20 ha 2010...hreyfing og heilsa eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli. föstudaginn 9. apríl...

86
20 10 ÁRSSKÝRSLA

Upload: others

Post on 14-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 2010ÁRSSKÝRSLA

  • Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún María Kristinsdóttir. Ljósmyndir: Dagbjört Brynja Harðardóttir, Dagmar Ýr

    Stefánsdóttir, Embla Eir Oddsdóttir og Ljósmyndastofa Páls. Lestur handrits: Bragi Guðmundsson. Hönnun: Stíll. Prentvinnsla:

    Ásprent. ISSN-L 1670-4894

  • 5

    Stjórn bls. 6

    Skipurit bls. 6

    Formáli rektors bls. 9

    Nemendafjöldi bls. 10

    Starfsmenn bls. 11

    Gæðamál bls.12

    Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 15

    Heilbrigðisvísindasvið bls. 16

    Hug- og félagsvísindasvið bls. 20

    Miðstöð skólaþróunar bls. 26

    Viðskipta- og raunvísindasvið bls. 28

    Markaðs- og kynningarsvið bls. 34

    Fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið bls. 35

    Nemendur og deildir bls. 36

    Kennslusvið bls. 37

    Fjarnám bls. 40

    Rannsókna- og þróunarmiðstöð HA - RHA bls. 42

    Rannsóknaþing Norðursins NRF bls. 44

    Upplýsingasvið bls. 46

    Félag stúdenta við HA - FSHA bls. 47

    Félagsstofnun stúdenta - FÉSTA bls. 49

    Símenntun HA bls. 50

    Sjávarútvegsmiðstöðin við HA - SHA bls. 53

    Rannsóknamiðstöð ferðamála - RMF bls. 54

    RES – Orkuskóli bls. 57

    Samningar og samstarfsstofnanir bls. 58

    Styrkir og gjafir bls. 60

    Eitt og annað bls. 64

    Ársreikningur bls. 70

    Brautskráning bls. 72

    Brautskráningarræða rektors bls. 74

    Brautskráðir – listi bls. 80

    Lokaverkefni bls. 82

    Efnisyfirlit

  • 6

    stjórnYfirstjórn háskólans er falin háskólaráði og rektor og

    er háskólaráð æðsti ákvörðunaraðili innan háskólans.

    Háskólaráð hélt ellefu formlega fundi árið 2010. Þann 1.

    júní tóku gildi lög nr. 50/2010 um breytingar á lögum um

    opinbera háskóla nr. 85/2008. Með þeim breyttist skipun

    háskólaráðs á þann veg að fulltrúum háskólasamfélagsins

    var fjölgað úr einum í tvo en fulltrúum menntamálaráðherra

    fækkað úr tveimur í einn.

    Háskólafundur er haldinn a.m.k. einu sinni á ári. Hann er

    vettvangur fyrir umræðu um fagleg málefni innan háskólans

    og akademíska stefnumótun. Fulltrúar nemenda, kennara

    og annars starfsfólks sitja háskólafundi. Haldinn var einn

    háskólafundur á árinu.

    Framkvæmdastjórn sér um samræmingu á daglegum

    rekstri háskólans. Þar er farið yfir fjármál, áætlanagerð,

    uppgjör og teknar ákvarðanir um samstarfssamninga,

    rætt um framgang þróunarverkefna og nýsköpunar, auk

    samræmingar verkefna á milli einstakra akademískra

    skipulagseininga og háskólaskrifstofu. Stjórnin er skipuð

    rektor, forsetum fræðasviða og framkvæmdastjóra.

    Við háskólann starfar gæðaráð. Meginhlutverk þess er að

    bera ábyrgð á framkvæmd gæðakerfis háskólans og tryggja

    að háskólinn standist ávallt þær kröfur sem gerðar eru til

    gæða í starfi hans. Sæti í gæðaráði eiga rektor, forsetar

    fræðasviða, framkvæmdastjóri, gæðastjóri, forstöðumaður

    kennslusviðs, tveir fulltrúar starfsmanna háskólans og tveir

    fulltrúar frá nemendum.

    Eftirtaldir fulltrúar skipuðu háskólaráð á fyrri hluta árs

    2010 skv. lögum um opinbera háskóla nr. 85/2008:

    Aðalheiður Ámundadóttir fulltrúi nemenda

    Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra, fulltrúi menntamálaráðherra

    Baldur Guðnason framkvæmdastjóri, fulltrúi menntamálaráðherra

    Helga Hlín Hákonardóttir framkvæmdastjóri, fulltrúi háskólaráðs

    Páll Skúlason prófessor, fulltrúi háskólaráðs

    Stefán B. Sigurðsson rektor, formaður háskólaráðs

    Þóroddur Bjarnason prófessor, fulltrúi háskólasamfélagsins

    Til vara:

    Andrea Hjálmsdóttir lektor, fulltrúi menntamálaráðherra

    Elísabet Hjörleifsdóttir dósent, fulltrúi háskólasamfélagsins

    Jóhanna Guðrún S. Magnúsdóttir fulltrúi nemenda

    Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri, fulltrúi menntamálaráðherra

    Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri, skipuð af háskólaráði

    Háskólaráð var skipað upp á nýtt á haustmisseri 2010 í

    samræmi við lög nr. 50/2010.

    Nýtt háskólaráð kom fyrst saman 7. desember þannig

    skipað:

    Birna María Svanbjörnsdóttir lektor og forstöðumaður Mið-stöðvar skólaþróunar, fulltrúi háskólasamfélagsins

    Hjörleifur Einarsson prófessor, fulltrúi háskólasamfélagsins

    Kristín Ástgeirsdóttir jafnréttisstýra, fulltrúi menntamálaráðherra

  • 7

    Páll Skúlason prófessor, fulltrúi háskólaráðs

    Stefán B. Sigurðsson rektor, formaður háskólaráðs

    Svanfríður Inga Jónasdóttir bæjarstjóri, fulltrúi háskólaráðs

    Sveinn Arnarsson fulltrúi nemenda

    Til vara:

    Hafdís Erna Ásbjarnardóttir fulltrúi nemenda

    Hallur Gunnarsson sérfræðingur, fulltrúi menntamálaráðherra

    Hermann Óskarsson dósent, fulltrúi háskólasamfélagsins

    Jóna Jónsdóttir starfsmannastjóri, fulltrúi háskólaráðs

    Óskar Þór Vilhjálmsson tæknimaður, fulltrúi háskólasamfélagsins.

    Rektor:

    Stefán B. Sigurðsson prófessor.

    Framkvæmdastjóri:

    Ólafur Halldórsson.

    Gæðastjóri:

    Sigrún Magnúsdóttir.

    Fræðasvið og forsetar fræðasviða: Háskólinn skiptist í þrjú

    fræðasvið skv. 7. gr. reglna fyrir Háskólann á Akureyri nr.

    387/2009.

    Heilbrigðisvísindasvið: Árún Kr. Sigurðardóttir var forseti

    heilbrigðisvísindasviðs. Staðgengill forseta var Hafdís

    Skúladóttir lektor.

    Hug- og félagsvísindasvið: Sigurður Kristinsson var forseti

    hug- og félagsvísindasviðs. Staðgengill forseta var Anna

    Þóra Baldursdóttir lektor.

    Viðskipta- og raunvísindasvið: Hans Kr. Guðmundsson var

    forseti viðskipta- og raunvísindasviðs. Staðgengill forseta

    var Ögmundur Knútsson dósent.

    Forstöðumenn háskólaskrifstofu

    Fjármála-, starfsmanna- og rekstrarsvið: Úlfar Hauksson.

    Kennslusvið: Skólaárið 2009–2010 var Solveig Hrafnsdóttir

    náms- og starfsráðgjafi forstöðumaður kennslusviðs.

    Skólaárið 2010–2011 var Sigrún Magnúsdóttir gæðastjóri

    forstöðumaður kennslusviðs.

    Markaðs- og kynningarsvið: Dagmar Ýr Stefánsdóttir.

    Frá því í maí til áramóta var Dagbjört Brynja Harðardóttir

    starfandi markaðs- og kynningarstjóri.

    RHA – Rannsókna- og þróunarmiðstöð: Guðrún Rósa

    Þórsteinsdóttir.

    Upplýsingasvið: Astrid Margrét Magnúsdóttir. Frá því í júní

    til áramóta var Hjalti Jóhannesson starfandi forstöðumaður

    RHA.

    Reglur og stefnumál samþykkt af háskólaráði 2010:

    · Reglur nr. 246/2010 um breytingu á reglum nr. 611/2009

    um stjórnskipulag hug- og félagsvísindasviðs HA

    · Reglur hug- og félagsvísindasviðs um símat,

    samþykktar í háskólaráði 8. júní, til fyllingar reglum um

    námsmat fyrir Háskólann á Akureyri nr. 885/2009

    · Reglur nr. 1171/2010 um breytingar á reglum

    nr. 414/2006 um val á nemendum til náms í iðjuþjálfun

    við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri

    · Reglur nr. 1172/2010 um breytingar á reglum nr.

    413/2006 um val á nemendum til náms í hjúkrunarfræði

    við heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri.

  • 8

  • 9

    Í þessari ársskýrslu er gerð grein fyrir starfsemi og þróun

    háskólans á ýmsum sviðum árið 2010.

    Skólastarfið bar óhjákvæmilega nokkur merki þess mikla

    niðurskurðar sem háskólinn hefur þurft að glíma við árin

    2009 og 2010. Leiðarljós yfirstjórnar árið 2010 var að skerða

    ekki námsframboð eða rýra gæði þess, og að

    komast hjá uppsögnum starfsfólks. Haft var víðtækt

    samráð við starfsfólk háskólans um að finna leiðir

    til hagræðingar í samræmi við það. Starfsfólki

    er hér með þakkað fyrir virka þátttöku í að leiða

    háskólann í gegnum efnahagsörðugleikana.

    Árið 2010 einkenndist líka af metnaðarfullu skóla-

    starfi. Fjórði áfangi bygginga á Sólborg var tekinn í

    notkun við hátíðlega athöfn í ágúst. Byggingin rúm-

    ar m.a. móttöku, hátíðarsal, tæknivæddar kennslustofur og

    vinnurými fyrir nemendur og nýtist húsnæðið einnig mjög

    vel til ráðstefnuhalds. Anddyrið í nýja áfanganum hlaut

    nafnið Miðborg.

    RES-Orkuskóli hætti starfsemi í lok ársins vegna mikilla

    fjárhagsörðugleika. Háskólinn á Akureyri tók að sér fag-

    lega ábyrgð á námi og námslokum nemendahópsins og

    brautskráði 43 nemendur í febrúar 2011.

    Með miklu aðhaldi tókst að halda rekstri háskólans innan

    fjárlaga. Úthlutun rannsóknarmissera var frestað og sam-

    komu lag um tímabundna launaskerðingu náðist við

    Félag háskólakennara á Akureyri og SFR-Stéttarfélag í

    almanna þjónustu. Gripið var til ýmis konar samþættingar í

    stoðþjónustu.

    Sem dæmi um hagræðingu í skólastarfi má nefna að

    námskeið í aðferðafræði eru nú kennd sameiginlega fyrir

    fræðasviðin þrjú með góðum árangri. Háskólinn gerði

    samning við Ríkisútvarpið um leigu RÚV á fyrrum húsnæði

    tölvudeildar HA á Sólborg. Rekstur háskólans er í jafnvægi

    og fjárhagsleg staða hans hefur batnað þrátt fyrir afar erfitt

    árferði og gefur það tilefni til að líta björtum augum fram á

    veginn.

    Mennta- og menningarmálaráðherra birti Stefnu um opin

    bera háskóla þann 9. ágúst 2010. Ríkisstjórn samþykkti

    stefnu mörkunina og Verkefnisstjórn um samstarf

    opin beru háskólanna tók til starfa skipuð fulltrúum

    háskólanna fjögurra, Háskóla Íslands, HA, Háskólans á

    Hólum – Hólaskóla og Landbúnaðarháskóla Íslands á

    Hvanneyri. Verkefnisstjórn vann mikið starf við undirbúning

    samstarfsnets háskólanna sem mun taka til starfa 2012.

    Formlegu samstarfsneti er ætlað að efla háskólakennslu,

    rannsóknir og nýsköpun í íslensku háskólasamfélagi. Um

    leið er hagrætt í rekstri til að nýta fjármuni sem best.

