hagrÆn greining Á landtengingu skipa - veitur · einingaverðum til cavotec sem og blueday...

30
HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA Unnið fyrir Veitur 13.08.2019

Upload: others

Post on 11-Jul-2020

7 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA Unnið fyrir Veitur

13.08.2019

Page 2: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi
Page 3: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

SKÝRSLA – UPPLÝSINGABLAÐ

SKJALALYKILL TITILL SKÝRSLU

5114-077-SKY-001-V02 Hagræn greining á tengingu skipa

SKÝRSLUNÚMER / SÍÐUFJÖLDI VERKHEITI

01 / 31 Hagræn greining á tengingu skipa

VERKEFNISSTJÓRI – FULLTRÚI VERKKAUPA VERKKAUPI

Rúnar Svavar Svavarsson Veitur

VERKEFNISSTJÓRI – EFLA HÖFUNDUR

Jón Vilhjálmsson Jónas Hlynur Hallgrímsson og Kjartan Gíslason.

LYKILORÐ ÚTDRÁTTUR

Landtenging skipa, gjaldskrár, hagkvæmni.

Í þessari skýrslu er farið yfir hagræna niðurstöðu landtengingu í Sundahöfn fyrir skemmti- og flutningaskip frá sjónarhóli Veitna. Skemmtiferðaskip koma í Sundahöfn nánast eingöngu að sumri. Þegar skemmtiferðaskip hafa viðlegu er oftast um eitt skip að ræða (um 75-80 % tímans) og tvö skip samtímis um 15-20% tímans. Hlutfallslega mjög sjaldan eru fleiri en tvö skip samtímis í höfninni. Hámarksafl fyrir eitt skip er metið um 14,5 MW og ef tvö skip liggja samtímis í höfninni getur hámarksaflþörfin numið um 27 MW og ef þau eru þrjú er aflþörfin metin um 37 MW. Nauðsynlegur búnaður til þess að dreifa raforku til skipanna er nokkuð dýr. Áætlað er að kostnaður við að koma upp 15 MVA tengingu kosti um 815 m.kr. Ef mögulegt á að vera að þjónusta þrjú skemmtiferðaskip samtímis er áætlaður kostnaður um 2,3 milljarðar króna. Kostnaður í dreifikerfinu, þ.e. kostnaður við að auka getu dreifikerfisins til að afhenda aukið afl og orku í Sundahöfn, er ekki meðtalinn og ekki metinn í þessari skýrslu. Tekjur Veitna eru reiknaðar bæði miðað við afl- og orkutaxta. Ef komið væri á fót tengiskyldu fyrir öll skemmtiferðaskip væri rekstrarniðurstaða Veitna neikvæð af því að veita þjónustuna miðað við afltaxta og sérstaklega orkutaxta. Ef nægilegar tengingar eru ekki í boði fyrir öll skemmtiferðaskip geta stjórnvöld brugðist við með því að setja á sérstakt gjald til að jafna stöðu þeirra og gera landtengingu ákjósanlegri en að brenna jarðefnaeldsneyti um borð.

STAÐA SKÝRSLU

☐ Í vinnslu

☐ Drög til yfirlestrar

☒ Lokið

DREIFING

.☐ Opin

☒ Dreifing með leyfi verkkaupa

☐ Trúnaðarmál

Page 4: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

ÚTGÁFUSAGA

NR. HÖFUNDUR DAGS. RÝNT DAGS. SAMÞYKKT DAGS.

01 Jónas Hlynur Hallgrímsson

18.12.18 Jón Vilhjálmsson 18.12.18 Jón Vilhjálmsson 21.12.18

Skýrsluskrif

02 Jónas Hlynur Hallgrímsson

13.08.19 Jón Vilhjálmsson 13.08.19 Jón Vilhjálmsson 13.08.19

Minniháttar textalagfæringar

03 Höfundur útgáfu 29.12.16 Nafn rýnis 30.12.16 Nafn samþykktaraðila 31.12.16

Lýsing

04 Höfundur útgáfu 29.12.16 Nafn rýnis 30.12.16 Nafn samþykktaraðila 31.12.16

Lýsing

Page 5: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

5

SAMANTEKT

Að undanförnu hefur verið nokkur umræða um aukna raforkunotkun skipa þegar þau liggja í höfn í

tengslum við orkuskipti og loftslagsmál. Í aðgerðararáætlun stjórnvalda í orkuskiptum sem og

aðgerðaráætlun í loftslagsmálum má finna umfjöllun um aukna raforkunotkun skipa og landtengingar.

Að sama skapi hefur Reykjavíkurborg sett fram í loftslagsstefnu sinni að stefnt sé að rafvæðingu

Faxaflóahafna. Í þessari skýrslu er farið yfir hagræna þætti slíkrar landtengingar í Sundahöfn fyrir

skemmti- og flutningaskip frá sjónarhóli Veitna. Ekki er lagt mat á kostnað við nauðsynlegar

framkvæmdir í dreifikerfi Veitna við að auka orkuafhendingu í Sundahöfn.

Skemmtiferðaskip koma í Sundahöfn nánast eingöngu að sumri. Þegar skemmtiferðaskip hafa viðlegu

er oftast um eitt skip að ræða (um 75-80 % tímans) og tvö skip samtímis um 15-20% tímans.

Hlutfallslega sjaldan eru fleiri en tvö skip samtímis í höfninni.

Stærð skemmtiferðaskipanna og farþegafjöldi er breytilegur og það allra stærsta sem venur komur

sínar hingað er með um 4.500 farþega auk um 2.000 starfsmanna. Ef litið er til sambands stærðar

skipanna og farþegafjölda kemur í ljós að skip sem eru álíka stór eru í sumum tilvikum með nokkurn

breytileika í fjölda farþega.

Við mat á aflþörf skipanna er litið til annars vegar meðalafls (á ensku er oft talað um hotelling sem hér

verður kallað meðalafl) og hámarksafls. Með því að notast við erlend gögn og samband stærðar og

aflþarfar má notast við gögn Faxaflóahafna um komur í Sundahöfn sumarið 2018 til að áætla aflþörf

þeirra. Í skýrslunni hefur ekki verið rannsakað hvort skemmtiferðaskipin séu með búnað til að tengjast

rafdreifikerfi í landi og gert er ráð fyrir að útgerðir skipanna haldi áfram að senda skipin hingað til lands

ef tengiskyldu verður komið á. Hámarksafl fyrir eitt skip er metið um 14,5 MW og ef tvö skip liggja

samtímis í höfninni getur hámarksaflþörfin numið um 27 MW og ef þau eru þrjú er aflþörfin metin um

37 MW. Um mikið afl er því að ræða og, eins og áður segir, koma skemmtiferðaskipin hingað til lands

fyrst og fremst að sumarlagi, og því er þessi aflþörf einungis til staðar á þeim tíma.

