20 06 2014

64
DÆGURMÁL 60 19 ára ritstjóri SÍÐA 18 Ljósmynd/Hari SÍÐA 14 EINNIG Í FRÉTTATÍMANUM Í DAG: ÍSLENSKUR SÖNGLEIKUR Á BROADWAY – METRO MAÐURINN ER DAUÐUR – LINDA BJÖRG ÁRNADÓTTIR OPNAR NÝJA VERSLUN 38 FERÐALÖG Gjörbreyttar ferðavenjur Íslendinga. ÓKEYPIS 62 20.–22. júní 2014 25. tölublað 5. árgangur VIÐTAL VIÐTAL FORELDRAR TINNU INGÓLFSDÓTTUR ERU AFAR STOLTIR AF DÓTTUR SINNI Dóttir okkar átti ekki að deyja Tinna Ingólfsdóttir, 21, árs, varð bráð- kvödd á heimili foreldra sinna þann 21. maí. Hún öðlaðist þjóðarathygli þegar hún skrifaði opinskáan pistil um afleiðingar þess að nektarmynd- um af henni var dreift á netinu. For- eldrar hennar, Inga Vala Jónsdóttir og Ingólfur Samúelsson, segja dóttur sína hafa þráð félagslega viðurkenn- ingu. Þegar þau buðu öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar mættu bara tveir. Hún skildi við sem hugrökk bar- áttukona sem stóð með sjálfri sér. Birna Schram stýrir vef- tíma- ritinu Blæ. TINNA INGÓLFSDÓTTIR FÆDD 6. JÚLÍ 1992 - DÁIN 21. MAÍ 2014 Ilmandi dagar í Lyfjum & heilsu Við hlustum www.lyfogheilsa.is 25% afsláttur af öllum ilmum 20.–27. júní NÝJAR VÖRUR KRINGLUNNI/SMÁRALIND Facebook.com/selected.island Instagram: @selectediceland Rikka hjólar hringinn Sjónvarpsstjarnan tekur þátt í WOW Cyclothon á jólagjöfinni frá Skúla. Þröngir og flottir Hverjir eru í þrengstu búningunm á HM í fótbolta? Miðaldra Mugison Ný met- söluplata í smíðum. Í sólina á haustin 24 FÓTBOLTI 24 MENNING Ljósmynd/Hari

Upload: frettatiminn

Post on 09-Mar-2016

290 views

Category:

Documents


22 download

DESCRIPTION

News, newspaper, iceland

TRANSCRIPT

Page 1: 20 06 2014

dægurmál

60

19 ára ritstjóri

síða 18

Ljós

myn

d/H

ari

síða 14

ein

nig

í Fr

étta

tím

an

um

í d

ag

: ísl

ensk

ur

ng

leik

ur

á b

ro

ad

waY

– m

etr

o m

ur

inn

er

da

ur

– l

ind

a b

Jör

g á

rn

ad

Ótt

ir o

Pn

ar

nÝJ

a V

ersl

un

38 Ferðalög

Gjörbreyttar ferðavenjur Íslendinga.

ókeypis

62

20.–22. júní 201425. tölublað 5. árgangur

viðtal

viðtal Foreldrar tinnu ingólFsdóttur eru aFar stoltir aF dóttur sinni

Dóttir okkar átti ekki að deyja

tinna ingólfsdóttir, 21, árs, varð bráð-kvödd á heimili foreldra sinna þann 21. maí. Hún öðlaðist þjóðarathygli þegar hún skrifaði opinskáan pistil um afleiðingar þess að nektarmynd-um af henni var dreift á netinu. For-eldrar hennar, inga Vala Jónsdóttir og ingólfur samúelsson, segja dóttur sína hafa þráð félagslega viðurkenn-ingu. Þegar þau buðu öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar mættu bara tveir. Hún skildi við sem hugrökk bar-áttukona sem stóð með sjálfri sér.

Birna Schram

stýrir vef-

tíma-ritinu Blæ.

tinna ingólFsdóttirFædd 6. júlí 1992 - dáin 21. maí 2014

Ilmandi dagar í Lyfjum & heilsu

Við hlustumwww.lyfogheilsa.is

25% afsláttur af öllum ilmum20.–27. júní

NÝJARVÖRUR

K R I N G L U N N I / S M Á R A L I N D

Facebook.com/selected.islandInstagram: @selectediceland

rikka hjólar hringinn

sjónvarpsstjarnan tekur þátt í wow Cyclothon á

jólagjöfinni frá skúla.

Þröngir og flottir

Hverjir eru í þrengstu búningunm á Hm í

fótbolta?

miðaldra mugison

ný met-söluplata í

smíðum.

Í sólina á haustin

24FótBOlti

24menning

Ljós

myn

d/H

ari

Page 2: 20 06 2014

LögregLumáL InterpoL LýsIr eftIr tveImur ísLenskum börnum

Veit ekki hvort börnin mín eru á lífiSænskur faðir tveggja íslenskra barna sem Interpol lýsir eftir veit ekki hvort börnin hans eru lífs eða liðin. Hann segir íslenska barnsmóður sína hafa numið börnin á brott sama dag og hann gekk í hjónaband með annarri konu. Faðirinn er með fullt forræði yfir börnunum en Þjóðskrá Íslands vill ekki ógilda vegabréf barnanna þar sem hann hefur ekki fært sönnur á að þeim hafi verið rænt.

É g veit ekki einu sinni hvort börnin mín eru á lífi,“ segir Goran Grcic, faðir tveggja íslenskra barna sem al-

þjóðalögreglan Interpol lýsir eftir. Goran segir barnsmóður sína hafa numið börnin á brott í fyrra og hann hafi hvort séð þau eða talað við þau síðan. Íslenskir fjölmiðlar sögðu frá því í mars þegar Interpol lýsti eftir börnunum en ekkert hefur heyrst af málinu eftir það.

Eftirlýstu börnin heita Michaela Angelina Goransdottir og Alexander Oliver Gorans-son, 11 og 12 ára. Móðir þeirra, Gína Júlía Waltersdóttir, er fædd á Íslandi en flutti til Svíþjóðar með fjölskyldu sinni árið 1983 og hefur verið búsett þar síðan. Gína er íslensk-ur ríkisborgari og eru börnin með íslenskt vegabréf sem Goran hefur óskað eftir að verði ógild. Í beiðni Gorans til Þjóðskrár Ís-lands á síðasta ári um að ógilda vegabréfin segir hann að móðir barnanna hafi rænt þeim og að handtökuskipun hafi verið gefin út á hendur henni í Svíþjóð. Í svari Þjóðskrár frá október á síðasta ári er þessari beiðni hafnað með vísan í lög um vegabréf þar sem ekki séu til staðar „aðstæður eða atvik sem gera það að verkum að óhjákvæmilegt er að afturkalla vegabréf.“

Goran og Gína voru með sameiginlega umgengni, voru með börnin viku og viku í senn frá árinu 2009, en hann segir móður barnanna ekki hafa skilað þeim á fyrirfram ákveðnum tíma í febrúar 2013. Daginn sem hann gekk í hjónaband með annarri konu, þann 25. maí 2013, fór félagsráðgjafi heim til móðurinnar að sækja börnin en gat bara sótt dótturina. Eftir brúðkaupið fór móðir þeirra síðan með bæði börnin úr landi. „Hún var ekki sátt við að ég væri að halda áfram með líf mitt og var í miklu uppnámi út af

brúðkaupinu,“ segir hann. Í beiðni sinni til Þjóðskrár lét Goran fylgja staðfestingu þess að hann hefði fengið fullt forræði yfir börn-unum í ágúst. Þjóðskrá gefur hins vegar þau svör að vegabréf barna séu ekki ógild þó breytingar verði á forræði, auk þess sem Goran hafi ekki fært sönnur á að börnunum hafi verið rænt eða sýnt fram á nauðsyn þess að vegabréfin verði ógild. „Mér finnst mjög undarlegt að þeir ógildi ekki vegabréfin,“ segir Goran.

Móðuramma barnanna, sem er íslensk, gaf félagsmálayfirvöldum í Svíþjóð skriflega yfirlýsingu um að hún hefði heyrt frá dótt-ur sinni og barnabörnum, að þau séu ekki í Svíþjóð en neitar annars að gefa nokkuð upp. Frá því lögreglan fór að rannsaka málið hefur móðurfjölskyldan hins vegar sagt að hún heyri ekkert frá þeim.

Mál barnanna barst til alþjóðadeildar ríkislögreglustjóra á Íslandi í gegnum sam-skiptakerfi. Þegar Fréttatíminn leitaði eftir svörum frá Jóni F. Bjartmarz yfirlögreglu-þjóni um hvað lögreglan á Íslandi sé að gera til að rannsaka málið og hvort grunur leiki á að börnin séu á Íslandi fengust þau svör að hann gæti ekki tjáð sig um einstaka mál, en sagði þó að upphaflega hafi það verið lög-reglan í Danmörku sem lét lýsa eftir börn-unum.

„Ég hélt að lögreglan á Íslandi myndi hjálpa mér en ég hef ekki heyrt neitt frá henni. Ég hef líka leitað til íslenska sendi-ráðsins í Svíþjóð en þar geng ég líka á lok-aðar dyr. Mér finnst gríðarlega erfitt að fá hvergi aðstoð. Ég fæ hvergi nein viðbrögð,“ segir Goran Grcic.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

Mér finnst gríðarlega erfitt að fá hvergi hjálp.

Gína Júlía Walters-dóttir, móðir barnanna.

Michaela AngelaFædd 10. júní 2003.150 cm, 40 kg.Brúngræn augu, ljósbrúnt hár.

Alexander OliverFæddur 27. júní 2001. 160 cm, 40 kg.Ljósgrá augu, ljósbrúnt hár.

Michaela var við brúðkaup föður síns þann 25. maí í fyrra en þau hafa ekki sést síðan.

Ekkert lát er á tekjuvexti af erlend-um ferðamönnum nú þegar hillir undir stærstu ferðamannamánuði ársins, að því er tölur Seðlabanka Íslands um greiðslumiðlun sýna. Alls nam heildarúttekt erlendra greiðslukorta hér á landi 8,7 milljörðum króna í maí, sem er rúmlega 28% aukning í krónum talið á milli ára. „Hafa erlendir ferðamenn nú náð að strauja kortin sín fyrir 34 milljarða króna á fyrstu fimm mánuðum ársins, sem er 7,5 milljörðum króna hærri fjárhæð en þeir straujuðu kortin sín fyrir á

sama tímabili í fyrra,“ segir Grein-ing Íslandsbanka.

„Þessi þróun er í ágætu sam-ræmi við tölur Ferðamálastofu um brottfarir erlendra ferðamanna frá landinu um Keflavíkurflugvöll. Samkvæmt þeim fjölgaði erlend-um ferðamönnum um rúm 24% á milli ára í maí sl., en sé tekið mið af fyrstu fimm mánuðum ársins hefur þeim fjölgað um 31%,“ segir enn fremur.

Kortavelta Íslendinga í útlöndum vegna ferðalaga og netviðskipta nam 7,7 milljörðum króna í maí og

var kortaveltujöfnuður þar með já-kvæður um 1 milljarð í mánuðinum. „Er hér um að ræða langhagfelld-ustu útkomu þessa jafnaðar frá upp-hafi í maímánuði, og er útkoman fjórfalt betri en hún var í maí í fyrra þegar jöfnuðurinn mældist í fyrsta sinn jákvæður.

Frá áramótum talið er korta-veltujöfnuður jákvæður um sem nemur 1,7 milljörðum króna og er þetta í fyrsta sinn sem kortavelta útlendinga hér á landi er umfram kortaveltu Íslendinga í útlöndum á þessu tímabili. Á sama tíma-

bili í fyrra straujuðu Íslendingar kortin sín í útlöndum fyrir 2,2 milljörðum króna hærri fjárhæð en útlendingar hér á landi, og árið þar á undan munaði 7,2 millj-örðum króna. Af þessu má sjá,“ segir greiningardeildin, að ferða-þjónustan hefur gegnt lykilhlut-verki við að afla gjaldeyris fyrir þjóðarbúið, og þar með hjálpað til við að halda styrknum í gengi krónunnar á síðustu mánuðum en dregið hefur töluvert úr afgangi á vöruskiptum við útlönd á sama tímabili.“ -jh

vIðskIptI ekkert Lát á tekjuvextI túrIsmans

Milljarðastraumur frá erlendum ferðamönnum

Veiði hafin ElliðaánumLaxveiðin í Elliðaánum hófst í morgun, föstudaginn 20. júní, að venju, en þá renndi „Reykvíkingur ársins“ fyrstur manna í Sjávarfossinn undir handleiðslu árnefndar Elliðaánna. Auk hans voru Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og S. Björn Blöndal, formaður borgarráðs, viðstaddir opnunina ásamt forystumön-num Orkuveitu Reykjavíkur. Laxinn mætti í Elliðaárnar fyrir nokkru og hafa fiskar verið að sýna sig. Það er Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem er með Elliðaárnar á leigu eins og undanfarna áratugi. -jh

Flugvirkjar aflýstu verkfalliTil stóð að setja lög á verkfall flugvirkja hjá Icelandair – og hafði Alþingi verið kallað saman á miðvikudag – en til þess kom ekki þar sem Flugvirkjafélag Íslands ákvað að aflýsa boðuðu verkfalli sem átti að koma til framkvæmda í gærmorgun, fimmtu-dag. Fram kom hjá formanni félagsins að félagsmönnum hugnaðist lagasetningin ekki. Félagið tekur sér mánuð til umhugsunar áður en næstu skref verða stigin. Hanna Birna Kristjánsdóttir innanríkisráðherra fagnaði ákvörðun Flugvirkjafélagsins en fram kom hjá ráðherra úr ræðustóli Alþingis von um að samningar næðust án lagasetningar. Icelandair felldi niður 65 flug síðastliðinn mánudag vegna sólarhringsverkfalls Flugvirkjafélagsins. - jh

Hanna Birna Kristjánsdóttir innan-ríkisráðherra hefur skipað Ragnheiði Harðardóttur, héraðsdómara við Héraðs-dóm Reykjavíkur, til að leiða starfshóp sem mun taka til skoðunar hvernig komið verði á virkara eftirliti með starfs-háttum lögreglu, að því er fram kemur á síðu innanríkisráðuneytisins.„Ástæðu þess að ákveðið er að hefja þessa vinnu nú má meðal annars rekja til erinda sem borist hafa ráðuneytinu undanfarið þar sem fjallað er um þá stöðu sem komið getur upp þegar íbúar landsins telja á sér brotið vegna starfa lögreglu,“ segir enn fremur. Starfshópurinn mun leggja mat á núverandi kerfi og lagareglur og gera

tillögur að breytu verklagi og lagabrey-tingum, eftir því sem við á. „Markmiðið með þessu starfi er að treysta réttaröryggi enn frekar, efla öryggiskennd borgaranna og tryggja vandaða, skilvirka og ré-ttláta málsmeðferð við rannsókn mála,“ segir Hanna Birna Kristjáns-dóttir inn-anríkis-ráðherra. -jh

Virkt eftirlit með starfsháttum lögreglu

Aflamagn í maí jókst á milli áraFiskafli í maímánuði jókst um 46% miðað við maí í fyrra. Þar vegur mest mikil aukning á veiddum kolmunna og nokkur aukning í þorskveiði, að því er Hagstofa Íslands greinir frá. Ef borin eru saman 12 mánaða tímabil hefur hins vegar orðið 23% aflasamdráttur frá júní 2013 fram til maí 2014 miðað við sama tímabil árið áður. Á föstu verðlagi varð um 9,5% samdráttur í maímánuði árið 2014 samanborið við maí 2013.

2 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

Page 3: 20 06 2014

Bran

denb

urg

Bran

denb

urg

Bran

denb

urg

Verslanir Nova eru í Kringlunni, Smáralind, Lágmúla, á Selfossi og á Glerártorgi Akureyri

Þjónustuver 519 1919 | www.nova.is | Facebook | Twitter

Mánaðarleg a�orgun greidd með kreditkorti + 325 kr./mán. greiðslugjald.

Sumarið er komið í verslanir Nova. Hækkaðu vel í græjunum og hlustaðu á góða tónlist með Nokia.

Nokia Lumia 630

29.990 kr. stgr.

2.690 kr. /12 mán.

Nokia Lumia 625

36.990 kr. stgr.

3.190 kr. /12 mán.

Nokia Lumia 520

19.990 kr. stgr.

1.790 kr. /12 mán.

500 kr.notkun eða

250 MB á mán. í 6 mán.

fylgir.

500 kr.notkun eða

250 MB á mán. í 3 mán.

fylgir.

500 kr.notkun eða

250 MB á mán. í 3 mán.

fylgir.

Page 4: 20 06 2014

25%

NÝTT®®

25%25%afslátturaf öllum styrkleikum og pakkningastærðum

Íslenskir vísindamenn meðal þeirra áhrifamestu

veður Föstudagur laugardagur sunnudagur

SnýSt í nV-átt, rigning framan af, en birtir upp undir kVöld V-til.

HöfuðborgarSVæðið: Súld um morgun-inn, en SéSt til Sólar SÍðdegiS.

Heldur SValara Veður og Smá rigning n- og na-landS. léttSk. S-til.

HöfuðborgarSVæðið: Bjart með köflum og trúlega þurrt. Hafgola.

Hlýnar aftur. ÞokuSuddi na-til, en annarS úrkomlauSt og birtir upp.

HöfuðborgarSVæðið: léttir til þegar lÍður á daginn. Hafgola.

fremur svalur laugardag-ur, en hlýnar síðan afturHeldur svalara loft nær til okkar í dag og á morgun. rignir lítilsháttar um mikinn hluta landsins, en rofar til síðdegis V-til. Væta áfram á morgun norðan- og einkum

norðaustanlands. eins og gjarnan við þessar aðstæður verður veður hvað best suðaustanlands, en á

Suðurlandi er hætt við síðdegis-skúrum á morgun. á sunnudag er hlýrra loft að nýju og sólin ætti að skína, þó svo að enn verði líkur á sudda na-lands.

11

10 910

1111

8 79

14

13

12 810

16

einar Sveinbjörnsson

[email protected]

Þrjú börn drukknað í sundi á níu árumStarfsfólk sundlauga hefur ekki heimild til að hindra að foreldrar fari í sund með fleiri en tvö ósynd börn. Samkvæmt reglugerð er öðrum en foreldrum og forsjáraðilum ekki heimilt að taka fleiri en tvö börn, yngri en tíu ára með sér í sund. Á síðustu níu árum hafa þrjú börn drukknað í sundlaugum hér á landi.

e ngin takmörk eru á því hversu mörg börn foreldrum eða forsjáraðilum er heimilt að taka

með sér í sund, samkvæmt reglugerð um hollustuhætti á sund- og baðstöðum. Í reglu-gerðinni er aftur á móti kveð-ið á um að öðrum en foreldr-um, 15 ára eða eldri, sé ekki heimilt að hafa með sér fleiri en tvö börn. Kjósi foreldri að fara með þrjú eða fleiri ósynd börn með sér í sund getur starfsfólk sundlauga ekki hindrað það. Að sögn Jakobs Þorsteinssonar, forstöðu-manns Sundlaugar Kópavogs, ber starfsfólki sundlauga að fara eftir reglugerðinni og getur því ekki komið í veg fyrir að foreldrar fari með mörg ósynd börn í sund. „Það eina sem við getum gert er að hafa auga með þeim,“ segir hann.

Á síðustu níu árum hafa þrjú börn undir sautján ára aldri drukknað í sundlaugum hér á landi. Átta börn undir tíu ára aldri hafa fengið svokallaða nærdrukknun en þá fara þau í hjarta- og öndunarstopp og eru endurlífguð og lifa slysið af, annað hvort heilbrigð eða með skemmdir á heila sökum súrefnisskorts. Börnin átta hlutu þó ekki heilaskaða. Í maí síðastliðnum var viðtal í Fréttatímanum við ömmu og móður fimm

ára gamals drengs sem drukknaði í sund-laug Selfoss árið 2011.

Að sögn Herdísar Storgaard, verkefnisstjóra slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna, er mikilvægt að foreldrar láti skynsemina ráða þegar þeir meta hversu mörgum ósyndum börnum þeir geti borið ábyrgð á í sundi. Hún bendir á að í Bretlandi séu reglurnar þannig að einu for-eldri sé ekki heimilt að fara með fleiri en tvö ósynd börn með sér í sund. Herdís hvetur foreldra til að fá annan fullorðinn með sér þegar farið er í sund með ósynd börn. „Sundlaugaverðir eru á tánum í sínum störfum en það er ekki möguleiki að þeir getið tekið ábyrgð á börnum annarra. Foreldrar verða að fylgjast með börnum sínum allan tímann.“

Að sögn Guðrúnar Valgerðar Ásgeirsdóttur, formanns Íþrótta- og heilsufræðifélags Íslands, áður Íþróttakennarafélags Ís-lands, á drukknun sér stað á ótrúlega stuttum tíma. „Ef mik-ill fjöldi er í laugum er erfitt að sjá hvort barn fari á botninn svo foreldrar verða að hafa augun á börnum sínum allan tímann. Það þarf ekki meira til en að barn missi annan handakútinn og þá er það í hættu,“ segir hún.

dagný Hulda erlendsdóttir

[email protected]

Það þarf ekki meira til en að barn missi annan handa-kútinn og þá er það í hættu.

Herdís Storgaard, verkefnisstjóri slysavarna barna hjá Miðstöð slysavarna barna.

3 börn hafa drukkn-að í sundlaugum á Íslandi á síðustu 9 árum.

börn, 10 ára og yngri, hafa fengið nærdrukknun á Íslandi á síðustu 9 árum.

8algengustu ástæður drukknunar barna á íslandi

n Börn fara ein í klefa og laumast aftur út í laug á meðan foreldri er í hinum klefanum.

n fullorðnir treysta því að börnin haldi sig í grunnu lauginni og fara einir í sólbað eða í heita pottinn.

n margir fullorðnir fara saman í sund og gleyma sér á spjalli og fylgjast ekki með börnunum.

næst algengasta ástæða drukknunar eða nærdrukknunar barna á Íslandi er þegar forsjáraðilar fara einir í sólbað eða í heita pottinn og segja börnum sínum að halda sig í grunnu lauginni. „Oft líða ekki nema nokkrar mínútur þangað til börnin eru komin í djúpu laugina. Við þessar aðstæður hafa börn drukknað,“ segir Herdís Storgaard. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages.

temeistari á sumarsólstöðum

Sólarhringslöng te-athöfn fer fram í Viðey um helgina í tilefni af sumarsólstöðum. Athöfnin er í umsjón temeistarans Adam Wojcinski sem hefur 16 ára reynslu af því að halda te-athafnir víða um heim en hann rekur teskóla í Ástralíu. Te-athöfnin hefst klukkan 22 á föstudagskvöldið en gestir geta komið með Viðeyjarferju strax morguninn eftir. adam býður þá upp á japanskt te sem hellt er upp á eftir kúnstarinnar reglum. auk hans verða 7 aðrir temeistarar í eyjunni.

Þá verður árleg sólstöðuganga

reykjavíkur haldin í fjórða sinn í Viðey. þór Jakobsson veðurfræðingur leiðir gönguna en hann er mikill viskubrunnur um söguna og fræðin á bak við þann merka viðburð sem sólstöður eru. Hann segir frá sól-stöðumínútunni sem í ár er klukkan 10.51 á laugardag og þeim hátíðum og hefðum sem sumarsólstöðum fylgja. Hin árlega sólstöðuganga hér á landi hefur verið kölluð „meðmælaganga með lífinu og menningunni“. Þá hvíla menn sig á deilu-málum og ganga saman í friði og spekt um fallega náttúru. -eh

adam Wojcinski hefur í 16 ár haldið teathafn-ir víða um heim og um helgina verður hann í Viðey.

Íslenskir vísindamenn eru á lista thomson Reuters yfir áhrifamestu vísindamenn samtímans. Vísindamennirnir eru þor-steinn loftsson, prófessor við lyfjafræðideild Háskóla Íslands, kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfða-greiningar og prófessor við læknadeild Háskóla Ís-lands, daníel f. guðbjarts-son og unnur þorsteins-

dóttir, vísindamenn við Íe og rannsóknaprófessorar við læknadeild Háskóla Íslands. augustine kong, guðmar þorleifsson, g. Bragi Walters, Hreinn Stefánsson, jeffrey r. gulcher, Patrick Sulem og Valgerður Steinþórsdóttir, vísindamenn hjá Íslenskri erfðagreiningu, eru einnig á listanum.

Vísindamennirnir eru

á lista thomson reuters með heitinu the World's Most Influential Scientific Minds 2014. Á listan-um eru rúmlega 3000 vísindamenn sem að mati thomson reuters hafa mest áhrif á sínu vísindasviði í heiminum í dag. listinn nær til allra greina vísinda og fræða, að hugvísindum undan-skildum.

öryggi barna – Mikilvægt að Foreldrar láti skynseMina ráða

4 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

Page 5: 20 06 2014

5 ÁRA ÁBYRGÐ

ÍSLE

NSK

A/SI

A.IS

/TO

Y 68

730

06/1

4

GÆÐALÁN TOYOTA

Bíllinn á myndinni kann að vera búinn aukahlutum sem ekki eiga við uppgefið verð og allar upplýsingar eru birtar með fyrirvara um villur. 40% vaxtalaust lán miðast við verðlistaverð án afsláttar. Nánari upplýsingar hjá söluráðgjöfum.

Gæðalán Toyota í samstarfi við ErgoFáðu 40% af verði nýrrar Toyotu aðláni án vaxta í allt að þrjú ár.

Toyota KauptúniKauptúni 6GarðabæSími: 570-5070

Toyota AkureyriBaldursnesi 1AkureyriSími: 460-4300

Toyota ReykjanesbæNjarðarbraut 19ReykjanesbæSími: 420-6600

Toyota SelfossiFossnesi 14 Selfossi Sími: 480-8000

Láttu hjartað ráða för og farðu á toyota.xx/hybrid

Toyota Hybrid – ástæðan fyrir því að sex milljónir manna aka á ný með gleði í hjarta.

Auris Hybrid - verð frá: 4.590.000 kr.

Page 6: 20 06 2014

AliciA Svefnsófi B 163 D 83 H 78 cm.

Dýnustærð 147x197 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Rautt, svart, grænt, og

blómamunstur.

119.990Fullt verð: 139.990

SveFnSóFar í höllinni

H ú s g Ag n A H ö l l i n

B í l d s h ö f ð a 2 0 o g D a l s b r a u t 1 • A k u r e y r i

E i t t s í m A n ú m E r 5 5 8 1 1 0 0

mElbournE SvefnSófi með tungu

169.990Fullt verð: 199.990

mElbournE Svefnsófi Stærð: 243x170 H:70 cm. Slitsterkt áklæði. Litir: Svargrár, grænn og rauður. vinstri og hægri tunga.

