jötunn byggingar sauðfjárrækt á tímamótum · 2. tbl. 14. árg. nóvember 2017 kt....

16
2. tbl. 14. árg. nóvember 2017 Kt. 600404-2610 Jötunn Vélar ehf. - Selfoss, Akureyri, Egilsstaðir og Reykjavík Sauðfjárrækt á tímamótum Ágæti lesandi. Umræða undanfarinna mánaða varðandi stöðu sauðfjárræktar hérlendis hefur verið sérkennileg og sú staða sem greinin er komin í virðist óréttlát og óverðskulduð þar sem menn virðast sammála um að afurðin sé einstök í gæðum og heilnæmi. Væntanlega er hluti skýringarinnar á núverandi stöðu greinarinnar sá að frá fornu fari var lambakjötið alþýðumatur sem selt var lágu verði í verslunum líkt og ýsan. Stjórnvöld litu á það sem sitt hlutverk að tryggja lágmarks afkomu sauðfjárbænda í gegnum ríkisstuðning og þannig tryggja lágt verð lambakjötsins til neytenda. Það sem ekki seldist var selt tilviljanakennt á erlenda markaði, oft á einhverskonar hrak- virði. Vegna þessa var áhugi slátur- leyfishafa og kjötvinnsla lítill í vöru- þróun og markaðsstarfi á lamba- kjötinu enda var erfitt fyrir þessa aðila að ná ásættanlegri álagningu af slíkri vinnu og kjötið seldi sig hvort sem er meira og minna sjálft. Þessu erum í dag að súpa seyðið af í dag enda er megnið af lambakjötinu selt mjög lítið unnin í verslunum nánast á hrakvirði enda samræmist framsetning stærsta hluta vörunnar enganveginn óskum markaðarins. En hvað er til ráða? Margt vandað og öflugt fólk leitar í dag leiða til að snúa þessari þróun við og djörf verkefni varðandi vöruþróun og ýmiskonar nýsköpun eru í farvatninu auk þess sem markaðsstarf erlendis virðist nú tekið fastari tökum. Persónulega finnst mér í þessu sambandi áhugavert skoða hver þróun í verðmætasköpun sjávarafurða hefur verið á undan- förnum áratugum því í raun er mjög stutt síðan íslenskur sjávarútvegur var í svipaðri stöðu og lambakjötið er í dag. Mikið var lagt upp úr magni og gæðum kastað á glæ og varan seld ódýrt á markaði sem gerðu litlar kröfur og borguðu lágt verð. Ég þekki ekki nákvæmlega hversu mikil verðmætaaukninginn hefur orðið á föstu verðlagi á hverju kílói af þorski sem veitt er hérlendis á síðustu 40 árum en ímynda mér að hér séum við að tala um að lágmarki bilinu 5-10 földum á meðalverði hvers kílós. Ég er sannfærður um að með markvissum vinnubrögðum og metnaði til að ná árangri geti sömu tækifæri blasað við lambakjötinu ef allir leggjast á eitt og mótuð er markviss stefna þar sem reynslan úr sjávarútveginum er höfð til hlið- sjónar. Það er því full ástæða til bjartsýni þegar horft er fram á veginn þó engum dyljist að greinin þarf á tímabundinni aðstoð að halda. Finnbogi Magnússon Jötunn Byggingar Við erum stolt af því að kynna nýja viðbót við vöruframboð okkar sem fellst í sölu og reisingu bygginga. Reyndar er ekki um algera nýjung að ræða þar sem Jötunn afhenti um 20 stálgrindahús á árunum 2006-2008 auk þess sem við kynntum fyrr á árinu metnaðarfull verkefni í gistieiningum og litlum íbúðarhúsum sem framleidd eru hérlendis. En nú höfum við ákveðið að stíga skrefinu lengra og bjóða upp á heildarlausnir á sviði bygginga fyrir viðskiptavini þar sem sökkull og reising bygginganna getur verið innifalin ef þess er óskað. Við vorum svo lánsöm að geta fengið reynslubolta á þessu sviði til liðs við okkur. Hann heitir Hannes Sigurgeirsson og hefur síðustu ár unnið við eigin fyrirtæki í Noregi sem hefur sérhæft sig í alútboðum á byggingum, með sérhæfingu í landbúnaðarbyggingum fyrir nor- ska bændur. Innar í blaðinu má lesa meira um Jötunn Byggingar.

Upload: others

Post on 30-Dec-2019

15 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

2. tbl. 14. árg. nóvember 2017

Kt. 600404-2610 Jötunn Vélar ehf. - Selfoss, Akureyri, Egilsstaðir og Reykjavík

Sauðfjárrækt á tímamótumÁgæti lesandi.

Umræða undanfarinna mánaða varðandi stöðu sauðfjárræktar hérlendis hefur verið sérkennileg og sú staða sem greinin er komin í virðist óréttlát og óverðskulduð þar sem menn virðast sammála um að afurðin sé einstök í gæðum og heilnæmi. Væntanlega er hluti skýringarinnar á núverandi stöðu greinarinnar sá að frá fornu fari var lambakjötið alþýðumatur sem selt var lágu verði í verslunum líkt og ýsan. Stjórnvöld litu á það sem sitt hlutverk að tryggja lágmarks afkomu sauðfjárbænda í gegnum ríkisstuðning og þannig tryggja lágt verð lambakjötsins til neytenda. Það sem ekki seldist var selt tilviljanakennt á erlenda markaði, oft á einhverskonar hrak­virði.

Vegna þessa var áhugi slátur­leyfishafa og kjötvinnsla lítill í vöru­þróun og markaðsstarfi á lamba­kjötinu enda var erfitt fyrir þessa

aðila að ná ásættanlegri álagningu af slíkri vinnu og kjötið seldi sig hvort sem er meira og minna sjálft.

Þessu erum í dag að súpa seyðið af í dag enda er megnið af lambakjötinu selt mjög lítið unnin í verslunum nánast á hrakvirði enda samræmist framsetning stærsta hluta vörunnar enganveginn óskum mark að arins.

En hvað er til ráða? Margt vandað og öflugt fólk leitar í dag leiða til að snúa þessari þróun við og djörf verkefni varðandi vöruþróun og ýmiskonar nýsköpun eru í farvatninu auk þess sem markaðsstarf erlendis virðist nú tekið fastari tökum.

Persónulega finnst mér í þessu sambandi áhugavert að skoða hver þróun í verðmætasköpun sjávarafurða hefur verið á undan­förnum áratugum því í raun er mjög stutt síðan að íslenskur sjávarútvegur var í svipaðri stöðu og lambakjötið er í dag. Mikið var lagt upp úr magni og gæðum

kastað á glæ og varan seld ódýrt á markaði sem gerðu litlar kröfur og borguðu lágt verð. Ég þekki ekki nákvæmlega hversu mikil verðmætaaukninginn hefur orðið á föstu verðlagi á hverju kílói af þorski sem veitt er hérlendis á síðustu 40 árum en ímynda mér að hér séum við að tala um að lágmarki bilinu 5­10 földum á meðalverði hvers kílós.

Ég er sannfærður um að með markvissum vinnubrögðum og metnaði til að ná árangri geti sömu tækifæri blasað við lambakjötinu ef allir leggjast á eitt og mótuð er markviss stefna þar sem reynslan úr sjávarútveginum er höfð til hlið­sjónar.

