Þjóðfélagsfræði-svör

8
Þjóðfélagsfræði - Svör Verkefni bls. 26 1. 1)Hver einstaklingur á sitt nafn, eigin reynslu, hugsanir, útlit og lífsstíl. Samt á maður margt sameiginlegt með öðrum, t.d. félagslegan bakgrunn. 2. 2)Allar hugmyndir einstaklingsins um sjálfan sig kallast sjálfsmynd. 3. 3)Sérkenni mín eru t.d. risastórir kálfar. Sérkenni Ingu er grænt hár. Osfrv. 4. 4)Félagslegur bakgrunnur mótast af því umhverfi sem umlykur einstaklinginn. 5. 5)Það er ekki það sama að vera t.d. elsta barn og yngsta barn þótt félagslegur bakgrunnur sé að mörgu leyti líkur. 6. 6)Persónuleiki er samsettur úr öllum þeim þáttum sem við erum gerð úr. Hugmyndir einstaklingsins um sjálfan sig kallast sjálfsmynd. Karlinn á myndinni er eðlisfræðikennari, býr einn, og hefur kennt í 30 ár. Hann á erfitt með félagsleg samskipti. 7. Fjölskyldugerð hefur mikil áhrif á einstaklinginn. Hvort að systkinahópurinn sé lítill eða stór, hvar í röð systkina einstaklingurinn er, hvort einstaklingurinn elst upp hjá einstæðum föður eða móður, eða hvort fjölskyldan sé samsett. 8. a) Elsta barn er oftast ábyrgðarfullt og jafnvel ráðríkt. b) Miðjubarnið er oft afbrýðisamt út í yngsta barn og þarf að berjast til að fá athygli. Það öðlast sveigjanleika í umgengni. c) yngsta barn verður oft háð eldri systkinum og foreldrum. Yngsta barn fer oft eigin leiðir til að fá sitt fram. 9. Greind er meðfæddur hæfileiki til að afla sér þekkingar og nýta hana til að laga sig að umhverfinu. Greind er líffræðileg aðlögun sem stefnir að jafnvægi einstaklings og umhverfis. Greind er hæfni einstaklingsins til að skilja og gera sér mynd af hinum ytri veruleika innra með sér. Greindarpróf voru fundin upp til að meta námshæfni barna. Þau mæla aðallega greind miðað við meðaltal hóps. 10. Erfðir eru þeir þættir sem einstaklingurinn tekur frá foreldrum sínum. 11. Ekki er hægt að svara því hvort er mikilvægara, erfðirnar eða umhverfið. 12. Samskipti við fólk verða til þess að einstaklingurinn lærir hvernig best er að haga sér við hverjar aðstæður. 13. Fólk getur hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt í huganum. Verkefni bls 37-38 1. 1) Staða vísar til þess hver þú ert og hvaða hópum þú tilheyrir. Hlutverk segir til um hvaða væntingar fólk hefur um hegðun þína.

Upload: aron-hrafnsson

Post on 02-Jan-2016

10.297 views

Category:

Documents


0 download

DESCRIPTION

Þjóðfélagsfræði-svör

TRANSCRIPT

Page 1: Þjóðfélagsfræði-svör

Þjóðfélagsfræði - Svör

Verkefni bls. 26

1. 1)Hver einstaklingur á sitt nafn, eigin reynslu, hugsanir, útlit og

lífsstíl. Samt á maður margt sameiginlegt með öðrum, t.d. félagslegan

bakgrunn.

2. 2)Allar hugmyndir einstaklingsins um sjálfan sig kallast sjálfsmynd.

3. 3)Sérkenni mín eru t.d. risastórir kálfar. Sérkenni Ingu er grænt hár. Osfrv.

4. 4)Félagslegur bakgrunnur mótast af því umhverfi sem umlykur

einstaklinginn.

5. 5)Það er ekki það sama að vera t.d. elsta barn og yngsta barn þótt

félagslegur bakgrunnur sé að mörgu leyti líkur.

6. 6)Persónuleiki er samsettur úr öllum þeim þáttum sem við erum gerð

úr. Hugmyndir einstaklingsins um sjálfan sig kallast sjálfsmynd. Karlinn á

myndinni er eðlisfræðikennari, býr einn, og hefur kennt í 30 ár. Hann á

erfitt með félagsleg samskipti.

