Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · web viewraunvísindadeild byggðaþróun og...

30
Háskóli Íslands Raunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur Þórólfsdóttir Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir Sara Óskarsdóttir

Upload: phungnhu

Post on 06-May-2018

222 views

Category:

Documents


1 download

TRANSCRIPT

Page 1: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Háskóli Íslands

Raunvísindadeild

Byggðaþróun og atvinnulíf

Ísafjarðarsýslur

Höfundar:

Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir

Hrafnhildur Þórólfsdóttir

Hrefna Sylvía Sigurgeirsdóttir

Sara Óskarsdóttir

Reykjavík 25.mars 2003

Kennari: Ásgeir Jónsson

Page 2: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Efnisyfirlit:Inngangur.......................................................................................................................3

Landfræðileg sérkenni....................................................................................................3

Lega lands og þróun.................................................................................................4Samgöngur á láði og legi..........................................................................................5Krugman og “racetrack economy” líkanið............................................................5

Atvinnuvegir og atvinnuhættir.......................................................................................6

Þéttbýlismyndun og fólksflutningar.............................................................................10

Sagan og helstu staðir............................................................................................11Ísafjörður................................................................................................................11Súðavík....................................................................................................................12Bolungarvík............................................................................................................12Suðureyri.................................................................................................................13Flateyri....................................................................................................................13Þingeyri...................................................................................................................13Íbúaþróun...............................................................................................................14

Félagslegir og stjórnunarlegir þættir............................................................................15

Menning..................................................................................................................15Menntamál..............................................................................................................16Félagsmál................................................................................................................16Þróunarsetur Vestfjarða........................................................................................17

Framtíðin......................................................................................................................17

Heimildarskrá...............................................................................................................18

2

Page 3: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Inngangur

Hér á eftir munum við lýsa atvinnuháttum í Ísafjarðarsýslum og þróun seinustu árin.

Einnig munum við koma inn á félagslega þætti á svæðinu og byggðaþróun. Með þessu

verkefni erum við að skoða lýðfræðilegar og landfræðilegar aðstæður á norðanverðum

Vestfjörðum eins og þær eru í dag. Stiklað er á stóru um menningarstarsemi og

atvinnuhætti og að lokum munum við svo líta til framtíðar og reyna að sjá fyrir okkur

þróun byggðar í Ísafjarðarsýslum.

Landfræðileg sérkenni

Vestfjarðarkjálkinn er landslag andstæðna. Þar skiptast á hrikalegir klettaveggir sem

stundum kippa heilu byggðarlögunum úr sambandi á veturna, yfir í miklar sléttur, hátt

yfir sjávarmáli. Á sléttunum ofan klettaveggjanna eru einkum bóndabæir, margir

hverjir farnir í eyði í dag. En inn í fjörðum, við ströndina mynduðust frekar vísar að

byggðarkjörnum með verbúðum.

Aðaleinkenni vestfirska landslagsins eru þröngir og mjóir firðir með háum og

bröttum fjöllum sem ganga víða í sjó fram. Hálendi Vestfjarða einkennist hins vegar

af því hve flatt það og er engu líkara en almættið hafi skorið ofan af fjöllunum með

flugbeittum kuta. Þetta landslag veldur því að annaðhvort er gott aðgengi að landi, og

þá ekki að sjó eða öfugt. Þ.e. aðgengi að sjó en ekki að bújörðum.

Ísafjarðarsýslur taka yfir landsvæðið frá Langanesi í Arnarfirði allt norður í

Horn og þaðan í Geirólfsgnúp við sunnanverðan Reykjafjörð, þar sem sýslumörk

Ísafjarðar- og Strandasýslu eru. Frá Geirólfsgnúpi ná svo mörkin upp í Hrollleifsborg

á Drangjökli.

Ísafjarðardjúp tilheyrir Súðavíkurhreppi að botni Ísafjarðar innst í Djúpi, en

þaðan liggja mörk Barðastrandarsýslu yfir Glámuhálendið að Langanesi í Arnarfirði.

Allt þetta svæði tilheyrir nú þremur sveitafélögum, Bolungarvík, Súðarvíkurhreppi og

Ísafjarðarbæ sem er sameinað sveitafélag allra annara hreppa á norðanverðum

Vestfjörðum.

3

Page 4: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Lega lands og þróun

Landfræðileg lega Vestfjarða skiptir sköpum fyrir þá þróun á búsetu sem orðið hefur á

svæðinu. Sögulega séð er hægt að ganga út frá því að sjávarútvegur og landbúnaður

hafi að miklu leyti vegið hvort annað upp. Og sérstaklega hefur þó sjávarútvegur fyrr

á öldum verið háðari sambúð við búskap heldur en öfugt. Vegna þeirra gífurlegu

aðstæðna sem á þessu landsvæði ríkja er nokkuð ljóst að sú sambúð hefur ekki alltaf

gengið upp. Einnig skiptir miklu samgöngur og ör þróun þeirra á síðari tímum,

aðgengi að sjávarfangi og lítið undirlendi sem gerir erfitt að hafa sjávarútveg og

búskap í sambúð.

Búskapur er þó stundaður víðast hvar en þó í litlu mæli. Þar sem undirlendi á

Vestfjörðum er ekki mikið er þó hægt að segja að láglendið sé þó allt vel gróið og

einnig finnst kjarrlendi víða. En það hentar þó verr til landbúnaðar. Því hefur sá

búskapur að mestu leyti verið á hálendinu.

