handbók sveitarforingja drekaskáta

296
3 Renewed Appr oach

Upload: gudmundur-palsson

Post on 22-Mar-2016

259 views

Category:

Documents


15 download

DESCRIPTION

Handbók sveitarforingja drekaskáta

TRANSCRIPT

Page 1: Handbók sveitarforingja drekaskáta

3

Renewed Appr oachto Pr ogramme

Page 2: Handbók sveitarforingja drekaskáta

4

Handbók sveitarforingja drekaskáta

© Bandalag íslenskra skáta

Bandalag íslenskra skáta, Reykjavík 2011

Ritstjórn; Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Hönnun og umbrot: Guðmundur PálssonÍslensk myndvinnsla: Sigrún KarlsdóttirHönnun forsíðu: Birgir Ómarsson

Bókin er þýdd og staðfærð útgáfa bókarinnar Guía para dirigentes de Manada (Handbook for Cub Scout Leaders) og gefin út með heimild The World Organization of the Scout Movement ogWOSM - Interamerican Scout Office.

Teikningar og myndskreyting; Mariano Ramos

1. prentun ágúst 2011

Öll réttindi áskilin.

Bók þessa má eigi afrita með neinum hætti, svo sem ljósmyndun, prentun, hljóðritun eða á annan sambærilegan hátt, að hluta eðaí heild, án skriflegs leyfis ritstjóra og útgefanda.

ISBN: 978-9979-850-21-2

Bandalag íslenskra skátaHraunbæ 123 – 110 Reykjavíksími: 550 9800 – [email protected] – www.skatar.is

Page 3: Handbók sveitarforingja drekaskáta

5

Ágæti skátaforingi

Þessi bók er handbók fyrir þig. Hún útskýrir þá hugmyndafræði sem skátahreyfingin um víða veröld byggir á. Fyrst og fremst er hún þó til leiðbeiningar um notkun þeirrar aðferðafræði sem nauðsynlegt er að hafa á valdi sínu til að skátastarf þjóni þeim uppeldismarkmiðum sem stefnt er að. Skátahreyfingin er uppeldishreyfing sem stefnir að því að hver skáti læri smám saman á þroskaferli sínum frá barnsaldri til fullorðinsára að vera sjálfstæður, virkur og ábyrgur einstaklingur sem lætur gott af sér leiða í því samfélagi sem hún eða hann tilheyrir, ekki einungis meðan á formlegu skátastarfi stendur heldur einnig þegar fullorðinsárum er náð. Ef rétt er á málum haldið er skátastarfið skemmtilegt og aðlaðandi „ævintýri“ sem aðlagast hverju aldursskeiði og þroska skátanna.

Þessi handbók er fyrir sveitarforingja drekaskáta. Inntak bókarinnar, tungutak og öll uppsetning er sett fram með það í huga að hvetja lesandann til að hugsa um hvað það merkir að ala upp börn. Í bókinni er lögð áhersla á mikilvægi þess að stuðla að heildarþroska einstaklingsins og öllum víddum persónuleikans. Skátastarf er óformlegt uppeldisstarf sem byggir á því að nýta tómstundir barna til uppbyggjandi verkefna. Bókin fjallar um börn og þroska þeirra. Hún er skrifuð fyrir fullorðna einstaklinga sem vilja leggja sitt af mörkum til að styðja á ábyrgan hátt við þroskaferli barna ánægjunnar vegna, en um leið að vaxa sjálfir og þroskast í samstarfi við aðra fullorðna af svo veigamiklu verkefni.

Mikilvægt er að öðlast skýra mynd af heildarferli skátahugsjónarinnar og umgjörðinni sem mótar skátastarf í heildstætt uppeldislíkan. Bókin er hugsuð sem handbók til að fletta upp í þegar vanda ber að höndum og þörf er dýpri skilnings á verkefnum. Þó að í bókinni sé að finna hagnýtar leiðbeiningar fyrir sveitarforingja sem hjálpa henni eða honum að ná betri árangri í skátastarfinu, þá er gildi hennar ekki síður fólgið í því að fá lesandann til að hugsa um það sem við gerum. Sé skátahugsjónin ljós í hugum okkar verður framkvæmd þeirra gefandi verkefna sem stuðla að auknum þroska einstaklingsins ánægjulegri. Lykillinn er því að fylgjast stöðugt með því hvernig skátastarf stenst samanburð við samtímakenningar í uppeldis- og menntunarfræði án þess að missa sjónar á þeim gildum sem eru undirstaða skátastarfsins.

Það er einungis ein skátaaðferð til og hún einkennir skátastarf um allan heim. Hún er útskýrð ítarlega í bókinni. Aðferðin er aðlöguð aldri og þroska skátanna. Þess vegna er táknræn umgjörð skátastarfs breytilegt fyrir ólík aldursstig. Þrátt fyrir ólíka táknræna umgjörð fyrir aldursstigin er grunnurinn hinn sami fyrir alla skáta. Skáti merkir í raun könnuður og sem könnuður er skátinn alltaf að kanna ný svið og nema nýjar lendur í hópi jafningja sama á hvaða aldri hann er – sem barn, unglingur, ungmenni eða fullorðinn einstaklingur.

Þessi handbók fyrir sveitarforingja drekaskáta er afrakstur margra ára samstarfs, ígrundunar og gagnrýnnar umræðu fjölmargra skátaforingja, leikra og lærðra, í mörgum löndum. Tekist hefur verið á um sjónarmið, þau krufin til mergjar og niðurstaðan er þessi bók.

Formáli

Page 4: Handbók sveitarforingja drekaskáta

6

Nú, þegar rúm öld er liðin frá því að skátastarf hófst í heiminum starfa tæplega 30 milljónir skáta innan vébanda skátahreyfingarinnar í meira en 200 þjóðríkjum og á sjálfstæðum landsvæðum. Árið 2012 verður ein öld liðin frá því að skátastarf hófst á Íslandi. Íslenskir skátar horfa því fram til nýrrar aldar eftir eitt hundrað ára skátastarf. Með útgáfu á þremur handbókum fyrir sveitarforingja í skátastarfi lýkur löngu endurskoðunarferli og við tekur innleiðing ferskrar skátadagskrár í öllum skátafélögum landsins.

Það er von okkar og trú að ný skátadagskrá, handbækur sveitarforingja og starfsbækur skátanna sjálfra, muni endurnýja og efla skátastarf á Íslandi um langa framtíð til gæfu fyrir þá einstaklinga sem þess njóta og samfélagið allt.

Gerð hefur verið þriggja ára áætlun um innleiðingu og endurskoðun á foringja-þjálfun BÍS .

Mikill fjöldi sjálfboðaliða innan og utan skátahreyfingarinnar hefur komið aðútgáfu þessara bóka og er þeim þakkað fórnfúst starf í þágu skátahreyfingarinnar. Þá er starfsfólki BÍS og stórum hópi fagfólks á fjölmörgum sviðum þakkað mikilvægt framlag.

Menntamálaráðuneytinu, Alþjóðaskrifstofu drengjaskáta, WOSM - Europe og Interamerica Region og Scouting Ireland er þökkuð fjárhagsleg og fagleg aðstoð.

Handbókin er skrifuð fyrir þig til að styðja þig í því mikilvæga starfi sem þú hefur tekið að þér.

Skátakveðja,með ósk um velgengni í starfi.

Benjamín Axel Árnason og Ólafur Proppé

Ágúst 2011

Page 5: Handbók sveitarforingja drekaskáta

7

EfnisyfirlitInngangur

Skátahreyfingin er uppeldishreyfing ........................................81. kafli

Strákar og stelpur frá sjö til níu ára .......................................... 11

2. kafli Sveitarstarfið .............................................................................21

3. kafli Táknræn umgjörð ..................................................................... 33

4. kafli Hóparnir – flokkakerfi drekaskáta .......................................... 53

5. kafli Hlutverk sveitarforingja ........................................................... 67

6. kafli Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar ..................................81

7. kafli Skátalögin og skátaheitið ........................................................89

8. kafli Þroskasviðin ............................................................................. 101

9. kafli Áfangamarkmið drekaskáta ................................................... 119

10. kafli Verkefni í drekaskátastarfi .....................................................155

11. kafli Dagskrárhringurinn .................................................................183

12. kafli Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar ...........193

13. kafli Verkefnatilboð og verkefnaval ............................................. 205

14. kafli Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin ....................219

15. kafli Framkvæmd og mat verkefna ................................................233

16. kafli Mat á persónuþroska ..............................................................257

17. kafli Hátíðir sveitarinnar ................................................................ 269

18. kafli Aðgæsla, umsýsla og eignir .................................................. 285

Page 6: Handbók sveitarforingja drekaskáta

8

uppeldishreyfingRobert Baden Powell (1857-1941) stofnandi skátahreyfingarinnar kom heim til Englands árið 1903 eftir áratuga dvöl á Indlandi og í Afríku. Við heimkomuna blasti við honum borgarsamfélag þar sem stærstur hluti ungs fólks virtist alast upp fyrst og fremst sem áhorfendur og neytendur. Frá hans sjónarhóli var um hættulega þróun að ræða því að sú var bjargföst skoðun hans að það sem skipti mestu máli, bæði fyrir einstaklingana og samfélagið allt, væri að sem allra flestir lærðu að vera sjálfstæðir, virkir og ábyrgir samfélagsþegnar.

Baden Powell hafði langa reynslu sem herforingi í breska hernum. Hans sérþekking var fólgin í því hvernig hægt væri að komast af við óþekktar aðstæður í ókunnu landi. Nokkru fyrir aldamótin nítján hundruð hafði hann gefið út lítið fræðslurit, Aids to Scouting, sem ætlað var að kenna hermönnum sjálfstæða hugsun, nota eigin hugkvæmni og bjarga sér í óbyggðum. Við heimkomuna 1903 var Baden Powell fagnað sem þjóðhetju, m.a. eftir hina frægu vörn borgarinnar Mafeking í Búastríðinu. Honum varð ljóst að litla bókin hans var orðin metsölubók og að fjöldi kennara og æskulýðssamtök, eins og t.d. samtökin Boys’ Brigade, notuðu hana til að efla sjálfsbjargarviðleitni unglinga og ungs fólks við erfiðar aðstæður.

Baden Powell varð líka fyrir áhrifum frá Ernest T. Seton sem hafði stofnað Woodcraft hreyfinguna í Bandaríkjunum árið 1902. Þeir hittust 1906 og gaf Seton Baden Powell eintak af bók sinni The Birch Bark Roll of the Woodcraft Indians.

Á grundvelli langrar reynslu og eftir mikla ígrundun og samskipti við fjölmarga leika og lærða hafði Baden Powell mótað sér hugmynd um hvað mestu máli skipti við uppeldi ungs fólks. Mikilvægust væri virk þátttaka þess sjálfs í litlum hópum jafningja sem saman uppgötvuðu heiminn með því að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Hann ákvað að gera tilraun með hugmyndir sínar og safnaði saman tuttugu og tveimur 11-15 ára drengjum úr ólíkum þjóðfélagshópum í fyrstu skátaútileguna á Brownsea-eyju í ágúst 1907.

Baden Powell var hvattur til að endurskrifa bókina Aids to Scouting sem áður var nefnd, en nú fyrir unga lesendur. Allt varð þetta til þess að hann gaf út bókina Scouting for Boys (sem þýðir „Könnunarstarf fyrir drengi“) árið 1908. Bókin kom út í sex heftum og varð þegar afar vinsæl. Beðið var eftir hverju nýju hefti og fljótlega höfðu þúsundir drengja og litlu síðar fjöldi stúlkna „gripið boltann“ og stofnað skátaflokka víða í Bretlandi og í mörgum öðrum löndum. Í fyrstu störfuðu þessir skátaflokkar hver á sínum forsendum með bók Baden Powell sem leiðarljós. Þegar árið 1911 voru starfandi skátar í heiminum orðnir yfir 150.000.

Scouting for Boys hefur verið þýdd á fjölmörg tungumál. Hún var ein af mest seldu bókum á tuttugustu öldinni, seldist í um 150 milljón eintökum. Bókin kom út á íslensku árið 1948 undir heitinu Skátahreyfingin.

Með sanni má segja að skátastarf hafi orðið til í grasrótinni. Baden Powell fylgdist með þróun þessarar nánast sjálfsprottnu hreyfingar. Hann sá að tímabært var að

Skátahreyfingin er

Page 7: Handbók sveitarforingja drekaskáta

9

stofna formlegar höfuðstöðvar skátastarfs í hverju landi fyrir sig og seinna alþjóðasamtök skáta til að tengja alla skátaflokka í skátasveitir og svara þannig vaxandi þörf fyrir skipulag og leiðbeiningar. Aðkallandi var einnig að fá fullorðið fólk til að starfa og styðja við bakið á ungu skátunum. Var Baden Powell hvattur, m.a. af Játvarði konungi VII, til að helga alla krafta sína skátahreyfingunni sem hann gerði frá 1910 til dauðadags.

Baden Powell hafði mikil samskipti við ítalska lækninn og uppeldisfræðinginn Mariu Montessori (1870-1952). Montessori setti fram byltingarkenndar kenningar um uppeldi og menntun barna. Þær setti hún fram eftir umfangsmiklar rannsóknir sem fóru fram í skólastofum þar sem kennarar fylgdust með og skráðu athafnir barna í þeim tilgangi að öðlast þekkingu á námsleiðum hvers barns fyrir sig. Niðurstöðurnar sýndu að börn hafa innbyggða þörf til að læra með því að framkvæma sjálf og á grundvelli þeirra setti Montessori fram tilgátur og kenningar um næmi barna. Niðurstöður rannsókna hennar leiddu í ljós fjögur þroskaskeið sem skarast og dreifast frá 0-18 ára. Þessi skeið einkennast í fyrsta lagi af næmi fyrir tungumálum, smáatriðum í skipan hluta og fyrirbæra og í samskiptum. Í öðru lagi af hvöt til að beita skynsemi, byggja upp siðferði, þróa félagatengsl og þörf fyrir að ná valdi á röksemdum og ímyndum. Í þriðja lagi af ójafnvægi, líffræðilegum breytingum og kynþroska, skynjun á réttlæti og persónulegri sómakennd og í fjórða lagi af þörf fyrir sjálfstæði og löngun til skilja menningarlegt umhverfi, standa á eigin fótum og vinna fyrir sér. Uppeldisaðferðir Baden Powell byggja að verulegu leyti á þessum kenningum Montessori.

Athafnanám (learning by doing) er hluti af skátaaðferðinni eins og Baden Powell lýsti henni. Bandaríski heimspekingurinn og uppeldisfræðingurinn John Dewey (1859-1952) setti fyrstur manna fram kenningar um slíkt nám á seinni hluta nítjándu aldar. Baden Powell þekkti vel til kenninga Dewey. Skátaaðferðin hefur líka fræðilegan stuðning af kenningum Jean Piaget (1896-1980) um vitsmuna- og siðgæðisþroska, þroskakenningu Lev Vygotsky (1897-1934) og kenningum um félagslega hugsmíðahyggju (social constructivism).

Augljóslega bar Baden Powell gæfu til að kynna hugmyndir sem féllu í góðan jarðveg hjá börnum, unglingum og ungu fólki um heim allan. Sjálfsagt hafa þau almennu gildi sem hann kynnti ungmennum með skátaheitinu og skátalögunum haft sitt að segja – en meginskýringin á vinsældum skátastarfsins meðal ungs fólks var í upphafi og er enn sannarlega önnur. Unglingar og ungt fólk í öllum löndum, öllum samfélögum, þjóðfélagsstéttum og menningarsvæðum, þrá vináttu og samfélag innan lítilla hópa jafningja sem saman uppgötva heiminn í kringum sig. Það er galdurinn sem fólginn er í kenningum Baden Powell um uppeldi og honum tókst með þessum hugmyndum að koma til móts við þrá ungs fólks og þarfir barna og unglinga.

Skátaaðferðin er hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar felld í eina heild. Táknræna umgjörðin sem Baden Powell valdi fyrir skátastarfið var sjálfur skátinn

Page 8: Handbók sveitarforingja drekaskáta

10

sem könnuður og táknrænu fyrirmyndir skátans eru því allir þeir karlar og allar þær konur sem hafa kannað ný svið og numið nýjar lendur – hvort heldur þessi nýju svið eða nýju lendur eru innan vísinda, lista, daglegs lífs eða í eigin hugarfylgsnum. Markmið skátahreyfingarinnar er að gefa ungu fólki tækifæri til að verða sjálfstæðir, virkir og ábyrgir einstaklingar – að verða eiginlegir skátar, þ.e. könnuðir, fyrir lífstíð.

Margt hefur gerst á hundrað árum í sögu skátastarfs, bæði hér á landi og í öðrum löndum. Stöku sinnum hefur skátahreyfingin misst sjónar á einhverjum mikilvægum atriðum í skátaaðferðinni, stundum vegna misskilnings um markmið hreyfingarinnar en oftast með því að rugla saman markmiðum og leiðum.

Síðastliðin fimmtán ár hefur mikið endurskoðunarstarf farið fram hjá skátabandalögum í mörgum löndum sem og hjá alþjóðasamtökum skáta. Bandalag íslenskra skáta (BÍS) gaf út bók, Skátastarf – markviss menntun, árið 1999 en hún var þýðing á bókinni Scouting: An Educational System sem World Scout Bureau hafði þá nýlega gefið út. Mikil endurskoðunarvinna fór fram hjá Evrópusamtökum skáta, RAP-Europe (Renewed Approach to Programme), Suður- og Mið Ameríkusamtökum skáta, MacPro (Method for Creation and Continuous Updating of the Youth Programme) og Alþjóðaskrifstofu skáta (World Scout Bureau). Íslenskur vinnuhópur (RAP) var skipaður og skilaði metnaðarfullri greiningarskýrslu á Skátaþingi 2007. Stjórn BÍS samþykkti svo á fundi sínum 7. ágúst 2010 að gefa út Handbækur fyrir sveitarforingja drekaskáta, fálkaskáta og dróttskáta ásamt stoðefni. Þær bækur styddust að verulegu leyti við bækurnar Handbook for Cub Scout Leaders og Handbook for Leaders of the Scout Section sem gefnar voru út sem kynningar- og stuðningsefni fyrir skátabandalög af World Organization ot the Scout Movement (WOSM) og unnar af WOSM-Interamerica og WOSM-Europe. Mörg einstök skátabandalög víða um heim hafa sett í gang sambærilega vinnu. Írska skátabandalagið er þar framarlega í flokki og hefur vinnan hér á landi notið stuðnings af samstarfi við það. Hér er um að ræða nýjan starfsgrunn fyrir skáta á Íslandi. Grunn sem leitar til upphaflegra gilda skátastarfsins en á nýjum og breyttum forsendum sem eru í takti við samtímann. Eins og segir í formála að útgáfu WOSM á Handbook for Cub Scout Leaders „er þetta í fyrsta sinn í langan tíma sem við höfum handbærar raunhæfar uppeldisfræðilegar leiðbeiningar sem byggja á faglegum og fræðilegum grunni.“

Í handbókunum má á aðgengilegan hátt finna útskýringar á hugmynda- og aðferðafræði skátahreyfingarinnar. Skátadagskrá handbókanna endurheimtir hina upprunalegu skátahugsjón sem Baden Powell kynnti fyrir rúmri öld. Hún endurlífgar þá táknrænu umgjörð sem hann mótaði þegar hann bauð því unga fólki sem í upphafi gekk skátahreyfingunni á hönd – að kanna ný svið og nema nýjar lendur. Ný skátadagskrá gerir okkur kleift að endurheimta og virkja hið raunverulega mikilvægi flokkakerfisins. Sé unnið eftir því kerfi verður óformlegur hópur vina virkt lærdómssamfélag, - samfélag sem byggist á sjálfstæðri, virkri og ábyrgri þátttöku skátanna sjálfra. Dagskráin undirstrikar líka merkingu athafnanáms með því að bjóða ungu fólki tækifæri til sköpunar, virkrar þátttöku og að þroskast af eigin reynslu. Handbækurnar leggja til áhugavert kerfi til sjálfseflingar. Kerfið grundvallast á því að veita hverjum skáta tækifæri til að setja sér persónulegar áskoranir til að ná tilteknum áfangamarkmiðum á þroskaferlinum. Dagskráin undirstrikar einnig þau lífsgildi, lífsfyllingu og farsæld í mannlegum samskiptum sem fólgin eru í skátaheiti og skátalögum.

Page 9: Handbók sveitarforingja drekaskáta

strákar og stelpurfrá sjö til níu ára

KAFLI 1

Page 10: Handbók sveitarforingja drekaskáta

121. kafli | Strákar og stelpur frá sjö til níu ára

Skýrustu bernskuminningarnar okkar eru frá þeim tíma.

Yfirleitt eru það notalegar minningar þar sem ástin og umhyggjan sem við nutum veldur því að í minningu flestra er þetta eitt besta tímabil ævinnar.

Á þessum tíma fara foreldrar að sjá margt líkt með sér og eigin börnum og fylgjast því ennþá betur með þroska þeirra.

Þetta aldursbil er mjög stöðugt og börnin eru í góðu jafnvægi bæði andlega og líkamlega eftir hraða vaxtarskeiðsins sem á undan fór. Með örfáum undantekningum lýkur þessu aldursskeiði ekki fyrr en um 10 ára aldur hjá stelpum og 11 ára hjá strákum. Börnin eru mjög geðþekkur og skemmtilegur félagsskapur og veita þeim sem umgangast þau ómælda gleði og ánægju.

Börn á þessum aldri hafa nær takmarkalausa orku og reyna oft að fá sínu framgengt. Þess vegna þurfum við stöðugt að fylgjast vel með hugmyndum þeirra og hættu sem þau gætu óafvitandi stofnað sér í.

Án þess að velta því sérstaklega fyrir okkur höfum við flest nokkuð góða, almenna þekkingu á því hvað einkennir börn á aldrinumsjö til níu áraFlestir vita nokkurn veginn hvernig börn eru á aldrinumsjö til níu ára. Við munumbest eftir þeim aldri og þegar við tölum um barnæsku erum við yfirleitt með þennan aldurshóp í huga.

Fyrir því eru nokkrar ástæður:

Page 11: Handbók sveitarforingja drekaskáta

13 Strákar og stelpur frá sjö til níu ára | 1. kafli

Þessi almennaþekking kemur að

góðum notum, en nægir ekki

Við vitum svo margt um þennan aldurshóp að við höldum oft að það nægi til að geta unnið með

börnum, jafnvel þó að við gerum okkur grein fyrir því að okkur skortir dýpri skilning á vissum sviðum.

Það er því nauðsynlegt, til þess að öðlast fullan skilning á áhugamálum barnanna og meta persónulegan þroska þeirra að afla sér nánari þekkingar á strákum og stelpum á aldrinum sjö til níu ára.

Slík þekking þarf að ná yfir alla þætti persónu-gerðar barnsins; líkamsvöxt, vitsmunaþroska, skapgerð, tilfinningar og kenndir. Viðhorf til annarra, hugmyndir um tilgang lífsins og margt annað sem hjálpar okkur að skilja börn á þessum aldri.

Þessar upplýsingar er hægt að finna í mörgum bókum. Bókin Barnasálfræði – frá fæðingu til unglingsára eftir

Álfheiði Steinþórsdóttur og Guðfinnu Eydal veitir góða grunnþekkingu og ætti að vera til í öllum skátaheimilum.

Flestum er þetta kunnugt og telja sig því vel undirbúna til að gerast sveitarforingjar eða aðstoðarsveitarforingjar drekaskátasveitar.

Börn eru líka oftast mjög opin á þessum aldri og næstum alltaf til í að taka þátt í að gera það sem við stingum upp á, þótt einstaka börn séu stundum feimin eða að okkur mistekst að telja í þau kjark. Þetta styrkir okkur í þeirri trú að við skiljum þau og stöndum okkur prýðilega.

Þangað til þú hefur lesið þér til og dýpkað þekkingu þína á þroska og einkennum 7-9 ára barna, geturðu stuðst við stuttu samantektina hér á eftir um ýmsa þætti í persónuleika barna á þessum aldri.

Page 12: Handbók sveitarforingja drekaskáta

141. kafli | Strákar og stelpur frá sjö til níu ára

Fáein orð umsjö til níu ára

Börnin í drekaskátasveitinni eru

alltaf virk og full af orku. Þau vilja ekki fara að sofa þótt þau hafi

hlaupið um og leikið sér allan liðlangan daginn – og svo nenna þau ekki á fætur, nema

þegar þig langar að sofa aðeins lengur. Hver kannast ekki við þetta úr útilegum?

Þau stækka ekki sérstaklega hratt, borða hóflega, þvo sér ekki nema þeim sé skipað að gera það, standast aldrei freistinguna að prófa eitthvað

nýtt og dettur aldrei í hug að þú sért kannski þreyttur eða þreytt þegar þau fá hugmynd að einhverju nýju ævintýri.

Hluti af lífsleiknum á þessum aldri er að spyrja nýrra spurninga og fá ný svör. Óvæntar uppákomur, uppgötvanir og nýjar og gagnlegar staðreyndir eru hluti af daglegu lífi.

Börn taka vel eftir náttúrunni og umhverfinu, finna upp tól og tæki, reyna að smíða hvað sem er og vilja alltaf fá forvitninni svalað.

stelpur ogstráka

Page 13: Handbók sveitarforingja drekaskáta

15 Strákar og stelpur frá sjö til níu ára | 1. kafli

Þau verja af alefli það sem þeim finnst vera réttlátt og sanngjarnt út frá hlutlægum atriðum sem þau skilja. Þau fyrirgefa ekki svindl í leikjum eða þegar einhverju er skipt ójafnt. Sá eða sú sem finnst á sér brotið hikar ekki við að benda á óréttlætið. Smátt og smátt læra þau að taka tillit til skoðana og áhuga annarra og átta sig á því að þau fá ekki alltaf sínu framgengt.

Þau byrja að taka að sér minni verkefni og reyna að standa við skuldbindingar sínar. Þótt þeim mistakist kannski oft, læra þau smám saman hvað það merkir að standa við orð sín.

Þegar þessu tímabili lýkur leita þau ekki lengur til „yfirvalds“ til að fá svör við spurningum „af því bara“ að viðkomandi er yfir þau settur. Þau leita frekar til fólks sem þau bera virðingu fyrir vegna þess að þau vita að þar fá þau heiðarleg og hreinskilin svör.

Börn eru yfirleitt í góðu jafnvægi og stöðuglyndi er fastur þáttur í þróun persónuleika þeirra. Stöðugleikinn riðlast ekki nema í tilfinningatogstreitu en jafnvel ólíkar tilfinningasveiflur líða fljótt hjá. Þau segja fjölskyldu sinni, vinum og skátaforingjunum óþvingað og hiklaust frá gleðinni sem þau upplifa á skemmtilegri stundu. Einnig dapurleika eða gremju yfir mistökum, spenningi yfir nýjungum og leiða á hversdagsverkum, stundum meira að segja af algjöru tillitsleysi!

Börn eiga til að taka sjónarmiðum fullorðna fólksins misvel. Almennt má segja að afskipti fullorðinna hafi einungis skammtímaáhrif á tilfinningar og hegðun barns. Oft þarf síendurtekin afskipti.

Page 14: Handbók sveitarforingja drekaskáta

161. kafli | Strákar og stelpur frá sjö til níu ára

Þó að einstaklingshyggja sé oft áberandi hjá börnunum geta þau leikið sér saman og þrifist í sátt og samlyndi innan þeirrar umgjarðar af reglum og viðteknum venjum sem einkennir hópinn. Þau viðurkenna smám saman þessar reglur og venjur og fylgja þeim sjálf eftir með hjálp fullorðinna. Fullorðna fólkið verður auðvitað líka að vera reiðubúið að fara eftir þeim. Reglurnar eru notaðar um minnstu smáatriði og við ótrúlegustu aðstæður. Þegar þeim hefur verið komið á heimta börnin að þeim sé fylgt, ekki síst ef þær hafa jákvæð áhrif á þeirra eigin málstað.

Page 15: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17 Strákar og stelpur frá sjö til níu ára | 1. kafli

Það er einnig nýlunda fyrir börnin að uppgötva að sumir í hópi vina, foreldra og kennara hafa ekki sömu skoðanir og þau. Að málamiðlanir og almenn sátt eru óaðskiljanlegur þáttur tilverunnar, eins og að uppgötva náttúruna, nánasta umhverfi og fjarlægari staði. Grundvöllur þess að tileinka sér umburðarlyndi og virðingu fyrir öðrum og annars konar lifnaðarháttum er að uppgötva þessi ólíku viðhorf.

Mörg börn eru forvitin um guð á þessum aldri, en það fer að mestu eftir heimilisaðstæðum og viðhorfum til trúmála heima fyrir hvernig skoðanir barnanna mótast.

Umburðarlyndi er mikilvægt. Það er ekki hlutverk sveitarforingja að móta eða breyta trúarskoðunum barna.

Page 16: Handbók sveitarforingja drekaskáta

181. kafli | Strákar og stelpur frá sjö til níu ára

Stelpur og strákareru alveg eins en samt ólíkÁ stelpum og strákum frá sjö til níu ára er lítill líkamlegur munur annar en kynfærin, eða að minnsta kosti er hann nánast ósýnilegur í fljótu bragði. Börn eru líka lífeðlisfræðilega svipuð á þessum aldri. Það er ekki fyrr en við lok aldursskeiðsins – við 10 til 11 ára aldur – sem hormónabreytingar marka upphaf gelgjuskeiðsins og grundvallarmunurinn á konum ogkörlum fer að koma í ljós.

Þó að stelpur og strákar séu í meginatriðum lík er dálítill munur á útliti, hegðun, viðhorfum og áhugamálum þeirra.

Það er endalaust hægt að velta fyrir sér hvað veldur. Sumir halda því fram að gróf og árásargjörn hegðun stráka sé meðfædd og erfðaeiginleikar stelpna séu að vera ljúfar og blíðar. Nú á dögum er almennt viðurkennt að hvort tveggja er áunnin hegðun sem á næstum eingöngu rætur að rekja til umhverfisins þar sem börnin alast upp og þeirra staðalímynda um hegðun kynjanna sem þau taka sér til fyrirmyndar.

Sterkar „menningarlegar“ rætur þessa munar eru nátengdar staðalímyndum í þjóðfélaginu. Þó að baráttunni fyrir jöfnum réttindum og tækifærum karla og kvenna hafi miðað verulega – að minnsta kosti í orði – eru fastmótaðar staðalímyndir um hvað telst karlmannlegt og hvað kvenlegt ennþá mjög ríkjandi.

Mikilvægt er að láta ekki stjórnast af þessum staðalímyndum í skátasveitinni og reyna að koma í veg fyrir aðstæður sem ýta undir þær, til dæmis að strákar sjái um spennandi leiðtogaverkefni á meðan stelpurnar halda sig til hlés og sinna verkum undirmanna.

Þó að við ættum að reyna að forðast áhrif staðalímynda er augljóslega viss kynjamunur á körlum og konum, en á þessum aldri er sá munur lítill.

Þess vegna segjum við að strákar og stelpur séu eins en líka ólík. Þess vegna ættum við að forðast að reyna að skapa samskonar lærdómsumhverfi „fyrir bæði kynin“. Þótt áherslan sé á jafnrétti kynjanna megum við ekki gleyma muninum á þeim og hvernig þau bæta hvort annað upp.

Page 17: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19 Strákar og stelpur frá sjö til níu ára | 1. kafli

Það er gagnlegt að hafa almenna þekkingu á strákum og stelpum

frá sjö til níu ára og skilja að þaueru eins en líka ólík,

en það er samt ekki nóg, þú verður líka að kynnast hverjumog einum

Mikilvægt er einnig að undirstrika þennan mun og fella hann inn í fræðsluna, benda á og undirstrika hina óendanlegu möguleika sem felast í því að vera karlmaður eða kvenmaður. Þó að munur sé á körlum og konum merkir það ekki að þau séu óvinir og jöfn tækifæri þýðir ekki endilega að allir eigi að vera nákvæmlega eins.

Stelpur og strákar eiga að njóta sömu réttinda í skátastarfi og fá sömu tækifæri til að þroska hæfileika sína til hins ýtrasta. Því ætti að hvetja stráka og stelpur til að fræðast betur hvort um annað, bera virðingu fyrir muninum sem er á kynjunum og skilja hvernig þau bæta hvort annað upp. Auk þess ætti þeim öllum að vera frjálst að sinna eigin áhugamálum án þess að tiltekin hegðun sé talin óviðeigandi fyrir þeirra kyn.

Í skátastarfi ber að taka tillit til þess líkamlega munar sem er á körlum og konum og virða hann eins og við ætlumst til að alls konar annar munur á fólki sé virtur.

Til að hægt sé að skipuleggja lærdómsumhverfi sem felur í sér sömu virðingu fyrir jafnrétti og mismun, er mikilvægt að foreldrar, kennarar og skátaforingjar séu samstíga.

Almenn þekking á hegðun sjö til níu ára stelpna og stráka er tæplega nóg til að geta skilið tiltekið barn.

Page 18: Handbók sveitarforingja drekaskáta

201. kafli | Strákar og stelpur frá sjö til níu ára

Þú verður einnig að skilja hann eða hana sem einstaklinga. Barn er einstök mannvera og þó að almenn einkenni aldurshópsins sé að finna í skapgerð þess hefur það líka sín sérkenni. Einkenni sem gera það einstakt og fara eftir erfðum, heimilislífinu sem barnið elst upp við, stöðu þess innan fjölskyldunnar, skólanum sem það sækir, vinum og því sem það hefur upplifað um ævina. Allir eiga sér sína sögu og persónulega sýn á tilveruna.

Hvorki bækur eða námskeið geta veitt þér þekkingu á einstökum börnum í skátasveitinni. Eina leiðin er að verja með þeim tíma og fylgjast með þeim. Kynnast umhverfi þeirra, upplifa með þeim ólíka viðburði, sjá viðbrögð þeirra, skilja vonbrigði þeirra og gremju, hlusta á hvernig þeim líður, komast að því hvað þau langar að gera og verða - í stuttu máli uppgötva hvernig þau eru sem einstaklingar.

Þetta er fyrsta verkefnið þitt. Hvernig þér tekst síðan til fer eftir því hversu vel þér gengur að mynda tengsl við öll börnin. Þetta er uppeldissamband sem krefst áhuga, virðingar og væntumþykju þinnar.

Page 19: Handbók sveitarforingja drekaskáta

2sveitarstarfið

KAFLI 2

Page 20: Handbók sveitarforingja drekaskáta

222. kafli | Sveitarstarfið

Skátasveitin er einstakt umhverfiþar sem stelpur og strákar mynda vinahóp sem skemmtir sér og vinnur saman að áhugaverðum verkefnumÞegar við vitum hvernig stúlkur og drengir á þessum aldri hegða sér venjulega og erum tilbúin til að kynnast hverjum einstaklingi fyrir sig er tímabært að huga að því hvernig verkefni við bjóðum þeim aða takast á við. Á þeirri stundu reynir mikið á að starf skátasveitarninnar sé bæði áhugavert og skemmtilegt.

Sveitarstarfið er allt það sem gerist innan sveitarinnar og þau samskipti og tengsl sem skátarnir mynda sín á milli.

Margt hjálpast að við að skapa hið sérstaka andrúmsloft í sveitinni:

Hluti af andrúmsloftinu í drekaskátasveitinni er að allir séu boðnir velkomnir, foringjar sýni hlýlegt viðmót og að þess sé vel gætt að öllum börnum sé hjálpað við að ná persónulegum áfangamarkmiðum sínum. Í þessu ferli ætti sérhvert barn að upplifa sig sem mikilvægan hluta sveitarinnar og þátttakanda í starfi vinahóps sem skemmtir sér og gerir áhugaverða hluti saman.

Það er nauðsynlegt að gera sér grein fyrir mikilvægi þessara þátta. Þau eru grundvöllur þess að krökkum þyki skátastarfið spennandi. Sé sveitarstarfið gott koma börnin til með halda áfram í skátunum. Sé það slakt er óvíst að þau haldi áfram. Sum ílendast kannski af því að jafnvel „lélegt“ sveitarstarf getur uppfyllt sumar þarfir þeirra. Í þeim tilvikum er sveitin ekki að nýta sér til fulls möguleika skátaaðferðarinnar til að auðga sveitarstarfið og hjálpa börnunum að gera sitt besta.

• spennandi verkefni • ánægjan af að starfa í hópum • áhugavert útilíf • gleði sem fylgir hjálpsemi • lýðræðisleg ákvörðunartaka • siðir og venjur sveitarinnar

• upplifun ævintýrsins og „táknrænu umgjarðarinnar“ • mikilvægi hátíða og athafna • leikir, söngvar og dansar • Í stuttu máli, allt sem gerist innan sveitarinnar.

Page 21: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23 Sveitarstarfið | 2. kafli

Hið einstaka umhverfier líka þroskandi vettvangur sem mótar lífsviðhorf barnannaAðstæður og andrúmsloft sem skapast í skátasveit eru ekki ólík leikhúsi þar sem börn æfa mismunandi hlutverk fólks í samfélagi framtíðar. Lögð er áhersla á náin, kurteisleg og einlæg samskipti sem búa börnin undir framtíðina. Slíkt gerist í skemmtilegu umhverfi þar sem góð gildi og viðmið eru höfð að leiðarljósi og veita börnunum tækifæri til að vaxa og þroskast sem einstaklingar.

Það sem er ólíkt með skátastarfi og almennri kennslu er að börnin upplifa fræðsluna sem leik. Þau lifa sig inn í hana og ómeðvitað venjast þau því að vinna verkin á ákveðinn, jákvæðan hátt sem smám saman hefur áhrif á líf þeirra og gerir þeim kleift að móta sína eigin sjálfsmynd, gildi og viðmið.

Þetta lærdómsferli fer í gang án átaka, kennslustunda eða námsefnis. Engin þörf er á utanbókarlædómi, útskýringum, einkunnagjöf eða refsingum. Skátaforingjar hjálpa krökkunum eins og eldri bróðir eða eldri systir og fylgja þeim í gegnum allt þroskaferlið.

Sveitarstarfið er því án efa mikilvægasti uppeldisþáttur skátastarfsins af því að það sameinar og tengir alla þætti skátaaðferðarinnar.

Allir þættir skátaaðferðarinnar sem þú lærir um í fræðilegu samhengi í bókum og á námskeiðum – öðlast líf og birtast við „raunverulegar aðstæður“ í sveitarstarfinu, eins og sést á meðfylgjandi skýringarmynd.

Á hvaða þáttum byggist sveitarstarfið?

Á þessari skýringarmynd sjást þrír meginþættir:

Sveitar-starfið

Útilíf

Leikir

Táknraenumgjörð

Skátalöginog heitið

Börnin

Markmið

Fullorðnir

Hjálpsemi

Verkefni

Page 22: Handbók sveitarforingja drekaskáta

242. kafli | Sveitarstarfið

fólkið: börnin, foringjarnirog samband þeirra

Efst á myndinni eru stelpur og strákar og neðst eru foringjar, fullorðnir og ungt fólk. Örvarnar á myndinni sýna gagnvirk samskipti hópanna tveggja.

Fullorðnir

Börnin

Í fyrsta lagi

Page 23: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25 Sveitarstarfið | 2. kafli

Hér bendum við á nokkur mikilvægatriði:

Hvetjandi návist fullorðins fólks, þ.e. foringjanna, fullorðna fólksins - sem eru neðst á skýringarmyndinni. Það táknar að þeir eru fremur stuðnings-aðilar en yfirvald.

Skátaaðferðinleggur höfuðáherslu

á þroska og þarfir barna.

Gagnvirkt uppeldissamband milli barna og foringja sem vinna

saman öllum stundum.

Framlag barnanna tilsveitarstarfsins, hvort sem það ereinstaklings- eða hópframlag er

yfirleitt kallað flokkakerfi.

Fullorðnir

Börnin

Page 24: Handbók sveitarforingja drekaskáta

262. kafli | Sveitarstarfið

Á skýringarmyndinni eru verkefnin vinstra megin og áfangamarkmið barnanna hægra megin, tengd með örvum til að sýna sambandið á milli þeirra.

Verkefni Markmið

það sem fólkið vill ná fram:uppeldismarkmiðin og verkefninsem stuðla að því að þau náist

Í öðru lagi

Page 25: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27 Sveitarstarfið | 2. kafli

Verkefnavinnan í sveitarstarfinu stuðlar að þekkingu og reynslu sem gerir börnunum kleift að ná áfangamarkmiðum sínum skref fyrir skref með aðstoð og leiðsögn foringja og foreldra.

Það þýðir að:

Börnin fá aðstoð við að setja sér áfangamarkmið. Á þessum aldri fá þau

dygga aðstoð foringja og foreldra við að setja sér áfangamarkmið.

Öll verkefni sem unnið er að í sveitinni byggja á athafnanámi, þar sem börnin eru virkir þátttakendur.

Verkefni Markmið

Fullorðnir

Börnin

Sveitar-starfið

það sem fólkið vill ná fram:uppeldismarkmiðin og verkefninsem stuðla að því að þau náist

Verkefni Markmið

Page 26: Handbók sveitarforingja drekaskáta

282. kafli | Sveitarstarfið

hvernig fólkið ætlar að fara að því:Aðrir þættirskátaaðferðarinnar

Í miðju skýringarmyndarinnar eru allir aðrir þættir skátaaðferðarinnar sem samtengjast í starfi sveitarinnar.

Hjálpsemi

Táknraenumgjörð

Skátalöginog heitið

Útilíf

Leikir

Sveitar-starfið

Í þriðja lagi

Page 27: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29 Sveitarstarfið | 2. kafli

Táknræn umgjörð sveitarstarfsins byggir á táknum,

siðum og venjum sem flesttengjast Dýrheimasögunum.

Farið verður ítarlega í þessa þætti skýringarmyndarinnar í öðrum köflum bókarinnar. Þar verður skoðað hvaða hlutverki þeir gegna og hvernig þeir tengjast í sveitarstarfinu.

Nám með leikjum hjálpar börnunumannars vegar að samlagast sveitinni og kennir

þeim hins vegar hvað það er sem sveitarstarfiðsnýst um. Leikir örva skilning þeirra.

Hjálpsemi nær yfir dagleg góðverk barnanna. Einnig þjónustu- og samfélagsverkefni sem þau vinna í sveitarstarfinu.

Skátalögin og heitiðeru grunngildi skáta-starfsins. Skátalögin

leiðbeina á þann hátt sembörnin eiga auðvelt með að

skilja og með skátaheitinulofa börnin sjálfviljug að

reyna að gera sitt besta til aðfylgja skátalögunum. Í dreka-

skátastarfinu er lögð áhersla á fyrstufjórar greinar skátalaganna.

Útilíf er undirstöðuþáttur skátaaðferðarinnar. Náttúran leikur stórt hlutverk í að auka þroska barna í sveitarstarfinu.

Page 28: Handbók sveitarforingja drekaskáta

302. kafli | Sveitarstarfið

eitt ábyrgðarmesta hlutverk þitt sem skátaforingi er að tryggja gott og

árangursríkt sveitarstarf.

Sveitarstarfið er starfið og starfsandinn í sveitinni.

Í sveitinni þroskast börnin, ná markmiðum sínum og læra að gera hlutina á sinn hátt.

Gæði sveitarstarfsins eru lykillinn að því að börnunum þyki það skemmtilegt og spennandi.

Fyrir börnunum er skátastarfið alltaf leikur, það finnst þeim jafn sjálfsagt og að rigningin sé blaut. Við foringjarnir vitum að gæði sveitarstarfsins ræðst af undirbúningi okkar og hversu vel unnið er með alla þætti skátaaðferðarinnar.

Verkefnin sjálf eru ekki markmið heldur leið að markmiðum. Þau þjóna einungis tilgangi sínum með samspili margra þátta skátaaðferðarinnar í starfi sveitarinnar.

sveitarstarfið- í fáum orðum

Page 29: Handbók sveitarforingja drekaskáta

31 Sveitarstarfið | 2. kafli

sveita

rsta

rfið

- án

orð

a

Page 30: Handbók sveitarforingja drekaskáta

322. kafli | Sveitarstarfið

Við höfum nú betri hugmynd um þroska og getur barna á aldrinum sjö til níu ára en vitum um leið að við eigum margt ólært um þau. Það er því okkar ábyrgð að reyna að kynnast hverju barni fyrir sig.

Við vitum líka hvernig andinn ætti að vera í sveitarstarfinu og að allir þættir skátaaðferðarinnar eru mikilvægir til að hann náist.

Nú getum við haldið áfram og hætt okkur inn í frumskóginn þar sem við hittum fyrir spennandi sögupersónur sem hjálpa okkur að skapa andrúmsloft ævintýrisins.

Page 31: Handbók sveitarforingja drekaskáta

3KAFLI 3táknrænumgjörð

Page 32: Handbók sveitarforingja drekaskáta

343. kafli | Táknræn umgjörð

sVEITARSTARFIÐ SÆKIR INNBLÁSTUR Í ÆVINTÝRAHEIMINN

Við mælum með að þú lesir Dýrheimasögurnar í íslenskri þýðingu á dagskrárvef BÍS. Ef þú kynnir þér ævintýrin vandlega geturðu sagt drekaskátunum þínum margar sögur. Hér á eftir er stuttur útdráttur sem þú getur stuðst við þar til þú hefur lokið lestri sagnanna.

Eins og útskýrt var í síðasta kafla má líkja sveitarstarfinu við ævintýraheim sem tekur mið af hugsunarhætti barna. Þannig eflum við uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar með aðferðum og tungutaki sem börn eiga auðvelt með að skilja.

Leikir gegna lykilhlutverki enda er ímyndunarafl sjö til níu ára barna mjög auðugt. Þau leika sér á sögusviði við ímyndaðar persónur sem þau hafa sjálf búið til eða fundið í bókum, sjónvarpi og daglegu lífi.

Á þessum aldri er ævintýraheimur leikskólatímabilsins aðeins tekinn að fölna. Nú setja börnin sig í hlutverk hetju eða dýrs sem þau vita mætavel að þau eru ekki og að aðeins er um leik að ræða.

Drekaskátastarfið er gert aðlaðandi og spennandi með táknrænni umgjörð Dýrheimasagnanna eftir Rudyard Kipling, umgjörð sem byggir á sögusviði, sögum, leikjum og alls kyns hefðum.

Ekki er verið að skapa raunveruleika úr skáldskap heldur miklu fremur að búa til, með hjálp tákna og mynda, siðareglur og fyrirmynd að samfélagi sem börnin skilja. Það er miklu aðgengilegra fyrir þau en almennar hugmyndir og hugtök.

Dýrheimar voru ein af metsölubókum á fyrri hluta 20. aldar. Sögurnar höfðuðu til Baden-Powells og hann fékk leyfi höfundar til að nota þær sem hvetjandi umgjörð fyrir starf yngstu skátanna. Sögurnar hafa margt að segja okkur enn þann dag í dag.

Edda útgáfa hefur einnig gefið út einfaldaðar Disney-útgáfur Dýrheima-sagnanna. Þær bækur kallast Skógarlíf og eru skrifaðar fyrir enn yngri börn en þau sem eru á drekaskátaaldrinum.

Page 33: Handbók sveitarforingja drekaskáta

35 Táknræn umgjörð | 3. kafli

DÝRHEIMAR

35

sAGAFRJÁLSU

ÚLFANNA

Táknræn umgjörð | 3. kafli

Page 34: Handbók sveitarforingja drekaskáta

363. kafli | Táknræn umgjörð

Á Seeonee-hæðum, langt inni í frumskógum Indlands þar sem fólk hefur vart stigið fæti sínum, býr hópur Seeonee-úlfa, en það er úlfasveit sem einnig er nefnd frjálsu úlfarnir. Þeir eru frjálsir vegna þess að þeir hafa lög sem þeir fara mjög nákvæmlega eftir. Lög skógarins eru jafngömul og skógurinn og viturleg eins og náttúran sjálf.

Leiðtogi sveitarinnar er stór, grár úlfur sem heitir Akela. Hann leiðbeinir úlfunum þegar þeir fara á veiðar, sér til þess að þeir komi heilir heim og ver þá gegn öllum hættum. Úlfarnir hlusta á hann og virða skoðanir hans. Samstaða úlfanna byggist á því að fara eftir lögunum og þeir njóta aðdáunar fyrir sanngirni og heiðarleika.

Skammt frá Seeonee-hæðum eru Köldukvíar, rústir fornrar og yfirgefinnar borgar. Köldukvíar eru í höndum bandarlog

apanna, sem verja mestum tíma í að gaspra og sveifla sér á milli trjánna. Það mikilvægasta í þeirra augum er að

slúðra, öskra, trampa, kasta hlutum hver í annan, óhreinka sig og gera öðrum skógarbúum lífið leitt. Það er ekki að ástæðulausu að þeir eru kallaðir lögleysingjarnir. Að sjálfsögðu er þeim vorkunn. Þeir eru óskipulagðir og stefnulausir í samanburði við hina heiðarlegu og

virðingarverðu frjálsu úlfaþjóð.

36363. kafli | Táknræn umgjörð

Page 35: Handbók sveitarforingja drekaskáta

37 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Raksha úlfamamma var

góð við manns hvolpinn eins og sín eigin börn

og kallaði hann Mowgli, froskinn, vegna þess að

líkami hans var hárlaus. Hún varði Mowgli fyrir Shere Khan

og fyrir sjakalanum Tabaqui, betlaranum sem elti tígrisdýrið á röndum til að hirða leifarnar af því sem það veiddi. Á næsta fulla tungli kynnti

hún Mowgli fyrir ættbálkinum eins og sína eigin ylfinga.

Í helli í Seeonee-hæðum býr ein fjölskylda sveitarinnar, þau úlfapabbi, úlfamamman Raksha og fjórir litlir ylfingar. Dag einn birtist lítið barn við hellinn þeirra. Það var villt í skóginum og á flótta undan Shere Khan, hinu slæga tígrisdýri sem elti barnið og sagði það vera bráð sína.

Page 36: Handbók sveitarforingja drekaskáta

383. kafli | Táknræn umgjörð

Við hvert fullt tungl hittist úlfasveitin á Þingklöppinni þar sem forystuúlfurinn situr í skjóli kletta á hæðinni. Allir foreldrar sýna nýju afkvæmin sín í „liðskönnun“ svo að aðrir úlfar megi þekkja þá og vernda uns þeir geta veitt sjálfir. Ekki var auðvelt að kynna Mowgli. Þó að foringinn Akela væri því samþykkur vildu margir úlfanna ekki samþykkja hann sem meðlim sveitarinnar vegna ótta við Shere Khan. Það var heldur ekki siður hjá frjálsu úlfunum að hafa neitt með mannhvolp að gera og auk þess vissu allir að hið slæga tígrisdýr gerði kröfu til barnsins.

Lög frumskógarins mæla svo fyrir að ef úlfasveitin samþykkir ekki ylfing þurfa að minnsta kosti tveir úr sveitinni aðrir en foreldrarnir að mæla með honum. Brúni björninn Baloo var eina dýrið utan úlfa sem fékk að taka þátt í þinginu. Það var af því hann kenndi ylfingunum lög skógarins. Baloo mælti fyrstur með Mowgli, en hann var líka sá eini sem það gerði.

Skógarlögin mæla einnig

svo fyrir að líf ylfings

sem deilt er um, sé hægt að kaupa gegn

ákveðnu gjaldi, en þau segja ekkert um hver

greiða skuli gjaldið. Svarti hlébarðinn Bagheera

sem lá á stórri trjágrein ofan við Þingklöppina fylgdist með þinginu.

Hann bað um leyfi til að tala og bauð nýveitt naut í skiptum fyrir líf Mowglis.

Page 37: Handbók sveitarforingja drekaskáta

39 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Í stuttu máli kenndu Baloo og Bagheera Mowgli allt sem gerði hann að verðugum meðlimi í flokki frjálsu úlfanna. Að lokum varð Mowgli mikilvæg persóna í frumskóginum sem sameinaði fullkomlega eiginleika dýranna og visku og gáfur mannfólksins.

Þó að ýmsir hefðu dregið í efa getu

Mowglis til að búa í skóginum lifði

hann upp frá þessu hamingjusömu lífi í

frumskóginum eins og hver annar ylfingur,undir verndarvæng Bagheera og Baloo

kennara síns.

Bagheera kenndi honum listina að veiða, að ferðast

hratt og örugglega um þykkan

frumskóginn. Einnig að

fylgjast vel með öllum hljóðum og hreyfingu í

skóginum. Hann verndaði og

dekraði Mowgli svo mikið að

hann hefði orðið óþekktarormur

ef Baloo hefði ekki notið við.

Hinn vitri björn Baloo sem gerði engum mein og var uppspretta allrar visku

sem þurfti til að vaxa úr grasi á Seeonee-hæðum, kenndi

Mowgli það sem þurfti til að lifa í frumskóginum í sátt við önnur dýr.

Hann kenndi honum skógarlögin og lykilorðin til að kalla á hjálp eða vernd

frá öðrum dýrum.

Page 38: Handbók sveitarforingja drekaskáta

403. kafli | Táknræn umgjörð

Baloo og Bagheera voru þó ekki einu vinir hans. Kaa, hin gamla níu metra langa kyrkislanga sem alltaf lumaði á góðum hugmyndum og snjöllum tillögum, kenndi honum að skipuleggja varnir og árásir af kostgæfni. Þegar Raksha og úlfapabbi dóu gekk forystuúlfurinn Akela, Mowgli í föður og móður stað. Það var hann sem minnti Mowgli á að hann yrði alltaf maður og að hann þyrfti einhvern tímann að fara aftur til mannheima. Allir fjórir ylfingar Raksha, einkum Grábróðir, urðu ævarandi vinir og félagar Mowglis allan tímann sem hann bjóá Seeonee-hæðum.

Mowgli upplifði mörg ævintýri í æsku sinni í frumskóginum. Einu sinni náðu bandarlog aparnir honum og fóru með hann í Köldukvíar og héldu honum þar föngnum þangað til Bagheera, Baloo og Kaa björguðu honum eftir harðan bardaga. Hathi, hinn aldni og vitri fíll, úrskýrði fyrir honum einn skelfilegan þurrkatíma af hverju Shere Khan væri svona illur. Loks kom að því að Mowgli elti Shere Khan uppi og sigaði á hann vísundahjörð sem tróð hann undir. Shere Khan átti ekki undankomu auðið og endaði ævina undir traðkandi klaufum vísundanna.

Page 39: Handbók sveitarforingja drekaskáta

41 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Það var einnig hrífandi ævintýri þegar Mowgli og Bagheera fundu „Konungssprotann“, svo ekki sé minnst á hinn hræðilega og hatramma bardaga sem Mowgli háði við villihundana. Fyrst ærði hann mörg þúsund svartar villibýflugur til að stinga þá og svo ráku þau Kaa þá sem eftir lifðu niður að Wainganga-fljóti. Þar beið úlfasveitin á árbakkanum eftir því að losna við „rauðu hundana“ í eitt skipti fyrir öll. Að lokum komst Mowgli í samband við þorp veiðimannanna þar sem hann hitti loks móðurina sem hann hafði verið án í svo mörg ár. Upp úr því leið að kveðjustund. Mowgli sem þá var 17 ára gamall, kvaddi vini sína í úlfasveitinni og hvarf úr frumskóginum til þess að búa á meðal manna eins og honum var ætlað og Bagheera hafði sagt honum að yrði að gerast.

Page 40: Handbók sveitarforingja drekaskáta

423. kafli | Táknræn umgjörð

Dýrheimasögurnar eru dæmisögur sem koma boðskap á framfæri með söguþræði og með persónum í dýralíki.

Margvísleg hegðun og félagsleg tengsl koma fram í sögunum og vinsældir þeirra hafa ekkert minnkað með árunum. Þær eru enn notaðar víða um heim til að kynna leiki og hvetja börn til dáða á einfaldan og áhrifaríkan hátt.

Á aldrinum sjö til níu ára eru börn einmitt að tileinka sér gildi og hegðun foreldra sinna og þjóðfélagsins sem þau búa í. Leiðirnar sem þau hafa til að læra eru margar og geta verið enn áhugaverðari og auðskiljanlegri ef þær birtast líka hjá persónum í sögubók sem börnin geta líkt sér við.

AÐRAR SÖGUR ÚR DÝRHEIMUMAUKA VIÐ SÖGUNA UM FRJÁLSU ÚLFANA

Hvers vegna voru dýrheimar valdir sem táknræn umgjörðdrekaskátastarfsins?

Á dagskrárvef BÍS eru fleiri sögur úr „The Jungle Book” eða Dýrheimum, sem auka gildi sögunnar um frjálsu úlfana á Seeonee-hæðum og bæta við þá táknrænu umgjörð sem notuð er í starfi drekaskátanna.

Ein þeirra er sagan af Rikki tikki tavi, ljúfum og vingjarnlegum mongúsa sem þarf á öllum sínum styrk og hugrekki að halda til að verja barn og fjölskyldu fyrir tveimur baneitruðum, svörtum gleraugnaslöngum. Hann berst við þær og ræður niðurlögum þeirra í æsispennandi bardaga.

Ekki má heldur gleyma Kotick, hvíta selnum sem leitar um allt Kyrrahafið að strönd þar sem hann og hinir selirnir geta verið óhultir fyrir veiðimönnum. Hann snýr til baka á fæðingarstað sinn þar sem hann þarf á öllum sínum sannfæringarkrafti og trygglyndi að halda til að sannfæra hina áhugalausu seli um að líf þeirra þurfi að breytast og að þeir þurfi að flytja sig til annars lands þar sem þeir eigi möguleika á að lifa óhultir.

Dýrheimasögurnar eru margar og heillandi frásagnir. Ef þú lest þær allar kanntu margar spennandi sögur að segja börnunum.

Page 41: Handbók sveitarforingja drekaskáta

43 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Til dæmis er mun auðveldara fyrir fullorðna og áhugaverðara fyrir börnin að setja á svið leikatriði úr frumskóginum þar sem trygglyndi og umhyggja persónanna eru lykilatriði heldur en að ræða sömu hugtök í löngu máli.

Í Dýrheimasögunum byggir Kipling á þekkingu sinni á manninum og setur fram gagnrýna greiningu á samfélagi samtímans. Í persónunum má finna margar fyrirmyndir að hegðun fyrir börnin.

Þó sögurnar séu skrifaðar fyrir fullorðið fólk má búa til úr þeim margar áhugaverðar frásagnir fyrir börn.

í Dýrheimasögunumbirtast mörg gildi

og fyrirmyndir sem við getumtileinkað okkur eða hafnað

Í lífinu sjálfu eru úlfar, apar og önnur dýr í frumskóginum ekki eins og í sögu Kiplings, en þau eru notuð sem táknmyndir sem hjálpa okkur að nálgast huga barnsins.

Við þekkjum táknin sem notuð eru í Dýrheimasögunum úr samfélaginu og við getum ráðið hvort við tileinkum okkur þau eða höfnum.

Samfélag úlfanna á Seeonee-hæðum er þekkt um allan frumskóginn fyrir að vera skipulagt. Ólíkt öpunum, þjóð sem hefur engin lög, byggir samfélag úlfanna á því að tilheyra hópnum og halda lögin og aðrir virða þá fyrir það. Þar sem skortir skipulag, ábyrgð og skyldur, skýr markmið og löngun til að ná þeim getur enginn verið frjáls og þar ríkir ekkert nema ringulreið, eins og hjá bandarlog öpunum.

Bandarlog aparnir lifa á allt annan hátt, hefja sig yfir aðra og gagnrýna úr fjarlægð án þess að taka þátt í samfélaginu, eru með læti og leggja á ráðin, gera öðrum skráveifu en standa aldrei föstum fótum á jörðinni, taka aldrei ábyrgð á neinu eða ljúka verkefnum sem þeir hafa lofað að ljúka.

Mowgli litli stendur með úlfasveitinni og fer eftir skógarlögunum. Þannig lærir hann að vera frjáls þegn. Viska og góðvild margra dýranna í skóginum sýnir honum hvaða fyrirmyndir eru bestar. Hann lærir líka að forðast að tileinka sér viðhorf sem eru dæmigerð fyrir heimsku bandarlog apanna eða illsku Shere Khans.

Page 42: Handbók sveitarforingja drekaskáta

443. kafli | Táknræn umgjörð

Dýrheimasögurnar sem drekaskátarnir hlusta á eða leika kenna þeim ýmislegt nýtt og í þeim eru persónur með viðhorf og gildi sem hægt er að sjá í daglegu lífi okkar og umhverfi.

Það verður alltaf hægt að finna dæmi um gildismat Tabaqui (hræsni, undirlægjuhátt og hugleysi) eða Shere Khan (slægð, yfirlæti og grimmd) eða Bandarlog apanna (agaleysi, fáfræði, ábyrgðarleysi, tillitsleysi) eða Buldeo (hégómagirnd, frekju, hroka).

