adhd og mataræði

44
ADHD og mataræði Áhrif mataræðis á ADHD María Stefanía Stefánsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið

Upload: others

Post on 28-Nov-2021

8 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: ADHD og mataræði

ADHD og mataræði Áhrif mataræðis á ADHD

María Stefanía Stefánsdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs

Háskóli Íslands

Menntavísindasvið

Page 2: ADHD og mataræði

ADHD og mataræði

Áhrif mataræðis á ADHD

María Stefanía Stefánsdóttir

Lokaverkefni til BA-prófs í Uppeldis og menntunarfræði

Leiðsögukennari: Sigurlína Davíðsdóttir

Uppeldis- og menntunarfræðideild

Menntavísindasvið Háskóla Íslands Júní 2012

Page 3: ADHD og mataræði
Page 4: ADHD og mataræði

ADHD og mataræði.

Ritgerð þessi er 14 eininga lokaverkefni til BA-prófs við Uppeldis- og

menntunarfræðideild, Menntavísindasviði Háskóla Íslands.

© 2012 María Stefanía Stefánsdóttir

Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar.

Prentun: Háskólaprent ehf.

Reykjavík, Ísland 2012

Page 5: ADHD og mataræði

3

Útdráttur

Þessi greinargerð er unnin úr íslenskum og erlendum heimildum og er tilgangur hennar

að varpa ljósi á mataræði notað sem meðferð við ADHD og hver áhrif þess eruá börn

sem greinst hafa með sjúkdóminn. Með greinargerðinni fylgir upplýsingabæklingur sem

ætlaður er til að hjálpa foreldrum að notast við mataræðisinngrip við sjúkdómnum.

Athyglisbrestur með ofvirkni er þroskaröskun á sviði ofvirkni, hvatvísi og

athyglisbrests. Í dag greinast um 7% barna með sjúkdóminn. Börn sem glíma við þessa

röskun eiga mörg hver erfitt uppdráttar í daglegu lífi og því mikilvægt að þau fái

viðeigandi meðferð.Einkenni ADHD eru oft meðhöndluð með lyfjum og eru þau oftast

notuð, en tilætlaður árangur næst ekki hjá 30% barna. Atferlismótuner styðjandi

meðferð sem hægt er að nota samhliða lyfjameðferð eða eina og sér ef röskunin er væg.

Aðferðin getur dregið úr einkennum og létt úr tilfinningavanda sem fylgir röskuninni.

Færst hefur í aukana að foreldrar styðjast við annars konar meðferðir. Í nýlegri rannsókn

sögðust 71% foreldra barna hafa prófað að minnsta kosti eina óhefðbundna aðferð.

Mataræðisinngrip höfðar til þeirra foreldra sem hafa áhyggjur af öryggi og árangri lyfja.

Samkvæmt rannsóknum hafa aukaefni, litarefni og rotvarnarefni í fæðu slæm áhrif á

börn með ADHD. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að börn með ADHD skortir

langar fjölómettaðar fitusýrur, því lægri hlufall af omega-3 fitusýrum sem mælast í

líkamanum, því alvarlegri er hegðunarröskunin. Vísbendingar eru einnig um að þau

skorti sink, magnesíum og B6 vítamín.Í niðurstöðum erlendra rannsókna kom fram að

það dró marktækt úr athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi minnkaði enn frekar hjá börnum

sem tóku inn bætiefni. Framfarir urðu einnig í vitsmunaþroska og svefni. Auk þess

batnaði minnið einnig hjá börnunum.

Page 6: ADHD og mataræði

4

Efnisyfirlit

Útdráttur ........................................................................................................................... 3

Efnisyfirlit ......................................................................................................................... 4

1 Inngangur .................................................................................................................. 5

1.1 Rannsóknarspurning ......................................................................................... 5

1.2 Megin hugtök .................................................................................................... 5

2 Mótun hugtaksins ..................................................................................................... 7

3 Athyglisbrestur með ofvirkni ................................................................................... 8

3.1 Einkenni ............................................................................................................ 8

3.2 Greining ............................................................................................................ 9

3.3 Fylgiraskanir ................................................................................................... 10

3.4 Tíðni ADHD ................................................................................................... 11

3.5 Orsakaþættir ................................................................................................... 12

4 Meðferðarúrræði ..................................................................................................... 13

4.1 Lyfjameðferð .................................................................................................. 13

4.1.1 Gagnrýni og álitamál um lyfjameðferð ...................................................... 15

4.2 Atferlismótun .................................................................................................. 15

4.2.1 Gagnrýni og álitamál um atferlismótun ...................................................... 17

5 Mataræði sem meðferð ........................................................................................... 18

5.1 Mataræði ......................................................................................................... 18

5.1.1 Fæðuóþol .................................................................................................... 19

5.1.2 Aukaefni ..................................................................................................... 21

5.2 Bætiefni .......................................................................................................... 24

5.2.1 Fjölómettaðar fitusýrur ............................................................................... 24

5.2.2 Sink ............................................................................................................. 27

5.2.3 B6 vítamín og magnesíum .......................................................................... 29

5.3 Gagnrýni og álitamál varðandi matarinngrip ................................................. 29

6 Umræða .................................................................................................................. 31

7 Heimildaskrá ........................................................................................................... 33

Page 7: ADHD og mataræði

5

1 Inngangur

ADHD er alþjóðleg skammstöfun og stendur fyrir Attention Deficit Hyperactivity

Disorder eða á íslensku Athyglisbrestur með ofvirkni.

Athyglisbrestur með ofvirkni er þroskaröskun á sviði ofvirkni, hvatvísi og

athyglisbrests. Ekki er alfarið vitað hvað veldur þroskafrávikinu en talið er að það stafi

af taugafræðilegri röskun í heilastarfsemi og kemur yfirleitt snemma fram, oftast fyrir

sex til sjö ára aldur. Þessi fötlun getur haft mikil áhrif á daglegt líf, nám og félagslega

aðlögun (Agnes Huld Hrafnsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Páll magnússon og Ólafur

Ó. Guðmundsson, 2005). Börn sem glíma við þennan sjúkdóm eiga mörg hver erfitt

uppdráttarí daglegu lífi og því er mikilvægt að þau fái viðeigandi meðferð.

1.1 Rannsóknarspurning

Örvandi lyf eru í dag algengasta meðferðin við ofvirkni (Spencer, Biederman, Wilens,

Harding, O´Donnel og Griffin, 1996),en er lyfjameðferð nauðsynleg? Fleiri meðferðir

eru í boði, þar á meðal atferlismótun og mataræði.Hvaða áhrif hefur mataræði á börn

með ADHD? Hér verður fjallað um fæðu og bætiefni sem hafaáhrif á sjúkdóminn

athyglisbrest með ofvirkni út frá íslenskum og erlendum heimildum.

1.2 Megin hugtök

Athyglisbrestur og ofvirkni (ADHD):Krónísk og almenn taugageðfræðileg röskun

sem oftast kemur fram snemma á barnsaldri og lýsir sér með ofvirkni, hvatvísi og

einbeitingarerfiðleikum. ADHD er ein algengasta hegðunarröskun barna og unglinga.

Röskunin veitir einstaklingum sem og fjölskyldum þeirra og nánasta umhverfi

verulegum óþægindum og truflunum. Einkenni röskunarinnar halda áfram fram á

fullorðinsár, stundum í nokkuð breyttri mynd.

Ofvirkniröskun (Hyperactivity disorder): Heilkenni einkenna á sviði hreyfiofvirkni,

hvatvísi, og athyglisbrests sem eru í ósamræmi við aldur og þroska (Gísli Baldursson o.fl.,

2000a). Heilkennin eru oft í almennu tali kölluð ofvirkni (Ragna F. Karlsdóttir, 2001).

Athyglisbrestur (Attention deficit): Einstaklingur á erfitt með að einbeita sér, sem og

að ljúka verkefnum sínum sem hann tekur sér fyrir hendur. Lítil utanaðkomandi truflun

dregur athyglina frá því sem einstaklingurinn tók sér fyrir hendur (Barkley, 2006b).

Page 8: ADHD og mataræði

6

Atferlismótun: Atferlismótun er styðjandi og þroskandi aðferð sem einnig er hægt

að nota samhliða lyfjameðferð eða jafnvel eina og sér (Felt, Lumeng og Christner,

2009). Í atferlismótun eru allir uppeldisrammar hafðir eins einfaldir og skýrir og kostur

er, unnið er markvisst að því að styrkja æskilega hegðun og draga úr þeirri neikvæðu.

Haldin eru námskeið fyrir foreldra þar sem þeim er kennt að beita viðeigandi

uppeldisaðferðum, meðal annars umbunarkerfum (Pelham, Wheeler og Chronis, 1998).

Page 9: ADHD og mataræði

7

2 Mótun hugtaksins

Breski barnalæknirinn Georg Still á eina af þekktustu læknisfræðilegu heimildum um of-

virknisröskun hjá börnum. Árið 1902 lýsti hann hópi 43 barna þar sem hegðun þeirra ein-

kenndist af of mikilli virkni, erfiðleikum í einbeitingu og vandkvæðum við að hafa viðeigandi

stjórn á hegðun sinni til að laga hana að siðareglum samfélagsins (Barkley, 2006b).

Um 1980 var búið að móta þann skilning á ofvirkni heilkenninu, að það

samanstandi af þremur meginflokkum einkenna, það er einkenni athyglisbrests,

hreyfiofvirkni og hvatvísi. Fyrirbærinu var valið heitið athyglisbrestur með ofvirkni

(American Psychiatric Association, 1987).

Í þriðju útgáfu DSM greiningarkerfisins var fyrirbærinu valið heitið athyglisbrestur

með ofvirkni (Attention Hyperactivity Disorder, ADHD). Á síðustu árum hafa

rannsóknir leitt í ljós að réttara sé að líta svo á að um sé að ræða tvo einkennaflokka,

einkenni athyglisbrests og einkenni hreyfiofvirkni/hvatvísi. Líkur eru á því að

rannsóknir muni sýna fram á að athyglisbrestur sé sérstök röskun, aðskilin frá

hreyfiofvirkni (Barkley, 2006c).

Page 10: ADHD og mataræði

8

3 Athyglisbrestur með ofvirkni

ADHD er þroskaröskun á sviði ofvirkni, hvatvísi og athyglisbrests. Ekki er alfarið vitað

hvað veldur þroskafrávikinu en talið er að það stafi af taugafræðilegri röskun í

heilastarfsemi og kemur yfirleitt snemma fram, oftast við 6-7 ára aldur (Agnes Huld

Hrafnsdóttir ofl., 2005).

Einkenni ADHD eru margvísleg, slæm hegðun barnanna er talin vera truflandi og

óviðeigandi og talin líkleg til að valda vandræðum í skóla (Gísli Baldursson, Ólafur Ó.

Guðmundsson og Páll Magnússon, 2000a; Ragna F. Karlsdóttir, 2001). Margir

nemendur með ADHD glíma þar að auki við námserfiðleika. Það stafar yfirleitt ekki af

því að þá skorti hæfileika til náms heldur er það athyglisbresturinn sem kemur í veg

fyrir að þeir geti nýtt hæfileika sína(Ragna F. Karlsdóttir, 2001).

Algengasta meðferðin við ADHD eru örvandi lyf (Spencer o.fl., 1996). Fjöldi

foreldra virðast þó leita annarra leiða. Í nýlegri rannsókn sögðust 71% foreldra barna

með ofvirkni og/eða athyglisbrest hafa prófað að minnsta kosti eina óhefðbundna

meðferð fyrir barnið sitt og 26% höfðu prófað þrenns konar meðferðir (Concannon og

Tang, 2005). Óhefðbundnar meðferðir eru til að mynda atferlismótun, mataræði,

fæðubótarefni, hómópatía og náttúrleg lyf.

3.1 Einkenni

ADHD hefur áhrif á börn og fullorðna með ýmsu móti. Megineinkenni eru áberandi

eftirtektarleysi, einbeitingarerfiðleikar, ofvirkni og hvatvísi. Námserfiðleikar eru einnig

meðal einkenna, slök samhæfing hreyfinga, árársargirni sem og miklar sveiflur í

tilfinningalífi. Barn með ADHD á erfitt með að sitja lengi kyrrt í sæti sínu,því hættir til

að iða og vera stöðugt á hreyfingu (Gísli Baldursson o.fl, 2000a).

Þau einkenni sem verið er að leita eftir í greiningu á ADHD eru eftirfarandi:

Fyrir athyglisbrest

Hugar illa að smáatriðum

Á erfitt með að halda athygli vakandi

Virðist ekki hlusta

Fylgir ekki fyrirmælum og lýkur ekki verkefnum

Á erfitt með að skipuleggja verkefni og athafnir

Page 11: ADHD og mataræði

9

Forðast verkefni sem krefjast mikillar beitingar hugans

Týnir hlutum

Truflast auðveldlega af utanaðkomandi áreiti

Er gleyminn í athöfnum daglegs lífs

Fyrir hreyfiofvirkni

Er mikið á iði eða hreyfingu

Á erfitt með að sitja kyrr

Hleypur um og prílar þar sem það á ekki við

Á erfitt með að vera hljóður

Er á fleygiferð

Talar óhóflega mikið

Fyrir hvatvísi

Grípur fram í áður en spurningu er lokið

Á erfitt með að bíða eftir að röðin komi að honum

Grípur fram í eða ryðst inn í það sem aðrir eru að gera

(Barkley, 2006b).

