fjölbýlishús...17ali madanipour, public and private spaces of the city, bls. 202. 18le corbusier,...

28
Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr.

Upload: others

Post on 28-Feb-2021

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

   

Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr.

Page 2: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

   

Page 3: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

   

Fjölbýlishús Frá griðarstað til borgar Sólveig Gunnarsdóttir, arkitektúr. Leiðbeinandi: Sigrún Birgisdóttir Hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóli Íslands Janúar 2013

Page 4: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

   

// Útdráttur

Í þessari ritgerð er fjallað um fjölbýlishús þar sem lögð er áhersla á rýmið á milli griðarstaðs

og borgar. Farið er yfir sögu fjölbýlishúsa frá upphafi módernismans og hugmyndafræði Le

Corbusier skoðuð í því samhengi. Fjallað er um innra rými fjölbýlishúsa og andrými þeirra.

Leitast er við að skilja eðli þessara rýma, flæðið um þau og í hverju gæði þeirra og vankantar

liggja. Reynt er að svara þeirri spurningu hvað gerist á mörkum einkarýmis og ytra

borgarumhverfis. Til að öðlast frekari skilning á borgarrýminu þá er hugmyndafræði helstu

borgarskipulagshugsuða síðusta aldar skoðuð.

Gagnrýnin felst í því að fjölbýlishúsið og ytra umhverfi þess hefur ekki verið endurhugsað að

neinu raunverulegu marki frá tímum módernismans. Nýir tímar og auknar kröfur um gæði

kalla hins vegar á róttæka endurskoðun á hugmyndum okkar um fjölbýlishús, bæði í litla

samhengi einkarýmisins og sameignar og stóra samhengis borgarinnar.

Framtíð borga felst í þéttingu byggðar og eru fjölbýlishús grundvallaratriði í að gera þá þróun

mögulega. Líta verður á fjölbýlishús sem framtíðarheimili borgarbúa og leggja alúð við

hönnun þeirra. Það verður að upphefja þennan byggingarmáta og ná fram öllum mögulegum

gæðum þess í stað þess að halda áfram að fylgja aldargamalli forskrift.

Page 5: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    5  

//Efnisskrá

// Inngangur .............................................................................................. 6

// Saga ...................................................................................................... 9

Le Corbusier ......................................................................... 9

Eftir seinni heimstyrjöld ....................................................... 11

Ísland .................................................................................. 13

// Innra rými ........................................................................................... 14

Íbúðin .................................................................................. 15

Gangurinn ........................................................................... 16

// Ytra rými ............................................................................................. 19

// Borgin .................................................................................................. 22

// Lokaorð .............................................................................................. 24

// Heimildaskrá ...................................................................................... 26

Page 6: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    6  

// Inngangur

Yfir ævina hef ég átt þó nokkur og afar ólík heimili. Eftir að ég hóf nám í arkitektúr hef ég

oft leitt hugann að þessum heimilum og virt þau fyr ir mér frá nýju sjónarhorni. Eitt þeirra

hefur vakið mig til mikillar umhugsunar í seinni tíð en það er íbúð í Lyngmóum 10 þar sem

ég hafði annan fótinn frá 10 ára aldri.

Lyngmóar 10 er sex íbúða fjölbýlishús á þremur hæðum. Húsið var fullbyggt árið 1978 og

hannað af þeim Einari Ingimarssyni og Pálmari Ólasyni.1 Skipulag innra og ytra rýmis er það

sem flestir myndu telja hefðbundið fyrir hús af þessari gerð og einkennist það af rökhyggju

módernismans. Inngangur er norðanmegin fyrir miðju hússins. Gengið er inn í lítið anddyri

og við því tekur stigagangur. Gengið er upp hálfa hæð og þar eru íbúðir á hvora hönd. Sama

fyrirkomulag er á næstu tveimur hæðum fyrir ofan. Íbúðirnar innihalda svefnherbergi, bað,

stofu og eldhús, auk svala sem þó hafa verið yfirbyggðar í seinni tíð. Í kjallara hússins eru

geymslur sem tilheyra hverri íbúð fyrir sig auk sameiginlegrar hjólageymslu og þvottahúss.

                                                                                                               1 Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason, Lyngmóar 10, bygginganefndarteikningar, 1978, Skjalasafn Garðabæjar.

kjallari   jarðhæð  

2. hæð   3. hæð  

Lyngmóar 10, grunnmyndir  

Page 7: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    7  

Þar eru jafnframt bílskúrar sem þó eru aðeins aðgengilegir að utanverðu. Ytra rými hússins er

þannig komið fyrir að við endilengju framhliðar eru bílastæði, andspænis innganginum er svo

gangstétt sem leiðir mann inn í húsið. Sunnanmegin er grænt tún sem er aðgengilegt frá

fyrstu hæð hússins.

Það sem vakti athygli mína var að þrátt fyrir að hafa búið í svo mikilli nálægð við aðrar

fjölskyldur þá þekkti ég nágranna mína ekki. Íbúðin er í raun sérstök gerð einangrunar. Þegar

gengið er yfir þröskulda íbúðarinnar tekur ópersónulegur stigagangurinn við. Gengið er

niður stigann til norðurs og þá sérðu smágerðan heim fyrir utan gluggann. Gluggar að

sunnanverðu snúa út að garðinum, sem er yfirleitt mannlaus. Farið er framhjá luktum dyrum,

maður finnur fyrir nærveru nágrannans án þess að sjá þá, maður er hvorki einn né á meðal

annarra. Nægt rými er á stigapöllunum en sökum þess að fólk hefur ekki tileinkað sér það

svæði þá eru engir persónulegir munir þeirra sjáanlegir, hvorki skór né yfirhafnir.

Stigagangurinn, sem tengir allar íbúðir saman og hefði getað orðið vettvangur samskipta, er í

raun einungis tól til aðskilnaðar og ekki notaður til annars gegnumgangs. Sama á við um ytra

rými hússins sem hvorki ég né aðrir íbúar nota til leikja eða annarrar útiveru. Þetta gerir það

að verkum að ég upplifði ekki tengsl við ytra umhverfi íbúðarinnar. Skortur á tengingu milli

Lyngmóar 10, norðurhlið  

Page 8: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    8  

griðarstaðs einkarýmisins og nærumhverfi vakti sérstakan áhuga hjá mér og varð síðar

uppsprettan að þessu verkefni.

Samkvæmt íslenskri orðabók er fjölbýlishús skilgreint sem staður þar sem margir búa

samtímis, á sömu jörð eða í sama húsi. 2 Hér á eftir verður fjallað um fjölbýlishús sem hús

þar sem margar fjölskyldur og einstaklingar deila sama inngangi, hvort sem að í því séu 6

íbúðir eða 20.

