dagbjort gunnarsdottir - ba ritgerd - heim | skemman gunnarsdottir... · ponty, , fenomenologia...

27
Myndir ímyndunaraflsins Dagbjört Gunnarsdóttir

Upload: nguyenxuyen

Post on 18-Feb-2019

232 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

Myndir ímyndunaraflsins Dagbjört Gunnarsdóttir

Page 2: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!
Page 3: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

Listaháskóli Íslands Myndlistadeild

Myndir ímyndunaraflsins

Dagbjört Gunnarsdóttir Leiðbeinandi: Ólafur Gíslason Vorönn 2013

Page 4: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

Í skrifum mínum mun ég skyggnast inn í vitund mannverunnar, skoða flókið

samband hennar við umheiminn [lífheiminn], skynjun einstaklingsins á

lífheiminum og tengsl hans við aðra í samveruleikanum. Ég velti fyrir mér

ímyndunaraflinu, þeim myndum sem það birtir vitundinni. Spyr spurninga eins

og: Hvaðan komar þessar myndir, eru þær bergmál fortíðar eða innihalda þær

djúpstæðari merkingu? Ég leita svara í skrifum franska heimspekingsins Gaston

Bachelard en hann skrifaði áhugaverð rit um hið skáldlega ímyndunarafl út frá

höfuðskepnunum. Virði fyrir mér listaverk Bill Viola og mitt eigið út frá því.

Andstæðurnar ljós – myrkur, líf – dauði koma við sögu og síðast en ekki síst

fyrirbærafræðin sem er undirstaðan í þessu öllu.

   

Page 5: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

Efnisyfirlit

Formáli ............................................................................................................. 4

Inngangur ......................................................................................................... 5

I Fyrirbærafræði ................................................................................................ 6

Hin skáldlega mynd ............................................................................... 8

Hið skáldlega ímyndunarafl ................................................................. 10

Vatnið .................................................................................................. 11

Eldurinn ............................................................................................... 13

II Listin ............................................................................................................... 16

Að hugsa er athyglisverðara en að vita, en ekki jafn athyglisvert

og að horfa ........................................................................................... 16

Bill Viola – Five angels for the millennium ........................................ 17

Andartak .............................................................................................. 18

Lokaorð ................................................................................................ 20

Heimildaskrá .................................................................................................. 21

Viðauki ............................................................................................................ 23

Page 6: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

4  

Formáli

Sem barn var ég dáleidd af því að horfa upp til himins og dást að öllum þeim

verum sem birtust mér í skýjunum, ég dáðist af þessum klösum sem voru svo

massaðir og sýnilegir auganu en ósnertanlegir. Þegar þau voru lágt á lofti snertu

þau fjallstinda, mig langaði að hlaupa upp fjallshlíðina til að snerta þau, finna

fyrir mjúkri áferð þeirra, faðma og leika við. Ég ferðaðist með þessum

skýjaklösum langt langt í burtu frá stað og stund, tíminn var orðinn afstæður og

öll rökhugsun hvarf, sú litla sem þá var til staðar, það voru engar reglur, heldur

hvarf ég inn í algert frelsi hugans. Þegar ég varð eldri lærði ég að þessir

skýjahnoðrar voru partur af hringrás vatnsins og að þessi ský væru úr sama efni

og þokan sem læddist stundum meðfram jörðinni, ég gat staðið inn í þokunni,

fundið fyrir nærveru hennar og hún faðmaði mig og blindaði, en ég gat ekki

snert hana. Enn þann dag í dag þrátt fyrir alla þá þekkingu sem ég hef viðað að

mér á lífsleiðinni, horfi ég annað slagið upp og læt skýin bera mig inn í

draumaheima.

Page 7: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

5  

Inngangur

Heimurinn er ótæmandi listabrunnur, hann veitir mér andagift, hvort sem það er

með hinum stórbrotnu efnum sem hann leikur sér með og býr til regnboga,

bergkristalla, spúandi eldfjöll og grátandi ský eða hitt sem er svo erfitt að

útskýra, það sem tengist dulvitund mannverunnar og sambandi hennar við

efnisheiminn.

Hugurinn er sífellt á reiki, við erum að vinna úr myndum, minningum og

lífsreynslum sem við höfum viðað að okkur í gegnum reynsluna. Eina stundina

erum við að ímynda okkur hvað framtíðin beri í skauti sér og aðra stundina er

hugurinn kominn aftur til fortíðar. Hvað er það sem gerist þegar maður stendur

andspænis listaverki og er sviptur öllum orðum og rökhugsun, að láta hugann

reika áfram á ótroðnar slóðir þar sem engin takmörk eru fyrir hinu fullkomna

frelsi hugans fyrir túlkunum og myndum sem birtast óforsjálega í huganum. Að

gefa sig á vald þess og verða heltekinn, gripin, dofin og hverfa inn í rými sem

þekkir ekki takmörk rúms og tíma. Hvernig getur ein mynd kveikt þennan

blossa í hugarrýminu og borið mann á stað sem kemur manni algjörlega óþekkt

fyrir sjónir, sem hefur enga röklega skýringu og á sér enga hliðstæðu í

raunveruleikanum?

Hvað eru þessar myndir? Hvaðan koma þær? Eru þær bergmál fortíðar,

eða innihalda þær djúpstæðari merkingu? Ég leita svara í skrif franska

heimspekingsins Gaston Bachelard sem skrifaði meðal annars um hið skáldlega

ímyndunarafl. Einnig mun ég fjalla um verk listamannsins Bill Viola og skoða

það í samhengi við verkið Andartak.

 

Page 8: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

6  

I

„Heimurinn er ekki það sem ég hugsa, heldur það sem ég upplifi; ég er opinn

gagnvart heiminum, á í raunverulegum samskiptum við hann, en ég hef hann

ekki á mínu valdi, hann er ótæmandi“.1

Þessi orð Merleau-Ponty lýsa sambandi einstaklingsins við umhverfið. Við

höfum flest öll upplifað að horfa á regndropa lenda á lygnri tjörn, laufblöð

svigna undan þunga vatnsins, séð liti regnbogans myndast á himnum milli skins

og skúra. Þetta eru allt hlutir sem við höfum upplifað á lífsleiðinni en veitt

mismikla athygli.

