cm portfolio

25

Click here to load reader

Upload: elva-rosa-skuladottir

Post on 11-Mar-2016

236 views

Category:

Documents


8 download

DESCRIPTION

 

TRANSCRIPT

Page 1: Cm portfolio

PORTFOLIOYFIRLIT YFIR VÖRUR SEM

ÉG HANNAÐI HJÁ CINTAMANI

Page 2: Cm portfolio

3ja laga línan var í þróun frá 2006 til 2007. Fötin þurfa að standast kröfur fólks sem stunda útivist m.a. á erfiðustu stöðum heims, þola mikla notkun og álag og standast verstu veður. Það er því margt sem þarf að huga að.

Ég yfirheyrði allra hörðustu garpana sem Cintamani hefur í sínu liði og fékk uppúr þeim hvað þeir vilja sjá í þessari línu og hvað má alls ekki vera. Þeir sem ég leitaði aðallega til voru Haraldur Örn Haraldsson, sem hefur farið á báða pólana og hæsta tindinn í hverri heimsálfu, þar á meðal Everest. Jökul Bergmann eina háskólamenntaða fjallaleiðsögumann okkar Íslendinga sem Á þyrluskíðafyrirtæki fyrir norðan.

Það helsta sem þeir báðu um var að fötin væru eins létt og mögulegt er, með helstu nauðsynjum en takmarka allan óþarfa sem hindra útöndun og auka þyngd. Einnig gott snið með mikilli hreyfivídd, góða hettu, fyrsta flokks rennilása og aukahluti sem standast álag.

Ég valdi einstaklega létt, hágæða efni frá Japanska fyrirtækinu Toyota Tsusho, sem er á sama tíma með hámarks vatnsheldi, öndun og styrkleika.

Allir saumar eru límdir fyrir meiri vatnsheldni.

Í flíkunum eru engir óþarfa vasar, flipar, aukahlutir eða styrking sem þyngja. Sniðin falla vel að líkamanum en við liðamót er víddin meiri til að flíkin takmarki ekki hreyfingu, til dæmis við olnboga, axlir og hné. Hettan var hönnuð þannig að hún hreyfist með höfðinu í stað þess að sitja föst, teygjur og skyggni á hettunni láta hana sitja fasta við höfuðið og verja fólk fyrir veðrum. Loftun undir höndum er með góðu gripi á rennilás, svo að hægt sé að opna hana í vettlingum. Á anorakknum nær rennilásinn frá miðri ermi og alveg niður á fald í sitthvorri hliðinni, rennilásinn virkar í báðar áttir, getur því nýst sem loftun og einnig er mjög auðvelt að klæða sig í og úr með einu handtaki þegar rennt er niður.

Línan átti að vera einföld, flott og virka. Viðskiptavinir hafa verið ánægðir með línuna, hún hefur selst upp nokkrum sinnum og er ennþá í framleiðslu og sölu í dag.

3ja laga skeljar

Page 3: Cm portfolio

Tinna Steinn

BjörgSteinar

Page 4: Cm portfolio

1. Mikil hreyfigeta í flíkinni, ekkert í flíkinni má hindra hreyfingu, notandinn á að vera algjörlega frjáls, finna sem minnst fyrir flíkinni, bæði í þyngd og viðkomu.

Lausn: Ég jók vídd yfir rass og hné miklu meira en vanalegt er, þannig að þegar notandinn krípur niður eða beygir sig togast efnið ekki við rass og hné. Þetta kom mjög vel út og eru kúnnarn-ir ánægðir með þessa útfærslu.

2. Flíkin má ekki takmarka útöndun.

Lausn: Smekkurinn er hafður eins lár og hægt er, ef hann er of hár þá er of mikið efni sem fer undir jakkann og það takmarkar útöndun á því svæði. Eins er notkun á styrkingarefni takmörkuð þar sem það heftir einnig útöndun.

BERGUR -3JA LAGA SMEKKBUXUR

Page 5: Cm portfolio

6. Snjóhlíf sem virkar. Lausn: Innaná skálmunum eru snjóhlíf-ar, einskonar legghlífar með teygju neðst til að setja yfir skóna. Þetta kemur í veg fyrir að snjór fari uppundir skálmarnar .