Það er því full ástæða til bjartsýni þegar horft er fram á veginn þó engum dyljist að greinin þarf á tímabundinni aðstoð að halda.

Finnbogi Magnússon

Jötunn ByggingarVið erum stolt af því að kynna nýja viðbót við vöruframboð okkar sem fellst í sölu og reisingu bygginga. Reyndar er ekki um algera nýjung að ræða þar sem Jötunn afhenti um 20 stálgrindahús á árunum 2006­2008 auk þess sem við kynntum fyrr á árinu metnaðarfull verkefni í gistieiningum og litlum íbúðarhúsum sem framleidd eru hérlendis.

En nú höfum við ákveðið að stíga skrefinu lengra og bjóða upp á heildarlausnir á sviði bygginga fyrir viðskiptavini þar sem sökkull og reising bygginganna getur verið innifalin ef þess er óskað. Við vorum svo lánsöm að geta fengið reynslubolta á þessu sviði til liðs við okkur. Hann heitir Hannes Sigurgeirsson og hefur síðustu ár unnið við eigin fyrirtæki í Noregi sem hefur sérhæft sig í alút boðum á bygg ingum, með sérhæfingu í land búnaðarbyggingum fyrir nor­ska bændur. Innar í blaðinu má lesa meira um Jötunn Byggingar.

Fréttabréf - Nóvember 20172

Verð og búnaður birtur með fyrirvara um prentvillur og/eða myndabrengl.

Ábyrgðarmaður: Finnbogi Magnússon • Upplag: 6.000 eintök • Dreifing: Íslandspóstur • Umbrot: Einar Þór Guðmundsson [email protected] • Prentun: GuðjónÓÚtgefandi: Jötunn Vélar ehf. • Austurvegi 69, 800 Selfossi • Lónsbakka, 601 Akureyri • Sólvangi 5, 700 Egilsstaðir • Sími: 4 800 400 • [email protected] • www.jotunn.is

VALTRA SÖLUHÆST // JÖTUNN BYGGINGAR

Allt stefnir í að Valtra verði söluhæsta dráttarvélin hér á landi í ár, þriðja árið í röð. Um síðustu mánaðamót höfðu 139 nýjar dráttarvélar verið skráðar frá áramótum og þar af 46 Valtra sem þýðir að þriðja hver vél er Valtra. Næst söluhæsta vélin í ár var aðeins með 20 vélar seldar á sama tímabili.

Ingvi Þór Bessason, sölumaður hjá Jötni, segir uppsveiflu Valtra meðal annars skýrast af nýjustu kynslóð þessara véla. „Valtra hefur lengi verið þekkt fyrir að vera mjög áreiðanlegur og vandaður framleiðandi en með þessari nýjustu kynslóð vélanna, sem gjarnan gengur undir nafninu „Fjarkinn“, hafa verið stigin stór skref í ýmsum tækninýjungum.

Í gegnum tíðina hefur Valtra ekki verið tæknivæddasta vélin á markaðnum en ávallt verið þekkt fyrir praktískar og notendavænar lausnir. Með „Fjarkanum“ kynnir Valtra nýja línu véla sem býður upp á allar þær sömu lausnir og aðrir í bransanum bjóða en með einfaldleikann og gott notendaviðmót að leiðarljósi. Uppsetning er einföld, engir faldir takkar, stjórnborð öll mjög aðgengileg og auðskiljanleg og

Verður Valtra langsöluhæsta vélin á Íslandi 2017?

þannig má áfram telja. Þetta snýr með öðrum orðum að öllum þáttum í notkun vélanna, hvort heldur er akstri eða tækjavinnu,“ segir Ingvi Þór.

Mikið fyrir peninginnMestur áhugi er í dag á vélum úr N og T­línunum frá Valtra en í þessum línum má finna 4 og 6 strokka vélar á bilinu 110­270 hestöfl. „Það er engin ein stærð eða útfærsla sem er ráðandi í sölu. Kaupendur vélanna eru yfirleitt mjög meðvitaðir um kosti þess að fá sérsmíðaðar vélar með þeim eiginleikum sem þeim henta og þannig eignast nýja dráttarvél sem er klæðskerasniðin að þeirra þörfum. Við sjáum að meðal kaupenda í dag eru bæði eigendur eldri Valtra véla að endurnýja og sömuleiðis kaupendur sem hafa verið með önnur merki og velja að skipta yfir í nýja Valtra,“ segir Ingvi Þór og að hans mati spila margir þættir inn í þegar kaupendur ákveða hvaða dráttarvélartegund verður fyrir valinu.

„Ég fullyrði að kaupendur eru að fá mikið fyrir peninginn í Valtra. Þetta eru ekki dýrustu vélarnar og heldur ekki þær

ódýrustu. Áreiðanleiki hefur alltaf verið einkennandi í þessum vélum og það byggist ekki síst á því að verksmiðjurnar hafa lagt mikið upp úr því að fullhanna tækninýjungar og prófa til enda við erfiðustu vetrarskilyrði áður en þær líta dagsins ljós í nýjum

vélum. Þessu til viðbótar skiptir máli að vélarnar eru með eins árs ábyrgð frá verksmiðjunum og til viðbótar er innifalinn Valtra plús sem er þriggja ára viðbótarábyrgð sem tryggir notandann mjög vel gagnvart öllum stærri bilunum, ef þær koma upp.“

Ýmsar sérlausnir í boðiIngvi Þór segir fleiri og fleiri kaup­endur í dag skoða möguleika á ýmiskonar sérlausnum þar sem horft er til mun fjölbreyttara notagildis dráttarvéla en áður hefur þekkst. Má þar nefna hefiltennur undir miðju vélanna, öfluga krana fastspennta á afturás, liðstýrðar vélar o.fl.

„Frá og með næstu áramótum hækkar leyfilegur hámarkshraði dráttarvéla í Evrópu í 60 km og sú breyting gerir Valtra dráttarvélar, með öllum sínum sérlausnum, mjög áhugaverðan valkost fyrir ýmiskonar verktaka og aðila sem í dag eru að nota vörubíla.

Og síðast en ekki síst má nefna að Valtra vélarnar hafa fengið fjölda virtra viðurkenninga fyrir góða hönnun, bæði útlitshönnun, innréttingu á ekilshúsi og fyrir­komulag stjórnbúnaðar. Vitanlega eru þetta líka mjög stórir þættir sem spila inn í val kaupenda og eru meðal skýringa á auknum vinsældum Valtra á Íslandi,“ segir Ingvi Þór.

SnjókeðjurFrá Gunnebo

Fyrir dráttarvélar, vörubíla, lyftara og fleira

3www.jotunn.is

Jötunn hafa um árabil flutt inn og selt innréttingar, fóðurkerfi, steinbita ofl. í gripahús. Þessari þjónustu hefur verið vel tekið af viðskiptavinum Jötuns. Mikil uppbygging, breyttar kröfur um aðbúnað dýra og breytingar i íslenskum landbúnaði udanfarin ár hafa gert það að verkum að mikil þörf er á uppbyggingu á nýjum húsum og breytingum á eldri húsum. Samhliða þessu er eins og alþjóð veit mikill uppgangur í þjóðfélaginu og eftirspurn eftir verktökum hefur sjaldan eða aldrei verið meiri en um þessar mundir. Þetta hefur leitt til þess að bændur eiga erfitt með að fá verktaka til að sinna uppbyggingu á sínum bæjum og finnst oft þeir vera settir aftar í röðina miðað við þéttbýlið þegar kemur að því að fá mannskap til slíkra verka.