Viðlegutími flutningaskipa og aflþörf þeirra hefur einnig verið metin. Nokkur óvissa er í viðlegutíma

skipanna en gert ráð fyrir um 110 klst. samanlögðum viðlegutíma flutningsfyrirtækja.. Aflþörfin getur

verið um 1-2 MW fyrir hvert skip og er t.d. hérlent flutningsfyrirtæki að láta byggja skip með slíka

aflþörf.. Flutningaskipin eru ekki eins og stendur með búnað til landtengingar þar sem hann þykir dýr.

Nauðsynlegur búnaður til þess að dreifa raforku til skipanna er nokkuð dýr og var leitað eftir

einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna

að kranabíll sem myndi koma landtengingu um borð í skemmtiferðaskip kostar um 107 m.kr. og 10

MVA aflstöð um 362 m.kr. Áætlað er að kostnaður við að koma upp 15 MVA tengingu kosti um 815

m.kr. Ef mögulegt á að vera að þjónusta þrjú skemmtiferðaskip samtímis er áætlaður kostnaður um

2,3 milljarðar króna.

Tekjur Veitna af landtengingu skipa eru reiknaðar bæði miðað við afl- og orkutaxta. Samkvæmt afltaxta

greiða viðskipavinir Veitna fyrir afltopp allt árið en afltoppur skemmtiferðaskipa er einungis um sumar

og ekki til staðar á öðrum árstíðum. Ef miðað er við afltaxta Veitna fyrir skemmtiferðaskipin getur

rekstrarniðurstaðan orðið jákvæð ef litið er til einnar tengingar sem og tveggja tenginga. Þriðja

Page 6: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

6

tengingin er hins vegar ekki rekstrarlega hagkvæm ef miðað er við afltaxta. Ef skemmtiferðaskipin væru

á orkutaxta er rekstrarniðurstaðan verulega neikvæð í öllum tilvikum. Ef komið væri á fót tengiskyldu

fyrir öll skemmtiferðaskip væri því rekstrarniðurstaða Veitna neikvæð af því að veita þjónustuna miðað

við afltaxta og sérstaklega orkutaxta. Rekstrarleg niðurstaða fyrir landtengingar flutningaskipa er

lítillega jákvæð fyrir Kleppsbakka en neikvæð fyrir Vogabakka..

Skipin hafa þann möguleika að sinna eigin orkuvinnslu um borð í skipinu með jarðefnaeldsneyti. Áætlað

hefur verið að raforkuvinnsla um borði kosti skipin um 28 kr./kWh en með landtengingu og ef miðað

er við afltaxta væri heildarkostnað (þ.e. dreifing auk flutnings, opinberra gjalda og raforku) þeirra um

36 kr./kWh og er því hagkvæmra fyrir skipin að sinna eigin orkuvinnslu. Ef einungis um varmavinnslu

er að ræða er kostnaður skipanna enn lægri eða um 9 kr./kWh.

Ef nægilegar tengingar eru ekki í boði fyrir öll skemmtiferðaskip geta stjórnvöld brugðist við með því

að setja á sérstakt gjald til að jafna stöðu þeirra. Til dæmis mætti hafa sérstakt gjald sem jafngilti að

lágmarki 27 kr./kWh (þ.e. 36-9 kr./kWh) til þess að gera landtengingu ákjósanlegi kost með tilheyrandi

ávinningi fyrir umhverfið.

Page 7: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

7

EFNISYFIRLIT

SAMANTEKT _______________________________________________________________________________ 5

1 INNGANGUR ________________________________________________________________________ 9

2 KOMUR SKEMMTI- OG FLUTNINGASKIPA Í SUNDAHÖFN EÐA GÖMLU HÖFNINA _______________ 10

2.1 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn ________________________________________________________ 11

2.2 Flutningaskip í Sundahöfn ____________________________________________________________ 14

3 AFL- OG ORKUÞÖRF SKIPA Í HÖFN _____________________________________________________ 15

3.1 Aflþörf skemmtiferðaskipa ___________________________________________________________ 15

3.2 Aflþörf flutningaskipa ________________________________________________________________ 19

4 KOSTNAÐUR BÚNAÐAR OG TENGINGAR ________________________________________________ 20

5 TEKJUR AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP ____________________________ 24

6 REKSTRARLEG NIÐURSTAÐA AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP___________ 26

7 UMFJÖLLUN UM NIÐURSTÖÐUR _______________________________________________________ 28

8 HEIMILDASKRÁ _____________________________________________________________________ 30

Page 8: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

8

MYNDASKRÁ

MYND 1 Yfirlitsmynd af viðleguköntum í Sundahöfn. Mynd tekin af heimsíðu Faxaflóahafna. _____________ 10

MYND 2 Fjöldi skipa á dag í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir ____________________________________ 11

MYND 3 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í júní 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna. _________ 12

MYND 4 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í júlí 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna. __________ 13

MYND 5 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í ágúst 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna. ________ 13

MYND 6 Samband stærðar (í brúttótonnum) og farþegafjölda þeirra skipa sem komu í Sundahöfn 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna ___________________________________________________________ 16

MYND 7 Samband meðalaflþarfar og brúttótonna í erlendum gögnum. Heimild: Ericson og Fazlagic (2008) og Environ (2005) og eigin útreikningar. ________________________________________________ 17

MYND 8 Metið meðalafl í júní í Sundahöfn ______________________________________________________ 18

MYND 9 Metið hámarksafl í júní í Sundahöfn ____________________________________________________ 18

MYND 10 AMP Vault & Socket Box frá Cavotec. ________________________________________________ 21

MYND 11 AMP Mobile frá Cavotec. ____________________________________________________________ 21

MYND 12 40 feta 2-4 MVA Shore Power eining frá Blueday Technologies. _____________________________ 22

TÖFLUSKRÁ

TAFLA 1 Samanlagður viðlegutími skemmtiferðaskipa í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir. _____________ 11

TAFLA 2 Viðlegutími eftir fjölda skipa samtímis í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir ___________________ 11

TAFLA 3 Samantekt á aflþörf skemmtiferðaskipa. Heimild Ericson og Fazlagic (2008) ____________________ 16

TAFLA 4 Fjöldi klukkustunda og samanlagt hámarksafl skemmtiferðaskipa í Sundahöfn _________________ 17

TAFLA 5 Metin hámarksaflþörf eftir fjölda skipa __________________________________________________ 19

TAFLA 6 Metin orkuþörf eftir fjölda skipa _______________________________________________________ 19

TAFLA 7 Skarfabakki - fyrsti áfangi (15 MVA). ___________________________________________________ 22

TAFLA 8 Skarfabakki - annar áfangi (10 MVA). ___________________________________________________ 23

TAFLA 9 Skarfabakki - þriðji áfangi (20 MVA). ____________________________________________________ 23

TAFLA 10 Kleppsbakki (4 MVA). ____________________________________________________________ 23

TAFLA 11 Vogabakki (2 MVA). ______________________________________________________________ 23

TAFLA 12 Verðskrá Veitna fyrir afl- og orkunotkun, háspenna (B4D).__________________________________ 24

TAFLA 13 Samantekt af tekjum Veitna skv. Afl- og orkunotkun, háspenna (B4D) í verðskrá. _______________ 25

TAFLA 14 Samantekt af tekjum Veitna skv. Almennri orkunotkun (A1D) í verðskrá. ______________________ 25

