Þetta er framtíðinsli felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (auður hauksdóttir, 2009, bls....

109
i Þetta er framtíðin Viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í tungumálakennslu Gísli Felix Bjarnason

Upload: others

Post on 08-Jun-2020

9 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

i

Þetta er framtíðin Viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu

Gísli Felix Bjarnason

Page 2: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir
Page 3: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

i

Þetta er framtíðin

Gísli Felix Bjarnason

30 eininga lokaverkefni

sem er hluti af

Magister Educationis-prófi í menntunarfræði

Leiðsögukennari

Finnur Friðriksson.

Kennaradeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Akureyri, Maí 2017

Page 4: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

ii

Titill: Þetta er framtíðin. Viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu.

Stuttur titill: Þetta er framtíðin.

30 eininga meistaraprófsverkefni sem er hluti af Magister Educationis-

prófi í menntunarfræði.

Höfundarréttur © 2017 Gísli Felix Bjarnason

Öll réttindi áskilin

Kennaradeild

Hug- og félagsvísindasvið

Háskólinn á Akureyri

Sólborg, Norðurslóð 2

600 Akureyri

Sími: 460 8000

Skráningarupplýsingar:

Gísli Felix Bjarnason, 2017, meistaraprófsverkefni, kennaradeild, hug- og

félagsvísindasvið, Háskólinn á Akureyri, 97 bls.

Prentun: Prentverk

Selfossi, 20. maí, 2017

Page 5: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

iii

Ágrip

Haustið 2014 hóf rannsakandi vettvangsnám í tengslum við meistaranám sitt í

menntunarfræðum. Í viðkomandi skóla var hafin innleiðing á rafrænum

kennsluháttum og í kjölfarið kviknaði sú hugmynd að helga rannsókn

meistaraverkefnisins hinu nýja rafræna kennsluumhverfi og svara

rannsóknarspurningunni „Hver eru viðhorf nemenda á unglingastigi til

rafræns námsumhverfis í tungumálakennslu?“

Rannsóknin var framkvæmd veturinn 2016-2017 og var tvíþætt; annars

vegar var framkvæmd megindleg spurningakönnun og hins vegar var tekið

eitt rýnihópaviðtal við sex nemendur. Rannsókninni var ætlað að svara

rannsóknarspurningunni. Spurningakönnunin var framkvæmd fyrst og og var

spurningunum skipt í 4 þemu; almennt viðhorf til rafræns námsumhverfis

ásamt viðhorfi til rafræns námsumhverfis í tungumálakennslu og annarra

einstakra námsgreina, viðhorf nemenda gagnvart google classroom

námsumsjónarkerfinu, mat á mikilvægi gæða netsambands og hvaða fartækni

nemendur telja henta best í rafrænu námsumhverfi. Niðurstöður

spurningakönnuninnar voru síðan notaðar til að móta viðtalsramma

rýnihópaviðtalsins sem var ætlað að skýra nánar niðurstöður hennar.

Niðurstöðurnar gáfu vísbendingar um að talverður meirihluti þátttakenda

hefði jákvæða upplifun af rafrænu námsumhverfi í tungumálakennslu og

rafrænu námsumhverfi almennt. Almenn ánægja virðist vera með Google

Classroom námsumsjónarkerfið og nemendur töldu gæði netsambands skipta

miklu máli. Þegar spurt er að því hvert þessara tækja henti best við námið

vekur nokkra athygli að 65,2% telja fartölvuna henta best en 28,3% telja

spjaldtölvu hentugasta kostinn en einungis 6,5% telja snjallsímana best til

þessa fallna. Þessar niðurstöður benda til þess að rafrænt námsumhverfi sé

spennandi og álitlegur kostur í augum nemenda sem standi nær þeirra

veruleika í nútímasamfélagi.

Page 6: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

iv

Abstract

During my field work for my Masters of Education Studies in the fall of 2014

I got acquainted with a development project where the school was

implementing Ipads and ITC in their work. In the process I came up with my

thesis which was to examine the students’ attitudes and thereby find answers

to the research question: “What is the teenage student’s perspective of the use

of ICT in language learning”? The research was carried out in the winter of

2016/2017 and was twofold, both a quantitative survey and qualitative

interviews with six students. The goal was to answer the research question.

The questionnaire was done first and it was divided into four themes, general

view of the ICT environment and teenage student’s perspective of the use of

ICT in language learning and specific subjects, students’ opinion of the

Google Apps for Education learning management system, the importance of

a good internet connection and what kind of devices are most suitable for

ICT learning from the students’ perspective. The results from the survey

questionnaire were then used to form the questions for the qualitative

interviews which were intended to get a clearer picture of the outcome. The

results indicated that the majority of participants had a positive outlook in

general of the use of ICT in language learning. They enjoyed the use of

Google Classroom as a learning management system and they also thought

that a good internet connection was vital. When asked what kind of devices

were best suited, 65.2% said that laptop computers were best but 28.3%

thought that tablets were the preferable option. In conclusion there are strong

signs that ICT in schools is an exciting option and closer to young people’s

reality in the modern society.

Page 7: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

v

Formáli

Verkefni þetta er 30 eininga meistaraprófsverkefni til fullnaðar M.Ed.-prófi í

menntunarfræði - efsta stigs, við Háskólann á Akureyri. Leiðsögukennari var

Finnur Friðriksson, dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Finni

kann ég miklar þakkir fyrir góða leiðsögn, hvatningu og stuðning.

Stjórnendur, kennarar og nemendur unglingastigsins í skóla þeim sem

rannsóknin fór fram fá einnig bestu þakkir fyrir að hafa gert þessa rannsókn

mögulega. Að lokum færi ég eiginkonu minni, Sigríði Árnadóttur, þakkir

fyrir ómælda þolinmæði, hvatningu, skilning og stuðning meðan á námi mínu

stóð.

Page 8: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir
Page 9: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

vii

Efnisyfirlit

Myndir ...........................................................................................................ix

1.Inngangur.................................................................................................... 1

2. Saga ensku- og dönskukennslu á Íslandi ................................................. 3

2.1Frá fornum málum til nýrra ................................................................... 3

2.2 Þróun tungumálakennslu í grunnskólum .............................................. 5

2.3 Erlend tungumál í aðalnámskrá ............................................................ 8

2.4 Samantekt ........................................................................................... 10

3. Kennsluaðferðir tungumála ................................................................... 11

3.1 Málfræði- og þýðingaraðferðin .......................................................... 12

3.2 Beina aðferðin .................................................................................... 13

3.3 Hlustunar- og talaðferðin ................................................................... 14

3.4 Tjáskiptaaðferðir ................................................................................ 15

3.5 Samantekt ........................................................................................... 16

4. Rafrænt námsumhverfi........................................................................... 17

4.1 Upplýsingatækni í skólastarfi ............................................................. 18

4.2 Tækni í nútímaskólasamfélagi ........................................................... 20

4.2.1 Fartækni í skólastarfi ............................................................ 21

4.2.1.1 Rannsóknir á fartækni og rafrænu námi ............................. 23

4.2.2 Námsumsjónarkerfi ............................................................... 26

4.2.3 Tölvustutt tungumálanám ..................................................... 28

4.3 Samantekt ........................................................................................... 30

5. Aðferðafræði ............................................................................................ 31

5.1 Rannsóknarspurning ........................................................................... 31

5.2 Rannsóknaraðferð .............................................................................. 31

5.3 Þátttakendur ....................................................................................... 33

5.4 Gagnaöflun og gagnagreining ............................................................ 34

5.4.1 Megindleg rannsókn ............................................................. 34

Page 10: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

viii

5.4.2 Eigindleg rannsókn .............................................................. 35

5.4.3 Viðtöl ................................................................................... 36

5.5 Réttmæti ............................................................................................ 37

5.6 Siðferðileg atriði ................................................................................ 38

6. Niðurstöður ............................................................................................. 40

6.1 Niðurstöður megindlegrar rannsóknar............................................... 40

6.1.1 Þátttakendur ......................................................................... 40

6.1.2 Viðhorf til rafræns námsumhverfis ...................................... 42

6.1.3 Google Classroom ................................................................ 49

6.1.4 Mikilvægi netsambands ....................................................... 51

6.1.5 Viðhorf til fartækni ............................................................. 53

6.2 Niðurstöður eigindlegrar rannsóknar ................................................ 58

6.2.1 Viðhorf til rafræns námsumhverfis ...................................... 59

6.2.2 Viðhorf til rafræns námsumhverfis í tungumálanámi .......... 60

6.2.3 Mikilvægi netsambands ....................................................... 61

6.2.4 Google Classroom ................................................................ 62

6.2.5 Viðhorf til fartækni .............................................................. 63

6.3 Samantekt á megindlegum hluta rannsóknar..................................... 64

6.4 Samantekt á eigindlegum hluta rannsóknar....................................... 65

7. Umræður og samanburður á eigindlegri og megindlegri

rannsókn................................................................................................. 66

7.1 Rafrænt námsumhverfi ...................................................................... 66

7.2 Rafrænt námsumhverfi í tungumálakennslu...................................... 67

7.3 Mikilvægi netsambands..................................................................... 69

7.4 Google Classroom ............................................................................. 69

7.5 Viðhorf til fartækni ........................................................................... 70

7.6 Samantekt .......................................................................................... 71

8. Lokaorð ................................................................................................... 72

Heimildir ..................................................................................................... 74

Fylgiskjöl ..................................................................................................... 84

Page 11: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

ix

Myndir

Mynd 1 Kyn þátttakenda ............................................................................... 41

Mynd 2 Bekkjardeild ..................................................................................... 41

Mynd 3 Hvernig líkar þér við rafræna námið í skólanum? ........................... 42

Mynd 4 Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram með rafræna námið? ...... 43

Mynd 5 Telur þú að rafrænt nám eigi eftir að aukast í skólum í

framtíðinni? .............................................................................. 44

Mynd 6 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í stærðfræðikennslu? ............ 45

Mynd 7 Hvernig finnst þér rafræna námið henta í náttúrufræðikennslu ....... 46

Mynd 8 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í

samfélagsfræðikennslu? ............................................................ 47

Mynd 9 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í íslenskukennslu? ................ 48

Mynd 10 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í

tungumálakennslu?(ensku-og dönskukennslu) ......................... 49

Mynd 11 Hvernig finnst þér að nota Google classroom

námsumhverfið? ....................................................................... 50

Mynd 12 Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram að nota Google

classroom námsumhverfið? ...................................................... 51

Mynd 13 Hversu mikilvægur þáttur telur þú að gott netsamband sé í

rafrænu námi? ........................................................................... 52

Mynd 14 Hversu gott netsamband er í þínum skóla að þínu mati? ............... 53

Mynd 15 Hversu mikið finnst þér þú nota fartækni (spjaldtölvur, símar,

fartölvur) í náminu? .................................................................. 54

Mynd 16 Hvaða tæki notar þú helst við rafræna námið? .............................. 55

Mynd 17 Hvaða tæki telur þú henta best við rafræn námið? ........................ 56

Mynd 18 Notar þú þitt eigið tæki í rafræna náminu? .................................... 56

Mynd 19 Ef þú svarar nei í spurningu 18 hvað notar þú þá? ........................ 57

Mynd 20 Hversu mikilvægt finnst þér að allir nemendur hafi aðgang að

samskonar tæki? ....................................................................... 58

Page 12: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir
Page 13: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

1

1.Inngangur

Tækniframfarir í heiminum hafa verið miklar undanfarna áratugi.

Tölvutæknin og snjalltæki eins og spjaldtölvur og snjallsímar eru að verða

sífellt stærri hluti af tilveru okkar. Við sem erum komin yfir miðjan aldur

þekkjum tilveru án þessarar tækni en nemendur grunn- og framhaldsskóla

landsins gera það flestir ekki.

Haustið 2014 hóf ég vettvangsnám í tengslum við meistaranám mitt í

menntunarfræðum. Ég varð þess fljótlega var að sumt hafði ekki mikið breyst

á þeim áratugum síðan ég var sjálfur í grunnskóla þrátt fyrir að tæknin hafi að

einhverju leyti hafið innreið sína í skólanum. Skólinn hafði tveimur árum

áður hafið vegferð sína í átt að rafrænum kennsluháttum með kaupum á

fyrstu snjalltækjum sínum. Örlögin höguðu því þannig til að ég tók að mér

dönskukennslu við skólann samhliða náminu og var fljótlega í framhaldi

beðinn um að vera hluti af snjallteymi hans. Skólinn byrjaði á því að

skipuleggja tvær rafrænar vikur á hverri önn hjá 8.-10. bekk þar sem allar

námsbækur voru lagðar til hliðar og námsefni var lagt fyrir og unnið rafrænt.

Nú tæpum þremur árum síðar er vægi rafrænna kennsluhátta að verða sífellt

veigameira í skólanum þá sérstaklega í tungumálakennslu hans.

Í framhaldi af þessari vegferð skólans kviknaði sú hugmynd að helga

meistaraverkefni mitt því að kanna viðhorf nemenda til hins nýja rafræna

námsumhverfis í tungumálakennslu sem er að ryðja sér til rúms í skólum

landsins. Í þessari ritgerð verður reynt að svara rannsóknarspurningunni.

„Hver eru viðhorf nemenda á unglingastigi til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu?“ Hér verður leitast við að kanna hvort að hinar breyttu

áherslur og nýju kennsluaðferðir séu til þess fallnar að vekja áhuga með

nemendum ásamt því að svara rannsóknarspurningunni.

Markmið rannsóknarinnar er að rannsaka viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfis í tungumálakennslu, það er að segja dönsku- og

enskukennslu. Ástæða þessarar afmörkunar við kennslu hinna erlendu

tungumála er sú að innleiðing hinna nýju kennsluhátta í skólanum er einna

lengst komin þar. Þar sem úrtakið er lítið og takmarkast við aðeins eina

stofnun þá er alhæfingargildi rannsóknarinnar afar takmarkað. Engu að síður

mætti ætla að rannsóknin geti gefið vísbendingar um viðhorf nemenda til

Page 14: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

2

rafrænna kennsluhátta almennt sem getur hjálpað til við innleiðingu þeirra í

viðkomandi skóla sem og öðrum skólum.

Fræðimenn hafa bent á að erlend tungumál hafa verið Íslendingum

mikilvæg í samskiptum við fólk af öðru þjóðerni. Hvort sem um er að ræða

viðskipti eða önnur almenn samskipti þá færir aukin þekking á

menningarheimi og tungumáli annarra þjóða okkur nær hvert öðru. Við

landnám og fyrst á eftir var talið að Íslendingar gætu notað eigið tungumál til

samskipta við nágranna sína á norðurslóðum. Þegar kom fram á 14. öld hafði

þróun tungumálanna gert það að verkum að samskipti manna á milli byggðist

fyrst og fremst á kunnáttu í erlendum tungumálum. Bent hefur verið á að í

upphafi hafi Íslendingar lært erlend tungumál af sjálfsdáðum, en með stofnun

skólanna varð tungumálakennsla stór hluti í starfsemi þeirra. Að margra mati

er skilvirk tungumálakennsla með kennarann og menntun hans í forgrunni

forsenda árangursríkrar tungumálakennslu, þar sem kennarinn skipuleggur

kennsluna í takt við þróun hugmynda og kenninga þegar kemur að

námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður

Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9).

Þrátt fyrir þróun tungumálakennslunnar hefur verið bent á að

tungumálakennsla á Íslandi sé of einhæf og einkennist fyrst og fremst af

málfræði og gamaldags vinnubókarvinnu. Nemendur benda á að

kennsluaðferðir þurfi að vera nútímalegri og kennsluefni eigi að vera

tengdara málefnum líðandi stundar. Þeir benda einnig á að nýta mætti efni

líkt og fréttir, kvikmyndir og sjónvarpsþætti til þess að bæta færni í þessum

þáttum ( Auður Hauksdóttir, 2007a, bls. 167).

Ritgerð þessi er lokaverkefni til M.Ed.-prófs frá Háskólanum á Akureyri.

Í fræðilega hluta ritgerðarinnar verður farið yfir sögu ensku- og

dönskukennslu á Ísland og litið á kennsluaðferðir sem henni tengjast. Í

framhaldi af því verður fjallað um hvað felst í hugtakinu rafrænt

námsumhverfi og stiklað á stóru í sögu upplýsingatækni í skólastarfi. Því

næst verður litið á hvernig tækniþróun síðustu ára hefur nýst í

skólasamfélaginu og að lokum verður litið á tölvustutt tungumálanám. Í

aðferðafræðihluta verksins verður fjallað um val á rannsóknaraðferðum og

niðurstöður þeirra kynntar, en gagna var aflað annars vegar með

rýnihópaviðtali við nemendur og hins vegar með rafrænni spurningakönnun.

Fjallað verður um niðurstöður rannsóknanna og þær að lokum bornar saman

við sambærilegar rannsóknir og ályktanir dregnar af þeim. Lítum þessu næst

stuttlega á sögu ensku- og dönskukennslu á Íslandi.

Page 15: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

3

2. Saga ensku- og dönskukennslu á Íslandi

Bent hefur verið á að kennsla erlendra tungumála í skólum landsins á sér

ekki langa sögu og þeir Íslendingar sem á annað borð lærðu erlend tungumál

hafi lengi vel lært erlend tungumál af sjálfsdáðum án formlegrar kennslu

sökum þess hversu seint skólar hófu starfsemi sína hér á landi. Jafnframt

hefur verið bent á að eftir landnám hafi landsmenn fyrst um sinn getað gert

sig skiljanlega á eigin tungumáli í samskiptum við aðrar norðurlandaþjóðir.

Þetta breyttist á þrettándu og fjórtándu öld þegar tungumál norrænu þjóðanna

þróuðust með ólíkum hætti. Upp frá því hafa öll erlend samskipti að mestu

byggst á tungumálakunnáttu þjóðarinnar. Að mati fræðimanna urðu samskipti

og viðskipti Íslendinga við aðrar þjóðir kveikjan að tungumálanámi þeirra. Á

sextándu og sautjándu öld voru samskipti þjóðarinnar helst við Dani og

Þjóðverja og mest bar á kunnáttu í þeim tungumálum (Auður Hauksdóttir,

2009, bls. 11-12).

Í þessum kafla verður fjallað um þróun tungumálakennslu á Íslandi

síðustu árhundruðin. Fyrst verður fjallað um það hvernig tungumálakennslan

þróaðist frá hinum klassísku fornmálum til hinna nýrri. Síðan verður lítið á

þróun tungumálakennslu frá hinum fyrstu almennu barnaskólum um miðja

nítjándu öldina til grunnskóla nútímans. Að lokum verður litið á með hvaða

hætti erlendum tungumálum hefur verið gerð skil í gegnum tíðina. Lítum

þessu næst á þróun tungumálakennslu í Latínuskólunum til hinna almennu

menntaskóla.

2.1Frá fornum málum til nýrra

Líkt og áður hefur komið fram benda heimildir til þess að allmargir

Íslendingar hafi lært að lesa og skrifa erlend mál af sjálfsdáðum fyrr á öldum

sökum þess hversu seint skólar hófu starfsemi sína hér á landi sumir hafi þó

notið leiðsagnar hjá einkakennurum eða hreinlega af öðrum einstaklingum

sem töluðu markmálið. Latína var opinbert tungumál kristninnar á miðöldum

og prestar þurftu að geta flutt messur á latínu. Vegna þessa má rekja upphaf

skipulagðrar tungumálakennslu til prestaskólanna. Árið 1552 voru lögð drög

Page 16: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

4

að stofnun Latínuskólanna á Íslandi og síðar það sama ár hóf Hólaskóli

starfsemi sína og Skálholtskóli ári síðar. Líkt og nafnið gefur til kynna skipar

latínan stóran sess í starfsemi skólanna en einnig var heimilt að kenna grísku

sem þó mátti ekki bitna á námi í latínu. Markmið latínukennslunnar var

meðal annars að mati fræðimanna að veita nemendum innsýn í menningu

Rómverja, guðfræði og lestur klassískra bókmennta. Bent hefur verið á að

heimildir séu fyrir því að einhver dönskukennsla hafi verið í Latínuskólunum

sem rekja megi til tengsla þjóðanna á þessum tíma (Auður Hauksdóttir, 2009,

bls. 12-16).

Árið 1784 fluttist Skálholtskóli til Reykjavíkur og kallaðist eftir það

Hólavallaskóli. Hólaskóli hætti starfsemi árið 1802 og sameinaðist

Hólavallaskóla sem varð síðar Lærði skólinn á Bessastöðum og hóf hann

starfsemi sína á fyrri hluta 19. aldar og var um tíma eini skóli landsins.

Skólinn fluttist að lokum til Reykjavíkur þar sem hann hefur verið starfræktur

síðan. Ákveðin tímamót urðu við stofnun Lærða skólans en þá fluttist

guðfræðinám frá honum í sérstaka prestaskóla (Auður Hauksdóttir, 2009, bls.

18-22).

Fræðimenn hafa bent á að Lærða skólanum var fyrst og fremst ætlað að

mennta framtíðar embættismenn þjóðarinnar þar sem prestsnámið var komið

í sér prestaskóla og undirbúa nemendur til háskólanáms. Starfsemi Lærða

skólans var byggð á dönskum lögum um lærða skóla frá árinu 1809 sem

síðan voru endurskoðuð árið 1850. Í lögunum var lögð áhersla á kennslu

fornmálanna latínu og grísku ásamt dönsku, þýsku, hebresku, frönsku og

ensku. Þýska, danska, gríska og latína voru skyldunámsgreinar en hebreska

einungis hjá þeim sem hugðu á nám í prestaskólanum. Franska og enska voru

valgreinar og kenndar fyrir utan hefðbundinn kennslutíma. (Auður

Hauksdóttir, 2007a, bls.155-156; Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 22-25).

Ekki ríkti almenn sátt um lögin þar sem hinum hagnýtu fræðum þótti ekki

gert nógu hátt undir höfði. Bent var á að kenna bæri þau tungumál sem

mikilvægust væru landsmönnum. Viðskiptasamband Íslendinga við

Englendinga og fiskveiðar Frakka hér við land þóttu knýja á frekara nám í

þessum tungumálum á kostnað þýskunnar. Danskan var augljóslega enn talin

mikilvæg en vægi latínunnar þótti of mikið í hlutfalli við notkunarmöguleika

hennar. Skipuð var nefnd til þess að endurskoða lögin og ný reglugerð leit

dagsins ljós árið 1877. Franska og enska urðu skyldugreinar ásamt latínu,

grísku, dönsku og þýsku en dregið var úr vægi þýskukennslunnar og hebreska

hvarf alfarið sem skyldunámsgrein (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 34).

Page 17: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

5

Bent hefur verið á að þrátt fyrir aukna hlutdeild nýju málanna skipuðu

latínan og grískan enn stærstan sess í námskrá Lærða skólans. Auður

Hauksdóttir bendir á að tungumálanám varð veigameiri hluti af almennri

menntun hans með tilkomu nýrra skóla í lok nítjándu aldar þegar

bændaskólar, kvennaskóli og gagnfræðaskólar hófu starfsemi sína þar sem

enska og danska voru á meðal námsgreina hinna nýju skóla en

tungumálakennsla hinna nýju skóla gaf þeim röddum byr í seglinn sem vildu

auka vægi hinna nýju mála í kennslu lærða skólans. Óánægjuraddirnar voru

enn töluvert háværar og undir lok aldarinnar varð krafan um breytingar enn

háværari. Einnig fór að bera á gagnrýni á aðferðir við tungumálakennslu en

að því verður vikið í sérkafla hér á eftir (Auður Hauksdóttir, 2007a, bls.157-

159; Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 42-45).

Umræðan barst inn á alþingi og árið 1902 var borin upp

þingsályktunartillaga um að draga úr vægi fornmálanna og auka vægi hinna

nýju almennt í skólum landsins. Bent var á að kenna skyldi þau tungumál

sem skyldust væru íslensku og auðvelduðu Íslendingum að eiga samskipti við

þær þjóðir. Umræðan leiddi til nýrrar reglugerðar árið 1904 og samhliða

henni breyttist nafn Lærða skólans í Hinn almenna menntaskóla í Reykjavík.

Námið í hinum nýja skóla spannaði 6 ár; 3 ár í gagnfræðadeild og 3 ár

lærdómsdeild. Tímum í latínu fækkað um rúmlega helming og grískukennsla

var að mestu aflögð. Aukning var á tímum í kennslu ensku og dönsku og

voru bæði málin kennd í gagnfræði-og lærdómsdeild. Þýska og franska voru

bara kenndar í lærdómsdeild (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 48-53).

Fram til þessa hefur verið stiklað á stóru í þróun tungumálakennslu í

Lærða skólanum frá hinum fornu málum til hinna nýju. Þegar hér er komið

við sögu verða tímamót í skólamálum Íslendinga þegar fyrstu lög um

fræðsluskyldu barna leit dagsins ljós. Hér á eftir verið lítið á hvernig

tungumálakennsla hefur þróast í grunnskólum landsins frá setningu fyrstu

laga um fræðsluskyldu árið 1907.

2.2 Þróun tungumálakennslu í grunnskólum

Á nítjándu öldinni var lítið um almenna skóla fyrir börn. Heimilunum var

uppálagt að sinna menntun barna sinna og prestunum var falið að fylgjast

með að því væri sinnt. Kennslunni var ætlað að undirbúa börnin fyrir

fermingu og áhersla var lögð á lestrarkennslu og kristinfræði. Fræðimenn

Page 18: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

6

hafa bent á að undir lok nítjándu aldar fór að bera á þrýstingi um almenna

fræðsluskyldu barna og unglinga (Loftur Guttormsson, 2008a, bls. 50-58)

Loftur Guttormsson getur þess að fyrsti íslenski barnaskólinn í nútímastíl

hafi verið stofnaður á Eyrarbakka árið 1852 en hann var rekinn af þremur

máttarstólpum byggðarlagsins. Tíu árum síðar var barnaskólinn í Reykjavík

stofnaður og var hann að mestu leyti rekinn af bæjarfélaginu. Á áttunda

áratug aldarinnar bættust við nokkrir barnaskólar í bæjarfélögum vítt og breitt

um landið. Auður Hauksdóttir og Loftur Guttormsson benda á að kennsla í

dönsku var á námskrá beggja skólanna á Eyrarbakka og í Reykjavík en ekkert

er um kennslu í ensku (Auður Hauksdóttir, 2001. bls. 39-40; Loftur

Guttormsson, 2008a, bls. 50-58).

Samkvæmt Lofti Guttormssyni voru skólar komnir í flest þau pláss

landsins sem töldu 150-200 íbúa eða fleiri um aldamótin 1900. Þegar hér er

komið við sögu þótti landstjórninni tilhlýðilegt að gera könnun á námi og

kennslu barna og unglinga. Til þessara verka var fenginn Guðmundur

Finnbogason árið 1903, en ávöxtur rannsóknar Guðmundar leiddi til

tímamóta í fræðslu barna á Íslandi að mati fræðimanna. Áður en kom að

fyrrgreindum lögum frá 1907 var lengst af lítið um almenna skóla fyrir börn,

sem fyrr greinir voru innleidd lög um almenna fræðsluskyldu fyrir börn á

aldrinum 10-14 ára. Lögin gerðu ráð fyrir að heimilin sæju um fræðslu barna

að tíu ára aldri. Í fræðslulögum Guðmundar Finnbogasonar var ekki gert ráð

fyrir kennslu erlendra tungumála fyrr en á efri skólastigum en talið er að

danska hafi verið kennd í skólum víða um landið en einnig hafi eitthvað verið

um enskukennslu (Loftur Guttormsson, 2008b, bls.75-93).

Við endurskoðun laganna um fræðsluskyldu árið 1936 var skólaskyldan

lengd í sjö ár og stóð frá 7-14 ára aldurs. Þar var tekið fram að kenna mætti

þeim börnum erlend tungumál sem voru vel læs og ritfær á eigið móðurmál. Í

flestum tilvikum reyndist þetta tungumál danska en einhver dæmi voru um að

börnum var kennd enska (Auður Hauksdóttir, 2001, bls. 131-139, Auður

Hauksdóttir, 2007b, bls.27 ).

