2009 - vatnajökulsþjóðgarður · suðursvæði vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1....

82
Ársskýrsla þjóðgarðsvarðar um suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs 2009 Skaftafelli í febrúar 2011 Regína Hreinsdóttir Þjóðgarðsvörður

Upload: others

Post on 26-Sep-2020

1 views

Category:

Documents


0 download

TRANSCRIPT

Page 1: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Ársskýrsla þjóðgarðsvarðar um

suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs

2009

Skaftafelli í febrúar 2011

Regína Hreinsdóttir

Þjóðgarðsvörður

Page 2: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2008

Forsíða: Landverðir á staðháttanámskeiði. Efri mynd: Alfreð að skoða skýin. Ljósmynd: Eygló Harðardóttir. Neðri mynd: Magnea, Eva og Rannveig í vettvangsferð. Ljósmynd: Regína Hreinsdóttir.

Page 3: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2008

i

Efnisyfirlit

1. Inngangur _______________________________________________________________ 1

2. Samantekt ______________________________________________________________ 1

3. Svæðisráð, verndaráætlun og skipulag ________________________________________ 1

3.1 Svæðisráð __________________________________________________________________ 1

3.2 Verndaráætlun ______________________________________________________________ 2

3.3 Skipulag____________________________________________________________________ 2

4. Mannvirki, vélar og tæki ___________________________________________________ 2

4.1 Mannvirki __________________________________________________________________ 2

4.1.1. Þjónustumiðstöð og aðalsnyrtingar ___________________________________________________ 3

4.1.2. Skrifstofuhúsnæði _________________________________________________________________ 3

4.1.3. Snyrtihús á tjaldsvæði ______________________________________________________________ 4

4.1.4. Sandasel _________________________________________________________________________ 4

4.1.5. Sandakot _________________________________________________________________________ 5

4.1.6. Hæðir ___________________________________________________________________________ 5

4.1.7. Bölti _____________________________________________________________________________ 6

4.1.8. Önnur stærri mannvirki í Skaftafelli ___________________________________________________ 6

4.1.9. Göngubrýr og helstu mannvirki á gönguleiðum __________________________________________ 6

4.1.10. Önnur svæði þjóðgarðsins. _________________________________________________________ 8

4.2 Bifreiðar ___________________________________________________________________ 9

4.3 Vélar og tæki________________________________________________________________ 9

5. Starfsmenn og helstu verkefni þeirra ________________________________________ 10

5.1 Heilsársstarfsmenn __________________________________________________________ 10

5.2 Sumarstarfsmenn ___________________________________________________________ 11

5.3 Sjálfboðaliðar ______________________________________________________________ 13

5.4 Fatnaður starfsfólks _________________________________________________________ 15

6. Gestir og þjónusta þjóðgarðsins ____________________________________________ 15

6.1 Skaftafellsstofa, upplýsingamiðstöð ____________________________________________ 15

6.2 Tjaldsvæði _________________________________________________________________ 18

6.3 Göngustígar _______________________________________________________________ 20

6.4 Fræðsla ___________________________________________________________________ 21

6.4.1. Fræðslugöngur og barnastundir _____________________________________________________ 22

6.4.2. Sérstök dagskrá og atburðir á vegum þjóðgarðsins eða tengdir honum ______________________ 23

6.4.3. Móttaka sérhópa _________________________________________________________________ 25

6.5 Öryggismál ________________________________________________________________ 26

7. Almannatengsl, rannsóknir, sérverkefni ofl. ___________________________________ 26

Page 4: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2008

ii

7.1 Námskeið, fundir, ráðstefnur, greinar og erindi ___________________________________ 26

7.2 Rannsóknir og vöktun á vegum starfsmanna þjóðgarðsins __________________________ 27

7.2.1. Fuglatalningar ____________________________________________________________________ 28

7.2.2. Aðgerðir gegn lúpínu. ______________________________________________________________ 28

7.2.3. Talningar á akvegum og göngustígum _________________________________________________ 28

7.2.3.1. Talning göngufólks að Svartafossi _________________________________________________________ 29

7.2.3.2. Talning bíla á heimreiðinni að Skaftafellsstofu. ______________________________________________ 29

7.2.4. Umsóknir um styrki til ýmissa verkefna _______________________________________________ 30

7.2.4.1. Líf og störf í Öræfum ___________________________________________________________________ 30

7.2.4.2. Víkingar af lífi og sál ___________________________________________________________________ 30

7.2.4.3. Styrkvegasjóður _______________________________________________________________________ 31

7.2.4.4. NEED verkefnið ________________________________________________________________________ 31

8. Leyfisveitingar vegna rannsókna og kvikmyndatöku ____________________________ 32

8.1. Rannsóknaleyfi ____________________________________________________________ 32

8.2. Leyfi til kvikmyndatöku ______________________________________________________ 33

8.3. Önnur leyfi ________________________________________________________________ 33

9. Lokaorð ________________________________________________________________ 33

1. Viðauki. Skýrsla landvarðar í Lónsöræfum. ___________________________________ 34

2. Viðauki. Jökulslóð, jarðfræðistígur. ___________________ Error! Bookmark not defined.

Myndaskrá

Mynd 1. Nýja göngubrúin ofan við Magnúsarfoss ................................................................................................. 7

Mynd 2. Fræðslunámskeið landvarða. ................................................................................................................. 12

Mynd 3. Þjóðgarðsverslunin í Skaftafellsstofu. ..................................................................................................... 16

Mynd 4. Fjöldi heimsókna í Skaftafellsstofu frá apríl 2009 samkvæmt teljara í andyri. ....................................... 17

Mynd 5. Gistinætur á tjaldsvæði í Skaftafelli 2009 ............................................................................................... 18

Mynd 6. Gistinætur skipt eftir þjóðernum. ........................................................................................................... 19

Mynd 7. Skilti um rafstöðina í Vestragili. .............................................................................................................. 22

Mynd 8. Krauka heldur tónleika í Geitafelli .......................................................................................................... 24

Mynd 9. Umhverfisráðherra flytur ávarp í tilefni af undirritun samnings í Hoffelli. ............................................. 25

Mynd 10. Talningar á göngufólki að Svartafossi 2009 ........................................................................................ 29

Mynd 11. Fjöldi talinna bíla á leið í Skaftafell ....................................................................................................... 30

Mynd 12. Sýnishorn úr skjásýningu um líf og störf í Öræfum .............................................................................. 30

Töflur

Tafla 1. Göngubrýr og önnur mannvirki á gönguleiðum. ....................................................................................... 8

Tafla 2. Vélar og tæki ............................................................................................................................................. 9

Tafla 3. Sumarstarfsmenn í Skaftafelli 2009. ....................................................................................................... 11

Tafla 4. Opnunartími Skaftafellsstofu 2009. ........................................................................................................ 15

Tafla 5. Sérstök móttaka og gönguferðir í Skaftafelli 2009 ................................................................................. 25

Tafla 6. Veitt rannsóknaleyfi árið 2009. ............................................................................................................... 32

Tafla 7. Útgefin leyfi til kvikmyndatöku. .............................................................................................................. 33

Page 5: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

1

1. INNGANGUR

Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu málefni í starfsemi þjóðgarðsins

á árinu ásamt því að sett eru markmið fyrir árið 2009 og farið yfir stöðu markmiða sem sett

voru árið 2008.

Helstu breytingar á starfsumhverfi í Skaftafelli árið 2009 voru þær að veitt voru leyfi til

tveggja ferðaþjónustuaðila um að koma sér upp aðstöðu til að þjónusta viðskiptavini sína í

Skaftafelli. Fyrirtækin eru Íslenskir fjallaleiðsögumenn sem hafa boðið upp á ferðir frá

Skaftafelli til fjölda ára og Jöklamenn ehf. Fyrirtækin fengu leyfi til að reisa aðstöðuhús við

bílastæðið framan við Skaftafellsstofu. Einnig fengu Íslenskir fjallaleiðsögumenn leyfi til að

setja niður íbúðagáma við Sandasel fyrir starfsmenn sína. Leyfin voru veitt til tveggja ára.

Það kom berlega í ljós að tilfinnanlega vantar stefnu í þessum málaflokki í

Vatnajökulsþjóðgarði. Það er brýnt að ljúka deiliskipulagi fyrir þjónustusvæðið í Skaftafelli

þar sem horft er til framtíðar og svæðið skipulagt með tilliti til þarfa þjóðgarðsins, íbúa

sveitarfélagsins og gesta hans. Markmiðin með stofnun Vatnajökulsþjóðgarðs eru fyrst og

fremst að vernda náttúru svæðisins og gefa almenningi kost á að kynnast og njóta fræðslu um

náttúru svæðisins, sögu, mannlíf og menningarminjar en einnig er lögð rík áhersla á að

styrkja byggðina og atvinnustarfsemi í nágrenni hans. Sem fyrst þyrfti að móta skýra

atvinnustefnu þjóðgarðsins sem heildar í sátt við íbúa og aðra hagsmunaaðila ekki síst til að

forðast árekstra og stuðla að árangursríku samstarfi allra aðila.

2. SAMANTEKT

Þetta var fyrsta heila starfsár Vatnajökulsþjóðgarðs sem var stofnaður hinn 7. júní 2008.

Skýrslan fjallar því um suðursvæði þjóðgarðsins sem skilgreint er í reglugerðinni.

Lómagnúpur markar skilin á milli suðursvæðis og vestursvæðis en mörkin að austan eru í

jökuljaðrinum við sýslumörk A- Skaftafellssýslu og S- Múlasýslu. Þjóðgarðurinn fylgir

jökulröndinni að mestu frá Skaftafelli í Lón.

Skaftafell fær bróðurpartinn af umfjölluninni í þessari skýrslu, enda er þar mest starfsemi.

Önnur svæði innan þjóðgarðsins, utan jökuls eru: Heinabergssvæðið á Mýrum, Hjallanes sem

er í landi Skálafells í Suðursveit og landssvæði í Hoffellsfjöllum sem bættist við þjóðgarðinn

í sumar. Þá hefur Vatnajökulsþjóðgarður umsjón með landvörslu í friðlandinu í

Stafafellsfjöllum (Lónsöræfum) og er skýrsla um landvörslu í Lónsöræfum í 1. viðauka.

3. SVÆÐISRÁÐ, VERNDARÁÆTLUN OG SKIPULAG

3.1 Svæðisráð

Í svæðisráði fyrir suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs sitja samkvæmt tilnefningu

sveitarfélagsins Hornafjarðar, Hjalti Þór Vignisson formaður, Björn Ingi Jónsson og Guðrún

Ingimundardóttir. Sigurlaug Gissurardóttir samkvæmt tilnefningu Ferðamálasamtaka

Austurlands, Skúli Skúlason samkvæmt tilnefningu samtaka útivistarfélaga og Hrafnhildur

Page 6: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

2

Hannesdóttir samkvæmt tilnefningu umhverfisverndarsamtaka. Svæðisráð fundaði 7 sinnum

á árinu og kom fjöldi mála til umræðu og afgreiðslu. Þá stendur svæðisráð að vinnu við

verndaráætlun sem var falin Háskólasetrinu á Hornafirði. Fundargerðir Svæðisráðs eru

aðgengilegar á heimasíðu Vatnajökulsþjóðgarðs, www.vatnajokulsthjodgardur.is.

Þjóðgarðsvörður situr fundi svæðisráðs.

3.2 Verndaráætlun

Drög að verndaráætlun fyrir hinn gamla Skaftafellsþjóðgarð voru unnin af Helgu Davids,

sérfræðingi þjóðgarðsins á Höfn. Þeirri vinnu var lokið rétt áður en þjóðgarðurinn færðist yfir

til Vatnajökulsþjóðgarðs. Vinna að verndaráætlun fyrir suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er í

höndum Háskólasetursins á Hornafirði undir stjórn Þorvarðar Árnasonar. Starfsmenn

þjóðgarðsins taka einnig þátt í þessari vinnu á ýmsum stigum.

3.3 Skipulag

Unnið er að deiliskipulagi fyrir Skaftafell og var ákveðið að hafa samband við Glámu Kím

vegna þess. Sömu aðilar vinna að aðalskipulagi fyrir sveitarfélagið Hornafjörð svo það var

talið ávinningur að fá sömu aðila til þessa verks. Fyrirliggjandi voru drög að deiliskipulagi

sem unnið var af Ullu Pedersen . Því eru fyrirliggjandi heilmiklar upplýsingar sem nýtast við

þessa vinnu. Við gerð nýs deiliskipulags er nauðsynlegt að horfa til framtíðar hvað varðar t.d.

breyttan ferðamáta og vaxandi fjölda ferðamanna, eftirspurn eftir þjónustu, afþreyingu og

vörum úr héraði svo eitthvað sé nefnt. Mikilvægt er að hugað verði að samræmingu útlits

bygginga á svæðinu en margir gestir hafa gert athugasemdir við aðstöðuhúsin sem reist voru

við bílastæðin í vor sem eru auðvitað í hróplegu ósamræmi við þær byggingar sem fyrir eru.

Þá er ljóst að huga þarf að starfsmannaíbúðum bæði fyrir sérfræðinga og sumarstarfsfólk og

hvar slíkri uppbyggingu væri best fyrir komið. Þann hluta þarf að skoða í samstarfi við

Sveitarfélagið Hornafjörð.

4. MANNVIRKI, VÉLAR OG TÆKI

4.1 Mannvirki

Nokkur verkefni stóðu útaf vegna framkvæmdanna á síðasta ári og var þeim að mestu leyti

lokið í sumar. Yfir stendur vinna við að leggja ljósleiðara í hús á svæðinu og sú vinna heldur

áfram eitthvað fram á næsta ár. Heitt vatn fannst snemma árs við borun í Skaftafelli nálægt

starfsmannahúsinu í Sandaseli.

Staða eftirstandandi framkvæmda iðnaðarmanna frá síðasta ári: Frágangur og merkingar á rafmagnstöflum, í þjónustumiðstöð, aðalsnyrtingum og

skrifstofuhúsnæði. Lokið

Endurnýjaðar raflagnir í skrifstofuhúsnæði og aðlagaðar að skrifstofuhúsnæði. Lokið

Frágangur á netmálum í skrifstofuhúsnæði og starfsmannahúsum. Lokið

Snyrting í skrifstofuhúsnæði tekin í gegn, ný tæki, flísalagt og málað. Lokið

Þvottahús í skrifstofuhúsnæði, sem og almenningsþvottahús. Lokið

Frágangur á ofnalögnum í skrifstofuhúsnæði. Lokið

Skipta um útidyrahurðir í skrifstofuhúsnæði. Ekki lokið en búið að panta hurðir.

Page 7: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

3

Millihurð milli skrifstofu og eldhúss. Lokið

Að skipta um þak á snyrtihúsi á tjaldsvæði (Kotinu). Ekki byrjað

Skipta um járn á þaki þjónustumiðstöðvar. Ekki byrjað

Markmið fyrir næsta ár: Vinna að skráningu eigna Vatnajökulsþjóðgarðs í Skaftafelli fyrir aðalskrifstofuna.

Ljúka við lagningu ljósleiðara og frágang sem því fylgir

Skoða möguleika á hagræðingu í net- og símamálum sem gætu opnast með tilkomu

ljósleiðara.

Virkjun á heitu vatni sem fannst við tilraunaborun í byrjun árs.

4.1.1. Þjónustumiðstöð og aðalsnyrtingar

Afgreiðslu í veitingasal var breytt og starfsmannarými stækkað. Settur var upp háfur í

eldhúsi, sett útihurð á veitingasalinn og hellulagt fyrir utan og þannig komið upp aðstöðu

fyrir fólk til að sitja úti. Þegar verið var að setja upp háfinn kom upp vatnsleki svo að hluti af

raflögnum í gestastofunni skemmdust. Það var lagað á haustdögum. Töluverður vatnsleki er

með gluggum í glerhýsinu þegar vatnsveður standa upp á þá hlið hússins. Einnig leka

þakgluggar í upplýsingamiðstöðinni. Snyrtihúsið við hlið Skaftafellsstofu var allt endurnýjað

2007. Það er kynjaskipt með 8 salernum í hvoru rými. Tvö salerni fyrir fatlaða eru í húsinu.

Fjarlægð voru sex ónýt útiljós framan við þjónustumiðstöðina og sett upp tvö ný í staðinn.

Staða markmiða frá síðasta ári: Koma upp bókahillum og innréttingum í þjónustumiðstöð. Lokið

Markmið fyrir næstu ár, brýnar framkvæmdir og viðhald: Mála og sparsla í veggi í upplýsingamiðstöð. Víða hafa myndast sprungur þar sem

fyllt var upp í hurðargöt í breytingunum og einnig hafa myndast vatnsblöðrur þar sem

lekið hefur inn um þakglugga.

Skipta um járn á þaki þjónustumiðstöðvar, einnig yfirfara og þétta eða skipta um

þakglugga. Í ákveðnum áttum lekur inn um glugga í gestastofunni og einnig í

veitingasalnum.

Útbúa innbyggðan frysti og stækka kæliaðstöðu í eldhúsi.

4.1.2. Skrifstofuhúsnæði

Skrifstofuhúsnæðið eða landvarðahúsið eins og það var kallað, hýsir skrifstofur,

vinnuaðstöðu sumarstarfsmanna, lager, geymslur fyrir fatnað, vinnufatnað ofl. sem og

kaffiaðstöðu. Þar er einnig ágætis pláss til að halda starfsmannafundi. Í húsinu er einnig

eldhús, þvottahús og tvö herbergi auk setustofu. Tvö herbergi voru nýtt fyrir starfsmenn í

sumar og Chas fékk aðstöðu í þriðja herberginu.

Heilmikið var unnið í þessari aðstöðu á árinu og má hún heita orðið nokkuð viðunandi. Fyrir

utan það sem var lokið við af eftirstandandi framkvæmdum frá síðasta ári, var komið upp

fataherbergi, sem nýtist starfsmönnum yfir sumartímann og eins er þar hægt að geyma fatnað

milli ára. Lagerinn var færður yfir í herbergi sem hýsti bráðabirgðamóttökuna í fyrra. Keyptir

voru læstir skápar fyrir starfsfólk til að geyma persónulega muni.

Page 8: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

4

Staða markmiða frá síðasta ári: Koma upp góðu lagerplássi til að geyma wc pappír, hreinlætisvörur og fleira. Lokið

Almennt að bæta aðbúnað starfsfólks, t.d. koma upp læstum skápum fyrir

persónulegar eigur og fara yfir hvað er til að tækjum og áhöldum í

starfsmannabústöðum. Náðist, þó áfram megi huga að húsbúnaði og þ.h.

Koma upp fataherbergi, þ.e. aðstöðu til að geyma fatnað milli ára og þar sem

starfsmenn geta hengt af sér vinnuföt og gengið að þeim vísum í daglegum störfum.

Lokið Fara yfir “skjalasafn”Skaftafells, yfirfara gamlar möppur og taka til í þeim. Lítið sem

ekkert unnið í þessu

Markmið fyrir næsta ár: Skipta um útidyrahurðir

Fara yfir “skjalasafn”Skaftafells, yfirfara gamlar möppur og taka til í þeim.

Endurnýja tölvukost fastra starfsmanna og tölvu sem landverðir hafa til tilfallandi

verkefna við fræðslu og ýmsa gagnavinnslu.

Skipta um gólfefni í forstofum skrifstofuhúsnæðis.

4.1.3. Snyrtihús á tjaldsvæði

Á tjaldsvæðinu eru tvö snyrtihús; Kotið, þar eru 6 sturtur og 4 snyrtingar og svo Spóastaðir,

þar eru kynjaskiptar snyrtingar með 3 salernum í hvoru rými. Almenningsþvottahús er í sama

húsi og skrifstofurnar að norðanverðu, með sérinngangi.

Staða markmiða frá síðasta ári: Leita leiða til að rýmka plássið í klefum á salerni á Spóastöðum. Náðist ekki

Almenningsþvottahús tekið í gegn, gólf og loft máluð, settur vaskur. Lokið

Koma upp þurrsalerni við Bæjarstaðaskóg. Náðist ekki

Markmið fyrir næstu ár: Skipta um þak á snyrtihúsi á tjaldsvæði, Kotinu.

Stækkun á rotþró við Kotið eða bætt við annarri, hún er aðeins 4400 lítra og þegar

mest var að gera í sumar þurfti að tæma hana á minna en viku fresti.

Breyta fyrirkomulagi á salernum á Spóastöðum. Þau eru illa staðsett innan rýmisins

og þyrftu að færast innar. Kvartað hefur verið yfir því hvað þar sé þröngt (þau voru

meðal annars kölluð þjóðarskömm).

Breyta gömlu snyrtihúsi á tjaldsvæðinu í verkfæraskúr og vinnurými þar sem hægt

væri að geyma verkfæri, sláttuvélar og þ.h. og saga niður smíðaefni t.d.

4.1.4. Sandasel

Sandasel var upphaflega fjárhús en hefur verið gert upp á síðustu árum. Alls er gólfflöturinn

um 240 m2. Þar eru 3 herbergi fyrir sumarstarfsmenn. Í húsinu norðanverðu er aðstaða

sjálfboðaliða, tvö herbergi með 5 kojum hvort, eldunarrými og tvö salerni og í suðurhlutanum

er skólastofa og herbergi með 5 svefnplássum sem hefur staðið til boða fólki sem vinnur að

rannsóknum í þjóðgarðinum. Upphaflega stóð til að skólastofan og húsnæðið allt myndi

nýtast fyrir skólahópa sem myndu sækja sér fræðslu í Náttúruskóla í Skaftafelli en slík

starfsemi hefur ekki komist á laggirnar í þeirri mynd og er ekki möguleg nema á veturna

meðan sama aðstaða yrði nýtt fyrir skólann og starfsmenn. Nokkuð er um að skólahópar sæki

Skaftafell heim, en fáir dvelja á svæðinu á marga daga.

Page 9: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

5

Upp kom sú hugmynd að breyta vesturhluta hússins, þ.e. skólastofunni og rannsóknarrýminu

í herbergi fyrir landverði. Var Svavar Sigurjónsson fenginn til að teikna upp breytingar á

húsnæðinu í þá veru. Með tilliti til þess skorts sem er á húsnæði fyrir starfsmenn þjóðgarðsins

tel ég að sú lausn geti verið góður kostur en að öðrum kosti að farið verði beint í að byggja

upp nýtt starfsmannahúsnæði og húsnæðið í Sandaseli væri þá áfram nýtt fyrir sjálfboðaliða,

rannsóknarfólk og skólahópa út frá hugmyndinni um náttúruskóla. Hugmyndin um

náttúruskóla þarf þó ekki að falla út af borðinu þrátt fyrir að skólastofunni yrði breytt í

herbergi. Skólahópar leita helst hingað utan háannatíma og gætu því nýtt aðstöðuna í

veitingasal upplýsingamiðstöðvarinnar til verkefnavinnu og jafnvel gist í Sandaseli á veturna.

Markmið fyrir næsta ár: Ekki er fyrirliggjandi neitt sérstakt viðhald í Sandaseli, en húsnæðið er að mörgu leyti

frekar frumstætt og nýtist ekki eins vel og það gæti gert.

Fara yfir öll herbergi, húsgögn og húsbúnað.

4.1.5. Sandakot

Sandakot er 70 m2 sumarhús sem upphaflega var sett niður til bráðabirgða. Þar býr nú

heilsársstarfsmaður. Áður hefur það einnig verið nýtt fyrir sumarstarfsmenn.

Markmið fyrir næsta ár Það þarf að bera viðarolíu á húsið að utan annars er það í ágætis standi.

Athugasemdir um starfsmannahúsnæði Eins og er þá er aðstaðan í Sandakoti ágæt fyrir sérfræðinginn sem nú er í Skaftafelli. Huga

þyrfti þó að framtíðarhúsnæði fyrir sérfræðing þjóðgarðsins. Stefna ætti að íbúðabyggð utan

þjóðgarðsmarka. Í sumar tókst að koma öllu sumarstarfsfólki þokkalega fyrir með því að nýta

einnig herbergin í skrifstofuhúsnæðinu, en það vildi okkur til happs að 4 starfsmenn voru

búsettir í sveitinni sem og flest starfsfólk veitingasölu.

Staða markmiða frá síðasta ári Húsnæði til að hýsa sumarstarfsmenn þjóðgarðsins er ekki nægilegt og mjög

aðkallandi að leysa úr þeim málum. Enn brýnna er að huga að því ef þjóðgarðurinn

rekur sjálfur veitingasöluna áfram því þá bætist við starfsmannafjöldann.

Varanlegt húsnæði vantar fyrir sérfræðing, Sandakot nýtist ágætlega einstaklingi eða

jafnvel pari, en dugir varla fyrir barnafjölskyldu.

Fara yfir búnað í starfsmannabústöðum.

4.1.6. Hæðir

Húsið í Hæðum er í ágætis standi og ekki er mikið viðhald fyrirliggjandi á því á næstunni.

Staða markmiða frá síðasta ári: Skipta um útidyrahurðir, þær eru óþéttar. Náðist ekki

Fyrirsjáanlegt viðhald á næstu árum Þakið lekur í miklum rigningum (í einu herbergi), líklega meðfram skorsteininum á

vesturhlið hússins. Væri sennilega best að fjarlægja skorsteininn og setja nýjar

þakplötur þar.

Page 10: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

6

Músagangur er í veggjum sem reynandi væri að hefta með því að setja net undir

veggklæðninguna utan á húsinu.

Fyrr eða síðar þarf að taka í gegn baðherbergið á efri hæðinni, þar eru óþéttar plötur

meðfram baðkari og sturtum sem lekur meðfram og alveg niður í kjallarann.

Skipta um útidyrahurðir, þær eru óþéttar.

4.1.7. Bölti

Húsið í Bölta er í eigu þjóðgarðsins.Um það gildir lífstíðarábúðarsamningur frá 29. maí 1978.

Þar er kveðið á um að landsdrottinn greiði kostnað af lagfæringum og viðhaldi á

íbúðarhúsinu. Ekki eru fyrirliggjandi framkvæmdir vegna viðhalds eða lagfæringa á árinu.

Það hafa þó komið upp vandamál tengd neysluvatni á liðnum árum sem gætu mögulega

kallað á einhverjar framkvæmdir.

Markmið fyrir næstu ár.

Gera úttekt á ástandi hússins

4.1.8. Önnur stærri mannvirki í Skaftafelli

Hlaðið brunnhús við Skaftafellsbrekkur byggt 1980 af Ragnari Stefánssyni. Þar eru brunnar

fyrir neysluvatn.

Sel, bær í vörslu Þjóðminjasafns Íslands frá 1972 og endurbyggður á vegum þess.

Tvær heyhlöður með ásþaki. Í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

Smiðja austan íbúðarhússins í Bölta. Var gerð upp á vegum Þjóðminjasafns Íslands laust fyrir

1980. Í umsjá Þjóðminjasafns Íslands.

Hænsnakofi og hesthús við Hæðir.

Rafstöðin í Eystragili og mannvirki sem henni tengjast, þar með talin stífla ofan við

Magnúsarfoss og aðrennslisrás. Smíðaðar voru grindur og settar upp í rafstöðvarhúsinu utan

um túrbínuna til að forða því að fólk fari of nálægt henni þegar hún er í gangi.

Nokkrar hálfhrundar tóftir við Hæðir og fleiri gamlar tóftir sem tengjast búskap víðsvegar í

þjóðgarðinum, m.a. hesthús ofan við Bölta sem byrjað var að gera upp fyrir nokkrum árum.

Heimagrafreitur í brekkunum neðan við Bölta.

Skúr yfir borholu á aurunum framan við Skaftafellsjökul. Þar er vatnsdæla sem gengur fyrir

rafmagni.

Markmið fyrir næsta ár: Rífa stalla úr hesthúsi og bera möl í gólfið og útbúa geymslu fyrir vélar þjóðgarðsins,

kúbótann, beltavagninn, vélhjólbörur ofl. og etv. vinnuaðstöðu til að mála stikur ofl.

Lagfæra rafstöðvarhúsið sem var gert upp fyrir nokkrum árum og koma rafstöðinni í

gagnið. Setja niður nýja rafmagnsstaura til að leiða rafmagn frá rafstöðinni í ljós á

bílastæði.

4.1.9. Göngubrýr og helstu mannvirki á gönguleiðum

Göngubrúin í Vestragili yfir Stóralæk ofan við bílastæðið við Magnúsarfoss fór í leysingum

snemma árs. Hún var frekar lág og losnaði hún upp af undirstöðum sínum, flaut niður lækinn

og stöðvaðist á stíflunni. Mestu af efninu tókst að bjarga og var dekkið að mestu nothæft.

Ráðist var í smíði nýrrar göngubrúar að mestu úr efni sem til var í þjóðgarðinum, þar af

tveimur rafmagnsstaurum og efninu úr gömlu brúnni. Keypt var efni í handrið. Þorlákur

Magnússon hífði gömlu brúna upp úr farveginum og mokaði upp úr stíflulóninu og fyllti upp

Page 11: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

7

í varnargarða við stíflu í leiðinni.

Nýja brúin var sett hærra á milli

kletta og var ýtt möl upp að henni að

vestanverðu til að bæta aðgengi að

henni. Klaus landvörður sá um smíði

brúarinnar og var henni lokið fyrir

sumarið.

Í vor var Þorlákur einnig fenginn til

að grafa upp úr farvegi lækjarins sem

kemur úr Eystragili. Afköst þessa

lækjar í efnisflutningi eru alveg

gífurleg þar sem einnig var grafið

upp úr farveginum í fyrra en hann

var aftur búinn að fylla alveg upp

undir brúna, sem liggur reyndar

mjög lágt. Lalli lagaði einnig gönguleiðina því það flæðir yfir hana í vorleysingum og hún

verður mjög gróf. Þá lagaði hann varnargarð fyrir ofan brúna sem lækurinn hafði nagað í.

Leiðin um Austurbrekkur var opnuð í vor og var þá mest af pallasmíði lokið á þeirri leið. Þá

var einnig lokið við smíði á timburtröppum upp brekkuna vestan við Eystragil við

Heygötufoss.

Efsta brúin yfir Eystragil flaut að hálfu fram af klettinum vestan megin í leysingum í janúar.

