fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. landmælingar Íslands ... · notkun þeirra. Í...

4
Nákvæmni · Notagildi · Nýsköpun Kvarðinn maí 2018 Nr. 44 2. tbl., 20 árg., maí 2018 Guðmundur Ingi Guðbrandsson um- hverfis- og auðlindaráðherra heimsó Landmælingar Íslands á Akranesi þann 16. maí síðastliðinn. Í för með ráðherra frá ráðuneynu voru Sigríður Auður Arnardór ráðuneysstjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardór skrifstofu- stjóri, Kjartan Ingvarsson lögfræðingur og Bergþóra Njála Guðmundsdór upplýsingafulltrúi. Á fundi með stjórnendum Landmæl- inga Íslands þeim Magnúsi Guðmunds- syni forstjóra, Eydísi Líndal Finnboga- dóur forstöðumanni og Gunnari H. Krisnssyni forstöðumanni fengu ráð- herra og gesr kynningu á starfseminni, áherslum og miklvægum grunnverk- efnum l næstu ára á sviði grunnkorta- gerðar, landmælinga og grunngerðar landupplýsinga. Þá heilsaði ráðherra upp á starfsfólk stofnunarinnar og fékk kynn- ingu á ýmsum verkefnum s.s. skráningu örnefna, kortagerð vegna náúru- verndar, miðlun gjaldfrjálsra opinberra landupplýsinga, rekstur hnita- og hæðar- kerfis Íslands, gerð nákvæmra hæðar- líkana og kortlagningu landbreynga. Að lokum hi ráðherra alla starfsmenn í fundarsal og fór yfir áherslumál sín og ríkisstjórnarinnar á sviði umhverfis- og auðlindamála þar munu loſtslagsmál, ferðamál og náúruvernd skipa stóran sess. Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018 Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018, sem SFR – stéarfélag í almannaþjónustu og ármála- og efna- hagsráðuneyð standa fyrir, voru kynntar við háðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu þann 9. maí síðast- liðinn. Í flokki meðalstórra stofnana voru Landmælingar Íslands í 5. sæ og raða sér þar með meðal fyrirmyndar- stofnana árið 2018. Könnunin er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum en starfsmenn Landmælinga Íslands hafa frá upphafi hennar tekið þá og hefur stofnunin ávallt verið meðal þeirra efstu. Hjá Landmælingum Íslands er lögð áhersla á að starfsumhverfið sé aðlaðandi og öl- skylduvænt, einnig að fagleg þekking, starfsþróun, sveigjanleiki og hvatning séu ríkjandi. Þá hefur stofnunin fengið jafnlaunavoun og unnið er samkvæmt grænum skrefum í opinberum rekstri. Sú góða einkunn sem starfsmenn gefa vinnustað sínum ber vo um góða stjórnun, góðan starfsanda og stefnum og markmiðum í mannauðs- málum sé fylgt eſtir. Heimsókn ráðherra Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. Rannveig L. Benediktsdóttir kynnti örnefnaskráningu fyrir ráðherra.

Upload: others

Post on 28-Jul-2020

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. Landmælingar Íslands ... · notkun þeirra. Í fyrirlestrinum velti hún einnig fyrir sér hvort við á Íslandi værum með „puttann á

Nák

mni

· N

ota

gil

di

· N

ýsk

öp

un

Kvarðinn maí 2018

Nr. 44 2. tbl., 20 árg., maí 2018

Guðmundur Ingi Guðbrandsson um-hverfis- og auðlindaráðherra heimsótti Landmælingar Íslands á Akranesi þann 16. maí síðastliðinn. Í för með ráðherra frá ráðuneytinu voru Sigríður Auður

