stjórnvaldssektir · 2018. 10. 15. · lÖgfrÆÐisviÐ stjórnvaldssektir beiting...

44
LÖGFRÆÐISVIÐ Stjórnvaldssektir Beiting stjórnvaldssekta skv. 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 Ritgerð til BS gráðu í viðskiptalögfræði Nafn nemanda: Guðlaugur Siggi Hannesson Leiðbeinandi: Valgerður B. Eggertsdóttir, hdl. Haust – 2015

Upload: others

Post on 05-Feb-2021

11 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • LÖGFRÆÐISVIÐ

    Stjórnvaldssektir

    Beiting stjórnvaldssekta skv. 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005

    Ritgerð til BS gráðu í viðskiptalögfræði

    Nafn nemanda: Guðlaugur Siggi Hannesson

    Leiðbeinandi: Valgerður B. Eggertsdóttir, hdl.

    Haust – 2015

  • LÖGFRÆÐISVIÐ

    Stjórnvaldssektir

    Beiting stjórnvaldssekta skv. 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005

    Ritgerð til BS gráðu í viðskiptalögfræði

    Nafn nemanda: Guðlaugur Siggi Hannesson

    Leiðbeinandi: Valgerður B. Eggertsdóttir, hdl.

    Haust – 2015

    ___________________________________

    Stimpill skóla

  • I

    Útdráttur

    Í þessu lokaverkefni verður gerð grein fyrir beitingu stjórnvaldssekta í íslenskum

    samkeppnisrétti. Það verður byrjað að fara yfir kosti og galla þess að beita þessum sektum

    ásamt þeim málsmeðferðarreglum sem stjórnvald þarf að fara eftir. Því næst verður fjallað með

    almennum hætti um beitingu stjórnvaldssekta. Jafnframt verður farið stuttlega yfir sögu

    sektarákvæða samkeppnislaga og hvernig þróunin hefur verið í réttarframkvæmd. Síðan verður

    farið yfir þær valdheimildir sem Samkeppniseftirlitið getur gripið til við rannsókn mála og til

    hvaða atriða það þarf að líta til í störfum sínum. Eftir það verður farið yfir stjórnvaldssektir í

    samkeppnisrétti og litið til hvaða tilgagni þær eiga að þjóna og hvernig fjárhæð þeirra er

    ákvörðuð. Að því búnu verða niðurstöður kynntar en þar kom fram að til að koma í veg fyrir

    að fyrirtæki sjái hag sinn í að brjóta á bannreglum samkeppnisréttar þá þurfa að vera

    varnaðaráhrif. Til að stemma stigu við samkeppnislagabrot þá hefur hingað til verið beitt

    stjórnvaldssektum. Sektir eru taldar henta betur þar sem þær hafa varnaðaráhrif og í því

    sambandi er fjárhæð þeirra mikilvæg.

  • II

    Formáli

    Lokaritgerð þessi telur til 12 ECTS eininga sem lokaverkefni til B.S. - gráðu í viðskiptalögfræði

    við lagadeild Háskólans á Bifröst. Yfirskrift ritgerðarinnar er : Beiting stjórnvaldssekta skv. 37.

    gr. samkeppnislaga nr. 44/2005. Hún fjallar fyrst og fremst um heimild Samkeppniseftirlitsins

    við að leggja á stjórnvaldssektir.

    Ritgerð þessi var unnin haustið 2015 undir leiðsögn Valgerðar B. Eggertsdóttur, hdl. Ég vil

    þakka henni fyrir góðar ábendingar og alla þá hjálp sem hún veitti mér við vinnslu

    ritgerðarinnar.

    Bifröst,

    27. 11. 2015.

    _____________________________________

    Guðlaugur Siggi Hannesson

  • III

    Efnisyfirlit

    1 Inngangur ..................................................................................................................................................... 1

    2 Stjórnvaldssektir .......................................................................................................................................... 4

    2.1 Almennt ................................................................................................................................................. 4

    2.2 Kostir og gallar við beitingu stjórnvaldssekta ....................................................................................... 4

    2.3 Mannréttindasáttmáli Evrópu og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands ...................................................... 5

    3 Samkeppnislög ............................................................................................................................................. 7

    3.1 Uppruni íslenskra samkeppnislaga ........................................................................................................ 7

    3.2 Tilurð 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 ............................................................................................ 7

    3.3 Ákvörðun sekta í tíð samkeppnislaga nr. 8/1993 .................................................................................. 8

    3.3.1 Breytingalög nr. 107/2000 ............................................................................................................ 9

    3.3.2 Ákvörðun sekta eftir breytingarlög nr. 107/2000 ....................................................................... 10

    3.4 Samkeppnislög nr. 44/2005 ................................................................................................................. 11

    3.4.1 Breytingarlög nr. 52/2007 .......................................................................................................... 12

    4 Samkeppniseftirlitið ................................................................................................................................... 14

    4.1 Almennt ............................................................................................................................................... 14

    4.1.1 Rannsóknar- og valdheimildir Samkeppniseftirlitsins ................................................................ 14

    4.2 Málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993 ............................................................................... 15

    4.3 Reglur nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins ............................................................ 19

    5 Stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti ......................................................................................................... 21

    5.1 Almennt um stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti ................................................................................. 21

    5.2 Heimild til lækkunar á stjórnvaldssekt í samkeppnisrétti .................................................................... 22

    5.3 Til hvaða atriða ber að líta til við ákvörðun fjárhæð sekta? ................................................................ 22

    5.3.1 Varnaðaráhrif.............................................................................................................................. 24

    5.3.2 Á hvern er stjórnvaldssekt lögð? ................................................................................................ 25

    5.4 Hvernig er fjárhæð stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti ákveðin? ........................................................ 26

    5.4.1 Leiðbeinandi reglur framkvæmdastjórnar ESB um aðferðafræði við ákvörðun sekta................ 28

    5.5 Niðurfelling sekta ................................................................................................................................ 29

    5.6 Niðurfelling og lækkun sekta í samráðsmálum ................................................................................... 30

    5.7 Fyrningarfrestur .................................................................................................................................. 30

    6 Niðurstaða .................................................................................................................................................. 32

    7 Heimildaskrá .............................................................................................................................................. 35

    8 Lagaskrá ..................................................................................................................................................... 36

    9 Reglur Samkeppniseftirlitsins ................................................................................................................... 36

    10 Dómaskrá .................................................................................................................................................... 36

    11 Ákvarðanir og úrlausnir Samkeppniseftirlitsins ..................................................................................... 37

    12 Úrskurðir áfrýjunarnefndar samkeppnismála ........................................................................................ 37

  • 1

    1 Inngangur

    Viðfangsefni ritgerðarinnar er beiting 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005 1 sem heimilar

    Samkeppniseftirlitinu að leggja stjórnvaldsektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta

    gegn bannákvæðum samkeppnislaga. Markmið þessarar ritgerðar er að varpa ljósi á hvaða

    sjónarmið er horft til við beitingu stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti á grundvelli 37. gr. skl.

    Hugtakið samkeppni hefur verið skilgreint á þann veg að: „Það að tvö eða fleiri fyrirtæki keppa

    innbyrðis á markaði“.2 Samkeppni í sinni einföldustu mynd er barátta tveggja eða fleiri aðila

    um yfirburði sín á milli. En í viðskiptum snýst hún fyrst og fremst um keppni milli fyrirtækja

    um hylli viðskiptavina á markaði. 3

    Samkeppni fyrirtækja á almennt að leiða til lægra vöruverðs ásamt því að fyrirtæki þurfa

    stöðugt að leita að nýjungum í starfsemi sinni til að halda í við samkeppnisaðila. Hörð

    samkeppni á milli fyrirtækja leiðir oftast til þess að fyrirtæki reyna að koma nýjungum á

    markaðinn og þróa nýjar framleiðsluaðferðir. Þetta þurfa fyrirtæki að gera til að verða ekki

    undir í samkeppni við önnur fyrirtæki á markaðinum.4 Ávinningurinn sem hlýst af heilbrigðri

    samkeppni er sá að hún leiðir fyrst og fremst til lægra vöruverðs, meira vöruúrvals, betri vöru

    á markaði, skilvirkni á markaði og framþróun eykst sem ekki myndi nást við skilyrði

    einokunar.5

    Samkvæmt ný klassískri hagfræði er félagsleg velferð hámörkuð með harðri samkeppni á milli

    fyrirtækja. Hagfræðileg rök leiða til þess að frjáls samkeppni skili meiri hagvexti, stuðli að

    nýjungum í atvinnurekstri og að sama skapi hámarki skilvirkni fyrirtækja. Þessi atriði eru talin

    vera hinum almenna neytanda í hag. Með félagslegri velferð er átt við að samkeppni á milli

    fyrirtækja leiði til skilvirkari markaðar og að afkastageta fyrirtækja eykst sem skili sér að lokum

    til neytenda og þar með til samfélagsins alls.6 Með þessum rökum hefur Samkeppniseftirlitinu

    verið veitt heimild til að beita viðurlögum, ef fyrirtæki verða uppvís um brot á

    1 Hér eftir skammstafað skl. eða í töluðu máli samkeppnislög.

    2 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls. 363.

    3 Whish, Richard og Bailey, David. (2015). Competition Law. Bls. 4.

    4 Whish, Richard og Bailey, David. (2015). Compatition Law. Bls. 6-7.

    5 Whish, Richard og Bailey, David. (2015). Competition Law. Bls. 4.

    6 Whish, Richard og Bailey, David. (2015). Competition Law. Bls. 4-5.

  • 2

    samkeppnislögum.7 Samkeppnislög fela samkeppnisyfirvöldum það hlutverk að sjá til þess að

    samkeppni sé virk og það þróist hvorki fákeppni né einokun á markaði hér á landi.8

    Svo mögulegt sé að ná fram markmiðum samkeppnislaga hefur reynslan sýnt að árangaríkustu

    varnaðaráhrifin eru að leggja á háar sektir vegna samkeppnislagabrota. Til að varnaðaráhrifin

    skili árangri verða stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti að vera hærri en líklegur hagnaður sem

    hlaust af ólögmættri samkeppnishamlan viðkomandi fyrirtækis eða samtökum fyrirtækja.9 Á

    grundvelli 2. mgr. 37. gr. skl. getur Samkeppniseftirlitið lagt á stjórnvaldssektir í

    samkeppnisrétti sem geta numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs hjá hverju því

    fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að broti. Ljóst er því að stjórnvaldssektir í

    samkeppnisrétti geta orðið mjög háar. Í samkeppnisrétti er það meginregla að leggja skal

    stjórnvaldssekt á þegar brotið er á bannreglum skl. Ekki er til að dreifa tæmandi talningu í skl.

    á þeim atriðum sem Samkeppniseftirlitið ber að líta til við ákvörðun fjárhæðar stjórnvaldssekta

    fyrir utan að eftirlitinu ber að líta til eðli og umfang brots, hversu lengi það hefur staðið yfir og

    hvort um ítrekuð brot á samkeppnislögum er að ræða.

    Til að varpa ljósi á viðfangsefnið verður litið til ákvarðana Samkeppniseftirlitsins, úrskurða

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála og eftir atvikum til dómaframkvæmdar Hæstaréttar Íslands.