Viðskiptavinir Jötuns hafa í síauknu mæli kallað eftir aukinni þjónustu þegar kemur að heildar­lausnum fyrir gripahús, og hefur fyrirtækið nú ákveðið að taka til hendinni og koma á móts við

Jötunn Byggingar ehfkröfur markaðarins. Til þess að gera það hefur verið ákveðið að bjóða upp á heildarlausnir fyrir bændur sem vilja byggja upp hjá sér eða breyta eldri húsum.

Við höfum fengið til liðs við okkur Hannes Sigurgeirsson sem hefur undanfarin 5 ár starfað við uppbyggingu á gripahúsum í Noregi og mun hann stýra félagi sem ákveðið hefur verið að sjái um þessi málefni, Jötunn Byggingar ehf. Hannes er búfræðingur og fyrrverandi bóndi en hefur um langt árabil starfað við byggingariðnað bæði hér á landi og í Noregi, fyrst með búskap og síðan alfarið við byggingariðnað.

Við erum þess fullviss að Jötunn Byggingar ehf muni verða góð viðbót við þær lausnir sem þegar eru fyrir á markaðnum og við hvetjum þá sem hyggja á framkvæmdir að setja sig i samband við Hannes í síma 766 0505.

Jötunn Byggingar munu einnig bjóða upp á ýmslegt annað svo sem sumarhús, Norðurljósastofur sem við köllum svo, glerhýsi

2 x 3 metrar sem hægt er að reysa við sumarbústað og auka þannig upplifun gesta meðan á dvöl stendur. Skemtileg viðbót sem virkar bæði vetur og sumar. Einnig mun Jötunn Byggingar bjóða upp á einingahús ýmis­konar sem við skiptavinir kunna að óska eftir ýmist eftir teikningu frá viðskiptavin eða teikningu sem Jötunn Byggingar skaffa.

Fyrsta verkefnið sem Jötunn Byggingar standa að er um 2.400 m2 fjósbygging yfir holdagripi fyrir þau Bessa, Sól rúnu og fjölskyldu þeirra að Hofsstaðaseli í Skagafirði. Eins og með önnur verkefni sem við tökum að okkur látum við teikna upp verfkefnin í þrívídd áður en við hefjumst handa til þess að viðskiptavinur og allir þeir sem að framkvæmdinni koma átti sig á hvernig þetta mun líta út þegar framkvæmdum er lokið. Oft sjá menn á þessum myndum smáatriði sem betur meiga fara áður en byrjað er á framkvæmdinni sem menn hefðu ef til vill ekki áttað sig á ella.

Framkvæmdir eru þegar hafnar

og nú þegar þetta blað kemur út eru sökklar og botnplata í kjallar steypt og byrjað á uppsteypu á kjallaraveggjum. Kjallarinn í þessari byggingu er 1.760 m2 og vegghæðin er 3,3 m.

Ofan á þetta hús mun koma súlulaus stálbygging með sam­loku einingum. Gólfbitar, inn ­rétt ingar, fóðurkerfi og loft ræst­ing koma frá Jötni. Það verður spennandi að sjá þetta myndar­lega hús rísa þegar líður á veturinn.

Þá eru samningar við Bjarna og Erlu Þórey í Hraunkoti á Kirkjubæjarklaustri á loka met­runum. Þar verður vonandi hægt að hefjast handa þar vel fyrir jól. Þau ætla að byggja fjós yfir mjólkurkýr með mjaltaþjóni frá Delaval og innréttingum fra Jötni. Fjósið verður tæpir 700 m2 með haughúsi undir. Húsið verður byggt með tengingu við eldra hús og verður glæsileg viðbót við húsakostinn í Hraunkoti. Þar sem velferð manna og dýra verður höfð að leiðarljósi.

Fréttabréf - Nóvember 20174

ECHO // PÖTTINGER // NORÐURLJÓSASTOFA

Jötunn hóf innflutning á smá­tækjum undir merkjum Echo í upphafi þessa árs. Um er að ræða keðjusagir, Staurabora, hekk­klippur og sláttuorf. Mikil breidd er á afli og eiginleikum tækjanna sem hentar bæði fagmönnum og einstaklingum.

Echo er framleitt af japanska fyrirtækinu Yamabyko. Það er mikil metnaður að baki framleiðslunar hjá Yamabyko enda bjóða þeir 5 ára ábyrgð til einstaklinga, tveggja ára ábyrgð til lögðaila og ævilanga

Echo smávélar í skóginn og garðvinnuna

ábyrgð á kveikjubúnaði. Það sem einkennir Echo smávélarnar er að þær eru einstaklega léttar í gangsetningu,gangöruggar,léttar og liprar.

Við fengum nokkra fagaðila til að prófa Echo keðjusagirnar og er óhætt að segja að allir bera þeir þeim gott vitni.

Á meðal þeirra sem prófuð Echo sagirnar var Bjarki Jónsson hjá Skógarafurðurum ehf.

Sjá umfjöllun á blaðsíðu 6.

Bekamax smurkerfi

Rafgeymar

Ýmsar útfærslur

Fyrir dráttarvélar, bíla, báta, vöru bíla og fleira!

Einföld og hagkvæm lausn fyrir flest tæki. Sjálfvirk smurkerfi einnig í boði. Leitið upplýsinga hjá sölumönnum varahluta.

Bændur treysta

Hafsteinn Jónsson í Akurey 1 í Land eyjum hefur ásamt Óskari Eyjólfssyni á undanförnum árum byggt upp umfangsmikinn útflutning á heyi í fyrirtækinu Toppgrasi ehf. og fer stærstur hluti heysins til nágranna okkar í Færeyjum. Þar er undirlendi lítið og því erfitt um heyskap en heyið af Suðurlandi fer að stórum hluta til sauðfjárbænda en einnig mjólkurframleiðenda og hestamanna í Færeyjum. Toppgras notar heyvinnuvélar frá Pöttinger og segir Hafsteinn öllu máli skipta að hafa afkastamikil og áreiðanleg tæki, jafnframt því að geta fengið varahluti og þjónustu hratt og örugglega.

Stærsta heysala landsins notar Pöttinger350 hektarar undir

„Við hófum útflutningi á heyi árið 2009 og þetta hefur síðan vaxið jafnt og þétt . Við heyjum á Stórólfsvöllum hér við Hvolsvöll og í Gunnarsholti, samtals um 350 hektara og er há slegin af um 200 hekturum. Heyskapurinn byrjar yfirleitt í júní og stendur fram í ágúst.

Toppgras ehf. hefur flutt út hey til margra landa á þessum árum, t.d. Danmerkur, Þýskalands, Hollands, Noregs og Frakklands en að langmestu leyti til Færeyja. „Þeir hafa lengi keypt hey frá Íslandi en kaupa líka frá Danmörku,“ segir Hafsteinn en heyið fullþurrkar hann, bindur í

250 kílóa stórbagga og pakkar í plast. Einnig er pakkað í 20 kg bagga. Eftir að siglingar hófust frá Þorlákshöfn til Færeyja síðasta vor fer heyið þá leiðina utan. Böggunum er nú raðað á flutningavagna en áður var þeim staflað í gáma.

