nesstofa 2009 bráðabirgðaskýrsla 20. ágúst 2009

7
Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected] 1 Albína Hulda Pálsdóttir Nesstofa 2009 Bráðabirgðaskýrsla 20. ágúst 2009 Albína Hulda Pálsdóttir Eftirfarandi skýrsla skýrir frá frumniðurstöðum á athugunum á minjum á svæði norður af Nesstofu sem raskað var við framkvæmdir við byggingu Læknaminjasafns. Rannsóknum er ekki lokið og munu heildarniðurstöður ásamt fundalista og teikningum vera settar fram í lokaskýrslu, hér er aðeins um stutta samantekt á upplýsingum og getur mat á eðli og mikilvægi minja átt eftir að breytast. Minjar sýnilegar á yfirborði Á svæðinu sem grassvörður var hreinsaður af norður af Nesstofu má sjá nokkrar steinaþyrpingar alveg í yfirborðinu. Í hveri þyrpingu eru 3-5 steinar og liggja þær í röð frá norðri til suðurs með reglulegu millibili. Frekar á eftir að skoða þær en svo virðist sem um sé að ræða undirstöður undir griðingarstaura líklega frá seinni árum búskapar á svæðinu enda eru hleðslurnar aðeins nokkra sentimetra undir grassverðinum. Á austurhluta svæðisins má sjá nokkra móöskubletti sem einnig hafa verið afar stutt undir yfirborðinu og eru því sennilega frá 19. öld. Blettirnir eru hér merktir með rauðum flöggum. Þó er mögulegt að hér sjáist í eldri móöskulög sem hafa raskast við fyrri framkvæmdir á svæðinu. Í heild má segja að mjög litlar skemmdir hafi orðið á þessu svæði enda er greinilegt að þegar hafði mikið verið rask í efstu lögum á svæðinu í gegnum tíðina. Þó er ekki ráðlegt að fara í jarðvinnu á svæðinu nema fram fari fornleifarannsóknir enda afar líklegt að óraskaðar minjar sé að finna örlítið dýpra útfrá því sem sjá má í sniðum á svæðinu. Mynd 1: Horft til suð-austurs

Upload: lbhi

Post on 01-May-2023

0 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

1 Albína Hulda Pálsdóttir

Nesstofa 2009 Bráðabirgðaskýrsla 20. ágúst 2009

Albína Hulda Pálsdóttir

Eftirfarandi skýrsla skýrir frá frumniðurstöðum á athugunum á minjum á svæði norður af

Nesstofu sem raskað var við framkvæmdir við byggingu Læknaminjasafns. Rannsóknum er ekki

lokið og munu heildarniðurstöður ásamt fundalista og teikningum vera settar fram í lokaskýrslu,

hér er aðeins um stutta samantekt á upplýsingum og getur mat á eðli og mikilvægi minja átt eftir

að breytast.

Minjar sýnilegar á yfirborði

Á svæðinu sem grassvörður var hreinsaður af norður af Nesstofu má sjá nokkrar

steinaþyrpingar alveg í yfirborðinu. Í hveri þyrpingu eru 3-5 steinar og liggja þær í röð frá norðri

til suðurs með reglulegu millibili. Frekar á eftir að skoða þær en svo virðist sem um sé að ræða

undirstöður undir griðingarstaura líklega frá seinni árum búskapar á svæðinu enda eru

hleðslurnar aðeins nokkra sentimetra undir grassverðinum.

Á austurhluta svæðisins má sjá nokkra

móöskubletti sem einnig hafa verið afar

stutt undir yfirborðinu og eru því

sennilega frá 19. öld. Blettirnir eru hér

merktir með rauðum flöggum. Þó er

mögulegt að hér sjáist í eldri móöskulög

sem hafa raskast við fyrri framkvæmdir á

svæðinu.

Í heild má segja að mjög litlar skemmdir

hafi orðið á þessu svæði enda er

greinilegt að þegar hafði mikið verið rask

í efstu lögum á svæðinu í gegnum tíðina. Þó er ekki ráðlegt að fara í jarðvinnu á svæðinu nema

fram fari fornleifarannsóknir enda afar líklegt að óraskaðar minjar sé að finna örlítið dýpra útfrá

því sem sjá má í sniðum á svæðinu.

Mynd 1: Horft til suð-austurs

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

2 Albína Hulda Pálsdóttir

Minjar sýnilegar í sniðum

Mynd 2: Hluti af Sniði 1 horft til austurs. Grjóthleðsla og torf undir Kötlu 1500 gjósku.