Í þessari ritgerð mun ég fjalla um rýmið á milli griðarstaðar og borgar. Fyrst verður farið yfir

sögu fjölbýlishúsa frá upphafi módernismans og verður hugmyndafræði Le Corbusier

skoðuð í því samhengi. Fjallað verður um innra rými fjölbýlishúsa og andrými þeirra. Leitast

verður við að skilja eðli þessara rýma, flæðið um þau og í hverju gæði þeirra og vankantar

liggja. Reynt verður að svara þeirri spurningu hvað gerist á mörkum einkarýmis og ytra

borgarumhverfis. Að lokum verður hugmyndafræði helstu borgarskipulagshugsuða síðustu

aldar skoðuð með því markmiði að varpa ljósi á þá þætti fjölbýla sem betur mættu fara.

                                                                                                               2 Íslensk Orðabók: Fyrir skóla og skrifstofur, Árni Böðvarsson ritstýrði, 2. útgáfa, Mál og menning, Reykjavík, 1994, bls. 215.

Page 9: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    9  

// Saga

Í byrjun 20. aldar var tilfinnanlegur húsnæðisskortur í borgum um alla Evrópu. Iðnbyltingin

og sífelldur aðflutningur fólks til borga spiluðu lykilhlutverk í þessari þróun. Sú byggð sem

fyrir var var í lélegum gæðum og bjuggu borgarbúar oft við mjög bág skilyrði.3 Til að bæta

lífsskilyrði í borgum settu módernistar fram hugmyndir um íbúðarhúsnæði ásamt nýju

borgarskipulagi sem svara átti þessum ört vaxandi vanda, og þótti uppbygging fjölbýlishúsa

vænlegasta og ódýrasta leiðin til þess að útrýma ófullnægjandi húsakosti.4

Le Corbusier

Arkitektinn Le Corbusier var frumkvöðull í þessari nýju stefnu sem átti eftir að gjörbreyta

þáverandi borgarskipulagi og setja svip sinn á borgir eins og við þekkjum þær í dag.5 Árið

1922 kynnti hann verkefni sitt Villa Contemporaine sem voru 60 hæða blokkir staðsettar á

opnu grænu svæði. Þessar blokkir urðu síðar grunnurinn að hugmyndum hans um

borgarskipulag framtíðarinnar.6

Árið 1924 lagði hann fram The Voisin Plan sem var tillaga að nýju skipulagi fyrir Parísarborg.

Þar lagði hann til að rífa stærsta hluta af miðborg Parísar og byggja í staðinn sextíu hæða

skýjakljúfra sem hann hafði áður kynnt í Villa Contemporaine. Le Corbusier hélt áfram að þróa

þessar skipulagshugmyndir sem hann gaf síðar út undir heitinu Ville Radieuse, eða The Radiant

City, árið 1935. Þar vísar hann bæði í og bætir fyrri hugmyndir sínar um hina nútímaborg.7

Í öllum þessum tillögum héldust megináherslurnar þær sömu. Le Corbusier hafði það að

leiðarljósi að þétta byggð í borgum en fylla þær á sama tíma ljósi og lofti.8 Hann vildi fletja út

yfirborð borgarinnar9 og helga stærstum hluta hennar grænum, opnum svæðum, í raun varð

                                                                                                               3 Karel Teige, The Minimum Dwelling, 2. útgáfa, The MIT Press, London, 2002, bls. 143. 4 Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til: Byggingarlist og skipulag í Reykjavík Efstrstríðsáranna, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík, 1999, bls. 6. 5 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 143. 6 Forays Into Urbanism: 1922-1929, GO, 2012, sótt 20. desember 2012 af http://www.experiencefestival.com/a/Le_Corbusier_-_Forays_Into_Urbanism_1922-1929/id/1568953. 7 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 143. 8 Le Corbusier, „The Center of Paris“, 1924, í Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane ritstýrði, Routledge, New York, 2007, bls. 351. 9 Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Við þörfnumst skýrrar stefnu“, Benedikt Hjartarson þýddi, í Borgarmynstur: Safn greina í borgarfræði. Halldór Gíslason ritstýrði, ReykjavíkurAkademían, Reykjavík, 2003, bls.31.

Page 10: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    10  

borgin að einum stórum garði.10 Grænu svæðin áttu að ýta undir fallegra og heilnæmara

borgarumhverfi11 og nýtast íbúum til leikja og annarar útiveru.

Le Corbusier hugðist minnka hlutfallið af byggðu svæði úr 70-80 prósent af yfirborði

borgarinnar niður í 12 og jafnvel 5 prósent.12 Á sama tíma vildi hann að margfalda íbúafjölda

með því að færa þunga borgarinnar frá láréttum fleti hennar yfir í lóðrétta turna.13 Þannig

næði hann fram auknu andrými og margfaldri fjarlægð á milli bygginga sem var að hans mati

nauðsynlegt til að tryggja góð lífsskilyrði.14 Áður tíðkaðist að byggingar umlyktu

almenningssvæði, sem þá voru í aðalhlutverki í borgarrýminu. Í hugmyndum Le Corbusier

voru byggingarnar hins vegar í aðalhlutverki með því að tróna í miðju opinna svæða sem

voru líkt og afgangssvæði þeirra eða rammi í kringum bygginguna.15 Byggingunum var raðað

á fremur frjálslegan hátt á þessa grænu reiti. Það gerði það að verkum að sumar bygginganna

skyggðu á aðliggjandi byggingar og þannig var ekki hægt að tryggja jafna birtu inn um alla

glugga, líkt og hann lagði upp með í hugmyndum sínum.16

                                                                                                               10 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, Routledge, New York, 2003, bls. 145. 11 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 12 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 287. 13 Le Corbusier, „The Center of Paris“, bls. 351. 14 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 145. 15 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202-203. 16 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 16 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 294.

Le Corbusier, Ville Radieuse  

Page 11: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    11  

Líkt og aðrir módernistar var Le Corbusier mjög upptekinn af hraða.17 Hann á móti

þáverandi gatnakerfi og lagði til að byggt yrði nýtt og öflugt gatna- og flutningskerfi sem

byggðist á þremur tegundum gatna sem komið var fyrir hverri fyrir neðan aðra. Akandi

umferð væri þannig komið fyrir í fjarlægð frá gangandi umferð sem hefði gjörbreytt þeirri

götumynd sem við þekkjum í dag. Í stað þess að við götu sé gangstétt og þar næst bygging er

gatnakerfinu komið fyrir á afmarkað svæði,18 gangandi umferð yrði um grænu svæðin og

byggingarnar stæðu sjálfstæðar á miðju túni.19 Þessar hugmyndir voru ekki hannaðar með

upplifun vegfarandans í huga heldur út frá þeirri hugsun að hennar yrði notið úr bíl á mikilli

ferð eða frá glugga af 60. hæð. Þannig hverfur allur mannlegur skali og náið samband

heimilis og götu er rofið. 20

Borgarskipulagshugmyndir Le Corbusier voru aldrei framvæmdar í heild sinni en áttu þó að

hafa gríðarleg áhrif á það borgarumhverfi sem við þekkjum í dag.21

Eftir seinni heimstyrjöld

Eftir eyðileggingu síðari heimstyrjaldar varð húsnæðisskortur í Evrópu meiri en nokkru sinni

fyrr. Gripu borgaryfirvöld þá til þess að byggja fjölbýlishús í miklum mæli og voru

hugmyndir módernismans vel til þess fallnar.