TAFLA 15 Áætlaðar tekjur skv. afltaxta af þjónustu við flutningaskip við Kleppsbakka. ____________________ 25

TAFLA 16 Áætlaðar tekjur skv. afltaxta af þjónustu við flutningaskip við Vogabakka. _____________________ 25

TAFLA 17 Áætluð fjárfesting og rekstrarkostnaður og árlegar greiðslur til að standa undir fjárfestingunni. ____________________________________________________________________ 26

TAFLA 18 Samanburður á áætluðum greiðslum jafngreiðsluláns og tekjum skv. afl- og orkutaxta. __________ 27

Page 9: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

1 INNGANGUR

9

Að undanförnu hefur umræða um rafvæðingu hafna og tengingar skipa við raforkudreifikerfi átt sér

stað og er hana m.a að finna í aðgerðaráætlun stjórnvalda um orkuskipti og í aðgerðaráætlun í

loftslagsmálum. Einnig er slíka umfjöllun í loftslagsstefnu Reykjavíkurborgar en þar segir að stefnt sé

að rafvæðingu Faxaflóahafna.

Í þessari skýrslu verður litið til gagna um komur skemmtiferðaskipa í Sundahöfn sem og starfsemi

flutningsfyrirtækja á starfssvæðum sínum í Sundahöfn. Væntar tekjur af þjónustu Veitna eru bornar

saman við kostnað við nauðsynlegan búnað til að veita þjónustuna. Einnig er kostnaður skipanna

áætlaður við orkuvinnslu með jarðefnaeldsneyti. Fjölmargir óvissuþættir eru í matinu og má segja að

skýrsla þessi sé fyrsti áfangi í mati á fýsileika landtenginga og í síðasta kafla skýrslunnar er umræða um

aðrar mögulegar stjórnvaldsaðgerðir. Í skýrslunni er ekki litið á kostnað Veitna við að bæta dreifikerfi

sitt nema í Sundahöfn en þessi þjónusta mun ugglaust kalla á styrkingu í aðveitukerfi fyrirtækisins til

að koma orkunni að Sundahöfn.

1 INNGANGUR

Page 10: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

10

Skemmti- og flutningaskip leggast að bryggju í Sundahöfn og á mynd 1 má sjá viðlegukantana.

Skemmtiferðaskipin lágu árið 2018 að mestu við Skarfabakka (um 91% tímans) en einnig við

Sundabakka (um 5%) og að Korngörðum (um 3%). Flutningsfyrirtæki eru með starfsemi við Kleppsbakka

og Vogabakka.

MYND 1 Yfirlitsmynd af viðleguköntum í Sundahöfn. Mynd tekin af heimsíðu Faxaflóahafna.

2 KOMUR SKEMMTI- OG FLUTNINGASKIPA Í SUNDAHÖFN EÐA GÖMLU HÖFNINA

Page 11: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

2 KOMUR SKEMMTI- OG FLUTNINGASKIPA Í SUNDAHÖFN EÐA GÖMLU HÖFNINA

11

2.1 Skemmtiferðaskip í Sundahöfn

Skemmtiferðaskipin koma í Sundahöfn yfir sumartímann og á mynd 2 má sjá fjölda skipa á hverjum

degi frá maíbyrjun til loka október árið 2018. Á myndinni hefur ekki verið tekið tillit til þess að sama

daginn geta fleiri en eitt skip legið í höfninni en þó ekki samtímis.

MYND 2 Fjöldi skipa á dag í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir

Skemmtiferðaskipin árið 2018 lágu fyrst og fremst við Skarfabakka og þar á eftir við Sundabakka og

Korngarða. Skarfabakka er skipt upp í þrjú bil (312, 314 og 315). Faxaflóahafnir hafa á undanförnum

árum birt upplýsingar um komu- og brottfarartíma skemmtiferðaskipa. Í töflu 1 má sjá heildarlegutíma

skemmtiferðaskipanna á undanförnum árum í Sundahöfn.

TAFLA 1 Samanlagður viðlegutími skemmtiferðaskipa í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir.

2015 2016 2017 2018

Skarfabakki 1254:15:00 1291:00:00 1472:15:00 1594:00:00

Korngarður 13:00:00 22:00:00 77:30:00 56:00:00

Sundabakki 57:00:00 48:00:00 137:00:00 94:30:00

Samtals 1324:15:00 1361:00:00 1686:45:00 1744:30:00

Á undanförnum árum hefur einungis eitt skemmtiferðaskip legið í höfninni um 75-80% þess tíma sem

skemmtiferðaskip hefur á annað borð verið þar. Tvö skip hafa verið um 15-20% tímans og fleiri en tvö

hlutfallslega lítinn tíma ársins.

TAFLA 2 Viðlegutími eftir fjölda skipa samtímis í Sundahöfn. Heimild: Faxaflóahafnir

FJÖLDI SKIPA SAMTÍMIS Í HÖFN 2015 2016 2017 2018

1 811:45:00 810:00:00 1030: 15:00 955:00:00

2 223:45:00 214:00:00 188:45:00 262:00:00

3 15:00:00 35:00:00 73:00:00 88:30:00

0

1

2

3

4

5

1.5.2018 1.6.2018 1.7.2018 1.8.2018 1.9.2018 1.10.2018

Fjö

ldi s

kip

a á

da

g

Page 12: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

12

FJÖLDI SKIPA SAMTÍMIS Í HÖFN 2015 2016 2017 2018

4 5:00:00 5:00:00 15:00:00 00:00:00

Fyrir árið 2018 hefur legutími skemmtiferðaskipa verið reiknaður fyrir hvern stundarfjórðung en með

því móti má betur átta sig á þeim tíma sem skipin liggja samtímis í höfninni. Á mynd 3 má sjá stærð

skemmtiferðaskipanna sem komu í júní þar sem blái liturinn táknar eitt skemmtiferðaskip í höfn, sá

appelsínuguli tvö skip í höfn samtímis og sá grái þriðja skipið. Í þeim tilfellum sem um fleira en eitt

skemmtiferðaskip er að ræða er stærsta skipið ávallt talið sem fyrsta skip. Til dæmis má sjá að við

upphaf júnímánaðar voru tvö skip í höfninni og hið þriðja bætist við skömmu síðar. Skip sem hafði verið

næststærst (appelsínugult) fer fyrst og það sem áður hafði verið merkt gráleitt verður skip númer tvö.

MYND 3 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í júní 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna.

Til dæmis í júní eru þrjú skip samtímis í átta klukkustundir og farþegar geta verið allt að 5.800 samanlagt

í skipunum þremur. Í júní eru tvö önnur tilvik þar sem tvö skemmtiferðaskip liggja samtímis í höfn en

þau eru mun minni en skipin þrjú sem voru við upphaf mánaðarins.

Á mynd 4 má sjá sambærilega mynd fyrir júlímánuð en þá eru þrjú skip þrisvar sinnum samtímis í

höfninni. Skipin eru tvö tólf sinnum en stundum einungis stutta stund. Áhugavert er einnig að sjá að í

um samfelldan fimm og hálfan sólarhring er ekkert skemmtiferðaskip í Sundahöfn.