    Fjarnám við HA er í sífelldri þróun. Í maí 2010 kom út skýrslan

    Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri – stefnumótun, unnin

    af starfshópi á vegum rektors. Í stuttu máli gerir skýrslan

    ráð fyrir auknu framboði á námi sem óháð er stað og

    stund. Á vormisseri 2011 voru kennd þrjú námskeið í

    tilraunaskyni þar sem beitt var þessum hugmyndum og hafa

    bæði kennarar og nemendur lýst yfir mikilli ánægju með

    tilraunina.

    Árið 2010 voru brautskráðir 376 nemendur frá Háskólanum

    á Akureyri og hafa þeir aldrei verið fleiri.

    Ég vil þakka Guðrúnu M. Kristinsdóttur, ritstjóra árs-

    skýrslunnar, og öllum þeim sem lögðu til efni í skýrsluna

    eða aðstoðuðu við gerð hennar með öðrum hætti.

    formáli rEktorsSTEFÁN B. SIGURÐSSON

    „Rekstur háskólans er í jafnvægi og fjárhags-

    leg staða hans hefur batnað þrátt fyrir afar erfitt

    árferði og gefur það tilefni til að líta björtum

    augum fram á veginn.“

  • 10

    nEmEndafjöldiAlls voru 1632 nemendur skráðir til náms á haustmisseri

    2009. Í staðarnám voru skráðir 749 nemendur, 541 í fjarnám

    og 342 stunduðu framhaldsnám. Konur voru í miklum meiri-

    hluta eins og verið hefur eða 1199 og karlar voru 433. Alls

    var 84 umsækjendum synjað um skólavist.

  • 11

    starfsmEnnÁ árinu hlutu eftirtaldir starfsmenn framgang eða fengu

    hæfisdóma í tengslum við ráðningar:

    Andrea Hjálmsdóttir, lektor í tímabundnu starfi við hug- og

    félagsvísindasvið, vegna fyrirlagnar rannsóknarinnar Heilsa

    og lífskjör skólabarna

    Ársæll Már Arnarsson, prófessor við hug- og félagsvísindasvið

    Birgir Guðmundsson, dósent við hug- og félagsvísindasvið

    Vífill Karlsson, lektor við viðskipta- og raunvísindasvið

    Ögmundur Knútsson, dósent við viðskipta- og raunvísindasvið

    Sólveig Ása Árnadóttir, dósent við heil-

    brigðis vísindasvið Háskólans á Akureyri,

    varði doktorsritgerð sína í sjúkraþjálfun

    við læknadeild Umeåháskóla í Svíþjóð 1.

    október 2010. Titillinn á verkinu er Physical

    activity, participation and selfrated health

    among older communitydwelling Icelanders.

    Á íslensku heitir doktorsverkefnið Þátttaka,

    hreyfing og heilsa eldra fólks í dreifbýli og

    þéttbýli.

    Föstudaginn 9. apríl varði Rannveig Björns-

    dóttir, dósent við Háskólann á Akureyri,

    doktorsritgerð sína í líf- og læknavísindum

    við Læknadeild Háskóla Íslands. Heiti

    doktorsverkefnisins á ensku er The bacterial

    community during early production stages

    of intensively reared halibut (Hippoglossus

    hippoglossus L.). Á íslensku heitir verkið

    Bakteríuflóra á fyrstu stigum lúðueldis.

    Rannsóknarvirkni starfsmanna HA, mældur í fjölda

    birtinga ritrýndra fræðigreina, hefur vaxið hratt síðustu ár

    og ekkert lát virðist þar á. Birting ritrýndra fræðigreina er

    einn ábyggilegasti mælikvarðinn á gæði rannsóknarstarfs

    sem háskólarnir ráða yfir. Þetta er ánægjuleg þróun. Það

    markmið sem háskólinn setti sér varðandi birtingar fyrir

    árið 2010 náðist. Markmiðið var að birtar yrðu 25 ISI greinar

    á árinu. Starfsmenn HA sendu frá sér 41 ISI grein sem er

    64% umfram sett markmið.

    Í tengslum við samþykkt rekstraráætlunar HA fyrir 2010 í

    háskólaráði í desember 2009 var ákveðið að fresta úthlutun

    rannsóknarmissera til kennara við HA árið 2010. Engum

    rannsóknarmisserum var því úthlutað á árinu. Frestun

    rannsóknarmissera var liður í nauðsynlegri hagræðingu

    í skólastarfinu vegna niðurskurðar á opinberu framlagi til

    háskólans í kjölfar efnahagskreppunnar.

    Reglur um rannsóknarmisseri kennara við HA nr. 157/2008

    verða endurskoðaðar. Opinberu háskólarnir fjórir hófu

    formlegt samstarf árið 2010 fyrir forgöngu mennta- og

    menningarmálaráðherra og meðal annars er stefnt að

    samræmingu varðandi reglur um rannsóknarmisseri.

  • 12

    GæðamálVið háskólann starfar gæðaráð sem heldur fundi að jafnaði

    einu sinni í mánuði yfir vetrartímann. Gæðaráðið hélt alls

    tíu fundi árið 2010. Sæti í gæðaráði eiga rektor, forsetar

    fræðasviða, framkvæmdastjóri, gæðastjóri, forstöðumaður

    kennslusviðs, einn fulltrúi starfsmanna háskólans og annar

    frá nemendum. Með nýjum reglum um gæðaráð sem settar

    voru í ársbyrjun 2011 var fulltrúum starfsfólks og nemenda

    fjölgað í tvo. Rektor er formaður ráðsins.

    Á árinu sátu eftirtaldir fundi í gæðaráði: Stefán B. Sigurðs-

    son rektor, Árún Kr. Sigurðardóttir, forseti heilbrigðis-

    vísindasviðs, og Hafdís Skúladóttir staðgengill hennar, Hans

    Kr. Guðmundsson, forseti viðskipta- og raunvísindasviðs, og

    Ögmundur Knútsson staðgengill hans, Sigurður Kristinsson,

    forseti hug- og félagsvísindasviðs, Ólafur Halldórsson

    framkvæmdastjóri, Sigrún Magnúsdóttir gæðastjóri, Solveig

    Hrafnsdóttir, náms- og starfsráðgjafi og forstöðumaður

    kennslusviðs til 1. ágúst en þá tók Sigrún gæðastjóri við

    starfi hennar sem forstöðumaður kennslusviðs. Solveig sat

    áfram í ráðinu sem staðgengill forstöðumanns kennslusviðs

    frá sama tíma en Ása Guðmundardóttir sat einn fund

    gæðaráðs sem varamaður Solveigar á meðan hún var

    forstöðumaður. Helgi Gestsson lektor og frá 36. fundi Ársæll

    Már Arnarsson prófessor sátu fundi ráðsins sem fulltrúar

    starfsmanna og Steinunn Aðalbjarnardóttir sem varamaður

    Helga. Valdemar Pálsson og Kolbrún Eva Ríkharðsdóttir

    sátu sem aðalfulltrúar nemenda á árinu og Hafdís Erna

    Ásbjarnardóttir sem varafulltrúi þeirra.

    Á fyrstu mánuðum ársins var unnið samtímis að þremur

    úttektum, þ.e. eftirfylgniúttekt vegna viðurkenninga á öllum

    fræðasviðum háskólans og úttektum á námsbrautum

    í lögfræði og viðskiptafræði. Var þetta gert samkvæmt

    áætlun menntamálaráðuneytis til þriggja ára um ytra mat

    á kennslu og rannsóknum. Eftirfylgniúttektinni lauk á

    árinu, úttektaraðilar komu í heimsókn og úttektarskýrsla

    var gefin út. Fagúttekt á lögfræði stóð þannig í árslok að

    sjálfsmatsskýrslu var skilað, úttektaraðilar komu í heimsókn

    en úttektarskýrsla barst HA ekki á árinu. Sjálfsmatsskýrsla

    vegna viðskiptafræði var send menntamálaráðuneytinu en

    úttekt af hálfu ráðuneytisins fór ekki fram.

    Meginhlutverk gæðaráðs er að bera ábyrgð á framkvæmd

    gæðakerfis háskólans og tryggja að hann standist ávallt

    þær kröfur sem gerðar eru til gæða í starfi hans. Gæðaráð

    fjallaði um hefðbundin viðfangsefni eins og námskeiðsmat,

    rannsóknarvirkni akademískra starfsmanna, fræðslu-

    áætlun starfsfólks fyrir 2010–2011, fram kvæmd starfs-

    mannasamtala, stöðu innleiðingar hæfniviðmiða og

    brotthvarf nemenda frá námi svo eitthvað sé nefnt. Meðal

    framfara- og umbótamála sem gæðaráð vann að, eða

    starfshópar á þess vegum, má nefna vinnu við handbók

    nemenda og skilgreiningar á réttindum þeirra, skyldum og

    málskotsrétti. Ennfremur formfestingu vegna framkvæmdar

    kannana á vegum háskólans, skipun kannanateymis og

    ákvörðun ferlis fyrir kvartanir nemenda til gæðastjóra.

    Áfangaskýrslan Sveigjanlegt nám við Háskólann á Akureyri

    – stefnumótun sem kom út í maí 2010 var til umræðu hjá

    gæðaráði á árinu. Ákveðið var að gera tilraun með þrjú

    námskeið á vormisseri 2011, eitt af hverju fræðasviði, sem

    kennd yrðu sem sveigjanlegt nám. Jafnframt var ákveðið

    að á undirbúnings- og þróunartímanum yrði fylgst vel með

    framvindunni og brugðist við hnökrum sem upp kynnu að

    koma.

    Loks skal þess getið að gæðaráð fékk Claus Nygaard,

    prófessor og framkvæmdastjóra rannsókna, frá Copenhagen

    Business School (CBS) í heimsókn í september. Haldnir

    voru vinnufundir með gæðaráði, stjórnendum fræðasviða,

    deilda og námsbrauta, fulltrúum nemenda og starfsfólki

    háskólans um stefnu HA sem lýtur að námi og hvernig

    hægt er að móta staðblæ meðal nemenda og starfsmanna.

    CBS er leiðandi háskóli í Evrópu og gæðastarfið, sem Claus

    Nygaard hefur átt ríkan þátt í að móta, hefur hlotið verðlaun

    og viðurkenningar á undanförnum árum. Við CBS eru

    nemendur og nám í fyrirrúmi og þar hefur mönnum tekist

    sérstaklega vel að efla gæði og þróa gæðameðvitund meðal

    nemenda og starfsmanna.

  • 13

  • 14

  • 15

    Góðvinir Háskólans á akurEyriGóðvinir eru samtök nemenda, sem brautskráðir eru frá

    Háskólanum á Akureyri, og annarra velunnara háskólans.

    Brautskráðir nemendur verða sjálfkrafa meðlimir í félaginu

    við brautskráningu en byrja ekki að greiða félagsgjöld fyrr

    en tveimur árum síðar. Markmið samtakanna eru að auka

    tengsl háskólans við fyrrum nemendur sína og styðja við

    uppbyggingu háskólans eftir fremsta megni, fjárhagslega

    og á annan hátt. Þetta gera Góðvinir m.a. með því að heiðra

    nemendur við brautskráningu, innheimta félagsgjöld og

    styðja við háskólann með gjöfum.

    Aðalfundur fyrir árið 2010 var haldinn 14. nóvember 2011

    í Háskólanum á Akureyri. Andrea Hjálmsdóttir formaður

    flutti skýrslu stjórnar og fór þar yfir verkefni Góðvina á

    árinu. Þar bar hæst undirbúning fyrir móttöku að lokinni

    brautskráningu og gjöf sem var gefin háskólanum í tilefni af

    opnun nýbyggingar.

    Góðvinir heiðra árlega við brautskráningu einn nemanda

    frá hverju fræðasviði. Verðlaunin eru gullnælur sem Kristín

    Petra Guðmundsdóttir gullsmiður hannar og smíðar

    sérstaklega fyrir Góðvini. Eftir tilnefningar frá fræðasviðum

    og markaðs- og kynningarstjóra vorið 2010 voru valdir

    eftirtaldir einstaklingar sem sýndu góðan námsárangur og

    óeigingjarnt starf í þágu háskólans á þeim tíma sem þeir

    voru við nám:

    Heilbrigðisvísindasvið: Jóhanna Jónsdóttir

    Hug- og félagsvísindasvið: Sindri Kristjánsson

    Viðskipta- og raunvísindasvið: Karl Óðinn Guðmundsson

    Til viðbótar heiðruðu Góðvinir Jóhönnu Guðrúnu Snæfeld

    Magnúsdóttur og Steinþór Þorsteinsson fyrir lofsvert

    framtak í þágu háskólans við að kynna hann.

