fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

28
Fjarnám, framhaldsskólinn og félagslegt réttlæti Sólveig Jakobsdóttir Þuríður Jóhannsdóttir Háskóli Íslands Menntavísindasvið Önnur málstofa af átta um framhaldsskólarannsóknir Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 16.20-17.05 Í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – stofu K-207 1 http://www.slideshare.net/soljak/fjarnam-framhaldsskoli-felrettlaeti

Upload: solveig-jakobsdottir

Post on 14-Jan-2015

232 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Málstofa um framhaldsskólarannsóknir 8.febrúar 2012: Fjarnám, framhaldsskólinn og félagslegt réttlæti. Sólveig Jakobsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir

TRANSCRIPT

Page 1: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fjarnám, framhaldsskólinn og

félagslegt réttlæti

Sólveig Jakobsdóttir

Þuríður Jóhannsdóttir Háskóli Íslands – Menntavísindasvið

Önnur málstofa af átta um framhaldsskólarannsóknir Miðvikudaginn 8. febrúar kl. 16.20-17.05

Í húsnæði Menntavísindasviðs við Stakkahlíð – stofu K-207

1

http://www.slideshare.net/soljak/fjarnam-framhaldsskoli-felrettlaeti

Page 2: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Ágrip • Árið 2010 var gerð úttekt á vegum mennta- og menningarmálaráðuneytið á fjarnámi á

framhaldsskólastigi í þremur stærstu fjarnámsskólunum landsins

– Fjölbrautaskólanum við Ármúla,

– Verzlunarskóla Íslands og

– Verkmenntaskólanum á Akureyri

• Hér verður fjallað um þann hluta niðurstaðna sem snýr að nemendahópnum og

þörfum hans

• Skoðaðar verða ástæður þess að nemendur kusu að nýta kosti fjarnáms og gerð

grein fyrir mati þeirra á gildi fjarnámsins

• Niðurstöður sýna að tækifæri til að taka áfanga í fjarnámi hefur gert fólki sem annars

hefði ekki haft aðgang að skóla mögulegt að ljúka prófum úr framhaldsskóla

• Þannig hefur fjarnám á netinu stuðlað að því að styðja hópa sem af mismunandi

ástæðum eru í hættu á að falla brott úr reglulegu námi

• þannig má halda því fram að fjarnámið hafi átt þátt í að stuðla að félagslegu réttlæti í

íslensku skólakerfi

2

Page 3: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Efnisþættir í fyrirlestri

• Bakgrunnur

• Matsrannsóknin - aðferð

• Niðurstöður

• Samantekt og ályktanir

3

Page 4: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Til skoðunar hér

• Hvers vegna kjósa nemendur á

framhaldsskólastigi að nýta sér kosti fjarnáms?

• Hvernig meta þeir gildi þess að hafa tækifæri til

að velja fjarnám?

• Á hvern hátt hefur tilkoma fjarnáms á netinu

stuðlað að jafnrétti hvað snertir aðgang að

framhaldsskólum?

4

Page 5: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Bakgrunnur: VMA

• 1994 Verkmenntaskólinn á Akureyri (VMA), var

frumkvöðull í að bjóða fjarnám á neti (með tölvupósti)

• Sýn: að efla jafnrétti hvað snerti aðgang að

framhaldsskólanámi fyrir fólk í dreifbýli

• Í átta ár var skólinn sá stærsti á sviði fjarnáms á

Íslandi – hafði mesta námsframboðið í fjarnámi

5

Page 6: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Sýn menntamálaráðuneytis 2001, 2005

• Forskot til framtíðar 2001-2003. Verkefnaáætlun

menntamálaráðuneytisins í rafrænni menntun

– Gert ráð fyrir eflingu dreifnáms svo nemendur geti

stundað fjölbreytt nám óháð búsetu.

• Áræði með ábyrgð - stefna mennta-málráðuneytis

um upplýsingatækni í menntun, menningu og

vísindum 2005-2008

– „stuðlað verði að frekari þróun dreifmenntunar þar

sem nám verður óháð stað og stund.“

6

Page 7: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fleiri skólar bætast við

• Stefna/sýn og aukin eftirspurn eftir fjarnámi leiddi til

þess að Reykjavíkurskólarnir bjóða fjarnám

– FÁ 2001 og VÍ 2005

• 2009: 8 skólar bjóða fjarnám, 4-5000 fjarnemar

innritaðir

• Eftir 2008, mikill niðurskurður á fjárveitingum til

fjarnáms

• Efasemdir um gæði fjarnáms – Úttekt gerð 2010

7

Page 8: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Rannsóknaraðferð • Úttekt að frumkvæði og á vegum Menntamála-

ráðuneytisins beindist að þremur leiðandi og stærstu

fjarnámsskólunum

– FÁ, VÍ, VMA

• Viðtöl við stjórnendur, könnun meðal kennara og

nemenda, 36 námskeiðsvefir greindir

• Hér er fjallað um niðurstöður úr könnun meðal

nemenda

8

Page 9: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Þátttakendur, N=fjöldi, Konur:Karlar, aldur

