skÚtustaÐahreppurºtust.gígar deilisk... · skÚtustaÐahreppur skÚtustaÐagÍgar deiliskipulag...

26
SKÚTUSTAÐAHREPPUR SKÚTUSTAÐAGÍGAR DEILISKIPULAG TILLAGA GREINARGERÐ OG SKIPULAGSOG BYGGINGARSKILMÁLAR ÚTGÁFA 0.0 30.10.2013 UNNIÐ FYRIR UMHVERFISSTOFNUN

Upload: others

Post on 05-Feb-2021

5 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  •  

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

     

      

     

     

     

     SKÚTUSTAÐAHREPPUR SKÚTUSTAÐAGÍGAR  DEILISKIPULAG ‐ TILLAGA GREINARGERРOG SKIPULAGS‐ OG BYGGINGARSKILMÁLAR  

     

     

     

    ÚTGÁFA 0.0 

    30.10.2013 

     

    UNNIРFYRIR UMHVERFISSTOFNUN                

     

  •  

     

     

    Samþykktir ............................................................................................................................................ 2 

    1  Forsendur ...................................................................................................................................... 3 

    1.1  Almennar upplýsingar ............................................................................................................ 3 

    1.2  Skútustaðagígar, náttúruvætti .............................................................................................. 3 

    1.2.1  Markmið, mörk og reglur ............................................................................................... 4 

    1.2.2  Svæði í hættu ................................................................................................................. 6 

    1.3  Verndar‐ og stjórnunaráætlun ............................................................................................... 7 

    1.4  Afmörkun skipulagssvæðis og stærð ..................................................................................... 8 

    1.5  Skipulagsleg staða .................................................................................................................. 9 

    1.6  Minjar .................................................................................................................................. 12 

    1.7  Eignarhald á landi ................................................................................................................ 14 

    1.8  Samráð ................................................................................................................................. 14 

    1.9  Gögn deiliskipulags .............................................................................................................. 14 

    2  Deiliskipulag ................................................................................................................................ 15 

    2.1  Markmið .............................................................................................................................. 15 

    2.2  Akandi umferð og bílastæði ................................................................................................ 15 

    2.3  Göngu‐ og hjólastígar .......................................................................................................... 16 

    2.3.1  Göngustígar um Skútustaðagíga .................................................................................. 17 

    2.3.2  Hjóla‐ og göngustígur norðan þjóðvegar ..................................................................... 19 

    2.4  Áningar‐ og útsýnisstaðir ..................................................................................................... 20 

    2.5  Nytjar á landi og undirgöng ................................................................................................. 23 

    2.6  Skilti ..................................................................................................................................... 24 

    2.7  Varðveisla minja .................................................................................................................. 24 

    2.8  Umhverfisáhrif ..................................................................................................................... 24 

     

       

  •  

     

     

    Samþykktir 

     

    Deiliskipulag þetta var samþykkt af skipulags‐ og umhverfisnefnd Skútustaðahrepps þann 

    _________________________ 

     

     

    Deiliskipulag þetta, sem auglýst hefur verið skv. 41 gr. skipulagslaga nr. 123 / 2010, var samþykkt í 

    sveitarstjórn Skútustaðahrepps þann 

    _________________________  

     

    ______________________________________________ 

    Sveitarstjóri Skútustaðahrepps 

     

    Deiliskipulag þetta öðlaðist gildi með auglýsingu í B‐deild Stjórnartíðinda þann  

    _____________________ 

     

  •  

     

     

    1 Forsendur 

    1.1 Almennar upplýsingar Viðfangsefnið   er að gera deiliskipulag fyrir Skútustaðagíga og næsta nágrenni  í Skútustaðahreppi (sjá nánar í kafla 1.2).    

    Skútustaðagígar eru sífellt vinsælli viðkomustaður ferðamanna sem um Mývatnssveit fara og hefur fjöldi  ferðamanna  sem  fer  um  svæðið  aukist  stöðugt  undanfarin  ár. Aðstaða  til  að  taka  á móti ferðamönnum í og við Skútustaðagíga er ekki nógu góð og vegna aukinnar umgengi og átroðnings um  svæðið er nauðsynlegt að bæta aðgengi þeirra  sem um  svæðið  fara. Við gerð deiliskipulags verður horft til þess hvernig styrkja megi svæðið sem viðkomustað ferðamanna án þess að slíkt komi niður á þeim landbúnaðarnotum sem fyrir eru á svæðinu.  

    Í  deiliskipulaginu  verða  lagðar  línur  hvað  varðar  aðkomu  og  aðgengi  að  og  um  svæðið, m.a. skilgreiningu stígakerfis og staðsetningu áningarstaða. 

    Hér er lýst almennum upplýsingum um deiliskipulagssvæðið og nágrenni þess. 

    Verði breytingar á skilmálum þessum, verður þeirra getið í þessari grein, í þeirri röð sem þær verða afgreiddar.  Breytingar  verða  dagsettar  og  skilmálarnir  fá  nýtt  útgáfunúmer.  Fyrsta  útgáfa  er ónúmeruð, næsta útgáfa er merkt 0.1 ásamt dagsetningu breytinga og svo framvegis.  

    1.2 Skútustaðagígar, náttúruvætti  Skútustaðagígar eru í landi Skútustaða og Álfagerðis við suðurströnd Mývatns, norðan þjóðvegar nr. 848. Skútustaðagígar voru friðlýstir sem náttúruvætti 12. desember 1973. 

    Skútustaðagígar  eru  gervigígar  sem  eru  fágætar  jarðmyndanir  á  landsvísu  sem  og  á  heimsvísu. Gervigígar myndast  við það  að  glóandi hraun  streymir  yfir  vatn eða  votlendi. Við þessa  snöggu kælingu þrýstist gufa úr kvikunni með miklu afli og myndar hina formfögru gíga. Gígarnir nefnast gervigígar þar sem hraunkvikan kemur ekki beint úr iðrum jarðar við myndun þeirra. 

    Gervigígarnir  á  Íslandi  tengjast  flestir  stórum  flæðigosum  (Laxárhraun  yngra,  Þjórsárhraun, Eldgjárhraun, Leitahraun). Gígarnir eru meðal merkustu náttúruminja Íslands og við Mývatn eru þeir sérlega  formfagrir  og mynda  umgjörð  vatnsins.  Gervigígar  eru  viðkvæmir  fyrir  ágangi  og  þarf hvarvetna að gera sérstakar ráðstafanir til að varðveita þá þar sem einhver umferð er. 

    Náttúruvættið hentar ágætlega  til  fuglaskoðunar. Algengt er að  sjá eftirfarandi  fugla á  svæðinu: Himbrima, flórgoða, skúfönd, duggönd, stokkönd, rauðhöfðaönd, gargönd, stelk, óðinshana og kríu. Einnig er algengt að sjá hornsíli í Skipalæknum. 

