velferð og kalt stríð

18
Velferð og kalt stríð Kafli 7 Sögueyjan 3, bls. 68-81.

Upload: nelle-garcia

Post on 01-Jan-2016

59 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

Velferð og kalt stríð. Kafli 7 Sögueyjan 3 , bls. 68-81. Kafli 7Velmegun. Vaxandi velmegun eftir seinni heimsstyrjöld gerði Ísland sífellt háðara milliríkjaviðskiptum. => Innfluttar neysluvörur Uppbygging velferðakerfis í Evrópu - PowerPoint PPT Presentation

TRANSCRIPT

Page 1: Velferð og kalt stríð

Velferð og kalt stríð

Kafli 7 Sögueyjan 3,

bls. 68-81.

Page 2: Velferð og kalt stríð

2

Vaxandi velmegun eftir seinni heimsstyrjöld gerði Ísland sífellt háðara milliríkjaviðskiptum. => Innfluttar neysluvörur

Uppbygging velferðakerfis í Evrópu Trúin á frjálshyggjuna hafði hrunið í

kreppunni. Vesturlandabúar nutu meiri velmegunar

eftir seinni heimsstyrjöld en heimurinn hafði áður kynnst.

Kafli 7 Velmegun

Page 3: Velferð og kalt stríð

Lífskjör bötnuðu, velferðarþjónusta jókst og menntun efldist.

Vaxandi neyslusamfélag með stöðugum kröfum um aukin lífsgæði.

Þessi þróun varð mjög hröð á Íslandi á árunum eftir stríð.

=> Íslendingar höfðu stórgrætt á seinni heimsstyrjöld.

Kafli 7 Velmegun

Page 4: Velferð og kalt stríð

- Bandaríkjamenn og Bretar á Íslandi höfðu hjálpað Íslendingum að selja vörur á góðu verði til útlanda.

- Hlutverk stjórnvalda var að nýta stríðs-gróðann til að byggja upp varanlega hagsæld fyrir þjóðina.

Kafli 7 Velmegun

Page 5: Velferð og kalt stríð

- Bandaríkin og Sovétríkin höfðu verið bandamenn í stríðinu gegn nasistum. En nú varð fjandskapur á milli þessara helstu hervelda => „Kalda stríðið“ hefst- USA: Lýðræði og frjálsan markað USSR: Kommúnískt einræði- Ísland féll undir áhrifa- svæði USA.

Kafli 7 Kalda stríðið

Page 6: Velferð og kalt stríð

1944 mynduð ríkisstjórn af Sjálfstæðisflokki, Alþýðu- flokki og Sósíalista-flokknum.

Ríkisstjórnin fór út í miklar fjárfestingar og nýsköpun í atvinnulífi, sérstaklega sjávarútvegi.

Mikið keypt af nýjum vélbátum og togurum. Síldarverksmiðjur og frystihús byggð víða

um landið.

Kafli 7 Nýsköpun

Page 7: Velferð og kalt stríð

Uppbyggin atvinnulífsins var full hröð. Langt tímabil með miklum sveiflum í

hagkerfinu hefst. Slök efnahagsstjórn og mikil verðbólga einkenndi þetta tímabil.

Konur koma í auknum mæli út á vinnumarkaðinn. Fengu skattaafslátt sem hvatningu.

Atvinnuleysi hvarf að mestu.

Kafli 7 Nýsköpun

Page 8: Velferð og kalt stríð

Haftakerfi komið á 1947 eftir að stríðsgróðanum hafði verið eytt.

Gjaldeyrissjóðir höfðu tæmst því innflutningur var miklu meiri en útflutningur.

Stjórnvöldu ákváðu að hefta innflutning með vöruskömmtun => Sjá næstu glæru

Kafli 7 Haftakerfi

Page 9: Velferð og kalt stríð
Page 10: Velferð og kalt stríð

Nýsköpunarstjórnin lagði mikla áherslu á uppbyggingu velferðarkerfisins. Fyrirmyndir frá Norðurlöndunum og Bretlandi.

Menntun, almannatryggingar og heilbrigðismál áttu að vera á forræði ríkisins. Allir íbúar landsins áttu að vera jafnir fyrir þessu kerfi.

