keflavik 2010 karfan

16
KARFAN 2010 Körfuknattleiksdeild FYRST OG FREMST KEFLVÍKINGUR

Upload: media-group-ehf

Post on 13-Mar-2016

231 views

Category:

Documents


5 download

DESCRIPTION

Karfan 2010 Keflavik

TRANSCRIPT

Page 1: Keflavik 2010 Karfan

KARFAN2010 Körfuknattleiksdeild

FYRST OG FREMSTKEFLVÍKINGUR

Page 2: Keflavik 2010 Karfan
Page 3: Keflavik 2010 Karfan

Umsjón og ábyrgð:Útgefandi: Media Group ehf Umsjón: Hilmar Þór Guðmundsson Snorri Sturluson Ljósmyndir: Media Group ehf Umbrot: Media Group ehfPrentun: Prentheimar ehf

Meðal efnis:Bls. 5 Fyrirliði karla

Bls. 6 Þjálfari kvenna

Bls. 8 Þjálfari karla

Bls. 11 Bryndís Gumm

Bls. 13 Fyrirliði kvenna

3

K e f l a v í k h e f u r f y r i r l ö n g u s t i m p l a ð s i g i n n s e m s t ó r v e l d i í k ö r f u k n a t t l e i k á Í s l a n d i . H é r r í k i r m i k i l h e f ð f y r i r k ö r f u b o l t a o g e r s e m d æ m i a f a r a l g e n g s j ó n a ð s j á u n g l i n g a æ f a s i g á ú t i v ö l l u m b æ j a r i n s s e i n t a ð k v ö l d i , m a r g i r h v e r j i r í v o n u m a ð v e r ð a n æ s t a k ö r f u b o l t a s t j a r n a á Í s l a n d i . A r f l e i ð i n e r s t e r k o g á r a n g u r i n n g ó ð u r.K ö r f u k n a t t l e i k s d e i l d K e f l a v í k u r h e f u r s k i l a ð ó h e m j u m ö r g u m t i t l u m í h ú s s í ð a s t l i ð i n á r, b æ ð i í u n g l i n g a - o g m e i s t a r a f l o k k u m , o g e r m a r k m i ð i ð a ð s j á l f s ö g ð u a ð h a l d a þ v í á f r a m . T í m a b i l i ð 2 0 0 9 - 2 0 1 0 h e f u r f a r i ð b æ r i l e g a a f s t a ð f y r i r b æ ð i l i ð m e i s t a r a f l o k k s o g þ e g a r þ e s s i o r ð e r u s k r i f u ð h a f a s t ú l k u r n a r t r y g g t s é r s æ t i í ú r s l i t u m S u b w a y - b i k a r k e p p n i n n a r. S t r á k a r n i r e i g a m ö g u l e i k a á a ð k o m a s t í ú r s l i t i n í k a r l a f l o k k i m e ð s i g r i á S n æ f e l l i í u n d a n ú r s l i t u m . K e f l a v í k u r l i ð i n e r u b æ ð i á b l ú s s a n d i s i g l i n g u o g v i ð e r u m þ e s s f u l l v i s s a ð b æ ð i l i ð e i g a e f t i r a ð n á l a n g t á þ e s s u t í m a b i l i . Í g e g n u m t í ð i n a h e f u r k r a f a n á v a l l t v e r i ð s ú a ð K e f l a v í k s k i l i t i t l i e ð a t i t l u m í s a f n i ð , s a m a h v o r t u m e r a ð r æ ð a d e i l d a r - , b i k a r - e ð a Í s l a n d s m e i s t a r a t i t l a .M e ð s a m s t i l l t u á t a k i þ j á l f a r a , l e i k m a n n a , s t y r k t a r a ð i l a , s t u ð n i n g s m a n n a o g s t j ó r n a r m a n n a m u n K e f l a v í k h a l d a á f r a m a ð b y g g j a u p p s t e r k t k ö r f u k n a t t l e i k s f é l a g s e m æ t l a r s é r a ð v i ð h a l d a s t e r k u m i n n v i ð u m s v o l e n g i s e m h é r e r b y g g t b ó l . V i ð v i l j u m þ a k k a ö l l u m þ e i m a ð i l u m s e m v e i t t h a f a o k k u r s t u ð n i n g o g s t y r k þ a n n t í m a s e m v i ð h ö f u m s t u n d a ð k ö r f u k n a t t l e i k . Á n y k k a r v æ r i þ e t t a e k k i h æ g t .

F. h . K ö r f u k n a t t l e i k s d e i l d a r K e f l a v í k u rM a r g e i r E l e n t í n u s s o n , Fo r m a ð u r K K D K

STÓRVELDI

Avery 732

Avery 741

1 iPod nano á ári fyrir AukakrónurÞú getur keypt þér einn 8 GB iPod nano á ári í Apple-búðinni fyrir Aukakrónurnar sem safnast þegar þú notar A-kortið þitt – eða eitthvað annað sem þig langar í hjá samstarfsaðilum Aukakróna.

* M

.v. 1

50

þús

und

kr.

innl

end

a ve

rslu

n á

mán

uði,

þ.a

. 1/3

hjá

sam

star

fsað

ilum

. / S

já n

ánar

á w

ww

.auk

akro

nur.i

s.

*

AUKAKRÓNUR | landsbankinn.is | 410 4000

Sæktu um A-kort á www.aukakronur.is

NB

I hf.

(Lan

dsb

anki

nn),

kt.

471

00

8-2

08

0.

EN

NE

MM

/ S

ÍA /

NM

39

30

5

Page 4: Keflavik 2010 Karfan

4

Höfum fundið taktinnJón Nordal Hafsteinsson er fyrirliði Keflavíkurliðsins, annálaður baráttuhundur sem oftar en ekki fær úthlutað því verkefni að sinna hinum þöglu og vanþakklátu verkum inni á vellinum. Jón hefur verið órjúfanlegur hluti hins sigursæla Keflavíkurlðs hin síðari ár og það kemur í raun ekki mjög á óvart að ódrepandi baráttuhundi sem tekur þarfir liðsins fram yfir sínar eigin skuli hafa verið rétt fyrirliðabandið.Jón er Keflvíkingur í húð og hár og hóf afskipti af körfubolta ansi ungur.