Teygja neðst á snjóhlífinni og gúmmí á teygjunni láta buxurnar sitja kyrrar við skóna, í stað þess að kippast upp við hreyfingu. Snjóhlífina er hægt að opna alveg og loka með riflás til að það sé auðveldara að klæðast í gönguskó og skíðaskó eftir að búið er að klæðast buxunum. Þegar snjóhlífin er ekki í notkun er hægt að loka grófu hliðinni á riflásnum svo að hann festist ekki í reimum, sokkum eða buxum. Það er smella neðst á opnuninni til að passa að snjóhlífin haldist örugglega lokuð. Við smelluna er lítill flipi til að auðvelda það að opna snjóhlífina þegar notand-inn er klæddur í vettlinga.Framaná snjóhlífinni er lykkja með smellu á til að festa við skóna ef vill.Efst á snjóhlífinni er ca 4 cm teygju-efni, til að auka sveigjanleika á hlífinni við hreyfingu.

5. Notendavæn útfærsla neðst á skálmum.

Lausn: Rennilás í hliðum er hægt að renni upp neðan frá líka, til að hægt sé að opna skálmarnar nógu vel til að geta klætt sig úr og í skó. Flipi undir rennilás er með smellu neðst, til að flipinn haldist kyrr og líka til þess að halda skálmum saman þegar rennilás er opnaður fyrir loftun.

Teygja er neðst á skálmum til að þrengja ef þarf. Klemman til að halda og herða á teygj-unni er innaná og endinn fer upp í gegnum efnaflipa og helst inní skálminni, til þess að teygjan sé ekki að flækjast fyrir þegar búið er að þrengja.

Vídd á skálmum er nægilega víð til að passa yfir skíðaskó, en ekki of víð til að skálmarn-ar séu ekki flækjast fyrir við göngu.Einstaklega sterkt styrkingarefni er sett innaná skálmar, til að verja buxurnar fyrir hnjaski þegar skálmarnar nuddast saman og skór og gaddar rekast í við notkun.

3. Buxurnar þurfa að falla vel að líkamanum að ofan og auðvelt að klæða sig í.

Lausn: Í baki í mittishæð er bæði föst teygja og laus teygja til að þrengja enn meira fyrir þá allra grennstu. Efst á smekk að aftan er hægt að þrengja til að buxurnar falli vel að þeim grennri líka. Þessar stillingar er nóg að stilla einu sinni, þ.e. það þarf ekki að losa og festa við hverja notkun.

Rennilás í hliðunum er hægt að opna alveg og klæða sig þannig auðveldlega í buxurnar, jafn-vel þegar verið er að klæða sig í þær í skóm.

Axlabönd er auðvelt að þrengja og losa, og hægt er að losa þau alveg af að framan og aft-an.

Grip flipar á rennilásum eru nógu stórir og stamir til að auðvelt sé að grípa í þá í vettling-um.

4. Klósettferðir mega ekki verða vandamál í útivist-inni.

Lausn: Axlabönd er hægt að losa af að aftan og framan og rennilása í hliðum er hægt að renna nið-ur eins langt og þarf.

Fyrir þá sem geta pissað standandi, þá er rennilás-inn í buxnaklaufinni þannig að hægt er að renna honum í báðar áttir. Það einfaldar heilmargt og hvergi þarf að losa flíkina eða toga niður. Það get-ur komið sér vel í miklum kulda og aftakaveðri.

Page 6: Cm portfolio

Haraldur Örn Ólafsson “In action” á Mont Blanc í Cintamani 3ja laga flík-unum Steinari og Bergi.

Page 7: Cm portfolio

3,5 laga línan

Sigrún Kristinn Kristófer

2,5 laga línan

Hilmir Leó Hrefna

Page 8: Cm portfolio

Þessi lína er fyrsta dúnlínan sem ég hannaði ásamt Skúla J. Björnssyni, hún var hönnuð í verksmiðju í borginni Nantong í Jiangsu héraði í austur Kína vorið 2005.

Það sem við lögðum upp með var að við vildum fá eins létta og góða dúnblöndu og hægt var, 95% dún og 5% fiður. Efnið átti að vera létt og sterkt, allir aukahlutir fyrsta flokks og loðkragi í góðum gæðum frá viðurkenndum aðila sem vinnur eftir dýraverndunarlögum.

