verkstjórinn60. árgangur, desember 2010 hlíðasmári 8, 201 kópavogi, skipagata 14, 600 akureyri...

60
60. árgangur, desember 2010 Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Skipagata 14, 600 Akureyri Verkstjórinn

Upload: others

Post on 31-May-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

60. árgangur, desember 2010Hlíðasmári 8, 201 Kópavogi, Skipagata 14, 600 Akureyri

Verkstjórinn

2 - VERKSTJÓRINN

ÞÚ!ÞETTA SNÝST UM ÞIG OG FRAMTÍÐINA

Nýttu þér fjölbreytt námskeið Opna háskólans til að styrkja stöðu þína og stuðla að nýjum sóknarfærum. Kynntu þér námsframboð skólans á www.opnihaskolinn.is eða hafðu samband við okkur, starfsfólk Opna háskólans, í síma 599 6387.

Framsækin stjórnendaþjálfun og öfl ug fagmenntun fyrir einstaklingaOpni háskólinn býður sérsniðnar lausnir fyrir einstaklinga og fyrirtæki, auk þeirra 500 námskeiða sem eru í námskrá skólans. 280 innlendir og erlendir fræðimenn koma að kennslu, auk sérfræðinga úr íslensku atvinnulífi .

VerkstjórarEf skipt er um vinnustað,

tilkynnið það verkstjórafélagi ykkar.Fylgist með því

að vinnuveitandi greiði samningsbundin gjöldí sjúkra- og orlofssjóði.

Réttindi til bóta úr sjúkrasjóðieru háð greiðslum frá vinnuveitanda.

Kynnið ykkur réttindi til bóta úr sjúkrasjóði,að loknum samningsbundnum greiðslum

frá vinnuveitanda.Íbúð sjúkrasjóðs að Lautasmára 5, Kópavogi

er til leigu fyrir verkstjóra af landsbyggðinni í veikindatilvikum.

Leitið upplýsinga Sími 553 5040

Óskum félögum okkar og fjölskyldum þeirrafarsældar á n‡ju ári

VERKSTJÓRAFÉLAG AKUREYRAR OG NÁGRENNISSKIPAGÖTU 14 • SÍMI 462 5446 • FAX 462 5403 • 600 AKUREYRI • KT. 540775-1179

HEIMASÍÐA: www.van.is • NETFANG: [email protected]

Þórfélag stjórnenda

Pósthólf 4233

Stofnað 2. nóvember 1935

Allar upplýsingar um félagið gefur

Einar Sveinn Ólafsson Skipalóni 26, 220 Hafnarfirði

Sími: 897-0303Netfang: [email protected]

Skrifstofa

Austurvegi 56

800 Selfossi

Sími: 480 5000

Fax: 480 5001

Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag Reykjavíkur,félag stjórnenda

V E I S T Þ Ú , A Ð S E M F U L L G I L D U R S T A R F A N D I F É L A G I Á T T Þ Ú R É T T Á :

Verkstjórasamband Íslands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi, sími: 553 5040, fax: 568 2140, Póstfang: [email protected] Heimasíða: www.vssi.is

V E R K S T J Ó R A S A M B A N D Í S L A N D S

Launavernd í allt að 18 mánuðum í veikindum þínum og styrk vegna veikinda maka eða barna. Sjúkraþjálfun, sjúkranudd og kírópraktor greitt á móti Trygginga-stofnun. Menntunarstyrkur 30-65 þús. Þó aldrei hærra en 80% af kostnaði.

Starfstengt nám allt að 180 þús. á þriggja ára tímabili. Styrkur til kaupa á gleraugum, leyser augnaðgerða, heyrnatækja og uppí ferðakostnað. Styrkur vegna fæðingar barns kr. 80.000 Útfararstyrk sem greiðist til maka eða barna, einnig eru sérstakar bætur vegna andláts barns starfandi verksstjóra. Við andlát skal vinnuveitandi þinn greiða fjölskyldu þinni þriggja mánaða meðallaun þín, samkvæmt kjarasamningi. Lögfræðiaðstoð, þér að kostnaðarlausu, þurfir þú að sækja rétt þinn vegna kjaratengdra mála eða ráðgjöf þurfir þú að fá lausn persónulegra mála. Upplýsingar á skrifstofu VSSÍ.

60. árgangur Desember 2010

VerkstjórinnVerkstjórinn

VERK STJÓR INN, mál gagn verk stjóra stétt ar inn ar, árs rit, kom fyrst út 1943.Út gef andi: Verk stjóra sam band Ís lands, Hlíðasmára 8, 201 Kópavogi.Ábyrgðar mað ur: Árni Björn Árna son. Upp lag 4000 ein tök.

VERKSTJÓRINN - 7

Efnisyfirlit Bls.Landsfundur VSSÍ 2010 .............. 8

Skýrsla forseta til 33. landsfundar VSSÍ 2010 ................ 11

Hvítasunnuhvellurinn ................ 14

Nefndarálit ................................... 15

Ályktun 33. Landsfundar Verkstjórasambands Íslands ....... 19

Skýrsla Menntunarsjóðs VSSÍ .... 20

Skýrslur félaga til 33. Landsfundar VSSÍ ....................... 21

Gjöf Sjúkrasjóðs VSSÍ ................. 29

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar 70 ára ........................................... 30

Á aðventu ..................................... 32

Samruni félaga ............................ 33

Skrifstofa VSSÍ ............................ 34

Verkstjórafélag Reykjavíkur,félag stjórnenda ........................... 35

Þór, félag stjórnenda, 75 ára ....... 36

Verkstjórafélagið Þór ................... 38

Hugmyndir Studio ehf. ................ 39

Sjávarleður hf. Sauðárkróki ....... 40

Molta ehf. Akureyri ..................... 43

Léttitækni ehf. Blönduósi ........... 46

Orkey ehf. Akureyri ..................... 50

Minning ....................................... 52

Hvað er til ráða í atvinnuleysi .... 54

Heim il is föng verk stjóra fé lag anna og for manna þeirra ..................... 55

Orlofsheimili verkstjórafélaganna .................... 56

Frá ritstjóraRitstjóri vonar að blaðið gleðji bæði lesendur sínar og fræði. Í því er að finna það sem efst hefur verið á baugi í málefnum verkstjóra síðustu mánuðina svo og greinar um forvitnileg fyrirtæki.

Í síðasta blaði var fullyrt að berlega hafi komið í ljós að í landinu byggju tvö þjóðar-brot. Heiðarlegt vinnandi fólk og glæfrasækið sjálftökulið. Sú von var reifuð að sjálf-tökufólkið sýndi landi sínu og almennum borgurum þá virðingu sem þeim ber.

Nákvæmlega ekkert hefur breyst til betri vegar og í raun fremur sigið á ógæfu-hliðina. Á meðan gengið er að einstaklingum, sem minna mega sín, þá er milljarða skuldurum veitt bankaskjól með kyrrstöðusamningum. Vaxtalaus skuldafrysting mun það heita. Bankakerfið afskrifar tugi milljarða af völdum viðskiptavinum, sem síðan galdra fram peninga til kaupa á fyrrverandi eignum sínum af bankakerfinu. Öðru vísi mér áður brá þá menn urðu að greiða skuldir sínar áður en þeir gátu ráðist í nýjar fjárfestingar.

Svo eru það snillingarnir sem taka milljarða lán og greiða sér hundruð milljóna arð af lánsupphæðinni, sem bankinn síðan afskrifar.

Arður var til skamms tíma hluti af ágóða fyrirtækja og því er það ofvaxið skiln-ingi venjulegra manna að arður geti myndast af taprekstri og vanskilalánum. Út yfir tekur þó þegar arður er greiddur einstaklingi af almannafé til skólahalds. Fyrir ekki ýkja mörgum áratugum hét þannig háttalag þjófnaður.

Út yfir allan þjófabálk tekur þegar þeir sem hafa tugmilljóna árstekjur sækja sér fé út úr atvinnuleysissjóði, þó að þeir kunni að eiga rétt á, og hlunnfara þannig fólkið, sem virkilega þarfnast þessara peninga. Slíkt háttalag er komið langt út fyrir það að kallast skítlegt eðli. Óþokkar er nafn, sem stimpla ætti á þennan lýð í bak og fyrir.

Venjulegur vitiborinn maður veit að versti óvinur lýðræðis er bilið á milli ríkra og fátækra. Eru virkilega til öfl hér á Fróni sem vísvitandi vega að lýðræðinu? Sorg leg-ast er að horfa upp á marga æðstu ráðamenn þjóðarinnar setja kíkinn fyrir blinda augað þegar kemur að því að hlíta lögum. Lög um ráðherraábyrgð eru nú sögð of gömul til að mark sé á þeim takandi. Hvað um öll önnur eldri lög? Gilda þau fyrir suma en aðra ekki? Það er greinilega ekki sama Jón og séra Jón.

Muna skulu menn orð Þorgeirs Ljósvetningagoða: „Það mun verða satt, er vér slítum í sundur lögin, að vér munum slíta og friðinn.“ Einnig: ...“höfum allir ein lög og einn sið.“ Þrátt fyrir aukna menntun þjóðarinnar er svo að sjá að vitsmunum manna hafi stórlega hrakað frá dögum Þorgeirs og því stendur lýðveldið Ísland nú á brauðfótum.

Vinavæðing, klíkuskapur og óheiðarleiki blasir við hvert sem litið er. Nú er mál að linni og það ekki seinna en strax.

Heiðarlegt vinnandi fólk verður að taka höndum saman og hamra sannleikann inn í hausinn á þeim sem einskis svífast í óheiðarlegri auðsöfnun og hreinum lög-brotum.

ÁBÁ

Hvítserkur í Húnafirði inn af Húnaflóa.Mynd: Jón Guðmann Jakobsson.

8 - VERKSTJÓRINN

Landsfundur Verkstjórasambands Íslands var haldinn á Grand Hótel í Reykjavík laugardaginn 8. maí 2010 og sátu hann 27 manns.

Forseti VSSÍ, Kristján Örn Jónsson, setti fundinn og bauð fundarfólk velkomið. Hann flutti síðan skýrslu um störf stjórnar frá 33. þingi VSSÍ á Hallormsstað til dags-ins í dag og er skýrsla forseta birt á öðrum stað í blað-inu.

Reynir Kristjánsson, formaður Sjúkrasjóð upplýsti um kaup sjóðsins á rúmlega 170m² húsnæði að Hlíðar-smára 8 við hlið skrifstofunnar. Í framhaldi af kaupun-um var farið í breytingar á húsnæðinu og aðalskrifstofa

stækkuð en hluta hins nýja húsnæðis komið í leigu. Kostn að urinn við breyt ing-arn ar voru um 6 milljónir króna en leigutekjur um kr. 200.000,- á mánuði. Reynir taldi að húsnæðisþörf Sam-bands ins hafi verið mætt til fram tíðar með þessum kaup-um.

Iðgjaldagreiðslur til sjóðs -ins námu um 95 milljón um á

árinu en 87 milljónum árinu áður. Bótagreiðslur voru um 76 milljónir á árinu á móti

rúmum 83 milljónum árið áður. Sjúkrabætur voru stærsti kostnaðarliður sjóðsins en

endingartími hans hefur hækkað úr 12,6 árum í 13,7 ár. Íbúð Sjúkrasjóðs var leigð í 174 daga síðastliðið ár,

sem er svipað og á síðasta ári. Stöðugt eftirlit er með reglugerð sjóðsins og í skoðun

hvað má betur fara. Þó að peningar hafi tapast við hrun-ið var „borð fyrir báru“, sem kemur sjóðnum til góða í dag.

Gunnar Hólmsteinsson, endurskoðandi fór yfir reikn-

Landsfundur VSSÍ 2010

Fundarmenn.

Kristján Örn.

Eyjafjarðarmynni. Ljósmyndari Erhard Joensen.

VERKSTJÓRINN - 9

inga Sambandsins og Sjúkrasjóðs fyrir liðið ár og sagði reksturinn örlítið lakari en árið á undan.

Gestur fundarins var Vilhjálmur Egilsson og talaði hann um Samtök atvinnulífsins og atvinnumál. Fór hann vítt yfir sviðið og skýrði mörg atriði fyrir fundarmönn-um, sem lögðu spurningar fyrir hann að erindi loknu.

Hádegisverður var snæddur í boði VSSÍ og að honum loknum var fundi fram haldið með umræðum um skýrslu forseta og reikninga.

Jón Ólafur reið á vaðið og talaði um lífeyrismál, Skúli talaði um sjúkrasjóð og fjárhag hans og einnig lífeyr-issjóði. Skúli gerði líka að umtalsefni nafnabreytingar félaga og sagði að eldri félagar væru almennt mófallnir breytingu.

Forseti bar reikningana VSSÍ og Sjúkrasjóðs VSSÍ undir atkvæði og voru þeir samþykktir.

Næst á dagskrá voru skýrslur félaganna, sem birtar eru á öðrum stað í blaðinu.

Að loknum skýrslum félaga tóku nokkrir til máls um málefni er varða samtökin og verkstjóra almennt.

Að þessum umræðum loknum var gert kaffihlé og að því loknu var farið í álit nefndarformanna og eru þau álit birt hér í blaðinu.

Að loknum lestri nefndarálita var orðið gefið laust fyrir spurningar og umræður um hugleiðingar nefnda-formanna.

Borgþór Eydal Pálsson upplýsti að hann hefði ekki skilning á umræðunni um ný nöfn á félögin og sagðist alls ekki sjá ástæðu til þess að breyta nafni á félögunum eða hverju það breytti fyrir þau. Hann sagðist bara vilja fá að vera í friði með sitt nafn.

Skúli Sigurðsson sagðist vera alveg sammála Borg-þóri að nafnabreyting væri ekki til neins og sagðist á móti þessu og sagðist vilja fá að vera í friði með nafn á sínu félagi.

Jóhann Baldursson sagðist ekki sjá að nafnabreyting félaganna gerði gagn við öflun nýrra félaga. Margir báðu um orðið og ræddu nafnabreytingar og voru mjög skipt-ar skoðanir um málið en engin niðurstaða.

Jón Ólafur Vilhjálmsson svaraði spurningum um launakostnað og rædd einnig fjárhagsáætlunina. Undir liðnum „Önnur mál“ talaði forseti um sjúkrasjóðinn og réttindi honum tengd, um umhverfi sem verkstjórar,

margir hverjir, hafa komið úr í gegnum tíðina og minnt-ist í því sambandi á erfiðleika þeirra til stjórnunar-starfa, sem hefðu unnið í „slorinu“.

Borgþór skaut inn í umræðuna og sagðist alfarið á móti því að talaði væri um „slorið“.

Forseti talaði um vegaverkstjóra og þá breytingu sem orðið hefði á starfsheitinu vegaverkstjóri á undanförn-um áratugum. Þá virðingu, sem borin var fyrir gamla vegaverkstjóranum og þá breytingu sem nú væri orðin. Nú væri vegaverkstjórinn ekkert öðruvísi en aðrir í svip-uðu starfi. Hann fór nokkrum orðum um starf skrifstofu Sambandsins og þá vinnu sem þar væri framkvæmd og færði starfsstúlkum skrifstofunnar sérstakar þakkir.

Landsfundi var slitið kl. 17:04. Eftir að starfslokum fundarins var náð klæddust allir

sparifötunum og mættu til kvöldverðar, í boði samtak-anna, ásamt mökum sínum.

Úlfar Hermannsson, ritari VSSÍ.

Gunnar Hólmsteinsson.Fundarritari.

Jóhanna.Helga.

Vilhjálmur Egilsson.Reynir Kristjánsson.

10 - VERKSTJÓRINN

Eftir landsfund settust veisluklæddir fulltrúar, ásamt mökum sínum, að snæðingi.Sjá má að veisluföngin eru ekki enn á borð bor in en eftirvæntingin leynir sér ekki í svip veislugesta. Ekkert vantar á myndirnar annað en matar ilm-inn.

VERKSTJÓRINN - 11

Frá landsþingi, sem haldið var á Hallormsstað, 4. til 7. júní 2009, hefur stjórn VSSÍ komið 7 sinn-um saman og tekið fyrirliggjandi mál til afgreiðslu.

Á þessum fundum hefur verið farið yfir álit þingnefnda og úr þeim unnið.

Ástand í atvinnumálum verk-stjóra og hvernig bregðast ætti

við réttindum í sjúkrasjóði í atvinnuleysi hafa verið mikið til umfjöllunar hjá stjórn VSSÍ.

33. þing VSSÍ:Verkstjórafélagi Austurlands eru þakkaðar frábærar móttökur, viðurgjörningur, aðstaða og þinghald allt. Þingið var mikið vinnuþing þar sem nefndirnar skiluðu góðum álitum, sem fengu nokkra umræðu á þinginu.

Lögð var fyrir þingið tillaga þess efnis að undirritaður yrði ráðinn framkvæmdastjóri VSSÍ og var hún sam-þykkt. Undirritaður þakkar stuðninginn, sem þessi til-laga fékk og kom hann til starfa í byrjun september síðast liðinn.

Gestur þingsins var Valdís Jónsdóttir starfsmaður Starfsendurhæfingarsjóðs og kynnti hún sjóðinn.

Miklar vonir eru bundnar við tilkomu sjóðsins, sem ætlað er að hjálpa skjólstæðingum sjúkrasjóðanna við að komast til heilsu og starfa á ný.

Launa og kjaramál: Lítið hefur verið gert frá þingi í samningamálum annað en að skrifa undir samninga í anda stöðugleikasáttmál-ans. Stöðugleikasáttmálinn, sem gerður var júní 2009, gengur út á að ýmsir aðilar, þar á meðal samtök launa-fólks, sameinist um aðgerðir til að vinna þjóðina út úr erfiðum aðstæðum í efnahags- og atvinnumálum.

Þar er kveðið á um að mikilvægt sé að styrkja stöðu heimilanna, verja undirstöður velferðakerfisins og mennta-kerfið. Einnig að mikilvægt sé að verja störf á almenn-um vinnumarkaði, sem og hjá hinu opinbera. Eitt helsta markmið sáttmálans er að stuðla að endurreisn efna-hagslífsins.

Sáttmálinn var gerður milli Alþýðusambands Íslands, Bandalags háskólamanna, BSRB, Kennarasambands Íslands, Samtaka starfsmanna fjármálafyrirtækja, Sam-taka atvinnulífsins, ríkisstjórnar Íslands og Samtaka sveita félaga.

Þessi samningur ásamt öllum öðrum verða lausir 30. nóvember næstkomandi.

Frestanir á umsömdum launahækkunum hafa gengið

Skýrsla forseta til 33. landsfundar

VSSÍ 2010Ljósm. ÁBÁ

12 - VERKSTJÓRINN

yfir svo og 2,5% launahækkun sem átti að vera 1. janúar 2010 en kemur til framkvæmda þann 1. júní 2010.

Uppsagnir og skerðing vinnutíma hefur reynst verk-stjórum erfið sem öðrum en hætt er við að þessir erfið-leikar verði viðvarandi þar til hjól efnahags- og atvinnu-lífs fara að snúast á ný.

Atvinnumál:Atvinnuleysi hjá verkstjórum er svipað og það var á síð-asta ári. Í dag eru milli 80 og 90 verkstjórar án atvinnu. Atvinnuleysi þessara manna hefur staðið mislengi og allt upp í tvö og hálft ár. Mest atvinnuleysi er á Suður- og Suðvesturlandi en aðrir landshlutar hafa ekki slopp-ið við atvinnuleysið þó í minna mæli sé. Félagsleg rétt-indi þessara manna eru tryggð með því að greiða félags-gjald af atvinnuleysisbótum. Aðeins er þó um að ræða réttindi, sem félagsmenn eiga innan síns félags en ekki réttindi til bóta úr sjúkrasjóði. Nokkurs misskilnings hefur gætt um þetta þar sem félagsmenn hafa einmitt talið sig vera að tryggja sig gagnvart sjúkrasjóði með greiðslu félagsgjaldsins.

Til að tryggja réttindi atvinnulausra verkstjóra í sjúkra-sjóði var ákveðið að láta kr. 1.500,- af félagsgjaldi renna til sjúkrasjóðs en sú tala er um 1% af atvinnuleysisbót-um en það er lámarksgjald til sjúkrasjóðs. Á móti gefur VSSÍ eftir aðildarfélagsgjaldið af viðkomandi manni og jafnar með því félagsgjaldið, sem sjaldnast nær 1.500,- krónum.

Sjúkrasjóður:Á þinginu á Hallormsstað var ákveðið að gefa gjöf til heilsueflingar á svæðinu en hefð er fyrir slíku þar sem landsþing er haldið. Verkstjórafélagi Austurlands var falið að finna verðugan aðila, sem þeir gerðu. Gjöfinni, kr. 700.000,-, var varið til kaupa á lyfjablöndunarskáp til blöndunar krabbameinslyfja en verið var að safna fyrir nefndum skáp heima í héraði. Skápurinn var gefin Fjórðungssjúkrahúsinu á Neskaupsstað. Formleg af-hend ing á skápnum fór fram í kaffisamsæti fyrir gjaf-ara.

Í þakkarræðu forráðamanna sjúkrahússins kom fram hvílík hagræði það væri fyrir krabbameinssjúklinga að þurfa ekki að fara til Reykjavíkur í lyfjameðferð.

Gjöfin, sem gefin var eftir þingið á Ísafirði 2007 og Verk stjórafélagi Vestfjarða var falið að ganga frá, hefur loks verið móttekin af Heilbrigðisstofnun Vesturlands. Keyptur var blóðpokakælir af gerðinni Helmer. Búið er að seta kælinn upp en formleg afhending er áætluð í tengslum við aðalfund Verkstjórafélags Vestfjarða.

Nokkrar breytingar voru samþykktar á reglugerð

sjúkrasjóðs á síðasta þingi svo sem á endurunnum rétt-indum við endurkomu í verkstjórafélag. Ásókn í sjóðinn er nokkur en ekki meiri en við hefði mátt búast miðað við atvinnuástandið.

Aldursdreifing félagsmanna og nýliðun veldur áhyggj-um. Hvar eru allir ungu stjórnendurnir? Þá vantar til að standa undir skuldbindingum sjóðsins í framtíðinni.

Hugmyndir eru uppi um að félagsmaður hafi greitt í einhvern lágmarkstíma til sjóðsins til að halda fullum réttindum í sjóðnum eftir starfslok.

Fæstir sjóðir greiða bætur lengur en í 2-5 ár eftir starfs-lok. Hugsanleg mörk væru að hafi greiðslur borist í tíu ár af viðkomandi þá héldi hann fullum réttindum út ævina öðrum en sjúkradagpeningum. Styttri greiðslu-tími gæfu svo hlutfallslega lægri réttindi.

Starfsendurhæfingarsjóðurinn hefur starfað í tæp tvö ár og sannað gildi sitt. Leitað hefur verið til hans með nokkur mál með góðum árangri.

Mikið álag var á starfsmanni sjóðsins Sigrúnu Sig-urðar dóttur, en nú hefur nýr starfsmaður, Alda Ásgeirs-dótt ir, bæst við og er hún fulltrúi sambandsins í sjóðn-um.

Sigrúnu eru þökkuð frábært brautryðjendastarf í þágu sjóðsins og skjólstæðinga hans.