Afköstin skipta öllu máliEins og þeir þekkja sem full­þurrka hey í íslenskri veðráttu þá er hver klukkutími dýrmætur.

„Afkösting skipta öllu máli fyrir okkur og þess vegna erum við með öflug tæki frá Pöttinger. Í sláttinn höfum við 12 metra sláttubreidd með vél framan á dráttarvél og tvo

vængi að aftan. Síðan erum við með tvær snúningsvélar, sem hvor um sig er með 13 metra vinnslubreidd. Loks erum við með rakstrarvél sem tekur rúma 8 metra í vinnslubreidd,“ segir Hafsteinn og bætir við að í raun þurfi afkastagetan að miðast við tíðarfarið eins og það geti hvað verst orðið.

„Þetta hefur gengið vel og því er ekki síst að þakka hversu vel tækjum búnir við erum og þann úrvals mannskap sem við höfum haft á sumrin. Þá skiptir líka öllu máli að geta nálgast þjónustu hjá Jötni hér í nágrenninu þegar á þarf að halda.“

5www.jotunn.is

Í október hófst prufukeyrsla á nýju tæki hérlendis frá sænska framleiðandanum Hypro.

Tækið sem um ræðir er hannað aftan í dráttarvélar og er hugsað til að kvista og saga boli í lengdir ásamt því að lengdar og rúmmálsmæla viðinn. Tækið er með 50m fjarstýrðu spili til að draga til sín trjáboli auk krana til að leggja bolina í vélina.

Fyrstu prófanir fóru fram hjá feðgunum í Ásgerði í

Trjákvistari frá Hypro í prófun

Hrunamannahrepp og hjá Skógræktarfélagi Árnesinga á Snæfoksstöðum í Grímsnesi.

Skemmst er frá því að segja að tækið virkaði afbragðsvel þó sum trjánna væru oft bæði kræklótt og margstofna.

Með svona tæki geta skógareigendur á hagkvæman hátt hafið sjálfir grysjun skóga sinna og haft af því tekjur yfir veturinn í stað þess að fá verktaka í verkið.

Hjá Jötni færðu allt í fjósiðHagkvæmar lausnir í búnaði fjósa.

Steinbitar www.denboerbeton.nl

Velferðargólf www.comfortslatmats.com

Innréttingar www.beerepootagri.com

Lýsing www.agrilight.nl

Mjaltabúnaður www.sacmilking.com

Gjafabúnaður www.valmetal.com

Liðléttingar www.schaeffer-lader.de

NorðurljósastofaFrá Jötni Byggingum

Ný upplifun ­ meiri gæði fyrir þig og þína gesti!

Glæsileg viðbót við bústaðinn sem eykur á notagildi hússins vetur sem sumar.

Verð aðeins:

1.480.000 án vskÁn hurða kr. 1.180.000 án vsk

Tilboð 3 eða fleiri:

1.380.000 án vskÁn hurða kr. 980.000 án vsk

• Glerhýsið er framleitt úr hágæða álrömmum ( Reynaers CW 50) með tvöfaldri hurð.

• Þak er með tvöfalt gler, ytra byrði er hert gler og innra byrði er gert úr samlímdu öryggisgleri.

• Tvöfalt gler í veggjum og hurðum. Hægt að sérpanta öryggisgler.• Litir hvítt og állitað, hægt að sérpanta aðra RAL liti.• Húsið er afhent í 4 einingum. Flutningur, uppsetning, undirstaða

og áfellur ekki innifaldar í verði.

Fréttabréf - Nóvember 20176

ECHO // MÚGAVÉL // SAC MALTABÁSAR // PÖTTINGER

Echo keðjusagirMargar stærðir í boði. Hágæða keðjusagir.

Stærri sögin, CS501XS reyndist betur, enda öflugri sög 50,2 cc. Hún hefur ágætt afl miðað við þyngd, er tiltölulega létt þrátt fyrir frekar stóran bensíntank og vel hægt að vinna með henni allan dag inn án þess að þreytast að ráði. Ég myndi kjósa styttra sverð á þessa sög. Stillanlegt olíuflæði á keðjuna er góður kostur.

Minni sögin, CS352ES, 35,2cc kom mér skemmtilega á óvart. Sögin er létt og lipur og aflið sér skilar vel.

Léttar og skemmtilegar sagir. Toga vel, stillanlegt olíuflæði á keðju er frábær kostur, gang öruggar, leika vel í hendi .

Þessar vélar eru frábærar í bilunar

Skógarafurðir ehf. fengu til prófunar og umsagnar tvær keðjusagir, Echo CS501SX og Echo CS352ES. Sagirnar voru notaðar við almennar

trjáfellingar og grisjun í nokkrum skógarferðum veturinn 2017.

Léttar, liprar og skila vel afli.

Echo keðjusagir

vinnu í skógi sem og aðra vinnu í ungskógi.

Topp vél fyrir bændur eða sumarbústaðaeigendur sem grípa í grisjun og og fellingar. Við notuðum sagirnar í birki og í eldiviðarsögun og voru þær virkilega skemmtilegar í það verkefni því þær eru svo léttar í hendi.

Ekki ósennilegt að það eigi eftir að detta inn 2­3 Echo vélar hér á bæ þegar kemur að endurnýjun.

Ég þakka fyrir að hafa fengið að vera hluti af þessu verkefni hjá ykkur og það var gaman að fá að reyna Echo sagirnar og kynnast þeim.

Bjarki Jónsson Skógarafurðir ehf.

Kr. 44.990með vsk

Kr. 84.990með vsk

með vsk Kr. 119.990

með vsk Kr. 59.990

ECHO CS-352ES ECHO CS-501SX

ECHO CS-620SX ECHO CS-420ES

Afl: 1,78 hö.Sverðlengd: 35,5 cm.

Afl: 4,52 hö.Sverðlengd: 50,8 cm.

Afl: 3,5 hö.Sverðlengd: 33,0 cm.

Afl: 2,2 hö.Sverðlengd: 33,0 cm.

Í október kom til landsins glæ­ný og glæsileg múgavél frá fyrirtækinu Compost Systems í Austurríki. Eins og glögglega má sjá á meðfylgjandi mynd þá er hér ekki um neina venjulega múgavél að ræða heldur vél til að velta múgum sem notaðir eru við jarðvegsgerð. Það er fyrir­tækið Molta í Eyjafirði sem er eigandi þessa glæsilega tækis

Múgavélsem mun nýtast vel í starfsemi fyrirtækisins að Þveráreyrum Eyjafirði. Við jarðgerð úr lífmassa er mjög mikilvægt að hreyfa við múgunum þar sem múganir falla saman með tímanum og súrefnið klárast en súrefni er einmitt grundvallarhráefni við jarðgerð. Því leika múgavélar eins og þessi lykil hlutverk í að tryggja hratt niðurbrot lífmassans í moltu.

