lína descret- um bókaflokkinn

12

Upload: rosa-grims

Post on 20-Mar-2016

230 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Um bókaflokkinn, fyrstu tvær bækurnar.

TRANSCRIPT

Page 1: Lína Descret- Um bókaflokkinn
Page 2: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Lína DescretBókaflokkur um sköpun og tortímingu

Höfundur: Rósa Grímsdóttir

Lína Descret er íslensk myndskreytt fantasía fyrir ,,young adult” sem sækir aðallega innblástur frá japönskum teiknimyndum (anime) og japönskum myndasögum (manga). Bókin er sú fyrsta í fimm binda bókaflokki sem fjallar um byltingu í heimi þar sem tortímendur eru kúgaðir af þeim sem sköpuðu þá, sköpurunum. Skaparar skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessum heimi og lokaðir inni þar sem óttinn við mátt þeirra er afar mikill. Þann ótta má rekja til stríðs sem háð var á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna. En eingöngu eftir að hafa gengist undir stranga þjálfun í búðum fyrir tortímendur.

Ein af aðalpersónunum, Anna Fíl er þó undantekning þar sem hún er talin vera friðsamur tortímandi og fær því að ganga laus. Tortímendur mega alls ekki skapa og skaparar mega ekki undir neinum kringumstæðum tortíma.

Aðalpersónan er einstök í þessum heimi þar sem hún er hálfur skapari og hálfur tortímandi. Vegna lögmála þessa heims vekur þessi mótsagnakennda tilvist hennar upp andúð.

Með heiminn á móti sér, getur Lína Descret, eini skaparatortímandinn komið á friði á milli þessara tveggja tegunda og stöðvað þeirra eilifa stríð?

Page 3: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Umsagnir um fyrstu bókina,

Lína Descret: Saga af skapara og tortímanda

(gefin út 20.október 2011)

Ekkert smá skemmtileg! Sogast inn í veröldina með persónunum. Hvenær kemur næst bók út? ;)

Guðrún Birna Jakobsdóttir, læknanemi í Háskóla Íslands.

BENDI Á HANA LÍNU DESCRET....hún er mjög forvitnileg og vitur... Rósa Grímsdóttir, tuttugu og þriggja ára hefur skrifað fimmm handrit ....furðusögur....sience fiction- ´2011 gaf hún sjálf út 546 síðna bók....magnað.... ég er á blaðsíðu 55... þessa bók gef ég einhverjum í jólagjöf, kostar 2.200....Áfram Rósa Grímsdóttir! - Finnst, undarlegt nokk, að Lína Descret hefði getað verið hún sögupersónan í nýju bókinni hennar Kristínar Ómars..Milla.

Norma E. Samúelsdóttir, rithöfundur í rithöfundasambandi Íslands.

Nánari upplýsingar um bókaflokkinn eins og t.d persónulýsingar má finna á

www.linadescret.blogspot.com

Facebooksíðan:http://www.facebook.com/pages/L%C3%ADna-

Descret/226033340780609

Sýnishorn úr fyrstu bókinni:http://issuu.com/rosanovella/docs/l_na_descret-s_nishorn?mode=win

dow&backgroundColor=%23222222

Page 4: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Myndrænar skáldsögur - nýtt skáldsagnaform á Íslandi

Grein eftir Árnýju Stellu Gunnarsdóttur rituð 11.júní 2011.http://ynra.123.is/blog/2011/11/06/549963/

