stofnað 14. nóvember 1984 · miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast enviropack...

12
Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 · 15. tbl. · 34. árg. ·Ókeypis eintak Vistvænar umbúðir á Aldrei fór ég suður Aldrei fór ég suður gerði á dögunum samning við prent- smiðjuna Odda um notkun umbúða sem eingöngu eru úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Um- búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og eru að fullu niður- brjótanlegar og vistvænar. Hátíðarhaldarar munu því bjóða uppá vistvænar umbúðir fyrir allar þær veitingar sem boð- ið verður uppá á hátíðarsvæðinu og flokkast því umbúðirnar með öðru lífrænu sorpi. Á meðfylgjandi mynd má sjá rokkstjórann Kristján Frey handsala samstarfið við fulltrúa Odda, strandamanninn Karl F. Thorarensen. Aðstandendur Aldrei fór ég suður eru verulega glaðir með þetta samstarf og stoltir af því að taka nokkur græn skref, t.a.m. í kjölfar hins góða framtaks Plast- pokalausra Vestfjarða sem kynnt var í fyrra. Þeim fjölgar sterku skíða- mönnunum sem boða þátttöku í Fossavatnsgöngunni. Í gær var greint frá að sjálfur Petter Northug er á leiðinni til Ísafjarð- ar. Nú hefur sænska skíðagöngu- konan Britta Johansson Norgren bæst í hópinn. Hún varð fyrst kvenna í Vasagöngunni í Svíþjóð í vetur og er nú efst að stigum í Ski Classics, en síðasta mótið í mótaröðinni verður í Ylläs-Levi í Finnlandi á morgun. Eftir að hún hætti í sænska skíðalandsliðinu, þar sem hún keppti meðal annars á þremur Ólympíuleikum, hefur hún einbeitt sér að keppnum í lengri vegalengdum. Sigurvegari Vasa mætir í Fossavatnsgönguna Við þetta má bæta að veitingaaðstaða á hátíðarsvæðinu mun verða á nýjum stað, inni í húsi við hlið tónleikaskemm- unnar og vonast því Aldrei fór ég suður hópurinn að hátíðargestir kunni vel að meta stórbætta að- stöðu og styðji vel við bakið á hátíðinni með kaupum á veiting- um og varningi Petter Northug. Britta Johansson. Það styttist í Aldrei fór ég suð- ur, en kveikt verður á mögnur- unum og volumetakkinn keyrð- ur upp í 11 um kvöldmatarleytið á föstudaginn langa. Að vanda hafa margir helstu tónlistar- menn landsins boðað komu sína á þessa sívinsælu hátíð. Þegar úr mörgu og góðu er að velja vandast valið þegar eins fánýt spurning og hvað hlakk- ar þig mest til að sjá er borin upp. „Ég sem rokkstjóri geri að sjálfsögðu ekki upp á milli atriða en ég verð að segja að það er sérstaklega ánægjulegt að nýkrýndir sigurvegarar Músíkt- ilrauna eru heima úr héraði og ég hlakka verulega til að sjá þær stíga á stokk.“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður. Það eru ekki mörg ár síðan sá háttur komst á að sigur- vegara Músíktilrauna er boðið að spila á Aldrei fór ég suður og nú í annað sinn á þremur árum eru það heimamenn, fyrst Rythmatik frá Suðureyri og nú súgfirsk/dýrfirski dúettinn Between Mountains. Dúettinn skipa þær Katla Vigdís Vern- harðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir. Kristján Freyr segir að fyr- ir utan að hans heimahjarta hafi tekið aukaslag við sigur stúlknanna, þá sé sigur þeirra að sumu leyti tímanna tákn. Tón- listarbransinn hefur verið einkar Rokkstjórinn gerir ekki upp á milli atriða karllægur, þó undantekningar séu á því. Hann segir að þegar horft er yfir sviðið í dag, sést að mikil breyting hefur orðið á og ungar stelpur eru í bílskúrum um allt land að plokka bassa og berja húðir. „Þessi þróun sést glögglega þegar maður lítur til baka á kynjahlutföllin á fyrstu Aldrei fór ég suður hátíðunum og ber þau saman við síðustu hátíðir. Það hallar enn á konur, en þetta hefur batnað mikið,“ segir Kristján Freyr rokkstjóri. Breiddin hefur frá upphafi verið aðalsmerki Aldrei fór ég suður. Á hátíðinni er jafn líklegt að heyra argasta dauðarokk, fínlegt tölvupopp og 50 manna karlakór syngja klassísk ætt- jarðarlög. Hátíðin í ár er engin undantekning hvað þetta varðar. Á Aldrei fór ég suður 2017 spila: • Lúðrasveit TÍ • Soffía • Karó • KK Band • Mugison • Kött Grá Pjé • HAM • Between Mountains • Hildur • Vök • Börn • Emmsjé Gauti • Rythmatik • Valdimar

Upload: others

Post on 11-Oct-2020

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 · 15. tbl. · 34. árg. ·Ókeypis eintak

Vistvænar umbúðir á Aldrei fór ég suðurAldrei fór ég suður gerði á

dögunum samning við prent-smiðjuna Odda um notkun umbúða sem eingöngu eru úr náttúrulegum hráefnum og flokkast því einfaldlega með öðrum lífrænum úrgangi. Um-búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri

og maís og eru að fullu niður-brjótanlegar og vistvænar.

Hátíðarhaldarar munu því bjóða uppá vistvænar umbúðir fyrir allar þær veitingar sem boð-ið verður uppá á hátíðarsvæðinu og flokkast því umbúðirnar með öðru lífrænu sorpi.

Á meðfylgjandi mynd má sjá rokkstjórann Kristján Frey

handsala samstarfið við fulltrúa Odda, strandamanninn Karl F. Thorarensen.

Aðstandendur Aldrei fór ég suður eru verulega glaðir með þetta samstarf og stoltir af því að taka nokkur græn skref, t.a.m. í kjölfar hins góða framtaks Plast-pokalausra Vestfjarða sem kynnt var í fyrra.

Þeim fjölgar sterku skíða-mönnunum sem boða þátttöku í Fossavatnsgöngunni. Í gær var greint frá að sjálfur Petter Northug er á leiðinni til Ísafjarð-ar. Nú hefur sænska skíðagöngu-konan Britta Johansson Norgren bæst í hópinn. Hún varð fyrst kvenna í Vasagöngunni í Svíþjóð í vetur og er nú efst að stigum í Ski Classics, en síðasta mótið í mótaröðinni verður í Ylläs-Levi í Finnlandi á morgun. Eftir að hún hætti í sænska skíðalandsliðinu, þar sem hún keppti meðal annars á þremur Ólympíuleikum, hefur hún einbeitt sér að keppnum í lengri vegalengdum.