Rekstur sjóðsins hefur gengið vel. Greiðslur til skjól-stæðinga hans á liðnu ári voru tæp 80% af innkomu en var 96,5% árið áður. Fjárhagur sjúkrasjóðs er traustur.

Lífeyrismál:Nú hafa almennu lífeyrissjóðirnir hver á eftir öðrum til-kynnt um skerðingar, bara mis miklar. Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisstofnana tilkynnir aftur á móti um aukningu lífeyrisgreiðslna í samræmi við verðbólgu. Eftir er að ákveða hvað ríkið þarf að auka greiðslurnar til sjóðsins mikið til að standa undir þessum viðbótar-réttindum.

Farið er eftir lögum og reglugerðum sjóðsins og er lítið við því að segja.

Er það réttlætanlegt að fólkið, sem tekur á sig skerð-ingar eigin sjóða greiði aukningu, sem verður hjá lífeyris-sjóði SFR?

Skattgreiðendur eru þeir, sem á endanum borga brús-ann. Þetta eykur þrýstinginn á kröfu launþega um að aðeins verði eitt lífeyrissjóðakerfi í landinu.

Á ársfundi Sameinaða lífeyrissjóðsins 27. maí 2010 verður lögð fram tillaga um skerðingu lífeyris og er hún svohljóðandi.

Lífeyrisréttindi sjóðsfélaga og lífeyrisþega áunn-in fyrir lok árs 2009 lækki um 3,5% frá og með 1. júlí 2010 og um 3,5% frá og með 1. desember 2010.

VERKSTJÓRINN - 13

Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun Sameinaða lífeyrissjóðsins í árslok 2009 eru skuldbindingar hans 17,7 milljarðar króna umfram eignir og tryggingafræði-leg staða sjóðsins í lok árs samkvæmt því neikvæð um 9,7%. Vegna þessa telur stjórn sjóðsins nauðsynlegt að bregðast við með skerðingu lífeyris.

Þess má geta að auknar lífslíkur lífeyrisþega valda tæpleg 2% lækkun á tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Þá vegur þungt að fjárfestingatekjur ársins lækka um 4,6 miljarða króna vegna viðbóta varúðarniðurfærslu á skuldabréfaeign sjóðsins. Nauðsynlegt reyndist að grípa til viðbótar niðurfærslu þar sem staða stærstu fyrir-tækja á Íslandi, sem skráð voru með skuldabréf í Kaup-höll, var enn verri en ætlað var í lok árs 2008 en flest þessara fyrir tækja eru nú gjaldþrota eða í nauðasamning-um. Þannig að þrátt fyrir að árið 2009 hafi að ýmsu leyti verið hagfelld sjóðnum héldu afleiðingar bankahrun ins í október 2008 áfram að hafa áhrif á afkomu ársins 2009.

Heildarlífeyrisgreiðslur árið 2009 voru 3.818 milljónir en voru 2.796 milljónir 2008 sem er 36,5% aukning milli ára. Aukningin er aðallega vegna töku séreignasparnað-ar en almennur sjóðsfélagi gat tekið út séreign fyrir allt að einni miljón króna.

Heildariðgjöld námu alls kr. 5.032 milljónum en var kr. 6.012 milljónir árið áður, sem er 19,5% lækkun frá árinu áður.

Nafnávöxtun sjóðsins á árinu var 7,1% og raunávöxt-un neikvæð um 1.4%.

Hrein eign til greiðslu lífeyris nam kr. 99.208 milljón-um í lok árs en var 90.474 milljónir árið 2008, sem er 9,6% aukning milli ára.

Fjöldi lífeyrisþega árið 2009 var 4.849 en var 4.610 árið áður.

Fjöldi virkra sjóðsfélaga árið 2009 var 10.550 á móti 12.213 árið áður sem er 16% fækkun á milli ára.

Menntunarmál: Menntunarsjóður VSSÍ og SA hófu úthlutanir úr sjóðn-um um síðustu áramót en þá hafði sjóðurinn safnað höfuð stól í eitt og hálft ár.

Ákveðið var að námskeið, sem hófust eftir júní 2009 og féllu undir styrkhæfni sjóðsins, yrðu greidd sam-kvæmt úthlutunarreglum. Eingöngu þeir félagsmenn, sem menntunargjald er greitt af geta sótt um styrk úr sjóðn um. Fyrirtæki, sem greiða í menntunarsjóðinn, geta einnig sótt um styrk úr sjóðnum vegna námskeiða sem þau halda fyrir starfsmenn sína. Þetta ákvæði hefur gert það að verkum að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hófu greiðslu þegar þeim var bent á þennan möguleika.

Eitt fyrirtæki hefur fengið styrk vegna námskeiða,

sem það hélt fyrir starfsmenn sína. Nokkrar umsóknir eru vegna stjórnunarnáms hjá endurmenntunardeildum Háskólanna. Þetta er dýrt nám en sýnir að það er vilji hjá félagsmönnum til að mennta sig, auka hæfni sína og möguleika á betri stöðu eða öryggi á vinnustað.

Æskilegt hefði verið að geta tekið meiri þátt í kostn-aði við þessi dýru námskeið, en vilji stjórnar er að fara varlega af stað en auka heldur í styrkina ef unnt reynist.

Eldri menntunarsjóðurinn stendur einnig vel og hefur alla burði til að hækka námsstyrkina bæði þá starfs-tengdu og eins frístundanámið.

Félagsmál:Mikið hefur verið leitað eftir aðstoð til skrifstofu VSSÍ vegna atvinnutengdra mála.

Í stað aðstoðar vegna launalækkana og skerðinga á vinnutíma óska félagsmenn nú eftir aðstoð vegna upp-sagna og gjaldþrota fyrirtækja.

Þingnefndir 33. þings VSSÍ unnu vel og lögðu margar áhugaverðar tillögur fyrir þingið og stjórn VSSÍ. Flestum ef ekki öllum þessum tillögum hefur þegar verið hrund-ið í framkvæmd en þær eru þó mislangt komnar.

Framtíðarnefndin lagði meðal annars til breytingu á nafni Verkstjórasambandsins í Samband stjórnenda fél aga og að efnt yrði til samkeppni um nafn á samtökin.

Eftir umræður innan stjórnar VSSÍ var samþykkt að formenn félaganna legðu það fyrir aðalfundi félaganna hvort breyta ætti nafni þess í stjórnendafélag.

Framkvæmdastjóri hefur mætt á flesta aðalfundi verkstjórafélaganna til að kynna sér vilja félagsmanna.

Greinilegur hljómgrunnur er fyrir nafnbreytingum í stjórnendafélag á meðal félagsmanna nokkurra félaga

Hluti kvenna, sem eru í stjórnunarstöðu, hafa ekki fund ið sig í verkstjórafélagi og við því þarf að bregðast. Breyta þarf heiti verkstjórafélaga í stjórnendafélög og markaðssetja félögin sem slík eins og Vörður, félag stjórn enda á Suðurlandi gerði. Breyting hefur orðið hjá Verði hvað varðar fjölbreytni þeirra stjórnunar-starfa, sem nýir félagsmenn hjá þeim stunda.

Á aðalfundi Verkstjórafélagsins Þórs var heiti félags-ins breytt í Þór, félag stjórnenda til að höfða til breið-ari hóps stjórnenda. Í framhaldinu á að fara í markaðs-sókn til fjölgunar félaga.

Allir félagsmenn eiga að vera búnir að fá félags-skírteini, sem hjálpar þeim að nálgast afslætti, sem samið hefur verið um til félagsmanna. Samflot var haft með fjölda annarra félagasamtaka til að sækja hagstæð tilboð og afslætti hjá flugfélögum, hótelkeðjum o.fl. aðil-um.

Aftur var farið í launakönnun, sem er kostnaðarsöm

14 - VERKSTJÓRINN

Miklar efnahagslegar hamfarir hafa gengið yfir þjóðina undanfarin misseri. Hamfarir sem unninn verður bugur á um síðir. Sagan kennir okkur að hversu slæm, sem áföllin eru þá hafa Íslendingar ávallt unnið sig út úr þeim.

Tökum sem dæmi þegar atvinnuvegur heils sjávar-þorps er lagður í rúst á örfáum klukkustundum.

Mikið hamfaraveður gekk yfir Ólafsfjörð 9. júní árið 1935 og hefur veður þetta gengið undir nafninu Hvíta-sunnu hvellurinn.

Á þessum árum var engin hafnaraðstaða á Ólafsfirði og lá bátaflotinn því fyrir föstu á víkinni fram af pláss-inu.

Á legunni þennan dag voru 18 trillur og 9 þilfarsvél-bátar.

Í veðurofsanum sukku eða rak á land 14 trillur, sem

gjöreyðilögðust að undanskyldum sex sem taldir voru viðgerðarhæfir. Fimm þilfarsbáta rak á land og fór einn þeirra í spón en við hina fjóra var gert með miklum til-kostnaði.

Allar trillurnar voru óvátryggðar þar sem beðið var laga um bátatryggingar en fyrir alþingi lá frumvarp um málið, sem síðan dagaði uppi. Þilfarsbátarnir voru að vísu vátryggðir en langt neðan sannvirðis.

Ekki þarf mikinn speking til að sjá hve gífurlegt áfall þetta hefur verið en Ólafsfirðingar settu undir sig haus-inn og unnu sig út úr vandanum.

Enginn vafi er á að Íslendingar munu setja undir sig hausinn nú, gegn þeim vanda sem steðjar að í dag, og vinna sig út úr honum.

ÁBÁ.

en réttlætanleg þar sem hún er nánast eina leið verk-stjóra til að gera sér grein fyrir hver laun þeirra ættu að vera.

Tíu félög hafa fært innheimtu gjalda og skráningu til skrifstofu VSSÍ, sem auðveldar eftirlit og sparar starfs-fólki á skrifstofu VSSÍ vinnu við mat á styrkhæfni vegna umsókna til sjóða sambandsins.

Kynningarmál:Verkstjórinn kom út um miðjan desember síðastliðin og er glæsilegur að vanda en hann fer víða og kynnir sam-tökin.

Framkvæmdastjóri er fullviss um að betri auglýsingu geta samtökin ekki fengið.

Áhyggjum veldur aldursdreifing innan félaga. Hlut-fall aldraðra og öryrkja í félögunum er á bilinu 12-30% en sex félög er með yfir 20%.

Þegar svo er komið verður að taka á málum. Fjölgun yngri félaga er því eitt helsta verkefni félaganna í dag.

Til kynningar á verkstjórafélögunum og VSSÍ á að nýta sér sterkan sjúkrasjóð og öfluga menntunarsjóði en meira þarf þó til. Sambandið þarfnast nýrra vinnubragða

því það er í samkeppni við önnur félög um félagsmenn-ina.

Tveimur vikum fyrir landsfund var beðið um skýrsl ur félaganna og fjölda fulltrúa frá hverju félagi en fyrst þremur dögum fyrir fund höfðu þessar upplýsingar bor-ist sambandinu. Sum aðildarfélögin svöruðu fljótt og vel en önnur alls ekki.

Ef starf félaganna endurspeglast í þessum vinnu-brögðum þá er ekki von á að vel fari.

Á landsfundi geta verið teknar ábyrgðarmiklar ákvarð- anir, sem þurfa umfjöllun og skipta samtökin máli. Lands-fundur er heppilegur vettvangur fyrir unga og upp renn-andi arftaka að kynnast starfi samtakanna. Hamli fjár-skortur því að félögin mæti með tvo fulltrúa á fundinn eiga þau að taka á þeim vanda. Ekki ber að líta á lands-fund sem aukaatriði því að hann leggur t.d. línurnar fyrir starf stjórnar VSSÍ fram að þingi o.fl.

Framkvæmdastjóri þakkar stjórnarmönnum VSSÍ, Helgu Jakobs, skrifstofustjóra og Jóhönnu Guðjónsdóttur, skrifstofustúlku árangursríkt, ánægjulegt og frábært samstarf á liðnu starfsári.

Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ

Hvítasunnuhvellurinn

VERKSTJÓRINN - 15

Sú vinnutilhögun var tekin upp fyrir mörgum árum að formenn hinna ýmsu nefnda Verkstjórasambandsins sitji að störfum á milli þinga og landsfunda.

Þær skyldur hvíla á nefndarformönnunum að leggja fram á þingum og landsfundum VSSÍ greinargerðir um þau mál, sem hver og einn hefur til umfjöllunar.

Á þingum sambandsins fara hugmyndir formanna fyrir nefndir þar sem viðkomandi mál eru rædd. Frá-gang ur nefndarmanna á viðkomandi máli er síðan lagt fyrir þing til endanlegrar afgreiðslu.

Á landsfundum er þessu öðruvísi farið því þar leggja nefndarformennirnir álit sitt fyrir fundinn til umræðu en ekki samþykktar.

Þessi tilhögun byggir á því að þing Verkstjórasambands Íslands fer með æðsta vald samtakanna og eftir þeim línum, sem þar eru lagðar, ber stjórn sambandsins að vinna.

Hér á eftir fara nefndarálit þau sem til umræðu voru á landsfundinum, sem haldinn var að Grand Hótel í Reykja vík, 8. maí 2010.

ÁBÁ.

FjárhagsnefndFjárhagur sambandsins er í góðu jafnvægi og leggur Fjárhagsnefnd fram rekstraráætlun fyrir árið 2010. Áætlunin gerir ráð fyrir svipuðum rekstri og verið hefur. Nefndin sér því ekki ástæðu til meiriháttar breyt-inga.

Með frumriti skýrslunnar fylgir rekstraráætlunin á þar til gerðu skjali.

Jón Ólafur Vilhjálmsson, formaður Fjárhagsnefndar.

Allsherjarnefnd Fátt hefur verið meira rætt á vettvangi Verkstjóra sam-bands Íslands á sl. árum en hvernig eigi að afla nýrra félaga. Hvaða aðferð sé best til þess fallin að laða fólk að félögunum og samtökunum í heild sinni. Margar uppá-stungur hafa komið fram og margir hafa sagt frá þeim

Nefndarálit

Skammdegissól. Ljósm. ÁBÁ

16 - VERKSTJÓRINN

aðferðum sem þeir telja að hafi reynst betur en aðrar.

Engin aðferð hefur þó enn fengið betri almenna um sögn en „maður á mann aðferðin.“

Fyrir um það bil 15 árum eða árið 1995 var lögum VSSÍ breytt þannig að orðið stjórnandi var sett inn í aftan við orðið verkstjóri. Með þessu var talið að sett hafði verið undir þann leka að Sambandið væri ekki bara fyrir starfsheitið verkstjóri heldur og alla þá sem hefðu með stjórnun að gera. Einhver félög gerðu slíkt hið sama og á sömu forsendum.

Aukning félaganna varð kannski ekki teljandi en laga-legur grundvöllur varð skotheldur þannig að allir stjórn-endur, með mannaforráð eða ekki, gátu gengið í samtök okkar. Þarna er sennilega eitthvert jákvæðasta og besta stökk í okkar lagabreytingum um þó nokkurn tíma. En einhverstaðar í allri þessari umræðu datt einhverjum í hug að kannski væri best að breyta nafni félaganna og Sambandsins.

Verkstjórafélag Suðurlands, núna Vörður, reið á vaðið og bætti við nafn sitt, félag stjórnenda á Suðurlandi. Fleiri félög komu á eftir t.d. Verkstjórafélag Suðurnesja, félag stjórnenda á Suðurnesjum. Þessi breyting ásamt lagabreytingunni var að mínu viti fullkomin þannig að nú gætum við tekið við hverjum sem væri og nafnið sagði allt. Reyndar varð ekki svo mikil aukning félaga við þess-ar breytingar einar, heldu gátum við tekið við breiðari hópi félaga og vorum ekki bundnir við starfsheit ið verk-stjóri. Það eina sem þurfti var að tala við fleiri, mað ur á mann, auka áróðurinn og þrýstinginn það gerði útslagið.

Einhverra hluta vegna virðist þetta ekki hafa dugað mönnum því allt í einu var farið að ræða um að breyta nafni sambandsins og félaganna, fella niður orðið verk-stjóri og þá félag eða samband.

Eins og stundum áður varð Jón Ólafur fyrstur og þeir breyttu nafni Verkstjórafélags Suðurlands, félags stjórn-enda á Suðurlandi í Vörður, félag stjórnenda á Suður-landi.

Á síðasta aðalfundi þeirra var gefin út yfirlýsing um hversu vel hafði tekist til og margir nýir félagar bæst í hópinn. Ég hef raunar hvergi heyrt sagt frá þeim þrýst-ingi sem beitt var við öflun þessara nýju félaga og það er ekki mikið talað um að félagið er með starfsstúlku í hálfu starfi. Þessi atriði telja verulega. Eitt er ég alveg viss um að fæst af þessu fólki hafi komið inn bara af því að nafninu var breytt.

Að vandlega skoðuðu máli get ég ekki komið auga á hvernig það má breyta hugarfari manna hvort félagið,

sem þeir ætla að ganga í heiti Stapi, Viðey eða Vörður með félag stjórnenda fyrir aftan.

Persónulega gekk ég sjálfur í verkstjórafélag á sínum tíma og var stoltur af. Sjálfsagt hefði ég gengið í félag stjórnenda með öðru nafni, en þá datt bara engum í hug að eitthvert sérnafn væri betra en verkstjórafélag. Það er nafn sem mér finnst afar aðlaðandi og ég veit að lang-flestum ykkar finnst það líka. Þetta er það sem við geng-um í og fannst það bara flott. Gaf smá yfirburði yfir þeim sem voru í verkalýðsfélagi eða iðnsveinafélagi og gaf auk þess mun meiri réttindi en önnur félög. Sjálfsagt er hægt að finna jákvæðari þætti sem sanna að sérnafn framan við félag stjórnenda sé betra og laði stjórnendur að félögunum án nokkurrar utanaðkomandi vinnu.

Vandamálið í mínu tilfelli er að ég kem bara ekki auga á það. Mundu allir vera með á nótunum ef sessunautur minn Skúli Sigurðsson segðist vera formaður Viðeyjar, félags stjórnenda í Reykjavík. Alveg er ég viss um að eftir 90 ára tilvist eru miklu fleiri sem þekkja Verk stjóra-félag Reykjavíkur, félag stjórnenda í Reykja vík. Verk-stjóra félag Austurlands gæti heitið Snæfell en það mundi trufla fólk Þorbergs á Snæfellsnesi verulega.

Eins og segir í góðum málshætti. „Vel skal vanda það sem lengi skal standa.“

Eins og ég gat hér að framan, „að vandlega athuguðu máli“ sá ég ekki neinn nothæfan tilgang í að breyta nafni félaganna eða Sambandsins og persónulega er ég á móti breytingum eingöngu breytinganna vegna. Ef menn finna einhverja niðrun í nafninu verkstjóri þá get ég skilið af hverju þeir vilja breyta.

Fyrir mér hljómar nafnið vel, Verkstjórasamband Íslands, það er ljóðrænt, þó er eitt sem ég myndi vilja breyta og það er skammstöfunin, sem mér finnst að ætti að vera VSÍ en ekki VSSÍ en það er önnur saga og tals-vert flóknari.

En eins og ég sagði við stjórn Sambandsins fyrir stuttu þá verða hugleiðingar mínar um breytingu á nafni félaganna og Sambandsins alltaf litaðar af skoðunum mínum.

Úlfar Hermannsson, formaður Allsherjarnefndar.

Álit FramtíðarnefndarHugleiðingar um nöfn félaga.

Hverjir eru félagsmenn í Fagfélaginu?Hverjir eru félagsmenn í Fit félagi iðn- og tækni-

greina?Hverjir eru félagsmenn í Verslunarmannafélagi

Reykja víkur?

Úlfar Hermannsson.

VERKSTJÓRINN - 17

Hverjir eru félagsmenn í Verk- og tæknifræðingafélaginu?

Hverjir eru félagsmenn í Félagi íslenskra náttúrufræð inga?

Hverjir eru félagar í BSRB?Hverjir eru félagar í BHM?Hverjir eru félagar í Skotvís? Ég,

af því að ég hef áhuga á skotveiðum.Hverjir eru félagsmenn í verkstjóra-

félagi Suðurlands? Það er ekki til lengur. Heitir núna Vörður, félag stjórnenda á Suður landi

Hvernig vita framkvæmdastjórar að þeir eigi rétt á að vera félagar í Verkstjórafélagi Suðurlands?

Hvernig vita innkaupastjórar að þeir eigi rétt á að vera félagar í Verkstjórafélagi Suð ur lands?

Hvernig vita verslunarstjórar að þeir eigi rétt á að vera félagar í Verkstjórafélagi Suðurlands?

Hvernig vita deildarstjórar að þeir eigi rétt á að vera félagar í Verkstjórafélagi Suðurlands?

Hvernig vita einyrkjar að þeir eigi rétt á að vera félagar í Verkstjórafélagi Suðurlands?

Hvað eru þeir sem bera starfsheitið verkstjóri mörg prósent af stjórnendum í landinu? 5%, 10%, 50%, 70% eða 100%

Hvers vegna vorum við Sunnlendingar búnir að bæta undirtitli við nafn okkar?

Félag stjórnenda á Suðurlandi.Hvaða nafn skyldum við hafa valið? Félag innkaupa-

stjóra; Félag deildarstjóra; Félag framkvæmdastjóra eða kannski fórum við einföldu leiðina og völdum Félag stjórn enda, en svo sáum við að það var ekki í neitt að halda og fórum alla leið og gáfum félaginu okkar fallegt nafn í 60 ára afmælisgjöf. „Vörður, félag stjórnenda“.

Hvers vegna nýtt nafn?Því að þetta var virðulegt félag sem átti það fullkom-

lega skilið eftir að hafa lifað í 60 ár að verða endurskírt því að tímarnir hafa breyst mikið á 60 árum og verk-stjórinn hjá ullarkaupmanninum heitir ekki verkstjóri lengur heldur deildarstjóri ullarviðskipta.

Stofnendur Verkstjórafélags Suðurlands voru verk-stjórar í vinnu hjá Vegagerðinni, sem unnu við vega- og brúargerð og á þeim tíma var mikið litið upp til þessara manna enda voru þetta miklir frumkvöðlar í sínum sveitum, sem völdust í þessi störf. Duglegir, framsýnir og sáu engin vandamál, einungis verkefni framundan sama hvað fúamýrin var blaut eða áin vatnsmikil.

Ef væri ég tannlæknir þá dytti mér ekki í hug að athuga hvort Sjúkraliðafélag Íslands væri mitt stéttar -félag, nei ég leita að tannlæknafélaginu.

Ef ég væri trésmiður þá finndi ég ekki lengur félag sem heitir Trésmiðafélag Reykjavíkur og þá færi ég að

skoða hvað getur mitt fagfélag heitið og þá finndi ég til dæmis Félag iðn- og tæknigreina. Allir trésmiðir eru með þann draum í maganum að verða tæknifræðingar og kannski skoða ég hvað þeir hafa upp á að bjóða eða ég skoða Fagfélagið, hvað þeir eru að bjóða upp á.

Munu hinir ólíku stjórnendur frekar skoða heimasíðu hjá félagi sem heitir fallegu nafni og ber undirtitilinn Félag stjórnenda heldur en hjá Verkstjórafélagi Hafnar-fjarðar?

