ráðstefnur

20
Viltu finna svörin í Reykjavík? Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús www.harpa.is

Upload: harpa

Post on 14-Mar-2016

243 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Viltu finna svörin í Reykjavík? Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

TRANSCRIPT

Page 1: Ráðstefnur

Viltu finna svörin í Reykjavík?Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

www.harpa.is

Page 2: Ráðstefnur

Velkomin í Hörpu

Tónlistar- og ráðstefnuhúsið Harpa er staðsett í hjarta Reykjavíkur. Þessi einstæða perla byggingarlistarinnar stendur á sérlega fallegum útsýnisstað við Reykjavíkurhöfn, í hringiðu mið-bæjarins, og státar af stórfenglegu útsýni til fjallanna í nágrenni borgar-innar og út á Atlantshafið.

Harpa býður upp á stórkostlegan arkí-tektúr og er búin nýjasta tækni búnaði á öllum notkunarsviðum bygg ingar innar. Aðal salirnir fjórir og fundar herbergin skarta háþróuðum og vönduðum tækja-kosti. Í Hörpu má einnig finna rúmgóð móttökurými og sýningar svæði sem henta margs konar viðburðum.

Í Hörpu er frábær aðstaða fyrir kaup-stefnur og vörusýningar þeim tengdar, ráðstefnur, fundi, tónleika og aðra menningar viðburði. Gullfallegur gler hjúpurinn á ytra byrði Hörpu er hannaður af Ólafi Elíassyni, Henning Larsen Architechts og arkitektastofunni Batteríið og hönnunin endurspeglar stuðla bergs myndanir sem víða má sjá í náttúru Íslands.

Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhús er vistvæn bygging. Hún var hönnuð með það fyrir augum að nýta sem best þá náttúrulega birtu sem flæðir gegnum glerhjúpinn á þremur hliðanna, en það dregur verulega úr orkunotkun í húsinu. Allir þeir sem voru valdir til verka í Hörpu settu sér það markmið að byggingin yrði sem sjálfbærust. Bæði veitingahúsin og veisluþjónustan nota innlent hráefni eftir föngum og fylgja ströngum kröfum um endurvinnslu.

Við hlökkum til að taka vel á móti þér í Hörpu.

Page 3: Ráðstefnur

Hvers vegna Harpa?

• Mitt á milli Evrópu og Norður-Ameríku.

• Daglega er flogið beint til Reykjavíkur frá mörgum stærri borga í Norður-Ameríku og í Evrópu,

• Frábærlega staðsett við hafnar-bakkann, í hjarta miðborgarlífsins í Reykjavík.

• Hönnun og þróun hússins er í sam-ræmi við helstu kröfur sem gerðar eru til alþjóðlegrar ráðstefnu-miðstöðvar í fremstu röð.

• Vandaðasti tæknibúnaður sem völ er á í stórkostlegri umgjörð með ógleymanlegu útsýni.

• Þrautreynt starfslið fagfólks á öllum sviðum sem leggur metnað sinn í að veita persónulega og einstaklingsmiðaða þjónustu.

• Hótel, veitingastaðir og verslanir í göngufæri og sérhæfð ferða-mannaþjónusta á borð við hvala-skoðun í fimm mínútna göngufæri.

• Gott aðgengi, hvort sem er með einkabíl, rútu eða skutlu. Bíla- og smárútuleiga er til staðar í húsinu.

Page 4: Ráðstefnur

Eldborg

Eldborg er stærsti salur Hörpu og tekur allt að 1.600 gesti í sæti. Eldborg er aðalsalur byggingarinnar og hönnun salarins táknar höfuðskepnuna eld.

Salurinn er hannaður með margs konar notkunarmöguleika í huga og hentar sérlega vel fyrir stórar ráðstefnur og fyrirlestra. Á annarri hæðinni, fyrir framan innganginn að Eldborg, er hægt að halda standandi móttökur í tengslum við viðburði.