Ég hef breytt fyrri bloggfærslu um bókina Línu Descret eftir Rósu Grímsdóttur og Meistara hinna blindu eftir Elí Freysson (sem nú er umfjöllun um Elí og Fimm þjófa eftir Jón Pál Björnsson). Ástæðan er sú að fyrrnefnd bloggfærsla er um íslenskar fantasíur; flokk sem bæði Meistari hinna blindu og Fimm þjófar passa í, en Lína Descret ekki. Málið horfir þannig við: Lína Descret er ekki fantasía. Hún var í upphafi talin slík vegna þess að af þeim skáldsagnategundum sem þekkjast hér á landi er fantasía sú eina sem Lína Descret gæti fallið undir. Kaupendur sögunnar ættu þó alls ekki að búast við týpískri evrópskri fantasíu; sagan er undir djúpstæðum japönskum áhrifum. Hún er í raun íslenskuð útgáfa af svokölluðum Light Novel, eða myndrænum skáldsögum eins og það gæti heitið á íslensku. Þessi bókategund er nokkurs konar millivegur milli myndasagna og skáldsagna: bækurnar eru ríkulega myndskreittar, áhersla lögð á samtöl frekar en lýsingar og einnig fer Rósa mjög frumlega leið í textauppsetningu, en segja má að textinn lýsi andrúmslofti myndasagna en sé þó skáldsagnatexti. Þetta er áhugavert bókmenntaform og sagan Lína Descret áhugaverð saga. Ég mæli heilshugar með henni fyrir áhugamenn anime og manga, fantasíuaðdáenda og í rauninni allra sem eru tilbúnir að kynna sér áður óþekkta bókmenntagrein. Sagan hefur yfir að ráða húmor og léttleika í bland við mikilvæg málefni og spurningar sem koma við okkur öll; yndisleg samblanda að fyrirmynd meistaranna góðu í Japan.

Bókaflokkurinn um Línu Descret verður fimm bóka flokkur og ekki nema von þar sem sagan er flókin og fer djúpt. Höfundi tekst þó að greiða úr flækjunni; lesandinn er leiddur af öryggi í gegn um óþekktan heim þar sem fordómar, valdagræðgi og hroki bærast undir yfirborðinu. Aðalpersónan er Lína Descret, stúlkan sem bókaflokkurinn heitir eftir. Hún er unglingsstúlka í heimi þar sem menn fæðast í þrjá flokka: menn án krafta, skapara sem geta skapað hluti úr engu og tortímendur sem geta eytt hlutum með huganum einum saman. Heimurinn er ungur: borgin Create, helsta sögusvið bókanna, er til að mynda

Page 5: Lína Descret- Um bókaflokkinn

ekki nema 1000 ára gömul. Að sama skapi eru mennirnir óþroskaðir og fordómafullir. Löngum hefur stríð ríkt á milli tortímenda og skapara en á tímum bókarinnar hefur það stríð farið úr böndunum. Skaparar hafa náð yfirhöndinni og vegna hræðslu og fordóma þeirra eru tortímendur annaðhvort neyddir til að vera þrælar eða hýrast í vinnubúðum við lélegan aðbúnað.

Þar kemur Lína Descret inn í myndina. Hún er nefnilega sú fyrsta í heiminum til að fæðast með bæði tortímenda- og skaparamátt. Auk þess að takast á við unglingsárin, ástina og fullorðna fólkið dregst Lína inn í aldagamla baráttu tortímenda og skapara. Vegna þess að hún er öðruvísi en allir aðrir finnst henni hún hvergi passa inn í, hvergi eiga heima, en finnur sig fljótt á bólakafi í baráttu sem gæti breytt heiminum...

Lína Descret er ekki bara ótrúlega hugvitsöm saga. Hún er saga um ástir, fjölskyldubönd, einelti, fordóma, valdagræðgi, pólitík og margt fleira. Þess má geta að höfundur sögunnar, Rósa Grímsdóttir, skrifaði hana á tímabili atvinnuleysis og er þetta fyrsta bók hennar. Hún hefur lokið fyrstu skrifum alls bókaflokksins og auk þess myndskreitt, yfirfarið og gefið út fyrstu bókina sjálf. Þar með uppfyllti hún margra ára gamlan ritlistardraum. Rósa ákvað að gefa bókina út í sjálfsútgáfu í stað þess að leita á náðir útgefenda vegna þess að ritstíllinn er alls óþekktur á Íslandi og hún óttaðist að forlögin myndu reyna að breyta sögunni í eitthvað annað en hún er.