„Ég byrjaði að æfa níu ára og þetta byrjaði bara nokkuð vel,“ segir Jón þegar talið berst að fyrstu skrerfunum hans á parketinu. „Þetta er mjög sterkur árgangur í Keflavík, við unnum allt sem í boði var upp í gegnum yngri flokkana og það skemmir ekki fyrir að þetta er mjög samrýndur hópur, við erum allir góðir vinir. Þetta eru menn eins og Maggi Gunnars og Sæmi Odds, sem var gríðarlegt efni, Davíð Þór og Sævar Sævars, svona til að nefna nokkra. Þetta var það sterkt lið að við áttum það til að spila upp fyrir okkur í aldri og

fórum m.a.s. fram úr Keflavíkurstrákunum sem eru ári eldri en við í einhverjum tilfellum.“

Hvað er það sem dregur Keflvíkinga í körfubolta, hvað varð til þess að þú fórst að æfa?„Þetta þróaðist nú bara einhvern veginn svona og sjálfsagt hafa félagarnir og félagsskapurinn haft einhver áhrif. Við vorum í körfubolta öllum stundum, það snérist allt um körfuna. Við æfðum eins og skepnur, strax eftir skóla vorum við komnir út að spila og menn mokuðu innkeyrslur til þess að búa til leiksvæði ef þannig bar undir. Það var líka ákveðinn kostur við þennan hóp að þetta eru allt miklir keppnismenn og það var ekkert gefið eftir, menn lögðu mikið á sig til þess að forðast tap. Þarna er kannski svolítill munur á okkur og því sem maður sér til ungu strákanna í dag. Þeir setjast við tölvuna eftir skóla, mæta svo á æfingu og fara beint heim aftur í tölvuna. Við vorum hins vegar í körfu öllum stundum og það hefur skilað sér ágætlega.“

Hefur velgengni Keflavíkurliðsins áhrif á ungu strákana, hvetur þá til þess að mæta frekar á körfuboltaæfingar heldur en að leggja aðrar íþróttir fyrir sig?„Já, ég held að það sé ekki spurning. Fótboltinn hefur náttúrulega verið sterkur í Keflavík í gegnum tíðina, en síðustu árin hefur verið hálfgert gullaldartímabil í körfunni. Við höfum sankað að okkur titlum og þetta hefur sín áhrif. Ég æfði sjálfur fótbolta á sínum tíma og ég held að við höfum gert það nokkuð margir í körfunni, en ég fann það fljótlega að karfan átti miklu betur við mig og það er hvetjandi að koma inn í umhverfi þar sem menn leggja mikið á sig og uppskera eftir því.“

„Það hefur líka alveg rosalega mikið að segja að við höfðum frábæra þjálfara í yngri flokkunum“, segir Jón, „og það er eitthvað sem lögð hefur mikil áhersla á hjá Keflavík í gegnum tíðina, hér er hugað vel að þjálfun yngri flokkanna. Við vorum með snillinga eins og Stebba Arnars, Jón Guðbrands og Jón Guðmunds. Það sem skipti gríðarlega miklu máli var að það var lögð mikil áhersla

Page 5: Keflavik 2010 Karfan

5

á undirstöðuatriðin, án þeirra er ekki á miklu að byggja.“

Fannst þér það mikilvægt að þegar þú stígur þín fyrstu skref með meistaraflokki kemurðu inn í ákveðna sigurhefð?„Já, ekki spurning. Ég kem inn haustið ´97 og við unnum allt sem í boði var tímabilið þar á undan. Þetta var rosalegt lið, Damon Johnson, Gaui, Falur, Alli Óskars, Kiddi Friðriks, Biggi Örn og fleiri snillingar. Við höfum svo unnið ófáa titla síðan og verið í titilbaráttu og þessi sigurhefð hjálpar mikið.“

„Mér hefur alltaf fundist deildarmeistaratitilinn vanmetinn“, segir Jón þegar verið er að rifja upp titlana sem Keflavík hefur sópað að sér. „Þetta er titillinn sem þú færð fyrir að vera rétt stilltur yfir langt tímabil, úrslitin ráðast ekki í einum eða tveimur leikjum. Þetta eru verðlaunin sem þú hlýtur fyrir að standa þig best yfir allt tímabilið og það er ekkert lítið. Titillinn gefur svo heimaleikjaréttinn í úrslitakeppninni, sem getur reynst dýrmætt.“

Hér eru alltaf gerðar kröfurEr alltaf pressa á ykkur Keflvíkingum að vinna titla?„Já, hún hefur alltaf verið til staðar og það er í rauninni bara gott. Við setjum líka pressu á okkur sjálfir, við eigum glæsilega sögu og viljum alltaf lengja hana. Við förum í alla leiki með það að markmiði að vinna og ég held að það breytist ekkert á næstunni.“

Það hefur verið ansi skemmtilegur rígur á milli Keflavíkur og Njarðvíkur í gegnum tíðina og það er ansi sérstakt að hafa tvö frábær körfuboltalið á ekki stærra svæði. Þeir sem ekki eru héðan klóra sér stundum í kollinum yfir þessu og sjá jafnvel ekki skilin þarna á milli, en þið eruð með þetta alveg á kristaltæru, eða hvað?„Já, Keflavík er Keflavík og Njarðvík er Njarðvík,“ segir Jón sposkur á svip. „Þetta er auðvitað Reykjanesbær þegar þetta er lagt saman, en skilin eru alveg á hreinu. Það er hálfgerð hátíðarstemmning þegar þessi lið mætast og það er fátt skemmtilegra en að vinna Njarðvík, það er næstum því eins og að vinna bikar. Það er að sama skapi alveg hrikalega leiðinlegt að tapa fyrir þeim. Þetta er rígur sem teygir sig alveg niður í yngri flokkana, en þetta er samt vinalegur rígur. Við erum allir mestu mátar utan vallar og margir mínir bestu vinir eru Njarðvíkingar; Palli Kristins og Frikki Stef, Logi Gunnars er náfrændi minn og svo eru komnir Keflvíkingar þarna yfir, t.d. Maggi Gunnars og Siggi Ingimundar.“