Sætafjöldi1.630 sæti (leikhúsuppröðun)

Page 5: Ráðstefnur
Page 6: Ráðstefnur

Silfurberg

Ráðstefnusalur Hörpu táknar höfuð-skepnuna jörð og nafnið er dregið af tæra, kristallaða kalksteininum sem erfitt er að finna annars staðar en á Íslandi.

Salurinn hentar ráðstefnum af öllu tagi, móttökum eða öðrum viðburðum. Hann er sérhannaður til ráðstefnuhalds og er búinn besta fáanlega tæknibúnaði. Salurinn hentar einnig margs konar tónleikahaldi. Hljóðvist salarins er hönnuð með talað orð í huga og má sérstilla eftir þörfum.

Silfurberg er á annarri hæð Hörpu. Sviðið er færanlegt og það má stækka. Salnum er hægt að skipta í tvennt með hljóðeinangruðum skilvegg sem auðvelt er að draga út.

Sætafjöldi840/360 sæti (leikhúsuppröðun)

Page 7: Ráðstefnur

Kaldalón

Kaldalón, sem er minnsti salurinn í húsinu, er á fyrstu hæð Hörpu. Hann hentar vel fyrir hvers konar fyrirlestra en einnig fyrir fundahald, kvikmyndasýningar og tónleika.

Sviðið er færanlegt og einnig má nota gólfrými sem svið. Hægt er að sérstilla ómtíma salarins til að hæfa mismunandi gerðum viðburða.

Sætafjöldi195 sæti (leikhúsuppröðun)

Page 8: Ráðstefnur

Norðurljós

Norðurljós er tónleikasalur á annarri hæð Hörpu, mitt á milli Eldborgar og Silfurbergs. Salurinn býður upp á margs konar notkunarmöguleika, jafnt fyrir ráðstefnur, móttökur, tónleika og aðra viðburði.

Svalir liggja meðfram öllum veggjum salarins og sviðið er færanlegt. Sal-urinn er búinn sérhönnuðum ljósa-búnaði með margs konar lita þemum til að skapa viðeigandi yfirbragð fyrir hvern viðburð fyrir sig.

Sætafjöldi520 sæti (leikhúsuppröðun)

Page 9: Ráðstefnur

Björtuloft

Björtuloft eru, eins og nafnið ber með sér, fallegt og rúmgott svæði. Rýmið nær yfir tvær hæðir Hörpu – þá sjöttu og þá sjöundu – og er fullkomið fyrir fundi, móttökur og ýmiss konar samkomur. Það hentar frábærlega að taka á móti gestunum á neðri hæðinni og vísa þeim því næst upp á þá efri til sitjandi borðhalds fyrir allt að 130 gesti.

Björtuloft eru búin sýningartjaldi og fundabúnaði með hljóðkerfi.

Það sem gerir Björtuloft að einstöku rými eru svalirnar með stórfenglegu útsýni yfir borgina, höfnina, fjalla -hringinn og hafið.

Page 10: Ráðstefnur

Fundaherbergi

Við bjóðum einnig upp á fundasali og fundaherbergi með sætarými fyrir allt að 130 manns.

Starfsfólk okkar veitir frekari upp-lýsingar um pakkatilboð.

Page 11: Ráðstefnur

Háaloft

Háaloft er nýr og glæsilegur salur á áttundu hæð Hörpu. Útsýni til vesturs er óviðjafnanlegt, yfir höfnina og fjöllin í nágrenni borgarinnar. Háaloft hefur verið nefnt litli salurinn á þaki borgarinnar. Salurinn er 200 m2 og er með stóru sýningartjaldi.

Page 12: Ráðstefnur

Ráðstefnur, tónleikar og viðburðir

Á meðal ráðstefna og viðburða sem fram hafa farið í Hörpu má nefna You Are In Control, Eve Online Fanfest, Poptech, Food and Fun, Reykjavík Fashion Festival, Vest Norden, HönnunarMars og fjölda læknaráðstefna.

