Íslenska - sverrir

24
Fréttablað goðanna Volume 1, Issue 1 12/02/2012 K OMA Í VALLHÖLL EFTIR HAFA FALLIÐ FRÁ SEM HETJUR Í STRÍÐI Mikið stríð var og margir menn voru sendir út til að fara að berjast. Haflði var einn af þeim sem var sendur út til að berjast. Hann barðist eins og hetja, hann ver búin að drepa nokkra óvini þegar hann var stunginn, og dó. Lárus vinur Hafliða var einnig búin að berjast eins og hetja en féll á sama tíma og Hafliði. Hafliði og Lárus litu á hvorn annan þar sem þeir stóðu fyrir framan glæsi- lega höll sem hét Vallhöll. Þeir löbbuðu inn án þess að segja neitt við hvern annan, þegar inn var komið var inn sáu þeir að þarna var fjölmennt. Til þeirra kom maður sem bauð þá velkomna, hann var aðeins með eitt auga. Hafliða var brugðið en Lárus vissi að þetta væri hinn eini sanni Óðinn. Óðinn sagði þeim að fá sér að borða og drekka, og gætu fengið sér eins mikið og þeir gátu í sig látið því þarna væri til nóg af mat og drykk. Þeir settust og fengu sér að borða og undruðu sig á hvaðan allur maturinn kæmi. Þeir sátu og borðurð og spjölluðu saman þegar það kom maður fram úr eldhúsinu. ,,Er þetta kokkurinn,´´ spyr Hafliði. Maður sem situr við hlið þeirra svarar, ,,Já þetta er kokkurinn hann heitri Andhrímur og eldar sæhrímnir hvern einasta dag. INSIDE THIS ISSUE: S KEMMTUN Í VALLHÖLL 2 S MIÐURINN SEM SAMDI VIÐ 2 F UNDUR GUÐANA 3 Inside Story 3 Inside Story 4 Inside Story 5 Inside Story 6

Upload: framhaldsskolinn-i-mosfellsbae

Post on 09-Mar-2016

257 views

Category:

Documents


4 download

DESCRIPTION

Skapandi verkefni í íslensku

TRANSCRIPT

Page 1: Íslenska - Sverrir

Fréttablað goðanna

Volume 1, Issue 1 12/02/2012

KOMA Í VALLHÖLL EFTIR AÐ HAFA

FALLIÐ FRÁ SEM HETJUR Í STRÍÐI

Mikið stríð var og margir menn voru

sendir út til að fara að berjast. Haflði

var einn af þeim sem var sendur út til

að berjast. Hann barðist eins og

hetja, hann ver búin að drepa nokkra

óvini þegar hann var stunginn, og dó.

Lárus vinur Hafliða var einnig búin

að berjast eins og hetja en féll á sama

tíma og Hafliði.

Hafliði og Lárus litu á hvorn annan

þar sem þeir stóðu fyrir framan glæsi-

lega höll sem hét Vallhöll. Þeir

löbbuðu inn án þess að segja neitt við

hvern annan, þegar inn var komið var

inn sáu þeir að þarna var fjölmennt.

Til þeirra kom maður sem bauð þá

velkomna, hann var aðeins með eitt

auga. Hafliða var brugðið en Lárus

vissi að þetta væri hinn eini sanni

Óðinn. Óðinn sagði þeim að fá sér að

borða og drekka, og gætu fengið sér

eins mikið og þeir gátu í sig látið því

þarna væri til nóg af mat og drykk.

Þeir settust og fengu sér að borða og

undruðu sig á hvaðan allur maturinn

kæmi.

Þeir sátu og borðurð og spjölluðu

saman þegar það kom maður fram úr

eldhúsinu. ,,Er þetta kokkurinn,´´ spyr

Hafliði. Maður sem situr við hlið

þeirra svarar, ,,Já þetta er kokkurinn

hann heitri Andhrímur og eldar

sæhrímnir hvern einasta dag.

INSIDE THIS ISSUE:

SKEMMTUN Í

VALLHÖLL

2

SMIÐURINN SEM

SAMDI VIÐ

2

FUNDUR

GUÐANA

3

Inside Story 3

Inside Story 4

Inside Story 5

Inside Story 6

Page 2: Íslenska - Sverrir

SKEMMTUN Í VALLHÖLL

Fréttablað goðanna Page 2

Eftir að Hafliði og Lárus

voru búnir að borða, á-

kváðu þeir að skoða sig

aðeins betur um. Þeir

löbbuðu saman um allt

og komu auga á hóp af

mönnum, þeir ákváðu

að labba aðeins nær og

gá hvað þeir væru að

gera. Þegar þeir komu

nær sáu þeir að

mennirnir voru að

berjast, það fannst þeim

nú ekki leiðinlegt því

þeim fannst gaman að

berjast.

Þeir héldu samt áfram

að skoða sig um í stað

þess að berjast þeir

ætluðu að bíða með það

til betri tíma. Þeir héldu

áfram og komu auga á Óð-

inn sem sat með tveimur

úlfum, sem hétu Geri og

Freki. Óðinn sat þarna og

drakk vín, því það var það

eina sem hann þurfti á að

halda.Einnig á hann tvo

hrafna sem heita Huginn

og Muninn sem sitja á

öxlum hans og flytja

honum allt sem þeir heyra

og sjá.

Óðinn er höfðingi mikill í

Vallhöll og stýrir og

stjórnar öllu þar. Hafliði

og Lárus ásamt öllum

mönnunum ganga um vel

varðir og með vopn á sér.

Einn daginn fara þeir

vinirnir að berjast, því það

er það sem mennirnir

gerðu sér til gamans þarna

í Vallhöll. Eftir að þeir

voru búnir að fella hvern á

fætur öðrum þá fóru þér

saman um kvöldið og

fengu sér drykk og

skemmtu sér ásamt öllum

mönnunum.

byrjaði hann á að byggja

múrinn og allt gekk vel til

að byrja með. En eftir

nokkrar erfiðar nætur og

mikið og þungt að bera

var Svaðilfari orðin

frekkar lúinn og þreyttur.

Menninrnir undruðu sig

samt á hvað hesturinn var

öflugur og að hann ynni

þrefalt meira heldur en

smiðurinn. En þrátt fyrir

allt þá var honum að

takast að klára múrinn.

Vallhöll var staðsett í

Miðgarði, fólk var orðið

frekar hrætt vegna berg-

risana og hrímþursanna.

Þeir gátu komið þegar

þeim hendaði því þetta

var svo opið og óvarið

svæði. Dag einn kom

smiður á hesti sínum

sem hér Svaðilfari til

Miðgarðs, og bauðst til

að búa til múr í kringum

Miðgarðs á þremur

misserum. Að launum

vildi hann fá að eignast

Freyju.

Fyrsta vetrardaginn

SMIÐURINN SEM SAMDI VIÐ GUÐINA

Mennirnir fóru á fund

og ræddu um þetta, það

sem þeir urðu samála

um var það að smiður-

inn fengi Freyju ef hann

myndi má að byggja

múrinn á einum vetri.

Smiðnum tók tilboðinu

með einu skilyrði að

hann mætti láta hestinn

sinn hjálpa sér og hann

mátti það.

Óðinn er höfðingi

mikill sem stjórnar

öllu í Vallhöll.

Hann drekkur

aðeins vín því ekki

þarf hann að borða.

Hann á Hrafna tvo

Huginn og Munnin

heita þeir og einnig

á hann tvo úlfa,

Geir og Freki heita

þeir.

Page 3: Íslenska - Sverrir

Volume 1, Issue 1 Page 3

og laxinn löbbuðu þeir aftur af

stað.

Ekki leið að löngu þannga til að

þeir komu að bóndabæ þar sem

Hreiðmar bjó. Þeir ákváðu að

fara og banka upp á hjá honum

og Loki ætlaði líka að monta sig

af veiðinni sinni. Þegar inn var

komið sýndi Loki Hreiðmari

Einn góðan verður dag fóru Óðinn,

Loki og Hænir út í göngutúr, þeir

voru búnir að ganga í smá stund

þegar Loki kemur auga á otur. Hann

sér að oturinn er með lax og er að

gæða sér að honum. Loki tók upp

stein án þess að oturinn sá til hans og

kastaði í hausinn á honum. Loki

varð svo montinn af sjálfum sér að

hafa ná bæði otri og lax í einu höggi.