Dömu úlpurnar áttu að vera aðsniðnar og dömulegar, með kvenlegum línum. Konur áttu að geta verið í dúnúlpu án þess að finnast þær vera of stórar.

Flís er inní vösum til að hlýja þeim sem gleymdu vettlingum og hettu og loðkraga er hægt að taka af.

Þessi lína var aðallega hugsuð fyrir hversdagslega notkun í íslenskum veðrum, fyrir léttari útivistarferðir og á götuna.

Hún kom á markað haustið 2006 og var í topp 10 söluhæstu flíkur Cintamani í nokkur ár.

Dúnn

Egill Eygló Elín

Page 9: Cm portfolio

Elma og Elmar.

árið 2007 gerði ég 2 “parka” dúnúlpur sem komu á markað haustið 2008.

Dömusniðið er aðsniðið, sem sýnir kvenlegar línur. Úlpan er einföld og klassísk, hlý og endingargóð. Þessi úlpa er mjög vinsæl og er ennþá í sölu í dag í örlítið breyttri útgáfu.

Herraúlpan er í einnig einföld en þó vel útbúin vös-um. Herrar eru sjaldan með töskur á sér og finnst gott að hafa góða vasa undir veski, síma o.fl.

Markhópurinn fyrir þessar úlpur voru fólk á aldr-inum 20 - 50 ára, fólk sem stundaði léttari útivist og daglegt amstur í íslensku veðri.

Ester og Elísa.

Á sama tíma gerði ég úlpu og vesti sem var hugsað fyr-ir yngri markhóp, eða á bilinu 15 - 30 ára.

Pælingin var að gera úlpu fyrir unglingastelpu sem vildi vera flott, bæði í útivist og í skólanum.

Úlpan er stutt, með stroffi og hettu sem hægt er að taka af.

Ester er ennþá í sölu og mjög vinsæl, hefur verið framleidd í 6 litum.

Elma Elmar Ester Elísa

Page 10: Cm portfolio

Ellen og ellert.

Þessar úlpur eru toppurinn í dúnlínunni.

Þær hafa létta dúnblöndu 95% dúnn og 5% fiður.

sterkt dúnhelt efni.

kanínuskinn í kraganum og loðkragi á hettu.

Flís innaná brjóstvösum.

Endurskin á vösum, baki og faldi undir rennilás.

Endurskinshugmyndin er tekin að láni frá gömlu herstöðvarúlpunum. endurskinið er nauðsynlegt í íslensku skammdegi og svo er það líka bara svo flott.

Ellen

Ellert

Page 11: Cm portfolio

PrimaLoft

Agla Agnes Andri Agnar Albert

PrimaLoft er einangrunarfylling fyrir útivistarfatnað. PrimaLoft var þróað fyrir ameríska herinn, sem vildi fá ein-angrun í hermannaflíkurnar sem hefði sömu kosti og dúnn, en einnig aðra kosti umfram dúninn. Þessi fylling er gerð úr polyester og er einnig gerð úr endurunnu plasti. Hún hrindir vel frá sér vatni og glatar því ekki einangruninni þótt flíkin blotni. Hún er þunn en heldur jafn miklum hita og dúnn.

Það hvað PrimaLoft er fyrirferðarlítið hefur mjög mikla kosti í för með sér fyrir útivistarfólk, ef notað með léttu efni, verður flíkin einstaklega létt, hana er hægt að brjóta saman í lítið ummál og því auðvelt að koma fyrir í bak-poka. Margir nota PrimaLoft flíkur einnig undir skel þegar kólnar.

Einfeldni og klassík var mér efst í huga við gerð þessarar línu. Ef nota á þessar flíkur undir vatnshelda flík, má ekki vera of mikið af aukahlutum á henni. Einfeldnin er einnig til að minnka þyngd.

PrimaLoft er mjög vinsælt í dag, í alla útivist og á götuna líka.