    Mikill  tegundafjöldi  plantna  er  á  svæðinu  meðal  annars  vegna  fjölbreyttra  búsvæða  innan náttúruvættisins. 

     

  •  

     

     

    Tvær merktar gönguleiðir eru í Skútustaðagígum. Önnur er lítill hringur sem nær frá bílaplaninu við Hótel Gíg að bílaplaninu við Sel Hótel og er um 1,2 km að lengd. Önnur gönguleið nær frá bílaplaninu við Sel Hótel hringinn í kringum Stakhólstjörn og er hún um 2,8 kílómetrar.  

     

     

    1.2.1 Markmið, mörk og reglur 

    Markmið með friðlýsingu Skútustaðagíga sem náttúruvættis er að vernda útlit gíganna og gera þá aðgengilega sem og að standa vörð um nýtingarrétt landeigenda. 

    Mörk náttúruvættisins eru þessi skv. fylgiskjali auglýsingar um náttúruvætti frá árinu 1973: 

    Vestan Stakhólstjarnar lína hugsuð um 3 m frá rótum Hræðuhvers að mörkum skólalóðar og með þeim að vegi, en síðan vegurinn til móts við suðvesturhorn tjarnarinnar og þaðan stystu leið í tjörn. Að austan hugsuð lína, skemmst 20 metra utan róta syðstu gíga, beina leið milli tjarnar og Mývatns. 

     

     Myndir 1‐2. Gönguleiðir um Skútustaðagíga. 

  •  

     

     

     

    Þessar reglur gilda um svæðið skv. fylgiskjali auglýsingar um náttúruvætti frá árinu 1973: 

    1. Gjalltaka og mannvirkjagerð öll er bönnuð og hvers konar jarðrask, er breytir eða veldur skemmdum á útliti gíganna.  

    2. Nytjar graslendis milli gíga eru leyfðar, sem hingað til, en þó þannig, að búvélar valdi ekki spjöllum á gígum.  

    3. Frekari ræktun og gerð nýrra ökuslóða er háð leyfi [Umhverfisstofnunar].  

    4. Bannað er að tjalda á eða í gígunum.  

    Gangandi fólki er heimil för um svæðið utan ræktaðs lands eftir merktum stígum, en öllum er skylt að ganga vel um og snyrtilega.  

    Um viðurlög vegna brota á reglum þessum fer að náttúruverndarlögum. 

     Mynd 3. Kort af friðlýsta svæðinu Skútustaðagígum frá því svæðið var friðlýst 1973. 

  •  

     

     

    1.2.2 Svæði í hættu12 

    Friðlýst svæði á Íslandi eru í lok árs 2012 eru 109 talsins, en umfang þeirra, eðli og ástand er eins misjafnt  og  svæðin  eru mörg.  Svæði  kunna  að  hafa  verið  friðlýst  vegna  náttúrufars,  landslags, jarðminja, útivistar eða sambland  framangreindra þátta. Margir þættir geta haft neikvæð áhrif á verndargildi  friðlýstra svæða. Þó má segja að áhrif mannlegra umsvifa séu hvað mest en  friðlýst svæði eru oft vinsælir áfangastaðir  ferðamanna. Samkvæmt heimildum Ferðamálastofu þá  jókst ferðamannastraumur  til  landsins  um  hundrað  þúsund manns  á milli  ára  2011  og  2012  og  voru tæplega 620.000  í  lok árs 2012. Ef  spár um komur  ferðamanna  til  landsins ganga eftir þá munu Íslendingar  innan  fárra  ára  taka  á móti  einni milljón  ferðamanna.  Samtímis  tvöföldun  í  komum erlendra ferðamanna síðastliðinn áratug og fjölgun innlendra ferðamanna er ljóst að stuðla þarf að umbótum á friðlýstum svæðum, auka landvörslu og efla fræðslu. 

    Í skýrslu umhverfisráðuneytisins Velferð til framtíðar kom fram að bregðast þurfi við niðurstöðum rannsókna á þolmörkum ferðamannastaða með aðgerðum til að sporna við skemmdum vegna álags. Einnig  er  lagt  til  að  leggja  og merkja  göngustíga  á  ákveðnum  friðlýstum  svæðum með  það  að markmiði að bæta aðgengi almennings að náttúru landsins og búa svæðin jafnframt undir aukið álag af vaxandi ferðamannastraumi. Samhliða tvöföldun á fjölda erlendra ferðamanna síðastliðinn áratug auk  fjölgunar  innlendra  ferðamanna  þarf  að  stuðla  að  umbótum  á  friðlýstum  svæðum,  auka landvörslu og efla fræðslu. 

    Umhverfisstofnun tók saman í fyrsta sinn lista árið 2010 yfir þau svæði sem að veita þarf sérstaka athygli og að hlúa sérstaklega að, síðan þá hefur listinn verið uppfærður. 

    Aðferðarfræðin sem notuð er við að byggja  listann upp er svokölluð SVÓT aðferðarfræði þar sem greindir eru styrkleikar, veikleikar, ógnir og tækifæri viðkomandi svæðis. Með styrkleika er átt við verndargildi/ verndarandlag viðkomandi svæðis, með veikleika er átt við hvaða þættir eða svæði innan svæðisins er mest hætta á að verndargildi skerðist, með ógnum er átt við þær ógnir sem steðja að viðkomandi svæði og að síðustu er tækifærin eða hvernig bregðast megi við viðkomandi ógnum. Svæðin flokkast á rauðan  lista annars vegar en þar eru þau svæði sem Umhverfisstofnun telur að séu undir miklu álagi sem bregðast þurfi við strax og á appelsínugulan lista hins vegar sem eru þau svæði  sem  stofnunin  telur að  séu undir  töluverðu álagi  sem einnig þurfi að  fylgjast  vel með og bregðast við á ýmsan hátt. 

    Skútustaðagígar  eru  á  appelsínugula  listanum  og  er  eftirfarandi  umfjöllun  um  Skútustaðagíga  í skýrslunni: 

                                                           1 Umhverfisstofnun.  Ástand  friðlýstra  svæða.  Yfirlit  til  umhverfisráðuneytisins. Umhverfisstofnun UST‐2013:05. Reykjavík 2013. 

     

    2 http://ust.is/einstaklingar/nattura/svaedi‐i‐haettu/

  •  

     

     

    Styrkleikar 

    Auglýsing nr. 399/1973 í Stjórnartíðindum B.  

    Markmið  friðlýsingarinnar er að vernda útlit gíganna og gera þá aðgengilega  sem og að standa vörð um nýtingarrétt landeigenda. Um er að ræða einstaklega formfagra og gróna gíga sem að mestu eru ósnortnir. Svæðið er nytjað af landeigendum. 

