vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · kristján e. benediktsson mokar möl í...

9
1 6. tbl. 2016 nr. 504 6. tbl. 29. árg. nr. 504 27. júní 2016 Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Vestari Bakkafjöru-öldudufl, á leiðinni í land eftir skipti á nýuppgerðu dufli í staðinn. Starfsmenn vitadeildar, Ingvar Engilbertsson og Gísli Ófeigsson. Eyjafallajökull í baksýn. Ljósmynd: Sigurjón Eiríksson. Eins og flestum er kunnugt lýk ur Gunnar Gunnarsson fram kvæmdastjóri stoðsviðs störf um hjá Vegagerðinni í lok júní mánaðar. Ákveðið hefur verið að Stefán Erlendsson forstöðumaður lögfræðideildar taki tímabundið þykir því ekki rétt að auglýsa stöðuna að sinni. Stefán mun að hluta til taka með sér verkefni sem hann hefur sinnt á lögfræðideild, en einnig taka við ýmsum af þeim verkefnum sem Gunnar hafði með höndum, svo sem varðandi starfsmannamál og ýmis lögfræðileg málefni, aðkomu að verksamningum, val á verktökum og úrlausn ágreiningsmála eftir því sem þurfa þykir og ýmislegt fleira. Hann verður hins vegar ekki stað gengill forstjóra eins og Gunnar hefur verið. Eyþóra Hjartardóttir mun á sama tíma leysa Stefán af sem for stöðumaður lögfræðideildar. Auk þess sem að framan greinir verður gerð sú breyting að gæðadeild færist undan stoðsviði og mun þess í stað heyra beint undir Hreinn Haraldsson skrifar Stoðsvið, breytingar Áður birt í notes-fréttagrunni 15.06.2016 við starfi hans til eins árs frá og með 1. júlí nk. Á þeim tíma verður skipulag og skipurit stofnunarinnar í miðstöð endurskoðað, óháð framangreindum breytingum og

Upload: lexuyen

Post on 19-Aug-2018

215 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

1

6. tbl. 2016 nr. 504

6. tbl. 29. árg. nr. 504 27. júní 2016

Ritstjóri: Viktor Arnar IngólfssonPrentun: Oddi

VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlauna­þegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra.

Vestari Bakkafjöru-öldudufl, á leiðinni í land eftir skipti á nýuppgerðu dufli í staðinn. Starfsmenn vitadeildar, Ingvar Engilbertsson og Gísli Ófeigsson. Eyjafallajökull í baksýn. Ljósmynd: Sigurjón Eiríksson.

Eins og flestum er kunnugt lýk­ur Gunnar Gunnarsson fram­kvæmdastjóri stoðsviðs störf­um hjá Vegagerðinni í lok júní­mánaðar. Ákveðið hefur verið að Stefán Erlendsson forstöðumaður lögfræðideildar taki tíma bund ið

þykir því ekki rétt að auglýsa stöðuna að sinni. Stefán mun að hluta til taka með sér verkefni sem hann hefur sinnt á lögfræðideild, en einnig taka við ýmsum af þeim verkefnum sem Gunnar hafði með höndum, svo sem varðandi starfsmannamál og ýmis lögfræðileg málefni, að komu að verksamningum, val á verktökum og úrlausn ágreiningsmála eftir því sem þurfa þykir og ýmislegt fleira. Hann verður hins vegar ekki stað­gengill forstjóra eins og Gunnar hefur verið. Eyþóra Hjartar dóttir mun á sama tíma leysa Stefán af sem for­stöðumaður lögfræðideildar.

Auk þess sem að framan greinir verður gerð sú breyting að gæðadeild færist undan stoðsviði og mun þess í stað heyra beint undir

Hreinn Haraldsson skrifar

Stoðsvið, breytingarÁður birt í notes-fréttagrunni 15.06.2016

við starfi hans til eins árs frá og með 1. júlí nk. Á þeim tíma verður skipulag og skipurit stofnunarinnar í miðstöð endurskoðað, óháð framangreindum breytingum og

Page 2: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

2 3

Starfsmannamál

Bjarni Jón Finnsson yfirverkstjóri í Vík hefur

sagt starfi sínu lausu og mun ekki koma til starfa

að loknu árs leyfi.

