face à faces

14
Augliti til auglitis Face à faces Exposition de Culturesfrance

Upload: akureyri-art-museum

Post on 12-Mar-2016

232 views

Category:

Documents


3 download

DESCRIPTION

Listasafnið á Akureyri

TRANSCRIPT

Page 1: Face à faces

Augliti til auglitisface à facesExposition de Culturesfrance

Page 2: Face à faces

Augliti til auglitisface à facesExposition de Culturesfrance

Page 3: Face à faces

RitstjóriHannes Sigurðsson

SýningarstjóriIsabelle de Montfumatí samvinnu við Listasafnið á Akureyri

Útgefandi Listasafnið á Akureyri, 2007©

Hönnun Listasafnið á Akureyri/Erika Isaksen

Prófarkalestur Uggi Jónsson

Prentun Ásprent, Akureyri

Leturgerð Eurostile, Myriad Pro

Pappír Galerie Silk 170 gr

ISBN 978-9979-9632-8-8

UMSJóN/PRodUctEUR: cULtURESfRANcE

Sýningin Augliti til auglitis er haldin í tengslum við menningarhátíðina PoURqUoI PAS?, franskt vor á Íslandi, sem stendur frá 22. febrúar til 12. maí 2007. Sýningin er unnin í samvinnu við Arts Evénements og culturesfrance, franska listviðburðaráðið, sem skipað er af utanríkisráðuneytinu og menningar- og samskiptamálaráðuneytinu til að sjá um alþjóðasamskipti og aðstoð við uppbyggingu á vettvangi menningarmála. deild sjónlista, byggingarlistar og menningarminja er ábyrg fyrir kynningu á franskri nútímalist á alþjóðavettvangi í samvinnu við félög sem sinna frönskum menningartengslum í öðrum löndum.

Ljósmyndun á okkar dögum hefur að miklu leyti losað sig undan hefðbundnum túlkunarmynstrum. Á þessari sýningu

gefur að líta margt af því sem er nýjast og efst á baugi í samtímaljósmyndun og þótt frönsk ljósmyndalist sé sett á odd-

inn, má einnig sjá hvernig hún kallast á við verk annarra listamanna frá ýmsum löndum.

Portrett og sjálfsmyndir hafa alla tíð verið viðfangsefni ljósmyndara. Hægt er að líta á þær sem tjáningu á „manns-

andlitinu“ — til aðgreiningar frá annarri hlutbundinni eða fígúratívri list — og sem slíkar fela þær í sér viðleitni til að

vega og meta samtímann og það umhverfi sem við lifum í. Þessar myndir skapa nauðsynlegt rými til túlkunar, rými

til að spyrja spurninga og leita sátta, þar sem samnefnarinn er sá hvernig við tengjum okkur við heiminn og hvernig

heimurinn tengir sig við hugsjón.

Þannig mætti segja að myndirnar leiði af sér „viðbótarrými“ sem gætt er sérstökum sveigjanleika og hefur jafnframt

mikið táknrænt og tilfinningalegt gildi. Það er á þennan hátt sem ljósmyndun nær flugi og verður að vettvangi fyrir

tilraunir sem fela í sér allar hugsanlegar aðferðir til að sýna heiminn. Með því að hvetja okkur til að sjá hlutina með

öðrum augum er listamaðurinn að biðja okkur að skoða sinn heim — að smeygja okkur inn í hugsanagang einhvers

annars, annan persónuleika, aðra siðmenningu — um leið og hann hjálpar okkur að endurnýja upplifunina af okkar

eigin heimi. Öllum hefur dreymt um að vera einhver önnur manneskja, þótt ekki væri nema rétt aðeins nógu lengi til að

upplifa muninn. Það er bara eitt skref milli einstaklingsins og alls mannkynsins.

Eftir því sem listamennirnir verða hagvanari innan nýrra möguleika í samtímaljósmyndun taka þeir einnig að fást við

grundvallarhugtök á borð við ást, sættir, ofbeldi og æsku, auk hefðbundnari viðfangsefna einsog landslag og arki-

tektúr. Og þeir veigra sér ekki heldur við að reyna að fanga jafn heimspekileg og ósýnileg fyrirbæri og siðferðisgildi,

nánd, ókunnugleika og óskammfeilni, mannkynssögu og mannúð; frelsi, jafnrétti og bræðralag.

Notkun myndarinnar sem vinnurýmis í sjálfu sér ýtir undir sköpun mjög fjölbreytilegra verka, allt frá ósviknum klassísk-

um myndum til verka myndbrjóta: myndir af draumum, þjóðfræðilegar, heimspekilegar og félagsfræðilegar myndir

sem fjalla um spennu, hverfulleika, tóm og tilgangsleysi eða ætlunarverk og einbeittan vilja, myndir sem teknar eru í

skyndi eða uppstilltar og vandlega leikstýrt. Að auki bregður fyrir nýrri tilfinningu sem listamenn hafa fyrir litanotkun,

sjónarhornum, fegurð og fínleika, lýsingu og áferð. Allir þessir fletir birta okkur athyglisverðar leiðir til að vinna með

þennan miðil og gera listamanninum kleift að fanga stund og stað í kraftmiklum, skapandi ljósmyndaverknaði.

formáli

Alain Bublex

Nan Goldin

Cécile Hartmann

Hans Hemmert

Suzanne Lafont

Dominik Lejman

Yuki Onodera

Roman Opalka

Orlan

Philippe Ramette

Francois Rousseau

Yann Toma

Jean-Luc Vilmouth

Kimiko Yoshida

Page 4: Face à faces

Ala

in B

uble

x

Framsetning sjálfsins

Alain Bublex leitast ekki við að skapa listaverk í þeim skilningi að þau séu hlutir sem ber að velta fyrir sér. Hann vinnur að áætlunum og tillögum sem eru

settar fram með safni samsettra vísbendinga — „sennilegum og augljósum merkjum um að hlutur sé til“ — samkvæmt Larousse-orðabókinni. Það er því

engin nauðsyn að efnisgera hlut til að hann sé til. Þessi hugmyndasmiður og stórkostlegi samtímarýnir, sem áður var hönnuður hjá Renault, vinnur af innsæi.

