blikastÍgur 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. ofan á þakpappa eru...

51
BLIKASTÍGUR 9 Anton Már Bjarnason og Hákon Barðason 2016 Lokaverkefni í byggingariðnfræði Höfundar: Anton Már Bjarnason, kt.: 170892-2759 Hákon Barðason, kt.: 311287-2149 Kennarar: Eyþór Rafn Þórhallsson - Ágúst Þór Gunnarsson - Helgi Guðjón Bjarnason

Upload: others

Post on 25-Oct-2020

4 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

BLIKASTÍGUR 9

Anton Már Bjarnason og Hákon Barðason

2016 Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Höfundar:

Anton Már Bjarnason, kt.: 170892-2759

Hákon Barðason, kt.: 311287-2149

Kennarar:

Eyþór Rafn Þórhallsson - Ágúst Þór Gunnarsson - Helgi Guðjón Bjarnason

Page 2: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Háskólinn í Reykjavík Menntavegi 1, 101 Reykjavík sími: 599 6200

www.ru.is

Tækni- og verkfræðideild

Heiti verkefnis:

Blikastígur 9

225 Álftanes

Námsbraut: Tegund verkefnis:

Byggingariðnfræði Lokaverkefni í iðnfræði

Önn: Námskeið: Ágrip:

2016-2 BI LOK

1006

Í lokaverkefni er hannað og teiknað seinsteypt

einbýlishús með rishæð, einangarð og klætt að

utan. Stakstæð bílageymsla með flötu þaki og

burðarvirki úr timbri. Brúttó flatarmál húss er

194 m2

Teiknisettið er í A2 og inniheldur: Forsíðu,

uppdráttaskrá, aðluppdrætti, skráningartöflu,

byggingauppdrætti, deiliuppdrætti,

burðarvirkisuppdrætti og lagnauppdrætti.

Skýrsla er í A4 og inniheldur: Verklýsingu,

tilboðsskrá, kostnaðaráætlun,

burðarþolsútreiknina, varmatapsútreikninga,

lagnaútreikninga, útreikninga þakrenna og

niðurfalla, loftun þaks, umsókn um

byggingarleyfi, gátlisita byggingarfulltrúa,

hæðarblað og heimildarskrá.

Öll hönnun er unnin í samræmi við

Byggingarreglugerð 112/2012.

Höfundur:

Anton Már Bjarnason

Hákon Barðason

Umsjónarkennari:

Ágúst Þór Gunnarsson

Eyþór Rafn Þórhallsson

Leiðbeinandi:

Ágúst Þór Gunnarsson

Eyþór Rafn Þórhallsson

Helgi Guðjón Bjarnason

Fyrirtæki/stofnun:

Háskólinn í Reykjavík

Dagsetning: Lykilorð íslensk: Lykilorð ensk:

24.11.2016 Steinsteypt hús

Timbur bílskúr

Concrete house

Timber garage

Dreifing:

opin X

lokuð til:

Page 3: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

3

Efnisyfirlit

Töfluskrá ..................................................................................................................... 5

1 Inngangur ............................................................................................................. 7

2 Verklýsing ............................................................................................................ 8

2.1 Frágangur utanhúss ....................................................................................... 8

2.1.1 Almenn atriði......................................................................................... 8

2.1.2 Handrið .................................................................................................. 8

2.1.2.1 Handrið á svalir ................................................................................. 8

2.1.3 Þök ......................................................................................................... 8

2.1.3.1 Almennt ............................................................................................. 8

2.1.3.2 Þakklæðning og einangrun íbúðarhúss .............................................. 9

2.1.3.3 Flasningar og kjöljárn íbúðarhúss ..................................................... 9

2.1.3.4 Þakdúkur og einangrun bílageymslu ................................................. 9

2.1.3.5 Flasningar bílageymslu .................................................................... 10

2.1.3.6 Loftunarrör ...................................................................................... 10

2.1.3.7 Þakrennur, niðurfallsrör og niðurföll ............................................... 10

2.1.3.8 Þakkantur íbúðarhúss ...................................................................... 11

2.1.4 Útveggjaklæðningar ............................................................................ 11

2.1.4.1 Almennt ........................................................................................... 11

2.1.4.2 Undirkerfi og einangrun íbúðarhúss ................................................ 11

2.1.4.3 Undirkerfi og einangrun bílageymslu .............................................. 12

2.1.4.4 Flísar ................................................................................................ 12

2.1.4.5 Flasningar og vatnsbretti ................................................................. 12

2.1.5 Gluggar og útihurðir ............................................................................ 13

2.1.5.1 Almennt ........................................................................................... 13

2.1.5.2 Útihurðir .......................................................................................... 13

2.1.5.3 Gluggar ............................................................................................ 13

2.1.5.4 Gler og Glerísetning ........................................................................ 14

2.1.5.5 Glugga og hurðaskrá ....................................................................... 14

Page 4: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

4

2.2 Frágangur lóðar........................................................................................... 15

2.2.1 Almennt ............................................................................................... 15

2.2.2 Sólpallur .............................................................................................. 15

2.2.3 Bílaplan ............................................................................................... 16

2.2.4 Hellulögn ............................................................................................. 16

2.2.5 Gróður og þökulögn ............................................................................ 16

2.2.6 Sorpskýli.............................................................................................. 16

3 Tilboðsblað ........................................................................................................ 17

4 Tilboðsskrá ......................................................................................................... 18

5 Burðarþolsútreikningar ...................................................................................... 22

5.1 Burðarþolsútreikningar fyrir límtrésbita í íbúðarhúsi ................................ 22

5.2 Burðarþolsútreikningar fyrir þakssperru í bílageymslu .............................. 24

6 Varmatapsútreikningar ....................................................................................... 26

7 Lagnaútreikningar .............................................................................................. 37

7.1 Gólfhitakerfi ............................................................................................... 37

7.2 Ofnakerfi ..................................................................................................... 38

7.3 Neysluvatnslagnir ....................................................................................... 38

7.3.1 Stærðir lagna ....................................................................................... 39

8 Þakrennur og niðurföll ....................................................................................... 40

9 Loftun Þaks ........................................................................................................ 42

9.1 Lokftun þaks, íbúðarhús ............................................................................. 42

9.2 Lokftun þaks, bílageymsla .......................................................................... 42

10 Umsókn um byggingarleyfi ............................................................................ 44

11 Mæliblað......................................................................................................... 46

12 Gátlisti byggingarfulltrúa ............................................................................... 47

Lokaorð .................................................................................................................... 50

Heimildarskrá ........................................................................................................... 51

Page 5: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

5

Töfluskrá

Tafla 1: Glugga og hurðaskrá .............................................................................................................. 14

Tafla 2: Kólnunartölur einstakra byggingarhluta ................................................................................. 26

Tafla 3:Útreikningur á kólnunartölum á steyptum útvegg ................................................................... 26

Tafla 4: Útreikningur á kólnunartölum botnplatna með hita ............................................................... 27

Tafla 5: Útreikningur á kólnunartölum botnplatna .............................................................................. 27

Tafla 6: Útreikningur á kólnunartölum á léttu timburþaki ................................................................... 27

Tafla 7: Útreikningur á kólnunartölum á léttum útvegg ...................................................................... 28

Tafla 8: Útreikningur á kólnunartölum á léttu og flötu timburþaki, bílageymsla ................................ 28

Tafla 9 :Heildar varmatap allra rýma ................................................................................................... 29

Tafla 10: Varmatap, bílskúr ................................................................................................................. 29

Tafla 11: Varmatap, anddyri ................................................................................................................ 30

Tafla 12: Varmatap, WC ...................................................................................................................... 30

Tafla 13: Varmatap, þvottahús ............................................................................................................. 31

Tafla 14: Varmatap, eldhús .................................................................................................................. 31

Tafla 15: Varmatap, stofa .................................................................................................................... 32

Tafla 16: Varmatap, vinnustofa ........................................................................................................... 32

Tafla 17: Varmatap, herbergi 1 og 2 .................................................................................................... 33

Tafla 18: Varmatap, baðstofa ............................................................................................................... 33

Tafla 19: Varmatap, baðherbergi ......................................................................................................... 34

Tafla 20: Varmatap, hjónaherbergi ...................................................................................................... 34

Tafla 21: Varmatap, herbergi 3 ............................................................................................................ 35

Tafla 22: Vegið U-gildi útveggja íbúðarhúss....................................................................................... 35

Tafla 23: Vegið U-gildi útveggja bílageymslu .................................................................................... 36

Tafla 24: Gólfhitatafla.......................................................................................................................... 37

Tafla 25: Ofntafla ................................................................................................................................. 38

Page 6: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

6

Tafla 26: Vatnsþörf .............................................................................................................................. 39

Tafla 27: Lagnastærðir ......................................................................................................................... 40

Tafla 28: Þakrennur.............................................................................................................................. 41

Tafla 29: Niðurföll ............................................................................................................................... 41

Page 7: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

7

1 Inngangur

Í þessari skýrslu er farið yfir öll tækniaðtriði og allar þær upplýsingar sem þurfa að koma fram við

hönnun á einbýlishúsi með stakstæðri bílageymslu. Skýrslan er hluti af lokaverkefni í

byggingariðnfræði við Háskólann í Reykjavík sem einnig inniheldur fullnægjandi teikningasett sem

unnið er í teikniforritunum Autodesk Revit og Autodesk AutoCAD. Öll hönnuna hússins er unnin

samkvæmt lögum um mannvirki nr. 160/2010 sem tóku gildi 1. janúar 2011 og byggingarreglugerð

nr. 112/2012 sem tók gildi 24. janúar 2012. Í þessu lokaverkefni fá nemendur lausar hendur með val

á húsi sem á þó að uppfylla ákveðnar kröfur frá verkkaupa. Húsið sem varð fyrir valinu stendur við

Blikastíg 9 á Álftarnesi og gera aðalhönnuðir breytingar á upprunalegri hönnun hússins til að nálgast

þær kröfu sem að settar eru af verkkaupa. Endurbætt hönnun hússins er lýst sem steinsteypt

einbýlishús með rishæð, klætt og einangrað að utanverðu með loftræstri viðhaldslítilli

útveggjaklæðningu. Einnig er um að ræða stakstæða bílageymslu með flötu þaki og burðarvirki úr

timbri sem klædd er að utanverðu með sambærilegri útveggjaklæðningu. Samanlagt er einbýlishús

og bílageymsla 194 m2 og lóð 930 m2 . Verkefnið er unnið með samvinnu aðalhönnuða þar sem

verkþáttum er skipt jafnt á milli þeirra Antons Más Bjarnasonar og Hákons Barðasonar.

Page 8: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

8

2 Verklýsing

Í þessum kafla mun koma fram allar þær tæknilegu upplýsingar sem verktaki þarf til að byggja og

fullklára mannvirki samkvæmt lögum, byggingarreglugerð og kröfum verkkaupa.