7. Fjölskyldugerð hefur mikil áhrif á einstaklinginn. Hvort að

systkinahópurinn sé lítill eða stór, hvar í röð systkina einstaklingurinn er,

hvort einstaklingurinn elst upp hjá einstæðum föður eða móður, eða hvort

fjölskyldan sé samsett.

8. a) Elsta barn er oftast ábyrgðarfullt og jafnvel ráðríkt. b) Miðjubarnið er oft afbrýðisamt út í yngsta barn og þarf að berjast til að fá

athygli. Það öðlast sveigjanleika í umgengni.

c) yngsta barn verður oft háð eldri systkinum og foreldrum. Yngsta barn fer oft eigin

leiðir til að fá sitt fram.

9. Greind er meðfæddur hæfileiki til að afla sér þekkingar og nýta hana til að laga sig

að umhverfinu. Greind er líffræðileg aðlögun sem stefnir að jafnvægi einstaklings og

umhverfis. Greind er hæfni einstaklingsins til að skilja og gera sér mynd af hinum

ytri veruleika innra með sér. Greindarpróf voru fundin upp til að meta námshæfni

barna. Þau mæla aðallega greind miðað við meðaltal hóps.

10. Erfðir eru þeir þættir sem einstaklingurinn tekur frá foreldrum sínum.

11. Ekki er hægt að svara því hvort er mikilvægara, erfðirnar eða umhverfið.

12. Samskipti við fólk verða til þess að einstaklingurinn lærir hvernig best er að haga sér

við hverjar aðstæður.

13. Fólk getur hugsað óhlutstætt og búið til kenningar um allt mögulegt í huganum.

Verkefni bls 37-38

1. 1) Staða vísar til þess hver þú ert og hvaða hópum þú tilheyrir. Hlutverk segir til um

hvaða væntingar fólk hefur um hegðun þína.

Page 2: Þjóðfélagsfræði-svör

2. 2) Frumhópur eru litlir og í þeim eru samskiptin náin. Fjarhópar eru stórir og

samskiptin eru ópersónuleg. Þyrping fellur ekki undir sömu flokkun en með þyrpingu

er átt við hóp fólks sem af tilviljun er á sama stað á sama tíma. 3. 3) Stelpur mynda eitt til tvö náin trúnaðarsambönd sem aðrir fá ekki aðgang

að. Strákahópar eru stærri og ekki eins nánir. Síðan þróast vináttusamböndin í stóra

hópa beggja kynja. 4. 4) Félagslegir rammar eru þeir hópar sem raðast hver utan á annan. Hver og einn

þeirra er ákveðinn rammi og hefur áhrif á einstaklinginn. 5. 5) Svörin sýna að sjálfsmyndin hefur breyst.Nýjar kröfur hafa komið fram frá

foreldrum, vinum, skólanum og samfélaginu.. 6. a) að standast námskröfur og vera félagslega virk/ur.

b) að vera skemmtileg/ur

c) að vera snyrtileg/ur, heiðarleg/ur og góð/ur við systkini

d) að mæta stundvíslega og vera dugleg/ur

e) að vera sæt/ur og skemmtileg/ur.

1. 6) Hlutverkaspenna er þegar sviðin skarast. Þá þarf að leika fleira en eitt hlutverk í

einu. Þetta gerist t.d. þegar foreldrar og vinir hittast. 2. 7) Kynhlutverk eru þær væntingar sem gerðar eru til einstaklinga út frá kynferði

þeirra. Dæmi um líffræðilega ákvörðuð kynhlutverk eru t.d. meðganga og fæðing

barns. Félagslega ákvörðuð kynhlutverk eru þau sem við lærum að kynin gegna af

foreldrum okkar. T.d. ef pabbinn þrífur alltaf bílinn þá lærir sonurinn að svoleiðis

eigi það að vera. Ef mamman setur alltaf í þvottavél þá lærir dóttirin að svoleiðis eigi

það að vera. 3. " style="border-top-style: none; border-right-style: none; border-bottom-style:

none; border-left-style: none; border-width: initial; border-color: initial; "