Sigurvegari Vasa mætir í Fossavatnsgönguna

Við þetta má bæta að veitingaaðstaða á hátíðarsvæðinu mun verða á nýjum stað, inni í húsi við hlið tónleikaskemm-unnar og vonast því Aldrei fór ég suður hópurinn að hátíðargestir kunni vel að meta stórbætta að-stöðu og styðji vel við bakið á hátíðinni með kaupum á veiting-um og varningi

Petter Northug.

Britta Johansson.

Það styttist í Aldrei fór ég suð-ur, en kveikt verður á mögnur-unum og volumetakkinn keyrð-ur upp í 11 um kvöldmatar leytið á föstudaginn langa. Að vanda hafa margir helstu tónlistar-menn landsins boðað komu sína á þessa sívinsælu hátíð. Þegar úr mörgu og góðu er að velja vandast valið þegar eins fánýt spurning og hvað hlakk-ar þig mest til að sjá er borin upp. „Ég sem rokkstjóri geri að sjálfsögðu ekki upp á milli atriða en ég verð að segja að það er sérstaklega ánægjulegt að nýkrýndir sigurvegarar Músíkt-ilrauna eru heima úr héraði og ég hlakka verulega til að sjá þær stíga á stokk.“ segir Kristján Freyr Halldórsson, rokkstjóri Aldrei fór ég suður.

Það eru ekki mörg ár síðan sá háttur komst á að sigur-vegara Músíktilrauna er boðið að spila á Aldrei fór ég suður og nú í annað sinn á þremur árum eru það heimamenn, fyrst Rythmatik frá Suðureyri og nú súgfirsk/dýrfirski dúettinn Between Mountains. Dúettinn skipa þær Katla Vigdís Vern-harðsdóttir og Ásrós Helga Guðmundsdóttir.

Kristján Freyr segir að fyr-ir utan að hans heimahjarta hafi tekið aukaslag við sigur stúlknanna, þá sé sigur þeirra að sumu leyti tímanna tákn. Tón-listarbransinn hefur verið einkar

Rokkstjórinn gerir ekki upp á milli atriða

karllægur, þó undantekningar séu á því. Hann segir að þegar horft er yfir sviðið í dag, sést að mikil breyting hefur orðið á og ungar stelpur eru í bílskúrum um allt land að plokka bassa og berja húðir.

„Þessi þróun sést glögglega þegar maður lítur til baka á kynjahlutföllin á fyrstu Aldrei fór ég suður hátíðunum og ber þau saman við síðustu hátíðir. Það hallar enn á konur, en þetta hefur batnað mikið,“ segir Kristján Freyr rokkstjóri.

Breiddin hefur frá upphafi verið aðalsmerki Aldrei fór ég suður. Á hátíðinni er jafn líklegt að heyra argasta dauðarokk, fínlegt tölvupopp og 50 manna karlakór syngja klassísk ætt-jarðarlög. Hátíðin í ár er engin undantekning hvað þetta varðar.

Á Aldrei fór ég suður 2017 spila:

• Lúðrasveit TÍ• Soffía• Karó• KK Band• Mugison• Kött Grá Pjé• HAM• Between Mountains• Hildur• Vök• Börn• Emmsjé Gauti• Rythmatik• Valdimar

Page 2: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

2 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017

Útgefandi: Athafnagleði ehf., kt. 690715-0740 Afgreiðsla og ritstjórn: Mánagötu 2, Ísafirði, sími 456 4560 Ritstjóri BB og bb.is: Bryndís Sigurðardóttir, 896 9838, [email protected] Ábyrgðarmaður: Bryndís Sigurðardóttir. Blaðamaður: Smári Karlsson, 866-7604, [email protected] Auglýsingar: Sími 456 4560, [email protected] Prentvinnsla: Litróf ehf. Upplag: 2.200 eintök Dreifing: Íslandspóstur. Dreift án endurgjalds inn á öll heimili á norðanverðum Vestfjörðum Stafræn útgáfa: www.bb.is / facebook.com/pages/bbis Önnur útgáfa: Á ferð um Vestfirði ISSN 1670-021X

Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið [email protected]. Auglýsingar þurfa að berast fyrir kl. 17 á mánudögum

fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum.

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum

Staða skrifstofumanns / innheimtufulltrúa á Ísafirði

Laus er til umsóknar staða skrifstofumanns/innheimtufulltrúa á skrifstofu Sýslumannsins á Vestfjörðum á Ísafirði. Um fullt starf er að ræða.

Helstu verkefni: Vinna við undirbúning álagningar og innheimtu vanrækslugjalds, sem embættið sér um á landsvísu, almenn afgreiðsla auk tilfallandi verkefna hverju sinni.

Sjá má upplýsingar um helstu verkefni embættisins á vef sýslumanna, www.syslumenn.is. Óskað er eftir skipulögðum einstaklingi sem býr yfir góðri almennri tölvu- og íslenskukunnáttu. Nauðsynlegt er að

umsækjandi sé jákvæður, þjónustulundaður, eigi gott með samskipti og geti unnið undir álagi.Viðkomandi þarf helst að geta hafið störf sem fyrst og helst ekki síðar en um miðjan maí nk.Starfskjör fara eftir kjarasamningi ríkisins og SFR - Stéttarfélag í almannaþjónustu.Karlar jafnt sem konur eru hvött til að sækja um.Frekari upplýsingar um starfið veita Jónas Guðmundsson, sýslumaður, netfang [email protected] og Helga Dóra

Kristjánsdóttir, starfsmannastjóri, netfang [email protected], bæði í s. 458 2400.Umsóknir ásamt ferilskrá skulu berast embættinu í síðasta lagi 25. apríl nk. annað hvort með pósti eða í ofangreind

netföng.Öllum umsækjendum verður tilkynnt þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.Umsókn getur gilt í 6 mánuði ef önnur staða hjá embættinu losnar.Embætti Sýslumannsins á Vestfjörðum var stofnað við sameiningu fjögurra embætta sýslumanna á Vestfjörðum 1.

janúar 2015 og er starfssvæði þess allir Vestfirðir. Starfsmenn eru 19 og skrif-stofur þrjár frá og með 1. júní nk. Ísafirði, 5. apríl 2017,

Sýslumaðurinn á Vestfjörðum,Jónas Guðmundsson.

Úthlutunarnefnd Íbúðalána-sjóðs hefur samþykkt umsókn Ísa-fjarðarbæjar um stofnframlög fyrir leiguhúsnæði. Gísli Halldór Hall-dórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæj-ar, segir að strax verði hafist handa við að undirbúa framkvæmdir. „Það er búið að grófhanna húsið en það verður við Sindragötu 4a, á gamla sláturhúsplaninu. Næsta skref er að fullhanna húsið,“ segir Gísli Halldór.