3.2 Greining

Sjúkdómsgreining byggist á nákvæmri sjúkrasögu en hegðunarmatskvarðarnir og

taugasálfræðileg próf gegna einnig mikilvægu hlutverki. Tvö greiningarkerfi eru notuð í

hinum vestræna heimi til að greina ADHD en það er ICD-10 gefið út af

Alþjóðaheilbrigðisstofnunninni (WHO, 1992) og DSM-IV sem gefið er út af Samtökum

bandarískrageðlækna (American Psychiatric Association (APA), 1994). Í báðum

greiningarkerfunum er lögð áhersla á áreiðanlegar upplýsingar um hindrandi einkenni

sem séu til staðar íað minnsta kosti tvenns konar aðstæðum og að einkennin komi fram

fyrir sjö ára aldur. Ofvirknisröskun er mun afmarkaðri greining en athyglisbrestur með

ofvirkni (ADHD) samkvæmt bandaríska greiningarkerfinu DSM-IV (American

Psychiatric Association, 1994). Athyglisbrestur og hreyfiofvirkni verða bæði að vera til

staðar í ofvirkniröskun, en í athyglisbresti með ofvirkni (ADHD) eru auk þess

undirflokkar hvors um sig. Þetta leiðir til lægri tíðni ofvirknisökunar samanborið við

athyglisbrest með ofvirkni (ADHD) (Gísli Baldursson, Páll Magnússon og Ólafur Ó.

Guðmundsson, 2000b).

Page 12: ADHD og mataræði

10

Sérstök greiningarviðtöl eru notuð til greiningar (Barkley, 2006c). Við göngudeild

barna- og unglingageðdeildar Landspítala Dalbraut er viðtal tekið við foreldra barnsins.

Helstu hegðunarmatskvarðarnir sem notaðir eru við greiningu á ofvirkniröskun hér á

landi eru ofvirknikvarðinn (Dupaul, Power, Anastapolous og Reid, 1998), kvarðinn

Hegðun á heimili (Barkley og Edelbrock, 1987) og Spurningalisti yfir atferli barna og

unglinga á aldrinum 4-16 ára (Achenbach 1991). Að hluta eru til íslenskar

viðmiðunartölur fyrir kvarðana (Páll Magnússon, Jakob Smári, Hrönn Grétarsdóttir og

Hrund Þrándardóttir,1999), en þar sem þær skortir hefur verið stuðst við erlend

normalgildi. Einnig er gagnlegt að notast við taugasálfræðileg próf við að meta ýmis

frávik í taugaþroska sem oft eru fylgifiskar ofvirkniröskunar (Gordon og Barkley, 2006;

Dulcan,1997).

Greining ofvirkniröskunar er oft erfið hjá börnum á leikskólaaldri því mikil virkni,

flöktandi einbeiting og hvatvísi er oft til staðar hjá börnum á þeim aldri (Blackman,

1999). Niðurstaða rannsóknar Palfrey, Levine, Walker og Sullivan(1985) sýndi fram á

að grunur um ofvirkniröskun væri einungis fyrir hendi hjá 3% barna undir 14 mánaða

aldri, á milli 14 og 29 mánaða aldurs var niðurstaðan aftur á móti 13%(Palfrey, Levine,

Walker og Sullivan, 1985). Þegar litið er til þroskasögu barnsins lýsa mæður því að

barnið hafi sparkað og hreyft sig óvenju mikið á meðgöngu. Um þriggja til fjögurra ára

aldurinn eru einkenni hreyfiofvirkni/hvatvísi orðin nokkuð skýr samkvæmt því formi

sem þeim er lýst í greiningarviðmiðum. Einkenni athyglisbrests koma fram heldur

seinna eða um fimm til sjö ára aldurinn (Barkley, 1996).

Þar sem lyfjameðferð getur einnig haft áhrif á einbeitingu hjá börnum sem ekki

greinast með ofvirkniröskun er mikilvægt að greining á ofvirkniröskun sé aldrei sett á

grunni meðferðarsvörunar einnar (Morgan, 1999).

3.3 Fylgiraskanir

Geðrænir fylgikvillar eru algengir meðal barna með ofvirkniröskun. Fylgiraskanir eru til

að mynda mótþróaþrjóskuröskun, kvíðaraskanir, kækjaraskanir (Gadow, Nolan,

Sprafkin og Schwarts, 2002), þunglyndi og sértækar þroskaraskanir eins og

námsefiðleikar (Rowland, Lesesne og Abramowitz, 2002). Algengi fylgiraskana er frá

20% fyrir námsraskanir til 35% fyrir hegðunarraskanir (Gísli Baldursson, o.fl, 2000a).

Rannsóknir undanfarinna ára sýna að allt að 50-80% barna með ofvirkniröskun eigi

enn við hamlandi einkenni að stríða á fullorðinsárum (Barkley, Fischer, Edelbrock og

Page 13: ADHD og mataræði

11

Smallish, 1990b). Einkennin breytast, hreyfiofvirknin minnkar en önnur frávik eru hins

vegar oft viðvarandi, til að mynda skipulagserfiðleikar, dagdraumar, gleymni,

óstundvísi og einbeitingarerfiðleikar (Hart, Lahey, Loeber, Applegate og Frick, 1995).

Svefnerfiðleikar eru einnig algengir meðal barna með ADHD. Í rannsókn á hópi

494 barna komu svefnvandamál fram sem umkvörtunarefni 11% skólabarna á aldrinum

4-12 ára og upp í 37% hjá eldri grunnskólabörnum (Owens, Spirito, McGuinn og

Nobile, 2000). Órólegur og truflaður svefn var eitt sinn hluti af DSM greiningartæki

fyrir ADHD en var síðar ekki vera álitið einkenni og var því tekið út úr greiningunni.

Erfileikar barns með ADHD við að ná sér niður og róast koma fram sem vandamál við

að sofna og/eða mótþrói á háttatíma. Óvær eða slitróttur svefn er sérstaklega til

vandræða fyrir börn með ADHD og geta svefnlotur orði áberandi stuttar og svefn

almennt ónógur. Augljós teikn eru frá rannsóknum um að ónógur svefn leiði af sér

dagsyfju og hegðunarvandamál sem og hafi áhrif á tauga-hugræna virkni í börnum

(Owens, 2005).

3.4 Tíðni ADHD

ADHD er algeng hjá börnum, samkvæmt niðurstöðum erlendra rannsókna. Teknar voru

saman 97 rannsóknir á tíðni athyglisbrests með ofvirkni og sýndu algengi um 7%

samkvæmt DSM-IV greiningarkerfinu (Agnes Huld Hrafnsdóttir ofl., 2005). Íslensk

athugun fann aðeins lægra hlutfall meðal íslenskra skólabarna (Páll Magnússon,

o.fl.,1999). Algengi hefur verið metið hærra hjá drengjum og greinast um það bil þrír

drengir á móti hverri stúlku með ofvirkniröskun (Biederman, Mick, Faraone, Braaten,

Doyle, Spencer, ofl., 2002). Þó er talið að þessi munur fari minnkandi með hækkandi

aldri því hreyfiofvirkni– og hvatvísieinkenni ásamt hegðunartruflunum eru meira

áberandi meðal yngri drengja en stúlkna (Ohno, 2003). Einkennin minnka gjarnan með

aldri en talið er að allt frá 22-85% unglinga sem höfðu ofvirkniröskun á barnsaldri

uppfylli áfram greiningarviðmið (Faraone og Doyle, 2000; Elia, Ambrosini og

Papoport, 1999).

Niðurstöður rannsókna eru nokkuð breytilegar vegna mismunandi þýðis,

rannsóknaraðferða og hvort farið er eftir greiningarkerfinu ICD-10 eða DSM-IV. Þannig

hefur algengi verið metið allt frá 1,5 til 17,8% (Elia, Ambrosini og Papoport, 1999;

Taylor, Döpfner, Sergeant, Asherson, Banaschewski og Buitelaar, 2004). Einnig getur

verið umdeilt hvort rétt greining á barni sé til staðar(Cuffe, More og Mvkeown, 2005).

Page 14: ADHD og mataræði

12

3.5 Orsakaþættir

Orsakir ADHD eru ekki þekktar en sterkar vísbendingar eru um erfða- og

umhverfisþætti. Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að erfðir séu aðal orsakaþáttur

ofvirkniröskunar og skýra þær 70-95% tilfella samkvæmt þeim (Comings, 2001;

Faraone, Biederman og Monuteaux, 2000). Fjölskyldu- tvíbura- og ættleiðinga-

rannsóknir hafa gefið vísbendingar um erfðafræðilega þætti (Biederman og Faraone,

1992). Líkt og í mörgum öðrum sjúkdómum eru margir þættir sem koma að orsökum

sjúkdómsins ADHD. Sérfræðingar hafaverið að rannsaka aðra þætti sem gætu haft áhrif

á ADHD, til að mynda skemmd á heila, næring og ýmsir umhverfisþættir (National

Institute of Mental Health, 1998).

Rannsóknir hafa sýnt fram á að samband er á milli áfalla á meðgöngu og við

fæðingu barns með ADHD. Í rannsókn sem gerð var hér á Íslandi mældust marktæk

tengsl milli ofvirkniröskunar hjá barni og aldurs móður innan við tvítugt við fæðingu

barns, það að barnið hafi verið fyrirburi eða hafi verið tekið með keisaraskurði.

Rannsóknin sýndi einnig fram á að samband sé á milli ofvirkniröskunar og reykingar og

alkahólnotkunar á meðgöngu (Agnes Huld Hrafnsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Páll

Magnússon og Ólafur Ó. Guðmundsson, 2006).

Þegar litið er til umhverfisþáttanna hafa rannsóknir sýnt að næring getur haft áhrif

á ADHD. Talið er að öll líffæri líkamans vinni saman og eru því tengsl milli

meltingarvegarins og heilans samkvæmt nýlegum rannsóknum og klínískri reynslu. Í

raun virðist sem meltingarkerfi barnsins hafi að geyma lykilinn að andlegum þroska

þess. Þegar litið er til meðferða við ADHD er það mikilvægur þáttur sem þarf að huga

að (Campell-McBride, 2008).

Page 15: ADHD og mataræði

13

4 Meðferðarúrræði

Þegar kemur að meðferðum við ADHD er talið mikilvægt að foreldrar, kennarar og eftir

atvikum barnið sjálft fái fræðslu um athyglisbrest með ofvirkni, einkenni, orsakir,

horfur og meðferðir. Af yfirliti yfir ráðlögð meðferðarúrræði má ráða að í öllum

tilvikum þar sem barn fær greiningu er ráðlögð einhvers konar sálfélagsleg íhlutun.

Þetta er í samræmi við ráðlögð vinnubrögð samtaka bandarískra barnageðlækna

(Dulcan, 1997).

Í rannsókn Gísla Baldurssonar o.fl. (2000b) á barna- og unglingageðdeild

Landspítalans var algengasta meðferðarúrræðið að foreldrum væri boðið upp á

ráðgjafarviðtöl. Næstalgengast var að mælt væri með fræðslunámskeiði sem haldið var

á vegum fræðsluþjónustunnar Eirðar og Foreldrasamtaka misþroska barna. Fjórða

algengasta úrræðið var þjálfunarnámskeið fyrir foreldra ofvirkra barna (Gísli

Baldursson o.fl., 2000b).

4.1 Lyfjameðferð

Sú meðferð við ofvirkni sem hefur lengst verið stunduð á markvissan máta og byggir á

ýtarlegustu rannsóknaniðurstöðum er lyfjameðferð, en rannsóknir á áhrifum örvandi lyfja á

ofvirknieinkenni hófust á árunum 1937-1941(Barkley, 2006b). Lyfjameðferð er notuð til að

bæta einkenni ADHD en ekki til að stjórna hegðun þeirra. Örvandi lyf eru algengasta

lyfjagerðin í meðferð ofvirkni (Spencer o.fl., 1996).Einnig eru notuð þunglyndislyf og

clonidine (Barkley, 2006b). Löng reynsla er af notkun örvandi lyfja eins og metílfenýdats

bæði hér á landi og erlendis. Það virkar fljótt og er áhrifaríkt en áhrifin vara aðeins skamma

stund eða um að bil fjórar klukkustundir. Þunglyndislyf virka eftir nokkurn tíma, tvær til þrjár

vikur og þessi lyf þarf að taka að staðaldri. Áhrifin eru ekki eins mikil en virkni varir allan

sólahringinn (Ragna F.Karlsdóttir, 2001).

Með réttri lyfjagjöf er hægt að hjálpa einstaklingi sem greindur hefur verið með

ADHD. Geðdeyfðarlyfin sem algengt er að nota hafa reynst árangursrík til þess að bæta

hegðun, námsvinnu og félagsfærni í um 50-95% tilvika hjá börnum með ADHD

(Barkley, 2000).

Page 16: ADHD og mataræði

14

Ákvörðun um lyfjanotkun liggur í höndum læknis og foreldra barns og tengist

alvarleika sjúkdómsins.Huga þarf að þáttum eins og hversu mikið einkennin hafa áhrif á

hegðun barnsins, félagslíf, tilfinningalíf og aðlögun í skóla. Athuga þarf hvort barnið

þurfi á lyfi að halda einungis í skólanum eða á kvöldin og um helgar(Dornbush og

Pruitt, 2002). Rannsóknir hafa sýnt að með örvandi lyfjum eiga börn auðveldara með að

skipuleggja vinnu sína og léttara með að einbeita sér. Námsárangur verður betri sem og

fínhreyfingar barnsins, einnig dregur það úr ofvirknihegðun þess sem leiðir til að

barnið verður rólegra(Gillberg, 1996).Lyfin auka einnig virkni og örvun heilans. Þótt

lyfin bæti ekki greind barnsins mun barnið getað unnið meira (Barkley, 2006b). Þrátt

fyrir að rannsóknir hafi staðfest áhrif þessara lyfja hafa þau ekki tilætluð áhrif hjá allt að

30% barna (Barkley, McMurray, Edelbrock og Robbins, 1990a).