Page 12: Cm portfolio

MillilögMillilög eru flíkur sem notuð eru sem einangrun í útvistarklæðnaði, yfir ullarnærföt og undir skeljar. Efnin eru byggð upp þannig að þau hleypi svita út eins fljótt og hægt er en haldi hita á sama tíma. Við höfum unnið með nokkur mismunandi efni í millilögum, en hér eru sýnd þau helstu, ullarflís, Tecnostretch og flís.

Við hönnun á þessum flíkum var gengið útfrá því að þau ættu að vera eins fyrirferðarlítil og hægt var, til þess að það sé gott að vera í þeim undir ysta lagi, og svo að þau takmarki ekki hreyfingu.

Efnin voru valin með það í huga að þau áttu að vera í fyrsta flokks gæðum , falla vel að líkamanum og líta vel út.

Ullarflís er þykkasta millilagið hjá Cintamani. Það er blanda af flísi og ull. Ullin er að mínu mati besta og tæknilegasta efnið, þar sem að hún kólnar ekki þegar hún blotnar. Þetta efni er því lang hlýjasta efnið fyrir millilag.

Þessi lína er mikið keypt af skíðafólki, og buxurnar hannaði ég einmitt með það í huga. Síddin á buxunum er látin ná að skíðaskóm, ekkert óþarfa efni ofaní skónum eða að kuðlast fyrir ofan þá. Þetta hefur reynst skíðafólki vel og þetta selst vel.

Ullarflís

StarriSveinn

Stígur

Silvía

Soffía

Page 13: Cm portfolio

Tecnostretch

Tecnostretch er flís með nylon á ytra byrði, nælonið gefur efninu meiri teygju en er í venjulegu flísi. Þessar flíkur falla því vel að líkamanum, og geta jafnvel verið notaðar sem fyrsta lag í sumum tilfellum.

Buxurnar eru hannaðar með það í huga að það sé þægilegt að vera í þeim innanundir hlífðarbuxur. Þær er hægt að víkka og þrengja neðst á skálmum til að þær passi vel utanyfir skó eða ofaní skó.

Daði og Dagmar eru hugsaðar sem skíðapeysur, og eru mikið notaðar sem slíkar.

Silja og Svavar eru með flísi í hliðum og innaná ermum, til að gera flíkurnar léttari og auka útöndun.

Jóney er með loftun framan á kraga, það er oft gott að nota þegar manni er orðið of heitt, þá kemur smá loftun í gegnum efnið en peysan ver mann fyrir vindum á sama tíma.

Kalmar og Kamilla eru með slíka loftun líka, á efninu er mynstur sem ég fékk lánað úr klæðningunni á uppáhalds húsinu mínu, Grand Hyatt í Shanghai.

Jóney, Silja, Svavar og Aron hafa verið í sölu í 4 ár og eru ennþá í toppsölu.

Daði Dagmar Jóney Silja Svavar

Aron Kalmar Kamilla Aníta

Page 14: Cm portfolio

Tecnopile - Flís

Tecnopile flísið er í þunnt, þétt og sérstaklega mjúkt. Eiginleikar efnisins gera okkur kleift að gera flísflíkur sem eru fyrirferðarlitlar og því klæðilegri en þykkar flísflíkur.

Kostir þess að vera í þunnri flísflík sem millilag, eru þeir að það eykur hreyfigetu, þægindi og ysta lagið passar betur. Þó að flísið sé svona þunnt þá heldur það samt sem áður miklum hita.

Þessar flíkur eru mikið notaðar einar og sér, eru vinsælar fyrir daglega notkun í skóla og vinnu.

Þessi flíslína selst alltaf mjög vel, kúnnarnir eru ánægðir með gæðin og sniðin.

Page 15: Cm portfolio

Alda

Óskar

Ásgeir Árný

Jenetta

Geir

Ásdís

Ólína

Baldur

Page 16: Cm portfolio

Barnaföt

Í barnalínu Cintamani notaðist ég við sömu efni og í fullorðins línunni. Börnin eru oft meira útivistarfólk en fullorðna fólkið og þurfa föt sem virka.

Línan inniheldur flesta sömu flokka og fullorðinslínan, þ.e. fyrsta lag, millilag og ysta lag. Þó eru ekki í boði skeljar af sama flokki og fullorðins, þar sem að þær yrðu of dýrar í framleiðslu.