Ísafjarðarbær byggir fjölbýlishús

Alls verða 13 íbúðir í húsinu, en tvær þeirra verða seldar á frjálsum markaði. Stofnframlag ríkisins er vegna 11 leiguíbúða. Þar af verða 5 sem ætlaðar eru fötluðu fólki og 6 sem ætlaðar eru fólki undir tekju- og eignamörkum. Stofn-framlagið skiptist í þrennt, 18% er grunnframlag ríkisins, 6% við-bótarframlag vegna markaðsbrests á svæðinu og 4% vegna þeirra íbúða sem ætlaðar eru fötluðum.

Alls er stofnframlagið metið á 57 milljónir króna.

Að sögn Gísla Halldórs verður húsið byggt af Fasteignum Ísa-fjarðarbæjar.

Ekkert hefur verið byggt af íbúðarhúsnæði á Ísafirði í áratug eða meira. „Þetta orðið allt of langur tími og mikil þörf hefur safnast upp,“ segir bæjarstjórinn sem stefnir að því að húsið verði fullbúið á næsta ári.

Hér mun húsið rísa.

Brúðkaups-afmæli

Sunnudaginn 9. apríl áttu þau Þráinn Eyjólfs-son og Gréta Gunnars-dóttir 40 ára brúðkaups-afmæli. Það þótti þeim ekki merkilegt og hafa ekki í hyggju að halda sérstaklega upp á tíma-mótin. Afkomendur og viðhengi þeirra senda þeim þó baráttukveðjur.

Page 3: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 3

Landsbankinn greiðir 6.000 kr. mótframlag þegar fermingarbörnleggja 30.000 kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verð-bréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til 12.000 kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar.

Sparaðu og viðhvetjum þig áfram

Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000

Page 4: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

4 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017

Það er margt sem þrífst við nyrsta haf og hefur þjónustan sem nálgast má á norðanverðum Vestfjörðum tekið talsverðum breytingum síðustu árin. Sum-

staðar bætist í á meðan á öðrum stöðum dregst saman, í anda þess hvernig tímarnir breytast og mennirnir með. Einn þeirra sprota í þjónustu sem risið

hefur er Hundabaðstofan í Bol-ungarvík, lítið þjónustufyrirtæki í Bolungarvík sem tók til starfa í lok árs 2014. Þar tekur hunda-snyrtirinn Helena Sævarsdóttir á móti hundum af öllum stærðum og gerðum til snyrtingar.

Þeir sem hafa farið með hund-inn sinn til Helenu geta vitnað um að hjá henni er sannarlega nostrað við ferfætlingana sem til hennar koma og sýnir hún þeim mikla alúð og nærgætni. Helena er augljóslega mikil hundakerl-ing og segir hún að hún hafi alltaf elskað hunda.

„Ég ólst upp með hundi í 12 ár sem var mín hægri hönd alla mína æsku og er ég mjög þakklát fyrir að hafa alist upp með hund á heimilinu. Ég hef alltaf átt hunda eða ketti því mér finnst lífið svo tómlegt án þess. Ég hef alltaf viljað vinna með hunda og kviknaði áhugi minn fyrir alvöru á hundasnyrtingum árið

2014.“ Segir Helena um tilurð þess að hún fór út í þetta til að byrja með. Hundasnyrtir er ekki löggild atvinnugrein á Íslandi svo það þarf ekki menntun til að verða hundasnyrtir, en hún hefur verið dugleg við að sækja sér þekkingu á faginu og lærði hún grunninn með því að fylgjast með hjá færum hundasnyrti og einnig fékk hún að æfa sig undir hand-leiðslu hans. Í framhaldi kom svo Internetið að góðum notum:

„Ég skráði mig í hundasnyrti-kennslu á netinu og þar var hægt að fylgjast með tegundaklipp-ingum og þess háttar. Þegar ég opnaði stofuna mína var ég ekki búin að æfa mig mikið sjálf svo fyrstu mánuðina var ég aðallega bara að æfa mig og var svo heppin að fá nokkuð marga hunda til mín af öllum stærðum og gerðum. En draumurinn er að fara erlendis og læra meira.“

Hvernig hafa vestfirskir hund-eigendur tekið þjónustunni?

„Lygilega vel, vægast sagt. Í mörgum tilfellum vill fólk bara prófa, en langflestir koma aftur. Svo eru margir smáhundar sem þurfa reglulega klippingu. Hund-um hefur fjölgað alveg rosalega á Vestfjörðum og ég fæ hunda í snyrtingu frá öllum þorpunum hér í kring.“ Svarar Helena, sem vart hefur tíma til að líta upp úr feldunum þessa dagana þar sem nú er einn annamesti tími ársins, en vinsælt er að koma með hunda fyrir páska og jól og einnig eru svokallaðir niðurrakstrar vinsæl-ir fyrir sumarið.

En hvernig taka hundarnir sjálfir þessu?

„Hundar eru auðvitað mis-munandi karakterar, bara eins og fólk. Þegar hundar koma í fyrsta sinn eru þeir eðlilega hræddir og stressaðir, og þá sérstaklega við iðnaðarblásarann, en ég legg mig alla fram við að hafa snyrtinguna sem bærilegasta ef þeir eru mikið hræddir. Oftar en ekki gengur þetta bara mjög vel og langflestir hundarnir venjast mjög fljótt. Ég leyfi hundinum alltaf að skoða sig um, kynnast mér aðeins og sýni honum tækin og tólin sem ég nota á hann og þá gengur þetta yfirleitt mjög vel. Það þarf líka að öðlast þjálfun og æfingu í að geta róað hunda niður og þá sérstaklega stóra og sterka hunda og að vera ekki hrædd við að verða bitin. En hundar

Skínandi hreinir og fínir hundar fara heim að nýju

eftir heimsókn á Hundabað-stofuna.

Dekstrað við hunda á bolvískri baðstofu

Helena á Hundabaðstofunni með fjárhundahópinn sinn, Kollu sem er þýskur fjárhundur, Söru sem er íslenskur fjárhundur og Goða sem er rough collie.