    Einnig verður litið til evrópskrar samkeppnislöggjafar þar sem íslensk samkeppnislöggjöf er

    tekin upp samhliða aðild Íslands að EES-samningnum 10 . Einnig verður litið til skrifa

    fræðimanna á réttarsviðinu. Hlutverk Samkeppniseftirlitsins er að framfylgja markmiðum skl.

    með því að grípa til aðgerða gegn samkeppnishamlandi hegðun fyrirtækja og eru

    stjórnvaldssektir mikilvægar í því samhengi.

    Í 2. kafla er fjallað með almennum hætti um stjórnvaldssektir og bent á kosti og galla þess að

    beita úrræðinu. Í 3. kafla er fjallað um tilurð 37. gr. skl. en farið verður yfir hvernig beiting

    sektarákvæðisins hefur þróast allt frá því að byrjað var að beita þessu ákvæði. Einnig er fjallað

    um tilgang og markmið núgildandi skl. Í 4. kafla er fjallað um rannsóknar- og valdheimildir

    sem Samkeppniseftirlitið hefur yfir að ráða ásamt þeim málsmeðferðarreglum sem eftirlitið

    vinnur eftir í störfum sínum. Í 5. kafla er fjallað um stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti þar sem

    7 Sbr. IX. kafla Samkeppnislaga nr. 44/2005.

    8 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [Sótt á vefinn 20.10.2015] .

    9 Wils. Wouter P.J. (2003). Self-incrimination in EC Antitrust Enforcement: A Legal and Economic Analysis.

    Bls. 16. Aðgengileg á vefnum, slóð: http://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1319248 [Sótt á vefinn

    20.11.2015].

    10 Sbr. lög um Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993, einkum IV. hluta (Samkeppnisreglur og aðrar

    sameiginlegar reglur).

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.htmlhttp://papers.ssrn.com/sol3/papers.cfm?abstract_id=1319248

  • 3

    litið er til hvernig fjárhæð þeirra er ákvörðuð. Þá er ennfremur farið yfir tilgang og mikilvægi

    stjórnvalssekta í samkeppnisrétti ásamt því að litið er til niðurfellingar og lækkunar á þeim. Í

    6. kafla eru niðurstöður kynntar.

  • 4

    2 Stjórnvaldssektir

    2.1 Almennt

    Stjórnvaldssektir hafa verið skilgreindar sem stjórnsýsluviðurlög sem stjórnvald leggur á

    einstakling eða lögaðila. Með því að leggja stjórnvaldssektir þá felst sú skylda, sem lögð er á

    viðkomandi, að greiða ákveðna fjárhæð til hins opinbera í tilefni þess að aðili hefur á einhvern

    hátt í starfsemi sinni brotið ákvæði laga eða reglugerðar sem í lögum er mælt fyrir um að varði

    stjórnvaldssekt. Með hugtakinu stjórnsýsluviðurlög er hér vísað til refsikenndra viðurlaga sem

    stjórnvöld geta lögum samkvæmt lagt á hinn brotlega í tilefni af háttsemi sem er andstæð

    lögum, almennum stjórnvaldsfyrirmælum eða stjórnvaldsákvörðun og hefur að markmiði að

    hafa varnaðaráhrif.11 Stjórnsýsluviðurlög teljast ekki til refsinga í skilningi V. kafla almennra

    hegningarlaga nr. 19/1940. Um þetta atriði sagði í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála

    29. janúar 2005 (3/2004):

    Stjórnvaldssektir samkvæmt 52. gr. samkeppnislaga fela í sér refsikennd viðurlög en

    eru þó almennt ekki taldar til refsinga. Orðskýring ákvæðisins og forsaga þess leiðir til

    sömu niðurstöðu. Lög um meðferð opinberra mála eiga því ekki við um

    málsmeðferðina fyrir samkeppnisyfirvöldum heldur lög og reglur um málsmeðferð

    fyrir þeim, þar á meðal stjórnsýslulög og síðan lög um meðferð einkamála að því leyti

    sem samkeppnismál eru rekin fyrir dómstólum. Gildir það einnig að því er varðar

    stjórnvaldssektir.

    2.2 Kostir og gallar við beitingu stjórnvaldssekta

    Þeir kostir sem stjórnvaldssektir hafa umfram annarskonar refsingar sem unnt er að grípa til,

    eru fyrst og fremst þeir að öll málsmeðferð er almennt mun ódýrari en sú aðferð að ljúka máli

    fyrir dómstólum. Enn fremur tekur það mun styttri tíma að rannsaka málsatvik og leggja á

    sektir heldur en að ljúka því með refsingu s.s. frelsissviptingu. Rökin fyrir þessu eru einkum

    þau að þegar um stjórnsýsluviðurlög er að ræða þá rannsakar sama stjórnvaldið almennt málið

    og ákveður hver stjórnsýsluviðurlögin eigi að vera. Mörg mál sem eftirlitsstofnanir vinna við

    eru af þeim toga að vera flókin og svo unnt er að leysa úr þeim þarfnast oft á tíðum sérþekkingar

    á viðeigandi málaflokki. Í þessu samhengi hefur verið bent á að skilvirkni skiptir sköpum við

    afgreiðslu mála af þessum toga vegna þess að varnaðaráhrifin eru hvað mest þegar stutt er liðið

    frá broti á lögum.12

    Það hefur þó verið gagnrýnt að réttaröryggi hins grunaða er almennt betur borgið þegar leyst

    er úr málum af hálfu dómstóla heldur en stjórnvöldum. Víðhlítandi réttaröryggi aðila hvers

    11 Páll Hreinsson. (2005). Stjórnsýsluviðurlög. Bls. 253.

    12 Páll Hreinsson. (2005). Stjórnsýsluviðurlög. Bls. 254-255.

  • 5

    máls á þó að vera hægt að tryggja við meðferð stjórnsýslumála ef vandað er til verka. Það er

    hægt t.d. með því að virða málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993 þar sem stjórnvald

    virðir þagnarrétt hins brotlega. Að lokum á aðili máls ávallt að geta fengið ákvörðun um

    álagningu stjórnsýsluviðurlaga að fullu endurskoðaða af hálfu dómstóla að hverju sinni.13

    2.3 Mannréttindasáttmáli Evrópu og Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands

    Á grundvelli laga nr. 62/1994 þá hefur Mannréttindasáttmáli Evrópu lagagildi hér á landi en

    ákvæði 1. mgr. 6. gr. sáttmálans tryggir að aðili máls á rétt til réttlátrar og opinberrar

    málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Þá kveður 2. gr.

    Stjórnarskrá lýðveldisins Íslands nr. 33/1944 („Hér eftir skammstöfuð stjskr.“) um þrískiptingu

    ríkisvaldsins en samkvæmt henni þá fara dómendur með dómsvaldið.

    Á það hefur verið látið reyna fyrir íslenskum dómstólum að sú skipan, þar sem sama

    stjórnvaldið bæði rannsaki mál og taki ákvörðun um hvort lagðar skuli á stjórnvaldssektir

    sökum lögbrots, standist ákvæði stjórnarkrár og mannréttindasáttmála Evrópu sbr. Hrd. 1991,

    bls. 1690 (93/1989). Fyrir dómi var krafist ógildingar á úrskurði sjávarútvegsráðuneytisins sem

    kvað á um upptöku ólögmæts sjávarafla á þeim grundvelli að ákvæði laga nr. 32/1976, sem

    heimiluðu upptöku á veiddum afla, bryti gegn ákvæðum 2. stjskr. sökum þess að óheimilt væri

    að framselja dómsvaldið í hendur framkvæmdarvaldsins. Þá var einnig bent á, ógildingunni til

    stuðnings að sú skipan að ráðuneytið gæti gert ólögmætan afla upptækan væri brot á 1. mgr. 6.

    gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu í dómi sínum að

    ákvæði 2. gr. stjskr. bannaði ekki löggjafanum að fela stjórnvöldum úrskurðarvald á tilteknu

    sviði. Benti Hæstiréttur á að þótt sjávarútvegsráðuneytinu væru veittar mjög víðtækar heimildir

    með umræddum lögum þá gætu aðilar borið úrskurði ráðuneytisins undir almenna dómstóla og

    voru lögin því ekki talin brjóta í bága við 2. gr. stjskr. Þá var ekki talið að lögin væru andstæð

    1. mgr. 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu. Hæstiréttur tók þó fram að sökum þess að

    ráðuneytinu var falið bæði rannsóknarvald og úrskurðarvald og að um mikla hagsmuni væri að

    ræða fyrir aðila máls þá væri mikilvægt að vanda til málsmeðferðar.

    Hér verður að hafa í huga að ákvörðun stjórnvalda um stjórnsýsluviðurlög er

    stjórnvaldsákvörðun og af þeim sökum gilda stjórnsýslulög nr. 37/1993 („Hér eftir

    skammstöfuð ssl.“) um meðferð slíkra mála, sbr. Hrd. 1999, bls. 957 (275/1998):

    13 Páll Hreinsson. (2005). Stjórnsýsluviðurlög. Bls. 256.

  • 6

    Fiskvinnslufyrirtæki fór fram á ógildingu ákvörðunar Fiskistofu sem snéri um að leggja

    gjald á fyrirtækið samkvæmt lögum nr. 37/1992 vegna ólögmæts sjávarafla.

    Fiskvinnslufyrirtækið byggði mál sitt á að í álagningu gjaldsins hafi falist

    refsiákvörðun og af þeim sökum bæri að fara eftir reglum opinbers réttarfars er varðar

    refsiákvarðanir s.s. er varðar sönnunarbyrði og að í vafa skuli skýra sakborningi í hag

    (in dubio pro reo). Í dómi héraðsdóms kom fram að með lögum nr. 37/1992 væri ekki

    kveðið á um fésektir heldu einungis um álagningu sérstaks gjalds vegna sannanlegs

    ólögmæts sjávarafla og sökum þessa færi málsmeðferð eftir þeim lögum,

    stjórnsýslulögum og almennum reglum stjórnsýsluréttarins. Hæstiréttur staðfesti dóm

    héraðsdóms með skírskotun til forsenda hans.

    Gerðar eru meiri kröfur til málsmeðferðar þegar um íþyngjandi ákvörðun er að ræða og þá

    sérstaklega ef ákvörðun lýtur að stjórnsýsluviðurlögum.14 Um ákvörðun stjórnvalds að leggja

    á stjórnsýsluviðurlög sagði í Hrd. 1995, bls. 1459 (156/1995):

    Þar sem gjald þetta er unnt að innheimta með aðför án undangengins dóms, verður að

    telja enn brýnna, að aðilum sé tryggð vönduð málsmeðferð og réttur til að koma að

    athugasemdum sínum og andmælum. Með hliðsjón af eðli ákvörðunarinnar verður að

    gera þær kröfur til stjórnvaldsins að tilkynna með tryggilegum hætti, að mál sé til

    meðferðar hjá stjórnvaldinu.

    Túlkun stjórnsýslulaga er því ekki alltaf sú sama þar sem ákvæði laganna horfa ekki eins við í

    öllum málum. Þegar um mikla hagsmuni er að ræða þá eru gerðar mun meiri kröfur til

    málsmeðferðar stjórnsýslulaga heldur en þegar hagsmunir eru litlir.15

    14 Páll Hreinsson. (2005). Stjórnsýsluviðurlög. Bls. 260-261.

    15 Sbr. Hrd. 1991, bls. 1690 en þar tók Hæstiréttur sérstaklega fram að „Sérstök þörf er á rökstuðningi

    stjórnsýsluákvarðana, þegar þær eru íþyngjandi og fela í sér refsikennd viðurlög“.

