líf og list á landilifoglistalandi.weebly.com/uploads/2/1/5/7/... · kynning viðfangsefna og...

93
1 Líf og list á landi II. hluti Verkefnasafn fyrir kennara Samþætting list- og verkgreina og náttúrugreina Unnið af Guðrúnu Gísladóttur Verkefni eru unnin út frá bókinni Líf á Landi eftir Sólrúnu Harðardóttur Fyrir 5.-7. bekk

Upload: others

Post on 12-Jun-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

  • 1

    Líf og list á landi

    II. hluti

    Verkefnasafn fyrir kennara

    Samþætting list- og verkgreina og náttúrugreina

    Unnið af Guðrúnu Gísladóttur

    Verkefni eru unnin út frá bókinni Líf á Landi eftir Sólrúnu Harðardóttur

    Fyrir 5.-7. bekk

  • 2

    Hugmyndavinna, hugarkort og skissur fyrir verkefnið Furðufuglar (þema 2, verkefni 2e.). Unnið í samstarfi við

    nemendur úr listkennsludeild Listaháskóla Íslands í tengslum við Barnamenningarhátíð í Grasagarðinum í

    Laugardal 2013.

  • 3

    Efnisyfirlit

    Efnisyfirlit ................................................................................................................................................. 3

    Inngangur ................................................................................................................................................ 5

    Þema 1. Hraun ....................................................................................................................................... 14

    Þema 2. Skógur ...................................................................................................................................... 22

    Þema 3. Jarðvegur ................................................................................................................................. 32

    Þema 4. Valllendi ................................................................................................................................... 38

    Þema 5. Votlendi ................................................................................................................................... 46

    Þema 6. Mói .......................................................................................................................................... 53

    Þema 7. Melar og berangur ................................................................................................................... 61

    Þema 8. Upp til fjalla ............................................................................................................................. 68

    Þema 9. Manngert umhverfi ................................................................................................................. 74

    Þema 10. Við sjó .................................................................................................................................... 80

    Fylgiskjöl ................................................................................................................................................ 87

    Matsblöð ............................................................................................................................................... 90

    Myndir í verkefnasafni sýna vinnu og verk nemenda í eigin skólaumhverfi og frá samfélagsmiðuðum

    verkefnum sem tengjast málefnum umhverfis og náttúru.

  • 4

    Skólasetning í Sæmundarskóla. Nýir

    nemendur fá trjáplöntu til

    gróðursetningar og finna henni stað í

    nærumhverfi skólans. Þar geta þeir

    fylgst með vexti hennar og þroska og

    nýtt hana til rannsókna í náttúru-

    greinum og sem kveikju eða

    sýningarstað í list- og verkgreinum.

    http://www.saemundarskoli.is/index.php?option=com_phocagallery&view=detail&catid=59:04-skolasetning&id=2268:img1282647729689&tmpl=component&Itemid=229http://www.saemundarskoli.is/index.php?option=com_phocagallery&view=detail&catid=59:04-skolasetning&id=2313:img1282647755484&tmpl=component&Itemid=229

  • 5

    Inngangur

    Hugmyndir að verkefnum birtast hér sem tillögur sem byggja á köflum kennslubókar í náttúru-

    greinum, Líf á landi eftir Sólrúnu Harðardóttur (2012), líffræðing og kennara. Bókin og verkefnin sem

    hér birtast eru ætluð miðstigi eða 5. – 7. bekk. Þau byggja á samþættingu náttúrugreina við list- og

    verkgreinar (myndmennt, hönnun og smíði og textílmennt).

    Vert er að taka fram að þótt verkefnin byggi á kennslubók geta þau staðið sjálfstæð. Efnið má aðlaga

    þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað og þeim aldri sem verkefnin eru ætluð. Kjósi kennarar

    að vinna með þau óháð kennslubókinni má setja þemu og viðfangsefni innan þeirra í víðara samhengi

    og nota með eldri nemendum. Ekkert er því heldur til fyrirstöðu að fara aðrar leiðir innan hvers

    viðfangsefnis eða velja aðrar útfærslur en hér er gert. Gert er ráð fyrir að sú hugmynda- og

    kennslufræði sem fjallað er um í fræðilegum hluta verkefnisins sé höfð að leiðarljósi hvað varðar

    sjálfbærni í efnisnotkun, uppbyggingu efnisveitu, samvinnu kennara í teymum og einstaklingsmiðun.

    Öll viðfangsefnin sem hér eru útfærð snerta á sex grunnþáttum menntunar eins og þeir eru settir

    fram í Aðalnámskrá grunnskóla 2011. Þessir grunnþættir eru: læsi, sjálfbærni, lýðræði og

    mannréttindi, jafnrétti, heilbrigði og velferð og sköpun. Snerting við læsisþáttinn næst með greiningu

    nemenda á eigin umhverfi og náttúru auk vinnu þeirra við að sækja sér upplýsingar í bókum og á

    veraldarvef. Efnisnotkun, endurvinnsla, náttúrvernd og varðveisla handverkshefða kemur til móts við

    menntun til sjálfbærni. Heilbrigði og velferð fléttast inn í verkefni með útiveru og umfjöllun um

    mengun og vistkerfi og heilbrigði náttúrunnar. Valfrelsi í verkefnum, samvinna og ábyrgð nemenda á

    eigin vinnu styður við lýðræði, mannréttindi og jafnrétti. Sköpunarþátturinn er markmið í öllum

    verkefnum þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna með þekkingu sína á skapandi hátt.

    Í teymisvinnu kennara er hlutverk umsjónarkennarans ekki síður mikilvægt en list- og

    verkgreinakennara. Hjá hinum fyrrnefnda getur farið fram sú fræðsla sem nemendur vinna úr hjá list-

    og verkgreinakennurum með aðferðum lista og handverks. Hlutverk kennara í teyminu miðast fremur

    við að þeir séu leiðsögumenn nemandans í vinnuferlinu fremur en stjórnendur. Hlutverk þeirra felst

    einnig í að gera nemendum kleift að rannsaka og skapa út frá eigin áhuga og þekkingarsviði. Slíkt er

    mögulegt með vali nemandans á verkefnum innan viðfangsefna eða vali á efniviði og aðferðum.

    Stöðva- eða smiðjuform er góð leið til að auka valmöguleika þar sem nemandinn fær tækifæri til að

    tengja viðfangsefni eigin áhugasviði og forþekkingu. Innan hvers viðfangsefnis mætti þannig bjóða

    nemendum að velja smiðju, vinnustöð eða verkefni. Í slíku umhverfi þurfa reglur þó að vera skýrar til

    að ekki skapist glundroði eða óöryggi meðal nemenda. Val yngstu nemenda á miðstigi gæti

    hugsanlega takmarkast við aðferðir eða efnivið. Elstu nemendurnir gætu hinsvegar haft eigin

    hugmyndir að verkefnum sem kennarar gætu komið til móts við. Þar sem kennt er í lotum skapast

    einnig svigrúm fyrir kennara og nemendur að setja upp vinnustöðvar þar sem unnið er markvisst í

    ákveðinn tíma að hverju viðfangsefni. Ríkuleg efnisveita styður við val nemenda á öllum aldursstigum.

    Fjölbreytt námsumhverfi og aðstæður til náms úti og inni geta einnig komið til móts við ólík

    áhugasvið nemenda.

  • 6

    Nákvæmar kennsluáætlanir fylgja ekki verkefnum en sjá má dæmi um útfærða kennsluáætlun og

    skemu fyrir hugmyndavinnu nemenda í fylgiskjölum.

    Heildstæð sýn: Til að mæta stefnumótun Aðalnámskrár grunnskóla (2011) um heildstæða sýn og

    samþættingu eru verkefni ekki eignuð sérstakri námsgrein. Kennslan fer þannig fremur fram á

    forsendum viðfangsefnisins og inntaki þess en skilgreindrar námsgreinar. Kennarar í teymi eða

    árgangi vinna saman í þeim tilgangi að opna nemendum fjölbreyttar leiðir til að nálgast viðfangsefni

    sín, með huga og hönd.

    Til hagræðingar fyrir kennara eru einstök verkefni merkt með litum eftir inntaki og miðlum. Það

    þýðir að hvert verkefni er merkt fleiri en einum lit þar sem unnið er þvert á greinar:

    Miðlar og inntak myndmenntar eru auðkennd með appelsínugulum lit.

    Miðlar og inntak textílmenntar eru auðkennd með rauðum lit.

    Miðlar og inntak hönnunar og smíði eru auðkennd með bláum lit.

    Miðlar og inntak náttúrugreina eru auðkennd með grænum lit.

    Á yfirlitsblaði yfir verkefni (sjá bls. 6) má sjá hvaða miðlar og inntak tengjast hverju verkefni.

    Mat: Í hverju viðfangsefni er tekið mið af sameiginlegum hæfniviðmiðum við lok 7. bekkjar í list- og

    verkgreinum og náttúrugreinum samkvæmt Aðalnámskrá grunnskóla (2013). Sú nálgun sem kennarar

    kjósa hvað varðar verkefni, aðferðir og efni tekur mið af hæfniviðmiðum hverrar greinar. Gert er ráð

    fyrir fjölbreyttu námsmati svo sem leiðsagnarmati, frammistöðumati, jafningjamati og sjálfsmati. Í

    fylgiskjölum má sjá tillögur að matsblöðum sem laga má að verkefnum, aldri og námsumhverfi.

    Til umhugsunar Ljóst er að aðstæður til útikennslu eru mismunandi og mis hægt um vik að nýta

    nærumhverfi til náms og kennslu. Húsnæði getur hamlað kennsluaðferðum sem byggja á stöðvaformi

    eða smiðjum. Í slíkum tilfellum geta kennarar aukið val nemenda með samvinnu kennara í teymum

    og þematengdu skipulagi. Þar sem kennsla er faggreinamiðuð geta kennarar farið þá leið að nýta

    einstök verkefni innan hvers þema eða viðfangsefnis. Sú hugmynda- og kennslufræði, sem verkefnin

    byggja á svo sem einstaklingsmiðun, val nemenda og sjálfbærni í efnisvali og aðferðum, ætti að vera

    auðvelt að nota, óháð aðstæðum. Uppbygging efnisveitu og margbreytilegt námsumhverfi er einnig

    skref í átt að aukinni fjölbreytni og stuðlar að sjálfstæðu vali nemenda hvað varðar efnivið og aðferðir

    þvert á kennslugreinar. Misjafnlega auðvelt getur verið að finna snertifleti greina eftir viðfangsefnum

    og getur það valdið óöryggi kennara. Í öllum viðfangsefnum ætti þó að vera hægt að mætast á

    einhverju stigi í vinnuferli nemenda og kennara.Til að auðvelda þá yfirsýn eru gefin nokkur dæmi í

    yfirliti á næstu síðu.