Íbúa-og atvinnuþróun almennt í þjóðfélaginu hefur mikið um stöðu

Vestfjarðanna að segja. Þegar til dæmis sjósamgöngur voru eina þjóðbraut landsins lá

svæðið vel við og var í alfaraleið. Vísir að þéttbýli fór að myndast á nokkrum stöðum

og fólk flykktist að til að þjónusta þennan hringveg landsins. Svæðið myndaði sér

einnig sérstöðu sem miðstöð dreifikerfis um alla Vestfirðikagann sjálfan. Þegar svo

vegasamgöngur komu og hringvegurinn færðist inn í landið var mjög auðvelt að sjá

þau áhrif sem sú þjóðbraut hafði í för með sér.

4

Page 5: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Skýringarmynd fyrir skipaleiðina kring um landið. (Axel, Ásgeir og Sveinn, 2002 bls 68).

Myndin hér að framan skýrir mjög margt varðandi byggðarþróun á Vestfjörðum. Þetta

er sem sé þjóðbraut Íslendinga fyrir tíma vegasamgangna og þar sést greinilega hve

Vestfirðirnir liggja vel við þeirri þjóðbraut. Ásamt nálægð við alfaraleið þá er þarna

gott aðgengi að miðunum sem er upphaflega forsenda fyrir því að fólk sest þarna að.

Þarna kemur svo sterkt inn í þilskipaútgerð sem átti sinn stóra þátt í fjölgun á

Vestfjörðunum um og upp úr 20. öldinni. Í þessu samhengi skiptir sem sagt

sjávarútvegur því höfuð máli. Það er, gott aðgengi að fiskimiðunum. Þetta hafði ekki

bara áhrfif á búsetu heldur einnig afkomu á svæðinu.

Samgöngur á láði og legi

Fyrir hinar almennu sjó samgöngur var engin föst byggð á Vestfjörðum, einstaka býli

var þarna og verbúðir en ekkert sem hélt í fólk ef illa áraði og byggð gat farið fljótt í

eyði ef svo bar undir. En svo um 1880, þegar sjósamgöngur hófust að fullum krafti

(Axel, Ásgeir og Sveinn, bls.102) má segja að Vestfirðir hafi fengið sinn hringveg, og

þéttbýlismyndun hafist fyrir alvöru.

Þegar svo sjósamgönguleiðin er borin saman við þá leið sem byggðist upp á

landi er hægt að sjá að Vestfirðirnir hafa nánast verið kliptir út af kortinu, svo gott

sem. Engar almennilegar samgöngur liggja þangað á landi enn þann dag í dag.

Flugsamgöngur hafa verið til lengi en mjög misjafnt er með aðflug á Ísafirði hvað

varðar veður (Trausti Valsson, 2000). Ferjusiglingar, og þá einna helst frá

Stykkishólmi, mynda svo aftur hringveg fyrir ferðamenn sem koma á svæðið. Þó svo

að flóabáturinn Baldur komi að suðurfjörðunum má líkum að því færa að Vestfirðir í

heild geti hagnast af siglingunum og þá sérstaklega þar sem bílafluttningur er

möguleiki. Ferðaþjónusta á svæðinu ætti til dæmis að koma þar sterkt inn í.

Krugman og “racetrack economy” líkanið

Ef við berum svo landfræðilega þróun Ísafjarðarsýslna saman við líkan Krugmans er

áhugavert að sjá hver útkoman er. Ef við berum líkanið við annars vegar

sjósamgöngur og hins vegar landsamgöngur er að mörgu leyti hægt að finna

hliðstæður. Við skulum kíkja lauslega á þetta.

Þegar sjósamgöngur eru skoðaðar í þessu samhengi þá er vel hægt að staðsetja

Ísafjörð á líkaninu og sést að þar hefur skapast togkraftur í nafni sjávarútvegs, ásamt

5

Page 6: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

því að vera landshlutakjarni. Sú þjónusta væri meðal annars áðurnefnt dreifikerfi.

Þetta sést betur á því að árið 1890 bjuggu um 16% þjóðarinar á Vestfjörðum,

Reykjavík og nágrenni voru með 14% af þjóðinni og Eyjafjarðarsýsla með um 12%

(Axel, Ásgeir og Sveinn, 2002).

Eftir að hringvegurinn færist inn í landið misstu Vestfirðir þennan sterka

togkraft og urðu utan alfaraleiðar. Ennþá meiri hagræðing í samgöngum og enn meiri

lækkun flutningskostnaðar, ásamt því að aðgengi frá landi að Vestfjörðum var erfitt,

gerir það að verkum að samþjöppun og stærðarhagkvæmni fer í gang í stórum stíl.

Fyrirtæki taka að flytjast í burt og fólkið fylgir á eftir. Ef þetta er svo aftur borið

saman við búsetu árið 2000 þá kemur eftirfarandi í ljós: Höfuðborgarsvæðið er með

rúmlega 60% af mannfjöldanum hjá sér, Eyjafjarðarsýsla er með 10% en Vestfirðir

einungis um 3% á móti 16% árið 1890 (Axel, Ásgeir og Sveinn, 2002).

Atvinnuvegir og atvinnuhættir

Útgerð og fiskvinnsla er aðalatvinnuvegurinn í öllum byggðarfélögunum í

Ísafjarðarsýslum. Smá búskapur er stundaður en það er þó í litlu mæli.

