amk 24 06 2016

16
Ekki missa af marki! Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur 20% afsláttur * af SagaPro í vefverslun SagaMedica með afsláttarkóðanum „EM2016“ *Gildir til 15. júlí www.sagamedica.is HLEYPUR Í PRINSESSUKJÓL FYRIR GOTT MÁLEFNI SVAVA VAR FYRSTA KONAN Í EINSTAKLINGSKEPPNI WOW CYCLOTHON GOTT AÐ VAKNA MEÐ GLEÐI Í HJARTA Á MÁNUDÖGUM STARFAÐI MEÐ FÖRÐUNARFRÆÐINGI STJARNANNA FÖSTUDAGUR 24.06.16 ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ HLÚA AÐ AÐSTANDENDUM KYNFERÐISBROTAÞOLA HJALTI VIGFÚSSON SUMAR- HÁTÍÐIR 12 SÍÐNA SÉRBLAÐ

Upload: frettatiminn

Post on 03-Aug-2016

238 views

Category:

Documents


12 download

DESCRIPTION

Lifestyle, Fréttatíminn, Iceland, AMK

TRANSCRIPT

Page 1: Amk 24 06 2016

Ekki missa af marki!Dragðu úr tíðni klósettferða meðan á leik stendur

20% afsláttur*

af SagaPro í vefverslun SagaMedica með afsláttarkóðanum

„EM2016“

*Gildir til 15. júlí

www.sagamedica.is

HLEYPUR Í PRINSESSUKJÓL FYRIR

GOTT MÁLEFNI

SVAVA VAR FYRSTAKONAN Í

EINSTAKLINGSKEPPNIWOW CYCLOTHON

GOTT AÐ VAKNA MEÐ

GLEÐI Í HJARTA Á MÁNUDÖGUM

STARFAÐI MEÐFÖRÐUNARFRÆÐINGI

STJARNANNA

FÖSTUDAGUR 24.06.16

ÞAÐ ÞARF LÍKA AÐ HLÚA AÐ AÐSTANDENDUM KYNFERÐISBROTAÞOLA

HJALTI VIGFÚSSON

SUMAR­HÁTÍÐIR

12 SÍÐNA SÉRBLAÐ

Page 2: Amk 24 06 2016

Oscar Pistourus fór í viðtal, þrátt fyrir að vera talinn of veikburða til að mæta fyrir dómi þegar dómur hans verður kveðinn upp og sagði þar frá upp-lifun sinni þegar hann varð kærust-unni sinni, módel-inu Reeva Steenkap (29), að bana fyrir þremur árum. Sál-fræðingur hafði metið sem svo að hann væri of kvíðinn og þunglyndur til að

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Ég ætla loksins að fara í kjól fyrir Sunnu,“ segir Erna Katrín Árnadóttir sem ætlar að hlaupa tíu kílómetra í Reykjavíkur-

maraþoninu til styrktar AHC sam-tökunum. Ef hún nær að safna 200 þúsund krónum mun hún hlaupa í prinsessukjól sem hin tíu ára Sunna Valdís Sigurðardóttir velur fyrir hana. En Sunna er eini Íslendingur-inn með AHC, sem er flókinn taugasjúkdómur sem veldur meðal annars sársaukafullum krampa- og lömunarköstum.

Vildi tala við stelpuna með háriðErna vinnur með föður Sunnu, en fallegur vinskapur myndaðist á milli þeirra tveggja fyrr á þessu ári. „Ég hitti hana fyrst fyrir þremur árum og vissi að hún talaði oft við pabba sinn í vinnunni. Um þau jól sýndi hann henni þegar við vorum að skreyta jólatréð í vinnunni og henni fannst hárið á mér svo flott. Í janúar vildi hún svo fá að hringja í stelpuna með hárið. Út frá því byrjuðum við að tala saman,“ segir Erna um það hvernig hún og Sunna kynntust.

„Við tölum saman nánast daglega í vídeósamtölum. Hún er svo mikið heima hjá sér og finnst gaman að sjá hvað aðrir eru að gera, sér-staklega konur eða stelpur. Henni finnst til dæmis alveg frábært að fylgjast með mér farða mig, enda er hún er algjör pæja. Við ræðum allt milli himins og jarðar en flest öll samtölin okkar byrja á því að

hún sýnir mér í hverju hún er. Hún er alltaf í kjól og með hálsmen. En ég er aldrei í kjól og hún er yfirleitt mjög vonsvikin yfir því og segir gjarnan „díses kræst“. Svo sýndi ég henni einu sinni fataskápinn minn og henni fannst magnað að ég ætti meira af buxum en kjólum, þrátt fyrir að vera stelpa.“

Ætlar að ná takmarkinuErnu langar að vekja athygli á AHC samtökunum og safna eins mikl-um peningum og hún getur til að styrkja samtökin og rannsóknir á sjúkdómnum, en þær nýtast einnig við rannsóknir á öðrum tauga-sjúkdómum líkt og Parkison’s og CP. „Þar sem Sunna elskar kjóla, þá datt mér þetta í hug, að taka í fyrsta skipti þátt í Reykjavíkur-maraþoninu og hlaupa í kjól. Hún er búin að sýna mér nokkra kjóla sem koma til greina og þeir eru al-veg rosalegir,“ segir Erna og skellir upp úr. „Ég vona innilega að það verði gott veður svo ég taki ekki

allan mótvindinn. Ég tala nú ekki um ef rignir, þá verð ég örugglega fimmtíu kílóum þyngri.“

Aðspurð segist Erna ekki vera vön að hlaupa, svo það eitt að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu er mikil áskorun fyrir hana. „Ég bý á Seltjarnarnesinu, sé fólk alltaf hlaupa og hugsa með mér hvað þetta sé mikill dugnaður. Og nú ætla ég að taka þátt og gera þetta enn erfiðara fyrir mig með því að vera í kjól. Ég veit samt ekki alveg hvernig ég á að undirbúa mig fyrir þetta. Hvort ég eigi kannski að æfa mig í snjógalla. Ég ætla allavega að ná 200 þúsund krónum því ég ætla í fara í kjól fyrir Sunnu. Hún er orðin svo spennt fyrir þessu. Við erum búnar að ræða þetta í vídeó-samtölunum okkar síðustu daga,“ segir Erna sem vill að lokum hvetja alla til að horfa á heimildamyndina Human Timebombs sem fjallar um líf Sunnu og sjúkdóminn, en myndin var sýnd á RÚV síðastliðið sunnudagskvöld.

Á spítala eftir flugferðLeikkonan Selma Blair var flutt á spítala

eftir að hún missti gjörsamlega stjórn á sér í flugi í vikunni. Hún var að koma heim, ásamt syni sínum, eftir að hafa eytt helginni með barnsföður sínum og syni í tilefni af feðradeg-inum. Talið er að Selma hafi blandað saman lyfjum og áfengi í flugvélinni og þess vegna orðið hálfrugluð í fluginu. Hún var flutt frá borði á börum.

Brostið hjarta vegna Aniston Fyrrum eiginkona Justin Theroux, Heidi, hefur

ekki fundið ástina aftur eftir skilnaðinn við hann. Justin er í dag með Jennifer Aniston og segir móðir Heidi að Jennifer hafi eyðilagt hjónaband þeirra, en þau voru gift í 14 ár. Hún segir hjarta dóttur sinnar gjörsamlega brostið og Justin hafi lengi logið til um eðli sambands síns og Jennifer.

Vinna í hjónabandinu á HawaiiBeyonce og Jay Z hafa átt saman yndis-

legt frí í Hawaii ásamt dóttur sinni, Blue Ivy. Þau hafa verið að vinna í hjónabandi sínu undanfarin misseri og hafa meira að segja ákveðið að flytja frá Los Angeles. Þau eru sammála um það að Los Angeles hafi neikvæð áhrif á hjónaband þeirra og þau hafa fest kaup á húsi í New Orleans.

Opnar sig um hjónabandiðKevin Federline hefur opnað sig varðandi hjóna-band sitt og Britney Spears. Hann á tvö börn með söngkonunni og viðurkennir að sambandið við Britney hafi verið allt öðruvísi en hann átti von á í byrjun. Kevin segir að það hafi verið mjög erfitt að geta ekki hreyft sig án þess að 20 manns væru á hælunum á þeim og þetta hafi allt saman verið yfir-þyrmandi.

Tinder og ástin í ræktinni Hillary Duff fann ástina í ræktinni. Hún er farin að hitta einkaþjálfarann sinn, Jason Walsh, en þau hafa eytt mikl-um tíma saman að undanförnu, bæði í ræktinni og úti að borða. Hillary skildi á pappírum í febrúar 2015 og skráði sig strax eftir það inn á Tinder. Hún á 4 ára gamlan son sem hún vill halda utan við allt sitt ástarlíf og hefur gefið það út að hún muni ekki kynna hann fyrir nein-um fyrr en hún sé handviss um að hafa fundið sanna ást.

Hleypur 10 kílómetra í prinsessukjólErna Katrín tekur þátt í Reykjavíkurmaraþoninu í fyrsta skipti og styrkir AHC samtökin. Hin tíu ára gamla Sunna Valdís fær að velja kjólinn.