Hún var hífð á sinn stað og skorðuð betur.

Brúin yfir Stóralæk í Vestragili uppi við Svartafoss er fjarlægð á veturna. Hún hefur stundum

flotið upp í rigningum á haustin og flekarnir sem hún er samsett af hafa flotið niður lækinn.

Þá hafa undirstöðurnar, sem eru I járnbitar beyglast svo nokkuð er orðið erfitt að koma brúnni

saman. Þá hefur fólk oft tekið brúarflekana eftir að gengið hefur verið frá þeim á haustin og

hent þeim út í lækinn til að komast yfir. Var brugðið á það ráð að smíða litla brú til að leggja

yfir lækinn á veturna og festa hana með keðju við annan bakkann svo hún myndi þá fljóta

upp af steinunum sem hún liggur á en ekki fljóta langt niður eftir læknum.

Mynd 1. Nýja göngubrúin ofan við Magnúsarfoss. Ljósmynd: RH

Page 12: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

8

Tafla 1. Göngubrýr og önnur mannvirki á gönguleiðum.

Staða markmiða frá síðasta ári: Ljúka við timburtröppur vestan við Eystragil. Lokið

Áætla hversu mikið efni þyrfti í göngupalla á gönguleiðinni um Miðheiði sem áður

var gönguleið innan þjóðgarðsins en hefur verið lokuð í fjöldamörg ár. Náðist ekki

Skoðaðir verði möguleikar á smíði nýrrar göngubrúar yfir Morsá innst í dalnum.

Náðist ekki

Markmið fyrir næsta ár: Áætla hversu mikið efni þyrfti í göngupalla á gönguleiðinni um Miðheiði sem áður

var gönguleið innan þjóðgarðsins en hefur verið lokuð í fjöldamörg ár.

Skoðaðir verði möguleikar á smíði nýrrar göngubrúar yfir Morsá innst í dalnum.

Smíða palla þar sem gönguleiðin frá varnargörðunum yfir í Morsárdal liggur á

tjarnarbakka upp við hlíðina. Þar er mjög mishátt vatnsborð og veðst allt iðulega út á

sumrin.

4.1.10. Önnur svæði þjóðgarðsins.

Haustið 2009 var komið upp þurrsalerni við lónið framan við Heinabergsjökul. Það verður

tekið í notkun sumarið 2010.

Markmið fyrir næsta ár. Frágangur í kringum snyrtihúsið við Heinabergsjökul.

Göngubrýr og önnur mannvirki á gönguleiðumTegund Staðsetning Ástand í lok árs

Göngubrú Yfir Morsá við Götugil Gott

Göngubrú Yfir Morsá norðan við Grjóthól Gott

Göngubrú Við mynni Vestragils, 2 stk Gott

Göngubrú Við mynni Eystragils Gott, en liggur mjög lágt

Göngubrú Yfir Vestragil ofan við stíflu Gott, ný brú sett á árinu

Göngubrú Yfir Eystragil við Heygötufoss

Göngubrú Yfir Eystragil uppi á heiði Gott

Göngubrú Yfir Vestragil upp við Svartafoss

Upp frá Lambhaga Í góðu lagi

Timburstígar

Í góðu lagi

Timburpallar

Gott, en er farin að halla töluvert. Þarf að

fylgjast með undirstöðum, Handrið lagað og

sett nýtt reipi

Undirstöður orðnar beyglaðar og erfitt að koma

brúnni saman. Lítil brú sett á yfir vetrartímann.

Minni

göngubrýr

Á leiðinni yfir Vesturheiði í

Morsárdal, að Svartafossi frá

útsýnishólnum, frá Sjónarskeri að

Skerhól, undir Sjónarskeri og að

Skaftafellsjökli.

Laga þarf göngubrú á Vesturheiði á leið í

Morsárdal og grafið hefur undan göngubrú áður

en komið er að Skerhól. Aðrar eru í lagi.

Tröppur og

pallur

Á Vesturheiði yfir í Morsárdal, á

Austurheiði milli Vestra- og

Eystragils.

Í Austurbrekkum, vestan við

Eystragil og á hringleið að

Skaftafellsjökli

Gott, settur var nýr timburpallur á austurhluta

hringleiðar að Skaftafellsjökli þar sem vatnar

alltaf yfir á haustin og í miklum rigningum.

Page 13: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

9

4.2 Bifreiðar

Ford Ranger SR 892, pallbíll var í Skaftafelli allt árið á rekstrarleigu. Akstur á honum var alls

14.715 km. Í lok vetrar skemmdist hann nokkuð í hvassviðri sem hér gekk yfir, það

splundraðist afturrúðan og einnig glerið í báðum speglunum. Rekstrarleigan á honum rennur

út fljótlega og verður farið með hann áður í viðgerð vegna þessa tjóns en einnig eru nokkrar

minniháttar skemmdir á honum sem þarf að laga áður en honum verður skilað.

Yfir sumartímann var leigður Skoda Oktavía og var hann mest notaður af þjóðgarðsverði til

útréttinga s.s. til að fara með uppgjör í banka og sækja ýmsa fundi t.d. í tengslum við gerð

stjórnunar- og verndaráætlunar. Hann var alls keyrður 8.330 km.

Það er spurning hvort breyta ætti fyrirkomulaginu þegar þessum bíl verður skilað og leigja

frekar minni bíl, fólksbíl eða jeppling allt árið en pallbíl yfir sumartímann.

4.3 Vélar og tæki

Nokkuð er til af vélum, tækjum og verkfærum í Skaftafelli en á því er mikið óskipulag. Engin

sérstök geymsla er fyrir vélar, tæki eða verkfæri, stærri vélar eru geymdar úti og sláttuvélar,

orf og verkfæri hér og þar.

Keypt var ný bútsög og einnig gott og öflugt orf sérstaklega vegna lúpínuverkefnisins. Það

nýtist þó auðvitað einnig í annað þegar ekki er verið að slá lúpínu.

Tafla 2. Vélar og tæki

Staða markmiða frá síðasta ári: Koma skipulagi á verkfæri og áhöld þjóðgarðsins. Náðist að hluta

Skipuleggja geymslurými milli salerna á aðalsnyrtingum. fyrir verkfæri og áhöld sem

eru notuð daglega og fara yfir það sem er geymt í þvottahúsi í Sandaseli. Náðist að

hluta Koma upp geymslu fyrir sláttuvélar og orf. Náðist að hluta

Rífa stalla í fyrrum hesthúsi við Selbæinn og búa til geymslupláss fyrir kúbótann og

beltavagninn svo þeir þurfi ekki að standa úti yfir vetrartímann. Náðist ekki

Laga kúbótann og nýta hann í slátt á tjaldsvæði yfir sumarið. Byrjað að gera við hann

en hann var meira bilaður en talið var. Fjárfesta í sláttuvél, betri sláttuorfum og ýmsum verkfærum. Náðist ekki

Vélar og tækiGerð vélar Númer Ástand í lok árs Annað

Kúbóta dráttarvél IM 0271 Þarfnast viðgerðar

Yanmar beltavagn IB 0130 Gott Skoðun án ath.semda

Ifor Williams, kerra OL955 Gott

Vélhjólbörur Gott

Sláttuvél Ekki í lagi Þarf að kaupa nýja

Rafmagnssláttuvél Í lagi

Rafmagnsorf Í lagi

Bensínorf – öflugt Keypt nýtt á árinu Notað við lúpínuslátt

Bensínorf 2 stk. Léleg Drepa á sér

Bútsög Gott Keypt ný á árinu

Skoðun án ath.semda,

lagfærður vökvatjakkur

Lagfærður

bremsubúnaður, ljós ofl.

Page 14: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

10

Markmið næsta árs: Áfram verður haldið að vinna að þeim markmiðum sem ekki náðist að ljúka í fyrra.

Rífa innan úr gamla snyrtihúsinu á tjaldsvæðinu og útbúa þar geymslu fyrir kúbótann

og önnur tæki og áhöld til umhirðu á tjaldsvæðinu þannig að þau séu miðsvæðis þegar

þau eru í notkun yfir sumartímann.

5. STARFSMENN OG HELSTU VERKEFNI ÞEIRRA

5.1 Heilsársstarfsmenn

Á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs eru þrjár heilsársstöður, þjóðgarðsvarðar og tveggja

sérfræðinga og er annar þeirra staðsettur í Skaftafelli en hinn á Höfn. Nýr aðstoðarmaður

þjóðgarðsvarðar, Guðmundur Ögmundsson ferðamálafræðingur frá Hólum, tók til starfa 14.

september í ár en þá hafði ekki verið sérfræðingur starfandi í Skaftafelli frá því haustið 2008.

Meginhlutverk Guðmundar fram að áramótum var að sinna upplýsingamiðstöðinni þar sem

hún var opin alla virka daga, en einnig byrjaði hann að kynna sér svæðið með lestri heimilda

og könnunarferðum ásamt öðrum tilfallandi verkefnum.

Mikilvægt er að huga að heilsársopnun alla daga í Skaftafelli, en það er erfitt að manna helgar

líka með föstum starfsmönnum. Auk þess slítur það daginn í sundur frá öðrum verkefnum að

þurfa stöðugt að vera að taka á móti ferðamönnum þó svo fjöldi þeirra sé ekki mikill alla

daga yfir veturinn. Nauðsynlegt er að ráða starfsmann í 50 – 75% starf yfir vetrarmánuðina til

viðbótar við þá starfsmenn sem fyrir eru ef vel á að vera. Þá geta sérfræðingar einbeitt sér að

fræðslumálum, skýrslugerð, umsögnum, leyfisveitingum og öðrum erindum sem berast. Þá er

vert að huga að fjölgun starfsmanna í upplýsingagjöf á öllu suðursvæðinu.

Sökum þess að einungis var einn fastur starfsmaður (þjóðgarðsvörður) þetta sumarið í

Skaftafelli sá hann um skipulagningu vinnu starfsmanna og útbjó verkefnalista fyrir

starfsmenn og sjálfboðaliða, starfslýsingar, vaktatöflur, vinnuskýrslur og starfsmannafundi

auk daglegrar verkstjórnar og utanumhalds vegna rekstursins. Hann sá einnig alfarið um

verslun í upplýsingamiðstöð, skipulagningu hennar, ákvað vöruúrval, sá um pantanir á vörum

og verðlagningu þeirra. Þá sá hann um kassauppgjör í verslun og talningu um áramót. Einnig

tók hann á móti skólahópum meðan ekki voru aðrir starfsmenn teknir til starfa og móttöku

ýmissa annarra gesta utan dagskrár. Þjóðgarðsvörður var einnig í stýrihópi um uppbyggingu á

Heinabergssvæðinu.

Helga, sérfræðingur á Höfn sá um skipulagningu á landvörslu í Lónsöræfum og var þar að

hluta til sjálf. Þá kom hún í Skaftafell í afleysingar meðan þjóðgarðsvörður var í fríi. Hún

vann að ýmsum samstarfsverkefnum s.s. gerð jarðfræðiyfirlits í NEED verkefni og

jarðfræðistíg og skiltum við Fláajökul (NEST). Hún tók þátt í vinnu stýrihópa vegna

uppbyggingar á Heinabergs- og Hoffellssvæðinu, vann að jarðfræðibæklingi fyrir Jökulslóð í

Skaftafelli og sá um móttöku ýmissa hópa. Þá kom hún að ýmsum verkefnum í tengslum við

vinnu að verndaráætlun fyrir Vatnajökulsþjóðgarð s.s. yfirliti yfir jarðminjar og flokkun

þeirra, jarðfræðikafla, yfirlestur og leiðréttingar á náttúruauðlindakafla fyrir norðursvæðið og

samantekt yfir skilti, áningarstaði og tjaldsvæði á suðausturlandi.

Page 15: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

11

Markmið frá síðasta ári: Starfsmann í 50% starf (eða meira) í upplýsingamiðstöðina í Skaftafelli frá 1.

september til 1. maí. Myndi einnig sjá um ræstingar í gestastofu og skrifstofuhúsnæði.

Náðist ekki Fjölgun heilsársstarfsmanna um 1 stöðugildi á suðursvæðinu. Náðist ekki

5.2 Sumarstarfsmenn

Alls voru 11 sumarstarfsmenn í Skaftafelli sumarið 2009 og vinnuvikur 139. Eygló

Harðardóttir var að auki ráðin í 2 vikur í upphafi sumars til að sjá um kennslu í náttúrutúlkun

og fleiru.

Tafla 3. Sumarstarfsmenn í Skaftafelli 2009.

Starfsmaður Tímabil Starfs-

hlutfall

Starfssvið Starfssumar í

Skaftafelli

Eva Bjarnadóttir 9. 4 – 30. 8 100% Landv/móttaka 4

Halla Tinna Arnardóttir 14. 4 – 25. 8 100% Landv/ móttaka 3

Ingibjörg E. Ármannsdóttir 20. 5 – 25. 8 100% Móttaka 3

Málfríður Ómarsdóttir 1. 7 – 9. 8 100% Móttaka/ landv 7

Rannveig Ólafsdóttir 1. 6 – 31. 7 100% Landv/móttaka* 2

Sigrún Dögg Eddudóttir 10. 6 – 16. 8 100% Móttaka 5

Klaus Kretzer 20. 5 – 30. 9 100% Landvörður 1

Elías Már Guðnason 1.6 – 31. 8 100% Landvörður* 1

Alfreð G. Sæmundsson 1.6 – 15. 8 100% Móttaka 1

Magnea H. Unnarsdóttir 1.6 – 15. 8 100% Ræstingar 1

Margrét Ingadóttir 25. 7 – 31. 8 100% Ræst/móttaka* 1

Eygló Harðardóttir 1.6 – 16. 6 2 vikur Kennsla* 1

*Viðkomandi hefur starfað sem landvörður eða skálavörður á öðrum svæðum.

Töluverðar breytingar voru á vaktafyrirkomulagi og byggt á reynslu frá síðasta sumri. Það er

þó spurning hvort raunhæft er að vera með lengri vaktir en 8 tíma í upplýsingamiðstöðinni

þar sem álagið í sumar var gífurlegt.

Mikil áhersla var lögð á að kynna starfsmönnum vel störf sín og viðfangsefni og var í því

skyni fenginn gamalreyndur landvörður í byrjun sumars til að fara yfir ýmsa þætti sem

tengjast landvörslunni á stuttu námskeiði, kynningardögum. Eygló Harðardóttir sá um

kennslu í náttúrutúlkun ofl. en einnig var farið í gönguferðir um svæðið til að kynnast

svæðinu, staðháttum og örnefnum.

Page 16: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

12

Dagskrá kynningardaga var eftirfarandi: 1. júní. 19 – 21. Fyrirlestur, Regína.

Kynning á Vatnajökulsþjóðgarði í heild. Stærð og svæði, þjóðgarðsverðir, stjórn, svæðisráð,

gestastofur. Reglugerðin og það sem lýtur að okkur, reglur á tjaldsvæðinu ofl.

Farið yfir vaktakerfið, dagskrá sumarsins, frídagar, ferðadagar oþh.

Kynning á húsnæði og aðstæðum á staðnum, húsreglum, hjólum, rannsóknarfólki og

sjálfboðaliðum, skemmtanareglum ofl.

Áhersla á að við erum að vinna saman og ef fólk er óánægt með eitthvað þá verður það að

koma því á framfæri við mig, annars hef ég ekki möguleika á að breyta því.

Kynning á afgreiðslukerfinu, birgðastöðutalningum, áfylling á bókum, dagatölum,

póstkortum, bæklingum og hvar þetta er geymt. Kynning á uppgjöri, fyrirkomulagi á

ræstingum, sorphirðu og flokkun, bílamál, lyklakerfi, þvottahús, tæming á sturtuboxum oþh.

Kynning á öryggisáætlun, hvar eru slökkvitæki, brunaslöngur, sinuslökkvarar, meðferð

sláttuvéla og sláttuorfa, kerra, kúbótavél, vélhjólbörur, utanvegaakstur, reglur um tjöldun í

Morsárdal og skráningu ferðamanna. Benda fólki á að nota sér þjónustu Landsbjargar ef það

ætlar í lengri, erfiðar gönguferðir (einhverja daga).

2. júní. Kynning, Regína. Bíltúr niður á Skeiðarársand, að Gígjukvísl og gamla veginn að

Háöldu. Skoðuð jökulkerin á leiðinni og sigið. Skipt í hópa þannig að á meðan annar

hópurinn fer í ferðina er hinn í

praktískri þjálfun og kynningu á

starfsstöðvum sínum hjá eldri

starfsmönnum.

3. júní. Praktísk þjálfun, Regína og

eldri starfsmenn.

4. júní 9 – 17. Ganga, Regína.

Gengið um Skaftafellsheiðina,

Heiðahringurinn og upp á

Kristínartinda. Örnefni, sagnir,

plöntur, jarðfræði, jöklar, heildin.

5. júní og 8. júní 9 – 17.

Barnastundir, Eygló. Vinnudagur

þar sem farið er yfir mögulega staði

og leiki fyrir barnastundir. Reglur,

eiga foreldrar að vera með börnum

upp að vissum aldri. Fyrir hverja eru barnastundirnar? Aldur, þjóðerni? Uppbygging.

6. og 9. júní 9 – 17. Ganga, Regína. Gengið inn í Bæjarstaðaskóg. Réttargil og hitulaugin,

upp á Kjósareggjar eða inn með Jökulfelli eftir veðri. Örnefni, jarðfræði, gróðurfar, sagan,

Morsárjökull og hrunið. Til baka eftir aurunum.

7. og 10. júní 9 – 17. Leiðsögn. Eygló fer með þeim í gegnum val á gönguleiðum fyrir

sumarið, uppbyggingu göngu ofl. Náttúrutúlkun, leiðir, undirbúningur, gögn, hvað á að hafa

meðferðis í bakpokanum?

11. júní og 14. júní 9 – 17. Kynnisferðir. Farið út í Ingólfshöfða og á Jökulsárlón.

Fjallsárlón, Breiðamerkursandur, skúmurinn, Kvísker, komið við allsstaðar þar sem er

ferðaþjónusta, á Hofi og í Svínafelli, hótelinu og sjoppunni og heilsað upp á fólkið.

13. og 15. júní. 9 – 17. Samskipti við ferðamenn, Eygló. hvernig er best að takast á við

“erfiða” gesti, fólk sem hlýðir ekki reglum eða fyrirmælum. Hvernig á að taka á

utanvegaakstri eða ef fólk veldur skemmdum á gróðri, tínir steina os.frv.

Vísa líka í lög og reglugerðir, bæði þjóðgarðsins og lög um náttúruvernd. Fara yfir rétt

ferðamanna til að tjalda t.d.

Mynd 2. Fræðslunámskeið landvarða. Ljósmynd: Eygló Harðardóttir

Page 17: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

13

Einnig fóru þrír starfsmenn í móttöku og landvörslu í kynnisferð um suðursvæðið í boði

klasans, Í ríki Vatnajökuls þar sem kynntir voru gisti- og afþreyingarmöguleikar á svæðinu.

Var gerður góður rómur að þeirri ferð.

Einn starfsmaður var einungis í ræstingum og þrír voru eingöngu í móttökunni en önnur störf

voru meira blanda af landvörslu, verkamannavinnu, ræstingum og móttöku.

Fyrirkomulagið gafst nokkuð vel, og það kom vel út að hafa ákveðna starfsmenn alfarið í

ræstingu og móttöku, en ljóst er að fjölga verður starfsmönnum í ræstingum á næsta ári. Þá

voru starfsmenn einnig ánægðir með að fá ákveðna fjölbreytni.

Almennt var góður starfsandi og flestir unnu störf sín vel og af samviskusemi.

Fjórir starfsmenn bjuggu í heimahúsum eða hjá skyldmennum í sumar. Einn starfsmaður fékk

herbergi í skrifstofuhúsnæðinu og aðrir voru í Sandaseli. Annað herbergi sjálfboðaliða þar var

fengið að láni hluta sumarsins og þar bjuggu tveir starfsmenn til skiptis. Það er þó ekki

hentugt húsnæði.

Það verður að gera bragarbót í húsnæðismálum starfsmanna sem fyrst. Eins og er komast alls

ekki fleiri en 6 starfsmenn í aðstöðu landvarða í Sandaseli en æskilegast væri að allir gætu

verið þar á sama stað. Þá þarf einnig að huga að aðstöðu fyrir starfsmenn í veitingasölu

þjóðgarðsins.

Staða markmiða frá síðasta ári Vinna í starfsmannahandbók fyrir Skaftafell. Náðist að hluta

Allir starfsmenn fái nákvæma leiðsögn í upphafi sumars um starf sitt ásamt

starfslýsingu. Náðist

Unnið að staðháttanámskeiði fyrir starfsmenn. Byrjað

Markmið fyrir næstu ár Fjölga heilsársstarfsmönnum á suðursvæði þjóðgarðsins.

Efla upplýsingagjöf og eftirlit utan Skaftafells.

Halda áfram með sömu markmið og á síðasta ári.

Fjölga starfsfólki í ræstingum

Koma á næturvörslu á tjaldsvæðinu

Koma upp aðstöðu fyrir fleiri sumarstarfsmenn

5.3 Sjálfboðaliðar

Sjálfboðaliðar frá Umhverfisstofnun unnu að ýmsum verkefnum í þjóðgarðinum í sumar. Alls

voru vinnuvikur sjálfboðaliða þetta sumarið um 270 talsins og munar um minna. Nokkrir

aðrir hópar sjálfboðaliða komu einnig hingað, en Chas hélt utan um og skipulagði allt

sjálfboðaliðastarf hvort sem það voru sjálfboðaliðar UST eða aðrir. Meðal annars fengum við

200 skáta til að leggja okkur lið og báru þeir efni í göngustíginn að Svartafossi og kom vel í

ljós að margar hendur vinna létt verk.

Sjálfboðaliðar hafa undanfarin ár haft tvö herbergi og eldunaraðstöðu í austurhluta Sandasels

til umráða. Þá hafa þeir aðgang að þvottahúsi í Sandaseli. Annað herbergjanna var nýtt af

starfsmanni þjóðgarðsins hluta af sumrinu. Sjálfboðaliðar eru einnig með aðstöðu á

tjaldsvæðinu í svokölluðu tehúsi. Þar hafa þeir eldunaraðstöðu og frystikistur m.a.

Page 18: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

14

Sjálfboðaliðar fengu afhenta skiptimynt í sturtur og almenningsþvottavél auk þess sem

langtíma sjálfboðaliðar fengu ókeypis aðgang að interneti í 1 klst. á viku

Nokkuð bar á erfiðleikum í samskiptum starfsmanna og sjálfboðaliða í sumar. Hluti af

vandanum virðist hafa verið sá að með tilkomu starfsmannabúða Íslenskra

fjallaleiðsögumanna var orðið mun fleira fólk á svæðinu við Sandasel og ekki mynduðust

eins mikil tengsl milli sjálfboðaliða og starfsmanna eins og undanfarin ár. Sjálfboðaliðar hafa

oft gist í tjöldum við Sandasel, en í sumar gáfust þeir upp á því og fluttu sig yfir á almenna

tjaldsvæðið þar sem þeir töldu sig fá meiri svefnfrið en við Sandasel.

Sjálfboðaliðar eru afar verðmætir starfskraftar fyrir Skaftafell og þar eru margir einstaklingar

innanbúðar sem hafa dýrmæta þekkingu á göngustígagerð hér á landi.

Það er því afar brýnt að leita leiða til að gera sjálfboðaliðastarfinu hærra undir höfði en verið

hefur.

Helstu verkefni sjálfboðaliða í Skaftafelli í sumar voru: Aðstoð við undirbúning og frágang á tjaldsvæði. Hjálpuðu við að setja út og ganga frá

áningarborðum t.d.

Lokið var við tröppur vestan við Eystragil sem byrjað var á í fyrra. Smíðavinna og

frágangur í kring

Settu upp brúna við Svartafoss í vor

Lokið við stíginn frá bílastæði að rafstöð. Ristar þökur efst í stígnum, hann dýpkaður

og borið malarefni í stíginn. Þökurnar og moldarefnið var m.a. notað í fyllingu

meðfram tröppunum vestan við Eystragil.

Lúpínusláttur frá lokum maí fram í miðjan júní. Eyrar við Morsána, allar plöntur sem

fundust austan Morsár rifnar upp. Allar stakar plöntur utan aðalbreiðunnar fjarlægðar

eftir föngum.

Borið efni í stíginn upp á Sjónarsker, það hafði runnið mikið úr honum eftir veturinn.

Borið efni í stíginn að Svartafossi og gerðar heilmiklar lagfæringar á honum.

Hreinsað upp úr drenum við flesta stíga og þau löguð.

Sett brú, göngupallur á stíginn yfir Skaftafellsheiði þar sem alltaf vatnar yfir stíginn í

vætutíð.

Sett brú á hringleiðinni að Skaftafellsjökli.

Unnið áfram í Austurbrekkum, langt komið eftir sumarið.

Byrjað að vinna í stígnum upp að Skerhól. Þar eru miklir skorningar. Grjóttröppur.

Staða markmiða frá síðasta ári Huga þarf almennt að betri aðbúnaði fyrir sjálfboðaliða í Skaftafelli. Náðist ekki

Koma þarf upp sturtum í aðstöðunni í Sandaseli og gera svefnrýmið meira aðlaðandi.

Náðist ekki

Markmið fyrir næstu ár Huga þarf almennt að betri aðbúnaði fyrir sjálfboðaliða í Skaftafelli.

Koma þarf upp sturtum í aðstöðunni í Sandaseli og gera svefnrýmið meira aðlaðandi.

Aðskilja þvottaaðstöðu og matvælageymslur landvarða og sjálfboðaliða. Upp komu

nokkur deilumál þar sem notkunarmynstur þessara hópa er mismunandi á aðstöðunni.

Page 19: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

15

5.4 Fatnaður starfsfólks

Vatnajökulsþjóðgarður leggur starfsfólki til vinnufatnað sem er almennt mjög fínn.

Bætt var við pólóbolum í sumar samkvæmt beiðni frá fyrra ári um hentugri boli til allra

verka. Bæði komu hvítir bolir í kvensniði og ljósbláir fyrir bæði kyn. Þeir hvítu þóttu full

stuttir á búkinn Þeir ljósbláu hafa þann ókost að þeir upplitast í þvotti og kraginn fer ekki vel

undir flíspeysum starfsmanna.

Staða markmiða frá síðasta ári.

Betri bómullarbolir fyrir starfsfólk sem og hentugri vinnufatnaður fyrir ræstingar og

óþrifastörf. Einnig þarf að merkja vinnugalla og regnfatnað með merki þjóðgarðsins.

6. GESTIR OG ÞJÓNUSTA ÞJÓÐGARÐSINS

Fjöldi fólks heimsækir Skaftafell árið um kring þó langmestur þunginn sé auðvitað yfir

sumartímann. Opnunartími upplýsingamiðstöðvar og tjaldsvæðis í Skaftafelli hefur árum

saman verið frá 1. maí til 30. september. Opnað var heldur fyrr þetta árið eða 8. apríl á

skírdag, þegar fyrsti landvörður sumarsins tók til starfa.

Tvær snyrtingar eru einnig opnar ferðamönnum allt árið utan opnunartíma Skaftafellsstofu.

Þær eru einnig aðgengilegar fötluðum og er gengið inn í þær frá torginu milli bygginga, en

þær eru í sama húsi og aðalsnyrtingarnar.

6.1 Skaftafellsstofa, upplýsingamiðstöð

Opið var í upplýsingamiðstöðinni alla daga frá 8 apríl til 30. september. Opið var alla virka

daga í október, nóvember og desember og einstaka helgar eftir þörfum, en lokað var 24. og

25. desember og á gamlársdag. Opnunartími upplýsingamiðstöðvarinnar sumarið 2009 var

með sama sniði og undanfarin ár, en hann miðast að hluta til við rútuferðir að og frá

Skaftafelli.

Tafla 4. Opnunartími Skaftafellsstofu 2009.

9. apríl - 31. maí 10 - 16

1. júní - 15. júní 9 - 19

16. júní – 25. ágúst 8 - 21

26. ágúst - 31. ágúst 9 - 19

1. sept. - 30. sept. 10 - 16

1. okt. – 31. okt. 10 – 16 virka daga

1. nóv. - 30. des. 11 – 15 virka daga

Settar voru upp nýjar bókahillur frá Pennanum í verslunarrýminu áður en

upplýsingamiðstöðin opnaði í apríl. Þær eru mjög fínar með hallandi hillum svo auðvelt er að

skoða bækurnar. Það hefði þó verið gott að gera ráð fyrir skápum neðst til að geyma bækur,

því það vantar tilfinnanlega lagerpláss í verslunina. Neðstu hillurnar nýtast lítið fyrir

Page 20: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

16

söluvörur og ekkert sérstaklega vel til að geyma bækur í stöflum heldur. Aukið var mikið við

úrvalið af bókum. Ákveðið var að leggja áherslu á íslenskar vörur og þá helst handunnar

vörur af svæðinu, vandaðar

ferðamannabækur og handbækur

um náttúruna sem og úrval

landakorta en ekki fara í

samkeppni við aðra aðila um

fjöldaframleidda minjagripi eða

annan varning sem hægt er að

nálgast í nágrenninu. Salan jókst

gífurlega á bókum og kortum frá

Forlaginu milli ára. Nokkrir

samverkandi þættir skipta

líklega mestu í því samhengi;

lengri opnunartími þar sem

verslunin opnaði um páskana í

ár en ekki fyrr en um miðjan

júní í fyrra, nýjar, söluvænlegar

innréttingar í versluninni, aukið

úrval bóka, nægilegt rými fyrir

söluvarning auk þess sem mikil

aukning var á ferðamönnum til landsins frá fyrri árum. Bætt var við öðrum afgreiðslukassa í

verslun sem var til mikilla bóta en oft hefði verið ágætt að hafa þann þriðja. Settur var upp

búnaður til að hægt væri að stjórna sýningum á myndinni í bíósal úr stjórnstöð í afgreiðslu.