Hugmyndir hans eru á skjön við viðtekna þekkingu. Verk hans, sem liggja milli uppspunans og sannleikans, eru fyndin, truflandi. Hann stillir upp hlutum

hlið við hlið á óvenjulegan og ögrandi máta og skipar þeim í annað hlutverk en þeim var upphaflega ætlað (hugmynd sem Marcel Duchamp fékk fyrstur) og

þannig kvikna mjög persónulegar, ljóðrænar uppspunnar sýnir þar sem fortíð, nútíð og framtíð ganga hver inn í aðra í samfellu.

Alain Bublex öðlaðist viðurkenningu fyrir færanlegar byggingareiningar sínar og ljósmyndir af ímynduðu borginni Glooscap. Hann hefur alltaf sýnt klæðnaði

sérstakan áhuga, vegna fantasíunnar um hið endanlega búsvæði sem „stæðist eyðingu tímans og gerði manni kleift að klæðast á sama hátt alla daga“.

Vegna þessa varð til myndasyrpan Garde-robes (Fatnaðir) þar sem hann „setur sjálfan sig fram“ í fötum eftir Yoji Yamamoto, á um það bil fimmtán lituðum

pappírsskuggamyndum í fullri líkamsstærð, sem hanga á veggjum sýningarsalarins. Þessar skuggamyndir af fatnaðinum mynda sjálfsmynd listamannsins,

enda þótt enginn hluti líkamans sé sýnilegur, og þótt þær séu sams konar að gerð og endurómi bara kjarnann í Yamamoto-stílnum. Ljósmyndir hans, sem

eru niðurstaðan af þessari íhugun um hið óefnislega og tímalausa, en eigi að síður sjálfsævisögulegs eðlis, gefa okkur færi á að ímynda okkur heillandi og

truflandi huglægni, á mörkum sértekningar.

dd

ur

19

61

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í Ly

on

Page 5: Face à faces

Nánd

Á níunda áratug tuttugustu aldarinnar var hin virta listakona Nan Goldin þegar farin að gera tilraunir til að fikra sig inn í nýja vídd í ljósmyndun með persónu-

legum, hrífandi, beinskeyttum og einstökum myndum. Verk hennar, sem stundum bera vitni um harmþrungna grimmd á mörkum hins óbærilega, segja

með óþægilegri nákvæmni sögur um ástir, vináttu og sjálfsmyndir og skrásetja með sínum hætti þá tíma sem við lifum. Að víkka hversdagstilveruna út

með skefjalausu raunsæi umbreytir myndavélinni í vitni fyrir lögsóknina á hendur frjálslyndri nánd, leik um sannleika eða áskorun þar sem bakhliðin á lífinu

— „vice versa“ lífsins — er afhjúpuð. Með þessum hætti stillir Nan Goldin okkur upp andspænis nöprum veruleika, sem kallar fram óreiðukenndar tilfinn-

ingar, en hún fer aldrei út í öfgar. Sjálfsmyndir hennar og portrettmyndir eru ætíð í tengslum við veruleikann. Ljósmyndir Nan Goldin leiða okkur rakleitt til

fundar við nándina í allri sinni nekt. Þær eru sálmar til lífsins sem vitna um ást hennar á sínum nánustu, á mannkyninu; þær sýna viðkvæmnisleg augnablik,

sársaukafullar aðstæður á sjúkrahúsum, veikindi, eiturlyf, kynhneigðir; þessi viðfangsefni eru alltaf sýnd á einstaklega fallegan hátt og án þess að farið sé yfir

strikið.

Nýleg verk hennar eiga rætur sínar í þeim eldri. Fyrst er hið raunverulega sett á skjön — til að fá yfirborðið til að blekkja svo komast megi að hinum innri

raunveruleika. Með því að færa þessa fölsun í stílinn leikur líkaminn eftir sömu leikreglum og ljósmyndunin, og af honum birtist lifandi mynd sem stafar frá

sér einstakri friðsældartilfinningu. Fyrir vikið skiptast augnablik hvíldar, íhugul andlit og líkamar með útrétta handleggi og fætur á við landslagsmyndir sem

eru hlaðnar seiðandi blæbrigðum. Portrettmyndirnar og sjálfsmyndirnar endurspegla hverjar aðrar og taka okkur tali í þögulli og kurteislegri samræðu.

