undirbúningur útboða - skemman j ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla...

64
Undirbúningur útboða Bs-ritgerð Haust 2012 Einar Jóhannes Ingason, kt.170776-3649 Leiðbeinandi : Emil Bjarni Karlsson

Upload: others

Post on 13-Jan-2020

2 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

Undirbúningur útboða

Bs-ritgerð

Haust 2012

Einar Jóhannes Ingason, kt.170776-3649

Leiðbeinandi : Emil Bjarni Karlsson

Page 2: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

1

Staðfesting um lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði

Titill verkefnis:

Undirbúningur útboða

Höfundur: Einar Jóhannes Ingason

Kennitala: 170776-3649

Lokaverkefnið hefur verið metið samkvæmt reglum og kröfum Háskólans á Bifröst og hefur þar hlotið lokaeinkunnina___________

Háskólinn á Bifröst 11. Desember 2012

____________________

Stimpill skólans

_____________________

Deildarforseti

Page 3: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

2

Einar Jóhannes Ingason

Undirbúningur útboða

Lokaverkefni til BS gráðu í viðskiptafræði

Leiðbeinandi: Emil Bjarni Karlsson

Háskólinn á Bifröst Haust 2012

Page 4: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

3

Ágrip

Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í

mannvirkjagerð hefur í för með sér. Rýnt er í undirbúningsferlið skref fyrir skref

og lesendum gefin kostur á að kynna sér þá þætti sem koma að undirbúningum og

útboðum almennt. Hlutverk þeirra sem hafa aðkomu útboðum er skilgreint sem og

þáttur þeirra í undirbúningum leiddur í ljós. Viðbótarþáttum sem kunna að hafa

áhrif á undirbúningsferlið og valda skekkjum eru afleiddir í gegnum heimildir.

Með eigindlegri rannsókn sem byggðist á djúpviðtölum við sérfræðinga var

rannsakað hvort undirbúningsferlið væri nægjanlega skilvirkt. Í niðurstöðu má

finna helstu kosti undirbúnings ferlisins.Hlutfall útboðsverkefna sem fara umfram

áætlanir er einnig birt. Af þeim niðurstöðum má leiða líkur að ferlið sé ekki

nægjanlega skilvirkt. Þrátt fyrir að aðilar sem fara með undirbúninginn beiti

góðum stjórnunarháttum sem og flestum þekktum þáttum vandaðs undirbúnings

sé beitt.

Page 5: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

4

Formáli

Ritgerðin er 14 ECTS-eininga lokaritgerð til BS gráðu í viðskiptafræði við

Háskólann á Bifröst. Viðfangsefni hennar var að skoða hvernig undirbúningsferli

við útboð er háttað hjá hinu opinbera sem og eru verkferlar skoðaðir. Höfundur

ritgerðarinnar er Einar Jóhannes Ingason og fór vinnsla og ritun ritgerðarinnar

fram á tímabilinu frá janúar 2012 til nóvember 2012, þó með hléum. Leiðbeinandi

við vinnslu ritgerðarinnar var Emil Bjarni Karlsson, forstöðumaður

Rannsóknarseturs verslunarinnar við Háskólann á Bifröst, og vil höfundur koma á

framfæri sérstökum þökkum til hans, auk annarra sem veittu aðstoð við vinnslu

þessa verkefnis. Undirritaður hefur unnið skýrsluna sjálfstætt og er hún afrakstur

eigin heimildarvinnu. Verkefnið er að öllu leyti eigið verk og er vísað til heimilda

þar sem vitnað er til verka annarra. Í því efni hefur höfundur ritgerðarinnar fylgt

reglum skólans eftir bestu getu.

Page 6: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

5

Efnisyfirlit

1 Inngangur .......................................................................................................................... 8

1.1 Ástæður efnisvals................................................................................................ 9

1.2 Markmið skýrslunnar ........................................................................................ 10

1.3 Afmörkun rannsóknarinnar ............................................................................... 10

1.4 Annmarkar skýrslunnar .................................................................................... 10

1.5 Aðferðafræðin. .................................................................................................. 11

1.6 Djúpviðtöl ......................................................................................................... 11

1.7 Uppbygging ritgerðar ....................................................................................... 14

2 Hlutaðeigandi aðilar og skilgreiningar á hugtökum .................................................... 15

2.1 Lög um opinber innkaup ................................................................................... 15

2.2 Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins ................................................................ 16

2.3 Hlutverk Ríkiskaupa ......................................................................................... 16

2.4 Hlutverk staðla eins og ÍST .............................................................................. 17

2.5 Kærunefnd útboðsmála ..................................................................................... 18

2.6 Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir .................................................... 18

2.7 Verktakaréttur ................................................................................................... 19

2.8 Ábyrgðarmaður innkaupa ................................................................................. 19

2.9 Hlutverk gæðakerfis og verkferla ..................................................................... 21

2.10 Árangursmælingar ............................................................................................ 20

2.11 Skilamöt ............................................................................................................ 22

2.12 Útboð ................................................................................................................ 23

2.12.1 Tilgangur útboða ............................................................................................... 24

2.12.2 Hin heilaga þrenning......................................................................................... 24

2.12.3 Hverjar eru útboðsleiðirnar? ............................................................................. 24

2.13 Skilyrði útboða.................................................................................................. 27

2.14 Byggingarupplýsingalíkanið BIM .................................................................... 28

2.15 Skilvirkni .......................................................................................................... 29

3 Hvert er undirbúningsferlið? ......................................................................................... 31

3.1 Uppsetning Ríkiskaupa ..................................................................................... 31

3.2 Uppsetning Fjármálaráðuneytis ........................................................................ 31

3.2.1 Forathugun ........................................................................................................ 34

Page 7: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

6

3.2.2 Frumathugun ..................................................................................................... 34

3.2.3 Áætlunargerð .................................................................................................... 35

3.2.4 Verkleg framkvæmd ......................................................................................... 38

4 Rannsókn ......................................................................................................................... 40

4.1 Viðtöl ................................................................................................................ 40

4.1.1 Þátttakendur ...................................................................................................... 40

4.2 Svör FSR. .......................................................................................................... 41

4.2.1 Upphaf .............................................................................................................. 41

4.2.2 Mat og áætlun ................................................................................................... 41

4.2.3 Verkleg framkvæmd. ........................................................................................ 42

4.2.4 Fjármálaráðuneytið ........................................................................................... 43

4.2.5 Gæðakerfi og verklagsreglur ............................................................................ 43

4.2.6 Vinnulag ........................................................................................................... 44

4.2.7 Skilvirkni .......................................................................................................... 44

4.3 Svör Ríkiskaupa ................................................................................................ 44

4.3.1 Upphafið ........................................................................................................... 44

4.3.2 Markmið útboðsins. .......................................................................................... 45

4.3.3 Algeng mistök viðskiptavinarins ...................................................................... 46

4.3.4 Skilamat og Fjármálaráðuneytið ....................................................................... 46

4.3.5 Verkferlar og Matslíknanið............................................................................... 47

4.3.6 Gæðakerfismál og vinnulag. ............................................................................. 48

4.3.7 Skilvirkni. ......................................................................................................... 48

4.4 Afleiddar heimildir. .......................................................................................... 48

4.4.1 Telja sig ekki lögbundna framkvæmdaraðila. .................................................. 49

4.4.2 Skilamat ekki fullkláruð. .................................................................................. 49

4.4.3 Enginn faglegur umsagnaraðili ......................................................................... 49

4.4.4 Skortur á faglegum vinnubrögðum ................................................................... 50

4.4.5 Verktaka áhætta ................................................................................................ 50

4.4.6 Áfangaskipting verka. ....................................................................................... 50

4.4.7 Ábyrgðarleysi hönnuða. .................................................................................... 50

4.4.8 Árangursmælingar. ........................................................................................... 52

5 Niðurstöður ...................................................................................................................... 53

5.1 Niðurstöður viðtals við FSR ............................................................................. 53

Page 8: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

7

5.2 Niðurstöður viðtals við Ríkiskaup. ................................................................... 54

5.3 Niðurstöður úr afleiddum heimildum ............................................................... 56

5.4 Niðurstöður rannsókna...................................................................................... 56

5.5 Leiðir til úrbóta ................................................................................................. 57

5.6 Frekari rannsóknir og spurningar...................................................................... 58

5.7 Lokaorð. ............................................................................................................ 59

Heimildaskrá. .......................................................................................................................... 60

Myndaskrá Mynd 1. Rannsóknarþrepalíkan Kotlers. (Kotler, 2006) ................................................ 11

Mynd 2. Möguleikar til að hafa áhrif á kostnað. (Harald Eriksen, 2010) ....................... 21

Mynd 3. Hin heilaga þrenning. (Hannesson G. , Verkefnastjórn, MPA Verkefnastjórnun

og samningsstjórnun. , 2007) .......................................................................................... 24

Mynd 4. Skilvirkni út frá árangurstjórnun. (Ríkisendurskoðun, 2003) .......................... 29

Mynd 5. Undirbúningur í skrefum. (Fjármálaráðuneytið, 2002) ................................... 33

Töfluskrá Tafla 1. Niðurstaða árangursmælinga (FSR) .................................................................. 52

Page 9: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

8

1 Inngangur

Hornsteinn innkaupastefnu ríkisins er að

gera hin bestu kaup, það er að segja að

besta mögulega niðurstaða er fengin að

teknu tilliti til kostnaðar og ávinnings.

Til þess að ná þessu fram þarf að vanda vel til verka. Almennt er talið að við kaup

á vörum eða þjónustu henti útboð hvað best. Útboð ríkisins eru nú orðin mjög stór

þáttur af heildarinnkaupum. Innkaup ríkisins á vörum og þjónustu eru um 58% af

útgjöldum ríkisins eða um 90 milljarðar (Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir,

2008). Þýðingarmikið er því að útboð nái sem mestri útbreiðslu.

Hugmyndafræðin við innkaup í gegnum útboð er að fá hagkvæmustu lausnina í

kaupum á þjónustu eða vörum. Útboðsleiðin stuðlar einnig að virkri samkeppni og

fer fram á jafnræðisgrundvelli. Allir þeir aðilar sem fara með útboðsmál og

innkaup hins opinbera þurfa að uppfylla ákveðin skilyrði sem og hlíta skýrum

lagaákvæðum. Útboðin eru útfærð af fjölmörgum aðilum, bæði innan

fagráðuneyta, sveitarstjórna sem og fagstofnana. Lögin um opinber innkaup binda

saman verklag stjórnkerfisins (Fjármálaráðuneytið, 2006).

Fram kemur í norskri rannsókn á vegum NTNU í Þrándheimi sem nefnist

„Arkitektúr, hönnunarferlar, mistök og gallar“ (Valdimarsson, 2006), að

kostnaður vegna mistaka í byggingarframkvæmdum geti numið allt að 10% af

heildarbyggingarkostnaði. Í rannsókninni er komist að þeirri meginniðurstöðu að

40% af mistökum séu vegna slælegs undirbúnings verkkaupa sem og þeim ytri og

innri römmum sem hann setur framkvæmdinni. Einnig kemur fram að um 20% af

kostnaðinum sé vegna hönnunargalla. Samanlagt eru þessir þættir um 60% af

gerðum mistökum að mati NTNU (Valdimarsson, 2006). Þessar tölur eru sláandi í

ljósi þess hve framkvæmdakostnaður er yfirleitt mikill hluti af fjárlögum ríkisins.

Hönnunarferlið, sem og ákvarðanir verkkaupa, fer að mestu leyti fram á

undirbúningstímanum og er því ekki úr vegi skoða hvort ferlið sé skilvirkt.

Undirbúningsferlið er afar mikilvægt, eins og við flest þekkjum. Ef

undirbúningsferlið er ekki vandað í upphafi, þá eru miklar líkur á því að

„ By failing to prepare you are preparing to fail“. - Benjamín Franklín

Page 10: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

9

lokaniðurstaðan verði ófullnægjandi. Það er því mat flestra að ef grunnurinn er

ekki nægjanlega góður, verði mjög erfitt að ná tilætluðum árangri og það sé ekki í

samræmi við stefnu ríkisins sem er að gera hins bestu kaup.

Í þessari skýrslu er leitast við að svara rannsóknarspurningunni: Er

undirbúningur vegna útboða á opinberum framkvæmdum nægilega

skilvirkur?

Undirbúningur er jafnmikilvægur og framkvæmdin sjálf, því ef undirbúningurinn

er slælegur eða ófullnægjandi, þá eru allar líkur á því að framkvæmdin verði ekki

árangursrík (Friðgeirsson, 2008). Á þetta við um flest fyrirtæki og opinberra aðila,

hvort sem þau eru að glíma við ráðningu starfsfólks eða innkaup á tækjum, svo

eitthvað sé nefnt.

Viðfangsefni skýrslunnar er einskorðað við útboð opinberra aðila í

mannvirkjagerð. Rýnt er í það hvernig undirbúningi er háttað við opinber útboð,

þar sem ferli, vinnulag sem og verkferlar eru útfærðir, þannig að varpa megi ljósi

á það hvort skilvirk vinnubrögð séu viðhöfð.

1.1 Ástæður efnisvals

Skýrsluhöfundur hefur unnið við seinni

hluta útboðsferilsins, það er að segja þann

hluta sem snýr að framkvæmd útboðsverka.

Allt ferlið hefur vakið athygli höfundar.

Stórt hlutfall af fjárlögum Ríkisins fer í

innkaup hins opinbera og því eru þau afar þýðingarmikil fyrir almannahag.

Skýrsluhöfundur hefur orðið vitni að mistökum sem gerð hafa verið á

undirbúningstímabilinu. Slík mistök geta haft í för með sér kostnaðaraukningu. Sá

kostnaður kann þá að falla á framkvæmdaraðila útboðsins eða verkkaupa. Þó geta

fleiri aðilar komið að ferli málsins en þeir tveir fyrrnefndu og þar ber helst að

nefna hönnuði. Það var því ákveðin áskorun fyrir skýrsluhöfund að rannsaka

hvernig undirbúningi væri í raun háttað, hverjir ynnu að honum og hverjir bæru

ábyrgð á ferlinum, sem og hvort undirbúningsferlið væri nægjanlega skilvirkt.

„If I had eight hours to chop down a tree, I'd spend six sharpening my axe."— Abraham Lincoln

Page 11: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

10

1.2 Markmið skýrslunnar

Helsta markmið skýrslunnar er að stuðla að umbótum á undirbúningsferlinu.

Skýrslunni er einnig ætlað að vekja athygli og áhuga á viðfangsefninu. Leitast var

við að varpa ljósi á tilgang útboða, markmið þeirra og reglur, sem og að gefa

skýra og fræðandi heildarmynd af útboðum og þá sér í lagi af undirbúningsferlinu.

Rannsóknarspurningunni er svarað í lok skýrslunnar, sem og skil gerð á

rannsóknarefninu á greinagóðan og rökstuddan hátt.

1.3 Afmörkun rannsóknarinnar

Viðfangsefni skýrslunnar var afmarkað við undirbúning opinberra útboða í

mannvirkjagerð. Í skýrslunni er einvörðungu fjallað um framkvæmdir sem snúa

að mannvirkjagerð, að undanskildum framkvæmdum sem Vegagerð ríkisins

vinnur að. Rannsakaður var sérstaklega þáttur Framkvæmdasýslu ríkisins sem og

Ríkiskaupa.

1.4 Annmarkar skýrslunnar

Innkaup hins opinber eru yfirgripsmikil og fjölbreytileg og tekið skal fram að ekki

voru allir þættir útboða hins opinbera skoðaðir, heldur var þýðið einskorðað við

fáa aðila. Opinberlega liggur heldur ekki fyrir nægjanlega heildstæður

gagnagrunnur um framkvæmd útboða, þannig að byggja megi á honum örugga,

tölfræðilega niðurstöðu, eins og hefði verið æskilegt. Þær tvær stofnanir sem helst

koma fram í skýrslunni eru ekki að öllu leyti sambærilegar. Hlutverk þeirra er

mismunandi og því kann greining á verkferlum sem og samanburður að vera

ófullnægjandi.

Einnig skal þess getið að þegar notaðar eru eigindlegar rannsóknaraðferðir getur

rannsakandi haft mikil áhrif á rannsóknina, þar sem hann getur spurt leiðandi

spurninga sem kunna að leiða fram ákveðna niðurstöðu. Skýrsluhöfundur reyndi

að varast slíkt og lagði mikla áherslu á að laða fram sjónarmið viðmælenda um

viðfangsefnið með sem hlutlausustum hætti (Neuman, 2005).

Page 12: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

11

1.5 Aðferðafræðin

Aðferðafræðin sem notuð var við skýrslugerðina var unnin út frá

rannsóknarþrepalíkani Kotlers. Byggist hún á sex þáttum og hefst með

uppbyggingu á rannsóknaráætlun. (Kotler, 2006)

Mynd 1. Rannsóknarþrepalíkan Kotlers. (Kotler, 2006)

Við skýrslugerðina aflaði höfundurinn sér fyrsta stigs og annars stigs upplýsinga

um útboðsmál. Upplýsingarnar voru fengnar í gegnum eigindlegar

rannsóknaraðferðir þar sem djúpviðtölum var beitt við stjórnendur á helstu

ríkisstofnunum sem fara með útboðsmál. Stuðst var við ýmiss konar annars stigs

heimildir í skýrslunni, hvort sem var um að ræða ritaðar heimildir eða

vefheimildir. Fjallað verður um hinn fræðilega bakgrunn sem viðkemur

viðfangsefni skýrslunnar, til að mynda varðandi opinber innkaup, undirbúning,

verktakarétt og skilvirkni.