Oft voru hlutar þessara bygginga gerðir úr fjöldaframleiddum einingum svo þær gætu risið á

sem ódýrastan og fljótlegastan hátt.22 Fjölbýli voru ákjósanlegri húsakostur en þá var í boði

fyrir lægri stéttir þjóðfélagsins.23 Í byrjun voru íbúar ánægðir og urðu þær rómantísku

hugmyndir til að innan fjölbýlisins gæti myndast samfélag. 24

Fjölbýlishús módernismans reyndust því miður ekki alltaf jafn góður kostur og upphaflega

                                                                                                               17 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18 Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Við þörfnumst skýrrar stefnu“, bls. 33-34. 19 Forays Into Urbanism: 1922-1929. 20 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 21 Forays Into Urbanism: 1922-1929. 22 Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til, bls. 6. 23 Forays Into Urbanism: 1922-1929. 24 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, í Borgarbrot, Páll Björnsson ritstýrði, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2003, bls. 80.

Page 12: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    12  

var haldið og fljótt tók að dala í vinsældum þeirra. 25 Oftar en ekki voru þessar byggingar illa

hannaðar og urðu til mikils ama bæði vegna viðhaldskostnaðar og félagslegra vandkvæða.

Áhersla á sparnað og hraða uppbyggingu kom í mörgum tilfellum niður á gæðum.26

Fjölbýlum tókst ekki alltaf að uppfylla þarfir íbúa og margir töldu þau vera mistök frá

upphafi.27

Borgaryfirvöld erlendis höfðu varið miklum fjárlögum í uppbyggingu þessara

fjölbýlishúsahverfa. Þegar það kom í ljós að fjölbýlishús væru ekki jafn góður kostur og

upphaflega var haldið var leitast við að komast að orsökum vandamálsins. Þrátt fyrir

rannsóknir var erfitt að skilgreina rót vandans og ekkert eitt atriði réði því hvernig fór. Hluti

vandkvæðanna fólst í því að búseta fólks var ekki rótgróin í þessum byggingum sökum þess

hve ungar þær voru28 og erfitt reyndist fyrir fólk að búa í svo náinni sambúð við fjölda

ókunnugs fólks. Rekstur fjölbýlishúsa gekk jafnframt erfiðlega þar sem að viðhaldskostnaður

stóðst ekki áætlanir. Tíðar bilanir á lyftum urðu til þess að fólk vildi síður búa á efri

hæðunum á meðan íbúar neðstu hæðarinnar kvörtuðu undan hávaða,29 en hávaði hefur alltaf

verið eitt helsta vandamál blokka.30 Skortur á öryggistilfinningu í fjölbýlum og umhverfi

þeirra var einnig eitt af helstu klögumálunum. Átti það sér í lagi við stærri byggingar þar sem

erfitt var fyrir fólk að fylgjast með umhverfi sínu innanhúss jafnt sem utan. Vöntun á eftirliti

varð til þess að síður var komið fram við rýmið af virðingu. Þar sem erfitt var að fylgjast með

ytra umhverfi íbúðarinnar fengu börn síður að leika sér utan þröskulda heimilisins og voru

fjölbýli því ekki talin hentug fyrir fjölskyldufólk.31 Fljótlega urðu módernísk fjölbýlishús að

þeim búsetukosti sem fólk taldi sístan og flutti það burt um leið og þeim gafst tækifæri til.32

Í von um að hægt væri að bæta úr þeim vandkvæðum sem fjölbýlishús höfðu í för með sér

voru gerðar tilraunir til að bæta þau. Sumum blokkum var skipt upp í fleiri einingar, í öðrum

var reynt að blanda saman ólíkum fjölskyldugerðum og enn aðrar endurskipulagðar að

                                                                                                               25 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, 1995 í Housing and Dwelling; Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane, ritstýrði Routledge, New York, 2007, bls. 355. 26 Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til, bls. 6. 27 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 355. 28 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 358. 29 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 366. 30 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 357. 31 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 292. 32 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 355.

Page 13: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    13  

hluta.33 Þar sem ekki tókst að bæta byggingarnar svo þær gætu þjónað íbúum þess var jafnvel

gripið til þeirra ráða að rífa þær.34 Þekktasta dæmið um það var þegar félagsblokkirnar Pruitt-

Igoe í St. Louis voru jafnaðar við jörðu árið 1972, aðeins tæpum tveimur áratugum eftir

uppbyggingu þeirra.35 Arkitektinn Charles Jencks sagði dánarvottorð módernismans hafi

verið undirritað með þeim sprengingum.36

Ísland

Róttækar borgarskipulagshugmyndir módernista bárust til Íslands á sama tíma og þær voru

að ryðja sér til rúms um allan heim.37 Á 6. áratug síðustu aldar tóku fyrstu blokkirnar að rísa í

Reykjavík38 og varð þessi byggingarmáti allsráðandi hér á landi næstu 20 árin.39 Tilkoma

módernismans á Íslandi markaði tímamót í byggingarsögu Reykjavíkur og seti svip á þá

borgarmynd sem við þekkjum í dag.40

                                                                                                               33 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 359. 34 Barbara Miller Lane, Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Routledge, New York, 2007, bls. 350. 35 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 286. 36 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 77. 37 Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til, bls. 6. 38 Byggt yfir hugsjónir: Breiðholt, frá hugmynd að veruleika, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík, 2002, bls. 6. 39 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 76. 40 Eggert Þór Bernharðsson, Undir bárujárnsboga: Braggalíf í Reykjavík 1940-1970, JPV Forlag, Reykjavík, 2000, bls. 253.

Pruitt-Igoe, St. Louis  

Page 14: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    14  

Fjölbýlishús módernismans hafa ekki verið rannsökuð hér á landi að sama marki og gert

hefur verið erlendis en gera má ráð fyrir að helsti munur á birtingarmynd þeirra felist í skala.

Því stærri sem skalinn er, því fleiri íbúðir og stærra svæði, því umfangsmeiri verða

vandamálin sem koma upp í kjölfar þessa íbúðaforms.41 Sú umfjöllun sem átt hefur sér stað

ber þess merki að þau vandamál sem upp komu hér voru að mörgu leyti sama eðlis og

erlendis. Líkt og í Evrópu voru íbúar hér upphaflega þakklátir fyrir nýjan og betri húsakost

en þeir höfðu áður búið við.42 Íbúðir í fjölbýi voru stærri og heilsusamlegri en fyrri heimili

lægri stéttarinnar og voru þær að auki útbúnar nýjustu tækjum sem þótti eftirsóknarvert.43

Fljótt kom þó í ljós að Íslendingar voru óvanir því mikla nábýli sem tíðkast í fjölbýlum og

voru nágrannaerjur tíðar, svo tíðar að sett voru lög sem lutu að því að leysa deilur á milli íbúa

