1. tbl. 2007 103. Árg.landbunadur.rala.is/.../$file/freyr_1_tbl_2007_lr.pdf10 landbúnaðar-...

36
10 LANDBÚNAÐAR- VERÐLAUNIN 2007 21 ÁLYKTANIR BÚNAÐARÞINGS 2007 29 EIGNARHALD Á BÚJÖRÐUM MEÐAL EFNIS: 1. TBL. 2007 103. ÁRG. BÚNAÐARÞING 2007 4 YFIRLIT UM STARFSEMI BÍ 2006

Upload: others

Post on 29-Mar-2021

3 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

10

Landbúnaðar- verðLaunin 2007

21

ÁLyktanir búnaðarþings 2007

29

eignarhaLd Á bújörðumM

EÐA

L EF

NIS

:

1. TBL. 2007 103. ÁRG.

BÚNAÐARÞING 2007

4

yfirLit um starfsemi bÍ 2006

Page 2: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

2

Page 3: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

EFNISYFIRLIT

FREYR 2007 3

FREYR - Búnaðarblað - 103. árgangur - nr. 1, 2007 • Útgefandi: Bændasamtök Íslands • Ritstjóri: Tjörvi Bjarnason (ábm.) • Auglýsingar: Tjörvi Bjarnason •

Prófarka lestur: Oddbergur Eiríksson og Arnór Hauksson • Umbrot: Prentsnið - Ingvi Magnússon • Útlitshönnun: Blær Guðmundsdóttir • Aðsetur: Bændahöllinni

v. Hagatorg - Póst fang: Bændahöllinni v. Haga torg, 107 Reykjavík • Ritstjórn, innheimta, afgreiðsla og auglýsingar: Bændahöllinni, Reykjavík, sími: 563-0300,

bréfsími: 562-3058 • Netfang FREYS: [email protected] • Netfang auglýsinga: [email protected] • Ljósmynd á forsíðu: Tjörvi Bjarnason, sumardagur í Trékyllisvík.

Yfirlit um starfsemi Bændasamtaka Íslands 2006 ................................................................................................................... 4

Fjölbreytt og mikilvæg störf hjá BÍ – viðtöl við starfsmenn Bændasamtakanna ....................................................................... 6

Landbúnaðarverðlaunin 2007 ................................................................................................................................................... 8

Búnaðarþingsfulltrúar 2007-2009 ........................................................................................................................................... 10

Búnaðarþing 2007 – úr fundargerð fyrsta fundar ..................................................................................................................... 12

Starfsnefndir á Búnaðarþingi 2007 ........................................................................................................................................ 12

Almennar umræður Búnaðarþingsfulltrúa ............................................................................................................................ 13

Málaskrá Búnaðarþings 2007 .................................................................................................................................................. 20

Ályktanir Búnaðarþings 2007.................................................................................................................................................. 21

Sjúkrasjóður BÍ .......................................................................................................................................................................... 25

Starfsmenntasjóður BÍ ............................................................................................................................................................. 25

Yfirlit um starfssemi Lífeyrissjóðs bænda árið 2006 ............................................................................................................ 26

Rekstrarumhverfi landbúnaðarins 2006 ................................................................................................................................ 27

Uppskera heys og korns sumarið 2006 ................................................................................................................................. 27

Framleiðsla og sala ýmissa búvara árið 2006 ........................................................................................................................ 27

Inn- og útflutningur búvara árið 2006 ................................................................................................................................... 28

Eignarhald á jörðum, framleiðsla og þróun hennar – skýrsla Daða Más Kristóferssonar, Ernu Bjarnadóttur og Ómars S. Jónssonar um þróun eignarhalds á bújörðum. ................... 29

6–8

FJöLBREYTT OG MIKIL-væg störf hjÁ bÍ – viðtöl við starfsmenn Bændasamtakanna.

21–24

ÁLyktanir búnaðarþings 2007

26

L SBLífeyrissjóður bænda

LÍFEYRISSJÓðUR bænda Árið 2006.

13–19

aLmennar umræður búnaðarþingsfuLLtrúa

Page 4: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

HLUtvERk

Bændasamtökin gegna fjölþættu hlutverki sem fagleg hagsmunasamtök allra bænda í landinu. Meðal helstu verkefna þeirra eru:

• Að vera málsvari bændastéttarinnar og beita sér fyrir bættum kjörum hennar.

• Að taka þátt í að móta stefnu í málefn-um bænda og landbúnaðarins í heild.

• Að veita leiðbeiningaþjónustu forystu á sem flestum sviðum landbúnaðar og standa fyrir margvíslegri útgáfustarfsemi, fræðslu og faglegri þróun.

• Að vinna að hvers konar framförum í landbúnaði er varða ræktun, tækni, rekstur og gæðamál.

• Að vera stjórnvöldum til ráðuneytis.• Að hafa með höndum framkvæmd mála

er Alþingi eða ríkisstjórn felur þeim.

StjóRn og StARFSFóLk

Æðsta vald samtakanna er í höndum Búnaðarþings sem kemur saman einu sinni á ári. Það er nú skipað 49 fulltrúum sem kosnir eru til þriggja ára í senn. Frá bún-aðarsamböndum eru 29 en 20 frá búgreina-samböndunum.

Kjörtímabil núverandi stjórnar er frá Búnaðarþingi 2007 til Búnaðarþings 2009.

Stjórnin er þannig skipuð: Aðalstjórn:Haraldur Benediktsson bóndi, Vestri-Reyni, formaðurSveinn Ingvarsson bóndi, Reykjahlíð, 1. varaformaðurkarl kristjánsson bóndi, Kambi, 2. varaformaðurjóhannes Sigfússon bóndi, Gunnarsstöðum 1Sigurbjartur Pálsson bóndi, SkarðiSvana Halldórsdóttir bóndi, Melum Þorsteinn kristjánsson bóndi, Jökulsá

Framkvæmdastjóri er Sigurgeir Þorgeirsson.

Í árslok 2006 var alls skipað í 48,6 stöður hjá BÍ, auk starfa í matstofu og við ræst-ingar, og skiptast þær þannig:

Yfirstjórn og skrifstofa 8,0

Félagssvið 5,0

Ráðgjafarsvið 13,1

- Byggingaþjónusta BÍ 1,0

- Nautastöð BÍ 4,0

Útgáfu- og kynningarsvið 5,5

Tölvudeild 12

Samtals 48,6

StARFSEMI BændASAMtAkAnnA

Bændasamtökin skiptast upp í fimm starfs-svið, tvö meginverkefnasvið; félagssvið og ráðgjafarsvið og þrjár stoðdeildir; útgáfu- og kynningarsvið, tölvudeild og fjármál og skrifstofa.

Bændasamtökin eiga aðild að ýmsum stjórnum og nefndum á sviði landbúnaðar-mála og taka þátt í margháttuðu erlendu samstarfi.

FéLAgSSvIð

Hlutverk félagssviðs er í meginatriðum fjór-þætt:

StjórnsýsluverkefniFélagssvið sér m.a. um framkvæmd ýmissa laga og reglugerða sem Bændasamtökunum eru falin. Fyrst og fremst er um að ræða framkvæmd á mjólkursamningi, sauð-fjársamningi og samningi um starfsskil-yrði garðyrkjunnar og að halda utan um greiðslumarksskrár og réttindi lögbýla til þessara greiðslna. Einnig fer félagssvið með framkvæmd laga um búfjárhald og fleira sem fellur undir BÍ.

kjaramálAnnað meginhlutverk félagssviðs eru verk-efni á sviði hagfræðilegra verkefna. Sem dæmi má nefna undirbúning við gerð búvörusamninga og eftirlit með þróun verð-lags og afkomu bænda. Hjá félagssviði eru gerðir útreikningar á ýmsum möguleikum og forystumenn aðstoðaðir við að leggja mat á þá.

AlþjóðamálHluti af starfi félagssviðs eru alþjóðasam-skipti og öflun upplýsinga um landbún-aðarmál á erlendri grund. Ísland á aðild að miðstjórn Norrænu Bændasamtakanna (NBC) og hefur notið góðs af því samstarfi á ýmsa lund.

Félagsleg málefniFjórði þátturinn er ýmis félagsleg mál, svo sem tryggingamál, réttindamál gagnvart ríkinu, útdeiling á peningum vegna akst-urskostnaðar dýralækna og fleira. Einnig starfar á sviðinu lögfræðingur sem sinnir ráðgjöf til stjórnar, bænda og starfsmanna þegar upp koma álitaefni við framkvæmd stjórnsýsluverkefna.

Þann 1. janúar 2006 tóku gildi lög um Landbúnaðarstofnun, nr. 80/2005. Með þeim fluttust ýmis verk-efni frá Bændasamtökum Íslands til Landbúnaðarstofnunar. Með samn-ingi dagsettum 19. apríl 2006 fól LandbúnaðarstofnunBÍ að annast áfram framkvæmd flestra þessara verk-

Yfirlit um starfsemi Bændasamtaka Íslands 2006Bændasamtök Íslands voru stofnuð í ársbyrjun 1995 með sameiningu

Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda. grunneiningar sam-

takanna eru annars vegar 13 búnaðarsambönd, sem eru þverfagleg lands-

hlutasamtök bænda, og hins vegar 12 samtök einstakra búgreina.

FREYR 20074

Page 5: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

efna á sína ábyrgð, eða til 1. júlí 2007. Landbúnaðarstofnun tekur hins vegar allar ákvarðanir og svarar fyrir framkvæmd-ina. Í starfsskýrslu er ekki gerður grein-armunur á þessum verkefnum og öðrum nema það sé tekið fram. Í stuttu máli þýðir þessi breyting í reynd að öll umfjöllun um álitaefni varðandi skráningu greiðslu-marks og réttindi til beingreiðslna fluttist til Landbúnaðarstofnunar en starfsmenn BÍ sinna áfram verklegri framkvæmd við viðhald og uppfærslu gagnagrunna varð-andi greiðslumark og söfnun og úrvinnslu búfjárskýrslna.

Forstöðumaður félagssviðs er Erna Bjarnadóttir og stöðugildi á sviðinu eru fimm.

RÁðgjAFARSvIð

Ráðgjafarþjónusta Bændasamtaka Íslands mótast af ákvæðum í búnaðarlögum nr. 70/1998 og búnaðarsamningi.

Í árslok 2006 skiptast áherslur og umfang á búgreinar og fagsvið sem hér segir:• Jarðrækt, landupplýsingakerfi og nýting

hlunninda: 2 störf.• Ylrækt og garðyrkja: 1 starf.• Búfjárrækt: Nautgriparækt(1,5), sauð-

fjárrækt (0,5), hrossarækt (1), svínarækt (0,5), alifuglarækt (0,5) og loðdýrarækt (0,9) og kynbótamat í búfjárrækt: 4,9 störf.

• Byggingar og bútækni: 0,5 störf. • Búrekstur og hagfræði: 2 störf.• Sviðsstjóri: 1 starf.• Atvinnuþróun og nýsköpun: 1 starf.• Byggingaþjónusta: 1 starf.• Nautauppeldis- og nautastöð: 4 störf.

Landsráðunautar BÍ hafa umsjón með ráð-gjafarstarfi hver á sínu sviði, leiða stefnu-mótun, bera ábyrgð á ræktunarstarfi í búfjárrækt og eru ráðunautum búnaðar-sambandanna til aðstoðar og samstarfs. Í búgreinum þar sem búnaðarsamböndin hafa ekki á að skipa sérhæfðum ráðgjöfum, svo sem í garðyrkju, svínarækt, alifugla-rækt og loðdýrarækt, veita landsráðunaut-ar Bændasamtakanna bændum í þessum greinum einstaklingsráðgjöf.

Áhersluþættir í starfseminni eru m. a.:• Atvinnuuppbygging og nýsköpun á

bújörðum.• Búrekstrarráðgjöf og áætlanagerð í land-

búnaði. • Efling bændabókhalds- og hagnýting

rekstrarupplýsinga, - dkBúbót. • Þróun hjálpartækja í ráðgjöf, - uppbygg-

ing gagnagrunna og skýrsluhald í búfjár-rækt.

• Námskeiðahald fyrir bændur í notkun fagforrita BÍ.

• Einstaklingsmerkingar.• Gæðastýring í sauðfjárrækt.• Jarðabóta- og þróunarverkefni á bújörð-

um.

Innan ráðgjafarsviðs er starfrækt Byggingaþjónusta BÍ, sem sinnir hönnun landbúnaðarbygginga, svo og Nautastöð Bændasamtakanna í Þorleifskoti í Flóa og á Hvanneyri.

Forstöðumaður ráðgjafarsviðs er gunnar guðmundsson og stöðugildi eru 17,4.

ÚtgÁFU- og kYnnIngARSvIð

Bændasamtökin gefa út Bændablaðið, sem flytur fréttir, skilaboð og leiðbeinandi efni og er vettvangur skoðanaskipta um land-búnaðarmál. Upplag blaðsins var 17 þús-und eintök í árslok en því er dreift um allt land. Einnig gefa Bændasamtökin út Frey, sem er faglegt tímarit. Á árinu 2006 kom út 21 tölublað af Bændablaðinu og 8 tölublöð af Frey. önnur útgáfa er m.a. Handbók bænda, Hagtölur landbúnaðarins og ýmis sérrit um búrekstur og búfjárrækt.

Útgáfu- og kynningarsvið hefur umsjón með vefsíðu Bændasamtakanna, bondi.is. Margvíslegt efni er að finna á vefsíð-unni sem nýtist jafnt bændum og öðrum. Stofnanaskrá landbúnaðarins er að finna á vefnum og Bændablaðið er þar birt í heild sinni.

Deildin annast einnig fræðslu- og kynn-ingarstarf út á við, m.a. fyrir skólabörn. Þar eru helstu verkefnin „Dagur með bónda“, sem felst í því að starfandi bóndi heimsækir nemendur í 7. bekk grunnskóla, sveitaheimsóknir barna í leikskólum og grunnskólum og heimsóknir 12 ára nem-enda á bæinn Tannstaðabakka í Hrútafirði sem tengist veru þeirra í skólabúðunum á Reykjum.

Forstöðumaður útgáfu- og kynning-arsviðs er tjörvi Bjarnason en hjá deild-inni eru alls 5,5 stöðugildi.

töLvUdEILd

Verkefnum tölvudeildar má skipta í eftirfar-andi fjóra verkþætti: Skráningu og upp-gjör skýrsluhalds og forðagæslu, hugbún-aðarþróun, rekstur tölvukerfis og þjónustu við notendur forrita. Hugbúnaðarþróun og þjónusta við notendur forrita verður fyr-irferðarmeiri með hverju árinu sem líður.

Á árinu 2006 var mest áhersla lögð á hugbúnaðarþróun hins nýja sauðfjárkerfis, www.fjarvis.is. 12 sauðfjárbændur færðu skýrsluhald sitt vegna framleiðsluársins 2006 í kerfinu og síðan var opnað fyrir almennan aðgang sauðfjárbænda síðastlið-ið haust fyrir lesaðgang en aðgangsorð eru þau sömu og í MARK og www.huppa.is.

Forstöðumaður tölvudeildar er jón Baldur Lorange en í deildinni starfa alls 14 manns.

FjÁRMÁL og SkRIFStoFA

Skrifstofan annast alla daglega fjármála-umsýslu og rekstrarstjórn, bókhald samtak-anna og starfsmannamál. Skrifstofan hefur umsjón með fjárreiðum samtakanna og gegnir því hlutverki að ávöxtun og varsla fjármuna skili hámarksárangri. Skrifstofan annast greiðslur samkvæmt búvörusamn-ingum í samræmi við fyrirmæli félagssviðs.

Skrifstofustjóri er gylfi Þór orrason og stöðugildi voru átta um áramótin.

REkStUR

Tekjur Bændasamtaka Íslands eru einkum af þrennum toga:

• Hluti búnaðargjalds, sem er veltutengt gjald og er lagt á afurðaverð til bænda.

• Framlög úr ríkissjóði til reksturs leiðbein-inga- og fagþjónustu og kynbótastarf-semi.

• Eigin tekjur af útgáfu, seldri þjónustu og eignum.

Árið 2006 námu heildartekjur samtakanna 525,1 milljón kr. en rekstrargjöld voru 502,9 milljónir kr. Þar fyrir utan er rekstur nauta-stöðvanna sem skilaði 39,4 milljóna kr. tekjum en gjöldin voru 34,4 milljónir kr..

Skýr aðskilnaður er í bókhaldi milli félags-legrar starfsemi og leiðbeiningaþjónustu en samandregnar niðurstöður úr ársreikningi eru sýndar í meðfylgjandi yfirliti.

REkStRARYFIRLIt BændASAMtAkA ÍSLAndS 2006

Sundurliðun tekna þús. kr.

Búnaðargjald 80.543

Framlag til ráðgjafarþjónustu 172.700

Framlag til skýrsluhalds 17.523

Þóknanir vegna umsýsluverkefna 12.435

Framlög sjóða 23.037

Tekjur af útgáfustarfsemi og vörusölu 66.636

Seld þjónusta, endurgreiddur kostnaður o.fl. 64.857

Útleiga húsnæðis 13.758

Fjármunatekjur – fjármagnsgjöld 73.620

Tekjur alls: 525.109

gjöld alls: 502.939

FREYR 2007 5

Page 6: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

SÍMAMæRIn og SkRIFStoFUStÚLkAn

Jóhanna Lúðvíksdóttir hefur unnið hjá Bændasamtökunum í 19 ár en hún byrjaði í tölvudeild þar sem hún sá um skráningu í sauðfjár- og nautgriparækt. Síðar breytt-ist vinnufyrirkomulag Jóhönnu þegar hún hóf að vinna hálfan daginn í tölvudeildinni og hálfan dag í skjalasafni þar sem hún sá einnig um vinnuskýrslur starfsfólks. Það var síðan fyrr á árinu sem hún kom alfarið upp af annarri hæðinni, þar sem tölvudeildin er staðsett, og upp á þriðju hæð. Nú heldur hún utan um áskriftir, bóksölu og reikninga svo fátt eitt sé nefnt. „Mér líkar mjög vel hér í Bændahöllinni, síðan bý ég hér nálægt svo það er stutt að fara. Mér finnst gaman þegar bændur og aðrir hringja og gerast til dæmis áskrifendur að Bændablaðinu og spjalla við mig í leiðinni og eru jákvæðir um lífið og tilveruna.“

Þeir sem hringja inn til Bændasamtakanna kannast sennilega flestir við rödd Auðar Oddgeirsdóttur sem stendur vaktina á síma-num og leiðbeinir fólki á rétta staði. Hún hefur unnið í tvö ár hjá Bændasamtökunum en ásamt símavörslunni sér Auður um skrán-ingu á til dæmis mjólkurskýrslum og fjárbók-um. Áður en Auður réð sig hér til starfa vann hún í dömudeildinni í Hagkaupum Smáralind og þar áður starfaði hún sem sjálfstæður atvinnurekandi við ræstingar. Auður segir jafnt og þétt hringt inn til Bændasamtakanna en þó komi stundum álagstímar: „Allir sem eru innan Bændasamtakanna hafa aðgang að fundarsölum hér og oft getur verið mikið

álag í kringum fundi. Einnig ef einhver mál-efni tengd Bændasamtökunum eru í frétt-um þá er mikið hringt inn, samanber þegar ákveðið var að meina klámráðstefnufólki aðgang að hótelinu fyrr á árinu. Þá voru margir sem hringdu inn og sögðu sína skoð-un,“ segir Auður og minnist einnig á að oft geti verið skemmtilegt að lesa fjárbækur því auðlesanlegt sé hversu vænt sauðfjárbænd-um þykir um rollurnar sínar en hér fylgja ein skondin ummæli um kind sem fannst dauð úti í móa sem Auður ritaði hjá sér og heldur upp á:

„Afvelta, upp í loft,snéri austur/vestur,útþanin og steindauð(án alls gríns).

„ÁnægjULEgt Að StARFA FYRIR HEStAMEnn‟

Hulda G. Geirsdóttir er í hálfu starfi hjá Félagi hrossabænda og Félagi tamninga-manna sem hafa aðstöðu í Norðurálmunni á þriðju hæð. Í Félagi tamningamanna eru um 400 félagar en rúmlega 1.200 í Félagi hrossabænda. Innan Félags hrossabænda eru síðan níu aðildarfélög vítt og breitt um landið.

Hulda lauk BA-gráðu í fjölmiðlun og sagnfræði frá Colorado State University í Bandaríkjunum árið 1992 og hefur verið tengd fjölmiðlum síðan en hestabakteríuna fékk hún þegar hún var sex ára gömul. Hulda er öllum hnútum kunnug hjá Félagi

Hrossabænda því þar vann hún á árunum 1996-2000 en þaðan fór hún til Eiðfaxa þar sem hún ritstýrði erlendri útgáfu Eiðfaxa og sérritum, t.d. um hrossarækt. „Ég er ákaflega ánægð að vera komin heim ef svo má segja. Ég er eini starfsmaður þess-ara félaga og það er allt mögulegt sem kemur inn á borð til mín. Hér sinni ég til dæmis almennri skrifstofuvinnu, vinn úr verkefnum fyrir stjórnir og er nokk-urs konar talsmaður félagsins. Mér finnst ótrúlega gaman að starfa fyrir hestamenn, þetta er skemmtilegur hópur. Ég hef kynnst mörgu fólki og landsvæðum og eignast vini í gegnum starfið. Það er gott að vinna í Bændahöllinni, hér er gott fólk og gott og heimilislegt andrúmsloft.‟

BEIngREIðSLUR, gRIPAgREIðSLUR og gæðAStýRIngARÁLAg

Á félagssviði starfar Ómar Jónsson viðskipta-fræðingur og sér um beingreiðslur, gripa-greiðslur og gæðastýringarálag til bænda. Hann fluttist yfir til Bændasamtakanna fyrir sex árum frá Framleiðsluráði þar sem hann vann við ýmis verkefni í 20 ár, síðustu árin sem aðalbókari áður en það var aflagt.

„Ég hef líka unnið mikið við viðhald og rekstur tölvukerfa í sambandi við skrán-ingu framleiðsluupplýsinga, útreikning beingreiðslna og ég vinn tölfræðilegar samantektir úr þessum kerfum. Við erum núna í þróunarvinnu með Helga Hrafni Halldórssyni tölvunarfræðingi á nýju tölvu-kerfi sem mun taka við af gamla afurða-kerfinu,“ segir Ómar og bætir því við að í

Fjölbreytt og mikilvæg störf hjá BÍ

Hjá Bændasamtökunum starfa tæplega 60

manns víða um landið þó að meginþorrinn sé

staðsettur í Bændahöllinni í Reykjavík. Þau

eru fjölþætt störfin sem unnin eru hjá sam-

tökunum, allt frá matseld og símavörslu til

forritunar og hönnunar landbúnaðarbygg-

inga. Blaðamaður Freys tók nokkra starfs-

menn tali og kynnti sér verksvið þeirra.

FREYR 20076

Auður Oddgeirsdóttir og Jóhanna Lúðvíksdóttir

Hulda G. Geirsdóttir

Ómar Jónsson

Page 7: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

nóvember sé viss álagstími hjá sér því þá þarf að gera upp og borga gæðastýringará-lagið en einnig sé mikið að gera í kringum 1. október þegar mjólkuruppgjörið fer fram og nýtt verðlagsár tekur við.

FoRRItAR Í oRAcLE-gRUnnUM

Á annarri hæð Bændahallarinnar er tölvu-deildin staðsett þar sem níu manns starfa en einnig eru þrír starfsmenn deildarinnar starf-andi fyrir norðan. Þar á meðal er Ingibjörg Pétursdóttir kerfisfræðingur. Ingibjörg, sem er líffræðingur að mennt, starfaði áður hjá Krabbameinsfélaginu þar sem hún vann mikið við erfða- og krabbameinsrannsóknir en einnig bætti hún tölvunarfræðinni við sig og færði sig smátt og smátt úr líffræðinni yfir í tölvurnar.

„Þegar ég vann hjá Krabbameinsfélaginu var ég byrjuð að smíða gagnagrunna. Það gerðist eiginlega ósjálfrátt að ég færi yfir í tölvurnar, það átti einfaldlega best við mig.“

Starf Ingibjargar hjá Bændasamtökunum felst aðallega í forritun í Oracle-grunnum og í umsýslu í grunninum.