Fyrirbærafræðin fjallar ekki um vísindi, greiningu eða röksemdafærslur,

heldur fjallar hún um persónulega upplifun einstaklings á fyrirbærunum sem

heimurinn hefur uppá að bjóða, alla þá þekkingu sem við fáum í gegnum

reynslu okkar og ekki þá eingöngu af snertanlegum hlutum heldur einnig af

draumum, dagdraumum, minningum og skynjunum. Þessi upplifun er í senn

andleg og líkamleg, við skynjum í gegnum hug og líkama og varðveitum þar

minningu og reynslu sem blandast síðan inn í allar upplifanir okkar. Það er hægt

að segja að þetta séu vísindi um það sem er huglægt og líkamlegt í senn.2

Samkvæmt fyrirbærafræðinni er einungis til einn heimur, það er að segja

                                                                                                               1  „Il mondo non è ciò che io penso, ma cio che io vivo; io sono aperto al mondo, comunico indubitabilmente con esso, ma non lo posseggo“, (þýðandi Ólafur Gíslason), Maurice Merleau-Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2  Dan Zahavi, Fyrirbærafræði, Björn Þorsteinsson þýddi, rit 11, Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2008, bls 17.  

Page 9: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

7  

heimurinn sem við þekkjum í hversdagsleikanum og heimurinn sem við

upplifum í gegnum draumsýnir og minningar, eru einn og sami heimurinn, við

köllum hann lífheim. Stephan Strasser líkti lífheiminum við frjósama mold.

„Rétt eins og moldin getur séð fjölskrúðugum gróðri fyrir næringu getur

lífheimurinn séð kerfisbundinni þekkingu fyrir næringu.“3 Hér líkir hann því

saman hvernig gróður sem nærist á moldinni getur breytt eiginleikum

moldarinnar og hvernig vísindi geta haft áhrif á lífheiminn.4

Fyrirbærafræðin var ein af áhrifamestu heimspekistefnum á 20. öldinni

og er þjóðverjinn Edmund Husserl einn af upphafshugsuðum hennar. Hann gaf

henni þá mynd sem við þekkjum í dag. Í byrjun 20. aldar fór hann að skrifa um

hina beinu reynslu fyrirbæranna út frá vísindalegum skoðunum. Það hafði ekki

verið gert áður, áherslan hafði alltaf legið í þekkingu sem fæst af reynslunni en

ekki öfugt. Hann skilgreindi 5 flokka fyrirbærafræðinnar í: 1. fyrirbærin, 2.

mikilvægi fyrstu persónu, 3. frestun og afturfærslu, 4. á vit hlutanna sjálfra, 5.

lífheiminn. Það voru þó aðrir heimspekingar fyrr á öldum sem höfðu velt

þessum hlutum fyrir sér og þar var fremstur í flokki þjóðverjinn Immanuel

Kant. Þó svo að Husserl hafi ekki náð að leggja endanlegan grunn að hugsun

sinni á þeim 38 árum sem hann var að skrifa um stefnuna, þá hafa margir tekið

við af honum og má þar fyrst og fremst nefna þjóðverjann Martin Heidegger

sem var lærisveinn hans. Á sama tíma fóru margir franskir heimspekingar að

fjalla um fyrirbærafræðina og voru það meðal annars Jean-Paul Sarte,

Emmanuel Lévinas, Simone de Beauvoir og Maurice Merleau-Ponty.5 En það er

annar heimspekingur sem vert er að skoða í þessu samhengi og það er Gaston

Bachelard (1884-1962). Bachelard var franskur heimspekingur sem velti fyrir

sér spurningunni um virkni og hlutverki ímyndunaraflsins á heimspeki- og

bókmenntasviðum. Á lífsleið sinni skrifaði hann áhrifamiklar bækur á borð við,

La poétique de l´espace og La flamme d´une chandelle. Bækurnar um

ímyndunaraflið, dagdraumana og höfuðskepnur náttúrunnar skrifaði Bachelard á

seinni hluta ævi sinnar. Ferill Bachelard er áhugaverður að því leyti að við

upphaf ferils hans var hann heillaður af raunvísindum og skrifaði allt út frá                                                                                                                3  Sama rit, bls 36.  4  Sama rit, bls 36.  5  Björn Þorsteinsson, Hvað er fyrirbærafræði, Háskóli Íslands Vísindavefurinn, 2008, sótt 3. janúar 2014, http://www.visindavefur.is/svar.php?id=7104.  

Page 10: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

8  

staðreyndum vísindanna en um miðjan ferill fór hann alfarið að einbeita sér að

skáldskap og dagdraumum.6

Hin skáldlega mynd Í inngangi bókarinnar La poétique de l´espace útskýrir Bachelard hvernig

vísindaleg rökhugsun og heimspeki vísindanna sniðganga þá reynslu sem fólgin

er í skáldskap ímyndunaraflsins og hinni listrænu upplifun. Samkvæmt honum

verður manneskjan að segja skilið við rökhugsun og vísindi ef hún ætlar að

standa andpænis hinni skáldlegu mynd sem sprettur óforvarandis fram úr

sálinni.7 En hvað er hin skáldlega mynd? Hvað er það sem birtist okkur þegar

við lesum áhugaverða sögu, ljóð eða horfum á málverk sem við þekkjum engin

deili á, vitum ekkert um fortíð skaparans, en samt nær verkið að heltaka huga

okkar og skjóta rótum djúpt í sálartetrið. Er þetta bergmál einhverrar upplifunar