Eftir að Loki var búin að ná í otrinn

otrinn en hann var nú ekki

kátur á svipinn heldur kallar á

syni sína Fáfni og Regin og

segir þeim að bróðir þeirra

hafi verið drepinn. Loka

bregður í brún þegar hann

fattar að þetta sé sonur

Hreiðmars sem hann hafi

drepið. Hreiðmar lét Loka

borga sér mikið gull fyrir það

að fara drepið strákinn hans.

SKAÐABÆTUR HREIÐMARS

FUNDUR GUÐANA

Guðirnir héldu fund og reyndu að

finna einhver ráð til að passa að

smiðnum myndi tala vipð smiðinn

og fá hann til að breyta samn-

ingnum en það gekk ekki. Þá á-

kváðu þeir að trufla hest smiðsins

með því að senda til hans hryssu.

Svaðilfari hljóp með hryssuni inn í

skóginn og var þar alla nóttina,

þannig daginn eftir þegar það átti

að klára múrinn þá var ekkert gert

því smiðurinn gat ekki byggt múr-

inn einn.

Daginn

sem múr-

inn átti að

vera tilbúin

kom berg-

risi í heim-

sók og þá

urðu Loki

og Þór

reiði. Þór

náði í hamarinn sinn Mjöllnir og

fór og barði hann í hausinn.

Hausinn á smiðinum brotnaði í

mola og hann var sendur niður

undir Nifhel.

Loki kíkti

svo til

Svaðilfara

og átti

folaldið

hans. Hann

hafði breytt

sér í hryssu

til að lokka

Svaðilfara burtu frá smiðnum

til að hann næði ekki að klára

múrinn.

1.Óðinn 2.nösum

3.Víðar 4.Iðavelli

5.gulltöflur, 6.gullhjálmur

7.imbulvetur 8.stjörnurnar

9.Bifröst 10.Gramur

11.rauðagull 12.Hrymur

13.Hoddmímisholt 14.Mímirsbrunnur

15.Brimir 16.Miðgarðsormur

17.Yggdrasils 18.spjót

19.Úlfur 20.Fenrisúlfur

Page 4: Íslenska - Sverrir

VETURINN LANGI

Nokkrir dagar liður og

alltaf varð kaldara og

kaldara úti, og var búið

að bætast mikið í vind.

Allir voru orðnir voru

orðnir þreyttir og leiðir

á þessu veðri. Ekki leið

að löngu þanga til að

allir voru orðnir svo

grimmir að þeir fóru að

drepa hvern annan hægt

og rólega. Það komu

þrír vetrar og ekkert

sumar kom á milli

þeirra og ekki einn

Óðinn og Loki voru á

göngu saman þegar það

skall á veturinn langi

sem kallast Fimbul-

vetur. Þeir flýttu sér

heim í Vallhöll þar sem

það var orðið svo mikið

frost úti að þeim var

orðið kalt og vindarnir

voru svo miklir og

hvassi að þeir áttu erfitt

með að halda sig á

jörðunni. Þegar heim

var komið setust þeir

niður til að spjalla og

fengu sér kaffi.

sólargeisli lét sjá sig.

Það var eins og einhver

hafði tekið sól, mána og

allar stjörnur af himn-

inum. Þessi vetur var

svo hræðilegur að hann

var endarlok goðanna.

X X X X X X X 1) X X X X 2

)

3) x

4) 5) x x x x x x x x x x

X X X X X 6) 7) X X X X X X

X X X x x x x X x X x x x x

x x 8) 9) X X X X

X x x X X X X X X X x x x x

X x x x x x x x x x x x 0 x

x x X X x x x x 1

0) x x x 1

1) x x

x x x x X 12) x

X X X X X X X X X x x x

x x x x x x x x X X X x x

X X X x X x x x x x x x x

x x x X x x x x x x x x x

X X X X 1

3) x X X X X X X X 1

4)

x x X X 1

5) X X x X X x

x x x x x x x x x x x x x x x x

x x x x x 1

6) x x

x x x x x x x x x x x x x x x x x

x x X X x X 17) x x x

18

) x x x x x x x x x x x x x x

Lóðrétt

2. Hvaða jötunn stýrir Naglfari?

4. Hvaða heitir hundurinn sem er bundinn

við Gnipahellir?

6. Hvað gleypir úlfurinn?

8. Þá geysist hafið á löndin fyrir því að þá

snýst ... í jötunmóð og sækir þá land.

12. Verður hvaða úlfur laus?

14. Hver gleypir sólina?

15. Viðar og Váli byggja hvar þar sem Ás-

garður var?

16. Hvað hverfur af himni?

17. Á Niðurfjöllum er hægt að finna?

18. Hvað er geir?

Lárétt

Hver stígur með öðrum fæti í neðri kjaft

úlfsins?

Hvar leynast menn tveir í Surtaloga?

Hvað heitir askurinn?

Óðinn ríður til brunn. Hvað heitir sá brunnur

Eldarbrenna úr augum hans og...

Hvernig hjálm er Óðinn með?

Hvað salur stendur á fjallinu Niðurfjöllum?

Hvað áttu æsarnir sem má finna í grasinu?

Hvað heitir veturinn þar sem þrír vetrar líða

og ekki eitt sumar á milli?

Hvað heitir brúin?

Page 5: Íslenska - Sverrir

Gölturinn Sæhrímnir

Snepillinn

Inside this issue:

Flæðandi öl 2

Svikinn dvergur 2

Spá um endalok 3

Lögreglu leit 3

Dagskrá sjónvarpsins 3

Nokkrir voru færðir í fangag-

eymslur

4

Minningargrein 4

Geitin hún Heiðrún í Valhöll

sem framleiðir endalasut magn

af öli ofan í liðið.

Dvergur var svikinn eftir að

samningar voru gerðir.

Spáð hefur verið fyrir um en-

dalokin.

Lögreglan leytar upplýsinga um

ferðir tveggja kvenna.

Dagskrá sjónvarpsins

Nokkrir voru færðir í fangag-

eymslu eftir slagsmál og mikkla

ölvun.

Minningargrein um dauða Bal-

dur hinn góða.

Mánuda gur inn14 .nóvembe r 2011

1. tölublað.

Ég var staddur í bardaga við vonda menn sem herjuðu á þorpið hans og fjöl-

skyldu. Ég var drepinn þegar ég bjargaði konu með lítið barn frá vondu mönn-

unum. Ég vaknaði upp í Valhöll því þangað fara allir menn sem falla í orrustu.

Þvílíkur mannfjöldi ég tók mig á tal við annan mann sem sagði mér ýmislegt um

Valhöll. Hann sagði mér frá geltinum Sæhrímni sem er soðinn á hverjum degi í

Eldhrímni af Andhrímni en er svo heill daginn eftir svo alltaf er nóg að borða. Ég

fór að spurja út í Óðinn, hann sagði mér að hann borðar ekki neitt heldur gefi

tveim úlfum sem heita Geri og Freki allan matinn sinn og lætur sér nægja að

drekka vín því það er honum bæði matur og drykkur. Ég spurði hann út í tvo

hrafna sem sitja á öxlum hans, hann sagði mér að Óðinn sendir hrafnana úr í

dögun og þeir fljúa út um allan heim og koma aftur að kvöldi og hvísla í eyru

hans öll þau tíðindi sem þeir sjá og heyra.

Page 6: Íslenska - Sverrir

Það sem flestir sem hafa gaman

af skemmtanahaldi og búa á jörðu

dreymir um er að hafa endalaust

flæðandi áfengi um allt og að

partýinu ljúki aldrei en svo verður

ekki nema vel auðugur sé en

heyrst hefur að það sé geit í Val-

höll sem heitir Heiðrún. Hún bítur

barr af mjög frægu tréi sem heitir

Léraður. En það sem merkilegt er

að úr spenum hennar rennur

mjöður svo mikill að það er nóg

til að allir einherjar Valhallar verða

fulldrukknir af honum. Þetta

endurtekur sig svo á hverjum degi

svo alltaf er nóg til af öli fyrir alla.