2.1 Frágangur utanhúss

2.1.1 Almenn atriði

í þessum kafla er fjallað um almennan frágang utanhúss á Blikastíg 9. Verktaki skal skila húsinu

fullkláruðu að utan og sjá til þess að fagmenn löggiltra iðngreina vinni alla fagvinnu og að fyllsta

öryggis sé ætíð gætt. Verktaki skal sjá til þessa að gæði allra byggingarefna sé samkvæmt

verklýsingu og byggingarreglugerð. Einnig skal verktaki ætíð leita samþykkis eftirlitsmanns

verkkaupa við efnisval. Að lokum er verktaka bent á að fara vel yfir allar teikningar og aðstæður

áður en mælt er fyrir og pantað efni ákveðinna verkhluta. Komi í ljós að ósamræmi sé á milli

teikninga og verklýsingar skal ávalt leita ráða hjá eftirlitsmanni verkkaupa.

2.1.2 Handrið

2.1.2.1 Handrið á svalir

Handrið á svölum skal vera álhandrið. Uppbygging handriðs samanstendur af ál-handlista sem skal

vera 1100 mm á hæð yfir svalagófi og undirgrind sem er í 300 mm hæð frá svalargólfi, einnig er ál-

prófíll festur undir handlista. Undirgrind er svo klædd með standandi ál-pílárum með 100 mm

millibili. Handrið skal vera duftlakkað í lit Ral9010. Ál-handlisti skal vera 50 x 50 mm ál-prófíll, ál-

undirgrind skal vera 30 x 70 mm ál-prófíll, ál-píráll skal vera 20 x 20 mm ál-prófíll.

2.1.3 Þök

2.1.3.1 Almennt

Frágangur þaks skiptist í tvennt, annars vegar er þak íbúðarhúss lektað létt þak klætt með lituðu

bárustáli og hins vegar er þak bílageymslu flatt létt þak klætt með tvöföldu lagi af ábræddum asfalt

dúk. Allt efni skal vera í samræmi við verklýsingar eða sambærilegt.

Page 9: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

9

2.1.3.2 Þakklæðning og einangrun íbúðarhúss

Þakvirki íbúðarhúss er svokallað lektað létt þak með 45° þakhalla. Þak skal vera einangrað á milli

sperra með 200 mm rakavarinni þakull með áföstum vindpappa, rúmþyngd 30 kg/m3. Ofan á sperrur

klæðist gisklædd borðaklæðning nelgd með 3 stk. 3“ galvaniseruðum nöglum í hverja sperru. Á

borðaklæðningu klæðist þakpappi 400P, 10KPa, 5 kg/m2. Þakpappi er heftaður með bindiborða við

borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm

(vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem millibilsklossa. Lektur eru skrúfaðar í

gegnum borðaklæðningu og í sperru með 6,0 x 120 mm ryðfríum tréskrúfum, bora skal í lektu fyrir

tréskrúfu. Lektur eru festar á þak í samræmi við þakneglingu, fyrsta lekta er fest 100 mm frá þakbrún

næsta lekta er 100 mm frá fyrstu lektu og svo eftir það er lektur festar með C/C 600. Bárustál er klætt

ofan á lektur með innbrendum lit Ral9010. Bárustál er skrúfað í lektur með lituðum þaksrúfum með

þéttiskinnu 6,3 x 65 mm í tæringarflokki 3. Bárustál er skrúfað samkvæmt byggingarreglugerð í aðra

hverja báru 100,100,C/C600 og skal skarast a.m.k. um eina og hálfa báru. Sjá má nánari frágang á

teikningu A13.

2.1.3.3 Flasningar og kjöljárn íbúðarhúss

Kjöljárn er 0,8 mm þykkt og 400 mm breitt með innbrendum lit Ral9010. Kjöljárn er skrúfað í efstu

lektu sem staðsett er 150 mm frá mænisás. Kjöljárn er skrúfað með lituðum þaksrúfum með

þéttiskinnu 6,3 x 65 mm í tæringarflokk 3 og skrúfast með bárustáli við lektu í aðra hverja báru.

Kjölur skal skarast a.m.k 150 mm og samskeiti kíttuð með SIKA SIL FC11 eða sambærilegu. Koma

skal fyrir kjölsvamp milli bárustáls og kjöljárns í festingar línu. Einnig skal setja flasningar á

þakbrún á göflum Ral9010. Flasningar ná 40 mm niður á bandsagaða panilklæðningu og inn á

bárujárnið a.m.k. eina og hálfa báru, flasning skal vera beygði svo hún falli að báru. Sjá má nánari

frágang á teikningu A13.

2.1.3.4 Þakdúkur og einangrun bílageymslu

Þakvirki bílageymslu er svokallað flatt létt þak með þakhalla 1:40. Vanda þarf allan frágang á þaki

svo að vatn leki að niðurföllum. Þak skal vera einangrað á milli sperra með 200 mm rakavarinni

þakull með áföstum vindpappa. Ofan á sperrur er þak klætt með 12 mm nótuðum þakkrossvið sem

nelgdur er með 3“ galvaniseruðum nöglum með C/C 100. Þríkantslisti skal festur í allar kverkar svo

að hætta sé ekki á að vatn sitji í kverkum. Ofan á krossvið er þak klætt með tvöföldu lagi af

Page 10: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

10

ábræddum asfalt dúk. Neðra lagið af asfalt dúknum er brætt við krossviðinn langsum eftir þakinu og

efra lagið er svo lagt þvert á neðra lagið og brætt saman. Gæta skal þess að dúkur liggji allstaða þétt

á þaki og að ekki myndist loftbólur eða misfellur þar sem vatn getur legið. Þakdúkur skal klæðast

upp á veggi og undir álhatt. Sjá má nánari frágang á teikningu A17.

2.1.3.5 Flasningar bílageymslu

Litaður 2 mm álhattur er klæddur ofan á veggi bílageymslu. Álhattur skal ver með 2,5° halla inn að

þaki. Að innanverðu er hattur skrúfaður með ryðfrírri tréskrúfu 5 x 50 með ryðfrírri skinnu C/C 300.

Að utanverðu er hattur hnoðaður með 6 mm álhnoði við U-leiðara undir útveggjaklæðningu. Álhattur

skal vera með innbrenndum lit Ral9010. Sjá má nánri frágang á teikningu A17.

2.1.3.6 Loftunarrör

Loftun þaks er í gegnum Ø40 mm loftunarrör með áföstu skordýraneti. Loftunarrör í þaki íbúðarhúss

eru 4 stk. í hverju sperrubili. Loftunarrör í þaki bílageymslu eru 6 stk. í hverju sperrubili. Borað er í

gegnum krossvið fyrir loftunarrörum með 40 mm dósabor og rör látin standa a.m.k 10 mm út úr

krossvið að utanverðu. Að innanverðu skal festa 5 mm masonite plötu við enda á loftunarrörum svo

að þakull geti ekki heft öndun. Sjá nánari frágang á teinkingu A12. Einnig má sjá útreikninga í

viðauka.

2.1.3.7 Þakrennur, niðurfallsrör og niðurföll

Þakrennur íbúðarhúss skulu vera 100 mm heitgalvaniseraðar með polyester lakki til að tryggja góða

endingu. Þakrennur eru festar með rennuböndum sem beygð eru í samræmi við vatnshalla og skrúfuð

með ryðfríum tréskrúfum 4,5 x 30 mm, 3 stk. í hvert rennuband, C/C 600. Vatnshalli þakrennu skal

vera a.m.k. 20 prómíl. Niðurfallsrör skulu vera 75 mm heitgalvaniseruð með polyester lakki.

Niðurfallsrör festist með vegghespum við útveggjaklæðningu sem skrúfuð er í flísar C/C 1000. Sjá

má betur staðsetningu á niðurföllum á teikningu L02. Niðurföll á bílageymslu eru 2 stk. af gerðinni

Sita Attikagully eða sambærilegt. Sjá nánari frágang á teikningu A17. Svalaniðurfall skal vera úr

plasti með krómaðri rist sem er hæðarstillanleg og með vatnslás. Sjá má vatnshalla og staðsetningu

niðurfalls á teikningu B04.

Page 11: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

11

2.1.3.8 Þakkantur íbúðarhúss

Sperrur eru sagaðar í lóð 658 mm frá steyptum útvegg. Listi 45 x 45 mm er skrúfaður við sperruenda

til að lengja skrúfhald fyrir klæðningu. Þakkantur klæðist að framan með bandsöguðum utanhúss

panil ú Lerki, 22 x 120 mm sem skrúfaður er á lista við sperruenda með 4,5 x 50 mm ryðfríum

undirsínkuðum tréskrúfum, 2 stk. í hverja sperru. Að neðan er þakkantur klæddur með ál-

skordýraneti sem heftað er við sperrur, vanda skal frágang á skordýraneti. Næst klæðist þakkantur

með gisklæddri vatnsvarinni grænni klæðningu 15 x 90 mm. Klæðning er heftuð við sperrur með 45

mm heftum með ábræddu lími 3 stk. í hverja sperru. Millibil milli klæðningar skal vera a.m.k. 15

mm svo að öndun sé nægileg. Öll klæðning á þakkanti skal vera grunnuð og máluð Ral9010 eina

umferð áður en hún er fest upp, seinni umferð málningu er borin á þegar allur frágangur þakkants er

búinn. Litaðri 2 mm álflasningu er komið fyrir á efsta panill við þakrennu og skal ná niður í rennu.

Sjá má nánari frágang á teikningu A12.

2.1.4 Útveggjaklæðningar

2.1.4.1 Almennt

Útveggir íbúðarhúss og bílageymslu skulu vera klæddir með viðurkenndu loftræstu flísakerfi. Sömu

útveggjaflísar eru á íbúðarhúsi og bílageymslu en aftur á móti eru undirkerfin ekki eins. Á íbúðarhúsi

skal notast við svokallað Tripple-S undirkerfi en á bílageymslu skal notast við HG undirkerfi. Litur

útveggjaflísa er Ral9022.

2.1.4.2 Undirkerfi og einangrun íbúðarhúss

Undirkerfi íbúðarahúss er svokallað Tripple-S undirkerfi. Kerfið samanstendur af

heitgalvaniseruðum stál vinklum og ál-leiðurum. Heitgalvaniseraðir stál vinklar 120 mm eru boltaðir

á steinsteyptan útvegg með 8 x 72 mm heitgalvaniseruðum múrboltum með herslu upp á 35-40 KN

ásamt því að vera með asfalt pappa á milli vinkils og steypu. Vinklarnir eru festir með C/C 600 lárétt

og max C/C 1000 lóðrétt. Útveggir eru einangraðir með 125 mm hálfpressaðri steinull með

rúmþyngd 80kg/m3 sem klæðast á milli vinkla og er einangrun fest með difflu sem skotin er í

steinsteypu, a.m.k. 4 stk í hverja plötu. Því næst eru T-ál-leiðarar 80 x 60 mm festir við vinkla með

4,8 x 20 mm heitgalvaniseraðri borskrúfu. Ál-leiðarar eru stilltir svo að loftbil sé á milli einangrunar

og klæðningar a.m.k 25 mm. Við og í kringum glugga og útihurðir skal notast við L-ál-leiðara 40 x

60 mm. Sjá má nánari frágang á deiliuppdráttum.