í fjölbýli.44 Þau vandamál sem komu upp á milli nágranna í fjölbýlishúsum vörpuðu neikvæðu

ljósi á þennan búsetukost og leit fólk á hann sem bráðarbirgðarúrræði þar til þeir hefðu efni á

öðru.45

Þegar litið er yfir sögu módernískra fjölbýlishúsa er bersýnilegt að ekki hefur alltaf tekist

nægilega vel til enda hafa þau verið harðlega gagnrýnd af mörgum.46 Þrátt fyrir það eru til

dæmi um mörg mjög vel heppnuð fjölbýli sem reynst hafa íbúum þess vel.47

// Innra rými

Innra rými fjölbýlishúsa inniheldur bæði einka- og sameiginleg rými sem samanstanda af

íbúðum, göngum, anddyri og í sumum tilfellum lyftum, geymslum og þvottahúsum. Íbúðir

eru sá hluti fjölbýlis sem flokkast sem séreign en sameign er samkvæmt byggingarreglugerð

allir þeir hlutar fjölbýlis sem ekki eru ótvírætt í séreign.48

Líkt og um afgangsrými einkarýmisins sé að ræða, hefur hugtakið sameign ekki frekari

skýringu en það að tilheyra ekki séreign. Skilgreining sameignar krefst þó mun frekari                                                                                                                41 Oscar Newman, Creating Defensible Space, Diane Publishing, Darby, 1996. bls. 11-12. 42 Byggt yfir hugsjónir, bls. 22. 43 Byggt yfir hugsjónir, bls. 24. 44 Eggert Þór Bernharðsson, Saga Reykjavíkur: Borgin 1940-1990, fyrri hluti, Iðunn, Reykjavík, 1991, bls. 326. 45 Eggert Þór Bernharðsson, Undir bárujárnsboga, bls. 248. 46 Barbara Miller Lane, Housing and Dwelling, bls. 350. 47 J.S. Fuerst, „High-Rise Living: What Tenants Say“, 1985, í Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane ritstýrði, Routledge, New York, 2007, bls. 366. 48 Lög um fjöleignahús, Lagasafn Alþingis, 1994, 6. gr., sótt 1. desember 2012 af http://www.althingi.is/lagas/136b/1994026.html.

Page 15: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    15  

skoðunar því í sameign myndast flókin tengsl milli einka- og almenningsrýma sem

endurspeglar samfélagið sem þar býr.49

Íbúðin

Heimilið er griðarstaður mannsins og holdgerving einkarýmisins. Heimilið er yfirráðasvæði

þeirra sem þar búa og ver þá fyrir utanaðkomandi áreiti og hættu.50 Skýrir þröskuldar

afmarka ytri mörk heimilisins, en aðskilnaður frá umhverfinu er undirstöðuatriði

einkarýmisins.51

Íbúð í fjölbýli er griðarstaður þeirra sem þar búa og eru þær í sjálfu sér ekki frábrugðnar

                                                                                                               49 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 61. 50 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 71. 51 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 75.

Lyngmóar 10, innra rými  

prívat public  

kjallari   jarðhæð  

2. hæð   3. hæð  

Page 16: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    16  

öðrum heimilum. Íbúðir í fjölbýli innihalda í flestum tilfellum svefnherbergi, eldhús,

baðherbergi og stofu og svara þannig öllum rýmisþörfum mannsins. Þó þær séu í eðli sínu

minni en tíðkast í öðrum tegundum heimila þá gerir byggingarreglugerð það að verkum að

gerð grunnrýma þeirra eru áþekk.52 Gæði íbúða í fjölbýli eru oft meiri en meðalstéttin hefur

kost á í öðrum gerðum híbýla en mikil alúð er lögð í hönnun þessarar grunneingu

fjölbýlishússins.53

Gangurinn

Fyrir tilkomu gangsins voru flæði- og íverurými húsa ekki aðskilin líkt og þau eru í dag. Til að

komast frá einum enda húss til annars þurfti að ganga í gegnum mörg aðliggjandi rými (e.

enfilades), og þá jafnvel í gegnum svefnherbergi og eldhús til að komast að baðherbergi. Með

tilkomu gangsins gjörbreytist þetta tungumál hússins.54

Þó erfitt sé rekja tilurð gangsins með nákvæmum hætti þá eru fyrstu heimildir um gang á

teikningu taldar hafa birst í grunnmynd frá árinu 1597.55 Þá var gangurinn aðeins á

tilraunastigi og notkun hans nokkuð óskýr. Á nokkrum áratugum þróaðist hlutverk gangsins

í að aðskilja mismunandi stéttir innan stærra heimilishalds þar sem íbúar voru aðalsfólk

annars vegar en þjónustufólk hins vegar. Með ganginum var hægt að stýra þjónustufólki frá

aðalrýmum hússins.

Um aldamótin 1900 voru borgir mjög þéttskipaðar og stóðust ekki hreinlætiskröfur sem varð

til þess að tíð smit urðu á milli borgarbúa. Á þeim tíma var gangurinn notaður til þess að

aðskilja einstaklinga. Þörfin fyrir aðskilnað fólst þá ekki í stéttarskiptingu, heldur þótti

mikilvægt að koma í veg fyrir að íbúar smituðust af hvor öðrum. Gangurinn sem slíkur var

ekki gerður til gegnumgangs heldur var fólst mikilvægi hans í þeirri getu að aðskilja

einstaklinga.

Snemma á 20. öldinni urðu afdrifaríkar breytingar á hlutverki gangsins. Í stað þess að vera tól

                                                                                                               52 Byggingarreglugerð Reykjavíkur, 1998, 77.1 gr. og 92.2 gr., sótt 1. desember 2012 af http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Byggingarreglugerd.pdf. 53 Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til, bls. 6. 54 Brian Hwui Zhi Cheng, The Myth About Corridors, Hwuizhi, 2011, sótt 25. desember 2012 af http://hwuizhi.com/41221/241569/gallery/the-myth-about-corridors. 55 Robin Evans, „Figures, Doors and Passages“, bls. 70.

Page 17: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    17  

til aðskilnaðar þá urðu áherslur iðnbyltingarinnar á skilvirkni til þess að hlutverk gangsins

varð einskorðað við það að koma fólki frá einum stað til annars á sem skilvirkastan hátt.