/> kynhlutverk lærast af foreldrum. Sjá dæmi að framan. 4. 9) Staðalmyndir eru einfaldar og oft fordómafullar lýsingar á hópi fólks. T.d. er

staðalmynd rappara að hann sé svartur, með mikið af gulli og berum konum í

kringum sig. 5. 10) kossar sýna væntumþykju og styrkja tengsl milli fólks. Morris álítur þetta

eftirhermu af sogi móðurmjólkur. 6. 11) Markmiðið er að stuðla að jafnrétti kynja í skólanum. Skólinn gerir allt sem í

hans valdi stendur til að uppfylla það. 7. 12) Strákar fá oftar aðstoð. Strákar svara spurningum oftar þótt stelpur rétti helmingi

oftar upp hönd. Verkefni bls. 58

1. a) kjarnafjölskyldan samanstendur af móður, föður og börnum, sama hvort

foreldrarnir séu fráskildir.

b) staðfest samvist er lögskráð sambúð samkynhneigðra og tryggir þeim sömu

lögréttindi og hjón.

c)Stórfjölskylda eru þrír ættliðir sem búa undir sama þaki og hafa sameiginlegt

heimilishald.

Page 3: Þjóðfélagsfræði-svör

2. Íslendingar búa flestir í kjarnafjölskyldu. 13% eru einstæðar mæður með börn, 1%

einstæðir feður með börn en 68% íslendinga eru í hjónabandi með eða án barna. 18% búa í

óvígðri sambúð með eða án barna.

3. Fyrir 100 árum voru heimilin fjölmennari en nú. Fólk eignaðist fleiri börn en svo bjó

vinnufólk oft á heimilum og jafnvel börn þeirra. Nú hefur fækkað á heimilum, sérstaklega

hefur fæðingartíðni lækkað um helming.

4. Börn á vesturlöndum eru dýr í rekstri og skila ekki tekjum til heimilisins. Í þróunarlöndum

er barnavinna enn tíð og fjölskyldur þurfa á börnunum að halda til vinnu.

5. Lýsingin er mjög stöðluð. Börn búa oftar en ekki á landsbyggðinni hjá fjölskyldum sínum

og vinna við landbúnaðarstörf. Í bæjum vinna börn í verksmiðjum, langa vinnudaga og

frídagar eru sjaldgæfir.

6. Börn líta upp til foreldra sinna og líkja eftir þeim. Þau læra það sem fyrir þeim er haft.

7. Ef deilumál eru leyst með öskrum og slagsmálum þá gera börnin það líka.

8. Umboðsmaður barna á að standa vörð um réttindi þeirra.

9. Makar eru á svipuðum aldri. Fólk fer sjaldan út fyrir sína stétt. Flestir eru af sömu trú og

hafa svipaða menntun. Eru af sama kynþætti og er líkt í útliti.

10. Fjölskyldan er efnahagsleg eining sem sér um endurnýjun mannsins og uppeldi

barna. Kynlífi hefur lengi verið stjórnað með hjónabandi.

11. Í dag er fjölskyldan ekki endilega framleiðslueining og fleiri koma að félagsmótun barna

heldur en bara fjölskyldan.

12. Barnaverndarnefndir geta komið börnum fyrir á fósturheimilum til lengri eða skemmri

tíma.

13. Sókrates sagði að unglingar vildu bara lifa í vellystingum, að þeir kynnu ekki mannasiði,

neita að hlýða, bera enga virðingu fyrir fullorðnum. Þetta á eflaust við um suma unglinga í

dag, ekki alla

Þjóðfélagsfræðisvör, bls. 74

1.

2. 1) Stjórnvöld í hverju landi ákveða hvaða réttindi borgararnir hafa.

3. 2) Unglingar hafa hefðbundin viðhorf til ákveðinna starfa en frjálslyndari til

annarra. Þeim finnst að karlar eigi frekar að vinna hefðbundin karlastörf, að gera við

bíl og hús en þeim finnst líka að konur eigi að sjá um þvott. Um önnur störf gildir

meira jafnræði.

4. til að svala athyglisþörf, fá gjafir og til að þóknast foreldrum og öðrum ættingjum.

5. Sjálfræðisaldurinn er 18 ár og það þýðir að einstaklingurinn ræður yfir eigin

peningum og persónulegum högum.

6. Þegar fólk er ekki lengur fært um að sjá sjálft um sín mál. Foreldrar geta ekki svipt

sjálfræði en þeir geta beðið yfirvöld að gera það.

7. Sakhæfi er sá aldur sem hægt er að sakfella einstaklinginn. Það miðast við 15 ára

aldurinn.

8. Við 15 ára aldurinn verður einstaklingurinn sakhæfur. Hann má vinna ýmis störf sem

ekki má vinna fyrr, stunda launaða vinnu, fá ökuskírteini til að stjórna léttu

bifhjóli. Við 16 ára aldurinn má spila í spilakössum, fá ökuskírteini til að stjórna

dráttarvél og hefja æfingaakstur til bílprófs.