En Dýrheimasögurnar sýna okkur einnig gildi og viðhorf sannra vina, eins og Baloo (viska, heiðarleiki, gæska, festa) eða Bagheera (hreysti, heilbrigði, fimi, innsæi, leikni, athyglisgáfa, blíða) eða Akela (hugrekki, staðfesta, reynsla, heiðarleiki, myndugleiki) og líka Kaa (gáfur, klókindi, reynsla, hugvitssemi) eða Hathi (styrkur, þekking) eða Raksha úlfamömmu (hugprýði, blíða).

Hvernig getum við notað Dýrheima-sögurnar til að auðga sveitarstarfið?

Sem foringjar höfum við tvær meginleiðir til þess

Dýrheimasögurnar sýna okkur einnig hvernig dýrin fara á milli þjóðfélagshópa og félagsheilda eins og „sveita“, „manna“ og „óvina flokksins“. Það koma einnig fram sögusvið og aðstæður sem dýrin bregðast við á mismunandi hátt, eins og „Seeonee-hæðir“, „Köldukvíar“, „Þingklöppin“, „Wainganga-fljót“, „þorp veiðimannanna“ og margt fleira.

Stöðugt samspil persóna, hópa og umhverfis skapar samfellda sögu sem hægt er að endurskapa hvað eftir annað til að kynna mismunandi aðstæður sem allar mynda sameiginlegt þema fyrir börnunum.

Öll dýrin í frumskóginum tákna sérstaka skapgerðareiginleika. Það þýðir ekki að allir birnir séu eins og Baloo eða að allir hlébarðar séu eins og Bagheera. Persónueinkennin sem dýrunum í sögunni eru gefin eru fyrst og fremst mannlegir eiginleikar. Það þýðir að þegar tiltekið dýr er notað til að tákna visst þroskasvið, er ekki átt við hvernig pardusdýr eða slöngur eru í raun og veru, heldur vísað til eiginleika Bagheera og Kaa, hlébarðans og slöngunnar í Dýrheimum.

Page 43: Handbók sveitarforingja drekaskáta

45 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Táknræn yfirfærsla á umhverfi úlfanna í Seeoneehæðum á sveitarstarfið

Úlfarnir hafa Akela, en sveitin okkar hefur ábyrga foringja sem styðja börnin í drekaskátastarfinu.

Rétt eins og úlfarnir í Seeonee-hæðum koma saman á Þingklöppinni, koma drekaskátarnir reglulega saman til að ræða mikilvæg málefni sem hafa áhrif á alla og kynnast þannig lýðræðinu smám saman.

Drekaskátar halda sig í hópnum eins og ylfingarnir þurfa að gera þangað til þeir geta farið sjálfir á veiðar en á meðan læra þeir um skátalögin rétt eins og úlfarnir lærðu lög skógarins.

Þessi yfirfærsla skáldskapar á raunverulegar aðstæður sést víða í drekaskátastarfinu eins og kemur fram í mörgum köflum bókarinnar.

->

Page 44: Handbók sveitarforingja drekaskáta

463. kafli | Táknræn umgjörð

Í sveitinni tengjumst við Dýrheimasögunum á margan hátt; í sögum og söngvum, dansi, leikjum, búningum, teikningum og mörgu öðru. Það er mikilvægt að börnin fari með aðalhlutverkið í þessum leikjum en séu ekki bara áhorfendur. Þannig er Dýrheimasögunum haldið á lofti á skemmtilegan hátt og börnin kynnt fyrir Kaa, Baloo og Bagheera og hinum sögupersónum Seeonee-hæða.

Ef þetta á að takast þarf foringinn að þekkja sögupersónurnar mjög vel. Það getur hann ekki nema lesa Dýrheimasögurnar oft og vandlega. Þannig getur foringinn bent börnunum á atriði sem undirstrika ákveðin gildi eða fyrirmyndir um hegðun.

En það er ekki nóg að lesa. Það er einnig mikilvægt að virkja börnin og segja þeim sögur, sveitarforingjar þurfa að vera góðir sögumenn. Ef foringjarnir beita ímyndunaraflinu beita börnin líka sínu ímyndunarafli.

Þegar börnum er sögð saga setja þau sig í hlutverk hetjunnar og sjá sig í anda í miðjum söguþræðinum að drýgja dáðir hetjunnar, að sýna hugrekki og sigrast á hindrunum. Barnið er hetja sögunnar, sem getur lifað lengi í minningunni, ef til vill alla ævi. Á þann hátt þjóna persónurnar í sögunni tilgangi sínum og börnunum er boðið að tileinka sér ákveðin gildi og hegðun og að hafna öðrum.

Í Drekaskátabók barnanna eru nokkrar sögur ætlaðar skátunum. Sumar hafa engan endi til að foringjarnir geti botnað þær og börnin tekið virkan þátt í að leiða söguna til lykta með einni eða fleiri af aðferð-unum sem nefndar voru hér á undan. Í 10. kafla bókarinnar eru líka nokkrar ábendingar um hvernig er hægt að segja sögur á skemmtilegan hátt.

Stöðug tilvísun í sögurog persónur dýrheima->

Page 45: Handbók sveitarforingja drekaskáta

47 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Drekaskátasveit

Eins og fram hefur komið verður táknræn yfirfærsla og stöðug upprifjun á viðburðunum í frumskóginum uppspretta margra samtengdra nafna og tákna sem fylgja börnunum allan tímann sem þau eru í drekaskátunum. Dæmi um þetta eru hópur og sveit, rauða blómið (varðeldur), sveitarþingið, söngvar og leikir.

Sum nöfn og tákn koma úr Dýrheimasögunum en önnur beint úr hefðum skátastarfsins, eins og skátabúningurinn, klúturinn og söngvarnir sem sumir eru tengdir drekum eða „persónum“ Dýrheimasögunnar.

Lítum aðeins nánar á nöfn og tákn:

Yngstu strákarnir og stelpurnar í skátahreyfingunni eru kallaðir drekaskátar, það eru ungir skátar sem eru að taka fyrstu skrefin í „lífi frjálsu úlfanna“. Eins og við höfum séð ímynda börnin sér ekki að þau séu dýr né haga þau sér þannig, en börnin upplifa og leika dýrin í hópi sem er skipulagður á sérstakan hátt og notar eigin merki og tákn.

Einingin eða hópurinn sem þau mynda er kallaður sveit. Sveitin er samfélag barna sem ákveða eins og úlfarnir að fara eftir sömu lögum þar sem hver einstaklingur skiptir máli. Styrkur sveitarinnar felst í því að skátarnir vinna sem hópur sem tekur eigin ákvarðanir, þeir hlusta og deila verkefnum, virða aðra og hjálpa þeim og vaxa og læra saman.

Sveitin hefur líka foringja sem hjálpa henni að ná góðum árangri. Sveitarforingjarnir og aðstoðarsveitarforingjarnir hafa áunnið sér virðingu vegna hæfileika sinna og færni, alveg eins og Akela. Þeir nýta reynslu sína öllum til hagsbóta, hlusta á alla áður en ákvarðanir eru teknar og skera úr um hvað hópurinn vill, svo framarlega sem það er í samræmi við skátalögin.

Nafn sveitarinnar er mikilvægt fyrir skátana. Það getur verið tengt Dýrheima-sögunum eða umhverfi skátasveitarinnar, en hvort heldur sem er hjálpar það börnunum að samsama sig sveitinni - ekki síst ef þeim finnst nafnið flott.

Nöfn og tákn

Page 46: Handbók sveitarforingja drekaskáta

483. kafli | Táknræn umgjörð

Sveitin á sér athvarf, eins konar leynistað þar sem skátarnir safnast saman til að vinna verkefni, gleðjast og leika sér. Sveitarherbergið er staður sveitarinnar og börnin skreyta það á sinn hátt með hlutum sem þeim finnst skipta máli.

Sveitin þarf rými til að geta komið sér upp sveitarherbergi með eigin sérkennum og munum. Ef það er ekki hægt vegna fjárhagsaðstæðna eða annars skipulags þarf sveitin að minnsta kosti að fá lítið skot til að geyma táknræna muni sveitarinnar og útbúnað fyrir dagskrá og ferðir.

Sveitarherbergið

SkátakveðjurnarÍ frumskóginum er ávarpið eða kveðjan „við erum af sama meiði, þú og ég“ og öll dýrin viðurkenna það og vernda hvert annað. Á sama hátt heilsast og þekkja skátar hver annan um nær allan heim með því að rétta upp þrjá fingur og halda litla fingri í hægri lófanum með þumalfingri.

Í mörgum löndum er gamla heitið „ylfingar“ notað fyrir yngri skátasveitirnar. Ylfingakveðjan er þannig að skátarnir rétta löngutöng og vísifingur upp í V, sem minnir á sperrt eyru úlfs, en þumalfingur er lagður yfir litla fingur og baugfingur í lófanum.

Skátakveðjan – minnir börnin á skátaheitið og táknar vernd sem hinum eldri ber að veita hinum yngri. Ásamt kveðjunni heilsast skátar oft með handabandi með vinstri hendi, en þann sið tók Baden-Powell upp eftir að hann kynntist afríska ættbálknum Ashanti. Þeir notuðu það sem merki um traust þar sem þeir þurftu að setja niður skjöldinn sinn til að geta rétt fram vinstri höndina.

Page 47: Handbók sveitarforingja drekaskáta

49 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Litur drekaskáta

Rauða blómið er hátíð eldsins, skátavarðeldur

þar sem kjörið er að syngja og dansa í kring um snarkandi eldinn og gefa leikrænum og listrænum hæfileikum drekaskátanna lausan tauminn.

Nafnið „Rauða blómið“ kemur úr einni Dýrheimasögunni þegar Mowgli fór til þorpsins að sækja eld, en það var eina leiðin til að hrekja burt Shere Khan og aðra sem vildu Akela feigan.

Í 10. kafla eru fáeinar leiðbeiningar um hvernig á að fara að við að undirbúa og stjórna varðeldadagskrá.

Fyrstu skátamerkin voru saumuð með gulu á grænan bakgrunn og þess vegna er græni liturinn víða tengdur almenna skátaaldrinum.

Þegar skátahreyfingin breiddist út til yngri barna varð guli liturinn fyrir valinu sem einkennislitur ylfinga og yngra skátastarfsins. Þessi hefð er enn við lýði hjá mörgum skátabandalögum í heiminum og þess vegna er skátaklútur drekaskáta gulur.

Rauða blómið

Page 48: Handbók sveitarforingja drekaskáta

503. kafli | Táknræn umgjörð

TótemSá siður fólks að velja dýr sem tákn er eins gamall og sjálf siðmenningin. Sem dæmi má nefna íslensku landvættina drekann, griðunginn og gamminn, ljónið í Bretlandi, örninn í Norður-Ameríku og Mexíkó, hanann í Frakklandi og nautið á Spáni.

Margar drekaskátasveitir eiga sér tótem eða verndarsúlu með dýratákni sveitarinnar, ýmist drekanum, minki, refi, úlfi eða dýrum úr Dýrheimasögunum. Auk þess að bera dýratákn sveitarinnar er tótemið skreytt á sinn sérstaka hátt hjá hverri sveit.

Spangól úlfsins er mjög sérstakt og hefur frá örófi alda vakið óttablandna undrun. Auðvitað er það einkum til að kalla saman úlfana þegar þeir hafa tvístrast á veiðum, en það hefur líka verið sýnt fram á að úlfar spangóla oft af engri sérstakri ástæðu, eins og þeir séu að láta í ljós gleði yfir að vera á lífi.

Hver drekaskátasveit ætti að eiga sér sveitarhróp sem sameiningartákn, hrópið getur tengst nafni sveitarinnar, drekum eða Dýrheimasögunum.

Í hrópinu hópast drekaskátarsaman og viðurkenna hvern annansem jafningja og láta í ljós gleðina yfir að vera saman.

Hrópið

Page 49: Handbók sveitarforingja drekaskáta

51 Táknræn umgjörð | 3. kafli

Sveitarsöngurinn

Höf. Hörður Zophoníasson

Söngur og tónlist er mikilvæg þar sem fólk kemur saman, ekki síst hjá drekaskátum sem flestum finnst gaman að syngja.

Það eru til margir gamlir „ylfingasöngvar“ tengdir Dýrheimasögunum og margir söngvar eru þekktir sem drekaskátasöngvar.

Hér fyrir neðan er söngtexti um fyrstu fjórar greinar skátalaganna sem hjálpar drekaskátunum að læra þær og skilja.

Þú getur notað hann sem „sveitarsöng“ eða einfaldlega bætt honum við söngvasafnið þitt.

Það er baeði gagn og gamanað ganga skátaveginn samanog báðum sínum höndum hagatil hjálpar öðrum alla daga.

Gleðin hún er gaefan mesta,gleðibrosið smitar flesta,skuggum eyðir, vekur vorið,vermir, yljar, léttir sporið.

Traustur maður, trúr í öllu,traustur jafnt í koti og höllu,bognar ei þótt blási móti,bjarg í lífsins ölduróti.

Náttúruvinur, nýtur maður,náttúruperlur verndar glaður.Umgengst þaer með skáta skynsemd,skörungsbrag og fullri vinsemd.

Hugmynd að sveitarsöng

Þessar frábæru vísur má til dæmis syngja við lögin Afi minn fór á honum Rauð og Jólasveinar einn og átta.Svo væri auðvitað tilvalið að sveitin semdi sitt eigiðsveitarlag við textann!

Page 50: Handbók sveitarforingja drekaskáta

523. kafli | Táknræn umgjörð

Dagbók sveitarinnarSamkvæmt hefðinni halda flestar sveitir dagbók eða minningabók þar sem börnin skrá ferðir sínar, útilegur og ævintýri, frásagnir úr starfinu og hugleiðingar, eða líma inn myndir, teikningar og úrklippur.

Dagbókin – sem sumar sveitir nefna gullnu bókina, sveitarbókina, minningabókina eða þá að sveitirnar gefa henni sérstakt heiti - er skemmtileg umgjörð um skrásetningu á hefðum sveitarinnar, verkefnum hennar og ferðum.

Táknræna umgjörðiner hluti af starfi sveitarinnaren hún er ekki allt sveitarstarfið

Táknræna umgjörðin er baksvið, tilvísanakerfi sem auðgar sveitarstarfið og styður við fræðsluna en hún er ekki endanlegt markmið. Það er ekki gott að ganga út í öfgar. Ef of mikið er gert úr táknunum, þar á meðal skátabúningnum, gætu þau orðið einhvers konar innantómir helgisiðir og hindrun á leiðinni að settu marki. Það getur leitt til þess að sveitin missir sjónar á meginmarkmiðum sínum og leggi of þungar byrðar á herðar barnanna.

Saga frjálsu úlfanna og tengsl hennar við sveitina, sögurnar sjálfar og táknin sem spretta upp úr þeim, mynda umgjörð sem hvetur, styður við og lífgar upp á sveitarstarfið en umgjörðin er ekki starfið sjálft. Hin táknræna umgjörð er einungis hluti af skátaaðferðinni sem fjallað var um í síðasta kafla og verður útskýrð enn frekar í næstu köflum.

Page 51: Handbók sveitarforingja drekaskáta

4flokkakerfi

KAFLI 4

HóparnirDrekaskáta

Page 52: Handbók sveitarforingja drekaskáta

544. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Sveitin er samfélag ungs fólksVið höfum séð hvernig sveitarstarfið er gætt lífi með hjálp ævintýra Dýrheima-sagnanna. Ásamt öðrum þáttum virka ævintýrin sem táknræn umgjörð sveitarstarfsins.

Nú munum við sjá hvernig sveitarstarfið þróast eins og raunverulegt samfélag innan þessarar umgjarðar.

Eins og hvert annað samfélag, hefur sveitin sína eigin uppbyggingu, skipulag og siða-reglur sem hún stjórnast af.

Það sem gerir skátasveitina ólíka öðrum samfélögum er að hún er barnasamfélag sem vinnur á grundvelli „flokkakerfis“. Flokkakerfið hjálpar stelpum og strákum að þroska djúpstæð og varanleg tengsl við önnur börn á sama aldri og deila með þeim áhugamálum og ætlunarverkum. Börnin vinna að sömu markmiðum, leita saman lausna í verkefnavinnu, deila reynslu með öðrum, vaxa og uppgötva veröldina saman.

Í stuttu máli er þetta samfélag skóli virkrar fræðslu þar sem hluti af daglegu lífi er að meðtaka gildi, læra að lifa saman og öðlast reynslu af því að gera hlutina vel.

Sjö til níu ára BernskanGreining á persónueinkennum barna og ungs fólks gerir okkur kleift að greina á milli framfaratímabila í almennum þroska þeirra. Eins og við sáum í 1. kafla eru börn frá sjö til níu ára aldri með sameiginleg persónueinkenni sem aðgreina þau frá fyrri og seinni þroskastigum.

Í sveitinni ættu að vera um 24 börn á aldrinum sjö til níu ára og helst fjórir fullorðnir foringjar, sem hittast að minnsta kosti í eina til tvær klukkustundir vikulega.

Þessi viðmið eru ekki valin af handahófi og við munum því skoða þau nánar.

Hverjir tilheyra þessu samfélagi?

Við köllum þetta þroskastig sjö til níu ára barna bernsku eða miðbernsku. Aldurs-aðgreining þroskastiga er þó aldrei algild, sum börn þroskast hratt og önnur hægar. Sérhvert barn hefur sitt eigið þroskamynstur sem verður fyrir áhrifum af mismunandi þáttum. Þetta þýðir að réttur tími til að ganga í sveitina og hversu lengi er verið í henni ætti ekki alltaf að fara bara eftir aldri barnsins heldur miklu fremur þroskastigi þess. Þetta þurfa foringjarnir að meta í hverju tilviki ef þess er nokkur kostur.

Hið sama á við um val áfangamarkmiða og vinnu að drekamerkjunum, það er ekki sjálfgefið að átta ára barn sé að vinna að Silfurdrekamerkinu.

Börnin koma sjaldnast í sveitina daginn sem þau verða sjö ára. Algengast er að félögin innriti nýliða á haustin og þá eru mörg barnanna nokkrum mánuðum yngri eða eldri en sjö ára og einhver að byrja sem eru á áttunda eða níunda ári. Fimm ára börn eða þau sem eru nýorðin sex ára ættu samt aldrei að fá inngöngu, þar sem starfið og aðferðirnar eru ekki við þeirra hæfi.

Page 53: Handbók sveitarforingja drekaskáta

55 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

Hvers vegna 24 drekaskátar?

Reynslan hefur sýnt að 18 til 24 drekaskátar eru ákjósanlegasti fjöldi barna í sveit. Færri en 18 börn gefur þeim ekki jafn mörg tækifæri til að læra hvert af öðru og getur takmarkað starf hópanna. Fleiri en 24 börn þyngir skipulag sveitarstarfsins og þýðir að hvert barn fær óhjákvæmilega minni athygli.

Það er ekki góð hugmynd að taka fleiri börn inn í sveitina heldur en foringjarnir ráða við að sinna.

Page 54: Handbók sveitarforingja drekaskáta

564. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Einnig ber að varast að sveitirnar verði mjög fjölmennar. Ómögulegt er við slíkar aðstæður að sinna starfi á einstaklingsgrundvelli eða að hlúa að persónulegum þroska sérhvers barns. Sé sveitin of fjölmenn en nægilega margir foringjar tiltækir kann að vera heppilegra að mynda tvær meðalstórar sveitir.

Heimsækið skóla í nágrenninu, að fengnu leyfi og stuðningi skólayfirvalda og bjóðið börnum að ganga í skátahreyfinguna.

Heimsækið félög og stofnanir; félagsmiðstöðvar, hópa í nágrenninu, íþróttafélög og kirkjur. Bjóðið fullorðnum í nágrenninu að koma á sveitarfund með börnum sínum til að sjá sjálf hvað þar fer fram.

Notið stutt og aðlaðandi kynningarefni við kynninguna.Það getið þið fengið hjá BÍS, félaginu eða útbúið sjálf.

Undirbúið myndakynningu um starf sveitarinnar og farið með kynninguna í skóla og félög eins og nefnt er hér ofar.

Dreifið kynningarbæklingi um skátastarf í húsin í hverfinu og hvetjið skátana ykkar til að dreifa honum til vina og ættingja.

Skipuleggið kynningardag þar sem skátarnir í sveitinni geta boðið vinum sínum, sem ekki eru skátar á sveitarfund. Margir þeirra munu hugsanlega mæta aftur og vilja ganga í sveitina.

Hvernig getum við fjölgað í sveitinni?

Page 55: Handbók sveitarforingja drekaskáta

57 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

ForingjaFlokkurinnÆskilegt er að hafa einn fullorðinn foringja fyrir hver 6 til 8 börn í sveitinni. Fyrir 24 barna sveit þyrfti þá fjóra foringja; einn sveitarforingja og þrjá aðstoðarsveitarforingja.

Auk ýmissa einstaklings- og hópverkefna sem hver foringi tekur að sér, ætti hver þeirra að bera ábyrgð á og hafa umsjón með mati á framförum allt að átta barna. Við munum fjalla aftur um þetta síðar. Foringjaflokkurinn ætti að samanstanda af bæði körlum og konum til að börnin séu í tengslum við hegðunarfyrirmyndir síns eigin kyns og læri af því hvernig blandaður hópur fullorðinna einstaklinga vinnur saman á jafnræðisgrundvelli.

Page 56: Handbók sveitarforingja drekaskáta

584. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Vina, kunningja og ættingja núverandi foringja, sem gætu haft áhuga á því sem þeir heyra af skátastarfinu frá þér eða hinum foringjunum.

Fyrrverandi skátaforingja sem langar til að hefja skátastarf að nýju. Þeir þurfa sennilega einhvern tíma til upprifjunar og aðlögunar, til að koma í veg fyrir að þeir geri allt „eins og þeir gerðu það í gamla daga,“ – sem ekki var endilega alltaf af hinu góða.

Foreldra barnanna í sveitinni, sem margir eru áhugasamir vegna hinna góðu áhrifa sem þeim finnst starfið hafa á börnin sín.

Kennara, sérkennara og sálfræðimenntaðra einstaklinga, eða annarra starfsmanna úr skólum drekaskátanna.

Háskólanema, sérstaklega þeirra sem eru í námi sem tengist menntun, kennslu og uppeldi, og hafa tíma og aðstæður til að gefa af sér í sjálfboðavinnu.

Fólk sem vinnur að útivistar-, uppeldis- eða félagsmálum, í félags-miðstöðvum eða hjá frjálsum félagasamtökum eða góðgerðarsamtökum, er vegna starfa sinna vel hæft til að vinna með börnum og ungmennum.

Stundum er erfitt að finna þá vegna þess að við leitum í of þröngum hópi.

Það getur verið góð hugmynd að víkka út leitina til:

Óþarfi er að nefna að þeir sem við leitum til þurfa ekki að hafa verið skátar. Áhugi þeirra á starfinu, foringjanámskeið BÍS og stuðningur annarra sveitarforingja ætti að duga flestum til aðverða góður foringi.

Eitt helsta vandamál skátasveita er að finna nægilega marga hæfa foringja

Page 57: Handbók sveitarforingja drekaskáta

59 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

Drekaskátarnir og skipulag Sveitarinnar

Þátttaka í hópum er almennt tímabundin, þar sem skátarnir færast reglulega á milli hópa sveitarinnar. Hóparnir sem slíkir eru varanlegar einingar sveitarinnar og eiga sín einkenni og jafnvel fasta liti. Sveitin getur til dæmis verið samsett úr hópum Hvítúlfa, Gráúlfa, Brúnúlfa, Móúlfa, Rauðúlfa og Svartúlfa, eða hópum Fjalladreka, Heiðadreka, Helladreka, Himindreka, Jökladreka, Klettadreka og Vatnadreka.

Skátarnir flytja sig ekki úr einum hópi yfir í annan á milli funda eða þegar okkur sýnist. Heppilegt er að halda hópum óbreyttum innan hvers dagskrárhrings, þannig að viðameiri breytingar verði um leið og dagskrárhring lýkur. Með því að gera breytingar á hópum í lok dagskrárhrings viðhöldum við jafnvægi í hópunum og svörum hugsanlegri löngun skátanna til að breyta til eða mynda vinasamband við nýja einstaklinga í sveitinni.

Verkefnahópar sem myndaðir eru vegna vinnu að sveitarverkefnum þurfa ekki endilega að vera föstu drekaskátahóparnir. Börnunum má raða í verkefnatengda vinnuhópa þvert á drekaskáta-hópana telji sveitarforinginn það heppilegt. Einkum ef það hentar verkefninu, fellur betur að áhugamálum skátanna eða vinatengslum barnanna þá stundina.

Tímabundin þátttakaí hópunum

Til að koma skipulagi á starfið og efla starf sveitarinnar er henni skipt niður í hópa sem nefndir eru drekaskátahópar. Æskilegt er að í hverjum hópi séu fimm til sex skátar.

Hópaskiptingin auðveldar allt skipulag og starf sveitarinnar. Út frá uppeldissjónar-miði þróast hópar drekaskáta ekki í að vera „lifandi samfélög“ eins og flokkarnir hjá fálka- og sérstaklega dróttskátum. Starfið hjá drekaskátum fer meira fram sem sveitarstarf en í litlum hópum.

Uppeldisstarf skátahreyfingarinnar byggir á flokkakerfi og þannig munu dreka-skátahóparnir að vissu marki mynda uppeldiskjarna. Sjálfstæði og innra skipulag hópanna er þó lítið samanborið við flokkana hjá eldri skátunum sem öðlast meira sjálfstæði eftir því sem börnin og unga fólkið vex úr grasi. Drekaskátahóparnir eru því ekki jafnmikilvægir og skátaflokkar eldri skátanna frá sjónarmiðum uppeldis. Þeir virka frekar sem skipulagseiningar sem auðvelda sveitarstarfið. Starfið verður því auðveldara sem sjálfstæð hópanna vex.

Page 58: Handbók sveitarforingja drekaskáta

604. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Líklegt er að skátarnir í þeim hópum sem náð hafa sérstaklega góðum árangri muni ekki sjá ástæðu til að skipta um hóp. Til að komast hjá því að skapa „hetju“- hópa með svo mikinn keppnisanda að skátarnir neiti að skipta hópnum upp er besta leiðin að hafa starfið svo fjölbreytt að það reyni á mismunandi þekkingu og færni skátanna í sveitinni. Regluleg uppskipting í verkefnatengda vinnuhópa getur einnig hjálpað til við að koma í veg fyrir þennan vanda.

Nauðsynlegt er að huga sérstaklega að nýjum skátum sveitarinnar sem ganga í hópa. Þeim þarf að veita svigrúm og taka eins hlýlega á móti þeim og kostur er. Í byrjun geta nýliðar fengið að prófa mismunandi hópa, þar til þeir finna þann hóp sem þeir falla nægilega vel inn í til að vilja vera áfram í honum.

Breyting og tilfærslur á milli hópa ætti að gera í samráði við börnin eða í það minnsta af gildum ástæðum. Breytingar ætti aldrei að gera af geðþótta eða nota til refsingar. Það má aldrei þvinga barn til þátttöku í hópi sem það vill ekki starfa með.

Séu breytingar gerðar á hópunum reglulega, við lok hvers dagskrár-hrings, líta börnin á breytingarnar sem eðlilegan hluta sveitarstarfsins.

Hóparnir geta annað hvortverið blandaðir eða ekki Frá uppeldissjónarmiði mælir ekkert gegn því að sjö til níu ára strákar og stelpur vinni saman í hópum, né heldur að þau vinni í hópum af sama kyni.

Það þarf sem sagt ekki endilega að skipta í hópa eftir kynjum en það er ekki heldur nein sérstök ástæða til að hafa hópa blandaða. Ákvörðunin byggist á ýmsu, svo sem vilja, þjálfun og reynslu foringjanna, vilja barnanna, hefðum sveitarinnar, viðmiðunarreglum skátafélagsins og eflaust fleiru.

Það sem mestu máli skiptir er vilji barnanna. Því er best að láta þau taka ákvarðanir um þetta sjálf með lítilsháttar hlutlausri og óhlutdrægri ráðgjöf sveitarforingjanna.

Í hvert skipti sem raðað er í hópa eða breytingar eru gerðar á þeim, verður þú að hafa í huga aðstæður sem hugsanlega gætu komið upp:

Page 59: Handbók sveitarforingja drekaskáta

61 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

Hópforingjarog börn sem foringjar

Hver hópur hefur hópforingja sem kosinn er af hópnum án nokkurra afskipta sveitarforingja. Þar sem hópurinn er lítil eining, geta hópforingjarnir gegnt hvaða skyldum sem sveitarforingjarnir telja viðeigandi, allt eftir þörfum sveitarinnar og getu hópforingjans til að takast á við ábyrgðina.

Hver hópforingi starfar í einn dagskrárhring sem getur tekið tvo til fjóra mánuði. Hvert starfsár inniheldur að jafnaði þrjá til fimm dagskrárhringi. Hver hópur fær því þrisvar til fimm sinnum á ári nýjan hópforingja, þannig að hver skáti ætti að fá tækifæri til að verða hópforingi að minnsta kosti tvisvar á þriggja ára starfstíma sínum í drekaskátasveitinni.

Þegar hóparnir velja sér hópforingja ættu því aðeins þeir skátar að vera í fram-boði sem hafa ekki ennþá verið hópforingjar. Hafi margir eða allir í hópnum verið hópforingjar þá ætti að velja á milli þeirra sem hafa aðeins verið hópforingjar einu sinni.

Þetta fyrirkomulag er dæmi um lýðræði og jöfn tækifæri allra innan hópsins til leiðtoghlutverks. Það felur einnig í sér að foringjarnir þurfa að undirbúa börnin til að sinna þessari ábyrgð, sérstaklega þau sem ekki hafa þegar þroskað með sér leiðtogahæfileika. Það eru þau börn sem eru feimin, nýliðar og börn sem af einhverjum ástæðum gæti fundist þau vera neydd til þess að taka þessa ábyrgð að sér. Undirbúningur sveitarforingjans ætti að hjálpa til við að forðast óæskilegar afleiðingar valsins, svo sem kvíða, ótta, lágt sjálfsmat, gremju, einangrun og jafnvel að börnunum finnist þau neydd til að hætta í sveitinni.

Page 60: Handbók sveitarforingja drekaskáta

624. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Verkefni hópforingjanna eru breytileg og ráðast af verkefnum og reynslu skátanna sem gegna þeim.

Í störfum sínum eru hóparnir lang oftast með sveitarforingja sér til aðstoðar.

Við höfum áður nefnt að ólíkt því sem er á fálkaskáta- og sérstaklega dróttskáta-stiginu verða hóparnir ekki að sjálfstæðum, lifandi samfélögum. Hóparnir hafa hvorki flokksþing né embættismannakerfi. Þeir breytast af og til og nýir skátar koma reglulega í hvern hóp. Hóparnir eiga sér ekki flokksbók og lítið er um siði og venjur innan hvers hóps. Margt fleira er ólíkt með hópum drekaskáta og flokkum eldri skátanna.

Leikir, leikþættir og vinna að stuttum verkefnum í sveitarstarfinu þegar ekki er heppilegra eða ástæða til að mynda sérstaka verkefnahópa.

Föst verkefni og athafnir: Setning, slit og aðrar hátíðlegar athafnir sveitarinnar. Tilkynningataflan, skrif í dagbók sveitarinnar, að skiptast á að líta eftir verndartákni sveitarinnar og margt fleira getur fallið til.

Greining á verkefnatilboðum sem foringjarnir leggja fyrir sveitina, undirbúningur verkefnatilboða sem hóparnir útbúa og leggja fyrir sveitina og val á verkefnum með lýðræðisleikjum.

Endurmat verkefna, jafnvel þó að sjálf verkefnin hafi ekki alltaf verið unnin af hópnum.

Mat á framförum hvers barns í hópnum, með hliðsjón af áskorunum þess, en það fer fram í lok hvers dagskrárhrings.

Frágangur eftir fundi og þjónustuverkefni á fundum og í ferðum.

Hópaskipulagið einfaldar ýmsa skipulagsvinnu sveitarforingjanna, getur dregið úr áhættu og styrkt öryggisþætti, sérstaklega í útistörfum: • talning inn og út úr strætó eða rútum • umsjón og utanumhald í sundferðum • skipulagning og dagskrárgerð í dagsferðum og útilegum • og margt fleira ...

Hér eru nokkur dæmi um starf sem fer fram í hópunum, svo að við áttum okkur betur á hlutverki þeirra:

Hver er þá tilgangurinn með hópunum?

Page 61: Handbók sveitarforingja drekaskáta

63 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

Formlegt ákvarðanatökuferli:Sveitarþingið

Rétt eins og á Seeonee-hæðum, þar sem allir úlfarnir voru kallaðir saman á þing, safnast drekaskátarnir okkar saman til ákvarðanatökuþings, sem nefnist sveitarþingið samkvæmt hefð Dýrheimasögunnar.

Allir foringjarnir og allir skátarnir í sveitinni taka þátt í sveitarþinginu, einnig þeir sem ekki hafa unnið skátaheitið.

Page 62: Handbók sveitarforingja drekaskáta

644. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Sveitarþingið er frábrugðiðöllum öðrum sveitarfundum

að þrennu leyti:

Það er í mesta lagi haldið mánaðarlegaÞað er mikilvægt fyrir drekaskáta að skilja að sumir fundir eru mikilvægari en aðrir því þar eru teknar mikilvægar ákvarðanir sem ekki eru ræddar á hverjum degi en hafa áhrif á störf þeirra og sveitarinnar til framtíðar. Af þessum ástæðum er að minnsta kosti mánuður látinn líða á milli sveitarþinga. Best er að halda tvö sveitarþing innan dagskrárhrings, með um 45 daga millibili.

aðeins viss málefni eru rædd:Sveitarþingið tekur aðeins ákvarðanir um atriði sem eru mjög mikilvæg fyrir skátana eða sveitina í heild, svo sem: að bjóða nýja skáta velkomna í sveitina að kveðja skáta sem flytjast yfir í aðrar sveitir eða sveitarforingja sem eru að hætta

að samþykkja verkefnaval fyrir dagskrárhring

að endurmeta dagskrá á meðan á dagskrárhringnum stendur

önnur sérstök og mikilvæg málefni sem kunna að koma upp

Almenn skipulagsmál og hefðbundin sveitarstörf á aldrei að ræða á sveitarþingi. Þau eru verkefni vikulegra sveitarfunda og þá rædd stuttlega fyrir og eftir aðra sveitardagskrá.

Eins og ætti að vera ljóst þá eru venjulegir sveitarfundir ekki sveitarþing.

Page 63: Handbók sveitarforingja drekaskáta

65 Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta | 4. kafli

Þau eru frekar formlegFormsatriði sveitarþingsins eru eins og hér segir:

Boðað er til þeirra með viku fyrirvara og umfjöllunarefni kynnt.

Allir mæta með klút og í skátabúningi. Þau eru haldin á sérstökum stað ef aðstaða leyfir, annars ísveitarherberginu sem ætti þá að skreyta og undirbúa sérstaklegafyrir tilefnið.

Sérstök þingsetning og slit marka upphaf og endi þingsins; sveitarsöngurinn, sveitarhrópið eða stutt hugleiðing.

Þrátt fyrir þessi formsatriði ætti þingið að vera einfalt, með virkri þátttöku skátanna og ekki að vara lengur en 15 til 30 mínútur. Sveitarforingjarnir ættu að grípa sem minnst fram í og börnin að fá tækifæri til að segja skoðun sína í stuttu máli ef þau vilja. Þegar einhver hefur orðið ættu allir hinir að hafa hljóð og hlusta.

Sveitarþingin gefa börnunum tækifæri til að kynnast ýmsum þáttum lýðræðislegs starfs, svo sem að:

Til eru málefni sem eru svo mikilvæg að allir ættu að taka þátt í umræðunum um þau.

Börnin verða að hugsa vandlega um skoðanir sínar áður en þau tjá þær og taka ábyrgð á þeim. Þess vegna á að kynna umfjöllunarefni með viku fyrirvara. Þau taka öll þátt í ákvörðunum um atriði sem hafa áhrif á þau, en verða um leið að standa við samkomulag sem sveitin samþykkir sem heild, hver sem persónuleg skoðun þeirra kann að vera.

Sveitarþingið er þjálfun í lýðræðislegum vinnubrögðum

Page 64: Handbók sveitarforingja drekaskáta

664. kafli | Hóparnir - flokkakerfi drekaskáta

Óþarft er að mynda önnur ákvörðunartökuþing en sveitarþingið. Sé efnt er til annarra „þinga“ í sveitinni er hætta á að of miklum tíma sé eytt í hvernig við gerum hlutina í stað þess að einbeita sér að því að bæta dagskrána og vinna verkefni, það er að segja það sem við gerum.

Við megum aldrei gleyma því að börnin koma í sveitina til að leika sér og samlagast fjörugum hópi sem skemmtir sér og vinnur áhugaverð verkefni. Sveitin hættir að vera skemmtileg ef þær fáu samverustundir sem eru í boði í hverri viku fara í fundarhöld og lítill tími er eftir fyrir spennandi verkefni.

Alls ekki er ráðlegt að hafa sveitarráð eða embættismannakerfi í drekaskátasveitum eins og tíðkast hjá eldri skátasveitum og skátaflokkum. Slíkt samrýmist hvorki skipulagi né tilvist hópanna sem er að mestu til skamms tíma. Það kemur þó ekki í veg fyrir að börnin ræði saman í hópum eða verkefnahópum á hefðbundnum sveitarfundum eða á öðrum tíma. Þannig fundir ættu að vera mjög stuttir og afmarkaðir og hvorki byggja á mikilli formfestu né fyrirfram ákveðnu dagskrárskipulagi.

Utan almenna sveitarstarfsins þarf foringjaflokkurinn að sjálfsögðu að hittast reglulega til að undirbúa og meta vinnu sína fyrir og eftir sveitarfundi.

Sveitarþingið er eina þingið” sem sveitin tekur þátt í

Drekaskátar í sveitum sem hafa starfað saman í langan tíma sýna sveitarþinginu oft mikinn áhuga, en áhuginn er iðulega minni hjá nýjum sveitum og nýliðum í sveitinni. Það getur verið fráhrindandi ef sveitarþingin eru mjög formleg eða löng og því ætti að forðast slíkt.

Til að hvetja skátana til virkrar þátttöku geta foringjarnir stungið upp á því að börnin ræði fyrirfram um dagskráratriðin, ýmist í hópunum eða tveggja til þriggja manna undirbúningshópum. Hver hópur velur svo einn talsmann til að kynna niðurstöður hópsins. Þessi leið hvetur til umræðna og hjálpar börnunum til að venjast því að tjá skoðanir sínar.

Í stuttu máli sagt eru fundir ekki haldnir fundanna vegna heldur til að vinna að áhugaverðum verkefnum og veita börnunum tækifæri til að þroskast og skemmta sér saman. – Almennir sveitarfundir eru ekki málþing nema í tilviki sveitarþingsins.

Page 65: Handbók sveitarforingja drekaskáta

5hlutverk

KAFLI 5

sveitarforingja

Page 66: Handbók sveitarforingja drekaskáta

685. kafli | Hlutverk sveitarforingja

eins og stóri bróðir eða stóra systirLíkt og önnur félög hafa skátasveitir leiðtoga sem sjá um að leiða sveitina í átt að markmiðum sínum, slíkt er hlutverk sveitarforingja og aðstoðarsveitarforingja.

Skátasveitir eru samsettar af ungu fólki sem hafa ákveðin uppeldismarkmið að leiðarljósi. Að því leyti er hlutverk skátasveitanna frábrugðið hlutverki félagasamtaka fullorðinna.

Börn ganga í skátasveit til þess að verða virkir þátttakendur í skemmtilegu samfélagi. Uppeldismarkmið skátahreyfingarinnar eru ekki ástæða þess að börn vilja gerast skátar. Uppeldismarkmiðin eru samt sem áður vandlega fléttuð inn í sveitastarfið en það eru bara þeir fullorðnu, sveitarforingjarnir, sem vita það. Börnin upplifa starfið aðeins sem leik og í gegnum skipulagðan leik læra þau ósjálfrátt og tileinka sér jákvæð gildi sem eiga eftir að nýtast þeim í lífinu, nánast án þess að þau geri sér grein fyrir því.

Börn ganga hvorki í skátahreyfinguna til að læra né taka próf, þau ganga í skóla til þess. Þau mæta ekki til að stunda trú sína, þau hafa kirkjuna til þess. Þau ganga ekki í skátana til þess að öðlast líkamlega færni, þau æfa íþróttir til þess. Þau koma ekki til að læra aga eða til að hlýða fyrirskipunum. Væri það vilji þeirra myndu þau sennilega æfa karate eða einhverjar austurlenskar sjálfsvarnaríþróttir.

Þess vegna er hlutverk sveitarforingja ekki það sama og hlutverk kennara, prests eða íþróttaþjálfara.

Börning ganga í skátahreyfinguna til að taka þátt í leik – og umhverfið sem þau leika sér í gerir það að verkum að þau þroskast sem manneskjur – því þurfa leiðbeinendur þeirra að búa yfir þeim hæfileika að kunna að leika sér með börnunum um leið og þeir leggja sitt af mörkum til að stuðla að þroska þeirra.

Hver er betri í þetta hlutverk en stóri bróðir eða stóra systir?

Stóri bróðir og stóra systir leika við yngri systkini sín án þess að þykjast vera yngri en þau eru, án þess að vera barnaleg og þau hafa þann aðdáunarverða eiginleika að geta dregið úr sínum eigin styrk svo yngra systkinið fái tækifæri til að auka sinn. Stóri bróðir og stóra systir vilja þeim yngri alltaf það besta. Þegar þau leika sér leiðbeina þau yngra systkininu og vernda það og leiðrétta það án þess að refsa því fyrir mistökin sem það gerði. Stóri bróðir og stóra systir eru líka dáðar fyrirmyndir. Þau yngri þrá að lenda í ævintýrum með þeim, elska þau, bera virðingu fyrir því sem þau segja og finnst þau geta opnað hjarta sitt fyrir þeim.

Page 67: Handbók sveitarforingja drekaskáta

69 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

Að þekkja börnin

Það er auðvelt að vera stóri bróðir eða stóra systir í fjölskyldu þar sem þú þekkir yngri systkini þín mjög vel. Það er ekki eins einfalt þegar börnin koma frá ólíkum heimilum og úr mismunandi umhverfi.

Eins og við nefndum í byrjun bókarinnar er fyrsta verkefni þitt sem sveitarforingi að kynnast börnunum í sveitinni þinni. Þekkingin ætti að vera tvíþætt; annars vegar almenn þekking á einkennum barna á aldrinum sjö til níu ára og hins vegar sérstök þekking á hverjum og einum í hópnum. Sú þekking byggist ekki eingöngu á því sem einkennir börn í þeirra aldurshópi heldur líka á ótal atriðum úr lífi þeirra og umhverfi.

Eins og áður hefur verið nefnt, verður þú að verja miklum tíma með börnunum til þess að kynnast þeim sem einstaklingum, upplifa umhverfið sem þau hrærast í, fylgjast með viðbrögðum þeirra, hlusta á þau lýsa vonbrigðum sínum og vonum - rétt eins og stóri bróðir eða stóra systir myndi gera.

Page 68: Handbók sveitarforingja drekaskáta

705. kafli | Hlutverk sveitarforingja

að kunna að leika sér

Það hefur fátt eins mikið aðdráttarafl og leikur. Börn og fullorðnir leika sér nánast án þess að læra það.

Fullorðnir leika sér á sinn hátt. Þeir stíga inn í heim afþreyingar og taka sér frí frá dagsins önn. Að leik loknum halda hinir fullorðnu svo endurnærðir aftur inn í lífið með allri þeirri ábyrgð sem því fylgir. Fyrir börnum er leikur hins vegar daglegt líf. Það er þeirra heimur og leikurinn er þeirra leið til að taka þátt í lífinu og verða fullorðin.

Þess vegna er ekki bara mikilvægt að fullorðnir leiki við börn heldur líka að þeir kunni að leika við þau.

Sveitarforingi sem leikur við börn er alltaf fullorðinn einstaklingur sem er fær um að samsama sig börnunum og hafa jafn gaman af leiknum og þau, án þess þó að gleyma því að hann er ekki barn sjálfur. Hlutverk fullorðna einstaklingsins í leiknum er að hjálpa börnunum að taka eftir hlutum sem þau hefðu hugsanlega ekki uppgötvað sjálf.

Page 69: Handbók sveitarforingja drekaskáta

71 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

Þess vegna þarf sveitarforinginn að:

Auðga leikinn og gera eins mikið úr honum og mögulegt er án þess þó aðtaka óþarfa áhættur. Vita hversu langt er óhætt að leyfa börnum að ganga og vera meðvitaður um hættur sem þau átta sig ekki á sjálf en þurfa að varast. Sveitarforinginn gerir leikinn skemmtilegri og hefur vit á að draga sig í hlé þegar hans er ekki lengur þörf en er jafnframt tilbúinn að koma aftur inn í leikinn á réttu augnabliki.

Gæða leikinn lífi með því að vekja áhuga hjá börnunum, örva þau og hvetja. Styðja þau þegar þau missa kjarkinn, kveikja hjá þeim löngun til að takast á við áskoranir og skapa rétta umhverfið fyrir leikinn svo hann nýtist sem best í að þroska og hvetja börnin til að læra aðeins meira í hvert skipti.

Hafa stjórn á leiknum og vera ávallt tilbúinn að minna börnin á reglurnar. Vita hvenær á að hægja á leiknum og hvenær á að færa í hann meira fjör. Vera reiðubúinn að hjálpa börnunum og hvetja þau til að velja, skipuleggja, bæta og meta starf sitt og leik.

Líkt og stóri bróðir og stóra systir eru tilbúin að leika við litlu systkini sín eru þau einnig tilbúin að hlusta á þau, leiðbeina þeim, leiðrétta þau og vernda. Það er þeim eðlislægt og þau gera það ósjálfrátt án þess að hafa nokkurn tíma lært það. Ætlast er til að foringjar í skátastarfi búi yfir eiginleikum til að gera slíkt hið sama.

Það verður þó að segjast að stóri bróðir og stóra systir hafa klárlega forskot á sveitarforingjana - þetta er þeim eðlislægt.

Við höfum hins vegar ekki öll þessa eðlislægu tilhneigingu gagnvart öðrum börnum en okkar sjálfra eða systkinum okkar.

Til að verða sveitarforingi drekaskáta – vonandi góður foringi sem á auðvelt með að tengjast börnum og unglingum – verður þú að spyrja sjálfan þig og svara heiðarlega, hvort þú hafir eða haldir að þú getir þróað með þér þá eiginleika sem prýða þurfa góðan leiðbeinanda.

að vera góður og ábyrgur leiðbeinandi

Góðir foringjar sem auðga leiki barnanna, gæða þá lífi og hafa stjórn á þeim, eiga stóran þátt í því að börnin fái sem mestan ávinning af leikjum.

Page 70: Handbók sveitarforingja drekaskáta

725. kafli | Hlutverk sveitarforingja

Stóri bróðir eða stóra systir hafa fleiri forskot á drekaskátaforingja þegar kemur að „börnunum þeirra“. Þegar börnin gera mistök eða fara yfir strikið er það alltaf undir eftirliti foreldra. Fjölskyldan tekur á mistökum með ákveðnu umburðarlyndi og lítur á þau sem afleiðingar skapsveiflna, mikillar væntumþykju eða verndartilfinningar eða vegna þess að þau eru að ganga í gegnum þroskaferli.

Þannig er því ekki varið með sveitarforingjana. Góður leiðbeinandi er ekki metinn eftir því sem hann segist ætla að gera, heldur því sem hann gerir og hvernig hann tengist börnunum í skátastarfinu. Þegar kemur að börnum sem ekki eru í fjölskyldu okkar verða mistök að vera í algjöru lágmarki og leikur má ekki fara úr böndum.

Þar að auki verðum við sem foringjar að vera ábyrg, ekki aðeins í uppeldisstarfinu, heldur líka þegar kemur að lögum og reglum. Börn hafa rétt sem verður að virða og það er gott að rifja upp að hver sá sem brýtur á þessum rétti eða sýnir vanrækslu þarf að bera fulla ábyrgð á gjörðum sínum. Hvað sem hæfni líður þarf foringi drekaskáta að vera að minnsta kosti 18 ára.

Allt uppeldisstarf, og að sjálfsögðu líka það sem unnið eraf skátaforingjum í sjálfboðastarfi, krefst ofangreindraviðhorfa og ábyrgðar.

Til þess að vera góður og ábyrgur skátaforingi þarf viðkomandi að vera:

Þroskaður og í tilfinningalegu jafnvægi

Fullkomlega heiðarlegur

Afar áhugasamur

Óendanlega þolinmóður

Tilbúinn að hlusta hvenær sem er

Nærgætinn og sýna virðingu

Fær um að standast þá freistingu að haga sér valdsmannslega eða stjórna með harðri hendi og stöðugt tilbúinn til þess að byrja upp á nýtt

Page 71: Handbók sveitarforingja drekaskáta

73 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

að vera

fyrirmyndSveitarforingjum gengur betur að fá börn til að læra að meta gildi og viðhorf með hegðun sinni og fyrirmynd heldur en með orðum. Hugsun og hegðun barna er ekki alltaf rökrétt. Þau tengja ekki á milli þess að heyra, greina og framkvæma, heldur mynda þau bein tengsl við það sem þau sjá og herma eftir því. Barn hugsar ekki með sér að reglurnar sem foringjarnir setja séu sanngjarnar og þess vegna ætli það að fara eftir þeim. Barnið er miklu líklegra til að hrífast af því sem það sér og taka upp samskonar hegðun. Börn herma sérstaklega eftir fólki sem þeim líkar við og þau líta upp til.

Það eru ekki einungis börn sem læra á því að herma eftir. Fullorðnir líkja gjarnan eftir fólki sem hagar sér í samræmi við eigin skoðanir – þegar saman fara orð og athafnir.

Ekki er erfitt að vera fyrirmynd ef við erum heiðarleg og samkvæm sjálfum okkur. Það boðar þó ekki gott ef okkur er aðeins umhugað um að haga okkur vel þegar drekaskátarnir eru nálægir.

Drekaskátarnir dást að þér ef þeir sjá í þér heiðarlega og tilfinningalega þroskaða manneskju. Manneskju sem er í góðu sambandi við sjálfa sig, umheiminn, samfélagið, eigin lífsgildi og sýnir gott fordæmi þegar kemur að uppeldishlutverki skátahreyfingarinnar. Auðvitað myndu þeir ekki orða þetta svona en skátarnir þínir eru vakandi fyrir öllu sem þú gerir og skynja hin sönnu gildi þín í gegnum hegðun þína.

Tilgangur skátahreyfingarinnar er að stuðla að alhliða þroska og menntun barna og unglinga. Um leið og þroski barns tekur framförum eykst styrkur foringja sem kemur honum til góða og eflir hann í að sýna gott fordæmi.

Sem betur fer hættum við aldrei að læra. Að miklu leyti er það algjörlega undir foringjum sjálfum komið að öðlast nýja þekkingu og að deila nýrri reynslu með öðrum, og verða meiri fyrir vikið.

Þetta á ekki aðeins við um líf okkar almennt, heldur líka hlutverk okkar sem skátaforingja, þar sem öll okkar reynsla og kunnátta hefur bein áhrif á starf okkar með börnunum.

alltaf að læra

Page 72: Handbók sveitarforingja drekaskáta

745. kafli | Hlutverk sveitarforingja

Hér að framan var fjallað um mikilvægi þess að vilja vera góður leiðbeinandi og hvernig það á að endurspeglast í framkomu þinni. Það er samt ekki nóg. Þú þarft líka að öðlast leiðbeinendahæfni sem samanstendur af góðum vinnubrögðum og þekkingu.

að finna tímaSveitarfundirnir, þjálfunin, undirbúningurinn, framkvæmd starfsins og mat á því, sem og einstaklingsfundir með börnunum. Krefst þess af þér að þú helgir sveitarstarfinu mikinn tíma.

Tímann þarf að gefa af fúsum og frjálsum vilja. Taki sveitarfundurinn tvo klukkutíma, skaltu reikna með að minnsta kosti sama tíma í undirbúning og önnur verkefni tengd sveitarstarfinu. Hafðu þetta yfirvegaðan tíma, þar sem ekkert annað hangir yfir þér. Án truflana getur þú gefið það besta af sjálfum eða sjálfri þér án þess að vera með hálfkák.

Slíkt krefst sjálfsaga. Þú þarft að skipuleggja tíma þinn vel og deila honum niður á skuldbindingar þínar. Ekki taka að þér skuldbindingar sem þú getur ekki staðið við og vertu ávallt stundvís.

Með stöðugum þroska okkar á öllum sviðum lífsins öðlumst við hæfni, en námskeið Bandalags íslenskra skáta veita okkur hins vegar tækifæri til að öðlast ákveðna grunnþekkingu og þjálfun sem nýtist í sveitarstarfinu. Það er því mikilvægt að taka þátt í þeim námskeiðum og fyrirlestrum sem boðið er uppá hjá hreyfingunni.

Skuldbinding þín til starfsins í sveitinni ætti að vera til fyrirfram ákveðins tíma, helst þriggja ára eða lengur. Það gerir þér kleift að leggja þitt af mörkum til uppeldishlutverks skátahreyfingarinnar, tryggir árangur og auðveldar þér að fylgjast með persónulegum þroska barnanna sem þú hefur umsjón með.

Skátasveit verður ekki öflug ef ekki er stöðugleiki í foringjaflokki hennar. Þú nærð meiri þroska sem manneskja og sem foringi ef þú tekur að þér þriggja ára foringjastarf sem hjálpar þér að þroskast í starfi og ná framförum á ánægju-legan hátt.

að skuldbinda sigí tiltekinn tíma

Page 73: Handbók sveitarforingja drekaskáta

75 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

að kynna starfið okkar

Við verðum að vita hvernig við eigum að kynna starf okkar fyrir fólkinu í kring um okkur. Fyrsta skrefið er að leysa starfið okkar vel af hendi, en það er mikilvægt að það fréttist að við vinnum það vel.

Í augum sumra er skátastarfið bara afþreyingar- og tómstundastarf til að hafa ofan af fyrir börnum, gleðja þau og halda þeim frá vandræðum. Í augum annarra er það leið til að kenna þeim skipulag og aga. Svo er til fullt af fólki sem finnst skátastarfið bara saklaus leikur, kannski svolítið skrítinn og barnalegur.

Þessi ímynd og sjónarmið sýna vanþekkingu á mikilvægu uppeldisstarfi skáta-hreyfingarinnar. Bandalag íslenskra skáta er stöðugt að leita leiða til að breyta þessari ímynd og hefur gefið út bæklinga, veggspjöld og annað kynningarefni um skátastarfið. Það dugir þó ekki til og því þurfa skátaforingjar að vera duglegir að útskýra og kynna uppeldisstarf skátahreyfingarinnar, samhliða því að halda úti almennu sveitarstarfi.

Þetta er mjög mikilvægt vegna þess að viðhorf fólks hefur áhrif á umhverfi þitt og sker úr um hvort starf þitt verði metið að verðleikum í samfélaginu. Skólastjórnendur, kennarar og jafnvel foreldrarnir sýna starfinu stundum ekki nægilegan stuðning vegna þess að þeir eru ekki nógu vel upplýstir um starf hreyfingarinnar.

Page 74: Handbók sveitarforingja drekaskáta

765. kafli | Hlutverk sveitarforingja

að mynda foringjaflokk

Að stjórna drekaskátasveit er ekki verk einnar manneskju, sama hversu hæfileikarík og þróttmikil hún kann að vera. Það er starf fyrir vel samhentan flokk sem deilir ábyrgð og skiptir með sér verkum.

Foringjaflokkurinn ætti helst að hafa að minnsta kosti einn foringja fyrir hver sex til átta börn. Foringjarnir þurfa að vera fullorðnir eða ungt fólk 18 ára og eldri, helst bæði karlar og konur.

Almennri stjórnun og skipulagsvinnu er skipt á milli foringjanna. Helst ætti hver foringi ekki að bera ábyrgð á og vera umsjónarforingi nema að hámarki sex til átta barna, óháð ábyrgð foringjanna á öðrum verkefnum.

Einn foringjanna er sveitarforingi og hinir aðstoðarsveitarforingjar.

Page 75: Handbók sveitarforingja drekaskáta

77 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

Það eru engar reglur um verkaskiptingu á milli einstakra foringja þegar kemur að sveitarstarfinu. Hver foringjaflokkur verður að úthluta verkefnum sem henta þekkingu og reynslu hvers og eins.

Eins og áður hefur komið fram ættu allir meðlimir foringjaflokksins, hvaða stöðu sem þeir gegna, að hafa eftirfarandi hlutverk:

Að sjá til þess að persónulegum þörfum barnanna sé mætt, þau séu hvött til að sýna frumkvæði og taka þátt í leik og starfi.

Að stuðla að viðeigandi starfi hópanna og gæta þess að allir skátarnir falli vel í hópinn sinn. Að endurskoða stöðuna með hópforingjum í hverjum dagskrárhring og gera nauðsynlegar breytingar.

Að stuðla að þróun, skipulagi, framkvæmd og mati á starfinu innan hvers dagskrárhrings. Að stuðla að eftirliti með almennum þroska barnanna og taka beina ábyrgð á að meta persónulegan þroska að hámarki sex til átta einstakra drekaskáta.

Að eiga góð samskipti við foreldra þeirra barna sem þeir hafa umsjón með. Að taka virkan og reglulegan þátt í sveitarfundum og öðrum viðeigandi fundum.

Að inna af hendi stjórnunar- og skipulagsverkefni sem hafa verið samþykkt hjá foringjaflokknum á ábyrgan hátt.

hLUTVERK EINSTAKLINGSINS Í FORINGJAFLOKKNUM

Það er mikilvægt að starfið í foringjaflokknum sé skemmtilegt og gefandi. Félagslegri þörf sveitarforingjanna innan jafningjahóps þarf að sinna til þess að sveitarforingjastarfið verði áhugavert. Foringjastörfin með börnunum verða þá ánægjulegur afrakstur vandaðrar undirbúnings-vinnu – nokkurskonar uppskeruhátíðir.

Page 76: Handbók sveitarforingja drekaskáta

785. kafli | Hlutverk sveitarforingja

Auk hlutverkanna sem talin eru upp hér að framan, hefur sveitarforinginn ýmis verkefni í sínum verkahring sem leiðtogi foringjaflokksins, eins og til dæmis:

Að skipuleggja sveitarfundi, þátt fyrir þá ábyrgð sem falin er öðrum foringjum.

Að halda utan um skipulagsferli dagskrárhringjanna.

Að samræma eftirlit með persónulegum þroska barnanna.

Að stuðla að og stjórna þjálfun sveitarforingjanna í flokknum, með beinum hætti eða með aðstoð leiðbeinenda.

Að samræma starf sveitarinnar við starf hinna skátasveitanna í skátafélaginu.

SVEITARFORINGINN

Page 77: Handbók sveitarforingja drekaskáta

79 Hlutverk sveitarforingja | 5. kafli

Hlutverk sveitarforingja er mismunandi á milli aldursstiga í skátastarfinuHlutverk sveitarforingja og foringjaflokka mismunandi aldursstiga skátastarfsins er í meginatriðum það sama en þó er áherslumunur gagnvart flokkakerfinu og sjálfstæði hópa og flokka sem rétt er að sveitarforingjar geri sér grein fyrir.

Í drekaskátasveitinni er megináhersla lögð á að börnin kynnist sem flestum og myndi vináttusamband við jafnaldra í skátasveitinni. Jákvæð kynni efla sjálfstraust, þannig að þegar drekaskátatímabilinu lýkur hafa myndast vísar að traustum vinahópum. Hver hópur getur myndað framtíðar skátaflokk í fálkaskátasveit, með þeim eiginleikum er einkenna óformlega hópa sem mynda jákvæðan lærdómsvettvang ungmenna. Með skátaaðferðina að leiðarljósi, vænan skammt af alúð og þolinmæði er þetta mikilvæga hlutverk sveitarforingjanna bæði vandasöm og gefandi áskorun.

Í fálkaskátasveitinni er megináhersla lögð á að þjálfa skátana í flokkunum í samvinnu og sjálfstæðum vinnubrögðum. Að veita þeim hvatningu og leiðsögn til síaukins sjálfstæðis og frumkvæðis í flokksstarfinu. Skátaaðferðin og dagskrárhringurinn eru sveitarforingjanum ómetanlegir leiðarvísar í þessum mikilvæga leiðangri. Lánist skátaforingjum fálkaskátasveita að setja sig í uppeldishlutverk stóru systur og stóra bróður eins og Baden Powell orðaði það og vinna með skátunum og skátaflokkunum að myndun samstæðra og sjálfstæðra skátaflokka á þessu mikilvæga mótunartímabili þá hefur mjög mikið áunnist við að gera skátana að sjálfstæðum, virkum og ábyrgum einstaklingum sem geta nýtt sér uppeldisaðferðir og gildi skátahreyfingarinnar til áframhaldandi þroska.

