steingerður sms 2012

49

Upload: vignir-eyborsson

Post on 29-Mar-2016

248 views

Category:

Documents


19 download

DESCRIPTION

120 ára afmælisútgáfa Steingerðar og jafnframt fjórða tölublað ársins.

TRANSCRIPT

Page 1: Steingerður SMS 2012
Page 2: Steingerður SMS 2012

Nú er veturinn á enda og langþráða sumarið gengið í

garð. Snjórinn og kuldinn heyrir sögunni til og nú er

tími til að njóta lífsins. Sólin skín í heiði og fuglarnir

syngja með okkur þann gleðisöng sem ómar í hjör-

tum okkar þegar við göngum útí sumarið með gott

skólaár að baki.

Það eru tímamót í lífi okkar MS-inga, það er komið

að þeirri stundu sem nemendur og kennarar hafa

beðið í ofvæni eftir. Hin veglega Steingerður hefur

loksins litið dagsins ljós. Eftir mikla vinnu og langt

tímafrekt ferli hefur draumur okkar loksins orðið

að veruleika. Og þetta er einfalt kæri lesandi, maður

uppskerir það sem maður sáir, Steingerður hefur

aldrei verið jafn glæsileg og nú. Blaðið var hannað

með það að leiðarljósi að þú hafir gagn og gaman af.

Það gefur þér innlit á hvað Menntaskólinn við Sund

hefur til brunns að bera, og það er svo sannarlega

meira en flestir halda.

Ég vona að þú hafir gaman af lestrinum, og njótir

góðs.

- Ritnefnd

Kæri lesandi

Page 3: Steingerður SMS 2012

EFNISYFIRLIT4-7 8 9-10

12-13

26 35 45

4837

15-1620-21

22-25

17-18

Page 4: Steingerður SMS 2012

When In Rome...Pétur Finnbogasson segir frá:

Eftir vel heppnaðar utalandsferðir til Ber-línar og Parísar þá lá leiðin til hinna fornu borgar ROME. Spennan var gífurleg meðal þeirra sem völdu valfagið „Borgin Eilífa“ þar sem nemendur töldu niður með sveitta og titrandi efri vör og gátu varla hamið sig við tilhugsunina, Ítalía, pizza, pasta, Ber-lusconi og pepperoni. Ég fékk það verkef-ni að skrifa um þessa fimm dægra dvöl á Ítalíu en þó ætla ég ekki að feta í fótspor Atla Fugls hér forðum sem varð á matseðli skólastjórnar fyrir að hafa skrifað óviðei-gandi pistil í fyrra um Parísarferðina sem samt sem áður var virkilega skemmtilegur pistill til aflestrar. Sem betur fer varð Atli fugl ekki að léttreyktri gæs því hann var ekki þess virði.Við vorum 50 manna hópur sem skiptist í tvo hópa. Annar hópurinn millilenti í Dan-mörku þar sem allt gekk smurðulaust fyrir sig og allir voru með bros á nös. Hinsvegar var ekki jafn heppileg ferð hjá mínum hóp. Ævintýrið hófst á Leifsstöð og voru allir pollrólegir í góðu yfirlæti að bíða eftir flugi til London. Rólegheitin komu aldeilis í bakið á okkur en hugur okkar allra sem

sátu og spjölluðum um daginn og veginn kvarlaði aldrei að okkur að það væri frekar stutt í flug. Fyrir minn part þá var ég alltaf stilltur inná það að það væru tveir tímar í flug en svo var ekki. Stefán Jón og Atli Fugl löbbuðu arfaslakir út í sígó þegar 10 mínútur voru í flugtak. Allir voru svakale-ga stressaðir og hlupu eins hratt og þeir gátu að gate 21 en það þurfti auðvitað að vera hinum megin í enda byggingarinnar, (eftir langa ganginum). Ég persónulega hef aldrei verið jafn stressaður á ævi minni og bálreiðu lögreglunnar í glerbúrinu voru ekki afar sáttar með seinkomu okkar. Ég fann hvernig hægra eistað mitt fór smátt og smátt inn í kviðinn minn enda var það skelfilegasta tilfinningin að labba walk of shame í flugvélinni þar sem blasti við okkur eingöngu stór, óþreyjufull og pirruð andlit. „Afsakið þessa töf góðir farþegar“ gjall í rödd flugstjórans á meðan okkur var létt í flugsætum og leiðin þá lá til Lon-don #Ég hata pund og svo að áfangastað-num sjálfum, RÓMARBORG BABY. Síðan þegar komið var á flugvöllinn í Róm og átti að leggja afstað á hótelið þá komu sumar töskur ekki með og lentu nokkrir aðilar í algjöru rapi.u

Page 5: Steingerður SMS 2012

(En Herdís Kristjánsdóttir var skelfilega óheppin þegar vegabréfið hennar glataðist mögulega í flugvélinni eða lenti í greipum vasaþjófs, en það gerði það að verkum að hún þurfti að vera einum degi len-gur í Róm í lok ferðar). Nú ef við víkjum til komu okkar um kvöldið þá var mikil spenna að bragða gómsæta ítalska pizzu. Það voru samt hrein vonbrigði með piz-zurnar en þær voru allar meira og minna vatnskenndar og slepjulegar og einhvern hluta vegna var pepperoni að salami og skinka varð að hráskinku. Nennti ég þessu, ég nennti þessu ekki neitt. Tvær staðalímyndir Ítala fyrir mér eru gómsæta pizzur og latino fallegar ítalskar gellur en NEI það stóðust alls ekki væntingarnar. Þær ítölsku voru hvítlaukslyktandi dök-khærðar og samanþjappaðar kvenkyns-fígúrur sem voru bara þarna eitthvað að lífverast. Burtséð frá matargerð og ko-num þá var þetta fyrst og fremst men-ningarferð og var það hinn vel upplýsti og djúpraddaði Clarence Edvin Glad söguke-nnari sem er með 5 háskólapróf (og ken-nir samt í Menntaskólanum við Sund) sem var með svipuna á lofti. En við fengum að vita að hann er með svarta beltið í júdó og karate og þar með vildi hann ekkert kjaftæði í þessari ferð. Gummi þýskuken-nari kom sko sannarlega á óvart en hann talaði reiprennandi ítölsku eftir að hafa verið leiðsögumaður á Ítalíu til margra ára. Hann fræddi okkur um sögu hinnar eilífu borgar og um öll þau mannvirki sem spruttu upp líkt og Hringleikahúsið. Fólk var farið að vera gjörsamlega uppge-fið eftir mikið labb og sá maður að fólk fór að týnast úr hópnum til að komast í afslöp-pun upp á herbergi. Laugardagurinn var frídagur og það þýd-di bara eitt að það væri stærsta djammið um kvöldið. Magdalena Margrét var með allt á hreinu og googlaði 10 bestu skemm-tistaði í Rome. Stefnan var tekin að fyrsta sæti listans og fóru allir í partýsokkana og settu fín smyrsl á sig fyrir stóra kvöldið. Meira segja Þórir Guðjónsson ákvað að fá lánaða skyrtu hjá Bjarma og tók loksins af sér fínu húfuna sína og setti á sig rosalega góðan ilm engan annan en Old Spice því nú átti sko að veiða kvenkynið (eða ég vona það). Bjarmi krull brenndi sig illa á krul-lujárninu sínu en slapp þó tiltölulega vel. Um kvöldið tókum við félagarnir rándýran leigubíl en við gerðum okkur ekki grein fyrir því að bílferðin var um 35 mínútur.

bílferðin var um 35 mínútur. Þvílíkur óróleiki lék um okkur en skiljanlega þar sem við vorum stressaðir ef svo klúbbur-inn væri lélegur og væri ekki peninganna virði. EN svo var ekki- Þetta var mögule-ga fallegasta sem við höfum séð. Leigubíl-linn loksins stoppaði og við okkur blasti algjör partý höll, með geðsjúkum ljósum og óendanlega miklum fólksfjölda sem streymdi inn. Við næpuhvítu Íslendingar-nir liðuðumst áfram í átt að dyravörðu-num með smá stress í mallakútnum. En viti menn við komumst inn og þvílík fagnaðarlæti brutustu út meðal okkar í hópnum- þetta var jafn góð sælutilfinning og að missa sveindóminn með gullfallegri hreinni mey, en þessi gullfallega hreina mey varð allt í einu að spikfeitri sveittri kerlingu þar sem gripið var í öxlina mín. Ég leit við og þar stóð mjög pirraður dy-ravörður og sagði okkur að fara í burtu en þá höfðum við óvart farið yfir grindverk sem mátti alls ekkert fara yfir. Við fun-dum að lokum leið til að komast inn en það þurfti kvenmenn í það verk. Þannig er mál með vexti að Ítalar eru svo miklir perrar að það þurfti að fylgja kvenmaður með hverjum karli, því fleiri kvenmenn því betra. Okkar stelpur voru þegar komnar inn og var þetta vonlaust mis-sion. Í vonleysi og nánast sorg ferðarinnar

#nokkrirnemendurstórskuldugirclarence #clarencemeistari-ferðarinnar #sagðibrandaraá-latínu #ofþröngtgat #hamingjusami4.Cvarallsráðandi-íferðinni #haffiheppnidatt-afsvölum #brynjadísyndis-legkona

u

Page 6: Steingerður SMS 2012

ferðarinnar löbbuðum við meðfram klúbbnum þungir í brún. Gleðina tókum við síðan aftur á ný þegar við fundum an-nað hlið og löbbuðum þar beint í gegn og JIBBÍ við vorum komnir inn- inn í heim e-pillu tónlistarinnar en þetta var him-naríki fyrir Stefán Jón Ingvarsson sem hlustar daglega á svona sýru og e pillu tónlistar sull. Þó skemmtum við okkur alveg konunglega inná staðnum við þvíl-íka stemningu fjöldans og frábærum DJ-um. Gnúzi í Ármann sýndi gömlu góðu danstaktana þarna inni við mikinn fögnuð vel hífaðra Ítala. Þetta var hápunktur fer-ðarinnar.Menningin var orðin frekar fullmikil fyrir suma og vildum við þá félagar brjóta fer-ðina svolítið upp. Þá kom upp sú hugmynd að fara á fótboltaleikinn Roma-Novara. Flóki Jakobsson upplifði mestu eftirsjá lífs síns en hann beilaði á seinustu stun-du sökum sveppasýkingar í þvagrásaropi. 5-2 var lokastaðan og sjö mismunandi markaskorarar. Þetta var leikur með öl-lu-slagsmálum, blysi, sprengjum og King Totti var á sínum stað en skoraði því miður ekki en hann er samt legend. Ítal-ska herlögreglan leitaði ósmurt að Sigga hesti en án árangurs. #siggihideandseek-champ #beilástuðningsmannafánunum #misstiafflottastamarkinu #verstapul-saseméghefsmakkaðávellinum. Sjokk ferðarinnar var þegar Partý-Haffi datt af frekar háu falli af partý svölu-num á hótelinu. Þvílík hetja sá maður en sögur herma að hann hafi keyrt þetta í gang á spítalanum að ein lauflétt ítölsk hvítlauksþefjandi læknakvendi hafi verið einstaklega góð og boðið sérstaka meðferð fyrir okkar mann en eins og sést þá er Haffi sprellilifandi í dag og labbar eins hann ætti lífið að leysa #fekkutanum‘ann #þægindi #vitlaustgat

Að lokum var þetta frábær ferð í alla staði þó hún einkenndist af mikilli þreytu og púli þá þraukuðum við í gegnum margt og mikið- Þórir Guð svaf hálfa ferðina og endaði með aðeins drauma til að segja frá þegar komið var heim. Runkkóngur fer-ðarinnar var krýndur en verður ekki ge-finn hér upp. En ekkert kynsvall líkt og í Berlínarferðinni átti sér stað heldur voru klobbaleikir geymdir þegar komið var á klakann. Mig langar að þakka fyrir mig og þar sem ég er að fara kveðja þennan skó-la langar mig líka að þakka ritnefndinni kærlega fyrir vel unnin störf á árinu. Þó langar mig að enda þessa frásögn af fer-ðinni á Twitter hashtags en við vitum öll að Twitter mun taka yfir facebook þannig þetta á vel við. Bæjjj :***

#hótelstjórinn-clarenceoglítill-fanturbönkuðu-uppáherberginu-okkarstrákana-álokadegi #alltafpartý #alltídrasli#enginsekt #sígóútmallt #clarenceíhössl-inu #brynjaíhössl-inu #þæríslensku-vorukreivinþá-ítölsku #péturfinnlan-gureinsogve-turinn

Page 7: Steingerður SMS 2012
Page 8: Steingerður SMS 2012

Röltandi um strendur Panama City Beach í Florida í 28 stiga hita með 12 strákum úr fótboltaliðinu sem eru núna flestir orðnir mínu bestu vinir ( strákar frá Frakklandi, Venúsuela, Englandi, Ástralíu, Nýja Sjálandi og Írlan-di) fæ ég message á Facebook í gegnum síman frá hinni yndislegu Kristínu sem spyr mig hvort ég sé tilbúin að skrifa smá pistil fyrir Steingerði, viku síðar spyr hún mig hvort þetta fari ekki að vera tilbúið ég hafði ekki hugmynd hvað hún væri að tala um fyrr en ég skoða message-ið fyrir viku síðan. Þannig núna sit ég út á bakka og reyna að púsla saman minningum frá Spring Break og lífinu eftir MS.Lífið á ströndinni var eins og klippt út úr American Pie myndunum og Blue Mountain State þáttunum, mörg þúsund manns annaðhvort of sterað eða í of litlu bikiníi, liggur við að það hafi verið inngöngu skilyrði á ströndina. Það sem var að gerast á ströndinni alla daga var Beer-Pong, BeerBong, Keg Stand, Dj-ar að þeyta skífum sínum allan daginn, allskonar keppnir uppá sviði eins og WetT-shirt keppni, Teach me how to dougie og margt fleira. Til að summaries-a þess ferð fóru dagarnir einhvern vegin svona: vakna, Corona kassi, ströndin allan dagin, aftur uppá herbergi mixa Ciroc, út að borða, Club La Vela langt fram eftir kvöldi. Sjúkasta vika sem ég hef upplifað og margt sem maður gerði sem maður mun aldrei gleyma!Lífið hérna úti er fáránlega ljúft og afslappað, síðan í lok febrúar hefur verið 25 stiga hiti svo maður kvartar nú ek-kert. Mig hafði alltaf langað að fara í nám til bandarík-jana eftir MS, spila fótbolta, prófa að flytja út frá hótel mömmu, kynnast því hvernig er að búa erlendis og margt fleira. Svo sumarið 2011 eftir að ég hafði útskrifast úr MS kom tilboð frá skóla í Alabama sem var í topp 30 af bestu fótboltaskólum í USA. Mér leist virkilega vel á þetta og ákvað að kýla á það með nánast engum fyrirvara. Eftir að ég kom út hefur þetta verið ekkert nema skemmtun og maður hefur upplifað alvöru ThanksGiving, Halloween, Spring break, St. Patricks Day og líka ferðast á marga staði sem maður mundi örugglega aldrei hafa séð eða up-plifað. Svo hefur maður farið á tónleika með Wiz Kahli-fa, Ludacris og fleirum. Maður getur spilað golf í janúar, komin með miða á Boston – Miami… þannig lífið er fínt þessa stundina.Það fylgir þessu líka alvara, ótrúlegt en satt, maður þarf að helga sig náminu og vera með sjálfsaga gagnvart því. Ég er eini Íslendingurinn í þessum skóla og það var frekar erfitt fyrst en svona eftir á að hyggja hefur maður bara þroskast á því og lært að standa á eigin fótum sem er virkilega gaman. Tala nú ekki um alla þessa stráka sem maður hefur kynnst og munum vera vinir um ókomna

tíð, við erum strax byrjaðir að plana að hittast þegar við klárum skólan í hinum ýmsu heimalöndum. Þannig þetta er bullandi lífsreynsla.Ef það er möguleiki fyrir einhvern að fara svona, þá mun-di ég ekki hika, það mun engin sjá eftir þeirri ákvörðun að gera þetta, þótt maður muni alltaf sakna allra á Íslandi og Íslands! Ástarkveðja til Íslands frá

sundlaugabakkanum í Bama.

Líf Eftir MSGunnar Helgi Steindórsson

Page 9: Steingerður SMS 2012

Hvaða ár útskrifaðistu úr MS? Ég útskrifaðist úr MS árið 1993 - af Eðlisfræðibraut - 4-X nánar tiltekið.

Þrjú lýsingarorð sem varpa bestu ljósi á menntaskólagöngu þína? Tegra, ríma, diffra.

Í hverju tókst þú þátt þegar kom að félagslífinu í MS? Þetta var annars nokkuð frjór tími, hiphopparar voru að brjótast út úr ljótu Blazer jakka tískunni og mæta með sundgleraugu á böll í LA gear skóm, technotónlist var að halda innreið sína, fyrstu reifin voru haldin, DJ Frímann var þarna einn sá harðast á landinu og í MS spiluðu mar-gar fínar hljómsveitir eins og til dæmis Ham og Maunir. Ég tók þátt í ýmsu, skólablaðið var kannski stærst og svo var ég byrjaður að skrifa. Held ég hafi birt fyrstu smásö-guna í Steingerði.

Nú ert þú maðurinn á bakvið Steingerði, hvar lig-gur ástæðan fyrir nafninu ?Við vorum hópur sem gáfum út fyrsta tölublaðið, gott ef það var ekki vorið 1992 en þá var Bjarki Pétursson vinur minn í slag um embætti Ármanns og því setti hann stóra mynd af sér fremst og titlaði sig ritstjóra. Hann vann kosningu-na. Af öðrum í ritstjórninni má nefna Pálma Guðmunds-son sem nú er forstjóri Stöðvar Tvö. Þegar við leituðum að

nafni þá var Brynjar tvíburabróðir Bjarka í ástarsorg en stúlka sem hafði verið Ungfrú Hólabrekkuskóli og síðar sætasta stelpan í Versló hafði kramið hjarta hans mjög grimmilega. Þegar við köstuðum á milli okkar nöfnum sagði hann í sífellu, Steingerður! Steingerður! Svo við tó-kum hann á orðinu. Blaðið hét því Steingerður.