Það kæmi sér vel fyrir þá sem á

jörðu búa og til í að skemmta sér á

hverjum degi að verða sér uppi um

eina svona geit.

Flæðandi öl

Svikinn dvergur

Þegar goðin höfðu sett Miðgarð og gert Valhöll kom

smiður sem bauðst til að gera múr umhverfis

byggðina á þrem misserum sem væri örugg fyrir

bergrisum og hrímþursum þótt þeir kæmust inn í

Miðgarð. En fyrir verkið vildi hann fá sól, mána og

Freyju. Þeir samþykkja þetta en hann má enga aðstoð

frá nokkrum manni fá. Ástæðan fyrir því að þeir sam-

þykktu þetta var að þeir trúðu ekki að hann gæti

klárað verkið. Loki samþykkir að hann megi notast

við hestinn sinn Svaðilfara. Þeim fannst ótrúlegt hvað

hesturinn gat borið þungt og sá hesturinn um meiri

hluta erviðis vinnunnar.

Þegar þeir sáu að smiðurinn var að ná að efna lof-

orðið og þeir myndu missa sól, mána og Freyju á-

kváðu þeir að grípa inn í og skemma fyrir honum þeir

létu Loka sverja eið um að smiðurinn myndi ekki ná

að klára verkið. Um kvöldið sem smiðurinn átti að

klára verkið kom úr skóginum meri sem var Loki í

Blaðsíða 2 Snepillinn

dulargerfi. Merin gerði Svaðilfara æstann svo ekkert

var unnið þá nótt. Þegar smiðurinn áttar sig á því

verður hann brjálaður og halda æsirnir að þarna sé

bergrisi á ferð og kalla í Þór sem mætir með Mjöll-

nir og synja þeir honum að byggja í jötunheimum og

senda hann niður undir Niflhel. Nokkru seinna átti

Loki folald, það var grátt og hafði átta fætur og ber

nafið Sleipnir

Page 7: Íslenska - Sverrir

Lögreglan leytar upplýsinga um ferðir tveggja kvenna

Við auglýsum eftir tveim

týndum konum. Þær heita Fenja

og Menja og gætu haft undir

höndum kvörnina Grotta. Þær

voru síðast séðar mala salt fyrir

mann sem heitir Mýsingur. Stór-

slys varð á hafi úti sem olli því

að mikið salt fór í sjóinn og hafa

þær ekki sést síðan. Mýsingur er

stórhættulegur maður og gengur

hann laus við biðjum fólk að fara

varlega og hafa augun opin. Þær

voru ambátttir og keyptar frá útlöndum af Fróða

sem var drepinn af Mýsing, þær möluðu fyrir

Fróða mikið gull. ef einhver hefur orðið var við

þær biðjum við ykkur vinsamlegast að hafa sam-

band við lögreglu.

Athugið !

Snepillinn Blaðsíða 3

Spáð hefur verið fyrir endalokum! Sagt er að fyrst muni koma fimbulvetur, þá kemur snjór úr öllum áttum

mikið frost og mikill vindur. Fara þar saman þrír vetur og ekkert sumar á milli. Svo koma aðrir þrír vetur

og verða þá orustur um alla veröld, fólk drepst útaf græðgi. Brjálaður úlfur gleypir sólina og annar tekur

tunglið. Stjörnurnar hverfa af himnum. Það verða miklir jarðskjálftar og flóð sem gerir Miðgarðsorminum

kleift að komast á land. Skipið Naglfar sem er gert úr nöglum dauðra manna losnar og er því stýrt af Hry-

mi. Himininn klofnar og ríða þaðan Múspells synir. Surtur ríður fyrst og er hann umkringdur eld. Guðin eru

vaktir og eiga þau þing saman. Og svona gæti ég haldið áfram heillengi, við hvetjum fólk til að taka þetta

alvarlega!

Dagskrá sjónvarpsins

Oturdauði verður sýnd klukkan

20:00

Oturdauði er skemmtileg spennu-

mynd um Otur sem er drepinn af

Loka. Þeir Loki og Óðinn fara svo

heim til Hreiðmars faðir otursins

án þess að vita að það sé faðir

hans. Myndin snýst svo um hvernig þeir félagar reyna

að redda sér úr kípunni við föðurinn sem tók þá fasta.

Þeir þurfa að gjalda mikið gull fyrir dauða otursins.

Loki er sendur svartálfaheim að hitta dverg sem heitir

Andvari og fékk hann allt gullið hjá honum ásamt

gullbaug sem verður eiganda þess að bana. Óðinn

reyndi að hafa bauginn af honum en þurfti á endanum

að láta Hreiðmar hafa hann líka. Fylgist með ævintýri

þessara félaga.

Page 8: Íslenska - Sverrir

Við minnumst Baldur hins góða sem var maður sem flestum líkaði

við. Hann var að öllu leiti góður við alla og vildi öllum vel. Baldri

hafði dreymt stóra og hættulega drauma um líf sitt og sagði hann

ásunum það. Þeir töluðu saman um þetta og ákváðu að hlífa Baldri

fyrir allskonar háska. Ásunsum og Baldri fannst skemmtilegt að

aldrei sakaði Baldur en Loki Laufeyjarson var ekki á sömu skoðun

hann þoldi það ekki. Loki brá sér í konu líki og fór til Fensalar til

Friggjar og fékk þar upplýsingar um hvað gæti banað Baldri Frigg

hefði aldrei sagt honum það nema hann hefði ekki verið í dularg-

erfi. Loki plataði blindann mann til að kasta að Baldri mistiltein en

það var það eina sem ekki voru álög á að hlífa lífi Baldurs. Þannig

endaði líf Baldurs hins góða. Og erum við öll miður okkar yfir

dauða hans. Megi hann hvíla í friði.

Minningargrein.

Snepillinn Blaðsíða 4

Margar kvartanir bárust lögreglu útaf miklum partý látum og ótrúlegum mannfjölda í Valhöll. Lögreglan

hafði afskipti af mönnunum sem allir voru upp klæddir í vopn og verjur. Þeir voru mjög ölvaðir og

lögreglan náði ekki halda samræðum við nokkurn mann þarna það var ekkert samhengi í því sem þeir voru

að segja. Þeir börðust og drápu þarna hver annan. Lögreglan náði loks að tala við einn mann Óðinn sem

hélt partýið hann virtist ekki vera jafn ölvaður og hinir og spurðu þeir hann út í hvað gengi þarna á. Óðinn

sagði þeim að hafa engar áhyggjur af þessu því að á hverjum degi gerðist það sama þeir ganga út og berjast

og falla hver á annan. En aldrei sakar neinn og endar þetta með því að þeir fara til Valhallar og setjast við

drykkju. Lögreglan fór af svæðinu með nokkra menn og voru þeir færðir í fangageymslur og látnir sofa úr

sér en engan mann sakaði.

Nokk r i r vo ru færð i r í f anga geymslu r

Ritstjórn: 567:5555, Fax: 567:4444, Ritstjó[email protected], Auglýsingardeild: [email protected].

DREIFING: [email protected]

EF BLAÐIÐ BERST EKKI: 520:0000

SNEPILLINN FRÁBÆRT FRÉTTARIT.

Page 9: Íslenska - Sverrir

Eins og flestir hafa fengiðað heyra um þá hefur Baldur verið drepinn, og morðinginn hefur

ekki ennþá verðið fundinn þrátt fyrir mikla leit. Maðurinn sem er verið að leita af heitir Loki

en hann átti þátt af drápi Baldurs fyrir um þremur dögum síðan. Loki sást síðast í Miðgarði

en við höldum að hann hafi fundið sér felustað í einhverju af fjöllunum í landinu. Þetta

höldum við því það er komið hús í eitt af fjöllunum með fjórum hurðum í sitthvora áttina

svo hann geti örugglega hlaupið í burtu þegar hann vill. Það eru nokkrir búnir að hringja í

lögregluna og tilkynna þeim að þeir hafi séð mann sem faldi sig í laxlíki og verið að synda

um hjá fossi sem heitir Fránangursfoss. Lögreglumennirnir hafa ákveðið að fara að foss-

inum og reyna að ná honum á meðann hann er þar á sveimi.