7www.jotunn.is

Helgi Stefánsson, kúabóndi og bifreiðastjóri í Vorsabæ II í Flóahreppi, tók nú í október í notkun nýjan SAC mjaltabás sem Jötunn seldi og annaðist upp­setningu á. Í nýja básnum eru 12 mjaltatæki, sex á hvorri hlið en Helgi var áður með mjaltabás fyrir sex kýr sem kom í fjósið árið 1964, sem áætla má að hafi verið notaður í rúmlega 38 þúsund mjaltatímum í Vorsabæ II á þessum 53 árum. Og Helgi valdi að endurnýja í mjaltabás en ekki í mjaltaþjón, líkt og margir velja.

Mjaltabásinn hentar betur„Fjárfestingin er líkast til hliðstæð mjaltaþjóninum en það eru ýmsar ástæður fyrir því að ég valdi frekar að endurýja í mjaltabás. Ekki hvað síst sú að mér hentar vel að hafa fasta mjaltatíma í staðinn fyrir að fá hringingar frá mjaltaþjóninum hvenær sem er. Það var tæpt á því að við kæmum fyrir þessum 12 tækja SAC bás en það tókst

„Við byrjuðum árið 1970 að nota heyhleðsluvagn og fórum að verka í flatgryfjur 1975 og okkur líkar þetta fyrirkomulag vel,“ segir Jón Böðvarsson á Syðsta­Ósi í Miðfirði en hann er með Pöttinger heyhleðsluvagn frá Jötni. Hann segir stærstu kostina við þennan heyskap vera hversu

Valdi SAC mjaltabás fremur en mjaltaþjón

Heyjað á þremur dögumSyðsti-Ós í Miðfirði

og mér líst vel á búnaðinn,“ segir Helgi. Fjósið í Vorsabæ II er byggt í þremur áföngum, það elsta árið 1964, næsti hluti árið 1995 og nýjasti hlutinn árið 2014. Í fjósinu eru einnig geldkýr og kálfauppeldi.

Kjarnfóðurgjöfin sjálfvirk Mjólkurkýrnar eru nú rúmlega 30 talsins en básar eru í fjósinu fyrir 50 kýr. Helgi segir mjaltirnar taka um klukkustund í nýja básnum.

„Við erum bara búin að mjólka í básnum í fáeinar vikur svo að maður er ennþá að læra á þetta allt saman. Það eru í nýja básnum sjálvirkir aftakarar og heilmikill tölvubúnaður í kringum þetta en til viðbótar tókum við í notkun kjarnfóðurbás sem einnig er frá SAC. Hann er tengdur tölvu­kerfinu sem heldur utan um upp lýsingarnar um mjaltir kúnna þannig að kjarnfóðurgjöfin getur verið algjörlega sjálfvirk,“ segir Helgi.

Öflug Valtra Valmet dráttarvél fyrir Pöttinger heyhleðsluvagninum á Syðsta-Ósi

stuttan tíma heyverkunin tekur og plastnotkun er lítil, samanborið við rúlluheyskapinn. Í því liggur talsverður sparnaður.

„Það þarf að kaupa yfirbreiðslur á gryfjurnar og þær er hægt að nota í 6­8 ár en hjá okkur eru allar gryfjurnar inni í hlöðu. Gryfjurnar eru fjórar talsins,14

metra langar og 6 metra breiðar. Gæðin í fóðrinu eru að mínu mati mjög góð en við erum með skera framan á skotbómulyftara til að taka úr gryfjunum og síðan er fóðrið blandað í heilfóðurvagni,“ segir Jón en á Syðsti­Ós er 45 kúa bú.

57 rúmmetrar í hverjum vagniJón segist heyja um 60 hektara og oft klárast heyskapurinn á þremur dögum. „Ég slæ yfirleitt ekki minna um 40 hektara í einu, gjarnan síðdegis og byrja svo að taka í vagninn daginn eftir. Garða þá upp áður en ég fer að keyra heim. Nú í sumar var uppskeran sú mesta sem ég hef séð hér og þá þurfti ég að taka þriðja slátt í rúllur þar sem allar gryfjur voru orðnar fullar.“

Jón segist hafa verið með nokkrar gerðir af heyhleðslu­vögnum í gegnum tíðina. Pött­inger­vagn fékk hann árið 1998 og endurnýjaði og stækkaði árið 2012.

„Það eru 39 hnífar í vagninum og heyið er saxað í þriggja sentimetra búta. Vagninn er 34 rúmmetrar að innanmáli en uppgefið er að hlassið sem kemst í hann sé 57 rúmmetrar. Til viðmiðunar þá tekur vagninn sem svarar 14­15 rúllum í stærðinni 120 cm, 11 rúllum í 150 cm stærð. Þetta er því mikið hlass og nauðsynlegt að hafa fyrir vagninum öfluga dráttarvél. Ég miða við að það sé góð uppskera þegar kemur einn vagn af hverjum hektara.“

Fréttabréf - Nóvember 20178

HAGSTÆÐ ÁRAMÓTATILBOÐ

Hagstæð áramótatilboðPöttinger – 10% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.

NC – 8% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.McHale – 7% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.

Sölumenn okkar eru fúsir til að veita frekari upplýsingar um tæki og tól. Hér fyrir neðan má sjá nokkur verðdæmi.

Pöttinger Novadisk 265 1.050.372 1.302.462 945.335 1.172.216 Pöttinger Novadisk 350 1.377.495 1.708.094 1.239.745 1.537.284 Pöttinger HIT 4.54 931.248 1.154.748 838.124 1.039.273 Pöttinger HIT 8.81 1.740.962 2.158.793 1.566.866 1.942.914 Pöttinger Top 422 - 4 hjól 1.010.664 1.253.224 909.598 1.127.902 Pöttinger Top 702 C - 3 hjól 2.381.401 2.952.937 2.143.260 2.657.643 Pöttinger Lion 353.14 2.113.053 2.620.186 1.901.748 2.358.168

McHale Fusion III 10.184.955 10.184.955 9.472.008 11.745.290 McHale 991 BE 2.401.534 2.401.534 2.233.427 2.769.449

Tegund

Tegund Verð án vsk

Verð með vsk

Tilboðsverð án vsk

Tilboðsverðmeð vsk

Verð

og

búna

ður g

etur

bre

yst á

n fy

rirva

ra. B

irt m

eð fy

rirva

ra u

m in

nslá

ttarv

illur.

Mið

að v

ið g

engi

€12

0.Ve

rð o

g bú

naðu

r get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

. Birt

með

fyrir

vara

um

inns

látta

rvillu

r. M

iðað

við

gen

gi €

120.

10%AFSLÁTTUR

7 %AFSLÁTTUR

Verð án vsk

Verð með vsk

Tilboðsverð án vsk

Tilboðsverðmeð vsk

9www.jotunn.is

Hagstæð áramótatilboðPöttinger – 10% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.

NC – 8% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.McHale – 7% afsláttur frá verðlista á öllum tækjum.

Sölumenn okkar eru fúsir til að veita frekari upplýsingar um tæki og tól. Hér fyrir neðan má sjá nokkur verðdæmi.