Árið 1946 voru innleidd lög um skólakerfi og fræðsluskyldu þar sem

skólakerfinu var skipt í fjögur stig sem voru barnfræðslustig, gagnfræðistig,

menntaskóla- og sérskólastig og háskólastig. Fræðsluskyldan var lengd um

eitt ár og varð 7-15 ára. Ekkert er minnst á kennslu erlendra tungumála í

barnaskólunum en þó var sem fyrr leyfilegt að kenna þeim börnum í 6. bekk

sem höfðu gott vald á íslensku erlent tungumál. Auður Hauksdóttir getur þess

að það sé engum vafa undirorpið að þetta tungumál hafi undantekningarlítið

verið danska. Danska var einnig kennd sem skyldufag í fyrsta og öðrum bekk

Page 19: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

7

bóknámsdeildar unglingastigsins og þar bættist enska við í öðrum bekk.

Nemendur sem stefndu á nám í menntaskóla þurftu að ljúka landsprófi. Þar

þurftu nemendur meðal annarra faga að standast próf í dönsku eða einhverju

öðru norðurlandamáli og ensku (Auður Hauksdóttir, 2001, bls.144; Auður

Hauksdóttir, 2007a, bls. 158-159 ).

Helgi Skúli Kjartansson nefnir að í raun hafi ekki orðið mikil breyting á

fræðslulögunum frá 1946 fyrr en með Grunnskólalögunum árið 1974. Árið

1960 lítur þó dagsins ljós hin fyrsta eiginlega námskrá

Menntamálaráðuneytisins þar sem hlutverk meðal annars

tungumálakennslunnar er skilgreint í barna- og gagnfræðaskólum landsins. Í

námskránni koma fram í fyrsta skiptið þau sjónarmið að danskan skuli vera

lykillinn að öðrum norrænum tungumálum (Auður Hauksdóttir, 2001,

bls.145-146; Helgi Skúli Kjartansson, 2008, bls.66 ).

Fræðimenn geta þess að skipulag náms hafi orðið til með misformlegum

hætti allt fram til ársins 1970 þegar skólarannsóknardeild var stofnuð. Um

svipað leyti höfðu nokkrir skólar gert tilraunir með að hefja ensku- og

dönskukennslu fyrr en ráðgert var. Andri Ísaksson fylgdist með þessum

tilraunum og lagði til í framhaldi af því að kennsluháttum yrði breytt. Andri

lagði til að dönskukennsla hæfist í 10 ára bekk og enskukennsla í 11 ára

bekk. Starfshópur var í kjölfarið stofnaður og hóf endurskoðun kennslunnar

sem leiddi til tillögu um endurskoðun ensku- og dönskukennslu á Íslandi.

Nefndin lagði fram uppkast að námskrá fyrir dönskukennslu í 4.-6. bekk

barnaskólans ásamt endurskoðun námskrárinnar í gagnfræðaskólanum.

Einnig var henni ætlað að leggja fram drög að námskrá enskukennslu 5.-9.

bekkjar grunnskóla. Tillagan varð að veruleika við innleiðingu

grunnskólalaga árið 1974. Í grunnskólalögunum var einnig lögð til lenging

skólaskyldunnar í 9 ár frá 7-16 ára aldurs. Gildistaka lengingar

skólaskyldunnar varð ekki þó að veruleika fyrr en haustið 1985 (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls. 158-170; Auður Hauksdóttir, 2007b, bls.37; Helgi

Skúli Kjartansson, 2008b, bls. 93-94; Jón Torfi Jónsson, 2008, bls.176).

Ný aðalnámskrá erlendra tungumála leit dagsins ljós árið 1976. Með

námskránni voru breytingarnar á ensku- og dönskukennslunni að fullu

bundnar og formfestar. Námskráin var byggð á grunni nýrra grunnskólalaga

og innihélt þætti eins og meginmarkmið, námsþætti, námsefni, kennsluhætti

og námsmat ensku- og dönskukennslunnar. Árið 1984 var skólum heimilað

að hefja dönskukennslu ári síðar en tilgreint var í lögunum frá 1974 eða í 5.

bekk en ný námskrá leit ekki dagsins ljós fyrr en árið 1989. Hún byggði á

grunnskólalögunum frá 1974 en í henni var ekki að finna neinar

Page 20: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

8

stórvægilegar breytingar á tungumálakennslu (Auður Hauksdóttir, 2001, bls.

158-170; Auður Hauksdóttir, 2007b, bls.37).

Kennsluskyldan er enn á ný lengd um eitt ár með grunnskólalögunum árið

1991. Nú skyldi skólagangan hefjast við 6 ára aldur og standa til 16 ára

aldurs sem áður. Ný aðalnámskrá leit þó ekki dagsins ljós og því var

námskráin frá því 1989 enn við lýði. Árið 1992 gaf Menntamálaráðuneytið út

leiðbeinandi tímaplan um fjölda kennslustunda í viku í 1.-10. bekk í

grunnskóla og skiptingu þeirra á milli námsgreina. Þar kemur fram að

heildarfjöldi kennslustunda hverrar viku í dönsku í grunnskólanum eru 14

kennslustundir og skiptast á 6.-10. bekk. Þegar vikulegur tímafjöldinn er

borinn saman við tímafjöldann árið 1974 kemur í ljós að þeim fækkar úr 20 í

14 (Auður Hauksdóttir, 2001, bls. 195-196).

Með innleiðingu nýrrar námskrár árið 1999, sem byggð var á nýjum

grunnskólalögum frá árinu 1995, urðu straumhvörf í kennslu erlendra

tungumála á Íslandi. Danska var ekki lengur fyrsta erlenda tungumálið sem

kennt var í íslenskum grunnskólum. Enska varð fyrsta erlenda tungumálið í

stað dönsku. Frá og með árinu 1995 hófst enskukennsla í 5. bekk og

dönskukennsla í 7. bekk. Samkvæmt nýrri námskrá árið 2006 hefst kennsla

síðan í ensku í 4. bekk en skólum er heimilað að hefja kennslu í erlendu

tungumáli enn fyrr ef verða vill (Auður Hauksdóttir, 2007, bls. 159).

Í greinasviði aðalnámskrár grunnskóla frá árinu 2013 eru þessar

breytingar festar enn frekar í sessi. Samhliða þessum breytingum á stöðu

tungumálakennslunnar í íslensku skólasamfélagi hafa orðið miklar breytingar

á kennsluháttum og menntun kennara í aldanna rás. Hér á eftir verður litið

nánar á hvaða kennsluhættir hafa verið við lýði í tungumálakennslu í gegnum

tíðina (Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013, bls.52). Fyrst verður

hins vegar litið á hvað Aðalnámskrá hefur að segja um tungumálakennslu á

Íslandi í dag.

2.3 Erlend tungumál í aðalnámskrá

Í aðalnámskrá grunnskóla er fjallað um mikilvægi tungumálsins í þroska,

hugsun og samskiptum einstaklingsins, einnig er bent á vægi þess í að auka

virðingu, skilning og umburðarlyndi í fjölmenningarsamfélagi nútímans. Í

grunnskólum landsins er erlendum tungumálum úthlutað 1380 mínútum á

viku til kennslu frá 1-10. Bekk sem eru 34.5 fjörtíu mínútna kennslustundir á

viku. Miðað er við að enska sé kennd frá 5. bekk og danska eða annað

Page 21: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

9

Norðurlandamál frá 7. bekk, þó er skólum frjálst að hefja kennslu í báðum

tungumálum fyrr ef þurfa þykir ( Mennta-og menningarmálaráðuneytið,

2011, bls. 51 og bls. 122-123).

Samkvæmt aðalnámskrá ber að kenna enskuna vegna mikilvægis hennar í

alþjóðasamskiptum og viðskiptum. Þar er bent á að heimurinn fer smækkandi

og enskan gegni lykilhlutverki í samskiptum Íslendinga við aðrar þjóðir hvort

sem um er að ræða í viðskiptum eða öðrum alþjóðasamskiptum (Mennta-og

menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 51 og bls.122-123).

Danska er yfirleitt það Norðurlandamál sem kennt er en norska og sænska

stendur þeim nemendum til boða sem hafa sérstök tengsl við Noreg eða

Svíþjóð. Bent er á í aðalnámskrá að kennsla norskunnar og sænskunnar skuli

koma í staðinn fyrir dönskukennsluna og byrja á sama tíma og hún. Ákveðin

lágmarkskunnátta er forsenda norsku og sænsku náms í íslenskum

grunnskólum. Bent er á tungumálakunnáttan auðveldi Íslendingum samskipti

og þátttöku í norrænu samstarfi ( Mennta-og menningarmálaráðuneytið,

2011, bls.123).

Samkvæmt aðalnámskrá er fjölbreytilegt notagildi erlenda tungumálsins

megintilgangur þess þar sem færni í tal- og ritmáli er í forgrunni og haldast í

hendur. Nemendur eigi að fá tækifæri til þess auka við þekkingu sína með

námsefni sem tengjast hugðarefnum þeirra og áhugamálum hverju sinni.

Þannig munu nemendur ná tökum á frásagnarlist tungumálsins sem auðvelda

muni þeim öll samskipti á markmálinu hnökralítið í frásögnum og

samskiptum, þannig að það hæfi tilgangi, aðstæðum og viðtakanda hverju

sinni. Námið á einnig að veita nemendum tækifæri til að nota málið á

skapandi hátt í ræðu og riti (Mennta-og menningarmálaráðuneytið, 2011, bls.

124).

Í aðalnámskrá er þess getið að í tungumálakennslu er mikilvægt að nota

hinu ýmsu miðla ásamt því að nýta upplýsinga- og samskiptatæknina sem er

að ryðja sér til rúms á öllum sviðum mannlífsins. Netið og samskiptatæknin

greiði leið nemenda að nútímalegu efni samtímans og auðveldi samskipti

nemenda landa á milli. Einnig er bent á að nemendur þurfa að læra að gera

greinarmun á milli góðra og slæmra upplýsinga á netinu ásamt því að nýta sér

leiðréttingarforrit, veforðasöfn og fjölfræðisíður. Í aðalnámskrá er þess einnig

getið að nemendur þurfi að læra á hin ýmsu tæki og forrit sem fylgja hinni

nýju tækni. (Mennta-og menningarmálaráðuneytið, 2013, bls. 134-135).

Page 22: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

10

2.4 Samantekt

Nú hefur verið litið á hvernig tungumálakennsla hefur þróast frá gömlu

klassísku málunum til tungumála nágrannaþjóða okkar í Norður-Evrópu.

Einnig hefur verið fjallað um sögu ensku- og dönskukennslu frá upphafi vega

á Íslandi. Þar var danskan í öndvegi allt fram undir lok 20. aldar þegar enskan

skipaði í fyrsta skipti stærri sess í stundatöflu grunnskólanema á Íslandi. Að

lokum var litið á með hvaða hætti þáttur tungumálanna hefur verið

skilgreindur í aðalnámskrá frá upphafi. Í aðalnámskrá er einnig litið til

kennsluhátta tungumálanna og í þeirri nýjustu er bent á að upplýsinga- og

samskiptatæknin er orðin hluti af veröld nútíma nemandans og því beri

skólunum að nýta þessa tækni sem kennslutæki í skólum landsins (Mennta-og

menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 124). Því er ekki úr vegi að líta á

hvernig hægt er að nýta þessa nútímatækni í tungumálakennslu samtímans en

fyrst verður litið á kennsluhætti tungumálakennslu liðinna áratuga og

árhundruða.

Page 23: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

11

3. Kennsluaðferðir tungumála

Tungumálakunnátta hefur verið lykillinn að samskiptum Íslendinga við

aðrar þjóðir í gegnum tíðina. Eins og áður hefur komið fram hefur

tungumálakennsla á Íslandi tekið miklum breytingum í takt við

þjóðfélagsbreytingar. Tungumálakennarar hafa notað menntun sína og

þekkingu til þess að útfæra nýjar hugmyndir og kenningar sem fram hafa

komið í gegnum tíðina í sínum kennsluháttum (Auður Hauksdóttir og Birna

Arnbjörnsdóttir, 2007, bls.9).

Fræðimenn hafa bent á að rannsóknir á því hvernig einstaklingar tileinki

sér að nema erlend tungumál eigi sér einungis aldarlanga sögu. Fyrir liðlega

einni öld eða svo jókst áhugi manna á því að skoða kennslu erlendra

tungumála jafnframt því að kanna málfærni. Samhliða þessum rannsóknum

jókst áhuginn á því að þróa kennsluaðferðir í tungumálakennslu (Birna

Arnbjörnsdóttir, 2007, bls.17)

Auður Hauksdóttir nefnir að í faglegri umræðu sé hugtakið

kennsluaðferðir annars vegar notað um hugmyndafræði en hins vegar um

einstakar athafnir og aðgerðir kennara innan kennslustofunnar. Hún getur

þess að þessir þættir eigi ýmislegt sameiginlegt en einnig sé margt ólíkt með

þeim (Auður Hauksdóttir, 2001, bls.45).

Johannes Wagner hefur lýst tengslum hinnar vísindalegu hugmyndafræði

og framkvæmdarinnar innan kennslustofunnar sem yfirfærslu þekkingar sem

fengin er með rannsóknum yfir á kennsluna. Að mati Wagners vísar hugtakið

kennsluaðferðir til þeirra kenninga og kennsluleiðbeininga (e. models of

instruction) sem byggðar eru á rannsóknum. Hann bendir einnig á að vegna

þessara órjúfanlegu tengsla geti hugmyndafræðin þróað forskrift að útfærslu

hennar innan kennslustofunnar Kennarinn mótar síðan útfærsluna á sinn hátt

innan veggja kennslustofunnar (Wagner, 1991. bls. 298-302).

Bent gefur verið á tungumálakennsla hafi markast af þeim kenningum sem

vinsælastar eru á hverjum tíma. Hvort sem um er að ræða málfræði-og

þýðingaraðferðina (e. grammar-translation method) þar sem áhersla er lögð á

málfræði og orðaforða eða andsvar hennar beina aðferðin (e. Direct method)

þar sem áhersla var á notkun markmálsins í kennslustofunni, (Auður

Page 24: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

12

Hauksdóttir, 2007, bls. 167; 2001, bls.53). Því er ekki úr vegi að kíkja nánar á

hvaða hugmyndafræði hefur verið við lýði við tungumálakennslu á Íslandi.

3.1 Málfræði- og þýðingaraðferðin

Fræðimenn hafa bent á að fyrir um það bil 500 árum var latína almennt

notuð í samskiptum á sviði menntunar, verslunar og innan stjórnsýslunnar í

hinum vestræna heimi. Á 17. öld vék hún fyrir öðrum evrópskum

tungumálum sem almennt rit- og talmál. Við kennslu latínunnar bar mest á

greinandi (e. analysis) málfræði og skrúðmælgi (e. rhetoric). Kunnátta á

helstu málfræðireglum og lestur fagurbókmennta var þungamiðja

tungumálakennslunnar. Aðferðin var notuð í tungumálakennslu Lærða

skólans líkt og fjallað var um í öðrum kafla og varð fyrirmynd kennslu allra

erlendra tungumála langt fram á miðja síðustu öld (Auður Hauksdóttir, 2001,

bls. 49).

Börn sem fóru í „málfræðiskóla“ (e. grammar school) víðs vegar um

heiminn fóru samstundis að læra málfræðireglur, fallbeygingar,

sagnbeygingar og þýðingar hvort sem um var að ræða kennslu fornu málanna

sem hinna nýju. Skólabækurnar samanstóðu af málfræðireglum, orðalistum

og setningum sem þurfti að þýða en engin áhersla var á tjáskipti á

markmálinu. Þessi nálgun í kennslu erlendra tungumála varð síðar þekkt sem

málfræði- og þýðingaraðferðin (e. the Grammar-Translation Method)

(Richards og Rodgers, 1986, bls. 1-3).

Þeir Richards og Rodgers benda á að málfræði- og þýðingaraðferðin hafi

verið allsráðandi í tungumálakennslu frá miðri nítjándu öld fram á miðja

tuttugustu öldina og hana er enn að finna í endurbættri útgáfu nú á tímum.

Margir sem komnir eru yfir miðjan aldur minnast tungumálakennslu sem

sífelldrar endurtekningar á málfræðireglum og langs lista af orðaforða sem

þurfti að leggja á minnið eða þýðinga á tilgerðarlegum og óspennandi

bókmenntatextum þar sem lítið reyndi á hæfileikann að tala málið (Richards

og Rodgers, 1986, bls. 4-5).

Líkt og annars staðar þá var málfræði-og þýðingaraðferðin mjög vinsæl á

Íslandi. Aðferðin á rætur sínar að rekja til hinna klassísku tungumála þá helst

latínunnar. Aðferðin var ráðandi í kennslu erlendra tungumála á Íslandi allt

fram á miðja síðustu öld og gætir hennar enn þann dag í dag við kennslu.

Lestrarfærni og afburða málfræðiþekking var markmiðið, móðurmálið er aðal

tjáningarformið innan kennslustofunnar. Kennarinn er miðpunktur

Page 25: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

13

kennslustundarinnar og nemandi bregst einungis við útspili kennarans (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls. 49-51, Auður Hauksdóttir, 2007b, bls.19).

Auður Hauksdóttir bendir á að aðferðin sé enn notuð að einhverju leyti á

Íslandi í dag og að skýringuna á því sé helst að finna í þætti kennarans. Til

þess að geta útskýrt málfræðireglur markmálsins þurfi kennarinn að hafa

góða þekkingu á þeim, en markmál er það mál sem er í umhverfi einstaklings

eða það tungumál sem á að læra eða ná tökum á (Richards og Schmidt, 2002,

bls. 539). Að mati Auðar útheimtir aðferðin ekki mikla skipulagningu né

afburða færni í markmálinu. Hún bendir einnig á að vinna nemenda fari eftir

fyrirfram afmörkuðu skipulagi sem stýrist af kennsluefninu og fyrirmælum

kennarans. Því hefur verið haldið fram að þetta fastmótaða skipulag sem lýtur

ægivaldi kennarans henti vel til þess að taka á agavandamálum (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls.52)

Um miðja 20. öldina fóru að heyrast efasemdarraddir varðandi gildi

málfræði- og þýðingaraðferðarinnar. Samskipti urðu algengari á milli hinna

ýmsu þjóða Evrópu sem jók þörfina á samskiptahæfni manna á milli.

Málfræði- og þýðingaraðferðin mætti ekki þeirri þörf og upp úr þeim farvegi

spratt hins svo kallaða beina aðferð (e. Direct Method). Verður nú vikið að

henni.

3.2 Beina aðferðin

Beina aðferðin kemur fram á 19. öld sem mótvægi við málfræði-og

þýðingaraðferðina. Aðferðin byggðist á því þegar að fræðimenn fóru að líta

til þess hvort hægt væri að byggja hugmyndafræði á því hvernig börn læra

tungumál. Talað mál og hlustun voru notuð til tjáskipta á markmálinu.

Talsmenn aðferðarinnar töldu að hægt væri að kenna tungumál án þýðinga

eða notkunar móðurmálsins. Skilningur og merking markmálsins fengist með

sýnikennslu, útskýringum og almennri notkun viðkomandi máls (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls. 53; Richards og Rodgers, 1986, bls. 9).

Að mati Diane Larsen-Freeman byggist beina aðferðin á einni einfaldri

reglu, engar þýðingar voru leyfðar. Hún bendir einnig á að aðferðin dragi

nafn sitt af þeirri staðreynd að nemendur eigi að öðlast skilning á markmálinu

með beinni notkun þess. Öll innlögn og leiðbeiningar kennara fari fram á

markmálinu en undir engum kringumstæðum eigi að nota móðurmálið

(Larsen-Freeman, 2000, bls. 23).

Page 26: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

14

Larsen-Freeman bendir á að í staðinn fyrir að nota greinandi verklag þar

sem áhersla er lögð á útskýringar á málfræði markmálsins áttu kennararnir að

hvetja til beinnar og hispurslausrar notkunar markmálsins innan

kennslustofunnar. Nemendur myndu síðan finna leið til þess ná tökum á

málfræði tungumálsins samhliða kennslunni. Nemendur áttu að finna leiðir til

þess að leiðrétta sig sjálfir með hjálp frá kennara en kennarinn var þó alltaf

við stjórnvölinn. Að mati Tornbergs byggist aðferðin á því að nemendur eigi

sjálfir að uppgötva reglurnar út frá textum sem þeir eru látnir lesa (Larsen-

Freeman, 2000, bls. 28-29; Tornberg, 2005, bls. 32).

Að mati fræðimanna kemur kennarinn í staðinn fyrir kennslubækurnar

fyrst í stað, áhersla er lögð á framburð orða, þekkt orð yrðu notuð til þess að

læra ný orð með eftirhermum, útskýringum og notkun mynda. Markmið

aðferðarinnar er fyrst og fremst að æfa tal-og hlustunarfærni tungumálsins.

Auður Hauksdóttir bendir á að aðferðin hafi verið þungamiðjan í áðurnefndri

endurskoðun á ensku- og dönskukennslu í byrjun áttunda áratugar síðustu

aldar hér á landi. Hún bendir einnig á að þrátt fyrir að aðferðin hafi leitt til

ýmissa nýjunga á kennsluháttum innan kennslustofunnar, hafi hún fyrst og

fremst byggst á mikilli notkun nemenda á markmálinu en aðferðina hafi skort

hugmundafræðilegan grundvöll. Fræðimenn hafa bent á að erfitt sé að

endurskapa það andrúmsloft sem einkenni máltöku ungra barna sem var

forsenda tungumálanáms að mati talsmanna beinu aðferðarinnar (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls. 55-56). Lítum þessu næst á hlustunar- og talaðferðina

(e. The Audiolingual Method) sem spratt upp úr farvegi beinu aðferðarinnar

um miðja tuttugustu öldina.

3.3 Hlustunar- og talaðferðin

Áhrifa hlustunar-og talaðferðarinnar fór að gæta í Bandaríkjunum á sjötta

og sjöunda áratug síðustu aldar. Samtöl þar sem fyrirfram ákveðinn orðaforði

er kenndur með samskiptum og látbragði eru í forgrunni. Kennarinn stýrir

samskiptum og eru nemendur látnir endurtaka setningar í sífellu þar til

kennarinn telur að þær séu rétt bornar fram og málfræðilega réttar (Larsen-

Freeman, 2000, bls. 45).

Hlustun og talað mál er í forgrunni og eitthvað er einnig um ritun.

Endurteknar hlustunar- og talæfingar er meginuppistaða kennslunnar þar sem

markmiðið er að gera rétta málnotkun að vanabundnu atferli. Nemendur

endurtaka það sem kennarinn segir og hann leiðréttir þá ef ekki er rétt farið

Page 27: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

15

með. Þetta er síðan endurtekið allt þar til setningin er fullkomlega rétt. Rík

áhersla er lögð á framburð og málfræðilega rétt mál (Auður Hauksdóttir,

2007a, bls. 168, Larsen-Freeman, 2000, bls. 45-46).

Hlustunar- og talaðferðin á margt sammerkt með beinu aðferðinni en

áhrifa hennar gætti mun minna hér á landi en hinna aðferðanna þrátt fyrir að

sjá mætti áhrif hennar víða í íslensku námsefni og námskrá tungumála á

áttunda áratugnum. Tornberg bendir á að hugsanlega hafi aðferðin verið svar

heimsbyggðarinnar við alþjóðavæðingunni og þörfinni fyrir auknum

tjáskiptum fólks frá mismunandi málsvæðum (Auður Hauksdóttir, 2007a, bls.

168; Tornberg, 2005, bls. 34).

Í lok áttunda áratugar síðustu aldar fór að bera á þeirri skoðun á meðal

fræðimanna að meginmarkmið tungumálanáms væri að ýta undir fjölbreytta

notkun markmálsins. Formgerðin þar sem ofuráhersla á málfræði og kórréttan

framburð var ekki lengur meginmarkmiðið en fjölbreytileg tjáskipti við

raunverulegar og fjölbreyttar aðstæður voru taldar vænlegar til árangurs.

Þessi nálgun var kölluð tjáskiptaaðferðin (e. Communicative Language

Teaching) (Larsen-Freeman, 2000, bls.121). Lítum nánar á hana.

3.4 Tjáskiptaaðferðir

Auður Hauksdóttir bendir á að tjáskiptaaðferðir sé frekar nálgun á kennslu

fremur en sérstök kennsluaðferð. Nálgunin sameini kennslufræðilegar og

kerfisbundnar leiðir í tungumálakennslu. Það sem er sameiginlegt með þeim

er sú sýn að markmiðið með tungumálakennslu sé færni í tjáskiptum.

Tungumál og tjáskipti séu samofnir þættir og tungumál beri að læra með

tjáskiptum. Læra beri tungumálið með því að nota tungumálið á fjölbreyttan

hátt þar sem byggt er ofan á færnina í smáum skrefum (Auður Hauksdóttir,

2007a, bls. 169-170).

Meginmarkmið nálgunarinnar er almenn málfærni nemandans. Nálgunin

er nemendamiðuð og því þarf kennslan að hafa þarfir nemendahópsins sem

og einstakra nemenda í huga. Auður Hauksdóttir bendir á að litið var á námið

sem vitsmunalegt ferli þar sem nemendur byggja upp þekkingu og

samskiptahæfni smátt og smátt. Nemendur nota forþekkingu sína frekar en að

vera háð fyrirfram ákveðnum kerfum. Námið verður þar með

einstaklingsbundið og er háð virkni nemandans hverju sinni (Auður

Hauksdóttir, 2001, bls. 94-101; 2007, bls.171-172).

Page 28: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

16

Að mati Richards og Rodgers eru tjáskiptaðferðir frábrugðnar hinum eldri

formföstu aðferðum að því leyti tjáskiptafærni vegur þyngra en þekkingin á

formgerð tungumálsins þó hún sé hluti af almennri tjáskiptafærni.

Samskipathæfni er meginatriðið að þeirra mati þar sem stuðst er við ólíka

kennsluhætti líkt og hlustun, ritun, lestur og samskipti til þess að ná

samskiptahæfni í markmálinu. Kennslan er einnig nemendamiðuð (e. learner-

centered) þar sem hver og einn notast við þá kunnáttu sem hann býr yfir og

eflist á þeim sviðum sem þörf er á ( Richard og Rogers, 2001, bls. 64-71).

Larsen-Freeman (2000, bls. 129-130) bendir á að áhersla sé lögð á

samskipti nemenda, þar sem hópavinna og önnur nýstárleg nálgun við

kennsluna er algengari. Lögð er áhersla á að efnið tengdist hugarheimi

nemenda og kennarinn reyni að skapa aðstæður fyrir tjáskipti innan

kennslustofunnar þar sem einstaklingsmiðað nám er í fyrirrúmi. Stuðst er við

fjölþætt óhefðbundið kennsluefni líkt og blöð, tímarit og vefslóðir til þess að

ýta undir tjáskipti nemenda við raunverulegar og nútímalegar aðstæður.

Fræðimenn hafa bent á að þrátt fyrir tjáskiptaðferðir sé orðið þekkt hugtak

í málvísindum og áhrifa þeirra hafi gætt í tungumálakennslu hér á landi sem

annars staðar undanfarna áratugi gæti enn vissrar óvissu gagnvart aðferðinni.

Bent hefur verið á að hugsanlega megi rekja það til þess að aðferðin sé í raun

margar mimunandi nálganir sem megi útfæra á mismunandi vegu innan

kennslustofunnar (Auður Hauksdóttir, 2001, bls. 105).

3.5 Samantekt

Líkt og sjá má hér að framan þá hafa kennsluaðferðir tungumála breyst

verulega síðasta árhundraðið. Fjallað hefur verið um með hvaða hætti

hugmyndafræði tungumálakennslu hefur þróast frá hinni formföstu málfræði-

og þýðingaraðferð þar málfræðinotkun var í forgrunni til

tjáskiptaaðferðarinnar þar sem hagnýti málsins er í fyrirrúmi. Með tilkomu

nýrrar tækni er ásýnd tungumálakennslunnar að breytast hægum skrefum og í

næsta kafla verður litið á hið nýja rafræna námsumhverfi sem er að hefja

innreið sína í skólum landsins, mestmegnis vegna tilkomu hinnar nýju

snjalltækni sem hefur litað öll svið mannlífsins hin síðustu ár.