Rúmfata-geymsla í tungu.

Áttu von Á

geStum!SvefnSófaR

í úRvaLi

N ý bæjarstjórn tekur við í Reykja-nesbæ á næstu dögum eftir líflega kosningabaráttu. Tvö ný framboð,

Bein leið og Frjálst afl, hlutu hvort tvö sæti í bæjarstjórn og mynda meirihluta með Samfylkingu. Tveir nýju bæjarfulltrúanna eru þær Elín Rós Bjarnadóttir, kennari og jógakennari hjá Frjálsu afli og Anna Lóa Ólafsdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Beinni leið.

Óhætt er að segja að bakgrunnur þeirra sé áhugaverður því báðar eru þær miklar andans konur. Elín Rós er jógakennari og lærður grunnskólakennari og hefur starfað við Akurskóla undanfarin ár en hætti störfum þar síðasta vor og starfar sem flugfreyja hjá Icelandair í sumar. Anna Lóa er náms- og starfsráðgjafi hjá Miðstöð sí-menntunar á Suðurnesjum og hefur í nokk-ur ár skrifað vinsæla pistla um hamingjuna á Facebook-síðunni Hamingjuhornið. Um síðustu helgi lauk hún námi í sálgæslu frá Endurmenntun Háskóla Íslands og fagnaði fimmtugsafmælinu. Báðar stóðu þær því á tímamótum í vor þegar þeim bauðst að taka sæti á listunum.

Elín Rós kveðst viss um að hugmynda-fræði jóga eigi vel heima við stjórnun Reykjanesbæjar. „Jú, ekki spurning. Mín tilfinning er sú að með meiri jákvæðni verði bænum betur stjórnað. Þó svo búið sé að skipta upp í meiri- og minnihluta vona ég innilega að allir geti unnið saman og að fólk geti lagt sínar hugmyndir fram án þess að þær verði brotnar niður af hinum sem eru í meirihluta. Þannig að öll dýrin í skóginum séu vinir og að fólk skiptist ekki í tvo hópa eftir því hvort það er í meiri- eða minnihluta,“ segir hún.

Anna Lóa verður jafnframt forseti bæjarstjórnar og segir hún það spenn-andi áskorun að eiga sæti í bæjarstjórn. Í störfum sínum hefur hún einbeitt sér að hvetja fólk áfram og hjálpa því að takast á við áskoranir í lífinu. „Mannlegi og andlegi þátturinn gleymast stundum í stjórnmál-um. Ég hef nýlokið námi í sálgæslu og það sem ég lærði þar á án efa eftir að nýtast við störfin fyrir bæjarstjórn. Samtalið á milli hópa skiptir svo miklu máli. Það er enginn hópur æðri öðrum og samskiptin eru lyk-illinn að svo mörgu. Stjórnmál eru ekkert annað en samskipti.“

Í kosningabaráttunni kom það Önnu Lóu á óvart að enginn fjölmiðill skyldi hafa samband við hana og falast eftir viðtali þar sem hún var í öðru sæti á nýjum lista. Hún tók því málin í sínar hendur og tók við sig blaðaviðtal og sendi sem aðsenda grein til Víkurfrétta. Sömuleiðis tók hún við sig sjónvarpsviðtal og setti inn á YouTube þar sem hún brá sér í hlutverk spyrils og spurði sjálfa sig ýmissa spurninga um framboðið og stefnumálin. „Við ákváðum að vera í jákvæðninni og gleðinni í kosn-ingabaráttunni og það virkaði vel enda býr hér alveg ótrúlega jákvætt fólk. Það skiptir miklu máli að vera ekki alvarlegur þó mað-ur sé að taka á alvarlegum hlutum. Það er bæði hægt að vera faglegur og glaður.“

Meðal fyrstu verkefna hjá bæjarstjórn Reykjanesbæjar verður að ráða bæjar-stjóra, skapa fleiri atvinnutækifæri og vinna úr niðurstöðum óháðrar úttektar á fjármálum bæjarins.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

SveitarStjórNarmál aNdaNS koNur í bæjarStjórN

Það er bæði hægt að vera faglegur og glaður.

Hamingja og innri ró við stjórn ReykjanesbæjarNý bæjarstjórn tekur við völdum í Reykjanesbæ á næstu dögum. Meðal nýju bæjarfulltrúanna eru jógakennari og höfundur vinsælla pistla um hamingjuna. Þær eru sammála um að jákvæðni og góð samskipti séu lykillinn að góðri stjórnsýslu.

Elín Rós Bjarnadóttir og Anna Lóa Ólafsdóttir taka á næstu dögum sæti í bæjarstjórn Reykjanesbæjar. Þær ætla að leggja áherslu á jákvæð samskipti og að hlustað sé á hugmyndir fólks úr öllum flokkum. „Þannig að öll dýrin í skóginum séu vinir og að fólk skiptist ekki í tvo hópa eftir því hvort það er í meiri- eða minnihluta,“ segir Elín Rós.

Stangaveiðifélag Reykjavíkur og Veiðifélag Hítarár skrif-uðu undir nýjan samning um leigu á veiðirétti í Hítará á árbakkanum síðastliðinn laugardag. Hítará verður því áfram hjá SVFR næstu árin. Hítará hefur verið einstaklega vinsæl meðal félagsmanna SVFR enda frábær laxveiðiá og veiðihúsið Lundur sem Jó-hannes á Borg reisti einstakt og heillandi, að því er fram kemur í tilkynningu SVFR. Ólafur Sigvaldason, formaður

Veiðifélags Hítarár og Árni Friðleifsson, formaður SVFR, skrifuðu undir samninginn fyrir hönd félaganna.

Árni segir það einstaklega ánægjulegt að farsælt sam-starf félaganna haldi áfram og að félagsmenn SVFR geti veitt í Hítará næstu árin. Áin sé fjölbreytt og skemmtileg og aðgengi að veiðistöðum gott.

Veiði hófst í Hítará í fyrra-dag, miðvikudaginn 18. júní. „Í Hítará hafa veiðimenn getað eldað sjálfir í upphafi

veiðitíma og á haustin en þar á milli er matreiðslumeistari á staðnum sem töfrar fram kræsingar fyrir veiðimenn á milli þess sem laxar eru dregnir á land,“ segir enn fremur. „Þetta fyrirkomulag hefur notið mikilla vinsælda. Sumarið 2013 veiddust um 1150 laxar í Hítará og Grjótá og Tálma sem eru hliðarár Hítarár. Vonir veiðimanna standa til þess að veiðisum-arið 2014 verði jafnframt gott.“ -jh

laxveiði Hítará áfram Hjá Svfr NæStu áriN

Leigusamningur handsalaður á árbakkanum

Árni Frið-leifsson, for-maður SVFR og Ólafur Sigvaldason, formaður Veiðifélags Hítarár, handsala samninginn á bakka árinnar.

6 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

Page 7: 20 06 2014

Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum. Skammtar fyrir fullorðna 18 ára og eldri: Skammta skal ákvarða út frá því hversu háður nikótíni einstaklingurinn er. Mælt er með 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við notkun 4 mg, 20-30 sígarettur/sólarhring er miðað við 2 eða 4 mg eftir þörf en ef reykt er minna en 20 sígarettur á sólarhring er æskilegt að nota 2 mg. Ef þú færð aukaverkanir við notkun stærri skammtsins (4 mg lyfjatyggigúmmí), skaltu íhuga minni skammt í staðinn. Tyggja skal eitt stk við reykingaþörf þar til finnst sterkt bragð. Þá skal láta það hvíla milli kinnar og tannholds. Þegar sterka bragðið minnkar skal tyggja aftur. Þetta skal endurtaka í 30 mín. Venjuleg notkun er 8-12 stk, þó ekki fleiri en 15 stk af 4 mg og 25 stk af 2 mg lyfjatyggigúmmíi á sólarhring. Meðferðarlengd er einstaklingsbundin en skal í flestum tilfellum standa í a.m.k. 3 mánuði, skal þá draga smám saman úr notkun lyfjatyggigúmmísins. Meðferð skal hætt þegar neyslan er komin niður í 1-2 lyfjatyggigúmmí á sólarhring. Venjulega er ekki mælt með notkun lyfsins lengur en í eitt ár. Sumir, sem eru hættir að reykja, gætu þó þurft lengri meðferð til þess að forðast að byrja aftur að reykja. Geyma skal afgangs lyfjatyggigúmmí þar sem reykingaþörf getur skyndilega komið upp aftur. Ráðgjöf getur aukið líkurnar á því að reykingafólk hætti að reykja. Nota má lyfið til að lengja reyklaus tímabil og draga þannig úr reykingum. Ef ekki hefur dregið úr fjölda sígaretta á sólarhring eftir 6 vikur skal leita faglegrar ráðgjafar. Reykingum skal hætt um leið og einstaklingurinn er reiðubúin til þess, þó ekki síðar en eftir 6 mánaða meðferð. Leita skal faglegrar ráðgjafar ef ekki hefur tekist að hætta reykingum eftir 9 mánaða meðferð. Frábendingar: Ofnæmi fyrir nikótíni eða einhverju hjálparefnanna, reykleysi. Ráðfærðu þig við lækni eða lyfjafræðing því ekki er víst að þú megir nota lyfið ef þú: ert þunguð eða með barn á brjósti, hefur nýlega fengið hjartabilun eða hjartastopp, ert með hjarta- eða æðasjúkdóm, of háan blóðþrýsting, sykursýki, ofvirkan skjaldkirtil/nýrnahettur, magasár eða verulega skerta nýrna- og/eða lifrarstarfsemi eða ef þú ert yngri en 18 ára. Einstaklingum með gervitennur og þeim sem eiga í erfiðleikum með að tyggja tyggigúmmí er ráðlagt að nota önnur lyfjaform nikótínlyfja. Sjúklingar með arfgengt frúktósaóþol skulu ekki nota lyfið. Athuga ber að lyfið inniheldur natríum og bútýlhýdroxýtólúen (E321). Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Sjá notkunarleiðbeiningar í fylgiseðli. Geymið þar sem börn hvorki ná til né sjá. Jafnvel lítið magn af nikótíni er hættulegt börnum og getur valdið alvarlegum einkennum eða dauða. Markaðsleyfishafi: Novartis Healthcare A/S. Umboð á Íslandi: Artasan ehf., Suðurhrauni 12a, 210 Garðabæ

jatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við Nicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum.

ð 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við ð 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfjatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við ð 4 mg lyfjatyggigúmmíi fyrir einstaklinga með mikla nikótínþörf og fyrir þá sem ekki hefur tekist að hætta með notkun 2 mg lyfNicotinell Spearmint 2 mg og 4 mg lyfjatyggigúmmí. Inniheldur nikótín. Ábendingar: Til meðferðar á tóbaksfíkn en lyfið dregur úr nikótínþörf og fráhvarfseinkennum og það auðveldar þar með reykingarfólki sem vill hætta að reykja, að hætta og auðveldar þeim sem ekki geta hætt, eða eru tregir til þess, að draga úr reykingum.

jatyggigúmmís. Ef þú reykir fleiri en 30 sígarettur/sólarhring má miða við

®®

Það sem þú þarft að gera:Koma með tóman Nicorette eða Nicovel pakka í næsta apótek.

Það sem þú færð í staðinn:Þú færð 50% afslátt af Nicotinell Spearmint 2 mg eða 4 mg 24 stk pakka.

Skilyrði:

• Hægt er að koma með tóma Nicorette og Nicovel pakka í öll apótek.

• Hægt er að skila inn öllum tegundum, styrkleikum og pakkningastærðum af Nicorette og Nicovel til að fá afsláttinn. Pakki á móti pakka.

• Pakkinn sem er skilað má ekki vera útrunninn. Ath. dagsetning á pakkningu.

• Aðeins einstaklingar 18 ára og eldri geta tekið þátt.

• Afslátturinn gildir aðeins fyrir Nicotinell Spearmint og aðeins fyrir 24 stk pakkningu, bæði 2 mg og 4 mg pakka.

• Gildir ekki í almennum verslunum. Gildir 1.-30. júní 2014

1.

2.

Áttu tóman Nicorette eða Nicovel pakka?

Það sem þú þarft að gera:Koma með tóman Nicorette eða Nicovel 1.

Komdu með hann í næsta apótek og þú færð 50% afslátt af Nicotinell

Spearmint 24 stk. pakka!

Page 8: 20 06 2014

DDaglegaD3 vítamín styrkir m.a. ónæmiskerfi, tennur og bein og hjálpar til við upptöku kalks.

G reiningardeild Íslandsbanka spáir því að vísitala neysluverðs hækki um 0,2% í júní. Gangi spáin eftir

hjaðnar verðbólga úr 2,4% í 2,1%. Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5% í júní í fyrra. „Verðbólguhorfur eru allgóðar fyrir yfir-standandi ár. Líkt og áður þá gerum við ráð fyrir að verðbólgan muni aukast á næsta ári samhliða auknum umsvifum í hagkerfinu. Þó teljum við að verðbólga verði mun minni næstu ár en hún hefur að jafnaði verið undanfarin ár,“ segir grein-ingardeildin en Hagstofan birtir vísitölu neysluverðs fyrir yfirstandandi mánuð 27. júní.

„Lítið er um stóra hækkunarvalda VNV [vísitölu neysluverðs] í júní samkvæmt spá okkar,“ segir deildin enn fremur. „Stærsti einstaki áhrifavaldurinn er ferða- og flutningaliðurinn. Gerum við ráð fyrir að hann vegi til 0,06% hækkunar VNV í mánuðinum, sem má meðal annars rekja til hækkunar eldsneytisverðs (0,02% í VNV). Að þessu sinni teljum við að lítil breyting verði á flugfargjöldum til útlanda (0,01% í VNV), og þá þrátt fyrir að talsverð breyting hafi verið í verði á fargjöldum til einstakra áfangastaða, bæði til hækkunar og lækkunar.

Spá um verðhækkun mat- og drykkjar-vöru (0,05% í VNV) byggir á verðkönnun okkar og skrifast sú hækkun helst á kjöt, grænmeti og ávexti. Af öðrum liðum sem má nefna hér er árstíðarbundin verðhækk-un á þjónustu hótela og veitingastaða, sem

að okkar mati munu vega til 0,03% hækk-unar VNV.

Gögn af íbúðamarkaði benda til þess að húsnæðisliður vísitölunnar (0,03% í VNV) muni lítið hækka þennan mánuðinn sem er ólíkt þróuninni sem verið hefur að undan-förnu,“ segir greiningardeildin. Hún nefnir líka að áhrifa lækkunar á krónutölugjöld-um áfengis og tóbaks (-0,02 í VNV) gætir í spánni í júní.

Verðbólguhorfur fyrir komandi mán-uði eru að mestu svipaðar og í síðustu spá greiningardeildar Íslandsbanka sem sér fram á fremur tilþrifalitla mánuði í verð-lagsþróun, ef frá eru talin áhrif af útsölum og útsölulokum.

„Við spáum 0,4% lækkun VNV í júlí og 0,4% hækkun bæði í ágúst og september. Lækkun VNV í júlí skýrist af útsöluáhrif-um, sem ganga svo til baka í ágúst og sept-ember. Samkvæmt þeirri spá mun verð-bólga mælast 2,0% í júlí og ágúst en 2,1% í september. Við gerum í kjölfarið ráð fyrir að verðbólga haldist á svipuðum slóðum út árið, og mælist 2,0% í árslok.“

Greiningardeildin telur hins vegar að verðbólga muni aukast heldur á næsta og þarnæsta ári, verði 3,1% bæði árin. Fram-leiðsluspenna myndist væntanlega í hag-kerfinu, og endurspeglist það í hraðari hækkun launa og áframhaldandi raun-hækkunar fasteignaverðs.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Jónas Haraldsson

jonas@ frettatiminn.is

Viðskiptaráð UppGjör föllnU bankanna

Nauðasamningar hagfelldastirAfnám gjaldeyrishafta hefur dregist verulega umfram það sem upphaflegar væntingar stóðu til. Þar vegur þyngst sú töf sem orðið hefur á uppgjöri þrotabúa föllnu bankanna, segir Viðskiptaráð en skoðun þess er að hagfelldasta lausnin fyrir alla aðila fælist í nauðasamningum þar sem byrði vandans væri skipt með ásættanlegum hætti á milli kröfuhafa og þjóðarbúsins.

Viðskiptaráð telur að svigrúm fyrir slíkri lausn sé til staðar bæði hjá kröfuhöf-um og þjóðarbúinu en þríþættur ágrein-ingur er til staðar vegna nauðasamninga: efnislegur, lagalegur og deilur um aðkomu

stjórnvalda. Ráðið bendir á að rekstrar-kostnaður þrotabúanna sé kominn yfir 100 milljarða og segir kröfuhafa verða af um 260 milljörðum króna fyrir hvert ár af töfum á útgreiðslu eigna þeirra.

„Mögulegt er,“ segir Viðskiptaráð, „að búin verði tekin til gjaldþrotaskipta eftir þremur leiðum: að frumkvæði slitastjórna, kröfuhafa eða löggjafans. Ef kröfuhafar koma sér ekki saman um gerð nauðasamn-inga sem falla innan svigrúms þjóðarbús-ins væri æskilegra að slitameðferð verði lokið með gjaldþrotaskiptum en að núver-andi ástand vari áfram um fyrirsjáanlega framtíð.“

neyslUVerð VerðbólGUhorfUr yfirstandandi árs erU Góðar

Hjaðnandi verðbólgu spáð í júnímánuðiGreiningardeild Íslandsbanka spáir því að verðbólgan mælist 2% í árslok en að hún verði 3,1% árin 2015 og 2016.

Verðbólguhorfur eru allgóðar fyrir yfirstandandi ár. Það ætti að gleðja þá sem skulda fasteignalán.

Gögn af íbúðamarkaði benda til þess að húsnæðis-liður vísitöl-unnar (0,03% í VNV) muni lítið hækka þennan mán-uðinn sem er ólíkt þróun-inni sem verið hefur að undanförnu.

Hamarshöfði 4 - sími 587-1960 - www.mosaik.is

Vönduð vinna

Stofnað 1952

Mikið úrval affylgihlutum

Steinsmiðjan Mosaik

Legsteinar

Sumar 23 1. - 13. september

Sumarævintýri á Korsíku

Bókaðu núna á baendaferdir.isSími 570 [email protected]íðumúla 2, 108 Reykjavík

Spör

ehf

.

Fararstjóri: Hólmfríður Bjarnadóttir

Stórfengleg fegurð og kyngimagnaðir fjallgarðar heilla alla í glæsilegri ferð til frönsku eyjunnar Korsíku í Miðjarðarhafinu. Litríkir bæir verða á leið okkar, granítklettar, fallegar strandir og ræktuð lönd.Ferðin endar í höfuðstað Tíról, Innsbruck.

Verð: 327.700 kr. á mann í tvíbýli. Mjög mikið innifalið!

8 fréttir Helgin 20.-22. júní 2014

Page 9: 20 06 2014

www.n1.is facebook.com/enneinn

Hluti af ferðasumrinu

Glæsilegir vinningarfyrir glæsileg tilþrifÍ Vegabréfinu eru átta spennandi Minute to Win It – Ísland þrautir og auk þess geturðu fengið tvær til viðbótar með því að safna stimplum. Á vegabréfaleikur.is getur þú sent inn myndband af fjölskyldunni að leysa þrautirnar og unnið glæsilegan vinning.

Ekki vera feimin. Þú gætir unnið þennan glæsilega Samsung Galaxy S5 snjallsíma!

Sæktu Vegabréfið og veldu þraut

Veldu flokk og taktu myndband

Sendu inn á vegabréfaleikur.is

Sýningar hefjast á SkjáEinum næsta haust

Page 10: 20 06 2014

www.siggaogtimo.is

Demantshringur 0.70ctVerð 680.000.-

H eimsmeistarakeppnin í knattspyrnu sem nú stendur yfir í Brasilíu virðist ætla að verða

ein sú skemmtilegasta frá upphafi. Mörkum rignir inn, heimsmeistar-arnir eru úr leik og stemningin magnast með hverjum deginum. En undir þessum stærsta íþrótta-viðburði heims krauma deilur, baktjaldamakk og spilling. Allt undir hatti FIFA, Alþjóða knatt-spyrnusambandsins, sem Sepp nokkur Blatter er í forsvari fyrir.

FIFA stórgræðir og borgar ekki skattÍ aðdraganda HM í knattspyrnu var hávær umræða um FIFA og skipulagningu mótsins. FIFA hefur enda núorðið á sér þann stimpil að allar aðgerðir þess séu vafasamar og til þess fallnar að einhver handgenginn sambandinu hagnist fjárhagslega.

Eldræða sjónvarpsmannsins John Oliver í þættinum Last Week Tonight vakti mikla athygli en yfir fimm milljónir hafa horft á hana á Youtube. Þar var fullyrt að Brasilíumenn hafi eytt ellefu milljörðum dollara í undirbúning keppninnar en FIFA stórgræði á henni og sé að auki undanþegið skatti. Þar sem Budweiser er einn af styrktaraðilum keppninnar voru sett ný lög sem leyfa bjórrisanum að selja veigar á knattspyrnuvöll-unum. Frá árinu 2003 hafði áfengi verið bannað á knattspyrnuvöllum í Brasilíu vegna hárrar dánartíðni þar.

1,4 milljarðar dollara í bankaOg tölurnar tala sínu máli. Á næstu fjórum árum mun FIFA græða fjóra milljarða dollara og talan á bankabókinni í Sviss er 1,4 milljarðar dollara. Styrktaraðil-arnir sækja í sambandið eins og flugur á skít; Adidas framlengdi

Skuggahliðar fallegustu íþróttar heimsÞó frábær byrjun Hollendinga og þrenna Thomasar Müller sé nú á allra vörum er ekki einhugur um framkvæmd HM í knattspyrnu í Brasilíu. Alþjóðaknattspyrnusam-bandið FIFA liggur undir ámæli fyrir spillingu og maðurinn í brúnni, Sviss-lendingurinn Sepp Blatter, er afar umdeildur. Svo umdeildur reyndar að hann hefur ákveðið að láta ekki sjá sig opinberlega í Brasilíu á næstunni.

nýverið samning sinn til 2030. Þetta rímar allt saman frekar illa við að FIFA er skilgreint sem samband sem ekki er rekið með gróða í huga. Og er undan-þegið skatti í Sviss.

Blatter staðhæfir að FIFA láti stóran hluta af innkomunni renna til aðildarfélaga sinna. Að því er breska blaðið Gu-ardian greinir frá eyðir það þó meira í rekstrar-kostnað, þar með talið laun og ferðakostnað, en í „knattspyrnuþróun“ eins og það er kallað. Umfang sambandsins hefur aukist ótrúlega. Þegar Blatter kom þar til starfa voru 12 starfs-menn hjá FIFA en í dag starfa þar 452. Launa-kostnaður er 75 millj-ónir dollara á ári.

Nýverið eyddi FIFA sextán milljónum punda í gerð kvikmyndarinnar United Passions sem fjallar um sambandið. Þar leikur

hinn kunni leikari Tim Roth Sepp

Blatter.

Umdeild keppni í Katar

Höfuðstöðvar FIFA eru í Zürich og þar verður tekin ákvörðun um hvort

hætt verði við að halda HM árið 2022 í Katar. Breska

blaðið Sunday Times greindi frá því fyrir skemmstu að

kjörnir fulltrúar þáðu mútur til að kjósa Katar sem gestgjafa keppn-

innar. Í umfjöllun blaðsins kom fram að meirihluti þeirra sem þáðu mútur

voru fulltrúar Afríkuríkja. Sepp Blatter hefur vísað þessum ásökunum á bug

sem vestrænum rasisma gegn Afríku-þjóðum.

Valið hefur frá upphafi verið afar umdeilt enda liggur fyrir að ekki er hægt að leika fótbolta yfir hásumarið í Katar; hitinn þar getur farið upp í fimmtíu gráður.

Líkir sjálfum sér við Hróa höttBlatter hyggst gefa kost á sér í formanns-kjöri FIFA á næsta ári þrátt fyrir að hafa áður lofað því að þetta yrði síðasta kjör-tímabil hans. Flestir spá því að hann eigi sigurinn vísan í kjörinu. Fyrir utan spill-ingarmálin sem FIFA, undir hans stjórn, hefur mátt svara fyrir hefur honum tekist að afla sér ótal hatursmanna fyrir forn-eskjulegar yfirlýsingar og stjórnarhætti. Hann hefur sagt að góð leið til að auka vinsældir kvennaknattspyrnunnar sé að konur verði í styttri stuttbuxum. Þá tókst honum að hneyksla marga þegar hann truflaði mínútu þögn til minningar um Nelson Mandela.

Sjálfur er Blatter kokhraustur. „Þið hald-ið kannski að ég sé miskunnarlaus afæta sem sjúgi lífið úr heiminum og fótbolt-anum. Ykkur hefur kannski verið talin trú um að FIFA sé hinn vondi fógeti af Notting-ham. En sannleikurinn er sá að við eigum meira sameiginlegt með Hróa hetti.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Sepp Blatter er 78 ára Svisslendingur. Hann hefur verið forseti FIFA síðan 1998. Blatter er

menntaður viðskipta- og hagfræðingur. Hann er þrígiftur og á eina dóttur.

Sem ungur maður starfaði Blatter við almannatengsl og blaðamennsku. Hann gat sér gott orð hjá Longines úragerðarfyrirtækinu og

þaðan var hann sóttur til FIFA árið 1975. Hjá FIFA vann hann sig upp þar til hann var kjörinn

forseti. Blatter á heiðurinn af útþenslu sam-bandsins en um leið hafa ýmis spillingarmál

komið upp á hans vakt.

Ljósmyndir/NordicPhotos/Getty

Hinn umdeildi Sepp Blatter er á allra vörum vegna

spillingarmála hjá FIFA. Í bakgrunni er fundarher-

bergi FIFA í höfuð-stöðvum þess í Zürich.

10 fréttaskýring Helgin 20.-22. júní 2014

Page 11: 20 06 2014

ILVA Korputorgi, s: 522 4500 www.ILVA.is laugardaga 10-18, sunnudaga 12-18, mánudaga - föstudaga 11-18:30

NÚ 695,-

Camembert-ostur, sólþurrkað tómatpestó, rauðlaukur, basilolía, papriku chili sulta og salat-blanda. 995,- NÚ 695,-

Tilboð í júní - Camembert-beygla

útsala30. mAí - 6. jÚLí 2014

Kommóða með 4 skúffum. 90 x 49 x 99 cm. 39.900,- NÚ 29.900,-

Ada-kommóða

FRÁ 1.436,-

NÚ 29.995,-

Svört eða hvít herðatré. 4 í pk. 795,-/pk. NÚ 495,-/pk. Einnig til hvít.