„Ég held utan um grunninn og gögn en ég hef mikið tekið gömul gögn sem hafa legið í skýrsluhaldinu og aðlagað þau Oracle-grunnunum. Einnig smíða ég leiðir inn og út úr grunni. Starf mitt felur ekki í sér samskipti við bændur heldur er ég meira í sambandi við ráðunauta og þá aðal-lega varðandi ýmis gögn,“ segir Ingibjörg.

MIkIð FRAMkvæMt Í LAndBÚnAðI

Unnsteinn Snorri Snorrason er landsráðu-nautur í bútækni og hóf fullt starf fyrir Bændasamtökin í júnímánuði. Áður hafði hann verið í hlutastarfi á meðan hann lagði lokahönd á lokaritgerð sína við auðlinda-deild Landbúnaðarháskóla Íslands en verk-efni hans nefndist; Samanburður á aðferð-um við fóðrun mjólkurkúa í lausagöngufjós-um sem hann varði í september.

„Í mínu námi lagði ég megináherslu á fög tengd bútækni og hönnun landbún-aðarbygginga og þess vegna hafði ég áhuga á þessu starfi. Ferlið í hönnuninni

byrjar á heimsókn til bónda sem hefur sett sig í samband við Bændasamtökin eða sitt búnaðarsamband. Þá er bóndinn vanalega með fastmótaðar hugmyndir og ekki er óeðlilegt að hann sé búinn að velta upp ýmsum hugmyndum í ár eða svo. Síðan eru gerðar tillögur að teikningum sem tekur um einn til tvo mánuði og því næst lagt fyrir byggingarfulltrúa á hverjum stað,“ útskýrir Unnsteinn og segir jafnframt:

„Það er mikið að gera þessa dagana og mikið framkvæmt í landbúnaði en það sem er sérstaklega áberandi núna eru þessi minni og einfaldari verkefni þar sem er til dæmis verið að smíða viðbyggingar við fjár-hús.“

„SkEMMtILEgt Að tAkASt Á vIð ný vERkEFnI“

Sigurður Eyþórsson réð sig til starfa sem framkvæmdastjóri Landssamtaka sauðfjár-bænda og markaðsráðs kindakjöts í júlí síðastliðnum. Þaðan kom hann af skrifstofu Framsóknarflokksins þar sem hann hafði unnið frá árinu 1994, þar af í fjögur ár sem framkvæmdastjóri flokksins. Sigurður er fæddur í Kaldaðarnesi í Flóa en flutti þaðan til Hveragerðis áður en leiðin lá á höf-uðborgarsvæðið. Hann býr nú í Hafnarfirði ásamt Sigríði Zoëga konu sinni.

„Þetta er mjög ólíkt því að vera í pólitík-inni, hér hefur maður meiri tíma til að und-irbúa sig sem mér finnst gott. Mér líkar vel hér, þetta er góður staður og það er alltaf gaman að takast á við ný verkefni,“ segir Sigurður.

Verkefni Sigurðar eru aðallega þríþætt; fyrir landssamtökin, markaðsráðið og síðan fyrir Bændasamtökin.

„Ég held utan um félagsstarf í Landssamtökum sauðfjárbænda, sé um fundi, gæti hagsmunamála og sé um heimasíðu samtakanna, www.saudfe.is. Markaðsráð kindakjöts er samráðs-verkefni sauðfjárbænda og sláturhúsa sem snýr að markaðssetningu lamba-kjöts hér innanlands. Við skipulögðum til dæmis kjötsúpudaginn sem haldinn var á Skólavörðustígnum í lok október. Síðan hef ég verið að sjá um nokkur einstök verkefni fyrir Bændasamtökin í heild, eins og að halda utan um viðhorfskönnun sem er nú í gangi og fara yfir mál er varða merking-ar á búvörum og svona ýmislegt. Þannig að það sem ég sé um er hvert úr sinni áttinni og allt mjög áhugavert á sinn hátt,“ segir Sigurður brosandi.

SItUR EkkI AUðUM HöndUM

Þorberg Þ. Þorbergsson er annar starfs-manna Bændasamtakanna í tölvudeildinni sem hefur starfsstöð sína á Akureyri. Hann er forritari hjá samtökunum og felst starfið aðallega í þróun á vefkerfum Bændasamtaka Íslands þ.e. nýsmíði og viðhaldi bæði á vef-forritum og gagnagrunnum. Honum líkar starfið vel og segir ávallt nóg að gera svo hann situr ekki auðum höndum.

„Ég hóf störf í tölvudeild BÍ í júní árið 2000 þannig að það eru rúm sjö ár síðan ég byrjaði. Árið 2002 flutti ég og fjölskylda mín til Akureyrar og bauðst mér að flytja vinnuna með mér. Í dag er starfstöð mín sem sagt á Akureyri í húsnæði Stefnu ehf., Hafnarstræti 95 4. hæð,“ útskýrir Þorberg og segir jafnframt:

„Áður starfaði ég hjá Landsbanka Íslands, fyrst á Akureyri og síðan í Reykjavík en árið 1998 lá leið mín í Háskólann í Reykjavík. Þar lagði ég stund á nám við kerfisfræði og útskrifaðist ég þaðan árið 2000. Í framhaldi af því bætti ég svo við mig einu ári og lauk B.Sc. við tölvunarfræði.“

/ehg

FREYR 2007 7

Unnsteinn Snorri Snorrason

Sigurður Eyþórsson

Ingibjörg Pétursdóttir

Þorberg Þ. Þorbergsson

Page 8: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

SYðRA-SköRðUgIL

Árið 1974 fluttu hjónin Einar Eylert Gíslason og Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir að Syðra-Skörðugili í Skagafirði og tóku við búskap af foreldrum Ásdísar, þeim Sigrúnu Júlíusdóttur og Sigurjóni Jónassyni eða Dúdda á Skörðugili eins og hann var jafnan kallaður. Þar gerðist Einar héraðsráðunautur í hrossa- og sauðfjárrækt. Um daglegan rekstur bús-ins að Syðra-Skörðugili, sem samanstendur af sauðfjár-, hrossa- og loðdýrarækt, sá Ásdís ásamt sonum þeirra hjóna sem allir hafa menntað sig til landbúnaðarstarfa og hafa valið sér störf í samræmi við það.

Þann 1. janúar árið 2000 urðu aftur kyn-slóðaskipti á Skörðugili en þá hættu Ásdís og Einar búskap en skiptu jörðinni milli tveggja eldri bræðranna. Við sauðfjár- og hrossarækt tóku Elvar Eylert Einarsson og kona hans, Sigríður Fjóla Viktorsdóttir, en við rekstri loðdýrabúsins tók Einar Eðvald Einarsson og Sólborg Una Pálsdóttir. Þriðji sonurinn, Eyþór Einarsson býr á Skörðugili ásamt unnustu sinni, Þórdísi Sigurðardóttur, og er nú ráðunautur í sauðfjár- og hrossa-rækt í Skagafirði. Yngsti sonurinn, Sigurjón Pálmi, er í dýralæknanámi erlendis.

Ekki er þar með sagt að Einar eldri hafi hætt að vinna við búskap. Hann hefur séð um mest alla daglega hirðingu á minka-búinu ásamt því að hafa hönd í bagga með sauðfjárræktuninni. Í gegnum tíðina hefur árangur í búfjárrækt á Skörðugili verið í fremstu röð á landsvísu.

Mikil þátttaka í félagslífi hefur einnig verið einkennandi fyrir þá sem á Syðra-Skörðugili búa og hefur Einar eldri verið þar mjög virkur. Hann var frumkvöðull að stofnun Félags sauðfjárbænda og var um tíma formaður bæði í Félagi hrossabænda og Sambandi íslenskra loðdýrabænda. En

nú hafa synirnir tekið við og haslað sér völl í hinum ýmsu félagsmálum bændastétt-arinnar.

Ásdís hefur einnig setið í ýmsum nefnd-um og ráðum í sveitarfélaginu og verið formaður Kvenfélags Seyluhrepps til margra ára. Eftir að Einar hætti sem ráðu-nautur í Skagafirði og fór að vera heima á búinu hefur Ásdís starfað sem kennari við Grunnskólann í Varmahlíð.

Gestagangur hefur alltaf verið mikill á Syðra-Skörðugili og hefur heimilið tekið á móti mörgum hópum, bæði innlendum og erlendum, á hverju ári sem og einstakling-um sem hafa haft löngun til að kynna sér búfjárrækt.

Fyrir myndarbúskap, dugnað og metnað fyrir íslenskum landbúnaði og íslenskum sveitum er Syðra-Skörðugili veitt landbún-aðarverðlaunin 2007.

StAkkHAMAR

Á Stakkhamri á Snæfellsnesi hefur um langt árabil verið rekinn blandaður búskapur og þá fyrst og fremst kúabúskapur, ásamt hlunnindum s.s. selveiði á árum áður, dún-tekju og laxveiði. Árið 1961 hófu hjónin Ásta Bjarnadóttir og Bjarni Alexandersson búskap sinn þar í félagi við foreldra Bjarna sem þar höfðu búið frá 1943. Í stað nútíma tölvuvæddra fóðurkerfa náðu þau Ásta og Bjarni góðum afurðum með takmarkaðri kjarnfóðurnotkun en fóru í fjósið oft á dag og bættu við heyi og kjarnfóðri þannig að gjöfin dreifðist vel yfir sólarhringinn. Við þessum auði tóku dóttir þeirra og tengdasonur, Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson, í júní 2003.

Ungu hjónin höfðu bæði haft áhuga á búskap. Þröstur er alinn upp

í kringum lagðprúðar kindur í Norður-Þingeyjarsýslu og leikskóli Laufeyjar, eins og margra annarra sveitabarna, var fjósið á Stakkhamri. Bæði héldu þau til náms við Bændaskólann á Hvanneyri og luku námi frá Búvísindadeildinni. Eftir að námi lauk störfuðu þau bæði um hríð sem ráðunaut-ar og við ýmis rannsóknastörf. Með þessu byggðu þau upp þekkingu og reynslu sem hefur reynst þeim gott veganesti í búskapn-um.

Þau Laufey og Þröstur settu sér strax það markmið að verða í fremstu röð bænda í sinni stétt. Þau stækkuðu búið, bættu við básum, keyptu greiðslumark og efldu eigin fóðurframleiðslu. Á síð-asta ári var ráðist í gagngerar endurbæt-ur og stækkun á fjósi og er nú komið lausagöngufjós fyrir 55 kýr, mjaltabás og önnur nútímaaðstaða. Næsti áfangi er að setja upp heilfóðurkerfi. Fóðrun og með-ferð kúnna telja þau lykilatriði við að bæta afurðir og þau hafa sýnt og sannað að möguleikar íslensku kúnna hafa ekki verið tæmdir. Á árinu 2005 var bú þeirra í þriðja sæti á landsvísu með 7.137 kg mjólkur og á árinu 2006 stóð bú þeirra efst með 7.896 kg og 3,34% próteininnihald. Þetta er hæsta meðalnyt sem náðst hefur á íslensku kúabúi á einu ári.

Í rekstrinum hafa þau notið mikils stuðnings foreldra Laufeyjar, þeirra Ástu og Bjarna, sem hafa alltaf verið boðin og búin að leggja hönd á plóg og miðla af sinni reynslu. Árangur Laufeyjar og Þrastar er frábært fordæmi fyrir ungt fólk sem er nýbyrjað eða hyggur á búskap og und-irstrikar að menntun er forsenda afburða-árangurs í búskap.

Fyrir áræði og dugnað eru þeim Laufeyju og Þresti veitt landbúnaðarverðlaunin 2007.

Landbúnaðar-verðlaunin 2007,,Í ellefta sinn verða hér nú veitt landbúnaðarverð-

laun við setningu Búnaðarþings, með það að mark-

miði að vekja athygli á því sem vel er gert í búskap,

ræktun lands og góðri umhirðu, ræktun mannlífs

í sveitum og varðveislu menningar og menning-

ararfs sveitanna. og ekki síður til að vekja athygli á

frumkvæði og nýjum hlutum, sem verða mega til að

efla atvinnulíf og samfélag byggðanna þó ekki telj-

ist til landbúnaðar í þrengsta skilningi.” Svo komst

guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra að orði við

upphaf afhendingar landbúnaðarverðlaunanna á

Búnaðarþingi 2007. Þetta var í áttunda sinn sem

guðni veitti verðlaunin en hann sagðist vonast til

þess að hefð væri komin á þessa verðlaunaveitingu

og að þar yrði ekki breyting á þótt ráðherrar kæmu

og færu. Ráðherra benti jafnframt á að þeir sem

hljóta verðlaun hverju sinni eru valdir sem góðir full-

trúar bænda. Þeir eru verðugir þessarar viðurkenning-

ar en hún er einnig hugsuð öðrum til hvatningar. Hér

á eftir fara ummæli ráðherra við afhendinguna.

FREYR 2007

VIÐURKENNINGAR

8

Page 9: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

ÁSASkóLI - Mön

Mön í Gnúpverjahreppi á sér ekki langa sögu. Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson störfuðu um árabil við tónlistarkennslu og söngiðkun í Reykjavík, m.a. við óperusöng í Íslensku óperunni og Þjóðleikhúsinu. Menntun þeirra beggja er í tónlistinni. Katrín er tónmenntakennari og píanóleikari og þau bæði söngkennarar frá Söngskólanum í Reykjavík. Auk þess lögðu þau stund á framhaldsnám á Ítalíu, í Svíþjóð og Bandaríkjunum.

Katrín er Húsvíkingur og Stefán Gnúpverji og því stefndi hugurinn fljót-lega úr borgarysnum. Árið 1996 fluttu þau austur í Ásaskóla, gamla skólahúsið í Gnúpverjahreppi, ásamt sonum sínum þremur. Mörgum þótti það fífldirfska að flytjast út í sveit og ekki síður þegar þau réðust í minkarækt eftir hinar miklu þreng-ingar sem greinin hafði mátt þola. Þau hófu búskapinn í leiguhúsnæði með 325 líflæð-ur. Ári síðar reistu þau nýjan minkaskála og stofnuðu þar með minkabúið Mön. Allt frá því hefur búið verið að stækka, mest þegar hjónin festu kaup á býlinu Hraunbúi í sömu sveit árið 2003. Nú búa þau með 4.500 læður og reka þar með stærsta loðdýrabú landsins.

Frá upphafi hefur áhugi og námsfýsn ein-kennt búskapinn. Þau náðu líka fljótt mjög góðri frjósemi og að skipa sér í efstu sæti á skinnasýningum. Þau hafa ætíð haft það að leiðarljósi að fagleg þekking, markvisst ræktunarstarf og samvinna bænda væri það eina sem dygði í búskapnum. Þessi atriði hafa líka skilað greininni fram á veg-inn. Í því eiga þau Katrín og Stefán drjúg-an hlut. Árangur af ræktunarstarfinu hefur borið góðan ávöxt og skinnin frá Mön

sóma sér vel á erlendum mörkuðum sem hluti af því besta í íslenskri framleiðslu.

Þau hjónin hafa látið mikið til sín taka í félagsmálum loðdýrabænda og hafa sinnt ýmsum trúnaðarstörfum fyrir greinina frá upphafi. Þau sitja m.a. bæði í stjórn Sambands íslenskra loðdýrabænda.

Það er fyrir áræði, framsækni og tak-markalausan áhuga á að efla loðdýra-rækt í sveitum landsins sem þau Katrín Sigurðardóttir og Stefán Guðmundsson hljóta landbúnaðarverðlaunin 2007.

ÚtHLÍð

Úthlíð í Biskupstungum er landnámsjörð og sátu hana niðjar Ketilbjörns sem nam Mosfell. Hefur hún verið, og er enn, ein af stærstu jörðum landsins. Landstærðin gaf möguleika á miklum búskap en auk þess taldist birkiskógurinn mikil hlunnindi.

Árið 1961 hófu þau hjónin Björn Sigurðsson og Ágústa Margrét Ólafsdóttir frá Hjálmholti í Flóa, félagsbúskap í Úthlíð með foreldrum Björns, þeim Sigurði Tómasi og Jónínu. Tíu árum seinna tók Jón Sigurðsson við hlut foreldra sinna og bjó hann ásamt Birni félagsbúi í Úthlíð til 1980 er hann varð að hætta búskap vegna afleið-inga slyss. Björn og Ágústa bjuggu áfram en höfðu fram að því haft mikinn bústofn eða um 500 fjár og 20-30 kýr. Við þær miklu breytingar sem urðu í hefðbundnum landbúnaði um 1980 drógu þau verulega úr þessum búskap og breyttu til.

Þegar ferðaþjónusta bænda var stofnuð var Björn í stjórn hennar fyrstu þrjú árin og síðan formaður félagsins í 3 ár og leiðandi í því starfi. Árið 1978 hófu þau hjónin ferða-þjónustu í Úthlíð sem fyrir löngu er orðin

landsþekkt. Fyrir þeim vakti að þjóna áfram, en í breyttri mynd, þéttbýlisbúum eins og landbúnaðurinn hefur gert og skapa jafn-framt atvinnugrundvöll fyrir fólk í dreifbýli. Landbúnaðurinn hefur þjónað þéttbýlinu í tugi ára og þá fyrst og fremst hvað varð-ar matvælaframleiðslu. Í Úthlíð getur fólk fengið leigt land undir orlofshús og eru nú nær 200 slík á jörðinni og íbúar þeirra telja um 1.000 þegar hvað fjölmennast er. Björn þjónustar fólkið og annast vegi, vatn, raf-magn og annað slíkt sem fólkið þarf.

Björn gerði sér strax grein fyrir að heita vatnið væri forsenda uppbyggingar og réðst hann í, ásamt fleiri bændum sveit-arinnar. að láta bora eftir heitu vatni á Efri-Reykjum. Ekki var gefist upp þótt erf-iðleikar steðjuðu að og það var ekki fyrr en eftir að boraðar höfðu verið 23 holur að árangur náðist. Eru nú um 500 hús tengd veitunni.

Ekki var nóg að byggja sumarhúsin. Eittvað varð fólkið að gera og nú var ráð-ist í byggingu sundlaugar og heitra potta auk veitingastaðar í Úthlíð. Til að styrkja þetta samfélag var einnig byggður golf-völlur og eru nú félagar í klúbbnum um 140 og mynda náin og sterk kynni. Enn var ætlun þeirra hjóna að halda áfram að styrkja samfélagið og höfðu þau rætt um byggingu kirkju á þessum forna kirkju-stað. Þessi hugmynd átti eftir að breytast. Ágústa veiktist af alvarlegum sjúkdómi og lést 20. september 2004. En Björn vissi að lífið héldi áfram og ákvað að reisa kirkju í minningu konu sinnar og tveimur árum síðar, þann 9. júlí 2006, var kirkjan fullbúin og vígð. Björn er trúaður maður en hann er einnig gleðimaður sem veit að hvert samfélag manna þarf félagsaðstöðu. Kirkjunni er ætlað slíkt hlutverk og þar fara nú fram giftingar, skírnir og fermingar, ekki síst tengdar því fólki sem Björn hefur tekið að sér að þjóna í Úthlíð.

Fyrir áræði, dugnað og trú á íslenskar sveitir er Birni í Úthlíð veitt landbúnaðar-verðlaunin 2007.

HUgMYndASMIðURInn

Ráðherra gat þess í upphafi ræðu sinnar hver það hefði verið sem átt hefði hugmyndina að landbúnaðarverðlaununum á sínum tíma og hefði æ síðan átt hvað stærstan þátt í vali á verðlaunaþegum hverju sinni ásamt því að annast framkvæmdina. ,,Þessi ágæti maður er Níels Árni Lund, skrifstofustjóri í ráðuneytinu, sem er flestum hér að góðu kunnur. Vil ég færa Níelsi Árna mínar bestu þakkir,” sagði ráðherra. Hann gat þess einnig að frá fyrstu tíð hafi verðlaunagrip-irnir verið þeir sömu - veglegir gripir úr silfri og íslensku grjóti, hannaðir, handsmíðaðir og grafnir af Ívari Björnssyni, gullsmiði og leturgrafara.

VIÐURKENNINGAR

FREYR 2007 9

Sigríður Björnsdóttir ásamt föður síðum Birni Sigurðssyni í Úthlíð, Stefán Guðmundsson og Katrín Sigurðardótttir minkabúinu Mön, Guðni Ágústsson landbúnaðarráðherra,

Ásdís Sigrún Sigurjónsdóttir og Einar Eylert Gíslason að Syðra-Skörðugili í Skagafirði og Laufey Bjarnadóttir og Þröstur Aðalbjarnarson á Stakkhamri

Page 10: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

10

FRÁ BÚnAðARSAMBöndUM:

Búnaðarsamband kjalarnesþingsAðalm: Guðmundur Davíðsson, bóndi, Miðdal, Kjós. Varam: Ásthildur H. Skjaldardóttir bóndi, Bakka, Kjalarnesi.

Búnaðarsamtök vesturlandsAðalm: Haraldur Benediktsson, bóndi, Vestri-Reyni. Varam: Daníel A. Ottesen, bóndi, Ytra-Hólmi 2. Aðalm: Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, bóndi, Bakkakoti.Varam: Guðrún Sigurjónsdóttir, bóndi, Glitsstöðum.Aðalm: Bjarni Ásgeirsson, bóndi, Ásgarði.Varam: Hörður Hjartarson, bóndi, Vífilsdal.Aðalm: Guðný H. Jakobsdóttir, bóndi, Syðri-Knarratungu. Varam: Þröstur Aðalbjarnarson, bóndi, Stakkhamri.

Búnaðarsamband vestfjarðaAðalm: Karl Kristjánsson, bóndi, Kambi, Reykhólasveit.Aðalm: Guðmundur Grétar Guðmunds., bóndi,Kirkjubóli, Dýrafirði.Aðalm: Nanna Á. Jónsdóttir, bóndi, Efri-Rauðsdal, Patreksfirði.1. varam: Árni Brynjólfsson, bóndi, Vöðlum, Flateyri.2. varam: Sigmundur H. Sigmundsson, bóndi, Látrum, Ísafirði.3. varam: Halldóra Ragnarsdóttir, bóndi, Brjánslæk, Patreksfirði.

Búnaðarsamband StrandamannaAðalm: Jóhann Ragnarsson, bóndi, Laxárdal 3.Varam: Matthías Lýðsson, bóndi, Húsavík.

Búnaðarsamband vestur-HúnavatnssýsluAðalm: Gunnar Þorgeirsson, bóndi, Efri-Fitjum. Varam: Ingi Hjörtur Bjarnason, bóndi, Neðri-Svertingsstöðum.

Búnaðarsamband Austur-HúnavatnssýsluAðalm: Jón Gíslason, bóndi, Stóra-Búrfelli.Varam: Anna Margrét Jónsdóttir, bóndi, Sölvabakka.

Búnaðarsamband SkagfirðingaAðalm: Jóhann Már Jóhannsson, bóndi, Keflavík, Hegranesi.Varam: Sævar Einarsson, bóndi, Hamri.Aðalm: Rögnvaldur Ólafsson, bóndi, Flugumýrarhvammi.Varam: Merete Rabølle, bóndi, Hrauni.

Búnaðarsamband EyjafjarðarAðalm: Sigurgeir Hreinsson, bóndi, Hríshóli. Aðalm: Svana Halldórsdóttir, bóndi, Melum, Svarfaðardal.1. varam: Þórarinn Pétursson, bóndi, Laufási.2. varam: Stefán Magnússon, bóndi, Fagraskógi.

Búnaðarsamband Suður-ÞingeyingaAðalm: Jón Benediktsson, bóndi, Auðnum, Laxárdal.Aðalm: Sveinbjörn Sigurðsson, bóndi, Búvöllum. 1. varam: Hávar Sigtryggsson, bóndi, Hriflu.2. varam: Geir Árdal, bóndi, Dæli.

Búnaðarsamband norður-ÞingeyingaAðalm: Einar Ófeigur Björnsson, bóndi, Lóni, Kelduhverfi.Varam: Gunnar Guðmundsson, bóndi, Sveinungsvík.

Búnaðarsamband AusturlandsAðalm: Sigríður Bragadóttir, bóndi, Síreksstöðum, Vopnafirði.Aðalm: Þorsteinn Kristjánsson, bóndi, Jökulsá, Borgarf. eystra.Aðalm: Anna Bryndís Tryggvadóttir, bóndi, Brekku, Fljótsdal.1. varam: Lárus Sigurðsson, bóndi, Gilsá.2. varam: Sigurbjörn Snæþórsson, bóndi, Gilsárteigi.3. varam: Friðbjörn H. Guðmundsson, bóndi, Hauksstöðum.

