viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa...

7

Upload: others

Post on 26-Jan-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu
Page 2: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

Viðh

alds

- og

sérfr

æði

þjón

usta Við leggjum mikla áherslu á þjónustu og ráðgjöf til

viðskiptavina okkar, bæði hvað varðar val á búnaði og rekstur hans. Við vitum að oftast er um að ræða stórar og miklar fjárfestingar og mikið í húfi að ekki komi til tafa og ef bilun verður að hún uppgötvist strax og brugðist sé við henni. Einnig leggjum við mikla áherslu á öryggismál og orkusparandi aðgerðir. Með góðum búnaði aukast afköst viðskiptavina okkar sem treystir rekstur hans til lengri tíma litið.

Við höfum fagmennskuna að leiðarljósi og eru þeir starfsmenn sem sinna þjónustunni sérmenntaðir í kælitækni og meðferð kælikerfa. Við leggjum mikið upp úr vandaðri þarfagreiningu við hönnun og uppsetningu nýrra kælikerfa.

Vakt

þjón

usta Kælismiðjan Frost hefur um árabil boðið

viðskiptavinum sínum vaktþjónustu þar sem fylgst er með tækjum og búnaði allan sólarhringinn. Þjónustan felst í því að kælar eða frystibúnaður viðskiptavinarins er tengdur við tölvukerfi Frosts. Tölvukerfið fylgist með og skráir allar helstu rekstrarupplýsingar tækjanna eða búnaðarins. Fari hitastig eða önnur gildi út fyrir eðlileg mörk eru send boð um það til þjónustumanns Frosts sem annaðhvort leysir málið í gegnum tölvuna eða fer á staðinn, allt eftir því hvers eðlis bilunin er.

Frost er með tvo menn á vakt, 24 tíma á sólarhring 365 daga á ári, einn í Reykjavík og annan á Akureyri. Þessi þjónusta hentar jafnt stórum verslunum, þar sem allir kælar og frystar verslunarinnar eru tengdir við kerfið, sem og smærri aðilum með jafnvel einn frysti- eða kæliklefa. Í dag eru tugir, bæði stærri og smærri verslana, auk annarra fyrirtækja, tengdir vaktkerfi Frosts og hefur kerfið margsannað ágæti sitt með því að koma í veg fyrir tjón þegar bilanir hafa orðið.

Alltaf er hægt að hringja í vaktmenn, allan sólarhringinn, árið um kring ef bilanna verður vart.

Allt frá árinu 1993 hefur Kælismiðjan Frost verið í fararbroddi í uppbyggingu og þjónustu á kælikerfum fyrir helstu útgerðar- og matvælavinnslufyrirtæki á Íslandi. Nú er svo komið að Kælismiðjan Frost er stærsta fyrirtæki sinnar tegundar á landinu, þjónustar allt landið og er með þjónustudeildir á tveimur stöðum, á Akureyri og í Reykjavík.

Kælismiðjan Frost hefur hannað, sett upp og þjónustað kælikerfi fyrir flest stærri frystihús landsins, allar helstu frystigeymslur, ísverksmiðjur, rækjuverksmiðjur, kjöt- og mjólkurvinnslur sem og kælikerfi um borð í fjölda fiskiskipa. Við höfum á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu á stöðuga endurmenntun og að starfsmenn hafi faglegan áhuga á því sem er að gerast á okkar sviði. Það er ekki síst þess vegna sem fyrirtækið hefur náð þessum góða árangri á kælimarkaðnum.Kæ

lism

iðja

n Fr

ost

Page 3: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

Heild

arla

usni

r og

verk

taka

Við höfum á undanförnum árum tekist á við fjölda stórra verkefna, bæði innanlands og erlendis. Um er að ræða fjölbreytt verkefni svo sem fyrir mjólkuriðnað, sláturhús, kjötvinnslur, stórverslanir, bolfiskvinnslur, skip og uppsjávarvinnslur með allt að 500 tonna frystigetu á sólarhring.

Í þessum verkefnum hefur Frost séð um alla verkþætti frá hönnun til gangsetningar.

Í krafti stærðar sinnar og fjölda reyndra starfsmanna hefur Frost slagkraft til að takast á við stór verkefni og skila þeim á skömmum tíma.

Eina

ngru

n Kælismiðjan Frost ehf. hefur yfir að ráða færan-legri frauðdælu sem hentar til einangrunar á rörum eða í lokuð rými eða á opna fleti, þar sem notað er polyurethan eða sambærileg efni. Frost hefur í fjölda ára einangrað allar frysti- og kælilagnir sem fyrirtækið hefur sett upp. Lagnirnar eru klæddar með álkápu og síðan er einangrun sprautað í holrúm milli röra og kápu. Með þessum frágangi tryggjum við hagkvæman rekstur kælikerfisins og hámarks líftíma lagna, auk þess sem hægt er að uppfylla ítrustu kröfur um hreinlæti í matvælavinnslu.