  • 7

    List- og verkgreinar Samvinna – teymisvinna – samþætting

    Náttúrugreinar

    Kynning viðfangsefna og umræður í hópum. Val nemenda á verkefnum eða stöðvum.

    Vettvangsferðir úti og inni. Nærumhverfi, söfn, sýningar, grenndarskógur, fyrirtæki og stofnanir.

    Skilgreind viðfangsefni út frá köflum bókarinnar Líf á landi. Kynning og umræður. Val um hugsanlegar stöðvar eða smiðjur hjá list- og verkgreinakennurum.

    Útivera, skynjunaræfingar, leikir. Útivera, skynjunaræfingar, leikir. Útivera, skynjunaræfingar, leikir.

    Listasaga – listamenn. Rannsóknarvinna í bókum og á veraldarvefnum.

    Vinna í námsbókum. Lestur og upplýsingaleit.

    Sýnataka söfnun og flokkun.

    Sýnataka, söfnun og flokkun.

    Sýnataka söfnun og flokkun.

    Handverk og aðferðir. Efnistaka t.d í grenndar-skógi. Efnistaka t.d í grenndarskóg.

    Vinna í hópum á stöðvum eða í smiðjum.

    Úrvinnsla úr sýnatöku, stöðvar.

    Unnið með aðferðum náttúrugreina.

    Efnisveita og efniviður. Náttúrudagbók, ferilbók. Úrvinnsla og framsetning.

    Sköpunarferli og framsetning.

    Sjálfbærni í efnisnotkun endurvinnsla og náttúruvernd.

    Textavinna og uppsetning.

    Ítarefni. Listaverkabækur, efni um samtímalist, listamenn og verk.

    Þemahorn – staður eða borð í stofu með upplýsingaefni, sýnum og tækjum til rannsókna.

    Náttúruborð-sýnishorn.

    Leiðsagnarmat – frammistöðumat – Sjálfsmat – jafningamat.

    Lokamat til dæmis á formi umsagnar eða á kvarðanum A.B.C.D.

    Leiðsagnarmat – frammistöðumat – Sjálfsmat – jafningamat.

    Notkun bókar og verkefna. Í upphafi hvers kafla er listi yfir þau hæfniviðmið sem unnið er útfrá.

    Einnig er varpað upp spurningum sem nota má í umræðum með nemendum í upphafi vinnuferlis.

    Þær eru settar fram í þeim tilgangi að opna umræður og skoðanaskipti en einnig til að kveikja áhuga

    nemenda á viðfangsefnum og kalla fram hugmyndir þeirra að eigin verkefnum. Eftir umræður og

    kveikjur (vettvangsferðir, kynningu á listamönnum, bókum og öðru ítarefni) hefst hugmyndavinna

    nemenda gjarnan með hugarkorti í skissubók eða ferilbók. Í kjölfarið hefst vinnuferlið undir leiðsögn

    kennara þar sem nemendur velja verkefni eða smiðju eftir atvikum. Til að auðvelda yfirsýn kennara

    yfir viðfangsefni verkefni og aðferðir eru þau sett upp hér í heild þar sem hvert verkefni er merkt með

    þeim aðferðum sem notaðar eru. Yfirlitsblaðið geta kennarar nýtt sem gátlista yfir hvaða verkefni

    urðu fyrir valinu innan hvers viðfangsefnis og verkskiptingu kennara í teyminu.

    Myndmennt

    Textílmennt

    Hönnun og smíði.

    Náttúrugreinar

    Samvinnuvettvangur kennara og snertifletir greina.

  • 8

    Yfirlitsblað yfir þemu og viðfangsefni

    Þema 1. Hraun Verkaskipting í teymi a. Varðveisla – tími. Afsteypa b. Könguló, könguló – stækkun c. Heimkynni dýra – dýrahús d. Landslag – mótun

    e. Þráður úti og inni

    f. önnur verkefni valin af nemendum eða kennurum

    Þema 2. Skógur Verkaskipting í teymi a. Gjafir jarðar

    b. Uppáhalds tré/planta - hluti og heild.

    c. Kortagerð - ratleikur d. Dýr í trjám e. Virkjun ímyndunaraflsins – furðudýr f. Skynjun – hlustun – þæfing g. önnur verkefni valin af nemendum eða kennurum

    Þema 3. Jarðvegur Verkaskipting í teymi a. Lífsferlar – myndasaga. b. Undir yfirborðinu – jarðvegsdýr – stækkun c. Vistspor – mengun d. Vistkerfi – innsetning e. Portrett f. önnur verkefni valin af nemendum eða kennurum.

    Þema 4. Valllendi Verkaskipting í teymi a. Röð og regla – Fibonacci – pappír í þrívídd b. Spírallinn í náttúru c. Flóran í handverki d. Mynstur og dulmál e. Endurtekning – framhald f. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    Þema 5. Votlendi Verkaskipting í teymi

    a. Speglun – eilífð b. Ferðalag vatnsins – vatnasvið c. Köttur úti í mýri – dýralíf d. Myndbreyting – hrossafluga e. Verndun votlendis f. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    C C

    C

    C

    C

    C

  • 9

    Þema 6. Mói Verkaskipting í teymi

    a. Formfræði – þúfa b. Safn c. Handverk – rammagerð d. Hreyfing – skordýragarður e. Jurtanytjar – litun f. Handverkshefðir

    g. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    Þema 7.Melar og berangur Verkaskipting í teymi

    a. Dýraríkið – mótun b. Áferð og yfirborð – mynstur í landi c. Umhverfisvernd – umhverfislist d. Klæðum landið – landgræðsluplöntur e. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    Þema 8. Upp til fjalla Verkaskipting í teymi

    a. Fjallganga – formskoðun og mótun b. Samhengi – andstæður c. Virðing fyrir dýrum – handverk og hreindýr d. Mýkt og harka. Skúlptúr – nytjahlutur 5. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    Þema 9. Manngert umhverfi Verkaskipting í teymi

    a. Nærumhverfi og samfélag – form og litir. b. Hverju vilt þú breyta? – Geta til aðgerða. c. Byggingar í náttúru d. Dýravinir e. Ég – þú – við – fjársjóðir fjölbreytileikans f. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    Þema 10. Við sjó Verkaskipting í teymi

    a. Lífræn form – afsteypa b. Hvað gerir dýr að rándýri? mótun c. Maður og náttúruöfl d. Óskir fyrir framtíðina – flöskuskeyti e. Ruslakista – mengun g. önnur verkefni valin af nemendum eða kennara

    C C

    C

    C

  • 10

    Öll verkefni taka mið af sameiginlegum hæfniviðmiðum í list- og verkgreinum. Við lok 7. bekkjar

    getur nemandi:

    Útskýrt og sýnt vinnuferli sem felur í sér þróun frá hugmynd til afurðar.

    Hagnýtt leikni og þekkingu sem hann hefur öðlast til að takast á við fjölbreytt viðfangsefni.

    Tekið tillit til annarra í hópvinnu og sýnt frumkvæði.

    Haft sjálfbærni að leiðarljósi í vinnu sinni.

    Beitt helstu tækni sem námsgreinin býr yfir.

    Gert grein fyrir menningarlegu hlutverki list- og verkgreina.

    Gert grein fyrir helstu hugtökum sem tengjast viðfangsefni hans.

    Sýnt ábyrga og örugga umgengni og frágang á vinnusvæði.

    Lagt mat á eigin verk og sýnt skilning á vönduðum vinnubrögðum.

    (Aðalnámskrá grunnskóla: List- og verkgreinar, 2013)

    í hverju viðfangsefni er tekið mið af hæfniviðmiðum náttúrugreina við lok 7. bekkjar. Viðfangsefnin

    lúta að náttúruvernd, endurvinnslu og sjálfbærni í efnisnotkun, rannsóknarvinnu, gagnaöflun,

    athugunum og greiningu, grenndarkennslu og getu til aðgerða í eigin samfélagi.

    Innan hvers viðfangsefnis er lagðar eftirfarandi áherslur:

    - Inntak viðfangsefnis eða menntagildi auk sameiginlegra hæfniviðmiða.

    - Vinnuaðferðir og efniviður sem nota má í verkefnum.

    - Listamenn sem líta má til og hugsanleg tenging við listasögu og/eða nútímalist.

    - Sjálfbærni í efnisnotkun og aðferðum.

    - Tenging við nærumhverfi og útikennsla sé þess kostur.

    - Svigrúm til rannsókna nemenda þar sem ferlið er jafn mikilvægt afurð.

    - Sjálfstæð sköpun, vinnubrögð og framsetning nemenda á viðfangsefninu.

    Kynningar og kveikjur: Kveikjur fyrir kennara og nemendur varðandi inntak og markmið hvers þema

    geta verið afar fjölbreyttar, svo sem upplýsingaleit á veraldarvef og í bókum, vettvangsferðir í

    nærumhverfi eða grenndarskógi. Kynning á listamönnum sem unnið hafa með viðfangsefnið er

    áhrifarík kveikja, ferðir á sýningar, heimsóknir listamanna, umræður og skoðanaskipti. Eftir kynningu

    kennara er talað um inntak þemans og hvaða áherslur eru lagðar til grundvallar, hugsanlegar

    vinnuaðferðir, verkefni, efnisval og framsetning. Hugmyndavinna nemenda getur til dæmis farið fram

    með hugkortagerð og þankahríð í hópnum (sjá dæmi í fylgiskjölum). Mælt er með uppsetningu

    efnisveitu í samvinnu við nemendur og foreldra með sjálfbærni og endurvinnslu að markmiði.

    Nemendur eru jafnframt hvattir til eigin rannsókna, tilrauna og sjálfstæðis í vinnubrögðum.

    Listamenn: Listamenn, handverksmenn og verk sem nefnd eru sem kveikjur í verkefnum eru tillögur

    og næsta víst að aðrir geti komið þar til greina. Við val á listamönnum og verkum var horft til þess

    hvort viðfangsefni þeirra tengdust málefnum náttúru og samfélags á einhvern hátt, út frá sjónrænum

    þætti og pólitískum og til aðferða og efnisnotkunar. Einnig var lögð áhersla á að kynna Íslenska

  • 11

    listamenn til sögunnar í þeim tilgangi að viðhalda þekkingu nemenda á menningu lands og þjóðar.

