heimur islam

8
heimurislam.wordpress.com lā ʾilāha ʾilá l-Lāh, Muḥammad rasūlu l-Lāh Það er engin annar guð en Allah, og Múhameð er spámaður hans

Upload: sindri-geir-oskarsson

Post on 24-Mar-2016

239 views

Category:

Documents


1 download

DESCRIPTION

bæklingur um Islam heimurislam.wordpress.com

TRANSCRIPT

Page 1: Heimur islam

heimurislam.wordpress.com

lā ʾilāha ʾilá l-Lāh, Muḥammad rasūlu l-Lāh

Það er engin annar guð en Allah, og Múhameð er spámaður hans

Page 2: Heimur islam

ALMENNT UM ISLAM

Íslam er næst fjölmennustu trúarbrögð í heimi á eftir kristni. Íslam, ásamt kristni og gyðingdóm, eru þau trúarbrögð sem hvað best eru þekkt fyrir eingyðistrú. Það sem þessi trúarbrögð eiga sameiginlegt er trúin á sama guðin. Frá upphafi trúarinnar hafa múslimar litið á trú og pólitík sem óaðskiljanleg fyrirbæri

Upphaf Íslam má rekja aftur að 7. öld þegar að Múhammeð spámaður fær sína fyrstu opinberun frá Guði, árið 620. Múhameð fær sínar opinberanir í gegnum erkiengilinn Gabríel og hóf að prédika guðinn Allah, sem fellur í misjafnan jarðveg og endar á því að Múhammeð flýr frá borginni Mekka til Medína. Í Medína nær hann fjölmörgum á sitt band og á endanum snýr hann aftur til Mekka þar sem honum er tekið vel. Borgirnar Mekka og Medína eru báðar staðsettar í Saudi Arabíu.

Saga Múslima hefst þó ekki við fæðingu Múhameðs spámanns, eins og margir halda heldur deilir hún sama bakgrunni og saga Gyðinga. Guð Gyðinga (Javhe) sem skapaði Adam er sami Guð (Allah) Múslima. Leiðir Gyðinga og Múslima skilja við Abraham, ættfaðir Gyðinga og þann mann sem Guð gerði sáttmála við. Abraham átti konu að nafni Sara. Hún gat ekki átt börn svo að hún leyfði Abraham að sænga hjá þræl sínum, Hagar. Hagar fæddi Abraham son að nafni Ísmael. Stuttu síðar verður Sara ófrísk og fæðir Abraham son að nafni Ísak. Að mati Gyðinga er Ísak réttmætur erfingi Abrahams og þurftu bæði Ísmael og móðir hans Hagar að sæta ofsóknum frá Söru, konu Abrahams. Þau flúðu þá til Mekka, þar sem þau settust að og má rekja ættir Múhameðs spámanns aftur til þeirra.Hugtakið Íslam hefur tvær þýðingar: undirgefni og friður. Undirgefni undir vilja guðs og að lifa í friði með sjálfum sér og öðrum.

Múslimar líta á Jesús sem spámann, en ekki freslara ólíkt kristnum mönnum. Það er algengur misskilningur að Múslimar séu almennt á móti Kristnidómi.

Aðeins fjórðungur múslima býr í Arabískum löndum. Staðalímynd múslima er arabi en Indónesía, Pakistan, Nígería og Bangladesh eru fjölmennustu múslima löndin.

Á Íslandi eru starfrækt tvö trúfélög múslima,Félag Múslima á Íslandi og Menningarsetur Múslima á Íslandi, samanlagt eru um 700 skráðir meðlimir í trúfélögunum.

Hægt er að kynna sér starfsemi þeirra á http://www.islam.ishttp://www.islamiccci.com

Page 3: Heimur islam

BLÆJAN

Hijab (e:veil): Blæjan sem er algengasti klæðnaður múslímskra kvenna á Ves-turlöndum er kölluð hijab. Hijab hylur hár, eyru, háls og stundum axlir, en skilur andlitið eftir óhulið og mjög oft part af hárinu.

Búrka (e:burqa): Búrkan er umdeildasta tegund fatnaðar sem múslímskar konur klæðast. Búrkan hylur allan líkamann, andlit og augu meðtalin, með þéttriðnu neti fyrir augu-num. Búrkan er algengust í Afganistan.

Níkab (e:niqab): Níkab er nokkurs konar blæjugríma sem hylur allt höfuðið fyrir utan augun og er mikið notuð í Yemen og Saudi Arabíu og er mun algengari en búrkan.

Blæjan á sér langa sögu langt afturfyrir tíma Íslam. Konur í gyðingdómi notuðu slæðu þar til á nítjándu öld og enn nota katólskar nunnur slæður sem hylja hárið og ganga í kuflum. Í Afganistan var búrkan notuð löngu fyrir tíma Íslam og sama má segja með Nikab sem var notuð bæði af konum og körlum í Sahara.