Sveinn Þórðarson,formaður Framtíðarnefndar.

LaganefndÁ síðustu árum hefur verið stöðug aukning á því hversu mikið félagar sækja í sjúkrasjóðinn. Um þessar mundir er mikið sótt í sjóðinn og sýna tölur að 901 aðili fengu greitt úr sjóðnum á síðasta ári 76.654.042.- kr. Þetta er mikill fjöldi félaga og nemur fjöldinn frá síðasta ári um 36% allra félaga sambandsins.

Ekki er nýtt að mikil ásókn sé í þá sjóði, sem til eru í samfélaginu, en nú í erfiðu efnahagsástandi er sérstök ástæða til að við stöndum vörð um sjóðinn okkar og komum í veg fyrir að hann verði misnotaður.

Af þessari ástæðu velti ég fyrir mér hvort breyta þurfi reglum um sjóðinn. Það mætti til dæmis gera á þann hátt að félagi í sjúkrasjóðnum þurfi að hafa verið félagi í sjóðnum síðastliðin 10 ár við sjötíu ára aldur til að halda réttindum eftir 70 ára aldur. Eða jafnvel að sett yrði sem skilyrði fyrir fullum réttindum að aðili hafi verið félagi í sjóðnum síðustu 10 starfsárin sín.

Í fyrstu kann þetta að hljóma ósanngjarnt en hafa ber í huga að fólk sem komið eru yfir sextugt hefur yfirleitt minnkað við sig vinnu, sinnir ekki sömu ábyrgðarstörf-um eða jafnvel ekki í sama mæli og áður og greiðir þar af leiðandi mun minna til sjóðsins.

Ekki getur talist sanngjarnt að félagi, sem gengur í sjóðinn á sjötugsaldri njóti að fullu sömu réttinda og aðili, sem greitt hefur í sjóðinn yfir tekjumestu ár ævi sinnar.

Annað álitaefni er að það eru alltof margir sem greiða lítið í sjóðinn en fá mikið greitt úr honum. Erfiðast eru þau tilvik þar sem fólk er í þeirri aðstöðu að hafa bein áhrif á tekjur sínar eins og sjálfstæðir atvinnurekendur. Ég geri mér grein fyrir því að það á auðvitað ekki við um alla atvinnurekendur. Engu að síður tel ég mikil-

Sveinn Þórðarson.

Borgþór Eydal Pálsson.

18 - VERKSTJÓRINN

vægt að við veltum þessu fyrir okkur með það í huga að tryggja stöðu sjóðsins og þar með félaga hans.

Tillaga að lagabreytingu á landsfundi 8. maí 2010, sem vísa skal til næsta þings.

Núgildandi 1. og 2. mgr. 12. gr. í lögum Verkstjóra sam-bands Íslands er svohljóðandi:

„Landsfund skal halda á tímabilinu apríl-júní það ár, sem þing er ekki haldið. Stjórn VSSÍ ákveður samkomu-stað hans“.

Lagt er til að við 1. mgr. 12. gr. bætist setningin: „Til landsfundar skal boða með mánaðar fyrirvara.“

Greinin verður þá svohljóðandi:Landsfund skal halda á tímabilinu apríl-júní það ár,

sem þing er ekki haldið. Til landsfundar skal boða með mánaðar fyrirvara.

Stjórn VSSÍ ákveður samkomustað hans.Greinargerð með lagabreytingu.Ástæða breytingarinnar er sú að í ákvæði 12. gr. er

ekki tekið fram með hvaða fyrirvara boða skuli til lands-fundar. Við breytinguna verður samræmi á milli 8. og 12. gr. laganna en í 8. gr. er getið um fyrirvara á fundar-boði til þinga í landsfjórðungum. Í báðum tilvikum gildir þá að boða skuli til fundanna með mánaðar fyrir vara.

Borgþór Eydal Pálsson, formaður Laganefndar.

Launamálanefnd VSSÍÞað er í sjálfu sér ekki mikið um kjara samninga að ræða því þeir hafa verið í algjöru frosti frá því í febrúar 2009.

Frá síðasta fundi, sem haldin var í júní 2009 í Hall ormsstað, hafa orðið gríðarlegar hamfarir í atvinnumál-um þjóðarinnar, t.d er byggingariðn-aðurinn nær horfinn, verslun og þjón-usta berjast í bökkum, engar nýjar stórframkvæmdir, lítill sem enginn stuðningur er við at-vinnu lífið og nú er mesta atvinnuleysi sem sögur fara af frá stofnun lýðveldisins Ísland. Ríkistjórnin er algjör-lega máttlaus og viljalaus í því að skapa ný atvinnutæki-færi. Ríkistjórnin leggur frekar stein í götu þeirra sem reyna að byggja upp ný atvinnutækifæri. Horfurnar eru ekki góðar á þessari stundu, en vonandi fer þessum ham- förum að ljúka og stjórnvöld taki rykið úr augun um.

SA og ASÍ gerðu með sér samkomulag 25. febrúar 2009, sem var svohljóðandi. „Með vísan til samkomulags aðila um frestun endurskoðunar- og framlengingar-ákvæða samninga dags. 25. febrúar 2009, þar sem fram

kom m.a. að Samtök atvinnulífsins treystu sér ekki til þess að standa við launalið kjarasamningana á þeim tíma-setningum sem um var samið.

Næsta launahækkun 2,5% kemur til framkvæmda 1. júní 2010.

Allir kjarasamningar við VSSÍ hafa verið tengdir við þessa samþykkt hjá SA og ASÍ en þessir vinnuveitendur eru: Launanefnd sveitarfélaganna, ríki og Fjármála ráðu-neyti, Siglingastofnun og Reykjavíkurborg, Strætó bs., Faxaflóahafnir, Hafnarfjarðarbær og Orkuveita Reykja -víkur.

Allir samningar eru nú í verulega miklu uppnámi, meðal annars vegna þess að SA er búið að segja sig frá stöðuleikasamkomulagi, sem ASÍ og ríkið höfðu skrifað undir í mars 2009.

Nú vita menn ekki hver framtíðin er eða verður á vinnumörkuðum hér á Íslandi næstu mánuði eða ár.

Algjörlega er óásættanlegt fyrir verkstjóra, sem eru greiðendur í almenna lífeyrissjóðakerfið er að þeir eru þessa dagana að horfa upp á skerðingar á lífeyris greiðsl-um, sem nema allt að 17%. Skerðing til þeirra, sem byggðu þessa lífeyrissjóði upp og vonuðust til að geta notið elliáranna áhyggjulaust. Á sama tíma og almennir lífeyris sjóðsfélagar verða fyrir þessari skerðingu þá verða þeir hinir sömu að skila inn fjármunum í formi tekjuskatta, sem síðan eru notaðir meðal annars til að halda upp lífeyrissjóðakerfi ríkisins en þar á bæ eru engar skerðingar. Þessi mismunun þjóðfélagsþegna er algjörlega óásættanlegur og VSSÍ krefst þess að á þessu verði gerðar viðeigandi breytingar.

Stjórnendur eru hvattir til að afla sér endurmennt-unar og vera duglegir til að nota sér Endurmenntunar-sjóð, sem er í vörslu VSSÍ og SA.

Það var mikið fyrir því haft að fá SA til að viðurkenna að stjórnendur þyrftu á endurmenntun að halda og koma kröfu um það inn í kjarasamninga.

Atvinnumálanefnd hefur undanfarin ár verið með nokkr ar kröfur, sem nauðsynlegt er að koma inn í samn-inga ef og þegar kjaraviðræður hefjast á ný.

Helstu kröfur VSSÍ eru:

Flýtistarfslokasamningar: Krafan um flýtistarfslokasamninga hafa ekki hlotið

hljómgrunn hjá atvinnurekendum en við höldum áfram þessari baráttu í næstu kjaraviðræðum.

Endurmenntun: Fyrirtækin búa við síaukna samkeppni, bæði innan

lands og utan. Til þess að fyrirtækin nái árangri þurfa starfsmenn-

irnir að hafa þekkingu. Við verðum ekki samkeppnis-

Skúli Sigurðsson.

VERKSTJÓRINN - 19

hæfir í störfum okkar nema að við séum stöðugt í endur-menntun. Það er bæði hagur starfsmanns og fyrirtækis að hafa hæfa starfsmenn.

Sérkröfur stjórnenda: Sérkröfur stjórnenda á vinnumarkaði eru endur-

mennt un og efling starfsmenntunar.

Fastlaunasamningar: Nú eru uppi vaxandi kröfur frá vinnuveitendum að

setja stjórnendur sína á fastlaunasamninga. Þeir geta verið ágætir, þó að þar sé sannanlega margt að varast. T.d. þarf að leggja mikla áherslu á endurskoðunarákvæði og einhverja þröskulda, sem hindra óhóflegt vinnuálag.

Launaskrið: Hafa verkstjórar fylgt skriðinu?Þar sem engir launataxtar eru í almennum kjarasamn-

ingum VSSÍ þá hefur félagsmönnum verið vandi á hönd-um að meta launastöðu sína miðað við aðra þegar þeir ráða sig til starfa. Stjórn VSSÍ samþykkti að fá Capa-cent til að gera launakönnun haustið 2009 en fyrri launa -könnun geta félagsmenn fundið á heimasíðu VSSÍ.

Verbólgan skerðir kaupmátt eins og þekkt er en í kjara- samningum síðustu ára hafa verið fyrirvarar um verð-bólguviðmið, sem metin skulu af ákveðinni nefnd SA og ASÍ.

Séreignasparnaður: Við viljum aukin framlög í séreignasjóði.

Tryggingarpakki: Við höfnum skerðingu á frítíma- og örorkuslysatrygg-

ingu og krefjumst að við endurskoðun á tryggingarkafla samningsins verði þess gætt að enginn munur verði á starfs- og frítímatryggingu.

Sjúkrasjóður: Við viljum að við næstu samningagerð verði endur-

heimt sú skerðing á greiðslu til sjúkrasjóðs sem ríki og

borg knúðu fram í síðustu kjarasamningum. Það er að segja að við viljum fá 1% af launum í stað 0.75% sem er í dag.

Við krefjumst þess að farið verði eftir landslögum með vísan til laga nr. 19, 7 gr., 9. gr. og 10. gr. frá 1. maí 1979 og uppfært árið 2000 um 1% framlag.

Þegar allt kemur til alls þá er sjúkrasjóður VSSÍ eitt mesta hjálpartæki þeirra sem lent hafa í langvarandi veikindum og eða slysum.

Lífeyrissjóðir: Lífeyrisréttur þeirra sem vinna á frjálsa markaðinum

er enn langt á eftir þeim réttindum sem opinberir starfs-menn hafa. Það er forgangsverkefni í náinni framtíð að leiðrétta þennan mun. Það er krafa verkstjóra að stjórn-endur Sameinaða lífeyrissjóðsins sjái til þess að eigend-ur sjóðsins verði betur upplýstir, t.d hvar þeir geti fengið aðstoð við að rétta hlut sinn og um alla útgreiðslumögu-leika þegar kemur að töku lífeyris.

Samræmdir kjarasamningar: Það hlýtur að vera mönnum umhugsunarefni hversu

samræmdir kjarasamningar eru orðnir. Ríkið og Reykja-víkurborg virðast alveg vera búin að samræma sína samn inga og Samtök atvinnulífsins vinna að því hörð-um höndum að hafa alla samninga nær samhljóða. Einnig virðist sem svo að þeir aðilar sem fyrst ganga frá sínum samningu séu í raun að semja fyrir alla hina. Þeir sem á eftir koma geta varla hnikað til orði.

Skattgreiðslur: Krafa allra stjórnenda, sem fá og eiga eftir að fá greitt

úr lífeyrissjóði og séreignasparnaði, er sú að skattgreiðsl-um verði breytt þannig að t.d af 50% greiðslu úr lífeyris-sjóði og séreignasparnaði verði greiddur 15% fjármagns-tekjuskattur, en ekki 41% eins og er í dag.

Skúli Sigurðsson, formaður Launamálanefndar.

Landsfundur Verkstjórasambands Íslands haldinn á Grand Hótel í Reykjavík þann 8. maí 2010 skorar á bæjar- og sveitarstjórnir landsins að beita sér án tafar fyrir endurreisn atvinnulífsins.

Landsfundur Verkstjórasambands Íslands haldinn á Grand Hótel í Reykjavík þann 8. maí 2010 skorar á bæjar- og sveitarstjórnir landsins að beita sér af alefli fyrir uppbyggingu atvinnulífs hver á sínu svæði.

Ályktun 33. landsfundar Verkstjórasambands Íslands

20 - VERKSTJÓRINN

Frá síðasta landsfundi hafa 105 félagar fengið úthlutað kr. 2.610.682,- úr Menntunarsjóði VSSÍ. Þar af hafa 60 félagar fengið styrk vegna vinnutengdra námskeiða að upphæð kr. 1.853.258,- og skiptast styrkirnir þannig:

Þeir sem sóttu námskeið upp að 100.000,- kr. fengu 35.000,kr.

Þeir sem sóttu námskeið yfir 100.000,- kr. fengu 45.000,- kr.

Hámarksstyrkur var 80% af námskeiðakostnaði. Alls fengu 45 félagar styrk vegna tómstundanám-

skeiða, samtals kr. 757.424,- og var greitt 20.000,- kr. fyrir hvert námskeið en aldrei hærra en 80% af nám-skeiðakostnaði.

Form úthlutunar hjá stjórn Menntunarsjóðs er þannig að skrifstofa VSSÍ sendir umsóknir sem fyrir liggja mánaðarlega til stjórnar sjóðsins eftir að hafa flokkað þær og farið yfir styrkhæfi umsækjanda. Hefur þetta verklag gengið mjög vel.

Eins og um var talað á síðasta þingi þá er ætlunin að endurskoða úthlutunarupphæðir eftir að Starfsmennta-sjóður SA og VSSÍ væri komin af stað með sínar úthlut-anir. Frá áramótum hefur verið úthlutað úr þeim sjóði og á reglulegum fundum er verið að þróa sjóðinn en regl-ur hans verða endurskoðaðar um næstkomandi áramót.

Nú er stjórn Menntunarsjóðs VSSÍ að samræma upp-

hæðir í líkingu við það sem er hjá sameiginlegum sjóði SA - VSSÍ.

Reikningar sýna góða stöðu Menntunarsjóðs VSSÍ en 30. apríl 2010 var hún 20.480.186,- kr. í plús.

Stjórn sjóðsins leggur fyrir landsfund eftirfarandi til-lögu til hækkunar á styrkjum úr Menntunarsjóði VSSÍ:

Styrkur v/ tómstundanámskeiða fari úr 20.000,- kr. í 30.000,- kr.

Styrkur v/ vinnutengdra námskeiða að 100 þús. fari úr 35.000,- kr. í 50.000,- kr.

Styrkur v/ vinnutengdra námskeiða yfir 100 þús. fari úr 45.000,- kr. í 65.000,- kr.

Styrkir fari aldrei yfir 80% af upphæð námskeiðs.Ef landsfundur samþykkir þessar hækkanir þá liggur

fyrir að samræma þarf reglugerð Menntunarsjóðs grein 5.3 og bera undir fund til samþykktar.

Það er vilji stjórnar Menntunarsjóðs VSSÍ að lands-fundur taki afstöðu til þeirra hugmynda af breytingum sem hér hafa verið reifaðar.

Endurskoðun á sjóðnum verður lögð fyrir næsta þing VSSÍ og þá ákveðið hvort breyta þurfi úthlutunarreglur og upphæðir miðað við fengna reynslu.

Jóhann Baldursson, formaður Menntunarsjóðs VSSÍ.

Skýrsla Menntunarsjóðs VSSÍ

Tjörnes. Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 21

Skýrslur félaga til 33. landsfundar VSSÍ

Hér að neðan verða birtar styttar og endursagðar skýrsl ur félaga til 33. landsfundar VSSÍ.

Starfsemi félagsins hefur verið með hefðbundnum hætti síðastliðið ár. Tveir stjórnarfundir hafa verið haldnir á tímabilinu.

Félagsgjöld voru hækkuð á árinu úr kr. 2.000,- í kr. 2.500,- á mánuði og var hækkunin til að mæta hækkuðu aðildargjaldi VSSÍ og jafnframt að bæta afkomu félags-ins.

Leiga á orlofsíbúð félagsins í Gullsmára hefur ekki geng ið nógu vel og duga tekjur af henni ekki fyrir rekstri. Staða félagssjóðs er í lagi.

Fjöldi félagsmanna um áramót var 61 félagi, þar af 5 konur, 10 aldraðir og 1 öryrki.

Gert var ráð fyrir að aðalfundur félagsins yrði hald-

inn 22. maí 2010 en af því varð ekki og var honum frest-að fram í nóvember. Aðalfundurinn var síðan haldinn 13. nóvember og var Guðmundur Stefán Gíslason kos-inn þar meðstjórnandi í stað Kristjáns Grétars Schmidt.

Stjórn félagsins skipa:Sveinn Guðjónsson, formaður. Smári Garðarsson, varaformaður.Ásdís Hansdóttir, ritari. Guðmundur S. Ásgeirsson, gjaldkeri. Guðmundur Stefán Gíslason, meðstjórnandi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 23. mars 2010. Störf stjórnar voru með hefðbundnum hætti síðasta

starfsár. Haldnir voru 6 stjórnarfundir auk þess sem einstakir stjórnarmenn hafa komið saman til að leysa mál er upp hafa komið.

Verkstjórafélag Vestfjarða

Verkstjórafélag Akraness

Ljósm. ÁBÁ

22 - VERKSTJÓRINN

Formaður og gjaldkeri sóttu 33. þing Verkstjóra sam-bandsins, sem haldið var á Hallormsstað 4. til 7. júní 2009.

Þingið tókst í alla staði mjög vel og var þeim sem að því stóðu til mikils sóma.

Á þinginu ræddu fulltrúar félagsins óformlega við full-trúa frá Borgarnesi og Snæfellsnesi um meira samstarf og jafnvel sameiningu að hluta til en ekkert hefur verið rætt meira um þessi mál eftir þingið.

Á liðnu ári var fortjald keypt á annað fellihýsi félags-ins. Útleiga á húsbíl og tveimur fellihýsum til félags-manna gekk mjög vel og voru flestar vikur leigðar út frá byrjun júní til lok ágústmánaðar.

Vikuleiga á húsbílnum til félagsmanna var kr. 25.000,- en á fellihýsum kr. 10.000,-.

Um síðustu áramót voru 82 meðlimir í félaginu. Kosið var um gjaldkera og varaformann á síðasta aðalfundi, sem haldinn var 28. apríl 2009.

Endurskoðendur félagsins eru Valgeir Valgeirsson og Guðbrandur Þorvaldsson.

Stjórn félagsins skipa:Birgir Elínbergsson, formaður.Einar Bjargmundsson, varaformaður.Jóhannes Hreggviðsson, ritari.Kristján Sveinsson, gjaldkeri.Guðbrandur Þorvaldsson, meðstjórnandi.

Mikil tími fór í að undirbúa landsþing VSSÍ, sem haldið var á Hallormsstað vorið 2009. Þátttakendur voru sam-mála um að þinghaldið hafi tekist vel. Félagið komst fjárhagslega mjög vel frá þessu þinghaldi með styrkjum frá VSSÍ, fyrirtækjunum Síldarvinnslunni hf., Eskju hf., Brimberg hf. og Loðnuvinnslunni hf.

Öllum þessum aðilum eru færðar þakkir fyrir stuðn-inginn.

Fimm hefðbundnir stjórnarfundir voru haldnir á ár-inu þar sem meðal annars var rædd leiga á íbúðum og

sumar húsi. Ákveðið var að taka á leigu sumarhús að Kiða-bergi í Grímsnesi en eins og félagar vita þá hefur félag ið ekki verið með sumarhús undafarin ár.

Þann 4. október 2009 voru liðin 50 ár frá stofnun félags- ins. Stjórn félagsins ákvað að minnast þessara tímamóta með því að heimsækja félagsmenn. Á haustdögum var haldið á Djúpavog og Hornafjörð þar sem félagsmönnum og fjölskyldum þeirra var boðið til samverustundar með veitingum. Síðan var haldið sömu erinda á Norðfjörð og Eskifjörð þar sem Reyðfirðingar voru einnig boðaðir. Stjórn in vill þakka þeim sem sáu sér fært að mæta, sem því miður voru of fáir. Fyrirhugað er framhald á þessum heimsóknum og verður það kynnt með bréfi þegar þar að kemur.

Verkstjórafélag Austurlands veitir nemendum fram-haldsskólana árlega viðurkenningar í formi bókagjafar.

Um síðustu áramót voru félagar 349. Karlar eru 299 en konur 50. Félögum hefur fjölgað á árinu. Gjaldskyldir til sambandsins um áramót voru 315 en 34 einstakling-ar eru óvinnufærir eða 70 ára og eldri.

Stjórn félagsins skipa:Benedikt Jóhannsson, formaður. Heimir Ásgeirsson, varaformaður. Skúli Björnsson, ritari. Sigurbjörg Hjaltadóttir, gjaldkeri. Grétar Arnþórsson, meðstjórnandi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 22. mars 2010. Gríðar-legar hamfarir hafa orðið í atvinnumálum þjóðarinnar frá síðasta aðalfundi.

Byggingariðnaður er nær horfinn, verslun og þjónusta berjast í bökkum og engar nýjar stórframkvæmdir í aug-sýn. Lítill sem enginn stuðningur er við atvinnulífið og mesta atvinnuleysi, sem sögur fara af frá stofnun lýð-veldis ins Ísland er viðvarandi.

Ríkistjórnin er algjörlega máttlaus og viljalaus í því

Verkstjórafélag Austurlands Verkstjórafélag

Reykjavíkur,félag stjórnenda

VERKSTJÓRINN - 23

að skapa ný atvinnutækifæri og horfurnar ekki góðar en vonandi fer þessum hamförum að ljúka.

Allir samningar eru í uppnámi þar sem framtíðin er óljós á vinnumarkaðnum.

Trúnaðarráð félagsins boðaði til opins fundar 4. febrú-ar 2009 þar sem Eyþór Eðvarðsson var með fyrirlestur og aftur 4. nóvember 2009 en á þeim fundi flutti Jón Bjarni Bjarnason, markþjálfi erindi.

Engin námskeið voru haldin árið 2009 en 9 félags-menn fengu fræðslustyrk og íþróttastyrk 123 félags-menn. Styrk til heyrnartækja- eða gleraugnakaupa fengu 17 félagsmenn.

Útfararstyrkir voru greiddir vegna 13 látinna félags-manna alls kr. 1.6 miljónir.

Algjör sprenging hefur orðið á árinu 2009 hvað varðar umsóknir í alla styrki, sem VFR býður félagsmönnum og er ekki annað á sjá en að fjölgun umsókna haldi áfram árið 2010.

Á jólatrésskemmtun félagsins, sem haldin var 27. desember 2009, mættu 320 einstaklingar.

Eignir orlofssjóðs voru kr. 73,6 milljónir í árslok 2009 þar af handbært fé kr. 10,3 milljónir.

Árið 2010 bauð félagið greiðslumiða fyrir tvo á Eddu- og Fosshótel á landinu og skertist punktastaða þeirra félags manna, sem það nýttu sér eins og um úthlutun á sumarbústað væri að ræða.