1.6 Djúpviðtöl

Skýrsluhöfundur framkvæmdi eigindlega rannsókn með djúpviðtölum. Flestar

eigindlegar rannsóknaraðferðir byggjast á aðleiðslu, þar sem unnið er með gögn

sem síðar leiða að ákveðinni kenningu sem ætlað er að svara

rannsóknarspurningunni (Neuman, 2005). Helstu verkfærin sem notuð eru í

eigindlegum rannsóknum eru viðtalstækni, afritun og greining. Rannsakandi

verður mögulega einnig var við persónulegar upplýsingar eða skoðanir í

viðtölunum og ber honum að sniðganga slíkt. Í eigindlegum rannsóknum þarf að

fara varlega með öll þau gögn sem safnað er og var það gert í rannsókn þessari

(Silverman, Doing qualitative research, 2005).

Djúpviðtölin voru opin viðtöl sem tekin voru upp með leyfi viðmælenda. Ekki var

farið fram á það að greint yrði frá viðkvæmum upplýsingum, heldur einungis

óskað eftir upplýsingum sem birta mætti í opinni skýrslu sem þessari. Ástæða þess

var vilji skýrsluhöfundar til þess að hafa skýrsluna opna fyrir aðgangi almennings,

Page 13: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

12

þannig að hún gæti nýst sem best. Í aðdraganda viðtala fengu viðmælendur að vita

um helstu viðfangsefni skýrslunnar, eins og hún er skilgreind í forsögn hennar.

Skýrsluhöfundur vildi þó ná fram óheftri, óundirbúinni skoðun sem og túlkun

viðmælenda og því fengu þeir ekki að sjá spurningalista fyrirfram og voru ekki

beðnir um að undirbúa sig sérstaklega. Með því móti taldi skýrsluhöfundur að

hægt væri að glöggva sig vel á skoðun og túlkun viðmælenda.

Við upphaf hvers viðtals var tilgangur viðtalsins útskýrður, sem og reynt að fá

fram skoðanir og túlkanir viðkomandi stofnunar í gegnum skilning viðmælandans

á umræðuefninu. Leitast var eftir að fylgja þeim viðtalsramma sem

skýrsluhöfundur hafði gert.

Hvert viðtal tók um 50 mínútur og var úrvinnslu háttað á þann veg að helstu atriði

hvers viðtals voru sett í skýrsluna. Þau atriði eru ekki endurtekin sem koma fram á

öðrum stöðum í skýrslunni eða verklagsreglur endurteknar. Við vinnslu og

greiningu viðtalanna var leitast við að tengja sem flesta þætti viðtalsins þeim

viðfangsefnum sem höfðu verið rædd. Fram komu atriði þar sem farið var út fyrir

ramma spurningalistans. Í þeim tilfellum mat skýrsluhöfundur hvort ástæða væri

til þess að minnast á þau í skýrslunni.

1.6.1 Rannsóknarskýrsla unnin

Skýrslan var unnin og mótuð eftir rannsóknaráætlun sem gerð hafði verið.

Tilgangurinn með gerð hennar var að auðvelda og gera vinnuna við skýrsluna

skilvirkari en hún hefði ella orðið.

Ástæða þess að unnið var með eigindlegar rannsóknir var sú að þær henta vel til

þess að fá dýpri skilning og innsýn í viðfangsefni.

1.6.2 Upplýsinga aflað

Talsvert var til af afleiddum heimildum. Þær voru teknar og flokkaðar í ákveðna

þætti. Til að mynda, lög, reglugerðir, leiðbeinandi reglur, verklagsreglur, skýrslur

o.fl. Voru þær aðallega fengnar á veraldarvefnum en einnig úr námsefni sem nýtt

hefur verið í námi skýrsluhöfundar við Háskólann á Bifröst. Það stoðefni sem

notað var við gerð skýrslunnar telst til afleiddra heimilda. Má þar helst nefna

Page 14: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

13

fræðibækur, tengdar efni skýrslunnar, blaðagreinar og skýrslur sem juku skilning

höfundar við gerð þessarar skýrslu.

1.6.3 Gerð spurningalista.

Spurningar þær sem lagðar voru fyrir viðmælendur áttu að vera nokkuð opnar og

víðar sem og óþvingandi. Spurningarnar höfðu ekki heldur fyrirfram ákveðna

svarmöguleika. Megintilgangurinn með þessu var að fá sem nákvæmust svör.

Greining á svörum, sem og samanburður, varð mögulega flóknari fyrir bragðið.

Einnig þar sem viðmælendur störfuðu ekki í sambærilegum störfum og innan

ólíkra stofnana. Reynt var að finna rauða þráðinn í óheftri frásögn viðmælenda,

sem og sýn þeirra á undirbúningsferlið og þá hvernig það virkaði í raun, í það

minnsta frá sjónarhóli viðmælenda.

Við gerð spurninga var stuðst við útgefið efni frá Ríkiskaupum, þar sem

undirbúningur er settur niður í þremur meginskrefum. Þau skref má sjá í kaflanum

3.1 sem ber heitið uppsetning Ríkiskaupa. Sjá má spurningalistann í viðauka við

skýrsluna.

1.6.4 Skráning og úrvinnsla

Við greiningu viðtalanna var notuð svonefnd grunduð kenning, eða

GroundedTheory, sem einkennist af því að rannsakandi tekur viðtal og greinir

áður en hann tekur næsta viðtal. Með þeim hætti getur rannsakandi þróað

rannsóknina til þess að ná þeim markmiðum sem lagt var upp með (Silverman,

Doing Qualitative Research, , 2008).

Page 15: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

14

1.7 Uppbygging ritgerðarinnar

Skýrslan hefst á umfjöllun um fræðilega þætti sem tengjast viðfangsefni

rannsóknarinnar og eru þau viðfangsefni skilgreind til þess að auka skilning

lesandans á þeim atriðum og þeim hlutaðeigandi aðilum sem koma að útboðum. Á

meðal þess sem fjallað er um er hvað útboð séu í raun og veru og hvað reglur

gilda um þau, sem og hvaða verklag er notað þegar útboðsferlið er hafið. Skýrt er

nákvæmlega hvert verkferlið er við útboðsgerð og hverjir koma að því.

Eftir fræðilega hlutann tekur við kafli sem fjallar um undirbúning útboða og þá

verkferla sem unnið er eftir. Þá er litið til rannsóknarinnar þar sem meginatriði

viðtala verða leidd í ljós. Í lokin á skýrslunni eru helstu niðurstöður viðtalanna

settar fram. Niðurstöðurnar eru dregnar saman og að lokum er

rannsóknarspurningunni svarað.

Page 16: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

15

2 Hlutaðeigandi aðilar og skilgreiningar á hugtökum

Í þessum kafla verður greint frá helstu hugtökum og skilgreiningum sem varða

viðfangsefni skýrslunnar og fjallað um ýmsa hlutaðeigandi aðila og lagabálka sem

tengjast útboðum. Það er mat skýrsluhöfundar að mikilvægt sé að átta sig á

þessum aðilum og atriðum til þess að hafa fullan skilning á útboðsferlinu.

2.1 Lög um opinber innkaup

Lög um opinber innkaup nr. 84 frá 2001, hér eftir skammstafað OIL, ná til allra

útboða sem boðin eru út á Íslandi (Ríkiskaup). Lögin fjalla um með hvaða hætti

opinberum stofnunum og ríkisfyrirtækjum beri að standa að útboðum sem og

öðrum opinberum innkaupum. Þar er skýrt kveðið á um það að bjóða skuli út öll

vörukaup yfir 5.000.000 kr. með útboði. Ef um aðkeypta þjónustu eða

framkvæmdir er að ræða skal upphæðin ekki fara yfir 10.000.000 kr. Ofangreindar

fjárhæðir uppfærast miðað við vísitölu neysluverðs á tveggja ára fresti og varð

fyrsta breytingin þann 1. janúar 2009. Varðandi innkaup undir

viðmiðunarupphæðunum er þeirri meginreglu fylgt að nota eigi útboðsformið til

verðákvörðunar á vörum og framkvæmdum, í öllum tilfellum skal gera

verðsamanburð (Ríkiskaup).

Opinber innkaup geta falið í sér ákvarðanir eða athafnir stjórnvalda og því eiga

meginreglur stjórnsýsluréttar einnig við um opinber innkaup. Annar kafli

stjórnsýslulaga nr. 37 frá 1993 fjallar um sérstakt hæfi og gildir það óskorað um

ákvarðanir á sviði opinberra innkaupa. Að öðru leyti gilda stjórnsýslulög ekki um

opinber innkaup, sbr. 103. gr. OIL. Af þessu ætti þó ekki að draga þá ályktun að

lögaðili sem fái hlutverk bjóðenda njóti ekki lakari réttar við opinber innkaup en

leiða má af stjórnsýslulögum eða óskráðum meginreglum stjórnsýsluréttar. Litið

er svo á að reglur um opinber innkaup séu það tæmandi að ekki sé rúm fyrir aðra

þætti laga eins og stjórnsýslulaga (Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir,

2008). Ekki er þó útilokað að meginreglur stjórnsýsluréttar hafi þýðingu ef reglur

um opinber innkaup eru ekki fyrir hendi eða að lög eru óskýr (Guðmundson,

Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

Page 17: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

16

2.2 Hlutverk Framkvæmdasýslu ríkisins

Framkvæmdasýsla ríkisins, hér eftir skammstafað FSR, hefur umsjón með

útboðum ríkisins á verklegum framkvæmdum. FSR kemur strax að útboðum á

upphafsstigum þeirra og fylgir þeim til loka verks með útgáfu á svokölluðu

skilamati. Á meðal verka FSR er undirbúningur útboða og gerð samnings við

framkvæmdaraðila. Stofnunin tekur ákvarðanir um atriði framkvæmda eftir að

gerður hefur verið samningur um framkvæmdina. Sá samningur er þá á milli

stofnunarinnar og hlutaðeigandi ráðuneytis. Einnig sér FSR um gerð samnings við

framkvæmdaraðila. FSR kalla til sérfræðiráðgjafa um tæknileg og lögfræðileg

málefni eftir því sem þurfa þykir. Veitir stofnunin viðtöku kærum og bregst við

vandamálum sem kunna að koma fram á útboðsferlinu sem og á

framkvæmdartímanum (Fjármálaráðuneytið, 2004). Fjárreiður og bókhald

verkefna er einnig á höndum FSR. Stofnunin sér einnig um ráðningu eftirlitsaðila

og ber í raun ábyrgð á störfum hans. Þar sem eftirlit með útboðsverkefnum er í

höndum FSR á stofnunin að sjá til þess að unnið sé faglega að öllum þáttum

verklegrar framkvæmdar, sem og að verkefnin haldist innan þess tímaramma sem

markaður hefur verið í áætlunargerðinni.

Stofnunin kemur mikið við sögu á undirbúningstímabili fyrirhugaðs útboðs. Segja

má að stofnunin sé í lykilhlutverki við undirbúning á útboðum sem og við

framkvæmd þeirra. FSR á einnig að sjá til þess að hlutaðeigandi ráðuneyti fái

upplýsingar um framgang viðkomandi verkefnis sem og að upplýsingar um

fjárreiður útboðsverksins liggi fyrir (Framkvæmdasýsla ríkisins), því fjárreiðurnar

eru stór þáttur í verkefnaskipulagningunni. Stofnuninni er ætlað að halda utan um

áætlunargerð á fyrirsjáanlegum heildarkostnaði og meta horfur fyrirhugaðs

verkefnis, sem og að gæta þess að verkefnið haldist innan þeirra áætlunar sem

gerð hefur verið (Fjármálaráðuneytið, 2002).

2.3 Hlutverk Ríkiskaupa

Ríkiskaup starfa undir Fjármálaráðuneytinu og er aðalhlutverk stofnunarinnar að

tryggja hagkvæmni á innkaupum ríkisins. Helstu verkefni Ríkiskaupa eru að vinna

að innkaupum fyrir stofnanir og ráðuneyti, sem og að veita ráðgjöf í innkaupum

og að sjá um sölu eigna og kaup (Fjármálaráðuneytið, 14.5.2012). Vinnur

Page 18: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

17

stofnunin og forstjóri hennar eftir stjórnsýslulögum nr. 37 frá 1993, ásamt fleiri

lögum og reglum sem koma að viðfangsefnum stofnunarinnar og rekstri hennar,

þar með talið þeim verkefnum sem hún tekur fyrir hverju sinni. Af þessum lögum

og reglum skal helst geta um lögin um opinber innkaup. Lögin eru skýr en

framkvæmd útboðanna getur verið vandasöm. Því kann að vera gott að hafa

stofnun eins og Ríkiskaup sem sér til þess að forma innkaup og setja í skýran

farveg. Stofnunin hefur mikla reynslu af útboðum sem og kaupum á vörum og

þjónustu. Útboðsþjónustunni sem Ríkiskaup veita er ætlað að spara opinberum

stofnunum tíma og fjármuni við framkvæmd útboða, ásamt því að draga úr

kostnaði vegna vöru- og þjónustukaupa (Ríkiskaup).

2.4 Hlutverk staðla eins og ÍST

Staðlaráð Íslands starfar samkvæmt

lögum nr. 36 frá 2006. Lögin fjalla um

staðla og Staðlaráðið. Ráðið sér um

útgáfu á ÍST 30 og 35 sem og fleiri

stöðlum sem kunna að gagnast við

verklegar framkvæmdir og útboð

þeirra. Hlutverk staðals eins og ÍST 30

er að tryggja að hagsmunaaðilar sem

koma að verklegum framkvæmdum

hafi tæki sem tryggi þeim bætt

starfsskilyrði ásamt því að veita

ákveðna vernd og öryggi fyrir neytendur. Segja má að staðallinn sé sá

samningsgrundvöllur sem allir hlutaðeigandi aðilar eigi að þekkja (Staðlaráð

Íslands). Staðallinn lýsir því samkomulagi sem markaðurinn hefur náð um

verkframkvæmdir.

Staðallinn ÍST 30 er um útboðs- og samningsskilmála á verkframkvæmdum.

Margir aðilar úr byggingargeiranum notast við þennan staðal sem og verkkaupar. Í

staðlinum kemur fram hvaða kröfur samningsaðilarnir þurfa að uppfylla.

Staðallinn er gefinn út af Staðalráði Íslands, eins og áður kom fram, og er hann

unninn í samstarfi við flesta hlutaðeigandi aðila. Í staðlinum er lýst þeim kröfum

ÚR efniskrá ÍST 30 Frestur til að skila tilboði, tilboð opnuð, þóknun

fyrir gerð tilboðs, Frestur til að taka tilboði, val á bjóðanda, bjóðanda hafnað, gerð verksamnings,

skuldskeyting, Teikningar og villur í útboðs-gögnum, verktrygging, breytingar á verkinu,

aukaverk, verkstjórn, umsjón og eftirlitsmenn , umgengni og samvinna á vinnustað, gæði

verksins, efni og annað sem verkkaupi leggur til, vátryggingar , ábyrgð á skaða, eignarréttur að

efni og verki, tafabætur, vanefndir og riftun, greiðsluþrot, andlát verktaka, greiðslur og

reikningsskil, ágreiningsmál milli aðila.

Page 19: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

18

og skilyrðum sem markaðurinn hefur sett fram um framkvæmdir og stjórnun á

þeim. Í staðlinum er fjallað um ábyrgðir, tryggingar, form útboða og hvernig velja

megi bjóðendur sem sett hafa fram tilboð í útboði. Einnig er fjallað um það

hvernig taka eigi á breytingum, ef þurfa þykir, eftir að útboðsgögn hafa verið

útgefin. Samskiptaleiðir á milli verksala og verkkaupa eru einnig skilgreindar og í

raun flest þeirra atriðum sem koma að framkvæmdum mannvirkja (Staðlaráð

Íslands, 2012).

Það er mat dr. Hafsteins Pálssonar, framkvæmdastjóra byggingarstaðalsráðs, að

staðallinn sé nauðsynlegur fyrir alla sem standa í verklegum framkvæmdum

(Pálsson, 2003).

2.5 Kærunefnd útboðsmála

Hlutverk kærunefndar útboðsmála er að leysa með skjótum og óhlutdrægum hætti

úr ágreiningi sem kann að myndast á milli aðila. Kærurnar berast frá

einstaklingum og eða lögaðilum vegna ætlaðra brota á OIL og reglum settum

samkvæmt þeim. Einnig er það hlutverk úrskurðarnefndarinnar að fara með

kærumál sem kunna að berast vegna hugsanlegra ágalla í útboðsgögnum. Þá er

það gert að beiðni Fjármálaráðuneytis eða tiltekins kaupanda. Nefndin úrskurðar í

formi ráðgefandi álits og þá út frá þeim málefnum sem nefndin tekur fyrir hverju

sinni. Ekki er skilyrði að kæra hafi borist nefndinni og því hefur hún að tök á því

að taka upp mál að eigin frumkvæði (Fjármálaráðuneytið, 17.12.2012). Ákveði

nefndin að gefa ráðgefandi álit skal málsmeðferð fara eftir starfsreglum þeim sem

fram koma í XIII. kafla OIL. Úrskurðarefndin er sjálfstæð í störfum sínum.

Hvorki er hægt að áfrýja úrskurðum nefndarinnar né verður ákvörðunum

nefndarinnar skotið til annarra stjórnvalda. Úrskurður og ákvarðanir nefndarinnar

eru í formi ákvörðunarorða og teljast þær leiðbeinandi. Aðilum er þó alltaf heimilt

að sækja rétt sinn strax í gegnum dómskerfið, sem og ef aðilar una ekki

niðurstöðu nefndarinnar (Fjármálaráðuneytið, 2001).