Page 12: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

12

2.1.4.3 Undirkerfi og einangrun bílageymslu

Útveggir bílageymslu eru léttir og einangraðir á milli stoða með með 145 mm þéttull, rúmþyngd 30

kg/m3. Undirkerfi bílageymslu er svokallað HG undirkerfi. Kerfið samanstendur af

heitgalvaniseruðum stál U-veggfestingum og ál-leiðurum. U-veggfestingar 60 x 30 mm eru skrúfaðar

á krossvið í hverja veggstoð með ryðfríum tréskrúfum 5 x 60 mm, 1 stk. í hverja veggfestingu, asfalt

pappi skal vera á milli krossviðs og veggfestingar. U-veggfestingar eru festar með C/C 600 lárétt og

max C/C 1000 lóðrétt. F-ál-leiðarar 30 x 80 mm eru festir við veggfestingu með 4,8 x 20 mm

heitgalvaniseraðri borskrúfu og leiðarar stilltir svo að loftbil sé það minnsta sem að kerfið bíður upp

á, sem er 37 mm. Við og í kringum glugga og útihurðir skal notast við U-leiðara 30 x 40 mm. Sjá má

nánari frágang á deiliuppdráttum.

2.1.4.4 Flísar

Undirkerfi er klætt með útveggjaflísum 600 x 300 x 8 mm Ral9022. Útveggjaflísar eru límdar á ál-

leiðara með Dynamic límkítti. Þessi aðferð er viðurkennd og hentar vel við íslenskar aðstæður þar

sem mikill hitamismunur getur verið á lofthita og er þá undirkerfið á stanslausri hreifingu. Ál-

leiðarar eru hreinsaðir vel með SIKA hreinsi 205 FITU áður en Dynamic límborði er límdur við

innbrún á leiðara. Þessi límborði heldur veggflís á sínum stað á meðan Dynamik límkíttið er að taka

sig. Kíttað er með Dynamic límkítti 10 x 10 mm taum þétt upp við límborða nær útbrún. Því næst er

flís stillt rétt af og þrýst upp að límborðanum. Sjá má nánari frágang á teikningu A11.

2.1.4.5 Flasningar og vatnsbretti

Flasningar og vatnsbretti í kringum glugga, hurðir og úthorn eru litaðar 2 mm ál-flasningar Ral9010.

Öll mál á flasningum skal taka á staðnum. Flasningar kringum glugga og hurðir eru festar við ál-

leiðara með 6 mm ál-hnoði C/C 200. Flasningar festast við glugga og hurðir með rauf sem er fræst í

glugga og hurðastikki samkvæmt framleiðanda, flastning stingst 20 mm inn í rauf við glugga þar sem

gúmmí þéttilisti þrýstis upp að flasningu. Vatnsbretti skal halla a.m.k. 100 prómíl. Vatnsbretti er

hnoðað að utanverður við ál-leiðara og gengur undir ál-gluggalista að neðanverðu ólíkt flasningum á

hliðum og ofan við glugga. Ál-gatavinkill festist neðst á ál-leiðara útveggjaklæðningar 50 mm frá

jarðvegi, hellum eða sólpalli og kemur í stað músanets. Gatavinkill tryggir góða loftun og kemur í

Page 13: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

13

veg fyrir að mýs komist inn í klæðningu. Vinkillinn er hnoðaður á leiðara með 6 mm ál-hnoði í hvern

leiðara. Sjá má nánari frágang á teikningum A11, A18, A16 og A14.

2.1.5 Gluggar og útihurðir

2.1.5.1 Almennt

Allir gluggar og útihurðir eru úr ál/tré kerfi svokallað A´LUX kerfi. Allir gluggar er úr furu, klæddir

með ál-kápu að utanverðu og öll opnanleg fög er úr organ pine, klædd að utan með ál-kápu. Allar

útihurðir eru úr organ pine og útihurðar með gleri eru klæddar með ál kápu. Bílskúrshurðar eru

flekahurðir úr harðpressuðu polyestyrene einangrun 40 mm þykk klædd með hvítlituðu stáli beggja

megin. Allar hurðir og gluggar skulu uppfylla kröfur staðla eins og slagveðurprófanir upp á 1.100 Pa.

Litur á öllum gluggum og hurðum er Ral9010.

2.1.5.2 Útihurðir

Útihurðir eru ál/tré hurðir, organ pine klæddar með ál kápu, litur Ral9010. Allar útihurðar koma

fullmálaðar á verkstað. Áður en pöntun er lögð inn fyrir útihurðar skal sýna fram á að þær uppfylli

allar kröfu eins og styrkleika, þéttingar og festingar. Búnaður sem skal fylgja útihurðum eru

hurðarhúnar, þriggja púnta læsingar, cylenderskrár ASSA krómað, felliþröskuldar og einnig skal

póstlúga fylgja aðla útihurð. Ísetning útihurða skal vanda sérstaklega svo að frágangur standist

veðurálag. Útihurðar eru festar í steinsteypu með Esseve stilli-karmhólk 38 mm og 7,6 x 65 mm

steinskrúfu. Úti hurðir sem festar eru í timburvegg skal Esseve stilli-karmhólk 38 mm og 7,6 x 65

mm tréskrúfu. Millibil milli stilli-karmhólka skal ekki vera meira en 500 mm. Rifa milli hurðarkarms

og steinsteypu skal þétta vel. Fyrst skal troða þéttipulsu í rifuna að utanverðu og troða svo einangrun

í rifunna að innanverðu, seinni þéttipulsa er síðan sett að innanverðu. Gæta skal þess að þéttipulsunni

sé troðið nægilega langt inn svo að kíttistaumur nái lámarks þykkt sem er 2/3 af breidd rifu. Næst er

svæði sem á að kítta grunnað með SIKA grunn eða sambærilegu. Að lokum er kíttað með hvítu

veðurþolnu þéttikítti SIKAFLEX eða sambærilegt og vanda skal vel við frágang á kítti sem skal vera

sjáanlegt. Sami frágangur er á hurðum sem gengið er frá í timburvegg. Sjá má nánari frágang á

teikningum A12 og A15.

2.1.5.3 Gluggar

Gluggar eru ál/tré gluggar úr furu klæddir með ál-kápu og opnanleg fög úr organ pine klædd með ál-

kápu, litur Ral9010. Allir gluggar og fög koma full máluð á verkstað. Sýna skal fram á að gluggar

Page 14: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

14

uppfylli allar sömu kröfur og útihurðar. Hluti opnanlegra faga er einnig björgunarop og vanda skal

sérstaklega vel frágang allra björgunaropa. Öll opnanleg fög eru með innfelldum hliðarhengdum

viðnámslömum með stillanlegu viðnámi, innfelldum læsingum með næturopnun. Öll opnanleg fög

sem eru björungarop opnast í 90° og er U-gildi glugga 1,3-1,4 W/m2K. Gluggar skulu vera

framræstir með góðri öndun undir gluggalistum. Gluggar eru festir í með sama frágangi og

útihurðar. Sjá má nánari frágang á teikningum A15 og A16

2.1.5.4 Gler og Glerísetning

Allt gler skal vera flotgler í fyrsta flokki. Rúður skulu vera samlímdar tvöfaldar frá viðurkenndum

framleiðanda með svokallað einangrunargler. Mælt er með Climaplus einangrunargler sem að hleypir

sólarorkunni inn en minnkar hitatapið út. Glerþykkt skal vera í samræmi við 200 kg/m2 vindþrýsing.

Öryggisgler skal vera í svalahurðum og glugga á stigapalli þar sem hann nær niðu í gólf. Öll

opnanleg fög og svalahurðir koma full glerjaðar með áföstum lömum og læsinum. Glerjun skal

vanda vel og fara eftir leiðbeiningum framleiðanda. Einnig skal sjá til þess að réttir glerkuppar séu

notaðir og að spenna geti ekki myndast í gleri. Sjá má nánari frágang á teikningum A10, A11og

A16.

2.1.5.5 Glugga og hurðaskrá

Tafla 1: Glugga og hurðaskrá

Gluggi /

Hurð

Fjö

ldi

Bjö

rgunar

op

Þri

ggja

pt.

s.

Öry

ggis

gle

r

Hurð

arpum

pa

Álk

ápa

Onan

legt

fag

Fel

liþrö

skuld

ur

Annað

G1 4 X X X

G2 1 X X X

G3 2 X X

G4 2 X X

G5 2 X X X X Öryggis gler í einum

G6 2 X

G7 2 X X

G8 1 X X

Page 15: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

15

G9 1 X X

G10 2 X

H1 3 X X Ein með bréfalúgu

H2 2 X X X X

Sjá má nánar teikningu A10.

2.2 Frágangur lóðar

2.2.1 Almennt

Frágangur lóðar skal vera í samræmi við arkítektúr teikningar. Lóð skal skila fullkláraðri og

snyrtilegri. Lóðareiganda er skylt að ganga frá lóð og að hún sé tekin í réttar hæðir miðað við

deiliskipulag og allur uppgröftur fjarlægður. Við frágang lóðar skal gæta þess að húsbygging hljóti

ekki skaða af.

2.2.2 Sólpallur

Sólpallur er uppbygður á hefðbundinn hátt. Allt pallaefni skal vera gagnvarin fura. Undirstöður

sólpalls eru steyptir stöpplar sem steyptir eru í blikk eða pappahólka Ø305 mm sem skildir eru eftir í

jörðu. Efri brún hólka skal vera í hæðarkóta K: 3,48 m.y.s. og hólkar skulu vera 900 mm að lengd.

Heitgalvaniseraður súluskór 45 x 105 mm með ásoðnu 200 mm K12 steypustyrktarjárni skal vera

steyptur í hólka, einn í hvern miðjann hólk og tekinn í hæð eftir hæðarkóta. Gott er að stífa súluskó

af meðan steypa er að taka sig. Millibil milli hólka skal ekki vera meira en C/C 1500 þversum og

C/C 2000 langsum. Dregari 45 x 195 mm gagnvarinn er festur í súluskó með 8 + 8 stk.

heitgalvaniseruðum 4,0 x 40 mm BMF nöglum. Ef súluskór er ekki í réttri hæð skal setja millilegg á

milli súluskós og dregara. Leiðari 45 x 145 gagnvarinn festist þvert ofan á dregara með C/C 450.

