og ennisblöð (e.

    frontal lobes) og tengsl þeirra við grunnkjarnana (e. basal ganglia). Einnig er vanvirkni í

    svokölluðu randkerfi (e. limbic system) heilans. Kvillinn kemur fyrst fram í bernsku,

    oftast fyrir sjö ára aldur. Í sumum tilfellum hverfur hann þegar börnin vaxa úr grasi en í

    um 60% tilfella varir hann fram á fullorðinsár, þótt ofvirkni virðist minnka hjá

    fullorðnum. (Þuríður Þorbjarnardóttir, 2006).

  • 9

    ADHD samtökin

    Vorið 1987 var haldin í Borgarleikhúsinu hjálpartækjasýning fyrir fatlaða og ráðstefna

    um aðstæður þeirra. Hjónin Heidi Strand og Matthías Kristiansen voru meðal gesta. Þau

    ræddu við Sveinn Má Gunnarsson barnalækni um stofnun félags foreldra misþroska

    barna. Sveinn hafði mikinn áhuga en hvatti Heidi og Matthías til að fá fleiri foreldra

    með. Um haustið hittust foreldrar reglulega og ákveðið var að halda undirbúningsfund.

    Fundurinn var haldinn 23. febrúar 1988 á Hótel Sögu og 40 manna salur fenginn, en

    salurinn reyndist allt of lítill þegar rúmlega 130 manns mættu. Stofnfundur var haldinn

    þann 7. apríl 1988 í sal Kennaraháskóla Íslands og félagið fékk nafnið Foreldrafélag

    misþroska barna (FFMB). Á árinu 1988 voru stofnfélagar 90 talsins. (Matthías

    Kristiansen, 2008).

    Matthías Kristiansen varð formaður félagsins.

    Tilgangur félagsins var strax ákveðinn sá að fræða foreldra, kennara og annað fagfólk

    um misþroska. Markmið FFMB er að vera stuðningssamtök foreldra og aðstandenda

    barna með athyglisbrest, ofvirkni, misþroskavandamál og annan þroska- og

    hegðunarvanda sem rekja má til vanda í miðtaugakerfinu („FFMB“, 2000).

    Árið 1988 hóf félagið þátttöku í norrænu samstarfi. Samstarfið fól m.a. í útgáfu

    kynningarbæklings. Bæklingurinn var þýddur úr norsku og dreift við stofnun félagsins í

    18-20 þús. eintökum um landið frá 1988-2002. (Matthías Kristiansen, 2008). Blaða- og

    bókaútgáfa varð stór þáttur í starfsemi félagsins.

    Í nóvember 1988 var stofnuð Norðurlandsdeild Foreldrafélags misþroska barna.

    Fundur var haldinn á Akureyri með fyrirlestrum og var mikill áhugi manna að hafa

    sérdeild innan Foreldrafélags misþroska barna á Akureyri.

    Fyrstu þrjú árin voru allir stofnfundir haldnir í heimahúsum þar sem félagið

    hafði ekki húsnæði til umráða. Árið 1991 fékk félagið leiguhúsnæði að Bolholti þegar

    félagið gekk til liðs við Foreldrasamtökin. (Matthías Kristiansen, 2008).

    Foreldrasamtökin eru landssamtök foreldrafélaga og áhugafólks um málefni barna.

    („Foreldrasamtökin“, 1992). Sama ár fékk félagið fastan styrk frá Félagsmálaráði

    Reykjavíkurborgar, en áður þurfti félagið að stóla á árgjöld félaga. Öryrkjabandalag

    Íslands styrkti félagið í fyrstu vegna norræna samstarfsins en árið 1995 gekk FFMB í

  • 10

    Öryrkjabandalag Íslands og hafa fengið árlegan styrk frá bandalaginu síðan.

    Foreldrafélag misþroska barna hefur þegið styrki frá hinu opinbera síðan 2000.

    (Matthías Kristiansen, 2008).

    Þann 8. desember 1997 opnaði FFMB fræðsluþjónstu um misþroska og skyldar

    truflanir. “Fræðsluþjónustan var einkum ætluð kennurum, leikskólakennurum,

    foreldrum, hjúkrunarfólki og öðrum þeim faghópum sem sinna börnum og unglingum.”

    („Fræðsluþjónusta um misþroska“, 1997).

    Í október 1999 var haldin hér á landi, fimmta norræna ráðstefnan um

    athyglisbrest með ofvirkni / misþroska. „Ráðstefna þessi var í raun hápunktur 15 ára

    starfs norrænu nefndarinnar um ADHD... og endahnútur ráðstefnuraðar sem farið hefur

    um Norðurlöndin öll.“ (Matthías Kristiansen, 2000). Ráðstefnan markaði mikil tímamót

    fyrir Foreldrafélag misþroska barna. Mikið var um erlenda fyrirlesara og ráðstefnugestir

    voru fleiri en búist var við.

    Matthías Kristiansen lét af störfum sem formaður árið 2001 og Ingibjörg

    Karlsdóttir tók stöðu formanns.

    „Í maí 2001 opnaði FFMB heimasíðu á vefsetri Öryrkjabandalags Íslands,

    www.obi.is. Á síðunni er að finna ýmsar upplýsingar um félagið og starfsemi þess,

    tilkynningar um starfsemi og slóðir á aðrar áhugaverðar vefsíður, þ.m.t..“

    („Foreldrafélag misþroska barna opnar heimasíðu“, 2001). Þann 9. mars 2004 var opnuð

    nýja heimasíða FFMB á slóðinni www.adhd.is.

    Foreldrafélag misþroska barna var stöðugt að taka breytingum. Uppbygging,

    markmið og skipulag þess varð meira og stærra eftir því sem það styrktist og óx.

    Ingibjörg Karlsdóttir (2002) sagði að: „Foreldrafélag misþroska barna er hagsmunafélag

    fjölskyldna barna með ýmis þroskavandamál s.s. athyglisbrest og

    einbeitingarörðugleika, ofvirkni, hvatvísi, eirðarleysi, vanvirkni, skyntruflanir,

    hreyfiörðugleika, málþroskatruflanir, námsörðugleika, þráhyggju og hegðunartruflanir.“

    Í nokkra mánuði frá 2003-2004 varð breytingu á nafni Foreldrafélagsins. Það

    fékk nafnið Foreldrafélag barna með AD/HD. Ástæða nafnbreytingarinnar var vegna

    hugtaksins misþroski.

    http://www.obi.is/�http://www.adhd.is/�

  • 11

    Þegar foreldrafélagið var stofnað fyrir 15 árum var greiningarhugtakið misþroski mjög

    algengt, en stærsti hluti þessara barna fær nú orðið greininguna athyglisbrestur með eða

    án ofvirkni. Við hjá foreldrafélaginu höfum því nýlega orðið að breyta nafninu á

    félaginu til samræmis við þessa þróun. Nýtt nafn félagsins er því Foreldrafélag barna

    með AD/HD. (Ingibjörg Karlsdóttir, 2003, 8 apríl).

    Árið 2003: „gerðist Foreldrafélag barna með AD/HD með formlegum hætti aðili

    að samstarfi fjögurra hagsmunafélaga barna með sérþarfir um stofnun

    þjónustumiðstöðvar sem hefur fengið nafnið Sjónarhóll. Þessi félög eru Styrktarfélag

    lamaðra og fatlaðara, Umhyggja – félag til stuðnings langveikum börnum og

    Landssamtökin Þroskahjálp.“ (Ingibjörg Karlsdóttir, 2003). Í júní sama ár var

    þjónustumiðstöðin Sjónarhóll stofnuð. Henni var sérstaklega ætlað að veita fræðslu og

    ráðgjöf fyrir fjölskyldur barna með sérþarfir.

    Markmið Sjónarhóls er að veita foreldrum stuðning til að fóta sig í hinu nýja og erfiða

    hlutverki sínu þegar eðlilegar væntingar foreldra um framtíð barnsins breytast í

    áhyggjur. Skyndilega fá þeir ný og ófyrirséð verkefni. Við tekur greining, rannsóknir,

    meðferð, upplýsingaleit, útvegun hjálpartækja, fundir, viðtöl og vinnutap vegna

    umönnunar með tilheyrandi fjárhagsvanda. („Stofnhátíð Sjónarhóls“, 2003).

    „Á aðalfundi foreldrafélagsins 2003 var samþykkt að félagið starfaði jafnframt

    að málefnum fullorðinna með athyglisbrest og ofvirkni, því var tillaga um nafnbreytingu

    lögð fram á sama fundi og samþykkt nýtt nafn, ADHD samtökin.“ (Ingibjörg

    Karlsdóttir, 2006).

    Í dag eru ADHD samtökin til húsa að Háaleitisbraut 13 í Reykjavík og er Björk

    Þórarinsdóttir, formaður ADHD samtakanna.

    Helstu starfsþættir ADHD samtakanna eru: upplýsinga- og fræðsluþjónusta,

    útgáfa fréttabréfs, önnur útgáfa s.s barnabækur, fræðsla, námskeið, hópvinna, greiningar

    fullorðinna, ráðstefnur, norrænt samstarf og Ráðgjafarmiðstöðin Sjónarhóll.

    „Markmið ADHD samtakanna er að börn og fullorðnir með athyglisbrest,

    ofvirkni og skyldar raskanir mæti skilningi alls staðar í samfélaginu og fái þjónustu sem

    stuðlar að félagslegri aðlögun þeirra, möguleikum í námi og starfi og almennt bættum

    lífsgæðum“. (Ingibjörg Karlsdóttir, 2006).

  • 12

    Fréttabréf ADHD samtakanna

    Fyrsta tölublaðið kom út í október 1988 undir nafninu Fréttabréf Foreldrafélags

    misþroska barna. Það var mjög einfalt, svart/hvítt, í stærð A5, einungis 4 blaðsíður og

    höfundar höfðu aðeins fornafn sitt undir greinum. Eftir því sem félagið styrktist og óx,

    breyttist fréttabréfið. Það varð ítarlegra, lengra og meira bar á þýddum greinum eftir

    erlenda höfunda. Þegar 2. tbl. 2003 kom út hafði nafni fréttabréfsins verið breytt í

    samræmi við breytingu á nafni félagsins. Nýja heitið var Fréttabréf Foreldrafélags barna

    með AD/HD.