Aukaverkanir lyfja koma fram hjá 4-6% barna, algengustu aukaverkanirnar eru

svefnleysi, lystarleysi, kviðverkir, höfuðverkur og pirringur (Barkley o.fl., 1990a;

Spencer, o.fl., 1996). Börn undir fjögurra ára aldri eru í meiri hættu á að fá aukaverkanir

af lyfjunum eða lyfin virka ekki sem skyldi á þau. Í þeim tilvikum á ekki að gefa þeim

örvandi lyf og fremur reyna aðrar meðferðir (Barkley 2006b).

Helga Zoega, Gísli Baldursson og Matthías Halldórsson (2007) framkvæmdu

rannsókn á notkun metýlfenídat eða rítalíns á Íslandi á árunum 1998 til 2006. Þar kom

fram að notkun þessara lyfja hefðu aukist talsvert á þessum átta árum meðal barna á

aldrinum 0-18 ára eða úr 0,2% í 25,1%. Notkunin var mun algengari hjá drengjum en

stúlkum. Fjöldi barna sem tók metýlfenídat var 15 árið 1989 en var komin í 1974 börn

árið 2006. Þrátt fyrir fjölgunina og aukningu á notkun þessara lyfja þá virðist sem

jafnvægi hafi verið náð árið 2004 og notkunin nokkuð stöðug þaðan af. Orsakir á

aukningu á notkun lyfja geta verið ýmsar, til að mynda meiri þekking á ADHD og betra

aðgengi að lyfjunum (Helga Zoega, Gísli Baldursson og Matthías Halldórsson (2007).

Viðhorf til lyfjanotkunar við ofvirkniröskun eru mismunandi meðal lækna og milli

landa. Læknar í Evrópu mæla yfirleitt með atferlismótun sem fyrstu meðferð og ávísa

lyfjum aðeins í alvarlegustu tilvikum(Sergeant og Steinhausen, 1992). Í Bandaríkjunum

er aftur á móti fyrir hendi margra áratuga reynsla af notkun örvandi lyfja og

lyfjameðferð oftar ráðlögð sem fyrsta meðferð samhliða atferlismótun (Swanson o.fl.,

1998). Á Íslandi er notkun metýlfenídats hærri en á Norðurlöndunum en svipuð og hjá

Bandaríkjamönnum. Ávísanamynstur á lyfjum er svipað á Íslandi og í Bandaríkjunum

og getur skýringin verið sú að íslenskir læknar eru fljótir að taka viðnýjungum á sviðinu

Page 17: ADHD og mataræði

15

sem koma oftar en ekki frá Bandaríkjunum (Helga Zoega, Gísli Baldursson og Matthías

Halldórsson, 2007).

4.1.1 Gagnrýni og álitamál um lyfjameðferð

Flestir sérfræðingar eru sammála um að lyfjameðferð sé besta meðferðarúrræði fyrir

börn með ADHD þrátt fyrir gagnrýnisraddir. Fjöldi foreldra vilja ekki setja börn sín á

þessi lyf af ótta við slæmar sögur um að lyfin hafi ekki góð áhrif á börnin. Dæmi um

þessar sögur eru að þau valdi langvarandi áhrifum, til að mynda að börnin verði ekki

þau sjálf, misnotkun á lyfinu, sem og þau séu ofnotuð til að stjórna börnunum. Þessi

umræða á líklega rétt á sér vegna gríðarlegrar aukningar á lyfjagjöfum. Þessi aukning er

hins vegar ekki endilega merki um misnotkun eða ofnotkun, því betri sjúkdómsgreining

gæti einnig átt hlut að máli (Everett og Everett, 1999).

Börnum sem greinast með ADHD er mun hættara en öðrum við lyfjamisnotkun og

andfélagslegri hegðun þegar fram líða stundir. Hafa skal í huga að þeim börnum sem

fengið hafa viðeigandi lyfjameðferð er ekki hættara en öðru fólki með ADHD að leiðast

út í fíkniefnaneyslu. Rannsóknir benda til þess að þau börn sem greinst hafa með

ADHD og fengið hafa lyfjameðferð sé í raun síður hætt við lyfjamisnotkun en þau sem

ekki hafa fengið lyfjameðferð í æsku (Matthías Halldórsson, 2010).

4.2 Atferlismótun

Einkenni skána oft með lyfjum en samt sem áður eru veikar vísbendingar um að þau

bæti félagsfærni og minnki fjölskylduátök (McGuinnes, 2008). Þegar barn greinist með

ADHD er mikilvægt að foreldrar leiti sér þekkingar um allt varðandi sjúkdóminn og

hvaða meðferðaúrræði henti því best. Í þessu felst að hlusta, lesa sér til um ADHD, og

rannsaka og spyrja spurninga. Því betur sem foreldrar eru upplýstir, þeim mun meiri

líkur eru til þess að þeir viti hvaða leiðir eru bestar fyrir barnið (Barkley, 2000). Þegar

greining er væg eða notkun lyfja óviðunandi eins og vegna tíðra aukaverkana, getur

meðferð atferlismótunar verið gagnleg.

Atferlismótun er styðjandi og þroskandi aðferð sem einnig er hægt að nota samhliða

lyfjameðferð eða jafnvel eina og sér (Felt, Lumeng og Christner, 2009). Í atferlismótun

eru allir uppeldisrammar hafðir eins einfaldir og skýrir og kostur er, unnið er markvisst

að því að styrkja æskilega hegðun og draga úr þeirri neikvæðu. Haldin eru námskeið

fyrir foreldra þar sem þeim er kennt að beita viðeigandi uppeldisaðferðum, meðal

annars umbunarkerfum (Pelham, Wheeler og Chronis, 1998). Námskeiðin eru

Page 18: ADHD og mataræði

16

foreldraþjálfun þar sem notast er við virka skilyrðingu til að mynda skilyrta styrkingu

og refsingu. Foreldar geta notast við þessar aðferðir eftir að barn hefur sýnt viðeigandi

eða óviðeigandi hegðun. Styrking getur falið í sér hrós, tákn eða sérstakar athafnir á

meðan refsing felur í sér tap á jákvæðri athygli, refsingum eða táknum (McGuinnes,

2008). Þegar foreldri vill breyta óæskilegri hegðun er reglan yfir að nota jákvæðni fram

yfir neikvæðni einföld. Fyrst er að ákveða hvaða jákvæðu hegðun á að ná fram í staðinn

fyrir þá neikvæðu og það mun ósjálfrátt leiða foreldrið til þess að byrja að fylgjast með

jákvæðri hegðun. Þegar hún birtist mun foreldrið verða líklegra til þess að hrósa og

verðlauna hegðunina. Barkley (2000) leggur upp með kerfi sem samanstendur af átta

skrefum og á að geta hjálpað foreldrum til þess að stjórna hegðun barna með ADHD.

Unnið er með hvert skref í eina viku, lengur ef markmiðum er ekki náð innan þess tíma.

Hvert skref er tekið í réttri röð og það má hvorki sleppa né hlaupa yfir. Mikilvægt er að

foreldrar séu tilbúnir til að breyta sinni eigin hegðun, ef ekki þá mun kerfi Barkleys ekki

ganga upp (Barkley, 2000).

Með foreldraþjálfun er foreldrum kennt að annast krefjandi hegðun barna sinna,

koma á táknakerfi á heimilum, innleiða hlé og stjórna ósæmilegri hegðun. Það getur

auðveldað foreldrum persónulega sátt með því að kenna þeim árangursríkar aðferðir í

gegnum foreldraþjálfun í samskiptum við barn sem greinst hefur með ADHD

(McGuinness, 2008).

Foreldraþjálfun hefur ekki einungis leitt til breyttrar hegðunar barns,heldur hefur

meðferðin einnig dregið úr foreldrastressi og aukið sjálfstraust foreldra. Foreldrum og

barni fer einnig að líka betur hvort við annað (Anastopoulus, Rhoads og Farley, 2006).

Þegar meðferðin er árangursrík eru foreldrar betur í stakk búnir til að stjórna hegðun

barna sinna. Anastopoulus og fleiri framkvæmdu rannsókn þar sem gerður var

samanburður á þeim börnum sem gengust undir foreldraþjálfun og þeim börnum sem

voru á biðlista eftir að fá meðferð í atferlismótun. Niðurstöður sýndu fram á að foreldrar

þeirra barna sem gengust undir meðferð foreldraþjálfunar greindu frá því að dregið

hafði úr einkennum ADHD hjá börnum sínum. Einnig dró úr foreldrastressi og sjálfsálit

foreldra jókst. Breytingar voru enn til staðar tveimur mánuðum eftir að meðferð var

hætt (Anastopoulus, DuPaul, Guevremont og Shelton, 1993).

Mikilvægt er að kennarar fái á sama hátt ráðgjöf og fræðslu atferlismótunar sem

beita má í skólastofum (Pelham o.fl., 1998). Kennaraþjálfun felur í sér að kennarar eru

sérstaklega þjálfaðir í stjórnun hegðunarvandamála í kennslustofum. Rannsóknir sýna

Page 19: ADHD og mataræði

17

að aukin athygli og skilyrt notkun styrkja sem draga úr virkni eru bestu

kennsluaðferðirnar. Dagleg hegðunarspjöld er aðferð sem notuð hefur verið með

börnum með ADHD til að minnka neikvæða hegðun á heimili og í skóla. Á spjöldunum

eru sett fram einstaklingsbundin markmið til dæmis um heimavinnu, námsgetu,

vinnuhegðun og félagshæfni (McGuinness, 2008). Nauðsynlegt er að sterkt samband sé

á milli skóla og heimilis svo að aðferðin virki því takmarkaður árangur næst ef annað

hvort foreldri eða kennari nær ekki að innleiða aðferðina og ef samskipti á milli

aðilanna eru ekki stöðug. Óraunhæft er að biðja barn sem gleymir mörgum verkefnum

að muna að koma heim með fullunnið hegðunarspjald (Evans, Sadler og Schultz, 2008).

Mikilvægt er að einstaklingsmiða menntun fyrir börn með ADHD. Sætaskipan, úthlutun

bóka, tímamörk og áminningar þarf kennari að hafa í huga við kennslu, þessi aðferð er

byggð á þörfum barnsins og kennslustíl kennarans. Mánaðarlegir fundir kennara,

foreldra, barns og skólasálfræðings geta verið áhrifarík aðferð (McGuinness, 2008).

4.2.1 Gagnrýni og álitamál um atferlismótun

Aðferðir atferlismótunar sem meðferð við ofvirkni byggja mest á rannsóknum á

meðferðarárangri (Dulcan, 1997; Anastopoulos, o.fl. 1993; Pelham, o.fl., 1998). Stutt

meðferð af þessu tagi breytir ekki atferli barnsins til langframa heldur þarf að breyta

uppeldisumhverfi barnsins þannig að uppeldisaðferðir byggist til lengri tíma á aðferðum

atferlismótunar (Barkley og Biederman, 1997).Nokkuð nýleg umfangsmikil

langsniðsrannsókn frá Bandaríkjunum sneri að samanburði á árangri lyfjameðferðar og

atferlismeðferðar þegar þeim er beitt einum og sér. Rannsóknin stóð yfir 14 mánaða

tímabil og voru þátttakendur börn á aldrinum sjö til níu ára með ofvirkniröskun.

Niðurstöður sýndu betri árangur lyfjameðferðar en atferlismeðferðar. Þegar

kvíðaraskanir og fjölskylduerfiðleikar bætast við er árangur bestur þegar notast er við

bæði meðferðarformin samtímis. Samkvæmt rannsókninni gefur atferlismeðferðin lakari

en ásættanlegan árangur fyrir þá sem ekki vilja notast við lyfjameðferð (The MTA

Cooperative Group, 1999).

Page 20: ADHD og mataræði

18

5 Mataræði sem meðferð

Í nútíma samfélagi með vaxandi áhyggjum af öryggi og árangri lyfja hafa

heilbrigðisstarfsmenn og fjölskyldur leitað annarra leiða í meðferð við ADHD.

Mataræði sem meðferð hefur höfðað til margra foreldra þar sem skilningur þeirra á

stjórn og áhrifum samræmist löngun þeirra til að stuðla að heilbrigðum lífsstíl fyrir

barnið (Cormier og Harrison, 2007).Margar tilraunir hafa verið gerðar til að hafa áhrif á

ofvirknieinkenni með breyttu mataræði, svo sem fæði án litar- og rotvarnarefna og

sykurs. Einnig hafa verið reyndir háir skammtar af vítamínum, steinefnum svo og ýmis

svokölluð fæðubótarefni (Barkley, 2006a).

Campell-McBride (2008) telur nauðsynlegt að eyða öllum eiturefnum sem berast til

heilans. Hreinsa og græða þarf meltingarveginn svo hann verði ekki uppspretta eiturefna

í líkamanum og fjarlægja þau eiturefni sem safnast hafa saman í vefjum líkamans. Þetta

er gert með næringarmeðferð sem felst í því að huga vel að mataræði og þeim

bætiefnum sem nauðsynleg eru líkamanum.

