vistferilsgreining á rafmagni og heitu vatni frá ... · exergía verðmæti rafmagn (g...

12
Vistferilsgreining á rafmagni og heitu vatni frá Hellisheiðarvirkjun Haustfundur Jarðhitafélags Íslands 13. október 2016 Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orka náttúrunnar

Upload: trannga

Post on 01-Nov-2018

232 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Vistferilsgreining á rafmagni

og heitu vatni frá

Hellisheiðarvirkjun

Haustfundur Jarðhitafélags Íslands 13. október 2016

Marta Rós Karlsdóttir, forstöðumaður auðlinda, Orka náttúrunnar

Hvað er vistferilsgreining?

» Vistferilsgreining (e. life cycle assessment, LCA)

» Heildræn aðferðafræði til að meta margvísleg umhverfisáhrif vöru,

framleiðsluferla eða þjónustu

» Greining áhrifa „frá vöggu til grafar“

» Niðurstöður greininga nýtast m.a. til endurbóta á framleiðsluferlum, útreiknings á

kolefnisspori, orkugreininga, samanburðar við sambærilega

vöru/þjónustu/framleiðsluferli o.fl.

» Af hverju vistferilsgreining á framleiðsluferli Hellisheiðarvirkjunar?

» Mjög fáar vísindarannsóknir birst um vistferilsgreiningu á háhitavirkjunum

» Enginn ítarlegur gagnagrunnur (e. life cycle inventory, LCI) til staðar til að

framkvæma vistferilsgreiningu fyrir háhitavirkjanir

» Skipting umhverfisáhrifa milli raforku- og varmaframleiðslu áhugaverð

Helstu markmið rannsóknar

» Evróputilskipun um orkunýtingu bygginga (Directive 2010/31/EU) og

Evrópustaðall um sama efni (EN15603)

» Frumorkustuðull fyrir notkun endurnýjanlegra og óendurnýjanlegra orkulinda

[kWh frumorka/kWh framleidd orka]

» Kolefnisfótspor [g CO2-eq/kWh framleidd orka]

» Önnur umhverfisáhrif orkuframleiðslu

» Hver er frumorkustuðull og kolefnisfótspor fyrir rafmagn og hitaveituvatn

framleitt með jarðvarmanýtingu á Íslandi?

» 90% heimila eru hituð með jarðhita

» 30% af rafmagni framleitt með jarðhita

» Hellisheiðarvirkjun stærsta jarðvarmavirkjun á Íslandi

Hellisheiðarvirkjun – Samkeyrsla rafmagns og varma

Electricity

WS

GW

HPS

HPMHPTG

LPS

LPMLPTG

DHTCWT

CW

DA

HPC

LPC

DHHX

FV

RW

WE

CWP

Heat

CT

CT

Electricity

HWP

Ferlarit fyrir vistferilsgreiningu á rafmagns-og varmaframleiðslu í Hellisheiðarvirkjun

Framleiðsluferli Hellisheiðarvirkjunar

Mögulegar skiptileiðir umhverfisáhrifa

» Skipting umhverfisáhrifa frá framleiðsluferlum sem framleiða fleiri en eina

vöru mikið skoðað vandamál – samvinnsla varma og raforku þar áberandi

» Mögulegar skiptileiðir fyrir jarðhitavirkjanir sem framleiða varma og raforku:

» Skipting skv. orkuflutningi/nýtingu frá jarðhitavökva í hvora framleiðsluvöru fyrir

sig (Efficiency method/Efficiency allocation)

» Skipting skv. nýtanlegu orkuinnihaldi vöru (kWh af raforku, kWh nýtanlegur

varmi) (Energy content method/Energy allocation)

» Skipting skv. exergíuinnihaldi framleiðsluvöru (Work potential method/Exergy

allocation)

» Skipting skv. verðmæti framleiðsluvöru (Economic allocation)

» 100% áhrifa skrifast á raforku (varmi er aukaafurð orkuferlis)