    Aftur varð breyting á nafni félagsins sem hafði í för með sér breytingar á titli

    fréttabréfsins. Frá 2. tbl. 2004 fékk það heitið Fréttabréf ADHD samtakanna, nafn sem

    bréfið ber enn í dag. Ákveðið var að breyta nafninu í takt við breytingu á félaginu.

    Félagið sá ekki eingöngu um börn með ADHD, heldur voru fullorðnir stór partur af

    starfsemi þess. Tvisvar hefur verið gefið út sérstakt fréttabréf í stað þess hefðbundna.

    Fréttabréf sem bar titilinn Fullorðnir með ADHD var gefið út í stað Fréttabréfs ADHD

    samtakanna 20. árg., 2. tbl. (2007). Fullorðnir með ADHD var eingöngu um fullorðna

    með ADHD, hópur sem fram að þessu hafði legið í skugga. Sérstakt afmælisrit að nafni

    ADHD samtökin 20 ára: 1988-2008 var gefið út í stað Fréttabréfs ADHD samtakanna

    21. árg., 3. tbl. (2008). Afmælisritið var gefin út í tilefni 20 ára afmælis ADHD

    samtakanna.

    Í dag er fréttabréfið gefið út í lit, í stærð A4, efni hefur aukist og með því

    blaðsíðufjöldinn. Erlendir höfundar eru tíðir og mikil vinna að baki þýðingu efnis.

    Fréttabréfið er með skýrt skipulag og uppbygging þess er skipulagðari en áður. Myndir

    eru að finna á hverri opnu og blaðið er skemmtileg og fræðandi lestning fyrir notanda

    sem áhuga hefur á að kynna sér ADHD.

    Þótt fréttabréfið sé jákvætt í heild sinni, eru nokkur atriði sem draga það niður.

    Nafn höfundar skortir við greinar og oft reynist erfitt að sjá hver er aðaltitill og hver er

    undirtitill vegna uppsetningu þeirra. Efnisyfirlitið ber oft aðra titla en greinarnar sjálfar í

    tölublaðinu, sem ruglar notanda. Frá 2. tbl. 2003 hafa margar greinar verið skreyttar

    með lituðum borða eða lituðum kassa á fyrstu blaðsíðu. Á þeim er skrifaður titill.

    Stundum er mjög erfitt að greina hvort aðaltitill eða undirtitill sé ritaður. Í sumum

    tilvikum er borðinn eða kassinn notaður til að endurtaka aðaltitil greinar en í öðrum

  • 13

    virðist um undirtitil að ræða, jafnvel annan eða þriðja undirtitil. Uppsetning aðaltitla og

    undirtitla greina hafði í för með sér vandræði við bókfræðilega skráningu og gerði það

    mun erfiðara og ruglingslega. En þrátt fyrir þennan galla á uppsetningu titla greina og

    skort á nafni höfundar, er fréttabréf vandlega unnið af fólki sem hefur mikinn áhuga og

    metnað í að fræða og styðja við aðra sem áhuga hafa á ADHD.

    „Fréttabréf ADHD samtakanna er gefið út [þrisvar] á ári og sent öllum um 1150

    félagsmönnum og til um 1000 stofnana, fagaðila og sérfræðinga sem tengjast

    málefninu.“ (ADHD samtökin, e.d.).

    Hvað er lyklun?

    Samkvæmt staðlinum Heimildaskráning – aðferðir við athugun heimilda, greiningu á

    efni þeirra og vali (1994) er lyklun: „sú athöfn að lýsa heimild eða greina hana

    samkvæmt efnisinntaki hennar“. Í staðlinum stendur um framkvæmd lyklunar: „Við

    lyklun eru hugtök fengin úr heimildum með vitsmunalegri greiningu og þau síðan

    umorðuð sem efnisorð. Bæði við greiningu og umorðun ætti að styðjast við hjálpartæki

    lyklunar svo sem kerfisbundnar efnisorðaskrár og flokkunarkerfi.“

    „Meginmarkmið með efnisgreiningu hvort sem um er að ræða flokkun eða

    lyklun (efnisorðagjöf), er að skipuleggja safnkostinn og gera efni hans aðgengilegt

    notendum“. (Þórdís T. Þórarinsdóttir, 1996).

  • 14

    Uppbygging og gerð skrárinnar

    Skráin inniheldur aðalskrá með færslum frá 1 til 288. Hver færsla sýnir bókfræðilegar

    upplýsingar greinar og efnisorð sem henni eru gefin. Skráin nær yfir 22 ára tímabil, frá

    árinu 1988 til ársins 2010. Gefin voru út 83 tölublöð á tímabilinu, en aðeins 72 voru

    lykluð og skráð. Tíu tölublöð voru ekki lykluð þar sem þau innihéldu aðeins auglýsingar

    en ákveðið var að lykla ekki auglýsingar. Lyklaðar voru allar greinar nema auglýsingar,

    bókakynningar, ávarp formanns og kveðjubréf. Ákveðið var að lykla tvennar

    bókakynningar þar sem hluti greinar fjallaði almennt um ADHD. Ávarp formanns er

    nánast í hverju riti og heitir: Formannspistill eða Til félaga. Í tveimur tölublöðum er

    ávarpið kallað Kæru félagsmenn og Frá stjórninni. Skráin inniheldur þrjár hjálparskrár:

    efnisorða-, titla- og höfundaskrá.

    Vinnan við gerð verkefnis var skipulögð á þann hátt að byrjað var að lesa hvert

    tölublað ítarlega og greinum gefin efnisorð. Hafist var handa við að skrá bókfræðilegar

    upplýsingar greina í Word og efnisorðin sem gefin höfðu verið, voru skráð undir hverja

    bókfræðilega færslu. Notast var við Skráningarreglur bókasafna (1988), Guidelines for

    the application of the ISBDs to the description of Component Parts (2003) og staðalinn

    ISBD(M): Alþjóðlegur staðall um bókfræðilega lýsingu prentaðra bóka (1992) við

    skráningu.

    Borin voru saman gefin efnisorð við efnisorðin í Kerfisbundna

    efnisorðalyklinum fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar eftir Þórdísi T.

    Þórarinsdóttur og Margrét Loftsdóttur (2001) ásamt heildarviðbótum við lykilinn 2004-

    2010 (2010). Efnisorð sem ekki fundust þar, voru endurskoðuð til að athuga hvort annað

    efnisorð lýsti efninu betur. Notast var við Íslenska orðbók (2007), Íslenska

    samheitaorðabók (2006) og staðallinn Heimildaskráning – aðferðir við athugun

    heimilda, greiningu á efni þeirra og val efnisorða við skoðun efnisorða (1994). Eftir að

    hverri grein hafði verið gefið efnisorð, voru greinar lesnar aftur til að gæta þess að

    efnisorðið sem gefið var, gæfi sem besta mynd af efni greinar og breytingar gerðar ef

    þess þurfti.

    Þegar vinnu við gerð bókfræðilegu færsla var lokið, voru öll efnisorð tekin og

    sett í efnisorðaskránna. Titlar voru færðir í titlaskrá og nöfn ábyrgðaraðila í

    höfundaskrá.

  • 15

    Útskýring á aðalskrá

    Skráin nær yfir 22 ára tímabil, frá árinu 1988 til ársins 2010. Alls voru 72 tölublöð

    lykluð af 83 tölublöðum. Tölublöðin sem sleppt var, innihéldu einungis auglýsingar,

    eins og fram kemur hér fyrir ofan. Færslum er raðað í stafrófsröð eftir nafni höfunda og

    gefin færslunúmer frá 1 upp í 288. Hver færsla hefur að geyma bókfræðilegar

    upplýsingar um greinina ásamt efnisorðum sem gefin hafa verið greininni.

    Hver færsla er sett upp samkvæmt viðmiðunarreglum Guidelines for the

    application of the ISBDs to the description of Component Parts (2003). Samkvæmt

    þeim eru tvær mismunandi uppsetningar fyrir færslur greina: styttri og lengri. Lengri

    uppsetningin varð fyrir valinu, þar sem hún þótti betur upp sett og auðveldari fyrir

    almenning að skilja. Samkvæmt henni á að setja „Í“ fyrir framan nafn hýsils, t.d. Í

    Fréttabréfi ADHD samtakanna. Ákvað var að sleppa notkun „Í“ fyrir framan og hafa

    jafnframt nafn hýsils í nefnifalli.

    Greinarmerki sem notuð er á milli bókfræðilegra atriða í hverri færslu eru:

    : undirtitill*

    / ábyrgðaraðild

    ; önnur tegund ábyrgðaraðildar*

    Athugasemdir

    Hýsill, fyrir framan . –

    . – á undan árgangi, tölublaði og blaðsíðutali

    ( ) Ártal er sett í sviga

    : myndefni

    Skáletrun Efnisorð*

    [ ] Leiðréttingar og athugasemdir*

    Atriði merkt með stjörnu má endurtaka.

  • 16

    Hornklofar eru notaðir í aðalskránni og í misjöfnum tilgangi. Hornklofarnir eru

    notaðir ef um viðtal er að ræða þar sem nafn viðmælandans kemur ekki fram í titli og ef

    um fyrirlestur einstaklings er að ræða. Leiðréttingar og athugasemdir sem gerðar hafa

    verið eru einnig settar í hornklofa. Hornklofar geta verið notaðir nokkrum sinnum í

    færslu.

    Færslurnar eru uppsettar á eftirfarandi hátt:

    1 Höfuð (feitletruð)

    Titill : undirtitill / ábyrgðaraðild.

    Athugasemdir

    Nafn fréttabréfs. – árgangur, tölublað (mánuður og/eða ártal), blaðsíðutal :

    myndgreining.

    efnisorð (skáletruð)

    Dæmi I, uppsetning færslu:

    154 Matlen, Terry

    Að hafa stjórn á fjármálunum / eftir Terry Matlen ; þýðing Íris Hrund

    Halldórsdóttir.

    Úr bókinni Survival tips for women with AD/HD : beyond piles, palms &

    post-it.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 1. tbl. (2008), s. 18-19.

    Fjármál

    Höfuð

    Titill

    Efnisorð

    Athugasemdir

    Hýsill

    Blaðsíðutal

    Ábyrgðaraðild

    Færslunúmer

    Árgangur og tölublað

  • 17

    Höfuð

    Ef höfundurinn er tekinn fram, er hann skráður sem aðalhöfuð greinarinnar. Nafn hans

    ásamt færslunúmeri er efst og eru bæði feitletruð, sjá dæmi II. Ef enginn höfundur er, er

    greinin skráð á titil sem er þá höfuð færslunnar, sjá dæmi III. Verk skráð á stofnun, sjá

    dæmi IV.