Guðmundur Rafn Kristjánsson (Muggur) hefur verið ráðinn sem tækni maður við jarð ganga­einingu og mun væntan­lega hefja störf 1. ágúst. Hann var áður starfsmaður hjá Vegagerðinni á Ísafirði frá 1996 til 2010, síðast

Birgir Þór Þorbjörnsson vélamaður í brúavinnu­flokki frá Hvammstanga mun flytjast innan tíðar á þjónustustöðina á Hvammstanga.

deildarstjóri nýframkvæmda á Norðvestursvæði.

Jónas Hlíðar Vilhelmsson mælingamaður á siglingasviði í Reykjavík hefur sagt upp störfum og hættir í ágúst.

Guðmundur Jón Björgvinsson hefur verið ráðinn sem rafvirkjameistari á vitadeild og hefur störf innan tíðar.

Heimir Gunnarsson hefur verið ráðinn sem tæknimaður á umsjónardeild Norðursvæðis og mun væntanlega hefja störf í september.

Jóhanna Seljan Þóroddsdóttir hefur verið

ráðin sem fulltrúi á Reyðar­firði og hefur störf innan

tíðar.

Í 3. tbl var greint frá því að Sigrún Bjarnadóttir hefði

verið ráðin sem vélamaður í Vík. Nú hefur bortist mynd

af Sigrúnu.

forstjóra, eins og reyndar var allt frá því gæðastjórn un var tekin upp hjá Vegagerðinni, fram að skipulagsbreyt­

ing um 2013. Gunnar Gunnarsson var formaður gæða­ráðs meðan það starfaði og þótti því rétt við síðustu

Stefán Erlendsson

EyþóraHjartardóttir

ÁsrúnRudólfsdóttir

skipuritsbreytingar að þau mál heyrðu undir það svið sem hann stýrði. Algengt er hjá stofnunum og fyrirtækjum hérlendis og erlendis að gæða­, umhverfis­ og öryggismál heyri beint undir forstjóra, m.a. til að marka sjálfstæði mála­flokksins gagnvart allri starfsemi fyrirtækisins. Þessi breyting er ekki bundin í tíma eins og setning í stöðu framkvæmdastjóra stoðsviðs. Ásrún Rudolfsdóttir verður áfram yfirmaður málaflokksins.Sjá yfirlitsmynd af starfsemi stofnunarinnar, svið, svæði og deildar í miðopnu blaðsins, bls. 8­9.

Umhverfisdagur á Akureyri, Húsavík og Þórshöfn 27. maí

Farið var í orlofshúsið Víðigrund í Þórðarstaðaskógi föstu-daginn 27. maí og tekið til hendinni. Á myndinni er Magnús Björnsson að snyrta gólfmottu.

Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga.

Gunnar Bóasson, Kristján B. Bjarnason og Þórólfur Jón Ingólfsson setja upp útiljós.

Guðmundur Heiðreksson, Hafdís Eygló Jónsdóttir og Jón Már Snorrason í nýja sturtuklefanum með kók í bauk. Gunnar Orri Gröndal hefur verið ráðinn sem

mælingamaður á hafnadeild og mun væntanlega hefja störf í ágúst.

Ólafur Pálmi Tryggvason hefur verið ráðinn sem vélamaður í brúavinnuflokk frá Hvammstanga.

Björgvin Arnarsson hefur verið ráðinn sem kerfisfræðingur á upplýsingatæknideild.

Page 3: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

4 5

Árlegt golfmót Vegagerðarfólks á Svarfhólsvelli á Selfossi var haldið 1. júní í talsverðri rigningu. Vegna úrkomu og vosbúðar keppenda voru 9 holur látnar duga að þessu sinni. Skorið bar þess líka nokkur merki að veðrið hafði áhrif á leik keppenda. Þátttakendur voru, aftari röð frá vinstri: Þórir Ingason, Svanur G. Bjarnason (2. verðlaun punktakeppni 11 punktar), Aron Bjarnason (1. verðlaun punktakeppni 14. punktar), Pétur Friðrik Pétursson (nándarverðlaun á 3. braut 4,28 m), Hreiðar Jónsson (1. verðlaun höggleikur 47 högg, nándarverðlaun á 4. braut 19 m), Eiríkur Bjarnason, Ingvi Árnason (3. verðlaun höggleikur 51 högg). Fremri röð frá vinstri: Gunnar Garðarsson (3. verðlaun punktakeppni 11 punktar), Magnús Ó. Einarsson, Gísli Gíslason (2. verðlaun höggleikur 50 högg), Viktor Arnar Ingólfsson.