Útgjöld ríkisins jukust vegna þessara málaflokka, en tekjur og verðmætasköpun líka með menntaðra vinnuafli og þróaðra atvinnulífs

Kafli 7 Velferð

Page 11: Velferð og kalt stríð

Ný fræðslulög sett 1946. Skólaskylda frá 7-14 ára. Allir áttu að hafa jafnan rétt til menntunar. Fjórir framhaldsskólar sem útskrifuðu stúdenta: MR (Menntaskólinn í Reykjavík) MA (Menntaskólinn á Akureyri) ML (Menntaskólinn á Laugarvatni) VÍ (Verzlunarskóli Íslands) Tækniskóli Íslands stofnaður 1964. Betri tækifæri til náms í þéttbýli en

í sveitum. Héraðsskólar með heima-vistir bæta úr þessu.

Mikil fjölgun nemenda í framhalds-námi allan seinni hluta 20. aldar.

Kafli 7 Menntun

Page 12: Velferð og kalt stríð

Með fullveldi 1918 var ákveðið að Ísland skyldi vera vopnlaust og hlutlaust land.

Eftir seinni heimsstyrjöld skiptu stórveldin USA og Sovétríkin heiminum upp í áhrifasvæði. Ísland varð hluti af áhrifasvæði USA.

Togstreita stórveldanna tveggja var kallað ,,kalda stríðið“ (samanber glæra 5)

Kafli 7 Kalda stríðið

Page 13: Velferð og kalt stríð

Vegna legu Íslands í miðju Atlantshafi var það talið hernaðarlega mikilvægt. USA vildi hafa þar herstöð.

Miklar deilur í landinu um það hvort USA ætti að fá að hafa áfram herstöð hér. Leyft að hafa óvopnað lið.

Samþykkt með Keflavíkur-samningnum 1946

Kafli 7Keflavíkursamningurinn

Page 14: Velferð og kalt stríð

USA hafði áhyggjur af upplausnarástandi í Evrópu eftir stríðið og að þjóðir gengu í lið með Sovétríkjunum.

1948-1951 veitti USA svokallaða Marshall-aðstoð við uppbyggingu í stríðsþjáðri Evrópu.

Íslendingar áttu í raun ekki rétt á Marshall aðstoð. Ísland hafði stórgrætt á stríðinu.

Íslendingar fengu Marshall aðstoð í skiptum fyrir herstöð USA í Keflavík. Hún var starfrækt frá 1946-2006.

Þegar upp var staðið fengu Íslendingar meiri aðstoð miðað við höfðatölu en nokkur önnur þjóð.

Kafli 7 Marshall aðstoðin

Page 15: Velferð og kalt stríð

Kalda stríðið magnaðist allan 5. áratuginn. 1948 – Valdarán kommúnista í Tékkóslóvakíu Berlíadeilan – endaði með að borginni var skipt

upp í tvo hluta austur og vestur Berlín. Kommúnistar komust til valda í Kína 1949 eftir

borgarastríð. NATO stofnað 1949. stofnað af USA,Kanada og

flestum löndum í Vestur- Evrópu. Mikil áhersla lögð á að Ísland gengi í

bandalagið vegna hernaðarlegs mikilvægis landsins.

Kafli 7 Nato

Page 16: Velferð og kalt stríð

Mótmælin á Austurvelli 1949

Page 17: Velferð og kalt stríð

Þjóðin algerlega klofin í afstöðu sinni til inngöngu.

Meirihluti Alþingis var með þátttöku en Sósíalistar á móti. Töldu það brot á hlutleysisstefnu landsins.

Mikil mótmæli á Austurvelli 30. mars 1949 þegar Alþingi tók málið fyrir.

Mikil átök milli lögreglu og mótmælenda Andstæðingar aðildar höfðu krafist

þjóðaratkvæðagreiðslu um málið en ekki fengið.

Kafli 7 Nato – frh.

Page 18: Velferð og kalt stríð

1951 var gerður svokallaður Herstöðvarsamningur við USA. Bandaríkjamenn skyldu tryggja öryggi Íslands gegn

erlendum öflum. Fyrst voru um 5000 fastir hermenn í Keflavíkurstöðinni. Herinn átti að gæta flug og siglingaleiða á N-Atlandshafi. Þjóðin algerlega klofin í afstöðu til veru herliðsins. Sérstakur flokkur sem barðist gegn herstöðinni var til um

tíma – Þjóðvarnarflokkurinn. Samtök herstöðvarandstæðinga stofnuð 1960 Önnur samtök sem kölluðu sig ,,Varið land“ söfnuðu

undirskriftum með veru hersins. Margir græddu á veru hersins og er talið að lengi hafi um

10% af gjaldeyristekjum landsins komið þaðan.

Kafli 7 Herstöðin