Nokkrum dögum síðar: Lögrenglan hefur náð Loka eftir mikinn bardaga við fossinn og hann

sjálfan. Lögreglan fann net sem Loki hafði verið að dunda sér við. Loki fannst svo á milli

tveggja steina og var gripinn glóð volgur.

Eftirlýstur Maður

Það voru tvö hjón sem hétu Óðinn og Freyja. Fyrir um rúmu ári síðan þá ákváðu þau að

eignast börn sem þau skírðu síðar meir Huginn og Muninn. Þeir voru ekki alveg venjuleg

börn heldur voru þeir hrafnarnir þeirra Óðins og Hár, en þeim fannst samt eðlilegt að kalla

þá börnin sín því þau áttu enginn önnur börn. Huginn og Muninn voru ekki venjulegir

hrafnar heldur gátu þeir flogið um heiminn á einum degi. Óðinn og Hár voru svo háttsett í

heiminum að þau áttu matráð sem hét Andrímir. Á hverju kvöldi þá þurfti Andrímir að elda

hrikalega mikið af mat því að hundarnir Geri og Freki voru alltaf svo ofboðslega svangir á

kvöldin. Um leið og Huginn og Muninn voru búnir að borða kvöldmatinn þá fóru þeir eina

flugferð í kringum hnöttinn, en voru samt alltaf komnir aftur fyrir

morgunnmat til þess að fá sér aðeins meira að borða, og svo endur-

tóku þeir leikinn aftur og aftur. Þau hjónin óttast um Huginn að

hann muni ekki koma aftur, en þau eru enn hræddari um það að

Muninn komi ekki aftur.

DÖGGIN Sérstöku Börnin

Rannveig Dögg Haraldsdóttir

Page 10: Íslenska - Sverrir

Það eru tveir félagar sem eru alltaf að leika sér saman í skólanum og eftir skóla. Einn daginn

þá fer annar allt í einu í fýlu út í hinn og ásakar hann um að hafa verið leiðinlegur við sig og

ekki viljað tala við sig allan gærdaginn þar sem hann var veikur. Leiðir þeirra skilja og þeir

fara báðir heim til sín eftir þennan óþæginda skóladag og geta ekkert stjórnað hvernig þeir

eru. Næsta dag í skólanum fara þeir að slást og það verður til mikill bardagi. Þeir hafa greini-

lega vitað að þeir myndu fara að berjast svo að þeir tóku báðir með sér leikfangasverð og

þess háttar vopn sem eru ekki leifð í skólanum. Þeir höggva hvorn annan sundur og saman

eins og þeir þurfi að drepa annan þeirra til þess að geta lifað restina af skóla önninni af. Eftir

allt þetta þá eru þeir báðir stórslasaðir en svo verða þeir alltaf vinir aftur á endanum sama

hvað gengur á. Þeir byrja svo að slást í skólanum með því að leika sér og gerast einherjar

skólans og aðalstjórinn er Óðinn gamli.

Ég sit hér uppi með fjóra gamla menn sem þurfa að komast inn á elliheimili eins fljótt og hægt er, þar

sem ekkert pláss er lengur fyrir þá og ég get ekki haft þá hjá mér lengur þar sem ég er að fara að

eignast tvíbura, þessir menn eru mjög fjörugir og skemmtilegir og ég væri alveg til í að hafa þá lengur

hjá mér ef ég mögulega gæti. Þeir eru um áttrætt og eru þeir blíðustu sem ég þekki. Ég hef heyrt um

elliheimili sem heitir Valhöll sem er gott elliheimili en þar er samt oft mjög þröngt svo að ég er ekki

alveg viss um að það myndi henta þeim þar sem þeir eru mjög plássmiklir og vilja nýta allt pláss sem

þeir fá í húsinu og það er ástæðan fyrir því að ég get ekki haft þá hjá mér,

ég held að ástæðan sé sú að það eru svo margar og stórar dyr á Valhöll

svo það er ekkert pláss fyrir annað fólk til að ganga um. Vinsamlegast

hringið í síma: 574-8934 ef þið vitið um laust pláss fyrir þá og þá helst í

sitthvoru herberginu.

Leita af plássi fyrir fjórmenninga á elliheimili

Bardaginn mikli

DÖGGIN Page 2

Page 11: Íslenska - Sverrir

Alfaðir goðanna er að fara að halda veislu en hár segir mönnum sínum að hann geti ekki

haldið veislu þar sem ekkert vín er til í húsinu og spyr verðina hvort að hann ætti bara að

bjóða þessum gestum uppá vantar sem líðst ekki í konungsríki sem þessu, og að fólk muni

ekki líða þennan konung lengur nema að þeir fái dýrt og gott vín í veislunni sem hann hefur

boðið til í Valhöll. Hár segist muna eftir einni geit sem nefnist Heiðrún, hún getur mjaltað

fulla tunnu af víni svo að allir menn veislunnar geta orðið eins fullir og þeir vilja og þegar

vínið er búið þá verða allir sælir og glaðir

eftir góða veislu. Geitin Heiðrún borðar af

barr af limum trés eins sem er kallað

Léraður og það tré er hér rétt frá Valhöll.

Furðulegasti atburður í heimi átti sér stað í goðheimum fyrir nokkrum dögum. Við

skulum byrja á byrjuninni og enda á þessum merkis atburði. Það kom maður til

Miðgarðs og fór að veðja við goðin um það að hann fengi að eignast konu Ólafs sem

heitir Freyja, ef að hann gæti smíðað háan og góðan múr í kringum Miðgarð og Val-

höll áður en að veturinn væri á enda og sumarið kæmi. Þegar það voru aðeins þrír

dagar þangað til að sumarið kom þá fóru goðin að verða hrædd um það að þeir

myndu missa Freyju, svo að Ólafur biður Loka að fara með hana eins langt og hana

eins langt í burtu og hann gæti og bregða sér svo í líkneski af hesti og fara þangað

sem að smiðurinn og hesturinn hans Svaðilfari voru. Þegar Loki kom á staðinn þá

varð Svaðilfari svo spenntur fyrir þessari

nýju meri svo að hann slapp úr taumunum

og hljóp að merinni „Loka“. Mörgum

mánuðum eftir þá fæddist karlkyns folald

sem er með átta fætur, gráleitur á litinn og

fékk nafnið Sleipnir og hann er besti hestur-

inn í goðanna og mannanna í goðheimum.

Veislan mikla

Furðuverk geta gerst

Page 3 Volume 1, Issue 1

Page 12: Íslenska - Sverrir

Heimsendirinn mikli.

Það voru blóðugir bardagar á milli Freys og Surts um daginn, þeir hötuðu báðir hvorn

annan enda voru þeir að berjast á milli lífs og dauða. Þeir tveir eiga frænkur tvær

sem vilja ekki lengur vera í ættinni þeirra svo að þær spilla frændseminni við þá og

fara báðar sína leið en skilja þá eftir eina á meðan þeir eru að berjast því þær vilja

ekki þurfa að vera partur í þessum mikla blóðuga bardaga. Það sem er lang furðu-

legast við þetta er það að þeir eru að berjast á vígöld og ófriðaröld, sem er mjög góður

tími til þess að vera að berjast sín á milli og hefna um leið. Þeir berjast með sverðum

og þessháttar dóti sem getur meitt og jafnvel drepið andstæðinginn. Allir menn sem

voru á staðnum fá brjálæðiskast og verða reiðir og fara jafnvel sjálfir að berjast. Á

meðan öllu þessu stendur þá gerist stórmerkilegur atburður því að Fenrisúlfurinn

tekur það til sín að gleypa sólina og það eru menn ekki sáttir við. Og svo tekur annar

úlfurinn sig til og étur tunglið og þá hverfur allt í bænum því að stjörnurnar fylgja

tunglinu svo að það sést ekkert á milli manna. Og allt fer á háaloft og verður brjálað,

Hver hefur ekki heyrt söguna um sterkustu konurnar á Íslandi þær Fenju og Menju.