Page 29: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

17

4. Rafrænt námsumhverfi

Upplýsinga- og samskiptatæknin hefur haft áhrif á öll svið mannlífsins

hvort sem um er að ræða atvinnulífið, menntakerfið eða almenn samskipti

fólks. Nýting tækninnar við miðlun þekkingar, gagna og til samskipta þykir

orðið sjálfsagður hlutur á velflestum stöðum atvinnulífsins. Bent hefur verið

á að menntakerfið hafi ekki fylgt þessari þróun og því þurfi að breyta.

Starfshópur um upplýsingatækni í skólastarfi á vegum

menntamálaráðuneytisins sem skipaður var fagaðilum úr skólasamfélaginu

og atvinnulífi fjallar um mikilvægi þess að menntakerfið lagi sig að og

endurspegli önnur svið samfélagsins. Upplýsingatæknin- og samskiptatæknin

er orðin hluti af samfélaginu og íslenska menntakerfið verður að nýta tæknina

til þess að búa nemendur undir þátttöku í nútíma samfélagi. Kennarar og

nemendur þurfa þau tæki og tól sem veita aðgang að þeim upplýsingum og

námsefni sem til þarf að breyta náminu (Capacent, 2014, bls.11).

Bent hefur verið á að hin nýja tækni leggi þær kröfur á herðar kennara að

nálgast hlutina á annan hátt. Kennarinn er ekki lengur hinn alvitri miðlari

þekkingar heldur fremur verkstjóri sem leggi nemendum þau verkfæri í

hendur sem skapa þeim fjölbreytt námsumhverfi. Hinni nýju tækni er ekki

ætlað að taka við af námsbókum heldur bæta við þá flóru tækja og tóla sem

eru forsendur fjölbreytts námsumhverfis. Bent hefur verið á að tölva og

nettengin eykur margfalt það magn upplýsinga sem nemendum standa til

boða (Reykjavíkurborg. 2014, bls. 6-10).

Í þessum kafla verður fyrst litið á með hvaða hætti upplýsingatækni hefur

þróast í íslensku skólasamfélagi undanfarna áratugi. Því næst verður litið á

tækniþróun innan veggja skólanna og í beinu framhaldi verður litið á hina

nýju fartækni? sem er að ryðja sér rúms í skólum landsins. Síðan verður litið

stuttlega á með hvaða hætti námsumsjónarkerfi styðja við rafræna

kennsluhætti. Að lokum verður litið á hvernig allir þessir þættir nýtast því

sem kallast tölvustutt tungumálanám. Lítum þessu næst stuttlega á sögu í

kennslu upplýsingatækni í skólastarfi á Íslandi.

Page 30: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

18

4.1 Upplýsingatækni í skólastarfi

Börn á grunnskólaaldri hafa flest alist upp við tölvu- og

upplýsingatæknina sem hluta af sinni tilveru. Við sem komin erum yfir

miðjan aldur ólumst upp í gjörólíku skólaumhverfi og gerðum aðrar kröfur til

kennsluumhverfis en nemendur gera í dag. Það eru rúmlega þrjátíu ár síðan

eða upp úr 1980 sem fyrst fór að bera á umræðu um tölvu-og

upplýsingatækni í skólastarfi (Hrefna Arnardóttir, 2007). Til voru þeir sem

töldu að hin nýja tækni myndi gjörbreyta kennsluháttum og skólaumhverfi

þar sem kennarinn yrði meira í hlutverki verkstjóra en hins alvitra miðlara

þekkingar. Sumir gengu svo langt að halda því fram að kennarinn yrði með

öllu óþarfur með tímanum. Fræðimenn hafa bent á að strax í upphafi hafi

menn séð þá möguleika sem liggja í hinni nýju tækni. Möguleika sem fólust í

samskiptum manna á milli og námsaðgreiningu þar sem tæknin gat auðveldað

mönnum að útvega námsefni við hæfi, og möguleika sem fólust í gagnaöflun

ásamt almennum vinnusparnaði í hefðbundnu skólastarfi (Hrefna Arnardóttir,

2007).

Með þróun stafrænnar tækni undir lok síðustu aldar kom fyrst fram

hugtakið upplýsingatækni. Umræðunni um innleiðingu hinnar nýju tækni í

skólastarfi óx fiskur um hrygg. Það var síðan árið 1996 sem

menntamálaráðuneytið lagði fram stefnumótun um upplýsingatækni í

skólasamfélaginu og í nýrri aðalnámskrá þremur árum síðar leit nýtt

námssvið upplýsinga- og tæknimenntar dagsins ljós. Kenna átti

upplýsingatækni tvo tíma á viku í 1.-8. bekk. Þar var lögð áhersla á hönnun

og smíði í tengslum við tölvuumhverfið, upplýsingamennt og nýsköpun og

hagnýta notkun sem átti að stuðla að upplýsingalæsi nemenda (Sólveig

Jakobsdóttir, Torfi Hjartarson og Bergþóra Þórhallsdóttir, 2014, bls. 277-

278).

Í aðalnámskránni árið 2007 var hönnun og smíði tölvuumhverfisins ekki

lengur hluti af námskránni en að öðru leyti var ekki mikið um breytingar.

Markmiðum námskrárinnar var skipt í tæknilæsi sem var ætlað að stuðla að

kunnáttu í að nýta tækjabúnað til þess að afla þekkingar og miðla henni og

upplýsingalæsi þar sem vinnsla úr upplýsingum á gagnrýninn og skapandi

hátt var í fyrirrúmi nemenda (Sólveig Jakobsdóttir, o.fl., 2014, bls. 277-278).

Námsviðið upplýsinga- og tæknimennt er enn afmarkað námssvið í

aðalnámskrá. Samkvæmt aðalnámskrá er henni ætlað að efla upplýsinga- og

miðlalæsi auk þess að styrkja tæknifærni og tæknilæsi. Þar er einnig bent á

mikilvægi þess að samþætta námssviðið við aðrar námsgreinar. Þar er

Page 31: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

19

jafnframt tekið fram að þjálfa þurfi hvern nemanda markvisst í upplýsinga-

og miðlalæsi alla skólagönguna. Samhliða nýtingu upplýsinga- og

samskiptatækni á netinu er nauðsynlegt að nemendur þekki helstu reglur um

örugg samskipti á stafrænum miðlum og höfundarétt. Þeir eiga jafnframt að

virða siðferði í meðferð upplýsinga og heimilda og sýna víðtæka hæfni í

notkun tækni og miðlunar. Í aðalnámskrá er bent á að í raun og veru er

upplýsinga- og tæknimennt hluti af öllum námssviðum (Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2011, bls. 224–229).

Upplýsinga- og samskiptatæknin er orðin hluti af daglegu lífi flestra þar

sem flest svið samfélagsins eru orðin háð samskipta- og tölvutækninni.

Tölvur og tækjabúnaður sem þeim tengjast er orðinn smærri og meðfærilegri

og heimili, skólar og atvinnulífið nýta tæknina til flestra samskipta. Á

undanförnum árum hefur upplýsinga-og samskiptatæknin breytt ásýnd og

veröld nemandans. Flest heimili eiga orðið tæki sem tengd eru við internetið

hvar og hvenær sem er. Margar nýjungar hafa litið dagsins ljós eins og

fartölvur, snjallsímar, spjaldtölvur, tölvuleikir og langdræg þráðlaus net og

ekkert lát er á þeirri þróun (OECD, 2015, bls.32-33).

Þrátt fyrir þessa þróun þá kemur fram í rannsókninni Starfshættir í

grunnskólum, sem náði til 20 skóla og var framkvæmd árin 2009-2010, að

vinnubókavinna og útskýringar kennara á töflu voru algengustu

kennsluaðferðirnar. Í sömu rannsókn er bent á að í einungis 9% tilvika hafi

nemendur val um með hvaða hætti þeir skili verkefnum og bent er á það renni

stoðum undir aðrar niðurstöður rannsóknarinnar að nemendur hafi

takmarkaða möguleika að velja tölvur til þess að fást við nám (Rúnar

Sigþórsson, Anna-Lind Pétursdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir, 2014, bls. 161

og 177).

Hafa ber í huga að þessi rannsókn var gerð fyrir sex árum og hefur

tækniþróun verið mikil síðan þá. Á þessum sex árum hafa tækin og tölvurnar

minnkað og orðið meðfærilegri. Nemendur eru ekki lengur bundnir við

borðtölvur í þar til gerðum tölvuverum. Í skýrslu OECD um rafrænt

námsumhverfi er þess getið að flestir nemendur hafa yfir að ráða fartölvum

eða snjalltækjum sem tengd eru þráðlausu neti. Þessi nýja tækni og almenn

útbreiðsla þeirra hefur gert það mögulegt að tryggja hverjum og einum

nemenda aðgang að tölvu (OECD, 2015, bls.32-33). Ekki er úr vegi að líta

næst á hvaða möguleikar felast í þessari nýju snjall- og fartækni fyrir

skólasamfélagið og hvað skólar eru að gera til þess að innleiða hana.

Page 32: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

20

4.2 Tækni í nútímaskólasamfélagi

Líkt og áður hefur komið fram þá hefur tækninni fleygt gríðarlega fram á

síðustu áratugum. Ómar Örn Magnússon, sem vann skýrslu fyrir Skóla- og

frístundasvið Reykjavíkurborgar, bendir að skólasamfélaginu sé í raun vandi

á höndum að búa nemendur undir lífið í nútímasamfélagi vegna hinnar

síbreytilegu tækni. Að hans mati verður þó ekki litið fram hjá því að tæknin

er til staðar og því þarf skólasamfélagið að laga sig að henni líkt og önnur

svið mannlífsins (Ómar Örn Magnússon, 2013, bls. 2).

Fræðimenn hafa bent að hugtakið tölvustutt nám (e. e-learning) feli í sér

nýja nálgun á kennsluhætti. Kennsluhætti sem krefjast endurskoðunar

námskrárinnar, innviða (e. infrastructure), menntunar kennara, kennsluefnis

og prófa. Nemendur þurfa að nýta sér tæknina og skapandi lausnarmiðað nám

(e. creative problem solving). Netið skapar nemendum, kennurum og öðrum

líflegan samskiptavettvang til þess að skiptast á upplýsingum, hugmyndum

og aðferðum (Tunmibi, Aregsbesola, Adejobi, Ibrahim, 2015, bls.54).

Segja má að í nýrri aðalnámskrá grunnskóla sé tekið undir þessi

sjónarmið. Þar er bent á að tölvur og stafræn tækni séu að taka við af bókum

og skriffærum og breyti þar með skilgreiningu læsis, og jafnframt er tekið

fram að hin stafræna samskiptatækni sé orðin hluti af okkar daglega vafstri

(Mennta- og menningarmálaráðuneytið, 2013, bls. 19).

Að mati Stefáns Jökulssonar fylgir tölvuvæðingunni samskiptahyggja sem

breyti þar með formerkjum læsis sem snúist nú meðal annars um myndlæsi,

upplýsingalæsi, miðlalæsi, tölvulæsi, fréttalæsi, auglýsingalæsi eða stafrænt

læsi. Hann bendir jafnframt á tölvuvæðingin kallar á annars konar færni sem

kalla mætti táknvísi eða víðlæsi eða einfaldlega samskiptafærni því að

samskipti eru rauði þráðurinn í þeirri fjölbreyttu merkingarsköpun sem á sér

stað (Stefán Jökulsson, 2012, bls.21).

Í aðalnámskrá er einnig bent á þá fjölbreyttu merkingarsköpun sem

tölvutæknin og tölvurnar hafa innleitt. Þar er jafnframt bent á að þessi tækni

hefur gjörbreytt umhverfi og ásýnd ritunar og lesturs. Samkvæmt

aðalnámskrá þá ber skólasamfélaginu að nýta þessa nýju tækni til þess að

auka fjölbreytni sem nemendur og kennarar hafa til þess að afla efnis og

vinna úr því , því skólastarf þurfi að vera í sífelldri þróun og breyttar

þjóðfélagsaðstæður og tækninýjungar knýi á um breytingar (Mennta- og

menningarmálaráðuneytið, 2011,bls. 61).

Grunnurinn hefur verið lagður af hinu opinbera sem hefur lýst vilja til

þess að nýta hina nýju tækni í skólasamfélaginu og í framhaldinu hafa mörg

Page 33: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

21

sveitarfélög tekið við keflinu og hafa hafið innleiðingarferlið. Í skýrslu

Reykjavíkurborgar um notkun snjalltækja í skólastarfi er fjallað um þá

möguleika tölvutækninnar að gera skólastarfið fjölbreyttara og

einstaklingsmiðaðra. Þar er bent á að nemandi með nettengda tölvu geti í

raun með einföldum og fljótlegum hætti nálgast nýlegar upplýsingar sem ekki

er að finna í námsbókunum þar sem þær eru ekki uppfærðar reglulega

(Reykjavíkurborg, 2014, bls.6- 10).

Fræðimenn hafa bent á að á allra síðustu árum hafa nokkur sveitarfélög

hafið innleiðingu spjaldtölva í skólastarfi. Mikill áhugi virðist vera á þessari

nýju fartækni (e. mobile technology) á meðal þeirra sem starfa í skólum og

segja má að í þeim felist ný tækifæri sem þó nokkrir skólar hafa þegar hafist

handa við að kanna. Tæki sem hugtakið nær yfir eru til að mynda farsímar,

snjallsímar, mp3 spilarar, spjaldtölvur, fartölvur og handfrjálsar leikjatölvur.

Allt eru þetta tæki sem auðveldlega er hægt að færa úr stað og eru hönnuð

með einstaklingsnotkun í huga (Schofield, West og Taylor, 2011, bls. 15-16;

Sólveig Jakobsdóttir o.fl., 2014, bls. 312–314). Lítum nánar á þessa tækni og

með hvaða hætti hún nýtist skólasamfélaginu.

4.2.1 Fartækni í skólastarfi

Fræðimenn hafa bent á, eins og áður hefur komið fram, að margvísleg

snjall- og fartæki eru orðin hluti að daglegu lífi í samfélaginu. Í

skólasamfélaginu er notkun þessarar tækni að verða sífellt stærri hluti af

kennsluháttum. Þessir sömu fræðimenn hafa bent á mikilvægi þess að byggja

þessa notkun á traustum kennslufræðilegum grunni, þar sem reynsla

frumkvöðlanna er notuð til aðstoðar við innleiðingarferlið á nýjum

vettvangi(Reykjavíkurborg, 2014, bls.3).

Í skýrslu OECD um upplýsinga-og tæknimennt frá árinu 2015 kemur fram

að stafræn færni nemenda er ekki í samræmi við þær kröfur sem eru gerðar

samkvæmt námskrá. Þar er jafnframt bent á mikilvægi þess að kennarar hafi

aðgang að kennsluumhverfi sem styður hina nýju tækni. Tækni geti bætt við

góða kennsluhætti en ekki komið í staðinn fyrir þá slæmu (OECD, 2015, bls.

3-4).

Í fyrrnefndri skýrslu Ómars Arnars Magnússonar í kafla 4.2 um kosti og

hindranir þess að innleiða spjaldtölvur í skólastarfi í Reykjavíkgetur hann

þess að vegna örra framfara á sviði tækni og með tilkomu fjölda

tækninýjunga gegnir upplýsingatækni sífellt stærra hlutverki í skólastarfi.

Spjaldtölvur er ný tækni sem bjóða upp á nýja möguleika í þeim efnum en

Page 34: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

22

koma ekki í stað einhvers eins og hljóðupptökutæki og myndbandstökuvél.

Ómar Örn nefnir að notkunarmöguleikar spjaldtölva eru í raun ekki

fullkannaðir og takmarkast að sumu leyti við þær hugmyndir sem kennarar

og skólastjórnendur hafa um nám (Ómar Örn Magnússon, 2013, bls. 2).

Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri innleiðingar spjaldtölva í skólum í

Kópavogi bendir á að margir íslenskir skólar hafi hafið innleiðingu

spjaldtölva þar á meðal Norðlingaskóli og Hólabrekkuskóli í Reykjavík,

Árskóli á Sauðárkróki og Heiðarskóli í Hvalfjarðarsveit. Að sögn Björns er

spjaldtölvuátakið í Kópavogi eitt stærsta verkefni sinnar tegundar á Íslandi og

þó víðar væri leitað og lætur nærri að hundraðasti hver Íslendingur sé með

spjaldtölvu á vegum Kópavogsbæjar eða yfir 3000 manns (Björn

Gunnlaugsson, 2017, e.b.).

Björn bendir á að misjafnar leiðir hafa verið farnar að innleiðingu

spjaldtölva í skólastarfi. Hann nefnir að margir skólar eiga spjaldtölvur sem

kennarar og nemendur geta fengið að láni til afnota við tiltekin verkefni.

Einnig tíðkist það að nemendur komi í skólann með sín eigin snjalltæki,

ýmist spjaldtölvur eða síma. Að mati Björns hafa þessar nálganir h ýmsa

kosti en séu þó þeim takmörkum háðar að sökum tímatakmarkana verði

verkefni oft smærri og minni í sniðum þar sem skila þurfi tækinu í lok dags.

Samkvæmt áliti Björns má færa rök fyrir því að ávinningur nemandans af

spjaldtölvunni aukist því meira sem afnot hann hefur af henni. Að sögn

Björns var þetta meginástæðan fyrir því að í Kópavogi hafi hver og einn

nemandi haft sína eigin spjaldtölvu sem enginn annar notar (Björn

Gunnlaugsson, 2017).

Er þetta í anda kennsluaðferðar sem kölluð hefur verið 1:1

kennsluaðferðin. Aðferðin byggir á því að tryggja hverjum nemenda aðgang

að snjalltæki eða tölvu tengda þráðlausu neti og samfara því eru þróaðir

kennsluhættir sem nýta hina nýju tækni (Sólveig Jakobsdóttir, Skúlína H.

Kjartansdóttir, Helga Ó. S. Þórormsdóttir og Ragnheiður L. Pálsdóttir, 2012,

bls. 43).

Bent hefur verið á að enn er lítið til af rannsóknum um notkun slíkrar

tækni í kennslu hér á landi. Í Norðlingaskóla í Reykjavík hófst verkefni á

meðal 9. og 10. bekkinga um spjaldtölvunotkun og lauk verkefninu í júní

2013. Í áfangaskýrslu sem kom út árið 2012 um verkefnið segir að

rannsóknin bendi til jákvæðra áhrifa og að hún gefi „til kynna aukna ánægju,

áhuga og sjálfstæði nemenda í námi, meiri einstaklingsmiðun náms, aukna

virkni nemenda og betri nýtingu á bekkjartímum“ (Helga Ósk Snædal

Þórormsdóttir, Ragnheiður Líney Pálsdóttir, Skúlína Hlíf Kjartansdóttir og

Page 35: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

23

Sólveig Jakobsdóttir, 2012, bls.28). Jafnframt fannst kennurum að notkun

spjaldtölva ýtti undir faglega þróun þeirra og ánægju í starfi (Helga Ósk

Snædal Þórormsdóttir, Ragnheiður Líney Pálsdóttir, Skúlína Hlíf

Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir, 2012, bls.28). Þar sem lítið er um

íslenskar rannsóknir á notkun fartækni verður næst litið á nokkrar erlendar

rannsóknir tengdar fartækni.

4.2.1.1 Rannsóknir á fartækni og rafrænu námi

Bent hefur verið á að þróun upplýsinga-og samskiptatækni hafi skapað

mörgum það tækifæri að kanna heim fullan af upplýsingum með notkun

margvíslegra fartækja. Að mati fræðimanna má ekki vanmeta hlutverk

þessara tækja og hafa þeir bent á að almennt sé talið að þessi tæki séu hluti af

því að bæta kennslu og nám í lærdómssamfélaginu (Ch'ng, og SAMSUDIN,

2014, bls. 107).

Í rannsókn frá árinu 2012 svöruðu 78% unglinga á aldrinum 12-17 ára á

heimsvísu að þeir ættu farsíma og 50% af þeim sögðust eiga snjallsíma. Bent

hefur verið á að þessi almenna eign unglinga á fartækjum hefur breytt ásýnd

kennsluaðferða og kennslufræða. Í þessari sömu rannsókn eru vísbendingar

sem sýna að vegna hönnunar tækja eins og spjaldtölva og annarra fartækja

séu þau lykillin að helstu hæfniviðmiðum í kennslu 21. aldarinnar sem eru t.d

sköpun, nýsköpun, samskipti og samvinna (Ch'ng, og SAMSUDIN, 2014,

bls. 108).

Skólaárið 2014-2015 stóðu Samsung og menntamálaráðuneyti Spánar

fyrir innleiðingu spjaldtölva í 5. og 6. bekk í 15 skólum víðs vegar um landið.

Samfara innleiðingunni var framkvæmd eigindleg rannsókn þar sem fylgst

var með 166 kennurum þar sem stuðst var við athuganir (e. non-participant

observation). Rýnihópa (e. focus groups), hálfstöðluð viðtöl við kennara (e.

semistuctured interwiews) og rannsókn á efnisinnihaldi kennslustunda (e.

content analysis of teaching units). Rannsókninni var ætlað að draga saman

og skoða sex þætti kennslu, markmið menntunnar (e. educational objective),

nálgun kennslunnar (e. teaching approach), skipulag á kennsluefni og

aðferðum (e. organization of content and activities), úrræði til kennslu (e.

teaching resources), umhverfi og tími, og námsmat (e. learning assessment)

(Suárez-Guerrero, Lloret-Catalá og Mengual-Andrés, 2016, bls. 81)

Í stuttu máli var niðurstaða rannsakanda sú að kennarar beiti þverfaglegri

nálgun (e.transversal approach) þegar þeir nota spjaldtölvur við kennslu þar

sem nemendur þurfa að nýta sér fjölþætta hæfni. Horft er frekar til athafna

Page 36: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

24

fremur en efnis með notkun ýmissa smáforrita. Bent er á að spjaldtölvurnar

ýti undir verkefnamiðaða kennslu (e. project based learning) þar sem

kennarar líti ekki eingöngu á hina nýju tækni sem tæknilega áskorun heldur

einnig sem tækifæri til þess að endurhugsa og endurskipuleggja hinar

hefðbundnu kennsluaðferðir (Suárez-Guerrero, Lloret-Catalá og Mengual-

Andrés, 2016, bls. 81).

Í þessari sömu rannsókn er bent á að kennarar telja að eingöngu eigi að

innleiða hina nýju tækni ef henni fylgir breytt hugmyndafræði þar sem

verkefnamiðað nám og samvinnunám er í fyrirrúmi. Þátttakendur bentu á að

ef engin kennslufræðileg nálgun (e. pedagogy) liggur að baki innleiðingunni

séu spjaldtölvurnar ekkert meira en nýtískuleg tæki til þess að framkvæma

sömu verkefni og áður. Þátttakendur benda á að nemendur noti tækin sem

minnisbók til þess að skipuleggja nám sitt þar sem rannsóknarvinna og vinna

með fjölþætta miðla er í forgrunni. Kennararnir líta ekki svo á að

spjaldtölvurnar séu staðgengill fyrir bók heldur sjá þær fremur sem tæki til

þess að þróa nýja kennsluhætti þar sem nemendur hafa tækifæri á að taka þátt

í að móta nám sitt. Einn þátttakenda orðaði þetta þannig að að eftir

innleiðingu spjaldtölvanna þá hafa nemendur engan áhuga hinum gömlu

hefðbundnu kennslustundum sem hefur knúið kennarana til þess að

endurskipuleggja kennslufræðilega nálgun sína. (Suárez-Guerrero, Lloret-

Catalá og Mengual-Andrés, 2016, bls.85-86).

Niðurstöður þessarar rannsóknar eru áþekkar niðurstöðu eigindlegrar

rannsóknar sem framkvæmd í gagnfræðaskóla í Flæmingjalandi í Belgíu. Sú

rannsókn var framkvæmd árið 2015 í skóla sem innleitt hafði spjaldtölvur

árið 2012. Allir kennarar og nemendur fengu skólans spjaldtölvu til afnota

jafnt heima sem í skólanum. Þar sem skólinn er álitinn brautryðjandi í

þessum málum í Belgíu þótti tilhlýðilegt að rannsaka hvernig til hafi tekist

með innleiðinguna. Stofnaður var rýnihópur sem samanstóð af átján

kennurum og 39 nemendum. (Montrieux, Vanderlinde, Schellens, og Marez,

2015, bls.5)

Rannsókninni var ætlað að kanna skynjun kennara og nemenda á notkun

spjaldtölva í kennslu og námi. Niðurstaða rannsóknarinnar er sú að notkun

tækjanna hefur bæði áhrif á kennslu kennara og nám nemenda.

Niðurstöðurnar benda til þess að hægt sé að skipta kennurum í tvo hópa; hinn

umbótasinnaða kennara (e. innovative teacher) og hinn styðjandi kennara (e.

instrumental teacher). Umbótasinnaði kennarinn reynir að skipta úr

kennaramiðaðri kennslu (e. teacher-centered) í lærdómsmiðaða kennslu (e.

Page 37: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

25

learning-centered) (Montrieux, Vanderlinde, Schellens, og Marez, 2015,

bls.1)

Umbótasinnaði kennarinn hefur breytt kennsluháttum sínum til þess að

nýta þá kosti sem spjaldtölvurnar bjóða upp á á meðan hinn styðjandi kennari

virðist nota tækin líkt og „bók á bak við glerið“ þar sem gamla kennsluefnið

hefur bara verið fært í tækin. Bent er á að þessi greinarmunur á kennurunum

hefur bæði áhrif hvernig kennslan fer fram og hvernig nemendur upplifa

kennslustundirnar. Innleiðing spjaldtölva hefur almenn áhrif á hvernig

nemendur læra, innleiðing tækjanna skapar nýtt spennandi gagnvirkt

umhverfi sem samanstendur af fjölda nýrra miðla sem nýtast nemandanum.

Að mati rannsakenda benda niðurstöðurnar til þess að stjórnvöld og

stefnumótandi aðilar þurfi að innleiða tæknilegan og kennslufræðilegan

stuðning (e.pedagogical) til handa kennurum og nemendum til þess að

auðvelda þeim að skilja og uppgötva til fulls hvaða tækifæri liggja í notkun

þessarar tækni í lærdómssamfélaginu (Montrieux, Vanderlinde, Schellens, og

Marez, 2015, bls.1).

Niðurstöður ofangreindra rannsókna eru samhljóma orðum Ómars Arnar

verkefnisstjóra fyrrgreinds verkefnis, Spjaldtölvur í skólastarfi, sem hann

vann fyrir Reykjavíkurborg árið 2013. Hann bendir á hin nýju tæki opni

skólasamfélaginu leið að sveigjanlegu, fjölbreyttu og einstaklingsmiðuðu

námi og veiti tækifæri til að þjálfa hæfni á veigamiklum sviðum í nútíma

samfélagi líkt og sköpun og almennum samskiptum. Ómar Örn bendir á að

leggja þurfi áherslu á að nemendur séu skapandi og virkir þátttakendur í námi

fremur en þiggjendur en til þess þurfi hugarfarsbreytingu á meðal skólafólks

almennt. (Ómar Örn Magnússon, 2013, bls. 12).