    Veikleikar 

    Gígarnir,  þó  grónir  séu,  eru  viðkvæmar  jarðmyndanir  sem  eru  undir  miklum  ágangi ferðamanna allt árið um kring. Samkvæmt könnun Ferðamálastofu heimsóttu 42% erlendra ferðamanna Mývatn árið 2011 eða um 238.000 manns. Gígarnir og umhverfi þeirra eru  í hættu á að traðkast niður vegna mikils ágangs. 

    Ógnir  

    Mikill og sívaxandi umferð ferðamanna.  Ferðamenn sækja svæðið allt árið um kring.  Heildarskipulag innviða skortir. 

    Tækifæri  

    Gerð verndaráætlunar.  Verndun gegn rofi og skipulag gönguleiða.  Auka þyrfti upplýsingagjöf til ferðamanna.  Samræma þyrfti innviði og skipuleggja ferðamannaleiðir í samráði við landeigendur. 

    Unnið verður að skipulagi og úrbótum á svæðinu sumarið 2013. 

     

    1.3 Verndar‐ og stjórnunaráætlun3 

    Verndaráætlun Mývatns og Laxár 2011‐2016 nær m.a. yfir það svæði deiliskipulagið nær til, þ.e. friðaða náttúruvættið Skútustaðagíga.  

    Umhverfisstofnun skal sjá um áætlunina í samráði við landeigendur, Skútustaðahrepp og ráðgjafanefnd um náttúruverndarsvæði í Mývatnssveit.  

    Í verndar‐ og stjórnunaráætlun skal fjallað um nauðsynlegar verndaraðgerðir, landvörslu og landnýtingu, s.s. aðgengi ferðamanna að svæðinu, stígagerð og uppbyggingu þjónustumannvirkja. 

                                                           3 Umhverfisstofnun.  Mývatn  og  Laxá.  Verndaráætlun  2011‐2016.  Umhverfisstofnun  UST‐2011:04. Reykjavík 2011.

  •  

     

     

    Í verndaráætluninni er m.a. eftirfarandi umfjöllun sem tekið er tillit til við gerð deiliskipulags: 

    Gönguleiðir 

    Mikil umferð gangandi fólks er á þjóðveginum í kringum vatnið [Mývatn] á sumrin. Skapar þetta talsverða hættu. Bæta þarf aðstöðu göngufólks kringum vatnið, annaðhvort meðfram veginum eða á sér stígum þar sem það er mögulegt án þess að valda truflun á lífríkinu og í sátt við landeigendur. 

    Hjólreiðastígar 

    Nokkuð algengt er að ferðalangar hjóli um í Mývatnssveit. Bæði er þetta fólk sem ferðast um Ísland á hjólum og fólk sem leigir sér hjól sérstaklega í Mývatnssveit. Umferð hjólandi fólks fer að mestu eftir þjóðveginum enda engir sérstakir hjólreiðastígar á svæðinu. Nauðsynlegt er að aðskilja þessa umferð eins og kostur er. 

    Umhverfi Mývatns er viðkvæmt og við alla vega‐ og stígagerð þarf að hafa hliðsjón af því. Óraunhæft er að reikna með því að  lagðir verði sérstakir hjólreiðastígar um Mývatnssveit nema  samhliða öðrum  vegum. Þar  sem umhverfi Mývatns er  sérstakt og aðstæður mjög misjafnar  verður þó að gera  ráð  fyrir að  ekki  sé hægt að  leggja hjólreiðastíg alls  staðar meðfram  vegum.  Tilvalið  væri  að  nota  gamla  og  aflagða  vegi  fyrir  hjólreiðastíga. Göngustígar  í Mývatnssveit  eru  ekki  hannaðir með  umferð  hjóla  í  huga.  Ef  þeir  henta hjólreiðafólki er oftast það mikil umferð gangandi fólks um stígana að hjólaumferð skapar hættu. 

     

    Deiliskipulag er unnið í samræmi við Verndaráætlun Mývatns og Laxár 2011‐2016.  

    1.4 Afmörkun skipulagssvæðis og stærð Svæðið  sem  deiliskipulagið  nær  til  afmarkast  af  friðlýstu  svæði  Skútustaðagíga  við  suðurströnd Mývatns ásamt svæði sem nær frá firðlýsta svæðinu og að gamla þjóðveginum til austurs og sjálfri Stakhólstjörninni. Til suðurs liggja mörk skipulagssvæðisins við þjóðveg nr. 848, eins og hann mun liggja skv. gildandi aðalskipulagi (sjá mynd 3).  

    Friðlýsta svæðið er um 34,1 ha að flatarmáli, en skipulagssvæðið er um 68,7 ha að flatarmáli.  

  •  

     

     

     

    1.5 Skipulagsleg staða Í gildi er aðalskipulag Skútustaðahrepps 2011‐2023. 

    Skipulagssvæðið er allt er skilgreint  í aðalskipulagi sem  landbúnaðarsvæði og friðlýst svæði. Þá er skilgreind göngu og hjólaleið meðfram þjóðvegi nr. 848 norðanverðum. 

    Meðal stefnu sveitarstjórnar í aðalskipulagi er eftirfarandi: 

    Leiðarljós: 

    Náttúrufegurð,  landslag,  lífríki og  jarðhiti eru mikilvægar  forsendur búsetu, atvinnulífs og aðdráttarafls Skútustaðahrepps. 

    Landnotkun: 

    Lögð skal rík áhersla á náttúruvernd og söguminjar við nýtingu lands og landgæða. 

    Byggðaþróun og byggðamynstur: 

     Mynd 4. Afmörkun skipulagssvæðisins (svört lína) og afmörkun friðlýsta svæðisins (gul lína). 

  •  

     

    10 

     

    Ákvæði verði sett  í deiliskipulagi sem stuðli að vandaðri umhverfismótun, s.s. um umfang, form, efni, útlit og litaval nýbygginga.  

    Vatnsmegin  vegarins  umhverfis Mývatn  skal  spornað  við  frekari  nýbyggingum  öðrum  en þeim sem tengjast bæjar‐ og húsaþyrpingum sem þar eru fyrir. 

    Samgöngu‐ og þjónustukerfi: 

    Skilgreindar verði göngu‐ og reiðleiðir í sátt við viðkvæma náttúru og umhverfi.  Hugað skal sérstaklega að ferlimálum fatlaðra við skipulag og framkvæmdir...  Fráveitumálum verði hagað í samræmi við ákvæði reglugerða þannig að ekki verði hætta á 

    umhverfismengun.  

    Umhverfismál: 

    Tekið skal mið af sjónarmiðum um sjálfbæra þróun samfélags og byggðar við skipulag og uppbyggingu sveitarfélagsins. 

    Lögð er áhersla á að varðveita sem best landslag og ásýnd svæðisins. 

     

    Landbúnaðarsvæði eru að mestu leyti óbyggt land. Þar er fyrst og fremst gert ráð fyrir starfsemi og byggingum  sem  tengist  landbúnaði  (búrekstri).  Aðrar  atvinnugreinar  svo  sem  skógrækt  og ferðaþjónusta innan vissra marka eru taldar til landbúnaðar. 