  • 7

    3 Samkeppnislög

    3.1 Uppruni íslenskra samkeppnislaga

    Íslenskur samkeppnisréttur er tiltölulega ung fræðigrein og sækir fyrirmynd sína að miklu leiti

    til norrænu nágrannaríkjanna. Við samningu frumvarps sem varð að lögum um verðlag,

    samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti nr. 56/1978, sem bönnuðu m.a. samráð

    fyrirtækja við gerð tilboða þá var höfð til hliðsjónar löggjöf um verðlagsmál frá Noregi og

    Danmörku.16 Sérstök samkeppnislöggjöf var þó ekki tekinn upp hér á landi fyrr en með

    setningu samkeppnislaga nr. 8/1993. Með setningu laganna frá árinu 1993 var dregið úr

    verðlagsafskiptum en þess í stað sjónum beint á að efla samkeppni.17 Með setningu laga um

    Evrópska efnahagssvæðið nr. 2/1993 öðlaðist Ísland aðild að samning um Evrópska

    efnahagssvæðið (EES-samninginn) en hann hafði töluverð áhrif á breytingar á

    samkeppnislöggjöf hér á landi.18 Samkeppnissjónarmið fengu aukið vægi í íslenskri löggjöf og

    tekið var tillit til þess við setningu laganna að íslensk fyrirtæki áttu ekki einungis í samkeppni

    sín á milli heldur einnig við erlend fyrirtæki á EES-svæðinu. Sökum þessa var talið nauðsynlegt

    að íslensk samkeppnislöggjöf væri í meginatriðum sambærileg þeirri sem þekktist í

    nágrannaríkjunum og að hún væri í samræmi við samkeppnisreglur sem væru í gildi innan

    EES. 19 Við gildistöku samkeppnislaga nr. 8/1993 tók Samkeppnistofnun við hlutverki

    Verðlagsstofnunar og áfrýjunarnefnd samkeppnismála var komið á fót.20

    3.2 Tilurð 37. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005

    Sektarákvæði samkeppnislaga nr. 8/1993 var að finna í 52. gr. en í athugasemdum

    greinargerðar við 55. gr. 21 var fjallað um þá heimild samkeppnisráðs til að geta lagt á

    stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brutu á bannákvæðum laganna eða

    ákvörðunum Samkeppnisstofnunar. Nema í þeim tilvikum þegar brotið taldist óverulegt eða

    talið var að ekki væri þörf á sektunum til að efla virka samkeppni. Við ákvörðun sekta skyldi

    litið til eðli og umfangs brota á bannákvæðum laganna. Einnig skyldi litið til hversu mikinn

    16 Frumvarp til laga um verðlag, samkeppnishömlur og óréttmæta viðskiptahætti., þskj. 462, 245. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/99/s/pdf/0462.pdf [Sótt á vefinn 22. 11. 2015].

    17 Frumvarp til samkeppnislaga. 116. löggjafarþing. 9. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html [Sótt á vefinn 22.11.2015]

    18 Frumvarp til laga um Evrópska efnahagssvæðið. 116. löggjafarþing. 1. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0001.html [Sótt á vefinn 22.11.2015].

    19 Stefán Már Stefánsson. (1993). Samkeppnisreglur. Bls. 150.

    20 Frumvarp til samkeppnislaga. 116. löggjafarþing. 9. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html [Sótt á vefinn 22.11.2015].

    21 Í meðferð Alþingis á lögunum var 55. gr. flutt í 52. gr.

    http://www.althingi.is/altext/99/s/pdf/0462.pdfhttp://www.althingi.is/altext/116/s/0009.htmlhttp://www.althingi.is/altext/116/s/0001.htmlhttp://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html

  • 8

    skaða ætlaðar samkeppnishömlur hefðu ollið ásamt þeim ávinningi sem af brotinu hlaust.

    Sektir gátu numið allt frá fimmtíu þúsund til fjörtíu milljóna króna en þó allt að 10% af heildar

    veltu viðkomandi fyrirtækis eða samtaka fyrirtækja þegar sannað þótti að ábati af brotinu hefði

    verið meiri en fjörtíu milljónir.22

    3.3 Ákvörðun sekta í tíð samkeppnislaga nr. 8/1993

    Málavextir í svokölluð „Grænmetissamráðsmáli“ sem fram kom í ákvörðun Samkeppnisráðs

    30. mars 2001 (13/2001) og í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 15. júní 2001

    (14/2001) og Hrd. 30. október 2003 (37/2003), sem varpa ljósi á hvernig ákvörðun sekta var

    ákvörðuð í tíð 52. gr. skl. fyrir gildistöku breytingarlag nr. 107/2000.

    Eftir rannsókn samkeppnisyfirvalda á meintu broti Sölufélags garðyrkjumanna svf., Banana

    ehf. (Síðar Ágæti hf) og Eignarhaldsfélags Mata ehf. sem stóð frá árinu 1993 til ársins 1999,

    komst Samkeppnisráð að þeirri niðurstöðu með ákvörðun sinni að fyrirtækin hefðu brotið gegn

    10. og 12. gr. þágildandi skl. nr. 8/1993. Þeir gerðust sekir um að stunda ólögmætt samráð sín

    á milli um verð og skiptingu markaðsins varðandi tilteknar vörutegundir. Samkeppnisráð lagði

    stjórnvaldssektir á fyrirtækin þrjú þann 30. mars 2001. Fyrirtækin skutu ákvörðun

    Samkeppnisráðs til áfrýjunarnefndar samkeppnismála sem staðfesti ákvörðun Samkeppnisráðs

    með úrskurði 15. júní 2001 (14/2001) en lækkaði þó sektirnar. Áfrýjunarnefnd

    samkeppnismála lækkaði umræddar stjórnvaldssektir Mata úr 30 milljónum í 5 milljónir þar

    sem ósannað þótti að félagið hefði viðhaft ólögmætt samráð við Sölufélag garðyrkjumanna og

    Banana. Sekt Banana var lækkuð af áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr 35 milljónum í 17

    milljónir. Áfrýjunarnefndin féllst ekki á niðurstöðu ákvörðun Samkeppnisráðs að Bananar

    hefðu átt aðild að ætluðu verðsamráði við Mata. Sekt Sölufélag garðyrkjumanna var lækkuð af

    áfrýjunarnefnd samkeppnismála úr 40 milljónum í 25 milljónir þar sem ekki þótti sannað að

    Sölufélag garðyrkjumanna og Mata hafi haft samráð um viðskipti með banana á Suðurnesjum

    og við verslanir Nóatúns.

    Síðar var málinu skotið til héraðsdóms sem lækkaði sektir fyrirtækjanna enn frekar. Sekt Mata

    var lækkuð úr 5 milljónum í 3 milljónir á þeim forsendum að ljóst þótti að Mata átti í

    erfiðleikum með að nálgast aðföng á innlendu grænmeti og félagið hefði fullreynt með aðrar

    22 Frumvarp til samkeppnislaga. 116. löggjafarþing. 9. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html [Sótt á vefinn 22.11.2015].

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html

  • 9

    leiðir áður en það leitaði viðskipta til Sölufélags garðyrkjumanna. Héraðsdómur lækkaði sekt

    Banana á þeim forsendum að hæfilegt þótti með hliðsjón af broti Ágætis vera 14 milljónir.

    Héraðsdómur lækkaði sekt Sölufélags garðyrkjumanna úr 25 milljónum í 20 milljónir þar sem

    félagið hafi látið af þeim brotum sem það var sakað um og sýnt samstarfsvilja með því að hafa

    lagt fram tillögur til Samkeppnisstofnunar nokkru áður en aðgerðir gegn brotunum hófust.

    Samkeppnisráð áfrýjaði málinu til Hæstaréttar og fór fram á að sektir félaganna yrðu hækkaðar

    í sömu fjárhæð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður komist að. Hæstiréttur féllst ekki

    á þá niðurstöðu héraðsdóms að leiða ætti til lækkunar sekta þar sem samþykktir og

    framleiðslustýring Sölufélags garðyrkjumanna svf. hafi verið á allra vitorði. Þar sem ekki var

    sektað fyrir samráð innan þeirra vébanda, heldur út á við með samráði við Ágæti hf. og Mata

    ehf. þá féllst Hæstiréttur ekki á þá niðurstöðu héraðsdóms, að lækka skyldi sektir félaganna

    vegna formgalla á meðferð málsins þar sem tekin var afstaða til málsmeðferðar þegar fjallað

    var um formhlið málsins. Hæstiréttur snéri af þeim sökum niðurstöðu héraðsdóms við og

    hækkaði sektir félaganna í sömu fjárhæð og áfrýjunarnefnd samkeppnismála hafði áður komist.

    3.3.1 Breytingalög nr. 107/2000

    Með 17. gr. breytingarlag nr. 107/2000 voru gerðar breytingar á orðalagi 52. gr. þágildandi skl.

    og orðalaginu „getur lagt“ var breytt í „leggur“. Vilji löggjafans með orðalagsbreytingunum

    var að meginreglan yrði sú að stjórnvaldssektir yrðu lagðar á ef um samkeppnislagabrot væri

    að ræða. Þá var gerð sú breyting að fjárhæð sekta skyldi ekki vera hærri en sem næmi 10% af

    veltu síðasta almanaksárs hjá viðkomandi fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja. Ennfremur var

    sett inn heimildarákvæði sem veitti samkeppnisráði heimild að líta til samstarfsvilja hins

    brotlega fyrirtækis við ákvörðun fjárhæðar sektar.23 Um sektarfjárhæð segir í frumvarpi sem

    varð að samkeppnislögum nr. 8/1993, að 52. gr. laganna væri sniðið að löggjöf sem væri í gildi

    innan EES-svæðisins.24 Frá þeim tíma höfðu samkeppnisreglur innan EES breyst og væri

    efnisregla þágildandi 52. gr. ekki að öllu leyti sambærileg við samkeppnisreglur EES-

    samningsins. Af þeim sökum voru lagðar til breytingar til samræmis við fyrirmyndir löggjafar

    EES og ESB, þá sérstaklega höfð hliðsjón af 15. gr. bókunar fjögur við samning EFTA-ríkjanna

    um stofnun eftirlitsstofnunar og dómstóls. Með þessari breytingu var stuðlað að því að

    23 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 8/1993. 125. löggjafarþing. Þskj. 770-488. mál.

    Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/125/s/0770.html [Sótt á vefinn 20.10.2015] .

    24 Frumvarp til samkeppnislaga. 116. löggjafarþing. 9. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0009.html [Sótt á vefinn 22.11.2015].

    http://www.althingi.is/altext/125/s/0770.html

  • 10

    sektarákvarðanir hér á landi yrðu í samræmi við það sem tíðkast erlendis. Einnig kom fram að

    breytingin sem fólst í því að horfa skyldi til samstarfsvilja fyrirtækja væri í samræmi við

    sjónarmið sem kæmu fram í tilkynningu ESA 97/EES/39/01.25

    Eftir breytingarlög nr. 107/2000 hljómaði þágildandi 2. mgr. 52. gr. skl. þannig að: „Sektir geta

    numið frá 50 þús. kr. til 40 millj. kr. eða meira, en sektin skal þó ekki vera hærri en sem nemur

    10% af veltu síðasta almanaksárs hjá hverju því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild

    eiga að samkeppnishömlunum. Við ákvörðun fjárhæðar sektar getur samkeppnisráð m.a. haft

    hliðsjón af samstarfsvilja hins brotlega fyrirtækis.“26

    3.3.2 Ákvörðun sekta eftir breytingarlög nr. 107/2000

    Málavextir í hinu svokallaða „Olíusamráðsmáli“ sem tekið var til rannsóknar í ákvörðun

    Samkeppnisráðs 28. október 2004 (21/2004) og jafnframt í úrskurði áfrýjunarnefndar

    samkeppnismála 29. janúar 2005 (3/2004) varpar ljósi á hvernig ákvörðun sekta var ákvörðuð

    í tíð þágildandi 52. gr. skl. eftir gildistöku breytingarlaga nr. 107/2000.