Bent hefur verið á að á undanförnum árum hafa verið framkvæmdar

margar rannsóknir tengdar innleiðingu spjaldtölva í kennslu en fáar þeirra

hafi rannsakað með hvaða hætti spjaldtölvur hafa áhrif á innri hvata (e.

intrinsic motivation) til náms. Í eigindlegri rannsókn frá árinu 2013 þar sem

fylgst var með kennslu í grunnskóla í Kanada í fimm mánuði ásamt því sem

tekin voru voru rýnihópaviðtöl við kennara og nemendur komust

rannsakendur að þeirri niðurstöðu að notkun spjaldtölva hafi jákvæð áhrif á

innri hvata nemenda með ýmsum hætti. Áskorunin sem fylgir notkun

spjaldtölva ýtir undir áhuga nemenda, sú forvitni sem ný smáforrit og ný

kennslutækni vekur meðal nemenda hefur einnig jákvæð áhrif á hvatann, en

forvitni er að mati fræðimann einn mikilvægasti þáttur hans. Nemendur töldu

sig hafa meiri stjórn á sínu námi sem hafði jákvæð áhrif á nám þeirra og

Page 38: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

26

síðast en ekki síst þá hafði aukin kappsemi og samvinna jákvæð áhrif á hvata

nemenda (Ciampa, 2014, bls. 84-87).

Þetta kemur heim og saman við niðurstöður tyrkneskrar rannsóknar þar

sem könnuð voru viðhorf 2023 tyrkneskra nemenda til rafræns

námsumhverfis. Niðurstöður rannsóknarinnar bentu til þess að nemendur

töldu tækin létta sér námið, einnig ýttu tækin undir hvata til náms og námið

væri skemmtilegra og áhugaverðara. Einnig bentu vísbendingar til þess að

tækin og rafrænt námsumhverfi hefðu jákvæð áhrif á námsárangur

(Çukurbasi, Isbulan, og Kiyici, 2016, bls.70).

Spjaldtölvur og önnur fartæki eru að hefja innreið sína í skólasamfélaginu

og mun sú þróun halda áfram á næstu árum. Í ofangreindum rannsóknum er

bent á mikilvægi þess hvernig staðið er að þessari innleiðingu og mikilvægi

þess að kennarar og nemendur nýti þá möguleika sem í tækjunum felast. Og

endurhugsi og endurskipuleggi hinar hefðbundnu kennsluaðferðir í þágu

verkefnamiðaðs náms og samvinnunáms. Spjaldtölvurnar og fartækin eru

verkfærin sem til þarf en til þess að þau nýtist sem skyldi þarf vettvang til

þess að eiga samskipti leggja fram og leysa verkefni og þá er komið að þætti

námsumsjónarkerfa (e. learning management system) sem er umfjöllunarefni

næsta kafla.

4.2.2 Námsumsjónarkerfi

Bent hefur verið á að námsumsjónarkerfi sé tækni sem geti flutt innlögn

kennara úr kennslustofunni inn á netið. Kennarar geti sett kennsluefni og

leiðbeiningar á netið og átt samskipti við nemendur sína. Námsumsjónarkerfi

er vefsíða sem er í umsjón menntastofnunarinnar en henni fylgja margvísleg

tæki sem nýtast kennaranum til þess að leggja fram kennsluefni og stuðla að

námi nemenda. Einn af kostum þess að nota námsumsjónarkerfi er sá

möguleiki að koma á móts við fjölbreyttar þarfir nemenda með þeim fjölda

leiða sem eru í boði (Saovapa, 2015, bls.53).

Bent hefur verið á að forsenda fyrir virkri notkun upplýsingatækni í

skólastarfi séu námsgögn á rafrænu formi, þ.e. að fjölbreytt rafrænt námsefni

sé aðgengilegt fyrir öll skólastig og að stuðlað verði að virkri þróun í

námsefnisgerð, svo sem lesefni, margmiðlunarefni, hugbúnaði sem og

hugmyndum um nýtingu rafræns efnis í námi. Einnig að námsefnið sé

aðgengilegt og með þeim hætti að hægt sé að raða saman lesefni, ítarefni,

hugbúnaði og öðrum þeim rafrænu gögnum sem nýtast í námi nemenda, og

Page 39: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

27

að samvinna við sköpun námsefnis og nýtingu þess sé virk og aðgengileg á

rafrænum samstarfsvettvangi (Capacent, 2014, bls.8).

Fræðimenn hafa fjallað um að hinar miklu breytingar á samskiptatækninni

og þróun hinna ýmsu hugbúnaðarlausna hafi breytt ásýnd náms, þar sem

aðgreining staðar- og fjarnáms virðist vera óljósari en áður. Bent hefur verið

á að með netstuddri kennslu sé hægt að ná til mun fjölbreyttari hóps en

hingað til. Jafnframt hefur verið bent á að þessi þróun verður ekki umflúin og

muni hafa áhrif á kennsluhætti og nám nemenda jafnframt því sem kröfur til

menntunar og þjálfunar kennara muni breytast. Námsumsjónarkerfi hafa

verið í notkun á efri skólastigum í nokkurn tíma en með innleiðingu

snjalltækninnar eru þau einnig að hefja innreið sína í grunnskóla víðs vegar

(Hjálmtýr Hafsteinsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Freydís J. Freysteinsdóttir,

Guðrún Geirsdóttir, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, Sólveig Jakobsdóttir

o.fl., 2013, bls.3).

Hljóðupptökur, myndbönd, tónlist og texti eru á meðal þeirra miðla sem

kennarar geta nýtt til þess að gera námið fjölbreyttara. Þessir miðlar ásamt

aukinni gagnvirkni eru til þess fallnir að koma til móts við fjölbreyttar þarfir

nemenda. Bent hefur verið á að aukið aðgengi nemenda að námsefninu ásamt

fjölþættari leiðum til samskipta virðist hafa góða áhrif á nám nemenda.

Jafnfram hefur verið bent á að þetta aukna aðgengi þar sem námsefnið sé í

raun aðgengilegt hvenær sem er geri það að verkum að nemendur noti meiri

tíma til þess að sinna náminu. Rannsóknir hafa sýnt að námsumsjónarkerfi

geta stutt kennsluumhverfið, þau aðstoða kennara við að halda utan um og

skipuleggja kennsluna og námsefnið virðist hafa hvetjandi áhrif á nám

nemenda ásamt því að stytta dýrmætan undirbúningstíma kennara. (Saovapa,

2015, bls.53).

Hlutverki námsumsjónarkerfa er í raun hægt að skipta í þrjá þætti,

námstæki (e. study skills tools), samskiptatæki (e. communication tools) og

framleiðslu/afraksturtæki (e. productivity tools). Námstæki er allt það efni

sem kennarinn leggur inn, hvort sem um er að ræða, próf, kynningar, tenglar

inn á netefni, verkefni eða próf. Hægt er að fylgjast með námsframvindu

nemenda. Samskiptaþátturinn gerir það að verkum að nemendur og kennarar

geta átt í samskiptum hvar og hvenær sem er. Helstu samskiptatækin eru

tilkynningar og spjallþræði sem eru tengdir öllum námsgreinum. Kennarinn

stýrir samskiptunum og getur alltaf gripið inn í eða lokað fyrir óæskilega

umræðu. Að lokum geta nemendur lagt inn afrakstur sinn í hvaða formi sem

hann er hvort sem um er að ræða myndbönd, hljóðupptökur eða texta

(Saovapa, 2015, bls. 53-55).

Page 40: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

28

Moodle er það námsumsjónarkerfi sem flestir þekkja og hefur verðið mest

notað í skólum landsins. Í þeim skóla sem hér er til rannsóknar hefur verið

farin sú leið að nota Gafe eða Google apps for education. Allir nemendur eru

með google reikninga og gmail sem er í eigu og er stjórnað af skólanum.

Margir þekkja Google drive, google slides ásamt mörgum öðrum tækjum sem

Google býður upp á. Google Classroom var kynnt til sögunnar af Google árið

2014. Google Classroom er líkt öðrum námsumsjónarkerfum þar sem

kennarar geta skapað og haldið utan um verkefni, gefið endurgjöf og átt í

samskiptum líkt og lýst hefur verið hér að ofan (Shaharanee, Jamil og

Mohamad. 2016, bls. 5-8). Nú hefur verið farið yfir helstu þætti sem tengjast

rafrænu námi og tölvustuddu námi. Í næsta kafla verður litið stuttlega á

tölvustutt tungumálanám.

4.2.3 Tölvustutt tungumálanám

Hugtakið tölvustutt tungumálanám stendur fyrir þá athöfn að læra og bæta

tungumálakunnáttu sína með aðstoð tölvutækninnar. Þessi víða skírskotun

inniheldur allar þekktar kennsluaðferðir og kenningar tengdar

kennsluaðferðum tungumála. Þessi skilningur gerir nemendum, kennurum og

rannsakendum kleift að rannsaka og kanna fjölþætt efni og margvíslega

aðferðafræði og laga þessa þætti að hinum ýmsu kennslu- og námsaðferðum

tungumálakennslunnar (Beatty, 2010, bls.7).

Það er erfitt að skilgreina Tölvustutt tungumálanám eða TST sem eitt

viðfangsefni eða rannsóknarsvið þar sem það spannar breitt svið athafna.

TST samanstendur af fjölbreyttum þáttum, til dæmis ýmiskonar efni,

tækniþáttum og uppeldis- og kennslufræðikenningum, ásamt hinum ýmsu

leiðbeiningum. Þetta efni hefur annað hvort verið gert sérstaklega fyrir TST

eða hefur verið fyrirliggjandi líkt og myndbönd, upptökur eða annað efni sem

hefur verið lagað að TST. Fræðimenn hafa bent á að þrátt fyrir að TST spanni

breitt svið sé nauðsynlegt að rannsaka hvað hafi verið gert og hvað vanti upp

á innan hugmyndarfræðinnar. Einnig hefur verið bent á að nauðsynlegt sé að

átta sig á því í hvaða átt skuli stefna svo hugmyndafræðin nái að vaxa og

dafna í framtíðinni (Beatty, 2010, bls.8).

Þekkt er að í þróun kenninga um kennslufræði tungumála (e. language

teaching theories) hafa atferliskenningin (e. behaviorism), vitsmunakenningin

(e. cognitive learning theory) og hugsmíðahyggjan (e. Constructivism) allar

komið við sögu. Með þróun samfélagsins hafa hinar hefðbundnu

kennsluaðferðir ekki mætt þörfum hugsmíðahyggjunnar og í framhaldinu

Page 41: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

29

hafa margir fræðimenn og kennarar skapað nýtt kennsluumhverfi fyrir

nemendur. Framfarir innan tölvutækninnar hafa hvatt kennara til þess að

endurmeta hlutverk hennar og líta á hana sem mikilvægan þróun og sem hluta

af námi og kennslu tungumála. Wangru og Beatty benda báðir á að ný

hugbúnaðartækni og netið ásamt fjölda annarra tækninýjunga veiti kennurum

ný tækifæri til þess að nota markmálið innan kennslustofunnar ásamt því að

kynna fyrir nemendum, menningu og málfræði þess. Nemendur hafa aðgang

að hljóð- og myndbandsupptökum, myndum, textum og öllu því sem

aðgengilegt er á veraldarvefnum (Beatty, 2010, bls. 8; Wangru, 2016, bls. 1)

Beatty bendir á að kennsluefni TST hafi verið í sífelldri þróun frá því upp

úr 1960 þegar fyrstu tölvurnar héldu innreið sína á sviði tungumálakennslu.

Kennsluefnið hefur þróast frá einföldum innfyllingaræfingum til margþætts

gagnvirks margmiðlunarefnis. Að mati Beattys hefur þessi þróun þó ekki

alltaf verið til góðs og stundum hafi gamla innfyllingaræfingin einungis verið

klædd í nýjan búning. Að sögn Beattys er því helst þar um að kenna að þeir

sem eru að fást við að hanna kennsluefni séu ýmist kennarar með litla

tækniþekkingu eða tölvufólk með enga kennslufræðilega kunnáttu. Þessar

ábendingar Beattys eru samhljóma niðurstöðum rannsóknanna sem fjallað var

um í kafla 4.2.1.1 þar sem bent er á mikilvægi þess að stjórnvöld og

stefnumótandi aðilar þurfi að innleiða tæknilegan og kennslufræðilegan

stuðning til handa kennurum og nemendum til þess að auðvelda þeim að

skilja og uppgötva til fulls hvaða tækifæri liggja í notkun þessarar tækni í

lærdómssamfélaginu (Beatty, 2010, bls. 12-13; Montrieux, Vanderlinde,

Schellens og Marez, 2015, bls. 1).

Frá því að tölvur hófu innreið sína í kennslufræði tungumála á sjöunda

áratugnum hefur TST farið í gegnum þrjú skeið. Það fyrsta stóð frá upphafi

sjöunda áratugarins til loka áttunda áratugarins og var undir áhrifum

atferliskenningarinnar þar sem tölvur voru fyrst og fremst notaðar til þess að

gera endurteknar innfyllingar. Nýtt skeið hófst í byrjun níunda áratugarins

þar sem endurtekningaræfingarnar viku fyrir hugmyndafræði

tjáskiptaðferðarinnar en á þessum tíma voru mikil átök á milli þeirra sem

aðhylltust vitsmunakenninguna og hugsmíðahyggjuna. Á tíunda áratugnum

hófst nýtt skeið ekki síst vegna tilkomu internetsins, skeið sem stendur enn

þann dag í dag. Á þessu tímabili varð mönnum mikilvægi tölvustudds

tungumálanáms sífellt ljósara. Fræðimönnum varð ljóst að hugmyndafræði

TST átti samleið með hugsmíðahyggjunni. Margir skólar hófu endurskoðun á

kennslufræði tungumála og ekki sér fyrir endann á henni (Wangru, 2016,

bls.3).

Page 42: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

30

Líkt og áður hefur komið fram þá eru margvísleg snjall- og fartæki orðin

hluti af daglegu lífi í samfélaginu. Samskipti eru sífellt að færast meira og

meira út í víðáttur internetsins. Hin ýmsu samskiptaforrit eru notuð til þessara

samskipta líkt og Facebook, Snapchat og fjöldi annarra miðla. Nemendur í

nútímasamfélagi eru vanir hinum snöggu gagnvirku samskiptum og því er

mikilvægt að þessi tækni sé hluti af tungumálakennslunni sem og öllu

skólasamfélaginu. Í köflunum hér að framan höfum við kynnst tækni eins og

fartækni og námsumsjónarkerfum sem er hluti af þessu nýja rafræna

námsumhverfi. Fræðimenn hafa bent á mikilvægi þess að byggja innleiðingu

og notkun þessarar tækni á traustum kennslufræðilegum grunni, þar sem

reynsla frumkvöðlanna er notuð til aðstoðar við innleiðingarferlið á nýjum

vettvangi (Beatty, 2010, bls. 9-13: Reykjavíkurborg, 2014, bls.3).

4.3 Samantekt

Í kaflanum hér að framan hefur verið farið yfir sögu upplýsingatækni í

kennslu á Íslandi. Einnig hefur verið litið á með hvaða hætti tækniþróun

hefur verið innan veggja skólanna. Því næst var fjallað um fartæknina sem er

að ryðja sér rúms í mörgum skólum á Íslandi og í beinu framhaldi var litið á

nokkrar nýlegar rannsóknir tengdar rafrænu námi og fartækni. Þar kom meðal

annars í ljós að innleiðing hinnar nýju tækni hafði jákvæð áhrif á innri hvata

nemenda. Námsumsjónarkerfi voru næst til umfjöllunar og að lokum var litið

á með hvaða hætti öll þessi tækni nýttist því sem kallast TST eða tölvustutt

tungumálanám. Næst verður litið á þá aðferðafræði sem höfð var til

hliðsjónar í þeirri rannsókn sem framkvæmd var í tengslum við þessa ritgerð.

Page 43: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

31

5. Aðferðafræði

Í þessum kafla verður fjallað um þær aðferðir sem stuðst var við þá

rannsókn sem hér er til umfjöllunar. Gerð verður grein fyrir þeirri

rannsóknarspurningu sem unnið er út frá, rannsóknarsniði, þátttakendum og

hvernig val á þeim fór fram. Þá verður framkvæmd gagnasöfnunar útskýrð og

farið yfir réttmæti rannsóknarinnar og siðfræðileg atriði. Í lokin verður greint

frá leyfum sem aflað var í aðdraganda rannsóknarinnar.

5.1 Rannsóknarspurning

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að svara rannsóknarspurningunni hver

eru viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í tungumálakennslu?

Fyrst var lögð fyrir rafræn spurningakönnun og voru niðurstöður hennar

notaðar meðal annars til þess að móta viðtalsramma fyrir rýnihópaviðtal sem

var tekið að henni lokinni. Markmiðið var að finna út hverjir nemendur telja

vera kosti og galla viðkomandi námsumhverfis ásamt því að kanna almennt

viðhorf þeirra til þess.

5.2 Rannsóknaraðferð

Í þessari rannsókn verður stuðst við bæði megindlega og eigindlega

rannsókn. Fræðimenn hafa bent á að blönduð aðferð gefi heildstæðari mynd

af rannsóknarefninu. Notuð er megindleg spurningakönnun til þess að ná til

sem flestra nemenda en einnig er beitt eigindlegri viðtalsrannsókn til þess að

dýpka skilning á viðfangsefninu

Creswell bendir á að rannsókn er ferli athugana þar sem upplýsingum er

safnað og þær greindar með það að markmiði að auka þekkingu á

viðfangsefninu. Hefðbundin rannsókn samanstendur af þremur þrepum. Byrja

þarf á því að spyrja spurningar, því næst þarf afla gagna til að svara henni og

að lokum þarf að leggja fram svar við spurningunni. Creswell bendir einnig á

Page 44: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

32

að rannsóknir auki kunnáttu, bæti færni og auðveldi stefnumótun vegna

aukinna upplýsinga (Creswell, 2012, bls.3-6).

Fyrri hluti rannsóknarinnar er megindleg rannsókn. Með megindlegum

rannsóknum er hægt að finna samband á milli hluta eða breyta en einnig má

finna upplýsingar um hluti líkt og fjölda, algengi og hlutfall. Hér verður

stuðst við spurningakönnun sem er einn hluti megindlegra rannsókna.

Creswell bendir á að þegar kanna á viðhorf líkt og í þessari rannsókn er oft

gripið til spurningakannana. Hann bendir einnig á að spurningakannanir eru

einnig notaðar til þess að kanna skoðanir, hegðun og einkenni ákveðinna

hópa. Tölulegum upplýsingum er safnað með spurningum sem eru síðan

greindar til þess að svara ákveðnum spurningum (Creswell, 2012, bls. 376;

Ragnheiður Harpa Arnardóttir, 2013, bls. 377).

Upplýsingarnar geta aðeins gefið ákveðnar vísbendingar við

rannsóknarspurningum eða rannsóknartilgátum þar sem hér var notað

hentugleikaúrtak. Creswell bendir á að með hentugleikaúrtaki geti

rannsakandi ekki yfirfært niðurstöðuna á fjöldann en að notkun slíks úrtaks sé

engu að síður góð leið til að svara spurningum og tilgátum (Creswell, 2012,

bls. 145–146).

Grétar Eyþórsson skiptir spurningakönnunum í tvo flokka. Annars vegar

opnar spurningar þar sem þátttakandi þarf að hugsa svar sitt. Hins vegar

lokaðar spurningar þar sem svarmöguleikar eru gefnir upp fyrirfram. Í þessari

rannsókn verður stuðst við lokaðar spurningar sem auðveldar úrvinnslu og

framkvæmd könnunarinnar líkt og sjá má á spurningalista í fylgiskjali 2.

Grétar bendir einnig á mikilvægi þess að spurningar séu skýrar og ótvíræðar.

Forðast skal skammstafanir, tvöfaldar spurningar eða spurningar sem

innihalda tvöfalda neitun eða já og nei spurningar (Grétar Þór Eyþórsson,

2013, bls. 454–457).

Fræðimenn hafa bent á hlutlægni megindlegrar aðferðarfræði þar sem

erfitt er að rannsaka upplifun og hugarheim einstaklinga því unnið er með

stóra hópa þar sem samskipti rannsakanda við þátttakendur eru takmörkuð.

Því verður einnig stuðst við eigindlega rannsóknaraðferð. Eigindleg rannsókn

er að mati fræðimanna hentug leið til þess að skilja hugarheim og aðstæður

viðfangsefnisins. Rannsóknargagna er aflað með samtölum á milli

rannsakanda og viðmælanda. Bent hefur verið á að rannsakandi eigi að svara

rannsóknarspurningu á grunni gagna sinna án þess að láta fyrirfram mótaðar

skoðanir sínar hafa áhrif þar. Rannsakandi leitaðist við að fara eftir

leiðbeiningum Sigurlínar Davíðsdóttur í þessum efnum, þar sem bent er á að

sýna skuli hlutleysi gagnvart efninu, og gaf sér góðan tíma með

Page 45: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

33

viðmælendum, hlustaði vel og útskýrði spurningar þegar og ef þörf var á og

fékk staðfestingu viðmælanda á því að hann hefði skilið þær rétt til að auka

trúverðugleika rannsóknarinnar (Creswell, 2012, bls. 63–64 og bls. 382-384,

Sigurlína Davíðsdóttir, 2013, bls. 217-229).

Sigríður Halldórsdóttir bendir á að aðferðir eigindlegra rannsókna eru

fjölbreytilegar. Vettvangsrannsóknir, þátttökuathuganir, og fyrirbærafræði

eru þar á meðal, þar sem er leitast við að skilja og lýsa tilteknum mannlegum

fyrirbærum og leitast við að fá heildarmynd af þessum fyrirbærum og skoða

tengsl þeirra innan ákveðins kerfis eða menningar. Í þessari rannsókn er

stuðst við hálfstöðluð viðtöl (e. semistructured), sem er hluti af

fyrirbærafræðinni sem byggir á því að kanna hugarheim og öðlast betri

skilning ákveðins fyrirbæris útfrá lífsreynslu fólks. Rannsakandi studdist við

hálfstöðluð viðtöl til þess að skoða fyrirfram ákveðna þætti en jafnframt vildi

rannsakandi veita viðmælendum tækifæri til þess að tjá sig í samræmi við

eigin reynslu og viðhorf og til að fá dýpt í viðfangsefnin sem skoðuð voru.

Bent hefur verðið á að hálfstöðluð viðtöl séu til þess fallin að rannsaka

reynslu viðfangsefnisins af ákveðnu fyrirbæri líkt og viðhorfi nemenda til

rafrænna kennsluhátta sem er rannsóknarverkefni þessarar ritgerðar (Helga

Jónsdóttir, 2013, bls. 143; Sigríður Halldórsdóttir, 2013a, bls. 239; Sigríður

Halldórsdóttir, 2013b, bls. 281). Lítum næst nánar á þátttakendur

rannsóknarinnar.

5.3 Þátttakendur

Úrtak rannsóknarinnar eru 154 nemendur 8.-10. bekkjar í rúmlega 500

nemenda skóla í þéttbýli í nágrenni Reykjavíkur. Þar af eru 68 nemendur í

áttunda bekk, 44 í níunda bekk og 42 í tíunda bekk, alls 95 stúlkur og 59

strákar. Skólinn hefur verið að færa sig í átt að rafrænum kennsluháttum

undanfarin ár og þeir árgangar sem mesta reynslu hafa af rafrænu

námsumhverfi og hafa notað google classroom umhverfið lengst í námi eru

elstu árgangar skólans. Þessir árgangar hafa notað snjalltæki og rafrænt

námsumhverfi í tvö ár og eru að hefja nám á því þriðja. Af þeim sökum taldi

rannsakandi þennan hóp henta vel rannsókninni. Þar sem um

hentugleikaúrtak er að ræða geta upplýsingarnar aðeins gefið ákveðnar

vísbendingar við rannsóknarspurningum. Eins og nefnt hefur verið segir

Creswell að með hentugleikaúrtaki geti rannsakandi ekki yfirfært

Page 46: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

34

niðurstöðuna á fjöldann en að notkun slíks úrtaks sé engu síður góð leið til að

svara spurningum og tilgátum (Creswell, 2012, bls. 145–146).

5.4 Gagnaöflun og gagnagreining

Í þessum kafla verður farið yfir með hvaða hætti gagna var aflað annars

vegar og hvernig þau voru greind hins vegar. Fjallað verður um hvaða leyfi

voru fengin fyrir rannsókninni og með hvaða hætti hún er framkvæmd. Að

lokum verður farið yfir hvaða leið er farin til þess að vinna úr gögnunum og

greina þau. Við lítum fyrst á megindlegu rannsóknina.

5.4.1 Megindleg rannsókn

Byrjað var á því að hafa samband við fræðslustjóra sveitarfélagsins sem

veitti rannsóknaraðila góðfúslega leyfi til að hafa samband við

skólastjórnendur. Skólastjórnendur voru rannsakanda innan handar með að

senda kynningu á rannsókninni til foreldra þar sem þeir voru jafnframt beðnir

um að setja sig í samband við rannsakanda ef að þeir vildu ekki að barn

þeirra tæki þátt í rannsókninni. Þýði spurningarkönnunarinnar voru, sem fyrr

segir, allir nemendur árganganna þriggja, alls 154 nemendur; 95 stúlkur og

59 strákar. Ekki bárust neinar athugsemdir frá foreldrum og forráðamönnum

varðandi þátttöku barna þeirra í rannsókninni.

Skólastjóri veitt síðan rannsakanda leyfi til þess að leggja spurningalistann

fyrir á skólatíma. Spurningakönnunin var lögð fyrir rafrænt þar sem allir

nemendur hafa aðgang að snjalltækjum. Notast var við google forms forritið,

einna helst vegna þess að nemendur og kennarar skólans eru að nota google

umhverfið í rafrænu námsumhverfi sínu. Könnunin var síðan lögð fyrir á

heimasvæði hvers og eins nemanda i google classroom

námsumsjónarkerfinu. Það var mat rannsakanda að það yki líkur á hærra

svarhlutfalli ef verið væri að vinna með umhverfi sem kennarar og nemendur

könnuðust við. Mánudaginn 5. desember fékk rannsakandi leyfi til þess að

fara inn í tíma hjá öllum þátttakendum rannsóknarinnar til þess að kynna

hana ennfremur og til þess að fá þá til þess að svara henni. Að þessu loknu

var könnunin fjarlægð af google classroom.

Við úrvinnslu spurningarkönnunarinnar í google forms forritinu, komu

niðurstöðurnar sjálfkrafa fram, bæði tölfræðilegar niðurstöður og myndrænar.

Niðurstöðurnar voru færðar í excel þar sem hægt er að vinna með

Page 47: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

35

niðurstöðurnar með fjölbreyttari hætti en í google forms hvað varðar

myndvinnslu og tölfræðilega þætti. Við úrvinnslu og greiningu

spurningarkönnunarinnar var lýsandi rannsóknarsnið notað þar sem

viðhorfum og reynslu nemenda er lýst án inngripa. Rannsakandi mun ekki

fara út í tölfræðilegar prófanir til að finna fylgni eða mun á milli hópa fremur

er leitast við að lýsa aðstæðum einstaklinga eða hópa þar sem gögnum er

safnað og leitast við að alhæfa niðurstöður úrtaks yfir á þýði (Ragnheiður

Harpa Arnardóttir, 2013, bls. 386–388).

Þegar niðurstöður spurningakönnunarinnar lágu fyrir var rýnt í svör

nemenda; hvað finnst þeim um rafræna námsumhverfið og hvernig kunna

þeir við google classroom sem vinnuumhverfi? Niðurstöðurnar voru nýttar

meðal annars til þess að móta viðtalsramma rýnihópaviðtalsins.

5.4.2 Eigindleg rannsókn

Alls tóku 6 nemendur þátt í rýnihópaviðtalinu. Í hópinn voru valdir tveir

nemendur úr hverjum árgangi og var kynjaskipting jöfn; þrjár stúlkur og þrír

strákar. Deildarstjóri unglingadeildar og einn af enskukennurum skólans sem

leitt hefur innleiðingu rafrænna kennsluhátta í skólanum aðstoðuðu við val

hópsins. Hafðar voru að leiðarljósi ábendingar Sóleyjar S. Bender um að

velja eigi rýnihóp sem hentar rannsókninni þar sem einstaklingarnir þurfa að

hafa sameiginleg grundvallareinkenni, líkt og aldur eða búa yfir

sameiginlegri reynslu. Hópurinn var skipaðir þeim einstaklingum sem höfðu

skilað inn samþykki, en einnig var reynt að hafa sem fjölbreyttasta

einstaklinga innan hópsins hvað varðar t.d námsgetu og vinnusemi og væru

óragir með að tjá sig (Sóley S. Bender, 2013, bls. 301).