Fyrir utan einangrun kæli- og frystilagna hentar dælan til einangrunar á öllum þeim stöðum þar sem aðstæður gera það að verkum að hentugt er að nota fljótandi einangrun, svo sem í kápuklædd kæli- og frystirör, hitaveitulagnir, lestar, þil og tanka skipa, loftræstistokka, rör lögð í jörðu og til sprautunar einangrunar í loft eða á aðra fleti.

Svei

gjum

ælin

gar

og

afré

tting

ar Kælismiðjan Frost býður viðskiptavinum sínum einnig upp á sveigjumælingar og afréttingu á vélbúnaði. Til mælinganna er notaður fullkominn búnaður frá þýska fyrirtækinu db Pruftechnik. Búnaðurinn samanstendur af lasermæli, handstöð til söfnunar upplýsinga og öflugum greiningarhugbúnaði sem sýnir á grafískan hátt hvað gera þarf. Búnaðurinn er bæði einfaldur og þægilegur í notkun og skilar skjótum og öruggum niðurstöðum.

Flestir vélaframleiðendur mæla með því að tengi milli mótors og pressu sé sveigjumælt árlega. Sé það gert lengir það líftíma á legum, pakkdósum og tengjum verulega og lækkar þannig rekstrarkostnað. Þannig má einnig komast hjá óvæntum bilunum.

Page 4: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

FrystigeymslurKælismiðjan Frost ehf. hefur áralanga reynslu í hönnun og uppsetningu kælikerfa fyrir stærri frystigeymslur og hefur komið að smíði fjölda stærri frystigeymslna sem byggðar hafa verið á undanförnum árum, bæði hér á landi sem og erlendis.

Auk vélbúnaðar fyrir frystigeymslur getur Frost útvegað heildarlausn, það er tilbúna byggingu með öllum nauðsynlegum búnaði.

EiningaklefarTilbúnir klefar henta vel til geymslu matvæla og á viðkvæmum vörum í veitingahúsum, apótekum, tilraunastofum, sjúkrahúsum, sláturhúsum, bakaríum eða í heimahúsum.

Þessi lausn hentar vel alls staðar þar sem geyma á tiltölulega lítið magn við stöðugt hitastig. Klefarnir koma í staðlaðri hæð 2.100 mm að utanmáli, en grunnflöturinn er sniðinn að þörfum kaupanda hverju sinni.

Klefarnir eru gerðir úr samlokueiningum og hannaðir þannig að uppsetning er fljótleg og einföld. Ekki þarf nein sérverkfæri til að setja klefana saman. Ef flytja þarf klefann eða stækka hann er auðvelt að taka hann niður.

VeggeiningarKælismiðjan Frost hefur á undanförnum árum afhent veggeiningar fyrir frystiklefa sem og milli- og útveggi í matvælavinnslur og iðnaðarhúsnæði.

Ytra byrði einingarinnar er stál með polyurethan kvoðu á milli eða steinull. Hægt er að fá Polyurethan einingarnar í þremur mismunandi brunastöðlum. Með einingunum er afhentur allur nauðsynlegur búnaður til uppsetningar og frágangs.

HurðirKælismiðjan Frost afhendir, setur upp og þjónustar ýmsar gerðir hurða fyrir matvælavinnslur og iðnaðarhúsnæði svo sem hraðopnandi frystiklefahurðir og einfaldar dúkhurðir, gönguhurðir, rennihurðir og eldvarnarhurðir.

Frigoscandia lausfrystarVið bjóðum ýmsar gerðir lausfrysta frá Frigoscandia, ýmist spiralfrysta eða bandfrysta. Frigoscandia hefur alla tíð rekið öflugt þróunarstarf. Fyrirtækið var til að mynda fyrst til að hanna og setja á markað frysti sem leysti af hólmi köfnunarefnisfrystingu á hamborgurum og öðrum þunnum vörum.

Vöru

r og

vara

hlut

irSpiralfrystarGyro- eða spiralfrystar er vel þekkt lausn sem hentar vel í fisk-, kjöt- og annarri matvælavinnslu. Spiralfrystar gefa mest afköst á hvern fermeter á gólfi. Afköst eru frá 250 kg/klst. Laga má frystinn að þeirri vöru sem verið er að vinna og því rými sem er til staðar.

BandfrystarFigoscandia býður einnig beina bandfrysta. Advantec er skrásett vörumerki fyrir frysti sem frystir þunnar vörur á mjög skömmum tíma. Advantec frystirinn nýtir öfluga stýringu á loftflæði til að ná stuttum frystitíma. Stuttur frystitími gerir það að verkum að ískristallar ná ekki að vaxa og sprengja ekki sameindir í vörunni. Þetta gerir það að verkum að vökvatap við þíðingu vörunnar verður minna en ella. Advantec hentar einnig vel til yfirborðsfrystingar á ferskum matvælum fyrir pökkun, en slík yfirborðsfrysting getur aukið geymsluþol frá 5 til 20 dögum eftir því hvaða vöru er um að ræða.