    Skilgreina  skal  í  deiliskipulagi  nýjar  lóðir  fyrir  frístundahús,  íbúðarhús  og  nýbyggingar  fyrir ferðaþjónustu og aðra atvinnustarfsemi en landbúnað.  

    Hjólreiðastígar 

    Unnin hefur verið áætlun um gerð hjólastígs umhverfis Mývatn. Tilgangur hennar var að skilgreina legu hjólastígs og opna möguleika hjólreiðafólks  til að upplifa og  ferðast um  landslag og náttúru Mývatnssveitar út frá forsendum vistvænna samgangna og um leið að stuðla að öruggari umferð á þjóðveginum innan sveitarinnar. 

    Áningarstaðir 

    Talin er þörf á því að bæta aðgengi almennings að Mývatni m.a. með áningarstöðum við þjóðveginn svo og  við  hjólaleiðina.  Slíkir  áningarstaðir  verða  ekki  ákvarðaðir  í  aðalskipulagi.  Staðsetning og útfærsla skal unnin á  lægra skipulagsstigi, annað hvort með deiliskipulagi viðkomandi svæðis eða með grenndarkynningu eftir því sem við á. 

    Gert er ráð fyrir að deiliskipulag Skútustaðagíga verði í samræmi við gildandi aðalskipulag. 

  •  

     

    11 

     

     

     

     

     Mynd 5. Hluti aðalskipulags Skútustaðahrepps 2011‐2023, sveitaruppdráttur.  

     Mynd  6.  Hluti  aðalskipulags  Skútustaðahrepps  2011‐2023,  þéttbýlisuppdráttur  –  Skútustaðir.  Rauður hringur sýnir staðsetningu deiliskipulagssvæðis.

  •  

     

    12 

     

    1.6 Minjar Átta  skráðir  minjastaður  er  á  svæðinu,  sem  deiliskipulagið  nær  til.  Eftirfarandi  lýsing  er  í Fornleifaskráningu í Skútustaðahreppi III, sem unnin var af Fornleifastofnun Íslands árið 1999.4 

    SÞ‐200:008 heimild um útihús 

    Um 30 m austur af Hrútakofanum (SÞ‐200:009) er annað útihús merkt á túnakort. Þar er enn steypt útihús á sama stað. Það er gróið í kaf að utan og er þakið af. Er upp við þjóðveginn en þar er allt á kafi í hvönn og öðrum gróðri. Steypta húsið er 2x3 m að stærð og 2,5 m á hæð.  

    Hættumat: Hætta vegna ábúðar.  

    Heimildir: Túnakort 1919. 

    SÞ‐200:009 heimild um útihús 

    „Hrútakofi stóð á suðurbakka tjarnarinnar, þar sem hann er hæstur“ segir í örnefnalýsingu. Þetta útihús hefur verið til móts við aðkeyrsluna að nýja prestshúsinu. Var norðan við veginn en sunnan Mývatns. Var á svæði sem nú er á kafi í hvönn. Ekki sést til fornleifar á þessum stað lengur.  

    Hættumat: Hætta vegna ábúðar.  

    Heimildir: Túnakort 1919. 

    SÞ‐200:014 Kirkjubær/Rófugerði, heimild um býli 

    „Kirkjubær,  kallast  almennilega  Rofugerde,  eyðihjáleiga.  Bygt  fyrir  manna  minni  skamt norður  frá  staðnum,  og  varaði  byggðin  til  næstu  16  ára.“  segir  í  jarðabók Árna  og  Páls. „Nokkru norðar en Geitagjá er Rófugerðishóll, og  vestur af honum syðst stóð Rófugerði (eða Kirkjugerði  )hið  forna  býli.  Markar  fyrir  hnútu  í  túni  (Rófugerðistúni),  sem  tilheyrir Prestsetrinu og sprettur sú hnúta best“. segir í örnefnalýsingu. Nú er að slétta yfir rústirnar sem voru um 20 m vestan við austari Rófugerðishól þar sem nú eru slétt tún. „1839  [um eyðibýli] Rófugerði í Skútustaðalandi vita menn ekki hvaðnær [lagðist í eyðu]“ SSP, 124. 

    Hættumat: Hætta vegna ábúðar.  

    Heimildir: JÁM, XI, 230, SSÞ, 124 og Ö‐Skútustaðir, 6. 

    SÞ‐200:018 garðlag 

                                                           4 Elín Ósk Hreiðarsdóttir og Orri Vésteinsson. Fornleifaskráning í Skútustaðahreppi III: Fornleifar við  sunnanvert  Mývatn,  milli  Haganess  og  Garðs.  Fornleifastofnun  Íslands  FS086‐96013. Reykjavík 1999.

  •  

     

    13 

     

    Við  suðurenda  Músarhóls  og  5  m  vestan  við  Stakhólstjörn  er  garður.  Hann  liggur  úr Stakhólstjörn í Mývatn í gegnum Akurhól [Akurdalshól] fram hjá Akurhólsborgum, Garðurinn er samfelldur og nálægt 150 m að lengd. Liggur yfir sléttlendi milli tveggja vatna. 

    Hættumat: Engin hætta.  

    Heimildir: Ö‐Skútustaðir, 2. 

    SÞ‐200:028 frásögn um brunn 

    Á móti heimreiðinni heim að Skútustöðum, norðan þjóðvegar, var áður hestabrunnur sem var aðaluppsprettulind bæjarins fyrr á tímum. Síðar var hætt að taka vatn þar og það þess í stað tekið úr brunninum sem var sunnan við gamla bæinn. Þegar heimildarmaður fór fyrst að muna eftir sér hafði brunnurinn verið aflagður og síðar var þjóðvegurinn lagður yfir staðinn. 

    Hættumat: Hætta vegna ábúðar.  

    Heimildir: Ö‐Skútustaðir, 3. 

    SÞ‐200:035 stekkjartóft 

    „Norðan  Akurhóls  [Akurdalshól]  er  hraunborg,  sem  heitir  Hellraborg.  Svæðið  austur  og norður frá henni heitir Hellrar. Norðan undir Hellraborg var Stekkur, og sjást ummerki hans.“ segir í örnefnalýsingu. Hellraborg er alveg norðaustast í Rófunum, á nesi. Þar sjást þar enn leifar stekksins. Mývatn er um 40 m vestan við tóftirnar og einnig 50 m norðan við hana. Tóftin er 5x8 m að stærð en hellir gengur inn í vesturátt út úr norðvestur hlið hennar.  

    Hættumat: Engin hætta.  

    Heimildir: Ö‐Skútustaðir, 7. 