Skólastjórnendur veittu leyfi til þess að viðtalið væri tekið í skólanum á

skólatíma. Líkt og fram hefur komið áður hafa fræðimenn bent á mikilvægi

þess að umhverfi og staðsetning sé nemendum kunnugleg enda auki það líkur

á afslappaðri viðmælendum sem eru líklegri til þess að tjá skoðanir sínar á

opinskáan hátt (Sóley S. Bender, 2013, bls. 303-304).

Viðtalið var hljóðritað annars vegar með með aðstoð smáforrits í iPad

spjaldtölvu rannsakanda og svo hins vegar með raddinnslætti á google drive.

Raddinnslátturinn fangaði að mestu það sem sagt var í viðtalinu.

Rannsakandi bar saman upptökuna í hægri á afspilun við raddinnskráninguna

og kom því þannig á endanlegt textaform. Allir þátttakendur voru gerðir

ópersónugreinanlegir með því nota orðin rýnihópur, hópur, nemandi,

Page 48: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

36

nemendur eða árgangur. Viðtalið var tekið þann 24. mars 2017 og stóð í um

það bil 40 mínútur.

Við greiningu viðtalsrannsóknarinnar var notast við (gagna)greiningu

Sóleyjar S. Bender á samræðum rýnihópa. Hún hefur bent á mikilvægi þess

að rannsakandi sé á varðbergi meðan á viðtölum standi fyrir óskýrum

upplýsingum, hann spyrji frekar um óljós atriði, skrifi hjá sér og taki

stikkorð. Þegar búið var að taka viðtölin voru þau afrituð (Sóley S. Bender,

2013, bls. 307–308).

Að lokinni afritun var hafist handa við gagnagreiningu, flokkun í þemu og

skrif á niðurstöðukafla. Þema stýrðist nokkuð af viðtalsramma rannsakanda.

Gagnagreiningin var unnin meðan á gagnaöflun stóð og eftir að henni lauk.

Að lokum túlkaði rannsakandi og lýsti niðurstöðum viðtalanna í

niðurstöðukaflanum (Sóley S. Bender, 2013, bls. 307–308).

Eftir úrvinnslu og greiningu beggja aðferðanna í niðurstöðukafla voru

gögnin tengd saman í umræðukafla. Fræðimenn hafa bent á að í rannsóknum

sem þessari sé gagnlegt að nota ólíkar aðferðir við gagnaöflun. Með því að

rannsaka tilfellið frá ólíkum sjónarhornum er hægt að nota samleitni

gagnanna til að rökstyðja niðurstöðurnar og er það nefnt margprófun.

Margprófunin var fólgin í tvenns konar sjónarhorni á tilvikið, rýnihópaviðtali

við nemendur og spurningakönnun (Rúnar Helgi Andrason og Ársæll Már

Arnarsson, 2013, bls. 503). Lítum næst nánar á hvað fræðimenn hafa að segja

um rýnihópaviðtöl.

5.4.3 Viðtöl

Samkvæmt Sóleyju S. Bender henta rýnihópar vel þegar kanna á viðhorf

nemenda, reynslu þeirra og gildismat líkt og við á í þessari rannsókn. Sóley

bendir á rannsakandinn efnir til umræðu milli þátttakenda og skapar

andrúmsloft til þess að fá breidd í umræðurnar. Að hennar mati er hægt er að

safna töluverðu magni gagna á stuttum tíma með rýnihópaviðtölum og

tilgangur rýnihópa er yfirleitt að kanna efni sem lítil vitneskja er um ásamt

því að að kanna eða túlka umræðurnar; Sóley S. Bender, 2013, bls. 300–301).

Með viðtölum safna rannsakendur upplýsingum um reynslu og sýn

þátttakenda á umheiminn með spurningum. Kvale bendir jafnframt á að

hálfstöðluð viðtöl eru til þess fallin að reyna að átta sig á þemu í daglegu lífi

einstaklinga út frá sjónarhorni þeirra. Ólíkt hefðbundnum samtölum

hversdagsins þá eru viðtölin framkvæmd samkvæmt fyrirfram mótaðri

aðferðafræði og tækni. Viðtölin eru afmarkaðri en hversdagslegar samræður

Page 49: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

37

en opnari en staðlaður spurningalisti. (Kvale, 2007, bls. 10-11). Viðtöl ljá

viðmælanda jafnframt tækifæri á að koma reynslu sinni og upplifunum á

framfæri. Það er síðan í verkahring rannsakandans að fanga þær ,skrá og

túlka merkingu þeirra. Í viðtölum þarf rannsakandi að vera þess viðbúinn að

spyrja um meiningar þeirra staðhæfinga sem falla í viðtalinu og hvort að hann

hafi túlkað þær rétt“ (Kvale, 2007, bls. 11).

Sóley S. Bender fjallar um mikilvægi þess að gera viðtalsramma með

hliðsjón af rannsóknarspurningum þegar undirbúa þarf rýnihópaviðtal. Sóley

bendir á að viðtalsramminn eigi að innihalda fyrirfram ákveðnar, vel

ígrundaðar aðalspurningarnar. Hún bendir jafnfram á mikilvægi þess að vel

fari um viðmælendur og að viðtölin séu tekin á kunnuglegum stað (Sóley S.

Bender, 2013, bls. 303-304).

Hentug stærð rýnihópa er fjórir til sex einstaklingar að mati Creswells

hann bendir jafnframt á mikilvægi þess að stuðla að þátttöku og virkni allra í

rýnihópnum. Samkvæmt Sóleyju S. Bender eru helstu kostir rýnihópa að

þátttakendur geta tjáð sig frjálst og hægt er að safna fjölbreyttum gögnum frá

mörgum einstaklingum á tiltölulega stuttum tíma. Helstu ókostirnir eru

tímaleysi vegna stærðar hópsins og að stjórn verði hugsanlega erfiðari en í

einstaklingsviðtölum. Einnig er hætta á því að sterkur einstaklingur geti tekið

orðið af hópnum og hlédrægur einstaklingur geti orðið útundan. Þessir þættir

voru meðal annars hafðir til hliðsjónar þegar fjöldi og samsetning þátttakenda

í viðtalinu var ákveðinn (Creswell, 2012, bls. 218–219; Sóley S. Bender,

2013, bls. 309– 311).

Tekið var eitt rýnihópsviðtal en hópurinn samanstóð af sex nemendum. Í

viðtalinu voru fáir viðmælendur svo unnt væri að kafa dýpra í efnið. Til þess

að komast hjá því að sterkur einstaklingur tæki stjórnina í hópnum á kostnað

hinna hlédrægari voru starfsmenn skólans beðnir um að velja hóp

einstaklinga sem þeir töldu óraga við að tjá sig (Creswell, 2012, bls. 63–64;

Sigurlína Davíðsdóttir og Anna Ólafsdóttir, 2013, bls. 394– 400).

5.5 Réttmæti

Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir benda á að erfitt sé að

meta réttmæti eigindlegra rannsókna. Eiginlegar rannsóknir byggjast á

trúverðugleika þeirra niðurstaðna sem rannsakandi setur fram. Í þessari

rannsókn var leitast eftir auknu innra réttmæti með því að afla gagna á fleiri

en einn hátt. Samkvæmt Helgu Jónsdóttur geta fjölbreytt gögn stuðlað að

Page 50: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

38

auknu réttmæti rannsókna (Helga Jónsdóttir, 2013, bls. 149; Sigríður

Halldórsdóttir og Sigurlína Davíðsdóttir, 2013, bls. 224).

Ytra réttmæti snýst um möguleika til að alhæfa um niðurstöður en það er

erfitt þegar eigindlegar aðferðir eru notaðar. Til að auka ytra réttmæti var

eigindlegum og meginlegum aðferðum beitt. Einnig voru þátttakendur valdir

með markmiðsúrtaki þannig að valdir voru þeir sem taldir voru henta

rannsókninni best og gætu talist góðir fulltrúar þýðis. Í þessu tilfelli voru

valdir til verkefnisins nemendur þeirra árganga sem mesta reynslu hafa af

notkun rafræns námsumhverfis í tungumálanámi (Katrín Blöndal og Sigríður

Halldórsdóttir, 2013, bls. 130; Sigríður Halldórsdóttir og Sigurlína

Davíðsdóttir, 2013, bls. 211–227).

Líkt og áður hefur komið fram má, þrátt fyrir að rannsóknin byggist á

viðhorfum þátttakenda og úrtakið sé lítið, telja að rannsóknin gefi ákveðnar

vísbendingar um viðhorf og sýn nemenda á rafrænt námsumhverfi. Einnig má

telja að rannsóknin gefi nokkuð heildstæða mynd af viðhorfum þeirra

árganga sem tóku þátt í rannsókninni og hafa einna mesta reynslu af notkun

rafræns námsumhverfis. Niðurstöðurnar eru persónuleg viðhorf og reynsla

þátttakenda og ekki hægt að yfirfæra á aðra hópa. Viðhorf og sýn

nemendaþátttöku skólans á rafrænu námsumhverfi geta nýst stjórnendum

hans til þróunar rafrænna kennsluhátta og geta mögulega gefið vísbendingar

um viðhorf jafnaldra þeirra annars staðar á landinu.

5.6 Siðferðileg atriði

Rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar (nr. S7918/2016) og þar sem

viðmælendur í rýnihópunum og spurningakönnuninni voru ekki orðnir 18 ára,

þurfti skriflegt samþykki foreldra. Rannsakandi hafði siðareglurnar fjórar að

leiðarljósi sem Sigurður Kristinsson lýsir á þessa leið. Sigurður nefnir fyrst

sjálfræðisregluna sem fjallar um ákvörðunarrétt einstaklingsins ásamt því að

bera eigi virðingu fyrir sjálfræði hans. Skaðleysisreglan er nefnd næst til

sögunnar en hún lýtur að skaðleysis þátttakenda. Sú þriðja í röðinni er

velgjörðarreglan, sem snýst um gagnsemi rannsóknarinnar og að hún leiði til

góðra verka. Að lokum er það réttlætisreglan, sem lýtur að því að ekki verði

leitað til þeirra sem minna mega sín, nema að þátttaka verði til þess að bæta

aðstæður þeirra (Sigurður Kristinsson, 2013, bls. 73–75).

Líkt og áður hefur komið fram var óskað eftir leyfi fyrir rannsókninni hjá

fræðslustjóra (Fylgiskjal 3) þar sem beðið var um leyfi fyrir því að hafa

Page 51: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

39

samband við skólastjóra viðkomandi skóla. Af fengnu leyfi frá fræðslustjóra

var haft samband við skólastjóra (Fylgiskjal 4) sem hafi milligöngu með það

að fá leyfi hjá foreldrum (Fylgiskjal 5). Allir viðkomandi voru upplýstir um

tilgang rannsóknarinnar, sem og tilhögun hennar. Bent var á að um

rýnihópaviðtöl væri að ræða ásamt spurningakönnun. Um væri að ræða

rýnihópaviðtöl sem yrðu tekin upp og eytt að vinnslu lokinni. Í upphafi

viðtalanna sem og spurningarkönnunarinnar voru upplýsingarnar um

rannsóknina endurteknar ásamt öðrum grunnupplýsingum og tekið fram að

þess væri ekki krafist að allir svöruðu öllum spurningum. Einnig var tekið

fram að þátttakendum var heimilt að hætta þátttöku hvenær sem er. Lítum

þessu næst á niðurstöður rannsóknarinnar.

Page 52: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

40

6. Niðurstöður

Í þessum hluta ritgerðarinnar verður gerð grein fyrir niðurstöðum

rannsóknarinnar í tveimur aðskildum köflum. Fyrst verður farið yfir

niðurstöður megindlegu spurningarkönnunarinnar, sem innihélt 20

spurningar, og síðan verður rýnt í niðurstöður rýnihópaviðtalsins við sex

nemendur úr úrtakshópnum.

6.1 Niðurstöður megindlegrar rannsóknar

Hér verður farið yfir niðurstöður megindlegu spurningakönnunarinnar.

Fyrst verður fjallað stuttlega um þátttakendur rannsóknarinnar. Því næst

verður farið yfir rannsóknina sem verður skipt í fjóra flokka. Í fyrst lagi

verður litið á niðurstöður átta spurninga sem lúta að viðhorfi þátttakenda til

rafræns námsumhverfi. Fyrstu þrjár spurningarnar snerta rafrænt

námsumhverfi almennt en hinar fimm tengjast viðhorfi til einstakra

námsgreina. Í öðru lagi verður litið á niðurstöður tveggja spurninga um

viðhorf nemenda til google classroom námsumsjónarkerfisins. Í þriðja lagi

lítum við á tvær spurningar sem tengjast mati þátttakenda á gæðum

netsambands og að lokum verður litið á hvaða viðhorf nemendur hafa til

hvaða fartækni hentar best í rafrænu námsumhverfi.

6.1.1 Þátttakendur

Úrtak rannsóknarinnar eru 154 nemendur 8.-10. bekkjar í rúmlega 500

nemenda skóla í þéttbýli í nágrenni Reykjavíkur. Þar af eru 68 nemendur í

áttunda bekk, 44 í níunda bekk og 42 í tíunda bekk, alls 95 stúlkur og 59

strákar. Alls svöruðu 138 nemendur eða 89.6%. Þar af eru 80 stúlkur eða

58% og 58 drengir sem gerir 42%. Sjá nánar á mynd 1. Næst verður litið á

hvernig fjöldi þátttakenda skiptist eftir bekkjardeildum.

Page 53: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

41

Mynd 1 Kyn þátttakenda

Af þessum 154 nemendum eru 68 í 8.bekk og svöruðu þeir allir. Af 44 í

níunda bekk svöruðu 35 sem er 79.5% og af 42 í tíunda bekk svöruðu einnig

35 sem gerir 83.3% líkt og sjá má á mynd 2.

Mynd 2 Bekkjardeild

Eftir að hafa svarað spurningum sem tengdust grunnupplýsingum um kyn

og bekkjardeildir var komið að fyrsta flokki rannsóknarinnar sem fjallar um

viðhorf þátttakenda til rafræns náms. Fyrstu þrjár spurningarnar fjalla um

almennt viðhorf til rafræns náms en síðan koma fimm spurningar sem

tengjast viðhorfi til einstakra námsgreina.

58

80

Kyn þátttakenda

Karlkyns

68

35

35

Bekkjardeild

8.bekkur

9.bekkur

10.bekkur

Page 54: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

42

6.1.2 Viðhorf til rafræns námsumhverfis

Næstu átta spurningar fjalla um viðhorf þátttakenda til rafræns

námsumhverfis. Fyrsta spurningin var „Hvernig líkar þér við rafræna

námið í skólanum?“ Svarmöguleikar voru mjög vel, vel, hvorki vel né illa,

illa og mjög illa. Alls svöruðu 50 nemendur eða 36,2% mjög vel og 43 eða

31,2% vel þannig að 67,4% eru almennt ánægðir með rafræna

námsumhverfið í skólanum. 30 nemendur eða 21,7% svöruðu að þeim líkaði

hvorki vel né illa við rafræna námsumhverfið. Að lokum þá voru 10 eða

7,2% sem líkaði illa við námið og 5 sem líkaði mjög illa við það eða 3,6%.

Þetta má sjá frekar á mynd 3 hér fyrir neðan

Mynd 3 Hvernig líkar þér við rafræna námið í skólanum?

Næsta spurning tengdist einnig viðhorfi til rafræna námsumhverfisins og

snérist um hvort nemendur teldu að skólinn ætti að halda áfram með rafræna

námsumhverfið og hljómaði á þessa leið „Finnst þér að skólinn eigi að

halda áfram með rafræna námið?“ Svarmöguleikar voru tveir já eða nei.

Niðurstöður voru nokkuð afgerandi en 113 eða 81,9% svöruðu spurningunni

játandi en 25 eða 18,1% svöruðu henni neitandi. Sjá nánar á mynd 4.

5043

30

105

0

10

20

30

40

50

60

Mjög vel Vel Hvorki velné illa

Illa Mjög Illa

F

j

ö

l

d

i

Hvernig líkar þér við rafræna námið í skólanum?

Page 55: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

43

Mynd 4 Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram með rafræna námið?

Þriðja spurningin og síðasta spurningin sem laut að almennu viðhorfi til

rafræna námsins var hugleiðing inn í framtíðina en nemendur voru spurðir

spurningarinnar „Telur þú að rafrænt nám eigi eftir að aukast í skólum í

framtíðinni?“ Aftur voru svarmöguleikarnir tveir já eða nei. Líkt og í

spurningu tvö var afgerandi meirihluti nemenda sem svaraði spurningunni

játandi eða 129 eða alls 93,5% en einungis 6 eða 6,5% svöruðu henni

neitandi. Sjá mynd 5.

113

25

0

20

40

60

80

100

120

Já Nei

F

j

ö

l

d

i

Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram með rafræna námið?

Page 56: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

44

Mynd 5 Telur þú að rafrænt nám eigi eftir að aukast í skólum í framtíðinni?

Nú hefur verið litið á afstöðu þátttakenda almennt til rafræns

námsumhverfis. Rannsakanda lék forvitni á að vita hvort þátttakendur teldu

einstakar námsgreinar henta betur fremur öðrum þegar kemur að rafrænu

námi. Næstu fimm spurningar kanna viðhorf þátttakenda til rafræns náms í

náttúrufræði, stærðfræði, samfélagsfræði ásamt íslensku og erlendu

tungumálunum ensku og dönsku. Í þessum flokki voru svarmöguleikarnir 6.

Þátttakendur höfðu val á milli svarmöguleikanna mjög vel, vel, hvorki vel né

illa, illa, mjög illa og að lokum var boðið upp á valmöguleikann annað þar

sem þátttakendum gafst kostur á að bæta athugasemdum við svarið.

Fyrst var vikið að stærðfræðikennslunni. Alls svöruðu 136 spurningunni

„Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í stærðfræðikennslu?“ þar af

svöruðu 12 þátttakendur mjög vel eða 8,8%, 24 svöruðu vel eða 17,6%, 21

eða 15,4% þátttakandi sögðu að þeim hentaði rafræna námið í stærðfræði

hvorki vel né illa, 23 voru þeirra skoðunar eða 16,9% námið hentaði þeim illa

og 23 eða 24,3% voru þeirra skoðunar að það hentaði þeim mjög illa. Að

lokum svöruðu 16,9% eða 23 þátttakendur svarmöguleikanum annað. Þessir

23 þátttakendur svöruðu því allir að þeir væru ekki í rafrænu námi í

stærðfræði. Athygli vekur að tæpur helmingur þeirra sem segjast vera í

rafrænu námi stærðfræði eða 49% segja að rafræna námið henti illa eða mjög

illa en einungis 33% telja henta það vel eða mjög vel. Sjá nánar á mynd 6.

129

9

0

20

40

60

80

100

120

140

Já Nei

F

j

ö

l

d

i

Telur þú að rafrænt nám eigi eftir að aukast í skólum í framtíðinni?

Page 57: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

45

Mynd 6 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í stærðfræðikennslu?

Næst er komið að viðhorfi þátttakenda til rafræns náms í náttúrufræði.

Alls svöruðu 138 þátttakendur spurningunni „Hvernig finnst þér rafrænt

nám henta í náttúrufræðikennslu?“ Fyrst ber að nefna að 50 þátttakendur

svöruðu spurningunni þannig að það hentaði mjög vel sem gerir 36,2% aðrir

45 þátttakendur merku við svarmöguleikann vel sem er 32,6%. Alls eru því

68,8% þátttakenda á því að náttúrufræðikennsla henti mjög vel eða vel

rafrænu námi. Hvorki vel né illa var svar 24 þátttakenda eða 17,4%, 11

þátttakendur, sem gerir 8%, töldu að það hentaði illa og 7 voru síðan á því að

það hentaði mjög illa sem er einungis 5,1%. Einn þátttakandi valdi

svarmöguleikann annað sem er 0,7% og hann tók það fram að hann gæti ekki

metið rafrænt nám í faginu þar sem það vantaði alltaf tæki til þessa að vinna

á. Sjá mynd 7. Niðurstöðurnar benda til þess að þátttakendur séu almennt á

því að rafrænt nám henti vel til náttúrufræðikennslu. Næst verður litið á

niðurstöður spurningarinnar varðandi samfélagsfræðikennslu.

12

2421

23

33

23

0

5

10

15

20

25

30

35

Mjög vel Vel Hvorki velné illa

Illa Mjög illa Annað

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í

stærðfræðikennslu?

Page 58: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

46

Mynd 7 Hvernig finnst þér rafræna námið henta í náttúrufræðikennslu

Alls svöruðu 138 þátttakendur spurningunni „Hvernig finnst þér rafrænt

nám henta í samfélagsfræðikennslu?“ Líkt og í spurningunum hér á undan

þá voru svarmöguleikarnir 6. Fyrsti svarmöguleikinn var „mjög vel“ og völdu

52 þátttakendur hann eða 37,7%, annar svarmöguleikinn var „vel“ og varð

hann fyrir valinu hjá 54 þátttakendum sem er 39,1% þannig að 76,6%

þátttakenda telja rafræna námið henta samfélagsfræðikennslu mjög vel eða

vel. Þriðji svarmöguleikinn var síðan „hvorki vel né illa“ sem varð fyrir

valinu hjá 20 þátttakendum sem eru 14.5% þeirra, einungis 5 þátttakendur

eða 3,6% sögðu rafrænt nám henta illa í samfélagsfræðikennslu og 7 til

viðbótar sem er 5,1% töldu það henta mjög illa að lokum valdi enginn

þátttakandi svarmöguleikann annað. Sjá nánar á mynd 8. Næst lítum við á

viðhorf þátttakenda til rafræns náms í íslenskukennslu.

5045

24

117

10

10

20

30

40

50

60

Mjög vel Vel Hvorki velné Illa

Illa Mjög Illa Annað

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í náttúrufræðikennslu?

Page 59: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

47

Mynd 8 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í samfélagsfræðikennslu?

Þá er komið að spurningunni „Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í

íslenskukennslu?“ Alls svöruðu 137 þátttakendur spurningunni þar svöruðu

40 þeirra spurningunni mjög vel eða 29,2% og 42 svöruðu að þeim finnist

rafrænt nám henta íslenskukennslu vel sem jafngildir 30.7% þannig að rétt

tæp 60% eru á því að rafrænt nám henti námsgreininni mjög vel eða vel.

Svarmöguleikann hvorki vel né illa völdu 26 þátttakendur eða 19%, illa

sögðu sína 10,2% eða 14 þátttakendur aðrir 8 töldu rafrænt nám í íslensku

mjög illa sem samsvarar 5,8% og að lokum völdu 7 þátttakendur

svarmöguleikann annað. Af þessum sjö svöruðu sex þeirra því að þeir væru

ekki í rafrænu námi í íslensku en sá sjöundi vildi taka það fram að það þyrftu

að vera fleiri íslenskuverkefni og bækur á netinu. Sjá nánar á mynd 9. Næst

lítum við á hvaða viðhorf þátttakendur hafa til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu það er að segja ensku- og dönskukennslu.

52 54

20

5 7

00

10

20

30

40

50

60

Mjög vel Vel Hvorki velné illa

Illa Mjög illa Annað

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í samfélagsfræðikennslu?

Page 60: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

48

Mynd 9 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í íslenskukennslu?

Spurningunni „Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í

tungumálakennslu(ensku- og dönskukennslu)?“ svöruðu 138 þátttakendur

af þeim völdu 64 eða 46,4% svarmöguleikann mjög vel og önnur 31,9% eða

44 þátttakendur völdu svarmöguleikann vel sem gerir 78,3% sem telja að

rafrænt nám í tungumálakennslu henti mjög vel eða vel. Svarmöguleikinn

hvorki vel né illa varð síðan fyrir valinu hjá 19 þátttakendum sem er 13,8%.

Rafrænt nám hentar tungumálakennslu illa að mati 8 þátttakenda sem

samsvarar 5,8% og 3 til viðbótar telja að það henti mjög illa sem eru 2,2%.

Enginn valdi svarmöguleikann annað. Sjá mynd 10.

40 42

26

14

8 7

05

1015202530354045

Mjög vel Vel Hvorki velné illa

Illa Mjög illa Annað

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í íslenskukennslu?

Page 61: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

49

Mynd 10 Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í tungumálakennslu?(ensku-

og dönskukennslu)

Hluti af rafrænu námi er námsumsjónarkerfi þar sem verkefni eru lögð inn

og unnin. Rannsóknarskólinn notast við Google Classroom og rannsakanda

lék forvitni á því að vita hvernig þátttakendum líkaði við það. Næstu tvær

spurningar tengjast viðhorfi nemenda til Google classroom

námsumhverfisins.

6.1.3 Google Classroom

Fyrri spurningin um Google Classroom býður upp á fimm svarmöguleika

sem eru: Mjög gott, gott, hvorki né, vont og mjög vont en sú síðari er já og

nei spurning. Fyrri spurningin er á þessa leið „Hvernig finnst þér að nota

google classroom námsumhverfið?“ Alls svöruðu 138 þátttakendur

spurningunni af þeim svöruðu 62 að þeim þætti mjög gott að nota Google

classroom námsumhverfið sem er 44,9% þátttakenda, 52 voru á því að þeim

þætti gott að nota það eða 37,7% og því eru samtals 82,6% þátttakenda á því

að það sé mjög gott eða gott að nota Google classroom. Þriðji

svarmöguleikinn hvorki né varð fyrir valinu af 13 þátttakendum eða 9,4%, 7

töldu að það væri vont að nota námsumhverfið og 4 til viðbótar svöruðu því

að það væri mjög vont eða 5,1 og 2,9%. Sjá nánar á mynd 11. Næst lítum við

64

44

19

83 0

0

10

20

30

40

50

60

70

Mjög vel Vel Hvorki velné illa

Illa Mjög illa Annað

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í tungumálakennslu (ensku- og

dönskukennslu)?

Page 62: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

50

á hvernig þátttakendur svara því hvort skólinn eigi að halda áfram með

Google classroom námsumhverfið.

Mynd 11 Hvernig finnst þér að nota Google classroom námsumhverfið?

Alls svöruðu 136 þátttakendur spurningunni „ Finnst þér að skólinn eigi

að halda áfram með Google classroom námsumhverfið?“ Niðurstöðurnar

voru nokkuð afgerandi en alls svöruðu 85,3% eða 116 þátttakendur

spurningunni já en 20 þátttakendur eða 14,7% svöruðu nei. Sjá nánar á mynd

12. Þá er þeim spurningum lokið sem tengjast almennu viðhorfi til rafræns

námsumhverfis en komið að spurningum tengdum þeirri tækni sem þarf að

vera fyrir hendi þegar rafrænt námsumhverfi er annars vegar.

62

52

137

4

0

10

20

30

40

50

60

70

Mjög Gott Gott Hvorki né Vont Mög Vont

F

j

ö

l

d

i

Hvernig finnst þér að nota Google classroom námsumhverfið?

Page 63: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

51

Mynd 12 Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram að nota Google classroom

námsumhverfið?

Gott netsamband er forsenda flestra samskipta í nútímasamfélagi, flest

fyrirtæki eða heimili kæmust illa af án góðs netssamband en hvað segja

þátttakendur um mikilvægi góðs netsamband og hvernig netsambandið í

sínum skóla?

6.1.4 Mikilvægi netsambands

Í flokknum um mikilvægi netsambands eru tvær spurningar. Í fyrri

spurningunni var spurt „Hversu mikilvægur þáttur telur þú að gott

netsamband sé í rafrænu námi?“. Alls svöruðu 135 spurningunni, þar af

svöruðu 91 þeirra eða 67,5% að það væri mjög mikilvægt, 38 til viðbótar eða

28,1% töldu það mikilvægt þannig að alls 95,6% telja gott netsamband mjög

mikilvægt eða mikilvægt. Hvorki né varð fyrir valinu hjá 4 þátttakendum sem

gerir 3%, að lokum skiptu tveir á milli sín síðustu tveimur svarmöguleikunum

ekki mikilvægt og alls ekki mikilvægt sem gerir 0,7%.