Hvernig var fyrsta tölublað Steingerðar?Fyrsta blaðið var ágætt, þið ættuð að birta mynd af rit-stjórninni. Það gleymdist að prófarkalesa, ég skrifaði allt sem var fyndið í blaðinu en vinir mínir skrifuðu alla fyrir þeim textum. Ég held að þar hafi verið grein um lotuk-erfi, er ekki búið að koma því á núna? Næsta ár var ég í ritstjórn ásamt Þorláki Lúðvikssyni og Arnari Hallssyni. Það var miklu betra blað og stærra. Blaðaútgáfa í skóla-num hafði verið mjög stopul og léleg. Stundum kom ekkert blað, nema eitt sem var mjög súrrealískt framtak einstak-lings og hét Bleyjan. Við ákváðum að negla blaðið strax sem hefð í skólanum, annað blaðið var því hundrað ára vegleg afmælisútgáfa Steingerðar með mynd af langöm-mu minni á kápunni. Ég held að það hafi virkað að ein-hverju leyti. Held að þetta sé langlífasta blað í sögu MS. Hefðir eru mjög nauðsynlegar og okkur fannst leiðinlegt að eiga engar hefðir. Ég er mjög ánægður með þessa 20 ára afmælisútgáfu sem er núna - eða 120 ára í okkar tímatali.

Lagðiru mikla vinnu í námið á árunum við skólann?Ég var alltaf ágætur námsmaður, var óákveðinn í hvað

Andri Snær MagnasonAndri Snær MagnasonAndri Snær Magnason

Steingerður tók viðtal við Andra Snæ Magnason rithöfund. Hann hefur skrifað bækur, leikrit og

kvikmyndahandrit og hafa verk hans verið sýnd og

gefin út í 22 lön-dum. Auk þess að

hafa gengið í Menntaskólann við sund átti hann sæti í ritnefndinni sem setti Steingerði á laggirnar.

Page 10: Steingerður SMS 2012

ég vildi verða, fór því á Eðlisfræðibraut til að loka engum dyrum, tók myndlistarval - en fór svo í Íslensku í Háskóla Íslands, eftir viðkomu í Læknadeildinni. Ég reyndi að fara á skíði þegar ég gat - svo var ég í spurningaliðinu sem skeit mjög illa á sig: Það kom kafli um konu í Íslendin-gasögu sem gilti tvö stig. Svo gáfumenni í liðinu okkar ákvað að dreifa áhættunni og svaraði: Guðrún Ósvífurs-dóttir í Njálu - þótt hann vissi að hún væri ekki persóna í Njálu. Íslenskukennarar fyrirgáfu þetta aldrei.

Hvaða kennari er þér eftirminnilegastur ?Ég var með góða kennara, Páll Bjarnason kenndi mér íslensku og fékk okkur til að yrkja í 2. bekk. Daníela Fer-nandez var eitilharður franskur stærðfræðikennari, alger nagli og kastaði krítum í þá sem ekki hlustuðu. Hafþór Guðjónsson efnafræðikennari, Kristján Sigvaldason sögukennari, Halldór jarðfræðikennari (Moldi Setberg) og Þórður eðlisfræðikennari voru líka eftirminnilegir.

Er eitthvað eftirminnilegt úr kennslustund?

Hmm. Kannski þegar gáfum Kristjáni Sigvaldasyni koníaksflösku í síðasta tíma. Hann var afar sérstakur kennari, mjög stífur, agaður en lúmskt fyndinn. Þegar við gáfum honum flöskuna viknaði hann og síðan allur bek-kurinn.

Hvað er að gerast í þínu daglega lífi núna?Ég á fjögur börn, ég bý í Karfavogi, nánast á MS lóðinni. Þau eru fjögurra, sex, tíu og fimmtán. Ég ferðast mikið, allt að 12 sinnum á ári til útlanda. Á þessu ári koma út bækur eftir mig í Brasilíu, Rússlandi, Noregi, Ungverjalandi og Ameríku. Ég stefni á að gefa út nýja bók í haust og vinna að kvikmynd. Ég verð líklega á eyju fyrir norðan Sikiley í Júní og sigli heim með japönsku skemmtiferðaskipi. Það borgar sig að læra íslensku í Háskólanum.

Hvar sérðu þig eftir fimm til tíu ár?Eftir fimm ár? Tíminn líður svo hratt, ég kláraði MS í gær! Ég vona að ég verði búinn með bók, kominn með einhver kvikmyndaverk á koppinn, að krakkarnir mínir verði kátir.

D.I.Y. ...do it yourselfBúðu til þína eigin slaufu

Byrjaðu á að draga lóðrétta og lárétta línu til að skipta efninu í 4 parta.

Límdu síðan hinn partinn af flauelsefninu við.

Síðan límirðu

næluna við

15cm x 9 cm flauelsefni2 cm x 6 cm flauelsefni

Næla Límbyssa

ReglustrikaPenniÞ

að s

em þ

ú þa

rft:

Snúðu efninu við og haltu fingrunum um miðjuna og settu dropa af heitu lími í miðjuna. Brjóttu flau-elið síðan saman .

1.

2.

3. 4.

Page 11: Steingerður SMS 2012

Ævintýrið hófst allt saman á sjálfu kosningakvöldinu og óhætt er að segja að spennan hafi verið í hámarki. Tölur-nar voru komnar í hús og var Ísak kosningarstjóri kominn uppá svið í hinsta sinn og kvað upp úrslit kvöldsins; ,,Rétt kosin Skemmtinefnd SMS skólaárið 2011-12 og þar með sigurvegarar kvöldsins eru Kryddpíurnar!” Það kemur á óvart að þakið hafi ekki sprungið af húsinu þegar að þessi úrslit voru kveðin upp, en þessi stund mun seint víkja úr minnum okkar stelpnanna. Fyrst á dagskrá hjá okkur var að sjá um dimmit-eringuna hjá þáverandi 4. Bekkingum og svo fyrsta ballið okkar, Lokaball SMS. Ballið heppnaðist vonum framar og hefur lokaballið aldrei verið stærra en í þetta skiptið. Busavikan alræmda var næst á dagskrá hjá okkur en þar voru lítil busagrey vígð inn í SMS með tilheyrandi viðburðum. Vikan endaði síðan á sjálfu Busaballinu sem gekk svona líka ljómandi vel. Veturinn hélt áfram og í október ákváðum við stelpurnar að koma af stað nýrri viku í MS sem fékk nafnið Landbúnaðarvikan en hún kom í staðinn fyrir Októberfest. Góð ‘útilegu’stemning myndaðist og tók fólk vel í nýja þemað. Lopapeysur, grill og gítarspil einkenndi þessa viku og endaði hún svo á sjálfu Landbúnaðarballinu en óhætt er að segja að þar hafimenn skemmt sér eins og alvöru sveitafólk við alvöru íslenska tónlist. Í nóvember var síðan komið að hinni umtöluðu ’85 viku. Þessi vika er án efa sú allra stærsta á skólaárinu og mikil gleði sem ríkir í mönnum. Mottur, túberingar, spandex, útvarp Mottan, bílabíó og margt fleira gerði vi-kuna að því sem hún er. Að sjálfsögðu endaði vikan svo á langstærsta balli ársins, sjálfu ‘85 ballinu, en því þarf nú varla að segja frá þar sem allir sannir MS-ingar vita nákvæmlega hvað er að frétta. Árshátíðin var næsta verkefni okkar. Morgun-

verðurinn heppnaðist rosalega vel hjá stelpunum í rit-nefndinni og við efum það ekki að rjómakökukastið sé einn eftirsóttasti viðburður skólaársins, en helmingur ok-kar fékk eina slíka í grímuna. Við tók svo ljúffengur ár-shátíðarkvöldverður og var svo komið að sjálfu ballinu. En það var einkar vel heppnað og line up-ið ekki af verri endanum. DJ Doddi, DJ Maggi, Emmsjé Gauti, Blár Ópal og Páll Óskar héldu uppi bilaðri stemmingu til klukkan 02:30 en sökum veikinda var Páll Óskar aðeins stuttan tíma uppi á sviði. Þrátt fyrir það var stemningin óbærileg og við vonum að þið hafið skemmt ykkur jafn vel og við gerðum. Nú var komið að lokaverkefni okkar stelpnanna, sjálfu Grímuballinu. Grímuballið hefur alltaf verið fá-mennt en góðmennt og stendur það alltaf fyrir sínu. Fólk lagði mismikla vinnu í búningagerð en allir voru sjúkle-ga flottir og gekk ballið algerlega snuðrulaust fyrir sig. Þá höfum við rifjað gróflega upp þetta viðburðarí-ka ár okkar sem skemmtinefnd SMS. Mikil vinna og met-naður hefur verið lagður í öll þau verkefni sem við hö-fum tekið að okkur og göngum við sáttar frá þessu stóra verkefni. Dimmitering, stúdentspróf og að lokum útskrif-tin sjálf bíður okkar en þetta hefur verið mjög skemmtileg og lærdómsrík reynsla og við vonum að þið hafið notið þessarar ferðar með okkur. Við viljum þakka öllum þeim sem sátu með okkur í stjórn fyrir frábært samstarf og ein-nig öllum MS-ingum fyrir þann ómælda stuðning sem þið hafið veitt okkur. Við kveðjum með bros á vör og gleði í hjarta og óskum nýkjörinni skemmtinefnd og auðvitað allri stjórninni innilega til hamingju með árangurinn, megi ykkur ganga sem allra best á komandi ári.

Kryddp’iur

KRYDDPÍUR

LOKAÁVARP

Page 12: Steingerður SMS 2012

Ég vil byrja á að segja ykkur frá aðdraganda þessa pis-tils sem stúlkurnar í ritnefndinni báðu mig um að skrifa. Hann var semsagt þannig að fyrrnefndar stúlkur gáfu mér spurningalista með spurningum sem ég átti ekki að svara beint, heldur setja saman „líflegan” pistil sem þó myndi svara þeim öllum. Fannst mér ansi hæpið að svara einh-verjum spurningum án þess að tiltaka hverjar spurningar-nar væru. Þá kæmi það örlítið út eins að ég væri að mínu eigin frumkvæði að nefna hluti eins og hjúskaparstöðu, sem var einmitt efni einnar spurningar. Ég meina, hver skrifar pistil og fer að tala um hjúskaparstöðu sína upp úr þurru? Til að koma í veg fyrir að ég verði álitinn eitth-vað ógeð eftir birtingu þessa pistils, ákvað ég að fara hinn gullna meðalveg. Mun ég því skrifa pistil, en á sama tíma tiltaka hvaða spurningum ég svara. Fyrstu tvær spurnin-garnar fjölluðu um nafn og aldur. Tel ég mig auðveldlega geta svarað þeim spurningum, en ég heiti Anton Birkir Sigfússon og er 21 árs. Þriðja spurningin forvitnaðist um hjúskaparstöðu mína, en tel ég enn sem áður kjánalegt og óviðeigandi að ég svari þeirri spurningu.

Næstu spurningar eru töluvert umfangsmeiri, en fjalla þær annars vegar um lífið mitt eins og það er í dag og hins vegar um tíma minn í MS. Sem stendur eyði ég mestri orku í laganám og er í augnablikinu í prófaundirbúningi. Í ljósi þessa hef ég ákveðið að hætta að skrifa skrifa pistil og mun því svara beint þeim spurningum sem eftir eru.

Afhverju ákvaðstu að fara í HR?Ég hafði alltaf verið staðráðinn í því að fara í lögfræðina, komu þá að mínu mati eingöngu tveir skólar til greina, HR og HÍ. Eftir að hafa fengið kynningu frá báðum skólum var ég upplýstur um kosti þeirra og galla. Þar sem maður

var orðinn vanur bekkjarkerfinu í MS lá ljóst fyrir að HR hentaði manni betur. HR tekur ekki eins marga nemen-dur inn í upphafi árs, sem gerir þetta aðeins þægilegra og nánara. Það má segja að hann jaðri við að vera ein-hvers konar einkaskóli, það vantar bara skólabúninga ásamt lacrosse- og róðrar-liði. Mér leist aðeins betur á þetta fyrirkomulag í stað þess að vera á 1. önninni í HÍ með 400 öðrum nemendum í risastórum bíosal að hlusta á einhvern fyrirlestur. Maður getur rétt ímyndað sér hver-su vandræðalegt er að beina spurningum til kennarans í slíku umhverfi, þar sem fjar-lægðin er svo mikil að þú þar-ft beinlínis að öskra svo hann heyri í þér, á meðan fjögur-hundruð andlit góna á þig.

Ég man þegar ég var á skólakynningu HR að fólk var all-taf að tala um hvað þetta væri „persónulegur” skóli. Ég hélt fyrst til að byrja með að þetta væri bara eitthvað rúnk. Ég meina hvað þýðir það að skóli sé „persónulegur”? Er skólinn manneskja? Þetta var eitthvað sem fór inn um eitt eyra og út um hitt. Það var svo ekki fyrr en ég byr-jaði í skólanum sjálfum að ég áttaði mig á hvað fólkið var að tala um. Skólinn er nefnilega mjög persónulegur, sem birtist einna helst í því hvað kennarar eru aðgengilegir og hjálpsamir. Þjónustan er hreint mögnuð og finna þeir sér alltaf tíma til að hitta mann og ræða hlutina ef einhverjar spurningar koma upp til að tryggja að maður öðlist sem bestan skilning á námsefninu. Annars svona fyrir þá sem halda að allt félagslíf ásamt mannlegum samskiptum sé lokið eftir menntaskóla, þá

Háskólinní ReykjavíkHáskólinní ReykjavíkHáskólinní Reykjavík

Anton Birkir Sigfússon

Page 13: Steingerður SMS 2012

Hafðiru eitthvað viðurnefni á meðan þú varst í MS?Með hagsmuni mína að leiðarljósi hef ég ákveðið að gefa afar einfalt svar við þessari spurningu. Neibb.

Sastu oft í U-inu?Ég man er ég settist fyrst í U-ið, en var það í upphafi skólagöngu minnar í MS. Ég get ekki sagt að það hafi verið gáfulegt og fékk ég að gjalda hressilega fyrir það í busuninni. Hins vegar jókst aðsókn mín í U-ið umtalsvert með árunum og má segja að hún hafi náð hámarki á 4. ári, en þá eyddi ég þar vafalaust meiri tíma en í kennslustun-dum.

Gerðiru eitthvað skammarstrik í MS?Margt á það til að koma upp á fjögurra ára skólagöngu. Ég átti það til að vera rekinn út úr tíma á fyrsta árinu, en vil ég meina að það hafi verið afar ósanngjörn meðferð. Eitt skiptið höfðu bekkjarfélagar mínir verið að kasta einhver-ju drasli í hnakkann á bekkjarsystur minni. Ég ákvað svo

að skerast í leikinn og hendi tyggjópakka í hnakkann á henni, en akkurat þá ákveður hún skyndilega að snappa, fæ ég þá auðvitað skellinn og er rekinn út úr tíma. An-nað atvik er mér einnig mjög minnistætt, en þar var ég rekinnn úr tíma fyrir afar litlar sakir. Til að gera langa sögu stutta, ákvað Margrét Haraldsdóttir að henda mér út úr tíma fyrir að lesa í bókinni sem hún var að kenna í stað þess að hlusta á hana tala. Annars þá var ég yfirleitt ekki mikið í að framkvæma skammarstrik sjálfur, var ég meira í því að þegja yfir skammarstrikum annarra.

Á öðrum nótum vil ég benda ykkur á að kaffæra ykkur ekki í lestri á menntaskólaárunum, heldur stunda félagslífið af krafti. Rækið námið hæfilega mikið, en ekki allt of mikið. Þetta frábært tækifæri til að sletta aðeins úr klaufunum og þroskast félagslega. Reglulegt samneyti við samnemen-dur á menntaskólaárunum er nefnilega ein undirstaða góðs árangurs í framtíðinni.

Ó elsku MS, ég fæ sting í hjartað hvað ég sakna þín mikið. Sveittu yndislegu gangarnir þínir, velförnu klósettin og ég tala nú ekki um U-ið. Þegar ég var komin á 4.ár var

ég stressuð, kvíðin en samt SVO til í að útskrifast úr þessum blessaða skóla. Áður en ég vissi af var ég búin með stúdentsprófin, komin í kjólinn og sat sveitt með stúdenta húfuna í kjöltunni í Háskólabíó. Allt í einu þurfi maður að fara að taka einh-verjar ákvarðanir sem manni fannst vera svo langt í burtu. Ég tók þá ákvörðun að fara viðskiptafræði í Háskólanum í Reykjavík, einfaldlega útaf

því að ég kann ekki neitt annað en að vera í skóla. Krak-kar, þið haldið að MS sé mesta snilldin, en DJÖFULL-SINS SNILLD er að fara í Háskóla. Háskólinn í Reykjavík hefur svo margt uppá að bjóða! Þetta er þriggja hæða höll með skjanna hvítum veggjum, flottum skólastofum og býr yfir frábærri vinnuaðstöðu. Í HR er mikið lagt upp úr hópavinnu, sem er ótrúlega skemmtilegt, maður kyn-nist allskyns fólki allt frá stelpum og strákum á aldur við mig uppí fólk sem gætu verið foreldrar mínir. Kennslan í viðskiptafræðinni er framúrskarandi og skapar HR mikla tengingu við atvinnulífið. Í hverri kennslustund eru ekki of margir nemendur og er mikil samþjöppun og samheld-ni í hópnum. Mikið aðhald er í náminu og fáum við góða aðstoð í kennslustundum. Í HR er matsalur sem er eins og fimm stjörnu veitingahús við hliðiná Kattholti, þau bjóða uppá heitann mat í hádeginu, boozt, rúnstykki, su-shi og allt sem hugurinn girnist. Félagslífið í HR er mjög

skemmtilegt en síðan ég byrjaði hafa flest allir föstuda-gar verið tileinkaðir viðburðum á vegum Markaðsráðs sem er nemendafélag viðskiptafræðideildarinnar. Fyrir mér hljómuðu vísindaferðir frekar boring en síðan hvenær hefur frítt áfengi, snittur og eftirpartý á skemmtistöðum Reykjavíkur með frábærum tilboðum á barnum verið boring? Ég bara spyr. Stærstu og efnilegustu fyrirtæki landsins bjóða nemendum að koma og heyra hvernig star-fsemi þeirra fer fram og er það ótrúlega fræðandi og skem-mtilegt. Að fara í HR tel ég hafa verið frábær ákvörðun, ég hefði getað farið í heimsreisu eða farið að vinna en í staðinn hélt ég áfram að læra það sem ég hef mikinn áhuga á, kynntist fólki og þroskaðist um þó nokkur „level“. Það er ekki dans á rósum að vera í Háskóla, það er krefjandi en á sama tíma skemmtilegt. Háskólalífið einkennist af all=nighterum, mikilli orkudrykkjaneyslu og skyndibi-taáti! Já kæru MS-ingar þið megið kvíða fyrir deginum sem þið þurfið að velja hvað þið ætlið að gera, en munið að ekkert eitt val er réttast. Taktu áhættu og lifðu lífinu því allar ákvarðanir sem þú tekur munu alltaf enda vel! Bið að heilsa Immu.