Leiðari er festur við dregara með þakásankerum 250H 2 stk. við hvern dregara. Þakásankeri eru

nelgd með með 8 + 8 stk. heitgalvaniseruðum 4,0 x 40 mm BMF nöglum og ávallt í kross nema við

enda dregara. Dekk 27 x 120 mm gagnvarið er gisklætt með 5 mm milibili og skrúfað með ryðfríum

tréskrúfum 4,5 x 60 mm 2 stk. í hvern leiðara. Þar sem timbur liggur saman skal klæða timbur með

asfalt pappa t.d. efri brún dregara og leiðara. Sjá má nánari frágang á teikningu B08.

Page 16: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

16

2.2.3 Bílaplan

Bílaplan skal vera staðsteypt og vélslípað. Stæði fyrir fjórar bifreiðar eru á bílaplani. Vanda skal til

við alla undirvinnu, bæði þjöppun og hæðarjöfnun. Lögð er járnamotta K8 með möskvastærð C/C

200 ofan á jarðveg sem er stóluð upp með 60 mm hellubrotum eða sambærilegu. Járnamotta skal

skarast a.m.k. 400 mm. Steypa sem notur er í bílaplan skal vera slitsterk C 350. Gæta skal vel að

plata ofþorni ekki á meðan steypa er að ná nægilegri hörðnun. Gott er að vökva plötuna vel í a.m.k.

eina viku og breiða yfir hana þolplast til að varna uppgufun. Ekki skal steypt í frosti.

2.2.4 Hellulögn

Helluleggja skal aðkomuleið að húsi, svæði milli íbúðarhúss og bílskúrs og gönguleið að sólpalli. Sjá

má betur öll mál á teikningu A2. Vanda skal vel alla undirvinnu áður en hellur er lagaðar bæði

þjöppun og hæðarjöfnun. Hellur koma frá BM-Vallá 400 x 400 x 60 mm. Eftir að hellur hafa verið

lagðar skal fúa á milli hellna með fínum fúusandi. Að lokum skal steypa styrkingu meðfram útbrún

allri hellulögn með K10 steypustyrktarjárni til að sporna við því að hellur gangi til. Steypt styrking er

hulinn með jarðvegi og þökulögn.

2.2.5 Gróður og þökulögn

Gróður og þökulögn skal unnin snyrtilega í samræmir við arkitektateikningu A2. Vanda skal

hæðarjöfnun undir þökulögn. Áður en þökulagt er skal bera áburð á jarðveg. Þökur sem notaðar eru

eiga að vera gæða þökur með litlum sem eingum mosa. Eftir að þökulögn er lögð skal áburði dreift

yfir grasflöt. Jarðvegsskipta skal í öllum blómabeðum með næringar mikilli mold. Limgerði

meðfram lóðarmörkum skal vera Grásteinsvíðir. Eitt stk. Blágreni er staðsett við enda limgerðis á

framhlið lóðar.

2.2.6 Sorpskýli

Við norðurhlið bílageymslu skal koma fyrir sorptunnueingingu með loki og lokunarbúnaði frá BM-

Vallá fyrir tvær sorptunnur eða sambærilegt. Sjá má nánari staðsettnigu á sorptunnueiningu á

teikningu A2. Aðgengi skal vera óhindrað að sorptunnum.

Page 17: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

17

3 Tilboðsblað

Tilboðsblað - Blikastígur 9

Undirritaður gerir hér með eftirfarnadi tilboð vegna Blikastígs 9, samkvæmt meðfylgjandi

tilboðsskrá:

Heildartilboðsfjárhæð er reiknuð með virðisaukaskatti.

SUNDURLIÐUN TILBOÐS FJÁRHÆÐ

Staður og dagsetning:

Nafn og kennitala:

Sími:

Heimilisfang:

Undirskrift bjóðanda:

NR. ÚTBOÐS : 55544

0 Hönnun 2.089.294 ISK

1 Lóð og gjöld 17.871.467 ISK

2 Jarðvinna 1.232.925 ISK

3 Aðstaða 2.399.719 ISK

4 Burðavirki 15.564.232 ISK

5 Lagnir 4.634.338 ISK

6 Rafmagn 1.840.574 ISK

7 Frágangur úti 18.622.568 ISK

8 Frágangur inni 13.519.108 ISK

9 Frágangur lóðar 4.299.169 ISK

Samtals 82.073.396 ISK

Garðabær 10.11.16

A&H verk hf. Kt: 241116-1234

888-888

Hvergigata 55

Page 18: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

18

4 Tilboðsskrá

Heiti verkþáttar Júlí 2014 Vísit.br. Nóv.16 Heildarverð

0-HÖNNUN Eining Magn Einingarverð

0.1 Hönnun m2 195 9.887 ISK 1,08 10.714 ISK 2.089.294 ISK

Samtals 2.089.294 ISK

1-LÓÐ OG GJÖLD Eining Magn Einingarverð

1.1.1 Lóð einbýli stk 1 11.164.279 ISK 1,08 12.098.490 ISK 12.098.490 ISK

1.1.2 Gatnagjöld m2 195 27.319 ISK 1,08 29.605 ISK 5.772.978 ISK

Samtals 17.871.467 ISK

2-JARÐVINNA Eining Magn Einingarverð

2.1.1 Gröftur og brottflutn. m3 176 1.405 ISK 1,08 1.523 ISK 267.211 ISK

2.1.2 Fylling og þjöppun m3 185 1.777 ISK 1,08 1.926 ISK 356.254 ISK

4.1.3 Einangrun í botnplötu m2 160 3.515 ISK 1,08 3.809 ISK 609.461 ISK

Samtals 1.232.925 ISK

3-AÐSTAÐA Eining Magn Einingarverð

3.1 Aðstaða fokheld m2 195 2.642 ISK 1,08 2.863 ISK 558.300 ISK

3.2 Aðstaða tréverk m2 195 1.789 ISK 1,08 1.939 ISK 378.047 ISK

3.3 Aðstaða tilbúin m2 195 1.315 ISK 1,08 1.425 ISK 277.882 ISK

3.4 Ófyrirséð m2 195 5.610 ISK 1,08 6.079 ISK 1.185.490 ISK

Samtals 2.399.719 ISK

4-BURÐAVIRKI

4.1 Steypumót Eining Magn Einingarverð

4.1.1 Sökklar m2 132 6.146 ISK 1,08 6.660 ISK 879.158 ISK

4.1.2 Veggir&bitar sýnilegt m2 130 7.324 ISK 1,08 7.937 ISK 1.031.792 ISK

4.1.3 Veggir ekki sýnilegt m2 258 6.469 ISK 1,08 7.010 ISK 1.808.662 ISK

4.1.4 Loftaplata m2 83 5.845 ISK 1,08 6.334 ISK 525.730 ISK

Samtals 4.245.342 ISK

4.2 Bendistál Eining Magn Einingarverð

4.2.1 K10 járn kg 4000 301 ISK 1,08 326 ISK 1.304.749 ISK

4.2.2 K12 járn kg 3000 298 ISK 1,08 323 ISK 968.809 ISK

Samtals 2.273.558 ISK

Page 19: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

19

4.3 Steinsteypa Eining Magn Einingarverð

4.3.1 Steinsteypa m3 73 28.159 ISK 1,08 30.515 ISK 2.236.772 ISK

Samtals 2.236.772 ISK

4.4 Trévirki Eining Magn Einingarverð

4.4.1 Útveggjagrind m2 110 6.781 ISK 1,08 6.782 ISK 746.029 ISK

4.4.2 Límtré m 13 29.296 ISK 1,08 31.747 ISK 425.416 ISK

4.4.3 Krossviður stífing m2 110 5.202 ISK 1,08 5.637 ISK 620.103 ISK

Samtals 1.791.548 ISK

4.5 Þak íbúðarhús Eining Magn Einingarverð

4.5.1 sperrur 50*220 m 224 4.072 ISK 1,08 4.413 ISK 988.454 ISK

4.5.2Borðaklæðning2.5 cm m2 115 3.876 ISK 1,08 4.200 ISK 483.039 ISK

4.5.3 Vindpappi m2 115 591 ISK 1,08 640 ISK 73.652 ISK

4.5.4 Legtur 45x70 c/c60 m2 115 2.173 ISK 1,08 2.355 ISK 270.806 ISK

4.5.5 Bárujárn aluzink m2 115 5.178 ISK 1,08 5.611 ISK 645.298 ISK

4.5.6 Kjölur m 13 6.460 ISK 1,08 7.001 ISK 93.808 ISK

4.5.7 Rennur 80 ummál m 27 8.040 ISK 1,08 8.713 ISK 233.502 ISK

4.5.8 Þakull 200mm m2 95 3.996 ISK 1,08 4.330 ISK 411.386 ISK

4.5.9 Rakasperra m2 95 331 ISK 1,08 359 ISK 34.076 ISK

Samtals 3.234.021 ISK

4.6 Þak bílskúr Eining Magn Einingarverð

4.6.1 Sperrur 50*245 m 104 4.970 ISK 1,08 5.386 ISK 560.132 ISK

4.6.2 Krossviður 12mm m2 55 5.202 ISK 1,08 5.637 ISK 310.051 ISK

4.6.3 Þakull 200mm m3 55 3.996 ISK 1,08 4.330 ISK 238.171 ISK

4.6.4 Bræðsludúkur m4 55 10.988 ISK 1,08 11.907 ISK 654.910 ISK

4.6.5 Rakasperra m5 55 331 ISK 1,08 359 ISK 19.728 ISK

Samtals 1.782.993 ISK

5-LAGNIR

5.1 Frárennsulagnir Eining Magn Einingarverð

5.1.1 Jarðvatnslögn 100mm m 170 6.817 ISK 1,08 7.387 ISK 1.255.864 ISK

5.1.2 Síudúkur m 170 564 ISK 1,08 611 ISK 103.903 ISK

5.1.3 Affall hitaveitu m 22 695 ISK 1,08 753 ISK 16.569 ISK

5.5 Skolplögn m 170 4.976 ISK 1,08 5.392 ISK 916.705 ISK

Samtals 2.293.042 ISK

Page 20: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

20

5.2 Neysluvatn Eining Magn Einingarverð

5.2.1 Lögn á milli húsa m 36 6.300 ISK 1,08 6.827 ISK 245.778 ISK

5.2.2 Rör í rör 20mm m 85 4.101 ISK 1,08 4.444 ISK 377.754 ISK

5.2.3 Rör í rör 15mm m 45 3.421 ISK 1,08 3.707 ISK 166.827 ISK

5.2.4 Dreifikista stútar stk 17 3.358 ISK 1,08 3.639 ISK 61.863 ISK

5.2.5 Tengi í vegg stk 17 8.189 ISK 1,08 8.874 ISK 150.862 ISK

Samtals 1.003.084 ISK

5.3 Hitalagnir Eining Magn Einingarverð

5.3.1 Rör í rör 15 mm m 80 3.346 ISK 1,08 3.626 ISK 290.079 ISK

5.3.2 Dreifikista stútar stk 12 3.501 ISK 1,08 3.794 ISK 45.528 ISK

5.3.3 Tengi í vegg stk 12 8.423 ISK 1,08 9.128 ISK 109.534 ISK

5.3.4. Lögn milli húsa m 20 6.500 ISK 1,08 7.044 ISK 140.878 ISK

Samtals 586.019 ISK

5.4 Ofnar og gólfhiti Eining Magn Einingarverð

5.4.1 Handklæðaofn 940 stk 1 20.005 ISK 1,08 21.679 ISK 21.679 ISK

5.4.2 Ofn 600*800 stk 1 30.349 ISK 1,08 32.889 ISK 32.889 ISK

5.4.3 Ofn 600*900 stk 1 30.349 ISK 1,08 32.889 ISK 32.889 ISK

5.4.4 Ofn 400*1600 stk 1 30.349 ISK 1,08 32.889 ISK 32.889 ISK

5.4.5 Ofn 600*1600 stk 1 37.937 ISK 1,08 41.112 ISK 41.112 ISK

5.4.6 Ofn 600*2000 stk 1 37.937 ISK 1,08 41.112 ISK 41.112 ISK

5.4.7Gólfgeisla lögn 20mm m 427 603 ISK 1,08 653 ISK 279.027 ISK

5.4.8 Takkadúkur gólfhita m2 91 2.744 ISK 1,08 2.974 ISK 270.599 ISK

Samtals 752.193 ISK

6-RAFMAGN Eining Magn Einingarverð

6.1.1 Raflögn I stein m2 195 2.049 ISK 1,08 2.220 ISK 432.989 ISK

6.1.2 Framlenging og dósir m2 195 3.323 ISK 1,08 3.601 ISK 702.207 ISK

6.1.3 Ídráttur tengla og rofa m2 195 3.338 ISK 1,08 3.617 ISK 705.377 ISK

Samtals 1.840.574 ISK

Page 21: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

21

7-FRÁGANGUR ÚTI Eining Magn Einingarverð

7.1.1 Flísar á útveggi m2 453 30.613 ISK 1,08 33.175 ISK 15.028.117 ISK

7.1.2 Málun þakkanta m 42 2.893 ISK 1,08 3.135 ISK 131.673 ISK

7.1.3 Gluggar ísetning stór stk 4 53.686 ISK 1,08 58.178 ISK 232.713 ISK

7.1.4 Gluggar ísetning stk 10 35.799 ISK 1,08 38.795 ISK 387.946 ISK

7.1.5 Hurðir ísetning stk 4 39.209 ISK 1,08 42.490 ISK 169.960 ISK

7.1.6 Gluggar stk 14 74.005 ISK 1,08 74.005 ISK 1.036.070 ISK

7.1.7 Hurðir stk 4 161.052 ISK 1,08 161.052 ISK 644.208 ISK

7.1.8 Bílskúrshurð stk 2 457.645 ISK 1,08 495.940 ISK 991.880 ISK

Samtals 18.622.568 ISK

8-FRÁGANGUR INNI Eining Magn Einingarverð

8.1.1 Múrvinna inni m2 128 21.306 ISK 1,08 23.089 ISK 2.955.373 ISK

8.1.2 Málun innan m2 128 5.346 ISK 1,08 5.793 ISK 741.548 ISK

8.1.3 Innveggir m2 128 24.023 ISK 1,08 26.033 ISK 3.332.251 ISK

8.1.4 Flísar gólf m2 91 3.671 ISK 1,08 3.978 ISK 362.015 ISK

8.1.5 Parket gólf m2 104 16.910 ISK 1,08 18.325 ISK 1.905.800 ISK

8.1.6 Innréttingar m2 195 19.980 ISK 1,08 21.652 ISK 4.222.120 ISK

Samtals 13.519.108 ISK

9-FRÁGANGUR LÓÐ Eining Magn Einingarverð

9.1.1 Sólpallur m2 44 21.707 ISK 1,08 23523 1.023.268 ISK

9.1.2 Hellur m2 99 9.865 ISK 1,08 10690 1.058.358 ISK

9.1.3 Bílaplan, Hellur m2 54 9.865 ISK 1,08 10690 577.286 ISK

9.1.4 Sorpskýli stk 1 139.280 ISK 1,08 150935 150.935 ISK

9.1.5 Torf m2 536 2.300 ISK 1,08 2492 1.335.959 ISK

9.1.6 Gróður m2 61 2.320 ISK 1,08 2514 153.362 ISK

Samtals 4.299.169 ISK

Page 22: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

22

5 Burðarþolsútreikningar

5.1 Burðarþolsútreikningar fyrir límtrésbita í íbúðarhúsi

Reiknuð er mesta haflengd sem er yfir baðstofu 4,165 m

Límtrésbiti GL 32h, L = 4165 mm, Breidd er áætluð og valin út frá famleiðslustærð b = 115 mm

kg/m3 fm,k fv,k E0

430 32 MPa 3,8MPa 13700 MPA

Þakvirki sperruþak timbur án eigin þyngdar = 0,6 KN/m2

Snjóálag Sk = 1,008 KN/m2

Hlutstuðull g = 1,35

Hlutstuðull q = 1,5

Álagsbreidd bc = 4,7 m

Öryggisstuðull fyrir límtré m = 1,25

kmod = 0,9

qk = 1,008 KN/m2 ● 4,7 m = 4,7 KN/m

gk = 0,6 KN/m2 ● 4,7 m = 2,82 KN/m

Brotmarksálag með hlutstuðlum qd = g ● gk + q ● qk → 1,35 ● 2,82 + 1,5 ● 4,7 = 10,857 KN/m

Ved = qd ● L = 10,857 KN/m ● 4,165 m = 22,609 KN

2 2

Med = 1 ● qd ● L2 → 1 ● 10,857KN/m ● (4,165m)2 = 23,453 KNm

8 8

W ≥Med ● m → 23,542 ● 106 Nmm ● 1,25 = 102●104 mm3

Kmod ● fm,k 0,9 ● 32 MPa

Page 23: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

23

W = b ● h2 → h = √ ̅ 6 ● W = → √ ̅6 ●102●104 mm3 = 230,6 mm

6 b 115 mm

Valin hæð á límtré er 299,7 mm sem er samkvæmt framleiðslustærðum hjá Límtré Vírnet

Næst er reiknað út bortmarksálag + eigin þyngd límtrés

Eigin þynd límtrés = 430 kg/m3 ● 0,115 m ● 0,2997 m = 0,15 KN/m

qd = g ● gk + q ● qk → 1,35 ●(0,15 + 2,82) + 1,5 ● 4,7 = 11,05 KN/m

Ved = qd ● L = 11,05 KN/m ● 4,165 m = 23,01 KN

2 2

Med = 1 ● qd ● L2 → 1 ● 11,05 KN/m ● (4,165m)2 = 23,96 KNm

8 8

W ≥Med ● m → 23,96 ● 106 Nmm ● 1,25 = 103,9●104 mm3

Kmod ● fm,k 0,9 ● 32 MPa

W = b ● h2 → h = √ ̅ 6 ● W = → √ ̅6 ●103,9●104 mm3 = 232,8 mm

6 b 115 mm

Næst er gerð styrktarathugun á bitanum og skal sker og vægisþol vera samkvæmt IST EN 1995-1-1

W = b ● h2 → 115mm ● (299,7mm)2 = 1721,5 ● 103 mm3

6 6

σm,d = Med = 23,96 ● 106 Nmm = 13,91 MPa

W 1721,5 ● 103 mm3

fm,d = kmod ● fm,k → 0,9 ● 32MPa = 23,04 MPa > σm,d → OK

m 1,25

bef = 2/3 ● 115mm = 76,6 mm

d = 3 ● ved → 3 ● 22,609 ● 103 N = 1,477 MPa

2 bef ● h 2 76,6mm ● 299,7mm

fv,d = kmod ● fv,k = 0,9 ● 3,8MPa = 2,736 MPa > d → OK

m 1,25

Næst er að sjá hvort að límtré uppfylli kröfur byggingarreglugerða sem settar eru fram í töflu 8.01

Page 24: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

24

Uheild ≤ L/200 → 4165mm/200 = 20,82 mm

Uhreif ≤ L/400 → 4165mm/400 = 10,41 mm

Ψ2 = 0,3, kdef = 0,6, E0 = 13700 MPa , qk = 4,7 KN/m, gk = 2,97 KN/m

I = b ● h3 = 115mm ● 299,73mm = 257,97 ● 106 mm4

12 12

Uinst,g = 5 ● qk ● L4 = 5 ● 2,97KN/m ●41654mm = 3,29mm ≤ 20,82mm → OK

384 ● E0 ● I 384 ● 13700MPa ● 257,97 ● 106mm4

Uinst,q = 5 ● qk ● L4 = 5 ● 4,7KN/m ●41654mm = 5,21mm ≤ 10,41mm → OK

384 ● E0 ● I 384 ● 13700MPa ● 257,97 ● 106mm4

Að lokum skal skoða langtíma formbreytingar m.t.t. skriðs

Ufin,g = Uinst,g ● (1+ kdef) → 3,29mm ● (1 + 0,6 ) = 5,2mm

Ufin,q = Uinst,q ● (1+ Ψ2 ● kdef) → 5,21mm ● (1 + 0,3 ● 0,6 ) = 9,8mm

Ufin = Ufin,g + Ufin,q = 5,21mm + 9,8 mm = 15,08mm ≤ 20,82mm → OK

5.2 Burðarþolsútreikningar fyrir þakssperru í bílageymslu

SK = 1Kn, Viðbótareiginþyngd = o,6Kn

Styrktarathugun í notmarki og brotmarki:

Notmark = (0,6/m2*0,6m)+(1Kn/m2*0,6m)= 0,96 Kn/m

Brotmark = qd = YG, sup*gk+Yq*qk

(1,35*0.6*0.61)+(*Kn/M2*0,6m)= 1,386Kn/m

Heildarálag = 5863/200=293mm

Hreyfiálag = 5863/400 = 146mm

¥2= 0,2 , kdef= 0,6

Útreikningar á sperru með tilliti til skriðs.