    „Verk, sem gefið er út eða samið á vegum stofnunar, skal skrá á stofnunina ef það fellur

    undir einn eða fleiri af eftirtöldum liðum: ... verk á sviði stjórnunar sem fjallar um

    stofnunina sjálfa (t.d. ársskýrsla) ... lög, lagasafn, reglugerð, samningur ... nefndarálit,

    skýrslur frá hópum sem geta talist stofnanir.“ (Gorman, 1988).

    Dæmi II, skráð á höfund:

    9 Arthur Morthens

    Staða mála í grunnskólum Reykjavíkur / eftir Arthur Morthens.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 17. árg., 3. tbl. (2004), s. 4-5. [rétt s. 3 og

    8].

    Fjármál – Grunnskólar – Menntamál – Sérkennsla – Teymi

    Dæmi III, skráð á titil:

    10 Aukin þjónusta

    Aukin þjónusta : við börn með ADHD og langveik börn.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 1. tbl. (2010), s. 14-15 :

    myndir.

    Félags- og tryggingamálaráðuneytið – Heilbrigðisráðuneytið –

    Mennta- og menningarmálaráðuneytið – Samband íslenskra

    sveitarfélaga – Samningar – Styrkir

  • 18

    Dæmi IV, skráð á stofnun:

    45 Foreldrafélag misþroska barna

    Ársreikningar árið 1996 yfirlit / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 10. árg., 2. tbl. (maí 1997), s.

    15.

    Ársreikningar

    Titill / undirtitill og ábyrgðaraðild

    Titli er nánast haldið óbreyttum. Aðalbreytingar felast í notkun stórra og lítilla stafa

    ásamt breytingu á greinarmerkjum. Sem dæmi má nefna að ... er breytt í bandstrik.

    Vegna uppsetningar greina í fréttabréfinu var í sumum tilfellum erfitt að meta hvað er

    titill og hvað er undirtitill. Var þá skoðað letrið sjálft, stærð og form. Það sem var meira

    áberandi, var tekið sem titill. Kom það fyrir í nokkrum tilfellum að það sem virkaði sem

    undirtitll var tekið sem titill þar sem leturstærð þess var stærri og gerð meira áberandi.

    Titill og undirtitill eru aðgreindir með : á milli.

    Ábyrgðaraðild kemur á eftir undirtitli og er aðgreind með skástriki. Ef um fleiri

    en einn ábyrgðaraðila er að ræða, er sá fyrst nefndi af þrem eða færri alltaf tekinn sem

    aðalhöfuð. Ábyrgðaraðili er skráður sem aðalhöfuð, sjá dæmi V. Aðrir ábyrðaraðilar

    koma fyrir aftan og er semíkomma á milli, sjá VI.

    Dæmi V:

    73 Guðrún Egilsdóttir

    Skólar í Hafnarfirði heimsóttir / Guðrún Egilsdóttir, Sigríður Einarsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 1. tbl. (febrúar 1989),

    s. [3].

    Grunnskólar – Hafnarfjörður

  • 19

    Dæmi VI:

    110 Ingibjörg Karlsdóttir

    Landsbyggðin og sjálfshjálparfundir foreldra / samantekt Ingibjörg

    Karlsdóttir ; ljósmyndir Mats [Wibe Lund].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 19. árg., 1. tbl. (2006), s. 12-13.

    Dreifbýli – Foreldrar – Stuðningshópar

    Staðsetning greinar, athugasemdir og efnisorð

    Í hverri færslu koma fram ítarlegar upplýsingar um staðsetningu greinarinnar til að

    auðvelda upplýsingaheimtur. Fram kemur nafn fréttabréfsins sem greinin birtist í, ásamt

    árgangi, tölublaði, hvaða ár það kom út, og þegar við á kemur einnig mánuðurinn. Loks

    kemur blaðsíðutal. Bandstrik er sett á eftir nafni fréttabréfsins til að aðgreina nafnið frá,

    sjá dæmi VII.

    Í sumum færslum koma fram upplýsingar milli staðsetningu greinar og

    efnisorða. Upplýsingarnar eru athugasemdir sem skrásetjara fannst mikilvægt að fylgdi

    færslunni, sjá dæmi VII.

    Dæmi VII, staðsetning greinar og athugasemd:

    154 Matlen, Terry

    Að hafa stjórn á fjármálunum / eftir Terry Matlen ; þýðing Íris Hrund

    Halldórsdóttir.

    Úr bókinni Survival tips for women with AD/HD : beyond piles, palms &

    post-it.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 1. tbl. (2008), s. 18-19.

    Fjármál

    Efnisorðin eru skráð neðst í hverri færslu. Þau eru skáletruð og aðgreind með

    bandstriki á milli. Fjöldi gefinna efnisorða í hverri færslu er misjafn og fór að mestu

  • 20

    leyti eftir lengd og efnisinnihaldi greinarinnar. Ákveðið var þó að reyna að miða við að

    efnisorð á grein væru ekki fleiri en 12. Örfáar greinar fóru þó yfir 12 efnisorð.

    Skipting greinar á tölublöð

    Í aðalskrá eru þrjár færslur sem eru uppbyggðar á annan hátt. Það eru færslur 144, 260

    og 283. Í færslunum eru greinar sem hefur verið skipt í nokkra hluta og hver hluti birtist

    í tölublaði innan sama árgangs. Fylgt var viðmiðunarreglunum Guidelines for the

    application of the ISBDs to the description of Component Parts (2003) í uppsetningu

    færslanna.

    Aðalhöfuð færslanna er aðaltitill greinar. Í annarri línu þar sem vanalega kæmi

    fram titill, undirtitill og ábyrgðaraðild, er nafn hýsils og staðsetning innan hýsils. Talin

    eru upp öll tölublöð sem innihalda hluta greinar ásamt blaðsíðutali. Eins og fram kom

    hér að ofan, er hver færsla sett upp samkvæmt viðmiðunarreglum Guidelines for the

    application of the ISBDs to the description of Component Parts (2003). Hverjum hluta

    af greininni er skipt niður og gefin heitin „Hluti 1:“, „Hluti 2:“ o.s.frv.. Heitin eru

    staðsett fyrir framan nafn greinarinnar. Ábyrgðaraðilar, athugasemdir, hýsill og

    staðsetning innan hýsils koma á eftir. Efnisorðin koma að lokum. Sjá dæmi VIII.

    Dæmi VIII, grein skipt á fleiri en 1 tölublað:

    144 Könnun á þjónustuþörf Könnun á þjónustuþörf.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 3-4. tbl. (maí og október

    2002), s. 16-22, 4-15.

    Hluti 1: Könnun á þjónustuþörf : fjölskyldna barna með athyglisbrest

    með, án ofvirkni og þroska- og hegðunarvanda / gerð af Fagráði um

    stofnun þjónustumiðstöðvar veturinn 2001-2002 ; Arthur Morthens [et

    al.].

  • 21

    Eftirtaldir fulltrúar fagráðs eru höfundar: Arthur Morthens, Ingibjörg

    Karlsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Matthías Kristiansen, Steinunn

    Þorsteinsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 3. tbl. (maí 2002),

    s. 16-22.

    Hluti 2: Könnun á þjónustuþörf : fjölskyldna barna með athyglisbrest

    með, án ofvirkni og þroska- og hegðunarvanda : síðari hluti: skrifleg svör

    við spurningum 2f og 8 / gerð af fagráði um stofnun þjónustumiðstöðvar

    veturinn 2001-2002 ; Arthur Morthens [et al.].

    Eftirtaldir fulltrúar fagráðs eru höfundar: Arthur Morthens, Ingibjörg

    Karlsdóttir, Kristín Kristmundsdóttir, Matthías Kristiansen, Steinunn

    Þorsteinsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 4. tbl. (október

    2002), s. 4-15.

    Fjölskyldumeðferð – Kannanir – Meðferðarfræði – Námskeið –

    Rannsóknir

  • 22

    Útskýring á efnisorðaskrá

    Efnisorðaskrá hefur öll efnisorð sem gefin voru greinum í aðalskrá og eru efnisorðin í

    stafrófsröð. Fyrir aftan hvert efnisorð er færslunúmer sem vitnar í greinar sem hefur

    verið gefið tiltekið efnisorð. Notandi getur notað efnisorðaskrána til að finna greinar

    sem fjalla um ákveðið efnisorð. Ef notandi leitar t.d. að greinum sem fjalla um

    atferlismeðferðir, getur hann farið í efnisorðaskrá og séð hvaða greinar hafa fengið

    atferlismeðferð sem efnisorð, sjá dæmi IX.

    Dæmi IX, úr efnisorðaskránni: efnisorð með færslunúmerum:

    Atferlismeðferð 67, 84, 140, 178, 230

    Í efnisorðaskránni eru skammstafanir fyrir stofnanir og er vísað frá

    skammstöfunum í fullt heiti. Ákveðið var að skrá skammstafanir þegar þær eru þekktari

    og algengari í notkun heldur en fullt heiti. Í staðlinum Heimildaskráning: leiðbeiningar

    um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á einu tungumáli (1991), grein 6.2.5

    kemur fram: „styttingar og skammnefni má þó nota sem valorð ef notkun þeirra er orðin

    svo útbreidd og viðtekin að fullt heiti er almennt ekki notað. Gagnkvæmar tilvísanir ætti

    samt að gera milli fulls heitis og styttingar þess.“ Sjá dæmi X.

    Dæmi X, skammstöfun sem vísar á fullt heiti:

    Barna- og unglingageðdeild Landspítalans 35, 40, 80, 153, 160, 237

    BUGL sjá Barna- og

    unglingageðdeild

    Landspítalans

    Fréttabréf ADHD samtakanna fjallar um ADHD frá mörgum hliðum. Þar sem

    ADHD kemur fram í hverri grein, var ákveðið að skrá ADHD ekki sem efnisorð. Fram

    kom hér að ofan í kafla um hvað ADHD er að þrjú megineinkenni ADHD eru

  • 23

    athyglisbrestur, ofvirkni og hvatvísi. Ákveðið var að skrá ekki eftirfarandi orð sem

    efnisorð þar sem þau væru hluti af ADHD. Hugtökin DAMP, MBD og misþroski voru

    ekki notuð sem efnisorð þar sem þýðing þeirra er sú sama og orðsins ADHD.