NC 2050 2.333.881 2.894.012 2.147.170 2.662.491 NC 22 ton low vélavagn - 3 öxla 2.473.591 3.067.252 2.275.703 2.821.872 NC 610 sturtuvagn 2.152.225 2.668.759 1.980.047 2.455.258 NC 616 sturtuvagn 2.423.514 3.005.157 2.229.633 2.764.745 NC 12 tonn Euro Series sturtuvagn - 12 tonna 2.284.498 2.832.778 2.101.738 2.606.156

Bögballe L1 áburðardreifari 700 l, vökvaopnun 589.000 730.360 530.100 657.324

Tegund

Tegund

Verð

og

búna

ður g

etur

bre

yst á

n fy

rirva

ra. B

irt m

eð fy

rirva

ra u

m in

nslá

ttarv

illur.

Mið

að v

ið g

engi

stp

140

.Ve

rð o

g bú

naðu

r get

ur b

reys

t án

fyrir

vara

. Birt

með

fyrir

vara

um

inns

látta

rvillu

r. M

iðað

við

gen

gi €

123.

10%AFSLÁTTUR

8%AFSLÁTTUR

Verð án vsk

Verð með vsk

Tilboðsverð án vsk

Tilboðsverðmeð vsk

Verð án vsk

Verð með vsk

Tilboðsverð án vsk

Tilboðsverðmeð vsk

Fréttabréf - Nóvember 201710

KÁLFAELDI

Finnar þróuðu fóðrun með frjálsan aðgang að sýrðri mjólk. Þessi aðferð hefur verið notuð á Íslandi og gefist vel. Þó vaxandi fjöldi bænda noti þessa aðferð er ekki hægt að segja að hún sé orðin almenn. Mjólkin er sýrð í pH 4 ­ 4,5 með þynntri maurasýru og haldið við 20­24°C hita. Reynslan sýnir að kálfar drekka á bilinu 7­10 lítra / dag við þessar aðstæður og ná góðum vexti og þroska.

Rannsóknir í Bandaríkjunum og víðar sýna að langtímaáhrif fóðrunar fyrstu 8 vikurnar eru umtalsverð. Búast má við því að kvígur sem tvöfalda fæðingarþyngd sína á fyrstu 8 vikunum en eru að öðru leyti sambærilegir við fyrsta burð mjólki umtalsvert meira á fyrsta mjaltaskeiði. Enn fremur hefur komið í ljós að ending þessara kvígna er betri. Ástæðurnar fyrir auknum afurðum og betri endingu eru ekki að fullu ljósar en talið er að mikilvægir þættir í þroskaferli júgursins og ónæmiskerfi líkamans eigi sér stað fyrstu 8 vikurnar og séu háðir næringarástandi gripsins. Segja má að rétt fóðrun fyrstu 8 vikurnar sé því mikilvægari en nokkurt annað tímabil í uppeldi gripsins. Þá hafa nýlegar rannsóknir enn fremur leitt í ljós að mikilvægt

KálfaeldiFjárfesting til framtíðar

er að kálfinum sé gefnir 3­4 lítrar af broddi fyrstu klukkustundina eftir fæðingu. Með því er lagður grunnur að auknum vaxtarhraða og auknum afurðum seinna meir. Umtalsverður munur reyndist vera á kálfum sem fengu aðeins 2 lítra.

Íslenskir bændur eiga talsvert inni á þessu sviði. Almennt er ekki verið að mæta fóðurþörfum kálfa í uppeldi og ójafnvægi í hlutföllum fóðurefna er áberandi. Kúamjólkin er óþarflega há í fitu og of lág í vítamínum og snefilefnum. Gott kálfaduft kemur betur til móts við fóðurþarfir og hentar mjög vel til sýringar. Íslenska kálfaduftið er fyrsta flokks og því eðlilegt að styðja við íslenska landbúnaðarframleiðslu og versla íslenskt.

Mikil broddgjöf og frjáls að­gangur að sýrðri mjólk tryggir:

• Betri vöxt • Betra heilbrigði • Meiri nyt • Betri endingu

Verið þess minnug að kvígu­kálfurinn er mjólkurkýr framtíð­arinnar og góð fóðrun og gott atlæti fyrstu vikurnar er arðbær fjárfesting.

Grétar Hrafn Harðarson dýralæknir

VarahlutirFyrir ámoksturstæki

Varahlutir í Trima og Alö Quicke ámoksturstæki. Einnig stjórnbarkar, suðufestingar ofl.

Aukahlutir fyrir fjórhjólAllt mögulegt í boði!

Farangurskassi aftan Byssutaska fóðruð Áhaldafestingar einfaldar og tvöfaldar

Kassi framan Brettistaska Álkassi

Kassi aftan m/hlera

Plastkassi aftan

Skyggni FarangursnetHlífðargleraugu

Farangurskassi framanFarangurskassi framanFjórhjóla sliskjurNýrnabelti

DekkjaviðgerðarsettHiti í handföngFjórhjóladekkHlífðarplötur undir

Getum útvegað hlífar undir aðrar gerðir fjórhjóla

Kr. 7.990,-

Kr. 59.900,-

Kr. 75.000,-

Kr. 32.752,-

Leitið tilboða Frá kr. 24.380,- Kr. 9.900,- Kr. 7.500,-

Kr. 8.900,-

Kr. 38.083,-

Kr. 78.632,-

Frá kr. 12.185,-

Kr. 5.930,-

Frá 25.540,- Kr. 78.393,-

Kr. 27.015,-

Kr. 4.720,-

Kr. 43.900,-Kr. 43.900,-Frá kr. 48.900,-

Frá 2.990,-

Hjálmar og lambhúshettur

Ljós fyrir vinnuvélarMargar gerðir, ýmsar útfærslur.

11www.jotunn.is

• Lengd: 2.330 mm• Þyngd: 383 kg• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS)

• Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12• Dekk aftan 25x10x12

• Lengd: 2.330 mm• Þyngd: 383 kg• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS)

• Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12• Dekk aftan 25x10x12

• Lengd: 2.130 mm• Þyngd: 371 kg• Vél: Vatnskæld fjórgengis SOHC • Drif: 2x4 / 4x4 / 4x4 LOCK • Driflæsing 100% læsanleg framan og aftan • Stillanlegir demparar, sjálfstæð afturfjöðrun • Rafléttistýri (EPS)

• Diskabremsur framan og aftan • Bensíntankur 18 L • Bein innspýting (EFI) • Götuskráð • Dekk framan 25x8x12• Dekk aftan 25x10x12

með vsk

með vsk

með vsk

IRON 450 Kr. 1.259.000

Kr. 1.299.000

Kr. 1.499.000

IRON MAX 450

COBALT MAX 550

Fréttabréf - Nóvember 201712

VÍGALEGUR RÚLLUVAGN // VELFERÐARGÓLF

Verð kr

m. vsk349.900

Verð kr

m. vsk209.900

Verð kr

m. vsk154.900

Toro snjóblásararAfkastamiklir snjóblásarar frá Toro.

traustur kostur.traustur kostur. traustur kostur.

snowMaster® 724 ZXr Ce „stóri“

Power Max® 1028 OXHe „stærsti“

Power Max® 726 Oe„stærri“

Vnr: 38813 Vnr: 38826Vnr: 38710

• Vél: 302 cc Toro fjórgengis 10 hö• Eldsneytistankur: 3,2 l• Vinnslubreidd: 71 cm• Afkastageta á klst: 57 tonn*• Startari: Handtrektur/rafstart

• Vél: 212 cc Toro

fjórgengis 7 hö •

• Eldsneytistankur: 2,2 l

• Vinnslubreidd: 66 cm

• Afkastageta á klst: 52 tonn*

• Startari: Handtrektur/rafstart

• Vél: 212 cc Toro

fjórgengis 7 hö

• Eldsneytistankur: 2,2 l

• Vinnslubreidd: 61 cm

• Afkastageta á klst: 68 tonn*

• Startari: Handtrektur

Undanfarin ár hefur eftirlit með frágangi á farmi aukist verulega og bændur fengið háar sektir ef rúllur hafa ekki verið bundnar á vögnum úti á vegi. Allir vita að það er ekki auðvelt að binda rúllur á vagn og oft á tíðum jafnvel hættulegt þar sem plastið getur verið mjög hált og því auðvelt að renna til þegar ströppum er hagrætt.