Fram á nítjándu öld huldu allflestar konur höfuð sitt með einhverskonar slæðum í þessum heimshluta. Var slæðan hefðbundinn og viðeigandi klæðnaðar kvenna hvort sem þær voru gyðingar, kristnar eða múslímar. Frá lokum nítjándu aldar og fram á miðja tuttugustu öld var blæjan á undanhaldi í flestum arablöndum. Alveg fram til 1960 varð slæðan fátíðari og það að ganga slæðulaus var eðlilegur hlutur og ekki litið á það sem að konurnar væru að afneita trúnni.

Í kjölfar hryðjuverkaárásanna 11. september 2001 jukust fordómar gegn múslímum mjög mikið. Þrátt fyrir það varð mikil aukning á notkun blæjunnar á Vesturlöndum. Er það talið andmæli múslímskra kvenna gagnvart fordómum á íslam. Þær vilji sýna að þær séu stoltar af trúnni og sínum múslímska uppruna. Margir líta á blæjuna og alhyljandi klæðnað múslímskra kvenna sem kúgunartæki karlamanna. Deilt er um trúarlega merkingu blæjunnar. Greinir fræðimenn á um hvernig túlka eigi ákvæði Kóransins þar að lútandi. Sumir vilja meina að notkun blæjunnar hafi aðeins átt við konur Múhameðs spámanns.

„...segðu trúuðum konum að þeim beri að hverfa sjónum sínum burt frá freistingum og vernda hrein-leika sinn að hylja prýði nema þá sem sýnd er að eðlilegum hætti að bregða blæju yfir barm sinn og eigi sýna fegurð hans öðrum en eigin-manni, föður sínum, …”. 24:31

Page 4: Heimur islam

Jihad er arabískt orð sem merkir átök eða barátta. Sú þýðing sem oftast er notuð á íslensku er heilagt stríðen það gefur frekar ranga mynd af orðinu því arabísku orðin harb - stríð og muqaddas - helgi koma hvergi fram í Kóraninum hlið við hlið. Jihad skiptist í tvennt hið stærra og hið minna jihad. Hið stærra eða hið innra, sem er í kóraninum talið mun mikilvægara, fjallar um hina innri baráttu allra til að lifa hinu góða lífi, baráttuni gegn sjálfselsku, græðgi og illsku. Hið minna jihad eða hið ytra fjallar um stríðsrekstur, sem er engöngu réttlætanlegt þegar kemur að því að verja Islam eða samfélagið eins og kemur fram í versum 2:190 ,,Berstu fyrir málstað Allah gegn þeim sem á yður herja. En hefjið eigi fjandskap, því ekki eru árásarmenn Allah að skapi“.

JIhAd

Qutbismi er hugmyndafæði súnní múslima sem kennd er við Sayyid Qutb en hann sat í fangelsi frá árinu 1954 til dauðadags árið 1966. Qutb skrifaði mikið í fangelsinu og hans áhrifamestu bækur eru In the Shade of the Qur’an sem er 30 bóka ritskýringar verk og Milestones. Í Milestones koma fram helstu rök Qutb fyrir notkun Jihad í sókn. Samkvæmt Qutb er heimurinn kominn aftur í Jahiliyya, sem merkir vanþekking og er sá tími í sögunni áður en Múhammeð opinberaði vitranir sínar í kóraninum. Samkvæmt Qutb verða múslimar að berjast fyrir því að komast út úr Jahiliyya. Einn að þeim frægustu til aðhyllast qutbisma er Osama bin Laden og fylgismenn hans í al-Qaeda.

QUTBISMIÞað er auðvelt að setja samasemmerki á milli allra múslima í heiminum, við þekkjum menningu þeirra ekki nægilega vel. Hinsvegar þekkjum við okkar eigin menningarheim það vel að við myndum aldrei setja samasemmerki á milli Kaþólikka, Hvítasunnumanna, Lútherana, Mormóna eða Kalvinista. Ef við þekktum menningarheim múslima þætti okkur álíka fáránlegt að setja samasemmerki á milli Shia, Súnníta, Sufi, Alawi eða Ibadi múslima.