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Brú

ttó

tonn

3 skip

2 skip

1 skip

Page 13: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

2 KOMUR SKEMMTI- OG FLUTNINGASKIPA Í SUNDAHÖFN EÐA GÖMLU HÖFNINA

13

MYND 4 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í júlí 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna.

MYND 5 Komur og stærð skemmtiferðaskipa í Sundahöfn í ágúst 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna.

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000B

rútt

óto

nn

3 skip

2 skip

1 skip

0

50.000

100.000

150.000

200.000

250.000

300.000

Brú

ttó

ton

n

3 skip

2 skip

1 skip

Page 14: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

14

2.2 Flutningaskip í Sundahöfn

Hérlend flutningsfyrirtæki eru með fjölmargar siglingaleiðir og hafa skipin viðkomu í Sundahöfn.

Viðlegutími skipanna í Sundahöfn hefur verið áætlaður með því að líta til siglingaáætlana

flutningsfyrirtækjanna. Töluverð óvissa er í viðlegutímanum í því mati sem hér fer á eftir. Viðlegutími

flutningaskipa í Sundahöfn er breytilegur en gera má ráð fyrir að fyrirtækin reyni að lágmarka hann til

þess að nýta skipin sem best á flutningaleiðum sínum.. Hér er gert ráð fyrir að skipakomur eins

flutningsfyrirtækisins sé að meðaltali 7 í viku hverri og að hvert skip sé landtengt að meðaltali í 10 klst.

Heildartími á viku hverri sem skip fyrirtækisins eru landtengd er þar af leiðandi 70 klst. Annað

flutningsfyrirtæki er með fjögur skip í siglingum við Íslandsstrendur og með sömu forsendu og áður má

gera ráð fyrir að heildarviðlegutími sé um 40 klst. á viku.

Page 15: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

3 AFL- OG ORKUÞÖRF SKIPA Í HÖFN

15

Skip sem koma í Sundahöfn eru misstór og einnig er bæði um að ræða skemmtiferðaskip og flutningskip

og orku- og aflþörf þeirra því misjöfn.

3.1 Aflþörf skemmtiferðaskipa

Í þessari skýrslu er miðað við að um borð í skipunum sé tengibúnaður og að þeim verði skylt að tengja

sig við rafdreifikerfi í höfn. Ekki hefur verið rannsakað hvort tengibúnaður er um borð í þeim skipum

sem hingað komu árið 2018. Ef skemmtiferðaskip verða skyldug til að landtengja sig getur verið að

komum skemmtiferðaskipa fækki eða útgerðir skipanna sendi önnur skip hingað til lands sem eru með

tengibúnað. Í þessari skýrslu hefur ekki verið tekið tillit til neinna slíkra þátta og einungis litið til gagna

fyrir árið 2018 og gert ráð fyrir að aflþörf þeirra sé í samræmi við stærð (í brúttótonnum, skammstafað

brt.).

Ekki liggja fyrir upplýsingar um aflþörf þeirra skemmtiferðaskipa sem hingað koma og þarf því að beita

nálgun við slíkt mat en mikill stærðarmunur er á milli skipanna. Það allra stærsta tekur 4.500 farþega

(auk þeirra eru um 2.000 starfsmenn) og er um 168 þús. brúttótonn. Önnur tólf skip með fleiri en 2.000

farþega höfðu árið 2018 viðkomu í Sundahöfn. Á mynd 6 má sjá samband stærðar

skemmtiferðskipanna (í brúttótonnum) sem höfðu viðkomu í Sundahöfn sumarið 2018 og

farþegafjölda þeirra. Ef litið er til þeirra skipa sem eru minni en 50 þús. brt. er breytileiki í farþegafjölda

meiri en fyrir þau sem eru stærri en 50 þús. brt. Til dæmis má nefna að í einu 40 þús. brt. skipinu er um

500 farþegar en í öðrum um og yfir 1.500 farþegar.

3 AFL- OG ORKUÞÖRF SKIPA Í HÖFN

Page 16: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

16

MYND 6 Samband stærðar (í brúttótonnum) og farþegafjölda þeirra skipa sem komu í Sundahöfn 2018. Tekið af vef Faxaflóahafna

Við mat á afl- og orkuþörf skemmtiferðaskipa hefur verið stuðst við erlend gögn um samband

brúttótonna og aflþarfar. Í töflu 3 má sjá samantekt á áætlaðri aflþörf eftir því hvort um er að ræða

meðalafl eða hámarkaafl fyrir skemmtiferðaskip. Á ensku er gjarna notast við orðið hotelling þegar skip

liggur við höfn og notar raforku til að viðhalda starfsemi sinni. Hér er hotelling kallað meðalafl.

TAFLA 3 Samantekt á aflþörf skemmtiferðaskipa. Heimild Ericson og Fazlagic (2008)

LENGD MEÐALAFL HÁMARKSAFL AFL NÆGJANLEGT FYRIR 95% AF STARFSEMI

<200 m 4.100 kW 7.300 kW 6.700 kW

>200 m 7.500 kW 11.000 kW 9.500 kW

Samtals 5.800 kW 11.000 kW 7.300 kW

Á mynd 7 má sjá samband meðalaflþarfar (hotelling) og brúttótonna í þeim erlendu gögnum sem aflað

hefur verið (samantekt á gögnunum eftir lengd kemur fram töflu 3) og notast er við (Ericson og Fazlagic

(2018) og Environ (2005)). Nokkur breytileiki er í aflþörfinni og ef t.d. er litið til skipa sem eru um 20

þúsund brt. má sjá að meðalaflþörfin er frá því að vera um 2 MW yfir í rúmlega 6 MW. Heilt yfir er

minni breytileiki eftir því sem stærð skipanna eykst. Segja má að það sé bæði breytileiki í samband

brúttótonna og farþegafjölda (sjá mynd 6) sem og sambandi brúttótonna og aflþarfar (sjá mynd 7)

Á myndinni kemur einnig fram besta tölfræðilega matið á sambandinu og verður í síðari útreikningum

notast við sambandið aflþarfar og brúttótonna þar sem tekinn er logri af brúttótonnum. Hámarksaflið

er einnig metið með því að nota þá forsendu að hámarksafl sé 60% hærra en meðalafl og er það í

samræmi við gögn í töflu 3.

0

500

1.000

1.500

2.000

2.500

3.000

3.500

4.000

4.500

5.000

0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 160.000 180.000

Farþ

egaf

jöld

i

Brúttótonn

Page 17: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

3 AFL- OG ORKUÞÖRF SKIPA Í HÖFN

17

MYND 7 Samband meðalaflþarfar og brúttótonna í erlendum gögnum. Heimild: Ericson og Fazlagic (2008) og Environ (2005) og eigin útreikningar.

Ef notast er við þær forsendur sem fram koma varðandi meðalafl á mynd 7 og fyrir hámarksafl í töflu

3 má áætla orku- og aflþörf skemmtiferðaskipa skv. gögnum frá Faxaflóahöfnum þar sem legutími

þeirra kemur fram. Samanlagðar viðlegustundir fást með því að margfalda saman fjölda skipanna og

klukkustundir í höfn.