    Í stjórn Góðvina árið 2010 störfuðu eftirtaldir:

    Þuríður Jónasardóttir formaður

    Ragnar Sigurðsson varaformaður og gjaldkeri

    Steinunn Aðalbjarnardóttir meðstjórnandi og fulltrúi háskólaráðs

    Oktavía Jóhannesdóttir meðstjórnandi

    Birna Blöndal fulltrúi nemenda HA

    Starfsmaður félagsins árið 2010 var Dagmar Ýr Stefánsdóttir forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs.

    Á brautskráningu fengu nokkrir nemendur viðurkenningu fyrir góðan náms-árangur og framlag í þágu háskólans, aðallega við kynningu hans. Frá vinstri: Stefán B. Sigurðsson, rektor, Jóhanna Guðrún Snæfeld Magnúsdóttir, Steinþór Þorsteinsson, Karl Óðinn Jónsson, Sindri Kristjánsson, Jóhanna Jónsdóttir, Ragnar Sigurðsson.

  • 16

    HEilbriGðisvísindasviðVorið 2010 brautskráðust alls 76 nemendur frá heil brigðis-

    vísindasviði, þar af 46 með B.S. próf í hjúkrunarfræði og

    11 með B.S. próf í iðjuþjálfunarfræði. Úr framhaldsnámi í

    heilbrigðisvísindum brautskráðust 13 með 120 ECTS eininga

    meistaragráðu, þrír með 60 ECTS eininga diplómagráðu og

    þrír með 40 ECTS eininga diplómagráðu.

    Á haustmisseri 2010 voru samtals 354 nemendur við nám

    á heilbrigðisvísindasviði. Nám í hjúkrunarfræði stunduðu

    220 nemendur en af þeim voru 110 nemendur í fjarnámi. Í

    iðjuþjálfunarfræði voru 89 nemendur, þar af 47 í fjarnámi. Í

    framhaldsnámi í heilbrigðisvísindum voru 45 nemendur, 29 í

    diplómanámi og 16 í meistaranámi.

    Fastir starfsmenn heilbrigðisvísindasviðs eru 29, þar af eru

    fimm ráðnir til Heilbrigðisvísindastofnunar Háskólans á

    Akureyri. Auk fastra starfsmanna koma tugir stundakennara

    að kennslu á fræðasviðinu. Allir fastir starfsmenn eiga sæti

    á deildafundum heilbrigðisvísindasviðs ásamt fulltrúum

    stundakennara og nemenda.

    Ágætt samstarf er við háskóla á hinum Norðurlöndunum, í

    Banda ríkjunum, Kanada og víðar.

    Stjórnskipulagi heilbrigðisvísindasviðs er lýst í reglum nr.

    610/2009.

    Rannsóknir

    Rannsóknarstarfsemi er öflug á heilbrigðis vísindasviði

    og kennarar sviðsins eru í rannsóknar samstarfi við

    erlenda og innlenda fræðimenn. Gagna söfnun í alþjóðlega

    rannsóknarverkefninu Eflandi fræðsla til liðskiptasjúklinga –

    mat og alþjóð legur samanburður var í fullum gangi allt árið,

    en þátttakendur í því eru frá sjö löndum í Evrópu og notaðir

    eru tíu staðlaðir spurningalistar. Einnig lauk gagnasöfnun

    í fjölþjóðlegri rannsókn á 3.017 stómaþegum í 18 löndum,

    þar af voru 73 einstaklingar á Íslandi. Í rannsókninni voru

    lífsgæði stómaþega og ástand húðar í kringum stóma metið.

    Í samstarfi við Uppsalaháskóla eru stundaðar rannsóknir

    meðal fólks með lungnasjúkdóma. Áframhald er á rann-

    sóknum er snúa að fötluðum börnum og ungmennum. Einnig

    er haldið áfram rannsóknum á líkamsvirkni eða hreyfingu

    eldra fólks í dreifbýli og þéttbýli. Þessar rannsóknir eru

    unnar í nánu samstarfi við erlenda og innlenda fræðimenn.

    Rannsóknir er lúta að þróun kenninga hafa verið nokkuð

    áberandi, má þar nefna kenningu um langvinna verki

    kvenna, kenningu um meginatriði í góðri hjúkrun og

    megin atriðin í góðri ljósmæðraþjónustu. Unnið er að rann-

    sóknum á starfslokum sjómanna, á upplifun kvenna af

    sársauka við fæðingu sem og að rannsókn á algengi og

    eðli verkja meðal almennings á Íslandi. Einnig eru í gangi

    rannsóknir á upplifun fólks í atvinnulegri endurhæfingu

    af þeim úrræðum sem boðið er upp á til að snúa aftur til

    vinnu eða náms, rannsókn á upplifun einstaklinga með

    geðraskanir af þjónustu er stuðlar að bata og rannsókn

    Í ágúst var haldinn við háskólann árlegur skipulags- og samráðsfundur Nord-kvist. Það er samstarfsnet innan Nordplus sem hjúkrunarfræðideild HA er aðili að ásamt tólf öðrum hjúkrunarfræðideildum í háskólum á hinum Norðurlönd-unum. Samstarfið snýst að mestu um nemenda- og kennaraskipti. Á myndinni eru fulltrúar samstarfsháskólanna, meðal annars Árún Kr. Sigurðardóttir forseti heilbrigðisvísindasviðs og Hafdís Skúladóttir varaforseti sviðsins.

  • 17

    á daglegu lífi kvenna með brjóstakrabbamein og þörfum

    þeirra fyrir endurhæfingu og stuðning. Þá er nýhafin

    rannsókn á reynslu fólks af þverfaglegri endurhæfingu og

    hvernig hún nýtist til að efla virkni og lífsgæði fólks, sem

    býr við fötlun eða langvinna sjúkdóma, en sú rannsókn er

    unnin í samstarfi við ýmis notendasamtök. Enn er unnið að

    rannsóknarverkefni á mannlífi á norðanverðum Tröllaskaga

    og á heilbrigðismálum Fjallabyggðar í tengslum við Héðins-

    fjarðargöngin. Þar eru könnuð viðhorf til og reynsla

    íbúa af heilbrigðisþjónustu í sínum byggðarlögum

    fyrir og eftir opnun Héðinsfjarðarganga.

    Kennarar fræðasviðsins tóku virkan þátt í

    vísindaráðstefnum heima og erlendis.

    Málþing og ráðstefnur

    Nokkur málþing og ráðstefnur voru haldnar á

    vegum fræðasviðsins á árinu 2010. Má þar nefna

    málþing um eigindlegar rannsóknir: Aðferðir til að

    skilja flókinn veruleika fólks. Málþingin tókust afar vel

    og voru vel sótt. Málstofur heilbrigðisvísindasviðs

    hafa verið haldnar einu sinni í mánuði allt skólaárið og hefur

    aðsókn verið góð.

    HJÚKRUNARFRÆÐI

    Nám í hjúkrunarfræði er 240 ECTS einingar, tekur fjögur

    ár og lýkur með B.S. gráðu. Markmið námsins er að búa

    nemendur undir að gegna almennum hjúkrunarstörfum

    svo og stjórnunar- og fræðslustörfum á flestum sviðum

    heilbrigðisþjónustu.

    Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindagreinar og

    hjúkrunarfræðigreinar. Námið tekur mið af þörfum íslenska

    heilbrigðiskerfisins, jafnframt því að mæta alþjóðlegum

    staðli.

    Beita þurfti fjöldatakmörkunum í hjúkrunarfræði haustið

    2010 en 82 nemendur hófu þá nám. Fimmtíu nemendur

    mega hefja nám á vormisseri fyrsta árs. Klínískt nám

    hefst strax á fyrsta ári. Fer það fram víða um land og tekur

    samtals 24 vikur.

    Hjúkrunarfræðideild hefur sett fram stefnu um að með

    hverjum árgangi í staðarnámi í hjúkrunarfræði fylgi hópur

    fjarnemenda. Miðað er við að a.m.k. tíu nemendur hefji

    fjarnámið hverju sinni. Haustið 2010 voru 13 fjarnemendur

    á fjórða ári á Austurlandi og samtals 19 nemenda

    hópur á þriðja ári á Ísafirði og Sauðárkróki. Nemendur

    á öðru ári í fjarnámi voru samtals 18 í Reykjanesbæ og

    Vestmannaeyjum og 39 fyrsta árs nemendur stunduðu nám

    á Akranesi.

    Hjúkrunarfræðideild býður hjúkrunarfræðingum með próf

    úr Hjúkrunarskóla Íslands að ljúka B.S. námi við deildina en

    um þessar mundir er enginn nemandi sem notfærir sér það.

    Tíu erlendir skiptinemar frá Danmörku, Svíþjóð, Finnlandi og

    Noregi stunduðu klínískt nám á Íslandi á vegum hjúkrunar-

    fræðideildar árið 2010.

    IÐJUÞJÁLFUNARFRÆÐI

    Nám í iðjuþjálfunarfræði er 240 ECTS einingar, tekur fjögur

    ár og lýkur með B.S. gráðu. Markmið námsins er að búa

    nemendur undir að gegna margvíslegum störfum er

    tengjast iðjuþjálfun á sviði heilbrigðis- og félagsþjónustu,

    auk þess að veita góða undirstöðu í skipulagningu og

    stjórnun þjónustu.

    Námið skiptist í raunvísindi, hug- og félagsvísindagreinar,

    heilbrigðisvísindi og iðjuvísindi. Námið tekur mið af þörf-

    um íslenska heilbrigðiskerfisins jafnframt því að mæta

    alþjóðlegum staðli. Lögð er áhersla á að nemendur séu

    virkir þátttakendur í faglegri þróun og samstarfi bæði hér á

    landi og á alþjóðlegum vettvangi. Vettvangsnám í iðjuþjálfun

    „Hjúkrunarfræðideild hefur sett fram stefnu um að með hverjum árgangi í staðarnámi í hjúkrunarfræði fylgi hópur fjarnemenda. Miðað er við að a.m.k. tíu nemendur hefji fjarnámið herju sinni.“

  • 18

    er 25 vikur og hefst í lok annars námsárs. Það fer fram undir

    handleiðslu iðjuþjálfa víða um land. Fjöldatakmarkanir eru

    við deildina og miðast við 25 nema að loknu fyrsta misseri.

    Eingöngu er hægt að nema iðjuþjálfunarfræði hér á landi

    við Háskólann á Akureyri, sem staðarnám frá 1997 og sem

    fjarnám frá haustinu 2008. Fjarnemar stunda nám í sinni

    heimabyggð víða um land en koma í námslotur til Akureyrar

    á hverju misseri. Fjarkennsluhættir eru í stöðugri þróun í

    samvinnu kennara, nemenda og tæknifólks HA. Stærsti hluti

    kennslunnar fer fram yfir internetið.

    Árið 2010 fóru þrír nemendur iðjuþjálfunarfræðideildar í

    skiptinám til Næstved í Danmörku og einn nemandi kom í

    skiptinám frá Svíþjóð.

    Framhaldsnám í heilbrigðisvísindum

    Haustið 2003 hófst 120 ECTS eininga meistaranám í heil-

    brigðisvísindum við heilbrigðisvísindasvið. Námið byggir á

    þverfaglegum grunni. Það er byggt upp af 60 ECTS eining-

    um í námskeiðum og meistararitgerð sem er 60 ECTS

    einingar að jafnaði. Þrjú námskeið, samtals 30 einingar, eru

    skyldunámskeið, en hinar 30 einingarnar eru valnámskeið,

    þar af skal nemandi að öllu jöfnu taka tvö námskeið innan

    heilbrigðisvísindasviðs. Námið veitir prófgráðuna M.S. í

    heilbrigðisvísindum. Einnig er hægt að ljúka 40 eininga

    diplómanámi í heilbrigðisvísindum með áherslu á ákveðna

    línu innan heilbrigðisvísinda.

    Flestir framhaldsnemar velja sér almennt svið innan fram-

    haldsnámsins og þróa sérsvið sitt sjálfir með aðstoð ráð-

    gjafa út frá áhugasviði sínu. Í meistaranáminu er lögð

    áhersla á að nemar velji sér námskeið sem undirbyggja sem

    best meistaraverkefni þeirra.