Í dróttskátasveitinni er megináhersla á ört vaxandi sjálfstæði skátaflokksins. Við undirbúning hvers dagskrárhrings og hvert inngrip í starf skátaflokkanna þarf sveitarforinginn að leiða hugann að því hvernig efla megi skátaflokkinn, auka sjálfstæði hans og frumkvæði. Hlutverk sveitarforingjans er að leiðbeina í gegnum sveitarráðið. Að styðja þegar þörf er fyrir stuðning, hvetja þegar hvatningar er þörf og hrósa þegar samhentur flokkurinn leggur sig allan fram við vinnu að verkefnum sem hann valdi, undirbjó og framkvæmdi í sameiningu. Það er ekki hlutverk sveitar-foringjanna að mynda öflug keppnislið ungmenna sem rúlla jafnöldrum sínum

Page 78: Handbók sveitarforingja drekaskáta

805. kafli | Hlutverk sveitarforingja

Varðeldsglóð og vinafundur

Varðeldsglóð og vinafundurvekja myndir hugum í.Laekjarniður lítill lundurlíka eiga þátt í því.Að magna minninganna streymifrá margra bestu aevitíð.Svala ljúfa lind þá dreymilyng og barr við skógarstíg.

Þórey Valgeirsdóttir

upp í tilgangslitlum flokkakeppnum um hæfnisþætti sem fyrirfram eru skilgreindir af foringjaflokki, sveitarráði, BÍS eða öðrum utanaðakomandi aðilum. Eins áhugaverðar og þannig keppnir geta verið hentar slík nálgun í besta falli sumum, oftast mjög fáum, og getur beinlínis unnið gegn því sem við viljum stuðla að með flokkakerfinu og flokknum sem lærdómsvettvangi.

Hlutverk sveitarforingja gagnvart hópunum í drekaskátasveitinni og flokkunum í fálka- og dróttskátasveitunum er því mismunandi, en alltaf mikilvægt. Það er jafn-framt frábrugðið hlutverki sveitarforingjans sem umsjónarforingja hvers einstaks skáta í vinnu hans að áfangamarkmiðum sínum og persónulegum áskorunum. Í þeirri vinnu þarf hvert barn og ungmenni að finna fyrir viðvarandi stuðningi og nálægð fullorðins skátaforingja í skátastarfinu.

Page 79: Handbók sveitarforingja drekaskáta

6uppeldishlutverk

KAFLI 6

skátahreyfingarinnar

Page 80: Handbók sveitarforingja drekaskáta

826. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

hvert stefnum við?

Lítum fyrst á uppeldishlutverkið eins og það er kynnt unglingum og fullorðnum og síðan hvernig það nær til barnanna með skátaheiti og skátalögum.

við höfum þegar fjallað um hvernig drekaskátasveitin er samsett

stelpur og strákar frásjö til níu ára

Við verðum samt að leggja áherslu á að sveitin er ekki fastmótað samfélag. Eins og í Dýrheimum er hún stöðugt að setja sér markmið og kappkosta að uppfylla hlutverk sitt.

Tilgangurinn er í reynd uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar. Hlutverk sem leiðbeinir okkur um hvernig skátar vinna um allan heim.

Þrátt fyrir að allir vinni að sama uppeldismarkmiði hljómar það ekki eins í eyrum sjö til níu ára stelpna og stráka og í eyrum fullorðinna.

við vitum einnigað táknræn umgjörð hefur áhrif á

sveitarstarfið

við höfum einnig fjallað um sérstakt umhverfi sveitarinnar

og að þessum félagsskap er stjórnað á vingjarnlegan og ábyrgan hátt rétt eins og

eldri bróðir eða systir væru að verki

við vitum að sveitin er lifandi félagsskapur ungs fólks

sveitarstarfið

Dýrheimasögurnar

hóparnir og sveitin

hlutverk sveitarforingja

Page 81: Handbók sveitarforingja drekaskáta

83 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

andlega sinnaður einstaklingurog vera virkur í leit að persónulegum lífsgildum,

opna hjarta sitt fyrir kærleikanum og hafaánægju af því og gera hann að hluta daglegs lífs.

Að vera opinn fyrir umræðum og skilningi á trúarlegrisannfæringu annarra.

skapandi einstaklingurhafa góð áhrif á umheiminn og berjast fyrir heiðarlegu samfélagi. Vera stöðugt aðlæra og kanna ókunnar leiðir, vinna verk sín vel og vera laus við eigingirni og óháður efnislegum gæðum.

hlutverk okkarsem erum fullorðin

heiðarlegur og sjálfstæður einstaklingurhafa hreinan huga og vera góðhjartaður, viljasterkur, ábyrgur og sjálfum sér nógur, taka á sig persónulegar skuldbindingar, vera staðfastur og standa ætíð við orð sín.

hjálpsamur einstaklingurtaka þátt í samfélaginu, standa vörð

um rétt annarra, skuldbinda sig lýðræði ogsjálfbærri þróun, unna réttlæti og tala fyrir friði.

Meta mannauð, byggja fjölskyldulíf sitt á ást og virðinguog deila gleði og umhyggju með öðrum.

Sérhver karl og kona sem hefur reynslu af skátastarfileggur sig fram um að vera:

Það er auðvitað ekki raunhæft að ætlast til þess að hvert ungmenni og fullorðinn sem hefur tekið þátt í skátastarfi, verði alltaf fyrirmynd um öll þau gildi sem við setjum fram í markmiði okkar. Uppeldishlutverkið, skátaheitið og lögin eru leiðarljós okkar, áskorun um að gera okkar besta til að nýta hæfileika okkar til fulls.

Page 82: Handbók sveitarforingja drekaskáta

846. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

Drekaskátarnir okkar eiga langa leið fyrir höndum. Á þeirra þroskastigi er flest leikur og gildin sjálfsagðar leikreglur í daglegu starfi.

Að mörgu leyti er þetta auðvelt því að gildi skátastarfsins má almennt tengja menningu okkar og hegðun. Það er því allt eins líklegt að börnin þekki þessi gildifrá fjölskyldu, skóla og vinum.

Á hinn bóginn er þetta ekki svo auðvelt þar sem gildi skátastarfs og hluti af samfélagsmenningu okkar fara ekki alltaf saman.

Við þurfum því að reyna að skapa umhverfi byggt á gildum okkar svo að þær fáu stundir sem börnin verja með sveitinni í hverri viku verði þeim eins notadrjúgar og kostur er.

Hvernig tileinka börnin séruppeldisgildi skáta?

Áður hefur komið fram að börn tengja ekki saman hugsun og aðgerðir á rökrænan hátt með því að hlusta, greina og framkvæma. Þess í stað herma þau eftir því sem þau sjá.

Einnig hefur komið fram að börn segja ekki við sig sjálf að reglur og gildi sem fullorðnir tala um séu sanngjörn og þess vegna eigi að fara eftir þeim. Miklu fremur vilja þau upplifa og skynja gildin með því að herma eftir því sem þau sjá.

Þegar börn byrja að hugsa óhlutbundið við lok þessa aldursskeiðs uppgötva þau „af hverju“ þau gera hlutina á ákveðinn hátt. Þangað til eru reglur og gildi eins og andrúmsloftið, bara sjálfsagðir hlutir. Lengst af á aldrinum sjö til níu ára vita börn því að óskrifaðar reglur eru í gildi en það er ekki fyrr en við lok aldursskeiðsins sem þau fara smám saman að uppgötva þær.

Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar birtist fremur í verki en orðum.

Fyrst eftir að börnin uppgötva reglu sem þau höfðu skömmu áður sætt sig við hafa þau vissulega tilhneigingu til að draga hana í efa. Eftir að hafa velt henni nokkrum sinnum fyrir sér taka þau hana upp og tileinka sér hana endanlega. Þegar bernskunni lýkur eru þau fullkomlega fær um að skilja gildin og reglurnar sem þau hafa valið sér að leiðarljósi í lífinu.

Page 83: Handbók sveitarforingja drekaskáta

85 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

Hvaða þættir skátastarfsinstengjast því beint aðtileinka sér gildin?

Foringjarnir eru augljósar og aðlaðandi fyrirmyndir barnanna. Án efa munu orð þeirra og

umfram allt athafnir – og hvernig þeir almennt lifa lífinu – hafa áhrif á skátana.

Með hegðun sem einkennist af virðingu fyrir sjálfum sér og öðrum, kurteisi og metnaði, læra börnin slíkt hið sama.

Sért þú þægileg eða þægilegur í framkomu og kurteis verða skátarnir kurteisir og læra að meta annað fólk. Sért þú gefandi sýna þeir samstöðu með öðrum. Reynir þú af fremsta megni að gera þitt besta fá þeir áhuga á að læra.

Hvernig þú ert sem manneskja hefur áhrif á börnin, stundum mikil og stundum lítil og á sum börn meira en önnur. Börn upplifa fordæmið sem þú setur á mismunandi hátt og áhrifin eru ólík. Þau verða samt öll fyrir einhverjum áhrifum frá þér sem fyrirmynd.

foringjarnir sem fyrirmynd

Sveitarstarfið þarf að skapa umhverfi þar sem börnin geta auðveldlega tileinkaðsér gildin.

Eins og áður var sagt skilja börn betur fordæmi en eintóm orð. Þess vegna er gott að kynna þeim uppeldisgildi skátahreyfingarinnar með verkefnum, leikjum og persónulegum tengslum innan sveitarstarfsins.

Drekaskátar þroskast á sínum hraða og á sinn hátt í góðu andrúmslofti sveitarinnar og meðtaka þau gildi sem ríkja í sveitarstarfinu.

Til að sveitarstarfið skili góðum árangri er mikilvægt að það feli í sér alla þætti skátaaðferðarinnar sem við útskýrðum í 2. kafla. Nokkur atriði eru þó svo nátengd grunngildum uppeldishlutverksins að rétt er að leggja sérstaka áherslu á þau.

Page 84: Handbók sveitarforingja drekaskáta

866. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

að vinna með kerfi markmiða

Frá sjö til níu ára geta börn mætavel skilið markmiðstillögur sem eru nær þroska þeirra eins og:

• Ég fylgi ráðum foreldra minna og skátaforingja til að bæta mig.

• Ég veit að það er gott að hafa markmið sem hjálpa mér að verða betri með hverjum degi sem líður.

Ef þau ná þessum litlu áfangamark-miðum vex ábyrgðartilfinning þeirra sem ungs og síðar fullorðins fólks sem reynir alltaf að gera sitt besta.

En þau skilja:

Ef þau geta staðið við það er líklegt að þau verði ungt fólk sem skilur samstöðu og er tilbúið til að leggja sitt af mörkum til nærsamfélagsins.

Áfangamarkmið sem lögð eru fyrir börn á þessum aldri eru í formi lítilla verkefna og áskorana. Við að ná markmiðum vinna börnin að gildum uppeldishlutverksins.

Samstaða er til dæmis eitt af gildum uppeldishlutverksins. Í samræmi við það er eitt af lokamarkmiðum ungs fólks í skátahreyfingunni að „Leggja á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og taka þátt í að skapa réttlátt samfélag sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi“. Börn á aldrinum sjö til níu ára skilja ekki hugtök á borð við samstöðu, nærsamfélag, eða leggja af mörkum.

Ef við tökum annað dæmi; ábyrgð á okkur sjálfum er annað gildi í uppeldishlutverkinu. Það er einnig til lokamarkmið sem segir að ungt fólk eigi að „Vita um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði“.

Drekaskátar eru ekki líklegir til að skilja eða bera ábyrgð á eigin þroska en þeir leitast við að standa sig alltaf með prýði .

• Ég hjálpa til heima um leið og ég er beðin eða beðinn um það.

• Ég hef lært símanúmer Neyðarlínunnar og veit að þegar ég hringi í 112 næ ég sam bandi við lögreglu, slökkvilið og sjúkrabíl.

Page 85: Handbók sveitarforingja drekaskáta

87 Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar | 6. kafli

verkefni sem hjálpa til við aðná áfangamarkmiðum

Ekki er nóg að segja börnunum að þau þurfi að setja sér áskoranir og ná áfangamarkmiðum drekaskáta, heldur þarf sveitin að „gera hluti“ og stuðla að virkni barnanna. Börnin geta sjálf fundið upp á verkefnum eða foringjarnir gefið þeim hugmyndir að viðfangsefnum sem hjálpa þeim að ná áfangamarkmiðum sínum.

Jafnvel þó að áfangamarkmiðin séu einfaldar hugmyndir sem börnin skilja og geta tileinkað sér er ekki hægt að tala stanslaust við þau um áfangamarkmiðin! - Það væri „þvílíkt glötuð sveit!“

Gleymum ekki að börn búa yfir mikilli orku og lifa í heimi leikja og athafna. Ef við bjóðum upp á skemmtileg og krefjandi verkefni verða þau ánægð. Ef verkefnin eru hæfilega krefjandi og gefandi hjálpa þau börnunum að ná áfangamarkmiðum sínum. Ef markmiðin nást verður sveitarstarfið innihaldsríkara og börnin sýna framfarir, skref fyrir skref í átt að uppeldismarkmiðum skátastarfs.

Hvernig getur barn sýnt að „ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að gera eitthvað sem ég gat ekki gert áður“ ef því er ekki reglulega falin dálítil ábyrgð af ýmsu tagi innan viðfangsefna í hverjum dagskrárhring?

Page 86: Handbók sveitarforingja drekaskáta

886. kafli | Uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar

Síðast en ekki síst eru skátalögin og skátaheitið leiðandi í öllu skátastarfi sem grunngildi í uppeldismarkmiðum skátahreyfingarinnar.

Skátalögin eru sett fram á einfaldan hátt og orðuð þannig að börnin skilja þau og geta tileinkað sér þau.

Loforðið um að gera „það sem í mínu valdi stendur“ sem börnin gefa þegar þau fara með skátaheitið, minnir þau á skátalögin.

skátaheitið og skátalögin

Skátaheitið og skátalögin eru mjög mikilvæg þannig að við skoðum þau nánar í næsta kafla.

Page 87: Handbók sveitarforingja drekaskáta

7KAFLI 7skátalöginog skátaheitið

Page 88: Handbók sveitarforingja drekaskáta

907. kafli | Skátalögin og skátaheitið

skátalöginSkátalögin eru drekaskátum bæði tákn og uppeldisgrunnur. Saga frjálsu úlfanna á Seeonee-hæðum hefur mikla tilvísun í uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar.

Skátalögin eru tákn vegna þess að þau minna okkur á skógarlög Seeonee-úlfanna, samfélags sem naut virðingar vegna trygglyndis og löghlýðni. Þess vegna eru úlfarnir í Dýrheimasögunum kallaðir „frjálsu úlfarnir“.Án laga er ekkert frelsi. Sjáið til dæmis hina löglausu „Bandarlog apa“ , sem eru þrælar sinnar eigin óreiðu. Þeir eru alltaf að reyna að láta taka eftir sér, en gera aldrei neitt.

Skátalögin eru uppeldisgrunnur vegna þess að þau sýna með einföldum hugmyndum og orðum sem auðvelt er að skilja, hvert við viljum stefna með uppeldismarkmiðum skátahreyfingarinnar.

Lögin segja ekki allt sem við vildum sagt hafa, en fyrir börn eru þau einfaldur og skiljanlegur rammi fyrir gildi sem þau skilja.

Í drekaskátastarfinu er lögð áhersla á fyrstu fjórar greinar skátalaganna:

drekaskáti er:

Í kaflanum hér á eftir skoðum við þessar fjórar greinar skátalaganna bæði frá sjónarhóli foringjanna og hvernig þær geta verið börnunum fyrirmynd. Þú getur nýtt þér þessar hugmyndir eða stuðst við þínar eigin þegar þú talar við skátana þína. Mikilvægt er að hugmyndirnar séu skýrar og kynntar fyrir börnunum á aðlaðandi og einföldu máli sem stutt er með skemmtilegum dæmisögum.

hjálpsamurtraustur

glaðvaer náttúruvinur

Page 89: Handbók sveitarforingja drekaskáta

91 Skátalögin og skátaheitið | 7. kafli

skáti er hjálpsamur

til íhugunar og sem hugmyndir að sögum

Það er baeði gagn og gamanað ganga skátaveginn samanog báðum sínum höndum hagatil hjálpar öðrum alla daga. (HZ)

Hjálpsemi er í hugum flestra nátengd skátum og skátastarfi. Hún er hin sýnilega leið til að vinna að tilgangi skátastarfs í heiminum, því „að byggja upp betri heim.“

Hjálpsemi verður ekki kennd með lestri eða fyrirlestrum. Hana þarf að rækta, æfa sjálfan sig og börnin í að veita öðrum hjálp, aðeins þannig verður hún okkur sjálfsögð og eðlileg.

Við það að sýna öðrum hjálpsemi upplifir skátinn þá vellíðan og það stolt sem því fylgir að verða öðrum að liði. Það er góð tilfinning og gefandi. Hjálpsemin felur þannig í sér endurgjöf sem skilar sér margfalt, án þess að það hafi verið ætlunin.

Með því að leiða skátann endurtekið inn í þennan gefandi „heim hjálpseminnar“ upplifir hann endurtekið þá góðu tilfinningu sem því fylgir að láta gott af sér leiða. Smám saman verður hjálpsemin honum eða henni sjálfsögð og eðlislæg.

Æfing í hjálpsemi á að vera almenn og sjálfsögð í skátastarfi því kærleikurinn felst í því að setja sig í annarra spor, finna til með öðrum og hjálpa þeim.

Hjálpsemin krefst oft hugrekkis og getur kostað átak og jafnvel fórnir, sérstaklega ef hún er ekki í samræmi við félagslegan þrýsting – þess vegna þarf að rækta hana og þjálfa.

Page 90: Handbók sveitarforingja drekaskáta

927. kafli | Skátalögin og skátaheitið

Gleðin hún er gaefan mesta,gleðibrosið smitar flesta,skuggum eyðir, vekur vorið,vermir, yljar, léttir sporið. (HZ)

Í kveðjubréfi sínu til skáta segir Baden Powell „Mesta hamingjan er í því fólgin að veita öðrum hamingju“ Mowgli lærði fljótt að íbúar frumskógarins lutu sanngjörnum lögum, til dæmis að veiða aðeins þegar þörf krefur og drepa ekki sér til ánægju. Hann komst líka að því að lögin nægja ekki alltaf og að við erum stöðugt háð hjálpsemi annarra. Hvað hefði orðið um Mowgli ef fuglinn Chil, sem hafði ekki áður hitt mannhvolpinn, hefði ekki sagt Bagheera og Baloo hvert Bandarlog aparnir fóru með hann? Hvernig hefði farið fyrir Bagheera og Baloo ef Kaa hefði ekki vaknað og slegist í lið með þeim í bardaganum í Köldukvíum? Hve oft hefði ekki farið illa fyrir Mowgli ef hann hefði ekki sagt töfraorðin: „Við erum af sama meiði, þú og ég,“ sem urðu til þess að hann fékk hjálp og vernd hjá öðrum dýrum skógarins.

skáti er glaðværGleðin er börnum eðlislæg en umhverfi þeirra og aðstæður skyggja stundum á og bæla þá glaðværð og birtu sem barnið ber í brjósti sér.

Í skátastarfinu er leitast við að skapa umhverfi og aðstæður þar sem glaðværðin fær að ríkja, einlæg og óþvinguð.

Gleðin er hvað björtust í litrófi mannlegra tilfinninga og getur sprottið fram hvar og hvenær sem er. Allir þekkja hana en of fáir rækta hana eða leyfa henni að njóta sín. Hún klingir í eyrum og lyftir fólki yfir áhyggjur dagsins.

Glaðværð og gáski er merki um að líf einhvers gangi vel og stefni að settu marki. Glaðlegt andrúmsloft ber vitni um að fólki líði vel og vilji sýna það. Þegar gleðin býr að baki þess sem við gerum er augljóst að við erum hamingjusöm.

Page 91: Handbók sveitarforingja drekaskáta

93 Skátalögin og skátaheitið | 7. kafli

skáti ertraustur

Af gleðinni sprettur kímnin. Kímni er ekki það sama og að vera fyndinn og dregur á engan hátt úr þunga ábyrgðar okkar og einbeitingar. Þú getur tekið hlutverk þitt alvarlega án þess að vera alvarlegur eða alvarleg í framgöngu. Stundum ber alvarleiki vott um að viðkomandi taki sjálfan sig eða sjálfa of hátíðlega.

Það besta við gleðina er löngunin sem henni fylgir til að deila henni með öðrum, að veita öðrum gleði.

Að vera í góðu skapi er besta leiðin til að eignast vini því þannig fá aðrir hlutdeild í gleðinni. Vinur er sá sem hugsar um okkur og hvernig okkur líður, bæði þegar vel gengur og illa og er alltaf tilbúinn að benda okkur á að góða skapið sigrast á öllum vanda.

Glaðværð og glettni einkenndi leiki og líf Mowgli og ylfinganna á Seeonee-hæðum á meðan þeir uxu úr grasi og nutu verndar Úlfamömmu og Úlfapabba. Mowgli gladdi vin sinn Kaa með hamingjuóskum þegar Kaa tók hamskiptum þótt hann vissi að slöngur væru skapvondar og duttlungafullar þangað til nýi hamurinn væri orðinn gljáandi og fínn. Kaa var þakklátur vini sínum fyrir glaðværðina og samveruna og launaði honum við annað tækifæri. Bagheera og Baloo sýndu Mowgli líka vináttu á meðan hann dvaldi í frumskóginum. Grábróðir sýndi honum einnig vináttu sína og samstöðu þeirra allra þegar hann sagði: „Þín slóð er mín slóð, þitt greni er mitt greni, þín bráð er mín bráð og þín lokabarátta er mín lokabarátta.“

Að vera traustur er sú grein skátalaganna sem ein og sér kemst hvað næst því að lýsa meginmarkmiði skátahreyfingarinnar,

því að skapa „...sjálfstæða, virka og ábyrga“ þjóðfélagsþegna.

Traust er forsenda bæði vináttu og framfara. Að vera traustur er að vera

trúr sjálfum sér, samvisku sinni, vinum sínum og samfélaginu

öllu, háum sem lágum, ungum sem öldnum.

Traustur maður, trúr í öllu,traustur jafnt í koti og höllu,bognar ei þótt blási móti,bjarg í lífsins ölduróti. (HZ)

Page 92: Handbók sveitarforingja drekaskáta

947. kafli | Skátalögin og skátaheitið

Traust skapar trúnað milli manna, hollustu sem gerir lífið einlægt og öruggt. Traust veitir styrk og sjálfsöryggi. Reynslan kennir okkur hverjir eru traustsins verðir og hverjir eiga bágt með að standa við sitt. Þeir sem eru traustsins verðir skapa sér með tímanum gott orðspor með verkum sínum.

Traust er alltaf manna á milli, það tengist hverri persónu, jafnvel hverri athöfn og viðleitni. Traust er forsenda jákvæðra mannlegra samskipta, það heldur sam-félagi manna saman. Um leið og traustið dvín og vantraustið nær fótfestu hallar undan fæti.

Að vera traustur táknar einnig að bogna ekki þó móti blási, standa sem klettur í blíðu og stríðu. Að reynast þeim vel sem til manns leita, að vera heiðarlegur, sannur og trúr eða heiðarleg, sönn og trú, að vera vinur vina sinna og hjálpa og liðsinna þeim sem hjálpar eru þurfi – það er að vera traust manneskja. Það er varla hægt að segja nokkuð stærra né meira um einhvern eða einhverja en að hann eða hún sé traustur eða traust. Það sama á í raun við um félög, fyrirtæki og stofnanir.

Mowgli lærði í skóginum að treysta þeim sem voru heiðarlegir og traustsins verðir. Hann gat treyst vinum sínum, en hann lærði líka fljótt að treysta ekki Bandarlog öpunum. Lygar þeirra reittu Baloo og Bagheera til reiði þegar aparnir gáfu Mowgli hnetur og sögðu honum að einn góðan veðurdag yrði hann foringi þeirra. Blaður apanna var eitthvað sem þeir höfðu heyrt aðra segja. Hinn saklausi Mowgli trúði þeim en hinir gáfuðu og lífsreyndu vinir hans létu ekki blekkjast.

Page 93: Handbók sveitarforingja drekaskáta

95 Skátalögin og skátaheitið | 7. kafli

Að vera náttúruvinur er í raun að vera vinur alls sem umleikur okkur, að okkur sjálfum meðtöldum – það er göfugt takmark.

Meðan við lifum eru það forréttindi okkar að fá að njóta loftsins sem við öndum að okkur og tæra lindarvatnsins sem við drekkum – einnig landsins og himinsins, gróðursins og stjarnanna, sjávarins, heiðanna og fjörunnar. Við fáum að njóta þessa stórkostlega umhverfis meðan við lifum ásamt öðrum lifandi verum; fuglum og fiskum, mönnum og dýrum, ferfætlingum og margfætlum. Að vera náttúruvinur er í raun að vera vinur alls sem er og átta sig á því að allt líf og allar lífverur skipta máli. Lífið er samvera og samvinna.

Eins og með annan vinskap þá reynum við að rækta hann sem best. Við umgöng-umst vini okkar af vinsemd og virðingu. Við hjálpum þeim og þeir hjálpa okkur. Við vöxum og þroskumst með þeim, hjálpum þeim að stækka og verða meiri, stöndum með þeim þegar okkur finnst þeir órétti beittir, hlúum að þeim þegar þeim líður illa og síðast en ekki síst njótum þess að eiga sem flestar gleðistundir með þeim. Þannig vinur er náttúran og þannig vinir náttúrunnar ættu skátar að vera.

skáti ernáttúruvinur

Náttúruvinur, nýtur maður,náttúruperlur verndar glaður.Umgengst þaer með skáta skynsemd,skörungsbrag og fullri vinsemd. (HZ)

Page 94: Handbók sveitarforingja drekaskáta

967. kafli | Skátalögin og skátaheitið

Við hvorki eigum náttúruna né sitjum ein að henni. Við fáum að njóta vináttu hennar meðan við lifum, sem er í raun einungis örskotsstund í veraldarsögunni en okkur ber skylda til að njóta og rækta þessa sambúð við náttúruna á þann hátt að komandi kynslóðir fái notið hennar og gæða hennar á sama hátt og við.

Gott væri ef jarðarbúar hefðu leiðtoga eins og Hathi sem lýsti yfir „griðasáttmála“ um vatnið þegar það fór að minnka í Waingunga-fljótinu vegna þurrka. Þá var veiði hætt nálægt vatnsbólum þar sem allir skógabúar urðu að svala þorsta sínum við sömu lind, af því að „vatn er vatn og það er brýnna að drekka en að éta“.

Þó að drekaskátar hafi ekki sem stendur mikil áhrif á þýðingarmiklar ákvarðanir varðandi náttúruna geta þeir lagt sitt af mörkum í nánasta umhverfi sínu með því að vera sjálfir meðvitaðir um náttúruvernd og að efla skilning annarra, taka þátt í staðbundnum verkefnum, vinna við hreinsun lofts, vatns og gróðurs, safna sorpi til endurvinnslu og vernda villt dýr.

Við gerum margt sem skaðar náttúruna og í mörgum tilvikum gætum við lýst yfir algildum og varanlegum „griðasáttmála“ í eitt skipti fyrir öll.

Page 95: Handbók sveitarforingja drekaskáta

97 Skátalögin og skátaheitið | 7. kafli

Ég lofa að gera þaðsem í mínu valdi stendur til þess;að gera skyldu mína við guð og

aettjörðina,að hjálpa öðrum

og að halda skátalögin.

skátaheitiðSkátaheitið er loforð barnanna til sjálfra sín og annarra um að gera sitt besta til að lifa samkvæmt skátalögunum.

Orðalag og framsetning skátaheitisins er svolítið gamaldags en auðvelt er að útskýra merkingu þess fyrir börnum.

Drekaskátarnir vinna skátaheitið af fúsum og frjálsum vilja en hvorki af skyldurækni eða sem trúarheit.

Enginn tími er heppilegri en annar til að vinna heitið og engin ástæða til að tengja það við einhverjar ákveðnar framfarir, áfangamarkmið eða merki. Vígslan fer einfaldlega fram sem fyrst eftir að barnið hefur óskað eftir því að fá að vinna skátaheitið. Foringjarnir ættu ekki að efast um eða tortryggja bón barnsins um að vinna skátaheitið. Þeir ættu ekki heldur að fresta því ef barn hefur óskað eftir að vinna heitið, þó að þeim finnist kannski ástæða til.

Page 96: Handbók sveitarforingja drekaskáta

987. kafli | Skátalögin og skátaheitið

Að vinna skátaheitið er ekki léttvægt. Beiðni barnsins þarf að taka eins alvar-lega og hún eða hann á skilið með því að taka frá sérstakan tíma á viðeigandi stað og með viðeigandi undirbúningi. Sveitin, vinirnir og fjölskyldan eru látin vita hvenær á að vinna heitið og dálítil athöfn er undirbúin.

Athöfnin á hvorki að vera mjög alvarleg né flókin. Hún á alls ekki að líta út eins og einhver helgi- eða leyniathöfn. Hún er bæði látlaus og hátíðleg. Sveitin heldur hana hátíðlega á sinn hátt og fagnar því að barnið hafi kosið að vinna skátaheitið.

Flestar sveitir afhenda skátunum drekaskátaklútinn við vígsluna, sem tákn um að þeir séu fullgildir skátar.

Í 17. kafla eru hugmyndir um framkvæmd vígsluathafnarinnar.

kjörorð skáta

Þetta er næstum því hróp. Tilmæli um að vera vel vakandi. Minnir á fyrstu grein skátalaganna og hvetur börnin til að muna eftir lögunum.

Ekki er góð hugmynd að gera of mikið úr kjörorðinu með því að láta börnin nota það í tíma og ótíma. Á mikilvægum stundum, svo sem við slit funda, eða slit á kvöldvöku eða varðeldi á kjörorðið vel við. Að fara með kjörorðið er líkt og að endurnýja skátaheitið og því er rétt að leggja áherslu á táknræna merkingu þess.

Ávallt viðbúinn!

Kjörorð skáta er nátengt skátalögunum.

Page 97: Handbók sveitarforingja drekaskáta

99 Skátalögin og skátaheitið | 7. kafli

góðverkGóðverkin sem ætlast er til að drekaskátarnir framkvæmi á hverjum degi tengjast kjörorðinu og skátalögunum.

Góðverk eru tilboð um að sýna hjálpsemi í verki. Það er ekki nóg að fara með skátaheitið og muna að maður hefur lofað einhverju. Það þarf líka að fylgja lögunum og kjörorðinu eftir í verki.

Með litlum góðverkum sem börnin geta unnið daglega sýna þau hjálpsemi og það er mikilvægt skref í áttina að því að vera „ávallt viðbúinn“ og halda skátalögin.

Fullorðnum virðast hin daglegu góðverk barnanna kannski ekki mikilvæg og stundum eru þau það ekki í augum annarra en barnanna sjálfra. Tilgangurinn var aldrei að börnin leystu mikilvæg þjóðfélagsvandamál. Á þennan hátt er fremur vakinn hjá þeim áhugi á að hjálpa öðrum og gera gagn. Með þessum daglegu góðverkum vinna þau gegn afskiptaleysi um hag annarra og sýna að annað fólk skiptir þau máli.

Fyrst í stað þykir börnunum kannski tilgerðarlegt að þurfa að framkvæma góðverk á hverjum degi. Það gerir lítið til því smám saman verður það eðlilegt og hjálpsemin sjálfsagður hluti af persónuleika barnsins.

Page 98: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1007. kafli | Skátalögin og skátaheitið

Ofurlitla vinsemd veitum öðrum af og til

Ofurlitla vinsemd veitum öðrum af og til.Ofurlítinn skilning þeirra ágöllum í vil.Ofurlitla hamingju látum eftir okkur sjá,og er við göngum lífsins leið,við launin munum fá.

Ingólfur Ármannsson

Page 99: Handbók sveitarforingja drekaskáta

8þroskasviðin

KAFLI 8

Page 100: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1028. kafli | Þroskasviðin

okkur er annt um alhliða persónuþroska barna

Við segjum að skátasveitin sé samfélag sem hefur ákveðinn tilgang; uppeldishlutverk skátahreyfingarinnar sem markar grunngildin sem allir skátar leitast við að lifa eftir.

Við vitum líka að uppeldishlutverkið er annað gagnvart börnum en ungmennum, fullorðnum og foringjum. Hjá drekaskátum birtast þau í skátaheitinu og fyrstu fjórum greinum skátalaganna sem börnin eiga auðvelt með að skilja og tileinka sér.

Í sveitarstarfinu leitast foringjarnir við að skapa skilyrði fyrir alhliða vextipersónuþroska skátanna í samræmi við þessi gildi, oftast með verkefnum og leikjum.

Til að hjálpa okkur að vinna að alhliða þroska skátanna, greinum við þroskasviðin í sundur en aðgreiningin er byggð á líkani um formgerð persónuleikans.

Víddir persónuleikans Þroskasvið Leiðbeinendasvið

Líkamleg Líkams- Heilbrigði og þroski þroski líkamans

Vitsmunaleg Vitsmuna- Sköpunargáfan örvuð þroski

Siðferðileg Persónu- Þroski persónuleikans þroski

Tilfinningaleg Tilfinninga- Leiðsögn um tilfinningar þroski og skoðanir

Félagsleg Félags- Umhyggja fyrir öðrum þroski

Andleg Andlegur Leitin að tilgangi lífsins þroski

Page 101: Handbók sveitarforingja drekaskáta

103 Þroskasviðin | 8. kafli

Þessi aðgreining er ágætur rammi, þar sem hann gerir okkur kleift að:

Forðast að verkefni sveitarinnar beinist öll að tilteknum þáttum persónuleikans en líti framhjá öðrum.

Meta þroska barna á mismunandi sviðum.

Hjálpa börnunum til að kynnast smátt og smátt ólíkum hliðum persónuleikans og til að þroskast á öllum sviðum með því að vinna að áfangamarkmiðunum.

Skátaveitin skapar umhverfi fyrir börnin sem gerir þeim kleift að finna þá hvatningu sem þau þurfa gegnum leik og skipulögð ævintýri, til að allar víddir persónuleikans nái að þroskast. Engir þættir eru vanræktir og engu einu er gert hærra undir höfði en öðru.

Að þessu leyti er sveitin ólík fótboltaliði, sem einblínir nánast eingöngu á íþróttaframmistöðuna, eða listaskóla sem hefur það eitt að markmiði að þróa listræna tjáningu eða trúarsöfnuði sem leggur áherslu á samskipti barnanna við guð.

Í daglegu lífi vinna hins vegar margir eða allir þættirnir saman. Þeir eru svo samtvinnaðir að við eigum erfitt með að greina þá í sundur vegna þess að þeir hafa áhrif hver á annan og vinna saman að því að ákvarða hvernig við erum sem manneskjur.

Það er gagnlegtað aðgreinaólík þroskasvið

þó að hvereinstaklingur sé aðsjálfsögðu ein heild

Page 102: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1048. kafli | Þroskasviðin

Þroskasvið Táknrænar persónur

Líkamsþroski Hraust og heilbrigð eins og Bagheera

Vitsmunaþroski Snjöll eins og Kaa

Persónuþroski Vitur eins og Baloo

Tilfinningaþroski Trygg og vingjarnleg eins og Rikki tikki tavi

Félagsþroski Umhyggjusöm eins og Kotick

hvert þroskasvið er táknað með sögupersónu úr

Markmiðin sem þarf að ná fram á hverju þroskasviði eru tákngerð með persónu úr Dýrheimasögunum, að andlegum þroska undanskildum en það sjáum við síðar.

Tákn er eitthvað sem stendur fyrir raunverulegan hlut eða aðstæður vegna þeirra sérkenna sem tengir það við hlutinn eða aðstæðurnar.

Með því að velja persónur úr Dýrheimum sem tákn fyrir ólíkar hliðar sem við viljum leggja áherslu á í persónuleika barna, tekst okkur að nota táknræn persónueinkenni sem dýrunum hefur verið úthlutað í bókinni, þótt raunveruleg dýr hafi þau ekki endilega.

Sem dæmi virðist ríkja þegjandi samkomulag um að birnir séu blíðir og vingjarnlegir. Þess vegna gefum við börnum bangsa. Hins vegar myndum við alls ekki vilja mæta raunverulegum birni augliti til auglits, enda myndi hann varla sýna okkur „trygglyndi eða vinsemd“.

Dýrheimum

Page 103: Handbók sveitarforingja drekaskáta

105 Þroskasviðin | 8. kafli

Það er mikilvægt að börnin geri skýran greinamun á ævintýrapersónunum í Dýraheimasögunum og heilögum Frans frá Assisi sem var raunverulega til.

Þroskasvið Táknræn persóna

Leitin að tilgangi lífsins Vinir lífsins eins og Frans

Börnin fá því að sjá „persónur“ sem eru fyrirmyndir að samfélagslega viðurkenndri hegðun og góðri framkomu og samsvara áfangamarkmiðum skátanna fyrir viðkomandi þroskasvið.

Eins og sjá má í Drekaskátabók barnanna kynna dýrin sjálf fyrir börnunum áfangamarkmið skátanna fyrir hvert þroskasvið.

heilagur frans frá Assisi táknar leitina að tilgangi lífsins

Jafnvel þótt sögupersónur Kiplings séu manngerðar og sýni í sumum aðstæðum yfirskilvitlegt næmi á umhverfið væri of langt gengið að velja eina þeirra til að tákna leit mannsins að tilgangi lífsins. Þess vegna er leitað til raunverulegrar manneskju til að kynna áfangamarkmið andlegs þroska.

Lífsgildi heilags Frans frá Assisi er gott dæmi um andlegan þroska. Frans hentar því vel sem táknræn persóna fyrir hið andlega þroskasvið.

Persónurnar úr Dýrheimum voru ekki valdar vegna raunverulegra persónueinkenna dýrategundarinnar. Hlébarðar, slöngur, birnir, mongúsar eða selir voru ekki valin vegna þess að þau væru gædd sérstökum persónueinkennum. Þau voru valin vegna þess að í sögunni voru þeim gefnir sérstakir „mannlegir“ eiginleikar til að koma ákveðnum skilaboðum á framfæri og setja svip á samfélag sem er líkara samfélagi manna en dýra.

Page 104: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1068. kafli | Þroskasviðin

hraust og heilbrigð

Hver gæti verið betra tákn fyrir drekaskáta um líkamsþroska en svarti hlébarðinn Bagheera?

hraust og heilbrigð eins og Bagheera

Þroskasviðin og táknrænar persónur sem einkenna þau

Úr því að líkaminn þroskast og starfar eftir líffræðilegum lögmálum náttúrunnar er oft talið að einstaklingurinn geti ekki haft áhrif á starfsemi hans. Þetta er aðeins satt að hluta til, sýnt hefur verið fram á að við getum gert margt til að vernda lífið, þroska líkama okkar og gæta heilsunnar.

Þegar við viljum leggja okkar af mörkum til heildarþroska einstaklingsins er þess vegna fyrsta verkefnið að stuðla að þroska líkamans, enda hefur það mikil áhrif á persónuleikann í heild.

Drekaskátar verða smátt og smátt að læra að vera ábyrgir í þessum efnum.

Fyrst í stað felst ábyrgðin eingöngu í því að fræðast um líkamann, hlusta á fullorðna fólkið, fara eftir leiðbeiningum um umhirðu hans og átta sig á hættum sem geta fylgt því sem skátarnir taka sér fyrir hendur.

Smám saman fræðast börnin svo betur um líkamsstarfsemina, til dæmis smitsjúk-dóma sem þau gætu fengið. Þau læra að sætta sig við líkamleg takmörk sín og hafa stjórn á skyndihvötum og auknu afli.

Meðvitund um persónulegt hreinlæti og snyrtilegt umhverfi telst líka til líkamsþroska, einnig hollt og fjölbreytt mataræði, góð nýting á tíma og frístundum, sem og þátttaka í leikjum og útivist.

líkamsþroski

Page 105: Handbók sveitarforingja drekaskáta

107 Þroskasviðin | 8. kafli

Bagheerafæddist fangi en braut upp lásinn sem lokaði hann af frá umheiminum með einu höggi. Aflið færði honum frelsi en án þess hefði líf hans orðið innihaldslítið.

Bagheera var dökkur og gljáandi, fimur og léttfættur, hraustur og heilbrigður. Hann kenndi Mowgli að veiða, hvernig átti að hreyfa sig hratt og hljóðlega gegnum gróður-þykkni og að vera vakandi fyrir öllum hljóðum og hreyfingu í frumskóginum. Bagheera var forvitinn og reikar um skóginn. Hann vissi hvað óhætt var að borða og hvað var skaðlegt. Þegar hann þreyttist fann hann sér öruggan svefnstað. Hann hugsaði vel um líkamann en var svo sannarlega ekki hégómagjarn. Bagheera vissi að hann þurfti að hugsa vel um líkamann til að vera hraustur og fimur, annars færi illa fyrir honum.

Af hinum fima Bagheera – sem þekkti leyndardóma sjálfsbjargar-viðleitninnar og gat varið sig fyrir öllu illu sem kunni að leynast á ókunnugum slóðum – læra börnin að hugsa vel um sig, þroska líkamann og gæta heilsunnar, en það eru þrjú helstu markmið drekaskáta á þessu þroskasviði.

Page 106: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1088. kafli | Þroskasviðin

sköpunargáfan örvuð

snjöll eins og Kaa

Kaa, gáfaða, reynda og úrræðagóða kyrkislangan, er tilvalin persóna til að tákna vitsmunaþroskann og sköpunargáfuna.

Kaa er sallarólegur, nákvæmur, gerir sjaldan mistök og er hvorki eitraður né árásargjarn.

Mennirnir eru meira en líkaminn, þeir eru hugsandi verur. Hugsunin gerir okkur kleift að leita sannleikans, mynda tengingar, draga ályktanir, geyma upplýsingar og framkvæma ýmislegt annað sem eykur smám saman þekkingarforðann og hjálpar okkur að læra af reynslunni.

Þessi þekking er frábrugðin hæfileikanum til að nota þekkinguna á nýstárlegan hátt sem hæfir aðstæðum og skapa þannig nýjar hugmyndir og finna nýjar lausnir. Þann hæfileika köllum við sköpunargáfu.

Allir geta þróað með sér sköpunargáfu, það þarf bara að leyfa henni að njóta sín og rýma til fyrir henni í tilverunni. Til þess þurfum við að skapa hvetjandi umhverfi sem umbunar fyrir nýjar hugmyndir og lætur börnunum finnast þau vera örugg og metin að verðleikum.

Einnig þarf að losna við það sem hindrar sköpunargáfuna; fáfræði, fastheldni á gamlar reglur, ótta við að mistakast eða misheppnast, tregðu til að taka áhættu, strangt umhverfi, tilhneigingu til að fylgja straumnum og stöðugar ávítur og gagnrýni.

Enginn getur þróað með sér sköpunargáfu á einum degi. Það tekur tíma að verða skapandi manneskja. Aldurinn sjö til níu ára, þegar börn eru forvitin og athugul, spyrja um allt milli himins og jarðar og vilja finna upp, byggja … eða rífa í sundur, er fyrirtaks aldur til að þroska sköpunargáfuna.

vitsmunaþroski

Page 107: Handbók sveitarforingja drekaskáta

109 Þroskasviðin | 8. kafli

Kaa hefur

á sinni löngu ævi sankað að

sér reynslu og orðið mjög klókur með aldrinum. Hann beitir hyggindum sínum

svo lítið ber á, hljótt og örugglega. Jafnvel þótt hann sé gríðarsterkur og geti gleypt apa í

heilu lagi fylgir hann ekki eðlishvötinni heldur sýnir Mowgli virðingu, bjargar lífi hans nokkrum sinnum og kennir honum hyggindi og myndugleika.

Þegar Kaa smýgur gegnum vatnið, gulleitur og kastaníubrúnn með stórum, dökkum flekkjum, kemur enginn auga á hann, svo snilldarlega leynist hann í samspili ljóss og skugga trjágreinanna sem slúta yfir fljótið. Klókindin gera honum kleift að bjarga Mowgli úr Köldukvíum, fyrst með því að beita búknum eins og

sleggju og brjóta steinvegginn. Síðan með því að breyta sér í stiga svo Mowgli geti klifrað upp af botni gryfjunnar

sem aparnir köstuðu honum í. Við önnur tækifæri notaði hann búkinn sem hengirúm, dýnu, gorm og fleka.

Kaa er snjöll, hugmyndarík og forvitin slanga, sem skiptir um ham með reglulegu millibili,

eins og til að reyna að aðlagast breyttum tímum.

Hann man mjög langt aftur í tímann og er ótrúlega úrræðagóður. Þess vegna er Kaa góður bandamaður til að örva sköpunargáfuna hjá drekaskátunum.

Page 108: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1108. kafli | Þroskasviðin

Auk vitsmuna býr mannfólkið yfir vilja. Þetta tvennt bætir hvort annað svo mikið upp að það er til lítils að vera skynsamur eða skynsöm ef viljann skortir. Skynsemin gerir okkur fært að greina sannleikann og viljinn beinir okkur að því sem við teljum rétt.

Oft er sagt að manneskjur sem hafa sterkan persónuleika séu þær sem geta beitt viljanum. Getan til að beita viljanum og að stýra kröftum okkar og hvötum í samræmi við þau gildi sem við trúum að séu rétt er oft kölluð viljastyrkur.

Það getur verið erfitt fyrir þann sem hefur ekki lært að beita viljastyrknum strax í bernsku að hafa sterkan persónuleika. Sveitarstarfið bætir úr því en þar öðlast drekaskátarnir reynslu sem eykur viljastyrkinn.

Börnin læra að meta það sem þau ráða við, en reyna jafnframt að gera hlutina betur og af meira kappi en áður. Á meðan þau læra að þekkja og sætta sig við annmarka sína og mistök, setja þau sér til nýjar áskoranir til að sigrast á.

Að skilja og virða skátaheitið og skátalögin, sem draga saman í stuttu máli lífsmark-mið skáta á þessum aldri, skiptir meginmáli fyrir persónuþroskann. Vilji til að hlusta á aðra, hollusta við sannleikann, glaðværð og bjartsýni, að þykja vænt um vini sína og kunna að meta fjölskylduna, hjálpsemi og virðing fyrir náttúrunni - hjálpar börnunum að skilja og ástunda gildi sem gera þau síðar að heilsteyptum fullorðnum manneskjum.

vitur eins og BalooEins og úlfarnir á Seeonee-hæðum, sem eru frjálsir af því að þeir viðurkenna og halda skógarlögin, búa drekaskátar sig undir frelsið með því að lifa í samræmi við sín eigin lög og heit.

Baloo, stóri brúni björninn, kenndi ylfingunum lögin, vingjarnlega en ákveðið. Gæti nokkur verið betra tákn fyrir persónuþroska en hann?

Skynsöm og viturpersónuþroski

Page 109: Handbók sveitarforingja drekaskáta

111 Þroskasviðin | 8. kafli

Baloo er of stór og sterkur til að freista rándýranna og keppir ekki

við nein önnur dýr um fæðuna. Þessi indverski björn fær aðra skógarbúa til að

sýna hverjum öðrum virðingu og leggur sitt af mörkum til að andrúmsloftið í skóginum sé

laust við ótta og illdeilur.

Baloo er í senn strangur og blíður, hreyfir sig hægt og er virtur fyrir visku sína. Hann kennir okkur að vera sterk, lifa í sátt og samlyndi við aðra og breyta í samræmi við lífsreglur okkar. Hann er ekki alltaf sýnilegur, frekar en aðrir góðir leiðbeinendur, en birtist þegar hans er þörf. Hann tekur ekki frumkvæðið nema við sérstakar aðstæður en er tiltækur þegar einhver vill bera undir hann vandamál og það er alltaf hægt að reiða sig á góða dómgreind hans, enda byggist hún á áralangri reynslu.

Baloo verður áhyggjufullur og ákafur yfir því sem skiptir raunverulegu máli og lætur þá til sín taka, en hann er samt alltaf í góðu skapi. Visk-an kemur ekki í veg fyrir að hann sýni gleði og geri sitthvað óvænt. Honum fylgir bros, enda tekur hann lífið alvarlega en sjálfan sig ekki sérlega hátíðlega – óhófleg alvara er tortryggileg og vekur alltaf dálitlar áhyggjur.

Baloo er vitur björn með mikinn viljastyrk samhliða góðri kímnigáfu. Hann fræðir börnin um lögin og gleðina sem fylgir því að lifa í samræmi við þau.

Page 110: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1128. kafli | Þroskasviðin

Leiðsögn um tilfinningar og skoðanirGeðhrif og tilfinningar eru hluti af persónuleikanum, ekki síður en líkaminn, skynsemin og viljinn.

Tilfinningar, innri hvatir og ástríður mynda allar tilfinningasvið persónuleikans og hafa áhrif á allt sem fólk gerir. Þó að margir eigi kannski erfitt með að lýsa tilfinningum sínum skipta þær miklu máli og hafa varanleg áhrif á innri mann hverrar persónu.

Atburðir úr daglegu lífi skila sér í tilfinningalegri reynslu. Þegar fólk tekur slíka reynslu inn á sig bregst líkaminn við og það hefur áhrif á hegðun viðkomandi manneskju. Tilfinningareynsla kemur líka fram í hugmyndum, skoðunum og hugsunum fólks og hún hefur einnig áhrif á persónuleikann.

Allt uppeldi ætti að miða að því að þessi þáttur lífsins verði eðlilegur og óaðskiljanlegur hluti af hegðun fólks og komi þannig í veg fyrir misþroska.

Drekaskátar læra að þekkja, lýsa, tjá og miðla tilfinningum sínum og líðan. Þeir læra líka að hugsa áður en þeir framkvæma, stofna til vináttu og viðhalda henni, viðurkenna skoðanir annarra og að segja frá og lýsa því hvað þeim finnst og hvernig þeim líður án þess að særa tilfinningar annarra eða gera grín að þeim.

Þeir fá líka kynfræðslu sem hæfir þeirra aldri og læra að líta á líkamlega muninn á körlum og konum sem algjörlega eðlilegan. Þeir vita hvaða hlutverki bæði kynin gegna í æxlunarferlinu og læra að meta sanngirni og jafnrétti í samskiptum kynjanna.

Þeir læra að njóta samverustunda með fullorðnum, að meta kærleikann sem þeir eru aðnjótandi innan fjölskyldunnar og að eiga vinsamlegt samband við systkini sín.

Rikki tikki tavi, litli, langi mongúsinn með gljáandi feldinn, bleika nefið og skæru augun, er iðni og hugrakki vinurinn sem hvetur drekaskátana til að þroska með sér tilfinningar sínar.

Dag einn skolaði indverskt sumarflóð litla mongúsnum úr greni sínu og fleytti honum alla leið í garð við gamlan hermannaskála. Þar fann Teddy hann, ruglaðan og ringlaðan eftir volkið. Teddy var enskur strákur sem bjó með foreldrum sínum á Indlandi þar sem faðir hans gegndi herþjónustu.

tryggur og vingjarnlegur eins og Rikki tikki tavi

tilfinningaþroski

Page 111: Handbók sveitarforingja drekaskáta

113 Þroskasviðin | 8. kafli

Upp frá því var Rikki tikki tavi óaðskiljanlegur vinur drengsins og fjölskyldu hans. Hann var forvitinn og blíð-lyndur og sýndi fljótlega hvað hann var kátur og ástríkur. Hann prílaði upp í kjöltu fólks til að láta kjassa sig, sat á öxl vinar síns, rak forvitið nefið í bakið á honum og svaf allar nætur við hlið hans á koddanum.

Rikki tikki tavi vissi að þakklæti og væntumþykja er ekki einungis tjáð með blíðuhótum, heldur einnig með því að gæta þeirra sem maður elskar og hjálpa þeim hvað sem á dynur, jafnvel þótt maður stofni sér í alvarlega hættu við það.

Rikki tikki tavi fékk fyrr en varði tækifæri til þess. Hann bjargaði fjölskyldunni frækilega frá Nöldursegg og Nöldurskjóðu, svörtu, stóru, eitruðu gleraugnaslöngunum með flata, upprétta hausinn, ískalda hjartað, lágværa hvæsið og illúðlegu, sviplausu augun. Hann bjargaði þeim líka frá Karait, agnarlitla, jarðlita snáknum, sem var ennþá hættulegri en gleraugnaslöngurnar af því að hann var svo lítill að engan grunaði hann um græsku.

Rikki tikki tavi er tákn um tilfinningar, tryggð og vingjarnleika. Hann er gæfi, hugrakki litli mongúsinn með augu eins og brennandi glóð, sem er næstum aldrei kyrr, aldrei hræddur lengi í senn, alltaf kátur, ræðst til bardaga eins og hann væri að dansa, með sveiflum og hlykkjum eins og ætt hans öll.

tryggur og vingjarnlegur eins og Rikki tikki tavi

Page 112: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1148. kafli | Þroskasviðin

umhyggja fyrir öðrum

umhyggjusamur eins og KotickKotick, unglingsselurinn með ævintýraþrána, eltist óþreytandi við hugsjón sem virtist ekki hægt að gera að veruleika. Hann er tákn umhyggju, samstöðu og réttlætis. Jafnvel þó að hvíti feldurinn hans sé áberandi sker hann sig enn meira úr hópnum vegna umhyggjunnar sem hann ber fyrir öðrum.

Markmiðið með öllu framsæknu uppeldisstarfi er frelsi einstaklingsins og allir vonast til að nýta frelsið til að öðlast hamingju.

Þess vegna sagði Baden-Powell að sönn velgengni fælist í hamingju. Hann bætti líka við að besta leiðin til að öðlast hamingju væri að gera annað fólk hamingjusamt.

Frelsi mannsins leiðir til djúprar og varanlegrar hamingju ef við notum það til að þroska okkur sjálf með því að rétta öðrum hjálparhönd. Á þann hátt tengist frelsið viðurkenningu á öðrum, skuldbindingu gagnvart samfélaginu, aðstoð við þá sem þjást, gagnkvæmum uppgötvunum og uppbyggjandi samræðum milli menningarheima og þjóða.

Því er ekki hægt að tala um heildstæðan persónuþroska ef við sleppum því að efla félagslegan þroska einstaklingsins. Af þeirri ástæðu fá drekaskátarnir strax í upphafi sveitastarfsins verkefni til að þeir geti betur þroskað með sér umhyggju fyrir öðrum, hjálpsemi og skilning á gildi samstöðu.

Drekaskátar læra líka að ástunda lýðræði, þekkja og virða yfirvöld og skilja og viðurkenna hegðunarreglur friðsamlegrar sambúðar. Þeir eru hvattir til að taka sífellt meiri þátt í ákvarðanatöku og virða samkomulagið sem sveitin kemst að. Börnin eru líka beðin um að velja sér fulltrúa úr jafningjahópnum og vinna svo með kjörnum fulltrúum. Samtímis þróa þau smám saman með sér hæfileikann til að setja fram uppbyggilega gagnrýni og koma á sameiginlegum reglum.

Börnin þurfa að kunna að meta menningu sína og verða meðvituð um hvernig einstaklingurinn getur lagt sitt af mörkum til að vernda umhverfið.

Að lokum, enn og aftur: Í gegnum athafnir en ekki einungis orð, læra börn að meta friðinn sem hlýst af réttlæti meðal manna og skilningi milli þjóða.

félagsþroski

Page 113: Handbók sveitarforingja drekaskáta

115 Þroskasviðin | 8. kafli

Þrátt fyrir hroka volduga sæljónsins, háðsyrði klunna-legu fuglanna, heimskulegt afskiptaleysi rostungsins, efasemdir hinna selanna og uppgjöf foreldra hans, stofnaði Kotick sér í hættu og beitti djörfum kænskubrögðum til að bjarga „þjóð“ sinni, sem hafði fram að því verið auðveld bráð selveiðimanna.

Hann lifir sig inn í þjáningar annarra og neitar að beygja sig undir örlög sem hinir selirnir hafa alltaf talið óumflýjanleg. Hann reynir að hvetja aðra til að fylgja sér, fara burt af þessum hættulega stað sem þeir halda dauðahaldi í af því að þeir þekkja hann. Hann vill að selirnir berjist til að öðlast örugg heimkynni, jafnvel þó þeir viti kannski ekki enn hvar þau er að finna. Kotick er sannur leiðtogi og stendur á sama þótt allir haldi að hann sé ekki með fullu viti, hæðist að honum og dragi góðan ásetning hans í efa.

Kotick hefur skýrar hugmyndir og getur fylgt þeim eftir. Á endanum finnur hann sækýrnar sem virðast í fyrstu vera heimskar en vísa honum loks á öruggar strendur þar sem veiðimennirnir ná aldrei til þeirra.

Kotick, sundkappinn mikli, staðfasti og umhyggjusami selurinn sem setur velferð annarra ofar eigin hagsmunum, verður sá ungi vinur drekaskátanna sem kennir þeim að rétta öðrum hjálparhönd.

Page 114: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1168. kafli | Þroskasviðin

Þó að Frans frá Assisi hafi verið ungur maður um árið 1200, er auðveldlega hægt að bera hann saman við ungt fólk nú á dögum. Hann var sonur ríkrar fjölskyldu og vildi vera hrókur alls fagnaðar. Á riddaraburtreiðunum, sem voru vinsælar í þá daga, var hann þekktur fyrir hugprýði og glæsimennsku og hvert sem hann fór útdeildi hann peningum, eldmóði og ævintýraþrá.

Upp úr tvítugu varð hann mjög leitandi að tilgangi lífsins og hugsi varðandi andlegan þroska. Hugmyndir hans um guð urðu mjög skýrar á þessum tíma, en þörf hans til að opinbera öðrum þær mætti nokkrum hindrunum, þar sem hann var skyldaður til að grípa til vopna og verja heimaborg sína, þola þá þrekraun að dúsa í fangelsi í heilt ár og glíma við alvarleg veikindi.

Maðurinn hefur ætíð leitað að svörum við spurningum um uppruna sinn, náttúru og örlög mannkynsins. - Hvaðan kom ég? - Hver er ég? - Hvert er ég að fara?

Fólk spyr mismunandi spurninga eftir umhverfi sínu og vitund. Manneskja sem reynir að lifa lífinu samkvæmt samvisku sinni spyr öðruvísi spurninga en sú sem heyrir ekki þessa innri rödd. Sá sem þjáist spyr annarra spurninga en sá sem er heill heilsu. Trúaðir gætu orðað spurninguna öðruvísi en efasemdarfólkið og barnið öðruvísi en sá fullorðni. En í grundvallaratriðum er það sama ráðgátan sem kallar á svar.

Við getum ekki skipt manneskjunni snyrtilega niður í líkamlegar, vitsmunalegar, siðferðilegar, tilfinningalegar og félagslegar einingar og ekki heldur útilokað hina andlegu hlið. Þar af leiðandi hlýtur heildstæður persónuþroski einnig að ná til hins andlega þroskasviðs.

Þegar börnin vaxa upp úr því að trúa á töfra og jólasveina, er líklegt að þau sem eru á drekaskátaaldrinum spyrji spurninga um lífið sjálft. Aðferðirnar sem þau þróa með sér til andlegs þroska velta í raun á svörunum sem þau fá við spurningum sínum frá fjölskyldunni, í skólanum, því sem þau sjá í kringum sig og að sjálfsögðu sveitarforingjunum og almennt úr umhverfi skátasveitarinnar.

Gegnum skátastarfið læra börn að skynja lífsgildin í sjálfum sér, öðru fólki og í náttúrunni, og þau eru hvött til að læra meira um eigin trúarbrögð.

Börnin fræðast um önnur trúarbrögð en sín eigin. Í opinskáu andrúmslofti og umhverfi sem einkennist af gagnkvæmri virðingu læra þau að líta á félaga sína sem jafningja, án þess að trúin verði nokkurn tíma tilefni þess að gera upp á milli þeirra.

leitin að tilgangi lífsins

vinir lífsins eins og heilagur Frans

andlegur þroski

Page 115: Handbók sveitarforingja drekaskáta

117 Þroskasviðin | 8. kafli

Eftir þetta gjörbreyttist líf hans og hann steinhætti að vera venjulegur, fordekraður sonur ríkra foreldra. Hann afsalaði sér öllum veraldlegum eigum, arfi, burtreiðum og veisluhöldum. Hann gaf aleigu sína og varði löngum stundum við bænir og tilbeiðslu, kaus að lifa einföldu og fábrotnu lífi, helga sig algjörlega þjónustu við fátæka og breiða út hugsjón sína.

Boðskapur hans og fordæmi var svo áhrifamikið að fyrr en varði fór annað ungt fólk að taka þátt í starfi hans og áður en hann var orðinn fertugur voru Fransiskusar-munkar orðnir fleiri en 5000. Þeir lærðu af orðum hans og fordæmi að sætta sig við lífið eins og það er.