Arnardóttir ráðuneytisstjóri, Orri Páll Jóhannsson aðstoðarmaður ráðherra, Steinunn Fjóla Sigurðardóttir skrifstofu-stjóri, Kjartan Ingvarsson lögfræðingur og Bergþóra Njála Guðmundsdóttir

upplýsingafulltrúi. Á fundi með stjórnendum Landmæl-inga Íslands þeim Magnúsi Guðmunds-syni forstjóra, Eydísi Líndal Finnboga-dóttur forstöðumanni og Gunnari H. Kristinssyni forstöðumanni fengu ráð-herra og gestir kynningu á starfseminni, áherslum og miklvægum grunnverk-efnum til næstu ára á sviði grunnkorta-gerðar, landmælinga og grunngerðar landupplýsinga. Þá heilsaði ráðherra upp á starfsfólk stofnunarinnar og fékk kynn-ingu á ýmsum verkefnum s.s. skráningu örnefna, kortagerð vegna náttúru-verndar, miðlun gjaldfrjálsra opinberra landupplýsinga, rekstur hnita- og hæðar-kerfis Íslands, gerð nákvæmra hæðar-líkana og kortlagningu landbreytinga. Að lokum hitti ráðherra alla starfsmenn í fundarsal og fór yfir áherslumál sín og ríkisstjórnarinnar á sviði umhverfis- og auðlindamála þar munu loftslagsmál, ferðamál og náttúruvernd skipa stóran sess.

Landmælingar Íslands eru fyrirmyndarstofnun 2018

Niðurstöður úr könnuninni Stofnun ársins 2018, sem SFR – stéttarfélag í almannaþjónustu og fjármála- og efna-hagsráðuneytið standa fyrir, voru kynntar við hátíðlega athöfn á Hilton Nordica hótelinu þann 9. maí síðast-liðinn. Í flokki meðalstórra stofnana voru Landmælingar Íslands í 5. sæti og raða sér þar með meðal fyrirmyndar-

stofnana árið 2018. Könnunin er ein viðamesta könnun á vinnuumhverfi hjá íslenskum stofnunum en starfsmenn Landmælinga Íslands hafa frá upphafi hennar tekið þátt og hefur stofnunin ávallt verið meðal þeirra efstu. Hjá Landmælingum Íslands er lögð áhersla á að starfsumhverfið sé aðlaðandi og fjöl-skylduvænt, einnig að fagleg þekking,

starfsþróun, sveigjanleiki og hvatning séu ríkjandi. Þá hefur stofnunin fengið jafnlaunavottun og unnið er samkvæmt grænum skrefum í opinberum rekstri. Sú góða einkunn sem starfsmenn gefa vinnustað sínum ber vott um góða stjórnun, góðan starfsanda og að stefnum og markmiðum í mannauðs-málum sé fylgt eftir.

Heimsókn ráðherra

Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018.

Rannveig L. Benediktsdóttir kynnti örnefnaskráningu fyrir ráðherra.

Page 2: Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. Landmælingar Íslands ... · notkun þeirra. Í fyrirlestrinum velti hún einnig fyrir sér hvort við á Íslandi værum með „puttann á

Nák

mni

· N

ota

gil

di

· N

ýsk

öp

un

Kvarðinn maí 2018

Á síðustu árum hefur gögnum verið aflað fyrir nýtt landhæðarlíkan á norðurhveli jarðar, þar með talið af Íslandi. Verkefnið er fjármagnað af National Geospatial-Intelligence Agen-cy og National Science Foundation í Bandaríkjunum og unnið af Polar Geospatial Center (PGC) í Minnesota háskóla. Landhæðarlíkanið er unnið úr gervitunglamyndum og eru notuð myndpör frá gervitunglum, einkum WorldView-1, WorldView-2, World-View-3 og GeoEye-1. Greinihæfni myndanna er yfirleitt á bilinu 31-46 cm og er með þessum gögnum unnið land-hæðaríkan þar sem minnstu reitir eru 2×2 m. Þetta þýðir að ef öllu Íslandi er deilt upp í 4 m2 reiti hefur hver slíkur

eitt hæðargildi. Um er að ræða gríðar-legt magn gagna en áhugi Landmælinga Íslands er fyrst og fremst á gögnum sem tekin hafa verið að sumarlagi, eða einkum frá maí til október, vegna þess að skaflar eða vetrarsnjór gefa ranga mynd af landhæð. Þar sem ský eru á myndpörum koma göt í hæðargögnin og slík göt þarf að fylla með öðrum gögnum eða frá öðrum árstímum. Hjá Landmælingum Íslands fer nú fram vinna við slíkar lagfæringar og um leið og eitthvað svæði hefur verið lagfært eru gerðar af því þéttar hæðarlínur (2 til 5 m) ásamt hæðarskyggingu. Þessum gögnum jafnharðan komið á niðurhals-síðu stofnunarinnar, til notkunar fyrir almenning og eru þau án gjaldtöku.xxxx

Ný hæðargögn fyrir Ísland: ArcticDEM verkefnið

ArcticDEM landhæðarlíkan af norðurhveli jarðar, norðan 60°N.