2.6 Samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir

Samráðsnefndin er til ráðgjafar Fjármálaráðuneytinu um OIL. Starfssvið hennar

og hlutverk er að leiða saman sjónarmið eignaraðila opinberra framkvæmda á

Page 20: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

19

undirbúningstímanum sem og á síðari skrefum. Nefndin á að rannsaka

frumathugun og áætlunargerð, sem og það hvort fjárheimildir séu til staðar til þess

að hefja framkvæmdir. Nefndina skipa þrír aðilar. Fyrstan skal nefna formann

fjárlaganefndar Alþingis eða sérstaklega tilnefndan fulltrúa hennar. Forstjóri FSR

á einnig sæti í nefndinni og ráðuneytisstjóri Fjármálaráðuneytisins sem veitir

jafnframt nefndinni formennsku. (Fjármálaráðuneytið, 2001). Nefndin hefur mjög

mikið að segja varðandi ákvörðunarferlið. Hún ákveður hvort fyrirhugaðar

framkvæmdir verði að veruleika eða ekki. Fyrirhugaðar framkvæmdir komast ekki

á næsta stig undirbúnings, sem er áætlunargerðin, nema með samþykki

nefndarinnar og ekki er farið í útboð fyrr en samþykki nefndarinnar liggur fyrir.

2.7 Verktakaréttur

Við gerð útboðsgagna og verksamninga geta stofnanir þurft stuðning í gegnum

lagakerfið og varðandi útboðsmálin er það helst verktakaréttur. Hér er við hæfi að

segja aðeins frá stöðu verktakaréttarins innan fræðikerfis lögfræðinnar.

Ríkisbundnar réttarreglur skiptast alla jafna í allsherjarrétt og einkarétt. Þrátt fyrir

aðkomu hins opinbera að verkframkvæmdum, þá flokkast verktakarétturinn undir

einkarétt. Verktakaréttur er ein af undirgrein fjármunaréttarins sem er einn af

meginflokkum einkaréttarins (Snævarr, 1988). Verktakarétturinn tilheyrir hluta

samnings- og kröfuréttar. Eðli málsins samkvæmt á hann einnig undir

fjármunarétt og er hliðstæður við kauparétt, enda grunnreglur greinanna svipaðar.

Í ljósi þess gilda almennar reglur kröfu- og samningsréttar um þetta svið með

þeim sérkennum sem myndast hafa fyrir venju og fordæmi dómstóla, enda hefur

löggjafinn ekki farið þá leið að setja í lög sérstakar reglur um verksamninga

(Sigurðsson, 1991).

2.8 Ábyrgðarmaður innkaupa

Í 90. gr. OIL er ákvæði um ábyrgðarmann innkaupa. Þar segir að ráðuneyti,

stofnanir og fyrirtæki í eigu ríkisins skuli skipa sérstakan starfsmann sem skuli

vera ábyrgðarmaður innkaupa. Honum beri að fylgjast með því að innkaup

viðkomandi ráðuneytis, stofnunar eða fyrirtækis séu í samræmi við gildandi lög

og reglur um opinber innkaup sem og innkaupastefnu ríkisins. Hafa skal í huga að

ákvarðanir um innkaup falla undir ábyrgð og skyldur forstöðumanna, sbr. 38 gr.

Page 21: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

20

laga nr. 70 frá 1996, þar sem fjallað er um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins

(Lög alþingis, 94/2001).

Ráðuneytin eiga að skipað ábyrgðarmann innkaupa, eins og um getur í lögum. Það

er þó mismunandi hvaða stöðu hann hefur innan ráðuneytisins og virðist það að

einhverju leyti stjórnast af stærð ráðuneytis. Hjá flestum ráðuneytum eru það

rekstrarstjórar, sviðstjóra eða skrifstofustjórar sem hafa þetta hlutverk. Þeir eru þó

yfirleitt beint undir ráðuneytisstjóra. Það er þó hjá nokkrum ráðuneytum að

ábyrgðaraðilinn er sérfræðingur undir stjórn ákveðins sviðs innan ráðuneytisins,

þá í flestum tilfellum fjármálasviðs (Ríkisendurskoðun, Feb. 2010).

2.9 Árangursmælingar

Þar sem gæðakerfi eru í flestum tilfellum ekki að mæla árangur, þarf verkfæri til

þess. Tilganginum með árangursmælingum hjá hinu opinbera má greina í þrjá

þætti:

1. Upplýsingagjöfin er mikilvæg, bæði fyrir almenning, ráðuneyti og

stjórnmálamenn. Með henni má sýna fram á með ótvíræðum hætti að vel sé farið

með opinbert fé.

2. Til þess að læra af reynslunni, þannig að stjórnun verði betri. „Ef þú getur

ekki mælt getur þú ekki stjórnað“ segja sumir.

3. Til þess af fá betri nýtingu á það sem er lagt til rekstursins, til dæmis á

fjárveitingu, mannafla og aðstöðu.

Árangursmæling er einn af þremur hornsteinum árangursstjórnunar. Hinir tveir

eru að setja markmið og svörun sem gengur út á það bæta vinnulag

(Fjármálaráðuneytið, 1999). FSR hefur séð um það að árangursmæla starfsemi

sína og eru þær upplýsingar birtar á vef stofnunarinnar sem starfsskýrslur. Þá bæði

árangurskýrsla og ársáætlun. Skýrslurnar hafa verið gefnar út á vefnum frá árinu

2005 (FSR).

Page 22: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

21

2.10 Hlutverk gæðakerfis og verkferla

Spyrja má hvort gæðakerfi og verkferlar geti hjálpað til við það að gera

undirbúning skilvirkari og árangursríkari. Með stöðluðum vinnubrögðum er hægt

að komast hjá endurteknum mistökum. Þótt aðili sé með virkt gæðakerfi merkir

það ekki að engin mistök geti orðið. Það er óhjákvæmilegt að mistök geti átt sér

stað. Það er hins vegar mjög mikilvægt ef mistök verða að þau uppgötvist sem

fyrst og þá reynt að tryggja að sömu mistök verði ekki gerð aftur (ISO).

Mynd 2. Möguleikar til að hafa áhrif á kostnað. (Harald Eriksen, 2010)

1. Forathugun, 2. Frumhönnun, 3. Áætlunargerð, 4. Útboð, 5.Verkleg framkvæmd, 6. verklok.

Bláa línan táknar möguleikann á því að hafa áhrif á kostnað. Græna línan táknar

kostnaðarþróun. (Friðgeirsson, 2008).

Það hefur sýnt sig að eftir því sem fleiri mistök eða gallar uppgötvast strax á

undirbúningstímanum, því kostnaðarminna verði að lagfæra þá. Komið hefur fram

að ekki þyki óeðlilegt að frumathugun kosti um 1-2% af heildarkostnaði. Góð

frumathugun getur dregið úr kostnaði í þessu samhengi. Kostnaður við eftirlit og

hönnun er oftast á bilinu 12-18% (Fjármálaráðuneytið, 1991).

Til eru hin ýmsu form gæðakerfa. Til er ákveðinn alþjóðlegur staðall nefndur ISO.

Fyrirtæki og stofnanir geta fengið þann staðal vottaðan. ISO staðallinn er

Page 23: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

22

staðfestur af Staðlaráði. Fjölmargar útgáfur eru til af þessum staðli eftir því hvaða

viðfangsefnis hann nær til. Staðallinn sem oftast er rætt um í þessum geira er ISO

9001. Þess ber að geta að þótt tiltekin stofnun hafi innleitt gæðakerfi, til dæmis

ISO 9001, er ekki þar með sagt að mistök verði ekki gerð eða að þau verði innan

ákveðinna marka. Hlutverk flestra gæðakerfa er að tryggja að ákveðin yfirferð og

verklagsreglur séu til staðar og að farið sé eftir þeim. Það ætti að stuðla að færri

mistökum og gera ferlið skilvirkara, þó að það sé ekki mælt eða greint

(Valdimarsson, 2006).

Hugmyndafræðin með ISO stöðlunum er sú að ná megi fram auknum árangri við

stjórnun. Það er gert með því að koma á stjórnunarkerfi sem byggir á

kerfisbundinni vinnu með það að markmiðið að vinna að sífelldum umbótum. ISO

9001:2000 er stjórnunarstaðall og felur í sér kröfur á stjórnunarhætti fyrirtækja og

stofnana. Þetta er staðall sem skilgreinir ekki verkferla fyrirtækja heldur

aðferðafræðina (Staðalráð Íslands, 2003).

2.11 Skilamöt

Framkvæmd eru svonefnd skilamöt hjá FSR og er tilgangur þeirra að gera upp og

greina verk sem hafa farið útboðsleiðina. Tilgangur þeirra er að tryggja

hagkvæmari opinberar framkvæmdir í framhaldinu. Þá með það að markmiði að

meta árangur yfirstaðinna útboða. Eitt af því sem er gott við verklegar

framkvæmdir er það að hægt er með einföldum hætti að mæla mjög nákvæmlega

hvernig til tókst miðað við upphaflegar áætlanir. Krafa um slíkt kemur fram í 20.

gr. OIL. og er lagagreinin svohljóðandi. „Að lokinni verklegri framkvæmd og

úttekt skal fara fram skilamat. Í matinu skal gerð grein fyrir því, hvernig

framkvæmd hefur tekist miðað við áætlun. Enn fremur skal þar gerður

samanburður við hliðstæðar framkvæmdir, sem þegar hafa verið metnar“

(Ríkisendurskoðun, 1990). Ríkisendurskoðun hefur síðan sett frekari reglur um

fyrirkomulag slíkra skilamata.

Þættir sem greindir eru í þessu skilamötum er meðal annars eftirfarandi:

Sögulegt yfirlit yfir framkvæmd.

Samanburður áætlunar og raunverulegrar útkomu.

Page 24: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

23

Samanburður við hliðstæðar framkvæmdir.

Mat á árangri, byggt á ofangreindum samanburði.

Fyrir liggja skilamöt frá árinu 1971. Ekki er þó hægt að segja að allar

framkvæmdir hafi verið skráðar frá því tímabili með fullnægjandi skilamötum,

sem og hafa ekki öll skilamöt verið birt opinberlega. Í einhverjum tilfellum hefur

slíkri vinnu ekki en verið lokið (Ríkisendurskoðun, 1990). FSR birtir hluta af

skilamötum sínum á vef stofnunarinnar.

2.12 Útboð

Hægt er að skilgreina útboð á eftirfarandi hátt: „Þegar kaupandi leitar skriflegra,

bindandi tilboða í verk, vöru eða þjónustu frá fleiri en einum aðila, samkvæmt

sömu upplýsingum og innan sama frests og aðrir aðilar fá“ (Guðmundson,

Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

Almennt er kveðið á um útboð í lögum nr. 65 frá 1993 um framkvæmd útboða og

eiga þau lög við um opinber útboð eins langt og þau ná, þ.e.a.s. þegar ekki er

vikið frá þeim í OIL eða öðrum sérlögum. Þær réttarreglur sem gilda um tilteknar

tegundir samninga, t.d. verksamninga, gilda einnig um samninga á sviði opinberra

innkaupa að því marki sem ekki er að finna sérákvæði um þá í settum lögum. Um

gerð og efndir verksamninga eru iðulega notaðir samningsstaðlar (sbr. einkum ÍST

30, ÍST 32 og ÍST 35). Þótt staðall hafi ekki verið tilgreindur í útboðsgögnum eins

og algengt er, kann hann samt sem áður að gefa vísbendingu um þær gildandi

venjur og hefðir sem binda samningsaðila. Það er að segja ef ekki hefur verið

samið á annan veg. Samningsstaðlar og venjur víkja ávallt fyrir ákvæðum í

ófrávíkjanlegum lögum, þar á meðal OIL (Guðmundson, Magnúson, &

Júlíusdóttir, 2008).

Liður 6.1 í handbók um opinber innkaup vísar til þess að í útboðsgögnum eigi að

vera kveðið á um það hvers óskað sé eftir að kaupa og með hvaða skilmálum, sem

og með hvaða nánari hætti innkaupin eiga að fara fram. Tilboð eru lögð fram í

samræmi við útboðsgögn og verða skilmálar útboðsgagna jafnan hluti samnings á

milli aðila með einum eða öðrum hætti. Kaupandi getur almennt ekki vikið frá

ákvæðum útboðsgagna við endanlega gerð samnings við tiltekið fyrirtæki, sbr. 76.

Page 25: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

24

gr. OIL, en þar kemur fram að með auglýsingu og afhendingu útboðsgagna verði

kaupandi samningsbundin með innkaupin. Útboðsgögn eru samkvæmt þessu

undirstaða opinberra innkaupa og því er afar mikilvægt að þau séu vel úr garði

gerð (Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

2.12.1 Hin heilaga þrenning

Til þess að ná fram þeim markmiðum sem sett hafa verið fram við undirbúning

útboðs, þarf að skoða ferilinn ítarlega og greina vel markmiðin. Út frá

markmiðum má áætla þrjá meginþætti og ákvarða þeir útkomu útboðsins. Þessir

þættir eru kostnaður, tími og efndir. Þar sem hið opinbera er oft að vinna með

stórar framkvæmdir sem eiga sér ekki hliðstæðu, þá getur þetta ferli reynst flókið,

þar sem það eru allir þrír meginþættirnir, sem nefndir voru hér að ofan, sem

ákvarða niðurstöðuna. Ef röskun verður á einum ferlinum, þá verður ekki sama

lokaniðurstaða á framkvæmd. Skýringarmyndin hér að neðan sýnir þetta nokkuð

vel. Ef eitt ferlið lengist, þá getur niðurstaðan ekki orðið sú sama og í upphafi var

áætlað (Hannesson G. , www.rikiskaup.is/media/vinnuskjol/fraedsla, 2008).

Mynd 3. Hin heilaga þrenning. (Hannesson G. , Verkefnastjórn, MPA Verkefnastjórnun og samningsstjórnun. , 2007)

2.12.2 Tilgangur útboða

Tilgangurinn ´með útboðum er að nýta fyrirliggjandi samkeppni á markaði, þá

bæði til þess að bæta gæði og þjónustu, sem og að draga úr kostnaði á aðföngum. Í

hverju útboði eru sett fram vel skilgreind markmið, kröfur og væntingar um

Page 26: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

25

árangur. Hið opinbera leggur áherslu á það að beita útboðum í auknum mæli þegar

ákvarðanir eru teknar um útvistun þjónustu. (Ríkisendurskoðun, Feb. 2010).

Samkvæmt OIL. þá ber ráðuneytum og stofnunum sem ætla að gera samninga

sem skuldbinda ríkið yfir þeim viðmiðunarfjárhæðum sem greint hefur verið frá

að velja samstarfsaðila að undangengnu útboði. Hugmyndin er sú að rekstur

ríkisins verði alltaf að standast samanburð við það sem gerist á almennum

markaði og því er útboðsleiðin farin, þar sem almennt er talið að sú leið skili

tilskildum árangri. Mögulegt er þó fyrir einkaaðila að leggja fram hugmyndir sem

kunna að leysa tiltekið verkefni á hagkvæmari hátt. Hið opinbera þarf að vera

meðvitað um það að alltaf sé verið að greiða lægsta verð fyrir þjónustu eða

vörukaup (Fjármálaráðuneytið, 2006).

2.12.3 Hverjar eru útboðsleiðirnar?

Til er fjöldinn allur af útboðsleiðum en þó eru tveir þættir sem segja má að skipti

útboðum upp í tvo meginflokka. Annars vegar þegar undirbúningur og hönnun

verksins er aðallega í höndum verkkaupandans og hins vegar þegar hluti af

hönnunarferlinum fer í gegnum bjóðandann. Þessir flokkar eru útboð og alútboð.

2.12.3.1 Alútboð og útboð

Þegar farið er í alútboð er tilboða leitað í hönnun og framkvæmd fyrirhugaðs

verks samkvæmt forsögn. Það er að segja að ekki er búið að forvinna hönnun

nema að litlu leyti. Tekur þá bjóðandi að sér að ljúka hönnun mannvirkisins allt til

enda. Útboð felst hins vegar í því að boðið er í ákveðinn hlut sem búið er að hanna

og er þá farið eftir tækniforskriftum, verklýsingu eða svonefndu andlagi innkaupa.

2.12.3.2 Almennt útboð og lokað útboð

Almenn útboð eru algengust. Þá er ótilteknum fjölda bjóðenda boðið að taka þátt

með auglýsingu og gefinn kostur á því að gera tilboð í ákveðinn afmarkaðan hluta.

Í ákveðnum tilfellum er útboð lokað og þá fá ekki nema fyrirfram valdir

bjóðendur að taka þátt í útboðinu. Þessi takmarkaða leið er ekki algeng hjá hinu

opinbera.