5.1 Mataræði

Hugmyndir um inngrip í meðferð hegðunarvandamála með mataræði er ekki ný, í

kringum 1920 var sýnt fram á tengsl mataræðis og hegðunar barna. Rannsókn Feingolds

er þekktust, en þar skoðaði hann áhrif mataræðis á einkenni ofvirknis og leiddi það í ljós

að námserfiðleikar barna með ofvirkni bötnuðu ef þau voru sett á mataræði án salýsölt

og aukaefna, þá sér í lagi gervi-, litar- og bragðefna. Hann benti á að rétt mataræði

læknaði um 50% barna, börn sváfu betur og minni þeirra batnaði. Mataræðið kallaði

hann Keiser - Permanente (KP) og var það kallað eftir læknastöð hans (Cormier og

Harrison, 2007). Rannsóknir hans hafa verið gagnrýndar fyrir að byggja niðurstöður á

eigin klínískum athugunum frekar en tilraunavísbendingum. Í kjölfar ágreinings voru

gerðar leiðbeiningar um framkvæmd frekari rannsókna sem miða að því að kanna tengsl

milli mataræðis og ofvirkni (Schnoll, Burshteyn og Cea-Arevena, 2003).

Upplýsingar um mataræði fyrir börn með ADHD geta verið misvísandi og getur það

verið mjög flókið og ruglingslegt fyrir foreldrana. Ekki er nóg að taka út einungis

glútein og kasein, mikilvægt er að taka út allt sem þarf svo meðferðin virki sem skyldi

(Campell-McBride, 2008).

Page 21: ADHD og mataræði

19

5.1.1 Fæðuóþol

Nauðsynlegt og mögulegt er að fjarlægja aukaefni, fenól og salysölt (efni sem tilheyra

fenólum úr fæðunni til að vinna á einkennum ADHD, en sjaldan er það fullnægjandi.

Fenól eru ilmefni sem hafa lítinn sameindamassa og gefa fæðunni lit og bragð. Öll

náttúruleg prótein, fita og kolvetni innihalda fenólsambönd (Campell-McBride,

2008).Allt að 88% af börnum með ADHD bregðast við þessum efnum séu þau sett

undir tunguna og viðbrögð könnuð en í tvíblindum rannsóknum bregst ekkert barn við

þessum efnum einum og sér. Taka verður tillit til þess að um ofnæmi eða óþol fyrir

matnum sjálfum getur verið að ræða og því þarf að finna út hvaða mat er um að ræða og

fjarlægja hann (Stevens, Kuczek, Burgess, Hurt og Arnold, 2011). Margar rannsóknir

hafa sýnt fram á fæðuóþol hjá börnum með ADHD (Egger, Carter, Graham, Gumley og

Soothill, 1985; Carter o.fl., 1993; Uhlig, Merkenschlager, Brandmaier og Egger, 1997).

Carter o.fl. (1993)framkvæmdu rannsókn þar sem þátttakendur voru 76 ofvirk börn og

voru þau sett á lág-næmni fæði. Lág-næmni fæði samanstendur af lambakjöti, kjúklingum,

kartöflum, hrísgrjónum, bönunum, eplum, grænmeti úr kál- og brassica fjölskyldunni,

fjölvítamíntöflum og þremur grömmum af kalki daglega. Rannsóknin stóð yfir í fjórar

vikur.Niðurstöður sýndu fram á að einkenni ofvirkninnar löguðust hjá 82% barnanna.

Niðurstöður svipaðrar rannsóknar þar sem þátttakendur voru 76 börn greind með

ofvirkni sýndi einnig framfarir í betri hegðun eða 75% barnanna sýndu æskilega

hegðun. Eins og rannsókn Carter o.fl. (1993)voru börnin sett á lág-næmni fæði í fjórar

vikur þar sem börnin fengu tvenns konar kjöt, lamb og kjúkling, kartöflur og hrísgrjón,

tvenns konar ávexti, banana og perur. Börnin fengu einnig grænmeti og vatn. Í

rannsókn Egger o.fl. (1985) var fæðið bætt með magnesium, zinki og nokkrum grunn

vítamínum. Í niðurstöðum rannsóknarinnar kom einnig fram að einkenni, til að mynda

höfuðverkur og magaverkur varð sjaldgæfari hjá börnunum. Að fjórum viknum liðnum

tóku 28 börn þátt í samanburðarrannsókn með lyfleysu þar sem matvæli sem talin voru

hafa áhrif á ofvirkni voru höfð á boðstólum að nýju, ein fæðutegund var tekin fyrir í

einu. Hægt er að mæla fæðuofnæmi og fæðuóþol í blóði með svokallaðri Elisatækni.

Þegar ofnæmisviðbrögð koma strax eru svokölluð IgE mótefni mæld og við óþoli sem

eru sein viðbrögð (allt að 72 tímum eftir að fæðutegundarinnar er neytt) eru mæld IgG

mótefni. Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu að einkennin komu oftar aftur eða

versnuðu hjá þeim börnum sem fengu matvælin sem talin voru vekja einkenni ofvirkni

en hjá þeim börnum sem voru á lyfleysu. Tilbúin litarefni og rotvarnarefni voru

Page 22: ADHD og mataræði

20

algengustu efnin sem vöktu upp einkennin hjá börnunum eða í 70%-79% tilfella, en

ekkert barn var viðkvæmt fyrir þessum efnum einum og sér. Sá matur sem algengast var

að kveikti á slæmri hegðun innihélt mjólk, súkkulaði, soja, egg, hveiti, korn og

grænmeti (Egger o.fl. 1985).

Rannsókn Uhlig o.fl. (1997) var svipuð rannsóknum Carter o.fl. og Egger o.fl. Þar

voru þátttakendur 15 talsins, öll greind með ADHD og áttu við fæðuofnæmi að stríða.

Rannsókn þessi var sú fyrsta sinnar tegundar til að skoða samband heilastarfsemi og

fæðu sem hefur áhrif á börn með fæðuofnæmi sem greinst hafa með ADHD.

Niðurstöður rannsóknarinnar sýndu fram á að ákveðin fæða getur ekki einungis haft

áhrif á klínísk einkenni barna með ADHD heldur einnig haft áhrif á heilastarfsemina

(Uhlig o.fl. 1997).

Foreldrar í öllum þessum ofantöldu rannsóknum tilkynntu að ofvirknieinkennin

ágerðust er börnin voru á fæðu sem höfðu áhrif á sjúkdóminn,oftar en foreldrar barna

sem voru á lyfleysu.

Lág-næmnifæði sem lýst er hér að ofan takmarkar nokkuð verulega fæðuúrval

barnsins. Rannsóknir hafa verið gerðar á nokkuð minna takmarkaðri fæðu sem skila

árangri í að draga úr ofvirkni (Kaplan, McNicol, Conte og Moghadam, 1989; Boris og

Mandel, 1994). Kaplan o.fl. gerðu rannsókn á 24 leikskólabörnum sem greinst höfðu með

ADHD. Lagt var mat á mataræði án litarefna, bragðefna, súkkulaði, MSG, rotvarnarefna,

koffeins og annarra matvæla sem foreldrar töldu hafa áhrif á barnið sitt. Mataræðið var

einnig lágt í einföldum sykrum sem og laust við alla mjólk ef fjölskyldan greindi frá

vandamálum við kúamjólk.Rannsóknin stóð yfir í tíu vikur þar sem rannsakendur sáu um

mataræði í þann tíma. Áður en rannsókn hófst greindu foreldrar frá vandamálum

barnanna, til að mynda svefnvandamálum, og ýmsum líkamlegum einkennum.

Rannsókninni var skipt í þrjú tímabil: grunntímabil sem stóð yfir í þrjár vikur,

lyfleysutímabil en það stóð einnig yfir í þrjár vikur og tilraunatímabil sem tók fjórar vikur.

Grunntímabilið fólst í því að börnin borðuðu sitt venjulega fæði og foreldrar skráðu það

svo niður í matardagbók. Tilraunafæðið innihélt lágar hitaeiningar og kolvetni, einfaldan

sykur. Fæðið var einnig ríkt af A-vítamínum, C- vitaminnum, B6 og D-vítamínum,

fólasíni, níasíni og biotini. Samkvæmt skýrslum rannsakenda sýndi meira en helmingur

þátttakenda betri hegðun við neyslu tilraunafæðisins. Foreldrar greindu frá minnkun á

svefnleysi þá daga sem tilraunatímabilið stóð yfir (Kaplan, o.fl., 1989).

Page 23: ADHD og mataræði

21

Rannsókn Boris og Mandel (1994) sýndi svipaðar niðurstöður og rannsókn Kaplan,

o.fl. (1989). Notað var fæði sem ekki innihélt mjólkurvörur, hveiti, korn, ger, soja,

sítrus, egg, súkkulaði, hnetur, litarefni og rotvarnarefni. Þátttakendur voru 26 börn á

aldrinum þriggja til ellefu ára, öll greind með ADHD. Rannsóknin stóð yfir í tvær vikur

þar sem börnin voru sett á viðeigandi fæði. Samkvæmt niðurstöðum batnaði hegðun

barnanna í 73% tilvika samkvæmt mælikvarða foreldranna á ADHD, samanborið við

mælikvarðann sem foreldrarnir gerðu fyrir rannsóknina. Þátttakendur tóku einnig þátt í

opinni rannsókn þar sem foreldrar kynntu það fæði fyrir barninu sem hugsanlega gæti

haft áhrif á hegðun þess á tveggja daga millibili. Foreldrar fylgdust grannt með hegðun

þess. Í rannsókninni voru 16 þátttakendur af 26 sem tóku þátt í vikulegri, tvíblindri

lyfleysu tilraun, 5 gr. af duftformi með aukaefnum var sett dulbúið í fæðu barnanna og

foreldrar fylgdust einnig grannt með hegðun barnanna. Foreldrar greindu frá marktækt

meiri ofvirkni hjá börnunum á þeim dögum sem þau fengu aukaefnin í fæðið (Boris og

Mandel, 1994).

Þær rannsóknir sem fjallað hefur verið um hér að ofan sýna samband á milli

takmarkað mataræðis og ADHD. Aukaefni og rotvarnarefni voru líklegust til að

framkalla óæskilega hegðun barna (Stevens, o.fl. 2011).

5.1.2 Aukaefni

Í dag er skyndibiti mjög vinsæll, en skyndibiti er unninn matur. Því meira sem maturinn

er unninn, því næringarsnauðari verður hann og því meira breytist hann. Fyrir utan að

missa næringargildi sitt, missir unninn matur mikið af öðrum eiginleikum svo sem

bragð og lit. Til að vega upp á móti því er bætt við hann miklu af aukaefnum,

rotvarnarefnum, litarefnum og bragðefnum (Campell- McBride,2008). Því hefur lengi

verið haldið fram að litarefni og önnur aukaefni í matvælum hafi áhrif á hegðun barna

(Bateman o.fl., 2007; Dengate og Ruben, 2002; McCann o.fl., 2007). Aðaláhrif

aukaefna í matvælum hafa verið talin að þau auki á ofvirkni barna, hvatvísi og

óæskilega hegðun. Síðastliðin 30 ár hefur notkun þessara efna farið ört vaxandi og hafa

margar rannsóknir sýnt fram á að aukaefnin hafi áhrif á hegðun barna (Schab og Trinh,

2004; Abraham og Millstone, 1989). Í dag er því haldið fram að hver manneskja borði

að meðaltali um 3,6-4,5 kg af aukaefnum á ári og að allt upp í 75% matvæla

Vesturlandabúa innihaldi aukaefni (Abraham og Millstone, 1989).

Í rannsókn Bateman o.fl. (2007)var athugað hvort litarefni og önnur aukaefni eins

og rotvarnarefni í matvælum hafi áhrif á hegðun þriggja ára barna með ofvirkni. Fengin

Page 24: ADHD og mataræði

22

voru 277 leikskólabörn í tvíblinda rannsókn. Börnin voru sett á mataræði sem innihélt

hvorki litarefni né rotvarnarefni í fjórar vikur. Í viku tvö og viku fjögur fengu þau

daglega 300 ml. af ávaxtasafa sem annað hvort var hlutlaus eða innihélt 20 mg af

litarefnum og 45 mg af rotvarnarefnum. Hegðun barnanna var skoðuð í hverri viku á

rannsóknarstofu af sálfræðingi sem lagði mat á ofvirkni og athyglisbrest. Einnig voru

börnin skoðuð áður en rannsóknin hófst til að fá ákveðinn grunnpunkt til samanburðar

við rannsóknartímabilið. Ofvirknin jókst til muna hjá báðum hópunum á því tímabili

þegar börnin drukku drykkinn sem innihélt aukaefnin. Mælanleg aukning fannst ekki á

hvatvísi hjá börnunum. Sálfræðingarnir sem skoðuðu hegðun barnanna sáu ekki eins

greinilegan mun og foreldrarnir. Samkvæmt þessari rannsókn hafa litarefni og

rotvarnarefni mikil áhrif á hegðun leikskólabarna með ofvirkni. Þegar börnin neyttu

drykkja sem innihéldu ekki aukaefni urðu þau rólegri og sýndu minni ofvirknihegðun

(Bateman o.fl., 2007).

Nýleg rannsókn sýndi einnig fram á að litarefni og aukaefni hafa áhrif á hegðun

barna sem hafa greininguna ofvirkni með eða án athyglisbrests (McCann o.fl., 2007).

Rannsókn þessi var gerð með slembiúrtaki og tvíblind þar sem þátttakendur voru

annarsvegar 153 þriggja ára og hins vegar 144 átta til níu ára gömul börn sem öll voru

með greininguna ADHD. Rannsóknin stóð yfir í sex vikur og á þeim tíma voru börnin

sett á mataræði sem innihélt engin litarefni né önnur aukaefni. Börnin fengu ýmist

drykki sem innihéldu aukaefni eða drykki sem voru án aukaefna í ákveðinn tíma í senn.