Sem dæmi um svæði sem unnið var sérstaklega sem tilraun er Herðubreið. Þetta fjall er einkar tignarlegt og form-fagurt. Hæðarlíkanið fyrir Herðubreið (2 m myndpunktstærð) er unnið úr mynd sem tekin var 16. júlí 2012 en göt í því eru fyllt með gögnum úr þremur öðrum myndum. Leitast var við að „hreinsa“ galla úr frumgögnunum og leiðrétta fyrir geóíðu Íslands. Eftir hæðarlíkaninu var síðan gert tveggja metra hæðarlínulag. Gögnin sýna m.a. hæsta hluta Herður-breiðar við norðurhluta gígsins sem er í kolli fjallsins og reynist hann vera um 1675 m. Eldri hæðartala fyrir Herðu-breið er 1682 m sem er sú hæð sem dönsku Herforingjaráðskortin sýna. Þessi nýja aðferð við gerð landhæðar-líkans getur m.a. sýnt fram á að hæðir á gömlu Herforingjaráðskortunum séu víða ónákvæmar, ýmist vegna eldri mæliaðferða og mælitækja sem notuð voru fyrir meira en einni öld, en einnig vegna þess að landsig eða landris á sér víða stað.xxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxxx Hægt er að nálgast sýnishorn af þessari vinnu á niðurhalssíðu Landmæl-inga Íslands, t.d. svæði á SV-landi, frá Kleifarvatni til Reykjavíkur sem hefur verið lagfært. Gögnin innihalda land-hæðarlíkan (2 m myndpunktstærð), 2 m hæðarlínur og hæðarskyggingu.xxxxxxxx Kostir þessa landhæðarlíkans eru ótvírætt meiri nákvæmni en áður hefur verið aðgengileg í hæðargögnum til almennra og gjaldfrjálsra nota. Gögnin munu mjög víða bæta fyrirliggjandi hæðargögn en enn eru nokkur svæði á landinu þar sem ArcticDEM verkefnið hefur til þessa ekki aflað „sumargagna“. Verkefninu er samt ekki alveg lokið og því gætu bæst við gögn af slíkum svæðum í náinni framtíð.

Á myndinni koma fram 2-m hæðarlínur af Herðubreið. Venjulega er gengið á fjallið að norðvestanverðu þar sem brattinn er hvað minnstur. Herðubreið.

Page 3: Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. Landmælingar Íslands ... · notkun þeirra. Í fyrirlestrinum velti hún einnig fyrir sér hvort við á Íslandi værum með „puttann á

Nák

mni

· N

ota

gil

di

· N

ýsk

öp

un

Kvarðinn maí 2018

Undir stjórn EuroGeographics, sam-taka evrópskra kortastofnana, hafa Landmælingar Íslands, ásamt fjölda annarra evrópskra kortastofnana, unnið að uppfærslu á þremur gagnagrunnum á undanförnum árum. Um er að ræða gagnagrunnana EuroBoundaryMap, EuroRegionalMap og EuroGlobalMap. Vinnan felst í því að uppfæra upplýs-ingar fyrir hvert land eftir fyrirfram ákveðinni áætlun. Að þeirri vinnu lokinni setur framleiðslustjórn verkefnisins öll svæðin saman þannig að til verða saum-laus og samræmd gögn yfir nær alla Evrópu. Við uppfærslur á Evrópu-grunnunum er notast við IS 50V gagna-grunn Landmælinga Íslands og eru gögn þar einfölduð. Þá eru ýmsar upplýsingar sóttar til annarra stofnana.xxxxxxxxxxxx EuroBoundaryMap er gagnagrunnur í mælikvarðanum 1:100.000 þar sem stjórnsýslumörk og mannfjöldatölur eru uppfærðar árlega.