    Sérsvið sem eru í boði: Öldrun og heilbrigði, Stjórnun innan

    heilbrigðisþjónustunnar, Langvinn veikindi, Krabbamein og

    líknandi meðferð og Fötlun og samfélag.

    Leiðarljós í skipulagi meistaranámsins í heilbrigðisvísindum

    er þverfagleg áhersla á heilsu, virkni og vellíðan. Þetta

    leiðarstef hefur gefið tilefni til áhugaverðra rann sóknar-

    verkefna í tengslum við meistaranámið.

    Heilbrigðisvísindastofnun Háskólans á Akureyri

    Hlutverk Heilbrigðisvísindastofnunar HA er að vera sam-

    eiginleg ur vettvangur starfsmanna Sjúkrahússins á

    Akureyri og HA til eflingar kennslu, þjálfunar og rannsókna

    í heilbrigðisvísindum, miðlunar þekkingar og kynningar á

    rannsóknum starfsmanna.

    Á árinu störfuðu fimm starfsmenn við stofnunina, allir

    í hlutastörfum. Auk stöðu forstöðumanns er ein staða

    prófessors, ein staða dósents og tvær lektorsstöður.

    Starfsmenn komu að kennslu við heilbrigðisvísindasvið á

    sínum sérsviðum.

    Megináhersla var lögð á að gera rannsóknir starfsmanna

    sýnilegar og aðgengilegar auk þess að efla rannsóknarvirkni

    starfsmanna FSA og tengja verkefni nemenda HA við þarfir

    Sjúkrahússins á Akureyri. Í maí var haldinn vísindadagur í

    samstarfi við Sjúkrahúsið á Akureyri þar sem starfsmenn

    kynntu rannsóknir sínar.

    HEilbriGðisvísindasvið

  • 19

  • 20

    HuG- oG félaGsvísindasviðHug- og félagsvísindasvið skiptist í þrjár deildir: Félags-

    vísindadeild, kennaradeild og lagadeild. Innan hug- og

    félags vísindasviðs er einnig Miðstöð skólaþróunar við

    Háskólann á Akureyri og starfar hún í gagnvirkum tengslum

    við kennaradeild. Hlutverk hug- og félagsvísindasviðs er að

    bjóða upp á háskólanám og standa fyrir rannsóknum í hug-

    og félagsvísindum, þar með talið félagsvísindum, lögfræði

    og menntavísindum.

    Vorið 2010 brautskráðist 214 nemendur af hug- og félags-

    vísindasviði. Frá félagsvísindadeild brautskráðust 37

    kandídat ar, þar af voru 5 með B.A. próf í fjölmiðlafræði,

    5 í nútímafræði, 8 í samfélags- og hagþróunarfræði, 11 í

    sálfræði, og 6 í þjóðfélagsfræði, 1 nemandi brautskráðist

    með samsetta gráðu í sálfræði og nútímafræði og annar

    með sálfræði og þjóðfélagsfræði. Frá kennaradeild braut-

    skráðust 139 kandídatar, þar af 14 frá leikskólabraut, 20

    frá grunnskólabraut, 80 með kennslufræði til kennslu-

    réttinda, 12 með diplómu í menntunarfræðum og 13 með

    meistaragráðu í menntunarfræðum. Frá lagadeild voru

    brautskráðir 38 kandídatar; þar af 14 með B.A. próf í

    lögfræði, 12 með M.L. gráðu í lögfræði, 1 með M.A. gráðu í

    heimskautarétti, 5 með LL.M. gráðu í heimskautarétti og 6

    með diplómu í heimskautarétti.

    Á haustmisseri 2010 voru 705 nemendur skráður til

    náms á hug- og félagsvísindasviði. Í félagsvísindadeild

    voru skráðir 163 nemendur, þar af 34 í fjölmiðlafræði, 26

    í nútímafræði, 11 í samfélags- og hagþróunarfræði, 69 í

    sálfræði, 18 í þjóðfélagsfræði, 1 í samsetta gráðu til sálfræði

    og þjóðfélagsfræði og 1 í samsetta gráðu til samfélags-

    og hagþróunarfræði og lögfræði og 3 í rannsóknartengt

    meistaranám í félagsvísindum. Í kennaradeild var 421

    nemandi, þar af 89 í B.Ed. námi samkvæmt nýju náms-

    skipulagi, 39 eldri nemar á leikskólabraut, 24 eldri nemar

    á grunnskólabraut, 139 í kennslufræði til kennsluréttinda

    og 130 í diplóma- og meistaranámi. Í lagadeild voru 92

    nemendur, þar af 54 í B.A. námi í lögfræði, 31 í M.L. námi og

    7 í námi í heimskautarétti. Að auki voru 29 nemendur skráðir

    í nám á fræðasviðinu utan hefðbundinna brauta.

    Fastir starfsmenn hug- og félagsvísindasviðs voru

    52 haustið 2010, þar af 15 í félagsvísindadeild,

    22 í kennara deild, 8 í lagadeild og 6 á Miðstöð

    skólaþróunar. Stöðugildi voru 41. Auk fastra

    starfsmanna kom að starfi sviðsins fjöldi

    stundakennara að viðbættum leik- og grunnskóla-

    kennurum víðs vegar um land sem tók að sér að

    veita nemendum leiðsögn í vettvangsnámi og

    æfingakennslu.

    Fjölbreyttar rannsóknir voru stundaðar á hug- og

    félags vísindasviði og áttu kennarar og sérfræðingar

    í samstarfi við fjölmarga aðila innanlands og erlendis.

    Rannsóknir kennara og sérfræðinga birtust í íslenskum

    og alþjóðlegum ritrýndum vísindatímaritum, bókum og

    bókarköflum, auk ótal fyrirlestra og erinda á ráðstefnum,

    námstefnum og námskeiðum innanlands sem utan. Helstu

    rannsóknarsvið hverrar deildar eru tíunduð í umfjöllun um

    hverja þeirra hér á eftir.

    Hug- og félagsvísindasvið tók á móti stórum hluta þeirra

    erlendu skiptinema sem stunduðu nám við Háskólann

    á Akureyri á árinu, enda kennt á ensku í allmörgum

    námskeiðum í félagsvísindadeild og lagadeild, þar með

    talið heilli námsbraut í heimskautarétti, auk þess sem

    í kennaradeild voru vistuð sérnámskeið fyrir erlenda

    skiptinema. Einnig voru nemendur úr öllum deildum sviðsins

    skiptinemar við erlenda háskóla og Háskóla Íslands.

    „Sálfræði leitast við að skilja og útskýra

    mannlega hegðun, hugsun og tilfinningar.

    Sálfræðinámið við Háskólann á Akureyri er

    fjölbreytt og veitir grunnþekkingu á sálfræði

    sem fræðigrein. “

  • 21

    FÉLAGSVÍSINDADEILD

    Boðið er upp á þriggja ára B.A. nám í fjölmiðlafræði,

    nútímafræði, sálfræði og í þjóðfélagsfræði og samfélags-

    og hagþróunarfræði. Námið felur í sér fjölþjóðlegar tenging-

    ar og kennt er bæði á íslensku og ensku. Deildin bauð upp á

    staðarnám í öllum þessum greinum, en auk þess var í boði

    rannsóknartengt meistaranám þar sem nemendur gátu

    tekið M.A. gráðu sem tengdist sérsviði tiltekins kennara

    deildarinnar samkvæmt sérstöku skipulagi. Á árinu 2010

    var hafinn undirbúningur að fjarkennslu í öllum greinum

    deildarinnar og var miðað við að bjóða upp á það námsframboð

    haustið 2011. Einnig var á árinu samþykkt á deildarfundi að

    hefja undirbúningsvinnu vegna breytinga á námsframboði

    deildarinnar þar sem námslínur í þjóðfélagsfræði annars

    vegar og samfélags- og hagþróunarfræði yrðu sameinaðar

    undir sama heitinu B.A. gráða í félagsvísindum. Var stefnt að

    því að með þessari sameiningu yrði unnt að bjóða nemend-

    um upp á þróttmikinn félagsvísindakjarna en jafn framt val

    um eitt af eftirfarandi áherslusviðum með 30-60 einingum:

    (1) byggðafræði, (2) ferðamálafræði, (3) kynjafræði, (4)

    norður slóðafræði og (5) æskulýðsfræði. Samþykkt þessi tók

    annars vegar mið af óskum stjórnvalda um aukið samstarf

    háskóla, en tillagan gerði ráð fyrir umtalsverðu samstarfi við

    aðra ríkisháskóla, og hins vegar vaxandi kröfum um meiri

    fjölbreytileka í námsframboði.

    Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræði skoðar gangvirki fjölmiðlanna og stöðu

    þeirra og áhrif í samfélaginu. Háskólinn á Akureyri er eini

    háskólinn á Íslandi sem býður nám í fjölmiðlafræði til B.A.

    prófs. Fjölmiðlafræðinámið tekur mið af þeirri þróun sem

    hefur orðið á þessu sviði í helstu háskólum á Vesturlöndum

    þar sem reynt er að samþætta faglega þekkingu sem

    kennd hefur verið í svonefndum blaðamannaskólum og

    fræðilega þekkingu og aðferðafræði sem kennd hefur

    verið í hefðbundnu háskólanámi. Slík samtvinnun er talin

    eftirsóknarverð í námi af þessu tagi og til þess ætluð að gera

    nemendur hæfari til að takast á við samfélagsbreytingar

    sem fylgja upplýsingatæknibyltingunni og síhækkandi al-

    mennu menntunarstigi. Nemendur taka þátt í gerð ýmiss

    konar fjölmiðlaefnis í prent- og ljósvakamiðlum og áberandi

    er hve margir útskriftarnemar hafa fengið störf á fjölmiðlum

    eða í fjölmiðlatengdum störfum.

    NútímafræðiNútímafræði er þverfagleg grein á sviði hugvísinda og er

    Háskólinn á Akureyri eini íslenski háskólinn sem býður nám

    í þessari grein. Námið er þverfaglegt vegna þess að fjallað

    er um nútímann, þ.e. lífshætti og viðhorf síðustu tveggja

    alda, frá mörgum hliðum, s.s. frá sjónarhóli heimspeki,

    sagnfræði, bókmenntafræði og ýmissa greina félagsvísinda.

    Nútímafræði er heppilegur kostur fyrir þá sem vilja afla sér

    víðtækrar menntunar í hugvísindum og hún er jafnframt

    góður undirbúningur fyrir framhaldsnám í ýmsum greinum

    hug- og félagsvísinda.

    Samfélags- og hagþróunarfræðiSamfélags- og hagþróunarfræði byggir á kenningalegum

    og aðferðafræðilegum grunni félagsvísinda með áherslu á

    orsakir og afleiðingar örra þjóðfélagsbreytinga á Íslandi, í

    öðrum samfélögum á norðurslóðum og í þróunarlöndum.

    Meðal umfjöllunarefna eru helstu kenningar og rann-

  • 22

    sér hin margvíslegu svið hennar. Það auðveldar þeim val á

    áhugasviði sem þeir geta síðan lagt stund á í framhaldsnámi.

    Þjóðfélagsfræði

    Þjóðfélagsfræði er almennt háskólanám í félagsfræði,

    mannfræði og stjórnmálafræði. Nemendur öðlast innsýn

    í eðli mannlegs samfélags og hreyfilögmál félagsgerðar,

    menningar, stjórnmála og efnahagslífs. Námið veitir

    umtalsverða þjálfun í aðferðafræði félagsvísinda. Nemend-

    um gefst jafnframt kostur á sérhæfðu vali á ýmsum

    áhugasviðum innan þjóðfélagsfræðinnar. Að loknu námi

    hafa nemendur öðlast traustan grunn til framhaldsnáms

    og starfa á margvíslegum sviðum íslensks þjóðfélags og á

    alþjóðavettvangi.