Coathanger-herðatréHvítvínsglas 40 cl. 1.995,- NÚ 1.596,- Rauðvínsglas 60 cl. 2.295,- NÚ 1.836,- Vatnsglas 30 cl. 1.795,- NÚ 1.436,-

Smoke-glös

NÚ 19.900,-

NÚ 1.995,-

NÚ 1.995,-

Svart garðsett úr akasíuvið. Borð. 150 x 80 cm. 29.900,- NÚ 14.100,- 2 stólar í pk. 29.900,- NÚ 17.900,- Heildarverð á setti. 89.700,- NÚ 49.900,-

Lomma-garðsett

Fatastandur. Gulur, blár eða hvítur. H 179 cm. 29.900,- NÚ 19.900,-

Cactus-fatastandur

Svefnsófi með legubekk. Fallegt grátt eða ljósgrátt áklæði. Svampdýna. L 242 x D 158 cm. Svefnflötur L 207 x B 142 cm. 199.900,- NÚ 149.900.- Legubekkur til hægri eða vinstri. Þú velur áklæði, arma, fjöðrun, bakpúða og einingu.

Tailor Flex 210

Þriggja hæða kökudiskur. H 32 cm. 3.995,- NÚ 1.995,-

Cookie-kökudiskur

Hreindýrahorn. H 30 cm. 2.995,- NÚ 1.995.-

Mista-horn

Ýmsar gerðir. 23 x 28 cm. 3.995,-/stk. NÚ 2.995,-

Flokkur 3

NÚ 2.995,- NÚ 495,-

SPARAðu

50%

SPARAðu

30%

Tveggja sæta svefnsófi

149.900,-SPARAÐU50.000,-

SPARAðu

25%Af öllum TAiloR-

SvefnSófum

NÚ 149.900,-

Ada-kommóða

495,-

Þriggja hæða kökudiskur. H 32 cm. 3.995,-

Cookie-kökudiskur

lomma -garðsett

49.900,-

SPARAÐU39.800,-

Ýmsar gerðir. 1000 ml áfylling í plastflösku. 3.995,- NÚ 2.995,- 500 ml í glerflösku með pumpu. 2.995,- NÚ 2.195,-

Marseille-sápa

SPARAÐU

25%AF ÖLLUM

MARSeiLLe SáPUM

SPARAÐU

25%AF ÖLLUM áBReiÐUM

OG PÚÐUM

25%

SPARAðu

25%

SPARAðu

30%

Page 12: 20 06 2014

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjó[email protected] Ritstjórar: Jónas Haraldsson [email protected] og Sigríður Dögg Auðuns dóttir [email protected]. Fréttastjóri: Höskuldur Daði Magnússon [email protected]. Framkvæmda- og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson [email protected]. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson [email protected] . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 82.000 eintökum í Landsprenti.

H Hvalveiðibátar Hvals hf. hófu stórhvelaveiðar í vikubyrjun. Hvalveiðivertíð stendur næstu þrjá mánuði en fyrirtækið má veiða 154 langreyðar á þessu ári, samkvæmt ákvörðun stjórnvalda. Veið-arnar hófust í skugga þess að á sama tíma var Ís-lendingum, einni helstu fiskveiðiþjóð í Norður-Atl-antshafi, meinuð þátttaka í stórri hafráðstefnu sem utanríkisráðuneyti Bandaríkjanna stóð fyrir, það er að segja á mánudag og þriðjudag. Ráðuneytið brást

með þessum hætti við fyrirmælum Bandaríkjaforseta en í minnisblaði í apríl síðastliðnum hvatti forsetinn innanríkisráðherra landsins til að endurskoða tvíhliða samstarfsverk-efni Íslands og Bandaríkjanna og aðra erindreka sína til að beita sér gegn hvalveiðum með ýmsum hætti.

Auður stóll Íslands er merki um útskúfun á ráðstefnu sérfræðinga sem Íslendingar sóttust eftir að sitja en fengu ekki. Ástæða útskúfunar-innar liggur fyrir. Óviðeigandi þótti

að bjóða hvalveiðiþjóðinni á ráðstefnuna. Mark-mið alþjóðasamfélagsins er, að því er fram kom í tengslum við ráðstefnuna, að halda höfunum óspilltum fyrir komandi kynslóðir og verndun sjávarspendýra er hluti af því markmiði. Með að-gerðunum hvetja Bandaríkjamenn Íslendinga til að virða alþjóðlegt hvalveiðibann.

Hvalveiðar hérlendis eru með tvennum hætti. Annars vegar fyrrnefndar stórhvelaveiðar – sem vægast sagt eru umdeildar. Þótt Íslendingar telji sig hafa fullan rétt til að nýta þessa auðlind er stuðningur við veiðarnar hverfandi á alþjóðavísu – megn andúð á þeim raunar ríkjandi. Víðast hvar er litið á dráp þessara risa hafsins sem villimennsku sem eigi ekki að viðgangast. Þótt Íslendingar telji veiðarnar sjálfbærar liggur það fyrir að langreyður er á lista CITES samningsins um dýr í útrýmingar-hættu en þeim samningi er ætlað að koma í veg fyrir viðskipti með afurðir dýra og plantna í útrým-ingarhættu. Því er langreyðadráp litið sömu augum og fíladráp vegna fílabeins, svo dæmi sé tekið. Þess utan getur dráp þessara stóru dýra með skutli verið kvalafullt og ekki í samræmi við þær kröfur sem gerðar eru til slátrunar dýra. Þá hefur ekki gengið andskotalaust að koma hvalkjöti á markað erlendis, eins og sást á frægri för flutningaskipsins Ölmu í vor en skipið flutti margra ára birgðir til frá Íslandi til Japans.

Hinn hluti veiðanna er síðan hrefnuveiðarnar, veiðar sem stundaðar eru nær ströndum landsins. Þau dýr eru veidd með sama hætti og stórhvelin – en þess utan er hörð hagsmunabarátta í gangi milli þeirra sem veiða og annarra fyrirtækja sem gera út á ört vaxandi atvinnugrein, hvalaskoðun. Hrefnuveiðimenn telja sig í fullum rétti og stofninn standi vel undir veiðunum. Skoðunarfyrirtækin – studd af Samtökum ferðaþjónustunnar – segja á hinn bóginn að veiðar og skoðun fari ekki saman á sama svæði. Hvalaskoðun sé til dæmis stærsta afþreyingargrein ferðaþjónustunnar í Reykjavík og sú þriðja stærsta á landinu. Vakin er athygli á því að fjórði hver erlendur ferðamaður sem kemur til landsins fer í hvalaskoðun. Á síðasta ári nýttu rúm-lega 200 þúsund ferðamenn sér þessa þjónustu, þar af um 115 þúsund í ferðum frá Reykjavík. Hvala-skoðunin skilar því árlega um fjórum milljörðum króna í þjóðarbúið. Svo enn sé stuðst við dæmi frá Reykjavík benda hvalaskoðunarfyrirtækin á það að hrefnan sé mikilvægasta tegundin við hvalaskoðun þar. Forvitnustu dýrin séu þau mikilvægustu fyrir skoðunarskipin en jafnframt auðveldustu skotmörk hvalveiðimanna. Veiðar á þeim grafi því undan atvinnugreininni.

Íslendingar geta ekki skellt skollaeyrum við áliti alþjóðasamfélagsins hvað stórhvelaveiðarnar varðar – og þegar að mati á hrefnuveiðum og hvala-skoðun kemur hljóta minni hagsmunir að víkja fyrir meiri. Það er því brýnt að endurmeta stöðuna. Þar má leggja til grundvallar þingsályktunartillögu átta þingmanna frá því mars síðastliðnum þess efn-is að fjármála- og efnahagsráðherra láti fara fram mat á heildarhagsmunum Íslands vegna hvalveiða í íslenskri lögsögu. Metnir verði fjárhagslegir og viðskiptalegir hagsmunir, hagsmunir sjávarútvegs og ferðaþjónustu sem og áhrif Íslands á alþjóðavett-vangi og á samskipti við einstök ríki.

Kallað eftir hagsmunamati

Endurmat á hvalveiðum

Jónas [email protected]

Laugavegi 174 | Sími 590 5040Opið virka daga frá kl. 10-18 og laugardaga kl. 12-16

Kíkið inná:heklanotadirbilar.is

GÓÐIR, NÝLEGIR& TRAUSTIR GÆÐABÍLAR

Á GÓÐU VERÐIAudi A1 Attraction 1,4 TFSIÁrgerð 2011, bensín Ekinn 41.500 km sjálfskiptur

Ásett verð3.290.000

VW Touareg V6 TDI245 hö. Árgerð 2013, dísil Ekinn 31.000 km, sjálfskiptur

VW Golf Highline 1.4 TSI AT Árgerð 2011, bensín Ekinn 80.000 km, sjálfskiptur

Fiat 500 LoungeÁrgerð 2012, bensín Ekinn 17.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 9.890.000

Ásett verð: 2.690.000Ásett verð: 2.390.000

Ásett verð: 2.290.000

VW Jetta Highline 1,4 TSIÁrgerð 2012, bensín Ekinn 25.000 km, sjálfskiptur

Skoda Octavia Combi 1,9 TDI. Árgerð 2010, dísil Ekinn 118.000 km, beinskiptur

Ásett verð: 3.290.000

VW Golf Trendl 1,6 TDI Árgerð 2012, dísil Ekinn 40.000 km, beinskiptur

Skoda Rapid Amb. 1.4 TSI. Árgerð 2013, bensín Ekinn 27.000 km, sjálfskiptur

Mercedes-Benz B180 CDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 15.000 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 3.050.000

Ásett verð: 3.350.000 Ásett verð: 4.980.000

Komdu og skoðaðu úrvalið!

Attraction 1,4 TFSI

VW Tiguan Track&Style 2,0TDI. Árgerð 2012, dísil Ekinn 46.000 km, sjálfskiptur

Ásett verð: 5.850.000

Helgin 20.-22. júní 2014

Page 13: 20 06 2014

Miðasala » www.sinfonia.is » www.harpa.is » Miðasala í Hörpu » Sími: 528 5050 » Opið 9–18 virka daga 10–18 um helgar

Endurnýjun áskrifta fyrir tónleikaraðir starfsársins 2014/15 er hafin í miðasölu Hörpu og í síma 528 5050.

Sala nýrra áskriftar- og Regnbogakorta hefst 25. júní. Almenn miðasala hefst 19. ágúst.

Dagskráin á næsta starfsári er fjölbreytt og for vitnileg, hægt er að kynna sér hana nánar á www.sinfonia.is.

Áskrift er góð leið til að tryggja sér öruggt sæti og ríflegan afslátt.

Kynnum næsta starfsár til leiks

Page 14: 20 06 2014

Við búum okkur undir að fá aldrei að vita af hverju hún dó. Það er líklegra en hitt,“ segir Inga Vala Jónsdóttir,

móðir Tinnu Ingólfsdóttur sem varð bráðkvödd á heimili foreldra sinna á Akureyri þann 21. maí síðastliðinn.

Síðasta skiptið sem Tinna hitti foreldra sína var þegar fjölskyldan á Akureyri kom til Reykjavíkur, meðal annars til að fara með Tinnu og eldri bróðir hennar, Steinar, á leikritið „Furðulegt háttalag hunds um nótt“ sem fjallar um dreng á einhverfuróf-inu og er byggt á samnefndri bók. „Þau skildu þetta verk mjög vel,“ segir Inga Vala og brosir. Steinar er greindur á einhverfurófinu og móðir þeirra telur víst að Tinna hafi verið það líka. Unnusti Tinnu, Kristján Helgi Hjartarson, lét eintak af „Furðulegu háttalagi hunds um nótt“ í kistu hennar áður en hún var jörðuð.

Til stóð að foreldrar Tinnu myndu aftur hitta hana mánudaginn áður en hún dó, þegar þeir millilentu í Reykjavík á leið í hjónaferð til Spán-ar. Ferðina höfðu þau skipulagt með nokkrum fyrirvara til að styrkja enn tengslin eftir erfða baráttu Ingu Völu við krabbamein. Tinna og foreldrar hennar fóru á mis en þeim fannst það ekki stórmál, ekki þá, enda ætluðu þau bara að vera í viku á Spáni. En lengi skal manninn reyna, og því hefur þessi fjölskylda sannarlega fengið að kynnast. Inga Vala var þá nefnilega nýkomin frá Svíþjóð. „Ég var nýkomin frá systur minni,“ segir hún alvarleg. „Systursonur minn fyrirfór sér. Hann henti sér fyrir lest. Hann var að klára fyrsta árið í menntaskóla, fæddur 1997. Eftir að Tinna dó komu strax upp sögusagnir um að hún hafi fyrirfarið sér. Ég er ekki viðkvæm fyrir því. Ég held að það séu eðlileg viðbrögð þegar svona

ungt fólk fer. Það er algengasta dánarorsökin þegar fólk lendir ekki augljóslega í slysi.“ Enn eru engar skýringar á því að Tinna lést. Hún hafði fallið nokkrum sinnum í yfirlið síðustu misserin en engar skýringar höfðu heldur fengist á því af hverju það leið yfir hana. Í eitt skiptið fékk hún einnig krampa. „Ég varð aldrei vitni að því þegar það leið yfir hana. Það er óútskýrt. Síðan varð hún bara bráðkvödd. Kannski er þetta eins og vöggudauði, að við fáum enga skýr-ingu. Við búum okkur undir það,“ segir Inga Vala.

Tinna kom til Akureyrar með flugi daginn eftir að foreldrar hennar fóru til Spánar. Föðurafi hennar sótti hana út á flugvöll og hún sá síðan um yngri systkini sín; Steinar 15 ára, Loga 7 ára og Ragnhildi 5 ára. Tinna eldaði fyrir þau kvöldmat og kom þeim í svefninn. „Það var Steinar sem kom að henni látinni,“ segir mamma þeirra. „Hann vaknaði upp úr sjö eins og hann er vanur. Steinar er með herbergi í kjallaranum en Tinna svaf í okkar herbergi. Þegar hann ætlar að fara inn á bað kemst hann ekki inn og gerir þá ráð fyrir að Tinna sé þar. Þegar aðeins líður á finnst honum tími til kominn að vekja krakkana og gefa þeim að borða. Það er ábyrgð sem við höfum aldrei lagt á hans herðar. Enn leið tíminn og ekkert bólaði á Tinnu. Logi litli þurfti að fá gleraugun sín sem eru alltaf geymd á baðherberg-inu. Steinari fannst skrýtið hvað hún var lengi þarna inni, fór að banka og uppgötvar síðan að hurðin er ekki læst heldur er einhver fyrirstaða. Hann náði loks að opna nógu vel til að sjá hana liggja á gólfinu með opin augun. Hann hringdi þá strax í 112 og sagðist halda að systir sín væri dáin.“ Þau hjónin dást að viðbrögð-um sonar síns þennan morguninn því hann gerði allt rétt. „Hann er að

mörgu leyti vel tengdur en maður reiknar samt ekki endilega með því að hann bregðist við eins og annað fólk,“ segir Ingólfur Samúelsson, pabbi þeirra.

Mötley Crüe í jarðarförinniÞeir eru ófáir blómvendirnir sem prýða stofuna að Rauðumýri 10 á Akureyri þegar blaðamann ber að garði, aðeins viku eftir að hjónin á heimilinu fylgdu dóttur sinni, Tinnu Ingólfsdóttur, til grafar þann 6. júní. Börnin á heimilinu kvöddu elstu systur sína hinstu kveðju og reyna nú að átta sig á því hvernig lífið á að halda áfram. Nokkur eintök af sálmaskránni eru enn á stofuborð-inu. Þau lög, ljóð og sálmar sem fluttir voru við jarðarförina voru mörg hver heldur óvenjulegt fyrir jarðarför; í sálmaskránni er textinn við lagið The Dark End of the Street úr kvikmyndinni The Commit-ments, ljóðið Krummi eftir Davíð Stefánsson, textinn við Home Sweet Home með glysrokksveitinni Mötley Crüe auk texta úr söngleikjunum Hárinu og Jesus Christ Superstar. Textavalið er samt einmitt dæmi-gert fyrir Tinnu því hún var engin venjuleg stelpa.

Tinna var fædd 6. júlí 1992 og því 21 árs þegar hún varð bráð-kvödd. Hún vakti þjóðarathygli í kjölfar þess að hún skrifaði opinskáan pistil á vefinn Freyjurnar sem bar yfirskriftina „Ert þú ekki þessi stelpa?“ þar sem hún sagði frá því að drengir og menn sem hún treysti fyrir nektar-myndum af sér hefðu áframsent þær þannig að myndirnar fóru í almenna dreifingu á netinu. Með skrifum sínum sýndi Tinna fádæma hugrekki og tók mikilvægt skref í baráttunni gegn netníðing-

um. Foreldrar Tinnu, þau Inga Vala og Ingólfur, ákváðu að koma í viðtal svo skömmu eftir andlát Tinnu til að halda baráttu hennar áfram. Pistill Tinnu hófst á orðunum „„Þú varst fyrir mis-notkun Tinna.“ Þetta sagði mamma mín við mig fyrir rétt rúmlega ári síðan. Mér hafði aldrei nokk-urn tímann dottið í hug að ég hefði orðið fyrir ein-hvers konar mis-notk-un. Ég

Hún var þessi stelpaTinna Ingólfsdóttir varð bráðkvödd á heimili foreldra sinna þann 21. maí. Tinna varð þjóðþekkt baráttukona eftir að hún skrifaði opinskáan pistil sem bar heitið „Ert þú ekki þessi stelpa?” þar sem hún sagði frá afleiðingum þess að nektarmyndum af henni var dreift í hennar óþökk. Tinna var lögð í einelti sem barn, átti í erfiðleikum með félagsleg samskipti og þráði þá viðurkenningu sem hún fékk fyrir að senda myndirnar. Foreldrar Tinnu eru afar stoltir af dóttur sinni og vonast til að hug-rekki hennar skipti sköpum þegar kemur að vitundarvakningu vegna ofbeldis á netinu.

Hún skilaði skömminni á þann stað sem hún á heima.

Síðasta myndin sem tekin var af Tinnu, sjálfsmynd sem hún tók tveimur dögum áður en hún lést, þar sem hún var að prófa nýju les-gleraugun sín.

Framhald á næstu opnu

14 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

Page 15: 20 06 2014

LOFORÐ ERU EITT -STAÐREYNDIR ANNAÐSAMSUNG SJÓNVÖRP HAFA FENGIÐ MJÖG LOFSAMLEGA DÓMA UM HEIM ALLAN FYRIR NÝSTÁRLEGA OG FULLKOMNA TÆKNI OG FRÁBÆR MYNDGÆÐI. VIÐ HJÁ SAMSUNG SETRINU OG ORMSSON HÖFUM ÞESS VEGNA LEYFT OKKUR AÐ FARA MEÐ HÁSTEMMT LOF UM SAMSUNG SJÓNVÖRPIN Í AUGLÝSINGUM OKKAR - ENDA FULL ÁSTÆÐA TIL!

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG

SAMSUNG ANNAÐ MERKI

BIRT Á MBL.IS 16.6.2014 - HTTP://WWW.MBL.IS/FRETTIR/TAEKNI/2014/06/16/SAMSUNG_I_NIU_AF_TIU_EFSTU_SAETUNUM/BIRT Á VB.IS 17. JÚNÍ 2014 - HTTP://WWW.VB.IS/EFTIRVINNU/106449/*

VERSLANIR OG UMBOÐSMENN UM LAND ALLT

SÍÐUMÚLA 9REYKJAVÍKSÍMI 530 2900

LÁGMÚLI 6-8REYKJAVÍKSÍMI 530 2800

samsungsetrid.isSETRIÐ

Page 16: 20 06 2014

www.odalsostar.is

TINDUROSTUR ÚR SKAGAFIRÐINUMÞessi bragðmikli meðlimur Óðalsfjölskyldunnar er framleiddur í Skagafirði og nefndur eftir fjallinu Tindastól. Tindur er einstakur ostur sem fengið hefur drjúgan þroskunartíma þar til hinu einkennandi þétta bragði hefur verið náð.

Óðals Tindur er sérstaklega bragðmikill, hæfir við ýmis tækifæri og er dásamlegur einn og sér. Tindur parast vel með sterku bragði enda lætur hann fátt yfirgnæfa sig.

tók bara vondar ákvarðanir og var hálfviti.“ Mamma Tinnu þvertekur hins vegar fyrir að hafa sagt þessi orð heldur tekur enn dýpra í árinni: „Ég sagði við hana að hún hefði orðið fyrir ofbeldi. Mér er illa við orðið misnotkun í þessu sambandi því mér finnst engin rétt notkun á börnum,” segir hún ákveðin. „Ég vissi að hún var að vinna að þessari grein. Hún hafði sagt mér frá því, fannst hún þurfa að vara okkur við því að hún ætlaði að gera þetta opinbert. Ég hvatti hana eindregið áfram.“

Þráði félagslega viðurkenninguTinna var á aldrinum 13 til 15 ára þegar hún sendi myndirnar frá sér. Bæði var um að ræða stráka sem hún þekkti og treysti, en einnig ókunnuga menn sem hún kynntist á netinu og fékk frá þeim hrós og viðurkenningu fyrir að senda nektarmyndir, nokkuð sem hún var ekki vön að fá í félagslegum samskiptum. Foreldrar Tinnu segja hana hafa verið góðan náms-mann að upplagi en félagsfærni hennar hafi lengst af ekki verið upp á marga fiska og að hún hafi átt erfitt með að eignast vini. „Báðir bræður hennar eru greindir á einhverfurófinu. Eftir á að hyggja, eftir að hafa gengið í gegnum greiningarferlið með þá, tel ég líklegt að hún hefði fengið greiningu í dag. Strax sem barn finnst mér hún hafa haft einkenni þess að vera á einhverfurófinu líka,“ segir Inga Vala. „Hún var bráðgert barn, fljót að læra að lesa og saug í sig allan fróðleik. Í gegnum alla sína barnæsku fékk hún viðurkenningu fyrir hvað hún var klár og gáfuð. Hún lýsti því vel í pistlinum sínum hvað hún þráði félags-lega viðurkenningu og ég var ánægð að sjá hversu vel hún gerði sér grein fyrir aðdraganda þess að hún fór að senda myndirnar. Hún var þá orðinn unglingur, farin að upplifa sig sem kynveru og þá eru menn sem notfæra sér það og spila á það. Þeir gefa henna félags-lega viðurkenningu, segja að hún sé falleg en brjóta traust hennar. Samtalið sem við áttum þar sem ég gerði henni grein fyrir að hún hefði verið beitt ofbeldi snerist um að hún hefði þarna í raun bara verið barn og gæti á engan hátt borið ábyrgð á því sem gerðist. Það var eins og það opnaði augu hennar fyrir því í fyrsta skipti að þetta var ekki henna að kenna.“

Tveir bekkjarfélagar mættu í afmæliðInga Vala, móðir Tinnu, segir dóttur sína hafa verið jaðarsetta af bekkjarsystkinum sínum strax frá því að hún byrjaði í Oddeyrarskóla í öðrum bekk. „Hún varð aldrei fyrir þannig einelti að hún væri lamin heldur var hún félagslega útilokuð og kölluð kenn-arasleikja. Hún var smátt og smátt brotin niður og var á endanum orðin auðveld bráð. Hana langaði bara að það væri einhver strákur skotinn í sér. Okkur langar það öll.“ Tinna var alltaf hörð af sér og það var ekki fyrr en hún var orðin 9-10 ára þegar foreldrar hennar áttuðu sig á hve staða hennar var slæm. „Þá var umræða um einelti innan skólans á frumstigi og umsjónarkennarinn gerði tengslakönnun meðal nemenda. Rúmlega 20 nemendur voru í bekknum og þeir áttu að svara nafnlaust könnun þar sem þeir voru meðal annars spurðir hvort það væri einhver í bekknum sem þeir héldu að liði illa eða þeir vor-kenndu. Fjórtán svöruðu „Tinna“. Þetta kom kennar-anum mjög á óvart. Auðvitað voru ýmsar vísbend-ingar og okkur tók það mjög sárt þegar við buðum öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar og það mættu tveir. Hún á reyndar afskaplega erfiðan afmælisdag, fyrstu vikuna í júlí, en það var bara eitt foreldri sem lét vita. Tinna lét samt sem ekkert væri. Hún reyndi alltaf að vera nagli. Eftir þetta reyndum við ekki að bjóða bekknum í afmælið hennar.“

Eftir að bræður Tinnu, þeir Steinar og Logi, voru greindir á einhverfurófi áttuðu foreldrar þeirra sig betur á hegðun Tinnu í uppvextinum. „Hún var ekki

Það tók okkur mjög sárt þegar við buðum öllum bekknum í 9 ára afmælið hennar og það mættu tveir.

Foreldrar Tinnu, Inga Vala Jónsdóttir og Ingólfur Samúelsson, eru afar stoltir af henni og því hversu langt hún komst í að styrkja sjálfa sig. Ljósmynd/HariFramhald á næstu opnu

16 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

Page 17: 20 06 2014

H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t

Öll v

erð

eru

bir

t m

eð f

yrir

vara

um

pre

ntv

illu

r og

/eð

a m

yndabre

ngl

.

998 kr./kippan

Coke, Coke light og Coke zero,4x2 l

295kr./pk.

Göteborgs Ballerina2 tegundir, 110 g

Við gerum meira fyrir þig

167 kr./pk.

Stjörnu ostapopp, 100 g

185 kr./pk.169kr./stk.

Muscovado vínarbrauð

228 kr./stk.

Helgartilboð!449 kr./stk.

Dala Feta, 2 tegundir, 325 g

529 kr./pk.475 kr./pk.

Gæðabrauð,lágkolvetnabrauð, 420 g

ÍM úrbeinuð

kjúklingalæriÍM úrbeinuð

kjúklingalæri

23982398kr./kg

579 kr./pk.

Þykkvabæjar fors. kartöflur, 1 kg

549 kr./pk.

Helgartilboð!EF, sinneps-, hvítlauks- og piparsósa, 200 ml

289 kr./stk.

3398 kr./kg

Lamba prime

3798 kr./kg

269 kr./stk.

Ungnauta hamborgari, 120 g

298 kr./stk.

1798 kr./kg

Barbarieandarlærleggur

1998 kr./kg

GrillGrillsumar!

kr./kippan

BakaðBakaðá staðnumNÝTT!

Page 18: 20 06 2014

Nýstárlegt og glæsilegt útlitið kemur á óvart, en þú verður fyrst verulega hissa þegar þú kemur inn í bílinn og finnur hversu rúmgóður hann er. Fóta- og höfuðrýmið í þessum fyrsta hlaðbaki sinnar tegundar frá Škoda er nefnilega það mesta sem fyrirfinnst í þessum stærðarflokki bíla. Skyggða sóllúgan, sem hægt er að fá sem aukabúnað, og stór afturrúðan auka svo enn frekar á frelsistilfinninguna. Þegar við þetta bætast allar góðkunnu „Simply Clever“ lausnirnar frá Škoda er útkoman bíll sem á engan sinn líka. Sestu inn og njóttu þess að láta fara vel um þig.