Menja og Fenja eru bæði sterkar og stórar í allar áttir. Ef þið hafið ekki heyrt

söguna þá skal ég segja ykkur frá henni hér og nú. Á tímum goðanna þá var uppi

maður sem heitir Óðinn og hann á son sem heitir Friðleifur, þegar Friðleifur hefur

fullorðnast þá eignast hann son sem hann skýrði Fróði. Eftir að bæði afi Fróða og

faðir hans voru látnir þá erfði hann konungsríkið eftir þá fór til Svíþjóðar til kon-

ungs sem hafði keypti sér tvær fallegar, sterkar og miklar ambáttir sem heita Fenja

og Menja. Það hafði fundist steinn sem er kallaður kverksteinn og og Fenja og

Menja eru þær einu sem hafa náð að lyfta þessum steinum, sem var mikil lukka því

að margir menn höfðu reynt að losna við hann og einn daginn þá var komið með

kvörn að kverksteininum sem er kallaður Grotti, Fenja og Menja eru látnar lyfta

steininum upp í kvörnina og svo er steininn

mulinn niður. Á meðan þetta er gert þá er gaukur

að kveða ljóð sem er svo seinna meir kallaður

Grottasöngur. Og þetta er sagan af því af hverju

er gull kallað mjöl Fróða.

Af hverju er gull kallað mjöl Fróða ?

Page 13: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL3A05 Lokaverkefni

Lokaverkefni

Ljóðaverkefni:

Ljóðaverkefni 1 – Bjarni Thorarensen, rómantík.

Kysstu mig aftur

Undrast þú ekki, mín Svava! þó ei nema á stangli orð fái eg eitt í senn flutt af andþrengslum megnum! og að þig aftur eg nálgast, þó áðan við kysstumst – ýttu mér ekki þó frá þér, eg á nokkuð hjá þér! Manstu’ ei að munir ossrir þá mættust í dyrum? Sála mín þá, mín Svava! þér settist á varir! Þóttist hún rík þar í rósa þeim rauða beð lá hún, enn þar hún dottar í dái og dreymir þig, Svava! Veistu nú líf mitt, hin ljúfa! þér liggur á vörum: Leyfðu’ að það soanda sjúgi’ eg úr sólfagra beðnum! Láttu ei bana mig bíða, eg bið þig, mín Svava! Gefðu mér önd mina aftur og aftur mig kysstu!

Ljóðið „Kysstu mig aftur” er eftir skáldi Bjarna Thorarensen og er skrifað í rómantísku stefnunni eins og

önnur ljóð Bjarna. Ljóðið fjallar um ástarsamband sem að Bjarni átti sem eldri maður stuttu áður en að

hann dó. Í ljóðinu er hann að játa ást sína og um að segja frá því hvernig hann er að reyna að forðast

dauðann með kossum, en kossar og ást eru venjulega tengd við yngra fólk. Þannig er Bjarni að reyna að

komast frá dauðanum og verða ungur annað sinn. Ljóðið er mjög huglægt eins og rómantísk ljóð eru en

hann lýsir hugsunum sínum og minningum um konuna, Svövu, en ekki einhverju sem að á sér stað.

Rómantíska stefnan lagði áherslu á trúna á hið yfirskilvitlega en það einkenni hennar í ljóðinu er þráin til

að forðast dauðan með því að kyssa konuna sem hann elskaði. Ljóðið er líka mjög einstaklings bundið en

það fjallar sérstaklega um Svövu og er tengt reynslu ljóðskáldsins og ímyndun frekar en því sem átti sér í

raun stað. Þetta er mjög algengt í rómantísku stefnunni og er andsvar við skýrleika upplýsinga stefnunnar

sem að áður var við gildi. Setningin, „ég finn til þess vegna er ég”, er nokkurs konar slagorð

Page 14: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL3A05 Lokaverkefni

rómantíkurinnar en hún varpar ljósi á hugsanagang þessa tíma. Þessi setning einkenndi ritstíl ljóðskálda

rómantíkurinnar og kemur mjög skýrt fram í „Kysstu mig aftur” þar sem skáldið lýsir andþrengslum þegar

hann reynir að tjá ást sína til Svövu. Ljóðið er í raun óður til tilfinninga Bjarna þegar að hann skrifaði það.

Ljóðaverkefni 2 – Ólöf frá Hlöðum, Raunsæisstefna.

Tárin

Dýpsta sæla og sorgin þunga

svífa hljóðlaust yfir storð.

Þeirra mál ei talar tunga.

Tárin eru beggja orð.

Tárin

Klukkan er hálf átta, ég er búin stara á sama blettinn á

biðstofuveggnum í nákvæmlega 137 mínútur. Linda er

hinu megin við hurðina inn á bráðamóttöku en hún gæti

alveg eins verið í annari heimsálfu. Það eina sem læknirinn sagði mér var að þau væru bæði í hættu, hún

og barnið. Síðan var ég rekinn fram og sit hér og tel mínúturnar eins og geðsjúklingur sem þorir ekki að

hugsa til enda einu hugsunina sem kemst fyrir í höfðinu á mér. Lifa þau af, hvað ef annað þeirra deyr,

hvað ef þau deyja. 141 mínútur, þarna kemur læknirinn. Hún er dáin, eina stelpan sem ég hef nokkurn

tímann elskað er dáinn. Ég græt eins og lítið barn fyrir framan lækninn. Tárin eru það eina sem að tjáir

tilfinningar mínar. Síðan segir hann mér að ég eigi fallegann lítinn strák, síðustu gjöfina frá Lindu. Ég græt

enþá meira því tár eru það eina sem getur tjáð heimsins mestu sorg og heimsins mestu gleði.

Ljóðaverkefni 3 – Jóhann Sigurjónsson, Nýrómantík.

Heimþrá

Reikult er rótlaust þangið,

rekst það um víðan sjá,

straumar og votir vindar

velkja því til og frá.

Fuglar flugu yfir hafið

með fögnuði og vængjagný,

– hurfu út í himinblámann

hratt eins og vindlétt ský.

Page 15: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL3A05 Lokaverkefni

Þangið sem horfði á hópinn

Var hnipið allan þann dag. –

Bylgjan sem bar það uppi

var blóðug um sólarlag.

Skáldið sem orti ljóðið „Heimþrá” hét Jóhann Sigurjónsson og var hluti af kjarna skáldahópsins sem að

fylgdi Einari Benediktssyni í nýrómantísku stefnunni.

Ljóðið fjallar um mismunandi fólk en sumt fólk berst bara með straumnum og tekur engar

sjálfstæðar ákvarðanir. Þetta fólk er táknað með þanginu í ljóðinu. Annað fólk fer sínar eigin leiðir og

lætur ekki aðra stjórna sér. Fuglarnir í ljóðinu eiga að tákna þannig fólk. Myndirnar af þessum tveimur

tegundum að fólki eru eins og aðrar myndir í nýrómatískum ljóðum mjög táknrænar og gefa lesendanum

tækifæri til þess að túlka þær. Fólk sem ekki hefur þann eiginleika að hugsa sjálfstætt öfundar þá sem eru

frumlegir og sjálfstæðir því að líf þeirra er á vissan hátt einfaldara. Því eins og fuglarnir í ljóðinu sem flugu

á brott getur það fólk stjórnað stefnu sinni í lífinu. Allt ljóðið ber þannig skýra vísun í baráttu

nýrómantíkurinnar fyrir frelsi einstaklingsins.

Ljóðið í heild sinni er í raun ein stór myndlíking en það er mjög einkennandi fyrir nýrómantísk

ljóð en þau eru mjög myndræn. Það er líka mun háfleygara en raunsæ ljóð hefðu nokkurn tíman verið og

gefur ákveðna mynd af heiminum frá sjónarhorni höfundarins. Umhverfið í ljóðinu er hafið og himinninn

sem er ekki venjulegt umhverfi ljóðskálds enda höfðu þeir sem að fylgdu nýrómantísku stefnunni ekki

áhuga á umhverfi sínu heldur horfðu frekar inn á við. Það gerir Jóhann með því að velta upp þessum

tveimur tegundum af persónuleikum. Persónuleikategundin sem að greinilega er sýnd sem sú

ákjósanlegari í ljóðinu er frjálsi persónuleikinn. Nýrómantíkin dýrkaði ofurmennið og í þessu ljóði er það

táknað með persónu sem að fer sínar eigin leiðir.