    Ráðstefnur og opnir fyrirlestrar um félagsvísindaleg og

    hugvísindaleg efni eru fastur þáttur í starfi félags vísinda-

    Kennaradeild var til húsa í Þingvallastræti 23 en með nýja húsnæðinu á Sólborg var hægt að sameina alla starfsemina þar. Starfsfólk heilbrigðisvísindasvið hélt samstarfs-fólki sínu úr Þingvallastræti kaffiboð af því tilefni. Á myndinni sjást vel vinstra megin: Rósa Guðrún Eggertsdóttir, Birna María Svanbjörnsdóttir og við endann Martrét Hrönn Svavarsdóttir. Standandi er líklega Kristín Aðalsteinsdóttir. Hægra megin eru Eygló Björnsdóttir, Ingibjorg Smáradóttir, Heiða Kristín Jónsdóttir, Trausti Þorsteinsson, Bragi Guðmundsson, Jenný Gunnbjörnsdóttir, Finnur Friðriksson, María Steingrímsdóttir, Halldóra Haraldsdóttir, Sigrún Sveinbjörnsdóttir, Hildigunnur Svavarsdóttir.

    HuG- oG félaGsvísindasviðsóknir á sviði þjóðfélagsbreytinga, aðferðir tölfræði og

    vettvangsrannsókna, einkenni náttúrulegs og mannlegs

    umhverfis, stjórnun byggða- og þróunarmála og starfsemi

    þróunarstofnana og samtaka. Nemendur fá þjálfun í

    skipulagningu og framkvæmd rannsókna og framsetningu

    á rannsóknarniðurstöðum fyrir almenning og fræðimenn.

    Sálfræði

    Sálfræði leitast við að skilja og útskýra mannlega hegðun,

    hugsun og tilfinningar. Sálfræðinámið við Háskólann á

    Akureyri er fjölbreytt og veitir grunnþekkingu á sálfræði sem

    fræðigrein. Í náminu er m.a. lögð áhersla á að veita almenna

    þekkingu á mismunandi sviðum fræðigreinarinnar, bæði

    hvað varðar kenningar og rannsóknaraðferðir. B.A. próf

    í sálfræði veitir því ekki sérhæfingu á ákveðnu sviði innan

    sálfræðinnar heldur fá nemendur gott tækifæri til að kynna

  • 23

    deildar. Félagsvísindadeild og einstakir kennarar tóku virk-

    an þátt í slíkum viðburðum á árinu, bæði sem fyrirlesarar á

    viðburðum við Háskólann á Akureyri og annars staðar.

    Rannsóknarsvið kennara í félagsvísindadeild er afar fjöl-

    breytt og nær til ýmissa þátta hug- og félagsvísinda.

    Má þar nefna viðfangsefni í Íslandssögu, alþjóðlegri

    hagþróunar- og hugmyndafræði, fjölmiðla og boðskipti

    ýmissa þjóðfélagshópa, áhrif samgöngumannvirkja á

    þjóðfélags gerð landsins, heilsu og hugmyndir skólabarna,

    auk hugfræðilegra, lífeðlisfræðilegra og klínískra athugana

    í sálfræði.

    KENNARADEILD

    Tímamót yrðu í starfsemi kennaradeildar vorið 2010 þegar

    deildin flutti úr Þingvallastræti 23 þar sem hún hefur verið

    til húsa frá upphafi og á Sólborgarsvæðið. Eftirsjá var

    fylgifiskur flutninganna, en fleira jákvætt fylgdi, s.s., meiri

    nálægð við aðrar einingar hug- og félagsvísindasviðs og við

    þjónustu og samstarfsfólk í háskólanum.

    Kennarar deildarinnar eiga í samstarfi um rannsóknir

    og ýmsa aðra þætti sem starfsemina varða við fjölmarga

    aðila bæði hér á landi og erlendis. Á árinu 2010 birtust

    rannsóknir kennara í íslenskum og alþjóðlegum ritrýndum

    vísindatímaritum, bókum og bókaköflum og þeir héldu

    fjölmarga fyrirlestra og erindi á ráðstefnum, námsstefnum

    og námskeiðum innanlands sem utan. Viðfangsefni í

    rannsóknum spanna vítt svið menntunar- og kennarafræða

    og tengjast skólastarfi, s.s. skólaþróun, heimspeki

    menntunar, sérkennslufræði, lestrarfræði, skólastjórnun,

    sagnfræði, íslensk fræði, uppeldis- og kennslufræði,

    jafnrétti, sálfræði og upplýsingatækni í skólastarfi.

    Kennarabraut

    Á kennarabraut voru innritaðir nemendur í annað skipti

    skv. nýju námsskipulagi sem tók gildi haustið 2009, en

    kennaranám var lengt í fimm ár skv. lögum nr. 87/2008

    um menntun og ráðningu kennara og skólastjórnenda við

    leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Fyrri hluti fimm

    ára kennaranáms er þriggja ára nám í kennarafræði til

    B.Ed.-gráðu, samtals 180 einingar. Síðari hluti námsins er

    tveggja ára 120 eininga meistaranám í kennarafræði sem

    lýkur með M.Ed.-gráðu sem er forsenda kennsluréttinda

    og hefst síðari hluta námsins á meistarastigi haustið 2012.

    Nemendur velja sér ákveðna sérhæfingu, yngsta stig,

    miðstig eða efsta stig, eftir því á hvaða skólastigi þeir hyggjast

    kenna. Nemendur á leikskóla- og grunnskólabraut stunda

    þriggja ára nám til B.Ed.-gráðu í staðnámi eða fjögurra ára

    nám í fjarnámi skv. eldra skipulagi og hófst síðasta námsár

    nemenda í staðnámi á leikskóla- og grunnskólabraut skv.

    eldra skipulagi haustið 2010. Fjarnám er skipulagt sem fullt

    nám í hinu nýja skipulagi og kennt er samhliða staðnámi.

    Kennt var til samtals 15 fjarkennslustaða.

    Framhaldsbraut

    Á framhaldsbraut var haustið 2010 boðið upp á sex

    námsleiðir, 60 eininga diplómunám og 120 eininga

    meistara nám til M.Ed.- eða M.A.-gráðu sem er ætlað

    kennurum og öðrum sem vilja mennta sig til starfa í

    menntakerfinu sem krefjast framhaldsmenntunar, auka

    þekkingu sína á núverandi starfi, ásamt því að auka hæfni

    sína til að stunda frekara nám eða leggja stund á rannsóknir.

    Hægt er að stunda námið á eftirtöldum áherslusviðum;

    lestrarfræði, námskrár- og kennslufræði, sérkennslufræði

    og stjórnun skólastofnanna, auk almenns meistaranáms.

    Þrjár náms leiðir í kennslufræði til kennsluréttinda voru í

    boði í sam ræmi við lög og reglugerðir, 30, 60 og 120 eininga

    nám. Námið er ætlað þeim sem hafa lokið bakkalárprófi,

    meistara prófi eða sambærilegu háskólaprófi í kennslugrein

    eða á fagsviði grunn- og framhaldsskóla. Markmið námsins

    er að mennta nemendur í uppeldis- og kennslufræði og

    búa þá undir að takast á við störf í skólakerfinu jafnframt

    því að auka hæfni þeirra til þess að stunda frekara nám.

    Kennsla á framhaldsbraut fer fram í staðbundum lotum

    þar sem nemendur koma og eru í skólanum nokkra daga í

    senn þrisvar til fjórum sinnum á misseri. Talsvert er um að

    nemendur í kennaradeild taki stök námskeið í skiptinámi við

    Háskóla Íslands einkum í meistaranámi.

    LAGADEILD

    Í lagadeild er boðið upp á þriggja ára B.A. nám í lögfræði,

    tveggja ára M.L. nám í lögfræði og alþjóðlegt meistaranám í

  • 24

    Hug- og félagsvísindasvið tók á móti stórum hluta þeirra erlendu skiptinema sem stunduðu nám við HA á árinu. Nokkrir skiptinemar við Háskólann á Akureyri. Nemendur í skiptinámi við HA hafa aldrei verið jafn margir og þeir voru árið 2010, 58 talsins.

    aðra íslenska háskóla. Um er að ræða fjölbreytt fræðilegt

    nám þar sem lög og réttur eru skoðuð í sögulegu, félags-

    legu og heimspekilegu samhengi. B.A. námið nýtist vel

    sem fræðileg undirstaða fyrir þá sem hyggja á nám til

    embættisprófs í lögfræði. Námið er einnig áhugaverður

    kostur í hug- og félagsvísindanámi fyrir þá sem ekki stefna

    að hefðbundnum lögfræðistörfum heldur hyggjast fremur

    tengja lögfræði við framhaldsnám í öðrum greinum, til

    dæmis í alþjóðastjórnmálum og skyldum greinum.

    Lögfræði til M.L. prófs

    Nám í lögfræði til M.L. prófs er tveggja ára nám á meistarastigi.

    Sú prófgráða, í framhaldi af þriggja ára B.A. prófi í lögfræði,

    jafngildir hefðbundnu fimm ára embættisprófi í lögfræði

    (cand.jur.). Áherslan í náminu er á hagnýta íslenska lögfræði

    þannig að nemendur verði sem best í stakk búnir til að takast

    á við lögfræðistörf, sem dómarar, lögmenn eða lögfræðingar

    hjá opinberum stofnunum eða einkafyrirtækjum.

    Nám í heimskautarétti

    Nám í heimskautarétti til LL.M. gráðu er eins og hálfs

    árs nám á meistarastigi fyrir nemendur sem þegar hafa

    lokið þriggja ára laganámi. Nám í heimskautarétti til M.A.

    gráðu er tveggja ára nám á meistarastigi fyrir nemendur

    með bakkalárpróf í skyldum greinum eða sambærilega

    gráðu. Í náminu er lögð áhersla á þau svið alþjóðalaga

    og landsréttar sem tengjast heimskautasvæðunum.

    Tekið er á viðfangsefnum umhverfislaga og fjölbreytni

    lífríkisins, mannréttinda, hafréttar, laga um sjálfbæra

    þróun og auðlindir, þar á meðal á álitamálum er varða

    fullveldi og deilur um markalínur á landi og sjó, réttindi

    frumbyggja í norðri, sjálfstjórn og stjórnfestu svo og

    landa- og auðlindakröfur á heimskautasvæðunum. Allt

    er gert sem unnt er til að tryggja að um viðfangsefni allra

    námskeiða sé fjallað út frá sjónarmiðum kynjajafnréttis.

    Nám í heimskautarétti undirbýr nemendur fyrir störf

    hjá hinu opinbera sem og einkafyrirtækjum, hjá

    alþjóðasamtökum, hjá frjálsum félagasamtökum, hjá

    frumbyggjaþjóðum á norðurskautssvæðinu og háskólum

    og rannsóknarstofnunum um allan heim. Námið er

    HuG- oG félaGsvísindasviðheimskautarétti sem leiðir til LL.M. gráðu, M.A. gráðu eða

    diplóma. Nám í heimskautarétti er alfarið kennt á ensku en

    auk þess er B.A. námið alþjóðlegt að hlua og kennt bæði á

    íslensku og ensku.

    Lögfræði til B.A. prófs

    Meginmarkmið námsins er að nemendur öðlist þekkingu á

    undirstöðum lögfræðinnar með áherslu á lagaframkvæmd

    á Íslandi, Evrópu og víðar. Nemendur læra að fjalla með

    gagnrýnum hætti um lögfræðileg málefni. Nám í lögfræði

    til B.A. prófs er um margt með öðru sniði en tíðkast við

  • 25

    einnig góður undirbúningur fyrir doktorsnám eða frekari

    rannsóknir á málefnum heimskautanna.

    Ráðstefnur og opnir fyrirlestrar um lögfræðileg efni eru

    fastur þáttur í starfi lagadeildar. Af ráðstefnuhaldi á árinu

    2010 ber hæst að haldin var í þriðja sinn árleg alþjóðleg

    ráðstefna um heimskautarétt, The Third Akureyri Polar Law

    Symposium, 9.-11. september. Við það tækifæri var Nigel

    David Bankes, prófessor við lagadeild Háskólans í Calgary

    sæmdur heiðursdoktorsnafnbót við Háskólann á Akureyri

    vegna ómetanlegs framlags síns á sviði heimskautaréttar og

    tengdra greina. Greinar sem byggjast á erindum sem flutt

    voru á ráðstefnunni birtast í Árbók heimskautaréttarins, The

    Yearbook of Polar Law, sem kemur út á vegum lagadeildar

    Háskólans á Akureyri hjá Brill Academic Publishers í

    Hollandi.

    Árið 2010 kom út bók Nataliu Loukacheva The Arctic Promise

    (University of Toronto Press); Natalia ritstýrði einnig The

    Polar Law Textbook (TemaNord 2010:538. Nordic Council

    of Ministers); bók Garretts Barden og Timothy Murphys

    Law and Justice in Community (Oxford University Press)

    og bók Aðalheiðar Ámundadóttur og Rachael Lornu

    Johnstone Mannréttindi í þrengingum (Háskólinn á Akureyri og

    Mannréttindaskrifstofa Íslands).