Þú ert annálaður baráttuhundur inni á vellinum og færð kannski ekki alltaf hrósið sem þú átt skilið, vinnur svona þessi þöglu og vanþakklátu verk. Er þetta rétt mat?„Já ég held það. Ég legg mikið upp úr góðum varnarleik og þrífst ágætlega í svona góðu liði, liði sem hefur mjög beitta sóknarmenn. Ég tek ekki mörg skot, er meira í því að hlaupa

inn í eyður og búa til pláss, láta kerfin ganga upp og reyni að gera leikmennina í kringum mig betri um leið og þeir gera mig betri. Ég nýt mín mjög vel í góðu liði þar sem flæðið er gott. Mér finnst virkilega gaman að spila vörn og góður varnarleikur er stundum vanmetinn, það er rétt. Það er rosalega gaman að henda sér á eftir lausum bolta eða rífa niður frákast sem kveikir á hraðaupphlaupi sem skilar sér í stigum. Svo er fátt skemmtilegra en að taka góðan ruðning.“

Þetta bara smallÞað vekur svolitla athygli að þið Keflvíkingar hafið eiginlega flogið svolítið undir radarnum í vetur og þið voruð að mörgu leyti ólíkir sjálfum ykkur fyrir áramót.„Það er margt til í því. Þetta var svolítið upp og niður hjá okkur. Við byrjuðum leiki oft ágætlega, en misstum þá svo frá okkur og töpuðum þegar allt kemur til alls bara

fyrir efstu liðunum og erum þrátt fyrir allt í toppbaráttunni. Útlendingurinn sem var hjá okkur framan af hentaði okkur ekki, þetta er fínn náungi og ágætur körfuboltamaður, en hann hentaði hreinlega ekki okkar leikstíl.“„Það pirrar okkur ekkert að við skulum ekki vera mikið í umræðunni, það hefur oft verið þannig að lítið er fjallað um Keflavík á meðan önnur lið mega varla vinna leik án þess að það kalli á umfjöllun á heilsíðu.“

Hvað er það sem gerist svo eftir áramót, það eru fáir að spila betur en þið?„Við höfum fundið taktinn, erum komnir með útlending sem hentar okkur miklu betur og er hörkugóður leikmaður. Það er betri taktur í liðinu, fyrir vikið verður skemmtilegra að spila og þá fara hlutirnir að ganga betur. Þetta er búið að vera mjög skemmtilegt eftir áramót.“ segir Jón Nordal að lokum.

Page 6: Keflavik 2010 Karfan

6

„Þetta er rosalega fín lína sem maður þarf að fikra sig eftir,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur, þegar hann er beðinn um að skilgreina þjálfarastarfið og svara því hvort það sé rétt að til þess að ná árangri sem þjálfari þurfi menn að vera svolítið skrítnir. „Það er náttúrulega eitt í þessu; það eru til góðir þjálfarar og svo eru til góðir „trainerar“. Sá síðarnefndi getur kennt leikmönnum ákveðnar hreyfingar, lagað skotin og svo framvegis, en þjálfarinn þarf hins vegar að vera góður í að lesa fólk, meta ástand og aðstæður og vita hvenær á að t.d. æsa sig og hvenær ekki. Þjálfarinn þarf að vera pínulítið skrítinn, það er alveg rétt. Góður þjálfari er sá sem stillir spennustigið rétt hverju sinni, hvort sem það er á æfingu eða í leikjum. Það eru til þeir sem eru góðir í hvoru tveggja, en annars þarf svolítið að sameina þetta í þjálfarastarfinu hérna heima, þótt það sé reyndar að breytast. Ég myndi segja að ég væri ekkert rosalega góður í í búa til leikmenn, en ég held að styrkur minn felst í því að ég er ágætur þjálfari. Ég er með Önnu Maríu með mér, hún hefur reynslu af því að spila í efstu deild og kann einmitt þá list að leiðbeina og laga hjá hverjum leikmanni fyrir sig. Það er mikilvægt að velja rétta fólkið til að vinna með sér.“

Fótboltakempa og dómari„Ég byrjaði að æfa körfubolta sem krakki og heillaðist strax af íþróttinni,” segir Jón. „Ég æfði svo fótbolta með körfunni, eins og flestir hérna í Keflavík, og var svona sæmilega frambærilegur markmaður. Þegar ég var 14 ára var ég farinn að nudda í unglingalandsliðið og varð hreinlega að gera upp á milli greinanna. Ég valdi fótboltann og sé svo sem ekkert eftir því, en gat þó ekki sleppt takinu af körfuboltanum og var orðinn körfuboltadómari 18 ára. Ég á það m.a. á afrekaskránni að hafa dæmt rúmlega hundrað leiki í meistaraflokki karla og dæmdi samhliða fótboltaástundun, en svo fór að hnéð gaf sig og fótbotaferillinn varð heldur endaslepptur. Þegar ég meiddist í fyrsta skiptið fór ég að þjálfa körfubolta, var beðinn um að taka að mér lið sem hafði svona hálfpartinn dottið út af borðinu og ég hreinlega kolféll fyrir þessu. Það eru orðin einhver tólf ár síðan þetta var og það hefur sjálfsagt aukið á áhugann hjá mér að þetta ágæta lið, sem hafði ekki verið neitt sérlega sigursælt, komst alla leið í bikarúrslit og tapaði úrslitaleiknum á dómaraskandal. Það er allt í lagi að það komi fram. Þetta lið náði svo ágætum árangri og eitt leiddi af öðru, ég kom inn sem aðstoðarþjálfarai hjá Kidda Óskars sem var með stelpurnar sem eru

fæddar ´88 og við unnum allt sem hægt var að vinna og aðstoðaði svo Henning Hennings með unglingalandsliðið, aftur stelpurnar sem eru fæddar ´88, og það ágæta lið varð Norðurlandameistari. Svo datt ég eiginlega inn í þetta þjálfarastarf hjá meistaraflokknum, það vantaði þjálfara og Keflvíkingar hafa alltaf verið mjög duglegir að leita inn á við þegar svoleiðis lagað kemur upp. Ég ætlaði ekkert að fara að þjálfa meistaraflokk, en ákvað að taka slaginn.“