Page 27: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

26

2.12.3.3 Forval

Forval getur verið í bæði alútboðum og almennum útboðum, en þá eru þeir sem

teljast hæfastir til þess að taka að sér útboðsverkið valdir. Þessir forvöldu

bjóðendur eru valdir eftir ákveðinni forskrift og samkvæmt mati dómnefndar sem

velur tiltekinn fjölda af fyrirhuguðum bjóðendum til þess að bjóða í

tilboðsverk/útboð. Þó skal tekið fram að ótilteknum fjölda er gefinn kostur á því

með auglýsingu að sækja um það að komast í forvalshópinn (Staðlaráð Íslands,

2003) (Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

2.12.3.4 Lýsing á andlagi innkaupa – Tækniforskriftir

Samkvæmt meginreglu 38. gr. OIL ber að lýsa andlagi innkaupa með svo

greinagóðum hætti að bjóðandi geti lagt fram tilboð. Það er kaupandans að

skilgreina þarfir sínar og lýsa þeim með greinagóðum hætti í útboðsgögnum. OIL

gerir þá kröfu til kaupandans að hann setji fram tækniforskriftir viðvíkjandi því

sem óskast keypt. Kaupanda er skylt að láta koma fram með tækniforskriftum þá

lýsingu á andlagi innkaupa sem óskað er eftir. Þetta er krafa þegar opinber

innkaup eru yfir viðmiðunarfjárhæðum. Hafa ber í huga að hugtakið tækniforskrift

er rúmt hugtak sem felur í sér hvers kyns lýsingu á gæðum eða eiginleikum

(Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

Til að mynda hefur kærunefnd útboðsmála úrskurðað um málefni eins og óskýr

útboðsgögn. Í úrskurði á máli nr. 282005 frá 12 okt. 2005 kemur fram að óskýr

útboðsgögn og þá tækniforskriftir geti komið niður á verkkaupa á endanum.

„Kærandi verður ekki látinn bera hallann af því að hafa ekki sent inn fyrirspurn,

enda verður ráðið af gögnum málsins að kærandi hafi við tilboðsgerð litið svo á að

bjóða ætti miðað við eitt ár. Með vísan til alls framangreinds er það mat

kærunefndar útboðsmála að útboðsgögn í hinu kærða útboði hafi verið það óskýr

að veruleg hætta var á að þau yrði misskilin af hálfu væntanlegra bjóðenda.“

„Það er mat kærunefndar útboðsmála að útboðsgögn hafi ekki verið nægilega

skýr. Gerðar eru strangar kröfur til verkkaupa að útboðsgögn séu nægilega skýr

svo bjóðendur geti áttað sig á því hvernig framsetningu tilboða skuli háttað. Leiðir

það m.a. af V. kafla laga um opinber innkaup nr. 94/2001. Eins og útboðsgögnin

Page 28: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

27

voru úr garði gerð verður að telja að veruleg hætta hafi verið á því að bjóðendur

kynnu að ruglast í tilboðsgerð, eins og raunin virðist hafa verið“ (Kærunefnd

Útboðsmála, 2005).

2.13 Skilyrði útboða

Þeir sem bjóða í verklegar framkvæmdir þurfa að undirgangast nokkuð ítarlegar

kröfur sem settar eru fram í útboðsskilmálum. Hefur það ferli verið endurskoðað

marg oft með það að leiðarljósi að bæta bæði samkeppnishæfni á markaði, sem og

að setja upp ákveðin þröng skilyrði, þannig að telja megi sem mestar líkur á því að

bjóðendur nái að ljúka framkvæmdinni með þeim kröfum sem settar hafa verið

upp í byrjum ferilsins (Guðmundson, Magnúson, & Júlíusdóttir, 2008).

Framkvæmdasýslan setur upp leiðbeinandi samningsgögn og í þeim má sjá þær

helstu kröfur sem kunna að birtast í opinberum útboðum. Blæbrigðamunur er þó á

þessum kröfum eftir verkefni og verkkaupum. Hér að neðan verður lýst þessum

helstu kröfum sem koma í stöðluðum formum FSR.

Reynsla og hæfni:

Gert er ráð fyrir því að innan þess skráða lögaðila sem gerist bjóðandi í

framkvæmd séu aðilar innanborðs sem hafa reynslu af sambærilegu verkefni

og það sem bjóða á í.

Krafa um jákvætt eigið fé

Bjóðendur þurfa að sýna fram á það með árituðum ársreikningum að

lögaðilinn sem bíður í framkvæmd uppfylli kröfur um jákvætt eigið fé. Í

síðustu leiðbeiningum FSR kemur fram að eigið fé skuli ná að lágmarki 5% af

tilboðsfjárhæð.

Krafa um eðlilega viðskiptasögu.

Aðilar sem standa að lögaðilanum sem og stjórnun hans þurfa að hafa hreina

rekstrarsögu, bæði persónuleg sem og rekstrarlega. Kunna einnig að vera

skoðaðar sambærilegar rekstrareiningar og viðkomandi tilboðsgjafi stendur

Page 29: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

28

fyrir í útboðinu. Þessi grein er meðal annars sett til þess að forða verkkaupa frá

mögulegu kennitöluflakki bjóðandans.

Krafa að bjóðandi sé ekki í vanskilum með opinber gjöld á útboðsdegi.

Krafa að bjóðandi sé ekki í vanskilum með lífeyrissjóðsgjöld á útboðsdegi.

Bjóðandi má heldur ekki vera í nauðasamningum við kröfuhafa eða í

gjaldþrotaskiptum.

Mögulegt er ef bjóðandi uppfyllir ekki ofangreind skilyrði að honum verði vísað

frá og næstlægsti bjóðandi verði valinn í hans stað. Fleiri kröfur eru lagðar fram

eins og um hæfni starfsmanna, um þá undirverktaka sem bjóðandi hyggst ráða til

verksins sem og að bjóðandinn/lögaðilinn hafi þau helstu tæki sem talin eru þurfa

í vænta framkvæmd (Framkvæmdasýsla Ríkisins, 2012).

2.14 Byggingarupplýsingalíkanið BIM

BIM stendur fyrir Building Information Model. Hlutverk þess er meðal annars að

tengja alla hlutaðeigandi aðila, þannig að skilvirkni verði sem mest við

byggingarframkvæmdir. BIM er tölvuforrit sem ekki einungis arkitektar vinna

við. Hönnuðir mannvirkja teikna mannvirki í kerfinu og gefur kerfið kost á því að

sjá mannvirki í þrívíðri mynd. Öll hönnunargögn eru þá á sama stað og á þá ekkert

að gleymast við samsetningu. Hönnun kerfa á heldur ekki að víxlast. Þar sem

upplýsingar eru vistaðar á miðlægum gagnagrunni er hægt að hafa allar

upplýsingar réttar á hverjum tíma og aðgengilegar. Með því að hafa kerfið í

þrívídd gefst kostur á því að fara sjónrænt í gegnum bygginguna, sem hjálpa

einnig kaupendum að átta sig á framkvæmdinni. Einnig færast þeir hlutir sem

hannaðir í mannvirkið sjálfvirkt í svonefnda magnskrá sem mikið er notuð þegar

tilboðskrá og verklýsing er útbúin. Notast er við BIM í æ ríkari mæli á

Norðurlöndunum og er innleiðing hafin hér á landi einnig. Eitt af

meginmarkmiðum kerfisins er að minnka líkurnar á mistökum á

undirbúningsferlinu (Nýsköpunarmiðstöð, 2009).

Page 30: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

29

2.15 Skilvirkni

Í Íslenskri orðabók er orðið skilvirkur sagt merkja „afköst í vinnu eða verki“.

Hugtakið skilvirkni þýðist á ensku sem „effective“ eða „effectiveness“, sem

táknar samkvæmt skilgreiningu dictionary.com „producing the intended or

expected result“. Það mætti þýða sem svo: „Að framleiða það ætlaða eða fá vænta

niðurstöðu.“

Ríkisendurskoðun segir að skilvirkni náist þegar stjórnsýslan sé með hæft

starfsfólk sem og besta hugsanlega verklag við lausn verkefnisins. Lýsir hún

einnig skilvirkni sem hlutfallinu á milli þess sem varið er til ríkisrekstrarins í

formi fjármuna, mannafla og annarra aðfanga og þess sem reksturinn skilar. Þetta

hugtak lýsir því hversu vel þessi aðföng eru nýtt í starfsemi ríkisins. Það má segja

að það að vinna skilvirkt sé að gera hlutina rétt og ef skilgreining er víkkuð að

verið sé að gera réttu hlutina. Fram hefur komið hjá Ríkisendurskoðun að

forstöðumenn ríkisstofanna hafi talið í mörgum tilfellum að skilvirkni væri föst

stærð og að ekki væri mögulegt að bæta verkefnum við viðkomandi stofnun eða

auka afköst hennar nema með hlutfallslega auknum framlögum

(Ríkisendurskoðun, 2003).

Mynd 4. Skilvirkni út frá árangurstjórnun. (Ríkisendurskoðun, 2003)

Page 31: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

30

Orðið skilvirkur táknar í huga skýrsluhöfundar að öll vinna sem sett hefur verið í

verkefnið nýtist eins vel og kostur er, ásamt því að verkefnið skili tilætluðum

árangri.

Í samhengi við rannsóknarspurninguna er skilningur skýrsluhöfundar eftirfarandi.

Opinberir aðilar ná fram hagkvæmi þegar lögbundnum verkum er lokið í samræmi

við uppsett gæði án þess að borgað sé annað en lægsta mögulega verð fyrir

aðföngin. Með aðföngum er átt við fjármagn, mannafla og annað sem til þarf til

þess að ljúka verki.

Eins og fyrr hefur komið fram, þá getur hugtakið skilvirkni táknað fjölmarga hluti

þegar spurt er um það hvort undirbúningur útboða sé nægjanlega skilvirkur. Það

fer eftir því hvaða þátt í ferlinum verið er að rannsaka, Því hægt er að orða

spurningar á mismunandi hátt. Hér á eftir fara nokkur dæmi um mögulegar

spurningar:

Hafa starfsmenn og þeir sem koma að undirbúningi fullnægjandi menntun og

reynslu til þess að takast á við verkefnið?

Hefur stofnunin eða þeir sem fara með undirbúning fullnægjandi aðbúnað og

stoðgögn til þess að vinna og útfæra undirbúning, þannig að hann sé sem

bestur?

Er útboðsleiðin sem slík skilvirkust af öllum þeim leiðum sem mögulegt er að

fara við opinber innkaup?

Er samstarf á milli stofnana og þeirra aðila sem tengjast útboðsgerð

nægjanlega skilvirkt?

Eru lögin og reglurnar til þess fallin að auka skilvirknina, eða draga þau úr

henni?

Er ferlið nægjanlega langt eða er það of stutt til þess að hámarksárangur náist

miðað við nýtni á öllum aðilum og stoðdeildum?

Er upphafsbeiðnin nægjanlega skýr og markviss, þannig að undirbúningur geti

framkallað bestu mögulegu afurð fyrir kaupandann?

Svona mætti lengi halda áfram að spyrja. Í þessari skýrslu verður horft til ferlisins

í heild sinni og komið með tilgátu um það hvernig skilvirkninni sé háttað.

Page 32: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

31

3 Hvert er undirbúningsferlið? Undirbúningur er þýðingarmikill en oft tímafrekur. Þótt hann taki oft langan tíma,

þá má ekki falla í þá gryfju að stytta sér leið því með slælegum undirbúningi, því

það getur sett framkvæmdina í hættu. Óvandað undirbúningsferli getur mögulega

orsakað skakka útkomu. Þar sem verkefni hins opinbera eru oftar en ekki stór í

umfangi, þá er verulega áhættusamt að vanda ekki

til undirbúnings.

3.1 Uppsetning Ríkiskaupa

Fram kemur í gögnum Ríkiskaupa að

undirbúningur útboða sé þýðingarmikill og að

vanda skuli sérstaklega til alls undirbúnings sem og áætlunargerðar. Stofnunin

setur það fram að flokka megi undirbúning í þrjá meginflokka.

Fyrsti flokkurinn er svo kallað upphaf. Í honum felst að umfang útboða og

viðmið þeirra eru skilgreind, tilgreint er hvaða þættir ákveða hagkvæmni

þeirra, þ.e.a.s. hvaða þættir ráða ákvörðunartöku um framhaldið.

Annar flokkurinn er kallað mati, þar sem fyrirhugað útboð er metið út frá

hagkvæmnisathugun sem gerð hefur verið. Markmið og takmarkanir útboðsins

eru skilgreind. Það er gert í samræmi við þær þarfir og kröfur sem kaupendur

hafa. Í lok ferilsins er ákveðið hvort fara eigi af stað í útboð.

Þriðji flokkurinn er nefnd áætlun. Þar er unnin útboðslýsing sem hefur að

geyma markmið útboðsins, lýsingu á útboðsformi og matslíkani, ásamt

tæknilýsingu þar sem gerð er grein fyrir þörfum kaupenda og útbúin eru

útboðsgögn í samræmi við það. Á þessu stigi er ákveðið hvort farið verði í

forval sem er undanfari lokaðs útboðs eða hvort almennt útboð verði fyrir

valinu. Athuga skal þó að almenn útboð eru ávallt opin fyrir alla sem uppfylla

kröfur (Ríkiskaup).

3.2 Uppsetning Fjármálaráðuneytis

Uppsetning Ríkiskaupa að talsverðu leyti í samræmi við þær verklagsreglur sem

Fjármálaráðuneytið hefur sett fram. Byggja þær á reglugerð nr. 715 frá 2001. Í

verklagsreglunum eru upptaldir þeir þættir sem þurfa að liggja fyrir við

"If the people knew how hard I had to work to gain my mastery, it

wouldn't seem wonderful at all." - Michelangelo

Page 33: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

32

undirbúning útboða. Í reglugerðinni og leiðbeiningarriti Fjármálaráðuneytisins er

ferlinu skipt upp í fjóra yfirflokka og eru þeir eftirfarandi: Frumhönnun, áætlun,

verkleg framkvæmd og afgreiðsla. Allir flokkarnir skiptast síðan upp í fleiri

undirflokka. Ábyrgðinni á þessum fjórum flokkum er skipt í tvennt, þ.e.a.s.

viðkomandi fagráðuneyti ber ábyrgð á fyrstu tveimur flokkunum, frumathugun

sem og áætlunargerð. Það er síðan FSR sem ber ábyrgð á tveimur síðari

flokkunum, verklegri framkvæmd og framkvæmd á skilamati

(Fjármálaráðuneytið, 15 nóv. 2001).

Page 34: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

33

Mynd 5. Undirbúningur í skrefum. (Fjármálaráðuneytið, 2002)

Page 35: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

34

3.2.1 Forathugun

Í fyrsta flokknum er gert ráð fyrir því að vinnan hefjist á svo kallaðri forathugun,

en þar á að lýsa og koma með rök fyrir ástæðum þess að ráðist skuli í framkvæmd.

Markmið framkvæmdanna eru fastmótuð og sett í samhengi við þróunaráætlun og

uppbyggingaráform. Það er að segja ef framkvæmdin nær ákveðnum

stærðarflokki. Í þessari forathugun er greint frá því hverjir kunna að vera

hagsmunaaðilar og hverjir standa að verkefninu. Útbúin er þarfagreining og

húsrýmisáætlun, þar sem gerð er grein fyrir eðli og umfangi verksins. Áætlun

þessi er metin til hliðsjónar af komandi þörf (5-10 ár). Við gerð þessa þáttar er

haft samráð við fyrirhugaða notendur og verkefnið skoðað með tilliti til fyrri

reynslu sem og ákvæða byggingarlaga. Farið er í endurskoðunarferli, þar sem þeir

kostir sem komu fram í fyrri þáttum ferilsins eru skoðaðir og einnig þeir gallar

sem kunna að hafa birst (Framkvæmdasýsla Ríkisins, 2001). Framkvæmt er gróft

mat á kostnaði, bæði stofnkostnaði og rekstrarkostnaði. Flestir liðirnir í þessu

kostnaðarmati eru komnir í gegnum reynslutölur. Rekstrarþáttur bygginga er

einnig krítískur þáttur þegar horft er til heildarkostnaðar. Því er hagkvæmi eða

óhagkvæmi fyrirhugaðrar framkvæmdar skoðuð í ljósi rekstrarkostnaðar.

Núverandi rekstrarkostnaður, ef fyrir liggur, er borinn saman við áætlaðan

rekstrarkostnað nýju framkvæmdanna. Getur sú niðurstaða um rekstrarhagkvæmni

breytt ásýnd verkefnisins. Lagt er mat á hagkvæmni lausna og þætti sem geta haft

áhrif á framkvæmdirnar. Við lok þessa þáttar eru niðurstöður forathugunar settar

niður og hugsanlegar lausnir á vandamálum sem kunna að hafa risið við gerð

þessarar forathugunar. Það er svo í höndum viðkomandi ráðuneytis að taka

ákvörðun um áframhald verkefnisins (Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.2 Frumathugun

Eftir að lokið hefur verið við forathugun hefst svonefnd frumathugun. Kemst

verkefnið á það stig á grundvelli fyrrnefndrar athugunar sem og ákvörðunar

hlutaðeigandi ráðuneytis. Í frumathugun er fyrirhuguð framkvæmd skoðuð enn

frekar og forsendur framkvæmdarinnar skorðaðar niður. Útbúnir eru

frumuppdrættir að stærð og helstu þáttum framkvæmdarinnar og þeir útskýrðir,

þannig að athugunin og kynningin megi verða sýnilegri og áþreifanlegri.

Kostnaðaráætlun og rekstraráætlun eru þá yfirfarnar frá forathugun. Tímaáætlun

Page 36: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

35

er gerð, þar sem tekið er tillit til röðunar og tímalengdar verklegra þátta innan

framkvæmdarinnar. Greiðsluáætlun er síðan gerð og er hún unnin í takt við

tímaáætlunina. Frumathuguninni lýkur síðan með greinagerð um verkefnið.