Félagið sendi 10 fulltrúa á þing VSSÍ, sem haldið var að Hallormsstað dagana 4. til 7. júní 2009, og þakkar félagið móttökur Verkstjórafélags Austurlands.

Um mánaðarmótin apríl – maí 2010 voru 33 félags-menn atvinnulausir og hefur þeim fjölgað um 10 frá því í febrúar – mars 2010.

Svo að félagsmaður missi ekki rétt sinn í sjúkrasjóði VSSÍ hefur VFR ákveðið að hjálpa félagsmönnum með þeim hætti að greiða lámarksgjald í sjúkrasjóðinn, sem er kr. 1500 á mánuði. Ástæða þessa er að félagsmaður missir réttindi hafi hann ekki greitt til sjóðsins í 12 mán-uði.

Margir hafa nýtt sér þann möguleika að taka eina milljón út úr viðbótarlífeyrissparnaði sínum eftir að ríkis stjórn landsins gaf einstaklingum möguleika á því árið 2009. Þessa heimild er nú búið að framlengja til 1. apríl 2011 með hámarki kr. 2,5 miljónir.

Aðildarfélagsgjald til VSSÍ hefur hækkað um 30% frá árinu 2007 en á sama tíma hefur félagsgjaldið hjá VFR verðið sama krónutala eða 3.500 kr. og stjórnarlaun VFR haldist óbreytt frá sama tíma.

Rekstur og félagsstarf VFR hefur gengið vonum fram-ar og í spilunum er ekkert sjáanlegt, sem ætti að raska því.

Fjárhagsstaða félagsins er góð og tekjuafgangur nam

kr. 3,2 milljónum árið 2009. Handbært fé í félagssjóði var um áramót 26,6 milljónir.

Um liðin áramót voru félagar 674 þar af 506 skatt-skyldir til VSSÍ. Nýskráningar á árinu voru þrjátíu og einn.

Gefin voru út 3 tölublöð af 10. árgangi Stjórnandans.

Stjórn félagsins skipa:Skúli Sigurðsson, formaður.Pálína K. Árnadóttir, ritari.Jóhann Baldursson, gjaldkeri.Guðni Hannesson, varaformaður.Jón Hersteinn Jónasson, meðstjórnandi.Atli Viðar Kristinsson, varamaður.Sigurður Harðarson, varamaður.

Síðasta ár, og raunar nánast allt árið þar á undan, hefur einkennst af róti og óvissu á vinnumarkaði. Við Borg firð-ingar höfum ekki farið varhluta af þessu upplausnar-ástandi og fólk hefur tapað atvinnu og sumir misst veru-legan hluta af nauðsynlegum tekjum til að tryggja af-komu sína.

Ekki er séð fyrir endann á þessu ástandi og þó svo að niðursveiflan sé kannski komin á botninn er langt í frá að byrjað sé að rofa til.

Vinnuveitendur hafa lent í greiðsluvanda og þó fólk haldi vinnu þá eru brögð að því að ekki séu greidd gjöld af þeim og einnig eru einyrkjar í vanda með slíkar greiðsl-ur.

Spyrja má hvort sambandið geti aðstoðað þá sem lenda í verstu pyttunum og þá er ekki aðeins horft til innheimtuaðstoðar, sem þó er afar þakkarverð og ekki á færi allra.

Starfsemi félagsins hefur verið með óbreyttu sniði og þó að fyrirsjáanleg fækkun sé í félaginu er líklegt að það lagist á næstu árum. Sameining félaga á Vesturlandi hefur verið rædd en engin niðurstaða er komin í það

Verkstjórafélag Borgarness

24 - VERKSTJÓRINN

mál. Sameining yrði til verulegra bóta en vissulega er um að ræða mismunandi stöðu félaganna og kannski erfitt að samræma þann þátt.

Sá þáttur í starfseminni, sem snýr beint að orlofsmál-um er nú mjög líklega að breytast verulega og á ugg-laust eftir að þróast meira á næstu árum. Ferðavagnarnir, sem félagið hefur verið með, fara væntanlega í sölu en á móti verður tekið upp breytt kerfi, sem tryggir fleirum aðgang að orlofsstyrkjum. Það hefur verið svo að eldri félagar og fleiri hafa ekki treyst sér til að nota vagnana og þar af leiðandi hefur aðgangur að orlofssjóði ekki verið tryggður fyrir alla. Sennilega verður farið í punkta-kerfi, sem gefur réttindi til niðurgreiðslu á orlofskostn-aði eftir reikningi að einhverju hámarki. Slíkt þarf að útfæra eftir reynslu næstu ára og annarra félaga sem nota svipað kerfi.

Samþykkt var á þinginu á Hallormsstað að Borg firð-ingar og Skagfirðingar haldi næsta þing sambandsins. Verið er að slípa þetta til og er ekki reiknað með lækkun á staðli í sambandi við aðbúnað þings og gesta.

Stjórn félagsins skipa:Einar Óskarsson, formaður. Valdimar Guðmundsson, varaformaður. Björn Hermannsson, ritari. Ragnheiður Þorgeirsdóttir, gjaldkeri.Gísli V. Halldórsson, meðstjórnandi.

Félagar í Verkstjórafélagi Vestmannaeyja voru um síð-ustu áramót 86 talsins, 81 karl og 5 konur, þar af er 71 gjaldskyldur og 17 gjaldfríir.

Árið áður voru félagar 93 og hefur því fækkað um 7 í félaginu.

Aðalfundur félagsins var haldinn 27. apríl 2010 og mættu 11 manns á fundinn.

Bókaðir stjórnarfundir voru 4 á síðastliðnu ári auk

óformlegra funda. Innheimta félagsgjalda og gjalda í orlofssjóð fer fram á vegum Verkstjórasambandsins.

Orlofshús félagsins að Hvíld var í leigu í 134 daga á ár inu. Um var að ræða 14 vikuleigur og 12 helgarleigur, sem er 21 dögum fleiri en árið áður.

Á þingum og fundum sambandsins hafa nafnbreyt-ingar á Verkstjórafélögunum og Verkstjórasambandinu verið ræddar. Eitt félag hefur þegar breytt nafni sínu en það er Verkstjórafélag Suðurlands sem heitir nú Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi.

Það er skoðun stjórnar Verkstjórafélags Vestmanna-eyja að ekki sé þörf á að breyta nafni félagsins enda hef-ur nafnið dugað félaginu hingað til. Nafnið hefur ekki verið neinn þröskuldur fyrir aðildarumsóknum því að á meðal félagsmanna eru hárgreiðslukonur, tæknifræðing-ur, útgerðarstjórar og eigendur fyrirtækja.

Verkstjórafélag Vestmannaeyja sér því ekki ástæðu til að breyta nafni félagsins.

Stjórn félagsins skipa:Borgþór Eydal Pálsson, formaður.Alexander Matthíasson, varaformaður.Einar Bjarnason, ritari.Gunnar Geir Gústafsson, gjaldkeri.Víkingur Smárason, meðstjórnandi.

Aðalfundur félagsins var haldinn 30. apríl 2010 að Gauks-mýri í Vestur-Húnavatnssýslu og var snæddur kvöld-verður að loknum fundi í boði félagsins.

Starfsemi félagsins hefur verið með svipuðum hætti og undanfarin ár. Félagar eru nú 88 talsins og þar af 18 aldraðir. Fjárhagsstaða félagsins er góð og var afgangur á félags- og orlofssjóði í árslok.

Leiga á orlofshúsi félagsins gekk vel og voru leigðar út 19 vikur. Á aðalfundinum 2009 var samþykkt að greiða félögum orlofsstyrk að upphæð kr. 10.000,- og nýttu 75 félagar sér hann. Atvinnuástand á svæðinu er sæmileg

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Verkstjórafélag Norðurlands vestra

VERKSTJÓRINN - 25

og var aðeins 1 verkstjóri atvinnulaus um síðustu ára-mót.

Stjórn félagsins skipa:Hörður Þórarinsson, formaður.Víglundur Pétursson, varaformaður.Stefán Hafsteinsson, ritari.Ragnar Árnason, gjaldkeri.

Aðalfundur VFH var haldinn 17. apríl 2010.Störf stjórnar hafa verið með hefðbundnum hætti síð-

asta starfsár. Stjórnarfundir voru 13 talsins á milli aðal-funda auk ýmissa aukafunda þar sem leyst voru mál líðandi stundar.

Stjórnarfundir félagsins eru haldnir fyrsta fimmtu-dag hvers mánaðar kl 17:30 í húsnæði félagsins að Hellis götu 16.

Gestur aðalfundar var Kristján Örn Jónsson forseti VSSÍ og ræddi hann ýmis málefni Verkstjóra samtak-anna.

Þrír fulltrúar frá félaginu sátu 33. þing VSSÍ, sem haldið var 4. til 7. júni 2009 að Hallormsstað og eru félags-menn hvattir til að kynna sér samþykktir fundarins á vefslóðinni www.vssi.is og einnig í blaðinu „Verkstjórinn“ sem kom út í desember 2009.

Einnig eru allir félagsmenn hvattir til að skoðað samn-inga, réttindi sín og ýmsa afslætti á slóðinni www.vssi.is.

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar er með heimasíðu inn á vef VSSÍ þar sem koma munu fram tilkynningar frá stjórninni um félagsstarfið í framtíðinni.

Á árinu 2010 verður Verkstjórafélag Hafnarfjarðar 70 ára en félagið var stofnað í desember 1940. Félagsmenn eru hvattir til að kynna félagið fyrir öðrum stjórnendum, sem ekki eru í stjórnunarfélagi. Það er nauðsynlegt fyrir starf félagsins og samtökin í heild að félagafjölgun verði í þeirra röðum því að fjölgun ein og sér eflir félögin og samtökin.

Félagið á tvö mikið stækkuð sumarhús en það eru Reynisstaðir í Úthlíð í Biskupstungum og Dalakofinn í Reykjadal við Flúði.

Rekstur sumarhúsanna hefur gengið vel og er mjög góð nýting á báðum bústöðunum af félagsmönnum og ber að þakka þeim, sem hafa komið að rekstri og við haldi þeirra.

Fjöldi félaga VFH um síðustu áramót var 169 einstakl-ingar. Af þessum fjölda eru 133 gjaldskyldir, aldraðir 36 og 2 heiðursfélagar.

Fjárhagsleg staða félagsins er mjög góð.

Stjórn félagsins skipa:Steindór Gunnarsson, formaður.Gunnar Guðnason, ritari.Reynir Kristjánsson, gjaldkeri.Guðbjartur Þormóðsson, meðstjórnandi.Ásmundur Jónsson, meðstjórnandi.Bergsveinn Bergsveinsson, meðstjórnandi.Kjartan Salómonsson, meðstjórnandi.

Haldnir voru sjö stjórnarfundir í Verkstjórafélagi Akur-eyr ar og nágrennis á síðasta starfsári. Fundirnir sner-ust um hin ýmsu málefni, svo sem orlofsmál, útleigur orlofs húsa o.fl.

Leigan á íbúð félagsins í Ofanleiti gekk mjög vel en kvartað hefur verið undan umgengni. Af þeim sökum hefur verið ákveðið að fella niður helgarleigur en leigja íbúðina eingöngu viku í senn og hefur það gengið mjög vel.

Sumarhúsin í Ólafsfirði hafa ekki verið vel nýtt og má þar kenna um aldri húsanna ásamt aðbúnaði. Vegna þessa hefur verið samið um niðurrif eldra hússins á Vatns-enda og er búið að teikna nýtt hús í stað þess. Vonandi hefjast framkvæmdir þar á næsta ári.

Á síðasta ári var félagið rekið með minni hagnaði en oft áður. Það má rekja til gjaldþrota og vaxandi atvinnu-

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

26 - VERKSTJÓRINN

leysis félagsmanna. Því er ekki að leyna að félagsmenn eru að verða of fáir og aldursdreifing í félaginu í hærri kantinum. Því er mikilvægt að afla nýrra félaga og verð-ur það forgangsverkefni stjórnar. Starfsemi félagsins hefur að öðru leyti gengið vel.

Stjórn félagsins skipa:Eggert H. Jónsson, formaður. Sveinn Egilsson, varaformaður. Þórhalla Þórhallsdóttir, ritari. Gunnar B. Gestsson, gjaldkeri.Sigurður E. Tryggvason, stjórnarmaður.

Verkstjórafélag Snæfellsness hefur haldið sína aðalfundi að hausti og því hefur aðalfundur fyrir síðasta ár ekki verið haldinn. Um síðustu áramót voru í félaginu 140 manns.

Orlofshúsanefnd sér um eignir félagsins, sem eru tvær íbúðir í Reykjavík og sumarhús í Svartagili. Íbúðir félagsins í Reykjavík hafa verið þokkalegar nýttar en töluverð vandræði hafa verið með vatnsskort í Svartagili. Vonandi sér nú fyrir endann á því vandamáli.

Undanfarin ár hafa verið gerðir leigusamningar við tjaldvagnaleigu í Stykkishólmi og tjaldvagnarnir síðan niðurgreiddir um kr. 13.000.- fyrir vikuleigu á þeim.

Full og óniðurgreidd leiga á vagni var á síðasta sumri kr. 30.000.- á viku.

Félagið veitir kr. 10.000.- í styrk til líkamsræktar og kr. 20.000.- styrk til þeirra sem sækja námskeið, sem tengjast vinnu viðkomandi.

Síðasti stjórnarfundur ákvað að senda út dreifibréf með upplýsingum um félagið og réttindi félagsmanna. Þar kemur meðal annars fram að umsóknarfrestur vegna leigu á Svartagili í sumar er til 15. maí 2010. Ákveð ið var á fundinum að setja þær vikur sem þá verða lausar á heimasíðu félagsins og verða þær til úthlutunar fyrir önnur verkstjórafélög.

Töluvert hefur verið um viðhald og endurbætur á íbúðum okkar í Reykjavík og sumarhúsinu í Svartagili. Atvinnuástand á svæðinu hefur verið þokkalegt.

Viðbót við skýrslu: Þann 10. október 2010 var aðalfundur félagsins hald-

inn í Stykkishólmi og var stjórn félagsins endurkjörin og er því óbreytt frá fyrra ári.

Stjórn félagsins skipa:Þorbergur Bæringsson formaður. Unnur María Rafnsdóttir, ritari. Andrés Kristjánsson, gjaldkeri. Ægir H. Þórðarson, meðstjórnandi.

Félagar í Verkstjórafélagi Suðurnesja voru um ára-mót 220. Karlar voru 184 og konur 36. Eldri félagar og öryrkjar voru 49. Greiðandi félagar voru því 171.

Fjöldi félaga hefur aukist um sjö frá síðustu áramót-um sem er mjög gott ef mið er tekið af stöðu efnahags-mála og þeirri kreppu, sem fyrirtæki eru að ganga í gegnum. Því miður koma of oft fregnir af uppsögnum manna og fyrirtæki eru að leggja niður starfsemi eða draga úr henni.

Atvinnuleysi meðal verkstjóra virðist talsvert, sérstak-lega á suðvesturhorni landsins.

Á Suðurnesjum er atvinnuleysi verkstjóra um 10% eða 17 félagar úr Verkstjórafélagi Suðurnesja um síð-ustu áramót. Þetta er talsvert há tala en fjöldi atvinnu-lausra hefur sveiflast frá 16 og upp í 18 allt síðasta ár. Nokkrir verkstjórar hafa verið á skrá hjá svæðisskrifstof-unni í allt að tvö ár.

Þetta er slæmt ástand því að hluti þessara einstakl-inga hefur verið í Verkstjórafélagi Suðurnesja í áratugi og þar með öðlast öll réttindi í Sjúkrasjóði VSSÍ en sam-kvæmt reglum Sjúkrasjóðs þá missa þeir réttindi sín ef ekki berast af þeim greiðslur innan eins árs.

Verkstjórafélag Snæfellsness Verkstjórafélag

Suðurnesja,félag stjórnenda á Suðurnesjum

VERKSTJÓRINN - 27

Greiðsla félagsgjalda af atvinnuleysisbótum gefur ekki rétt í sjúkrasjóði. Þetta mál var tekið upp hjá stjórn VSSÍ á síðasta ári og var þar tekin ákvörðun um að gefa félögunum, hverju fyrir sig, tækifæri á að leiðrétta þessi mál og er það í vinnslu hjá félaginu.

Notkun orlofseigna félagsins var með albesta móti á síðasta ári. Um 86% notkun var á orlofshúsinu í Húsa-felli, svipað á Akureyri eða rúm 86% og á Egilsstöðum var notkunin rúmlega 85%. Þarna er talsverður við-snúningur frá því sem áður var og verður vonandi svipuð aðsókn á komandi sumri. Utan orlofstíma voru leigur 37 talsins og leigutakar 19 félagsmenn og 18 utanfélags-menn. Akureyri var þar með áberandi bestu aðsóknina eða 27 leigur.

Þeir sem að rekstri félagsins standa, stjórn og orlofs-nefnd, leggja metnað sinn í að hafa orlofshúsin sem best og er fátt ofgott fyrir vellíðan þeirra félagsmanna, sem húsin sækja.

Atvinnuástand hefur verið afar óstöðugt síðasta ár og virðist síga heldur á verri veginn. Sveitarstjórnarmenn á Suðurnesjum hafa þó verið frekar bjartsýnir og binda menn vonir við að þeir hafi rétt fyrir sér. Verið er byggja álver í Helguvík og stórt gagnaver í Ásbrú. Það er von manna að þessi tvö verkefni klárist hið fyrsta og verði frekari lyftistöng fyrir Suðurnes. Hugmyndir eru svo um að opna sjúkrahúsið á Ásbrú með starfsemi fyrir erlenda sjúklinga. Með því að flytja fólk inn í landið til aðgerða erum við að opna fyrir innstreymi gjaldeyris auk þess að fjölga störfum. Þessar og fleiri aðgerðir eru nauðsyn-legar því þær lyfta undir vonina og virkja þann dugnað og kraft sem býr í fólkinu.

Því miður hefur sá viðsnúningur orðið á Suðurnesjum að stærstu fyrirtæki landsins í almennri verktöku hafa sótt verkefni annað og jafnvel flust burt þannig að áhrifa þeirra gætir ekki lengur nema að mjög litlu leyti.

Stjórn félagsins skipa:Úlfar Hermannsson, formaður. Valur Ármann Gunnarsson, varaformaður.Birna Sigbjörnsdóttir, ritari.Ingvar Jón Óskarsson, gjaldkeri. Halldór Guðmundsson, meðstjórnandi. Svanbjörg K. Magnúsdóttir, meðstjórnandi.

Aðalfundur Varðar var haldinn 21. apríl 2010. Á fund-inn mætti Kristján Örn Jónsson, forseti VSSÍ. Farið var yfir starfsemi félagsins á liðnu ári. Stjórn félagsins hélt fjóra kynningarfundi á haustmánuðum 2009 til að kynna félagið og leita eftir hvað það gæti gert betur eða annað en það hefur verið að gera. Farið var á eftirtalda staði, Vík í Mýrdal, Hvolsvöll, Selfoss og í Þorlákshöfn. Að sóknin að þessum fundum var ekki mikil en gaf félag-inu nýja félaga, sem vildu ganga til liðs við það. Meðal annars vegna þess að félagið hefur tekið miklum breyt-ingum er varðar ásýnd og þjónustu, eftir að það réð fyrir nokkrum árum starfsmann en við það varð betri aðgang-ur að félaginu. Þá er félagið ekki lengur verkstjórafélag heldur félag stjórnenda sem vinnur með stjórnendum í öllum stéttum þjóðlífsins.

Félögum sem greiða gjöld og eru vinnandi hefur fjölg-að og einnig þeim, sem eru komnir á eftirlaun og eru þeir hvattir til að nýta sér þjónustu félagsins.

Atvinnuástand er sæmilegt og hafa ekki margir stjórn-endur misst atvinnu sína, en þó of margir og er það helst í byggingariðnaðinum og verktakastarfseminni.

Fjárhagur félagsins er góður en lausafé var af skorn-um skammti vegna byggingar á húsnæðinu í Brekku-skógi og þess að félagsgjöldin hafa lækkað lítið eitt á milli ára vegna lækkandi launa í samfélaginu. Félags-gjald ið er 0,7% af launum.

Nokkur kostnaður hefur einnig hlotist af því að skipta um útlit á félaginu.

Félagið fór í endurfjármögnun á lánum og nú er lausa-fé og annað í rekstrinum í mjög góðu lagi. Þá hefur félag-ið greitt fyrir þá sem eru atvinnulausir það sem til þarf í sjúkrasjóð til að þeir haldi þar fullum réttindum. Þessir peningar hafa að hluta til verið teknir af félagsgjaldi, sem renna hefði átt í félagssjóð.

Frístundahúsið á Akureyri hefur verið í fastri leigu í vetur og eru þeir peningar, sem þar koma inn, nýttir til

����

Vörður, félag stjórnenda

á Suðurlandi

28 - VERKSTJÓRINN

að greiða fyrir hótelgistingu t.d í Reykjavík. Á sama tíma hefur húsið í Brekkuskógi verið að kalla fullnýtt allar helgar í vetur og lofar sumarið mjög góðu. Margir sækja um húsið og miklu fleiri en geta fengið.

Mikil ánægja er með hvernig félagið hefur þróast, með nafnabreytingunni, nýju lógói, nýrri ásýnd og nýrri heimasíðu, sem auðveldar félögum að sjá lausar helgar og vikur í frístundahúsum félagsins. Allt er þetta liður í ímynd félagsins og aukinni þjónustu þess því að um fram allt er félagið fyrir félagsmenn. Reynt er að gera mönn-um sem auðveldast fyrir að nýta það, sem félagsaðild in hefur upp á að bjóða.

Formaður og ritari voru endurkjörnir á aðalfundinum en um aðra stjórnarmenn var ekki kosið.

Nýir menn í varastjórn eru Ólafur Ragnarsson og Gest ur Haraldsson.

Aðalfundurinn samþykkti eftirfarandi ályktun til stjórnar VSSÍ: „Stjórn VSSÍ láti fara fram samkeppni um nýtt nafn á Verkstjórasambandi Íslands, sem gæfi betur til kynna fyrir hvað það stendur sem samtök stjórnenda“.

Stjórn félagsins skipa:Jón Ólafur Vilhjálmsson, formaður. Torfi Áskelsson, varaformaður. Birkir Pétursson, ritari. Sveinn Þórðarson, gjaldkeri. Gestur Haraldsson, varamaður. Ólafur Ragnarsson, varamaður.Guðmundur Guðbrandsson, varamaður.

Í ljós þess að félögum hefur fækkað og hlutfall aldraðra í félaginu hefur hækkað setti stjórn félagsins saman vinnu hóp til að rýna í framtíðina. Hópurinn fékk til liðs við sig Elínu Þorsteinsdóttur hjá Verkefnalausnum til að stýra stefnumótunarvinnunni. Staða félagsins var greind og kostir metnir. Um síðustu áramót voru félags-

menn 86. Gjaldskyldir voru 60 félagsmenn, sem starfa hjá 40 fyrirtækjum.

Hópurinn komst að sameiginlegri niðurstöðu og var hún lögð fram á aðalfundi Verkstjórafélagsins Þórs, sem haldinn var 8. apríl 2010 í matsal VS Framtaks í Garða-bæ.