Hvernig er að vinna í þessu umhverfi þar sem sigurhefðin er býsna rík og pressan þar af leiðandi nokkuð mikil?„Þetta er frábært. Við búum að því að við erum með frábæra þjálfara niður í gegnum alla yngri flokkana, þjálfara sem kunna sitt fag og geta miðlað af dýrmætri reynslu. Þú fæðist ekki sigurvegari, þú verður sigurvegari og þá verður grunnurinn að vera í góðu lagi. Ég finn líka fyrir því að fólk fylgist vel með okkur. Við töpuðum fyrstu fjórum leikjunum okkar og fólk sem ég þekkti ekki neitt vatt sér upp

Ég er bjartsýnn

Page 7: Keflavik 2010 Karfan

7

að mér úti í búð og fór að ræða málin. Þessi áhugi er mjög skemmtilegur og ýtir undir metnaðinn.“

Taphrinan gerir okkur sterkariVarstu farinn að hafa áhyggjur af stöðu mála í upphafi leiktíðarinnar, þegar þið töpuðu fjórum leikjum í röð?„Já já, ég viðurkenni það alveg. Ég er þess vafasama heiðurs aðnjótandi að vera fyrsti þjálfarinn hjá Keflavík, bara í sögu félagsins, sem tapar fjórum fyrstu leikjunum á leiktíðinni. Við reiknuðum ekki með þessu og það er ekkert launungarmál að það var taugatitringur í gangi. Við búum hins vegar svo vel að eiga stjórnarmenn sem eru með báða fætur á jörðinni og við settumst niður og fórum yfir hlutina. Ég sagði þeim að ég myndi víkja og mæta bara í stúkuna til að styðja liðið ef þeir vildu það, ég er fyrst og fremst Keflvíkingur og vil hag liðsins sem mestan. Við fórum gaumgæfilega yfir málin og reynsla og kunnátta Önnu Maríu kom þar að góðum notum. Við mátum það svo að við værum með gott lið í höndunum og að við ættum að geta fengið meira út úr því. Við vorum með erlendan leikmann sem small ekki inn í þetta hjá okkur, nokkrir leikmenn höfðu fengið ný hlutverk og voru hreinlega að læra á þau og svo setja meiðsli auðvitað alltaf strik í reikninginn. Þá var ekkert annað í stöðunni en að setja upp nýtt plan og setja markmið. Við fórum í ansi hraustlega naflaskoðun og

eftir á að hyggja var það kannski bara hollt. Maður verður að kunna að tapa til þess að kunna að vinna. Þetta hefur gengið vel, allir eru með hlutverk sín á hreinu.“

Liðið er komið á gott ról og er til alls líklegt, en hvað getiði leyft ykkur mikla bjartsýni varðandi titlabaráttu? „Ég er mjög bjartsýnn maður, en það skiptir miklu að við séum með báða fætur á jörðinni. Eftir þessa fyrstu fjóra tapleiki settum við okkur markmið til skemmri, t.d. að vera í fjórða sæti í deild um áramót og vera ennþá með í bikarnum. Það gekk eftir. Við settum okkur annað markmið, að vera áfram í bikarnum

og í efri hluta deildarinnar 21.janúar. Það gekk eftir. Nú er bikarúrslitaleikur framundan og við höfum sett okkur markmið sem við ætlum að ná áður en deildarkeppninni lýkur og það er markmið sem við höldum bara út af fyrir okkur í bili. Við gerum okkur grein fyrir því að það getur verið stutt þarna á milli, það má ekki mikið út af bregða, þá getur allt hrokkið í baklás. Við höldum áfram að vinna í þessu, þetta gengur ágætlega eins og er og engin ástæða til annars en bjartsýni,“ segir Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari kvennaliðs Keflavíkur.

Page 8: Keflavik 2010 Karfan

8

„Þetta er kannski ekki á allra vitorði, en ég hóf körfuboltaferilinn í Njarðvík og þar vann ég minn fyrsta titil,“ segir Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, með bros á vör þegar hann er beðinn um að rifja upp fyrstu skrefin á körfuboltaferlinum, sem spannar rúm þrjátíu ár að öllu meðtöldu. „Ég æfði með Teiti, Kidda Einars og Edda og fleiri snillingum og við urðum Íslandsmeistarar í yngri flokkum held ég 1978 frekar en 1979. Ég kom svo hingað heim um leið og íþróttahúsið var opnað árið 1980 og þá fór körfuboltinn að rúlla hér. Ég spilaði svo fyrsta leikinn minn með meistaraflokki 1983, þá 16 ára.“

Hvað varð til þess að þú valdir körfuboltann á sínum tíma, hafði þessi mikla körfuboltamenning hafið innreið sína á Suðurnesjum?„Já, hún svona var öll að koma til. Nonni Kr., Axel Nikulás og Óskar bróðir hans og Viðar og þeir félagar voru komnir aðeins af stað, en Njarðvíkingarnir voru reyndar fyrri til. Ég var dreginn á leik inni í Njarðvík og ég gjörsamlega heillaðist. Ég var í fótbolta á þessum tíma, en fékk algjöra körfuboltadellu og hætti í fótboltanum mjög fljótlega.“