Ásta Ólafsdóttir

Page 14: Steingerður SMS 2012

www.hr.is

Viltu skemmtilegt og spennandi nám? Viltu mæta sterkari út á vinnumarkaðinn? Viltu vinna með frábærum kennurum og taka þátt í ö�ugu rannsóknar- og nýsköpunarstar�? Háskólinn í Reykjavík er framsækinn, alþjóðlegur háskóli með ótvíræða forystu í tækni-greinum, viðskiptum og lögum – lykilgreinunum fyrir ö�ugt atvinnulíf.

OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 5. JÚNÍ

Velkomin í HR

Brynjólfur Víðir Ólafsson• Dúx frá FG 2005 • BSc í rekstrarverkfræði frá HR árið 2011• Verkefnastjóri grunnnáms í verkfræði, tækni- og verkfræðideild HR• Áhugamál: Rússíbanar og ferðalög

Páll Jensson• Prófessor í rekstrarverkfræði og sviðsstjóri á fjármála- og rekstrarverkfræðisviði tækni- og verkfræðideildar HR• Doktor í aðgerðarannsóknum frá Danmarks Tekniske Höjskole• Sérsvið: rekstrarverkfræði og aðgerðarannsóknir

Page 15: Steingerður SMS 2012

Af hverju valdir þú MS?Mér fannst hann spennandi.Hvernig myndir þúlýsa hinum dæmigerða MS-ing?Dæmigerður MS-ingur er einhver sem er með lífið á hreinu.Hvar værir þú staddur ef þú værir ekki í MS?Tækniskólanum.Hvernig bjóstu við að MS væri?Bjóst við honum eins og hann er.Ef þú mættir breyta einni skólar-eglu, hverri myndir þú breyta?Þær eru ekkert að trufla mig svo óþarfi að breyta.Ef þú mættir ráða þema á balli, hvernig þema myndir þú hafa?Bara eitthvað flippað.Hver er uppáhalds kennarinn þinn?Þorbjörn efnafræðikennari.Hvað er búið að vera skemm-tilegast í félagslífinu?85 vikan.

Afhverju valdiru MS?Valdi MS útaf félagslífinu og hefði einfaldlega bara heyrt góða hluti um skólann

Hvernig myndiru lýsa hinum dæmigerða MS-ing?Dæmigerður MS-ingur er strákur sem stundar ljós alla daga, tekur í vörina og lærir ekki mikiðHvar væriru staddur ef þú værir ekki í MS?Ég væri mjög líklega staddur í FB

eða einhverju álíkaHvernig bjóstu við að MS væri?Er ekki viss við hverju ég bjóst, en bjóst við einhverju mjög svipuðu og er í gangi núna, hélt kannski að það væri meira einelti á nýnemaEf þú mættir breyta einni skólareglu, hverri myndiru breyta?Ef ég mætti breyta einni skólar-eglu þá væri það klárlega þessi sem bannar tóbak í skólanum, hún eyðinleggur þennan týpiska MS-ingEf þú mættir ráða þema á balli, hvernig þema myndiru vilja hafa?Á erfitt með að velja á milli Rave eða FroðuballsþemaHver er uppáhalds kennarinn þinn?Uppáhalds kennarinn.... verð að segja Leifur, en Melkorka og Ran-nveig fylgja þar hart á eftirHvað er búið að vera skemmti-

legast í félagslífinu ?Myndi segja að það skemmtile-gasta sem er búið að gerast eru fyrirpartýin, alltaf eitthvað flippað sem gerist þarAf hverju valdir þú MS?Ég hef alltaf heyrt bara góða hluti um þennan skóla og svo vissi ég að félagslífið væri mjög

gott hérna. Hvernig myndir þú lýsa hi-num dæmigerða MS-ing? Stíifbaggaður, helvíti vel til hafður, á litlum ljótum bíl og djammari í húð og hár.Hvar værir þú staddur ef þú værir ekki í MS? Væri mögulega með allt niðrum mig .. Hvernig bjóstu við að MS væri? Ekki svona vinalegur og ekki svona sjúklega gott félagslíf Ef þú mættir breyta einni skólareglu, hverri myndir þú breyta?Mega borða inná bókasafni haha eða nei ég veit það ekkert .. Ef þú mættir ráða þema á balli, hvernig þema myndir þú hafa? Allavegana ekkert eitthvað tengt grímubúningum .. Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Melkorka jarðfræði legend Hvað er búið að vera skemm-tilegast í félagslífinu? Landbúnaðarvikan/ballið var mesta snilldin og árshátíðin stóð mest uppúr.

SNOR

RI G

EIR 1

.H

BUSAVIÐTÖLKAREN ANNA 1. E

AXEL BALDVIN 1. K

Steingerður tók púlsinn á nokkrum busum um þeirra fyrsta á ár í MS sem nú fer að líða undir lok

Page 16: Steingerður SMS 2012

Hvað er búið að vera skemmti-legast í félagslífinu? Landbúnaðarvikan/ballið var mesta snilldin og árshátíðin stóð mest uppúr.

Afhverju valdiru MS? mér leyst mjög vel á hann þegar ég kom og skoðaði hann og svo hafði

ég heyrt hvað það væri geðveikt gaman þarna og hvað félagslífið væri frábært.Hvernig myndiru lýsa hinum dæmigerða MS-ing? flottum fötum, flott hár, gullfalle-gur, skemmtilegur, hress, yndisle-gur, í rauninni bara fullkominn.Hvar væriru staddur ef þú værir ekki í MS? Allavega ekki jafn hamingjusöm og ég er nú, líklegast í einhverjum öðrum skóla að rotna.Hvernig bjóstu við að MS væri? hann er í rauninni bara eins og ég hélt hann væri, flottustu böllin, mátulega mikið að læra, heimale-gur og allir yndislegir.Ef þú mættir breyta einni

skólareglu, hverri myndiru breyta? hmm ég er ekki alveg viss, held ég sé bara sátt með þetta eins og þetta er.Ef þú mættir ráða þema á bal-li, hvernig þema myndiru vilja hafa? væri geðveikt töff að hafa svona rauð og hvit föt, sá þannig í einni mynd, kom vel út. Hver er uppáhalds kennarinn þinn? Melkorka jarðfræðikennariHvað er búið að vera skemmti-legast í félagslífinu ?85 vikan!! hún var klikkuð, samt allt annað líka. Erfitt að velja

TINNA MARÍA 1. H

Elsku bestu mysingarnir mínir.Þetta ár er svo sannarlega búið að vera stórko-stlegt. Stjórnin hefur staðið sig frábærlega og gert árið að okkar besta hingað til. Við í Mál-fundafélagi erum svo sannarlega þakklátar fyrir að hafa fengið að vinna með öllu þessu snilldar-liði. Árið okkar hófst vel! Við réðum heimsins bestu morfísþjálfara sem bjuggu til heimsins besta morfíslið (hehe). Morfís hefur gengið vel og mun vonandi ganga enn betur, enda stefnum við sigurs! Snillingarnir og viskubrunnarnir í Get-tu-Betur liðinu okkar stóðu sig með algerri prýði og munaði ekki nema tveimur stigum í keppinni hjá þeim. Okkur gekk vel að vinna saman enda frábærar vinkonur og gott betur en það. En takk fyrir árið elsku börn, þið mynduð ekki trúa því hvað við öfundum ykkur að fá að vera lengur í besta skóla algeims.

Málfótits

LOKAÁVARPMÁLFÓ

Page 17: Steingerður SMS 2012

Þann fyrsta nóvember lagði ég af stað í Asíuferð. Ég hóf ferðina aðeins eina stelpan með sjö strákum og tókum við flug til Berlínar. Ég dvaldi í Berlín í viku og lærði að haga mér eins og strákur, hlaupa eins hratt og þeir undan öllu hvort sem það var krakkfíkill, hundar eða öryggisverðir. Eftir dvöl mína í Berlín fór ég með flugi til Moskvu ásamt tveimur öðrum strákum, það fyrsta sem ég tók eftir þegar við komum til Moskvu var að konurnar konurnr þar voru flestar stórar á við roskinn karlmann og með varalita-blýant. Við flugum til Kína frá moskvu samdægurs, þegar við lentum í Beijing tók á móti okkur Kínversk stelpa með fjólublár linsur og hún reddaði okkur bíl á hótelið sem við áttum pantað á, þegar við komum þangað sváfum við í 24 tíma. Daginn eftir byrjuðum við snemma, við fórum í morgunmat þar sem allir hlógu af okkur og við fengum heitan djús og máttum ekki borða jógúrt með skeið hel-dur þurftum við að nota rör. Á næstu dögum sigruðum við Beijing eins og hún lagið sig, Kínamúrinn, Forbidden city, Temple of heaven og auðvitað stúduðum við einni pe-king duck. Við eyddum einum mánuði í Kína og fórum til Nanxun, Shanghai, Xiamen og Hong Kong. Í Kína eru al-lir hvítir menn frábærir og allir vija fá mynd af sér með okkur. Ef ég ætti að lýsa Kína í fáum orðum þá væri það stílbrot, ást Kínverja á KFC og Mariah Carey.Við fórum frá Kína til Indonesíu þar hittum við tvær litlar turtildúfur sem eru í miklu uppáhaldi hjá mér, þá voru við orðin fimm að spranga um Asíu. Indonesía er held ég í uppáhaldi af öllum Asíu löndunum sem ég heimsótti. Vegna þess að fólkið í landinu er elskulegt og mikil ljúf-menni, konurnar eru fallegar og karlmennirnir eru miklir söngfuglar og vafra oft um á ströndinni syngjandi ástarlög í von um að sú eina rétta birtist og taki undir sönginn með þeim. Í Indonesíu lærði ég að m.a. að kafa, smakkaði Du-ran sem er ávöxtur, hitti karlmann sem var alinn upp sem stelpa af foreldrum sínum sem tíðkast á eyjunni Súmötru, ástæðan fyrir því var sú að þau vildu stelpu en fengu strák í staðinn.Eftir Indónesíu lá ferð okkar til Thaílands, við flugum þangað nokkrum dögum fyrir jól og fyrsti áfangastaður okkar þar var Ko Samui sem er lítil eyja rétt fyrir utan Thaíland þar leigðum við afskaplega fínt hús með sundlaug og rétt hliðina á ströndinni. Þar flat-möguðum við yfir jólin og borðuðum Boritos í jólamat. Á jóladag komu þrjár litlir íslenskir ferðalangar til okkar, ein þeirra var fyrrverandi ármaður MS-inga, hún Birta nokkur Árdal. Þær slógust í för með okkur um Thaíland. Við fórum öll saman frá Ko Samui til Chang Mai sem er staðsett í norður Thaílandi. Þar fórum við á fílsbak, svá-fum upp í fjöllum í litlum kofum, stunduðum Thaílenskt

nudd mjög oft og heimsóttum hippa bæinn Pai. Við kvöd-dum litlu Indonesísku vini okkar í Thaílandi því leið ok-kar lá til Laos. Til að komast til Laos frá Thaílandi er best að taka bát niður Mekong ána, við tókum slow bout og tók það okkur tvo daga og eina nótt að koma okkur niður til Luang Prabang. Í Laos var eitrað fyrir karlpeningnum í ferðinni og lentum næstum í hópslag yfir 5 usa dollurum. Við fórum einnig í Tubing og skemmtum okkur konungle-ga. Ég var ekki nema viku í Laos, þar kvaddi ég strákana og hélt áfram förinn með Birtu, Þórunni og Hrefnu.Ferð okkar hélt áfram til Cambodíu, þegar við komum á hótelið okkar tók á móti okkur hótel eigandinn hann varð seinna meir besti vinur okkar. Hann vildi með glöðu geði gefa okkur rosalega mikið magn af áfengi, og einnig gaf hann okkur líka ótakmarkað magn af frönskum kartöflum

Líf Eftir MSVigdís Birna Sæmundsdóttir

Page 18: Steingerður SMS 2012

Við vorum ekki lengi í Cambodíu, en samt sem áður náðum við að skoða Angkor Wat, Killing Fields (sem er með því verra sem ég hef séð), Floating village, flatmaga á sundlaugarbakkanum, og einnig náðum við að eignast okkar uppáhalds veitingarstað. Við vorum mjög lukkuleg með ferð okkar til Cambodiu. Frá Cambodíu fórum við til Víetnam landleiðis, byrjuðum í Suður - Víetnam og gis-tum fyrstu nóttina okkar heima hjá heima fólki sem eldaði himneskan mat ofan í okkur. Fórum næst til Sigon, þar rákumst við á fyrstu Íslendingana fyrir tilviljun og skem-mtum okkur konunglega þar saman. Næst fórum við til Hoi An, þar áttum við nokkra daga til aflögu svo við gæ-tum látið sérsauma á okkur allt sem okkur listi hvort sem það var bikini eða skór. Við eignuðumst bestu vini í Hoi An og eyddum öllum okkar stundum með þeim sama hvort það var á ströndinni, hjólandi eða kojufillerí. Næst flugum við til höfðuborgar Víetnam Han Oi þar var rosalega mikill kuldi og rigning, við vildum ekki vera í þeirri leiðindar borg, og fórum við því frekar í þriggja daga gönguferð til

Saba sem er náttúruperla í Norður Víetnam. Eftir Saba erfiðið fórum við til Halong bay í 3 daga lúxus siglingu til að hvíla lúin bein. Í Vietnam náðum við að borða snák, læra nýtt spil og láta ræna okkur. Má segja að lífið í Nam hafi var gucci.

Eftir Víetnam kvaddi ég Asíu með tár í augum og kökk í hálsi. Leið mín lá beint til New York. Eftir 31 tíma fer-ðalag var ég loksins lent í New York, þar hljóp ég beint í fangið á vinkonu minni og fórum við beint að versla. Í New York verslaði ég fyrir síðustu aurana, borðaði einso g feitur Ameríkani og fór á tónleika með Björk. New York leið eins og stutt andartak, enda áður en ég vissi af var ég komin í íslenska flugvél á leið heim. Það er alveg sama á hvaða stað maður fer í svon aferðum, maður lærir að meta allt sem maður á og þroskast um helming. Ég mæli hiklaust með svona ferð, og hvet ég ykkur til að læra á lífið fyrir utan veggja skólans og litla skerinu sem við búum á, því þetta er ekkert mál þegar maður er kominn á staðinn.

Page 19: Steingerður SMS 2012

Einu sinni var lítill sætur MSingur. Þessum litla sæta MSing fannst voða gaman að vera athyglissjúkur. Hann tók eftir frábæru „Tits” plakötunum sem héngu víð og dreif um skólann og sá þar frábært tækifæri til að vera hávær og athyglissjúkur án þess að einhver myndi dæma hann.Já, við Thalía höfðum mikið uppá að bjóða í ár. Þegar við vorum kosin í þessa frábæru stjórn fórum við strax að fun-da og skipuleggja. Við eyddum öllu sumrinu í að finna rétta leikritið og leikstjóra. Hugmyndin á leikritinu kom snemma á sumrinu. Litla Hryllingsbúðin var eitthvað sem við vildum öll sjá á sviði en við vorum nú samt ekki alveg viss með hvernig við ætluðum að framkvæma það því þessar plöntur eru ekki einhvað sem við gátum keypt í næstu blómabúð! En það stop-paði okkur ekki. Nú þegar verkið var komið var bara að finna rétta leikstjórann, við funduðum með mörgum mögulegum leikstjórum en enginn var nógu góður fyrir okkur snobbin. En svo einn sólríkan sumardag á Kaffi París gekk inn furðule-gur maður með barnavagn. Þetta var eins og ást við fyrstu sín. Þetta var yndismaðurinn hann Óli. Fjörið byrjaði með leiklistarnámskeiðum í Skálholti og útfrá þeim var svo valið í hlutverk. Ekki var auðvelt að velja úr öllum þessum stóra hóp og auðvitað komust bara þeir efnilegustu áfram. Svo byrjaði alvaran. Við tóku langar og strangar æfingar þar sem hópu-rinn þuldi leikritið fram og aftur, söng og lék, og auðvitað var mikið hleigið. Leikhópurinn var orðin ein stór fjölskylda sem var bæði elskuleg og hörð við hvort annað. Þegar hópur eins og þessi eyðir öllum dögum saman er ekki annað hægt enn að elska hvort annað.Einhvern veginn urðum við að fjámagna þetta fimbulfamb en við dúndruðum þá í smá peysusölu þar sem nemendur skólans flykktust að til að kaupa sér afar smekklegan fatnað sem príðir nú fögru gangana okkar í MS.

Eftir mánaðar blæðingar, svitamissi og ofvirkni tárakirtla var barnið okkar komið á svið í Austurbæ. Sýningarnar gen-gu eins og draumur í dós og fengum við frábærar viðtökur frá margskonar sætabrauðum sem mættu á sýninguna. Alltaf er erfitt að kveðja barnið sitt og þótt að þetta hafi verið ekkert nema eintóm skemmtun var voða sorglegt að allt skuli vera búið.Við viljum þakka öllum þeim sem komu að sýningunni og öl-lum atburðum sem okkur tengdust og viljum við hvetja alla til þess að taka þátt í leiklistinni á komandi skólaári. Þetta er ekkert nema ást, og kærleikur og eintóm hamingja

Thalía

THALÍA

Page 20: Steingerður SMS 2012

Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta? ég byrjaði að æfa 5ára gamall með Íþróttafélagi Reykjarvíkur, ÍRMeð hvaða liði æfiru núna?ÍRHefuru æft með fleiri liðum? Nei, en hef mætt á örfáar æfingar hjá nokkrum liðumHvað er skemmtilegasta við fótboltann? Reitur klárlega og auðvita að vinna leiki t.d lið eins og LeikniÁttu þér fyrirmynd í bolta-num? Já, David Backham hefur verið fyrirmynd mín síðan ég var 5 ára, dýrka þann mann það er bara

þannigErtu hjátrúarfullur fyrir leiki? Nei ekkert svo, reyni stundum bara að halda í sömu rútínunaHvaða liði myndiru aldrei spila með? Leikni...Hvernig er best að pirra and-stæðinginn? Klobba hann og trash talk hann niðurUppáhalds lið í enskabolta-num? Manchester UnitedÍ hverju fótboltaskóm spilar þú? Nike Vapor og adiddas F50Hefuru skorað sjálfsmark?Ekki svo ég muniSegðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Varð fyrir því óhappi að ég var staddur á Norðurlandamóti í Noregi með U17 ára landsliðinu, og fyrsti leikurinn okkar var við Skotland. Snemma í leiknum komumst við yfir og leikurinn var nokkuð veginn í okkar höndum, í seinni hálfleik kallaði þjálfarinn á mig og sagði að ég ætti að gera mig klárann. Ég peppaði mig alltof mikið upp, því þegar ég var nýkominn inná völlinn þá er rifið mig niður og fyrsta sem ég geri er að taka góðan sprett á eftir skotanum og tek tveggjafótar

tæklingu beint aftan í hann, og fæ rautt aðsjálfsögðu. Gaman að upplifa sinn fyrsta unglingaland-sleik þannig..Hver eru þín framtíðarplön? Að komast í atvinnumenskuna eftir menntaskólann, það er stefnan og kláralega verða bestur í heimi það er bara þannig.

Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta? 6 áraMeð hvaða liði æfiru núna? Víking R.Hefuru æft með fleiri liðum? NeibbHvað er skemmtilegasta við fótboltann? Að éta tveggja metra risa eins og Tómas Guðmundsson í loftinu.Áttu þér fyrirmynd í boltanum? Ryan GiggsErtu hjátrúarfullur fyrir leiki?

Jón Gísli Ström 3.G

ATVINNUMENN Í MS

Sigurðu E. Lárusson 4.H

Page 21: Steingerður SMS 2012

Hvaða liði myndiru aldrei spila með? Þrótti og ÞórHvernig er best að pirra and-stæðinginn? Klobbinn klikkar ekkiUppáhalds lið í enska bolta-num? Man UtdÍ hverju fótboltaskóm spilar þú? Rauðum AdipureHefuru skorað sjálfsmark? NeiSegðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í mínum fyrsta leik fyrir U-17 ára landsliðið þegar ég fékk rautt spjald eftir 47 sekúndurHver eru þín framtíðarplön? Atvinnumaður í fótbolta vonandi

Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta? Fjögurra páska gamallMeð hvaða liði æfiru núna? FylkirHefuru æft með fleiri liðum? NeiHvað er skemmtilegasta við fótboltann? Að vinna og ná árangriÁttu þér fyrirmynd í bolta-num? Steven GerrardErtu hjátrúarfullur fyrir leiki? Nei ekkert sérstaklega, reyni nú samt að sleppa því að kipp‘íann á leikdegiHvaða liði myndiru aldrei

spila með? Ef Patrice Evra myndi stofna fót-boltalið myndi ég sniðganga það.Hvernig er best að pirra and-stæðinginn? Láta hann finna fyrir því al-lann leikinn og svo sakar ekki niðurlægjandi klobbi einu sinni eða tvisvar.Uppáhalds lið í enskabolta-num? LiverpoolÍ hverju fótboltaskóm spilar þú? Adidas adiPureHefuru skorað sjálfsmark? Já, en það lúkkaði vel þannig það er í lagi.Segðu okkur frá skemmti-legu atviki sem gerst hefur í leik: Það var í úrslitaleik grunnskólamótsins í fyrra. Við erum að vinna 2-0 og erum með yfirhöndina og ákváðum að byrja að leika okkur aðeins. Ég stend úti á kanti á vallarhelmingnum hjá hinu liðinu, og ákvað að senda langan bolta til baka á markman-ninn okkar sem hafði lítið sem ekkert að gera í leiknum, hann var eitthvað illa staðsettur og boltinn fór yfir hann og inn. Það var eina markið sem við fengum á okkur í keppninni og eina sjálfs-markið á ferlinum.Hver eru þín framtíðarplön? Ná sem lengst!

Hvenær byrjaðiru að æfa fótbolta?Byrjaði 5 eða 6 áraMeð hvaða liði æfiru núna?

Æfi með ÍRHefuru æft með fleiri liðum?Ég byrjaði með litlu liði í Dan-mörku sem heitir B7, og æfði með landsliðinu ef það telst sem annað lið.Hvað er skemmtilegasta við fótboltann?Allt sem við kemur fótbolta er skemmtilegt, þetta er bara lífstíllÁttu þér fyrirmynd í bolta-num?Já ég á nokkrar, eiginlega of margar, en helstu eru Leighton Baines, Xavi, Neymar og allt Barcelona liðið.Ertu hjátrúarfullur fyrir leiki?Ég er vanur að fara í allt vinstra megin fyrst, t.d. byrja á að klæða mig í vinstri sokkinn, síðan vin-stri legghlífina og síðan skóinn.Hvaða liði myndiru aldrei spila með?Hitt liðið í Breiðholtinu, Leiknir Reykjavík.Hvernig er best að pirra and-stæðinginn?Spila betur en þeir, vera sneggri og ráðast á alla veikleika þeirra, þeir pirrast mest af þvíUppáhalds lið í enskabolta-num?Manchester UnitedÍ hverju fótboltaskóm spilar þú?Í augnablikinu spila ég í VaporHefuru skorað sjálfsmark?Já ég skoraði sjálfsmark á Act-avis móti FH þegar ég var 10 áraSegðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik:Þegar ég var að spila uppá Akranesi móti ÍA í 4.flokki var stóri bróðir minn rekinn útaf fyrir ekki neitt, þannig ég ákvað að vera sniðugur og spurja hann hvort hann væri krossþroskahef-tur og var líka rekinn útaf og við bræðurnir báðir með rautt spjald innan við 10 sekúndur.Hver eru þín framtíðarplön?Það er að verða atvinnumaður og spila fyrir utan Ísland.

Reynir Haraldsson 1.E

Emil Ásmundsson 1.E

Page 22: Steingerður SMS 2012

Kæru MS-ingar hér fyrir neðan ætla ég að deila með ykkur minni frábæru lífsreynslu af Parísarferð 2011. Ef satt skal segja bjóst ég alls ekki við svo miklu þegar ég hakaði í valfagið París í samhengi sögunnar, varla vitandi annað um fagið en að ég myndi út úr því fá útlandaferð á skólatíma. En nú þegar ég lít til baka veit ég fyrir vissu að þetta var ein af skemmtilegustu ferðum hjá mér hingað til og klárlega besta valfagið.

Ferðin byrjaði strax frábærlega þar sem Airwaves tón-leikarnir voru á enda og því fengum við að njóta þeirra fríðinda að deila flugvélinni með Dope D.O.D sem okkur stelpunum fannst ekkert sérstaklega leiðinlegt, allar alveg vissar um að Jay Reaper hafði verið að blikka okkur. Þegar komið var til Parísar var ekki tekin hvíld þótt allir voru mjög þreyttir, kennaraþríeykið Fanný, Petrína og Brynja voru með stíft prógramm sem við át-tum að fylgja.

Vorum við 34 talsins ráfandi um í stórborginni París, 27 stelpur, 4 strákar og 3 kennarar öll með ferðatöskur í leitinni að farfuglaheimilinu okkar. Þar sem allir voru mjög svangir, var því ákveðið að stoppa á Mac Donalds. Kennaraþríeykið skiptist á að standa allan tíman fyrir utan til þess að vakta allar þessar 34 ferðatöskur meðan við hin vorum upptekin að njóta hamborgarana sem höfðu verið umtalaðir mörgum vikum fyrir ferðina.Að sjálfsögðu stálust svo margar stelpur til að kíkja í

H&M sem var í næsta húsi, á meðan aðrir kláruðu að borða. Endaði það með því að Petrína þurfti að draga okkur út því við vorum strax búin að missa dýrmætan tíma !Eftir að hafa fengið þessa dýrindismáltíð, verslað smáve-gis var að lokum fundið farfuglaheimilið þá var komið sér fyrir og skipt um föt í fljótu bragði, því ferðinni var næst heitið á Louvre safnið. Þar sáum við Monu Lisu sem flest okkar höfðum þráð að sjá lengi, margir héldu að Mona Lisa væri mjög stórt málverk en komumst við að því að það er í raun og veru frekar lítið. Náðum við að troða okkur framhjá öllum hinum túristu-num til að ná mynd af okkur með því. Byrjað var svo að kvölda og höfðum við gengið og skoðað einhvern hluta safnsins en öll tilbúin að fara að borða kvöldmat. Þegar svo loks Petrína og Fanný samþykktu að þetta væri komið gott, gátum við lagt af stað í Latínuhverfið þar sem við borðuðum kvöldmat og fengum svo að ganga um hverfið eins og okkur sýndist. Að því loknu fórum við svo á farfuglaheimilið til að kúra okkur fyrir næsta dag. Við vorum svo vakin eldsnemma af kennaraþríeykinu næsta dag því eins og alltaf mátti engan tíma missa, Versalir voru næst á dagskrá og tókum við Metro þangað. Höllin var risastór og tók það nokkra klukkutí-ma að skoða hana alla. Sumir náðu ekki alveg að njóta sín jafn mikið og aðrir því margt var á huganum eins og H&M ! því þangað var förinni heitið eftir Versali.

Page 23: Steingerður SMS 2012

Loks eftir að hafa dregið andann af fegurð í nokkra klukkutíma, fengum við að fara í verslunarmiðstöð sem allir misstu sig gjörsamlega í. Þar sem kennaraþríeykið hafði engan sérstakan áhuga á að dúsa í verslunarmiðstöðinni, skildu þær okkur eftir með fulla trú á að við gætum farið sjálfar í Metro tilba-ka. Þetta höfðu þær átt að huga betur að þar sem við en-duðum stór stelpuhópur saman á Metro stöðinni týndar. Allar svo þreyttar með tugi af verslunarpokum, hræddar um vasaþjófa og hæpið fólk. Svo gerðist það sem gerist alltaf þegar margar stelpur eru saman komnar, þrjóskar og þreyttar það verður stelpudrama. Rifist var um ýmsa hluti, hægri - vinstri, upp - niður, bleiku brautina eða rauðu. En að lokum náðum við að taka sameiginlega ákvörðun og náði hún okkur á farfuglaheimilið. Af því leiti vorum við allar hugandi að því að fá smá hvíld eftir mjög svo viðburðaríkan dag en þar sem við höfðum verið svo lengi að koma okkur tilbaka vildi kennaraþríeykið ólmt að við myndum koma okkur út til þess að fara borða kvöldmat og svo rölta að Moulin Rouge / Rauðu myllunni. Þrátt fyrir þreyttar fætur rifum við okkur upp og gerðum við okkur tilbúnar fyrir eitt annað röltið. Á leiðinni tókum við flestar eftir því hvað strákarnir ok-kar fjórir voru fínpússaðir.Danni Pjéé komin með Louie tösku sem honum fannst vera rándýr og karlmannsleg, svo voru það Dolce&Gabbana bræðurnir Jóhann Sigurjónsson og Einar Andri sem klíndu úrunum og beltunum í okkur svo að lokum varð það Kristján Andri alltaf með sömu dólgslætin. Ég var ekki frá því að þetta hafði allt verið kvenmannsdót skreytt með semalíusteinum. En þrátt fyrir allt kvenmannsdótið sem þeir báru á sér náðu þeir að passa upp á stelpurnar sínar eins og alvöru karlmenn þegar Frakkarnir gengu yfir strikið. Þessir Frakkar áttu nefnilega til í sér að ganga svolítið langt og láta okkur ekki í friði en þá voru strákarnir ok-kar alltaf tilbúnir að stíga inn og vera „kærastinn“. En ef satt á að vera satt höfðum við allar frekar gaman af þessu, stundum fórum við sjálfar með þetta daður í Frökkunum langt.Eitt skipti einmitt þegar við vorum á Moulin Rouge ákvöðum við að það væri voða fyndið að leika okkur aðeins af þessum Frökkum og spinna eitthvað upp. Áður en ég vissi af vorum við farnar að bulla í einhver-

jum þremur köllum að við værum allar að taka þátt í fegurðarsamkeppni og værum í París með þremur fyrrverandi fegurðardrottningum sem væru að gefa okkur innblástur og fjórum stílistum, Dolce &Gabbana bræðurnir og co.Fengum við svo þríeykið okkar til að leika með og höfðu þær bara gaman af því, að sjálfsögðu voru þeir þá þrefalt meira ástfangnir af okkur þar sem um var að ræða fegurðardísir.Eftir mikla skemmtun var farið á farfuglaheimilið til að ná að hvílast fyrir síðasta daginn okkar sem var ful-lur af dagskrá eins og hinir höfðu verið. Þríeykið vakti okkur svo eina ferðina en eldsnemma, en í þetta skipti vorum flestir reiðbúnir til að vakna því hver vildi ekki sjá Eiffel turninn. Þegar komið var að turninum byrjaði spennan að magnast, en þurftum við að standa í langri röð með sólina í augunum. Til að stytta okkur stundina keyptum við Eiffel turna lyklakippur af götusölum og röbbuðum saman. Þegar komið var að okkur þurftum við að fara í tveimur hollum í lyftuna hún tók okkur upp í sirka miðjan turninn þar skoðuðum við útsýnið áður en við fórum svo í aðra röð fyrir næstu lyftu. Sumum fannst þau vera komin nógu hátt og vildu fara niður, aðrir vildu fara alla leið, enn aðrir börðust hetjulega þrátt

Þessir Frakkar áttu nefnilega til í sér að ganga svolítið langt og láta okkur ekki í friði en þá voru strákarnir okkar alltaf tilbúnir að stíga inn og vera „kærastinn“.

Page 24: Steingerður SMS 2012

fyrir lofthræðslu til að komast alla leið. Þegar efst upp var komið sá maður þvílíkt útsýni, hægt var að kaupa sér freyðivíns glas eða flösku til að skála. Við létum það eiga sig þar sem við áttum stefnumót við Champs Élysée verslunargötuna þar sem við fengum annað tækifæri til að spreða.Eftir að hafa verslað í dágóðan tíma fundum við okkur leigubíl og heldum af stað á veitingarstaðinn Le Relais de l’Entrecôte. Staðurinn hefur aðeins einn rétt og hefur þess vegna sérhæft sig í honum. Rétturinn er steik, franskar kartöflur og sósu sem lík var bernaise sósu á bragðið, svo mátti maður fá eins mikinn ábót og maður sýndist.Þegar við vorum öll södd og sátt héldum við leið okkar áfram, fórum við svo í siglingarferð á Signu og var farið að rökkva. Þetta var síðasta kvöldið okkar og siglingin var síðust á dagskrá hjá okkur, svo flest okkar frekar sorgmædd að vera á leiðinni heim. Í siglingunni sigldum við framhjá Eiffel turninum öllum lýstum upp og svo skyndilega fóru ljósin öll að blikka! Þvílík upplifun sem þessi ferð var.Morguninn eftir vöknuðum við, fengum okkur morgun-mat og fórum að rölta að rútunni sem tók okkur á flugvöllinn. Gengum við framhjá H&M og sumir voru ekki enn búnir að eyða nóg og þurftu að grípa síðasta tækifærið meðan við hin biðum fyrir utan með allar töskurnar. Þegar við komum á flugvöllinn var svo eitth-vað vesen að tékka okkur inn svo við höfðum engan tíma til að skoða fríhöfnina í París.

Þetta var frábær ferð í alla staði, þrátt fyrir mikla þreyttu inná milli þá mæli ég sterklega með því að haka við París í samhengi sögunnar sem verður vonandi aftur boðið uppá sem valfag á næsta ári.Burtséð frá dagskránni og skemmtuninni var það allra skemmtilegast að ná betri tengslum við hópinn og þríeykinu frábæra. Ég vill nota tækifærið og þakka ykkur öllum fyrir þessa frábæru ferð sérstaklega Fanný, Petrínu og Brynju.

Page 25: Steingerður SMS 2012
Page 26: Steingerður SMS 2012

GAMALLMS-INGUR

Hvernig fannst þér MS?Frábær.

Hvaða embættum gegndiru í MS?Ég var gjaldkeri skólans síðasta árið mitt ásamt því að sinna litlum hlutverkum í félagslífinu árin á undan.

Hvað er uppáhalds viðburðurinn þinn í félagslífi MS? 85 vikan stendur alltaf sterkust eftir í minninu.

Hvaða kennari er þér eftirminnilegastur?Lóa sögukennari var og er mín uppáhalds. Eftirminni-legust er hún Fanný frönskukennari sem að er sérstak-lega skemmtilegur karakter að mínu mati. Ég hefði þó mátt læra meira af henni í frönskunni fyrir komandi flutninga í tískulandið.Hafðiru eitthvað viðurnefni á meðan þú varst í MS?Maður ætti ekkert að vera að grafa það upp en á fyrsta árinu var mér oft líkt við Birgittu Haukdal sem að var mjög “fræg” á þeim tíma.

Hvað er það eftirminnilegasta úr skólagöngunni?Útskriftaferðin og fjórða árið. Í útskriftarferð skólans kynntist árgangurinn svo vel sem varð til þess að fjórða árið var frábært í alla staði.

Hvað er að gerast í þínu daglega lífi núna?Í dag sinni ég nokkrum hlutverkum. Ég bý í Svíþjóð ásamt kærasta og dóttur, en flyt til Frakklands í sumar vegna handboltaatvinnu mannsinns á heimilinu. Ég

held úti vefsíðunni elisabetgunnars.com þar sem að ég blogga um tískulegar pælingar mínar og tek að mér að versla fyrir kaupþyrsta Íslendinga í sænsku búðu-num. Ég er viðskiptafræðinemi og handboltafrú. Núna síðustu mánuði hef ég einnig verið að vinna að nýju verkefni sem að ég get betur sagt frá í sumar – fylgist því endilega með !

Nafn: Elísabet GunnarsdóttirAldur: 24 ára

Page 27: Steingerður SMS 2012

Af hverju ákvaðstu að byrja í átaki og hvað fær þig til að halda áfram?Ég einfaldlega sá að ég var orðinn allt of þungur og hafði þyngst mikið og fitnað á þessum seinustu mánuðum. Ég einfaldlega fékk ógeð á sjálfum mér og ákvað að breyta bara algjörlega um lí fstí l. Það sem fær mig til að halda áfram eru öll hrósin sem maður er að fá. Það er rosalega gaman að fá hrós frá hinum og þessum og er það gríðarlega hvetjandi.