    SÞ‐200:036 Huldufólksklettur, huldufólksbústaður 

    Um 10 m vestan við Básaveg og 100‐150 m norðan við þjóðveginn er klettur sem sker sig úr fremur sléttu landslaginu. Kletturinn er einskonar stapi eða stöplaberg sem nefnt hefur verið Huldufólksklettar.  Á  berginu  eru  holur  sem  menn  ímynduðu  sér  að  væru  gluggar  á huldufólksbústaðnum. 

    Hættumat: Engin hætta.  

    Heimildir: Ö‐Skútustaðir, 7. 

    SÞ‐200:064 Karl, örnefni 

    „Kerlingarhöfðar eru sunnan á Mikley. Vestan í þeim er klettur, nefndur Kerling, gegnt Karli í Stakhólstjörn.  Þau  eru  bæði  sögð  nátttröll.“  segir  í  örnefnalýsingu.  Karl  er  norðaustast  í 

  •  

     

    14 

     

    Rófum, Hann er beint á móti Kerlingu sem er  í Mikley en Mikleyjarsund er á milli. Karl er klettadrangi sem frá vatninu séð líkist luralegum karli í laginu.  

    Hættumat: Engin hætta.  

    Heimildir: Ö‐Skútustaðir, 20. 

     

    Minnt er á 24. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012, áður ókunnar fornminjar, en þar segir: 

    ”Finnist fornminjar sem áður voru ókunnar, t.d. undir yfirborði jarðar, sjávar, vatns eða í jökli, skal skýra Minjastofnun Íslands frá fundinum svo fljótt sem unnt er. Sama skylda hvílir á landeiganda og ábúanda er þeir fá vitneskju um fundinn.   Ef fornminjar sem áður voru ókunnar finnast við framkvæmd verks skal sá sem fyrir því stendur stöðva framkvæmd án tafar. Skal Minjastofnun Íslands  láta  framkvæma vettvangskönnun umsvifalaust  svo  skera megi úr um eðli og umfang fundarins. Stofnuninni er skylt að ákveða svo fljótt sem auðið er hvort verki megi fram halda og með  hvaða  skilmálum. Óheimilt  er  að  halda  framkvæmdum  áfram  nema með  skriflegu  leyfi Minjastofnunar Íslands.” 

    1.7 Eignarhald á landi Skútustaðagígar og land innan skipulagssvæðisins eru að mestu í landi Skútustaða en lítill hluti þess til vesturs, við Álftavog, er í landi Álftagerðis 

    1.8 Samráð Samráð  var  haft  við  sveitarfélagið,  landeigendur  Skútustaðabæja  og  Álftagerðis,  Vegagerðina, rekstraraðila Sel Hótels og Hótel Gígs vegna vinnu við deiliskipulag. 

    1.9 Gögn deiliskipulags Deiliskipulag Skútustaðagíga samanstendur af eftirtöldum gögnum: 

    Greinargerð með forsendum, skipulags‐ og byggingarskilmálum.  Deiliskipulagsuppdráttur af öllu skipulagssvæðinu í mælikvarða 1:2000 í A1.  Deiliskipulagsuppdráttur af hluta skipulagssvæðisins í mælikvarða 1:1000 í A1.  Tveir skýringaruppdrættir af hluta skipulagssvæðisins í mælikvarða 1:500 í A1. 

      

       

  •  

     

    15 

     

    2 Deiliskipulag Ekkert deiliskipulag er til fyrir Skútustaðagíga en talin er þörf á deiliskipulagi fyrir svæðið, m.a. vegna síaukins fjölda ferðamanna sem um svæðið fara.    

    2.1 Markmið Markmið með  deiliskipulaginu  er  að  bæta  aðstöðu  fyrir  ferðamenn  og  aðgengi  þeirra  sem  um Skútustaðagíga fara án þess að slíkt komi niður á þeim landbúnaðarnotum sem fyrir eru á svæðinu. Stuðlað verður að verndun umhverfisins með vel skilgreindu stígakerfi og staðsetningu áningar‐ og útsýnisstaða ásamt marvissri upplýsingamiðlun og fræðslu, m.a. á upplýsingaskiltum. 

    2.2 Akandi umferð og bílastæði Þjóðvegur nr. 848 liggur utan og meðfram skipulagssvæðinu sunnanverðu. Margar tengingar eru við þjóðveginn  meðfram  skipulagssvæðinu,  m.a.  við  Hótel  Gíg,  Sel  Hótel  og  Skútustaðabæina  en hámarkshraði á veginum á þessum kafla er 50 km/klst.  

    Skútustaðagígar eru mjög fjölsóttur staður ferðamanna en vegna staðsetningar sinnar koma flestir að gígunum akandi, á eign vegum eða í langferðabíl. Bílastæði fyrir gesti eru á þremur stöðum; við Sel Hótel  sunnan þjóðvegar, norðan þjóðvegar  við  Sel Hótel og  við Hótel Gíg. Það  sem aðstaða ferðamanna (veitingasala, eldsneytissala og salerni) er staðsett sunnan vegar við Sel Hótel er mikil umferð gangandi yfir þjóðveginn sem skapar hættu. Þá er þjóðvegurinn mjög nálægt hlaðinu við Sel Hótel ásamt  eldsneytisdælum sem þar eru staðsettar. M.a. vegna þessa hefur sveitarfélagið ásamt Vegagerðinni uppi áform að hliðra veginum um allt að 30 m til norðurs á um 350 m kafla við Sel Hótel  og hefur Vegagerðin þegar hannað breytinguna. Gert er ráð fyrir þessari breytingu í gildandi aðalskipulagi og á deiliskipulagsuppdrætti hefur hún verið færð inn. 

    Við þessa breytingu fellur burt það bílastæði sem nú er norðan þjóðvegar gengt Sel Hóteli og því er gert ráð fyrir að bílastæði/aðkomusvæði fyrir ferðamenn við Skútustaðagíga verði aðeins á tveimur stöðum;  við  Sel  Hótel  og  Hótel  Gíg,  en  bæði  þessi  svæði  eru  utan  marka  deiliskipulags Skútustaðagíga.  

    Skv. tillögu að deiliskipulagi fyrir Sel Hótel  er gert ráð fyrir fjölgun bílastæða við hótelið ásamt bættri aðstöðu fyrir ferðamenn. Samráð var haft við skipulagshöfund deiliskipulags Skútustaðagíga til að samræma  það  sem  við  á  milli  skipulagssvæðanna,  s.s.  tengingar  gangandi  yfir  þjóðveg  og staðsetningu undirganga.  

  •  

     

    16 

     

     

    Áfram er gert ráð fyrir að bílastæði við Hótel Gíg verði bæði fyrir gesti hótelsins ásamt því að vera bílastæði/aðkomusvæði fyrir Skútustaðagíga.  

    Á báðum bílastæðum/aðkomusvæðum er gert ráð fyrir upplýsingaskiltum fyrir Skútustaðagíga  þar sem sýndar eru gönguleiðir, áningarstaðir, helstu útsýnisstaðir og aðrir áhugaverðir staðir ásamt fróðleik um náttúrufar svæðisins. 