116

20

0

50

100

150

Já Nei

F

j

ö

l

d

i

Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram að nota Google classroom

námsumhverfið?

Page 64: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

52

Mynd 13 Hversu mikilvægur þáttur telur þú að gott netsamband sé í rafrænu

námi?

Þátttakendur telja að gott netsamband sé mikilvægt rafrænu námi en

hvernig er netsambandið í skóla þátttakenda? Lítum á niðurstöður svara við

spurningunni „Hversu gott netsamband er í þínum skóla að þínu mati?“.

Alls svöruðu 135 þátttakendur spurningunni og sögðu 20 þeirra eða 15% að

sambandið væri mjög gott, gott var svar 50 þátttakenda sem gerir 37%,

hvorki gott né slæmt varð fyrir valinu hjá 33 eða 24% en 20 voru á því að það

væri slæmt og það var mat 12 þátttakenda að það væri mjög slæmt sem gerir

15% annars vegar og 9% hins vegar. Sjá mynd 14.

91

38

4 1 10

20

40

60

80

100

Mjögmikilvægt

Mikilvægt Hvorki né Ekkimikilvægt

Alls ekkimikilvægt

F

j

ö

l

d

i

Hversu mikilvægur þáttur telur þú að gott netsamband sé í rafrænu

námi?

Page 65: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

53

Mynd 14 Hversu gott netsamband er í þínum skóla að þínu mati?

Til þess að rafrænt nám sé með nokkru móti mögulegt þurfa nemendur að

hafa aðgang að tækjum sem gera þeim kleift að stunda það innan veggja

skólasamfélagsins. Gæði nettengingar eða námsumsjónarkerfis er til lítils ef

ekki er tæki til staðar sem gerir nemendum mögulegt að stunda námið. Með

tilkomu hinnar nýju snjalltækni hefur fjölbreytni þeirra tækja sem nemendur

hafa aðgang að breyst til mikilla muna. Síðustu spurningar megindlegu

rannsóknarinnar snúast um hvaða tæki þátttakendur nota í rafrænu námi,

hversu mikið þeir nota þau, eru þeir með eigið tæki og hvaða tæki þeir telja

henta best í rafrænu námi. Lítum nánar á það í næsta kafla.

6.1.5 Viðhorf til fartækni

Líkt og áður hefur komið fram hefur tækniþróun síðustu ára verið mikil

tölvur og samskiptatæki hafa orðið minni og meðfærilegri. Fartölvur,

snjallsímar, spjaldtölvur eru að mestu orðin almenn eign, stóru borðtölvurnar

finnast vissulega enn í skólum í dag en eru fyrst og fremst notaðar þegar um

ritvinnslu er að ræða (OECD, 2015, bls.32-33).

Næstu sex spurningar tengjast viðhorfi þátttakenda til hinnar nýju

fartækni. Fyrsta spurningin er „Hversu mikið finnst þér þú nota fartækni

(spjaldtölvur, símar, fartölvur) í náminu?“. Alls svöruðu 138

spurningunni og voru 53 á því að þeir notuðu tækið mikið eða 38,4%, aðrir

20

50

33

20

12

0

10

20

30

40

50

60

Mjög gott Gott Hvorki gottné slæmt

Slæmt Mjög slæmt

F

j

ö

l

d

i

Hversu gott netsamband er í þínum skóla að þínu mati?

Page 66: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

54

64 voru á því að þeir notuðu tækið mikið eða 46,4%. Því eru 84.8%

þátttakenda þeirrar skoðunar að þeir noti tækin mjög mikið eða mikið, hvorki

mikið né lítið varð fyrir valinu hjá 17 þátttakendum eða 12,3%. Einungis 3

eða 2,2% töldu sig nota tækin lítið og einn eða 0,7% þátttakandi sagðist nota

tækið mjög lítið. Sjá nánar á mynd 15. Það er því nokkuð afgerandi að

þátttakendur telja sig nota tækin mikið..

Mynd 15 Hversu mikið finnst þér þú nota fartækni (spjaldtölvur, símar,

fartölvur) í náminu?

Önnur spurning hljómar á þessa leið „Hvaða tæki notar þú helst við

rafræna námið?“ Svarmöguleikar eru þrír, snjallsími, spjaldtölva og

fartölva. Alls svöruðu 136 þátttakendur spurningunni þar af svöruðu 43 eða

31,6% að þeir notuðu snjallsíma, spjaldtölva varð fyrir valinu hjá 53

þátttakendum eða 39% og að lokum sögðust 40 þátttakendur eða 29,4% nota

fartölvu við rafræna námið. Sjá nánar á mynd 16. Eins og sjá má þá skiptist

notkun þátttakenda nokkuð jafnt á milli tækjanna.

5364

17

3 10

20

40

60

80

Mjög mikið Mikið Hvorki mikiðné lítið

Lítið Mjög lítið

F

j

ö

l

d

i

Hversu mikið finnst þér þú nota fartækni (spjaldtölvur, símar, fartölvur)

í náminu?

Page 67: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

55

Mynd 16 Hvaða tæki notar þú helst við rafræna námið?

Þriðja spurningin í þessum flokki er á þessa leið „Hvaða tæki telur þú

henta best við rafræna námið“? Alls svöruðu 138 þátttakendur

spurningunni. Þar af svöruðu 9 eða 6,5% að snjallsími hentaði best í rafrænu

námi, spjaldtölva varð fyrir valinu hjá 39 eða 28,3% og að lokum þá sögðu

90 eða 65,2% þátttakenda að fartölva væri hentugasta tækið í rafrænu

námi.Sjá nánar á mynd 17. Fyrstu þrjár spurningarnar hafa snúist um hvaða

tæki þátttakendur eru og telja sé best að nota við rafrænt nám. Næst verður

litið á hvort að þátttakendur eru að nota eigin tæki eða eru með lánstæki frá

skólanum.

43

53

40

0

10

20

30

40

50

60

Snjallsíma Spjaldtölvu Fartölvu

F

j

ö

l

d

i

Hvaða tæki notar þú helst við rafræna námið?

Page 68: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

56

Mynd 17 Hvaða tæki telur þú henta best við rafræn námið?

Margir skólar hafa farið þá leið að útvega nemendum sínum spjaldtölvur

hvort sem þær eru í eigu skólans eða nemandans. Skólinn þar sem rannsóknin

fór fram fór þá leið að nemendur myndu nota sín eigin tæki en skólinn á þó

um það 100 spjaldtölvur sem nemendur hafa aðgang að ef þeir hafa af

einhverjum ástæðum ekki kost á að nota eigið tæki. Næst spurning er á þessa

leið „Notar þú þitt eigið tæki í rafræna náminu?“ Alls svöruðu 138

þátttakendur spurningunni og af þeim svöruðu 103 henni játandi eða 74,6%

en 35 þátttakendur svöruðu henni neitandi eða 25,4%. Sjá nánar á mynd 18.

Mynd 18 Notar þú þitt eigið tæki í rafræna náminu?

9

39

90

0

20

40

60

80

100

Snjallsími Spjaldtölva Fartölva

F

j

ö

l

d

i

Hvaða tæki telur þú henta best við rafræn námið?

103

35

0

20

40

60

80

100

120

Já Nei

F

j

ö

l

d

i

Notar þú þitt eigið tæki í rafræna náminu?

Page 69: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

57

Næsta spurning var einungis ætluð þeim sem svöruðu nei við 18.

spurningu en þar er spurt „Ef þú svarar nei í spurningu 18 notar þú þá?“.

Svarmöguleikarnir voru tveir, spjaldtölva frá skólanum eða borðtölva frá

skólanum. Alls svöruðu 35 spurningunni af þessum 35 sögðust 23 eða 65,7%

nota spjaldtölvu frá skólanum en 12 eða 34,3% sögðust nota borðtölvu frá

skólanum. Sjá nánar á mynd 19.

Mynd 19 Ef þú svarar nei í spurningu 18? notar þú þá?

Þá er komið að lokaspurningunni en hún er á þessa leið, „Hversu

mikilvægt finnst þér að allir nemendur hafi aðgang að samskonar tæki?“

138 þátttakendur svöruðu spurningunni. Þar af töldu 55 eða 39,9% að það

væri mjög mikilvægt, 58 til viðbótar eða 42% voru á því að það væri

mikilvægt þannig að 81,9% telja það mjög mikilvægt eða mikilvægt að

nemendur hafi aðgang að samskonar tækjum. Hvorki né varð fyrir valinu hjá

19 eða 13,8% og að lokum þá voru 4 annars vegar og 2 hins vegar þeirrar

skoðunar að það væri ekki mikilvægt eða alls ekki mikilvægt sem eru 2,9%

og 1,4%. Sjá mynd 20.

23

12

0

10

20

30

40

Spjaldtölvu frá skólanum Borðtölvu frá skóanum

F

j

ö

l

d

i

Ef þú svarar nei í spurningu 18? notar þú þá?

Page 70: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

58

Mynd 20 Hversu mikilvægt finnst þér að allir nemendur hafi aðgang að

samskonar tæki?

Nú hefur verið farið yfir niðurstöður megindlegu rannsóknarinnar.

Niðurstöður hennar voru að hluta til notaðar til að móta viðtalsramma

eigindlegu rannsóknarinnar en gerð er grein fyrir niðurstöðum þess hluta hér

á eftir.

6.2 Niðurstöður eigindlegrar rannsóknar

Alls tóku 6 nemendur þátt í rýnihópaviðtalinu. Í hópinn voru valdir tveir

nemendur úr hverjum árgangi og var kynjaskipting jöfn; þrjár stúlkur og þrír

strákar. Líkt og fram kom í aðferðafræðikaflanum veittu deildarstjóri

unglingadeildar og einn af enskukennurum skólans sem leitt hefur

innleiðingu rafrænna kennsluhátta í skólanum aðstoð við val hópsins. Leitast

var fyrst og fremst eftir nemendum sem stjórnendur töldu óhrædda við að tjá

sig. Viðtalið fór fram þann 24. mars 2017 og varði í um það bil 40 mínútur og

fór fram á skólatíma. Viðtalið var hljóðritað annars vegar með með aðstoð

smáforrits í iPad spjaldtölvu rannsakanda og svo hins vegar með

raddinnslætti á google drive. Rannsakandi hafði mótað viðtalsramma

fyrirfram þar sem áhersla var lögð á nokkur þemu, sem voru þau sömu og í

spurningaramma megindlegu rannsóknarinnar. Þessi þemu eru: 1. Viðhorf til

rafræns námsumhverfis, 2. Viðhorf nemenda til rafræns umhverfis í

tungumálakennslu, 3. Mikilvægi góðs netsambands, 4. Hvernig líkar

55 58

19

4 20

20

40

60

80

Mjögmikilvægt

Mikilvægt Hvorki né Ekkimikilvægt

Alls ekkimikilvægt

F

j

ö

l

d

i

Hversu mikilvægt finnst þér að allir nemendur hafi aðgang að samskonar

tæki?

Page 71: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

59

nemendum námsumsjónarkerfið Google Classroom, og að lokum 5. Hvaða

fartækni hentar best í rafrænu námi. Lítum þessu næst hvað nemendur hafa

að segja um rafrænt námsumhverfi.

6.2.1 Viðhorf til rafræns námsumhverfis

Áður en fyrsta spurning var borin upp vildi rannsakandi kanna lítillega

hvaða reynslu nemendur í rýnihópnum hefðu af rafrænu námi. Nemendur 10.

bekkjar sögðust hafa upplifað rafrænt námsumhverfi í kennslu síðustu þrjú

skólaár. Það hafi ekki verið mikið í byrjun en síðustu tvo vetur hafi nánast

allar námsgreinar fært sig meira í átt að rafrænum kennsluháttum. Nemendur

níunda bekkjar hafa tveggja ára reynslu af rafrænu námi en áttundu

bekkingarnir voru að kynnast rafrænu námsumhverfi að mestu í fyrsta skipti í

upphafi þessa skólaárs.

Allir nemendur rýnihópsins voru jákvæðir í garð rafræns námsumhverfis

og töldu það komið til að vera. Bent var að gott væri að hafa námsefnið í

tölvunni eða líkt og einn viðmælandi orðaði það:

Ef að maður er með bækur þá eru bækurnar þú veist út um allt týndar en ef

að maður er með þetta einhvers staðar inn á netinu þá er þetta alltaf á sama

stað.

Einnig töldu viðmælendur þetta auðvelda allt aðgengi ásamt því að auðvelda

skil á verkefnum. Nemendur færðu einnig í tal hversu gott væri að hafa

námsefnið á netinu þá væru töskurnar léttari. Þegar rýnihópurinn var spurður

að því hverjir helsti kostur rafræns námsumhverfis nefndu allir sama þáttinn

eða fjölbreytni.

Að mati nemenda eru verkefnin í rafrænu námi mun fjölbreyttari og

skemmtilegri en í hefðbundnu námi. Hægt er að vinna sama verkefnið á

mismunandi hátt og einnig er hægt að nýta sér ýmsar leiðir til þess að skila

því. Drengur í 10. bekk benti einnig á að hægt er að nota efni sem er nýtt og

nemendur hafa áhuga á t.d eins og í tungumálakennslu en bækurnar eru oft

gamlar og leiðinlegar. Netið sé fullt af skemmtilegu efni sem höfði til

nemenda en bækurnar séu oft orðnar úreltar um leið og þær koma út.

Þegar viðmælendur voru spurðir út í helstu galla þá taldi einn

viðmælenda að hann fengi ekki nægilega þjálfun í að nota rithöndina en sá

galli sem flestir viðmælendur nefndu var sá að það væri erfiðara að einbeita

sér í tækjum. Það væri meiri truflun af tækjunum þegar verið væri að vinna í

þeim en í bókunum eða eins og stúlka í 10. bekk orðaði það.

Page 72: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

60

Ef að maður fær Snapchat eða eitthvað þá segir maður hey

Snapchat þá verður maður að kíkja á það.

Þegar viðmælendur voru spurðir af því hvort að það myndi skipta máli ef

skólinn myndi loka á samskiptaforrit á neti skólans þá töldu þau ekki svo

vera því að þá myndu þau bara skipta yfir á 4G til þess að opna

samskiptaforritið. Að mati viðmælenda var þó stærsti gallinn sá ef ekki er

hægt að treysta á netið. Það sé mjög truflandi þegar netið sé að detta inn og

út allan daginn og hafi stór áhrif á einbeitinguna. Þetta væri svipað og búið

væri að líma allar blaðsíður í kennslubókinni fastar saman og maður þyrfti

alltaf að vera að reyna losa þær.

Að lokum voru viðmælendur inntir eftir því hvort skólinn ætti að halda

áfram með rafrænt námsumhverfi og hvar skólinn væri hugsanlega staddur í

því ferli. Allir voru á því að skólinn ætti að halda áfram með rafrænt nám en

sá valkostur að vinna í bókum þyrfti alltaf að vera fyrir hendi þetta væri jú

alltaf spurning um val og fjölbreytni. Það væri bara þannig að sum fög væru

betur til þess fallin að kenna rafrænt en önnur. Einnig bentu viðmælendur á

að þeim þætti betra að lesa í bókum en á netinu líkt og nemandi í 10. bekk

orðaði það.

Mér finnst bara geðveikt óþægilegt að lesa í tækinu það þarf alltaf að

fara á milli forrita eða tilbaka.

Undir þetta tók annar viðmælandi og benti á að það væri frekar pirrandi að

vera alltaf að „skrolla“ niður það væri bara miklu betra að lesa í bókum.

Flestir viðmælendur voru á því að skólinn væri staddur einhvers staðar í

miðju ferli innleiðingar. Í sumum tilfellum væru lestrar- og vinnubækurnar

bara á netinu en í öðrum tilfellum væru verkefnin mjög fjölbreytt þar sem þau

þyrftu að nota ýmis tæki og tól til þess að leysa skapandi verkefni. Allir

viðmælendur voru þó á því að rafræna námsumhverfið væri alltaf að verða

betra og fjölbreyttara. Nú hefur verið litið á viðhorf viðmælenda til rafræns

námsumhverfis almennt en næst verður litið á hvað þeir hafa að segja um

rafrænt námsumhverfi í tungumálanámi.

6.2.2 Viðhorf til rafræns námsumhverfis í tungumálanámi

Þegar viðmælendur voru spurðir að hvaða námsgreinar myndu henta best í

rafrænu námsumhverfi svöruðu allir því að enska og danska eða tungumál

væru þær námsgreinar sem hentuðu best, sem kemur heim og saman við

niðurstöður spurningakönnunarinnar. Þegar viðmælendur voru spurðir hvers

Page 73: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

61

vegna svo væri þá voru þeir flestir sammála því að það væru svo margir

möguleikar og forrit til sem hægt væri að nota í tungumálakennslu.

Nemandi í 10.bekk benti á að í tungumálakennslu skólans væri yfirleitt

alltaf val um með hvaða hætti mætti vinna verkefni vikunnar. Það væri hægt

að skila hljóð- eða myndbandsupptöku, skrifa texta, gera bækling eða jafnvel

bara vinna í vinnubók. Hann benti á að eftir hvern lestexta er alltaf hægt að

velja á milli sex mismunandi verkefna. Nemendur hinna bekkjanna tóku

undir þetta og bentu jafnframt á að það væru mörg smáforrit sem hægt væri

að nota í tungumálakennslu eins og Quizlet, Duolingo eða jafnvel bara

Google translate. Jafnframt benti nemandi í 9. bekk á að í tungumálunum

væri mikið verið að nota efni af netinu eins og nýlega þætti, tónlist eða

blaðagreinar og það væri mikið skemmtilegra vinna með nútímalegt efni eða

eins og nemandi í 9. bekk orðaði það:

Það er nefnilega bara verið að bjóða upp á miklu skemmtilegri verkefni í

tækinu.

Nemandi í 10. bekk bætti því við að það skipti máli að efnið og verkefnin

væru skemmtileg því þá fengju nemendur meiri áhuga á því sem að þeir

gera. Þegar nemendur voru spurðir af því hvort aðrar námsgreinar gætu

hugsanlega hentað jafn vel og tungumálin í rafrænu námi þá voru

viðmælendur allir sammála því að þeir væru ekki vissir um það og voru á því

að námsgrein eins og stærðfræði myndi t.d ekki henta í rafrænu námi.

Að lokum voru viðmælendur inntir eftir því hvaða gallar væru helstir við

rafrænt nám í tungumálakennslu. Að mati viðmælenda eru það hinir sömu

gallar og nefndir voru hér í kaflanum að framan með skort á einbeitingu og

vandræði með netsamband. Viðmælendur voru allir á því að skólinn ætti að

halda áfram með rafrænt nám í tungumálakennslu og voru þess fullvissir að

námið ætti eftir að þróast enn meira og verða enn betra í framtíðinni.

Nú hefur verið litið á hvaða viðhorf viðmælendur hafa til rafræns

námsumhverfis en næst verður litið á þá þætti sem þurfa að vera til staðar

þegar rafrænt námsumhverfi er annars vegar. Fyrst verður litið á mikilvægi

netsambands.

6.2.3 Mikilvægi netsambands

Hversu mikilvægt er gott netsamband í rafrænu námi var fyrsta spurning

rannsakanda. Strákur í 10. bekk svaraði spurningunni á þennan hátt.

Page 74: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

62

Þetta er ósköp einfalt hún skiptir öllu máli ef að þú hefur enga

nettengingu þá getur þú ekki gert neitt.

Strákur í 9. bekk tók jafnframt fram að það skipti máli að það væri hægt

að treysta á nettenginguna. Það væri mjög pirrandi þegar nettenging væri

alltaf að detta út því þá missti maður áhugann á því sem að maður er að

gera. Aðspurð um hvernig nettengingin væri skólanum hjá þeim voru

viðmælendur allir á því að hún færi batnandi en það kæmi fyrir að hún

væri úti í heilan dag og það væri mjög truflandi. Viðmælendur voru allir

sammála því að góð nettenging sem hægt væri að treysta á væri mjög

mikilvæg ef ekki nauðsynleg fyrir rafrænt námsumhverfi. Netsamband er

forsenda rafræns námsumhverfis en með einhverjum hætti þarf að halda

utan um námsefni og afurðir nemenda og þá víkur að hlutverki

námsumsjónarkerfa sem er umfjöllunarefni næsta kafla.

6.2.4 Google Classroom

Viðmælendur voru allir sammála því að það væri mjög gott að nota

námsumsjónarkerfi. Það er algjör snilld að hafa allt á sama stað að þeirra mati

og það heldur utan allt sem þau eru að gera. Stelpa í 10. bekk orðaði þetta

þannig:

Maður getur t.d ýtt á svona work og þá sér maður hvað maður á eftir að

gera.

Báðir 10.bekkingarnir voru á því að það væri mun einfaldara að nota Google

Classroom en t.d Moodle sem þau voru að nota í framhaldskólaáföngum í

skólanum. Helstu kostir við Google Classroom voru að mati viðmælenda

hversu einfalt og skipulagt það er, eða eins og einn viðmælenda orðaði það:

Þú er ekkert að fara að villast þarna inn á og svo vistast öll vinna þar

sjálfkrafa þannig að þú ert ekki að fara tína einhverju þarna.

Það er einnig mikill kostur að mati viðmælenda að þeir fá alltaf tilkynningu

þegar nýtt verkefni kemur inn eða þegar kennarar senda orðsendingu á

bekkinn. Nemandi í 9. bekk getur þess að til þess að fá þessar tilkynningar

þurfa nemendur að vera með Classroom smáforritið í símanum eða

spjaldtölvunni en að hans sögn eru flestir ef ekki allir nemendur með það í

símanum sínum. Aðspurð hvort að þeim þætti ónæði af þessum tilkynningum

þá sögðu þeir svo alls ekki vera enda sé þetta ekki stærsti hluti af þeim

tilkynningum sem þeir fá yfir daginn. Rannsakanda lék forvitni á að vita

Page 75: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

63

hvort foreldrar væru að fylgjast með því í Google Classroom hvað

viðmælendur væru að fást við. Þeir voru á því að foreldrar væru minna að

fylgjast með í Google Classroom en bókunum.

Það halda sko geðveikt margir að þegar maður er að læra að maður sé bara

í símanum. Eins og mamma segir ég hef ekki séð þig taka upp skólabók

mjög lengi því að ég er alltaf að vinna í tækinu.

Viðmælendur voru allir sammála því að foreldrar gætu alveg fylgst

jafnmikið með í Google Classroom og í bókum en þeir væru bara ekki alltaf

vissir um hvort krakkarnir væru að læra eða ekki. Viðmælendur voru allir

sammála því að skólinn ætti að halda áfram að nota Google Classroom og

það væri frábært tæki til þess að halda utan um námið og námsefnið.

Nú hefur verið litið á hvaða þættir þurfa að vera til staðar þegar rafrænt

námsumhverfi er annars vegar næst verður hins vegar litið á hvaða tæki

viðmælendur telja henta best þegar verið að vinna í rafrænu námsumhverfi.

6.2.5 Viðhorf til fartækni

Þegar viðmælendur voru spurðir að því hvaða tæki þeir myndu helst vilja

nota þegar að rafrænt nám er annars vegar voru þeir flestir sammála því að

það færi allt eftir því hvað þeir væru að gera . Þegar skrifa þarf mikinn texta

þá myndu þeir nota fartölvu eða spjaldtölvu með lyklaborði. Það er miklu

þægilegra að skrifa með lyklaborði en á skjánum; „ef að maður er að skrifa í

síma fer maður að treysta á autocorretcið,“ sagði einn viðmælenda. Aðspurð

hvort að þeir þyrftu að skrifa mjög mikið þá töldu þeir svo vera.

Nemendur 8. og 9. bekkjar voru mest að nota lánstæki frá skólanum við

vinnu sína sem í flestum tilvikum voru spjaldtölvur en 10. bekkingarnir

notuðu oftast símana sína nema í þeim tilvikum sem verkefnin kröfðust

mikillar ritunar þá fengu þau lánaðar spjaldtölvur frá skólanum.

Viðmælendur voru flestir sammála best væri ef skólinn myndi sjá öllum

nemendum fyrir samskonar tækjum sem væru sett upp af skólanum með

forrit sem eingöngu væri hægt að nota í kennslu og væri þeirra tæki. Þá þyrfti

ekki alltaf að vera að „logga“ sig inn og þá væri hægt að geyma ýmsa hluti í

þessum tækjum og ekki þyrfti að fylla símann af alls kyns hlutum frá

skólanum.

Page 76: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

64

6.3 Samantekt á megindlegum hluta

rannsóknar

Niðurstöðurnar voru mjög gagnlegar og áhugaverðar fyrir margar sakir,

auk þess að gefa svar við rannsóknarspurningunni sem lagt var upp með

„Hver eru viðhorf nemenda á unglingastigi til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu?“ en meirihluti þátttakenda hefði jákvæða upplifun af

rafrænu námsumhverfi í tungumálakennslu eða 78,3%. Færri voru jákvæðir

með rafrænt námsumhverfi almennt eða 67%. Meirihluti nemenda er almennt

jákvæður með rafrænt námsumhverfi í einstökum greinum fyrir utan

stærðfræðina þar sem rúm 33% voru jákvæð í garð rafræns námsumhverfis í

stærðfræði. Alls 81,9% nemenda er á því að skólinn eigi að halda áfram með

rafrænt námsumhverfi.

Nemendur voru einnig beðnir að taka afstöðu til námsumsjónarkerfisins

Google Classroomt alls 82,6% nemenda voru á því að það væri mjög gott eða

gott að nota Google Classroom í náminu og enn fleiri voru á því að skólin

ætti að halda áfram að nota það eða 85.3%.

Mikilvægi góðs netsambands er væntanlega flestum ljós þegar rafrænt

námsumhverfi er annars vegar og svör nemenda við spurningunni „Hversu

mikilvægur þáttur telur þú að gott netsamband sé í rafrænu námi?“

rennir frekari stoðum undir það en 95,5% nemenda telja að gott netsamband

sé mjög mikilvægt eða mikilvægt. Seinni spurningin í þessum flokki laut að

gæðum nettengingar í viðkomandi skóla og getur hugsanlega verið

vísbending fyrir viðkomandi skóla hvort einhverra aðgerða sé þörf en

einungis 37% nemenda töldu hana mjög góða eða góða.

Síðustu sex spurningarnar í spurningakönnuninni tengdust þeim tækjum

sem nemendur eru að nota í rafrænu námi, hvaða tæki eru þeir að nota og

hvað viðhorf hafa þeir til þeirra. Í fyrstu spurningu kemur fram að nemendur

telja sig nota tækin mikið en 84,8% telja sig nota tækin mjög mikið eða

mikið. Nokkuð jöfn skipting var á milli notkunar á snjallsímum, spjaldtölvum

og fartölvu tæpur þriðjungur notar fartölvur og snjallsíma en tæp 40% nota

spjaldtölvur. Þegar spurt er af því hvert þessar tækja henti best við námið

vekur nokkra athygli að 65,2% telja fartölvuna henta best en 28,3% telja

spjaldtölvu hentugasta kostinn en einungis 6,5% telja snjallsímana best

tilfallna.

Síðustu þrjár spurningar lutu að eignarhaldi tækjanna en meirihluti

nemenda var með sitt eigið tæki eða 74.6%. Þeir sem ekki voru með eigið

Page 77: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

65

tæki voru jafnframt spurðir af því hvaða tæki þeir voru að nota og 65,7%

þeirra var að nota spjaldtölvu frá skólanum en 34,3 notaði borðtölvu á

vegum skólans. Að lokum taldi mikill meirihluti nemenda það mikilvægt að

allir hefðu aðgang að sambærilegu tækjum eða 81,9.