    Rannsóknir kennara í lagadeild eru fyrst og fremst á

    sviði mannréttinda, bæði alþjóðlegra og í landsrétti,

    stjórnskipunarréttar, þjóðaréttar, hafréttar, réttarheimspeki,

    kennilegrar lögfræði, réttarfélagsfræði, eignarréttar og

    samanburðarlögfræði.

  • 26

    miðstöð skólaþróunar Miðstöð skólaþróunar, áður nefnt skólaþróunarsvið, er

    starf rækt innan hug- og félagsvísindasviðs Háskólans á

    Akureyri. Markmið hennar er að stuðla að umbótum í al-

    mennu skólastarfi leik-, grunn- og framhaldsskóla og vera

    farvegur þekkingar og þróunar út í hið daglega skólastarf.

    Meginviðfangsefni hennar lúta að ráðgjöf og fræðslu til

    starf andi kennara og skólastjóra við hvers kyns nýjungar

    á sviði skóla- og kennslumála auk þess að efla gott starf

    sem til staðar er. Innan miðstöðvarinnar hefur orðið mikil

    uppbygg ing margvíslegrar þekkingar, t.d. um stjórnun og

    forystu, samskipti heimilis og skóla, læsi, lestrarkennslu og

    ritun, stærðfræðikennslu yngri barna, einstaklingsmiðaða

    kennslu hætti, teymiskennslu og fjölbreytta starfshætti

    í skólum, námsmat, fagmennsku kennara, starfenda-

    rannsóknir og sjálfsmat, bekkjarstjórnun og einelti.

    Í starfi Miðstöðvar skólaþróunar er lögð áhersla á fræðslu,

    eftirfylgd verkefna, vettvangsathuganir, samræðu, samvinnu

    og ígrundun. Unnið er eftir framkvæmda- og þróunaráætl-

    unum þar sem gert er ráð fyrir mati á starfinu. Verkefnin

    eru yfirleitt til lengri tíma, þ.e. eins eða tveggja vetra löng,

    og miðast við starfsmannahópa með það að markmiði að

    efla starfsemi skólanna í heild sinni og stuðla að viðvarandi

    breytingum og þróun. Reynt er að höfða til skuldbindinga

    þátttakenda um eigin starfsþróun til að bæta skólastarf og

    auka nám.

    Miðstöð skólaþróunar hefur með höndum sérfræðiþjónustu

    við leik- og grunnskóla á Akureyri skv. samningi þar um

    milli Akureyrarbæjar og Háskólans á Akureyri. Að auki hefur

    Miðstöð skólaþróunar unnið að umbótastarfi með skólafólki

    víða um land. Á árinu 2010 var unnið að um fjörutíu slíkum

    verkefnum.

    Í apríl ár hvert stendur Miðstöð skólaþróunar fyrir ráðstefnu

    um skólamál og koma fyrirlesarar sem gert hafa sig gild-

    andi á fræðasviðinu víða að. Annað hvert ár heldur miðstöðin

    einnig haustráðstefnu auk þess sem hún hefur í samstarfi

    við bókasafn HA og Amtsbókasafnið á Akureyri staðið fyrir

    ýmiskonar viðburðum í tengslum við Dag læsis 8. septem-

    ber

    Helstu verkefni sem miðstöð skólaþróunar vann að árið

    2010 voru:

    læsiskennsla:

    · Byrjendalæsi · Leikskólalæsi · Orð af orði · Gagnvirkur lestur · Fágæti og furðuverk foreldrasamstarf og eineltismál

    starfsþróunarvinna sem tekur mið af skólastefnu Akureyrar bæjar:

    · fagmennska kennara/teymisvinna· starfs- og kennsluhættir · forystuhæfni · félagastuðningur/ígrundun/samræða · námsmat, sóknarkvarðar· bekkjarstjórnunbyrjendastærðfræði

    starfendarannsókn við mótun nýrra skóla

    viðhorfakannanir og úttektir

    ráðgjöf og utanumhald um innra mat (sjálfsmat) í skólum

    stefnumótun, starfshættir/samvinna

    námskeið og fræðslufundir fyrir skólastjórnendur og kennara

    seta í stýrihópum og þjónusta við skóladeild/skólanefnd á sviði skólamála.

    Haustráðstefnan 2010 var haldin 11. september. Hún var

    tileinkuð læsi og nefndist Læsi, lykill að andans auði. Náms-

    stefna um byrjendalæsi var haldin á vegum Miðstöðvar

    skólaþróunar 10. september 2010. Vorráðstefnan 2010

    var haldin þann 9. apríl en hún nefndist Að vefa serk þann

    er ekki bíta járn. Fjölbreyttir kennsluhættir og virkt nám. Einnig

    stóð miðstöðin fyrir sjö fræðslufundum á skólaárinu þar

    sem nýbrautskráðir meistarar frá kennaradeild HA kynntu

    rannsóknir sínar.

    Starfsmenn Miðstöðvar skólaþróunar hafa annast kennslu

    í kennara deild bæði sem umsjónarkennarar einstakra

    nám skeiða og sem stundakennarar. Þeir hafa einnig

    sinnt leiðsögn með B.Ed. og meistaraprófsritgerðum. Auk

    forstöðumanns voru sex starfsmenn á Miðstöð skólaþróun-

    ar. Samtals var um að ræða 5,7 stöðugildi. Jafnframt komu

    kennarar af hug- og félagsvísindasviði, einkum kennara deild,

    til samstarfs um einstök verkefni á vegum miðstöðvarinnar.

  • 27

  • 28

    viðskipta- oG raunvísindasviðViðskipta- og raunvísindasvið skiptist í tvær deildir, við-

    skipta deild og auðlindadeild.

    Innan auðlindadeildar var boðið B.S. nám í líftækni og sjávar-

    útvegsfræði en ákveðið var á árinu að bjóða ekki lengur nám

    í umhverfis- og orkufræði. Innan viðskiptadeildar voru tvær

    námslínur í boði til B.S. gráðu. Meistaranám var í boði hjá

    báðum deildum.

    Vorið 2010 voru 86 nemendur brautskráðir frá viðskipta- og

    raunvísindasviði. Þar af voru þrír nemendur með B.S. gráðu

    í líftækni, einn í sjávarútvegsfræði og átta í umhverfis-

    og orkufræði. Í viðskiptafræði brautskráðist 51 með B.S.

    gráðu. Sjö brautskráðust með B.S. í tölvunarfræði og með

    því má segja að námi í tölvunarfræði við skólann hafi lokið.

    Þrír luku meistaraprófi í auðlindafræðum og fimm luku

    meistaraprófi í viðskiptafræði. Átta luku meistaranámi í

    haf- og strandsvæðastjórnun í samstarfi við Háskólasetur

    Vestfjarða.

    Við upphaf skólaárs haustið 2010 voru 443 nemendur skráðir

    til náms við viðskipta- og raunvísindasvið. Þrjátíu og sjö

    nemendur stunduðu B.S. nám í líftækni, 29 nemendur voru

    í sjávarútvegsfræði, 271 í viðskiptafræði. Auk þess stunduðu

    22 nemendur meistaranám í viðskiptafræði, fjórtán stunduðu

    meistaranám í auðlindafræðum og 42 nemendur stunduðu

    meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun i samstarfi við

    Háskólasetur Vestfjarða. Tuttugu og átta nemendur voru

    skráðir á öðru og þriðja ári í umhverfis- og orkufræði.

    Á fræðasviðinu störfuðu á árinu 35 kennarar, þar með taldir

    þeir kennarar sem sviðið deilir með rannsóknarstofnunum

    sem aðsetur hafa á Borgum. Meðal kennara sviðsins

    eru tíu prófessorar. Auk þess störfuðu að jafnaði

    nokkrir sérfræðingar og aðstoðarmenn að ýmsum

    rannsóknarverkefnum og stundakennslu. Á árinu var

    fram haldið samstarfi við Símenntun HA um rekstrar- og

    viðskiptanám.

    Starf viðskipta- og raunvísindasviðs var þróttmikið á

    árinu 2010 þrátt fyrir stöðugan samdrátt í fjárveitingum.

    Styrkur sviðsins er óhefðbundin og þverfagleg nálgun í

    kennslu, námsframboði og rannsóknum. Endurskoðun

    á stefnu sviðsins var haldið áfram og brugðist var við

    sparnaðarkröfum yfirvalda meðal annars með róttækum

    breytingum á meistaranámi í viðskiptafræði og að bjóða

    ekki upp á nám í umhverfis- og orkufræði. Ennfremur

    voru hafnar viðræður um samstarf um námsleiðir við aðra

    ríkisháskóla.

    Viðskipta- og raunvísindasvið hefur verið þátttakandi í

    Sjávarútvegsskóla Háskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil.

    Starfsmenn sviðsins hafa kennt á námskeiðum skólans og

    verið leiðbeinendur nemenda. Auk þessa hefur tvenns konar

    sérmenntun verið í boði við HA, annars vegar grunnþjálfun

    nemenda háskólans í viðskiptafræði og markaðsfræði og

    hins vegar sérhæft nám um rekstur og markaðssetningu

    sjávarútvegsfyrirtækja, A specialist course on Management

    of Fisheries Companies and Marketing, sem miðar að því

    að þjálfa fólk í að stjórna sjávarútvegsfyrirtækjum af ólíkum

    toga. Helstu markmið með sérhæfða náminu eru að veita

    yfirlit yfir kenningar í rekstri og fjármálum fyrirtækja, að

    veita víðtæka þekkingu á rekstri sjávarútvegsfyrirtækja

    allt frá fiskeldi til markaðssetningar sjávarafurða og að

    þjálfa nemendur í gagnrýnni hugsun til að finna lausn á

    vandamálum í rekstri sjávarútvegsfyrirtækja. Kennarar

    sviðsins hafa einnig verið ráðgefandi, skipulagt og haldið

    námskeið í tengslum við þetta starf í ýmsum þróunarlöndum.

    AUÐLINDADEILD

    Frá hausti 2010 eru tvær námsleiðir í boði til B.S. prófs,

    líftækni og sjávarútvegsfræði. Kennd voru námskeið annars

    og þriðja árs í umhverfis- og orkufræði. Boðið var upp á

    staðarnám og fjarnám. B.S. námið er skipulagt til þriggja

    ára, samtals 180 ECTS námseiningar. Ennfremur var boðið

    rannsóknartengt nám til meistaragráðu í auðlindafræði

    sem og meistaranám í haf- og strandsvæðastjórnun í

    samvinnu við Háskólasetur Vestfjarða á Ísafirði. Háskólinn

    á Akureyri hefur frá upphafi markað sér þá sérstöðu meðal

    íslenskra háskóla að leggja áherslu á námsbrautir tengdar

    nýtingu náttúruauðlinda á þverfaglegu sviði auðlindafræða.

    Í starfi deildarinnar fara saman nám og rannsóknir í

    náttúruvísindum samhliða áherslum á hagfræði, við-

    skiptafræði og stjórnun. Slík menntun er forsenda góðrar

  • 29

    auðlindastjórnunar og styður sjálfbæra nýtingu auðlinda til

    verðmætasköpunar.

    Í auðlindadeild hófu 43 nemendur grunnnám að hausti og 6

    nemendur hófu meistaranám.

    Náið samstarf var við fjölda fyrirtækja og rann-

    sóknarstofnanir hérlendis og erlendis. Má þar

    nefna þær stofnanir sem eru í návígi við deildina

    á Borgum og deila með henni aðstöðu og starfs-

    mönnum, svo sem Hafrannsóknastofnun og Nátt-

    úru fræðistofnun Íslands, Akureyrarsetur. Virkt

    sam starf var ennfremur við aðra háskóla, svo

    sem Háskóla Íslands, Landbúnaðarháskólann á

    Hvanneyri og Hólaskóla, Háskólann á Hólum. Einnig

    við fjölda fyrirtækja og má þar m.a. nefna Mannvit,

    Sorpu, Matís-Prokaria, Landsvirkjun, Norðurorku,

    Norðurskel, Promens, Samherja h.f., Brim h.f. og

    Biopol ehf.