9

Skólil Fjöldi fjarnema

Kynja hlutfall

Kvk:Kk

Meðal-aldur

N fjöldi þátttakenda (hlutfallstölur)

FÁ 1816 70:30 25.1 517 (31%)

VÍ 916 61:39 23.6 271 (30%)

VMA 491 63:37 29.1 292 (41%)

Alls 3223 66:34 991 (31%)

Page 10: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Þátttakendur, aldursdreifing

10

Page 11: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Spurningalisti

• Spurningakönnun á netinu 2010

• 46 spurningar í 5 flokkum

– Almennur bakgrunnur

– Menntun

– Reynsla og mat á fjarnáminu (áföngum í fjarnámi)

– Samanburður á fjarámsáföngum og

dagskólaáföngum

11

Page 12: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Niðurstöður – áfangar og nám

• Í heildina voru nemendur venjulega skráðir í 6-7

áfanga á vorönn (í fjarnámi og dagskóla)

– Flestir (86%) voru í 1-3 áföngum í fjarnámi

1 áfangi: 42%

2 áfangar: 27%

3 áfangar: 16%

– Meðalfjöldi eininga var 13,9 einingar samanlagt (fullt

nám= 17-18 einingar)

– Meðalfjöldi eininga í fjarnámi var 6,4 einingar

12

Page 13: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Niðurstöður – upplýsingar um

innritaða nemendur í fjarnámi

13

Í öðru námi en í viðkomandi fjarnámi FÁ %

VÍ %

VMA %

Total %

Fjarnámsáfangar í öðrum framhaldsskóla

8 9 8 8

Dagskóli í sama framhaldsskóla 7 8 18 10

Dagskóli í öðrum framhaldsskóla 25 27 23 25

Háskóli 1,2 2,2 0,5 1,3

Grunnskóli 13 10 0 10

Sjá, bls. 12-13 í Sólveig og Þuríður (2019) - skýrsla

Page 14: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fjarnemar eftir því hvar þeir eru innritaðir sem

reglulegir nemendur

14

Page 15: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Búseta þeirra sem voru innritaðir í

fjarnám

• Um 58% þeirra sem voru fjarnemar við

Reykjavíkurskólana FÁ og VÍ: bjuggu í eða á

höfuðborgarsvæðinu

• Um 52% þeirra sem voru fjarnemar við VMA

bjuggu á Akureyri og grennd +17% á

Norðurlandi

• 6% erlendis

15

Page 16: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Vinna með námi

• 35% voru ekki í launavinnu

• 25% unnu 1-20 stundir á viku

• 25% unnu 21-40 stundir á viku

• 16% unnu 41 stundir eða meira

Kyn:

Fleiri karlar en konur unnu 41 stundir+ (25 vs. 12%);

Svipað kynjahlutfall í launavinnu: 37% karla vs. 34%

kvenna

16

Page 17: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Vinna nemenda eftir aldri

17

Page 18: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Þörf vs. þægindi

• Þörf: 61%: höfðu mikla eða mjög mikla þörf fyrir

fjarnám (51+, og þeir yngstu höfðu minni þörf en

aldurshópurinn þar á milli)

• Gildi: 70% sögðu fjarnámið hafa mikið/mjög mikið

hagnýtt gildi

• Ánægja: 52% höfðu mikla/mjög mikla ánægju af

fjarnáminu (kynjamunur, hærra hlutfall meðal kvenna)

• Hvernig hentaði fjarnámið?

– 72% fannst að fjarnámið hentaði þeim vel/mjög vel

– 22% fannst það allt í lagi og svipað hlutfall sagði það vera

þægilegt

18

Page 19: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Meginástæður fyrir að vera í fjarnámi –

mikill munur eftir aldri

19

Meginástæður

Aldurshópar % sem velja hverja ástæðu

(í sviga eru vinsælustu ástæðurnar eftir röð)

-15 16-20 21-25 26-40 41-50 51+

Að flýta fyrir sér 70 (1.) 31 (4.) 25 14 4 6

Vantaði einingar 4 44 (1.) 56 (1.) 52 (3.) 39 (5.) 28

Sveigjanleiki í tíma 18 35 (2-3) 48 (2.) 55 (2.) 41 (3.) 46 (4.)

Þægindi 27 35 (2-3) 41 (3.) 43 (4-5) 40 (4.) 50 (3.)

Geta unnið með námi 2 22 40 (4.) 57 (1.) 66 (1.) 66 (2.)

Sveigjanleiki í

staðsetningu

3 28 38 (5.) 43 (4-5) 35 (6.) 32 (5.)

Bæta við mig þekkingu 29 19 24 40 (6.) 57 (2.) 80 (1.)