    Jafnframt var litið til listamanna og listastefna sem markað hafa tímamót í listasögu síðustu aldar og

    tengjast námi í list- og verkgreinum á miðstigi. Kveikjur (listamenn, bækur og slóðir) eru kynntar í lok

    verkefnislýsingar í afmörkuðum ramma.

    Hugarkort: Hvort heldur sem vinna nemenda fer fram inni eða úti teikna nemendur eigið hugarkort í

    skissubók eftir kynningu og umræður. Gerð hugarkorts er árangursrík sjónræn aðferð til að fá yfirsýn

    yfir eigin hugmyndir út frá inntaki þemans, áherslum, aðferðum og efniviði. Við gerð kortsins þarf

    nemandinn jafnframt að skoða eigin hug, áhuga og gildi út frá inntaki viðfangsefnisins. Á upphafssíðu

    hvers viðfangsefnis má sjá dæmi um hvernig kennarar geta notað hugarkort til að fá yfirsýn yfir það

    efni sem taka á fyrir.

    Efnisveita: Með þessu hugtaki er átt við safn efniviðar til notkunar í verkefnum nemenda. Efnið getur

    átt sér margar uppsprettur og verið á ýmsu formi. Það getur komið frá nemendum sjálfum í samvinnu

    við foreldra. Leita má til fyrirtækja og stofnana í nærumhverfi nemenda eftir efniviði sem hægt er að

    nýta í margvísleg verkefni og skapandi starf. Allt sem hæft er til endurnýtingar eða endurvinnslu í

    verkefnum nemenda á heima í efnisveitu, því fjölbreyttara efni því betra. Mikilvægt er að efnisveitan

    sé sýnileg nemendum og verði þannig ein af kveikjum þeirra í vinnuferlinu og framsetningu þeirra á

    viðfangsefnum.

    Vefslóðir: Í öllum viðfangsefnum er vísað í vefslóðir sem líta má til í einstökum verkefnum. Ljóst er að

    vefslóðir geta tekið breytingum og jafnvel horfið úr netheimum. Góð leið fyrir kennara er að gefa

    nemendum leitarorð sem tengjast inntaki verkefna og hvetja þá til eigin upplýsingaleitar. Eftirfarandi

    slóðir eru öruggar og ríkar að efni og upplýsingum fyrir kennara og nemendur og tengja má þeim

    viðfangsefnum sem unnið er með hverju sinni.

    Umhverfisvernd – umhverfislist og listamenn:

    http://www.greenmuseum.org/ Heiti síðu: Environmental art museum

    http://weburbanist.com/ Heiti Síðu: Web urbanist

    Listkennsla, listamenn, verkefni og aðferðir:

    http://www.getty.edu/index.html Heiti síðu: The Getty

    http://www.art21.org/ Heiti síðu: Art21

    http://www.incredibleart.org/lessons/elem/elemlessons.html Heiti síðu: Incredible elementary art lessons http://kveikjan.is/ Heiti síðu: Myndlistaskólinn í Reykjavík. Kveikjur Myndlistaskólans

    Námsefni í náttúrugreinum og list- og verkgreinum:

    http://www.nams.is/ Heiti síðu: Námsgagnastofnun. Heimasíða

    http://floraislands.is/ Heiti síðu: Flora of Iceland – Flóra Íslands

    http://skolavefurinn.is/ Heiti síðu: Skólavefurinn

    http://visindavefur.hi.is/ Heiti síðu:Vísindavefurinn (Háskóli Íslands)

    http://www.natturuskoli.is/default.asp?sid_id=26483&tre_rod=001|003|&tId=1 Heiti síðu:

    Náttúruskóli Reykjavíkur

    http://www.greenmuseum.org/http://weburbanist.com/http://www.getty.edu/index.htmlhttp://www.art21.org/http://www.incredibleart.org/lessons/elem/elemlessons.htmlhttp://kveikjan.is/http://www.nams.is/http://floraislands.is/http://skolavefurinn.is/http://visindavefur.hi.is/http://www.natturuskoli.is/default.asp?sid_id=26483&tre_rod=001|003|&tId=1

  • 12

    Bækur og tímarit:

    Dæmi um bækur og tímarit sem gott er að hafa til taks í öllum viðfangsefnum;

    Eldgos 1913-2011(útg. 2011) eftir Ara Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson.

    Perlur í náttúru íslands (útg. 1990), Ströndin í náttúru Íslands (útg. 1995), Hálendið í náttúru Íslands

    (útg. 2000), Um víðerni Snæfells (útg. 2003), Fuglar í náttúru Íslands (útg. 2005), Þjórsárver (útg.

    2007) eftir Guðmund Pál Ólafsson.

    Jöklar á Íslandi. (útg. 2009) eftir Helga Björnsson.

    Yfirsýn. Ljósmyndabók (útg. 2011) eftir Sigurgeir Sigurjónsson.

    Upphafið: forsaga lífsins (útg. 2012). [Íslensk þýðing Karl Emil Gunnarsson].

    Lifandi vísindi, National geographic kids, National geographic.

    Stefnt er að eftirfarandi markmiðum með verkefnum. Að nemendur:

    Geti rannsakað og unnið sjálfstætt með eigin hugmyndir út frá inntaki og gildum hvers

    viðfangsefnis.

    Geti nýtt aðferðir lista og handverks til að setja fram þekkingu sína í náttúrugreinum.

    Skynji áhrifamátt lista í þágu umhverfis og náttúru.

    Viðhaldi handverks- og tækniþekkingu.

    Kynnist og noti nærumhverfi sitt í námsferlinu.

    Þekki landgerðir og einkenni þeirra í vistfræðilegum skilningi.

    Auki umhverfisvitund sína með sjálfbærni í huga.

    Fái svigrúm til rannsókna þar sem ferlið er jafn mikilvægt afurðinni.

    Geti unnið sjálfstætt með hugmyndir sínar og framsetningu á viðfangsefninu.

    Öðlist heildstæðan skilning á viðfangsefnum og geti sett þau í víðara samhengi.

    Umhverfislist. Nemandaverk úr Sæmundarskóla. Unnið með einkenni staðar.

  • 13

    Opnun sýningar í Grasagarðinum í Laugardal í tengslum við Barnamenningarhátíð 2013.

    Listkennslunemar L.H.Í. unnu með nemendum Laugarnesskóla að ýmsum verkefnum undir

    yfirskriftinni Margt býr í náttúrunni. Nemendur kynna verk sín fyrir gestum.

  • 14

    Þema 1. Hraun

  • 15

    Sameiginleg hæfniviðmið verkefna eru að nemendur geti:

    Unnið rannsóknar- og hugmyndavinnu tengda viðfangsefninu.

    Notað þann orðaforða sem viðfangsefnin krefjast.

    Nýtt sér þekkingu á verkum listamanna sem unnið hafa með viðfangsefnið.

    Unnið með lífríki og eiginleika landgerða á skapandi hátt bæði tvívítt og þrívítt.

    Útfært þekkingu sína í fjölbreyttan efnivið og aðferðir.

    Sýnt frumkvæði og kjark í vali á verkefnum, efniviði og aðferð.

    Viðhaldið handverksþekkingu.

    Sýnt og talað um verk sín.

    Fræðst um umhverfi sitt, náttúru og náttúruvernd gegnum verkferlið.

    Gengið vel um umhverfi sitt úti sem inni.

    Tekið tillit til annarra í hópvinnu og umræðum.

    Notað náttúruna og nærsamfélag sem sýningasal fyrir verk sín.

    Spurningar sem spyrja má í umræðum í þessu viðfangsefni:

    Hvað veist þú um hraun og hvað langar þig að vita meira?

    Hvernig getur hraun sagt þér sögu landsins?

    Getur þú búið til sögu eða ævintýri um hvernig landið varð til?

    Hvernig getur þú tengt hraun við tíma?

    Veist þú hvaða dýr lifa í hrauni?

    Veist þú hvaða gróður þrífst í hrauni?

    Veist þú hvað mosi gerir fyrir landið?

    Hvernig getur þú tengt mosann við tíma?

    Veist þú af hverju Rauðhólar eru rauðir?

    Þekkir þú listamenn sem hafa fengist við hraun í list sinni?

    Hvernig gætir þú gert það?

    Hvað getur köngulóin kennt þér?

    Þekkir þú þjóðtrú tengda steindepli?

    Hvað finnst þér mest spennandi að fást við í þessu þema?

    Hugsanlegar áherslur/útgangspunktar í þemanu hraun við hugkortagerð nemenda eftir spurningar

    og umræður:

    Hraun ∞ hvaða hraun þekki ég? ∞ hvaða dýr lifa í hrauni? ∞ áhrif mín á náttúruna ∞ hvaða plöntur

    einkenna hraun? ∞ mosi og tími ∞ hvernig er vistkerfið ∞ fæðukeðjur ∞ ferlar ∞ heimsóknir á söfn

    eða sýningar ∞ hvaða listamenn þekki ég? ∞ hugmyndir mínar að verkefni, aðferðum og

    framsetningu.

  • 16

    Verkefnatillögur

    Verkefni 1a. Varðveisla og tími – afsteypa í sand, leir eða pappír.

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis er að varpa ljósi á það hvernig jörðin geymir

    upplýsingar um þær lífverur sem hún hefur alið. Tíminn er þar mikilvægt hugtak og sýnir

    hvernig við getum lesið jarðsöguna aftur í aldir. Umhverfisvernd og umgengni okkar um

    náttúruna er hér lykilatrið til að vernda þær upplýsingar sem náttúran býr yfir.

    Áherslur: Í þessu verkefni er áhersla á útiveru þar sem nemendur geta safnað sýnishornum úr

    náttúrunni og rannsakað form þeirra og eiginleika. Nemendum eru kynntar aðferðir til

    skrásetja og varðveita þessar upplýsingar og þekkingu sína með aðferðum lista og handverks.

    Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar

    myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð og plöntusöfnun með umsjónarkennara eða list- og

    verkgreinakennara. (hér má einnig nota bein eða steina í stað plantna).

    - Hvetja nemendur til að koma með plöntur að heiman til skoðunar t.d. burkna.

    - Skólalóð getur dugað ef ekki er aðgangur að grenndarskógi eða grænu svæði.