Það getur verið mikil umbreyting á hundum við snyrtingu.

skynja okkur mannfólkið svo vel og sérstaklega þegar við erum stressuð, hrædd eða óörugg. En það eru nokkrir kúnnar hjá mér sem koma hoppandi glaðir inn á stofu, hoppa sjálfir upp í baðið og njóta þess að fá blástur og það gleður mig ekkert meira en að snyrta svoleiðis hunda.“

Helena segir að á Hundabað-stofunni séu lagðar áherslur á mannúðlegar snyrtiaðferðir fyrir alla hunda í rólegu umhverfi svo þeim megi líða sem best á meðan snyrtingu stendur og notast hún við hágæða hreinsivörur sem hentar hverri feldtegund fyrir sig svo ekki eru óþægindi af völdum efnanna sem notuð eru. Hundarnir eru skildir eftir hjá Helenu og sóttir að snyrtingu lokinni stroknir og fínir. Það sem meira er að nánast án undan-tekninga koma hundarnir alsælir úr snyrtingunni, líkt og þeir séu fullkomlega meðvitaðir um hversu fínir þeir eru.

Kúnnahópur Hundabaðstof-unnar hefur farið jafnt og þétt vaxandi frá því er Helena byrjaði að taka á móti hundum fyrir ríflega tveimur árum og segist hún afar þakklát og ánægð með þá þróun. Til að næla í tíma í yfirhalningu er hægt að panta í gegnum fésbókarsíðu Hundabaðstofunnar, sem og í síma 895-2625, einnig má fá hjá henni Brit care og Brit premium hágæðafóður fyrir bæði hunda og ketti. [email protected]

Page 5: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 5

180 milljóna króna afgangur af rekstri Ísafjarðarbæjar

Samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi A og B hluta Ísafjarðarbæjar var rekstrar-niðurstaðan jákvæð um 179 milljónir króna en samkvæmt fjárhagsáætlun var gert ráð fyrir um 18 milljóna króna afgangi. Ársreikningur Ísafjarðarbæjar fyrir árið 2016 var lagður fram til fyrri umræðu í bæjarstjórn fyrir helgi.

„Þarna er um afbragðs góðan árangur að ræða – á sama tíma og rík áhersla hefur verið lögð á að bæta þjónustu við íbúa og sinna mikilvægum framkvæmd-um.,“ segir í fréttatilkynningu Ísafjarðarbæjar.

Skuldaviðmið Ísafjarðarbæjar er nú komið niður í 114% og hefur ekki verið lægra frá því löngu áður en reglur um skulda-viðmið sveitarfélaga voru settar árið 2011, en sveitarfélögum er í dag ætlað að vera undir 150% í skuldaviðmiði.

Samkvæmt reglum um reikn-ingsskil sveitarfélaga skiptist ársreikningur í tvo hluta, annars vegar er A-hluti, sem er almennur rekstur – að mestu fjármagnaður

með skatttekjum, hins vegar er B-hluti sem eru stofnanir í eigu sveitarfélagsins og eru reknar sem fjárhagslega sjálfstæðar einingar. Undir B-hluta fellur Hafnarsjóður, Vatnsveita, Frá-veita, þjónustuíbúðir á Hlíf, Fasteignir Ísafjarðarbæjar, að-staðan í Funa og fjármögnun Hjúkrunarheimilisins Eyrar.

Tap vegna Eyrar er um 38 milljónir króna og liggur skýr-ingin grunnvísitölu sem heil-brigðisráðuneytið lagði til grund-vallar leigu hjúkrunarheimilisins að lokinni byggingu þess. Að mati stjórnenda Ísafjarðarbæjar er þessi grunnvísitala óréttmæt en vísitalan er frá á miðju ári 2015, en öll grunnverð í samn-ingnum eru frá árinu 2009. Tap Ísafjarðarbæjar af þessum sökum vegna framkvæmdarinnar nemur um 2-300 milljónum króna.

Rekstrarafkoma A hluta var jákvæð að fjárhæð 130 milljón-um króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir um 43 milljóna króna halla. Eigið fé sveitarfélagsins í árslok nam 1.162 milljónum króna samkvæmt efnahagsreikn-

ingi, en eigið fé A hluta nam 944 milljónum króna.

Rekstrartekjur sveitarfélagsins á árinu námu um 4.403 milljón króna samkvæmt samanteknum rekstrarreikningi fyrir A og B hluta en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 4.196 milljónum króna. Rekstrartekjur A-hluta námu um 3.735 millj-ónum króna en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rekstrartekjum um 3.540 milljónum króna. Munar þar mestu um að framlag Jöfn-unarsjóðs var um 160 milljónum kr. hærra en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir.

Laun og launatengd gjöld sveitarfélagsins og stofnana námu um 2.092 milljónum króna en starfsmannafjöldi sveitarfé-lagsins var um 288 stöðugildi í árslok. [email protected]

700 þúsund í menningarstyrki

Atvinnu- og menningar-málanefnd Ísafjarðarbæjar hef-ur afgreitt vorúthlutun menn-ingarstyrkja. Til ráðstöfunar voru 700 þúsund krónur. Eft-irfarandi verkefni hlutu styrk:

Eyþór Jóvinsson, Arnbjörn – handrit að kvikmynd í fullri lengd, kr. 50.000,-

Gláma kvikmyndafélag, Gaman myndahátíð Flateyrar, kr. 200.000,-

Kvenfélagið Von, Dýrafjarða-daganefnd, Dýrafjarðadagar – barnadagskrá, kr. 100.000,-

Listasafn Ísafjarðar, ljós-myndasýning á verkum Þor-valdar Arnar Kristmundssonar, kr. 50.000,-

Byggðasafn Vestfjarða, sýn-ing á hljóðfærum safnsins, landsmót harmonikkuunnenda og útgáfu á geisladisk, kr. 250.000,-

Byggðasafn Vestfjarða, opn-un sýningarinnar „Ég var aldrei barn“ í tilefni af 75 ára afmæli safnsins, kr. 50.000,-

[email protected]

Harmonikkusafn Byggðasafnins fékk hæstu úthlutun að þessu sinni.

Auglýsingasími bb.is er

456 4560

Page 6: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

6 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017

Listin gengur oft í ættir og svo læra líka börnin það sem fyrir þeim er haft. Þó húsfreyjan Unnur Thoroddsen starfaði ekki í listinni þá spilaði hún mikið á píanó. Þegar auð stund gafst settist hún við klaverið og á sömu stund skondraðist Skúli sonur hennar við fætur mömmu og lagði eyrað við hljóðfærið. Hér erum við sannarlega að tala um músíkeyra. Það hafði