Mannkærleikur Frans byggist á svo opinni og altækri nálgun að ímynd hans nær langt út fyrir hinn kaþólska kristna heim og er enn í dag fyrirmynd annarra. Frans lét sér annt um alla; holdsveikisjúklinga, ræningja, aðalsmenn og alþýðumenn, kristna menn og múslima, allt voru það bræður hans og systur.

Auk þess hafa fáir verið eins miklir vinir lífsins og Frans frá Assisi, hann var sagður bróðir sólarinnar, vatnsins, stjarnanna, fuglanna og dýranna.

Frans er fordæmi fyrir auðmýkt, ást á náttúrunni, vináttu við dýr og umfram allt leitina að lífsgildunum. Hann er góður félagi til að hjálpa drekaskátunum til að þroskast á andlega sviðinu.

Page 116: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1188. kafli | Þroskasviðin

þroskasviðin og áfangamarkmið skátanna

Auk alls þessa fylgir sá kostur þroskasviðunum að með þeim má skipuleggja áfangamarkmiðin sem börnunum standa til boða að gera að persónulegum markmiðum sínum í samvinnu við foringjana.

Í næsta kafla kynnum við áfangamarkmið hvers þroskasviðs fyrir sig, hvernig foringjarnir útskýra þau fyrir börnunum og hvernig börnin laga þau að sér, tileinka sér þau og gera þau að persónulegum markmiðum sínum.

Page 117: Handbók sveitarforingja drekaskáta

9áfangamarkmið

KAFLI 9

drekaskáta

Page 118: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1209. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Að vinna að hlutverki skátahreyfingarinnar, með stuðningi við öll svið persónuleikans.

Að mynda umgjörð til að öll börn geti náð áfanga á leiðinni að lokamarkmiðinu, allt eftir aldri og persónuleika hvers og eins.

Að vera til grundvallar mati á einstaklingsþroska hvers drekaskáta.

skátastarf veitir börnum tækifæri til að vinna að ákveðnum markmiðumMenn setja sér markmið í öllu sem þeir gera, jafnvel þótt þeir lýsi því ekki þannig og meira að segja án þess að þeir geri sér grein fyrir því sjálfir.

Í uppeldisstarfi felast líka markmið, alveg eins og í öllu öðru sem við tökum okkur fyrir hendur. Það er aftur á móti frábrugðið hversdagsverkum, sem fela kannski í sér markmið án þess að okkur finnist við þurfa að skilgreina þau nánar. Uppeldishlutverk getum við ekki tekist á hendur án þess að skilgreina vel markmiðin með þeim.

Uppeldi hefur auk þess ekki bara almenn markmið heldur er líka ætlast til þess að þátttakendur setji sér viss persónuleg markmið og reyni meðvitað að tileinka sér æskilega fyrirmynd um hegðun sem gerir þeim kleift að þroskast. Uppeldisgildi áfangamarkmiðanna felst í því að gera þau persónuleg með áskorunum.

Skátaveitin okkar er félagsskapur sem annast uppeldi. Þess vegna byggist allt, sem hún tekur sér fyrir hendur á tilteknum markmiðum sem börnin vinna að.

Tilgangur markmiðanna er þessi:

Gildin sem birtast í uppeldishlutverki skátahreyfingarinnar og skátalögunum koma skýrt fram í áfangamarkmiðunum sem strákum og stelpum standa til boða.

markmiðin eiga ekki að tákna fullkomið fyrirmyndarfólk””

Page 119: Handbók sveitarforingja drekaskáta

121 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Lokamarkmiðið er alls ekki að skapa fullkomna „fyrirmyndarmanneskju“ eða ákveða hvernig fólk á að vera. Takmarkið er ekki að steypa alla í sama mót eftir fullkominni fyrirmynd. Hvert einasta barn er einstaklingur sem hefur sínar sérstöku þarfir, persónulegan metnað, hæfileika, áhugamál og þroskamöguleika.

Áfangamarkmið drekaskáta eins og þau eru sett fram hér í bókinni veita börnum tækifæri til að tengja þau sínum eigin hugmyndum og skilningi, með áskorunum sem þau setja sér og skrifa í Drekaskátabókina sína. Þannig verða áfangamarkmiðin að persónulegum markmiðum þeirra.

Samspilið milli áfangamarkmiðann eins og það er sett fram hér og í Drekaskátabókinni og þess, hvernig skátinn gerir þau að sínum lýkur aldrei: Markmiðin standa alltaf og sérhvert barn skoðar áfangamarkmiðin ævinlega frá sínum persónulega sjónarhóli. Í uppeldisferlinu er alltaf leitast við að gera hverju barni fyrir sig kleift að nýta þau tækifæri sem það hefur, þó að þau sæki öll innblástur í sömu gildi.

Eftir því sem börnin eldast og þroskast setja þau sér eflaust yfirgripsmeiri áskoranir sem ná betur að fanga inntak áfangamarkmiðanna. Þegar þau skilja betur hver raunveruleg merking áfangamarkmiðanna eru og geta rætt innihald þeirra við foreldra sína og umsjónarforingja eiga þau auðveldara með að setja sér persónulegar áskoranir sem ná betur að uppfylla markmiðin.

Á aldrinum sjö til níu ára eru börnin á því þroskastigi að hafa nýlega tekið upp óhlutbundna hugsun við að skoða heiminn og því er eðlilegt að áfangamarkmiðið sem kynnt er í Drekaskátabókinni hafi mikil áhrif á markmiðasetningu þeirra.

Það er líka mismunandi eftir börnum í hve miklum mæli þau persónugera markmið með áskorunum sínum, af því að þau þroskast öll á ólíkan hátt. Skapgerð og umhverfi barna hefur áhrif á hvað þau vilja sjálf taka mikinn þátt í að skilgreina persónuleg markmið sín.

Page 120: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1229. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

allt sem börnin gera innan sveitar og utan hjálpar þeim að ná sínum

Að undanskildu skipulegu námi sem skólinn annast að mestu, ná áfanga-markmiðin til alls þess sem börnin gera og spanna allar víddir persónuleika þeirra.

Þess vegna nær markmiðaáætlunin til alls þess sem barnið tekur sér fyrir hendur, en tengist ekki eingöngu skátastarfinu. Þannig ná börnin með tímanum áfangamarkmiðum sínum og persónulegum áskorunum í gegnum ýmsar athafnir og reynslu, að hluta til innan sveitarinnar en einnig utan við skátastarfið. Á sveitarforingjum hvílir sú ábyrgð að ýta undir framfarir skátanna, leiðbeina þeim og meta framfarir þeirra á grundvelli valinna markmiða og áskoranna barnanna. Til þess að það sé gerlegt er þeim nauðsyn að vita hvað börnin gera utan þess tíma er þeir verja í skátastarfið og hvernig það ýtir undir eða hamlar því að áfangamarkmiðin náist.

áfangamarkmiðum

Page 121: Handbók sveitarforingja drekaskáta

123 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Auk þess sem gerist innan sveitarinnar þurfum við því að huga að því sem gerist heima hjá börnunum, í skólanum þeirra, meðal vina sem þau eiga utan skátasveitarinnar og í öðru tómstundastarfi sem þau stunda. Við þurfum líka að taka tillit til heimilisaðstæðna, félagslegs umhverfis barnanna, fjárhagsaðstæðna fjölskyldunnar, andlegs ástands og margra annarra þátta sem hafa áhrif á persónuleika þeirra.

Þessi nálgun stangast á við sumar hefðbundnari leiðir til að meta framfarir barna.

Ef við teljum framfarir ekki vera annað en verkefnavinnu sem innt eru af hendi innan sveitarinnar, gætu foringjarnir látið sér nægja að fylgjast með því hvernig verkefnin eru unnin og litið fram hjá áhrifunum sem annað í tilveru barnanna hefur á þroska þeirra.

Þegar starfað er á grundvelli markmiða sem taka tillit til allra þátta persónuleikans nægir ekki að skoða hvernig börnin þrífast innan sveitarstarfsins. Það þarf einnig að huga að því hvort annað sem þau hafa fyrir stafni stuðlar að því að færa þau nær áfangamarkmiðunum sem þau vinna að með áskorunum sínum.

Þess vegna er æskilegt að hver foringi beri ekki ábyrgð á að fylgjast með og meta framfarir hjá fleiri en sex til átta börnum. Að öðrum kosti gefst honum lítið færi á að sinna verki sínu vel. Foringi ætti helst að gegna þessu ábyrgðarstarfi í að minnsta kosti ár, svo að hann geti varið nægilega löngum tíma með börnunum til að kynnast þeim og fylgjast vel með framförum þeirra.

Page 122: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1249. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Áfangamarkmiðin eru metin með því að fylgjast með framförum hvers barns á löngum tíma. Í reynd fylgjast foringjarnir stöðugt með þeim og það er ekki fyrr en í lok dagskrárhrings (sem fjallað verður betur um síðar í bókinni) sem þeir segja börnunum og öðrum hlutaðeigandi aðilum frá niðurstöðum sínum. Þá hjálpast allir að við að meta hvort barnið hafi náð áfangamarkmiðunum sem stefnt var að í upphafi.

Við lok hvers dagskrárhrings hvetja foringjarnir til frekari framfara með því að skrá í Drekaskátabókina að barnið hafi náð settum áfangamark-miðum sínum. Þegar fjallað verður um mat á persónulegum framförum skátanna verður sýnt betur hvernig á að fara að því.

Mat áþví hvernig markmiðum ogáskorunum er náð á ekki að vera valdsmannslegur úrskurður eða stjórnunartæki. Það er ekki sjálfvirkt ferli þar sem hægt er að skrifa „náði“ eða „náði ekki“ eftir geðþótta einnar manneskju, eins og um próf væri að ræða. Það er samfellt, vingjarnlegt og afslappað ferli, viðurkenndur og eðlilegur þáttur sveitarstarfsins.

markmiðin eru tvenns konar:lokamarkmið og áfangamarkmið

markmiðum er ekki gefin „einkunn” eins og þau væru verkefni eða próf

Til að geta sinnt starfi okkar innan sveitarinnar þurfum við að skoða tvenns konar markmið: lokamarkmið og áfangamarkmið skátanna.

Page 123: Handbók sveitarforingja drekaskáta

125 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Lokamarkmiðin eru 35 og tilgreina þá hegðun og viðhorf sem búast má við að ungt fólk hafi tileinkað sér á öllum þroskastigum þegar kemur að lokum Róverskátastarfs við 22 ára aldur.

Þau eru áfangastaðirnir við enda „skátaleiðangursins“ því að beint framlag skátastarfsins til þroska einstaklingsins miðast við tiltekið æviskeið.

Markmiðin eru því „lokamarkmið“ þegar litið er til þess sem skátastarfið hefur upp á að bjóða, en þau eru ekki leiðarlok. Einstaklingurinn hættir aldrei að læra og þroskast - það er ævilangt ferli.

Við byggjum á lokamarkmiðunum þegar næstu áfangamarkmið skátanna eru valin. Þau haldast svo í hendur á milli aldursstiga svo að allir uppeldisþættir skátastarfsins vinni saman sem ein heild.

Þó að við vinnum ekki beint með lokamarkmiðin innan drekaskátasveitarinnar, verðum við foringjarnir að vita að þau eru viðmiðunarramminn sem útskýrir hvert stefnt skuli með áfanga-markmiðum drekaskátanna. Eins þarf að stýra öllum áskorunum sem drekaskátarnir vilja sjálfir bæta við inn á sömu braut – í áttina að lokamarkmiðunum.

Áfangamarkmið skátanna eru þess vegna röð af skrefum í átt að sérhverju lokamarkmiði. Í þeim felast fyrirmyndir um æskilega hegðun barnanna í samræmi við aldur þeirra.

Bæði áfangamarkmiðin og lokamarkmiðin ná til allra þroskasviða einstaklingsins.

Áfangamarkmið drekaskátanna eru 76 og miðast við þroska sjö til níu ára barna.

Börnunum eru kynnt áfangamarkmið viðkomandi aldurshóps. Markmiðin eru rædd og um þau komist að einstaklingsbundnu samkomulagi. Þetta er tiltölulega skammvinnt ferli en samt þarf að áætla því tíma.

Page 124: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1269. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Ef þú áttar þig á þessum tveimur megineinkennum markmiðanna er auðveldara að skilja þau, beita þeim í starfi og tala um þau við börnin sem þú ert að hjálpa til að vaxa og þroskast.

Áfangamarkmiðin taka við eitt af öðru, eru með öðrum orðum stigbundin, til að þroskaferlið verði samfellt.

Svo dæmi sé tekið af sviði félagsþroska gæti drekaskáti ekki „tekið þátt í leikjum og verkefnum um réttindi barna“ án þess að slík viðfangsefni væru reglulega á dagskrá sveitarinnar.

Á sama hátt eru áfangamarkmiðin tengd sem heild vegna þess að eitt tekur við af öðru eða bætir einhverju við markmiðið þó að það falli undir annað þroskasvið.

Ef barnið „veit hvenær það gerir mistök en sættir sig við þau og reynir að gera betur næst“ (drekaskátar, - persónuþroski), svo dæmi sé tekið, getur því „fundist allt í lagi að skátarnir í flokknum segi því þegar það gerir eitthvað ekki nógu vel, jafnvel þó það sé ekki alltaf sammála því“ (fálkaskátar, - tilfinningaþroski).

Þessi tvö einkenni – samfelld röð og heild – merkja að við getum ekki lagt til hliðar eða sleppt úr áfangamarkmiðum eða valið að sinna einhverjum eitt árið en geyma hin þangað til seinna. Sjö til níu ára barn „tekst á“ við öll markmið drekaskáta og sameiginlegt mat barnsins og foringjans byggir á öllum áfangamarkmiðum sjö til níu ára barna.

Sveitarforinginn og foringjaflokkurinn hafa áfangamarkmiðin til hliðsjónar við undirbúning verkefnatilboða fyrir verkefnaforval sveitarinnar eins og nánar er kynnt í 11. til 14. kafla.

Sveitarstarfið og þau verkefni sem skátasveitin velur að vinna veita börnunum smám saman reynslu sem kemur þeim að notum við að ná áfangamarkmiðum sínum, þrátt fyrir að verkefnin séu ekki beinlínis tengd áfangamarkmiðunum.

Samræður við foringjana veita börnunum hvatningu til að vinna að áfangamark-miðunum. Sama máli gegnir um Dýrheimapersónurnar sem tákna þroskasviðin og hvatatáknin fyrir drekamerkin.

Lítum nánar á þessar hugmyndir.

áfangamarkmiðin eru stigbundin og tengjast milli aldursstiga

Page 125: Handbók sveitarforingja drekaskáta

127 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

áfangamarkmiðin eru kynnt í þessari bók og Drekaskátabók barnsinsÁ undan áfangamarkmiðunum sem kynnt eru á næstu blaðsíðum er málsgrein sem minnir okkur á tilganginn með þeim. Þessi málsgrein hjálpar foringjanum að útskýra ásetning og tilgang sem felst í samtengdum áfangamarkmiðum barnanna. Foringinn þarf að nota auðvitað einföld orð og dæmi sem viðkomandi barn skilur auðveldlega.

Áfangamarkmið skátanna eru sett fram í fyrstu persónu með orðalagi sem hæfir þroskastigi barnanna sem þau eru ætluð. Lokamarkmiðin eru hins vegar sett fram í þriðju persónu og orðuð þannig að foringjarnir og ungt fólk 18 ára og eldra, sem vinnur beint með markmiðin, skilji þau.

Áfangamarkmið drekaskáta eru í vinstri dálknum og samsvarandi lokamarkmiðin í dálknum hægra megin. Áfangamarkmið fálkaskáta og dróttskáta eru ekki kynnt í þessari bók.

LokamarkmiðÁfangamarkmiðViðhorf og hegðun sem má vænta þegar ungmenni lýkur formlegri uppeldisdagskrá skátastarfsins, sett fram í 35 markmiðum með orðalagi sem hæfir fullorðinni manneskju.

Uppeldismarkmið sem börnum frá sjö til níu ára standa til boða og eru kynnt í Drekaskátabók þeirra. Áfangamarkmið drekaskáta eru 76 og er skipt upp í 35 flokka með vísan til lokamarkmiðanna.

Page 126: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1289. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

líkamsþroski

Líkaminn hefur mikil áhrif á persónuleika okkar. Við getum ef til vill ekki stjórnað lögmálum líkamsvaxtar en við getum gert margt til að þroska líkamann. Samstilltur þroski, heilbrigði, lífsfylling og verndun lífs fer eftir því hvaða afstöðu við tökum til líkamlegs þroska okkar.

Til að stuðla að heilbrigðum þroska líkamans þurfum við að fræðast um hann. Hve mikið við þurfum að vita fer eftir aldri, áhuga og þeim upplýsingum sem okkur standa til boða, en við þurfum að vita alveg frá bernsku að líkaminn starfar ekki alveg upp á eigin spýtur og að það er hægt að stjórna honum.

tilboð um markmið

Lokamarkmið7-9 áraEinstaklingur velur sér lífsstíl sem hefur uppbyggjandi áhrif á líkamlega heilsu hans, sem og andlega og félagslega líðan.

Ég efli skynfæri og hreyfigetu líkamans og reyni að fara eftir því sem eldra fólk segir mér til að öðlast sterkan og heilbrigðan líkama sem ég vil varast að skaða.

Samhæfing hreyfingar og hugsunar

verndun eigin heilsu

Lokamarkmið7-9 áraGerir sér grein fyrir líkamlegri getu sinni og eigin takmörkunum.

Ég veit hvar mikilvægustu líffærin í líkama mínum eru og til hvers þau eru.

Ég tileinka mér góðar venjur til að vernda eigin heilsu.

Ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að verða sterkari, fljótari, fimari og liðugri.

Page 127: Handbók sveitarforingja drekaskáta

129 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

líkamsþroski

Við fræðumst daglega betur um matvæli og öll efnin sem í þeim eru. Núna vitum við hvernig heppilegt mataræði á að vera og getum bent á það sem ber að forðast. Það nægir þó ekki að vita hvaða matur er hollur, við þurfum líka að borða hollan mat. Það er auðveldara ef við höfum tileinkað okkur gott mataræði frá bernsku. Offita er vaxandi vandamál á Íslandi.

Heilsa er miklu meira en að vera ekki veikur: Hún er fullkomið líkamlegt, andlegt og félagslegt heilbrigði. Hreinlæti – bæði okkar eigið og umhverfis okkar – dregur úr sjúkdómshættu, ver heilsuna og gerir okkur kleift að lifa innihaldsríkara lífi.

Lokamarkmið7-9 áraHugsar vel um útlitið og gætir eigin hreinlætis og hreinlætis í kringum sig.

Ég reyni að halda mér hreinum eða hreinni.

Ég legg mitt af mörkum til að þrífa umhverfi mitt.

Hreinlæti

matur og næring

Lokamarkmið7-9 áraFylgir fjölbreyttu, hollu og skynsamlegu mataræði.

Ég reyni að borða hollan mat og segi aldrei að mér þyki eitthvað vont án þess að smakka það fyrst.

Ég borða á matmálstímum en ekki milli mála eða allan daginn.

Page 128: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1309. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Góð skipulagning tíma okkar skiptir miklu máli. Ekki eingöngu til að ná góðum árangri í því starfi sem við höfum

valið okkur, heldur einnig til að geta verið með fjölskyldunni, átt ánægjustundir með vinum, lesið góðar bækur, hlustað á

skemmtilega tónlist, lært eitthvað nýtt og fengið nægan svefn. Í stuttu máli, til að eiga innihaldsríkt líf.

Smekkur fyrir útivist, áhugi á líkamlegri áreynslu, leikni í íþróttum, leikgleði og ævintýralöngun eru merki um heilbrigðan líkama og sál.Þetta á ekki síst við um skáta sem ættu að vera meðvitaðri en aðrir um gildi lífsins úti í náttúrunni.

tómstundir og skyldustörf

Lokamarkmið7-9 áraSkiptir tímanum skynsamlega á milli ólíkra skyldustarfa, stundar tómstundaiðju við hæfi og tekur tillit til forgangsröðunar.

Ég vanda mig við skólaverkefnin sem ég kem með heim en vinn þau ekki á síðustu stundu.

Ég á mér áhugamál og stunda tómstundir utan skólans.

líkamsþroski

útivist, leikir og hreyfing

Lokamarkmið7-9 áraStundar útivist með öðru fólki og tekur reglulega þátt í athöfnum sem reyna á hreyfigetu líkamans.

Ég tek oft þátt í leikjum í frímínútum í skólanum.

Ég tek oft þátt í íþróttum eða hreyfileikjum með öðrum krökkum eftir skóla.

Page 129: Handbók sveitarforingja drekaskáta

131 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Til að geta fundið upp á einhverju nýju, þurfum við að þekkja umhverfi okkar og vera reiðubúin að kanna

aðstæður sem við rekumst á daglega. Síbreytileg og mikil fjölbreytni heimsins sem við lifum í krefst þess af okkur að við leitum stöðugt nýrra lausna. Námið tekur aldrei enda og hver og einn þarf að axla ábyrgðina af því og taka því með opnum örmum.

Þekkingin ein og sér kemur að litlum notum í heimi sem breytist, þróast, endurnýjar sig og gerir stöðugt kröfur til okkar. Við þurfum að geta beitt þekkingu

á skapandi og gagnrýninn hátt. Börn dást að nýjum hlutum, skemmta sér við að skoða þá og prófa nýjar lausnir. Með þeim móti læra þau að meta uppruna sinn en eru samt ekki hrædd við breytingar. Þau geta örugg skapað sér framtíð án þess að missa sjónar á menningararfi sínum.

vitsmunaþroskisjálfsnám

Lokamarkmið7-9 áraAflar sér nýrrar þekkingar á markvissan og skapandi hátt.

Ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að læra eitthvað nýtt.

Ég les sögurnar sem foreldrar mínir, kennarar og skátaforingjar mæla með.

gagnrýnin hugsun og sköpunarþörf

Lokamarkmið7-9 áraSýnir snerpu við alls kyns aðstæður, þroskar með sér hæfileika til að hugsa skýrt, finnur upp á nýjungum, beitir gagnrýninni hugsun og er á varðbergi gagnvart hvers kyns ranghugmyndum og ofureinföldunum.

Ég get lýst nákvæmlega ævintýrunum sem við upplifum í skátastarfinu.

Ég hef gaman af að taka þátt í athyglisleikjum og hlutverkaleikjum.

Page 130: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1329. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Hugsanir og gerðir fylgjast að og kalla hver á aðra. Athafnir eru kveikja að hugmyndum og þær þurfa að koma fram í verki til að hafa áhrif í daglegu lífi okkar. Séu hversdagsverk skoðuð í nýju ljósi vaknar ímyndunarafl og ævintýraþrá og það auðveldar okkur að leysa ýmis vandamál og ágreining. Til þess að hugmyndir hætti ekki að streyma fram þurfum við stöðugt að horfa á veröldina frá nýjum sjónarhóli, handleika hluti og beita kunnáttu okkar.

Til þess að bæta umhverfi okkar þurfum við að vera meðvituð um það hvað í okkur býr. Ef við ætlum að leggja eitthvað af mörkum til að bæta heiminn þurfum við að gera okkar besta. Því fleiri möguleika sem okkur hefur tekist að kanna, því betri hugmynd höfum við um getu okkar og hvað við gerum vel.

Þær hugmyndir nýtast þegar kemur að því að velja og taka ákvarðanir. Við öðlumst öryggi og höfum betri skilning á ákvörðunum annarra.

vitsmunaþroski

Fræðileg þekking og verkleg færni

Lokamarkmið7-9 áraSameinar fræðilega og hagnýta kunnáttu með því að beita verkkunnáttu og finna nýjar lausnir.

Ég tek virkan þátt í verkefnum innan skátasveitarinnar.

Ég veit til hvers áhöld og verkfæri sem ég nota eru.

Hvert stefni ég?

Lokamarkmið7-9 áraSetur sér langtímamarkmið varðandi flókin viðfangsefni, metur þau, forgangsraðar og nýtir niðurstöðurnar til þess að þroska eigin dómgreind.

Ég veit hvað fólk gerir í algengustu störfum í samfélaginu.

Ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að kynnast betur störfum fólks.

Page 131: Handbók sveitarforingja drekaskáta

133 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Mannlegt eðli er margbreytilegt og karlar og konur beita margvíslegum aðferðum til að tjá fjölbreytileika umhverfisins. Að veita tækifæri til að þessi fjölbreytileiki fái að blómstra og hvetja til sýnilegrar tjáningar á honum, vottar innsta kjarna mannlegs eðlis virðingu.

Störf tengd vísindum og tækni einkennast af löngun þeirra sem þau stunda til að uppgötva eitthvað nýtt. Ef við látum störfin njóta sannmælis eflum við trúna á að við getum gert heiminn betri, ekki síst ef hægt er að nýta af fullri ábyrgð, vísindi, tækni og þekkingu sem maðurinn hefur skapað í þágu mannúðar og betra samfélags. Mengun og önnur vandamál fylgja oft tæknilausnum og því þarf að huga vel að afleiðingum slíkra lausna.

vitsmunaþroski

Lokamarkmið7-9 áraTjáir skoðanir sínar og tilfinningar með fjölbreyttum miðlum, skapar þægilegt andrúmsloft í kringum sig á heimili, í skóla eða á vinnustað til að auðvelda samskipti og auðga eigið líf og annarra.

Ég syng, dansa og sem leikþætti með vinum mínum í skátasveitinni.

Ég tek þátt í verkefnum sem tengjast leikrænni tjáningu.

samskipti og tjáning

Lokamarkmið7-9 áraMetur samfélagslegt og siðferðilegt gildi vísinda og tækni við sköpun nýrrar þekkingar og við lausn vandamála í þágu mannkyns, samfélaga og náttúrulegs umhverfis.

Mér finnst spennandi að læra að nota tæki og áhöld sem ég hef ekki áður notað.

Ég get beitt áhöldunum og tækjunum sem ég þekki, veit til hvers á að nota þau og get útskýrt það fyrir öðrum.

tækni og vísindi

Page 132: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1349. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Háleitasta takmark sem við getum sett okkur er að öllu líkindum að geta gengið frjáls veginn sem við veljum án þess að vera í fjötrum

fáfræði og öðrum háð. Einungis með slíku frelsi getum við borið til fulls ábyrgð á eigin þroska og helgað okkur því að

gera okkar besta.

Ef við eigum að geta beint kröftum okkar og hvötum að því sem við teljum gott verðum við fyrst að þekkja okkur sjálf. Þeir sem þekkja sig vel eru sáttari við sjálfa sig, geta tekið gagnrýni og viðurkennt mistök án þess að finnast þeir setja ofan. Enginn getur verið ánægður án sjálfsvirðingar og hún veitir líka öðrum trú á okkur og hjálpar okkur við allt sem við tökum okkur fyrir hendur.

persónuþroskisjálfsþekking og virðing

Lokamarkmið7-9 áraÞekkir möguleika sína og takmarkanir, hefur raunsæjar hugmyndir um sjálfa(n) sig, sættir sig við hvernig hann eða hún er og varðveitir sterka sjálfsmynd.

Ég veit hvenær ég geri mistök en get sætt mig við þau og reyni að gera betur næst.

Ég tek þátt í verkefnum sem hjálpa mér að gera eitthvað sem ég gat ekki gert áður.

ábyrgð á eigin gerðum

Lokamarkmið7-9 áraVeit um réttindi sín og líka að þeim fylgja skyldur, en tekur höfuðábyrgð á eigin þroska og framförum og leitast við að standa sig alltaf með prýði.

Ég fylgi ráðum foreldra minna og skátaforingja til að bæta mig.

Ég veit að það er gott að hafa markmið sem hjálpa mér að verða betri með hverjum degi sem líður.

Page 133: Handbók sveitarforingja drekaskáta

135 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Gildin sem móta skapgerð okkar koma að miklu leyti frá fjölskyldunni og öðru umhverfi þar sem við vöxum úr grasi. Drekaskátar kynnast einnig gildum skátalaganna, siðalögmáli sem lýsir fyrir börnum lífsáformi skátanna sem þau svo tileinka sér með skátaheitinu.

Hreinskilni við sjálfan sig. Að segja það sem okkur finnst, vera sjálfum sér eða sjálfri sér samkvæmur eða samkvæm í hugsun og athöfnum og standa við orð sín eru meðal þeirra eiginleika sem einkenna manneskju sem stendur undir því sem hún segist vera.

persónuþroski

Lokamarkmið7-9 áraByggir lífsáform sín á gildum skátalaganna og skátaheitsins.

Ég þekki skátaheitið og skátalögin og skil hvað þau merkja.

Ég hef lofað að gera mitt besta til að halda skátaheitið og skátalögin.

skátalög og skátaheit

Lokamarkmið7-9 áraFylgir staðfastlega þeim gildum sem veita honum eða henni innblástur.

Ég veit hvað það merkir að segja satt.

Ég hef lært að ég verð að halda skátalögin þegar ég geri eitthvað með vinum mínum.

Ég tek þátt í leikjum og leikþáttum sem sýna hvað það skiptir miklu máli að segja satt.

staðfesta og innri samkvæmni

Page 134: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1369. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Frelsi og hamingja eru ekki fyrirbæri sem maður eignast einu sinni og heldur uppfrá því. Á hverjum degi þurfum við að leitast við að öðlast þessi gildi, halda í þau og

stundum að endurheimta þau. Þó að þetta sé á ábyrgð hvers og eins, getur það stundum reynst hverjum einstökum karli eða konu ofviða.

Við þurfum stuðning nákomins hóps sem sýnir okkur væntumþykju, hvetur okkur og styður, veitir okkur félagsskap og lætur okkur horfast í augu við hlutina. Hóps sem ætlast til þess af okkur að við uppgötvum gildi þess að hlusta á aðra og að á okkur sé hlustað, að virða aðra og njóta virðingar, að gefa og þiggja,

elska og vera elskuð.

Þeir sem hafa staðfasta trú á gildi frelsis og sannleika taka lífið yfirleitt mjög alvarlega. Það þýðir þó ekki að þeir taki sjálfa sig hátíðlega eða

finnist að aðrir eigi að bera lotningu fyrir þeim. Þvert á móti er þannig fólk glaðvært, bregst óþvingað við og elskar lífið, nýtur þess að umgangast aðra og hefur góða kímnigáfu. Ólíkt áberandi uppgerðarkæti vekur sönn glaðværð athygli á fólki og fær aðra til að laðast að því, enda er hún tillitssöm og laus við fjandskap og illkvittni.

persónuþroski

Lokamarkmið7-9 áraMætir lífinu og því sem það ber í skauti sér með glaðværð og kímni.

Ég er næstum alltaf í góðu skapi.

Ég tek glaður eða glöð í bragði þátt í því sem sveitin tekur sér fyrir hendur.

Ég hef kímnigáfu og get gert að gamni mínu án þess að hæðast að öðrum.

glaðværð og kímni

styrkur hópsins

Lokamarkmið7-9 áraGerir sér grein fyrir að í hópinn sem hann eða hún tilheyrir má sækja stuðning til persónulegra framfara og þroska og til uppfyllingar lífsáforma.

Ég hlusta á aðra drekaskáta, foreldra mína og skátaforingjana.

Mér semur vel við alla drekaskátana í skátasveitinni minni.

Page 135: Handbók sveitarforingja drekaskáta

137 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Tilfinningar – tilfinningareynsla, kenndir, hvatir, ástríður – eru hluti af tilverunni og hjálpar okkur að skilgreina persónuleikann. Tilfinning er uppspretta lífsfyllingar og hamingju, sársauka og kvíða. Persónulegt frelsi, æðsta takmark okkar, krefst þess að við séum sterk og óháð efnislegum gæðum. Það krefst þess líka að við viðurkennum og stjórnum tilfinningum okkar og kenndum og látum þær í ljós.

Einstaklingar geta aðeins náð djúpri lífsfyllingu með því að leita eftir tengslum við aðra. Við getum það varla nema við séum óhrædd við að aðrir sjái okkur eins og við erum í raun og veru, án alls sem heldur aftur af okkur, árásargirni eða óheiðarleika. Eðlislægt sjálfsöryggi dregur úr kvíða, gerir okkur óhrædd við að mynda tengsl, kennir okkur að hafna ósanngjörnum beiðnum án þess að fá samviskubit og gerir okkur kleift að standa á rétti okkar án þess að traðka á rétti annarra.

Lokamarkmið7-9 áraLeitast við að öðlast og viðhalda innra frelsi, jafnvægi og tilfinningaþroska.

Ég reyni að leyna ekki hvað mér líkar og mislíkar, hvað ég óttast og hvenær ég er glöð eða hrygg / glaður eða hryggur.

Mér finnst allt í lagi að fara frá fjölskyldunni, í dagferðir og útilegur með skátasveitinni minni.

innra frelsi og jafnvægi

tilfinningaþroski

Eigin skoðanir og tilfinningar

Lokamarkmið7-9 áraEr fylgin(n) sér og vingjarnleg(ur) við aðra án þess að vera þvingaður/ þvinguð eða frek(ur).

Ég virði skoðanir vina minna þó að ég sé kannski ekki alltaf sammála þeim.

Ég er góður við hina drekaskátana í sveitinni og vil að þeir séu líka góðir við mig.

Page 136: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1389. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Besta leiðin til að finna hamingjuna er að gera aðra hamingjusama. Það gæti átt við í sambúð fólks eða þegar börnin okkar, systkini og vinir eiga í hlut eða þegar við leitumst við að hjálpa þeim sem eiga bágt. Kærleikurinn einn, í fjölmörgum birtingarmyndum sínum, getur komið okkur til að gefa svo mikið af sjálfum okkur að við metum vellíðan annarra að minnsta kosti jafnmikils og okkar sjálfra.

Uppgötvun kynvitundar helst í hendur við að átta sig á muninum á kynjunum. Öllum börnum þarf að hjálpa til að viðurkenna mannlega reisn hins kynsins, sem er í senn eins og kyn manns sjálfs og þó ólíkt því.

tilfinningaþroski

Lokamarkmið7-9 áraByggir persónulega hamingju á kærleika og væntumþykju, vinnur í þágu annarra án þess að ætlast til umbunar og kann að meta fólk eins og það er.

Ég tala við og umgengst alla drekaskátana í hópnum mínum.

Ég hjálpa nýjum drekaskátum til að líða vel í skátasveitinni.

kærleikur og væntumþykja

Lokamarkmið7-9 áraÞekkir, viðurkennir og virðir kynhvöt sína og annarra sem tjáningu ástar og væntumþykju.

Ég þekki muninn á körlum og konum og geri ekki grín að þeim mismun.

Ég spyr foreldra mína þess sem ég veit ekki um kynlíf og hlusta vandlega á það sem þau segja mér.

Ég leik mér bæði við stráka og stelpur og vinn verkefni með þeim.

kynhvöt og kynlíf

Page 137: Handbók sveitarforingja drekaskáta

139 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Frelsið er afstætt samfélagslegt hugtak og tengist virðingu fyrir öðrum. Því aðeins er frelsi eins réttlætanlegt að það hamli ekki frelsi annars.

Það er auðveldara að sýna öðrum umhyggju ef við höfum lært frá unga aldri að það helst í hendur að standa á réttindum sínum og að uppfylla skyldur sínar, og að allir hafa sama rétt, óháð kyni eða kynhneigð, efnahag, þjóðfélagsstöðu, menningararfi, kynþætti eða trúarbrögðum.

Við tilheyrum öll fjölskyldu og það er í gegnum fjölskylduna sem mannkynið fjölgar sér, samfélagið þróast, menningin gengur mann fram af manni og fólk þroskast sem einstaklingar. Fjölskyldan tengir okkur við þjóðina og lætur okkur finna að við séum elskuð eins og við erum og það skilyrðislaust. Þegar við finnum að við eigum einhvers staðar heima og njótum óþvingaðrar ástar öðlumst við stöðugleika og gildi sem við gætum ekki upplifað eða tileinkað okkur annarsstaðar.

mikilvægi fjölskyldu

Lokamarkmið7-9 áraSkilur að fjölskyldan er hornsteinn þjóðfélagsins og sér til þess að kærleikur milli foreldra og barna, bræðra og systra, ríki innan eigin fjölskyldu.

Ég er góð eða góður við foreldra mína og aðra í fjölskyldunni.

Ég er góður eða góð við systkini mín, frændur og frænkur og alla krakka sem ég þekki og geri margt með þeim og reyni að rífast ekki við þau.

Félagsþroski

tilfinningaþroski

Frelsi og virðing fyrir öðrum

Lokamarkmið7-9 áraSameinar eigið frelsi og umhyggju fyrir öðrum, stendur á rétti sínum, uppfyllir skyldur sínar og ver rétt annarra til að gera slíkt hið sama.

Ég deili því sem ég á með hinum drekaskátunum í sveitinni.

Ég vinn verkin sem ég er beðin eða beðinn um í skátasveitinni.

Ég tek þátt í leikjum og verkefnum um réttindi barna.

Page 138: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1409. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Öll þjóðfélög þurfa stjórnvöld, kosin með viðurkenndum lýðræðislegum aðferðum á öllum stjórnkerfisstigum, sem eiga á ábyrgan hátt að gæta almannahagsmuna. Við erum ekki alltaf sammála ákvörðunum stjórnvalda og höfum rétt á því að láta skoðanir okkar í ljós með öllum viðurkenndum leiðum og virkri þátttöku. En þótt við kunnum að vera ósammála ber okkur skylda til að viðurkenna og virða þessar ákvarðanir.

Ef allir notfærðu sér frelsið til að gera nákvæmlega það sem þeir vildu – en þá væri það reyndar ekki lengur frelsi – gæti satt að segja enginn nýtt sér eigið frelsi af því að ekkert svigrúm væri til þess. Líkast til gerðu þá sterkustu einstaklingarnir það sem þeim sýndist á kostnað allra annarra í samfélaginu. Þess vegna er mikilvægt að setja reglur til að allir fái að njóta persónulegs frelsis.

Félagsþroski

mannréttindi

lýðræði

Lokamarkmið7-9 áraViðurkennir og virðir lögmæt yfirvöld og almenn fyrirmæli og beitir þeim í þágu annarra.

Ég ber virðingu fyrir foreldrum mínum og kennurum og ákvörðunum þeirra og veit af hverju ég þarf að virða ákvarðanir fullorðna fólksins.

Ég hjálpa hinum börnunum þegar þau eiga að skipuleggja eitthvað í skólanum eða skátasveitinni.

Ég kýs í leikja- og verkefnahópa með hinum drekaskátunum og vel ásamt þeim skátana sem stjórna verkefnunum sem ég tek þátt í.

Lokamarkmið7-9 áraVirðir og stuðlar að auknum mannréttindum, en fylgir þó þeim reglum sem samfélagið hefur sett, metur þær á ábyrgan hátt og ígrundar möguleikann á að breyta þeim ef þörf krefur.

Ég fer eftir reglunum heima hjá mér, í skólanum og í skátasveitinni.

Ég legg öðrum lið og geri á hverjum degi eitthvað öðrum til gleði og hjálpar.

Page 139: Handbók sveitarforingja drekaskáta

141 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Í virku og innihaldsríku nærsamfélagi gefst kostur á að uppgötva þau gildi sem þjóðin telur mikilvæg. Í þjóðfélagi sem er opið og

fordómalaust er auðveldara að verja þessi gildi, viðhalda þeim og þróa þau áfram. Við getum verið trygg uppruna okkar en samt komið á þeirri réttlátu og góðu þjóðfélagsskipan sem við þráum öll, svo framarlega sem við virðum og skiljum það samfélag sem við erum sprottin úr.

Samfélagsþátttaka snýst ekki aðeins um sameiginlegan skilning á hugtökunum samstaða, réttindi, yfirvöld og reglur.

Þó að heimurinn sé ef til vill að einhverju leyti að hnattvæðast er samfélagið enn í augum flestra gatan þeirra, hverfið eða bærinn; þar þurfum við að sýna skuldbindingar okkar við aðra á áþreifanlegan hátt. Þetta þýðir samt ekki að orðið „samfélag“ eigi bara við um næsta nágrenni - við þurfum að læra bæði að hugsa hnattrænt og taka til hendi á heimaslóð.

Félagsþroski

Lokamarkmið7-9 áraLeggur á virkan hátt sitt af mörkum til nærsamfélagsins og tekur þátt í að skapa réttlátt samfélag sem byggir á þátttöku og samvinnu. Getur greint mismunandi orsakir ágreinings, þekkir leiðir til að minnka líkur á ágreiningi og til þess að leysa úr ágreiningi.

Ég hef lært og kann símanúmer Neyðarlínunnar 112 og veit að hringi ég í það númer næ ég einnig sambandi við lögreglu, slökkvilið og sjúkrabíl.

Ég hjálpa til heima hjá mér um leið og ég er beðin eða beðinn um það.

þátttaka og samvinna

Lokamarkmið7-9 áraTileinkar sér menningarleg gildi þjóðarinnar, en er samt opin(n) fyrir menningu annarra þjóða og einstakra hópa.

Ég þekki helstu tákn þjóðarinnar, til dæmis fánann, skjaldarmerkið og þjóðsönginn.

Ég ber virðingu fyrir táknum landsins míns og þekki tákn nokkurra annarra þjóða.

menningarleg gildi

Page 140: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1429. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Menning okkar verður ekki til í tómarúmi. Sjálfbær hagvöxtur landshluta eða þjóðar

fer eftir breytum í hagkerfi heimsins og er háður samningum milli þjóða og landsvæða.

Friður sprettur ekki eingöngu upp úr réttlæti í samskiptum manna heldur líka af skilningi milli þjóða. Til að það takist þurfum við frá blautu barnsbeini að tileinka okkur að vera opin gagnvart öðrum menningarheimum og öðlast þannig fjölþjóðavitund sem stuðlar að skilningi og umburðarlyndi.

Sjálfbærni er þróun sem fullnægir þörfum nútímans án þess að skerða möguleika komandi kynslóða. Talað er um vistfræðilega, menningarlega og efnahagslega sjálfbærni. Efnahagsleg sjálfbærni er mikilvæg forsenda fyrir vistfræðilegri og menningarlegri sjálfbærni.

Því þróaðri, sjálfstæðari og flóknari sem mennirnir og samfélag þeirra verða, því háðari verða þau hinu viðkvæma jafnvægi á milli aragrúa af plöntum og dýrategundum sem er að

finna í náttúrunni á hverjum stað. Þetta jafnvægi, eða vistkerfi, hefur orðið illa úti vegna iðnvæðingar sem hefur mengað gríðarlega vatnið okkar, andrúmsloftið og jarðveginn. Framtíðarhorfur okkar eru háðar því að finna lausn á þessum vanda og við þurfum öll að leggja okkar af mörkum til þess.Sjálfbærni þarf einnig að ná til þess smáa í nærumhverfi og nærsamfélagi – eins og meðferð fjármuna, flokkun á sorpi og umgengni um náttúrulegt umhverfi og menningarleg verðmæti – og er þannig á ábyrgð og valdi hvers og eins.

Félagsþroski

náttúruvernd og sjálfbærni

Lokamarkmið7-9 áraStuðlar að friði og gagnkvæmum skilningi einstaklinga og þjóða með því að hvetja til alþjóðlegrar samvinnu og vináttu fólks um allan heim.

Ég þekki sveitirnar í skátafélaginu mínu og veit hvað þær heita.

Ég tek þátt í verkefnum með öðrum skátasveitum í félaginu mínu.

Friður og gagnkvæmur skilningur

Lokamarkmið7-9 áraSkilur í hverju hugtakið sjálfbærni felst og leggur sitt af mörkum til sjálfbærrar þróunar í nærumhverfi og nærsamfélagi, en líka í víðara vistfræðilegu, menningarlegu og efnahagslegu hnattrænu samhengi.

Ég hugsa um stofublómin heima og er góð eða góður við dýr og reyni að skemma ekki tré og annan gróður að óþörfu.

Ég hjálpa til við að flokka sorp á heimili mínu.

Ég geri mér grein fyrir að allir hlutir kosta peninga.

Page 141: Handbók sveitarforingja drekaskáta

143 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Í leit okkar að svörum um tilgang lífsins gerist það stundum að djúp og örugg vissa kviknar innra með okkur og veitir lífi okkar tilgang. Slík vissa tengist oft ákveðnum trúarbrögðum. Oft eru einstaklingar hins vegar fullir efasemda um æðri mátt og leitin að tilgangi lífsins beinist í aðrar áttir. Í skátastarfi verður að bera virðingu fyrir ólíkum trúarbrögðum. Einnig fyrir afstöðu þeirra einstaklinga sem leita svara um tilgang lífsins utan hefðbundinna trúarbragða. Andlegur þroski einkennist af heilsteyptri siðfræðilegri afstöðu til manna og málefna með eða án tengsla við skipuleg trúarbrögð.

Leitin að tilgangi lífsins, eða því sem nefna mætti lífsgildi, er eitt af því sem einkennir manninn og greinir hann frá öðrum lífverum. Þessi leit hefur staðið

svo lengi sem konur og karlar, hafa myndað samfélög, fylgst með undrum náttúrunnar, horft á sólina, tunglið og stjörnum prýddan

himininn.Fæðing og dauði mannsins sjálfs og alls þess sem lifir eru meðal

þeirra fyrirbæra sem maðurinn hefur reynt að skilja og útskýra.Trúarbrögð hafa þróast í tengslum við ólík menningarsvæði, en flest ef ekki öll, snúast trúarbrögð um að skipa í

hugmyndakerfi útskýringum manna á þessum illskiljanlegu fyrirbærum. Vísindin hafa líka glímt við spurningar um tilurð alheimsins, upphaf og þróun lífs á jörðinni og tilveru mannsins, bæði sem einstaklings og í stórum og smáum samfélögum. Hver einstaklingur þarf að finna eigin svör við spurningunni um tilgang lífsins.

andlegur þroskilífsgildi

Lokamarkmið7-9 áraLeitar dýpri viðmiða, bæði persónulega og samfélagslega, um tilveru mannkyns og náttúrunnar í heild og tengir þau eigin lífsgildum.

Mér þykir vænt um náttúruna og nýt þess að ferðast og stunda útivist.

Ég tek eftir góðverkum hinna drekaskátanna og kann vel að meta þau.

Lokamarkmið7-9 áraFylgir siðfræðilegri afstöðu sem tengist hugmyndum um tilgang lífsins utan eða innan skipulegra trúarbragða.

Ég hef áhuga á því að öðlast meiri vitneskju um tilgang lífsins.

Ég tek þátt í hátíðlegum og alvarlegum athöfnum í skátasveitinni minni.

siðfræði

Page 142: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1449. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Virðing fyrir öllu sem lifir og náttúrunni í heild er einkenni hins þroskaða manns. Keðjan er aldrei sterkari en veikasti hlekkurinn. Sjálfbærni byggist á þeirri sýn að alltaf skuli hafa heildina í huga, í daglegu lífi og við samfélagslegar ákvarðanir – bæði hvað varðar vistfræði tengda náttúrunni og mannlegu samfélagi. Fjölbreytileiki styrkir heildina og þess vegna er mikilvægt að sinna „hinum minnsta bróður“ eða „hinni minnstu systur“ að minnsta kosti til jafns við þá sem sterkari eru. Björgunarmaðurinn spyr ekki um kostnað þegar mannslíf er í veði. „Að hjálpa öðrum“ hefur víðtæka merkingu fyrir hinn „sanna skáta“ og tekur til alls sem lifir sem og náttúrulegs og menningarlegs umhverfis.

Andlegur þroski er mikilvægur hluti þróunar mannsins frá vöggu til grafar. Andlegur þroski eflir einstakling sem heilsteypta manneskju sem ber ábyrgð á hugsunum sínum og gjörðum. Hann skapar einstaklingnum tækifæri til að nýta enn betur alla þá möguleika til þroska í samspili við umhverfi sitt sem hverjum manni eru áskapaðir þegar hann fæðist í þennan heim. Íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni eru þroskandi viðfangsefni í skátastarfi sem utan þess.

íhugun og Samræður

andlegur þroski

Lokamarkmið7-9 áraStundar íhugun og samræður við aðra um tilgang lífsins og mannlega breytni. Þekkir og getur útskýrt mikilvægi persónulegrar og sameiginlegrar upplifunar.

Ég ræði við félaga mína um það sem mér finnst skrýtið.

Ég ræði við félaga mína um hvað sé rétt að gera þegar við erum ekki sammála og hvers vegna.

að hjálpa öðrum

Lokamarkmið7-9 áraGerir siðaboðskap sem byggir á kennisetningum um tilgang lífsins og virðingu fyrir lífi yfirleitt að hluta af daglegu lífi, bæði einkalífi og samfélagsþátttöku, og leitast við að hjálpa öðrum í stóru og smáu.

Ég kann sögur af fólki sem hefur lagt sig fram um að hjálpa öðrum.

Ég reyni að vinna góðverk á hverjum degi.

Page 143: Handbók sveitarforingja drekaskáta

145 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Umburðarlyndi er tengt hugtökunum frelsi og fordómaleysi. Hinn frjálsi maður er bæði umburðarlyndur og fordómalaus. Fordómar eru oft rót átaka milli einstaklinga, hópa og jafnvel þjóða. Öll höfum við fordóma meðan við þekkjum ekki viðkomandi fyrirbæri og dæmum það án ígrundunar. Umburðarlyndi hjálpar okkur við að takast á við eigin fordóma og er þannig forsenda lýðræðislegs samfélags. Fordómar geta tengst hugmyndakerfum, til dæmis trúarbrögðum og stjórnmálaskoðunum, einkennum hópa, til dæmis kyni, litarhætti, uppruna eða kynhneigð og einkennum einstaklinga, til dæmis feimni, hlédrægni, illkvittni, öfund eða meinfýsi. Umburðarlyndi er lykilhugtak í baráttunni við fordóma. Skátahreyfingin er alþjóðleg og á að vera hafin yfir fordóma. Eitt meginmarkmið skátastarfs er að ala upp frjálsa, fordómalausa og umburðarlynda einstaklinga – „sanna skáta“

Lokamarkmið7-9 áraHefur samskipti við fólk burtséð frá trúarbrögðum þeirra, uppruna, litarhætti, kyni, kynhneigð eða stjórnmálaskoðunum og leitast við að skapa opið, umburðarlynt og fordómalaust samfélag.

Ég veit að til er mjög gott fólk þó að það aðhyllist trúarbrögð sem eru ólík mínum.

Ég virði skoðanir vina minna þótt þær séu ólíkar mínum eigin.

umburðarlyndi

andlegur þroski

Page 144: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1469. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

í fyrsta lagiBarnið gengur í sveitina

Þegar strákur eða stelpa gengur í sveitina tökum við vel á móti honum eða henni, skipum þeim í hópa og hefjum leikinn!

Hvað meinum við með því?

Börnin eiga strax að vera með í öllu sem er að gerast og taka fullan þátt í verkefnunum sem eru í gangi þá stundina eins og þau hefðu alltaf verið þarna. Það á ekki að gera neinn greinarmun á nýliðunum og hinum krökkunum. Tilgangurinn með þessum fyrstu kynnum af vingjarnlegum hópi sem skemmtir sér vel og gerir spennandi hluti er að barninu finnist það tilheyra skátasveitinni eins fljótt og auðið er.

Þegar barn gengur í sveitina eða áður en það gerist þurfa foringjarnir að velja einn úr sínum hópi til að fylgjast með því og meta framfarir þess. Þessi stóri bróðir eða systir sem á að sinna barninu sérstaklega ætti að gegna því ábyrgðarhlutverki í að minnsta kosti ár.

Hvernig vinnum við meðáfangamarkmiðin í sveitarstarfinu?

Page 145: Handbók sveitarforingja drekaskáta

147 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Þegar fyrsta fundinum lýkur ætti þessi foringi að fara til barnsins og spjalla aðeins við það, eins óformlega og hægt er:

Hvernig gekk? Skemmtirðu þér vel? Fannst þér gaman á fundinum? Hvernig leist þér á hina drekaskátana? Fékkstu einhver verkefni til að vinna næstu viku?

Á þessum tímpunkti gefst gott tækifæri til að gefa barninu smágjöf til að bjóða það velkomið eða gera eitthvað sérstakt af þessu tilefni. Þú gætir kynnt þig fyrir fjölskyldu eða foreldrum barnsins þegar þeir sækja það á fundinn, ef þú ert ekki þegar búinn að því, sagt þeim dálítið frá skátafélaginu og séð í leiðinni hvernig barnið hefur tekið „fyrsta fundinum í sveitinni“.

Fyrstu kynni geta verið með ólíku móti. Það sem mestu máli skiptir er að allt frá fyrstu fundum ykkar hefur þú, foringinn sem ber ábyrgðina, opnað fyrir samfellda orðræðu við nýja skátann í sveitinni. Hvernig þú ferð að þessu fer að miklu leyti eftir barninu sjálfu, hvernig þér finnst þægilegast að vinna og kringumstæðunum þegar barnið gekk í sveitina.

Samkvæmt skátaaðferðinni er þetta fyrsta samtal upphafið að nýliðatímabilinu. Það fellur ekki undir drekamerkin, eins og við kynnumst síðar.

Nýliðatímabilið er stutt ferli, mislangt en getur staðið frá tveimur eða þremur vikum til tveggja eða þriggja mánaða. Það hefst með fyrstu kynnunum sem við nefndum áður og því lýkur þegar barnið fær drekamerkið fyrir stigið sem það á að fara að vinna með.

Varðandi það síðastnefnda megum við ekki gleyma að sum börn eru eldri en sjö ára þegar þau ganga í sveitina og þess vegna verður þú að vita hvar þau standa gagnvart áfangamarkmiðunum til að geta fundið út hvort þeim hentar að vinna að Brons-, Silfur- eða Gull-drekamerkinu.

Nýliðatímabilið er einstaklingsbundið ferli og börn upplifa það hvert á sinn hátt, jafnvel þegar nokkur börn ganga í sveitina á sama tíma. Barnið tekur fullan þátt í öllu sem sveitin tekur sér fyrir hendur á meðan á nýliðatímabilinu stendur.

í öðru lagi nýliðatímabilið

Page 146: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1489. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Hvað geristá þessu tímabili

frá sjónarhóli barnanna?

Þau kynnast sveitinni og læra að þekkja nöfnin og táknin sem notuð eru í sveitarstarfinu.

Þau eignast nýja vini og öðlast traust á foringjunum, einkum þeim sem metur frammistöðu þeirra, foringjanum sem fylgist með framförum þeirra innan sveitarinnar. Þau eru meira eða minna til frambúðar í hópi. Við segjum „meira eða minna“ vegna þess að þátttaka í öllum hópum er alltaf tímabundin. Aftur á móti er þetta „til frambúðar“ í þeim skilningi að barnið verður kyrrt í hópnum þar sem því líður best (eftir að hafa kynnt sér nokkra hópa) það sem eftir er af dagskrárhringnum.

Síðast en ekki síst, barnið verður einn af skátunum í sveitinni og hefur áhuga á að vera þar áfram.

Hvað gerist frá sjónarhóli foringjans?

Þú vingast við barnið og ávinnur þér traust þess. Þú segir barninu allt sem það þarf eða vill vita um sveitina og skátafélagið. Þú fylgist með því sem barnið segir og gerir og viðbrögðum þess til að komast að þörfum þess, metnaði, hæfileikum, áhugamálum og eiginleikunum sem það getur þroskað með sér. Í stuttu máli sagt reynirðu að kynnast barninu og umhverfi þess eins vel og þú mögulega getur. Þú myndar þér skoðun á hvar barnið er statt með tilliti til áfangamarkmiðanna sem standa þessum aldurshópi til boða.

Page 147: Handbók sveitarforingja drekaskáta

149 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

í þriðja lagikynning, umræða og ákvörðun um áfangamarkmið

Samtal um markmiðin getur átt sér stað um leið og þau eru kynnt, seinna eða jafnvel áður. Oft er erftitt að komast hjá því að tala um þau áður en þau eru „opinberlega“ kynnt, af því að börn á þessum aldri eru alltaf að spyrja. Þau hefja einnig máls á atriðum sem við héldum að þau væru ekki tilbúin að fást við eða á meðan við veltum fyrir okkur bestu leiðinni til að fitja upp á þeim.

Ef barnið sýnir ekki strax viðbrögð við því sem við segjum – sem gerist frekar sjaldan – er betra að bíða dálítinn tíma og reyna svo að tala um þetta aftur, útskýra betur, nota nýtt myndmál og nýtt sjónarhorn.

Slík kynning er auðvitað ekki hátíðleg ræða eða fyrirlestur af neinu tagi, heldur óformlegar samræður eins og fjölmargar aðrar sem þið hafið átt við alls konar aðstæður á nýliðatímabilinu. Nýliðar hafa séð Drekaskátabókina hjá hinum drekaskátunum og leikinn við að líma inn í þær hvatatáknin þegar áfangamarkmið hafa verið valin og ásksoranir settar. Þeir hafa tekið eftir framfaratöflunni á veggnum og spurt oftar en einu sinni hvenær þeir megi vera með. Þeir bíða eftir tækifæri til að ræða þetta mál.

Kynningin gerist ekki bara einu sinni, heldur er hún endurtekin nokkrum sinnum og ágætt er að ræða eitt til tvö þroskasvið í hvert skipti. Að kynna, tala um og ákveða áfangamarkmið er, ef svo má segja, sérstakt ferli á nýliðatímabilinu.

Við notum ekki bara eina aðferð til að kynna áfangamarkmiðin heldur margar: Sögur um persónurnar sem tákna hvert þroskasvið, barnið fær Drekaskátabókina, áfangamarkmiðin sem líklegt er að barninu þyki erfiðust eru rædd, barnið er beðið um að lesa vissa texta og ræða hugmyndir sínar við foreldrana.

Á nýliðatímabilinu ertu í mjög nánu sambandi við stelpuna eða strákinn sem þú fylgist með. Það er eins og hjá öðrum tveimur einstaklingum sem efna til nýrrar vináttu, þið finnið ykkur tíma og tækifæri til að ræða saman.

Þegar þér finnst það tímabært, gagnkvæmt traust er komið á og þér finnst þú þekkja barnið þokkalega vel, kemur að því að kynna barninu áfangamarkmiðin.

Page 148: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1509. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Þegar þessu stigi er farsællega lokið eru áfangamarkmiðin orðin persónuleg áfangamarkmið barnsins sjálfs.

Þegar samkomulag um val áfangamarkmiða og persónulegar áskoranir barnsins er í höfn er ekki annað eftir en að ákveða í samráði við barnið á hvaða drekamerki það byrjar. Það fer eftir áfangamarkmiðunum sem báðir aðilar eru sammála um að barnið hafi þegar náð.

Á þessu stigi hafa áfangamarkmiðin í Drekaskátabókinni mikil áhrif á markmiðaval barnsins. Það þarf að hjálpa því að setja sér áskorun sem leið að hverju markmiði, þannig að þau verði persónuleg markmið barnsins.

Áskoranirnar eru skrifaðar af barninu eða með orðum þess við áfangamarkmiðin í Drekaskátabókina. Allt sem skrifað er í Drekaskátabókina ætti að vera alveg eins og barnið vill hafa það. Ef barnið er með fleiri hugmyndir að því hvernig vinna má að tilteknu áfangamarkmiði er hægt að nota síðuna aftan við þroskasviðin í Drekaskátabókinni fyrir þær áskoranir eða hugmyndir.

Page 149: Handbók sveitarforingja drekaskáta

151 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

lok nýliðatímabilsinsÞegar samkomulag er orðið um áfangamarkmiðin, má líta svo á að nýliðatímabilið sé á enda. Nokkrir mikilvægir viðburðir tengjast því:

Áfangamarkmið sem barnið er talið hafa náð eru skráð í Drekaskátabók þess. Það er gert með því að líma hvatatákn með tákni þroskasviðsins við hliðina á áfangamarkmiðinu og stimpla eða árita límmiðana.

Áfangamarkmiðin sem barnið velur að vinna að í næsta dagskrárhring eru rædd og það setur sér áskorun: Hvers vegna barnið valdi tiltekin áfanga- markmið, hvernig það vilji orða áskorunina og hvort því finnist það þurfa setja sér fleiri en eina áskorun gagnvart áfangamarkmiðinu. Svipuð skrá er haldin á framfaraspjaldi, sem foringjarnir geyma í félaga- skrá sveitarinnar fyrir hvern og einn.

Hvatatákn fyrir áfangamarkmið er einnig hægt að færa inn á framfaratöflu. Það er veggspjald sem margar sveitir velja að hafa uppi á vegg í sveitarherberginu til að halda sýnilega skrá um framfarir drekaskátanna. Við notum sömu límmiðana á framfaratöfluna og í Drekaskátabókina.