Í EuroRegionalMap sem er í mæli-kvarðanum 1:250.000 er allur gagna-grunnurinn uppfærður á tveggja ára fresti en unnið er með misjöfn lög ár hvert. Árið 2017 var unnið að upp-færslum í vatnafari, örnefnum og í lagi sem nefnist ýmislegt en þar er að finna staðsetningu og upplýsingar um mis-munandi fyrirbæri eins og skóla, vita, söfn, lögreglustöðvar, ráðuneyti, bónda-bæi, námur, þjóðgarða, friðlönd og raf-magnslínur. Á árinu 2018 verða mörk, samgöngur, byggðakjarnar og fólksfjöldi ásamt yfirborði uppfærð. Gögn EuroR-egionalMap eru nytsamleg m.a. við kortaútgáfu og sem bakgrunnskort. Einnig er hægt að nota gögnin með öðrum gagnagrunnum. Uppfærsla á EuroGlobalMap sem er í mælikvarða 1:1.000.000 er alfarið í höndum eins aðila í Evrópu sem tekur gögn úr hinum gagnagrunnunum og einfaldar þau fyrir þennan litla mæli-

Samevrópsk kortagerðarverkefni

Á UT-messunni sem haldin var í Hörpu föstudaginn 2. febrúar síðastliðinn flutti Eydís Líndal Finnbogadóttir, forstöðu-maður hjá Landmælingum Íslands, fyrir-lestur um landupplýsingar og aðgengi að

þeim. Fyrirlesturinn nefndist „Land-upplýsingar upp úr skúffunni í ákvarð-anaferli" og var hann unninn í samvinnu við Hafliða S. Magnússon, verkefnis-stjóra tölvukerfis hjá Landmælingum

Landupplýsingar upp úr skúffunni í ákvarðanaferli

EuroRegionalMap.

Íslands. Meðal þess sem Eydís ræddi um voru birtingarmyndir landupplýs-ingagagna og hvað þurfi að huga að við notkun þeirra. Í fyrirlestrinum velti hún einnig fyrir sér hvort við á Íslandi værum með „puttann á púlsinum“ meðal annars í tengslum við þær öru tæknibreytingar sem framundan eru á næstu árum. Þá kom fram að landupp-lýsingar eru grunnupplýsingar sem hvert samfélag verður að hafa í mjög góðu lagi. Að lokum sagði Eydís að engin tæknileg hindrun væri í öflun, miðlun og notkun landupplýsinga, hins vegar væri talsverður skortur á land-upplýsingum á Íslandi og mikil krafa væri á stjórnvöld að afla grunnupplýs-inga sem nýtast öllum.xxxxxxxxxxxxxxx Fyrirlestur Eydísar má sjá á Youtube.

kvarða í samráði við tæknimenn frá hverju landi. Til að gögnin séu einsleit yfir alla Evrópu þarf að fara eftir mjög ströngum forskriftum og rökstyðja þarf vel ef óskað er eftir undanþágu t.d. þegar sýna þarf fram á að malarvegir á Íslandi séu mikilvægir í sam-göngunetinu. Þessi samræmdu gögn eru mjög mikilvæg til að geta samhæft ýmis verkefni þvert á landamæri en stærsti kaupandi þeirra er evrópska hagstofan EuroStat. Uppfærslur fyrir árið 2017 á Euro-BoundaryMap og EuroRegionalMap eru nú komnar á niðurhalssíðu Landmæl-inga Íslands og nánari upplýsingar um gögnin má finna í lýsigagnagátt Land-mælinga Íslands en einnig er hægt að hala þeim niður á niðurhalssíðu stofn-unarinnar.

EuroBoundaryMap.

Eydís L. Finnbogadóttir og Hafliði S. Magnússon.

Page 4: Fulltrúar fyrirmyndarstofnana 2018. Landmælingar Íslands ... · notkun þeirra. Í fyrirlestrinum velti hún einnig fyrir sér hvort við á Íslandi værum með „puttann á

Nák

mni

· N

ota

gil

di

· N

ýsk

öp

un

Kvarðinn maí 2018

Útgefandi: Landmælingar Íslands Stillholti 16-18, 300 Akranes · Sími 430 9000 · [email protected] · www.lmi.is Ábyrgðarmaður: Eydís Líndal Finnbogadóttir · Ritstjórn: Jensína Valdimarsdóttir · Ljósmyndir: Guðni Hannesson o.fl.