    Þann 18. desember 2001 hóf Samkeppnisstofnun rannsókn á því hvort Olíufélagið hf. (síðar

    Ker hf.), Olíuvezlun Íslands hf. og Skeljungur hf. hafi haft með sér ólögmætt samráð og brotið

    þar með gegn þágildandi 10. gr. samkeppnislaga nr. 8/1993.

    Með ákvörðun Samkeppnisráðs sem var mjög ýtarleg, samtals 966 blaðsíður, var komist að

    þeirri niðurstöðu að umrædd fyrirtæki réðu yfir samanlagt 99% hins skilgreinda markaðar. Því

    næst var fjallað um samráð fyrirtækjanna sem var nær óslitið frá árinu 1993, þar til

    Samkeppnisstofnun hóf rannsókn á því. Þessi samskipti olíufélaganna voru öll til þess fallin að

    draga úr samkeppni á markaði með sölu og dreifingu á eldsneyti hér á landi. Með

    yfirgripsmikilli röksemdarfærslu Samkeppnisstofnunar, var niðurstaðan sú að umrædd

    olíufélög hefðu brotið gegn þágildandi 10. gr. skl. Því næst voru gerð grein fyrir almennum

    atriðum sem vörðuðu beitingu þágildandi 52. gr. skl. þar á meðal lagaskil sem urðu með 17.

    gr. breytingarlaga nr. 107/2000 á 52. gr. þágildandi skl. Lagt var mat á ávinning olíufélaganna

    af samráði þeirra og í því sambandi var borin m.a. saman framlegð af rekstri þeirra á tveimur

    tímabilum þ.e. frá árunum 1993 til 1995 og frá 1996 til 2001.

    25 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 8/1993. 125. löggjafarþing. Þskj. 770-488. mál.

    Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/125/s/0770.html [Sótt á vefinn 20.10.2015] .

    26 Lög um breytingu á samkeppnislögum, nr. 8/1993. Þskj. 1418, 125. löggjafarþing. 488. mál. Sótt á vef

    alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/stjt/2000.107.html [Sótt á vefinn 22.11.2015].

    http://www.althingi.is/altext/125/s/0770.htmlhttp://www.althingi.is/altext/stjt/2000.107.html

  • 11

    Niðurstaða samkeppnisráðs var að Ker hf. og Olíverzlun Íslands hf. var gert að greiða hvor um

    sig 1,1 milljarð en vegna aðstoðar sem Ker hf. og Olíverzlun Íslands hf. veittu við rannsókn

    málsins var sekt þess fyrrnefnda lækkuð um 45% eða í 605 milljónir og sekt þess síðarnefnda

    um 20% í 880 milljónir. Ekki þóttu vera skilyrði til að lækka sekt Skeljungs hf. Þá var

    Bensínsorkunni ehf. gert að greiða 40 milljónir. Olíufélögin skutu ákvörðun

    Samkeppnisstofnunnar til áfrýjunarnefndar samkeppnismála.

    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála var sammála þeirri aðferðarfræði að horfa til framlegðar af

    rekstri sem Samkeppnisstofnun beitti í ákvörðun sinni. En að því bættu taldi áfrýjunarnefndin

    að jafnframt yrði að gæta að áhrifum af hagvexti, gengistapi Olíufélaganna og skekkju sem

    leiddi af mismunandi hækkun á launavísitölu og vísitölu neysluverðs. Áfrýjunarnefndin

    reiknaði ávinning hvers félags um sig sem réð síðan úrslitum um fjárhæð stjórnsýsluviðurlaga

    að teknu tilliti til lækkunar vegna samstarfs við rannsókn málsins.

    Samkvæmt útreikningum áfrýjunarnefndar samkeppnismála var stjórnvaldssekt Kers hf.

    ákveðin 495 milljónir, Olíuverslunar Íslands hf. 560 milljónir og Skeljungs hf. 450 milljónir.

    Sekt Bensínorkunnar ehf. var felld niður sökum þess að félagið naut ekki þess kostar að grípa

    til andmælaréttar við frumathugun Samkeppnisstofnunnar þar sem litið var á að Bensínorkan

    ehf. og Skeljungur hf. væri sama fyrirtækjasamstæðan.

    3.4 Samkeppnislög nr. 44/2005

    Við innleiðingu reglugerðar Evrópuráðsins nr. 1/2003 frá 16. desember 2002, kvað á um

    framkvæmd samkeppnisreglna sem koma fram í 101. og 102. gr. Lissabon-sáttmálans27 var

    talið nauðsynlegt að gera efnislegar breytingar á íslenskri samkeppnislöggjöf og setja nýja

    samkeppnislöggjöf. 28 Markmið núgildandi samkeppnislaga er að efla virka samkeppni í

    viðskiptum manna á milli og vinna þar með að hagkvæmari nýtingu framleiðsluþátta

    þjóðfélagsins. Gildissvið laganna nær til hvers konar atvinnustarfsemi en þó er sérstaklega

    tekið fram í 2. mgr. 2. gr. laganna að þau ná ekki til launa eða annarra starfskjara launþega. Þá

    er gildissvið laganna afmarkað enn frekar í 3. gr. en þar kemur fram að skl. nái til allra

    samninga, skilmála og athafna sem ætlað er að hafa áhrif hér á landi. Lögin nái því ekki til

    samninga og athafna sem aðeins er ætlað að hafa áhrif utan landssteinanna ef frá er talið ákvæði

    27 Áður 81. og 82. gr. stofnsáttmála Evrópubandalagsins.

    28 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [sótt á vefinn 20.10.2015] .

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html

  • 12

    VII. kafla skl. en þar er kveðið á um reglur um viðskipti á sameiginlegum markaði Evrópska

    efnahagssvæðisins.29

    3.4.1 Breytingarlög nr. 52/2007

    Með frumvarpi að breytingarlögum sem varð að lögum nr. 52/2007, voru gerðar efnislegar

    breytingar á 37. gr. skl. Samkeppniseftirlitið átti að verða skylt að leggja á stjórnvaldssektir á

    fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brytu á ákvæðum skl. og orðalag ákvæðisins var gert

    skýrara. 30 Þetta var í samræmi við niðurstöðu skýrslu nefndar um beitingu viðurlaga við

    efnahagsbrotum sem skipuð var af forsætisráðherra en markmið nefndarinnar var að búa til ný

    viðmið, þ.e. í hvaða tilvikum væri rétt að leggja á stjórnvaldssektir.31 Nefndin komst m.a. að

    þeirri niðurstöðu að orðalag þágildandi 37. gr. skl. væri óskýrt og gerði tillögu um að gera

    ákvæðið skýrara og tryggja að unnt væri að leggja á stjórnvaldssektir vegna brota á bannreglum

    og eftir fyrirmælum sem hvíla á fyrirtækjum skv. ákvæðum skl. Þá skoðaði nefndin að hækka

    sektarhámark og í þeim efnum benti nefndin á að í breskum samkeppnisrétti væri unnt að leggja

    sektir sem næmu allt að 10% af samanlagðri veltu sl. þriggja ára. Nefndin mat það hins vegar

    svo að ekki væri ástæða til að gera slíka breytingu þar sem sektarheimild 37. gr. skl. hafi ekki

    verið nýtt til fulls og ekki til að dreifa vísbendingum að ákvæðið hefði ekki fullnægjandi

    varnaðaráhrif. 32 Þá var lögfest með breytingarlögunum ákvæði um að fjárhæð sekta sem lagðar

    væru á samtök fyrirtækja gæti numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs hjá fyrirtæki

    eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að broti. Með 10% veltuhlutfalli var markmiðið að

    tryggja að fyrirtæki gæti ekki hagnast á því að brjóta gegn skl. innan samtaka fyrirtækja þannig

    að sekt yrði t.d. lægri vegna lægri veltu samtakanna en samanlögð velta einstakra

    aðildarfyrirtækja.33

    Gerðar voru breytingar á 37. gr. skl. með áðurnefndum breytingarlögum í samræmi við

    niðurstöðu nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum. Lagt var til að Samkeppniseftirlitið legði

    á stjórnvaldssektir vegna brota gegn 10. gr., 11. gr. eða 12. gr. skl. sbr. 53. og 54. gr. EES-

    samningsins. Einnig var lagt til í frumvarpinu að Samkeppniseftirlitið legði einnig

    29 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [sótt á vefinn 20.10.2015] .

    30 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 25.10.2015].

    31Forsætisráðuneytið. (2006). Skýrsla nefndar um viðurlög við efnahagsbrotum. Bls. 21-22. Aðgengileg á

    vefnum: http://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Skyrslanefndarumvidurlog.pdf [Sótt á vefinn

    22.11.2015].

    32 Sama heimild. Bls. 97.

    33 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. . löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 18.11.2015].

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.htmlhttp://www.forsaetisraduneyti.is/media/frettir/Skyrslanefndarumvidurlog.pdf

  • 13

    stjórnvaldssektir vegna brota á ákvörðunum eftirlitsins á grundvelli 14., 15., 16. gr., 17., og 19.

    gr. skl. Taldi löggjafinn að nokkuð hafi borið á því í framkvæmd að fyrirtæki hafi ekki tilkynnt

    um samruna, þrátt fyrir skýra skyldu sbr. 17. gr. skl. Þá hafi einnig borið á því við framkvæmd

    í samkeppnisrétti að skylda til að veita upplýsingar og afhenda gögn skv. 19. gr. skl. hafi ekki

    verið virt í hvívetna.34

    34 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. . löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 18.11.2015].

  • 14

    4 Samkeppniseftirlitið

    4.1 Almennt

    Með setningu samkeppnislaga nr. 44/2005 var Samkeppniseftirlitinu komið á fót og tók það

    við af Samkeppnisstofnun og samkeppnisráði. Verkefnum Samkeppniseftirlitsins var fækkað

    með þessum skipulagsbreytingum m.a. með því að flytja eftirlit með óréttmættum

    viðskiptaháttum og gagnsæi markaða til Neytendastofu.35 Framkvæmd laganna er í höndum

    Samkeppniseftirlitsins en það á í störfum sínum að efla virka samkeppni í viðskiptum, vinna

    gegn hindrunum fyrir nýja aðila á markaðinn og takmörkunum á frelsi í atvinnurekstri ásamt

    því að vinna gegn skaðlegri fákeppni sbr. 1. gr. skl.