    Efnisorðin voru valin eftir Kerfisbundna efnisorðalyklinum fyrir bókasöfn og

    upplýsingamiðstöðvar eftir Þórdísi T. Þórarinsdóttur og Margrét Loftsdóttur (2001)

    ásamt heildarviðbótum við lykilinn 2004-2010 (2010). Ef ekki fannst viðeigandi

    efnisorð var notast við Íslenska orðbók (2007), Íslenska samheitaorðabók (2006) og

    staðallinn Heimildaskráning – aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni þeirra og

    val efnisorða (1994).

  • 24

    Útskýring á titlaskrá

    Titlaskrá inniheldur titla greina. Titlum er raðað eftir stafrófsröð og fyrir aftan hvern titil

    er færslunúmer sem vitnar í greinina, sjá dæmi XI.

    Dæmi XI, titill og færslunúmer:

    Helstu niðurstöður úr rannsókn á foreldrum ofvirkra barna á Íslandi 126

    Ákveðið var að taka út alla hornklofa í titlaskrá. Ástæðan að baki var að gera

    titlaskrána þægilegri lesturs og til að forðast rugling notanda. Þegar aðalskrá er skoðuð,

    kemur fram hvar hornklofar eru, sjá dæmi XII.

    Dæmi XII, titlaskrá og aðalskrá:

    Úr titlaskrá:

    Um betri kennslu og samræmda þjónustu fyrir fjölskyldur misþroska barna : 272

    úr fyrirlestri Guðríðar Öddu Ragnarsdóttur

    Úr aðalskrá:

    272 Um betri kennslu og samræmda þjónustu fyrir fjölskyldur misþroska barna

    „Um betri kennslu og samræmda þjónustu fyrir fjölskyldur misþroska barna“ :

    [úr fyrirlestri Guðríðar Öddu Ragnarsdóttur].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 13. árg., 1. tbl. (febrúar 2000), s.

    14-15.

    Foreldrar – Fyrirlestrar – Guðríður Adda Ragnarsdóttir – Kennsluaðferðir –

    Samvinna – Skólar

  • 25

    Útskýring á höfundaskrá

    Höfundaskrá hefur öll nöfn ábyrgðaraðila sem komu fram í færslunum. Ábyrgðaraðilar,

    höfundar, ljósmyndarar, skrásetjarar, teiknarar og þýðendur koma allir fram í

    höfundaskrá. Fyrir aftan hvert mannanafn er færslunúmer sem vitnar í greinina sem

    nafnið tengist, sjá dæmi XIII.

    Dæmi XIII, ábyrgðaraðili og færslunúmer:

    Kristleifur Kristjánsson 202, 203

    Íslenskum mannanöfnum er raðað eftir fornafni en erlendum nöfnum er raðað

    eftir eftirnafni, sjá dæmi XIV.

    Dæmi XIV, íslenskt nafn og erlent nafn:

    Málfríður Lorange 162

    Moen, Anne Rød 85

  • 26

    Lokaorð

    Fyrstu tvær kennslustundir mínar í bókasafns- og upplýsingafræði við Háskóla Íslands

    voru lyklun og skráning. Ég vissi í raun ekkert út í hvað ég var að fara en eftir því sem á

    námskeiðin leið, var ég harðákveðin í að lokaverkefni myndi snúast um lyklun og

    skráningu.

    Þegar vinnan við gerð lokaverkefnisins hófst og ég hóf að sökkva mér í lestur

    fréttabréfs ADHD samtakanna, opnaðist fyrir mér nýr heimur. Ég hafði litla þekkingu á

    ADHD og vissi í raun lítið um einkenni hans og fylgiraskanir. Ég hafði fengið smá

    upplýsingar frá maka mínum eftir að hann var greindur, en ekkert sem mér fannst

    hjálpa. Eftir því sem ég las meira og fræddist meira, sá ég hverju ég gæti breytt í atferli

    mínu og hegðun til að hjálpa maka mínum að vinna með ADHD. ADHD er ekki

    eingöngu erfiðleikar sem einstaklingurinn sjálfur berst við, heldur einnig hans nánustu.

    Mikil vinna er lögð í að fræða almenning um ADHD og opna augu margra.

    ADHD samtökin og fréttabréf þess hafa tekið miklum breytingum frá upphafsári þess.

    Samtökin hafa breyst, ekki eingöngu í innra skipulagi og stjórn, heldur hverjum þau

    hjálpa og hvers konar aðstoð þau veita. Áður fyrr voru samtökin sérstaklega ætluð

    börnum en eftir því sem þekking og fræðsla jókst, áttuðu fræðimenn sig á að ADHD á

    við um alla aldurshópa, frá börnum til fullorðinna. Fréttabréfið er ekki eingöngu ætlað

    þeim sem hafa ADHD. Allir sem eiga í samskiptum við einstaklinga með ADHD munu

    hagnast á lestrinum, hvort sem um maka, foreldri, systkini, kennara, þjálfara, eða vini er

    að ræða, svo lítið sé nefnt.

    ADHD samtökin eiga skilið mikið hrós fyrir vel unnin störf og hjálp við að auka

    þekkingu og fræðslu á ADHD, sem er gríðarlega mikilvægt í íslensku samfélagi.

    Vonandi halda samtökin áfram sínu góða starfi og halda áfram að opna augu

    einstaklinga fyrir ADHD og leiðum til að kljást við ADHD.

  • 27

    Heimildaskrá

    ADHD samtökin. (e.d.). Um ADHD samtökin: Starfsemi félagsins. Sótt 5. júlí 2011 af

    http://adhd.is/default.asp?sid_id=10961&tId=1&Tre_Rod=003|004|&qsr.

    Árbók Landsbókasafns Íslands 1975. (1976). Reykjavík: Gutenberg.

    Efnisorðaráð. (2010). Kerfisbundinn efnisorðalykill: Heildarviðbætur og breytingar

    2004-2010 – 4. mars 2010. Sótt 12. maí 2011 af vef Landskerfi bókasafna:

    http://www.landskerfi.is/skjol/efnisord/KE3_vidbaetur_2004_2010_abc_110.pdf.

    FFMB: Foreldrafélag misþroska barna. (2000, júlí). Uppeldi: Tímarit um börn og fleira

    fólk, 13:(3), 60-61.

    Foreldrafélag misþroska barna opnar heimasíðu. (2001, 12. maí). Morgunblaðið, bls.

    53.

    Foreldrasamtökin veita upplýsingar um ýmis félög sem tengjast börnum. (1992, 17.

    júlí). Morgunblaðið, bls. 2.

    Friðrik H. Jónsson og Sigurður J. Grétarsson. (2007). Gagnfræðakver handa

    háskólanemum. 4. útg. Reykjavík: Háskólaútgáfan.

    Fræðsluþjónusta um misþroska. (1997, 9. desember). Morgunblaðið, bls. 62.

    Gísli Baldursson og Páll Magnússon. (2008?). Saga ADHD. Garðabær: Vistor hf.

    http://adhd.is/default.asp?sid_id=10961&tId=1&Tre_Rod=003|004|&qsr�http://www.landskerfi.is/skjol/efnisord/KE3_vidbaetur_2004_2010_abc_110.pdf�

  • 28

    Gorman, Michael. (1988). Skráningarreglur bókasafna: Stytt gerð eftir eftir AACR2.

    (Íslensk þýðing Sigbergur Friðriksson). Reykjavík: Samstarfsnefnd um

    upplýsingamál.

    Heimildaskráning - aðferðir við athugun heimilda, greiningu á efni þeirra og val

    efnisorða = Documentation - Methods for examining documents, determining

    their subjects, and selecting indexing terms. (1994). Reykjavík: Staðlaráð

    Íslands. (ÍST ISO 5963: 1985).

    Heimildaskráning: Leiðbeiningar um gerð og þróun kerfisbundinna efnisorðaskráa á

    einu tungumáli = Documentation: Guidelines for the establishment and

    development of monolingual thesauri. (1991). Reykjavík: Staðlaráð Íslands. (ÍST

    90).

    Ingibjörg Karlsdóttir. (2002, 6. júní). Lestrarmiðstöð KHÍ lögð niður. Morgunblaðið,

    bls. 45.

    Ingibjörg Karlsdóttir. (2003). Formannspistill. Fréttabréf Foreldrafélags barna með

    AD/HD, 16:(2), 2.

    Ingibjörg Karlsdóttir. (2003, 8. apríl). Foreldrafélag barna með AD/HD 15 ára: Eitt til

    tvö börn í hverjum bekk. Morgunblaðið, bls. 8.

    Ingibjörg Karlsdóttir. (2006). ADHD samtökin. Tímaritið Þroskahjálp, 4, 25-27.

    International Federation of Library Associations and Institutions. (2003). Guidelines for

    the application of the ISBDs to the description of Component Parts. British

    Library Bibliographic Services. Sótt 24. maí 2011 af vef IFLA af

    https://docs.google.com/viewer?url=http://www.ifla.org/files/cataloguing/isbd/c

    omponent-parts.pdf.

    https://docs.google.com/viewer?url=http://www.ifla.org/files/cataloguing/isbd/component-parts.pdf�https://docs.google.com/viewer?url=http://www.ifla.org/files/cataloguing/isbd/component-parts.pdf�

  • 29

    International Federation of Library Associations and Institutions. (1992). ISBD(M):

    Alþjóðlegur staðall um bókfræðilega lýsingu prentaðra bóka. Reykjavík:

    Þjónustumiðstöð bókasafna.

    Matthías Kristiansen. (2000, febrúar). Til félaga. Fréttabréf Foreldrafélags misþroska

    barna, 13:(1), 2.

    Matthías Kristiansen. (2008). ADHD samtökin 20 ára: 1988-2008, bls. 6.

    Mörður Árnason. (ritstjóri). (2007). Íslensk orðabók. Reykjavík: Edda útgáfa hf.

    Stofnhátíð Sjónarhóls verður í Fjölskyldu- og húsdýragarðinum. (2003, 6. júní).

    Morgunblaðið, bls. 43.

    Svavar Sigmundsson. (2006). Íslensk samheitaorðabók. Reykjavík: Mál og menning.

    Þórdís T. Þórarinsdóttir. (1996). Kerfisbundnar efnisorðaskrár. Uppbygging og notagildi

    við lyklun heimilda. Bókasafnið, 20, 5-12.