Drykkirnir sem nefndir voru A og B innihéldu litarefni og önnur aukaefni og þriðja

tegundin var hlutlaus drykkur sem engin aukaefni voru sett út í. Drykkir A og B

innihéldu mismikið magn af aukaefnum sem og ólíkar tegundir aukaefna greindu þá að.

Sama bragð var af öllum drykkjunum og litu þeir allir eins út. Þrír mælikvarðar voru

notaðir til að mæla ofvirknihegðun meðal yngri barnanna og fjórir mælikvarðar fyrir

eldri börnin meðan á rannsókninni stóð. Kennarar fengu spurningalista sem mælir

ADHD hegðun, listinn var mjög nákvæmur og fylltur út í hverri viku. Foreldrar

barnanna fengu annan lista til að meta og mæla hegðun barnanna. Óháður aðili notaðist

við beina athugun þar sem hann skoðaði hegðun barnanna í kennslutímum ákveðinn

tíma í hverri viku. Mælitæki sem var einungis notað fyrir eldri börnin var

frammistöðumat sem framkvæmt var í gegnum tölvu. Gögnum var safnað fyrir hverja

viku. Niðurstöður þessarar rannsóknar leiddu í ljós að mikill munur var á hegðun

þriggja ára barnanna þegar þau drukku drykk A miðað við hlutlausa drykkinn. Hjá átta

Page 25: ADHD og mataræði

23

og níu ára börnunum var mesti munur áhegðun þegar borið var saman drykkur B miðað

við hlutlausa drykkinn. Á heildina litið fengu börnin marktækt fleiri stig ofvirkni-

hegðunar þegar þau neyttu drykkja sem innihéldu litarefni og önnur aukaefni en þegar

þau drukku drykki sem innihéldu ekki þessi efni (McCann o.fl., 2007).

Rannsóknir Bateman o.fl. (2007) og McCann o.fl. (2007) sýna sömu niðurstöður og

eru einnig mjög líkar þrátt fyrir að í rannsókn Bateman hafi einungis verið rannsökuð

þriggja ára gömul börn og rannsókn McCann o.fl. (2007) stóð lengur yfir eða í sex vikur

á meðan rannsókn Bateman o.fl. (2007) stóð yfir í fjórar vikur.

Rannsóknir hafa notast við fleira en drykki til að sýna fram á tengsl mataræðis og

einkenna ADHD. Í rannsókn Dengate og Ruben (2002) var notast við brauð til að kanna

áhrif aukaefna á hegðun barna. Í þessari rannsókn voru sérstaklega skoðuð áhrif

rotvarnarefnisins kalsíum propionat (E 282) sem er salt. Efni þetta er vinsælt

rotvarnarefni sem notað er í brauð, það heldur því fersku og það myglar ekki eins fljótt

og það myndi annars gera. Í dag er farið að nota þetta efni í fleiri tegundir matvæla.

Efnið hefur þá eiginleika að það er bragð og lyktarlaust, ólíkt litarefnum. Þátttakendur

rannsóknarinnar voru 27 ofvirk börn á aldrinum fjögurra til tólf ára, 20 drengir og sjö

stúlkur. Börnin voru sett á mataræði sem útilokaði 50 tegundir aukaefna, amín og

glútamín og voru þau á þessu fæði í tvær til þrjár vikur áður en þau fengu brauðin sem

ýmist innihéldu rotvarnarefni eða ekki. Börnin neyttu fjögurra brauðsneiða á dag í þrjá

daga og foreldrar og kennarar skráðu niður hegðun þeirra. Samkvæmt niðurstöðu sýndu

14 börn afturför í hegðun þegar þau borðuðu brauðið sem innihélt kalsíum propionate.

Samkvæmt þessari rannsókn hefur aukaefnið kalsíum propionate slæm áhrif á hegðun

barna með ofvirkni (Dengate og Ruben, 2002).

Nýlegri rannsókn þar sem mataræði var skoðað svipar til rannsóknar Dengate og

Ruben (2002). Í rannsókn (Pelsser, o.fl. (2011) sem framkvæmd var árið 2009var

skoðað hvort neysla unninna matvæla hefði mælanleg áhrif á einkenni ADHD.

Niðurstöður sýna fram á að mataræði á stóran þátt í ofvirkni og athyglisbresti á meðal

barna. Í rannsókninni var 100 börnum á aldrinum fjögurra til átta ára skipt niður í tvo

hópa, annars vegar viðmiðunarhóp og hinsvegar sérfæðishóp. Viðmiðunarhópurinn fékk

almennar ráðleggingar um heilbrigt mataræði en sérfæðishópurinn var settur á sérfæði

þar sem unnin matvæli voru útilokuð. Að fimm vikum liðnum voru einkenni borin

saman milli hópa út frá algengum ADHD mælikvörðum.Samkvæmt rannsókninni höfðu

ADHD einkennin lækkað marktækt meira í sérfæðishópnum. Þau börn í

Page 26: ADHD og mataræði

24

sérfæðishópnum sem sýnt höfðu mestar framfarir voru þá sett aftur á almennt fæði í

fjórar vikur. Eftir þennan síðari hluta tilraunarinnar gáfu niðurstöður til kynna að í 63%

tilvika megi rekja ADHD beint til mataræðis. Einkenni ADHD hjá þessum 30 börnum

voru komin í nokkurn veginn sama horf og áður en tilraunin hófst (Pelsser, o.fl. (2011).

Rannsóknir Dengate og Ruben (2002) og Pelsser, o.fl. (2011) sýna báðar fram á

tengsl mataræðis og ADHD. Þrátt fyrir niðurstöður þessara rannsókna telur Matvæla- og

lyfjastofnun Bandaríkjanna ekki tilefni til aðgerða varðandi litarefni og önnur aukaefni í

unnum matvörum, meðan ekki liggja fyrir frekari sannanir um skaðsemi þessara efna.

Evrópusambandið hefur hins vegar þegar gert ráðstafanir til að vara við nokkrum þeirra

sex litarefna sem helst eru talin stuðla að ofvirkni og öðrum hegðunarvandkvæðum

meðal barna (Cormier og Elder, 2007).

5.2 Bætiefni

Rannsóknir (Antalis, Stevens, Campbell, Pazdro, Ericson og Burgess, 2006) hafa sýnt

að börn með ADHD skortir fjölómettaðar fitusýrur sem líkaminn myndar úr omega-3 og

omega-6 fitusýrum. Vísbendingar eru einnig um að þau skorti sink (Toren o.fl., 1996;

Ward, 1997), magnesíum og B6-vítamín (Starobrat-Hermelin og Kozielec, 1997;

Mousain-Bosch, Roche, Polge, Pradal-Prat, Rabin og Bali 2006).

5.2.1 Fjölómettaðar fitusýrur

5.2.1.1 Tengsl fitusýruskorts og ADHD einkenna

Skortur á fjölómettuðum fitusýrum, sér í lagi omega-3 fitusýrum hefur verið talinn tengjast

ýmsum hegðunarvandamálum sem og ofvirkni með eða án athyglisbrests. Einkenni hjá

börnum eins og þorsti, tíð þvaglát, flasa og breytingar á blóðvökva og rauðum blóðkornum

gefa til kynna skort á þessum fitusýrum (Antalis, Stevens, Campbell, Pazdro, Ericson og

Burgess, 2006). Rannsókn Stevens o.fl. (2003) sýndi að um 40% barna með ADHD eru með

einkenni sem tengjast skorti á lífsnauðsynlegum fitusýrum.

Við getum ekki lifað án lífsnauðsynlegra fitusýra. Lífsnauðsynleg fita inniheldur

fitusýrur omega-3 og omega-6 sem mannslíkaminn getur ekki myndað og því verðum

við að fá þær úr fæðunni. Þær taka þátt í margskonar grunnstarfsemi líkamans, heilinn

byggist upp af þessum fitusýrum að stórum hluta.

Omega-3 fitusýrur eru í miklu magni í heila- og taugakerfinu og eru nauðsynlegar

til að heilinn þroskist og starfi eðlilega (Campell-McBride, 2008). Líkaminn umbreytir

omega-6 fitusýrum úr fæðunni í arachidonic sýru (AA) og omega-3 fitusýrum í

Page 27: ADHD og mataræði

25

eikósapentaensýru (DHA). Skortur á þessum fitusýrum (AA, EPA og DHA) í blóðinu

gefur til kynna að líkaminn nái ekki að vinna úr omega fitusýrum úr fæðunni eða

skortur sé á þessum fitusýrum í mataræðinu (Burgess, Stevens, Zhang og Peck, 2000).

Rannsóknir hafa verið gerðar þar sem skoðað er hvort börn skorti fjölómettaðar

fitusýrur. Antalis og félagar (2006) gerðu rannsókn á tíðni og alvarleika þorsta og

húðþurrks hjá unglingum með ADHD miðað við tilviljunarkennt úrtak unglinga sem

voru ekki með hegðunarröskun. Niðurstöður sýndu tíðni einkenna sem tengjast skorti á

fitusýrum. Húðþurrkur, mikill þorsti, tíð þvaglát og þurrt hár mældust marktækt hærri

hjá unglingum með ADHD. Í rannsókninni var einnig skoðað hlutfall fitusýra í blóðinu

og annarra næringarefna sem gætu haft áhrif á nýtingu fitusýra og óeðlilega hegðun. Í

ljós kom að hlutfall ómega-3 fitusýra var marktækt lægra í blóðvökva og rauðum

blóðkornum hjá unglingum með ADHD og hlutfall mettaðrar fitu var hærra en hjá

samanburðarhópi. Tengsl á milli hegðunar og omega-3 fitusýra var einnig prófuð.

Marktæk neikvæð fylgni var á milli þessara tveggja breyta, því lægra sem omega-3

hlutfallið var, því alvarlegri var hegðunarröskunin. Ekki var hægt að skýra lægri mun

omega-3 fitusýra hjá unglingum með ADHD út frá mataræði þar sem engin munur var á

milli rannsóknarhóps og samanburðarhóps á neyslu omega-3 fitusýra. Munur á

mataræði þessara hópa var einungis neysla mettaðrar fitu sem mældist 30% hjá

unglingum með ADHD. Ekki hefur verið sýnt fram á að of mikil neysla á mettuðum

fitusýrum hafi áhrif á hlutfall omega-3 fitusýra í blóðinu og því virðist ólíklegt að of

mikil neysla á mettuðum fitusýrum hafi þessi áhrif (Antalis o.fl., 2006).

Samsetning fjölómettaðra fitusýra í frumuhimnum geta haft áhrif á starfsemi

ónæmisfrumna (Calder o.fl., 2002). Börn með ADHD eru oft með einkenni sem gefa til

kynna að ónæmiskerfið starfi ekki nógu vel, til að mynda magaverki, eyrnabólgur og

svefnvandamál. Þau verða oftar veik og meiri líkur eru á því að þau þurfi að nota

sýklalyf en börn sem glíma ekki við hegðunarvandamál (Poppitt, Kilmarti, Butler og

Keogh, 2005).

5.2.1.2 Áhrif fitusýruinntöku hjá börnum með ADHD

Í nokkrum rannsóknum hafa verið skoðuð áhrif bætiefna með fjölómettuðum fitusýrum

á börn með ADHD. Mismunandi er eftir rannsóknum hvaða fitusýrur eru notaðar;

omega-3, omega-6 eða hvort tveggja. Aman, Mitchell og Turbott (1987) voru fyrst til að

prófa bætiefni með fjölómettuðum fitusýrum á börn sem voru með athyglisbrest og

ofvirkni. Bætiefnið var sér í lagi ríkt af gamma-lýnólínsýru sem tilheyrir ómega-6

Page 28: ADHD og mataræði

26

fitusýrum. Börnin í rannsóknarhópunum fengu bætiefnið í fjórar vikur en

samanburðarhópurinn fékk pálmaolíu sem inniheldur ekki fjölómettaðar fitusýrur. Þrátt

fyrir að marktæk minnkun hafi orðið á einkennum ofvirkni og athyglisbrests miðað við

samanburðarhóp samkvæmt frásögnum foreldra þá sýndu prófanir á börnunum ekki

fram á marktækan mun (Aman, Mitchell og Turbott, 1987). Flestar rannsóknir hafa

skoðað áhrif bætiefna sem innihalda bæði omega-3 og omega-6 (Richardson og Puri,

2002; Stevens o.fl., 2003; Sinn og Brian, 2007). Tvær rannsóknir sýna mismunandi

árangur af bætiefnagjöf með omega-3 og omega-6 hjá börnum með ADHD (Richardson

og Puri, 2002; Stevens o.fl., 2003). Rannsókn Richardson og Puri (2002) þar sem gerð

var tvíblind slembirannsókn sýndi fram á að það dró úr ADHD einkennum hjá

skólabörnum, en þau voru sérstaklega valin með tilliti til námsörðugleika. Niðurstöður

sýndu að marktækt dró úr kvíða, feimni, hvatvísi og ókyrrð hjá börnunum og

vitsmunaleg geta þeirra jókst (Richardson og Puri, 2002). Í rannsókn Stevens og félaga

(2003) var börnum með ADHD gefið bætiefni sem var ríkt af bæði omega-3 og omega-

6,en þau höfðu mælst með fitusýruskort. Í rannsókn einni dró marktækt úr ADHD

einkennum hjá skólabörnum sem voru sérstaklega valin með tilliti til námsörðugleika.