(www.vestfirdir.is)

Við upphaf útgerðar í einhverjum mæli hér á landi þá myndaðist þéttbýli við

ströndina vegna nálægðar við fiskimiðin. En þar sem nýir framleiðsluhættir hafa

komið fram, samgöngur hafa bæst og skipakostur hefur breyst þá er ekki eins mikil

nauðsyn að vera staðsettur nálægt fiskimiðunum lengur. Einnig hefur samruni og

sameining fyrirtækja milli byggðarlaga og landshluta átt þátt í þessari þróun þar sem

sjávarútvegsfyrirtækin eru gjarnan með starfsemi á nokkrum stöðum og flytja oft

veiðiheimildir og vinnslu á milli allt eftir því hvað þykir hagkvæmast hverju sinni. Þó

eru fleiri þættir sem spila inní í þessa þróun eins og t.d. tilkoma frystitogara, öflugir

fiskmarkaðir, betri flutningstækni og betri geymslutækni þannig að hægt er að flytja

fisk landshorna á milli. Auk þess sem veiði smábáta hefur aukist og þeir færa sig

auðveldlega milli veiðisvæða. (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2002)

Í allflestum sjávarbyggðum á Íslandi hefur atvinnutækifærum verið að fækka

og er fjölbreytni í atvinnulífinu mjög lítil almennt í þessum byggðum það sama er að

segja um byggðirnar á Vestfjörðum. (Dr. Bjarki Jóhannesson, 2000) Frá 1990 til 1997

fækkaði ársverkum á Vestfjörðum um 18,7%. Á þessu tímabili fækkaði ársverkum á

6

Page 7: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

öllu landinu nema á Höfuðborgarsvæðinu og á Norðurlandi eystra eins og sjá má í

töflu 1.

Tafla 1. Fjöldi heildarársverka eftir landshlutum.

Ársverk 1983 1990 1997 % breyting 1990

% breyting 1997

Höfuðb.svæðið 60.175 70.863 76.879 15,1% 7,8%Suðurnes 6.476 7.245 7.220 11,9% -1,2%Vesturland 7.352 7.440 6.882 1,2% -8,1%Vestfirðir 5.218 5.171 4.357 -0,9% -18,7%Norðurl.vestra 5.525 5.268 4.484 -4,7% -3,8%Norðul.eystra 12.161 12.661 12.988 4,1% 2,5%Austurland 6.520 6.266 6.027 -3,9% -4,0%Suðurland 10.149 10.417 9.997 2,6% -4,0%Samtals 107.100 118.086 128.834 10,3% 8,3%Heimild: Hjördís Sigursteinsdóttir, 2002

Ársverk í sjávarútvegi sem hlutfall af heildarársverkum voru langflest á Vestfjörðum

eða rúm 35%, þar af eru ársverk í fiskvinnslu 956 eða 21,9%. (Hjördís

Sigursteinsdóttir, 2002)

Samkvæmt Dr. Bjarka Jóhannessyni eru einkum þrjár aðaláastæður fyrir fækkun

starfa í fiskvinnslu í sjávarbyggðum á landinu.

,,Í fyrsta lagi má nefna að aflaheimildir hafa í umtalsverðum mæli verið seldar

eða fluttar frá sjávarbyggðunum. Í öðru lagi má nefna að úrvinnsla landaðs

sjávarafla hefur oft verið flutt til annarra staða eða út á sjó með tilkomu

frystitogara. Sjóvinnsla hefur aukist á tímabilinu, auk þess sem töluverð fækkun

hefur orðið í rækjuvinnslu og mjöl- og lýsisvinnslu á undanförnum árum. Búseta

sjómanna er ekki heldur lengur bundin þeim stað sem skip eru skráð á (....) Í

þriðja lagi er svo heildarfækkun í greininni. Fækkun þeirra sem beinlínis hafa

atvinnu af sjávarútvegi stafar m.a. af hagræðingu og tækninýjungum í greininni

og tilfærslu starfa úr vinnslu í afleiddar greinar.”

(Dr. Bjarki Jóhannesson, 2000 bls 4)

Í upphafi 20.aldarinnar voru fiskveiðar frjálsar og gátu allir Íslendingar veitt eins

mikið og þeir gátu. En 1984 var kvótakerfið tekið upp og við það breyttist

starfsumhverfi íslensks sjávarútvegs mjög mikið. Árið 1990 var frjálst framsal á

aflaheimildum leyft með lögum. Í því fólst að hægt var að færa aflaheimildir milli

fyrirtækja, byggðarlaga og jafnvel landshluta. Fyrir þau byggðarlög sem byggja nær

7

Page 8: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

eingöngu á sjávarútvegi eins og byggðirnar á Vestfjörðum þá getur þetta haft slæmar

afleiðingar. (Hjördís Sigursteinsdóttir, 2002) Þannig hefur kvótinn verið að minnka í

byggðarlögunum á Vestfjörðum þar sem bátar og skip hafa verið seld með kvótanum

til annarra landshluta.

Tafla 2. Heildarhlutdeild kjördæma í heildarkvóta botnsfisks

Kjördæmi 1985 1986 1990 1991 1999 2000 Breyting ’85-‘00

Breyting ’90-‘00

Breyting ’85-‘00

Höfuðb.svæðið 11,3% 10,8% 8,2% 7,9% 10,6% 10,8% -3,1% +2,6% -0,5%Suðurnes 18,0% 17,0% 15,9% 15,9% 13,9% 14,2% -2,1% -1,7% -3,8%Vesturland 9,0% 9,7% 9,0% 9,4% 11,8% 12,4% 0,0% +3,4% +3,4%Vestfirðir 13,6% 13,9% 14,0% 13,9% 10,2% 9,2% -0,4% -4,8% -4,4%Norðurl.vestra 6,2% 6,3% 7,6% 7,9% 7,4% 6,7% +1,4% -0,9% +0,5%Norðurl.eystra 15,2% 14,8% 17,2% 17,7% 21,5% 21,8% +2,0% +4,6% +6,6%Austurland 13,2% 13,7% 12,9% 12,5% 11,7% 12,0% -0,3% -0,9% -1,2%Suðurland 13,5% 13,8% 15,2% 14,8% 12,9% 13,0% +1,7% -2,2% -0,5%Samtals 100% 100% 100% 100% 100% 100%

Heimild: Hjördís Sigursteinsdóttir, 2002

Í töflu 2 sést að Vestfirðingar tapa mestum aflaheimildum eftir að frjálst framsal

þeirra var gert leyfilegt. 1990 voru Vestfirðingar með 14,0% aflaheimilda en árið

2000 var aflaheimild þeirra dottin niður í 9,2%. Þetta er 4,8% minnkun sem er

töluvert. Fer þessi fækkun saman við þá fækkun sem hefur verið í störfum í

fiskvinnslu.