eða atburðar sem hefur gerst áður eða er hægt að sækja skýringu í

samveruleikann? Samveruleikinn er sá sem geymir allt sammannlegt, það er

tengingin milli sjálfsins við hinn aðilann.8 Öll sú þekking sem við viðum að

okkur í gegnum söguna, atburði, skáldskap fellur inní samveruleikann, allt sem

við deilum í reynslu okkar. Fyrirbærafræðingar hafa reynt að svara spurningunni

um annan huga í samveruleikanum, og við það hafa verið notuð svokölluð

hliðstæðurök, þau fela það í sér að einstaklingur getur einungis haft aðgang að

sinni eigin vitund en ekki að vitund annarra, eina leiðin að vitund annarra myndi

liggja í gegnum líkamlegt atferli. En hvernig er þá hægt að öðlast aðgang að

vitund annarrar persónu ef það eina sem við þekkjum er í gegnum reynslu af

líkamlegu atferli hennar, orðum og gjörðum eins og þau birtast í verkum hennar

og látbragði? Augljósast væri að rannsaka eigin hegðun og viðbrögð, ég veit

hvernig tilfinning fær mig til að brosa, gæti ég þá ekki áætlað að önnur

manneskja væri að ganga í gegnum sömu reynslu og ég gekk í gegnum þegar

hún brosir. En er þetta ekki frekar grunnhyggin útskýring á uppruna hinnar

skáldlegu myndar? Fyrirbærafræðingar hafa ekki verið hrifnir af þessari                                                                                                                6  Gaston Bachelard – Biography, The European Graduate School, sótt 3. janúar 2014, http://www.egs.edu/library/gaston-bachelard/biography/ 7  Gaston Bachelard, Fyrirbærafræði sálarinnar, endursögn Ólafs Gíslasonar á kafla úr bókinni La poetique de l’espace (1957) eftir Gaston Bachelard. Listaháskóli Íslands, Reykjavík, 2011, bls 1 – 2. 8  Dan Zahavi, Fyrirbærafræði, bls 74.  

Page 11: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

9  

útskýringu á tengingu milli vitundar mannvera í samveruleikanum og hafa þeir

hver af öðrum afneitað henni með rökum á borð við að reynsla einstaklingsins

af sjálfum sér sé af hreinum sálrænum toga og hafa efasemdir um hvort að hún

geti átt sér stað yfir höfuð ef ekki væri fyrir reynsluna af öðrum á undan henni.9

Merleau-Ponty skrifaði:

Við verðum að vísa á bug þeirri fordómafullu afstöðu sem reynir að breyta ást, hatri eða reiði í „innri staðreyndir“, þannig að aðeins sé eitt vitni að þeim, þ.e. sú persóna sem finnur til þeirra. Reiði, skömm, hatur og ást eru ekki sálrænar staðreyndir sem dyljast á botninum í vitund hins, heldur afbrigði hegðunar eða hættir [aðferðir] á að taka afstöðu sem sjást utan frá. Þau eru til í þessu andliti eða í þessum handahreyfingum en dyljast ekki bak við þau.10

Jung kallar myndir sem eiga uppruna sinn að rekja til sammannlegra (kollektiv)

athafna frumlægar, þær má rekja allt aftur til goðsagna og hægt er að rekja

goðsagnir aftur til flestra ef ekki allra þjóðflokka og tímabila. Ef litið er til

uppruna þessa mynda út frá vísindalegu orsakasamhengi Semons11 þá er hægt

að rekja hana til minnisáfalls sem virka sem þrykkmynd minnisins eftir

síendurtekna sálræna reynslu. En Semons tókst ekki að afhjúpa hulunni af

breytingu myndarinnar, þ.e. hvaðan þetta afl sem sér sér fært að breyta

myndinni og rjúfa tengslin frá goðsögum, sem bendir til þess að það sé ekki

eingöngu hægt að rekja vitund mannsins til umhverfisaðstæðna heldur verður að

líta á samhengi milli heilans og hins lifandi efnis.12

Samkvæmt Bachelard er hin skáldlega mynd ekki orsök einhvers sem

gerðist í fortíðinni heldur býr hún yfir sínum eigin krafti og á sinn eigin kjarna.

Við verðum því að kafa dýpra í leit að hinni skáldlegu mynd, þeirri mynd sem

birtist vitundinni beint frá sálinni, frá hjartanu, frá veru mannsins í augnablikinu

og leita í fyrirbærafræði ímyndunaraflsins.13

                                                                                                               9  Sama rit, bls 75.  10  Sama rit, bls 76.  11  Richard Wolfgang Semon (1859 – 1918) var þýskur dýrafræðingur og líffræðingur.  12  Carl Gustav Jung, Mynd og frumlæg mynd samkvæmt Jung, endursögn Ólafs Gíslasonar á kaflanum Bild úr Psychologische Typen, bls. 2. 13  Gaston Bachelard, Fyrirbærafræði sálarinnar, bls. 2.  

Page 12: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

10  

Hið skáldlega ímyndunarafl Bachelard greinir ímyndunaraflið í tvo grundvallar flokka, hið formlega

ímyndunarafl sem framleiðir hina formlegu orsök og hins vegar hið efnislega

ímyndunarafl sem gefur hinni efnislegu orsök líf. Hið formlega ímyndunarafl seytlar á yfirborðinu, það vekur upp með

okkur tilfinningar sem eru tengdar hjartanu og beina huganum að útliti, það

leikur sér með form og liti í stað þess að kafa dýpra inn í hina raunverulegu

merkingu efnistaksins öfugt við hið efnislega ímyndunarafl sem kafar í hyldýpi

verunnar á stað þar sem frjókorn ímyndunar liggja og bíða eftir því að fá

næringu til að umbreyta hyldýpinu í gróðursælan stað. Hið efnislega

ímyndunarafl ræktast og vex innra með einstaklingnum og hefur þann mátt að

geta haft áhrif á lífsviðhorf manneskjunnar. 14 Bachelard skrifaði um hið

efnislega ímyndunarafl:

Sjónin sýnir okkur þær [myndirnar], en það er höndin sem fær okkur til að þekkja þær. Það er kraftmikil gleði sem temur þær, mótar þær og kemur þeim á flug. Okkur dreymir þessar myndir efnisins í nánum efnisveruleika þeirra, óháð formunum, óháð þessum yfirborðslegu myndum, þessari yfirborðslegu framsetningu. Þær hafa þyngd og eru hjarta.15

Ef við skoðum þessar tvær gerðir ímyndunarafls með tilliti til listarinnar þá er

hægt að segja að listaverk hafi mismikinn mátt, sum eru hlaðin táknum og

skreytt með allskonar dúlleríi þannig að erfitt er að leiða hugann frá fegurðinni

eða útliti verksins, þessi verk vekja upp með okkur tilfinningu svo sem

hamingju, depurð og reiði. Þessar tilfinningar vara ekki að eilífu, þær stoppa

stutt við eða þar til augað, líkami eða hugur dregst að einhverju öðru

viðfangsefni sem vekur upp aðrar tilfinningar. Þessi verk myndu falla í flokk

hins formlega ímyndunarafls. Hin gerðin af listaverkum býr yfir krafti sem

snertir mannssálina. Slík listaverk grafa sig langt inn að viðjum verunnar og

taka sér bólfestu. Áhrif þeirra munu fylgja einstaklingnum í gegnum lífið og

hafa þann mátt að geta verið vegvísir á tímamótum. Slík reynsla felur í sér

                                                                                                               14  Gaston Bachelard, Sársauki vatnsins er án enda, útdráttur úr inngangi að bókinni Sálgreining vatnanna – hreinsun, dauði og endurfæðing (1942) eftir Gaston Bachelard í þýðingu Ólafs Gíslasonar, Endurmennt Háskóla Íslands, Reykjavík, bls. 2. 15  Sama rit, bls. 2.  

Page 13: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

11  

umbreytingu. Það er hægt að segja að því svipi til atburðar eins og að missa

einhvern kærkominn eða að upplifa fæðingu barns, atburða sem breyta viðhorfi

okkar til lífsisns.

En þetta er ekki svona einfalt: þegar þessi tvö ímyndunaröfl mynda eina

heild og ekki er hægt að greina þau í sundur þá myndast þriðja afkvæmið sem

Bachelard nefnir réverie.16 Franska orðið Le reve þýðir draumurinn á íslensku

og er hægt að þýða réverie sem dagdraum eða hin dreymandi vitund, það er að

segja þegar maðurinn er á milli svefns og vöku, yfirgefur stað og stund og

hverfur inn í heim ímyndunaraflsins þar sem hann er sveimandi í sinni eigin

hugsun fjarverandi frá efnisheiminum. Samkvæmt skilningi Bachelards er þetta

hugarástand jafn mikilvægt fyrir þekkingu mannsins á heiminum og sú vitneskja

sem vísindin hafa fært mannkyninu.17 Ef við lítum aftur til samanburðarins sem

við gerðum hér fyrir ofan þá er listaverk sem inniheldur réverie hugtak

Bachelards hið fullkomna listaverk það hefur þann eiginleika að geta tælt

áhorfandann til sín með sínum formum og litum og vekja upp með honum

áhuga á að hefja þá ferð sem afhjúpar þá djúpstæðu og efnismiklu mynd.

Til þess að fá betri skilning á ímyndunaraflinu munum við rýna í tvö rit

Bachelard, Sálgreining vatnanna og Heimspekingur hugleiðir kertaljós þar sem

hann skrifar um hið skáldlega ímyndunarafl verunnar út frá vatninu og eldinum.

Til þess að öðlast skilning á skrifum Bachelards um vatnið og eldinn þarf að

hafa í huga að mannslíkaminn er jafn mikill hluti af heiminum og heimurinn af

líkamanum, þeir eru gerðir úr sama efni og geta því verið með sál, líkama og

rödd.18

Vatnið Líf okkar kviknar í vatni, við mótumst og þroskumst í 9 mánuði umvafin

legvatni. Þegar við fæðumst böðum við okkur uppúr vatni, við lærum að synda

og við vökvum líkama okkar með því. Vatnið er mannverunni lífsnauðsynlegt

til að lifa. Það er máttugt, það getur kveikt líf en einnig tekið það, það er ekki

                                                                                                               16  Sama rit, bls. 2.  17  Gaston Bachelard, Heimspekingur hugleiðir kertaljós, endursögn Ólafs Gíslasonar á kafla úr bókinni La flamme d´une chandelle (1961) eftir Gaston Bachelard, Endurmenntun Háskóla Íslands, Reykjavík, bls 1. 18  Gaston Bachelard, Sársauki vatnsins er án enda, bls 5.  

Page 14: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

12  

eðlislægt fyrir mannfólkið að lifa í vatni, við myndum drukkna og deyja, en þó

svo að vatnið geti tekið líf okkar þá vekur það ekki upp ótta í huga okkar, í

staðinn býður það okkur velkomin. Það er seiðandi fyrir augað og mjúkt

viðkomu fyrir líkamann.

Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs.19

Þetta er upphafsljóðið í ljóðaflokknum Tíminn og vatnið eftir Steinn Steinarr,

Steinn vildi með ljóðlist sinni ná til hins hugsandi manns, meðal yrkisefna hans

voru dauði, von, tilgangur, þrá og draumar, hugtök sem snúa að dýpri vitund

manna.20 Ljóðið býður ekki uppá að verða endursagt í hversdagslegu máli.

Setningarnar forma ekki rökhugsun og eiga sér enga bókstaflega hliðstæðu í

hinu daglega lífi, ljóðið á að vera lesið með opnum huga og láta tilfinningarnar

og skynjunina stjórna upplifun okkar á þeirri veröld sem það hefur að geyma.21

Við fyrstu sýn er vatnið yfirborðskennt og einsleitt, það er auðvelt að

hrífast af leikjum þess og gleyma sér á svamli í yfirborðinu, en ef kafað er undir

yfirborðið hefur það einhverjar leyndustu myndir mannsálarinnar að geyma.