Drekaskátinn fær brons-, silfur- eða gull-drekamerki til að sauma á skátaklútinn fyrir stigið sem samþykkt var að hefja vinnuna að áfangamarkmiðunum á. Merkinu er úthlutað í upphafi, en hvorki meðan á vinnunni stendur eða í lokin, af því að það er hvatning en ekki verðlaun eða umbun. Ef merkið væri veitt í lokin myndi gulldrekamerkið varla vera neitt notað og rynni saman við flutning yfir í fálkaskátana og þá færi hvatningin sem tengist þessum tveimur aðskildu viðburðum fyrir ofan garð og neðan.

Á nýliðatímabilinu er hvenær sem er hægt að halda stutta vígsluathöfn þar sem nýi drekaskátinn vinnur skátaheitið og fær afhentan skátaklútinn. Æskilegt er að bjóða foreldrum barnsins að vera viðstödd athöfnina. Hugmyndir um hvernig athöfnin skuli fara fram er að finna í 17. kafla.

Þrátt fyrir allt sem gerist í lok nýliðatímabilsins verðum við að hafa hugfast að stelpurnar og strákarnir eru skátar sveitarinnar frá því að þau ganga fyrst í hana og njóta fullra réttinda þegar þau taka þátt í sveitarþingi. Eini munurinn er sá að þau bera ekki skátaklút fyrr en eftir vígsluathöfnina þegar þau fá hann afhentan.

Page 150: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1529. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

HvatatákninHvatatáknin eru sex talsins, eitt fyrir hvert þroskasvið. Hvatatáknin eru límd í Drekaskátabækur barnanna þegar þau velja sér áfangamarkmið og setja sér áskoranir að vinna að.

Þegar börnin hafa lokið þeim áfangamarkmiðum sem þau völdu sér, stimplar eða áritar umsjónarforinginn þau áfangamarkmið sem samkomulag er um að skátinn hafi lokið.

Hvatatákn eru einnig límd við nafn skátans á framfaratöflu skátasveitarinnar í sveitarherberginu þegar skátinn hefur valið sér áfangamarkmið og sett sér áskoranir ef sveitin er á annað borð með slíka framfaratöflu.

Síðast en ekki síst fær skátinn afhent hvatatákn til að líma á Drekaskátakortið sem hann er með uppi á vegg heima hjá sér þegar hann lýkur þeim áfangamarkmiðum sem hann valdi sér.

Hvatatáknin eru þannig notuð sem hvatning um að vinna vel að áfangamarkmiðum, bæði í Drekaskátabókina og á framfaratöfluna. Þegar markmiðunum er náð fær barnið hvatatákn til að líma á Drekaskátakortið heima hjá sér.

Sömu sex tegundir límmiða eru notaðir sem hvatatákn í Drekaskátabókina, framfaratöfluna og á Drekaskátakortið sem barnið er með heima.

Page 151: Handbók sveitarforingja drekaskáta

153 Áfangamarkmið drekaskáta | 9. kafli

Drekamerkjum er ætlað að hvetja börnin til framfara með viðurkenningu á því að þau hafi náð áfangamarkmiðum sínum. Þegar barnið færist á næsta stig fær það nýtt merki til að bera á klútnum.

Drekamerkin eru þrjú og foringjarnir geta verið nokkuð sveigjanlegir við afhendingu þeirra. Almennt ætti þó að styðjast við eftirfarandi atriði.

drekamerkin

Fyrsta drekamerkið – Bronsdrekinn Þegar barnið byrjar að vinna að fyrstu áfangamarkmiðum sínum.

Annað drekamerkið – SilfurdrekinnÞegar drekaskátinn hefur náð um það bil 25 (24-26) áfangamarkmiðunum.

Þriðja drekamerkið – GulldrekinnÞegar drekaskátinn hefur náð um það bil 50 (48-52) áfangamarkmiðum.

Page 152: Handbók sveitarforingja drekaskáta

1549. kafli | Áfangamarkmið drekaskáta

Eins og áður var nefnt byrjar barn eldra en átta ára ekki endilega á bronsdrekastigi þegar það gengur í sveitina heldur kemur í ljós á nýliðatímabilinu á hvaða stigi barnið ætti að byrja og hvað hentar þroska þess best, samkvæmt viðmiðunum sem við höfum farið yfir.

Eins og við höfum séð eru áfangamarkmiðin stefnuskrá fyrir allt sem barnið gerir en ekki bara skátastarfið eitt og sér. Þess vegna er líklegt að eldra barn hafi uppfyllt mörg markmiðanna án þess að hafa nokkurn tímann starfað í skátasveit. Það væri út í hött ef níu ára barn byrjaði á bronsdrekanum og einföldustu áfangamarkmiðunum, sem ætlast er til að hæfi sjö ára barni, einungis af því að barnið er „nýtt“ í sveitinni. Þetta er kosturinn við nýliðatímann og samræður foringjanna við börnin á því tímabili.

Drekamerkin og hvatatáknin eru hvatning sem ætlað er að fá börnin til að leggja sig alltaf aðeins betur fram við persónulegar framfarir, en merkin eru ekki takmark í sjálfu sér.

Page 153: Handbók sveitarforingja drekaskáta

10verkefni í

KAFLI 10

drekaskátastarfi

Page 154: Handbók sveitarforingja drekaskáta

15610. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

til að ná markmiðum leysum við verkefni

Reynsla er hið eiginlega nám, þar sem hún snýst um persónuleg tengsl barnsins við veruleikann.

Hún er það sem hjálpar barninu að öðlast og temja sér þá þekkingu, hegðun eða viðhorf sem felast í áfangamarkmiðunum.

Verkefni reynsla• Það sem verður til innra með

hverjum einstaklingi. Reynslan er það sem hver einstaklingur fær út úr verkefninu.

• Það sem verður til innra með hverju barni þegar það stendur frammi fyrir mismunandi kringumstæðum.

• Það sem er að gerast hið ytra, athöfnin sem snertir alla.

• Aðstæður sem skapar nýjar kringumstæður.

Verkefni veita börnunum einstaklingsbundna reynslu. Þannig er verkefnið eitthvað sem allir gera saman - og reynslan annað – eitthvað sem hver einstaklingur öðlast meðan á verkefninu stendur.

Börn læra af reynslunnisem verkefnin veita þeim

Í skátastarfinu læra börn og ungt fólk með athafnanámi og vinnan í sveitinni er í formi verkefna.

Börnin eru aðalgerendur í þessum verkefnum. Þau koma oftast með hugmyndir og það er þeirra ákvörðun sem ræður vali verkefna. Þau taka virkan þátt í að undirbúa verkefni, vinna þau og meta.

Verkefnin stuðla að því að veita börnunum þá persónulega reynslu sem gerir þeim kleift að sýna þá hegðun eða viðhorf sem stefnt er að með áfangamarkmiðunum.

Það er ekki til betri leið til að meta náttúruna að verðleikum en að gróðursetja tré með eigin höndum og hlúa að því á meðan það er að vaxa. Það er ekki til betri leið til að sýna umhyggju fyrir öðrum en að deila eigum okkar með vinum og félögum.

Með þessu athafnanámi tileinka börn sér skilning á dýpri og varanlegri hátt og það örvar þau til áframhaldandi náms og þroska.

Page 155: Handbók sveitarforingja drekaskáta

157 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

af hverju skiptir þessi aðgreining máli fyrir vinnu okkar sem foringjar?

Þessi aðgreining vekur upp nokkur mikilvæg íhugunarefni:

Eitt einstakt verkefni getur valdið ólíkri reynslu hjá börnunum sem taka þátt í því. Hvernig börnin upplifa reynsluna fer eftir ýmsu, þar á meðal persónugerð hvers einstaklings.

Verkefni getur gengið afar vel og gagnast hópnum í heild prýðilega, þótt einstök börn bregðist ekki við verkefninu eins og við vonuðumst til.

Hins vegar getur það líka komið fyrir að verkefni sem almennt er ekki talið hafa heppnast sérlega vel getur samt leitt af sér reynslu sem hjálpar sumum börnum að tileinka sér þá þekkingu, hegðun eða viðhorf sem felast í áfangamarkmiðunum.

Þar sem reynslan grundvallast á skynjun barnsins sjálfs á veruleikanum, getum við foringjarnir ekki haft áhrif á hana, stjórnað henni eða séð hana fyrir með neinni vissu. Við getum samt haft áhrif á verkefnin, reynt að láta þau leiða af sér eða greiða fyrir reynslu sem leiðir til þess að börnin tileinki sér það sem felst í markmiðunum.

Sveitaráætlunin verður að innihalda mismunandi verkefni.

Verkefni geta ekki orðið til á staðnum. Þau þarf að velja, undirbúa, framkvæma og meta á viðeigandi hátt.

Það er ekki nóg að vinna verkefni og það er jafnvel ekki heldur nóg að þau heppnist vel. Við verðum að vera vakandi fyrir þeirri persónulegu reynslu sem hvert barn öðlast vegna verkefnisins og gerum það með því að fylgjast vel með einstaklingsbundnum framförum hvers barns.

Page 156: Handbók sveitarforingja drekaskáta

15810. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

verkefnin stuðla að því að áfangamarkmiðin náistsmám saman og á óbeinan háttEngin bein milliliðalaus tengsl orsaka og afleiðinga eru milli verkefna og áfanga-markmiða barnanna. Verkefnavinnan ein og sér veldur því ekki að áfangamark-miðin náist.

Það eru öll viðfangsefni sveitarinnar samanlögð sem hjálpa börnunum smám saman að ná áfangamarkmiðum sínum og áskorunum. Hin margþætta, endurtekna reynsla sem börnin öðlast við lausn verkefna styrkir þau í störfum sínum og auðvelda þeim leiðina að settum áskorunum og markmiðum.

Þetta þýðir að það eina sem við getum metið við lok verkefnis er verkefnið sjálft. Við getum aðeins metið persónulegan þroska barnanna, það er framfarir þeirra, að loknum nokkrum verkefnum.

Page 157: Handbók sveitarforingja drekaskáta

159 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Í 9. kafla nefndum við að áfangamarkmið spanni allt sem börnin gera, þar á meðal fjölmargar og ólíkar athafnir, sem margar hverjar eru ekki innan sveitarstarfsins.

innri og ytri verkefni

Við gerum því greinarmun á innri og ytri verkefnum.

Innri verkefni eru þau sem eru á áætlun sveitarinnar í hverjum dagskrárhring, hvort sem þau eru unnin innan eða utan sveitarstarfsins.

Ytri verkefni eru þau viðfangsefni sem börnin fást við utan skátastarfsins og tengjast dagskrá sveitarinnar ekki beint.

Að sjálfsögðu eru verkefni sveitarforingjanna fyrst og fremst innri verkefni, en það er rangt að álíta að við getum leitt ytri verkefni með öllu hjá okkur. Auk þess að vera drekaskátar eru börnin nemendur í skóla, börn í fjölskyldu og ef til vill í öðru tómstundastarfi. Ef til vill leika þau á hljóðfæri og svo eru þau að sjálfsögðu hluti af vinahópi, svo að nefnd séu aðeins nokkur af hlutverkum þeirra.

Ætlum við okkur að örva framfarir drekaskátanna okkar, leiða þroska þeirra og aðstoða þá við að meta öll áfangamarkmið sín, verðum við að vera meðvituð um athafnir þeirra í öllum hlutverkum þeirra, þar sem hvert hlutverk hefur áhrif á þroska þeirra. Við getum ekki metið allt sem börnin taka þátt í utan skátastarfsins og enn síður getum við haft áhrif á hvað þau taka sér fyrir hendur. Þegar við metum framfarir barna þurfum að búa okkur undir það að meta vægi utanakomandi áhrifa á börnin og hvernig börnin túlka hlutverk sitt í þeim athöfnum.

Hefðbundin verkefni og valverkefniVið höfum séð að allt athafnasvið barna veitir þeim reynsluna sem hjálpar þeim að ná áskorunum sínum og áfangamarkmiðum. Áður höfðum við nefnt að verkefnin í heild skapa þá samstöðu og skátaanda sem við köllum skátastarf.

Þetta þýðir að verkefnin stuðla ekki bara að því að áfangamarkmið náist, heldur eru þau líka farvegur allra þeirra þátta sem mynda skátaaðferðina og móta skátastarfið.

Tvíþætt virkni verkefnanna gerir okkur kleift að greina á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna.

Page 158: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16010. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

eru venjulega framkvæmd á sama hátt og tengjast almennt sama efni

við þurfum sífellt að vinna til að skapa rétt andrúmsloft fyrir skátastarfið

stuðla almennt að því að ná áfanga-markmiðunum

eru framkvæmd á mismunandi hátt og vísa til margvíslegs efnis sem fer eftir áhugasviði barnanna

eru ekki endurtekin nema börnin óski þess sérstaklega og þá aðeins eftir vissan tíma

stuðla að því að eitt eða fleiri skýrt skilgreind áfangamarkmið náist

Dæmi um hefðbundin verkefni eru athafnir tengdar siðum og venjum sveitarinnar. Hver athöfn er nokkurn veginn óbreytt hversu oft sem við framkvæmum hana og endurtekningin hjálpar til við að skapa andrúmsloft sveitarinnar. Athafnirnar eru ekki ætlaðar til að ná neinu sérstöku áfangamarkmiði en tengjast samt sem áður nokkrum þáttum persónuleikans og stuðla þannig almennt að því að ná áfangamarkmiðum á mismunandi þroskasviðum.

Það sem við höfum sagt um athafnir gildir um öll almenn og reglubundin viðfangsefni sveitarinnar, svo sem fundi, ferðir, vinnu hópanna, umhirðu sveitarherbergisins, söngva, leiki, dansa, sögur o.s.frv.

Valverkefni geta verið: Leikþáttur byggður á Íslendingasögunum, ferð í Húsdýragarðinn þar sem teknar eru áhugaverðar myndir, gróðursetningarferð eða að halda hlutaveltu... Innihald verkefna er gjörólíkt hverju sinni, ekkert þeirra er hægt að endurtaka oft og öll eru þau aðferð til að ná mismunandi og skýrt skilgreindum verkefnamarkmiðum.

Hefðbundin verkefnieru þau sem

valverkefnihins vegar

Page 159: Handbók sveitarforingja drekaskáta

161 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Eins og nafnið gefur til kynna fela valverkefni í sér mjög ólík viðfangsefni sem fara yfirleitt eftir vilja barnanna og þörfum samfélagsins þar sem sveitin starfar.

Það eru viss skilyrði fyrir val-verkefnum sem má setja á dagskrá sveitarinnar.

Verkefnið verður að vera ögrandi, gagnlegt, áhugavert og hafa tilgang.

Allt sem felur í sér áskorun er gagnlegt fyrir persónuþroska barnanna, höfðar til þeirra og fær þau til að finnast þau hafi afrekað eitthvað.

Af hverju skiptir aðgreining hefðbundinna verkefnaog valverkefna máli?

Hefðbundin verkefni

• Hjálpa til við að festa skátaaðferðina í sessi.

• Stuðla að góðum starfsanda innan sveitarinnar og veita dreka- skátunum dæmigerða „skáta- reynslu“ eða „skátaupplifun”.

valverkefni

• Taka tillit til ólíkra áhugamála barnanna og opna huga þeirra fyrir margbreytileika umhverfisins og lífsins.

• Endurspegla þarfir samfélagsins.

Lykillinn að verulega fjölbreyttri og gagnlegri sveitardagskrá felst í að ná hæfilegu jafnvægi milli þessara tveggja verkefnaflokka, en alltaf með það í huga að börnin taki virkan þátt í ferlinu.

Foringjar reyna að ná réttu jafnvægi í upphafi dagskrárhrings, fyrst þegar þeir forvelja verkefnin og síðan þegar þeir skipuleggja þau, eins og við munum sjá í eftirfarandi köflum.

Page 160: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16210. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Helstu hefðbundnuverkefni sveitarinnarÍ rauninni eru hefðbundnu athafnirnar oftast framkvæmdar á ósköp venjubundinn hátt og þær eru í reynd ekki ósvipaðar frá einni sveit til annarrar, þó að börnunum þyki þær einstakar.

Samt sem áður er framkvæmd hefðbundnu athafnanna mismunandi og því gott að endurskoða þær af og til. Við ættum sífellt að spyrja okkur hvernig við getum bætt þær eða víxlað röðinni til þess að þær verði ekki innantóm formsatriði og tapi „sjarma“ sínum og uppeldisgildi.

Við fjöllum um helstu hefðbundnu athafnirnar hér á eftir. Aðrar, svo sem hátíðarathafnir og nokkur stjórnunartengd verkefni verða kynnt sérstaklega í 17. kafla bókarinnar.

orðið til þess að sveitin missi sérkenni sín. Hún gæti enn verið aðlaðandi félagsskapur fyrir börn og lagt áherslu á hjálpsemi, en hefði ekki „skátabrag“. Þá væri samstöðu sveitarinnar hugsanlega stefnt í hættu. dregið úr alhliða uppeldisáhrifum skátaaðferðarinnar með því að þynna út „skátaandann“ sem myndast meðal annars við samfellda röð hefðbundinna verkefna.

getur leitt til innhverfrar sveitar sem er sjálfmiðuð og einangruð frá umheiminum. Slíkt undirbýr börnin ekki fyrir lífið heldur eingöngu fyrir einangrað sveitarstarf.

gæti haft áhrif á samstilltan þroska barnanna og torveldað mat á framförum þeirra á mismunandi þroskasviðum enda byggir slíkt mat sérstaklega á reynslu sem hlýst af valverkefnum.

Dagskrá með of mörgum hefðbundnum verkefnum og ekki nægilega mörgum valverkefnum

Dagskrá með ofmörgum valverkefnum gæti hins vegar

Page 161: Handbók sveitarforingja drekaskáta

163 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

sveitarfundurinnSveitin hittist vikulega í eina til tvær klukkustundir í skátaheimilinu eða þar sem hún hefur fundaraðstöðu. Megnið af „innanbæjarstarfi“ skátanna fer fram á sveitarfundum.

Fundirnir hefjast oftast og enda á stuttri, táknrænni athöfn; farið með skátaheitið, fánaathöfn, söng eða hrópi.

Fundurinn fer að mestu í að undirbúa, framkvæma eða meta einhver þeirra hefðbundnu- eða valverkefna sem ráðgerð voru í sveitaráætlun tiltekins dagskrárhrings.

Einnig eru líka nokkur föst verk, svo sem uppröðun í sveitarherberginu, tilkynningar, frágangur og tiltekt.

Page 162: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16410. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Nokkur atriði þarf að hafa í huga til að Komast hjá því að sveitarfundurinn tapi vægi sínu:

dagsferðir og útilegur

Hann þarf ekki endilega að standa yfir í einn til tvo klukkutíma. Stundum, helst á sex til átta vikna fresti, getur hann staðið í hálfan eða heilan dag til að vinna valverkefni sem krefst lengri tíma.

Stöku sinnum – þegar langtíma valverkefni er á dagskrá – fer næstum allur tíminn sem er til ráðstöfunar í að vinna hluta eins verkefnis.

Í sumum valverkefnum getur þurft að sleppa fundi í skátaheimilinu og vinna verkefnið annars staðar í hverfinu eða bænum. Sveitin þarf heldur ekki alltaf að vinna öll saman, sum verkefni byggjast á að drekaskátarnir hittist í litlum vinnuhópum – en munum að sveitarforingi þarf að fylgja hverjum hópi.

Fundinn þarf ekki að halda innan bæjarmarkanna, stundum er skemmtilegt eða getur hentað að bregða sér út fyrir bæjarmörkin og vinna að verkefnum þar.

Föst verk, tilkynningar og þess háttar skipulagsþætti ætti að flétta inn í dagskrá á fundinum. Reyndu ekki að skipta þessu í tvennt því það myndi líka skipta fundinum í tvennt - skemmtilega hlutann og leiðinlega hlutann.

Hvað sem öllu líður á alltaf að vera nóg að gerast á sveitarfundum og engin löng hlé. Börnum leiðist að bíða og hafa ekkert fyrir stafni.

Fundir þurfa ekki að takmarkast við reglulegu sveitarfundina. Börnin geta líka hist á öðrum tímum, annað hvort í hópunum sínum eða hópum sem myndaðir eru fyrir sérstök verkefni. Börn á þessum aldri líta yfirleitt hvorki á klukku né dagatal þegar þau ákveða að hitta vini sína vegna spennandi viðfangsefna.

Æskilegt er að drekaskátasveitir fari í tvær til þrjár útilegur á ári og gista samtals í tvær til fjórar nætur alls, tvær til þrjár í skátaheimili eða skála og eina til tvær nætur í tjaldi. Hver útilega getur verið ein eða tvær nætur.

Page 163: Handbók sveitarforingja drekaskáta

165 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Öll börnin gista saman, hvort sem þau eru í skála, skátaheimili eða í tjaldútilegu. Í tjaldútilegu geta þau annað hvort gist öll saman í einu stóru tjaldi eða í minni tjöldum í þéttri tjaldbúð. Skipting svefnrýma milli stráka og stelpna fer eftir venjum sveitarinnar og persónulegri reynslu foringjans.

Foringi verður að vera til staðar í allri dagskrá sveitar og hópa í útilegum.

Matseld ætti að vera í höndum foreldrahóps eða eldri skáta félagsins.

Nokkur atriði aðgreina útilegur drekaskáta frá ferðum eldri skáta vegna aldurs barnanna:

Drekaskátar elska dagsferðir, hvort sem þeir fara gangandi, hjólandi í strætó eða með öðru farartæki. Dagsferðir sveitarinnar eru sannkallað ævintýri fyrir börn á þessum aldri. Tímalengd og tíðni dagsferða fer eftir þeim verkefnum sem áætlað er að vinna í viðkomandi dagskrárhring og hvaða verkefni hentar að vinna í dagsferðum.

Page 164: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16610. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Sveitin leikur sér af eintómri leikgleði. Leikir eru eðlileg hugðarefni barna, hvort sem þeir eru byggðir upp með fyrirfram settum markmiðum, í formi íþrótta eða einfaldlega bara til ánægju. Sem uppeldistæki skapa þeir margs konar tilfinningar og aðferðir til að bregðast við aðstæðum og umhverfi.

Ekkert verkefni sem gæti mögulega stofnað heilsu eða öryggi barnanna í hættu, hrætt þau eða bælt, er nokkurn tímann leyft í dagsferðum eða útilegum, jafnvel þótt það sé undir því yfirskini að auka getu barnanna.

leikir

Útilegur og dagsferðir eru mikilvægasti útivistarhluti sveitarstarfsins og sem hefur meiri uppeldisáhrif en nokkuð annað getur gert.

Með útivist fá drekaskátar tækifæri til að uppgötva hrynjanda náttúrunnar, beita öllum sínum skilningarvitum, þroska hugmyndaflugið og losa sig við ótta við hið óþekkta. Með útivist uppgötva þeir líka mikilvægi þess að standa saman, upplifa lífið við frumstæð skilyrði, furða sig á náttúrunni og uppgötva sjálf sig. Þeir auka vitneskju sína í umhverfi sem eru víðs fjarri hversdagslífi borgarbúans.

Ekkert getur komið í staðinn fyrir það að upplifa næturkyrrðina undir stjörnubjörtum himni, heyra fuglasönginn í dögun eða hvin vindsins í kjarrinu. Engin viðfangsefni eru eins fræðandi og þau sem leyst eru í dagsferðum og útilegum með sveitinni.

Page 165: Handbók sveitarforingja drekaskáta

167 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Kunna marga leiki eða hafa mikinn efnivið að sækja í.

Velja réttan leik fyrir hvert tilefni.

Undirbúa fyrirfram það sem þarf.

Setja einfaldar reglur og útskýra þær vel í upphafi. Börn þurfa að vita frá byrjun hvernig leikreglurnar eru og hvernig þátttakendur vinna eða tapa.

Veita stöðuga hvatningu án þess að blanda sér í leikinn.

Láta leikinn ganga sinn gang og trufla hann ekki að ástæðulausu.

Láta engan sitja hjá nema hann sé „úr leik“ og ef það gerist og leikreglurnar leyfa það, koma honum þá fljótt aftur inn í leikinn.

Ljúka leiknum áður en börnunum fer að leiðast, ef hægt er að stjórna endinum. (Sumum leikjum þarf að ljúka samkvæmt leikreglum, annars væru þeir tilgangslausir.) Leiks sem endar á réttum tíma verður minnst með ánægju og börnin vilja fara aftur í hann.

Tryggja að þeim sem tapar sé aldrei strítt og að sigurvegar-anum sé óskað til hamingju.

Fara ekki of oft í sama leikinn.

Endurmeta leikina og hlutverk foringjanna í undirbúningi og framkvæmd þeirra.

Til að leikir heppnist vel verðum við að:

Það er hægt að fara í alls konar leiki með sveitinni; inni og úti, litla leiki og stóra, leiki sem foringinn stingur upp á eða börnunum sjálfum hugkvæmast.

Page 166: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16810. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Einu leikirnir sem ætti að forðast eru:

Leikir sem krefjast þess að börnin ferðist um á eigin vegum í umhverfi sem þau þekkja ekki eða kringumstæðum sem þau

eru ekki tilbúin að takast á við á þessum aldri.

Kvöld- og næturleikir í útilegum sem krefjast krafta, hreyfigetu og þroska til að meta áhættu sem börn á þessum aldri hafa ekki enn tileinkað sér.

Leikir sem krefjast meiri líkamlegrar færni og eru erfiðari en börn á þessum aldri ráða við án þess að stofna sér í hættu.

Það eru til margar bækur og bæklingar um fjölbreytt úrval leikja fyrir drekaskáta. Á dagskrárvef BÍS er fjöldi skemmtilegra leikja sem hafa reynst vel í drekaskátastarfi. Samt getur ekkert komið í staðinn fyrir reynslubankann og „leikjabókina“ þína þar sem þú skráir bestu leikina sem þú hefur notað á starfstíma þínum sem foringi.

sögurAð segja sögur úr Dýrheimum eða öðrum bókum er hefð sem hefur lengi fylgt yngstu skátasveitum hreyfingarinnar.

Nokkrar ráðleggingar þegar drekaskátum eru sagðar sögur:

Þú verður að þekkja söguna mjög vel eða geta spunnið hana af fingrum fram. Ef þú hikar eða þarft að fara til baka og leiðrétta þig glatast töframáttur sögunnar.

Þú verður að kunna ótal sögur. Ólíkt yngri börnum missa drekaskátar áhugann ef þeir heyra sömu söguna aftur og aftur.

Þú verður að vera jafn áhugasamur og börnin. Það er ekkert leiðinlegra en að hlusta á fullorðið fólk segja börnum sögur eins og það væri að segja þær öðru fullorðnu fólki. Látbragð, hreyfingar, raddblær og sviðsetning eru mikilvægir þættir í því að börnum þyki saga áhugaverð.

Page 167: Handbók sveitarforingja drekaskáta

169 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Söngur og dans skipta miklu máli við að skapa „skátaandann“ í sveitinni. Drekaskátar eru nánast alltaf tilbúnir að syngja.

Þú getur lært marga söngva og dansa fyrir drekaskáta hjá öðrum sveitum, á Dagskrárvef BÍS og hjá reyndari foringjum. Skátasöngbókin og tónlistar- og lagasíður á Internetinu bæta svo við efnisskrána þína. Allir sveitarforingjar þurfa helst að kunna fullt af söngvum fyrir alls kyns tækifæri.

Söngvar þurfa ekki endilega að vera skátasöngvar. Það er til mikið safn dægurlaga og þjóðlaga sem eru frábær efniviður og jafnvel væri hægt að semja nýjan sveitartexta við lagið.

Söngur og dans

Sögur þarf að segja á réttum stað og tíma. Besti tíminn er á kvöldin í lok varðeldar eða kvöldvöku … í útilegum. Það getur líka verið gott að segja sögur í lok sveitarfundar eða dagsferða, þegar börnin hafa hamast mikið, þurfa hvíld og eru tilbúin til að sitja hljóð og hlusta.

Það er ekki nauðsynlegt að gera sögu ógeðslega eða ógnvekjandi til að ná athygli barnanna. Það eina sem fæst með því er að þau dreymir hugsanlega illa.

Sá lærdómur sem draga má af sögu skýrir sig sjálfur. Ef boðskapur sögunnar er augljós, skaltu láta hann hafa sín áhrif án þess að bæta við frekari útskýringum. Börnum þykir fátt til koma þegar einhver reynir að stjórna útkomunni.

Næsta dag eða einhvern tímann seinna geta börnin notað söguna í verkefni, t.d. leikþætti, teikningar, söngva, leiki eða klætt sig í búninga sem tengjast efni sögunnar.

Page 168: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17010. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

rauðablómið

Page 169: Handbók sveitarforingja drekaskáta

171 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Eins og sjá má er Rauða blómið sérstakur viðburður og felur í sér ákveðnar hefðir. Þegar drekaskátarnir okkar vilja bara skemmta sér saman, getum við einfaldlega skipulagt kvöldvöku án þess að hafa varðeld, Dýrheima-tengingu, skemmtiatriði hópa eða andann sem Rauða blómið skapar. Þannig kvöldvökur geta jafnvel nýst til undirbúnings næsta Rauða blóms.

Allir hjálpast að við að undirbúa dagskrána fyrirfram og foringjarnir leiðbeina og stýra verkefnunum.

Dagskrártónninn er gefinn með miklu fjöri og kátínu og dvínar smám saman niður í rólega stemningu, svo að fjörugri söngvar og leikir ættu að vera í fyrri hluta dagskrárinnar og þeir rólegri í lokin, og enda síðan á hugvekju, „fimm mínútum foringjans“ og Bræðralagssöngnum.

Í útilegum ættu börnin að fara beint í háttinn þegar Rauða blóminu lýkur nema þegar boðið er upp á kvöldkakó við glæður varðeldsins og tannburstun að kakódrykkju lokinni. Þá er tilvalið að safnast örstutt saman eftir tannburstun, fara saman með einn fallegan skátatexta og bjóða svo öllum góða nótt.

Til greina kemur að bjóða foreldrum eða ættingjum á Rauða blómið þegar það er haldið nálægt skátaheimilinu eða innan bæjarmarka, en það er sveitinni einnig mjög mikilvægt að eiga slíka stund út af fyrir sig.

Rauða blómið getur stundum haft þema sem tengt er verkefnunum sem sveitin er að vinna að, svo sem drekum, dýrunum á Seeonee-hæðum, landnemum, jurtum, hafinu, álfum og tröllum, geimförum o.s.frv.

Hjá drekaskátunum er varðeldur kallaður rauða blómið og þá vísað í Dýrheimasögurnar, eins og sagt var frá í 3. kafla.

Rauða blómið er í meginatriðum skemmtun í kringum varðeld með „leikrænni tjáningu“, um það bil klukkustund af „skipulagðri skemmtun“, blöndu af söngvum, stuttum leikþáttum, hrópum, dönsum og öðrum atriðum í umsjón barnanna.

Venjulega er Rauða blómið haldið sem kvölddagskrá í útilegum eða dagsferðum. Einnig 22. febrúar, 2. nóvember, sumardaginn fyrsta eða í tilefni annarra merkisafmæla. Í lok dagskrárhringsins og við önnur sérstök tækifæri er einnig tilvalið að vera með útivarðeld.

Hér eru nokkrar ráðleggingar fyrirRauða blómið:

Page 170: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17210. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Skoðum valverkefnin svolítið betur.

Við vitum að þau geta falið í sér fjölbreytta þætti sem eru í grundvallaratriðum í samræmi við áhugasvið barnanna, tíðaranda og þarfir samfélagsins á hverjum tíma.

Meginefnin sem birtast oftast í valverkefnum sveitarinnar eru handlagni, íþróttir, alls kyns listir, útilíf og náttúruvernd, þjónusta við samfélagið, hugleiðingar, fjölskyldulíf, fjölmenningarlegur skilningur, mannréttindi og fræðsla um frið og lýðræði.

Þótt þetta séu algengustu viðfangsefnin, útiloka þau engan veginn önnur svið viðfangsefna sem börnin kunna að hafa áhuga á.

Einu skilyrðin eru að verkefnin sem við útbúum og leggjum fyrir sveitina til að velja úr verða að vera ögrandi, gagnleg, árangursrík og áhugaverð.

Ögrandi þýðir að þau verða að fela í sér áskorun við hæfi barnanna, sem örvar þau til framfara. Verkefni sem krefjast minni áreynslu en drekaskátarnir ráða við auka ekki færni þeirra eða hvetja þá til að tileinka sér nýja kunnáttu, viðhorf eða leikni. Endurtekin föndurverkefni úr leikskólastarfi barnanna eru því ekki vænleg til árangurs. Ef ögrunin er hins vegar langt umfram getu og þroskastig barnanna missa þau móðinn og ná ekki að tileinka sér þau viðhorf og hegðun sem við sækjumst eftir með starfi okkar.

Að verkefnin þurfi að vera gagnleg þýðir að áherslan ætti að vera á þætti sem skapa reynslu sem leiðir til raunverulegs náms og þekkingar. Til þess að verkefni hafi uppeldisgildi nægja ekki skyndiverkefni, endurtekin verkefni eða einfaldlega verkefni þar sem mikið gengur á. Verkefnin verða að stefna að persónulegum framförum, þ.e. veita tækifæri til að þjálfa eitthvert hinna ákjósanlegu hegðunarmynstra áfangamarkmiðanna sem skátarnir eru að vinna að.

valverkefnin verða að vera ögrandi, gagnleg, árangursrík og áhugaverð

Page 171: Handbók sveitarforingja drekaskáta

173 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Að þau verði að vera árangursrík þýðir að þau eigi að vekja með drekaskátunum tilfinningu um að eitthvað hafi áunnist við að leysa þau, annað hvort vegna þess að þeim hefur orðið ágengt að einhverju leyti eða vegna þess að einhverjar óskir þeirra hafa ræst.

Að verkefnin þurfi að vera áhugaverð þýðir að þau verða öll að vekja áhuga og eldmóð barnanna. Þeim geta þótt verkefni skemmtileg eða nýstárleg eða að verkefnið feli í sér eitthvert gildi sem höfðar til þeirra.

Valverkefnin þarf að meta þegar þau eru forvalin og svo endanlega valin til að ganga úr skugga um að þau uppfylli þessi fjögur skilyrði eins og betur er útskýrt í

eftirfarandi köflum.

dagskrárvefurinner mjög gagnlegurfyrir drekaskátaforingjaÁ dagskrárvef BÍS, skatar.is, er mikið magn verkefnahugmynda sem geta nýst drekaskátaforingjum vel við undirbúning dagskrártilboða fyrir sveitina. Dagskrárvefurinn er gagnvirkur þannig að sveitarforingjar geta sett þar inn upplýsingar um verkefni sem reyndust vel og vöktu lukku og jafnframt setja starfsmenn og sjálfboðaliðar í Dagskrárráði BÍS reglulega inn ný verkefni í dagskrárgrunninn.

Dagskrár-vefnum er ætlað að gefa hugmyndir um valverkefni sem upp-fylla skilyrðin um að vera ögrandi, gagnleg, árangursrík og áhugaverð.

Page 172: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17410. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Verkefnablöðin eru tölusett og bera nafn. Þar er líka tiltekið hvaða þroskasviðum verkefnið tengist helst og útskýrt hvar best er að vinna verkefnið. Hve langan tíma það tekur, hvort það hentar minni hópi eða sveit, hvort það er inni- eða útiverkefni, hvort heppilegra er að vinna það að sumri, vetri, vori eða hausti og hvaða efni og undirbúning þarf til verkefnisins.

Þegar verkefni krefst áhalda og búnaðar eða þekkingar sem ekki er hægt að ætlast til að foringjar búi almennt yfir, eru á vefnum tenglar og viðaukar sem veita foringjum nauðsynlegar upplýsingar á aðgengilegan hátt og spara þeim leit á Netinu eða mikla rannsóknarvinnu.

Dagskrárvefurinn og viðaukarnir eru hjálpartæki sem örva hugmyndaflugið og bjóða valkosti. Þeim er ekki ætlað að draga úr hugmyndaflugi eða sköpunargáfu foringjanna eða barnanna. Foringjarnir og börnin mega aldrei hætta að skapa og hugsa upp eigin verkefni í takt við umhverfi sitt og tíðaranda. Engu að síður veit skapandi fólk að til að gera eitthvað nýtt er nauðsynlegt að hafa aðgang að miklu magni upplýsinga.

Það fer eftir ýmsu hvað valverkefni taka langan tíma

tímalengd valverkefna

Það eru til sjálfsprottin eða skyndi-verkefni sem eru nær alltaf „óvænt“ og eiga að vekja áhuga og athygli barnanna, skapa stundarskemmtun eða fylla upp í lausan tíma sem myndast í dagskrá. Allir foringjar þurfa að geta gripið til fjölda slíkra verkefna, reynslan sýnir að þau koma alltaf í góðar þarfir.

Skammtímaverkefni sem venjulega taka einn fund og meðallöng verkefni sem geta tekið tvo til þrjá fundi eru algengustu valverkefnin í sveitarstarfinu.

Það eru líka til langtímaverkefni sem geta staðið yfir í meira en mánuð eða jafnvel heilan dagskrárhring. Þar sem börn á þessum aldri geta oft hvorki haldið einbeitingu né áhuga á einu viðfangsefni svo lengi eru slík verkefni sjaldnast sett inn á áætlun drekaskátasveita.

Page 173: Handbók sveitarforingja drekaskáta

175 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Tímalengd valverkefna skiptir máli í áætlanagerðinni og fyrir þátttöku barnanna við að stinga upp á og velja verkefni.

Sjálfsprottnu verkefnin krefjast oftast ekki undirbúnings, hvað þá að þau komi fram í sveitaráætluninni eða dagskrárhring sveitarinnar; þátttaka barnanna í vali þeirra er því að sjálfsögðu nánast engin.

Stutt verkefni þarf að fella inn í sveitaráætlunina og skipulag dagskrárhringsins. Skammtímaverkefnum þarf þó stundum að skjóta inn í dagskrá sveitarinnar í stað verkefna sem einhverra hluta vegna var ekki hægt að vinna. Þátttaka barnanna við val og undirbúning verkefnis er vitaskuld meiri ef skammtímaverkefnið var lagt fram sem tilboð í forvali sveitarinnar við gerð sveitaráætlunar og dagskrárhrings heldur en þegar verkefninu er skotið inn til að „bjarga fyrir horn“ ef annað verkefni dettur út.

Löng verkefni þarf að skipuleggja vandlega og börnin taka alltaf þátt í umræðum um þau og valinu á þeim.

Valverkefnin geta tekið við eitt af öðru, það þýðir að næsta verkefni hefst ekki fyrr en því fyrra er lokið. En sum meðaltíma- og langtímaverkefni eru þess eðlis að önnur verkefni má auðveldlega vinna á sama tíma.

valverkefnin geta tekið hvert við af öðru eða staðið samhliða

Page 174: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17610. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Sveitin gæti til dæmis verið að gera tilraunir með vatnsræktun og nokkur tími liðið þar til plönturnar spíra. Á meðan sveitin bíður í nokkrar vikur eftir að plönturnar spíri og vaxi vinnur hún auðvitað líka önnur verkefni.

Sveitarstarfið verður fjölbreytilegra og samfelldara þegar verkefni eru unnin samtímis í einum eða nokkrum dagskrárhringjum og það er mikilvægur þáttur í spennandi sveitarstarfi. Alltaf fullt að gera, sem þýðir að börnunum leiðist ekki og þau fá stöðugt útrás fyrir athafnaþörfina.

Eina vandamálið við þetta fyrirkomulag er að foringjarnir þurfa að nota meiri tíma og leggja meiri vinnu í skipulag sveitarstarfsins. Dagskrárhringurinn er því mjög mikilvægur.

Þó að reynslan og áfangamarkmiðin séu í eðli sínu einstaklingsbundnir þættir eru hefðbundin verkefni og valverkefni næstum alltaf unnin í hópum og öll sveitin tekur þátt í þeim.

Samt eru viss hefðbundin verkefni einstaklingsbundin svo sem að ganga í sveitina, vinna skátaheitið, taka á móti nýju drekamerki, gera góðverk, færast upp í fálkaskáta og nokkur önnur.

Á sama hátt eru sum valverkefni unnin einstaklingsbundið, svo sem stuðningsverkefni, einstaklingsverk innan sveitarstarfs og vinna við sérkunnáttumerkin.

Stuðningsverkefni eru sérstök verkefni innan eða utan sveitarinnar. Verkefni sem foringi leggur fyrir drekaskátann til þess að hann öðlist reynslu eða til að styrkja hegðun sem honum hefur reynst erfitt að temja sér. Slík verkefni eru yfirleitt ekki tengd starfi hinna skátanna í sveitinni og það þarf ekki að skipuleggja þau eða tengja neinum dagskrárhring. Þau spretta upp úr samtölum foringjanna og barnanna sem þeir fylgjast með.

Einstaklingsverkefni innan sveitarstarfsins eru afmarkaðir verkhlutar sem hverju barni er falið að vinna til að hægt sé að ljúka sameiginlegu sveitarverkefni og þarfnast ekki frekari útskýringa.

Sérkunnáttuverkefnin skipta talsverðu máli og því skulum við skoða þau nánar.

verkefni eru yfirleitt unnin af hópi en stundum sem einstaklingsverkefni

Page 175: Handbók sveitarforingja drekaskáta

177 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

sérkunnáttuverkefnin þroska eðlislæga hæfileika skátannaSérhæfing er sérkunnátta á afmörkuðu sviði þekkingar eða færni.

Til þess að ná leikni á ákveðnu sviði þarftu að helga þig viðfangsefninu og verja tíma í nám. Allir þurfa þó að byrja einhvers staðar og við hefjumst oft handa vegna áhrifa frá einhverju eða einhverjum sem beinir okkur í tiltekna átt. Því miður fær ekki allt ungt fólk tækifæri né hefur það möguleika til að nýta það. Fólk talar oft um að það hefði viljað gera eða reyna eitthvað ákveðið en að aðstæður hafi ekki leyft það.

Sérkunnáttumerkjunum er ætlað að vera þessi byrjunarreitur. Þeim er ætlað að hvetja börn til þess að ná og þjálfa leikni á sértækum sviðum, þroska eðlislæga hæfileika og kanna ný áhugasvið. Þannig auka þau sjálfsvirðingu barnanna með sjálfstraustinu sem fylgir því að tileinka sér nýja kunnáttu.

Drekaskátarnir eru hvattir til að vinna að sérkunnáttumerkjunum en þeir ákveða sjálfir hvort þeir kæra sig um það. Þeim er líka frjálst að velja efnið og geta stungið upp á því sjálfir eða valið það af lista sem BÍS, félagið eða sveitin leggur þeim til.

Unnið er einstaklingsbundið að sérkunnáttumerkjunum á mismunandi tímum utan almenna sveitarstarfsins. Tíminn sem fer í þau er mismunandi eftir því hvað varð fyrir valinu, en getur verið tveir til sex mánuðir. Þetta tímabil þarf ekki að fylgja dagskrárhringjum sveitarinnar sem fjallað er um í 11. kafla.

sérkunnáttumerkin eru valin af barninu, eintaklingsbundin og sveigjanleg

Page 176: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17810. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Leiðbeinandi þarf að veita stuðning þeim sem vinnur að því að afla sér sérkunnáttumerkis. Það getur verið einn af foringjunum – ekki endilega sá sem fylgist með persónulegum framförum skátans, nema svo vilji til að hann þekki vel til valsviðsins. Annars geta foringjar fundið heppilega manneskju eða leiðbeinanda utan sveitarinnar. Foringjarnir verða að hafa áreiðanlegar upplýsingar um fagkunnáttu og siðgæði þess utanaðkomandi fólks sem fengið er til verksins. Leiðbeinendur eru í beinum samskiptum við börnin og foringjarnir verða að fullvissa sig um að sambandið sé eingöngu faglegt.

Til að barn fái sérkunnáttumerki þarf það að leita upplýsinga um valið efni, hrinda því í framkvæmd og inna af hendi einhver verk með nýfenginni kunnáttu sinni. Mestu máli skiptir að fá tækifæri til að gera eitthvað og læra af reynslunni sem fæst með því.

Þar sem við þurfum visst magn upplýsinga til að framkvæma hluti er barnið fyrst hvatt til að afla sér þeirra hjálparlaust. Með því móti hvetja sérkunnáttumerkin börn til sjálfsnáms.

sérkunnáttumerkin fela í sér kunnáttu, dugnað og hjálpsemi

Þegar barnið hefur valið sérkunnáttumerki til að vinna að og leiðbeinandi er fundinn, ákveða leiðbeinandinn, barnið og foringinn, sem fylgist með framförum þess í sameiningu markmið fyrir sérkunnáttumerkið, verkefnin sem unnin eru til að ná því og skilyrði til að fá það metið gilt.

Jafnvel þegar sérkunnáttumerki hefur verið valið af tiltækum lista þar sem markmið og kröfur merkisins eru skilgreind þarf að skoða kröfurnar í hverju einstöku tilviki. Markmiðin, verkefnin og skilyrðin á listunum skilgreina færnistigið sem barninu er ætlað að ná og því ætti að miða við þau. Þau má laga að mismunandi landfræðilegum, félagslegum, efnahagslegum og einstaklingsbundnum aðstæðum í hverju tilviki.

Foringinn og leiðbeinandinn sem fylgjast með sérkunnáttuverkefnunum verða að nota dómgreind sína varðandi hvað sé framkvæmanlegt og eðlilegt fyrir barnið í hverju tilviki.

Drekaskátar sem ljúka sérkunnáttumerki farsællega fá merki til að líma í Drekaskátabókina sína, á framfaratöfluna í sveitarherberginu og Drekaskátakortið sitt. BÍS gefur út merki sem nota má fyrir algengustu sérkunnáttumerkin en einnig er mikið safn merkja á dagskrárvefnum sem foringjar og leiðbeinendur geta prentað út í lit og notað til staðfestingar.

Page 177: Handbók sveitarforingja drekaskáta

179 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

Leiðbeinandi hvetur til þessarar upplýsingaleitar, örvar barnið til að uppgötva nýjar staðreyndir og hjálpar því að draga ályktanir af því sem það gerir og lærir. Í undantekningartilfellum getur leiðbeinandi veitt upplýsingar beint en bara ef upplýsingaleit barnsins hefur ekki skilað nægilega miklu efni.

Sérkunnáttumerki styðja við þroskaferlið og áfangamarkmiðin. Hvar sem barnið kann að vera statt eru merkin viðbótarframlag sem styrkja og auka gildi skátastarfsins.

Þar sem til eru ótal afbrigði af sérkunnáttumerkjum má nota þau til að styrkja áfangamarkmið á öllum þroskasviðum, auk þess sem flest sérkunnáttumerki þróa viðhorf og færni sem nær til margra þroskasviða.

Barn gæti til dæmis ákveðið að ná sérkunnáttumerki „garðyrkjumanns“ vegna áhrifa af verkefni sem lagði áherslu á mikilvægi gróðurs í umhverfinu. Að ná færninni sem fylgir þessari sérkunnáttu stuðlar að þeim áfangamarkmiðum í félagsþroska sem lúta að umhverfisvernd. Slíkt krefst þess einnig af barninu að það helgi sig efninu sem hefur áhrif á persónuleika, auk þess sem útivistin hefur jákvæð áhrif á líkamsþroska.

sérkunnáttumerkin styðja við persónuþroska

Af sömu ástæðu eru skilyrðin fyrir viðurkenningu á sérkunnáttu aðeins metin á grundvelli þess sem barnið hefur raunverulega gert. Ljósmyndari sem sýnir myndir sem hann hefur tekið eða leikkona sem sýnir dans við Rauða blómið sýna mun betur hvað þau hafa afrekað en rétt svör við spurningum um ljósmælingu eða færni í leikrænni tjáningu.

Matið verður enn betra ef barnið getur sýnt hvernig verk þess gagnast öðrum: ljósmyndir geta sýnt sóðalega umgengni á götum hverfisins og leikkonan gæti tekið þátt í leikriti á elliheimili.

Þó að börnin séu ung getur þetta sýnt þeim fram á að það sem við lærum getur hjálpað öðru fólki ekki síður en okkur sjálfum.

Page 178: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18010. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

Til að geta hjálpað börnum að ákveða og þróa sérkunnáttu þurfa foringjarnir að vita meira um áhugamál þeirra, hæfileika og möguleika. Slíkt krefst þess að foringi þarf að verja lengri tíma til að hlusta á þau og setja sig inn í áhugamál þeirra.

Börnin vinna að sérkunnáttumerkjunum hvenær sem er utan sveitarstarfsins. Því er æskilegt að foringjarnir leiti eftir stuðningi og samstarfi við foreldra skátanna við að fylgjast með og aðstoða börnin við vinnu að sérkunnáttumerkjum sínum.

sérkunnáttumerkin eru í fimm flokkumÞar sem sérkunnáttan tengist afmörkuðu „námsefni“ er auðveldlega hægt að flokka hana eftir þekkingu eða verkefnum.

Hér fyrir neðan eru sérkunnáttuflokkarnir fimm og dæmi um þrjú sérkunnáttu-verkefni undir hverjum flokki. Megininntaki hvers sérkunnáttuverkefnis er lýst í stuttu máli.

tækniRafmagnsfræðiAð læra að gera við venjuleg raftæki, hljómtæki, myndavélar, myndbönd, tölvur, fjarstýringar og mælitæki með því að nota venjuleg tæki og tól sem ætluð eru til þeirra verka.

FlugvélalíkönAð tileinka sér þá færni sem þarf til að búa til lítil líkön af flugvélum, fljúga þeim og sýna þau á sýningum eða í keppni.

BókbandAð tileinka sér þá færni sem þarf til að binda inn bækur, bæklinga og skjöl eða gera við bækur sem eru í slæmu ásigkomulagi og nota til þess algeng tól og efni í bókagerð og mismunandi aðferðir.

sérkunnáttumerkin auka þörfdrekaskátanna fyrir athygli sveitarforingjanna

Page 179: Handbók sveitarforingja drekaskáta

181 Verkefni í drekaskátastarfi | 10. kafli

listirTónlistAð tileinka sér þá færni sem þarf til að leika á hljóðfæri eða safna tónlist og nota þennan hæfileika til að lífga upp á atburði hjá sveitinni eða annars staðar.

TréskurðurAð tileinka sér þá færni sem þarf til að tjá sig með því að skera út hluti í þrívídd eða lágmyndir og nota til þess algeng útskurðaráhöld og skreyta með því heimili sitt eða vinnuaðstöðu.

íþróttir

hjálpsemi

BogfimiÖðlast leikni í að nota boga og örvar til að skjóta á mark og þekkja til helstu öryggisreglna sem nauðsynlegt er að viðhafa í bogfimi.

MyndböndAð tileinka sér þá færni sem þarf til að framleiða, taka upp, klippa og kynna heimildamyndir eða einfaldar sögur fyrir ungum áhorfendum.

Umönnun barnaAð tileinka sér færni í að annast ung börn við ýmsar aðstæður, gefa þeim að borða, baða þau, klæða og leika við þau.

SaumaskapurAð tileikna sér færni í að vera sjálfbjarga,, hjálpa til heima og í sveitarstarfinu með því að nota saumaáhöld og efni til viðgerða á hvers konar fatnaði.

UmferðaröryggiTileinka sér færni sem gagnast til að koma í veg fyrir slys í göngu- eða hjólreiðarferðum og aðstoða á hættustundu eða á torfærum leiðum.

RathlaupAð kynna sér rathlaupsíþróttina og þá líkamlegu og vitsmunalegu færni sem þarf til að ná árangri í henni.

HestamennskaÞekkja gangtegundir íslenska hestsins, kunna að leggja á hestinn, geta hirt um hest.

sérkunnáttumerkin auka þörfdrekaskátanna fyrir athygli sveitarforingjanna

Page 180: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18210. kafli | Verkefni í drekaskátastarfi

ÚtilífEldamennskaAð afla sér færni í að útbúa einfaldan, bragðgóðan og næringarríkan mat fyrir flokkinn og skátasveitina, sérstaklega í dagferðum og útilegum.

Að hugsa um dýrAð læra meðferð og fóðrun smárra dýra og ala upp ungviðið í ákveðinn tíma.

FjallgöngurAð læra að stjórna leiðöngrum á fjöllum, í klettum eða á jöklum. Að taka þátt í hálendisferðum og léttu fjallaklifri og nota til þess viðeigandi öryggisbúnað.

Aðrar hugmyndirÚtilífRækta býflugur, blómarækt, útilegur, náttúruvernd, mjólkurvinnsla, skordýrafræði, skógrækt, garðyrkja, garðrækt, fjörulíf, fuglafræði, dýrahald, hænsnarækt, ratleikir og leitir, óbyggðir, dýrafræði, hellaferðir, trönubyggingar, steinafræði, rötun, fiskveiðar.

ÍþróttirFrjálsar íþróttir, körfubolti, hjólreiðar, klifur, skylmingar, fótbolti, handbolti, , blak, róður, siglingar, skautaíþróttir, skíði, tennis, golf, glíma, badminton, borðtennis, dans, fimleikar, sjálfsvarnaríþróttir, folf, keila, fimleikar.

HjálpsemiUmgengni í þjóðgörðum, tillitssemi við fatlaða, tillitssemi við aldraða, eldvarnir og slökkvistörf, skyndihjálp, aðstoð við fólk af erlendum uppruna, endurlífgun, öryggi í fjallgöngum, heilsugæsla, endurvinnsla, björgunarstörf, öryggismál, lestrarkennsla, ferðaþjónusta, ferðaleiðsögn.

TækniStjörnufræði, bátaviðgerðir, bílaviðgerðir, trésmíði, efnafræði, tölvur, rafmagn, glergerð, viðgerðir á heimilistækjum, múrverk, pípulagnir, prentun, söðlasmíði, vefsíðugerð, radíó- og internetskátun.

ListirLíkön af húsum, körfugerð, myntsöfnun, teikning og málun, þjóðhættir, þjóðdansar, grafísk hönnun, blaðamennska, prjónaskapur og útsaumur, mælskulist, leirgerð, útvarpsþáttagerð, lestur bókmennta, höggmyndalist, söngur, fatahönnun, frímerkjasöfnun, leikhús og leiklist, leðurvinna, ljósmyndun, höggmyndir.

Page 181: Handbók sveitarforingja drekaskáta

11dagskrár

KAFLI 11

hringurinn

Page 182: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18411. kafli | Dagskrárhringurinn

dagskrárhringurinn er aðferð sveitarinnar til að skipuleggja sveitarstarfið Dagskrárhringurinn er aðferðin sem við notum til að undirbúa verkefni, framkvæma þau og meta í röð skipulagðra áfanga. Á sama tíma fer fram athugun þar sem fylgst er með persónulegum framförum og áfangamarkmiðum barnanna.

Dagskrárhringurinn er líka leið til að skipuleggja alla þætti sveitarstarfsins og samhæfa þá. Við getum því sagt að dagskrárhringurinn sé aðferð til að þróa sveitarstarfið og skipuleggja það í tiltekinn tíma.

Sveitarstarfið og dagskrárhringurinn eru nátengd. Á meðan sveitarstarfið er árangur alls þess sem gerist í sveitinni er dagskrárhringurinn aðferðin við að skipuleggja allt sem gerist.

dagskrárhringurinn hjálpar foringjunum að skipuleggjaaðgerðir en börnin þurfa ekki að vita hvernig einstakir áfangar hans virka

Dagskrárhringurinn er skipulagsaðferð sem við notum til að meta núverandi ástand, skipuleggja framtíðina, byggja á nútíðinni, skoða það sem gerst hefur og spá fyrir um hvað geti hent í framtíðinni ef við höldum áfram á sömu braut.

Dagskrárhringurinn er einnig aðferð til að skipuleggja þátttöku barnanna þar sem allir skátar sveitarinnar taka þátt í gerð hans.

Þó að börnin taki virkan þátt í mismunandi áföngum dagskrárhringsins og viti hvað þeir eru kallaðir, eru það aðeins foringjarnir sem vita að þessir áfangar eru þættir í skipulagsferli. Börnin vita ekki endilega af öllu skipulagsferlinu.

Page 183: Handbók sveitarforingja drekaskáta

185 Dagskrárhringurinn | 11. kafli

Mörg hugtök sem við notum í umræðu og útskýringum á skátaaðferðinni eru eingöngu ætluð til hjálpar foringjunum við að vekja áhuga og hvetja börnin til þátttöku í verkefnunum. Börnin þurfa ekki að þekkja þessi hugtök og enn síður hvernig þau tengjast.

Börnin leika sér, eignast vini í skátasveitinni og upplifa gleði og ánægju af hverju verkefninu á fætur öðru. Það skiptir þau ekki neinu máli að þetta gerist innan skipulagðra dagskrárhringja.

Með þátttöku í mismunandi áföngum hringsins læra börnin samt ómeðvitað að mynda sér skoðun á sjálfum sér, fella dóma, draga ályktanir, prófa lausnir, bera ábyrgð og vinna verkefni.

dagskrárhringir eru mislangirLengd dagskrárhringja getur verið mismunandi en taka yfirleitt tvo til fjóra mánuði. Það verða því að jafnaði þrír til fimm dagskrárhringir á ári. Fjöldinn getur ráðist af lengd hringjanna og hvort sveitin starfar allt sumarið. Hver foringjaflokkur verður að ákveða lengd hvers hrings á grundvelli eigin reynslu, stöðu sveitarinnar og tegund verkefna sem börnin hafa valið en eðli verkefna ræður mestu um lengd hvers dagskrárhrings.

Einnig má breyta upphaflegri lengd dagskrárhrings meðan á honum stendur, ef hann er nógu sveigjanlegur. Hringur með mörgum, stuttum verkefnum er sveigjanlegri en hringur með færri meðallöngum og löngum verkefnum.

Almennt er stuttur hringur betri fyrir drekaskátasveitina af því að:

Börn á þessum aldri þurfa stöðuga hvatningu. Hana fá þau í lok dagskrárhrings með staðfestingu á að hafa náð áfangamarkmiðum sínum. Þau líma ný hvatatákn í bókina sína fyrir þau áfangaverkefni sem þau hafa valið sér að vinna að í næsta hring. Þannig halda þau áfram að vinna að næsta drekamerki.

Hægt er að tileinka sér viðhorfin og hegðunina sem stefnt var að með áfangamarkmiðunum á tiltölulega stuttum tíma.

Eftirlit og mat á framförum tengdum áfangamarkmiðunum og persónu-legum áskorunum barnanna er auðveldara.

Page 184: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18611. kafli | Dagskrárhringurinn

það eru fimm áfangarí hverjum dagskrárhringAllir áfangar hringsins tengjast, einn tekur sjálfkrafa við af öðrum og undirbýr þann næsta. Þeir eru svo samofnir að síðasti áfangi hvers hrings rennur af sjálfu sér saman við þann fyrsta í næsta hring eins og hér er sýnt.

í fyrsta lagier sveitarstarfið metið og verkefnatillögurnar undirbúnarVegna samfellu dagskrárhringjanna lýkur einum áfanga hrings með sveitarmati. Sá næsti hefst með því að setja dagskráráherslur nýja hringsins, forvelja verkefnin og undirbúa dagskrártillögurnar sem lagðar verða fyrir skátana.

Það er ástæða þess að foringjarnir byrja á því að greina árangur þess hrings sem var að ljúka og framkvæma almennt mat á sveitarstarfinu um það hversu vel skátaaðferðinni var fylgt, hve vel verkefnin hafa heppnast og hvað börnin hafa tekið miklum framförum við að ná áfangamarkmiðum sínum.

Sveitarstarfið metið

og verkefnatillögu

rnar

undirbúnar

Tillögur kynntarog verkefnin

valin

Verkefnin skipulögð, útfaerð og undirbúin

Framfarir skátansmetnarVerkefnin unnin og metin og

fylgst með framförum skátanna

1.

2. 3.

5.4.

Page 185: Handbók sveitarforingja drekaskáta

187 Dagskrárhringurinn | 11. kafli

eru lagðar fram tillögurog verkefnin valin Forvöldu verkefnin eru tilboð sem foringjarnir kynna börnunum á mismunandi hátt til að örva sköpunarþörf þeirra og hvetja þau til að tjá skoðanir sínar.

Drekaskátahóparnir ræða í sínum hópi tillögurnar sem voru kynntar. Þeir geta samþykkt þær óbreyttar,

breytt einhverju eða jafnvel bætt við tillögum að nýjum verkefnum sem koma þeim

sjálfum í hug.

Öll verkefnin sem verða til í þessu tilboðsferli eru lögð fyrir sveitina til að taka ákvörðun um hvaða verkefni skuli

velja fyrir næsta dagskrárhring.

Það eru til margir lýðræðisleikir sem hægt er að nota í þetta valferli til að tryggja að

börnin taki virkan þátt í ákvörðunum og læri að velja með leik.

Þessi yfirsýn sýnir þeim á hvað ætti að leggja áherslu í dagskrá næsta hrings, einkum með tilliti til tegunda verkefna og þroska-sviðanna almennt.

Dagskrár-áherslurnar leggja svo línuna fyrir suma þætti hefðbundnu verkefnanna og öll valverkefnin, sem foringjarnir forvelja fyrir hvert þroskasvið og fella inn í verkefnatillögurnar sem lagðar eru fyrir börnin á sveitarþingi.