Fer stundum í kjól Erna Katrín á ekki marga kjóla en hún reynir stundum að gleðja Sunnu með því að skella sér í kjól. Mynd | Hari

Elskar kjóla Sunna elskar kjóla en áhugi hennar á kjólum varð til þess að Ernu datt í hug að taka þátt í Reykjavíkurmaraþoninu og hlaupa í kjól. Hér eru þær saman á góðri stund.

„Ég finn lykt af blóðinu“Oscar Pistorius sagði frá því í nýlegu viðtali hvernig hann myrti kærustu sína fyrir þremur árum.

mæta fyrir dóminn, en hann lét það ekki stöðva sig og tjáði sig ítar-lega um hvernig hans upplifun var af morðinu.

Hann grét og sagði frá örlaga-ríku nóttinni 14. febrúar árið 2013. Hann talaði um að hann hefði orðið henni að bana og að hann þurfi að lifa með því, en hann skil-ur ekki hvernig atburðurinn gat átt sér stað. Hann elskar hana enn og saknar hennar, en hann heldur því einnig fram að honum líði eins og öllum þeim sem sakna hennar. Oscar bíður nú dómsins.

…fólk 2 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Hann heldur því

einnig fram að

honum líði eins og

öllum þeim sem

sakna hennar.

Page 3: Amk 24 06 2016

422 1000 [email protected] orkusalan.is Finndu okkur á Facebook

Grænt ljós frá Orkusölunni

Við gefum Grænt ljós

Öll raforkusala Orkusölunnar er vottuð 100% endurnýjanleg með

upprunaábyrgðum samkvæmt alþjóðlegum staðli. Allir okkar

viðskiptavinir fá því Grænt ljós frá okkur, sérstaka vottun sem

staðfestir þetta. Það felur í sér tækifæri til aðgreiningar á markaði

þar sem græn vottun gegnir lykilhlutverki.

Kynntu þér málið og fáðu Grænt ljós frá Orkusölunni.

Page 4: Amk 24 06 2016

áreiti eða ofbeldi og jafnframt hvatt til að láta vita ef einhver sýnir slíka hegðun.

Erfitt að vera aðstandandi En þó Hjalti sé sjálfur ekki þolandi kynferðisofbeldis þá er hann að-standandi þolanda og það getur líka verið erfitt. Hann segir mikilvægt að hlúa líka að aðstandendum og ekki vanmeta áhrif ofbeldisins á þá sem standa þolanda næst.

„Að vera aðstandandi einhvers sem hefur orðið fyrir kynferðisof-beldi getur tekið rosalega á. Fyrr-verandi meðleigjandi minn varð fyrir mjög grófu ofbeldi og það að reyna að hjálpa og finna til fyrir hennar hönd tók ótrúlega mikið á. Maður vill gera allt fyrir við-komandi í þessum aðstæðum en stundum getur maður það einfald-lega ekki. Það gleymist stundum að tala um aðstandendur, en það getur verið erfitt að vera í þeirri stöðu,“ segir Hjalti og bendir í því samhengi á að ekki sé kostnaðar-samt að leita sér sálfræðiaðstoðar. En hann hefur leitað sér aðstoðar vegna sinnar aðkomu að kynferð-isbrotamálum, bæði sem aðstand-andi og eftir að hafa sökkt sér djúpt í erfið mál í tengslum við starfið í Druslugöngunni.

Vottur af áfallastreituröskunHjalti segir það hafa hjálpað sér mikið að fá sálfræðiaðstoð og mælir með að aðstandendur leiti sér líka

aðstoðar. „Fólk er svo fast í því að það sjálft eigi ekki bágt því það sé bara að reyna að koma fólki til hjálp-ar. Því finnst það ekki skipta máli í þessu samhengi. En auðvitað hefur svona lagað mikil áhrif á aðstand-endur líka,“ segir Hjalti einlægur.

„Það er líka mjög erfitt að hugsa svona mikið um þessi mál, fara djúpt í inn í þennan heim og lesa sér til. Ég var kominn með vott af áfallastreituröskun þegar ég leitaði mér hjálpar. Í þeim aðstæðum er svo ótrúlega mikilvægt að finna fyrir kraftinum í Druslugöngunni og sam-stöðunni. Ég get í alvöru ekki lýst orkunni sem myndast.“

Þarf að þekkja sín mörkHjalti viðurkennir þó að hann hugsi stundum að nú sé nóg komið. Hann geti einfaldlega ekki heyrt eða lesið fleiri hræðilegar lýsingar af kynferð-isofbeldi. „Þetta var orðið mjög erfitt á tímabili. Ég þarf að vita hvenær ég á að stoppa, ef ég er til dæmis að lesa einhverja grein. Stundum þarf maður ekki að vita allt. Maður fatt-ar nefnilega ekki strax hvað þetta hefur mikil áhrif á mann. En á sama tíma er mikilvægt að vera meðvitað-ur um hversu stórt samfélagsvanda-mál kynferðisofbeldi er. Það er líka á okkar ábyrgð sem samfélag að uppræta það og þess vegna er þessi ganga svo ótrúlega mikilvæg,“ segir Hjalti sem hvetur að lokum alla til að mæta í Druslugönguna þann 23. júlí næstkomandi.

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Í grunninn er ég bara fótbolta-strákur úr Kópavoginum og var örugglega jafn vitlaus ungling-ur og margir aðrir, en svo varð ákveðinn vendipunktur. Kyn-

ferðisofbeldi snerti mig persónu-lega,“ segir Hjalti Vigfússon, einn skipuleggjenda Druslugöngunnar, um hvernig það kom til að hann fór í þetta verkefni.

Hjalti kemur nú að skipulagningu göngunnar í fjórða sinn. Manneskja sem stendur honum nærri kærði þekktan einstakling fyrir kynferðis-ofbeldi og í kjölfarið reis stór hópur í samfélaginu upp á afturlappirn-ar honum til varnar. Þá gat Hjalti ekki lengur setið aðgerðarlaus. Hann vildi gera eitthvað og stuðla að breyttri og upplýstari umræðu í samfélaginu.

Heyrir miklu meiraHjalti bendir á að fjöldinn sem verði fyrir kynferðisofbeldi ein-hvern tíma á lífsleiðinni sé svo mik-ill að flestir þekki einhvern í þeirri stöðu.

„Þegar maður byrjar að taka þátt í að skipuleggja svona viðburð heyrir maður svo miklu meira. Þá fer maður líka að hugsa um allt sem maður fær ekki að heyra. Allt fólkið sem hefur orðið fyrir ofbeldi, en hefur ekki sagt frá. Við fáum líka ótal skilaboð á hverju ári frá fólki sem vill segja sína sögu og hvaða áhrif gangan hefur haft á líf þess og það drífur mann áfram.“

Hann bendir á að þeir sem hafi verið að stíga fram á síðustu tveimur árum og segja sögu sína séu að mestu leyti ungar konur. En það þýði ekki að aðrir hafi ekki orðið fyrir ofbeldi líka. „Við höfum til dæmis hvatt fólk til að koma með ömmu sína í gönguna. Þessi þöggun, sem er sem betur fer að minnka, var svo ótrúlega mikil þegar þær voru ungar. Þessi mál voru bara ekki rædd og þær sem urðu fyrir kynferðisofbeldi á árum

áður hafa þurft að bera harm sinn í hljóði. En það er aldrei of seint að segja frá og það er svo mikilvægt að fólk viti það.“

Gríðarleg þöggunHjalti ítrekar í því samhengi að Druslugangan sé fyrir alla. Ekki bara fyrir konur og ekki bara fyrir þolendur. „Það virðist hins vegar vera erfiðara fyrir karla að segja frá ofbeldi sem þeir hafa orðið fyrir. Það er tengt einhverri karl-mennskuímynd sem er erfitt að yfirstíga. Þetta hefur samt verið að breytast síðustu ár og þegar karlar stíga fram er ótrúlega mikilvægt

að við séum til staðar og tilbúin að hlusta,“ segir Hjalti og heldur áfram:

„Kynferðisofbeldi innan samfé-lags samkynhneigðra er líka miklu meira en maður heldur. Ég finn fyrir því af því ég þekki til þar. Það er vandamál sem ekki er verið að horfast í augu við. Það er gengin Gleðiganga á hverju ári og mikil réttindabarátta í gangi. Því þarf að fylgja gleði og þá er erfitt að tala um hluti sem eru bara alls ekki gleðileg-ir. Það er gríðarleg þöggun þar, líkt og annars staðar í samfélaginu, sem þarf að takast á við.“

„Hef fengið hendur inn á mig“Hjalti segir mjög mikilvægt að setja meiri peninga í réttarvörslukerfið á Íslandi og auka það fjármagn sem sett er í fræðslu í grunnskólum.