Svanur G. Bjarnason og Valdimar Sigurjónsson skipuleggjendur golfmótsins. Vegna fingurmeiðsla tók Valdimar ekki þátt í mótinu en hélt utanum mótið, tók myndir og afhenti verðlaun.

Viktor Arnar Ingólfsson með driver á 6. teig á Svarfhólsvelli. Þórir Ingason fylgist með.

Dóra Sigríður Gísladóttir fulltrúi á fjárhagsdeild í Borgar nesi varð 50 ára 23. júní. Maki: Jakob Guðmundsson framleiðslustjóri Límtré­Vírnet, f. 7. mars 1965.

Jakob, Dóra, Viktor Ingi, Auður, Linda Björk, Lilja Hrönn, Declan.

Börn þeirra: Linda Björk Jakobsdóttir f. 26. maí 1990 á Akranesi, snyrtifræðingur. Viktor Ingi Jakobsson, f. 9. júní 1992 á Akranesi, nemi, unnusta: Auður Þórðar dóttir. Lilja Hrönn Jakobsdóttir f. 10. júní 1995 á Akranesi, nemi, unnusti: Declan Redmond.

Page 4: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

6 7

Guðmundur Valur Guðmundssonbyggingarverkfræðingur á hönnunardeildVegagerðarinnar í Reykjavíkvarð 40 ára 21. maí.

Magnús Snæbjarnarsonbóndi Syðri-Grund Höfðahverfi

Guðný Laxdalhúsfreyja Syðri-Grund Höfðahverfi

Jóhanna Magnúsdóttirbóndi Ártúnum í Blöndudalf. 23.05.1952

Guðmundur Valur Guðmundssonf. 21.05.1976 á Hvammstanga

Maki: Guðný Bergþóra Tryggvadóttirverkefnastjóri á Félagsvísindastofnun

Háskóla Íslands f. 10.01.1976 á Blönduósi

Ólafur Ingvi Eyjólfssonbóndi að Sólheimum í Dalasýslu

Helga Áslaug Guðbrandsdóttirhúsmóðir að Sólheimum

Sóley Ólafsdóttirf. 06.05.1954 að Sólheimum, d. 09.10.2012

Nám: Stúdent af eðlisfræði braut Menntaskólans á Akureyri 1996. Cand. Scient í umhverfis- og byggingarverkfræði frá verkfræðideild Háskóla Íslands 2000. MSc (Advanced Structural Engineering) Imperial College London 2007. Störf: Sumarstörf í þjónustustöð Vegagerðarinnar á Hvammstanga 1993­1997, sumarstarf 1998 á brúa­deild Vegagerðarinnar í Reykjavík. Verkfræðingur hjá Línuhönnun verkfræðistofu í Reykjavík 2000­2007, hjá Flint & Neil Partnership í London 2007­2008, hjá EFLU verkfræðistofu 2008 til 2014, þar af sviðsstjóri samgöngumannvirkja 2012 til 2014. Hönnunardeild Vegagerðarinnar frá 2014.Félagsstörf: Lék knattspyrnu með meistaraflokki Kormáks á Hvammstanga og Hvöt á Blönduósi frá 1990­1996 ásamt því að þjálfa yngri flokka og meistaraflokka kvenna. Lék knattspyrnu með ÍR í Breiðholti frá 1997­2000.

Sigurður Sigurðssonlögregluvarðstjóri á Hvammstanga

Sigríður Ása Guðmundsdóttirverslunarmaður á Hvammstanga

Guðmundur Sigurðssonyfirverkstjóri Vegagerðarinnar

á Hvammstanga, áður brúasmiðurf. 13.03.1955 á Hvammstanga

Sambýliskona: Jónína Sigurðardóttir, f. 20.08.1956

Börn þeirra:Hanna Sóley Guðmundsdóttirf. 16.11.2001 í Reykjavík

Eyrún Huld Guðmundsdóttirf. 13.11.2005 í Reykjavík

Guðmundur Bragi Guðmundssonf. 03.02.2011 í Reykjavík

Jón Tryggvasonbóndi Ártúnum í Blöndudal

Sigríður Ólafsdóttirhúsfreyja Ártúnum í Blöndudal

Tryggvi Jónssonbóndi Ártúnum í Blöndudal

f. 13.12.1948

Guðmundur Valur, Guðný Bergþóra, Guðmundur Bragi, Hanna Sóley, Eyrún Huld.