Sendibréf og minningargrein:

Minningargrein 1 – Einar Benediktsson, raunsæi/nýrómantík.

Látinn er Einar Benediktsson stórskáld og merkismaður 76 ára gamall.

Einar fæddist á Elliðavatni árið 1864, sonur Benedikts Sveinssonar

sýslumanns og alþingismanns og konu hans.

Einar var kær vinur minn og það er sárt að sjá á eftir honum yfir

móðuna miklu. Við fylgdumst að sem vinir allt frá barnæsku og vorum

góðir félagar alla tíð þrátt fyrir að vera ólíkir persónuleikar. Einar var

margþættur persónuleiki en hafði þó alltaf sterkar skoðanir og óttaðist

ekki að koma þeim í orð. Það var kannski sá hæfileiki hans að orða hlutina

sem hvatti hann til að læra lög. Hann náði eins og flestir vita miklum

frama en það var ekki fyrr en að hæfileiki hans þróaðist í skáldskap að

hann komst á blaðsíður sögubókanna. Það þurfti þó mikið til en Einar gekk

Page 16: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL3A05 Lokaverkefni

í gegnum meira en flestir á ævi sinni en veikindi hans urðu þó kveikjan að glæstum ferli.

Ég get talið mig heppinn að hafa fengið að þekkja svo áhrifamikinn mann en Einar var kveikjan að

nýrómantík á Íslandi. Þrátt fyrir að hann hafi viljað hafa áhrif á þjóðina og skrifað undir áhrifum

raunsæisins til að byrja með var hann í heildina á undan sinni samtíð enda eignaðist hann marga

fylgismenn. Hann gaf út fimm ljóðabækur á ævinni og þýddi áhrifamikil leikrit eins og Pétur Gaut og fleiri.

Einar var ekki auðskilinn maður og ég átti eins og aðrir ekki alltaf auðvelt með að skilja meiningu

orða hans. Það má í raun og veru segja að hann hafi verið tákngerfingur stefnunnar sem að spratt frá

honum. Líkt og rómantíkin var hann myndrænn og gaf hlutina meira í skyn í stað þess að segja þá beint.

Þeir sem að gáfu sér tíma til að kynnast manninum á bak við skelina og litu bakvið meistaraverk

skáldsins fengu tækifæri til að kynnast góðum heiðarlegum manni sem að hafði góð áhrif á fólkið í

kringum sig. Að lokum held ég þó að enginn annar en Einar sjálfur hafi getað orðað það hvernig hans

verður minnst: Aldur deyðir engan mann, sem á það verk, er lifir.

Sendibréf 1 – Bjarni Thorarensen, rómantík.

Sæll og blessaður Héðinn

Ég vona að það sé allt gott að frétta af þér og litlu fjölskyldunni

þinni. Ég er ekki vön að skrifa mikið af sendibréfum en mér þótti

viðeigandi að skrifa bréf þegar ég ætla að segja þér frá skáldi sem

að lifði á árunm 1786 til 1841. Þetta skáld sem að ég er nú búin

að minnast á heitir Bjarni Torarensen. Ég veit ekki hvort að þú

kannast við skrif hans en til öryggis ætla ég þess vegna að segja

þér frá honum eins og þú hafir aldrei heyrt á hann minnst.

Helstu ástæðurnar fyrir að ég ákvað að segja þér frá

þessu ákveðna skáldi eru að hann er eitt helsta skáld rómantísku

stefnunnar í bókmenntum en ég veit að þú hefur verið að lesa þér til um hana og sú staðreind að ég veit

að þú hefur aldrei nóg að lesa.

Bjarni Thorarensen kynntist rómantísku stefnunni í gegnum danskan mann að nafni Henrik

Steffens en hann var helsti talsmaður stefnunnar í Danmörku. Bjarni var er elstur þeirra íslensku skálda

sem að voru hluti af stefnunni svo að stefnann er miklu skýrari í verkum hans. Þannig ef að þú villt skoða

rómantík þá er líklega fá skáld sem að er upplagðara að kynna sér en hann. Samtímamenn Bjarna mátu

hann mikils og hann enn mjög merkt skáld og ljóðið hans „Sigrúnarjóð” er talið eitt rómantískasta ljóð

Íslandssögunnar.

Ég held í raun og veru að þú hefðir mjög gaman af því að lesa verk hans en ljóðabók með verkum

hans kom ekki út fyrr en eftir að hann var dáinn svo að það er bara ein bók sem að hann skilur eftir sig.

Page 17: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL3A05 Lokaverkefni

Ef þetta bréf veitti þér ekki innblástur til þess að fara og finna bókina hans og kynnast verkum

eins merkasta ljóðskálds rómantísku stefnunnar þá veit ég að minnsta kosti hvað ég á að gefa þér í

jólagjöf.

Þín systir,

Sigríður Lóa

Sendibréf 2 – Jóhann Halldórsson, upplýsing

Sæll Ólafur

Til svars við ósk þinni um að ég aðstoðaði þig við fræðslu um merk

ljóðskáld upplýsingastefnunnar og hvað fólst í þeirri merku

bókmenntastefnu hef ég ákveðið að segja þér frá Jóhanni Hlddórssyni.

Hann var prestsonur sem að lifði á árunum 1809 til 1840 og var eitt af

skáldum Íslendinga sem að tóku þátt í upplýsingunni. Hann lærði, eins

og flestir þeir sem að vildu komast til mennta á Íslandi, lögfræði en sýndi

þó bókmenntum meiri áhuga. Hann lauk ekki lögfræðiprófinu heldur

flutti aftur til Íslands og snéri sér að ritstörfum. Hann gaf út bókina

Nýjársgjöf árið 1841 en í henni var að finna sögur handa börnum. Sögur

sem að voru sérstaklega ætlaðar börnum var ein helsta leiðin til að veita

þjóðum upplýsingu því að til að börnin eru framtíð þjóðarinnar. Jóhann sýndi mikla hæfileika en druknaði

því miður aðeins 30 ára gamall. Þrátt fyrir stutta æfi hafði hann mikil áhrif á íslenskan skáldskap og það

er honum þakkar vert.

Ég er einstaklega ánægður með að það sé eitthvað ungt fólk sem að enn vill fræðast um íslenska

skáldskapar hefð. Það sýnir að enn er von fyrir skáldskap á Íslandi. Það eru ekki allir sem að þekkja þetta

skáld sem að ég var að benda þér á og vonandi mun þetta sendibréf reynast þér hjálplegt við hvað sem

það er sem að þú ætlar að taka þér fyrir hendur. Það er aldrei að vita nema ég heyri eitthvað af þér í

framtíðinni.

Ef að þú hefur einhverjar fleiri spurningar eða villt fá einhvern til að lesa yfir skrifin þín þá væri ég meira

en tilbúinn til þess. Það getur oft verið hjálplegt að fá utanaðkomandi álit.

Kveðja

Þórólfur Hauksson

Page 18: Íslenska - Sverrir

Jónas Hallgrímsson

Sunna Ösp Þórsdóttir

Íslenska 3a05

Hér í þessum bækling má finna margt skemmtilegt eins og helstu einkenni rómantíkurnar, kynning á Jónas Hallgrímsson, skemmtileg og stutt endursögn um Grasferð eftir Jónas Hallgrímsson og dómur

Dómur Jónassar

Grasaferð

Árið 1837 var birtur ritdómur í

Fjölni eftir Jónas Hallgrímsson

um fyrstu prentuðu rímur

Sigurðar um rímur af „Tristan

og Indíönu“.

Jónas fór ítarlega í hvert atriði

og ritdómurinn var rómantísk stefnuyfirlýsing hans.

Þeir voru sammála um að rímur séu oft óvandaður

kveðskapur.

Það fæðist hjá skáldum með þeim hætti að skáldið

velur sér liðaðri braghátt og kraftar hans örðugri frá-

sögu leyfa honum þraut-

laust að framklekja.

Það varð mikið rifrildi milli

Jónasar og Sigurðar um

rímur og fékk Sigurður fleiri

menn með sér í lið. Sigurður

vann og náði að hindra

prentun þeirra í hálfa öld.