    - Hver nemandi velur plöntu/bein/stein að vinna með.

    - Muna að taka aldrei meir en þörf er á.

    - Formskoðun og greining úti eða inni (tegund, bygging, form)

    - Skissuvinna nemenda í náttúrudagbók eða skissubók.

    - Grófkornóttur jarðleir hnoðaður í þrívítt form, skorinn í tvennt og völdum hlut þrýst í

    yfirborð hans (þarf ekki að fjarlægja fyrir brennslu).

    - (Í stað leirs má nota sand sem soðinn er með maizenamjöli og vatni í þykkan graut

    sem hnoða má í höndunum (þurrkað á ofni).

    - Forminu lokað með dagblaði á milli og stungin loftgöt í leirinn.

    - Hrábrennt, og málað t.d. með akríllit sem þveginn er af þannig að litur sitji í

    teikningunni eftir formið.

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    - Planta lögð á rakan grafíkpappír og tekið afrit af henni með því að renna gegnum

    grafíkpressu.

    - Stækka plöntu á myndvarpa og nota hluta eða heild. Útfæra má í þrykk, teikningu,

    eða málun.

    - Plöntur ljósmyndaðar úti. Ljósmyndum hlaðið í tölvu og notaðar sem fyrirmynd í

    áframhaldandi vinnu, má stækka í tölvu og vinna tvívítt í fjölbreyttan efnivið með

    hluta eða heild.

    - Vinna þrívítt með efnivið úr efnisveitu. Hver nemandi skapar eigin plöntu. Plöntur

    færðar út þar sem þær mynda saman plöntusafn. Hver planta fær heiti og lýsingu á

    eiginleikum.

  • 17

    Listamenn:

    Rósa Gísladóttir, verkið Still life in Rome (2006), Christopher McHugh, Eggert Pétursson, Georgia

    O‘Keeffe, Guðjón Ketilsson, Robert Rauschenberg, Katrín Sigurðardóttir og verkin Farmur (1999) og

    Haul (2005).

    Bækur:

    Íslensk flóra með litmyndum (útg. 1994) eftir Ágúst H. Bjarnason.

    Jörðin og furður hennar (útg. 1992) eftir Steve Parker. [Íslensk þýðing Árni Sigurjónsson]

    Slóðir:

    http://www.livingfossils.co.uk/Gallery.html

    Heiti síðu: Gallery – Christopher McHugh – Living Fossils

    Verkefni 1b: Könguló, könguló – micró/ macró

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis er að kynnast skordýralífi í hrauni og lífsháttum

    og sköpulagi köngulóarinnar. Leikur með skala og hlutföll og hið stóra og smáa er einnig leið

    sem farin er til að sýna fram á að allar lífverur hafa hlutverki að gegna í náttúruunni óháð

    stærð.

    Áherslur: Lögð er áhersla á rannsókn með aðferðum náttúrvísinda þar sem smáatriði eru

    skoðuð og unnið með í fínteikningu. Nemendur læra einnig aðferðir til stækkunar í höndum

    og með hjálp tækninnar. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli

    sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður

    - Upplýsingaleit og rannsókn í bókum og á veraldarvef um köngulær, tegundir og útlit.

    - Skissuvinna.

    - Rúðustækkun eða stækkun á myndvarpa, teikning (blýantur/túss/ kol/).

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    - 1. Skúlptúr, köngulóin útfærð þrívítt í vír og annan efnivið úr efnisveitu.

    - 2. Ljósmyndaverk, skúlptúr notaður sem innsetning úti eða inni og ljósmyndað.

    - 3. Myndvinnsla/skali. Skúlptúr ljósmyndaður með hlutlausan bakgrunn og settur

    saman við mynd ú nærumhverfi. Unnið með hlutföll og skala.

    Listamenn:

    Louise Bourgeois.

    Bækur:

    Íslenskar köngulær (útg. 1996) eftir Inga Agnarsson.

    Verkefni 1c: Heimkynni dýra – Músahús – fuglahús – dýrahús.

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis er að vekja umhyggju nemenda gagnvart

    dýralífi í náttúrunni og sýna fram á mikilvægi þess að gengið sé vel um búsvæði dýra.

    http://www.livingfossils.co.uk/Gallery.html

  • 18

    Áherslur: Í verkefninu er lögð áhersla á samvinnu nemenda í vinnuferlinu. Tenging við

    nærumhverfi er hér mikilvægur þáttur bæði sem uppspretta hugmynda og sem

    sýningarstaður fyrir verk nemenda. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst

    vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum

    stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Samvinnuverkefni, tveir / þrír nemendur vinna saman.

    - Vettvangsferð með umsjónarkennara eða list- og verkgreinakennara þar sem

    ímyndunarafl og skynfæri eru virkjuð til að finna dýr til að byggja fyrir.

    - Hver hópur velur dýr til að hanna hús fyrir, með þarfir þess í huga (má vera ímyndað

    dýr).

    - Upplýsingaleit í bókum og á veraldarvef um hvernig fuglar og smádýr skapa eigin

    híbýli (hreiður, holur, hús).

    - Umræður og skissuvinna.

    - Efniviður getur verið úr grenndarskógi, afsag úr smíðastofu eða annað náttúrlegt,

    niðurbrjótanlegt efni.

    - Vinnuferli í hópum.

    - Nemendur velja stað til að sýna verk sitt.

    - Sýning úti í nærumhverfi fyrir skólasamfélagið.

    - Eða verk ljósmynduð úti og sýnt í stofnunum og fyrirtækjum í nærsamfélagi. Þangað

    geta nemendur farið með umsjónarkennara og sett upp verk sín og kynnst þannig

    atvinnustarfsemi í eigin hverfi.

    Listamenn:

    Bjargey Ólafsdóttir og verkið 350 Earth (2011), Bryndís Snæbjörnsdóttirog verkið Spike Island (2004),

    Lynne Hull, Heather og Ivan Morison og verkin Fantasy Island (2007) og I am so sorry. Goodby (2008).

    Hönnunarteymið Bruce Gilchrist og Jo Joelson

    Slóðir: http://www.kidport.com/reflib/science/animalhomes/animalhomes.htm#Menu Heiti síðu: Kidport Science. Animal Homes http://photoblog.nbcnews.com/_news/2011/04/01/6390060-birdhouses-inspired-by-palaces-and-other-well-known-works-of-architecture?lite Heiti greinar: Birdhouses inspired by palaces and other well-known works of architecture http://www.hometrainingtools.com/animal-homes-science-projects/a/1423/ Heiti síðu: Home science tools. The gateway to discovery

    http://www.kidport.com/reflib/science/animalhomes/animalhomes.htm#Menuhttp://photoblog.nbcnews.com/_news/2011/04/01/6390060-birdhouses-inspired-by-palaces-and-other-well-known-works-of-architecture?litehttp://photoblog.nbcnews.com/_news/2011/04/01/6390060-birdhouses-inspired-by-palaces-and-other-well-known-works-of-architecture?litehttp://www.hometrainingtools.com/animal-homes-science-projects/a/1423/

  • 19

    Verkefni 1d: Landslag – mótun.

    Inntak og markmið: Ísland er ung eldfjallaeyja sem orðið hefur til við eldsumbrot. Í þessu

    verkefni fá nemendur tækifæri til að læra um hvernig landið myndaðist og skapa eigið land

    sem býr yfir eiginleikum sem þeir telja mikilvæga fyrir þá sem þar búa.

    Áherslur: Í þessu verkefni er áherslan á landmótun eða hvernig land getur orðið til og

    fjölbreytileika landgerða. Hugtökin skali, form og rými eru útskýrð og nemendum kynntar

    leiðir til að skapa saman sitt eigið „míní“ land eða landslag. Eftir kynningu kennara (sjá

    kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim

    aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni og umræður, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Hvernig verður land til?

    - Áferð og yfirborð.

    - Má tengja ferð nemenda 6. bekkjar á Kjarvalsstaði.

    - Nemendur vinna saman að mótun ímyndaðs landslags.

    - Unnið ofan á krossvið eða annan grunn.

    - Efniviður úr umhverfi og efnisveitu (steinar, jurtir, jarðvegur)

    - Sýnt sem skúlptúr inni í skólanum, eða úti í nærumhverfi.

    - Leitarorð: t.d. miniature landscape art.

    Listamenn:

    Halldór Ásgeirsson og verkið bræðralag, Jóhann Eyfells, Katrín Sigurðardóttir og verkið High Plane

    (2007), Jóhannes Kjarval, Esther van der Bie. http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/739153/ Heiti

    síðu: Myndlistafélagið

    Maya Lin: http://www.mayalin.com/ Heiti síðu. Opinber heimasíða Maya Lin

    Levi van Veluw: http://www.levivanveluw.nl/work/landscapes

    Heiti síðu: Heimasíða Levi van Veluw - official website

    Su Blackwell: http://www.sublackwell.co.uk/portfolio-book-cut-sculpture/

    Heiti síðu: Opinber heimasíða Su Blackwell. Portfolio book – cut sculpture

    Verkefni 1e: Þráður úti og inni- samskipti og graffití.

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis tengist köngulónni og lífsháttum hennar,

    hvernig hún tengir sig við staði og býr sér bú. Hér fá nemendur tækifæri til að líkja eftir henni

    með þráðvinnu og tengingum við umhverfi og fólk.

    Áherslur: Áhersla í þessu verkefni er á tengingar og tengsl og hvernig skapa má tengsl með

    þræði, bæði táknræn tengsl og raunveruleg. Nemendur fá tækifæri til tilrauna með frjálst

    hekl, fingraprjón og fleira til að tengjast nánast umhverfi sínu og því fólki sem sem skiptir máli

    í lífi þeirra. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið

    á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    http://mynd.blog.is/blog/mynd/entry/739153/http://www.mayalin.com/http://www.levivanveluw.nl/work/landscapeshttp://www.sublackwell.co.uk/portfolio-book-cut-sculpture/

  • 20

    Hugsanleg útfærsla:

    - Vettvangsferð í nærumhverfi þar sem leitað er fýsilegra staða fyrir hekl- og

    „prjónagraff“. Má líka vera inni.

    - Heklað (fingrahekl/fingraprjón) úti eða heklað inni og fært út í nærumhverfi sem

    útilistaverk. Skreyta má skólalóð, strætisvagnaskýli, girðingar næst skólanum eða

    aðra fýsilega staði í nærumhverfi. Þetta verkefni má einnig vinna í samvinnu við

    leikskóla þar sem nemendur og leikskólabörn gætu gætu skreytt leiksvæði í

    sameiningu.