Á hinni árvissu tónlistarhátíð Iceland Airwaves hefur Harpa tekið á móti goðsögnum úr tónlist og dægur-menningu á borð við Björk og Yoko Ono og vorið 2013 fór alþjóðlega tónlistarhátíðin Sónar fram í Hörpu í fyrsta skipti.

Page 13: Ráðstefnur

Sýningarrými

Fyrir framan salina er fjöldi opinna rýma sem henta frábærlega fyrir margs konar viðburði og móttökur. Við mælum sérstaklega með opna svæðinu á annarri hæð, við glerhjúpinn, þar sem lofthæð er einstaklega mikil. Norður-bryggja á fyrstu hæðinni býður upp á útsýni yfir höfnina en frá Eyri, sem er svæðið fyrir utan Silfurberg, er horft út yfir Reykjavíkurhöfn og vesturborgina.

Flói er stærsta opna rými hússins og þaðan er útsýni yfir höfnina. Flói er hentugt rými fyrir stærri viðburði eða sýningar. Líttu endilega inn eða hringdu í okkur til að kanna hvaða rými hentar þínum viðburði best.

Page 14: Ráðstefnur
Page 15: Ráðstefnur
Page 16: Ráðstefnur

Græn stefna

• Nánast öll orka sem íslensk heimili og fyrirtæki nota er frá hreinum, endurnýjanlegum jarðhita- eða vatnsorkugjöfum. Harpa er tengd við íslenska raforkukerfið, sem hefur eitt hæsta hlutfall nýtanlegs tíma í heiminum.

• Vatnið sem notað er í Hörpu er frá drykkjarvatnslindum í nágrenni Reykjavíkur. Þetta vatn er einstakt að gæðum og þarfnast engrar meðhöndlunar áður en því er dreift til neytenda.

• Framhlið byggingarinnar er úr gleri, en það dregur verulega úr kostnaði við lýsingu.

• Allt sorp í Hörpu er flokkað og allt endurvinnanlegt sorp sent til endurvinnslu.

• Öll hreinsiefni sem notuð eru í Hörpu eru með Svansmerkinu, sem er þekkt og virt umhverfis-vottunarmerki á Norðurlöndunum.

Verðlaun

Mies van der Rohe-verðlaunin 2013Árið 2013 hlaut Harpa verðlaun Evrópu-sambandsins fyrir byggingarlist, hin svonefndu Mies van der Rohe-verðlaun.

MICE Report-verðlaunin 2012Harpa hlaut MICE Report-verðlaunin sem besta ráðstefnuhús í Norður-Evrópu árið 2012.

Við erum græn ráðstefnumiðstöð

Page 17: Ráðstefnur

Hönnuð af Henning Larsen Architects og Batteríið Arkitektum.

Harpa er 28.000 m2

Framhlið Hörpu er hönnuð af hinum heimskunna lista manni Ólafi Elíassyni.

Í glerhjúpnum á framhlið Hörpu er 956 gler-strendingar.

Harpa er 43 metrar á hæð, mælt frá götuhæð.

Page 18: Ráðstefnur

Önnur hæð

Fyrsta hæð

Munnharpan

Miðasala

Epal

12Tónar

Upplifun

1. hæð

NorðurbryggjaOpið rými

Önnur hæð

FlóiOpið rými

Aðalinngangur

Starfsmannainngangur

Ríma A

Stemma

Vísa

Kaldalón

Ríma B

Silfurberg B

Silfurberg A

HörpuhornOpið rými

EyriOpið rými

Norðurljós

Eldborg

Þriðja hæð

Fjórða hæð

Jarðhæð

2. hæð

Page 19: Ráðstefnur

Salir og fundaherbergi

Rými Gerð rýmis Leikhúsuppr. Fyrirlestraruppr. Kabarettuppr. Veisluuppr. Móttökuuppr. Lofthæð Stærð í m2Eldborg Tónleikasalur 1.630 N/A N/A N/A N/A 23 1,008 Silfurberg Ráðstefnusalur A+B 840 600 432 540 1.100 8 735 – Ráðstefnusalur A 360 250 200 240 400 8 357 – Ráðstefnusalur B 378 325 200 240 400 8 357