Stein brauðunar- og fullvinnslulínur fyrir matvæliVið bjóðum Stein brauðunar- og fullvinnslulínur fyrir matvælavinnslur.

Stein er systurfyrirtæki Frigoscandia og framleiðir búnað til fullvinnslu á hvers kyns matvælum, fyrir stóra jafnt sem smá framleiðendur. Dæmi um búnað frá Stein er búnaður til brauðunar eða hvers kyns hjúpunar á matvælum, steikingarbúnaður, gufuofnar til forsuðu og fleira.

Með samspili búnaðar frá Stein og Frigoscandia getur Frost boðið heildarlausnir til framleiðslu tilbúinna rétta, allt frá frumvinnslu til frosinnar vöru.

Frigoscandia rekur öflugt þróunarsetur í Helsingborg í Svíþjóð. Í þróunarsetrinu er uppsettur búnaður í fullum skala svo sem lausfrystar og fullvinnslubúnaður. Þróunarsetur Frigoscandia stendur viðskiptavinum Kælismiðjunnar Frost ávallt opið, hvort heldur framkvæma á einfaldar tilraunir á frystingu afurða eða til prufuframleiðslu á fullunnum matvælum.

Page 5: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

Loftkælingar

Við bjóðum úrval af loftkælingum fyrir skriftofu- eða verslunarhúsnæði, tölvurými eða önnur rými sem þarfnast kælingar. Sérfræðingar Kælismiðjunnar Frosts aðstoða við val á réttum búnaði fyrir bæði smærri og stærri rými.

FrystipressurÁ undanförnum árum hefur Kælismiðjan Frost sett upp margar stimpil- og skrúfupressur frá Grasso. Grasso vélarnar hafa reynst ákaflega vel og boðið er upp á breitt afkastasvið. Svokölluð duopack lausn, þar sem tvær skrúfur eru á sama ramma og eru samkeyrðar, hafa reynst vel og eru hagkvæmar í rekstri.

Frost er umboðsaðili fyrir Howden ltd. í Skotlandi, sem framleiðir pressur og varahluti. Frost selur og þjónustar Howden pressusamstæður, sem framleiddar eru af Norsk Kulde.

Fyrir utan ofangreinda aðila þjónustar Frost og selur varahluti fyrir búnað frá Johnson Controls. Helstu vörumerki þeirra eru Sabroe, Frick, Gram og Stål. Sabroe kæliþjöppur skipta hundruðum á Íslandi og er það engin tilviljun þar sem gæði og varahlutaþjónusta eru einstök og má jafnan fá varahluti með mjög skömmum fyrirvara. Kælismiðjan Frost annast viðgerðar- og varahlutaþjónustu fyrir Johnson Controls og hafa flestir þjónustumenn fyrirtækisins sótt námskeið erlendis til þess að gæði þjónustunnar séu sem mest.

Dybvad Stal Industri · Parkvej 5 · DK-9352 Dybvad · Sími: +45 98 86 42 99 · Danmörk · www.dsi-as.com

Page 6: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

Fischpicke 357482 WendenGERMANYMichael RömerTel.: + 49 (0) 2762 92 56 – 14Fax: + 49 (0) 2762 92 56 – [email protected]

First in freezingFrigoscandia Equipment | Stein | DSI

www.jbtfoodtech.com

Güntner AG & Co. KG · Hans Güntner strasse 2-6 · D-82256 Fürstenfeldbruck

Germany · www.guentner.de · Contact: Tel.: +45 70270699 · E-mail: [email protected]

– The global partnerin heat exchange technology

– Grasso Screw Compressor Packages, you can choose from over 100 different Models select from 21 Single-Stage or from 70 Two-Stage covering in swept volume ranging from 231m3/h – 8570 m3/h

– Grasso Reciprocating compressors packages, you can choose from over 48 different Models select from Single-Stage or from Two-Stage covering in swept volume ranging from 100m3/h – 2390 m3/h

Page 7: Viðhalds- og sérfræðiþjónusta · á að skipa reyndum fagmönnum í kælitækni sem hafa aflað sér yfirgripsmikillar þekkingar á kælikerfum. Við leggjum ríka áherslu

Trau

stur

sam

star

fsaði

li Kælismiðjan Frost er traustur samstarfsaðili. Við leggjum mikla áherslu á fagmennsku og að allar áætlanir standist, hvort heldur sem um er að ræða kostnaðar- eða tímaáætlanir. Við afhendum rétta vöru á réttum tíma.

Hafðu samband:

Kælismiðjan Frost ehf.Fjölnisgötu 4b,603 AkureyriSími: 464 9400 Fax: 464 9401

Kælismiðjan Frost ehf. Stangarhyl 5 110 ReykjavíkSími: 464 9400 Fax: 464 9402

www.frost.is [email protected]