    Með almennum hætti er hlutverk Samkeppniseftirlitsins skilgreint í 1. mgr. 8. gr. skl. en fjórir

    þættir eru taldir upp í stafliðunum a-d. ákvæðisins sem eftirlitið á að sinna. Samkvæmt a-lið á

    það að framfylgja boðum og bönnum skl. og heimila undanþágur ef þeim er til að dreifa. Í b-

    lið á eftirlitið að ákvarða til hvaða aðgerða á að grípa gegn samkeppnishamlandi hegðun

    fyrirtækja. C-liður kveður á um að það ber að gæta þess að opinberir aðilar takmarki ekki

    samkeppni með starfsemi sinni eða með öðrum hætti s.s. með lagasetningu og benda

    stjórnvöldum á leiðir til þess að ýta undir virka samkeppni. Að lokum á Samkeppniseftirlitið

    skv. d-lið að fylgjast með þróun á samkeppni á almennum markaði í íslensku atvinnulífi með

    því að hafa eftirlit með hvort merki eru um valdasamþjöppun og hringamyndun sem geti

    takmarkað samkeppni.36Samkeppniseftirlitið er sjálfstæð stofnun í skilningi stjórnsýsluréttar

    og er með sjálfstæða stjórn. 37 Unnt er að kæra ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins til

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála sbr. 9. gr. skl.

    4.1.1 Rannsóknar- og valdheimildir Samkeppniseftirlitsins

    Valdheimild stjórnvalds hefur verið skilgreint á þann hátt að vera „Valdbundin heimild

    stjórnvalda ríkis og sveitarfélaga til að fjalla formlega um tiltekin réttarsvið, sem undir þau

    heyra, hvert og eitt, að lögum, og til að taka ákvarðanir á þeim sviðum sem binda borgarana.“38

    Samkeppniseftirlitinu er falið ákveðið hlutverk með skl. eins og frá hefur verið greint hér að

    35 Eiríkur Jónsson, Friðrik Ársælsson og Kristín Benediktsdóttir. (2012). Opinbert markaðseftirlit. Bls. 208. 36 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [Sótt á vefinn 20.10.2015] .

    37 Eiríkur Jónsson, Friðrik Ársælsson og Kristín Benediktsdóttir. (2012). Opinbert markaðseftirlit. Bls. 209.

    38 Páll Sigurðsson. (2008). Lögfræðiorðabók með skýringum. Bls. 468.

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html

  • 15

    ofan. Svo Samkeppniseftirlitið geti sinnt þeim þarf það að ráða yfir úrræðum sem ætlað er að

    bregðast við röskun á samkeppni.39

    Samkvæmt 19. gr. samkeppnislaga hefur Samkeppniseftirlitið heimild til að krefja fyrirtæki,

    fyrirtækjahópa og samtök fyrirtækja um allar upplýsingar sem teljast vera nauðsynlegar svo

    unnt sé að rannsaka einstaka mál sem rata á borð eftirlitsins. Ennfremur hefur eftirlitið skv. 3.

    mgr. 19. gr. skl. heimild til að fá upplýsingar frá öðrum stjórnvöldum s.s. skattyfirvöldum og

    tollayfirvöldum og í þessum tilvikum skiptir þagnarskylda þessara stofnanna ekki máli. Þá

    getur eftirlitið á grundvelli 4. mgr. 19. gr. skl. lagt skyldu á fyrirtæki, fyrirtækjahópa og samtök

    fyrirtækja til að upplýsa stöðu mála um atriði sem skipta máli við framkvæmd samkeppnislaga.

    Þegar ríkar ástæður eru til, er Samkeppniseftirlitinu heimilt á grundvelli 20. gr. skl. að hefja

    athugun á starfstöð fyrirtækis og samtaka fyrirtækja til að leggja hald á gögn sem skipt geta

    máli við rannsókn máls. Samkeppniseftirlitið er skylt að fylgja ákvæðum laga um meðferð

    sakamála um leit og hald á munum. Samkeppniseftirlitinu er heimilt að afrita öll tölvugögn

    sem finnast á starfstöð fyrirtækis sem grunað er um brot á bannreglum skl. og enginn

    greinarmunur er gerður á annars vegar einkagögnum og hins vegar gögnum fyrirtækisins sbr.

    Hrd. 3. maí 2002 (178/2002). Í þeim dómi reyndi S hf. m.a. á lögmæddri haldlagningar á

    persónulegum tölvutækum gögnum starfsmanna S hf. sem framkvæmd var á starfstöð félagsins

    í kjölfar rannsóknar Samkeppnisstofnunar á meintu broti S hf. á samkeppnislögum. Um þetta

    atriði sagði Hæstiréttur að:

    [...] ef starfsmenn ... hafa varðveitt persónuleg gögn sín í þeim búnaði, í stað þess að

    geyma slík gögn á heimili sínu eða öðrum stað, sem friðhelgi þeirra sjálfra samkvæmt

    71. gr. stjórnarskrárinnar tekur til, er óhjákvæmilegt að þeir beri áhættu af því að þau

    komist í hendur annarra vegna lögmætra aðgerða handhafa opinbers valds[...]

    4.2 Málsmeðferðarreglur stjórnsýslulaga nr. 37/1993

    Samkeppniseftirlitið er stjórnvald40 í skilningi 1. gr. stjórnsýslulaga nr. 37/1993 („Hér eftir

    skammstafað ssl.“) sem byggir valdheimildir sínar á ákvæðum samkeppnislaga41 og gilda

    málsmeðferðarreglur ssl. um meðferð mála hjá eftirlitinu þegar það tekur

    stjórnvaldsákvarðanir. Hugtakið stjórnvaldsákvörðun er ekki sérstaklega skilgreind í ssl. en

    39 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [Sótt á vefinn 20.10.2015].

    40 Með hugtakinu „stjórnvald“ er hér átt við þau embætti, stofnanir og aðra aðila sem fara með

    framkvæmdarvald skv. 2. gr. stjórnarskrárinnar, sbr. frumvarp til stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Frumvarp til

    stjórnsýslulaga 116. löggjafarþing. Þskj. 505-313. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html [sótt á vefinn 17.11.2015] .

    41 Ólafur Jóhannes Einarsson. (2006). Þagnarréttur og meðferð samkeppnismála. Bls. 56.

  • 16

    fram kemur í 2. mgr. 1. gr. laganna að lögin gildi þegar stjórnvöld taka ákvarðanir um rétt eða

    skyldu manna en að öðru leyti er þess ekki getið hvers konar ákvarðanir teljast vera

    stjórnvaldsákvarðanir og hverjar ekki. Hjá Páli Hreinssyni má finna skilgreiningu á

    stjórnvaldsákvörðun en hún kveður svo:

    Stjórnvaldsákvörðun er ákvörðun tekin í skjóli stjórnsýsluvalds og er beint

    milliliðalaust út á við að tilteknum aðila eða aðilum og með henni er kveðið á bindandi

    hátt um rétt eða skyldur þeirra í ákveðnu og fyrirliggjandi máli.42

    Samkvæmt framangreindri skilgreiningu þarf ákvörðunin fyrst og fremst að vera tekin í skjóli

    stjórnsýsluvalds og felur því í sér beitingu opinbers valds af hálfu framkvæmdarvaldsins.

    Einhliða ákvarðanir um boð eða bönn eru skýrasta dæmið um stjórnvaldsákvörðun, en slíkar

    ákvarðanir verða að eiga sér skýra lagastoð.43

    Með setningu ssl. var markmiðið að tryggja réttaröryggi manna í viðskiptum við hið opinbera

    þegar stjórnvaldsákvörðun er tekin í máli, en þó þannig að lögin stuðli að því að gera

    málsmeðferðina í stjórnsýslunni einfalda, hraðvirka og ódýra í framkvæmd. Til að stuðla að

    þessu markmiði voru settar málsmeðferðarreglur sem ætlað er að tryggja réttláta málsmeðferð

    þegar stjórnvaldsákvörðun er tekin í viðkomandi máli.44

    Samkvæmt II. kafla ssl. þá teljast starfsmenn stjórnsýslunnar vera vanhæfir til meðferðar máls

    og ákvörðunartöku í því ef það varðar þá sjálfa eða nána venslamenn þeirra, á grundvelli eðli

    máls, meginreglu laga, sem og fordæmum dómstóla.45 Um leiðbeiningarskyldu stjórnvalds er

    kveðið á um í 7. gr. ssl., en samkvæmt henni er stjórnvaldi skylt að leiðbeina og aðstoða aðila

    máls um þau málefni sem eru á starfssviði þess. Leiðbeiningarskylda hvílir á viðkomandi

    stjórnvaldi um mál er snerta starfsvið þess í þeim tilvikum þegar taka á stjórnvaldsákvörðun.46

    Málshraðareglunni sem kveðið er á um í 9. gr. ssl. er ætlað að tryggja að mál verði rannsakað

    á nægilega vandaðan hátt áður en ákvörðun er tekin. 47 En skv. 1. mgr. lagaákvæðisins á

    stjórnvald að taka ákvörðun svo fljótt sem unnt er. Rannsóknarreglunni er ætlað að tryggja að

    42 Páll Hreinsson. (2005). Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Bls. 169.

    43 Páll Hreinsson. (2005). Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Bls. 139

    44 Frumvarp til stjórnsýslulaga, þskj. 505, 313. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html. [Sótt á vefinn 22.10.2015].

    45 Frumvarp til stjórnsýslulaga, þskj. 505, 313. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html. [Sótt á vefinn 22.10.2015].

    46 Páll Hreinsson. (2013). Stjórnsýsluréttur: Málsmeðferð. Bls. 419-420.

    47 Páll Hreinsson. (2013). Stjórnsýsluréttur: Málsmeðferð. Bls. 445-446.

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html

  • 17

    stjórnvald rannsaki mál og afli nauðsynlegra gagna og réttra upplýsinga um málsatvik áður en

    það tekur stjórnvaldsákvörðun.48

    Í Hrd. 9. október 2014 (111/2014) kom til skoðunar hvort Samkeppniseftirlitið hefði sinnt

    rannsóknarskyldu sinni eftir fyrirmælum 10. gr. stjórnsýslulaga. Héraðsdómur sem Hæstiréttur

    staðfesti með vísan til forsenda hans að fallast á með V ehf. að Samkeppniseftirlitið hafi ekki í

    ákvörðun sinni lagt grunn að skilgreiningunni á markaði, sem atvik málsins vörðuðu, með

    viðhlítandi rannsókn eftir fyrirmælum 10. gr. ssl. Af þeim sökum var úrskurður

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála 30. september 2011 (3/2011) felldur úr gildi.

    Meginreglur um andmælarétt sem lögfestar eru í IV. kafla ssl. fela í sér að málsaðili á ávallt

    rétt á að tjá sig um efni máls er varðar hann, fá vitneskju eins fljótt og unnt er um það mál sem

    varðar hann sem er til meðferðar hjá stjórnvaldinu og eiga þess kost að fá aðgang að skjölum

    og öðrum gögnum er mál hans varðar.49 Hér verður þó að hafa í huga, að í þeim tilvikum sem

    aðili máls hefur þess kost að skjóta máli sínu til æðra stjórnsýslustigs, leiðir ekki til ógildingar

    úrskurðar þess æðra sbr. Hrd. 30. október 2003 (37/2003):

    Í ákvörðun samkeppnisráðs 30 mars 2001 (13/2001) komst samkeppnisráð að

    þeirri niðurstöðu að nokkur fyrirtæki hefðu brotið gegn 10. og 12. gr. þágildandi

    samkeppnislaga nr. 8/1993 með því að stunda ólögmætt samráð sín á milli um

    verð og skiptingu markaða varðandi tilteknar vörutegundir. Samkeppnisráð

    lagði á stjórnvaldssektir þar að lútandi með ákvörðun sinni þann 30. mars 2001.