Skýrslur:Athugun á fjöru við Laugaland í Þorskafirði og fjöruflokkun á veglínum Bjarkarlundur – Skálanes í Reykhólahreppi / Cristian Gallo, Hafdís Sturlaugsdóttir, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2016Athugun á rauðbrystingum í Þorska-, Djúpa- og Gufufirði í maí 2012 / Böðvar Þórisson, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2015Áhrif vegagerðar í Norðurárdal á seiðastofna Norðurár í Skagafirði og hliðaráa hennar / Hlynur Bárðarson og Guðni Guðbergsson, Veiðimálastofnun, Reykjavík, 2016Botndýraathugun í Þorskafirði í Reykhólahreppi 2012 / Böðvar Þórisson, Cristian Gallo, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2016Fjarðaþveranir í Gufudalssveit: Straum- og vatnsgæðalíkön af Gufufirði, Djúpafirði og Þorskafirði / Sveinn Óli Pálmarsson (Unnið fyrir Vegagerðina), Verkfræðistofan Vatnaskil, Reykjavík, 2016Fornleifarannsókn vegan veglagningar frá Bjarkalundi að Skálanesi / Margrét Hrönn Hallmundsdóttir, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2016Hjólalíkan. Dreifilíkan fyrir hjólandi umferð, VSÓ ráðgjöf, Reykjavík 2016.Mat á áhrifum vegaframkvæmda á landslag, milli Bjarkalundar og Skálaness í Þorskafirði / Hulda Birna Albertsdóttir, Sóley Valdimarsdóttir, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2016Monitoring System for Bridges; Final Report / Einar T. Ingólfsson, Kristján Uni Óskarsson, Krabbenhöft + Ingolfsson, Efla verkfræðistofa, Vegagerðin, 2016Niðurbrot óbundins burðarlags undir sveiflandi álagi: Lokaskýrsla / Ásbjörn Jóhannesson, Hafsteinn Hilmarsson og Oddur Þórðarson, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík, 2016Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga. Viðtalsrannsókn – Staðan fyrir göng. „Menn eru byrjaðir að stóla á að komast alltaf“ / Hjalti Jóhannesson, RHA – Rannsóknamiðstöð Háskólans á Akureyri, Akureyri, 2016Submarine Power Cables and the Marine Environment: Legal obligations of the Coastal States in the North-East Atlantic: - LLM in Natural Resources Law and International Environmental Law- / Stefán Erlendsson (Mastersritgerð frá Lagadeild HÍ.) Háskóli Íslands, Reykjavík, 2016Umferðarálag á brýr; Rannsóknarverkefni styrkt af rannsókna-sjóði Vegagerðarinnar / Guðmundur Valur Guðmundsson, Baldvin Einarsson, Efla verkfræðistofa, Vegagerðin, Reykjavík, 2016Varpfuglar í Þorskafirði og Djúpafirði sumarið 2012 / Cristian Gallo, Hafdís Sturlaugsdóttir, Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík 2016Vestfjarðavegur: Bjarkalundur – Skálaneshlíð; Greinargerð um jarðfræði, jarðmyndanir og efnistöku / Höskuldur Búi Jónsson, Vegagerðin, Borgarnes, 2016

Ýmislegt:Ársskýrsla 2015, Faxaflóahafnir sf., Reykjavík, maí 2016Íslenska þjóðfélagið. Tímarit Félagsfræðingafélags Íslands, Reykjavík, 2016Skagafjörður austan Vatna : Frá Hjaltadal að Úlfsdölum / Páll Sigurðsson, Ferðafélag Íslands, Reykjavík, 2016

Frá bókasafniHér á eftir er listi yfir ný aðföng

bóka safnsins í maí 2016Afmæli

Gunnhildur Skaftadóttir verkefnastjóriá samskiptadeild í Reykjavík varð 60 ára 2. júní.

Afmæli

Hjörleifur Ólafsson fyrrverandi deildarstjóri umferðarþjónustu í Reykjavík varð 80 ára 18. júní.

Ökumaður götusópara sem var að störfum í Búðardal 8. júní fékk aðsvif undir stýri og endaði á þjónustustöð Vegagerðar-innar. Bíllinn fór í gegnum tvö grindverk áður en hann lenti á húsinu.