Komið var upp teljara við aðalinnganginn í upplýsingamiðstöðina fyrir opnunina í apríl til að

hægt sé að gera sér betur grein fyrir álaginu þar og áætla gestafjölda í Skaftafelli. Teljarinn

telur einn mann fyrir tvær ferðir sem farið er framhjá honum. Talningin sýnir ekki

heildarfjölda gesta sem koma í Skaftafellsstofu þar sem margir fara inn og út nokkrum

sinnum á meðan á dvöl þeirra stendur, aðrir koma aldrei inn og starfsmenn eru einnig á

ferðinni framhjá teljaranum. Hann gefur aftur á móti góða mynd af erlinum í

upplýsingamiðstöðinni og með því að bera gestafjöldann saman við bílaumferð að og frá

Skaftafelli er hægt að fá nokkuð góða mynd af fjöldanum sem heimsækir Skaftafell auk þess

sem hægt er að skoða þróunina milli ára. Til að vel ætti að vera þyrfti að handtelja fólk út úr

rútum og bílum yfir nokkra daga til að fá enn betri samanburð. Í nóvember var teljarinn

tekinn úr sambandi og handtalið til að umferð starfsmanna trufli ekki talninguna og sýna því

tölurnar fyrir nóvember og desember nákvæman gestafjölda. Alls stóð teljarinn í 263.306 í

árslok.

Mynd 3. Þjóðgarðsverslunin í Skaftafellsstofu. Ljósmynd: RH

Page 21: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

17

Mynd 4. Fjöldi heimsókna í Skaftafellsstofu frá apríl 2009 samkvæmt teljara í andyri.

Í nóvember voru settar upp rafmagnshandþurrkur á salernum karla og kvenna og bréfaþurrkur

fjarlægðar.

Þjóðgarðurinn rak eldhús og veitingasölu í Skaftafellsstofu í sumar. Anna María

Ragnarsdóttir var ráðin til að sjá um veitingasöluna í ár.

Staða markmiða frá síðasta ári: Bæta við einni sjóðsvél í afgreiðslu. Aðeins var einn afgreiðslukassi í sumar og það er

alltof lítið. Lokið

Gólfþvottavél til að þrífa gólfið. Þetta er svo stór flötur og ekki nægjanlegt að skúra

yfir til að ná upp úr steinflísunum. Lokið

Heilsársopnun Skaftafellsstofu er knýjandi þar sem töluverð umferð ferðafólks er um

svæðið allt árið. Þyrfti a.m.k. viðbótarstarfsmann í hálfu starfi til að sinna því starfi

ásamt ræstingum á skrifstofuhúsnæði og salernum sem eru opin allt árið. Náðist að

hluta, þ.e. opið var í upplýsingamiðstöðinni alla daga frá 9. apríl til 30. september.

Eftir það var opið alla virka daga fram að áramótum og sá nýr sérfræðingur um

upplýsingamiðstöðina seinni hluta ársins en ekki var ráðinn viðbótarstarfsmaður. Bæta þekkingu starfsmanna á nærsvæði sínu með kynnisferðum um suðursvæðið og

gönguferðum í Skaftafelli. Náðist að gera töluvert í þessum málum

Setja upp námskeið sem starfsmenn færu í gegnum á hverju ári til að bæta þekkingu

þeirra á þjóðgarðinum þ.m.t. lögum og reglum þjóðgarðsins og náttúruverndar

almennt. Vísir að slíku námskeiði fór í gang

Setja upp teljara í andyri upplýsingamiðstöðvarinnar. Náðist

Markmið fyrir næsta ár.

Bæta þekkingu starfsmanna á nærsvæði sínu með kynnisferðum og gönguferðum.

Setja upp námskeið sem starfsmenn færu í gegnum á hverju ári til að bæta þekkingu

þeirra á þjóðgarðinum þ.m.t. lögum og reglum þjóðgarðsins og náttúruverndar

almennt.

Bæta kæli- og frystigeymslur í eldhúshlutanum.

Flísaleggja eða malbika stétt við starfsmannainngang veitingasölunnar þar sem einnig

er vörumóttaka.

Breyta móttökuborði í Skaftafellsstofu og laga merkingar.

3321 10228

47358

99449 89838

11130 1361 463 158

0

20000

40000

60000

80000

100000

120000

Apríl Maí Júní Júlí Ágúst Sept. Okt. Nóv. Des.

Page 22: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

18

6.2 Tjaldsvæði

Þjóðgarðurinn sá um rekstur tjaldsvæðisins í Skaftafelli eins og undanfarin ár. Reksturinn

hefur stundum verið boðinn út hér áður. Einn aðili sendi fyrirspurn um rekstur tjaldsvæðisins

þetta árið og lýsti yfir áhuga á að taka reksturinn að sér en ákveðið var að þjóðgarðurinn

myndi sjá um reksturinn sjálfur a.m.k. að þessu sinni. Helsti kosturinn við að þjóðgarðurinn

sjái um rekstur tjaldsvæðisins er sá að starfsmenn hafa þá meiri samskipti við gesti

þjóðgarðsins og geta komið á framfæri upplýsingum og fræðslu t.d. þegar verið er að rukka

tjaldgjöld og við almennt eftirlit.

Mynd 5. Gistinætur á tjaldsvæði í Skaftafelli 2009

Tjaldsvæðið opnar formlega 1. maí og er opið til 30. september. Gestum er þó heimilt að

tjalda utan þess tíma. Gistinætur voru alls um 29.100 og voru 8.500 fleiri en í fyrra. Þar af

voru gistinætur íslendinga 9.148 sem er fjölgun um 4.000 frá síðasta ári. Langflestar eru

gistinæturnar í júlí eða rétt tæplega helmingur allra gistinátta á árinu. Leyfi var fyrir 400

manns á tjaldstæðinu í einu í fyrra en eftir breytingar á snyrtiaðstöðu á tjaldsvæðinu var það

endurskoðað og gefið út nýtt leyfi 20. júní og er nú leyfi fyrir 1.510 manns. Íslendingar eru

fjölmennasta þjóðin á tjaldsvæðinu en þjóðverjar næst fjölmennastir og skiptu þeir um sæti

við frakka frá því í fyrra. Nokkuð er um hópa á vegum ferðaskrifstofa en ekki var haldið

sérstaklega utan um fjölda þeirra nema þeirra sem greiða með voucher og voru þeir um 3.200

en þess utan voru t.d. hópar frá Vikinger Reisen og nokkrir erlendir húsbílahópar. Ekki hafa

verið tekin frá svæði á tjaldstæðinu nema þá fyrir stærri hópa.

Lítið var um kvartanir vegna óláta á tjaldsvæðinu, en það kom þó fyrir. Ef fólk var mjög

óánægt var þeim boðin frí nótt eða jafnvel endurgreitt eftir aðstæðum. Reynt var að ná í þá

sem stóðu fyrir ólátum og ræða við þá. Ekki var næturvakt á tjaldsvæðinu í sumar en um

helgar var vakt til kl. 24:00. en virka daga til kl. 23:00. Æskilegast væri að alltaf væru tveir á

seinni vakt um helgar og einnig að lengja vaktina til a.m.k. kl. 1:00.

Alls eru átta tjaldstæðaflatir. Á fjórum flötum eru staurar með rafmagnstenglum fyrir húsbíla,

alls 8 staurar með 6 tenglum hver. Það eru því 48 tenglar alls. Það hefur komið fyrir að

rafmagnið slær út á tjaldsvæðinu þegar fleiri eru að tengja sig inn á sama tengilinn eða

viðkomandi notuðu of mikið rafmagn á annan hátt.

maí júní júlí ágúst sept.

0

2.000

4.000

6.000

8.000

10.000

Gistinætur íslenskra og erlendra ferðamanna í Skaftafelli sumarið 2009

ísland

útlönd

Fjö

ldi g

es

ta

Page 23: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

19

Það er frekar erfitt fyrir

starfsfólkið í móttökunni að

vita hversu margir

rafmagnstenglar eru í notkun

og fyrir kemur að endurgreiða

þarf selt rafmagn þar sem allir

tenglar eru uppteknir þegar til

kemur. Þægilegast væri

auðvitað að geta opnað fyrir

hvern tengil inni, en mjög

kostnaðarsamt væri að koma

upp þannig kerfi. Stundum

voru teknir frá tenglar fyrir

húsbílahópa, en það hefur ekki

verið gert fyrir einstaklinga.

Nauðsynlegt er að huga að

stækkun á rotþró fyrir Kotið. Í

júlí þegar umferð ferðamanna

var mest þurfti að tæma hana á

innan við viku fresti og var þá

fenginn bóndi úr sveitinni til

þess. Rotþróin fyrir Spóastaði

hefur dugað ágætlega og við

hana er einnig losunarstaður

fyrir húsbíla. Bólholt á

Egilsstöðum hefur séð um

tæmingu rotþróa í Skaftafelli í

byrjun sumars og svo aftur

fyrir verslunarmannahelgi. Þess á milli hefur stundum þurft að fá bónda úr sveitinni með

haugsugu til að tæma rotþróna við Kotið eða til að losa stíflur sem voru þrálátar í byrjun

sumars sérstaklega við aðalsnyrtingar og þjónustumiðstöð. Tæmt er í seyrugryfju vestan við

varnargarðinn við Morsá.

Gott væri að koma upp rafstöð/ljósavél sem gæti tekið við að dæla vatni ef verður

rafmagnslaust. Þá þarf einnig að bora nýja neysluvatnsholu nær upplýsingamiðstöðinni, á

vatnsverndarsvæðinu við gamla brunnhúsið. Það er alltof lítill kraftur á vatninu til að hægt sé

t.d. að setja brunahana á tjaldsvæðið.

Tjaldflatirnar voru orðnar mjög rýrar og lítill grasvöxtur á þeim. Var borið nokkuð

kröftuglega á þær sumarið 2008 og hafa þær tekið vel við sér. Benedikt Steinþórsson frá

Svínafelli var fenginn til að bera áburð á tjaldflatirnar og sjá um slátt á þeim í sumar eins og

undanfarin ár. Sumarstarfsmenn hafa séð um slátt í kringum hús og meðfram limgerðum og

einnig séð um að hirða hey af grasflötunum. Það hafa farið ófáar vinnustundir landvarða í

rakstur og hirðingu á heyi af tjaldflötunum. Stefnt er að því að koma kúbótadráttarvél

þjóðgarðsins í gagnið fyrir næsta sumar og nýta hana til að slá eftir því sem færi gefst. Í

sumar var varla mögulegt að koma við slætti með stórri vél þar sem allar tjaldflatir voru

meira og minna uppteknar allt sumarið en ef þjóðgarðurinn væri með vél til umráða væri

Mið og suður Ameríka

Afríka

Japan

Kína

Írland

Önnur Asíulönd

Eyjaálfa

Noregur

Finnland

Svíþjóð

Kanada

Austurríki

Ítalía

Bretland

Danmörk

Bandaríkin

Þjóðerni óþekkt

Spánn

Belgía

Sviss

Önnur evrópulönd

Holland

Frakkland

Þýskaland

Ísland

0 2.000 4.000 6.000 8.000 10.000

Gistinætur á tjaldsvæðinu í Skaftafelli 2009 skipt eftir þjóðerni

Mynd 6. Gistinætur skipt eftir þjóðernum.

Page 24: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

20

hægara um vik að stökkva til þegar færi gefst. Þá væri nauðsynlegt að fjárfesta í grassafnara á

kúbótann til að nýta tíma landvarða betur.

Starfsmenn sjá um að hirða rusl sem til fellur á tjaldsvæðinu og nýta pallbíl þjóðgarðsins í

það. Björgunarsveitin Kári í Öræfum hefur lagt til dósagrindur og fær að hirða dósirnar til

fjáröflunar fyrir starfsemi sína.

Bragi Karlsson pípulagningarmeistari frá Höfn sér um að hleypa vatni á tjaldsvæðið á vorin

og tæma á haustin og fer þá yfir allar lagnir og ástand á snyrtihúsum í leiðinni. Á veturna

kemur neysluvatnið úr brunnum í gamla brunnhúsinu en á sumrin er skipt yfir á

neysluvatnsholu sem var boruð framan við Skaftafellsjökul í um kílómetra fjarlægð frá

upplýsingamiðstöðinni.

Staða markmiða frá síðasta ári

Laga sturtu sem lekur á nýja snyrtihúsinu. Lokið

Koma upp betri (og fallegri) sorphirðuílátum, þetta er mislitt samansafn af frekar

óhrjálegum járnkössum og grindum. Náðist ekki

Stækka rotþró við Kotið, eða bæta við annarri. Náðist ekki

Bæta merkingar á tjaldsvæðinu og laga kaðla sem eru notaðir til afmörkunar tjaldflata.

Byrjað að vinna í þessu en ekki lokið Koma upp leiktækjum fyrir börn. Náðist ekki.

Malbika veginn í gegnum tjaldsvæðið, hann er orðinn mjög illa farinn og gerir allt

druslulegt. Lokið

Koma á fót næturvöktum á tjaldstæðinu um helgar. Náðist ekki

Reyna að koma vöktum þannig fyrir að alltaf fari tveir saman að rukka á tjaldsvæði.

Náðist ekki alltaf Huga að frekari öryggisbúnaði á tjaldsvæðinu, t.d. brunahana, hjartastuðtæki ofl.

Ekki lokið

Markmið fyrir næsta ár Sömu markmið og ekki náðust á síðasta ári.

Koma kúbótadráttarvél í gagnið til að slá gras á tjaldflötum

Kaupa grassafnara til að hirða hey af tjaldflötum.

Bæta merkingar á tjaldsvæðinu og laga kaðla og afmarkanir.

Huga að limgerðum og hvernig er best að snyrta þau.

6.3 Göngustígar

Grjót hrundi á malbikuðu leiðina að Skaftafellsjökli í miklum haustrigningum. Leiðin var

færð frá hlíðinni og útbúin var hjáleið sunnan við jökulkerin. Einnig var leiðin framlengd og

stikuð að lóninu framan við Skaftafellsjökul. Þetta er eini göngustígurinn í Skaftafelli sem er

aðgengilegur hjólastólum en nú hefur sú leið styst umtalsvert. Auk þess er malbikið víða

orðið illa farið á allri leiðinni og þyrfti viðgerðar við.

Merkingum er víða ábótavant á gönguleiðum í Skaftafelli og er nauðsynlegt að gera

heildstæða úttekt á göngustígum og merkingum sem og erfiðleikagráða gönguleiðirnar

samkvæmt skilgreiningum í skiltahandbókinni sem unnið hefur verið að í samstarfi

Vatnajökulsþjóðgarðs, Umhverfisstofnunar, Ferðamálastofu ofl.

Page 25: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

21

Gefinn var út nýr gönguleiðabæklingur um Skaftafell í fyrravor. Kortið er lélegt og vinna þarf

að nýju gönguleiðakorti sem nýtist göngufólki.

Staða markmiða frá síðasta ári: Leiðin að Skaftafellsjökli verði gerð hjólastólafær alveg inn að lóninu. Náðist ekki

Opnuð verði gamla leiðin um Miðheiði, frá Skerhól að Sjónarnípu, en þar þarf að

ráðast í töluvert timburverk. Náðist ekki

Skoðað verði að opna gömlu gönguleiðina um vesturbrekkur inn að innri Morsárbrú.

Byrjað að skoða en ekki lokið Stika leið yfir Morsárdal frá neðri brúnni að Réttargili eða frá útfallinu um gamlan

farveg Skeiðarár. Náðist ekki

Vinna þarf í að laga gönguleiðina um Heiðahringinn þar sem hún er illa farin. Byrjað,

en mikið verk fyrir höndum Bæta þarf merkingar og fræðslu á gönguleiðum. Byrjað en mikið eftir

Markmið fyrir næsta ár: Sömu og í fyrra

Gera heildstæða úttekt á göngustígum og gps mæla leiðirnar.

6.4 Fræðsla

Ýmiskonar fræðsla fer fram í þjóðgarðinum. Í upplýsingamiðstöðinni veita landverðir fræðslu

um svæðið og gönguleiðir, þar eru einnig upplýsingaspjöld með ýmsum fróðleik um

náttúrufar og sögu Skaftafells og Öræfasveitar. Nokkur þeirra eru þó orðin úrelt með stofnun

Vatnajökulsþjóðgarðs og þyrfti að skipta út. Á áningarstað framan við upplýsingamiðstöðina

eru fræðsluskilti vegagerðarinnar auk skiltis um gömlu rafstöðina, Selið og hlöðurnar auk

skilta með helstu fuglum og blómum í þjóðgarðinum. Yfir sumartímann sjá landverðir um

skipulagðar gönguferðir og barnastundir en fastir starfsmenn þjóðgarðsins taka einnig á móti

hópum og/eða einstaklingum eftir samkomulagi allan ársins hring. Fræðslubæklingur um

jarðfræðifyrirbæri á leiðinni að Skaftafellsjökli sem hefur verið í smíðum undanfarin ár var

gefinn út í vor. Við stíginn eru númeraðir staurar sem vísa í samsvarandi númer í bæklingnum

þar sem eru upplýsingar um það sem fyrir augu ber. Bæklingurinn var gefinn út á íslensku og

ensku og fylgir með í 2. viðauka.

Page 26: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

22

Mynd 7. Skilti um rafstöðina í Vestragili.

Staða markmiða frá síðasta ári: Laga úrelt skilti í gestastofusýningu. Náðist ekki

Laga fræðsluskilti um rafstöðina í Skaftafelli á áningarstað við bílastæði. Lokið

Gefa út fræðslubækling um jökulslóð – jarðfræðistíg. Lokið

Gefa út nýjan gönguleiðabækling fyrir Skaftafell. Náðist ekki

Markmið fyrir næsta ár: Sömu og náðust ekki í fyrra

Útbúa nýtt kort í fræðslubækling um jökulslóð – jarðfræðistíg þar sem færa þurfti

leiðina vegna grjóthruns.

6.4.1. Fræðslugöngur og barnastundir

Gönguferðir landvarða voru með svipuðu sniði og í fyrra. Breytt var tímanum á lengri

göngunni frá því að vera kl. 14:00 í að vera kl. 11:00 og Barnastundirnar settar kl. 14:00 í

stað þess að vera kl. 11:00 í fyrra. Bætt var við morgungöngu kl. 10:00 og kvöldgöngu kl.

20:00 á föstudögum. Fjórir landverðir sáu að mestu um fræðslugöngurnar en aðrir starfsmenn

aðstoðuðu einnig við barnastundir.

Dagskrá skipulagðra gönguferða var eftirfarandi:

Barnastundir kl. 14:00 á laugardögum og sunnudögum. Náttúran rannsökuð og farið í leiki. Fyrir 6 – 12 ára börn. Foreldrar velkomnir með.

Jökulslóð kl. 10:00 á mánudögum, miðvikudögum, föstudögum og sunnudögum. Stutt og létt ganga inn að Skaftafellsjökli. Ummerki eftir jökulinn skoðuð og annað sem fyrir

augu ber.

Ganga kl. 11 á þriðjudögum, fimmtudögum og laugardögum Gangan tekur 2 – 4 klst. Auglýst sérstaklega í hvert skipti.

Page 27: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

23

Kvöldrölt kl. 20:00 þriðjudaga, miðvikudaga, föstudaga og sunnudaga. Stutt og létt kvöldganga í 1 – 2 klst. Hver ganga auglýst sérstaklega.

Gönguferðir voru auglýstar á íslensku og ensku og fóru gjarnan fram á báðum tungumálum.

Það er svolítið bagalegt að blanda þessu saman, og ekki eru allir sem treysta sér til að vera

með leiðsögn á ensku og hvað þá á fleiri en einu tungumáli. Þátttakendum í gönguferðum

fjölgaði mikið frá síðasta ári og getum við líklega þakkað það að mestu að landverðir voru

duglegir að kynna ferðirnar bæði úti á tjaldsvæði og í móttöku og eins voru þær auglýstar á

áberandi stöðum í þjóðgarðinum. Alls mættu 757 útlendingar af mörgum þjóðernum í þessar

skipulögðu gönguferðir og 123 íslendingar. Alls voru því þátttakendur í gönguferðum

sumarsins 880 á móti 353 í fyrra. Þá tóku 42 börn þátt í barnastundum. Af 94 auglýstum

gönguferðum og barnastundum féllu 12 niður þar sem enginn mætti.

Staða markmiða frá síðasta ári.

Auglýsa fræðsludagskrána okkar betur. Náðist með góðum árangri

Stefna að fjölgun íslendinga í fræðslugöngur. Náðist

Undirbúa landverði betur undir gönguferðir og aðra fræðslu með námskeiði og

gönguferðum í byrjun sumars. Náðist

Markmið fyrir næsta ár.

Sömu og í fyrra.

Útbúa náttúruverkefni fyrir börn á öllum aldri, einnig fyrir erlenda skólahópa, t.d. í

samstarfi við kennaranema.

6.4.2. Sérstök dagskrá og atburðir á vegum þjóðgarðsins eða tengdir honum

Dagskrá á vegum þjóðgarðsins Hinn 23. maí var opnuð ljósmyndasýning í Skaftafellsstofu á vegum Fuglaverndar með

fjölbreyttum ljósmyndum af íslenskum fuglum eftir fjölda fuglaljósmyndara.

Einar Ó Þorleifsson fylgdi sýningunni úr hlaði með fyrirlestri um fuglana í garðinum kl. 14.

sama dag. Sýningin stóð til 30. júní.

4. júní kl. 13:00. Farið var í gönguferð og blómaskoðun í Skaftafelli á degi hinna villtu blóma

og leiddi Hálfdán Björnsson gönguna. Blómaskoðunin er skipulögð í samstarfi við Flóruvini

um land allt. 18 manns mættu.

11. júní. Fyrirlestur. Ármann Guðmundsson hélt fyrirlestur á íslensku um einstakan fund við

fornleifauppgröft á Bæ í Öræfum.

16. júní kl. 20:00. Tónleikar í Skaftafellsstofu með víkingahljómsveitinni Krauku. Til stóð að

þetta yrðu útitónleikar en vegna veðurs voru þeir færðir inn. Mæting var ágæt bæði af

tjaldgestum og úr sveitinni eða um 50 – 60 manns. Styrkt af Atvinnu- og rannsóknasjóði

Hornafjarðar og Menningarráði Austurlands.

Hluti af 17. júní dagskrá í Nesjum voru útitónleikar með víkingahljómsveitinni Krauku í

Geitafelli í samstarfi við Ferðaþjónustuna í Hoffelli. Vegna rigningar fluttu þeir tónlist sína á

yfirbyggðum vagni.

Page 28: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

24

18. júní. Fyrirlestur. Iceland’s rocks –

West and East of Skaftafell,

jarðfræðingurinn Dave Mc.Garvie

hélt fyrirlestur um jarðfræði í

nágrenni Skaftafells. Fyrirlesturinn

var á ensku og 9 manns mættu.

21. júní. Sumarsólstöður. Varðeldur

við varnargarðinn vestast á

tjaldstæðinu í Skaftafelli.

Fjölskyldustemning þar sem var

sungið saman við eldinn. Fjöldi

tjaldgesta, heimamanna, sjálfboðaliða

og starfsmanna.

25. júní. Fyrirlestur. Öræfajökull´s

geology, jarðfræðingurinn Dave

Mc.Garvie fjallar um jarðfræði Öræfajökuls. Fyrirlesturinn var á ensku, en byggðist mikið

upp á myndum og skýringarmyndum. 15 manns mættu.

2. júlí. Fyrirlestur. Sjálfboðaliðastarf Umhverfisstofnunar og Vatnajökulsþjóðgarðs á Ísland.

Chas Goemans kynnti störf sjálfboðaliða á Íslandi undanfarin 30 ár.

Einnig var sett upp myndasýning í Skaftafellsstofu með myndum úr sjálfboðaliðastarfinu í

gegnum tíðina. Fyrirlesturinn var á ensku og mættu 30 manns.

5. júlí. Fyrirlestur. Dr. Andy Russell, frá Earthwatch, talaði um rannsóknir sínar við

Skeiðarárjökul á undanförnum árum. Fyrirlesturinn var á ensku og mættu 6 manns.

9. júlí. Fyrirlestur. Þóra Ellen Þórhallsdóttir kynnti okkur rannsóknir á birkiskóginum sem er

að vaxa upp á Skeiðarársandi. Fyrirlesturinn var á íslensku og mættu 28 manns.

19. júlí. Gönguferð á Blátind í Skaftafellsfjöllum.

Féll niður vegna ónógrar þátttöku.

23. júlí. Fyrirlestur. Jökulsker – nýtt landnám fyrir plöntur og dýr.

María Ingimarsdóttir kynnti rannsóknir sínar á landnámi smádýra í jökulskerjum á

Breiðamerkurjökli. Fyrirlesturinn var á íslensku og mættu 20 manns.

30. júlí. Fyrirlestur. Presentation in english about the geology of Öræfajökull

Angela Walker kynnir rannsóknir sínar á jarðfræði Öræfajökuls. Féll niður

2. ágúst. Verslunarmannahelgi.

Varðeldur við varnargarða Skeiðarár þar sem sungið var saman við eldinn við ljúfan undirleik

og farið í leiki. Um verslunarmannahelgina var einnig í gangi ratleikur fyrir fjölskylduna.

29. nóvember var kynning á verkefninu Líf og störf í Öræfum í Skaftafellsstofu. Svavar

Sigurjónsson sem hefur safnað gömlum myndum úr Öræfum kynnti verkefnið og Regína

sýndi drög að skjásýningu sem komið verður upp í Skaftafellsstofu um lífið í Öræfum áður

Mynd 8. Krauka heldur tónleika í Geitafelli. Ljósmynd RH.

Page 29: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

25

fyrr. Alls mættu um 35 manns og þar af 9 börn úr skólanum í Hofgarði sem tóku lagið fyrir

gesti.

Aðrir atburðir: 29. júní bættist land í Hoffellsfjöllum í Nesjum í

Vatnajökulsþjóðgarð þegar Umhverfisráðherra undirritaði

samning við landeigendur í Hoffelli.

Í byrjun júlí flutti Skeiðará sig um set og hætti að renna undir

Skeiðarárbrúna. Hún hafði þá brotið sér leið til vesturs

meðfram jökuljaðrinum.

Í byrjun vetrar var sett upp þurrsalerni við bílastæðið framan

við Heinabergsjökul. Starfsmenn Hornafjarðarbæjar sáu um að

setja það upp.

6.4.3. Móttaka sérhópa

Nokkuð er um að skólahópar og ýmsir aðrir biðji um sérstaka

leiðsögn eða móttöku í Skaftafelli. Reynt er að bregðast við

þeim óskum eftir bestu getu, en oft er knappt um mannskap til að sinna slíkum séróskum.

Eftirfarandi er yfirlit yfir sérstakar móttökur og göngur í Skaftafelli sumarið 2009.

Tafla 5. Sérstök móttaka og gönguferðir í Skaftafelli 2009

Sérstök móttaka og gönguferðir í Skaftafelli árið 2009

Dags Hópur Fjöldi Tími Starfsmaður Þjónusta

27.01.09 Lítill hópur með Vatnajökull Travel 4 1 klst. Regína Upplýsingamiðstöð

20.02.09 Nemendur í hagnýtri menningarfræðslu 25 2 klst Regína Móttaka og stutt ganga

26.02.09 Hópferð, erlendir ferðamenn 20 1 klst. Regína Upplýsingamiðstöð

16.03.09 Nemandi í fjölmiðlun 1 1 klst. Regína Spurningar v/verkefnis

25.03.09 3 breskir skólahópar + fleiri ferðamenn 65 4 klst Regína Upplýsingamiðstöð

01.04.09 Breskir skólakrakkar 40 2 klst Regína Móttaka og stutt ganga

03.04.09 Breskir skólakrakkar, 3 hópar 80 2 klst Regína Sýning og bíó

06.04.09 Breskir skólakrakkar 25 1 klst. Regína Sýning og bíó

09.04.09 Öræfaferðir með hóp eftir lokun 9 1 klst. Regína Sýning og bíó

18.04.09 Ferðafélag A-Skaftafellssýslu 15 4 klst Regína Gönguferð

21.04.09 Norskur skólahópur 15 1 klst. Regína Móttaka í gestastofu

01.05.09 Námskeið fyrir sjálfboðaliða /UST 15 2 klst Regína Gönguferð

02.05.09 Myndasýning fyrir sjálfboðaliða 15 2 klst Regína Myndasýning

18.05.09 Leiðsöguskólinn 25 1,5 klst Regína Móttaka og stutt ganga

19.05.09 ÍFLM með námskeið í Skaftafellsstofu Regína Opnaði gestastofu

13.06.09 Blaðamenn (USA) fyrir Ferðamálastofu 5 3 klst Regína Móttaka og ganga

21.06.09 Tékkneskir blaðamenn 2 1 klst. Regína Stutt spjall

04.07.09 Samnordisk studiatur /Agnes Brá 14 2 klst Eva Ganga að Skaftafellsjökli

05.07.09 Samnordisk studiatur /Agnes Brá 14 1 klst. Regína Móttaka

05.07.09 Samnordisk studiatur /Agnes Brá 14 7 klst Rannveig Ganga/ Kristínartindar

09.07.09 Samnordisk studiatur /Agnes Brá 14 9 klst Regína Ganga í Bæjarstaðaskóg

26.07.09 Blaðamenn 3 1 klst. Regína Spjall

07.08.09 Hópur frá ferðaþjónustu bænda/USA 19 1 klst. Helga Davids Móttaka/ kynning

10.08.09 Skólahópur 40 1 klst. Helga Davids Móttaka/ kynning

21.08.09 Bedford skóli 28 1 klst. Regína Móttaka/ kynning

26.10.09 Grunnskólinn í Hofgarði 14 4,5 klst Regína Gönguferð/ leikir

01.11.09 Jöklafræðingar af ráðstefnu á Höfn 30 1 klst. Regína Móttaka/ kynning

Mynd 9. Umhverfisráðherra

flytur ávarp í tilefni af

undirritun samnings í Hoffelli.

Ljósmynd RH.

Page 30: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

26

6.5 Öryggismál

Ekki er til sérstök viðbragðsáætlun í Skaftafelli ef náttúruvá ber að höndum. Slíka áætlun þarf

að vinna í samráði við Almannavarnir. Í tilfelli eldgoss eða flóðahættu þarf að vera til

rýmingaráætlun sem starfsmenn þjóðgarðsins geti strax farið að vinna eftir er þörf er á.