Na

n G

old

inf

æd

d 1

95

3,

býr

og

sta

rfa

r í

Ne

w Y

ork

og

Pa

rís

Page 6: Face à faces

Sjálfsmynd helgimyndabrjótsins

Í meginatriðum nálgast Hans Hemmert viðfangsefni sín með því að endurskilgreina rýmið sem hann vinnur verk sín í. Til að raska því notar hann latex, loftið

og sjálfan sig á einkar frumlegan máta. Listamaðurinn er ljósmyndaður í abstrakt aðstæðum (án þess að nokkrir aðrir hlutir komi við sögu), eða á venjulegum

stöðum (í vinnustofu sinni, bílnum, o.s.frv.), umluktur formlausum massa sem gerður er úr stórri, þunnri, gulri latex-blöðru sem blásin er upp. Með því að nota

þennan hverfula og viðkvæma skúlptúr, sem hann hreiðrar um sig í, vefengir hann samspilið milli rýmis, yfirborðs og hlutar á mjög svo sveigjanlegan og

glettinn hátt. Inni í himnunni eru athafnir hans hversdagslegar, hann situr á mótorhjóli eða faðmar að sér konu. Hans Hemmert sviðsetur hið fáránlega, hið

afkáralega, mitt á meðal hins venjulega, og raskar þar með skynjun okkar. Þessi umbreyting á líkama hans undirstrikar afstæði allra aðstæðna með óræðum,

listrænum hætti, án þess að sjokkera áhorfandann. Þessar sjálfsmyndir helgimyndabrjótsins laumast að tvívíðum ljósmyndapappírnum og ráðast inn í rými

þrívíddarinnar, og setja þar með úr skorðum allar tilraunir til að setja efnisheiminum reglur.

Þegar horft er gegnum gáskann og kímnigáfuna á yfirborðinu, minna þessar myndir okkur á einlæga og kunnuglega samræðu, sem hreyfir við meðfæddri

sakleysiskennd okkar. Með ljósmyndum sínum hefur Hans Hemmert tekist að skapa einstæðan og stórkostlegan leikhús-alheim sem hefur heillað áhorf-

endur. List hans felst í leikjum, sviðsetningum og fantasíum (sbr. myndir hans af óvenjulegum en þó hefðbundnum gulum hlutum), sem eru til marks um

óvenjulega auðugt og fjölskrúðugt ímyndunarafl, og verk hans eru afar grípandi. En hvar nákvæmlega er Hans Hemmert?

Ha

ns

Hem

mer

tf

æd

du

r 1

96

0,

býr

og

sta

rfa

r í

Be

rlín

Dok

Skyndimyndir Cécile Hartmann draga einstaklinginn stöðugt í efa í sífellt hraðgengara og æ sundraðra samfélagi. Hún tekur myndir sínar aðallega í borgar-

landslaginu, af einsömlum manneskjum, sem bíða, sem doka um stund í manngerðu umhverfi sem virðist rétt eins sýndarverulegt og það er raunverulegt.

Við vinnu sína hefur hún tvær myndasyrpur að leiðarljósi: Les Médiateurs (Málamiðlarana), þar sem hún gómar heimilislaust fólk, kaupsýslumenn og farþega

á hreyfingu; og Les Zones (Svæðin) sem er safn mynda af svifbrúm, flugvöllum, almenningsgörðum o.s.frv. Yfirgengileg alvaran í þessum myndum, í bland

við óraunverulega liti, líktog í málverkum, vekur sterkar tilfinningar um óvissu. Straujaðir þvers og kruss af tímanum og stöðum á hreyfingu verða líkamarnir

að prenthæfu yfirborði þar sem félagslegur veruleiki og skáldskapur ganga í allt að því „lífrænt“ samband. Með ljósmyndum sínum kannar Cécile Hartmann

rými í huganum sem til þessa hefur verið órannsakað, rými þar sem heimur okkar tíma hefur verið „fegraður“, í sömu andrá lofsunginn og mölbrotinn í krafti

úthugsaðrar hreyfingar í ljósmynduninni, og í þessari listrænu tilraun afhjúpast útópísk sýn á heiminn okkar.

Cec

ile H

art

ma

nn

dd

19

71

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í P

arí

s

Page 7: Face à faces

Óhlutstæð áform

Dominik Lejman skilgreinir listina sem sýningu. Árið 1998 hóf hann að gera röð ljósmynda, The Luxury of survival (Sá munaður að komast af ), þar sem hann

varpaði vídeómyndum af nöktum líkömum (kornabörnum, börnum, dönsurum) á einlitan striga. Í þessu tilfelli er hvort um sig, líkamarnir og striginn, notað

sem algjörlega óháð og upprunalegt rými. Samsetning þeirra skapar röð af alheimum sem eru stöðugt að endurnýja sig, töfrandi og ljóðrænir, og sýna

stundum líka á sér grófari hlið. Þetta eru næstum því ósýnilegar vídeómyndir, því listamaðurinn krefst þess að þeim sé varpað upp í birtu, og uppstillingar

hans eru einstæðar: smásæjar mergðir verða að blómum; fólk á skautum rennir sér fyrir neðan eftirlitsþyrlu; gríðarstór dýr vekja undrun er þau stökkva af

spítalaveggjum (vídeómyndir, teknar í dýragarðinum í Gdansk, sem sýndar voru á háskólasjúkrahúsinu í Varsjá, í tengslum við átakið „List á sjúkrahúsum í

Evrópu“).