okkar vestfirski listamaður en hann heitir Skúli Halldórsson. Á unga aldri var hann búinn að ákveða að hann ætlaði að verða píanóleikari og varð gott betur en það því hann varð einnig tónskáld. Fæddur og uppalinn á Flateyri og til að styrkja ættarlistakenninguna skal þess strax getið að langafi hans var skáldið Jón Thoroddsen og amma Skúla er þuludrottningin Theó-dóra Thoroddsen. Ekki má svo gleyma Muggi frænda. Seinna átti Skúli eftir að semja músík við verk þessarar einstöku lista-þrenningar. Engum sögum fer hinsvegar af listagáfum föðursins Halldórs Georgs Stefánssonar er starfaði sem læknir á Flateyri. Hinsvegar fara alltof margar vínsögur af doktornum enda fór það svo að hann var settur úr embætti. Fjölskyldan tók sig upp og flutti á Ísafjörð hvar hús-bóndinn fékkst við læknisstörf. Á Ísafirði var meðal kennara Skúla alþýðulistamaðurinn Jón Hróbjartsson. Hann var eins og allir listamenn í mörgum störf-um, var með meiru stjórnandi barnakórs og undirleikari um

leið. Þá var nú gott að hafa lítið músíkséní í hópnum eins og hann Skúla sem ósjaldan var settur við orgelið meðan stjórnandinn reyndi að leiða krakkaskarann á réttu tónana. Fjölskyldan fluttist loks til Reykjavíkur og var Skúli þá ósjaldan hjá Theódóru ömmu í Vonarstræti 12 enda var þar jafnan fjölmenni og mikill erill jafnvel bara eins og á fjörugustu listamannaknæpu. Skúli settist á skólabekk í Ingimarsskóla hvar Þórbergur Þórðarson var meðal kennara hans og þaðan lá leiðin í Verslunarskóla Íslands. Það var einmitt á Verslunarskóla-skemmtun í Iðnó 1932 sem Skúli kom fyrst fram opinberlega sem píanóleikari. Hann var þegar byrjaður að semja músík á þess-um árum m.a. Jójó-valsinn og voru nóturnar gefnar út sérstak-lega og seldust vel. Sumir vilja meina að þar hafi skipt mestu að það var mynd af hinu unga tónskáldi á forsíðunni. Þetta var aðeins upphafið og síðan fylgdu fjölmargar útgáfur laga hans á prenti. Árið 1941 kom út sönglagahefti Skúla hvar öll lögin voru við ljóð langafa, Jóns Thoroddsens, þar á meðal Smaladrengurinn eitt hans vin-sælasta lag. Áform Skúla um að leggja músíkina fyrir sig höfðu hinsvegar ekkert breyst en það er jú alltaf gott að hafa eitthvað með listinni. Þannig var það hjá Skúla sem starfaði lengst af á kontórnum hjá Strætisvögnum Reykjavíkur.

Leiðin lá loks í Tónlistarskóla Reykjavíkur hvar hann stúderaði bæði píanóleik og tónsmíðar. Skúli var gífurlega afkastamikið tónskáld ekki síst þar sem hann stundaði aðra vinnu með listinni. Samdi hann vel á annað hundrað tónverka bæði hljómsveitar- og kammerverk sem og fjöldamörg sönglög. Mörg verkanna hafa komið út í nótnaheftum, hljóm-plötum og geisladiskum. Eins og áður var getið var hann iðinn við að semja músík við verk eigin ættar. Hann leitaði þó einnig fanga útfyrir ættina og samdi m.a. músík við ljóð Vilhjálms frá Skáholti en þeir voru jafnframt góðir mátar, Einars Benedikts-sonar, Jóhannesar úr Kötlum og hins vestfirska Steins Steinarrs.

Skúli var einnig undirleikari hjá mörgum stórsöngvaranum mætti þar nefna Kristinn Halls-son og Sigurð Ólafsson. Hann var og mjög virkur í félagsstarfi músíkskálda hér á landi árið 1950 settist hann í stjórn bæði Tónskáldafélags Íslands og hins umdeilda STEFS. Stórmúsík-

Vestfirskir listamennSkúli Kristján Halldórsson

F. 28. apríl 1914 Flateyri. D. 23. júlí 2004. Öndvegisverk:

Smaladrengurinn, Linda, Augun þín

Æfisaga Skúla er sérlega op-inská og hressandi lesning.

Nótnahefti með vinsælasta og umtalaðasta slagara Skúla

Nótnahefti með sönglögum við ljóð langafa Skúla.

Skúli Halldórsson frá Flateyri.skáldið Jón Leifs barðist eins og riddari fyrir hönd sinna kollega og var Skúli hans bandamaður. Enda tók hann við stjórnartaum-unum þar á bæ eftir að Jón hélt á önnur svið. Alls starfaði hann í um fjóra ártugi í stjórnum þessara félaga auk þess átti hann sæti í stjórn Bandalagi íslenskra lista-manna í áratug.

Þekktasta lag Skúla er án efa valsinn Augun þín sem hann samdi til lífsförunautar síns

Steinunnar Guðnýjar Magnús-dóttur. Ástæðan er sú að 16 árum eftir að hann samdi valsinn sló franska lagið Dómínó í gegn um heim allan og þótti Skúla lagið mjög keimlíkt sínu. Hann leitaði til STEFS með málið sem hafði svo aftur samband við samskonar félag þeirra Frakka. Utanað-komandi aðilar tóku málið fyrir og komust að þeirri niðurstöðu að bæði verkin væru sjálfstæð og því hefði hinn franski ekki nappað laginu frá kollega sínum á Íslandi. Málið vakti svo mikla athygli hér á landi að úr varð sér-stök gamanvísa við hið franska lag, Dómínó, er Brynjólfur Jóhannesson, leikari, flutti með bravúr og söng þá m.a.:

Domino, Domino,finnst mér afi þinn íslenskur vera.Um þig stendur styr,sextán árum fyrSkúli samdi þig og þóÞykistu vera frönsk, Dominó?Rétt er að benda áhugasömum

lesendum á hina hressilegu og mjög svo opinskáu ævisögu Skúla, Lífsins dóminio, 1992, sem er einmitt aðalheimild þessa greinakorns.

Elfar Logi Hannesson

Heilbrigðisstofnun VestfjarðaAtvinna

Starfsmann vantar til starfa í eldhús stofn-unarinnar, þarf helst að geta hafið störf 1. maí.

Nánari upplýsingar á vef stofnunarinnar www.hvest.is

Page 7: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 7

Kristín, hampaði nýlega titlinum íþróttamaður

Ísafjarðarbæjar, fjórða árið í röð og var valinn Vest-firðingur ársins 2015 af

lesendum bb.is

SumarstörfKirkjugarðar Ísafjarðar auglýsa eftir sum-

arstarfsfólki í kirkjugörðunum. Starfið felst í grasslætti og annarri garðvinnu og hirðingu. Starfsmenn þurfa að geta hafið störf þann 15. maí. Um er að ræða starf í þrjá mánuði.

Einnig er auglýst eftir kirkjuverði til að leysa af í 4-6 vikur.