    Náið og virkt samstarf var við RES-Orkuskóla á

    árinu. Kennarar auðlindadeildar kenndu við og stjórnuðu

    námsbrautum RES. Nemendur RES brautskráðust með

    sameiginlega meistaragráðu frá Háskólanum á Akureyri og

    Háskóla Íslands. Árið 2010 brautskráðust 35 nemendur með

    slíka gráðu.

    Kennarar og sérfræðingar auðlindadeildar eru mjög

    virkir í rannsóknum sem spanna vítt svið raunvísinda

    og náttúruvísinda. Rannsóknir tengdar sjávarútvegi eru

    hafrannsóknir, líffræði, efna- og örverufræði fiska, gæði og

    öryggi sjávarfangs, veiðarfærarannsóknir, vinnslutækni og

    hagrænar rannsóknir. Líftæknirannsóknir tengjast lífefnaleit,

    orkulíftækni, fiskeldi, kerfislíffræði, sameindaerfðafræði

    og gerðar eru rannsóknir á virkum íblöndunarefnum. Í

    umhverfis- og orkufræðum má nefna ýmsar rannsóknir

    á eðli jarðskorpunnar, jarðvá og jarðhita, bæði er um að

    ræða grunnrannsóknir og rannsóknir er lúta að nýtingu.

    Jafnframt eru stundaðar rannsóknir á grunnvatni, gerð þess

    og uppruna.

    Ýmsir styrkir til rannsókna og tækjakaupa úr opinberum

    samkeppnissjóðum fengust á árinu.

    Líftækni

    Háskólinn á Akureyri býður einn íslenskra háskóla upp á

    sérhæft nám í líftækni, þar sem blandað er saman ýmsum

    námskeiðum á sviði náttúruvísinda og auðlindalíftækni

    ásamt viðskiptagreinum. Meðal áherslna B.S. námsins

    eru umhverfis- og orkulíftækni, til dæmis niðurbrot

    lífræns úrgangs og nýmyndun orkuríkra efna, líftæknilegir

    þættir fiskeldis, til dæmis hvað varðar heilbrigði og

    fóður, lífvirk efni, efni með lyfjavirkni, fæðubótarefni,

    aukaefni í matvælum og efni sem bæta ónæmiskerfið, og

    grunnrannsóknir á erfðaauðlindum íslenskrar náttúru.

    Lögð er rík áhersla á að kynna nemendum líftæknilegar

    aðferðir við að nýta auðlindir með nýjum hætti og koma

    afurðum slíkrar þróunar á markað. Af sérnámskeiðum má

    nefna erfðafræði og sameindaerfðafræði, sjávarlíftækni,

    líftæknilega örverufræði, matvælafræði og matvælavinnslu,

    næringarfræði, veirufræði, náttúrulegar afurðir, nýmyndun

    og niðurbrot, gena- og gagnasöfn og gæðaframleiðsluferli.

    Auk fastra kennara auðlindadeildar koma sérfræðingar

    ýmissa fyrirtækja og stofnana að kennslunni.

    Eitt þeirra öflugu rannsóknarverkefna sem unnin eru á sviði

    líftækni beinist að notkun hitakærra örvera við framleiðslu á

    líf-etanóli og líf-vetni. Þessar rannsóknir eru unnar í víðtæku

    samstarfi innanlands og utan og hefur fjöldi styrkja fengist

    til rannsóknarverkefna og uppbyggingar tækja og aðstöðu.

    „Starf viðskipta- og raunvísindasviðs var

    þróttmikið á árinu 2010 þrátt fyrir stöðugan

    samdrátt í fjárveitingum. Styrkur sviðsins er

    óhefðbundin og þverfagleg nálgun í kennslu,

    námsframboði og rannsóknum.“

  • 30

    viðskipta- oG raunvísindasviðUm er að ræða innlenda og erlenda styrki, meðal annars

    styrk úr Tækniþróunarsjóði Rannís til verkefnisins LífEtanól

    sem unnið er í samvinnu við Mannvit verkfræðistofu. Árið

    2009 var veittur öndvegisstyrkur úr Tækniþróunarsjóði til

    verkefnisins Lífeldsneyti, sem snýst um framleiðslu á vetni,

    metan, etanóli og syngas framleiðslu úr sorpi. Styrkurinn er

    til þriggja ára og lýtur verkefnið stjórn Háskólans á Akureyri.

    Starf sameiginlegrar rannsóknarstofu HA og Náttúru-

    fræðistofnunar í sameindaerfðafræði, sem stofnuð var 2008,

    efldist mjög á árinu. Þrír meistaranemar og einn doktorsnemi

    störfuðu að verkefnum á vegum stofunnar og innlendra og

    erlendra samstarfsaðila hennar. Einnig er lokaverkefnum

    nemenda í grunnnámi og verklegri kennslu í erfða- og

    sameindaerfðafræði sinnt á stofunni. Jafnframt er unnið

    að verkefnum í samstarfi við Matís og Sjávarútvegsskóla

    Háskóla Sameinuðu þjóðanna. Rannsóknasjóður Rannís,

    Háskólasjóður KEA og Rannsóknasjóður HA eru meðal

    styrktaraðila rannsóknarstarfs á stofunni.

    Sjávarútvegsfræði

    Háskólinn á Akureyri býður einn íslenskra háskóla 180 ECTS

    eininga nám í sjávarútvegsfræði til B.S. gráðu. Að námi

    loknu bera brautskráðir starfsheitið sjávarútvegsfræðingur.

    Markmið námsins er að veita nemendum góðan þekkingar-

    grunn til að starfa í sjávarútvegi og tengdum greinum,

    og breiðan grunn til frekara náms. Námið veitir einnig

    þverfaglegan grunn sem nýtist vel til stjórnunarstarfa.

    Kennd eru undirstöðunámskeið raun- og viðskiptagreina.

    Sérnámskeið sjávarútvegsfræða eru um vistkerfi sjávar og

    veiðar og vinnslu sjávarafurða. Slík menntun er forsenda

    góðrar auðlindastjórnunar og -skipulags og ýtir undir

    sjálfbæra nýtingu auðlinda og verðmætasköpun. Mikil

    áhersla er lögð á samvinnu við fyrirtæki og stofnanir sem

    vinna við sjávarútveg og stoðgreinar hans, m.a. í tengslum

    við lokaverkefni nemenda.

    Náið samstarf er við Sjávarútvegsmiðstöðina við

    Háskólann á Akureyri – SHA. Meginmarkmið Sjávar útvegs-

    miðstöðvarinnar er öflun og miðlun upplýsinga á sviði

    sjávarútvegs milli skóla, stofnana og atvinnulífs og að styðja

    þannig við stefnu HA í þeim efnum.

    Unnið var áfram að eflingu náms og rannsókna í sjávar-

    útvegs fræðum á árinu í kjölfar samnings milli Háskólans

    á Akureyri, Landssambands íslenskra útvegsmanna og

    menntamálaráðuneytis frá 2007. Ýmislegt var gert til

    að markaðssetja og kynna námið og áhersla var lögð á

    heimsóknir nemenda og kennara í framhaldsskóla.

    Umhverfis- og orkufræði

    Á árinu var tekin ákvörðun um að innrita ekki nýnema í B.S.

    nám í umhverfis- og orkufræði í kjölfar sparnaðarráðstafana

    en nemendur á öðru og þriðja ári héldu áfram námi sínu.

    Námið er grunnnám í náttúruvísindum með áherslu

    á jarðvísindi, vistfræði- og vatnafræðilega þætti, áhrif

    mengunar á umhverfi, auðlindanýtingu og auðlindastjórnun,

    sem og umhverfismat og umhverfisskipulag.

    Öflugar rannsóknir voru stundaðar á sviði umhverfis- og

    orkufræða árið 2010. Unnið var að rannsóknum á eðli

    jarðskorpunnar með jarðeðlisfræðilegum aðferðum og

    grunnrannsóknum á jarðhita, eðli hans og eiginleikum.

    Einnig var unnið að rannsóknum á nýtingu jarðhita, t.d.

    útfellinga- og tæringarrannsóknum, rannsóknum á nýjum

    nýtingarmöguleikum og fjölnýtingu jarðhita, og nýtingu

    jarðvarma til heilsutengdrar ferðaþjónustu. Þá var unnið að

    grunnvatnsrannsóknum á köldu og heitu vatni í samvinnu

    við ýmsa aðila og rauntíma efnavöktun í grunnvatni til

    jarðvárviðvörunar. Prófessorar í umhverfis- og orkufræði

    voru virkir á alþjóðavettvangi með þátttöku í ráðstefnum og

    birtingu vísindagreina. Öflugt og traust samstarf var við ýmis

    orkufyrirtæki, stofnanir, hagsmunaaðila, sveitarfélög og

    erlenda vísindamenn. Sérstaklega má nefna að Landsvirkjun

    greiddi laun rannsóknarprófessors á fræðasviðinu sam-

    kvæmt samstarfssamningi við háskólann.

    Meistaranám í auðlindafræði

    M.S. í auðlindafræðum er alþjóðlegt rannsóknarnám á sviðum

    umhverfis¬fræði, orkufræði, líftækni og sjávarútvegsfræði.

    Þessi fræði endurspegla faglega sérstöðu auðlindadeildar

    í kennslu og rannsóknum. Námið er 120 ECTS einingar,

    skipulagt til tveggja ára, og er einstaklingsmiðað.

    Megináhersla er lögð á meistaraverkefnið sem vegur 60–90

    ECTS og að nemendur tileinki sér vísindaleg vinnubrögð.

  • 31

    Námskeiðshluta meistaranámsins tekur nemandinn að

    hluta við HA, við aðra innlenda háskóla ef kostur er og

    við erlenda rannsóknarháskóla samkvæmt ákvörðun

    meistaranámsnefndar hverju sinni. Námið er í samstarfi

    og sterkum tengslum við erlenda rannsóknarháskóla og

    rannsóknarstofnanir.

    Haf- og strandsvæðastjórnun

    M.S. nám í haf- og strandsvæðastjórnun er alþjóðleg og

    þverfagleg námsleið sem boðin er í samvinnu við Háskóla-

    setur Vestfjarða. Allt námið er kennt á Ísafirði en HA ber

    faglega ábyrgð á gæðum kennslu, námsefnis og námsmats.

    Mikil tengsl eru við auðlindadeild og prófgráða við námslok

    er frá HA.

    VIÐSKIPTADEILD

    Starfsemi viðskiptadeildar á árinu 2010 var með svipuðu

    sniði og árin á undan. Í viðskiptadeild hófu 103 nemendur

    grunnnám að hausti og þrír nemendur hófu meistaranám.

    Um 70% nemenda í grunnnámi eru fjarnemar en

    meistaranámið fór fram í lotum.

    Grunnnám í viðskiptafræði

    Boðið var upp á þriggja ára, 180 ECTS B.S. nám í viðskipta-

    fræðum, bæði í staðarnámi og fjarnámi. Staðarnámið fer

    fram með hefðbundnum hætti í fyrirlestrum, umræðutímum

    og dæmatímum. Fjarnámið fer hins vegar fram um

    myndfundabúnað og með upptökum úr kennslustundum í

    staðarnámi sem dreift er til nemenda um lokaðan kennsluvef.

    Fjöldi kennslustunda fjarnema um myndfundabúnað er um

    50% af kennslustundum staðarnema.

    Námsleiðir í grunnnámi eru tvær: Stjórnun og markaðsfræði

    og Stjórnun og fjármálafræði. Innan beggja námsleiða er

    lögð áhersla á almennt og hefðbundið viðskiptanám, s.s.

    reikningshald, tölfræði, hagrannsóknir, hagnýta stærðfræði,

    þjóðhagfræði, rekstrarhagfræði og skattaskil svo eitthvað sé

    nefnt.

    Stjórnun og markaðsfræði

    Auk almenns viðskiptanáms er lögð áhersla á að mennta

    fólk til að gegna stjórnunarstörfum í fyrirtækjum með

    áherslu á markaðsmál. Fjallað er m.a. um stefnumótun,

    stjórnun skipulagsheilda, mannauðsstjórnun og gæða-

    stjórn un en auk þess um auglýsinga- og kynningarmál,

    þjónustumarkaðsfræði, neytendahegðun, boðmiðlun og

    markaðs rannsóknir.

    Stjórnun og fjármál

    Auk almenns viðskiptanáms er lögð áhersla á að mennta

    fólk til að gegna ábyrgðarstöðum í fjármálafyrirtækjum.