Frumathugunin er einn helsti grundvöllur undirbúningsins og eru hugmyndir um

útboð ekki færðar á næsta stig, sem er áætlunargerðin, fyrr en henni hefur verið

fyllilega lokið. Þess vegna er mikilvægt að þetta frumstig heppnist vel. Það er

einnig vegna þess að samningar við hönnuði og aðra ráðgjafa sem fara fram á

síðari stigum undirbúningsferilsins eru byggðir á þessum frumathugunum. Einnig

þar sem nýttur er hluti úr frumathuguninni í endanleg útboðsgögn ef farið er í

hönnunarsamkeppni. Niðurstöður frumathugunar, sem og greinargerð, eru

yfirfarnar af Fjármálaráðuneytinu. Telst þeirri yfirferð lokið þegar sérstök

samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur yfirfarið áðurnefnd gögn og þá

með það að leiðarljósi að þau uppfylli skilyrði laga og reglugerða, sem og hvort

framkvæmdin rúmist innan fjárhagsheimilda. Ef þessum skilyrðum er mætt og

samþykki fæst hjá nefndinni og Fjármálaráðuneytinu, þá er komin heimild til þess

að fara með verkefni á áætlunarstig. Það er útfært með því að Fjármálaráðuneytið

svarar hlutaðeigandi ráðuneyti formlega um það að heimildin hafi verið veitt

(Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.3 Áætlunargerð

Annað stóra skrefið í ferlinu er áætlunargerðin sem oftar en ekki er nefnd

hönnunarstigið. Markmið þess stigs er að fyrir liggi nákvæmar forsendur fyrir

gerð mannvirkisins áður en hin eiginlega framkvæmd hefst. Ferlið hefst þó ekki

fyrr en að frumathugunin hefur fengið samþykki fagráðuneytis eða viðeigandi

stofnunar, sem og samþykki Fjármálaráðuneytisins. Getur FSR eða opinberu

aðilarnir unnið þennan feril frá upphafi til enda, þó að það sé mjög sjaldgæft.

Oftast er samið við sérfræðinga og þá í gegnum sjálfstætt útboð.

(Fjármálaráðuneytið, 2002).

Áætlunargerðinni má flokka í eftirfarandi frumþætti:

Frumhönnun.

Verkhönnun

Page 37: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

36

Útboðsgögn

Áætlanir og afgreiðsla

3.2.3.1 Frumhönnun

Í fyrsta undirflokk áætlunargerðarinnar er unnin frumhönnun. Í henni felst að velja

arkitekt, hönnuði og ráðgjafa. Verkefnisstjórinn er skipaður og kemur hann fram

fyrir hönd verkkaupa í framhaldi. Við afmörkun verkefnisins skal setja skilyrði að

verkefnið verði innan frumathugunarinnar sem gerð hefur verið. Grunnteikningar

að húsnæðinu sem og frumhönnun tæknilegra þátta er þá gerð samkvæmt

fyrirliggjandi þarfagreiningu. Eftir þetta er endurgerð mun ítarlegri

kostnaðaráætlun fyrir framkvæmdina og er hún borin saman við þá

kostnaðaráætlun sem gerð hafði verið í frumathugun. Farið er í rýnisvinnu á þeirri

forhönnun sem gerð hefur verið, bæði af væntanlegum notendum sem og

fulltrúum kaupenda. Í því felst að rýna í megindrætti byggingarnar,

hönnunarforsendur sem og þær útfærslu sem hönnuðir hafa lagt fram. Velt er upp

áreiðanleika kostnaðaráætlana. Borin er saman sú frumhönnun sem gerð hefur

verið í áætlunarferlinu og sú sem unnin var í forhönnunarferlinu, þannig að tryggt

sé að hönnun sé sambærileg við þá frumhönnun sem samþykkt hefur verið á fyrri

stigum (Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.3.2 Verkhönnun

Þegar frumhönnun er lokið hefst verkhönnun. Í henni felst að hin valdi arkitekt

sem og aðrir hönnuðir verksins sjá um það að fullteikna og hanna mannvirkið. Þá

er átt við alla þætti, eins burðarþol, lagnahönnun, vinnu og smíðateikningar. Þess

skal getið að arkitekt ber ábyrgð á samhæfingu hönnunar samkvæmt

byggingarlögum. Eftir að teikningar hafa verið gerðar er hægt að magntaka

verkefnið. Frá þeim magntölum er svo unnin tilboðsskrá þar sem helstu stærðir

verksins koma fram. Út frá tilboðsskránni kemur svo önnur kostnaðaráætlun.

Þessi áætlun er nefnd kostnaðaráætlun framkvæmdar og er hún byggð á

reynslutölum. Sú kostnaðaráætlun á að vera án reiknaðrar óvissu. Það er svo

hlutverk hönnuða að rýna í kostnaðaráætlunina og bera saman við kostnaðarbanka

með reynslutölum frá FSR. Aftur er gerður samanburð við kostnaðaráætlun

frumathugunar (Fjármálaráðuneytið, 2002).

Page 38: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

37

3.2.3.3 Útboðsgögn

Út frá verkhönnun eru gerðar verklýsingar sem eru þá andlag innkaupanna eða

tækniforskrift. Þannig á ekki að leika vafi á því hvaða kröfur eigi að liggja fyrir

hvern verkþátt eða byggingarhluta sem um ræðir. Tilboðsskráin er fullgerð með

vísan í viðkomandi verkliði í verklýsingu. Ætlast er til þess að allt þetta ferli sé

unnið af nákvæmni, eins og sjá má í kafla 2.12 um andlag innkaupa. Það er því í

raun verklýsingin sem er hvað mikilvægasta gagnið á framkvæmdatímanum.

Útboðsskilmálar og lýsingar eru unnar úr grunni samkvæmt tillögu FSR, en lokið

af hönnuðum. Hönnuðir eiga að ljúka að leggja fram hin endanlegu útboðsgögn.

Þeir eiga einnig að útbúa greinargerð. Í henni eiga hönnuðirnir að lýsa ferli

hönnunarinnar sem gerð hefur verið og útlista forsendur kostnaðar- og

tímaáætlunar. Greinargerðin á að skýra frá forsendum þeirra breytinga sem orðið

hafa og frá þeim frávikum sem kunna að hafa verið gerð frá frumathugun

(Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.3.4 Áætlanir og afgreiðsla

Næsta ferli er áætlanir og afgreiðsla. Í því ferli er heildarkostnaðaráætlun gerð af

hlutaðeigandi ráðuneyti eða ráðuneytið fær óháðan aðila til þess að gera hana fyrir

sig. Áætlunin er unnin út frá kostnaðaráætlun framkvæmda sem þá þegar hefur

verið gerð. Skal þessi kostnaðaráætlun innihalda allan þann kostnað sem fellur á

verkið á undirbúnings- og framkvæmdartíma, ásamt kostnaði vegna búnaðar og

annars sem nauðsynlegt er talið til þess að hefja notkun mannvirkis. Þar með

talinn kostnaður við hönnun, eftirlit og umsjón, lóðargjöld, tengigjöld og

tryggingar. Kostnaður við listskreytingar þarf einnig að vera í þessum áætlaða

kostnaði, en hann þarf að vera að lágmarki 1% af heildarkostnaðaráætlun.

Hönnunarstjórinn eða verkefnisstjórinn sem gera þessa áætlun fyrir hlutaðeigandi

ráðuneyti eiga að bæta við álagi vegna óvissu um magntölur sem og ófyrirséða

kostnaðarþætti.

Gera á nákvæma rekstraráætlun að lágmarki til fimm ára eftir að framkvæmd

lýkur. Í þeirri áætlun skal gerður samanburður á núverandi rekstrarkostnaði og

þeim áætlaða rekstrarkostnaði sem komandi mannvirki mun stofna til.

Page 39: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

38

Tímaáætlun fyrir framkvæmdina er endurskoðuð á grundvelli

heildarkostnaðaráætlunar. Samhliða skal gera grein fyrir fjárhag verkefnisins út

frá áföllnum kostnaði og þeim áætlaða kostnaði fyrr var nefndur. Fjárstreymi

verkefnisins er sett upp miðað við framkvæmdartíma mannvirkisins með tilliti til

verðlagsþróunar.

Þegar hlutaðeigandi stofnun hefur lokið áætlunargerðinni, þá er það

Fjármálaráðuneytið sem tekur hana til athugunar. Ef áætlunargerðin uppfyllir

tæknilega og fjárhagsleg skilyrði og Fjármálaráðuneytið fellst á hana, þá getur hún

átt frekara brautargengi. Skýrslan er því næst tekin til skoðunar hjá FSR, þar sem

athugasemdir eru gerðar við útboðsgögn ef þurfa þykir. Gögnin eru því næst send

til hlutaðeigandi stofnunar sem og áfram til hönnuða. Þegar gerðar hafa verið allar

þær lagfæringar sem nauðsynlegar þykja og athugasemdum hefur verið svarað, þá

eru útboðsgögnin send frá FSR til Fjármálaráðuneytisins til umsagnar. Ráðuneytið

afgreiðir síðan áætlunina í samráði við samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir

(Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.4 Verkleg framkvæmd

Verkleg framkvæmd er þriðji áfanginn. Þessi áfangi snýr þó mest að hinni

eiginlegu framkvæmd og verður því minna rætt um þennan feril, þar sem hinum

eiginlega undirbúningi er að ljúka. Um þennan feril má þó segja að búið sé að

ákveða að fara í útboð og leita tilboða. Hlutaðeigandi ráðuneyti sem og FSR hafa

þó oft ekki lokið við samningsgerð sín á milli um framkvæmd. Skal það þó gert

áður en lengra er haldið. Í þeim samningi skal koma fram hvernig skipulagi skuli

háttað, boðleiðir skýrðar sem og samskiptaleiðir og greint frá upplýsingagjöf sem

og öðrum samningsskyldum. Verkefnastjóri á framkvæmd verksins er tilnefndur

af FSR. Hlutverk verkefnastjórans er að fylgja útboðsgögnum og þegar gerðum

áætlunum. Verkefnastjórinn þarf að samræma fyrirmæli laganna og þeirra reglna

um framkvæmdir og byggingarmál sem við eiga. Einnig þarf verkefnastjórinn að

gæta þeirra samninga sem gerðir hafa verið við bjóðenda og hlutaðeigandi

ráðuneytis (Fjármálaráðuneytið, 2002).

Page 40: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

39

3.2.4.1 Útboð

Hið formlega útboð skal haldið í samræmi við lög og reglur. Hlutaðeigandi

ráðuneyti ákveður hvort útboð skuli haldið. Verður þó ekki haldið til útboðs fyrr

en stoð er fyrir því í fjárhagsramma stofnunarinnar. Enda þótt útboðið fari fram á

vegum Ríkiskaupa, þá er líklegt að umsjónaraðili verksins sé annar. Til að mynda

er FSR er umsjónaraðili flestra opinberra mannvirkja. Stofnunin leggur þá tillögu

um val bjóðanda í verkið í samræmi við hæfniskröfur útboðsins. Það er síðan

hlutaðeigandi ráðuneyti sem velur endanlega bjóðanda og undirritar samningi við

þann sem valinn hefur verið (Fjármálaráðuneytið, 2002).

3.2.4.2 Framkvæmdin

Framkvæmdin sjálf er unnin út frá gerðum útboðsgögnum og miða þau að því að

verkkaupinn fái verkið í hendurnar á umsömdum tíma og innan ramma

kostnaðaráætlunar. Tilskildum gæðum sem verkefninu eru sett í útboðslýsingu

skal haldið. Enda þótt líkur séu á því að breytinga sé þörf á verktímanum, þá skulu

þær ekki gerðar nema brýna nauðsyn beri til. Slíkar breytingar skulu einungis

gerðar með samþykki hlutaðeigandi ráðuneytis og hafa stoð í samningi á milli

aðila. Brýnt er að boðleiðir séu vel skilgreindar í upphafi (Fjármálaráðuneytið,

2002).

3.2.4.3 Eftirlit og afhending

FSR annast eftirlit fyrir hönd ríkisins. Stofnuninni er þó heimilt að ráða til

verksins utanaðkomandi eftirlitsaðila, en stofnunin ber þó ábyrgð á störfum hans.

Hlutverk eftirlitsaðilans er að tryggja að framkvæmdin sé með þeim hætti sem um

var samið.

Þegar framkvæmd er að ljúka sér FSR um að ganga frá uppgjöri á verkinu. Það er

gert þegar verklok eru staðfest með lokaúttekt eða verki er lokið á þann hátt sem

útboðsgögn segja fyrir um. Ábyrgðartími flestra verkefna er eitt ár frá verklokum.

Iðulega hefur verkkaupinn ákveðna tryggingu á þeim ábyrgðartíma

(viðhaldstrygging), sem og á verktímanum sjálfum, en þá er í gildi svonefnd

verktrygging.

Page 41: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

40

4 Rannsókn 4.1 Viðtöl

Í þessum kafla er farið yfir þau atriði sem fram komu í viðtölunum. Viðmælendur

fóru yfir allan undirbúningsferilinn, verður þó ekki allt rakið nákvæmlega hér til

þess að forðast endurtekningar. Það var þó mikilvægt að viðmælendurnir færu

ítarlega í ferlið þannig að skýrsluhöfundur gæti greint hvort eitthvað samræmdist

ekki því sem fram kemur í fyrri köflum.

4.1.1 Þátttakendur

Beindist rannsóknin að tveimur stofnunum þá annars vegar FSR og hins vegar

Ríkiskaup. Þar sem þessar stofnanir fara með útboðs og innkaupsmál ríkisins.

Forstjóri Framkvæmdasýslunnar hafði séð um það að velja viðmælanda fyrir

skýrsluhöfund í ljósi viðfangsefnis skýrslunnar. Valdi forstjórinn Halldóru

Vífilsdóttur verkefnastjóra FSR í verkið. Ástæða vals hans á þessum tiltekna

verkefnastjóra var sú að verkefnastjórinn hafði unnið mikið við undirbúning

útboða og einnig séð um fræðslu varðandi málefnið. Verkefnastjórinn hefur

meistaragráðu í arkitektúr ásamt því að hafa lokið viðbótarnám í

skipulagsfræðum. Á seinni stigum skýrslugerðar hafði viðmælandinn fengið stöðu

aðstoðarforstjóra Framkvæmdasýslunnar. Eins og áður var getið hefur

Framkvæmdasýslan séð um framgang á stórum hluta af þeim opinberu útboðum

sem hafa farið fram seinustu ár.

Ríkiskaup tóku einnig vel á móti skýrsluhöfundi. Forstöðumaður ráðgjafasviðs

Guðmundur Hannesson féllst á að taka þátt í viðtali. Starfsvið hans er hafa umsjón

og ábyrgð með rekstarsvið Ríkiskaupa, Situr forstöðumaðurinn í framkvæmdaráði

Ríkiskaupa og hefur hann útbúið fjöldann allan af fræðsluefni um málefnin.

Ætlunin hafði verið að fá fræðslustjóra Ríkiskaupa einnig, en þar sem

forstöðumaðurinn var afar kunnugur viðfangsefni skýrslunnar, þá taldi hann það

óþarfa og skýrsluhöfundur féllst á það.

Page 42: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

41

4.2 Svör FSR 4.2.1 Upphaf

Framkvæmdasýsla ríkisins er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið.

Framkvæmdasýslan fer með stjórn ákveðins hluta verklegra framkvæmda af hálfu

ríkisins og veitir ráðuneytum og ríkisstofnunum ráðgjöf um byggingatæknileg

málefni og undirbúning framkvæmda. Kemur stofnunin að undirbúningi allt frá

upphafi ferilsins og allt til lokaverks. Í upphafi ferilsins berast gögnin á hinum

ýmsu formum frá fagstofnunum og ráðuneytum. Eftir að beiðnir um framkvæmdir

berast til FSR, þá sér stofnunin um það að koma viðkomandi beiðnum í réttan

farveg. Við þennan feril er farið eftir ströngum verkferlum. Mikið er lagt upp úr

því hjá stofnuninni að þessum verkferlum sé fylgt eftir. Viðmælandinn fór í

gegnum ferlið með skýrsluhöfundi, skref fyrir skref, þar sem byrjað var á vinnu

eftir að fyrirspurn hefði borist til stofnunarinnar.

FSR leggur ekki mat á beiðnina frá hlutaðeigandi ráðuneytunum eða

fagstofnunum, heldur er frekar til aðstoðar ef þurfa þykir. Eftir að forathugun

hefur verið lokið er farið í frumathugun og er henni háttað eins og getið er um í

kaflanum um undirbúning útboða. Getur hún verið unnin af FSR þá að beiðni

ráðuneyta eða stofnana en einnig geta þeir aðilar unnið eða látið vinna

frumathuganir en þá veitir FSR umsögn. Tiltekin voru þau lög og reglur sem

stofnunin vinnur eftir. Þegar upphafsferlinu er lokið og hagkvæmni

framkvæmdanna liggur fyrir er verkefninu vísað til Fjármálaráðuneytisins og þar

tekur samstarfsnefnd um opinberar framkvæmdir ákvörðun um næstu skref.

Þegar spurt var um það hvað réði hagkvæmni verkefnisins, þá var svar

viðmælanda að farið væri eftir þeim verkferlum sem settir hefðu verið til að

mynda skoðun lausna og mat á hagkvæmni, sem og ítrekað að samráðsnefndin sæi

um það að ákveða næstu skref framkvæmdanna (Vífilsdóttir, 2012).

4.2.2 Mat og áætlun

Þegar samráðsnefnd um opinberar framkvæmdir hefur lagt mat á frumathugunina

og samþykki liggur fyrir, þá er hægt að hefjast handa við áætlunargerð. Í

áætlunargerðinni felst verkhönnun og eiginleg útboðsgerð. Áætlunargerðin hefst

Page 43: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

42

þó með svokallaðir forhönnun en hún er borin saman við upphaflega frumhönnun.