Hlutfall þjónustustarfa er mest á Ísafirði samanborið við hina bæina á

Vestfjörðum. Ísafjörður er þjónustustaður norðanverðra Vestfjarða og í raun

Vestfjarða í heild þó svo að Patreksfjörður sé í raun þjónustustaður suðurfjarðanna að

miklum hluta. Samgöngur eru ekki mjög góðar á milli þessara svæða. Flest störf í

þjónustu og þjónustuiðnaði á Vestfjörðum standa nær öll og falla með

sjávarútveginum á einn eða annan hátt (Byggðastofnun, 2001).

Nú þegar sjávarútvegurinn hefur verið að minnka þá hefur ferðaþjónusta verið

að aukast og er nú boðið uppá margvíslega þjónustu við ferðamenn í

Ísafjaðarsýslunum. (www.vestfirdir.is) Tvær upplýsingamiðstöðvar eru á svæðinu,

önnur á Þingeyri en hin á Ísafirði. Þó nokkuð er af hótelum og gistihúsum á svæðinu

auk tjaldstæða. Sjá má í töflu 3 aukninguna á gistiheimilum og hótelum, herbergjum

og rúmum á árunum 2000-2001. Nokkur aukning hefur orðið, þó sker árið 2001 sig úr

með það að fækkun varð á herbergjum og fjölda rúma en árið 2002 varð aukning aftur

og er fjöldinn nú meiri en hann var árið 2000.

8

Page 9: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Tafla 3. Framboð gistirýmis á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum 2001-2002

Ár Fjöldi hótel og gistiheimila

Fjöldi herbergja Fjöldi rúma

2000 20 283 6242001 21 264 5672002 25 340 773(Heimild: hagstofa.is)

Góð nýting er á gistiaðstöðunni yfir sumarmánuðina en lítið er að gera á veturna. Ef

við tökum sem dæmi gistinætur í janúar 2002 á móti gistinóttum í júní 2002 þá meira

en 20 faldast fjöldi gistinátta á þessu tímabili. Þó er meiri nýting í júlí og ágúst heldur

en í júní. Tölur um gistinætur á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum frá árinu

1997-2002 sjást í töflu 4.

Tafla 4. Gistinætur á hótelum og gistiheimilum á Vestfjörðum 1997-2002

Mánuður 1997 1998 1999 2000 2001 2002Janúar 422 381 318 307 184 293Febrúar 456 376 442 296 310 298Mars 597 716 552 470 340 587Apríl 591 621 653 746 676 760Maí 1.595 1.471 1.897 1.342 1.305 1.532Júní 3.906 3.544 4.742 4.964 4.745 6.712Júlí 6.568 8.645 9.866 8.840 11.165 11.843Ágúst 6.880 5.897 5.768 5.824 7.531 8.033September 1.326 1.180 1.447 1.376 1.429 1.825Október 892 727 780 793 1.375 1.094Nóvember 686 455 561 392 589 857Desember 326 196 204 147 337 321(Heimild: hagstofa.is)

Eins og sést á þessari töflu þá er fjöldi gistinátta mjög sveiflukenndur milli ára og

sérstaklega er sveiflan mikil á milli sumars og veturs. En þrátt fyrir sveiflur í

atvinnugreininni þá hefur orðið aukning frá því sem áður var. Hugsanlega er

ferðaþjónustan það sem mun taka við af sjávarútveginum enda er náttúra Vestfjarða

mjög sérstök.

Atvinnuleysi á Vestfjörðum jókst mjög eftir 1991 eins og sést í töflu 5. Árið

1991 voru að meðaltali 23 einstaklingar atvinnulausir en árið 1993 voru að meðaltali

163 atvinnulausir. Atvinnuleysið minnkaði svo eftir árið 1993 en varð þó aldrei eins

lítið og það var árið 1991, lægst varð það 58 manns að meðaltali árið 1999. En eftir

árið 1999 hefur atvinnuleysi verið að aukast aftur og var 70 manns árið 2002.

9

Page 10: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Tafla 5. Skráð atvinnuleysi á Vestfjörðum frá 1991-2002

1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002Meðaltal ársins

23 52 163 141 111 80 90 59 58 62 73 70

(Heimild: hagstofa.is)

Þess ber einnig að geta að allar þær töflur sem hér eru notaðar miðast við

Vestfirðina í heild sinni en ekki einungis við Ísafjarðarsýslurnar. Þannig er einhver

skekkja í þessum tölum.