Page 4: Þjóðfélagsfræði-svör

9. 16 ára mega vera til kl. 12.

10. 15 ára

11. Umræður

12. Ærumeiðing eru móðganir, illt umtal og þess háttar.

13. Barist var fyrir meiri jöfnuði í samfélaginu og aukin völd almennings, svokallað

lýðræði.

14. Rétturinn til að tjá sig, réttur til frelsis og réttur til jafnræðis.

15. Amnesty International eru samtök sem berjast fyrir mannréttindum.

16. Við erum að gleyma ýmsu mikilvægu þegar við einblínum á að eignast hluti.

17. Umræða

18. Umræða

19. Grunnþarfirnar eru lífeðlislegar þarfir. Viðhald og varnir líkamans, matur, vatn, svefn,

súrefni ofl.

20. Þarfapýramídi Maslow er byggður þannig upp að til að geta sinnt þörfum sem eru

ofar í pýramídanum þarf að vera búið að fullnægja þörfum neðar. Ekki er hægt að

skapa öryggi í umhverfi sínu nema maginn sé mettur og einstaklingurinn vel sofinn.

21. 20. nóvember 1989 var Barnasáttmáli SÞ samþykktur.

22. Markmiðið er að gera líf allra barna á jörðinni sem best í framtíðinni.

Svör við spurningum bls 88

1. Hvað þýðir skólaskylda? Hvaða þýðingu hefur hún fyrir þig?Á Íslandi er 10 ára skólaskylda og við verðum að sækja skóla þann tíma

2. Hvenær var skólaskylda lögleidd á Íslandi?Í hve mörg ár verður þú að ganga í

skóla?1907 var hún lögleidd og 10 ár verðum við að ganga í skóla

4. Hvaða spurninga verður þú að spyrja þig áður en þú ákveður hvort þú ætlar að

halda áfram í námi eða hvers konar nám henti þér best? Finnst mér gaman að læra bara til að læra eða hef ég áhuga á einhverju sérstöku? Hvaða nám langar mig í? Hef ég meiri áhuga á bóknámi eða verknámi? Vil ég taka mér frí og koma aftur?

5. Hvaða skilyrði þarft þú að uppfylla til að eiga rétt á að hefja nám í

framhaldsskóla?Hafa lokið grunnskóla og uppfylla inntökuskilyrði skólans

6. Hvaða þættir hafa áhrif á jafnrétti til náms?Kyn, aldur, fjárhagur, bakgrunnur fjölskyldunnar og búseta

7. Hvernig var menntun háttað í íslenska bændasamfélaginu?Heimilin sáu um lágmarksfræðslu. Það voru einungis ríkir strákar sem fengu meiri menntun. Konur og karlar fengu starfsþjálfun í hinum hefðbundnu karla og kvennastörfum. Konur fengu sjaldan bóklega menntun enda ekki taldar þarfnast hennar

Page 5: Þjóðfélagsfræði-svör

8. Hafa strákar og stelpur alltaf haft jafna möguleika á að afla sér menntunar?Nei alls ekki fyrr á tímum

10. Skoðið töfluna um fjölda nemenda á námsbrautum eftir kyni. Á hvaða brautum

eru stelpur í meirihluta? En strákar?Stelpur eru í meirihluta á almennri braut, málabraut, félagsfræðibraut, heilsubrautum, listabrautum, uppeldis- og íþróttabraut og búsýslu, matvælabraut og þjónustuiðnir en strákar á raungreinabraut (tæpur meirihluti), iðn- og tæknibrautum og viðskipta- og hagfræðibrautum

11. Af hverju heldur þú að stelpur og strákar velji sér ólíkar brautir? Ólík áhugasvið, áhrif foreldra og annarra fyrirmynda, kynjabundin störf

13. Hvaða hlunnindi eða gæði fylgja því að hafa fasta vinnu?Maður fær tekjur, sumarfrí og önnur frí, orlofspeninga, lífeyrisrétt, þátttökurétt í stéttarfélagi og stjórnmálaleg áhrif.