Bachelard lýsir vatninu sem kvenlegri veru, þessi vera leitar lóðrétt niður á við,

hún er friðlaus og föst í hinni eilífu umbreytingu, hinu eilífa falli þar til hún

finnur dauðan í hinni láréttu kyrrstöðu.22 Vatnið býr yfir örlögum, örlögum sem

geta haft áhrif á lífsmáta mannsins, hún [vatnið] ber með sér myndir sem eru

henni eðlislægar, hraðfleygar myndir, myndir drauma sem aldrei taka enda og

                                                                                                               19  Steinn Steinarr, „Tíminn og vatnið“ í Steinn Steinarr ljóðasafn, Vaka-Helgafell, Reykjavík, 2008, bls. 193. 20  Gunnar Kristjánsson, „„Hvað táknar þá lífið“?“, í Andvari, 133. árg., 1. tölubl., janúar 2008, bls 79 – 80. 21  Eiríkur Páll Eiríksson, Bókmenntir um miðja öld módernismi 1950/1965-1975, Fjölbrautarskólinn við Ármúla, sótt 3. janúrar 2014, http://www.fa.is/deildir/Islenska2/503/bms/5075.html 22  Gaston Bachelard, Sársauki vatnsins er án enda, bls. 3 – 4.  

Page 15: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

13  

síðast en ekki síst myndir sem innihalda sífellda umbreytingu. Þessar myndir

hafa þann mátt að hafa stöðug áhrif á hlutskipti mannsins. „Maður baðar sig

aldrei tvisvar í sömu ánni vegna þess að maðurinn í kjarna sínum býr yfir

örlögum hins rennandi vatns.“23 Þessi orð Bachelards lýsa hinu stöðugt flæði í

huga manneskjunnar, hugurinn er á stöðugri hreyfingu, hreyfingu í lífinu líkt og

líkaminn sem endar í hinni láréttu stöðu líkt og vatnið. Bachelard bendir á að

vatnið býr einnig yfir andstæðu þessara sífellu umbreytinga og óróleika, hann

tengir það við tungumál mannsins. Raddir vatnsins bera með sér hreinleika og

eru algerlega lausar við alla tilgerð. Þannig tengist vatnið ekki eingöngu líkama

og vitund mannsins heldur einnig rödd hans sem birtist í hinu fljótandi

tungumáli mannsins í gegnum ljóðlist og söng.24

Eftir að hafa lesið myndlíkinguna hans Bachelards um örlög vatnsins er

ekki annað hægt en að sjá samsvörun með vatninu hans og Steins í Tíminn og

vatnið. Sem lýkur með þessum erindum.

Ég finn mótspyrnu tímans falla máttvana gegnum mýkt vatnsins Meðan eilífðin horfir mínum óræða draumi úr auga sínum.25

Eldurinn Eldurinn er ágengur og ofstopafullur, hann klífur loftið með logum sínum og

leið hans liggur alltaf lóðrétt upp á við, hann er andstæða vatsins, hann er

karlkyns vera sem hefur engan efnismassa en hann er engu að síður sterk vera.26

Logi, vængjaði órói ó, andardráttur, rauða endurskin himinsins - sá sem afhjúpar leyndardóm þinn mun vita hvað er lífið og hvað er dauðinn27

                                                                                                               23  Sama rit, bls. 4.  24  Sama rit, bls. 5.  25  Steinn Steinarr, „Tíminn og vatnið“, bls 204.  26  Gaston Bachelard, Heimspekingur hugleiðir kertaljós, bls 2.  

Page 16: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

14  

Bachelard lýsir loganum sem endalausri uppsprettu hugans:

Einu sinni, á tímum sem jafnvel draumarnir hafa gleymt, gat loginn á einu kerti komið hinum vitru til að hugleiða; hann gat orðið hinum einmana heimspekingi uppspretta endalausra drauma. Við hlið hlutanna á skrifborði hans, sem voru fangar forms síns, við hliðina á bókunum sem veittu seinvirka leiðsögn, gat kertaloginn vakið upp endalausar hugsanir og kallað fram takmarkalausar myndir. Fyrir mann sem gaf sig á vald draumheimanna var kertaloginn á þeim tíma fyrirbæri heimsins. Menn lögðu sig fram um að læra um byggingu heimsins í þykkum doðröntum, en svo var það örlítill logi – ó, skoplega þekking! – sem tendraði gátuna ljóslifandi fyrir honum.28

Loginn þarf eingöngu örlítinn neista til að lifna við og hann getur slokknað við

hinn minnsta andblæ þannig er hann viðkvæmur eins og hugur manneskjunnar

sem getur flögrað annað við hið minnsta áreiti. Fyrr á tímum var kertaljósið

tengt við rósemd sálarinnar, það á útskýringu sína að rekja til lognsins eða

einsemdar manneskjunnar þ.e.a.s þegar loginn nær að varðveita form sitt og

stöðugleika líkt og hugur einstaklingsins í einsemd sinni. Þá leitar loginn beint

upp eins og formföst hugsun mannsins á vit hinna lóðréttu örlaga.29

Það hafa margir skrifað um eldinn og er hann oft notaður sem tilvísun í

hreinsun [hreinsunareldurinn]. Í umfjöllun sinni um líkingamál eldsins nefnir

Bachelard að dulhyggjumenn fyrri tíma hafi litið svo á að jörðin væri að

„hreinsa sig” með eldvirkni og eldgosum og að30 franski hugsuðurinn Blais de

Vignenére hafi skilgreint bruna sem tvenns konar loga, annars vegar þann hvíta

sem myndar kjarnann og hins vegar þann rauða sem umlykur þann hvíta sem

„vinnur hörðum höndum við að útrýma sjálfum sér til þess að hvíti login geti

dafnað“. Rauði loginn í þessari líkingu er sorinn sem þarf að útrýma til að

kjarninn fái lifað. 31 Í þessu líkingamáli öðlast eldurinn nýja siðferðilega

merkingu sem veitir okkur nýja sýn á samband mannsins og náttúrunnar

almennt. Loginn hefur mátt til að fanga athygli hins upptekna manns, láta hann

                                                                                                                                                                                                                                                                                                       27  „Flamme tumulte ailé, o souffle, rouge reflet du ciel, - qui déchiffrerait ton mystére saurait ce qu´il en est de la vie er de la mort.“, í þýðingu Ólafs Gíslasonar, sama rit, bls 1.  28  Sama rit, bls. 2.  29  Sama rit, bls. 3.  30  Sama rit, bls. 7 - 8.  31  Sama rit, bls. 6 - 7.  