Nýr ŠKODA Rapid Spaceback

HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · www.skoda.is

5 stjörnur í árekstrar-prófunum EuroNcap

Eyðsla frá 4,4 l/100 km CO2 frá 114 g/km

114g

4,4

Nýr ŠKODA Rapid Spaceback kostar aðeins frá:

3.080.000,-m.v. ŠKODA Rapid Spaceback 1.2TSI, 86 hestöfl, beinskiptur.

SIMPLY CLEVER

UPPLIFÐU RÝMIUPPLIFÐU RÝMI

með samskipti nógu vel á hreinu og oft áttaði hún sig ekki á því hvaða áhrif hegðun hennar hafði á aðra. Henni fannst alltaf mikilvægt að rétt skyldi vera rétt, og ef hún til dæmis heyrði fólk spjalla um eitthvað sem hún taldi sig hafa meira vit á átti hún til að vaða inn í samræðurnar og segjast hafa lesið hið rétta í „þess-ari“ bók á „þessari“ blaðsíðu,“ segir mamma hennar og brosir. Þegar minningarnar streyma getur það sem eitt sinn var svo erfitt að eiga við virst afar kómískt. „Lengi vel bar hún ekki skynbragð á þetta en á síðustu árum var hún farin að gera sér betur grein fyrir þessu.“ Pabbi Tinnu segir þau hafa reynt að leiðbeina henni í þessu sem öðru og lagt áherslu á mikilvægi þess að reyna að lesa fólk ekki síður en bækur.

Með sterka stöðu sína sem náms-maður að leiðarljósi ákvað Tinna að reyna að komast úr Oddeyrarskóla sem fyrst og í Menntaskólann á Akur-eyri. „Menntaskólinn tók inn útvalda nemendur úr 9. bekk í grunnskóla og setti í svokallaðan krílabekk. Hún einsetti sér að komast í þennan bekk, hélt sínum góðu einkunnum og sigldi í gegnum viðtal í menntaskólanum. Hún sá þetta sem leið út.“

Náði sér aldrei á strik Nektarmyndirnar sem hún sendi af sér voru á þessum tímapunkti komnar mikla í dreifingu. Eins og hún sagði frá í pistlinum þá fékk hún að heyra nánast daglega athugasemdir á borð við „Gaman að sjá þig í fötum“ frá ýmsum samnemendum sínum í MA. Það var ekki fyrr en eftir andlát hennar sem foreldrar Tinnu fréttu að hún hefði byrjað að prófa kannabisefni um þetta leyti. En hún eignaðist líka kærasta sem bar virðingu fyrir henni og sýndi henni stuðning, kærasta sem síðar var einn af þeim sex vinum

hennar sem héldu á kistunni hennar í gröfina. Tinna fór að njóta sín á nýjan hátt; hún tók þátt í leiklistarlífinu í MA, í söngvakeppninni og hellti sér síðan út í pólitík. Allt þetta kom for-eldrum hennar nokkuð skemmtilega á óvart. „Í menntaskólanum gekk hún til liðs við VÍMA, Vinstri menn í MA. Þar voru aðallega strákar starfandi og þeir dæmdu hana ekki. Það var alveg dásamlegt. Hún byrjaði þarna líka að mynda vináttusambönd við stelpur í meira mæli en áður,“ segir Inga Vala. Tinna náði sér samt aldrei námslega á strik eftir að hún fór í menntaskóla og var í viðtölum hjá námsráðgjafa. Eftir á að hyggja velti ég fyrir mér hvort þessar myndbirtingar hafi valdið hjá henni kvíða sem truflaði hana við námið. Á þessum tíma vorum við samt bara rosalega ánægð. Við vildum ekki þrýsta á hana. Við fundum að það var mikilvægara, ef ekki bara það mikilvægasta, að ná að fúnkera sem unglingur frekar en að vera með topp-einkunnir.“

Fengu myndirnar inn um póst-lúgunaÍ pistlinum sem Tinna birti á Freyj-urnar.is þann 23. apríl síðastliðinn kom fram að sumarið 2008 hafi for-eldrar hennar komist að því að nektar-myndir af henni væru í dreifingu, þegar ófrímerktu umslagi með út-prentuðum myndum var laumað inn um póstlúguna hjá þeim. Þau segja að sér hafi vitanlega brugðið en fyrst og fremst hafi þau verið sorgmædd fyrir hönd dóttur sinnar.

Tinna hafði fengið tölvu í ferm-ingargjöf og vegna þess hve mikið

hún fór að vera í tölvunni síðustu árin í grunnskóla og einangraði sig, að mömmu hennar fannst, ákvað hún að brjóta trúnað við dóttur sína og fara inn í tölvuna hennar til að skoða hvað hún væri að gera. „Ég hafði áhyggjur af netsamskiptum hennar og fór inn í tölvuna þar sem ég fann myndir sem hún hafði tekið af sjálfri sér. Ég las henni pistilinn og sagði henni að þetta mætti hún ekki gera. Til dæmis væri hægt að brjótast inn í tölvuna í gegnum netið. Ég hugsaði ekki út í að hún ætlaði að senda þessar myndir en þarna hefur hún líklegar þegar verið búin að því.“ Tinna var ekki móttæki-leg fyrir því að ræða dreifingu nektar-myndanna eftir að þær bárust inn um póstlúguna og liðu fimm ár þar til þær mæðgur settust niður og ræddu málin af alvöru, í ársbyrjun 2013.

Þunglynd með kvíðaEftir útskrift frá MA, árið 2011, flutti Tinna til Reykjavíkur og skráði sig í

mannfræðinám við Háskóla Íslands. Hún átti kærasta sem hún bjó hjá en eftir að upp úr slitnaði hjá þeim lenti Tinna á vergangi þar sem hún átti erfitt með að finna sér húsnæði. Hún átti í raun erfitt með að finna sig í til-verunni, fór í mikla kannabisneyslu um tíma og féll í skólanum. Inga Vala, mamma Tinnu, var greind með brjóstakrabbamein haustið 2012 og mest af orku hennar fór í baráttuna við krabbameinið. Vorið eftir ákvað Tinna að eyða nokkrum vikum hjá for-eldrum sínum á Akureyri og það er þá fyrst sem þeir heyra að hún hafi fallið í skólanum og að hún þjáist af mikilli vanlíðan og kvíða. Þetta er á þeim tíma sem kynferðisbrot Karls Vignis Þorsteinssonar komast í hámæli vegna umfjöllunar Kastljóss og

Stefndi á fræðSluStarf

Sama dag og Tinna lést sam-þykkti skóla- og frístunda-svið Reykjavíkurborgar einróma tillögu Vinstri grænna að fara af stað með fræðslu- og forvarnar átak fyrir börn og unglinga vegna myndbirtinga.

Sóley Tómasdóttir, borg-arfulltrúi Vinstri grænna, kom að máli við Tinnu eftir að hún skrifaði pistilinn opinskáa. „Ég dáðist að styrk og hugrekki Tinnu. Ég hafði samband við Tinnu og spurði hvort ég mætti ekki mæla með henni í samtal við unglinga í grunnskólum borgarinnar. Hún var heldur betur til í það. Það er synd að unglingarnir í Reykjavík hafi orðið af fræðslu með Tinnu. Áhrifa hennar gætir þó í samfélaginu og mun gæta áfram. Hún opnaði á umræðu um erfitt en brýnt vandamál og nú er það okkar hinna að halda henni áfram og koma í veg fyrir að fleiri unglingar þurfi að ganga í gegnum allt það sem hún þurfti að gera.“

Fjölskyldumyndataka frá fermingu Steinars á hvítasunnunni 2012. Þarna eru f.v. Logi, Inga Vala,

Tinna, Steinar, Ragnhildur.

Framhald á næstu opnu

18 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

Page 19: 20 06 2014
Page 20: 20 06 2014

Orkuríkur áfangastaðurVatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er vatni til miðlunar safnað í uppistöðulón og minni miðlunarmannvirki. Hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru sex aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallþunga vatnsins.

Búrfellsstöð er hluti af umfangsmiklu veitukerfi á svæðinu. Þar er boðið upp á gagnvirka orkusýningu og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar.

Myndin sýnir þversnið af Kaplan hverfli í Búðarhálsstöð, nýjustu aflstöð Íslendinga. Í stöðinni vinna tveir slíkir hverflar rafmagn úr miklu vatnsmagni við fremur lága fallhæð.

Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17.

Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17.

Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17.

Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17.

Velkomin í heimsókn í sumar!

www.landsvirkjun.is/heimsoknir

umræðan um kynferðisbrot verður mjög hávær í samfélaginu.

„Eftir að ég varð veik brustu allar mínar varnir gagnvart óuppgerðu kyn-ferðisofbeldi sem ég varð fyrir sem unglingur og ég fer að horfast í augu við það,“ segir Inga Vala en um það leyti sem hún var greind með krabbamein frétti hún að maðurinn sem hafði brotið á henni, þáverandi kennari hennar, hafði í fyrsta sinn verið handtekinn fyrir kynferðisbrot. Hann fékk síðar dóm. „Ég var búin að vera að vinna í mínum málum þegar Tinna kemur til okkar. Ég starfa sem ljósmóðir og í gegnum starf mitt með konum hef ég komist að því hvað kynferðisofbeldi er gríðarlega stórt vandamál. Þegar Tinna sýnir öll merki þunglyndis og er mjög vansæl förum við að rifja upp þessar myndbirt-ingar og ræða þau áhrif sem þær höfðu á hana. Ég sagði við hana að þunglyndið hlyti að eiga sér skýringar, hún hefði verið lögð í einelti sem barn og hún var beitt ofbeldi sem unglingur. Við vorum hér heima saman í nokkrar vikur og gátum lokst rætt hlutina opinskátt. Ég átti sjálf alltaf erfitt með að líta á mig sem „fórnarlamb“ en ég gat litið á mig sem „þolanda.“ Ég samsamaði mig ekki með því að vera fórnarlamb því ég var alltaf að reyna að vera sterk og dugleg, og það var nákvæmlega það sama með Tinnu. Hún leit alltaf á sig sem algjöran

nagla. Ég var bara komin lengra en hún í þessari orðræðu sem skiptir svo miklu máli. Hún var búin að ná sér vel á strik þegar hún birti pistilinn en kannski var hún samt ekki komin á þann stað að geta kallað ofbeldið sínu rétta nafni.“

Í framhjáhlaupi nefnir Inga Vala að maðurinn sem beitti hana kynferðisof-beldi hafi sent henni samúðarskeyti eftir að Tinna dó, nokkuð sem henni fannst afar erfitt og óþægilegt. Ingólfur grípur inn í: „Ég er búinn að henda því.“

Virk á Kynlegum athugasemdumUpp frá þessu hreinskipta samtali þeirra mæðgna fór Tinna markvisst að reyna að vinna sig frá áhrifum ofbeldisins. Hún fór aftur til Reykjavíkur og með stuðningi frá kærastanum sínum, Kristjáni Helga, fór hún aftur í nám – nú í bókmenntafræði – og vann í sjálfri sér. Mamma hennar segir að það hafi haft mikil áhrif á hana að taka þátt í umræðum á Facebook-síðunni „Kyn-legar athugasemdir“ sem stofnuð var í apríl þar sem fólk ræðir um atburði eða reynslu sem sýnir misrétti kynjanna. „Hún var mjög virk þar og umræðan þar varð til þess að hún fór út í að skrifa pistilinn. Hún vildi koma þessu frá sér. Kristján Helgi, unnusti hennar, segir að hún hafi verið öll á nálum, uppstökk og kvíðin á meðan hún var að vinna pistilinn. Það tók hana nokkurn tíma að

skrifa þetta en þegar hún var búin að klára hann og setja hann á netið var eins og hún fyndi fyrir svo mikilli ró. Það var ekki aftur snúið. Hún fékk heldur ekkert nema jákvæð viðbrögð,“ segir mamma hennar. Efni pistilsins var tekið upp á öllum helstu veffréttamiðlum auk þess sem Tinna kom í viðtal í Íslandi í dag þar sem hún sagði frá þessari erfiðu reynslu. Tinna hafði sýnt það hugrekki að hefja glímu við fortíðina. Hún var lögð af stað í vegferð til styrkja sjálfa sig og líða betur.

Foreldrar hennar voru afar stoltir af henni og vissu ekki betur en að börnin þeirra hefðu það notalegt saman á meðan þau sjálf voru að hlaða batteríin á Spáni. Þau segja það hafa verið afskap-lega erfitt að vera í öðru landi þegar þau fengu þær fregnir að Tinna væri látin og flýttu þau sér heim með fyrsta flugi. „Það var gríðarlega dýrmætt að við vorum nýbúin að segja henni hvað við værum stolt af henni. Hún var búin að upplifa svartasta skammdegið en fékk loksins að finna þennan mikla meðbyr,“ segir Inga Vala. Systkini Tinnu takast síðan á við missinn hvert á sinn hátt. „Ragnhildur er að verða sex ára. Hún er ekki komin á þann aldur að hún geri sér grein fyrir endanleikanum og hvað dauðinn þýðir. Hún hefur ekki verið sorgmædd. Þegar við komum loksins var hún búin að finna hvað allir voru

Tinna fór í MA og tók þar þátt í leiklist,

söngvakeppn-inni og lét

til sín taka í pólitík.

Tinna með eldri bróður

sinn, Steinar, sem fæddist

1998.

Tinna og Ingólfur,

pabbi hennar, á góðri stundu

þegar hún varð stúdent

árið 2011.

20 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

Page 21: 20 06 2014

Orkuríkur áfangastaðurVatnsaflsstöðvar nota fallþunga vatns til að knýja hverfla sem vinna rafmagn. Á Þjórsár- og Tungnaársvæðinu er vatni til miðlunar safnað í uppistöðulón og minni miðlunarmannvirki. Hvert lónið tekur við af öðru og á milli lónanna eru sex aflstöðvar sem virkja orkuna sem býr í fallþunga vatnsins.

Búrfellsstöð er hluti af umfangsmiklu veitukerfi á svæðinu. Þar er boðið upp á gagnvirka orkusýningu og skammt norður af stöðinni eru fyrstu vindmyllur Landsvirkjunar.

Myndin sýnir þversnið af Kaplan hverfli í Búðarhálsstöð, nýjustu aflstöð Íslendinga. Í stöðinni vinna tveir slíkir hverflar rafmagn úr miklu vatnsmagni við fremur lága fallhæð.

Gagnvirk orkusýning í Búrfellsstöð er opin alla daga kl. 10-17.

Einnig tekur starfsfólk á móti gestum við vindmyllurnar norðan Búrfells alla laugardaga í júlí kl. 13-17.

Jarðvarmasýning í gestastofu Kröflu er skemmtilegur áfangastaður fyrir norðan. Þar er opið alla daga kl. 10-17.

Við Kárahnjúkastíflu tekur leiðsögumaður á móti gestum alla miðvikudaga og laugardaga kl. 14-17.

Velkomin í heimsókn í sumar!

www.landsvirkjun.is/heimsoknir

sorgmæddir í kringum hana og það er eins og hún sé að reyna að peppa okkur upp. Eitt það fyrsta sem hún sagði við okkur var: „Ég er ekkert leið yfir því að Tinna er dáin.“ Hún sagði það með bros á vör eins og hún væri að fullvissa okkur um að við þyrftum aldeilis ekki að hafa áhyggjur af henni. Logi er við-kvæmari og hann veltir mikið fyrir sér hvað gerðist. Hann spyr hvort það hafi liðið yfir hana, líkt og hann voni að hún komi til með að vakna aftur, og hann spyr líka hvort hún hafi fengið krabba-mein,“ segir Inga Vala. Ingólfur segir Loga enn spyrja mikið og bara fyrr um daginn hafi hann spurt hvort Tinna hafi lent í slysi. Inga Vala tekur fram að hún hafi upphaflega sagt að frændi þeirra í Svíþjóð hefði lent í lestarslysi því hún vissi ekki hvað systir sín ætlaði að segja sínum börnum.

„Ég treysti mér ekki strax til að út-skýra fyrir 5 og 7 ára börnum sem vita ekki hvað dauðinn er að einhvern langi til að deyja. Frænka þeirra, jafn-aldra Loga, var síðan alveg með þetta á hreinu þegar þau komu hingað. Ég heyrði krakkana tala um þetta og Logi vildi fyrst ekki trúa því að hann hafi gert þetta sjálfur því ég hafði sagt að þetta væri slys. En auðvitað á maður að vera hreinskilinn um dauðann við börn. Þau finna alltaf þegar verið er að fela hluti fyrir þeim.“

Jörðuðu börnin sín sama dagSystursonur Ingu Völu, Emil Jón Björnsson, var brenndur í Svíþjóð og ákveðið með nokkrum fyrirvara að út-för hans færi fram frá Akureyrarkirkju þann 6. júní. „Fyrst að þau voru öll að koma til Akureyrar á þessum tíma ákváðum við að hafa útfarirnar sama dag. Við ákváðum samt strax að hafa tvær aðskildar athafnir þannig að þeir sem væru að koma í jarðarför Tinnu þyrftu ekki líka að vera við jarðarför Emils sem þau þekktu ekki neitt, og ekki síður öfugt. Það er alltaf gríðar-lega erfitt þegar verið er að jarða svona ungt fólk og maður vill ekki að fólk þurfi að upplifa það oftar en það kærir sig um. Það er vissulega dálítið einstakt þegar svona gerist, að systur séu að jarða börnin sín sama dag.“

Inga Vala og Ingólfur taka sérstak-lega fram að þau vilja koma á framfæri þakklæti til bæjarbúa á Akureyri, auk allra ættingja, vina og jafnvel gamalla skólafélaga, fyrir allan þann hlýhug og ótrúlega stuðning sem þau hafa mætt. Þau segja suma hafa haft orð á því hvað þau hafi verið iðin við að fara út úr húsi og mæta til að mynda við útskriftir barnanna í skóla og leikskóla. „Við tók-um meðvitaða ákvörðun um að hætta ekki að lifa. En við vitum líka að þessir dagar eru ekki endilega þeir erfiðustu. Það eiga eftir að koma verri dagar þar

sem söknuðurinn verður yfirgnæfandi,“ segir mamma Tinnu. Það eiga eftir að koma afmælisdagar, jól, fjölskylduvið-burðir þar sem Tinna átti fast hlut-verk. Algengt er að samfélagið reikni með því að fjölskyldur séu komnar yfir mestu sorgina eftir missi um ári síðar. „Mögulega verður þetta enn erfiðara þegar við hverfum aftur inn í fjöldann, þegar hversdagurinn tekur við,“ segir pabbi Tinnu. Nú einbeita þau sér að því að boðskapur Tinnu lifi áfram.

„Þegar öllu er á botninn hvolft erum við svo þakklát fyrir og stolt af henni fyrir að hafa komist á þennan stað. Hún náði að koma tilfinningum sínum frá sér og hún skilaði skömminni á þann stað sem hún á heima. Tinna átti heilmikla vinnu eftir með sjálfa sig en hún var byrjuð og hún var á réttri leið. Það þurfti heilmikið til að koma henni á þennan stað. Hún var dæmd, þetta kostaði hana erfitt umtal, hún kom sér upp kvíðasjúkdómi og þunglyndi, og hún leitaði í fíkniefni. Hins vegar fékk hún borgað til baka í heilmikilli reynslu þó hún hafi ekki verið reynd á mörgum sviðum. Hún var orðin svo mikil mann-eskja með svo sterkan boðskap, og það er það sem við viljum halda á lofti,“ segja þau.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

viðtal 21 Helgin 20.-22. júní 2014

Page 22: 20 06 2014

NÁNAR Á

SUMARFERDIR.ISSUMAR FERÐIR ERU BETRI EN AÐRAR!

SUMAR FERÐIR

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is

MARMARISVerð frá 95.600 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi á Club Anastasia.Ferðatími: 26. júní - 10. júlí

Verð frá 131.200 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

BENIDORMVerð frá 85.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi og sjávarsýn áMilords Suites. Ferðatími: 24.júní - 2. júlí

Verð frá 107.500 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

COSTA DORADAVerð frá 123.400 kr.

m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði á Regina Gran.

Ferðatími: 9. - 16. júlí

Verð frá 143.900 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

ALBÍRVerð frá 99.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

með hálfu fæði á Hotel Kaktuz. Ferðatími: 24. júní - 2. júlí

TENERIFEVerð frá 79.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi á Compostela Beach Golf Club. Ferðatími: 25. júní - 2. júlí

Verð frá 96.900 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

ALMERÍAVerð frá 92.400 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

með öllu inniföldu á Hotel Roc Golf Trinidad.Ferðatími: 24. júní - 1. júlí

Verð frá 117.200 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

Page 23: 20 06 2014

NÁNAR Á

SUMARFERDIR.ISSUMAR FERÐIR ERU BETRI EN AÐRAR!

Hlíðasmári 19, 201 Kópavogur | Sími 514 1400 | sumarferdir.is

MARMARISMARMARISVerð frá 95.600 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi á Club Anastasia.Ferðatími: 26. júní - 10. júlí

Verð frá 131.200 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

BENIDORMBENIDORMVerð frá 85.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi og sjávarsýn áMilords Suites. Ferðatími: 24.júní - 2. júlí

Verð frá 107.500 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

COSTA DORADACOSTA DORADAVerð frá 123.400 kr.

m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli með hálfu fæði á Regina Gran.

Ferðatími: 9. - 16. júlí

Verð frá 143.900 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

ALBÍRALBÍRVerð frá 99.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

með hálfu fæði á Hotel Kaktuz. Ferðatími: 24. júní - 2. júlí

TENERIFETENERIFEVerð frá 79.900 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í íbúð

með einu svefnherbergi á Compostela Beach Golf Club. Ferðatími: 25. júní - 2. júlí

Verð frá 96.900 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

ALMERÍAALMERÍAVerð frá 92.400 kr.m.v. tvo fullorðna og tvö börn í tvíbýli

með öllu inniföldu á Hotel Roc Golf Trinidad.Ferðatími: 24. júní - 1. júlí

Verð frá 117.200 kr.á mann m.v. tvo fullorðna

Page 24: 20 06 2014

Lið Fílabeinsstrandarinnar í þrengstu búningunum á HM

Þ að er að mörgu að hyggja þegar horft er á HM. Sér-staklega hjá þeim sem eng-

an áhuga hafa á fótbolta. Það er margt sem þeir aðilar geta gert sér til dundurs á meðan keppnin er nán-

ast allan sólarhringinn í sjónvarp-inu. Það er hægt að skoða leikinn út frá hárgreiðslu leikmannanna. Húðflúr er vinsælt í ár, og margir leikmenn vel blekaðir og vel hægt að mynda sér skoðanir

á því. Svo er hægt að ákveða með hverjum maður

heldur út frá þátttöku

liðanna í þjóð -

söngnum, en þá myndu að vísu allir halda með Ítölum. Eitt er þó gaman að skoða og það eru búningarnir. Það fer alltaf mikil umræða um bún-inga þjóðanna og virðast allir geta myndað sér skoðun á þeim.

Sumir búningar eru þó þrengri en aðrir, og nokkrir það þröngir að maður veltir fyrir sér hvort leik-mennirnir geti yfir höfuð andað í þessum klæðnaði. Hér eru þeir þrengstu.

Myndir/NordicPhotos/Getty

margt sem þeir aðilar geta gert sér til dundurs á meðan keppnin er nán-

leikmenn vel blekaðir og vel hægt að mynda sér skoðanir

Þrengri:Suður-Ameríkuþjóðirnar hafa sjaldan verið mjög þröngar. Kannski er það vegna þess hve áhrifamikil kaþólska kirkjan er í heimsálfunni. Úrúgvæ fer þó alla leið með sín þrengsli í ár og leikmenn skarta mjög svo aðsniðnum treyjum. Er þó ekki viss um að þeim líði neitt sér-staklega vel í þessum klæðnaði þar sem þeir náðu sér aldrei á strik í fyrsta leik keppninnar.

2. Þrengstur:Afríkuþjóðirnar hafa undanfarnar keppnir verið í gríðarlega þröngum treyjum. Margir muna eftir ermalausu treyjunum sem Kamerún skart-aði á HM 2002. Þær þóttu marka upphaf þessarar tísku og síðan hafa Afríkuliðin borið höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað aðsnið varðar.Keppnin í ár er engin undantekning. Þeir sem eru í langþrengstu treyjum í Brasilíu eru drengirnir frá Fílabeinsströndinni. Treyjurnar þeirra eru það þröngar að það mætti stundum halda að búningarnir séu litaðir á spengilega kroppana.

1. Þröngur:Svisslendingar eru í rauninni eina Evrópuþjóðin sem skartar þröngum treyjum þetta árið. Hinar þjóðirnar eru frekar hefðbundnar. Það eru viss vonbrigði að Ítalir og Frakkar séu ekki eins þröngir og þeir hafa áður verið. Svisslending-ar halda uppi heiðri Evrópu í ár.

3.

Fitul’til ogpr—teinr’k . . .

… og passar með öllu

www.ms.is

HV

ÍTA

SIÐ

/ S

ÍA

24 fótbolti Helgin 20.-22. júní 2014

Page 25: 20 06 2014

Skemmtilegast að versla

*Jafngildir 20,32% verðlækkun. Að sjálfsögðu fær ríkissjóður 25,5% virðisaukaskatt af þessari sölu. Verðlækkunin 20,32% er alfarið á kostnað Hagkaups. Tilboðin gilda út mánudaginn 23. júní.

AFNEMUM VIRÐISAUKASKATT* AF ÖLLUM HERRAFATNAÐI OG SKÓM Á ALLA FJÖLSKYLDUNA

19.-23. JÚNÍ.

Page 26: 20 06 2014

sumarkaffið 2014:

afríkusól- veitir gleði og ylAfríkusól frá Rúanda. Dökkir Afríkuskuggar eru mjúkir og yndislegir í þessu kaffi. Hentar í allar gerðir uppáhellingar.

kaffitar.is

Deilir hafréttaráhuganum með unnustunniÞjóðréttarfræðingurinn Tómas H. Heiðar var frambjóðandi Íslands í kjöri dómara við Alþjóðlega hafréttardóminn á dögunum og sigraði

austurríska mótframbjóðandann með miklum yfirburðum, 142 atkvæðum gegn 30. Fyrir Tómasi er hafréttur ástríða og segir hann

sterka stöðu Íslands á því sviði sýna að smáríki geti náð sambærilegri stöðu og stórveldi sé forgangsraðað á skynsaman hátt. Tómas deilir

hafréttaráhuga sínum með argentískri unnustu sinni.

Tómas H. Heiðar, þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneyt-isins, sigraði með miklum yfirburðum

í síðustu viku þegar aðildarríki hafréttarsamnings Sameinuðu þjóðanna kusu dómara til setu í Alþjóðlega hafréttardóminum í Hamborg. Mótframbjóðandinn

var Austurríkismaðurinn Helmut Türk, sitjandi dómari sem sóttist eftir endurkjöri, og voru niður-stöður kjörsins þær að Tómas fékk 142 atkvæði gegn 30. Hann segir það hafa komið á óvart að sigra með svo miklum yfirburðum því 3/4 hluta atkvæða þurfi til að ná kjöri og oft sé kosið nokkrum sinnum þar til sú niðurstaða fæst.