Einnig má geta þess að sumt efni bókarinnar er ekki við hæfi ungra barna. Hæfilegur aldur lesenda væri ef til vill 14 og upp úr, þó þroskaðir yngri lesendur gætu einnig haft gaman af.

Ég hef fylgt þessari sögu eftir í svolítinn tíma og kolfallið fyrir litríkum persónum Rósu, flóknum sögufléttum og kímnigáfu.

Page 6: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Skrifaði heilan bókaflokk í atvinnuleysinuGrein eftir Hildu Enolu ritað 2011

Rósa Grímsdóttir rithöfundur og nú nemi á myndlista- og hönnunarsviði Myndlistarskólans í Reykjavík varð atvinnulaus í maí 2009. Hún ákvað strax að líta á atvinnleysið sem tækifæri til að vinna að því að gera ástríðu sína að atvinnu og nýtti sér tímann til að skrifa. Hún fór á námskeið á vegum Vinnumálastofnunar sem heitir BTM, Breytingar, tækifæri, markmið og segir að það hafi hjálpað sér mjög mikið. Hún nýtti sér það sem hún lærði þar og setti upp markmið og hefur nú tveimur árum seinna náð öllum sínum markmiðum með ötulli vinnu og eljusemi í atvinnuleysinu.Í þann tíma nýtti Rósa öll þau tækifæri sem henni gáfust til að aðstoða hana við að láta drauminn rætast. Eitt af því sem einkennir atvinnuleysi er að því fylgir yfirleitt frekar tregt fjárstreymi en Rósa hefur nýtt sér öll þau tækifæri sem henni gefast og er t.d. mjög virk á rithringnum sem er ókeypis vefmiðill þar sem rithöfundar vinna saman og aðstoða hvern annan við að móta og þróa skrif sín. Hún tók þátt í NaNoWriMo (National novel writing month) en það er líka netmiðill þar sem rithöfundar frá mörgum löndum ,,hittast” og hvetja hvern annan til dáða í einn mánuð. Markmiðið er að skrifa heila skáldsögu í nóvember mánuði með því að skrifa 1600 orð á dag í einn mánuð. Rósa vann einmitt uppkastið af tveimur af sínum bókum í þessu átaki. Fór meira að segja fram úr áætlun og kláraði skammtinn fyrir miðjan mánuð.Í gegnum fólk sem hún kynntist í ritsmiðjunni var henni bent á að sagan hennar væri betri ef hún væri myndskreytt. Rósa sem hefur alltaf teiknað en ekki litið á það sem sinn aðal hæfileika dreif sig m.a. á myndlýsinganámskeið á vegum Myndlistarskóla Reykjavíkur og hóf þar að myndskreyta bækur sínar.Rósa er mikill aðdáandi japanskra teiknimyndabóka og bóka sem kallast á ensku light novel en þessi stíll hefur ekki enn fengið íslenskt nafn en stungið hefur verið upp á orðinu myndræn skáldsaga. Stíll Rósu er gjörólíkur því sem sést hefur á íslensku áður og myndi sjálfsagt flokkast undir fantasíu þar sem skortur er á fjölbreytileika í íslenskri bókaútgáfu og íslendingar einfaldlega ekki kunnugir öllum þeim aragrúa af efni sem gefið