Þéttbýlismyndun og fólksflutningar

Fólksflutningur er greinilegur frá landsbyggðinni til höfuðborgarsvæðisins og fer

hann frekar vaxandi en minnkandi. Fyrirbærið er reyndar ekki nýtt hér á landi. Mikið

var um flutninga um miðbik aldarinnar, en síðan dró úr þeim og virtist sem jafnvægi

hafi verið náð. Það hélst þó einungis um nokkuð skeið og hafa flutningar til

höfðuborgasvæðisins aukist enn á ný sérstaklega síðasta áratuginn.(bygg.is)

Árið 1901 bjuggu 2598 manns í þéttbýli á Vestfjörðum af 12.281 manns eða

tæp 21%. Árið 1910 voru alls skráðir 4.558 Vestfirðingar í þéttbýli, af 13.386 íbúum,

eða 34 %. Á þessum fyrsta áratug tuttugustu aldar fækkaði í strjálbýli á Vestfjörðum

um eitt þúsund íbúa, en fjölgun í þéttbýli var um tvö þúsund. Þannig fjölgaði

Vestfirðingum um eitt þúsund á þessu tímabili og fjölgaði sérstaklega í röðum

verkafólks og sjómanna. Með vélbátunum lengdist sá tími sem menn voru á sjó,

einkum þegar bátarnir urðu stærri og þá fylgdi föst búseta á útgerðarstaðnum. .

Ástæðan fyrir þessari fjölgun var vélvæðing báta og hefur sjávarútvegur verið helsti

atvinnuvegur Vestfirðinga síðan (bygg.is).

Á tímabilinu 1987-1997 var brottflutningur mestur á Vestfjörðum og í

Dalasýslu, um 20% og er enn í dag hvað mestur þaðan. Einu svæðin sem sýna fjölgun

á þeim tíma eru Höfuðborgarsvæðið, Reykjanes og Árnessýsla, þ.e. svæðin næst

höfuðborgarsvæðinu, auk Austur-Skaftafellssýslu. Þegar aldur er skoðaður í samhengi

sést að þetta er frekar yngra fólk sem er að flytja burt, í kringum þrítugt. Það er mjög

slæmt fyrir hvert bæjarfélag að missa frá sér unga fólkið. (Dr. Bjarki Jóhannesson,

1998). Ástæðan fyrir fólksflutningunum gæti helst verið aukið atvinnuleysi og fá

10

Page 11: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

tækifæri til menntunar. Á öllum Vestfjörðum er aðeins einn menntaskóli en það er

menntaskólinn á Ísafirði og næstu háskólar eru háskólarnir í Reykjavík.

Tölur sýna að íbúar á Vestfjörðum voru í heildina 8.590 í áslok 1998 og

skiptust þannig að í Ísafjarðarsýslu bjuggu 5.761 (þar af á Ísafirði 4.474), í A-

Barðastrandarsýslu 309, í V-Barðastrandarsýslu 1.593 og í Strandasýslu 927.

( Bygg.is ). Nú búa um 8.300 á Vestfjörðum þar af 5.500 í Ísafjarðarsýslum.

Langflestir búa í þéttbýlisstöðunum, sérstaklega á Ísafirði, en sveitirnar eru býsna

strjálbýlar. Aðrir þéttbýlisstaðir á norðanverðum Vestfjörðum eru Hnífsdalur,

Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri, Þingeyri og Súðavík. (vestfirðir.is).

Bændabýli eru fá og fækkar enn. Hvergi annars staðar á landinu hafa fleiri

þorp og bændabýli farið í eyði á 20. öldinni en á Vestfjörðum. (vestfirðir.is). Sem

dæmi mætti nefna að Súðarvíkurhreppur er stærsti hreppurinn á landinu en jafnframt

sá fámennasti. Gæti snjóflóðið verið ein ástæða þess að fólk vill ekki byggja þar í dag.

Fasteignarverð er mjög lágt á svæðinu og erfitt að losa sig eignir ef að fólk kýs svo. .

Sagan og helstu staðir.

Þéttbýlisstaðir í sýslunum eru Ísafjörður, Súðavík, Bolungarvík, Suðureyri, Flateyri

og Þingeyri

Ísafjörður

Verslunarumdæmi Ísafjarðar var það næstfjölmennasta á Vestfjörðum og náði alla

strandlengjuna frá Þaralátursfirði í norðri að Súgandafirði í suðri. Í dag er Ísafjörður

langfjölmennasti staðurinn.

Íbúar í Ísafjarðarkaupstað voru 1067 aldamótaárið 1900, og var bærinn þá

þriðji fjölmennasti kaupstaður landsins á eftir Reykjavík og Akureyri. Áratuginn á

undan hafði íbúum fjölgað um 237, enda var þetta blómatími þilskipanna og stóru

verslunarfyrirtækjanna í bænum, en líka tími vesturferða og harðæris á landinu öllu.

Næsta áratug 1901-1910 fjölgaði svo um heilar 787 manneskjur í kaupstaðnum

samkvæmt manntali og voru þá íbúar í bænum orðnir 1854. Það var einnig mikil

fjölgun 1920-1930 um 553 manns í kaupstaðnum Ísafirði en hún varð aldrei jafn mikil

og í kringum 1901-1910. Ástæðan fyrir því var vélbátaútgerðin. Á Ísafirði var vél sett

í sexæringinn Stanley í nóvember árið 1902. Þar með hófst vélvæðing íslenskra

fiskiskipa, sem oft er nefnd iðnbylting Íslendinga. (bb.is)

11

Page 12: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Iðnaðarmönnum fjölgaði líka í öðrum greinum á Ísafirði og atvinnulíf varð

fjölskrúðugra á fyrstu árum síðustu aldar. Tíu árum fyrr, um 1900, höfðu iðnaðarmenn

og fjölskyldur þeirra verið um 13,4 % íbúanna, svo þeim hafði fjölgað umtalsvert.