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    - Kynning á viðfangsefni og umræður, úti eða inni.

    - Kveikjur, umræður og kennsla í aðferðum.

    - Vefur og samskipti.

    - Hvernig má myndgera samskipti?

    - Gjörningur inni eða úti.

    - Nemendur í hópnum, hver og einn merkja staðsetningar inni í skóla eða úti á skólalóð

    sem eru mikilvægir í huga þeirra. Geta líka verið persónur.

    - Strengja þráð á milli þessara punkta og tengja þá saman. Inni má einnig nota

    rafmangslímband.

    - Punktarnir og tengingarnar mynda saman einskonar samskiptavef fólks og staða.

    Listamenn:

    Davíð Örn Halldórsson (graffity), Nikki Rosato og verkið Underwire: http://www.nikkirosato.com/

    Heiti síðu: Opinber heimasíða Nikki Rosato

    Bækur:

    Sigríður Ásta Árnadóttir. (2012). Heklað, prjónað og endurskapað,

    Tinna Þórudóttir Þorvaldsóttir. (2011). Þóra: heklbók

    Slóðir:

    http://www.streetartutopia.com/?p=3554 Heiti síðu: Street art utopia

    http://knitthecity.com/ Heiti síðu: Knit the city

    Heimkynni dýra. Nemendur Laugarnesskóla byggja hús fyrir dýr í Grasgarðinum í Laugardal.

    Unnið í samvinnu við listkennslunema í listkennsludeild L.H.Í. og Barnamenningarhátíð 2013.

    Unnið er með einkenni staðar og efnivið af staðnum. (sjá þema 1, verkefni 1c)

    http://www.nikkirosato.com/http://www.streetartutopia.com/?p=3554http://knitthecity.com/

  • 21

    Gjafir jarðar. (Þema 2, verkefni 2a). Litarefni úr náttúrunni. Nemendur í 5. bekk Laugarnesskóla læra að gera

    „eggtemperu“. Litarefnið úr steininum Labus lazuli er skilað aftur í steininn sem færður er út í umhverfið.

    Verkefnið unnið í samvinnu við listkennsludeild L.H.Í. og Barnamenningarhátíð 2013 í Grasagarðinum í

    Laugardal.

    Furðudýr (þema 2, verkefni 2e). Tréskúlptúrar unnir af nemendum Laugarnesskóla. Talað var um tré og

    eiginleika þeirra. Trén voru snert, föðmuð og hlustað á innri starfsemi þeirra með hlustunarpípu. Verkið

    Guttormur eftir Aðalheiði Eysteinsdóttur var skoðað og nemendur unnu sitt eigið dýr eftir hugmynda- og

    skissuvinnu. Unnið í samvinnu við listkennslunema L.H.Í. og Barnamenningarhátíð 2013.

  • 22

    Þema 2. Skógur

  • 23

    Sameiginleg hæfniviðmið verkefna eru að nemendur geti:

    Unnið rannsóknar- og hugmyndavinnu tengda viðfangsefninu.

    Notað þann orðaforða sem viðfangsefnin krefjast.

    Nýtt sér þekkingu á verkum listamanna sem unnið hafa með viðfangsefnið.

    Unnið með lífríki og eiginleika landgerða á skapandi hátt bæði tvívítt og þrívítt.

    Útfært þekkingu sína í fjölbreyttan efnivið og aðferðir.

    Sýnt frumkvæði og kjark í vali á verkefnum, efniviði og aðferð.

    Viðhaldið handverksþekkingu.

    Sýnt og talað um verk sín.

    Fræðst um umhverfi sitt, náttúru og náttúruvernd gegnum verkferlið.

    Gengið vel um umhverfi sitt úti sem inni.

    Tekið tillit til annarra í hópvinnu og umræðum.

    Notað náttúruna og nærsamfélag sem sýningasal fyrir verk sín.

    Spurningar sem spyrja má í umræðum í þessu viðfangsefni:

    Hvað finnst þér fallegt í skóginum og hvers vegna?

    Hvernig líður þér í skógi?

    Hvernig getur þú tengt skóg við tíma?

    Þekkir þú listamenn sem fengist hafa við skóg í list sinni?

    Hvaða form finnur þú helst í skógi?

    Hvaða litir einkenna skóginn eftir árstíðum?

    Hvað form getur þú fundið á laufblöðum?

    Hvaða fugla þekkir þú sem lifa í skógi?

    Hvaða önnur dýr þekkir þú sem lifa í skógi s.s. nagdýr, skordýr, rándýr?

    Hvaða trjátegundir vaxa í þínum grenndarskógi?

    Hvernig getur þú verndað skóg í gegnum listir?

    Hvernig getur þú nýtt skóginn í listum og handverki?

    Hvað finnst þér áhugaverðast að fást við í þessu viðfangsefni?

    Hugsanlegar áherslur/útgangspunktar í þemanu skógur við hugkortagerð nemenda eftir

    spurningar og umræður:

    Skógurinn og ég ∞ tegundir trjáa ∞ annar gróður ∞ dýr í skógi ∞ áhrif mín á skóginn ∞ áhrif

    skógarins á mig ∞ vistkerfi ∞ fæðukeðjur ∞ rannsóknir ∞ heimsóknir á söfn eða sýningar ∞ skynjun

    og upplifun ∞ listamenn ∞ listastefnur ∞ aðferðir og efniviður ∞ hugmyndir að úrvinnslu og

    framsetningu.

  • 24

    Verkefnatillögur

    Verkefni 2a. Gjafir jarðar – litarefni úr náttúrunni.

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis er nemendur fái að upplifa hvaða gjafir jörðin

    gefur okkur og við höfum ef til gleymt eða ekki þekkt. Í verkefninu gefst einnig tækifæri til

    útiveru, tilrauna og rannsókna með efnivið og aðferðir þar sem unnið er með náttúrulegan

    efnivið úr umhverfinu.

    Áherslur: Áherslan í þessu verkefni er á útikennslu í nærumhverfi, söfnun og rannsókn með

    vísindalegum aðferðum og framsetningu með aðferðum lista og handverks. Hugtökin

    óhlutbundin og lífræn form eru kynnt og aðferðir vatnslitunar og þrykks. Eftir kynningu

    kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir

    þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur, spurningar og umræður.

    - Vettvangsferð með umsjónarkennara eða list og verkgreinakennurum.

    - Söfnun á efnivið; steinar, sveppir (bleksveppur), jurtir, trjábörkur, kol.

    - Úr eldhúsinu; rauðrófa, appelsínubörkur, salatblöð, kaffi, krydd.

    - Efnin eru steytt í mortéli og vætt í með heitu vatn.

    - Unnar eru óhlutbundnar litaprufur á vatnslitapappír.

    - Prufurnar geta myndað sameiginlegt verk.

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    - Þrykk með „lifandi“ plöntum.

    - Laufblöð / plöntur lagðar milli tveggja arka af rökum vatnslita- eða grafíkpappír og

    rennt í gegnum grafíkpressu. Litarefnið situr eftir á pappírnum.Einnig má mála plöntu

    með vatnslit eða vatnsbleki áður en þrykkt er.

    Listamenn:

    Hildur Bjarnadóttir, Bernd Koberling, Meredith Pardue, Ásgrímur Jónsson.

    Bækur og Fræðslumyndir:

    Tímaland/Zeitland (útg. 2000) eftir Eystein Þorvaldsson. Myndskreytt af Bernd, Koberling og [Þýsk

    þýðing Barbara Köhler]

    Íslensk flóra með litmyndum (útg. 1994)eftir Ágúst H. Bjarnason.

    Skógurinn og nýting hans (útg. 2001). eftir Stefán Bergmann, Gísla Þorsteinsson, Bjarna Þór

    Kristjánsson, Guðmund Magnússon og Ólaf Oddsson.

    Slóðir: http://www.meredithpardue.com/ Heiti síðu: Opinber heimasíða Meredith Pardue [studio]-

    http://www.hometrainingtools.com/make-homemade-ink-project/a/1228/

    Heiti síðu: Home science tools. The gateway to discovery

    http://www.ehow.com/how_8622749_make-natural-dyes-plant-pigments.html

    Heiti síðu: eHow – descover the expert in you

    http://www.ehow.com/how_5510265_make-natural-dyes-flowers-plants.html

    Heiti síðu: eHow – descover the expert in you

    http://www.meredithpardue.com/http://www.hometrainingtools.com/make-homemade-ink-project/a/1228/http://www.ehow.com/how_8622749_make-natural-dyes-plant-pigments.htmlhttp://www.ehow.com/how_5510265_make-natural-dyes-flowers-plants.html

  • 25

    Verkefni 2b. Uppáhalds tré eða planta – Hluti og heild.

    Inntak og markmið: Markmið þessa verkefnis eru að nemendur vinni rannsóknarvinnu út frá

    tré eða plöntu sem þeir velja sjálfir, form hennar og byggingu en jafnframt að kafa dýpra og

    skoða yfirborð og innri strúktúr. Hér gefst nemendum einnig tækifæri til að læra um lífshætti,

    heimkynni og eiginleika plötunnar sem þeir völdu og setja fram þá vitneskju á skapandi hátt.

    Áherslur: Áherslur þessa verkefnis eru útikennsla í nærumhverfi þar nemendur kynnast þeim

    gróðri sem þar vex. Þeir fá tækifæri til til að velja sína uppáhaldsplöntu og skapa út frá því vali

    eigin plöntu með nýja eiginleika. Hugtökin micro og macro eru útskýrð og innri og ytri

    bygging. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á

    sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg nálgun/útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð í nærumhverfi eða grenndarskógi.

    - Nemendur velja sér uppáhalds tré.

    - Ljósmyndun af „trénu mínu“ bæði heild og hluti, svo sem börkur, grein, blað.

    - Form- og litagreining á völdum hluta, s.s. nærmynd af berki.

    - Unnið með a. heild þar sem formið er ráðandi.

    - og b. Hluta, þar sem smáatriði og áferð er ráðandi.

    - Tvívíð vinna: ljósmyndmálun, teikning, málun.

    - Þrívíð vinna: Nemendur skapa uppáhaldsplöntu eða tré úr efniviði úr grenndarskógi

    og efnisveitu. Færð út og ljósmynduð.