TAFLA 4 Fjöldi klukkustunda og samanlagt hámarksafl skemmtiferðaskipa í Sundahöfn

HÁMARKSAFL (KW) 1 SKIP (KLST.) 2 SKIP (KLST.) 3 SKIP (KLST.)

0-2.500 0 0 0

2.500-5.000 0 0 0

5.000-7.500 16 38 11

7.500-10.000 175 125 43

10.000-12.500 594 143 35

12.500-15.000 521 46 0

15.000-17.500 0 0 0

Samtals 1306 351 89

Samanlagðar viðlegustundir

1306 701 266

Á myndum 8 og 9 má sjá sambærilegar myndir og áður en nú hefur meðalafl og hámarksafl verið metið

skv. áðurnefndum forendum fyrir júní.

y = 0,0467x + 3457,2

R² = 0,6272

y = 1775,3ln(x) - 12660R² = 0,6803

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

12.000

0 20.000 40.000 60.000 80.000 100.000 120.000 140.000 160.000

kW

Brúttótonn

Page 18: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

18

MYND 8 Metið meðalafl í júní í Sundahöfn

MYND 9 Metið hámarksafl í júní í Sundahöfn

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000M

eðal

fl (k

W)

3 skip

2 skip

1 skip

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

30.000

35.000

40.000

Top

paf

l (kW

)

3 skip

2 skip

1 skip

Page 19: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

3 AFL- OG ORKUÞÖRF SKIPA Í HÖFN

19

Í töflu 5 má sjá metna hámarksaflþörf eftir fjölda skipa í höfn og hámarksaflþörf þegar tvö skip liggja í

höfn samtímis og einnig þegar þrjú skip liggja samtímis í höfninni. Mesta aflþörfin stakra tenginga er

metin um 14,5 MW og þarf því ein tenging á hafnarbakka að hafa slíka getu ef stærsta skipið á að geta

tengst. Í töflunni kemur einnig fram hámarksaflþörf skips númer tvö í höfninni, þ.e. það hámarksafl

sem metið er þegar annað skip er samtímis í höfninni með meiri aflþörf. Á sama hátt er aflþörf þriðja

skipsins metin. Hámarksaflþörf þegar tvö skip liggja í höfninni er metin 27,1 MW og þrjú 37,7 MW.

TAFLA 5 Metin hámarksaflþörf eftir fjölda skipa

1. SKIP (KW) 2. SKIP (KW) 3. SKIP (KW) 2 SKIP SAMSTUNDIS (KW)

3 SKIP SAMSTUNDIS (KW)

14.493 12.768 10.418 27.147 37.679

Í töflu 6 má sjá metna orkuþörf skemmtiferðaskipanna m.v. meðalafl og þann viðlegutíma sem fæst í

gögnum Faxaflóahafna.

TAFLA 6 Metin orkuþörf eftir fjölda skipa

1. SKIP (KWH) 2. SKIP (KWH) 3. SKIP (KWH) SAMANLÖGÐ ORKA (KWH)

9.228.035 2.112.188 484.337 11.824.561

3.2 Aflþörf flutningaskipa

Aflað var upplýsinga um aflþörf flutningaskipa frá flutningsfyrirtækjum. Aflþörf flutningaskipa eins

flutningsfyrirtækis er frá 0,7 MW og upp í allt að 2,0 MW fyrir þau flutningaskip sem félagið er með í

smíði. Skipin eru ekki með búnað til þess að landtengja sig en mögulegt er að setja sérstaka 20 feta

gámaeiningu fyrir framan brúna og þaðan væru lagðir leiðarar niður í aðaltöflu skipsins. Slíkur búnaður

er það dýr að mati fyrirtækisins að ákveðið hefur verið að sleppa honum. Gert er ráð fyrir að

meðalaflþörf skipa fyrirtækisins sé 1,2 MW. Þegar tvö skip þess liggja samtímis í höfninni og eru

landtengd er hámarksaflþörf til framtíðar metin 3,6 MW og er notast við það hámarksafl í síðari

útreikningum.

Flutningaskip annars fyrirtækis er með aflþörf sem er um 0,7-1,0 MW. Gert er ráð fyrir að meðalaflþörf

skipa fyrirtækisins sé 0,6 MW. Einnig er gert ráð fyrir að þegar tvö skip liggja samtímis í höfninni sé

hámarksaflið 1,8 MW.

Page 20: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

20

Landtenging skipa gerir kröfur til töluverðs sérhæfðs rafbúnaðar. Hér á landi er tíðni

riðstraumsrafkerfis (a.c.) 50 Hz. Riðstraumskerfi skipa, sérstaklega stærri skipa, er almennt 60 Hz. Ekki

hefur fengist nein einhlít skýring á hvers vegna riðstraumskerfi skipa er 60 Hz en leiða má líkur að fyrir

því séu sögulegar ástæður og einnig það að 60 Hz mótorar eru aflmeiri miðað við rúmmál en 50 Hz

mótorar.

Til þess að breyta tíðni landrafmagns þannig að það hæfi rafkerfi skips þarf að umbreyta 50 Hz raforku

yfir á 60 Hz rafkerfis skipa. Þessu til viðbótar er einnig munur á hver spennan er á afhendingarstað.

Almennt tengjast stór skip á 6,6 kV eða 11 kV. Tiltölulega auðvelt og ódýrt er að útbúa þessi spennustig

eftir að búið er að umbreyta 50 Hz rafmagni í 60 Hz.

Dýrasti og flóknasti tækjabúnaðurinn er sá sem umbreytir tíðninni (nefnd aflstöð í þessari skýrslu) en

það er gert með því að afriða en þá er sinusbylgja spennu „slétt“ út og síðan áriðað þar sem sínusbylgjan

er aftur búin til en nú með 60 Hz tíðni. Algengast er í dag að slíkt sé gert með hálfleiðurum en fyrir þann

tíma voru gjarnan notaður 50 Hz mótor sem snéri 60 Hz rafal.

Eftir að betur einangrandi efni urðu til var hægt að framleiða tiltölulegan nettan tengibúnað, m.a. fyrir

landtengingar skipa, nokkuð sem ekki var vel gerlegt fyrir einum eða tveimur áratugum síðan. Búið er

að skilgreina slíkar tengingar s.s. í stöðlum IEC/ISO/IEEE 80005 og IEC 62613 sem fjalla um landtengingu

og samræmingu á tengibúnaði. Þær tengingar og tengibox sem síðar verður lýst uppfylla umrædda

staðla.

Við mat á kostnaði búnaðar var haft samband við starfsmenn Cavotec og Blueday Technology og þeir

beðnir um að áætla kostnað við kaup á mismunandi búnaði sem nauðsynlegur er til að þjónusta skipin1.

1 Upplýsingarnar fengust í tölvupósti frá Kenneth Husebø og Christian Thieleman til starfsmanna EFLU

í nóvember 2018.