Með því að nota vídeótæknina, óáþreifanlega mynd, og láta mannslíkamann skipa öndvegi í hinni listrænu nálgun, leitast Dominik Lejman við að firra rýmið

og formið efnislegum eiginleikum sínum, sem er eitt af einkennandi markmiðum samtímalistarinnar. Í ljósmyndaverkum sínum hættir Dominik Lejman

jafnvel á að nota einnig líkama áhorfenda, hvort heldur sem þeir eru kvikmyndaðir eða ekki. Þessi leikur sem endurtekur sig gerir verkin að nokkurs konar

myndlíkingu af heiminum og mannverunni, ekki síður en leið til frelsunar, sem ryður nýjan veg að heillandi óhlutstæðri veröld. Þannig hefur list Dominiks

Lejman áhrif á blekkjandi, ómeðvitað, ákaflega einfalt og fíngert rými, leysir hugmyndir um portrettið og sjálfsmyndina úr viðjum sínum, til að þróa marg-

brotið og glæsilegt tungumál nýsköpunar.

dom

inik

Lej

ma

nf

æd

du

r 1

97

3,

býr

og

sta

rfa

r í

Va

rsjá

og

Ne

w Y

ork

á v

íxl

Page 8: Face à faces

Fagurfræði filmubútsins

Með því að vefengja tengslin milli texta og myndar, setur Suzanne Lafont hið tilfallandi eðli hlutanna í skurðpunkt ásamt óstöðugleika fyrirbæra og að-

stæðna. Með ljósmyndum og silkiþrykkmyndum og römmun, samsetningum sínum, notkun ljóss og skugga og viðhorfum fyrirsæta sinna, kannar hún

málverkið á Vesturlöndum og fer út í hugleiðingar um gleypni, eða gleypingu, stöðu áhorfandans frammi fyrir myndinni. Í myndaröðinni Embarras

(Óþægindi) samþættir hún nokkur sjónarhorn í einni mynd, í sundrun hins raunverulega þar sem nokkrar aðstæður, nokkrar hreyfingar, eru settar fram

í einu, og maðurinn virðist flæktur í þær: „Svo margar afstöður sem bera vitni um það sem kemur í ljós að eru óþægindi í bæði bókstaflegum og óeig-

inlegum skilningi.“

Í myndaröðinni Épisodes (Þættir) eru tengslin milli texta og myndar vefengd með því að stilla upp hlið við hlið litlum silkiþrykkmyndum, sem hver stendur

fyrir eitt orð, en öll röðin myndar myndræmu sem er sett upp í augnhæð. Upphafsstafur hvers orðs er settur á myndina þannig að einnig er hægt að lesa úr

þeim einum: Variable, Ordre, Rien, Miroir (Breyta, Regla, Ekkert, Spegill). Myndunum er komið þannig fyrir að orðin birtast sem myndatextar eða neðanmáls-

greinar við kvikmyndahandrit. Þessi vísun til kvikmynda nær enn lengra: skuggi persónu, sem varpað er á vegg, skerst hvað eftir annað í leikinn í daglegum

og fráleitari aðstæðum. Myndir Suzanne Lafont, samhljóma í ofgnótt sinni, eða á hinn bóginn ósamhljóma, afskræma mannveruna í leit að kjarna hennar,

„innsta sannleika hennar“. Vegna yfirgripsmikilla hugleiðinga um heiminn, sem kalla mætti sálgreinandi, eru verk hennar afar hugtakabundin og yfirbragð

þeirra í senn gáskafullt og alvarlegt, og sýna augljós tengsl við skriftir, en einkum og á ómeðvitaðan hátt vídd mannlegs rýmis-tíma, sem bæði er samtímaleg

og nær yfir lengri tíma.

Suz

an

ne

Lafo

nt

dd

19

49

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í P

arí

s

dd

19

62

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í P

arí

s

Ljósviðburður

Verk Yuki Onodera líkjast ljóðrænni frásögn sem sögð er með ljósmyndum. Listamaðurinn knýr okkur til að fara inn í sína raunsæju en samt bólstruðu veröld,

sem er þó jafn torræð og uppspretta kjarna verka hennar. Seiðmagn mynda er fólgið í því að þær fá okkur til að skynja óþekkta möguleika. Úr röð viðburða,

sem eru vandlega skipulagðir af listamanninum, streymir fram sjónræn hvítglóandi birta. Í myndaröðinni Transvest eru myndir sem klipptar eru úr tímaritum

og þær aflagar Onodera af nákvæmni, endurbyggir þær og gerir úr þeim „óþekkjanlegar portrettmyndir með óljósum útlínum, nánast í ætt við skrímsli

vegna margræðni sinnar; skuggamyndir sem hún varpar upp af sjálfri sér renna saman í portrett/sjálfsmynd.“

Með því að setja einhvern aðskotahlut í neðri hlutann á sinni „camera obscura“ og leyfa ljósgeisla að skína í gegn, einsog í myndasyrpunni sem ber heitið

Hvernig maður býr til perlu úr glerperlu, tekur ljósmyndarinn ekki bara mynd af „viðfangsefninu“ (fólksþvögur í þessari myndasyrpu) einsog ætla mætti. Hún

leiðir fram tilviljunina, sem er einmitt það sem blasir við okkur á litla hlutanum sem er hulinn. Eða einsog listamaðurinn orðar það: „Þessi ljósviðburður, sem

á óreglulegan máta endurspeglar það sem er til fyrir utan, greypir tálmyndina af heiminum í filmuna.“ Vinsældir Yuki Onodera í Japan eru án efa tilkomnar

vegna þess að í ljósmyndum sínum tekst henni að fanga þennan undarleika: grípa andrána, draumkennda en þó raunverulega, magnaða upp af þögulli,

dimmri, óskynjanlegri, alltumvefjandi nærveru hinna heillandi skuggamynda.