Gangurinn var gerður steríll í þeim tilgangi að gera fólki og vörum kleift að ferðast frá einu

rými í annað án truflanna.56 Með þessu urðu öll rými jafn aðgengileg og þannig komið í veg

fyrir stigveldi rýma.57

Gangurinn gegnir lykilhlutverki í hönnun fjölbýlishúsa.58 Þó gerð séu skýr skil fyrir því að

hlutverk gangsins sé að þjóna umferð um bygginguna þá má færa rök fyrir því að gangurinn

sé mjög órætt rými. Hann er í raun hvorki einka- né almenningsrými, hann er hvorki

mannlaus né iðandi af lífi. Þar sem að erfitt hefur verið fyrir íbúa að gera tilkall til gangsins

þá verður hann ekki framlenging á því rými sem það telur tilheyra sér. Með því er búið að

draga endimörk heimilisins við þröskuldinn á milli íbúðar og gangs og verður gangurinn því

mjög ópersónulegt rými.59

Gerðar hafa verið tilraunir til þess að gera ganginn að félagslegu rými líkt og hugmyndir

módernistanna lögðu til. Þar helst má nefna Unité d’Habitation eftir Le Corbusier sem byggt

var í Marseilles árið 1952. Unité d’Habitation helst í hendur við borgarskipulagshugmyndir Le

Corbusier. Hann vildi aðskilja gatnakerfið frá gangandi umferð og áttu gangar fjölbýlishúsa

að taka við hlutverki hinnar hefðbundu götu. Líkt og í Unité d’Habitaiton átti gangurinn að

uppfylla kröfur íbúa um verslun og þjónustu og vera iðandi af mannlífi, gangurinn átti að

verða að „götu í loftinu“ (e. street in the air). Þó var þessari þjónustu aðeins komið á

göngum þriggja hæða en gangar annarra hæða byggingarinnar voru dimmir og mannlausir.

Síðar kom í ljós að þessi þjónusta stóð ekki undir kostnaði sökum þess að ekki voru nægilega

margir íbúar í byggingunni til að sækja þjónustuna. Í framhaldinu lögðu fleiri arkitektar fram

hugmyndir til að gera ganginn að götu og þar af leiðandi félagslegu rými þó flestar þeirra

hugmyndi hafi ekki komist af teikniborðinu.

Fyrir utan hugmyndir um „götur í loftinu“ hefur lítið verið gert til að þróa hlutverk gangsins

eða auka gæði hans. Helstu breytingar sem þar hafa orðið eru að rýmið sem gangurinn fer

                                                                                                               56 Brian Hwui Zhi Cheng, The Myth About Corridors. 57 Robin Evans, „Figures, Doors and Passages“, bls. 79. 58 Christofer Height, „Subjects Boundaries Negotiations > aka, Gettin’ Jiggy in Da’ Oikos“, í Negotiate My Boundary!, Basel, Birkäuser, 2006, bls. 16. 59 Brian Hwui Zhi Cheng, The Myth About Corridors.

Page 18: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    18  

sífellt minnkandi og uppbygging svalaganga hefur aukist. Báðar þessar breytingar eiga rætur

að rekja í gríðarlegu áherslu á sparnað í uppbyggingu fjölbýlishúsa.

Grunnurinn að nútímaskilningi okkar á hlutverki gangsins er lagður í byrjun 20. aldar og

hefur hlutverk hans lítið breyst síðan þá. Gangurinn býr að mati höfundar yfir mun meiri

möguleikum en notkun hans segir til um í dag. Gangurinn er snertiflötur á milli griðarstaðs

heimilisins og ytra umhverfis þess. Hann býr í eðli sínu yfir þeirri getu að sameina á sama

tíma og hann aðskilur er því kjörinn vettvangur samskipta.60 Þær forsendur sem mótuðu

ganginn á tímum iðnbyltingarinnar eru ekki lengur til staðar og krefst gangurinn rótækrar

endurskoðunar. Koma þarf til móts við breytta tíma og aukna áherslu á gæði.61

                                                                                                               60 Brian Hwui Zhi Cheng, The Myth About Corridors. 61 Robin Evans, „Figures, Doors and Passages“, bls. 56.

Le, Corbusier, Unité d’Habitation  

Page 19: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    19  

// Ytra rými

Hugmyndafræði módernismans byggðist á því að fjölbýlishús hefðu nægt andrými og gnægtir

af grænu svæði62 en á sama tíma átti að auka nýtingarhlutfall.63 Það varð til þess að fjölbýli

voru yfirleitt mjög há og staðsett fyrir miðju lóða, sem tryggði að allar vistarverur nytu

nægrar birtu og lofts.64 Hafa verður í huga að þegar hugmyndir módernismans eru að ryðja

sér til rúms voru mikil þrengsli og mengun í borgum65 sem skýrir kannski hvers vegna þessi

hugmyndafræði féll í svo góðan jarðveg.

Helstu vankantar í hugmyndum módernismans felast að mati höfundar í ytri rýmum

fjölbýlishúsa. Ytri rými í formi garða geta vissulega verið falleg ásýndar en áherslan þarf að

liggja í gæðum þeirra. Samkvæmt hugmyndum módernistanna átti ytra rýmið að þjóna íbúum

til leikja og annarrar útiveru66 en ekki virðast hafa verið gefin frekari skil á notkun, útfærslu

eða mögulegu hátterni fólks innan þess.67

Þessi áhersluskekkja er enn við lýði í dag. Núverandi byggingarreglugerð kveður á um að

umhverfi fjölbýlishúsa verði að innihalda útivistarsvæði, en ekki eru gerðar mikið nánari

kröfur um hvers eðlis svæðið á að vera.68 Þetta gerir það að verkum að byggðar eru stórar

blokkir á takmörkuðum fleti lóðarinnar svo nægt rými sé eftir fyrir græn svæði.69 Oftar en

ekki er þar til gert útivistarsvæði aðeins flatt tún án greinilegrar afmörkunar, án jaðars, án

gæða. Athyglisvert er að innri rými fjölbýla eru niðurnjörfuð í ákveðna staðla á meðan

stærstum hluta lóðarinnar er ekki gefin nein frekari skil. Höfundur leyfir sér að áætla að þegar

mikil áhersla er lögð á sparnað í hönnun fjölbýla komi hún niður á ytri rýmum þeirra. Hægt

er að uppfylla allar kröfur byggingarreglugerðar án þess að leggja nokkuð upp úr gæðum eða

útfærslum á mögulegri notkun ytra rýmis.

Þær forsendur sem gefnar voru fyrir því að staðsetja fjölbýlishús á miðri lóð eiga ekki lengur

                                                                                                               62 Forays Into Urbanism: 1922-1929. 63 Karel Teige, The Minimum Dwelling, bls. 144. 64 Le Corbusier, „The Center of Paris“, bls. 351. 65 Forays Into Urbanism: 1922-1929. 66 J.S. Fuerst, „High-Rise Living; What Tenants say“, bls. 365. 67 Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 68 Byggingarreglugerð Reykjavíkur, Mannvirkjastofnun, 2012, 7.1.1. gr., sótt 10. janúar 2013 af http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Byggingarreglugerd/B%20nr_112_2012%20efnisyfirl_ atr_blst_fors.pdf. 69 J.S. Fuerst, „High-Rise Living; What Tenants say“, bls. 365.

Page 20: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    20  

við, þörfin fyrir mikið andrými til að tryggja gott loft inn í vistarverur er ekki lengur til staðar.

Staðsetning fjölbýlishúsa á miðri lóð hefur mikla ókosti í för með sér. Fyrst má nefna að

þetta fyrirkomulag gerir það að verkum að ytra rýmið býr ekki yfir eiginlegum jaðri. Innri

mörk rýmisins eru jafnframt ytri mörk einkarýmis og eru þau jafnvel við stofuglugga íbúðar á

neðstu hæð. Við ytri mörk rýmisins eru alla jafna götur eða lóðarmörk aðliggjandi svæða. Í

sumum tilfellum má sjá merki um veika tilraun til að skilgreina endimörk ytra rýmis með

runnum eða lágri girðingu, en það verður að viðurkennast að þær tilraunir breyta litlu.