» 100% áhrifa skrifast á varma (rafmagn er aukaafurð orkuferlis)

» Power/heat bonus method – áhrif hefðbundinna framleiðsluaðferða

rafmagns/hita dregin frá áhrifum einstaka orkuferlis (getur leitt til neikvæðra (-)

áhrifa)

» Skiptireglur Orkustofnunar vegna kostnaðarhlutheildar varmaframleiðslu í

jarðhitavirkjunum

Niðurbrot á umhverfisáhrifum raforkuframleiðslu – 100%

áhrifa frá sameiginlegum ferlum skrifast á rafmagn

0% 20% 40% 60% 80% 100%

ADP

AP

EP

GWP100

ODP

HTP

FAETP

MAETP

TETP

POCP

CEDNR

CEDR

CEDtotal

Jarðhitavökvi

Gufuöflun og niðurdæling

Viðbótarboranir

Mannvirki

Vélbúnaður

Flutningur

Rekstur

Viðhald

Óendurnýjanleg frumorka: 0,01 kWh/kWh raforka

Kolefnisspor: 21,2 g CO2 eq/kWh raforka

86%

6%

3%

3%

Kolefnisspor

HellisheiðarvirkjunarHvernig skiptum við losun gróðurhúsalofttegunda vegna

sameiginlegra ferla rafmagns- og varmaframleiðslu?

Kolefnisspor rafmagns eftir uppruna

820

490

230

48

38

24

12

12

0 100 200 300 400 500 600 700 800 900 1000

Kol

Gas

Lífmassi

Sólarorka

Jarðvarmi

Vatnsafl

Vindafl

Kjarnorka

g CO2 ígildi á kílówattstund

Heimild:

International panel on climate change (IPCC) 2014

(milliríkjanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar)

0

5

10

15

20

25

g C

O2 e

q

Kolefnisspor

1 kWh raforka 1 kWh varmi

Kolefnisspor rafmagns og varma frá Hellisheiðarvirkjun

eftir skiptileiðum

GHG protocol leiðbeiningarmæla með

Aðferðafræðin á Íslandi í dag

…Fleiri aðferðirgjaldgengar

Kolefnisfótspor rafmagns og varma frá

Hellisheiðarvirkjun – mismunandi skiptileiðir

Skiptileið: 100% rafmagn

Orku-flutningur

Orku-innihald

Exergía Verðmæti

Rafmagn(g CO2-eq/kWh)

21,2 18,4 15,6 19,6 18,3

Varmi(nýtanlegur, g CO2-eq/kWh)

0,7 8,2 15,5 5,1 8,4

Hvernig skiptum við losun gróðurhúsalofttegunda vegna

sameiginlegra ferla rafmagns- og varmaframleiðslu?

» Samvinnsla raforku og varma er algeng í jarðhitavirkjunum á háhitasvæðum

á Íslandi

» jarðhitavinnslu frá háhita fylgir losun jarðhitalofftegunda, þ.á.m

gróðurhúsalofttegunda

» Spurningin er: hvaða skiptileið á að fara til að gefa út kolefnisspor raforku og

varma í slíkum virkjunum?

» Parísarsamkomulagið sett fókus á kolefnisspor

» ON, Landsvirkjun og HS orka hafa öll skrifað undir loftslagsyfirlýsingu Festu og

Reykjavíkurborgar

» Hvernig sjá orkufyrirtækin fyrir sér að upplýsa viðskiptavini sína um

kolefnisspor raforku og varma frá jarðhitavirkjunum á Íslandi?

» Nýta vistferilsgreiningu og staðlaða aðferðafræði við útreikninga?

» Styðjast eingöngu við beina losun jarðhitalofttegunda?

» Styðjast við UST sem gefur út stuðul fyrir raforkuframleiðslu Íslands árlega – nú

11,8 g CO2 eq/kWh. Engin losun gefin upp fyrir hefðbundna varmaframleiðslu.