Okkur er því mikil ánægja að geta kynnt nýja gerð af rúlluvagni sem er framleidd í Eistlandi og er útbúin með vökvalyftum hliðar­grindum sem styðja við rúllurnar og koma þannig í stað bindinga. Með þessum búnaði er einnig orðið einfalt mál að setja tvöfalda

Vígalegur rúlluvagn á einstöku kynningartilboði

Velferðargólfin sanna sig!

efri röð á vagninn og flytja þannig 26 rúllur heim í hverri ferð. Vagnarnir eru með 9m löngum palli og mega bera 18 tonna hlass. Fjaðrandi beisli er staðalbúnaður og hjólin eru á tandemöxlum.

Til að lágmarka síðan tjón vegna jarðvegsþjöppunar þá tökum við vagnanna á yfirstærð af dekkjum 710/45 R 22,5.

Um leið og við þökkum frá­bærar viðtökur nú í haust er okkur ánægja að tilkynna að höfum samið við framleiðandan um framlengingu á tilboðinu til áramóta. Verðlistaverð vagnsins er kr. 2,490.000+vsk en tilboðsverðið er aðeins kr. 2,190.000+vsk (eur 125).

Grænu velferðargólfin fá skín­andi móttökur hjá bændum. Innflutningur er að aukast og margir eru að bæta við eftir að hafa tekið prufupöntun fyrst. Helstu ástæðurnar fyrir því að bændur ættu að setja velferðargólf á stein­bita í eldisstíum eru: 1. Mjúkt undirlag eykur velferð og

rólegheit gripanna. 2. Velferðagólfin henta öllum

gripum og koma í tveimur stíf­leikum, annars vegar fyrir kálfa yngri en 6 mánaða og hins vegar eldri gripi.

3. Húsnæði nýtist betur því ekki er þörf á sérstökum legubásum.

4. Kúptir plastrenningarnir trygg ja hreina gripi.

5. Aukin velferð eykur vaxtar hraða, sem gerir grænu velferðargólfin arðbæran kost.

Innflutningur á velferðargólfunum gengur vel.

Myndin sýnir þversnið grænu velferðargólfanna.

Íslenskir gripir kunna að meta velferðargólfin. (mynd úr íslensku fjósi)

Einfalt og fljótlegt er að koma velferðargólfinu fyrir á steinbitunum.

13www.jotunn.is

Drykkjarskálar

Burðarhjálp Grindur fyrir sauðfé

Krít fyrir hrútabelti

Merkisprey

HrútabeltiMjólkurbarir

Mikið úrval, í öllum stærðum og gerðum!

Margar stærðir í boði Úr nælon, leðri eða bómul

Úrvals sprey vottað af breska ullar­sambandinu. Margir litir í boði.

Margir litir í boði

Verð kr84.646

m. vsk

Verð frá6.991

m. vsk

Verð kr711m. vsk

Verð frá5.002

m. vsk

Verð frá5.490

m. vsk

Verð frá979m. vsk

Verð kr11.160

m. vsk

Verð kr13.640

m. vsk

1,5 m 2,0 m

Sauðfjárklippur

350W sauðfjár- rafmagnsklippur, 6 hraðastillingar

Lokuð róla

Opin róla

Verð nú kr.

Verð nú kr.

Verð nú kr.

Verð áður kr. 46.438

Verð áður kr. 15.710

Verð áður kr. 48.414

39.472

13.354

41.152

Lister Barkaklippur

Hnífar

Einnig brýning á hnífum og kömbum fyrir sauðfé, kýr og hross.

Kambar

Verð frá159.990

m. vsk Verð frá82.892

m. vsk

Verð kr45.990

m. vsk

Verð frá781m. vsk

Verð frá3.853

m. vsk

Rúningsrólur

Sauðfjárklippur

Mjólkurhitarar Kambar & hnífar Rúningsbuxur15AFSLÁTTUR

%

15AFSL

ÁTTUR%

E3000E2000Verð kr47.990

m. vsk

Verð kr39.990

m. vsk

Fréttabréf - Nóvember 201714

NC HAUGSUGA // MCHALE // NOTAÐAR

Gæði tækjanna frá McHale eru einstök enda markaðshlutdeild samstæðanna frá McHale um 50% hérlendis. Ekki nóg með að markaðshlutdeild McHale sé gríðarlega há, flestir stærstu rúlluverktakar á Íslandi nota McHale Fusion sem sínar aðalvélar enda áreiðanleiki og ending vélanna einstök.

Til að undirstrika enn betur gæði McHale og trú okkar á vélunum höfum við ákveðið að bjóða uppítökuvélar frá McHale héðan í frá með 1 árs ábyrgð.

Fyrsta notaða Fusion vélin sem við kynnum með þessum skilmálum er Fusion I rúlluvél árgerð 2008 notuð 43.000 rúllur og á nóg eftir.

Tilboðsverð kr. 3.590.000 án vsk. með 1 árs ábyrgð.

McHale - einstök tæki

Schäffer varahlutirNóvembertilboð!

Nóvembertilboð til Schäffereigenda. 15% afsláttur af Schäffer síum og varahlutum á lager

15%afsláttur

KerruvarahlutirFrá Indespension

Hjólabúnaður

Þrýstibremsur NefhjólLæsanlegir og einfaldir

beislisendar

Ljós og ljósabúnaður

Hjólalegur

Bremsuborðar

Bremsubarkar

Árið 2016 keyptu feð garnir í Hrepphólum í Hruna manna­hreppi haugsugu frá Jötni Vélum. „Ég hef verið með NC haug­suguna í hálft annað ár og er mjög ánægður með hana. Í gegnum árin höfum við verið að nota ýmsar gerðir af haugsugum frá búnaðarfélaginu en þessi stendur þeim öllum framar,“ segir Oddur Ólafsson í Hrepphólum sem varð fyrir svörum um reynsluna af NC haugsugunni.

Haugsugan í Hrepphólum er 3000 gallon, byggð á einni hásingu. Á bænum eru 60 mjólkur kýr, nautaeldi og sauð­fjárrækt einnig. Mykju akstur er því umtalsverður en Oddur segist nota NC suguna fyrst og

fremst til að keyra mykjunni frá nautgripunum.