Yuk

i on

oder

a

Page 9: Face à faces

Rom

an

op

alk

af

æd

du

r 1

93

1,

býr

og

sta

rfa

r í

to

urn

on

d’A

ge

na

is

Memento Mori

Til að gera tíma tilvistar sinnar „sýnilegan“ hóf Roman Opalka árið 1965 að mála litlar hvítar tölur, frá 1 og áfram, á strigabakgrunn sem í upphafi var svartur, og

í hvert sinn sem hann byrjar á nýrri mynd bætir hann örlitlu hvítu í bakgrunninn og því lýsast myndirnar eftir því sem þeim fjölgar (þær skipta nú hundruðum

og bakgrunnurinn er orðinn ljósgrár) og á endanum verður bakgrunnurinn samlitur tölunum; hann tekur upp rödd sína þegar hann les númeraraðirnar eftir

hverja vinnutörn og svo tekur hann ljósmynd af andliti sínu. Á sýningum hans er jafnan þetta þrennt.

Fjórir áratugir eru liðnir frá því hann tók fyrstu sjálfsmyndina og enn er hann að: hrukkur hafa myndast og dýpkað, hárið sem setti svo mikinn svip á höfuðið

hefur þynnst og gránað svo það rennur saman við hvítan bakgrunninn. Draumsýn Romans Opalka er fólgin í spá um að hann muni deyja á þeirri stundu er

ekki verður hægt að greina hvítu tölustafina frá bakgrunninum; þegar portrettið af uppruna hans verður — þrátt fyrir listamanninn, eða vegna hans — orðið

að ásýnd vofu, eða helgimynd. Vinnuaðferðin, sem á sér rætur í konseptlistinni, veltur á samræmi og stöðugri kerfisbindingu. Sá ásetningur Opalka að halda

hugmyndinni nákvæmlega til streitu vekur enn aðdáun jafnt sem andúð. Þó er það einmitt hin algjörlega einstaklingsbundna hugmyndafræði þessara verka

hans — og að hann skuli nota sína eigin ásýnd og rödd, sem hvor tveggja breytist í tímans rás — sem hefur þau upp á stall skilaboða til alheimsins, og gerir

þau á sinn hátt að nútímalegu „memento mori“ (mundu að þú átt að deyja). Með þessari tjáningu sinni vígir Opalka nýja listræna braut og á henni heldur

hann áfram för sinni. Því handan við hið sýnilega gegnir ljósmyndun hans ekki lengur minnishlutverki, heldur er hún sönn birting á list sem er til marks um

hin afdráttarlausu skil milli módernískrar og samtímalegrar ljósmyndunar.

Page 10: Face à faces

orl

an

dd

19

47

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í P

arí

s, N

ew

Yo

rk o

g L

os

An

ge

les

Sjálfs-kynblöndun

Frá árinu 1964 og æ síðan hafa verk Orlan, sem er óvenjulega hugmyndaríkur listamaður, haft áhrif á ímyndunarafl fjöldans. Í sínum stórbrotnu ljósmynda-

gjörningum breytir hún iðulega líkama sínum í hráefni fyrir verk sín og fordæmir þær hömlur sem samfélagið leggur á mannslíkamann, sér í lagi líkama

kvenna. „List holdsins er samt sem áður sjálfsmynd í klassískri merkingu orðsins, en notast við tæknilega möguleika okkar tíma,“ skrifar hún. Minnast má

myndasyrpanna Corps-Sculpture (Líkams-skúlptúrar), sem og Sainte Orlan (Heilög Orlan), en ekki síður hinna frægu skurðaðgerða-gjörninga. Á sinn skoplega,

ýkta og heimspekilega hátt gera þessar kvikmynduðu skurðaðgerðir, sem var sjónvarpað beint í ýmsum löndum, okkur að áhorfendum að þeim breytingum

sem gerðar voru á andliti hennar með innsetningum á sílíkonígræðslum yfir gagnaugum hennar. Orlan skilgreinir listræna nálgun sína og gjörninga sem

„þrep í almennara ferli sem ýtir undir verk sem felur í sér könnun á nýjum strætum“. Hún býður okkur að taka þátt í öfgakenndri upplifun, að vera vitni að

formlegum, sjónrænum og nútímalegum krafti þess, sem svo aftur leiðir okkur að gagnrýnni greiningu, siðrænni og heimspekilegri umtáknun listaverksins,

rétt einsog fyrstu módernistarnir, svo sem Picasso og Matisse, ruddu braut að kúbismanum og abstraktlistinni.

Í myndaröðinni Sjálfs-kynblöndun leggur Orlan undir sig erkitýpur og serimóníur fegurðar frá í fornöld og steypir saman sínu evrópska kvenandliti, sem

þegar ber kennimerki þeirra nútímalegu breytinga sem gerðar hafa verið á því, og grímum, etnógrafískum ljósmyndum og styttum frá ýmsum frumstæðum

menningarheimum. Þessi sjónræni sambræðingur er svo enn fremur undirstrikaður með heitum verkanna. Máttur myndarinnar sem birtist með þessum

hætti ýtir okkur inn í innblásið „handan“, „útljómun“ sjálfsmyndarinnar – sem á hinn bóginn kastar okkur miskunnarlaust inn í torræðan kjarna verksins, þar

sem skúlptúr, málverk og gjörningur renna saman í eitt, þar sem ný skipan fegurðarinnar er í mótun. Þessi viðbótarvídd verksins leiðir á áhrifaríkan hátt í ljós

sjónræn lögmál sem hafa til þessa verið óþekkt: ljósmyndun margháttaðra tilrauna, með þá furðulegu sýn að leiðarljósi að sjónræn nærvera og sýndarnánd

byggist á holdinu, list stöðugra stökkbreytinga, nýjum skilningi á myndinni.