    Fyrir Hæstarétti fóru fyrirtækin fram á að úrskurður áfrýjunarnefndar yrði

    ógildur sökum galla á meðferð málsins hjá samkeppnisstofnun þar sem ekki hafi

    verið gætt að rannsóknarreglu 10. gr. ssl. andmælareglu 13. gr. ssl.

    málshraðareglu 9. gr. ssl. meðalhófsreglu 12. gr. ssl. og jafnræðisreglu 11. gr.

    ssl. Hæstiréttur féllst ekki á þessar málsástæður þar sem atriði sem varða

    andmælarétt áfrýjanda á lægra stjórnsýslustigi geti ekki varðað ógildingu

    úrskurðar áfrýjunarnefndar á æðra stjórnsýslustigi.

    Þá er kveðið á um í 1. mgr. 20. gr. ssl. að eftir að stjórnvald hefur tekið ákvörðun í máli er skylt

    að tilkynna um niðurstöðu til aðila máls nema þegar það er augljóslega óþarft. Eftir að

    ákvörðun hefur verið birt telst hún vera bindandi sbr. 2. málsl. 1. mgr. 20. gr. ssl. Samkvæmt

    1. mgr. 21. gr. ssl. þá ber stjórnvaldi í kærumálum ávallt að rökstyðja ákvörðun sína. Fram

    48 Páll Hreinsson. (2013). Stjórnsýsluréttur: Málsmeðferð. Bls. 469.

    49 Páll Hreinsson. (2013). Stjórnsýsluréttur: Málsmeðferð. Bls. 569.

  • 18

    kemur í athugasemdum við V. kafla frumvarps sem varð að ssl. að með rökstuðningi er átt við

    að ákvarðanir stjórnvalds séu byggðar á tilteknum réttarheimildum eða sjónarmiðum.50

    Almennar sönnunarreglur gilda þegar lagt er mat á málsatvik í stjórnsýslumálum sem snúa að

    stjórnsýsluviðurlögum í samkeppnisrétti sbr. Hrd. 30. október 2003 (37/2003):

    Fyrir dómi kröfðust áfrýjendur ógildingar á úrskurði áfrýjunarnefndar

    samkeppnismála 15 júní 2011 (14/2001). Því var haldið fram að sérstakar

    sönnunarreglur ættu við um mat á hegðun fyrirtækja og stjórnenda þeirra á

    samkeppnismarkaði. Að hálfu áfrýjunarnefndar samkeppnismála var á því byggt að í

    samkeppnismálum gilti meginreglan um frjálst mat sönnunargagna. Á hinn bóginn yrði

    að gera ríkar kröfur til sönnunargagna og mats á þeim, þegar um væri að ræða

    íþyngjandi ákvarðanir, eins og átti sér stað, þegar sektum væri beitt í

    samkeppnismálum. Áfrýjunarnefndin benti á þá sérstöðu er varðar sönnun og

    sönnunarmat í samkeppnismálum, að hegðun stjórnenda fyrirtækja ein og sér, gæti á

    grundvelli reynslu gefið vísbendingar um ólögmætt atferli. Héraðsdómur féllst á að

    sönnunarmat í samkeppnismálum lyti almennum meginreglum, en ekki óskilgreindum

    sérreglum, eins og fyrirtækin byggðu á.

    Í stjórnsýslurétti hefur verið byggt á þeirri meginreglu þegar stjórnvaldsákvörðun er kærð til

    æðra stjórnvalds vegna annmarka á málsmeðferð þá hafa æðri stjórnvöld sem hafa fullar

    endurskoðunarheimildir almennt val um það hvort þau bæta úr ákvörðuninni og taka nýja

    ákvörðun eða fella stjórnvaldsákvörðun úr gildi og eftir atvikum vísa málinu á ný til meðferðar

    hjá hinu lægra setta stjórnvaldi.51 Sérhver ágalli á úrskurði, sem leggur á stjórnsýsluviðurlög,

    veldur þó ekki ógildingu.52 Hafi æðra stjórnvald bætt úr þeim annmarka sem var við meðferð

    málsins hjá hinu lægra setta stjórnvaldi við kærumeðferð málsins þá verður úrskurður hins

    æðra stjórnvalds ekki felldur úr gildi á grundvelli annmarkans fyrir dómstólum.53

    Ákvæði ssl. gera einungis lágmarkskröfur til starfsemi stjórnsýslunnar en sérstaklega er tekið

    fram í 2. mgr. 2. gr. ssl. að ef til er að dreifa strangari lagaákvæðum um málsmeðferð hjá

    stjórnvaldi en kveðið er á um í stjórnsýslulögum gilda þær.54

    50 Frumvarp til stjórnsýslulaga, þskj. 505, 313. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html. [Sótt á vefinn 22.10.2015].

    51 Páll Hreinsson. Hæfisreglur stjórnsýslulaga. Bls. 881.

    52 Sbr. Hrd. 1996, bls. 3628: „Þótt ekki sé vitnað til 2. tölul. 1. gr. laga nr. 32/1976, verður ekki um villst að

    úrskurðurinn beinist að afla, sem ólögmætur telst samkvæmt þeim lið. Verður því ekki talið skipta máli, að ekki

    var berum orðum vísað til síðastgreinds lagaákvæðis.“ Íslenska ríkið var því sýknað af kröfu um ógildingu

    úrskurðarins.

    53 Sbr. Hrd. 30. október 2003 (37/2003): „Að þessu athuguðu verður staðfest niðurstaða héraðsdóms um að

    úrskurður áfrýjunarnefndar samkeppnismála verði ekki felldur úr gildi vegna annmarka á meðferð málsins fyrir

    samkeppnisyfirvöldum.“

    54 Frumvarp til stjórnsýslulaga, þskj. 505, 313. mál. Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html. [Sótt á vefinn 22.10.2015].

    http://www.althingi.is/altext/116/s/0505.htmlhttp://www.althingi.is/altext/116/s/0505.html

  • 19

    4.3 Reglur nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins

    Almennar málsmeðferðarreglur nr. 880/2005 gilda um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins en

    þeim er ætlað að vera til fyllingar málsmeðferðarreglna stjórnsýslulaga nr. 37/1993. Reglurnar

    fjalla með almennum hætti um hvert hlutverk Samkeppniseftirlitsins eigi að vera og hver

    verkefni þess eru frá upphafi málsmeðferðar fyrir stofnuninni. Farið er yfir hverjar kröfur eru

    til aðildar, erinda og ábendinga. Þá fjalla þær með almennum hætti um málsmeðferðina sjálfa

    og að hverju eftirlitið skuli gæta í vinnu sinni. Samkvæmt 11. gr. reglnanna þarf að tilkynna

    aðila máls um upphaf máls og að veita þurfi aðila frest til koma sínum sjónarmiðum á framfæri

    og veita aðgang að gögnum máls nema hætta sé á að rannsókn kunni að torveldast af þeim

    sökum. Þá kemur einnig fram í 21. gr. reglnanna að ákvarðanir Samkeppniseftirlitsins skuli

    birtar aðila máls og við það séu þær bindandi.55

    Með breytingarlögum nr. 52/2007 á skl. var bætt við nýrri lagagrein, þ.e. 17. gr. a. Með henni

    var lögfest að Samkeppniseftirlitinu væri heimilt að ljúka málum með sátt í þeim tilvikum þar

    sem fyrirtæki eða samtök fyrirtækja hafa gerst brotleg við ákvæði skl. eða ákvarðanir

    Samkeppniseftirlitsins. Löggjafinn benti á í frumvarpi að breytingarlögum nr. 52/2007, að ekki

    væri mælt fyrir um heimild í samkeppnislögum að ljúka málum með sátt. Þrátt fyrir það hafi

    Samkeppniseftirlitið nýtt ólögfesta heimild til að ljúka málum með sátt með góðum árangri og

    lögfesting heimildarinnar átti að stuðla að gegnsæi og styrkingu heimildar til að ljúka málum

    með sátt. Taldi löggjafinn réttast að veita Samkeppniseftirlitinu heimild til að leggja

    stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja ef þau fara ekki eftir ákvæðum sáttar.56

    Nánari reglur um framkvæmd sáttar er til að dreifa í 22. gr. málsmeðferðarreglna

    Samkeppniseftirlitsins. Í 22. gr. reglna um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins nr. 880/2005

    segir að eftirlitinu er heimilt á öllum stigum máls að ljúka því með sátt. Samkvæmt ákvæðinu

    getur sátt m.a. falist í því að málsaðili viðurkenni brot á samkeppnislögum og fallist á að greiða

    stjórnvaldssekt vegna þess. Sátt getur einnig falist í því að málsaðili fallist á að breyta tiltekinni

    hegðun sinni á markaðnum eða hlíta fyrirmælum eða skilyrðum sem ætlað er að vernda eða

    55 Reglur nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Aðgengilegt á vef Samkeppniseftirlitsins, slóð:

    http://www.samkeppni.is/media/reglur/reglur_nr_880_2005_um_malsmedferd_Samkeppniseftirlitsins.pdf [Sótt

    á vefinn 20.112015].

    56 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. . löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 18.11.2015].

    http://www.samkeppni.is/media/reglur/reglur_nr_880_2005_um_malsmedferd_Samkeppniseftirlitsins.pdf

  • 20

    efla samkeppni. Sátt er bindandi fyrir málsaðila þegar hann hefur samþykkt og staðfest efni

    hennar með undirskrift sinni.57

    Sá samstarfsvilji sem felst í því að fyrirtæki geri sátt leiðir til lægri sekta en ella, sbr. ákvörðun

    Samkeppniseftirlitsins 10. janúar (4/2008) sem varðaði brot Greiðslumiðlunar hf. (nú Valitor

    hf.), Kreditkorts hf. og Fjölgreiðslumiðlunar hf. á bannákvæðum samkeppnislaga. Með

    ákvörðuninni var Greiðslumiðlun gert að greiða 385 milljónir, Kreditkort 185 milljónir og

    Fjölgreiðslumiðlun 165 milljónir. Við mat Samkeppniseftirlitsins á sektarfjárhæð var horft til

    þess að umrædd fyrirtæki höfðu frumkvæði að sáttaviðræðum við Samkeppniseftirlitið og

    játuðu brot sín á bannákvæðum skl. Þá var einnig horft til þess að fyrirtækin hafa fallist á að

    hlíta fyrirmælum sem til þess voru fallin til að efla samkeppni. Í ákvörðun

    Samkeppniseftirlitsins segir um sátt Greiðslumiðlunar: „Hins vegar var horft til þess að

    Greiðslumiðlun óskaði að eigin frumkvæði eftir sáttarviðræðum og hefur undanbragðalaust

    játað brot sín á samkeppnislögum. Einnig hefur félagið fallist á að hlíta fyrirmælum sem til

    þess eru fallin að efla samkeppni. Með þessum aðgerðum sínum hefur Greiðslumiðlun

    auðveldað og stytt mjög rannsókn og málsmeðferð samkeppnisyfirvalda sem hefur jákvæð

    samkeppnisleg áhrif á hinum skilgreinda markaði. Er horft til þessa samstarfsvilja fyrirtækisins

    við mat á sektum.“

    57 Reglur nr. 880/2005 um málsmeðferð Samkeppniseftirlitsins. Aðgengilegt á vef Samkeppniseftirlitsins, slóð:

    http://www.samkeppni.is/media/reglur/reglur_nr_880_2005_um_malsmedferd_Samkeppniseftirlitsins.pdf [Sótt

    á vefinn 20.11.2015].

    http://www.samkeppni.is/media/reglur/reglur_nr_880_2005_um_malsmedferd_Samkeppniseftirlitsins.pdf