    Listamenn:

    Ívar Valgarðsson og verkið til spillis, kimberly conrad, Konstantin Dimopoulos.

    Bækur og fræðslumyndir:

    sjá verkefni 2a.

    Slóðir:

    http://en.wikipedia.org/wiki/Konstantin_Dimopoulos Heiti síðu: Wikipedia. The free encyclopedia http://kimberlyconradfineart.com/collections/36677 http://kimberlyconradfineart.com/ Heiti síðu: Opinber heimasíða Kimberly Conrad. Contemporary landsscape artist http://floraislands.is/ Heiti síðu: Flora og Iceland – Flóra Íslands

    Verkefni 2c. kortagerð – ratleikur.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er nærumhverfið rannsakað og kortlagt út frá

    einkennum þess. Tegundir trjáa, steinar eða annarra einkenna í umhverfinu geta t.d. verið

    grunnur fyrir ratleik eða gróðurkort sem nemendur vinna og setja fram með fjölbreyttum

    aðferðum tvívítt eða þrívítt.

    http://en.wikipedia.org/wiki/Konstantin_Dimopouloshttp://kimberlyconradfineart.com/collections/36677http://kimberlyconradfineart.com/http://floraislands.is/

  • 26

    Áherslur: Áhersla á greiningu nærumhverfis í samstarfi og hópvinnu þar sem nemendur koma

    sér saman um þema í ratleik sem fram fer í nánasta umhverfi. Þemað gæti verið trjátegundir,

    fallegur staður, leiktæki og fleira. Einnig er áhersla á úrvinnslu í teikningu og kortagerð. Eftir

    kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar

    myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð í nærumhverfi/skólalóð/grenndarskógi með umsjónarkennara eða list-

    og verkgreinakennara. Hafa teiknispjöld meðferðis.

    - Hver hópur (2-3 nem.) velur sér svæði til greiningar eftir því hvað vekur áhuga hans á

    vettvangi, t.d. blóm, steinar, tré, leiktæki.

    - Svæðið teiknað upp.

    Hópurinn merkir staði/pósta inn á svæðið sitt þar sem áhugaverðir hlutir eru til

    staðar. Dregin er lína milli pósta og kort hönnuð út frá póstum.

    Sett í listrænan búning sem myndverk, fjársjóðskort eða á þrívíðu formi

    - Vinna má ratleiki út frá kortunum.

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    1. Þrívíð kort – lágmyndir

    Kveikja – Ramón Espantaleón og verkið First appel

    http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0#17

    Heiti síðu: Opinber heimasíða Ramón Espantaleón

    2. Hleðsla, teikning á jörðina með steinum, greinum, laufblöðum eða öðru sem nemendur

    finna í umhverfinu.

    Listamenn:

    Ramón Espantaleón Paula Scher: http://www.paulaschermaps.com/ Heiti síðu: Opinber heimasíða: Paula Scher- Maps Chris Kenny og verkið Map drawings 2004 Bækur og tímarit.

    Lars Thomas & Sebastian Relster. Gömul kort af öðrum heimi: saga kortafræðinnar er full af

    leyndardómum. Lifandi vísindi 2003; (10): s. 44-47

    Kortabók handa grunnskólum (útg. 2012)

    Slóðir:

    http://www.crayola.com/for-educators/lesson-plans/lesson-plan/treasure-map.aspx

    Heiti síðu: Crayola Kids playzone

    http://weburbanist.com/2011/05/30/creative-cartography-15-artists-transforming-maps/

    Heiti síðu: Web urbanist

    http://visindavefur.is/svar.php?id=5300

    Heiti síðu: Heiti síðu: Vísindavefurinn (Vísindavefur Háskóla Íslands)

    http://www.landakort.is/index.php?option=com_mtree&task=viewlink&link_id=8&Itemid=26

    Heiti síðu: Landakort.is…farvegur fyrir landupplýsingar

    http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0#17http://www.paulaschermaps.com/http://www.crayola.com/for-educators/lesson-plans/lesson-plan/treasure-map.aspxhttp://weburbanist.com/2011/05/30/creative-cartography-15-artists-transforming-maps/http://visindavefur.is/svar.php?id=5300http://www.landakort.is/index.php?option=com_mtree&task=viewlink&link_id=8&Itemid=26

  • 27

    Verkefni 2d. Dýr í trjám- handverk.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á handverk og sjálfbærar skógarnytjar en

    einnig á þekkingu á því dýralífi sem einkennir skóginn. Hér fá nemendur tækifæri til að nýta

    efnivið úr eigin umhverfi, læra að klippa og nýta tré út frá formum þeirra og umgangast

    skóginn af virðingu.

    Áherslur: áherslur í þessu verkefni eru á handverk og skógarnytjar í nærumhverfi nemenda.

    Hugsanleg nálgun/útfærsla:

    - kynning á viðfangsefni,úti eða inni

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð með umsjónarkennara eða list- og verkgreinakennara.

    - Gönguferð og efnistaka

    - Nemendur fá tilsögn í að klippa greinar svo tré skaðist sem minnst.

    - þjálfun formskyns - að lesa í greinar- hvar sé ég dýraform í greininni?

    - Hver nemandi velur sér dýr/fugl að vinna með.

    - Tálgað með lokuðu hnífsbragði.

    Yfirborðsmeðhöndlað, t.d. vatnslitur, akrýllitur, olía.

    - Framsetning/sýning í skóla eða nærsamfélagi.

    Handverksmenn:

    Hafþór R. Þórhallsson, Bjarni Þór Kristjánsson

    Bækur:

    The little book of whittling (útg. 2005) eftir Chris Lubkemann, Útikennsla, sköpun og skógarnytjar

    (útg. 2013) eftir Kristínu Sigurðardóttur. Námsritgerð á http://skemman.is/handle/1946/14071 Heiti

    Síðu: Skemman

    Skógurinn og nýting hans (útg. 2001) eftir Stefán Bergmann, Gísla Þorsteinsson, Bjarna Þór

    Kristjánsson, Guðmund Magnússon og Ólaf Oddsson.

    Slóðir:

    http://www.northwest.is/hafthor.asp

    Heiti síðu: Ferðavefur Norðurlands vestra

    Verkefni 2e. Virkjun ímyndunaraflsins.-furðudýr og fuglar.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á ímyndunarafl og leik . Hér fá nemendur

    tækifæri til að skapa eigin dýr og gefa þeim eiginleika sem þeim finnst mikilvægir. Í

    verkefninu er einnig lögð áhersla á hugtakið innsetning og þjálfun í ljósmyndun á eigin

    verkum.

    Áherslur: Virkjun ímyndunaraflsins er hér í forgrunni þar sem nemendur skapa dýr úr eigin

    hugarheimi með fjölbreyttan efniviði og aðferðum. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og

    umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir

    eru á hverjum stað.

    C

    h

    t

    t

    p

    :

    /

    /

    w

    w

    w

    .

    r

    a

    m

    o

    n

    e

    s

    p

    a

    n

    t

    a

    l

    e

    o

    n

    .

    c

    o

    m

    /

    i

    n

    d

    e

    x

    .

    p

    h

    p

    ?

    m

    =

    1

    &

    s

    =

    0

    C

    h

    t

    t

    p

    :

    /

    /

    w

    w

    w

    .

    r

    a

    m

    o

    n

    http://skemman.is/handle/1946/14071http://www.northwest.is/hafthor.asphttp://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20

  • 28

    Hugsanleg nálgun/útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikja og umræður

    - Vettvangsferð /ímyndunarferð í nærumhverfi með umsjónarkennara eða list- og

    verkgreinakennara.

    - Hver nemandi finnur sitt dýr í sínum hugarheimi.

    - Skissu og hugmyndavinna.

    - Dýr sett saman úr afsagi og endurunnu efni úr efnisveitu eða pappamassa.

    Valmöguleikar nemenda og kennara í útfærslu:

    - Fuglaskógur: Fugl formaður úr vírherðatré eða greinum, klæddur með silkipappír og

    lakkaður (krókur nýttur sem upphengi í tré).

    - Báðar útfærslur færðar út í náttúrulegt umhverfi og ljósmyndaðar.

    Listamenn:

    Romuald Hazoumé og verkin Dogone (1996), Agassa (1997), Citoyenne (1997), Moon (2003),

    Aðalheiður Eysteinsdóttir, Sara Vilberg, Davíð Örn Halldórsson, Helgi Þórsson, Anna Galtarossa,

    David Pan.

    Bækur:

    Fuglar Íslands (útg. 1986) eftir Hjálmar R. Bárðarson

    Fuglar í náttúru Íslands (útg. 2005) eftir Guðmund Páll Ólafsson.

    Slóðir:

    http://www.studiolacitta.it/LaCitta/Artisti/AnnaGaltarossa.php

    Heiti síðu: Opinber heimasíða Anna Galtarossa, Studio la Città

    http://www.davidepan.com/

    Heiti síðu: Opinber Heimasíða Davide Pan

    Verkefni 2f. Skynjun- hlustun - þæfing – ljósmyndun.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er unnið markvisst með skynjun nemenda, hlustun,

    ímyndunarafl, snertingu og tilfinningu. Hér fá nemendur einnig tækifæri til að vinna með

    íslenska handverkshefð á skapandi hátt og framsetningu eigin verka.

    Áherslur: Áherslan í þessu verkefni er á skynjun nemenda og og hvernig má yfirfæra hana í

    form. Í verkefninu kynnast nemendur aðferð til að nálgast það lífríki sem er til staðar í

    umhverfi þeirra. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur

    tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    http://www.studiolacitta.it/LaCitta/Artisti/AnnaGaltarossa.phphttp://www.davidepan.com/

  • 29

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður

    - Vettvangsferð/gönguferð með umsjónarkennara eða list- og verkgreinakennara.

    - Skynjun í skógi með bundið fyrir augu.

    - Í hvað dýrum heyrum við?

    - Hver nemandi „hlustar upp“ dýr að vinna með.

    - Þæft með hefðbundinni aðferð.

    - Skreytt með útsaumi, tölum eða öðru smálegu.

    - Fært út í nærumhverfi og ljósmyndað.

    - Framsetning/sýning úti eða inni.

    Listamenn: Suzy Shackleton, Birgitte Krag Hansen, Victor Dubrovsky Bækur:

    Animal felt (útg. 2007). eftir Birgitte Krag Hansen.