Ph

ilip

pe

Ra

met

tef

æd

du

r 1

96

1,

býr

og

sta

rfa

r í

Pa

rís

Hreinsun

Síðastliðin fimmtán ár hefur Philippe þróað list sína í tengslum við hönnun og gerð hluta sem krefjast nánari íhugunar. Þessi verk líkjast oft tækjum eða

kerfum sem eru upphugsuð til að hægt sé að framkvæma í verki það sem menn láta sér alla jafna nægja að hugsa bara um. Þótt Philippe Ramette skilgreini

sjálfan sig fyrst og fremst sem myndhöggvara, varð ljósmyndun snemma snar þáttur í verkum hans, sem eins konar vitnisburður, þar sem hann sviðsetur

sjálfan sig og stillir sér upp einsog notanda þeirra hluta sem hann hefur skapað. Núna er ljósmyndunin yfirvarp fyrir alls konar tilraunir og prófanir. Svo virðist

sem til lengdar litið hafi þessir „hlutir“, þessi „dularfullu tæki“, þróast út í gervilimalausnir. Þar með gefst listamanninum færi á að láta verða að veruleika þann

uppspuna sem hann hannar í smáatriðum, og ennfremur gefst honum laus taumur til að þróa frumlegar ljósmyndauppstillingar þar sem hann gerir tilraunir

með stellingar sem storka lögmálum um þyngdarleysi.

Einsog Paul-Hervé Parsy hefur bent á „felast raunveruleg hamskipti í verkum Philippes Ramette, sem gera honum kleift að komast nær frelsi sínu, meðan

hann gerir úttekt á draumum og takmörkunum hins mannlega ástands“. Hjá listamanninum snýst þetta um að staðsetja sig við vissar aðstæður, reiða sig á

ímyndunaraflið og prófa einhverja sterka kennd við raunverulegar aðstæður þar sem hin röklega framvinda er nánast útópísk. Útkoman er ljósmyndasvið-

setning, tjáning sem styðst við hið fáránlega svo jaðrar við vafasama ósvífni, nálgast sjálfsháð sem ber keim af depurð, óvenjuleg sjálfsmynd. Með því að virða

fyrir okkur hinar stórfurðulegu myndir Philippes Ramette býðst okkur tækifæri til að upplifa nokkurs konar samtímalega hreinsun.

Page 11: Face à faces

fra

nço

is R

ouss

eau

dd

ur

19

67

, b

ýr o

g s

tarf

ar

í P

arí

s

Líkamslandslag

François Rousseau starfaði við gerð auglýsinga en hóf að þróa list sína árið 1996. Í verkum hans birtist einstaklega tilkomumikil sýn á mannslíkamann. Með

meistaralegum tökum á hinu sjónræna — í meðferð lita og rýmis — en þó án þess að beita brögðum, og með því að taka vel eftir hinu viðkvæma í tengslum

við mannslíkamann, sýnir hann mjög óvenjulegan flöt á list ljósmyndunarinnar.

Listamaðurinn þróar — „handan luktra dyra“ ef svo má segja — myndræn rými, sem öll eru „svipuð“ á vissan hátt; líkamarnir, andlitin á fyrirsætunum líta eins

út, líktog íþróttamenn og kvikmyndastjörnur. Listamaðurinn hefur Marilyn Monroe (sem táknmynd) að fyrirmynd og tekur af sama ákafa á hinum táknræna

mætti myndarinnar og myndvænleikanum (þeim sjálfsprottna eiginleika að myndast vel), sem sprettur af ákveðinni fágun fegurðarinnar sem óumdeilan-

legs tækis í samfélagi nútímans. Þetta sköpunarferli, þessi blöndun gagnrýni og tjáningarfrelsis, er undirstaðan í öllum myndrænum innsetningum hans,

þannig að úr verða sannkallaðar freskur sem búa yfir óvenjulegum krafti. Myndir François Rousseau eru lausar við hvers kyns yfirgengileg tákn, þær eru undir

siðferðisgildum samfélagsins komnar um leið og þær fara út yfir mörk þeirra.

Page 12: Face à faces

Ég sjálfur sem…

Verk Jean-Lucs Vilmouth taka á sig margvíslegar myndir, frá uppstillingum á tilbúnum hlutum (Ready-mades), sem eiga í fullu tré við verkin eftir Duchamp,

til hönnunar á „rýmum fyrir veislugleði“, einsog Café Reflets í Espace Cerise í París. Fyrir þennan stað ímyndaði hann sér upplýst loft sem endurspeglaðist í

gríðarstóru spegilborði þar sem allir gætu séð sjálfa sig í gegnum mósaík ljósmynda af gluggum húsa í hverfinu. Segja má að flokka megi verk listamannsins

undir mótsagnir, þar sem allir byggingarstílarnir eru barmafullir af manngæsku meðan manneskjan sjálf er fjarverandi, og manni finnst sem maður sé inni

og úti í senn, finnur til forvitni og tómlætis.