„Við sem erum að skipuleggja Druslugönguna höfum setið nokkra fundi með ráðherrum undanfar-in ár og höfum fundið fyrir mjög takmörkuðum skilningi á alvar-leika málsins, til dæmis frá Eygló Harðardóttur félagsmálaráðherra,“ segir Hjalti sem tekur þó fram að viðbrögðin hafi verið misjöfn eftir ráðherrum. Hanna Birna Kristjáns-dóttir, fyrrverandi innanríkisráð-herra, hafi til dæmis sýnt málinu mikinn skilning og strax viljað gera úrbætur.“

Aðspurður segist Hjalti sjálfur hafa orðið fyrir áreiti af ýmsu tagi, sérstaklega þegar hann hefur farið út að skemmta sér, en hann sé ekki þolandi kynferðisofbeldis. „Ég hef til dæmis fengið hendur inn á mig, sem er ógeðslegt og alveg óþol-andi. Það eru staðir sem ég forðast því ég er brenndur af svona áreiti. Þess vegna er frábært að sjá hvað skemmtistaðirnir taka vel í plakötin sem við á vegum Druslugöngunn-ar höfum verið að setja upp.“ En hengd hafa verið plaköt þar sem fólk er minnt á að allir eigi rétt á að skemmta sér án þess að þurfa þola

Á okkar ábyrgð Hjalti segir mikilvægt að vera meðvitaður um hve stórt samfélagslegt vandamál kynferðisofbeldi er. Mynd | Rut

…viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Við höfum setið fundi með ráðherrum undanfarin ár og

höfum fundið fyrir mjög takmörkuð-um skilningi á alvarleika málsins.

Gleymist stundum að tala um aðstandendur

Hjalti Vigfússon er nú að skipuleggja sína fjórðu Druslugöngu, en hann ákvað að láta til sín taka eftir að kynferðisofbeldi snerti hann persónulega. Hann sökkti sér í málaflokkinn og var kominn með

vott að áfallastreituröskun þegar hann leitaði sér sjálfur aðstoðar.

Page 5: Amk 24 06 2016

www.gilbert.is

Euro MMXVI úrið er hannað og sett saman í tilefni af glæsilegum árangri íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu þegar þeir tryggðu sér sæti á stórmóti í fyrsta sinn í sögunni.

Euro MMXVI úrið er framleitt í takmörkuðu upplagi á úrsmíðaverkstæði Gilberts Ó. Guðjónssonar og verðaaðeins 100 númeruð úr í boði.

Gilbert Ó. Guðjónsson úrsmíðameistari og alþekktur fagmaður grandskoðar hvert einstakt úr áður en það yfirgefur verkstæði okkar.

Úrvalið af JS úrum hefur aldrei verið meira og ættu flestir að geta fundið íslenskt úr við sitt hæfi en úrvalið má skoða á vefsíðu www.gilbert.is eða www.jswatch.com.

VIÐ KYNNUM MEÐ STOLTIÍSLENSKA EM ÚRIÐ: EURO MMXVI

TIL HAMINGJU STRÁKAR

RÉTT TÍMASETNINGSKIPTIR ÖLLU MÁLI

Page 6: Amk 24 06 2016

Elsku besta stelpan mín. Þú varst í fyrsta stúlknahópnum mínum, elskuð og ógleymanleg eins og öll þau börn sem ég hef fengið að eignast hlut í um stundarsak-ir. Takk innilega fyrir hlýju orðin þín og fyrir að leita til mín vegna drengsins þíns. Slíkt traust frá leikskólabarninu mínu yljar mér svo sannarlega um hjartarætur og vonandi er ég traustsins verð.

Þetta er allt í lagiHjartanlegar hamingjuóskir með börnin þín og það er engin ástæða til að vera ráðþrota með snáðann þinn. Hann æfir viljann sinn og segir nei af festu, slíkt á eftir að koma honum vel í lífinu. Stundum er nei-ið af tómum mótþróa en það má líka; besta leiðin er að bjóða upp á valkosti og það er allt í lagi þótt hann vilji ekki fara út, það er líka hollt að vera inni ef hann kýs það fremur og mögulega vill hann bara vera nálægt þér. Eins er með óttaviðbrögð hans við tilteknum atriðum. Það hjálpar aldrei að segja börnum að vera ekki hrædd-um heldur er betra að ræða um óttann, sýna honum hvernig þú snertir skordýr af gætni meðan hann er í öruggri fjarlægð og bjóða svo blessuðum pöddunum að fara heim til sín svo að þið getið verið í friði. Smátt og smátt vaknar áhugi hans á jákvæðan hátt ef hann finn-ur að þú ert ekki að pressa á hann. Svo segirðu að hann suði stöðugt í þér en það er trúlega hans leið til að ná athygli þinni. Mörg börn og reyndar fullorðnir beita þreytandi aðferðum ef þær hafa virkað á umhverfið og stundum er neikvæð athygli betri en engin. Hins vegar er drengurinn þinn án efa skyn-samur og tilfinningaríkur eins og þú varst á hans aldri, hefurðu prófað að spjalla við hann um suðið? Hann mun skilja hvað þú ert að fara og þið getið hreinlega ákveðið að fara nýja leið ef hann vill athygli eins og að segja það beint út með glöðu röddinni sinni og svo æfið þið saman.

Ekki heimsendirÖryggi og festa er öllum mikil-væg og því reynir talsvert á fjöl-skylduna þegar annað foreldr-ið er í burtu. Hins vegar er fjarvera mannsins

þíns enginn heimsendir heldur mikilvægt verkefni sem þið hjálp-ist að við að leysa. Drengurinn ykkar þarf að vita með fyrirvara hvenær pabbinn er heima og hvenær ekki og í vinnuferðum geta þeir feðgar spjallað saman á netinu, til dæmis á föstum tímum til að halda góðri reglu á sam-skiptunum. Röð, regla og rútína eru reyndar R-reglurnar mínar sem virka óendanlega vel, ekki að allt verði að vera þaulskipulagt í fjölskyldunni heldur fastir þræðir sem barnið getur alltaf gengið að vísum. Hins vegar er vinna og álag foreldra með tvö lítil börn oft van-metin. Þegar þú ert ein á vaktinni, er líklegt að þú sért þreyttari og óþolinmóðari en ella og það get-ur drengurinn þinn fundið enda eru börn eins og loftvogir þegar kemur að líðan foreldranna. Þá mun hann spegla vanlíðan þína og reyna meira á þolrifin þín en ella. Getur verið að þú þyrftir meiri að-stoð við heimilið og börnin til að létta á ykkur öllum? Slíkt er ekki uppgjöf, heldur eintóm skynsemi.

Áfall fyrir stóra bróðurSvo er lítil systir mætt til leiks og annað barn í fjölskyldu gerir meira en að tvöfalda álag og vinnu. Svo má ekki vanmeta áhrif nýja barns-ins á snáðann ykkar sem hefur átt ykkur aleinn í fjögur ár. Hann veit að hann á að elska litlu systur og passa hana en það er ekki einfalt. Hún heimtar tíma og endalausa athygli sem honum finnst tekin af sér enda þarf hann nú að deila ykkur með henni til lífstíðar. Það er áfall og hann þarf að vinna úr því rétt eins og fullorðnir þurfa áfallahjálp. Ég veit að þið hafið hann með í stússinu, leyfið honum að hjálpa og sinna henni en hann þarf líka sinn einkatíma, ýmist með þér eða með pabba. Svo hvet ég ykkur til að ræða stundum við hann um erfiðleikana sem fylgja litlu systur, aðeins að minna hann á hvað hún geti lítið og kunni lítið, ósköp óspennandi miðað við allt sem hann kann og getur og hvað hún geti nú verið erfið. Slík um-ræða hjálpar barni að tala út erfiðar tilfinningar og í kjölfarið ræðið þið líka hversu yndisleg hún er og hvað þið eruð heppin að eiga hana þótt

svo að henni fylgi stundum ves-en og vandræði. :)

Helgarnar þéttbókaðar Þegar Jóhanna og fjölskylda eiga lausa stund um helgar nýta þau hana til hins ýtrasta.

…fjölskylda 6 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

280cm

98cm

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

JAKKAR, SKÓR, SKART, TÚNIKUR, GALLABUXUR OG

KJÓLAR

SKÓR VERÐ FRÁ KR 1950

Möst.C ÚTSALAN ER HAFIN

50% AFSL. AF öLLUM

VöRUM

Sendið Möggu Pálu spurningar á [email protected] og hún mun svara í næstu blöðum.

Hæ heimsins besta Magga Pála. Takk fyrir allt það góða og frábæra sem þú hefur kennt mér í lífinu. Þú varst svo góð við okkur í leikskól-anum og passaðir okkur svo vel. Þú kenndir okkur svo ótal margt gott sem ég hef notað sem leiðarvísi í mínu lífi. Ég hef reynt að fylgja þínum fræðum í uppeldinu á mínum börnum en núna er ég ráðþrota. Sonur minn er fjögurra og hálfs árs gamall. Hann vill ekki neitt, segir nei við öllu, þorir engu, hræddur við allt (líka litla maura) og suðar endalaust. Hann vill sjaldan leika úti og alls ekki í rigningu. Ég er mikið ein með börnin (hann og fjögurra mánaða systur) þar sem pabbinn þarf að ferð-ast mikið vegna vinnu.

Hvað á ég að gera? Hvernig breyti ég þessari hegðun, þessum enda-lausu nei-um, hræðslu og suði? Ég yrði svo þakklát að fá nokkrar línur frá þér. Með bestu kveðju og þakkir fyrir allt.

Uppeldisáhöldin Mega drengir vera viðkvæmir?

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Venjulega eru helgarnar hjá okkur þéttbókaðar – langt fram í tímann. Ef við erum ekki á fót-bolta- eða frjálsíþrótta-

móti þá er oftast eitthvað um að vera sem er tengt stórfjölskyldunni. Stundum kemur það fyrir að við eig-um lausa stund um helgar og þá nýt-um við hana til hins ýtrasta,“ segir Jóhanna S. Hannesdóttir, blaðamað-ur, rithöfundur og þjóðfræðingur.