Þeir sem lifðu á handverki og iðnaði á Ísafirði árið 1910 voru 382, sem voru 20%

bæjarbúa. Á fiskveiðum og fiskvinnslu lifðu 755, eða rúm 40% íbúanna, auk þess sem

daglaunamenn voru 11% af íbúum bæjarins. Af verslun og skyldri þjónustu lifðu 11 af

hundraði, en embættismenn og þeirra fjölskyldur voru aðeins 4% íbúanna, eða það

sem kallað var í manntalinu „ólíkamleg atvinna“. Þá vantar að flokka niður

heimilishjú sem voru um 10% íbúanna. Verslunarmenn voru rétt 10% sem hafði þá

haldist nokkuð óbreytt. Sjómenn og vinnufólk var þá 76% bæjarbúa (hafa þarf í huga

að allar tölur er erfitt að bera saman, vegna mismunandi flokkunar). (bb.is).

Nú er Ísafjörður langfjölmennasti kaupstaður Vestfjarða og þar búa um 2800 manns

Aðalatvinnuvegur þeirra er enn sjávarútvegur.

Súðavík

Fyrr á öldum var Álftafjörður sem Súðavík stendur við mikilvægur verslunarstaður og

eru til heimildir um verslun við Lýbíkumenn á 16. öld. Einokunarverslunin tók fyrir

þau viðskipti. Þannig hefur staðsetning þéttbýlisins þar líklegast fyrst komið til

sögunnar. (vestfirdir.is)

Á fyrri tíð voru jarðir Súðavíkur eftirsóttar og töldust ábúendur hennar til betri

bænda. Þéttbýli fór fyrst að myndast þegar Norðmenn hófu stórtæka útgerð í Súðavík.

Árið 1882 kom norskur hvalveiðimaður að nafni Svend Foyn til landsins í þeim

tilgangi að finna heppilegan stað undir hvalveiðistöð. Eftir að hafa ferðast um

Vestfirði valdi hann Langeyri í Álftafirði til að reisa veiðistöðina og var hún rekin í

næstum tvo áratugi eða fram til ársins 1904. Súðavíkurhreppur er stærsti hreppur

Vestfjarða að flatarmáli. Í dag búa þó ekki nema um 200 manns þar og byggja afkomu

sína á sjávarútvegi og þjónustu.

Bolungarvík

Ef við lítum til Vestfjarða og skoðum þéttbýlisþróun sker Bolungarvík sig úr þar sem

hún var hvað hröðust þar. Í Bolungarvík var ein stærsta verstöð landsins og eins og

tíðkaðist með þær höfðu ekki margir fasta búsetu til að vinna þar heldur komu á

háannatímum. Þetta breyttist svo með tilkomu vélbátanna, sérstaklega á Bolungarvík.

Árið 1910 voru um 815 íbúar í þéttbýli í Bolungarvík. Eins og áður kom fram var

12

Page 13: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

einnig fjölgun hjá öðrum stöðum. Íbúatölur voru þessar. Nú búa þar um 950 manns.

Árið 1890 var sett á stofn verslun í Bolungarvík þegar föst byggð var að myndast.

Þrettán árum síðar varð Bolungarvík löggiltur verslunarstaður, en kaupstaðarréttindi

fékk staðurinn 5. apríl 1974.

Nú hafa þeir sett á svið sögu sína þar sem skammt innan við kaupstaðinn er Ósvör.

Ósvör er endurgerð sjóbúð og minjasafn um lífið í verstöðvunum á tímum

árabátaútgerðar. Þetta safn er einstakt í sinni röð og sérlega vel heppnað. (vestfirdir.is)

Suðureyri

Suðureyri varð löggiltur verslunarstaður 1899, en um aldamótin 1900 voru

íbúðarhúsin á staðnum aðeins tvö. Fólki fjölgaði ört upp úr því

Fyrsti vélbáturinn kom árið 1906 og fimm árum síðar var íbúatalan komin í 255. Þar

eru nú á fjórða hundrað íbúar. Löggilt höfn er á Suðureyri. Ásgeirsverslun á Ísafirði

reisti þar salthús og kom sér upp verslunarútibúi.

Í Botnsdal, sem gengur upp af fjarðarbotninum, var áður unnin surtarbrandur

en surtarbrandslög eru víða í firðinum og steingervingar af amerískri eik hafa fundist

þar.

Flateyri

Flateyri sker sig úr, þar sem skútuútgerð var öflug fyrir 1900, en fækkun varð eftir að

vélbátarnir komu til sögunnar. Árið 1901 voru íbúar bæjarins 249. Mikil

þilskipaútgerð var frá Flateyri þegar hákarlaveiðar voru sem mestar. Skipstjórar og

sjómenn settust þar að og þorp tók að myndast. Enn í dag er sjávarútvegur undirstaða

atvinnulífsins, enda eru hafnaraðstæður góðar frá náttúrunnar hendi.

Árið 1889 kom Norðmaður að nafni Hans Ellefsen til Önundarfjarðar og hóf

rekstur hvalveiðistöðvarinnar Sólbakka. Stöðin veitti fjölda manns atvinnu á sumrin

en hún brann til kaldra kola 12 árum síðar. (vestfirdir.is)

Þingeyri

Þingeyri stendur miðja vegu við sunnanverðan Dýrafjörð og er elsti verslunarstaður á

Vestfjörðum og reyndar einn sá elsti á landinu öllu. Náði hann um tíma frá

Ísafjarðardjúpi og yfir alla Vestur-Barðastrandarsýslu. Verslun hélt áfram í Dýrafirði

næstu aldirnar. Á eftir Norðmönnum fylgdi verslun Englendinga, síðan Þjóðverja og

að lokum Dana sem einokuðu verslunina í valdi konungs.

13

Page 14: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Þá hafði mikilvægum höfnum vítt og breitt um Vestfirði fjölgað, en Þingeyri

hélt áfram að vera mikilvægasta fiskihöfnin á Vestfjörðum með verslunarumdæmi

sem taldi á þriðja þúsund manns á svæði sem náði frá Önundarfirði að Suðurfjörðum

Arnarfjarðar.