Skortur á raunverulegum jaðri verður til þess að svæðið telst ekki ákjósanlegt til viðveru70 og

verður það í mörgum tilfellum aðeins rammi utan um bygginguna sjálfa. Manngert flatlendi

módernismans er jafnframt berskjaldað fyrir veðri og vindum og getur umrætt fyrirkomulag

ýtt undir myndum vindhvarfa umhverfis byggingarnar.

Ytri rými fjölbýlishúsa eru í eðli sínu snertiflötur þeirra við umhverfið en í seinni tíð hafa þau

aðeins stuðlað að frekari aðskilnaði milli einkarýmis og borgar. Með módernismanum vék

gatan fyrir húsinu í garðinum.71 Staðsetning fjölbýla fyrir miðju lóðar dregur þau markvisst

frá götunni72 og í stað þess að framhlið hússins snúi að götu, líkt og áður var venjan, var ekki

óalgengt að snúa göflum hússins að götunni. Með því missir gatan hlutverk sitt sem

grunneining borgarinnar. Aukin notkun einkabílsins varð til þess að aðgengi bíla var sett í

forgang sem og fjarlægir það byggingnuna enn fremur frá borginni. Í mörgum tilfellum hafa

bílastæði yfirtekið stóran hluta lóða og standa fjölbýlishús þá einangruð í bílastæðahafi.73

Sá skortur á tengingu sem hér hefur verið fjallað um felst ekki einungis í skipulagsútfærslum

heldur einnig í upplifun íbúa fyrir rýminu.74 Þegar margir íbúar deila svæði eiga þeir erfitt

með að tileinka sér það og líta ekki á það sem framlengingu af því rými sem þeir kalla sitt

eigið. Samþykkt notkun þess verður á sama tíma mjög óskýr sem ýtir enn fremur undir fælni

fólks til þess að verja tíma sínum þar.75  Þar til nýlega var ytri rýmum fjölbýlishúsa skylt að

                                                                                                               70 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development: How Does It Measure Up to The Principles of Classic Urban Design Theorists?, PRRES, 2001, sótt 10. desember 2012 af http://www.prres.net/papers/Gilbert_A_Case_Study_in_ Contemporary_Development_How_does_it_%20measure_up_to_the_principles_of_classic_urban_design_theorists.pdf, bls. 7. 71 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 76. 72 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 72. 73 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 76. 74 Oscar Newman, Creating Defensible Space, bls. 10. 75 Oscar Newman, Creating Defensible Space, bls. 17-18.

Page 21: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    21  

innihalda leiksvæði.76 Þar sem oft er er erfitt að hafa yfirsýn með leiksvæðum var börnum

síður hleypt út þó þau hefðu aldur til.77 Þannig var búið að veikja forsendur fyrir einu

skilgreindu notkun rýmisins.

Í lagalegum skilningi er ytra rými fjölbýla sameiginleg eign þeirra sem þar búa (e. semi-

private). Sökum þess að íbúar gera ekki raunverulegt tilkall til svæðisins má segja að það sé í

raun hálf-opinbert rými (e. semi-public). Því fleiri sem deila ytra rými því minni verður

                                                                                                               76 Byggingarreglugerð Reykjavíkur, 1998, 62.3 gr., sótt 1. desember 2012 af http://www.umhverfisraduneyti.is/media/ PDF_skrar/Byggingarreglugerd.pdf. 77 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 354.

Lyngmóar 10, nærumhverfi  

Hér má sjá Lyngmóa 10 og nærumhverfi. Byggingin er staðsett fyrir miðju lóðar. Að sunnanverðu og beggja vegna við húsið er grænt tún. Handan túnsins að sunnanverðu er sameiginlegt leiksvæði hverfisins. Andspænis aðalinngangi er gangstétt sem leiðir út að götu, beggja vegna við þá gangstétt eru bílastæði. Handan við götuna eru gestabílastæði, umkringis þau er annað tún og við því tekur gangstétt og því næst aðalbraut.

Túnið sem umlykur Lyngmóa 10 er ekki afmarkað með neinu móti og þau lóðarmörk sem sjá má hér eru ekki sýnileg í raun. Ekkert hefur verið gert til þess að gera þetta svæði ákjósanlegt til viðveru sem skýrir hvers vegna það er aldrei notað, þrátt fyrir að allar svalir séu nú yfirbyggðar.

Sjá má á þessari teikningu hvernig húsið fjarlægir sig frá götunni.

prívat public  

gata  

tún  

tún  

Page 22: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    22  

tenging íbúa við það og hafa verið færð rök fyrir því að ytra rými fjölbýlishúsa sé í raun

almenningsrými þrátt fyrir að byggingareglugerð kveði á um annað.78

Hugmyndir módernismans um garðinn sem lækna átti öll mein borgarinnar hafa ekki tekist

jafn nægilega vel til. Óskilgreind og illa afmörkuð tún innihalda engin raunveruleg gæði þó

þau geti verið falleg ásýndar. Breyttir tímar krefjast nýrra lausna.

Ytra rými fjölbýla er snertiflötur einkarýmis og borgar. Í stað þess að fjarlægja þessa þætti frá

hvor öðrum ætti ytra rýmið að þjóna sem tenging þeirra á milli. Í þeim skilningi er mikilvægt

að huga bæði að tengingu innra rýmis við það ytra sem og samtals ytra rýmis við borgina.

Borgin

Á þeim tíma sem borgir nútímans voru að rísa varð til hreyfing af borgaskipulagshugsuðum

sem mynduðu andspyrnu gagnvart þáverandi þróun. Töldu þeir að afturhvarf til götunnar

væri óumflýjanlegt79 og lögðu áherslu á aukin gæði almenningsrýma.80

Fremst þeirra á meðal var Jane Jacobs, höfundur bókarinnar The Death and Life of Great

American Cities sem kom út árið 1961. Jacobs sagði að gatan væri mikilvægasta rými

borgarinnar. Til þess að góð hverfi gætu þrifist þurftu götur þeirra að uppfylla þrjú lykilatriði.

Fyrst taldi hún að skortur væri á skýrum skilum á milli einka- og opinberra rýma sem

nauðsynlegt væri að bæta. Jafnframt lagði hún áherslu á að það væru „augu á götunni“ (e.

eyes on the street), en í því fólst að hús myndu snúa að götunni svo alltaf væri hægt að

fylgjast með henni. Að lokum taldi hún að það yrði að vera líf á götunni, bæði gangandi

umferð, veitingastaðir og ýmis konar þjónusta. 81

William Whyte var annar helsti borgarskipulagshugsuður síðustu aldar og beitti hann sér

sérstaklega að gæðum opinbera rýma. Whyte taldi að því fleiri staðir sem hægt var að sitja á í

hverju rými, því meira yrði rýmið notað. Hann vakti jafnframt athygli á því að fólk kýs að

staðsetja sig á afmörkuðu svæði þar sem notkun er skýr, og þá helst við jaðar. Að lokum

þótti honum sambandið á milli götu og almenninsrýma í beinum tengslum við gæði þess, en                                                                                                                78 Oscar Newman, Creating Defensible Space, bls. 17. 79 Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, bls. 77. 80 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development, bls. 3. 81 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development, bls. 6-7.