    Mikilvægar námsgreinar eru stefnumótun, stjórnun

    skipulagsheilda, mannauðsstjórnun, gæðastjórnun og

    námskeið í fjármálum þar sem m.a. er fjallað um fjármál

    fyrirtækja, verðmat og fjárfestingar, fjármálamarkaði,

    afleiður og alþjóðafjármál.

    Meistaranám í viðskiptafræði

    Meistaranámi í viðskiptafræði við Háskólann á Akureyri

    var breytt í rannsóknartengt meistaranám árið 2010. Er

    það 120 ECTS eininga nám. Námið er einstaklingsmiðað

    þannig að hver nemandi fylgir eigin námskrá sem er

    sérsniðin að þörfum hans og þess rannsóknarverkefnis

    sem hann vinnur að á námstímanum. Meðal fyrstu verkefna

    Frá Vísindavöku Rannís sem haldin var í Listasafni Reykjavíkur á Degi evrópska vísindamannsins 24. september. Frá vinstri: Anna Rut Jónsdóttir meistaranemi, Jón Þorvaldur Heiðarsson lektor og sérfræðingur við RHA, Oddur Vilhelmsson dósent við viðskipta- og raunvísindasvið, María Markúsdóttir meistaranemi, Kristín Dýrfjörð lektor við kennaradeild HA og Hjalti Jóhannesson starfandi forstöðumaður RHA.

  • 32

    meistaranema er að velja sér námskeið úr kennsluskrám

    HA og samstarfsstofnana hans, í náinni samvinnu við

    aðalleiðbeinanda. Meistaranámsnefnd viðskipta- og

    raunvísindasviðs tryggir að hin einstaklingsmiðaða námskrá

    standist ítrustu gæðakröfur.

    Námið skiptist í rannsóknarverkefni sem getur verið

    60 eða 90 ETCS einingar og því eru námskeið 30 til

    60 ECTS einingar. Að lágmarki skal nemandi taka 30

    ECTS einingar í námskeiðum og hið minnsta 10 ECTS í

    rannsóknaraðferðum. Önnur námskeið skal nemandi taka

    við HA eða samstarfsstofnanir. Þetta nýja fyrirkomulag er

    skipulagt á sama hátt og meistaranám auðlindadeildar og

    hægt að tengja það rannsóknarverkefnum í báðum deildum

    Haustið 2010 voru kennd síðustu námskeiðin samkvæmt

    námskrá sem gilti um hið námskeiðsbundna meistaranám

    viðskipta- oG raunvísindasviðog ekki var þá innritað í það nám.

    Rannsóknir

    Kennarar í viðskiptadeild hafa á undanförnum árum verið

    afkastamiklir við rannsóknir og ritstörf á sviðum fjármála

    og fjármálamarkaða, ferðaþjónustu, samruna fyrirtækja,

    útvistunar í þjónustufyrirtækjum, alþjóðastofnana, fjar-

    kennslu, norrænna vinnumarkaða, sveitarstjórnarmála,

    markaðs mála, stjórnunar og skipulagningar fyrirtækja

    og reksturs sjávarútvegsfyrirtækja. Rannsóknir þeirra

    hafa birst í sérstökum bókum, íslenskum og erlendum

    fræðitímaritum og safnritum. Náin tengsl eru við

    rannsóknir Rannsóknamiðstöðvar ferðamála – RMF og

    Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri – RHA m.a. um

    byggðarannsóknir.

    Kennarar deildarinnar eiga í margvíslegum samskiptum og

    samstarfi við erlendar stofnanir og vísindamenn. Nemendur

    hafa stundað nám erlendis að hluta á vegum Erasmus og

    Nordplus.

    Viðskipta- og raunvísindasvið á aðild að ECBE, The European

    Council for Business Education, frá árinu 2005. Um frekari

    upplýsingar varðandi ECBE vísast til heimasíðu samtakanna:

    http://ecbe.qualilearning.org/.

    Viðskiptadeild er einnig aðili að EkoTekNord sem er tengsla-

    net 19 háskóla á Norðurlöndum. Markmið netsins er að auka

    nemenda- og kennaraskipti og bjóða upp á stutt námskeið.

    Frekari upplýsingar er að finna á heimasíðu samtakanna:

    http://www.ekoteknord.nu/etn/index.shtml

    Sean Scully, nemandi í líftækni, að útskýra vísindin fyrir ungum gestum háskólans.

  • 33

  • 34

    Markaðs- og kynningarstarf var með hefðbundnum hætti

    árið 2010. Forstöðumaður markaðs- og kynningarsviðs

    vann kynningarefni fyrir háskólann í samstarfi við deildir

    hans en það er auglýsingastofan Stíll á Akureyri sem

    sér um hönnun kynningarefnis og Ásprent prentar. Sú

    breyting varð á markaðs- og kynningarsviði árið 2010 að í

    maí fór forstöðumaður sviðsins, Dagmar Ýr Stefánsdóttir, í

    fæðingarorlof til áramóta, og hana leysti af Dagbjört Brynja

    Harðardóttir sem hóf störf á sviðinu í janúar 2010.

    Allir háskólar landsins héldu áfram góðu samstarfi um

    að skipuleggja Háskóladaginn sem er orðinn að árlegum

    viðburði í Ráðhúsi Reykjavíkur og Háskóla Íslands. Einnig

    var Háskóladagurinn haldinn sameiginlega á Egilsstöðum,

    Akureyri og Ísafirði.

    Að venju var 1. desember haldinn hátíðlegur og í tilefni hans

    var einnig haldið upp á 10 ára afmæli Íslandsklukkunnar.

    Af því tilefni var efnt til smásagnasamkeppni meðal 10 ára

    barna á Akureyri. Undirtektir voru mjög góðar og sigurvegari

    keppninnar, Viðar Guðbjörn Jóhannsson, hlaut þann heiður

    að hringja bjöllunni á fullveldishátíð HA þann 1. desember.

    markaðs- oG kynninGarsviðÍ desember var einnig efnt til samkeppni innan HA um nafn

    á anddyri háskólans. Þátttaka var mjög góð og barst fjöldi

    tillagna bæði frá nemendum, kennurum og öðru starfsfólki.

    Eftir vandlega íhugun nafnanefndar hlaut anddyrið nafnið

    „Miðborg”.

    Lögð var áhersla á vandaðar auglýsingar í fjölmiðlum

    fyrir innritun skólaárið 2010–2011. Markaðs- og kynningar-

    svið er í samstarfi við Birtingahúsið ehf. um að út búa

    auglýsingaáætlun og eru auglýsingar unnar af auglýsinga-

    stofunum Kapital og Ásprenti Stíl ehf. Að venju var farið

    í heimsóknir í framhaldsskóla og háskólinn kynntur

    fyrir stúdentsefnum, farið var í velflesta framhaldsskóla

    landsins og oft voru nemendur HA með í för. Að auki

    var sendur markpóstur til stúdentsefna og þá tók

    markaðs- og kynningarsvið á móti hópum sem heimsóttu

    háskólann. Markaðs- og kynningarsvið sá einnig um að

    skipuleggja fjölmarga viðburði innan háskólans, svo sem

    vígslu nýbyggingar, Opið hús í ágúst og móttöku eftir

    brautskráningu í júní.

    Háskóladagurinn 2010 fór fram laugardaginn 20. febrúar í Ráðhúsi Reykjavíkur, Háskóla Íslands og Norræna húsinu en alls voru yfir 500 námsleiðir á háskólastigi kynntar. Dagurinn þótti takast vel. Hér sést kynningarbás Háskólans á Akureyri.

  • 35

    Fjármála-starfsmanna- og rekstrarsvið annast rekstur

    og umsjón fasteigna og búnaðar háskólans, þar á meðal

    rekstur tölvukerfa og símakerfa. Jafnframt annast sviðið

    helstu sameiginleg verkefni á sviði fjármála. Má þar nefna

    umsjón með gerð rekstraráætlana til lengri og skemmri

    tíma, vinnslu bókhalds og launa, miðlun fjárhagslegra

    upplýsinga, svo og eftirlit og ráðgjöf um fjárhagsleg málefni

    háskólans.

    Á árinu 2010 var starfsemin með hefðbundnu móti. Nýtt

    húsnæði á Sólborg var tekið í notkun við hátíðlega athöfn í

    ágúst. Þar með er öll starfsemi Háskólans á Akureyri komin

    á einn stað.

    Á sviðinu störfuðu 14 starfsmenn.

    fjármála-, starfsmanna- oG rEkstrarsviðmarkaðs- oG kynninGarsvið

    Jónas Steingrímsson framkvæmdastjóri FÉSTA, Jónína Sturludóttir og Agnes Eyfjörð verkefnastjórar á fjármálasviði. Starfsfólk háskólans tók virkan þátt í landsátakinu Hjólað í vinnuna. Sjö lið voru innan háskólans. Það lið sem hjólaði lengst, eða 541 kílómeter, var Þór og Freyja, en þremenningarnir á myndinni voru einmitt í því liði.

  • 36

    nEmEndur oG dEildir

  • 37

    Meginmarkmið kennslusviðs er að tryggja samræmi og

    gott skipulag á daglegu starfi háskólans ásamt því að veita

    nemendum og starfsfólki almennar upplýsingar, þjónustu

    og ráðgjöf.

    Fulltrúar á kennslusviði annast meðal annars almenna

    þjónustu, upplýsingagjöf, símsvörun, útgáfu vottorða og

    innkaup og afgreiðslu á skrifstofuvörum fyrir starfsfólk

    háskólans. Fulltrúar annast jafnframt innritun nýnema og

    hafa umsjón með nemendaskrá.

    Unnið var að því á kennslusviði árið 2010 að koma gögnum

    nemendaskrár í málakerfi háskólans, GoPro.

    Skrifstofur fræðasviðanna heyrðu undir kennslusvið á fyrri

    hluta árs 2010. Hlutverk þeirra er að annast skipulag á

    daglegu starfi í kennsludeildum háskólans í samstarfi við

    deildarforseta. Í þessu felst meðal annars frágangur á náms-

    og kennsluskrá, brautskráningarskjölum og kennsluskiptingu

    ásamt stundaskrárgerð og einkunnaskráningu. Skrifstofur

    skrá og veita nemendum upplýsingar og ráðgjöf varðandi

    námsframvindu ásamt því að aðstoða fræðasvið og deildir

    varðandi fundi, nemenda- og starfsmannamál og vinnuferla.

    Sumarið 2010 urðu þær skipulagsbreytingar á kennslusviði

    að störf skrifstofustjóranna þriggja færðust til fræðasviðanna

    og heyra nú undir stjórn forseta þeirra. Fluttust verkefni þau

    sem lýst er hér að ofan þá frá kennslusviði til fræðasviðanna.

    Skipulag og umsjón prófahalds fer fram á kennslusviði

    undir stjórn prófstjóra. Prófstjóri gefur út próftöflur og hefur

    yfirumsjón með prófhaldi og einkunnaskilum. Reglulegar

    próftíðir eru í desember og apríl/maí og sjúkra- og

    endurtökupróf eru að lokinni viðkomandi próftíð. Áður gafst

    nemendum tækifæri á að þreyta próf í öllum námskeiðum

    í ágúst en ágústpróf voru felld niður með reglum um

    námsmat fyrir Háskólann á Akureyri nr. 885/2009.

    Kennslusvið hefur umsjón með framkvæmd fjarkennslu

    háskólans ásamt samskiptum við símenntunar- og

    fræðslumiðstöðvar um allt land. Á kennslusviði starfar

    sérfræðingur háskólans í upplýsingakerfum, sem hefur

    umsjón með innra upplýsingakerfi hans, Stefaníu.

    kEnnslusviðSérfræðingurinn annast einnig gagnamiðlun milli tölvu-

    kerfa háskólans ásamt vefumsjón. Hann sér ennfremur

    um uppsetningu og birtingu námskrár og framkvæmir

    námskeiðsmat og aðrar kannanir ásamt því að veita ýmsar

    tölfræðilegar upplýsingar úr nemendaskrá.

    Náms- og starfsráðgjafi heyrir undir kennslusvið. Markmið

    starfsins er í megindráttum þríþætt: Að leiðbeina núverandi

    og væntanlegum nemendum háskólans um val á námi, að

    veita einstaklingum og hópum leiðsögn á meðan á námi

    stendur, ekki síst um námstækni og bætt vinnubrögð í námi,

    og að veita nemendum persónulega ráðgjöf, meðal annars

    varðandi námsframvindu og ein