Tómas ásamt unnustu sinni, Fernöndu Millicay, eftir að úrslit kjörsins voru tilkynnt. Hún starfar að hafréttarmálum fyrir hönd Argentínu hjá Sameinuðu þjóðunum.

Tómas H. Heiðar og María Mjöll Jónsdóttir kosningastjóri þegar úrslit um kjör dómara við Alþjóða hafréttardóminn voru tilkynnt. Aðeins þurfti að kjósa einu sinni því framboð Íslands sigraði með miklum yfirburðum.

26 viðtal Helgin 20.-22. júní 2014

Page 27: 20 06 2014

bmvalla.is

Náðu í iBókinaá bmvalla.is

og skoðaðu

vöruúrvalið.

Fegraðu umhverfi þittGóð ráð og frábært úrval af hellum og hleðslusteinum fyrir heimiliðog sumarbústaðinn

iBókinais

og skoðaðu

vöruúrvalið.

Landslags-arkitektargefa góð ráð við

útfærslu hug­

mynda og

veita að stoð við

efnisval.

VÍNARSTEINN VÍNARKER

PIPAR\TBW

A • SÍA

• 141753

„Fastanefnd Íslands hjá Samein-uðu þjóðunum, undir stjórn Grétu Gunnarsdóttur fastafulltrúa, hafði unnið hörðum höndum að kynn-ingu á framboðinu undanfarna níu mánuði og mæddi mest á Maríu Mjöll Jónsdóttur, sendi-ráðsritara og kosningastjóra, sem stóð sig frábærlega vel. Norður-löndin stóðu saman að framboð-inu sem gaf því aukinn styrk,“ segir Tómas. Alls á 21 dómari sæti í hafréttardómnum og koma þrír þeirra frá Vesturlöndum.

Stórt smáríki í hafréttar­málumSterk staða Íslands í hafréttarmál-um sýnir að með réttum áherslum geti smáríki náð góðum árangri og sambærilegri stöðu og stór-veldin á sumum sviðum, að sögn Tómasar. „Það krefst forgangs-röðunar og fórnum á öðrum svið-um í staðinn því við getum ekki látið til okkar taka alls staðar.“

Það er mat Tómasar að á sviði hafréttar hafi Íslendingar verið samkvæmir sjálfum sér og ekki síst þess vegna hafi úrslitin í kjör-inu orðið eins góð og raunin varð. „Ísland hefur mjög sterka rödd á þessu sviði og við höfum meðal annars lagt ríka áherslu á rétt strandríkja til að nýta allar lifandi auðlindir hafsins með sjálfbærum hætti. Aðrar þjóðir eru ekki alltaf sammála okkur en við höfum verið sjálfum okkur samkvæm og notið virðingar fyrir það. Mér er til dæmis ekki kunnugt um að nokkurt ríki hafi ákveðið að styðja okkur ekki vegna hval-veiða.“

Aðstoð við þróunarríkiÁ undanförnum árum hafa ís-lensk stjórnvöld lagt æ meiri áherslu á að miðla þekkingu sinni á sviði hafréttar til fátækari ríkja heimsins og segir Tómas þessa þekkingu gríðarlega mikilvæga fyrir hagsæld þeirra. „Fyrir mörg þróunarríki getur jafnvel einn vel menntaður einstaklingur á þessu sviði gert kraftaverk.“ Mörg þróunarríki eru í sömu sporum og Ísland fyrir nokkrum áratugum áður en yfirráð yfir fiskimið-unum náðust og hafa ekki burði til að hafa eftirlit með ólöglegum veiðum erlendra skipa í sinni lög-sögu. „Oft hafa fátæk ríki aðeins efnahagslögsögu á pappírnum og njóta ekki arðsins af auðlindum sínum til fullnustu.“ Það sé sið-ferðisleg skylda Íslendinga að veita slíkum ríkjum aðstoð.

Tómas hefur undanfarin tólf ár gegnt starfi forstöðumanns Haf-réttarstofnunar Íslands og mun sinna því áfram samhliða dómara-starfinu. Hluti af því er kennsla á hafréttarnámskeiði á Ródos á Grikklandi ár hvert en stofnunin styrkir bæði þátttakendur frá Ís-landi og þróunarlöndum til náms þar.

Óperan og þjóðarétturTómas er óforbetranlegur Vals-maður, stundar skógrækt af kappi og er göngugarpur. Hann er sá þriðji sem gegnir stöðu þjóðrétt-arfræðings utanríkisráðuneytis-ins. Frá árinu 1948 gegndi Hans G. Andersen stöðunni, Guðmund-ur Eiríksson tók við af honum árið 1980 og Tómas tók við keflinu árið 1996 þegar Guðmundur var kjörinn í hafréttardóminn til sex ára.

Óperur eiga hug og hjarta Tóm-asar og hefur hann um árabil átt sæti í stjórn Íslensku óperunnar og verið formaður Vinafélags hennar. Svo skemmtilega vill til að Guðmundur Eiríksson, forveri Tómasar, átti einnig sæti í stjórn Íslensku óperunnar. „Þegar ég tók við af Guðmundi í utanríkis-ráðuneytinu bað hann mig að taka líka við af sér í Óperunni. Þessar stöður hafa því fylgst að.“

Ástríða fyrir hafréttiHafréttur er ekki aðeins starf Tómasar, heldur ástríða og hefur hann lifað og hrærst á þeim vett-vangi í yfir tvo áratugi. Að loknu laganámi frá Háskóla Íslands árið 1988 starfaði hann í fjögur ár á lögfræðistofu og gerðist með-eigandi hennar. Lokaverkefnið hafði hann skrifað undir leiðsögn Guðmundar Eiríkssonar og það kitlaði hann alltaf að sérhæfa sig í þjóðarétti. Hann fór því til fram-haldsnáms í Kaupmannahöfn og Saarbrücken í Þýskalandi og sérhæfði sig í Evrópu- og þjóða-rétti. Að því loknu var hann ráðinn til að taka þátt af Íslands hálfu í úthafsveiðiráðstefnu Sameinuðu þjóðanna sem stóð með hléum í

tvö ár og segir Tómas þá reynslu hafa jafnast á við framhaldsnám í hafrétti. Síðan lá leiðin í utanríkis-ráðuneytið þar sem hann hefur unnið að mörgum af stærstu utan-ríkismálunum eins og samninga-viðræðum um afmörkun efna-hagslögsögunnar og greinargerð til landgrunnsnefndar Sameinuðu þjóðanna um ytri mörk íslenska landgrunnsins utan 200 sjómílna. Tómas hefur jafnframt gegnt mikilvægum verkefnum fyrir ráðuneyti sjávarútvegsmála og var aðalfulltrúi Íslands í Alþjóða-hvalveiðiráðinu og aðalsamninga-maður Íslands í makríldeilunni í nokkur ár. Hann kveðst sáttur við að hafa staðið fast í lappirnar í þeim erfiðu málum þrátt fyrir

þrýsting úr ýmsum áttum.Unnusta Tómasar er Fernanda

Millicay og deila þau áhuga á haf-rétti því hún er lögfræðingur hjá fastanefnd Argentínu hjá Samein-uðu þjóðunum en þau kynntust í gegnum störf sín á sviði hafréttar.

Sjávarútvegurinn og ESBEkki er hægt að ljúka samtal-inu án þess að spyrja Tómas út í aðildarviðræður við ESB en hann gegndi stöðu varaformanns samningahóps um sjávarútvegs-mál. Tómas segir þessi mál við-kvæm. Hann leggur þó áherslu á að það megi ekki gleymast að Íslendingar hafi lagt mikið á sig til að tryggja yfirráð yfir fiskimið-unum í kringum landið, þorska-

stríð hafi verið háð og fulltrúar landsins tekið virkan þátt í haf-réttarráðstefnunni á sínum tíma. „Þessi yfirráð tryggðu efnahags-legt sjálfstæði þjóðarinnar. Þó að hinum efnahagslegu stoðum hafi sem betur fer fjölgað er sjávarút-vegurinn gríðarlega mikilvægur og þýðing hans sérstaklega mikil þegar kreppir að. Ef til aðildarvið-ræðna kemur einhvern tímann í framtíðinni tel ég afar mikilvægt að Íslendingar standi í lappirnar í sjávarútvegsmálum og geri það að fortakslausri kröfu að halda óskertum fullveldisrétti yfir efna-hagslögsögunni.“

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

viðtal 27 Helgin 20.-22. júní 2014

Page 28: 20 06 2014

TAX FREE*

AllT FRá gRunni Að góðu hEimili síðAn 1956

hluti af Bygma

56.900 kr65.900

hm TilBOð

Gasgrill Broil King Royal 3203 ryðfríir brennarar: Dual Tube 8,8 kW/hGrillflötur: 38 x 67 cm. Hitamælir í loki3000604

TAX FREEAF gRillum Og gARðplönTum

Gasgrill Broil King Royal 3203 ryðfríir brennarar: Dual Tube 8,8 kW/hGrillflötur: 38 x 67 cm. Hitamælir í loki3000604

56.900 kr65.900

AF gRillum

gAsgRillKOlAgRillFERðAgRill

öll sumARBlóm

AllAR TRjáplönTuR

AllAR mATjuRTAplönTuR

AllAR FjölæRAR plönTuR

AllAR gARðRósiR

Gildir ekki af Weber grillum.*Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.*Tax Free tilboð gildir ekki af tilboðsvörum, vörum merktum “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” og Weber grillum.

AllAhElginA!

FRáBæRT

úRvAl

Page 29: 20 06 2014

TAX FREE*

AllT FRá gRunni Að góðu hEimili síðAn 1956

AllTAllTAll FRá gRunni Að góðu hAð góðu hA Eimili

hluti af Bygma

56.900 kr65.900

hm TilBOð

Gasgrill Broil King Royal 3203 ryðfríir brennarar: Dual Tube 8,8 kW/hGrillflötur: 38 x 67 cm. Hitamælir í loki3000604

TAX FREEAF gRillum Og gARðplönTum

gAsgRillKOlAgRillFERðAgRill

öll sumARBlóm

AllAR TRjáplönTuR

AllAR mATjuRTAplönTuR

AllAR FjölæRAR plönTuR

AllAR gARðRósiR

Gildir ekki af Weber grillum.*Tax free tilboð jafngildir 20,32% afslætti. Að sjálfsögðu stendur Húsasmiðjan skil á virðisaukaskatti til ríkissjóðs.*Tax Free tilboð gildir ekki af tilboðsvörum, vörum merktum “Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar” og Weber grillum.

AllAhElginA!

TAX FREEFRáBæRT

úRvAl

Page 30: 20 06 2014

Íslendingar á Broadway

Höfund­arnirHöfundar verksins eru bræðurnir Ívar Páll og Gunnlaugur. Pabbi þeirra er Jón Steinar Gunnlaugs­son, fyrrum hæsta­réttardómari. Ívar Páll er menntaður hagfræðingur og fyrrum blaðamaður á Morgunblaðinu. Gunnlaugur er verkfræðingur og framkvæmdastjóri Eykon.

Framleið­endurnirKarl Pétur Jónsson og Óskar Eiríksson framleiða verkið. Karl Pétur hefur unnið við markaðs­setningu um árabil og Óskar hefur meðal annars unnið að uppsetningu Hellisbúans erlendis auk þess sem hann stofnaði fyrirtækið Leikhús­mógúlinn.

Lista­mennirnirBergur Þór Ingólfs­son er leikstjóri verksins. Hann er landskunnur leikari og leikstjóri. Stefán Örn Gunnlaugsson er tónlistarstjóri. Hann hefur starfað með fjölda hljóm­sveita síðasta áratug og gaf í fyrra út sína fyrstu sólóplötu.

Búninga­hönnuð­irnirHrafnhildur Arnar­dóttir og Edda Guð­mundsdóttir sjá um hönnun búninga. Hrafnhildur er þekkt undir nafninu Shoplifter og hefur meðal annars unnið með Björk Guð­mundsdóttur.

utilif. isGLÆSIBÆ KRINGLUNNI SMÁRALIND

ÁRNASYNIR

Meindl ohioLéttir og þægilegir til notkunar á göngustígum.Verð: 42.990 kr.

Meindl Kansas GTXþægilegir og traustir skór fyrir flestar leiðir.Verð: 42.990 kr.

Meindl Island GTXHálfstífir og öflugir.hentugir í lengri ferðir.

Tnf verbara lite mid gtx

Sérlega léttir og liprir fyrir léttara land.Verð: 35.990 kr.

Betra útsýnií betri gönguskóm

Verð: 59.990 kr.

s öngleikurinn „Revolution in the elbow of Ragnar Agnarsson

furniture painter“, sem saminn er af þeim

Ívari Páli og

Gunn-laugi

Íslensk innrás á BroadwayÍ ágúst mun nýr íslenskur söngleikur verða frum­sýndur í New York. Nánar tiltekið í leikhúsinu Minetta Lane Theater í hinu fornfræga leik­húshverfi á Broadway. Söngleikurinn nefnist „Revolution in the elbow of Ragnar Agnarsson furniture painter“.

The Minetta Lane leikhús­ið er í listamannahverfinu Greenwich Willage í New York og telst eitt af mörgum „off Broadway“

leikhúsum í stóra eplinu. Það hefur verið starfrækt síðan 1984 og er partur af leikhúskeðju sem rekur þrjú leikhús á Broadway.

Minetta leikhúsið tekur um 400 manns í sæti og hefur frá opnun hýst sýningar sem hafa notið vinsælda.

400 manna leikhús „off Broadway“

Jónssonum, gerist í olnboga húsgagna-málara sem heitir Ragnar og fjallar um fólk sem býr í bænum Elbowville sem er þar staðsettur. Í olnboganum búa þrír bræður sem leiða söguna. Ástir, áhuga-mál og lífsbarátta þeirra er uppistaða sögunnar. Einn bræðranna, Peter, verður aðalsöguhetjan þegar hann setur saman vél sem eykur hagsæld íbúa olnbogans, en allt sem gott er tekur enda og fórnar-kostnaðurinn er oft mikill.

Það er vissulega fréttnæmt að ís-lenskur söngleikur sé settur upp

á Broadway, en hverjir eru þessir menn sem standa að

þessu, og hvernig datt þeim þetta í hug?

Aðalhöfundur verksins er

Ívar Páll Jóns-

son hag-fræð-ingur, sem unnið hefur við blaðamennsku undanfarin ár. Ívar hefur fengist við það að búa til músík frá því að hann var unglingur. Árið 2011 vaknaði hann með hugmynd að söngleik sem hann ákvað að fylgja eftir. Hann fékk til liðs við sig tónlistarmanninn Stef-án Örn Gunnlaugsson sem útsetjara og tónlistarstjóra verkefnisins. Stefán hefur verið afar iðinn í tónlistar-lífi Íslendinga undanfarin ár. Hann hefur unnið að músík með tónlistarfólki eins og Jónasi Sigurðs-syni, Eyþóri Inga og Láru Rúnars, ásamt því að hafa verið meðlimur hljóm-sveitarinnar Buff undan-farin 10 ár. Stefán gaf svo út plötu síðasta haust undir nafninu Íkorni, og hlaut hún gríðargóða dóma. Með Ívari var svo bróðir hans, Gunn-laugur Jónsson, sem hefur verið framkvæmdarstjóri verkefnisins ásamt því að vera meðhöfundur handritsins.

Árið 2012, þegar handritið var á loka-stigum, fengu þeir svo framleiðendurna Karl Pétur Jónsson og Óskar Eiríksson og þá fóru hjólin að snúast af alvöru.

Í kjölfarið var svo Bergur Þór Ingólfs-son ráðinn leikstjóri söngleiksins og hann tók með sér þá Lee Proud danshöfund og Petr Hlousek leikmyndahönnuð. Þeir höfðu unnið saman að uppfærslu Borgar-

leikhússins á söngleiknum Mary Poppins sem naut gríðarlegra vinsælda.

Aðalhlutverkin í sýningunni verða í höndum erlendra aðila, enda er erfitt fyrir íslenska leik-ara að fá atvinnuleyfi í Bandaríkjunum og stóð það aldrei til. Íslenski hópurinn hélt utan í apríl þar sem haldnar voru prufur eins og gengur og gerist í leikhúsum og var gríðarlegur fjöldi sem sótti um, enda er markaðurinn stór og margir sem berjast um fá hlutverk á Broadway. Aðal-hlutverkið verður í höndum leikkonunnar Cady Huffman. Huffman á að baki tæplega

30 ára langan feril á Broadway. Hún hlaut hin eftirsóttu

Tony-verðlaun árið 2001 fyrir hlutverk

sitt í söngleikn-um „The Produ-cers“

Hannes Friðbjarnarson

hannes@frettatiminn

eftir Mel Brooks. Aðrir leikarar í sýningunni hafa

allir umtalsverða reynslu í leikhúsum Bandaríkjanna og

má því með sanni segja að íslenski hópurinn sé að stinga sér á bólakaf í djúpu laugina eins og sönnum Ís-lendingum sæmir.

Leikkonan Cady Huffman mun fara með aðalhlut­verkið í söngleiknum en hún á að baki tæplega 30 ára langan feril á Broadway.

30 úttekt Helgin 20.­22. júní 2014

Page 31: 20 06 2014

%28Lægra verð

%12Lægra verð

%26Lægra verð

%14Lægra verð

%20Lægra verð

%25Lægra verð

%13Lægra verð

%16Lægra verð

%14Lægra verð

%20Lægra verð

%14Lægra verð

%20Lægra verð

%11Lægra verð

% 9Lægra verð

%16Lægra verð

%23Lægra verð

Page 32: 20 06 2014

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g m

yndb

reng

l og

gild

a á

með

an á

úts

ölun

ni s

tend

ur o

g bi

rgði

r end

ast.

Easy hægindastóllmeð skemli

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nsteyptar kant styrk ingar

nsterkur botnnHeilsu- og hæg inda lag í

yfir dýnu sem hægt er að taka af

nBurstaðar stállappir

NaturE’s CoMfort heilsurúm

n sterkur botn

fort

SUMARÚTSALA119.900 Fullt verð 149.900

Verðdæmi â160x200 cm

suMarútsalaN

SUMARÚTSALA20-50%AFSLÁTTUR

EKKI MISSA AF ÞESSU

Nýttu tækiFærið eNN betra

dormaverðGÆÐaVara – MaGNaÐ VErÐ

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nfábærar kant styrk ingar

nsterkur botnnBurstaðar stállappir

NaturE’s rEst heilsurúm Verðdæmi â

90x200 cmâ

90x200 cm90x200 cm

SUMARÚTSALA48.900 Fullt verð 68.900

SUMARÚTSALA64.900 Fullt verð 89.900

aftoN hægindastóllmeð skemli

SUMARÚTSALA59.900 Fullt verð 99.900

SUMARÚTSALA169.900 Fullt verð 229.900

stærð: 158 x 90 cm. slitsterkt svart áklæði.Dýnustærð 140x200 cm. rúmfatageymsla

MoNtario svefnsófi

fto

rio svefnsófi

SUMARÚTSALA79.900 Fullt verð 99.900

MilaNo hægindastóll Brúnt tauáklæði

ÚtSala

aFSláttur50%

SUMARÚTSALA24.950 Fullt verð 49.900

ÚtSala

króNa aFSl.

60.000

ÚtSala

króNa aFSl.

30.000 ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

aFSláttur40%

iBiZa hornsófi með tungustærð: 286 x 198 H: 86 cm. slitsterkt dökkgrátt áklæði.tunga getur verið beggja vegna. Hægri tunga á mynd.

Holtagörðum, Reykjavík ✆512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–16 Dalsbraut 1, akureyri ✆558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆558 1100

DúNsÆNG 140x200 cm. 50% gæsadúnn

50% smáfiður

ÚtsöluVerÐ: 13.230fullt verð: 18.900,-

DúNKoDDi 50x70 cm. 15% Gæsadúnn

85% smáfiður

ÚtsöluVerÐ: 3.430fullt verð: 4.900,-

ÚtSala

aFSláttur30%

Page 33: 20 06 2014

Öll

verð

eru

birt

með

fyrir

vara

um

pre

ntvi

llur o

g m

yndb

reng

l og

gild

a á

með

an á

úts

ölun

ni s

tend

ur o

g bi

rgði

r end

ast.

Easy hægindastóllmeð skemli

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nsteyptar kant styrk ingar

nsterkur botnnHeilsu- og hæg inda lag í

yfir dýnu sem hægt er að taka af

nBurstaðar stállappir

NaturE’s CoMfort heilsurúm

SUMARÚTSALA119.900 Fullt verð 149.900

Verðdæmi â160x200 cm

suMarútsalaN

SUMARÚTSALA20-50%AFSLÁTTUR

EKKI MISSA AF ÞESSU

Nýttu tækiFærið eNN betra

dormaverðGÆÐaVara – MaGNaÐ VErÐ

nMjúkt og slitsterkt áklæði

naldrei að snúa

nSvæðaskipt poka gorma kerfi

nfábærar kant styrk ingar

nsterkur botnnBurstaðar stállappir

NaturE’s rEst heilsurúm Verðdæmi â

90x200 cm

SUMARÚTSALA48.900 Fullt verð 68.900

SUMARÚTSALA64.900 Fullt verð 89.900

aftoN hægindastóllmeð skemli

SUMARÚTSALA59.900 Fullt verð 99.900

SUMARÚTSALA169.900 Fullt verð 229.900

stærð: 158 x 90 cm. slitsterkt svart áklæði.Dýnustærð 140x200 cm. rúmfatageymsla

MoNtario svefnsófi

SUMARÚTSALA79.900 Fullt verð 99.900

MilaNo hægindastóll Brúnt tauáklæði

ÚtSala

aFSláttur50%

SUMARÚTSALA24.950 Fullt verð 49.900

ÚtSala

króNa aFSl.

60.000

ÚtSala

króNa aFSl.

30.000 ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

króNa aFSl.

20.000

ÚtSala

aFSláttur40%

iBiZa hornsófi með tungustærð: 286 x 198 H: 86 cm. slitsterkt dökkgrátt áklæði.tunga getur verið beggja vegna. Hægri tunga á mynd.

Holtagörðum, Reykjavík ✆512 6800 • OPIÐ: Virka daga kl. 10–18 og laugardaga kl. 11–16 Dalsbraut 1, akureyri ✆558 1100 • Húsgagnahöllinni, Reykjavík ✆558 1100

DúNsÆNG 140x200 cm. 50% gæsadúnn

50% smáfiður

ÚtsöluVerÐ: 13.230fullt verð: 18.900,-

DúNKoDDi 50x70 cm. 15% Gæsadúnn

85% smáfiður

ÚtsöluVerÐ: 3.430fullt verð: 4.900,-

ÚtSala

aFSláttur30%

Page 34: 20 06 2014

Hátún 6a • 105 Rvk • Sími: 552 4420 • fonix.is

Mikið úrval af heimilistækjum

Kæli og frystiskáparSpanhelluborðBlástursofnar

Uppþvottavélar

F yrir einhverjum öldum þóttu þeir mikil karlmenni sem háðu bardaga og slógust við mann og annan. Í dag þykja þeir sem slást og fara í stríð ósköp litlir menn.

Við fyrirlítum stríð og oft er talað um að þeir sem standa í stríðsrekstri séu valdagráðugir menn í mikilli tilvistarkreppu í bland við mikilmennsku-brjálæði. Um miðja tuttugustu öldina þóttu her-menn vera mikil karlmenni, vissulega voru þetta hugrakkir menn sem sendir voru af yfirvöldum eitthvert út í heim til þess að berjast fyrir ein-hverju sem þeim var sagt að væri að gera eitthvað á hlut þjóðar sinnar. Í dag eru þetta nánast ungir drengir sem í rauninni hafa ekki fengið tækifæri til þess að byrja eigið líf þegar þeir eru sendir á einhverjar vígstöðvar einhversstaðar þar sem enginn finnur þá, og maður finnur til með þeim.

Upp úr 1980 komu fram á sjónarsviðið ungir menn sem unnu með peninga. Unnu með verð-bréf, fasteignir, skuldabréf og oft á tíðum með auðtrúa fólk sem vildi græða peninga. Þetta voru karlmenni sem áttu nóg af seðlum, glæsilega bíla, kampavín, kavíar og konur, nóg af þeim. Þetta voru karlmenni.

Eftir hrun telst þetta ekki til karlmennsku. Þessar týpur eru fyrirlitnar og hataðar af mörg-um í þjóðfélaginu. Þessir menn standa fyrir alls-konar neikvæðum hlutum og eru holdgervingar alls þess sem fór úrskeiðis á landinu bláa. Hér á Íslandi þótti fyrir nokkrum árum karlmannlegt að vera brúnn, lita á sér hárið, vera mikið í rækt-inni og tala niðrandi um konur með stjórn- málaskoðanir. Í dag, já í dag, eru ennþá nokkuð stór hópur sem er enn í þessari kreðsu. Þeir hafa að vísu elst um 15-20 ár. Þeir fara enn í ljós, þeir sem eru ekki búnir að missa hárið eru enn að lita það, og enn er hópur sem talar niður til kvenna sem dirfast að hafa skoðanir. Eina vandamál þeirra er það að þeir sem taka mark á þeim eru yfirleitt unglingar sem vita ekki hvaða skoðun á að mynda sér.

Karlmennska fyrri ára þar sem menn eins og Humphrey Bogart, Steve McQueen og Dean Martin báru höfuð og herðar yfir aðra bræður sína, er komin aftur. Þó með smá grófleika. Þessi týpa er klassísk og virðist ætla að lifa af, alveg sama hvað hefur gengið á í tískustraumum í gegnum árin. Í dag eru grófar útgáfur vinsælar, menn eins og ítalski knattspyrnumaðurinn Andr-ea Pirlo, fatahönnuðurinn Tom Ford og leikarinn Daniel Craig. Metro útlit manna eins og Cristiano Ronaldo nær einhvernveginn ekki að halda í við karlmennskuútlit þeirra fyrrnefndu og meira að segja eru margir á því að menn eins og leikarinn Jack Black séu karlmannlegri en margir þessir stelpulegu metro-menn. Hér á landi vilja kon-ur menn með mikinn karakter, menn sem hafa dularfullt yfirbragð og eru góðir í því sem þeir gera. Leikarinn Ólafur Darri er gott dæmi um nútíma karlmennsku, sem og Baldur í Skálmöld, sem lítur út eins og grískur guð þrátt fyrir að hafa aldrei farið í ræktina.

Víkingurinn er farinn, hermaðurinn er farinn og hippinn líka, bankamaðurinn og metro maður-inn eru ekki vinsælir svo maður spyr sig. Hver er kyndilberi karlmennskunnar í dag?