Page 7: Lína Descret- Um bókaflokkinn

er út undir samheitinu vísindaskálskapur og fantaísur. Það er fyrst nú að við erum að fá bókaútgáfuna Rúnatý sem ætlar að sérhæfa sig í “öðruvísi efni” öllum íslenskum og svo eru einnig að koma út tvær hefðbundnar fantasíur eftir íslenska höfunda fyrir þessi jól. Þar sem forlög hafa hingað til verið treg að taka við fantasíum, ákvað Rósa fljótlega að fara út í sjálfsútgáfu án þess að banka fyrst á dyr þeirra. Það er einnig Lifandi vinnusmiðjunni, vinnuátaki á vegum vinnumálastofunnar, að þakka að hún ákvað að fara út í frumkvöðlastarfsemina og gefa bókina út sjálf.Rósa fékk þó aðstoð frá útgáfufélaginu Óðinsauga við prentun og dreifinguna, hvernig best væri að snúa sér í þeim málum og það var einnig Rithringnum að þakka, að hún komst í kynni við forleggjarann Huginn Þór Grétarsson.

Page 8: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Stutt samantekt á fyrstu tveimur bókunum í bókaflokknum um Línu Descret

(5 bækur sem hafa allar verið skrifaðar en eru á mismunandi vinnslustigi. Textagerð langt komin en myndskreytingin

ekki hafin fyrir alvöru)

Fyrsta bók. Lína Descret: Saga af skapara og tortímanda ( var útgefin 20.október 2011)

Tímabil og helstu staðir: Þrír dagar, borgin Create

Aðalpersónur, aldur og staðaLína Descre (Descret er gælunafn til heiðurs afa hennar) 15 ára, skaparatortímandiAnna Fíl systir hennar, 13 ára, tortímandi (en tæknilega séð dóttir-vitneskja sem er bara innan fjölskyldunnar)Phílíus/Phílí, 15 ára, nágrannni þeirra, höfundur forboðinna myndasögu, skapari

Söguþráður: Aðalpersónur eru kynntar til sögunnar og heimurinn kynntur, reglur hans og lög. Umhverfis borgarlandið Create er múr, þar sem einungis embættismenn mega fara út fyrir. Fyrir utan er ekkert að finna nema þjálfunarbúðirnar Credes, fangelsið Dauðann og bækistöðvar andspyrnuhreyfingarinnar. Skapara skapa tortímendur. Tortímendur eru kúgaðir í þessum heimi, lokaðir inni, þar sem óttinn við mátt þeirra er svo mikill. Þann ótta má rekja til stríðs sem varð á milli þessara tveggja tegunda fyrir um 1000 árum síðan. Sá ótti kemur þó ekki í veg fyrir að tortímendur séu notaðir sem þrælar skaparanna, eftir að hafa gengist undir þjálfun í þjálfunarbúðunum Credes. Anna Fíl er þó undantekning, talin friðsamur tortímandi sem fær að ganga laus. Tortímendur mega ekki skapa og skaparar ekki tortíma. Þeir geta þó hvort tveggja en það hefur sínar afleiðingar.

Page 9: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Afleiðingarnar eru miklar fyrir þá sem fara gegn lögum skaparanna, eins og aðalpersónurnar fá að kynnast. Stjórn heimsins, æðstu skapararnir refsa Phílí fyrir saklausan hrekk en merking hans frekar en hrekkurinn sjálfur, þykir áróðskenndur og forboðinn. Atriði úr forboðinni myndasögu sem þeir hafa ekki hugmynd um að Phílí sé höfundurinn að. En hann gerði ekki þennan hrekk viljandi. Einnig refa þeir Línu fyrir að hafa bjargað ólöglegum tortímanda frá eyðingu með æðstu tortímendunum. Sú refsing leiðir til þess að bældar minningar um föður hennar sem hún hefur óttast frá því hún man eftir sér komast upp á yfirborðið. Lína hefur ekki hugmynd um að allt lék á reiðiskjálfi, þegar æðstu tortímendurnir voru að pynta hana. En dularfullt ljós streymir út um hurð á annarri hæð, þar sem alltaf var tómur gangur. Einnig var tréð sem tengir hús hennar og Phílís saman, gert óklifurhæft fyrir hana eftir hún féll næstum til bana úr því. Minningar sýna hvernig það var að alast upp sem eini skaparatortímandinn í samfélagi skapara og hvernig henni leið alltaf eins og hún væri að eyðast í návist föður síns. Einnig að faðir hennar eyddi mömmu Phílís og eftir það hefði hann horfið.