Niðurstöður sýndu fram á að það dró úr kvíða, feimni, hvatvísi og ókyrrð hjá börnunum.

Vitsmunaleg geta þeirra jókst einnig þegar þau tóku inn fjölómettaðar fitusýrur og

bætiefni með vítamínum og steinefnum. Þeim voru gefin bætiefnin í fjóra mánuði

miðað við samanburðarhóp sem fékk ólífuolíu. Niðurstöður gáfu til kynna aukna athygli

en ekki var marktækur munur á ofvirkni hjá börnunum (Stevens o.fl. 2003).

Í nýlegri rannsókn Sinn og Bryan (2007) voru skoðuð áhrif fjölómettaðra fitusýra,

omega-3 og omega-6 á einkenni ADHD. Einnig voru áhrif bætiefna með vítamínum og

steinefnum samhliða fjölómettuðum fitusýrum skoðuð. Rannsóknin var tvíblind

slembirannsókn og stóð yfir í 30 vikur. Börnunum var skipt í þrjá hópa. Fyrstu 15

vikurnar fékk hópur eitt einungis fjölómettaðar fitusýrur, hópur tvö fékk bæði

fjölómettaðar fitusýrur og bætiefni með vítamínum og steinefnum og samanburðarhópur

fékk hlutlausa olíu. Eftir 15 vikur fengu allir hóparnir fjölómettaðar fitusýrur og

bætiefni með vítamínum og steinefnum og héldu áfram að taka þau bætiefni þær 15

vikur sem eftir voru af rannsókninni. Settar voru fram þrjár tilgátur; Athygli og hegðun

myndi batna hjá þeim sem fengu fjölómettaðar fitusýrur miðað við samanburðarhópinn,

að sá hópur sem fékk einnig bætiefni með vítamínum og steinefnum myndi sýna meiri

framfarir en sá hópur sem fékk einungis fjölómettaðar fitusýrur, og að

Page 29: ADHD og mataræði

27

samanburðarhópurinn myndi sýna marktækar framfarir þegar hann yrði settur á

fjölómettaðar fitusýrur í 15 vikur og að framfarir myndu aukast hjá rannsóknarhópunum

á sama tíma. Marktækar framfarir voru á hegðun barnanna samkvæmt spurningalista

sem foreldrar svöruðu eftir 15 vikur meðferðar hjá báðum hópum sem fengu

fjölómettaðar fitusýrur miðað við samanburðarhóp. Niðurstöður sýndu að það dró úr

ADHD einkennum, athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi. Framfarir mældust einnig í

vitsmunaþroska og minni mótþróaþrjóskuhegðun. Framfarir mældust hins vegar ekki

marktækt meiri hjá hópnum sem fékk vítamín og steinefni aukalega. Hugsanleg skýring

Sinn og Bryan (2007) var að börnin fengu einungis ráðlagða dagskammta, en sumar

rannsóknir sýna að þessi börn með ADHD þurfa stærri skammta. Tvíblind

slembirannsókn sýndi fram á að marktækt dró úr ofvirkni, hvatvísi og lítilli félagsfærni í

hópi barna með ADHD þegar þau fengu bætiefni sem innihéldu 150 mg sink daglega

(Bilici o.fl., 2004) en í þessari rannsókn var börnunum gefin 2 mg sink daglega. Eftir

15 vikur fengu allir hópar fjölómettaðar fitusýrur í 15 vikur til viðbótar en það var gert

til að skoða hvort samanburðarhópurinn myndi einnig sýna framfarir og hvort

rannsóknarhóparnir myndu sýna enn meiri framfarir. Niðurstöður sýndu að

samanburðarhópurinn sýndi framfarir samkvæmt spurningalista foreldra, marktækt dró

úr athyglisbresti, ofvirkni og hvatvísi minnkaði enn frekar og vitsmunaleg geta þeirra

jókst. Þessar niðurstöður sýna að bætiefni með fjölómettuðum fitusýrum geta verið

gagnleg meðferð við ADHD einkennum (Sinn og Bryan, 2007).

5.2.1.3 Önnur næringarefni sem hafa áhrif á nýtingu fitusýra

Mörg næringarefni, til að mynda sink og járn koma við sögu þegar omega fitusýrum er

umbreytt í aðrar fitusýrur. Skortur á þessum næringarefnum getur haft áhrif á hlutfall

omega-3 fitusýra í frumuhimnum. Til dæmis þarfnast líkaminn C-vítamíns, B-3

vítamíns, magnesíums og sinks til að geta myndað EPA og DHA úr omega-3 fitusýrum

(Campell-McBride, 2008). Einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að skortur á

næringarefnum eins og magnesíum, sink, járni og B6 vítamínum getur talist

orsakaþáttur á ADHD og öðrum hegðunarröskunum (Antalis o.fl. 2006). Hugsanlegur

skortur á omega-3 hjá börnum með ADHD getur stafað af skorti á öðrum

næringarefnum.

5.2.2 Sink

Mörg líffæri líkamans eru háð sinki, meltingarvegurinn, ónæmiskerfið, beinin og

æxlunarkerfið (Hambridge og Walravens, 1982). Sink hefur áhrif á dópamínefnaskipti í

Page 30: ADHD og mataræði

28

heilanum og er mikilvægur samverkandi þáttur fyrir efnaskipti taugaboðefna. Sink er

nauðsynlegt til að framleiða og viðhalda dópamínframleiðslunni (Toren o.fl., 1996).

Rannsóknir sýna að börn sem greinst hafa með ADHD eru með minna magn af sinki í

líkamanum en önnur börn.

Rannsóknir Wards (1997) og Toren o.fl. (1996) þar sem skoðuð voru tengsl á milli

sinkmagns í blóði og þvagi og ADHD sýndi fram á að börn með ADHD mældust með

minna magn af sinki í blóði og þvagi en viðmiðunarhópar sem ekki voru með

greindaröskun (Toren o.fl., 1996; Ward, 1997).

Arnold o.fl. (2005) rannsökuðu tengsl milli sinkmagns í blóði 48 barna og

hegðunartruflanir. Börnin,bæði drengir og stúlkur,voru á aldrinum fimm til tíu ára. Þau

tóku engin lyf við sjúkdómnum. Í rannsókninni fengu börnin mismikla skammta af

sinki, lága skammta upp í háa skammta miðað við ráðlagðan dagskammt. Hegðun var

skráð niður af foreldrum og kennurum með ákveðnum mælitækjum. Samband var svo

mælt miðað við hvernig hegðun þróaðist og hve mikið sink mældist í blóðinu.

Niðurstöður sýndu neikvæða fylgni á milli magns sinks í blóði og einkenna

athyglisbrests. Einkenni athyglisbrests fóru minnkandi eftir því sem sink skammtur varð

meiri. Ekki mældust tengsl á milli sinks inntöku samanborið við ofvirkni og

árásarhneigð (Arnold o.fl., 2005).

Árið 2004 var einnig gerð rannsókn á sambandi sinks og ADHD (Bilici o.fl., 2007). Í

rannsókninni voru 400 þátttakendur, 72 stúlkur og 328 drengir. Meðalaldur þeirra var tíu ár.

Þátttakendur tóku ekki inn nein lyf við röskuninni. Rannsóknin stóð yfir í 12 vikur þar sem

þátttakendur fengu annað hvort sink eða lyfleysu. Á þessum tólf vikum voru teknar niður

nákvæmar upplýsingar um börnin, spurningalisti var notaður þar sem tekið var mið af

fjórum þáttum, athyglisbresti, ofvirkni, hvatvísi og félagslegri hegðun. Niðurstöður sýndu

marktækan mun á hópnum sem fékk lyfleysu og hópunum sem fékk sink á hverjum degi.

Hópurinn sem fékk sink hafði minni einkenni um ofvirkni, hvatvísi og félagsleg hegðun

batnaði meira en hjá þeim börnum sem fengu ekkert sink (Bilici o.fl. 2007).

Þrátt fyrir að jákvæð áhrif hafi mælst við sinkinntöku hjá börnum með ADHD þarf

að fara varlega í að gefa efnið þar sem eituráhrif og aukaverkanir geta komið fram ef

gefnir eru stærri skammtar en ráðlagður dagskammtur, en það er 50 mg á dag (Arnold

o.fl. 2005).

Page 31: ADHD og mataræði

29

5.2.3 B6 vítamín og magnesíum

B6 vítamín er mikilvægt fyrir eðlilegan þroska og starfsemi heila- og taugakerfisins

(Campell-McBride, 2008), skortur á því hefur verið talinn tengjast taugafræðilegum

kvillum. Nokkrar rannsóknir hafa sýnt fram á tengsl milli magnesíumskorts í börnum og

ADHD einkenna (Starobrat-Hermelin og Kozielec, 1997; Mousain-Bosch, Roche,

Polge, Pradal-Prat, Rabin og Bali 2006). B6-vítamín helst í hendur við magnesíum því

það hefur það hlutverk að hleypa magnesíum jónum inn í frumur líkamans. Magnesíum

tekur þátt í ýmis konar starfsemi miðtaugakerfisins (Bac o.fl., 1998).

Fyrsta rannsókn sem gerð var til að sýna fram á magnesíum skort á börnum með

ADHD var gerð af Starobrat-Hermelin og Kozielec (1997). Niðurstöður sýndu

marktækt betri hegðun hjá fimmtíu börnum með ADHD á aldrinum sjö til tólf ára eftir

að þau voru sett á magnesíum bætiefni. Miðað við blóðvökva, rauð blóðkorn hjá

börnunum voru þau öll með magnesíumskort. Börnin fengu bætiefnið í sex mánuði og í

ljós kom að það dró úr ofvirkni miðað við samanburðarhóp sem ekki fékk magnesíum

(Starobrat-Hermelin og Kozielec, 1997). Rannsókn Mousain-Bosc o.fl. (2004) sýndi

einnig fram á tengsl magnesíum og ADHD. Niðurstöður sýndu að börn sem greind voru

ofvirk voru mun líklegri til að skorta magnesíum þegar miðað var við börn sem ekki

voru ofvirk, tekið var mið af blóðprufum. Þau börn sem skorti magnesíum fengu

bætiefnið sem og B-6 vítamín, eftir nokkurn tíma dró úr einkennum ofvirkni og

athyglisbresti þeirra barna (Mousain-Bosc, 2004). Mousain-Bosc o.fl. (2006) gerðu

nokkru seinna rannsókn á 40 börnum með ADHD og magnesíum og B6-bætiefnum.

Börnunum voru gefin magnesíum og B6 bætiefni í átta vikur, miðað var við

samanburðarhóp barna sem ekki voru með ADHD og fengu engin bætiefni. Meðan

árannsókn stóð var fylgst með hegðun barnanna og breytingum á blóði. Niðurstöður

gáfu til kynna að úr ofvirkni og hvatvísi drægi og athygli varð betri í skólanum. Þegar

börnin voru tekin af bætiefninu komu ADHD einkennin smám saman aftur á nokkrum

vikum. Lækkun varð einnig á magnesíum gildum blóðsins. Niðurstöður

rannsóknarinnar sýna fram á að bætiefni sem innihalda magnesíum og B6 vítamín geta

haft áhrif á ADHD þar sem þau draga úr einkennum (Mousain-Bosc, o.fl. 2006).

5.3 Gagnrýni og álitamál varðandi matarinngrip

Þrátt fyrir að fjölmargar rannsóknir hafi verið gerðar á tengslum ADHD og mataræðis

eru gagnrýnisraddir sem halda því fram að mataræði hafi ekkert að gera með ADHD.

Einnig er sett út á rannsóknarsnið þeirra rannsókna sem hafa verið framkvæmdar á

Page 32: ADHD og mataræði

30

þessu sviði, þá hversu stuttar þær eru og áreiðanleika þeirra (Rojas og Chan, 2005). Það

að oft á tíðum er stuðst við svör frá foreldrum um árangur á notkun mataræðismeðferðar

lækkar áreiðanleika rannsóknarinnar, því foreldrar eru oft á tíðum komnir í þrot og eru

orðnir óþreyjufullir eftir því að barnið þeirra sýni betri hegðun og gangi betur í skóla

(Cormier og Elder, 2007).

Í rannsókn nokkurri voru skoðuð áhrif lyfjameðferðar með inntöku Rítalíns á

ADHD til samanburðar við notkun mataræðis. Tuttugu börn á aldrinum sjö til tólf ára

tóku þátt í rannsókninni þar sem þeim var skipt í tvo tíu manna hópa. Annar hópurinn

tók inn lyf en hinn hópurinn notaðist við ákveðið mataræði. Mataræðið sem börnin

fengu innihélt margar tegundir vítamína, steinefna, fitusýrur, aminósýrur og fosfolýpíða.

Fylgst var með hegðun barnanna með tilliti til vandamála þeirra er varða einbeitingu og

hugsun, félagslegra samskipta og kvíða. Niðurstöður þessara rannsókna styðja þá

kenningu að mataræði hafi áhrif á börn með ADHD. Báðir hóparnir höfðu betri stjórn á

hegðun sinni eftir meðferðina. Samkvæmt rannsókninni getur mataræðismeðferð bætt

athygli og sjálfsstjórn hjá börnum með ADHD (Harding, Judah og Gant, 2003).