Það er fólgin í því viss kímnigáfa, í röð sjálfsmynda sem er titluð Ég sjálfur sem…, að Jean-Luc Vilmouth tekur þá áhættu að láta sjálf sitt taka hamskiptum

undir áhrifum frá byggingum í bakgrunninum. Þessi myndaröð var upphaflega gagnrýni sem var innblásin af hugmyndinni um „ameríska drauminn“: að eiga

hús, búa við sýnilegt ríkidæmi og njóta velgengni almennt. Nú hefur hún verið útfærð til notkunar á öðrum stöðum, í öðru samhengi. Í þessari myndaröð

er listamaðurinn í nánu og margræðu sambandi við þá sem samþykkja að taka þátt í þessum félagslega og siðferðilega leik með því lána flíkurnar sínar í

verkefnið. Að smeygja sér inn í hugsanagang einhvers annars, annan persónuleika, aðra siðmenningu; hver myndi dirfast að segja að sig hefði aldrei dreymt

um að vera einhver önnur manneskja, bara rétt nógu lengi til að upplifa muninn? Það er ekki nema eitt skref milli einstaklingsins og alls mannkynsins. Er

Jean-Luc Vilmouth að leggja allan þunga heimsins á herðar sínar?

Jea

n-L

uc V

ilmou

thf

æd

du

r 1

95

2,

býr

og

sta

rfa

r í

Pa

rís

Page 13: Face à faces

Ya

nn

tom

af

æd

du

r 1

96

9,

býr

og

sta

rfa

r í

Pa

rís

Uppspuni

Ljósmyndir Yanns Toma eru uppspunnin einstaklingseinkenni. Samt sem áður verðskuldar þessi hálærði listamaður nokkra kynningu vegna sinnar ein-

stæðu listrænu nálgunar. Yann Toma er sérfræðingur í sameiginlegu minni — samanber leiðarstef hans, En cas d’oubli, prière d’en faire part (Ef þú gleymir, láttu

þá vita) — og með samblandi kímnigáfu og ástríðu rekur hann fyrirtækið Ouest-Lumière (Vestur-ljós) sem hann keypti árið 1991, en nafn þess og vörumerki

voru þá fyrir löngu orðin almenningseign ef svo má segja. Fyrirtækið Ouest-Lumière, sem stofnað var árið 1905, var fram til ársins 1946 eitt helsta einka-

fyrirtækið í framleiðslu og dreifingu rafmagns í París. Fyrir hartnær fimmtán árum breytti Yann Toma því í konsept: uppspunnið fyrirtæki sem framleiðir

ekkert umfram „listræna orku“. Það er uppbyggt einsog hvert annað hefðbundið fyrirtæki, þótt reyndar sé forstjóri þess skipaður til lífstíðar, og í dag hefur

það, í skopstældum skipulagspýramída, á að skipa tólf manna framkvæmdanefnd, 140 deildarstjórum, 90 fulltrúum, og um það bil 100.000 áskrifendum.

Forgangsatriði númer eitt hjá fyrirtækinu er: Verum alltaf „í vestri“, niðursokkin í eins konar fjarveru til frambúðar.

Listaverkið, þar sem rammi og frjór efniviður eru nauðsynlegur hluti af konseptinu, er niðurstaðan af röð viðburða, sem eiga það sameiginlegt að í þeim öll-

um er mannslíkamanum stillt upp þannig að einstaklingurinn er augliti til auglitis við sjálfan sig. Í Les Flux radiants (Geislandi streymi), stórum ljósmyndum

sem gerðar voru með því að nota þá tækni „rýmisgeislaritunar“ sem Man Ray hafði svo miklar mætur á, Les Sommeils (Svefn), Les Extases (Alsæla) sem og í

Les Crimes sur commande (Glæpir eftir pöntun), stillir listamaðurinn upp áhugasömum einstaklingum sem eru „heilbrigðir á líkama og sál“ og ljósmyndar

þá. Í þessum tilfellum eru ljósmyndirnar ávextir vandlegrar íhugunar sem ber vott um mikla hugmyndasmíði, þær eru niðurstaða gjörnings sem er fyrirfram

ákveðinn og uppspunninn í senn. Af þessu sambandi milli raunveruleika og blekkingar sprettur fegurð sem er bæði undarleg og einstæð.

Abstrakt kraftar

Kimiko Yoshida „líkir eftir sjálfri sér“ með því að setja upp andlitsblæjur, alls konar grímur og þjóðlegan höfuðbúnað. Hún umbreytir sér með, að því er

virðist, hefðbundnum andlitsfarða og mjög látlausum og grafískum búningum, einkum og sér í lagi hvítum. Hún ummyndar eða hefur sig yfir helgisiði og

goðsagnir; notar hrísduft geisjunnar eða liti — svartan, bláan, rauðan — til að hylja andlit sitt. Með þessum umbreytingum skapar listamaðurinn rými sem

hún hefur úthugsað vandlega og um leið birtist afar sérstök tegund spennu sem merkja má í samtímaljósmyndun. En hún snertir líka við skilningarvitum

okkar, tilfinningum okkar, samvisku okkar og birtir okkur þannig skýrari sýn á mannlegt siðferði og í leiðinni gefur hún út yfirlýsingu um sitt eigið frelsi. Þessi

röð sjálfsmynda, sem hlaðnar eru abstrakt kröftum, „leitast við að sýna hina torræðu fjarvídd hugans“.