Snið 1 er austursnið, samhliða vegg Lyfjafræðisafnsins. Sniðið var hreinsað, ljósmyndað og

teiknað. Það er um 5,5 m á lengd og rúmur meter á hæð nyrst en verður yfir 3 m hátt í syðsta

hlutanum þar sem grafið hafði verið dýpra niður þar. Í nyrsta hluta sniðsins má sjá nokkur

móöskulög með viðarkolum, brenndum og óbrenndum beinum í efstu 60 cm en mjög lítil merki

um mannvist eru í neðri hluta sniðsins. Eftir um 2,5 m verður breyting í jarðlögunum þar sem

grafið hafði verið niður. Móöskulögin úr norðurhlutanum eru enn sýnileg en neðan þeirra eru

þykk leirlög sem í eru lítil merki um mannvist. Neðan þeirra á um 2 m dýpi má svo sá mold með

svartri nokkuð grófri gjósku sem líklega er úr gosi í Kötlu frá 1500. Gjóskan virðist hafa fokið til

og ber því saman við skýrslur fyrir rannsókna á svæðinu en gjóskulög virðast vera mjög fokin á

Leir, lítil merki um

mannvist

Katla 1500, fokin til

og blönduð mold

Torf

Hleðsla A merkt

með rauðu

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

3 Albína Hulda Pálsdóttir

Seltjarnarnesi. Þó virðist sem hér sé gjóskan yfir hleðslu og torfi sem greina má í sniðinu. Undir

torfinu má svo sjá um 60 cm þykka lagskipta og óraskaða móösku. Vegna Kötlu-1500 gjóskunnar

virðist því um að ræða minjar sem eru frá því fyrir 1500. Á þessu svæði er ekki hægt að fara í

meir jarðvinnu án fornleifauppgraftar.

Snið 2 er í beinu framhaldi af Sniði 1 og snýr til suð-austurs. Það hefur ekki enn verið

hreinsað og ljósmyndað en sjá má í því móösku.

Mynd 3: Snið 3 horft til norðurs. Óröskuð móaska, merkt rauðu.

Snið 3 snýr í norður og er um 1,2 m á hæð. Þar var hreinsað svæði sem var um 1 m á

breidd. Á um 60 cm dýpi má greina móöskulag sem er ca. 2-12 cm á þykkt en annars eru þarna

lítil merki um mannvist. Vel er mögulegt að hér sé einnig að finna mannvistarleifar frá því fyrir

Óröskuð móaska

merkt með rauðu

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

4 Albína Hulda Pálsdóttir

1500 eins og í Sniði 1 en þeim hafi ekki verið raskað þar sem ekki var grafið jafn djúpt þarna og

við Snið 1.

Mynd 4: Snið 4, horft til aust-suð-austurs.

Snið 4 snýr til aust-suð-austurs og er 2,10 m á hæð og 5 m á lengd. Þar er sýnileg

grjóthleðsla eða stétt á um 1,20 m dýpi. Ofan á hleðslunni má sjá torf með svartri gjósku, líklega

Kötlu 1500 í og því eru þessar minjar frá því eftir 1500. Lítið af gripum fannst við hreinsun þessa

sniðs. Ekki er hægt að fara í framkvæmdir á þessu svæði án frekari fornleifarannsókna.

Milli Sniða 4 og 5 hefur verið myndarlegur grjótveggur sem skemmdist mikið við

framkvæmdir, sjá Mynd 5 að neðan. Stór hluti þeirra steina sem sjá má á myndinni er hruninn og

ekki lengur í upprunalegu samhengi. Helst eru það þó steinarnir efst í sniðinu og hægra (vestan)

megin sem hafa ekki fluttst til. Mikið fannst af glerbrotum og hvítleirsbrotum sennilega flestum

frá lokum 19. aldar til 20. aldar við hreinsun á svæðinu. Flest eru þau væntanlega komin úr

yfirborðslagi og ekki endilega í tengslum við mannvirkið sem gæti verið eldra. Líklegt er að hluti

mannvirkisins sé enn óraskaður og hægt sé að skilja betur eðli þess og aldur ef farið verður í

frekari uppgröft.

Óröskuð móaska

merkt með rauðu

Hleðsla/stétt B

merkt með svörtu

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

5 Albína Hulda Pálsdóttir

Mynd 5: Hleðsla C horft til suðurs, milli Sniðs 4 og 5

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

6 Albína Hulda Pálsdóttir

Mynd 6: Snið 5, horft til suðurs.