    Slóðir:

    http://www.chushka.com/static/index-5.html Heiti síðu: Needle felted animals

    http://www.feltmaking.com/ Heiti síðu: Opinber heimasíða Birgitte Krag hansen

    http://members.peak.org/~spark/felt_artist_links.htm Heiti síðu: Felt artist links

    http://www.suzyshackleton.com/gallery.htm Heiti síðu: Opinber heimasíða Suzy Shackleton

    Rannsóknarvinna nemenda. Að finna sína uppáhaldsplöntu. Nemendur Laugarnesskóla í Grasagarðinum í

    Laugardal á Barnmenningarhátíð. (Þema 2 verkefni 2.b).

    http://www.chushka.com/static/index-5.htmlhttp://www.feltmaking.com/http://members.peak.org/~spark/felt_artist_links.htmhttp://www.suzyshackleton.com/gallery.htm

  • 30

    Unnið með hleðslu þar sem útlínur líkamans eru grunnur fyrir skipulag og tengsl persóna. (má tengja

    þema 2, verkefni 2c ). Unnið í samvinnu við nemendur Laugarnesskóla og listkennslunema L.H.Í. á

    Barnamenningarhátíð í Grasagarðinum í Laugardal 2013.

  • 31

    Nemendur Sæmundarskóla búa til skordýragildru og skapa jarðvegsdýr eftir vettvangsferð og

    rannsóknarvinnu í verkefninu um vistkerfi (Þema 3, verkefni 3d.)

  • 32

    Þema 3. Jarðvegur

  • 33

    Sameiginleg hæfniviðmið verkefna eru að nemendur geti:

    Unnið rannsóknar- og hugmyndavinnu tengda viðfangsefninu.

    Notað þann orðaforða sem viðfangsefnin krefjast.

    Nýtt sér þekkingu á verkum listamanna sem unnið hafa með viðfangsefnið.

    Unnið með lífríki og eiginleika landgerða á skapandi hátt bæði tvívítt og þrívítt.

    Útfært þekkingu sína í fjölbreyttan efnivið og aðferðir.

    Sýnt frumkvæði og kjark í vali á verkefnum, efniviði og aðferð.

    Viðhaldið handverksþekkingu.

    Sýnt og talað um verk sín.

    Fræðst um umhverfi sitt, náttúru og náttúruvernd gegnum verkferlið.

    Gengið vel um umhverfi sitt úti sem inni.

    Tekið tillit til annarra í hópvinnu og umræðum.

    Notað náttúruna og nærsamfélag sem sýningasal fyrir verk sín.

    Spurningar sem spyrja má í umræðum í þessu viðfangsefni:

    Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið vistkerfi?

    Hvað gætir þú hugsað þér að orðið vistspor þýði?

    Hvað heldur þú að orðin fæðukeðja og lífsferill þýði?

    Hvaða dýr þekkir þú sem lifa í jarðvegi?

    Ef þú ímyndar þér dýrin undir yfirborðinu, hvernig líta þau út?

    Þekkir þú listamenn sem fengist hafa við vistkerfi eða fæðukeðjur í verkum sínum?

    Hver étur hvern í jarðveginum?

    Veist þú hvað gerist ef einn fæðuhlekkur deyr út?

    Hvaða áhrif getur þú haft á lífið í jarðveginum?

    Hvað myndi gerast ef öll jarðvegsdýr myndu deyja?

    Hvernig getur þú komið í veg fyrir jarðvegsmengun?

    Hvernig getur þú komið í veg fyrir jarðvegseyðingu?

    Hvernig er hægt að nota list- og verkgreinar í þessum tilgangi?

    Hvað finnst þér áhugaverðast að fást við í þessu þema?

    Hugsanlegar áherslur/útgangspunktar í þemanu jarðvegur við hugkortagerð nemenda eftir

    spurningar og umræður:

    Jarðvegur ∞ jarðvegsdýr ∞ mengun ∞ vistspor ∞ vistkerfi ∞ fæðukeðjur ∞ ferlar ∞ rannsóknir ∞

    heimsóknir á söfn ∞ aðferðir og efniviður ∞ listamenn ∞ listastefnur ∞ hugmyndir mínar að

    úrvinnslu og framsetningu.

  • 34

    Verkefnatillögur

    Verkefni 3a. fæðukeðja eða lífsferill- Myndasaga.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni fá nemendur tækifæri til að kynnast lífinu í jarðveginum

    og mikilvægi þess fyrir lífið ofanjarðar. Unnin er rannsóknarvinna sem er útfærð á skapandi

    hátt í teikningu og á myndasöguformi þar sem áherslan er á ímyndun og leik í söguþræði.

    Áherslur: Áherslur eru á samvinnu nemenda í vinnuferlinu, rannsókn og söfnun upplýsinga.Í

    einstaklingsvinnu er lögð er áhersla á að nemendur myndgeri upplýsingar til dæmis í

    teikningu eða klippimynd þar atburðarrás er sýnd til dæmis á formi myndasögu.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður

    - Vettvangsferð í nærumhverfi (skólalóð, grenndarskóg) með umsjónarkennara eða

    list- og verkgreinakennara. Hafa með ílát og litla skóflu.

    - Nemendur vinna í pörum eða 2-3 saman.

    - Hver hópur tekur eru jarðvegsýni sem eru skoðuð í stofu.

    - Sýni skoðuð í smásjá, víðsjá, stækkunargler.

    - Rannsókn á veraldarvef og í námsbók, Líf á landi.

    - Leggja áherslu á lífsferla og fæðukeðjur.

    - Myndgerð upplýsinga í myndasöguformi eða með tímalínu.

    - Efni og aðferðir: klippimynd, myndvinnsla í tölvu, blýantur, túss.

    Listamenn:

    Brandon Ballengée: http://greenmuseum.org/content/artist_index/artist_id-19.html

    Heiti síðu: Environmental art museum, Hugleikur Dagsson (myndasöguformið)

    Bækur:

    Pöddur (útg. 1989) eftir Árna Einarsson og Hrefnu Sigurjónsdóttur

    Greiningarlyklar um smádýr, landið, fjaran og vatnið (útg. 2007) eftir Hrefnu Sigurjónsdóttur og

    Snorra Sigurðsson.

    Ein jörð fyrir alla um ókomna tíð (útg. 2005) eftir Margréti Júlíu Rafnsdóttur

    Komdu og skoðaðu hringrásir (útg. 2003) eftir Sigrúnu Helgadóttur

    Fylgst með þeim vaxa – Skordýr. (1992) fræðslumynd, (nams.is)

    Slóðir:

    http://www.biology-resources.com/insects-01.html

    Heiti síðu: Biology teachingand learning resources. Educational material by D.G. Macken

    http://greenmuseum.org Heiti síðu: Environmental art museum

    http://www.solveigegeland.no/ Heiti síðu: Opinber heimasíða Solveig Egeland

    http://greenmuseum.org/content/artist_index/artist_id-19.htmlhttp://www.biology-resources.com/insects-01.htmlhttp://greenmuseum.org/http://www.solveigegeland.no/

  • 35

    Verkefni 3b. Undir yfirborðinu - stækkun.

    Inntak og markmið: Hér er unnið með hið smáa (áferð og lína) í teikningu og myndvinnslu

    þar sem rannsókn og upplýsingaleit nemenda er sett fram á fjölbreyttan hátt. Hér má bæði

    nota hreina teiknivinnu þar sem unnið er stækkun og skala en einnig myndvinnslu í tölvu þar

    sem skapa má ímynduð furðudýr.

    Áherslur: Hér er lögð áhersla á smáatriði fínteikningu og áferð. Eftir kynningu kennara (sjá

    kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim

    aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    - Eftir vettvangsferð og rannsóknarvinnu velja nemendur jarðvegsdýr sem viðfangsefni.

    - Upplýsingaleit nemenda í bókum og á vef á útliti jarðvegsdýra.

    - Stækkun með rúðustækkun eða ljósritunarvél.

    - Vinna með hluta og heild.

    - Tvívíð vinna, t.d. blýantur, túss.

    - Hér má einnig nota ljósritunarvél, myndvarpa eða myndvinnslu í tölvu þar sem hlutar

    óskyldra dýra eru settir saman og ný verða til.

    Kveikjur þær sömu og í verkefni 3a

    Verkefni 3c. Vistspor/mengun.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er lögð áhersla á mikilvægi umgengni okkar um

    náttúruna og hvernig við getum viðhaldið hreinleika jarðvegsins. Hér er einnig unnið með

    nærumhverfi nemenda og einkenni þess. Nemendur þjálfast einnig í að skrásetja upplýsingar,

    ferli verkefnisins og setja afrakstur þess fram á skapandi hátt.

    Áherslur: Áherslur í verkefninu eru að þjálfa nemendur í rannsóknarvinnu, tilraunum og

    úrvinnslu. Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á

    sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg nálgun/útfærsla

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð með umsjónarkennara eða list- og verkgreinakennara ef vatn er í

    nágrenninu.

    - Litarefni s.s. rauðrófusafi eða umhverfisvænn vatnslitur/blek hellt í vatnið og fylgst

    með áhrifum þess á vatnið. Þessa tilraun má einnig gera inni með hentugum ílátum.

    - Nemendur ljósmynda ferlið eða taka upp á myndbandstökuvél.

    - Unnið úr upplýsingum á formi tvívíðs verks s.s. ljósmyndaverk í myndvinnsluforriti,

    málun, klippimynd.

    Listamenn: Edward Burtynsky og verkið Tailings. http://www.edwardburtynsky.com/ Heiti síðu:

    Opinber heimsíða Edward Burtynsky.

    http://www.edwardburtynsky.com/

  • 36

    Verkefni 3d. Vistkerfi – innsetning.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á samvinnu, rannsóknarvinnu og sjálfbæra

    efnisnotkun. Hér fá nemendur jafnframt tækifæri til að skapa eigin jarðvegsdýr í fjölbreyttan

    efnivið úr umhverfinu og finna þeim heimkynni. Einnig er unnið með innsetningu, ljósmyndun

    og framsetningu eigin verka.

    Áherslur: Áhersla á samvinnu nemenda og sjálfbærni í efnisnotkun. Eftir kynningu kennara

    (sjá kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim

    aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg nálgun/útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Vettvangsferð með umsjónarkennara eða list- og verkgreinakennara.

    - Nemendur vinna saman í hóp (3-4).

    - Nemendur ímynda sér útlit jarðvegsdýra á göngunni.

