hallandi tíðindi

4
Hallandi fréttatíðindi Á mínum yngri árum tíðkaðist lítið annað en að kennarinn væri með “kjaft og krít” sér til hlið- sjónar við kennsluna, fyrir utan að sjálfsögðu kennslubækurnar. En þær voru jú það allra heila- gasta og mátti alls ekki sleppa þeim úr hönd þó lífið liggi við. Þetta gerði það að verkum að náms- fögin voru oftar en ekki leiðinlegt viðfangsefni og þegar maður var spurður: Hvað er skemmtilegast í skólanum? Þá var oftast svarað: Frímínútur. Í frímínútum var nefnilega oftast farið í leiki og ekki bara boltaleiki eða stórfiskaleik, heldur líka hlutverkaleiki og annað slíkt sem þótti ógurlega gaman. Með tilkomu leiklistar sem kennsluaðferðar hafa málin í dag þróast mjög í aðrar áttir og börn sem njóta slíkrar kennslu mjög heppin að mínu mati. Að vera með kennara sem þorir að fara út fyrir þægindarammann og prófa nýjar leiðir í kennslu er ekki bara skemmti- legt heldur að mínu mati mjög þarft. Ég efast ekki um, að ef fleiri notuðu leiklist í kennslu, að við fengjum enn fróðari einstaklinga út í samfélagið heldur en ella. Að lesa bók og taka próf, eða lesa bók og setja svo upp sýningu? Hvort telur þú lesandi góður að myndi sitja meira eftir? -HEÞ Að læra í gegnum leiklist er góður grunnur Ritstjóri: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir Vorönn, 2012 1. tölublað 1. árgangur Á hvað ertu að hlusta 2 Framar mínum væntingum 2 Framhald af síðu 2 Framar mínum væntingum 3 Lesendabréf 3 Hvetur fólk til að senda oftar póstkort 4 Smáauglýsingar 4 Innihald blaðsins: Ása Helga Ragnarsdóttir er einn ástsælasti kennari Menntavísindasviðs. Ása Helga er menntaður leikari og útskrifaðist 1976, hún er einnig kennari og hefur kennt leiklist í tugi ára.Síðastliðin ár hefur Ása kennt leiklist sem kennsluaðferð, ásamt fleiru við Háskóla Íslands. En hvar er Ása? Í þessu 1. tölublaði stígum við á stokk með leik, þar sem glöggur lesandi gæti krækt sér í heilan kassa af Prince Polo. Í blaðinu eru samtals 7 myndir af Ásu, faldar á góðum stöðum. Þátttakendur verða að skila inn réttum svörum fyrir 1 maí 2012 á netfangið [email protected] Ef þið finnið þær allar gætuð þið átt sumar í vændum með Prince Polo í hönd. Gangi ykkur vel og góðar stundir. -HEÞ Ný sending af gleði- bótarefnum var að berast! Við ábyrgjumst ekki þyngdar- tap en gleðin mun taka völd, og það strax í kvöld! Nánari uppl. Í síma. 12345

Upload: hafbor-borarinsson

Post on 22-Mar-2016

238 views

Category:

Documents


2 download

DESCRIPTION

Verkefni í námskeiðinu "Frá hugmynd til sýningar" í Háskóla Íslands

TRANSCRIPT

Page 1: Hallandi tíðindi

Hallandi

fréttatíðindi

Á mínum yngri árum tíðkaðist lítið annað en að

kennarinn væri með “kjaft og krít” sér til hlið-

sjónar við kennsluna, fyrir utan að sjálfsögðu

kennslubækurnar. En þær voru jú það allra heila-

gasta og mátti alls ekki sleppa þeim úr hönd þó

lífið liggi við. Þetta gerði það að verkum að náms-

fögin voru oftar en ekki leiðinlegt viðfangsefni og

þegar maður var spurður: Hvað er skemmtilegast

í skólanum? Þá var oftast svarað: Frímínútur. Í

frímínútum var nefnilega oftast farið í leiki og

ekki bara boltaleiki eða stórfiskaleik, heldur líka

hlutverkaleiki og annað slíkt sem þótti ógurlega

gaman. Með tilkomu leiklistar sem

kennsluaðferðar hafa málin í dag þróast mjög í

aðrar áttir og börn sem njóta slíkrar kennslu

mjög heppin að mínu mati. Að vera með kennara

sem þorir að fara út fyrir þægindarammann og

prófa nýjar leiðir í kennslu er ekki bara skemmti-

legt heldur að mínu mati mjög þarft. Ég efast ekki

um, að ef fleiri notuðu leiklist í kennslu, að við

fengjum enn fróðari einstaklinga út í samfélagið

heldur en ella. Að lesa bók og taka próf, eða lesa

bók og setja svo upp sýningu? Hvort telur þú

lesandi góður að myndi sitja meira eftir? -HEÞ

Að læra í gegnum leiklist er góður grunnur

Ritstjóri: Halla Eyberg Þorgeirsdóttir

Vorönn, 2012

1. tölublað 1. árgangur

Á hvað ertu að hlusta

2

Framar mínum væntingum

2

Framhald af síðu 2 Framar mínum væntingum

3

Lesendabréf 3

Hvetur fólk til að senda oftar póstkort

4

Smáauglýsingar 4

Innihald blaðsins:

Ása Helga Ragnarsdóttir er einn

ástsælasti kennari

Menntavísindasviðs. Ása Helga er

menntaður leikari og útskrifaðist

1976, hún er einnig kennari og

hefur kennt leiklist í tugi

ára.Síðastliðin ár hefur Ása kennt

leiklist sem kennsluaðferð, ásamt

fleiru við Háskóla Íslands.