Stofnunin leggur ekki mat á verkefnið sjálft og hvernig það er skilgreint í

þarfagreiningu, heldur er rýnt meira í hvort framkvæmdin sé í takt við forhönnun

sem og rúmist innan byggingarlaga. Impraði skýrsluhöfundur á þessu og spurði

hvort ekki væri framkvæmt mat á framkvæmdinni í ljósi fyrir reynslu og

hugsanlegra stefnu sem tekin hefði verið um opinberar framkvæmdir.

Verkefnastjórinn tjáði skýrsluhöfundi að slíkt mat væri ekki framkvæmt. Heldur

væri farið eftir þeim verklagsreglum sem hefðu verið settar. Einnig vegna þess að

notast væri við gátlista þar sem tryggt væri að verkefnið uppfyllti þá skilmála sem

settir hefðu verið. Í því ljósi benti verkefnastjórinn einnig á það að ítarleg

greinagerð um verkefnið væri unnin í upphafi og hún lægi þá til grundvallar fyrir

samráðsnefndina.

Mikið er lagt upp úr vinnu við kostnaðaráætlanir í ferlinu. Í hönnunarþætti

áætlunargerðar eru hönnuðir valdir og fullnaðarhönnun verksins fer fram.

Varðandi verkhönnunina, þá er hún í útseld með útboði, eins og leiðbeiningar

Framkvæmdasýslu ríkisins um hönnunarsamkeppni segja til um. Spurt var um það

hvort verklagsreglur væru til staðar hjá stofnuninni við yfirferð á þeim

útboðsgögnum sem hönnuðir hefðu útbúið. Svaraði viðmælandinn því til að svo

væri þar sem stöðluð form og gátlistar væru notaðir.

Þegar spurt var um það hvort farið væri eftir byggingarlögum og að

fjárhagsrammi væri tryggður, þá taldi viðmælandinn að svo væri á öllum stigum

undirbúningsins (Vífilsdóttir, 2012).

4.2.3 Verkleg framkvæmd

Þegar kemur að verkframkvæmd og útboði er undirbúningsferlinum þannig sé

lokið, Er þó hlutverki FSR hvergi ekki lokið. Þá er hafist handa við gerð

útboðslýsingar og í kjölfarið er útboð sett. Eftir að niðurstöður liggja fyrir, þá sér

FSR um samningsgerð við bjóðendur. Eftirlitshlutverk stofnunarinnar er stórt og

umfangsmikið, því á meðan á framkvæmd stendur sér stofnunin um allt eftirlit á

framkvæmd, sem og að gera upp verkið með svonefndu skilamati (Vífilsdóttir,

2012).

Page 44: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

43

4.2.4 Fjármálaráðuneytið

Viðmælandinn var spurður um hlutverk Fjármálaráðuneytisins, þar sem það kæmi

oft fyrir í þeim lögum og reglum sem fjalla um undirbúningsferilinn. Þar sem

viðmælandinn hafði nefnt talsvert viðkomu ráðuneytisins og samráðsnefndarinnar.

Var hann spurður að því hvort hann teldi að nægjanleg reynsla væri til staðar hjá

Fjármálaráðuneytinu, sem og samráðsnefndinni sem skipuð væru af þremur

aðilum og einungis einn af þeim sem hefði faglegan bakgrunn í verkefnið, þá með

vísan í forstjóra Framkvæmdasýslunnar, til þess að taka ákvarðanir um tæknilega

flókin byggingarmál, eins gjarnan er í opinberum framkvæmdum. Viðmælandinn

svaraði því til að hann teldi að svo væri. Hann tók það fram að Fjármálaráðuneytið

hefði aflað sér gríðarlegrar mikillar þekkingar á þessu svið í gegnum árin og svo

kæmi samráðsnefnd um opinberar framkvæmdir einnig að borðinu. Upplýsti

verkefnastjórinn einnig að ekki væri mögulegt að hefja framkvæmdir eða hleypa

verkefnum á næsta stig nema að heimild væri til þess í fjárlögum.

Verkefnastjórinn ítrekaði að það væri ekki FSR sjálft sem tæki ákvörðunina um

það hvort haldið yrði haldið áfram að vinna að útboðsgerð verkefna eða ekki. Hins

vegar væri það ljóst að stofnunin gæfi sitt álit á þeim verkefnum sem stofnunin

tæki að sér og að tekið væri mark á ráðgjöf hennar, enda væri stofnunin búin að

afla sér miklar þekkingar og reynslu í gegnum árin (Vífilsdóttir, 2012).

4.2.5 Gæðakerfi og verklagsreglur

Viðmælandinn rakti þá verkferla sem unnið væri eftir. Viðmælandinn sagði að

stofnunin ynni eftir vel skilgreindu ferli. Skýrsluhöfundi var sýnt brot af þeim

aragrúa af leiðbeiningarblöðum og verkferlum sem stofnunin hafði gert. Fram

kom sú skoðun viðmælandans að verkferlar væru eitt af því mikilvægasta í

undirbúningsferlinum. Hann sagði að gæðakerfið sem unnið væri eftir hjá FSR

væri byggt á ISO 9001 staðlinum. Þegar spurt var um það hvort stofnunin hefði

fengið gæðakerfið vottað, þá var svar viðmælandans það að svo væri ekki en

unnið væri að því (Áætlað desember 2012). Hins vegar væri gæðakerfishugsun

ríkjandi hjá stofnuninni og stöðugt væri unnið að þróun og því að betrumbæta

gæðakerfið (Vífilsdóttir, 2012).

Page 45: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

44

4.2.6 Vinnulag

Þegar spurt var um vinnulag, þá tók verkefnastjórinn það skýrt fram að eftir að

beiðnin og gögn um útboð hefðu borist til FSR, þá fylgdi stofnunin ströngu,

ákveðnu sem og formföstu ferli sem ekki væri vikið frá. Viðmælandi sagði að

stöðluð form væru mikið notuð og verkferlar væru skýrir. Farið er einnig í

reglulega úttektir á þeim ferlum og í kjölfar vottunar gæðakerfis verður

framkvæmd ytri skoðun á þeim verkferlum einnig (Vífilsdóttir, 2012).

4.2.7 Skilvirkni

Þegar viðmælandi var spurður að því hvort hann teldi að undirbúningur vegna

útboða á opinberum framkvæmdum væri nægjanlega skilvirkur, þá svaraði

viðmælandinn því til að svo væri og að mikil áhersla væri lögð á að vanda ferlið

sem allra best. Þá sagði viðmælandinn að stofnunnin ynni eftir gæðakerfi sem

alltaf væri í stöðugri endurskoðun. Það væri þó þannig að alltaf mætti gera betur

og stjórnendur væru meðvitaðir um það (Vífilsdóttir, 2012).

4.3 Svör Ríkiskaupa 4.3.1 Upphafið

Ríkiskaup vinna fyrir ríkið og eftir lögum um opinber innkaup, OIL, og telur

viðmælandinn að lögin útskýri ferlið nokkuð vel og séu ítarleg.

Ríkiskaup taka á móti beiðnum frá um 500 opinberum aðilum sem þurfa að huga

að innkaupum. Þetta eru aðilar sem hafa þá lögbundnu skyldu að fara með

innkaup sín í gegnum Ríkiskaup þegar upphæðirnar ná ákveðnu lágmarki

samkvæmt viðmiðunarreglum. Þessir aðilar eru til dæmis ráðuneyti, stofnanir og

fyrirtæki í eigu ríkisins. Ríkiskaup eru að vinna fyrir ríkið sagði viðmælandinn

skýrt. Hins vegar kunna sveitarfélög einnig að leita til Ríkiskaupa með það að

leiðarljósi að fá aðstoð við innkaup og þá sér í lagi útboð. Ríkiskaup leitast ekki

sérstaklega eftir því að veita sveitarfélögum þessa þjónustu, þar sem þau hafa ekki

lögbundna skyldu til þess. Þau veita þó aðstoð þegar til þeirra er leitað.

Viðmælandinn kallar þessa aðila viðskiptavini.

Page 46: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

45

Beiðnir sem koma frá viðskiptavinum eru á margvíslegu formi. Taldi

viðmælandinn að ekki væri mögulegt að hafa annan hátt á, því innkaupin væru

svo mismunandi og fjölbreytileg. Voru rökin meðal annars þau að kostnaður við

gerð útboðsgagna mætti ekki vera það mikill og ferlið það flókið að það kæmi

niður á verkefninu.

Ferlið á því að viðskiptavinurinn, sem er þá innan hins opinbera umhverfis, kemur

með beiðni til Ríkiskaupa um það að stofnunin aðstoði við innkaup á vörum eða

þjónustu. Hlutverk Ríkiskaupa er þá fyrst að kanna hvort aðilinn hafi tryggt sér

fjármagn í viðkomandi verk. Fjármagnið getur verið til staðar innan þess

fjárhagsramma sem aðilinn hefur til ráðstöfunar, eða að búið sé að gera ráð fyrir

fjármagninu í fjárlögum. Vinna Ríkiskaupa hefst ekki fyrr en þessu er mætt.

Þegar kröfu um fjárhagsheimild er mætt er beiðnin skoðuð. Í sumum tilfellum er

búið að ljúka þeirri undirbúningsvinnu sem þörf er talin á. Í öðrum tilfellum er

henni ekki lokið og mikil undirbúningsvinna eftir. Það er hlutverk Ríkiskaupa að

setja beiðnirnar í ákveðinn farveg sem og að forma allt ferlið. Benti viðmælandinn

á það að Ríkiskaup væru að vinna eftir formföstum reglum eins og getið er á um í

OIL (Hannesson G. , Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

4.3.2 Markmið útboðsins

Í þeim tilfellum sem undirbúningsvinnu er ekki lokið, þá aðstoða Ríkiskaup við að

ljúka ferlinu. Ein að þeim forsendum sem þurfa að liggja fyrir er markmið

útboðsins, því ekki er hægt að ná árangri í útboðum nema sett hafa verið fram

hver markmið innkaupanna eru. Þarfir þurfa að vera skýrar og til ætluð virkni eða

notagildi hlutarins. Þar er þá hlutverk viðskiptavinarins að skilgreina þessa þarfir

og markmið. Í mörgum tilfellum þarf að leita til sérfræðinga til þess að skilgreina

þessu væntu kaup. Ef sú sérfræðiþekking er ekki til staðar hjá viðskiptavininum,

þá getur hann keypt þá þjónustu af Ríkiskaupum. Það er þó alltaf

viðskiptavinarins að bera ábyrgð á þessari hlið undirbúningsins. Viðmælandi tók

það þó fram að hjá Ríkiskaupum væri ekki tæknimenntað fólk sem sæi um það að

útbúa tæknilýsingar ef þurfa þætti. Sú tæknilega þekking væri fegni frá

kaupendanum sjálfum eða með aðkeyptri ráðgjöf. Þessar tæknilýsingar,

verklýsingar eða andlag innkaupa er mjög mikilvæg að greina vel og skilgreina.

Page 47: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

46

Það er gert með því að færa óskir viðskiptavinarins úr huglægum í það að vera

hlutlægar óskir (Hannesson G. , Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

Þegar búið er að greina þarfirnar, markmið innkaupanna eru fyrirliggjandi og

lýsingar tilbúnar, þá er hafist handa við næsta stig.

4.3.3 Algeng mistök viðskiptavinarins

Viðmælandinn nefndi að það væri algeng mistök að viðskiptavinurinn óskaði eftir

því að eitthvað ákveðið yrði keypt. Væri þá viðskiptavinurinn oft með eitthvað

tiltekið vörumerki og hlut í huga. Í þeim tilfellum sæi Ríkiskaup um það að

útskýra fyrir viðskiptavininum að sú leið væri ekki sú besta við innkaup á vörum.

Væri viðskiptavinurinn þá iðulega spurður að því hvort hann væri viss um að þetta

væri hagstæðasti hluturinn Svarið væri þá gjarnan að líkurnar væru um 99%.

Viðmælandi sagði að hann tæki það þá fram við viðskiptavininn að það væri þá

1% möguleiki á því að eitthvað betra fengist úti á markaðnum. Markaðurinn sæi

um það að útvega hagkvæmustu vöruna eða þjónustuna. Viðmælandinn tók það

fram að hagkvæmasta varan væri miðuð við bestu gæði og besta verð og að við

gætum aldrei vitað með vissu hvernig markaðurinn kæmi til með að vera.

Markaðurinn á að finna lausnina sagði viðmælandinn, því þar eru sérfræðingarnir.

Til að mynda á viðskiptavinurinn ekki að biðja um brú til þess að tengja tvær

eyjar saman heldur á viðskiptavinurinn að biðja um tengingu á milli þessar

tveggja staða. Síðan á að leyfa markaðnum að finna út hver hagkvæmasta lausnin

er. Það þarf ekki endilega að vera brú. Heldur kann það að vera jarðgöng eða enn

frekar ferja (Hannesson G. , Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

4.3.4 Skilamat og Fjármálaráðuneytið

Viðmælandinn nefndi að stofnunin geri skilamat. Það er gert í lok útboðs sem og

þegar samningum við bjóðanda hefur verið lokið. Afskiptum Ríkiskaupa er þá í

flestum tilfellum lokið. Stofnunin sér ekki um eftirfylgni á vörum og þjónustu

eftir að útboð hefur farið fram, nema eitthvað sérstakt komi upp á. Ferlið við að

kaupa vörur eða þjónustu er nokkuð ólíkt því sem gerist við verklegar

framkvæmdir, þar sem eftir að útboði er lokið er varan yfirleitt tilbúin til

Page 48: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

47

afhendingar. Einnig ná lögin um opinber innkaup ekki lengra og samningslögin

taka við.

Fjármálaráðuneytið kemur lítið við sögu við innkaupin, nema að því leyti að þeir

eru með fjármunina. Hvorki starfar heldur samráðsnefnd um opinberar

framkvæmdir fyrir Ríkiskaup né nokkur önnur nefnd (Hannesson G. ,

Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

4.3.5 Verkferlar og matslíknanið

Í viðtalinu var mikið rætt um þá ströngu verkferla sem farið væri eftir. Rætt var

um aðila sem ekki hefðu náð að koma með tilboð á réttum tíma. Menn hefðu

hlaupið á hurðina hjá þeim sagði viðmælandinn. Tók viðmælandi nýlegt dæmi.

Bjóðandi hefði komið fimm mínútum of seint vegna þess að hann hefði ekki

fundið bílastæði nógu snemma og hefði honum ekki verið hleypt inn í útboðssal.

Væri þetta til marks um þá ströngu reglur sem unnið væri eftir. Hvergi í ferlinu

eru leyfð frávik, því það þarf að vera eins skilvirkt og kostur er á.

Í mörgum tilfellum þurfa Ríkiskaup að meta gæði vörunar, þar sem oft er um

þjónustukaup er að ræða. Þá er sett upp matslíkan á undirbúningstímabilinu þar

sem fyrirfram er ákveðið hvernig bjóðendur skuli valdir. Tilboðsgjöfum er gefin

einkunn fyrir þá þætti sem mældir eru. T.d.: Er þjónustan veitt á staðnum? Er

þjónustan veitt á verkstæði? Er þjónustan veitt á staðnum og á verkstæði? Þá væri

síðasti möguleikinn sá sem myndi gefa hæstu einkunn.

Það var einnig skýrt hjá viðmælanda að bjóðendur megi ekki koma nálægt

viðskiptavininum. Ríkiskaup annast öll þau samskipti sem nauðsynleg þykja.

Sérstakur fyrirspurnatími er tilkynntur þegar útboðsgögn eru afhent og lýkur áður

en útboð er opnað. Með þessu fá allir bjóðendur sömu svör og upplýsingar. Ef

bjóðandi hefur gerst brotlegur með því að hafa samband við viðskiptavininn eða

þann eiginlega kaupanda, þá á hann á hættu að verða dæmdur óhæfur (Hannesson

G. , Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

Page 49: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

48

4.3.6 Gæðakerfismál og vinnulag

Skýrsluhöfundur spurði hvort stofnunin ynni eftir vottuðu gæðakerfi. Svaraði

viðmælandi því til að stofnunin væri með mjög vel skilgreinda verkferla, Þó að

hún hefði ekki vottað gæðakerfi. Notast væri við gæðahandbók. Allir ferlar væru

skilgreindir og vinnan færi í gegnum verkefnastjórnunarkerfi sem væri

grundvallað á Prince 2. Verkefnastjórar stofnunarinnar hefðu bæði fræðilega og

hagnýta þekkingu á verkefnastjórnun og öll vinna væri raunar smituð af

verkefnastjórnun. Endurtók viðmælandinn það að þeir ynnu eftir skilgreindum

ferlum. Viðmælandi sagði að alltaf væri verið að hugsa um afurðina og hvað

kæmi úr ferlinu. Hugsað væri um tíma og hagsmunaaðila. Lífið snerist um

verkefnastjórnun. Viðmælandinn sagði að fagmennska væri alltaf í fyrirrúmi.

Verið væri að fara með opinbert fé og ef ekki væri farið vel með það, þá væri það

mjög ámælisvert. Ítrekaði viðmælandinn þó að undirbúningur mætti alltaf vera

betri, eðli málsins samkvæmt. Útboðsferlið sjálft væri mjög skilvirkt. Það væru

sett tímamörk og skiladagsetningar og menn yrðu að standa sig (Hannesson G. ,

Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa, 2012).

4.3.7 Skilvirkni

Vikið var að rannsóknarspurningunni og viðmælandi var spurður að því hvort

honum þætti undirbúningur útboða nægjanlega skilvirkur. Svaraði viðmælandi að

undirbúningur gæti augljóslega alltaf verið betri. Stundum gengu hlutirnir ekki

eins og best væri á kosið. Hann sagði að ef markmiðið lægi fyrir og hvert ætti að

stefna, þá væri allt auðveldara (Hannesson G. , Forstöðumaður ráðgjafarsviðs

Ríkiskaupa, 2012).