„Okkur fjölskyldunni finnst skemmtilegast að vera úti í náttúr-unni eða vinna í garðinum okkar. Núna erum við að planta trjám í von um að það verði einhvern tímann skjól hjá okkur. Ef við erum ekki heima hjá okkur þá förum við oft upp í Hrunamannahrepp þar sem tengdafjölskyldan á bústað. Þar er þéttur skógur og alltaf logn og blíða.“

Helgarnar hjá fjölskyldunni eru þó allt öðruvísi á sumrin en á vet-urna. Á veturna eru þau meira inni og gera til dæmis meira úr kósí-kvöldinu á laugardagskvöldi. En á sumrin eru þau úti nánast allan daginn og fara bara inn til að borða og sofa.

„Við förum reglulega í ísbíltúr á sunnudegi og skiptir þá ekki máli hvort það sé vetur eða sumar – það er alltaf sama stemningin sem fylgir því að fara í ísbíltúr. Það er líka vin-

Gott að vakna með gleði í hjarta á mánudögumJóhanna og fjölskylda reyna að gera eitthvað saman allar helgar, þó sé ekki nema bara fara í ísbíltúr eða bíó

sælt að enda ísbíltúrinn á fjöruferð en það er eitthvað við fjöruna sem er svo endurnærandi fyrir sálina. Ef veðrið er það vont að við nennum ekki að vera mikið úti, þá förum við oft í Selfossbíó um helgar og sjáum einhverja skemmtilega fjölskyldu-mynd.

Jóhanna segir enga helgi vera

eins hjá fjölskyldunni en þau reyna samt alltaf að gera eitthvað saman, þó það sé ekki nema bara ísbíltúr eða bíóferð. „Þó að maður sé oft þreyttur á mánudagsmorgnum eftir annasamar helgar þá vaknar maður með gleði í hjarta yfir öllum minn-ingunum sem maður eignaðist um helgina.“

w

alla föstudaga og laugardaga

Page 7: Amk 24 06 2016

Miklu meira en bara ódýrt

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected]

Verkfæralagerinn

Ennþá meira úrval af listavörum

Kolibri trönur í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Strigar, ótal stærðir

frá 295

Miklu meira en bara ódýrt

Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, [email protected]

Verkfæralagerinn

Ennþá meira úrval af listavörum

Kolibri trönur í miklu úrvali, gæðaværa á góðu verði Strigar, ótal stærðir

frá 295

Lunchbox útvörpin loksins komin aftur!

5.995

Heyrnahlífar með útvarpi

Hamar með Fiber-skafti

795

Heftibyssur, Hand-,rafmagns- og loftheftibyssur, frábært verð.

RakamælarDekk og hjól í ótrúlegu úrvali

Strekkibönd og teygjurÞrýstiúðabrúsar1L/2L/5L/8L/16L

Skrúfbitar 33stk

595

Allt fyrir gluggaþvottinn

Þrottakústar, lengjanlegir

Fötur og balar í miklu úrvali - frá kr. 295,-

Svampar - frá kr 295,-

Sonax sápa 1L - kr. 595,-

Garðklóra

Slöngur 10/15/25/50M

Slöngutengi - frá kr 195,-

Ruslapokar 120L/140L/190L

10/25/50 Stk. Einnig glærir

frá 365

frá 4.995

Lyklahús

Öryggisskápar

frá 6.995

frá 565

1.395

Öflugar Volcan Malar-skólfur

595frá 995

Lauf/Ruslastampur

Gluggaþvörur - frá kr. 595,-

Strákústar á tannburstaverði

frá 695

frá 395

Ruslatínur í miklu úrvali

Vifta á gólfstandi

Sjálfvirkt slönguhjól

Stungu-spaði

PU Flex hanskar kr. 295,-

Hitamælar

Page 8: Amk 24 06 2016

…heilabrot 8 | amk… föstudagur 24. júní 2016

Spurt til vegar fyrir alla fjölskyldunaSudoku miðlungs

6 5 7 9 4

8 4 1

6

1 9 6 2 8

8 5 1

1

9 2

2 4 3 9

Sudoku þung

5 1 2

6 2 1 3

7 1 8

4 8 6

5

9 3 4

1 3 9

8 6 5

3 8

Krossgáta á föstudegi

Eru 53 spil í venjulegum spilastokk?

NEIR

NEIP

JÁA

Er kastaníetta ávöxtur?

JÁK

Málaði Leonardo da Vinci loft Sixtínsku kapellunnar?

JÁM

Er grábjörn stærsta bjarnartegundin?

NEIA

Er mousaka grískur ofnréttur?

JÁÐ

Er skokk ein af gangtegundum

íslenska hestsins?

NEIN

Bjó Gunnar Hámundarson á Hlíðarenda?

Er Úranus stærsti hnöttur sólkerfisins?

NEIE

Hefur oftast gosið á Íslandi úr Kötlu?

NEIO

JÁR

NEIÆ

Hafa fiðrildi tvo vængi?

NEIA

Eru 10 prósent af 250 krónum 2,50 krónur?

NEII

Er glóaldin annað orð yfir appelsínu?

JÁÚ

Nota listmálarar oftast trönur til að halda uppi

striganum?

JÁG

Var Leon Trotskí myrtur í Mexíkó?

JÁÐ

Kom bronsöld á eftir járnöld?

NEIÓ

JÁG

JÁU

NEID

JÁG

JÁA

NEII

JÁG

NEIY

JÁN

JÁR

NEIE

JÁR

NEIS

NEIA

NEIN

JÁÉ

NEIV

JÁE

JÁR

NEIB

NEIJ

JÁR

JÁL

NEIT

JÁL

JÁÓ

JÁU

KOMIN Í MARK!

BYRJAHÉR

Hvað kallast leikfang sem var upphaflega notað í

Ástralíu til veiða?

NEIK

Eru alment notuð hrosshár fiðluboga?

NEIÚ

Er Talmud trúarleg lögbók Gyðinga?

Er fullþroskuð lárpera græn?

Heita minnstu æðar mannslíkamans háræðar?

Heitir hundurinn hans Tinna Kobbi?

Eru 7 hringir í merki ólympíuleikanna?

Er Tofu gert úr soja-mjólk?

Heitir höfuðstaður Færeyja Klakksvík?

JÁD

1 2 3 4 5 6 7 8 9 10

11 12

13 14

15 16 17

18 19 20

21 22

23 24 25 26 27 28 29

30 31 32

33 34 35

36 37

38 39

Lárétt1. Grön6. Sverfa11. Pressuger12. Viðburður13. Leikni14. Pússa15. Rabb17. Mjög18. Stæla19. Kusk20. Band21. Kringja23. Sót26. Dreifa27. Hljóðfæri30. Stig31. Meginæð33. Dæla35. Hlýða36. Vesæll37. Dýr38. Snerill39. Glápa

Lóðrétt1. Komast yfir2. Lófatak3. Hvetja4. Erfðavísa5. Glóðarsteikja6. Óðagot7. Áhlaup8. Fljúga9. Krydd10. Hneta16. Vísa leið21. Rauðbrúnn22. Stjórnar að-setur23. Spergill24. Skorpa25. Greinarmerki27. Aldin28. Tryggingafé29. Undireins32. Óskert34. Kk nafn

Lausn síðustu viku

Byrjaðu á byrjunarreit og svaraðu fyrstu spurningunni já eða nei og skráðu hjá þér bókstafinn sem fylgir svarinu. Eltu svo örvarnar eftir því yfir á næstu spurningu og svo koll af kolli. Ef þú ert kominn í mark er þar lokaspurningin. Þá tekur þú saman bókstafina við öll svörin þín (þeir eru ekki endilega í réttri röð). Svarið við lokaspurningunni raðast saman úr þessum bókstöfum ef þú hefur svarað öllum spurningunum rétt. Góða skemmtun.

S T O F N M O S K A

K Y R R A O R L O F

A L G E R S K A S S

F L E S T K A R T A

T A L K T U K A L

A F Í S A

G A F A U T A F S

Æ T L A R T O L L A

S V A L I Ú R B Ó T

L I N U N S K Ú R A

A K A R N S A M A N

Page 9: Amk 24 06 2016

Fjórhjóladrifin skemmtun!Bílabúð Benna kynnir sportjeppann Tivoli, nýjasta smellinn frá bílaframleiðandanum SsangYong í Suður-Kóreu. Sportjeppinn Tivoli er allt í senn, flottur, ríkulega búinn, fjórhjóladrifinn og einstaklega lipur í akstri. Tivoli er fyrir þá kröfuhörðu sem kunna að meta stílhreina hönnun, gegnheil gæði og frábært verð.

4WD – 50/50 skipt4WD – læst

ReykjavíkTangarhöfða 8 Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9 Sími: 420 3330

OpnunartímarVirka daga frá 9:00 til 18:00Laugardaga frá 12:00 til 16:00

Kíktu í heimsókn á benni.is. Verið velkomin í reynsluakstur.

• Fjórhjóladrifinn!

• Sjálfskiptur!

• Ríkulega búinn!

• Frábært verð!