Körfuboltinn hentar okkur„Það er kannski ekki til einhver ein skýring,“ svarar Guðjón til þegar við spyrjum hann út í ástæður þess að Suðurnesin hafa verið höfuðvígi körfuboltans á Íslandi. Kenningar um að bandarískir hermenn á Keflavíkurflugvelli hafi smitað heimamenn

af áhuganum eru skiljanlegar, en samt ansi langsóttar.„Þetta bara sprakk út, áhuginn var og hefur verið alveg gríðarlegur í þrjátíu ár eða svo. Þegar þetta var að byrja komu strákarnir úr Njarðvík yfir til okkar og við fórum yfir til þeirra, við spiluðum út í eitt og settum m.a.s. upp æfingabúðir á sumrin. Við spiluðum körfubolta öllum stundum. Einhvern veginn hentar þessi grein okkur vel hérna suðurfrá, handboltinn hefur ekki náð að festa sig í sessi, ef við berum saman þessar vinsælustu inniboltagreinar og áhuginn á körfuboltanum hefur bara aukist ef eitthvað er. Það segir kannski líka sitt um áhugann að við Keflvíkingar vorum tiltölulega fljótir að koma okkur í toppbaráttuna, við féllum að vísu 1984 og spiluðum eitt ár í fyrstu deild og svo urðum tið Íslandsmeistarar fimm árum síðar. Síðan hefur titlasöfnunin verið þannig að við getum stillt þessu þannig upp að síðustu tuttugu árin höfum við orðið Íslandsmeistarar annað hvert ár.“

„Áhuginn og metnaðurinn komu fljótlega í ljós og þetta var fljótt að skila sér niður í yngri flokkana, sem eru náttúrulega algjör forsenda þess að við höldum okkur áfram í fremstu röð og það sama hefur verið uppi á teningnum í kvennaflokki. Stelpurnar hafa verið alveg ótrúlega sigursælar og ég held að sigurhefðin hafi að stórum hluta smitast frá meistaraflokksleikmönnum sem tóku að sér þjálfun. Ég held að það sé okkur líka til tekna varðandi meistaraflokk karla að okkur hefur haldist ágætlega á þjálfurum. Ef við lítum

bara tilbaka til ´89 eru þetta Jón Kr., Siggi Ingimundar og svo ég, fyrir utan sprettinn sem við tókum ég og Falur. Ég held að það geti ekki mörg lið í landinu toppað það.“

Vinalegur og jákvæður rígurÞað er svolítið sérstakt að á meðan rígurinn á milli Keflavíkur og Njarðvíkur er nánast að gera út af við ykkur leikmennina og flestir myndu líklega álykta að þið heilsuðust ekki úti á götu eruð þið mestu mátar og að þessi rígur hefur jafnvel orðið til þess að menn hafa lagt aukalega á sig til þess að lúffa ekki fyrir félaganum hinum megin við bæjarmörkin.„Það var og hefur alltaf verið alveg svakalegur rígur á milli manna inni á vellinum, en utan vallar er þetta allt í mesta bróðerni. Við getum tekið sem dæmi að Njarðvíkingurinn Valur Ingimundarson og Keflvíkingurinn Axel Nikulásson háðu næstum því blóðuga bardaga inni á vellinum, en eru svo bestu vinir um leið og flautað er til leiksloka. Ég var mikið inni í Njarðvík á sumrin, við Teitur, Ísak og Kiddi og fleiri eyddum miklum tíma saman og við erum nánir vinir. Það hefur alltaf verið mikill vinskapur á milli Keflavíkur og Njarðvíkur og ég held að það hafi ýtt undir það að menn lögðu aukalega á sig í leikjum og til þess að geta staðið uppi sem sigurvegarar æfðu menn hreinlega meira og betur. Grindavík datt svo inn í þetta aðeins seinna, Gummi Braga er t.d. jafnaldri okkar Teits, þar með stóð Suðurnesjabaráttan á milli þriggja liða og ég held að þessi innbyrðisbarátta hafi haft jákvæð áhrif á öll liðin.“

Stuttur útúrdúrFyrst Grindavík ber nú á góma liggur beinast við að spyrja hvort það hafi verið jafnundarlegt fyrir þig að spila þar í eitt tímabil eins og það var fyrir körfuboltaáhugamenn að sjá þig þar?„Já, að mörgu leyti,“ segir Guðjón brosandi. „Þetta var einhver fiðringur sem fór að gera vart við sig. Það var um þetta leyti sem maður fór að heyra af því að menn voru að fá ágætlega borgað fyrir það að spila körfubolta. Á þessum tíma var maður kannski farinn að hugsa aðeins meira um sjálfan sig, ég ætlaði mér alltaf að fara út í nám og spilamennsku og stefndi á Bandaríkin, en ákvað að prófa eitt ár við aðrar aðstæður hérna heima. Það var ágætt svo sem, en svo spilaði það inn í að ég var kominn með fjölskyldu og þótt það væri kannski ekkert brjálæðislega langt að fara fannst mér betra að vera hérna heima.“

FYRST OG FREMST

Page 9: Keflavik 2010 Karfan

9

„Ég er búinn að vera hérna nánast óslitið síðan íþróttahúsið var opnað,“ segir Guðjón þegar honum er bent á að persóna hans sé nánast samofin sögu körfuknattleiksliðs Keflavíkur. „Mamma var húsvörður hérna og við bræðurnir vorum hérna meira og minna allan daginn.“