Hvernig er æfingaprógramið þitt?Er búinn að vera að fikra mig áfram í þessu soldið. Fer yfirleitt 4-5 sinnum í viku og tek þá mismunandi vöðvahópa hverju sinni. Tek venjulega brjóst á mánudögum og á þriðjudögum tek ég fætur. Ég hví li svo á miðvikudögum sökum vinnu og tek hendur á fimmtudögum. Á föstudögum tek ég svo maga og bak og reyni svo að taka axlir um helgar. Þó eru alltaf vikur þar sem maður þarf að sleppa út einhverjum degi sökum anna, en ég reyni líka að fara út að hlaupa. Það er eitthvað sem ég bjóst aldrei við að fí la en mér finnst gaman að detta út að hlaupa eða hlaupa í ræktinni.

Af hverju samanstendur mataræðið þitt núna, varð mikil breyting á því þegar þú byrjaðir í átakinu? Eins og fólk hefur heyrt svo margoft áður þá er mataræðið bara gríðar-lega mikill hluti af þessu öllu. Ég trúði því aldrei og fannst þetta vera algjört rugl en svo þarna um árið, hehe 2011 .. þá ákvað ég að prófa þetta frá áramótum. Ég var búinn að sukka mikið. Ég drakk mikið gos og borðaði alveg frekar óhollt, skyndibitakfcfrönskuógeð oft í viku og eitthvað þannig fáránlegt. Frá áramótum hef ég ekki drukkið gos, borðað sælgæti né snakk. Ég hef reynt að forðast hví tt brauð sem mest og hef minnkað það um svona 90% en við erum að tala um að ég var kannski að borða 2-4 samlokur á dag og eitthvað svona rugl. Ég er samt ekkert alveg að sleppa öllu og leyfi mér alveg að borða óhollt stundum, en allt er gott í hófi. Einnig byrjaði ég á Herbalife sem hjálpaði mér mikið. Ég var öflugur á því fyrsta einn og hálfan mánuðinn og drakk tvo shake-a á dag og te og eitthvað svona dót og þetta virkar mjög vel. Ég er samt búinn að minnka þetta töluvert en fæ mér samt einn shake á dag. Einnig finnst mér skipta miklu að drekka mikið vatn, ég drakk voða lí tið vatn en núna drekk ég alltaf að lágmarki 2 lí tra á dag.

Segðu okkur frá árangrinum sem þú hefur náð:Heyrðu.. þegar þetta er skrifað, 12. mars, þá er ég búinn að léttast um 17 og hálft kí ló. Klikkaði reyndar á því að fara almennilega í fituprósentumælingu og ummálsmælingu en ég sé alveg mun á mér í spegli, þó að aðrir sjái það meira en ég. Flest fötin mín sem ég er búinn að eiga í einhverja mánuði eru orðin allt of stór á mig og öll beltin líka. Ég er líka farinn að passa í föt sem ég

var orðinn of þykkur til að passa í. Ég gleymdi líka að taka svona klassíska mynd á nærbuxunum í “fyrir og eftir”, hefði átt að gera það.

Var þetta kannski allt gert til þess að fanga athygli Melkorku? Haha, ég veit ekki með það, en það gæti vel verið að það hafi haft einhver áhrif á þetta. Það hjálpaði mér allavegana líka mikið hvað hún er metnaðarfull í sinni íþrótt og sínu námi, peppar mig soldið upp.

Hvernig hljóma framtíðarmarkmiðin í átakinu?Ég er búinn að ná fyrsta markmiðinu sem var að missa 10 kg. Svo stefnir allt í að ég nái öðru markmiðinu áður en þetta blað kemur út, en það er að missa 20 kg. Ég held að næsta markmið sé svo bara að lækka í fituprósentu og komast í einhverja skemmtilega og góða þyngd. Svo er nát-túrulega bara að byggja sig upp og styrkja. En það sem skiptir mestu máli er að halda sér svona. Það er nefnilega fullt af fólki sem hefur verið í sömu stöðu og ég, náð svakalegum árangri á stuttum tíma og svo bara misst það niður og orðið verra en það var fyrir.

Uppáhalds æfing í ræktinni?Mér finnst margar mjög skemmtilegar og það er erfitt að velja einhverja eina. Mér finnst sjúklega gaman að taka bekk, en finnst líka gaman að taka fótapressu og æfingar fyrir lærin.

Hefurðu einhverjar ráðleggingar fyrir þá sem vilja taka sig á en vita ekki hvar eða hvernig þeir ættu að byrja? Ekki gefast upp áður en þú byrjar eins og margir lenda í og ekki hætta þótt þú standir í stað, þetta kemur allt.

Arnar Pálmi Guðmundsson gjaldkeri okkar MS-inga var duglegur við að skjótast yfir á Wilson´s og háma í sig gómsætar ostabrauðstangir á kostnað skólafélagsins. Fljótlega eftir áramót kom reikningurinn inn um lúguna og voru tekjur skólafélagsins búnar að lækka töluvert, skólafélagið var að stefna í gjaldþrot. Hann ákvað að gera eitthvað í sínum málum. Frá áramótum hefur hann breytt um lí fstí l, metnaður hans hefur einkennst af hörku og dugnaði. Allir ættu að taka Arnar sér til fyrirmyndar.

Arnar Gjaldkeri Átak

Page 28: Steingerður SMS 2012

IchbineinBerliner

IchbineinBerliner

IchbineinBerliner

Kæru lesendur, ég ætla að segja ykkur frá ferð þýskune-ma til Berlínar haustið 2011.Til að byrja með þá mun ég ekki bara tala um LMFAO tónleikana en það kemur að því. Ég sjálf komst reyndar ekki í Berlínarvalið í byrjun vegna þess að ég er í 3. bekk og hafði 4. bekkur forgang í valið og aðsóknin var svo mikil að ég komst ekki í það. Eftir að tvær til þrjár vikur voru liðnar af skólanum og krakkarnir í Berlínar-valinu áttu að borga staðfestingargjaldið fyrir ferðina voru fáeinir sem hættu við að fara í valið og komust við nokkrar í 3. bekk í valið og vorum auðvitað himinlifandi. Ég get sagt ykkur hér og nú að ég bjóst ekki við einhver-ri rosalegri ferð varðandi skemmtun þegar ég skráði mig í valið en skemmtun fengum við og sé ég engan veginn eftir að hafa skráð mig. Efnið var áhugavert og ferðin ein mesta snilldin. Svo má ekki gleyma Guðmundi, Sigmari, Silke og Lóu, ken-nurunum sem gerðu þetta val frábært. Ferðin okkar byrjaði eldsnemma á föstudegi um miðjan október. Á leiðinni var svo sannarlega mikill spenningur í krök-kunum og ekki síðri í kennurunum okkar. Spenningur var í öllum krökkunum að skoða Berlín en svo líka var æsingur í að fara á tónleika með LMFAO sem voru haldnir á sunnudagskvöldinu enda voru flest allir búnir að kaupa sér miða á tónleikana áður en við fórum út. Er þessi 50 manna hópur var kominn til Berlínar og allir búnir að ná í töskurnar sínar var haldið út í rútu og í smá rúnt um Berlín þar sem Gummi kennari gerðist leiðsögumaður og sagði okkur smá frá byggingunum og umhverfinu í Berlín, svo var farið beint á gistiheimilið okkar. Það tók þó nokkurn tíma að skipa í herbergi en tókst þó að lokum. Um leið og allir voru komnir í herbergi og búnir að gera

sig smá til var haldið út að skoða borgina smávegis. Þegar við fengum smá frítíma missti fólk sig í búðunum í kring og ekki má gleyma þeim tveimur stöðum sem eru alveg hreint ómissandi í útlöndum, H&M og McDon-ald‘s, er eitthvað sem maður telur vera heilagt af því að við höfum það ekki á Íslandi. Við stelpurnar ætluðum okkur svo oft á tímum að fara á einhverja flotta eða nýja matsölustaði en áhuginn var hæstur við McDonald‘s enda hitti maður flest alla úr hópnum þar. Á tímum vo-rum við alltof miklir túristar í okkur og lentum stundum í því að öryggisverðirnir í búðunum ætluðu að henda okkur út af því að við vorum að taka myndir af okkur í búðunum. Þeir héldu að við ætluðum að stela einh-verjum hönnunum frá þeim eða eitthvað slíkt sem við ætluðum okkur reyndar klárlega að gera. Fyrsta kvöldið var frekar rólegt og náðum við því ekki að skoða mikið af Berlín en samt fóru flest allir að rölta um borgina. Ég og Harpa ákváðum að stoppa á McDonald‘s á leiðinni heim þar sem við vorum ágætlega svangar. Sátumst við svo niður á staðnum og byrjuðum að borða, allt í lagi með það, en svo heyrðum við að hópur af stelpum á næsta borði var að tala um hvað við værum mikil svín og voru að kalla okkur svona skemmtilegum nöfnum (þýskukunnáttan að stíga á stokk). Við létum það bara framhjá okkur fara en svo gerðist það að annar hópur af stelpum ákvað að verja okkur og buðu okkur að setjast niður hjá þeim og sögðu svo að Þjóðverjar væru ekki allir svona. Kvöldið endaði í fínasta lagi eftir þessa up-pákomu. Allir voru vaktir ágætlega snemma morguninn eftir og það var farið út úr húsi um 9 leytið. Við fórum þann dag á nokkur söfn og byrjuðum á safni sem in-nihélt fyrst og fremst fróðleik um Hitler og nasista sem kemur nú ekkert á óvart þar sem við vorum að skoða

Kolbrún Klara Gísladóttir 3.A segir frá:

Page 29: Steingerður SMS 2012

Berlín. Seinna fórum við á myndlistarsafn og fræg nöfn listamanna blöstu þar við á borð við Sandro Botticelli og fleiri. Næst á dagskrá var hið fræga Brandenbur-garhlið sem var ótrúlega flott og merkilegt að standa þarna þar sem margir heimssögulegir atburðir hafa átt sér stað. Eftir það fengu allir smá frítíma til að borða og við stelpurnar ákváðum að fá okkur smá skyndibita í pylsuvagni eða bratwurst. Ekki alveg það fyrsta sem ég myndi hoppa á en þetta var eini staðurinn sem seldi mat á skömmum tíma þar í kring og við fengum okkur þar að borða, ætilegt en ekki frábært. Þar á eftir löb-buðum við að þinghúsinu og biðum þar fyrir utan eftir því að allur hópurinn kæmi svo við gætum farið inn. Á meðan við biðum kom einn annar betlarinn í Berlín, konan skildi ekki baun í bala þegar við vorum að reyna neita henni um peninga, sumir gáfu bara íslenskar krónur til að reyna þagga niður í henni og þáði hún allt sem við gátum gefið. Mig minnir líka að Sigmar okkar hafi stigið fram á endanum og gefið grey konunni smá klink. Þinghúsið í Berlín, der Reichstag, er eitt flottasta þinghús sem ég hef séð eða reyndar bara ein flottasta bygging sem ég hef séð og stigið inn í. Það hlýtur að vera merkilegt fyrst að maður þarf að hafa vegabréfið með sér inn í það. Næst var frítími í þó nokkurn tíma svo að við stelpurnar nenntum ekki að labba meir og ákváðum að vera algjörir túristafaggar og fara í svona kerru sem maður á hjóli hjólar með mann fyrir gjald. Það var farið úr einni H&M búð yfir í aðra H&M búð að versla af sér rassgatið. Á þessum tímapunkti höfðu allir dálítinn tíma til að fara á gistiheimilið og gera sig til fyrir sameigin-lega kvöldmatinn sem átti að vera klukkan 8 minnir mig. Eins gáfaðar og við erum ákváðum að leggja af stað 10 mín í 8 og lentum í því að bílstjórinn hafði ekki hug-mynd um hvar staðurinn væri og var að hringja í aðra til að fá leiðbeiningar. Þetta gerði hann brjálaðann útaf og það endaði með því að við vorum 30-40 mínútum of seinar eins skemmtilegt og það var. Sigmar var byrjaður að fá smá áhyggjur af okkur málabrautarskvísunum en við mættum þó og þá voru nánast allir búnir að borða. Það var bara gert það besta úr því og við ákváðum að nota frítímann okkar með því að labba um Berlín og skoða okkur um. Þá var það sunnudagurinn, seinasti dagurinn, og ferðin að fara taka enda. Byrjað var að fara á Checkpoint Charlie, eina af þremur landamærastöðum sem voru í Berlín á meðan Berlínarmúrinn var uppi. Næst fór

hópurinn á hryllingssafnið eða Topography of Terror þar sem það voru myndir af Hitler og hræðilegum atburðum í Berlín frá 1961-1989 á meðan múrinn var uppi. Þar sáum við meðal annars múrinn eða nokkuð sem var eftir af honum. Við fórum líka og skoðuðum steinkisturnar sem eru til minningar um þá gyðinga í Evrópu sem voru myrtir á sínum tíma. Það voru þó nokkuð margir voru myrtir og það er frekar átakanlegt myndi ég halda fyrir flesta að koma þangað og sjá þetta. Eftir þennan dag ákváðum við að taka strætó á gistiheimilið en tókum víst vitlausan strætó og drulluðum okkur sem fyrst út úr honum. Við stoppuðum hjá sjoppu, ákváðum að birgja okkur upp af sn-akki, drykkjum og nammi og svo taka Íslendinginn á þetta og fara í leigubíl. Seinasta kvöldið, LMFAO tónleikarnir. Spenningur var í all flestum að fara á tónleikana en þó voru alveg nokkrir sem notuðu ekki sína miða og slepptu því að mæta. Þetta voru suddalegir tónleikar að mínu mati (á góðan hátt).Mánudagurinn, seinasti dagurinn, og allir út að versla og fá sér seinasta borgarann á McDonald‘s á meðan við gátum og svo beint á flugvöllinn, beint í vélina og beint heim og með því var ferðinni til Berlínar 2011 lokið. Svo ef að þú he-

fur ekki hakað kross við Berlínarvalið, drífðu þig þá til þess því að þetta er reynsla sem þú munt ekki sjá eftir (þó að LMFAO verði ekki á staðnum). Ég vil endilega þakka kennurunum okkar, Sigmari, Lóu, Silke og Guðmundi fyrir geðveikt val, geðveika ferð og guð minn góður að þau hafi náð að hafa stjórn á 50 manna hópi eða það er að segja 50 manna hópi úr Menntaskóla-num við Sund er ótrúlegt. Guð blessi ykkur segi

Page 30: Steingerður SMS 2012
Page 31: Steingerður SMS 2012

Nafn: Jóhann Gé BaldvinssonAldur og hjúskaparstaða: 34 ára, trúlofaður í sambúð

GAMALLMS-INGUR

J

Jóhann G. Baldvinsson var meðlimur í Skemmtinefnd þegar fyrsta 85 ballið var haldið, sem síðan þá hefur verið einn vinsælasti atburðurinn í MS og einn sá eftir-sóttasti.

Hvernig fannst þér í MS? Einhver stórkostlegustu ár lífsins. Klárlega skemmtile-gasti skólinn á þessum tíma og það var alltaf svo mikið að gerast í kringum hann. Góður árangur í Morfís og Gettu Betur lagði svolítið línurnar. Svo hafði hann orð á sér að vera svolítill partýskóli sem manni fannst vera mjög jákvætt.

Hvernig var að vera í skemmtinefnd? Mjög gefandi og einstaklega lærdómsríkt. Tók svakale-ga mikinn tíma frá náminu sjálfu en það var algerlega þess virði.

Var það þín hugmynd að hafa 85´ball? Nei það var ekki ég en mig minnir að það hafi verið Kata Jakobs ármaður, núverandi menntamálaráðherra.

Geturu lýst fyrir okkur fyrsta 85´ballinu? Var haldið á Tunglinu sáluga, sem brann í Lækjargötu. Það var mikil spenna sem ríkti fyrir þetta ball því við vorum örfá sem mættum í ‘85 dressi í skólann. Eiginle-ga bara við í stjórninni og nokkrir vinir og því var óljóst hvernig stemmarinn yrði á ballinu sjálfu. Það var ljóst strax í bekkjarpartýunum að skilaboðin höfðu komist áleiðis því búningarnir voru alveg geggjaðir. Ballið tókst mjög vel í alla staði, var alger snilld og átti Herbert Guðmunds stóran þátt í því. Snillingurinn steig á svið um miðbik ballsins og tók nokkur lög, en eftirminni-legast er að hann söng Can’t Walk Away þrisvar sin-num. Alger landsliðsmaður! Næsta ár á eftir voru mun fleiri sem mættu í búning í skólann og árið þar á eftir

var allur skólinn sem mætti í dressi enda ballið orðið algert legend.

Hver var uppáhaldskennarinn þinn? Steinunn Þorvalds sem kenndi mér ensku og Sveinn Ár-nason íslenskukennari hafa fylgt mér alla tíð eftir MS. Einstaklingar sem voru ekki bara kennararnir mínir, heldur mótuðu mig fyrir lífstíð.

Sastu oft í U-inu? Kom fyrir en hékk alltaf á nemendafélagsskrifstofunni.

Hvað gerðiru eftir MS? Fór í HÍ í lögfræði sem er einhver versta ákvörðun lífs míns, svona mikil einvera átti ekki við mig. Lærði kok-kinn og seinna þjóninn sem var lykillinn að hamingjun-ni og flakki mínu um víða veröld. Hef búið og unnið í nokkrum löndum sem kokkur og var einnig yfirkokkur á einkasnekkju í ár. Hef notið þeirra forréttinda að vak-na með bros á vör á hverjum morgni fullur tilhlökkunar að takast á við verkefni dagsins. Þessi stutta viðvera í lögfæðinni kenndi mér þó þetta að það sé mikilvægara að vera ánægður í starfi frekar en að læra eitthvað sem maður heldur að maður eigi að læra eða af því að einhver an-nar vill að maður geri það.

Hvað gerirðu í dag? Er yfirþjónn og sé um daglegan rekstur á glænýjum veitingastað við höfnina sem heitir Tapashúsið. Stórkostle-gur veitinga-staður sem íslendin-gar hafa tekið opnum örmum og er búið að vera fullt út úr dyrum síðan hann opnaði fyrir 6 mánuðum síðan. Nota svo hvert tækifæri sem gefst til að ferðast og skoða heiminn með ástinni minni henni Kollu.