Lína fær pakka að virðist að handan frá systur Phílíusar, sem var myrt fyrir tveimur árum. Pakkinn inniheldur kúlu með mörgum smærri kúlum innan í sem rena að komast út og bók sem fjallar um hvar aðar kúlur er að finna. Lína fer að leita að kúlunum og sú leit virðist hættulegri en hún gerir sér grein fyrir. Hún finnur meira en henni óraði fyrir. Illmenni sögunnar kemur henni til bjargar en Lína veit ekki betur en að sá maður sé verndarinn hennar. Enda bjargaði hann lífi hennar þarna. Anna og Phílí ætluðu að vera fyrr til að bjarga henni, þar sem þau vissu hversu hættuleg leit þetta var. Þau fylgjast þó með samskiptum hennar og illmennsins, sem þau treysta ekki ólíkt Línu.Kúlurnar innihalda sálir kvenna sem voru næstar því að verða æðstu skapara.

Mikinn kraft er hægt að fá úr þessum sálum og því mega þær ekki komast í rangar hendur. Einnig kemst Lína að því að faðir hennar er í raun sá maður sem hún hefur alla tíð dáð, sá sem er sagður öflugastur tortímdandinn og eigi að taka við andspyrnuhreyfingunni. Þessar upplýsingar gera það að verkum að Lína ákveður að sanna sig fyrir honum, í stað þess að sigra hann eins og hafði verið upphaflegt takmark hennar. Anna Fíl bjargar henni þegar að kaftar hennar hverfa sökum meðferð æðstu tortímendanna í baráttu hennar við gamla fjandvini. Anna Fíl slæst í för með henni og hjálpar henni að ná einnig kúlu. Bókin endar á því að fjandvinurinn er á leið til þeirra.

Page 10: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Önnur bók. Lína Decret: Sálnaleitin ( er að endurskipuleggja hana)Tímabil og helstu staðir: Tvær vikur, borgin CreateLína Descre 15 áraAnna Fíl systir hennar, 13 ára, virðist vera skapari líka en þó ekki skaparatortímandi, slösuð eftir bardagaPhílíus, 15 ára, kærasti Línu, skapari með tortímandakrafta

Söguþráður: Leitin að sálnakúlunum heldur áfram. Phílí slæst í för með systrunum eftir að hafa bjargað þeim frá fjandvininum er Anna slasaði lífhættulega í baráttunni. Illmennið (frændi Phílís) þykist lækna Önnu og ætla að hjálpa til við leitina en Lína afþakkar hans hjálp, þar sem hún vill ekki blanda embættismanni í þetta en Anna Fíl og Phílí treysta honum ekki. Skipulagnin gerir það að verkum að þremmenningarnir ná að hvíla sig á milli þessara hættulega leitar og njóta þess að vera táningar í friði. En hvíldin verður skammvinni en þau ætluðu og margar spurningar koma upp á yfirborðið. Af hverju hristir heimili Línu alltaf þegar einhver reynir við mömmu hennar eða hana og hvort að Anna Fíl, sé í raun endursköpuð systir Phílís. Sérstaklega í ljósi þess að Anna Fíl náði að skapa hvolp, þó að það hafi verið hjálp Phílís og Línu og það sem meira er , er hvolpurinn skugglega líkur hundi mömmu Phílís, sem eyddist með henni. Einnig vekur það furðu að Anna virðist vera veikari með hverjum deginum. Áður en spurningum er svarað, er Lína kölluð á fund æðstu skaparanna sem eftir að þau hefðu safnað öllum kúlunum saman. Nightmare vissi vel að þau hefðu verið gera eitthvað ólöglegt og hann reynir að fá út úr henni, hvað þau séu að reyna að gera. Hann kemst þó ekki langt með yfirheyrsluna með æðstu tortímendunum, þegar langafi hennar, einn af æðstu sköpurunum kemur henni til bjargar. Einnig hjálpar guð þessa heims og æðstur allra skapranna henni út úr klípunni, með því að ljúga fyrir hana. Phílí sleppur ekki jafn vel, þar sem Nightmare neyðir hann til að vera í þjálfun hjá sér. Veikluleg Anna tekur á móti Línu með þeim fréttum að hvolpurinn sé veikur. Það sem vekur furðu Línu er að hvolpurinn engist bara um þegar systir hennar er nálægt. Lína hyggst spyrja Phílí um hund mömmu hans, því henni grunar að þetta tvennt tengist en kemst ekki svona langt. Frýs í sporum á trénu á leið til glugga