  • 21

    5 Stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti

    5.1 Almennt um stjórnvaldssektir í samkeppnisrétti

    Skilgreina má viðurlög sem hvers konar lagaúrræði vegna réttarbrota í þjóðfélaginu.58 Í IX.

    kafla skl. er kveðið á um viðurlög við brotum á samkeppnislögum. Þau viðurlög sem kveðið er

    á um í skl. eru stjórnvaldssektir og refsingar. Enn fremur er unnt að beita dagssektum sbr. 38.

    skl. í þeim tilvikum þegar ekki er farið að ákvörðun sem tekin hefur verið samkvæmt skl. getur

    Samkeppniseftirlitið ákveðið að sá eða þeir sem ákvörðunin beinist gegn greiði dagsektir þar

    til farið verður að henni.59 Dagsektum er ætlað að knýja fram efndir og/ eða fullnustu á skyldu

    og eru dagsektir því ekki viðurlög heldur flokkast þær sem óbein þvingunaraðgerð.60

    Á grundvelli a-j. liða 1. mgr. 37. gr. samkeppnislaga leggur Samkeppniseftirlitið

    stjórnvaldssektir á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brotið hafa gegn banni samkvæmt þeim

    atriðum sem talin eru upp í stafliðum ákvæðisins. Samkeppniseftirlitið leggur stjórnvaldssektir

    á fyrirtæki eða samtök fyrirtækja sem brjóta gegn:61

    a. banni skv. 10. eða 12. gr.,

    b. banni skv. 11. gr.,

    c. fyrirmælum samkeppnisyfirvalda á grundvelli 14. gr.,

    d. skilyrðum sem samkeppnisyfirvöld hafa sett fyrir veitingu undanþágu á

    grundvelli 15.gr.,

    e. ráðstöfunum, aðgerðum eða bráðabirgðaákvörðunum á grundvelli 16. gr.,

    f. íhlutun, fyrirmælum eða skilyrðum samkeppnisyfirvalda á grundvelli 4. mgr. 17.

    gr. a., 17. gr. c. og 17. gr. e.

    g. banni við að samruni komi til framkvæmda og tilkynningarskyldu skv. 17. gr. a.,

    17. gr. b. og 2. mgr. 17. gr. e.

    h. sátt milli Samkeppniseftirlitsins og aðila, sbr. 17. gr. f.

    i. skyldu til að veita upplýsingar og afhenda gögn skv. 19. gr.,

    j. banni skv. 53. og 54. gr. EES-samningsins.

    58 Björn Þ. Guðmundsson. (2005). Lögbókin þín. Bls. 519.

    59 Frumvarp til samkeppnislaga. 131. löggjafarþing. Þskj. 883-590. mál. Vefútgáfa alþingistíðinda, slóð:

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html [Sótt á vefinn 20.10.2015] .

    60 Björn Þ. Guðmundsson. (2005). Lögbókin þín. Bls. 122.

    61 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 25.10.2015].

    http://www.althingi.is/altext/131/s/0883.html

  • 22

    Samkvæmt 2. mgr. 37. gr. skl. geta sektir numið allt að 10% af heildarveltu síðasta rekstrarárs

    hjá hverju fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem eiga aðild að broti. Ef brot fyrirtækja tengjast

    starfsemi aðila þeirra skal fjárhæð sektar ekki vera hærri en 10% af heildarveltu hvers aðila

    þeirra sem er virkur á þeim markaði sem brot samtakanna tekur til. Við ákvörðun sekta skal

    hafa hliðsjón af eðli og umfangi brota, hvað brot hafa staðið lengi yfir og hvort um ítrekað brot

    er að ræða.62

    5.2 Heimild til lækkunar á stjórnvaldssekt í samkeppnisrétti

    Unnt er að lækka sektir í þeim tilvikum þegar fyrirtæki hefur frumkvæði að láta

    Samkeppniseftirlitið hafa gögn eða upplýsingar um brot sbr. 3. og 4. mgr. 37. gr. skl. Falla má

    frá stjórnvaldssekt ef brot telst vera óverulegt eða ekki er talin þörf á sektum eða í þeim tilvikum

    þegar fyrirtæki er fyrri til að láta í té gögn eða upplýsingar um brot á 10. eða 12. gr. skl.

    Mjög ríkar ástæður verða hins vegar að réttlæta það að sektum er ekki beitt vegna brota á

    samkeppnislögum, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála 31. júlí (10/2008): „að

    mjög ríkar, sérstakar og óvenjulegar ástæður verði að réttlæta það að umræddri undanþágu frá

    sektarákvörðun verði beitt.“ Í málinu benti S ehf. á að ýmis atriði varðandi aðstæður í rekstri

    fyrirtækisins, s.s. mannekla og tæknilegir örðugleikar varðandi bókhald, ætti að leiða til að

    umræddu undantekningarákvæði yrði beitt. Áfrýjunarnefnd samkeppnismála féllst ekki á þau

    rök sem S ehf. benti á, leiddu til lækkunar á sekt þar sem þau væru almenns eðlis og að þau

    gætu ekki réttlætt lækkun frá ákvörðun viðurlaga fyrir brot á tilkynningarskyldum samruna

    samkvæmt skl. Benti áfrýjunarnefndin ennfremur á að ákvæði skl. um tilkynningarskyldu

    vegna samruna væri afar mikilvæg þar sem áhrif samruna á samkeppni yrði ekki haldið uppi

    nema umrædd skylda væri virt. Áfrýjunarnefnd taldi að ekki væru ástæður til að miða

    stjórnvaldssekt við hlutfall af veltu heldur var sektarupphæð ákvörðuð að álitum 750 þúsund.

    5.3 Til hvaða atriða ber að líta til við ákvörðun fjárhæð sekta?

    Ákvæði 37. gr. samkeppnislaga felur ekki í sér tæmandi talningu á þeim sjónarmiðum sem

    horfa skal til við ákvörðunar um fjárhæð sektar sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála

    12. apríl 2013 (4/2013): Úrskurðarnefnd samkeppnismála tók undir með Samkeppniseftirlitinu

    að ákvörðun um fjárhæð sekta getur byggt á fjölda breyta sem geta horft ólíkt við í einstöku

    máli. Það leiðir hins vegar af meginreglunni um skyldubundið mat stjórnvalda við ákvörðun

    62 Frumvarp til laga um breytingu á samkeppnislögum nr. 44/2005. 133. löggjafarþing, þskj. 788, 522. mál.

    Vefútgáfa Alþingistíðinda, slóð: http://www.althingi.is/altext/133/s/0788.html [Sótt á vefinn 25.10.2015].

  • 23

    fjárhæð sekta að Samkeppniseftirlitinu ber a.m.k. að byggja á þeim atriðum sem lagaákvæðið

    kveður á um við töku slíkrar ákvörðunar, sbr. UA 27. mars 2012 (6110/2010):

    Ef ráðið verður af lagaákvæði eða lögskýringargögnum að löggjafinn hafi mælt fyrir

    um þau matskenndu sjónarmið sem stjórnvald verður að horfa til við ákvörðun um

    fjárhæð sektar leiðir af meginreglu stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat að

    stjórnvaldið verður að draga slík sjónarmið inn í mat sitt.

    Ólögfest sjónarmið gilda um ákvörðun stjórnvaldssekta sbr. UA 27. mars 2012 (6110/2010) en

    þau verða að vera málefnaleg auk þess sem gæta verður jafnræðis og meðalhófs:

    Þegar stjórnvald tekur ákvörðun um fjárhæð stjórnvaldssektar þá ber því að byggja

    slíka ákvörðun á málefnalegum sjónarmiðum og mat þess á gögnum málsins verður að

    vera forsvaranlegt. Enn fremur ber því að gæta að jafnræðisreglu 11. gr. stjórnsýslulaga

    og meðalhófsreglu 12. gr. sömu laga. Ef ráðið verður af lagaákvæði eða

    lögskýringargögnum að löggjafinn hafi mælt fyrir um þau matskenndu sjónarmið sem

    stjórnvald verður að horfa til við ákvörðun um fjárhæð sektar leiðir af meginreglu

    stjórnsýsluréttar um skyldubundið mat að stjórnvaldið verður að draga slík sjónarmið

    inn í mat sitt.

    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála hefur í úrskurðum sínum bent á að það skipti máli að

    samræmi gæti í sektarákvörðunum í samkeppnismálum að því marki sem unnt er, sbr. úrskurð

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála 30. september 2011 (3/2011):

    Þá telur áfrýjunarnefnd mikilvægt að samhengi og samræmi, eins og við getur átt, sé á

    milli ákvarðana sekta í samkeppnismálum. Er því sérstaklega horft til úrlausna

    áfrýjunarnefndar í málum sem varða misnotkun á markaðsráðandi stöðu undanfarin

    misseri.

    Í Hrd. 2004 bls. 731 (323/2003) byggði S hf. á því að ekki gætti samræmis í fjárhæð

    stjórnvaldssektar:

    Með ákvörðun samkeppnisráðs 4. desember 2001 (40/2001) komst samkeppnisráð að

    þeirri niðurstöðu að S hf. hefði brotið gegn ákvæðum samkeppnislaga með gerð

    einkakaupasamnings og var samningurinn því ógildur. S hf. kærði ákvörðunina til

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála og kvað áfrýjunarnefndin upp úrskurð sinn með

    úrskurði nr. 1/2002 þar sem stjórnvaldssekt var lækkuð úr 25 milljónum í 12 milljónir

    þar sem samningurinn hefði staðið í tiltölulega stuttan tíma. Undi S hf. ekki við

    niðurstöðu áfrýjunarnefndarinnar og krafðist fyrir héraðsdómi að úrskurðurinn yrði

    felldur niður eða sektir lækkaður verulega. Byggði Skífan á því fyrir héraðsdómi að

    sektarfjárhæðin væri úr hófi og í engu samræmi við viðurlagaákvarðanir dómstóla og

    ekki hefði verið sannað hvert tjónið af brotinu hefði verið. Héraðsdómur komst að

    þeirri niðurstöðu að sektarfjárhæðin væri hæfilega ákveðinn í úrskurði

    áfrýjunarnefndarinnar. Við mat á fjárhæð stjórnvaldssekta beri að líta til fjárhaglegrar

    stöðu markaðsráðandi fyrirtækis og við það mat hvaða sektarfjárhæð sé líkleg til að

    hafa nægileg varnaðaráhrif. Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu héraðsdóms.

  • 24

    5.3.1 Varnaðaráhrif

    Svo unnt er að ná fram markmiðum samkeppnislaga hefur reynslan sýnt að árangaríkustu

    varnaðaráhrifin eru að leggja á háar sektir vegna samkeppnislagabrota. 63 Í úrskurði

    áfrýjunarnefndar samkeppnismála 5. október 2013 (4/2013) var bent á að stjórnvaldssektum

    skl. væri m.a. ætlað að hafa varnaðaráhrif og væri því fjárhæð sekta mikilvæg í því sambandi.