Sperrustærð = 45*245mm

Page 25: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

25

I=(b*h3)/12= (45*2453)/2 =55,1x106mm4

Unist G = 5/384* ((gk*L4)/(Eo*I)= (5/384*((0.6*0.6)*(5863)4) = 11,17mm

Unist Q = 5/384*((gk-L4)/(E0*I) = ((5/384)=(1*0,60)*(5863)4)/(9000MPA*55.1x106mm4) =18.6 mm

UfinG = unist G x(1+kdef)= 11.17mm*(1*0,6) = 6,7

UfinG = unist Q x(1+¥2*kdef)= (18,6+0,2*0,6) = 20,8

Ufin= unist G+ufinQ= 6,7+20,8=27,5 < 29,3 = ok !

UfinQ = 6,7 < 14.6 = ok !

Styrktarathugun sakvæmt IST EN 1995-1-1:

MED = (qd*L2)/8 = ((1Kn*0,6)*(5,86)2)/8= 2,57Kn/m

W = (b*h2)/6= (45*2452)/6= 450.1x103mm4

Βmd= MED/W= (2,57x106Nmm)/45,01x103mm4 = 5,71MPa

Kmod = 0,6

Fmd = kmod * ((fm*k)/ym)= 0,6*(18MPa/1,3)= 8,3 > Βmd = ok !

Sker styrks athugun:

Bef = 30 mm *245mm

Ved = (qd*L)/2 = ((1Kn/m*0,6)*5,68)/2= 1,758

Td= (3/2)*(ved/bef) = (3/2)*(1758x103mmm4)/(30mm*245mm)= 0,358

Fvd= kmod*(fvk/ym) = 0,6*(3,4MPa/1,3) = 1,56MPa = ok !

Page 26: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

26

6 Varmatapsútreikningar

Við varmatapsútreikninga var notast við gögn sem afhend voru í áfanganum BI HLV 1003. Einnig

var farið eftir kröfum ÍST 66 og byggingarreglugerðar 112/2012 um lámarks U-gildi byggingahluta.

Hámarks kólnunartölur einstakra byggingarhluta má sjá í töflu 2.

Tafla 2: Kólnunartölur einstakra byggingarhluta

Byggingarhlutar

Hámarks kólnunartala

samhvæmt bygginarreglugerð

Kólnunartölur íbúðarhúss

og bílageymslu

Létt þak 0,20 [W/m²K] 0.19 [W/m²K]

Létt þak flatt (m. ásoð. pappa) 0,20 [W/m²K] 0,19 [W/m²K]

Léttur útveggur 0,30 [W/m²K] 0,27 [W/m²K]

Útveggur 0,40 [W/m²K] 0,39 [W/m²K]

Gólf á fyllingu 0,30 [W/m²K] 0,27 [W/m²K]

Gluggar (vegið meðaltal) 2,0 [W/m²K] 2,0 [W/m²K]

Hurðir 3,0 [W/m²K] 3,0 [W/m²K]

Útveggir (vegið meðaltal) 0,80 [W/m²K]

Léttir útveggir (vegið meðaltal) 0,71 [W/m²K]

Tafla 3:Útreikningur á kólnunartölum á steyptum útvegg

Steyptur útveggur einangraður að utan

Byggingareglugerðarhámark = 0.4

Útveggur ein. að utand

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Ytra yfirborð 0.13

Klæðning 0.020 0.16 -

Loftræst bil 0.020 -

Harðpressuð Steinull 0.125 0.035 3.57

Steyptur veggur 0.18 1.95 0.09

Innra yfirborð 0.13

Alls (ΣR) 3.92

[W/m²K]

U' 0.25

ΔU (einangrað í einu lagi) 0.01

ΔU-vinklar 0.12

ΔU-dýflur 0.01

Kólnunartala U 0.39

Page 27: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

27

Tafla 4: Útreikningur á kólnunartölum botnplatna með hita

Botnplata með gólfhita

Byggingareglugerðarhámark = 0.3

Gólfplata með gólfhitad

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Einangrun undir gólfh. 0.000 0.039 0.00

Steypt gólfplata 0.120 1.95 0.06

Einangrun 0.100 0.039 2.56

Jarðvegur 1.5

Alls (ΣR) 4.13

[W/m²K]

U' 0.24

ΔU (einangrað í einu lagi) 0.01

Kólnunartala U 0.25

Tafla 5: Útreikningur á kólnunartölum botnplatna

Botnplata á fyllingu

Byggingareglugerðarhámark = 0.3

Gólfplatad

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Innra yfirborð 0.17

Steypt gólfplata 0.120 1.95 0.06

Einangrun 0.100 0.047 2.13

Jarðvegur 1.5

Alls (ΣR) 3.86

[W/m²K]

U' 0.26

ΔU (einangrað í einu lagi) 0.01

Kólnunartala U 0.27

Tafla 6: Útreikningur á kólnunartölum á léttu timburþaki

Létt timburþak

Byggingareglugerðarhámark = 0.2

Létt þakd

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Klæðning 0.15

Loftbil 0.020 1.4 0.08

Sperrur + Steinull með vindpappa 0.200 0.047 4.26

Lagnagrind 0.025 0.12 0.21

Loftaklæðning 0.013 0.14 0.09

Innra yfirborð 0.10

Alls (ΣR) 4.89

[W/m²K]

U' 0.20

ΔU (einangrað í tveimur lögum) -

Kólnunartala U 0.20

Page 28: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

28

Tafla 7: Útreikningur á kólnunartölum á léttum útvegg

Léttur útveggur einangraður milli stoða

Byggingareglugerðarhámark = 0.3

Léttur útveggurd

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Klæðning + ytra yfirborð 0.15

Loftræst bil / lektur 0.010 0.08

Krossviður 0.012 0.14 0.09

Einangrun /stoðir 0.145 0.047 3.09

Lagnagrind óloftræst 0.034 0.18

Klæðning 0.025 0.14 0.18

Innra yfirborð 0.13

Alls (ΣR) 3.89

[W/m²K]

U' 0.26

ΔU (einangrað í einu lagi) 0.01

Kólnunartala U 0.27

Tafla 8: Útreikningur á kólnunartölum á léttu og flötu timburþaki, bílageymsla

Létt flatt timburþak, bílageymsla

Byggingareglugerðarhámark = 0.2

Létt flatt þakd

[m]λ

[W/mK]

R

[m²K/W]

Pappi Tvö lög 0.010 0.26 0.04

21 mm nótaður krossviður 0.021 0.15

Loftbil 0.020 1.4 0.08

Sperrur + Steinull með vindpappa 0.200 0.047 4.26

Lagnagrind 0.025 0.14 0.18

Loftaklæðning 0.013 0.14 0.09

Innra yfirborð 0.10

Alls (ΣR) 4.90

[W/m²K]

U' 0.20

ΔU (einangrað í tveimur lögum) -

Kólnunartala U 0.20

Page 29: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

29

Tafla 9 :Heildar varmatap allra rýma

Heildar varmatap allra rýma

Bílskúr 4987.1

Anddyri 440

WC 214.86

Þvottahús 515.33

Eldhús 1150.6

Stofa 2031.1

Vinnustofa 460.6

Herbergi 1 og 2 444.62

Baðstofa 1077

Bað 394.69

Hjónaherbergi 544.67

Herbergi 3 472.13

Varmatap allra rýma alls 12732.7

Varma-

tab

SF

W

Tafla 10: Varmatap, bílskúr

Dags.

Verk Dags.

Bílskúr

FyrirtækiVarmatap Vegna

Byggingarhlutur

Yfirfarið af:

Reiknað af:

Varmatapsútreikningar

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

AthNr.

Flatar-

rmál

m2

Breidd

m

Lengd

m

Flatar -

mál

frádrag

m2

Heiti, hiti, loftskipti

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Varma-

tab

SF

W

Hita-

munur

D Q

K U

W / m2K

Rum-

mál

m3

Hæð

m Heiti

Lengd

m Watt/m2

leiðnitap

10.063 5.863 59 2.8 165.2 Útveggur 34 2.8 95.2 1 19.2 76 35 0.27 718.2 9.45

0 0 Gluggi 4.47 6 4.47 35 2 312.9 70

0 0 Þak 10.063 5.863 59 1 58.9994 35 0.2 412.9956 7

0 0 Gólf 10.063 5.863 59 1 58.9994 25 0.25 368.7461 6.25

0 0 Hurð 0 0 14.73 3 14.73 35 3 1546.65 3359.5 105

197.7

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 39.4 35 0.04 55.16

við undirstöður 0 55.16

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

165.2 132.159 35 0.34 1572.687 1572.7

formúludálkar 4987.3

línutap

loftræsitap

I allt

Page 30: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

30

Tafla 11: Varmatap, anddyri

Dags.

Verk Dags.

Andyri Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

2.232 2.162 4.826 2.5 12.06 Útveggur 2.232 2.5 5.58 1 2.31 3.27 35 0.39 44.6355 13.65

0 0 Gluggi 0 0 0 0 0 35 2 0 0

0 0 Hurð 1.1 2.1 2.31 1 2.31 35 3 242.55 105

0 0 Gólf 2.232 2.162 4.826 1 4.82558 25 0.25 30.1599 6.25

0 0 Þak 0 0 0 1 0 35 0.2 0 317.35 0

19.9

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 6.4 35 0.04 8.96

við undirstöður 0 8.96

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

12.06 9.65117 35 0.34 114.8489 114.85

formúludálkar 441.15I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 12: Varmatap, WC

Dags.

Verk Dags.

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

Ath

WC Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Nr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

leiðnitap

1.6 2.162 3.459 2.5 8.648 Útveggur 1.6 2.5 4 0.9 3.1 35 0.39 42.315 13.65

0 0 Gluggi 1 0.9 0.9 1 0.9 35 2 63 70

0 0 Hurð 0 0 0 1 0 35 3 0 0

0 0 Gólf 1.6 2.162 3.459 1 3.4592 25 0.25 21.62 6.25

0 0 Þak 0 0 0 1 0 35 0.2 0 126.94 0

89.9

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 4 35 0.04 5.6

við undirstöður 0 5.6

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

8.648 6.9184 35 0.34 82.32896 82.329

formúludálkar 214.86I allt

línutap

loftræsitap

Page 31: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

31

Tafla 13: Varmatap, þvottahús

Dags.

Verk Dags.

Þvottahús Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

2.236 2.162 4.834 2.5 12.09 Útveggur 4.398 2.5 11 2.31 8.685 35 0.39 118.5503 13.65

0 0 Gluggi 0 0 0 0 0 35 2 0 0

0 0 Hurð 1.1 2.1 2.31 1 2.31 35 3 242.55 105

0 0 Gólf 2.236 2.162 4.83 1 4.83 25 0.25 30.21 6.25

0 0 Þak 0 0 0 0 0 35 0.17 0 391.31 0

19.9

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 6.4 35 0.04 8.96

við undirstöður 0 8.96

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

12.09 9.66846 35 0.34 115.0547 115.05

formúludálkar 515.33I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 14: Varmatap, eldhús

Dags.