Umsóknir skulu hafa borist sóknarnefnd Ísa-fjarðarkirkju, pósthólf nr. 18, 400 Ísafirði, fyrir 3. maí n.k. Nánari upplýsingar veita kirkjuvörður og sóknarprestur í síma 456 3560.

Vilja lágmarksíbúafjölda í sveitarstjórnarlögin

Á landsþingi Sambands ís-lenskra sveitarfélaga sem haldið var 24. mars, var lögð fram skoðanakönnun um ýmis mál fyrir landsþingsfulltrúa. Meðal annars var spurt hvort sam-bandið ætti að leggja til ákvæði um lágmarksíbúafjölda varðandi stærð sveitarfélaga í sveitar-stjórnarlögin og hver þau mörk ættu að vera ef svarið við fyrri

Frá Árneshreppi, fámennasta sveitarfélagi landsins.

spurningunni væri já.Rúmlega 63% þeirra sem

tóku þátt í könnuninni telja að sambandið eigi að leggja til að slíkt ákvæði verði sett inn í sveitarstjórnarlögin. Þriðjungur svarenda taldi hins vegar að sambandið ætti ekki að leggja það til. Fimm einstaklingar vildu ekki svara spurningunni eða merktu við valkostinn „veit

ekki“. Alls svöruðu 136 einstak-lingar könnuninni.

Seinni spurningin sneri að því hver lágmarksíbúafjöldinni ætti að vera ef slíkt ákvæði kæmi inn. Alls voru gefnir upp níu valkostir ásamt svarreitnum annað. Flestir eða 20 einstaklingar töldu að lág-markið ætti að vera 3.000 íbúar og þar á eftir kom valmöguleik-inn 1.000 íbúar. [email protected]

Sigruðu alla leiki lokamótsins

Síðasta fjölliðamót vetr-arins í 10. flokki drengja í körfuknattleiksdeild Vestra fór fram á Torfnesi um þar síðustu helgi. Var keppt í B-riðli en Vestradrengir gerðu sér lítið fyrir og unnu alla leiki helginnar. Þeir hófu keppni í haust í D-riðli. Auk Vestra tóku lið Vals, Hauka og Skallagríms þátt en lið Fjölnis þurfti frá að hverfa vegna veðurs en þeir höfðu ætlað að fljúga vestur. Hin liðin þrjú sameinuðust um rútuferð og þrátt fyrir hremmingar á Steingríms-fjarðarheiði mættu þau galvösk til leiks, tæpum þremur tímum

á eftir áætlun, og sýndu oft og tíðum flott tilþrif þrátt fyrir langt og strangt ferðalag. Til að koma til móts við Fjölnismenn býðst þeim að leika sína leiki síðar en þegar þetta er skrifað er óvíst hvort af því verður.

Lið Vestra skipuðu: Daníel Wale Adeleye, Þorleifur Ingólfs-son, Stefán Snær Ragnarsson, Hugi og Hilmir Hallgrímssyn-ir, Egill Fjölnisson, Krzysztof Duda, Blessed og James Parilla og Friðrik Heiðar Vignisson. Það er Yngvi Gunnlaugsson, yfirþjálfari Vestra, sem hefur stýrt strákunum með þessum

góða árangri í vetur.Vestramenn geta verið mjög

sáttir við árangur vetrarins. Liðið tapaði einungis þremur leikjum, tveimur í deild og einum í bik-ar. Fæstir leikmannanna eru á 10. flokksaldri og því eru þeir reynslunni ríkari fyrir vikið. Einnig hefur breiddin aukist og nýir iðkendur bæst við. Það sem gerir liðið einstakt er að í því eru drengir allstaðar að af Vestfjörðum; Ísafirði, Suðureyri, Hólmavík og Bolungarvík auk þess sem þjálfarinn hóf sinn körfuboltaferil á Tálknafirði.

[email protected]

0. flokkur drengja að móti loknu um helgina ásamt Yngva Páli Gunnlaugssyni, þjálfara og Nebojsa Knezevic, sem var aðstoðarþjálfari Yngva á mótinu en Nebojsa hefur lengi komið að

þjálfun drengjanna.

Kristín setti fjögur Íslandsmet

Kristín á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra. Mynd/ Jón Björn, ifsport.is

Ísfirska sundkonan Kristín Þorsteinsdóttir hjá íþróttafé-laginu Ívari heldur áfram á

sigurbrautinni í sundinu. Um þar síðustu helgi keppti hún á Íslandsmóti Íþróttasambands fatlaðra í sundi í 50m laug sem fram fór í Laugardalslaug og var þar í fyrsta sinn keppt í flokki S16, sem er flokkur fyrir fólk með Downs heilkenni. Það gerir það að verkum að nú getur Kristín ekki bara keppst við að setja Evrópu- og heimsmet líkt og fram til þessa, heldur einnig Íslandsmet og gerði hún sér lítið fyrir og setti á mótinu fjögur slík. Kristín keppti í fjórum greinum á mótinu og setti hún Íslandsmet í 50m flugsundi, bæði 50m og 100m með frjálsri aðferð þar sem hún synti skrið-sund og í 50m baksundi. Hún bætti því fjórum gullpeningum í verðlaunapeningakistu sína sem er orðin ansi vegleg.

[email protected]

Page 8: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

8 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017

Vertumeð!

www.uw.is

Viltu eignast nýjan fjölskyldu- meðlim í sumar?Háskólasetrið er að leita að gestgjöfum fyrir bandaríska háskólanema 18. júní - 5. júlí 2017.Upplýsingar veitir Pernilla Rein, verkefnastj., [email protected] s. 820-7579

Hugmyndin að verkefninu „Bær í barns augum“ kviknaði hjá kennurum skólans, þar sem bærinn okkar Ísafjörður átti 150 ára kaupstaðarafmæli síðastliðið sumar. Í kjölfarið spratt upp sú hugmynd að bjóða nemendum að skoða bæinn okkar „betur“ á nýju skólaári. Hugmyndin var að skoða bæinn okkar og sjá hann, finna hann og sýna síðan hvernig hann er í augum barna. Verkefnið byrjaði síðan í september 2016 þá strax var ákveðið að hafa sýningu á verkum barnanna um vorið.

Með þessari sýningu viljum við vekja athygli á starfi barna og gefa innsýn í barnamenningu hér á Ísafirði. Við viljum meina að barn geti opnað augu fullorðinna á svo mörgu, því það sér og tekur

efnavinnu okkar í vetur. Unnum við eftir Aðalnámsskrá leikskóla og tengdum við vinnuna öllum námsþáttum leikskólans og var læsisverkefni Ísafjarðarbæjar „Stillum saman strengi“ þar á meðal.