Föst búseta hefur verið á Þingeyri frá lokum 18. aldar, en þéttbýli byrjaði fyrst

að myndast þegar Daninn N. Chr. Gram keypti Þingeyrarverslun árið 1866. Hann var

mikill athafnamaður og byggði mörg af fyrstu húsum kauptúnsins, m.a. myndarlegt

verslunarhús árið 1872 sem nú hýsir Kaupfélag Dýrfirðinga. Gram var jafnframt

konsúll Norðmanna, Bandaríkjamanna og Frakka. Á þessum árum var m.a. rekið

seglsaumaverkstæði og lýsisbræðsla á Þingeyri og jafnan voru tvær skútur gerðar út á

hákarl. Á síðasta áratug 19. aldar stunduðu Bandaríkjamenn lúðuveiðar hér við land

og höfðu bækistöðvar fyrir skip sín á Þingeyri. Franskar duggur voru tíðir gestir og

Norðmenn settu upp hvalstöð í Framnesi andspænis Þingeyri.

Íbúaþróun

Á þessari töflu sést íbúaþróun greinilega og mikil aukning á fólki milli 1870 til 1910,

þegar vélvæðing báta gekk í garð. Eftir það hefur fólki fækkað ört á Vestfjörðum og

sést í samanburði að á öllum hinum stöðunum hefur verið aukning.

Eins og sést á myndinni hér að neðan var fólksflótti mestur frá Vestfjörðum en

þar var flutningstíðnin neikvæð um nær 20 af 1.000 íbúum. Norðurland vestra fylgdi

14

Page 15: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

fast í kjölfarið og á Austurlandi voru brottfluttir umfram aðflutta ennfremur talsvert

margir. Tölur frá árinu 2001 sýna að 579 manns eru aðfluttir á móti 795 brottfluttra.

(Hagstofan 2002 ).

Félagslegir og stjórnunarlegir þættirVissulega hefur sameining sveitarfélaga í Ísafjarðarsýslum haft áhrif á búsetu á

svæðinu. Eftir sameiningu lækkaði kostnaður við skóla, vegi, sorphirðu oþh. vegna

hagræðingar og meiri skilvirkni.

Ísafjarðarbær með 3500 íbúa kom inn í sameiningu sveitarfélaganna með jafn

miklar skuldir og hin fimm sveitarfélögin til samans. En í þeim bjuggu aðeins 1000

íbúar. (Dr. Bjarki Jóhannesson, 2001a)

Menning

Fólk af erlendum uppruna er hlutfallslega fjölmennara á Vestfjörðum en annars staðar

á landinu. Vestfirðingar hafa verið duglegir við að virkja þessa nýju íbúa og nýta

þeirra bakgrunn til að auðga vestfirska menningu. Fjölmenningarsamfélagið býður

upp á margar nýjar hugmyndir og fjölbreyttari menningu en áður var. Árlega (síðan

1998) er haldin þjóðahátíð á Vestfjörðum þar sem saman koma íbúar úr öllum

byggðum og kynna upprunaland sitt og menningu.

Ísafjörður hefur talsverða möguleika á uppbyggingu þjónustu af ýmsu tagi

vegna fjarlægðarverndar frá Reykjavík. (Dr. Bjarki Jóhannesson, 2001a)

Vegna fjarlægðarinnar frá öðrum stærri kjörnum á landinu og lakra

samgangna, er á Ísafirði ýmis og fjölbreytt þjónusta. Ísafjarðarbær hefur lengi verið

þekktur fyrir öflugt menningarlíf. Tónlistarskóli Ísafjarðar fer þar fremstur en hann er

15

Page 16: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

fyrsti tólistarskóli á Íslandi, stofnaður árið 1911. Auk hans er þar byggðasafn, gallerí,

tónleikasalur og kaffihús. Árlegar hátíðir eru nokkrar, Sólarkaffi MÍ, Skíðavika um

páskana, á Ísafirði, og þjóðahátíðin fyrrnefnda, en hún er haldin um alla Vestfirði.

Stefnt er að því að opna Gamla sjúkrahúsið nú í sumar sem safnahús Ísfirðinga. Í

húsinu verða Bókasafnið á Ísafirði, Héraðsskjalasafnið, Listasafn Ísafjarðar og

Ljósmyndasafnið á Ísafirði. Þar að auki er bíó á Ísafirði (bb.is).

Rétt innan við Bolungarvík er Ósvör sem er minjasafn um lífið á verstöðvum á

tímum árabátaútgerðar (vestfirdir.is).

Menntamál

Réttindakennurum hefur verið að fjölga síðustu ár, bæði í grunnskólum og

menntaskólanum. En laun leikskólakennara hafa því miður ekki virkað sem hvatning

á starfsmenn á leikskólum til að sækja sér aukna menntun. Árangur 10. bekkinga á

Vestfjörðum í samræmdum prófum hefur batnað mjög á síðustu árum.

Á Ísafirði er eini menntaskólinn á Vestfjörðum. Yfir helmingur þeirra sem

hefja nám þar ljúka ekki prófi, a.m.k. ekki þaðan. Heimavistin við skólann er vannýtt,

en ein ástæða þess er að daglegar rútuferðir eru fyrir nemendur á milli Ísafjarðar og

Bolungarvíkur. Auk þess sem Vestfjarðagöngin gerðu samgöngur við Suðureyri,

Þingeyri og Flateyri auðveldari yfir háveturinn. Þaðan eru líka reglulegar rútuferðir til

Ísafjarðar. Einnig er hægt að stunda fjarnám á háskólastigi í fræðslumiðstöð

Vestfjarða, bæði frá Háskóla Íslands og Háskólanum á Akureyri.