Page 32: Steingerður SMS 2012

HYLDÝPIÐ

Hvernig var tilfinningin þegar útslitin í Hyldýpinu lágu fyrir og tjaldið var dregið frá?“oh var þessi gaur ekki að ran-dom adda mér á facebook”Var þetta ást við fyrstu sýn?Nei ... hann var í wife beaterHafðiru einhvern grun um það hver væri á bakvið tjaldið?Hafði ekki huuugmynd um það, var búin að undibúa mig fyrir það alverstaHvað var það við Andra sem heillaði þig meira en hina?Andri minn var með besta metið í ballsleikum og að sjálfsögðu vildi ég alvöru strák með reynsluHvernig myndir þú lýsa ho-num sem elskenda?Æ.. hann er soldið þessi “plís

getum við í kvöld” týpaFóruð þið á eitthvað skemmti-legt deit eftir keppnina?Já hann planaði mjög rómó deit á valentínusardaginn, en við vorum ekkert að flækja hlutina og fórum bara beint heim .. you know the restHvernig hefur sambandið ykkar þróast síðan þá?Djöfulsins kærustufaggi er hann, samt alveg fínt, er alveg með hann í ól. Hvaða lag myndi lýsa sam-bandi ykkar best?Hmm ætli það sé ekki We found love - RihannaHvar sjáið þið ykkur eftir 10 ár?Hann Andri minn heldur eitthvað að hann muni fá að fara að vinna. Hann verður væntanlega heima með krakkana á meðan ég stjórna fyrirtækinu mínu úti.Mæliru með svona keppnum fyrir einhleypt fólk í leit að sannri ást?Jájá alveg bókað! Þakka guði fyrir það að hafa setið í sakleysi mínu í Haugnum þegar Reverner gerðu árás á mig og neyddu mig í þetta helvíti. Takk strákar, ég elska ykkur

Hvernig var tilfinningin þegar útslitin í Hyldýpinu lágu fyrir og tjaldið var dregið frá?Ég viðurkenni, ég flaggaði í hálfa.Var þetta ást við fyrstu sýn?Seinna um kvöldið heillaði hún mig í reiðhöllinni.Hafðiru einhvern grun um það hver væri á bakvið tjaldið?Mér fannst ég kannast við lyk-tina.Afhverju heldur þú að hún hafi valið þig fram yfir hina strákana?Vegna þess að ég er vel gefinn kálfur.

Hvernig myndir þú lýsa Elísa-betu sem elskenda?Svipuð og Toyota Corollan hans Snæþórs, semi keyrð en kraftur í henni!Fóruð þið á eitthvað skemmti-legt deit eftir keppnina?Þetta var seint í mánuðinum svo leiðin lá bara beint í Reykásinn.Hvernig hefur sambandið ykkar þróast síðan þá?Hún lætur heyra í sér um helgar.

Hvaða lag myndi lýsa sam-bandi ykkar best?We found love – Rihanna. Titil-linn segir allt sem segja þarf, þökk sé Revunum fann ég ástina.Hvar sjáið þið ykkur eftir 10 ár?Þrítugur með Elísubet Brynjars og 2 stk Rúnarsson. Að vinna fyrir einhvern skáeygðan við strendur Kuala Lumpur. Það væri draumurinn, annars er ég opinn fyrir hvaða staðsetningu sem er.Mæliru með svona keppnum fyrir einhleypt fólk í leit að sannri ást?Algjörlega, hingað til hef ég verið hreinn sveinn og átt í miklum erfiðleikum með samskipti við hitt kynið. Þökk sé Hyldýpinu er ég allt annar maður.

ELÍS

BET B

RYNJ

ARSD

ÓTTI

R ANDRI MÁR RÚNARSSON

Hyldýpið er bráðskemmti-legur viðburður sem fór fram í Landbúnaðarvikunni og voru það Andri Már, Svavar Cesar og Þorbjörn Óli sem kepptu um hylli stúlkunnar sem að þessu sinni var Elísabet Bryn-jarsdóttir. Sá heppni var Andri Már sem stóð uppi sem sigurvegari og vann hjarta Elísabetar.

Page 33: Steingerður SMS 2012

Hversu lengi hefurðu verið að æfa karate ? 10 árEr mikið um stelpur sem eru í þessari íþrótt? Á mínum aldri ekkert of margar en stelpunum er alltaf að fjölga hér á landiÆfiru á hverjum degi? Já, annað hvort handbolta eða karate stundum bæðiÞú ert líka í handbolta, er ekki nóg að gera hjá þér?Jú allt á fullu Hvað er skemmtilegast við karate ? humm bara kmite æfingarnar, fá smá útrás Hefurðu alltaf viljað vera að gera þetta ? þegar ég var yngri bjóst

ég ekkert við að ég myndi enda í karate og handbolta en síðan ég hef byrjað hefur mig ekkert langað að hættaHefurðu keppt oft erlendis? Já nokkuð oftTelurðu hversu marga titla þú hefur unnið? já haha, held að allir myndu gera þaðHvenær byrjaðiru að æfa golf

og hvers vegna?Ég byrjaði að æfa 8 ára aðallega útaf því að öll fjölskyldan mín er í golfi. Hvað finnst þér skemmtilegt við golfið?

Mér finnst félagsskapurinn mjög stór partur af

þessu, maður er búinn að vera með mögum

strákum mjög lengi í þessu og búinn að fara í margar kepp-nisferðir með þeim

svo maður hefur eignast mjög marga

vini í kringum golfið. Svo er

auðvitað mjög ga-

man að

keppa, sérstaklega í útlöndum. Hefuru verið valinn í land-sliðið?Já ég var valinn í unglinga-landsliðið 12 ára og hef farið á mörg mót á vegum unglinga-landsliðssins. Svo var ég valinn í karlalandsliðið 17 ára og hef spilað á Heims og Evrópumótum á vegum þess. Hefuru farið holu í höggi?Nei ég hef ekki verið svo heppinn að fara holu í höggi.Hvað æfiru oft í viku?Það fer dáldið eftir því hvaða tími ársins er. Á sumrin æfi ég alla daga, svona 6 tíma á dag. En á vetuna þegar að það er ekki mikið í skólanum æfi ég svona 2-4 tíma á dag, svo tek ég mér alltaf mánaðarfrí eftir sumarið og í kringum prófin. Hvernig fara æfingar í golfi fram?Á sumrin er þetta frekar basic, þá spilar maður mikið og er að slá í básum. En á veturna þá fer ég oftast upp á korpu og æfi mig að pútta og fer svo í bása ef veðrið er ágætt. Áttu þér fyrirmynd í golfi?Já Tiger Woods, hann breytti algerlega því hvernig leikurinn er spilaður og hvernig leikmenn undirbúa sig. Áður en hann kom fram á sjónarsviðið voru margar fitubollur sem að voru á meðal þeirra bestu í golfinu, en hann tók þetta bara uppá nýtt level og núna eru nánast allir bestu golfa-rar í heimi mjög fit. Hver er uppáhalds golfkylfan þín?Ég verð að segja pútter, því það eru oftast púttin sem að skilja að þann sem vinnur og alla hina sem að tapa.

AFREKSÍÞRÓTTAFÓLK Í MSTE

LMA R

UT

GUÐM

UNDU

R ÁGÚ

ST

Page 34: Steingerður SMS 2012

Í haust fer ég í skóla í bandaríkjunum á golfstyrk. Hann heitir East Tennessee State Uni-versity og ég ætla að læra byggin-garverkfræði. Ég mun keppa um Bandaríkin fyrir hönd skólans í mörgum mótum og ég hlakka mikið til að komast út.

Hvenær og hvers vegna byr-jaðiru að æfa

fit-ness

fyrir alvöru með stefnuna

setta á að keppa? Ég byrjaði að æfa af

alvöru í janúar 2011. En áhuginn

kviknaði

eftir að hafa farið að horfa á bikarmótið sem var í nóvem-ber 2010. Eftir það mót fór ég í þjálfun hjá Konna, sem er enn þjálfarinn minn, og hann kom mér af stað.Hvaða fæðubótaefni eru í up-páhaldi?Ég versla öll mín fæðubótaefni hjá Sportlíf. Uppáhalds fæðubó-taefnin mín eru Stacker og Scitec vörurnar. Ég mæli sterklega með Stacker 100% whey súkkulaði próteininu. Hvernig er mataræðið hjá þér dagsdaglega og fyrir mót, er mikill munur? Það er mjög strangt og einfalt. Fæ mér kanilbygga og prótein 2x á dag. Epli og prótein 2x á dag. Kjúkling, salat, og sætar kartö-flur 2x á dag. Svo hálftíma áður en ég fer að sofa fæ ég mér casein prótein. En nei þetta mataræði er svo sem ekki mjög frábrugðið mataræði mínu venjulega. Borða mjög hollt allan ársins hring nema á laugardögum, þá er leyft sér vel af nammi.Hvað tekurðu þér langan tíma í undirbúning fyrir mót?Fer eftir því hvernig er litið er á það. Ég er að lyfta og borða hollt nær allan ársins hring. En byrja ekki að brenna aukalega og fara eftir alveg stífu matarprógrammi

fyrr en sirka tveimur og hál-fum mánuði fyrir mót.

Hvernig er venjule-gur dagur hjá þér?Venjulegur virkur

dagur í miðjum un-dirbúningi fyrir mót ...

brennsla, skóli, læra ef þess þarf, lyftingaræfing og svo kíkja

eitthvað smá út um kvöldið.Hver eru framtíðarplönin?Held ég leyfi

framtíðinni bara að koma í ljós, ekki byrjuð að plana neitt fram í tímann ennþá.Hvernig var að keppa á Ar-nold Amateur mótinu í Ohio?Eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert. Það var ekki bara það að vera uppi á sviði. Þetta var bara svo geðveik ferð í heild sinni. Kynnist fullt af skemmtilegu fólki og hitti fullt af frægum stjörnum tengdum þessu sporti. Hvernig voru keppendurnir þarna úti, var mikið keppnis-skap í gangi eða voru þeir meira að hvetja hverja aðra áfram?Fann ekki fyrir miklu keppnis-skapi. Íslensku stelpurnar voru meira sem lið þarna úti. En það hefur eflaust verið smá keppnis-skap í þessum útlensku. Er mikill munur á að keppa úti heldur en hérna heima?Já mótin úti eru miklu flottari og stærri. Það er gert miklu meira úr þeim og maður er með miklu fleiri keppinauta. Hvaða titla/verðlaun hefurðu unnið?Hérna heima hef ég lent í 2. og 3. sæti. Svo núna á Arnold lenti ég í 3. sæti, sem ég er sjúklega sátt með. Hefurðu einhver ráð fyrir stelpur sem hafa áhuga á fitness og langar til þess að keppa?Fyrir stelpur sem langar að keppa er best að byrja á því að leita til þjálfara (mæli með Konna niður í Laugum) og passa upp á að fara bara eftir því sem hann segir. Það eru svo margir sem hafa mis-munandi skoðanir á því hvað sé best að gera til að ná sem bestum árangri og maður verður að velja sér bara eina manneskju til að treysta á og fara algjörlega eftir. Svo bara hugsa get, ætla, skal!

MAG

NEA G

UNNA

RSDÓ

TTIR

Page 35: Steingerður SMS 2012

Hvenær byrjaðir þú að æfa frjálsar og hvers vegna? Var í fótbolta þar til ég var 16 ára en langaði þá að breyta til og

prófaði frjálsar og hef ekki hætt síðan.Hvaða grein æfiru innan frjálsra? Æfi fyrir 100m, 200m, og 400m hlaup.Hvernig fara æfingarnar fram? Æfingarnar skiptast í sprettþjál-fun og þrek/lyftingaþjálfun. Í sprettþjálfun er æft sprettúthald og hlaupatækni, og á lyftin-garæfingum er snerpan/styrkur æft með þungum lyftingum og þol æft með bootcamp þrekhringjum.Hvað æfir þú oft í viku? Æfi 5-6 sinnum í vikuHvað er það skemmtilegasta við frjálsar?

Að sjá að hrikalegar æfingar hafa skilað sér með því að bæta tímann minn í hlaupum.Í hvaða grein ertu bestur? Er bestur í 200m hlaupi.Hefur þú unnið mikið af verðlaunum? Jájá, varð t.d íslandsmeistari í 100m, 200m, og 400m hlaupi í mínum aldursflokki árið 2011.Áttu þér einhverja fyrirmynd? Usain Bolt, heimsmethafinn í 100 og 200m hlaupi og frakkinn Christofer Lemaitre, sem var fyrsti hvíti maðurinn til að hlaupa undir 10sekundur í 100m hlaupi.Hvað tekur við eftir MS? Eins árs hlé frá skóla allavegna, annars veit ég það ekki.

GaddarGaddar hafa verið mikið í tísku upp á síðkastið og áberandi á bæði flíkum og fylgi-hlutum. Gaddaskórnir frá Jeffrey Campbell, kragar á skyrtum, leðurjakkar þaktir göd-dum, kjólar, hálsmen, hringir og eyrnalokkar. Flíkur skreyttar göd-dum eru mjög heitar í dag – þessi stíll er harður en lífgar mjög skemmtilega upp á til dæmis saklausan sumarkjól eða skyr-tukraga.

Síð vesti Síð vesti eru full-komið mótspil við blazerjakkana fyrir sumarið. Þau fela einnig í sér mikla notkunarmöguleika og auðvelt er að nota þau bæði hversdags og fínt. Stuttermabolir með upprúlluðum ermum eða hálfgegnsæjar og fíngerðar skyrtur undir vestin er eitth-vað sem kemur mjög vel út.

PastelPastel verður eitt af mest áberandi trend-unum í sumar og mun taka við af sterkum litum síðasta sumars. Ef þú ert hrædd um að líta út eins og gangandi candyfloss en langar samt að vera með getur þú dempað lúkkið með því að nota t.d. hermannagrænan, gráa og svarta liti með pastellitunum og grófa fylgihluti.

Litaðar gallabuxur Í sumar eiga buxurnar að vera í lit. Pastel, gular, ferskjulitaðar, skærbláar .. það er af nógu að taka bæði í litum og sniðum.

Stórir skartgripirÞað er þó alls ekki mælt með því að skarta bæði háls-meni, eyrnalokkum og hringjum í stíl heldur velja eitthvað eitt úr. Stór hálsmen eru sérlega áberandi núna, sérstaklega stutt íburðarmikil háls-men til að hafa undir skyrtukrögum eða við prjónaðar peysur. Einnig er fallegt að hafa stóra hringa á fingrunum. Stórir ey-rnalokkar fara vel við hártískuna í ár og ekki er verra ef þeir lafa niður á axlir eða svo.

Heitt í sumar

KOLB

EINN

ÞORG

BERG

S.

Page 36: Steingerður SMS 2012

Þar sem þetta skólaár fer að líða og nýtt tímabil fer að hefjast, langar okkur Cubus að gefa ykkur smá forskot á sæluna og sýna ykkur aðeins hvað við höfum uppá að bjóða. Njótið.

Hvað hefur þú verið að gera á þinni menntaskólagöngu?Bara eitthvað að chilla, læra svona inn á milli og hafa það bara rosalega skemmtilegt. MS er stór hluti af lífi mínu og ég held að ég eigi alltaf eftir að sakna hans þegar ég er útskri-faður.

Myndir þú segja að þú hafir breyst mikið síðustu fjögur árin?Ég myndi segja að ég hafi breyst helling. Fór frá því að vera lítill busi sem mætti á alla viðburði og hafði gaman í að vera sá sem sér um að skipuleggja þessa sömu viðburði fyrir fólk sem er í sömu stöðu og ég var. Ég er náttúrulega orðinn sjálfstæðari og þroskaðri og ég tala nú ekki um fallegri. Svo er ég nát-túrulega búinn að breytast svolítið útlitslega og ég er búinn að léttast um 20 kg, þannig ég myndi já, segja

að ég hafi breyst svolítið.

Ertu ánægður á þeim stað sem þú stendur í dag?Ég er mjög ánægður þar sem ég er í dag. Er að útskrifast, sumarið fra-mundan sem verður mesta snilldin og ég tala nú ekki um allt fólkið sem ég kynntist á þessu skólaári.

Hvað hefur þú hugsað þér að gera þegar þú hefur útskrifast?Ég ætla að fara að vinna næsta eitt og hálft árið og svo ætla ég í Markaðsfræði og Alþjóðaviðskipti í HÍ haustið 2013.

Hvernig fannst þér að vera busi og svo að busa, þar sem þú hefur upplifað bæði?Mér fannst náttúrulega geggjað að vera orðinn stór strákur og vera byrjaður í menntaskóla. MS bauð upp á svo mikið og það var allt svo nýtt og skemmtilegt, Busunin var geðveikt skemmtileg, en djöfull var líka gaman að busa, hræða þessi litlu grey! En mikið eru þessi bles-suðu 4 menntaskólaár fljót að líða, væri alveg til í eitt ár í viðbót!

CUBUS1.

BEKK

UR

2.BE

KKUR

3.BE

KKUR

4.BE

KKUR

GJALDKERI SMS

ARNA

R PÁL

MI G

UÐM

UNDS

SON

Page 37: Steingerður SMS 2012

Hvað hefuru verið að gera síðan þú útskrifaðist?Ég útskrifaðist úr besta skóla heimsins, Menntaskólanum við Sund ! Þaðan lauk ég stúdentsprófi af hagfræðibraut vorið 2010. Að lokinni sumarvinnu fór ég í ABC-skólann sem er undirbúning-snám fyrir hjálparstarf í þróunarlön-dum. Hluti námsins var að starfa við hjálparstarf í fátæktarhverfum í Nai-robi í Kenía. Þennan vetur vann ég sem verktaki hjá Sjóvá. Haustið 2011 hóf ég síðan nám í Háskóla Íslands í viðskiptafræði, og vegnar mér þar vel.

Geturu sagt okkur lífsreynslu þína frá Afríku?Í Afríku lærði ég heilmargt og þroskaðist mjög. Ég tek hlutunum í dag ekki jafn sjálfsagt og áður. Ég get ekki annað en mælt með þessu tækifæri sem ykkur MS-ingum bíðst eftir stúdentsprófið, þ.e.a.s. ef þið ætlið ykkur að taka árs frí frá skóla. Til eru tveir heimar í Afríku, sá fyrri er fyrir ferðamanninn og ímyndin sem

yfirvöld vilja að fólk hafi. Safarí ferðir og lúxus, það er auðvelt að lifa hátt og sjá bara það sem þú vilt að sjá. Sá sein-ni er raunveruleikinn. Þetta var ekki alltaf auðvelt að vera þarna en klár-lega þess virði þegar til baka er litið. Einnig mjög gott á ferilskránna fyrir þá sem vilja bæta hana.