Snið 5 er um 1,5 m á hæð og 5 m á lengd og horfir til suðurs í átt að Nesstofu. Hér má sjá

mikil merki um mannvist, gólflög úr a.m.k. tveimur mismunandi notkunarskeiðum, lagskipta og

óraskaða móösku og neðarlega í sniðinu liggur svart gjóskulag rétt innan við 1 cm á þykkt sem er

líklega Katla 1500. Undir því liggur móöskulag sem þó er mun óljósara og ekki jafn þétt og þau

sem sjá má ofar í sniðinu. Á þessu svæði hefur verði mannvist fyrir 1500 en umfang hennar

hefur aukist mjög eftir 1500. Vestast í sniðinu er grjóthleðsla D sem hefur skemmst nokkuð við

framkvæmdirnar. Ekki er hægt að útiloka að frekari merki um mannvist finnist ef grafið er dýpra

og því er ekki hægt að fara út í frekari jarðvinnu á þessu svæði án fornleifarannsókna.

Afar erfitt er að túlka hvers eðlis Hleðslur B, C og D í Sniðum 4og 5 eru útfrá því sem

sjánalegt er núna, tengslin milli hleðslanna og gólf- og torflaga eru óljós.

Snið 7 hefur verið mikið raskað, sjá má bland af gripum frá 17-19. öld og plastpokum,

töppum og dúkkum. Svo virðist sem þessum hluta svæðisins hafi mikið verið raskað, þykkt lag af

móöskublandaðiri mold er efst, líklega hefur ruslahaug verið ýtt út þarna hugsanlega þegar

minnismerkið um Bjarna Pálsson var reist 1979. Sniðið er rúmlega 10 m á lengd og 1,8 m þar

sem það er hæst en lækkar smán saman til norðurs uns það er um 1 m á hæð. Í syðsta hluta

sniðsins má sjá torf og óraskaða móösku. Útfrá því sem sýnilegt er nú á þessu svæði er hægt að

fara í frekari framkvæmdir á nyrðri hluta sniðsins, þó með þeim fyrirvara að mögulegt er að

varðveittar séu óraskaðar fornleifar dýpra en hægt er að sjá núna og æskilegt væri að taka

könnunarskurð til að ganga úr skugga um að svo sé ekki. Í syðri hlutanum af Sniði 7 eru

óraskaðar fornleifar sem rannsaka þarf ef farið verður út í meiri jarðvinnu þar.

Lagskipt móaska

óröskuð

Þykkt gólflag án

gripa og viðarkola,

líklega útihús

Þunnt gólflag

Katla 1500 gjóska,

in situ

Torf

Íslenskar fornleifarannsóknir ehf. IFR-09-002 [email protected]

7 Albína Hulda Pálsdóttir

Gripir

Þegar hafa fundist rúmlega 80 gripir við hreinsun á

lausum jarðvegi á svæðinu, allt lausafundir og virðast

flestir þeirra koma úr yfirborðslögum sem hafa dreifst

um svæðið við framkvæmdirnar. Fundist hafa meðal

annars hálsar af lyfjaglösum, mikið af gleri, bæði nýju og

brot sem líklega eru frá 17.-19. öld. Mikið hefur fundist

af leirkersbrotum bæði skreyttum og óskreyttum hvítleir

sem að líkindum er að mestu frá 19. og 20. öld og eldri

brot úr rauð- og steinleir sem eru frá 16.-19. öld. Fáir

gripir úr járni hafa fundist og virðist varðveisla járns á

svæðinu vera léleg.

Fjöldi beina hefur einnig fundist, mest úr hinum ýmsu

móöskulögum á svæðinu og virðist varðveisla beina vera mjög góð í efri lögunum á svæðinu.

Samantekt

Á svæðinu norðan Nesstofu eru mikil merki um mannvist, mest frá því eftir 1500 en þó virðast

vera ummerki um eldri byggð á hluta svæðisins. Ég met það svo að ekki sé hægt að fara í neina

jarðvinnu á svæðinu án þess að farið sé út í fornleifauppgröft.

Ef farið verður út í að loka svæðinu fyrir veturinn og frekari framkvæmdum og uppgreftri frestað

þarf fornleifafræðingur að hafa eftirlit með því þegar jarðvegsdúkur er settur yfir svæðið og tyrft

til þess að tryggja að ekki verði frekari skemmdir á fornleifum. Æskilegt væri einnig að

fjarlægður yrði allur laus og raskaður jarðvegur áður en svæðinu er lokað. Það yrði að gera án

aðkomu stórvirkra vinnuvéla.

Mynd 7: Blátt gler með áletrun og bronshring umhverfis, mögulega hluti af tappa úr lyfjaglasi