Page 5: Heimur islam

JIhAd

Al-Qaeda var stofnað af Osama bin Laden á árunum 1988-1989 í kjölfar stríðs Mujahideen við marxista í Afganistan og Sovétmenn. Bandaríkjamenn fjármögnuðu Mujahideen og síðar bin Laden einnig. Hugmyndafræði al-Qaeda byggir nánast að öllu leiti á hugmyndum qutbisma. Þeir hafa staðið fyrir fjölda árása, bæði á vesturlönd en einnig gegn shía múslimum sem þeir telja vera villutrúarmenn. Al-Qaeda hóf hryðjuverka árásir sínar með því að sprengja hótel þar sem Bandarískir hermenn höfðu dvalið og í febrúar 1993 keyrðu þeir bíl fylltan sprengiefni inn í kjallara annars turnsins í world trade center með þeim afleiðingum að 6 létust. Árið 1998 sprengdu þeir Bandarísku sendiráðin í Kenýu og Tansaníu, og svo árið 2001 flugu þeir flugvélum á world trade center og pentagon með þeim afleiðingum að tæplega 3000 mans létust. Þetta er ekki tæmandi listi en al-Qaeda hefur framið fleiri voðaverk en flestir aðrir hryðjuverkahópar.

AL-QAEdA

Múslimar biðjast fyrir fimm sinnum á dag: við sólarupprás, hádegi, eftirmiðdegi, eftir sólsetur og seint á kvöldin. Þegar Múslimar biðja eru þeir á fjórum fótum, búnir að þrífa hendur og andlit og snúa í átt að Mekka.

Page 6: Heimur islam

ARABÍSKA VORIÐNú er liðið rúmt ár frá því fyrirbærið eða sú röð atburða sem að kallast Arabíska vorið hófst. Í desember 2010 ákvað ungur ávaxtasali í Túnis að kveikja í sjálfum sér til þess að mótmæla kúgun og spilling yfirvalda í borginni Sidi Bouzid og varð þessi hræðilegi atburður kveikjan að röð mótmæla og byltinga sem að standa enn í dag.Það er erfitt að tala almennt um Arabíska vorið en í grunnin standa/stóðu íbúar Túnis, Algeríu, Líbanon, Jórdan, Máritaníu, Súdan, Oman, Sádi Arabíu, Egyptalands, Jemen, Írak, Barein, Líbíu, Kúveit, Marokkó og Sýrlands í mótmælum gegn stjórnvöldum lands síns og berjast fyrir bættum kjörum og betri framtíð. Að fjalla um arabíska vorið er frekar strembið þar sem að það stendur enn yfir og langt er í að hægt sé að fá fulla yfirsýn yfir þá atburði sem áttu sér stað og afleiðingar þeirra.

Áhrif Arabíska vorsins nú þegar eru ótrúleg þrátt fyrir að aðeins sé rúmt ár frá því að það hófst. Árið 2011 fóru fram mótmæli í Evrópu, Asíu, Afríku, Eyjaálfu, Norður- og Suður Ameríku og voru mótmælendur um víða veröld undir áhrifum frá Arabíska vorinu. Það er ekki að ástæðulausu að tímaritið Time valdi mótmælandann sem mann ársins 2011. Um allan heim er fólk að berjast fyrir auknu frelsi, réttindum og nýju stjórnarskipulagi. Á hverjum degi berast fréttir frá Sýrlandi, Grikklandi, Rússlandi eða Bandaríkjunum þar sem að mótmælendur, undir áhrifum frá Arabíska vorinu, reyna að berjast fyrir rétti sínum til betra lífs. Það er greinilegt að Arabíska vorið hefur haft ótrúleg áhrif en hveru mikil þau eru í raun og veru og hversu lengi þau vara á eftir að koma í ljós.

Slagorðið „Ash-shab yurid isqat an-nizam“ hefur hljómað víða um Mið-Austurlönd og myndi útleggjast á Íslensku: „Fólkið vill fella stjórnina“. Það sem er merkilegt við slagorðið er að það hefur enga trúarlega merkingu og sýnir að Arabíska vorið er ekki drifið áfram af trúarásetningi. Kristnir, múslimar og trúlausir sameinast í baráttunni fyrir frelsi.

Á heimurislam.wordpress.com er ítarlegri umfjöllun um framvindu Arabíska vorsins í Túnis, Egyptalandi Líbíu, Jemen, Bareihn og Sýrlandi

Page 7: Heimur islam

Mótmælin í Bareihn hafa farið mjög hljótt í umræðunni um Arabíska vorið en það er kannski ekki að ástæðu lausu þar sem að fæstir virðast vita af tilvist þessa litla eyríkis í Persaflóa. Í stuttu máli hófust mótmæli þar þann 14. febrúar 2011 þegar það fóru fram friðsamleg mótmæli þar sem að Shia múslimar kröfuðst bættra kjara og aukinna réttinda. Konungsfjölskyldan ákvað að ráðast gegn mótmælendum af fullum hernaðarstyrk en það varð þó aðeins til þess að fleiri tóku þátt í mótmælunum. Íbúar Bahrein, óháð trúarskoðun eða þjóðfélagsstöðu, fóru að kalla eftir breytingum á stjórnarháttum, aukum jöfnuði og stjórnarskrár breytingum.Nýlega voru 20 heilbrigðisstarfsmenn settir í 5-15 ára fangelsi fyrir að „aðstoða við mótmælin“ með því að hjúkra særðum mótmælendum.