í öðru lagi

Page 186: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18811. kafli | Dagskrárhringurinn

Þannig er til dæmis hægt að líkja eftir umræðum á þingi, kosningadegi, réttarhaldi, uppboði, markaðsdegi eða einhverjum öðrum aðstæðum sem setja börnin í þá stöðu að þurfa að tjá skoðanir sínar. Þau læra að rökstyðja afstöðu sína, læra að færa fram mótrök, velja á milli og þroska margs konar færni og viðhorf sem eru hlutar af lýðræðislegu ferli við ákvarðanatöku.

Með því að nota framangreindar aðferðir verður verkefnavalið bara eitt af mörgum viðfangsefnum sveitarinnar. Nýtt ævintýri fyrir börnin og eitt skref í viðbót á þroskaferli þeirra.

Þegar börnin hafa ákveðið verkefnin fyrir næsta dagskrárhring þarf foringja-flokkurinn að raða þeim inn í sveitaráætlunina sem nær yfir sveitarfundi, dagsferðir, verkefnafundi og útilegur sem þarf einnig að skipuleggja.

Í þessum áfanga þarf talsverðra leikni til að koma verkefnavali barnanna inn í spennandi sveitaráætlun þar sem

verkefni af mismunandi gerð og tímalengd eru skipulögð með tilliti til tímalengdar, aðstöðu, árstíðar og umhverfis.

Að sjálfsögðu þarf dagskrárhringurinn að vera fullmótaður áður en byrjað er á verkefni, en einungis verkefnin sem eru á dagskrá í upphafi hrings þurfa að vera útfærð og undirbúin til fulls. Þau sem koma síðar má útfæra og undirbúa þegar nær dregur, þó að sum þeirra krefjist auðvitað meiri undirbúnings en önnur.

Þegar sveitaráætlunin er fullmótuð er hún lögð fyrir sveitarþingið til samþykkis. Eftir samþykkt þess er henni strax hrundið í framkvæmd.

í þriðja lagi eru verkefnin skipulögð, útfærð og undirbúin

Page 187: Handbók sveitarforingja drekaskáta

189 Dagskrárhringurinn | 11. kafli

í fjórða lagieru verkefnin unnin og metin og fylgst er með framförum skátannaÞetta er tímafrekasti áfangi dagskrár-hringsins. Er það jákvætt því það „að gera eitthvað“ er að mati barnanna skemmtilegasti hluti sveitar-starfsins. Það er líka áhugaverðasti hluti þess fyrir foringjana þar sem þeir hjálpa börnunum að þroskast af störfum sínum. Fyrri áfangarnir krefjast nokkurs tíma til ákvarðana-töku og skipulagn-ingar í ró og næði, en þessi lengsti áfangi snýst um að koma hlutunum í verk og vinna verkefnin sem sveitin hefur valið!

Í þessum áfanga verðum við að gera greinarmun á því að vinna og meta verkefni og að fylgjast með framförum skátanna. Verkefnin eru eins og marglitir og óreglulega lagaðir bitar í púsluspili. Hver biti virðist lítilfjörlegur einn og sér, en allir saman verða þeir að mynd sem allir hafa hjálpast að við að búta til og væri ekki heil ef einn bitann vantaði.

Verkefni er metið bæði af börnunum og foringjunum um leið og það eru unnið, meðan á verkefni stendur, þegar því er lokið og jafnvel síðar.

Öðru máli gegnir um mat á framförum skátanna. Í öllum þessum áfanga veita foringjarnir stuðning og fylgjast með framförum barnanna með tilliti til áskoranna og áfangamarkmiðanna sem þau eru að vinna að. Endanlegar niðurstöður af þessu eftirliti eru þó dregnar í lok dagskrárhringsins, í lokaáfanga hans, þar sem það tekur tíma að staðfesta hvort barn hafi náð tilteknu áfangamarkmiði fyrir tilstuðlan sveitarverkefnanna.

Page 188: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19011. kafli | Dagskrárhringurinn

í fimmta lagier komist að niðurstöðu um framfarir skátansÍ þessum lokaáfanga kemst hvert barn að samkomulagi við sveitarforingjann sem fylgist með framförum þess um hvaða áfangamarkmiðum það hafi náð í dagskrár-hringnum.

Hin börnin geta líka tekið þátt í umræðu um hvort skátinn hafi náð áfangamark-miðum sínum og jafnvel foreldrar barnsins, en það fer eftir venjum sveitarinnar og kringumstæðum.

Í framhaldinu velur barnið sér ný áfangamarkmið og fær hvatamerki í bókina sína því til staðfestingar. Þegar um 28 nýjum áfangamarkmiðum er náð fær barnið nýtt drekamerki.

Hver sem útkoma dagskrárhringsins verður lýkur hringnum alltaf með hátíð eða hátíðarathöfn til að fagna markmiðunum sem náðust og jafnvel nýjum drekamerkjum sumra skátanna.

Tengslin milli áfanga hringsins sem og samspil síðasta áfanga og fyrsta áfanga næsta hrings gera skipulag sveitarstarfsins að samfelldri röð dagskrárhringja frá sjónarhóli foringjanna.

Þess vegna er mikilvægt að tryggja hnökralausa yfirfærslu frá einum hring til annars svo að hún verði ekki of tímafrek eða rjúfi samfellu leiksins frá sjónarhóli barnanna.

sveitarstarfið er samfelld röðdagskrárhringja

Page 189: Handbók sveitarforingja drekaskáta

191 Dagskrárhringurinn | 11. kafli

- SV

EITI

N -

- SV

EITI

N -

- FO

RING

JAR

--

FORI

NGJA

R -

- SV

EITI

N -

Einu

m hr

ing

verk

efna

vinnu

sveit

arin

nar

lokið

Mat

i á f

ram-

föru

m sk

átan

slok

Hátíð

!

Tillö

gur

kynn

tar

og

verk

efni

n va

lin

Lýðr

aeðisl

eikir

Sveit

arst

arfið

me

tið og

verk

efna

-til

lögur

nar

undi

rbún

ar

Verk

efni

nsk

ipul

ögð,

útfae

rð og

undi

rbúi

n

Sveit

aráa

etlu

n sa

mþyk

kt

Sveit

arþi

ng

Naes

ti hr

ingu

rve

rkef

navin

nusv

eitar

inna

rhe

fst

Page 190: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19211. kafli | Dagskrárhringurinn

Skýringarmyndin sýnir aðferð til að skipuleggja yfirfærsluna milli tveggja dagskrárhringja, en hún er sveigjanleg og foringjarnir geta nýtt sér hana eins og best hentar aðstæðum þeirra.

Nú hefur þú fengið almenna yfirsýn yfir mismunandi áfanga dagskrárhringsins, allt frá mati á sveitarstarfinu að mati á framförum skátanna.

Sé foringjaflokkurinn þinn vanur áætlanagerð og skipulagsvinnu þarft þú trúlega ekki að kynna þér meira. Þó er það svo að flest getum við bætt þekkingu okkar og leikni í áætlanagerð og skipulagningu. Í næstu fimm köflum eru þessir áfangar skoðaðir nánar og þeir útskýrðir vandlega með dæmum og ábendingum um hvaða skref skuli stigin í hverjum áfanga.

Í fyrstu kann þetta ferli að virðast flóknari aðferð við áætlanagerð en þú hefur notað til þessa. Þegar þú lest áfram sérðu að þetta er bara nákvæm uppröðun dagskrár sem afmarkar og tilgreinir venjulegar aðgerðir sem notaðar eru við gerð sveitaráætlunar, að minnsta kosti þegar við viljum vanda til dagskrárgerðarinnar.

Page 191: Handbók sveitarforingja drekaskáta

12sveitarstarfið metið

KAFLI 12

og verkefnatillögurundirbúnar

Page 192: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19412. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

mat á sveitarstarfinu tengir dagskrárhringinaÁ þeim tímapunkti þegar einn dagskrárhringur tekur við af öðrum er árangur hringsins sem er að ljúka metinn, dagskráráherslur lagðar og forvalin verkefni fyrir hringinn sem er að hefjast. Þegar við fjölluðum um þennan áfanga í síðasta kafla lögðum við til að matið færi fram í vikunni eftir fundinn þar sem árangri barnanna er fagnað. En það má líka gera fyrr:

í lok dagskrárhringsins um leið og mati á framförum skátanna lýkur strax eftir hátíðarathöfnina

Því fyrr sem matið er framkvæmt, því meiri tíma hafa foringjarnir til að útskýra og kynna dagskráráherslur næsta hrings og leggja verkefnatillögur fyrir skátana.

foringjaflokkurinn ber ábyrgð á mati sveitarstarfsinsMat á sveitinni og sveitarstarfinu er verkefni sveitarforingjanna og börnin koma ekki að því. Það gefur foringjunum færi á að komast að niðurstöðu um stöðu sveitarinnar á hverjum tíma, ákveða hver dagskráráherslan eigi að vera í næsta dagskrárhring og leggja verkefnatillögur fyrir börnin í samræmi við þá áherslu.

Sveitin sem heild tekur ekki þátt í þessu verki, en þú þarft samt að hafa í huga hvernig börnunum líkaði starfið sem þau tóku þátt í. Þau sögðu kannski skoðun sína við formleg tækifæri eins og á sveitarþingi eða óformleg eins og við verkefnamat eða í samræðum. Við mat á sveitarstarfi þarf að hafa í huga hvernig börnin bregðast almennt við sveitarstarfinu, en ekki síður það sem þau segja um þátttöku sína í viðfangsefnum utan þess.

Til að vinna sveitarmatið eins vel og kostur er, ættir þú einnig að taka mið af öðrum upplýsingum sem skipta máli og áliti annarra á sveitinni sem uppeldisaðila. Ábendingar og upplýsingar geta komið frá foreldrum, stjórn eða foringjaráði skátafélagsins og með greiningu á markmiðum og verkefnum í sveitaráætluninni.

Page 193: Handbók sveitarforingja drekaskáta

195 Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar | 12. kafli

matið er s stutt ferli

Þetta matsferli greinir almennt þau verkefni sem unnin voru, hvernig þau voru af hendi leyst, áhrif þeirra á börnin og aðferðir foringjanna til hvatningar og samhæfingar. Það leggur ekki mat á einstök verkefni sem tekin hafa verið fyrir í hringnum, heldur byggist það á heildarmati á þeim verkefnum sem unnin voru á tímabilinu.

Þetta er allsherjar greining á virkni barnanna, hversu áhugasöm þau eru í sveitarstarfinu og hversu fljótt og varanlega þau hafa tileinkað sér hegðunarmynstrin sem felast í áfangamarkmiðunum. Þetta er ekki mat á persónulegum framförum sérhvers barns, þó að það byggi að sjálfsögðu á ályktunum foringjanna um hvert einstakt barn.

Þetta er mat á sveitinni og skátum hennar sem heild til að fram komi hversu miklar framfarir urðu í fyrri dagskrárhring og hvaða framförum börnin hafa almennt tekið á þessum tíma. Því er ekki ætlað að kanna árangur einstakra verkefna eða framfarir einstakra barna.

matið er almennt yfirlit

Matið á ekki að vera tímafrekt. Allt ferlið – þar með talið að ákveða dagskráráherslur næsta hrings, forvelja verkefni og undirbúa tillögurnar sem lagðar verða fyrir sveitina – á að vera einfalt og hnitmiðað.

Matið má vinna á einum fundi foringjaflokksins að því tilskildu að sveitarforingjarnir hafi allar nauðsynlegar upplýsingar og verkefni hvers og eins séu skýrt skilgreind þannig að þeir geti hafist handa strax eftir fundinn.

Page 194: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19612. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

matið varðar skátaaðferðina og þá sérstaklegamarkmiðin og verkefninÞetta er mat af uppeldislegum toga um hvernig skátaaðferðinni er beitt, þróun verkefnanna og árangri barnanna við að ná markmiðum sínum og persónulegum áskorunum.

Matið ætti því að veita svör við nokkrum grundvallarspurningum:

Sýnir sveitarstarfið að við beitum öllum þáttum skátaaðferðarinnar?

Er gott jafnvægi milli hefðbundinna verkefna og valverkefna?

Eru hefðbundnu verkefnin áhugaverð og hafa þau tilgang í augum barnanna?

Hafa valverkefnin okkar reynst vera áhugaverð, ögrandi, gagnleg og árangursrík?

Stuðla verkefnin okkar að framförum á mismunandi þroskasviðum?

Höfum við fylgst með persónuþroska og framförum allra barnanna í skátasveitinni?

Má merkja að börnin séu smám saman að tileinka sér hegðunarmynstrin sem felast í áfangamarkmiðunum?

Hver foringjaflokkur mun vafalaust orða þessar spurningar á sinn hátt. Þeir geta jafnvel bætt við spurningalistann eða skipt út spurningum fyrir sínar eigin. Það er engin ein rétt leið til að framkvæma þetta mat. Innihaldið ætti þó ekki að vera ýkja ólíkt þar sem spurningarnar vísa til meginviðfangsefna sveitarinnar.

Sömuleiðis gætu foringjar talið að sumar spurningarnar væru ekki bráðnauðsyn-legar. Það fer eftir umfangi matsins sem þeir ætla sér að framkvæma.

Page 195: Handbók sveitarforingja drekaskáta

197 Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar | 12. kafli

matinu lýkur með þvíað setja sveitinni

dagskráráherslur fyrir næsta hring

Við skulum skoða dæmi um mat og áherslunasem sprettur af því.

Þegar foringjarnir hafa lokið heildarmatinu samkvæmt spurningunum hér að framan, er gott að skrifa niðurstöður matsins niður án allrar skrúðmælgi og málalenginga.

Að svo búnu þurfa þeir að setja dagskráráherslu fyrir næsta hring. Sú áhersla er einskonar svar við matinu, víðtæk sýn til að reyna að styrkja jákvæðu þættina, uppræta þá neikvæðu og gera það sem helst þarf til að bæta úr því sem á vantar í næsta dagskrárhring.

Page 196: Handbók sveitarforingja drekaskáta

19812. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

Sveitinni virðist hafa gengið vel í þessu dæmi, fyrir utan ákveðin veikleika varðandi viðhorf barnanna til annarra og öllu algengari veikleika sem er skortur á eftirliti með persónulegum þroska skátanna.

MAT

ü Börnin eru ánaegð með verkefnin og þau heppnuðust vel.Gott jafnvaegi á milli hefðbundinnaverkefna og valverkefna.Öllum þroskasviðum er vel sinnt.

Õ Börnin sýna lítinn áhuga á vandamálum annarra.

î Eftirlit með hverju barni er ekki nógu reglulegt.Þess vegna er mat á markmiðum ekki fyllilega áreiðanlegt og við erum ekki alveg viss um hvernig einstökum börnum gengur.

ÁHERSLA

ü Halda áfram að bjóða upp á góð og fjölbreytt verkefni.

Õ Fjölga verkefnum sem hjálpa börn-unum að tileinka sér jákvaeðara viðhorf til annars fólks.

î Allir foringjarnir þurfa að baeta samband sitt við skátana sína.Þannig fáum við áreiðanlegri grundvöll til að meta þroska hvers barns í lok dagskrárhringjanna.

->

->

->

19812. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

Page 197: Handbók sveitarforingja drekaskáta

199 Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar | 12. kafli

Við skulum skoða annað dæmi um hvernig mat gæti hafa komið út og áhersluna sem leiddi af því.

Fyrri veikleikinn gæti vissulega orðið alvarlegur ef þetta yrði varanlegt viðhorf en skiptir ekki miklu máli ef það er aðeins tímabundið, þar sem þroski barna á ólíkum sviðum persónuleikans verður ekki alltaf samtímis eða jafn. Við verðum samt að flýta okkur að benda börnunum á verkefni sem veita þeim tækifæri til að fræðast um líf annarra og vera opnari gagnvart öðrum.

Síðara úrlausnarefnið er meira áhyggjuefni þar sem allri fyrirhöfninni við að beita skátaaðferðinni og skipuleggja verkefnin hefur ekki verið fylgt eftir með samfelldu eftirliti með framförum barnanna. Þetta er sveit sem vinnur vel saman sem hópur og vinnur að góðum verkefnum, en það er engin vissa fyrir því að þessir tveir þættir hafi stuðlað að einstaklingsreynslu sem styður við þroska allra barnanna.

Matið er augljóslega ekki eins lýsandi og það fyrra, en það þýðir ekki að það sé síður gott eða gagnlegt, þar sem það tiltekur réttilega vandamál sem er alvarlegt samkvæmt skátaaðferðinni og leggur til viðeigandi aðgerðir til útbóta.

Í þessu tilviki fór foringjaflokkurinn ekki út í smáatriði: Hann lýsti því einfaldlega yfir að sveitin stundaði of mikið „innistarf“ og lagði til án frekari málalenginga að á því yrði tekið í næsta dagskrárhring.

Hér gæti verið um að ræða nýja skátasveit sem vill einbeita sér að einu atriði í einu og því er ekkert skoðað nema útilífið í matinu. En þetta gæti líka verið þaulreynd sveit og því telji foringjarnir nægja að lýsa öllum öðrum þáttum matsins með „sveitinni gengur vel“ og segja að þeir hafi ákveðið að beina athyglinni að auknu útilífi og náttúruskoðun.

Mat:Sveitinni gengur vel, en við vinnum flest verkefni í skáta-heimilinu og einstaklingsmat barnanna sýnir að þau hafa litla reynslu af útilífi.

Áhersla:Mikil áhersla á verkefni sem hjálpa börnunum að kynnast náttúrunni.

Page 198: Handbók sveitarforingja drekaskáta

20012. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

verkefnin eru forvalin um leið og dagskráráherslan liggur fyrir Þegar dagskráráherslan hefur verið skilgreind, eru verkefnin sem lögð verða sem tillögur fyrir börnin í næsta dagskrárhring forvalin. Það er best að gera á fundinum hjá foringjaflokknum þegar sveitarmatið fer fram. Ef það er ekki hægt geta foringjarnir skipt með sér verkum og lagt verkefnin fram eins fljótt og auðið er.

sveitar- dagskrár- forval mat áhersla verkefna

Ef þú fylgir verklaginu sem stungið var upp á til að tengja tvo dagskrárhringi, þarf að ljúka verkinu á milli hátíðarinnar þar sem markmiðum sem hafa náðst er fagnað og sveitarþingsins þar sem verkefni eru valin.

Ef þér tekst að flýta sveitarmatinu fram í vikuna fyrir hátíðina færðu aðeins meiri tíma til að kynna dagskráráhersluna fyrir börnunum og setja saman sveitaráætlunina.

Á þessu stigi dagskrárhringsins þarftu að vinna hratt, sjá til þess að verkefnavinnan haldist hröð og forðast truflanir og eyður í dagskránni.

Það er vel hægt að vinna hratt, ef við munum að hugtökin sem eiga við á þessu stigi, nánar tiltekið:

eru ekki annað en fræðileg framsetning sem við notum til að auðkenna þætti ferlisins. Í reynd renna þættirnir saman í eina heild. Þegar við metum framfarir eða skort á þeim, hugsum við vanalega samtímis um hvað við getum gert til að styrkja hið fyrrnefnda og uppræta hið síðarnefnda. Þegar við veltum fyrir okkur verkefnunum sem við ætlum að bjóða börnunum hugsum við auðvitað líka um hvernig við ætlum að kynna þau til að vekja áhuga skátanna.

undirbúningurdagskrár-tillagna

Ferlið er sáraeinfalt og samfellt og miklu auðveldara í framkvæmd en þú kannski heldur.

Page 199: Handbók sveitarforingja drekaskáta

201 Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar | 12. kafli

verkefnin eru forvalinút frá ákveðnum viðmiðum

Foringjunum nægir ekki að treysta á meðfædda hæfileika sína til að finna upp á verkefnum sem uppfylla þessi skilyrði. Dagskrárvefur BÍS býður upp á mörg hundruð verkefnahugmyndir sem geta verið mjög gagnlegar. Þar er safn góðra hugmynda frá reyndum skátaforingjum víða að.

Forvöldu verkefnin verða að vera í samræmi við dagskráráhersluna sem var ákveðin og hæfa aldri skátanna.

Þau þurfa að vera í samræmi við dagskráráhersluna sem sett var og það má tryggja með því að yfirfara og meta vinnu skátanna að áfangamarkmiðum sínum eins og verður útskýrt nánar þegar við lítum á gerð verkefna.

Verkefnatillögurnar í heild eiga að stuðla að því að markmið náist á öllum þroskasviðum jafnvel þótt áherslan sem sett er fyrir dagskrárhringinn haldi fremur verkefnum á afmörkuðum sviðum að börnunum.

Aðeins valverkefnin og hugsanlega nokkrir þættir hefðbundnu verk-efnanna eru forvalin, til dæmis hvert sveitin ætlar í útilegu. Í langflestum tilfellum þjónar engum tilgangi að börnin velji á milli hefðbundinna verkefna, svo að það er óþarfi að forvelja þau. Foringjarnir fella þau einfaldlega inn í áætlunina þegar þeir eru að vinna að „uppröðun“ verkefna eins og kynnt er í 14. kafla.

Með örfáum undantekningum er óheppilegt að endurtaka valverkefni sem hafa verið unnin nýlega. Séu börnunum boðin svipuð verkefni og voru unnin í fyrri dagskrárhring þarf að bæta einhverju spennandi við þau. Þau þurfa að vera erfiðari eða hafa tilvísanir til annarra viðfangsefna.

Forvelja verðu að minnsta kosti helmingi fleiri verkefni en komast raunverulega fyrir innan dagskrárhrings svo að börnin hafi úr miklu að velja, jafnvel þegar þeim í versta falli dettur ekkert í hug til að bæta við verkefnatillögur foringjaflokksins.

Þú þarft að forvelja mislöng verkefni og forðast að hafa of mörg löng verkefni.

Við megum aldrei gleyma að valverkefni eiga að vera ögrandi, gagnleg, árangursrík og áhugaverð eins og lýst er í 10. kafla.

Page 200: Handbók sveitarforingja drekaskáta

20212. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

þegar búið er að setja dagskráráhersluna og verkefnin verið forvalinverður að finna góða aðferð til að kynna tillögurnar fyrir börnunum

Gerum eitthvað til að kynnast nýju fólki!

Hvers vegna þurfa börnin að vita dagskráráhersluna?

Ef þau vita ekki hver hún er, vita þau ekki upp á hvers konar verkefnum þau þurfa að finna. Það væri kjánalegt að biðja börnin að velta fyrir sér verkefnum næstu vikna og mánað en hafna svo hugmyndum þeirra af því að þær eru ekki innan áherslurammans.

Börnin þurfa þó aðeins að vita um þann hluta dagskráráherslunnar sem varðar verkefnin. Það þjónar engum tilgangi að segja þeim hvernig foringjarnir beita skátaaðferðinni eða hvernig persónulegar framfarir eru metnar.

Hvernig er dagskráráherslan orðuð?

Með orðalagi sem börnin eiga auðvelt með að skilja og vekur áhuga þeirra. Það er öðruvísi en þegar foringjarnir ræða dagskráráhersluna sín á milli.

Í tilfelli fyrra dæmisins um sveitarmat á bls. 198, mætti orða dagskrár-áhersluna á annan hátt „fjölga verkefnum sem hjálpa börnunum að tileinka sér jákvæðara viðhorf til annars fólks“, til dæmis svona:

Gerum eitthvað á hverjum degi til að eignast fleiri vini!

-- hvar eigum við að byrja?

Við vitum næstum ekkert um annað fólk! -- við þurfum að gera

eitthvað sem hjálpar okkur að kynnast öðrum.

Það býr fullt af áhugaverðu fólki í hverfinu (bænum) okkar.

-- okkur vantar hugmyndir um hvernig við getum hitt það!

Page 201: Handbók sveitarforingja drekaskáta

203 Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar | 12. kafli

Foringjaflokkurinn finnur margar spennandi leiðir til að kynna dagskráráhersluna fyrir sveitinni. Nota þarf orð, myndir, orðatiltæki og jafnvel brandara sem höfða til barnanna.

Ættum við að nota sömu aðferð við kynningu á verkefnatillögunumsem við höfum forvalið?

Já, auðvitað – tillögurnar verða að vera meira en upptalning á nöfnum og tölum! Enginn reynir að vinna börn á sitt band með tilboði sem hljómar eins og innkaupalisti!

Það er allsstaðar fólk sem þarf á okkur að halda. -- hvað getum við

gert til að finna það?

Til þess að vera ánægð þurfum við að geta glatt aðra.

-- er einhver í nágrenni okkar sem við gætum glatt?

Einsömul getum við ekki gertsérlega mikið

-- leitum að öðru fólki sem hjálpar okkur að gera okkar besta.

Hér erum við öll saman í drekaskátasveit en þekkjumst ekki

sérstaklega vel - eru einhverjar hugmyndir um hvernig við bætum

úr því?

Orðalag verkefnatilboðsins ræður úrslitum um það hvort börnin verða virk og áhugasöm eða ekki. Það sem skiptir þó mestu máli er að þegar kynningin heppnast vel getur hún kynt undir hugmyndaflug barnanna og nýjar hugmyndir orðið til.

Með þetta í huga, verða tillögurnar að gefa skátunum skýra en einfalda hugmynd um hvað sé verið að bjóða, nóg til að vekja áhuga þeirra án þess að ljóstra öllu upp. Börnin geta þá sjálf fullunnið hugmyndirnar, bætt við og breytt. Á þennan hátt taka þau þátt í að skapa verkefnin jafnvel þótt þau hafi ekki haft neinar hugmyndir í upphafi.

Leggi barnið til „smáhluta“ hugmyndar, jafnvel þótt það gerist ekki nema einu sinni og fær hrós fyrir framlag sitt, verður það ánægt og reynir að gera slíkt hið sama aftur við önnur tækifæri. Þetta hjálpar barninu að leggja smám saman meira til starfsins og fyrr eða síðar mun það án efa koma okkur á óvart með einhverju virkilega nýstárlegu.

Page 202: Handbók sveitarforingja drekaskáta

20412. kafli | Sveitarstarfið metið og verkefnatillögur undirbúnar

Í næsta kafla skoðum við hvernig hægt er að kynna dagskráráhersluna og verkefnatillögurnar og einnig mismunandi leiðir sem börnin geta notað til að velja endanlega verkefni.

Í seinna dæminu um sveitarmat á bls. 199 var áherslan á „verkefni sem hjálpa börnunum að kynnast náttúrunni “.

Verkefnatilboð okkar gæti verið á þennan veg:

Eins og áður sagði getur foringjaflokkurinn þinn örugglega lagt verkefnatillögurnar fyrir börnin á þann hátt að það örvi hugmyndaflug þeirra. Það ætti að vera auð-veldara fyrir hann en það var fyrir okkur að skrifa þetta dæmi og fela í því sjö mismunandi verkefni. Þið getið nefnt raunverulegar aðstæður og raunverulega staði og þið gerið það fyrir raunveruleg börn sem hafa áhugasvið, þarfir, smekk og tjáningarmáta sem þið þekkið mætavel.

Page 203: Handbók sveitarforingja drekaskáta

13verkefnatilboð

KAFLI 13

og verkefnaval

Page 204: Handbók sveitarforingja drekaskáta

20613. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

dagskráráherslan myndar umgjörðina og verkefnatillögurnar erutilboð innan hennar

Þar af leiðandi markar dagskráráherslan leikvöllinn og verkefnatillögurnar eru áskorun um að leika ákveðinn leik eða stinga

upp á öðrum í hans stað.

Dagskráráherslan og verkefnatillögurnar eru oftast kynnt á sama tíma en það má líka einnig kynna þau hvort í sínu lagi. Það fer eftir því hvenær sveitarmatið var gert og tillögurnar undirbúnar og hvað við höfum mikinn tíma til að kynna

þær fyrir börnunum.

Dagskráráherslurnar eru umgjörðin og innan þeirra er hægt að þróa dagskrárhringinn. Börnin taka ekki þátt í að móta umgjörðina því hún er uppeldisákvörðun sem foringjarnir taka á grundvelli mats á sveitarstarfinu. Börnunum er aðeins kynntur sá hluti dagskráráherslunnar sem snýr að verkefnum svo þau viti hvernig viðfangsefnum þau eiga að stinga upp á.

Á tillögustiginu er þátttaka barnanna hins vegar miklu meiri. Á því stigi kynna og bjóða foringjarnir börnunum tillögur að verkefnum að vinna að og spyrja þau beint hvort þau vilji vinna þau eða hvort þau vilji frekar einhver önnur. Eins og við sáum í dæminu í lok 12. kafla er tilboðinu ætlað að vekja áhuga barnanna og bjóða þeim áhugaverð verkefni og hugmyndir, en ekki að þröngva verkefnum upp á þau.

dagskráráherslan og verkefnatillögurnar eru kynntar börnunum með aðferðum sem vekja áhuga og innblástur Þegar hefur verið nefnt að börnin þurfa aðeins að vita um þann þátt dagskráráherslunnar sem snýr að verkefnum og hann þarf að útskýra fyrir þeim á einfaldan og skemmtilegan hátt. Við vitum líka að sama máli gegnir um verkefnatillögurnar sem þurfa að vekja hjá börnunum hrifningu og áhuga en gefa þeim jafnframt tækifæri til að breyta, stinga upp á fleiri verkefnum eða leggja til nýjar hugmyndir.

Við bentum líka á hvernig orðalag hentar best til að lýsa dagskráráherslunni og verkefnatillögunum, eins og sést í dæmunum í 12. kafla.

Page 205: Handbók sveitarforingja drekaskáta

207 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

Þú getur skrifað dagskráráhersluna og tillögurnar á spjöld sem passa í venjulegt umslag og látið öll börn í sveitinni fá að minnsta kosti eitt umslag.

Á spjöldunum er stutt og einföld lýsing á verkefnatillögunum. Það væri ekki verra að skreyta spjöldin með litum, teikningum eða teiknimyndafígúrum.

Þú getur sett spjöldin í umslög merkt hverjum drekaskáta og afhent þau í lok fundar.Í lok kennslustunda í skólanum gæti kennarinn líka komið nemanda á óvart með „sendibréfi“. Það kæmi skátanum jafnvel enn meira á óvart ef annar skáti úr sveitinni hringdi í hann sama kvöld og segðist hafa fundið bréf á koddanum sínum þegar hann fór í háttinn. Leyndardómur gerir leikinn ennþá meira spennandi.

Spjöldin þurfa ekki öll að vera eins. Sum geta verið um dagskrár-áhersluna og önnur um tillögurnar. Sum geta lýst í grófum dráttum verkefnatillögunum í heild en önnur aðeins hluta þeirra. Sum geta ef til vill lýst einstöku verkefni og önnur benda kannski á hvað þarf til að leysa verkefnin. Ekkert barn ætti að fá nema brot af tilboðunum svo að mörg sjónarmið komi fram í næstu umræðum hópsins.

Hvert barn getur fengið eitt eða fleiri spjöld, einu sinni eða oftar. Hafi verkefnatillögurnar verið undirbúnar áður en haldið er upp á lok dagskrárhrings er hægt að útdeila fyrstu umslögunum þá og síðan nokkrum til viðbótar heim til barnanna dagana á eftir - helst á frumlegan hátt. Ef tillögurnar voru ekki undirbúnar fyrr en í vikunni fyrir verkefnavalsfundinn gætu drekaskátarnir fengið dularfullt bréf merkt „trúnaðarmál“ daginn eða kvöldið fyrir fundinn.

Hægt er að gera það á margan hátt. Eina skilyrðið er að aðferðin veki forvitni og áhuga barnanna og hvetji til umræðu.

Hér eru nokkrar hugmyndir:

Þú getur auðvitað dreift spjöldunum í upphafi verkefnavals-fundarins, nafnlausum, óskreyttum og án dulúðar. En af hverju ættum við að gera það fyrst það eru svona margar aðferðir til að gera dagskrártilboðin að bráðskemmtilegum leik sem skemmtir börnunum og vekur áhuga þeirra?

jæja, hvernig kynnum við dagskráráhersluna og verkefnatillögurnar fyrir börnunum?

Page 206: Handbók sveitarforingja drekaskáta

20813. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

Sveitarfundurinn þar sem á að kynna dagskrártillögur og verkefnaval hefst á hópafundum. Sveitarforingi fylgir öllum hópunum.

Allir skátarnir í hópnum segja félögum sínum frá „sendibréfunum“ sem þeir fengu. Fyrstu mínúturnar fara í að börnin segja bara frá því hvernig bréfin bárust og skemmta sér yfir þessari nýbreytni. Síðan útskýrir sveitarforinginn dagskráráhersluna og af hverju hún var valin fyrir næstu mánuði.

Því næst segja börnin skoðun sína á verkefnatillögunum sem lagðar voru fyrir þau og hvaða verkefni þau vilja vinna. Þetta er rétti tíminn til að eyða öllum vafa, hafna sumum hugmyndum og bæta öðrum við. Ef þetta er vanur hópur getur sveitarforinginn eftirlátið börnunum að ræða málið afskiptalaust. Þegar umræðunni lýkur ætti hópurinn að vera búinn að ákveða hvað hann vill gera.

Hóparnir ljúka fundinum með því að ákveða hvernig þeir kynna niðurstöðu sína fyrir hinum í sveitinni og hvernig þeir ætla að reyna að afla sínum tillögum fylgis. Eiga þeir að leggja fram allar hugmyndir sínar eða aðeins þær sem vekja mestan áhuga? Hvaða rökum eiga þeir að beita? Eiga þeir að styðja hugmyndir annarra hópa? Hvernig eiga þeir að bregðast við og til hvaða ráða eiga þeir að grípa ef tillögur annarra hópa koma þeim á óvart eða þeim líst betur á þær en sínar eigin?

Þegar þar er komið sögu getur sveitarforinginn slegist aftur í hópinn og hjálpað honum að finna efni í „baráttuaðferðina“ sem varð fyrir valinu, spjöld og tússpenna til að búa til skilti, efni í lítinn áróðursbás eða eitthvað annað sem þeim dettur í hug. Foringjarnir hafa auðvitað áður útvegað efnið sem líklegast er að hóparnir þurfi að nota.

Kynning hópanna á sínu vali fyrir hinum í sveitinni ræðst af lýðræðis-leiknum sem á að nota til að taka ákvörðun. Hann var útskýrður fyrir drekaskátunum á síðasta fundi, á spjöldunum sem þeir fengu eða í upphafi þessa fundar.

dagskrártillögur foringjanna eru ræddar í hópunum og hver hópur ákveður hvaða verkefni hann mælir með við sveitina

Page 207: Handbók sveitarforingja drekaskáta

209 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

lýðræðisleikir Lýðræðisleikir eru hlutverkaleikir þar sem börnin leika ákveðið hlutverk til að reyna að afla tillögum sínum fylgis hinna í sveitinni og leikurinn fylgir reglum vettvangsins eða sögusviðsins sem varð fyrir valinu.

Lýðræðisleikirnir hafa fengið þetta nafn vegna þess að þeir eru tæki sem leiðir í ljós vilja meirihlutans með leik, þó að þeir byggist ekki alltaf á fyrirbærum sem eru beinlínis tengd lýðræði sem slíku.

Bandalag íslenskra skáta hefur útbúið nokkra skemmtilega lýðræðisleiki sem má nota til að velja verkefni. Eftirfarandi er samantekt á nokkrum þeirra og útskýring á hvernig þeir nýtast í verkefnavali:

Hvernigniðurstaðaner fengin

Hvernig verkefnatillögur

eru kynntarVerkefni

Þingfundur þar sem hver hópur er

þingflokkur ímyndaðs stjórnmálaflokks.

Þingmennirnir leggja fram lagafrumvörp og reyna að fá hina til að

styðja þau.

Samþykki og forgangs-röð lagafrumvarpanna ræðst af atkvæðunum sem þeim eru greidd.

Þingið er sett!

Söluupphæð munanna ákvarðar verðgildi þeirra og þeim er svo raðað upp

eftir verðmæti.

Eins og málverk og listmunir eru seldir á

uppboði.

Fyrsta boð, annaðboð, slegið!

Hóparnir hafa allir lága upphæð til ráðstöfunar

og kaupa og selja á uppboði.

Page 208: Handbók sveitarforingja drekaskáta

21013. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

dagur í réttarsalSveitin verður að

dómstól.Hugmyndunum

er stefnt fyrir rétt og saksóknarar og verjendur tala með þeim eða á móti.

Af fjölda atkvæða sem rétturinn (öll sveitin)

greiðir til að samþykkja verkefni.

morgunn á markaðnum

Drekaskátarnir fá nokkra heimatilbúna

peningaseðla og gerast kaupendur og seljendur á

ímynduðum markaði.

Hugmyndir að verkefnum eru vörur sem ganga kaupum

og sölum.

Af söluhæstu vörunum.

kosningadagurHver hópur kynnir

frambjóðanda sinn og hefur kosningabaráttu.

Hugmyndirnar eru frambjóðendur sem keppa um atkvæði.

Af fjölda atkvæða sem hver frambjóðandi

fær.

Við skoðum þessa fimm lýðræðisleikibetur hér á eftir.

hvernig niðurstaða er

fengin

hvernig verkefnatillögur

eru kynntarverkefni

Page 209: Handbók sveitarforingja drekaskáta

211 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

þingið er sett!

Líkt er eftir þinghaldi með „þingsætum“, þingmönnum og þingforseta sem heldur uppi röð og reglu og stýrir umræðum. Áður en leikurinn hefst útskýra foringjarnir hvernig þingið starfar, svo að verkefnið þjónar þeim tvíhliða tilgangi að velja verkefni og að fræða drekaskátana um þessa mikilvægu lýðræðislegu stofnun.

Hver hópur er þingflokkur ímyndaðs stjórnmálaflokks og þeir skiptast á um að leggja fram frumvörp til laga, ýmist í heild eða að hluta, eftir því hvaða verkefni þeir leggja fyrir þingið. Hóparnir geta reitt sig á mælsku félaga sinna eða beitt einföldum auglýsingaspjöldum „…sem hæstvirtir þingmenn hljóta að samsinna að sé við hæfi fyrir félítinn stjórnmálaflokk eins og okkar“.

Þegar umræðan er hafin geta þingmenn óskað eftir nánari skýringum á öðrum tillögum, svarað spurningum og bent á þversagnir, talað fyrir eigin verkefnum og reynt að ná samkomulagi. Eins og allir þingmenn sem setja almannaheill ofar hagsmunum eigin stjórnmálaflokks, virða þeir og samþykkja góðar hugmyndir þingmanna annarra flokka ef þær eru til hagsbóta fyrir sveitarstarfið.

Page 210: Handbók sveitarforingja drekaskáta

21213. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

Foringjarnir koma að kynningu löggjafarvaldsins sem ráðgefandi ráðherrar framkvæmdavaldsins og geta sem ráðherrar „utanþingsstjórnar með óvenjulegt umboð“ beitt neitunarvaldi gegn verkefnum sem eru sveitinni ofviða eða eru áhættusöm eða víkja um of frá uppeldismarkmiðunum. Þeir geta líka hvatt þingmenn flokkanna til að komast að samhljóða áliti til að börnin fái reynslu af umræðum og lýðræðislegu samkomulagi.

Atkvæði eru greidd um hugmyndirnar hverja fyrir sig og hver þingmaður fær nokkur atkvæði sem skipt er jafnt í tvo mismunandi liti. Með atkvæðum annars litarins getur þingmaðurinn aðeins kosið um hugmyndir hinna flokkanna. Með þessu móti viðurkenna börnin góðar hugmyndir annarra hópa sem greiðir fyrir samkomulagi þingflokkanna „Hæstvirti forseti, með fjölmörgum atkvæðum flokkssystkina minna viljum við stuðla að því að viðhalda trúverðugleika hins háa alþingis ... “

Hóparnir útbúa spjöld til að kynna og lýsa verkefnatillögum sínum, líkja eftir listaverkum og halda sýningu á þeim fyrir sveitina áður en uppboðið hefst. Drekaskátarnir fá nokkrar mínútur til að skoða verkin, bera fram spurningar og mynda sér skoðun.

fyrsta boð,annað boð,slegið!

[Athugið – að í raunveruleikanum væri ráðherrum og ríkisstjórn sennilega seint veitt neitunarvald á þingi, þó um utanþingsstjórn væri að ræða.]

Page 211: Handbók sveitarforingja drekaskáta

213 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

Allir drekaskátarnir fá síðan sömu upphæð í seðlum, mismunandi marga í tveimur litum. Seðlar með öðrum litnum eru fleiri en seðlarnir með hinum litnum. Með seðlunum sem eru fleiri geta þeir aðeins keypt hluti af hinum hópunum. Með færri seðlunum geta þeir bæði keypt hluti af hinum hópunum og eigin hópi.

Hóparnir geta ákveðið sín á milli hvað þeir ætla að verja hárri upphæð í mismunandi hugmyndir á uppboðinu. Drekaskátarnir þurfa að gæta þess að eyða ekki öllum peningunum sínum strax, af því að uppboðshaldaranum eru afhentar allar upphæðir sem boðnar eru í verk og hann leggur þær saman og tilkynnir heildarverðið sem hefur fengist fyrir viðkomandi verkefni.

Þegar allt er tilbúið hefst uppboðið! Allir hópar hafa sinn uppboðshaldara, ekki endilega alltaf þann sama. Uppboðshaldari selur verkefnin þeirra og sveitin gengur á milli sölubása hópanna og býður upp einn eða tvo hluti í hverjum þangað til allt hefur selst.

Uppboðshaldararnir verða að kunna að selja vörurnar: „Dömur mínar og herrar, lítið bara á þessar dásamlegu hugmyndir sem grái hópurinn býður okkur í dag! Fyrst af öllu er hér tveggja tíma ferð í ísverksmiðjuna „Búkolluís“ þar sem hægt verður að smakka á ísnum í lokin … Hvern langar ekki að bragða á þessum ljúffenga og hressandi þjóðarrétti? Þið þarna aftast! Hvað bjóðið þið hátt?“

Þegar uppboðinu er lokið er verkefnunum raðað eftir verðinu sem fékkst fyrir hvert og eitt.

dagur í réttarsalVerkefnunum sem hóparnir stungu upp á er stefnt fyrir rétt til að kanna hvort þau séu þess virði að vera unnin á komandi mánuðum. Ef verkefni hlýtur helming af atkvæðum réttarins og einu betur er það „löglegt“ og fær þá „sýknudóm“ sem þýðir að það hafi verið valið í dagskrárhringinn. Verkefnunum sem eru valin er raðað eftir fjölda atkvæða. Þau sem náðu ekki helmingi atkvæða eru dæmd sek og verða ekki með í hringnum.

Öll drekaskátasveitin er dómstóllinn. Í leiknum er einn skipaður dómari sem stýrir því hverjir fá orðið og heldur reglu í réttarsalnum.

Page 212: Handbók sveitarforingja drekaskáta

21413. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

Réttarritari kynnir hvert verkefni hlutlaust, saksóknari bendir á galla þess og verjandi úr hópnum sem kynnir verkefnið ver málið. Réttarritari getur verið leikinn af foringja en saksóknari er að sjálfsögðu drekaskáti í hópi andstæðinga eða einhver sem hefur verið valinn til að benda á galla verkefnisins. Til að hægt sé að rétta yfir öllum verkefnunum er nauðsynlegt að úthluta þeim hverju fyrir sig ákveðnum tíma og forðast málalengingar. Einn foringjanna er dómvörður sem hefur það eina hlutverk að tryggja að ákvarðanir dómarans séu virtar.

Lögmennirnir geta lagt fram skrifleg sönnunargögn máli sínu til stuðnings: „Það sem þið sjáið fyrir framan ykkur er útprentun af dagskrárvef BÍS þar sem segir að fjölmörgum sveitum hafi fundist þetta verkefni frábært!“Þeir geta líka kallað til vitni: „Hefur þú eitthvað fram að færa? Já, herra saksóknari. Við unnum mjög líkt verkefni í gömlu sveitinni minni og það var svo leiðinlegt að við gátum ekki lokið því og enginn vildi einu sinni vita af hverju það tókst ekki... “

Þeir sem lögðu fram verkefni sem var hafnað geta áfrýjað dómi í lok réttarhald-anna ef þeir vilja og flutt málið fyrir sama dómstól síðar, það er að segja sveitarfélögum sínum!

Eins og þú hefur vafalaust gert þér ljóst þverbrýtur dómstóllinn okkar nokkrar grundvallarreglur laga, svo sem þá að hagsmunaaðili geti ekki verið dómari, og eflaust virðir sveitin þín að vettugi fullt af öðrum réttarreglum við framkvæmd þessarar hugmyndar. En „höfundar þessarar handbókar, hæstvirti dómari, sverja þess eið að við höfum iðulega farið svona að við verkefnaval og það hefur heppnast frábærlega vel. Fyrir því eru óyggjandi sannanir!“

Page 213: Handbók sveitarforingja drekaskáta

215 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

morgunn á markaðnumÍ þessu tilviki eru verkefnin gerð að freistandi vöru sem gengur kaupum og sölum í látunum á fjörugum markaði Kolaportsins. Hóparnir setja upp og skreyta einfaldan sölubás, stilla þar verkefnunum upp til sýnis og „markaðssetja“ vöruna. „Dömur mínar og herrar, komið og sjáið þetta yndislega verkefni sem við höfum hér. Bakaðu sjálfur og borðaðu gómsætt brauð í dagsferðinni! Það tekur ekki eina til tvær klukkustundir að læra það!“

Félagar hópsins skiptast á um að fara úr básnum, svo að hann standi ekki mannlaus, skoða vörur keppinautanna og ákveða hvað þeir vilja kaupa.

Page 214: Handbók sveitarforingja drekaskáta

21613. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

Þessi aðferð stuðlar að þroska markaðssetningar- og viðskiptahæfileika og gerir börnin færari um að keppa við önnur börn. Þeir sem mæla með brauðbakstrinum gætu til dæmis boðið hinum að bragða á heimabökuðu brauði sem eitthvert barnið kom með nýbakað að heiman.

Eins og á uppboðinu fá öll börnin sömu „peningaupphæð“ í tveimur litum og verðgildum. Með fleiri seðlunum geta þau aðeins keypt vörur af öðrum hópum og með þeim færri geta þau keypt allt af sjálfum sér ef þau vilja.

Þegar þau kaupa „vöru“ skrá þau heiti hennar á seðilinn áður en þau afhenda hann sölubáshaldaranum. Þegar markaðnum svo lýkur og seljendur telja peningana sjá þeir hvað fékkst fyrir hvert verkefni. Söluhæstu verkefnin verða valin í dagskrárhringinn.

Foringjarnir geta stofnað neytendasamtök sem hafa margs konar vald. Til dæmis að taka af markaði vöru sem þeir telja hættulega eða óhæfa fyrir unga neytendur. Þeir verða að sýna mikla nærgætni og fortöluhæfileika til að framfylgja þessu af því að valdbeiting er ekki leyfð á þessum markaði.

Þarna er verið að líkja eftir kosningum til sveitarstjórna eða Alþingis. Eins og tíðkast yfirleitt fyrir kosningar verða auðvitað að vera kosningaherferðir, áróður og að sjálfsögðu stjórnmálaflokkar. Til að leikurinn verði raunverulegri útskýra foringjarnir áður en hann hefst hvernig kosningar fara fram í landinu okkar og nota tækifærið til að kynna fyrir börnunum kosningaferlið sem mikilvægan þátt í lýðræðiskerfinu, með öllum sínum kostum og göllum.

Í þetta sinn breytast hóparnir í kosningaskrifstofu, setja upp bása, dreifa bæklingum, taka fólk tali og reka alls kyns áróður til að reyna að sannfæra hina drekaskátana um kosti tillagna sinna. Hver tillaga er hópur „frambjóðenda (og málefna þeirra)“ sem keppast um hylli kjósenda: „því ég fullvissa ykkur um, kæru vinir, að því fleiri ferðir sem við förum í, þeim mun færri innifundir verða haldnir.“

Eins og í öllum kosningum fer viss tími í kosningaherferðir, kynningu á hugmyndum og myndun kosningabandalaga. Kosningabaráttunni lýkur með lokafundi þar sem síðustu rökin eru sett fram og baráttunni lýkur. Þá hætta kjósendur allri kosningabaráttu, halda á kjörstað og kjósa.

kosningadagur

Page 215: Handbók sveitarforingja drekaskáta

217 Verkefnatilboð og verkefnaval | 13. kafli

Til þess að drekaskátarnir læri að virða og meta jákvætt frumkvæði annarra mega þeir aðeins kjósa verkefni sem aðrir hópar hafa lagt til. Ef hugmyndir hópsins þeirra eru áhugaverðar og skemmtilegar kjósa hinir drekaskátarnir þær. Allir kjósendur fá þess vegna atkvæðaseðil með númeri eða tákni hópsins síns. Foringjarnir ákveða fyrirfram hvað hver drekaskáti má kjósa mörg verkefni, en þau ættu að vera aðeins fleiri en verkefnin sem hægt er að koma fyrir í dagskrárhringnum.

Börnin skrifa nafn verkefnanna sem þau vilja helst á atkvæðaseðilinn, en verkefnin geta líka verið auðkennd með númerum á lista sem hangir uppi á áberandi stað. Atkvæðaseðlar með fleiri verkefnum en má kjósa eða verkefnum frá hópi kjósandans teljast ógild.

Page 216: Handbók sveitarforingja drekaskáta

21813. kafli | Verkefnatilboð og verkefnaval

Foringjarnir leika kjörstjórn til að tryggja að verkefnatillögurnar séu í samræmi við dagskráráhersluna sem var ákveðin, stofni öryggi barnanna ekki í hættu og séu í raun og veru heppileg fyrir sveitina. Þeir eiga líka að fylgjast með því að engin kosningasvik fari fram, hafa eftirlit með talningu atkvæða og tilkynna hvaða frambjóðendur náðu kjöri, þ.e. verkefnin sem flestir drekaskátanna kusu.

Við lofum því að árangurinn af þessum leik verði góður. Það er okkar kosningaloforð!

Úrslitin úr verða að standa Af sjónarhóli barnanna er lýðræðisleikurinn sem varð fyrir valinu – einhver þeirra sem við lýstum eða annar sem þú hefur sjálfur fundið upp – bara eitt spennandi verkefni í viðbót. Jafn skemmtilegt og önnur verkefni og hluti af yfirstandandi dagskrárhring sveitarinnar. Sem foringjar vitum við að hann er meira en bara venjulegt verkefni af því að leikurinn gefur börnunum færi á að lýsa því skýrt og skilmerkilega hvað þau vilja gera, án þess að nokkur vafi leiki á því og án afskipta fullorðna fólksins.

Þegar börnin eldast uppgötva þau smám saman gildi þessara leikja og skilja betur mikilvægi þeirra án þess að hætta að hafa gaman af þeim. Þau fara að skilja að þátttaka í leikjum er eitt af framlögum þeirra til sveitarstarfsins.

Þess vegna er svo mikilvægt að foringjarnir fylgi niðurstöðu lýðræðisleikjanna fast eftir. Ef þarf að fresta verkefni eða bæta öðrum við dagskrárhringinn af einhverjum ástæðum verður sveitarþingið að samþykkja dagskrárbreytinguna (sjá 14. kafla). Aðeins þannig getum við sýnt drekaskátunum að við tökum mark á skoðunum þeirra og tökum fullt tillit til þeirra.

Þótt þú hafir kynnt dagskráráherslu, lagt fram tillögur að verkefnum og sett þeim skynsamlegar skorður – sem þú getur gert bæði í tillögunum og leiknum sjálfum – getur samt hugsast að þú sért ekki fyllilega sáttur við ákvörðun meirihlutans. Þrátt fyrir það þarftu að styðja ákvörðun barnanna og sýna verkefnunum sem þau völdu eins mikinn áhuga og ef þú hefðir valið þau sjálf. Ef við grípum fram fyrir hendurnar á börnunum læra þau aldrei að taka afleiðingum ákvarðana sinna.

Nú vitum við hvaða verkefni börnin vilja vinna og gerum okkur grein fyrir mikilvægi þeirrar ákvörðunar. Þá er næst að skipuleggja og útfæra verkefnin og fá öll börnin til að taka þátt í undirbúningnum.

lýðræðisleikjunum

Page 217: Handbók sveitarforingja drekaskáta

14verkefnin eruskipulögð, útfærðog undirbúin

KAFLI 14

Page 218: Handbók sveitarforingja drekaskáta

22014. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

verkefni eru skipulögð,útfærð og undirbúin

Undirbúningur er í samvinnu við börnin,

ef hann er ekki of erfiður fyrir þau.

Þetta er verkefni foringjaflokksins.

Þetta er verkefni foringjaflokksins.

hver

?hv

enær?

Nauðsynlegur undirbúningur til að verkefni geti hafist á

réttum tíma.

Útfærsla mismunandi þátta hvers verkefnis og hvernig þeir falla hver að öðrum.

Verkefnunum sem urðu fyrir valinu er raðað rökrétt upp innan dagskrár-

hringsins.

skipulag útfærsla undirbúningur

Undirbúningur hefst þegar nýtt

verkefni er í vændum.

Skipulagningu lýkur í vikunni eftir verkefnavalið og endar með gerð áætlunar sem er lögð fyrir næsta

sveitarþing.

Ýmist eru öll verkefni

útfærð í byrjun dagskrárhrings

eða eftir að hann hefst, en í tæka tíð til að ná að undirbúa síðari

verkefnin.

hvað

?

Árangur verkefna veltur að miklu leyti á því hversu vel þau eru skipulögð, útfærð og undirbúin.

Page 219: Handbók sveitarforingja drekaskáta

221 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

Öll verkefni sem börnin velja verða að vera með. Með því að virða ákvarðanir þeirra sýnum við að við metum þátttöku þeirra og það eykur sjálfstraust þeirra og trú á lýðræðið.

Ef gildar ástæður koma í veg fyrir að öll verkefnin sem valin voru verði unnin og fresta þarf sumum skal að gera það með hliðsjón af forgangsröðinni í valinu og sveitarþing þarf að samþykkja breytingarnar.

Þó að áherslan tengist ákveðnum þroskasviðum þarf dagskrárhringurinn að fela í sér verkefni sem efla framfarir barnanna á öðrum sviðum, þó að í minna mæli sé. Það leiðir ekki til ójafnvægis þótt lögð sé áhersla á sum svið umfram önnur af því að athyglin sem beinist að mismunandi sviðum persónuleikans er bætt upp og jöfnuð út í fleiri hringjum.

Það er mikilvægt að gott jafnvægi sé á milli hefðbundinna verkefna og valverkefna og að valverkefnin séu bæði löng og stutt.

Jafnvel þegar athyglin beinist að einu þroskasviði ættu verkefnin að vera af ólíkum toga og forðast þarf að láta svipuð verkefni taka við eitt af öðru. Ekki þarft til dæmis að setja á áætlun hverja gönguferðina af annarri til að auka líkamsþol þegar hægt er að ná sama árangri með því að iðka mismunandi íþróttir og leiki inn á milli.

Ef fjölbreytni og jafnvægi í dagskrárhring gleymist eða næst ekki af einhverjum ástæðum í valferlinu geta foringjarnir skotið inn verkefnum eða leikjum sem bæta þar úr svo framarlega sem uppstokkunin er lítilvæg og raskar ekki í meginatriðum vali barnanna. Börnin fá tækifæri til að láta í ljós skoðanir sínar á þessum breytingum þegar sveitarþingið samþykkir áætlunina eftir að skipulagningu dagskrárhringsins lýkur.

forsendur skipulagningarForingjar skipuleggja verkefni í samræmi við ákveðnar forsendur sem styðja sumar hugmyndir sem við kynntumst þegar fjallað var um forval verkefna:

Page 220: Handbók sveitarforingja drekaskáta

22214. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

Hvernig er best að skipuleggja verkefnin þannig að tíminn nýtist sem best með öll þessi skilyrði í huga?

Það getur verið erfitt en eftir að hafa skipulagt tvo til þrjá dagskrárhringi ættu foringjaflokkar að geta gert það á auðveldan og skjótan hátt. Þeir gætu einnig hafa fundið vinnuaðferð sem hentar þeim vel. Skipulagsvinnu er hægt að leysa af hendi á margan hátt, eins og næstum allt annað.

Þangað til foringjaflokkurinn hefur fundið sína eigin aðferð er hér vinnuferli sem þú getur nýtt þér þegar þú skipuleggur dagskrárhring.

Taktu saman alla frídaga, hluta af virkum dögum og sérstaka hátíðisdaga sem hægt er að nota til verkefnavinnu næstu tvo til fjóra mánuði.

Farðu yfir öll helstu hefðbundnu verkefnin sem áætlað er að vinna í dagskrárhringnum í samræmi við settar dagskráráherslur: dagsferðir, útilegur, sveitarþing, hátíðir, kvöldvökur og varðelda. Það er óþarfi að tína til hefðbundin skammtíma- verkefni, stuðningsverkefni eða sérkunnáttuverkefni á þessu stigi, eins og útskýrt verður síðar.

verkefni skal skipuleggja í ákveðinni röð

Page 221: Handbók sveitarforingja drekaskáta

223 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

Settu helstu verkefnin inn á áætlunina til bráðabirgða og mundu að sum þarf að vinna á ákveðnum dögum, til dæmis afmælis- og hátíðisdögum, en önnur taka heilan dag eins og dagsferðir eða ná yfir helgi. Á reglulega sveitarfundi sem ekki stangast á við annað raðar þú svo þeim verkefnum sem best henta í áætlanagerðinni.

Skoðaðu næst valverkefnin sem börnin völdu – og þá þætti hefðbundnu verkefnanna sem samráð var um – og áætlaðu hvað þau þurfa langan tíma.

Bættu við tímanum sem þarf fyrir hefðbundnu verkefnin sem þú settir inn til bráðabirgða og gáðu hvort heildartíminn er nálægt æskilegri lengd dagskrárhringsins. Sé hann umfram það, þarftu að fella niður eða fresta einhverjum verkefnum eða lengja dagskrárhringinn. Ef hann er styttri þarftu að bæta við verkefnum í samræmi við settar dagskráráherslur eða stytta dagskrárhringinn dálítið.

Þegar þú hefur ákveðið lengd dagskrárhringsins getur þú lokið áætlunargerðinni með því að tímasetja valverkefnin. Mundu að sum verkefni má vinna samtímis. Hægt er að vinna nokkur valverkefni samhliða eða innan sumra hefðbundnum verkefnanna, eins og í dagsferðum eða á sveitarfundum.

Þegar þú setur valverkefnin inn í áætlunina þarftu örugglega að gera margar breytingar á fyrstu uppröðun verkefnanna áður en áætlunin tekur á sig endanlega mynd.

Það borgar sig að setja lengstu valverkefnin fyrst inn í áætlunina. Ef þú byrjar á þeim styttri þarftu örugglega að færa mörg þeirra til þegar röðin kemur að þeim lengri.

Hin endanlega áætlun er lögð fyrir sveitarþingið til samþykkis á næsta sveitarfundi. Ef einhverju af verkefnunum sem voru valin hefur verið frestað eða öðrum bætt inn í áætlunina þarf að útskýra ástæðurnar vel.

Page 222: Handbók sveitarforingja drekaskáta

22414. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

leiðbeiningar umuppsetningu samfelldrar verkefnaáætlunar

Þótt þú hafir tímasett verkefni ertu ekki endilega búinn að útfæra það og veist þar af leiðandi ekki nákvæmlega hvað þarf til undirbúningsins nema verkefnið sé sótt á dagskrárvefinn eða þú hafir unnið það áður.

Á þessu stigi þarftu engu að síður að huga að ýmsum smáatriðum sem þú sást þegar þú skoðaðir mörg þeirra við forval verkefnanna. Þú þarft að vita nokkurn veginn hvað verkefnin taka langan tíma til að setja þau í áætlunina. Til að geta valið verkefni stað í verkefnaröð þarftu að vita hvaða áhöld, efni og kunnáttu þarf til að vinna það og hvort þörf er fyrir einhverja utanaðkomandi aðstoð. Þú þarft að vita hversu langan tíma tekur að útvega efni, kenna það sem kenna þarf og finna aðstoðarfólk.

Þú þarft einnig að hafa einhverja hugmynd um kostnað við hvert verkefni. Ef ekki eru til peningar fyrir einhverju verkefni þarf að bæta við það verkþætti eða öðru verkefni til að afla peninganna.

Stutt, hefðbundin verkefni eru margs konar – leikir, söngvar, dansar, sögustundir og leikþættir – og þau þarf ekki að skipuleggja í smáatriðum. Það nægir að fundum, útilegum og valverkefnum, einkum meðallöngum og löngum, sé ætlað nægilegt svigrúm til að hægt sé að skjóta inn stuttum verkefnum þegar þörf krefur.

Sama máli gegnir um stuðningsverkefni og sérkunnáttumerki sem í eðli sínu er ekki hægt skipuleggja inn í dagskrárhringinn þó að gefast verði tími til að vinna að þeim til hliðar við sveitarstarfið.