4.4 Afleiddar heimildir

Í þessum kafla verður farið yfir nokkrar af þeim afleiddu heimildum sem snerta

viðfangsefni skýrslunnar. Í kaflanum eru skoðuð nokkur atriði varðandi

heildarútkomu framkvæmda. Þar sem viðfangsefni ritgerðarinnar er að skoða

undirbúninginn, en ekki allt ferlið, þá verður að varast að hengja alla þætti sem

kunna að misfarast á undirbúningstímabilið.

Page 50: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

49

4.4.1 Telja sig ekki lögbundna framkvæmdaraðila.

Fram kemur í grein Sveins Hannessonar, sem ber heitið „Opinber innkaup -

fagmennska ekki fúsk“, að það séu ekki góð vinnubrögð að Ríkiskaup og FSR

teljist ekki lögbundnir framkvæmdaraðilar heldur þjónustuaðilar. Með því er hann

að vísa til þess að þessar stofnanir séu að fría sig ábyrgð og koma sér hjá því að

meta þann hlut sem óskað er eftir að kaupa (Hannesson S. , 2001). Jóhanna B.

Hansen, þá staðgengill forstjóra FSR, sagði að stofnunin væri einungis

þjónustuaðili. Haft var eftir henni: „Kjósi menn að haga framkvæmdum með

öðrum hætti þá er það að sjálfsögðu gert á eigin ábyrgð“ (Morgunblaðið, 2001).

4.4.2 Skilamat ekki fullkláruð

Stór þáttur í því að fækka mistökum er að læra af því mistökum sem kunna að

verða, því er mikilvægt að greina verkin í lokin. Verklegar framkvæmdir hafa

þann kost að árangurinn er vel mælanlegur, þar sem skýr lok eiga sér stað á

framkvæmdum. Skilamöt er þáttur í því, eins kynnt hefur verið í samnefndum

kafla. Þórður Víkingur Friðgeirson gerði rannsókn sem birt er í bók hans um

áhættu, ákvarðanir og óvissu. Tekin voru fyrir í rannsókninni þau gögn sem

útgefin höfðu verið á vefsvæði FSR á þeim tíma. Alls voru 600 verkefni skráð þar

en einungis 70 skilamöt voru birt (Friðgeirsson, 2008). Ekki er hægt að segja að

það sé hátt hlutfall. Haft hefur verið eftir Jóhönnu B. Hansen að stofnunin hafi

unnið af krafti við skráningu á skilamötum frá árinu 1999. Fram kom í máli

hennar að erfiðlega hefði gengið að fá upplýsingar til þess að ganga frá

skilamötum, þar sem upplýsingar hafi verið á vegum annarra, þar með talið

ráðuneyta (Morgunblaðið, 2001).

4.4.3 Enginn faglegur umsagnaraðili

Áður fyrr var töluvert rætt um það að þeir sem stæðu að framkvæmdum vildu

drífa framkvæmd af stað, þótt að hún væri ekki fullhönnuð, því eftir að hafist væri

handa við framkvæmd, þá væri ekki aftur snúið. Þá með það að leiðarljósi að

kostnaðaráætlun væri lægri og auðveldara að fá fjárveitingu (Unnarsson, 2011).

Slíkt kann að hafa verið auðveldara áður en lagabreytingarnar urðu árið 2001.

Benti Jóhanna B. Hansen á það að enginn faglegur umsagnaraðili væri til staðar til

Page 51: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

50

þess að meta áætlunargerð til grundvallar fjárveitingu fyrir framkvæmdir

(Morgunblaðið, 2001).

4.4.4 Skortur á faglegum vinnubrögðum

Pálmi Kristinsson bendir á það að ástæða þess að ein stærsta framkvæmd

Íslandssögunnar, Hvalfjarðargöngin, hafi verið svo vel heppnuð væri sú að

fjöldinn allur af innlendum sem og erlendum sérfræðingum hafi komið að

undirbúningi og til hans hafi ekki verið sparað (Kristinsson, 2001)

4.4.5 Verktaka áhætta

Val á verktökum getur reynst erfið og spyrja má hvort hægt sé að velja mikið

þegar formfast útboðsferli er stundað. Taka verður tilboði lægstbjóðanda ef hann

uppfyllir öll skilyrði. Þessu fylgir ákveðin áhætta, þar sem mögulegt er að besti

aðilinn verði ekki fyrir valinu. Á hinn bóginn má segja að ef kröfur eru of stífar,

þá komist of fáir aðilar að borðinu og það getur valdið hækkun á tilboðum.

Gjaldþrot verktaka geta komið verulega niður á verkefnum og valdið miklu tjóni

(Kristinsson, 2001), sem og að verktaki nái ekki að ljúka verkefni sínu vegna

annarra ástæðna.

4.4.6 Áfangaskipting verka

Í 23. gr. OIL segir að ekki sé heimilt skipta upp verkum til þess að lenda fyrir

neðan þær viðmiðunarupphæðir sem settar hafa verið. Þar sem meiri hætta er að

framkvæmdaþættir geti falli milli. Nýlegt dæmi er um að loftræsting og

lóðafrágangur hafi gleymst við áætlunargerð við húsnæði Orkuveitu Reykjavíkur

(Úttektarnefnd um Orkuveitu Reykjavíkur, okt. 2012). Einnig getur reynst erfiðara

að meta heildarkostnað framkvæmda og þá um leið eykst áhætta á

kostnaðaraukningu.

4.4.7 Ábyrgðarleysi hönnuða

Það kemur fram í 23. gr. laga um mannvirki nr. 160 frá 2010 að hönnuðir eigi að

bera ábyrgð á því að hönnunargögn séu faglega unnin og að mannvirkið eigi að

standast þær kröfur sem gerðar séu til þess (Lög Alþingis, 2010). Að standast

Page 52: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

51

kröfur mannvirkjalaga er þó einungis einn þátturinn í ferli hönnuða. Hönnuðir

eiga einnig að útbúa verklýsingar og magnskrá út frá þeirri hönnun sem þeir hafa

gert. Þessi gögn eru grundvöllur tilboðsgagna og hvorki verður séð í

leiðbeiningarblöðum um hönnunarsamkeppni né út útboðsgögnum að slík ábyrgð

sé til staðar (Fjármálaráðuneytið, 2002) (Grindarvíkurbær, 11.2012).

Page 53: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

52

4.4.8 Árangursmælingar

Eins og kom fram í kaflanum um árangursmælingar, þá er mikilvægt að greina

hvort árangur hafi náðst. Í árangurskýrslum FSR sem búið er að birta frá árinu

2006 til ársins 2011 er að finna ákveðna tölfræði um árangur útboða. Ef farið eftir

þeim árangursmælingum sem sjá má á vef Framkvæmdasýslunnar, þá eru um 32%

líkur á því að framkvæmd fari 5% umfram kostnaðaráætlun (FSR). Þessi 5% eru

gefin upp sem ákveðin leyfileg vikmörk og dæmi hver og einn um það hvort það

sé rétt nálgun. Einnig er búið að draga frá viðbótarverk, en það eru þau verk sem

verkkaupinn hefur óskað eftir að verksalinn framkvæmi fyrir sig og þau verk eru

ekki tilkomin vegna útboðsins sjálfs. Það getur verið hagstæðara að láta annan

framkvæma verkið vegna þess að það yrði dýrara síðar ef vinna þyrfti það

sérstaklega (hrl., 2009).

Skýrsluhöfundur tók saman árangursmælingar sem birtar hafa verið af FSR.

Tafla 1. Niðurstaða árangursmælinga (FSR)

Í starfsskýrslunum eru gefnir þrír lita möguleikar sem niðurstaða fyrir utan prósentu skiptingu.

Grænt litur gefin þegar prósenta er undir viðmiðunarreglum og því jákvæð niðurstaða. Gulur

litur þegar verkið er yfir 5% en undir 30%. Hinsvegar er gefið rautt þegar hlutfallið er yfir

30% og því neikvæð niðurstaða. Ljóst er því að niðurstaða á þeim árangri sem mældur hefur

verið hjá stofnunni reynist rauður og því neikvæður (FSR, 2007).

Árangursmælingar FSR ár

Fjöldi skilamata afgreidd.

Fjöldi skilamata sem voru með

meira en 5% frávik 2011

11 2

2010

8 3 2009

7 3

2008

2 1 2007

7 2

2006

20 6

Samtals 54 17

Hlutfall þeirra skilamata sem fóru

yfir 5% 31%

Page 54: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

53

5 Niðurstöður

Í þessum kafla verður farið yfir helstu niðurstöður þeirra viðtala sem tekin voru,

sem og þeirra afleiddu heimilda sem greint hefur verið frá. Í lok kaflans verður

farið yfir heildarniðurstöður og þá koma lokaorð.

5.1 Niðurstöður viðtals við FSR

Hvorki var að sjá að stofnunin færi á sveig við þær verklagsreglur sem

Fjármálaráðuneytið hefur sett um undirbúning útboða né aðrar reglur sem fram

hafa komið í skýrslu þessari. Þessar reglur fela meðal annars í sér þær

ákvörðunartökur og greiningar sem skylt er að framkvæma. Greinilegt var að

mikil áhersla var lögð á það að þeim leiðbeiningarreglum sem Fjármálaráðuneytið

hefur gefið út varðandi undirbúning á útboðum væri fylgt. Skýrsluhöfundi er því

ljóst að FSR fer eftir þeim verkferlum sem settir hafa verið.

Það vakti athygli skýrsluhöfundar að beiðnir sem koma frá kaupendum eru ekki

allar á sama formi. Skýrsluhöfundi hefði talið að ferlið ætti að vera formfastara,

eins og verklagsreglur kveða á um. Skýrsluhöfundur telur að ef ekki séu til staðar

hnitmiðaðar verklagsreglur sem kaupendur þurfi að fara eftir, þá geti reynst erfitt

að meta allar beiðnir með sama hætti. Enda þótt FSR fari eftir verklagsreglum, þá

eru upphafsskrefin hvað mikilvægust. Það myndi að öllum líkindum verða

einfaldara og gera ferlið skilvirkara ef hægt væri að taka beiðnir og setja þær strax

í viðeigandi form. Það liggur í hlutarins eðli að ef beiðnir eru að koma á

mismunandi formum, þá er skilvirknin ekki eins góð og hún ella væri.

Orðið fagmennska kom fram hjá viðmælanda um verk FSR og má til sanns vegar

færa. Það var greinilegt að formfestu og verklagsreglum var beitt í ríkum mæli.

Það getur bent til þess að mikið sé lagt upp úr því að gera hlutina rétt. Á hinn

bóginn er spurning hvenær of langt sé farið í það ferli sem normalkúrfa

áhættuvarfærni og áhættuþors er jafnan sett í. Skýrsluhöfundi virtist þó vera

ákveðinn stöðugleiki í stjórnun stofnunarinnar.

Það að stofnunin líti mikið til gæðamála er að mati skýrsluhöfundar góðs viti. Það

hefur sýnt sig í rannsóknum að þeir aðilar sem nýta sér gæðakerfi standa framar

Page 55: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

54

en aðrir (Sverrisson, 14). Greinilegt var að stofnunin var að vinna eftir gæðakerfi,

því viðmælandinn sýndi skýrsluhöfundi mikið af efni á meðan á viðtalinu stóð

sem studdi það. Þar á meðal voru gátlistar, verkferlar, skjalastjórnun, form, sem

og að annað sem bar þess merki að gæðakerfishugsun væri í hávegum höfð hjá

stofnuninni.

Sú staðreynd að FSR sjái ekki um að meta beiðnir frá kaupendum vekur upp

spurninga hjá skýrsluhöfundi. Hvaða aðili er færari um það en FSR? Það getur

varla verið samráðsnefndin, þar sem hún er skipuð þremur aðilum sem fara

einungis yfir þau gögn sem gerð hafa verið. Skýrsluhöfundur sér ekki að nefndin

sé í aðstöðu til þess að greina verkin sem koma á borð hennar með ítarlegum

hætti.

Það var mat skýrsluhöfundar að verklag stofnunarinnar við undirbúning væri

vandaður. Þá virtist vera mikil fagmennska í vinnu þeirra, þar sem

gæðastjórnunarhugsun var allsráðandi. Það voru þó ákveðin vonbrigði miðað við

það hversu framarlega stofnunin virðist vera í gæðamálum að ekki væri enn búið

að votta starfsemina (vottunin er þó væntanleg). Ekki síst þar sem óskað er eftir

því að bjóðendur séu með vottað gæðakerfi. Aðdáunarvert var hve vel stofnunin

nýtir vef sinn til þess að koma upplýsingum á framfæri. Þar er gríðarlegt magn

upplýsinga og vandfundin önnur stofnun sem hefur viðlíka magn af upplýsingum.

Þó mætti spyrja að því af hverju ekki séu ekki birt fleiri fullkláruð skilamöt en

raun ber vitni.

5.2 Niðurstöður viðtals við Ríkiskaup

Þar sem Ríkiskaup eru nánast ekkert að vinna við undirbúning útboða tengdum

verklegum framkvæmdum, Þá hefur það í för með sér að ekki er hægt að

heimfæra allar þær upplýsingar sem fram komu í viðtalinu að viðfangsefni

ritgerðarannar. Hins vegar er það ljóst að Ríkiskaup eru gríðarlega stór aðili í

útboðum hjá hinu opinbera og því verður að taka fullt mark á þeim rökum og

skoðunum sem fram koma hjá starfsmönnum þeirra.

Sú staðreynd að Ríkiskaup eru ekki að meta eða greina upphafsspurningu

kaupandans sem er þá ráðuneyti eða fagstofnun, vekja upp spurninga hjá

Page 56: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

55

skýrsluhöfundi. Því ef það er ekki stofnunin sem metur beiðnina þá hverjir sjá um

það? Ljóst er að Ríkiskaup skilgreina sig sem þjónustustofnun þar sem þeir

aðstoða viðskiptavini sína við innkaup. Þessir aðilar eru innan hins opinbera

stjórnkerfis. Það er umhugsunarefni hvers vegna stofnunin er ekki með vottað

gæðakerfi, þótt að greinilegt sé að mikið er um skýra verkferla hjá henni.

Greinilegt er að mikill metnaður er hjá stofnuninni til þess að gera vel og eins og

viðmælandinn hafði getið sér til um, þá lifðu starfsmenn sig mjög inn í ferlið. Var

það einnig nokkuð áberandi að stofnunin tæki verkefnin mjög ákveðnum tökum.

Skýrsluhöfundi fannst vera ein mótsögn í máli viðmælandans sem hafði þó mikla

þekkingu á þessu sviði. Viðmælandinn hafði tekið það nokkuð skýrt fram að

stofnunin og starfsmenn hennar sæju til þess að viðskiptavinurinn væri ekki með

of þrönga hugsum gagnvart því að skrá markmið og þarfir innkaupanna. Algengt

væri að stofnunin tæki þá umræðu við viðskiptavininn að skilgreina ekki um of

innkaupin, heldur að láta markaðinn ráða. Hins vegar væri það eitt af

aðalhlutverkum stofnunarinnar að taka huglægar kröfur viðskiptavinarins og gera

þær hlutlægar. Fara þessir þætti ekki fyllilega saman og er ákveðin mótsögn í því.

Það má þó vissulega gera ráð fyrir því að í viðtölum séu tekið fullsterkt til orða

þegar veri er að skýra málavexti. Skýrsluhöfundur hefur þó enn ekki séð

útboðsauglýsingu þar sem markaðurinn er látinn finna út lausnina í einu og öllu.

Það er hins vegar talsvert um svonefnd alútboð, þar sem hönnunin er hluti af því

sem bjóðandi þarf að veita. Sú leið er mögulega í áttina að því sem viðmælandinn

átti við. Sú leið er þó ekki gallalaus, því færri aðilar eiga möguleika á því að bjóða

í framkvæmdina, sem getur þá aftur leitt til hærra verðs.

Þegar rannsóknarspurningin var borin fram, þá var aðalsvarið að það væri alltaf

hægt að gera betur. Mögulega er það réttasta svarið sem hægt er að veita og þá sér

í lagi út frá gæðastjórnun, þar sem talað er um það að alltaf sé rúm til endurbóta.

Það er merki um það að menn vilji ná eins faglegum og góðum vinnubrögðum og

hægt er. Viðmælandinn hafði tekið fram að útboðsferlið sjálft væri mjög skilvirkt

og þar komum við aftur að merkingu orðsins skilvirkni.

Fagmennska er greinilega ríkjandi í starfsemi Ríkiskaupa, þar sem eldmóður og

þörf til þess að standa sig vel og gera vel er greinileg. Það er mat skýrsluhöfundar

Page 57: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

56

að Ríkiskaup nálgist verkefni sín fremur út frá verkefnastjórnun en gæðastjórnum.

Ekki var eins greinilegt að um skipulagða verkferla og gátlista væri að ræða og hjá

FSR, enda starfssvið annað. Engu að síður telur skýrsluhöfundur að þar sé

möguleiki til umbóta. Þá með því að stofnunin virki meiri gæðastjórn í ferlið sitt.

Heimasíða Ríkiskaupa er ekki eins upplýsingahlaðin og þeirra hjá FSR og ekki

eins greinilegt að þar sé unnið við árangursmælingar. Hins vegar var greinileg

áhersla og í raun umfram lagatextann að koma viðskiptavininum til að gera hin

bestu kaup.