Í vettvangsferðunum sóttum við upplifanir og fengu ýmsar hugmyndir. Einnig nálguðust börnin efnið úr bókum eða sögðu frá fyrri upplifunum og reynslu. En upplifanir hvers og

Bærinn okkar 150 ára „Bær í barns augum“

Þemaverkefni nemenda leikskólans Sólborgar veturinn 2016-2017

Björgunarskipin skoðuð í vettvangsferð.

eftir öðrum hlutum í umhverfi okkar og á annan hátt en við fullorðnu.

Með því að tengja saman menningu barna og fullorðinna viljum við skapa meira traust, samkennd og virðingu milli kynslóða og efla tilfinningu barnsins að tilheyra og að vera hluti af samfélagi, ásamt því að hafa hugmyndafræði Reggio Emilia og aðferðir Könnunarað-ferðarinnar að leiðarljósi í verk-

Bókasafnið og safnahúsið heimsótt.

Fangaklefar skoðaðir.

Page 9: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 9

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst.

Umsóknarfrestur er til og með 23. apríl nk.

Umsóknir sendist á [email protected] Allar nánari upplýsingar veitir Ingólfur Hallgrímsson verslunarstjóri

á staðnum og í síma 893-0456

STARFSSVIÐ: HÆFNISKRÖFUR:• Ábyrgð á rekstri verslunar • Samskipti við viðskiptavini og birgja • Ábyrgð á vöruframsetningu og áfyllingum• Ábyrgð á birgðahaldi í verslun sem og önnur

tilfallandi störf.

• Reynsla af stjórnun hjá verslunar- og/eða þjónustufyrirtækjum.

• Styrkleiki í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni og reglusemi.

Umsóknir sendist á [email protected] Allar nánari upplýsingar veitir Ingólfur Hallgrímsson verslunarstjóri á staðnum og í síma 893-0456

AÐSTOÐARVERSLUNARSTJÓRI NETTÓ ÍSAFIRÐI

Nettó opnar nýja og glæsilega verslun á Ísafirði þann 19. maí næstkomandi. Af því tilefni leitum við nú að jákvæðum starfskröftum í eftirfarandi störf.

ALMENN VERSLUNARSTÖRFÁhersla er lögð á styrkleika í mannlegum samskiptum, sjálfstæð vinnubrögð, skipulagshæfni, reglusemi og árvekni í hvívetna.

eins getur verið mjög misjöfn, og fer bæði eftir þroska og fyrri reynslu. Börnin unnu síðan úr upplifunum sínum, þar sem ýms-um spurningum var velt upp og reynt að svara, bæði af börnum og fullorðnum, hvað er líkt eða sameiginlegt með fyrri reynslu. Þau deildu þeim síðan með hvort öðru og sameiginlega fengu þau hugmyndir að framhaldinu, eða komu sér saman um framhaldið með aðstoð kennarans.

Hlutverk kennaranna var að örva athyglina, ímyndunaraflið og styrkja börnin í að mynda sér skoðanir á viðfangsefninu. Kennarinn notaði mismunandi orð, hugtök og lýsingarorð um

sama efnið. Hann leyfði sér að búa til ímyndir sem „stand-ast“ engin rök til að nálgast efnið og búa til upplifun með börnunum í gegnum „ævintýri/ímyndunarleiki“. Þannig hjálpar kennari barninu að þjálfa sig í að ígrunda, móta sér skoðanir og vera skapandi í hugsun en ekki bara móttakandi.

Þau verkefni sem hafa ver-ið tekin fyrir eru til dæmis. Nafnið Ísafjörður; Húsin okkar; Bókasafnið; Búðirnar okkar; Bakaríin; Hafnirnar; Kirkjan; Fjaran, Fjöllin og margt fleira.

Hluti af verkefnum barnanna verða til sýnis í gluggum fyrir-tækja og stofnana í páskavikunni, víðsvegar um bæinn. Um leið og við þökkum fyrirtækjum og stofnunum kærlega fyrir aðstoð-

ina í að koma barnamenningu leikskólans á framfæri, viljum við hvetja bæjarbúa og gesti að ganga um bæinn og kíkja í glugga

eða fara inn í verslanir eins og Hamraborg, Samkaup, VÍS, Pennann Eymundson, Vélsmiðj-una Þrym, Vesturafl, Ráðgjafa- og nuddsetrið og TM.

Að lokum langar okkur að segja frá því að elstu börnin leikskólans munu vera meðal þeirra sem setja Skíðavikuna miðvikudaginn 12. apríl með söng. Einnig viljum við benda gestum og bæjarbúum á, að í samstarfi við veitingastaði og bakarí bæjarins bjóða börn og kennarar upp á upplifun, sem er að sjá með „barns augum“. Með því vill Leikskólinn Sólborg sýna að það býr svo margt í margbreytileikanum og að lífið er ekki bara einsleitt.

Gleðilega páska með kærri kveðju, nemendur og kennarar Sólborgar.

Gamlabakaríðið heimsótt.

Í hópastarfi.

Í könnunarferð. Ísafjörður skoðaður.

Page 10: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

10 MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017

SKOLLANS ERTA TVEIR EINS

SKRAUT-STEINN SEYTLAR

HJÁTRÚ

TRYLLAHÁTTUR

VINNINGUR

ÓBUNDINN ÁTT

FYRIR HÖND

UNGDÓMUR

RÍKI Í ASÍU

ÞANGAÐ TIL

ÞVAGA

TÖFFARI

PÁPIÁAR

NIÐUR-TROÐSLA

SPYR

SELUR

SVEIA

RÖKKURKLETTAR

LEIKUR

ÓPRÝÐAHRUNBAKTAL

ÁSTÚÐ

SAGA

UPP-HRÓPUN

BRUÐLORG

MARGS-KONAR

ÚTUNGUN

TVEIR EINS

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

RAUS

SKOTT

SKÓBOTNHINDRUN

ÍLÁT

VÍÐÁTTA

LEIKNI

SNÆDDI

ÖRVERPI

SPAUG

RÓMVERSK TALA

SPRIKLFUGL

HRÆÐA

STYRKUR

ÞÁTT-TAKANDI

SAMTALSUPPFYLLA

UTANMÁL

ÓVILD

SKILABOÐ

YNDIS

POKA

RÖST

GANG-FLÖTUR

GRIND

GRÁTUR

Krossgátan

Sportið í beinnimiðvikudagur 19. apríl

18:30 Monaco - B Dortmund18:30 Barcelona - Juventus

20:45 Meistaramörkinfimmtudagur 20. apríl

19:00 Úrslit - 2 Dominos kv19:00 8 liða úrslit - 2 Evrópud19:00 8 liða úrslit - 2 Evrópud