    Þórdís T. Þórarinsdóttir og Margrét Loftsdóttir. (2001). Kerfisbundinn efnisorðalykill

    fyrir bókasöfn og upplýsingamiðstöðvar. Reykjavík: Höfundar. Sótt af vef

    Landskerfis bókasafna, 13. maí 2011 af http://www.landskerfi.is/php/efnisord.php.

    Þuríður Þorbjarnardóttir. (2006). Hvað er ADHD? Vísindavefurinn. Sótt 5. júní 2011 af

    http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6002.

    http://www.landskerfi.is/php/efnisord.php�http://visindavefur.hi.is/svar.php?id=6002�

  • 30

    Aðalskrá

    Í aðalskrá eru 288 færslur. Þeim er raðað í númeraða stafrófsröð eftir aðalhöfði sem er

    heiti höfundar, stofnunar eða titli. Skráð er á titil þegar hvorki einstaklingur né stofnun

    er aðalábyrgðaraðili. Hver grein hefur færslunúmer sem er einstakt auðkenni, það

    inniheldur bókfræðilegar upplýsingar auk efnisorða sem lýsa efni greinarinnar.

    1 ADD attention deficit hyperactivity disorder ADD attention deficit hyperactivity disorder : athyglisbrestur og ofvirkni

    (einbeitingarerfiðleikar og hreyfiórói) / [Anna Lárusdóttir þýddi].

    Nafn þýðanda kemur fram í 3. árg., 5. tbl. (mars 1990), s. 3 undir greininni

    Leiðrétting.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 4. tbl. (mars 1990), s. 3-4.

    Sjúkdómseinkenni

    2 ADHD samtökin Ný lög ADHD samtakanna samþykkt á aðalfundi félagsins 9. mars 2004.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 17. árg., 2. tbl. (2004), s. 9.

    ADHD samtökin – Lög

    3 Alexander Kristinsson Nokkrar sögur : Alexander var iðinn við að skrifa sögur þegar hann var 6 og 7

    ára : hér eru nokkrar skemmtilegar / eftir Alexander [Kristinsson].

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 18.

    Smásögur

    4 Algengir styrkleikar einstaklings með ADHD Algengir styrkleikar einstaklings með ADHD.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 7.

    Persónuleiki – Skapgerð – Tilfinningar

  • 31

    5 Anna Lárusdóttir Nokkur atriði úr fyrirlestri Helgu Sigurjónsdóttur 2. okt. 1991 / Anna

    Lárusdóttir, Elfa Björk Benediktsdóttir og Olga Björg Jónsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 4. árg., 5. tbl. (nóvember 1991),

    s. 6-7.

    Fornám – Framhaldsskólar – Fyrirlestrar – Menntaskólinn í Kópavogi –

    Námsörðugleikar – Sérkennsla

    6 Anna Lárusdóttir Svefn og svefntruflanir : punktar úr fyrirlestri Helga Kristbjarnarsonar í

    Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands / Anna Lárusdóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 7. tbl. (október 1990), s. 5.

    Fyrirlestrar – Svefnleysi – Svefntruflanir

    7 Arnar Pálsson Sjónarhóll er orðinn að veruleika / Arnar Pálsson.

    Fréttabréf Foreldrafélags barna með AD/HD. – 17. árg., 1. tbl. (2004), s. 3.

    Gjafir – Húsakynni – Sjónarhóll – Styrkir

    8 Arnar Pálsson Sjónarhóll ráðgjafamiðstöð foreldra barna með sérþarfir / Arnar Pálsson.

    Fréttabréf Foreldrafélags barna með AD/HD. – 16. árg., 2. tbl. (2003), s. 3.

    Ráðgjafarþjónusta – Sjónarhóll

    9 Arthur Morthens Staða mála í grunnskólum Reykjavíkur / eftir Arthur Morthens.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 17. árg., 3. tbl. (2004), s. 4-5. [rétt s. 3 og 8].

    Fjármál – Grunnskólar – Menntamál – Sérkennsla – Teymi

  • 32

    10 Aukin þjónusta Aukin þjónusta : við börn með ADHD og langveik börn.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 1. tbl. (2010), s. 14-15 : myndir.

    Félags- og tryggingamálaráðuneytið – Heilbrigðisráðuneytið – Mennta- og

    menningarmálaráðuneytið – Samband íslenskra sveitarfélaga – Samningar

    – Styrkir

    11 Ágústa Elín Ingþórsdóttir Unglingar og fullorðið fólk með AD(H)D : athyglisbrest með (eða án) ofvirkni

    / höfundur Ágústa Elín Ingþórsdóttir.

    Fullorðnir með ADHD. – 1. árg., 1. tbl. (2007), s. 28-31.

    Fullorðnir – Lífskjör – Rannsóknir – Skólaþroski – Stuðningsmeðferð –

    Unglingar

    12 Ágústa Gunnarsdóttir Sálfræðingur : greiningar fullorðinna / [Ágústa Gunnarsdóttir].

    Fullorðnir með ADHD. – 1. árg., 1. tbl. (2007), s. 31.

    Fullorðnir – Greindarpróf – Greiningarpróf – Persónuleikapróf

    13 Ályktun um iðjuþjálfun Ályktun um iðjuþjálfun.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 4. árg., 6. tbl. (nóvember [rétt

    desember] 1991), s. 3.

    Fjárhagsaðstoð – Iðjuþjálfun – Sjúkdómseinkenni

    14 Ása Ásgeirsdóttir Viðtal við Svövu Hólmarsdóttur : stjórnarmann í ADHD samtökunum / viðtalið

    tók Ása Ásgeirsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 1. tbl. (2005), s. 3.

    Fordómar – Menntamál – Sjálfsmynd – Svava Hólmarsdóttir – Viðtöl

  • 33

    15 Ása Ásgeirsdóttir Viðtal við Önnu Rós Jensdóttur : upplýsinga- og þjónustufulltrúa ADHD

    samtakanna / viðtalið tók Ása Ásgeirsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 1. tbl. (2005), s. 12-13.

    ADHD samtökin – Anna Rós Jensdóttir – Fjölskyldan – Skólaganga – Viðtöl

    16 Áslaug Birna Ólafsdóttir Raddir barna með ADHD : rannsókn á þörfum unglinga með ADHD frá þeirra

    eigin sjónarhorni / Áslaug Birna Ólafsdóttir og Sigríður Halldórsdóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 19.

    Rannsóknir – Samskipti foreldra og barna – Unglingar

    17 Áslaug Guðmundsdóttir Efni sjálfsmynd barna : brot úr fyrirlestri Sæmundar Hafsteinssonar

    sálfræðings 26. september sl. / samantekt unnin af Áslaugu Guðmundsdóttur.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 1. tbl. (janúar 2002), s. 8-10.

    Börn – Fyrirlestrar – Sjálfsmat – Sjálfsmynd – Sjálfstraust – Tilfinningar

    18 Áslaug Guðmundsdóttir Um sjúkraþjálfun misþroska barna : misþroska- og hegðunarvandamál / Áslaug

    Guðmundsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 11. árg., 2. tbl. (maí 1998),

    s. 20-21.

    Börn – Hreyfiþroski – Jafnvægisskyn – Sjúkraþjálfun – Snertiskyn

    19 Bergþóra Gísladóttur [Ungur piltur segir frá einelti] / Bergþóra Gísladóttir.

    Greinin birtist áður í tímaritinu Ný menntamál. – 8. árg., 2. tbl. 1990.

    Ritstjóri þess gaf leyfi til að birta hluta greinarinnar.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 4. árg., 5. tbl. (nóvember 1991),

    s. 5.

    Einelti

  • 34

    20 Biørn-Lian, Susanna Sjúkraþjálfun fyrir misþroska börn / Susanna Biørn-Lian ; Matthías Kristiansen

    þýddi.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 13. árg., 2. tbl. (maí 2000),

    s. 10-15.

    Börn – Hópmeðferð – Hreyfiþroski – Sjúkraþjálfun – Snertiskyn – Sundíþróttir

    – Útreiðar

    21 Björn Vilhjálmsson Hittumst hópurinn / samantekt Björn Vilhjálmsson.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 3. tbl. (2005), s. 12.

    Félagsstörf – Hópvinna – Unglingastig grunnskóla

    22 Bóas Valdórsson Gauraflokkurinn / grein Bóas Valdórsson & Sigurður G.[rétar] Sigurðss[on].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 1. tbl. (2009), s. 10-11.

    Drengir – Gauraflokkur – Hópmeðferð – Kannanir – Stuðningsmeðferð –

    Sumarbúðir – Vatnaskógur (æskulýðsmiðstöð KFUM)

    23 Brown, Thomas E. Að nálgast ADHD á nýjan hátt / grein Thomas E. Brown ; þýðandi Matthís

    Kristiansen ; myndataka hag [Haraldur Guðjónsson].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 1. tbl. (2009), s. 15-19.

    Atferli – Greiningarpróf – Heilinn – Hugfræði – Lyfjameðferð – Nemendur –

    Rannsóknir

    24 Brown, Thomas E. Framkvæmda- og hegðunarstjórn heilans : sex hliðar afar flókins heilkennis /

    höfundur Thomas E. Brown ; þýðing Matthías Kristiansen.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 11.

    Heilinn – Hugfræði

  • 35

    25 Brown, Thomas E. Goðsagnir og staðreyndir um ADHD / eftir Thomas E. Brown ; íslensk þýðing

    Matthías Kristiansen.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 21.

    Goðsagnir – Lyfjanotkun – Sjúkdómseinkenni

    26 Bryndís Ingimundardóttir Líf og fjör : í kennslu / Bryndís Ingimundardóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 28.

    Atferli – Félagsfærni – Fjölgreindarstofan – Námsörðugleikar – Nemendur

    27 Brynjólfur G. Brynjólfsson Einelti og viðbrögð foreldra / Brynjólfur G. Brynjólfsson.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 4. tbl. (október 2002), s.

    20-27.

    Börn – Einelti – Foreldrar – Hópsálfræði – Tilfinningar

    28 Cashin, Jamie Að reyna að finna sér stað : sjónarmið fyrrverandi nemanda / Jamie Cashin ;

    Matthías Kristiansen þýddi.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 14. árg., 1. tbl. (janúar 2001),

    s. 10-11.

    Sjálfsbirting – Sjálfsvirðing

    29 Dóra Heiða Halldórsdóttir Heildstæð og samþætt þjónusta í heimabyggð / Dóra Heiða Halldórsdóttir,

    Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 18-19.