Til margra ára hefur göngufólk sem ætlar í Skaftafellsfjöll og Kjós verið beðið að skrá sig í

upplýsingamiðstöðinni áður en það fer af stað og tilkynna sig svo þegar það kemur til baka.

Stór hluti suðursvæðis þjóðgarðsins er jökull og fjalllendi sem lítið sem ekkert eftirlit er haft

með af hálfu þjóðgarðsins. Samræma þarf aðgerðir af hálfu Vatnajökulsþjóðgarðs í

öryggismálum. Á að auka eftirlit, setja einhverjar sérreglur t.d. um ferðalög á jöklum eða

leggja aukna áherslu á upplýsingagjöf og fræðslu um hættur í samstarfi við aðila sem betur

þekkja til.

Slysavarnarfélagið Landsbjörg býður upp á skráningu ferðafólks sem ætlar í lengri ferðir um

jökla og hálendi Íslands og hefur starfsfólk upplýsingamiðstöðvarinnar bent fólki eindregið á

að nýta sér þá þjónustu.

Í Skaftafelli er til samantekt um öryggismál sem allir starfsmenn þurfa að kunna skil á og var

hún birt í ársskýrslu 2008.

Tvær handtalstöðvar komu í Skaftafell á árinu, en ekki er til móðurstöð þar sem hún var eign

UST. Brýnt er að koma upp móðurstöð í upplýsingamiðstöðinni og einnig að bæta við talstöð

í þjóðgarðsbílinn.

Slys sem vitað er um í Skaftafelli á árinu. Ekið var með mann á Kirkjubæjarklaustur til læknis en hann var veikur í maga.

Staða markmiða frá síðasta ári: Koma á fundi með Almannavörnum um viðbragðsáætlun Náðist ekki

Vinna að reglum um akstur björgunarsveita innan þjóðgarðsins ef sækja þarf slasað

fólk eða vegna leitar t.d. í samstarfi við Björgunarsveitina Kára. Náðist ekki

Kanna hvaða öryggisbúnaður ætti að vera til á tjaldsvæðum, t.d. hjartastuðtæki? Ekki

lokið

Markmið fyrir næsta ár: Sömu og í fyrra og almennt að huga betur að öryggismálum

Koma upp móðurstöð fyrir talstöðvar í upplýsingamiðstöð

7. ALMANNATENGSL, RANNSÓKNIR, SÉRVERKEFNI OFL.

7.1 Námskeið, fundir, ráðstefnur, greinar og erindi

Sumarstarfsmenn tóku allir staðháttanámskeið í byrjun sumars þar sem Eygló Harðardóttir sá

um bóklegan hluta og náttúrutúlkun auk þess sem Regína fór með þá í vettvangsferðir og

gönguferðir um svæðið.

Page 31: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

27

Haldnir voru fundir með sumarstarfsmönnum á 10 til 14 daga fresti frá 15. júní til 20. ágúst

eftir þörfum.

Þjóðgarðsvörður fór á nokkra fundi með starfsmönnum Háskólasetursins á Hornafirði og

formanni svæðisráðs, vegna vinnu að verndaráætlun og sat jafnframt fundi svæðisráðs. Þá

sótti hann samráðsfund þeirra aðila sem koma að stjórnunar- og verndaráætlun á Egilsstöðum

29. september.

Nokkrir fundir voru vegna samstarfsverkefna þjóðgarðsins og ýmissa aðila, m.a. Í ríki

Vatnajökuls sem er ferðaþjónustu, matvæla og menningarklasi suðausturlands. Má þar nefna

fundi vegna söguslóðar á suðausturlandi, papaverkefnis, fjallaverkefnis og

fuglaskoðunarverkefnis. Einnig fundir vegna NEED verkefnisins.

Þjóðgarðsvörður sótti sameiginlega fundi þjóðgarðsvarða og framkvæmdastjóra sem voru

haldnir í Reykjavík, Jökulsárgljúfrum og á Kirkjubæjarklaustri.

Helga Davids sérfræðingur hélt fyrirlestur um Hoffellsjökul og loftslagsbreytingar á

Suðausturlandi á ráðstefnu á Höfn þann 8. Júlí.

Þjóðgarðsvörður hélt erindi um starfsemi á suðursvæðinu og málefni Skaftafells á fundi

stjórnar þjóðgarðsins sem haldinn var í Skaftafelli 27. ágúst.

Þjóðgarðsvörður sat fundi með fulltrúum UST og starfsmannaskrifstofu vegna launamála

landvarða og samræmingu milli svæða vegna endurskoðunar stofnanasamnings.

Þjóðgarðsvörður sat nokkra fundi vegna vinnu að deiliskipulagi í Skaftafelli með fulltrúum

frá Glámu Kím og framkvæmdastjóra Vatnajökulsþjóðgarðs.

Þjóðgarðsvörður sótti Umhverfisþing 9. - 10. október í Reykjavík.

27. október fóru þjóðgarðsvörður og sérfræðingur á samráðsfund stofnana ríkisins í

Gunnarsholti, um sparnað í ríkisrekstri.

17. nóvember sóttu þjóðgarðsvörður og báðir sérfræðingar suðursvæðisins samráðsfund um

Stjórnunar- og verndaráætlun Vatnajökulsþjóðgarðs í Reykjavík.

Þjóðgarðsvörður skrifaði samantekt á Hornafjarðarvefinn í nóvember um starfsemina í

þjóðgarðinum þetta árið.

Þjóðgarðsvörður og sérfræðingur skipulögðu skoðunarferðir fyrir starfsmenn

Háskólasetursins á Hornafirði og fulltrúa svæðisráðs vegna vinnu að verndaráætlun. Farið var

13. október í Skálafell, Hjallanes og á Breiðamerkursand en vegna óhagstæðrar veðráttu féllu

hinar ferðirnar niður.

7.2 Rannsóknir og vöktun á vegum starfsmanna þjóðgarðsins

Starfsmenn þjóðgarðsins sinna ýmsum rannsókna- og vöktunarverkefnum á vegum

þjóðgarðsins og annarra aðila. Sumum vöktunarverkefnum hefur verið sinnt um langt skeið

eins og eins og vetrarfuglatalningum, en aðrar eru nýhafnar eins og talningar fólks og bíla.

Hér má einnig nefna að starfsmaður Atlantsflugs bauð þjóðgarðsverði í flugferð yfir

Page 32: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

28

Skeiðarárjökul 15. júlí 2009 með fulltrúum Vegagerðarinnar, til að skoða breytingar á rennsli

Skeiðarár. Einnig var pantað útsýnisflug seinnipart sumars yfir Skaftafellsheiði og

Skaftafellsfjöll til að skoða gönguleiðir, lón norðan Skaftafellsfjalla og breytingar á jöklum

og var nokkrum sjálfboðaliðum boðið með til að skoða framkvæmdir við göngustíga úr lofti.

7.2.1. Fuglatalningar

Náttúrufræðistofnun Íslands stendur fyrir árlegum vetrarfuglatalningum um land allt.

Venjulega er talið um jólaleytið eða fljótlega upp úr áramótum. Starfsmenn þjóðgarðsins hafa

séð um þessar talningar undanfarin ár í Skaftafelli. Gengin er sama leið á hverju ári, um

Skaftafellsheiðina og á aurunum langleiðina að Skaftafellsjökli sem og í kringum Bölta og

Hæðir og allir fuglar sem sjást (eða heyrist í) skráðir. Þetta árið var talið í tvennu lagi 27. og

28. desember. Alls sáust 28 fuglar, 13 rjúpur, 1 skarfur, 2 hrossagaukar, 4 músarindlar, 2

hrafnar og 6 snjótittlingar. Talið af Regínu Hreinsdóttur.

Á vegum Náttúrufræðistofnunar Íslands hafa einnig verið talningar á rjúpu í Skaftafelli frá

árinu 1999. Starfsmenn þjóðgarðsins sáu um talninguna í ár og var talið 6.maí. Talningamenn

voru Regína Hreinsdóttir, Klaus Kretzer, Kári Kristjánsson og Eva Bjarnadóttir. Með í för var

einnig Styrmir Einarsson sonur þjóðgarðsvarðar. Átta karrar sáust og heyrðist í tveimur til

viðbótar og einnig sáust fjórir kvenfuglar.

7.2.2. Aðgerðir gegn lúpínu.

Árið 2005 var gert samkomulag við bændur í Svínafelli II um að koma upp beitarhólfi fyrir

sauðfé á um einum hektara lands í Morsárdal. Samningur var gerður til 5 ára um beit á

þessum stað og er um að ræða tilraunaverkefni í heftingu á útbreiðslu lúpínunnar í Morsárdal.

Verkefnið skal endurmeta árlega samkvæmt samningi, en því hefur ekki verið fylgt eftir.

Kindur voru lengi í beitarhólfinu í ár eða frá því um miðjan maí til 25. ágúst. Samningurinn

rennur út á þessu ári en verði hann framlengdur verður sá tími sem kindur verða í hólfinu

endurskoðaður og settar upp rannsóknir í tengslum við beitina til að fylgjast betur með

áhrifum hennar.

Einnig var hafist handa við skipulegar aðgerðir gegn útbreiðslu lúpínunnar utan

aðalbreiðunnar. Sjálfboðaliðar gengu yfir allan Morsárdal milli göngubrúa og fjarlægðu allar

plöntur sem fundust á þessu svæði og gps merktu fundarstaðina. Einnig voru sértækar

aðgerðir á minni svæðum þar sem lúpínan var fjarlægð með mismunandi aðferðum og er

ætlunin að fylgja þessum aðgerðum eftir á komandi árum til að hægt sé að fylgjast með þróun

í útbreiðslu lúpínunnar og áhrifum þessara aðgerða á hana.

7.2.3. Talningar á akvegum og göngustígum

Til að hægt sé að gera raunhæfar áætlanir um uppbyggingu þjónustu í þjóðgarðinum og

viðbrögð við vaxandi fjölda ferðamanna til dæmis með tilliti til náttúruverndar, er

nauðsynlegt að þekkja þær stærðir sem verið er að fást við. Í samstarfi við Rögnvald Ólafsson

hjá Háskóla Íslands voru settir upp teljarar 2. júní 2009 til að telja annarsvegar fjölda

göngufólks sem gengur að Svartafossi og hinsvegar fjölda bíla sem aka heimreiðina að

upplýsingamiðstöðinni í Skaftafelli. Starfsmenn þjóðgarðsins settu upp áætlun um

samanburðartalningar við teljarana og tvisvar til þrisvar í viku fóru landverðir að þeim og

töldu í 1 klst í senn á mismunandi tímum dags. Fyrirhugað er að setja upp fleiri teljara, bæði í

Skaftafelli sem og á öðrum svæðum þjóðgarðsins á næsta ári.

Page 33: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

29

7.2.3.1. Talning göngufólks að Svartafossi

Undanfarin ár hefur næsta umhverfi Svartafoss látið verulega á sjá. Breiðar og djúpar

moldargötur hafa markast í grasi grónum hlíðunum við fossinn sem gerir það að verkum að

rof af völdum vatns hefur hafist í rásunum og í þjöppuðum jarðveginum festir nýr gróður ekki

rætur. Þetta var því talinn mikilvægasti göngustígurinn til talninga að svo stöddu.

Eftir leiðréttingar á gögnum úr teljara út frá talningum landvarða var niðurstaðan sú að frá 2.

júní til 30. september gengu tæplega 39 þúsund manns að Svartafossi. Frá byrjun júlí og fram

í miðjan ágúst ganga að meðaltali um 3600 – 3700 manns að fossinum í viku hverri.

Mynd 10. Talningar á göngufólki að Svartafossi 2009

7.2.3.2. Talning bíla á heimreiðinni að Skaftafellsstofu.

Til að hægt sé að áætla fjölda ferðamanna sem kemur í Skaftafell var settur upp bílateljari við

heimreiðina að Skaftafellsstofu. Landverðir töldu að jafnaði tvisvar til þrisvar í viku í

klukkutíma í senn, þá bíla sem fóru um. Skráð var hverskonar farartæki var um að ræða, t.d

fólksbílar, rútur (og þá hversu stórar), fellihýsi, húsbílar eða bílar með tengivagn og hvort

þeir voru að koma eða fara. Gögnin úr teljaranum voru svo leiðrétt miðað við talningar

landvarða og útfrá reynslu úr öðrum talningum á öðrum svæðum var áætlað að að meðaltali

væru þrír í hverju farartæki. Miðað við þá nálgun komu 152.724 gestir í Skaftafell frá því að

teljarinn var settur upp 2. júní og til septemberloka 2009.

0

500

1000

1500

2000

2500

3000

3500

4000

1.jún. 15.jún. 29.jún. 13.júl. 27.júl. 10.ágú.24.ágú. 7.sep. 21.sep. 5.okt. 19.okt. 2.nóv. 16.nóv.

Fjö

ldi

Vika

Page 34: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

30

Mynd 11. Fjöldi talinna bíla á leið í Skaftafell

7.2.4. Umsóknir um styrki til ýmissa verkefna

7.2.4.1. Líf og störf í Öræfum

Sótt var um styrk til verkefnisins Líf og störf í Öræfum í Atvinnu- og rannsóknasjóð

Hornafjarðar. Styrkur að upphæð 150.000 kr. fékkst til verksins. Ekki fékkst styrkur frá

Menningarráði Austurlands sem sótt var um á síðasta ári til sama verkefnis. Verkefnið var

samstarfsverkefni Skaftafellsstofu, Menningarmiðstöðvar Hornafjarðar/Héraðsskjalasafns

Austur-Skaftafellssýslu, Svavars

M. Sigurjónssonar og

Hrafnhildar Hannesdóttur.

Svavar sá um söfnun myndanna

og viðtöl við fólk til að bera

kennsl á það sem fyrir augu ber á

myndunum. Í árslok voru valdar

myndir til sýningar í

Skaftafellsstofu sem lýsa

búskaparháttum, samgöngum og

daglegu lífi íbúa í Öræfum á 20.

öld. Var opin dagskrá í

Skaftafellsstofu í nóvember til

kynningar á verkefninu.

Framlag Skaftafellsstofu til

verkefnisins var að koma upp

skjásýningu í Skaftafellsstofu til

kynningar á horfnum tímum sem yrði aðgengileg fyrir gesti þjóðgarðsins. Svavar fékk

styrkinn greiddan upp í ferða- og prentkostnað vegna verkefnisins.

7.2.4.2. Víkingar af lífi og sál

Einnig var sótt um styrki til verkefnisins Víkingar af lífi og sál til sömu aðila. Það var

samstarfsverkefni Skaftafellsstofu, Leikfélags Hornafjarðar og Ferðaþjónustunnar Hoffelli.

0

5.000

10.000

15.000

20.000

25.000

júní júlí ágúst sept okt nóv

Bíla

r

Mynd 12. Sýnishorn úr skjásýningu um líf og störf í Öræfum.

Page 35: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

31

Styrkur fékkst frá Menningarráði Austurlands að upphæð kr. 200.000 og frá Atvinnu- og

rannsóknasjóði Hornafjarðar fékkst styrkur að upphæð kr. 150.000.

Markmiðið með verkefninu var tvennskonar. Annarsvegar var Víkingahljómsveitin Krauka

fengin til að vera með tónleika í Skaftafelli og Hoffelli en meðlimir hennar nota hljóðfæri frá

víkingatímanum í bland við nútíma hljóðfæri.

Einnig var stefnt að því að búa til stutta leikþætti um landnámsmenn á þessu svæði sem

heimamenn gætu sýnt gestum og gangandi við ýmis tækifæri. Ekki tókst að ljúka þeim hluta

verkefnisins þetta árið.

7.2.4.3. Styrkvegasjóður

Sótt var um styrk í Styrkvegasjóð Vegagerðarinnar til eftirfarandi framkvæmda í Skaftafelli:

Vegslóði að Hafrafelli/ Svínafellsjökli í Öræfum

Vegurinn að Svínafellsjökli er ekki innan þjóðgarðsins en hann er mjög vinsæll meðal

ferðamanna og fara tugþúsundir ferðamanna um vegslóðann á ári hverju. Vegurinn er grófur

og þarfnast ofaníburðar.

Áætlaður kostnaður er 1.000.000 kr.

Hringvegur á tjaldstæði

Umræddur bílvegur liggur frá þjónustumiðstöðinni meðfram tjaldflötunum að vestari

aðkomuleiðinni á tjaldstæðið þar sem hann sveigir til baka og liggur sunnan tjaldflatanna

aftur að þjónustumiðstöðinni. Vegurinn er lagður bundnu slitlagi sem er víða orðið afar illa

farið. Áætlaður kostnaður til viðbótar styrknum frá í fyrra er 500.000 kr.

Bílvegur upp Skaftafellsbrekkur

Þarfnast lítilsháttar lagfæringa á bundnu slitlagi aðallega í neðstu beygjunni. Þar hefur

skrapast upp úr slitlaginu við það að rútur hafa rekið afturendann niður í beygjunni. Áætlaður

kostnaður er 200.000.

Göngustígur á tjaldstæði

Hjólastólafær göngustígur frá þjónustumiðstöðinni inn á tjaldstæðið. Slitlag þarfnast

lagfæringa. Áætlaður kostnaður er 100.000.

Vegur að Heinabergsjökli

Heinabergssvæðið er nýtt svæði innan þjóðgarðsins og þar er úrbóta í vegamálum þörf til að

svæðið sé aðgengilegt ferðamönnum. Áætlaður kostnaður er 1.000.000 kr.

Styrkur að upphæð 2.000.000 kr. fékkst, en sökum efnahagsástandsins var styrkur frá fyrra

ári felldur niður. Fyrir styrkinn var malbikaður vegurinn gegnum tjaldsvæðið, lagaðar

skemmdir á malbiki á bílveginum upp Skaftafellsbrekkur og um haustið var vegurinn að

Heinabergsjökli heflaður og er nú fær fólksbílum. Stafsmenn Vegagerðarinnar á Höfn héldu

utan um allar þessar framkvæmdir og malbikunarflokkur á vegum hennar sá um

malbikunarframkvæmdir. Er þetta mjög rausnarlegt framlag og kunnum við Vegagerðinni

bestu þakkir.

7.2.4.4. NEED verkefnið

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs er þátttakandi í samstarfsverkefninu Northern

Environment Education Development eða NEED ásamt Háskólasetrinu á Hornafirði,

Þekkingarsetrinu á Húsavík, Þróunarstofu Austurlands, Kirkjubæjarstofu og

Page 36: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

32

sveitarfélögunum Hornafirði, Skaftárhreppi, Fljótsdalshéraði og Norðurþingi. Önnur lönd í

þessu samstarfi eru Finnland, Noregur og Írland.

Markmið verkefnisins er að bæta og auka umhverfiskennslu og nýsköpun á sviði fræðandi

ferðaþjónustu í samstarfi við tengda aðila með áherslu á jarðfræðisögu, mótun lands og

umhverfismál. Þannig er leitast við að hafa áhrif á viðhorf ferðamanna til umhverfis og

sjálfbærrar nýtingar.

Í Skaftafelli var fyrst og fremst unnið að fræðslunámskeiði fyrir sumarstarfsmenn til að þeir

yrðu betur í stakk búnir til að miðla upplýsingum um sögu og náttúrufar svæðisins til

ferðamanna. Allir starfsmenn fóru í gegnum þetta námskeið í sumarbyrjun 2009.

Einnig var gefinn út bæklingur um jarðfræðistíginn Jökulslóð sem liggur inn að

Skaftafellsjökli og skilti um rafstöðina endurbætt.

8. LEYFISVEITINGAR VEGNA RANNSÓKNA OG KVIKMYNDATÖKU

Margvíslegar rannsóknir eru stundaðar á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs á vegum ýmissa

aðila. Allar rannsóknir á náttúrufari og menningarminjum í þjóðgarðinum sem ekki eru á

vegum þjóðgarðsyfirvalda eða hluti af framkvæmd samþykktrar verndaráætlunar eru háðar

leyfi viðkomandi þjóðgarðsvarðar samkvæmt reglugerð. Það er mjög verðmætt fyrir

þjóðgarðsyfirvöld að fá yfirlit yfir þær rannsóknir sem unnar hafa verið í þjóðgarðinum og fá

í hendur niðurstöður rannsókna, skýrslur og önnur gögn. Þeir aðilar sem fá leyfi til rannsókna

eru beðnir um að senda inn slík gögn að rannsóknum loknum. Nokkur misbrestur hefur verið

á að rannsóknaraðilar skili inn skýrslum o.þ.h. og verða starfsmenn þjóðgarðsins að taka sig á

í að reka á eftir því. Utanumhaldi og skráningu rannsóknargagna er einnig ábótavant af hálfu

þjóðgarðsstarfsmanna og brýnt að bæta úr því. Helga Davids vann samantekt á rituðum

heimildum um jarðfræði Austur-Skaftafellssýslu og annarra svæða við jaðar Vatnajökuls árið

2007 og þar er greinargott yfirlit yfir rannsóknir fram til þess tíma. Reglur og

umsóknareyðublöð vegna rannsókna og kvikmyndatöku í Vatnajökulsþjóðgarði voru teknar í

notkun á árinu og ætti það að auðvelda utanumhald og samræmingu vegna leyfisveitinga

milli svæða.

8.1. Rannsóknaleyfi

Eftirfarandi aðilar fengu leyfi til rannsókna á suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs árið 2009.

Tafla 6. Veitt rannsóknaleyfi árið 2009.

Rannsóknaraðili Verkefni Annað

Morten S. Riishuus, Institute of

Earth Sciences / Nordvulk

Responses in melt chemistry of

volcanic products from the

effects of glacial loading and

unloading during 5 million

years of glacial-interglacial

history

Sýni tekin með hamri á

sömu stöðum og áður

hafa verið tekin borsýni

af Jóhanni Helgasyni

Page 37: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

33

Þóra Ellen Þórhallsdóttir, Háskóli

Íslands - Líffræðistofnun

Sóley – langtímaáhrif

loftslagsbreytinga á plöntur og

gróður á Íslandi.

Starfsmenn þjóðgarðsins

munu taka þátt í

verkefninu og fylgjast

með blómgunartíma

plantna árlega.

María Ingimarsdóttir, Háskólinn í

Lundi / Náttúrufræðistofnun

Íslands

Landnám smádýra á

Jökulskerjum

Sýnum safnað með

fallgildrum

Dr. Jeremy Everest, British

Geological Survey

4d Modelling of Glacier

Retreat

Árlegar mælingar næstu

5 – 10 árin

8.2. Leyfi til kvikmyndatöku

Tafla 7. Útgefin leyfi til kvikmyndatöku.

Andrew Gregg,

90th Parallel Productions /

CBC Television

Geologic Journey – World

http://www.cbc.ca/geologic)

Eleisha McNeill Contact

person

The section on Iceland will show

the geologic activity of Iceland

and how the country utilizes the

geothermal activity.

Zemia Media

[email protected] /

[email protected]

Iceland worth visiting, þáttur

um ferðamál.

Elisabeth Vancura / BBC Þáttur á BBC “The History of

Science”

8.3. Önnur leyfi

Leyfi var gefið fyrir hestaferð heimamanna inn að Bæjarstaðaskóg 22. júlí eftir slóðinni sem

liggur meðfram Morsá milli göngubrúa og að beitarhólfi.

9. LOKAORÐ

Vatnajökulsþjóðgarður er enn á barnsaldri. Beðið er með eftirvæntingu Stjórnunar- og

verndaráætlunar þjóðgarðsins og umhverfisstefnu hans sem mun leggja línurnar fyrir

starfsemi þjóðgarðsins á komandi árum. Þá er mikilvægt að hefja vinnu við mótun

atvinnustefnu fyrir þjóðgarðinn þar sem mótaðar verði m.a. reglur um atvinnustarfsemi innan

hans og eftirfylgni þeirra af hálfu þjóðgarðsins svo fyllsta jafnræðis verði gætt milli aðila.

Gott starf hefur verið unnið í að samræma starfsemi allra fjögurra rekstrarsvæða garðsins í

ýmsum málum svo hann virki sem ein heild en það er ljóst að bæta þarf við fleiri

heilsársstarfsmönnum til að sinna ýmsum brýnum málum og styrkja þannig starfsemi

garðsins sem heildar og efla bakland þeirra sem nú þegar starfa hjá Vatnajökulsþjóðgarði.

Page 38: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

34

1. VIÐAUKI. SKÝRSLA LANDVARÐAR Í LÓNSÖRÆFUM.

Page 39: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Landvarsla í Lónsöræfum Ástandsskýrsla árið 2009

Helga Davids Desember 2009

Page 40: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

1

Landvarsla í Lónsöræfum. Ástandsskýrsla sumarið 2009 Desember 2009 Vatnajökulsþjóðgarður Nýheimum 780 Höfn í Hornafirði Símar: 4708310, 8424373

Texti: Helga Davids Ljósmyndir: Helga Davids, nema annað er tilgreint Forsíðumynd: Hópur í jarðfræðigöngu, Stórahnausgili. © Helga Davids, Stafafelli, 2009

Page 41: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

2

Efnisyfirlit

Efnisyfirlit .............................................................................................................................. 2

1 Lýsing á svæðinu ................................................................................................................ 3

1.1 Mörk ............................................................................................................................. 3

1.2 Friðlýsing ..................................................................................................................... 3

1.3 Eignarhald .................................................................................................................... 3

1.4 Umsjónaraðili ............................................................................................................... 3

2 Aðgengi ............................................................................................................................... 4

2.1 Aðgengi fyrir bíla ......................................................................................................... 4

2.2 Aðgengi fyrir göngumenn ............................................................................................ 6

2.3 Vöð og tilraunir til brúargerðar .................................................................................... 7

3 Gisting ................................................................................................................................. 8

3.1 Skálar ........................................................................................................................... 8

3.2 Tjaldsvæði .................................................................................................................... 8

3.3 Gestafjöldi .................................................................................................................... 9

4. Fræðsla ............................................................................................................................. 10

4.1 Upplýsingarskilti ........................................................................................................ 10

4.3 Gönguleiðakort .......................................................................................................... 11

5. Nýting .............................................................................................................................. 12

5.1 Beit ............................................................................................................................. 12

5.2 Veiði ........................................................................................................................... 12

6. Gönguleiðir og reiðleiðir.................................................................................................. 12

6.1 Merktar gönguleiðir ................................................................................................... 12

6.2 Ómerktar gönguleiðir ................................................................................................. 21

6.3 Reiðleiðir.................................................................................................................... 22

7. Vandamál/hættur .............................................................................................................. 23

7.1 Vegur/bílastæði .......................................................................................................... 23

7.2 Utanvegakstur ............................................................................................................ 23

7.3 Hættur fyrir ferðamenn .............................................................................................. 24

7.4 Óhöpp, slys og önnur vandamál................................................................................. 25

7.5 Símasamband ............................................................................................................. 25

8. Ýmis önnur mál................................................................................................................ 25

8.1 Skemmdir á gróðri ..................................................................................................... 25

8.2 Sorpmál ...................................................................................................................... 26

9. Landvarsla og sjálfboðastarf ............................................................................................ 26

9.1 Landvarsla sumarið 2009 ........................................................................................... 26

9.2 Sjálfboðastarf sumarið 2009 ...................................................................................... 27

9.3 Húsnæði landvarða..................................................................................................... 28

9.4 Mikilvægi landvörslunnar í Lónsöræfum .................................................................. 29

10 Kostnaður við landvörslu árið 2009 og áætlun um kostnað við landvörslu og

sjálfboðastarf árið 2010........................................................................................................ 29

10.1 Kostnaður við landvörslu árið 2009 ......................................................................... 29

10.2 Æskilegar framkvæmdir árið 2010 .......................................................................... 30

10.3 Áætlun um efniskostnað vegna landvörslu og vinnuframlag sjálfboðaliða

sumarið 2010 .................................................................................................................... 34

11 Viðaukar .......................................................................................................................... 36

11.1 Viðauki I: Skálar og tjaldsvæði í Lónsöræfum ........................................................ 36

11.2 Viðauki II: Óskalistar yfir bækur og verkfæri sem landverðir fá til afnota ............. 39

Page 42: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

3

1 Lýsing á svæðinu

1.1 Mörk

Lónsöræfi (Stafafellsfjöll) í Austur-Skaftafellssýslu, Sveitarfélaginu Hornafirði. Friðlýst sem

friðland með auglýsingu í Stjórnartíðindum B, nr. 31/1977. Stærð 32.000 ha. Mörk svæðisins

eru þessi: Frá ármótum Jökulsár í Lóni og Skyndidalsár vestur með Skyndidalsá að

Lambatungnaá, þaðan með henni að Austurtungnajökli og eftir honum miðjum norðvestur í

nafnlausan hnjúk í 1500 m hæð sunnan Grendils og áfram í sveig á vatnaskilum í Grendil

(1570 m), þaðan ráða sýslumörk Austur-Skaftafellssýslu og Múlasýslna á vatnaskilum í

Flugustaðatinda og úr þeim vestur um Sviptungnavarp og Hnappadalstind (1212 m) að

Jökulsá við Vondasnaga, þaðan niður með Jökulsá að ármótum við Skyndidalsá.

1.2 Friðlýsing

Lónsöræfi í Stafafellsfjöllum hafa verið friðlýst sem friðland síðan 1977. Friðlandið telst með

merkustu jarðfræðisvæðum landsins. Svæðið einkennist af hálendi, sem er mikið rofið, rist

djúpum dölum, með sýnilegum djúpbergsinnskotum og útbreiddri jarðhitaummyndun.

Landslagið er stórbrotið og einstaklega fjölbreytt og litríkt. Í Lónsöræfum eru leifar margra

fornra megineldstöðva (Lónseldstöðin næst byggð, Kollumúlaeldstöðin í hjarta friðlandsins,

Flugustaðaeldstöðin á austurmörkum og Eyjabakkaeldstöðin að norðvestan). Á svæðinu má

einnig finna útkulnuð jarðhitasvæði, mislæg berglög ofan á eldra bergi og ungar

jökulmyndanir. Svæðið er lítt gróið en þó má finna kvistlendi og birkikjarr sums staðar.