Norðurljós Tónleikasalur 520 400 248 310 650 12 540

Kaldalón Fyrirlestrarsalur 195 N/A N/A N/A N/A 8 198

Ríma Fundasalur A+B 130 100 72 90 250 3,8 144 – Fundasalur A 66 50 40 50 120 3,8 72 – Fundasalur B 66 50 32 40 120 3,8 72

Vísa Fundaherbergi 1+2 44 28 N/A 16 N/A 3,8 40 – Fundaherbergi 1 20 12 N/A 8 N/A 3,8 20 – Fundaherbergi 2 20 12 N/A 8 N/A 3,8 20

Stemma Fundaherbergi 3+4 44 28 N/A 16 N/A 3,8 40 – Fundaherbergi 3 20 12 N/A 8 N/A 3,8 20 – Fundaherbergi 4 20 12 N/A 8 N/A 3,8 20

Nes Fundaherbergi 5 N/A N/A N/A 10 N/A 3,8 16

Vík Fundaherbergi 6 N/A N/A N/A 8 N/A 3,8 15

Vör Fundaherbergi 7 N/A N/A N/A 8 N/A 3,8 15

Sund Fundaherbergi 8 N/A N/A N/A 10 N/A 3,8 16

Björtuloft Móttökusalur 120 80 96 128 350 3 (hvor hæð) 400

Háaloft Risrými 100 60 90 100 100 5 200

Opin rými Rými Gerð rýmis Veisluuppr. Móttökuuppr. Lofthæð Stærð í m2 Flói Sýningarrými 530 1.200 3,8 1.000

Harp’s corner Sýningarrými 320 500 26 450

Eyri Sýningarrými 150 400 7 300

Norðurbryggja Sýningarrými 200 450 3.8 300 Önnur smærri rými tiltæk – leitaðu ráða hjá starfsfólki okkar.

Önn

ur h

æð

Fyrs

ta h

æð

Fjór

ða h

æð

Baldursg.

Fríkirk

juvegu

r

Týsg.

Tjarnargata

Vonarstræti

Hafnarstræti

BókhlöðustígurAmtmannsstígur

Garðastræ

ti

Bankastræti

Hver�sgata

Sölvhólsgata

Skuggasund

Skólavörðust. Þórsg.

Lokast.

Laufásve

gur

Bergþ

órugata

Njálsgata

Vitastígur

Frakkastígur

Grettisgata

Óðinsgata

Bergstaðastr.

Sóleyjarga

ta

Fjólug

ata

Hver�

sgata

Klapparstíg

ur

Lindargata

Barónsstígur

Skúlagata

Laugavegur

Laugav.

Mýrargata

Vestu

rgata

Ránargata

Geirsgata

Mjóst

ræti

Austurstræti

TryggvagataBárugata

Öldugata

Hringbraut

Skothúsv.

Túngata

Ægisgata

Suðurgata

Aðalstræ

ti

Pósthú

sstræti Kirkjustræti

Skólabrú

Templarasun

d

Ingólfsstræti

Sæbraut

Arnarhóll

Austurvöllur

Fógetagarður

Ingólfstorg

Lækjarga

ta

Miðbærinn5 m

ínútna gangur

Harpa

Page 20: Ráðstefnur

Harpa tónlistar- og ráðstefnuhús

Austurbakki 2 — 101 ReykjavíkRáðstefnusvið, sími: 528 5060

Hönnun: BrandenburgPrentun: Oddi

www.harpa.is

Fyrirspurnir um ráðstefnur og viðburði: [email protected]