    Félagsleg þjónusta – Hópvinna – Norðurland vestra – Ráðgjafarþjónusta –

    Sveitarfélög

  • 36

    30 Elfa Björk Benediktsdóttir Fundur í Æfingadeild Kennaraháskóla Íslands 6. nóv. 1991 : fyrirlesari

    Bergþóra Gísladóttir, sérkennslufulltrúi á Vesturlandi : [um fyrirlestur

    Bergþóru] / Elfa Björk Benediktsdóttir, Anna Lárusdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 5. árg., 1. tbl. (janúar 1992),

    s. 2-5.

    Ágreiningur – Boðskipti – Einelti – Fangar – Fyrirlestrar

    31 Elfa Björk Benediktsdóttir Fundur með Garðari Víborg / Elfa [Björk Benediktsdóttir] og Olga [Björg

    Jónsdóttir] samkvæmt okkar skilningi og punktum sem við tókum á fundinum.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 3. tbl. [rétt 4. tbl.]

    (september 1989), s. 7-10.

    Atferli – Félagsþroski – Fundir – Gildismat – Sjálfsmynd – Uppeldisfræði

    32 Elfa Björk Benediktsdóttir Fyrirlestur Stefáns [J.] Hreiðarssonar haldinn í Æfingaskóla K.H.Í. 11. nóv.

    1992 / Elfa Björk Benediktsdóttir og Laufey Aðalsteinsdóttir tóku saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 6. árg., 2. tbl. (apríl 1993), s. 3-6.

    Börn – Fyrirlestrar – Heilinn – Miðtaugakerfi – Sjúkdómseinkenni –

    Sjúkdómsgreiningar

    33 Elfa Björk Benediktsdóttir Nokkur athyglisverð atriði úr fyrirlestri Arthurs Morthens sérkennslufulltrúa á

    Fræðsluskrifstofu Reykjavíkur 16/5 1990 / Elfa [Björk Benediktsdóttir] og

    Olga [Björg Jónsdóttir].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 6. tbl. (september 1990),

    s. 6.

    Fyrirlestrar – Grunnskólalög – Reglugerðir – Sérkennsla

  • 37

    34 Elfa Björk Benediktsdóttir Úr fyrirlestri Sólveigar Ásgrímsdóttur og Rósu Steinsdóttur á fundi 25. maí

    1992 / Elfa Björk Benediktsdóttir og Laufey Aðalsteinsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 5. árg., 5. tbl. (nóvember 1992),

    s. 3-6.

    Frávik – Fyrirlestrar – Námsörðugleikar – Samskipti foreldra og barna –

    Sjálfsmynd – Tilfinningar

    35 Elín Hoe Hinriksdóttir Barna- og unglingageðdeild Landspítalans : þjónustan miðuð að þörfum

    barnanna / höfundur Elín Hoe Hinriksdóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 26-27.

    BUGL – Geðraskanir – Heilbrigðisþjónusta – Meðferðarfræði – Rannsóknir –

    Söguleg umfjöllun

    36 Elín Hoe Hinriksdóttir Ég er sendiherra barnsins míns : [viðtal við Björk Þórarinsdóttur] / viðtal Elín

    [Hoe] Hinriksdóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 16-18.

    Alexander Kristinsson – Björk Þórarinsdóttir – Hegðunarvandamál –

    Leikskólar – Lyfjanotkun – Skólaganga – Unglingsár – Viðtöl

    37 Elín Hoe Hinriksdóttir Skólakerfið þarf að viðurkenna þennan hóp barna : [viðtal við Ragnhildi

    Hauksdóttur] / viðtal Elín [Hoe] Hinriksdóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 12-13.

    Grunnskólar – Leikskólar – Ragnhildur Hauksdóttir – SMT skólafærni –

    Sjúkdómsgreiningar – Tilfinningar – Viðtöl – Viktor

  • 38

    38 Elín Þ. Þorsteinsdóttir Yfirsýn og aukin afköst / Elín Þ. Þorsteinsdóttir.

    Fullorðnir með ADHD. – 1. árg., 1. tbl. (2007), s. 21.

    Hugbúnaður – MindManager

    39 Elísabet Ragnarsdóttir Dyslexía torlæsi : fyrirbyggjandi aðgerðir : útdráttur úr fyrirlestri Ingibjargar

    Símonardóttur sérkennara sem haldinn var 13. nóvember 1996 / Elísabet

    Ragnarsdóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. 10. árg., 1. tbl. (febrúar 1997),

    s. 4-11.

    Byrjendakennsla – Fyrirlestrar – Leikskólar – Lesblinda – Lestrarörðugleikar

    – Málþroski – Málörvun – Rannsóknir – Sérkennarar – Sérkennsla

    40 Elísabet Ragnarsdóttir Hvaða bjargir bjóðast? : Hafdís Hannesdóttir félagsráðgjafi : [um fyrirlestur

    Hafdísar] / Elísabet Ragnarsdóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 9. árg., 2. tbl. (apríl 1996),

    s. 19-23.

    BUGL – Félagsráðgjöf – Fyrirlestrar – Iðjuþjálfun – Leikskólar – Skólar –

    Tryggingastofnun ríkisins – Umönnunargreiðslur – Unglingar

    41 Elva Ólafsdóttir Upplifanir af heimanámi : samstarf umsjónarkennara og foreldra með ADHD,

    ADD / [Elva Ólafsdóttir.]

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 8-10.

    Boðskipti – Heimanám – Kennarar – Mæður – Skólaganga

  • 39

    42 Félag foreldra langveikra barna og barna með ADHD, ADD Félag foreldra langveikra barna og barna með ADHD, ADD : stofnfundur í

    Skagafirði.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 20.

    Foreldrafélög – Fundir – Skagafjörður

    43 Fikt getur aukið einbeitinguna Fikt getur aukið einbeitinguna : bókin Fidget to focus : outwit your boredom :

    sensory strategies for living with ADD fjallar um leiðir til þess að vinna sig út

    úr tilgangslausu fikti og eirðarleysi og efla einbeitingu sína og fasthygli :

    bókakynning Fidget to focus.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 2. tbl. (2008), s. 14-15.

    Áhugahvöt – Bækur – Fræðsluefni – Heilinn

    44 Fjölskyldumiðstöð Fjölskyldumiðstöð.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 1. tbl. (2005), s. 15.

    Fjölskyldan – Ráðgjafarþjónusta – Teymisvinna

    45 Foreldrafélag misþroska barna Ársreikningar árið 1996 yfirlit / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 10. árg., 2. tbl. (maí 1997), s. 15.

    Ársreikningar

    46 Foreldrafélag misþroska barna Ársskýrsla fyrir árið 1997 / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 11. árg., 2. tbl. (maí 1998), s. 5-10.

    Ársskýrslur – Fundir – Fyrirlestrar – Gjafir – Námskeið – Styrkir

  • 40

    47 Foreldrafélag misþroska barna Ársskýrsla stjórnar á aðalfundi 1991 / Matthías Kristiansen [formaður

    Foreldrafélags misþroska barna].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 4. árg., 2. tbl. (maí 1991), s. 5-8.

    Ársskýrslur – Blaðaútgáfa – Bókaútgáfa – Ferðalög – Fundir – Fyrirlestrar –

    Leikfimi – Námskeið

    48 Foreldrafélag misþroska barna Ársskýrsla stjórnar Foreldrafélags misþroska barna 1994 / Foreldrafélag

    misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. 8. árg., 2. tbl. (apríl 1995), s. 4-8.

    Ársreikningar – Ársskýrslur – Blaðaútgáfa – Bókaútgáfa – Fundir –

    Fyrirlestrar – Norræn samvinna

    49 Foreldrafélag misþroska barna Ársskýrsla stjórnar Foreldrafélags misþroska barna 1995 / Foreldrafélag

    misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 9. árg., 2. tbl. (apríl 1996), s. 4-10.

    Ársreikningar – Ársskýrslur – Blaðaútgáfa – Caritas International – Fundir –

    Fyrirlestrar – Norræn samvinna – Sveinn Már Gunnarsson

    50 Foreldrafélag misþroska barna Deildir um land allt / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 3. tbl. [rétt 4. tbl.]

    (september 1989), s. 4-5.

    Félagsstörf – FMB – Norðurland – Vesturland

    51 Foreldrafélag misþroska barna Lög fyrir Foreldrafélag misþroska (MBD) barna / Foreldrafélag misþroska

    barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 2. tbl. (apríl 1989), s. 7.

    FMB – Lög

  • 41

    52 Foreldrafélag misþroska barna Lög fyrir Foreldrafélag misþroska (MBD) barna / Foreldrafélag misþroska

    barna. Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 16. árg., 1. tbl. (febrúar

    2003), s. 10-11.

    FMB – Lög

    53 Foreldrafélag misþroska barna Ný stjórn er tekin til starfa / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 4. tbl. (mars 1990), s. 2-3.

    Félagsstörf – Fundir – Stjórnendur

    54 Foreldrafélag misþroska barna Skýrsla stjórnar á aðalfundi 26. feb. 1992 / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 5. árg., 2. tbl. [rétt 3. tbl.] (febrúar

    [rétt mars] 1992), s. 2-4.

    Blaðaútgáfa – Bókaútgáfa – Félagsstörf – Foreldrafélög – Fundir –

    Fyrirlestrar – Leikfimi – Stjórnendur – Styrkir

    55 Foreldrafélag misþroska barna Skýrsla stjórnar FFMB fyrir árið 1996 / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 10. árg., 2. tbl. (maí 1997), s. 16-19.

    Ársskýrslur – Fundir – Fyrirlestrar – Námskeið – Norræn samvinna

    56 Foreldafélag misþroska barna Skýrsla stjórnar fyrir aðalfund 23. febrúar 1994 / Foreldrafélag misþroska

    barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 7. árg., 2. tbl. (apríl 1994), s. 10-14.

    Ársreikningar – Ársskýrslur – Blaðaútgáfa – Bókaútgáfa – Fundir –

    Fyrirlestrar

  • 42

    57 Foreldrafélag misþroska barna Skýrsla stjórnar fyrir starfsárið 1992 / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 6. árg., 2. tbl. (apríl 1993), s. 7-11.