Búnaðarsamband Austur-SkaftafellssýsluAðalm: örn Bergsson, bóndi, Hofi, öræfum.Varam: Sigurbjörn Karlsson, bóndi, Smyrlabjörgum.

Búnaðarsamband SuðurlandsAðalm: Sveinn Ingvarsson, bóndi, Reykjahlíð, Skeiðum.Aðalm: Egill Sigurðsson, bóndi, Berustöðum, Ásahreppi.Aðalm: Arnar Bjarni Eiríksson, bóndi, Gunnbjarnarholti, Skeiða- og Gnúpverjahr.Aðalm: Guðni Einarsson, bóndi, Þórisholti. Aðalm: Guðrún Stefánsdóttir, bóndi, Hlíðarendakoti.Aðalm: (Helga Jónsdóttir, bóndi, Þykkvabæ).1. varam: Ágúst Rúnarsson, bóndi, Vestra-Fíflholti, (situr þingið).Aðalm: Guðbjörg Jónsdóttir, bóndi, Læk 2. varam: Helgi Eggertsson, bóndi, Kjarri.3. varam: Elín Heiða Valsdóttir, bóndi, Úthlíð.4. varam: Jórunn Svavarsdóttir, bóndi, Drumboddsstöðum.5. varam: Ólafur Eggertsson, bóndi, Þorvaldseyri.6. varam: Ágúst Ingi Ketilsson, bóndi, Brúnastöðum.7. varam: Kristinn Guðnason, bóndi, Árbæjarhjáleigu.

FRÁ BÚgREInASAMtökUM:

Félag eggjaframleiðandaAðalm: Gísli J. Grímsson, bóndi, Efri - Mýrum, A - Hún.Varam: Jón Hermannsson, bóndi, Högnastöðum II.

Félag ferðaþjónustubændaAðalm: Marteinn Njálsson, bóndi, Suður-Bár, Grundarfirði. Varam: Ágúst Sigurðsson, bóndi, Geitaskarði.

Félag hrossabændaAðalm: Baldvin Kr. Baldvinsson, bóndi, Torfunesi, S - Þing.Varam: Sigurbjörn Björnsson, bóndi, Lundum.

Félag kjúklingabændaAðalm: Jón Magnús Jónsson, bóndi, Reykjum, Mosfellsbæ.Varam: Matthías H. Guðmundsson, framkvæmdastjóri, Fjallalind 125, Kópavogi.

Landssamband kúabændaAðalm: Birna Þorsteinsdóttir, bóndi, Reykjum, Skeiðum.Aðalm: Gunnar Jónsson, bóndi, Egilsstöðum á Völlum.Aðalm: Kristín Linda Jónsdóttir, bóndi, Miðhvammi, Aðaldal.Aðalm: Sigurður Loftsson, bóndi, Steinsholti, Skeiða- og Gnúpverjahreppi.Aðalm: Þórólfur Sveinsson, bóndi, Ferjubakka II, Borgarbyggð. 1. varam: Jóhannes Æ. Jónsson, bóndi, Espihóli.2. varam: Skúli Einarsson, bóndi, Tannstaðabakka.3. varam: Pétur Diðriksson, bóndi, Helgavatni.4. varam: Valdimar Guðjónsson, bóndi, Gaulverjabæ.5. varam: Þórarinn Leifsson, bóndi, Keldudal.

Búnaðarþingsfulltrúar 2007 - 2009

Page 11: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum
Page 12: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

12

Búnaðarþing var sett sunnudag-

inn 4. mars 2007. Setningarfundur

fór fram í Súlnasal Hótel Sögu í

Bændahöllinni en yfirskrift setning-

arinnar var „Sveit og borg – saman

í starfi“. Haraldur Benediktsson,

formaður Bændasamtaka Íslands,

setti þingið og hélt ræðu. Að lokinni

ræðu landbúnaðarráðherra guðna

Ágústssonar frestaði formaður 1.

þingfundi til morguns.

Fyrsta fundi búnaðarþings 2007 var fram haldið í Súlnasal Hótel Sögu mánudaginn 5. mars.

Í upphafi þingfundar minntist formað-ur látinna félaga, þeirra Skúla ögmundar Kristjánssonar á Svignaskarði, Sigurbjörns Stefánssonar á Nesjum, Þorkels Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunauts og Sigurðar Lárussonar á Gilsá.

kosning embættismanna þingsinsa. Forseti. Tillaga kom fram um Aðalsteinn Jónson

sem forseta þingsins. Aðrar tillögur

komu ekki fram og var hann því rétt kjörinn þingforseti.

b. 1. og 2. varaforseti. T illaga kom fram um Svönu

Halldórsdóttur sem 1. varaforseta og Bjarna Ásgeirsson sem 2. varaforseta. Aðrar tillögur komu ekki fram og þau því rétt kjörin í þesari röð sem varafor-setar þingsins.

c. Skrifarar. Kosningu hlutu Kristín Linda Jónsdóttir

og Sigurbjartur Pálsson.

Skrifstofustjóri búnaðarþings var Magnús Sigsteinsson og ritarar gjörðabókar þau Erna Bjarnadóttir og Hallgrímur Sveinn Sveinsson.

kosning kjörbréfanefndarSamkvæmt þingsköpum hafði stjórn BÍ áður skipað þau önnu Bryndísi Tryggvadóttur, Þórólf Sveinsson og örn Bergsson til að starfa í kjörbréfanefnd. Afgreiðslu kjörbréfa var síðan frestað.

Þingforseti kynnti síðan dagskrá þings-ins og fór yfir reglur um stjórnarkjör sam-kvæmt þingsköpum búnaðarþings.

Að svo búnu flutti Haraldur Benediktsson skýrslu stjórnar og Sigurgeir Þorgeirsson,

framkvæmdastjóri, flutti skýrslu um fram-vindu mála frá Búnaðarþingi 2006. Eftir skýrslur þeirra kynntu Þorsteinn G. Gunnarsson frá KOM og Páll Ásgeir Guðmundsson frá Capacent niðurstöð-ur skoðanakönnunar sem unnin var fyrir Bændasamtökin og var ætlað að kasta ljósi á þá hópa sem þyrfti að höfða til í kynning-ar- og ímyndarmálum.

Afgreiðsla kjörbréfa.örn Bergsson, formaður kjörbréfanefnd-ar, gerði grein fyrir áliti kjörbréfanefndar sem lagði fram svohljóðandi bókun:

“Kjörbréfanefnd hefur farið yfir kjör-bréf þeirra 49 fulltrúa sem kjörnir hafa verið til setu á búnaðarþingi 2007-2009. Nefndin leggur til að kjörbréfin verði samþykkt og þeir fulltrúar sem þar eru tilgreindir teljist rétt kjörnir fulltrúar á Búnaðarþingi 2007.

Jafnframt leggur kjörbréfanefnd til að ákvæði 3. greinar samþykkta BÍ verði endurskoðuð og gerð skýrari. Þessari end-urskoðun þarf að ljúka á Búnaðarþingi 2008 þar sem undirbúningur að kosning-um hefst í ársbyrjun 2009.

Allir aðalfundarfulltrúar eru mættir eða munu mæta, nema Helga Jónsdóttir. Í hennar stað kemur Ágúst Rúnarsson.“

Tillaga lá fyrir þinginu um skipan starfs-nefnda og var hún samþykkt óbreytt. Fundarstjóri gerði grein fyrir málaskrá Búnaðarþings en fyrir þinginu lágu 35 mál. Málum var síðan vísað til nefnda.

Búnaðarþing 2007Úr fundargerð fyrsta fundar

tillaga framkvæmdastjóra BÍ

um vísan mála til nefnda var

samþykkt samhljóða.

Samkvæmt tillögu sem fram

kom voru fastanefndir kjörnar

þannig og þeim ákveðnir

aðstoðarmenn.

AllsherjarnefndBaldvin Kr. BaldvinssonBjarni ÁsgeirssonJóhann Már JóhannssonMarteinn NjálssonSigríður BragadóttirSveinn Ingvarsson Þórhallur BjarnasonAðstoðarmaður: Árni Snæbjörnsson

Búfjárræktar- og fagráðanefndAnna Bryndís TryggvadóttirÁgúst RúnarssonÁrni KristjánssonKristín Linda JónsdóttirSigurður Loftsson

Sigurgeir HreinssonSvana HalldórsdóttirAðstoðarmaður: Ólafur R. Dýrmundsson

FélagsmálanefndBirna Þorsteinsdóttir Egill SigurðssonEinar Ófeigur BjörnssonGuðmundur Davíðsson Jón BenediktssonSigurgeir Sindri Sigurgeirssonörn Bergsson Aðstoðarmaður: Jóhann Ólafsson

FjárhagsnefndArnar Bjarni EiríkssonFanney Ólöf Lárusdóttir Gísli Grímsson Guðmundur Grétar Guðmundsson Þorsteinn KristjánssonAðstoðarmaður: Gylfi Þór Orrason

Framleiðslu- og markaðsnefndGuðbjörg JónsdóttirGuðrún Stefánsdóttir Gunnar Jónsson

Jón Magnús JónssonJóhann RagnarssonJóhannes EggertssonJón Gíslason Aðstoðarmaður: Sigurður Eiríksson

kjaranefndEva Dögg ÞorsteinsdóttirGuðný H. Jakobsdóttir Jóhannes SigfússonKarl Kristjánsson Rögnvaldur Ólafsson Sigurbjartur PálssonÞórólfur SveinssonAðstoðarmaður: Árni Jósteinsson

Umhverfis- og jarðræktarnefndEdda BjörnsdóttirGuðni EinarssonGunnar Þorgeirsson Jón Benediktsson Jónas HelgasonNanna JónsdóttirSveinbjörn Þ. SigurðssonSædís GuðlaugsdóttirAðstoðarmaður: Borgar Páll Bragason

Starfsnefndir á Búnaðarþingi 2007

Page 13: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 13

1 ÞORSTEINN KRISTJÁNSSON, hóf umræður. Hann ræddi það verkefni

sem forystan hafi staðið í varðandi mat-arverðsumræðuna. Hann kvað það sitt mat að vel hefði verið unnið og lýsti sérstakri ánægju með niðurstöðu framkominnar viðhorfskönnunar. Hann taldi afskaplega vel hafa tekist til með þá lausn sem valin hefði verið þ.e. að fá kynningarfyrirtækið KOM til samstarfs og taldi niðurstöðu skoðana-könnunar sýna það. Mikið verk væri samt óunnið gagnvart afmörkuðum hópum. Hann taldi m.a. merkilegt í niðurstöðunum að hátekjufólk virtist sýna neikvæðari afstöðu en þeir sem hafa lægri tekjur.

Af málum sem liggja fyrir búnaðarþingi taldi hann mál sem snúa að rétti landeig-enda mikilvæg, nefndi hann þar til þjóð-lendumál. Fleiri mál eru fyrir þinginu, s.s. forkaupsréttarákvæði í jarðalögum, sbr. mál nr. 05-1. Einnig mál nr. 06-1 og 08-1. öll þessi mál einkennast af því að vera sameiginleg hagsmunamál flestra bænda og allra landeigenda. Hann gerði síðan nýgerðan sauðfjársamning að umtalsefni sem hann taldi fallinn til að koma á meiri einingu meðal sauðfjárbænda. Hann taldi hins vegar óvissu um hvernig niðurfell-ing útflutningsskyldu kæmi niður á bænd-um. Hann hvatti búnaðarþing til að gefa afurðastöðvum skilaboð og hvatningu til að standa í stykkinu varðandi samstarf við útflutning á landbúnaðarvörum.

Hann lýsti því síðan yfir að hann gæfi kost á sér til setu í stjórn Bændasamtaka Íslands. Þó að hann hafi einkum starfað á vettvangi sauðfjárbænda hefur hann einn-ig starfað á vettvangi búnaðarsambands Austurlands og setið á búnaðarþingi og því vonaðist hann til að geta unnið að hags-munum allra búgreina.

2 SædÍS GUÐLAUGSdÓTTIR gróðr-arstöðinni Gleym-mér-ei, kynnti sig

en hún er nýr fulltrúi Sambands garðyrkju-bænda. Hún kvaðst hlakka til að starfa á búnaðarþingi sem væri greinilega öflugur vettvangur sem garðyrkjubændur geta nýtt betur. Hún ræddi síðan þá málsmeðferð sem garðyrkjubændur fá meðal ráðamann og hún sagði hún mikið vanta á hana. Búnaðarþing taldi hún geta styrkt stöðu garðyrkjunnar í baráttu hennar. Hún gerði einnig upprunamerkingar að umtalsefni og taldi þörf á átaki í þeim efnum til að gera neytendum betur grein fyrir gæðum íslenskrar vöru. Hún hvatti síðan til að í

stjórn BÍ sætu fulltrúar sem flestra búgreina og einnig konur.

3 ÁRNI KRISTJÁNSSON óskaði bænd-um til hamingju með forystuna og

hvernig hún hafði tekið á málum í mat-vælaverðsumræðunni í haust.

4 SIGRÍÐUR BRAGAdÓTTIR kynnti skýrslu Lifandi landbúnaðar. Hún

sagði frá Evrópsku samstarfsverk-efni sem hreyfingin er þátttakandi í ásamt Bændasamtökum Íslands og Landbúnaðarháskóli Íslands leiðir. Námskeið eru í gangi um heimasölu afurða og land-búnaðartengda ferðaþjónustu. Hún vís-aði einnig til framlagðrar skýrslu um starf Lifandi landbúnaðar.

5 GUÐRÚN STEFÁNSdÓTTIR þakkaði mjög góðar setningarræður og hátíða-

höldin í gær. Einnig þakkaði hún fyrir skoð-anakönnuna sem væri mjög gott að hafa sem vegarnesti í umræðunni. Niðurstöður hennar sýndu að það væri peningafólk með greiðan aðgang að fjölmiðlum sem væri neikvæðara en aðrir í garð landbún-aðar. Landbúnaðarráðherra ætti einnig hlut að máli í jákvæðri niðurstöðu könnunarinn-ar. Hún ræddi síðan að ráðherraábyrgð á útflutningsskyldu á kindakjöti fellur niður í nýjum sauðfjársamningi. Bændur óttuðust afleiðingar þessa mjög, síðasta vonin væri að alþingi gripi hér inn í. Þó WTO samn-ingar myndu á endanum knýja þetta í gegn taldi hún óþarft að vera hér kaþólskari en páfinn og skoraði á alþingi að koma hér til móts við bændur.

Hún ræddi síðan kolefniskvóta og lýsti ótta við að tún yrðu í stórum stíl sett undir trjárækt. Spár bentu til að matvælaskort-ur gæti orðið í heiminum innan nokk-urra áratuga. Stefna eigi að því að planta skógi í annað land en það sem hentar til að taka undir matvælaframleiðslu. Hún lagði áherslu á að auknir peningar fengjust til verkefnisins „Bændur græða landið“. Annað búnaðarþingsmál, stimpilgjöld og lántökugjöld nr. 25-1 gerði hún því næst að umtalsefni. Þótt vel hafi verið boðið þegar Lánasjóður landbúnaðarins var lagð-ur niður þá gerðu stimpilgjöld það ókleift að skipta um banka kysu menn það síðar. Þjóðlendumálin hefðu aldrei átt að fara af stað að hennar mati og væru þar að auki úr takt við þá stefnu að færa verkefni frá ríki til sveitarfélaganna. Hún lýsti því síðan yfir að hún vildi sjá fjölgun kvenna í stjórn BÍ og vísaði til jafnréttisáætlunar sem sam-þykkt var einróma fyrir tveimur árum.

6 AÐALSTEINN JÓNSSON byrjaði á að þakka setningarathöfnina og þær

ræður sem þar voru fluttar, einnig skoðana-könnunina og ímyndarstarf sem forystan hefur unnið að. Hann ræddi vald fjölmiðla og stöðuga glímu við þá þar sem gott starf gæti tapast á einni nóttu. Sem dæmi nefndi hann að borgarstjórn og Alþingi hefðu stjórnast af fjölmiðlum í klámráðstefnumál-inu, en eftir ákvörðun BÍ hefði umræðan snúist við á einni nóttu.

Hann vék síðan að málefnum Fjar skipta-sjóðs og benti á að nokkur sveitarfélög hafa gert samninga við fjarkskiptafyrirtæki en virðast ekki eiga aðgang að endurgreiðslu

Almennar umræður Búnaðarþingsfulltrúa

Guðmundur davíðsson, Jón Benediktsson og Birna Þorsteinsdóttir.

Page 14: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

14

úr Fjarskiptasjóði. Hann taldi nauðsynlegt að BÍ héldi vöku sinni að tryggja dreif-býlisbúum jafna stöðu á þessu sviði. Hann taldi síðan blikur á lofti á kjötmarkaði, framleiðsluaukning væri í svína- og alifugla-kjöti og útflutningsskylda dilkakjöts hefði verið of lágt áætluð sl. haust. Innflutningur væri einnig vaxandi. Því stefnir í meira framboð kjöts en eftirspurn og afleiðingin verði verðlækkun til framleiðenda. Það er því krefjandi verkefni að halda hér á málum þannig að hagur bænda verði tryggður og frekari sameiningu afurðastöðva taldi hann hluta af lausninni. Til viðbótar kemur svo afnám útflutningsskyldu á dilkakjöti 2009, sem reynir enn á afurðastöðvar í útflutn-ingi og að lokum sagði hann engan veginn ásættanlegt hvernig svokölluð Baugsmál gengju til í fjölmiðlum en þau ætti að reka fyrir dómsstólum og taldi það skipta sköpum fyrir siðferði til framtíðar hvernig því máli lyktar. Hann taldi síðan að bænd-ur hefðu verið blekktir þegar frumvarp til þjóðlendulaga kom til umfjöllunar á bún-aðarþingi. Vitnaði hann þar til eignarrétt-arákvæða í stjórnarskrá. Hann sagði það hljóta að vera kröfu okkar að þessu linni og skilað verði því landi sem er með þinglýst athugasemdalaus landamerki. Málið hefur þegar kostað hundruðir milljóna króna og líklega myndi kostnaðurinn á end-anum nema milljörðum króna. Sem dæmi nefndi hann afstöðu Skotvís til verðlagn-ingar veiðleyfa en þar taldi hann misnotuð tengsl félagsmanna við umhverfisráðuneyt-ið. Hann ræddi síðan olíugjaldið sem hann taldi hreinan og beinan landsbyggðarskatt.

7 KARL KRISTJÁNSSON þakkaði ágæta setningarathöfn og óskaði verðlauna-

höfum til hamingju. Hann þakkaði stjórn BÍ hvernig matvælaverðsumræðunni hefur verið mætt. Niðurstöður skoðanakönnunar sýndu að þar hefði vel að verki verið stað-ið. Hann ræddi síðan flutningskostnað að sláturhúsum, sbr. mál 21-1, og sagði það eiga vera stefnu BÍ að honum væri jafnað á bændur. Verkefnið ætti því að bjóða út. Hann taldi því hæpið að álykta í þá veru sem tillagan gerir ráð fyrir. Hann þakkaði síðan Baldvin Jónssyni sín störf sem skilaði sér í mjög jákvæðri ímyndarsköpun, líka hér heima. Hann rifjaði upp ályktun um útflutn-ingsskrifstofu landbúnaðaris og taldi nauð-synlegt að hrinda því máli í framkvæmd þar sem safnað væri þekkingu á markaðs-málum erlendis og leitað möguleika til að hafa áhrif á sláturleyfishafa. Hann taldi matvælaverðsumræðuna einhæfa og taldi stofnun markaðsskrifstofu getað hjálpað til við að breikka þessa umræðu. Hann sagð-ist tilbúinn til að setjast í stjórn BÍ verði það vilji búnaðarþings.

8 GUÐBJöRG JÓNSdÓTTIR Þakkaði góðar skýrslur og þá bjartsýni sem

ríkir í þeim. Hún kvaðst sakna þess að hafa ekki fengið ársreikning BÍ sendan heim með fundargögnum. Í 5. grein þingskapa búnaðarþings segir að dreifa eigi honum í þingbyrjun, en hún beindi því til stjórnar finna leiðir til að bæta úr þessu.

9 GUÐNI EINARSSON, hóf mál sitt á að ræða kjötmarkaðinn. Hann þakkaði

einnig glæsilega þingsetningu og formanni góða ræðu við setningu. Hann ræddi nið-urstöður skoðanakönnunar og gerði síðan mál nr. 9, reglur orlofssjóðs að umtalsefni. Taldi hann rétt að greitt verði úr sjóðnum ef menn fara í sannanlegt orlof en ekki bara ef gist er á hótelum eða í dýrri gisti-nu. Hann tók undir með Sædísi í umræðu um garðyrkjuna. Framleiðendur þurfa að sitja undir því ef heildsalar eru ekki sáttir við verð framleiðenda, að innflutningur er frjáls og innfluttri vöru er blandað saman við þá íslensku í hillum verslana. Innflutta varan er hins vegar oft ekki mjög ásjáleg og meðhöndluð með ýmsu öðru móti. Hann hvatti síðan til þess að farið yrði með tryggingar bænda í útboð og sagði reynslu Sunnlendinga af því góða. Hann sagði ekki eiga að gefa olíugjaldið eftir en vel kæmi til greina að reyna að nota það sem skipti-mynt í viðræðum við ríkið um mótframlag í lífeyrissjóð. Hann ræddi síðan lífrænan landbúnað og vitnaði þar til setningarræðu formanns. Lengst væri þessi þróun komin í græna geiranum. Hann sagði nauðsynlegt að breyta texta í búnaðarlagasamningi varðandi framlög til endurræktunar í aðlög-un að lífrænum búskap. Hann tók undir mikilvægi þess að hafa sterka ímynd og það yrði til að styrkja hana að vinna stefnu-mörkun í lífrænum búskap. Hann skoraði á nýja stjórn að mynda hóp til að gera áætl-un um að auka lífrænan búskap. Reynsla sín væri að íslenska sauðkindin smellpassaði inn í þessa ræktun þó að viðbótar kostn-aður fylgdi aðlögun. Hann sagðist vera í

kjöri til stjórnar líkt og allir fulltrúar þó að hann hefði ekki lýst sérstaklega yfir fram-boði.

10 EGILL SIGURÐSSON þakkaði stjórn ágæt viðbrögð í matvælaverðs-

umræðunni og fyrir að hafa haldið vel á málum miðað við aðstæður. Hann taldi mikilvægt að heildarsamtök bænda kæmu fram í þessari umræðu. Hann tók undir með framkvæmdastjóra BÍ varðandi hug-myndir um að semja um mótframlög til lífeyrissjóðs bænda í skiptum fyrir endur-greiðslu olíugjalds.

Hann spurði stjórn hvort skoðað hefði verið hvort dómur í máli einstaklings gegn olíufélögunum gæti átt við bændur ef Hæstaréttardómur fellur á þann veg. Hann ræddi stöðu á kjötmarkaði eftir tvö ár og spurði hvort samstarf um aftöppun af kjötmarkaði félli undir að vera ólöglegt samráð nema til kæmi sérstakt ákvæði í búvörulögum sem heimilaði slíkt. Síðan ræddi hann reglur um markmiðstengdar búrekstraráætlanir og taldi að fagráð í hag-fræði sem að þessu starfaði væri óskilvirkt og krafðist þess að formaður og fram-kvæmdastjóri kæmu þessu til betri vegar svo að fjármunir, sem til ráðstöfunar eru, nýttust. Hann hvatti til að kjarnfóðurgjöld verði endanlega afnumin, slíkt væri eðlilegt í ljósi matvælaverðsumræðu þar sem allra leiða yrði að leita til að lækka rekstrarkostn-að. Hann nefndi ýmsar kerfisbreytingar svo sem í raforkumálum, sem orðið hafa til að hækka kostnað, einbeittan vilja þyrfti hjá BÍ til að lækka kostnað við búvöruframleiðslu og hafna öllum kerfisbreytingum sem leiða til aukins kostnaðar.

11 öRN BERGSSON ræddi starfsemi Lífeyrissjóðs bænda en meginverk-

efnið þar er að tryggja mótframlag, þ.e. þetta eina prósent, af 8% mótframlagi, sem á vantar. Náist það ekki verða bændur að greiða það sjálfir. Afkoma sjóðsins á síð-asta ári var góð þó að sjóðurinn sé alltaf með aðeins lægri ávöxtun en stórir sjóðir þar sem hann tekur minni áhættu en stærri sjóðir, þar sem stutt er í skuldbindingar vegna hás meðalaldurs sjóðfélaga. Staða sjóðsins er sú að hann á 9-10% umfram heildarskuldbindingar. Um leið og komið er yfir 10% er hægt að hækka réttindi sjóð-félaga og skammt í að það náist. Hann vís-aði að öðru leyti til ársfundar sjóðsins sem haldinn verður á miðvikudag.