5.3 Niðurstöður úr afleiddum heimildum

Nokkrum vandkvæðum er bundið að fá niðurstöður úr þeim afleiddu heimildum

sem getið hefur verið um í þessari skýrslu. Þar sem þær eru oft ritaðar einhliða og

eiga við um sérstök tilfelli. Tölfræðin úr árangursskýrslunum FSR kemur þó á

óvart. Stofnunin hefði mátt vera með heildstæðari gagnagrunn um framkvæmdir

hins opinbera, þannig að auðveldara væri að setja fram niðurstöður um allt ferlið,

en ekki út frá ákveðnum og hugsanlegum einöngruðum tilfellum. Skýrsluhöfundur

telur þó ágætt að líta til þess þátta sem fram komu, því vissulega kunna þeir að

bera varnaðarorð með sér.

5.4 Niðurstöður rannsókna

Til þess að undirbúningsferlið verði fullkomlega skilvirkni þurfa allir þættir að

vera án hnökra og gallalausir, í það minnsta verður ferlið að vera innan

skekkjumarka. Það er þó ekki nóg þar sem ekki má kosta til of miklu í ferlinu sem

kemur þá niður á hagkvæmni. Í kafla 2.15 er merking orðsins skilvirkni frekar

tilgreind. Skýrsluhöfundur mun hér að neðan leggja mat á ferlið og þá þætti sem

að þeim koma.

Einn af helstu kostum ferilsins er að mikil reynsla hefur skapast hjá aðilum sem

fara með undirbúning útboða. Búið er að setja viðamikið og gott regluverk í

kringum allt ferlið. Aðbúnaður þeirra sem starfa við undirbúninginn virðist vera til

fyrirmyndar. Ljóst er einnig að unnið er eftir stífum verklagsreglum og innleiðing

gæðastjórnunar viðvarandi. Alltaf er þó hægt að gera betur í þeim málum eins má

segja með upplýsingargjöfina. Greiningar eru mikilvægar og eru þær stundaðar í

Page 58: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

57

formi árangursmælinga og gerð skilamata þó að það ferli virðist ekki vera en

fullmótað. Með faglegum vinnubrögðum og sjálfskoðun er stöðugt verið að

betrumbæta ferilinn eins og sjá má með innleiðingu á upplýsingalíkansins BIM.

Þótt ferlið sé vandað sýna árangursmælingar Framkvæmdasýslunar að

raunkostnaður fullkláraða verkefna fer í 31% tilfella umfram settar áætlanir. Slík

frammistaða yrði gefin neikvæð einkunn í árangursmælinum

Framkvæmdasýslunar. Þó er ekki hægt að hengja þá slöku niðurstöðu einungis á

undirbúningsferlið þar sem fleiri þættir mælast í lokaniðurstöðunni. Skekkir

einnig niðurstöðuna hve fá verkefni eru árangursmæld, sem helst má rekja til

slakra skila á skilamötum. Sem teljast verður merki um óskilvirkni.

Viðmælendurnir sem teljast sérfræðingar í viðfangsefninu telja að ferlið sé

nægjanlega skilvirkt og er það mögulega besti mælikvarðinn.

5.5 Leiðir til úrbóta

Skýrsluhöfundur leggur til ákveðna þætti sem kunna að bæta undirbúninginn,

þannig að hann megi verða en betri en hann er í dag.

Meiri skilvirkni í upphafi. Með ítarlegu umsóknarblaði, þar sem kaupendur

eru krafðir um það að skýra aðalatriði innkaupanna, má ná fram bættu verklagi

að mati skýrsluhöfundar. Kann slíkt að auðvelda stofnum eins og FSR og

Ríkiskaupum að skilgreina upphafsbeiðnina betur og koma henni í ferli án

tafar, í stað þess að þurfa nálgast hvert verk með mismunandi hætti, því sömu

forsendur hljóta að þurfa liggja fyrir í öllum beiðnum.

Gera hönnuði ábyrgari fyrir gjörðum sínum.

Koma á vottuðu gæðakerfi fyrir stofnanir sem fara með útboðsmál.

Halda áfram með árangursmælingar og gera þær sýnilegri og greinilegri.

Veita meiri upplýsingar um það hvernig tekist hefur til við framkvæmdir,

þannig að almenningur og stjórnmálamenn geti aðstoðað við að finna

veikleika í ferlinu. Hægt væri að ná þessu fram með því að setja meiri þrýsting

á það að skilamöt yrðu kláruð og útgefin, Einnig með því að útbúa greinabetri

árlegar starfsskýrslur, þar sem niðurstaða verkefna væri kynnt með

sundurgreinalegum hætti.

Page 59: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

58

Full innleiðing BIM.

5.6 Frekari rannsóknir og spurningar

Vaknað hafa upp margar spurningar við gerð þessara skýrslu og verða þær helstu

tilgreindar hér.

Hver er ábyrgð hönnuða? Skýrsluhöfundur velti þessari spurningu fyrir sér þar

sem að vinna þeirra er ein sú þýðingarmesta í öllu ferlinu. Ef mistök verða munu

lagfæringar kosta fjármuni. Í dag getur kostnaður aðeins fallið á tvo aðila, það er á

verkkaupa eða tilboðshafa. Það kann að vera ósanngjarnt að þeir hljóti skaða af

þriðja aðila.

Af hverju eru verkefni þau sem bjóða á út ekki metin sérstaklega til þess að

forðast megi mistök eða ójafnvægi á milli hverfa og stofnana? Ljóst er að það er

ekki hlutverk Ríkiskaupa eða FSR, þar sem þeir aðilar eru tilgreindir sem

þjónustuaðilar. Í dag er hlutverk Ríkisendurskoðunar að fara fyrir rekstur

opinberra aðila og myndi slík rannsókn væntanlega velta upp spurningum ef

eitthvað færi á mis í innkaupum. Spurningin er sú hvort slík rannsókn færi þá ekki

of seint af stað, þar sem skaðinn er þegar skeður. Á hinn bóginn þarf að vara sig á

því að vera ekki með of mikla miðstýringu heldur frekar valddreifingu.

Page 60: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

59

5.7 Lokaorð

Útboð hins opinbera hafa þróast mikið í gegnum tímans rás með það að leiðarljósi

að gera ferlið sem skilvirkast. Þegar spurt er hvort það hafi tekist? Er ágætt að líta

tilbaka til þeirra atriða sem fram hafa komið í skýrslunni. Ljóst er að búið er að

greina undirbúnings ferilinn ýtarlega og unnið með skipulegum hætti að gera

ferlið sem skilvirkast. Til þess eru notuð hin ýmsu verkfæri. Þessi verkfæri eru

meðal annars þekking, reynslan og nýsköpun. Komið var inn á þessi verkfæri

bæði í viðtölum sem og í þeim hugtökum og skilgreiningum sem lýst hefur verið í

skýrslunni. Verkfæri þessi eru til þess fallinn að auka líkurnar á að hagstæðasta

niðurstaðan fáist. Kann að vera erfitt að gera þá kröfu að ferlið verði án mannlegra

misstaka eða þau mistök uppgötvist þegar ferlið er eins viðamikið og raun ber

vitni. Margar hendur og vinnustundir liggja að baki hverju verkefni og getur verið

erfitt að finna það sem farið hefur á skjön í undirbúningum. Þó er hægt að segja að

um tvíbent sverð sé að eiga þar sem ef of miklum kostnaði er varið í undirbúning

getur sá kostnaður valdið því að ferlið verði óskilvirkt og getur kostnaðurinn

jafnvel velt verkefninu.

Verkefni þeirra stofnanna sem fara með innkaup er að gera ferlið eins óbrigðult og

kostur er án þess að kosta til of miklu fjármagni. Miðað við niðurstöðuna

skýrslunnar er verkefnið verðugt og mun taka langan tíma að ná tilsettu marki.

Page 61: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

60

Heimildaskrá

Fjármálaráðuneytið. (04.1999). Árangursmælingar opinberra aðila, hugtök og tækni. Sótt 23. 11.2012 frá fjarmalaraduneytid.is: http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/arangursstjornun/Vinnubokarangurs1999.pdf

Fjármálaráðuneytið. (2004). Framkvæmdasýsla ríkisins: Erindisbréf forstjóra Framkvæmandasýslu ríkisins skv. 38. gr.laga. Sótt 04.05.2012 frá Fjármálaráðuneyti.is: www.fjarmalaraduneyti.is/raduneytid/stolnanir/erindisbref/nr/9220

Fjármálaráðuneytið. (15.11.2001). Fréttablað fyrir stjórnendur ríkisfyrirtækja: 3 tb.3 árg. . Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (2002). Leiðbeiningarrit um kaup á ráðgjöf. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (1991). Opinberar framkvæmdir, handbók. Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (14.05.2012). Ríkiskaup: Erindisbréf forstjóra Ríkiskaupa skv. 38. gr. laga nr 70/1996 um réttindi og starfsmanna ríkisins. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (17.12.2012). Starfsreglur fyrir kærunefnd útboðsmála. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (2001). Starfsreglur fyrir kærunefnd útboðsmála. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (21.09.2001). Starfsreglur samstarfsnefndar um opinberar framkvæmdir. Sótt 13.11.2012 frá fjarmalaraduneytid.is: http://www.fjarmalaraduneyti.is/log_og_reglugerdir/nr/15933

Fjármálaráðuneytið. (2006). Útvistunarstefna Ríkisins, Ríkið sem upplýstur kaupanandi þjónustu. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Fjármálaráðuneytið. (2002). Verklagsreglur um tilhögun frumathugunar, áætlunargerðar og verklegrar framkvæmdar við opinberar framkvæmdir. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Framkvæmdasýsla Ríkisins. (2001). Reglugerð nr. 715/2001 um skipulag opinberra framkvæmda, starfsreglur starfsnefndar um opinberar framkvæmdir og reglur um fyrirkomulag skilamats. Reykjavík: Fjármálaráðuneytið.

Framkvæmdasýsla Ríkisins. (04.2012). Stöðluð form: Leiðbeiningar til bjóðenda um útboðsgögn. Sótt 09. 11 2012 frá fsr.is: http://www.fsr.is/Stodlud-form/skilmalar

Framkvæmdasýsla ríkisins. Um Fsr. Sótt 12.05.2012 frá fsr.is: http://fsr.is/Um-FSR

Friðgeirsson, Þ. V. (2008). Áhætta, ákvarðanir og óvissa. Reykjavík: JPV Útgáfa.

Page 62: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

61

FSR. (05.2007). Árangursskýrsla 2006. Sótt 09.12.2012 frá fsr.is: http://fsr.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=2535

FSR. Starfsskýrslur. Sótt 23.11.2012 frá fsr.is: http://fsr.is/Utgefidefni/Starfsskyrslur

Grindarvíkurbær. (11.2012). FORVAl, VERKFRÆÐIRÁÐGJÖF. Grindavík: Grindarvíkurbær.

Guðmundson, G. I., Magnúson, S., & Júlíusdóttir, E. (2008). Handbók um opinber útboð. Reykjavík: Gutenberg.

Hannesson, G. (11.2012). Forstöðumaður ráðgjafarsviðs Ríkiskaupa. (E. J. Ingason, Spyrill)

Hannesson, G. (12.4.2007). Verkefnastjórn, MPA Verkefnastjórnun og samningsstjórnun. . Sótt 3. 12 2012 frá http://www.google.is/url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=1&ved=0CCkQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.rikiskaup.is%2Fmedia%2Fvinnuskjol%2Ffraedsla%2FMPA_12_april_GH.ppt&ei=J3G8UP6dDsaJ4ASp7IDICw&usg=AFQjCNFVXej3DQ6bJwHPfpfuU-iTbE7hgA

Hannesson, G. (06.03.2008). www.rikiskaup.is/media/vinnuskjol/fraedsla. Sótt 08.03.2012 frá www.rikiskaup.is: www.rikiskaup.is/media/vinnuskjol/fraedsla/GH-MPA08 001.ppt

Hannesson, S. (23.08.2001). Opinber innkaup - fagmennska ekki fúsk. Sótt 22.11.2012 frá Mbl.is: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/622190/?item_num=15&searchid=fa253e881cc9ed967503ca607982d68d044daad5

Harald Eriksen, K. M. (01.2010). PROSJEKTERINGSPLANLEGGING OG PROSJEKTERINGSLEDELSE. Sótt 22. 11 2012 frá NTNU.no: http://www.google.is/ url?sa=t&rct=j&q=&esrc=s&source=web&cd=1&ved=0CCkQFjAA&url=http%3A%2F%2Fwww.nsp.ntnu.no%2Flib%2Fdownload.php%3Ffile%3Dfiles%2Fpages%2F362%2Fprosjekteringsplanleggingprosjekteringsledelse.pdf&ei=29KvULmDGunj4QSOsYDABw&usg=AFQjCNHwo

hrl., J. M. (04.2009). Handbók neytenda. Sótt 23.11.2012 frá Neytendasamtökin.

ISO, I. O. The ISO story. Sótt 20.04.2012 frá iso.org: http://www.iso.org/iso/about/the_iso_story/iso_story_foreword.htm

Kotler, P. o. (2006). Marketing Management (útgáfa 12). New Jersey: Pearson Education.

Kristinsson, P. (2001). Mat á forsendum og því hvort veggjöld geti staðið undir öllum kostnaði við gerð og rekstur ganganna. Pálmi Kristinsson.

Kærunefnd Útboðsmála. (12.10.2005). Úrskurðir kærunefndar útboðsmála . Sótt 07.11.2012 frá Úrskurðir.is: http://www.urskurdir.is/Fjaramala/KaerunefndUtbodsmala/2005/10/12/nr/2040

Lög alþingis. (94/2001). 94. Reykjavík: Alþingi.

Page 63: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

62

Lög Alþingis. (28.12.2010). Lög um mannvirki. Sótt 23.11.2012 frá althingi.is: http://www.althingi.is/lagas/140b/2010160.html

Morgunblaðið. (19.08.2001). Eftirlit og ábyrgð í stjórnsýslunni. Sótt 22.11.2012 frá mbl.is: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/621714/?item_num=16&searchid=fa253e881cc9ed967503ca607982d68d044daad5

Neuman, L. (2005). Social research methods: Qualitative and quantitative approaches . Boston: Allyn & Bacon.

Nýsköpunarmiðstöð. (18.03.2009). BIM á Íslandi, Upplýsingalíkön fyrir mannvirki. Sótt 21.11.2012. frá www.bim.is: http://www.bim.is/Grein/tabid/77/smid/404/ArticleID/3/reftab/76/Default.aspx

Pálsson, H. (01.04.2003). Frumvarp að nýrri útgáfu ÍST 30 til umsagnar. Sótt 07.11.2012 frá Mbl.is: http://www.mbl.is/greinasafn/grein/722780/?item_num=173&dags=2003-04-01

Ríkisendurskoðun. (2003). Náðist árangur, Úttekt á árangursstjórnun í ríkisrekstri. Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Ríkisendurskoðun. (2003). Náðist árangur, Úttekt á árangursstjórnun í ríkisrekstri. Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Ríkisendurskoðun. (Feb. 2010). Opinber innkaup: Áfangaskýrsla 1, Innkaupastefna Ráðuneyta. Ríkisendurskoðun.

Ríkisendurskoðun. (1990). Skilamat, Opinberar framkvæmdir, Reglur og uppsetning. Reykjavík: Ríkisendurskoðun.

Ríkiskaup. http://www.rikiskaup.is/utbodsauglysingar/nr/45. Sótt 07.11.12. frá rikiskaup.is: http://www.rikiskaup.is/utbodsauglysingar/nr/45

Ríkiskaup. (án dags.). Ríkiskaup. Sótt 12.01.2012 frá rikiskaup.is: http://www.rikiskaup.is/utbod/almennt-um-utbod/nr/45

Sigurðsson, P. (1991). Verksamningar. Reykjavík.

Silverman, D. (2005). Doing qualitative research. London: SAGE Publications.

Silverman, D. (2008). Doing Qualitative Research, . Thousand Oaks: Sage Publications.

Snævarr, Á. (1988). Almenn lögfræði. Reykjavík.

Staðalráð Íslands. (2003). ISO 9001 fyrir lítil fyrirtæki - Leiðsögn. Reykjavík: Staðalráð Íslands.

Staðlaráð Íslands. Hlutverk Staðlaráðs og starfsreglur. Sótt 07.11.2012 frá stadlar.is: http://www.stadlar.is/um-stadlarad/hlutverk-stadlarads-og-starfsreglur/

Page 64: Undirbúningur útboða - Skemman J Ingason...3 Ágrip Í skýrslunni er farið yfir þann mikla farveg sem undirbúningur opinberra útboða í mannvirkjagerð hefur í för með

63

Staðlaráð Íslands. (2003). ÍST 30:2003 Almennir útboðs og samningsskilmálar um verkframkvæmdir. Reykjavík: Staðlaráð Íslands.

Staðlaráð Íslands. (2012). ÍST 30:2012. Reykjavík: Staðlaráð Íslands.

Sverrisson, S. Á. (14.11.2012.). Gæðakerfi í byggingargeiranum. Sótt 24.11.2012. frá lafi.is: http://www.lafi.is/?id=114

Unnarsson, K. M. (11.10.2011). Lægsta tilboð eykur líkur á Vaðlaheiðargöngum. Sótt 23.11. 2012 frá Visir.is: http://www.visir.is/laegsta-tilbod-eykur-likur-a-vadlaheidargongum/article/2011111019755

Úttektarnefnd um Orkuveitu Reykjavíkur. (10.2012). Skýrsla úttektarnefndar um Orkuveitu Reykjavíkur. Reykjavík: Reykjavíkurborg.

Valdimarsson, Ó. (2006). Gæðastjórnun við mannvirkjagerð. Verktækni .

Vífilsdóttir, H. (05.2012). Verkefnastjóri FSR. (E. J. Ingason, Spyrill)