Verndargildi svæðisins felast aðallega í litríku og fjölbreyttu landslagi, ósnortnu víðerni og

jarðmyndunum. Við jaðar friðlandsins eru nokkur önnur svæði sem eru friðlýst, á

náttúruminjaskrá eða í Náttúruverndaráætlun 2004-2008: Díma í Lóni (friðlýst sem

náttúruvætti), Hofsdalur, Geithellnadalur, Þrándarjökull (nr. 625 á Náttúruminjaskrá),

Eyjabakkar – Vesturöræfi (nr. 615 og 616), Þórisdalur í Lóni (nr. 627), umhverfi

Hoffellsjökuls (nr. 631) og Austurskógar í Lóni (í Náttúruverndaráætlun).

1.3 Eignarhald

Friðlandið er einkaland í óskiptri eigu Stafafells (3/4) og Brekku (1/4). Sá hluti friðlandsins,

sem er austan við Jökulsá hefur verið úrskurðaður “þjóðlenda í afréttareign Stafafells og

Brekku.”

1.4 Umsjónaraðili

Lónsöræfi í Stafafellsfjöllum hafa verið friðlýst sem friðland síðan 1977. Umhverfisstofnun

sér almennt um rekstur friðlýstra svæða á Íslandi en stofnunin hefur samið við

Vatnajökulsþjóðgarð um að Vatnajökulsþjóðgarður beri allan kostnað við landvörslu og

sjálfboðavinnu á svæðinu. Landeigendur á Stafafelli og Brekku hafa umsjón með svæðinu, í

samvinnu við Vatnajökulsþjóðgarð.

Page 43: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

4

2 Aðgengi

2.1 Aðgengi fyrir bíla

Kollumúlavegur F980

Jeppavegur (“Kollumúlavegur” F980, 24,81 km) liggur frá Þórisdal inn með Jökulsá, yfir

Skyndidalsá, vestan við Eskifell og upp á Kjarrdalsheiði sem er mest í 722 m hæð. Vegurinn

endar á Illakambi, sem er í 320

m hæð. Á Illakambi er aðeins

pláss fyrir 5-6 bíla en við fjárrétt,

nokkur hundruð metrum fyrir

sunnan Illakamb er hægt að

leggja nokkrum bílum í viðbót.

Vegurinn er torfær, fara þarf yfir

Skyndidalsá sem getur verið

vatnsmikil og straumhörð eða

jafnvel ófær. Reglulega fara

óreyndir bílstjórar á bólakaf í

ánni og á hverju ári þurfa

heimamenn og björgunarsveit að

draga þónokkra bíla upp úr

Skyndidalsá. Brekkurnar upp

Kjarrdalsheiði eru snarbrattar,

allt að 25 % og erfitt er að mæta

bílum. Sumar beygjur eru það krappar að bakka þarf stærri bílum til að ná beyjunum.

Vegurinn er aðeins fær velútbúnum bílum og reyndum bílstjórum. Vegurinn er illa merktur

og ekki er öllum ljóst hvert hann liggur. Sumarið 2009 gerðist nokkrum sinnum að bílstjórar,

sem fóru vegavilltir á leið inn í Lónsöræfi, lentu í vandræðum þegar þeir reyndu að komast

yfir Jökulsá við Dímu (sjá mynd 1). Skilti sem Vegagerðin hefur sett upp fyrir

Náttúruverndarráð á vegamótum þar sem Kollumúlavegur og vegurinn inn að Díma skiptast

virðist valda ruglingi. Kvartanir þess efnis hafa borist Umhverfisstofnun. Á veturna er

einstöku sinnum hægt að keyra inn með Jökulsá á jeppum eða keyra á snjó úr Fljótsdal að

skálanum við Kollumúlavatn; þetta er m.a. gert til að flytja eldivið, gasbirgðir eða slíkt í

skálana. Sumarið 2009 var ekki boðið upp á daglegar rútuferðir í Lónsöræfi. Gunnlaugur B.

Ólafsson skipulagði nokkrar rútuferðir í Lónsöræfi, en aðeins fyrir hópa stærri en u.þ.b. 6-7

manns. Vatnajökull Travel sá stundum um að flytja einstaklinga og smærri hópa upp á

Illakamb. Augljóslega er orðið miklu dýrara og erfiðara fyrir einstaklinga að komast í

Lónsöræfi.

Geithellnadalur

Tveir jeppaslóðar eru í Geithellnadal; slóðinn sunnan við Geithellnaá nær allt að skálanum á

Leirás; þar byrjar merkt gönguleið sem liggur áleiðis yfir í Víðidal. Norðan við ána liggur

slóði sem endar við Háás. Báðir slóðir eru torfærir; slóðinn norðan við Geithellnaá var áður

fyrr sæmilega fær að Kambaseli en grafist hefur frá nokkrum brúm, og eru þær nú orðnar

ófærar. Sunnan við Geithellnaá þarf að fara yfir marga árfarvegi, sem verða mjög stórgrýttir í

vatnavöxtum. Eins og er eru báðir slóðarnir einungis færir stórum jeppum en tiltölulega

auðvelt virðist vera að gera þá sæmilega færa minni bílum ef vilji er til þess.

Mynd 2: Fjallarútan á Kollumúlavegi.

Mynd 1: Erlendir ferðamenn í vandræðum í Jökulsá, stutt frá

Dímu.

Page 44: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

5

Hoffelsdalur

Leiðin frá bænum Hoffelli að Dalsstafni, innst inn í dalnum, er um 12 km löng. Hægt er að

aka fyrstu 8 km leiðarinnar eftir vegslóða á áraurunum inn að Klifatanga. Á leiðinni þarf að

keyra yfir Hoffellsá og yfir nokkra minni læki. Slóðinn er oftast sæmilega fær flestum

jeppum. Sumarið 2009 var byrjað að ryðja nýjan slóða úr stafni Hoffellsdals upp í skarðið

milli Hoffelsdals og Skyndidals og áfram vestur í áttina að Gjánúpstindi. Slóðinn er ruddur í

tengslum við fyrirhugaða byggingu fjallaskála undir Gjánúpstindi. Lagning slóðans er

umdeild og hefur verið kærð. Með tilkomu slóðans hefur aðgengið að Hoffellsfjöllum,

Skyndidal og sjálfum jöklinum batnað til muna. Hins vegar hefur hætta aukist á m.a.

utanvegakstri á fjórhjólum á Dalsheiði og víðar. Undanfarin ár hefur fjórhjólaeign aukist

mikið meðal sumarbústaðaeigenda í Laxárdal og Stafafellsfjöllum og í kjölfarið hefur verið

mikið um utanvegakstur á fjórhjólum á Dalsheiði og Austurskógum með tilheyrandi

skemmdum á viðkvæmum gróðri. Á myndinni hér að neðan má sjá hvernig slóðinn liggur úr

stafni Hoffellsdals upp í skarðið milli Hoffellsdals og Skyndidals. Í bakgrunni sést

Lambatungnajökull.

Mynd 2: Kort af Hoffellssvæðinu. Bleika línan sýnir útlínur Vatnajökulsþjóðgarðs; rauða línan sýnir

nýja vegslóðann. Skálinn undir Gjánúpstindi er táknaður með bláum ferhyrning.

Page 45: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

6

Geldingafell

Töluvert hefur verið lagt af vegslóðum í

tengslum við byggingu ýmissa stíflna á

svæðinu norðan votlendis í Eyjabökkum

(Ufsarstíflu í Jökulsá í Fljótsdal, Grjótár-,

Kelduár- og Innri-Sauðárstíflu, sem tilheyra

svokallaðri Hraunaveitu). Byggð hefur verið

brú yfir Jökulsá í Fljótsdal, rúmlega 2 km

neðan við Eyjabakkafoss, rétt norðan við

Ufsarstífluna. Þaðan liggja vegslóðir að

Sauðárvatni og i átt að Geldingafelli (sjá

mynd 4). Þessir slóðar eru ekki opnir

almenningi en hafa samt verið notaðir

töluvert af skipuleggjendum hópferða.

2.2 Aðgengi fyrir göngumenn

Svæðið er fyrst og fremst gönguland. Gönguleiðir liggja inn í friðlandið úr Lóni, Álftafirði

(Flugustaðadal, Hofsdal, Geithellnadal), Fljótsdal og frá Snæfelli. Sérstaklega er sú

síðastnefnda mjög vinsæl meðal ferðamanna. Einnig er hægt að ganga úr Hoffelsdal í Nesjum

yfir í Skyndidal. Sumar leiðir eru einungis fyrir vana og vel útbúna göngumenn. Nokkrar

leiðir krefjast sérstakrar kunnáttu og búnaðs; á leiðinni frá Snæfelli í Geldingafell þarf að fara

yfir Eyjabakkajökul og vaða nokkrar jökulár og á leiðinni úr Hoffellsdal þarf að fara yfir

Lambatungnajökul (sjá mynd 6) eða að vaða Skyndidalsá. Einnig þarf að vaða yfir

Lambatungnaá, sem kemur undan Austurtungnajökli og er mjög ströng. Leiðin úr

Flugustaðadal telst einnig erfið. Síðustu árin hefur aðgengi að svæðinu fyrir göngumenn,

Mynd 3: Nýr slóði í botni Hoffellsdals. Lambatungnajökull og Skyndidalur sjást í bakgrunni. (Mynd:

Skarphéðinn Þórisson).

Mynd 4: Vegslóðar að Sauðárvatni og Geldingafelli.

Page 46: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

7

bæði að sunnan (úr Lóni) og að norðan

(úr Fljótsdal) stórbatnað með tilkomu

tveggja brúa yfir ár sem hafa lengi verið

miklir farartálmar fyrir göngumenn.

Árið 2004 opnaði Vegagerðin göngubrú

yfir Jökulsá í Lóni við Einstigi í

Austurskógum (á mörkum friðlandsins)

en með henni er orðið unnt að ganga alla

leið frá Stafafelli í Lóni í Kollumúla (sjá

mynd 5). Austan við Snæfell hefur verið

byggð brú yfir Jökulsá í Fljótsdal, stutt

frá Eyjabakkafossi. Þar með er

göngumönnum gert kleift að ganga úr

Lónsöræfum í Snæfell án þess að þurfa

að fara yfir jökul.

Leiðin frá Stafafelli í Eskifell er að hluta til merkt; leiðin frá Stafafelli í Hvannagil er stikuð

sem og leiðin frá brúnni yfir Jökulsá við Einstigi að skálanum í Eskifelli. Leiðin úr

Geithellnadal (í Álftafirði) yfir í Víðidal er einnig merkt. Allar aðrar aðgangsleiðir að

friðlandinu eru ómerktar.

2.3 Vöð og tilraunir til brúargerðar

Á leiðinni frá Stafafelli að Eskifelli þarf að vaða yfir Hnappadalsá, sem getur verið mjög

straumhörð og jafnvel ófær í vatnavöxtum. Sumarið 2009 rigndi töluvert mikið og stundum

var erfitt að komast yfir hana. Einnig

rann Jökulsá í Lóni mjög austarlega í

dalnum innarlega í Austurskógum og var

stundum í vatnavöxtum erfitt að komast

framhjá henni. Reynt hefur verið að brúa

Hnappadalsá með raflínustaurum en þeir

skoluðust burt. Einnig getur verið erfitt

að vaða yfir Víðidalsá. Gunnlaugur B.

Ólafsson fékk styrk til að brúa ána.

Steyptir voru brúarstöplar við mynni

Þverárgljúfurs, rétt neðan við fossinn

Beljanda og þyrla landhelgisgæslunnar

var fengin til að setja járnbita á stöplana.

Brúin eyðilagðist þó áður en hún var

fullkláruð, líklega af völdum jakastíflu í

ánni. Brúarbitarnir liggja ennþá í ánni og mikið magn af byggingarefni er á árbakkanum.

Aðgengi að svæðinu myndi batna til muna ef þessar ár yrðu brúaðar. Eins og áður hefur

komið fram, þarf að vaða yfir Lambatungnaá á leiðinni í Lónsöræfi úr Hoffellsdal. Oft vex

mikið í henni eftir því sem líður á daginn og þá getur hún orðið óvæð.

Mynd 6: Gönguhópur á leiðinni yfir Lambatungnajökul

(Mynd: Grétar William Guðbergsson).

Mynd 5: Göngubrúin við Einstigi, seð frá Eskifelli.

Page 47: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

8

3 Gisting

3.1 Skálar

Skálar eru í Eskifelli, í Kollumúla, við Kollumúlavatn og við Geldingafell. Milli skálanna er

hæfileg dagsganga. Skálarnir við Kollumúlavatn (Egilssel) og við Geldingafell eru í umsjón

Ferðafélags Fljótsdalshéraðs. Veturinn 2005/2006 var settur upp nýr kamar við Egilssel. Í

kamrinum er blá plasttunna sem verður skipt út þegar hún er full. Hægt er að geyma þrjár

tunnur inn í kamrinum. Á veturna verða fullu tunnurnar fluttar til byggða en þá er hægt að

keyra alveg að skálanum á snjó. Í Kollumúla eru tveir skálar, annar (“Múlaskáli”) er rekinn af

Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu og hinn (“Múlakot”) er í eigu Gunnlaugs B. Ólafssonar

frá Stafafelli. Skálinn í Eskifelli er einnig í eigu Gunnlaugs B. Ólafssonar en hann er ekki

fullkláraður. Skálinn er orðinn fokheldur, en eftir á að setja klósettið í stand, setja upp

eldhúsinnréttingar og klára svefnloftið. Til stendur að breyta núverandi hálfkláruðu

þurrklósetti í vatnsklósett (sjá mynd 7). Í viðauka I (11.1) má finna ítarlegar upplýsingar um

alla skála innan friðlandsins.

3.2 Tjaldsvæði

Í deiliskipulagi fyrir Lónsöræfi og nærliggjandi svæði er gert ráð fyrir fimm tjaldsvæðum, á

Smiðjunesi, í Eskifelli við Ásavatn, á Keiluvöllum innst inn í Skyndidal, við Múlaskála og

við bæjarrústirnar á Grund í Víðidal. Eitt þessara tjaldsvæða, á Smiðjunesi, er utan

friðlandsins, á gönguleiðinni frá Stafafelli í Kollumúla, ± 7 km frá þjóðveginum. Sumarið

2006 var þar grafin niður rotþró og var þurrsalerninu breytt í vatnsklósett, til að leysa

viðvarandi lyktarvandamál. Í desember 2009 fauk húsið á hliðina. Í Eskifelli var reist

klósetthús árið 2004 en það hefur aldrei verið fullklárað. Ákveðið var að breyta ókláraða

þurrsalerninu í vatnsklósett og stór rotþró var flutt í Eskifell. Sumarið 2006 var byrjað að

grafa rotþróna niður. Stutt frá tjaldsvæðinu við Múlaskála eru vatnsklósett og vaskar.

Sumarið 2007 var þar einnig sett upp sturta, sem er kynt með gasi. Eins og er, er engin

þjónusta til staðar á Keiluvöllum í Skyndidal og á Grund í Víðidal, þó að á þessum stöðum

séu merkt inn tjaldsvæði á gönguleiðakortinu fyrir Lónsöræfi, sem Mál og Menning hefur

gefið út. Í viðhengi I (11.1) má finna ítarlegar upplýsingar um öll tjaldsvæðin innan

friðlandsins.

Mynd 7: Hálfkláraða klósetthúsið í Eskifelli. Byrjað er að grafa niður rotþró.

Page 48: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

9

3.3 Gestafjöldi

Sumarið 2005 voru í heild 393 gistinætur skráðar í Múlaskála1. Í Múlakoti voru um 130

gistinætur skráðar2 og líklega hafa gistinætur verið um 30 á tjaldsvæðinu við Múlaskála

(ónákvæm tala). Sumarið 2006 var fjöldi skráðra gistinátta í Múlaskála töluvert minni en

sumarið áður, einungis 280. Sumarið 2007 gistu 158 manns í samtals 379 nætur í Múlaskála,

sumarið 2008 gistu 170 manns í skálanum í samtals 397 nætur og sumarið 2009 gistu 300

manns í samtals 480 nætur í skálanum3. Nánast eingöngu Íslendingar gista í skálanum;

útlendingum finnst gisting í skálanum yfirleitt of dýr og þeir gista því venjulega á

tjaldsvæðinu. Sumarið 2008 gistu aðeins 4 útlendingar í skálanum, í samtals 8 nætur. Einnig

er nokkuð um það að útlendingar halda áfram í Egilssel, þar sem er enginn skálavörður og

gista þar án þess að borga. Súluritið hér að neðan gefur yfirlit yfir fjölda gistinátta í

Múlaskála, frá 1995 til 2009. Engar upplýsingar liggja fyrir um gestafjölda í Múlaskála á

árunum 2003 og 2004.

Eins og fram kemur hér að ofan hefur fjöldi gistnátta verið um (eða undir) 400 á árunum

2005-2008. Til samanburður hefur fjöldi gistinátta í skálanum yfirleitt verið um 600 á árunum

1995-20024, þannig að gestum í Múlaskála hefur fækkað verulega á árunum 2005-2008 (sjá

súlurit, mynd 8). Ein ástæða fyrir þessari fækkun er að Útivist hefur ekki skipulagt neinar

ferðir í Lónsöræfi undanfarin ár en áður komu alltaf nokkrir hópar frá þeim og gistu í 4-5

daga. Áður komu yfirleitt 4-5 hópar á vegum Ultima Thule, sem gengu úr Snæfelli í

Kollumúla, en fyrirtækið hætti að skipuleggja hópferðir í Lónsöræfi árið 2005, líklega vegna

virkjanarframkvæmda við Kárahnjúka og á Vesturöræfum. Langflestar gistinætur eru oftast

bókaðar á tiltölulega stuttu tímabili frá 20. júní til 20. júlí. Ekki liggja fyrir nákvæmar tölur

um fjölda dagsgesta sem komu með rútunni en ljóst er að þeim hafi fækkað verulega eftir að

hætt var að bjóða upp á daglegar ferðir fyrir einstaklinga upp að Illakambi. Sumarið 2009

jókst gestafjöldinn aftur um u.þ.b. 20%, aðallega vegna þess að nokkrir gönguhópar á vegum

1 Upplýsingar um gistinætur í Múlaskála má finna á http://www.gonguferdir.is, undir “fundargerðir”.

2 Munnlegar upplýsingar, Gunnlaugur B. Ólafsson.

3 Munnlegar upplýsingar frá Rannveigu Einarsdóttur, formanni Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu.

4 Þolmörk ferðamennsku í friðlandi á Lónsöræfum, bls. 20

0

100

200

300

400

500

600

Fjöldi

1995-

2002

2005 2006 2007 2008 2009

Ár

Fjöldi gistinátta í Múlaskála

þróun 1995-2009

Gistinætur

Gestakomur

Mynd 8: Súluritið gefur yfirlit yfir fjölda gistinátta í Múlaskála á árunum 1995-2009. Úr súluritinu má

lesa að gestum í Kollumúla hefur fækkað verulega frá 2002 til 2006 en hefur farið hægt fjölgandi eftir

það. Úr súluritinu má einnig lesa að sumarið 2009 hafa miklu fleiri ferðamenn heimsótt svæðið

(gestakomur) en sumarið 2008, en þeir hafa gist þar í styttri tíma heldur en þeir ferðamenn sem

heimsóttu svæðið sumarið 2008 (fjöldi gistinátta hefur aukist miklu minna en gestakomur).

Page 49: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

10

Íslensku Fjallaleiðsögumanna gékk frá Geldingafelli suður í Austurskóga. Þessir hópar

notfærðu sér nýja veginn, sem liggur áleiðis að Geldingafelli og forðuðust þannig að ganga

yfir Eyjabakkajökul.

4. Fræðsla

4.1 Upplýsingarskilti

Aðeins tvö upplýsingaskilti eru í Lónsöræfum, annað er fyrir utan friðlandið, við

Kollumúlaveg (mynd 9) og hitt er við bílastæðið á

Illakambi (mynd 10). Landeigendur á Stafafelli

og Brekku eru óánægðir með skiltið við

Kollumúlaveg. Ekki var haft samráð við þá um

texta og staðsetningu skiltis en að mati þeirra ætti

skiltið m.a. að benda fólk betur á hættuna að

keyra yfir Skyndidalsá. Einnig hafa borist

kvartanir um staðsetningu þessa skiltis. Skiltið er

á vegamótum, þar sem Kollamúlavegur og slóði

að Dímu greinast en reglulega hefur komið fyrir

að ferðamenn, sem héldu að slóðinn að Dímu

væri Kollumúlavegurinn, reyndu að keyra yfir

Jökulsá við Dímu og lentu á kaf í ánni (sjá mynd 1). Vegagerðin á Höfn hefur lýst sig tilbúna

að færa skiltið á betri stað.. Sumarið 2007 voru sett upp 5 upplýsingarskilti við bílastæðið á

Illakambi, með upplýsingum um algengar plöntur, algenga fugla, sögu, sauðfjárbeit, jarðfræði

og vinsæla staði í Lónsöræfum. Gerð skiltanna var að mestu leyti fjármögnuð með styrki frá

Ferðamálaráði5 Við hliðið stutt frá eyðibilinu Þórisdal er gamalt skilti sem Náttúruverndarráð

hefur á sínum tíma sett upp (mynd 11). Skiltið er með öllu ólæsilegt og ætti að setja upp nýtt

skilti þar, ef leyfi til þess fæst hjá landeigendum.

5 Höfundur þessarar skýrslu sótti árið 2006 um styrk til Ferðamálaráðs að upphæð 500.000 krónur “til úrbóta á

ferðamannastöðum” í flokki “Uppbygging á nýjum svæðum” en fékk úthlutað styrk að upphæð 250.000 krónur,

sem var notaður til að kaupa stikur, efni í vegvísa og til að láta prenta 5 upplýsingaskilti.

Mynd 9: Skilti við Kollumúlaveginn, rétt við

afleggjarann að Dímu.

Mynd 11: Upplýsingarskilti á Illakambi.

Mynd 10: Ólæsilegt skilti

Náttúruverndarráðs við

Þórisdal.

Page 50: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

11

4.3 Gönguleiðakort

Bestu kortin af svæðinu eru Atlaskort LMÍ 1:100.000 (blað 105 Hamarsfjörður og blað 106

Hornafjörður) og Staðfræðikort LMÍ 1:50.000 (2214 II og 2213 I+II). Mál og Menning hefur

gefið út gönguleiðakort (1:100.000) sem spannar svæðið Snæfell-Berufjörður-Mýrar-

Lónsöræfi. Kortagrunnurinn sem hefur verið notaður er frekar gamall og ekki allsstaðar réttur.

Mælikvarðinn 1:100.000 hentar ekki nógu vel fyrir gönguleiðakort. Betra væri ef kortið

myndi sýna minna svæði á 1:50.000. Mörg örnefni eru ekki á réttum stað. Sumar gönguleiðir

ættu alls ekki að vera merktar á kortið, t.d. leiðin yfir Eyjabakkajökul (varasamt að merkja

leið yfir jökul) og neðri leiðin úr Röðli niður í Skyndidal (mjög erfið). Náttúruverndarráð

ríkisins hefur árið 1996 gefið út gönguleiðabækling fyrir Lónsöræfi (mynd 12); textinn er allt

í lagi en kortið með gönguleiðunum þarf að endurbæta. Sumar leiðar á að taka út og öðrum

þarf að breyta. Nokkrar stikaðar gönguleiðir vantar í bæklinginn og brúin við Einstigi og

gönguleiðin frá Eskifelli að Stafafelli eru ekki merkt inn á kortið. Vegna þess að

bæklingurinn er orðinn svo úreltur hefur hann síðustu árin ekki verið seldur en hefur bara

verið dreift ókeypis. Til stendur að gefa út nýtt gönguleiðakort fyrir Lón á vegum “Átak í

merkingu gönguleiða í Austur-Skaftafellssýslu”, sem hefur nú þegar gefið út gönguleiðakort

fyrir Nes og Suðursveit og er að undirbúa útgáfu gönguleiðakorta fyrir Mýrar og Öræfi.

Verkefnið verður m.a. fjarmagnað með styrkjum úr Pokasjóði en höfundi þessarar skýrslu

hefur verið falið að taka saman upplýsingar fyrir gerð gönguleiðakorts fyrir Lón. Kortið

verður ekki gefið út fyrir sumarið 2010. Sumrin 2008 og 2009 var safnað upplýsingum fyrir

gönguleiðakortið fyrir Lón; stikuðu gönguleiðirnar voru raktar með GPS-tæki og einnig voru

teknir GPS-puntar á völdum stöðum.

Mynd 12: Gönguleiðabæklingur fyrir Lónsöræfi sem Náttúruverndarráð Ríkisins gaf út árið 1996.

Page 51: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

12

5. Nýting

5.1 Beit

Tveir bæir hafa rekið fé í friðlandið undanfarin ár, Brekka í Lóni og Bjarnanes í Nesjum. Auk

þess hafa nokkrir tómstundabændur á Höfn fengið að fara með fáeinar kindur inn í Kollumúla.

Af og til kemur sú umræða upp hvort ekki ætti að banna beit í friðlandinu. Mín skoðun er sú

að það væri ekki rétt að friða svæðið fyrir beit. Vissulega hefur ofbeit leitt til skemmda á

gróðri á fyrri öldum, þegar vetrarbeit var á svæðinu og einnig á áttunda áratug síðustu aldar,

þegar fjárfjöldi á landinu var sem mestur en nú á dögum er beitarálagið mjög hóflegt og langt

undir beitarþoli svæðisins. Á Brekku í Lóni var sauðfjárbúskapur verulega dreginn saman

haustið 2005 og aftur haustið 2009, þannig að beitarálagið hefur minnkað verulega í

friðlandinu. Beitartíminn er orðinn mjög stuttur, fyrstu kindurnar koma inn á svæðið í lok júní

og fyrsta smölunin fer yfirleitt fram í byrjun september. Víðast hvar fylgja gönguleiðir

gömlum kindagötum og í bröttum skriðum myndu göngustígar fljótlega hverfa ef ekki væru

kindur á svæðinu til að viðhalda þeim. Fækkun sauðfjár á svæðinu hefur þegar leitt til þess að

götur í skriðum eru almennt orðnar mjórri og erfiðari yfirferðar. Ef svæðið yrði friðað fyrir

beit myndi stór hluti af göngustígunum hverfa fljótlega og smalamennska myndi heyra

sögunni til með þeim afleiðingum að þekking á svæðinu, t.d. vitund um viss einstigi og

þekking á örnefnum myndu glatast.

5.2 Veiði

Í friðlandinu eru stundaðar rjúpnaveiðar, aðallega á Kjarrdalsheiði. Rjúpnaveiði á svæðinu er

háð leyfi landeigenda og borga þarf til að fá leyfi. Ekki er vitað hversu margir fuglar hafa

verið veiddir innan friðlandsins síðustu árin. Stórir hópar af hreindýrum hafa haldið sig í

Lónsöræfum, einkum í Víðidal. Friðlandið tilheyrir hreindýraveiðisvæði 8; árið 2006 voru á

því svæði veidd 50 dýr, 20 tarfar, 20 kýr og 10 kálfar og árið 2007 voru þar veidd 63 dýr, 35

tarfar, 24 kýr og 4 kálfar (http://www.hreindyr.is). Ekki fundust tölur fyrir árið 2008. Árið

2009 var heimilt að veiða 126 dýr á svæði 8, 91 kýr og 35 tarfa. Ekki fundust nákvæmari

upplýsingar um fjölda veiddra dýra innan marka friðlandsins. Töluvert bar á veiðiþjófnaði

eftir að veiðitímanum lauk, enda sáust reglulega leifar af hreindýrum í ruslagámnum.

6. Gönguleiðir og reiðleiðir

6.1 Merktar gönguleiðir

Gönguleiðirnar í friðlandinu eru yfirleitt merktar með gulum stikum, þó á sumum stöðum

finnist ennþá gamlar stikur með bláan topp. Leiðin úr Geithellnadal er að hluta til merkt með

málningu á kletttum. Myndir 14 og 15 sýna allar stikaðar gönguleiðir í Lónsöræfum,

staðsetningu skálanna og brúna við Einstigi (leiðirnar voru mældar með GPS-tæki sumrin

2008 og 2009).

Mynd 13: Hreindýr í Lóni.

Page 52: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

13

Aðgangsleiðir að friðlandinu

Einungis fáar aðgangsleiðir að friðlandinu hafa verið merktar. Leiðin frá Stafafelli að

skálanum í Eskifelli hefur að hluta til verið merkt, þ.e.a.s. frá Stafafelli norður í Hvannagil og

frá nýju göngubrúnni að upphafi Kambaleiðar, sem og að skálanum í Eskifelli. Einnig er

búið að merkja leiðina sem liggur úr Geithellnadal yfir í Víðidal (að Norðlingavaði). Aðrar

aðgangsleiðir að friðlandinu (s.s. úr Hofsdal, Flugustaðadal, Hoffellsdal, Fljótsdal og frá

Snæfelli að Geldingafelli) eru algjörlega ómerktar.

Múlaskáli

Egilssel

“milli gilja”

Þilgil

Víðagil

“Flumbrugil”

Gjögur

Stórahnaushringur

“Milli gilja” Múlakollur Leiðartungur

Mynd 14: Kort sem sýnir allar merktar gönguleiðir sem hefjast við Múlaskála.

Mynd 15: Kort sem sýnir leiðirnar frá göngubrúnni við Einstigi og frá skálanum í

Eskifelli norður í Múlaskála ("Kambaleið").