Page 10: Amk 24 06 2016

Óvæntur stuðningurÞað eru ekki mörg ár síðan Svava smitaðist af hjólabakteríunni en hún keypti fyrsta alvöru hjólið sitt hjá Kríu árið 2013.

Hún kom fjölskyldu og vinum mikið á óvart í cyclothoninu með því að fara miklu lengra en allir bjuggust við. Hún fékk þó ómetan-legan stuðning frá fólkinu í kring-um sig og er mjög þakklát fyrir það. Þá barst Svövu óvæntur stuðning-ur frá hópi kvenna á Blönduósi sem komu sérstaklega saman til að hvetja hana áfram þegar hún hjólaði þar í gegn. „Ég veit ekki

hvaða konur þetta eru en ég er þeim mjög þakklát. Ég var alveg við það að hætta á Blönduósi en fékk þarna aukinn kraft.“

Eftir að Svava lauk keppni hefur hún dvalið mikið hjá bestu vinkonu sinni í góðu yfirlæti þar sem hún hefur notið þess að glápa á þætti og borða góðan mat á meðan hún jafnar sig. „Mér finnst ég meira að segja enn finna fyrir miklum stuðn-ingi jafnvel þó ég hafi ekki klárað. Fólk er svo ánægt með að ég hafi reynt,“ segir Svava sem fer væntan-lega fljótlega að æfa sig fyrir næsta cyclothon.

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Mig hafði lengi langað að hjóla hringinn í kringum landið en hafði aldrei gefið mér tíma til þess. Ég hafði

líka kannski ekki nógu mikla trú á sjálfri mér. En þegar ég sá auglýs-ingu um WOW cyclothon, þar sem var í boði að fara hringinn á þremur dögum, þá hugsaði ég með mér að þetta væri akkúrat fyrir mig,“ segir Svava Dögg Guðmundsdóttir sem á dögunum var fyrsta konan til að taka þátt í einstaklingskeppni í WOW cyclothon.

Kláraði 507 kílómetraHún kláraði reyndar ekki hring-ferðina og lauk keppni við Mývatn eftir 507 kílómetra. Svava má engu að síður vera stolt af afrekinu, enda ekki fyrir hvern sem er að hjóla slíka vegalengd á svo skömmum tíma. „Þegar ég skráði mig til leiks gerði ég mér ekki alveg grein fyrir því hvað það þýddi að fara hringinn á svona skömmum tíma, en ég vildi gera þetta. Ef ég hefði vitað hvað ég væri að fara út í þá hefði ég hætt við. Það var svo ógeðslega mikill sárs-auki sem fylgdi þessu, en ég er mjög þakklát fyrir að hafa gert þetta,“ segir Svava sem er hvergi banginn þrátt fyrir að vera enn að jafna sig eftir keppnina. Hún er strax búin að ákveða að fara aftur á næsta ári.

„Mér finnst ég ekki þurfa það, en mig langar og er strax farið að

hlakka til. Ég veit alveg að ég get klárað þetta. Það var svo margt sem ég vissi ekki, en ef ég hefði vitað það sem ég veit núna þá hefði ég klárað.“

Viti sínu fjær af sársaukaHún segir brekkurnar á leiðinni hafa verið erfiðustu áskorunina. Þá náði hún hvorki að sofa né borða sem gerði það að verkum að hún þreyttist miklu fyrr en ella. Hún er engu að síður mjög sátt við að hafa náð alla leið á Mývatn í fyrstu tilraun. „Fyrsta markmiðið sem ég setti mér var að byrja, næsta markmið var að komast á Blönduós, það eru nefnilega margir sem hætta þar, og svo vildi ég komast til Akureyrar því allir sem ég þekki þaðan eru svo skemmtilegir. Þegar ég var komin aðeins lengra en til Akur-eyrar var ég næstum orðin viti mínu fjær af sársauka en fylgdarliðið mitt hvatti mig áfram. Ég er mjög þakklát fyrir það og hjólaði síðustu kíló-metrana á Mývatn í kvöl og pínu.“

Svava segir það hafa verið erfitt að þurfa að viðurkenna það fyrir sjálfri sér að hún kæmist ekki lengra. „Ég var brjáluð út í allt og alla, líf-ið, fylgdarliðið og allt. En mér var hjálpað í sturtu á hóteli á Mývatni og ætlaði að sjá til eftir að ég hafði hvílt mig, hvort sársaukinn stafaði bara af þreytunni eða einhverju öðru. En eftir hvíldina fann ég hvað ég var sárkvalin, meðal annars í ökklum og sitjanda. Að taka ákvörðun um að hætta var næstum jafn erfið og að hjóla þetta, en ég náði samt að hætta með bros á vör. Þegar ákvörðunin hafði verið tekin þá var ég sátt.“

Unnið í samstarfi við Artasan

Raspberry Ketones er unnið úr kjarna hindberja og að auki er grænt te í blöndunni. Rasperry

Ketones getur haft áhrif á horm-ónið adiponectin sem heilbrigt fólk í kjörþyngd hefur í miklu magni í líkamanum. Þetta horm-ón getur aukið insúlín næmi sem þýðir að blóðsykurinn er jafnari og svo brennum við fitu betur. Þegar þessi hormón starfa rétt, við borðum hollan mat og hreyf-um okkur reglulega þá söfnum við ekki umframfitu.

Grænt te er fullt af andoxun-arefnum og lífrænum efnasam-böndum sem geta haft mikil áhrif á starfsemi líkamans. Þar á meðal er bætt heilastarfsemi, fitutap (aukin fitubrennsla) og það get-ur dregið úr líkum á fjölmörgum sjúkdómum.

Trim-ItTrim-It er blanda af bætiefnum sem notuð hefur verið í áratugi en hún hjálpar til við hreinsun líkam-ans og örvar meltinguna. Trim--It inniheldur m.a. eplaedik sem hjálpar til við hreinsun eiturefna úr líkamanum og eðlileg efnaskipti, lesitín sem auðveldar meltingu á fitu og kelp (brúnþörunga) sem er sérlega steinefnaríkt. Önnur efni eru B6 sem hjálpa meltingunni og hveitikím sem er gott fyrir ónæm-iskerfið, hjarta- og æðakerfið.

Kelp, B6 vítamín og lesitín vinna einnig eins og náttúruleg þvag-ræsilyf sem hefur marga kosti því þannig getur maður losnað við um-framvökva án þess að það skolist út mikilvæg steinefni/sölt úr lík-amanum.

Sykurlöngunin hvarfSigrún Emma Björnsdóttir, cross-fit kona og einkaþjálfari, hefur notað Raspberry Ketones frá Natures Aid lengi. „Ég fann mun strax á fyrstu vikunni því sykur-löngunin nánast hvarf. Í kjölfarið minnkaði sykurátið og blóðsyk-urinn varð jafnari sem auðveld-aði mér að borða bæði minna og hollari mat. Ég fann strax mun á orkunni og skapið varð mikið betra því sykur fer virkilega illa í skapið á mér. Mittismálið á mér hefur minnkað og ég er öll mikið léttari á mér,“ segir Sigrún Emma og bætir því við að hún hafi komið töflunum í rútínuna hjá sér og taki alltaf eina fyrir morgunmatinn og eina fyrir hádegismat.

Kílóin fjúka – 19 kíló farin„Ég er orkumeiri og einnig finnst mér ég ekki þurfa að borða eins mikið og áður og ég sleppi sætindum al-gjörlega,“ segir Karen Hauksdóttir sem starfar við garðyrkju á höfuð-borgarsvæðinu en hún hefur notað Raspberry Ketones um langa hríð með góðum árangri. 19 kíló hafa fokið eftir að hún fór að nota efnið. „Eftir að Trim-It kom á markað hef ég tek-ið það líka og finnst það gera mér gott,“ bætir hún við.

Sölustaðir: Apótek, heilsubúðir og heilsuhillur verslana

„Ég veit alveg að ég get klárað þetta“Svava Dögg Guðmundsdóttir er fyrsta konan sem tekur þátt í einstaklingskeppni WOW cyclothon, en hætti keppni við Mývatn. Hún er strax búin að ákveða að fara aftur á næsta ári þrátt fyrir að hafa upplifað mikinn sársauka í keppninni.

Mikill stuðningur Svava hefur fengið mikinn stuðn-ing frá fjölskyldu og vinum og besta vinkona hennar, Kristín Hafsteinsdóttir, hefur verið henni innan handar síðustu daga. Með þeim á myndinni er dóttir Kristínar, Lovísa Sól. Mynd | Hari

…heilsa 10 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Trim-It er blanda af

bætiefnum sem notuð hefur verið í áratugi en hún hjálpar til við hreinsun líkamans og örvar meltinguna.

Minni sykurlöngun og léttari lundArtasan kynnir Raspberry Ketones og Trim-It frá Natures Aid sem eru vel þekkt og afar vinsæl þyngdarstjórnunar-efni. Rasberry Ketones dregur verulega úr sykurlöngun, eykur fitubrennslu og eykur orku á meðan Trim-It hjálpar til við hreinsun líkamans og örvar meltinguna þannig að þessi tvö efni virka mjög vel saman.