Í dag viljum við menn sem eru með rökhugsun, getu og þor til þess að hafa skoðun og rökræða ýmsu mál þjóðfélagsins á yfirvegaðan hátt. Lík-amsbygging er ekki aðalatriði, heldur er það mik-ilvægt að menn séu snyrtilegir og sjálfsöruggir með sitt útlit, alveg burtséð lögun og stærð.

Þeir sem enn eru að raka líkamshár þykja ekki karlmannlegir. Í dag þykir það mjög kynþokka-fullt að vera með gott hár, eða góða skeggrót, og að menn hafi vitsmuni til þess að snyrta rótina, en þó ekki um of. En fyrst og fremst er karl-mennskan huglæg. Í dag viljum við menn með skoðanir, ekki endilega skoðanir á öllu, heldur gáfaða menn. Menn sem eru listrænir. Menn með skoðanir á samfélaginu og hvernig má bæta það. Menn sem elska hamborgara og líka sushi. Menn sem breytast ekki þó þeir keyri stóran bíl. Menn sem kunna að fara með áfengi. Menn sem gefa til góðgerðarmála. Menn sem elska konur. Menn sem elska karla, og bara umfram allt góða gaura sem elska börn. Það sem við karlmenn getum tekið frá forverum okkar er þorið frá víking-unum, stolt hermannanna, frjálslyndið frá hipp-unum, kæruleysi útrásarvíkinganna og frá metro manninum fáum við… tja ekki neitt. Húmorinn höfum við svo í blóðinu og stolt er eitthvað sem við Íslendingar eigum nóg af.

Karlmennskan er því mikil á Íslandi, allavegana miðað við höfðatölu.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

Leikarinn Ólafur Darri er gott dæmi um nútíma karl-mennsku, sem og Baldur í Skálmöld, sem lítur út eins og grískur guð þrátt fyrir að hafa aldrei farið í ræktina.

Grófa týpan eða metro maðurinn

Karlmennska er eitthvað sem allir karlmenn keppast við að sýna. Hver er karlmannlegur? Hvað þarf maður að sanna til þess að teljast karl-mannlegur – og af hverju?

34 karlmennska Helgin 20.-22. júní 2014

Page 35: 20 06 2014

CRUZE

2.990.000.-

LT BENSÍN 1.6L

BEINSKIPTUR

ReykjavíkTangarhöfða 8Sími: 590 2000

ReykjanesbærNjarðarbraut 9Sími: 420 3330

AkureyriGlerárgötu 36Sími: 461 3636

Nánari upplýsingar á benni.is

FÁÐU MEIRASJÁÐU MEIRA

Chevrolet bílar eru með ríkulegan staðalbúnað og jafnframt á sérlega hagstæðu verði. Þess vegna hvetjum við þig til að gera samanburð á verði og búnaði bíla í sama flokki og fá meira fyrir peninginn.

Það er fátt notalegra en að ferðast um í Chevrolet Cruze og fræðast um þær slóðir sem farið er um hverju sinni. Til að toppa upplifunina er svo er algjör snilld að slá upp grillveislu fyrir ferðafélagana þegar komið er á áfangastað.

FÁÐU MEIRA FYRIR PENINGINN

SJÁÐU MEIRA Í SUMARFRÍINU

Bíll

á m

ynd:

Che

vrol

et C

ruze

Sta

tion

LTZ

Öllum nýjum Chevrolet bílum fylgirChar Broil ferðagasgrill frá Rekstrarlandi og ferðahandbók að eigin vali* frá Forlaginu.

*Þú velur á milli eftirfarandi titla: Ferðaatlas, 155 Ísland, Fjallabókin, Íslenskur fuglavísir, Íslensk fjöll og Íslenska fjallahandbókin.

SUMARBÓNUSCHEVROLET FYLGIR

ÖLLUM NÝJUM BÍLUM

Opið alla virka daga frá 9 til 18 og laugardaga frá 12 til 16. Verið velkomin í reynsluakstur.

LT BENSÍN 1.6L

BEINSKIPTUR

FÁÐU MEIRA FYRIR PENINGINN

Bíll

á m

ynd:

Che

vrol

et C

ruze

Sta

tion

LTZ

Page 36: 20 06 2014

Veðurfarsstjórnun að hætti Kims

XÁ morgun, laugardag, eru sumarsól-stöður, lengstur sólargangur og náttúran skartar sínu fegursta. Hæst fer sólin á loft á þessu herrans ári klukkan nákvæm-lega 10.51 á morgun. Þá er rétt að kíkja eftir þeirri gulu á himninum, láti hún svo lítið að sýna sig. Eftir þessum hápunkti bíðum við langan vetur, tímanum þegar dagur og nótt renna saman í eina birtu- og blómatíð.

Það er fátt sem jafnast á við bjarta sumarnótt. Þá getur reynst erfitt að halda sig inni, bjóði veðrið upp á það. Slíka nótt upplifðum við hjón í Flatey á Breiðafirði fyrir nokkrum árum, algera dýrð náttúr-unnar. Fullorðnir nutu dásemdarinnar úti við og börn fengust ekki í svefn heldur sulluðu í flæðarmálinu þótt nýr dagur væri runninn. Í huga þeirra komst fyrir-bærið nótt ekki að – henni á ekki að fylgja birta heldur myrkur. Aðra slíka nótt feng-um við á dögunum, einnig við Breiða-fjörð, en nú uppi á landi. Sólin hvarf bak við fjall á ellefta tímanum en birtan hélst og litadýrðin jókst eftir að hún var gengin til viðar. Í suður- og vesturátt varð himin-inn bleikur en þegar norðar og austar dró var sem eldur væri bak við fjöllin þar sem sólin hvíldi stutta stund áður en hún lét sjá sig á nýjan leik. Sjórinn var lognkyrr, aðeins strikaður af sundi æðarfugls og stöku selur skaut upp haus af einskærri ánægju með lífið. Fuglarnir gátu ekki tekið á sig náðir, frekar en mannfólkið og tófa rölti í rólegheitum úr fjörunni áleiðis í greni sitt, sjálfsagt með gott í gini.

Við sem búum sunnan heiða upplifum það ekki að sjá sól á lofti allan sólar-hringinn á þessum árstíma. Það gera hins vegar þeir landar okkar sem nyrst búa – og gestir þeirra að sjálfsögðu. Þetta náttúruundur vildum við hjón sjá, í hópi góðra vina, og pöntuðum okkur því flugfar og gistingu í Grímsey um Jóns-messuleytið fyrir þremur árum. Gríms-eyjarferðin var frábær upplifun í þessum góða hópi – nema hvað skýjað var þann tíma sem við dvöldum norður þar. Við því var ekkert að gera og við tókum skýja-farinu með jafnaðargeði enda margt að sjá í Grímsey, fallega náttúru og fuglalíf, að ógleymdu mannfólkinu sem tók okkur opnum örmum. Við sigldum umhverfis eyjuna, skoðuðum björg og bjargfugla og í landi tíndum við skarfakál – og tókum raunar með okkur suður í Kópavog þar sem það þrífst enn þótt aðstæður þar séu þessari undrajurt nokkuð framandi. Flug-mennirnir sem sóttu okkur voru meira að segja svo uppnumdir af hinum langa sólargangi að þeir tóku auka hring yfir hina norðlægu eyju svo við gætum notið fegurðar hennar úr lofti, nokkuð sem átti ekki að vera innifalið í þessu hefðbundna áætlunarflugi.

Við eigum því eftir að sjá hina raun-verulegu miðnætursól, þegar ljósgjafinn

okkar er svo örlátur að skína á okkur dag og nótt. Panti maður gistingu og far með löngum fyrirvara er óvíst að sólin láti sjá sig akkúrat á heimsóknartíma. Ráðið er því að skjótast norður með litlum fyrir-vara þegar veðurfræðingar spá sólfari í þeim landshluta. Á spá þeirra verðum við að treysta þótt reynslan hafi kennt okkur, jafnt leikmönnum sem sérfræðingum í faginu, að skjótt skipast veður í lofti.

Æskilegt væri því að veðurfræðingarn-ir spáðu almennilegu veðri, að minnsta kosti yfir hásumarið, og stæðu við það. Leiðin að því marki er kannski að fylgja aðferð Kim Jong-un, einræðisherra í Norður-Kóreu. Almennt er hann kannski ekki maðurinn sem maður mundi leita til sem ráðgjafa, enda er allt í kalda kolum í landi hans, eftir tiltölulega stuttan valdaferil en lengri tíð forvera hans á valdastóli, föður og afa, Kim Jong-il og Kim Il-sung.

Eitt í stjórnarháttum Kims þessa þriðja er þó vert allrar athygli. Hann hefur alls ekki verið ánægður með veðurfarið í landi sínu undanfarið. Þar hafa þurrkar verið miklir og uppskerubrestur í kjöl-farið, sem eru ekki á óstjórnina bætandi. Þá hafa fellibyljir herjað á landið með tilheyrandi skaða. Þetta kann leiðtoginn ungi illa að meta og vill fá betra veður – en einkum betri veðurspár.

Undir þetta má taka. Þótt sumur hafi verið heldur blíð norður hér það sem af er öldinni má alltaf biðja um betra veður, að minnsta kosti ef maður ætlar sér að skoða miðnætursólina. Kim brá sér sem sagt á veðurstofu lands síns, nýklipptur í vöng-um, og fór fram á betri veðurspár. Betri veðurspám hlýtur að fylgja betra veður, það segir sig sjálft. Svo mikið höfum við lesið af stjórnarfari þeirra langfeðga í Norður-Kóreu að vissara er fyrir þegnana að hlýða fyrirskipunum þeirra. Ella eiga þeir á hættu að verða fangelsaðir eða jafnvel líflátnir. Það má því búast við því að veðurspár muni breytast mjög til batn-aðar í því hrjáða landi – og væntanlega veðrið í framhaldi af því.

Þetta gætum við reynt hér á landi, til prufu að minnsta kosti, þó ekki væri nema yfir sumarmánuðina þrjá, júní, júlí og ágúst. Þá viljum við vera úti, léttklædd og njóta sólarinnar. Þeir gætu því brugðið sér í heimsókn á Veðurstofuna Sigmund-ur Davíð eða Ólafur Ragnar – annar hvor eða báðir – og beðið um betri veðurspár og betra veður í framhaldi af því.

Stjórnarfar hér á landinu bláa er allt annað og mildara en í Norður-Kóreu. Því eiga veðurfræðingarnir á Öskjuhlíðarhá-lendinu hvorki von á fangelsun né öðru miklu verra þótt illa takist til um spárnar, hann rigni eða það hvessi óvænt – en þetta ætti þó að vera tilraunarinnar virði.

Er ekki rétt að spá sólskini út sumarið – og sjá hvað gerist?

JónasHaraldssonjonas@

frettatiminn.is

HELGARPISTILL

Teik

ning

/Har

i

SAMKVÆMT BÓKSÖLU Í PENNANUM EYMUNDSSON UM LAND ALLT

METSÖLULISTI EYMUNDSSON

VIKAN 28.05.14- 03.06.14

1 2Amma biður að heilsa Fredrik Backman

5 6

7 8

109

43 Bragð af ást Dorothy Koomson

Síðasta orðsending elskhugans Jojo Moyes

Íslenskar þjóðsögur Benedikt Jóhannesson/ Jóhannes Benediktsson

Fimm maurar Ágúst Óskar Gústafsson

Iceland Small World - Stór Sigurgeir Sigurjónsson

Skrifað í stjörnurnar John Green

Iceland - Down to earth Sigurgeir Sigurjónsson

Iceland Small World - Lítil Sigurgeir Sigurjónsson

Vegahandbókin 2014 Steindór Steindórsson

36 viðhorf Helgin 20.-22. júní 2014

Page 37: 20 06 2014

bakki. Rauð lína á myndinni sýnir þeg-ar nokkrir sentimetrar eru í að öku-maður klessi á. Útvarpið er hægt að stilla á snertiskjánum en ég var ekki eins hrifin af þeirri útfærslu og kann betur við gamaldags aðferðina þegar raunverulegir takkar eru hlið við hlið svo hægt sé að skipta um útvarpsstöð án þess að kíkja á tækið. Það er mjög erfitt að fikta í snertiskjá án þess að líta á hann. Þess má þó geta að í RAV4 er hægt að skipta um útvarpsstöð í stýr-inu, hækka og lækka og skipta á milli útvarps, geislaspilara, Bluetooth og USB og mæli ég eindregið með því að nota þá aðferð þegar bíllinn er á ferð

og útvarpsdagskráin ekki spennandi. Loftkælingunni í framsætum er skipt á milli ökumanns og farþega svo hvor getur stillt fyrir sig sem líklega gæti komið í veg fyrir ósætti.

Farangursgeymslan er 547 lítra og virkilega vel útfærð og vel afmörkuð frá aftursætunum með hlera og stöngum. Geymslan var líka í passlegri hæð svo auðvelt er að raða í hana. Hlerinn er rafstýrður svo ekki þarf annað en ýta honum niður um nokkra sentimetra eða ýta á einn takka og þá lokast hann.

Það er alltaf gaman þegar bílar koma á óvart með tækni sem maður vissi ekki af en það gerði RAV4 á akstri undir

mislæg gatnamót á höfuðborgarsvæð-inu þegar bílinn jók lýsingu í mæla-borðinu á meðan ekið var í myrkri. Þá voru ljósin á Auto stillingu sem þýðir að Led dagljósin eru alltaf á en bíllinn kveikir sjálfur á aðalljósum og ljósum í mælaborðinu þegar dimmir. Best af öllu fannst mér þó barnalæsingin því hún var mjög einföld; takki og við hann áberandi mynd af barni. Svei mér þá, ég held að þetta hafi verið í fyrsta sinn sem ég á ekki í vandræðum með að finna takkann fyrir barnalæsinguna.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

ReynsluakstuR RaV4 GX Plus Dísil

Skemmtilegur á mölinni

bílar 37

Toyota RAV4 er lipur og skemmtilegur smájeppi fyrir fjölskylduna á ferðinni innan-bæjar sem utan. Hann er bú-inn sniðugri bakkmyndavél, rúmgóðri farangursgeymslu með rafdrifnum hlera og ýmsu öðru.

t oyota R AV4 er virkilega rúmgóður og skemmtilegur fjölskyldubíll. Bíllinn er stór

en samt ekki of stór svo þægilegt er að keyra á honum í þéttbýli sem og í minniháttar torfærum. Við reynslu-aksturinn lá leið okkar í Krísuvík þar sem við stilltum á „sport-takk-ann“ þegar á malarveginn var kom-ið. RAV4 er með nýja sportstillingu sem gerir kleift að nýta snerpu og lipurð bílsins til hins ýtrasta.

Verð bílsins er um fimm og hálf milljón króna. Fyrir flesta er það dágóð summa en í samanburði við aðra nýja bíla verður það að teljast nokkuð hagstætt. Losun koltvísýr-ings RAV4 er 137 g/km og því er afsláttur af vörugjöldum sem ríkið innheimtir. Eftir því sem losun kol-tvísýrings ökutækja er meiri því hærri vörugjöld eru innheimt svo ökumenn sem kjósa umhverfisvæna bíla fá smá verðlaun.

Á miðju mælaborðinu er snert-iskjár þar sem meðal annars er hægt að stilla útvarpið og fá hjálp við að bakka því í bílnum er hin fín-asta bakkmyndavél. Mér fannst hún mjög sniðug og nýtti hana í hverju

Þægileg sætiBakkmyndavél

Rúmgóð farangurs-geymsla

Sparneytinn

Útvarp með snertiskjáHáir gluggar hjá aftur-

sætum

Helstu upplýsingar RAV4 GX Plus DísilBeinskiptur, 5 dyra

Vél 2,0 D4DHestöfl 124

Gírar 6

Eyðsla: 7,2 l/100 km.Co2 137 gr/km

Lengd: 4.570 mmBreidd 1.850 mmHæð: 1.660 mm

Farangursrými: 547 l.

Verð frá 5.440.000 kr.

Toyota RAV4 er með nýrri sportstillingu svo hægt er að nýta snerpu og lipurð til hins ýtrasta. Farangursgeymslan er stór, vel útfærð og afmörkuð frá aftursætunum með hlera og stöngum. Ljósmynd/Hari.

Loftkælingin er tvískipt svo ökumaður og farþegi stilla hvor fyrir sig. Ljósmynd/Hari.

Helgin 20.-22. júní 2014

Page 38: 20 06 2014

38 ferðalög Helgin 20.-22. júní 2014

Flug DreiFing utanlanDsFerða ÍslenDinga DreiFist jaFnar en áður

100% hágæða bómull

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Akureyri Sími 533 2220 www.lindesign.is

Íslenskhönnun

Sendum fríttlindesign.is

Rýmum fyrir nýrri barnafatalínu

Náttföt3.980 kr

Peysa2.490 kr

Kjóll

2.890 krNáttgalli

1.990 kr

1.245 kr

1.445 kr

50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR 50% AFSLÁTTUR

LÝKURÁ MORGUN

LAUGARDAG

Buxur2.790 kr1.395 kr

Peysa2.490 kr1.245 kr

3.980 kr1.990 kr

Peysa2.490 kr1.245 kr

Reykjavík& Akureyri

Pils1.990 kr990 kr

Y fir sumarmánuðina í fyrra flugu fimm þúsund færri íslenskir far-þegar frá Keflavíkurflugvelli en

í júní, júlí og ágúst árið 2012. Samdrátt-urinn nam rúmum fjórum prósentum en sumrin á undan hafði ferðagleði Ís-lendinga aukist jafnt og þétt milli ára. Skortur á hagstæðum flugmiðum og pakkaferðum kann að hafa haft áhrif því samkvæmt fréttum komust færri út en vildu þegar líða tók á sumarið og fólk var orðið langþreytt á veðurfarinu. Strax í september fjölgaði ferðum land-ans til útlanda á ný og í október fóru nærri þrjátíu og átta þúsund Íslending-ar út. Þetta er í fyrsta skipti sem vinsæl-asti ferðamánuður ársins er ekki einn af sumarmánuðunum þremur samkvæmt talningum Ferðamálastofu sem ná aftur til ársins 2002. Í vetur og vor fjölgaði utanlandsferðunum líka milli ára.

Helmingi minni munur á sumri og vetriÍ maí síðastliðnum voru í boði áætlunar-ferðir til 43 borga en í vetur hafa áfanga-staðirnir verið tæplega þrjátíu á mánuði samkvæmt talningum Túrista. Tíðni ferða á vinsælustu staðina jókst einnig í byrjun sumars og nú nær leiguflug á vegum ferðaskrifstofa hámarki og þannig hefur það ávallt verið. Til dæmis flaug Iceland Express oftast aðeins til tveggja borga yfir veturinn en fjölgaði áfangastöðum á sumrin. En þó fram-boðið aukist mikið á þessum tíma árs þá dreifast utanlandsferðir Íslendinga

núna jafnara yfir árið. Þannig fóru að meðaltali rúmlega þrjátíu og fimm þús-und Íslendingar út á mánuði síðastliðið sumar en yfir hina níu mánuðina var meðaltalið tuttugu og átta þúsund far-þegar. Það flugu því tæplega fjórðungi fleiri Íslendingar til útlanda í júní, júlí og ágúst í samanburði við aðra mánuði. Munurinn á þessum tveimur tímabilum var hins vegar helmingi meiri fyrir áratug.

Íslenskir farþegar í miklum minnihlutaSíðasta ár var nokkuð óvenjulegt ferðaár hjá Íslendingum þegar litið er til utanlandsferða en ljóst að vægi sumarferða hefur minnkað síðustu ára. Hvort sú þróun haldi áfram ræðst kannski af vinsældum Íslands meðal erlendra ferðamanna sem í dag halda uppi stærstum hluta af flugi til og frá landinu. Þannig hóf innan við fimmti hver farþegi Icelandair á síðasta ári ferðalagið í Keflavík og hjá easyJet var hlutfall íslenskra farþega aðeins 11 pró-sent. Framboð á pakkaferðum á vegum ferðaskrifstofanna er þó meira í ár en í fyrra og það gæti ýtt undir aukna ferða-gleði næstu vikur og mánuði og um leið snúið við þróun síðustu ára.

Vægi sumarferða minnkarÍ fyrra var október vinsælasti ferðamánuðurinn og sífellt fleiri kjósa að vera heima yfir heitasta tímann. Þetta er meðal þess sem Kristján Sigurjónsson hefur lesið út úr talningum Ferðamálastofu á ferðum Íslendinga frá Kefla-víkurflugvelli.

Kristján Sigurjónsson

[email protected]

Strax í september fjölgaði ferðum landans til út-landa á ný og í október fóru nærri þrjátíu og átta þúsund Íslendingar út. Þetta er í fyrsta skipti sem vin-sælasti ferða-mánuður ársins er ekki einn af sumarmánuðun-um þremur sam-kvæmt talningum Ferðamálastofu

Page 39: 20 06 2014

ferðalög 39Helgin 20.-22. júní 2014

Ferðafélag Íslands og VÍS bjóða þér og þínum í kvöldgöngu á Esju 20. júní. Gangan verður með Jónsmessustemningu þar sem stiginn verðurálfadans, söngvar sungnir og tendrað í brennu.

Vilborg Arna leiðir för ásamt fararstjórum FÍ. Gangan sem hefst kl. 19:00 er öllum opin og þátttaka ókeypis. Hlökkum til að sjá þig!

Sumarsólstöðuganga á Esju 20. júní

VÍS | ÁRMÚLA 3 | 108 REYKJAVÍK | SÍMI 560 5000 | VIS.IS

ALLIR VELKOMNIR OG ÞÁTTTAKA ÓKEYPIS

#esjugangavis – verðlaun fyrir skemmtilegustu myndina

2 0 1 4

00000

w w w . v e i d i k o r t i d . i s

Eitt kort36 vötn6.900 kr

FLEIRI VÖTN ÓBREYTT VERÐ

2 0 1 4

Úrval Útsýn er í Hlíðasmára 19, Kópavogi. Sími 585 4000 www.uu.is

Kynntu þér ferðina á uu.is

FJALLADÝRÐDraumadvöl í faðmi austurrískra fjalla!

13. – 20. september

Íslendingar ferðast meira til útlanda og þá sérstaklega utan aðalferða-mannatímans. Það er vinsælast að sleikja sólina að haustlagi en í fyrra var októ-ber vinsælasti ferðamánuður íslendinga. Mynd Nordic Photo/Getty

Page 40: 20 06 2014

Helgin 20.-22. júní 201440 tíska

Þér er boðið áSumar Carnival Sushi Sambamiðvikudaginn 25. júníSumar Carnival Sushi SambaÞér er boðið áSumar Carnival Sushi Sambamiðvikudaginn 25. júní

CarnivalréttirNachos ceviche Trufflað spínatsalat Djúpsteiktur kúbanskur humarvindill Short ribs smáborgari Grilluð nautalund Steikt andarbringa Laxa rúlla 2 bitar Surf´n turf rúlla 2 bitarDjúpsteikt volcano rúlla 2 bitarTúnfisk foie gras nigiri 2 bitarSúkkulaði-fudge Hvít-súkkulaði skyr panna cotta

Þér er boðið áSumar Carnival Sushi Sambamiðvikudaginn 25. júní

Sushi SambaÞingholtsstræti 5 • 101 ReykjavíkSími 568 6600 • sushisamba.is

Vinsælustu réttir Sushi Samba á Carnivalverði 890 kr. og Einstök White Ale á 390 kr.

Sigríður Klingenberg, DJ Logi Pedro og frábærir gestir halda uppi sjóðheitri samba stemningu.

Hlökkum til að sjá þig

Laugavegi 178 Sími 551-3366 www.misty.is

OPIÐ: Mán. - fös. 10 - 18,

Laugardaga 10 - 14

NÝKOMINN OG FRÁBÆR !

Teg DIAMOND - vel fylltur og flottur

í skálum D-F á kr. 8.680,-

Lín Design Laugavegi 176 Glerártorgi Sími 533 2220

50% afslátturaf öllum barnafötum

lindesign.issendum frítt

Rýmum fyrirnýrri barnafatalínu

100% bómull

S cintilla opnaði glæsilega verslun við Skipholt í gær með pompi og prakt. Scintilla

hefur sérhæft sig í hönnun á textíl-vörum eins handklæðum, rúmföt-um, púðum, teppum og fleiru fyrir bæði heimili og hótel. Í nýju versl-uninni verða seldar vörur úr heim-ilislínunni og til sýnis vörur sem hannaðar hafa verið sérstaklega fyrir hótel.

Linda Björg Árnadóttir er list-rænn stjórnandi Scintilla og segir hún að þó fyrirtækið hafi verið starf-andi í nokkur ár hafi það aldrei ver-ið á stefnuskránni að fara út í versl-unarrekstur, heldur hafi vörurnar hingað til aðeins verið seldar ann-ars staðar. „Svo fengum við svo fínt húsnæði fyrir skrifstofurnar okkar í Skipholti að við ákváðum að slá til og opna einnig verslun. Vörurnar verða þó áfram seldar í öðrum verslunum líka.“

Sérstaða Scintilla er hönnun á framsæknum munstum. Heimilisl-ínan er aðeins unnin úr lífrænum gæðatextíl og framleidd í Evrópu. Vörur úr heimilislínunni eru seldar víða um heim, svo sem í Bandaríkj-unum, Bretlandi, Þýskalandi, Hol-landi, Noregi og Kanada. Hótellínan er seld til hótela hér á landi. Linda Björg hannar allar vörurnar og lítur til umhverfisins og þá sérstaklega náttúrunnar til að fá innblástur. -dhe

Opnuð hefur verið Scintilla verslun við Skipholt þar sem á boðstólum eru vörur til heim-ilisins. Til sýnis verða vörur sem hönnuður Scintilla hefur hannað sérstaklega fyrir hótel á Íslandi.

FramSækin munSTur Hjá ScinTilla

Púðar með fallegu munstri frá Scintilla.

Hjá Scintilla eru hönnuð handklæði úr lífrænum gæðatextíl.

Page 41: 20 06 2014

tíska 41Helgin 20.-22. júní 2014

Yfirdýnur Starlux springdýnurSvampdýnur

STARLUX OG MEDILINE HEILSURÚMStærðir:80 x 200 cm90 x 200 cm100 x 200 cm

120 x 200 cm140 x 200 cm160 x 200 cm180 x 200 cm

Dýnur og púðar sniðnir eftir máli eða sniðum.Með eða án áklæðis. Mikið úrval áklæða

Dýnudagar

20%afsláttur

20%afsláttur

20%afsláttur

20% afslátturEggjabakkadýnur mýkja og verma rúmið, þykktir 4-6 cm. Tilvaldar í sumarhúsið, ferðabílinn og tjaldvagninn

30% afslátturMikið úrval af svefnstólum og sófum í stöðluðum stærðum eða skv. máli

20-40% afslátturMikið úrval af svefnstólum

Dýnudagarstanda til lok júní.

Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16

kr. 16.900

Glæsileg létt kápa úr góðu efni

Litir: svart, rautt, beige og

dökk fjólubleik

Forstjóri Levi Strauss, Chip Bergh, ráðleggur fólki að þvo gallabuxurnar sínar ekki í þvottavél. Á ráð-stefnu tímaritsins Furtune á dögunum um sjálfbærni fyrirtækja var hann spurður um þvottavenjur sínar og svaraði því þá til að hann hefði ekki þvegið galla-buxurnar sínar í meir en eitt ár. Þvottavenjur Bergh eru í samræmi við stefnu Levi Strauss því frá árinu 2011 byrjaði fyrirtækið að láta þvo gallabuxur með steinum í stað vatns og að hvetja eigendur Levi s gallabuxna til að þvo þær sjaldnar. Á ráðstefnunni ráðlagði Bergh fólki að nudda bletti úr gallabuxum og viðra þær úti við því þannig mætti minnka vatns-notkun til muna.Róttækir umhverfissinnar hafa einnig lagt til að gallabuxum sé stungið í frysti ef þær lykta illa. Ýmsir hönnuðir, eins og Tommy Hilfiger, hafa stigið fram

og lagt orð í belg í þvottleysisbylgj-unni. Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper hefur sagt frá því í viðtali að hann gangi í sömu gallabuxunum alla daga og þvoi þær aðeins fjórum sinnum á ári. Þá setur hann þær ekki í þvottavélina, heldur fer í þeim í sturtu og nýtir vatnið þar til að skola af þeim. Stílistinn og tískuráðgjafinn Stacy London er þó þeirrar skoðunar að hentugast sé að þvo gallabuxurnar nokkrum sinnum á ári.

Ekki Þvo gALLABuxurnAr

Forstjóri Levi Strauss hvetur fólk til að nudda bletti úr

gallabuxur og viðra þær úti.

Sjónvarpsmaðurinn Anderson Cooper þvær gallabuxurnar sínar aðeins fjórum sinnum á ári. Ljósmynd/NordicPhoto/GettyImages

Linda Björg Árnadóttir er listrænn stjórnandi

Scintilla. Í gær var opnuð Scintilla verslun við Skip-

holt í reykjavík. Linda hannar allar vörurnar og

fær innblástur sinn frá náttúrunni. Ljósmynd/Hari

Page 42: 20 06 2014

42 heilsa Helgin 20.-22. júní 2014

Heilsa Börn ekki síður en fullorðnir græða á því að stunda jóga

fjölmiðlar erna indriðadóttir opnar nýjan vefmiðil

Auka jógakennslu í grunnskólumJógahjartað hefur umsjón með jógakennslu sem hefst í tveimur grunnskólum á Akureyri haust. Þegar hafa liðsmenn Jógahjartans kennt jóga við þrjá aðra grunnskóla, og standa viðræður yfir við tvo til viðbótar. Átta mæður og jógakennarar standa að Jógahjartanu og er markmiðið að veita börnum og unglingum aðgang að jógakennslu innan skólakerfisins.

É g er búin að kenna jóga í Hörðuvallaskóla í tvö ár í dægradvöl. Eftir tíma var

ég alltaf að rekast á börn sem vildu líka fara í jóga og fékk hug-mynd að því að stofna félag með nafninu Jógahjartað í því skyni að gera jógakennslu í grunnskólum markvissari,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir jógakennari. Hún leitaði til annarra jógakennara og spurði hvort þeir myndu vilja vera með í verkefninu og úr varð að átta jógakennarar og mæður stofnuðu styrktarfélagið Jógahjartað í árs-byrjun sem hefur það að markmiði að veita börnum og unglingum að-ganga að jógakennslu og hugleiðslu innan skólakerfisins.

Sem einstaklingar hafa með-limir Jógahjartans kennt jóga við Hörðuvallaskóla, í nokkrum skólum á Akureyri, Selfossi og í Reykjavík. Í haust bætast tveir nýir skólar í hópinn, Glerárskóli og Lundarskóli á Akureyri. Viðræður standa yfir við tvo skóla á höfuðborgarsvæðinu til viðbótar og skýrist staðan betur með haustinu. „Til að byrja með ein-beitum við okkur að fyrsta til fjórða bekk. Þetta hefur farið mjög vel af stað. Sumir skólar leggja áherslu á að vera heilsueflandi og vilja gjarnan fara þessa leið í sínu starfi. Skóla-stjórnendur þar eru áhugasamari en skólar sem leggja ekki lykiláherslu á að vera heilsueflandi. Viðtökurnar sem við höfum fengið eru mjög

góðar og fjöldi foreldra hefur fagnað framtakinu sem við höfum hitt og eins á facbook síðunni okkar,“ segir Arnbjörg.

Jógahjartað er styrktarfélag sem er rekið á styrkjum og sjálfboðaliða-starfi. Í menningarhúsinu Hofi á Ak-ureyri var haldið fjölskyldujóga þar sem þátttökugjald rann til kennslu-verkefnisins í grunnskólum. Á dög-unum var haldið fjölskyldujóga í Við-ey þar sem gerðar voru jógaæfingar, hugleitt, dansað, sungið og farið í leiki, og rann þátttökugjald einnig til verkefnisins. „Eftir Viðeyjarferðina bættust svo tveir karlkyns jógakenn-arar í hópinn sem er frábært og þeir eru mjög flottar fyrirmyndir,“ segir Arnbjörg. Á þjóðhátíðardaginn var Jógahjartað loks með fjölskyldujóga í Jógasal Ljósheima þar sem félagið kynnti starfsemi sína. Í sumar verða síðan haldin jóganámskeið fyrir börn, dagana 30. júní til 3. júlí, og eru nánari upplýsingar um þau á vef

Jógahjartans, jogahjartad.com.„Við viljum einnig vera með kynn-

ingartíma og námskeið fyrir grunn-skólakennara þar sem við kynnum starfið og er velkomið að hafa sam-band við okkur og fá heimsókn í fræðsluskyni.“

Arnbjörg segir að jógakennsla í grunnskólum falli vel að aðalnám-skrá þar sem heilbrigði og velferð eru einn af sex grunnþáttunum. „Hugleiðsla stuðlar að meiri hug-arró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins. Hugleiðsla er skemmtileg leið til að taka til í huganum. Hún fækkar ágengum hugsunum og hjálpar okkur að ná betra tilfinn-ingajafnvægi.“

Öllum er velkomið að gerast fé-lagar Jógahjartans og styrkja starfið í leiðinni.

Erla Hlynsdóttir

[email protected]

„Jóga og hugleiðsla stuðla að meiri hugarró, betri eftirtekt og gerir okkur tilbúnari til að takast á við amstur dagsins,“ segir Arnbjörg jógakennari. Ljósmyndir/Jógahjartað

Um 80 manns komu saman í Viðey þann 7. júní til styrktar Jógahjartanu.

Eftir Viðeyjar-ferðina bættust svo tveir karlkyns jógakennarar í hópinn sem er frábært og þeir eru mjög flottar fyrirmyndir.

Erna Indriða-dóttir hefur starfað við fjölmiðla í áratugi. Síðustu átta árin var hún upplýsinga-fulltrúi Alcoa Fjarðaráls en hefur nú opnað vefinn Lifðu núna þar sem fjallað er um mál-efni fólks á miðjum aldri og upp úr.

Fjallar um líf og störf eldra fólkse rna Indriðadóttir opnaði vefinn

Lifðu núna á dögunum þar sem fjallað er um málefni fólks á

miðjum aldri og upp úr. Hugmyndina að vefnum fékk hún fyrir nokkrum árum. Nú eru fjölmennustu árgangar Íslandssögunnar að eldast og er mark-miðið með vefnum að gera líf og störf þess fólks sýnilegri. „Fólk lifir lengur og er við betri heilsu. Jafnvel þó fólk sé hætt að vinna er það að gera ótrúleg-ustu hluti. Svo er algengt að þegar fólk hættir að vinna taki það sér eitthvað nýtt fyrir hendur. Það eru margar út-gáfur af lífinu sem betur fer,“ segir hún.

Á vefnum, www.lifdununa.is, verður umfjöllun um réttindamál þessa aldurs-hóps sem Erna segir mikilvægt að gefa meiri gaum. „Réttindamálin eru gríðar-lega mikilvæg, bæði fyrir fólk sem enn er á vinnumarkaði og það sem komið er af honum. Þegar fólk eldist breytist svo margt; lífið, líkaminn, hugsunarhátt-urinn og síðast en ekki síst félagslegar aðstæður,“ segir hún.

Vefinn tileinkar Erna móður sinni, Kristínu Guðnadóttur, og er það vel við hæfi því þó hún sé komin vel á níræðisaldur er hún hlaupandi um bæinn, sundkona mikil og leggur stund

á enskunám. „Hún er ótrúlega virk kona við góða heilsu og hefur verið mín fyrirmynd og hvatning í lífinu og því gaman að geta tileinkað henni vefsíð-una.“

Erna hefur starfað við fjölmiðla í áratugi en síðustu átta árin var hún upplýsingafulltrúi Alcoa Fjarðaráls á Reyðarfirði. Um síðustu áramót lét hún af störfum þar og er nú flutt til Reykja-víkur. Hún segir tímann fyrir austan hafa verið dásamlegan en jafnframt að gott sé að vera komin á höfuðborgar-svæðið þar sem börnin hennar og fjöl-skyldan eru búsett. -dhe

FöstudagspizzanPizza sælkerans

er bökuð úr Kornax brauðhveitinuer bökuð úr Kornax brauðhveitinuer bökuð úr Kornax brauðhveitinu

GOLD PLATED

SPECIALIZED BICYCLES & COMPONENTSKRÍA HJÓL GRANDAÐGARÐUR 7 101 REYKJAVÍK s.5349164

THE FSR EPIC - THE ONLY FULL-SUSPENSION XC BIKE TO WIN OLYMPIC GOLD AND MULTIPLE WORLD CHAMPIONSHIP GOLD MEDALS GOLD STANDARD REDEFINED. SPECIALIZED.COM

Page 43: 20 06 2014

ÁNOptical Blur 5 sek.

MEÐOptical Blur 5 sek.

NÝJUNG

Felið öldrunarmerki og lýti á augabragði. Sjáið muninn!

BERIÐ Á HÚÐINA Á EFTIR RAKAKREMINU

Slétt húð

Fínar línur

Hrukkur

Svita-holur

Hrukkur virðast dofna um 38%*

Fínar línur virðast dofna um 41%*

Svitaholur í kinnum virðast dofna um 38%*

Húðin virkar með meiri ljóma: + 41%*

Gerir ójöfnur í húðlitnum minna áberandi og jafnari: + 26%*

*Rannsóknir húðsérfræðinga, 42 konur

Optical Blur 5sek. PRIMER MEÐ LJÓSBROTSÖGNUM SEM HAFA SÝNILEGA FEGRANDI OG SLÉTTANDI EIGINLEIKAFEGRANDI ÁHRIF Á AUGABRAGÐI:

/garniericeland

Page 44: 20 06 2014

E sjuhlaupið fer fram á morgun, laugardag, og geta keppendur valið um að hlaupa tvær, fimm

eða ellefu ferðir upp og niður Esjuna. Samkvæmt veðurspánni verður full-komið hlaupaveður; skýjað og logn. Esjuhlaupið er eitt erfiðasta hlaup ársins og er nú haldið í þriðja sinn. Síðustu tvö ár hefur það verið valið besta hlaup ársins af hlaupurum.

Fjallahlaup er ný íþróttagrein sem nýtur æ meiri vinsælda. Sigurður Kiernan er einn skipuleggjenda Esju-hlaupsins og segir hann fjallahlaup sambland af hlaupi og fjallgöngu sem fari mun betur með liðamót en götu-hlaup. „Í fjallahlaupi er hlaupið í sí-breytilegu umhverfi þar sem bæði er mjúkt og gróft undirlag. Það fer síður illa með hné og liði því höggin eru misjöfn en ekki einsleit líkt og við götuhlaup. Úti í náttúrunni er maður líka alltaf að sjá og upplifa eitthvað nýtt,“ segir hann. Sjálfur hljóp hann tíu ferðir upp og niður Esjuna fyrir tveimur árum en ætlar að einbeita sér að umsjón hlaupsins í ár.

Nú þegar eru um níutíu hlauparar búnir að skrá sig til leiks og ætla þeir flestir að hlaupa tvisvar sinnum upp Esjuna. Að sögn Sigurðar eru flestir sem ganga upp Esjuna og skokka svo niður, nema þeir allra hörðustu sem hlaupa líka á leiðinni upp. Hlaupið hefst við Esjurætur og í byrjun er hlaupinn lítill hringur þar í skógin-um. „Það er gert til að hlaupararn-ir fái smá hvíld á jafnsléttu áður en klifrið byrjar.“ Á uppleiðinni er farin stysta leiðin að Steini. Á leiðinni nið-ur er svo farin aðeins lengri leið sem ekki er eins brött.

Hvað búnaðinn varðar er gríðar-lega mikilvægt að hlauparar í Esju-hlaupinu séu í sérstökum skóm til fjallahlaupa en ekki í hefðbundnum skóm fyrir götuhlaup. „Götuskór eru of mjúkir og sléttir. Utanvega-skór eru aftur á móti grófbotna svo hlauparar ná betra gripi. Þeir eru

líka harðir svo fólk meiðir sig ekki á oddhvössum steinum. Þá eru þeir hertir að framan svo ekki brotnar nögl þegar sparkað er í stein. Leyfilegt er að vera með göngustafi og segir Sigurður það smekksatriði hvort hlauparar geri það. „Með því að nota göngustafi er hægt að minnka álag á bak og fólk fær meiri stöðugleika,“ segir Sigurður.

Við rætur Esju verður drykkjar-stöð þar sem fólk getur geymt sinn mat og sótt sér í hverri ferð. Boðið verður upp á drykki, ban-ana, súkkulaði og heita og salt-mikla súpu til að vinna upp á móti salttapi. Hlauparar eru hvattir til að hafa með sér vatnsbrúsa og orku upp á Esju, eins og prótein-stykki og gel.

Keppnisgögn verða afhent í versluninni TRI við Suðurlands-braut í dag, föstudag. Þeir hlaup-arar sem enn eiga eftir að skrá sig geta gert það þar í dag.

Nánari upplýsingar má nálgast má nálgast á vef hlaupsins www.mtesjaultra.is

44 heilsa Helgin 20.-22. júní 2014

Hlaup Eitt Erfiðasta Hlaup ársins

Samstarf á fjöllumÍslenskir Fjallaleiðsögumenn er 20 ára fyrirtæki sem sérhæfir sig í útivistarferðum með túrista um fjöll og firnindi. Eins og alþjóð veit þá margborgar sig fyrir karla og konur að vera vel útbúin svo snúa megi ofan af íslensku hálendi með alla fingur og tær. Svo það lukkist hafa Íslenskir Fjallaleiðsögumenn og verslunin Íslensku Alparnir hafið samstarf og munu því leið-sögumenn og aðrir starfsmenn Ís-lenskra Fjallaeiðsögumanna klæð-ast m.a. Mount Equipment fatnaði sem er sérhæfður til brúks við erf-iðar íslenskar aðstæður auk þess

sem aðrar vörur verslunarinnar verða notaðar til að kynna náttúru

Íslands fyrir innlendum og erlend-um ferðamönnum.

Á myndinni má sjá frá vinstri Guðmund Gunnlaugsson og Hjört Þór Grjetarsson frá Íslensku Ölpunum og Arnar Má Ólafsson og Elínu Sigurðardóttur og frá Íslenskum Fjallaleiðsögumönnum kampakát með samninginn.

Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is

Verið velkomin í heimsókn!Opið virka daga kl.10-18

Texas

Torino

Lyon

Sófar í öllum stærðum

30%

1 ÁRS AFMÆLI Á BÍLDSHÖFÐA 18

AFSLÁTTUR AF ÖLLUM SÓFUM /SÓFASETTUM *Í VÖLDUM ÁKLÆÐUM

Verð áður 333.900 kr.

frá 233.730 kr.

Miðasala | 568 8000 | [email protected]

BLAM (Stóra sviðið)Fös 20/6 kl. 20:00 aukas Lau 21/6 kl. 20:00 aukas Sun 22/6 kl. 20:00 lokas

Sýning ársins í Danmörku 2012, 6 Grímutilnefningar 2013. Aðeins þessar sýningar!

BLAM! - síðasti séns að næla sér í miða

Upphlaup á EsjunniEsjuhlaupið verður á morgun, laugardag, þar sem hlauparar hlaupa tvær, fimm eða ellefu ferðir upp og niður Esjuna. Hlaupið er eitt það erfiðasta en jafnframt talið það besta af hlaupurum.

Í fjallahlaupi er hlaupið í síbreytilegu umhverfi þar sem bæði er mjúkt og gróft undirlag.

Alltaf er góð stemning í Esjuhlaupinu og eru hlauparar sem aðrir hvattir til að koma og gera sér glaðan dag í fjallinu. Hlauparar geta valið um að hlaupa tvær, fimm eða ellefu ferðir upp Esjuna.

Það er líka gríðarlega mikilvægt að drekka nógan vökva á hlaupunum. Þá er sniðugt að vera með léttan bakpoka með vökvahólfi og slöngu sem hægt er að súpa úr á hlaupunum. Svo er ekki verra að hafa lítið hólf til að geyma orkustöng eða banana og bíllyklana.

CamelBak HydroBak bakpokigeymir 1.5 lítra af vökva.Verð 7.900 kr. í GÁP

Það mikilvægasta er að vera vel skóaður í sérstökum fjallahlaupaskóm. Skórnir þurfa að vera léttir og hrað-skreiðir með góðri dempun en líka sterkbyggðir með styrkingu í botni og

tánni því nóg er af steinum til að reka sig í. Síðan þurfa

þeir að anda vel og vera fljótir að þorna.

Salomon S-Lab XT 5 Racing dömu og herra.Verð 29.995 kr.

Stillanlegir göngustafir veita góðan stuðning í brattanum, bæði upp og niður. Gott að hafa þá létta og auð-stillanlega en jafnframt sterkbyggða.

Gabel Mont Blanc FI göngustafir stillanlegir frá 66-144 cm.Verð 11.995 kr. í Fjallakofanum

Fjallahlaup eru ekkert grín og það er nauðsynlegt að vera vel græjaður. Gömlu hlaupaskórnir duga skammt og svo verður að passa að fá nægan vökva. Hér eru 3 nauðsynlegir hlutir til að nota þegar brunað er upp fjöll og firnindi á tveimur jafnfljótum.

Nauðsynlegur bún-aður í fjallahlaup

Stillanlegir göngustafir veita góðan Stillanlegir göngustafir veita góðan Stillanlegir göngustafir veita góðan stuðning í brattanum, bæði upp og stuðning í brattanum, bæði upp og

-stillanlega en jafnframt sterkbyggða.stillanlega en jafnframt sterkbyggða.stillanlega en jafnframt sterkbyggða.

þegar brunað er upp fjöll og firnindi á þegar brunað er upp fjöll og firnindi á þegar brunað er upp fjöll og firnindi á

Page 45: 20 06 2014
Page 46: 20 06 2014

46 matur & vín Helgin 20.-22. júní 2014

vín vikunnar

Spánn er betri í víni en bolta

F yrir bara nokkrum dögum voru Spánverjar frábærir í fótbolta og

frábærir í víngerð. Núna eru þeir bara frábærir í víngerð – eða þannig. Kannski var þetta ekki góður árgangur í boltanum. Landsliðsmennirnir fara bráðum í frí enda dottnir út af HM og ef það er eitt-hvert vit í kollinum á þeim þá flykkjast þeir til norð-austur Spánar til að sleikja sárin. Nánar tiltekið til Perelada í Empordà-héraði, rétt sunnan við landamæri Frakklands. Þarna er vel geymt vínsvæði sem vel borgar sig að veita at-hygli. Margir kannast reyndar við Cava freyðivínið þeirra Perelada-manna sem er mjög vinsælt hér á landi en færri vita að þarna eru líka fram-leidd mörg frábær rauðvín.

Finca er spænska orðið yfir búgarð eða bóndabýli en Spán-verjarnir nota það gjarnan yfir vínsvæði eða vínekrur. Þannig getur vín verið frá einni Fincu og er þá einnar vínekru vín og yfirleitt þá kennt bara við nafnið á vínekrunni eða blanda frá fleiri Fincum. Það

á einmitt við um vín vikunnar sem er blandað úr fjórum þrúgutegundum frá heilum 5 Fincum. Eitthvað hafa þeir vandað sig blessaðir við þessa blöndu því hún er glimrandi góð. Fyllingin er áberandi mjúk og mikil og vínið er töluvert eikað eftir að hafa legið í eikartunnum í tæp tvö ár. Berjabragðið er þarna ein-hvers staðar sem og töluverð vanilla sem gera þetta prýðis-vín. Það sem er samt best við þetta vín er verðið. Miðað við ofurskattlagningu ríkisins og verð í nágrannalöndunum ætti þetta vín að kosta langleiðina í fjögur þúsundkall en er haldið með sameiginlegu átaki inn-flytjanda og framleiðanda undir þremur þúsundum. Ís-lendingar kaupa langmest af ódýru víni og ef þeir ætla að gera vel við sig er farið vel yfir þrjú þúsundin og þá vill þessi glimrandi milliflokkur, á milli 2.500 og 3.500, gleymast. Það er gott að einhverjir þarna úti eru að berjast fyrir því að við getum keypt gæði á viðráðan-legu verði. Við verðum að verðlauna það.

Höskuldur Daði MagnússonTeitur Jónasson

[email protected]

Kraftaverk

Hágæða heyrnatól sem hlotið hafamargvíslegar viðurkenningar fyrir

hljómburð og hönnun.

Hægt að tengja saman þannig að 2eða fleiri geti hlustað úr sama tækinu.

Fjarstýrð símsvörun og hljóðnemifyrir „hands free“ símtöl.

Hægt að fá í mörgum litum.

Skólavörðustíg 12 • sími 578 6090www. minja.is • facebook: minja

TVÆR GERÐIR:

PLATTAN kr. 10.900

HUMLAN kr. 9.700

HÁGÆÐA HÖNNUN,

HLJÓMFYLLING & GÆÐI

Castillo Perelada 5 Fincas ReservaGerð: Rauðvín

Þrúga: Blanda af Garnatxa, Syrah, Merlot og Cabernet Sauvignon.

Uppruni: Spánn, 2009

Styrkleiki: 14%

Verð í Vínbúðunum: kr. 2.940

Grill réttu handbröGðin

Nú grillum við T-beiniðÞ að er oft sagt að bragðið felist í fitunni.

Það er alveg rétt. En öllu má ofgera. Það þarf ekki einn og hálfan sentimetra af

fitu utan á kjötinu.Svoleiðis fita smýgur ekkert inn í kjötið, hún

ýrir bara eldinn og lætur steikina brenna. Nóg er að fituröndin sé hálfur til einn sentimetri. Það er fitan sem er inni í kjötinu sem skiptir máli, það sem kallað er marbling á ensku en gæti útlagst marmarafita á íslensku. Sú fita bráðnar inn í kjötið og gerir allt djúsí. Þykktin á kjötinu á líka að vera að minnsta kosti tveir sentimetrar eigi að vera mögulegt að ná þessari marmarafitu inn í kjötið áður en það ofþornar í eldinum. Salt og pipar má líka alveg fara á kjötið um fimm mínútum áður en það er grillað á blússandi heitu gasgrilli. Þá ná grindurnar að karmelisera þessar flottu rendur í kjötið. Grindurnar verða líka að vera þykkar til þess að ná þessu.

Lokið á líka að vera niðri eins mikið og hægt er. Grilltíminn er auðvitað mismunandi eftir grillum og þeim hita sem þau ná upp en fjórar mínútur á fyrri hliðinni og tvær til fjórar á hinni ætti að vera um það bil „medium“. Ef það á að reyna við krossrendur er það bara gert á fyrri hliðinni með því að snúa steikinni 90 gráður eftir um 2 til 3 mínútur á fullu blasti. Ef það gýs upp eldur þarf að koma steikinni í var í nokkrar sekúndur og setja hana svo yfir eldinn aftur. Það borgar sig því að vera alltaf með pláss á grillinu þar sem ekki er beinn logi undir þótt ekki sé verið að grilla við óbeinan hita. Þykkari steikur má þó gjarnan grilla lengur við óbeinan hita. Svo þarf að hvíla steikina í nokkrar mín-útur áður en byrjað er að borða.

Aðferð:Byrjið á því að búa til bearnaise-smjörið. Hitið grillið vel. Nuddið ólífu-olíu á kjöt-sneiðarnar og saltið örlítið. Grillið kjötið í 2 mín. á hvorri hlið við beinan háan hita. Lækkið hitann í grillinu og steikið áfram í 3-4 mín. á hvorri hlið en þá ætti kjötið að vera orðið „medium-rare“. Steikið áfram smástund ef þið viljið hafa það meira steikt. Takið svo kjötið af grillinu og látið það standa á heitum diski í 5-10 mín. til þess að jafna sig. Rétt áður en kjötið er borið fram er gott að skella því aftur á heitt grillið í 1-2 mín. Setjið steikurnar á diska og leggið vænan bita af kryddsmjöri ofan á hverja þeirra. Tilvalið er að bera steikurnar fram með kartöflubátum, fylltum kúrbít og eða fylltum papriku.

Bernaise-smjörInnihald175 g smjör, mjúkt 2 msk estragonblöð, grófsöxuð1 stk skalotlaukur, saxaður1 tsk hvítvínsedik-1 ögn af cayenne-pipar-1 skvetta af sítrónusafa og svartur piparAðferð:Best er að hafa smjörið í mýkri kantinum þegar kryddi og jurtum er blandað saman við það. Mótið litlar rúllur og vefjið plastfilmu þétt utan um þær. Kælið þær síðan. Krydd-smjörið geymist í kæli í 2-3 vikur og enn lengur í frysti.

Kartöflubátar2 stórar bökunarkartöflur skornar í báta1 msk. olía1 stk. sítróna skorin í 8 báta6 stk. hvítlauksrif2 msk. söxuð steinselja og svartar ólífur (má sleppa)½ krukka af Dalafeta að eigin vali frá MSAðferð:Veltið kartöflunum upp úr olíunni og grillið við óbeinan hita í u.þ.b. 15 mín. Bætið sítrónu, hvítlauk og steinselju við og grillið í 10 mín. til viðbótar. Dreifið ostinum yfir og berið strax fram.Uppskrift: Inga Elsa Bergþórsdóttir á Gottimatinn.is.

Haraldur Jónasson

[email protected]

Sararík kúreka T-bone-steik með bernaise-smjöri og grilluðum kartöflubátumFyrir 4.

T-bone steik• ólífuolía• salt og pipar4 stk. 350-400 g T-bone-steikur

Page 47: 20 06 2014

Humarskelbrot 1 kílókílóverðverð áður 3.989,-

2.393,-

-40%

SLÁÐU Í GEGN Í GARÐVEISLUNUM

Í SUMAR OG BJÓDDU UPP Á DÁSEMDAR HUMAR!