Page 5: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

8 9

Hreinn Haraldsson

Þróunarsvið

Jónas Snæbjörnssonframkvæmdastjóri

Umferðardeild

Auður Þóra Árnadóttir

Fjármálasvið

Óráðið

Greiningardeild

Guðmundur Helgason

Fjárhagsdeild

Hannes Már Sigurðsson

Áætlanadeild

Eiríkur Bjarnason

Upplýsinga-tæknideild

Viktor Steinarsson

StoðsviðMannvirkjasvið

Magnús Valur Jóhannssonframkvæmdastjóri

Þjónustudeild

Einar Pálsson

Samskiptadeild

G. Pétur Matthíasson

Lögfræðideild

Eyþóra Hjartardóttir

Stefán Erlendsson

Jarðgöng

Gísli Eiríksson

Jarðefni

Gunnar Bjarnason

Siglingasvið

Sigurður Áss Grétarsonframkvæmdastjóri

Vitadeild

Hafnadeild Mann-auður

Ólöf Thorarensen

Rann-sóknir

Þórir Ingason

Rekstrardeild

Daníel Árnason

Hönnunardeild

Kristján Kristjánsson

Framkvæmda-deild

Óskar Örn Jónsson

Óráðið

Óráðið

Gæða-, umhverfis-og öryggis-

mál

Ásrún Rudolfsdóttir

Svið, svæði og deildirÁ myndinni eru sviðum raðað frá vinstri til hægri eftir stafrófsröð,svæðum er raðað frá vinstri til hægri eftir númerum,deildum er raðað niður eftir stafrófsröð.Staða 1. júlí 2016.

Vestursvæði

Ingvi Árnasonsvæðisstjóri, Borgarnes

Þjónustu-stöðvar

Norðursvæði

Gunnar H. Guðmundssonsvæðisstjóri, Akureyri

Þjónustu-stöðvar

Verkstæði

Austursvæði

Sveinn Sveinssonsvæðisstjóri, Reyðarfjörður

Þjónustu-stöðvar

Verkstæði

Tæknideild

Pálmi Þór Sævarsson

Tæknideild

Guðmundur Heiðreksson

Tæknideild

Umsjónardeild

Sigurður Mar Óskarsson

Umsjónardeild

Haukur Jónsson

Umsjónardeild

Guðjón Magnússon

VAI 20.06.2016

Anna Elín Jóhannsdóttir

Forstjóri(vegamálastjóri)

Suðursvæði

Svanur G. Bjarnasonsvæðisstjóri, Selfoss

Þjónustu-stöðvar

Verkstæði

Tæknideild

Erlingur Freyr Jensson

Umsjónardeild

Bjarni Stefánsson

Innri endur-skoðun

Ólafur ÞórGunnarsson

Page 6: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

10 11

Arnar E. Ragnarssonvaktstjóri í Hafnarfirði / miðstöð, varð 50 ára 22. maí Nám: Vinnuvélanámskeið hjá Fræðslumiðstöð iðnaðarins 1983. Siglingaskólinn, 30 rúmlesta skipstjórnarréttindi 1987. Köfunarnámskeið hjá Köfunarskólanum 1986. Stýrimannaskólinn, 200 rúmlesta skipstjórnarréttindi, 500 rúmlesta stýrimannsrétt indi 1989. Slysavarnarskóli sjómanna, öryggisfræðsla sjómanna 1988. Almenn talstöðvarréttindi 1989. Meirapróf leigubifreið, vörubifreið, trailer 1990. Vélskóli Íslands, 221 kW vélstjórnarréttindi 1999. Námskeið í verkstjórn hjá Iðntæknistofnun 2000. Löggildingarstofa, löggilding vigtarmanns 2003. Lögregluskóli rík is ins, námskeið um aksturs- og hvíldartíma ökumanna, námskeið um stærð og þyngd ökutækja 2004.Störf: Vegagerðin, brúasmíði hjá Guðmundi Sigurðssyni Hvamms tanga 1982-1985, fyrst við Svarfaðardalsá, síðan í Vestur-Húnavatnssýslu og Dölum. Ós sf., vélamaður í Norðurárdal Borgarfirði og í Eyjafirði 1985-1986. Stýrimaður frá Hvammstanga 1986-1989. Hagvirki, vélamaður við Blönduvirkjun 1989-1990. MEB Vélaleiga, vélamaður í Reykjavík 1990-1996. Vegagerðin, flokksstjóri birgðadeild Grafarvogi 1996-2003, um ferð ar eftirlitsmaður 2003-2005, flokksstjóri í Hafnarfirði frá 2005, nú vaktstjóri vetrarþjónustu í miðstöð.Félagsstörf: Félagi í björgunasveitinni Káraborg Hvammstanga 1982-1990. Félagi í björgunasveitinni Kili Kjalarnesi 2002-2006.