4 KOSTNAÐUR BÚNAÐAR OG TENGINGAR

Page 21: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

4 KOSTNAÐUR BÚNAÐAR OG TENGINGAR

21

Cavotec selur búnað sem er sérstaklega hannaður til að auðvelda tengingar við skipin. Á mynd 10 má

sjá tengiboxið sem fyrirtækið býður uppá og er einingaverð þess um 17,6 m.kr.

MYND 10 AMP Vault & Socket Box frá Cavotec.

Cavotec selur einnig tengikrana sem keyrður væri að tengiboxinu og tengdur við það. Einingarverð

kranans er um 107 m.kr. Kraninn væri svo nýttur til þess að koma tengingunni um borð. Búnaðurinn er

því færanlegur og nýtist vel við að koma tengingunni um borð í skip með mismunandi tengipunkta.

MYND 11 AMP Mobile frá Cavotec.

Blueday Technologies selur aflstöðvar og millispenna í gámaeiningum sem geta verið annað hvort 20

eða 40 fet. Aflstöðvarnar eru almennt í 2 MVA einingum sem er síðar raðað saman í hentuga stærð. Á

Page 22: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

22

mynd 12 má sjá 40 feta gámaeiningu.

MYND 12 40 feta 2-4 MVA Shore Power eining frá Blueday Technologies.

Kostnaður við mismunandi útfærslur hefur verið metinn og honum áfangaskipt:

Fyrsti áfangi: Einn afhendingarstaður raforku fyrir skemmtiferðaskip þar sem afkastageta

búnaðar er nægileg til þess að þjóna aflfrekustu skipunum miðað við gögn frá 2018, þ.e. 15

MVA tenging. Að auki eru settir upp þrjú tengibox til þess að geta komið tengingunni að

skipunum á auðveldan hátt og einn kranabíll til að koma tengingunni um borð. Áætlað hefur

verið að 300 m strengur þurfi að auki.

Annar áfangi: Öðrum afhendingarstað bætt við þann fyrri sem væri með nægilega mikla

afkastagetu til að þjónusta öllu jafna tvö skip samtími m.v. áætlaða aflþörf þeirra skipa sem

komu til 2018 og eru í höfninni samtímis. Í þessum áfanga er bætt við 10 MVA aflstöð og einum

kranabíl. Ekki þarf að bæta við tengiboxi þar sem þrjú slík eru í fyrsta áfanga.

Þriðji áfangi: Þriðja afhendingarstað bætt við og 20 MVA aflstöð og þriðja kranabílnum. Í

þessum áfanga væri mögulegt að þjónusta þrjú skemmtiferðaskip samtímis og m.v. mat á

aflþörf fyrir 2018 væri enn borð fyrir báru í afkastagetu ef enn stærri skip venja komur sínar til

landsins í framtíðinni.

Samantekt á kostnaði fyrir áfangana þrjá má sjá í töflum 7 til 9:

TAFLA 7 Skarfabakki - fyrsti áfangi (15 MVA).

FJÖLDI EININGAVERÐ. (M.ISK)

SAMTALS. (M. ISK)

AMP Vault & Socket Box 3 stk. 17,6 52,8

AMP Mobile 1 stk. 107,2 107,2

3x300 mm² Al+sk kominn í jörðu 300 m 15 þús. kr. 4,5

15 MVA aflstöð 1,5 stk. 362,5 543,8

Annað [15%] 1 106,2

Samtals án vsk. 815,0

Page 23: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

4 KOSTNAÐUR BÚNAÐAR OG TENGINGAR

23

TAFLA 8 Skarfabakki - annar áfangi (10 MVA).

FJÖLDI EININGAVERÐ. [ISK] SAMTALS. [ISK]

AMP Mobile 1 stk. 107,2 107,2

10 MVA aflstöð 1 stk. 362,5 362,5

Annað [15%] 1 70,5

Samtals án vsk. 541,0

Samtals 1. og 2. áfangi 1.356,0

TAFLA 9 Skarfabakki - þriðji áfangi (20 MVA).

FJÖLDI EININGAVERÐ. [ISK] SAMTALS. [ISK]

AMP Mobile 1 stk. 107,2 107,2

20 MVA aflstöð 2 stk. 362,5 725,0

Annað [15%] 1 124,8

Samtals án vsk. 958,0

Samtals 1., 2. og 3.

áfangi 2.314,0

Í töflunum kemur fram kostnaðurinn við alla áfangana og er um 2,3 milljarðar króna. Eins og áður hefur

komið fram er kostnaður við styrkingu í aðveitukerfi Veitna að Sundahöfn ekki meðtalinn.

Á sambærilegan hátt og áður hefur kostnaður við nauðsynlegan búnað verið metinn fyrir

flutningaskipin. Annars vegar er um að ræða 4 MVA við Kleppsbakka og hins vegar 2 MVA við

Vogabakka (sjá töflur 10 og 11).

TAFLA 10 Kleppsbakki (4 MVA).

FJÖLDI EININGAVERÐ. [ISK] SAMTALS. [ISK]

AMP Vault & Socket Box 2 stk. 17,6 35,2

3x300 mm² Al+sk kominn í jörðu 800 m 15 þús. kr 12,0

2 MVA Aflstöð 1 61,6 61,6

4 MVA Aflstöð 1 63,8 63,8

Annað [15%] 1 25,9

Samtals án vsk. 199,0

TAFLA 11 Vogabakki (2 MVA).

FJÖLDI EININGAVERÐ. [ISK] SAMTALS. [ISK]

AMP Vault & Socket Box 2 stk. 17,6 35,0

3x300 mm² Al+sk kominn í jörðu 800 m 15 þús. kr 12,0

2 MVA aflstöð 1 61,6 61,6

Annað [15%] 1 16,3

Samtals án vsk. 126,0

Ekki hefur verið áætlaður kostnaður við tengingu þessara stöðva við kerfi Veitna en það kallar á

lagningu strengja frá næstu aðveitustöð og aukið spennaafl í þeirri stöð.

Page 24: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

24

Í fyrri köflum hefur verið lagt mat á afl- og orkuþörf skemmtiferðaskipa í Sundahöfn. Eins og áður hefur

komið fram er aflþörf skemmtiferðaskipanna mikil og þau hafa einungis viðkomu hérlendis að sumri

til. Ef litið er til aflþarfarinnar er full ástæða til þess að Veitur horfi til þess að afhending í heild verði

skv. afltaxta. Samkvæmt afltaxta er greitt fyrir afltoppinn fyrir árið í heild sinni og hentar því ekki

skipunum sem hafa viðkomu í Sundahöfn í mesta lagi nokkrum sinnum á ári. Mikilvægt er í framhaldinu

að finna leið til að skipta aflkostnaðinum niður á skipin miðað við uppsett afl eða áætlaðan afltopp

ársins. Hér verða heildartekjur Veitna reiknaðar miðað við afltaxta fyrst en einnig eru reiknaðar

heildartekjur miðað við orkutaxta.