Ekki má heldur gleyma tímanum sem foringjarnir þurfa í lok hvers dagskrárhrings til að ljúka mati á persónulegum framförum barnanna.

Þú þarft líka að úthluta foringjunum tíma til að útfæra verkefnin og undirbúa þau með börnunum, eins og síðar kemur í ljós. Það er ekki nóg að setja verkefni í áætlunina, heldur þarf líka að gera ráð fyrir undirbúningstímanum.

Page 223: Handbók sveitarforingja drekaskáta

225 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

Þessar leiðbeiningar ættu að stuðla að sveigjanlegri sveitaráætlun sem auðveldar úthlutun verkefna við aðstæður sem ekki er hægt að sjá fyrir.

Best er að hefðbundin verkefni og valverkefni dreifist vel. Sama má segja um stutt verkefni, millilöng og löng. Þetta á einnig við um inni- og útiverkefni, fjörug og róleg, dags- eða kvöldverkefni, verkefni sem bara eru ætluð sveitinni og önnur með þátttöku foreldra, fjallaferðir og ferðir út úr bænum, verkefni í skátaheimilinu og utan þess. Þannig er hægt að sinna alls konar viðfangsefnum, stöðum, atburðum og vinnuaðferðum til að halda áhuga allra barnanna svo þau vilji alls ekki missa af neinu.

Það er eindregið mælt með því að þú eigir alltaf „forða“ af styttri viðfangsefnum að grípa til; óvænt verkefni, leiki, söngva, dansa, listakvöld og annað sem gæti til dæmis komið í stað verkefnis sem er á áætlun en þarf að fresta vegna þess að „það var hávaða rok og úrhelli þegar við ætluðum í dagsferðina“ eða til að bæta við dagskrá sem lauk fyrr en ætlað var af því að „börnin voru fljótari að ná tökum á viðfangsefninu en búist var við“.

Svo framarlega sem jafnvægi á milli ólíkra verkefna leyfir, er gott að hafa þau sem krefjast meiri undirbúnings í seinni hluta dagskrárhringsins en þau einfaldari í upphafi hans. Þannig er komist hjá því að vera í kapphlaupi við tímann.

Þegar sveitaráætlunin er gerð kemur líka í ljós hvort foringjarnir eru nógu margir til að leysa verkið nægilega hratt af hendi. Sé ekki svo eigum við nokkurra kosta völ; að fækka verkefnum, hægja á dagskrárhringnum eða fjölga í foringjaflokknum.

Gagnlegt er að skrifa reglulega í dagbók foringjaflokksins sem allir sveitarforingjarnir hafa aðgang að, svo að verkefnin gangi vel fyrir sig þótt skipt sé um foringja. Slíkar dagbækur geyma mikilvægan hluta af sögu sveitarinnar!

Page 224: Handbók sveitarforingja drekaskáta

22614. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

Þótt reyndur foringjaflokkur geti eflaust útfært verkefni á stuttum tíma þarf yfirleitt að huga að undirbúningi verkefna með góðum fyrirvara. Löng verkefni þarf að skipuleggja með meiri fyrirvara en stutt og þau flóknari verkefni fyrr en einföld. Efnisfrek verkefni þarf að undirbúa með meiri fyrirvara en þau sem þarfnast lítillar efnisöflunar, sömuleiðis ef það þarf að kalla til utanaðkomandi aðstoðarfólk eða verið er að vinna verkefnið í fyrsta sinn.

þegar áætlun er lokið þarf aðEins og áður hefur komið fram veistu nú í grófum dráttum hvaða markmið, innihald, lengd og efnisþörf felst í verkefnunum sem þú forvaldir. Þú valdir þau af vissum ástæðum! - Sama máli gegnir um börnin!

Þegar kemur að því að hrinda verkefni í framkvæmd á tilteknum degi og þú ferð að útfæra og undirbúa það nánar, rekurðu þig eflaust á að til þess að það heppnist vel þarftu líka að sinna ýmsum verkum sem þú sást kannski ekki fyrir.

Hjá þessu er aldrei alveg hægt að komast þó að verkið verði auðveldara ef verkefnið hefur verið unnið áður eða kemur úr verkefnasafni af dagskrárvef BÍS. Þá geturðu annað hvort byggt á eigin reynslu eða stuðst við leiðbeiningar um framkvæmdina. Þetta á einkum við um verkefni af dagskrárvefnum vegna þess að öll verkefni sem þar er að finna eru vel ígrunduð og hafa mörg verið reynd við raunverulegar aðstæður. Það er þó ekki alltaf tilfellið því oft eru valin verkefni sem eru bara almennt orðuð hugmynd og margt ógert sem þarf að hugsa fyrir og útfæra ítarlega.

Hvort sem verkefnið hefur verið unnið áður eða ekki þarftu alltaf að velta því fyrir þér og sníða það að öllum börnunum og aðstæðum í sveitinni.

Í öllum þessum tilvikum er lagt til að útfærslansé unnin í ákveðinni röð

útfæra verkefnin

Page 225: Handbók sveitarforingja drekaskáta

227 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

fyrst þarf að skilgreina eða endurskoða markmið verkefnisins

matarpóker

Börnin eru hvött til að læra um fæðuflokkana á sveitarfundi

með því að spila á spil sem þau búa til sjálf.

sögur

Í verkefni sem stendur í eina klukkustund búa börnin til

fjarstæðukenndar sögur með því að tengja af handahófi stuttar setningar

sem þau hafa skrifað um hitt og þetta.

Markmið

Að örva ímyndunaraflið.

Að þróa ritfærni.

Að uppgötva möguleika móðurmálsins til skapandi starfs.

Að læra að vinna saman að því að semja texta.

Markmið

Að læra um ólíka fæðuflokka.

Að þekkja til hvaða fæðuflokks helstu matartegundir teljast.

Að skilja hversu mikilvægt það er að borða hollan og fjölbreyttan mat.

Þegar verkefnið var valið eða sett inn á áætlun lágu eflaust fyrir sjálfgefnar eða almennar hugmyndir um tilganginn með því. Nú gefst síðasta tækifærið til að skilgreina nákvæmlega að hverju er stefnt.

Skilgreininguna ætti að festa á blað. Hún skiptir meginmáli fyrir matið þegar verkefninu lýkur, enda er matið ætlað til að kanna hvort settum markmiðum hafi verið náð. Ef engin markmið voru tilgreind geturðu ekki byggt matið á neinu og ef þú þarf að giska á markmiðin verður matið óljóst og ruglingslegt.

Hér eru einföld og nákvæm dæmi um markmið verkefna.

Fjarstæðukenndar

Page 226: Handbók sveitarforingja drekaskáta

22814. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

Enn og aftur þurfum við að hafa hugfast að markmið verkefnis eru ekki áfangamarkmið einstakra barna. Fyrrnefndu markmiðin, sem við höfum tekið nokkur dæmi um tilgreina árangurinn sem við vonumst til að sveitin hafi náð við lok verkefnisins; en þau síðarnefndutilgreina hegðun sem hvert barn hefur ákveðið að tileinka sér á tilteknu tímabili.

Þegar þú byrjar að útfæra verkefni skilgreinir þú markmið þess, en ekki áfangamarkmiðin. Á þessu stigi er óþarfi að fastsetja nákvæmlega við hvaða áfangamarkmið verkefnið styður. Það nægir að hafa almenna hugmynd um hvaða þroskasvið nýtur helst góðs af verkefninu.

Í matarpókernum í dæminu hér að ofan er stefnt að því að börnin tileinki sér hollt mataræði og þess vegna fellur hann undir svið líkamsþroska, en fjarstæðukenndu sögurnar þroska hæfileikann til að hugsa og vera frumlegur og stuðla því mest að vitsmunaþroska.

Strangt til tekið ætti að tiltaka helsta þroskasvið verkefnis í forvalinu en við getum endurtekið það núna til að fullvissa okkur um að við séum að skipuleggja og framkvæma verkefni í samræmi við dagskráráherslurnar sem við settum. Þetta er líka rétti tíminn til að fara yfir verkefnin sem börnin lögðu til og foringjarnir gátu af augljósum ástæðum ekki greint í forvalinu.

Page 227: Handbók sveitarforingja drekaskáta

229 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

Hvaða staður hentar verkefninu best?

Vitum við hvað það tekur langan tíma?

Hvernig koma börnin að því?

Hvaða efnivið og aðstoð fullorðinna þurfum við

og í hve miklum mæli?

Vitum við hvað efnið kostar og hvar við fáum

það?

Er verkefnið unnið „í einni lotu“ eða í nokkrum

áföngum?

Þurfum við að

varast einhverjar hættur?

Er verkefnið

til í fleiri

útfærslum?

Hvernig á að

meta verkefnið?

þegar markmiðin hafa veriðskilgreind er lokið við aðra þætti í útfærslu verkefnisinsÞegar þú hefur skilgreint markmið verkefnisins þarftu að útfæra aðra þætti þess:

Page 228: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23014. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

Vita allir hver stjórnar verkefninu?

Hvernig á að kynna verkefnið? Hver á að gera það? Hvað á að nota til þess? Hver ætlar að ná í efnið eða búa það til?

Þótt margir foringjar og jafnvel utanaðkomandi sérfræðingar taki þátt í verkefninu á einn aðili alltaf að bera ábyrgð á því og allir aðrir lúta stjórn hans.

Öll verkefni þarf að kynna, sama hvað þau eru skemmtileg, og kynninguna þarf að skipuleggja í tæka tíð.

þegar verkefnið hefur verið útfærtþarf að undirbúa framkvæmdþess á tilteknum degi

Ýmsan undirbúning þarf að inna af hendi áður en

vinna við verkefni hefst. Fjöldi verka og vinnan sem fylgir því veltur

á viðgangsefninu: Hálfs dags póstaleikur er allt öðruvísi en tveggja nátta útilega. Við

undirbúning verkefnis gæti samt verið gagnlegt að skoða „vegvísinn“ hér á eftir:

Page 229: Handbók sveitarforingja drekaskáta

231 Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin | 14. kafli

Staðurinn þar sem verkefnið er unnið skiptir miklu máli til að góður árangur náist. Útkoman ræðst af stærð staðarins, næði, heppilegu umhverfi, hreinlæti, hávaðastigi og nálægð eða fjarlægð alls sem kann að kæta eða bæla börnin. Þetta á ekki síst við um verkefni utan skátaheimilisins. Þegar farið er í útilegu eða dagsferðir skiptir öllu máli að fara á staðinn með góðum fyrirvara til að fullvissa sig um að hægt sé að vinna verkefnið þar eins og til stóð.

Sum styttri verkefni eru unnin í einni lotu á meðan önnur, sérstaklega þau löngu, eru unnin í nokkrum mislöngum og miskrefjandi áföngum.

Mörg tilbrigði eru til við næstum öll verkefni. Ef eitt er valið útilokar það stundum öll önnur. Stundum er hægt að nota mörg tilbrigði í sama verkefni, ýmist hvert á fætur öðru eða öll í einu.

Börnin taka þátt í undirbúningi verkefna að undanskildum verkum sem þau ráða ekki við.

Þegar við þurfum aðstoð utanaðkomandi aðila verðum við að vekja áhuga þeirra. Áður en verkefnið hefst þarf að fá þá til að lofa þáttöku í því. Það er ekki hægt að fara í bjargsig án einhvers sem kann að síga í björg eða halda ljósmyndanámskeið án aðstoðar fagmanns eða áhugamanns sem hefur góða þekkingu á viðfangsefninu.

Er búið að ákveða staðinn eða hver á að finna hann og sjá um undirbúning þar? Hefurðu farið á staðinn og athugað hvort hann hentar ykkur? Hefurðu kannað hvort þurfið leyfi til að fá afnot af staðnum?

Ertu búinn að renna yfir áfanga verkefnisins og fela einhverjum að sjá um þá?

Ertu búinn að undirbúa efnið sem þú þarft fyrir öll tilbrigðin sem þú ætlar að nota?

Taka börnin þátt í undirbúningi verkefnisins?

Er fólkið sem þú þarft utan sveitarinnar áreiðanlegt og er öruggt að það mæti?

Page 230: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23214. kafli | Verkefnin eru skipulögð, útfærð og undirbúin

Allir standa tilbúnir í kvöldmyrkrinu á hæð fyrir utan bæinn og ætla að skoða stjörnurnar. Sá sem átti að útvega stjörnukíki kemur of seint og man ekki fyrr en hann er kominn að hann ætlaði að sækja kíkinn á leiðinni. Þeir sem hafa upplifað eitthvað svipað og þetta gleyma aldrei hvað efnisútvegun skiptir miklu máli.

Mörg verkefni kosta ekkert en önnur sem taka langan tíma eða eru efnisfrek eins og útilega eða löng valverkefni þarf að fjármagna til að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd eða leysa þau vel af hendi.

Sá sem stjórnar verkefninu ætti að fylgjast vel með og athuga hvort úthlutuðum verkum er sinnt þangað til verkefnið er að fullu tilbúið.

Ertu með allt sem til þarf? Er einhver sem stjórnar því? Eru til reglur um fjárhagsuppgjör verkefna sveitarinnar?

Hefurðu athugað hvort allt er tilbúið áður en verkefnið hefst?

Þegar þú útfærir og undirbýrð verkefni þarftu kannski að breyta upprunalegu áætluninni af því að nú seturðu verkefninu fastan tímaramma. Sé áætlunin sveigjanleg eins og mælt var með, ætti að vera auðvelt að gera breytingar.

Ertu búinn að athuga hvort búið er að útvega eða búa til allt efni sem þarf í verkefnið?

Page 231: Handbók sveitarforingja drekaskáta

15framkvæmd ogmat verkefna

KAFLI 15

Page 232: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23415. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

verkefnavinnan hrindir áætlunokkar í framkvæmd og börnin fagna henni

Eftir að foringjarnir hafa lokið mati á sveitinni og ákveðið áherslur fyrir dagskrárhringinn

Þegar börnin hafa séð dagskráráherslurnar og verkefnatillögurnar

velja þau verkefnin sem þau vilja vinna í dagskrárhringnum.

forvelja þeir verkefni og undirbúa tillögurnar sem verða lagðar fyrir börnin.

og fá börnin til að leggja sér lið ef mögulegt er, við að undirbúa fyrstu verkefni dagskrárhringsins.

Þá er komið að því að hrinda áætlun og áformum okkar í framkvæmd!

Þungamiðja dagskrárhringsins er að vinna og meta verkefnin. Það tekur nokkrar vikur og þú verður að fylgja áætluninni eins nákvæmlega og hægt er.

Sérhvert verkefni ætti að vera eins og hátíð fyrir börnin, fylla þau af áhuga og halda óskiptri athygli þeirra. Með öðru móti geta þau ekki öðlast reynsluna sem hjálpar þeim smám saman að ná persónulegum áfangamarkmiðum sínum.

áður en verkefni hefst er ekki úr vegi að athuga hvort allt sé tilbúiðÞað fer eftir lengd verkefnis hvað þú þarft að fara yfir undirbúninginn með löngum fyrirvara: Að minnsta kosti viku áður, þegar lengri verkefni eiga í hlut en væntanlega ekki nema nokkrum mínútum áður en þau stystu byrja.

Þú ættir að fara yfir alla þætti verkefnisins sem þarf að undirbúa og allt annað sem gæti skipt máli, til dæmis hver stjórnar verkefninu, ástæðuna fyrir vali þess, áfangana innan þess, tilbrigðin og nauðsynlegt efni.

Foringjarnir skipuleggja síðan verkefnin sem börnin völdu, raða þeim saman, setja þau inn á sveitaráætlunina og útfæra þau

Page 233: Handbók sveitarforingja drekaskáta

235 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Þú ættir líka að athuga hvort allir foringjarnir þekki verkefnið vel áður en það hefst, svo að þeir eigi auðvelt með að útskýra það, geti svarað spurningum barnanna og missi ekki stjórn á aðstæðum.

foringjarnirvinna sem einn flokkurAllir sveitarforingjarnir taka þátt í verkefnunum: Þeir leggja hver um sig sitt af mörkum og koma mismikið að endanlegri útkomu. Hópvinnan er ekki aðeins nauðsynleg til að verkefnið heppnist vel, heldur líka til þess að sýna drekaskátunum að allir foringjarnir séu virkir og þá finnst börnunum að það sem verið er að gera sé mikilvægt.

Þetta þýðir ekki að foringjarnir sinni allir sömu störfum í einu. Áður en verkefnið hefst skipta þeir með sér verkum. Það væri heldur ekkert að því að foringjarnir sæju hver um sinn áfanga eða hluta verkefnis þegar um langtímaverkefni eins og útilegu er að ræða.

Burtséð frá öllu öðru skiptir hópvinnan miklu máli. Það er óæskilegt að foringi vinni verkefni einn með börnunum en hinir fari eitthvað til að sinna öðrum verkum, loki sig af til að sjá um „það sem kemur næst“ eða bara til að hvíla sig. Við megum ekki gleyma því að foringjarnir eiga að skipta jafnt með sér verkum. Enginn foringi hefur gott af því að halda að hann geti stjórnað sveitinni úr fjarlægð, sloppið við erfið verk, tekið þátt í starfinu þegar honum hentar, mætt of seint eða farið seint á fætur í útilegunni.

Vikurnar og dagana fyrir viðburði eins og útilegu – sem fela í sér minni og stærri verk – verður þú að fylgjast mjög vel með undirbúningi barnanna, foringjanna, foreldranna og alls utanaðkomandi fólks sem kemur að undirbúningi og framkvæmd.

Eftir nokkrar útilegur verða sveitarforingjarnir komnir með næga reynslu til að búa til eigin „gátlista“. Þannig geta þeir farið fljótt og örugglega yfir hvort allt sé tilbúið í tæka tíð og gleyma engu. Þú getur gert gátlista yfir öll tiltölulega reglubundin verkefni.

Page 234: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23615. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

regla og agi er ekki tilskipun heldur

viðurkennd af öllumÞegar við tölum um hlutverk foringja í verkefnum þurfum við að nefna reglu og aga í sveitinni. Í skátastarfinu þröngvum við aldrei reglu og aga upp á neinn. Það liggur líka í augum uppi – og er bara nefnt hér fyrir lesendur sem eru ekki skátar – að hvers kyns líkamlegt eða andlegt ofbeldi er víðs fjarri skátaandanum. Sama má segja um alls kyns skammir eða refsingar sem á einhvern hátt gera lítið úr barninu eða niðurlægja það, hvort heldur í eigin augum eða annarra.

Í sveitinni og skátastarfinu almennt þykir sjálfsagt að halda uppi aga og fara eftir reglum. Slíkt er eðlileg og skynsamleg vinnuaðferð, auk þess að vera grunnstoð sveitarstarfsins. Það er eina skynsamlega vinnulagið og sprettur af sjálfviljugri hollustu við skátaheitið og skátalögin. Gott félagsstarf skapar ánægjulegt andrúmsloft náinna, óþvingaðra og kurteislegra samskipta þar sem nánast ætti að vera óþarft að þurfa að segja börnunum hvað þau „geti ekki eða megi ekki gera“.

Þar að auki eru dagskrárverkefnin sem börnin hafa valið svo áhugaverð að það tekur allan þeirra tíma og orku „að gera það sem þau eiga að gera“ og þá er enginn tími aflögu til „að gera það sem þau ættu ekki að gera“. Þess vegna segjum við að reglu og aga sé fylgt af fúsum og frjálsum vilja og þurfum nánast ekkert að hafa áhyggjur af þeim málum.

Hópvinna dregur ekki úr ábyrgð sveitarforingjans sem stjórnar verkefninu. Hann eða hún þarf að tryggja að verkefnið tengist markmiðinu og fari ekki úr böndunum. Það getur reynst erfitt, en ef foringjaflokkurinn vinnur vel saman getur hann stjórnað aðstæðum og stutt börnin sem þurfa á því að halda.

Oft hefur þannig verklag leitt til „stéttskiptingar“ sem í sumum skátafélögum eru talin tilheyra vissum foringjum. Þetta viðhorf til sveitarforingjastarfsins er rangt. Foringjaflokkurinn snýst um fólk sem skiptir réttlátlega með sér mismunandi verkum. Innan hans á hvorki að tíðkast stéttaskipting eða forréttindi.

Page 235: Handbók sveitarforingja drekaskáta

237 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Ef sveitin kemur sér þrátt fyrir þetta ekki upp sjálfsögðum aga og allt annað hefur verið reynt, gæti verið gott ráð að setja henni reglur, að minnsta kosti tímabundið. Ef svo er, þarftu að hafa eftirfarandi í huga: Fyrst ættu foringjarnir að hvetja börnin til að stinga sjálf upp á reglum. Ef foringjarnir leggja til reglur verða þeir að vera vissir um að börnin skilji þær og ástæðurnar fyrir þeim. Reglurnar þarf alltaf að setja í samráði við börnin.

Þegar reglurnar hafa verið settar þurfa foringjarnir að fullvissa sig um að allir skilji þær til fulls, minna börnin á þær af og til ef þörf krefur og tryggja að þær séu útskýrðar vel og með góðum fyrirvara fyrir nýjum drekaskátum í sveitinni.

Það er ekki æskilegt að láta sveitina reka áfram stefnulaust og agann fara eftir geðþótta undir því yfirskini að viðhalda góðum samskiptum. Þú mátt samt aldrei gleyma að börn eru börn og flest viðbrögð þeirra og hegðun eru fyrirsjáanleg vegna æsku þeirra en eru ekki ásetningur um að brjóta reglur.

Við megum aldrei missa þolinmæðina eða bregðast við af fljótfærni, hversu alvarlegt sem okkur kann að þykja brotið á reglunum. Vanhugsuð viðbrögð eru nánast alltaf í ósamræmi við tilefnið.

Þegar þú kemst ekki lengur hjá því að benda barni á óviðeigandi hegðun er best að tala við það og útskýra vingjarnlega en ákveðið hve mikilvægt það sé að fylgja tilteknum reglum til að vera ánægður og ganga vel að vinna saman í hópi. Aldrei má ávíta barn fyrir að brjóta reglu eða skikka það til að sinna tiltekt eða öðrum þjónustuverkum í refsingarskyni fyrir slæma hegðun fyrir framan aðra. Jafnvel þó að þjónustuverkin virðist vera leiðinleg eiga þau að vera sjálfviljugt framlag sem allir njóta góðs af en ekki erfiðisverk ætluð „þeim sem haga sér illa“.

Um leið og góður andi og ánægjan af sveitarstarfinu hefur gert reglurnar óþarfar geta foringjarnir hætt að vitna í þær og látið eðlislægt félagslyndi barnanna stýra hegðun skátanna.

Yfirleitt er ástæða fyrir síendurtekinni eða langvarandi óþekkt. Reyndu að finna orsökina fremur en að leiðrétta hegðunina, með því að gefa þér tíma til að tala við barnið.

Við verðum alltaf að muna að við erum „stóru systkinin“ sem vilja yngri systkinum sínum vel. Í þeim anda leiðbeinum við börnunum, verndum þau og leiðréttum án þess nokkurn tímann að refsa þeim.

Page 236: Handbók sveitarforingja drekaskáta

23815. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

hvatning kveikir áhuga og er alltaf nauðsynlegÞar sem börnin völdu sjálf verkefnin sýna þau að öllum líkindum mikinn áhuga um leið og þú tilkynnir verkefni sem þau völdu.

Hvatning er samt alltaf nauðsynleg. Börn á þessum aldri eru fljót að fá áhuga en líka að missa hann og kringumstæður gætu hafa breyst frá því að þau völdu verkefnið og þangað til það á að hefjast.

Hvatningin sem stuðlar að því hvað börnin eru fús til að hefjast handa hefst því ekki bara rétt fyrir upphaf verkefnis heldur löngu áður, ekki síst þegar takast skal á við meðallöng og löng verkefni.

Hvatningin getur verið ýmiskonar, en hún skapar góðan anda sem viðheldur væntingum barnanna þangað til verkefnið hefst.

Hvatningin þarf að halda áfram á meðan á verkefninu stendur til að viðhalda áhuga og sjálfstrausti sem oft dregur úr þegar börnin lenda í erfiðleikum og leiðin að markinu eða árangrinum er ekki eins greið og hún virtist í upphafi.

Þess vegna er æskilegt að hvetja börnin á margvíslegan hátt fyrir sama verkefni og vera tilbúin til að nota hvaða hvatningaraðferð sem vera skal, hvenær sem er.

framkvæmd verkefniser öllum fagnaðarefniTil þess að börnin öðlist þá einstaklingsbundnu reynslu sem við vonumst eftir verða þau að njóta verkefnisins og fagna því.

Þess vegna er þarft að hafa nokkur atriði í huga:

Öll börnin verða að fá eitthvað skemmtilegt að gera í verkefninu. Enginn má sitja hjá á meðan hinir í sveitinni skemmta sér. Verkefni hefur þátttakendur, ekki áhorfendur. Þátttaka í verkefni er engu að síður sjálfvalin. Þeim sem eru neyddir til að taka þátt í verkefninu finnst það ekkert fagnaðarefni, svo að þegar barn vill ekki vera með eða halda áfram á ekki að skylda það til þess. Við fyrstu vísbendingu um að barn vilji einangra sig svona frá hópnum þurfa foringjarnir hins vegar að fylgjast vel með og gefa sér tíma til að tala við barnið og komast að vandamálinu.

Page 237: Handbók sveitarforingja drekaskáta

239 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Þó að allir skilji að útkoman skiptir miklu máli ætti að hvetja börnin til að njóta verkefnisins eins og það er, óháð því hvað þau fá eða fá ekki út úr því. Þannig fá þau smám saman áhuga á lífinu og tilverunni og öðlast jafnvægi sem ræðst ekki af velgengi eða mistökum.

Verkunum sem fylgja verkefninu á alltaf að skipta réttlátlega á milli þátttakenda með hliðsjón af getu þeirra og engu öðru. Gættu þess vandlega að staðalímyndir um kynferði hafi ekki áhrif á þig og þú úthlutir strákunum til dæmis erfiðari verkum og stelpunum þau sem reyna minna á.

Þú verður alltaf að gæta vel að öryggismálum. Börn á þessum aldri geta eytt gífurlegri orku á örskömmum tíma. Þau hafa ekki alltaf stjórn á orku sinni og geta því orðið dauðþreytt fyrirvaralaust ef þau reyna mikið á sig lengi í einu. Ef fötluð börn eru í sveitinni þarf alltaf að gæta sérstaklega vel að þeim.

Sama máli gegnir um tillitsemi. Þú verður að gæta þess mjög vandlega að börnin sem tapa eða mistekst að ná þeim árangri sem þau væntu séu ekki niðurlægð, að seinfærari börn séu ekki skilin útundan eða óvinsæl börn hunsuð.

Page 238: Handbók sveitarforingja drekaskáta

24015. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

foringjarnir viðhalda stíganda” í framkvæmd verkefnis

Verkefni getur verið dálítið „stirt“ í upphafi en nær smám saman rennsli. Þú getur flýtt fyrir því með dálítilli aukahvatningu, allt eftir verkefninu, en best af öllu er samt þitt eigið viðhorf. Ekki gefast upp baráttulaust þó að börnin séu ekki mjög áhugasöm í upphafi. Foringi sem brennur af áhuga smitar börnin af honum fyrr en varir.

Smitandi áhugi þýðir ekki að þú þurfir að setja upp sýningu eða gerast miðpunktur athyglinnar. Yfirveguð jákvæðni og gott fordæmi nægir þvert á móti oftast til þess.

Reyndu að ganga ekki of beint til verks við að útskýra, leiðbeina eða hvetja börnin í miðju verkefni. Þú getur ekki stjórnað, leiðbeint eða leyst úr öllu sem kann að koma upp á hverju sinni. Það er æskilegt að börnin reki sig sjálf á og reyni að leysa vandamálin sem á vegi þeirra verða. Það er þeirra leið til að læra, finna lausnir og hugsa sjálfstætt.

Forðastu eyður, sem stafa oftast af ónógum undirbúningi. Þegar ófyrirsjáanlegar kringumstæður valda eyðum þarftu að gera nauðsynlegar breytingar eða styrkja verkefnið með einhverjum ráðum til að leysa vandamálið sem rauf stígandann. Það er alltaf gott að hafa tiltæk verkefni til að „fylla í eyður“ eða koma í stað annarra þegar þannig stendur á; svo sem óvænt verkefni, leiki, nýtt afbrigði af yfirstandandi verkefni eða einfaldlega nýtt viðfangsefni.

Róleg verkefni sem ná yfir heilan sveitarfund er gott að brjóta upp með söng, dansi, fjörugum leik og annarri hreyfingu þó að engar eyður verði. Þannig fá börnin dálitla útrás og geta betur einbeitt sér að aðalverkefninu.

Verkefni þurfa alltaf að hafa vissan stíganda. Foringjarnir og þá einkum sá sem stjórnar verkefninu, sjá um að halda stígandanum.

Page 239: Handbók sveitarforingja drekaskáta

241 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Þegar utanaðkomandi fólk tekur þátt í verkefnum, til dæmis sérfræðingur sem ætlar að kenna börnunum vissa tækni, þarf að skipuleggja aðkomu hans og tímasetja vandlega svo að tilsögnin falli vel að meginþáttum verkefnisins og rjúfi ekki stígandann. Þess vegna verður fólkið sem er svo vinsamlegt að leggja okkur lið að vita hvað því er ætlað að gera. Jafnframt þarf að forðast að það setji upp einhvers konar einkasýningu, óháða öðrum þáttum sveitarstarfsins. Foringjarnir einir stjórna sveitinni og utanaðkomandi aðilar verða að skilja það.

Aldrei skal hætta við verkefni við fyrstu hindrun. Þó er nauðsynlegt að læra að átta sig á hvenær verkefni er að lognast út af, þrátt fyrir alla hvatningu og uppörvun sem veitt hefur verið. Þegar slíkt blasir við er best að binda skjótan endi á verkefnið.

Alltaf er gott þegar börn eru virk og áhugasöm þegar unnið er að verkefni, jafnvel þegar því er að ljúka. Ljúki verkefninu ekki á fyrirfram ákveðnum tíma þarf að hafa í huga að ef börnin eru ánægð geta þau haldið áfram út í hið óendanlega. Því er æskilegt að binda endi á verkefnið áður en börnin missa áhugann og hafa í huga að það er hægt að endurtaka við annað tækifæri, í sömu mynd eða breyttri.

Mundu að útivistarverkefni eins og ferðir og útilegur ganga yfirleitt hægar en verkefni sem eru unnin í skátaheimilinu. Þegar útivistarverkefni eru skipulögð þarf að hafa í huga að framkvæmdahraðinn er hægari og að stígandinn er annar.

Page 240: Handbók sveitarforingja drekaskáta

24215. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Sumt er sérstaklega mikilvægt til að viðhalda stíganda á sveitarfundum

Foringjar ættu að vera fyrstir á staðinn. Þeir þurfa að vera mættir þegar börnin koma og vera til staðar þangað til fundurinn hefst. Þetta dregur úr áhyggjum foreldra barna sem mæta snemma. Veitir einnig öryggi og gerir biðtíma, sem gæti verið leiðinlegur og börnin jafnvel kviðið fyrir, að tækifæri foringjanna til að kynnast þeim betur.

Sama máli gegnir eftir fundinn. Foringi verður alltaf að vera eftir hjá börnunum sem bíða þess að verða sótt eða eru enn í skátaheimilinu af einhverjum ástæðum. Foringjarnir ættu alltaf að fara síðast, - þegar allir drekaskátarnir eru farnir heim.

Hóparnir geta skipst á um föstu verkin sem unnin eru í hverri viku. Þannig læra þeir margt gagnlegt og tileinka sér hjálpsemi og ábyrgð. Föstu verkin eru til dæmis að þrífa, taka fram sveitarfánann eða tótemið, lesa upp tilkynningar eða dreifa þeim, dytta að útbúnaði og raða húsgögnum. Stígandi fundarins verður betri ef þessi verk eru unnin snurðulaust án þess að gert sé mál úr þeim.

við verðum að fylgjast meðog vera áreiðanleg Við verðum að vera áreiðanleg til að eiga skilið traust fólks sem lánar okkur hluti til starfsins og gefur sveitinni búnað. Þetta þýðir að við skilum lánshlutum á réttum tíma og í jafngóðu ástandi og þegar við fengum þá. Við göngum vel um hús og herbergi sem við fáum til afnota og höldum öllum útbúnaði og áhöldum í fyrsta flokks ástandi, svo grípa megi til þeirra fyrirvaralaust.

Sama máli gegnir um komu- og brottfarartíma í ferðum. Við mætum stundvíslega og göngum vel um landið og skálann eða landareignirnar sem við förum um. Skálinn og landareignin ættu helst alltaf að vera hreinni þegar við förum en þegar við komum.

Page 241: Handbók sveitarforingja drekaskáta

243 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Skátaforingjar sem gegna ekki þessum skyldum sínum koma fyrr en varði að lokuðum dyrum. Það hryggilega er að dyrnar lokast ekki aðeins á þá sem eiga það kannski bara skilið, heldur lokast þær líka á allt skátastarf, sem þarf þá að gjalda ábyrgðarleysis einnar manneskju.

Þeir ábyrgu öðlast sem betur fer góðan orðstír. Það er eftirsóknarverður eiginleiki sem er þeim mjög til framdráttar, jafnt í skáta-starfinu og utan þess af þvíað þeim er hægt er að treysta.

gættu vel að heilsufari skátanna og öryggismálumÖllum verkefnum getur fylgt áhætta. Það er skylda foringjans að varast hættur og vita hvað gera skal ef slys ber að höndum þrátt fyrir allar varúðarráðstafanir.

Útbúnaður okkar og tæki, dagskrárefnið, leiðin sem farin er, samgöngutækin, vettvangur verkefnisins, staðsetning eldunaraðstöðu, maturinn sem börnin borða, fatnaðurinn sem við leggjum til að þau hafi meðferðis - í öllu þessu og hverju einu sem við gerum og sérhverju sem við notum getur falist einhver áhætta sem hugsanlega gæti valdið veikindum eða slysi. Við verðum ávallt að vera viðbúin og vaka yfir öryggi barnanna á hverjum tíma.

Hér eru nokkur brýn ráð sem koma að góðu gagni við hvaða aðstæður sem er og foringjarnir þurfa að þekkja og fara eftir:

Fyrirbyggðu: Taktu þér dálítinn tíma og beittu hugmyndafluginu til að finna allar hættur sem gætu hugsanlega leynst í því sem til stendur að gera. Finndu leiðir til að draga úr áhættunni og settu skýr mörk.

Upplýstu: Segðu öllum skýrt og greinilega frá öllum áhættuþáttum til að koma í veg fyrir áhættuhegðun. Þegar það á við geturðu notað tilkynningar eða jafnvel aðvörunarskilti.

Page 242: Handbók sveitarforingja drekaskáta

24415. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Haldið áhaldakistum í góðu ástandi, límið og slípið niður flísar og beittar eða oddhvassar málmagnir.

Börn eiga eingöngu að fá að meðhöndla þau verkfæri og áhöld sem þau ráða vel við og alltaf verður að fara að með mestu gát.

Börn eiga aldrei að handleika hnífa eða axir nema undir eftirliti og með leiðsögn sveitarforingja.

Börn eiga ekki að þurfa að burðast með mjög þungan búnað.

Allan búnað skal yfirfara og lagfæra strax eftir notkun og ganga frá honum hreinum og snyrtilegum að notkun lokinni. – Muna að skila því sem fengið var að láni.

Áhöld og búnaður

Vertu viðbúinn því óvænta:

Þrátt fyrir forvarnaaðgerðir og upplýsingar geta alltaf orðið slys eða hættuástand skapast. Þú þarft að vera viðbúinn og: • vita hvernig á að bregðast við í hverju tilviki • hafa við höndina allt sem þarft til að veita tafarlaust aðstoð • vita til hvaða aðgerða þarf að grípa svo að aðrar hugsanlegar hættur skapist ekki á meðan þú veitir aðstoðina.

Haltu áfram að fyrirbyggja og upplýsa:

Stöðugt er þörf á forvörnum. Endurtaktu oft upplýsingar um hættur eða háska og haltu við aðvörunarskiltunum.

áhættuþættir

Allir foringjaflokkar þurfa að fara í einu og öllu eftir reglunum hér að ofan í sérhverju sem sveitin tekur sér fyrir hendur. Auk

þess geta eftirfarandi dæmi sýnt ykkur nokkra algengaáhættuþætti þó að listinn sé engan veginn tæmandi.

Page 243: Handbók sveitarforingja drekaskáta

245 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

FerðirSveitarforingi þarf að setja reglur um það hvernig farið er í og úr rútu eða öðru farartæki. Alltaf á að telja þátttakendur áður en lagt er af stað. Í lengri ferðum getur verið gott að gefa börnum númer sem þau þurfa að muna alla ferðina og kalla upp þegar þau ganga inn í rútuna.

Vertu viss um að allar tryggingar sem þú gætir þarfnast séu í lagi.

Á meðan á ferð stendur ættu öll börn að hafa sitt tiltekna sæti. Nauðsynlegt er að halda góðu skipulagi og forðast of mikinn ærslagang. Það er oft heppilegt að sveitarforingjar og fullorðið aðstoðarfólk sitji á milli sætaraða barna í rútu.

MatvæliBörn ættu ekki að geyma mat í bakpokanum sínum, svefnrýmum eða tjöldunum í útilegum og það er ekki æskilegt að þau matist í sömu herbergjum eða tjöldum og þau sofa í.

Mjólkurvörur, kjöt, fisk og aðrar kælivörur sem geta skemmst í hita, þarf að geyma á köldum stað.

Þú þarft að geta séð fyrir þörfum barns

sem fylgir sérstöku mataræði, t.d. vegna ofnæmis eða annars sjúkdóms.

Í ferðum og útilegum þarf að vera aðgengi að hreinu vatni til drykkjar og matargerðar.

Gættu þess vel að matvæli sem þú kaupir inn séu innan síðasta söludags. Haltu mat þurrum og við rétt hitastig og geymdu hann í hreinum og vel lokuðum ílátum.

Klæðnaður

Það er góð hugmynd að öll börnin pakki/raði í sinn eigin bakpoka. Þá vita þau betur hvað þau eru með og hvar allt er, heldur en ef einhver hefur pakkað fyrir þau.

Afhentu börnunum tímanlega útbúnaðarlista yfir fatnað sem þau ættu að hafa meðferðis, miðað við árstíma, áfangastað og dagskrá ferðarinnar eða útilegunnar.

Gættu þess að börnin gegnbleyti ekki hlífðarfatnað sinn, eða það sem verra er, séu lengi í votum fötum eða gegnblautum skóm.

Forðist að vera lengi úti í miklum kulda og fylgist með skyndilegum veðrabreytingum.

Gætið þess að börnin hafi alltaf föt til skiptanna.

Page 244: Handbók sveitarforingja drekaskáta

24615. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Aðeins einn sveitarforingi á að sjá um lyfjagjöf þeirra barna sem þurfa að taka reglulega inn lyf.

Vertu ávallt á varðbergi gagnvart, sólbruna, sólsting og niðurgangi. Einnig hægðateppu og harðlífi, sem getur stafað af breyttu mataræði eða því að börnunum finnist óþægilegt eða „ógeðslegt“ að nota útisalerni eða kamra.

Allir sveitarforingjar ættu að hafa lokið grunnnámskeiði í skyndihjálp.

Heilsufar og lyfSveitin þarf alltaf að taka með sér skyndihjálparbúnað í ferðir og útilegur. Skoðaðu gildistíma lyfja og búnaðar reglulega.

Nauðsynlegt er að vita hvernig á að nota almenn verkjalyf og hvaða skammtastærðir henta börnum. Ekki leyfa börnunum að skammta sér lyf sjálf eða fólki sem ekki hefur næga kunnáttu til að afhenda börnunum lyf.

Gættu þess að börnin séu ekki of lengi óvarin úti í sólinni. Bentu þeim á að bera á sig sólarvörn þegar þess er þörf til að verjast sólbruna.

Ef barn sýnir einkenni alvarlegra veikinda meðan á ferð stendur skaltu strax ráðfæra þig við foreldra barnsins og lækni.

Eldamennska og eldstæði

Matreiðsla í ferðum og útilegum ætti að vera hlutverk sveitarforingja, foreldra eða eldri sjálfboðaliða sem hafa tekið það verkefni að sér.

Þegar eldur er kveiktur er mikilvægt að einhver fullorðinn sé nálægur til að fylgjast með að börnin fari sér ekki að voða.

Ekki ætti að nota olíu- eða gas til upphitunar eða lýsingar í tjöldum barna í útilegum.

Page 245: Handbók sveitarforingja drekaskáta

247 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Allir sveitarforingjarnir ættu að vera syndir og kunna björgunaraðferðir við drukknun. – Ef svo er ekki, ætti ekki að fara í sund.

Það er æskilegt að koma sér upp aðferðum til að telja og finna krakkana fljótt í lauginni, til dæmis að synda í pörum eða skipta sveitinni niður í smærri einingar sem hver er vöktuð af einum sveitarforingja.

Björgunarbúnaður þarf ávallt að vera við höndina.

Allir þátttakendur í bátsferðum eða verkefnum við vatn verða undantekningarlaust að klæðast björgunarvestum.

Sundferðir og vatnsdagskrá

Almennt ferðaöryggi

Reyndu að forðast glæfralegt umhverfi. Brattir árfarvegir og fjörubakkar, þverhníptir hamrar og straumþungar ár virka eins og segull á fjörug börn. Óvarkárni á slíkum stöðum getur valdið alvarlegum slysum.

Fjarlægðu hættulega og óþarfa aðskotahluti frá leiksvæði og umhverfi barnanna.

Geymdu lífrænan úrgang í lokuðum umbúðum þangað til hægt er að ganga frá honum til að verjast sýklum, skordýrum, fuglum og músum. Sé ekki hægt að fjarlægja úrganginn af svæðinu við lok útilegu þarf að grafa hann niður í hæfilega djúpa holu og ekki í plastpokum - þannig að hann brotni eðlilega niður í náttúrunni án þess að menga hana.

Page 246: Handbók sveitarforingja drekaskáta

24815. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

öll verkefni eru metin út frá þvíhversu vel markmiðin með þeim náðustMat verkefnis þýðir að fylgjast með framvindu þess. Er það gert til að kanna hvort bæta megi vinnunuaðferðir. Einnig til að greina árangur og til að ákvarða hvort upphaflega settum markmiðunum hafi verið náð, það er hvort þátttakendurnir hafi náð því sem vonast var eftir að þeir fengju út úr verkefninu.

Við megum aldrei gleyma að markmið verkefna eru önnur en einstaklingsbundnu áfangamarkmiðin, sem stefna að hegðun sem barnið hefur ákveðið að tileinka sér á tilteknu tímabili.

Þegar við metum verkefni hyggjum við að sjálfsögðu að markmiðinu sem ná átti með vinnu þess en ekki með persónulegum áfangamarkmiðum barnanna. Mat á persónulegum áskorunum og markmiðum barnanna er annað mál sem við skoðum betur í 16. kafla.

til þess að mat verði áreiðanlegtþurfum við að skrifa niður markmiðinMjög mikilvægt er að markmið með verkefni hafi verið ákvarðað til að hægt sé að meta það og ekki síður að markmiðin hafi verið fest á blað. Ef markmiðin eru engin getur ekki orðið neitt mat; og ef þau eru ekki skráð verður matið á reiki af því að hver hefur sinn skilning á því hverju verkefnið átti að skila.

Séu markmið óljós verður óhjákvæmilega freistandi að minnka bilið milli þeirra og

raunverulegs árangurs, gera þannig meira úr árangrinum en efni standa

til og halda að ýmislegt hafi heppnast þótt svo sé ekki.

Page 247: Handbók sveitarforingja drekaskáta

249 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Tilgangur og innihald valverkefna er svo margvíslegur að markmið þeirra þarf að skrá.

Undantekningar eru:

Skyndiverkefni: Það væri til lítils að skrifa niður markmið þeirra þar sem þau eru í eðli sínu óvænt.

Einstaklingsbundin stuðningsverkefni. Það er foringinn sem fylgist með hverju barni og metur persónulegar framfarir þess sem stingur upp á þeim við barnið og því þarf ekki að skrá markmiðin.

Einstaklingsverk innan hópa- eða sveitarverkefnis. Þau eru í raun bara verkaskipting.

Sérkunnáttuverkefni sem hafa ýmist skráð eða óskráð markmið, allt eftir mati viðkomandi foringja og umsjónarmanns og samkomulaginu sem þeir hafa gert við viðkomandi barn.

Yfirleitt þarf ekki að skrá markmið hefðbundnu verkefnanna þar sem þau eru í meginatriðum alltaf nokkurn veginn eins og unnin á nokkuð hefðbundinn hátt. Það á við um sveitarfundi, leiki, sögur, söng, dans, hefðbundnar athafnir o.s.frv.

Þó eru nokkrar undantekningar þar sem markmiðin eru skráð til að hægt sé að meta þau:

Útilegur, dagsferðir og „ferðir í útilegum“. Þó að þetta séu hefðbundin verkefni geta þau verið mjög ólík. Rauða blómið – varðeldurinn – sem getur haft ólík þemu þótt það sé tiltölulega hefðbundið verkefni.

Þýðir þetta að við verðum að skrá markmið allra verkefna,hvort sem þau eru hefðbundin verkefni eða valverkefni,

stutt eða löng?

Ekki alltaf!... það fer eftir því hvort verkefnin eru

hefðbundin eða valverkefni!

Page 248: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25015. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

vettvangsathuganir eru notaðar við mat á verkefnumVið fylgjumst með verkefnum sem falla ekki undir formlegt nám og metum árangurinn af þeim. Börn, foringjar, foreldrar og annað fólk sem tekur þátt í mati fylgist með framvindu verkefna á vettvangi, bæði almennum og sértækari þáttum þeirra. Hægt er að fylgjast með á ýmsan hátt; með því að horfa, hlusta, greina, bera saman og draga ályktanir.

Á þann hátt er meira að segja hægt að meta verkefni sem eiga að auka „tæknilega“ færni. Þegar vantar til dæmis höfuð eða fætur á fólk á ljósmyndum er hægt að álykta að börnin kunni ekki að miða út myndefnið.

Mat með mælingu, eins og tíðkast að hluta til í skólakerfinu á sárasjaldan við í sveitarstarfinu. Það gerir okkur þó kleift að mæla nokkuð nákvæmlega með prófum hvað börnin hafa tileinkað sér af vissri kunnáttu eða færni. Í undantekningartilvikum má grípa til prófa til að kanna vissa kunnáttu og sérstaka tækni.

Skátastarfið reynir fremur að þroska hæfileikann til að hugsa

og koma fram með nýjar lausnir en að tileinka sér sértæka kunnáttu eða færni. Því

koma mælingar okkur sjaldnast að gagni. Verkefni sem miða að mælanlegri kunnáttu eða færni eru að sama

skapi mjög fátíð í skátastarfinu. Í raun gagnast mælingar lítið til að meta hvort einhver hafi tileinkað sér tiltekin viðhorf, hvort sem það er innan sveitarinnar eða skólakerfisins.

Page 249: Handbók sveitarforingja drekaskáta

251 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Meðan á verkefninu stendur

Æskilegt er að meta langtímaverkefni meðan á þeim stendur. Það á líka við um meðallöng verkefni sem unnin eru í nokkrum áföngum. Oftast sjá foringjar einir um slíkt mat en stundum kemur líka að því þriðji aðili sem miðlar sérþekkingu.

Með þessu mati er reynt að komast að því hvort þurfi að leiðrétta eitthvað eða bæta einhverju við verkefnið sem unnið er að. Taki börnin ekki öll þátt í því verðum við að finna leið til að virkja þau öll. Dragist verkefnið á langinn þurfum við að auka hraðann. Sé lítill áhugi á því þurfum við að finna eitthvað sem eykur hann. Ef verkefnið er að breyta um stefnu ættum við að athuga hvort hægt sé að skipta því upp í tvö samhliða verkefni.

Foringjarnir þurfa að vera sveigjanlegir, hugmyndaríkir og tilbúnir til að endurskoða og endurskapa verkefnið umsvifalaust og grípa til leiðréttingaraðgerða ef matið leiðir í ljós að þær séu nauðsynlegar.

hvenær metum við einstök verkefni?Æskilegt er að meta verkefni í sveitinni tvisvar:

Þegar verkefni lýkur

Æskilegt er að meta öll verkefni þegar þeim lýkur. Jafnvel stystu verkefnin ætti að meta þó að matið verði jafnstutt og verkefnið.

Í matinu skiptast börnin og foringjarnir á skoðunum um það sem þau gerðu. Aðrir sem hafa tekið þátt í verkefninu geta líka komið að matinu.

Þetta er almennt mat í augum barnanna og snýst um skipulagningu, framvindu og árangur verkefnisins en aðeins í einstaka tilfellum um eigin virkni eða virkni félaga þeirra og foringja.

Foringjarnir hlusta á skoðanir barnanna, segja hvað þeim finnst og draga ályktanir í samvinnu við börnin.

Þarna fær foringjaflokkurinn líka gott tækifæri til að beina sjónum að sjálfum sér og skoða hvernig hann sinnti skyldum sínum í verkefninu.

Page 250: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25215. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Hver metur verkefnið?Við getum tilgreint fimm „gerendur“ sem meta svipaða eða ólíka þætti:

Hvert barn metur eigin þátttöku

Öll börnin segja sveitinni eða hópnum í stuttu máli frá þátttöku sinni í verkefninu, á sinn hátt, með eigin orðum, eðlilega og óþvingað.

Í verkefnum sem standa yfir í heilan dag eða lengur á öll sveitin að fá tækifæri til að lýsa skoðun sinni. Í meðallöngum verkefnum nægir að einungis þeir sem vilja það segi álit sitt og í stuttum verkefnum er það alls ekki nauðsynlegt.

Mat fer venjulega fram við lok verkefnis, en stöku sinnum er það framkvæmt meðan á verkefninu stendur. Það gæti gerst í langtímaverkefni sem vakti mikinn áhuga í undirbúningi en hefur ekki heppnast sem skyldi. Þegar þannig stendur á getur mat allra þátttakenda blásið lífi í það aftur.

Öll börnin meta verkefnið saman sem hópur og stundum meta þau þátttöku félaga sinna og foringjanna

Í framhaldi af mati einstakra barna hittast allir hópar sveitarinnar til að spjalla óformlega um verkefnið almennt og hvort þeim þótti það skemmtilegt eða ekki.

Tíminn sem fer í þetta mat á að vera í samræmi við mikilvægi og tímalengd verkefnisins.

Stundum nær hópmatið til starfa foringjaflokksins og þá fáum við dýrmætar upplýsingar um hvernig börnin upplifa okkur sem sveitarforingja.

Börnin eru einstaka sinnum beðin um að segja eitthvað um þátttöku félaga sinna í verkefninu. Þá verðum við að gæta þess að biðja þau um að gæta orða sinna, særa engan og nefna aðeins það sem skátarnir geta bætt úr með góðu móti.

Page 251: Handbók sveitarforingja drekaskáta

253 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

Foringjarnir meta verkefnið, þátttöku barnanna og eigin frammistöðu

Mat foringjanna skiptir höfuðmáli og getur farið fram við þrjú tækifæri og á þrennan hátt.

Með því að fylgjast með og hlusta á sjálfsmat barnanna og skoðanir þeirra á hvernig til hafi tekist. Það mat þarf að flétta saman við þitt mat þitt á viðbótum, ábendingum og hugsanlegum fyrirvörum um áherslur sem ekki komu fram í hegðun og mati barnanna.

Um leið og börnin, en eftir að þau hafa lagt fram sitt mat, sem eins konar lokasamantekt. Þetta mat má samt alls ekki skilja sem leiðréttingu á mati barna.

Á fundum foringjaflokksins. Í tveimur fyrri tilvikunum vísa foringjarnir næstum einvörðungu til árangurs verkefnisins og þátttöku barnanna. Í því þriðja verður matið umfangsmeira og nær líka til eigin frammistöðu. Það er sjálfsmat foringjanna.

Page 252: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25415. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Þó að það sé bæði æskilegt og gagnlegt að for-eldrar leggi eitthvað til málanna í mati á verkefnum sveitarinnar, þá gerist það því miður allt of sjaldan.

Foreldrar hafa ýmislegt að segja þegar þeir hafa tekið þátt í verkefni eða hjálpað til við það. Ekki síður þegar þeir sjá hvaða áhrif langtímaverkefni hefur á börnin eða þegar börnin þurftu að vinna einhvern hluta verkefnisins heima og foreldrarnir hafa fengið tækifæri til að sjá hvað þau eru að gera.

Foreldramat getur farið fram meðan á verkefni stendur, en líklegra er þó að það komi fram við verkefnislok. Einnig er hægt að ræða það á foreldrafundum þar sem börnin eru viðstödd eða í óformlegum viðtölum foreldra og foringja. Foringjarnir ættu að bíða eftir því að geta talað við foreldrana í einrúmi áður en þeir spyrja um álit þeirra á viðbrögðum barnanna þeirra við verkefnunum.

Aðrir meta ef til vill bara verkefnið sjálft

Annað fólk getur aðeins metið verkefni hafi það komið að því.

Það gæti átt við um sérfræðing sem tók þátt í verkefni er krafðist sértækrar kunnáttu eða kennara, ef verkefnið hefur tengst skólanum.

Mat annars fólks vísar alltaf til framvindu og árangurs verkefnis og fer yfirleitt fram þegar því lýkur. Langtímaverkefni eru undantekning frá reglunni þar sem skoðanir annarra geta verið mjög gagnlegar meðan á því stendur, ekki síst ef eitthvað þarf að leiðrétta eða einhverju þarf að breyta.

Foreldrarnir meta verkefniðog viðbrögð barna sinna við því

Page 253: Handbók sveitarforingja drekaskáta

255 Framkvæmd og mat verkefna | 15. kafli

mat á verkefni og mat á persónuþroska barnanna

Þegar foringjar fylgjast með framvindu og niðurstöðu verkefnis, komast þeir ekki hjá því að afla um leið upplýsinga um persónuþroska barnanna. Við lok dagskrárhringsins, eftir tvo til þrjá mánuði og nokkur verkefni, gera upplýsingarnar foringjunum kleift að leggja eigið mat á persónuleg áfangamarkmið allra barnanna. Á þeim tímapunkti geta foringjar sagt börnunum sem þeir hafa umsjón með og meta, frá niðurstöðum sínum.

Í bókinni hefur nokkrum sinnum verið lögð áhersla á nauðsyn þess að gera skýran greinarmun á mati á verkefni og mati á persónuþroska barnanna. Börn eru metin á mismunandi forsendum, eru í eðli sínu ólík og matið fer ekki eins fram.

Eins og þig grunar eflaust og reyndir foringjar vita, er hvort tveggja samt byggt á sömu athugunum.

Þegar þú fylgist með framvindu verkefnis kemstu ekki hjá því að sjá í leiðinni hvernig einstök börn standa sig og taka eftir breytingum sem hvert barn hefur hugsanlega tekið.

Mat á verkefni og mat á persónuþroska eru ólík þó að þau byggi á sömu forsendum og verði til samhliða. Mati á persónuþroska lýkur þó ekki fyrr en dagskrárhring er lokið, eins og við sjáum betur í 16. kafla.

Page 254: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25615. kafli | Framkvæmd og mat verkefna

Þinn hugur svo víða Þinn hugur svo víða um veröldu fer, þú virðist ei skynja hvað naest þér er, þig dreymir um sumardýrð sólgullins lands, en sérð ekki fegurð þíns heimaranns. Ef sýnist þér tilveran grettin og grá, og gleðinni lokið og ekkert að þrá. Þú forðast skalt götunnar glymjandi hó, en gaefunnar leita í kyrrð og ró. Já gakk til þíns heima, þótt húsið sé lágt, því heima er flest, sem þú hjartfólgnast átt. Ef virðist þér örðugt og víðsjált um geim, þá veldu þér götu sem liggur heim. Þú leitar oft gaefunnar langt yfir skammt, þú leitar í fjarlaegð, en átt hana samt. Nei - vel skal þess gaeta; hún oftast naer er í umhverfi þínu, hið naesta þér.

Tryggvi Þorsteinsson

Page 255: Handbók sveitarforingja drekaskáta

16mat ápersónuþroska

KAFLI 16

Page 256: Handbók sveitarforingja drekaskáta

25816. kafli | Mat á persónuþroska

mat á persónuþroska er ferli sem er hluti af sveitarstarfinu

Þegar við fylgjumst með framvindu verkefnis fylgjumst við um leið með því hvernig börnin standa sig og leggjum mat á hvort þau hafa tekið framförum.

Mat á persónuþroska er því kerfisbundið og samfellt ferli sem er hluti af sveitarstarfinu. Matið felst í söfnun upplýsinga sem gera okkur kleift að hjálpa börnunum að njóta sem best þátttöku sinnar í sveitinni og að ná markmiðum sínum og áskorunum betur. Um leið að finna út hversu nálægt þau eru því að ná þeim persónulegu áfangamarkmiðunum sem þau völdu sér.

Þetta mat er sérstakt ferli innan sveitarstarfsins. Það er hluti af öllu sem gerist í skátasveitinni og fer fram jafnhliða því.

samstilltan þroska barnser aðeins hægt að meta með því aðfylgjast með barninu í sveitarstarfinu Uppeldismarkmið sveitarinnar sem börnin gera að persónulegum áfangamarkmiðum sínum í lok nýliðatímabilsins, leggja til þrjá mismunandi atferlisflokka.

Þegar talað er um „persónuþroska“ er átt við að barn færist jafnt og þétt nær þeirri hegðun sem sóst er eftir með áfangamarkmiðum. Þar sem þessar framfarir snerta alla þætti persónuleikans þarf að skilja þær í víðustu merkingu orðsins og telja með öll tilbrigði hugmynda um þroska og framfarir. Þó að merkingamunur sé á þroska og framförum eru bæði hugtökin notuð á víxl í þessari bók sem samheiti fyrir persónuþroska.

Page 257: Handbók sveitarforingja drekaskáta

259 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Í sumum tilfellum er auðvelt að greina á milli flokkanna þriggja en oftast eru þeir samofnir og eitt hegðunarmarkmið telst iðulega til þeirra allra.

Við getum því aðeins metið samstilltan þroska barns með því að fylgjast með því vegna þess að undir hann falla svo margir huglægir þættir sem eru allir jafn lýsandi og mikilvægir.

Suma þroskaþætti barns er hægt að mæla, svo sem líkamsþyngd eða áunna þekkingu á vissu sviði. Þessi aðferðafræði á alls ekki við í skátastarfinu. Til að geta beitt henni þyrftu foringjarnir að hafa vitneskju sem þeir búa ekki endilega yfir. Þeir gætu lentu á villigötum við vafasama einkunnagjöf sem kæmi að takmörkuðum notum. Við verðum að sætta okkur við að geta ekki mælt hið ómælanlega.

Sé foringi kennari eða læknir er hann eflaust dómbær á kunnáttu eða heilsufar barnanna vegna sérfræðimenntunnar sinnar og starfs. Slíkt skiptir okkur engu máli því skátaaðferðin breytist ekki eftir sérsviðum einstakra foringja.

Við fylgjumst stöðugt með framförum innan sveitarinnar og notum til þess öll þau ráð sem sveitarstarfið hefur upp á að bjóða. Börnin gefa stöðugt vísbendingar sem hjálpa foringjunum að meta hvar þau eru stödd í þroskaferlinu og hvaða framförum þau hafa tekið í átt að markmiðum sínum.

Við verðum að muna að hlutverk sveitarinnar og foringjanna er að stuðla að þroska barnanna. Slíkt gerist með samstarfi við aðra uppalendur en við grípum aldrei inn í störf þeirra.

Foringjarnir gætu til dæmis tekið eftir því að barni gengur illa að temja sér góðar matarvenjur. Við getum gert margt til að bæta úr því í sveitarstarfinu en ábyrgðin á lausn vandans hvílir fyrst og fremst á foreldrunum.

Hið sama gildir um sértæka þekkingu um ákveðið efni tengt viðfangsefnum skólans. Það er skólans að mæla þekkingu sé hún mælanleg og ef það þjónar einhverjum tilgangi. Það eina sem við getum gert í sveitinni er að fylgjast með vitsmunaþroska barns og segja foreldrum þess frá áhyggjum okkar, ef þær koma upp.

Þeir eru: öflun þekkingar (að vita) tileinkun viðhorfa (að vita hvernig á að vera) þjálfun færni (að vita hvernig á að gera)

Page 258: Handbók sveitarforingja drekaskáta

26016. kafli | Mat á persónuþroska

við umsjón og eftirlit þarftíma og umhyggjuTil að hægt sé að framkvæma mat byggt á vettvangsathugunum þarf sérstakan vettvang, sem er auðvitað starfið í sveitinni: Þægilegt andrúmsloft, fullt af skemmtilegum viðfangsefnum og hvatningu fyrir börnin. Umhverfið er hlýlegt, einlægni ríkir þar sem börnin og foringjarnir bindast sterkum böndum. Gagnkvæmt traust myndast og börnin þora að segja öðrum frá einkamálum sínum.