Page 17: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

15  

yfirgefa athafnir sínar og láta hugann reika.32 Loginn hans Bachelards er ekki

bara logi, sá sem dreymir í návist logans, getur séð heiminn brenna, jörðina

skjálfa, sjálfið endurspeglast í loganum.33

Myndlíkingar Bachelard um eldinn og vatnið, endurspegla mannleg

örlög. Fall vatnsins endar í láréttri stöðu eins og líf mannanna og lóðréttur

loginn hverfur upp í himininn eins og síðasti andardrátturinn. Eins og hann lýsir

svo listavel með sögninni að slökkva:

Hvert er hið mikla inntak hugtaksins slökkvist? Lífið eða kertið. Myndlíkingarnar geta hrært upp í ólíkustu myndum sínum. Sögnin slökkvist getur látið hvað sem er deyja, hvort sem það er hávaði eða hjarta, ást eða ofsabræði.34

                                                                                                               32  Sama rit, bls. 4.  33  Sama rit, bls. 8.  34  Sama rit, bls. 5.  

Page 18: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

16  

II

Að skapa list er eins og að anda. Maður andar heiminum að sér og lætur hann

flæða um skynfæri líkamans og hleypir honum aftur út með part af sjálfum sér.

Þetta er tvístefna, maður tekur við og nærist og gefur af sér til baka. Ef maður

hættir að anda þá deyr maður.

Að hugsa er athyglisverðara en að vita, en ekki jafn athyglisvert og að horfa.

Við gerð verksins Að hugsa er athyglisverðara en að vita, en ekki jafn

athyglisvert og að horfa 35 (Göthe) var ég að rannsaka vinnuaðferð sem

súrrealistarnir36 notuðu í sínu listvinnuferli til að tjá undirmeðvitundina. Þeir

bjuggu til ýmiskonar leiki og þróuðu tækni sem þeir notuðust við, meðal þeirra

var automatic drawing37. Ég byrjaði á því að teikna á A3 blöð en fann fljótt að

þetta viðfangsefni kallaði á meira frelsi og rými fyrir hreyfingu handarinnar, ég

ákvað því að gera teikningu beint á vegg í sýningarrými Kubbsins sem er um

það bil 5 x 10 metrar á stærð. Í ferlinu skapast jafnvægi milli undirmeðvitundarinnar og fullkominnar

meðvitundar. Það er ekki búið að ákveða fyrirfram hvað á að teikna heldur er

opnað fyrir flæði sem leiðir höndina áfram út í óvissu, þegar fyrstu formin hafa

myndast á vegginn og byrja að vera kunnugleg þá tekur hugurinn við og er

                                                                                                               35  Sjá viðauka mynd #1  36  Súrrealisminn var listahreyfing sem byrjaði upp úr 1920, fremstir í farabroddi voru André Breton, Man Ray, Max Ernst og Hans Arp.  37  Felst í því að tæma hugann og láta blýantinn reika áfram án meðvitaðra hreyfingar, líkt og að skissa ósjálfrátt þar sem mynd getur birtst óvænt. Brotchie, Alastair tók saman, „Visual techniques“, í A book of surrealist games, Mel Gooding ritstj, Shambhala redstone editions, Boston, 1995, bls 49.

Page 19: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

17  

haldið meðvitað áfram með það sem hefur birst. Verkið kallar á höndina og

höndin svarar með hreyfingu, hún virkar sem vegvísir að vitund minni. Línurnar

eru misþykkar og á sumum stöðum er eins og þær séu að slitna, þær eru

sálarþræðirnir sem segja söguna, forma myndina, þær eru viðkvæmar fyrir hinni

minnstu röskun eins og eldur Bachelards. Línurnar mynda form sem flæða undir

dyrakarma, undir gólf og út um gluggann þannig að ekki sést fyrir endann á

þeim og er óljóst hvaðan þær koma og hvert þær eru að fara, þær eru partur af

stærra samhengi sem ekki er sýnilegt og bjóða þannig áhorfandaum að

skyggnast lengra inn í verkið. Þessi form koma mér kunnuglega fyrir sjónir en

ég þekki þau ekki, þau kalla fram nýjar myndir sem blandast við bergmál úr

fortíðinni.

Markmið verksins er að skyggnast inn í hugarheim listamannsins og

kalla fram myndir úr dulvitundinni. Ég spyr mig að því hvort formin eigi

uppsprettu sína að rekja djúpt í vitundina eða hvort þær enduspegli minni

handarinnar, hvað bregst við fyrst vitundin eða höndin, eða getur annað ekki

lifað án hins eins og eldur Vignenére? Og hvort nærir myndmálið vitundina eða

öfugt? Verkið skilur eftir þessar spurningar sem ekki verður svarað hér. Það er

erfitt að staðsetja sig þegar maður er staddur í miðjum hvirfilbylnum.