Árni Eyjólfur A. Hraundalbóndi í Lækjarhvammi, Kirkju-

hvammshreppi, Vestur-Húnavatnssýslu, síðast búsettur á Hvammstanga

Svanborg Guðmundsdóttirhúsfreyja í Lækjarhvammi til 1979, síðast

búsett á Hvammstanga

Ragnar Árnasonverkstjóri hjá Vegagerðinni Hvammstanga

f. 24.02.1942 í Grafarkoti Vestur-Húnavatnssýslu

Hermóður Guðnasonbóndi á Framnesi

í Reyðarfjarðarhreppi

Ingibjörg Bjarnadóttirhúsfreyja á Framnesi í Reyðarfjarðarhreppi

síðast búsett í Reykjavík

Héðinn Hermóðssonbifreiðastjóri í Reykjavík

f. 06.01.1929 Mjóeyri á Eskifirðid. 11.08.2015

Jón Guðmundssonbóndi Hálsi í Flókadal, Skagafjarðarsýslu síðast búsettur í Reykjavík

Sigrún Steinunn Sigmundsdóttirhúsfreyja Hálsi í Flókadal Skagafjarðarsýslu síðast búsett í Reykjavík

Hólmfríður Jónsdóttirverslunarmaður í Reykjavíkf. 08.03.1933 Hálsi í Flókadal

Arnar Ellert Ragnarssonf. 22.05.1966 á Hvammstanga

Börn þeirra:Dagmey Ellen E. Arnarsdóttirf. 02.12.1993 í ReykjavíkMaki: Kristján Jóhann Bjarnason f. 15.07.1986Barn þeirra: Hrafnar Leó Dagmeyjarson Kristjánsson f. 10.02.2016

Svangeir Albert E. Arnarssonf. 05.07.1995 í Reykjavíkbifvélavirkjanemiog sumarstarfsmaður á vitadeild Vegagerðarinnar

Barn hennar:Sigurjón Már E. Gunnarssonf. 09.12.1982 í Reykjavíkfræðslufulltrúi hjá ÍslandspóstiMaki: Ása Dröfn Fox Björnsdóttir f. 06.09.1977Barn þeirra: Eygló Þurý Sigurjónsdóttir f. 04.06.2016Börn hennar: Birgitta Rut Helgadóttir f. 21.02.1997Darri Helgason, Líf Helgadóttir (tvíburar) f. 21.07.2008

Maki: Eygló Héðinsdóttirsjúkraliði á bráðadeild Landspítalans f. 26.02.1965 í Reykjavík

Sigurður Emil Jónssonbifreiðastjóri, síðast búsettur á Hvammstanga

Marta Björnlaug Albertsdóttirhjúkrunarkona á Sveðjustöðum, Vestur-Húnavatnssýslu síðast búsett á Hvammstanga

Helena Svanlaug Sigurðardóttirverslunarmaður hjá KVH, Hvammstangaf. 25.06.1945 Hvammstanga

Ford Transit DC 4x4 fyrir Ísafjörð.

Eftirfarandi er endurnýjun smábíla 2016, innan sviga er kílómetrastaða um áramót og bókhaldsnúmer er listað á undan tegund. Þeir bílar sem er verið að endurnýja verða seldir strax eða notaðir í sumar í ýmsum verkefnum og seldir í haust.

Miðstöð:Rekstrardeild bílabanki: Nýr Nissan Leaf rafmagns­bíll kom í staðinn fyrir T13515 Toyota Yaris ´05 (72 þ.km).Framkvæmdadeild: Brúarflokkur SHS: Nýr Mercedes Benz Sprinter 4x2 fólksflutningabíll kemur í staðinn fyrir T13578 Ford Transit ´08 (177 þ.km). Brúarflokkur SÞ: Nýr Volkswagen Transporter DC 4x4 kemur í staðinn fyrir T13588 Mitsubishi L200 DC 4x4 ’07 (173 þ.km).Suðursvæði:Selfoss: Nýr Subaru Forester 4x4 kom á tæknideild. Nýr Isuzu D-Max DC 4x4 kom í staðinn fyrir T13631 Isuzu D-Max DC 4x4 ’12 (159 þ.km).Hafnarfjörður: Nýr Subaru XV 4x4 kom á umsjónardeild.Vestursvæði:Borgarnes: Nýr Mitsubishi Outlander 4x4 kom á