En svo réðst Jónas á þær

listrænu forsendur sem

hafði mikil áhrif. .T.d orti

bólu-Hjálmar engar rímur

eftir 1837.

Prestur að nafni Bjarni tók mig í

fóstur eftir að foreldrar mínir

létust þegar ég var aðeins fjar-

gára. Hann ól mig upp eins og

hans eigin sonur, hann átti líka

dóttir að nafni Hildur sem ég

hef alltaf kallað systir mína.

Bjarni var mjög strangur í útliti en aldrei var hann

vondur við mig, við höfðum ráðskonu sem ég kalla

Gudda en henni er mjög illa við mig. Ég er lánsamur

og kemur mjög vel við fólkið í bænum og í miklu

uppáhaldi hjá mörgum. Mér kom samt alltaf best

með systir minni, hún er þægari en allir á heimilinu.

Einn dag var ég létt klæddur með tínupoka, ég beið

úti eftir að einhver kæmi út þegar ég sé systir mína

koma með samanbrotin tínupoka hægt var að sjá á

henni að hún ætlaði í grasferð. Ég kalla til hennar

hvort ég megi halda á pokanum hennar, hún réttir

mé hann brosandi og leiddi mig upp brekkuna ráðs-

konan kallar á eftir þeim að koma með helluhnoðra

sem vaxa í fjallinu. Veðrið var blítt og hreint en ekki

sást til sólar, túnin græn og full af blómum og falleg

var náttúran við stoppum á leiðinni og spjöllum þar

sem ég segist vera ofur lítill og mun aldrei verða að

manni, hún hlær og segir að ég yrði að vaxa til þess

að verða stór. Á leiðinni upp fjallið segum við hvort

öðru kvæði og sögur, þau enda í rifrildi. Það kemur

grjóthrun og ég stekk í fangið á systir minni af

hræðslu því það var maður þarna upp, ég vildi flýta

mér heim af hræðslu.

Page 19: Íslenska - Sverrir

Rómantíska stefnan var sterk og

langvarandi hér á Íslandi og

tengdist mikið baráttunni fyrir

þjóðfrelsi. Hún var mjög vinsæl í

ljóðagerð fram að 1930 frá 1770.

En að vissu til breyttist hún mikið

á þessu langa tímabili. Rómantíkin

er skilgreind sem andstaða og

uppreisn gegn upplýsingunni. Hún

hafði mikið af þjóðernis-

,einstaklings- og náttúruhyggju.

Rómantíska stefnan er fyrsta hreyfing í skáld-

skap og heimspeki sem upphefur einstaklinginn sem er

fullkomlega frjáls úr skynsemi og hversdagslífi.

Skáldin gáfu skáldleg sýni gefur nýju efni nýtt form.

Náttúran varð ekki bara lifandi og persónugerð heldur gaf

skáldunum sérstakan anda til að ná sambandi við. Það

var rímað mikið við náttúruna og sinn innri mann.

Það má rekja hluta af rómantíkinni til hryllings-

agna þó svo rætur hennar komi frá alþýðuskáldskap,

goðsögum, þjóðsögum og ævintýrum.

Líf og ástríða rómantíkurnar varð eftirsótt þar sem dauð-

inn var líka hrollvekjandi fagur.

Skáld fóru að tjá sérstæða, einstaklingsbundnar reynslu,

ímyndunina og innblástur.

Rómantík Jónas Hallgrímsson

Sunna Ösp

Jónas Hallgrímsson (1807 – 1845) fæddur

á Hrauni í Öxnadal. Faðir hans Jón Þorláks-

son var aðstoðarprestur og skáld og hafði

mikil áhrif á Jónas sem skáld.

Jónas missti föður sinn aðeins átta ára

gamall og samdi hann ljóð sem heitir „Saknaðarljóð“ í minningu hans.

Jónas fór í Bessastaðaskóla og fór þaðan til Kaupmannahafnar

að læra lögfræði en var ekki lengi að skipta yfir í náttúrufræði og bók-

menntum. Hann lauk ekki náminu en hann nýttist samt bæði sem náttúru-

vísindamaður og bókmenntafræðingur. Hann fór í þó nokkra vísinda-

leiðangra á íslandi en dvaldi þó mest í Höfn þar sem hann tók mikinn þátt í

skemmtanalífi en var líka ritstjóri Fjölnis og listfengasta skáld hans og

greinahöfundur.

Hann birti mörg af sínum skáldum í blaðinu. Síðasta hefti Fjölnis

(1847) var helgað dauða hans, sama ár var gefin út bók með ljóðmælum

hans. Jónas samdi kvæði af ýmsu tagi, en þekktastur var hann fyrir ættar-

ljóð sín þar sem land, náttúra, saga og hin rómantíski andi eru blönduð

saman. Það sem var sérstakt við ljóð hans voru skýrar náttúrumyndir. Þau

erindi eru úr hulduljóðum, kvæðaflokkum um Eggert Ólafsson.

Framlag Jónasar til íslenskrar tungu og skáldskap er ómetan-

legt. Hann náði að endurnýja ljóðmál með því að færa það nær eðlilegu

talmáli. Hann var fyrstur að kynna ýmis erlend bragarhætti á íslensku,

hann var einnig fyrstur nútímahöfundur til að semja sígilda smásögu

„Grasferð“ og skrifaði fyrsta alvöru ritdóminn „Um rímur af Tristan og

Indíönu“.

Þótt hann féll frá okkur á besta aldri hafi hann rótæk áhrif á hugmyndir

íslendinga um skáldskap og fegurð.

Ferðalok

Þau eru þrjú saman, Jónas,

prestur og dóttir hans sem fara í

ferðalag

Hann verður ástfangin af dóttur

prestsins en veit að þau munu

ekki geta verið saman því þau vita þau munu skiljast

og verða mjög sorgmædd.

Þegar til baka er komið horfir hann tilbaka og sér

ástarstjörnuna bak við ský, hann veit að himin-

geimurinn geti ekki sameinast alveg eins og ástin.

Stökur

Engin grætur Íslending sem enginn þekkir, náinn

kyssir líkið og kveður áður en það er jarðað.

þetta er gott á mig hefði átt að hugsa betur um

stúlkuna sem ég hugsaði um alla daga og sakna.

Lifðu góðu lífi og gangi þér vel, ég er úti að yrkja á

daginn.

Ef ég fengi að gera allt uppá nýtt myndi ég aldrei

sleppa þér.

Jónas Hallgrímsson

Tvö ljóð eftir Jónas

Page 20: Íslenska - Sverrir

Draumur Dísu

Dísa var orðin verulega þreytt á því að það væri verið að rigna blóði og sólin væri ekki ennþá komin

aftur. Henni var ekki búið að líða vel í marga daga útaf þessu og svona veður merkir stundum einhver

tíðindi sem eiga eftir að koma. Eitt kvöldið þegar Dísa kemur þreytt heim úr vinnuni sér hún blað

völvunnar við útidyrahurðina. Hún grípur í blaðið og sest upp í rúm og byrjar að lesa. Valvan spáir því

að bræður munu fara berjast og ekki síður systrabörn. Þeir munu verða svo brjálaðir að þeir munu

ekkert pæla í því hvern þeir eru að drepa og það mun enginn hlífa hvor öðrum. Dísu líst ekkert á þetta

en nennir ekki að pæla mikið í þessu og fer að sofa.

Næsta dag vaknar Dísa klukkan 7 og gerir sig til fyrir skólann. Þegar

klukkan er orðin korter í átta byrjar hún að röllta í skólann. Þegar

hún hefur labbað smá spöl rekst hún á mjög stórt og skrítið tré og

þegar hún rekst á það hleypur einhver maður frá trénu eins og

hann hafi verið að losna frá því og tréð titraði allt. Þegar Dísa síðan ætlaði að fara halda labbinu áfram

sér hún skip og vatn sem hún hefur aldrei séð áður. Hún sér þarna mann og fer að spurja út í þetta

skip. Hann segir við hana að þetta skip er gert úr dauðum mönnum. Þegar einn maður deyr þá er

hann settur í skipið og þannig hefur það verið að byggjast upp. Skipið var að koma að austan og

skipstjórinn sem stýrir skipinu heitir Loki sem er í hópi jötna. Hún þakkar honum fyrir þessar

upplýsingar og labbar í burtu, hún er orðin verulega hrædd.