Í töflu 12 má sjá núverandi verðskrá Veitna fyrir afl- og orkunotkun á háspennu (B4D). Í töflunni koma

ekki fram gegnumstreymisgjöld Veitna (virðisaukaskattur, jöfnunargjald og flutningsgjald). Segja má

því að það verð sem fram komi í töflunni myndi tekjur Veitna sem standi þurfi undir rekstri og kaupum

á nauðsynlegum búnaði. Í verðskránni fyrir raforkudreifinguna kemur fram að greitt sé fyrir afltopp

sem mældur er á tímabilinu 1. janúar – 31. mars og 1. október til 31. desember. Afltoppur

skemmtiferðaskipanna er að sumri til og því ekki á umræddu tímabili. Hér verður litið framhjá þessum

skilyrðum í núverandi verðskrá við mat á tekjum af þjónustu við skemmtiferðaskipin.

TAFLA 12 Verðskrá Veitna fyrir afl- og orkunotkun, háspenna (B4D).

AFL OG ORKUNOTKUN DREIFING GRUNNUR

Fast verð 1.117,82 kr./dag

Aflverð 23,57 kr./kW/dag

Orkuverð 0,53 kr./kWh

Mælaleiga 522,66 kr./dag

Í töflum 5 og 6 komu fram orkuþörf og samanlagður afltoppur skemmtiferðaskipanna. Miðað við gögn

í töflu 12 má áætla tekjur Veitna skv. gildandi gjaldskrá (B4D) af því að þjónusta skemmtiferðaskipin og

koma þær fram í töflu 13.

5 TEKJUR AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP

Page 25: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

5 TEKJUR AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP

25

TAFLA 13 Samantekt af tekjum Veitna skv. Afl- og orkunotkun, háspenna (B4D) í verðskrá.

1. AFHENDINGARSTAÐUR 2. AFHENDINGARSTAÐUR

(TIL VIÐBÓTAR VIÐ FYRSTA) 3. AFHENDINGARSTAÐUR

(TIL VIÐBÓTAR VIÐ ANNAN)

Gjald Tekjur (kr.) Tekjur (kr.) Tekjur (kr.)

Fast verð 1.117,82 365 408.004

Aflverð 23,57 14.493 124.682.272 12.768 109.842.048 10.418 89.629.396

Orkuverð 0,53 9.228.035 4.890.859 2.112.188 1.119.460 484.337 256.699

Mælaleiga 522,66 365 190.771

Samtals (kr.) 130.171.906 110.961.507 89.886.095

Samanlagðar tekjur Veitna af því að þjónusta skemmtiferðaskipin í Sundahöfn ef hún er verðlögð skv.

afltaxta eru um 331 m.kr. miðað við árið 2018 og að meðaltali eru tekjurnar um 28 kr./kWh. Uppistaðan

í tekjum Veitna eru aflgreiðslur fyrir afl sem skemmtiferðaskipin nota einungis sjaldan yfir árið.

Samkvæmt orkutaxta væru tekjur Veitna mun lægri, eða samanlagt um 43,6 m.kr. Tekjur af fyrstu

tengingu næmu um 34 m.kr. (sjá töflu fyrir neðan).

TAFLA 14 Samantekt af tekjum Veitna skv. almennri orkunotkun (A1D) í verðskrá.

1. AFHENDINGARSTAÐUR 2. AFHENDINGARSTAÐUR

(TIL VIÐBÓTAR VIÐ FYRSTA) 3. AFHENDINGARSTAÐUR

(TIL VIÐBÓTAR VIÐ ANNAN)

Gjald Tekjur (kr.) Tekjur (kr.) Tekjur (kr.)

Fast verð 28,75 365 10.494

Orkuverð (kr./kWh)

3,69 9.228.035 34.051.450 2.112.188 7.793.975 484.337 1.787.205

Samtals (kr.) 34.061.944 7.793.975 1.787.205

Tekjur Veitna af þjónustu við flutningaskipin ef hún er verðlögð skv. gjaldskrá fyrirtækisins koma fram

í töflum 15 og 16.

TAFLA 15 Áætlaðar tekjur skv. afltaxta af þjónustu við flutningaskip við Kleppsbakka.

STARFSEMI VIÐ KLEPPSBAKKA

Gjald Tekjur (kr.)

Fast verð 1.117,82 365 408.004

Aflverð 23,57 3.600 30.970.980

Orkuverð 0,53 4.368.000 2.315.040

Mælaleiga 522,66 365 190.771

Samtals (kr.) 33.884.795

TAFLA 16 Áætlaðar tekjur skv. afltaxta af þjónustu við flutningaskip við Vogabakka.

STARFSEMI VIÐ VOGABAKKA

Gjald Tekjur (kr.)

Fast verð 1.117,82 365 408.004

Aflverð 23,57 1.800 15.485.490

Orkuverð 0,53 1.248.000 661.440

Mælaleiga 522,66 365 190.771

Samtals (kr.) 16.745.705

Page 26: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

26

Í fyrri köflum hefur verið farið yfir annars vegar tekjur Veitna af þjónustu við skemmtiferða- og

flutningaskip og hins vegar kostnað af búnaði og öðru tilheyrandi til að inna þjónustuna af hendi. Áætla

má þær tekjur sem Veitur þurfa að hafa af þjónustunni miðað við þann búnað sem fjárfest hefur verið

í og tengdan kostnað með því að notast við jafngreiðslulán. Gert er ráð fyrir að líftími þess búnaðar

sem fjárfest hefur verið í sé 12 ár og að rekstrarkostnaður hans sé 3%. Erfitt er að meta nákvæmlega

rekstrarkostnaðinn en gert er ráð fyrir að hann innifeli hefðbundinn viðhaldskostnað búnaðar sem og

launakostnað starfsmanna við að þjónusta skipin. Reiknivextir eru 5,5% og eru þeir svipaðir vegnum

fjármagnskostnaði Veitna hefur verið á undanförnum árum (4,98-5,04% árið 2017 og 5,21-5,38% árið

20162).

Miðað við fyrrgreindar forsendur má sjá í töflu 17 hverjar árlegar tekjur Veitna þyrftu að vera til að

fjárfestingin standi undir sér.

TAFLA 17 Áætluð fjárfesting og rekstrarkostnaður og árlegar greiðslur til að standa undir fjárfestingunni.

FJÁRFESTING (M.KR.) ÁRLEGUR REKSTRARKOSTNAÐUR (M.KR.)

ÁRLEGAR GREIÐSLUR JAFNGREIÐSLULÁNS (M.KR.)

Skarfabakki – fyrsti áfangi 815 24,5 128,6

Skarfabakki – annar áfangi 541 16,2 85,3

Skarfabakki – þriðji áfangi 958 28,7 151,1

Kleppsbakki 199 6,0 31,4

Vogabakki 126 3,8 19,9

Í töflu 18 kemur fram samanburður á áætluðum greiðslum á jafngreiðsluláni til að standa undir

fjárfestingunni og þeim tekjum sem metnar hafa verið skv. afl- og orkutaxta. Tekjur af afltaxta fyrir 1

og 2 skip standa undir nauðsynlegum kostnaði en tekjur af þriðju landtengingu er fjarri því að standa

undir nauðsynlegum kostnaði. Ef litið er til orkutaxta eru tekjur fjarri því í öllum tilvikum að standa

undir nauðsynlegri fjárfestingu. Einnig þarf að hafa í huga að Veitur þurfa einnig að fá tekjur til að

2 https://www.veitur.is/utgefid-efni/arsreikningar

6 REKSTRARLEG NIÐURSTAÐA AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP

Page 27: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

6 REKSTRARLEG NIÐURSTAÐA AF ÞJÓNUSTU VIÐ SKEMMTIFERÐA- OG FLUTNINGASKIP

27

standa undri kostnaði af skipunum í aðveitukerfi fyrirtækisins en sá kostnaður er ekki metinn í þessari

skýrslu.