Aðalfundur Þórs samþykkti tillögu stjórnar um að breyta nafni félagsins í Þór, félag stjórnenda. Nafna-breyt ingin er fyrsta skrefið í aðgerðaáætlun, sem til varð í stefnumótunar vinnu fyrir félagið.

Framtíðarsýn byggir á vilja til að starfrækja öflugt, traust og opið stjórnendafélag fyrir alla stjórnendur. Félag-ið á að vera lifandi og nútímalegt og það skal höfða til beggja kynja.

Aðalfundur samþykkti einnig að beina þeim tilmæl-um til stjórnar VSSÍ að láta fara fram samkeppni um nýtt nafn á Verkstjórasambandi Íslands, sem hefði það að markmiði að gefa betur til kynna fyrir hvað það stend-ur, sem samtök stjórnenda.

Það var mikið áfall fyrir félagið þegar Haukur Júlíus-son gjaldkeri félagsins féll frá eftir erfið veikindi á sl. ári og eins og vitað er þá var hann stór hluti af Verk stjóra-félaginu Þór. Mikill tími fór í að fara yfir öll þau gögn, sem Haukur hafði undir höndum eftir 26 ára setu sem gjaldkeri. Það hjálpaði þó mikið til hvað Haukur var vel skipulagður og hafði allt á hreinu.

Á síðasta starfsári voru haldnir 9 stjórnarfundir. Inn-heimta félagsgjalda gekk vel en skrifstofa sambandsins sér um innheimtuna. Rúrik L. Birgisson fráfarandi for-maður félagsins og Ægir Björgvinsson sátu 33. þing VSSÍ, sem haldið var á Hallormsstað dagana 4. til 7. júní 2009.

Þór rekur tvö orlofshús í Svartagili og hefur rekstur þeirra gengið ágætlega.

Félagið verður 75 ára í ár og er ætlunin að halda veg-legan afmælisfagnað af því tilefni þann 30. október 2010.

Stjórn félagsins skipa:Einar Sveinn Ólafsson, formaður.Jón Þ. Oliversson, varaformaður.Ægir Björgvinsson, gjaldkeri.Hilmar Kristinsson, ritari.Pétur H. Ágústsson, meðstjórnandi.

Þór, félag stjórnenda

����

VERKSTJÓRINN - 29

Á 32. þingi Verkstjórasambands Ísland, sem haldið var á Ísafirði kom fram svohljóðandi tillaga frá formanni sjúkra sjóðsstjórnar, Reyni Kristjánssyni:

„32. þing VSSÍ haldið á Ísafirði 31. maí til 2. júní 2007 samþykkir að Sjúkrasjóður verkstjóra gefi Fjórðungs-sjúkrahúsinu á Ísafirði kr. 700.000.- til kaupa á hjarta-skoðunartæki.“

Frá þessari gjöf var ekki gengið fyrr en nú í ár en þar er ekki við Verkstjórasambandið að sakast. Sannleikur-inn mun sá að málið hafi um tíma lent á milli þils og veggja fyrir vestan.

Ekki stóð á afhendingu gjafarinnar er málið komst á beinu brautina.

Helmer blóðpokakælir var afhentur Heilbrigðisstofn-un Vesturlands á Ísafirði í júní 2010 af þeim Reyni Kristjáns syni, formanni Sjúkrasjóðs VSSÍ og Kristjáni Erni Jóns syni, forseta VSSÍ.

ÁBÁ.

Gjöf Sjúkrasjóðs VSSÍ

����

Ísafjörður. Ljósm. ÁBÁ

30 - VERKSTJÓRINN

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar verður 70 ára 6. desember á þessu ári.

Tildrögin að stofnun félagsins var hrein stéttarbar-átta verkstjóra þegar allt snerist um að hafa í sig og á. Árið 1940 fóru verkstjórar í Hafnarfirði í alvöru að huga að stofnun félags í því augnamiði að þjappa hópnum saman og berjast fyrir bættum kjörum.

Stofnfundur félagsins var svo haldinn 6. desember 1940 og sátu hann eftirtaldir sjö menn.

Þorbjörn Eyjólfsson.Gísli Sigurgeirsson.Jóhannes Sigfússon.Jón Einarsson.Haraldur Kristjánsson. Þorvarður Þorvarðarson. Á fundinum var fyrsta stjórn félagsins kosin. For mað-

ur fyrstu stjórnar var kjörinn Haraldur Kristjánsson, ritari Gísli Sigurgeirsson og gjaldkeri Jóhannes Sigfús-son.

Í fyrstu fundargerðum félagsins má sjá að efst á baugi voru launamál og orlofsmál verkstjóra.

Árið 1946 var kosin ný stjórn, sem í sátu Þorleifur Guð mundsson, formaður, Óskar Evertsen, gjaldkeri og Þorbjörn Eyjólfsson, ritari.

Tveimur árum seinna, eða árið 1948, var þriðja stjórn félagsins kosin en í henni sátu Þórður Þórðarson, formað-ur, Gísli Sigurgeirsson, ritari og Torfi Gíslason, gjald keri.

Þórður Þórðarson átti síðan eftir að sitja lengst allra formanna í stjórn félagsins eða samfellt í 26 ár.

Árið 1952 voru kosnir í stjórn Þórður Þórðarson for-

maður, Níels Þórarinsson ritari, Þorbjörn Eyjólfsson gjaldkeri.

Árið 1958 voru kosnir í stjón Þórður Þórðarson for-maður, Níels Þórarinsson ritari, Jón Þ. Jónsson gjald-keri.

Árið 1966 voru kosnir í stjórn Þórður Þórðarson for-maður, Jón Vigfússon ritari, Magnús Þórðarson gjald-keri.

Árið 1968 voru kosnir í stjórn Þórður Þórðarson for-maður, Magnús Þórðarson ritari, Markús Jónsson gjald-keri.

Árið 1972 voru kosnir í stjórn Þórður Þórðarson for-maður, Bergsveinn Sigurðsson ritari, Markús Jónsson gjaldkeri.

Árið 1974 voru kosnir í stjórn Eiríkur Helgasson for-maður, Bergsveinn Sigurðsson ritari, Markús Jónsson gjaldkeri.

Árið 1979 voru kosnir í stjórn Kjartan Jónsson for-maður, Bergsveinn Sigurðsson ritari, Reynir Kristjáns-son gjaldkeri.

Árið 1981 var fjölgað í stjórn um tvo og í hana kosnir. Kjartan Jónsson formaður, Bergsveinn Sigurðsson rit-ari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri og meðstjórnendur Júlíus Sigurðsson og Róbert Örn Alfreðsson.

Árið 1983 voru kosnir í stjórn Bergsveinn Sigurðsson formaður, Júlíus Sigurðsson ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Kjartan Jónsson og Róbert Örn Alfreðsson meðstjórnendur.

Varamenn Guðbjartur Þormóðsson og Gunnar Guðna-son.

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar 70 ára

Látrabjarg. Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 31

Árið 1987 voru kosnir í stjórn Bergsveinn Sigurðsson formaður, Júlíus Sigurðsson ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Gunnar Guðnason og Róbert Örn Alfreðsson meðstjórnendur.

Varamenn Guðbjartur Þormóðsson og Gunnar Þ. Júlíusson.

Árið 1989 voru kosnir í stjórn Bergsveinn Sigurðsson formaður, Júlíus Sigurðsson ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Gunnar Guðnason, Birgir Eyjólfsson, Guðbjartur Þormóðsson og Erlingur Kristjánsson.

Árið 1993 voru kosnir í stjórn Erlingur Kristjánsson formaður, Gunnar Guðnason ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Steindór Gunnarsson, Birgir Eyjólfsson, Guðbjartur Þormóðsson og Guðmundur Rúnar Ólafsson.

Árið 1999 voru kosnir í stjórn Steindór Gunnarsson formaður, Gunnar Guðnason ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Birgir Eyjólfsson, Guðbjartur Þormóðsson, Björn Hilmarsson og Pétur Friðfinnsson

Árið 2001 voru kosnir í stjórn Steindór Gunnarsson formaður, Gunnar Guðnason ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Birgir Eyjólfsson, Guðbjartur Þormóðsson, Björn Hilmarsson og Ragnar Jónsson.

Árið 2007 voru kosnir í stjórn Steindór Gunnarsson formaður, Gunnar Guðnason ritari, Reynir Kristjánsson

gjaldkeri. Meðstjórnendur Guðbjartur Þormóðsson, Ásmundur Jónsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson og Ragnar Jónsson.

Árið 2009 voru kosnir í stjórn Steindór Gunnarsson formaður, Gunnar Guðnason ritari, Reynir Kristjánsson gjaldkeri. Meðstjórnendur Guðbjartur Þormóðsson, Bergsveinn S. Bergsveinsson, Ásmundur Jónsson og Kjartan F. Salómonsson.

Stjórnarkjör fer fram á tveggja ára fresti.Stöðugleiki hefur frá upphafi verið í stjórn félagsins

því að á þeim sjötíu árum frá stofnun þess hafa aðeins sjö menn gegnt stöðu formanns en þeir eru:

Haraldur Kristjánsson, Þorleifur Guðmundsson, Þórð-ur Þórðarson, Eiríkur Helgason, Kristján Jónsson, Berg-sveinn Sigurðsson, Erlingur Kristjánsson og núverandi formaður Steindór Gunnarsson.

Einnig hafa frá upphafi einungis átta gengt stöðu rit-ara, Haraldur Kristjánsson, Gísli Sigurgeirsson, Níels Þórarinsson, Jón Vigfússon, Magnús Þórðarson, Berg-sveinn Sigurðsson, Júlíus Sigurðsson og Gunnar Guðna-son

Gjaldkerar félagsins frá upphafi hafa verið átta. Jó hannes Sigfússon, Óskar Evertsen, Torfi Gíslason, Þorbjörn Eyjólfsson, Jón Þ. Jónsson, Magnús Þórðarson, Markús Jónsson og Reynir Kristjánsson.

Skrifstofuhúsnæði keypti félagið að Hellisgötu 16 í

Verkstjórafélag Hafnarfjarðar 70 ára - 2010Aftari röð frá vinstri: Ásmundur Jónsson, stjórnarmaður, Steindór Gunnarsson, formaður, Bergsveinn S. Bergsveinsson, stjórnarmaður. Fremri röð frá vinstri: Guðbjartur Þormóðsson, stjórnarmaður, Kjartan S. Salómonsson, stjórnarmaður,

Gunnar Guðnason, ritari, Reynir Kristjánsson, gjaldkeri.

32 - VERKSTJÓRINN

Hafnarfirði árið 1982 og síðan þá hafa allir stjórnar fund-ir félagsins verið haldnir þar.

Á þessum 70 árum frá stofnun félagsins hafa mörg markmið náðst sem þykja sjálfsögð í dag. Öll barátta krefst þess að samstaða og eftirfylgni fari saman og hafa stjórnir félagsins á hverjum tíma tekist á við þessi verk-efni af alhug og áhuga, allt meira og minna í sjálfboða-vinnu enda er yfirbygging félagsins engin enn þann dag í dag.

Þá hefur verið lyft grettistaki í menntunarmálum félagsmanna og öll umgjörð þess málaflokks verið end-urnýjuð og sniðin að þörfum nútíma félagsmannsins.

Lífeyrisréttindi hafa einnig tekið stökkbreytingum á þessu m árum og hefði engan órað fyrir því fyrir 70 árum að réttindastaða félagsmanna hefði verið með þeim hætti, sem hún er í dag. Auðvitað er þetta allt þessum góðu mönnum að þakka, sem hafa staðið vörð um rétt-indi og skyldur félagsmanna. Félagið hefur á öllum tímum haft á að skipa góðum mönnum sem tilbúnir eru í það að takast á við verkefni líðandi stundar og má því segja að félagið sé og verði ávallt síungt þar sem stjórnir og menn koma og fara. Og alltaf kemur inn nýtt blóð með nýjum mönnum.

Árið 1976 leigði félagið jörðina Knappsstaði í Fljótum, sem er gömul kirkjujörð og er elsta timburkirkja lands-ins staðsett þar. Var þá þegar hafist handa við endurgerð á íbúðarhúsinu.Var þar grettistaki lyft þar sem félags-menn lögðust á eitt um að vinna að uppbyggingu húss-ins á eins hagkvæman og vandaðan hátt fyrir félagið og unnt var og þarf ekki að nefna það að öll vinna var þar sjálfboðavinna.

Nutu félagsmenn þarna fagurrar náttúru að ógleymdri veiði í Stífluvatni allt til ársins 2001 að tekin var ákvörð-un um að endurnýja ekki samninginn.

Árið 1984 keypti félagið land í Svartagili í Borgarfirði og reisti þar sumarhús, sem þegar varð mjög vinsæll sumardvalarstaður félagsmanna enda náttúrufegurð Norðurárdals og Borgarfjarðar rómuð. Félagið rak Svartagilsbústaðinn allt til ársins 1993 að Norðurá flæddi yfir bakka sína í miklum leysingum, skemmdist þá bústaðurinn mikið og eftir endurbyggingu hans seldi félagið Svartagil árið 1993. Þá þegar var ráðist í að reisa sumarhúsið Reynistaði í Úthlíð í Biskuptungum. Það hefur verið mikið lukkuspor að reisa Reynisstaði því hann hefur í gegnum tíðina reynst vera afar vinsæll stað ur félagsmanna og hefur bústaðurinn verið stækk-aður tvisvar og er mjög rúmgóður í dag. Að því kom að eitt sumarhús fullnægði ekki þörfum félagsmanna. Því var það árið 1999 að félagið festi kaup á sumarhúsi í Reykjadal við Flúði og var sú paradís nefnd Dalakofinn. Sá bústaður hefur líka vakið lukku meðal félagsmanna og hefur hann einnig verið stækkaður og er mjög rúm-góður. Verkstjórafélag Hafnarfjarðar á því í dag tvö mjög vönduð og góð sumarhús. Ég get ekki látið hjá líða að nefna hérna þátt eiginkvenna stjórnarmanna í viðhaldi og standsetningu sumarhúsanna, sem ávallt hefur verið framkvæmt af mikilli alúð og elju og vil ég fyrir hönd félagsins þakka þeim sérstaklega fyrir þeirra þátt.

Ég vil einnig á þessum tímanótum þakka öllum þess-um stjórnarmönnum og mökum þeirra fyrir frábært og óeigingjarnt starf í þágu félagsins.

Steindór Gunnarsson, formaður Verkstjórafélags Hafnarfjarðar.

Á aðventuÁ hverju ári, á boðskapinn hlýðumáköf og full af þrá.Sem ennþá berst, með englum blíðumboðberum himnum frá.

Sjá, þeir stigu frá himnastóliog stöldruðu við um sinn.Með björtum rómi, að byggðu bóliþeir breiddu út boðskapinn.

„Hér fæddur var Hann, sem allir þráðu“heilagur Gabriel söng.Svar til þeirra, sem biðu og báðubljúgir, um síðkvöld löng.

Síðan Hann hefur um langa daga,heilögu orði dreift.Löngum hefur samt lífsins sagalogað, af andúð og heift.

Með von í brjósti vér ennþá biðjum,bjartsýn um betri tíð.Í hluttekning hvert annað styðjumog hörmum hverskyns stríð.

Einhvern tíma á einhverjum staðmun eilífur faðir sjá,Saklaust barnið biðja um það sem bjartar vonir þrá.

Og áfram vér munum ótrauð biðja,um eilífan frið á jörð.Um heilbrigðar þjóðir og hjörtu sem styðja,heilaga þakkargjörð.

Þorbjörg Gísladóttir 2010.

VERKSTJÓRINN - 33

Á sama tíma og þúsundir heimila eru undir hamrinum, atvinnuvegir ramba á barmi gjaldþrots, ríkisvaldið berst við að leggja niður heilbrigðisþjónustuna á landsbyggð-inni og hundruð milljóna arðgreiðslur líta dagsins ljós af milljarða niðurfellingu skulda þá kalla menn á samstöðu. Þetta ástand leiðir hugann að samtökum okkar verk-stjóra í dag.

Stöndum við jafnþétt saman og möguleiki er á? Þegar stórt er spurt er jafnan fátt um svör. Samruni félaga hef ur oft skotið upp kollinum á fundum samtakanna en jafnan verið skotinn á bólakaf. Málin hafa ekki fengist rædd og jafnvel svo langt gengið að komið hefur verið í veg fyrir að nefndir væru kosnar til að fjalla um þessi mál.

Vissulega eru menn ekki sammála um skipan mála en að vísa umræðunni út í hafsauga er skortur á heil-brigðri skynsemi.

Í upphafi var Verkstjórasamband Íslands einstaklings-samtök. Með inngöngu verkstjórafélaga í sambandið varð það, er tímar liðu, samtök stéttarfélaga. Félögin voru mis-vel í stakk búin til að rækja hlutverk sitt innan sam-bandsins og ól það af sér miðstýringu sambandsstjórnar.

Stjórnin hafði til dæmis alræðisvald um gerð samn-inga og höfðu félögin, og einstaklingar innan þeirra, nákvæmlega ekkert með samningana að gera annað en að hlíta þeim.

Í dag er þetta öllu skárra en samt er svo að sjá að fé-lög in leiti skjóls undir pilsvæng sambandsins. Í sjálfu sér er ekkert nema gott eitt um það að segja en þegar sambandið er farið að annast fjármál félaganna, með innheimtu lögboðinna gjalda, þá er stutt í algjört ósjálf-stæði þeirra.

Aðeins þrjú félög af þrettán sjá alfarið um fjármál sín en tíu eru á mála hjá sambandinu. Þessi tilhögun kann ekki góðri lukku að stýra og er afturhvarf til fortíðar. Hugsanleg lausn kann að felast í samruna félaga, sem yrðu þess þá megnug að halda uppi skrifstofum hvert á sínu félagssvæði.

Hætt er við að með samruna félaga falli einhverjir smá kóngar en sú blákalda staðreynd blasir við að þeir munu falla í tímans rás hvort sem mönnum líkar það betur eða ver.

Lítum aðeins yfir sviðið.

Verkstjórafélögin á Akranesi, Borgarnesi og Snæfells-nesi ættu að sameinast og reka skrifstofu í Borgarnesi. Landfræðilega er Verkstjórafélag Vestfjarða fremur illa sett en hugsanlega er það engin goðgá að láta það fylgja með þessum þremur áðurnefndu félögum.

Engin spurning er um Verkstjórafélag Norðurlands vestra og Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis. Það síðarnefnda rekur skrifstofu á Akureyri og snertispölur er í dag frá Siglufirði til Akureyrar með tilkomu Héðins-fjarðarganga.

Einboðið er að Verkstjórafélag Austurlands haldist óbreytt frá Langanesi að Hornafirði.

Lítið mál ætti að vera að sameina Verkstjórafélag Vest-mannaeyja og Vörð, félag stjórnenda á Suðurlandi eftir tilkomu Landeyjarhafnar. Aðeins þarf að dæla nokkr um milljónum tonna af sandi út í hafsauga og banna honum afturhvarf upp á ströndina.

Sameinuð gætu félögin rekið myndarlega skrifstofu á Suðurlandsundirlendinu.

Verkstjórafélag Suðurnesja og Verkstjórafélag Hafnar-fjarðar ætti að sameina undir einni sæng með skrifstofu í Hafnarfirði eða Reykjanesbæ.

Verkstjórafélag Reykjavíkur og Verkstjórafélagið Þór ættu einnig að skríða undir eina sæng. Það fyrrnefnda rekur nú þegar myndarlega skrifstofu í Reykjavík og munar ekkert um að kippa nokkrum einstaklingum upp í til sín.

Með þessu fyrirkomulagi yrðu aðildarfélög VSSÍ sex, í stað þrettán.

Öll félögin sex yrðu nægjanlega öflug til að reka eigin skrifstofur og væru þá vel sýnileg hvert á sínu félags-svæði og er það ekki nákvæmlega það sem samtökin þarfnast. Að vera sýnileg.

Undirritaður gerir sér fulla grein fyrir því að ofansagt er eins og að henda mink inn í hænsnakofa. Fiðurféð mun ugglaust láta vel í sér heyra.

Þrátt fyrir það er undirrituðum skítt sama þótt vængja-sláttur og hænsnagal heyrist vel og lengi innan kofa-veggja því sjálfur er hann út sloppinn.

Árni Björn Árnason.

Samruni félaga

34 - VERKSTJÓRINN

Samþykkt var á síðasta þingi að auka hlut sjúkrasjóðs í húseigninni Hlíðasmára 8 þar sem skrifstofa VSSÍ er til húsa. Um er að ræða tvö skrifstofurými, sem höfðu verið í útleigu. Annað hafði staðið autt um tíma en hitt í útleigu. Fljótlega tókst að fá leigjendur, sem vildu heldur minna rými, það hentaði okkur vel. Farið var í breyting-ar á húsnæðinu, sem passaði báðum. Nú er góð aðstaða til að taka á móti gestum, enda hefur gestagangur auk-ist á liðnu ári. Ástandið á vinnumarkaði hefur ekki farið framhjá okkar starfsfólki á skrifstofu. Að gæta réttinda félagsmanna vegna uppsagna og gjaldþrota fyrirtækja hefur verið tímafrekt, þar getur margt komið upp sem taka verður tillit til. Ljóst er að það getur tekið langan tíma að ljúka mörgum þessara mála, biðin getur reynst mönnum bæði löng og ströng þegar beðið er eftir launa-greiðslum.

Tíu félög hafa falið skrifstofu VSSÍ að sjá um inn-heimtu félagsgjalda, innheimta þeirra hefur gengið vel. Við finnum vel að það er farið að þrengja að hjá fyr-irtækjum og lengri tíma hefur tekið að innheimta gjöld-in. Frá árinu 2006 hefur í byrjun árs verið sent út greiðslu-yfirlit til félagsmanna þeirra félaga, sem VSSÍ sér um

innheimtu fyrir. Á þessum yfirlitum eiga félagsmenn að sjá hvort greitt hafi verið af þeim félagsgjald, sjúkra-sjóðsgjald, orlofsheimilagjald og endurmenntunargjald. Viðbrögð við yfirlitinu eru alltaf að aukast. Félags menn eru hvattir til að fara yfir yfirlitin og láta vita ef greiðsl-ur vantar því það getur kostað réttindamissi ef greiðslur berast ekki. Ásókn í sjúkrasjóð hefur verið að aukast þannig að reglugerð sjóðsins er oftar tekin upp en áður við mat á réttindum. Nokkuð er um að sótt er um styrk vegna nudds eða heilsunudds, sem framkvæmt er á venjulegri nuddstofu. Samkvæmt reglugerð er aðeins greitt fyrir sjúkranudd hjá löggiltum aðila og tilvísun (beiðni um sjúkranudd) frá lækni verður að fylgja. Þegar sótt er um sjúkradagpeninga verður sjúkradagpeninga-vottorð að fylgja, ekki venjulegt læknisvottorð. Nokkur misbrestur er á að rétt vottorð fylgi umsóknum, því er það áréttað hér.

Endurskoðun á reglugerð sjúkrasjóðs stendur fyrir dyrum, unnið hefur verið að samanburði við aðra sjóði og staðan metin út frá því.