Það er snúið að gera barnalínu sem á að uppfylla ströngustu gæðakröfur hjá for-eldrum en má ekki kosta mikið á sama tíma.

Við völdum að gera einföld, sterk, flott og þægileg föt sem börnin vilja nota.

Endurskinið á að vera staðalbúnaður í íslenskum barnafötum að mínu mati. Ég reyni að nota endurskin í öll föt í barnalínunni nema nærfötin.

Page 17: Cm portfolio

Begga Fannar Gurrí Vidda

AntoníaSvenniKiddiHemmi

Birta Óli OddiKári

Page 18: Cm portfolio

Árið 2007 hófst samstarf á milli Katrínu Ólínu Péturs-dóttur og Cintamani. Katrín Ólína hannaði bás fyrir Cintamani fyrir vörusýninguna Ispo. Í kjölfarið hófst umræða um að vinna saman að fatalínu, þar sem grafíkin hennar fengi að njóta sín.

Ég hannaði línu með ungt fólk á aldrinum 15 - 35 í huga. Þessi lína er hugsuð fyrir skemmtilegt, aktíft fólk sem stundar t.d. útivist eins og snjóbretti og skíði.

Katrín Ólína skapaði ævintýralegan snjóbrettaheim með grafík sinni og við unnum að því saman að staðsetja grafíkina á flíkurnar.

Í línunni eru snjóbrettajakkar, snjóbrettabuxur, Tecnostrech peysur, bómullarbolir, húfa, ennisband, hanskar og belti.

Línan var hönnuð vorið 2008 en framleiðslan tafðist um eitt ár sökum hrunsins mikla, en hún seldist mjög vel þegar hún kom í búðir haustið 2010.

Þessi lína var sýnd á Hönnunarmars árið 2009.

Page 19: Cm portfolio

MargeirMelkorka

MAJA MARTA

Page 20: Cm portfolio

Sóley

Fanný Fjóla

Page 21: Cm portfolio

Skorri

Finnur Flosi

Page 22: Cm portfolio

Ýmsir aukahlutir

Flís

Tecnostrech

Dögg Dabba Dúa HjörturFlísteppi sem hægt

er að breyta í

“poncho”

Bensi Jara Júna Hreinn

Tryggvi

Page 23: Cm portfolio

Ullíslensk framleiðsla

Hrafnkell ÞorkellÞórirÞorgils

sumar 2012 - aukahlutir

Dry Fast Flís

Odda - ennisband

Ósk - Ennisband

óttar - húfa

Ormur

Oddi - kragi og húfa

50 cm breiður vafningur sem hægt er að nota á marga vegu, t.d. trefil, hettu,

sjal, klút o.m.fl.

Page 24: Cm portfolio

sumar 2012 - barnafatalína

Barnahúfur úr flísi. Þegar faldurinn er brettur niður kemur í ljós kisu eða hunda andlit. Húfan brettist niður á mitt andlit og þar sem augun eru, eru göt sem hægt er að horfa í gegnum.

Krakkarnir bregða sér í hlutverk kisu eða hunds á augabragði.

Einstaklega þægileg barnaföt úr Dry Fast flísi. Það er létt og fljótt að þorna. Efnið lítur út fyrir að vera bómull en er flís og með sérstaklega mjúku innra lagi. Flíkurnar vaxa lengi

með börnunum þar sem hægt er að bretta upp á skálmar, ermar og mitti.

Flís

Kisa Voffi

Obba Olli

Page 25: Cm portfolio

Létt og þægileg hettu-peysa, ermafaldur er

sérstaklega langur svo að peysan vaxi sem lengst

með barninu. Er með rennilás, sem ekki sést á

teikningu.

Bómullar langermabol-ur, ermafaldur er sér-staklega langur svo að

bolurinn vaxi sem lengst með barninu.

Bómullar buxur, mitti og skálmar

er hægt að bretta uppá til að lengja endingartímann.

Lífræn bómull

Pála PésiPatti

Bjössi Kisi

SubbiSól

Bómullarhúfa með bangsa ísaum. Bómullarhúfa með Kisu ísaum.

Slefsmekkur með flísi að innan.Sólhattur með deri og loftun að aftan.