Guðjón er einn albesti skotmaður sem stigið hefur inn á körfuboltavöll á Íslandi og var ekki bara hittinn, heldur hafði hann mjög fallegan skotstíl.„Ég hef líklega haft þetta að einhverju leyti í mér,“ segir Guðjón þegar þessi fullyrðing er borin undir hann. „Ég fékk þau skilaboð á fyrstu æfingunum mínum að ég hreinlega kynni að skjóta, en ég bjó reyndar að því seinna meir að hafa fengið góð ráð hjá flinkum þjálfara í Bandaríkjunum. Ég fékk Ameríkuferð í fermingargjöf á sínum tíma, fór þar í körfuboltabúðir og þar var skotþjálfari sem tók heilan klukkutíma með hverjum þátttakanda fyrir sig. Hann benti mér á ákveðin atriði sem ég þurfti að laga og slípa og lofaði mér svo því að gerði ég það yrði ég góð skytta. Ég æfði alltaf vel, skaut mikið fyrir og eftir æfingar. Við vorum duglegir að æfa okkur aukalega og það var tekið vel á því á þessum æfingum. Við byrjuðum líka tiltölulega snemma að lyfta og styrkja okkur og það hjálpaði mikið. Þetta hafði líka jákvæð áhrif á það að við entumst lengur, ég er sannfærður um að ég lengdi ferilinn með því að hugsa þokkalega um mig. Styrkingin gerði það líka að verkum að ég slapp blessunarlega við meiðsli, ég snéri mig einu sinni á rúmlega tuttugu ára ferli og það gerðist í bílslysi,“ segir Guðjón.

Varstu alltaf ákveðinn í að snúa þér að þjálfun eftir að þú lagðir skóna formlega á hilluna?„Já já, það má eiginlega segja það. Ég var samt þannig innstilltur fyrir tveimur árum að ég hefði rétt eins og getað hætt öllu þessu körfustússi. Það stóð reyndar ekki lengi yfir, maður hreinlega getur ekki slitið sig frá þessu.“

Það þýðir ekkert að æpa„Ég held að ég sé svona tiltölulega rólegur,“ segir Guðjón þegar við biðjum hann um skilgreina sig sem sem þjálfara. Það reynist öllu erfiðara en að skilgreina leikmanninn Guðjón Skúlason. „Ég lít ekki svo á að ég eigi vera einhvers konar siðgæðisvörður þessara stráka eða harðstjórinn sem ræður yfir þeim, þeir vita það að ef þeir gera það sem ég legg fyrir rúllar þetta allt vel. Þeir vita líka í hvaða stöðu þeir eru ef þeir standa sig ekki eða stíga út fyrir mörkin. Ég hef ekki mikla trú á þeirri hugmyndafræði að hóta leikmönnum hinu og þessu eða öskra og garga þannig að

glymur í húsinu. Ef menn eru ekki að gera það sem fyrir þá er lagt er miklu líklegra til árangurs að benda á og leiðbeina á s k y n s a m l e g u m nótum. Skilaboðin komast betur til skila þannig heldur en með hávaða og látum, ég þekki það af eigin reynslu úr yngri flokkum og frá útlöndum.“

Þetta er búið að vera svolítið skrítið tímabil hjá ykkur K e f l v í k i n g u m , menn hafa ekki beinlínis beint kastljósinu að ykkur og einhverra hluta vegna ekki reiknað með ykkur í toppbaráttu, þótt þið séuð þar í góðum gír. Er einhver skýring á þessu?„Menn virtust ekki búast við miklu af okkur, ég held að ég muni það rétt að okkur hafi verið spáð fimmta eða stjötta sæti í deildinni og mér fannst það bara ágætt. Það er þá okkar að sýna okkur og sanna. Við vorum nákvæmlega á þeim stað sem ég vildi að við værum á um áramótin, ég hefði kannski viljað tapa tveimur leikjum en ekki þremur, en staðan er engu að síður nokkuð góð. Ég held að menn séu hins vegar farnir að veita okkur athygli núna eftir áramótin.“

„Ég gaf mönnum tíu daga jólafrí, sem er held ég frekar óvenjulegt,“ segir Guðjón um ástæður þess að liðið mætir svona vel stemmt til leiks eftir áramót. „Ég fékk menn ferska og fríska tilbaka úr jólafríinu, enda setti ég þetta svolítið í þeirra hendur þótt við höfum lagt ákveðnar línur. Sumir fengu lyftingaprógramm, aðrir þurftu bara á algjörri hvíld að halda og enn aðrir héldu sér frískum með léttum æfingum. Auðvitað hefði einhver getað legið með tærnar upp í loft í tíu daga, en ég hefði séð afleiðingar þess strax á fyrstu æfingu eftir jól og það vildi það enginn.“

Við verðum í toppbaráttunni„Við ætlum að vera með í baráttunni um titlana, alla þrjá,“ segir Guðjón um markmið

vetrarins. „Það hefur alltaf verið á hreinu frá okkar hendi, þótt okkur hafi verið spáð um miðja deild vorum við með það á hreinu að við ætluðum að blanda okkur í þessa baráttu. Við höfum svo sem ekkert gefið þetta út formlega, þannig lagað séð, enda spurði okkur enginn.“

Guðjón tengist Keflavíkurliðinu órjúfanlegum böndum, en jafnvel þótt slíkar tengingar séu til staðar hafa menn hleypt heimdraganum og spreytt sig á framandi slóðum. Guðjón var spurður hvort hann sæi það fyrir sér að hann þjálfaði annað lið en Keflavík í framtíðinni.„Nei,“ svaraði hann eftir eilitla umhugsun. „Nei, ég sé það ekki gerast, ég er einfaldlega svo mikill Keflvíkingur. Ég viðurkenni það reyndar að það gæti verið spennandi að fara með það sem maður hefur lært og þessa hugmyndafræði alla í annað umhverfi, láta reyna á þetta við aðrar aðstæður. Teitur vinur minn hefur gert þetta með glimrandi góðum árangri í Garðabæ, en þótt þetta gæti að sumu leyti spennandi kostur sé ég það bara ekki gerast. Ég er Keflvíkingur, svo einfalt er það,“ segir Guðjón Skúlason, þjálfari Keflavíkur, að lokum.