Hann þakkaði síðan stjórn BÍ fyrir framlag sem hún hefur veitt til að und-irbúa kæru Austur-Skaftfellinga til Mannréttindadómstóls Evrópu í þjóðlend-umálum. Fjögur mál úr A-Skaftafellssýslu fara fyrir dóminn. Þetta mál mun verða mjög dýrt en vilyrði hefur fengist fyrir fjár-stuðningi víðar og því muni takast að fjár-magna þetta fyrsta stig, þ.e. að fá skorið úr

Jón Magnús Jónsson.

Page 15: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 15

hvort Mannréttindadómstóllinn tekur málið fyrir. Þýðingavinna hefur reynst t.d. afar dýr. Mjög erfitt er að fá mál tekin fyrir hjá dóm-stólnum og þetta er því ákveðið hálmstrá. 80.000 mál bíða á undan þessu mál og 2-3 ár geta liðið áður en úrskurður um hvort málið verður tekið fyrir fellur. Grundvöllur þess að lagt var í þetta voru þær 2 milljónir króna sem BÍ lagði til og endurtók hann þakkir fyrir það.

12 SIGURÐUR LOFTSSON, ræddi matvælaverðsumræðuna og breyt-

ingar frá sl. hausti. Hann þakkaði góða setningarathöfn og óskaði verðlaunahöf-um landbúnaðarverðlauna til hamingju. Hann þakkaði formanni BÍ og starfsmönn-um vasklega framgöngu í matvælaverðs-umræðunni. Hann lýsti ánægju með að svarað var fyrir landbúnaðinn í heild og tók undir það sem Valdimar Einarsson sagði á fundi á Suðurlandi að Haraldur Benediktsson væri góður fjölmiðlafulltrúi samtakanna. Eins skipti aukin dreifing Bændablaðsins máli og sagð að blaðið vekti athygli. Ein megin hugmynd þess að koma Bændablaðinu á legg á sínum tíma var að efla innbyrðis umræðu og efla aðhald að þeim sem fara með stjórn á hverjum tíma, hann taldi það hins vegar ekki eiga alveg samleið með mikilli dreifingu blaðsins. Freyr hefur komið út í breyttu formi en á sama tíma birt svipað efni og Bændablaðið sem væri e.t.v. óþarft. Hann sagði tengsl bænda við pólitíkina í landinu skipta miklu máli og ræddi tillögur Samfylkingarinnar á sl. hausti í því sambandi. Kúabændur á Suðurlandi buðu Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur á aðalfund sinn í haust og taldi hann athyglisvert að þetta stórt stjórnmála-afl fór kæruleysislega með tölur um stuðn-

ing við landbúnað. Hann taldi það hafa að öðru leyti verið af hinu góða að fá formann Samfylkingarinnar á þennan fund og það væri ekki einkamál BÍ að þreyja þennan róður. Hann ræddi gagnrýni á að BÍ væru pólitísk og tengdust fyrst og fremst tveim-ur stjórnmálaflokkun. Það væri áskorun um að gera betur í að koma út upplýsingum og bæta tengsl við aðra flokka. Ákvörðun stjórnvalda í haust væri grundvallar breyt-ing á því umhverfi sem landbúnaðurinn býr við. Verðstöðvun í mjólk væri fyrsta skrefið, tollalækkanir nú fyrsta mars væru annað skref sem við erum ekki farin að sjá hvert leiðir. Þetta mun væntanlega leiða af sér harðari kjarabaráttu en undanfarin ár. Við getum hæglega lent í erfiðri stöðu kjöt-greina á ný. Því þarf að beita þeim ráðum sem við höfum til að halda samstöðu innan stéttarinnar. Hann kvaðst gefa kost á sér í stjórn BÍ til að tryggja tengingu kúabænda inn í stjórn BÍ í komandi kjarabaráttu og umræðum um breytt form á stuðningi við búgreinar eins og kúabændur, sem mest eiga undir ríkisstuðningi.

13 ÞÓRHALLUR BJARNASON, sagði garðyrkjubændur vana að takast á

við gagnrýni líkt og matvælaverðsumræðan er. Hann kvaðst viss um, eftir að hafa tekist á við þetta í garðyrkjunni, að þessi gagn-rýni heldur áfram og Bændasamtök Íslands verði áfram að vinna vel að þessu máli. Hann kvað upprunamerkingar matvæla mjög mikilvægar og sagði að garðyrkju-bændur væru að vinna að því að fá fán-aröndina viðurkennda sem eigin vörumerki. Hins vegar eru reglur um upprunamerking-ar mjög fátæklegar og ekki miðaðar við allan þann innflutning sem nú er í gangi. Í ESB eru þær reglur í gildi að koma skal

fram frá hvaða landi varan er. Hér á landi er þetta ekki skýrt. Búið er að biðja um að ESB reglugerðin verði tekin upp hér á landi fyrir garðyrkjuafurðir og vel kann að vera að þetta eigi einnig við kjötmarkaðinn hér á landi. Hann ræddi síðan lækkun tolla og sagði garðyrkjubændur vera búna að kom-ast að því að nauðsynlegt er að aðgreina sig frá markaðnum, þetta er ígildi tolla og hann hvatti aðrar búgreinar til að huga að þessu.

14 JÓHANN MÁR JÓHANNSSON tók undir með þeim sem lýstu ánægju

með setningarathöfn og því hvernig stjórn hefur haldið á matvælaverðsumræðunni og ímyndarmálum. Hann lýsti einnig mikilli ánægju með tónlistaratriði á setningarat-höfn. Síðan ræddi hann boð til stjórnmála-flokka og hvatti menn til að þiggja boð stjórnarandstöðuflokka til að plægja þann akur sem þar væri. Hann lýsti síðan yfir að hann væri í framboði til stjórnar BÍ.

15 BIRNA ÞORSTEINSdÓTTIR tók undir þakkir til stjórnar fyrir glæsi-

lega setningarathöfn og framgöngu und-anfarna mánuði í kynningarmálum og mat-vælaverðsumræðu. Hún lýsti ánægju með niðurstöðu skoðanakönnunar og sagði hér skýr skilaboð um hvar væri þörf á að vinna, m.a. um að vinna áfram að skólaheimsókn-um sem eru til umfjöllunar á þinginu. Í því sambandi mætti huga að því að dusta rykið af verkefninu “Bændur bjóða heim”. Bændur gera aldrei of mikið af því að tengjast þéttbýlisbúum. Hún fagnaði einnig framkominni hugmynd um skoðanakönnun meðal bænda um viðhorf til samtakanna og skipulags og innra starfs þeirra. Kúabændur eru að endurskipuleggja starf sitt og leita

Sigurður Loftsson, Árni V. Kristjánsson, Sigurgeir Hreinsson, Kristín Linda Jónsdóttir, Anna Bryndís Tryggvadóttir og Svana Halldórsdóttir.

Page 16: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

16

þarf allra leiða til að lækka framleiðslu-kostnað og annan kostnað tengdan grein-inni. Í því sambandi minnti hún á ófremd-arstöðu í forritunarmálum fyrir kúabændur og að ekki sé til nothæft forrit til að koma upplýsingum frá kúabúum í skýrsluhaldi né heldur til að sækja upplýsingar á nothæf-an hátt. Þessi staða sé óþolandi hvaða leið sem svo valin verður. Hún nefndi olíugjald og raforkuverð og lýsti megnri óánægju með þær skipulagsbreytingar sem hafa leitt til kostnaðarhækkana hjá bænd-um. Hún tók undir hugmynd Sigurgeirs Þorgeirssonar um að nota olíugjaldið sem skiptimynt í samningaviðræðum um mót-framlag í Lífeyrissjóð bænda. Hún tók einn-ig undir með Þórhalli Bjarnasyni um nauð-syn skarpari reglna um upprunamerkingar matvæla. Hún spurði hvort það væri orðið tímaskekkja að gefa Handbók bænda út á hverju ári. Hún ræddi komandi stjórnarkjör og lýsti megnri óánægju með vinnubrögð varðandi það, sem vart hefur orðið við í aðdraganda þingsins.

16 MARTEINN NJÁLSSON sagðist ekki vera neitt sérstaklega í fram-

boði til stjórnar. Hann sagðist vera með fjölþættan búskap en hann er nýr bún-aðarþingsfulltrúi ferðaþjónustubænda. Engin sérstök mál liggja nú fyrir þinginu um ferðaþjónustu en eitt mál var afgreitt í fyrra um hagtölusöfnun um ferðaþjónustu í dreifbýli. Talið er að tekjur af ferðaþjón-ustu nemi 120 milljörðum króna og eru þá ótaldar tekjur af samgöngum og far-þegaflutningum til landsins. Alls eru 35% af öllu gistirými utan höfuðborgarsvæð-isins hjá Ferðaþjónustu bænda og hefur vörumerkið fengið ýmis verðlaun og við-urkenningar. Mikil þekking á markaðsmál-um og í að selja íslenskar sveitir er til hjá skrifstofu Ferðaþjónustu bænda sem gæti nýst í markaðsstarfi fyrir landbúnaðinn. Hann nefndi einnig handbók sem búið er að gera. Í framhaldi af skoðanakönnun þar sem fram koma að tekjuhærra fólk og karl-menn eru neikvæðari en aðrir, mætti e.t.v. nota verkefnið „Beint frá býli“ til að þróa sérstakar vörur sem beint væri að þessum hópi.

17 SVANA HALLdÓRSdÓTTIR byrj-aði á að ræða niðurstöðu skoðana-

könnunar Capacent sem væri sérstaklega glæsileg eftir alla þá umræðu sem verið hefur um verðlag á matvælum. Mikil harka er í umfjöllun um málefni í fjölmiðlum, helst á sem æsingamestan hátt til að ná athygli fólks. Hún hvatti menn til að koma á framfæri sem bestum upplýsingum, m.a. til Samfylkingarinnar. Hún gerði einnig upp-runamerkingar að umtalsefni og að mikil þörf á að bæta hér verulega úr. Hún taldi með ólíkindum hvernig þjóðlendumál hafa þróast. Bændur verða að halda áfram að

berjast þótt á brattann sé að sækja. Hún kvaðst gefa kost á sér í stjórnarkjöri og lýsti enn fremur stuðningi sínum við þá stjórn-armenn sem gefa kost á sér til áframhald-andi stjórnarsetu. Hún fagnaði að margir gæfu kost á sér en tók fram að hún gæfi ekki kost á sér til að sinna afmörkuðum málaflokki heldur til að sinna öllum málum, búgreinum og landshlutum.

18 EVA döGG ÞORSTEINSdÓTTIR, byrjaði á að segja þingfulltrúum

sögu af blindri stúlku til að varpa ljósi á störf vistforeldra í sveitum. Bændur geta verið stoltir af að standa við bakið á vel-ferð barna á Íslandi. Rannsóknir hafa sýnt að stofnanir eru ekki góður kostur því að uppbygging mannlegra tengsla er afar mikilvæg auk þess sem vistun í sveit er mun ódýrari kostur. Árið 2006 voru 320 börn í tímabundnu og varanlegu fóstri. 55% barna í tímabundnu fóstri eru vistuð á sveitaheimilum. Verið er að vinna að því að koma fósturmálum á eina hendi, þ.e. Barnaverndarstofu. Með því verður starfið markvissara og eftirlit betra. Einnig geta bændur með þessu orðið starfsmenn rík-isins og fá með því meiri réttindi. Hún sagði það von sína og trú að fósturráðstafanir verði fleiri í dreifbýli en þéttbýli. Að lokum tók hún undir umræður um merkingar mat-væla og með Guðna Einarssyni um lífræna ræktun og mikilvægi þess að horfa meira á gæði landbúnaðar og ná þannig betur til hátekjufólksins. Mikil vakning hefur orðið fyrir lífrænum vörum og við eigum að markaðssetja okkur á þeim grunni.

19 GUÐNý H. JAKOBSdÓTTIR þakk-aði setningarathöfnina í gær og

einnig sérstaklega fyrir að rektor Háskóla Íslands skyldi flytja hátíðarræðu, þar hefði ýmislegt sameiginlegt komið í ljós. Hún taldi BÍ hafa staðið sig vel í matvæla-verðsumræðunni sem niðurstöður skoð-anakönnunarinnar staðfesta. Hún ræddi skýrslu Lifandi landbúnaðar og hún sagði þetta stórmerkilegt verkefni sem hefði skilað miklu og væri mjög framsækið, sbr. Evrópuverkefnið sem er í gangi. Þar ber Ísland mesta ábyrgð með 47% af fjárhags-legri ábyrgð. Hún ræddi mál nr. 16-1 um þjónustu dýralækna og kvaðst óttast að dýralæknaþjónusta á ýmsum svæðum geti lagst af ef ekki verði staðinn vörður um að núverandi kerfi verði ekki kollvarpað. Hins vegar nefndi hún forritunarmál kúabænda en í gangi eru þrjú forrit sem ekki vinna saman. Framtíðarsýn hennar er sú að hver bóndi hafi eigið vefsvæði þar sem öll sam-skipti við skýrsluhald BÍ geti farið fram. Bændur verða að sjá sér hag í að nota forritunarþjónustuna. Hún taldi mikilvægt að láta fara fram viðhorfskönnun meðal bænda sbr. mál nr. 13. Togstreita er í gangi milli ýmissa hópa og á henni höfum við ekki

efni heldur þurfum við að standa saman. Að lokum minnti hún á jafnréttisáætlun BÍ og hvatti til að fleiri konur kæmu í stjórn.

20 GUNNAR SæMUNdSSON sagði í upphafi að hann væri hættur sem

búnaðarþingsfulltrúi og gæfi ekki kost á sér í stjórn BÍ. Hann ræddi matvælaverðs-umræðuna og störf formanns í henni. Erfitt hefði verið að koma því öllu til skila út um sveitir þar sem barátta hefði verið að komast að fyrst um sinn í ríkisfjölmiðl-unum. Hann ræddi síðan þjóðlendumálin sem hann hefur sem stjórnarmaður sinnt nokkuð. Það væri eins og fólk vaknaði ekki fyrr en skrattinn er kominn yfir það. Búið er að stofna Landssamtök landeigenda, þau hafa heimsótt þingflokka. Hann mæltist til þess að búnaðarþing sendi Áskeli Þórissyni kveðjur og þakkir fyrir að hafa mótað Bændablaðið. Hann ræddi störf sín í búfjár-sjúkdómanefnd og mæltist til að þingið styddi niðurstöður nefndarinnar. Hann ræddi samskipti við Samfylkinguna og taldi yfirlýsingar framkvæmdastjóra Lifandi landbúnaðar, sem er í framboði fyrir hana í NV-kjördæmi, vera árás í garð formanns BÍ.

21 EddA BJöRNSdÓTTIR, nýr fulltrúi landssamtaka skógarbænda, þakk-

aði stjórn BÍ fagleg vinnubrögð við skoð-anakönnun og hvatti menn til dáða við að halda áfram slíkri vinnu. Hún gerði merk-ingar matvæla að umtalsefni. „Dag með bónda“ taldi hún áhugavert verkefni, og sagði mikilvægt að ná til efnameira fólks. E.t.v. mætti búa til sérstakt verkefni til að ná til þess. Hún lýsti ánægju með verkefnið “Beint frá býli” sem lýtur að heimavinnslu afurða og skýrsla liggur fyrir um á þinginu. Hún skoraði á bændaforystuna að halda áfram á þeirri braut sem verið er á.

22 KRISTÍN LINdA JÓNSdÓTTIR sagði í landbúnaði starfa eldklárt og

hæft fólk sem hefði fjölbreytta þekkingu, slíkt skipti afar miklu fyrir framtíðina. Í dag þykir flott og fullnægjandi að byggja ætt-aróðalið með heilsárs frístundavillu en ekki að stunda þar landbúnað eða aðra starf-semi. Þetta þýðir að landbúnaður stendur frammi fyrir aukinni samkeppni um land. Ný eftirspurn, ekki aðeins eftir lúxus landi til búsetu heldur einnig eftir landi undir ýmsar framkvæmdir, heggur skörð í land til land-búnaðar. Hún fagnaði framkominni tillögu, sbr. mál nr. 8-1, sem væri tímabær. Hún ræddi baráttuna við að halda fjármagni inni í greininni, æ fleiri huga að því að losa fjár-magn bundið í landi og öðrum eignum og leita ávöxtunar á það eftir öðrum leiðum. Landbúnaðurinn býr því við margvíslega og mikla samkeppni sem þarf að hafa vak-andi auga fyrir. Í umræðu um umhverfismál má velta fyrir sér hvort það að halda landi í rækt sé umhverfismál, halda túnum sem

Page 17: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 17

túnum, bithögum sem bithögum o.s.frv. Það er hlutverk bænda að segja til um það hvort halda á við því búsetulandslagi sem er hluti af íslenskum auðlindum og umhverfi. Bændur þurfa e.t.v. að gera sig gildandi á nýjan hátt í umhverfisumræðunni. Því næst gerði hún vinnumarkaðinn að umtalsefni. Hve vel helst landbúnaði á vinnuafli á kom-andi árum, þar með talið vinnuafli bænda sjálfra. Atvinnugreinar landbúnaðarins lifa ekki af nema þeim sem við þær starfa líði vel, eigi möguleika á að ráða til sín hæft starfsfólks til að geta átt frítíma. Í sam-keppni um land, fjármagn og fólk, hvern-ig er þá afkoman og hvernig stöndum við með kostnað. Kostnaður er of hár og við höfum ekki verið nógu hörð að taka á honum. Þar er til margra þátta að líta sem skipta miklu um afkomu og rekstrargrund-völl. Henni fannst vanta beinskeyttari til-lögur sem varða afkomu og rekstrargrund-völl, varðandi álögur og gjöld. Vinna þarf á mörgum vígstöðvum. Hún lýsti ánægju með auglýsingar og kynningarstarf á árinu, þar sem margt gott hefði verið gert, og þakkaði einnig fyrir Bændablaðið.

23 GUNNAR ÞORGE IRSSON kynnti sig en hann er nýr fulltrúi

V-Húnvetninga. Hann þakkaði Gunnari Sæmundssyni góð störf í þágu bænda. Hann lýsti ánægju sinni með setningarat-höfnina. Hann spurði hvort ekki væri hægt að fá eitthvað af þeim gögnum sem dreift var í dag fyrir þingið. Hann brýndi menn á að ræða þjóðlendumál í boðum til stjórn-málaflokka. Staðan í þessum málum er óþolandi. Búið er að greiða þinglýsingagjöld af kaupsamningum jarða með þinglýstum landamerkjum. Hann grunaði að setið væri á úrskurði Óbyggðanefndar í Þingeyjasýslu fram yfir komandi alþingiskosningar.

24 JÓHANNES SIGFÚSSON, lýsti ánægju með fjölda kvenna á

þinginu og hve öflugar þær væru. Hann endurflutti tillögu sína um að dregið yrði um hverjir færu í boð til hvaða þingflokka.

Hann vék síðan umræðunni að þjóð-lendumálum. Á stofnfundi Landssamtaka landeigenda sagði Ólafur Björnsson lög-maður að ef Hæstiréttur hefði dæmt í Úthlíðarmálinu á sama veg og í A-Skaft. hefði það mál tapast. Það væri áhyggjuefni ef Hæstiréttur væri ekki sjálfum sér sam-kvæmur. Hann spurði af hverju eignarlönd gætu ekki fallið innan þjóðlendu, líkt og þjóðgarða, en menn gætu átt val um að þiggja bætur fyrir.

Sauðfjársamning taldi hann að mörgu leyti góðan samning þó að afnám útflutn-ingsskyldu ylli óvissu. Samstarf sláturleyf-ishafa skipti þar miklu. Frekari samþjöppun gæti hér hjálpað en bændur yrðu að halda hér vöku sinni, ekki síst varðandi eign-arhald afurðastöðva. Áhyggjuefni væri t.d.

ef sterkur smásöluaðili næði þar sterkum tökum. Það væru líka blikur á lofti á kjöt-markaðnum og verið er að vinna að því að sláturleyfishafar geti flutt út upp í útflutn-ingsskyldu komandi árs á því yfirstandandi. Hann kvaðst undrandi á því þegar gott beitarland, á svæðum sem nánast eru von-laus til skógræktar, er tekið undir skógrækt. Furðulega skipulagslaust er hvar opinberu fé er varið til skógræktar. Hann tók undir umræður um upprunamerkingar, bændur þurfa að ganga þar á undan með góðu for-dæmi.

25 SVEINBJöRN SIGURÐSSON þakk-aði hlýlegar móttökur sem nýr

fulltrúi, einnig setningarathöfn og ræðu Haraldar Benediktssonar. Hann ræddi síðan breytingar á búsetu í sveitum og eignarhald jarða. Bændum hefur fækkað og þeir eru ekki jafn ráðandi þar og áður. Hann taldi ýmsa annmarka á því að aðrir en bænd-ur gætu gengið í búnaðarfélög, fulltrúa-samsetning á búnaðarþingi gæti þá orðið með öðrum hætti. Þörf er á að huga að skipulagsmálum í sveitum þannig að hægt sé að búa þar í sátt. Hann fagnaði nýjum sauðfjársamningi og taldi það afrek að ná auknum fjármunum úr ríkissjóði. Einnig fagnaði hann sameiningu afurðastöðva í mjólkuriðnaði. Þetta er grundvöllur þess að bændur fái hærra verð fyrir mjólk en ella og að sama verð verði greitt um allt land. Skuldastöðu kúabænda gerði hann að umtalsefni en kúabændur hafa komið sér í auknar skuldir að óþörfu vegna kvóta-kaupa. Of seint kann að vera að grípa þarna inn í en aðkoma afurðastöðvanna í samkeppni um greiðslumark hefur ýtt verð-inu upp. Hann sagði nauðsynlegt að velta fyrir sér hvort þörf væri á kvóta í mjólk-urframleiðslunni í dag. Þetta gæti þó breyst fljótt með innflutningi en brýnt væri að standa vörð um eftirlit með innflutningi. Aðkallandi er fyrir Bændasamtök Íslands að vera leiðandi í umræðu um leiðir til að lækka rekstrarkostnað. Hann sagði gott framtak hjá BÍ að fara af stað með fundi undir þeirri yfirskrift sem valin var í haust.

Þá hefði verið vel til fundið að fá Kristínu Ingólfsdóttur rektor HÍ til að flytja hátíð-arræðu.

26 SIGURGEIR SINdRI SIGURGEIRS-SYNI tók undir þakkir til stjórnar BÍ

fyrir vel unnin störf í matvælaverðsumræð-unni. Hann lýsti undrun sinni á ummælum formanns Svínaræktarfélagsins um nýjan sauðfjársamning í nýlegu Bændablaði. Hann taldi rétt að formaður eða fram-kvæmdastjóri svaraði þeim aðdróttunum sem þar komu fram um að þeir hefðu ekki staðið vörð um hagsmuni þeirra. Hann vís-aði til niðurstöðu skoðanakönnunar sem gæfu ekki til kynna að þar hefði neyt-endum verið ofboðið. Hann ræddi síðan þjóðlendumál og sagði Búnaðarsamtök Vesturlands hafa undirbúið þau mál m.a. við að aðstoða bændur við að koma landa-merkjum á hreint áður en Óbyggðanefnd kemur með sínar kröfur. Hann lýsti ánægju með hlut kvenna á þinginu en jafnframt óánægju með að ekki ætti karlmaður sæti í jafnréttisnefnd BÍ.

27 JÓHANNES EGGERTSSON þakkaði samstarf BÍ og svínabænda. Vissu

lega hefði kastast í kekki, svínabændum líst illa á sauðfjársamninginn en sem aðilar að BÍ bera þeir líka ábyrgð á honum. Hann

Guðmundur Grétar Guðmundsson og Fanney Lárusdóttir.

Edda Björnsdóttir.

Page 18: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

18

tók undir spurningar Egils um hvernig leysa eigi vanda sem upp kann að koma þegar útflutningsskylda dilkakjöts verður afnum-inn. Búið er að leyfa innflutning á svínakjöti sem svarar til mánaðarneyslu þess, þessu til viðbótar. Þegar síðast kom upp kreppu-ástand á markaði var gripið til markvissra aðgerða til að draga úr framboði. Hann taldi 1.000 tonn geta tapast á innlendum kjötmarkaði ef innflutningur gengi eftir og ef erlendu vinnuafli fækkar hér á landi. Eldsneytisframleiðsla úr korni er vaxandi og veldur hækkandi kornverði. Hann ræddi skýrslu landbúnaðarráðherra um endur-skoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum. Hann sagði frá eigin baráttu gegn salmo-nellusýkingu. Þessu fylgdi erfið sýnataka. Hann ræddi hæstaréttardóm í máli sem hann höfðaði vegna gjaldtöku fyrir eftirlit og í ljósi hans ítrekaði hann að passa þarf hvar öll gjöld sem bændur greiða lenda og skýrt sé fyrir hvað eru þau greidd.