    Ársreikningar – Ársskýrslur – Foreldrafélög – Fundir – Fyrirlestrar – Norræn

    samvinna – Stjórnendur

    58 Foreldrafélag misþroska barna Starfsemi félagsins / Foreldrafélag misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 1. árg., 1. tbl. (október 1988),

    s. [1].

    Félagsstörf – FMB – Kannanir

    59 Foreldrafélag misþroska barna Svar FFMB við bréfi menntamálaráðherra haustið 1988 / Foreldrafélag

    misþroska barna.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 7. tbl. (október 1990),

    s. 6-7.

    Félagsstörf – Skólar – Þróunarverkefni

    60 Framhaldsskólagangan mín Bréf frá unglingi með misþroska einkenni / höfundur er nemandi í

    Fjölbrautaskólanum við Ármúla.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. 8. árg., 2. tbl. (apríl 1995), s. 16-17.

    Fornám – Framhaldsskólar – Menntaskólinn í Kópavogi – Skólaganga

    61 Frá Noregi Frá Noregi : nemendur með lestrar- og skriftarörðugleika / [Matthías

    Kristiansen þýddi].

    Nafn þýðanda kemur fram í 3. árg., 5. tbl. (mars 1990), s. 3 undir greininni

    Leiðrétting.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 3. árg., 4. tbl. (mars 1990), s. 5-6.

    Lestrarörðugleikar – Námstækni – Noregur – Sérkennsla – Skriftarörðugleikar

  • 43

    62 Friðrik Fjöruferð með meiru / Friðrik.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 1. árg., 1. tbl. (október 1988), s. [2]

    : myndir.

    Álftanes – Ferðalög – Fjörur – Heiðmörk

    63 Fundur um svefntruflanir Fundur um svefntruflanir : [með Helga Kristbjarnarsyni].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 1. árg., 1. tbl. (október 1988), s. [4].

    Fundir – Svefnleysi – Svefntruflanir

    64 G. Geirsson Sumarnámskeið í Kársnesskóla / G. Geirsson.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 3. tbl. (maí 2002), s. 15

    [ótölusett].

    Börn – Námskeið

    65 Grétar Sigurbergsson Fullorðnir með ADHD / grein Grétar Sigurbergsson.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 2. tbl. (2008), s. 10-13.

    Arfgengi – Fullorðnir – Greiningarpróf – Heilinn – Lyfjameðferð –

    Meðferðarfræði – Sjúkdómseinkenni – Sjúkdómsgreiningar –

    Stuðningsmeðferð

    66 Grétar Sigurbergsson Fullorðnir með ADHD / höfundur: Grétar Sigurbergsson.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 8-9.

    Arfgengi – Fullorðnir – Greiningarpróf – Heilinn – Lyfjameðferð –

    Meðferðarfræði – Sjúkdómseinkenni – Sjúkdómsgreiningar –

    Stuðningsmeðferð

  • 44

    67 Guðný Ólafsdóttir Að bæta félagsleg samskipti barna : [um fyrirlestur Kristínar Hallgrímsdóttur] /

    Guðný Ólafsdóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 8. árg., 4. tbl. (nóvember 1995),

    s. 14-18.

    Atferlismeðferð – Börn – Félagsfærni – Fyrirlestrar – Hópvinna – Námskeið –

    Sjálfsmynd

    68 Guðný Ólafsdóttir Fyrirlestur og rabbfundur með Pétri Lúðvíkssyni barnalækni haldinn í

    Æfingaskóla K.H.Í. 18. 10 1995 : 1. almenn atriði um misþroska : 2. 7

    spurningar frá stjórn : 3. almennar umræður / Guðný Ólafsdóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 9. árg., 2. tbl. (apríl 1996), s. 11-13.

    Fyrirlestrar – Heyrnarfræði – Hreyfiþroski – Málþroski – Miðtaugakerfi –

    Sjúkdómseinkenni

    69 Guðríður Hlíf Aðalsteinsdóttir Hver ræður för? : málþing Sjónarhóls um skólagöngu barna með sérþarfir /

    Guðríður Hlíf Aðalsteinsdóttir ; ljósmynd hag [Haraldur Guðjónsson].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 20. árg., 1. tbl. (2007), s. 4-5 : myndir.

    Dæmisögur – Fötlun – Málþing Sjónarhóls – Sjónarhóll – Skólaganga

    70 Guðrún Ágústsdóttir Sumarbúðir í Danmörk sumarið 2002 / Guðrún Ágústsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags barna með AD/HD. – 16. árg., 2. tbl. (2003), s. 6.

    Danmörk – Ferðalög – Fjölskyldan – Guðrún Ágústsdóttir – Sumarbúðir

    71 Guðrún Egilsdóttir Misþroski frá mörgum hliðum : [útdráttur úr fyrirlestri Sveins Márs

    Gunnarssonar] / Guðrún [Egilsdóttir].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 3. tbl. (maí 1989), s. 7-8.

    Fyrirlestrar – Heilinn – Kenningar

  • 45

    72 Guðrún Egilsdóttir Réttarferð / Guðrún [Egilsdóttir].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 1. árg., 1. tbl. (október 1988),

    s. [3].

    Ferðalög – Hópferðabílar – Nesjavellir – Réttir

    73 Guðrún Egilsdóttir Skólar í Hafnarfirði heimsóttir / Guðrún Egilsdóttir, Sigríður Einarsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 2. árg., 1. tbl. (febrúar 1989), s. [3].

    Grunnskólar – Hafnarfjörður

    74 Gyða Haraldsdóttir Bakhjarl í heilsuvernd barna : MHB leiðir þróun og samhæfingu í heilsugæslu

    fyrir börn á landinu öllu / samantekt: Gyða Haraldsd[óttir].

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 29.

    Greiningarpróf – MHB – Námskeið – Ráðgjafaþjónusta – Teymi

    75 Gyða Haraldsdóttir Bakhjarl í heilsuvernd barna : MHB leiðir þróun og samhæfingu í heilsugæslu

    fyrir börn á landinu öllu / samantekt Gyða Haraldsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 1. tbl. (2008), s. 16-17.

    Greiningarpróf – MHB – Námskeið – Ráðgjafaþjónusta – Teymi

    76 Gylfi Jón Gylfason Félagar / [Gylfi Jón Gylfason].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 1. tbl. (2010), s. 16-17.

    Forvarnir – Geðsjúkdómar – Námsefni – Unglingar

    77 Gylfi Jón Gylfason Úlfatíminn / Gylfi Jón Gylfason.

    Fréttabréf Foreldrafélags barna með AD/HD. – 16. árg., 2. tbl. (2003), s. 4-5.

    Foreldrar – Heimanám – Tímastjórnun

  • 46

    78 Gylfi Jón Gylfason Viltu bæta námsárangur hjá barninu þínu? / Gylfi Jón Gylfason.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 11.

    Heimanám – Námsgengi – Samskipti foreldra og barna – Umbun

    79 Gylfi Jón Gylfason Viltu verða betri í að skipuleggja þig? / Gylfi Jón Gylfason.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 15. árg., 3. tbl. (maí 2002), s. 10.

    Hjálpartæki – Lófatölvur

    80 Halla Helgadóttir Mentis Cura : notkun heilarita til greiningar á athyglisbresti með ofvirkni hjá

    börnum / [grein Halla Helgadóttir].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 2. tbl. (2009), s. 16-17.

    Aðferðafræði – BUGL – Greiningarpróf – Heilarit – Mentis Cura –

    Rannsóknir

    81 Hallowell, Edward M. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum / höfundar Edward M. Hallowell

    og John J. Ratey ; Björk Þórarinsdóttir þýddi. 50 ráð við athyglisbresti :

    skilningur og fræðsla / höfundar Edward M. Hallowell og John J. Ratey ; Björk

    Þórarinsdóttir þýddi.

    Fullorðnir með ADHD. – 1. árg., 1. tbl. (2007), s. 22-27.

    Fræðsluefni – Fullorðinsfræðsla – Sjúkdómseinkenni – Sjúkdómsgreiningar

    82 Hallowell, Edward M. Að ná tökum á athyglisbresti hjá fullorðnum / höfundar Edward M. Hallowell

    og John J. Ratey ; Björk Þórarinsdóttir þýddi. 50 ráð við athyglisbresti :

    skilningur og fræðsla / höfundar Edward M. Hallowell og John J. Ratey ; Björk

    Þórarinsdóttir þýddi.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 2. tbl. (2005), s. 7-11.

    Fræðsluefni – Fullorðinsfræðsla – Sjúkdómseinkenni – Sjúkdómsgreiningar

  • 47

    83 Hákon Sigursteinsson Þjónustumiðstöð Breiðholts : þjónusta við börn, fjölskyldur og skóla í

    Breiðholti / Hákon Sigursteinsson.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 3. tbl. (2009), s. 14-15.

    Breiðholt – Félagsráðgjöf – Grunnskólar – Leikskólar – Námskeið –

    Sálfræðipróf – Þroskamat

    84 Heidi Kristiansen Brot úr fyrirlestri Russells A. Barkleys / Heidi Kristiansen.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 13. árg., 3. tbl. (október 2000),

    s. 4-6.

    Akstur – Atferlismeðferð – Frávik – Fullorðinsár – Fyrirlestrar – Lyfjameðferð

    – Námsörðugleikar – Netið – Rannsóknir – Russell A. Barkley –

    Sjúkdómseinkenni – Unglingsár

    85 Heidi Kristiansen Er hægt að vinna með félagslegar aðstæður? / Heidi Kristiansen ; [Anne Rød

    Moen].

    Greinin byggist að nokkru á grein eftir norska sérkennarann Anne Rød Moen í

    Stå På, fréttabréfi norsku AD/HD samtakanna 2. tbl. 2002.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 16. árg., 1. tbl. (febrúar 2003),

    s. 22-25.

    Einelti – Félagsfærni – Heimanám – Skólaganga – Tómstundir

    86 Heidi Kristiansen Hvernig vegnar þeim á fullorðinsaldri? : misþroska- og hegðunarvandamál /

    Heidi Kristiansen.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 11. árg., 2. tbl. (maí 1998), s. 16-17.

    Fangar – Félagsleg viðfangsefni – Fullorðnir – Rannsóknir

  • 48

    87 Heidi Kristiansen Norrænt samstarf / Heidi Kristiansen.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 13. árg., 3. tbl. (október 2000),

    s. 12-13.