„Tek bæði Raspberry Ketones og Trim-It og finnst það virka vel saman en ég hef nú þegar misst 19 kíló.“ Karen Hauksdóttir

„Ég fann mun strax á fyrstu vikunni og mæli 100% með Raspberry Ketones.“

Sigrún Emma Björnsdóttir

Page 11: Amk 24 06 2016

Elín tók áskorun frá manninum sínum að ganga á Esjuna, þrátt fyrir að vera í slæmu formi og nýbúin að eignast barn„Ég hafði lítið sem ekkert hreyft mig í rúmt ár enda nýbúin að eignast barn og því var gönguferð á toppinn á Esj-unni töluverð áskorun. Maðurinn minn skokkaði léttur á fæti á undan mér báð-ar leiðir en á þrjóskunni hafðist þetta.

Þegar ég kom heim var ég svo gjör-samlega búin á því en var svo heppin að eiga BetterYou magnesíum flögur í kílóapoka. Ég setti hálfan poka í baðkar-ið, lá þar í hálftíma og fann þreytuna líða úr mér. Daginn eftir var ég spræk og með litlar sem engar harðsperrur með-an maðurinn minn gat ekki hreyft sig í þrjá daga á eftir og dauðöfundaði mig af magnesíum baðinu.

Viku seinna hljóp ég 7 km í kvennahlaupinu og fór svo heim í magnesíumbað og eins og síðast leið mér bara vel í fótunum daginn eftir. Ég er frekar spæld yfir að hafa ekki verið búin að uppgötva magnesíumflögurnar og magnesíum spreyin þegar ég var á fullu í fótbolta í Pepsi deild kvenna. Það er klárt mál að magnesíum flögurnar hefðu getað hjálpað mér að halda fótun-um ferskum þegar álagið var sem mest.

Ég mæli eindregið með magnesíum flögunum í baðið eftir að búið er að taka vel á því og svo er BetterYou magnesí-um spreyið mjög handhægt og upp-lagt að hafa það í íþróttatöskunni eða göngubakpokanum. Maður spreyjar því á sig fyrir og eftir æfingar eða fjall-gönguna,“ segir Elín Pálmadóttir, fram-kvæmdastjóri Bókhalds og kennslu ehf.

Útsölustaðir: Flest apótek, heilsubúðir og heilsuhillur stórmarkaða og verslana.Frekari upplýsingar á www.gengurvel.is

„Fjölmörg ensk úrvals­deildarlið nota BetterYou Magnesíum böð eftir leiki og æfingar og eru leikmenn mun fljótari að ná upp styrk og vöðvabata en eftir ís­böð,“ segir Andrew Thomas hjá Better You. „Spreyin eru frábær lausn þar sem þeim er úðað beint á vandamálasvæðið og virknin kemur nánast strax. Frábært í íþróttatöskuna eða göngubakpokann.“

Skothelt ráð gegn harðsperrum!Artasan kynnir Magnesíum flögur og Magnesíum Oil sprey frá Better You hafa sem reynst sérstaklega vel fyrir alla þá sem stunda íþróttir, mikla útivist eða fjallgöngur. Hvort heldur er fyrir börn, unglinga eða fullorðna, fyrir og eftir æfingar eða göngur, til að lina þreytuverki, krampa og strengi.

Fótboltafár á ÍslandiSýndu fótboltastrákunum okkar stuðning í verki með því að spila fótbolta á grænum svæðum höfuðborgarinnarSólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Óhætt er að segja að fótboltafár ríki á Íslandi vegna velgengni íslenska karlalandsliðsins á EM í fótbolta. Fárið snýst að miklu leyti um að horfa á fótbolta og jafnvel fá sér öl með, en það er um að gera að færa stuðninginn við liðið á næsta stig og fara út á tún eða fótboltavöll og spila smá fótbolta til

heiðurs strákunum okkar. Ef þú kannt ekki leikinn þá kallarðu bara til einhvern með smá þekkingu og færð hann með þér í lið.

Fótboltavelli eða græn svæði til íþróttaiðkunar má nefnilega finna víðsvegar um höfuðborgina og hér eru nokkrar tillögur.

Garðurinn við Landakotskirkju Er ekki mikið notaður en hann er nokkuð rúmgóður og hentar því ágætlega fyrir boltaleiki. Það getur reyndar verið vindasamt á svæð-inu en á sólríkum sumardögum skín sólin þar nánast allan daginn.

VíðistaðatúnStórt grænt svæði á milli norð-ur- og vesturbæjar Hafnarfjarðar. Túnið samanstendur af nokkrum stórum grasbölum og því mjög hentugt fyrir knattleiki.

Hljómskálagarðurinn Flestir þekkja garðinn og hafa ein-hvern tíma átt leið þar um. Hann er stór og því auðvelt að stunda boltaleiki eða aðrar íþróttir í stærri hópum. Sólin skín þar allan lið-langan daginn og tilvalið er að taka með sér nesti til að gæða sé á eftir æsilegan boltaleik.

KlambratúnEr vinsælt til ýmiskonar íþróttaiðkunar og þar má hæglega spila fótbolta með góðu móti. Það er um að gera að virkja krakkana í boltaleik á túninu en ef þeim fer að leiðast leikurinn geta þau farið á skemmtilegt leiksvæði sem er á Klambratúni.

ÆgisíðaVið Ægisíðu er fótboltavöllur með mörkum sem er mikið notaður af fótboltakrökkunum úr KR og Gróttu en þegar völlurinn er laus er ekkert því til fyrirstöðu að grípa með sér boltann og skora nokkur mörk.

LaugardalurEitt vinsælasta útivistarsvæðið á höfuðborgarsvæðinu og þar er svo sannarlega hægt að spila fótbolta með tveimur fullskipuðum liðum. Svo er hægt að skella sér í sund í Laugardalslauginni eftir leikinn.

GufunesStórt og vinsælt útvistarsvæði í Grafarvogi þar sem góð aðstaða er til íþróttaiðkunar, eins og fótbolta. Helsti ókosturinn er að stundum blæs vindur af hafinu.

…heilsa11 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Ég setti hálfan poka í baðkarið, lá þar í

hálftíma og fann þreytuna líða úr mér. Daginn eftir var ég spræk og með litlar sem engar harðsperrur meðan maðurinn minn gat ekki hreyft sig í þrjá daga á eftir og dauðöfundaði mig af magnesíum baðinu.

Fyrir svefninn og

fótaóeirðHentar öllum

Sérstak­lega fyrir íþrótta fólk

Page 12: Amk 24 06 2016

Leysir hann morðið?Hinterland á RÚV klukkan 23.50

Spennan magnast hjá velska rannsóknarlögreglumanninum Tom Mathias sem berst við eigin djöfla samhliða því sem hann rannsak-ar snúnar morðgátur. Þriðji þáttur af fjórum verður sýndur í kvöld í þessari smáþáttaröð svo það er eins gott að missa ekki úr.

Föstudagur 24.06.16rúv

17.20 Ekki bara leikur (1:10) (Not Just a Game) Heimildarþáttaröð sem afhjúpar hvernig keppnisíþróttir í Bandaríkjunum hafa ítrekað endurspeglað pólitískan áróður á tuttugustu öld. Einkum hefur orðræða forréttindahópa um málefni s.s. þjóðernishyggju, stríð, kyngervi, kynþætti, samkynhneigð og kapítalisma verið haldið á lofti í heimi íþróttanna. e.17.50 Táknmálsfréttir18.00 KrakkaRÚV (84:386)18.01 Hundalíf (4:7)18.03 Pósturinn Páll (11:13)18.18 Lundaklettur (17:32)18.26 Gulljakkinn (11:26)18.28 Drekar (9:20)18.50 Öldin hennar (25:52) 52 örþættir sendir út á jafnmörgum vikum um stórar og stefnumarkandi atburði sem tengjast sögu íslenskra kvenna, baráttu þeirra fyrir samfélagslegu jafnrétti og varpar ljósi kvennapólitík í sínum víðasta skilningi. e.19.00 Fréttir19.25 Íþróttir (206)19.30 Veður19.35 Augnablik - úr 50 ára sögu sjón-varps (25:50) Litið um öxl yfir 50 ára sögu sjónvarps og fróðleg og skemmtileg augna-blik rifjuð upp með myndefni úr Gullkist-unni. Kynnir er Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir. Dagskrárgerð: Egill Eðvarðsson.19.55 Baráttan um Bessastaði - Umræðu-þáttur Umræður með frambjóðendum til embættis forseta Íslands. Umsjónarmenn: Einar Þorsteinsson og Sigríður Hagalín Björnsdóttir.21.40 Broadcast News (Sjónvarpsfréttir) Margverðlaunuð gamanmynd sem hlaut m.a. sjö Óskarsverðlaun. Tveir fréttamenn og einn framleiðandi eiga í stormasömu sambandi á fréttastofunni. Leikstjóri: James L.Brooks. Leikarar: William Hurt, Albert Brooks og Holly Hunter.23.50 Hinterland (3:4) Velski rann-sóknarlögreglumaðurinn Tom Mathias berst við eigin djöfla samhliða því sem hann rannsakar snúnar morðgátur. Aðalhlutverk: Richard Harrington, Mali Harries og Hannah Daniel. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. e.01.25 Útvarpsfréttir í dagskrárlok (81)

sjónvarp símans08:00 Rules of Engagement (5:13)08:20 Dr. Phil09:00 America's Next Top Model (14:16)