    Í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 12. apríl 2013 (8/2013), sem áfrýjunarnefnd tók til skoðunar

    í áður nefndu máli, benti Samkeppniseftirlitið á að Valitor hf. hafi með sátt sem gerð var árið

    2007, viðurkennt alvarlegt brot á samkeppnislögum á árunum 2002-2006. Af þeim sökum hafi

    verið lögð sekt á Valitor hf. að fjárhæð 385 milljónir sbr. ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 10.

    janúar (4/2008). Sú sekt hafi ekki haft tilætluð áhrif en Valitor hf. hélt áfram brotastarfsemi

    sinni á bannreglum skl. með því að hafa á árunum 2007-2009, haldið áfram að beita ólögmætri

    undirverðlagningu á hinum skilgreinda markaði. Taldi Samkeppniseftirlitið að álögð sekt verði

    að hafa slík áhrif á Valitor hf. að félagið hætti brotastarfsemi á skl. Ákvörðun

    Samkeppniseftirlitsins var staðfest með úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 5. október

    2013 (4/2013) og var Valitor hf. gert að greiða 500 milljónir í stjórnvaldssekt.

    Það leiðir af orðalagi 1. mgr. 37. gr. skl. að varnaðaráhrif sekta stuðli að samkeppnislög nái

    markmiðum sínum, sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála 21. september 2006

    (4/2006):

    Áfrýjunarnefndin fjallað um tilgang og markmið 37. gr. skl. en í úrskurðarorðum

    nefndarinnar segir að ákvæðinu væri ætlað að skapa almenn og sérstök varnaðaráhrif.

    Þá bendi úrskurðarnefndin ennfremur á að fram komi í lögskýringargögnum að

    tilgangur ákvæðisins eins í núverandi mynd, sé að tryggja þá meginreglu að leggja

    sektir á ef brotið er gegn bannákvæðum laganna. Ákvæðið felur í sér skyldu til að taka

    tiltekin sjónarmið ávallt til skoðunar. Þó var ekki talið að um tæmandi talningu að ræða

    enda bendir orðalag ákvæðisins ekki til þess. Studdist áfrýjunarnefndin á þessi

    niðurstaða væru í samræmi við hefðbundnar skoðanir í samkeppnisrétti. Af þeim

    sökum verði að líta til fleiri atriða við ákvörðun viðurlaga en þó aðeins þannig að þau

    eru í eðlilegum tengslum við það málefni sem fyrir liggur. Ákvörðun viðurlaga í

    samkeppnisrétti ber því fyrst og fremst að hafa í huga hversu alvarleg eðlis viðkomandi

    brot er, umfang samkeppnishamlan sem átti sér stað og hvað þær hafa staðið lengi yfir.

    Einnig mætti líta til stærðar fyrirtækja sem teljast brotleg, huglægrar afstöðu stjórnenda

    og hagnaðarsjónarmiða.

    Meginreglan er sú að leggja skal stjórnvaldssekt vegna brota á ákvæðum samkeppnislaga, sbr.

    Hrd. 9. febrúar (205/2011):

    63 Wils. Wouter P.J. (2003). Self-incrimination in EC Antitrust Enforcement: A Legal and Economic Analysis.

    Bls. 16.

  • 25

    Héraðsdómur féllst á að I ehf. hafi brotið á 11. gr. skl. með viðskiptaháttum sínum og

    staðfesti úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála 22. júní 2007 (4/2007) að öðru

    leyti en því að fellt var úr gildi ákvæði úrskurðarins um að I ehf. skyldi greiða

    stjórnvaldssekt að fjárhæð 130.000.000 kr. Hæstiréttur komst hins vegar að þeirri

    niðurstöðu að meginreglan væri sú, að samkvæmt ákvæði 37. gr. skl. skyldi sekt liggja

    við brotum á bannreglum laganna. Hæstiréttur taldi réttast að sektin væri hæfilega

    ákveðin 80.000.000 kr.

    5.3.2 Á hvern er stjórnvaldssekt lögð?

    Gildissvið samkeppnislag er nokkuð víðtækt og af þeim sökum eru sektarheimildir

    Samkeppniseftirlitsins því mjög víðtækar. Samkeppniseftirlitið getur beit sektum á grundvelli

    37. gr. skl. á öll þau fyrirtæki sem stunda hvers konar atvinnustarfsemi óháð því hvort hún er

    rekinn af einstaklingum félögum, opinberum aðilum eða öðrum, sbr. 2. gr. skl.64

    Í samkeppnisrétti er almennt talið að lögaðilinn sem starfrækir viðkomandi fyrirtæki á sama

    tíma og brot þess eigi sér stað, verði almennt gert að greiða sektina.65 Skiptir þá engu máli

    hvort lögaðilinn hafi selt viðkomandi fyrirtæki til annars aðila áður en ákvörðun um

    stjórnvaldssekt hafi verið tekin.66 Upp hefur komið það álitaefni hvort stjórnvaldssekt hafi

    verið beint að réttum aðila sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála 16. febrúar 2012

    (13/2011):

    Áfrýjendur byggðu á því að sektarákvörðun hafi ranglega verið beint að Langasjó en

    ekki dótturfélögunum, þar sem félögin mynduðu ekki eina efnahagslega einingu í

    skilningi samkeppnisréttar. Af þeim sökum væri um aðildarskort að ræða og af þeirri

    ástæðu ætti að fella hina kærðu ákvörðun úr gildi. Félagið hafi verið móðurfélag Síldar

    og fiskjar og Matfugls og fleiri fyrirtækja allt hið meinta brotatímabil.

    Áfrýjunarnefnd samkeppnismála taldi að þegar einn aðili fer með eignarhlut brotlegs

    félags að fullu sé heimilt að líta á eigandann sem hluta af hinni efnahagslegu einingu,

    nema sérstaklega standi á. Byggði sú niðurstaða á fyrri úrskurðum nefndarinnar og

    réttarframkvæmd í samkeppnisrétti. Benti áfrýjunarnefnd samkeppnismála á fyrri

    úrskurði sína, máli sínu til stuðnings á úrskurð áfrýjunarnefndar 13. október 2009

    (14/2009). Þar kom fram að viðurkennt væri í samkeppnisrétti að „oft megi líta á

    móður- og dótturfélag sem nokkurn veginn sama aðilann og að heimilt sé að leggja

    sektir á móðurfélög vegna samkeppnislagabrota annarra fyrirtækja innan samsteypu

    þeirra. Áherslan liggur þá á að leggja sektina á þann aðila sem á endanum hefur arðinn

    af starfsemi samsteypunnar og situr í raun við stjórnvölinn í starfseminni.

    64 Ragna Björk Ragnarsdóttir. (2008). Viðurlög við samkeppnisbrotum. Bls. 61.

    65 Sjá t.d. dóm dómstóls EB í máli nr. C-279/98P Cascades v Commission [2000] ECR I-9693: „It falls, in

    principle, to the legal or natural person managing the undertaking in question when the infringement was

    committed to answer for that infringement ...“.

    66 Sjá t.d. dóm undirréttar EB í máli nr. T-372/94 SCA Holding Ltd v Commission [1998]: „The Court has held

    ... that an undertaking's infringement must be attributed to the legal person responsible for the operation of that

    undertaking when the infringement was committed. While that legal person exists, responsibility for the

    undertaking's infringement follows that legal person, even though the assets and personnel which contributed to

    the commission of the infringement have been transferred to third persons after the period of the infringement.“

  • 26

    Hugtakið fyrirtæki í samkeppnisrétti sætir því sjálfstæðri skýringu og tekur til hvers konar aðila

    eða einingar sem stundar atvinnustarfsemi. Hugtakið er þannig af efnahagslegum toga og því

    er ekki gerð skilyrði að fyrirtæki sé lögpersóna sbr. úrskurð áfrýjunarnefndar samkeppnismála

    í máli 12. mars 2008 (3/2008). Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 17. desember 2007

    (70/2007) var Hf. Eimskipafélagi Íslands gert að greiða 310 milljónir vegna brota á 11. gr. skl.

    Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 12. mars 2008 (3/2008) var deilt um hvaða aðili

    ætti að greiða stjórnvaldssektina:

    Eimskip ehf., sem síðar breyti nafni sínu í Eimskipafélag Íslands ehf. og aftur í Hf.

    Eimskipafélag Íslands taldi sig ekki eiga aðild að málinu þar sem ekki hefði verið búið

    að stofna félagið þegar hin meintu brot á samkeppnislögum áttu sér stað. Félagið vísaði

    til að á árinu 2003 hefði flutningastarfsemi Hf. Eimskipafélags Íslands verið færð til

    nýs félags, Eimskips ehf. sem síðar var nefnt Eimskipafélag Íslands ehf. og það félag

    hefði verið selt Avion Group á árinu 2005. Sama ár hafi svo Hf. Eimskipafélag Íslands

    verið sameinað annars vegar Landsbanka Íslands hf. og hins vegar Straumi-Burðarási

    hf. og Hf. Eimskipafélagi Íslands verið slitið í kjölfarið. Af þeim sökum bæru

    Landsbanki Íslands hf. og Straumur-Burðarás hf. alla ábyrgð á ætluðum brotum Hf.

    Eimskipafélags Íslands. Samkeppniseftirlitið vísaði til þess að sekt vegna brota á

    samkeppnislögum ætti eðli málsins samkvæmt að beinast að aðila sem njóti rétthæfis.

    Við þær aðstæður sem áttu við í þessu máli bæri að finna hvar viðkomandi fyrirtæki

    væri niðurkomið og beina sektarákvörðun að þeim aðila sem tekið hafi við rekstri þess.

    Sé þá metið hvort efnahagsleg og starfræn samfella sé á milli upphaflega fyrirtækisins

    og þess sem hafi tekið við því.

    Samkeppniseftirlitið taldi að flutningasvið Hf. Eimskipafélags Íslands hafi verið rekið í

    samfellu og komst ennfremur að þeirri niðurstöðu að það hafi haft markaðsráðandi stöðu á

    sjóflutningsmarkaði. Í niðurstöðum áfrýjunarnefndar var litið til þess að ótvíræð skipulagsleg

    tengsl hafi verið á milli félaganna þegar Eimskip ehf. tók við flutningastarfsemi Hf.

    Eimskipafélagi Íslands og voru stjórnarmenn félaganna að megninu til þeir sömu og áður. Var

    því ekki talið unnt að skipta ábyrgð félaganna í samkeppnislegu tilliti. Þá leiddu breytingar á

    lagalegu formi og nafni fyrirtækisins ekki til brottfalls á ábyrgð i þeim tilvikum þegar báðir

    aðilar eru efnahagslega sami aðilinn. Af þessum sökum komst áfrýjunarnefnd samkeppnismála

    að þeirri niðurstöðu að Eimskip ehf. síðar Eimskipafélag Íslands ehf. og nú Hf. Eimskipafélag

    Íslands væri ábyrgt vegna athafna Hf. Eimskipafélags Íslands í skilningi samkeppnisréttar sem

    til rannsóknar voru. Ákvörðun um sekt var því réttilega beint að því félagi, þar sem sú ráðstöfun

    væri best til þess fallin að skapa bæði sérstök og almenn varnaðaráhrif.

    5.4 Hvernig er fjárhæð stjórnvaldssekta í samkeppnisrétti ákveðin?

    Eins og áður segir þá geta sektir sbr. 2. mgr. 37. gr. skl. numið allt að 10% af veltu síðasta

    almanaksárs hjá því fyrirtæki eða samtökum fyrirtækja sem aðild eiga að

  • 27

    samkeppnishömlunum. Með ákvörðun Samkeppniseftirlitsins 26. júní (22/2009) var Högum

    hf. gert að greiða 20 milljónir í stjórnvaldssekt vegna brota félagsins gegn 3. mgr. 17. gr. a. skl.

    Í úrskurði áfrýjunarnefndar samkeppnismála 13. október 2009 (14/2009) benti

    áfrýjunarnefndin á ýmis atriði se