Page 33: ADHD og mataræði

31

6 Umræða

Markmið greinargerðarinnar var að öðlast betri skilning á hver áhrif mataræðis á

sjúkdóminn ADHD eru og hvort mataræðisinngrip séu áhrifarík meðferð. Eins og fram

hefur komið er ADHD þroskaröskun á sviði ofvirkni, hvatvísis og athyglisbrests. Enn

hefur ekki tekist að finna orsök sjúkdómsins en vitað er að um líffræðilega röskun er að

ræða.Orsakir eru taldar vera fjölmargar en talið er að samspil milli erfða og umhverfis

valdi röskuninni. Einkennum sjúkdómsins er hægt að skipta í þrjá meginflokka,

hvatvísi, ofvirkni og athyglisbrest. Getur sjúkdómurinn haft mikil og slæm áhrif

félagslega og námslega. Börn sem greinst hafa með ADHD geta oft á tíðum illa tengst

jafnöldrum sínum og átt það til að verða útundan. Getur það því leitt af sér einelti og

valdið því að einkennin verða mun alvarlegri.

Nauðsynlegt er að leita greiningar er grunur vaknar um að barn kunni að vera með

ADHD. Greiningin er ekki stimpill á barnið, hún gerir það að verkum að þeir sem

umgangast barnið geta tekist á við þarfir þess á meðvitaðan hátt. Sérfræðingar

framkvæma greiningu og hægt er í framhaldi að því að ákveða þá meðferð sem hentar

barninu. Lyfjameðferð er ein af þeim meðferðum sem í boði eru, en hún er umdeild en

algeng. Umræðan hefur verið neikvæð vegna ótta sem fjöldi foreldra hefur á þeim

lyfjum sem í boði eru, sem og vegna gríðarlegrar aukningar á lyfjagjöfum. Margir telja

að börnum með ADHD sé hætt við lyfjamisnotkun en rannsóknir benda til þess að

börnum sem fengið hafa lyfjameðferð sé í raun síður hætt við lyfjamisnotkun en þeim

sem ekki hafa fengið slíka meðferð (Matthías Halldórsson, 2010). Lyfjameðferðin er

ekki nauðsynleg, koma má jafnvel í veg fyrir það að börn þurfa að upplifa þær

aukaverkanir sem geta fylgt með lyfjunum, einnig hafa rannsóknir sýnt fram á að lyf

hafi ekki tilætluð áhrif hjá allt að 30% barna (Barkley o.fl., 1990a). Niðurstöður

rannsóknar þar sem gerður var samanburður á lyfjameðferð og notkun mataræðis sem

meðferð við ADHA sýndi fram á að notkun mataræðis sem meðferð bar jafnan árangur

og lyfjameðferð, með þær niðurstöður má telja að notkun lyfjameðferðar sé ekki

nauðsynleg og hægt sé að fara aðrar leiðir í meðferðum ef foreldrar óska.

Mataræði telst vera umhverfisþáttur og samkvæmt rannsóknum sem gerðar hafa verið

hefur það áhrif á börn sem greinst hafa með ADHD. Rannsóknir þeirra Batemans o.fl.

(2003), Denagates og Ruben (2002) og McCanns o.fl. (2007) komust að þeirri niðurstöðu

Page 34: ADHD og mataræði

32

að aukaefni í matvælum séu talin auka á ofvirkni barna, hvatvísi og óæskilega hegðun.

Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að börn sem greinst hafa með ADHD skorti

fjölómettaðar fitusýrur, sink, magnesíum og B6 vítamín (Antalis o.fl., 2006; Sinn og Bryan,

2007; Arnold o.fl., 2005; Bilici o.fl., 2004; Mousain-Bosc, 2004).Í dag er unnin fæða

vinsæl, sú fæða er næringarlítil og inniheldur mikið af aukaefnum. Nauðsynlegt er að

foreldrar barna með ADHD verði betur upplýstir um hvaða áhrif mataræði geti haft áhrif á

röskunina og að þeir hugleiði vel hvað barnið borðar.

Álitamál hafa komið upp varðandi mataræði sem meðferð. Gagnrýnisraddir telja að

þær rannsóknir sem gerðar hafa verið til að sýna fram á virkni meðferðarinnar séu

ómarktækar sökum smæðar sinnar og framkvæmdar.Sérfræðingar hafa sett út á að

flestar rannsóknir styðjast við frásagnir foreldra og kennara við niðurstöður og þar af

leiðandi verði þær óáreiðanlegar.Í rannsóknum Bateman og félaga (2003) sem og

McCann og félaga (2007) voru þátttakendur um 150-300 talsins í báðum rannsóknum.

Báðar rannsóknir sýndu fram á að litarefni og aukaefni hafa áhrif á hegðun barna sem

hafa greininguna ofvirkni með eða án athyglisbrests. Bæði sálfræðingar og óháðir aðilar

gerðu mælingar á börnunum, ekki einungis foreldrar. Út frá þessum rannsóknum má sjá

að bæði eru þær umfangsmiklar og ekki voru það einungis foreldrar sem mátu árangur

barnanna. Álykta má sem svo að þær séu nokkuð marktækar.

Þrátt fyrir að meðferð með mataræðisinngripi sé umdeild geta foreldrar nýtt sér

hana, hún er ef til vill erfið í framkvæmd en hættulaus er hún og ekki sakar að prófa sig

áfram. Foreldrar sem hafa áhuga á að notast við mataræði sem meðferð þurfa á

einföldum upplýsingum að halda. Vöntun er á bæklingi þar sem farið er yfir hvernig

notast á við meðferðina, möguleiki væri að nálgast þann bækling á heilsugæslustöðum

til að mynda, sem og þroska- og hegðunarstöðinni. Sá bæklingur má ekki vera

yfirgripsmikill og nauðsynlegt er að einfalda meðferðina fyrir foreldra svo þeim fallist

ekki hendur áður en byrjað er. Fyrstu skref ættu vera þau að fá foreldra til að ígrunda

mataræði barnsins og hvort það sé að fá öll þau bætiefni sem talið er að börn með

ADHD skorti. Ef barn greinist með væg einkenni af ADHD er ef til vill nóg að gefa því

rétt bætiefni og skera niður unnar matvörur. Gott væri að nota atferlismótun samhliða

matarinngripsmeðferðinni.

Page 35: ADHD og mataræði

33

7 Heimildaskrá

Abraham, J. og Millstone, E. (1989). Food additive controls: some international

comparisons. Food policy, 1, 43-57.

Achenbach, T. (1991). Integrative Guide for the 1991 CBCL/4-19, YSR, and TRF

Profiles. Burlington, VT: University of Vermont Department of Psychiatry.

Agnes Huld Hrafnsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Páll Magnússon og Ólafur Ó.

Guðmundsson. (2006). Íslensk börn með ofvirkniröskun – lýsing á nokkrum þáttum

í meðgöngu og fæðingu. Læknablaðið, 9(92), 609-614.

Agnes Huld Hrafnsdóttir, Margrét Valdimarsdóttir, Páll Magnússon og Ólafur Ó.

Guðmundsson (2005). Orsakir ofvirkniröskunar - yfirlitsgrein. Læknablaðið, 5 (91),

409-414.

Aman, M.G., Mitchell, E.A., og Turbott, S.H. (1987). The effects of esential fatty acid

supplementation by Efamol in hyperactive children. Journal of Abnormal Child

Psychology, 15, 75-90.

American Psychiatric Association. (1987). Diagnostic and Statistical Manual of mental

disorders. Washington, DC: American Psychiatric Association.

American Psychiatric Association. (1994). Diagnostic and Statistical Manual of mental

disorders(4.útg.). Washington, DC: American Psychiatric Association.

Anastopoulos, A.D., DuPaul, G.J., Guevremont, D.C. og Shelton, T.L. (1993). Parent

training for Attention Deficit Hyperactivity Disorder: Its impact on parent

functioning. Jounal of Abnormal Child Psychology, 21, 581-596.

Anastopoulos, A.D., Rhoads, L.H., og Farley, S.E. (2006). Counseling and training. Í

R.A. Barkley (ritstj.), Attention-Deficit Hyperactivity Disorder: A handbook for

diagnosis and treatment (3. útg.) (bls 3-76). New York: Guilford.

Antalis, C.J., Stevens, L.J., Campell, M., Pazdro, R., Ericson, K. og Burgess, J.R.

(2006). Omega-3 fatty acid status in Attention Deficit/Hyperactivity Disorder.

Prostaglandins, Leukotrienes and Essential Fatty Acids,75, 299-308.

Page 36: ADHD og mataræði

34

Arnold, L.E., Bozzolo, H., Hollway, J., Cook, A., DiSilvestro, R.A., Bozzolo, D.R.,

Crowl, L., Ramadan, Y. og Williams, C. (2005). Serum zinc correlates with parent-

and teatcher-rated inattention in children with Attention Deficit/Hyperactivity

Disorder. Journal of Child and Adolescent Psychopharmacology, 15, 628-636.

Bac, P., Maurois, P., Dupont, C., Pages, N., Stables, J.P., Gressens, P., Ecrard, P. og

Vamecq, J. (1998). Magnesium deficiency-dependent audiogenic seizures

(MDDASs) in adult mice: A nutritional model for discriminatory screening of

anticonvulsant drugs and original assessment of neuroprotection properties. Journal

of Neuroscience Methods, 18, 4363-4373.

Barkley, R.A. (1996). Attention- Deficit/Hyperactivity Disorder. Í Mash, E.J. og

Barkley, R.A. (ritstj.), Child Psychopathology (bls 63-112). New York: Guilford.

Barkley, R.A. (2006a). ADHDin adults. Í R.A. Barkley (ritstj.), Attention-Deficit

Hyperactivity Disorder: A handbook for diagnosis and treatment (3. útg.) (bls 248-

297). New York: Guilford.

Barkley, R.A. (2006b). History. Í R.A. Barkley (ritstj.), Attention-Deficit Hyperactivity

Disorder: A handbook for diagnosis and treatment (3. útg.) (bls 3-76). New York:

Guilford.

Barkley, R.A. (2006c). Primari symptoms, diagnostic criteria, prevalence and gender

differences. Í R.A. Barkley (ritstj.), Attention Deficit/Hyperactivity Disorder. A

handbook for diagnosis and treatment (3. útg.) (bls. 76-122) New York: Guilford.

Barkley, R.A. (2000). Taking charge of ADHD: The complete, auhoritative guide for

parents (2. útg.). New York: Guilford.

Barkley, R.A., McMurray, M.B., Edelbrock, C.S. og Robbins, K. (1990a). Side effects

of methylphenidate in children with Attention Deficit Hyperactivity Disorder: A

systemic, placebo-controlled evaluation. Pediatrics, 86, 184-192.

Barkley, R.A. og Biederman, J. (1997) Toward a broader definition of the age-of-onset

criterion for Attention-Deficit Hyperactivity Disorder. Journal of the American

Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 36, 1240-1210.

Page 37: ADHD og mataræði

35

Barkley, R.A., Fischer, M., Edelbrock, C.S. og Smallish, L. (1990b). The adolescent

outcome of hyperactive children diagnosed by research criteria: I. An 8-year

prospective follow-up-study. Journal of the American Academy of Child and

Adolescent Psychiatry, 29, 546-557.

Barkley, R.A. og Edelbrock, C. (1987). Assessing situational variation in children´s

problem behaviours: The Home and School Situations Questionnaries. Í Prinz, R.J.

(ritstj.), Advances in behavioral assessment of children and families. (bls 157-167)

Greenwich: JAI Press Inc.

Bateman, B., Warner, J.O., Hutchinson, E., Dean, T., Rowlandson, P., Gant, C.,

Grundy, J., Fitxgerald, C. og Stevenson, J. (2007). The effects of a double blind,

placebo controlled, artificial food colourings and benzoate preservative challenge

on hyperactivity in a general population sample of preschool children. Archives and

Disease in Childhood, 89,506-511.

Biederman, J., og Faraone, S.V. (1992). Further evidence for family-genetic risk factors

in Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Archives of General Psychiatry, 45

(9),728-738.

Biederman, J., Mick, E., Faraone, S. V., Braaten, E., Doyle, A., Spencer, T., ofl. (2002).

Influence of gender on Attention Deficit Hyperactivity Disorder in children referred

to a psychiatric clinic. Amerivan Journal of Psychiatry, 159, 36-42.

Bilici, M., Yildirim, F., Kandill, S., Bekaroglu, M., Yildirmis, S., Deger, O., Ulgen, M.,

Yldarana, A. og Aksu, H. (2004). Double-blind, placebo-controlled study of zinc

sulfate in the treatment of Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Progress in

neuropsychopharmalogy. Biology and Psychiatry, 28, 181-190.

Blackman, J.A. (1999). Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder in preschoolers. Does

it exist and should we treat it? Pediatrics Clinics of North America, 46, 1011-1025.

Boris, M. og Mandel, F.S. (1994). Foods and additives are common causes of the

Attention Deficit Hyperactive Disorder in children. Pediatrics, 83, 7-17.

Page 38: ADHD og mataræði

36

Burgess, J.R., Stevens, L., Zhang, W. og Peck L. (2000). Long-chain polyunsaturated

fatty acids in children with Attention-Deficit Hyperactivity Disorder. American

Journal of Clinical Nutrition, 71, 327-330.

Calder, P.C., Yaqoob, P., Thies, F., Wallace, F.A. og Miles, E.A. (2002). Fatty acids

and limphocyte functions. British Journal of Nutrition, 87, 31-48.

Campell McBride, N. (2008). Meltingarvegurinn og geðheilsa; náttúruleg meðferð við

þunglyndi, einhverfu, verkstoli, ofvirkni, geðklofa, lesblindu og athyglisbresti.

Reykjavík: Matur og heilsa ehf.