Þegar hún er byrjuð að labba í burtu sér hún að sólin er

byrjuð að falla af himnum og stjörnurnar hverfa hægt og

rólega. Það næsta sem hún veit er að sólin er búin að

brenna tréð sem hún sá fyrst. Hún stendur þarna stjörf og

veit ekkert hvað hún á að gera. Hún byrjar að hlaupa í átt

að skólanum en sér það fljótlega að skólinn er ekkert þarna

heldur er heimurinn að breytast til hins betra. Jörðin er öll orðin græn og falleg, fullt af fossum eru að

myndast og ernirnir eru að fljúga yfir fossana. Þetta er að fallegasta sem að hún hefur séð. Hún fór að

grafa aðeins í grasið og fann þar fullt af teflköllum úr gulli. Þegar hún er við það að setja þá í vasana

sína vaknar hún í rúminu sínu. Þetta var allt draumur.

Brynja Dís

40,44,46,48,49,55,57,59

Page 21: Íslenska - Sverrir

Völuspá

Mikill baraátta átti sér stað í Mosfellsbæ í dag þegar tveir

bræður voru að berjast og drepa hvorn annan. Erfitt er í

heiminum núna þegar allir goðar og skepnur komu og

sverð og axir upp á lofti og skildir eru klofnir. Það eru fullt

af úlfum sem rífa í sig líkin og það virðist vera að heimurinn

er að farast og engin kemur frá sér orði. Gamalt tré fór að

hristast sem heitir Askur Yggdrasils þar sem það stendur og

það skelfur því það virðist vera eins og eitthvað stórt er að

losna úr læðingi. Stór maður sást koma hlaupandi með skjöld og stór ormur kom og lemur

öldur svo kemur skip nefnist Naglfar. Fullt af stórum mönnum koma allstaðar og maður sem

heitir Loki kom með þeim og það virðist að stór úlfur sé að leiða þá hingað. Mikið er að

gerast hér í Mosfellsbæ.

Baraáttan átti sér ennþá stað í dag þegar stór eld

risi kom úr suðurátt með stórt logandi sverð sem

skein eins og sólin fullt af grjóti skall saman og

tröll voru að harpa og fullt af fólki gengur á

götum í opin dauðan og himininn virðist vera að

klofna. Það virtist eins og goð sem við vitum af

komu og reyndu sitt besta að stoppa þetta og

einn ás sem allir kannast við hann Óðinn kom og

var að berjast við stóra úlfinn hann Fenrisúlfinn

á meðan annar ás sem heitir Freyr barðist við

stóra eld risann með logandi sverðið.

Óðinn barðist vel þar til úlfurinn drap hann og hann Víðar var einn af ásunum þarna og

barðist við Fenrisúlfinn og drap úlfinn á endanum. Allt var að gerast þar til okkar verndari

þrumuguðinn Þór kom og fór að berjast við stóra orminn hann Miðgarðsorminn og var það

mikil bardagi þar til Þór hjó banahöggi að orminum en ormurinn spýti eitri sínu á Þór og þeir

báðir dóu. Þetta allt átti sér stað í dag en svo var líka heimurinn að enda.

Birgir Hrafn

Erindi 44-46-48-49-51-52-53-54

Page 22: Íslenska - Sverrir

FMOS ÍSL2B05 Haustönn 2012

Sunna Ösp Þórsdóttir

Völuspá

Óðinn fór til Völvu og bað hana um að spá fyrir hvað

muni gerast í heimi goðanna í framtíðinni hún spáði

fyrir þeim að ragnarök væru að koma. Þar munu

bræður og frændur berjast og eiga þá margir eftir að

deyja. Óðinn veit að hann getur ekkert gert til að

koma í veg fyrir þetta.

Þetta hófst allt með stórum skjálfta allir kletta og

björg hrundu, álfarnir og dvergarnir í klettunum urðu hræddir og Fenrisúlfurinn losnaði og

byrjar hann þá að drepa fólk þar sem hann fyllist af lífi þegar aðrir deyja. Himininn varð

allur úti blóði og allt varð vitlaust, það varð svo mikið myrkur að það kom ekki sumar í 3

ár.

Allir voru orðnir pirraðir á myrkrinu og þreyttir á vetrinum, því magnaðist hasarinn og

varð svo mikill að Heimdallur blæs í hornið. Þá ríður

Óðinn til Mímisbrunns og fær ráð hjá Mími um hvað hann

og lið sitt. Askur Yggdrasils fer að skelfa og enginn hlutur

er þá óttalaus á himni eða jörðu, nú fer að nálgast

heimsendir.

Vakning kemur og núna þarf að fara gera eitthvað í

málunum. Surtur foringi andstæðinga goðanna fer af stað á vettvang bardagans með sverð

Freys í hendi. Öll björg nötra og hrynja, tröllin falla og menn eru komnir á veg til heljar og

himinn er farinn að klofna.

Fenrisúlfur er orðinn það stór að kjaftur hans nær frá jörðu og upp til himins, hann fer að

berjast við Óðinn og þeir báðir falla. Þá mætir Þór á svæðið og berst við miðgarðsorm og

þeir báðir falla líka, Ormurinn óttast ekki illt umtal þó hann hafi drepið Þór. Heimsbyggð

tæmist af fólki.

Sólin sortnar og jörðin sekkur , stjörnur hverfa af himni og askurinn stendur í björtu báli

Völva sér að góðir men og gegnir réttláta umbun og njóta yndis að eilífu á sælustaðnum

Gimlé .

40,44,45,51,52,54,55,62

Page 23: Íslenska - Sverrir

Ragnarök

Heimurinn brennur,

Ég horfi yfir vígvöllinn, ég sé Óðinn og Fenrir berjast, falla báðir. Ég sé Þór og Miðgarðsorm berjast, falla

báðir. Heimurinn brennur. Ég sé lík af dauðum mönnum, jötnum og

ásum, Ég er einn eftir.

Ég geng í gegnum vívöllinn, ég stíg á milli líka, leita eftir lífsmörkum, ég finn engin.

Hvað gerðist? Ég man ekki skýrt, allt er í móðu,

Eyðilegging, heimurinn skelfur, Fenrir losnar, himinninn hulinn blóði,

hann fyllist af móði. Óveður, hulin sól, Miðgarðsormur eitri blæs

Fenris við hlið Heimurinn klofinn

Múspellssynir ríða þaðan

Surtur sunnan kemur

Eyðilegging í hans för Sverð bjart eins og sólin

Björgin hrynja

Heimdallur í horn sitt blæs Loki Yfir Bifröst Jötnum stýrir

Völvan vissi hvað myndi ske Æsir þinga, ræða mál og stefnu sína,

Óðinn ríður burt til Mímisbrunns

Byður um ráð fyrir sér og sínum Yggdrasil skelfur

Æsir og einherjar í orustu fara

Óðinn af Garmi fellur

Er Víðar hefnir, Fenrir fellur Hvað gerðist? Allt er í móðu.

Heimurinn brennur, Jörðin sekkur

Stjörnurnar hverfa, allt er í logum.

Page 24: Íslenska - Sverrir

Jörðin rís, er örninn flýgur yfir Gras við fætur mínar Dýrin fara á stjá, allt er í blóma

Ég sé glitta í eitthvað Finn ég gullnar töflur . Ég heyri í manni er Baldur heitir

Höður eftir honum kemur. Synir þeirra bygga nýjan heim

Völvan sá þetta ske Við vissum að þetta myndi gerast Hví fór þetta svona?

Hví þurftu allir að deyja? Við þurftum að byrja upp á nýtt.

Við fáum nýtt upphaf, nýtum það til góðs.

Útaf því ég setti þetta svona upp þá var eginlega ekki hægt að gera þetta einhvað lengra, í staðin notaði ég úr fleiri erindum, ég notaði sex auka erindi, vona það sé lagi.

Erindin sem ég notaði

40 - 45 -47 – 48 – 49 – 50 – 51 – 52 – 53 – 55 – 57 – 59 – 60 - 61