09:45 Survivor (11:15)10:30 Pepsi MAX tónlist12:20 The Biggest Loser - Ísland (10:11)13:05 Life In Pieces (22:22)13:30 Grandfathered (22:22)13:55 The Grinder (22:22)14:20 Mr. Bean's Holiday Frábær gaman-mynd með Rowan Atkinson í aðalhlutverki. Herra Bean dettur í lukkupottinn og vinnur ferð til Cannes en ferðalagið til Frakklands er skrautlegra en nokkurn hafði órað fyrir. Leikstjóri er Steve Bendelack. 2007. 15:50 Three Rivers (12:13)16:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon17:15 The Late Late Show - James Corden17:55 Dr. Phil18:35 Everybody Loves Raymond (24:25)19:00 King of Queens (24:25)19:25 How I Met Your Mother (8:24)19:45 Korter í kvöldmat (4:12) Ástríðu-kokkurinn Óskar Finnsson kennir Íslendingum að elda bragðgóðan kvöldmat á auðveldan og hagkvæman máta. 19:50 America's Funniest Home Videos20:15 Step Up21:50 Second Chance (4:11) Spennandi þáttaröð um Jimmy Ptritchard, fyrrum lög-reglustjóra sem er með ýmislegt misjafnt á samviskunni. 22:35 The Tonight Show - Jimmy Fallon23:15 Code Black (9:18) Dramatísk þátta-röð sem gerist á bráðamóttöku sjúkrahúss í Los Angeles, þar sem læknar, hjúkrunar-fræðingar og læknanemar leggja allt í sölurnar til að bjarga mannslífum. Hver sek-únda getur skipt sköpum í baráttu upp á líf og dauða. Aðalhlutverkin leika Marcia Gay Harden, Bonnie Somerville, Raza Jaffrey, Luis Guzman og Ben Hollingsworth. 00:00 Billions (12:12) Þáttaröð og að margra mati besta nýja þáttaröð vetrarins 2015-16. Milljónamæringurinn Bobby “Axe” Axelrod hefur byggt upp stórveldi í kringum vogurnarsjóð og er grunaður um ólöglega starfshætti. Aðalhlutverkin leika Damian Lewis og Paul Giamatti. 00:45 American Crime (10:10)01:30 House of Lies (8:12) Marty Khan og félagar snúa aftur í þessum vinsælu þáttum sem hinir raunverulegu hákarlar viðskipta-lífsins. 02:00 Penny Dreadful (4:10)02:45 Zoo (11:13) Spennuþáttaröð sem byggð er á metsölubók eftir James Patter-son. Ótti grípur um sig þegar dýr byrja að ráðast á fólk og framtíð mannkyns er stefnt í voða. 03:30 Second Chance (4:11) Spennandi þáttaröð um Jimmy Ptritchard, fyrrum lög-

reglustjóra sem er með ýmislegt misjafnt á samviskunni. 04:15 The Tonight Show - Jimmy Fallon04:55 The Late Late Show - James Corden

Stöð 218:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Íþróttir

Hringbraut11:00 Þjóðbraut (e)12:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns12:30 Mannamál (e)13:00 Þjóðbraut (e)14:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns15:00 Þjóðbraut (e) 16:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns 16:30 Mannamál (e) 17:00 Þjóðbraut (e) 18:00 Lífið og Matjurtir með Auði Rafns 18:30 Mannamál (e) 19:00 Þjóðbraut (e) 20:00 Heimilið Fjölbreyttur þáttur um neytendamál, fasteignir, viðhald, heimil-isrekstur og húsráð. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson21:00 Skúrinn Lifandi þættir og líf og yndi bíladellukarla. Umsjón: Jóhannes Bachmann21:30 Kokkasögur Kokkasögur með Gissa er spjallþáttur á léttum nótum með sögum úr veitingageiranum og matvælaiðnaðinum - Kokkanámið, kokkapólitíkin, áskoranir og staðreyndir tengdar faginu. Umsjón: Gissur Guðmundsson22:00 Lífið og Heilsuráð Lukku Páls Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira.22:30 Örlögin Örlögin fjalla um venju-legt fólk sem hefur upplifað óvenjulegar aðstæður. Umsjón: Sigmundur Ernir Rúnarsson23:00 Lífið og Borðleggjandi með Sirrý Magasínþáttur Hringbrautar. Mannlífið, matur, heilsa, kúltúr, útivist, kynningar og fleira.23:30 Kvikan Fréttaskýringaþáttur um áhugaverð þjóðmál. Umsjón: Björn Þor-láksson

N419:30 Föstudagsþáttur María Björk fær til sín góða gestiDagskrá N4 er endurtekin allan sólar-hringinn um helgar.

Angel

6.100 kr.

Glæsilegt skart frá Ítalíu

Laugavegi 15 og Kringlunni – sími 511 1900 – www.michelsen.is

Bella

6.100 kr.

Bella

10.400 kr.

Angel

7.400 kr.

Hiti á fréttastofunniBroadcast News á RÚV klukkan 21. 40

Rómantísk gamanmynd frá 1987 fjallar um tvo fréttamenn í samkeppni við hvorn annan. Framleiðandinn Jane Craig flækist á milli þeirra og við tek-ur kómísk dramatík með dassi af rómantík. Stormasöm sambönd, ást, grín og óvinir. Hin fullkomna formúla fyrir sófakartöfluna á föstudagskvöldi.

Hörkuleikur í uppsiglingu Breiðablik – Valur á Stöð 2 sport klukkan 19.30

Breiðablik og Valur mætast í stórleik 8. umferðar Pepsi-deildar karla í kvöld í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Breiðablik er í þriðja sæti deildarinnar en Valur í því sjö-unda. Breiðablik vann báða leiki liðanna í fyrra 1-0 og má búast við hörkuleik á Kópa-vogsvellinum í kvöld.

…sjónvarp 12 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Page 13: Amk 24 06 2016

Ástkærasti karakter PixarLeitin að Dóru sýnd í Smárabíói, Laugarásbíói, Álfabakka, Kringlu-bíói, Sambíói Egilshöll, Akureyri og Keflavík

Dóra er einn vinsælasti karakt-er Pixar frá upphafi. Það elska allir hennar jákvæðni, kraft og gleði – ekki skemmir síðan að Ellen DeGeneres talsetur gleymna fisk-inn. Sagan byggir á fyrri mynd, Leitinni að Nemó, og fjallar um æskuár Dóru sem henni skyndilega tekst að rifja upp, hægt og rólega. Myndin hefur hlotið frábæra dóma og er fyrir alla aldurshópa.

„Ég held ég sé ein af þeim fáu eftir sem lifir fyrir línulega dagskrá. Ég horfi ábyggilega á 85% af öllum þáttum sem sýndir eru á Stöð 2, líka þeir sem eru ekki mjög góðir. Þegar ég verð uppiskroppa þá færi ég mig yfir á norðlensku stöðv-arnar og fylgist með þáttum sem ég lendi á. Ég fylgist einnig með erlendum fréttastöðvum eins og Al Jazeera. Uppáhalds þættirnir mínir eru Homeland, Blacklist, Vice og Bill Maher. Það er mikil lægð núna yfir sumarið þar sem allir þættirnir eru

í fríi, en þá hef ég verið að hækka bíómyndaleigureikninginn hjá móður minni talsvert. Gömlu Woody Allen myndirnar og upp á síðkastið grín-myndir frá árunum 2005-2007. Ég hef ekki enn kynnt mér dagskrána á RÚV nógu vel, en það er eitt af mín-um markmiðum í haust.“

SófakartaflanBrynja Jónbjarnardóttir fyrirsæta

Lifir fyrir línulega dagskrá

Skútuvogi 6 - Sími 568 6755

flísar fyrir vandlátaPORCELANOSA

Ég fyrirverð mig ekki fyrir fagnaðar-erindið. Það er kraftur Guðs sem frelsar hvern þann mann sem trúir...

www.versdagsins.is

Hart og Ferrell kitla hláturtaugarnarGet Hard Stöð 2 klukkan 22.10

Will Ferrell og Kevin Hart, ef þú elskar ekki báða þá elskar þú annan hvorn. Grínistarnir koma saman á skjáinn í kvöld þar sem Kevin Hart, í hlutverki Darnell, undirbýr milljóna-mæringjann James, leikinn af Will Ferrell, undir líf í fangelsi. Það reyn-ist þrautinni þyngra en milljóna-mæringurinn hefur lítið haft fyrir lífinu til þessa.

Ekki allt sem sýnistBloodline á Netflix

Undanfarin ár hefur Rayburn fjölskyldunni tekist að lifa flekk-lausu lífi. Þegar elsti bróðirinn, svarti sauður fjölskyldunnar, snýr aftur í heimabæinn neyðist fjölskyldan til að rifja upp gömul leyndarmál. Ekki er allt sem sýnist og flækjast dauðsföll, morð, svik og hneyksli í líf fjölskyldunnar enn á ný í þessari æsispennandi þáttaröð.