6.4 Samantekt á eigindlegum hluta

rannsóknar

Í þessum kafla verður stutt samantekt á niðurstöðum rýnihópaviðtalsins en

í næsta kafla verða niðurstöður beggja rannsókna bornar saman annars vegar

og við niðurstöður annarra rannsókna hins vegar. Allir nemendur rýnihópsins

voru jákvæðir í garð rafræns námsumhverfis og sögðu það vera fjölbreyttara

og skemmtilegra en hið hefðbundna nám og töldu það komið til að vera.

Tungumálakennsla skólans var að mati allra innan rýnihópsins sú námsgrein

sem hentaði best og var komin lengst í innleiðingu rafrænna kennsluhátta en

yfirleitt væri alltaf val með hvaða hætti mætti vinna verkefni vikunnar í

ensku- og dönskukennslu skólans.

Viðmælendur töldu gæði nettengingar skipta miklu máli og að það væri

hægt að treysta á hana. Það hefði letjandi áhrif á námið ef netið væri alltaf að

detta út. Viðmælendur voru allir sammála því að það væri mjög gott að nota

námsumsjónarkerfi og voru sérstaklega ánægðir með Google Classroom sem

þeir töldu afar einfalt og þægilegt í notkun.

Þegar viðmælendur voru spurðir að því hvaða tæki þeir myndu helst vilja

nota þegar að rafrænt nám er annars vegar voru þeir flestir sammála því að

það færi allt eftir því hvað þeir væru að gera . Þegar skrifa þarf mikinn texta

þá myndu þeir nota fartölvu eða spjaldtölvu með lyklaborði. Viðmælendur

voru flestir sammála best væri ef skólinn myndi sjá öllum nemendum fyrir

samskonar tækjum sem væru sett upp af skólanum með forrit sem eingöngu

væri hægt að nota í kennslu og væri þeirra tæki. Þá hefur verið farið yfir

helstu niðurstöður rýnihópaviðtalsins en í næsta kafla verða niðurstöður þess

bornar saman við niðurstöður spurningakönnunarinnar og þær bornar saman

við sambærilegar rannsóknir.

Page 78: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

66

7. Umræður og samanburður á eigindlegri

og megindlegri rannsókn

Líkt og áður hefur komið fram þá var lagt upp með að rannsaka fjóra þætti

sem koma við sögu í rafrænu námsumhverfi: Viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfis almennt og viðhorfs nemenda til rafræns umhverfis í

tungumálanámi sem og einstakra annarra námsgreina, mikilvægi góðrar

nettengingar, viðhorf nemenda til Google Classroom námsumsjónarkerfisins

og að lokum viðhorf nemenda til hvaða fartækni hentar best í rafrænu námi.

Niðurstöður beggja þátta rannsóknanna voru mjög gagnlegar og mörgu

leyti er áhugavert að tengja niðurstöður eigindlegu rannsóknarinnar við

tölulegar upplýsingar spurningakönnunarinnar og að mati rannsakanda er

töluverður samhljómur með báðum þáttum rannsóknanna. Hér í þessu kafla

verður meira fjallað rannsóknarspurningu þessarar rannsóknar sem tengist

viðhorfi nemenda til rafræns námsumhverfis í tungumálanámi.

7.1 Rafrænt námsumhverfi

Alls voru 67%. nemenda ánægðir með rafrænt námsumhverfi almennt og

81,9% þeirra töldu að skólinn ætti að halda áfram með það og 93,5% þeirra

töldu að hlutur rafræns náms ætti eftir að vera veigameiri í skólum

framtíðarinnar. Í rýnihópaviðtalinu bentu viðmælendur meðal annars a að

rafrænt námsumhverfi auðveldi allt aðgengi að námssefni ásamt því að

auðvelda skil á verkefnum. Nemendur færðu einnig í tal hversu gott væri að

hafa námsefnið á netinu þá væru töskurnar léttari. Þegar rýnihópurinn var

spurður að því hverjir helsti kostir rafræns námsumhverfis væru nefndu allir

sama þáttinn eða fjölbreytni.

Að mati nemenda eru verkefnin í rafrænu námi mun fjölbreyttari og

skemmtilegri en í hefðbundnu námi. Hægt er að vinna sama verkefnið á

mismunandi hátt og einnig er hægt að nýta sér ýmsar leiðir til þess að skila

því. Þetta kemur heim saman við orð Ómars Arnar í kafla 4.2.1.2 þar sem

hann bendir á hin nýju tæki opni skólasamfélaginu leið að sveigjanlegu,

Page 79: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

67

fjölbreyttu og einstaklingsmiðuðu námi og veiti tækifæri til að þjálfa hæfni á

veigamiklum sviðum í nútíma samfélagi líkt og sköpun og almennum

samskiptum. Ómar Örn bendir á að leggja þurfi áherslu á að nemendur séu

skapandi og virkir þátttakendur í námi fremur en þiggjendur en til þess þurfi

hugafarsbreytingu á meðal skólafólks almennt. (Ómar Örn Magnússon, 2013,

bls. 12).

Í áðurnefndri eigindlegri rannsókn frá árinu 2013 í kafla 4.2.1.1 er að

miklu leyti tekið undir þetta. Þar komust rannsakendur að þeirri niðurstöðu að

notkun spjaldtölva hafi jákvæð áhrif á innri hvata nemenda með ýmsum

hætti. Áskorunin sem fylgir notkun spjaldtölva ýtir undir áhuga nemenda, sú

forvitni sem ný smáforrit og ný kennslutækni vekur meðal nemenda hefur

einnig jákvæð áhrif á hvatann, en forvitni er að mati fræðimann einn

mikilvægasti þáttur hans. Nemendur töldu sig hafa meiri stjórn á sínu námi

sem hafði jákvæð áhrif á nám þeirra og síðast en ekki síst þá hafði aukin

kappsemi og samvinna jákvæð áhrif á hvata nemenda (Ciampa, 2014, bls. 84-

87).

Þegar viðmælendur voru inntir eftir því hvar skólinn væri staddur í ferlinu

með innleiðingu rafrænna kennsluhátta var höfð í huga áðurnefnd belgísk

rannsókn í kafla 4.2.1.1. Þar er minnst á hinn umbótasinnaða kennara og hinn

styðjandi kennara, umbótasinnaði kennarinn reynir að skipta úr

kennaramiðaðri kennslu í lærdómsmiðaða kennslu og nýtir þá kosti sem

spjaldtölvurnar bjóða upp á á meðan hinn styðjandi kennari virðist nota tækin

líkt og „bók á bak við glerið“ þar sem gamla kennsluefnið hefur bara verið

fært í tækin (Montrieux, Vanderlinde, Schellens, og Marez, 2015, bls.1).

Flestir viðmælendur voru á því að skólinn væri staddur einhvers staðar

mitt á milli. Í sumum tilfellum væru lestrar-og vinnubækurnar bara á netinu

en í öðrum tilfellum væru verkefnin mjög fjölbreytt þar sem þau þyrftu að

nota ýmis tæki og tól til þess að leysa skapandi verkefni. Allir viðmælendur

voru þó á því að rafræna námsumhverfið væri alltaf að verða betra og

fjölbreyttar.

7.2 Rafrænt námsumhverfi í tungumálakennslu

Mikill meirihluti nemenda var almennt ánægður með rafrænt

námsumhverfi í tungumálakennslu eða 78,3%. Telja má að þessa ánægju

megi meðal annars rekja til þess að nemendur bentu á tungumálakennslan

Page 80: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

68

væri mun fjölbreyttari í tækjunum. Það væru svo margir möguleikar og mörg

forrit til sem hægt væri að nota. Það væri einnig yfirleitt alltaf val með hvaða

hætti mætti vinna verkefni vikunnar. Það væri hægt að skila hljóð-eða

myndbandupptöku, skrifa texta, gera bækling eða jafnvel bara vinna í

vinnubók. Í rannsókn Sólveigar Jakobsdóttur og fleiri eru sambærilegir þættir

nefndir sem helstu kostir rafræns námsumhverfis þar er bent á að nemendur

verða sjálfstæðari við vinnu sína, námsumhverfi verður óformlegra það sem

virkni og ánægja verði meir ásamt meiri fjölbreytni í úrvinnslu verkefna

(Sólveig Jakobsdóttir o.fl. 2012, bls. 14)

Í áðurnefndri spænskri rannsókn í kafla 4.2.1.1 er bent á sambærilega

þætti. Bent á er að þegar kennarar nota fartækni í kennslu þarf frekar að horfa

til athafna fremur en efnis með notkun ýmsa smáforrita líkt og nemendur

minntust á hér að framan. Jafnframt er bent á að nemendur þurfa að nýta sér

fjölþætta hæfni sem ýti undir verkefnamiðaða kennslu. Telja má að

tungumálakennarar skólans líti ekki eingöngu á hina nýju tækni sem

tæknilega áskorun en einnig tækifæri til þess að endurhugsa og

endurskipuleggja hinar hefðbundnu kennsluaðferðir líkt og bent var á í hinni

spænsku rannsókn (Suárez-Guerrero, Lloret-Catalá og Mengual-Andrés,

2016, bls.81).

Viðmælendur bentu einnig á að í tungumálakennslu væri mikið verið að

nota efni af netinu eins og nýlega þætti, tónlist eða blaðagreinar og það væri

mikið skemmtilegra vinna með nútímalegt efni. Það væru einfaldlega miklu

skemmtilegri verkefni sem væri verið að vinna í tækjunum. Þetta kemur heim

og saman við niðurstöður tyrkneskrar rannsóknar þar sem könnuð voru

viðhorf 2023 tyrkneskra nemenda til rafræns námsumhverfis. Niðurstöður

rannsóknarinnar bentu til þess að nemendur töldu tækin létta sér námið einnig

ýttu tækin undir hvata til náms og námið væri skemmtilegra og áhugaverðara

líkt og viðmælendur rýnihópaviðtalsins sögðu einnig. Einnig bentu

vísbendingar til þess að tækin og rafrænt námsumhverfi hefðu jákvæð áhrif á

námsárangur (Çukurbasi, Isbulan, og Kiyici, 2016, bls.70).

Í annarri rannsókn voru rannsakaðir þeir þættir sem höfðu áhrif á innri

hvata til náms og voru þeir um margt líkir þeim sem viðmælendur

rýnihópaviðtalsins nefndu hér að framan. Niðurstöður bentu til þess að sú

áskorun sem fylgir notkun nýrrar tækni ýti undir hvata nemenda, sú forvitni

sem ný smáforrit og ný kennslutækni vekur meðal nemenda hefur einnig

jákvæð áhrif á innri hvata þeirra. Sú tilfinning nemenda að hafa meiri stjórn á

sínu námi sem hafði jákvæð einnig áhrif á innri hvata þeirra og síðast en ekki

Page 81: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

69

síst þá hafði aukin kappsemi og samvinna jákvæð áhrif á hvata nemenda

(Ciampa, 2014, bls. 84-87). Líkt og sjá má á framangreindu þá eru viðhorf

nemenda til rafræns námsumhverfis í tungumálakennslu mjög jákvæð og af

hinum hinum ýmsu ástæðum. Það eru ýmsir þættir sem tengjast rafrænu

námsumhverfi og geta haft áhrif á viðhorf nemenda til þess. Næst verður litið

á einn þessara þátta sem er mikilvægi góðs netsambands.

7.3 Mikilvægi netsambands

Alls 95,6% þátttakenda í rannsókninni telja gott netsamband mjög

mikilvægt eða mikilvægt í rafrænu námsumhverfi. Viðmælendur

rýnihópaviðtalsins tóku undir þetta og töldu að góð nettenging sem hægt væri

að treysta á væri mjög mikilvæg ef ekki nauðsynleg fyrir rafrænt

námsumhverfi, netsamband væri ein af forsendum rafræns námsumhverfis.

Þegar að viðmælendur voru beðnir um að benda á helstu galla í rafrænu

námsumhverfi var léleg nettenging sem ekki væri ekki hægt að treysta á

annar af tveimur helstu göllum rafræns námsumhverfis. Í skýrslu

Reykjavíkurborgar er tekið undir þessi sjónarmið og þar er bent á að gott

þráðlaust net er ein af forsendum snjalltækja í skólastarfi. Þar er bent á við

uppsetningu þráðlauss nets þurfi að gera ráð fyrir öllum notkunarmöguleikum

og kostum spjaldtölva. Einnig er bent á að jafnframt þarf að tryggja aðgengi

allra, alls staðar í skólanum og á skólalóðinni án allra hindrana

(Reykjavíkurborg,2014, bls.31). Námsumsjónarkerfi þar sem verkefni eru

lögð inn og unnin eru hluti af rafrænu námsumhverfi.

7.4 Google Classroom

Alls voru 82,6% þátttakenda á því að það sé mjög gott eða gott að nota

Google classroom enn fleiri voru sammála því að skólinn ætti að halda áfram

með Google Classroom námsumsjónarkerfið eða 85,3%. Að sögn

viðmælenda í rýnihópaviðtalinu þá er mjög gott að nota námsumsjónarkerfi

ekki síst fyrir hversu einfalt það sé, hlutirnir eru allir á sama stað og það

heldur utan allt sem þeir eru að gera. Það er einnig mikill kostur að mati

viðmælenda að þeir fá alltaf tilkynningu þegar nýtt verkefni kemur inn eða

þegar kennarar senda orðsendingu á bekkinn. Viðmælendur voru allir

Page 82: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

70

sammála því að skólinn ætti að halda áfram að nota Google Classroom og

það væri frábært tæki til þess að halda utan um námið og námsefnið

Fræðimenn taka undir þessi sjónarmið nemenda og hafa bent á aukið

aðgengi námsefninu ásamt fjölþættari leiðum til samskipta virðist hafa góð

áhrif á nám nemenda. Jafnframt hefur verið bent á að þetta aukna aðgengi þar

sem námsefnið sé í raun aðgengilegt hvenær sem er líkt og viðmælendur

bentu á geri það að verkum að nemendur noti meira tíma til þess að sinna

náminu. Bent hefur verið á að rannsóknir hafa sýnt að námsumsjónarkerfi

geta stutt kennsluumhverfið, þau aðstoða kennarar við að halda utan um og

skipuleggja kennsluna og námsefnið virðast hafa hvetjandi áhrif á nám

nemenda ásamt því að stytta dýrmætan undirbúningstíma kennara. (Saovapa,

2015, bls.53).

7.5 Viðhorf til fartækni

Þegar könnuð voru viðhorf nemenda til fartækni var litið til nokkurra

þátta. Í fyrstu spurningu kemur fram að nemendur telja sig nota tækin mikið

en 84,8% telja sig nota tækin mjög mikið eða mikið. Nokkuð jöfn skipting

var á milli notkunar á snjallsímum, spjaldtölvum og fartölvu tæpur þriðjungur

notar fartölvur og snjallsíma en tæp 40% nota spjaldtölvur. Þegar spurt er af

því hvert þessar tækja henti best við námið vekur nokkra athygli að 65,2%

telja fartölvuna henta best en 28,3% telja spjaldtölvu hentugasta kostinn en

einungis 6,5% telja snjallsímana best tilfallna.

Skýringuna á því er væntanlega að finna í lyklaborðinu en viðmælendur

rýnihópaviðtalsins greindu frá því að þegar skrifa þarf mikinn texta þá myndu

þeir nota fartölvu eða spjaldtölvu með lyklaborði. Viðmælendur voru á því að

það fari mikið eftir því hvað þeir væru að gera hvaða tæki þeir vildu helst

nota. Meirihluti nemenda var með sitt eigið tæki eða 74.6%. en þeir sem ekki

voru með eigið tæki gátu alltaf fengið lánað tækja hjá skólanum í 65,7% var

um spjaldtölvu að ræða en 34,3 tilvika var um borðtölvu að ræða. Þrátt fyrir

að flestir væru að nota eigin tæki þá taldi mikill meirihluti nemenda það

mikilvægt að allir hefðu aðgang að sambærilegum tækjum eða 81,9%.

Viðmælendur rýnihópaviðtalsins voru flestir sammála því að best væri ef

skólinn myndi sjá öllum nemendum fyrir samskonar tækjum sem væru sett

upp af skólanum með forrit sem eingöngu væri hægt að nota í kennslu og

væru þeirra tæki.

Page 83: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

71

Undir þetta tekur Björn Gunnlaugsson verkefnastjóri Kópavogsbæjar í

innleiðingu spjaldtölva í skólastarfi. Björn bendir á að misjafnar leiðir hafa

verið farnar að innleiðingu spjaldtölva í skólastarfi. Hann bendir að margir

skólar eiga spjaldtölvur sem kennarar og nemendur geta fengið að láni til

afnota við tiltekin verkefni. Einnig tíðkist það nemendur komi í skólann með

sín eigin snjalltæki, ýmist spjaldtölvur eða síma. Að mati Björns hafa þessar

nálganir hafa ýmsa kosti en séu þó þeim takmörkum háðar að sökum

tímatakmarkana verði verkefni oft smærri og minni í sniðum þar sem skila

þurfi tækinu í lok dags. Að mati Björn má færa rök fyrir því að ávinningur

nemandans af spjaldtölvunni aukist því meiri sem afnot hann hefur af henni.

Að sögn Björns var þetta meginástæðan fyrir því að í Kópavogi hafi hver og

einn nemandi hafi sína eigin spjaldtölvu sem enginn annar notar (Björn

Gunnlaugsson, 2017).

7.6 Samantekt

Farið hefur verið yfir niðurstöður eigindlegs og megindlegs hluta

rannsóknarinnar og þeir bornir saman. Einnig voru niðurstöður þeirra bornar

saman við niðurstöður annarra rannsókna þar sem finna mátti samhljóm með

þeim og þessari rannsókn. Litið var á viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfis í tungumálakennslu og einstakra námsgreina. Mikilvægi

góðrar nettengingar, viðhorf nemenda til Google Classroom

námsumsjónarkerfisins og að lokum viðhorf nemenda til hvaða fartækni

hentar best í rafrænu námi.

Niðurstöður beggja þátta rannsóknarinnar voru mjög gagnlegar og mörgu

leyti er áhugavert að tengja niðurstöður eigindlega hluta rannsóknarinnar við

tölulegar upplýsingar spurningakönnunarinnar og að mati rannsakanda er

töluverður samhljómur með þáttum rannsóknarinnar. Nú hefur verið farið yfir

niðurstöður beggja rannsókna þar sem niðurstöður þeirra beggja hafa verið

rýndar sín í hvoru lagi en einnig hafa þær verið bornar saman líkt og ætlunin

var í upphafi en rýnihópaviðtalinu var ætlað að skýra enn frekar niðurstöður

spurningakönnunarinnar. Að lokum voru þessar niðurstöður bornar saman

við sambærilegar eldri rannsóknir þar sem finna mátti töluverðan samhljóm

með þessari könnun.

Page 84: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

72

8. Lokaorð

Rannsakandi hefur unnið stærstan hluta sinnar starfævi á almennum

vinnumarkaði. Upplýsinga- og samskiptatæknin hefur skipað stórann sess í

starfsemi þeirra fyrirtæja sem hann hefur starfað hjá. Hvort sem um hefur

verið að ræða banka eða sölu- og markaðsfyrirtæki hefur tæknin verið

órjúfanlegur þáttur starfseminnar. Birgðahald, almenn vörustjórnun og

samskipti við viðskiptavini nær og fjær eru nánast óhugsandi án upplýsinga-

og samskiptatækninnar í nútímafyrirtækjum. Óhætt er að segja að flest svið

mannlífsins eru háð upplýsinga- og samskiptatækninni og flest fyrirtæki og

stofnanir væru óstarfhæf ef hennar nyti ekki við. Því var rannsakandi frekar

hissa þegar hann hóf vettvangsnám sitt haustið 2014 á því hversu lítið tölvu-

og samskiptatækninnar gætti innan skólans. Í raun og veru hefði það þó ekki

átt að koma á óvart þar sem í kennaranáminu hafði farið lítið fyrir þessari

tækni í kennslunni.

Haustið 2014 var sá skóli sem rannsakandi stundaði sitt vettvangsnám við

og síðan varð að hans vinnustað að hefja sína vegferð í átt að rafrænum

kennsluháttum. Rannsakandi varð fljótt hugfanginn af möguleikum hinnar

nýju tækni og varð fljótlega hluti að snjallteymi skólans sem síðar varð

kveikjan að viðfangsefni þessarar rannsóknar. Á þeim tæpum þremur árum

sem liðin eru frá því að rannsakandi hóf vettvangsnám sitt hafa mörg

sveitarfélög hafið innleiðingu rafrænna kennsluhátta í skólum sínum og

einhverjar fræðigreinar og meistararitgerðir hafa verið skrifaðar um

innleiðingarferlið í hinum ýmsu skólum. Fæstar þeirra eru þó um viðhorf

þeirra sem helst nota hina nýju tækni en það eru nemendur. Rannsakandi taldi

nauðsynlegt að kanna viðhorf nemenda til allra þeirra helstu þátta sem

tengjast rafrænu námsumhverfi.

Líkt og fram kom hér að framan þá eru viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfsis í tungumálanámi mjög jákvæð þar sem nemendur telja að

það sé mun fjölbreyttara og skemmtilegra en hefðbundið nám. Tungumál eru

meginstoð allra samskipta og stór þáttur í upplýsinga- og samskiptatækninni.

Nemendur nota hin ýmsu snjalltæki og smáforrit til samskipta margsinnis á

dag og þessi nýja snjall – og fartækni er stór hluti af daglegu lífi þeirra.

Page 85: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

73

Skólasamfélagið getur nýtt þessa tækni sem kennslutæki sem gerir kennurum

kleift að nýta hina ýmsu miðla á fjölbreyttan hátt til þess að gera námið

áhugaverðarðar fyrir nemendur.

Innleiðingarferlið er hafið og óhætt er að segja að viðhorf nemenda til hins

nýja rafræna námsumhverfis sé jákvætt í það minnsta í þeim námsgreinum

sem helst eru að nýta sér tæknina á fjölbreyttan hátt. Hið opinbera hefur lýst

vilja sínum til þess að nýta hina nýju tækni í skólasamfélaginu og í

framhaldinu hafa mörg sveitarfélög tekið við keflinu og hafa hafið

innleiðingarferlið. Þar hefur reynslan meðal annars sýnt að í árangursríkum

innleiðingum hafa kennarar fengið svigrúm til þess að læra á nýja tækni áður

en nemendur eru kynntir fyrir henni. Læra þarf af þeirri reynslu og því fyrr

sem við áttum okkur á því að þessir nýju kennsluhættir eru komnir til að vera

og við þurfum að undirbúa kennara til að takast á við þetta nýja

lærdómssamfélag því betra. Líkt og bent var á í nýlegri rannsókn hér að

framan þarf að fylgja hinni nýju tækni ný hugmyndafræði þar sem

verkefnamiðað nám og samvinnunám er í fyrirrúmi. Ef engin

kennslufræðileg nálgun liggur að baki innleiðingunni eru tækin ekkert meira

en nýtískulegar græjur til þess að framkvæma sömu verkefni og áður.

Page 86: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

74

Heimildir

Auður Hauksdóttir. (2001). Lærerens strategier – Elevernes dansk. Dansk

som fremmedsprog i Island. Kaupmannahöfn: Nordisk Ministerråd.

Sótt þann 21.febrúar 2015 af

https://books.google.is/books?id=uS30RVi9b6YC&pg=PA539&lpg=P

A539&dq=saga+d%C3%B6nskukennslu+%C3%A1+%C3%8Dslandi

&source=bl&ots=TCdmKIgrBv&sig=aBYngiVhtiuX_x4uwRfX2NHj

yCQ&hl=is&sa=X&ei=C2rfVNejJ8XpaL3-

gOgM&ved=0CFAQ6AEwCTgK#v=onepage&q=saga%20d%C3%B6

nskukennslu%20%C3%A1%20%C3%8Dslandi&f=false.

Auður Hauksdóttir. (2005). Hvorfor undervises der i dansk i Island? Í Auður

Hauksdóttir, Jørn Lund og Erik Skyum-Nielsen (ritstj.) Ordenes slotte:

om sprog og litteratur i Norden (bls. 157-170). Reykjavík: Stofnun

Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Auður Hauksdóttir. (2007a). Straumar og stefnur í tungumálakennslu. Í

Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.) Mál málanna: Um

nám og kennslu erlendra tungumála (bls. 155-200). Reykjavík:

Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Auður Hauksdóttir. (2007b). Stiklur úr sögu enskukennslu. Í Birna

Arnbjörnsdóttir og Hafdís Ingvarsdóttir (ritstj.) Teaching and Learning

English in Iceland (bls. 15-50). Reykjavík: Stofnun Vigdísar

Finnbogadóttur.

Auður Hauksdóttir. (2009). Frá fornum málum til nýrra: um kennslu erlendra

tungumála á Íslandi í sögulegu ljósi. Ritstjóri? Milli mála Ársrit

Stofnunar Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum 1 (bls. 11-

53). Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum

tungumálum.

Page 87: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

75

Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir. (2007). Inngangur. Í Auður

Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.) Mál málanna: Um nám

og kennslu erlendra tungumála (bls. 9-12). Reykjavík: Stofnun

Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Beatty. K (2010). Teaching and Researching Computer-Assisted Language

Learning. Second edition. New York: Routledge. Sótt þann 25. febrúar

af

https://books.google.is/books?hl=en&lr=&id=S6WsAgAAQBAJ&oi=f

nd&pg=PP1&dq=call+computer+assisted+language&ots=dfPOn9dNA

s&sig=5TLrVsRGO7DAMorEZo5KXrL8jy8&redir_esc=y#v=onepag

e&q=call%20computer%20assisted%20language&f=false.

Björn Gunnlaugsson. (2017). Átak í breyttum kennsluháttum – innleiðing

spjaldtölva í Kópavogi. Skólaþræðir: Tímarit samtaka áhugafólks um

skólaþróun. Sótt þann 12. febrúar 2017 af

http://skolathraedir.is/2017/01/05/atak-i-breyttum-kennsluhattum-

innleiding-spjaldtolva-i-kopavogi/.

Birna Arnbjörnsdóttir. (2007). Kenningar um tileinkun og nám annars máls

og erlendra mála. Í Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir (ritstj.)

Mál málanna: Um nám og kennslu erlendra tungumála (bls. 13-48).

Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum.

Birna María Svanbjörnsdóttir, María Steingrímsdóttir og Trausti

Þorsteinsson. (2006). Stuðningur við dönskukennslu. Danskt – íslenskt

samstarfsverkefni 2003-2006. Sótt 5. apríl 2010 af

http://bella.mrn.stjr.is/utgafur/donskukennsl_2003_2006.pdf.

Capacent. (2014). Skýrsla starfshóps um upplýsingatækni í skólastarfi –

tillögur til úrbóta. Sótt þann 17. október 2016 af

https://www.menntamalaraduneyti.is/media/frettir2015/Skyrsla-

starfshops-um-upplysingataekni-i-skolastarfi.pdf.

Page 88: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

76

Ch'ng Lay, K. E. E., og Samsudin Z. (2014). Mobile devices: Toys or

learning tools for the 21st century teenagers? TOJET: The Turkish

Online Journal of Educational Technology,13(3), 107-122. Sótt þann

14. febrúar 2017 af

https://search.proquest.com/docview/1618110581?accountid=135943.

Ciampa, K. (2014). Learning in a mobile age: an investigation of student

motivation. Journal Of Computer Assisted Learning, 30(1), 82-96. Sótt

þann 23. febrúar 2017 af

http://web.b.ebscohost.com/ehost/pdfviewer/pdfviewer?sid=a0374119-

bc0c-4c93-a3ee-60c966afc35f%40sessionmgr101&vid=1&hid=118.

Creswell, J. W. (2012). Educational Research. Planning, Conducting and

Evaluating Quantitative and Qualitative Research (4. útgáfa) Boston:

Pearson Education. Sótt þann 25. febrúar 2015 af

http://basu.nahad.ir/uploads/creswell.pdf.

Çukurbasi, B., Isbulan, O., og Kiyici, M. (2016). Acceptance of educational

use of tablet computers: A critical view of the FATIH project. Egitim

Ve Bilim, 41(188), 67-82. Sótt þann 30. mars 2017 af

https://search.proquest.com/docview/1866262087?accountid=135943.