19:00 Valero Texas Open19:00 8 liða úrslit - 2 Evrópud19:15 Lengjub - Úrslitaleikur

föstudagur 21. apríl18:30 Úrslit - leikur 2 Dominos k

18:35 Norwich - Brighton18:40 Sevilla - Granada19:00 Valero Texas Open

19:15 Stjarnan - Breiðablik21:00 Domino's deild karla

laugardagur 22. apríl13:25 Frankfurt - Augsburg13:25 B Munchen - Mainz

13:50 Swansea City - Stoke City16:15 W Ham United - Everton 16:05 Chelsea - Tottenh Hotsp

17:00 Valero Texas Open18:15 Bournemouth - Middlesbr18:40 Real Madrid - Barcelona

20:00 Hull City - Watfordsunnudagur 23. apríl

13:05 Burnley - Manchester Utd15:20 Liverpool - Cr Palace17:00 Valero Texas Open

19:05 Úrslit - leikur 3 Dominos kv00:00 Arsenal - Man Citymánudagur 24. apríl

18:30 Úrslit - leikur 3 Dominos k19:15 FH - Valur

21:00 Domino's karla21:00 Messan

þriðjudagur 25. apríl18:35 Chelsea - Southampton

miðvikudagur 26. apríl17:25 Barcelona - Osasuna

18:35 Arsenal - Leicester City19:25 Deportivo - Real Madrid

19:05 Úrslit - 4 Dominos kv20:45 Cr Palace - Tottenham

22:25 Middlesbr - Sunderland

Dagar Íslands19. apríl 1954:

Fermingarbörn í Akureyrar-kirkju voru klædd hvítum kyrtl-um sem var nýjung á Íslandi.

20. apríl 1930:Stóra bomba: Jónas Jónsson

frá Hriflu, dómsmálaráðherra, vék Helga Tómassyni, yfirlækni á Kleppi úr starfi vegna þess

að hann hafði haldið því fram að ráðherrann væri geðveik-ur. Læknirinn fékk dæmdar

skaðabætur og stöðu sína aftur með dómi hæstaréttar í árslok

1932.21. apríl 1965:

Nafnskírteini voru gefin út til allra Íslendinga, 12 ára og

eldri. Um leið voru tekin upp svonefnd nafnnúmer.

Page 11: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

MIÐVIKUdagUr 19. APRÍL 2017 11

Lausn á síðustu krossgátu

Sudoku þrautir

PILLA ELDHÚS-ÁHALD DRAUP GAGN SMÁMJAKA

SSYLLUR T A L L A RTFATAEFNI A U ÁI

ÓRÓLEG A F IOEINELTI F S K N K

L A K KLAFI

RISTIR O KHINDRA Í RÖÐ

ÁTT

BLEKKING N A HLEYPA

ÝKJUR Y S T A

GRUND-VALLA

FREKALD

Ó

M A L T APAPPÍRS-

BLAÐ

EYRIR Ö R K HITA FITAEYJA Í EVRÓPU

A F M ÁFRÆGÐAR-

VERKS

TEMUR A F R E K SÚTMÁ

T T KER

LÓ L A U G AR

SAKEYRIR R Y KTVEIR EINS

A R KJURT

AF-HENDING G R A S ÁTT

FJÚK N VSTRUNS

R A U S A BJARGA

FUGL R E D D AL

F

LISTI

ÓNYTJUNG-UR

Ó

S

R

K

LÆKKA

TVEIR EINS

R

D

Á

A

SLABB

ÁFORM

L

K

A

R

HLJÓTA

TVEIR EINS

A

F

P

ÁYFIRGAF

E

A

S

Ð

K

I

I

L

FYRIR-GANGUR

BRÝNA

D

L

YFIRRÁÐ

Æ

U

T

M

I

R

OFNEYSLA

Á

STJÓRNA

Ð

TRÉ

HLUTDEILD

I

R

L

I

ENDIR

ÞREP

M

L

L

Y

A

K

KROPPA

T

N

DRULLA

ERGJA

A

F

R

O

T

R

A

Á FÆTI

PILA

FJASA

Þjónustuauglýsingar

Auglýsingasími bb.is er 456 4560

Dagar Íslands24. apríl 1982:

Jón Páll Sigmarsson setti tvö Evrópumet í lyftingum, lyfti 362,5 kg í réttstöðu

og 940 kg samtals.26. apríl 1942:

Listamannadeilan: For-maður menntamálaráðs, Jónas Jónsson frá Hriflu, opnaði myndlistarsýningu til háðungar þeim sem þar

áttu verk í búðarglugga Gefjunar við Aðalstræti í

Reykjavík.

Skólasýning Grunnskólans á Suðureyri er 21.

maí

Háskólalestin á Flateyri

Á döfinni – ViðburðadagatalViðburðadagatal Bæjarins besta er nýr farvegur til að koma upplýsingum um menningarviðburði eða fundi á framfæri við íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. Hvar og hvenær það er sem skiptir máli og á vefnum má svo finna ítarlegri upplýsingar um viðburðina.

fim. 20. aprílSumardagurinn fyrsti

fös. 21. apríl lau. 22. aprílVinir í von

sun. 23. apríl mán. 24. apríl þri. 25. apríl mið. 26. apríl fim. 27. apríl fös. 28. apríl lau. 29. apríl

sun. 30. apríl mán. 1. maí þri. 2. maí mið. 3. maí fim. 4. maí fös. 5. maí lau. 6. maí

sun. 7. maí mán. 8. maí þri. 9. maí mið. 10. maí fim. 11. maí fös. 12. maí lau. 13. maí

Bæjarstjórnarfundur kl. 17:00

Bæjarstjórnarfundur kl. 17:00

sun. 14. maí mán. 15. maí þri. 16. maí mið. 17. maí fim. 18. maí fös. 19. maí lau. 20. maí

sun. 21. maí mán. 22. maí þri. 23. maí mið. 24. maí fim. 25. maíUppstigningardagur

fös. 26. maí lau. 27. maí

Page 12: Stofnað 14. nóvember 1984 · Miðvikudagur 19. apríl 2017 ...búðirnar sem kallast Enviropack eru framleiddar úr sterkju sem fellur til við framleiðslu á sykri og maís og

NÁM MEÐSTARFI

Nám á netinu

D R E I F N Á Mllllll

Borgarholtsskóli býður upp á nám fyrir:FélagsliðaViðbótarnám félagsliðaLeikskólaliðaViðbótarnám leikskólaliðaFélags- og tómstundaliðaStuðningsfulltrúa í skólum

Umsóknarfrestur er til 1. júní.Upplýsingar um námið veitir Þórkatla Þórisdóttir í síma 8561718 Netfang: [email protected]