    Þrátt fyrir að þjóðvegur nr. 848 sé utan skipulagssvæðisins er lagt til að 30 km/klst. hámarkshraði verði á veginum á um 200 m kafla, á milli þeirra gönguþverana sem gert er ráð fyrir að verði frá göngustígakerfi norðan vegar að bílastæðum við Sel Hótel.  

    Tenging  fyrir  landbúnaðartæki er á tveimur stöðum  frá núverandi þjóðvegi norðan og austan Sel Hótels að túnum sem nýtt eru á skipulagssvæðinu. Gert er ráð  fyrir að tengingar verði áfram  frá þjóveginum eftir hliðrun hans til norðurs í nánd við þá staði þar sem núverandi tengingar eru. 

    2.3 Göngu‐ og hjólastígar Göngustígar eru frá þeim bílastæðum sem fyrir eru við Skútustaðagíga og um gígasvæðið. Hringleið er frá bílaplaninu við Hótel Gíg að bílaplaninu við Sel Hótel og er hún um 1,2 km að  lengd. Annar göngustígur nær frá bílaplaninu við Sel Hótel og hringinn í kringum Stakhólstjörn og er sú leið um 

      Mynd 7. Útfærsla bílastæða og byggingarreita skv. tillögu að deiliskipulagi sunnan þjóðvegar. 

  •  

     

    17 

     

    2,8 km. Þegar farið er þessa hringleið er komið inn á þjóðveginn um 700 m austan við Sel Hótel en þar sem stígur er ekki meðfram þjóðveginum er gengið meðfram veginum sem skapar hættu fyrir gangandi vegfarendur. 

     

    2.3.1 Göngustígar um Skútustaðagíga 

    Gert  er  ráð  fyrir  að  hringleiðirnar  tvær  verði  áfram  megingönguleiðir  þeirra  sem  fara  um Skútustaðagíga. Leiðirnar eiga upphaf og endi í bílastæðum/aðkomusvæðum við Sel Hótel og Hótel Gíg. Gert er ráð fyrir að hægt verði að þvera þjóðvegin á tveimur stöðum með gangbrautum til að komast að bílastæðum við Sel Hótel og eru gangbrautirnar staðsettar þannig að þær tengist inn á stígakerfi Skútustaðagíga.  

    Gert er ráð fyrir óverulegum breytingum á núverandi hringleiðum um gígasvæðið. Á styttri hringleið (1,2 km) er sú breyting gerð að tenging á milli Rófugerðishólana hliðrast um 10‐15 m til suðurs þar sem núverandi  leið  liggur  lágt  í  landi og er á svæði sem er mjög blautt á vorin. Með því að hliðra leiðinni 10‐15 m til suðurs verður hún hærra í landi og á svæði sem er orðið þurrt mun fyrr á vorin. Vega færslu á stíg er gert ráð fyrir að þrep sem liggja upp á Rófugerðishólana báða hliðrist um 10‐15 m til suðurs þannig að þrepin verði staðsett á móts við stíginn eftir færslu hans. 

    Þá  er  gert  ráð  fyrir  þeim möguleika  að  hliðra  stígnum  frá  bílastæðunum  við  hótel  Gíg  og  að Hræðuhver lítillega í gígkantinum til að minnka halla stígsins upp á gígbarminn. 

     Myndir 8‐9. Gönguleið meðfram þjóðveginum. 

  •  

     

    18 

     

     

    Utan  þessarar  breytingar  er  gert  ráð  fyrir  að  lega  styttri  hringleiðar  verði  óbreytt  fyrir  utan  þá breytingu sem verður vegna færslu þjóðvegar. Norðan þjóðvegar er gert ráð fyrir göngu‐ og hjólastíg og mun styttri hringleiðin tengjast inn á þann stíg (sjá kafla 2.4.2). 

    Gert er ráð fyrir að lengri hringleiðin (2,8 km) liggi einnig að mestu í núverandi legu fyrir utan 300‐400 m kafla austan Stakhóltjarnar. Á þeim slóðum liggur núverandi leið frá Kleifarhólsvík, um Syðri‐Kleifarhól og áfram til suðurs um Bása og inn á gamla þjóðveginn. Þessi leið er torfær og liggur um viðkvæmt svæði sem ekki æskilegt að beina mikilli umferð ferðamanna um. Vegna þessa er gert ráð fyrir að hringleiðin muni frekar liggja áfram meðfram Kleifarhólsvík og síðan til suðurs inn á gamla þjóðveginn. Leggja þarf nýjan göngustíg á um 200 m kafla frá Kleifahólsvík að gamla þjóðveginum en gert er ráð fyrir að gamli þjóðvegurinn verði göngu‐ og hjólastígur (sjá kafla 2.4.2). Þá er þörf á því að byggja stíginn upp frá Karlsmýri, meðfram Skipalæk og að fyrirhuguðum stíg við Kleifarhólsvík. Stígurinn á þessum stað er ekki undirbyggður og þar sem svæðið er blautt er stígurinn illfær á vorin. 

    Göngubrú er yfir Skipalæk en brúin er tekin upp á veturna og sett aftur niður á vorin. Gert er ráð fyrir að rör verði sett í Skipalækinn í stað göngubrúar sem mun auðvelda aðgengi um svæðið.   

    Gert er ráð fyrir þeim möguleika að göngustígar verði byggðir upp á þeim stöðum þar sem þeir liggja lágt í landi þar sem snjósöfnum er mikið á þeim. Má sem dæmi nefna núverandi göngustíg sem liggur á milli Geitagjár og Rófugerðishóls syðri. 

    Breidd   göngustíga verður 2,5 m og verður yfirborð þeirra malarborið eða malbikað. Göngustígar skulu þannig hannaðir að aðgengi um þá verði auðvelt  fyrir alla  t.d. með viðráðanlegum halla á stígum næst aðkomusvæðum og áningarstöðum við göngustíga (sjá kafla 2.4). 

     

    Skilmálar/sjónarmið við gerð göngustíga: 

    Göngustígar skulu fara vel í landi.  Sem minnst spjöll verði á gróðri og jarðmyndunum við gerð göngustíga.  Breidd göngustíga er að jafnaði 2,5 m og skal yfirborð þeirra vera malarborið eða malbikað. 

     Myndir 10‐11. Séð á milli Rófugerðishóla. 

  •  

     

    19 

     

    Göngustígar verði þannig gerðir að þeir krefjist sem minnst viðhalds.  Öryggi göngufólks verði tryggt. 

     

    Við gönguleiðir verða áningarstaðir og tengingar að útsýnisstöðum (sjá kafla 2.5). 

    Á  vetrum  er  gert  ráð  fyrir  að  umferð  gangandi  verði  að mestu  takmörkuð  við  gönguleiðir  frá aðkomusvæðum og upp á Hræðuhver. Þó er gert  ráð  fyrir þeim möguleika að  snjó verði  rutt af hringleiðum á vetrum og með því skapast aðgengi um svæðið árið um kring.   