Kristján Örn Jónsson, framkvæmdastjóri VSSÍ.

Skrifstofa VSSÍ

Skammdegissól. Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 35

Á síðasta Sambandsþingi í júni 2009 var samþykkt ályktun þess efnis að öll verkstjórafélög skyldu kanna það á meðal félagsmanna sinna hvort vilji væri fyrir því að breyta nafni viðkomandi verkstjóra-félags.

Verkstjórafélag Reykjavíkur kannaði hug þeirra, sem sitja í trúnaðarráði og er skemmst frá því að segja að niðurstaðan var sú að halda sig við nafnið Verkstjóra-félag Reykjavíkur, félag stjórn-enda. VFR hefur nú látið útbúa nýja borðfána með nýju breyttu nafni.

Með þessa niðurstöðu að leiðar-ljósi þá er hugmyndin að leggja þá fjármuni sem nafna-breytingin hefði kostnað, í að auglýsa VFR sem leiðandi afl fyrir alla stjórnendur.

Hvert stefna stjórnvöld í atvinnumálum? Það er stóra spurningin.

Tvö ár eru síðan bankahrunið varð hér á landi og atvinnu leysi er á bilinu 8-10%.

Félagsmenn í VFR hafa sumir misst atvinnuna og það er sorglegt hve hægt gengur að koma hjólum at-vinnu lífsins aftur í gang. Mörg verkefni eru á teikniborð-inu en hluti af ráðherrum þessarar „norrænu velferðar-stjórnar“ hafa lagt stein í götu nokkurra framkvæmda. Þessi skemmdarstarfsemi jaðrar við ofstæki einstakra

ráherra til að koma sínum stefnumálum og hugarfóstrum á blað sögunnar.

Við sem stöndum vörð um félagsmenn okkar hljótum að krefjast þess að þeir sem valdið hafa hætti að vinna gegn þeim atvinnutækifærum, sem hafa verið að koma upp í hendurnar á Íslendingum.

Nýjasta dæmið sem við höfum eru uppsagnir starfs-manna hjá Orkuveitu Reykjavíkur en eins og komið hef-ur fram í fjölmiðlum þá er fyrirhugað að segja upp stór-um hópi manna nú á næstu dögum. Mönnum sem hafa sýnt þessu fyrirtæki trúnað, virðingu og traust í marga ára tugi. Það er skelfileg staða, sem starfsfólk hjá OR er að upplifa þessa dagana.

Með uppsögnum þessara starfsmanna þá tekur það 600 ár að borga upp allar skuldir OR.

Verkstjórafélag Reykjavíkur gerir þá kröfu til stjórn-valda að þau komi bæði heimilum og fyrirtækjum til hjálpar því með því verður þessu ástandi komið upp úr þeim hjólförum, sem við virðumst nú vera föst í.

Til viðbótar þá upplifir maður það að stjórnvöld séu stefnulaus og enginn veit hvert á að halda. Traust fólks-ins í landinu á núverandi stjórnvöldum er dottið niður í „0“ og er það engin furða. Heilbrigðisráðherra er nú með mestu og ósanngjörnustu aðför að landsbyggðinni með aðgerðum sínum, sem þurrka út nær allt heilbrigðiskerf-ið úti á landi með tilheyrandi uppsögnum starfsmanna og rótleysi á mörgum fjölskyldum.

Skúli Sigurðsson formaður Verkstjórafélags Reykjavíkur,

félags stjórnenda.

Verkstjórafélag Reykjavíkur,

félag stjórnendaLjósm. ÁBÁ

36 - VERKSTJÓRINN

Laugardaginn 30. október 2010 hélt „Þór, félag stjórn-enda“ afmælishóf í tilefni af 75 ára afmæli félagsins. Var öllum félögum ásamt mök-um, starfsfólki skrifstofu VSSÍ og forseta sambandsins boðið til veislu þar sem boðið var upp á mat, drykk og dans-leik. Veislustjóri var Jó hannes Kristjánsson, stjórnandi og eftir herma.

Til veislunnar mættu félagar, makar og gestir alls 100 manns. Félagar í Þór eru í dag 89 en við stofnun félags-ins 2.11.1935 voru þeir 12.

Steindór Gunnarsson, varaforseti VSSÍ færði félaginu málverkið „Litbrigði fjallanna“ eftir Þórunni Guðmunds-dóttur að gjöf af þessu tilefni.

Jóhannes Kristjánsson fór mikinn og kom upp um kunnáttu formanns félagsins í prósentureikningi um leið og hann gerðu samtímamönnum okkar skil með óborgan-legum eftirhermum eins og t.d. Þorvaldi Gylfa syni og Hall dóri Blöndal.

Þór, félag stjórnenda75 ára

Gjaldkeri með nýjan félaga.

Margrét Björnsdóttir tók lagið með hljómsveitinni.

„Litbrigði fjallanna“ afhent.

VERKSTJÓRINN - 37

Hljómsveitin Hafrót lék fyrir dansi fram á næsta dag. Var þetta heljar mikið partí því félagar í Þór eru miklir dansarar og stuðboltar. Grunur leikur á að sumir félag-anna hafi hreinlega fundið upp dansinn. Hljómsveitin spilaði lög sem allir kunnu og þekktu því gátu allir tekið undir sönginn. Í einu laginu steig á stokk Margrét Björns-dóttir og tók lagið með hljómsveitinni.

Aðdáunarvert var að sjá hversu miklir dansarar eldri félagarnir eru og ljóst að við sem um miðjan aldur erum þurfum að fá okkur viljuga skó að minnsta kosti til að ná færni og úthaldi sem þeir búa yfir.

Einar Sveinn Ólafsson, formaður.

Glóir af gullnu glasi. Veisluborð.

Starfsmenn VSSÍ, Stefán og Einar Sveinn. Þrjár góðar.

Sólberg og Einar Mýrdal.

38 - VERKSTJÓRINN

„Laugardaginn 5. október 1935 komu eftirtaldir verk-stjórar saman á fund á Norðurstíg 7 Reykjavík til að ræða um stofnun verkstjórafélags.

Bjarni Jónsson, Árni Jónsson og V. Strange frá H/f Hamar. L. Rasmundsen og Benidikt Guðbjörnsson frá S/f Stálsmiðjan. Júlíus Nýborg og Þórður Stefánsson frá H/F Slippfélagið í Reykjavík. Guðmundur Runólfsson, Ágúst Brynjólfsson og Einar Bjarnason frá Landsmiðju Íslands og Guðfinnur Þorbjörnsson frá Vélsmiðjan Héð-inn.

Eftir nokkrar samræður á víð og dreif var samþykkt að stofna félag og var kosin fjögra manna nefnd til þess að gjöra uppkast að lögum fyrir félagið og undirbúa stofn fund þess.

Þessir hlutu kosningu; B. Jónsson, Guðmundur Runólfs-son, Júlíus Nýborg og Guðfinnur Þorbjörnsson.

Nefndin kom saman á sama stað þann 12 okt. 1935 og var B. Jónsson formaður hennar og Guðf. Þorbjörns-son, ritari.

Síðan hefur nefndin haldið 2 fundi og hefur komið sér saman um lög í 15 greinum, sem leggist fyrir stofnfund. Þá hefur hún samþykkt að halda stofnfund laugardag-inn 2. nóv.“

Bjarni Jónsson. Formaður.G. Þorbjörnsson. Ritari nefndar.

Svona hljóðaði fundargerð undirbúningsnefndar að stofn -un Verkstjórafélagsins Þórs.

Mikið vatn hefur til sjálfar runnið síðan þessi fundar-gerð leit dagsins ljós og margt hefur breyst í íslensku þjóðfélagi.

Eitt af því er nafn Verkstjórafélagsins Þórs sem heitir nú „Þór, félag stjórnenda“.

Þeir sem hrundu Verkstjórafélaginu Þór á flot hafa vafalaust fyrst og fremst horft til launa- og kjaraliða verkstjóra.

Aukin almenn menntun, tækniframfarir og breyttir tímar kalla á breyttar áherslur hjá verkstjórum, sem stefna þó enn að sama marki hvað launa- og kjaramál varðar.

Framtíðarsýn Þórs, félags stjórnenda í dag:„Þór, félag stjórnenda“ vill starfrækja öflugt, traust og

opið stjórnendafélag fyrir alla stjórnendur. Félagið skal vera sveigjanlegt, framsækið og geta aðlagað sig að breyttum aðstæðum í þjóðfélaginu.

Félagið skal vera vakandi yfir þörfum um símenntun félagsmanna og koma að mótun hennar og veita félags-mönnum aðgang að stjórnendamenntun við hæfi.

Félagið á að vera lifandi og nútímalegt og það skal höfða til beggja kynja.

Einar Sveinn Ólafsson.

Verkstjórafélagið ÞórLjósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 39

Á Blönduósi er rekið fyrirtækið Hugmyndir Studio ehf. og er það til heimilis að Hlíðarbraut 17, 540 Blönduós.

Eigandi og framkvæmdastjóri fyrirtækisins er Jón Guðmann Jakobsson, tölvunarfræðingur.

Fyrirtækið var stofnað í febrúar 2002, sem markaðs-fyrirtæki á sviði vef- og hugbúnaðalausna. Hugmyndir framleiðir vandaðar og notendavænar vefsíður, sem eru ódýrar í rekstri.

Sjá má þess stað á www.northwest.is sem fyrirtækið hannaði og rekur fyrir Ferðamálasamtök Norðurlands vestra.

Við hönnun vefsvæða þarf að huga vel að ljósmynd-um. Þær þarf að vinna rétt svo að myndir séu fljótar að hlaðast inn án þess að missa upplausn og skerpu. Öflug myndvinnsla er því forsenda að öflugum vef.

Sýnishorn þessa má sjá á heimasíðu fyrirtækisins www.hugmyndir.is

ÁBÁ

Hugmyndir Studio ehf.

Mynd: Jón Guðmann Jakobsson, Blönduósi.

Hveravellir. Mynd JGJ.

Hveravellir. Mynd JGJ.

40 - VERKSTJÓRINN

Allt er í heiminum hverfult. Skörin færist þó fyrst upp í bekkinn þegar roð verður að skinni. Í mínu ungdæmi var roð einfaldlega roð og skinn var bara skinn.

Á Sauðárkróki eru menn búnir að hafa endaskipti á hlut unum og þar verður roðið að skinni hvað sem minni skoðun og þekkingu líður.

Góðvirðisdag einn í ágúst settist ég upp í bíl minn og ók vestur á Sauðárkrók til að hafa tal af þessum mönn-um, sem segja heimsbyggðinni að roð sé skinn.

Stoppa fyrir framan Sjávarleður hf. sem á erlendu máli kynnir sig til sögunnar sem Atlantic Leather. Geng inn og spyr um manninn, sem ber ábyrgð á endaskipt-um þess sem einu sinni var.

Mér er vísað inn á skrifstofu framkvæmdastjóra Sjávar-leðurs hf., Gunnsteins Björnssonar. Sá skal svo sann-arlega þurfa að hafa fyrir því að telja mér trú um að roð sé skinn.

Áður en að því kemur segir Gunnsteinn mér und an og ofan af sútun skinna, fyrir tækjum sem við það störf-

uðu og tilurð Sjávar leðurs hf.

Um tíma voru þrjú öflug sútunarfyrirtæki starfandi í landinu en ekki verður farið út í að gera þeim sér-stök skil í þessari grein. Minnkandi sauðfjárrækt og inn byrðis samkeppni varð þessum fyrirtækjum að ald-urtila um og upp úr síðustu aldamótum.

Eitt þessara fyrirtækja var Loðskinn hf. þar sem Gunnsteinn starfaði og framleiddi fyrirtækið mokka skinn úr 150.000 til 200.000 gærum á ári. Minnkandi fram boð af gærum var meðal annars kveikjan að því að litið var til fleiri átta með framleiðsluna.

Merkilegt rannsóknar- og þróunarstarf í sútun fisk-roðs var hleypt af stokkunum árið 1989 undir stjórn tækni manna Loðskinns. Í framhaldi þess var Sjávarleður hf. stofnað, sem sprotafyrirtæki út úr Loðskinni hf. árið 1994 og þar var haldið áfram að þróa aðferðir við sútun á roði.

Sjávarleður hf. Sauðárkróki

Gunnsteinn Björnsson.

Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 41

Er Loðskinn hf. hætti rekstri árið 2005 fór Gunnsteinn til Sjávarleðurs hf. og hefur rekið fyrirtækið síðan. Sjávarleður hf. leigði hús og aðstöðu alla af Loðskinni hf. og keypti síðan húsið og allan búnað árið 2007.

Í dag er fyrirtækið fjölskyldufyrirtæki þeirra hjóna Gunnsteins Björnssonar og Sigríðar Káradóttur en í hópi hluthafa eru öflugir bakhjarlar. Annars vegar Norður-strönd ehf., Dalvík, sem er fiskvinnslufyrirtæki og hins vegar Nýsköpunarsjóður.

Hrun íslenska efnahagskerfisins hafði ekki afgerandi áhrif á rekstur fyrirtækisins þar sem skuldir voru ekki yfir þyrmandi og tekjur að miklum hluta í erlendri mynt.

Sautján manns vinna nú hjá fyrirtækinu að jafnaði og munar um minna í ekki stærra bæjarfélagi.

Mál skipuðust svo árið 2005 að Sjávarleður hf. náði stórum samningi við skóframleiðandann Nike um kaup á sútuðu roði og þá fóru hjólin að snúast.

Þó að roðið sé í dag númer eitt hjá Sjávarleðri hf. þá sútar fyrirtækið einnig allar gerðir skinna. Fyrirtækið saltar um 300.000 gærur ár hvert og er meirihluti þeirra fullunninn á staðnum en afgangurinn fluttur óunnin úr landi.

Skinnaframleiðslan teygir sig allt frá skinnum af lömb um, sem komast ekki á legg eftir burð á vorin, og upp í húðir af stærstu nautum. Skinnin af lömbunum vekja athygli mína en þau eru mjög falleg, létt og mjúk.

Mokkaskinn, þar sem hárin eru klippt eftir kúnstar-innar reglum, eru enn framleidd svo og loðskinn til út-flutn ings í öllum regnbogans litum en þessi vara er fyrst og fremst notuð til skrauts. Leður er framleitt af stærri skepnum og þá í ýmsum litum.

Svo sem sjá má af þessari upptalningu þá er fram-leiðslan geysilega fjölbreytt þrátt fyrir að roðframleiðsl-an, sem einkennir fyrirtækið, hafi enn lítið verið nefnd til sögunnar.

Roðin eru af flestum tegundum fiska er synda hér við land svo sem af þorski, steinbít, hlýra, karfa, laxi og fleiri tegundum sem hafa sporð aftan miðju. Mestur hluti roðanna kemur frá fiskvinnslufyrirtækjum hér-lendis og leggur Norðurströnd hf. til dæmis til mikið magn af roðum af steinbíti og hlýra. Til fyrirtækisins koma roðin í flestum tilfellum frosin í stórum fiskiköss-um, sem taka um 1500 roð. Roð af stórum Nílarkarfa eru innflutt og koma af fiski veiddum í Viktoríuvatni.

Framleiðsluferli roðanna er flókinn og ekki fyrir venjulega Jóna að ná þar áttum en reynt verður samt sem áður að gera ferlinu nokkur skil.

Fyrsti þáttur framleiðslunnar felst í að skafa í burtu himnur af roðunum áður en sjálf sútun þeirra hefst.

Í mæltu máli er sútun í því fólgin að fjarlægja alla náttúrulega fitu úr því sem súta skal. Undantekningar-

laust er það gert í vatnsbaði og þá framkvæmdur mikill leikur með sýrustig þar sem lögurinn er annað tveggja mjög súr eða mjög basískur.

Hitastigið er mjög vandmeðfarið því að roðin soðna við 27°C. Vegna þessa þarf að halda hitanum neðar og jafnvel miklu neðar til að roðin sútist en sjóði ekki. Roðin eru því sútuð við mjög lágt hitastig og jafnvel allt niður í örfáar gráður á meðan venjulegt skinn sútast við líkamshita.

Þegar búið er að fjarlægja fituna úr roðunum með sút-un þarf að byggja þau upp aftur með því að setja inn

Roðin spítt og þurrkuð.

42 - VERKSTJÓRINN

kemísk efni svo sem króm, ál, litarefni og nýja fitu, sem hvorki rotnar né lyktar.

Úr sútunarbaðinu fara roðin í stórar tromlur þar sem þeim er velt til og frá. Nokkrar tromlur eru í gangi sam-tímis svo að unnt sé að framleiða fleiri gerðir af roðum í einu. Eftir að hafa velst um í tromlunum þá eru roðin spítt á plötu og þau þurrkuð. Úr þurrkun koma roðin slétt en nokkuð hörð. Til mýkingar eru þau sett í eina troml una enn og þeim velt þar fram og til baka. Eftir þessa meðferð eru roðin orðin lungamjúk.

Eftir alla þessa meðhöndlun er hreistrið farið af roð-unum en hreisturvasarnir standa einir eftir. Mismun-andi áferð er náð á roðin með sprautulökkun og liggur mikil og tímafrek þróunarvinna þar að baki. Galdurinn segir Gunnsteinn vera þann að gera allan fjandann, sem engum öðrum dettur í hug.

Náttúrulegur styrkur roðs er geysilega mikill. Það þekkja veiðimenn vel, sem dregið hafa fiska að landi þar sem öngull stendur tæpt.

Gunnsteinn fræðir mig á því að styrkleiki roðsins byggist á að trefjarnar þess liggja í kross, sem þær gera ekki í venjulegu skinni.

Þar sem ég er ekki alveg sáttur við að láta segja mér að þunnt roð geti verið sterkt þá gríp ég eitt og ætla að rífa það í sundur fyrir framan nefið á Gunnsteini, sem bros ir góðlátlega á meðan ég þrútna og blána í framan við þessa tilraun mína. Verð að gefast upp og það síast inn í heilabúið að ef til vill megi líkja roði við skinn og kalla sjávarleður. Það síast meira að segja inn að roðið er leðrinu fremra að styrkleika.

Vegna mikillar aðsóknar í verksmiðjuna opnaði fyrir-tækið „Gestastofu“ síðastliðið vor þar sem hægt er að skoða roðin sútuð og fullunnin í skóm, töskum og öðrum hlutum.

Í „Gestastofunni“ tekur fyrst steininn úr. Upp um alla veggi og á borðum eru hlutir framleiddir

úr roði, sem hönnuðir og handverksfólk um heim allan hafa hannað og framleitt eða látið framleiða. Þarna má

sjá nöfn allra fremstu tískufyrirtæki heims svo sem Dior, Nike, Puma, Prada og Ferragamo, sem sjáanlega berjast um framleiðslu fyrirtækisins. Sýnishorn frá mörg um þessara stóru nafna má sjá í Gestastofu.

Mest eru þetta skór, töskur og aðrar tískuvörur ætlað-ar konum og satt best að segja þá þakka ég mínu sæla fyrir að vera af hinu kyninu því annars hefði öreigi yfir-gefið þennan sýningarsal.

Legg ekki í að lýsa framleiðslunni, sem þarna er á boðstólum en bendi lesendum á heimasíðu fyrirtækisins www.atlanticleather.is og www.sutarinn.is

Mér er ljóst eftir þessa yfirferð að stjórnendur og starfsfólk hafa lagt sig fram um að skapa kröftugt fyrir-tæki, sem ætla má að vaxi og dafni í framtíðinni. Gæði vörunnar eru mikil og það nýjasta er að fyrirtækið fram-leiðir nú, fyrst fyrirtækja í heimi hér, laxaroð sem þolir

þvott í þvottavélum. Þetta þvottaþolna laxaroð opnar í raun nýjan heim á sviði fatahönnunar og framleiðslu tísku fatnaðar.

Þar sem sjón er sögu ríkari þá eru allir, sem um Skaga-fjörð fara, hvattir til að leggja lykkju á leið sína og heim-sækja Sjávarleður hf. á Sauðárkróki.

Spá mín er sú að margur muni eftir þá heimsókn yfir-gefa „Gestastofuna“ jafn opinmynntir af undrun og hrifningu og ég.

„Verkstjórinn“ óskar fyrirtækinu velfarnaðar í bráð og lengd.

ÁBÁ.

Frosin roð.

Gærur af vorlömbum.

VERKSTJÓRINN - 43

Lengi tekur sjórinn við var sagt í mínu ungdæmi. Nú hefur reynslan sýnt að sá tími er liðinn.

Sjórinn tekur ekki endalaust við því sem í hann er hent.

Sú tíð er liðin undir lok þá öllu rusli var sturtað fram af sjávarbakkanum og vetrarbrimið látið sjá um að hreinsa það á haf út. Það hefur einnig sýnt sig að urðun á lífrænum úr gangi er ekki fýsilegur kostur og þar er komið að leiðarlokum.

Á Þveráreyrum í Eyjafirði, um 10 kílómetrum sunnan Akureyrar er risið hús, sem hefur það hlutverk að breyta margskonar úrgangi í moltu en molta skal það heita þegar lífrænum efnum er breytt í jarðveg eða mold.

Í sjálfu sér er molta engin nýjung, því hún hefur litið dagsins ljós áður svo sem hjá Sorpu í Reykjavík og í litl-um mæli vítt og breytt um land allt.

Nýjungin er aftur á móti í því fólgin að húsið á Þver ár-eyrum var reist til að hýsa stærstu tromlujarðgerðarstöð í Evrópu. Með þessari framkvæmd er gert ráð fyrir að breyta yfir 90% af lífrænum úrgangi á Eyja fjarð ar-svæðinu í moltu í stað þess að urða hann á Glerárdal.

Hvatamenn að stofnun fyrirtækisins voru matvæla-framleiðendur á Eyjafjarðarsvæðinu og var það stofnað

á vordögum árið 2007. Að því standa öll sveitarfélög-in í Eyjafirði að 67% hluta, stærstu matvælaframleið-endur á svæðinu og fleiri aðilar.

Vélbúnaður fyrirtækis-ins er frá finnska fyrirtæk-inu Preseco Oy og að verk-smiðjuhúsi meðtöldu er kostn aður kominn í um 500 milljónir.

Framkvæmdir hófust á Þveráreyrum í ágúst 2008,

tilraunavinnsla 17. júní 2009 og formlega var verksmiðj-an tekin í notkun 21. ágúst 2009.

Gert er ráð fyrir að heildarvinnslan á ári verði 10 til 12 þúsund tonn og af því magni verði lífrænn heimilis-úrgangur, slátur- og fiskiúrgangur, um 6.000 tonn.

Ég heimsótti þetta forvitnilega fyrirtæki til að kynna mér nánar hvernig það má vera að úrgangi og rusli, sem mokað er inn í annan enda hússins, komi út sem molta úr hinum enda þess.

Molta ehf.Akureyri

Eiður Guðmundsson.

Verksmiðjan á Þveráreyrum.Ljósm. ÁBÁ

44 - VERKSTJÓRINN

Á móti mér tók framkvæmdastjóri fyrirtækisins, Eiður Guðmundsson, og leiddi mig í gegnum fyrirtækið og skýrði vinnsluferli verksmiðjunnar.