Bill Viola – Five angels for the millennium

Ameríski listamaðurinn Bill Viola vinnur í anda fyrirbærafræðinnar. Fæðing –

ást – ljós – myrkur – trú – dauði eru allt hugtök sem hann vinnur með í list

sinni. Hann vinnur út frá sinni eigin lífsreynslu sem hafa haft djúpstæð áhrif á

hann í gegnum lífið .38 Sem dæmi má nefna andstæðurnar þegar hann missti

móður sína og eignaðist son á einu og sama árinu.39 Þegar hann var á ferðalagi í

Japan varð hann vitni að því í Suntory Museum í Tokyo að kona var að biðja til

styttu, styttu sem var ekkert meira en listaverk fyrir honum sjálfum, þá rann upp

fyrir honum að listaverk geta búið yfir mætti, mætti sem getur kallað fram

umbreytingu hið innra með einstaklingi og breytt afstöðu hans til lífsins. Hann

                                                                                                               38  John Walsh, ritsj., Bill Viola: The Passions, The J. Paul Getty Museum, Los Angeles, 2003, bls. 26. 39  Sama rit, bls 29.  

Page 20: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

18  

vildi ekki búa til innihaldslaus verk sem hefðu ekkert annað til að bera en

stundaránægju fyrir augað.40

Verkið Five Angels for the Millennium 41 sem hann gerði 2001

samanstendur af fimm myndbandsverkum sem bera heitið „Departing Angel,“

„Birth Angel,“ „Fire Angel,“ „Ascending Angel,“ og „Creation Angel.“ Þessi

fimm myndbandsverk sýna klæddan mann stökkva í vatnslaug, hann er

hreyfinga og sviplaus, hann svífur niður í dökkt hyldýpið. Líkaminn sekkur inní

nýja vídd, þar sem vísindi og rökhugsun eru fjarlæg, þar sem óendanleiki

alheimsins og líkami verunnar sameinast. Veran ferðast frá ljósinu í myrkrið og

myndar þannig massa á milli himins og jarðar, milli lífs og dauða.42 Öll fimm

myndbandsverkin eru sýnd samtímis í sama rýminu, þau eru öll sitt í hvorum

litnum og er búið að hægja verulega á myndbands-upptökunni.43

Verkið er margbrotið og ekki er hægt að gera grein fyrir því öllu í

þessari ritgerð. Ef við lítum til hugmynda Bachelard um höfuðskepnurnar, að

þær búi yfir siðferðislegu eðli og að vatnið sé í senn lífgjafi og tortímandi lífs.

Þá vísar verkið í tilvistarlegar aðstæður sem tengjast tortímingu og dauða,

fæðingu og sköpun. Í þessum skilningi er verkið táknrænt, en það er um leið

eðli lifandi táknmynda að þær sé ekki hægt að þýða yfir á annað mál án þess að

eyðileggja merkingu þeirra. Táknmyndin vísar alltaf endanlega í sig sjálfa og

reynslu þess sem upplifir hana á sínum eigin forsendum.

Andartak

Jörðin leitar niður, vatnið leitar niður í lárétta stöðu, loftið og eldurinn leitar

upp. Þessar setningar hafa allar mjög einfalda eðlisfræðilega skýringu. Þetta er

reyndar svo sjálfsagður hlutur að við veitum því varla eftirtekt. Þegar við lyftum

upp steini og sleppum honum þá fellur hann til jarðar, þegar við fyllum lófa

okkar af vatni til að fá okkur að drekka þá lekur restin niður. Eftir að hafa heyrt

þessi orð um svo sjálfsagða hluti fór ég að hugsa út í líkama manneskjunnar og

hvar hann er staðsettur í hinum efnislega heimi. Þegar líkaminn er í vatni verða

skynfærin og meðvitundin um hreyfingu hans og staðsetningu næmari, ef maður                                                                                                                40  Sama rit, bls 26.  41  Sjá viðauka mynd #2  42  Sama rit, bls 146.  43  Sama rit, bls 270.  

Page 21: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

19  

andar inn getur það loft sem fangast inn í lungum líkamans haldið honum á floti

og um leið og því lofti er sleppt leitar líkaminn niður.

Myndbandsverkið Andartak44 sem sýnt var í sýningarrýminu Skúrnum

samanstendur af myndbroti sem endurtekur sig á einnar mínútu fresti og hljóði

sem endurtekur sig á 10 mínútna fresti. Ég umbreytti sýningarrýminu að innan

með þvi að klæða veggi og loft með svörtu efni, ég vildi ekki að hljóð eða ljós

utanfrá hefðu áhrif á upplifun á verkinu, rýmið átti að taka utan um áhorfandann

og vildi ég að hann upplifði samveru með verkinu. Myndbrotið sýndi veru

klædda í hvítan kjól og flaut hún í vatni, undir henni var dimmt tómarúm þar

sem sást glitta í jarðveg og speglaðist kjóllinn í yfirborðinu þannig að hann

myndaði skýjahulu yfir henni, regndropar á vatnsyfirborðið og mynduðu þeir þá

sjónhverfingu að ekki var augljóst hvað væri upp og hvað niður. Regndroparnir

falla úr hinni lóðréttu stöðu og leita í örlög sín, tímaleysið og endalokin. Það

sást hvorki í fætur né höfuð verunnar sem var fljótandi milli himins og jarðar,

það var óljóst hvar hún byrjaði og endaði. Hún myndaði lag sem var endalaust

eins og þegar horft er til himins eða eftir jörðu þar sem mörk endans eru óljós.

Hljóðið kemur úr hyldýpi sjávar og endurspeglar það innra hljóð líkamans þegar

þögnin er alger. Það var magnað upp þannig að það mettaði rýmið og faðmaði

áhorfandann.

Í framhaldi af umfjöllumn minni um Bill Viola er verkið mitt með

sambærilegum hætti táknmynd sem felur í sér alla siðferðislega eiginleika

vatnsins og tengist það tilvistarlegum grundvallarspurningum mannsins. Hins

vegar verður endanleg merking þess aldrei skýrð með orðum eða annarri mynd,

því þá værum við komin í þýðingarvandamál sem þurrkaði út hina upprunalegu

merkingu þess, sem felst í sjálfri reynslunni en ekki í útskýringu hennar og vísa

ég aftur í orð Merleau-Ponty:

„Heimurinn er ekki það sem ég hugsa, heldur það sem ég upplifi; ég er opinn gagnvart heiminum, á í raunverulegum samskiptum við hann, en ég hef hann ekki á mínu valdi, hann er ótæmandi”.45

                                                                                                               44  Sjá viðauka mynd #3  45  „Il mondo non è ciò che io penso, ma cio che io vivo; io sono aperto al mondo, comunico indubitabilmente con esso, ma non lo posseggo“, (þýðandi Ólafur Gíslason), Maurice Merleau-Ponty, , Fenomenologia della percezione, bls 26.  