En hvar er Ása? Í þessu 1.

tölublaði stígum við á stokk með

leik, þar sem glöggur lesandi gæti

krækt sér í heilan kassa af Prince

Polo. Í blaðinu eru samtals 7

myndir af Ásu, faldar á góðum

stöðum. Þátttakendur verða að

skila inn réttum svörum fyrir 1 maí

2012 á netfangið [email protected]

Ef þið finnið þær allar gætuð þið

átt sumar í vændum með Prince

Polo í hönd. Gangi ykkur vel og

góðar stundir. -HEÞ

Ný sending af gleði-

bótarefnum var að berast!

Við ábyrgjumst ekki þyngdar-

tap en gleðin mun taka völd,

og það strax í kvöld!

Nánari uppl. Í síma. 12345

Page 2: Hallandi tíðindi

2

Nú nýverið var gerð skoðana-

könnun á á útvarpshlustun ung-

menna á Íslandi. Nefndir voru

nokkrir af vinsælustu útvarps-

þáttum landsins sem um þessar

mundir eru að gera það gott meðal

ungra hlustenda og gátu þátt-

takendur gefið einkunnina 1-5 eftir

því hversu oft þau hlustuðu á

þættina og hversu vel þeir væru að

höfða til þeirra.

Útvarpsþátturinn “Mál

málanna” á Aðalstöðinni sem

stjórnað er af kyntröllinu sjálfu,

Haraldi Reynissyni, sló alla aðra

þætti út og fékk langflest atkvæða.

Haraldur eða “Kyntröllið” eins og

hann hefur löngum verið kallaður,

hefur í gegnum tíðina verið þekktur

fyrir hispurslausar spurningar og vel

valda gesti í þáttinn, og má þá til að

mynda nefna Birnu Sigríði, eða

Bibbu sem nýverið bauð sig

fram til forseta. Mældist hlus-

tun á þann þátt um 97% sem

segir allt sem segja þarf. Við

hjá Hallandi fréttatíðindum

óskum Kyntröllinu innilega til

hamingju með sigurinn og

bendum þeim sem ekki hafa

hlustað á hann áður að næsti

þáttur á dagskrá er í kvöld á

slaginu 20:00 á FM 41, 9

-HEÞ

fara fram í rýminu afar áhugaverð.

“Allir geta fundið eitthvað við sitt

hæfi, en verða um leið að horfast í

augu við sjálfan sig og lífið”

Blaðamanni leikur forvitni á að vita

hvað Hurðahúnn eigi við með því?

“Já þetta er krefjandi og er það

Velheppnaðri önn er senn að

ljúka við Menntavísindasvið og

segist Hurðahúnn Skipholt aldrei

áður hafa fylgst með jafn ska-

pandi og flottum árgangi áður.

“Já, nemendurnir í vetur hafa

verið óvenju skapandi og

skemmtilegir, þetta er mjög

samrýmdur hópur og þvílíkir

hæfileikar þarna á ferð.” Hurða-

húnn segist hlakka til að fylgjast

með á næstkomandi önn en

honum finnst námskeiðin sem

mörgum erfitt skref að fara út fyrir

þægindarammann. Í vetur hef ég

fylgst með hlutverkaleik, þátttöku-

leikhúsi, undirbúningi fyrir skug-

galeikhús, ýmsum hópeflisleikjum,

flutningi á útvarpsþáttum og

leikþáttum. Einnig fékk ég nasaþef

af vettvangsnámi nemenda, en þau

héldu öll skemmtilega og fræðandi

fyrirlestra um það hvernig þeim

gekk þessar þrjár vikur sem þau

voru við kennslu.” Frh á

bls. 3

Á hvað ertu að hlusta?

Framar mínum væntingum Um nokkurra ára skeið hafa verið kenndir leiklistaráfangar í stofu L-303, Listgreinahúsi Menntavísindasviðs. Hurðahúnn Skipholt hefur upplifað margt innan veggja kennslustofunnar . Droplaug Sandholt hitti hann á dögunum og fékk aðeins að skyggnast á bakvið tjöldin.