28 JÓN GÍSLASON taldi stjórn BÍ hafa staðið sig óvenju vel á síðasta

ári og þakkaði henni fyrir það. Vandi væri því á höndum að velja nýtt fólk í stjórn til að halda þessu gengi uppi. Hann ræddi síðan fjarskiptamál sem brenna á öllum og mæltist til þess að fulltrúar fjarskiptasjóðs flyttu mál sitt fyrir allt þingið. Fyrir nokkru hefur verið ákveðið að hluti af hagnaði af sölu Símans yrði notaður til að bæta þessa stöðu úti um land, þar sem einkaframtakið haslar sér ekki völl. Sums staðar á landinu koma þessi fyrirtæki af fúsum vilja. Annars staðar hafa sveitarfélög komi fram með fjármuni til að greiða fyrir þessu. Þau taldi hann eiga siðferðislega rétt á framlagi úr Fjarskiptasjóði. Hann ræddi síðan úttekt á kúasæðingum og mæltist til þess að hún verði kynnt á þinginu og að nefndin sem um þetta fjallar gerði tillögur um jöfnun þeirra yfir landið m.a. í ljósi þess að verið er að jafna ýmsan annan kostnað s.s. flutn-ing á afurðum bænda yfir landið. Mikil mis-munun væri milli bænda eftir landshlutum hvað þetta snertir.

Þrjú búnaðarsambönd við Húnaflóa sam-einuðust um sl. áramót. Hann óskaði eftir að þingfulltrúar styddu tillögu um óbreytt-an fjölda þingfulltrúa frá þessu svæði. Hugmynd Sigurgeirs varðandi olíugjald taldi hann líkt og fleiri fulltrúar, góðra gjalda verða. Varðandi sauðfjársamning taldi hann að mörgu leyti góðan en lýsti óánægju með 43 milljónir króna í byggðastyrk sem eru nú teknar inn í samninginn en stóð utan hans áður. Þar með eru samtök bænda farin að bera ábyrgð á úthlutun opinberra fjármuna til byggðamála. Sveitarfélagamörk eru sífellt að breytast en sú viðmiðun, sem þarna var notuð, eru gömul og löngu úrelt.

29 GUNNAR JÓNSSON þakkaði fyrir ágæta setningu búnaðarþings og

sérstaklega ræðu formanns við hana, sem var hrein og bein og ekkert undan dregið. Hann ræddi síðan verðstöðvun sem kúa-bændur tóku á sig á síðasta ári. Ekki hefði verið margra kosta völ en steininn tók þó ekki úr fyrr en á fundi SAM sl. föstudag þar sem Pálmi Vilhjálmsson sýndi hvað gerst hafði í smásöluversluninni yfir sl. áramót. Kúabændur gáfu eftir 800 milljónir króna á ársgrundvelli og voru þær einfaldlega færðar yfir til verslunarinnar. Hann taldi verðugt verkefni fyrir BÍ að skoða þetta mjög nákvæmlega. Pálmi sýndi fram á hvernig verslunin hefði með þessu und-irbúið verðbreytingar nú 1. mars. Hann sagðist hafa áhyggjur af því að Baugur er kominn í mjólkuriðnað. Hvaða hlutverk er þarna verið að spila. Ekkert annað en að brjóta upp samstöðu bænda, á sama tíma og mjólkuriðnaðurinn hefur verið að sam-einast til að ná fram kostnaðarlækkunum og ávinningi fyrir bænda. Hann tók undir áhyggjur manna af þróun kjötmarkaðarins á komandi misserum. Staðan væri ágæt eins og er en blikur eru á lofti m.a. vegna afnáms útflutningsskyldu. Nauðsynlegt er að hyggja að viðbrögðum í tíma og slát-urleyfishafar mega ekki láta verslunina ná að spila á þetta. Þetta er verðugt verkefni fyrir samtökin að takast á við. Síðan ræddi hann viðhorfskönnunina sem niðurstöð-ur voru kynntar úr, hún á að vera okkur veruleg hvatning og við eigum að nýta okkur hana. Þjóðin hlýtur að vera að segja okkur að hún vilji íslenskar vörur. Þá þarf að tryggja henni að hún fái íslenskar vörur þegar hún telur sig vera að kaupa hana. Þetta þing verður því að fjalla um og taka á upprunamerkingu matvæla. Hann sagðist t.d. alltaf horfa eftir hvort gulrætur væru íslenskar því að þær væru miklu betri en innfluttar.

30 SIGRÍÐUR BRAGAdÓTTIR tók undir með Gunnari Jónssyni með

völd sláturleyfishafa á kjötmarkaði. Hún kynnti síðan könnun sem send var út á vegum Jafnréttisnefndar BÍ og landbún-aðarráðuneytisins sem heitir “Staða karla og kvenna í dreifbýli”. Ekki er búið að vinna endanlega úr svörum en hún fór yfir nokkur atriði. Sent var út til 2.132 manna á öll lögbýli. Í endanlegu úrtaki voru 2034 en svarhlutfall var rúm 52%. Hún fór yfir nokkrar niðurstöður til kynningar en nið-urstöður verða birtar í skýrslu sem kemur fljótlega út. Hún tók undir með Sindra að karlmaður ætti að vera í Jafnréttisnefnd. Hún lýsti ánægju með hlut kvenna á bún-aðarþingi og hvatti þingfulltrúa til að kjósa konur í þau þrjú sæti sem eru laus í stjórn bÍ.

31 FANNEY ÓLöF LÁRUSdÓTTIR lýsti ánægju með að vera komin

til að taka þátt í störfum búnaðarþings.

Setningarathöfn var glæsileg. Niðurstaða skoðanakönnunar var athyglisverð og kjark hefði þurft til að gera hana. Hún lagði til að sendur verði góður fulltrúi landbúnaðar-ins í framhaldsskóla landsins með áhuga-vert efni til að kynna landbúnaðinn. Hvað er síðan hægt að gera til að fá unga fólkið aftur í sveitirnar þegar það hefur mennt-að sig? Hún spurði Harald Benediktsson hvort stjórn BÍ hefði sett niður fyrir sér eftir fundaferðina í haust, hvað hægt sé að gera til að tryggja að áfram verði stundaður landbúnaður á Íslandi.

32 JÓN BENEdIKTSSON tók undir þakkir til forystu BÍ fyrir viðbrögð

við matvælaverðsumræðunni. Hann ræddi stöðu kvenna í landbúnaði og taldi okkur geta verið ánægð með stöðuna í sam-anburði við frændur okkar Dani. Hann bar síðan blak af formanni Svínaræktarfélags Íslands varðandi gagnrýni á sauðfjársamn-ing. Í upphafi virtist sem svo að þær upp-hæðir sem þarna sáust myndu vekja mikla gagnrýni. Fyrir fáum árum tóku framleið-endur í nokkrum kjötgreinum á sig að endurfjármagna Norðlenska. Því miður hefur ekki tekist að fá útflutningskvóta á ESB fyrir svínakjöt sem grípa mætti til ef offramleiðsla yrði. Það hefur valdið sár-indum og leiðindum að ekki hefur tekist að skapa þarna öryggisventil. Hann ræddi mál nr. 6 um skattlagningu veiðihlunn-inda. Málið hefur áður verið til umfjöllunar en ekki fundist pólitískur vilji til að breyta skattalögum í þessu efni. Þetta hefur áhrif á möguleika manna sem ætla að stunda búrekstur til að keppa um hlunnindajarðir. Endurskoðun Hagþjónustu landbúnaðarins, mál nr. 15-1, taldi hann þarft mál sem og forritunarmál BÍ nr. 17. Varðandi mál nr. 20, framkvæmd landbótaáætlana taldi hann nauðsynlegt að búnaðarþing legði línurn-ar varðandi reglugerð um gæðastýringu í sauðfé þannig að landbótaáætlanir gætu gengið hnökralaust. Landnýtingu hér taldi hann hafa verið mjög skipulagslitla og gera þarf tillögur um það til sveitarfélaga hvers konar aðgát þarf að hafa, óskemmtilegt er að sjá ræktunarland fara undir mannvirkja-gerð í miklum mæli.

33 SVEINN INGVARSSON taldi engan efast um gildi setningarathafnar

og hún hefði verið glæsileg og íburðarlaus. Hann sagði að innst inni hefðum við vonast til að niðurstöður skoðanakönnunar yrði á þann veg sem hún varð. Máttur fjölmiðla hefði hins vegar verið langt kominn með að sannfæra okkur um að við værum ekki að standa okkur jafn vel og raun ber vitni. Niðurstaða stjórnar var að fá kynningarfyr-irtæki til samstarfs og það hefði, ásamt formanni, framkvæmdastjóra og starfs-mönnum staðið vel að verki. Við þurfum síðan að vera stöðugt vakandi og á verð-

Page 19: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 19

inum að viðhalda þessari ímynd. Eitt verk-efnið í þessari kynningu voru heimsóknir til þingflokka. Mjög fáir í þeirri sveit eigi bein tengsl við bændur og sveitirnar. Í heimsókn til Samfylkingarinnar taldi hann vel hafa komið í ljós að þingmenn þar vissu ótrúlega lítið um rekstrarumhverfi landbún-aðar. Hann ræddi síðan mál nr. 8, bótarétt vegna framkvæmda í almannaþágu. Í þjóðfélaginu í dag er mjög breytt afstaða til þess hve langt eigi að ganga í þessum efnum. Þrjár stórar virkjanir eru nú t.d. áformaðar í neðri hluta Þjórsár. Bændur hafa m.a. áhyggjur af að vatnsstaða í neðri hluta sveitanna muni hækka. Við eigum að nýta okkur almenningsálitið til að gera sem harðastar kröfur til bóta. Þarna eigi ekki að þiggja eina greiðslu heldur gera samning um árlegar greiðslur. Þá þurfum við að vera vakandi fyrir að finna leiðir til að viðhalda jákvæðri ímynd. Hann tók undir með Birnu Þorsteinsdóttur um að endurvekja verkefn-ið “Bændur bjóða heim”. Þegar árangur starfs á búnaðarþingi er skoðaður veld-ur áhyggjum að mörg mál koma aftur og aftur til þings. Hvað veldur? Málin eru mis-munandi en mál eins og þjóðlendumálin er ekki hægt að annað en að taka fyrir meðan núverandi landrán stendur yfir. Svo lítur út, miðað við ummæli alþingismanna, að það sé einhver annar en þeir sem ræður í þessu landi. Sveinn situr sem fulltrúi stjórnar BÍ í stjórn Framleiðnisjóðs. Staða sjóðsins hefur breyst eftir að 80 aura gjald á hráefni var afnumið. Hann sagði frá námskeiðum á vegum sjóðsins í samstarfi við Impru.

34 ANNA BRYNdÍS TRYGGVA-dÓTTIR ræddi þá útkomu úr skoð-

anakönnuninni að yngra fólk virtist hafa minna álit á íslenskum landbúnaði en það eldra. Fólki fækkar í sveitum og húsmæðra-skólar hafa verið aflagðir. Húsmæður hafa haldið uppi sveitum og kennt fólki mat-argerð og hefðir. Þessi þekking er að týnast og yngra fólkið hefur þar af leiðandi minni þekkingu á íslenskum mat. Hún taldi rétt að skoða hvort ekki þurfa að gera átak í að varðveita matargerðarhefðir í sveitum. Til að einhver vilji kaupa afurðir okkar þurfa þeir að kunna að nota hráefnið. Hún sagð-ist líka velta fyrir sér af því hve fáir læra þetta nú af mæðrum sínum og hvort þessa fræðslu vanti ekki inn í bændaskólana.

35 NANNA JÓNSdÓTTIR þakk-aði ánægjulega setningarathöfn

og góðar ræður á henni. Hún gerði varð-veislu lands og skógrækt að umtalsefni og tók undir með að passa þyrfti að tún yrðu áfram nýtanleg sem tún. Henni fannst skógrækt hafa farið svolitlu offari og skipu-lag vanta. Ferðamenn sækjast eftir útsýni og víðsýni. Skógrækt, t.d. á Suðurlandi, er farin að girða vegi af með trjám, þessu hafa ferðamenn sem til hennar koma,

orð á. Mun meira skipulag þurfi í þessum efnum. Framkvæmdir í náttúrlegum skógi þurfa að fara í umhverfismat en planta má hvar sem er. Varðandi gjöld og álögur, s.s. bankakostnað, heilbrigðisgjald o.fl., þarf að gera kröfur um að þau hækki ekki látlaust á sama tíma og gerðar eru kröfur um lækk-un kostnaðar. Upprunamerkingu matvæla taldi hún mikilvægt mál.

36 SIGURGEIR ÞORGEIRSSON ræddi spurningar þingfulltrúa og tók

fyrst fyrir hæstarréttarmál gegn olíufélög-unum. Málið hefði verið skoðað með LÍÚ og neytendasamtökum á sínum tíma. Falli dómur hæstaréttar einstaklingnum í vil kemur til álita að koma bændum til stuðn-ings í þessu. Varðandi markmiðstengdar búrekstraráætlanir sagði hann rétt að féð hefur ekki gengið út en reglum hefur þó verið breytt og slakað á kröfum. Hins vegar sé spurning hvort þessi verkefnaflokkur eigi rétt á sér með jafn mikið fé og nú er varið til hans. Áhugi fyrir alvöru áætlanagerð sé takmarkaður og þetta sé forsjárhyggja að ýta mönnum út í þetta. Við endurskoðun búnaðarlagasamnings hlýtur að koma til skoðunar að leita leiða til að nota þetta fé betur.

Fullur vilji er til að setja mikinn kraft í for-ritunarmál nautgriparæktarinnar og koma í það form að samskipti verði greið í báðar áttir. M.a. verður skoðað hvort nýlegt

danskt kerfi megi nota hér. Fjármagn til þessa verkefnis er til í þróunarsjóði og ætti því ekki að hamla vinnsluhraða.

öll fundagögn sem til voru fyrir þingið voru þá send út. Reikningar hafa venjulega verið kláraðir rétt fyrir búnaðarþingsbyrjun. Hægt væri að senda bráðabirgðareiknings-yfirlit út fyrr, með fyrirvara.

37 HARALdUR BENEdIKTSSON, bauð nýja búnaðarþingsfulltrúa

sérstaklega velkomna til starfa og þakk-aði góðar umræður. Hann ræddi stöðu lífrænnar framleiðslu og lýsti sig sammála sjónarmiðum Guðna Einarssonar. Hann sagði sér þykja vænt um þakkir fyrir góð störf í matvælaverðsumræðu en allt starfs-fólk BÍ vinnur að þessu verki. Þá sagði hann frá að hann hefði verið í útvarpsviðtali fyrr um daginn þar sem niðurstöðum skoð-anakönnunar var snúið upp í að bændur hefðu þá ekkert að óttast í umræðu um innflutning. Niðurstöðurnar væru líka veg-vísir að því hvernig þarf að vinna að þessu áfram. Þar þurfa allir að leggjast á eitt. Enn er eftir að halda nokkra fundi í fundaferð BÍ og fullur vilji til að ljúka henni. En hvað er hægt að gera í framtíðinni. Er hægt að sýna neytendum betur hver hlutur bænda er í útsöluverði búvara. Það að tryggja framtíð landbúnaðar er sameiginlegt verk-efni okkar, því lýkur aldrei en verður að vinna áfram skref fyrir skref.

Arnar Bjarni Eiríksson, Haraldur Benediktsson og Sigurgeir Þorgeirsson.

Þorsteinn Kristjánsson og Gylfi Þór Orrason.

Page 20: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

20

Málaskrá Búnaðarþings 2007nr. máls Heiti máls nefnd sem vísað er til Afgreiðsla

Mál nr. 1 Reikningar Bændasamtaka Íslands Fjárhagsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 2 Fjárhagsáætlun fyrir árið 2007 Fjárhagsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 3 Útgjöld BÍ Fjárhagsnefnd Kom ekki úr nefnd

Mál nr. 4 Þjóðlendumál Allsherjarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 5 Forkaupsréttur ábúenda Allsherjarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 6 Skattlagning veiðihlunninda Allsherjarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 7 Endurskoðun á vörnum gegn búfjársjúkdómum Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 8 Bótaréttur vegna framkvæmda í almennaþágu Allsherjarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 9 Reglur Orlofssjóðs BÍ Félagsmálanefnd Kom ekki úr nefnd

Mál nr. 10 Skólaverkefni Bændasamtaka Íslands Félagsmálanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 11 Söluandvirði hótela BÍ Félagsmálanefnd Kom ekki úr nefnd

Mál nr. 12 Breyting á samþykktum BÍ vegna sameiningar búnaðarsambanda Félagsmálanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 13 Úttekt á innra starfi og húsnæðismálum BÍ Félagsmálanefnd Kom ekki úr nefnd

Mál nr. 14 Viðhorfskönnun meðal bænda Félagsmálanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 15 Endurskoðun á Hagþjónustu landbúnaðarins Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 16 Þjónusta dýralækna Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 17 Forritamál BÍ Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 18 Úttekt á loðdýrabúum Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 19 Aðgerðaráætlanir gagnvart alvarlegum búfjársjúkdómum Búfjárræktar- og fagráðanefnd Afgreitt með máli nr. 7.

Mál nr. 20 Framkvæmd landbótaáætlana Framleiðslu- og markaðsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 21 Skipulag sláturfjárflutninga Framleiðslu- og markaðsnefnd Kom ekki úr nefnd

Mál nr. 22 Merking matvæla og jafnræði í heilbrigðiskröfum Framleiðslu- og markaðsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 23 Útflutningur íslenskra landbúnaðarvara Framleiðslu- og markaðsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 24 Reglubundin birting upplýsinga um innflutning búvara Framleiðslu- og markaðsnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 25 Lántökukostnaður og stimpilgjöld Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 26 Afnám fóðurtolla Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 27 Fjarskipti og raforkukostnaður Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 28 Matvælaverðsumræðan Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 29 Endurgreiðsla olíugjalds Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 30 Úttekt á nýtingu úrvinnslugjalds Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 31 Verðhækkanir á rekstrarvörum og þjónustu Kjaranefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 32 Varnir gegn sinu- og skógareldum Umhverfis- og jarðræktarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 33 Samræming veiða á ref og mink Umhverfis- og jarðræktarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 34 Kolefnisbinding gróðurhúsalofttegunda Umhverfis- og jarðræktarnefnd Afgreitt með ályktun

Mál nr. 35 Lausaganga hunda um beitilönd Umhverfis- og jarðræktarnefnd Afgreitt með ályktun

Page 21: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 21

ALLSHERjARnEFnd

ÞjóðlendumálBúnaðarþing 2007 lýsir fullum stuðningi við ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands frá 24. október 2006 vegna dóma í þjóðlend-umálum. Jafnframt skorar Búnaðarþing á Ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir breyt-ingum á lögum nr. 58/1998 um þjóð-lendur til samræmis við það sem farið er fram á í framangreindri ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands.

Ályktun stjórnar Bændasamtaka Íslands frá 24. október 2006“Stjórn Bændasamtaka Íslands beinir því til Ríkisstjórnar Íslands að beita sér fyrir end-urskoðun á lögum nr. 58/1998 um þjóð-lendur með hliðsjón af framkvæmd þeirra. Í ljósi nýlegra dóma Hæstaréttar Íslands ríkir óvissa um eignarrétt bænda að jörðum þeirra. Óvissa þessi veldur bændum marg-háttuðu tjóni og óþægindum. Verðmæti jarða rýrnar og lánadrottnar halda að sér höndum. Viðskipti með jarðir hafa víða lent í sjálfheldu. Mikilvægt er að jafnræð-is sé gætt þegar eignarréttur er metinn og að jarðeigendur á Íslandi sitji allir við sama borð. Ljóst er að það var ekki vilji löggjaf-ans við setningu þjóðlendulaga að hrófla við þeirri aldagömlu skipan sem lögfest var með landamerkjalögum frá 1882 að jarðir bænda séu háðar beinum eignarrétti þeirra.

Nú þegar fyrir liggur að dómstólar telja sér heimilt að meta gildi hvers landamerkja-bréfs fyrir sig er nauðsynlegt að tryggja réttarstöðu jarðeigenda í þjóðlendulög-unum með því að í lögunum verði ákvæði sem styrki þýðingu þinglýstra landamerkja-bréfa. Því er nauðsynlegt að setja í lögin ákvæði þess efnis að jörð með athuga-semdalausum þinglýstum landamerkjum sé eignarland, sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrðina fyrir því”.

Forkaupsréttur ábúendaBúnaðarþing 2007 felur st jórn Bændasamtaka Íslands að láta gera úttekt á því hvort ákvæði jarðalaga um forkaups-rétt ábúanda þarfnist endurskoðunar.

Skattlagning veiðihlunnindaBúnaðarþing 2007 krefst þess að leigu-tekjur vegna veiðihlunninda verði með-höndlaðar skattalega sem fjármagnstekjur, ótengdar rekstri, hjá öllum sem þeirra njóta.

Bótaréttur vegna framkvæmda í almannaþáguBúnaðarþing 2007 krefst þess að við allar framkvæmdir í almannaþágu, svo sem virkj-anir, vegalagnir, línulagnir og fleira liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast, leigusamn-ingur um landnotkun og bætur til þeirra landeigenda sem viðkomandi framkvæmd

snertir. Jafnframt krefst Búnaðarþing þess, að sú löggjöf sem slíkar framkvæmdir varða, verði endurskoðuð.

Til þess að ná ofangreindum markmið-um beinir Búnaðarþing 2007 því til stjórn-ar Bændasantaka Íslands að skipaður verði starfshópur sem skili tillögum fyrir árslok 2007 um fyrirkomulag ofangreindra mála til frambúðar.

Fagráða- og búfjárræktarnefndEndurskoðun á Hagþjónustu land bún að ar-ins.

Búnaðarþing 2007 beinir því til landbún-aðarráðherra að endurskoðuð verði starf-semi Hagþjónustu landbúnaðarins með það að markmiði:• Að efla starfsemi hennar á sviði kennslu

og leiðbeininga í hagfræði og á rekstr-arsviði. Slík efling Hagþjónustunnar er lykillinn að eflingu kennslu og rannsókna á sviði hagfræði við Landbúnaðarháskóla Íslands.

• Að efla almennar hagrannsóknir, bæði sem byggja á gögnum sem Hagþjónustan hefur safnað gegnum tíðina, jafnframt því sem leggja þarf áherslu á aukna gagnaöflun, s.s. hvað varðar vinnufram-lag bænda, framleiðni og arðsemi fjár-festinga.

• Að skoða hvernig létta má af Hagþjónustunni vinnufrekum verkefnum, sem hugsanlega væri betur fyrir komið hjá öðrum stofnunum landbúnaðarins.

Úttekt á loðdýrabúumBúnaðarþing 2007 samþykkir að vísa þessu máli til stjórnar Bændasamtaka Íslands.

Þjónusta dýralæknaBúnaðarþing 2007 beinir því til stjórnar BÍ að hún skoði framkvæmd á reglum um greiðslur á ferða- og aksturskostnaði vegna þjónustu dýralækna í dreifðum byggðum. Fundin verði leið til að þessi sjóður þjóni sem best tilgangi sínum.

Endurskoðun á vörnum gegn búfjár-sjúkdómumBúnaðarþing 2007 hefur fjallað um skýrslu nefndar landbúnaðarráðherra frá júlí 2006 um endurskoðun á vörnum gegn búfjár-sjúkdómum. Þingið felur stjórn BÍ að skipa starfshóp er geri tillögur um álitamál sem uppi eru og tengjast efni skýrslunnar. Haft skal samráð við forystumenn allra búgreina-félaga.

Ályktanir Búnaðarþings 2007Hér fara á eftir ályktanir Búnaðarþings 2007, raðað eftir nefndum.

Búnaðarþing 2007 krefst þess að leigutekjur vegna veiðihlunninda verði meðhöndlaðar skattalega sem fjármagnstekjur, ótengdar rekstri, hjá öllum sem þeirra njóta.