14. Hvað er átt við með iðnbyltingu og hvernig breytti hún samfélaginu?• Fundnar voru upp nýjar vélar og menn fóru að nota aðrar orkulindir t.d. rafmagn og olíu• Nýjar hráefnisauðlindir urðu til þess að Evrópubúar fóru að fjöldaframleiða vörur• Með fjöldaframleiðslu jókst framleiðslan mikið• Verksmiðjur spruttu upp og í kringum þær myndaðist þéttbýli sem síðar varð að borgum • Fólk flutti úr sveitunum til bæjanna og samskipti breyttust• Nábýli stórfjölskyldunnar breyttist í fámennar kjarnafjölskyldur sem bjuggu í litlum blokkaríbúðum í borarsamfélaginu• Tengsl milli vina og ættingja breyttust og hurfu jafnvel alveg• Fólk átti á hættu að einangrast í borgunum þar sem það þekkti kannski engan• Aðstæður á vinnumarkaðinum breyttust• Vinnutíminn varð afmarkaðri og fólk fékk frítíma og notkun peninga varð allsráðandi• Í stað vöruskipta og sjálfsþurftabúskaps fengu menn nú peninga til að kaupa vörur og þjónustu

16. Hvað er formleg menntun og hvað er óformleg menntun? En

raunhæfni?• Formleg menntun er það sem við lærum í skóla (tökum próf) og óformleg menntun er sú þekking sem við fáum frá umhverfi okkar• Raunhæfni er öll sú þekking og færni sem við búum yfir, bæði sú formlega og óformlega

Page 6: Þjóðfélagsfræði-svör

Spurningar á bls 116 í þjóðfélagsfræði

1. Af hverju heldur þú að ungt fólk hafi frekar lítinn áhuga á stjórnmálum? Mismunandi svör

1. Hvaðan eru hugmyndir um stjórnmál og lýðræði komnar? Frá Aþenu í Grikklandi

1. Um hvað snúast stjórnmál? Þau snúast um vald

1. Hvað er lýðræði? Hvernig var lýðræðið í Aþenu til forna? Á vesturlöndum er oftast átt við frjálsar kosningar, almennan kosningarétt og fleiri en einn

stjórnmálaflokk í framboði. Í Aþenu til forna héldu Grikkir svokallaða þjóðfundi þar sem

borgarar komu saman til að taka ákvarðanir sem snertu ríkið. Borgarar voru bara lítill

hópur karla. 1. Hvenær hófst baráttan fyrir auknum mannréttindum í Evrópu? Hvaða afleiðingar

hafði það fyrir Ísland? Fyrir 200 árum og afleiðingarnar á Íslandi voru þær að í stjórnarskránni sem við fengum

1874 voru ákvæði um mannréttindi 1. Hvað er vistarskylda?

Allir sem voru orðnir 16 ára og ekki bjuggu hjá foreldrum eða stóðu sjálfir fyrir búi urðu að

ráða sig í vist hjá bónda til eins árs 1. Sleppa

1. Hver er mismunurinn á lýðræði og lýðveldi?

Lýðræði þýðir að fólkið ræður. Lýðveldi er afbrigði af því. Þá kýs þjóðin líka æðsta

embættismann þjóðarinnar (forseta). 1. Af hverju er ekki hægt að halda þjóðfundi hér á landi með svipuðu sniði og tíðkuðust

í Aþenu til fórna? Í dag eru of margir með kosningarétt til þess að hægt sé að láta alla ræða málin. Hvert mál

gæti tekið marga mánuði í umræðum. 1. Hvað er átt við með fulltrúalýðræði?

Þá kýs þjóðin fulltrúa sína (þingmenn) til að taka ákvarðanir um stjórnun landsins 1. Hvað þýðir hugtakið þingræði?

Það þýðir að meirihluti þingmanna á alþingi ræður 1. Hvað er vald? Nefndu dæmi um notkun löglegs og ólöglegs valds

. Vald er að ná fram óskum sínum. Vald er að þvinga fram vilja sinn, þrátt fyrir andspyrnu

frá öðrumSem dæmi um löglegt vald eru störf lögreglu og ólöglegt er t.d. þegar nemendur

þvinga aðra nemendur til að gera eitthvað sem þeir ekki vilja gera

1. Alþingi samþykkir frumvarp um stjórnarskrárbreytingu. Síðan skal rjúfa þing og

stofna til Alþingiskosninga og leggja frumvarp fyrir nýtt þing.

2. Hún á rætur að rekja til stjórnarskrár Bandaríkjanna og frönsku

stjórnarbyltinarinnar 1789.