Það má nú segja að þú hafir verið hálfgerður glaumgosi á menntaskólaárunum, við þráum að vita hvort það hafi breyst?Ég mundi ekki alveg hvað glaumgosi er, þannig að ég googlaði það og komst meðal annars að því að fimmtíuogf-jagra-konu-maður var víst kallaður glaumgosi. Ég veit ekki alveg hvernig ég á að svara þessari spurningu en ég held mig við aðeins eina í dag.. þannig að já ætli það hafi ekki breyst örlítið.

Ferðu enn í djúpa sleika eins og fræga mysing sleikinn ?Ég á sleikmet MS (5sek) er ekki alltaf bezt að hætta á toppnum ?

Hvar eru þau nú?Kr

istófer

Páll

Lentz

Page 38: Steingerður SMS 2012

SNIÐUG

Voxer er stórniðugur samruni sms-skilaboða og talhólfa í talstöðvaformi. Með forritinu getta vinir sent á milli sín talskilaboð þegar erindið er ekki nógu brýnt til að slá á þráðinn til hins og þeir nenna ekki að hafa fyrir því að skrifa sms.

Unblock Me er góður leikur til að rey-na á heilann. Hér er kassi fullur af kub-bum og markmiðið er að koma rauða kubbnum út um eina opið á kassanum. En það er hægara sagt en gert þar sem þarf að færa hina kubbana frá á réttan hátt svo að leiðin út sé greið.

Bump er stórsniðugt forrit til að senda myndir, myndbönd og tónlist á fljótle-gan og auðveldan hátt. Þú einfaldlega “klessir” símunum saman og þá sen-dast myndirnar, tónlistin eða mynd-böndin úr öðrum símanum yfir í annan á augabragði.

Shazam er mjög vinsælt forrit og ekki er það að ástæðulausu. Ef þú heyrir skemmtilegt lag í útvarpinu en þekkir ekki nafnið á því þarftu ekki að örvæn-ta, þú kveikir á Shaam og það sér um að finna lagið fyrir þig.

Remote er snilldarforrit sem gerir þér kleift að stjórna iTunes eða apple TV með símanum.

Instagram er eitt af langvinsælustu myndaforritum hjá Apple, og er þetta einskonar samskiptaheimur þar sem fólk deilir myndum út frá profile-num sínum, kommentar og og taggar aðra instagramnotendur í myndirnar sínar, svo er auðvelt að deila myndunum beint á twitter eða facebook. Mjög flottir filterar eru í forritinu og koma myndirnar mjög vel út.

RunKeeper er sniðugt fyrir þá sem fara út að hlaupa/ganga/hjóla, þú no-tar GPS tækni símans með forritinu til að mæla hversu langt og hratt þú hleypur, gengur eða hjólar. Getur stillt ákveðin lagalista áður en þú byrjar, og getur stillt ýmsar æfingar í forritinu.

Hægt er að tengja forritið við alla hel-stu samfélagsmiðalana ef þú vilt deila árangrinum með vinum þínum.

Jápunkturis appið er alveg heví sniðugt! Íslenskt app sem er fínt að hafa í símanum. Þú náðir kannski ekki að svara einhverju ókunnugu númeri, slökkt á tölvunni, þá einfaldlega fer-ðu bara inní appið, ýtir á númerið og „uppfæra“ þá kemur nafn viðkomandi upp. Ef hann er á já.is þar að segja

Molome er svipað og Instagram. Það virkar þannig að þú followar vini þína og einhverja sem þig langar til og póstar myndum inná. Svo geturu líka breytt myndunum eins og þig langar til. Fín lausn fyrir þá sem hafa alltaf viljað Instagram en eiga ekki iPhone!

Strætó appið er frábært fyrir bílpróf-slausu busana og jafnvel einhverja fleiri. Með þessu geturu nálgast helstu upplýsingar um strætó, s.s yfirlit yfir stoppistöðvar, hvaða leið vagnarnir fara og margt fleira. Þetta er frekar nýtt app og verið er að þróa það til hins betra.

Viber er sniðugt samskiptaforrit þar sem þú getur hringt og sent sms frítt til allra þeirra sem eru líka með viber. Þá ferðu bara í appið og hringir í geg-num það, mjög auðvelt og þægilegt í notkun!

9GAG reader appið. 9göggurum fer ört fjölgandi og húmorinn þar nát-túrulega algjör snilld! Ef þú ert að bíða eða hefur kannski ekkert að gera, er ekkert meira hressandi en að skella sér á 9gag og tjekka á nýjustu post-unum.

Paper toss er hrikalega ávanabindan-di leikur og síðan ég downloadaði ho-num í símann hef ég ekki látið hann frá mér. Hann virkar sem sagt þannig að þú átt að henda krumpuðum pappír ofan í ruslatunnu, og við hliðina á þér er svona vifta sem þeytir pappírnum öðruvísi, þannig þú verður að mæla út hvernig þú getur hitt í tunnuna.

Page 39: Steingerður SMS 2012

ÁTTU iPhone? TRÚIRÐU Á GUÐ? ÁTTU BÍL?

HEFURÐU FARIÐ Í LJÓS?

EF ÞÚ VÆRIR EKKI Í MS, Í HVAÐA SKÓLA VÆRIRÐU ÞÁ?

ERTU ÁNÆGÐ/UR Í MS?HEFURÐU ORÐIÐ DRUKKIN/NN?

ÞEKKIRÐU EINHVERN SEM SELUR EITURLYF?

HEFURÐU TEKIÐ Í VÖRINA?

JÁ (120)NEI (290)

JÁ (240)NEI (190)

JÁ (160)NEI (260)

JÁ (304)NEI (90)

JÁ (450)NEI (15)JÁ (250)

NEI (100)

JÁ (250)NEI (170)

SKÓLA LÍFSINS (30)BORGÓ (60)MR (40)ANNARSSTAÐAR (150)MH (90)VERSLÓ (93)JÁ (300)

NEI (150)

MS Í TÖLUMHMS, EÐA HAGSTOFA MENNSTASKÓLANS VIÐ SUND GERÐI SKOÐANAKÖNNUN MEÐAL NEMENDA NÚ Á DÖGUNUM. HÉR FYRIR NEÐAN MÁ SJÁ SLÁANDI NIÐURSTÖÐUR KÖNNUNARINNAR.

Page 40: Steingerður SMS 2012

Elsku börn árið er búið að vera frábært! Síðustu tvær annir erum við í listafélaginu Reverner búnir að leg-gja okkur 140% fram við að gera ykkur Mysingum til góðs! Enda var það okkar hugsjón að rífa Listafélagið uppá hærra plan og höfum við svo sannarlega staðið við það. Hlutverk Listafélagsins er að vera áberandi en um leið fylgir því mikil vinna og ábyrgð. Að vera gott Listafélag er ekkert sjálfgefið, heldur þurfa menn að gefa sig allan í þetta hlutverk og þá er ég að tala um tíu prósenta mætingu og gífurlega einbeitingu að settum markmiðum. Druslurnar eru svo bara fyl-gikvillar sem koma jafnt og þétt eftir því sem áran-gurinn verður meiri. Þú uppskerð það sem þú sáir, einfalt. Við Reverner tókum upp þráðinn þar sem Sleipnir hafði skilið við hann hangandi. Sex harðákveðnir og þrælduglegir drengir tóku sig sa-man og brutu niður það sem átti að vera. Hugmyndir samnemenda okkar um Reverner voru fjarri því sem við átti að búast. Fuglinn Fönix reis upp úr öskunni og bar það undir mig að stofna Listafélag síðan þá hefur ekki verið aftur snúið. Okkar fyrsta verkefni var Dimmiteringin hjá 91‘ árgangnum og vorum við allir komnir á fæ-tur 06:00 þann morguninn til þess að „flykk‘upp“ risa loftkastala, tjaldi, græjum og pulsum auðvitað! Busa-vikan stóð svo næst á dagskránni hjá okkur og þar létum við ekki deigan síga heldur hófum tökur strax á Busamyndinni 2011 sem skartaði íslenskum jafnt sem Hollywood leikurum. Busuninn sjálf fullnægði kvalarlosta eldri nemenda með „clown-fetish“ ásamt þeirri nýjung að setja upp trúðahús í íþróttasalnum til þess að berja á andlegu hliðinni. Einnig tókum við tvo busa rækilega í gegn fyrir að tylla sér í U-ið og hrekktum einn sænskan. Senn leið að Landbúnaðarvikunni þar sem við keyrðum aðra nýjug í gang, hádegisviðburðina þar sem peningasvöngum Mysingum gafst tækifæri á því að gera eitthvert ódæði fyrir miða á ballið eða gjafab-réf á þá fjölmörgu veitingastaði sem liggja í Skeifun-ni. Allt í góðu gert! Og ekki má gleyma stórfenglega Bauluatriðinu okkar undir leiðsögn P. Finnboga þar sem við komum fram í Hörpunni og fluttum lagið ,,það geta ekki allir verið rever“ við góðar undirtektir. Síðast en ekki síst ber að nefna Árshátíðarannálinn 2012 sem var tvo mánuði í bígerð en skilaði sér að lokum og var sýndur á Árshátíðinni yfir fagnaðarh-látrasköllum Mysinga. Þetta og svo margt miklu flei-ra gerðum við á árunum 2011-2012 . Allt í þágu þess að þið, okkar kæru samnemendur gætuð haft það sem best. Þá er tímibili Reverner sem listafélagi rétt að ljúka en við taka nú stærri verkefni! COMING SOON

V. K. Norðdahl

REVERNER

LOKAÁVARP

Page 41: Steingerður SMS 2012

INGVAR FREYRVIÐTAL VIÐ KENNARA

HILDUR ÁRNA

MELKORKA

Hvernig er kennaralífið í MS að fara með þig? Ljúfa líf í MSHvað ertu með mörg poke á Fa-cebook, og hversu mörg eru frá nemendum í MS? Eitt póke og það er frá mömmu minni.Hvor myndi vinna í sjómann, þú eða Júlli eðlisfræðiken-nari? Eru ekki allir BMW eigendur heartbroken eftir að 800 bar brann, þannig að ætli ég tæki hann ekki létt.Lýstu draumanemandanum: Menntamaður, alltaf í við-bragðstöðu og ekki sívælandi. Myndirðu segja að þú værir svalasti kennari skólans? Gísli fylgir fast á eftir mér.Hvernig er að hitta flesta ne-mendur sína hressa í miðbæ-num um helgar?Alltaf gaman að hitta hresst fólk en það eru sumir sem átta sig ekki á því að ég tek ekki vinnuna með mér heim.

Af hverju valdirðu að kenna spænsku, og af hverju í MS?Af því að það er besta starf í heimi og mig langar til að smita

sem flesta af “spænskuveikinni”! Ég byrjaði að kenna í MS af því að það vantaði spænskukennara þar.Lýstu draumanemandanum:Draumanemandinn er sá sem hefur brennandi áhuga á náminu, vill læra meira og meira, tekur þátt í tímum og hvetur aðra til að gera hið sama.Ef þú værir rektor í einn dag, hverju myndirðu breyta í sambandi við skólann eða

skólastarfið?Ef ég væri rektor í einn dag myn-di ég gera spænsku að skyldufagi í skólanum.Hvað finnst þér best að fá þér í Kattholti?Samlokan með hvítlaukssósunni og grænmetinu. Lýstu týpísku djammkvöldi á Spáni: Hið týpiska djammkvöld á Spáni er eitthvað sem allir ættu að upplifa og ef það er eitthvað sem Spánverjar eru góðir í, fyrir utan fótbolta, þá er það að skemmta sér!Hefurðu einhverntímann sest í U-ið? (Ef ekki, þá af hverju

ekki?)Nei, ég er enn að bíða eftir því að einhver bjóði mér sæti þar.

Hversu lengi hefurðu verið kennari? Ég var svo heppin að fá starf sem kennari í MS haustið 2008 (ko-rter í hrun), en ég var að vinna á verkfræðistofu þar á undan.Hvað er það áhugaverðasta við að kenna jarðfræði? Það er án efa að vekja áhuga nemenda minna. Það er ekkert eins gefandi fyrir mann sem ken-nara að fá spurningar eða frása-gnir nemenda sem vakna vegna áhugans á efninu. Það er svo mikilvægt fyrir íslendinga að vita hvað landið okkar er merkilegt út frá jarðfræðinni. Svo er bara svo lifandi að starfa við kennslu því nemendur eru svo skemmtilegt fólk ;)Ertu á lausu?Nei, ég er gift, þriggja barna móðir.

Hvað finnst þér best að fá þér í Kattholti? Skúffukakan með bananarjóma og súkkulaði.... mmmm! Kannski

Page 42: Steingerður SMS 2012

LEIFUR INGIekki svo heilsueflandi en alla vega andlega eflandi!Ef þú værir rektor í einn dag, hverju myndirðu breyta í sambandi við skólann eða skólastarfið? Úff, vá erfið spurning. Ég myndi líklegast sjá til þess að undirbúa byggingu á aðstöðu til að kenna úti, svo hægt væri að sulla meira með vatni og möl í náttúru-fræðikennslu. En almennt fyrir skólastarfið myndi ég vera mjög sýnileg frammi á göngum skólans og kynna mér það frábæra starf sem kennarar eru að vinna hér í MS. Hvað gerirðu við óþekka ne-mendur? Annað hvort reyni ég að hunsa þá (þeir vilja auðvitað bara láta taka eftir sér) eða fá þá í lið með mér. Ég rek ekki út úr tíma nema í algjörri neyð.Hversu lengi ertu búinn að vera kennari? Ég byrjaði að kenna í MS hið illræmda ár 2007, þá voru nú aðrir tímar þó aðeins séu tæp 5 ár síðan!Hefurðu alltaf kennt við MS? Nei ég hef kennt víða, byrjaði í Hofstaðaskóla í Garðabæ 2001 og fór svo þaðan til Grindavíkur. Síðan lá leiðin yfir í Gerðaskóla Garði þar sem ég var til 2005, þá ákvað ég að leita upprunans og fór að vinna í leikskóla í nok-kra mánuði áður en ég svo fór til Afríku, þar sem ég kenndi við kennaraskólann í Chilangoma, Malawi. Það var ekki fyrr en ég kom aftur heim að MS ævintýrið byrjaði.Hvaða fög hefurðu kennt?Ég kenni félagsfræði og skyldar greinar eins og afbrotafræði, mannfræði, aðferðafræði og alþjóðastjórnmál. Einnig hef ég boðið upp á valgreinina Skák. Allt afar spennandi, gefandi og skemmtileg fög ;)Hvernig er að horfa upp á hegðun MS-inga á böllum? MS-ingar eru upp til hópa mesta

sómafólk og það er miklu skem-mtilegra að horfa upp á ykkur skemmta ykkur heldur en ,,ful-lorðna“ fólkið í miðbænum. Auðvitað gerist ýmislegt og slys eiga sér stað en fólk lærir af reynslunni. Ég reyni að einblína á það fallega og jákvæða, enda mikill meirihluti MS-inga þeim megin í tilverunni.Hvað er það mest pirrandi sem nemandi hefur gert í tíma hjá þér? Ég á mjög erfitt með að gera upp á milli tveggja hluta. Í fyrsta lagi, þegar nemendur koma inn í stofuna með lummuna í vörinni og tóbakstaumana lekandi niður munnvikin, í þeirri trú að þeir séu svalir. Í öðru lagi, þegar nemendur missa af ódauðlegum viskugeimsteinum mínum vegna þess að þeir eru spila heilala-mandi tölvuleiki eins og Robot Unicorn...ég myndi reita hár mitt, ef ég hefði það!Hversu oft hefurðu verið kosinn kennari MS og hvernig tilfinning er það? Ég held að þetta sé þriðji borðinn hjá mér. Þetta er alltaf mjög góð tilfinning enda reyni ég að eiga jákvæð og uppbyggileg samskipti við nemendur. Hins vegar hef ég aldrei verið neitt sérlega hrifinn af svona kosningum því þær geta ýtt undir staðalmyndir og félagslega lagskiptingu innan skólans (varð að koma félags-fræðinni inn).

Þrjú orð sem lýsa þér best? Oftast jákvæður, ljúfur, sanng-jarnHvað ætlaðiru að vera þegar þú varst lítill? Ég ætlaði mér aldrei að vera neitt annað en íþróttamaðurÞrjú lýsingarorð sem varða bestu ljósi á menntaskólagön-gu þína?Skemmtilegt skemmtilegt skem-mtilegtHver er þín fyrirmynd? Ætli það sé ekki bara mamma mín

Hvers vegna ertu kennari?Afþví ég kann ekkert annað..Hvernig kennsuðferðir notaru helst?Ég reyni að vera félagi nemenda minnaEr mikið slúðrað á kaffisto-funni?Bara um leiðindarpólitíkLýstu draumanemendanum:Jákvæður og samviskusamurEf þú værir rektor í einn dag, hverju myndirðu breyta í sambandi við skólann eða skólastarfið?Þetta er stór spurning, jaa eigum við ekki að orða það þannig að ég veit það ekkiÁttu gæludýr?NeiVandræðalegasta sem þú he-fur lent í?Því er fljótt svarað, einu sinni reyndi ég að vera klár kennari og var að kenna líffræði í 10. bekk

STEFÁN

Page 43: Steingerður SMS 2012

ÞEGAR MS VAR STOFNAÐUR VORU EINUNGIS FJÓRIR FRAMHALDSSKÓLAR Á HÖFUBORGARSVÆÐINU, ÞAÐ VORU MR, MH, VERZLÓ OG IÐNSKÓLINN Í REYKJAVÍK.SKÓLINN VAR FYRST TIL HÚSA Í GAMLA MIÐBÆJARSKÓLANUM SEM NEFNDUR VAR MENNTASKÓLINN VIÐ TJÖRNINA.SKÓLINN VAR UPPHAFLEGA REKIN SEM ÚTIBÚ FRÁ MR, OG VAR SAMEIGINLEGUR REKTOR YFIR SKÓLUNUM.FYRSTA SKÓLABLAÐIÐ KOM ÚT ÁRIÐ 1971 OG BAR NAFNIÐ ANDRÍKI, ÞAÐ SKÓLAÁR VORU GEFIN ÚT NÍU SKÓLABLÖÐ.FYRSTI KÓRINN VAR STOFNAÐUR ÁRIÐ 1972 UNDIR STJÓRN NEMENDA SKÓLANS.SAMA ÁR VAR SETT UPP FYRSTA LEIKSÝNING NEMENDA.ÁRIÐ 1973 FLUTTI SKÓLINN Í GNOÐARVOGINN OG VAR NAFNINU BREYTT Í MENNTASKÓLINN VIÐ SUND.ÁRIÐ 1977 OPNAÐI SKÁLHOLTÁRIÐ 1978 OPNAÐI KATTHOLT.MS VANN MORFÍS ÁRIÐ 1989.MS VANN GETTU BETUR ÁRIÐ 1990.