„Sugan dreifir mjög vel, hún er líka mjög góð í drætti, liggur vel aftan í dráttarvélinni og fjaðrar vel. Miðað við hversu stór og þung hún er þá er tilfinningin ekki þannig þegar maður vinnur með hana. Hér erum við með talsverðar brekkur og halla í túnum þannig að ég tók suguna með niðurlækkaðri hásingu og sú breyting kemur frábærlega út. Ég er fyrir vikið að komast með skít á tún sem ég þorði ekki að fara með aðrar sugur á vegna veltuhættu. Svo skiptir líka máli að sogmótorinn er öflugur og sugan er fljót að fylla sig. Ég tók líka sem aukabúnað sérstakt

hæðargler framan á suguna og get því séð nákvæmlega hversu mikið er í tanknum hverju sinni. Mótorinn er líka frekar hljóðlátur miðað við þær haugsugur sem ég hef prófað og sjálffyllibúnaðurinn virkar vel,“ segir Oddur. Hann segist keyra nær allan skít á tún á vorin og miklu skipti að geta lokið því verki fljótt og vel.

„Ég kynnti mér vel reynsluna hjá búnaðarfélögum og fleir­um áður en ég valdi mér haug­sugu. Það mæltu allir með NC sugunum og þegar öllu var á botninn hvolft þá var þessi kostur líka mjög hagstæður í verði. Mér finnst að ég hafi fengið mikið fyrir peninginn í þessu tæki,“ segir Oddur.

NC haugsugan stendur öðrum framar

15www.jotunn.is

Case Maxxum 100Árgerð: 2007 - 101 höNotkun: 3.350 vinnust.

Kr. 4.200.000,- án vsk.

Massey Ferguson 5455Árgerð: 2009 - 100 höNotkun: 3.700 vinnust.

McCormick MC 115Árgerð: 2006 - 115 höNotkun: 6.000 vinnust.

Massey Ferguson 7495Árgerð: 2008 - 203 höNotkun: 4.500 vinnust.

Kr. 2.990.000,- án vsk.

Kr. 7.990.000,- án vsk.

Kr. 4.490.000,- án vsk.

Fendt 411Árgerð: 2005 - 120 höNotkun: 5.190 vinnust.

Kr. 5.490.000,- án vsk.

McCormick MC 135Árgerð: 2006 - 132 höNotkun: 7.000 vinnust.

Kr. 5.490.000,- án vsk.

Valtra A95Árgerð: 2004 - 98 hö

Notkun: 4.400 vinnust.

Kr. 2.590.000,- án vsk.

McCormick MC 115Árgerð: 2005 - 115 hö - án tækja

Notkun: 7.350 vinnust.

Kr. 3.990.000,- án vsk.

Massey Ferguson 6465Árgerð: 2009 - 120 höNotkun: 5.100 vinnust.

Kr. 5.990.000,- án vsk.

McHale Fusion IÁrgerð: 2008

Notkun: 43.000 rúllur

Kr. 3.590.000,- án vsk.

Krone 1500 Vario Pack Multi

Árgerð: 2000 - Notkun: -

Welger Profi 235Árgerð: 2007

Notkun: 24.000 rúllur

Case Maxxum 150Árgerð: 2017 - 175 höNotkun: 83 vinnust.

Kr. 11.500.000,- án vsk.

Kr. 2.390.000,- án vsk. Kr. 490.000,- án vsk.

Case Puma 185Árgerð: 2015 - 230 höNotkun: 2.800 vinnust.

Kr. 11.800.000,- án vsk.

Fendt 311Árgerð: 2008 - 115 höNotkun: 5.800 vinnust.

Kr. 7.190.000,- án vsk.

Case MXM 190Árgerð: 2005 - 222 höNotkun: 5.600 vinnust.

Kr. 6.390.000,- án vsk.

Case CX 100Árgerð: 1999 - 100 höNotkun: 6.880 vinnust.

Kr. 2.190.000,- án vsk.

Deutz Fahr K110Árgerð: 2008 - 110 höNotkun: 4.190 vinnust.

Kr. 6.890.000,- án vsk.

McCormick MC 115Árgerð: 2007 - 115 höNotkun: 3.400 vinnust.

Kr. 3.990.000,- án vsk.

Landini Legend 145 TDÁrgerð: 2006 - 138 höNotkun: 5.475 vinnust.

Kr. 5.490.000,- án vsk.

McHale Fusion IÁrgerð: 2005

Notkun: 31.768 rúllur

Kr. 3.290.000,- án vsk.

Tilboðsverð!

5.490.000

Tilboðsverð!

1.990.000

Tilboðsverð!

2.490.000 Tilboðsverð!

3.290.000 Tilboðsverð!

3.490.000

Tilboðsverð!

4.990.000 Tilboðsverð!

6.990.000 Tilboðsverð!

5.290.000 Tilboðsverð!

4.990.000

Tilboðsverð!

UmboðssalaUmboðssala

Bobcat tækjaberiÁrgerð: 2004 - 59 hö

Notkun: 2.043 vinnust.

Kr. 2.590.000,- án vsk.

New Holland TL80Árgerð: 2005 - 82 hö

Notkun: 5.200 vinnust.

Kr. 4.290.000,- án vsk.

Valtra N103Árgerð: 2013 - 111 höNotkun: 1.700 vinnust.

Kr. 5.990.000,- án vsk.

Valtra T213 VersuÁrgerð: 2012 - 215 höNotkun: 4.100 vinnust.

Kr. 7.900.000,- án vsk.

McHale Fusion IIÁrgerð: 2008

Notkun: 25.000 rúllur

Kr. 3.990.000,- án vsk.

Volvo BL71Árgerð: 2007 - 94 hö

Notkun: 6.600 vinnust.

Kr. 3.990.000,- án vsk.

Vicon 1601Árgerð: 2007

Notkun: 10.194 rúllur

Kr. 1.690.000,- án vsk.

Case MXU 110Árgerð: 2005 - 122 höNotkun: 5.700 vinnust.

Kr. 4.390.000,- án vsk.

New Holland TL100Árgerð: 2007 - 100 höNotkun: 5.200 vinnust.

Kr. 3.790.000,- án vsk.

Tilboðsverð!

3.990.000 Tilboðsverð!

3.890.000

Tilboðsverð!

2.890.000 Tilboðsverð!

2.990.000

1 árs ábyrgð!

1 árs ábyrgð!1 árs ábyrgð!

SELD

SELD

Massey Ferguson 5711Hagkvæmur vinnuþjarkur – Lipur í ámoksturstækjavinnu

4 cylinder AGCO Power mótor, 4,4L togmikill sem nýtir orkuna vel jafnt á lágum snúningi sem háum. Sérlega sparneytinn og áreiðanlegur. Gírkassi með 6+6 gírum, hraðastig upp að 12 km/klst akurstilling og upp að 40 km/klst vegastilling. Vendigír vinstra megin við stýrishjól er óháður kúplingu. 98 L vökvafæði til vökvaúttaka og ámoksturstækja. Þriggja hraða aflúrtak (540­540E og 1000 snú/mín). Dráttarkrókur með vökvaútskoti.

Rúmgott hús með miklu útsýni. Þægilegt aðgengi. Loftfjöðrun á ökumannssæti. Farþegasæti með öryggisbeltum. Öflug miðstöð. Öll helstu stjórntæki innan seilingar ökumanns. Auka ökuljós á handriðum. Vinnuljós í toppi framan og aftan. Einföld og þægileg uppsetning stjórnbúnaðar. Með ámoksturstækjum og skóflu

m.v. EUR 120

Kr. 9.535.600 með vsk.

án vs

k

Verð frá7.690.000