Verk Dags.

Eldhús Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

4.612 3.947 18.2 2.5 45.51 Útveggur 8.559 2.5 21.4 5.2 16.1975 35 0.39 221.10 13.65

0 0 Gluggi 2.3 1.3 2.99 1 2.99 35 2 209.3 70

0 0 Gluggi 2 1.7 1.3 2.21 1 2.21 35 2 154.7 0

0 0 Gólf 4.612 3.947 18.2 1 18.2036 25 0.25 113.77 6.25

0 0 Þak 0 0 0 0 0 35 0.2 0 698.87 0

89.9

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 13.2 35 0.04 18.48

við undirstöður 0 18.48

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

45.51 36.4071 35 0.34 433.2448 433.24

formúludálkar 1150.6I allt

línutap

loftræsitap

Page 32: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

32

Tafla 15: Varmatap, stofa

Dags.

Verk Dags.

Stofa Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

7.627 4.612 35.18 2.5 87.94 Útveggur 12.239 2.5 30.6 1 9.35 21.25 35 0.39 290.03 13.65

0 0 Gluggi 0 0 7.04 1 7.04 35 2 492.8 70

0 0 Hurð 1.1 2.1 2.31 1 2.31 35 3 242.55 105

0 0 Gólf 7.627 4.612 35.18 1 35.18 15 0.27 142.46 4.05

0 0 Þak 0 0 0 0 0 35 0.2 0 1167.8 0

0 87.7

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 18.6 35 0.04 26.04

við undirstöður 0 26.04

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

87.94 70.3514 35 0.34 837.1822 837.18

formúludálkar 2031.1I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 16: Varmatap, vinnustofa

Dags.

Verk Dags.

Vinnustofa Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

3.175 2.162 6.864 2.5 17.16 Útveggur 5.337 2.5 13.34 1 1.43 11.91 35 0.39 162.61 13.65

0 0 Gluggi 1.1 1.3 1.43 1 1.43 35 2 100.1 70

0 0 Hurð 0 0 35 3 0 0

0 0 Gólf 3.175 2.162 6.864 1 6.864 15 0.27 27.80 4.05

0 0 Þak 0 0 0 1 0 35 0.2 0 290.51 0

87.7

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 4.8 35 0.04 6.72

við undirstöður 0 6.72

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

17.16 13.7287 35 0.34 163.3715 163.37

formúludálkar 460.6I allt

línutap

loftræsitap

Page 33: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

33

Tafla 17: Varmatap, herbergi 1 og 2

Dags.

Verk Dags.

Herbergi 1 og 2 Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

3.195 2.6 8.307 2.05 17.03 Útveggur 0 0 6.288 1 1.43 4.858 35 0.39 66.3117 13.65

0 0 Gluggi 1.1 1.3 1.43 1 1.43 35 2 100.1 70

0 0 Hurð 0 1 0 35 3 0 0

0 0 Gólf 0 0 0 0 0 15 0.27 0 0

0 0 Þak 4.89 3.195 15.62 1 15.6236 35 0.2 109.3649 275.78 7

90.65

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 4.8 35 0.04 6.72

við undirstöður 0 6.72

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

17.03 13.6235 35 0.34 162.1194 162.12

formúludálkar 444.62I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 18: Varmatap, baðstofa

Dags.

Verk Dags.

Baðstofa Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

4.29 4.01 17.2 3.05 52.47 Útveggur 0 0 8.76 1 2.31 6.45 35 0.39 88.0425 13.65

0 0 Gluggi 0 0 0 0 0 35 2 0 0

0 0 Hurð 1.1 2.1 2.31 1 2.31 35 3 242.55 105

0 0 Gólf 0 0 0 0 0 15 0.27 0 0

0 0 Þak 7.35 4.29 31.53 1 31.5315 35 0.2 220.7205 551.31 7

20.65

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 18.7 35 0.04 26.18

við undirstöður 0 26.18

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

52.47 41.9751 35 0.34 499.5034 499.5

formúludálkar 1077I allt

línutap

loftræsitap

Page 34: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

34

Tafla 19: Varmatap, baðherbergi

Dags.

Verk Dags.

Baðherbergi Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

2.295 2.232 5.122 2.5 12.81 Útveggur 0 0 7.5 1 2.21 5.29 35 0.39 72.2085 13.65

0 0 Gluggi 1.7 1.3 2.21 1 2.21 35 2 154.7 70

0 0 Hurð 0 0 35 3 0 0

0 0 Gólf 0 0 0 1 0 15 0.27 0 0

0 0 Þak 2.4 2.23 5.352 1 5.352 35 0.2 37.464 264.37 7

90.65

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 6 35 0.04 8.4

við undirstöður 0 8.4

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

12.81 10.2449 35 0.34 121.9141 121.91

formúludálkar 394.69I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 20: Varmatap, hjónaherbergi

Dags.

Verk Dags.

Hjónaherbergi Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

3.95 2.89 11.42 2.15 24.54 Útveggur 0 0 7.2 1 2.21 4.99 35 0.39 68.1135 13.65

0 0 Gluggi 1.7 1.3 2.21 1 2.21 35 2 154.7 70

0 0 Hurð 0 0 35 2 0 0

0 0 Gólf 0 0 0 1 0 15 0.27 2 0

0 0 Þak 5.17 2.15 11.12 1 11.1155 35 0.2 77.8085 302.62 7

90.65

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 6 35 0.04 8.4

við undirstöður 0 8.4

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

24.54 19.6347 35 0.34 233.6525 233.65

formúludálkar 544.67I allt

línutap

loftræsitap

Page 35: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

35

Tafla 21: Varmatap, herbergi 3

Dags.

Verk Dags.

Herbergi 3 Byggingarhlutur Varmatapsútreikningar

Reiknað af:

Yfirfarið af:

Varmatap Vegna Fyrirtæki

F =

U*A*D Q

W

Flatar-

mál m2

U

W / m2K

Flatar -

mál

frádrag

m2

Hita-

munur

D Q

K

Varma-

tab

SF

W Watt/m2

AthNr.

Heiti, hiti, loftskipti

Heiti

Lengd

m

Hæð

m

Flatar-

mál m2

Fjöldi

Lengd

m

Breidd

m

Flatar-

rmál

m2

Hæð

m

Rum-

mál

m3

leiðnitap

2.31 3.95 9.125 2.05 18.71 Útveggur 0 0 5.45 1 1.43 4.02 35 0.39 54.873 13.65

0 0 Gluggi 1.1 1.3 1.43 1 1.43 35 2 100.1 70

0 0 Hurð 0 0 35 3 0 0

0 0 Gólf 0 0 0 1 0 15 0.27 0 0

0 0 Þak 4.62 3.95 18.25 1 18.249 35 0.2 127.743 282.72 7

90.65

Lengd

l DQ Y

F=

Y*l*DQ

m K W/mK W

fals við hurð og glugga 8.1 35 0.04 11.34

við undirstöður 0 11.34

Rúmmál V DQ 0.34

F=

0,34*n*V*DQ

n*V m3

K Watt/m3 K W

n = 0.8 h-1

18.71 14.9642 35 0.34 178.0737 178.07

formúludálkar 472.13I allt

línutap

loftræsitap

Tafla 22: Vegið U-gildi útveggja íbúðarhúss

Flatarmál

[m²]U

W / m2K

Gluggar alls 24.51 Gluggar 2

Hurðir alls 9.7 Hurðir 3

Útveggir alls 122 Útveggir 0.39

samanlagt 156.21

Vegið U-gildi útveggjar = 0.804686 W/m2K

Veigið U-gildi útveggja íbúðarhús

Formúla fyrir U-gildi útveggja

(Ugler × Agler + Uhurð × Ahurð + Uveggir × Aveggir)

(Agler + Ahurð + Aveggir)

Page 36: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

36

Tafla 23: Vegið U-gildi útveggja bílageymslu

Gluggar alls 4.67 Gluggar 2

Hurðir alls 13.76 Hurðir 3

Léttir útveggir alls 85 Útveggir 0.27

samanlagt 103.43

Vegið U-gildi útveggjar = 0.71130233 W/m2K

Veigið U-gildi útveggja bílageymsla

Formúla fyrir U-gildi útveggja

(Ugler × Agler + Uhurð × Ahurð + Uveggir × Aveggir)

(Agler + Ahurð + Aveggir)

Flatarmál

[m²]

U

W / m2K

Page 37: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

37

7 Lagnaútreikningar

7.1 Gólfhitakerfi

Gólfhitakerfið sjálft er hannað út frá forriti sem Danfoss gefur afnot af á heimasíðu sinni Quick

planner og má sjá mynd af því hér að neðan.

Tafla 24: Gólfhitatafla

Bílageymsla 1 59 2533.55 99 20 29 300 1 229

Bílageymsla 2 59 2533.55 99 20 29 300 1 229

Andyri 3 4.8 440 32 20 29 150 0.5 39

WC 4 3.5 214.86 18 20 29 200 1.5 19

Þvottahús 5 4.8 515.33 35 20 29 150 3 39

Eldhús 6 18.2 1150.6 96 20 29 200 5 103

Baðherbergi 7 5.2 394.69 28 20 29 200 2.5 27

Gólfhitatafla

RýmiNR.

Slaufum²

Aflþörf

rýmis [w] Slaufulengd [m] C/C [mm]

Fæðilög

n [m]

Flæði

[L/klst]

Hitastig

[C°]Hitastig

max [C°]

Page 38: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

38

7.2 Ofnakerfi

Jafna fyrir delta t er útkoma útreiknings Δt = 80 +40/2-20 = 40°

Jafna fyrir kv-gildi er fyrir innri stillingu ofnloka og reiknað er út rennslið sem fer

inn á ofninn.

Tafla 25: Ofntafla

Stofa DN10 101 2031.1 11 - 600 x 2000 1467 AB 6

Stofa DN10 102 2031.1 11 - 400 x 1600 838 AB 4

Vinnustofa DN10 103 460.6 11 - 600 x 900 660 AB 4

Herbergi 1 DN10 104 444.62 11 - 600 x 800 587 AB 3

Herbergi 2 DN10 105 444.62 11 - 600 x 800 587 AB 3

Baðstofa DN10 106 1077 11 - 600 x 1600 1174 AB 6

Hjónaherbergi DN10 107 544.67 11 - 600 x 900 660 AB 4

Herbergi 3 DN10 108 472.13 11 - 600 x 800 587 AB 3

Baðherbergi DN10 109 394.69 Handkl.of. 940 300 AB 3

RýmiStærð

ofnloka

Nr.