tæknideild. Nýr Subaru XV 4x4 kom á umsjónardeild. Nýr Subaru Forester 4x4 kom í staðinn fyrir T13569 Subaru Forester ’08 (159 þ.km). Nýr Volkswagen Transporter 4x4 sendibíll 4x4 kemur í staðinn fyrir T13505 Hyundai Starex 4x4 ’04 (130 þ.km). Nýr Mercedes Benz Sprinter DC 4x2 kom í staðinn fyrir T13600 Volkswagen Transporter DC 4x4 ’10 (179 þ.km). Nýr Subaru XV 4x4 kom í staðinn fyrir T 13533 Hyundai Tucson ´06 (143 þ.km).Ísafjörður: Ford Transit DC 4x4 kemur í staðinn fyrir T13590 Hyundai Starex ’06 (137 þ.km).Hólmavík: Nýr Volkswagen Transporter DC 4x4 kemur í staðinn fyrir T13605 Isuzu D-Max DC 4x4 ’10 (143 þ.km). Norðursvæði: Sauðárkrókur: Nýr Isuzu D-Max DC 4x4 kom í staðinn fyrir T13619 Toyota Hilux ’11 (160 þ.km).Akureyri: Nýr Volkswagen Transporter sendibíll kom í staðinn fyrir T13577 Toyota Hiace ’08 (159 þ.km). Nýr Volkswagen Transporter 4x4 sendibíll kemur í staðinn fyrir T13519 Hyundai Santa Fe ´05 (160 þ.km). Austursvæði:Reyðarfjörður: Nýr Subaru Forester 4x4 kom í staðinn fyrir T13567 Subaru Forester 4x4 ’08 (165 þ.km). RAH

Endurnýjun smábíla 2016

Kæru samstarfsfélagar.Bestu þakkir fyrir afmæliskveðjur og gjafir

í tilefni 50 ára afmælis míns þann 22. maí síðastliðinn.

Arnar E. Ragnarsson, Hafnarfirði

Kæru samstarfsfélagar!Hjartans þakkir fyrir hlýhug, gjöf og kveðjur

í tilefni 60 ára afmælis míns. Bestu kveðjur til ykkar allra

Kristín Bára Alfredsdóttir, Reykjavík

Volkswagen Transporter 4x4 fyrir vélaverkstæðið á Akureyri.

Page 7: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

12 13

Sæmundur G. Jóhannsson, Búðardal. Ólafur Kristinn Kristjánsson, Borgarnesi.

Vestlendingar fjölmenntu í Sauðhússkóg á umhverfisdegi fimmtudaginn 26. maí 2016. Tekið var til hendinni við ýmiss konar viðhald.

Umhverfisdagur á Vesturlandi

Eftirfarandi tölvupóstur barst til blaðisins.Sæll Viktor. Í mig hringdi í dag frændi minn, Ari Ívarsson frá Selfossi, áður Patreksfirði. Var að skoða mynd af brúarvinnuflokki Sigfúsar Kristinssonar við brúarsmíð í Fossfirði. Spurt var um nafn manns nr 10. Hann kveður manninn vera Sigurjón Árnason (1923­2010) frá Flatey á Breiðafirði, oftast kenndur við vinnustað sinn til ára­tuga, vélsmiðjuna „Loga“ á Patreksfirði. Ari kom að þessu verki eftir að brúarsmiðir höfðu lokið sínum þætti með því að leggja veg að brúnni, ásamt félaga sínum, Páli Jakobssyni frá Hamri. Þeir unnu á vöktum þetta sumar á „Vegýtunni Ása Þór“.

Kveðja / Haukur Júlíusson, Hvanneyri.Ritstjórinn hitti svo Bjarna son Sigurjóns Árnasonar úti

í Flatey og hann staðfesti að þetta væri rétt hjá Ara.Þá vantar aðeins nafn á einum manni á myndinni.

Forsíðumynd 4. tbl.

Kolin tilbúin fyrir grillið. Birgitta Rán Ásgeirsdóttir og Guðbjörg Ingólfsdóttir, Borgarnesi.

Björn Jónsson og Guðjón Hrannar Björnsson, Ólafsvík.

Sæmundur Kristjánsson, Búðardal.

Gunnar Sigurgeirsson, Borgarnesi.