Vegna þess hversu margir nemendur í skólum í Ísafjarðarsýslum eru af

erlendum uppruna þarf mikla sérkennslu en þær stöður hefur verið erfitt að manna.

(Dr. Bjarki Jóhannesson, 2001a)

Félagsmál

Í Ísafjarðarbæ starfar félagsmálanefnd sem hefur yfirumsjón með félagsmálum

sveitarfélagsins. Hún hefur m.a. sett sér skýr markmið í jafnréttis- og

barnaverndarmálum. Vímuvarnir er mál sem mikið hefur verið unnið að í

sveitarfélaginu, en það er málaflokkur sem hefur stækkað mjög á síðustu árum vegna

vitundarvakningar um það mál.

Ísafjarðarbær er sjálfu sér nægur sem mannfélagsleg eining. Bærinn er það stór

að hægt er að halda uppi allskyns menningarstarfssemi. Auðvitað háir fjárskortur

flestum verkefnum eins og annars staðar. En bærinn hefur lagt mikið af mörkum til

16

Page 17: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

menningar, t.d. með byggingu tónleikasalar og nú væntanlegri opnun Gamla

sjúkrahússins.

Þróunarsetur Vestfjarða

Í þróunarsetri Vestfjarða hafa aðsetur nokkur fyrirtæki og stofnanir.

Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins og Hafrannsóknarstofnun eru með útibú á Ísafirði

og eru þau staðsett í þróunarsetrinu.

Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða: ,,Tilgangur félagsins er að efla atvinnulíf á

Vestfjörðum og að styrkja forsendur byggðar með því að bæta jarðveg viðskipta til

framtíðar. Félagið býður einstaklingum, fyrirtækjum, stofnunum og sveitarfélögum

fjölbreytta þjónustu á sviði viðskiptaráðgjafar og rannsókna” (www.atvest.is).

Félagið stóð fyrir sýningunni Perlan Vestfirðir í Perlunni í fyrravor.

FramtíðinHugleiðingar um framtíð Ísafjarðarsýsla:

Það þarf fleiri og fjölbreyttari atvinnutækifæri í sýslurnar. Svæðið treystir of mikið á

eina atvinnugrein. Nýsköpun í atvinnulífinu gæti fært svæðinu mikið, íbúarnir þurfa

að finna einhverja aðra grein en sjávarútveg sem þeir hafa hlutfallslega yfirburði í.

Kannski eitthvað sem tengist útvegi eða fiskiðnaði, en jafnvel eitthvað allt annað. Til

að fá brottflutta til að flytjast aftur heim að loknu námi þarf störf fyrir menntafólk á

svæðið.

Samgöngur milli Ísafjarðarsýsla og annarra landshluta þarf að bæta til að

fyrirtæki sjái sér hag í að flytja starfssemi sína þangað. Ef Vestfirðingar eiga að geta

byggt upp ferðaþjónustu er líka mikilvægt að samgöngur batni bæði innan sýslanna og

við aðra landshluta.

Það eru það margir íbúar í Ísafjarðarbæ að það er í sjálfu sér næg ástæða til að

ýta undir og hjálpa til við frekari uppbyggingu á svæðinu. Með bættum samgöngum

innan svæðisins styrkist Ísafjörður þar sem bærinn getur þá þjónustað

nágrannabyggðirnar enn betur.

17

Page 18: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Heimildarskrá

Axel Hall, Ásgeir Jónsson og Sveinn Agnarsson. 2002. Byggðir og Búseta,

Þéttbýlismyndun á Íslandi. Hagfræðistofnun Háskóla Íslands. Reykjavík.

Trausti Valsson. 2000. Vegakerfið og ferðamálin. Vegagerðin. Reykjavík.

Netheimildir:

http://www.atvest.is [skoðað 20.mars 2003]

http://www.bb.is/fullfrett.php?uid=19620&fl=1 [skoðað 20.mars 2003]

http://www.bygg.is [skoðað 6.mars 2003]

http://www.hagstofa.is [skoðað 14.mars 2003]

http://www.travelnet.is/isl/Journey/sv_vf/index.html [skoðað 5.mars 2003]

http://www.vestfirdir.is [skoðað 11.mars 2003]

http://www.vestfirdir.is/isafj/isbolungarv.html [skoðað 20.mars 2003]

http://www.vestfirdir.is/isafj/isindex.html Skoðað 3.mars 2003

Skýrslur teknar af vef Byggðastofnunar, www.bygg.is:

Byggðastofnun, þróunarsvið. 2001. Áhrif Kvótasetningar aukategunda hjá

krókabátum á byggð á Vestfjörðum.

Dr. Bjarki Jóhannesson. 1998. Forsendur stefnumótandi byggðaáætlunar 1998-2002

Ástand og horfur í þróun byggðar og atvinnulífs.

Dr. Bjarki Jóhannesson. 2000 Fiskvinnsla og búseta.

Dr. Bjarki Jóhannesson ofl. 2001b. Byggðarlög í sókn og vörn - 1. Sjávarbyggðir.

Dr. Bjarki Jóhannesson ofl. 2001a. Byggðarlög í sókn og vörn - 2. Landshlutakjarnar.

18

Page 19: Ísafjarðarsýslurajonsson/kennsla2003/verkefni... · Web viewRaunvísindadeild Byggðaþróun og atvinnulíf Ísafjarðarsýslur Höfundar: Hrafnhildur Ýr Hafsteinsdóttir Hrafnhildur

Hjördís Sigursteinsdóttir. 2002. Stoðgreinar útgerðar og fiskvinnslu – skipting starfa

milli landsbyggðar og höfuðborgarsvæðis.

19