Fyrst er til að taka að hráefnið er flutt til verksmiðj-unnar á bílum og því sturtað inn í fjórar þar til gerðar stí ur. Í einni stíunni er sláturúrgangur, fiskiúrgangur og heimilisúrgangur úr eldhúsum Eyjafjarðarsvæðisins. Saman við þennan úrgang er blandað svokölluðum stoð-efnum, sem eru timburkurl, gras, hrossaskítur, pappír og garðaúrgangur.

Timburkurlið er í tveimur stíum en garðaúrgangur og því sem honum fylgir í einni.

Allur úrgangur úr fyrstnefndu stíunni fer í gegnum gríðarlega öfluga hakkavél, nokkurskonar forbrjót, sem brýtur og mylur bein ofan í aðra hakkvél, sem líkur verk-inu, sem forbrjóturinn hóf. Úr hakkavélinni fer efnið með snigli þvert fyrir hinar stíurnar og úr þeim er stoðefn un-um sáldrað ofan í snigilinn og saman við sláturúrgang og heimilissorp.

Mjög mikilvægt er að hlutföllin séu rétt á milli lífræns úrgangs, það er að segja fiski- og sláturúrgangs, og stoð-efna.

Mikið er af köfnunarefni í kjöti og fiski og því til mót-vægis þarf að blanda þennan úrgang með kolefnisríkum stoðefnum svo að bakteríugróður þrífist sem best en á honum byggist framleiðslan.

Eftir þessa blöndun fer efnið eða soppan inn á sex tromlur, sem staðsettar eru í öðrum sal þar sem hin eiginlega efnabreyt-ing og niðurbrot fer fram.

Efnið er skammtað inn á eina tromlu í einu og snýst hún einn hring á meðan á þeirri athöfn stendur. Eftir að mötun hverrar tromlu er lokið stendur hver um sig kyrr í átta klukkustundir. Að þeim tíma liðnum snúast þær á klukku tíma fresti hluta úr hring og um leið er súrefnisríku lofti blásið inn í efnið til að örva bakt-eríu gróður og niðurbrot.

Þannig hökta tromlurnar áfram nótt og dag þar til soppan er orðin að moltu. Tíminn sem þessi umbreyting tekur fer eftir efnismagni, sem í tromluna er sett hverju sinni, og tekur vana-lega um eina viku.

Við niðurbrot efnisins í troml-unni myndast um 70 °C hiti,

sem að öðru jöfnu er nægj an legur til að drepa óvelkomn-ar sóttkveikjur svo sem Salmon ellu.

Úr tromlunum er moltan flutt með sniglum út úr hús-in þar sem vinnuvélar taka hana og leggja í garða. Þar lýkur ferlinu endanlega eftir einhverjar vikur með eftir-gerjun moltunnar.

Allt vinnsluferlið er tölvustýrt og komi eitthvað upp á, þá enginn er á staðnum, hringja allir símar lykil manna fyrir tækisins. Sem dæmi um hversu fullkominn búnað-urinn er má til gamans geta þess að eftir spennufall á síð -asta aðfangadagskvöldi, sem stöðvaði verksmiðjuna, þá endurræsti framkvæmdastjórinn hana frá heimili sínu. Hann þurfti að vísu að standa upp frá jólaborðinu, rölta að heimatölvunni og pikka skilaboð á takkaborð hennar til mannlausrar verksmiðjunnar, sem þá rauk í gang með það sama. Einfalt og nær óskiljanlegt þeim sem í æsku þekktu tæpast virkni gamla einfalda sveitasímans.

Það kom mér verulega á óvart hve allt var hreinlegt í verksmiðjunni og lítil lykt af þessari framleiðslu. Orð-laus varð ég þó fyrst er Eiður sagði mér að inn í tromlu-salinn væri óheimilt að fara án þess að vera þokkalega sótthreinsaður. Sama ætti einnig við um svæðið þar sem moltan hleðst upp fullunninn utan við húsvegginn.

Verksmiðjunni er með öðrum orðum skipt upp í hrein og óhrein svæði.

Stjórnborð verksmiðjunnar.

VERKSTJÓRINN - 45

Þessar varúðarrástafanir helgast af því að verið er að koma í veg fyrir að óæskilegar sóttkveikjur eða bakterí-ur berist frá móttökusvæði verksmiðjunnar yfir í full-unna moltuna.

Svo er það spurningin um framtíðarrekstur. Gert er ráð fyrir að fyrirtækið standi undir sér þá

tímar líða og auðvitað vilja hluthafar fá einhvern arð af fjárfestingu sinni. Fyrirsjáanlegt er þó að á næstu árum verður ekki um ágóða að ræða því móttökugjöld eru einu tekjur dagsins í dag, sem duga tæplega fyrir rekstrar-kostn aði. Móttökugjaldið er í raun lögbundið förgunar-gjald, sem greiða skal fyrir förgum úrgangs.

Stóra spurningin er því sú hversu mikið verðmæti er hægt að skapa úr moltunni. Tilraunir með það standa nú yfir svo sem með notkun hennar til landgræðslu.

Svo háttar til að við verksmiðjudyr eru malarnámur. Lítið augnayndi hefur verið að líta yfir þessar námur en nú er verið að gera tilraunir með að græða þær upp með

moltu og mold. Um tilraunaverkefni er að ræða en ekki er annað sjáanlegt en vel hafi til tekist. Iðjagrænir blett-ir eru nú í kringum verksmiðjuhúsið þar sem áður voru malargryfjur.

Með tilkomu verksmiðjunnar heyra öskuhaugar Akur-eyrar á Glerárdal sögunni til. Það er vissulega hið besta mál því þyrnir í augum flestra bæjarbúa hafa þeir verið áratugum saman. Þessi breyting kallar aftur á móti á að hver og einn íbúi á Eyjafjarðarsvæðinu verður eftirleiðis að flokka allt heimilissorp.

Erfitt er að kenna gömlum hundi að sitja og því hætt við að flokkunin geti vafist fyrir mörgum í fyrstu en allt má læra og vissulega mun það lærast.

Víst má telja að Akureyringar leggi sig fram við flokkun-ina minnugir þess að í sunnan hvassviðrum svifu ösku-haugar þeirra á Glerárdal yfir bæinn við litla hrifningu bæjarbúa.

ÁBÁ.

Afurð verksmiðjunnar. Molta. Ljósm. ÁBÁ.

46 - VERKSTJÓRINN

„Betur vinnur vit en strit“. Svo mörg eru þau orð og ættu að vera öllum auðskilin.

Þessi sannleikur virðist þó mörgum torskilinn og fjöl-marg ir sjá hann alls ekki fyrr en á er bent.

Á Blönduósi er starfandi fyrirtæki með heitinu Létti-tækni ehf. Á þeim bæ hafa menn í hálfan annan áratug leit ast við að opna augu manna fyrir því að vitið vinnur meira en stritið. Langt er þó í land að það hafi tekist en hin seinni ár er þó farið að rifa í sjáöldur fleiri og fleiri aðila.

Léttitækni ehf. var stofnað árið 1995 af Jakobi Jó -hanni Jónssyni, konu hans Katrínu Líndal og Bergþóri

Gunnars syni. Er Bergþór hvarf til annarra starfa, þrem ur ár um eftir stofnun fyrirtæk-isins og flutti frá Blöndu ósi, keyptu þau hjón hlut Berg-þórs og hefur fyrirtækið síðan verið rekið sem fjölskyldufyrir-tæki.

Til húsa er fyrirtækið í fjög-urra ára gamalli byggingu að Efstubraut 2 Blönduósi þar sem vörur þess eru framleidd-ar. Verslun rekur fyrir tækið að Stórhöfða 27 í Reykjavík.

Ég gerði mér ferð á Blönduós til að skoða fyrirtækið en hafði áður skoðað framleiðsluna í verslun fyrirtækis-ins að Stórhöfða en henni stýrir sonur framkvæmda-stjórans Jón Guðmann Jakobsson, tölvunarfræðingur. Í verslun inni kom mér mest á óvart fjölbreytt vöruúrval og hagstæð verð.

Á Blönduósi hitti ég fyrir framkvæmdastjóra og eig-

Léttitækni ehf. Blönduósi

Jakob Jóhann Jónsson.

Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 47

anda Léttitækni ehf. Jakob J. Jóns-son, sem er trésmiður að mennt. Mér verður fljótt ljóst að maðurinn hefur ekki eytt ævinni í að horfa í gaupnir sér. Sótt hefur hann björg í bú út á Húnaflóann á litlum báti, átt og rekið trésmíðaverkstæði, hjólbarða-

verkstæði og stýrt Léttitækni ehf. síðastliðin 15 ár. Hjólbarðaverkstæðið seldi Jakob fyrir 5 árum og hafði

þá rekið það í 16 ár og var þjónusta hans föl viðskipta-vinum alla daga ársins hvenær sem var sólarhringsins.

Samtals hefur Jakob rekið fyrirtæki í 24 ár.Framleiðsla Léttitækni ehf. er fjölbreytt og heillandi.

Hún snýst um að létta vinnu, auka afköst, fækka fjar-vistum, auka framleiðni og stuðla þannig að auknum ágóða fyrirtækja.

Má til nefna margskonar tæki til að færa þunga hluti úr stað, færanleg hæðarstillt vinnuborð og fjölmargt fleira.

Bent er á heimasíðu félagsins, www.lettitaekni.is, til frekari glöggvunar á framleiðslu fyrirtækisins en þar er sjón sögu ríkari.

Innan veggja fyrirtækisins er haft á orði í gamni og alvöru að það framleiði í raun allt sem nota þarf frá vöggu til grafar. Þetta eru orð að sönnu því að fyrirtækið framleiðir borð á fæðingarstofur og snúningsbúnað undir líkkistur í kirkjur.

Af stöðluðum hjálparhlutum eru framleiddar 45 út-færslur af margskonar búnaði, sem léttir og flýtir allri vinnu.

Eftir því sem best verður séð þá eru verð í lægri kantin um og til að halda þeim sem allra hagstæðustum þá eru aldrei framleitt minna en 50 stykki af stöðluðum vör un um á lagerinn í einu. Þegar fyrirtækinu var hleypt af stokkunum var þessi tala 5 til 10 stykki. Frá upphafi hefur smíði búnaðar byggst á handbrögðum sömu manna og spilar það ekki lítið hlutverk í verði fram-leiðslunnar.

Við verðlagningu hefur prósentuálagning verið lögð til hliðar en krónutalan notuð í hennar stað. Verð til-boðsverka eru tengd evru á greiðsludegi og inn í dæmið er tekið samspil vinnuþáttar og efniskaupa til verksins. Allt hjálpar þetta til við að ná því markmiði að halda verði búnaðar í skefjum.

Fyrir utan hefðbundna framleiðslu-vöru þá er nokkuð mikið um sérsmíði og innflutning á léttitækjum. Fyrir skemmstu flutti fyrirtækið til dæmis inn lyftur fyrir Ístak hf., sem nota á til flutnings á sprengiefni og hannaði og smíðaði lyftubúnað fyrir ál þynnu-verksmiðjuna á Akureyri.

Þarna eru á boðstólum hjólastólar fyrir fatlaða, sem klifra upp og niður stiga svo og trillur sem sigla þungum hlutum hina sömu stiga, sem á sléttu gólfi væri.

Svo er það að sjálfsögðu Segway hjólið. Undratæki á tveimur hjólum, sem heldur jafnvægi á einhvern undra-verðan hátt. Aðeins að stíga upp á hjólið og halla sér í þá átt sem fara skal.

Það nýjasta í framleiðslunni er smíði á rafdrifnum lyfturum með handstýrðum hliðarfærslum og sérsmíði á margskonar færiböndum.

Auk framleiðslu tækja og tóla þá er Léttitækni ehf. Hvatningarverðlaun SSNV sem Léttitækni hlaut 2009.

48 - VERKSTJÓRINN

stór innflytjandi af margskonar búnaði og skiptir við 32 erlenda birgja í 16 löndum. Um innflutning allan sér Jón Guðmann Jakobsson að mestu.

Sterkast er fyrirtækið í innflutningi á margskonar hjól um undir vagna og tæki og í dag telur lager þess um 11.000 hjól af fjölmörgum gerðum.

Frá Tyrklandi flytur fyrirtækið inn hillukerfi, sem gefur möguleika á að koma hlutum fyrir á hagkvæman hátt. Fyrirtækið annast einnig uppsetningu og frágang þessara hillukerfa ef óskað er og veitir ráðgjöf hvað varðar hagkvæm vinnubrögð og heppilega vinnuaðstöðu.

Jakob leiðir mig í gegnum fyrir-tækið og sýnir mér hvernig þar er staðið að verkum.

Skemmst er frá að segja að ég hreifst mjög af aðbúnaði öllum og hreinlæti. Var hugsað til þeirra daga er ég hóf vélvirkjanám í vélsmiðju

vestur á fjörðum. Á þeim vinnustað fór lofthæð alfarið eftir því hve drulluskánin á gólfinu var þykk. Vinnu-gallar voru ekki þvegnir fyrr þeir voru orðnir það skít-ugir að óþarfi var að hengja þá á snaga því að þeir stóðu sjálfir væri þeim hallað að vegg.

Þessi aðbúnaður þekkist, sem betur fer ekki í dag. Nú eru verkstæðin yfir höfuð nokkuð þrifaleg og verkstæðis-gólf máluð. Léttitækni er gott dæmi um það. Þar virðist allt nýmálað í hólf og gólf þannig að hvergi sér hnökra á.

Jakob segist fyrir löngu hafa áttað sig á því að starfs-menn eins fyrirtækis væru númer eitt, tvö og þrjú. Til þess að svo megi vera þurfi fólki að líða vel og liður í því sé hreint og bjart umhverfi. Allsherjar tiltekt og hrein-gerning sé því framkvæmd seinasta dag hverrar vinnu-viku og sér starfsfólkið um þá vinnu, sem síðan leiðir til góðrar umgengni dag hvern.

Í Léttitækni er leitast við að hafa andrúmsloft sem heilnæmast. Í vinnu salnum, þar sem smíðin er framkvæmd, er lokað loftkerfi þannig að rafsuðureykur og önnur mengun fer hvorki út úr rýminu né dreifist um það.

Öllum reyk er safnað í tölvustýrðan síufylltan kassa uppi í rjáfri. Síurnar í kassanum eru svo endurnýjaðar þegar tölvan segir til um.

Hæð vinnuborða vekur athygli mína en þau eru 20 til 25 sm. hærri en áður þótti hæfilegt.

Þar sem mér finnst hæð borðanna nánast asnaleg þá stilli mér upp við eitt þeirra og finn fljótt, mér til undr-unar, að þessi hæð borða er mun þægilegri en þau sem ég hef áður bograð við.

Sprautuklefinn, þar sem framleiðslan er lökkuð, er kapítuli út af fyrir sig. Sá er tölvustýrður og skiptir um 24.000 rúmmetra af lofti á klukku-stund. Loftið fer í gegnum síur, sem um er skipt þegar búnaður klefans segir hingað og ekki lengra.

Fyrir notkun er sprautað inn í klef-ann þunnri filmu af varnarefni. Við hver síuskipti er klefinn háþrýstings-þveginn og er sem nýr eftir þvottinn því filman, sem innan í hann var sprautað, þvæst af við þessa aðgerð.

Svo ör eru loftskiptin í klefanum að minnsta mál er að sprautulakka þar í sínu fínasta pússi að því tilskyldu að sá sem verkið vinnur beini ekki málningarúðanum beint á föt sín.

Klefann er hægt að kynda upp í 80°C og þornar lakk-ið þá á tveimur klukkustundum.

Ég er hugsi eftir þessa skoðun á fyrirtækinu. Hvernig má það vera að fáránleg vinnubrögð viðgangast árum og áratugum saman? Svo er að sjá að vitið hafi átt erfitt uppdráttar en stritið haldið áfram að blómstra.

Flestir þekkja tregðulögmálið og styrkleika þess. Engu má helst breyta frá því sem áður var.

Fleira en tregðulögmál kemur þó til og má þar nefna að vinnuaðstaðan brennur ekki beint á þeim, sem pen-ingavaldið hafa. Á þeim bæjum virðast menn ekki koma auga á að góð vinnuaðstaða leiðir til fækkunar veik-indadaga og aukinnar framleiðni.

Í augum uppi liggur að þarna er um beinharða peninga að ræða. Peninga sem auka ágóða fyrirtækja.

Sé til þessara staðreynda litið þá er enn sárara að horfa upp á tregðu-lögmálið hamla því að vitið ná yfir-höndinni yfir stritinu.

Stigar eru engin fyrirstaða.

VERKSTJÓRINN - 49

Dæmisaga í hnotskurn. Verkstjóri benti framkvæmdastjóra fyrirtækis á að með lyftu mætti flýta og létta vinnu, sem unnin var daglega hjá fyrir tækinu. Þessi búnaður átti að leysa fjölda starfsmanna undan klifri upp og niður 40 þrepa stiga oft á dag.

Stjórinn þaggaði snarlega niður í verkstjóra sínum með þeirri yfirlýsingu að þetta klifur væri aðeins góð líkams-æfing fyrir starfsmenn.

Lesendum er látið eftir að geta sér til um tímasparn-að hefði lyftukosturinn orðið fyrir valinu og einnig að meta stjórnunarhæfni þess sem kaus strit starfsmanna sinna við stigaklifur og kostnað því samfara fram yfir betri vinnuaðstöðu.

Eftir þrengingar síðustu tveggja ára þá leita afkomu-horfur fyrirtækisins á hugann.

Aðspurður segist Jakob vera nokkuð brattur á fram-tíðina þar sem verkefnastaða er mjög góð.

Eftir að hafa þegið kaffi hjá Jakobi þá kveð ég hann og held heim á leið.

Mér er efst í huga hvernig ég get komið boðskap og tækjabúnaði þessa fyrirtækis á framfæri. Ekki vegna þess að ég hafi þar einhverra sérstakra hagsmuna að gæta heldur vegna allra þeirra sem nú strita en gætu auðveldlega látið vitið vinna betur fyrir sig.

Þar sem mannskepnan er nú einu sinni þannig gerð að hún er lítið móttækileg fyrir tilsögn annarra þá skal látið nægja benda hverjum og einum lesanda á að kynna sér málin.

Trúa mín er sú að þá muni margur sjá að vitið vinnur svo miklu betur en stritið.

Verkstjórinn óskar Léttitækni ehf. velfarnaðar á kom-andi árum.

ÁBÁ.

Blönduós. Ljósm. Jón Guðmann Jakobsson.

50 - VERKSTJÓRINN

Nú á síðustu og verstu tímum er allra leiða leitað til að framleiða eldsneyti og spara þannig dýrmætan gjald-eyri, sem fer í kaup á slíkri vöru.

Þegar Krossanesverksmiðjan, sem bræddi síld, loðnu og fiskiúrgang var lögð af, þá fóru menn að skoða mögu-leikann á að nýta búnað hennar til lífdíselframleiðslu úr innfluttri repju. Stofnað var fyrirtæki hagsmunaaðila um hugmyndina og voru mörg fyrirtæki tengd sjávarútvegi og orkusölu meðal stofnenda.

Ekkert varð þó úr að búnaður verksmiðjunnar yrði nýttur til þessara hluta og var fyrirtækið lagt til hliðar án þess þó að því væri formlega slitið.

Árið 2008 var fyrirtækið vakið upp af dvalanum er fyrirspurn barst frá finnsku fyrirtæki, sem var með sigl-ingar á Grænland, um hvort lífdísilolíu væri að fá á Akureyri.

Fyrirspurnin varð til þess að Orkey ehf. var stofnað og er þessi finnski aðili, Aura Mare, stærsti hluthafinn.

Hluthafar Orkeyjar eru þrettán talsins en þeir eru: Aura Mare, N1, Stofnverk, Tækifæri, Arngrímur Jóhanns-

son, Hafnarsamlag Norður-lands, Mannvit, Norðurorka, Brim, HB Grandi, Höldur, Ágúst Torfi Hauksson og LÍÚ.

Höfuðmarkmið félagsins er framleiðsla á vistvænu elds-neyti, það er að segja lífdísil, sem er að mestu unnið úr úrgangssteikingarolíu, dýra-fitu og úr öðrum lífrænum úr-gangi. Tilgangurinn er sjálf-bær framleiðsla og notkun á endurnýjanlegum orkugjöfum jafnframt því að taka þátt í framförum á þessu sviði.

Lokið hefur verið við hönnun og smíði nýrrar verk-smiðju að Njarðarnesi 10 á Akureyri þar sem framleiðsl-an mun fara fram.

Einfaldast hefði verið að kaupa tilbúna erlenda verk-smiðju en með hönnun og smíði hennar hérlendis er

Orkey ehf. Akureyri

Kristinn F. Sigurharðarson.

Þokuvöndull á Eyjafirði.Ljósm. ÁBÁ

VERKSTJÓRINN - 51

framleiðslumöguleikar hennar miklu sveigjanlegri hvað hráefniskosti varðar.

Vegna þessa er verksmiðjan töluvert frábrugðin þeim sem fáanlegar eru erlendis en notadrýgri til lengri tíma litið.

Litlu þarf að breyta til þess að verksmiðjan geti fram-leitt lífdíselolíu úr repju og öðru korni.

Nú þegar hefur verið samið við bændur í Eyjafirði um ræktun á repju, sem Orkey mun kreista olíuna úr en bænd ur haldi hisminu til fóðurs á skepnum.

Á fyrsta starfsári er stefnt að framleiðslu á 300 tonn-um af lífolíu en útreikningar gefa til kynna að magnið megi ekki minna vera svo að reksturinn verði viðunandi og framleiðslan hagkvæm.

Reksturinn í þessu formi skapar tvö til þrjú ársverk auk nokkurra afleiddra starfa.

Hráefniskostnaður er enginn utan flutningskostn-aðar til verksmiðjunnar en hagnaður þess er lætur hrá-efnið af hendi er sá að hann losnar undan greiðslu förgun-argjalda.

Áður en 300 tonna verksmiðjan reis var búið að reynslu-keyra litla verksmiðju, sem framleiddi 50 lítra í einu. Strætisvagn, sem ekur um götur Akureyrarbæjar, hefur nú verið keyrður mánuðum saman á þessari olíu, sem blönduð er lífdísil að einum fimmta hluta. Með öðrum orðum 20% innlend orka úr því sem áður var hent á haugana.

Olíuprufur voru sendar framleiðanda vélarinnar í nefndum bíl og gaf hann grænt ljós á notkun olíunnar.

Til að gefa einhverja hugmynd af framleiðslunni þá er einfaldast að orða það svo að fitu er breytt með efna-ferli í fljótandi vökva. Metanól og efnahvatar eru notað við þessa efnabreytingu og er afraksturinn oftast not-aður til blöndunar á venjulegri díselolíu í hlutföllunum frá 5% og allt að 100%. Aðalvélar skipa, ljósavélar og vinnuvélar geta vel gengið 100% á lífolíu.

Ljóst er að lífolía er það sem koma skal því nú þegar

kveður reglugerð Efnahagsbandalags Evrópu svo á að díselolía sé blönduð lífolíu að 7% hluta.

Þar sem metanól er dýrt efni þá endurnýtir verk-smiðjan það með eimun. Þetta er hagkvæmt hérlendis vegna ódýrrar orku miðað við þá erlendu en á megin land-inu er metanólinu hent eftir notkun vegna orkukostnað-ar.