Page 23: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    23  

rými þarf að vera bæði vel aðgengilegt og sjáanlegt frá götu svo að fólk kjósi að verja tíma

sínum þar.82

Allan Jacobs og Donald Appleyard eru höfundar bókarinnar Towards an Urban Design sem

kom út árið 1987. Þar beindu þeir sér sérstaklega að fjölbýlishúsahverfum módernismans

sem risið höfðu í borgum um allan heim. Þeir gagnrýndu þessi hverfi fyrir að vera ekki

hönnuð með vegfarendann í huga og sögðu aðeins væri hægt að njóta þeirra úr fjarlægð. Þeir

lögðu jafnframt áherslu á að nota ætti byggingar til að afmarka almenningsrými í stað þess að

staðsetja byggingar fyrir miðju þessara rýma líkt og módernistarnir lögðu til.83

Árið 2010 gaf Jan Gehl út bækurnar Life Between Buildings og Cities for People þar sem hann

beinir sér að almenningsrýminu og félagslegu hátterni fólks innan þess. Gehl segir að sífellt

aukin áhersla á einkarýmið innan borga ógni stöðu og gæðum almenningsrýmisins. Hann

gagnrýnir borgarmynd nútímans fyrir að vera ekki í mannlegum skala. Þá er hann sérstaklega

gagnrýninn á hærri byggingar sem hann telur skorta tengingu við umhverfi sitt.84 Gehl gengur

jafnvel svo langt í gagnrýni sinni á segja að háhýsið sé hönnun latra arkitekta.85

Allir þessir borgarskipulagshugsuðir voru á móti fjölbýlishúsum módernismans og

andrýmum þeirra. Gagnrýnin var sú að þau hefðu tapað gæðum og mannlegum skala, sér í

lagi í samhengi við ytra umhverfi þeirra. Þau lögðu til að takmarka þyrftir hæð bygginga,

afmarka ytri rými þeirra betur og skipta þeim upp í minni aðgreind rými. Fjölbreytni í notkun

þessara rýma ásamt iðandi mannlífi og eftirlit á götum borgarinnar vour jafnframt helstu

áherslur þeirra.86

Þessar hugmyndir um gæði borga koma fyrst fram á 6. áratug síðustu aldar og hafa verið í

umræðunni síðan þá. Þrátt fyrir það virðist þessi gagnrýni ekki ennþá hafa haft nægileg áhrif

á hönnun fjölbýlishúsa, ytra umhverfi þeirra og tengingu við borgina. Höfundur telur þó að

nýta mætti hugmyndafræði borgarskipulagshugsuða til þess að stuðla að bættri hönnun

fjölbýlishúsa.

                                                                                                               82 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development, bls. 7-8. 83 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development, bls. 8-9. 84 Jan Gehl, Projects for Public Spaces, 2012, sótt 10. janúar 2013 af http://www.pps.org/reference/jgehl/. 85 Violet Law, Profile: Danish Architect and Planner Jan Gehl, Architectural Record, [án ártals], sótt 10. janúar 2013 af http://archrecord.construction.com/yb/ar/article.aspx?story_id=180411009. 86 Helen Gilbert, A Case Study in Contemporary Development, bls. 9.

Page 24: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    24  

// Lokaorð

Nú er liðin tæp öld síðan fyrstu hugmyndir Le Corbusier komu á sjónarsviðið. Þrátt fyrir það

er enn verið að byggja fjölbýlishús eftir sömu forskrift; há fjölbýlishús sem staðsett eru á

miðju opnu svæði, oft án nokkurar tengingar frá íbúð eða byggingu við umhverfið. Enn er

byggt líkt og síðari heimstyrjöld sé nýyfirstaðin þar sem lykiláhersla er lögð á sparnað og

hraða á kostnað gæða.

Gæði fjölbýla liggja að mínu mati í íbúðunum sjálfum, en endurskoða mætti tengingu þeirra

við ytra umhverfi og hanna þær þannig að skilin á milli einkarýmisins og almenningsrýmisins

séu ekki jafn skörp og raun ber vitni. Fjölbýli er í eðli sínu nábýli. Í stað þess að einblína á

aðskilnað í hönnun fjölbýla þá mætti draga fram þá kosti sem felast í þessari nánd og gera

hana að jákvæðum þætti

Gangurinn, sem er grunneining fjölbýlishússins, hefur að sama skapi ekki verið

endurskilgreindur frá tímum iðnbyltingarinnar. Gangurinn býr í eðli sínu yfir þeirri getu að

sameina á sama tíma og hann aðskilur, en hingað til hefur helst verið lögð áhersla á hið

síðara. Gangurinn gæti þjónað miklu stærra og veigameira hlutverki en hann gerir í dag.

Gangurinn býr yfir því eðli að geta orðið vettvangur samskipta og það þarf að hafa það í

huga þegar fjölbýlishús eru hönnuð. Ytra rými fjölbýlishúsa er það sem ég tel þó vera helst

ábótavant. Sagan hefur kennt okkur það að græn óskilgreind svæði sem finna má í kringum

módernísk fjölbýlishús eru ekki notuð, samt er enn verið að mynda stór opin svæði á

kostnað grunnflatar. Andrými fjölbýla ættu að þjóna byggingunum sem snertiflötur á milli

einkarýmisins og borgar og tengja þessa tvo þætti saman í stað þess að fjarlægja þá enn

fremur frá hvor öðrum.

Í dag búum við yfir reynslu á fjölbýlishúsum sem forfeður módernismans gerðu ekki.

Myndast hefur samfélagsleg hefð fyrir búsetu í fjölbýli og kostir hennar og gallar eru komnir

á yfirborðið. Jafnframt búum við í dag yfir gríðarlegri þekkingu á borgarrýminu og vitum

hvaða þarfir verður að uppfylla til þess að borgin geti þjónað íbúum hennar. Þrátt fyrir það

hefur enn ekki verið gerð árangursrík tilraun til að leysa þau vandamál sem fylgja búsetu í

fjölbýli.87

                                                                                                               87 Alison Ravetz og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, bls. 366.

Page 25: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    25  

Hönnun fjölbýlishúsa krefst mikillar alúðar sér í ljósi þess að þau hýsa fleiri fjölskyldur en

sumar götur og hafa mikil áhrif á borgarmyndina. Því ber að hafa gæði í fyrirrúmi við

hönnun þessara bygginga, innan frá og út. Þegar nýrri fjölbýlishús og ytri rými þeirra eru

skoðuð er áberandi að í mörgum tilfellum virðast aðeins vera uppfylltar kröfur

byggingarreglugerðar. Sjaldan virðist hafa verið hugsað út fyrir þann ramma sem reglugerðin

setur til þess að auka gæði íbúa.