Page 11: Lína Descret- Um bókaflokkinn

hans og er dregin inn á aðra hæðina af ömmu sinni og afa. Lína finnur fyrir kunnuglegri óraunveruleikatilfinningu, útlínur hennar óskýrast og á móti henni tekur faðir hennar glottandi.

Um höfundinn

Rósa Grímsdóttir er fædd 24.mars 1987 og er stúdent frá Menntaskólanum við Hamrahlíð. Hún hefur sótt námskeið í sagnfræði, heimspeki og bókmenntum í Háskóla Íslands. Ritlist og myndlist eru hennar stærstu ástríður. Sumarið 2012, útskrifaðist Rósa af myndlistar- og hönnunarsviði (fornáminu) í Myndlistarskóla Reykjavíkur og hún hefur verið virkur meðlimur á rithringnum frá 2004. Vorið 2010 sótti hún námskeið í myndlistarskóla Reykjavíkur, myndlýsingum og bókagerð hjá rithöfundum og myndlistarmönnunum, Önju Kisclich, Þorvaldi Þorsteinssyni, Brian Pilkington og fleiri frábærum kennurum. Á sama tíma og höfundurinn sótti námskeið í myndlýsingum og bókagerð var hann í ritsmiðju bókasafn Kópavogs.Í fyrra var Rósa meðstjórnandi að og gaf út ásamt tólf öðrum, Rithringur.is: Smásögur 2012. Í dag leggur hún stund á nám við Endurmenntun Háskóla Íslands í kvikmyndahandritagerð og er auk þess að sækja námskeið Málun 1 í Myndlistarskólanum í Reykjavík. Rósa hefur sótt um Listaháskóla Íslands og ætlar sér líka að sækja um í Kvikmyndaskóla Íslands.

Rósa notaði atvinnuleysið til þess að vinna að draumatakmarki mínu. Fyrir henni var atvinnuleysið upphaf en ekki endir. Tækifæri til þess að gera ástríðuna sína að vinnu. Svo hún endaði á því að skrifa heilan fantasíubókaflokk. Auk þess að hafa gefið út sína fyrstu bók (Lína Descret-Saga af skapara og tortímanda), hefur Rósa prófarkalesið allt frá smásögum til BA ritgerðra og var ritstjóri bókarinnar Gráfeldur, æviár guðslegs gneista ( sumarið 2006) sem Hildur Enóla gaf út sjálf. Rósa hefur unnið marvísileg störf og komið víða við á skapandi vinnumarkaðnum, meðal annars verið hugmyndasmiður og aðstoðarmaður leikstjóra (Fjölskyldusirkusinn, vorið 2006) og unnið við hlið arkitekta í Skyggni Frábært við að hanna innsetningar fyrir borgarrými.

Page 12: Lína Descret- Um bókaflokkinn

Rósa stefnir að því að halda áfram að myndskreyta og gefa út bókaflokkinn um Línu Descret og gefa út fyrstu íslensku videonovel eða myndbandaskáldsögu.

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir þýðandi er að þýða 1.bókina á ensku og er hún væntanleg næstu jól.