3. Dómstólar fjalla um málið og skera úr um hvort login brjóti í bága við

stjórnarskrána.

Page 7: Þjóðfélagsfræði-svör

4. Löggjafarvald er í höndum Alþingis og forsetans. Forseti þarf að samþykkja lög

Alþingis áður en þau taka gildi. Framkvæmdavald er í höndum forseta og

ríkisstjórnar. Ríkisstjórnin framkvæmir þau lög sem Alþingi samþykkir. Dómarar

fara svo með dómsvald og dæma eftir lögum Alþingis.

5. Sú hefð hefur skapast, með einni undantekningu að forseti skrifi undir lög sem Alþingi

samþykkir. Ráðherrar starfa í umboði hans og bera ábyrgð á öllum

stjórnarframkvæmdum.

6. Fjárlagafrumvarp er áætlun ríkisstjórnar til næsta árs hvað varðar eyðslu og tekjur

ríkissjóðs.

7. Fyrst er lagt fram frumvarp, annað hvort frá ríkisstjórn eða þingmanni

(mönnum). Frumvarpið fer í gegnum þrjár umræður á Alþingi en er vísað í nefnd á

milli fyrstu og annarar umræðu. Eftir þriðju umræðu er málið tekið til

atkvæðagreiðslu og samþykkt eða fellt.

8. Ríkisstjórn þarf að hafa meirihluta á þingi.

9. Forseti afhendir sigurvegara kosninga umboð til stjórnarmyndunar. Sá flokkur fer í

viðræður við annan eða aðra flokka og myndaður er stjórnarsáttmáli.

10. Þessar styttur eiga að tákna að login geri ekki mannamun. Þetta er þó síður en svo

algilt.

11. Í hæstarétt og héraðsdóm.

12. Hæstiréttur fjallar um mál sem hefur verið áfrýjað úr héraðsdómi. Héraðsdómur

dæmi í opinberum málum og einkamálum sem borin eru fyrir hann og eru fyrsta

dómstig.

13. Opinber mál eru milli ríkis og lögaðila. Einkamál eru á milli lögaðila.

14. Lögregla getur haldið þér í gæsluvarðhaldi í 24 tíma.

15. þingflokksformaður -----leiðtogi stjórnmálaflokks á Alþingi

forseti Alþingis ----- stýrir störfum Alþingis

fastanefnd ------ áður en tekin er ákvörðun um málefni á Alþingi er þeim vísað til.

Verkefni bls. 139

1. Nei.

2. Ekki voru til skip til fiskveiða, iðnbyltingin kom seint vegna fjarlægðar og fátæktar,

Danir höfðu ekkert sérstakan áhuga á að byggja upp atvinnuvegi Íslendinga.

3. Óstjórn Dana á Íslandi.

4. Hann líkir rasisma við geðfötlun.

5. Aukin eftirspurn eftir vörum og þjónustu, mæta eftirspurn eftir vinnuafli og

tilhneiging til að stuðla að nýbreytni

6. Ung þjóð – 63 ár síðan hún fékk sjálfstæði. Sagan þjóðarinnar spannar 1100 ár.

7. flestir með sömu trú, tungumál, réttindi og skyldur, lærum það sama, sama

stjórnarfar og fjölmiðla. Íslendingar hafa skipst í tvær fylkingar í NATO málinu,

stóriðju- og virkjanamálum og Evrópusambandsmálum. Erlendir fjölmiðlar og

afnám einokunar hafa orðið til þess að ekki nota allir sömu fjölmiðla. Mismunur

milli landsbyggðar og höfuðborgar hefur aukist.

Page 8: Þjóðfélagsfræði-svör

8. Sérkennin minnka en fjölbreytni eykst.

9. Þeir eru ólíkari innbyrðis en gagnvart öðrum þjóðum.

10. Staðalmyndir eru einhæfar, ónákvæmar og fordómafullar lýsingar á hópum eða

þjóðum.

11. Sérkennin minnka en fjölbreytni eykst.

12. Ólík svör, t.d. hefur alþjóðavæðing ýmsa slæma og ýmsa góða kosti. Slæmu kostirnir

eru t.d. aukið mansal, vændi oþh. Einnig hafa stórfyrirtæki meiri möguleika á að

hafa verksmiðjur sínar þar sem launin eru lægst. Kostirnir eru þeir að við getum

unnið og farið í skóla víða út um heim, við getum ávaxtað peningana okkar hvar sem

er osfrv.