BAREIhN

Í dag er mest athygli á Sýrlandi en vegna þess hvað frelsi fjölmiðla er takmarkað er erfitt að draga upp skýra heildar mynd af aðstæðum þar í landi. Nokkur ólga hafði verið í íbúum Sýrlands frá því mótmælin byrjuðu í Túnis en það var þó ekki fyrr en 15. mars 2011 sem fyrstu mótmælin fóru fram í nokkrum borgum Sýrlands. Assad fjölskyldan sem að hefur farið með völd í landinu í rúm 40 ár er þekkt fyrir að bregðast snögglega og harkalega við mótlæti og því kom það ekki á óvart þegar stjórnvöld lýstu því yfir að mótmælendum yrði ekki sýnd nein miskun. Það er erfitt að átta sig á hvaða öfl eru að verki í Sýrlandi og hvaða fjölmiðlaumræðu sé hægt að treysta. Í vestrænum fjölmiðlum er mest áhersla lögð á það að stjórnarherinn sé að ofsækja og myrða saklaust fólk en minna fjallað um herskáa stjórnarandstæðinga. Hátt í 10.000 manns hafa látist í átökunum nú þegar og þar sem að alþjóðasamfélagið getur ekki ákveðið sig hvernig eigi að beita sér í málinu munu eflaust mun fleiri látast áður en að friður næst í landinu.

SÝRLANd

Page 8: Heimur islam

Kóraninn er í daglegu tali oftast aðeins kynntur sem trúarrit múslima. Kóraninum er þar með líkt við biblíuna og stöðu hennar gagnvart kristni. Það er vissulega rétt að einhverju leyti en þar vantar samt mun dýpri skilning á raunverulegu mikilvægi kóransins fyrir múslima, og það hvernig ritunarsaga kóransins er mjög ólík ritunarsögu biblíunnar. Hér verður þó aðeins stiklað á stóru um þetta merka riti.

Kóraninn var samkvæmt sögunni færður spámanninum Múhammeð af sendiboða Guðs, Gabríel erkiengli. Kóraninn sjálfur samanstendur af 114 köflum sem nefnast súrur. Þær eru misjafnlega langar, sú lengsta inniheldur 285 vers en sú stysta inniheldur aðeins 6 vers. Kóraninn var aðeins til í munnlegri geymd þar til ákveðið var um það vil 22 árum eftir dauða Múhammeðs að safna þeim saman í bók til að vera viss um að varðveita orðin nægilega nákvæmt.

Eitt það áhugaverðasta við kóraninn er sú staðreynd að hann er aðeins sannlega til á arabísku samkvæmt múslimum. Vegna þess að það var sú tunga sem Guð nýtti sér í gegnum Gabríel erkiengil til að færa Múhammeð orðið. Það þýðir að allar þýðingar á kóraninum eru túlkanir.

Hin munnlega geymd er þó ennþá í hávegum höfð. Með mikilli vinnu og áhuga er hægt að öðlast skírteini frá viðurkenndum aðila, sem getur þess að viðkomandi kunni kóraninn utan bókar og að sú útgáfa komi í beinum legg frá Múhammeð. Það mætti kalla það ættbókafærða munnlega geymd. Í yfir 1400 ár hefur kóraninn því verið fluttur á milli manna og má því með sanni kalla hann lifandi verk.

KóRANINN

Þessi bæklingur er kynning á vefsíðunni Heimur Íslam.

Að síðunni standa Ásta Elínardóttir, Daníel Örn Arnarsson, Siguróli Sigurðsson, Sindri Geir Óskarsson og Sólrún Anna Ólafsdóttir, nemar í áfanganum Stjórnmál og Trúarbrögð: Íslam, sem að kenndur er við Háskóla Íslands.

Markmið vefsins er að fjalla um málefni Íslam og hins múslimska heims frá upplýstu sjónarhorni og reyna að hafa áhrif á umræðu almennings á Íslandi.heimurislam.wordpress.com

Þessi bæklingur er gefinn út í 100 eintökum.Útgáfan var styrkt af Stúdentasjóði og var hann prentaður hjá Guðjón Ó. vorið 2012.

Efri mynd á forsíðu: S.Y.I.B.L.I. Neðri mynd á forsíðu: Örlygur Hnefill ÖrlygssonMyndir inni í bæklingi: Wikimedia