Kæra samstarfsfólk.Bestu þakkir fyrir afmæliskveðjur og gjafir

í tilefni 60 ára afmælis míns þann 1. maí síðastliðinn.

Hrefna Magnúsdóttir, Höfn

Page 8: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

14 15

Nokkrir áskrifendur fréttablaða Vegagerðarinnar hafa lagt það á sig að safna blöðunum í gegnum árin. Við og við berast óskir um eldri blöð og er oft hægt að bjarga því.

Ásgeir Metúsalemsson, áður gjaldkeri hjá Kaupfélagi Héraðsbúa á Reyðarfirði og síðar umboðsmaður Sam­vinnu trygginga og VÍS, er einn þessara safnara og nýlega fékk hann hjá okkur nokkur tölublöð til að fylla upp í safnið. Ásgeir batt síðan blöðin inn í bækur eins og með fylgjandi myndir sýna. Að verki loknu sendi hann Kjartani Arnþórssyni þennan tölvupóst:

Sæll Kjartan. Sendi þér að gamni þessar þrjár myndir, nú er ég búinn að setja allar framkvæmdafréttirnar inn í spjöld og er þetta safn upp á samtals 9 bækur. Árgangarnir eru dálítið misstórir en í fyrstu bókinni þar sem hvert blað var bara 1 A4 blað eru 1993­1997 að báðum meðtöldum. Síðan er 1998­2001 að báðum meðtöldum og er það óþarflega stór bók en síðustu 7 bækurnar innihalda 2 árganga hver bók. Nú er bara að finna sér eitthvað pláss til að koma þessu fyrir, það gæti orðið þrautin þyngri þegar maður er búinn að minnka mikið við sig húsnæðið. Héðan er allt þokkalegt að frétta, sól og logn í dag og 4° frost.

Bestu kveðjur. Ásgeir.

Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri stoðsviðs og staðgengill vegamálastjóravarð 70 ára 27. júní. Afmæli

Framkvæmdafréttir innbundnar

Erlendur Breiðfjörð verkstæðisfor­maður á vélaverkstæðinu í Borgarnesi varð 40 ára 28. maí. Myndin var tekin á vetrarráðstefnu Vegagerðarinnar í Reykjanesbæ í apríl sl.

Afmæli

Hrefna Magnúsdóttir matráðsmaðurí brúavinnuflokki frá Víkvarð 60 ára 1. maí. Afmæli

Í ár er gönguhópur fv. vegagerðarmanna í Reykjavík 10 ára. Hópurinn hittist alla þriðjudaga á mismunandi gönguleiðum. Þar ganga þeir góðan hring og fá sér kaffi á eftir. Þessi mynd af hópnum, var tekin við Grandakaffi þriðjudaginn 14. júní að lokinni göngu um Seltjarnarnes. Fremsta röð frá vinstri: Sigurður Jóhannesson, Haukur Bergsteinsson, Helgi Hallgrímsson. Mið röð: Eymundur Runólfsson, Björn Svavarsson, Jón Rögnvaldsson, Þórður Tyrfingsson. Aftasta röð: Hjörleifur Ólafsson, Baldur Þ. Þorvaldsson. Á myndina vantar Ólaf Torfason og Pál Þorsteinsson sem voru ekki með í þetta skiptið.

Kæra samstarfsfólk Mínar bestu þakkir fyrir hlýjar kveðjur á 70 ára afmæli mínu þann 13. maí sl.

Þar sem ég er nú að ljúka 45 ára starfsferli mínum hér á Vegagerðinni þá vil ég nota tækifærið og þakka ykkur öllum langt og

ánægjulegt samstarf og óska ykkur alls hins besta í framtíðinni. Vegagerðin er og hefur verið frábær

vinnustaður og megi hann vera það áfram um ókomna tíð.

Björn Ólafsson, Reykjavík

Page 9: Vegagerðin innanhúss 6. tbl. 2016, nr. 504 - …€¦ · Kristján E. Benediktsson mokar möl í hjólbörur sem Jón Magnússon heldur við. Mölin var notuð í göngustíga

16

Starfsfólk Vegagerðarinnar á Akureyri efndi til hópeflis á óvissudegi föstudaginn 3. júní. Skipt var í lið og þurftu þau að leysa ýmiss konar þrautir og var flestum brögðum beitt. Margar skemmtilegar myndir og kvikmyndabútur eru á slóðinni:S:\Félagsmál\Akureyri\Myndir\2016\Hópefli\Óvissudagur 03.06.2016.