Múlaskáli

Brú við Einstigi

Eskifell-Ásavatn

Kambaleið

Page 53: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

14

Eskifell (skáli)-upphaf Kambaleiðar

Leiðin var stikuð sumarið 2005, eftir ítrekaðar kvartanir frá ferðamönnum um að þeir gátu

ekki fundið gönguleiðina frá Eskifelli inn að Illakambi, sem er merkt inn á sérkorti Máls og

Menningar (Lónsöræfi Stafafell-Berufjörður). Norðan við skálann í Eskifelli er gengið upp á

klettabelti til að krækja fyrir mýrlendi. Eftir nokkur hundruð metra liggur greinileg kindagata

niður klettabeltið. Rúmlega hálfum kílómeter austar er svo komið að stígamótum. Þar er hægt

að fara norður fram með Jökulsárgljúfri á Illakamb (stikað) eða suður að nýju göngubrúnni

yfir Jökulsá við Einstigi í Austurskógum (stikað að brúnni). A leiðinni frá skálanum við

Ásavatn að göngubrúnni eru nokkur vandamál sem þarf að leysa. Leiðin sem liggur niður

áðurnefnt klettabelti er djúp moldargata sem þolir ekki mikið álag. Annað hvort á að lagfæra

stíginn eða finna betri leið. Á ýmsum stöðum á leiðinni frá klettabeltinu að skiltinu í

norðanverðu Eskifelli mætti færa gönguleiðina, til að hlífa viðkvæmum mosagróðri og til að

auðvelda ferðamönnum að rata.

Framkvæmdir sumarið 2009:

- Áætlað var að lagfæra leiðina niður klettabeltið austan við skálan við Ásavatn. Þar

að auki stóð til að reyna að lagfæra gamla stíginn rétt við stígamótin, þar sem

Kambaleiðin og leiðin að skálanum við Ásavatn skiptast. Landvörður og

sjálfboðaliðar fóru á staðinn og skoðuðu aðstæðurnar. Þeir reyndu að finna aðra og

betri leið niður klettabeltið en fundu hana ekki. Eina leiðin, sem virtist koma til greina,

var afskrifuð, vegna þess að það myndi kosta töluvert rask á gróðri að gera hana

greiðfæra. Þeir komust að þeirri niðurstöðu að það myndi vera erfitt og tímafrekt að

finna nothæft grjót til að hlaða tröppur og að verkið myndi taka a.m.k. 2 daga.

Samkvæmt mati sjálfboðaliða myndi það einnig taka a.m.k. 2 daga að gera “gamla

stíginn” sunnan við vegmótin nothæfan að nýju. Veðurskilyrði voru mjög slæm; erfitt

var að halda sér standandi í hífandi roki og úrhellisrigningu. Ákveðið var að koma

aftur seinna og taka góðan tíma í á að lagfæra stígana á þessum tveimur stöðum.

- Landverðir og skálavörður bættu stikum í og réttu stikur við sem höfðu losnað á

leiðinni frá skálanum við Ásavatn að stígamótum.

- Ekki gafst tækifæri til að bera i skiltin og mála stikur eins og gert hafði verið ráð fyrir,

vegna mikillar rigningar.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

- Lagfæra þarf leiðina niður klettabeltið sem teygir sig frá Ásavatni í austurátt. Líklega

er best að hlaða þar tröppur; einnig á að klippa trjágreinar sem hanga yfir

göngustígnum.

- Á nokkrum stöðum mætti færa gönguleiðina frá klettabeltinu að skiltinu í

norðanverðu Eskifelli, til að hlífa viðkvæmum mosagróðri og til að auðvelda fólki að

rata.

- Nauðsynlegt er að mála stikurnar á þessari leið.

- Bera þarf í 2 skilti, á stígamótum, þar sem Kambaleiðin og leiðin í skálann við

Ásavatn skiptast og uppi á Eskifelli.

Eskifell-Kambar-Illikambur (“Kambaleið”) Leiðin liggur frá brúnni við Einstigi um Eskifell að Illakambi. Gengið er meðfram

Jökulsárgljúfri eftir svokölluðum Kömbum og er því oftast kölluð “Kambaleið”. Leiðin er

stikuð og þar sem er ekki hægt er að stika eru gulir punktar málaðir á steina en þegar skyggni

er slæmt getur verið erfitt að finna leiðina, sérstaklega þegar gengið er sunnan frá.

Göngustígurinn er á köflum mjög ógreinilegur, einkum þar sem hann liggur í stórgrýttum

Eskifell-Ásavatn

Page 54: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

15

lækjarfarvegum. Leiðin getur verið frekar hættuleg ef menn villast, því hún liggur á köflum í

snarbröttum skriðum. Stígurinn endar við fjárrétt, nokkur hundruð metrum sunnan við

Illakamb en þaðan á að fylgja jeppaslóðanum að bílastæðinu. Tvær leiðir tengjast inn á

Kambaleiðina: merkt gönguleið frá skálanum í Eskifelli við Ásavatn og leið sem liggur um

Stórahjalla og tengir Kambaleiðina við Kollumúlaveg.

Framkvæmdir sumarið 2009:

- Ekki komst í verk að bæta stikum í, réttu stikur við sem höfðu losnað eða að

(endur)mála stikur á Kambaleiðinni, á tengileiðinni frá Kollumúlavegi að

Kambaleiðinni og á tengileiðinni sem liggur að skálanum í Eskifelli við Ásavatn.

Áætlað var að labba fram í Eskifell á síðasta degi vinnuvikunnar og lagfæra og mála

stikur í leiðinni en rútubílstjórinn breytti skyndilega ferðaáætlun sinni og landvörður

og sjálfboðaliðar neyddust til þess að fara til byggða degi áður en til stóð.

- Borið var í skiltið við réttina sunnan við Illakamb; ekki þurfti að skipta um skrúfur í

þetta sinn.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

- Bæta enn fleiri stikum við, sérstaklega í Kambagili.

- Mála gula punkta (eða örvar) á steina á stöðum , þar sem erfitt hefur reynst að stika

(aðallega í árfarvegum), ef landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar geta komið sér

saman um það. Aðferðin hefur þegar verið notað við góða raun á leiðinni frá Leirás í

Geithellnadal yfir í Víðidal. Málun á steinum virðist miklu endingarbetri aðferð en

stikun.

- Endurstika þarf leiðina frá skálanum við Ásavatn að brúnni við Einstígi að

sunnanverðu.

- Æskilegt væri að merkja erfiðustu kafla Kambaleiðarinnar sérstaklega inn á

gönguleiðakortið (t.d. með brotalínu eða punktalínu), eða í öðrum lit.

- Nauðsynlegt er að bera í skiltin á Stórahjalla og við Kollumúlaveg F980 og e.t.v. að

skipta um brotnar skrúfur.

Illikambur- Kollumúli (Múlaskáli) Fjölfarnasti stígurinn í friðlandinu er leiðin sem liggur frá bílastæðinu á Illakambi niður í

skála Ferðafélags Austur-Skaftafellssýslu í Kollumúla (“Múlaskáli”). Flestir ferðamenn sem

ganga um friðlandið fara um þennan stíg.

Stígurinn er á köflum frekar erfiður

yfirferðar. Ofarlega í Illakambi eru á kafla

naktar klappir en neðar taka mjög brattar

skriður við. Leiðin niður Illakamb reynist

sumu fólki sem þjáist af lofthræðslu erfið.

Næsta hindrun á leiðinni er Ölkeldulækur.

Áður fyrr þurfti stundum að vaða yfir

lækinn eftir mikla rigningu en í mikilli

vættutíð varð lækurinn stundum ófær með

öllu. Ragnar Pétursson rútubílstjóri smíðaði

sumarið 2005 bráðabirgðabrú yfir lækinn.

Veturinn 2005/2006 gjörbreyttust

aðstæðurnar við Ölkeldugil. Lækurinn ruddi

nokkrum hindrunum í farveginum burt og

fór að breiða mikið úr sér. Jafnvel í mestu vatnsvöxtum er nú tiltölulega auðvelt að komast

yfir lækinn og ekki er lengur þörf fyrir brú á honum. Samt var brúin sett upp aftur vorið 2009

Mynd 16: Göngumenn klöngrast niður að

hengibrúnni yfir Jökulsá.

Page 55: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

16

og tekið niður í lok ágúst (til að koma í veg fyrir að hún myndi eyðileggjast í vorleysingum).

Leiðin að hengibrúnni yfir Jökulsá liggur niður um einstígi en þar er kaðall sem auðveldar

göngu (sjá mynd 16). Göngustígurinn er að mestu leyti óstikaður en hann er fjölfarinn og því

mjög greinilegur.

Framkvæmdir sumarið 2009:

- Stígurinn niður Illakamb og stigurinn niður að göngubrúnni yfir Jökulsá voru

sopaðir.

- Landvörður bar í skiltin við upphaf gönguleiðanna að Þilgili og Flumbrugili.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar: - Á hverju sumri: sópa Illakamb og leiðina niður að göngubrúnni yfir Jökulsá í byrjun

ferðamannatímabilsins

- Á hverju sumri: sópa klettana vestan við göngubrúna.

- Skoða hvort hægt sé að ryðja nýja og þægilegri leið neðarlega í Illakambi. Í handbók

F.Í. 1937 er mynd sem sýnir hvernig gatan lá þá þvert yfir skriðuna neðarlega í

Illakambi. En þetta er verkefni sem má alveg bíða lengur.

Múlaskáli-Gjögur-Meingil-Stórihnaus-Múlaskáli (“Stórahnaushringurinn”) Leiðin byrjar austan við endurbyggða gangnamannakofann (“Múlakot”) og liggur um

snarbrattar skriður í Gjögri að Meingili, framhjá tveimur fossum og niður með Stórahnausgili.

Stígurinn um Gjögur er tæpur og ekki fyrir lofthrædda. Á tveimur stöðum þarf að fara yfir

nakta klöpp en þar hefur nokkrum sinnum verið reynt að höggva spor með haka, með frekar

litlum árangri (bergið er of mjúkt og þrepin hverfa fljótt). Kindur halda stígnum við; hann er

oftast mjór og frekar ógreinilegur á vorin en verður breiðari eftir því sem fleira fé hefur farið

leiðina.

Framvæmdir sumarið 2009:

-Skálavörður og sjálfboðaliðar festu stikur og bættu stikum í.

-Landvörður setti upp skilti við upphaf leiðarinnar upp á Múlakoll.

-Sjálfboðaliðar breikkuðu stíginn í Gjögri en treystu sér ekki að höggva þrep í klöppunum í

Gjögri án hlífðargleraugna.

Mynd 17: Horft niður í Stórahnausgil.

Page 56: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

17

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar: -Í byrjun hvers sumars: breikka götuna um Gjögur með skóflu.

-Viðhalda þrepunum í klöppunum í Gjögrinu.

Múlaskáli- Þilgil-Víðibrekkusker –“Svarthöfði”–Múlaskáli Leiðin byrjar vestan við Jökulsá, á leiðinni frá

Illakambi í Kollumúla og liggur að mestu um

ógrónar líparítskriður, upp með Þilgili, um

Víðibrekkusker og niður tiltölulega

brattarlíparítskriður. Á þessari gönguleið er

ýmislegt sem mætti lagfæra. Nokkur hundruð

metra frá upphaf leiðarinnar er gengið upp brattan

mosagróinn hrygg. Hér er stígurinn ekki mjög

greinilegur og ýmsar hlíðargötur hafa myndast í

mosaþembunni. Nauðsynlegt er að afmarka

stíginn betur og að loka óæskilegum hliðargötum.

Greinilega sést að göngustafir valda skemmdum á

mosanum. Þeir losa mosann beggja vegna við

stígann og stígurinn verður fyrir vikið breiðari.

(mynd 18). Á sunnanverðum Víðibrekkuskerjum

eru tvær leiðir, önnur var stikuð fyrir þremur

árum en hin er eldri leið, sem hefur ekki verið

viðhaldið. Eldri leiðin liggur nær Víðagili og frá

henni er miklu fallegra útsýni yfir litríkt gilið.

Gott væri að færa nýju leiðina nær Víðagili eða að

endurstika gömlu leiðina til að auka ánægju

göngumanna. Bæði sunnan og norðan megin við

Svarthöfða, sem er píramítalaga basaltklettur, er

stígurinn ógreinilegur (enda að hluta til í

snarbröttum skriðum, þar sem stikur tolla illa) og

er erfitt að finna réttu leiðina. Þar að auki er

eiginlega um tvo mismunandi stíga að ræða norðan við Svarthöfða, leið sem var

(endur)stikuð árið 2007 og eldri leið, sem liggur austar og er erfiðari. Nauðsynlegt er að velja

bestu leiðina og stika hana vel í kringum Svarthöfða. Einnig á eftir að mála stikurnar sunnan

og norðan við Svarthöfða.

Á þremur stöðum á leiðinni eru erfiðir kaflar: 1) Rétt áður en komið er að Þilgili þarf að fara yfir lítið gil, yfir læk og upp

snarbratta líparítskriðu .Æskilegt er að lagfæra stíginn neðst í brekkunni.

2) Rétt áður en komið er að Víðibrekkuskerjum þarf að klöngrast upp snarbratta

líparítskriðu. Hér þarf einnig að lagfæra stíginn neðst í brekkunni.

3) Bæði norðan og sunnan við Svarthöfða hafa verið stikaðar mismunandi leiðir og

er núverandi gönguleiðamerking ruglingsleg. Skoða þarf betur hvaða leið hentar

best, merkja hana og fjarlægja stikur annars staðar.

Framkvæmdir sumarið 2009:

-Sjálfboðaliðar festu stikur, bættu stikum í og máluðu þær eftir þörfum (nema í kringum

Svarthöfða, þar sem áætlað er að færa leiðina annað).

Mynd 18: Stígur í mosaþembu; greinilega

sjást för eftir göngustafi.

Page 57: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

18

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

-Skilgreina stíginn betur, þar sem hann liggur upp brattan mosagróinn hrygg og loka

óæskilegum hliðarstígum.

-Færa leiðina á Víðibrekkuskerjum eða endurstika eldri leið sem er þar fyrir.

-Finna ákjósanlegustu leiðina niður að Svarthöfða, bæði norðan og sunnan frá, merkja hana

vel og mála stikurnar. Fjarlægja svo leifar af eldri leiðum sem geta verið ruglingslegar.

- Lagfæra stíginn á þeim þremur stöðum, sem hafa verið taldir upp hér að ofan.

-Merkja stígamótin betur, neðst í Víðibrekkuskerjum, þar sem leiðin skiptist og efst í

Víðibrekkuskerjum, þar sem hægt er að velja um það að fara annaðhvort niður

Víðibrekkusker að vestanverðu eða að fara niður um Flumbrugil.

Múlaskáli- Þilgil-Víðibrekkusker-“Flumbrugil” –Múlaskáli Önnur stikuð leið að Víðibrekkuskerjum (mynd 19) liggur upp með Flumbrugili að

norðanverðu. Þessi leið verður oft fyrir

valinu þegar gengið er upp á Sauðhamarstind,

enda er hún töluvert styttri en leiðin sem

liggur upp með Þilgili. Leiðin um

Flumbrugil og hringleiðin um

Víðibrekkusker mætast efst í

Víðibrekkuskerjum. Nafnið Flumbrugil er

tiltölulega nýtilkomið og ekki merkt inn á

kortum. Basaltstrýta í gilinu þykir líkjast

trollkonunni Flumbru í barnabókinni

“Flumbra. Ástarsaga úr fjöllunum”. leiðin

liggur að mestu leyti um lítt eða ógrónar

líparítskriður, þar sem lítið mótar fyrir

stígum og því er nauðsynlegt að leiðin sé vel

merkt. Að öðru leyti þarfnast þessi gönguleið lítils viðvalds.

Framkvæmdir sumarið 2009: -Sjálfboðaliðar festu stikur í Flumbrugili, bættu stikum í og máluðu þær eftir þörfum.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

Leiðin þarfnast lítils viðhalds en mikilvægt er að hún sé vel merkt.

-nauðsynlegt er að viðhalda stikum

-æskilegt er að merkja stígamótin betur, þar sem leiðin um Flumbrugil tengist inn á

hringleiðina um Víðibrekkusker.

Múlaskáli-Leiðartungur-Sandar-Kollumúlavatn (Egilssel) Leiðin liggur um gamlar kindagötur meðfram Jökulsánni að Brennikletti, í gegnum skóginn

um Leiðartungur, upp á Sanda að Kollumúlavatni. Brenniklettur er mikill farartálmi. Oft er

hægt að ganga á áraurunum við Brenniklett (“neðri leið”) en stundum liggur Jökulsá alveg

upp að klettinum. Stundum er þá hægt að vaða yfir álinn sem flæðir að klettinum en stundum

er hann ófær en þá þarf að fara upp fyrir Brenniklett. Áður fyrr var hægt að klifra upp

skriðurnar norðan við Brenniklett og yfir berggang og klöngrast svo um 30 metra á naktri

klöpp (“millileið”). Þessi leið hefur þó versnað mikið síðustu árin og er eiginlega orðin ófær.

Sjálfboðaliðar reyndu í tvígang að lagfæra leiðina en gáfust upp á því. Illa gekk að höggva

varanleg þrep í klappirnar norðan við Brenniklett sem eru úr mjög mjúku bergi og lausar í sér,

þannig að þrepin hurfu fljótt. Einnig er hægt að fara upp skriðuna sunnan við fossinn, yfir

lækinn fyrir ofan fossinn og upp á berggang norðan megin við fossinn, þar sem sæmilegur

Mynd 19: Útsýni yfir Víðagil af Víðibrekkuskerjum.

Page 58: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

19

göngustígur tekur við (“efri leið”).

Kaflinn ofan við fossinn er svolítið

erfiður og hentar ekki þeim sem eru

lofthræddir. Sumarið 2006 lagfærðu

sjálfboðaliðar “efri leiðina” yfir

Brenniklett, fyrir ofan fossinn og

gerðu hana greiðfærari Í

Leiðartungum (mynd 20) þarf á

hverju sumri að fjarlægja tré

/trjágreinar sem hanga yfir

göngustígnum. Sérstaklega á Söndum

þarf alltaf að laga margar stikur en þar

er leiðin mjög þétt stikuð

svokölluðum þokustikum. Stígurinn

liggur um land sem er að mestu

ógróið og frekar grýtt; á köflum mótar

ekki fyrir neinum stíg og í þoku getur verið mjög erfitt að rata á Söndum. Úr Leiðartungum

liggur á einum stað greiðfær leið niður í Stórsteina. Erfitt er að finna upphaf leiðarinnar og

margir hafa lent í vandræðum, þegar þeir reyndu að fara niður á vitlausum stað.

Framkvæmdir sumarið 2009:

-Landvörður bar í skiltið við upphaf leiðarinnar (við hliðið í girðingunni í kringum

Múlaskála).

-Sjálfboðaliðar festu stikur og bættu stikum í.

-Sjálfboðaliðar báru 3 búnt af stikum upp að vörðunni, þar sem leiðin í Tröllakróka hefst.

-Skilti sem var sett upp sumarið 2008 á stígamótum, þar sem leiðin um Leiðartungur og

leiðin “milli gilja”greinast, skemmdist mikið um veturinn; næstum því allar skrúfur brotnuðu.

Sjálfboðaliðar lagfærðu skiltið sumarið 2009. Eftir á að saga ofan af staurunum.

-Landverðir breikkuðu stíginn í skriðunum milli Múlaskála og Stórahnausgils.

-Einar Rúnar Sigurðsson fjallaleiðsögumaður setti upp keðjur á efri leiðinni yfir Brenniklett,

báðum megin við lækinn (mynd 21).

Keðja

Mynd 21: Keðjan við Brenniklett. Horft er í norðurátt.

Mynd 20: Í Leiðartungum.

Page 59: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

20

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

-Setja upp skilti með upplýsingum um mögulegar leiðir sitt hvoru megin við Brenniklett,

þannig að fólk sem lendir í vandræðum við Brenniklett veit hvaða valkosti það hefur.

-Lagfæra efri leiðina við Brenniklett enn frekar.

-Setja upp skilti á stígamótum, þar sem leiðin inn í Tröllakróka greinist frá leiðinni í Egilssel.

Búið er að bera hluta af efninu á staðinn.

-Merkja upphaf leiðarinnar niður í Stórsteina. Rekja leiðina í Stórsteina með GPS-tæki.

-Merkja upphaf leiðarinnar yfir í Víðidal.

Múlaskáli-“Milli gilja”- Sandar-Kollumúlavatn (Egilssel) Þessi leið er oft gengin þegar ófært er við Brenniklett. Áður en komið er að Brennikletti er

gengið upp snarbrattar skriður milli tveggja gilja. Neðri hluti leiðarinnar er mjög brattur og

frekar erfiður en lítið virðist vera hægt að gera til að lagfæra stíginn þar, vegna þess hvað

bergið er mjúkt og molnar fljótt. Leiðin er á köflum mjög ógreinileg í skriðunum og koma

stikur í veg fyrir að fólk villist og lendir í ógöngum. Skriðurnar eru þó alltaf á hreyfingu og

stikurnar losna auðveldlega. Á a.m.k. þremur stöðum er eiginlega um tvo mismunandi stikaða

stíga að ræða, sem liggja hlið við hlið.

Framkvæmdir sumarið 2009:

-Sjálfboðaliðar festu stikur og bættu stikum í

-Landvörður bar í skiltið við upphaf leiðarinnar “milli gilja” og skipti um brotnar skrúfur.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

-Laga stikur og bæta stikum við; mála stikur eftir þörfum.

-Á nokkrum stöðum mætti velja betri leið í skriðunum.

-Þar sem tveir stígar hafa verið stikaðir hlið við hlið, á að velja bestu leiðin, stika hana vel

og fjarlægja stikurnar við aukastíginn.

-Merkja upphaf leiðarinnar yfir í Víðidal.

Múlaskáli-Múlakollur Hægt er að fara upp á Múlakoll frá leiðinni um Gjögur eða beint upp frá Múlaskála. Leiðin

Mynd 22: Á leiðinni upp á Múlakoll. Útsýni yfir Lambatungnaá.

Page 60: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

21

upp á sjálfan Múlakoll hefst norðan við Stórahnaus. Gönguleiðin var algjörlega endurstikuð

sumarið 2008. Múlakollur er um 900 m hár og af honum er frábært útsýni í suðurátt yfir

Sviptungnahnjúk, Hnappadalstind og Grísatungnagil austan við Víðidalsá. Hægt er að ganga

hringleið, með því að fara niður “milli gilja” eða um Leiðartungur. Tengileiðin frá Mulakolli

að leiðunum “milli gilja” og leiðinni um Leiðartungur er ekki stikuð. Fyrirhugað var að stika

þessa tengileið sumarið 2009. Sjálfboðaliðar báru um 75 stikur upp að vörðunni, þar sem

leiðin í Tröllakróka hefst. Landvörðurinn fór upp á Múlakoll og áleiðis norður á Sanda og

reyndi að finna bestu leiðina milli Múlakolls og Sanda. Hann ætlaði að sækja stikurnar við

vörðuna og stika leiðina tilbaka að Múlakolli en þurfti frá að hverfa vegna mikillar þoku.

Framkvæmdir sumarið 2009:

-Landvörður festi stikur og bætti stikum í á leiðinni upp Múlakoll. Mikið var um brotnar

stikur og stikurnar sem landvörðurinn hafði meðferðis dugðu ekki, þannig að eftir á að

endurstika hluta af leiðinni. Guli liturinn á stikunum sést afleitlega í ljósa líparítinu og

æskilegt væri að mála stikurnar í meira áberandi lit næsta sumar.

-Landvörðurinn sett upp skilti sem lengi hafði legið undir skálanum við upphaf leiðarinnar

upp á Múlakoll.

-Leiðin var” rakin” með GPS-tæki og teknir voru (aftur) GPS-punktar á völdum stöðum.

Æskilegar framkvæmdir næsta sumar:

-Festa stikur, bæta stikum í og mála allar stikurnar í öðrum lit (t.d. rauðum).

-Stika nýja leið frá Múlakolli niður á Sanda og skapa þannig hringleið, með því að tengja

leiðina upp á Múlakoll við leiðina “milli gilja” og leiðina um Leiðartungur.

Leirás í Álftafirði - Víðidalur

Innst inn í Geithellnadal/Múladal er ferðamálaskáli á svokölluðum Leirás. Ferðafélag

Djúpavogs hefur merkt leið frá Leirási yfir í Víðidal að Norðlingavaði. Þaðan er frekar stutt

niður að Grund í Víðidal eða í skálann Egilssel við Kollumúlavatn. Frá Leirási er gengið að

Bótarfossi, innst inn í Geithellnadal/ Múladal. Bótarfoss fellur í þröngum stokki og fallegir

stuðlabergshamrar eru til beggja hliða. Frá fossinum er gengið aðeins lengra inn með ánni og

þar sem áin rennur úr hrikalegu gljúfri er síðan farið upp. Leiðin liggur um hálsinn Háas að

Hnútuvatni og þaðan niður með ánni sem rennur úr vatninu (Ytri Þverá) að Norðlingavaði í

Víðidal. Ferðafélag Djúpavogs sinnir viðhald á þessari leið, landverðir í Lónsöræfum hafa

ekki skipt sér af henni.

6.2 Ómerktar gönguleiðir

Nokkrar leiðir eru mjög vinsælar

meðal ferðamanna en ekki stikaðar.

Má þar helst nefna leiðina upp á

Sauðhamarstind, ýmsar leiðir niður

í Víðidal (frá Egilsseli og af

Söndum), leiðina í Tröllakróka,

leiðina niður í Stórsteina og leiðina

frá Egilsseli í Geldingarfell. Ekki

stendur til að merkja þessar leiðir.

Stefnt er að því að halda svæðinu

að mestu ósnortnu og stika einungis

leiðirnar sem eru vinsælastar meðal

óvanra ferðamanna, til að mynda

Mynd 23: Tröllakrókar.

Page 61: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

22

aðgangsleiðin að Múlaskála og helstu (dag)leiðirnar út frá skálanum. Ekki er áætlað að stika

neinar fjallaleiðir upp á tinda (t.d. Sauðhamarstind). Þeir ferðamenn sem fara slíkar leiðir eru

vanalega glöggir að rata og þurfa (og vilja) engar stikur. Ekki stendur heldur til að stika leiðir

sem eru lengra frá Múlaskála, eins og leiðirnar niður í Víðidal, í Tröllakróka (mynd 23), niður

í Stórsteina eða norður í Geldingafell. Einungis minnihluti þeirra ferðamanna sem fara þessar

leiðir óskar eftir stikum, hinir hafa gaman af því að rata sjálfir og vilja helst halda svæðinu

ósnortnu. Auk þess væri of tíma- og vinnufrekt að stika slíkar leiðir, því bera þarf allt efni

niður frá Illakambi og upp aftur.

Einungis kemur til greina að merkja upphaf ofannefndra leiða, t.d. merkja staðinn þar sem

best er að fara niður í Stórsteina, staðinn (einstigið) þar sem best er að fara upp á

Sauðhamarstind. Einnig væri æskilegt að merkja slíka staði inn á gönguleiðakort með GPS-

punktum. Kortið hér að neðan (mynd 24) sýnir merktar gönguleiðir (rauðar), nokkrar

vinsælar ómerktar gönguleiðir, sem ekki stendur til að stika (ljósgrænar) og síðan tvær leiðir

sem áætlað er að stika, frá Múllakolli að Söndum og frá Kollumúlaveginum að upphafi

leiðarinnar á Sauðhamarstind, efst á Víðibrekkuskerjum.

6.3 Reiðleiðir

Engar skipulagðar reiðleiðir eru á svæðinu en hestaumferð er leyfð í friðlandinu. Gömul

þjóðleið liggur milli Lóns og Fljótsdals um Illakamb, Norðlingavað á Jökulsá og

Norðlingavað á Víðidalsá. Í Víðidalsdrögum er þessi leið mörkuð gömlum vörðum. Næstum

því á hverju ári fara einn eða fleiri hestahópar þessa gömlu þjóðleið. Oft valda hestahópar

talsverðum skemmdum á göngustígum og gróðri en árið 2003 skemmdist landgangurinn að

Mynd 24: Merktar og vinsælar ómerktar gönguleiðir í Lónsöræfum.

Rautt: stikaðar gönghuleiðir

Grænt: vinsælar, ómerktar gönguleiðir

Dökkblátt: Kollumúlavegur F980

Ljósblátt: Ómerktar leiðir sem til stendur að stika

Page 62: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

23

brúnni yfir Jökulsá í Kollumúla mikið, þegar hestar voru reknir yfir brúna. Litlu munaði að

nokkrir hestar hröpuðu í ána þegar þeir misstu fótfestu í einstiginu vestan við brúna. Sumarið

2006 olli hestahópur skemmdum á tröppum, sem sjálfboðaliðar höfðu hlaðið norðan við

Ölkeldugil. Einnig kvörtuðu

ferðamenn yfir því að

göngustígurinn á Söndum væri

útsparkaður eftir hestana og því

leiðinlegur yfirferðar. Þar er þó

lítill gróður og ekki virðast hafa

orðið varanlegar skemmdir á

gróðri. Að mati nokkurra

hestamanna eru sumir kaflar

leiðarinnar (Illikambur og

klettarnir niður að brúnni vestan

við Múlaskála) erfiðir og eiginlega

ófærir hestum. Á þeim tíma þegar

hestaferðir um svæðið voru tíðar,

var hlaðin reiðgata niður Illakamb

og þá var farið yfir Jökulsá um

Norðlingavað. Til greina kemur að

banna hestamönnum að fara yfir göngubrúna og láta þá fara frekar yfir Jökulsá um

Norðlingavað. Ekki er þó alveg ljóst hvort vaðið sé ennþá sæmilega fært. Sumarið 2009 bað

fararstjóri eins hestahóps um leyfi til að fara um svæðið; hesamennirnir lófuðu að hafa

færanlegar girðingar meðferðis og að hlífa tröppunum, sem sjálfboðaliðar hafa hlaðið í

Ölkeldugilinu og neðarlega í Illakambi. Hópurinn kom úr Nýjadal við Sprengisand og ætlaði

niður í Hoffellsdal. Hópurinn ferðaðist eftir ferðamannatímann þegar landvörður og

skálavörður voru ekki lengur á staðnum, þannig að ekki er vitað hvort hestarnir hafa valdið

skemmdum á gróðri eða mannvirkjum í þetta skipti.