www.lmi.is

Írskir vetrardagar voru haldnir á Akra-nesi um miðjan mars síðastliðinn. Meðal dagskrárliða var örnefna- og söguganga sem nokkrir sérfræðingar Landmælinga Íslands leiddu. Áhugi landsmanna á ör-nefnum hefur vaxið á undanförnum árum samhliða auknum ferðum um landið ásamt auknu aðgengi að kortum og öðrum upplýsingum á netinu. Hjá Landmælingum Íslands fer fram mikil vinna við söfnun og skráningu örnefna og hefur svo verið undanfarin ár. Vit-neskja um staðsetningu þeirra er víða

að tapast og því er brýn þörf á aðkomu eldri kynslóða við söfnun og skráningu örnefna til að bjarga þessum menn-ingarlegu verðmætum frá glötun. Verndun örnefna og nafngiftahefða í landinu er mikilvægur hluti af íslensk-um menningararfi og mikilvægt er að tryggja að þessum menningararfi verið viðhaldið handa komandi kynslóðum. Örnefnin eru skráð eftir fjölmörgum heimildum og daglega er unnið að lag-færingum og endurbótum ásamt ný-skráningu nafna. Staðkunnugir heim-

ildarmenn gegna lykilhlutverki við stað-setningu örnefnanna og nýta til þess örnefnalýsingar sem Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum heldur utan um. Nú hafa á annað hund-rað þúsund nöfn verið staðsett í ör-nefnagrunni en talið er að um 300 þús-und nöfn séu óstaðsett. Á annað hundrað heimildarmenn úr öllum landshlutum hafa unnið með Landmælingum Íslands að skráningu örnefna og er sá elsti 95 ára. Þeir sem eru vel staðkunnugir og hafa áhuga á að starfa með Landmælingum Íslands að skráningu eða leiðréttingu örnefna geta haft samband við stofnunina á netfanginu [email protected] Til gamans má geta þess að nokkur löng og um margt sérstök örnefni er að finna í örnefnagrunni Landmælinga Íslands og má þar meðal annars nefna Klofalækjarkjaft, Brúnkuskurðarpoll og Gullberastaðaselsbringur. Með því að leita í kortasjá Landmælinga Íslands má finna mörg skemmtileg örnefni og hvetjum við alla til að leita, þysja inn, lesa og skemmta sér yfir þessari þjóðar-gersemi sem örnefnin eru.

Örnefni eru mikilvægur menningararfur

Starfsmenn tína rusl Í tilefni af Degi jarðar þann 22. apríl og Degi umhverfisins þann 25. apríl síðastliðinn ákvað starfsfólk Landmæl-inga Íslands að sýna umhverfisábyrgð í verki og verja um það bil hálftíma við ruslatínslu eða „plokk“ í nærum-hverfinu. Hjá Landmælingum Íslands er unnið samkvæmt Grænum skrefum í ríkisrekstri og eins og sjá má á meðfylgj-andi mynd, sem Þórarinn Sigurðsson tók, þarf ekki langan tíma til að stuðla að bættu umhverfi.

Hjá Landmælingum Íslands eru erlend samskipti mikilvægur þáttur í starfsemi stofnunarinnar og er það meðal annars hlutverk hennar að sækja þekkingu og gæta hagsmuna íslenskra stjórnvalda á fagsviðum sínum erlendis. Stofnunin hefur sterk formleg tengsl við hliðstæðar erlendar stofnanir og alþjóðasamtök og hefur tekið þátt í samstarfsverkefnum á sviði landmælinga og grunnkortagerðar um árabil. Um síðustu mánaðamót heimsóttu nokkrir starfsmenn Landmælinga Íslands

kortastofnunina Ordnance Survey í Du-blin og norður-írsku kortastofnunina Land & Property Services í Belfast. Hjá báðum stofnununum var boðið upp á fyrirlestra um starfsemi þeirra, hlutverk og verkefni. Haldnar voru kynningar, meðal annars á meginverkefnum á sviði landupplýsinga, upplýsingatækni og grunngerðar fyrir landupplýsingar. Heimsóknirnar tókust í alla staði mjög vel og mikil ánægja var í hópnum með móttökur og þann fróðleik sem fram var borinn.

Írskar kortastofnanir sóttar heim

Á tröppum Ordnance Survey í Dublin.

Örnefna– og söguganga á Írskum vetrardögum.