Hækkar reikning móður sinnar Brynja Jónbjarnardóttir fylgist með flestum þáttum á Stöð 2 og leigir sér bíómyndir á reikning mömmu. Mynd | Hari

…sjónvarp13 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Page 14: Amk 24 06 2016

Sólrún Lilja Ragnarsdó[email protected]

Kristjana Rúnarsdótt-ir förðunarfræðingur, sem sér um Lancôme á Íslandi, dvaldi í London á dögunum þar

sem hún fékk að starfa með Lisu Eldridge í nokkra daga. Óhætt er að fullyrða að Lisa sé einn eftirsótt-asti og virtasti förðunarfræðingur í heimi og það var Kristjönu því mik-ill heiður að fá þetta tækifæri.

Farðar Kim Kardashian„Lisa er förðunarfræðingur flestra stóru stjarnanna í dag. Eins og Kate Winslet, Natalie Portman og Kim Kardashian. Hún sér líka mjög oft um Vouge forsíðurnar. Hún fær all-ar stærstu forsíðurnar, líka í Asíu,“ segir Kristjana og heldur áfram: „Maður lærir svo mikið af henni og fær innblástur. Ég hef farðað með mörgum risanöfnum en með Lisu er ég ekki að byggja mig upp til að sanna mig fyrir henni. Við erum að vinna saman. Innblásturinn er gagnkvæmur.“

Lisa er einnig listrænn stjórnandi Lancôme og kemur að þróun nýrra vara. „Hún kemur bókstaflega að öllu. Þess vegna ferðast hún líka mikið um Asíu. Tískan byrjar nefnilega þar og við fylgjum eftir. Þetta var öfugt, en hefur breyst,“ útskýrir Kristjana.

Fer í strangt próf á hverju áriTilgangurinn með Londonferðinni var þó ekki bara að hitta Lisu, held-ur sótti Kristjana markaðsfundi ásamt því að fara í árlegt próf til að halda titli sínum sem alþjóðlegur förðunarfræðingur. Hún þarf að fá yfir 9 í einkunn, annars missir hún titilinn.

„Þetta er gríðarlega mikið álag en ég tek þessu öðruvísi núna en fyrst. Það fer bara sem fer. Það er auðvitað mikið í húfi. Maður er í prófi alveg frá því maður mætir á staðinn. Prófið snýr að allri hegðun manns, framkomu og hvernig mað-ur kennir. Fyrst þegar ég fór í þetta próf var dómnefndin franska Vouge og Maire Claire. Nú voru í dóm-nefndinni fagmenn innan Lancôme

og Loréal Lux sem tóku meðal annars út persónuleikann og ork-una sem maður gaf frá sér. Maður þarf að hafa algjöra ástríðu fyrir því sem maður er að gera,“ segir Kristj-

ana og hana skortir svo sannar-lega ekki ástríðuna. Hún

ljómar öll þegar hún talar um starfið – sem hún sinnir af mikilli kostgæfni. Enda hefur henni alltaf gengið vel í prófunum og hefur

haldið titlinum frá því hún fékk hann –

fyrst íslenskra förðunar-fræðinga.

Sér um stóru stjörnurnarEn hvaða þýðingu hefur það fyrir hana að vera alþjóðlegur förðunar-fræðingur? „Ég hef verið kölluð út í verkefni út um allt. Hef til dæmis starfað í New York og París. Ísland er auðvitað minn aðalstaður og hér á landi er ég í ýmsum förðunarver-kefnum. Meðal annars fyrir blöð og tímarit. Svo þegar einhverjar stórar stjörnur koma til landsins þá er ég fengin til að farða þær. Allar farðan-ir frá Lancôme fara í gegnum mig á Íslandi. Ég veit kröfurnar þeirra og fæ líka að hafa áhrif.“

Eftir að hafa prófað að vinna með Lisu getur Kristjana líka alltaf átt von á því að vera kölluð út til að sinna verkefnum með henni. „Sam-band okkar Lisu er mjög gott og við náum vel saman. Hún er einstak-lega ljúf og góð og kurteis. Alveg frábær kona og mikill listamaður. Það er alveg frábært að hafa hana með sér í liði.“

…tíska 14 | amk… FÖSTUDAGUR 24. JÚNÍ 2016

Þetta er gríðarlega

mikið álag en ég tek þessu öðruvísi núna en fyrst. Það fer bara sem fer. Það er auðvitað mikið í húfi. Maður er í prófi alveg frá því maður mætir á staðinn.

9.0Kristjana þarf yfir níu

í einkunn á árlegu prófi

til að halda titlinum al­

þjóðlegur förðunar­

fræðingur

PÓSTSENDUM FRÍTT HVERT Á LAND SEM ER

Fákafeni 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is

Áhrifaríkt náttúruefni sem færir okkur vellíðan að innan sem utan. Kísill er næstalgengasta frumefni jarðarinnar og sé það tekið inn þá hefur það undraverð áhrif á meltinguna auk þess að hafa jákvæð áhrif á húð og hár.

RE-SILICA er náttúruleg kísilsýra í kvoðuformisem vinnur hratt og vel á vandamálinu.

280cm

98cm

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní

Túnika kr. 3000

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta

Loksins komnar aftur

*leggings háar í mittinu

kr. 5500.

Tökum upp nýjar vörur daglega

Möst.C ÚTSALAN ER HAFIN

SKÓR VERÐ FRÁ KR 1950

50% AFSL. AF öLLuM

VöRuM

Frábært tækifæri Kristjana segist ekki þurfa að sanna sig fyrir Lisu, heldur vinni þær saman og fái innblástur frá hvor annarri.

Með Lisu Kristjana getur átt von á því að vera kölluð út til að vinna aftur að verkefn-um með Lisu.

Þarf að hafa mikla ástríðuKristjana Rúnarsdóttir fékk að starfa með Lisu Eldridge, sem er einn eftirsóttasti förðunarfræðingur í heimi. Á hverju ári fer hún í próf til að halda titli sínum sem alþjóðlegur förðunarfræðingur.

Page 15: Amk 24 06 2016
Page 16: Amk 24 06 2016

Þú leigir hjá okkur sendibíl í stærð sem hentar fyrir þig, með

eða án lyftu, og keyrir sjálfur. Hafðu samband í síma

566 5030 – Cargobilar.is

Ertu að flytja? Vantar þig sEndibíl?

alla föstudaga og laugardaga

„Ég var með hanakamb þegar ég var í Hagaskóla og gekk um með anarkistamerki um hálsinn.“Halla Oddný Magnúsdóttir í viðtali við amk... á morgun

Ben Affleck mætti fullur í sjónvarpsviðtalStórleikarinn bölvar NFL í sand og ösku með tilþrifum

Gummi Ben líkt og refur að makast

Það hlaut að koma að því segja sumir. Fótboltalýsandinn Gummi Ben er stjarna netheima þessa dagana. Myndbrot af honum að lýsa 94. mínútu í leik Íslands gegn Austurríki á miðvikudaginn hefur ferðast víða á samfélagsmiðlum. Íþróttafréttamaður Telegraph sagði að næst þegar hann óttast refi að stunda kynlíf fyrir utan gluggann sinn þá geti hann sof-ið rótt, það sé einungis íslenskur lýsandi þar á ferð. Dóri DNA sagði það besta við lýsinguna vera hversu óhugnanleg hún er, líkt og verið væri að kveikja í manninum. Á vefsíðunni Reddit var mynd-skeiðið efst og „trending“, það er engin furða enda ótrúleg innlifun hjá manninum.

Saga Sig leikstýrir myndbandi Glowie

Ljósmyndarinn Saga Sig ein-beitir sér að leikstjórn og mynd-bandagerð um þessar mundir. Hún hóf störf hjá Sagafilm í lok síðasta árs og leikstýrði með-al annars nýju Kristals auglýs-ingunni og tónlistarmyndbandi fyrir Sylvíu Erlu við lagið Gone. Hennar nýjasta verkefni er tón-listarmyndband fyrir söngkonuna Glowie og birtu þær báðar mynd-ir á bak við tjöldin á Instagram. Sumarlegur og nostalgískur fíl-ingur.

Arna Ýr, Kylie Jenner Íslands

Þau sem fylgja ungfrú Íslandi, Örnu Ýri, á Snapchat (arnayr) hafa eflaust heyrt talað um Tanja lashes. Arna er dugleg að leyfa fylgjendum sínum að kíkja í snyrti-budduna. Þar dásamar hún augnhárin sem tískubloggarinn og netverslun-areigandinn Tanja Ýr framleið-ir. Augnhárin rokseljast í hverri sendingu og þegar Tanja fer með sendingu til Akureyrar standa stúlkur í röðum eftir þeim.

Ekki var annað að sjá en að stórleikarinn Ben Affleck (43) hafi verið drukkinn í spjall-þáttaviðtali á dögunum. Ben var þvoglumæltur og sljór til augnanna þegar hann spjallaði við þáttastjórnanda Any Given Wednesday, sem er íþrótta- og poppmenningarþáttur á HBO sjónvarpsstöðinni. Hann hrækti út fúkyrðum um NFL, því þeir settu Tom Bady í bann fyrir að

neita þeim um að láta þá fá sím-ann sinn og notaði f-orðið hvorki meira né minna en 17 sinnum í þessu fimm mínútna viðtali.

Framkoma Ben varð til þess að fólk fann sig knúið til að skilja eft-ir fremur slök ummæli um hann á samfélagsmiðlum. Einn áhorf-andi sagði „Hann svitnar vodka“ og annar sagði „Fjárinn, fáðu þér aðstoð við alkóhólisma. Þessi tómu augu eru ógnvekjandi.“