    Fundir – Norræn samvinna – Sumarbúðir

    88 Heidi Kristiansen Um upplýsinga- og fræðsluþjónustuna / Heidi Kristiansen.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 12. árg., 2. tbl. (maí 1999), s. 7.

    FMB – Ráðgjafarþjónusta

    89 Heimanám barna með ADHD Góð ráð frá foreldri / Björk Þórarinsdóttir, Ingibjörg Karlsdóttir og Matthías

    Kristiansen. Góð ráð frá sérfræðingi / Gylfi Jón Gylfason.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 12-14.

    Heimanám – Samskipti foreldra og barna

    90 Helgi Hjartarson Þjónusta Leikskóla Reykjavíkur við börn með ADHD / eftir Helga Hjartarson.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 17. árg., 3. tbl. (2004), s. 3 [s. 10].

    Leikskóla Reykjavíkur – Leikskólar – RÁS deild – Ráðgjafarþjónusta –

    Sálfræðipróf

    91 Helgi Þór Gunnarsson Lífshlaup og barnæska afbrotamanna með ADHD / rannsókn Helgi Þór

    Gunnarsson.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 1. tbl. (2010), s. 6-7.

    Afbrotamenn – Bernska – Félagsleg viðfangsefni – Félagsráðgjöf –

    Fíkniefni – Menntun – Rannsóknir

  • 49

    92 Herdís Anna Friðfinnsdóttir Ég vissi ekki að ég gæti flogið fyrr en ég stökk fram af : [viðtal við Aðalheiði

    Ámundadóttur] / viðtal Herdís Anna Friðfinnsdóttir.

    ADHD samtökin 20 ára : 1988-2008. – (2008), s. 22-23.

    Aðalheiður Ámundadóttir – Bernska – Háskólar – Lögfræði –

    Sjúkdómsgreiningar – Unglingsár – Viðtöl

    93 Herdís Anna Friðfinnsdóttir Hvernær kemur að því að ég geti sleppt tökunum? : ADHD markþjálfi / Herdís

    Anna Friðfinnsd[óttir].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 1. tbl. (2009), s. 5.

    Markþjálfun – Sjálfsstyrking

    94 Herdís Hólmsteinsdóttir Hópvinna fyrir foreldra barna með hegðunarvanda / samantekt Herdís

    Hólmsteinsdóttir og Unnur Heba Steingrímsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 3. tbl. (2005), s. 3.

    Foreldrar – Hópvinna – Líðan – Uppeldi

    95 Hjálmar Sveinbjörnsson Við erum ekki brotin við virkum bara öll mismunandi : viðtal við Sigríði

    Jónsdóttur ADHD coach á Íslandi / [Hjálmar Sveinbjörnsson].

    Fullorðnir með ADHD. – 1. árg., 1. tbl. (2007), s. 10-11.

    Markþjálfun – Sigríður Jónsdóttir – Sjálfsmynd – Viðtöl

  • 50

    96 Hvað geta foreldrar misþroska barna gert til að vinna gegn hugsanlegum lestrarörðugleikum?

    Hvað geta foreldrar misþroska barna gert til að vinna gegn hugsanlegum

    lestrarörðugleikum? : [um fyrirlestur Rannveigar Lundar].

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 5. árg., 5. tbl. (nóvember 1992),

    s. 7-9.

    Byrjendakennsla – Börn – Fyrirlestrar – Leikir – Leikskólar –

    Lestrarörðugleikar – Námsörðugleikar

    97 Hvernig næst góður svefn? Hvernig næst góður svefn? : 10 bestu aðferðirnar til að tryggja góðan

    nætursvefn / heimild National Sleep Foundation ; þýðing Matthías Kristiansen.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 6-7.

    Svefnleysi – Svefntruflanir

    98 Iðjuþjálfun misþroska barna að hætta? Iðjuþjálfun misþroska barna að hætta?.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 6. árg., 3. tbl. (október 1993), s. 10.

    Heilbrigðisþjónusta – Iðjuþjálfun

    99 Ingibjörg Gísladóttir Gyða Stefánsdóttir sérkennari : úrdráttur úr fyrirlestri 17. nóvember 1993 /

    Ingibjörg Gísladóttir tók saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 7. árg., 1. tbl. (janúar 1994),

    s. 8-12.

    Börn – Fyrirlestrar – Fæðubótarefni – Glærur – Gyða Stefánsdóttir –

    Lesblinda – Lestrarörðugleikar – Sérkennsla – Sink

  • 51

    100 Ingibjörg Gísladóttir Ofvirkni og misþroski : [um] fyrirlestur Sveins Más Gunnarssonar barnalæknis

    7. apríl 1992 / Ingibjörg [Gísladóttir], Laufey [Aðalsteinsdóttir] og Steinunn

    [Hauksdóttir] tóku saman.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 5. árg., 4. tbl. (maí 1992), s. 4-9.

    Arfgengi – Félagsþroski – Fyrirlestrar – Heilinn – Hreyfiþroski – Lyfjameðferð

    – Málþroski – Meðferðarfræði – Námsörðugleikar – Sjúkdómseinkenni –

    Sjúkdómsgreiningar

    101 Ingibjörg Karlsdóttir ADDISS hópurinn : lykilaðilum úr skólakerfinu boðið á ráðstefnu / Ingibjörg

    Karlsdóttir og Þorgerður Laufey Diðriksdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 20. árg., 2. tbl. [rétt 3. tbl.] (2007), s. 25.

    Ferðalög – Fundir – Iceland Express – Styrkir

    102 Ingibjörg Karlsdóttir ADHD vitundarvika : 20. [til] 24. september 2010 / Ingibjörg Karlsdóttir tók

    saman.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 23. árg., 3. tbl. (2010), s. 15-17 : myndir.

    FMB – Heidi Strand – Jóhanna Sigurðardóttir – Matthías Kristiansen – Ragna

    Freyja Karlsdóttir – Verðlaun – Vitundarvika

    103 Ingibjörg Karlsdóttir ADHD vitundarvika : leitað er til eftirfarandi aðila um samstarf vegna

    ADHD vitundarviku 20. [til] 24. september 2010 / Ingibjörg Karlsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg. [rétt 23. árg.], 2. tbl. (2010), s. 7.

    ADHD samtökin – Opinberar stofnanir – Skólar – Vitundarvika

    104 Ingibjörg Karlsdóttir Afmælisráðstefna ADHD samtakanna 2008 / Ingibjörg Karlsdóttir tók saman.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 1. tbl. (2009), s. 6-8 : myndir.

    Afmælisrit – Fyrirlestrar – Ríkisstyrkir – Undirbúningsnefnd

  • 52

    105 Ingibjörg Karlsdóttir Á ég að gæta bróður míns? : málþing Sjónarhóls febrúar 2008 / samantekt

    Ingibjörg Karlsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 21. árg., 1. tbl. (2008), s. 20-21 : myndir.

    Fyrirlestrar – Systkini – Málþing Sjónarhóls

    106 Ingibjörg Karlsdóttir Endurskoðun grunnskólalaganna : umsögn ADHD samtakanna / samantekt

    unnu Ingibjörg Karlsdóttir, Björk Þórarinsdóttir, Kristjana Ólafsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 19. árg., 3. tbl. (2006), s. 9-14.

    Boðskipti – Gildismat – Grunnskólalög – Heimanám – Kennsluaðferðir –

    Menntun – Samvinna – Sérkennsla – Unglingastig grunnskóla

    107 Ingibjörg Karlsdóttir Fréttir af Ráðgjafamiðstöðinni Sjónarhóli / Ingibjörg Karlsdóttir tók saman.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 2. tbl. (2005), s. 12.

    Fundir – Sjónarhóll – Stjórnendur

    108 Ingibjörg Karlsdóttir Hugmynd að þjónustumiðstöð fyrir misþroska börn og fjölskyldur þeirra og

    þættir úr starfi foreldrahóps á vegum Reykjavíkurborgar / Ingibjörg Karlsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafélags misþroska barna. – 13. árg., 2. tbl. (maí 2000), s. 4-6.

    Fjölskyldan – Námskeið – Ráðgjafarþjónusta – Sálfræðiþjónusta –

    Þjónustumiðstöðvar

    109 Ingibjörg Karlsdóttir Iceland Express beinir athyglinni að athyglisbresti og ofvirkni / Ingibjörg

    Karlsdóttir tók saman.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 19. árg., 3. tbl. (2006), s. 14.

    Iceland Express – Styrkir

  • 53

    110 Ingibjörg Karlsdóttir Landsbyggðin og sjálfshjálparfundir foreldra / samantekt Ingibjörg Karlsdóttir ;

    ljósmyndir Mats [Wibe Lund].

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 19. árg., 1. tbl. (2006), s. 12-13.

    Dreifbýli – Foreldrar – Stuðningshópar

    111 Ingibjörg Karlsdóttir Málþing Sjónarhóls 2009 : félagsleg staða barna með sérþarfir / samantekt

    vann Ingibjörg Karlsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg., 2. tbl. (2009), s. 8-9 : myndir.

    Fatlaðir – Félagsleg viðfangsefni – Fyrirlestrar – Málþing Sjónarhóls

    112 Ingibjörg Karlsdóttir Málþing Sjónarhóls 2010 : greiningar og þjónusta / samantekt unnu

    Ingibjörg Karlsdóttir og Guðríður Hlíf Aðalsteinsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 22. árg. [rétt 23. árg.], 2. tbl. (2010), s. 8-9

    : myndir.

    Félagsleg þjónusta – Fyrirlestrar – Málþing Sjónarhóls – Skólaganga –

    Sjúkdómsgreiningar

    113 Ingibjörg Karlsdótttir Ráðning sálfræðings / Ingibjörg Karlsdóttir tók saman.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 18. árg., 2. tbl. (2005), s. 13.

    Ágústa Gunnarsdóttir – Fullorðnir – Greindarpróf – Greiningarpróf –

    Persónuleikapróf – Sálfræðiþjónusta

    114 Ingibjörg Karlsdóttir Skólaganga barna með ADHD : námskeið fyrir kennara og annað starfsfólk

    grunnskóla / samantekt Ingibjörg Karlsdóttir.

    Fréttabréf ADHD samtakanna. – 20. árg., 2. tbl. [rétt 3. tbl.] (2007), s. 15-16.

    Grunnskólakennarar – Matstækni – Námskeið – Starfsfólk

  • 54

    115 Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir Halló, halló Danmark / Ingibjörg Þ. Ólafsdóttir.

    Fréttabréf Foreldrafé