Page 22: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

20  

Lokaorð

Það er svo margt í þessari veröld sem erfitt er að setja fingur á og útskýra með

orðum, sumt er mjög fjarlægt, annað það nálægt að við sjáum það ekki með

okkar eigin augum.

Í skrifunum erum við búin að skyggnast inn í fyrirbærafræðina og líta

inní króka og kima ímyndunaraflsins. Við erum búin að rannsaka hin djúpstæðu

tengsl náttúrunnar við vitund mannsins og leitað að uppruna hinna skáldlegu

mynda sem birtast okkur í vitundinni. Í rannsókn okkar höfum við stuðst við rit

Gaston Bachelards sem hann skrifaði með tilliti til höfuðskepnanna og rýmisins.

Einnig höfum við stuttlega skoðað vinnuferli listamannsins Bill Viola, hvernig

hann vinnur með sína persónulegu upplifun og reynslu í verkum sínum og ég

hef gert grein fyrir mínum eigin verkum Að hugsa er athyglisverðara en að vita,

en ekki jafn athyglisvert og að horfa og Andartak.

Ferðalagið hefur leitt mig að dýpri skilning á mínum eigin persónulegu

tengslum við umhverfið. Það er erfitt að koma orðum að þessum lífræna

samruna og hefur það verið mikill innblástur að lesa líkingarmál Bachelards um

eldinn og vatnið.

Það er forvitnin sem dregur mig áfram í listsköpun minni, löngunin í að

fullnægja vitunum knýr mig að lokapunkti, Snertingin leiðir mig nær

sannleikanum, hvort sem hún er líkamleg eða huglæg.

Ég kafa í vatninu ég leik mér í eldinum ég sekk ég brenn ég er vatnið ég er eldurinn.46

                                                                                                               46  Dagbjört Gunnarsdóttir, úr eigin skissubók 2013.  

Page 23: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

21  

Heimildarskrá

Útgefið efni Brotchie, Alastair tók saman, „Visual techniques“, í A book of surrealist games,

Mel Gooding ritstj, Shambhala redstone editions, Boston, 1995, bls 49 – 80. Gunnar Kristjánsson, „„Hvað táknar þá lífið“?“, í Andvari, 133. árg., 1. tölubl.,

janúar 2008, bls 69 – 91. Merleau-Ponty, Maurice, Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu

Andrea Bonomi, Milano, 2003. Steinn Steinarr, „Tíminn og vatnið“ í Steinn Steinarr ljóðasafn, Vaka-Helgafell,

Reykjavík, 2008, bls. 191 – 204. Walsh, John ritsj., Bill Viola: The Passions, The J. Paul Getty Museum, Los

Angeles, 2003. Zahavi, Dan, Fyrirbærafræði, Björn Þorsteinsson þýddi, rit 11,

Heimspekistofnun Háskóla Íslands, Reykjavík, 2008. Óútgefið efni Bachelard, Gaston, Heimspekingur hugleiðir kertaljós, endursögn Ólafs

Gíslasonar á kafla úr bókinni La flamme d´une chandelle (1961) eftir Gaston Bachelard, Endurmenntun Háskóla Íslands, Reykjavík.

Bachelard, Gaston, Sársauki vatnsins er án enda, útdráttur úr inngangi að

bókinni Sálgreining vatnanna – hreinsun, dauði og endurfæðing (1942) eftir Gaston Bachelard í þýðingu Ólafs Gíslasonar, Endurmennt Háskóla Íslands, Reykjavík.

Bachelard, Gaston, Fyrirbærafræði sálarinnar, endursögn Ólafs Gíslasonar á

kafla úr bókinni La poetique de l’espace (1957) eftir Gaston Bachelard. Listaháskóli Íslands, Reykjavík, 2011.

Jung, Carl Gustav, Mynd og frumlæg mynd samkvæmt Jung, endursögn Ólafs

Gíslasonar á kaflanum Bild úr Psychologische Typen. Vefheimildir Björn Þorsteinsson, Hvað er fyrirbærafræði, Háskóli Íslands Vísindavefurinn,

2008, sótt 3. janúar 2014, http://www.visindavefur.is/svar.php?id=7104 Eiríkur Páll Eiríksson, Bókmenntir um miðja öld módernismi 1950/1965-1975,

Fjölbrautarskólinn við Ármúla, sótt 3. janúrar 2014, http://www.fa.is/deildir/Islenska2/503/bms/5075.html

Page 24: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

22  

Gaston Bachelard – Biography, The European Graduate School, sótt 3. janúar 2014, http://www.egs.edu/library/gaston-bachelard/biography/

Page 25: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

23  

Viðauki

#1 Dagbjört Gunnarsdóttir Að hugsa er athyglisverðara en að vita, en ekki jafn athyglisvert og að horfa Akríl máling á vegg Stærð sirka 5m x 10m 2011

Page 26: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

24  

#2 Bill Viola Five angels for the millennium, stilla úr myndbandi Fimm myndbandsverk varpað í stærð 2.4 x 3.2 metrar 2001

Page 27: Dagbjort Gunnarsdottir - BA ritgerd - Heim | Skemman Gunnarsdottir... · Ponty, , Fenomenologia della percezione, í ítalskri þýðingu Andrea Bonomi, Milano, 2003, bls 26. 2!

25  

#3 Dagbjört Gunnarsdóttir Andartak, stilla úr myndbandi Ein mínuta lúppa 2013