Get stundað námið

heima fjölskylda/börn

0 6 22 37 (7.) 16 4

Fjöldi af aðalástæðum

valinn af 30% eða hærra

hlutfalli

1 4 5 7 6 5

Page 20: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Meginástæður fyrir að velja fjarnám –

kynjamunur í nokkrum ástæðum

• Mjög marktækur kynjamunur kemur fram í ástæðunni

að geta verið heima til að sinna fjölskyldu og börnum

• 19% kvenna og 8% karla nefndu þetta sem ástæðu

– Í aldurshópnum 26-30 voru það 48% kvenna

og17% karla

• Fleiri konur en karlar merktu við ástæðurnar:

– þægindi við að stunda nám í fjarnámi,

– sveigjanleika varðandi staðsetningu og

– félagslegar ástæður/vandamál

20

Page 21: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Ályktanir um gildi fjarnáms á

framhaldsskólastigi • Nemendur sem stunda nám í dagskóla geta skipulagt nám sitt

þannig að

– þeir geta flýtt fyrir sér

– náð upp einingum sem þeir hafa fallið á

– tekið einingar í fjarnámi ef þeir hafa dregist aftur úr af ýmsum

ástæðum

• Fólk hefur aðgang að námi burtséð frá búsetu eða

kringumstæðum t.d. vegna líkamlegra eða félagslegra

vandamála eða veikinda

• Fjarnám gefur fólki kost á að hafa meiri stjórn á námi sínu en í

gengur og gerist í hefðbundnum skólum almennt

21

Page 22: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fjarnám auðveldar fólki að taka upp

þráðinn • Fólk sem hefur hætt eða dottið út úr framhaldsskóla

getur notað sér fjarnámið til að komast inn í skóla aftur

• Fjarnámið gerir kleift að stunda nám þótt fólk sé komið

með auknar skuldbindingar sem fullorðið fólk varðandi

vinnu og fjölskyldu

• Fólk á miðjum aldri og eldra hefur notað tækifærið sem

fjarnámið býður til að bæta við sig þekkingu á ýmsum

sviðum

22

Page 23: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Brottfall

• Brottfall úr fjarnámi í úttekt (3 skólar): 24-40%

• Brottfall í framhaldsskólum (Hagstofan, 2011)

– 45% af nemendum sem skráðu sig í dagskóla 2002

hafði lokið námi fjórum árum seinna,

– 58% 6 árum seinna

– 61% 7 árum síðar

23

Page 24: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fjarnám og brottfallsvandinn

• Tækifæri til að taka áfanga í fjarnámi hefur gert

fólki kleift að ljúka námi í framhaldsskóla sem

annars hefði ekki átt þess kost

• Fjarnám – nám á netinu, hefur stutt við hópa

sem af ólíkum ástæðum er hætt við að detti út

úr hefðbundnu námi

• Úttekt sýnir að fjarnám getur hjálpað

nemendum til að útskrifast úr hefðbundnum

skólum og þannig dregið úr brottfalli

24

Page 25: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Fjarnám fyrir alla? Tækifæri og þróun

• Fjarnám er samt ekki töfralausn fyrir alla

– Aukinn fjöldi innflytjenda – hvernig gagnast fjarnám þeim?

Fólk með lestrarerfiðleika?

• Þróun í netsamskiptum:

– Frá einföldum texta-samskiptum í átt til meiri

notkunar á félagsmiðlum og margmiðlunarefni –

myndir, hljóð og vídeó

– Möguleikar til menntunar þvert á landamæri – yfir

landamæri

25

Page 26: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Lokaniðurstaða

• Fjarnámið hefur átt þátt í að stuðla að

félagslegu réttlæti í íslensku menntakerfi

• Á því sviði eru þó frekari sóknarfæri

26

Page 27: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Byggt á

• Sólveig Jakobsdóttir og Þuríður Jóhannsdóttir. (2010).

Úttekt á fjarkennslu í framhaldsskólum. Reykjavík:

RANNUM og SRR Háskóla Íslands. Slóð.

• Jakobsdóttir, S. og Jóhannsdóttir, T. (2011). Expansion in

e-learning: online technologies enabling access to the

upper secondary level for a more diverse student group. Í

A. Gaskell, R. Mills og A. Tait (Ritstj.), The fourteenth

Cambridge International Conference on Open, Distance

and E-Learning 2011: Internationalisation and social

justice: the role of open, distance and e-learing (bls. 84-92).

Milton Keynes, UK: The Open University. Slóð.

27

Page 28: Fjarnam framhaldsskoli fel_rettlaeti

Þakkir

• Við þökkum ráðuneytinu fyrir að hafa

gefið leyfi til að kynna niðurstöðurnar

• Við þökkum öllu skólafólki, nemendum,

kennurum og stjórnendum skóla fyrir

þátttökuna

• Og ykkur fyrir komuna!

28