“Allir geta fundið

eithvað við sitt hæfi -

en verða um leið að

horfast í augu við

sjálfan sig og lífið”

Page 2 Ha l landi f rét tat íð indi 1. tö lublað 1. árgangur

Kyntröllið, Haraldur Reynisson

á góðri stundu. Mynd: Úr einkasafni

Page 3: Hallandi tíðindi

3

Frh. Af bls. 2 “Framar mínum væntingum”

Skuggaleikhús í Háskólabíó - Lesendabréf

Já, upplifanirnar hafa

greinilega verið margar

og góðar í vetur. En nú

þegar Hurðahúnn er að

upplifa svona mikið yfir

eina önn, þá er ekki

hægt annað en að hugsa,

hvað ætli það sé sem

standi uppúr? “Tja, mér

fannst einstaklega ga-

man að sjá hvað nemen-

dur voru duglegir að

nýta sér leiklist í kennslu

þegar þeir sögðu frá

vettvangsnámi sínu. Eins

fannst mér ótrúlega ga-

man að fylgjast með

framförum nemenda í

framkomu. Þá á ég helst

við um upphaf nám-

skeiðsins Frá hugmynd

til sýningar” þar sem ne-

mendur margir hverjir

áttu erfitt með að koma

fram í byrjun janúar en

komu svo heldur betur

og sáu og sigruðu með

lokaatriðum sínum nú

fyrir skömmu. Það var

sko sýning!” Já með þes-

sum lokaorðum kveð ég

Hurðahún Skipholt og ég

get ekki varist þá hugsun

að það væri nú ekki

leiðinlegt að vera svona

fluga á vegg eins og

hann er, já eða ætti ég

frekar að segja “húnn á

hurð.”

-HEÞ

fagra tóna koma út um

dyr Háskólabíós og

þegar inn var komið

gekk ég á hljóðið sem

kom úr einum salanna.

Þarna var undurfagurt

skugga-leikhús í gangi.

Nem-endur frá Háskóla

Íslands, Menntavísindas-

viði, höfðu tekið sig til og

útbúið atriði og fylltist

salurinn áður en ég gat

svo mikið sem blikkað.

Nemendur sýndu tvær

sýningar, Lífið á jörðinni

og Sæmundur fróði á

selnum. Þetta voru

hvoru tveggja frumle-

gar og heillandi sýnin-

gar og þakka ég þessum

galvösku nemendum

fyrir að gleðja mitt

gamla hjarta á þessum

fagra laugardegi.

Hallur Þorgeirs-

son

Ég átti leið um vestur-

bæinn einn laugar-

daginn í vetur, en eins og

svo oft áður í mínum

göngutúrum stoppa ég

aðeins við hringtorgið

hjá Háskólabíó. Hring-

torg hafa ætíð átt hug

minn allan, og finnst mér

torgið á þessu svæði

einstaklega stórt og tig-

narlegt. Skyndilega varð

ég fyrir truflun. Ég heyrði

“Þarna var

undurfagurt

skuggaleikhús í

gangi”

3 Ha l landi f rét tat íð indi 1. tö lublað 1. árgangur

Nokkrir nemendanna flytja tónlist undir

skuggaleikinn

Mynd: Jón Reykdal

Leikþáttur sýndur í tíma.

Mynd: Simon

Page 4: Hallandi tíðindi

4

Póstburðarkonan Þuríður Þráinsdóttir

hvetur íslendinga til að vera duglegri

að senda hvert öðru póstkort. Hún

segir það einsdæmi nú til dags að bera

út póstkort en hér áður fyrr var það

daglegur viðburður. “Já eða útburður.“

Segir Þuríður og glottir við tönn.

Þuríður segist nú stundum hafa lau-

mast til að lesa á kortin, en helst hafi henni þótt gaman

af, að skoða útlit kortanna og ímynda sér að vera á

staðnum eða setja sig í hlutverk og hugsa sér heildstætt

ferli út frá einu póstkorti. “Já það lærði ég nefnilega hjá

henni Ásu um árið, þegar ég tók mig til og fór í einn

áfanga í Háskóla Íslands, nánar tiltekið á Mennta-

vísindasviði. Áfanginn bar það skemmtilega nafn Frá

hugmynd til sýningar og lærði ég þar ýmislegt sem ég hef

nýtt mér í lífinu. Ég mæli eindregið með þessu námskeiði

fyrir alla sem langar aðeins að breyta til og læra eitthvað

nýtt.” Blaðamaður tekur Þuríði á orðinu, og hefur

ákveðið að skrá sig í námskeiðið næst þegar það verður í

boði. -HEÞ

Halla Eyberg Þorgeirsdóttir

[email protected]

280378-4299

Kennari: Ása Helga Ragnarsdóttir

Skuggaleikhús, uppselt! Næstu

sýningar auglýstar síðar.

Smáauglýsingar

Þarftu að fara í nýtt hlutverk? Langar þig að hrista

upp í félögunum á vinnustaðnum? Er með til leigu

hina ýmsu búninga og grímur. Hentar vel við öll

tækifæri. Get komið á staðinn og þú og þínir getið

valið úr pokum og pyngjum.

Margrét frá Borgarnesi

Frá hugmynd til sýningar, vor 2012 GSS419G Hvetur fólk til að

senda oftar póstkort

Þuríður Þráinsdóttir, Póstburðarkona

Gleymdir þú að kaupa blóm á konu-

daginn? Ekki örvænta! Bjóddu

konunni á tónleika hjá Halla Reynis,

við ábyrgjumst ljúft kvöld. - Grúppíufélag Halla Reynis