7. Vandamál/hættur

7.1 Vegur/bílastæði

Kollumúlavegur F980 er torfær og hættulegur óreyndum bílstjórum. Á hverju sumri lenda

ferðamenn í vandræðum þegar þeir reyna að aka yfir Skyndidalsá. Æskilegt væri að setja upp

viðvörunarskilti á vegamótunum við þjóðveginn og við Skyndidalsá til að upplýsa fólk um

hætturnar. Vegurinn er mjór og brattur og þolir litla umferð. Bílastæðið er mjög lítið og

rúmar ekki nema 6 bíla en fjallarútan þarf talsvert pláss til að snúa. Við réttina sunnan við

Illakamb er pláss fyrir nokkra bíla í viðbót en ljóst er að ekki fleiri en um 10-12 bíla komast

fyrir samtímis.

7.2 Utanvegakstur

Ekki hefur borið á utanvegakstri bíla í Lónsöræfum. Eftir að nýja göngubrúin yfir Jökulsá við

Eskifell var tekin í notkun hefur þó eitthvað verið um að unglingar á torfærahjólum hafa farið

yfir brúna og leikið sér á hjólunum á Kollumúlaveginum. Á sumum stöðum eru ljót för í

mosanum eftir torfærahjól. Erfitt er að koma í veg fyrir torfæruhjólaakstur, því ekki er hægt

að hafa daglegt eftirlit með þessu svæði en gott væri að setja upp skilti við brúna yfir Jökulsá

sem bannar torfærahjólaakstur. Undanfarin sumur hefur utanvegakstur á torfæruhjólum verið

miklu tíðari en áður, sérstaklega á Smiðjunesi, í Austurskógum en einnig á Kjarrdalsheiði.

Einnig hefur verið mikið um utanvegakstur á fjórhjólum, sérstaklega við Smiðjunes og í

Austurskógum (og á Dalsheiði), þar sem víða má sjá ljót för í skriðum og mosabreiðum.

Mynd 25: Hestahópur við Múlaskála, sumarið 2006.

Page 63: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

24

7.3 Hættur fyrir ferðamenn

Svæðið er frekar erfitt yfirferðar. Ferðamenn lenda yfirleitt aðallega í vandræðum á tveimur

stöðum, á göngustígnum niður Illakamb og á göngustígnum við Brenniklett. Göngustígurinn

niður Illakamb reynist sumum erfiður vegna þess hvað hann er brattur og þegar Jökulsá liggur

alveg að Brennikletti þarf

að fara svokallaða “efri

leið” til að komast í

Leiðartungur, fara þarf

upp fyrir foss og síðan

þarf að klifra upp um

skarð í berggangi. Leiðin

sést vel á mynd 26, þar

sem hópur fólks er

einmitt að fara þessa leið.

Efri leiðin er aðeins fær

fólki sem er ekki

sérstaklega lofthrætt.

Sumarið 2006 lagfærðu

sjálfboðaliðarnir leiðina

og gerðu hana greiðfærari.

Þá reyndu sjálfboðarnir

einnig að lagfæra

“millileiðina”, sem lá áður

fyrr upp bleiku skriðuna

norðan við Brenniklett,

um skarð í berggangi og

síðan skáhallt upp snarbratta klöpp úr gráleitu líparíti en hrunið hafði þá svo mikið úr þessum

stíg að hann var orðinn ófær. Þeir reyndu að höggva varanleg þrep í klappirnar norðan við

Brenniklett sem eru úr mjög mjúku bergi og lausar í sér en það tókst ekki, bergið molnaði

strax niður aftur. Sumarið 2009 festi Einar R. Sigurðsson, með aðstoð Gunnlaugs B.

Ólafssonar tvær léttar keðjur við Brenniklett, önnur norðan megin (vinstra megin við fossinn

á mynd 26) og hin sunnan megin við klettinn, til að gera stíginn öruggari og færan flestum.

Ferðamenn villast iðulega á leiðinni niður í Stórsteina frá Leiðartungum og oft eiga

ferðamenn erfitt með að finna réttu leiðina upp klettabeltið í Röðli, neðst í Sauðhamarstindi.

Besti staðurinn til að fara upp klettabeltið í Röðli hefur verið merktur með fáeinum stikum

með gulum topp en þær sjást ekki vel úr fjarlægð. Auðveldlega mætti koma í veg fyrir að

ferðamenn villist á þessum stöðum, með því að:

-merkja upphaf leiðarinnar niður í Stórsteina í Leiðartungum

-mála stikurnar í Röðli í meira áberandi lit, t.d. í rauðu

-merkja þessa staði inn á gönguleiðakort með GPS-punktum

Önnur vandamál og hættur:

- Ferðamenn lenda stundum í sjálfheldu á leiðinni niður í Skyndidal

- Leiðin í skriðunum að Brennikletti er orðin frekar illfær. Áin hefur grafið sig niður

og umferð ferðamanna og sauðfjár hefur minnkað, þannig að stígar ná ekki að

mótast vel. Tveir lækir á leiðinni að Brennikletti hafa grafið sig niður og skemmt

gönguleiðir. Sumarið 2009 breikkuðu landverðir hluta af stígnum í skriðunum og

var hann þá orðinn sæmilega greiðfær.

Mynd 26: Jökulsá liggur fast að Brennikletti og gönguhópur þarf að fara

upp fyrir fossinn til að komast leiðar sinnar.

Rautt = keðjurnar sem Einar R. Sigurðsson setti upp sumarið 2009

Gult = greiðfær gönguleið

Gul brotalína: brattur stígur

Page 64: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

25

- Gömul tré eru alveg að hrapa niður í ána.

- Hnappadalsá er stundum illfær.

- Sumarið 2009 rann Jökulsá mjög austarlega í Austurskógum og í vatnavöxtum var

stundum erfitt að krækja fyrir hana.

- Víðidalsá er stundum illfær.

7.4 Óhöpp, slys og önnur vandamál

Ekki var tilkynnt um nein slys eða óhöpp sumarið 2009. NMT-síminn í skálanum var til

vandræða; hann virkaði yfirleitt ekki og ef þó náðist samband, þá slitnaði það oftast fljótt.

Vatnsgeymirinn sem sér sturtunum, útivaskinnum og vaskinum í skálanum fyrir vatni hafði

ekki undan og tæmdist nokkrum sinnum, þegar margir fóru í sturtu á stuttan tíma. Svo datt

nokkrum ferðamönnum í hug að kæla bjórkippur í vatnsgeymnum, með tilheyrandi

mengunarhættu. Þeir tóku þó tilmælum landvarðarins vel. Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu

ætlar næsta sumar að betrumbæta vatnsgeyminn, setja upp stærri tunnu og tengja hana þannig

að ekkert vatn úr uppsprettunni getur runnið framhjá henni. Þar með ætti vatnsvandamálið að

vera úr sögunni. Nokkrir ferðamenn gengu illa búnir yfir Eyjabakkajökul og áttu sérstaklega

erfitt með að komast upp á og niður af honum. Enn og aftur er bent á mikilvægi þess að

gönguleiðakort og ferðahandbækur veiti fólki réttar upplýsingar um ferðir á jöklinum og

hvetji það til að leggja ekki í ferðalög upp á jökul án viðeigandi búnaðar og kunnáttu í notkun

hans.

7.5 Símasamband

Í Lónsöræfum er yfirleitt ekkert GSM-símasamband og mjög lélegt NMT-símasamband.

GSM-samband er aðeins mjög framarlega í Jökulsárgljúfri, nálægt nýju göngubrúnni, á

fremsta hluta Kjarrdalsheiðar, á stökum stöðum í Eskifelli og efst á Víðibrekkuskerjum.

Sæmilegt NMT-samband fæst nyrst í Lónsöræfum, nálægt Geldingafelli. Í Múlaskála er hægt

að hringja úr NMT-síma en samband er oft mjög lélegt. Undanfarin sumur virkaði síminn

mjög illa eða ekki. Loftnetið fyrir símann og rafgeymirinn sem síminn fær rafmagn frá eru

geymdir í litlu skýli sem er staðsett í hlíðum Stórahnauss, rúmlega hundruð metra fyrir ofan

Múlaskála. Rafgeymirinn fær orku frá sólarsellum og virðist ekki hlaðast lengur eins og

skyldi og stafar sambandsleysið í NMT-símanum í skálanum líklega af því. Rætt var um að

sett yrði upp Tetra-mastur sumarið 2009 en það hefur þó ekki ennþá verið gert. Ekki er vísst

að Tetra-kerfið muni gagnast hinum almenna ferðamanni. Í skálanum er einnig talstöð. Hún

er þó mjög gamaldags og er með aðrar rásir en flestar nýrri talstöðvar eru með. Landverðirnir

voru með gervihnattasíma til að geta hringt um aðstoð í neyðartilvikum. Hann var einungis

notaður til að panta far með rútunni. Öryggisins vegna væri mjög æskilegt að koma upp

einhvers konar símasambandi á svæðinu og gott væri að þrýsta á Neyðarlínuna um að koma

upp Tetra-sendi sem getur þjónað svæðinu frá Snæfelli suður í Lón.

8. Ýmis önnur mál

8.1 Skemmdir á gróðri

Í gömlu birkiskógunum í Leiðartungum og einnig í Skyndidalshálsi er mikið af dauðum

greinum og trjám. Þessar skemmdir eru af völdum skógarmaðks, sem hefur verið landlægur á

Austurlandi undanfarin ár. Sérstaklega siðan 1998 hefur verið mikið af maðki flest sumur á

svæðinu frá Lóni og norður í Fnjóskadal. Birkiskógar eru yfirleitt fljótir að ná sér eftir slíkar

skordýraplágur en ef skordýr eins og skógarmaðkar herja í nokkur á í röð á skóga geta þau

valdið útbreiddum skemmdum. Vitað er um nokkra skógarmaðkafaraldra, sem hafa gengið

yfir svæðið fyrr á 20. öld en þar hefur yfirleitt ýmist tígulvefari eða birkivefari verið að verki.

Þó að skógarmaðkar geti valdið miklum skemmdum á náttúrulegum birkiskógum, þá getur

Page 65: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

26

slík eyðing verið eðlilegur þáttur í endurnýjun skógarins6 og þarf því ekki að vera mikið

áhyggjuefni.

Einhverjar gróðurskemmdir (aðallega á mosabreiðum) hafa orðið af völdum traðks manna og

hesta. Skemmdir er mestar við fjölförnustu stíga nálægt Múlaskála og virðist notkun

göngustafa flýta fyrir rof. Skemmdir á mosa eru mestar í Víðibrekku, á leiðinni upp að Þilgili.

Reynt hefur verið að takmarka skemmdir með því að merkja stíginn betur en það virðist ekki

hafa dugað. Nauðsynlegt er að huga að frekari úrbótum í Víðibrekku næsta sumar. Síðan eru

skemmdir á mosa af völdum hesta á leiðinni frá Múlaskála upp í Egilssel. Stígurinn í

Leiðartungum er sums staðar farinn að grafa sig niður. Einnig er rof af völdum traðks á

nokkrum stöðum í Eskifelli. Reynt hefur verið að koma í veg fyrir frekari skemmdir þar með

því að færa stíginn til og til stendur að hlaða tröppur á tveimur stöðum, þar sem rof er mest.

Jarðvegseyðing er nokkur í grennd við Múlaskála; rofabörð eru á afgirta svæðinu umhverfis

skálana og einnig við göngustíginn frá Illakambi að skálanum vestan við Jökulsá. Á þessu

svæði er álagið af völdum ferðamanna mest og einnig er þar sauðfé safnað saman á haustin

áður en það er rekið yfir göngubrúna. Það mætti reyna að græða upp röskuð svæði innan

girðingar

Skemmdir af völdum utanvegaksturs torfæruhjóla og fjórhjóla hafa aukist mikið undanfarin

ár, þó aðallega utan friðlandsins, í Austurskógum, við Smiðjunes og í Dalsheiði. Æskilegt

væri að setja upp nokkur skilti, sem banna slíkan utanvegakstur en ekki hefur enn náðst

samstaða milli landeigenda um það.

8.2 Sorpmál

Í Múlaskála er reglan sú að ferðamenn beri alltaf sitt eigið rusl með sér tilbaka, nema lífrænan

úrgang. Land- eða skálavörður grafa lífræna úrganginn á gróðurlausu svæði vestan við skála;

á haustin kemur svo tófan, sem grefur upp það sem eftir er og étur það. Er þetta að mínu mati

ágætis fyrirkomulag og ekki er þörf á að breyta því. Það er nógu erfitt að fá ferðamenn til

þess að bera sitt ólífræna rusl upp Illakamb og óraunhæft að ætla þeim að bera einnig það

lífræna.

Í skálum Ferðafélags Fljótsdalshéraðs er hluti af ruslinu brennt og hluti fluttur til byggða á

veturna, þegar hægt er að aka að skálunum á snjó.

9. Landvarsla og sjálfboðastarf

9.1 Landvarsla sumarið 2009

Landvarsla var með styttra móti sumarið 2009.

Landvörðurinn sem var ráðinn í 6 vikur hætti við á

síðustu stundu, vegna þess að ekki var hægt að vera

með hund í skálanum. Annar landvörður, Margrét

Ingadóttir, var ráðinn í staðinn en dvaldi aðeins í 6

daga á svæðinu. Sérfæðingurinn með starfsstöð á

Höfn sinnti einnig landvörslu í Lónsöræfum og sá

um að leiðbeina sjálfboðaliðum á vegum

6

Helgi Hallgrímsson, Guðmundur Halldórsson, Bjarki Þór Kjartansson og Lárus Heiðarsson 2006:

Birkidauðinn á Austurlandi 2005. Skógræktarritið 2006 2. tbl.

Mynd 27: Skiltið við réttina sunnan við

Illakamb, eftir að búið var að fúaverja það.

Page 66: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

27

Umhverfisstofnunar. Ekki var samfelld landvarsla þetta sumar; þess í stað var farið í nokkrar

styttri og lengri vinnuferðir á tímabilinu frá 1. júlí til 2. ágúst. Fyrstu helgina í júlí var gerð

tilraun til að fara í Kollumúla til að setja upp keðjur við Brenniklett en það var svo mikið vatn

í Skyndidalsá að ekki tókst að komast yfir hana. Um miðjan júlí var svo gerð önnur tilraun til

að festa keðjurnar við Brenniklett. Einar R. Sigurðsson boltaði keðjurnar niður ofan við

fossinn, sitt hvoru megin við lækinn, með aðstoð Gunnlaugs B. Ólafssonar. Bergið var

lausara í sér en það leit út fyrir að vera við fyrstu sýn og aðeins tókst að festa keðjurnar

ofarlega,við berggangana, sem skaga fram sitt hvoru megin við lækinn; ekki tókst að finna

nóga traust berg neðar og nær læknum. Landvörðurinn bar stikur, verkfæri og fúavörn niður

Illakamb, sópaði lausamöl af stígnum niður Illakamb

og sópaði og breikkaði stíginn niður að göngubrúnni

yfir Jökulsá. Landvörðurinn bar fúavörn í flest skilti:

við upphaf gönguleiðanna að Þilgili og Flumbrugili,

við réttina sunnan við Illakamb, við hliðið norðan við

skálann og við upphaf leiðarinnar “milli gilja”. Þar

þurfti einnig að skipta um skrúfur. Landvörðurinn setti

upp gamalt skilti, sem lengi hafði legið undir

skálanum, við upphaf leiðarinnar upp á Múlakoll.

Síðan festi hann stikur og bætti stikur í á leiðinni upp

á Múlakoll. Einnig var leiðin rakin með GPS-tæki, í

tengslum við gerð gönguleiðakorts. Mikið var um

brotnar stikur og stikurnar sem landvörðurinn hafði

meðferðis dugðu ekki, þannig að eftir á að endurstika

hluta af leiðinni. Mikil þoka var á Múlakolli og erfitt

var að finna réttu leiðina. Stikurnar (með gulum topp)

sáust afleitlega í gulu líparítskriðunum og æskilegt

væri að mála þær í meira áberandi lit næsta sumar.

Landvörðurinn reyndi að finna bestu leiðina frá

Múlakolli niður að Söndunum til að finna út hvar væri

best að stika, en þurfti frá að hverfa vegna þokunnar. Landverðir breikkuðu stíginn í

skriðunum milli Múlaskála og Stórahnausgils. Þegar enginn skálavörður var á svæðinu sinnti

landvörðurinn skálavörslu, þreif skálann og klósettin, tók á móti gestum og leysti vandamál

sem upp komu í tengslum við skálann og sturturnar. Farið var í tvær fræðsluferðir með

dagsgestum, sem komu með rútunni, jarðfræðiferð og blómaferð. Ekki tókst að klára öll

verkefni sem til stóð að klára, vegna veðurs og tímaskorts. Ekki gafst tíma til að lagfæra

stikur á Kambaleiðinni og ekki tókst að setja upp skilti við upphaf leiðarinnar í Tröllakróka.

Eftir á að rekja bestu leiðina niður í Stórsteina með GPS-tæki og merkja upphaf leiðarinnar

og eftir á að fúaverja nokkur skilti fjær skálanum, á Stórahjalla, við F980 neðarlega í

Kjarrdalsheiði, í Eskifelli og ofarlega í Leiðartungum.

9.2 Sjálfboðastarf sumarið 2009

Frá 27. til 31. júlí 2009 dvaldi fimm manna hópur erlendra

sjálfboðaliða í friðlandinu og vann við ýmis verkefni..

Hópurinn gisti m.a. eina nótt í skálanum í Eskifelli og

þurfti þar að nota kamínuna til að elda, vegna þess að

gaskúturinn í skálanum var tómur. Veðurskilyrði voru

mjög slæm; erfitt var að halda sér standandi í hífandi roki

og úrhellisrigningu og vegna veðurs var ekki hægt að gera

allt sem til stóð að gera, eins og að endurmála stikur og að

bera fúavörn í skilti. Til stóð að hlaða tröppur á tveimur

Mynd 28: Jarðfræðiferð við Brenniklett.

Mynd 29: Sjálfboðaliðar í skálanum í

Eskifelli.

Page 67: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

28

stöðum, þar sem mikið rof hefur orðið af völdum traðks. Í ljós kom að það myndi vera erfitt

og tímafrekt að finna nothæft grjót til að hlaða tröppur á þessum stöðum og að verkið myndi

taka miklu lengri tíma en áætlað var, a.m.k. 2 daga á hvorum stað. Ákveðið var að koma aftur

seinna og taka góðan tíma í að lagfæra stígana og að hlaða tröppur á þessum tveimur stöðum.

Sjálfboðaliðarnir aðstoðuðu

svo landvörðinn við að bæta

stikum í og rétta stikur við

sem höfðu losnað á leiðinni

frá skálanum við Ásavatn að

stígamótum. Þegar í

Kollumúla var komið

hjálpuðu sjálfboðaliðarnir

landverðinum við að bera

stikur niður Illakamb og í

skálann. Næst byrjuðu þeir á

því að breikka stíginn í

Gjögrinu og lagfæra og bæta

í stikum á leiðinni í kringum

Stórahnaus. Þeir treystu sér

þó ekki að höggva þrep í

klappirnar í Gjögrinu án þess

að vera með hlífðargleraugu

og gott væri að muna eftir því næst að koma með slík gleraugu. Næstu dagana festu

sjálfboðaliðarnir stikur og bættu stikum í á gönguleiðunum “milli gilja”, í Leiðartungum, við

Þilgil, á Víðibrekkuskerjum og í Flumbrugili. Einnig endurmáluðu þeir stikur á hringleiðinni

á Víðibrekkuskerjum. Þeir báru 3 búnt af stikum (um 75 stykki) upp að vörðunni við upphaf

leiðarinnar í Tröllakróka og lagfærðu skiltið efst í Leiðartungum, við upphaf leiðarinnar

“milli gilja”. Áætlað var að þeir myndu labba fram í Eskifell eftir Kambaleiðinni á síðasta

degi dvalarinnar og lagfæra og endurmála stikur á leiðinni fram en skyndilega þurfti að breyta

plönunum. Eins og oftast áður, var þetta skemmtilegur og duglegur hópur, sem kom mörgu í

verk á stuttan tíma.

9.3 Húsnæði landvarða

Í gegnum tíðina hafa landverðir oftast gist í stóra skálanum, Múlaskála (í eigu Ferðafélags

Austur-Skaftfellinga) og sinnt þar skálavörslu ef þar var enginn skálavörður. Í Múlaskála er

sér herbergi ætlað skálaverði og þar hefur landvörðurinn oftast fengið að gista. Sumarið 2009

leigði Vatnajökulsþjóðgarður þó litla skálann, Múlakot (í eigu Gunnlaugs B. Ólafssonar), í

eina viku fyrir landverðina. Múlakot hefur bæði kosti og ókosti sem húsnæði fyrir landvörð.

Kostur er að landvörðurinn getur fengið að vera þar í næði, þegar stórir hópar eru í Múlaskála.

Ókostur er að erfiðara er að ná til ferðamanna og veita þeim upplýsingar, þegar landvörðurinn

gistir ekki á sama stað og þeir. Múlakot er miklu verr búið heldur en Múlaskáli; flestir pottar í

skálanum voru ónothæfir sumarið 2009 og enginn vaskur er inni til að vaska upp. Vatn fékkst

úr krana sem hefur verið sett á slöngu sem liggur frá brunninum niður að Múlaskála og lá

þessi krani í drullupolli niður á jörðu. Landvörðurinn smíðaði smá upphækkun undir kranann

en það er einungis bráðabirgðalausn. Nauðsynlegt er að setja a.m.k. upp vask með krana við

skálann en helst inn í skálanum. Nauðsynlegt er einnig að huga að brunavörnum. Ekkert

slökkvitæki eða eldvarnarteppi er í Múlakoti, né gas- eða reykskynjarar. Múlakot er ágætis

skáli en þarfnast nokkurra endurbóta, áður en það getur talist ákjósanlegur dvalarstaður fyrir

landvörð og sjálfboðaliða.

Mynd 30: Sjálfboðaliðar eru að breikka stíginn í Gjögri.

Page 68: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

29

9.4 Mikilvægi landvörslunnar í Lónsöræfum

Öryggisins vegna er mikilvægt að einhver sé til staðar í Kollumúla sem þekkir svæðið og

getur veitt ferðamönnum upplýsingar um t.d. gönguleiðir, hættur á svæðinu, náttúrufar o.fl..

Einnig er mikilvægt að göngustígunum sé reglulega haldið við, stikurnar yfirfarnar, lagaðar

og málaðar og þeim bætt í þar sem þörf er fyrir það.

10 Kostnaður við landvörslu árið 2009 og áætlun um kostnað við landvörslu og sjálfboðastarf árið 2010

10.1 Kostnaður við landvörslu árið 2009

Efni (keypt í Húsasmiðjunni á Höfn, sjá afgreiðsluseðla):

Hveitigul akrýlmálning (1 líter) 1.995 kr.

Gori 44+ víðarvörn, Pine (0,75 l) x 2 4.990 kr.

1 stór pensill 1.299 kr.

2 penslar (35 mm) 490 kr.

Sólgul olíumálning (1 líter) 1.895 kr.

Naglar 3´´ (1 pakki) 1.099 kr.

Samtals 11.768 kr.

200 stikur, sagaðar og málaðar af sjálfboðaliðunum ekki vitað

Annar kostnaður við sjálfboðavinnu

Akstur á bíl á vegum UST Skaftafell-Stafafell-Skaftafell upphæð óþekkt

Matur í 5 daga

Uppsetning á 2 keðjum við Brenniklett lætur Regínu fá reikning

Efniskostnaður og vinnulaun

Öræfaferðir (Einar R. Sigurðsson)

Samantekt eftir þjónustuaðila:

Þjónusta veitt af Fjallaferðum (Gunnlaugur B. Ólafsson):

1 ferð Stafafell-Illikambur fram og tilbaka (1 x 7.000 kr.) 7.000 kr.

3 ferðir Stafafell-Illikambur aðra leið (3 x 4.500 kr.) 13.500 kr.

6 ferðir Stafafell-Eskifell aðra leið (6 x 2.750 kr.) 16.500 kr.

6 ferðir Eskifell-Ilikambur aðra leið (6 x 2.750 kr.) 16.500 kr.

gisting í Múlakoti í 8 nætur (1x3 og 1x5) (8 x 1.800 kr.) 14.400 kr.

gisting í Eskifelli í 1 nótt (6 persónur) (6 x 1.800 kr.) 10.800 kr.

(vantaði gas til að elda) +

Alls 78.700 kr.

Þjónusta veitt af Vatnajökull Travel (Guðbrandi Jóhannessyni):

1 ferð Illikambur-Stafafell aðra leið 5.000 kr.

Þjónusta veitt af Ferðafélagi Austur-Skaftafellssýslu

gisting í Múlaskála í 20 nætur (á móti gistingu kemur skálavarsla)

Page 69: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

30

10.2 Æskilegar framkvæmdir árið 2010

VERKEFNI SEM Á AÐ VINNA Á HVERJU ÁRI

Endurnýjun á stikum

Á hverju ári er nauðsynlegt að halda stikum við, reisa þær upp, mála þær og bæta stikum í.

Langflestar stikaðar leiðir voru yfirfarnar sumarið 2009, nema Kambaleiðin og því má segja

að ástand nær allra merktra leiða í Lónsöræfum er gott eins og stendur. Færa þarf leiðina frá

skálanum í Eskifelli við Ásavatn að göngubrúnni við Einstigi á betri stað og svo þarf að

endurstika hana og mála stikurnar. Ekki gafst tækifæri til að laga stikur á Kambaleiðinni

sumarið 2009, þannig að þessi leið þarfnast meira en venjulegs viðhalds næsta sumarið.

Reynsla hefur sýnt að á hverju sumri þarf að setja niður u.þ.b. 250-300 stikur, bara til að geta

haldið við þeim gönguleiðum sem eru þegar merktar. Sumarið 2009 voru fengnar 200 stikur;

þar af voru 125 notaðar til að viðhalda gönguleiðum og 75 voru bornar upp að vörðunni sem

markar upphaf leiðarinnar í Tröllakróka; áætlað er að nota þær til að stika “nýja” (en nú þegar

mikið farna) gönguleið milli Sanda og Múlakolls.

Breikka og lagfæra stíga

Stígurinn í skriðunum í Gjögri hverfur á hverjum vetri. Kindur halda stígnum að einhverju

leyti við; hann er oftast mjór og frekar ógreinilegur á vorin en verður breiðari eftir því sem

fleira fé hefur farið leiðina. Samt er æskilegt að breikka leiðina í Gjögrinu í upphafi hvers

sumars og að reyna að höggva þrep í klappirnar í Gjögrinu á a.m.k. tveimur stöðum.

Stígurinn í skriðunum milli Múlaskála og Brennikletts hefur verið mjög mjór undanfarin

sumar og sumir ferðamenn hafa átt í basli við að feta sig þar. Áin hefur grafið sig niður í

bakkann og umferð ferðamanna og sauðfjár hefur minnkað, þannig að stígar ná ekki að

mótast vel í skriðunum. Æskilegt er að breikka stíginn í skriðunum í byrjun sumarsins. Tveir

lækir á leiðinni að Brennikletti grafa sig iðulaga niður í vorleysingum og skemma

göngustíginn. Æskilegt er að lagfæra þessar skemmdir í upphafi ferðamannatímans.

Klippa trjágreinar

Á leiðinni frá Brennikletti að Leiðartungnagili og í skóginum í Leiðartungum falla stundum

tré á stíginn. Á hverju sumri þarf að fjarlægja trjáboli sem liggja á stígnum og að klippa af

trjágreinum sem hanga yfir stíginn.

Yfirfara skilti og skipta um skrúfur

Skiltin á friðlandinu þurfa að standa af sér mikið rok og snjóálag á hverjum vetri og

skrúfurnar virðast þola það illa. Á hverju ári þarf að yfirfara skiltin og skipta um þær skrúfur

sem eru skemmdar eða brotnar.

VERKEFNI SEM TÓKST EKKI AÐ KLÁRA SUMARIÐ 2009

Sameina leiðir sem liggja hlið við hlið:

Á nokkrum stöðum liggja á stuttum köflum tvær merktar leiðir samhlíða. Finna þarf bestu

leiðina og merkja hana. Þetta á við um eftirfarandi leiðir:

- “milli gilja”

- á Söndum

- í Víðibrekkuskerjum Hér er ein nýleg stikuð leið og vestan við hana eru leifar af eldri stikaðri leið.

Eldri leiðin lá nær Víðagili og af henni er miklu fallegra útsýni yfir gilið. Annað

hvort mætti endurstika báðar leiðir eða fjarlægja aðra (líklega þá austustu).

Page 70: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

31

- við Svarthöfða

Hér liggja einnig nýrri og eldri leið hlið við hlið. Nýrri leiðin liggur eftir bröttum

hrygg beint niður að Svarthöfða, eldri leiðin liggur í líparítskriðum nokkru austar.

Skoða þarf hvor leiðin hentar best, stika hana vel og fjarlægja merkingar af

leiðinni sem verður ekki fyrir valinu. Finna þarf einnig betri leið við sjálfan

Svarthöfða, bæði að sunnan- og að norðanverðu.

Færa gönguleiðar:

Æskilegt er að færa nokkrar gönguleiðar til að koma í veg fyrir frekari

gróðurskemmdir. Þetta á við um eftirfarandi leiðir:

- við Þilgil

Nokkur hundruð metra frá upphafi leiðarinnar er gengið upp brattan mosagróinn

hrygg. Hér er stígurinn ekki mjög greinilegur og ýmsar hlíðargötur hafa myndast í

mosaþembunni. Nauðsynlegt er að afmarka stíginn betur og að loka óæskilegum

hliðargötum.

- í Eskifelli

Leiðin sem liggur frá skálanum við Ásavatn að göngubrúnni við Einstigi liggur

nokkur hundruð metra austan við skálann niður hátt klettabeltið. Leiðin niður

klettabeltið er djúp moldargata í gegnum þéttan skóg, sem þolir ekki mikið álag.

Ekki tókst að finna betri leið niður, þannig að besta lausnin virðist vera að lagfæra

núverandi stíginn með því að hlaða þar tröppur. Einnig þarf að fjarlægja trjágreinar

sem hanga yfir stíginn. Á ýmsum stöðum á leiðinni frá klettabeltinu að skiltinu í

norðanverðu Eskifelli mætti einnig færa gönguleiðina, til að hlífa viðkvæmum

mosagróðri. Einnig er nauðsynlegt að stika leiðina frá skiltinu í Eskifelli að brunni við

Einstigi upp á nýtt.