Carter, S.M., Urbanowicz, M., Hemsley, R., Mantilla, L., Strobel, S., Graham, P.J. og

Taylor, E. (1993). Effects of a few food diet in Attention Deficit Disorder. Archives

of Decease in Childhood, 69, 564-568.

Concannon, P. E. og Tang, Y. P. (2005). Management of Attention Deficit

Hyperactivity Disorder: A parental perspective. Journal of Paediatrics and Child

Health, 41, 625-630.

Comings, D.E., (2001). Clinical and molecular genetics of ADHD and Tourette

syndrome, Two related polygenic disorders. Annals of the New York Academy

ofscience, 931, 50-83.

Cormier, E. og Elder, J.H. (2007). Diet and child behavior problems: fact or fiction?

Pediatric Nursing, 33 (2), 138-143.

Cuffe, S. P., Moore, C. G. og McKeown, R. E. (2005). Prevalence and correlates of

ADHD symptoms in the National Health Interview Survey. Journal of Attention

Disorders, 9, 392-401.

Curry,J. og Stabile, M. (2006). Child mental health and human capital accumulation:

The case of ADHD. Journal of the American Academy of Child and Adolesent

Psychiatry, 38, 797-805.

Dengate, D. og Ruben, A. (2002). Controlled trial of cumulative behavioural effects of a

common bread preservative. Journal of Peadiatrics and Child Health, 38,373-376.

Page 39: ADHD og mataræði

37

Dornbush, M.P., og Pruitt, S.K. (2002). Tígurinn taminn: Handbók fyrir þá sem annast

kennslu nemenda með athyglisbrest, Tourett-heilkenni eða áráttu- og/eða

þráhyggjuröskun. (Þórey Einarsdóttir og Eva Hallvarðsdóttir þýddu). Reykjavík:

Tourett-samtökin á Íslandi.

Dulcan, M. (1997). Practice parameters for the assessment and treatment of children,

adolescents, and adults with Attention- Deficit/Hyperactivity Disorder. American

Academy of Child and Adolescent Psychiatry, 36, 85S-121S.

DuPaul, G.J., Power, T.J., Anastopolous, A.D. og Reid, R. (1998). ADHD Rating Scale-

IV. Checklists, norms and clinical interpretation. New York: Guilford Press.

Egger, J., Carter, C.M., Graham, P.J., Gumley, D. og Soothill, J.F. (1985). Controlled

trial of ologantigenic treatment in the hyperkinetic syndrome. Lancet, 1, 540-545.

Elia, J., Ambrosini, P. og Papoport, J. (1999). Treatment of Attention- Deficit-

Hyperactivity Disorder. New England Journal of Medicine, 340, 780-788.

Evans, S.W., Sadler, J.M. og Schultz, B.K. (2008). Psychosocial interventions used to

treat children with ADHD: Safety and efficacy. Journal of Psychosocial Nursing,

26 (8), 49-57.

Everett. C.A.og Everett, S.V. (1999). Family therapy for ADHD-Treating children,

adolescents, and adults. New York: The Guilford Press.

Faraone, S.V., Biderman, J.og Monuteaux, C. (2000). Toward guidelines for pedigree

selection in genetic studies of Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Genetic

Epidemiology, 18, 1-16.

Faraone, S.V. og Doyle, A.E. (2000). Genetic influences on Attention Deficit

Hyperactivity Disorder. Current Psychiatry Reports, 2, 143-146.

Felt, B.T., Lument, J. og Christner, J. (2009). Multimodal treatment of Attention-

Deficit/Hyperactivity Disorder in children. American Family Physician, 79,(8),640-642.

Gadow, K.D., Nolan, E.E., Sprafkin, J. og Schwartz, J. (2002). Tics and psychiatric

comorbidity in children and adolescents. Developmental Medicine and Child

Neurology, 44, 330-338.

Page 40: ADHD og mataræði

38

Gillberg, C. (1996). Et barn i varje klass: om ADHD och DAMP. Stocholm: Cura.

Gísli Baldursson, Ólafur Ó Guðmundsson og Páll Magnússon (2000a). Ofvirkniröskun,

yfirlitsgrein, Læknablaðið, 5 (86), 413-419.

Gísli Baldursson, Páll Magnússon og Ólafur Ó. Guðmundsson (2000b). Greiningar og

meðferðarúrræði 102 barna og unglinga sem komu til Barna- og Unglinga-

geðdeildar Landspítalans vegna ofvirknieinkenna frá 1. júní 1998 til 31. maí 1999.

Læknablaðið, 5(86), 337-342.

Gordon, M. og Barkley, R.A. (2006). Tests and observational measures. Í Barkley

(ritstj.), Attention Deficit/Hyperactivity disorder. A handbook for diagnosis and

treatment (3. útg.) (bls 369-389). New York: Guilford.

Hambidge, K.M. og Walravens, P.A. (1982). Disorders of mineral metabolism. Journal

of Clinical Gastroenterology, 11, 87-118.

Harding, K.L., Judah, R.D. og Gant, C.E. (2003). Outcome-based comparison of ritalin

versus food-suppliment treated children with AD/HD. Alternative Medicine Review,

8, 319-330.

Hart, E.L., Lahey, B.B., Loeber, R., Applegate, B., og Frick, P.J. (1995).

Developmental change in Attention-Deficit Hyperactivity Disorder in boys: A four-

year longitudinal study. Journal of Abnormal Child Psychology, 23, 729-749.

Helga Zoega, Gísli Baldursson og Matthías Halldórsson. (2007). Notkun metýlfenídats

meðal barna á Íslandi 1989-2006. Læknablaðið, 93, 825-832.

Kaplan, B.J., McNicol, J., Conte, R.A. og Moghadam, H.K. (1989). Dietary

replacement in preschool-aged hyperactive boys. Pediatrics, 83, 7-17.

Matthías Halldórsson. (2010). Rítalín til góðs eða ills. Læknablaðið, 09, 519-521.

McCann, D., Barret, A., Cooper, A., Cooper, A., Dalen, L., Grimshaw, K., Kitchin, E.,

Lok, K., Porteous, L., Prince, E., Sonuga-Barke, E., Warner, J.O. og Stevensen, J.

(2007). Food additives and hyperactive behaviour in 3-year-old and 8/9-year–old

children in the community: A randomised, doubleblinded, placebo-controlled trial.

Lancet, 370, 1560-1567.

Page 41: ADHD og mataræði

39

McGuinness, T.M. (2008). Helping parents decide on ADHD treatment for their children.

Journal of Psychosocial Nursing and Mental Health Services, 46(8),23-27.

Morgan A.M. (1999). Diagnosis of Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder in office.

Pediatric Clinics of North America, 46, 871-884.

Mousain-Bosc, M., Roche, M., Polge, A., Pradal-Prad, D., Rabin, J. og Bali, J.P.

(2006). Improvement of neurobehavioral disorders in children supplemented with

magnesium-vitamin B6: Attention Deficit Hyperactivity Disorders. Magnesium

Research, 19, 46-52.

National Institutes of Health (1998). Diagnosis and treatment of Attention Deficit

Hyperactivity Disorder. NIH Consensus Statment, 16, 1-37.

Ohno, M. (2003). The dopaminergic system in Attention Deficit/Hyperactivity

Disorder. Congenital Anomalies(Kyoto), 43, 114-122

Owens, J.A. (2005). The ADHD and sleep conundrum: A rewiew division of pediatric

ambulatory medicine, Rhode Island Hospital, Providence, Rhode Island,

Developmental and Behavioral Pediatrics, 26, 312-322.

Owens, J., Spirito, A., McGuinn, M. og Nobile, C. (2000). Sleep habits and sleep

disturbance in school-aged children. Journal of Developmental & Behavioral

Pediatrics, 21(1), 27-36.

Palfrey, J.S., Levine, M.D., Walker, D.K. og Sullivan, M. (1985). The emergence of

attention deficits in early childhood: A prospective study. Journal of Developmental

and Behavioral Pediatrics, 6, 339-348.

Páll Magnússon, Jakob Smári, Hrönn Grétarsdóttir og Hrund Þrándardóttir (1999).

Attention-Deficit/Hyperactivity Symptoms in Icelandic school children: Assessment

with the Attention Deficit/Hyperactivity Rating Scale-IV. Scandinavian Journal of

Psychology, 40, 301-306.

Pelham, Jr W.E., Wheeler, T. og Chronis, A. (1998). Empirically supported

psychosocial treatments for Attention Deficit Hyperactivity Disorder. Journal of

Clinical Child Psycholohgy, 27, 190-205.

Page 42: ADHD og mataræði

40

Pelsser, L.M., Frankena, K., Toorman, J., Savelkoul, H.F., Dubois, A.E., Pereira, R.R.,

Haagen, T.A., Rommelse, N.N. og Buitelaar, J.K. (2011). Effects of a restricted

elimination diet on the behaviour of children with Attention-Deficit Hyperactivity

Disorder (INCA study): A randomised controlled trial. Lancet, 377, 494-503.

Poppitt, S.D., Kilmartin, P., Butler, P. og Keogh, G.F. (2005). Assessment of

erythorocyte phospholipid fatty acid compositon as a biomarker for dietary MUFA,

PUFA or saturated fatty acid intake in a controlled cross-over intervention trial.

Lipids in Health and Disease, 4, 30.

Ragna F. Karlsdóttir (2001). Ofvirknibókin. Kópavogur: Ragna F. Karlsdóttir.

Richardson, A.J. og Puri, B.K. (2002). A randomized double-blind, placebo-controlled

study of effects of supplementation with highly unsaturated fatty acids on ADHD-

related symptoms in children with specific learning difficulties. Progress in Neuro-

psychopharmacology and Biological Psychiatry, 26, 233-239.

Rojas, N.L. og Chan, E. (2005). Old and new controversies in the alternative treatment

of Attention-Deficit Hyperactivity Disorder. Mental Retardation and Develop-

mental Disabilities Research Reviews, 11, 116-130.

Rowland, A.S., Lesesne, C.A. og Abramowitz, A.J. (2002). The epidemiology of

Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder (ADHD): A public health view. Mental

Retardation and Developmental Disabilities Research Reviews, 8, 162-170.

Schab, D.W. og Trinh, N.T. (2004). Do artificial food colors promote hyperactivity in

children with hyperactive syndromes? A meta-analysis of double-blind placebo-

controlled trials. Developmental and Behavioral Pediatrics, 25, 423-434.

Schnoll, R., Burschteyn, D. og Cea-Arecena, J. (2003). Nutrition in the treatment of

Attention-Deficit Hyperactivity Disorder: A neglected but important aspect. Applied

Psychophysiology and Biofeedback, 28(1), 63-75.

Sergeant, J.A. og Steinhausen, H-C. (1992). European perspective on hyperkinetic

disorder. European Child & Adolescent Psychiatry, 1, 34-41.

Page 43: ADHD og mataræði

41

Sinn, N. og Bryan, J. (2007). Effect of supplementation with polyunsaturated fatty acids

and micronutrients on learning and behavior problems associated with child ADHD.

Journal of Developmental and Behavioral Pediatrics, 28, 82-91.

Spencer, T., Biederman, J., Wilens, T., Harding, M., O´Donnel, D. og Griffin, S.

(1996). Pharmacotherapy of Attention-Deficit Hyperactivity Disorder across the life

cycle. Journal of the American Academy of Child Psychiatry, 35, 409-432.

Starobrat-Hermelin, B. og Kozielec, T., (1997). The effects of magnesium physiological

supplementation on hyperactivity in children with Attention Deficit Hyperactivity

Disorder (ADHD). Positive response to magnesium oral loading test. Magnesium

Research, 10, 149-156.

Stevens, L.J., Kuczek, T., Burgess, J.R., Hurt, E. og Arnold, L.E. (2011). Dietary

sensitivities and ADHD symptoms: Thirty-five years of research. Clinical

Pediatrics, 50 (40), 279-293.

Stevens, L., Zhang, W., Peck, L., Kuczek, T., Grevstad, N., Mahon, A., Zentall, S.S.,

Arnold, L.E. og Burgess, J.R. (2003). EFA supplementation in children with

inattention, hyperactivity, and other disruptive behaviors. Lipids, 38, 1007-1021.

Swanson, J.M., Sergeant, J.A., Taylor, E., Sonuga-Barke, E.J., Jensen, P.S. og Cantwell,

D.P. (1998). Attention-Deficit Disorder and hyperkinetic disorder. Lancet, 351,

429-430.

Taylor, E., Döpfner, M., Sergeant, J., Asherson, P.,Banaschwski, T. og Buitelaar, J.

(2004). European clinical guidelines for hyperkinetic disorder-fyrst upgrade.

European Child and Adolescent Psychiatry, 1, 17-130.

The MTA Cooperative Group. (1999). A 14-month randomized clinical trial of treatment

strategies for Attention-Deficit/Hyperactivity Disorder. Multimodal treatment study of

children with ADHD. Archives of General Psychiatry, 56,1097-1099.

Toren, P., Sofia, E., Wolmer, L., Weitz, E., Dov, I, o.fl. (1996). Zink deficiency in

ADHD. BiologicalPsychiatry, 40, 1007-1021.

Page 44: ADHD og mataræði

42

Uhlig, T., Merkenschlager, A., Brandmaier, R. og Egger, J. (1997). Topographic

mapping of brain electrial activity in children with food-induced Attention Deficit

Hyperkinetic Disorder. European Journal of Pediatrics, 156, 557-561.

Ward, N. (1997). Assesment of chemical factors in relation to child hyperactivity.

Journal of Nutritional and Environmental Medicine, 7, 333-342.