Sjálfsmyndirnar hafa að geyma fjölda þversagna þar sem mismunandi merkingar taka hver við af annarri, stundum dramatískar, tvísýnar eða mót-

sagnakenndar, hlaðnar sértækum og heilögum kennileitum. Þær mynda flokk skáldaðra persónueinkenna, sem áhorfandinn getur gert að sínum eigin,

þótt listamaðurinn hafi raunar hugsað sér þau sem innri einræðu. Nægir þetta til að skýra hvers vegna Kimiko Yoshida vekur hjá okkur svo magnaðar

tilfinningar?

dd

19

63

, h

efu

r b

úið

og

sta

rfa

ð í

Pa

rís

síð

an

19

95

Kim

iko

Yos

hid

a

Page 14: Face à faces

• ALAIN BUBLEX Tentative #15 Garde-Robes 403 B&W 2 75 x 65 sm, 2003 Tentative #15 Garde-Robes 403 B&W 1 75 x 50 sm, 2003Tentative #15 Garde Robe 1295 B&W 16A 75 x 50 sm,1995Silfurlamínering á álplöturMeð leyfi Georges-Philippe & Nathalie Vallois, París

• NAN GoLdINEdition of 3 Self-Portrait on the rocks, Levanzo, Sikileyjum 101,5 x 70 sm, 1999Charlotte et Marianne Watching Sunset Christmas Eve, Sète 152,5 x 101,5 sm, 2003CibaprentMeð leyfi Galerie Yvon Lambert, Paris

• CECILE HARtMANNHomeless 1 120 x 80 sm, 2001 Bleksprautuprentun á litaðann Arche pappírBusiness 1 120 x 80 sm, 2003 Homeless 2 120 x 80 sm, 2003 Bleksprautuprentun á Arche pappírStock Exchange 1

• HANS HEMMERtMona et Sessel 75 x 100 sm, 1998 Umhängetasche 100 x 75 sm, 1998LitprentunMeð leyfi gallerí Gebauer, Berlín

• SUZANNE LAfoNtM.I.R.O.I.R — Série Episodes 2001Silkiprentun á PVC Hvert verk: 48,5 x 68 sm Heildarstærð: 300 x 68 smMeð leyfi gallerí Anne de Villepoix, París

• doMINIK LEJMANDiscrétion conditionnelle 1 100 x 100 sm, 2000Discrétion conditionnelle 3 100 x 100 sm, 2000Discrétion conditionnelle 2 100 x 100 sm, 2000 LitprentunMeð leyfi Luxe Gallery, New York

• YUKI oNodERAHow to make a pearl n° 20 80 x 120 sm, 2000How to make a pearl n° 23 80 x 120 sm, 2000How to make a pearl n° 33 80 x 120 sm, 2001Svarthvítt silfurprent á barítpappírMeð leyfi gallerí RX, París

• RoMAN oPALKA 1965/1 – ∞ Détail 2780351 (1)1965/1 – ∞ Détail 5029563 (12) 1965/1 – ∞ Détail 5031399 (13) 1965/1 – ∞ Détail 5033941 (14) 1965/1 – ∞ Détail 5035011 (15) 1965/1 – ∞ Détail 5037053 (16) 1965/1 – ∞ Détail 5039122 (17) 1965/1 – ∞ Détail 5047009 (18)Hvert verk: 24 x 30,5 sm

• oRLANRefiguration/Self Hybridation précolombienne n°9 100 x150 sm, 1998Refiguration/Self Hybridation précolombienne n°14 100 x150 sm, 1998Refiguration/Self Hybridation précolombienne n°9 100 x150 sm, 1998 Cibaprenttæknileg aðstoð: Pierre Zovilé Með leyfi gallerí Michel Rein, París

• PHIL IPPE RAMEttEContemplation irrationnelle 120 x150 sm, 2003Paresse irrationnelle 120 x150 sm, 2003Inversion de pesanteur 120 x150 sm, 2003Með stuðningi frá Grimaldi forum, MónakóLitprentLjósmyndun: Marc domageMeð leyfi gallerí Renos Xippas, París

• fRANCoIS RoUSSEAUHabibi, Backs - #462647-12 120 x 100 sm, 2002Habibi, The realease figure 1 detail - #462 647-8 150 x 120 sm, 2002 Habibi, Means My Love #3 - #460869-6/53 120 x 150 sm, 2002LitprentMeð leyfi gallerí Martin du Louvre, París

• YANN toMAAffaire du Louvre — Crime du jeune Hervé M. 176 x 200 sm, 2000Affaire de la rue de la tour d’Auvergne — Crime de Marianne L.M. 176 x 200 sm, 2001Affaire de la rue des Arquebusiers — Crime de Frédéric B. 176 x 200 sm, 2000Svart/hvít prentunMeð leyfi gallerí Patricia dorfmann, París

• JEAN-LUC VILMoUtHMyself as K.F. Tokyo 120 x 80 sm, 2002Myself as B.H. Los Angeles 120 x 80 sm, 2000Myself as S.V. Région de Phnom Penh 120 x 80 sm, 2004 Litprent

• K IMIKo YoSHIdALa Mariée shinto 120 x120 sm, 2002La Mariée divine en oraison 120 x120 sm, 2003 La Mariée japonaise 120 x120 sm, 2003La Mariée en masque de soi 120 x120 sm, 2002Litprent

Listaverkaskrá