Stika nýjar leiðir:

Hugmyndir hafa komið upp um að stika tvær stuttar tengileiðir. Önnur er um 2,5-4 km löng,

eftir því hvaða leið verður fyrir valinu og tengir leiðirnar um “Flumbrugil” og

Víðibrekkusker við jeppaveginn á

Kjarrdalsheiði. Hin leiðin er um

2,5 km löng og tengir stíginn sem

endar upp á Múlakoll við stíginn

sem liggur frá Múlaskála í

Egilssel. Reynt var að finna bestu

leiðina milli Sanda og Múlakolls

sumarið 2009 en þoka og rigning

spilltu fyrir. Búið er að bera um

75 stikur upp að vörðunni við

upphaf leiðarinnar í Tröllakróka.

Ef gengið er út frá því að þéttleiki

stika á að vera um 30 m, þá þarf

að kaupa u.þ.b. 170-220 stikur, til

að stika þessar tvær leiðir alveg

upp frá grunni. Einnig væri

æskilegt að stika a.m.k. hluta af

leiðinni úr Austurskógum í

Eskifell. Gott væri að byrja að

stika þar sem vegslóðinn í

Austurskógum endar og stika alla leið norður að göngubrúnni við Einstigi. Þessi leið er

Mynd 31: Leiðir sem mætti stika sumarið 2010 (merktar inn

með gulum lit).

Page 71: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

32

tæplega 3 km löng (u.þ.b. 100 stikur í viðbót). Kortið hér að ofan (mynd 31) sýnir legu

þessara þriggja leiða (táknaðar með gulum lit). Rauða línan er jeppavegurinn um

Kjarrdalsheiði.

Almennt er þó stefnt að því að halda stikuðum leiðum í lágmarki og stika t.d. engar leiðir á

háa fjallatinda. Stikur veita stundum falskt öryggi en einnig er erfitt að halda þeim við,

sérstaklega á svæðum þar sem sauðfé notar þær til að klóra sér á. Á fjöllum ættu menn frekar

að nota öryggistæki eins og GPS.

Lagfæring á göngustígum:

- Lagfæra mætti nokkra erfiða kafla á hringleiðinni um Víðibrekkusker, aðallega á

eftirfarandi þremur stöðum:

1) Rétt áður en komið er að Þilgili þarf að fara niður í lítið gil, yfir læk og

upp snarbratta líparítskriðu. Æskilegt er að lagfæra stíginn neðst í

brekkunni.

2) Rétt áður en komið er að Víðibrekkuskerjum þarf einnig að fara yfir lítið

gil og klöngrast upp snarbratta líparítskriðu. Hér væri einnig æskilegt að

lagfæra stíginn neðst í brekkunni.

3) Við Svarthöfða þarf annaðhvort að vaða yfir læk eða fara yfir mjög brattan

líparíthrygg. Hér er nauðsynlegt að skoða alla möguleika, merkja

auðveldustu leiðina og lagfæra stíginn eins og unnt er.

- Lagfæra leiðina niður Illakamb og finna greiðari leið (ekki forgangsatriði)

Merking á göngustígum:

- Merkja upphaf leiðarinnar niður í Stórsteina.

- Setja upp skilti við Egilssel og við upphaf leiðar í Tröllakróka (efnið er þegar

komið á staðinn).

- Merkja stígamótin neðst í Víðibrekkuskerjum betur, þar sem hringleiðin um skerin

greinist.

- Merkja stígamótin betur, þar sem leiðin um Flumbrugil tengist inn á hringleiðina

um Víðibrekkusker.

- Upphaf leiðarinnar upp á Múlakoll var merkt sumarið 2009.

Fúaverja skilti:

Þrátt fyrir afleitt veður tókst að fúaverja flest skiltin í friðlandinu. Eftir á að fúaverja 5 skilti:

skiltið efst í Leiðartungum, þar sem stígurinn um Leiðartungur og stígurinn “milli gilja”

greinast, skiltið á Stórahjalla, skiltið við F980 neðarlega í Kjarrdalsheiði og 2 skilti í Eskifelli.

Einnig mætti fúaverja skiltið við upphaf leiðarinnar í Tröllakróka (sem á eftir að setja upp).

ÖNNUR VERKEFNI SEM MÆTTI VINNA ÁRIÐ 2010

Mála stikur á Múlakolli í öðrum lit

Stikurnar sem eru notaðar til að merkja gönguleiðina upp á Múlakoll eru í svipuðum lit og

líparítskriðan, sem þær standa í og sjást því mjög illa. Æskilegt væri að mála þær í öðrum lit.

Það sama gildir eiginlega einnig um stikurnar á Víðibrekkuskerjum.

Lagfæring á göngustígum:

Stígurinn í skóginum í Leiðartungum hefur grafist mikið niður á nokkrum stöðum, með þeim

afleiðingum að ferðamenn fara sums staðar út fyrir hann til að finna þægilegri leið. Æskilegt

er að laga stíginn á þessum stöðum.

Page 72: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

33

Upplýsingarskilti:

- Setja upp skilti sem bannar akstur á torfæruhjólum (við Skyndidalsá og annað hvort

við göngubrúna við Einstigi eða nær byggð, við Smiðjunes), ef leyfi fæst hjá öllum

landeigendum.

- Eitt af forgangsverkefnum árið 2010 á að vera að sett verði upp fræðsluskilti við

Kollumúlaveg með upplýsingum um gönguleiðir, skála og hættur við hliðið rétt

hjá eyðibýlinu Þórisdal (ef leyfi fæst hjá landeigendum). Árið 2009 var sótt um

styrk til að láta prenta slík skilti en ekki fékkst fjármagn í verkefnið. Reynt verður

aftur að sækja um styrki í þetta verkefni árið 2010.

- Setja upp skilti með upplýsingum um hvaða leiðir eru færar framhjá Brennikletti,

sitt hvoru megin við Brenniklett, þannig að fólk sem lendir í vandræðum þar viti

hvaða valkosti það hefur.

- Semja við Vegagerðina um að færa skilti með upplýsingum um friðlandið í

Lónsöræfum, sem er á vegamótunum, þar sem Kollamúlavegur og slóði að Dímu

greinast. Reglulega hefur komið fyrir að ferðamenn, sem héldu að slóðinn að

Dímu væri Kollumúlavegurinn, reyndu að keyra yfir Jökulsá við Dímu og lentu á

kaf í ánni. Einnig væri æskilegt að breyta textanum á skiltinu; landeigendur á

Stafafelli og Brekku eru óánægðir með textann en að mati þeirra ætti skiltið m.a.

að benda fólki betur á hættuna við að keyra yfir Skyndidalsá.

Gönguleiðabæklingur:

- Eitt af forgangsverkefnum árið 2010 á að vera að endurnýja gönguleiðabæklinginn

sem Náttúruverndarráð hefur gefið út. Textinn er að hluta til nothæfur en breyta

mætti nokkrum gönguleiðum og taka aðrar út. Leiðin úr Flugustaðadal í Víðidal er

t.d. varasöm og mætti taka út. Skálinn í Geldingafelli er merktur inn á röngum

stað. Hann er norðan við fjallið Geldingafell, lengra frá jöklinum og fyrir utan

friðlandið. Bæta þarf nokkrum stikuðum gönguleiðum við, sem vantar í núverandi

bæklingi. Einnig þarf að merkja nýju göngubrúna við Einstigi og skálann við

Ásavatn í Eskifelli inn á kortið. Mjög æskilegt er að merkja einhver GPS-hnit inn

á kortið á nokkrum lykilstöðum, til að auðvelda fólki að rata. Einnig væri æskilegt

að gera greinarmun á léttum gönguleiðum við allra hæfi og erfiðum gönguleiðum

sem krefjast sérstaks búnaðar eða þjálfunar (t.d. með því að nota mismunandi liti).

Annað fræðsluefni

- Búa til spjöld með hagnýtum upplýsingum um allar gönguleiðir (kort, lýsingu) og

hafa þau aðgengileg í skálanum.

Gönguleiðakort:

- Búa til nýtt gönguleiðakort fyrir Lón, í mælikvarða 1 : 50.000 (í vinnslu).

- Setja mikilvæga gps-punkta inn á kortið.

- Flokka leiðir eftir erfiðleikastigi (merkja erfiðar leiðir t.d. með brotalínu eða

punktalínu, eða með mismunandi litum)

- Merkja erfiðustu kafla einstakra gönguleiða sérstaklega inn á kortið (t.d. með

brotalínu eða punktalínu).

- Taka hættulegar leiðir út af kortinu

Móta stefnu

- Móta stefnu um ýmis mál sem tengjast náttúruvernd (veiði, eld, tína blóm, steina,

hvaða gönguleiðir á að merkja og hvernig, fræðsluskilti- hvar og hvernig)

Page 73: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

34

- Koma umræðu af stað um “málun á steina”; fá álit landeigenda og annarra

hagsmunaaðila á þessari aðferð

- Ræða landvörslu í byggð (finna fyrirkomulag sem allir geta sætt sig við).

Vegir, brýr og áningarborð

- Setja e.t.v. upp áningaborð á Illakambi.

- Framtíðarverkefni: brúa Hnappadalsá og Víðidalsá eða að setja kláf á Víðidalsá.

Mikið efni til brúargerðar er þegar til staðar í Víðidal og búið er að steypa

brúarstöpla sitt hvoru megin við ána. Núverandi brúarstæði er þó líklega ekki

sérstaklega vel valið. Stöplarnir eru rétt neðan við foss og stutt frá þeim stað, þar

sem áin rennur fram úr frekar þröngu gljúfri. Væntanlega er þar frekar mikil hætta

á jakastíflum.

Símasamband

GSM-samband vantar á nánast öllu svæðinu, NMT-samband er óáreiðanlegt og kerfið verður

væntanlega fljótlega tekið úr notkun. Tetra-kerfið, sem á að koma í staðinn fyrir gamla

NMT-kerfið , nær eins og stendur einungis yfir lítinn hluta svæðisins. Því er brýnt að þrýsta

á Neyðarlínuna ohf. um að koma upp Tetra-sendum sem þjónusta þetta svæði. Ennþá betra

væri að fá venjulegt GSM-samband á svæðinu, sem myndi gagnast miklu fleira fólki.

10.3 Áætlun um efniskostnað vegna landvörslu og vinnuframlag sjálfboðaliða sumarið 2010

Hér að neðan fylgja upplýsingar um kostnað við kaup á efni (stikum, málningu, fúavörn,

nöglum og penslum). Einnig er gefið yfirlit yfir kostnað við ferðir og gistingu landvarða og

sjálboðaliða.

Tafla 1: Gróf áætlun um efniskostnað við (endur)stikun gönguleiða.

Gróf áætlun um efniskostnað Verð í kr.

Stikun

400 stikur með gulan topp, 250 kr. stykkið 100.000

Málun

Penslar + málning um 10.000

Samtals 110.000

Tafla 2: Áætlað vinnuframlag sjálfboðaliða árið 2010 (miðað við 4-5 sjálfboðaliða)

Verkefni Áætlaður vinnutími

Hlaða tröppur í Eskifelli 3 dagar

Lagfæra stíginn í Leiðartungum 1 dagur

Lagfæra aðgangsleiðina að Víðibrekkuskerjum (á þremur stöðum) 2 dagar

Endurstika leiðir 2 dagar

Flytja efni + önnur tilfallandi verkefni 1 dagur

Breikka stíginn í Gjögri 1 dagur

Samtals 10 dagar

Page 74: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

35

Tafla 3: Áætlaður kostnaður við gerð og uppsetningu upplýsingaskilta og bannmerkja.

Lýsing Verð

2 bannmerki, um 5000 kr. hvert 10.000

Upplýsingaskilti, lítið 80x 100 sm (við Þórisdal) 45.000

Burðargrind 10.000

Upplýsingaskilti, stórt (við Kollumúlaveg, burðargrind til staðar) 75.000

Samtals 140.000

Page 75: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

36

11 Viðaukar

11.1 Viðauki I: Skálar og tjaldsvæði í Lónsöræfum

Skálar

Kollumúlavatn – umsjónaraðili :

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs

Gistirými: 22 svefnpokapláss

Sími: enginn

GPS staðsetning:64°36.680 N/15°08.750 V

Timburkamína til upphitunar

Gashellur til eldunar

Rafljós í skálanum (sólarsella)

Útikamar

Ekkert rennandi vatn í skálanum

Vatn sótt í á

Geldingafell – umsjónaraðili:

Ferðafélag Fjótsdalshéraðs

Gistirými: 16 svefnpokapláss

Sími: Enginn

GPS staðsetning: 64°41.690 N / 15°21.690 V

Timburkamína til upphitunar

Útikamar

Ekkert rennandi vatn í skálanum

Vatn sótt í á

Múlaskáli - staðsettur sunnan við

Kollumúla í Lónsöræfum – umsjónaraðili.

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu

Um 40 mín.ganga er frá Illakambi að

skálanum.Skálinn var byggður 1984

Gistirými: 30 svefnpokapláss

Sérherbergi fyrir skálavörð/landvörð

Gaskæliskápur fyrir landvörð

Rafljós í skálanum (sólarsella)

Sími: 8549501

GPS staðsetning: 64°33.200 N / 15°09.077 V

Gashellur til eldunar

Gasofn til upphitunar

Vatnsklósett (úti)

Sturta (úti)

Rennandi vatn í skálanum

Krani/vaskur úti (ca. 50 m frá skálanum)

Grill

Page 76: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

37

Múlakot – endurbyggður gangnamannakofi,

um það bil 200m fyrir austan Múlaskála –

umsjónaraðili: Gunnlaugur B. Ólafsson

Gistirými: 12 svefnpokapláss

Sími: enginn

GPS-staðsetning: ?

Gashellur til eldunar

Gasofn til upphitunar

Vatnsklósett (úti), vestan við Múlaskálann

Ekkert rennandi vatn í skálanum

Krani (úti) um 10 m frá skálanum

Eskifell (Ásum) – tveir gámar við Ásavatn,

vestan við Eskifell (að hluta til innréttaðir,

ókláraðir).

Umsjónaraðili: Gunnlaugur B. Ólafsson

Austan í Eskifelli eru bæjarrústir (í byggð

1836-1863)

Gistirými: 12 svefnpokapláss + svefnloft (óklárað)

Sími: enginn en á klettaás norðan við skálann er

þokkalegt GSM-samband

GPS-staðsetning: 64°28.509 N / 15°04.779 V

Prímus til eldunar

Upphitun: timburkamína

Þurrsalerni í byggingu

Ekkert vatn er í gámunum

Vatn: vaskur við þurrsalernið

Tjaldsvæði

Smiðjunes – fyrir utan friðlandið, á gönguleiðinni frá Stafafelli í Kollumúla, ± 7 km frá

þjóðveginum.

Umsjón: Gunnlaugur B. Ólafsson

Vatnssalerni (húsið fauk í desember 2009; sjá mynd hér að ofan)

Vaskar

Áningarborð

Rústir af bænum í Smiðjunesi (í byggð 1875-1892)

Page 77: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

38

Eskifell – við Ásavatn, vestan við Eskifell; á gönguleiðinni frá

Stafafelli í Kollumúla, ± 18 km frá þjóðveginum.

Umsjón: Gunnlaugur B. Ólafsson

Þurrsalerni í byggingu

Gámar með eldunaraðstöðu (prímus)

Vaskur við salernið

Keiluvellir – innst inn í Skyndidal, stutt frá sporði

Lambatungnajökuls. Í deiluskipulagi fyrir friðlandið er gert ráð

fyrir tjaldsvæði á Keiluvöllum en framkvæmdir eru ekki hafnar.

Grund í Víðidal – í Víðidal, austanmegin við Víðidalsá, stutt frá eyðibýlinu Grund (í byggð

1835-1897). Í deiliskipulagi fyrir friðlandið er gert ráð fyrir tjaldsvæði á Grund en ekki er

búið að reisa nein mannvirki.

Kollumúli – við skála Ferðafélags

Austurskaftafellssýslu

Vatnsklósett

Vaskar

Eldunaraðstaða í skálanum

Ferðafélag Austur-Skaftafellssýslu veitir upplýsingar um Múlaskála og sér um bókanir í

skálanum (vefsíða http://www.gonguferdir.is; netfang: [email protected]; S.699

1424).

Ferðafélag Fljótsdalshéraðs veitir upplýsingar um Egilssel við Kollumúlavatn og skálann við

Geldingarfell og sér um bókanir í þessum skálum (vefsíða: netfang: [email protected];

S. 863 5813, á sumrin: S.860 1393).

Gunnlaugur B. Ólafsson veitir upplýsingar um Múlakot og skálann í Eskifelli og sér um

bókanir í þessum skálum (vefsíða: http://www.stafafell.is; netfang: [email protected]; S.

5668587).

Page 78: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

39

11.2 Viðauki II: Óskalistar yfir bækur og verkfæri sem landverðir fá til afnota

BÆKUR OG LANDAKORT

Þegar til staðar:

Sérkort Máls og Menningar, Stafafell-Berufjörður (1:100.000) = gönguleiðakort sem spannar

svæðið Snæfell-Berufjörður-Mýrar-Lónsöræfi.

Ari Trausti Guðmundsson og Ragnar Th. Sigurðsson 2002: Íslenskur jarðfræðilykill. Mál og

menning, Reykjavík

Jóhann Óli Hilmarsson 2000: Íslenskur fuglavísir. Iðunn, Reykjavík

Óskalisti yfir bækur, heimildir og annað fræðsluefni:

Arnbjörg Linda Jóhannsdóttir 1998: Íslenskar lækningajurtir: söfnun þeirra, notkun og áhrif.

Íslensk náttúra 4. Mál og menning, Reykjavík.

Bradwell, Tom 2004: Annual Moraines and Summer Temperatures at Lambatungnajökull,

Iceland. In: Arctic, Antarctic, and Alpine Research, Volume 36, Issue 4 (November), pp.

502–508.

Bradwell, Tom, Andrew Dugmore and David Sugden 2006: The Little Ice Age glacier

maximum in Iceland and the North Atlantic Oscillation: evidence from Lambatungnajökull,

southeast Iceland. In: Boreas, Volume 35, Number 1, pp. 61-80(20)

Helgi Torfason (1979) Investigation into the structure of South-Eastern

Iceland [Ph.D thesis]. Liverpool, University of Liverpool.

Hjörleifur Guttormsson 1974: Austfjarðafjöll. Árbók Ferðafélags Íslands 1974. Reykjavík.

Hjörleifur Guttormsson 1993: Við rætur Vatnajökuls : byggðir, fjöll og skriðjöklar. Árbók

Ferðafélags Íslands 1993. Reykjavík

Hörður Kristinsson 1998: Plöntuhandbókin : blómplöntur og byrkningar. Íslensk náttúra 2

Mál og menning, Reykjavík.

Jón Eyþórsson (ritstj.) 1937: Austur-Skaftafellssýsla. Árbók Ferðafélags Íslands 1937.

Reykjavík.

Kristján Sæmundsson og Einar Gunnlaugsson 1999: Íslenska steinabókin; ljósmyndir Grétar

Eiríksson. Mál og menning, Reykjavík.

Atlaskort LMÍ 1:100.000 (blað 105 Hamarsfjörður og blað 106 Hornafjörður) Staðfræðikort

LMÍ 1:50.000 (2214 II og 2213 I+II).

VERKFÆRI

Þegar er til staðar:

-slaghamar

-skófla (ónýt)

-kæliskápur, sem virkar á gasi

Page 79: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

40

-vinnugalli

Óskalisti yfir verkfæri og áhöld:

-plastílát til að geyma mat undir rúmi

-sleggja

-kúbein

-2 álkarlar

-3 skóflur

-hleðsluborvél

-haki

-hamar

Page 80: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009

35

2. VIÐAUKI. JÖKULSLÓÐ, JARÐFRÆÐISTÍGUR.

Page 81: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

Geology trail to Skaftafellsjökull Glacier

1. Dikes Look here for lines of rock protruding out of the nearby hillside. These rock walls are called basalt dikes, and in Icelandic are sometimes called tröllahlöð, or “walls piled by trolls”. Dikes form when basalt magma in-trudes into bedrock fractures and then cools. As it cools, the basalt contracts and polygonal columns develop, always at right angles to any cooling surfaces. The heat in the magma weakens the surrounding rock, so that it later erodes away and leaves the harder dike behind. Dikes are very common in Iceland. Most of them are former magmatic channels, as you see here, and consist of basalt, Iceland's most common rock, or dolerite. Dikes can be very long, reaching dozens of kilometres in length. You may later want to look for other exam-ples of dikes in gully walls up on Skaftafellsheiði heath. 2. Red stratum The red layer, or stratum, that is visible in the slope above originated as a layer of soil during the Late Terti-ary (the period from 23 to 1.64 million years ago). At that time, the local climate was more humid and the temperature considerably higher than it is now. Over time, significant weathering and chemical changes have taken place, breaking down the original minerals and producing new ones, such as clay minerals. The red col-ouring of such strata results from oxidation of the iron that was present, as happens when we see any iron rusting. 3. End moraine, 1904 In 1904, Skaftafellsjökull outlet glacier reached as far as here. You are now standing in a dry river bed where the Skaftafellsá river used to flow. There are various clues about the glacier's position in times past, for example narratives, historical maps and geological evidence. In 1903-1904 the Danes surveyed the whole of Iceland, and their maps show us the glacial positions at that time. The land between you and Skaftafellsjökull has gradu-

ally been exposed by the retreating ice, with a succes-sion of plant species then moving in. Note that as you near the glacier, the vegetation becomes progressively less diverse and shorter. 4. Tuff This large tuff boulder has not always been here. It fell from the hillside, where you can see the tuff deposit it came from. Can you spot the tuff there? Tuff is formed when a volcanic eruption takes place under water, in-cluding under glacial ice. When the rising magma comes into contact with cold water, it cools instantly. Steam explosions hurl bits of the material, called ash,

through the water and even into the air. Over time, this ash consoli-dates and hardens into what we call tuff.

5. “Explosion zone” The rocks you can see on your left are no longer like they were when the glacier melted away from them. In 1969, road construction workers broke up the rocks with drills and explosives, and took material for an experi-mental flood protection dike where the slope ends below the Skaftafell farms. For the first time in history, people considered bridging the gla-cial rivers on the sand plains to the west, which till then had been a technical impossi-bility. In order to channel the rivers under such bridges during glacial outburst floods (jökulhlaup), dikes would have to be built. The experi-mental dikes below the farms proved their worth during the 1972 jökulhlaup in Skeiðará river, when local peo-

ple, employees of the Road Administration and scien-tists monitored the dikes closely to see how they would withstand the raging river. A few years later, the rivers Núpsvötn, Gígjukvísl and Skeiðará were bridged, and in 1974 a road was finally opened across the sand plains, thereby completing the Ring Road around Iceland. 6 End moraine 1940 In 1940, the Skaftafellsjökull valley glacier had re-treated to this point. On your right, you can see a vehi-cle track. Skaftafellsá river flowed there in 1940, while the snout of the glacier was just, on the other side of the moraine ridge. So far, you've walked about 500 m from where the glacier reached in 1904 (Post 3); thus, the glacier took 35 years to retreat 500 m. Although the ice in this tongue moves forward about half a metre per day, melting also occurs. In fact, the tongue has re-treated very fast over the last 10 years, losing about 97 m in 2005 and about 27 m in 2006. The mass of ice in this outlet glacier, Skaftafellsjökull, measuring up to 300 m deep, is not at all motionless. When it has re-treated farther, how deep do you think the valley will be that is left behind? 7. Frost weathering Note the spherical cavity in the rock face. It is caused by frost weathering, whereby water enters small cracks and cavities in fractured or porous rocks and then freezes. Water is a very special substance, with the unique prop-erty of expanding when cooled below its freezing point. Since its volume thereby increases by 9%, the ice it is turning into exerts pressure on the walls of the cracks or cavities and breaks up the rock, causing it to crumble. Most of the screes on Ice-landic mountain slopes are formed by frost weathering. Doesn't it seem strange that this soft, liquid substance, water, can shatter hard rock?

8. Basalt columns If you look at the rock face above, you will observe some basalt columns in an arch. Basalt is a vol-canic rock. While basaltic magma is cooling, it contracts into columns which frequently become hexagonal (with six sides and corners). Interestingly, nature often seeks to form hexagonal patterns; other examples are snow crystals and many cracks formed in drying mud. Basalt columns always meet a cooling surface at a right angle. That means they stand vertically in lava flows and sills, like the columns behind Svartifoss waterfall. In dikes, however, as you saw at Post 1, the columns lie horizon-

tally, while in pillow lava they point towards the centre of each pillow. 9. Kettle holes Now you are standing beside two kettle holes. Such holes are formed when blocks of ice break off from a glacier's snout and become covered by till (sediment pushed by the ice) or fluvioglacial deposits (sediment brought by glacial rivers). Eventually the ice will melt, leaving depressions which fill with water to form ponds. You can also see beautiful kettle holes at Post 12. Right in front of the snout of Skaftafellsjökull, you may even see examples of new kettle holes forming. Blocks of ice frequently become covered by sand and gravel there and

Page 82: 2009 - Vatnajökulsþjóðgarður · Suðursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs Ársskýrsla 2009 1 1. INNGANGUR Í skýrslu þjóðgarðsvarðar fyrir árið 2009 er fjallað um helstu

two different ways. When an outlet glacier is advancing, it pushes up a bank of gravel and rocks at its snout; when an outlet is stationary, ground moraine, lateral moraine and medial moraine gradually accumulate at the snout to form an end moraine. A large end moraine indicates that the glacier front has remained in the same place over a long period. A flat plain between two end moraines tells us that the glacier tongue retreated rap-idly over the area between them. On the 1934 ridge, a plaque has been mounted on a boulder to commemorate two British students who lost their lives on Öræfajökull glacier in 1953.

Be careful! It is unadvisable to get close to the glacier, because patches of quicksand often form near the edge of the ice. Also, especially during spring and autumn, rocks fall frequently from the steep slopes west of the glacier tongue.

Dear guest,

Please help us to protect nature

in the national park!

Don't build cairns,

Don't damage geological formations,

Don't dislodge stones,

Don't pick flowers or damage vegetation,

Don't leave rubbish.

Thank you ! Selected references: Ari Trausti Guðmundsson and Ragnar Th. Sigurðsson, 2002: Íslenskur jarðfræðilykill. Mál og Menning. Þorleifur Einarsson, 1991: Geology of Iceland: Rocks and landscape. Mál og Menning. Text: Hafdís Roysdóttir, Málfríður Ómarsdóttir, Helga Davids. Illustrations: Froskur/Jean Posocco, 2007. Map: Regína Hreinsdóttir, based on a map by Jean Posocco.

Milli Skarðanna (nunatak between mountain passes). Lateral moraines form on both sides of this nunatak, then combine below into a medial moraine (the dark

line running down below the nunatak). Hvannadalshnúkur, Iceland's highest mountain (2110 m), towers under its glacial cap above Hafrafell. Towards the south, you may glimpse the Ingólfshöfði headland on the horizon. 13. Trim line The glacier tongue Skaftafellsjökull is measured every year, approximately at its middle. This provides addi-tional information to that already mentioned, and indi-cates glacier thickness. Changes in thickness are also clear to the eye through the so-called trim line on the hillside. This line marks the thickness of Skafta-fellsjökull in 1870, at the time when the Icelandic gla-

ciers had expanded the most. Where the ice has receded below this line, the vegetation is more barren. The bor-derline between the vegetation above and the barren rock below is called the trim line. 14. End moraine, 1934 In 1934, Skaftafellsjökull reached to here and formed this ridge of end moraine. End moraine can collect in

10. End moraine, 1980 In 1980, the Skaftafellsjökull glacier tongue had re-treated to this point. The distance between Post 6, at the tongue's 1940 position, and the post where you are now standing is about 450 m, meaning that the glacier re-treated 450 m in 40 years. The land you will be walking on from here to today's glacier tongue is even newer than where you have been walking up till now, i.e. until recently it was still under the glacier. This new land is quite flat, showing that the ice retreated quickly. How far do you think it is from here to the snout of the glacier? In the 11th century, the saga brothers Flosi and Þorgeir, living just to the south and north at Svínafell and Skaftafell, respectively, easily crossed over this area on their horses to visit each other. At that time, Iceland's glaciers were much smaller than they are today. 11. Dikes Here you can see dikes, formed where magma hardened in rock fractures. In this case, the surrounding rock has

not yet eroded away. Take note of the basalt columns lying horizontally in the fracture. As you go a bit farther, you will be able to see higher up in the frac-ture, where the surrounding rock has eroded and re-vealed the ends of columns. Are you surprised that the slope here is called Loshell-rar (loose stone slabs)?

12. Joining of two outlet glaciers From here, two outlet glaciers, Skaftafellsjökull and Svínafellsjökull, can be seen where they extend from the main icecaps. The mountain between the two gla-ciers is called Hafrafell. Until 1938, the two tongues joined and flowed together at Hafrafell, but afterwards they drew back and separated. Skaftafellsjökull itself is still divided in its upper parts by a ridge called Skerið á

Leading to the Skaftafellsjökull outlet glacier, this is an educational trail on geology. It goes along the glacial outwash plain to the snout of the glacier and then loops back to the visitor centre. Along the trail there are 14 numbered posts. By matching the num-bers on the trail posts with the numbers in this bro-chure and reading the entries, you will gain an in-sight into local geological formations. The land along the trail was covered by ice for a long time but has gradually reappeared since 1904, so you will find various geological features, including

dikes, coloured strata, kettle holes, moraines and former riverbeds. Skaftafellsjökull is a valley gla-cier serving as an outlet of the icecaps Öræfajökull and Vatnajökull, which is Europe's largest glacier. Since Skaftafellsjökull has retreated rapidly during past decades, clear changes show up in the land-scape. Lagoons have formed where the glacier snout used to be, old river beds have dried up and new river beds have come into existence. The trail is about 3 km long and the walk takes about an hour. We hope you enjoy it!

Memorial plaque

Nunatak

The two glacier tounges join until 1938

Nunatak

The two glacier tounges join until 1938