    2.3.2 Hjóla‐ og göngustígur norðan þjóðvegar 

    Skv.  Aðalskipulagi  Skútustaðahrepps  2011‐2023  er  gert  ráð  fyrir  að  hjóla‐  og  göngustígur  verði meðfram þjóðvegi nr. 848 norðanverðum á því svæði sem deiliskipulagið nær til. Við austurmörk skipulagssvæðisins  gerir  aðalskipulagið  ráð  fyrir  að  hjóla‐  og  göngustígurinn muni  vera  á  gamla þjóðveginum  sem  liggur  að  Mývatni  og  meðfram  því  til  austurs.  Til  samræmis  við  gildandi aðalskipulag er gert  ráð  fyrir að hjóla‐ og göngustígur verði á gamla þjóðveginum og norðan og meðfram núverandi þjóðvegi. Stígur þessi mun vera hluti af þeim tveimur hringleiðum sem liggja um Skútustaðagíga og tengist inn á stígakerfið á þremur stöðum. Breidd hjóla‐ og göngustígs skal ekki vera minni en 2,5 m. 

    Vegna þrengsla norðan þjóðvegarins við Stakhólstjörn er þörf á malarfyllingu á 100‐150 m kafla þar sem vatnið liggur hvað nærst. Nokkurra metra hæðarmunur er frá vegi niður í vatnið en gert er ráð fyrir að hjóla‐ og göngustígurinn liggi nokkru neðar í landi en þjóðvegurinn.  

    Skilmálar/sjónarmið við gerð hjóla‐ og göngustígs: 

    Göngu‐ og hjólastígur skal fara vel í landi og liggja nokkru neðar í landi en þjóðvegur.  Sem minnst spjöll verði á gróðri og jarðmyndunum við gerð göngu‐ og hjólastígs.  Breidd göngu‐ og hjólastígs skal að lágmarki vera 2,5 m og skal yfirborð stígs vera malarborið 

    eða malbikað. 

     Myndir 12‐13. Stígur við Skipalæk (vinstri) og leið sem lögð verður af upp á Syðri‐Kleifarhól (hægri). 

  •  

     

    20 

     

    Taka skal tillit til minja sem staðsettar eru í nánd við stíginn og samráð haft við Minjastofnun Íslands áður en farið verður í framkvæmdir. 

    Göngu‐ og hjólastígur verður þannig gerður að þeir krefjist sem minnst viðhalds.  Öryggi hjóla‐ og göngufólks verði tryggt, m.a. með girðingu á milli stígs og þjóðvegar þar sem 

    stígurinn og vegurinn liggja nærri hvor örðum. 

     

     

    2.4 Áningar‐ og útsýnisstaðir Gert er ráð fyrir áningarstöðum með reglulegu millibili á báðum hringleiðunum um Skútustaðagíga. Fyrir utan bílastæði/aðkomusvæði við Sel Hótel og Hótel Gíg er gert ráð  fyrir sex áningarstöðum meðfram  styttri  hringleiðinni, með  100‐200 m millibili.  Við  lengri  hringleiðina  er  gert  ráð  fyrir áningarstöðum með 200‐600 m millibili, alls tíu stöðum en þar sem leiðirnar liggja saman á um 500 m kafla eru þrír áningarstaðirnir sem þjóna báðum hringleiðunum.   

    Áningarstaðirnir verða með malar‐ eða föstu yfirborði og á þeim er gert ráð fyrir að komið verði fyrir borðum og bekkjum ásamt upplýsingaskiltum og sorpílátum.  

    Útsýnisstaðir eru á fjórum stöðum við Skútustaðagíga og í öllum tilfellum eru þeir á gígbörmum. Sá útsýnisstaður sem mest er farið um er við Hræðuhver en aðgengi upp á gíginn og um hann er um malarstíg en auk þess eru timburþrep upp á gíginn. Aðgengi upp á útsýnisstaðina við Rófugerðishóla er um timburþrep en ofan á báðum gígum eru malarstígar. Aðeins er aðgengi að útsýnisstað ofan við Geitagjá um malarstíg en ekki er hægt að ganga um gjánna. 

     Myndir 14‐15. Þjóðvegur þar sem hann liggur meðfram Stakhólstjörn. 

  •  

     

    21 

     

     

    Í deiliskipulagi er gert ráð fyrir að timburpallar og timburþrep muni liggja að og um útsýnisstaðina fjóra. Við Hræðuhver, Rófugerðishólana og Geitagjá er gert ráð fyrir að timburpallar verði á sömu stöðum og núverandi malarstígar liggja á gígbörmunum. Við Hræðuhver er gert ráð fyrir veglegum timburpöllum þar sem sá útsýnisstaður er nærst aðkomusvæði og líklega sá staður sem mest umferð ferðamanna verður um.  

     

     Myndir 16‐17. Aðkoma að Hræðuhver og gígbarmurinn. 

      Mynd 18. Tillaga að forhönnun áningar‐ og útsýnisstaða við Hræðuhver og Geitagjá. 

  •  

     

    22 

     

    Við Geitagjá er aðkoma að útsýnisstað ofan við gjána en umhverfi Geitagjár er mjög fallegt og útsýni þaðan mikið og gott. Gert er  ráð  fyrir nýrri gönguleið að Geitagjá  frá  fyrirhuguðum áningarstað norðan gjárinnar. Við Geitagjá norðanverða er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað á timburpalli. 

     

     

     

     Myndir 19‐20. Geitagjá (vinstri) og útsýni frá gjánni til norðurs (hægri). 

      Mynd 21. Tillaga að forhönnun áningar‐ og útsýnisstaða við Rófugerðishóla. 

  •  

     

    23 

     

    Allir útsýnisstaðir tengjast inn á styttri hringleið um Skútustaðagíga og munu stígar með malar‐ eða malbikuðu yfirborði tengjast að timburpöllum og timburþrepum við útsýnisstaðina. 

    Skilmálar/sjónarmið við gerð áninga‐ og útsýnisstaða: 

    Áningar‐ og útsýnisstaðir skulu fara vel í landi.  Sem minnst spjöll verði á gróðri og jarðmyndunum við gerð áningar‐ og útsýnisstaða.  Yfirborð áningarstaða skal vera malarborið eða með föstu yfirborði.  Yfirborð útsýnisstaða skal vera úr timbri.  Áningar‐ og útsýnisstaðir verði þannig gerðir að þeir krefjist sem minnst viðhalds.  Áningar‐ og útsýnisstaðir skulu þannig hannaðir að auðvelt er að fjarlægja þá þannig að engin 

    ummerki sjáist á og við gígana. 