KEFLVÍKINGUR

Page 10: Keflavik 2010 Karfan

10

A. Óskarsson ehf Keflavíkurflugvelli Sími: 425 0625

Auðunn Guðmundsson. Bifr.stjóri Hátún 32 Sími: 898 2288

Brautarnesti Hringbraut 93b Sími: 421 3393

Dýralæknastofa Suðurnesja Fluguvellir 6 Sími: 421 0042

Fiskbúðin Vík Hringbraut 92 Sími: 421 4747

Grill Kebab Hringbraut 92a Sími: 534 6239

Hjúkrunarheimilið Hlévangur Sími: 422 7422

Íslandspóstur Keflavík Hafnargata 89 Sími: 421 5000

Kapalvæðing ehf Hólmgarður 2c Sími: 421 4688

Nuddstofan Vera Suðurgata 34 Sími: 421 3901

Plastgerð Suðurnesja Framnesvegi 21 Sími: 421 1959

Pulsuvagninn Tjarnargata 9 Sími: 421 1680

Rörvirki Óðinsvellir 11 Sími: 896 9305

Umbúðalausnir ehf Iðavellir 7a Sími: 421 1777

Verkalýðs- og Sjómannafélag Kef. Krossmóar 4 Sími: 421 5777

Verslunin Kóda Hafnargata 15 Sími: 421 4440

Esse ehf Stekkjargata 51 Sími: 421 3463

ÁFRAM KEFLAVÍK!

Page 11: Keflavik 2010 Karfan

11

Bryndís Guðmundsdóttir er í hópi öflugustu leikmanna kvennadeildarinnar og hefur þrátt fyrir ungan aldur reynt fleira en margur eldri og reyndari leikmaðurinn; m.a. krossbandaslit sem kostuðu langa fjarveru og spilamennsku á erlendri grundu. Hún missti af fjórum fyrstu leikjum Keflavíkurliðsins í vetur, tapleikjunum fjórum, þar sem hún var ekki komin með leikheimild eftir að hafa stytt Belgíudvöl í annan endann og þurfti því að fylgjast með af hliðarlínunni.

„Það var ekkert sérstaklega skemmtilegt að geta ekki verið með, félagaskiptin frá Belgíu tóku sinn tíma og ekkert við því að gera. Við töpuðum fyrstu fjórum leikjunum og það var auðvitað eitthvað sem enginn átti von á. Svo var þetta svona rokkandi svolítið eftir að við náðum fyrsta sigrinum, en um áramótin var þetta að komast á nokkuð gott ról og nú held að við séum bara í ágætum málum. Það hefur líka hjálpað okkur að fá Kristi til liðs við okkur, hún er góður liðsfélagi og passar vel inn í liðið og hópinn.“ „Við ákváðum í jólafríinu að gera eitthvað í þessu, töluðum mikið saman. Það er hundleiðinlegt að tapa og við þurftum að fara í gegnum ákveðið ferli, þurftum bara að ræða hlutina og koma málum á hreint. Ég held að það séu líka allir með hlutverk sín miklu meira á hreinu núna og það er enginn að fara í fýlu yfir spilamínútum.“ „Við fengum sex nýja leikmenn inn í hópinn fyrir þessa leiktíð og það tekur sinn tíma að slípa þetta saman,“ segir Bryndís þegar við spyrjum hana hvers vegna Keflavíkurliðinu gekk svona brösuglega í upphafi leiktíðarinnar. „Við Pálína vorum ekkert með þarna í fyrstu leikjunum og svo settu meiðsli líka strik í reikninginn. Það er erfitt við það að eiga að missa tvo og þrjá byrjunarliðsmenn, en ég held að við höfum engu að síður lært það að við vinnum ekki leiki ef við leggjum okkur ekki fram. Það er ekki nóg að mæta bara og treysta á að við vinnum af því að við erum Keflavík.“

Karfan hafði betur gegn sundinu„Ég byrjaði í körfunni þegar ég var í sjöunda bekk,“ segir Bryndís þegar við spyrjum hana út í upphafið. „Ég var í sundi áður og leikfimiskennarinn minn í Heiðarskóla, hinn góðkunni körfuboltadómari Kristinn Óskarsson, bað mig um að mæta á körfuboltaæfingu. Það var ekki aftur snúið, ég hætti í

sundinu, í og með líka af því að það var kominn svo leiðinlegur þjálfari, og hef verið í körfunni síðan. Það skemmdi ekki fyrir að árgangurinn minn hérna í Keflavík, ´88-árgangurinn, hefur alltaf verið gríðarlega sterkur, við unnum held ég allt nema allra fyrsta mótið sem ég fór á.“

Var sigurhefðin hérna í Keflavík þér hvatning þegar þú færðir þig yfir í körfuboltann?„Nei, ekki beint, ég fór meira inn í þetta á mínum forsendum, hreinlega þeim að ég hafði gaman að þessu. Ég vissi t.d. varla hver Anna María var fyrr en ég kom upp í meistaraflokkinn. Ég var reyndar í fótboltanum líka á sumrin alveg fram til 2004, sem spilaði inn í þetta líka. Ég hætti hins vegar alveg í fótboltanum af því að tíminn á sumrin fór í landsliðin.“

„Það var svolítil breyting að koma upp í meistaraflokkinn á sínum tíma. Við gengum saman upp í meistaraflokk ég og María Ben og þá voru þarna fyrir hetjur eins og Anna María, báðar Erlurnar, Kristín Blöndal, Birna og Marin. Fyrsta tímabilið í meistaraflokki er alltaf erfitt, maður labbar ekkert inn í svona sterkt lið og ég var stundum ferlega pirruð, var skapi næst að hætta. Svo fór þetta að ganga bærilega hjá mér svona upp úr áramótum og strax annað tímabilið var ég komin í byrjunarliðið.“

Nú þegar liðið virðist vera að finna taktinn sinn, hversu hátt er ykkur óhætt að spenna bogann?„Nú setjum við markið á að verða bikarmeistarar, ná öðru sæti í deildinni og standa okkur svo í úrslitakeppninni. Getur Keflavík orðið Íslandsmeistari? Auðvitað.”