Ofns

Aflþörf

rýmis [w]

Gerð/HæðxBr.

ofna [mm]

Afköst

ofna [W]

Staðset

ning

stúta

Stilling

ofnloka

Danf. RA-N

Ofnatafla dt = 40°

7.3 Neysluvatnslagnir

Rör í rör PEX lagnir. Ekki er leyfilegt að leggja lögn á aftöppunarstað frá deilikistu lengra en 10

metra og á þessari leið má lögnin ekki taka fleiri en 4 beyjur og einungis tvær 90 gráðu beygjur, þetta

er gert til þess að hægt sé að skipta um renslislögn með góðu móti. Einnig þarf að hafa í huga að ekki

mega vera nein samskeyti á þessari leið og verður að ganga rétt frá leiðslum svo að leki komi

Page 39: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

39

einungis fram á aftöppunnarstað eða í deilikistu. Við lagnir á venjulega aftöppunar staði notum við

16 x 2 mm PEX rör nema í sturtu, bað og fæðirör þar er notast við 18-20 x 2 mm PEX rör. Nánari

upplýsingar um lagnastærðir og lagnaleiðir má sjá á teikningu L05

Tafla 26: Vatnsþörf

Meðal vatnsþörf við aftöppunarstaði:

Aftöppunarstaður Kalt vatn

l/s

Heitt vatn

l/s

Baðkar BK 0,3 0,3

Skolskál SS 0,1 0,1

Sturta SB 0,15 0,15

Þvotta og uppþvottavél ÞV 0,2

Handlaug HL 0,1 0,1

Eldúsvaskur 0,2 0,2

Skolvaskur SV 0,2 0,2

Klósett VS 0,1

Samtals 1,35 1,05

7.3.1 Stærðir lagna

Notuð er formúlan fyrir strærðarákvarðandi rennsli

_______

qd = qN +0,015(Σqf – qN) + 0,12 √ Σqf - qN = l / sek.

Formúlan fyrir þrýstfall í lögnum er

Því næst er fundið innra þvermál lagna á töflunni hér að neðan út frá rennsli og þrýstifalli.

Page 40: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

40

Tafla 27: Lagnastærðir

8 Þakrennur og niðurföll

Stræð þakflatar útreiknað 6,017 m ● 6,301 m = 37,9 m²

Stæsti þakflötur á eitt niðurfall er 37,9 m²

Mesta úrkoma á höfuðborgarsvæðinu á 10 mínutna millibilli er 57 (l/s/ha)3.

Stæðsti þakflötur á eitt niðurfall á þakinu í Blikastíg er 37,9 m²

= = 0,49

Page 41: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

41

Miðað við töflur númer 28 og 29 dugar að hafa 40mm rakrennu en við munum notast við Ø100mm

þakrennu og Ø75mm þakrennurör.

Tafla 28: Þakrennur

Tafla 29: Niðurföll

Page 42: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

42

9 Loftun Þaks

Loftræsa skal öll þök úr timbri eða trjákenndum efnum, nema sýnt sé fram á aðra

jafngóða lausn. Fyrir einföld minni þök á íbúðarhúsum skal loftað loftbil aldrei vera

minna en 25 mm yfir allri einangrun og skal loftunarop inn og út úr hverju loftbili vera

minnst 1.000 mm² fyrir hvern m² þakflatar nema sýnt sé fram á annan jafngóðan frágang.

Fyrir flóknari og stærri þök skal gera sérstaka grein fyrir loftun þakanna

(Byggingarreglugerð með áorðnum breytingum, 2016).

9.1 Lokftun þaks, íbúðarhús

Stærð þakflatar á íbúðarhúsi = 119,04 m² , sperrubil eru 40 talsins

Heildar löftunarþörf þaks er 119,04 ● 1000 = 119.040 mm²

Loftunarrör sem eru valin eru Ø40 mm og innanmál Ø36 mm

Loftun í gegnum Ø36mm = r² ● π → 18² ● π = 1017 mm²

Með skordýraneti verður 30% rýrnun á loftun sem verður þá 711,6 mm²

Útreikningar á fjölda loftunarröra í hvert sperrubil

119.040 mm² / 711,6 mm² / 40 stk = 4 stk í hvert sperrubil

9.2 Lokftun þaks, bílageymsla

Stærð þakflatar á bílageymlu = 67,84 m² , sperrubil eru 17 talsins

Heildar löftunarþörf þaks er 67,84 ● 1000 = 67.840 mm²

Loftunarrör sem eru valin eru Ø40 mm og innanmál Ø36 mm

Loftun í gegnum Ø36mm = r² ● π → 18² ● π = 1017 mm²

Með skordýraneti verður 30% rýrnun á loftun sem verður þá 711,6 mm²

Útreikningar á fjölda loftunarrörna í hvert sperrubil

67.840 mm² / 711,6 mm² / 17 stk = 6 stk í hvert sperrubil

Page 43: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

43

Framkvæmdaáætlun

Page 44: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

44

SB - Eyðublað 1.1

10 Umsókn um byggingarleyfi

Skipulags- og

byggingarfulltrúi

Bjarnastöðum, 225 Álftanes

Sími: 550-2300, Fax: 550-2309

GSM 821-5000

Netfang: [email protected]

1. Umsækjandi Reitir 1.-6. útfyllist af umsækjanda

Nafn umsækjanda / eiganda Kennitala Heimilisfang Netfang

Hákon Barðason 311287-2149 Klyfjasel 21 [email protected]

Anton Már Bjarnason 170892-2759 Birkiholt 12 [email protected]

2. Lóð

Heiti Nr. Staðgreinir Matshluti Landnúmer

Blikastígur 9 1300-3-11400090 01 123282

3. Tegund byggingar / framkvæmdar

X Einbýlishús Parhús Fjölbýlishús Atvinnuhúsnæði

Skilti

Annað, hvað?

4. Framkvæmd sem sótt er um

Lýsing umsóknar: Framkvæmd

X nýbygging

Viðbygging

Breyting inni

Breyting úti

Aðalbyggingarefni

X Steinsteypa

X Timbur

Stál

Gler

Steinsteypt einbýlishús með rishæð, einangrað

og klætt að utan

Stakstæður bílageymsla með burðarvirki úr

timbri einnig klætt að uta

Afgreiðsla skipulags- og

byggingarnefndar

Afgreiðsla byggingafulltrúa

Page 45: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

45

5. Meðfylgjandi gögn og upplýsingar varðandi umsókn

X Uppdráttarblöð í þríriti

X Mæliblað

X Hæðarblað

Bréf umsækj. / hönnuða

Samþykkimeðeig./lóðarhafa

Samþykki nágrann

Ástandsskýrsla

Breytingar á eignaskiptum

Starfsleyfisskyld

atvinnustarfsemi

Brunavarnauppdrættir

Frávik frá skilmálum / breyting á

landnotkun

Vottun byggingareininga

X Skráningartafla

X Gátlisti

6. Undirritun

Við byggingarframkvæmdir sem sótt er um verður farið eftir ákvæðum byggingarlaga,

byggingarreglugerðar og annarra laga og reglugerða sem við eiga.

Í fullu umboði lóðarhafa, staður: Álftarnes dagsetning: 24.11.2016

Nafn Kennitala Heimilisfang Netfang

Hákon Barðason 311287-2149 Klyfjasek 21 [email protected]

Anton Már Bjarnason 170892-2759 Birkiholt 12

[email protected]

SB - Eyðublað 1.1

Útfyllist við afgreiðslu málsins

Umsagnir

Skipulags- og byggingafulltrúi

Aðaluppdrættir:

Skráningartafla:

Heilbrigðisfulltrúi:

Forvarnardeild Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins:

Vinnueftirlit ríkisins:

Page 46: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

46

11 Mæliblað

Page 47: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

47

12 Gátlisti byggingarfulltrúa

Page 48: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

48

Page 49: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

49

Page 50: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

50

Lokaorð

Lokaverkefnið hefur fært höfundum mikla reynslu og þekkingu á hönnun þar sem verkefnið er

samtvinnað af nánast öllum áföngum sem kenndir voru í byggingariðnfræði. Unnu höfundar undir

leiðsögn leiðbeinenda sinna en þó var ekki stífur rammi gerður sem skylda var að fara eftir. Með

þessu móti gátu höfundar tileinkað sér sjálfstæð vinnubrögð í þessu raunhæfa verkefni í

byggingariðnaðinum. Reynsla þessa verkefnis mun svo sannarlega koma höfundum að góðum notum

í atvinnulífinu í framtíðinni.

Höfundar telja þar með að þetta verkefni hefur verið bæði krefjandi og lærdómsríkt ásamt því að vera

góður undirbúningur fyrir komandi framtíð í íslenskum byggingariðnaði.

Við undirritaðir þökkum kærlega fyrir skilvirka og góða leiðsögn í þessu lærdómsríka og krefjandi

verkefni.

___________________________ _________________________

Anton Már Bjarnason Hákon Barðason

Page 51: BLIKASTÍGUR 9½rsla... · borðaklæðningu og skal skarast a.m.k. 150 mm. Ofan á þakpappa eru festar lektur 45 x 70 mm (vatnsvarin græn) með 6 mm vatnsvörðum krossvið sem

Lokaverkefni í byggingariðnfræði

Nóvember 2016

51

Heimildarskrá

Átak. (e.d.). Uppsetning flísaundirkerfis. Sótt þann 15.október 2016 af

http://altak.is/is/uti- efni/al_undirkerfi/veggflisar/

Byggingarreglugerð með áorðnum breytingum. (2016). Mannvirkjastofnun

Eðvald Möller. (2016). Verkefnastjórnun og verkfærið MS Project 2016. Útgefandi: DHB

Hans Kr. Guðmundsson og Ásbjörn Einarsson. (1992). Álbókin. Reykjavík: Iðntæknistofnun Íslands.

Hybox 355 technical guide-Structural hollow sections. (2010). United Kingdom: Tata Steel Group

sótt 22. Nóv 2016 af

http://www.tatasteeleurope.com/file_source/StaticFiles/Construction/Tubes/Structural_Tubes_Pu

blications/Hybox_UK_SP_WEB.pdf

Íslenskur staðall. (2008). ÍST 66:2008 Reykjavík: Staðlaráð Íslands.

Jón Sigurjónsson. (2005). Efnisfræði: byggingagreina. Reykjavík: Iðnú.

Loftræstar útveggjaklæðningar. (1998). Rannsóknarstofnun Byggingariðnaðarins. Umsjón: Jón

Sigurjónsson. Prentun: Gutenberg.

Michael S. Mamlouk og John P. Zaniewski. (2011). Materials for civil and construction engineers.

New Jersey: Pearson education.

Pétur Sigurðsson. (2000). Smíðamálmar: Efnisfræði, uppbygging og eiginleikar. Reykjavík: Grafík

hf.

Teikningar og verklýsingar: Vatnslagnakerfi fyrir íbúðarhús. (2005). Bygginga- og

mannvirkjagreinar. Reykjavík: IÐNÚ.