Nú mætti ætla að olíuverð hryndi niður þar sem til fram leiðslunnar er notað það sem áður var hent en svo er þó ekki. Kemur þar vafalítið margt til og má benda á stofn- og rekstrarkostnað og þá staðreynd að þessi olía mengar allt að 80% minna en díselolía og fyrir minni mengun er mikið borgað þessi árin.

Um leið og Verkstjórinn óskar fyrirtækinu velfarnað-ar mun blaðið fylgjast með framvindu þessara athyglis-verðu mála.

ÁBÁ.

Hluti verksmiðjunnar. Ljósm. ÁBÁ.

Stýriventill.

52 - VERKSTJÓRINN

MINNINGVerkstjórafélag Reykjavíkur

Yngvi ZophoníassonKleppsvegi - Hrafnistu

104 Reykjavík.Fæddur 2. ágúst 1924 – Dáinn 31. október 2009.

Pétur H. ÓlafssonLindargötu 61101 Reykjavík.

Fæddur 10. febrúar 1920 – Dáinn 5. des. 2009.

Guðlaugur EyjólfssonÁrskógum 8

109 Reykjavík.Fæddur 1. nóv. 1918 – Dáinn 19. des. 2009.

Rögnvaldur ÁmundarsonMosarima 15

112 Reykjavík.Fæddur 27. sept. 1963 - Dáinn 15. febrúar 2010.

Ruth KristjánsdóttirSæviðarsundi 100

104 Reykjavík.Fædd 31. ágúst 1930 – Dáin 3. mars 2010.

Einar ÞorsteinssonGullsmára 5

201 Kópavogi.Fæddur 27. ágúst 1926 – Dáinn 14. mars 2010.

Páll Janus ÞórðarsonTorfanesi, Hlíf400 Ísafjörður

Fæddur 23. febrúar 1925 – Dáinn 1. apríl 2010.

Magnús GuðmundssonBlikahöfða 7

270 Mosfellsbæ.Fæddur 15. júní 1925 - Dáinn 7. apríl 2010.

Garðar JóhannssonKleppsvegi - Hrafnistu

104 Reykjavík.Fæddur 25. júlí 1917 – Dáinn 16. júlí 2010.

Jóhanna ValgeirsdóttirHlíðarvegi 88

260 Reykjanesbæ.Fædd 20. mars 1961 – Dáin 5. september 2010.

Verkstjórafélag Borgarness

Bragi JóhannssonSkúlagötu 13

310 Borgarnesi.Fæddur 7. október 1931 – Dáinn 18. júní 2010.

VERKSTJÓRINN - 53

Verkstjórafélag Suðurnesja

Magnús M. JónssonAðalgötu 5

230 Reykjanesbæ.Fæddur 21. janúar 1925 – Dáinn 25. apríl 2010.

Haukur SigurðssonVallargötu 17

245 Sandgerði.Fæddur 24. október 1957 – Dáinn 8. maí 2010.

Kristinn EgilssonHringbraut 136g

230 Reykjanesbæ.Fæddur 24. mars 1935 - Dáinn 5. júlí 2010.

Helgi Ottó CarlsenGarðvangi250 Garði.

Fæddur 5. júlí 1933 – Dáinn 25. júlí 2010.

Hilmar Sævar GuðjónssonHoltsgötu 1

260 Reykjanesbæ.Fæddur 7. febrúar 1934 – Dáinn 11. júlí 2010.

Verkstjórafélag Akraness

Leif Nicolai SteindalVesturgötu 156300 Akranesi.

Fæddur 19. október 1939 – Dáinn 15. apríl 2010.

Verkstjórafélag Snæfellsness

Sigurður KristjánssonSilfurgata 23

340 Stykkishólmi.Fæddur 3. nóv. 1933 – Dáinn 29. janúar 2010.

Þórður SveinbjörnssonKrummahólum 6

111 Reykjavík.Fæddur 15. mars 1926 – Dáinn 13. júní 2010.

Verkstjórafélag Norðurlands vestra

Óskar Berg ElefsenNorðurtúni 7580 Siglufirði.

Fæddur 10. des. 1956 – Dáinn 23. febrúar 2010.

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennis

Gunnar JakobssonBlikaási 9

221 Hafnarfirði.Fæddur 23. ágúst 1934 – Dáinn 8. janúar 2010.

Ingibjörn Steingrímsson Hæringsstöðum

Svarfaðardal.Fæddur 13. janúar 1953 – Dáinn 23. sept. 2010.

Verkstjórafélag Austurlands

Garðar EðvaldssonBleiksárhlíð 13735 Eskifirði.

Fæddur 13. júní 1932 – Dáinn 17. febrúar 2010.

Óskar ÞórarinssonMúlavegi 4

710 Seyðisfirði.Fæddur 21. desember 1941 – Dáinn 10. mars 2010.

Haraldur TorfasonHæðargarður 20

781 Höfn í Hornafirði.Fæddur 27. maí 1941- Dáinn 10. desember 2010.

Verkstjórafélag Vestmannaeyja

Guðmundur ÁsbjörnssonFaxastíg 22

900 Vestmannaeyjum.Fæddur 19. október 1930 – Dáinn 23. febrúar 2010.

Vörður, félag stjórnenda Suðurlandi

Ingvar IngólfssonSkarði

851 Hellu. Fæddur 15. maí 1940 – Dáinn 21. febrúar 2010.

54 - VERKSTJÓRINN

Nú eru tvö ár frá því að allt hrundi og margir, já allt of margir, hafa misst vinnuna á þessum tíma.

Hvað þessar þrengingar eiga eftir að standa lengi vil ég ekki spá um, en kæmi ekki á óvart að það væri annað eins, tvö til þrjú ár.

Ég held að ég skilji að það er mörgum algert niður-brot að verða atvinnulaus.

Við verðum að beita sömu hugsun og að fá erfiðan sjúk dóm. Það er áfall en síðan kemur baráttan og vilj -inn til að sigrast á honum. Að mínu áliti er þetta ekki ósvipað og gerist við atvinnumissi.

Hvað getur stjórnandi, sem verður atvinnulaus, gert til að halda sér við og vera lifandi. Það fer eftir því hvernig fjárhagurinn var fyrir og eftir aldri en það er ekkert einhlít svar.

En eitt er víst að bæta við sig menntun og meiri færni í því sem maður hefur verið í, eða öðru sem maður stefn-ir á, er örugglega eitt af því besta sem maður getur gert. Þetta er eitt af því sem byggir mann upp og heldur

manni ferskum hvort sem maður er ungur eða á miðjum aldri, nú eða eldri.

Þetta eru lyfin við atvinnumissi.Menntunarsjóður sá er samið var um í síðustu kjara-

samningum er einn af þeim lyklum, sem gera þetta kleift.

Ég hvet alla sem tök hafa á að sækja sér fræðslu og meiri fræðslu, á öllum þeim sviðum sem nýst geta þeim í starfi. Það er það eina sem einstaklingurinn mun hafa til að gera sig hæfari umfram aðra þegar kemur að því að vinna skapist.

Það er aldrei of brýnt fyrir félögum að styrkja sig í því sem þeir eru að fást við með fræðslu sem þannig er upp sett að þeir fái viðurkenningu, sem gildir ekki bara á Íslandi heldur um allan heim.

Menntunarsjóður er að stuðla að því að námið sem styrkt er sé þannig uppbyggt að það gefi punkta sam-kvæmt alþjóðlegum kerfum og nýtist því vítt um heiminn.

Háskólanám gerir það og í háskólunum er mikið fram-boð af námi fyrir stjórnendur svo og í Tækniskólanum.

Heimurinn er jú að verða eitt atvinnusvæði og við skulum haga námi okkar eftir því í framtíðinni og krefj-ast þess að það nám, sem er í boði, uppfylli þessi skilyrði.

Þegar við erum að vinna hjá verktökum, sem eru í verkefnum um allan heim, þá verðum við að uppfylla skilyrði sem sett eru í þeim löndum sem unnið er í.

Þá er ekki nóg að mennta sig, það þarf einnig að halda sér í formi og hafa fullt þrek.

Vera virkur þjóðfélagsþegn, halda sig innan um fólk, heimsækja skrifstofur stéttarfélaga sinna, fá fréttir og segja þær því allt hjálpar. Sjálfboðastarf hjálpar einnig. Rauði krossinn er með mikið starf í miðstöð sinni við Borgartún í Reykjavík, en atvinnuleysið er jú mest á höfuðborgarsvæðinu, þannig að það liggur vel við hjá þeim sem þar búa.

Höldum okkur virk í þjóðfélaginu þó við missum vinn-una tímabundið.

Það er margt sem betur má fara hjá stjórnvöldum. Látum skoðanir okkar í ljósi og höfum áhrif á gang mála.

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi,Jón Ó. Vilhjálmsson, formaður.

Hvað er til ráða í atvinnuleysi

VERKSTJÓRINN - 55

Verkstjórafélag Reykjavíkur, félag stjórnenda.Skipholti 50 d. 105 Reykjavík.Sími: 562-7070. Fax: 562-7050Netfang: [email protected] Veffang: www.vfr.isFormaður: Skúli Sigurðsson Maríubaugi 101. 113 Reykjavík.Sími: 587-6141. GSM: 898- 4713. V.Sími: 550-9960.Netfang: [email protected]

Þór, félag stjórnenda.Pósthólf 290, 222 Hafnarfirði.Netfang: [email protected] Formaður: Einar Sveinn Ólafsson, Skipalóni 26, 220 Hafnarfirði. Sími, GSM: 897-0303. Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag AkranessSkarðsbraut 4. 300 Akranesi.Sími: 864-5166. Formaður: Birgir Elínbergsson Skarðsbraut 4. 300 Akranesi.Sími: GSM: 864-5166.Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag Borgarness og nágrennisTungulæk. 311 Borgarnesi.Sími: 437-1191.Formaður: Einar Óskarsson Tungulæk. 311 Borgarnesi.Sími: 437-1191. GSM: 617-5351. V.Sími: 437-1000.Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag SnæfellsnessSilfurgötu 36. 340 Stykkishólmi.Sími: 438-1328.Formaður: Þorbergur Bæringsson, Silfurgötu 36. 340 Stykkishólmi.V.Sími: 438-1400. GSM: 894-1951. Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag VestfjarðaHeiðarbraut 7. 410 Hnífsdal.Sími: 863-3871.Formaður: Sveinn K. Guðjónsson, Heiðarbraut 7. 410 Hnífsdal.Sími: 456-3831. GSM: 863-3871. V.Sími: 450-4616.Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag Norðurlands vestraBrennihlíð 9. 550 Sauðárkróki.Sími: 453-5042Formaður: Hörður Þórarinsson, Brennihlíð 9. 550 Sauðárkróki.Sími: 453-5042. GSM: 848-4180. V.Sími: 453-5042. Netfang: [email protected]

Heim il is föng verk stjóra - fé lag anna og for manna þeirra

Verkstjórafélag Akureyrar og nágrennisSkipagötu 14. 600 Akureyri.Sími: 462-5446. Fax: 462-5403.Netfang: [email protected]Íbúð félagsins Ofanleiti 21. Sími: 568-7039Formaður: Eggert H. Jónsson, Skarðshlíð 31F. 603 Akureyri.Sími: 462-2498. GSM: 892-6600. Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag AusturlandsFagrahlíð 9. 735 Eskifirði. Sími: 476-1463.Íbúð félagsins Sóltúni 28. Sími: 562-0161.Formaður: Benedikt Jóhannsson, Fögruhlíð 9. 735 Eskifirði.Sími: 476-1463. GSM: 864-4963. V.Sími: 470-6000. Netfang: [email protected]

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi. Austurvegur 56. 800 Selfossi.Sími: 480-5000. Fax: 480-5001Netfang: [email protected] Formaður: Jón Ólafur Vilhjálmsson, Miðengi 23. 800 Selfossi.Sími: 482-1694. GSM. 660-2211. V.Sími: 520-2211.Netfang: [email protected] og [email protected]

Verkstjórafélag VestmannaeyjaBröttugötu 8. 900 Vestmannaeyjum.Sími: 481-1248Formaður: Borgþór E. Pálsson, Bröttugötu 8. 900 Vestmannaeyjum.Sími: 481-1248. GSM. 823-6333. V.Sími: 488-3556. Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag SuðurnesjaHafnargötu 15. 230 Keflavík.Sími: 421-2877. GSM. 897-9535. Fax. 421-1810Netfang: [email protected]ður: Úlfar Hermannsson, Ránarvöllum 4. 230 Keflavík.Sími: 421-3965. GSM. 897-9535. Netfang: [email protected]

Verkstjórafélag HafnarfjaðarHellisgötu 16. 220 HafnarfirðiSími 555-4237. Póthóf: 185.Formaður: Steindór Gunnarsson. Spóaási 3. 221 Hafnarfirði.Sími. 555-4237. GSM.898-9760. Heima netfang: [email protected]

Verkstjórasamband ÍslandsHlíðasmára 8. 201 Kópaavogi.Sími: 553-5040 og 553-0220. Fax: 568-2140Veffang: www.vssi.is Netfang: [email protected]Íbúð Sjúkrasjóðs verkstjóra Lautasmára 5, 200 Kópavogi.Sími: 553-5093.Framkvæmdastjóri: Kristján Örn Jónsson.Forseti: Kristján Örn Jónsson.

56 - VERKSTJÓRINN

V.f. Reykjavíkur, félag stjórnaenda.Eitt orlofshús í Skorradal.Tvö orlofshús á Vaðnesi í Grímsnesi.Upplýsingar gefur skrifstofa Vf. Reykjavíkur.Sími: [email protected]

Þór, félag stjórnenda.Tvö orlofshús í Svartagili, Borgarfirði.Upplýsingar gefur Ægir Björgvinsson.Sími: 660-2120. GSM. [email protected]

V.f. Hafnarfjarðar.Eitt orlofshús í Úthlíð, Biskupstungum.Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi.Upplýsingar gefur Reynir Kristjánsson.Sími: [email protected]

V.f. Suðurnesja, félag stjórnenda á Suðurnesjum.Eitt orlofshús á Húsafelli, Borgarfirði.Ein orlofsíbúð, Furulundi 13 B, Akureyri.Ein orlofsíbúð, Útgarður 7, Egilsstöðum, Fljótsdalshér.Upplýsingar gefur Róbert Ólafsson.Sími: [email protected]

Vörður, félag stjórnenda á Suðurlandi.Eitt orlofshús í Brekkuskógi, Brekkuheiði 15 Bláskógabyggð.Ein orlofsíbúð, Lönguhlíð 2, Akureyri.Upplýsingar gefur Jóna Dóra Jónsdóttir.Sími: [email protected]

V.f. Vestmannaeyja.Eitt orlofshús á Flúðum, Gnúpverjahreppi.Upplýsingar gefur Guðni Georgsson.GSM: 897-7531. [email protected]

V.f. Austurlands.Tvær orlofsíbúðir, Sóltúni 28, Reykjavík.Ein íbúð, Hjallalundi 18, Akureyri. Upplýsingar gefur Sigurbjörg Hjaltadóttir.Sími: 474-1123. GSM. [email protected]@internet.is

V.f. Akureyrar og nágrennis.Tvö orlofshús á Ólafsfirði.Ein orlofsíbúð, Ofanleiti 21, Reykjavík.Upplýsingar gefur skrifstofa Vf. Akureyrar og nágr.Sími: [email protected]

V.f. Norðurlands vestra.Eitt orlofshús Vesturhópi, V-Húnavatnssýslu.Upplýsingar gefur Ragnar ÁrnasonSími: [email protected]

V.f. Vestfjarða.Ein orlofsíbúð. Gullsmári 5, Kópavogi.Upplýsingar gefur Guðmundur Ásgeirsson.Sími: [email protected]

V.f. Snæfellsness.Eitt orlofshús í Svartagili, Borgarfirði.Ein orlofsíbúð, Ásholti 2, Reykjavík. Ein orlofsíbúð, Ásholti 42, Reykjavík. Upplýsingar gefur Kristín Högnadóttir.Sími: [email protected]

V.f. Borgarness.Tveir tjaldvagnar.Upplýsingar gefur Einar Óskarsson.Sími: [email protected]

V.f. Akraness.Einn húsbíll.Upplýsingar gefur Birgir Elínbergsson.Sími: [email protected]

Verkstjórasamband Íslands.Ein sjúkraíbúð, Lautasmára 5, Kópavogi.Upplýsingar gefur s krifstofa VSSÍ.Sími: [email protected]

Orlofsheimili verkstjórafélaganna

ÞÚ!ÞETTA SNÝST

UM ÞIG OG FRAMTÍÐINAPMD stjórnendanám HR (Programme for Management Development) er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu stjórnenda og auka færni og frumkvæði þeirra í dagsins önn.

Markmið PMD námsins er að styðja stjórnendur í að takast á við áskoranir á vinnustað, vakta breytingar og tækifæri í viðskiptalífinu, nýta sannreyndar og hagnýtar leiðir til að laða fram það besta með hliðsjón af nýrri tækni, tækifærum og þróun alþjóðasamfélagsins.

Nokkrir helstu sérfræðingar og samstarfsaðilar Háskólans í Reykjavík leiða kennslu með stuðningi PMD fagráðs. Námið er á meistarastigi og kennslan byggir að miklu leyti á raunverkefnum (case studies) og verkefnum tengdum vinnustað þátttakenda.

Námið er ætlað stjórnendum með minnst 3ja ára stjórnunarreynslu. PMD stjórnendanám HR er kjörinn vettvangur fyrir þá stjórnendur sem vilja bæta við menntun sína og hæfni samhliða vinnu, án þess að skuldbinda sig til langtímanáms.

Skráðu þig núna á www.opnihaskolinn.is

eða hafðu samband við okkur í síma 599 6568

UPPBYGGING PMD STJÓRNENDANÁMS HRNámið er samtals 80 klukkustundir og samanstendur af fimm lotum sem kenndar eru með fjögurra vikna millibili. Hver lota er kennd á fimmtudegi og föstudegi frá kl. 9:00–17:00. Nemendur þurfa að gera ráð fyrir verkefnavinnu í hverri lotu.

VINNULOTUR:Árangur í stjórnun: Forysta til framfara Árangur á markaðiÁrangur í rekstriStefnumótun & stjórnun breytingaSamningar & verkefnastjórnun

Viðbrögð starfsfólks við slíku

ástandi eru oft á þann veg að það

dregur sig inn í skelina og reynir að

láta lítið fyrir sér fara. Við getum

rétt ímyndað okkur hvaða áhrif slíkt

ástand hefur á árangur fyrirtæk-

isins og líkurnar á að metnaðarfull

markmið stjórnenda náist.

En hvað gertur leiðtoginn gert til að sporna við slíku ástandi? Hlutverki stjórn-andans er oft skipt í tvennt, þ.e. að annars vegar stýra og hafa eftirlit með ferlum sem hafa verið innleiddir í fyrirtækinu og svo hins vegar að stýra fólki. Hvort tveggja er mikilvægt en reynslan sýnir oft að það sem flokkast undir mýkri mál lætur undan þeg-ar mikið er að gera. Mýkri málin eru atriði eins og að byggja upp traust, tryggja opin og hreinskiptin samskipti, efla samvinnu ólíkra einstaklinga og hópa, hvetja, taka á mistökum, auka þátttöku svo nokkuð sé nefnt.

Þessir eiginleikar sem nefndir eru hér að ofan eru ekki öllum í blóð bornir þó sumir virðist hafa þetta meira í sér en aðrir. Hins vegar eru góðu fréttirnar þær að allir geta þjálfað með sér hæfni á þessum sviðum. Hafi stjórnandinn jákvætt viðhorf til að

vilja bæta hæfni sína þá er líklegra að við-komandi sæki sér þekkinguna um hvern-ig best sé að auk færni sína. Um leið og þekkingin hefur verið aukin, þ.e. fleiri verk-færi eru komin í beltið, getur stjórnand-inn farið að æfa sig að nota verkfærin og þannig orðið færari að beita þeim. Auðveld leið til að átta sig á þessari aðferðafræði er að ímynda okkur aðila sem langar að læra að synda skriðsund. Viðhorfið er jákvætt þannig að viðkomandi leitar sér þekking-ar um sundtök og annað sem mikilvægt er að vita um skriðsund. Gefum okkur nú að viðkomandi viti allt um sund og stekkur því glaður út í laugina. En glöggir átta sig á því að það er ekki í hendi að viðkomandi geti synt skriðsund. Mikilvægasti þátturinn í ferl-inu er eftir sem áður að sjálfsögðu æfingin. Hún skapar jú meistarann. Undir faglegri leiðsögn tekst viðkomandi að bæta hæfni sína og synda eins og selurinn.

Undanfarin misseri hefur reynt meira

en oft áður á hæfni leiðtogans í að leiða

teymið sitt saman í gegnum breytingar,

niðurskurð, neikvæðni, óvissu og svartsýni.

Unnur Magnúsdóttir, framkvæmdastjóri Dale Carnegie

// LEIÐIR AÐ VELGENGNI// LEIÐIR AÐ VELGENGNI

// LEIÐTOGAÞJÁLFUN FYRIR STJÓRNENDURGóður stjórnandi er í dag ekki sjálfkrafa álitinn góður leiðtogi. Skýr skil eru á milli þessara hlutverka. Á námskeiðinu lærir þú í hverju munurinn liggur og þróar hæfileika þína í átt að kröftugri og árangursríkari leiðtogahæfni. Hættu að stýra og byrjaðu að leiða.

// FYRIR HVERJA

Alla stjórnendur með mannaforráð og þá sem eiga samskipti við innri eða ytri viðskiptavini, verkefnastjóra, starfsmenn sem leiða vinnuhópa og stjórnendur sem vilja ná hámarksárangri.

// ÁVINNINGUR

· Stjórnun funda

· Taka ígrundaða áhættu og hvetja fólk til að taka áhættu og sýna frumkvæði

· Fylkja fólki í lið með þér

· Efla samvinnu á öllum stigum

· Veita öðrum umboð til framkvæmda

· Koma auga á og viðurkenna góðan árangur einstaklinga og liðsheilda

· Skilgreina kröfur og gera fólk ábyrgt fyrir verkefnum sínum

· Setja árangursmarkmið í takt við heildaráætlanir

· Taka á mistökum á uppbyggjandi hátt

· Nota hvatninguna til að ná meiri árangri

// VITNISBURÐUR

,,Ég get fullyrt að fólk mitt er frískara eftir námskeiðið. Námskeiðið hjálpaði til við að opna augun fyrir tækifærum og nýrri nálgun. Við erum mjög ánægð og mikill árangur.”

// FYRIRKOMULAG

Sex skipti – 3½ tíma í senn. Dreifing námskeiðsins á 6 vikna tímabil tryggir tækifæri til að æfa þá kunnáttu sem kynnt er á námskeið-inu á milli tímanna og þar með tryggja aukna hæfni og breyttar venjur.

Námskeið í Reykjavík og á Akureyri í febrúar 2011. Nánari upplýsingar í síma: 555 9080

Í lok námskeiðs fá þátttakendur útskriftarskírteini frá Dale Carne-gie & Associates.

Starfsmenntasjóður VSSÍ/SA niðurgreiðir námskeiðið um allt að 90.000 kr.

// VERÐ 125.000 kr.