    2.5 Nytjar á landi og undirgöng Hluti skipulagssvæðisins er nýttur vegna  landbúnaðar og eru það alls um 5 ha svæði á milli gíga vestan Stakhólstjarnar. Þar eru  tún sem eru bæði heyjuð og nýtt  til beitar  fyrir sauðfé og kýr af ábúendum á Skútustöðum (handan þjóðvegarins) og er nauðsynlegt að hafa gott aðgengi að þessum svæðum. Gert er ráð fyrir undirgöngum fyrir kýr og sauðfé þar sem þjóðvegur mun hliðrast  norðan Sel Hótels.  Staðsetning undirganga  á þessum  stað er heppileg þar  sem  landfyllingar er þörf  við hliðrun þjóðvegar. Frá undirgöngum er aðgengi inn á tún norðan þjóðvegar og frá því túni er aðgengi að örðum  túnum á milli gíga þannig að ekki er þörf á að  fara eftir  stígum, en þó þarf að þvera göngustíg á milli Rófugerðishóla. 

    Vegna nytja á landi er nauðsynlegt að koma traktorum og öðrum tækum að og frá túnum. Gert er ráð fyrir að akfært verði fyrir traktora og önnur tæki á núverandi stíg sem tengist þjóðvegi vestan Stakhólstjarnar og meðfram stígnum sem liggur meðfram tjörninni vestanverðri. Frá þeim stíg er og verður áfram aðgengi að þeim svæðum sem nýtt eru til landbúnaðar. Þá er gert ráð fyrir aðgengi fyrir landbúnaðartæki inn á tún um hlið frá þjóðvegi (eftir hliðrun hans) norðan við Sel Hótel, í nánd við þann stað sem núverandi hlið er norðan þjóðvegar. 

     

     Myndir 22‐23. Svæði sem nýtt eru til landbúnaðar. 

  •  

     

    24 

     

    2.6 Skilti Innan skipulagssvæðisins er heimilt að setja upp fræðsluskilti og skulu þau vera skv. handbók um merkingar á ferðamannastöðum og friðlöndum. 

    2.7 Varðveisla minja 

    Eins og tekið er fram í kafla 1.6 eru 8 skráðar fornminjar á skipulagssvæðinu.  

    Minjar  þessar  hafa  verið  staðsettar  í  fornleifaskráningu  og  má  sjá  staðsetningu  þeirra  á skipulagsuppdráttum. Þess ber þó að geta að staðsetning þessi getur verið ónákvæm.  

    Minnt er á 23. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012, Fornleifar í hættu, en þar segir: 

     „Hver sá sem verður var við að fornleifar liggi undir skemmdum skal gera Minjastofnun Íslands  viðvart  án  tafar.  Ef  fyrirsjáanlegt  er  að  minjastaður  spillist  vegna  breyttrar landnotkunar eða framkvæmda skal framkvæmdaraðili eða viðkomandi sveitarfélag gera Minjastofnun Íslands viðvart með sannanlegum hætti með minnst fjögurra vikna fyrirvara áður en áætlaðar framkvæmdir hefjast og lýsa þeim breytingum er af framkvæmd mun leiða. Minjastofnun  Íslands  ákveður  að  undangenginni  vettvangskönnun  hvort  frekari rannsóknar er þörf, hvort gera skuli tillögu um  friðlýsingu eða hvort  fornleifarnar megi víkja  og  þá með  hvaða  skilmálum. Óheimilt  er  að  veita  leyfi  til  framkvæmda  fyrr  en ákvörðun  Minjastofnunar  Íslands  liggur  fyrir.  Stofnunin  skal  hafa  samráð  við Umhverfisstofnun þegar fjallað er um blandaðar minjar, þ.e. menningarminjar sem einnig teljast til náttúruminja.“ 

     

    Nokkrar þeirra minja sem eru innan skipulagssvæðisins eru í nánd við svæði þar sem framkvæmdir eru fyrirhugaðar. Vegna þessa er með öllu óheimilt að ráðast í framkvæmdir í nánd við þessar minjar nema að undangengnu samráði við Minjastofnun Íslands, sbr. 23. gr. laga um menningarminjar nr. 80/2012 sem sjá má hér að ofan. 

    2.8 Umhverfisáhrif 

    Deiliskipulag Skútustaðagíga fellur ekki undir  lög um umhverfismat áætlana nr. 105/2006. Aftur á móti er gerð grein fyrir áhrifum deiliskipulagsins á umhverfið í samræmi við 12. grein skipulagslaga nr. 123/2010.  

    Helstu  framkvæmdir  skv.  deiliskipulagi  eru  endurbætur  á  stígakerfi  og  útsýnisstöðum  innan svæðisins ásamt uppbyggingu áningarstaða við göngustíga. Þá er gert  ráð  fyrir nýjum göngu‐ og hjólastíg norðan þjóðvegar. 

    Gera  má  ráð  fyrir  að  helstu  möguleg  áhrif  vegna  framkvæmda  skv.  deiliskipulagi  séu  vegna framkvæmdar við göngu‐ og hjólastígs meðfram þjóðvegi og vegna útsýnisstaða sem gert er ráð fyrir að verði úr timbri.  

  •  

     

    25 

     

    Ekki er talið að  framkvæmdir þessar hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif. Uppbygging göngu‐ og hjólastígs meðfram þjóðvegi verður utan við núverandi vegöxl en þó þarf að gera malarfyllingu á 100‐150 m kafla þar sem vatnið liggur hvað nærst þjóðvegi. Það sem gert er ráð fyrir breyttri legu á þjóðveginum er gert ráð  fyrir að stígurinn verði hluti af þeirri  framkvæmd og á sömu  fyllingu og vegurinn. Gert er ráð fyrir að göngu‐ og hjólastígurinn liggi nokkru neðar í landi en þjóðvegurinn og því er fylling vegna hans óveruleg og áhrif vegna framkvæmdarinnar eru talin óveruleg. 

    Í  deiliskipulagi  er  gert  ráð  fyrir  að  timburpallar  og  timburþrep muni  liggja  að  og  um  alla  fjóra núverandi  útsýnisstaðina  og  er  staðsetning  palla  á    sömu  stöðum  og  núverandi malarstígar  á gígbörmunum. Þá er gert er ráð fyrir nýrri gönguleið að Geitagjá og norðan gjárinnar er gert ráð fyrir nýjum útsýnisstað  á  timburpalli.  Ekki  er  talið  að uppbygging  timburpalla  við útsýnisstaðina hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif m.a.  vegna þess  að um er að  ræða náttúrulegt efni  sem notað verður  í pallana. Áhrifin  geta  talist  jákvæð þar  sem  aukinn  átroðningur um  gígana hefur  valdið skemmdum á gígbörmunum en með uppbyggingu palla er hægt að komast fyrir frekari skemmdir á gígunum. 

    Ekki er  talið að  framfylgd deiliskipulags hafi veruleg neikvæð umhverfisáhrif, og að áhrifin verði frekar jákvæð á náttúrufar.