PUNKTAR UM MS...

í Hveragerði. Það var nemandi sem vissi miku meira en ég um heilastarfsemi, hann spurði mig spurningar um heilann ég náði að svara þeirri fyrstu mjög vel, svo fór hann að koma með fleiri flóknari spurningar sem ég átti í erfiðleikum með að svara. Ég reyndi að svara þeim af bestu getu en það gekk illa. Að lokum segir hann við mig “ég hélt að þú værir kennarinn”, og þetta lærði ég að maður á aldrei að reyna að vita meira en maður veit. Hvar sérð þú þig eftir 10 ár, enn við kennslu eða eitthvað annað?Ég sé mig á kanarí 9 mánuði ársins að sóla mig.Fjögur orð sem lýsa þér best?Hreinskilin, jákvæð, skipulögð og lokuð.Hvað ætlaðiru að vera þegar þú varst lítill?ArkítektÞrjú lýsingarorð sem varða bestu ljósi á menntaskólagön-gu þína?

Eftirminnileg, ánægjuleg og fjörugHver er þín fyrirmynd?Á enga eina fyrirmynd

Hvers vegna ertu kennari?Af því að er svo margt jákvætt, gefandi og ánægulegt við kennslu, td. nemendurnir. Starfið er líka fjölbreytilegt og engin ástæða til að staðna í starfi í kennarastar-finu.

Hvernig kennsuðferðir notaru helst?ÞátttökufyrirlestraEr mikið slúðrað á kaffisto-funni?Já þegar ég er þar :)Lýstu draumanemendanum:Áhugasamur og jákvæðurEf þú værir rektor í einn dag, hverju myndirðu breyta í sambandi við skólann eða skólastarfið?Byrja á því að hætta með allar bjöllur i skólanum. Finna leiðir til að bæta mætingu og ástundun nemenda í MS.Áttu gæludýr?NeiVandræðalegasta sem þú he-fur lent í?Þetta er vandræðaleg spurning

Hvar sérð þú þig eftir 10 ár, enn við kennslu eða eitthvað annað?Að kenna í MS eða ekki

LÓA STEINUNN

Page 44: Steingerður SMS 2012

Litla HryllingsbúðinLitla Hryllingsbúðin

Fullt nafn: Birkir Steinn VésteinssonAldur:18 áraÆtlar þú þér að verða leikari/kona þegar þú verður stór: Nei, alls ekki hef meiri áhuga á eitthverju öðru Hvaða hlutverk leikur þú: Símon KrílbúraHvað lýsir karakternum þí-num: VæskillEr þetta í fyrsta skipti sem þú

tekur þátt í leiklist í MS: JáHvernig myndiru lýsa un-dirbúningsferlinu í þrem orðum: (ööö) Erfitt, gaman , frábærtHefuru áður séð Litlu Hryl-lingsbúðina: Já, þarna myndina frá 1986. Fín mynd sem allir ættu að eyða tíma í að horfa á.Uppáhalds atriði í leikritinu: Ætli það sé ekki bara þegar Aníta fer á kostum sem Orin tann-læknir , ég fokking elskaði það! SNILLDBest við leiklistina í MS: bara hvað þetta er gamann, fólkið sem var með í þessu verki eru snillingar og væri til í að endur-taka þetta.Ertu búin að fá mörg face-bood ödd eftir sýninguna? Amma mín addaði mér en það er ekki eitthvað sem þið voruð að vonast eftir Eitthver lokaorð: Mæli með að sem flestir láti sig á næsta ári, því ef það kemst inn þá mun það ekki sjá eftir því.

Fullt nafn: Lilja Eivor Gunnarsdóttir Ceder-borgAldur: 18 áraÆtlar þú þér að verða leikari/kona þegar þú verður stór: Gæti mögulega verið Hvaða hlutverk leikur þú:AuðiHvað lýsir karakternum þí-num: glær og indælEr þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt í leiklist í MS: JájájáHvernig myndiru lýsa un-dirbúningsferlinu í þrem orðum: frábært, erfitt og krefjandi Hefuru áður séð Litlu Hryl-lingsbúðina: Auðvitað ! eitt af uppáhaldsUppáhalds atriði í leikritinu: Þegar Gígja kemur inn sem viðskiptavinur, alltof frábærtBest við leiklistina í MS: fólkið og reynslanEitthver lokaorð: Hvet alla til að fara í leiklistina á næsta ári, alltof gaman

Þann 15. febrúar síðastliðinn frumsýndi leikfélag okkar MS-inga, Thalía, endurgerð sína á bandaríska söngleiknum Little Shop Of Horrors, eða Litla Hryllingsbúðin eins og nafnið útleggst á íslensku. Sýningar voru í Austurbæ og stóð fjöldi fólks að söngleiknum sem var glæsilegur í alla staði, enda eru nemendasön-gleikirnir ómissandi hluti af félagsstarfi skólans og geta bæði nemendur og aðrir aðstandendur verið stoltir af þeim. Við tó-kum stutt viðtal við tvo af aðalleikurum Litlu Hryl-lingsbúðarinnar, Birki Vésteinsson og Lilju Eivor Gunnarsdóttur, sem fóru með hlutverk Símons Kríl-búra og Auðar.

Litla Hryllingsbúðin

Page 45: Steingerður SMS 2012

123

JÓN GÍSLI STRÖM 3.GJAKKI: SPÚTNIKBOLUR: LEVI‘SBUXUR: ZARASKÓR: SKÓR.IS

KRISTINN ÖRN 4.GJAKKI: SELECTEDSKYRTA: MASSIMO DUTTEBUXUR: SAUTJÁNSKÓR: CONVERSE

ÞÓRIR FREYR 3.GÚLPA: ZARABUXUR: SAUTJÁNBOLUR: SAUTJÁNSKÓR: KULTURHÚFA: H&M

MALEN BJÖRGVINSD. 4.DJAKKI: H&MSKYRTA: SAUTJÁNBUXUR: MONKISKÓR: KAUPFÉLAG

ÁSDÍS REYNISDÓTTIR 3.CJAKKI: H&MBOLUR: H&MBUXUR: GINA TRICOTSKÓR: FOCUS

FRÍÐA DÖGG 3.GJAKKI: VINTAGE Í BRETLANDIBOLUR: SPÚTNIKSTUTTBUXUR: TOPSHOPSOKKAR: H&MSKÓR: VAGABOND

456

1

4

2

5

3

6GÖNGUNUM

TÍSKAN Á

Page 46: Steingerður SMS 2012

Hvert fórstu?Ég fór til Bandaríkjanna árið 2009 til afar framan-di staðar sem heitir Pittsburgh.Hvað varstu lengi í skiptinámi?Ég fór út í ágúst og kom heim í í lok júní, þannig 10 mánuði.Hvernig var fjölskyldan? Ég var mjög heppin og lenti hjá ósköp venjulegri middle clase hjónum sem átti tvær yngri stelpur. Þau voru bæði útivinnandi og pabbi minn van í öðru fylki 4 daga vikunnar þannig ég var mikið með stelpurnar og mömmu minni. Þau átti sumarhús upp í fjöllum við stórt skíðasvæði þannig við fórum næstum hverja helgi á skíði. Þau voru mjög indæl við mig, og gerðu margt fyrir mig.Værir þú til í að fara í skiptinám aftur? Já ekki spurning, eftir svona ár fær maður einhver-skonar útlandaveiru þar sem of löng dvöl á klaka-num drepur þig.Hvað fannst þér skemmtilegast? Skólinn var líklegast skemmtilegastur. Hann er svo allt, allt öðruvísi, það var ekki hægt annað en að elska hann. Svo var ég líka svo heppin, að ég þurfti ekki að taka nein fög sem ég vildi ekki vera í, þannig stundartaflan mín var saman sett úr, leirlistargerð, leiklist, teikningu, málaralist, kór, og svo nokkra bókmennta og sögu tíma! Fyrir utan eitt. Skólinn byrjaði alltaf kl.7.30 og ég var alltaf mætt kl.7 því að stætóinn minn kom hálf 7.Var þetta góð lífsreynsla? Já mjög góð, þetta var erfiðasta enn besta ár lífs míns. Auðvitað var þetta ekki bara dans á rósum en þegar uppi var staðið hefði ég ekki getað verið hepp-

nari. Ég myndi ekki breyta neinu.Var erfitt að fara aftur heim? Það er alltaf erfitt að kveðja staðinn sem þú elskar. Mér leið eins og það væri verið að rífa mig í milljón búta og dreifa þeim svo um allann heim. Ég þur-fti að kveðja alla bestu vini mína sem ég myndi líklegast aldrei hitta aftur og yfirgefa allt. Ég átti afmæli daginn sem ég kvaddi fjölskylduna þannig þau héldu afmælis/going away partý (þá erum við að tala um amerískt partý aka. mikill matur, gos og búið kl. 8). Þarna komu allir vinir mínur og nágran-nar til að kveðja mig.Eftir að ég kvaddi fjölskylduna eyddi ég 3 dögum bara með hinum skiptinemunum til að undirbúa okkur fyrir heimkomuna þannig við höfðum hvort annað þegar við kvöddum fjölskylduna en ég held ég hafi aldrei grátið jafn mikið og þegar ég var að kveðja skiptinemana. Það var það erfiðasta í öllu þessu ferli, því þá vissum við að þetta ár væri að verða búið.Kynntistu mörgum? Við getum orðað það þannig að ég get reddað mér fríri gistingu út um allan heim, frá Brazilíu til Tajikistan og Facebookið mitt er allt morandi í útlenskum statusum.Hvað er eftirminnilegast? Það er rosalega erfitt að segja, það var svo margt skemmtilegt sem gerðist. Homecoming, Prom, leiklistin, kórinn, enn eitt af mínum uppáhalds min-ningum er þegar það kom mesti snjóstorum í 20 ár og við vorum innilokuð í viku. Það var búið að snjóa nonstop í 3 daga og svo loksins kom sól og þá hittus-ta allir nágrannarnir í miðri götunni til að hjálpa þeim sem voru fastir og hafa pínu gaman í snjónum. Ein fjölskyldan kom svo með Bloody marys í brúsa og önnur með bjór, gerðu Amerísku foreldrarnir

VIÐTAL VIÐ GUÐRÍÐI JÓHANNSDÓTTUR

SKIP

TINÁ

M TI

L BAN

DARÍ

KJAN

NA

Page 47: Steingerður SMS 2012

auðvitað það sem þeir kunnu best; að drekka kl. 12 á hádegi og horfa á krakkana sína leika sér á meðan. Þá viku var enginn skóli og enginn fór út því það var ófært, sem var geggjað gaman fyrst, en svo í enda vikunnar var maður búin að fá nóg og vildi fara að komast út.Samt verð ég líka að segja þegar við keyrðum frá Pittsburgh til Orlando í pínu litlum húsbíl til að eyða áramótunum þar. Ímyndið ykkur þetta aðeins. Föst í húsbíl í meira en 16 tíma með 9 og 12 ára stelpum á meðan þú ert með bullandi hita. Þetta var samt mjög skemmtileg ferð nema það var fokkings kalt í Florida og tók bara með mér eina almenni-lega peysu því ég hélt ég væri að fara í hitann. That Karma is a bitch!Hvað er öðruvísi við lifnaðarhátt þeirra og okkar? Nú til að byrja með þá bjó ég á minni eigin ,,Wiste-ria lane” og ég gat pin point’að hvern einasta karak-ter í Desperate housewives, það bjó þarna meira að segja vændiskona. Bandaríkjamenn eru yndislegt fólk en það er stórfurulega. Eitt sem mér fannst alveg fáránlegt var að það var ekkert tekið til fyrir jólin eða varla haft fyrir þeim, ekki eins og hérna heima. Á meðan hérna heima dressa sig allir upp og allt þrifið, voru allir sem ég þekkti úti bara í kósý fötum og slökuðu á. Ég tók líka allt húsið í gegna á aðfangadag, ég var ekki að fara halda uppá jólin með dót og drasl í kringum mig.Hvers saknaru mest? Fyrir utan vini minna og fjölskyldu þá verð ég að segja matarins. Þó vissulega sé mikið til af alskyns ógeði að borða þá er samt ALLT til þarna. Ég fæ hvergi á Íslandi ,,Cran-Apple juice” eða ,,Carmel dip for apples” og við skulum ekki einusinni ræða stærðina á Oreo pökkunum, Ísland er ömurlegt að flytja inn Oreo

Page 48: Steingerður SMS 2012

Hvers vegna fórstu í ungfrúna?Það var nú aðallega hópþrýstingur frá bekkjarsystrum mínum en ég hafði lúmskt gaman af þessu

Hvernig var að lenda í 1.sæti?Alveg yndislegt, versta er að ég náði ekkert mikið að nota verðlaunin

Hvernig fórstu að því að líta svona vel út?Þetta er í ættinni en svo gerðu bekkjarsystur mínar afganginn sem tók vægast sagt langan tíma, skil ekki hvernig stelpur nenna þessu...

Varstu búinn að æfa sporin fyrir Beljuna eða er þetta meðfætt?Þetta er allt í mjöðmunum. Ég var alveg óundirbúinn og valdi meira að segja lag svona 2 tímum fyrir keppnina. Held líka að það hafi hjálpað að hafa tvo kvenmanns ‘studs’ til að styðja við mig.

Var þetta í fyrsta skipti sem þú tekur þátt?Nei, ég lét plata mig útí þetta þegar ég var ekkert meira en busi, vissi ekkert hvað ég var að gera en það var samt gaman

Fýlaru þig sem kvenmann?

Þegar ég var í dragi já en svo þegar ég fór að skoða myndir daginn eftir keppnina þá hreyf það mig ekki alveg jafn mikið

Hvað finnst kæró um þetta?Þegar ég steig á svið þekkti hún mig ekki og vinur hennar hélt ég væri gella en annars er hún bara stolt

Færðu mikla athygli útá þetta?Fólk man allavega eftir þessu og skýtur því inn svona við og við. Til dæmis munaði 2 atkvæðum að ég hafi verið kosinn ungfrú bekkjarins núna á seinustu árshátíð

Hvernig myndiru ráðleggja strákunum sem hafa áhuga á að vera næsta beljan?Þetta er ekkert til að vera hræddur við, ef eitthvað þá sýnir þetta karlmennsku og þor, passa sig bara að vera ekki í of litlum fötum til að eitthvað sem á að vera hulið poppi ekki út

Helduru reglulega upp á sigurdaginn? (Þá dressa þig upp og dansa fyrir framan spegil)Svona annanhvern sunnudag eftir matarboð hjá ömmu og afa þá er ekkert meira kósý en að fara í nælon og korselett

Gætiru hugsað þér að taka aftur þátt?Nei það held ég alveg örugglega ekki, ég ætla bara að hætta á toppnum!

ATLI SNÆR ÁSMUNDSSON

UNGFRÚ BELJA

Atli Snær Ásmunds-son er fæddur árið 1992, og er á sínu 3. ári í MS. Hann kom sá og sigraði Ungfrú Belju keppnina í ár með stakri prýði. Má segja að hann sé vanur dragi því hann hefur tvisvar sinnum áður tekið þátt, og í þriðja skiptið sigraði hann loksins.

Page 49: Steingerður SMS 2012

ÞAKKIR:ANDRI MÁR RÚNARSSONANDRI SNÆR MAGNASONANTON BIRKIR SIGFÚSSONARNAR PÁLMI GUÐMUNDSSONATLI SNÆR ÁSMUNDSSONAXEL BALDVIN BJÖRNSSONÁSDÍS REYNISDÓTTIRÁSTA ÓLAFSDÓTTIRBIRKIR VÉSTEINSSONELÍSABET BRYNJARSDÓTTIRELÍSABET GUNNARSDÓTTIREMIL ÁSMUNDSSONFRÍÐA DÖGG BALDURSDÓTTIRGUÐMUNDUR ÁGÚST KRISTJÁNSSONGUÐRÍÐUR JÓHANNSDÓTTIRGUNNAR HELGI STEINDÓRSSONHILDUR ÁRNADÓTTIRHRAFNHILDUR BJÖRK RUNÓLFSDÓTTIRINGVAR FREYR INGVARSSONJENNÝ ÞÓRUNN STEFÁNSDÓTTIRJÓN GÍSLI STRÖMJÓHANN G BALDVINSSONLEIFUR INGI VILMUNDARSONLILJA EIVÖR CEDERBORGLOVÍSA RUT KRISTJÁNSDÓTTIRLÓA STEINUNN KRISTJÁNSDÓTTIRMALEN BJÖRGVINSDÓTTIRKAREN ANNA SÆVARSDÓTTIRKOLBEINN ÞORBERGSSONKOLBRÚN KLARA GUNNARSDÓTTIRKRISTINN ÖRN VALDIMARSSONMAGNEA GUNNARSDÓTTIRMELKORKA MATTHÍASDÓTTIRPÉTUR FINNBOGASONREYNIR HARALDSSONSIGURÐUR EGILL LÁRUSSONSNORRI GEIR RÍKHARÐSSONSTEFÁN Þ. HALLDÓRSSONTELMA RUT FRÍMANNSDÓTTIRTINNA MARÍA HAFÞÓRSDÓTTIRVIGDÍS BIRNA SÆMUNDSDÓTTIRÞÓRIR FREYR FINNBOGASONCUBUS RITNEFND

SÉRSTAKAR ÞAKKIR:ANDRI STEINN HILMARSSONBENEDIKT FINNBOGI ÞÓRÐARSONBJARKI FREYR BJARNASONMÁR VILHJÁLMSSONVIGNIR EYÞÓRSSONVILHJÁLMUR KARL NORÐDAHLTÓMAS NIELSEN