Við stefnum á titla

Page 12: Keflavik 2010 Karfan

12

Bílaverkstæði Þóris ehfHafnarbraut 12Sími: 421 4620

Cool accessoriesTjarnarbraut 32Sími: 421 7676

Gallerí KeflavíkHafnargata 32Sími: 421 7300

HúðlæknastofanSuðurgata 23

Sími: 421 3200

Hjördís Björk Heildsala

Sími: 421 1900

Tannlæknastofa Einars Skólavegi 10

Sími: 421 1030

SigurjónsbakaríHólmgarði 2

Sími: 421 5255

ÁFRAM KEFLAVÍK!

Page 13: Keflavik 2010 Karfan

13

„Ég byrjaði í kör funni þegar ég var tíu ára, f lutti þá heim aftur frá Englandi og fór að æfa með Önnu Maríu og Olgu Færseth og fleir i góðum. Ég hætti svo, aðallega af því að mér gekk ekkert að hitta í kör funa, en datt inn í þetta af fullum krafti þegar ég var tólf ára og þá gekk þetta betur.“ segir Marín Rós Karlsdóttir, fyrir l iði kvennaliðs Keflavíkur.„Það datt svo alvara í þetta þegar ég komst upp í meistaraflokkinn fimmtán ára, Kristín Blöndal ber nú svolítið ábyrgð á því svona í l jósi þess að hún dró mig með sér æfingar. Ég hafði verið að spila og leika mér með strákunum um sumarið, Jonna og Magga Gunnars og fleirum. Keflavík var þá þegar orðið sigursælt l ið og það var svolítið sérstakt og lærdómsríkt að komast í þennan hóp, því þessar stelpur vissu ekkert hvað það var að tapa.“„Þetta var kjarninn sem byggði upp þessa sigurhefð, Anna María, Erla, Kristín og fleir i góðar, og svo höfum við alltaf notið góðs af frábæru star fi í yngri f lokkunum. Við höfum náð að viðhalda þessari velgengni og höfum í rauninni búið ti l nokkurs konar hringverkun; meistaraflokkurinn skilar áhuga og metnaði og sigurhefð niður í yngri f lokkana sem svo aftur sk ila góðum leikmönnum upp í meistaraflokk.“

Óvenjuleg staða„Við höfum ekki lent í þessari stöðu áður og okkur var svolítið brugðið,“ segir Marín um vandræðaganginn í upphafi leiktíðar. „Þetta var svolítið skrítið, við vorum með fimm leikmenn inni á vell inum en það var bara ekkert að gerast. Það er kannski engin afsökun, en það munaði samt um það að Bryndís, Pálína og Ingibjörg voru meira og minna frá. Það munar um þrjá byrjunarliðsmenn. Við vorum ólíkar sjálfum okkur, samheldnin sem hefur fleytt okkur langt var ekki ti l staðar og þetta var allt mjög undarlegt. Ég kann svo sem engar skýringar á þessu, þannig lagað, f jarvera sterkra leikmanna, leikmenn í nýjum hlutverkum og svo mætti lengi telja. En við erum búnar að vinna vel í þessu, settumst hreinlega yfir málin og ákváðum að taka okkur taki, settum okkur markmið og nú erum við allar með hlutverk okkar á hreinu. Það er allt annar bragur á l iðinu eftir áramót.

Við erum ánægðar, hugar farið hefur breyst ti l hins betra og það skilar sér.“Það er kannski er fitt að sjá eitthvað jákvætt við taphrinu, en það má læra heilmikið af því að tapa l íka, eða hvað?„Já algjörlega. Ég sá einmitt viðtal við Sir Alex Ferguson, stjóra Manchester United, núna á dögunum og hann sagðist læra meira af tapleikjunum heldur en sigurleikjunum. Við höfum nefnilega ekkert verið neitt alltof góðar í því að bregðast við vonbrigðum, tapleikjum og þess háttar. Þetta sást svolítið í úrslitakeppninni í fyrra, þá duttum við svolítið aftur á hælana og náðum ekki að rífa okkur upp og töpuðum fyrir KR. Þess vegna finnst

mér þetta þó jákvætt núna að því leytinu ti l að við náum að rífa okkur upp eftir talsverð vonbrigði og ég held að við séum á ágætu róli .“

Engu síðri en KR„Ef við berum okkur saman við önnur l ið í deildinni vil ég meina að við séum engu síðri en KR, sem er á toppnum. Við höfum sett okkur markmið og höfum náð þeim hingað. Við höfum svo sett stefnuna á eitt markmið ti l viðbótar, markmið sem við höldum út af fyrir okkur. Ég get samt sagt að stefnan er góð. Það er allt hægt.“

Það er allt hægt

Page 14: Keflavik 2010 Karfan

14

ÁFRAM KEFLAVÍK!

Page 15: Keflavik 2010 Karfan

15

© 2010 KPMG hf., íslenski aðilinn að KPMG International Cooperative (“KPMG International“), svissnesku samvinnufélagi. Öll réttindi áskilin.

Um árabil hefur KPMG verið leiðandi á markaði endurskoðunar- og ráðgjafar-fyrirtækja og veitir mörgum af stærstu fyrirtækjum landsins þjónustu. Á tímum óvissu horfum við með opnum huga til framtíðar og erum reiðubúin að takast á við þau krefjandi verkefni sem við blasa.

Einn megintilgangur félagsins er að veita fyrirtækjum og einstaklingum sérhæfða þjónustu sem grundvallast á áreiðanleika, fagmennsku og öryggi. Með markvissu samstarfi kryfjum við málin til mergjar.

KPMG hf. Iðavöllum 3, 230 Reykjanesbæ s. 421 8330, [email protected]

kpmg.is

Við horfum til framtíðar með þinn hag að leiðarljósi

Page 16: Keflavik 2010 Karfan