Page 22: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

Starfshópurinn fjalli m.a. um:- Flutning á vélum, búnaði og gripum milli

varnarhólfa- Aðgerðaráætlanir og verklagsreglur fyrir

bændur- Eftirlit með framkvæmd garnaveikibólu-

setninga- Skipulag varnarhólfa m.a. tryggja stöðu

"hreinna svæða"- Fyrirkomulag varna gegn loðdýrasjúk-

dómum.

Aðgerðaráætlanir gagnvart alvarlegum búfjársjúkdómumBúnaðarþing 2007 samþykkir að beina því til Landbúnaðarstofnunar að gerðar verði aðgerðaáætlanir fyrir alvarlega búfjársjúk-dóma sem upp kunna að koma í landinu. Einnig þarf að tryggja að nægt fjármagn fáist til að tryggt sé að “bestu leiðir” séu farnar við aðgerðir gegn alvarlegum búfjár-sjúkdómum.

GreinargerðMikilvægt er að fyrir liggi aðgerðaáætlanir ef alvarlegir búfjársjúkdómar koma upp í landinu. Það getur haft alvarlegar afleiðing-ar fyrir landbúnað á Íslandi ef ekki liggur fyrir hvernig brugðist skuli við ef alvarlegur búfjársjúkdómur kemur upp. Þetta á ekki síður við þegar ríkisvaldið er nú að opna meira fyrir innflutning á hráu kjöti.

Forritamál BÍBúnaðarþing 2007 leggur ríka áherslu á að gerð nauðsynlegra forrita fyrir íslenska kúabændur komist í höfn þegar á þessu ári. Samkvæmt fyrirliggjandi gögnum er mælt með því að kanna nú þegar til þrautar hvort nota megi forrit danskra kúabænda hér á landi. Gangi það eftir verði stefnt að

því að það komist í almenna notkun meðal íslenskra kúabænda eigi síðar en á árinu 2008.

Búnaðarþing 2007 hvetur BÍ til að kanna möguleika á því að stofna vefsvæði ein-stakra búa, "Bændatorg", (sambærilegt við heimasvæði í heimabanka). Bændatorgið tengi saman vefsvæðin og haldi utan um þau forrit og gögn sem hvert bú nýtir í sínum rekstri.

Jafnframt er lögð áhersla á endurbæt-ur og framþróun allra þeirra forrita sem bændur nýta og eru í umsjá BÍ.

FéLAgSMÁLAnEFnd

Skólaverkefni Bændasamtaka ÍslandsBúnaðarþing 2007 hefur kynnt sér drög að stefnumótun og áætlun skólaverkefnanna næstu þrjú ár. Þingið samþykkir að unnið verði eftir þessari áætlun á næstu árum og telur að því fé sem varið er til þessarar starfsemi sé skynsamlega ráðstafað.

Breytingar á samþykktum Bænda samtaka ÍslandsBúnaðarþing 2007 samþykkir eftirtaldar breytingar á samþykktum Bændasamtaka Íslands.

2. grein. Í upptalningu á aðildarsamtök-um komi “Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda” í stað “Búnaðarsamband Strandamanna”, “Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu”, Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu”.10. grein. “Í staðinn fyrir: “ Búnaðarsamband Strandamanna 1, Búnaðarsamband Vestur-Húnavatnssýslu 1, Búnaðarsamband Austur-Húnavatnssýslu 1” komi: “Búnaðarsamband Húnaþings og Stranda 3”

viðhorfskönnun meðal bændaBúnaðarþing 2007 samþykkir að gerð verði víðtæk viðhorfskönnun meðal bænda um Bændasamtökin, hlutverk þeirra og starfs-semi, skipulag félagskerfis bænda, fagþjón-ustu, félagsstarfs og kjarabaráttu.

Við skipulag könnunarinnar verði sér-staklega horft til hliðstæðra kannana, sem dönsku bændasamtökin gera reglulega. Aðildarfélögum BÍ verði gefinn kostur á að taka þátt í undirbúningi slíkrar könnunar.

GreinargerðNauðsynlegt er að þekkja sem best til skoðana bænda á starfssemi og skipulagi Bændasamtaka Íslands. Niðurstöður könn-unar sem þessarar hjálpa okkur að móta stefnu til lengri tíma í ýmsum málum Bændasamtakanna svo sem húsnæð-ismálum, staðsetningu, kynningarmálum, félagsmálum, fagþjónustu og ýmsu fleiru. Könnun sem þessi hjálpar okkur einnig að bregðast við breytingum á ytri aðstæðum á hverjum tíma. Inn í slíka könnun mætti fella spurningar um viðhorf bænda til sölu Hótel Sögu ehf. og ráðstöfun söluandvirðis.

Þessa könnun þarf að gera hið allra fyrsta, meðal annars vegna húsnæðismála Bændasamtaka Íslands.

FjÁRHAgSnEFnd

Reikningar Bændasamtaka Íslands 2006

Búnaðarþing 2007 samþykkir reikninga Bændasamtaka Íslands, Nautastöðvarinnar á Hvanneyri og Þorleifskoti fyrir árið 2006 eins og þeir liggja fyrir á þingskjali 1.

Fjárhagsáætlun Bændasamtaka Íslands og Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri fyrir árið 2007

Búnaðarþing krefst þess að við allar framkvæmdir í almannaþágu, svo sem virkjanir, vegalagnir, línulagnir og fleira liggi fyrir áður en framkvæmdir hefjast, leigusamningur um landnotkun og bætur til þeirra landeigenda sem viðkomandi framkvæmd snertir.

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

22

Page 23: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

BÚNAÐARÞING

FREYR 2007 23

Búnaðarþing 2007 samþykkir fjár-hagsáætlun Bændasamtaka Íslands og Nautastöðvar BÍ á Hvanneyri eins og þær liggja fyrir.

Útgjöld BÍÁlitsgerðFjárhagsnefnd hefur borist til afgreiðslu erindi búnaðarþingsfulltrúa á Suðurlandi þar sem þess er óskað að nefndin dragi sem kostur er úr útgjöldum Bændasamtaka Íslands.

Á liðnum árum hefur nefndin orðið að velja og hafna, því beiðnir um fjárheimildir hafa alltaf verið mun meiri en tekjur sam-takanna hafa leyft.

Það er því skoðun nefndarinnar að hún hafi á liðnum árum unnið í samræmi við þetta erindi. Reynist það hins vegar vilji búnaðarþings að draga meira saman í útgjöldum verður þingið að álykta um í hvaða verkefnum skuli skorið niður.

FRAMLEIðSLU-, kjARA- og MARkAðSnEFnd

Útflutningur íslenskra landbúnaðarvaraBúnaðarþing 2007 skorar á sláturleyfishafa og afurðastöðvar í mjólkuriðnaði að vinna markvisst að útflutningsmálum íslenskra landbúnaðarvara og skoða sérstaklega þau tækifæri sem felast í samstarfi útflytjenda íslenskra matvæla.

Reglubundin birting upplýsinga um innflutning búvaraBúnaðarþing 2007 felur Bændasamtökum Íslands að birta upplýsingar um innflutning búvara með reglubundnum hætti.

jafnræði í heilbrigðiskröfumBúnaðarþing 2007 beinir því til stjórnvalda að heilbrigðiskröfur til innfluttra landbún-aðarvara séu eigi lakari en þær kröfur sem gerðar eru til innlendrar framleiðslu og reglubundin sýnataka tryggi að kröfurnar séu uppfylltar.

GreinargerðÞað skekkir samkeppnisstöðu innlendra framleiðenda ef gerðar eru ríkari heilbrigð-iskröfur til þeirra framleiðslu en innflutn-ings. Verði samt gerðar ríkari kröfur, verður að tryggja að kostnaður verði greiddur með opinberu fé en falli ekki á búgreinarnar eða einstaka framleiðendur.

Einnig verður að koma á virkum regluleg-um sýnatökum á innfluttum landbúnaðar-vörum, m.a. til að fyrirbyggja krossmeng-un. Kostnaður af þessu verði borinn af heil-brigðiseftirlitinu því ekkert er mikilvægara en heilbrigði íslensku þjóðarinnar.

Framkvæmd landbótaáætlanaBúnaðarþing 2007 skorar á landbúnaðar-ráðherra að tryggja í nýrri reglugerð um gæðastýringu í sauðfjárrækt rétt þeirra bænda sem vinna eftir gerðum samningum um landbótaáætlanir.

Búnaðarþing 2007 telur einnig brýnt að landbúnaðarráðherra taki á þeirri óvissu sem í stöku tilfellum ríkir um nýtingarrétt og eignarhald á landi sem er í umsjá Landgræðslu ríkisins.

kjARAnEFnd

Fjarskipti og raforkukostnaðurBúnaðarþing 2007 samþykkir að vísa þessu máli til stjórnar Bændasamtaka Íslands.

Lántökukostnaður og stimpilgjöldBúnaðarþing 2007 skorar á Alþingi að afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru á veðskuldabréf við þinglýsingu. Umrædd stimpilgjöld eru tvímælalaust til þess fallin að torvelda lántakendum að færa viðskipti sín milli lánastofnana og draga þannig úr möguleikum þeirra til að njóta hagstæðustu lánskjara á hverjum tíma.

Endurgreiðsla olíugjaldsBúnaðarþing 2007 gerir afdráttarlausa kröfu til þess að landbúnaðurinn njóti þess fjármagns sem áður var endurgreiddur þungaskattur. Þingið felur stjórn BÍ að leita eftir samningum við ríkisvaldið um nýtingu þessara fjármuna.

verðhækkanir á rekstrarvörum og þjónustu1. Búnaðarþing 2007 vekur athygli á mikl-

um verðhækkunum á rekstrarvörum s.s. áburði og kjarnfóðri. Þingið felur stjórn BÍ að láta gera samanburð á verði helstu rekstrarvara hér og í nágranna-löndunum. Niðurstöðurnar verði birtar neytendum og notaðar í baráttunni við að ná verðhækkunum til baka.

2. Búnaðarþing 2007 felur stjórn BÍ að taka upp viðræður við stjórnvöld um eftirlitsgjöld í landbúnaði með það að markmiði að koma í veg fyrir tvíverknað og auknar álögur af þessum gjöldum.

3. Þingið hvetur BÍ og aðildarfélög þess til að leita allra leiða til að ná hagkvæmum innkaupum með sameiginlegum útboð-um.

Matvælaverðsumræðan1. Síðustu mánuði hefur verið mikil og

oft ósanngjörn umræða um þátt inn-

Skorað er á sláturleyfishafa og afurðastöðvar í mjólkuriðnaði að vinna markvisst að útflutningsmálum íslenskra landbúnaðarvara og skoða sérstaklega þau tækifæri sem felast í samstarfi útflytjenda íslenskra matvæla.

Page 24: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

lendra búvara og tolla í matvælaverði. Búnaðarþing þakkar stjórn og starfsfólki BÍ fagleg viðbrögð við þessari umræðu.

2. Nú hafa stjórnvöld lækkað verndartolla á kjöti og grænmeti og rýmkað toll-kvóta. Þá hafa mjólkuriðnaðurinn og kúabændur ákveðið tímabundna verð-stöðvun á mjólkurvörum til neytenda. Búnaðarþing 2007 leggur áherslu á að stjórnvöld grípi ekki til frekari aðgerða sem skerða afkomu bænda.

Úttekt á nýtingu úrvinnslugjalds1. Búnaðarþing 2007 beinir því til stjórnar

BÍ að hún vinni að breyttri flokkun land-búnaðarplasts á þann hátt að það verði flokkað sem umbúðir.

2. Þingið hvetur stjórn BÍ til að gera úttekt á því hvernig staða einstakra bænda/landssvæða er gagnvart söfnun rúllu-plasts.

UMHvERFIS- og jARðRæktARnEFnd

varnir gegn sinu- og skógareldumBúnaðarþing 2007 hvetur Brunamálastofnun Íslands, í samvinnu við Samband ísl. sveit-arfélaga, til að skipa starfshóp sem vinni að markvissum og fyrirbyggjandi vörnum gegn sinu- og skógareldum.

GreinargerðÁ síðari árum hefur landnotkun og búseta breyst mikið og hafa stór landssvæði verið friðuð fyrir beit. Þá hefur sumarhúsum fjölgað mjög á vel grónum svæðum. Þessi breytta landnotkun kallar á öflugar bruna-varnir.

kolefnisbindingBúnaðarþing 2007 beinir því til stjórnvalda að vegna markaðsvæðingar kolefnisbind-ingar, verði jarðeigendum tryggð réttindi til markaðsetningar og sölu á kolefniskvóta innanlands og /eða hlutdeild í tekjum vegna sértækra aðgerða ríkisins.

Lausaganga hundaBúnaðarþing 2007 vekur athygli sveitarfé-laga og bænda á að í lögum um holl-ustuhætti og mengunarvarnir nr. 7 1998 er sveitarfélögum veitt vald til að takmarka eða banna lausagöngu hunda á ákveðnum svæðum.

Stjórnun refaveiðaBúnaðarþing 2007 skorar á umhverfisráð-herra að breyta lögum um veiðar á ref, þannig að ríkisvaldið beri 80% kostnaðar af þeim. Þá leggur Búnaðarþing áherslu á að refastofninum sé haldið niðri um allt land, en ekki séu hafðar sérstakar uppeld-isstöðvar fyrir refi, samanber t.d. friðlandið á Hornströndum.

Mikilvægt er að aðgerðir til fækkunar á ref séu samræmdar milli samliggjandi sveitarfélaga og skorar Búnaðarþing 2007 á Samband ísl. sveitarfélaga að beita sér fyrir

því, með hvatningu og beinum fjárstuðn-ingi, þar sem nauðsyn er á slíku.

GreinargerðVeiðar á ref er verkefni alls samfélagsins og það að sveitarfélögin stjórni veiðunum er nauðsynlegt til að nýta staðbundna þekk-ingu, á hegðun og útbreiðslu dýranna svo og tilfinningu fyrir vandanum á hverjum stað. Kostnaðarhluti sveitarfélaganna ætti fyrst og fremst að vera til þess að þau hafi þá kostn-aðarvitund sem nauðsynleg er til að fjárhags-legs aðhalds sé gætt. Núverandi fyrirkomulag er íþyngjandi fyrir sveitarfélögin sem gerir það að verkum að veiðunum er ekki sinnt sem skyldi. Sveitarstjórnir sem eru að spara á þess-um lið til skemmri tíma, velta þar með vand-anum yfir á önnur sveitarfélög. Lögð hefur verið áhersla á það af hálfu bænda að halda þurfi refastofninum í skefjum vegna þess skaða sem hann veldur á lífríki landsins.

Búnaðarþing 2007 skorar á Alþingi að afnema hið fyrsta stimpilgjöld sem lögð eru á veðskuldabréf við þinglýsingu. Þau séu til þess fallin að torvelda lántakendum að færa viðskipti sín milli lánastofnana og draga þannig úr

möguleikum þeirra til að njóta hagstæðustu lánskjara á hverjum tíma.

Búnaðarþing 2007 vekur athygli á miklum verðhækkunum á rekstrarvörum s.s. áburði og kjarnfóðri og hvetur BÍ og aðildarfélög þess til að leita allra leiða til að ná hagkvæmum

innkaupum með sameiginlegum útboðum.

FREYR 2007

BÚNAÐARÞING

24

Page 25: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007 25

Sjúkrasjóður Bændasamtaka Íslands var stofnaður eftir samþykkt Búnaðarþings 2004 og starfar eftir reglum sem sett-ar voru af stjórn BÍ. Sjóðurinn er skip-aður þriggja manna stjórn sem tekur ákvarðanir um styrkveitingar. Réttindi til greiðslna úr Sjúkrasjóði BÍ hafa þeir félagar í Bændasamtökum Íslands og makar þeirra sem stunda búrekstur á lögbýlum. Greitt skal úr sjóðnum vegna langvarandi veikinda og meðfylgjandi tekjutaps og/eða kostn-aðar af þeirra völdum. Skal miðað við að veikindin hafi staðið yfir í a.m.k. tvo mánuði. Langvarandi veikindi barna félags-manna, sem sannanlega hafa tekjutap og/eða kostnað í för með sér, geta skapað sömu réttindi. Aldrei skal greiða úr sjóðn-

um lægri styrk en sem nemur einum mán-uði eða hærri styrk en sem nemur þremur mánuðum samfleytt og ekki er greitt vegna fyrsta veikindamánaðar. Mánaðargreiðslur á árinu 2006 gátu að hámarki numið kr. 100.000 á mánuði fyrir hvern heilan mánuð eða hlutfall þar af. Grunnupphæðin tekur breytingum árlega miðað við breytingar á kaupgjaldsvísitölu í janúar. Greiðslur/bætur úr öðrum sjóðum eða opinberu bótakerfi umfram kr. 45.000 á mánuði dragast frá bótaupphæð samkvæmt þessari grein. Eftir að greitt hefur verið fyrir þrjá mánuði skal greiðsla falla niður í einn mánuð en heimilt er að hefja þá greiðslu á ný og greiða aftur í allt að þrjá mánuði ef veikindi vara enn. Ekki skal greiða fyrir meira en sex mánuði

á hverju tólf mánaða tímabili. Heimilt er að greiða úr sjóðnum vegna útlagðs kostnaðar enda sé framvísað reikningum eða öðrum fullnægjandi gögnum. Framkvæmdastjórn er heimilt í einstökum tilfellum að taka tillit til sérstakra erfiðra aðstæðna umsækjenda.

Fyrstu þrjú starfsár sjóðsins voru styrk-veitingar eins og sést í töflu 1. Höfuðstóll sjóðsins var 19.817.288 kr. í árslok 2006.

Tafla 1.

Ár Fjöldi styrkja

Heildar-fjárhæð kr.

2004 6 2.404.668

2005 22 7.276.133

2006 15 5.042.911

Vorið 2006 samþykkti stjórn Bændasamtaka Íslands að stofna starfsmenntasjóð til að styrkja endurmenntun bænda og starfsfólks þeirra. Var þetta gert að undangengnum viðræðum við stjórn Framleiðnisjóðs land-búnaðarins, sem hafði lýst áhuga sínum á að breyta því með hvaða sniði sjóð-urinn stæði að því að styrkja endurmennt-un bændastéttarinnar. Samþykkt var að Framleiðnisjóður léti álíka upphæð renna til starfsmenntasjóðsins og hann hafði veitt til

námskeiðahalds fyrir bændur hjá búnaðar-skólunum.

Þeir sem eiga rétt til að fá styrki úr sjóðn-um eru:a) Félagar í BÍ sem hafa fasta búsetu á lög-

býlib) Starfandi bændur, einstaklingar, hjón

eða sambúðarfólk, sem stunda bún-aðargjaldskyldan rekstur

c) Starfsfólk bænda sem hefur (við-urkenndan) ráðningarsamning og

hyggst starfa hjá viðkomandi bónda lengur en eitt ár samfellt.

Sjóðurinn veitir styrki vegna námskeiðs-gjalda og ferðakostnaðar og einnig upp í fjarskipta-/símakostnað þegar um fjarnám er að ræða.

Umsóknir fóru hægt af stað en á árinu 2006 voru alls veittir 45 styrkir að upphæð samtals 334 þús. kr.

Sjúkrasjóður BÍ

Starfsmenntasjóður BÍ

Page 26: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 200726

Lög og REgLUR

Lífeyrissjóður bænda starfar samkvæmt lögum nr. 12/1999 um Lífeyrissjóð bænda og lögum nr. 129/1997 um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða. Nánari reglur um framkvæmd laganna eru í samþykktum sjóðsins. Lögum um sjóðinn var breytt með lögum nr. 78/2006 þar sem þau voru einfölduð, lífeyrisréttindaákvæði felld niður til þess að unnt yrði að breyta lífeyrisréttindaákvæðum í samþykktum sjóðsins til samræmis við aldurstengingu réttinda og kafli um eftirlaun til aldraðra í Lífeyrissjóði bænda gerður sjálfstæður hluti laganna. Í kjölfarið var samþykktum breytt og voru þær staðfestar af fjármálaráðu-neytinu þann 29. desember. Með lögum nr. 167/2006 var mótframlag til sjóðsins hækkað í 8%.

FjöLdI SjóðFéLAgA og IðgjALdAtEkjUR

Alls greiddu 3.186 sjóðfélagar 123,3 mkr. iðgjöld til Lífeyrissjóðs bænda vegna tekju-ársins 2006. Af virkum sjóðfélögum voru 2.891 bóndi. Heildariðgjöld sjóðfélaga voru áætluð samtals 148,3 mkr. á reiknings-árinu og mótframlög samtals 286,1 mkr. Réttindaflutningar námu nettó 2,8 mkr. Heildariðgjaldatekjur námu því 437,2 mkr., sem var um 4,8% hækkun frá fyrra ári.

IðgjöLd, IðgjALdSStoFn og InnHEIMtA

Iðgjöld sjóðfélaga nema 4% af launum. Iðgjaldsstofn bænda er reiknuð laun í land-búnaði eða greidd laun þar sem búrekstr-arformi er þannig háttað. Iðgjöldum þeirra bænda sem reikna sér laun og njóta bein-greiðslna er haldið eftir af beingreiðsl-unum mánaðarlega en iðgjöld annarra bænda eru innheimt með greiðsluseðlum. Bændur sem reikna sér ekki laun greiða iðgjöld sín beint til sjóðsins mánaðarlega. Launagreiðendur skila iðgjöldum launþega í landbúnaði, ásamt eigin mótframlagi, mánaðarlega til sjóðsins og enn fremur launagreiðendur þeirra bænda sem hafa aðra atvinnu og kjósa að greiða iðgjöld af henni til sjóðsins.

MótFRAMLAg BændA

Lög um sjóðinn kveða á um að mótframlag á móti iðgjöldum bænda skuli greitt af sjóð-félögum nema samið sé um greiðslu þess úr ríkissjóði í búvörusamningi eða með öðrum sambærilegum hætti. Ríkissjóður hefur greitt mótframlag til sjóðsins vegna sauð-fjár- og mjólkurframleiðslu. Mótframlag ríkissjóðs var nægilega hátt á árinu til þess að iðgjöld vegna annarra búgreina væru einnig bókuð til fullra réttinda hjá sjóðnum án þess að sérstakt mótframlag bærist frá bændum. Mótframlag í Lífeyrissjóð bænda var hækkað í 8% frá 1. janúar 2007 og áætlanir benda til að mótframlag ríkisins, skv. fjárlögum 2007, á móti iðgjöldum bænda dugi ekki á árinu 2007.

LÍFEYRISgREIðSLUR

Heildarlífeyrisgreiðslur námu 742,5 mkr. til 3.802 lífeyrisþega, sem var um 5,4% hækk-un greiðslna frá árinu 2005. Lífeyrisgreiðslur skiptust þannig á árinu: Lífeyrir greiddur vegna áunninna réttinda í sjóðnum nam 697,5 mkr., þar af ellilífeyrir 534,4 mkr., makalífeyrir 58,8 mkr., örorkulífeyrir 95,1 mkr. og barnalífeyrir 9,2 mkr. Lífeyrir greiddur af ríkissjóði, þ.e. lífeyrir til bænda fæddra 1914 og fyrr eða maka þeirra, nam samtals 45,1 mkr.

HREIn EIgn tIL gREIðSLU LÍFEYRIS, RAUnÁvöXtUn og StAðA

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam 20.905 mkr. í árslok 2006 og hækkaði um 14,6% frá fyrra ári. Nafnávöxtun var 16,19% og raunávöxtun 8,83%. Hrein raunávöxtun nam 8,64%. Meðaltal hreinnar raunávöxt-unar síðustu 5 ára nemur 5,98% og síðustu 10 ára 5,21%. Endurmetnar eignir voru 22,1% hærri en áfallnar skuldbindingar og 9,8% hærri en heildarskuldbindingar.

vERðBRéFAvIðSkIPtI

Verðbréfakaup sjóðsins á árinu 2006 námu alls 8,438,5 mkr. Verðbréfakaupin skiptast þannig: Skuldabréf

556,4 mkr.; hlutdeildir í innlendum verðbréfasjóðum 5.432 mkr.; hlutdeildir í erlendum verðbréfasjóðum 2.205,4 mkr. og hlutabréf 232,5 mkr. Lán til sjóðfélaga námu 12,2 mkr. Sala og innlausn verðbréfa nam alls 7.985,1 mkr. Þar af námu seld og innleyst skuldabréf 338,8 mkr., seldar hlutdeildir í innlendum verðbréfasjóðum 5.687,5 mkr., erlendum verðbréfasjóðum 1.915,5 mkr. og seld hlutabréf 43,3 mkr.