Grétar Þór Eyþórsson. (2013). Spurningakannanir: Um orð og orðanotkun,

uppbyggingu og framkvæmd Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri),

Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 453–472). Akureyri:

Háskólinn á Akureyri.

Hagstofa Íslands. (2014). Fréttir. Sótt þann 26. febrúar af

http://www.hagstofa.is/Pages/95?NewsID=11640.

Helga Jónsdóttir. (2013). Viðtöl í eigindlegum og megindlegum rannsóknum.

Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna

(bls. 137–153). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Page 89: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

77

Helga Ósk Snædal Þórormsdóttir, Ragnheiður Líney Pálsdóttir, Skúlína Hlíf

Kjartansdóttir og Sólveig Jakobsdóttir. (2012). Spjaldtölvur í

Norðlingaskóla – Þróunarverkefni 2012–2013: Áfangaskýrsla.

Reykjavík: Reykjavík: Menntavísindastofnun og Rannsóknarstofa í

upplýsingatækni og miðlun (RANNUM). Sótt þann 25. febrúar 2015 af

http://skrif.hi.is/rannum/files/2012/09/Afangaskyrsla_Nordlingaskoli_s

ept_2012_med_fylgiskjolum.pdf.

Helgi Skúli Kjartansson (2008a). Í þröngum stakki. Í Loftur Guttormsson

(ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007: Seinna bindi (bls.

66-80). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Helgi Skúli Kjartansson (2008b). Bókvitið í askana. Í Loftur Guttormsson

(ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007: Seinna bindi (bls.

85-98). Reykjavík:Háskólaútgáfan.

Hjálmtýr Hafsteinsson, Eiríkur Rögnvaldsson, Freydís J. Freysteinsdóttir,

Guðrún Geirsdóttir, Sesselja Sigurborg Ómarsdóttir, Sólveig

Jakobsdóttir o.fl. (2013). Skýrsla starfshóps háskólaráðs um vefstudda

kennslu og nám. Reykjavík: Háskóli Íslands Sótt þann 24. febrúar af

http://www.hi.is/sites/default/files/admin/meginmal/skjol/mooc_skyrsl

a_endanleg_mai2013_4.pdf.

Hrefna Arnardóttir. (2007). Verkfæri, miðill, samskiptatól eða kennari. Netla

– Veftímarit um uppeldi og menntun. Sótt þann 8. apríl 2017 af

http://netla.hi.is/greinar/2007/019/.

Jón Torfi Jónsson (2008). Fjöldi nemenda og fjármagn. Í Loftur Guttormsson

(ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007: Seinna bindi (bls.

176-194). Reykjavík:Háskólaútgáfan.

Katrín Blöndal og Sigríður Halldórsdóttir. (2013). Úrtök og úrtaksaðferðir í

eigindlegum rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók

í aðferðafræði rannsókna (bls. 129–136). Akureyri: Háskólinn á

Akureyri.

Page 90: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

78

Kópavogsbær. (2015). Spjaldtölvur afhentar í Kópavog. Frétt um afhendingu

spjaldtölva. Sótt af vef Kópavogsbæjar, kopavogur.is/

stjornsyslan/frettir-ogutgefid-efni/frettir/nr/4367.

Kvale, S. (2007). Doing Interviews. London: Sage Publications Ltd.

Larsen-Freeman, D. (2000). Techniques and Principles in Language

Teaching önnur útgáfa. Oxford: Oxford University Press.

Loftur Guttormsson (2008a). Hefðir og nýbreytni 1880-1907. Í Loftur

Guttormsson (ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007: Fyrra

bindi (bls. 20-73). Reykjavík:Háskólaútgáfan.

Loftur Guttormsson (2008b). Sundurleit skólaskipan 1907-1945. Í Loftur

Guttormsson (ritstjóri), Almenningsfræðsla á Íslandi 1880-2007: Fyrra

bindi (bls.75-89). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Mennta- og menningarmálaráðuneyti. (2013). Aðalnámskrá grunnskóla:

Almennur hluti 2011 – Greinasvið 2013. Reykjavík: Mennta- og

menningarmálaráðuneyti. Sótt þann 21. febrúar 2015 af

http://www.menntamalaraduneyti.is/utgefid-

efni/namskrar/adalnamskra-grunnskola/.

Montrieux, H., Vanderlinde, R., Schellens, T. og Marez, L. D. (2015).

Teaching and learning with mobile technology: A qualitative

explorative study about the introduction of tablet devices in secondary

education. PLoS One, 10(12), 1-18 Sótt þann 18. febrúar 2017 af

doi:http://dx.doi.org/10.1371/journal.pone.0144008.

OECD. (2015), Students, Computers and Learning: Making the Connection.

PISA, OECD Publishing; Paris. Sótt þann 5. desember 2016 af DOI:

http://dx.doi.org/10.1787/9789264239555-en.

Ómar Örn Magnússon (2013). Spjaldtölvur í skólastarfi. Reykjavíkurborg

Skóla- og frístundasvið. Sótt þann 25. febrúar 2015 af

Page 91: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

79

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/Spja

ldtoelvur___sk_lastarfi_0.pdf

Pedersen, M. S. (2007). Tjáskiptaverkefni: Árangursrík leið í

tungumálakennslu. Í Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir

(ritstj.) Mál málanna: Um nám og kennslu erlendra tungumála (bls.

201-234). Reykjavík: Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum

tungumálum.

Ragnheiður Harpa Arnardóttir. (2013). Megindlegar rannsóknir: Gerð

rannsóknaráætlunar og yfirlit yfir helstu rannsóknarsnið. Í Sigríður

Halldórsdóttir (ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 377-

393). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Reykjavíkurborg. (2014). Notkun snjalltækja í skólastarfi. Sótt þann 20.

október 2016 af

http://reykjavik.is/sites/default/files/ymis_skjol/skjol_utgefid_efni/snja

lltaeki_2014.pdf.

Richards, J. C. og Rodgers, T. S. (1986). Approaches and Methods in

language teaching. Cambridge: Cambridge University Press. Sótt

þann 20. febrúar 2015 af

http://www.academia.edu/5666615/Approaches_and_Methods_in_Lan

guage_Teaching_-_Jack_C._Richards_and_Theodore_S._Rodgers.

Richards, J. C. og Schmidt R. W. (2002). Longman Dictionary of Language

Teaching & Applied Linguistics. London: Perarson Education.

Rúnar Helgi Andrason og Ársæll Már Arnarson. (2013). Tilfellarannsóknir. Í

Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna

(bls. 497–509). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Rúnar Sigþórsson, Anna-Lind Pétursdóttir og Þóra Björk Jónsdóttir. (2014).

Nám, þátttaka og samskipti nemenda. Í Gerður G. Óskarsdóttir

Page 92: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

80

(ritstjóri), Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. Aldar (bls. 131-

196). Reykjavík: Háskólaútgáfan.

Page 93: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

81

Saovapa, W. (2015). Factors Related to Faculty Members’ Attitude and

Adoption of a Learning Management System. Turkish Online Journal

of Educational Technology - TOJET, 14(4), 53-61. Sótt þann 23.

febrúar 2017 af

https://eric.ed.gov/?q=LMS&pr=on&ft=on&id=EJ1077631.

Schofield, C. P., West, T. og Taylor, E. (2011). Going mobile in executive

education: How mobile technologies are changing the executive

learning landcape. Berkhamsted: Ashridge og UNICON. Sótt þann 14.

nóvember 2016 af https://www.ashridge.org.uk/getattachment/Faculty-

Research/Research/Current-Research/Research-Projects/Mobile-

Learning/Mobile_Learning_Report.pdf.

Shaharanee, I., N. M., Jamil, J. M. og Mohamad, S. R. (2016). THE

APPLICATION OF GOOGLE CLASSROOM AS A TOOL FOR

TEACHING AND LEARNING. SCIENCE AND TECHNOLOGY

FOR SUSTAINABLE DEVELOPMENT AND IMPROVING QUALITY

OF LIFE II(8) Suárez-Guerrero, Lloret-Catalá og Mengual-Andrés,

2016, bls. 85-86. Sótt þann 24. febrúar af

http://journal.utem.edu.my/index.php/jtec/article/view/1357/882.

Sigríður Halldórsdóttir. (2013a). Yfirlit yfir eigindlegar rannsóknaraðferðir. Í

Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna

(bls. 239–249). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigríður Halldórsdóttir. (2013b). Fyrirbærafræði sem rannsóknaraðferð. Í

Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna

(bls. 281-297). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurður Kristinsson. (2013). Siðfræði rannsókna og siðanefndir. Í Sigríður

Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 71–

88). Akureyri: Háskólinn á Akureyri.

Sigurlína Davíðsdóttir. (2013). Eigindlegar eða megindlegar

rannsóknaraðferðir? Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í

aðferðafræði rannsókna. (bls. 229-237). Akureyri: Háskólinn á

Akureyri.

Page 94: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

82

Sigurlína Davíðsdóttir og Anna Ólafsdóttir. (2013). Notkun blandaðra

aðferða í rannsóknum. Í Sigríður Halldórsdóttir (ritstjóri), Handbók í

aðferðafræði rannsókna (bls. 393–402). Akureyri: Háskólinn á

Akureyri.

Sóley S. Bender. (2013). Samræður í rýnihópum. Í Sigríður Halldórsdóttir

(ritstj.), Handbók í aðferðafræði rannsókna (bls. 299–312). Akureyri:

Háskólinn á Akureyri.

Sólveig Jakobsdóttir, Torfi Hjartarson og Bergþóra Þórhallsdóttir. (2014).

Upplýsingatækni í skólastarfi. Í Gerður G. Óskarsdóttir (ritstjóri):

Starfshættir í grunnskólum við upphaf 21. aldar (bls. 277-319).

Háskólaútgáfan: Reykjavík.

Stefán Jökulsson. (2012). Læsi. Ritröð um grunnþætti menntunar. Reykjavík:

Mennta- og menningarmálaráðuneytið og námsgagnastofnun.

Suárez-Guerrero, C., Lloret-Catalá, C., og Mengual-Andrés, S. (2016).

Teachers' perceptions of the digital transformation of the classroom

through the use of tablets: A study in Spain/Percepción docente sobre

la transformación digital del aula a través de tabletas: Un estudio en el

contexto español. Comunicar, 24(49), 81-89. Sótt þann 16. febrúar

2017 af doi:http://dx.doi.org/10.3916/C49-2016-08.

Tornberg, U. (2005). Sprogdidaktik. Kaupmannahöfn: Alinea.

Tunmibi, S, Aregsbesola, A, Adejobi, P, og Ibrahim, O. (2015). Impact of E-

Learning and Digitalization in Primary and Secondary Schools.

Journal of Education and Practice, 6(17) 53-58. Sótt þann 7.

nóvember 2016 af http://files.eric.ed.gov/fulltext/EJ1079751.pdf.

Wagner, J. (1991). Innovation in foreign language teaching. I. Robert

Phillipsson o. fl. (ritstj.), Foreign/Second Language Pedagogy

Research (bls. 288-306). Clevedon: Multilingual Matters.

Page 95: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

83

Wangru, C. (2016). A Case Study of College Students’ Attitudes toward

Computer-Aided Language Learning. Higher Education Studies 6(3),

1-10. Sótt þann 1. mars 2017 af

http://www.ccsenet.org/journal/index.php/hes/article/view/60269/3235

.

Page 96: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

84

Fylgiskjöl

Fylgiskjal 1 Viðtalsrammi rýnihópaviðtals 85

Fylgiskjal 2 Spurningar fyrir megindlega rannsókn 86

Fylgiskjal 3 Beiðni fræðslustjóra um leyfi til rannsóknar 90

Fylgiskjal 4 Beiðni til skólastjórnenda um leyfi fyrir rannsókn 93

Fylgiskjal 5 Kynningarbréf til foreldra og ósk um samþykki 96

Page 97: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

85

Fylgiskjal 1 Viðtalsrammi rýnihópaviðtals

Rafrænt námsumhverfi (4 sp)

1. Hvernig líkar ykkur rafræna námsumhverfið í skólanum?

2. Hverjir eru helstu kostir og helstu gallar?

3. Hvernig líkar ykkur rafræna námsumhverfið í tungumálakennslu?

4. Hverjir eru helstu kostir og gallar?

Netsamband (1 sp)

5. Hversu mikilvægt er gott netsamband í rafrænu námi og hvers vegna?

Námsumsjónarkerfi/Google Classroom (3 sp)

6. Hvernig finnst ykkur að nota námsumsjónarkerfi eins og Google

Classroom?

7. Hverjir eru helstu kostir og gallar námsumsjónarkerfa?

8. Finnst ykkur námsumsjónarkerfi henta betur í tungumálakennslu en

öðrum fögum?

Fartækni (snjallsímar, spjaldtölvur og fartölvur) (3 sp).

9. Hvernig tæki finnst ykkur best að nota í rafrænu námi og hvers vegna?

10. Eruð þið að nota eigin tæki?

11. Finnst ykkur að skólinn eigi að útvega öllum nemendum samskonar

tæki?

Page 98: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

86

Fylgiskjal 2 Spurningar fyrir megindlega rannsókn

1. Kyn ?

Karlkyns

Kvenkyns

2. Bekkjardeild

8. bekkur

9. bekkur

10. bekkur

3. Hvernig líkar þér við rafræna námið í skólanum?

mjög vel

vel

sæmilega

illa

mjög illa

4. Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram með rafræna námið?

Nei

5. Hversu mikilvægur þáttur telur þú að gott netsamband sé í rafrænu

námi?

mjög mikilvægt

mikilvægt

Hvorki né

ekki svo mikilvægt

alls ekki mikilvægt

6. Hversu gott netsamband er í þínum skóla að þínu mati?

mjög gott

Page 99: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

87

gott

Hvorki né

vont

mjög vont

7. Telur þú að rafrænt nám eigi eftir að aukast í skólum í framtíðinni?

Nei

8. Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í íslenskukennslu?

mjög vel

vel

Hvorki vel né illa illa

mjög illa

9. Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í stærðfræðikennslu?

mjög vel

vel

Hvorki vel né illa

illa

mjög illa

10. Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í náttúrufræðikennslu?

mjög vel

vel

Hvorki vel né illa

illa

mjög illa

11. Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í samfélagsfræðikennslu?

mjög vel

Page 100: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

88

vel

Hvorki vel né illa

illa

mjög illa

12. Hvernig finnst þér rafrænt nám henta í tungumálakennslu (ensku- og

dönskukennslu)?

mjög vel

vel

Hvorki vel né illa

illa

mjög illa

13. Hvernig finnst þér að nota google classroom námsumhvefið?

mjög gott

gott

Hvorki né

vont

mjög vont

14. Finnst þér að skólinn eigi að halda áfram að nota google classroom

umhverfið.

Nei

15. Hversu mikið finnst þér þú nota fartækni (spjaldtölvur, símar,

fartölvur) í náminu?

mjög mikið

mikið

Hvorki né

lítið

Page 101: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

89

mjög lítið

16. Hvaða tæki notar þú helst við rafræna námið?

Snjallsíma

Spjaldtölvu

Fartölvu

17. Hvaða tæki telur þú henta best við rafræn námið?

Snjallsímar

Spjaldtölvur

Fartölvur

18. Notar þú þitt eigið tæki í rafræna náminu?

Nei

19. Ef þú svarar nei í spurningu 18 notar þú þá

Borðtölvu í skólanum

Spjaldtölvu frá skólanum.

20. Hversu mikilvægt finnst þér að allir nemendur hafi aðgang að

samskonar tæki?

mjög mikilvægt

mikilvægt

Hvorki né

lítið mikilvægt

alls ekki mikilvægt

Page 102: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

90

Fylgisjal 3 Beiðni til fræðslustjóra um leyfi til rannsóknar

Selfoss, 20. júlí 2016

Xxxxxxxxx xxxxxxxxx , fræðslustjóri xxxxxxxxxxxxxxxxxxx

Sæl(l)

Gísli Felix Bjarnason heiti ég og starfa sem kennari við Vallaskóla á

Selfossi. Samhliða kennslunni stunda ég framhaldsnám við kennaradeild hug-

og félagsvísindasviðs Háskólans á Akureyri þar sem ég er að ljúka

meistaranámi í menntunarfræði, M.Ed. prófi til kennsluréttinda. Ég er að

vinna að lokaverkefni í meistaranáminu sem er 30 eininga (ECTS) ritgerð.

Leiðsagnakennari minn er Finnur Friðriksson ([email protected], 460 8575),

dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefni mitt fjallar um

rafræna kennsluhætti í tungumálakennslu og í verkefninu er ætlunin að vera

með rannsókn sem leitast við að kanna viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfis. Rannsóknin leitast við að svara rannsóknarspurningunni

„Hver eru viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu?“. Þýðið eru allir nemendur í 8., 9. og 10. bekk í

xxxxxxxxx á þessu skólaári. Rannsóknin snýr að notkun snjalltækja og hins

rafræna námsumhverfis.

Rannsóknin byggir bæði á eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð.

Annars vegar í formi rýnihópaviðtals við nemendur og hins vegar sem rafræn

spurningakönnum sem verður lögð fyrir alla nemendur sem ekki hafa hafnað

þátttöku. Viðtölin verða byggð á opnum og hálfopnum spurningum til að

viðhorf viðmælenda geti komið skýrt fram. Reiknað er með að

rýnihópaviðtalið taki um klukkustund. Markmiðið er að skoða hvað

nemendum finnst um að læra með spjaldtölvum og hvernig þeim finnst að

vinna með rafræna kennsluumhverfið. Ákveðið var að líta sérstaklega á

Page 103: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

91

tungumálakennsluna þar sem að hún er komin einna lengst í rafrænum

kennsluháttum í viðkomandi skóla.

Ég tel að það þurfi að rannsaka þetta efni betur og þá sérstaklega frá

sjónarhorni nemenda. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á rafrænu umhverfi

grunnskólanemenda hérlendis, hvort sem litið er til rafrænna kennsluhátta eða

spjaldtölvuvæðingar nemenda. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á

viðhorfi grunnskólanemenda til þessa rafræna umhverfis, sem þó eykst með

hverju árinu. Allir viðmælendur verða ópersónugreindir í ritgerðinni og allar

upplýsingar verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og

nafnleynd. Farið verður að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu

og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað

meðan á rannsókn stendur og verður frumgögnum, ljósritum, hljóðupptökum

og tölvugögnum eytt að rannsókn lokinni. Öllum frumgögnum verður eytt

þegar lokaverkefninu hefur verið skilað, eigi síðar en 31. desember 2017.

Rannsóknin hefur gildi fyrir skólann og bæjarfélagið, þar sem niðurstöðurnar

nýtast við að þróa skólastarfið enn frekar með tilliti til viðhorfs nemenda.

Niðurstöður geta einnig nýst skólum sem hafa áhuga á innleiðingu rafræns

námsumhverfis. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar (nr.

S7918/2016) og lokaverkefnið mitt verður aðgengilegt inni á Skemmunni.

Ég er 54 ára, kvæntur, tveggja barna faðir og bý á Selfossi. Ég hef fengist

við ýmisleg um ævina en lengstum hef ég stafað við sölumennsku. Ég á

langan íþróttaferil að baki og hef starfað við handboltaþjálfun barna og

unglinga til margra ára. Ég hef lokið bakkalárprófi í kennarafræði við

Háskólann á Akureyri og er að klára meistaranám í menntunarfræði við sama

háskóla. Ég starfa nú sem umsjónar- og dönskukennari við Vallaskóla á

Selfossi og hef gert undafarin tvö ár ásamt handknattleiksþjálfun. Í tengslum

við lokaverkefnið óska ég eftir að fá formlega heimild til að hafa samband

við skólastjórnendur xxxxxxx vegna rannsóknarinnar. Ég stefni á að taka

Page 104: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

92

viðtalið fljótlega eftir áramót en reikna með að leggja fyrir

spurningakönnunina um miðjan desember.

Með fyrirfram þökk og von um skjót svör.

_____________________________________________

Gísli Felix Bjarnason, kennari og nemi í menntunarfræði við kennaradeild

hug- og félagsvísindasviðs, Háskólans á Akureyri. [email protected]

gsm: 8482949

Page 105: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

93

Fylgiskjal 4 Beiðni til skólastjórnenda um leyfi fyrir rannsókn

Selfoss, 13. september 2016

xxxxxxxxxxxx, skólastjóri xxxxxxxxxxxx

Sæll xxxxxxxxxxxx

Gísli Felix Bjarnason heiti ég og starfa sem kennari við Vallaskóla á

Selfossi. Samhliða kennslunni stunda ég framhaldsnámi við kennaradeild

hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri þar sem ég er að ljúka

meistaranámi í menntunarfræði, M.Ed. prófi til kennsluréttinda. Ég er að

vinna að lokaverkefni í meistaranáminu sem er 30 eininga (ECTS) ritgerð.

Leiðsagnakennari minn er Finnur Friðriksson ([email protected], 460 8575)

dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri. Verkefni mitt fjallar um

rafræna kennsluhætti í tungumálakennslu og í verkefninu er ætlunin að vera

með rannsókn sem leitast við að kanna viðhorf nemenda til rafræns

námsumhverfis. Rannsóknin leitast við að svara rannsóknarspurningunni „

Hver eru viðhorf nemenda til rafræns námsumhverfis í

tungumálakennslu“. Þýðið eru allir nemendur 8.-10. bekkjar í skólanum á

komandi skólaári. Rannsóknin snýr að notkun snjalltækja og google

classromm námsumhverfissins.

Rannsóknin byggir bæði á eigindlegri og megindlegri rannsóknaraðferð.

Annars vegar í formi rýnihópaviðtals við nemendur og hins vegar sem rafræn

spurningarkönnum sem verður lögð fyrir alla nemendur sem gefið hafa

samþykki fyrir þátttöku. Viðtölin verða byggð á opnum og hálfopnum

spurningum til að viðhorf viðmælenda geti komið skýrt fram. Reiknað er með

að rýnihópaviðtalið taki um klukkustund. Markmiðið er að skoða hvað

nemendum finnist um að læra með spjaldtölvum og hvernig þeim finnst að

vinna með google classroom kennsluumhverfið. Ákveðið var að líta

Page 106: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

94

sérstaklega á tungumálakennsluna þar sem að hún er komin einna lengst í

rafrænum kennsluháttum í skólanum.

Ég tel að það þurfi að rannsaka þetta efni betur og þá sérstaklega frá

sjónarhorni nemenda. Litlar rannsóknir hafa verið gerðar á rafrænu umhverfi

grunnskólanemenda hérlendis, hvort sem litið er til rafrænna kennsluhátta eða

spjaldtölvuvæðingar nemenda. Mjög fáar rannsóknir hafa verið gerðar á

viðhorfi grunnskólanemenda til þessa rafræna umhverfis, sem þó eykst með

hverju árinu. Allir viðmælendur verða ópersónugreindir í ritgerðinni og allar

upplýsingar verða meðhöndlaðar samkvæmt ströngustu reglum um trúnað og

nafnleynd. Farið verður að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu

og eyðingu frumgagna. Rannsóknargögn verða varðveitt á öruggum stað á

meðan á rannsókn stendur og verður frumgögnum, ljósritum, hljóðupptökum

og tölvugögnum eytt að rannsókn lokinni. Öllum frumgögnum verður eytt

þegar lokaverkefninu hefur verið skilað, eigi síðar en 31. desember 2017.

Rannsóknin hefur gildi fyrir skólann og bæjarfélagið, þar sem niðurstöðurnar

nýtast við að þróa skólastarfið enn frekar með tilliti til viðhorfs nemenda.

Niðurstöður geta einnig nýst skólum sem hafa áhuga á innleiðingu rafræns

námsumhverfis. Rannsóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar (nr.

S7918/2016) og lokaverkefnið mitt verður aðgengilegt inni á Skemmunni.

Ég er 54 ára, kvæntur, tveggja barna faðir og bý á Selfossi. Ég hef fengist

við ýmisleg um ævina en lengstum hef ég stafað við sölumennsku. Ég á

langan íþróttaferil að baki og hef starfað við handboltaþjálfun barna og

unglinga til margra ára. Ég hef lokið bakkalár prófi í kennarafræði við

Háskólann á Akureyri og er að klára meistaranám í menntunarfræði við sama

háskóla.

Ég starfa nú sem umsjónar-og dönskukennari við Vallaskóla á Selfossi og

hef gert undafarin tvö ár ásamt handknattleiksþjálfun. Hér með óska ég eftir

leyfi skólastjórnenda skólans annars vegar til að fá að taka rýnihópaviðtal við

nemendur í 8.- 10. bekk á skólatíma í skólanum á næstu vikum og hins vegar

Page 107: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

95

að leggja fyrir rafræna spurningarkönnun . Einnig óska ég eftir því að

skólastjórnendur sendi áfram til foreldra í umræddum árgöngum

kynningarbréf frá mér þar sem rannsókn er lýst og óskað er eftir samþykki

foreldra. Litið er svo á að ef foreldrar hafna ekki þátttöku fyrir hönd barna

sinna þá sé samþykki fengið.

Með fyrirfram þökk,

_____________________________________________

Gísli Felix Bjarnason, kennari og nemi í menntunarfræði við kennaradeild

hug- og félagsvísindasviðs, Háskólans á Akureyri. [email protected]

gsm: 8482949

Page 108: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

96

Fylgiskjal 5 Kynningarbréf til foreldrar og ósk um samþykki

Bréf til foreldra

Kynningarbréf og ósk um samþykki fyrir þátttöku í rannsókn

Ágætu foreldrar/forráðamenn!

Undirritaður, Gísli Felix Bjarnason ([email protected], 848 2949) er í

framhaldsnámi við kennaradeild hug- og félagsvísindasvið Háskólans á

Akureyri og er að ljúka meistaranámi í menntunarfræði, M.Ed. prófi til

kennsluréttinda. Núna er ég að vinna að lokaverkefni mínu sem er 30 eininga

(ECTS) ritgerð. Leiðsagnakennari minn er Finnur Friðriksson

([email protected], 460 8575) dósent við kennaradeild Háskólans á Akureyri.

Lokaverkefnið byggist á rannsókn þar sem markmiðið er að kanna viðhorf

nemenda til rafræns námsumhverfis á unglingastigi grunnskóla, þar er átt við

notkun snjalltækja og tölva í kennslu ásamt því rafræna námsumhverfi sem

því fylgir.

Í tengslum við lokaverkefnið er ætlunin annars vegar að fá að taka

rýnihópaviðtal við nemendur í 8. 10. bekk og hins vegar að framkvæma

rafræna spurningarkönnum sem verður lögð fyrir alla nemendur 8.-10.

bekkjar sem ekki hafa hafnað beiðni um þátttöku. Reiknað er með að viðtalið

taki upp undir klukkustund en spurningarkönnuninni verður svarað rafrænt á

skólatíma. Upplýsingarnar verða nýttar í úrvinnslu verkefnisins og

niðurstöður settar fram í ritgerð sem birtist á Skemmunni. Viðtalið verður

tekið upp, þátttakendum er ekki er skylt að svara spurningum vilji þeir það

ekki. Allir viðmælendur verða ópersónugreindir í ritgerðinni og farið verður

að íslenskum lögum varðandi persónuvernd, vinnslu og eyðingu frumgagna

(eyðing verður í síðasta lagi 31.desember2017). Rannsóknin hefur verið

tilkynnt til Persónuverndar (tilkynning nr. nr. S7918/2016). Erindi þessa bréfs

er að óska eftir að barnið þitt megi verða þátttakandi í ofangreindri rannsókn

þar sem nafnleynd og fullum trúnaði er heitið. Vinsamlegast sendið tölvupóst

Page 109: Þetta er framtíðinsli Felix (4...námsefnis- og námskrárgerð (Auður Hauksdóttir, 2009, bls. 11-12; Auður Hauksdóttir og Birna Arnbjörnsdóttir, 2007, bls. 9). Þrátt fyrir

97

á netfangið [email protected] ef að þið viljið ekki að barn ykkar taki

þátt í rannsókninni.

Skilist eigi síðar en 6. desember 2016

Með fyrirfram þökk og von um góða þátttöku,

Gísli Felix Bjarnason