    - Hver hópur velur sér stað að vinna út frá og taka jarðvegssýni/vatnssýni til

    rannsóknar.

    - Dýr sem hugsanlega finnast eru teiknuð og raungerð í fjölbreyttan efnivið, s.s. afsag,

    greinar, rótarávexti og annað sem brotnar niður í jarðvegi.

    - Hver nemandi vinnur eitt dýr.

    - Fært út á upprunastað og ljósmyndað.

    - Sýning úti fyrir skólasamfélag.

    - Sýnt á formi ljósmynda á skólavef eða útprentað á veggjum skóla eða í nærumhverfi.

    Listamenn:

    Chris Jordan, Lynne Hull, Richard Schilling, Solveig Egelund, Nils Udo, Aðalheiður Eysteinsdóttir

    (aðferðir).

    Bækur og slóðir:

    þær sömu og í verkefni a.

    Verkefni 3d. Portrett - handverk - frjáls útsaumur.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á handverk þar sem nemendur kynnast

    jarðvegsdýrum gegnum útsaum. Jarðvegsdýrum er gert hátt undir höfði þar sem þau eru

    útfærð í einskonar portrettverki með frjálsum útsaumi þar sem ímyndunarafl nemenda fær

    að njóta sín.

    Áherslur: Hverjir fá gert af sér „portrett“, eru það bara þeir sem sem eru þekktir eða

    valdamiklir? Geta jarðvegsdýr verið valdamikil ? Eftir kynningu kennara (sjá kveikjur) og

    umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim aðstæðum sem fyrir

    eru á hverjum stað.

    C

    h

    t

    t

    p

    :

    /

    /

    w

    w

    w

    .

    r

    a

    m

    o

    n

    e

    s

    p

    a

    n

    t

    a

    l

    e

    o

    n

    .

    c

    o

    m

    /

    i

    n

    d

    e

    x

    .

    p

    h

    p

    ?

    m

    =

    1

    &

    s

    =

    0

    http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20http://www.ramonespantaleon.com/index.php?m=1&s=0%2317%20

  • 37

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni, úti eða inni.

    - Kveikjur og umræður.

    - Upplýsingaleit á veraldarvef og í bókum.

    - nemendur velja sér dýr sem viðfangsefni.

    - skissu og hugmyndavinna, línuteikning

    - „Portrett“ af skordýri, jarðvegsdýri út frá rannsókn.

    - Yfirfært á vefjarefni.

    - Saumað með ýmsum saumgerðum, skreytt að vild með perlum eða tölum.

    - Rammað inn líkt og „portrett“.

    - Ein stöð getur verið rammasmíð fyrir útsaumsverk.

    Listamenn/handverksmenn: Claire Moynihan (verkið Moth balls) http://www.clairemoynihan.co.uk/large-moth-ball-collections/ Heiti síðu: Opinber heimasíða Claire Moynihan Textile Artist

    Bækur:

    íslenskur útsaumur (útg. 2008) eftir Elsu E. Guðjónsson.

    Slóðir:

    http://vefir.nams.is/textilmennt/index.htm

    Heiti síðu: Námsgagnastofnun. Heimasíða

    Nemendur greina jarðvegssýni eftir vettvangsferð

    http://www.clairemoynihan.co.uk/large-moth-ball-collections/http://vefir.nams.is/textilmennt/index.htm

  • 38

    Þema 4. Valllendi

  • 39

    Sameiginleg hæfniviðmið verkefna eru að nemendur geti:

    Unnið rannsóknar- og hugmyndavinnu tengda viðfangsefninu.

    Notað þann orðaforða sem viðfangsefnin krefjast.

    Nýtt sér þekkingu á verkum listamanna sem unnið hafa með viðfangsefnið.

    Unnið með lífríki og eiginleika landgerða á skapandi hátt bæði tvívítt og þrívítt.

    Útfært þekkingu sína í fjölbreyttan efnivið og aðferðir.

    Sýnt frumkvæði og kjark í vali á verkefnum, efniviði og aðferð.

    Viðhaldið handverksþekkingu.

    Sýnt og talað um verk sín.

    Fræðst um umhverfi sitt, náttúru og náttúruvernd gegnum verkferlið.

    Gengið vel um umhverfi sitt úti sem inni.

    Tekið tillit til annarra í hópvinnu og umræðum.

    Notað náttúruna og nærsamfélag sem sýningasal fyrir verk sín.

    Spurningar sem spyrja má í umræðum í þessu viðfangsefni:

    Hvað dettur þér í hug þegar þú heyrir orðið valllendi?

    Hver heldur þú að sé einkennisfugl valllendis?

    Veist þú hvaða dýr lifa á yfirborði jarðvegsins?

    Hvernig er form og litir brekkusnigils?

    Þekkir þú einhverja þjóðtrú tengda honum?

    Hvað er brekkubobbi?

    Hvernig eru form og litir skeljar hans?

    Af hverju ætti að friða búsvæði hans?

    Þekkir þú muninn á grösum og blómum?

    Þekkir þú einhver blóm í valllendi sem stundum eru notuð til að tjá tilfinningar?

    Þekkir þú listamenn eða verk sem þú getur tengt þessu þema?

    Hvað finnst þér mest spennandi að fást við í þemanu?

    Hvernig getur þú túlkað það í listaverki eða handverki?

    Hugsanlegar áherslur/útgangspunktar í þemanu valllendi við hugkortagerð nemenda eftir

    spurningar og umræður:

    Maður og náttúra ∞ áhrif mín á náttúruna ∞ áhrif náttúrunnar á mig ∞ grös∞ blómplöntur ∞

    skynjun ∞ upplifun ∞ hvað tákna blóm ∞ heimsóknir á söfn eða sýningar∞ listamenn ∞ listastefnur

    ∞ aðferðir ∞ efniviður ∞ úrvinnsla» ∞ framsetning.

  • 40

    Verkefnatillögur

    Verkefni 4a. Röð og regla - Fibonacci – Pappír i þrívídd.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á jafnvægi og reglu í náttúrunni og hvernig

    það hefur orðið manninum að fyrirmynd í listsköpun og hönnun. Nemendur kynnast og vinna

    með hugtökin gullinsnið, reglu Fibonacci og kynnast fyrirbærunum fraktölum og mandölum.

    Áherslur: Áhersla á útiveru, söfnun gagna og greining á formfræði blóma. Einnig er lögð

    áhersla á rannsókn nemenda á uppröðun og kerfum í náttúrunni. Eftir kynningu kennara (sjá

    kveikjur) og umræður hefst vinnuferli sem getur tekið á sig ýmsar myndir eftir þeim

    aðstæðum sem fyrir eru á hverjum stað.

    Hugsanleg útfærsla:

    - Kynning á viðfangsefni úti eða inni, kveikjur og umræður.

    - Horfa á mynd Cristóbal Vila:

    - http://io9.com/5768696/the-fibonacci-series-when-math-turns-golden

    - Heiti síðu: io9. We come from the future

    - Vettvangsferð í nærumhverfi með umsjónarkennara eða list- og vergreinakennara.

    - Fibonacci: Upplýsingaleit á veraldarvef, röð og regla í náttúrurunni.

    - Formskoðun, einföldun forms.

    - Endurtekning forms, Þrívíð pappírsverk.

    - Formsköpun út frá einni grunneiningu.

    - Samsetning í eina heild eftir fyrir fram ákveðinni reglu sem myndar náttúrform.

    Listamenn/handverksmenn: Sarah Sze, Andy Goldsworthy. Anouk Omlo, Peter Gentenaar, Robert Smithson og verkin Broken circle (1970) og Spiral Jetty (1971), Richard Sweeney. Bækur: The encyclopedia og origami and papercraft (útg. 1992) eftir Paul Jackson Optical and geometrical patterns and designs (útg. 1970) eftir Horemis Spyros The magic of paper sculpture (útg. 1995) eftir David Swinton. Sniglar (útg. 1982) eftir Christensen Jørgen Møller.

    Slóðir:http://thedesignfiles.net/2008/04/milan-2008-anouk-omlo/ Heiti síðu: The design files

    http://britton.disted.camosun.bc.ca/fibslide/jbfibslide.htm Heiti síðu: Fibonacci numbersin nature

    http://www.doctordisruption.com/design/principles-of-design-14-fibonacci-sequence/

    Heiti síðu: Doctor disruption. Grein: Principles of design #14, Fibonacci sequence

    http://vefir.nams.is/stae_ungl_stig/gullinsnid_klb.pdf

    http://www.namsgagnastofnun.is/geisli/mynstur_klb.pdf Heiti Síðu: Námsgaganstofnun. Heimasíða

    http://www.maths.surrey.ac.uk/hosted-sites/R.Knott/Fibonacci/fibnat.html

    Heiti Síðu: Fbonacci numbers and golden sections in nature

    http://www.fractalartcontests.com/2007/showentry.php?entryid=94&return=winners

    Heiti Síðu: Benoit Mandelbrot. Fractal art contest 2007

    http://www.hongkiat.com/blog/masters-of-paper-art-and-paper-sculptures/

    Heiti Síðu: Hongkiat: Masters of paper art and paper sculptures

    http://io9.com/5768696/the-fibonacci-series-when-math-turns-goldenhttp://thedesignfiles.net/2008/04/milan-2008-anouk-omlo/http://britton.disted.camosun.bc.ca/fibslide/jbfibslide.htmhttp://www.doctordisruption.com/design/principles-of-design-14-fibonacci-sequence/http://vefir.nams.is/stae_ungl_stig/gullinsnid_klb.pdfhttp://www.namsgagnastofnun.is/geisli/mynstur_klb.pdfhttp://www.maths.surrey.ac.uk/hosted-sites/R.Knott/Fibonacci/fibnat.htmlhttp://www.fractalartcontests.com/2007/showentry.php?entryid=94&return=winnershttp://www.hongkiat.com/blog/masters-of-paper-art-and-paper-sculptures/

  • 41

    Verkefni 4b. Spírallinn í náttúru –brekkubobbi.

    Inntak og markmið: Í þessu verkefni er áherslan á jafnvægi og reglu í náttúrunni og hvernig

    það hefur orðið manninum að fyrirmynd í listsköpun. Nemendur kynnast og vinna með

    hugtökin gullinsnið, reglu Fibonacci og kynnast fraktölum og mandölum í tvívíðri vinnu

    Áherslur: - Rannsókná spíralforminu í náttúrunni og útfærslumöguleikum í vinnu með línu o