Nýir tímar og auknar kröfur um gæði kalla á róttæka endurskoðun á hugmyndum okkar um

fjölbýlishús, bæði í litla samhengi einkarýmisins og sameignar og stóra samhengis

borgarinnar. Við getum ekki lengur skilgreint og hannað fjölbýlishús á sömu forsendum og

gert var um miðja síðustu öld.

Framtíð borga felst í þéttingu byggðar og eru fjölbýlishús grundvallaratriði í að gera þá þróun

mögulega. Líta verður á fjölbýlishús sem framtíðarheimili borgarbúa og leggja alúð við

hönnun þeirra. Það verður að upphefja þennan byggingarmáta og ná fram öllum mögulegum

gæðum hans í stað þess að halda áfram að fylgja aldargamalli forskrift.

Page 26: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    26  

// Heimildaskrá

Prentaðar heimildir

Ágústa Kristófersdóttir, „Reykjavík: Frá götum til bílastæða“, í Borgarbrot, Páll Björnsson ritstýrði, Háskólaútgáfan, Reykjavík, 2003, bls. 72-82.

Byggt yfir hugsjónir: Breiðholt, frá hugmynd að veruleika, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík, 2002.

Eggert Þór Bernharðsson, Saga Reykjavíkur: Borgin 1940-1990, fyrri hluti, Iðunn, Reykjavík, 1991.

Eggert Þór Bernharðsson, Undir bárujárnsboga: Braggalíf í Reykjavík 1940-1970, JPV Forlag, Reykjavík, 2000.

Evans, Robin, „Figures, Doors and Passages“, í Translations From Drawing to Building and Other Essays, Architectural Association, London, 2003, bls. 54-91.

Fuerst, J.S., „High-Rise Living: What Tenants Say“, 1985, í Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane ritstýrði, Routledge, New York, 2007, bls. 365-370.

Hight, Christofer, „Subjects Boundaries Negotiations > aka, Gettin’ Jiggy in Da’ Oikos“, í Negotiate My Boundary!, Basel, Birkäuser, 2006, bls. 16-19.

Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane ritstýrði, Routledge, New York, 2007.

Íslensk Orðabók: Fyrir skóla og skrifstofur, Árni Böðvarsson ritstýrði, 2. útgáfa, Mál og menning, Reykjavík, 1994.

Lane, Barbara Miller, Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Routledge, New York, 2007.

Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Við þörfnumst skýrrar stefnu“, Benedikt Hjartarson þýddi, í Borgarmynstur: Safn greina í borgarfræði. Halldór Gíslason ritstýrði, ReykjavíkurAkademían, Reykjavík, 2003.

Le Corbusier, „The Center of Paris“, 1924, í Housing and Dwelling: Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane ritstýrði, Routledge, New York, 2007, bls. 350-352.

Madanipour, Ali, Public and Private Spaces of The City, Routledge, New York, 2003.

Newman, Oscar, Creating Defensible Space, Diane Publishing, Darby, 1996.

Page 27: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    27  

Pétur H. Ármannsson, Borgarhluti verður til: Byggingarlist og skipulag í Reykjavík Efstrstríðsáranna, Listasafn Reykjavíkur, Reykjavík, 1999.

Ravetz, Alison og Richard Turkington, „The High-Rise Estate“, 1995 í Housing and Dwelling; Perspectives on Modern Domestic Architecture, Barbara Miller Lane, ritstýrði Routledge, New York, 2007, bls. 354-360.

Teige, Karel, The Minimum Dwelling, 2. útgáfa, The MIT Press, London, 2002.

Vefheimildir

Byggingarreglugerð Reykjavíkur, Mannvirkjastofnun, 2012, sótt 10. janúar 2013 af http://www.mannvirkjastofnun.is/library/Skrar/Byggingarsvid/Byggingarreglugerd/B%20nr_112_2012%20efnisyfirl_atr_blst_fors.pdf.

Byggingarreglugerð Reykjavíkur, Umhverfisráðuneytið, 1998, sótt 1. desember 2012 af http://www.umhverfisraduneyti.is/media/PDF_skrar/Byggingarreglugerd.pdf.

Cheng, Brian Hwui Zhi, The Myth About Corridors, Hwuizhi, 2011, sótt 25. desember 2012 af http://hwuizhi.com/41221/241569/gallery/the-myth-about-corridors.

Forays Into Urbanism: 1922-1929, GO, 2012, sótt 20. desember 2012 af http://www.experiencefestival.com/a/Le_Corbusier_-_Forays_Into_Urbanism_1922-1929/id/1568953

Gilbert, Helen, A Case Study in Contemporary Development: How Does It Measure Up to The Principles of Classic Urban Design Theorists?, PRRES, 2001, sótt 10. desember 2012 af http://www.prres.net/papers/Gilbert_A_Case_Study_in_Contemporary_Development_How_does_it_%20measure_up_to_the_principles_of_classic_urban_design_theorists.pdf.

Jan Gehl, Projects for Public Spaces, 2012, sótt 10. janúar 2013 af http://www.pps.org/reference/jgehl/.

Law, Violet, Profile: Danish Architect and Planner Jan Gehl, Architectural Record, [án ártals], sótt 10. janúar 2013 af http://archrecord.construction.com/yb/ar/article.aspx?story_id=180411009.

Lög um fjöleignahús, Lagasafn Alþingis, 1994, sótt 1. desember 2012 af http://www.althingi.is/lagas/136b/1994026.html.

Page 28: Fjölbýlishús...17Ali Madanipour, Public and Private Spaces of The City, bls. 202. 18Le Corbusier, „Borg morgundagsins: Viðþörfnumst skýrrar stefnu“, bls.33-34. 19Forays

    28  

Ljósmyndir

Mynd 1: [Höfundur óþekktur], „Lyngmóar 10“, ljósmynd fengin af Fasteign.is, sótt 27. desemeber 2012 af http://www.fasteign.is.

Mynd 1: [Höfundur óþekktur], „The Radiant City“ ljósmynd fengin af Urban Circus, sótt 7. janúar 2013 af http://www.urbancircus.com.au/the-death-of-20th-century-utopian-cities-please/.

Mynd 2: [Höfundur óþekktur], „Pruitt-Igoe“, ljósmynd fengin af Affordable Housing Institute, sótt 7. janúar 2013 af http://affordablehousinginstitute.org/blogs/us/2012/ 01/can-you-say-pruitt-igoe-in-chinese-part-1-what-theyre-doing-wrong.html.

Mynd 4: [Höfundur óþekktur], „Unité d‘Habitation“, ljósmynd fengin af Hwuizhi, sótt 25. desember 2012 af http://hwuizhi.com/41221/241569/gallery/the-myth-about-corridors.

Teikningar

Einar Ingimarsson og Pálmar Ólason, Lyngmóar 10, bygginganefndarteikningar, 1978, Skjalasafn Garðabæjar, teiknað upp af höfundi.