Vegna þessa þurfa foringjar að leggja rækt við vissa eiginleika, svo sem innsæi, örlæti á tíma sinn, þolinmæði og umhyggju.

Þér er þörf viss innsæis til að skilja mikilvægi, umfang og dýpt uppeldisverkefnisins sem þú hefur tekið að þér. Það er ekki lítilvægt verk að fylgja barni á þroska-brautinni. Það eru forréttindi og ábyrgðarhlutverk og þú verður að gera þér grein fyrir umfangi þess og möguleikunum sem í því felast. Uppeldi er langtum meira en að meta hvort markmið hafi náðst.

Til þess að sinna þessu miklvæga starfi þarf tíma sem nýttur er á yfirvegaðan hátt og án truflana. Ekki aðeins þarf að verja tíma með barni á sveitarfundum, heldur líka til að kynnast því og umhverfi þess eins vel og hægt er í öðru starfi sveitarinnar. Tíminn þarf að nýtast til samtala um allt sem barninu liggur á hjarta, hlusta á og hugsa um allt sem sagt er og svara því rétta á viðeigandi tíma og vingjarnlega. Tími til að vera saman því ferlið skiptir ekki síður máli en árangurinn. Málið snýst ekki aðeins um að athuga hvort barnið hafi náð áskorunum sínum og áfangamarkmiðum, heldur líka að vita hvernig því tókst það.

Til að geta þetta allt saman þarftu líka þolinmæði. Þú getur ekki dregið áreiðanlegar og réttmætar ályktanir af einstakri athöfn sem þú verður vitni að fyrir tilviljun. Til að mynda okkur réttmæta skoðun, ekki síst á öðru fólki, þurfum við að þekkja það, horfa á það, leggja við hlustir, fylgjast með og umgangast það, safna upplýsingum og komast að vel ígrunduðum niðurstöðum.

Til að leggja könnun eða próf fyrir aðra þarf vissa kunnáttu. Til að fylgja barni á þroskabrautinni þarf bæði fórnfúsa og vinsamlega hollustu – við barnið og verkefnin – einungis vegna ánægjunnar af því að hjálpa öðrum og af þeirri einföldu ástæðu að mann langar til þess. Til þess þarf manni að vera eins annt um hamingju annarra og sína eigin, en það viðhorf köllum við gjarnan væntumþykju.

Page 259: Handbók sveitarforingja drekaskáta

261 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Sveitarforingjar skipta með sér að hafa umsjón með skátunum í sveitinni. Í því felst að meta persónulegan þroska þeirra og hvernig þeim gengur að ná áfangamarkmiðum sínum. Mundu að hver umsjónarforingi ætti helst ekki að fylgjast með fleirum en sex til átta börnum. Ekki er hægt að meta svo vel sé persónuþroska fleiri barna samtímis.

Ekki er heldur æskilegt að foringjarnir meti öll börn sveitarinnar sem hóp. Þannig fjöldaathugun leiðir aðeins til almennrar greiningar sem hægt er að byggja á sem viðbót við annað mat. Eitt sér nægir það ekki til að meta hvort áskorunum og markmiðum sé náð.

Til þess að foringjarnir geti sinnt starfi sínu vel, þurfa þeir að fylgjast hver með „sínum“ drekaskátum og vera samvistum við þá í talsverðan tíma. Upplýsingarnar sem þeir safna þannig eru mjög mikils virði og nýtast vel í uppbyggjandi starfi með viðkomandi skáta. Það er því óheppilegt að skipta um umsjónarforingja, þeir víxli hlutverkum eða skiptist á. Mælt er með að foringjar gegni starfinu í að minnsta kosti eitt ár. Þeir geta að sjálfsögðu verið lengur ef engin sérstök ástæða kemur í veg fyrir það.

Þegar skipt er um umsjónarforingja á það að gerast smám saman og taka þarf fullt tillit til tilfinninga barnanna. Nýi foringinn þarf að fá allar upplýsingar sem safnað hefur verið og eru teknar saman skriflega í einstaklingsskrá barnsins.

mat þýðir líka samfylgd, stuðningur, hvatning og leiðbeiningEins og við höfum séð er mat ferli þar sem ekki er eingöngu safnað upplýsingum til að ákvarða hvað börnin eru nálægt því að ná áfangamarkmiðunum sem þau settu sér. Því er einnig ætlað að hjálpa börnunum til að fá meira út úr sveitarstarfinu og taka meiri framförum í átt að markmiðunum. Þess vegna á framkvæmd mats alltaf að auka sjálfsvirðingu barns, jafnvel þegar bent er á mistök.

Þar af leiðandi er ferlið nátengt framvindu verkefna og sveitarstarfi eins og áður hefur komið fram. Það þýðir að í því felst samfylgd, stuðningur, hvatning og leiðbeining.

Af sömu ástæðu segjum við að þetta sé samfellt ferli en eigi sér ekki bara stað við lok dagskrárhrings. Auðvitað er það þá sem við drögum okkar ályktanir en þær eru niðurstaðan af löngu ferli sem fer fram samhliða öllum verkefnum í sveitarstarfinu.

Page 260: Handbók sveitarforingja drekaskáta

26216. kafli | Mat á persónuþroska

Hvenær metum við persónulegar framfarir?Þó að mat sé stöðugt ferli er vert að nefna nokkur tímamót sem verða innan þess:

Þegar við ljúkum mati seinni dagskrárhringja, metum við hvort hegðunarmynstur sem börnin hafa náð í fyrri hringjum hafa haldist

Við lok hvers dagskrárhrings metum við ekki aðeins áfangamarkmiðin sem náðst hafa í viðkomandi dagskrárhring heldur líka hve mörg markmið og áskoranir sem náðust í fyrri hringjum hafa haldist.

Þegar barnið gengur í sveitina og við ákveðum „inngöngustigið“

Mat fer fram þegar barn gengur í sveitina, á nýliðatímabilinu. Þegar áfangamarkmið hafa verið kynnt og rætt um þau við barnið koma foringinn og barnið sér saman um hvar barnið sé statt gagnvart markmiðunum. Einnig hvaða áfangamarkmiðum það hafi þegar náð, en þannig er ákvarðað að hvaða drekaskátamerki barnið byrjar að vinna.

Við lok dagskrárhrings þegar við komumst að niðurstöðu um hvaða áfangamarkmiðum barnið hefur náð í hringnum

Við lok dagskrárhrings ákveða barnið og foringinn í sameiningu hvaða áskor-unum og áfangamarkmiðum má telja að hafi náðst í hringnum. Barnið fær áritun eða stimpil á viðeigandi hvatatákn í Drekaskátabókina sína. Matinu lýkur með hátíðahöldum og nýju drekaskátamerki ef það á við.

Meðan á dagskrárhring stendur, þegar við söfnum upplýsingum um framfarir barnsins og fylgjum því áleiðis, styðjum það, hvetjum og leiðbeinum

Þetta mat hefst strax að loknu nýliðatímabilinu. Barnið hefur tekið virkan þátt í verkefnunum með hinum börnunum frá því að það gekk í sveitina. Matstímabil felur í sér að safna upplýsingum allan dagskrárhringinn, samtímis því sem barnið fær stuðning og er bent á mögulegar úrbætur ef nauðsyn ber til. Því lýkur með niðurstöðum þegar dagskrárhringnum lýkur.

Page 261: Handbók sveitarforingja drekaskáta

263 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Hver meturpersónuþroska barns? Eins og við sáum þegar við litum á „tímamótin“ sem verða í matsferlinu eru barnið og foringinn í aðalhlutverki. Aðrir koma líka við sögu og skoðanir þeirra skipta máli. Lítum nánar á hverjir koma að matinu:

Börnin sjálfframkvæma sjálfsmat

Sjálfsmat barnanna er mikilvægasti þáttur mats á persónuþroska. Öll börnin skoða vandlega áfangamark-miðin í Drekaskátabókinni sinni, meta eigin stöðu oghversu miklum fram-förum þeim finnst þau hafa tekið.

Stuttu fyrir lok dagskrárhrings bjóða umsjónarforingjarnir börnunum sem þeir fylgjast með - drekaskátunum „sínum“, að framkvæma þetta sjálfsmat og boða til einstaklingsviðtals til að ræða útkomuna. Börnin eru hvött til að hugsa málið fyrir viðtalið. Þau skrifa athugasemdir í bókina sína ef þau vilja og ræða sjálfsmatið við foreldra sína og jafnvel vini eða aðra þá sem þau treysta.

Flest börn hafa velt þessu fyrir sér og hugsað gagnrýnið um sig sjálf, ef til vill ómeð-vitað meðan á dagskrárhringnum stóð án þess að þurft hafi hvatningu til þess. Líta má á þennan þátt sem eins konar sjálfsprottið sjálfsmat og það nægir í flestum tilfellum. Ekki er æskilegt að hvetja til annars konar sjálfsmats í ferlinu. Að vera stöðugt beittur þrýstingi til sjálfsskoðunar er ekki gaman og enginn ávinningur fæst af uppeldi sem skapar sjálfsmatsáráttu.

Page 262: Handbók sveitarforingja drekaskáta

26416. kafli | Mat á persónuþroska

Mat sem þetta veitir foringjunum dýrmætar upplýsingar um hvað börnunum finnst um hópfélaga sína. Það kemur börnunum að góðum notum af því að þau venjast á að styðja hvert annað og viðurkenna kosti annarra. Við megum samt ekki gleyma að þetta fyrirkomulag getur valdið deilum, sárindum og ágreiningi. Skoðanir barnanna geta verið af ýmsu tagi og tjáningaraðferðir þeirra óvægnar og aðgangsharðar.

Hin börnin í sveitinni segja skoðun sína áframförum félaga sinna

Mat annarra skáta í sveitinni, yfirleitt drekaskátahóps eða vinahóps, er valfrjálst. Það kemur alltaf á eftir sjálfsmati og á undan lokasamtali við umsjónarforingjann sem metur framfarir barnsins. Matið er stutt og fer fram í hópnum eða vinahópi en á alls ekki að fara fram í áheyrn allrar sveitarinnar.

Framkvæmdin getur verið með ýmsum móti: • Ef skátinn hefur beðið um mat eða gefið í skyn að hann þurfi á því að halda, sem er fátítt. • Ef frumkvæðið kemur frá hópnum og var samþykkt þar, sem er algengara meðal reyndari hópa eða hjá eldri börnum. • Ef foringjarnir hvetja til þess, sem getur gerst af ýmsum ástæðum: Þurft gæti að leysa samskiptavandamál áður en mati lýkur. Upplýsingar frá jafningjahópnum kunna að vera nauðsynlegar eða foringjarnir telja að tiltekið barn hafi gott af því að heyra skoðanir félaga sinna.

Page 263: Handbók sveitarforingja drekaskáta

265 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Þess vegna er vissara að foringinn sé alltaf viðstaddur. Hann ætti einungis að grípa í taumana ef nauðsyn krefur til að hemja æsing eða árásir. Foringi þarf að tryggja að skoðanir séu alltaf settar fram af tillitssemi við tilfinningar annarra, vísi aðeins til afreka eða mistaka annarra barna á uppbyggilegan hátt og að eingöngu sé fjallað um það sem hægt er að bæta úr.

Foreldrarnir sem sjá áhrif sveitarstarfsins á börnin sín

Foreldrarnir, helstu uppalendur barnanna, eru ómissandi í ferlinu við að meta framfarir drekaskátanna. Þar við bætist að við setjum börnunum ekki aðeins markmið til að vinna að í skátastarfinu heldur líka með alls kyns athöfnum og reynslu sem nær til allrar tilveru þeirra, svo að góð samskipti við foreldrana skipta mjög miklu máli.

Frá sértæku sjónarhorni matsins er það einkum við vissar aðstæður sem samskipti við foreldrana eru nauðsynleg: • Þau ættu að vera viðstödd í sveitinni þegar sér-stök tímamót verða á framfaraferli barnsins. • Til að hjálpa barninu að sigrast á þroskaþáttum sem reynast því sérstaklega erfiðir. • Til að taka á vandamálum sem gætu þarfnast sérfræðiaðstoðar.

Þó að mat foreldra sé ómetanlegt til að veita okkur innsýn í þroskaumhverfi barnsins og allar breytingar sem þau upplifa er það ekki annað en viðbótarefni frá sjónarhóli drekaskátasveitarinnar. Áhrifin af því skipta vissulega máli, en það kemur ekki í stað samkomulagsins milli foringjans og barnsins, eins og við nefnum bráðum.

Page 264: Handbók sveitarforingja drekaskáta

26616. kafli | Mat á persónuþroska

Eigi foreldramat að koma að notum þarf foringinn að kynnast foreldrunum og gefa þeim færi á að kynnast sér. Koma þarf á tengslum og öðlast viðurkenningu fjölskyldunnar. Foreldrar samþykkja ekki að ræða um börnin sín við manneskju sem þeir hvorki þekkja né treysta.

Annað fólk sem kemur að uppeldi barnanna

Mat annarra, það er þriðja aðila, er aðeins nauðsynlegt þegar sá aðili hefur veruleg áhrif á uppeldi barna og þroska.

Þótt mat annarra uppalenda geti gefið verðmætar upplýsingar og sé í mörgum tilvikum mikilvægt við mat á vissum markmiðum, kemur það aldrei í staðinn fyrir samkomulag barnsins og foringjans. Það samkomulag er alltaf þungamiðja í öllum ákvörðunum um hvaða áskorunum hafi verð náð og hvaða áfangamarkmið geta talist viðurkennd.

Page 265: Handbók sveitarforingja drekaskáta

267 Mat á persónuþroska | 16. kafli

Sama máli gegnir um mat þriðja aðila og foreldramatið. Foringinn þarf að hafa samband fyrirfram og kynna sig sem einn uppalanda barnsins. Aðrir uppalendur gætu átt erfitt með að samþykkja að sjálfboðaliði sem ekki er með formlega uppeldismenntun, geti lagt eitthvað af mörkum til þroska barnsins og sé þar af leiðandi verðugur þess að við hann sé talað. Við verðum að sigrast á slíkri andstöðu og fá viðurkenningu sem þátttakendur í uppeldi barnsins.

Mat umsjónarforingjans og samkomulagið sem hún eða hann gerir síðan við barnið er lokaáfangi ferlisins. Eins og við höfum áður séð metur hver umsjónarforingi sex til átta börn þegar þau ganga í sveitina og allan dagskrárhringinn. Undir það fellur að komast að samkomulagi við hvert barn um hvaða áfangamarkmið teljast uppfyllt þegar í upphafi. Síðan að styðja, hvetja og leggja fram tillögur í þeim tilgangi að barnið fái sem mest út úr sveitarstarfinu og nái sínum persónulegu áskorunum og áfangamarkmiðum.

Foringjarnir reyna að ná samkomulagi við börnin til að ljúka mati á einum dagskrárhring og hefja þann næsta

Page 266: Handbók sveitarforingja drekaskáta

26816. kafli | Mat á persónuþroska

Skátaveitin getur alltaf fundið tilefni til að fagna og halda hátíð. Fyrst við nefnum hátíðir skal bent á að senn fer að líða að lokum þessarar bókar og því ekki úr vegi að halda hátíð í foringjaflokknum. Þó ekki væri til annars en að tala um hátíðir sveitarinnar.

Upphaflega matið og áframhaldandi greining gerir foringjunum kleift að safna upplýsingum um barnið. Eru þá hafðar í huga skoðanir hinna barnanna sem og álit foreldra og annars fólks þegar það á við. Allt þetta hjálpar foringjunum að mynda sér skoðun á áfangamarkmiðunum sem barnið hefur unnið að í viðkomandi hring áður en hringnum er að fullu lokið.

Í einkasamtali við lok hringsins gefst foringjunum tækifæri til að hlusta á sjálfsmat drekaskátanna „sinna“, bera það saman við eigin athuganir og útskýra skoðanir sínar. Síðan reyna foringi og barn að ná samkomulagi um hvaða áskoranir og áfangamarkmið þau eru sammála um að hafi náðst í hringnum. Matsferlinu lýkur á því samkomulagi.

Þessar samræður eru aðeins eitt dæmi af mörgum samtölum sem foringinn og barnið ættu að eiga meðan á dagskrárhringnum stendur. Eftir því sem kynnin aukast ættu samtöl að verða frjálslegri og óþvingaðri. Foringjaflokkurinn kemur sér saman um hvaða viðmið eigi að nota við matið. Í samtalinu við barnið á foringinn sem fylgist með framförum þess að hafa frjálsar hendur um að komast að því samkomulagi sem hann telur við hæfi.

Skoðanir foringjans hafa auðvitað mikil áhrif á lokasamkomulagið en varast ber að gefa þeim meira vægi en skoðunum barnsins sjálfs þó að þær séu skoðanir foringjans. Þvert á móti verðum við foringjarnir alltaf að vera tilbúnir til að draga skoðanir okkar í efa með það í huga að ef einhvers misræmis gætir hefur barnið trúlega betra af því að við samþykkjum sjálfsmat þess en að við heimtum að það samþykki okkar mat.

Page 267: Handbók sveitarforingja drekaskáta

17Hátíðirsveitarinnar

KAFLI 17

Page 268: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27017. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Hátíðir og hátíðarathafnireru mikilvægar í sveitarstarfinuAllt sem gerist í drekaskáta-sveitinni er hluti af sveitarstarfinu. Hátíðir og hátíðarathafnir gegna þar mikilvægu hlutverki.

Hátíðirnar sameina hefðir hverrar skátasveitarÞó að skátahreyfingin sé ein samtök með sameiginleg markmið, tilgang og aðferðir þá eru birtingarmyndir skátastarfsins mismunandi frá einni skátasveit til annarrar. Fjölbreytnin á einnig við um athafnir og hátíðir. Þótt merkingin sé sú sama og athafnirnar oft framkvæmdar á svipaðan hátt, bætir hver skátasveit sínum eigin hefðum og stíl við þær.

Hver áfangi eða framfaraskref er verðlaunað. Verðlaunin eru annað hvort hrós eða viðurkenning og þannig fær barnið hvatningu til að setja sér eigin markmið sem síðar verða formlega verðlaunuð. Börn, sem bæði hvetja hvert annað áfram og keppa hvert á móti öðru, eru opin fyrir skoðanaskiptum innan hópsins og saman halda þau upp á framfarir sínar. Hátíðahöld eru táknræn fyrir gleðina sem allir upplifa þegar einhver nær markmiðum sínum.

Hátíðir og hátíðarathafnir eru mikilvægar stundir. Þær eru hvorki „viðbót“ né „uppfylling“ í dagskrá sveitarinnar, því síður eru þær truflun á starfi hennar. – Fyrir börnin er hver hátíð eða hátíðarathöfn viðurkenning á að þau hafi staðið sig vel.

Framfarir barnanna ráða því hvernig viðurkenningar eða hátíðahöld eru tímasett í sveitardagskránni, það er ekki sérstakur samræmdur tími fyrir þessar athafnir. Leifur og Páley mega ekki finna sig neydd til að vígjast einhvern tiltekinn dag af því að vígsluathöfn einhverra annarra úr sveitinni fer fram þann dag. Þegar Páley og Leifur eru tilbúin þarf sveitin sem fyrst að finna tíma sem hentar.

Hátíðarathöfnin skiptir börnin miklu máli. Frá því ákvörðun hefur verið tekin og rædd á sveitarþinginu og vígsluathöfnin er komin á dagskrá, - upplýsingar um hana komnar á tilkynningatöflu sveitarinnar og allir vita af henni,- myndast spennandi andrúmsloft í sveitinni. Athöfnin fær ákveðna merkingu og samhugur myndast á meðal barnanna um gildin sem eru hluti af öllu okkar starfi.

Page 269: Handbók sveitarforingja drekaskáta

271 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

Sumar hátíðir einkennast því af táknrænum siðum, hefðum eða söngvum sveitarinnar. Nauðsynlegt er að tryggja að þessar hefðir hafi táknræna þýðingu sem eiga við þá athöfn sem fram fer hverju sinni. Hefðirnar ættu aldrei að vera yfirþyrmandi og þær ætti að nota hóflega.

Hátíðarathafnir eiga að verastuttar og innihaldsríkarHátíðarathafnir sveitarinnar eiga að vera stuttar. Ekki aðeins vegna þess að það er meira viðeigandi, heldur einnig vegna þess að börnin, mikilvægustu þátttakendurnir, geta ekki einbeitt sér í meira en 15-30 mínútur hverju sinni.

Þar að auki á hver athöfn að snúast um eitt viðfangsefni eða markmið. Ekki er góð hugmynd að fara af stað með runu athafna undir því yfirskini að bjóða krökkunum upp á góða yfirsýn yfir sveitarstarfið. Því síður er skynsamlegt að endurtaka ítrekað sömu „serimóníuna“ í einni hátíðarathöfn, eins og stundum gerist við vígsluathafnir þar sem margir skátar vígjast í einu. Endurtekningar og langar ræður þreyta bara börnin.

Tilgangur hátíða og hátíðarathafna er að leggja áherslu á tímamót, árangur eða framfarir sem eru skátunum mikilvæg á fallegan og minnistæðan hátt. Athöfnin á að vera einföld svo enginn eigi í vandræðum með að skilja hana eða dagskrá hennar. Allt yfirbragð, hvert tákn, orð, hreyfing eða merki ætti að hafa tilgang sem öllum er ljós.

Hátíðarathöfnin hefur meiri þýðingu ef hún er fyrirfram útskýrð fyrir öllum þátttakendum lið fyrir lið:

Viðkomandi skáta - svo að hún eða hann geti tekið þátt í eigin athöfn á yfirvegaðan hátt án þess að gera mistök.

Svo hún eða hann geti einbeitt sér að því að njóta athafnarinnar í heild.

Öllum þátttakendum - svo þeir séu í réttu hugarástandi og

taki fullan þátt í athöfninni. Gestunum – svo þeir geti hegðað sér á viðeigandi hátt.

Page 270: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27217. kafli | Hátíðir sveitarinnar

óaðfinnanlegar og með virkri þátttöku barnanna

Gæta þess að allt sem þarf að segja sé sagt skýrt og skorinort á hnitmiðaðan hátt, án þess að hika.

Hátíðin ætti að vera samfelld athöfn, án truflana eða hiks í dagskrá. Þátttakendur, gestir og tákn birtist í réttri röð og hljóð heyrist á réttum tíma. Forðist langdregna íhlutun þess sem falið er að stjórna athöfninni. Það hlutverk er reyndar ónauðsynlegt og best að sleppa því. Reynið að komast hjá langri þögn meðan beðið er eftir næsta atriði eða ræðumanni og skipuleggið alla dagskrána fyrirfram.

Láta þátttakendur syngja söngva sem henta tilefninu. Söngur sameinar, hefur róandi áhrif og hjálpar fólki að einbeita sér að athöfninni.

Allir hafi hlutverk og eitthvað að gera. Drekaskátarnir verða að hafa tækifæri til að hreyfa sig; hreyfisöngur, klapp eða hróp– börnin eiga alltaf að vera virk og með athyglina í lagi.

Munum að það er miklu skemmtilegra að taka þátt í virkri dagskrá, sem þrátt fyrir hátíðleika heldur ekki aftur af glöðum og hressum börnum. Nokkur atriði hjálpa til við að ná fram þessari stemningu:

Öll að vera í búningum við hæfi, oftast skátabúningi.

Að hafa allt sem við þurfum á réttum stað áður en athöfnin hefst; fána, tótem, merki, skátaklúta, skjöl o.fl.

Öll að vita fyrirfram hvað á að gera, hvert á að fara og hvernig á að hreyfa sig. Það kemur í veg fyrir stam, mistök og vandræðaleg augnablik.

Að tryggja að við höfum boðið öllum sem eiga að taka þátt og halda skrá yfir þá sem ætla að mæta.

Skátar eru stoltir af því að vinna vel saman. Undirbúningur og framkvæmd hátíða eiga að vera fullkomin sönnun þess. Munum að börnin eru mikilvægustu þátttakendurnir og þau kunna vel að meta það ef athöfninni „þeirra“ er sýnd verðskulduð virðing.

Til að athöfn verði óaðfinnanleg þurfum við:

Page 271: Handbók sveitarforingja drekaskáta

273 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

Þó það sé best að vera úti er ekki ætlast til að börnin séu úti í hellirigningu eða nístingskulda. Mikilvægt er að velja tíma og stað með tilliti til hverrar athafnar. Kyndlar eða kertaljós í helli, tunglsljós í fjöruborði eða við árbakka, sólsetur eða bjartur morgunn í útilegu, eru fallegar umgjarðir um hátíðarathafnir.

Ef athöfnin er haldin á sveitarfundi er einfaldast og áhrifaríkast að vera úti við í hreinni og óspilltri náttúrunni.

Falleg athöfn í sveitarherberginu, þar sem kertaljós, sveitarfáninn og önnur tákn sveitarinnar mynda umgjörðina getur einnig verið eftirminnileg og áhrifarík athöfn.

Óviðeigandi er að halda hátíðarathafnir á almannafæri. Athöfnin er persónuleg og tengist aðeins sveitinni og hugsanlega fjölskyldum skátanna. Athöfnin ætti því ekki að fara fram fyrir forvitnum augum annarra. Því síður ætti athöfnin að fara fram á palli eða sviði, þar sem hugmyndin er að allir drekaskátarnir séu þátttakendur en ekki áhorfendur að athöfninni.

Rétti tíminn er þegar barnið er tilbúið og vel undirbúið. Það gæti verið vegna þess að hún eða hann hefur ákveðið að ganga í sveitina, vígjast sem skáti, eða ákveðið hefur verið að veita barni viðurkenningu fyrir framfarir – auðvitað með samþykki barnsins. Viðurkenningin getur verið nýtt drekamerki eða sérkunnáttumerki.

Mikilvægt er að kunna að bíða eftir rétta tækifærinu. Annars verður athöfnin aðeins afgreiðsla og eftirlíking, lítilsvirðing við gildi okkar og vanvirðing við börnin.

Af sömu ástæðu er ekki góð hugmynd að bæta athöfn á síðustu stundu inn í dagskrá hátíðar, fundar, dagsferðar eða útilegu. Hátíðir og hátíðarathafnir eru alltaf persónulegar og haldnar að frumkvæði eins eða fleiri skáta sem hafa af einlægni tekið mikilvæga ákvörðun eða áunnið sér rétt á viðurkenningu. Því ætti ekki að flýta eða seinka athöfn til að sameina hana öðrum viðburðum, þótt það kunni að virðast hentugt.

Viðeigandi staður fyrir hátíðarathöfn er úti í náttúrunni. En það eru aðrir þættir sem þarf að taka tillit til:

réttur Staður og stund

Page 272: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27417. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Hátíðarathafnir sem tengjast framförum barnannaÞað eru mörg tilefni til að halda hátíð og gera sér glaðan dag í sveitarstarfinu, en aðeins fjórar athafnir tengjast framförum og þroska barnanna beint.

Fyrst og fremst einfalt og eðlilegtAllar hátíðarathafnir ættu að vera látlaus tjáning fallegra hugmynda. Framsögn ætti að vera yfirveguð og sett fram á þægilegan hátt, með látleysi og táknum og hreyfingum sem eru börnunum eðlileg. Engin látalæti eða tilgerð. - Fegurðin felst í því einfalda.

Til að koma í veg fyrir misheppnaðar athafnir er gott að:

Nota tákn sem allir skilja. Engin óljós tákn eða ruglingslegar hugmyndir.

Nota tákn og hreyfingar sem börnin geta gert á einfaldan og eðlilegan hátt. Látið þau ekki standa hreyfingarlaus, ganga um eins og vélmenni eða marsera eins og herfylkingu.

Tala eðlilega og forðastu leikhústilgerð sem á ekki við í skátaathöfnum, eins og að nota djúpa og draugalega rödd eða ýkt málfar.

Brosa ætíð, vera hreinskilin, tala yfirvegað þannig að börnunum líði vel og þau séu ánægð. Sveitarforinginn getur verið alvarlegur án þess að sýnast leiður, sorgmæddur eða önugur. Aldrei má gleyma að góðar hátíðarathafnir einkennast af virkri þátttöku barnanna.

Page 273: Handbók sveitarforingja drekaskáta

275 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

inngönguathöfn nýliða er haldin hátíðleg Eins og fram kom þegar fjallað var um áfangamarkmið drekaskáta, eignast barnið nýja vini á nýliðatímabilinu og kynnist og lærir að treysta foringjunum. Það ákveður í hvaða hópi hún eða hann vill helst starfa og verður hluti af skátasveitinni. Á nýliðatímabilinu lærir barnið einnig að þekkja þau tákn og merki sem notuð eru innan sveitarinnar. Inngönguathöfnin getur átt sér stað hvenær sem er á þessu tímabili og er haldin þegar barnið hefur ákveðið að halda áfram að vera hluti af skátasveitinni.

Munum að barnið hefur tekið fullan þátt í starfi sveitarinnar alveg frá byrjun og getur gengið í skátabúningi til jafns við aðra, en er ekki með skátaklútinn. Eftir einn eða tvo fundi, þegar barnið hefur ákveðið að halda áfram, er haldin inngönguathöfn og barnið boðið velkomið í sveitina.

Ef inngönguathöfnin er haldin undir lok nýliðatímabilsins getur barnið fengið fyrsta drekamerkið afhent við athöfnina, sem tákn um þau áfangamarkmið sem það er byrjað að vinna að.

Inngönguathöfnin, þar sem stúlka eða drengur er boðin velkomin í skátasveitina. Þessa athöfn er hægt að hafa fyrir eitt barn eða heilan hóp eftir aðstæðum hverju sinni.

Uppgönguathöfnin, þegar skátinn og skátaforinginn ákveða í sameiningu að það sé kominn tími til að segja skilið við drekaskátasveitina og „ganga upp í fálkaskátana“. Uppgönguathöfnin er yfirleitt haldin að hausti eða vori.

Merkisathafnir, er hátíðleg athöfn þegar skátinn fær nýtt drekamerki eftir að hafa náð tilteknum fjölda áfangamarkmiða. 24-26 áfangamarkmiðum vegna Silfurdrekamerkisins og 48-52 áfangamarkmiðum vegna Gulldrekamerkisins. Skógarmerkið, sérkunnáttumerki og aðrar viðurkenningar eru einnig oft afhentar við þessa sömu athöfn.

Vígsluathöfnin, þegar skátinn hefur valið að vinna skátaheitið og vígist sem skáti. Við athöfnina lofar barnið að gera það sem í þess valdi stendur til að halda skátalögin.

Page 274: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27617. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Inngönguathöfnina má halda í lok venjulegs sveitarfundar, ef henni er sköpuð aðeins formlegri umgjörð. Foreldrar barnanna sem taka á inn í sveitina ættu að vera viðstaddir. Þeir geta svo átt stuttan fund með sveitarforingjunum að athöfn lokinni.

Á haustin þegar mörg börn ganga í sveitina í einu, nýta sumir sveitarforingjar tækifærið og bjóða ekki einungis foreldrum og fjölskyldum nýliðanna, heldur einnig félagsforingja, félagsstjórn og foringjaráði félagsins til hátíðarinnar. Börnin sem eru að byrja eru framtíðin og það er vel þess virði að fagna því!

Ljúka má athöfninni með stórri veislu þar sem allir halda upp á þennan merkisáfanga í lífi barnanna.

Page 275: Handbók sveitarforingja drekaskáta

277 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

vígsluathöfnin er tákn um loforð barnsins gagnvart skátalögunumEins og útskýrt var í 7. kafla vinnur barnið skátaheitið þegar það er tilbúið og biður um það. Foringjarnir draga aldrei í efa beiðni barnsins um að vígjast sem skáti, heldur ákveða einfaldlega tíma og góðan stað fyrir athöfnina sem ætti að fara fram við fyrsta tækifæri eftir að beiðni barnsins kemur fram.

Vígsluathöfnin er hátíðlegasta athöfnin í sveitarstarfinu. Vígslan og loforð hvers barns um að hjálpa öðrum og halda skátalögin er aðalatriðið á hátíðinni. Klúturinn sem barnið fær sem tákn um heit sitt er staðfesting skátasveitarinnar á loforði barnsins.

Page 276: Handbók sveitarforingja drekaskáta

27817. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Þegar valinn er staður og stund er það gert í samráði við foreldra því mjög er mikilvægt að þeir séu viðstaddir athöfnina. Foringinn hittir kannski foreldrana til að útskýra fyrir þeim hvað það hefur í för með sér að taka þátt í þessari athöfn. Hann hvetur þá til að örva og aðstoða barnið og sýna því að þeir kunni að meta þessa mikilvægu ákvörðun þess.

Æskilegast er að aðeins einn drekaskáti vinni skátaheitið í hverri vígsluathöfn. Vígsluathöfnin ætti ekki að vera hluti annarra skátahátíða.

Ef fleiri en eitt barn vilja vígjast á sama tíma þá ættu þau aldrei að vera fleiri en fimm eða sex sem vígjast í einu og hvert þeirra þarf að eiga sína persónulegu stund til að fara með skátaheitið.

Fari vígsluathöfn fram í útilegu eða dagsferð og foreldrar geta ekki mætt, þarf barnið að ákveða með samþykki foreldra sinna hvort það vill frekar vígjast í ferðinni eða við annað tækifæri þegar foreldrarnir geta verið viðstaddir.

Vígsluathöfn má framkvæma á marga vegu. Það er undir hverri skátasveit komið hvernig athöfnin fer fram og ræðst af siðum og hefðum sveitarinnar. Látlaus athöfn gæti farið þannig fram að sveitin og foreldrarnir setjast saman við bálköst og sveitarforinginn útskýrir merkingu skátaheitisins. Annar foringi talar í stuttu máli til barnsins eða barnanna sem ætla að vinna skátaheitið. Drekaskáti eða foreldri segir nokkur orð eða les lítið ljóð og því næst er barninu eða börnunum boðið að vinna skátaheitið, athöfninni lýkur svo með fallegum skátasöng.

Hvert barn fer með skátaheitið á sinn hátt og gerir það eins og vel og hún eða hann getur, án þess að herma eftir foringjanum. Eftir að heitið hefur verið unnið fær barnið skátaklútinn afhentan. Foringjarnir gefa barninu stundum sérstaka gjöf frá sveitinni til minningar um þennan merkisdag.

Page 277: Handbók sveitarforingja drekaskáta

279 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

drekaskátamerkin eru staðfesting á þroska og framförum barnsins

Þegar fjallað var um þroskasviðin í 9. kafla kom fram að börnin eru hvött til aukins þroska. Hverjum stórum áfanga lýkur með drekamerki næsta áfanga, sem börnin bera á skátaklútnum sínum. Drekamerkin eru afhent um leið og foringi og barn eru sammála um að tilteknum fjölda áfangamarkmiða hafi verið náð.

Markmið athafnarinnar er að viðurkenna persónulegar framfarir þeirra barna sem náð hafa tilteknum fjölda áfangamarkmiða. Þau fá afhent drekamerki sem er táknrænt fyrir þann nýjan áfanga sem barnið fer að vinna að.

Þessi athöfn er einföld og gleðibragur einkennir hátíðina sem haldin er í lok dagskrárhrings, eftir að framfarir barnsins hafa verið metnar. Oftast taka nokkur börn þátt í þessari athöfn í einu, þar sem þau eru yfirleitt nokkur sem fá nýtt drekamerki við lok hvers dagskrárhrings. Ekki er gert ráð fyrir að fólk utan sveitarinnar taki þátt í athöfninni. Þrátt fyrir að þetta sé hópathöfn ætti hvert barn að fá sína stund til að taka á móti nýja merkinu.

Óþarft er að flækja athöfnina með of mörgum dagskrárliðum. Áður en barnið fær merkið segir umsjónarforinginn, sem fylgist með barninu og metur framfarir þess fáein hvatningarorð. Eftir það hefjast hátíðarhöldin með tilheyrandi leikjum og fagnaðarlátum.

Page 278: Handbók sveitarforingja drekaskáta

28017. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Hægt er að veita sérkunnáttumerki sem lokið var í dagskrárhringnum á sama tíma eða við aðrar athafnir svipaðar þessari. Fari afhending sérkunnáttumerkja fram við sérstaka athöfn ætti ekki að hafa hátíðarhöld í framhaldinu því þá verða athafnirnar of líkar.

Útilífsmerkin eru þrjú og afhent þegar skátinn kemur úr dagsferð, útilegu eða af skátamóti. Þau eru límd á útilífsmerkjasíðuna í Drekaskátabókinni og á framfaratöfluna í sveitarherberginu. Skátinn fær einnig eitt merki afhent til að líma á Drekaskátakortið sitt heima. Útilífsmerkin eru ótengd dagskrárhring sveitarinnar.

SkógarmerkiðÁ lokaári sínu í drekaskátunum geta börnin unnið að Skógar-merkinu, æðstu viðurkenningu hvers drekaskáta. Þeir dreka-skátar sem vinna til merkisins mega bera það eða einkenni þess í fálkaskátum og í skátastarfi á eldri aldursstigum. Skógarmerkið fær skátinn afhent við hátíðlega athöfn hjá skátasveitinni sinni.

Tími til að kveðjauppgönguathöfn yfir í fálkaskátanaSíðasta athöfnin sem tengist þroskaferli barnanna fer fram þegar drekaskátarnir eru tilbúnir til að yfirgefa sveitina og taka skrefið yfir í fálkaskátana. Það gæti verið vegna þess að börnin eru orðin 10 ára og hafa náð öllum áfangamarkmiðum sínum eða að það henti þroska þeirra betur að starfa með hópi eldri barna. Ákvörðun um uppgöngu er tekin í sameiningu af skátanum og sveitarforingjanum. Uppgönguathöfnin fer oftast fram við upphaf eða lok starfsárs sveitarinnar.

Aðalmarkmið þessarar hátíðar frá sjónarhorni sveitarinnar er að kveðja drekaskátana sem eru að fara. Eins og við allan viðskilnað eru tilfinningar blendnar á slíkri stundu. Blandast þar saman tregi vegna samverustunda sem ekki koma aftur og eftirvænting gagnvart framtíðinni. Táknræn og skemmtileg umgjörð við þessar aðstæður er að yfirstíga hindranir eða ljúka leiðangri. Athöfnin stendur fyrir leiðina frá einu aldursstigi til annars. Frá því drekaskátinn hóf sitt skátastarf yfir á næsta stig þar sem fálkaskátastarfið tekur við. Athugið að þessi athöfn er ætluð báðum kynjum þar sem bæði stúlkur og drengir færa sig yfir á næsta aldursstig og ef fálkaskátasveitirnar eru ekki blandaðar þurfa bæði stráka- og stelpusveitin að vera viðstaddar uppgönguathöfnina.

Page 279: Handbók sveitarforingja drekaskáta

281 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

uppg

öngu

athö

fnin

Page 280: Handbók sveitarforingja drekaskáta

28217. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Bæði leiðin áfram og hindranirnar eru táknrænar; að fara yfir brú, hoppa yfir læk eða ganga yfir litla hæð þar sem fálkaskátasveitin bíður. Þessi athöfn verður miklu áhrifameiri og táknrænni ef hún fer fram úti í náttúrunni.

Hver drekaskáti ætti að eiga sína eigin stund, eins og þegar skátaheitið er unnið. Séu nokkrir skátar að færast milli sveita á sama tíma ætti að reyna að skipuleggja athöfnina þannig að hvert og eitt barn fái sinn tíma til að kveðja gömlu sveitina sína og heilsa upp á nýja félaga.

Munið að tvær eða fleiri skátasveitir taka þátt í þessari athöfn þannig að það þarf að undirbúa hana tímanlega í samvinnu við börnin og sveitarforingja fálkaskátanna.

Meðan á athöfninni stendur getur skátinn sem er að yfirgefa sveitina sína farið með sveitarhrópið í síðasta sinn og endurnýjað skátaheitið sitt. Allir foringjarnir hvetja drekaskátann áfram og óska henni eða honum til hamingju. Oft er gefin lítil skilnaðargjöf frá sveitinni. Athöfninni lýkur með kveðjusöng á meðan sveitarforinginn fylgir barninu að hindruninni eða þangað sem leiðin hefst.

Þegar barnið er komið yfir til fálkaskátanna tekur sveitarforingi þeirra á móti barninu, býður það velkomið og afhendir því merki eða tákn fálkaskátasveitarinnar. Athöfninni lýkur með söng og hlýlegum móttökum, nú þegar sveitin hefur eignast nýjan félaga.

aðrar hátíðir sem haldnar erutil að fagna sameiginlegri sögu sveitarinnar og hjálpa til við að móta hefðir hennarSveitin hefur einnig aðrar leiðir til að halda hátíðir, svipaðar þeim sem tengdar eru þroskaferli og framförum drekaskátanna.

Page 281: Handbók sveitarforingja drekaskáta

283 Hátíðir sveitarinnar | 17. kafli

Þessar hátíðir hjálpa okkur að muna skemmtilegustu og minnisstæðustu viðburði sveitarinnar og þær auka gleði og stolt barnanna. Slíkar hátíðir eru góður grunnur að sameiginlegum minningum og skapa tilfinningu fyrir því að tilheyra ákveðnum hópi. Þær skapa líka sveitinni nýjar hefðir.

Hér eru nokkur dæmi um tilefni til hátíðarhalda í dagskrá sveitarinnar:

Afmælisdagur skátafélagsins eða sveitarinnar. Afmælisdagur skátastarfs á Íslandi, 2. nóvember.

Góðverkadagurinn og afmælisdagur Baden-Powell, 22. febrúar.

Hátíðardagar - Sumardagurinn fyrsti, 17. júní, 1. desember ofl.

Það fer eftir sveitinni hvaða hefðum og venjum hún fylgir. Sveitin getur líka haldið upp á aðra persónulegri áfanga eins og afmæli og önnur gleðileg tímamót þegar slíkt er viðeigandi.

Page 282: Handbók sveitarforingja drekaskáta

28417. kafli | Hátíðir sveitarinnar

Ef við lítum yfir farinn veg

Ef við lítum yfir farinn vegog finnum gamla slóðfaerast löngu liðnar stundir okkur naer.Því að margar standa vörður þaer, sem einhver okkar hlóð,uppi um fjöll, þar sem vorvindurinn hlaer.

Öll þau yndisfögru kvöld,okkar litlu skátatjöld,eru gömlum skátum endurminning kaer.Þegar varðeldarnir seiðaog við syngjum okkar ljóð,suðar fossinn og töfrahörpu slaer.

Haraldur Ólafsson

Page 283: Handbók sveitarforingja drekaskáta

18Aðgæsla, umsýslaog eignir

KAFLI 18

Page 284: Handbók sveitarforingja drekaskáta

28618. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

Þó að skátasveitin sé fyrst og fremst uppeldissamfélag þýðir það ekki að við getum gleymt öðrum þáttum sem tilheyrir rekstri sveitarinnar. Til þess að ná árangri í skátastarfi og til að nýta sem best þær hugmyndir sem kynntar hafa verið í þessari bók, þarf að hafa góða stjórn á fjármálum og gott skipulag á öllum búnaði og á upplýsingum um hvern einstakan skáta.

skráning upplýsinga um hvern drekaskátaTil að geta veitt hverju barni næga athygli og fylgst með framförum þess er nauðsynlegt að halda vel utan um spjaldskrá sveitarinnar. Sveitir sem vinna vel hafa spjaldskrár í góðu lagi. Ábyrgðarmanneskja skrár er sveitarforingi sveitarinnar. Umsjónarforingjar bera hins vegar ábyrgð á að uppfæra upplýsingar um börnin sem þeir hafa umsjón með.

Það fyrsta sem fer í spjaldskrána er einstaklingsskráin, sem er í tveimur hlutum:

Félagaskrá, fjármál og búnaður sveitarinnar

Skátaforingjar þurfa alltaf að vera á varðbergi gagnvart því að börn og ungmenni verði ekki fyrir ofbeldi, einelti eða annarri misbeitingu valds.

Samkvæmt Barnaverndarlögum (Lög nr. 80/2002) er „hverjum þeim sem hefur ástæðu til að ætla að barn búi við óviðunandi uppeldisaðstæður, verði fyrir áreitni eða ofbeldi eða stofni heilsu sinni og þroska í alvarlega hættu skylt að tilkynna það barnaverndarnefnd”. Þá er í lögunum bent á sérstakar skyldur þeirra sem starfa sinna vegna hafa afskipti af málefnum barna. Skátahreyfingin lítur svo á að ákvæði þetta eigi við alla skátaforingja. Skátastarf er fyrst og fremst uppeldisstarf og börn þurfa að eiga bæði öryggi og skjól innan vébanda skátahreyfingarinnar. Telji sveitarforingi ástæðu til að hafa samband við barnaverndaryfirvöld ætti hún eða hann að leita aðstoðar hjá stjórn viðkomandi skátafélags og starfsmönnum BÍS sem starfa eftir sérstakri aðgerðaáætlun um viðbrögð við slíkum málum.

Að vernda börn og ungmennifyrir hvers kyns ofbeldi, einelti eða misbeitingu valds

Fyrri hlutinn inniheldur persónuupplýsingar barnsins svo sem fullt nafn, kennitölu, heimilisfang, símanúmer og skóla. Einnig upplýsingar um forráðamenn, atvinnu þeirra, netfang og vitneskju um hvernig hægt sé að ná í þá í neyðartilvikum. Þessi hluti gæti einnig innihaldið aðrar upplýsingar sem sveitarforingjanum þykja viðeigandi.

Page 285: Handbók sveitarforingja drekaskáta

287 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

Við megum heldur ekki gleyma að hvert barn á sína eigin Drekaskátabók þar sem það skráir eigin árangur og margt annað sem einnig er ritað í spjaldskrá sveitarinnar. Sumar sveitir hengja einnig upp framfaratöflu í skátaheimilinu. Á töflunni má sjá öll þau áfangamarkmið sem drekaskátarnir í sveitinni hafa náð og eru að vinna að.

Á spjaldið er einnig skráð hvenær barnið gekk í sveitina, hvenær það vígðist, upplýsingar um mætingu þess, útilegur og ferðir sem það hefur farið í með sveitinni sem og aðrar upplýsingar sem taldar eru mikilvægar.

Að sjálfsögðu getur verið þægilegt og aðgengilegt að skrá þessar upplýsingar í tölvu.

Spjaldskrá inniheldur einnig framfaraspjald. Á það eru skráðar athugasemdir umsjónarforingja og samantekt úr samtölum við forráðamenn og aðstandendur. Einnig þau áfangamarkmið sem náðst hafa við lok hvers dagskrárhrings, hvaða áfangamarkmið eru valin í upphafi hvers dagskrárhrings, ráðlögð hjálparverkefni, samþykkt sérkunnáttumerki og hvenær drekamerki skuli afhent.

Seinni hlutinn er fyrir grundvallar heilsufarsupplýsingar, eins og blóðflokk, hugsanlegt ofnæmi fyrir lyfjum eða öðru, veikindasögu og lyfjaupplýsingar, ef þörf er á slíku. Þessi vitneskja er nauðsynleg og hana verður að uppfæra reglulega. Gögn varðandi þessi mál þarf að hafa meðferðis í hvert sinn sem ferðast er með börnunum. Það gæti jafnvel bjargað lífi einhvers í neyð.

Page 286: Handbók sveitarforingja drekaskáta

28818. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

kostnaðaráætlanir og stjórnun fjármunaHvort sem fjármunirnir eru félagsgjöld, þátttökugjöld í ferðir eða útilegur eða afrakstur fjáraflana, þá eru sveitarforingjar alltaf að meðhöndla peninga sem þeir eiga ekki sjálfir.

Kæruleysi getur valdið alvarlegum vandræðum. Það er því mikilvægt að vinna fagmannlega og heiðarlega í peningamálum sem og öðrum málum. Nokkrum grunnreglum þarf alltaf að fylgja:

Sveitarforingjarnir verða að ganga frá fjármálum í samráði við gjaldkera félagsins, starfsmann þess eða forráðamenn skátanna. Fjármál mega aldrei vera undir sveitarforingjunum einum komin, hvað þá einum foringja. Hjálp frá gjaldkera, starfsmanni félagsins eða jafnvel foreldri hjálpar til að leysa sveitarforingja frá ábyrgðarhlutverki sem þeir hugsanlega hafa ekki kunnáttu til að sinna. Að veita öðrum aðgang að fjámálunum er einnig góð leið til að sýna að allar fjárreiður eru í góðu lagi og heiðarlega unnar.

Að gæta vel að persónuverndarsjónarmiðumSveitarforingjar verða að hafa hugfast að þeir eru ábyrgir fyrir skátunum í sveitinni, uppeldi þeirra og velferð í skátastarfinu.

Þeir þurfa að afla ýmissa upplýsinga um skátana, svo sem um foreldra þeirra, systkini, heimili, jafnvel um afa og ömmur og að sjálfsögðu um langvarandi sjúkdóma barnanna eins og ofnæmi, sykursýki o.s.frv. Slíkar upplýsingar þarf að skrá svo þær séu tiltækar þegar á þarf að halda, þar á meðal heimilisföng, símanúmer og netföng. Persónulegum upplýsingum má ekki dreifa til annarra og gæta þarf þess að þær séu geymdar þar sem óviðkomandi eiga ekki aðgang. Sjálfsagt er að eyða öllum viðkvæmum upplýsingum ef skátinn hættir í skátasveitinni eða skátafélaginu. Í gildi eru sérstök lög frá Alþingi um persónuvernd og meðferð persónulegra upplýsinga (Lög nr. 77/2000). Þeim ber skátaforingjum, eins og öðrum, að fara eftir.

Margar fagstéttir sem vinna með einstaklingum, t.d. í heilbrigðis-, dóms- og menntakerfinu, hafa sett sér siðareglur og þurfa að skrifa undir ákvæði um þagnarskyldu hvað varðar persónulegar upplýsingar um sjúklinga, nemendur eða aðra skjólstæðinga. Þó að skátahreyfingin sé ekki opinber stofnun í lagalegum skilningi þess orðs rekur hún opinberlega uppeldisstarf fyrir börn og ungmenni og þess vegna þurfa skátaforingjar að gæta vel að þagnarskyldu sinni varðandi persónulegar upplýsingar og trúnaðarskyldu gagnvart skátunum og foreldrum þeirra.

Page 287: Handbók sveitarforingja drekaskáta

289 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

Ákveði félagsstjórn skátafélagsins að fara þá leið að gjaldkerar sveitanna séu valdir úr röðum foreldra ætti á fyrsta foreldrafundi á hverju ári að biðja foreldrana sjálfa að kjósa sér einn eða fleiri fulltrúa til að halda utan um sveitarsjóðinn. Útskýra þarf fyrir þeim að það þýði að þau verði ábyrgðarmenn sveitarsjóðsins. Séu margir fulltrúar valdir í stuðningshóp er ágætt að fá þá til að velja einn sem gjaldkera. Gjaldkeri hefur umsjón með fjármununum og úthlutar peningum í samræmi við þær reglur sem félagsstjórn, sveitarforingi og foreldrar koma sér saman um.

Mikilvægt er að halda saman upplýsingum um allar tekjur og útgjöld og geyma kvittanir, nótur eða reikningsafrit alls kostnaðar. Auðveldasta leiðin til að gera þetta er að skrá í tölvu eða þar til gerða sjóðbók tekjur og gjöld í sitt hvorn dálkinn, dagsetningu, ástæðu fyrir viðkomandi tekjum eða gjöldum, upphæð og tilvísunarnúmer fylgiskjals.

Á ákveðnum tímapunktum að minnsta kosti á sex mánaða fresti og jafnvel einnig eftir viðameiri verkefni sveitarinnar ættu foreldrar og félagsstjórn að fá yfirlit yfir hreyfingar og stöðu sveitarsjóðsins.

Page 288: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29018. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

Ef þessum reglum er fylgt eftir, þá mun sveitin alltaf hafa búnað sinn í góðu ástandi og hann endist sveitinni lengur.

Nokkrar ábendingar sem stuðla að góðri umhirðu búnaðar:

Öll tæki skal setja hrein á þurran og öruggan stað. Best væri að setja þau í númeraða kassa, að undanteknum tjöldum sem oft eru fyrirferðamikil og ættu að vera geymd í tjaldpokum. Allur búnaður ætti að vera geymdur í læstri geymslu og einn foringjanna, sá sem gætir eigna sveitarinnar eða félagsins bera ábyrgð á lyklunum. Aðeins sá sveitarforingi má fjarlægja búnaðinn og láta hann persónulega í hendur þess sem þarf á honum að halda hverju sinni. Sá aðili er síðan ábyrgur fyrir því að skila búnaðinum hreinum og í góðu ástandi eftir notkun.

Þau tæki eða tól sem eru skemmd eða biluð þurfa að fara í viðgerð um leið og notkun er lokið. Ekki setja í geymslu búnað sem er ennþá rakur eða í slæmu ástandi. Hugsa þarf fyrir fjármunum úr sveitarsjóðnum til lagfæringar og endurnýjunar tækja á hverju ári.

Sveitarforingi heldur skrá yfir allan búnað sveitar og uppfærir hana reglulega. Ekki lána búnað sveitarinnar til annarra en skátahópa félagsins nema í undantekningartilfellum.

viðhald búnaðar

Sveitin mun stækka með tímanum og smám saman eignast og seinna endurnýja þann búnað sem þörf er fyrir í starfinu. Þar má nefna bæði smáa hluti eins og föndurbúnað, reipi, verkfæri, bolta og önnur leiktæki og svo stærri hluti eins og eldunarbúnað og jafnvel tjöld.

Það hefur kostað strit og puð að eignast þennan búnað og einhver hefur haft fyrir því að safna peningum fyrir honum svo að allir geti notað hann. Viðhald búnaðarins ætti því að vera mikilvægur hluti af starfi sveitarforingjanna.

Það er einnig mjög lærdómsríkt fyrir drekaskátana að læra að fara vel með hluti, sérstaklega ef hlutirnir eru sameign sveitarinnar eða félagsins.

Ef allar hugmyndirnar sem við höfum kynnt í þessari bók eru notaðar......þá verður skátastarf sveitarinnar bæði ánægjulegt og árangursríkt!

Page 289: Handbók sveitarforingja drekaskáta

291 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

LokaorðVonandi hefur þú haft bæði gagn og gaman af lestri þessarar handbókar fyrir sveitarforingja drekaskáta. Varla hefur þú lesið hana síðu fyrir síðu en bókin er góð handbók sem hægt er að grípa til þegar þörf krefur. Þú dýpkar skilninginn með endurteknum og ítarlegum lestri. Vonandi þjónar bókin vel sem slík og væntanlega kemur hún í góðar þarfir þegar vanda ber að höndum á komandi árum.

Engin bók kemur þó í staðinn fyrir eigin reynslu. Skátastarf verður ekki til á pappír eða í bókum. Það sem skiptir mestu máli í skátastarfi er að virkja kraft barna og unglinga og læra svo af reynslunni. Bestum árangri náum við með því að undirbúa skátastarfið af kostgæfni, framkvæma svo og meta síðan hvernig til hefur tekist. Munum þó að gott skátastarf er ekki einungis verkefni skátaforingjans. Meginmáli skiptir að virkja skátana sjálfa í öllum þáttum starfsins – undirbúningi, ákvörðunum um verkefnin, framkvæmd og mati í lok hvers dagskrárhrings. Þannig verður skátastarf ekki einungis uppbyggjandi og skemmtilegt fyrir skátana okkar heldur líka gefandi og lærdómsríkt ferli fyrir okkur skátaforingjana. - Gangi þér vel.

Braeðralagssönguríslenskra skáta

Vorn hörundslit og heimalönd ei hamla látum því, að braeðralag og friðarbönd vér boðum heimi í.

Nú saman tökum hönd í hönd, og heits þess minnumst við, að tengja saman lönd við lönd og líf vort helga frið. Jón Oddgeir Jónsson

Page 290: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29218. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

Merki DrekaskátaÁfangamarkmið

LíkamsþroskiHraust og heilbrigð eins

og Bagheera

VitsmunaþroskiSnjöll eins og Kaa

PersónuþroskiVitur eins og Baloo

TilfinningaþroskiTrygg og vingjarnlegeins og Rikki tikki taví

FélagsþroskiUmhyggjusömeins og Kotick

Andlegur þroskiVinir lífsins

eins og Frans

Útilífsmerki

DagsferðFjólublátt

ÚtilegaFjólublátt

SkátamótFjólublátt

DagsferðGrænt

ÚtilegaGrænt

SkátamótGrænt

DagsferðBlátt

ÚtilegaBlátt

SkátamótBlátt

Page 291: Handbók sveitarforingja drekaskáta

293 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

sérkunnáttumerki

ListirFjólublátt

ÍþróttirFjólublátt

ÚtilífFjólublátt

TækniFjólublátt

HjálpsemiFjólublátt

ListirGrænt

ÍþróttirGrænt

ÚtilífGrænt

TækniGrænt

HjálpsemiGrænt

ListirBlátt

ÍþróttirBlátt

ÚtilífBlátt

TækniBlátt

HjálpsemiBlátt

Drekamerki

Bronsdrekinn Silfurdrekinn Gulldrekinn

SkógarmerkiÐ

Lokatakmark allra drekaskáta

- Fyrsta drekamerkið -

Afhent þegar barnið byrjar að vinna að fyrstu

áfangamarkmiðum sínum

- Annað drekamerkið -

Afhent þegar drekaskátinn hefur náð um það bil 25

(24-26) áfangamarkmiðum

- Þriðja drekamerkið -

Afhent þegar drekaskátinn hefur náð um það bil 50

(48-52) áfangamarkmiðum

Page 292: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29418. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

Gagnlegar upplýsingarBandalag íslenskra skátaHraunbæ 123 | 110 ReykjavíkSími: 550 9800Netfang: [email protected]: www.skatar.is

Slysavarnarfélagið LandsbjörgSkógarhlíð 14 | 105 ReykjavíkSími: 570 5900Netfang: [email protected]: www.landsbjorg.is

Útilífsmiðstöð skáta ÚlfljótsvatniÚlfljótsvatni | 801 SelfossiSími: 482 2674Netfang: [email protected]: www.ulfljotsvatn.is

HamrarÚtilífs- og umhverfismiðstöð skátaBox 135 | 602 AkureyriSími: 461 2264Netfang: [email protected]: www.hamrar.is

GilwellhringurinnVeffang: www.gilwell.is

St. Georgsgildin á ÍslandiVeffang: www.stgildi.is

RadíóskátarVeffang: www.skatar.is/radioskatar

Skógræktarfélag skáta við ÚlfljótsvatnVeffang: www.skatar.is

Rathlaupsfélagið HeklaVeffang: www.rathlaup.is

SkátakórinnVeffang: www.skatar.is/skatakorinn

WOSMWorld Organisationof the Scout MovementVeffang: www.scout.org

WAGGGSWorld Association of Girl Guides andGirl ScoutsVeffang: www.wagggs.org

European Scout Region - WOSMVeffang: www.scout.org/en/around_the_world/europe

European Region - WAGGGSVeffang: www.wagggseurope.org

JOTA | JOTIJamboree on the Air | Jamboree on the InternetVeffang: www.joti.org

Alþjóðlegar skátamiðstöðvar Kandersteg | Sviss | WOSMVeffang: www.kisc.ch

Our Cabana | Mexíkó | WAGGGSVeffang: www.ourcabana.org

Our Chalet | Sviss | WAGGGSVeffang: www.ourchalet.ch

Pax Lodge | Bretland | WAGGGSVeffang: www.paxlodge.org

Sangam | Indland | WAGGGSVeffang: www.sangamworldcentre.org

Page 293: Handbók sveitarforingja drekaskáta

295 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

Ýmsir samstarfsaðilar

LandverndVeffang: www.landvernd.is

ÆskulýðsvettvangurinnSamstarfsvettvangur BÍS, UMFÍ og KFUM-KTengiliður: Skrifstofa BÍSNetfang: [email protected]

Æskulýðsráð ríkisinsTengiliður: Skrifstofa BÍSNetfang: [email protected]

SAMÚT – samtök útivistarfélagaTengiliður: Skrifstofa BÍSNetfang: [email protected] AlmannaheillSamstarfsvettvangur félaga og sjálfseignastofnanna sem vinna að almannaheill á ÍslandiTengiliður: Skrifstofa BÍSNetfang: [email protected]

Norræna æskulýðsnefndinTengiliður: Skrifstofa BÍSNetfang: [email protected]

Fleira Gagnlegt

Page 294: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29618. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

mínir tengiliðirNafn Sími Netfang

Page 295: Handbók sveitarforingja drekaskáta

297 Aðgæsla, umsýsla og eignir | 18. kafli

mínir tengiliðirNafn Sími Netfang

Page 296: Handbók sveitarforingja drekaskáta

29818. kafli | Aðgæsla, umsýsla og eignir

Til Minnis