FjÁRvARSLA

Á árinu 2006 sáu þrír fjárvörsluaðilar um vörslu og ávöxtun eignasafns lífeyrissjóðs-ins. Í árslok voru um 58% af eignum sjóðs-ins hjá Glitni og nam nafnávöxtun þeirra 15,88%, 20% hjá Landsbankanum og nafnávöxtun 17,59% og hjá Kaupþingi 20% og nafnávöxtun 18,21%. Um 2% eignanna voru í vörslu lífeyrissjóðsins, aðal-lega sjóðfélagalán. Einungis þrjú ný sjóð-félagalán voru veitt.

StARFSEMI og UPPLýSIngAStARF

Hjá sjóðnum störfuðu á árinu að meðaltali 3,68 starfsmenn í fullu starfi. Sjóðurinn sendi greiðandi sjóðfélögum yfirlit yfir greidd iðgjöld til sjóðsins í apríl og sept-ember. Að lokinni undirskrift ársreiknings 2005 var birt auglýsing í Bændablaðinu um helstu niðurstöður reikningsins og trygg-ingafræðilegrar úttektar. Í Handbók bænda er á hverju ári birt ítarleg grein um sjóðinn. Lífeyrissjóður bænda er ásamt fimm aðilum í landbúnaði, þar á meðal Bændasamtökum Íslands, þátttakandi í sameiginlegri vefsíðu íslensks landbúnaðar: "www.landbunadur.is". Heimasíða lífeyrissjóðsins er "www.lsb.is". Þar má nálgast allar almennar upplýs-ingar um sjóðinn auk efnis sem sjóðurinn hefur birt í Bændablaðinu og Handbók bænda. Þar er einnig að finna öll nauð-synleg umsóknareyðublöð svo sem um lán og lífeyri svo og iðgjaldaskilagreinar og möguleiki er á rafrænum skilum til sjóðs-ins. Almennt netfang sjóðsins er "[email protected]". Skipt var um auðkenni fyrir sjóðinn í lok ársins 2006 og er það nú í samræmi við veffang sjóðsins. Ársfundur sjóðsins 2006 var haldinn í Bændahöllinni 13. júní 2006.

L SBLífeyrissjóður bænda

Yfirlit um starfsemi Lífeyrissjóðs bænda árið 2006

Page 27: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007 27

verðmæti framleiðslunnar, skipting milli búgreina.

Nautgripaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra og beingreiðslur) 47,55 10.498.039.733

Sauðfjár- og geitaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra og beingreiðslur) 22,89 4.921.459.532

Hrossaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra) 2,83 625.189.165

Svínaafurðir (þ.m.t. sala lífdýra) 5,25 1.159.821.853

Alifuglaafurðir, þó ekki egg (þ.m.t. sala líffugla) 4,51 995.340.673

Egg 2,94 650.013.444

Kartöflur 1,58 349.392.026

Gulrófur 0,21 45.286.608

Annað grænmeti og blóm 9,5 2.096.684.576

Grávara (þ.m.t. sala lífdýra) 1,34 296.426.125

æðardúnn 0,78 172.492.338

Skógarafurðir (þ.m.t. sala skógarplantna) 0,52 119.680.731

Heysala og annað 0,66 146.359.541

Samtals 22.076.186.345

Heildarverðmæti búvara árið 2005, sam-kvæmt gjaldstofni til búnaðargjalds, var 22,1 milljarður kr. Meðtaldar eru beinar greiðslur til framleiðenda. Mjólk og aðrar afurðir nautgripa, þ.m.t. kjöt, vega þyngst eða um 47,5% af heildarverðmætum. Sauðfjárafurðir nema tæplega 23% og þriðja stærsta greinin er garðyrkja með 9,5%.

Rekstrarumhverfi landbúnaðarins 2006

Uppskera heys og korns sumarið 2006Uppgjör forðagæsluskýrslna vorið 2007 sýnir að heyfengur eftir sumarið 2006 var í meðallagi miðað við næstliðin ár og svipað má segja um kornuppskeru.

Veðurfar var rysjótt, einkum á sunn-anverðu landinu, og hluta sumars gekk sums staðar illa að þurrka hey. Æ stærri hluti heyfengsins er plastpakkaður, mest í rúlluböggum, en einnig töluvert í ferbögg-um. Þannig var vothey, mest plastpakkað,

samtals 1.788.960 rúmmetrar en þurrhey 164.258 rúmmetrar sem sýnir að liðlega

90% heyfengsins eru verkuð í plöstuðum rúllu-og og ferböggum. Vitað er að tölu-verð eftirspurn er eftir þurrheyi í hefð-bundnum smáböggum fyrir hesta í þéttbýli og heyverð hækkaði á liðnum vetri. Þá má til fróðleiks geta þess að fyrirspurnir um hey bárust frá Evrópulöndum vegna lélegr-ar uppskeru, einkum vegna mikilla þurrka. Fyrningar vorið 2007 reyndust ekki miklar enda var síðastliðinn vetur býsna gjaffrekur þegar á heildina er litið, ekki síst vegna þess hve kuldi hamlaði sprettu í maí líkt og oft áður. Það er því ljóst, ekki síst í ljósi hækk-andi kornverðs, að mikill og góður hey-fengur er gulls ígildi nú sem fyrr og enn er hollur heimafenginn baggi þrátt fyrir mikl-ar tækniframfarir. Kornræktin, að mestu bygg, fer vaxandi, en sveiflast þó nokkuð til aftir árferði. Líkt og heyfengurinn var kornuppskeran í meðallagi, 11.253 tonn, sem ræktað var á samtals 3.078 hekturum. Kornhálmur var 19.042 rúmmetrar sem mörgum reynist verðmæt aukaafurð.

Fóðuröflun og kornuppskera

Fóðuröflun bænda 2002 2003 2004 2005 2006

Framleitt þurrhey, þús. m3 321 302 257 206 164

Framleitt vothey, þús. m3 1.854 1.985 1.639 1.762 1.789

Framleiðsla á korni, tonn 7.585 11.000 10.255 9.773 11.253

Framleiðsla og sala ýmissa búvara árið 2006Framleiðsla, kg 2006 Breyting síðustu

12 mán. %Hlutdeild %m.v. 12 mán.

Alifuglakjöt 6.652.824 15,3 27%

Hrossakjöt 849.791 11,5 3%

Kindakjöt * 8.646.738 -1,0 35%

Nautgripakjöt 3.196.084 -9,7 13%

Svínakjöt 5.743.745 8,4 23%

Samtals kjöt 25.089.182 4,1 100%

Mjólk 117.062.454 7,0

Sala innanlands, kg

Alifuglakjöt 6.506.645 7,9 28,0%

Hrossakjöt 723.762 39 3,1%

Kindakjöt 7.069.113 -3,6 30,4%

Nautgripakjöt 3.183.429 -10,7 13,7%

Svínakjöt 5.744.505 8,4 24,7%

Samtals kjöt 23.227.454 2,1 100,0%

* Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu.

Page 28: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 200728

Mikil aukning varð á kjötinnflutningi árið 2006 eða nær fjórfjöldun frá fyrra ári þegar litið er til nautgripa-, alifugla- og svína-kjöts. Innflutningur nam 919,9 tonnum eða þremur kg á íbúa. Neysla á innfluttu kjöti nemur nú 3,8% af heildarkjötneyslu. Í ljósi þessa og tollalækkana sést að samkeppni á kjötmarkaði fer vaxandi um þessar mundir. Tafla 1. sýnir innflutning á kjöti árin 2005 og 2006.

Alls voru flutt inn 173.146 kg af ostum árið 2006 og 47.501 kg af jógúrti. Töluvert er flutt inn til landsins af ýmsu grænmeti og sést magn og verðmæti sundurliðað í töflu 2.

Inn- og útflutningur búvara árið 2006Tafla 1. Innflutningur á kjöti í kg.

2005 2006

Nautgripakjöt 61.873 548.482

Svínakjöt 24.045

Kjúklingakjöt 37.919 200.613

Annað alifuglakjöt 15.568 8.860

Reykt, saltað svínakjöt 12.060 29.316

Unnið kjöt af alifuglum 95.880 70.274

Unnið kjöt af svínum 9.765 20.463

Unnið kjöt af nautgripum 639 6.993

Tafla 2. Innflutningur grænmetis árið 2006, magn og verðmæti

Magn kg Verðmæti kr.

Kartöflur og bökunarkartöflur 1.784.731 113.407.751

Tómatar 521.236 67.644.841

Nýtt blómkál og hnappað spergilkál 360.702 71.524.120

Nýtt hvítkál 622.806 17.271.630

Nýtt rauðkál 42.430 1.542.344

Nýtt kínakál 206.573 17.772.611

Nýtt spergilkál 204.598 36.593.669

Jöklasalat 1.138.086 166.953.569

Annað nýtt salat 347.150 206.866.969

Nýjar gulrætur og næpur 764.145 113.803.620

Nýjar gulrófur 143.946 9.367.236

Nýjar gúrkur 273.127 38.720.144

Nýir sveppir 144.208 55.706.546

Ný paprika 1.110.971 187.360.257

Tafla 3. Útflutningur ýmissa búvara árið 2006

tegund Magnstk/kg

verðmæti þús. kr.

Hross 1.303 426.764

Kindakjöt 1.149.872 352.299

Hrossakjöt 183.854 34.982

Smjör 525.562 72.281

Ostur 61.757 24.239

æðardúnn 1.820 198.113

Minkaskinn 132.987 552.380

Refaskinn 8.375 53.214

Gærur, fullsútaðar og pelsgærur 110.371

www.bbl.is

Page 29: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007 29

InngAngUR

Frá árinu 1980 hafa orðið miklar breytingar í landbúnaði og sveitum landsins. Fram að þeim tíma voru engar framleiðslutakmark-anir í landbúnaði. Verð á mörgum afurð-um til neytenda var ákvarðað samkvæmt búvörulögum og ríkið tryggði fjármagn til að niðurgreiða útflutning á mjólkurafurð-um og kindakjöti. Búmarkskerfið var tekið

upp 1980 til að draga úr framleiðslu og útgjöldum ríkisins. Framleiðslutakmarkanir fóru þó fyrst að skila umtalsverðum árangri eftir 1985 þegar tekinn var upp svokallaður fullvirðisréttur í mjólkur- og kindakjöts-framleiðslu. Enn var hert á framleiðslu-takmörkunum árið 1992 þegar útflutn-ingsbætur voru afnumdar og greiðslumark í mjólkur- og kindakjötsframleiðslu tekið upp. Við það dró stórlega úr ríkisútgjöldum

og framleiðsla á þessum afurðum dróst verulega saman. Framleiðslutakmörkunum fylgdi óhjákvæmilega fækkun búa og fram-leiðenda. Fjármagni var veitt til að greiða bændum fyrir að hætta framleiðslu á mjólk og í enn meira mæli kindakjöti. Við þetta fækkaði jafnframt lögbýlum sem nýtt voru til landbúnaðar. Á sama tíma hafa orðið miklar breytingar og uppgangur í íslensku efnahagslífi. Eftirspurn eftir landi hefur

Eignarhald á jörðum, framleiðsla og þróun hennar

Eftir daða Má Kristófersson, Ernu Bjarnadóttur og Ómar S. Jónsson,Bændasamtökum Íslands

Á Búnaðarþingi 2006 var samþykkt ályktun þess efnis

að láta kanna og greina þróun á eignarhaldi á bújörð-

um og meta áhrif hennar á búsetu og byggðaþróun.

Þessu viðfangsefni var síðan skipt í tvennt. Annars

vegar var unnin viðhorfskönnun meðal ábúenda á

lögbýlum sem Rannsóknamiðstöð Háskólans á Bifröst

annaðist. niðurstöður hennar birtust í sérstakri skýrslu

og verða ekki raktar hér frekar.

Hinn hlutinn var að greina þróun á eignarhaldi

bújarða. Sá hluti var unninn úr lögbýlaskrá landbún-

aðarráðuneytisins í samstarfi við ráðuneytið. Enn

fremur voru samkeyrð við hana gögn um framleiðslu

og búfjárhald til að greina á milli ábúðarlögbýla og

lögbýla í búfjárframleiðslu. Með þessu var hægt að

flokka lögbýli í þrjá flokka til frekari glöggvunar. Þessi

skýrsla fjallar um niðurstöður þeirrar úrvinnslu, fjölda

jarða, fjölda eigenda, skiptingu eigenda eftir hvort um

einstaklinga, lögaðila eða sveitarfélög er að ræða, sam-

þjöppun á eignarhaldi og umfang viðskipta með jarðir

eftir landshlutum.

Page 30: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

aukist jafnt og þétt og verðið þar með hækkað.

Tækniframfarir eru augljóslega annar þáttur sem knýr áfram fækkun og stækk-un búa. Þær er ekki auðvelt að mæla en þó má sjá að framleiðsla á flestum afurðum hefur staðið í stað eða aukist um árabil á meðan starfandi fólki og framleiðslueining-um í landbúnaði fækkar jafnt og þétt.

Þegar litið er aftur til ársins 1997 voru lögbýli með greiðslumark í mjólk alls 1.246 og meðalinnlegg hvers býlis tæplega 82 þús. lítrar. Árið 2006 voru býlin orðin 796 með tæplega 148 þús. lítra meðalinnlegg. Á sama hátt voru 2.405 sauðfjárbú með greiðslumark árið 1997 og heildarfram-leiðsla kindakjöts var 7.903 tonn. Árið 2006 voru býlin hins vegar 1.601 og heild-arframleiðslan komin upp í 8.647 tonn. Sífellt færri bú og hendur standa þannig undir framleiðslunni sem til viðbótar hefur heldur aukist á ný m.a. vegna aukinnar inn-anlandssölu.

LýSIng Á gAgnAgRUnnUM

Lögbýlaskrá landbúnaðarráðuneytisins inni-heldur upplýsingar um landnúmer lögbýlis, eigendur, ábúendur og hvort lögbýlið sé í ábúð, en það er skráð í eyði sé ekki skráður ábúandi á lögbýlinu með lögheimili þar. Tiltæk voru gögn úr lögbýlaskrá landbún-aðarráðuneytisins fyrir árin 2000 til 2006. Á móti hafa Bændasamtök Íslands yfir að ráða upplýsingum úr búfjárskýrslum (forð-agæsluskýrslum) og skýrslum um fram-leiðslu mjólkur og kindakjöts sem eru grein-anlegar á lögbýli og einstaklinga.

Á grundvelli landnúmera lögbýla reyndist unnt að samkeyra ofangreind gögn til að komast að því hvort landbúnaðarstarfsemi sem byggir á búfjárrækt er stunduð á við-komandi lögbýli. Lögbýli sem uppfylltu þau skilyrði að á þeim væri skráð búfjárhald, þ.m.t. alifuglar, svín og loðdýr eða fram-leiðsla mjólkur eða kindakjöts, töldust í framleiðslu, að frátöldum þeim býlum þar sem eingöngu komu fram færri en 20 hross eða færri en 500 alifuglar. Utan þessarar talningar falla lögbýli þar sem eingöngu er starfsemi í skógrækt og garðyrkju, þ.m.t. kartöflurækt, gulrófnarækt, ylrækt o.s.frv. Einnig falla utan þessarar talningar lögbýli þar sem stunduð er ferðaþjónusta eða nýting hlunninda en engin búfjárrækt. Á grundvelli ofangreindra gagna voru lögbýlin flokkuð í þrjá flokka eftir starfsemi: Lögbýli í framleiðslu, lögbýli í ábúð og öll lögbýli, þ.e. eyðibýli meðtalin.

Niðurstöður um eignarhald lögbýla eru settar fram án jarðeigna ríkisins, en ríkið ásamt undirstofnunum sínum er stærsti einstaki jarðeigandinn. Sveitarfélög eru hins vegar meðtalin í niðurstöðum en þau eiga ein eða ásamt öðrum fjölda lögbýla.

Tafla 1. Fjöldi lögbýla í ábúð allt landið.

1980 1990 1994 2000 2006

Lögbýli í ábúð 5.003 4.754 4.638 4.284 4.257

Lögbýli í eyði 1.388 1.715 1.836 2.149 2.239

Samtals 6.391 6.469 6.474 6.433 6.496

Breyting: -249 -116 -354 -27

Tafla 2. Fjöldi lögbýla í ábúð eftir landshlutum.

2001 2002 2003 2004 2005 2006 Breyting %

Höfuðborgarsvæðið 149 148 137 138 141 141 -5,37%

Suðurnes 59 53 48 46 47 47 -20,34%

Vesturland 621 621 619 617 618 620 -0,16%

Vestfirðir 271 267 264 264 264 263 -2,95%

Norðurland vestra 650 645 640 643 649 652 0,31%

Norðurland eystra 816 811 804 805 801 794 -2,70%

Austurland 498 493 489 490 488 484 -2,81%

Suðurland 1.204 1.205 1.206 1.214 1.238 1.253 4,07%

Alls 4.269 4.244 4.208 4.218 4.247 4.255

Tafla 4. Skipting lögbýla í búfjárframleiðslu eftir búgreinum.

Ár Sauðfé kýr Blandað Hross Annað Alls

2000 1.698 669 409 265 38 3.079

2001 1.599 667 337 303 44 2.950

2002 1.609 652 288 290 42 2.881

2003 1.575 623 280 271 38 2.787

2004 1.532 627 245 315 34 2.753

2005 1.507 590 238 355 35 2.725

2006 1.511 564 207 381 30 2.693

Tafla 5. Fjöldi eigenda að öllum lögbýlum.

Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Samtals

2000 8.660 248 91 8.999

2001 8.811 274 89 9.174

2002 8.943 318 83 9.344

2003 9.029 370 81 9.480

2004 9.174 419 76 9.669

2005 9.336 470 75 9.881

2006 9.484 544 67 10.085

Tafla 3. Fjöldi lögbýla í búfjárframleiðslu eftir landshlutum.

2001 2002 2003 2004 2005 2006 Breyting %

Höfuðborgarsvæðið 46 47 45 50 50 48 4,3%

Suðurnes 7 8 8 10 8 9 28,6%

Vesturland 462 436 418 402 409 406 -12,1%

Vestfirðir 208 202 196 194 190 188 -9,6%

Norðurland vestra 560 553 534 544 540 536 -4,3%

Norðurland eystra 525 503 502 492 478 472 -10,1%

Austurland 353 353 336 324 312 302 -14,4%

Suðurland 789 779 748 737 738 732 -7,2%

Alls 2.950 2.881 2.787 2.753 2.725 2.693 -8,7%

FREYR 200730

Page 31: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007 31

Sala ríkisjarða telst hins vegar með þegar umfang viðskipta með jarðir er metið.

ÁBÚð Á LögBýLUM

Milli 1980 og 1990 fækkaði lögbýlum í ábúð um 249 eða tæplega 25 á ári. Frá 1990 til 2000 fækkaði lögbýlum í ábúð hins vegar rösklega tvöfalt meira, um 470 eða nærri 47 á ári. Enginn vafi er á að skipu-lagðar aðgerðir við að draga úr framleiðslu búvara, einkum kindakjöts í upphafi tíunda áratugarins, eigi drjúgan hlut að máli. Frá 2000 til 2006 fækkaði lögbýlum í ábúð hins vegar aðeins um 27. Síðan 2003 hefur lögbýlum í ábúð þó fjölgað um 52. Rétt er að taka fram að nýskráningum í jarðaskrá fjölgaði umtalsvert á sama tíma. Frá 1995 til 2000 voru nýskráningar 53 en frá 2001 til 2006 voru þær 139. (Tafla 1).

Frá 2001 til 2006 fækkaði lögbýl-um í ábúð í öllum landshlutum nema á Suðurlandi. Á Norðurlandi vestra breytt-

ist fjöldi lögbýla í ábúð einnig lítið. Rétt er að hafa í huga fyrrnefnda fjölgun lögbýla vegna nýskráningar. (Tafla 2).

LögBýLI Í BÚFjÁRFRAMLEIðSLU EFtIR BÚgREInUM.

Til frekari glöggvunar voru lögbýli í búfjár-framleiðslu flokkuð eftir því hvaða búfé eða búgrein var ráðandi. Framleiðsla sauð-fjár- og kúabúa var umreiknuð í ærgildi þannig að eitt ærgildi mjólkur samsvarar 174 lítrum og eitt ærgildi í sauðfé jafngildir 18,2 kg (kjöts) í annaðhvort mjólkur- eða kindakjötsframleiðslu.

Til blandaðra búa teljast bú með meira en 20% af framleiðslunni (umreiknað í ærgildi) í annaðhvort kindakjöts- eða mjólkurfram-leiðslu. Hreint kúabú er þá með 80% eða meira af framleiðslunni í mjólk og tilsvar-andi fyrir sauðfjárbú. önnur bú eru flokk-uð eftir búfé. Bú með meira en 20 hross og ekkert annað búfé teljast hrossabú en

í flokknum „annað“ eru bú með svín, ali-fugla og loðdýr en hvorki sauðfé eða kýr.

Niðurstaðan var sú að árið 2000 voru 3.079 lögbýli þar sem framleiðsla búfjár-afurða, þ.m.t. hrossarækt, var stunduð. Árið 2006 voru þau 2.693 og hafði því fækkað um 386 eða 12,5%. Hrossabúum fjölgaði þó umtalsvert eða um 116, á meðan lögbýlum með aðra búfjárrækt fækkaði alls um 502. (Töflur 3-4).

FjöLdI EIgEndA Að LögBýLUM

Skoðað var hve margir, einstaklingar, lög-aðilar og sveitarfélög, væru skráðir eig-endur að lögbýli, einn eða ásamt fleirum. Árið 2006 áttu 10.085 aðilar hlut í lögbýli og hafði þeim fjölgað um 1.086 frá árinu 2000. Þar af hafði einstaklingum fjölgað úr 8.660 í 9.484 eða um 9,5%. Þeir skiptast þannig að 59,3% eru karlar en 40,7% konur. Lögaðilum hafði fjölgað úr 248 í 544 eða um 119%.

Frá og með árinu 2002 var unnt að flytja eignir inn í einkahlutafélag án þess að skattskylda skapaðist vegna söluhagn-aðar. Eitthvað er um að bændur hafi nýtt sér þetta, einkum við kynslóðaskipti. Þetta var þó ekki kannað sérstaklega en kann að skýra hluta af þeirri fjölgun sem um ræðir á fjölgun lögaðila meðal eigenda lögbýla.

Sveitarfélögum sem eiga jarðir fækkaði úr 91 í 67 á tímabili en hafa ber í huga að sveitarfélögum hefur fækkað verulega á þessu tímabili vegna sameiningar.

Einnig var eignarhald á lögbýlum í ábúð og í framleiðslu skoðað og má greina þar sömu þróun. (Töflur 5-7).

tEngSL EIgnARHALdS og ÁBÚðAR

Skoðað var hvaða breytingar hafa orðið á eignarhaldi ábúenda á lögbýlum sem þeir sitja. Nokkuð hefur dregið úr að ábúandi sé meðal eigenda, bæði að lögbýlum í fram-leiðslu og allra lögbýla í ábúð. Hluti af skýr-ingunni er að stofnuð eru einkahlutafélög um eignarhald á lögbýlum en ekki var reynt að rekja hve stór hluti þessarar breytingar ætti sér þann uppruna. (Töflur 8-9).

ER „jARðASöFnUn” RAUnvERULEg?

Eins og fyrr segir er ríkið stærsti einstaki jarðeigandi landsins. Samkvæmt Jarðaskrá voru 471 lögbýli í eigu þess árið 2006, þar af 302 í ábúð. Um 85% aðila sem eiga lögbýli, einir eða ásamt fleirum, eiga aðeins í einu lögbýli. Það hlutfall hefur haldist svipað á tímabilinu sem skoðað var. Um 11% eiga í tveimur lögbýlum og tæp 2% í þremur lögbýlum. Árið 2000 áttu 0,65% í fjórum eða fleiri lögbýlum en 0,78% árið

Tafla 7. Fjöldi eigenda að lögbýlum í framleiðslu.

Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Heildarfjöldi

2000 4.187 67 42 4.296

2001 4.105 68 44 4.217

2002 4.102 86 38 4.226

2003 3.981 104 36 4.121

2004 3.966 122 31 4.119

2005 3.965 137 28 4.130

2006 3.930 171 25 4.126

Tafla 9. Fjöldi jarða í ábúð þar sem ábúandi er meðal eigenda.