TAFLA 18 Samanburður á áætluðum greiðslum jafngreiðsluláns og tekjum skv. afl- og orkutaxta.

ÁRLEGAR GREIÐSLUR JAFNGREIÐSLULÁNS (M.KR.)

TEKJUR SKV. AFLTAXTA (M.KR.)

TEKJUR SKV. ORKUTAXTA (M.KR.)

Skarfabakki – fyrsti áfangi (1 skip)

128,6 130,1 34,0

Skarfabakki – annar áfangi (2 skip)

85,3 111,0 7,8

Skarfabakki – þriðji áfangi (3 skip)

151,1 89,9 1,8

Kleppsbakki 31,4 33,8

Vogabakki 19,9 16,7

Rekstrarleg niðurstaða landtenginga fyrir flutningaskipin bendir til að þjónusta við skip við Kleppsbakka

geti staðið undir fjárfestingunni miðað við afltaxta. Niðurstaðan fyrir Vogabakka er hins vegar þannig

að árlegar tekur eru um 3 milljónum króna lægri en kostnaðurinn.

Page 28: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

28

Í töflu 13 komu fram meðaltekjur Veitna fyrir dreifingu raforku væru um 28 kr./kWh ef þjónustan væri

verðlögð í samræmi við afltaxta. Kostnaður skemmtiferðaskipa við orkuöflun til viðbótar við

dreifikostnað er flutningur (1,88 kr./kWh), jöfnunargjald (0,3 kr./kWh) og ef gert er ráð fyrir að

orkukaup séu 6 kr./kWh er heildarkostnaður skemmtiferðaskipanna um 36,2 kr./kWh. Ef

skemmtiferðaskip fá dreifingu raforku á orkutaxta (A1D) má gera ráð fyrir að heildarkostnaður þeirra

verði um 11,9 kr./kWh.

Til samanburðar má áætla kostnað skipanna við að nota jarðefnaeldsneyti til orkuvinnslunnar. Gera

má ráð fyrir að skemmtiferðaskip kaupi eldsneyti að mestu erlendis þar sem eldsneytið er dýrara

hérlendis. Erfitt er að áætla eldsneytiskostnað skemmtiferðaskipa á erlendri grund en hér er gert ráð

fyrir að eldsneytiskostnaður þeirra sé um þriðjungi ódýrara erlendis samanborið við listaverð

eldsneytissala hérlendis. Raforkuvinnsla með dísilstöð gæti m.v. fyrrgreindar forsendur numið um 28

kr./kWh en varmavinnsla um 9,3 kr./kWh.

Heildarkostnaður skemmtiferðaskipa af landtengingu er mun hærri skv. afltaxta en af því að nota

jarðefnaeldsneyti. Ef skemmtiferðaskipin nota raforkuna til varmavinnslu er um fjórfalt dýrara að

notast við raforku með landtengingu en við jarðefnaeldsneyti. Raforkuvinnsla um borð í skipunum með

jarðefnaeldsneyti er um fjórðungi ódýrari en með landtengingu.

Ef sett verður skylda á öll skemmtiferðaskip að tengjast með landtengingu munu tekjur miðaðar við

afltaxta ekki verða nægilegar fyrir Veitur til að standa undir nauðsynlegum kostnaði.

Rekstrarniðurstaðan er sérstaklega slæm ef litið er til orkutaxta. Ef Veitur eiga ekki að bera fjárhagslegt

tjón af landtengingu þarf að koma til annað hvort styrkur eða niðurgreiðsla frá t.d. hinu opinbera eða

að ný verðskrá fyrir skemmtiferðaskip verði sett fram til að endurspegla betur hið mikla afl og lágan

nýtingartíma búnaðar.

Mögulegir áfangar í því að bjóða upp á landtengingu skemmtiferðaskipa getur verið að setja upp eina

tengingu. Slík tenging væri með langbestu nýtinguna, eins og áður hefur verið farið yfir. Ef fleiri en eitt

skemmtiferðaskip eru í höfn væri mögulegt að leggja á einhvers konar umhverfisgjald sem væri lagt á

til þess að jafna kostnað þeirra skipa sem notuðust við landtengingu og þeirra sem nota eigin

raforkuvinnslu um borð. Til dæmis, samanber fyrri útreikninga, mun umhverfisgjald sem nemur um 27

kr./kWh jafna kostnað þeirra skemmtiferðaskipa sem notast við landtengingu (36,2 kr./kWh m.v.

7 UMFJÖLLUN UM NIÐURSTÖÐUR

Page 29: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

7 UMFJÖLLUN UM NIÐURSTÖÐUR

29

afltaxta) og þeirra sem eru með eigin vinnslu um borð (9,3 kr./kWh í varmavinnslu). Ef umhverfisgjaldið

væri hærra en 27 kr./kWh væri kominn hvati fyrir skemmtiferðaskip til þess að huga frekar að

landtengingu og gera hana eftirsóknarverðari kost, með tilheyrandi jákvæðum umhverfisáhrifum.

Ákvörðun um umrætt umhverfisgjald er hins vegar pólitísk sem samræma þyrfti ef til vill við fleiri hafnir.

Ef farið verður út í að skoða landtengingu skipanna þarf að kanna vel hvernig tekjur verða innheimtar

fyrir þessa tengingu þannig að raforku úr landi verði samkeppnisfær við notkun olíu um borð í

skipunum.

Page 30: HAGRÆN GREINING Á LANDTENGINGU SKIPA - Veitur · einingaverðum til Cavotec sem og Blueday Technologies sem selja slíkan búnað. Til dæmis má nefna að kranabíll sem myndi

30

Christian Thieleman (2018). Tölvupóstur frá Christian Thieleman, starfsmanni Cavotec, til strafsmanna

EFLU, dags. 21.11.2018.

Kenneth Husebø (2018). Tölvupóstur frá Kenneth Husebö, starfsmanni Blueday Technologies, til

starfsmanna EFLU, dags. 1.11.2018.

Environ (2005) Final Report: Shoreside Power Feasibility Study for Cruise Ships Berthed at Port fo

San Francisco

https://sfport.com/ftp/uploadedfiles/community_meetings/CTEAC/info/ENVIRON_Final_Report_09130

5_main%20body_Rev.pdf

Ericsson, P., & Fazlagic, I. (2008). Shore–Side Power Supply. Chalmers University of Technology,

Goteborg, Sweden.

8 HEIMILDASKRÁ