Ár Fjöldi

lögbýla í ábúð

Ábúandi meðal

eigendaHlutfall

2000 4.284 3.282 76,6%

2001 4.273 3.235 75,7%

2002 4.246 3.217 75,8%

2003 4.205 3.111 74,0%

2004 4.220 2.995 71,0%

2005 4.251 2.967 69,8%

2006 4.257 2.920 68,6%

Tafla 8. Fjöldi jarða í búfjárframleiðslu þar sem ábúandi er meðal eigenda.

Ár Fjöldi lögbýla

Þar af ábúandi meðal

eigenda

2000 3.079 2.340

2001 2.950 2.236

2002 2.881 2.191

2003 2.787 2.108

2004 2.753 2.050

2005 2.724 2.017

2006 2.693 1.977

Tafla 6. Fjöldi eigenda að lögbýlum í ábúð.

Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Samtals

2000 5.433 122 61 5.616

2001 5.541 136 61 5.738

2002 5.599 169 57 5.825

2003 5.546 196 55 5.797

2004 5.607 228 51 5.886

2005 5.678 266 50 5.994

2006 5.717 316 43 6.076

Page 32: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

2006. Rétt er að hafa í huga að þar sem einkahlutafélög eru í vaxandi mæli eigendur lögbýla kunna eignatengsl að vera að ein-hverju leyti vantalin. (Tafla 10).

Töflur 11-12 sýna þessa þróun þegar annars vegar er litið til lögbýla í ábúð og hins vegar lögbýla í framleiðslu. Þróunin þar er svipuð. Þó er nær engin breyting á fjölda eigenda að fjórum lögbýlum eða fleirum sem eru í búfjárframleiðslu.

UMFAng vIðSkIPtA MEð LögBýLI

Til að varpa ljósi á hve mörg lögbýli skipta um eigendur á ári var eftirfarandi vinnsla sett upp:

Bornar voru saman kennitölur skráðra eigenda tvö samliggjandi ár. Lögbýli töldust hafa skipt um eiganda/eigendur ef kenni-tölur skráðra eigenda seinni árið komu ekki fyrir meðal skráðra eigenda árið á undan.

Með þessu telst eftirfarandi til sölu:– Sala milli einstaklinga – hópa einstaklinga

þegar enginn nýrra eigenda er í hópi fyrri eigenda

– Sala milli hlutafélaga/lögaðila– Sala frá einstaklingum til hlutafélaga/lög-

aðila þ.m.t. stofnun ehf. um eignir þó raunverulegt eignarhald breytist ekki

– Sala frá hlutafélögum/lögaðilum til ein-staklinga

– Ný lögbýli koma fram sem jarðasala– Breytingar sem verða við sameiningu

sveitarfélaga birtast sem jarðasala þar sem eignarhald lögbýla flyst af kennitölu sveitarfélags sem sameinast öðrum, á kennitölu sameinaðs sveitarfélags

– Sala lögbýla í eigu ríkisins kemur fram sem jarðasala

Með þessu telst ekki til sölu:– Ef einstakir eigendur að jörð í dreifðri

eignaraðild selja sinn hlut– Ef eigendum að jörð fjölgar við sölu eða

vegna erfða– Ef eigendum að jörð fækkar við sölu eða

vegna erfða– Ef hlutafélag sem á jörð er selt í heilu lagi– Ef hlutir í hlutafélögum sem eiga jörð eru

seldir.

Milli 5% og 6% lögbýla töldust skipta um eigendur á ári hverju m.v. ofangreind-ar forsendur. Þetta hlutfall var þó heldur hærra árið 2006 eða 8%. Viðskipti með jarðir í framleiðslu eru ívið minni en í heild-ina allt tímabilið. (Töflur 13-15).

nIðURStöðUR:

Niðurstöður þessarar könnunar sýna að hægt hefur á fækkun jarða í ábúð. Ljósin á bæjum til sveita virðast fjarri því fækka

jafnhratt nú í byrjun 21. aldarinnar og var á milli áranna 1980 og 2000. Engar sterkar vísbendingar koma fram um jarðasöfnun þar sem ekki er hægt að greina verulega

fjölgun í hópi þeirra sem eiga margar jarðir. Á hinn bóginn fjölgar mjög jarðeigendum sem bendir til þess að deilt eignarhald verði stöðugt útbreiddara.

Tafla 12. Skipting eigenda að lögbýlum í búfjárframleiðslu eftir fjölda lögbýla sem þeir eiga.

Eigendur að 1 lögbýli

Eigendur að 2 lögbýlum

Eigendur að 3 eða fleiri lögbýlum

Samtals

2000 4.161 128 7 4.296

2001 4.093 118 6 4.217

2002 4.104 117 5 4.226

2003 3.992 123 6 4.121

2004 4.010 103 6 4.119

2005 4.012 112 6 4.130

2006 4.023 94 9 4.126

Tafla 10. Skipting eigenda að lögbýlum eftir fjölda jarða sem þeir eiga í.

Eigendur að 1 lögbýli

Eigendur að 2 lögbýlum

Eigendur að 3 lögbýlum

Eigendur að 4 eða fleiri lögbýlum

Samtals

2000 7.768 1.010 162 59 8.999

2001 7.916 1.022 176 60 9.174

2002 8.049 1.055 166 73 9.343

2003 8.166 1.061 178 75 9.480

2004 8.306 1.102 185 76 9.669

2005 8.481 1.119 211 70 9.881

2006 8.647 1.168 201 79 10.095

Tafla 11. Skipting eigenda að lögbýlum í ábúð eftir fjölda lögbýla sem þeir eiga.

Eigendur að 1 lögbýli

Eigendur að 2 lögbýlum

Eigendur að 3 lögbýlum

Eigendur að 4 eða fleiri lögbýlum

Samtals

2000 5.305 287 21 13 5.626

2001 5.413 292 22 11 5.738

2002 5.488 303 25 9 5.825

2003 5.444 311 32 10 5.797

2004 5.536 307 32 11 5.886

2005 5.633 319 31 11 5.994

2006 5.700 333 28 15 6.076

FREYR 200732

Page 33: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 2007 33

Jarðir hafa hækkað í verði þó grein-ing á því liggi utan þessarar samantektar. Óumdeilt er þó að það hefur auðveldað aðgang dreifbýlisins að lánsfé sem aftur eykur möguleika til atvinnuuppbyggingar. Áðurnefnd niðurstaða um þróun á fjölda jarða í ábúð gefur til kynna að önnur tækifæri til atvinnu og tekjusköpunar hafi komið til og þar með hafi fleiri lögbýli hald-ist byggð en ella. • Fjölbreytni í atvinnu í sveitum hefur auk-

ist. Þar má nefna vaxandi ferðaþjónustu, margvíslega starfsemi tengda íslenska hestinum og skógrækt sem miklum fjár-munum hefur verið varið til.

• Bættar samgöngur og fjarskipti gera mögulegt að búa á lögbýli og stunda atvinnu utan þess.

• Lífsstíll að búa í sveit/eiga jörð. Eftirspurn og þróun verðlags á landi

hefur eflaust einnig breyst með auknu verðmæti hlunninda í jörðu eins og vatns- og jarðhita og námuréttindum. Umræða um verndun náttúru og nýtingu lands kann einnig að hafa áhrif, þ.m.t. kolefn-isbinding.

Þá er land lögbýla í vaxandi mæli skipu-lagt undir aðra starfsemi, einkum frí-stundabyggð. Sú spurning hefur vaknað hvort þörf sé á að gera einhverjar ráðstaf-anir til að tryggja að ekki verði gengið á besta landbúnaðarlandið og það skipulagt og tekið undir önnur not. Þessar áhyggjur eru ekki séríslenskar. Nefna má að norsku bændasamtökin hafa óskað eftir því við norsk stjórnvöld að skipuð verði nefnd sem fjalli um vernd landbúnaðarlands. Á móti kemur eignarrétturinn. Ef takmarka á möguleika landeigenda til að selja eða skipuleggja land sitt til þeirra nota sem gefur þeim mest í aðra hönd verður það væntanlega að vera vel rökstutt.

Sífellt fleiri sækjast eftir að eiga land eins og sést af fjölgun eigenda að lögbýl-um. Ótaldar eru þá breytingar sem orðið hafa við að landspildum er skipt út úr lögbýlum til margvíslegra nota, þ.á m. frí-stundanota.

LokAoRð og ÞAkkIR:

Jóhanna Lind Elíasdóttir, deildarstjóri í land-búnaðarráðuneytinu, sá um miðlun gagna úr lögbýlaskrá og gaf margar góðar ábend-ingar við texta þessar skýrslu. Þökkum við henni gott samstarf.

Enn er ýmsum spurningum ósvarað um þróun á eignarhaldi jarða. Sú mikla fjölgun sem hefur t.d. orðið á lögaðilum sem eiga í lögbýlum gæti verið áhugverð til frek-ari skoðunar. Kaup fjárfesta á lögbýlum og landi er alltént mikið til umræðu víða í þjóðfélaginu enda er land, ekki síst land-búnaðarland, mikilvæg auðlind sem sífellt er gengið á í heiminum.

Tafla 14. Viðskipti með jarðir í ábúð, hlutfall af heild.

2001 2002 2003 2004 2005 2006

Höfuðborgarsvæðið 7% 4% 9% 7% 10% 13%

Suðurnes 8% 2% 6% 20% 6% 9%

Vesturland 4% 4% 5% 6% 6% 7%

Vestfirðir 4% 4% 5% 6% 3% 7%

Norðurland vestra 3% 3% 4% 5% 5% 7%

Norðurland eystra 4% 5% 4% 5% 5% 6%

Austurland 5% 4% 7% 4% 6% 11%

Suðurland 6% 7% 8% 6% 6% 11%

Alls 5% 5% 6% 5% 6% 9%

Tafla 13. Viðskipti með allar jarðir, hlutfall af heild.

2001 2002 2003 2004 2005 2006

Höfuðborgarsvæðið 10% 3% 9% 5% 9% 12%

Suðurnes 5% 2% 6% 19% 2% 7%

Vesturland 5% 4% 5% 6% 6% 8%

Vestfirðir 5% 5% 5% 6% 4% 5%

Norðurland vestra 4% 4% 4% 5% 5% 7%

Norðurland eystra 4% 5% 4% 5% 4% 5%

Austurland 5% 5% 7% 5% 5% 11%

Suðurland 6% 7% 7% 5% 6% 11%

Alls 5% 5% 6% 6% 5% 8%

Tafla 15. Viðskipti með jarðir í búfjárframleiðslu, hlutfall af heild.

2001 2002 2003 2004 2005 2006

Höfuðborgarsvæðið 2% 2% 4% 2% 4% 4%

Suðurnes 0% 13% 13% 40% 0% 11%

Vesturland 3% 3% 5% 3% 6% 5%

Vestfirðir 4% 4% 3% 4% 3% 5%

Norðurland vestra 3% 5% 4% 3% 5% 5%

Norðurland eystra 4% 5% 5% 4% 4% 5%

Austurland 5% 4% 5% 3% 4% 10%

Suðurland 4% 6% 5% 5% 4% 10%

Alls 4% 5% 5% 4% 4% 7%

Árleg viðskipti með lögbýli, hlutfall af heildÁrleg viðskipti með lögbýli, hlutfall af heild

0%1%2%3%4%5%6%7%8%9%

10%

2001 2002 2003 2004 2005 2006

Öll lögbýliLögbýli í ábúðLögbýli í framleiðslu

Árleg viðskipti með lögbýli, hlutfall af heild

0%1%2%3%4%5%6%7%8%9%

10%

2001 2002 2003 2004 2005 2006

Öll lögbýliLögbýli í ábúðLögbýli í framleiðslu

Page 34: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum

FREYR 200734

Bændasamtök Íslands hafa látið framleiða veggmyndir af íslensku búfé. Hægt er að fá veggmyndir af sauðfé og nautgripum en nú líka hrossum

þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Veggmyndirnar eru 88 cm x 61 cm á stærð og með plastáferð til verndunar.

Verð veggmyndar er 1.000 kr. auk sendingarkostnaðar.

Hringdu í síma 563-0300 eða sendu tölvubréf á netfangið [email protected] til þess að panta veggmynd. Hægt er að greiða með greiðslukorti

(símgreiðsla) eða með greiðsluseðli.

Veggmyndir af íslensku búfé!

PRENTSMIÐJAN ODDI HF.

Íslenskt sauðféThe Iceland Breed of Sheep

Íslenskt sauðfé

Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli

Hvít, hyrnd ær

White, horned ewe

Gul, hyrnd ær

White, horned ewe, with tan fibres

Hvítur, hyrndur hrútur

White, horned ram

Gul, kollótt ær með svartan blett

White, polled ewe, with tan fibresand a black spot

Hvítur, hyrndur hrútur meðsvartan kjamma

White, horned ram, witha black cheek

Svört, kollótt ær

Black, polled ewe

Dökkgrá, kollótt ær

Dark-grey, polled ewe

Hvítur, kollóttur hrútur

White, polled ram

Grá, hyrnd ær

Grey, horned ewe

Arfhrein grá, kollótt ær

Homozygous grey, polled ewe

Mórauð, kollótt lambgimbur

Brown, polled ewe lamb

Mórauð, hyrnd ær

Brown, horned ewe

Grámórauður, hyrndur lambhrútur

Grey-brown, horned ram lamb

Svartbotnótt, hyrnd ær

Black mouflon, horned ewe

Grábotnótt, hyrnd ær

Grey mouflon, horned ewe

Móbotnótt, kollótt ær

Brown mouflon, polled ewe

Svartgolsóttur, hyrndur lambhrúturmeð dökkt í svanga

Black badgerface, horned ramlamb, with a dark flank spot

Grágolsótt, hyrnd lambgimbur

Grey badgerface, horned ewe lamb

Mógolsótt, hyrnd ær

Brown badgerface, horned ewe

Svartbaugótt, hyrnd ær

Black piebald, horned ewe, withdark eyerings only

Svartkrögubíldótt, kollótt ær

Black piebald, polled ewe, withdark cheeks and a collar

Svarthöttótt, hyrnd ær

Black piebald, horned ewe,with a hood

Svarthálsótt, leggjótt, hyrnd ær

Black piebald, horned ewe,with dark outer socks

Svartflekkótt, kollótt ær

Black piebald, polled ewe,with patches

Gráflekkótt, hyrnd ær

Grey piebald, horned ewe,with patches

Móhöttótt, kollótt lambgimbur

Brown piebald, polled ewe lamb,with a hood

Móarnhöfðóttur, botnóttur, hyrndurlambhrútur

Brown piebald-mouflon, hornedram lamb, with an eagle head

Svartbotnóttur, blesóttur, leistóttur,hyrndur forystusauður

Black mouflon-piebald, hornedleader wether, with a blaze and socks

Golbíldótt, hyrnd gimbur

Black badgerface-piebald,horned ewe lamb

Mókrúnóttur, leistóttur,ferukollóttur hrútur

Brown piebald polled ram, with ahead spot and socks, the high crownshowing the presence of the gene

for fourhornedness

Svört, ferhyrnd ær

Black fourhorned ewe

Svartflekkóttur, ferhyrndurlambhrútur

Black piebald, fourhorned ramlamb, with patches

Móarnhosótt, hyrnd forystuær með svart- ogmóarnhosóttar lambgimbrar.

Brown piebald, horned leader ewe with black and brownpiebald ewe lambs, all with white collars and stockings.

Svartblesótt, hyrnd forystuær meðkraga og leista

Black piebald, horned leader ewe,with a blaze, a collar and socks

Svartleistóttur, hyrndurforystuhrútur með krúnu og

lauf á snoppu

Black piebald, horned leader ram,with socks, head and nose spots

B Æ N D A S A M T Ö KÍ S L A N D S

Íslensk hrossThe Iceland Breed of Horses

Rauðglófext hross gengur slóð í vetrarsnjónum.Chestnut horse with fl axen (light) mane and tail on a snow-track in winter.

Fux med ljus man och svans på en snötäckt väg i vintertid.Ein Fuchs mit hellem Langhaar läuft auf einem Schneepfad im Winter.

Dökkjörplitförótt stóðhryssa með brúnu folaldi að hausti.Dark bay-roan stud-mare with a black foal in autumn.

Mörkbrunt konstantskimmelsto med ett svart föl på höstenEine dunkelbraune Farbwechslerin mit einem Rappfohlen im Herbst.

Rauðglófext tryppi og rauðjarpt hross heilsast.Fuxfärgad unghäst med ljus man och svans hälsar på en rödbrun häst. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit hellem Langhaar und ein

rotbraunes Pferd begrüßen sich.

Jörp stóðhryssa að sumri. Bay stud-mare in summer.

Brunt avelssto på sommarenEine braune Stute im Sommer.

Rauðglófext hross að vetri.Chestnut horse with a fl axen (light) mane in winter

Fux med ljus man och svans på vintern.Ein fuchsfarbenes Pferd mit hellem Langhaar im Winter.

Rautt hross á vetrarbeit.Chestnut horse grazing in winter.

Fuxfärgad häst på vinterbete.Ein Fuchs auf der Winterweide.

Brúnt hross drekkur úr læk á hásumri. Black horse drinking from a brook in mid-summer.Svart häst dricker från en bäck vid midsommartid.

Ein Rappe aus einem Bach trinkend im Hochsommer.

Rauðtvístjörnótt hross með svartan blett í andliti að sumarlagi.Chestnut horse with star, snip and a black face patch in summer.

Fux med stärn och snopp och en svart fl äck på huvudet i sommartid.Ein Fuchs mit Stern und Schnippe und einem schwarzen Fleck

auf dem Kopf im Sommer.

Brúnskjótt hross á sumarbeit.Piebald horse on summer pasture.Svartskäck häst på sommarbete.

Ein Rappschecke auf der Sommerweide.

Grátt hross fullorðið.Grey adult horse.Äldre skimmel.

Ein erwachsener Schimmel.

Rauðblesótt glófext tryppi að sumarlagi.Chestnut colt with blaze and fl axen (light) mane in summer.

Fuxfärgad unghäst med bläs och ljus man och svans i sommartid.Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit Blesse

und hellem Langhaar im Sommer.

Steingrá stóðhryssa með mósótt folald á sumarbeit.Dappled grey stud-mare with a blue-dun foal on summer pasture.Mörkt skimmelfärgat avelssto med musblackt föl på sommarbete.

Eine Grauchimmelstute mit mausfalbenem Fohlen auf der Sommerweide.

Jarpt tryppi veturgamalt að vetrarlagi.Bay yearling in winter.Brun åring i vintertid.

Ein brauner Jährling im Winter.

Rauðtvístjörnótt folald snemmsumars.Chestnut foal with star and snip in early summer.

Fuxföl med stärn och snopp på försommaren.Ein fuchsfarbenes Fohlen mit Stern und Schnippe im Frühsommer.

Brúnskjótt höttótt folald að sumarlagi.Piebald foal with a hood in summer.Svartskäckfärgat föl på sommaren.

Ein Rappscheckfohlen mit dunklem Kopf im Sommer.

Móvindótt stóðhryssa með brúnu folaldi snemmsumars.Silver dapple stud-mare with a black foal in early summer.

Silversvart avelssto med svart föl på försommaren.Rappwindfarbene Stute mit einem Rappfohlen im Frühsommer.

Stóðhross í rétt að hausti.Stud-horses sorted at a round-up in autumn.

Avelshästar i fålla på hösten.Pferde im Sammelpferch im Herbst.

Rauðskjótt hross á sumarbeit.Red skewbald horse on summer pasture.

Rödskäck på sommarbete.Ein Fuchsschecke auf der Sommerweide.

Fífi lbleik stóðhryssa með fífi lbleiku folaldi að sumri.Red-dun stud-mare with a red-dun foal in summer.

Rödblackfärgat avelssto med rödblackt föl på sommaren.Eine fuchsfalbene Stute mit fuchsfalbenem Fohlen im Sommer.

Bleikálótt folald með bleikálóttri móður sinni að sumri.Yellow-dun foal with its yellow-dun mother in summer, both with dorsal stripes.

Brunblackt föl med sin brunblacka mamma på sommaren.Ein braunfalbenes Fohlen mit seiner braunfalbenen Mutter im Sommer.

Rauð stóðhryssa með rauðu folaldi á miðsumri.Chestnut stud-mare with a chestnut foal in mid-summer.

Fuxfärgat avelssto med sitt fuxfärgade föl vid midsommartid.Eine Fuchsstute mit einem fuchsfarbenem Fohlen im Hochsommer.

Jarpvindóttur stóðhestur síðla sumars.Silver-dapple bay stallion in late summer.

Silverbrun hingst på sensommaren.Ein braunwindfarbener Hengst im Spätsommer.

Rauð stóðhryssa með leirljósu folaldi í sumarhögum.Chestnut stud-mare with a palomino foal on summer pasture.

Fuxfärgat avelssto med isabellföl på sommarbete.Eine Fuchsstute mit einem isabellfarbenem Fohlen

auf der Sommerweide.

Moldóttur stóðhestur, brún stóðhryssa í hestalátum og moldótt folald að vori.Buckskin stallion, a black stud-mare in heat and a buckskin foal in spring.

Gulbrun hingst, ett svart avelssto i brunst och ett gulbrunt föl på vårenEin erdfarbener Hengst, eine rossige Rappstute und

ein erdfarbenes Fohlen im Frühjahr.

B Æ N D A S A M T Ö KÍ S L A N D S

T H E F A R M E R S A S S O C I A T O N O F I C E L A N D

Ljósmyndir: Jón Eiríksson og Friðþjófur Þorkelsson.

Textar: Guðlaugur Antonsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Rebecka Frey og Kristín Halldórsdóttir.

Stuðningsaðilar: Nordisk Genbank Husdyr og Erfðanefnd landbúnaðarins.

Prentvinnsla: Oddi

www.bondi.is

LjósrauðLight redLyserødHellrot

RauðRedRødtRot

Rauðskjöldótt, ljósRed pied, lightLyserød flekketHelles rotbunt

SvörtBlackSvartSchwarz

SvartskjöldóttBlack piedSvart flekketSchwarzbunt

RauðhjálmóttRed with white faceRød, hvitt ansiktRotvieh mit weißem Kopf

RauðkrossóttRed with white face markingsRød, hvitt ansiktRotvieh mit weißgeschekten Kopf

SvarthuppóttBlack, with inguinal regionSvart, lyskeflekkSchwarz mit weißem Milchspiegel,Euter und Undterbauch

Svartskjöldótt, mikið hvítBlack pied, extensive whiteSvartbotet, mye hvittSchwarzbunt mit viel Wheiß

BleikDunnRødskjærRotbunt

BrandskjöldóttBrindle piedBrandet, botetBraunweiß gescheckt – gestreift

GráGreyLys gråskimletGrau

RauðbröndóttRed brindleRødbrandetRot gestreift

BröndóttBrindleBrandetBraunschwarz gestreift

HvítWhiteHvittWeiß

RauðgrönóttWhite, red ears and muzzleHvit, rød mule og ørerWeiß, mit roten Ohren undrotem Flotzmaul

Sægrábröndótt, hálfhryggjóttDun, brindle, white posteriorGrå brandetGraubrun gestreift, mit weißerRükenstreifen und Unterbauch

Kolgrá, huppóttBrown grey, white inguinal regionGråbrun, hvit lyskeflekkDunkelbraun grau mit weißemMilchspiegel, Euter und Unterbauch

Kolótt, ljósBrown, lightBrun, lysHellbraun

Kolótt, dökkBrown, darkBrun, mørkDunkelbraun

Svartsíðótt, arfhrein hryggjóttBlack sided, homozygousSvartsidetWeiß mit schwarz gesprenkeltenSeiten und weißem Rückenstreifen

SægráDunGråGraubraun

Sægrá, hryggjóttDun, white dorsal lineGrå, hvit rygglinjeGraunbraun mit weißer Rükenlinie

Kolhjálmótt, leistóttBrown, white face, socksBrun, hvitt ansiktBraun mit weißem Kopf, Unterbauchund weißem Fußgelenken

Grá, steingráGrey, blue roanGråskimlet, mørkGrau, blaugrau gesprenkelt

Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli

PRENTSMIÐJAN ODDI HF.

The Iceland Breed of CattleÍslenskir kúalitirÍslenskir kúalitir

B Æ N D A S A M T Ö KÍ S L A N D S

Page 35: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum
Page 36: 1. TBL. 2007 103. ÁRG.landbunadur.rala.is/.../$file/Freyr_1_tbl_2007_LR.pdf10 Landbúnaðar- verðLaunin 2007 21 ÁLyktanir búnaðarþings 2007 29 eignarhaLd MEÐAL EFNIS: Á bújörðum