Kræsingar & kostakjör

HumarHalar20-30 g, 1 kg pokarkílóverðverð áður 5.989,-

4.492,-

-25%

1 kg humar, án skeljarklípa af smjöri3-4 hvítlauksrif, smátt söxuð2 msk. timjan og/eða steinselja, saxað1 avókadó1 mangómelónubitar (helst cantaloupe, appelsínugult kjöt)grænt salat, t.d. klettasalat, spínatgraslaukurhandfylli blábersalt og grófmalaður pipar

Hitið hvítlaukinn í smjörinu á pönnu og bætið síðan timjani og/eða steinselju út á og síðan humrinum. eldið humarinn í nokkrar mínútur og takið af hitanum, saltið og piprið. skerið avókadó, mangó og melónu í fallega bita. setjið salatið í stóra skál og raðið ávöxtunum fallega ofan á. bætið humrinum ofan á (en síið soðið fyrst af), klippið graslauk yfir og sáldrið blá-berjum ofan á í lokin. Dreypið ríkulega af dressingunni yfir allt þegar salatið er borið fram. gott er að hafa hvítlauksbrauð með.

Dressing:3 msk. ólífuolía3 msk. sítrónusafi1 tsk. dijon sinnep3 hvítlauksrif, marin1 -2 msk. saxað timjan og/eða steinseljasalt og grófmalaður pipar

HUMAR-SUMAR-SALAt

www.netto.is| Mjódd · grandi · salavegur · Hverafold · akureyri · Höfn · grindavík · reykjanesbær · borgarnes · egilsstaðir · selfoss |

Page 48: 20 06 2014

Guðmundur Örn skorar á Sigurð Bragason útibússtjóra Sjóvár í Vestmannaeyjum. ?

? 3 stig

9 stig

Guðmundur Örn Jónssonprestur í Vestmannaeyjum.

1. Brasilía 3 - Króatía 1. 2. 21 árs.

3. Pass.

4. Rio.

5. Pass.

6. Þau eru öll lítil.

7. Pass.

8. Chelsea.

9. Pass.

10. Pass.

11. Á Íslandi.

12. Persóna.

13. Pass.

14. Pass.

15. Á Hofsósi.

1. Brasilía 3 - Króatía 1. 2. 91 árs.

3. Pass.

4. Brasilía. 5. Sigríður Thorlacius.

6. Pass.

7. Arizona. 8. Chelsea.

9. Ora. 10. Pass.

11. Noregi. 12. Hrafnshreiður. 13. Einar Jónsson.

14. Að skamma. 15. Hofsósi.

Hermann Ottósonframkvæmdastjóri Rauða Kross Íslands.

48 heilabrot Helgin 20.-22. júní 2014

sudoku

sudoku fyrir lengra komna

DREIFA LJÚKASVARI

VEIKISIGAÐ SVÍVIRÐA SKJÓÐA

SKIMA

ELDUR

NÆÐA

GOGG

BLESSUNMÁLUÐ

GÆTA

UPPTAKS-VEÐUR

TVEIR EINS

ÖFUG RÖÐ

BEIN

VAGGA

MOKA

ÞYS

SJÚGA

FLATBAKA

SKURÐ-BRÚN

DEYÐA

BOFS

VIRKI TÆTA SKORTIRYFIRHÖFN

TIGNAR-MAÐUR

ÁHALDÞVÆLA BARN

GRUNDA

GÓL

MÁNUÐUR

MÁLMUR

DUGNAÐUR

GLER-HALLUR

GLUFA

GRANNUR

SKEL

SVALL

Í RÖÐ

MEÐ

KNÉSETJA

STEIN-TEGUND

HOLA

ANNÁLL

SAMSINNA

KIPRA

SAMTÖK

UNG-DÓMUR

FUGL

UMFRAM

HYGGST

GUFU-HREINSA

ÍÞRÓTTA-FÉLAG

KIRTILL

SNÆLDA

SKÆR

LÆRIR

SLEPJA

HÁRFLÓKI

FLATFÓTURVANSÆMD

LAND-RÆMA

FOLD

SÖNGHÚS

MASSAKVENFLÍK

RÚN

KLIFUN

DRYKKUR

AÐRAKSTUR

ÁNÆGJU-BLOSSI

950

HÆKKA

FJALLA-SKARÐ

ANDI

NÁMS-GREIN

TALA

UPP-HRÓPUN

FYRSTUR

GORTA

TVEIR EINS

KVIKMYND

KUSK

HLJÓM

FISKÓP

FÁNI KORNSTRÁ

NÆGILEGT YFIRSTÉTTLOGA

194

2 1

6 9 8 5

4 7 1

8 9 3

3

5 9 7 4

1 7 5 9

9 6 3 2

4 1

4 2 3

5 6

3 1 2 5

1

7 2 1 8

4 6 7

8 3

2 3 9

7 5 6

Hamraborg – Nóatún 17 – Hr ingbraut – Austurver – Grafarho l t

KJÚKLINGAMÁLTÍÐ FYRIR 4

Grillsumar!

Pantaðu á www.noatun.is eða í næstu Nóatúns verslun.

GrillGrillsumar!sumar!

GRILLVEISLURGómsætar grillveislur tilbúnar

beint á grillið.

FYRIR HÓPA OG SAMKVÆMI

KASTA FLYTJA Ö ÚTIHÚS

SPAUG F ÍRAFÁR RUGLA NÚA

DERRINN

HVERSU Þ R A S G J A R NH V E

ÓBUNDIÐ MÁL

PILI P R Ó S I UKOPAR E I ÍSHÚÐ

KROPP Í S I N GI Ð I N N EIN-

HVERJIR

TVEIR EINS

FISK G GV

HLÝJA

MEINLÆTA-MAÐUR O HÖKTA

KLAKI S T A M A ANDI

PENINGAR S Á L A

TRÉ

ÖTULL

R

A F R Í K A LÆKNASTSÖNGLA

STÖK R A U L A SKORTIRSUÐUR-

ÁLFA

BISNESS

R A N S I LÍKUM

Á FLÍK G E T U M ETJA SKARP-LEIKI VB

A K A HRYSSA

ÞOKAST M E R I SKISSA R I S S AKEYRA

S ÍAÐALS-MAÐUR

ÁLITS B A R Ó N STÓ

EINKAR A R I N NÆTÍÐ

HITI

A R M I SKÓLI

TVEIR EINS M A RYKKORN

SVELGUR A R KANN

HVÆSA G E TM VEIÐI

ÖGN A F L IÁ FÆTI

LOFT-TEGUND I L

HALDA BROTT

HÁR F A R AU M T A L ÆXLUN

HÆRRA E Ð L U NFYRIR HÖND

SÁLDA P RAFSPURN

TÓLF TYLFTIR

R O S S MUNDA

SLAGÆÐ O T A FESTA

EKKI L Æ S A KVIKMYNDGL REFUR

SÓLBAKA T Ó F AFYRST FÆDD

HNÍGA E L S T JURTA-RÍKI FMARGS-

KONAR

M I S EYÐIMÖRK

GÓÐUR S A N D I ILLGRESI

STUNDA A R F IÝA ÓRÓR

SÓÐA Ó V Æ R REGLA

KJAFI A G I FISKUR

Í VIÐBÓT Á L LMEGINÆÐ

Ð A L Æ ÐÞRÁ-

STAGAST

UTAN K L I Ð A HLJÓM

Í RÖÐ Ó MAU T A N ÁRKVÍSLIR Á L A MÖGLA K U R R AÁN

PÚKA

R A MÆLI-EINING N A N Ó PÚLA B A K S AÁ

V

193

lausnLausn á krossgátunni í síðustu viku.

krossgátan

1. Brasilía 3 - Króatía 1. 2. 97 ára. 3. Mexico. 4. Brasilía.

5. Ágústa Eva Erlendsdóttir. 6. Augu þeirra eru í sitt

hvorum litnum. 7. Arizona. 8. Chelsea. 9. Ora.

10. Stevie Wonder. 11. Noregi. 12. Hrafnshreiður.

13. Nínu Sæmundsson. 14. Að móðga, styggja eða

skamma. 15. Á Hofsósi.

1. Hvernig fór upphafsleikur HM í Brasilíu?

2. Hvað er tónlistarkonan Vera Lynn

gömul, sem nýverið komst á topp-20

vinsældalistann í Bretlandi?

3. Hvað heitir ný plata hljómsveitarinnar

GusGus?

4. Hvað heitir höfuðborg Brasilíu?

5. Hver syngur lagið Let it go í íslenskri

talsetningu myndarinnar Frozen?

6. Hvað eiga stjörnurnar Mila Kunis, Jane

Seymour, Kate Bosworth og David

Bowie sameiginlegt?

7. Hvert er eina ríki Bandaríkjanna sem

hefur bókstafinn Z í nafni sínu?

8. Knattspyrnumaðurinn Cesc Fabregas

yfirgefur Barcelona í sumar og snýr

aftur í enska boltann. Hvaða liði mun

hann leika með?

9. Hvaða fyrirtæki hefur slagorðið Ástríða

í matargerð?

10. Hvaða listamannsnafn notar bandaríski

söngvarinn Stevland Morris?

11. Í hvaða landi eru Toro súpur fram-

leiddar?

12. Hvað er laupur?

13. Höggmyndinni Hafmeyju var á dög-

unum komið fyrir í Reykjavíkurtjörn.

Eftir hvern er höggmyndin?

14. Hvað þýðir sagnorðið að fyrta?

15. Hvar á landinu er fyrirtækið Íslenska

fánasaumastofan?

Spurningakeppni fólksins

svör

Page 49: 20 06 2014

AFSLÁTTUR

AF ÖLLU HÚSGÖGNUM

FLYTJUM Í HAMRABORG552-8222 / 867-5117

{Skápar}

{Skenkir}

{Myndir}

{Styttur}

{Postulín}

{Silfur}{Stólar}{Borð}

50 – 80 % AF

húsgögnum

100 % AF bókum

20 % AF smáhlutum

ANTIK BÚÐINSTRANDGÖTU 24FLYTUR Í JÚLÍ50-80%

Höfum opnað aðra Antikbúð í

Hamraborg 5S: 544 8222

Troðfull búð !!!

2-3 fríarbækur fyrirkaupendur.Gefum allan

bóka lagerinn

Enn 20 % Aföllum smáhlutum

Page 50: 20 06 2014

Stjörnufréttir eru í boði SkjáSeinS

Heimsmeistaramótið í knattspyrnu er byrjað af fullum krafti og flestir komnir í stellingar fyrir einn vinsælasta íþróttaviðburð heims. Fyrir þá sem vilja harðkjarna fótboltaumfjöllun er rétt að benda á ítarlega og vandaða þætti sem sýndir eru á Eurosport á meðan keppnin stendur

yfir þar sem fjallað verður um stöðu mála á HM frá morgni til kvölds.

Brazilmania mun byrja daginn á að fara yfir það sem framundan er þann daginn auk þess sem rýnt er í úrslit og stöðu. Þátturinn hefst klukkan 6.30 að ís-lenskum tíma og er endursýndur klukkan 9.30.

Bom Dia Rio tekur fyrir stöðu dagsins auk þess að fylgjast með umfjöllun fjölmiðla. Um er að ræða tvo þætti sem sýndir eru klukkan 12.30 og 15.30 að íslenskum tíma. Copacabana Live Show eru síðan 20 mínútna þættir í beinni út-sendingu úr stúdíói í Ríó sem fyrrum fót-boltakempan Thomas Berthold stýrir. Fer hann yfir málin með valinkunn-um sérfræðingum og íþróttafrétta-mönnum á hliðarlínunni og spáir í spilin. Dagana 12.- 22. júní eru þættirnir sýndir klukkan 18.30 og 21.30 að íslenskum tíma en 23. júní til 13. júlí færast þættirnir til klukkan 19.30 og 22.00 að ís-lenskum tíma.

Tryggðu þér Sport-pakka SkjásHeims á að-eins 1.490 krónur á mán-uði eða aðeins 990 krónur fyrir áskrifendur SkjásEins.

ítarleg HM uMfjöllun á

Það er sann-kallað stórskotalið í kvikmyndinni The Monuments Men (2014) sem er komin í SkjáBíó. Í aðalhlut-verkum eru Matt Damon, Bill Murray,

John Goodman og George Clooney sem leikstýrir einnig myndinni. Hann hefur unnið með fjölmörgum leikstjórum í gegnum tíðina eins

og Coen bræðrum, Alexander Payne og Soderbergh og segist hann reyna að læra af þeim eins mikið og hægt er. „Það er samt vissulega

snúið að leikstýra sjálfum sér en það virkar vel að segja bara: George, þú varst mjög góður í þessari senu,“ segir hann kankvís að vanda.

... með SkjáFrelsi getur þú nálgast allt efni SkjásEins allt að mánuð aftur í tímann?

... hægt er að nálgast fjöldann allan af heilum sjónvarpsþátta-röðum á SkjáFrelsi og leggjast í maraþonáhorf ef þú ert í stuði?

... SkjárEinn er í sumarskapi og gefur eina frímynd til áskrifenda í viku hverri?

... þótt sjónvarpið á heimilinu sé frátekið fyrir HM í fótbolta, þá er hægt að horfa á allt annað efni SkjásFrelsis í tölvu eða snjalltækinu?

17. júní þrauta-gleði á N1 Það var líf og fjör í svokölluðu Minute to Win It – þrautatjaldi við N1 Hringbraut á 17. júní. Gestir og gangandi litu við og fengu smjörþefinn af þrautunum sem keppt verður í þegar Minute to Win It – Ísland hefur göngu sína í september á SkjáEinum. Ungmennin voru óhrædd við að prófa ýmsar skemmtilegar og miserfiðar þrautir við góðar undirtektir nær-staddra.

Clooney stýrir stórskotaliði!

Vissir þú að...

Benoît sófitilboðsverð:3ja sæta 176.000 kr.2ja sæta 135.200 kr.stóll 92.000 kr.

einnig til í ljósum lit

eikarsófaborð - tilboðsverð 86.400 kr.

EthnicraftHúsgögn

mikið úrvalmikil gæði

tekk company og haBitatkauptún 3sími 564 4400vefverslun á www.tekk.is

opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18og sunnudaga kl. 13-18

gerum hús að heimili

EthnicraftHúsgögnum

eikarborðstofuborðtilboðsverð 188.000 kr.

50 stjörnufréttir Helgin 20.-22. júní 2014

Page 51: 20 06 2014

Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar Opnunartími: Virka daga kl. 11-18 Laugard. kl. 10-15 Laugavegi 178 ( Bolholtsmegin ) l S. 555 1516 l Kíktu á síðuna okkar

Verð 11.900 kr.Einn litur

Str. S - XXL

Verð 7.900 kr.4 litir

Str. S - XL

Verð 11.900 kr.2 litir

Str. S - XXL

Kjóll / túnika á 7.900 kr.4 litir

Ein stærð: 38 - 42

Kjóll á 10.900 kr.Einn litur

Str. S - XXL

Kjóll á 8.900 kr.3 litir

Ein stærð: 38 - 44

Kjóll á 9.900 kr.2 litir

Ein stærð: 36 - 40

Verð 12.900 kr.2 litir

Str. S - XXL

Verð 12.900 kr.Einn litur

Str. S - XXL

Kjóll / túnika á 12.900 kr.Einn litur

Str. S - XL

Verð 11.900 kr.Einn litur

Str. S - XXL

Verð 8.900 kr.Einn litur

Str. M - XXXL

Glæsilegir kjólarNýtt

kortatím

abil

Page 52: 20 06 2014

Föstudagur 20. júní Laugardagur 21. júní Sunnudagur

52 sjónvarp Helgin 20.-22. júní 2014

Föstudagur

Laugardagur

Sunnudagur

21:00 The Bachelorette (1:12)Fyrsti þáttur í nýrri seríu af Bachelorette

15.50 Ítalía - Kosta Ríka18.50 Sviss - Frakkland Beinar útsendingar frá HM í fótbolta.

RÚV12.30 Japan - Grikkland HM 2014.14.20 Ástareldur15.10 Táknmálsfréttir15.20 HM stofan15.50 Ítalía - Kosta Ríka Beint18.00 Fréttir18.20 Veðurfréttir18.25 Íþróttir18.30 HM stofan18.50 Sviss - Frakkland Beint20.50 HM stofan21.20 Sköllótti hárskerinn Marg-verðlaunuð rómantísk gaman-mynd með Pierce Brosnan í aðalhlutverki um tvo ólíka einstaklinga á krossgötum í ástarlífinu og hittast fyrir tilviljun á Ítalíu. Önnur hlutverk: Trine Dyrholm, Molly Blixt Egelind.23.15 16 húsaraðir Hasarmynd með Bruce Willis sem leikur útbrunninn lögregluþjón í New York sem fær það einfalda verkefni að fylgja fanga nokkrar húsaraðir frá fangelsi að dóms-húsi. Flutningurinn gengur ekki eins auðveldlega fyrir sig og vonast var til og ljóst að lög-regluþjónninn verður að vera snöggur að rifja upp taktana. Atriðið í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna. e.01.10 Hondúras - Ekvador HM 2014.03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist08:00 Everybody Loves Raymond08:25 Dr. Phil09:05 Pepsi MAX tónlist14:15 The Voice (5:26)16:30 Necessary Roughness (9:16)17:15 90210 (22:22)18:00 Dr. Phil18:40 Minute To Win It19:25 Men at Work (6:10)19:50 America's Funniest Home Vid.20:15 Survior (4:15)21:00 The Bachelorette (1:12)22:30 The Tonight Show Spjallþátta-snillingurinn Jimmy Fallon stýrir hinum geysivinsælu Tonight show. Gestur kvöldsins er grín-leikarinn George Lopez ásamt bandaríska rapparanum Pitbull.23:15 Royal Pains (10:16)00:00 The Good Wife (19:22)00:45 Leverage (7:15)01:30 Survior (4:15)02:15 The Tonight Show03:45 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

11:15 & 16:35 Life13:05 & 18:25 Cowgirls'N Angels14:35 & 20:00 The Internship22:00 & 03:10 Me, Myself and Irene01:25 The Factory

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 208:00 Malcolm In The Middle08:25 Drop Dead Diva (3/13) 09:15 Bold and the Beautiful09:35 Doctors (1/175) 10:20 Last Man Standing (8/24) 10:45 The Face (1/8) 11:35 Heimsókn11:55 Hið blómlega bú12:35 Nágrannar13:00 Hachiko: A Dog's Story15:10 Young Justice15:35 Hundagengið16:00 Frasier (12/24) 16:25 The Big Bang Theory (8/24) 16:45 How I Met Your Mother17:10 Bold and the Beautiful17:32 Nágrannar17:57 Simpson-fjölskyldan18:23 Veður18:30 Fréttir Stöðvar 218:47 Íþróttir 18:54 Ísland í dag19:06 Veður 19:15 Super Fun Night (3/17) 19:35 Impractical Jokers (3/8) 20:00 Mike & Molly (13/23) 20:20 NCIS: Los Angeles (3/24) 21:05 Tiny Furniture22:45 Uncertainty00:30 Scorpion King 3: Battle for Re02:10 Water for Elephants04:05 Streets of Legend05:35 How I Met Your Mother05:55 Fréttir og Ísland í dag

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

13:45 NBA 2013/2014 - Final Games15:35 Dominos deildin - Liðið mitt16:00 Arnold Classic16:40 Demantamótin18:40 Pæjumótið í Eyjum19:25 UFC Live Events20:10 Breiðablik - Þór22:00 Borgunarmörkin 201423:20 NBA Special: 1984 NBA Draft00:30 NBA 2013/2014 - Final Games

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 HM Messan07:45 Japan - Grikkland HM 2014.12:20 Kólumbía - Fílabeinsstr. HM 1414:00 Úrúgvæ - England HM 2014.15:40 Gianfranco Zola16:10 HM Messan16:55 Japan - Grikkland HM 2014.18:35 Luis Enrique19:00 Switzerland, Manaus, Ecuador19:30 Ítalía - Kosta Ríka HM 2014.21:10 HM Messan21:50 Hondúras - Ekvador Beint00:00 Sviss - Frakkland01:40 HM Messan02:25 Hondúras - Ekvador HM 2014.

SkjárSport 06:00 Motors TV

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnaefni Stöðvar 2 12:00 Bold and the Beautiful13:25 Britain's Got Talent (7/18) 14:30 Grillsumarið mikla14:55 Sælkeraferðin (7/8) 15:20 How I Met Your Mother (9/24) 15:45 Íslenski listinn16:15 Dallas (4/15) 17:00 ET Weekend (40/52) 17:45 Sjáðu18:15 Hókus Pókus (14/14) 18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:50 Íþróttir 18:55 Frikki Dór og félagar19:20 Lottó 19:25 Epic21:10 Liberal Arts Rómantísk gamanmynd sem fjallar um Jesse sem heimsækir gamla háskólann sinn í kveðjupartí en þar finnur hann óvænt ástina í ungri há-skólamær.22:50 Margaret01:25 The Resident03:00 Midnight Run05:10 ET Weekend (40/52) 05:50 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:45 Borgunarmörkin 201408:55 F1 2014 - Æfing 3 Beint10:00 Borgunarmörkin 201411:20 NBA: Bballography: Auerbach11:50 F1 2014 - Tímataka Beint13:40 NBA 2013/2014 - Final Games15:30 Grindavík16:00 Pæjumótið í Eyjum16:45 Breiðablik - Þór18:35 Borgunarmörkin 201419:45 F1 2014 - Tímataka21:15 UFC Now 201422:10 Box - Provodnikov vs Algieri00:40 NBA 2013/2014 - Final Games

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:20 HM Messan08:05 Hondúras - Ekvador HM 2014.09:45 England - Ítalía HM 2014.11:25 Bosnia, Salvador, Iran11:55 Ítalía - Kosta Ríka HM 2014.13:35 Sviss - Frakkland HM 2014.15:15 Maradona 115:40 Maradona 216:05 HM Messan16:50 Hondúras - Ekvador HM 2014.18:30 Gianfranco Zola 19:00 Argentina and Nigeria19:30 Argentína - Íran HM 2014.21:10 HM Messan21:50 Nígería - Bosnía Beint00:00 Þýskaland - Gana HM 2014.01:40 HM Messan02:25 Nígería - Bosnía HM 2014.

SkjárSport 06:00 Motors TV

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.05 Vasaljós (6:10) e.10.28 Stundarkorn10.35 Með okkar augum III (2:6) e.11.05 Ofvitinn e.12.40 Gríman 2014 e.14.10 Leyndadómar Suður Ameríku e.15.10 Táknmálsfréttir15.20 HM stofan15.50 Belgía - Rússland Beint18.00 Fréttir18.20 Veðurfréttir18.25 Íþróttir (2:9)18.30 HM stofan18.50 Suður Kórea - Alsír Beint20.50 HM stofan21.20 Alvöru fólk (7:10) Sænskur myndaflokkur sem gerist í heimi þar sem ný kynslóð vélmenna hefur gerbreytt lífi fólks og vart má á milli sjá hverjir eru mennskir og hverjir ekki. í þáttunum eru ekki við hæfi ungra barna.22.20 Blóðbað í hvalaskoðun Íslensk hryllingsmynd um hóp ferða-manna í hvalaskoðun sem þarf að leita á náðir nærstaddra hvalveiðimanna þegar skoðunar-báturinn þeirra bilar. Aðalhlut-verk: Pihla Viitala, Nae, Terence Anderson, Helgi Björnsson, Guðrún Gísladóttir ofl. Leikstjóri: Júlíus Kemp. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna. Textað á síðu 888 í Textavarpi.23.45 Hrein Stuttmynd eftir Ísold Uggadóttur. e.00.00 Bandaríkin - Portúgal HM 14.01.55 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist14:40 Dr. Phil16:40 America's Next Top Model17:25 Design Star (9:9)18:10 The Good Wife (19:22)18:55 Rookie Blue (3:13)19:40 Judging Amy (21:23)20:25 Top Gear USA (5:16)21:15 Law & Order (19:22)22:00 Leverage (8:15)22:45 Elementary (24:24)23:30 Agents of S.H.I.E.L.D. (10:22)00:15 Scandal (22:22)01:00 Beauty and the Beast (12:22)01:45 The Tonight Show02:30 Leverage (8:15)03:15 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:50 & 15:55 Scent of a Woman12:25 & 18:30 The Jewel of the Nile14:10 & 20:15 Anger Management 22:00 & 03:40 The Change-up00:05 Charlie Wilson's War01:45 Total Recall

21:10 Liberal Arts Rómantísk gamanmynd sem fjallar um Jesse sem heimsækir gamla háskólann sinn í kveðjupartí.

21:30 Appropriate Adult (1:2) Vandaður breskur þáttur í tveimur hlutum úr smiðju ITV og fjallar um fjöldamorðingjann Fred West.

RÚV07.00 Morgunstundin okkar10.20 Alltaf í boltanum11.50 Milli tveggja heima Vönduð bresk ævintýramynd með Maggie Smith í aðalhlutverki. e.13.25 Landinn e.13.55 Hið sæta sumarlíf (5:6) e.14.25 2012 (5:6) e.14.55 Mótorsystur e.15.10 Táknmálsfréttir15.20 HM stofan15.50 Argentína - Íran Beint18.00 Fréttir18.20 Veðurfréttir18.25 Íþróttir (1:9)18.30 HM stofan18.50 Þýskaland - Gana Beint20.50 HM stofan21.20 Lottó21.30 Ljósaskipti: Dögun I Ævintýra-mynd í tveimur hlutum þar sem vampírur, varúlfar og mennskir menn mætast í átökum og ástum. Aðalhlutverk: Kristen Stewart, Robert Pattinson og Taylor Lautner. Leikstjóri: Bill Condon. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.23.25 Larry Crowne Larry Crown er miðaldra maður missir vinnuna og ákveður að setjast aftur á skólabekk. Þar lendir hann í skrautlegum hópi og verður skotinn í kennaranum sínum. Leikstjóri er Tom Hanks og hann leikur líka aðalhlutverk ásamt Juliu Roberts. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi ungra barna.01.05 Nígería - Bosnía HM 2014.03.00 Útvarpsfréttir í dagskrárlok

SkjárEinn 06:00 Pepsi MAX tónlist13:20 Dr. Phil14:40 Judging Amy (20:23)15:25 Top Gear USA (4:16)16:15 Top Chef (12:15)17:00 Emily Owens M.D (4:13)17:45 Survior (4:15)18:30 The Bachelorette (1:12)20:00 Eureka (2:20)20:45 Beauty and the Beast (12:22)21:30 Appropriate Adult (1:2)23:00 Falling Skies (1:10)23:45 Rookie Blue (3:13)00:30 Betrayal (1:13)01:15 Ironside (2:9)02:00 The Tonight Show03:30 Pepsi MAX tónlist

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 & 14:30 The Magic of Bell Isle08:50 & 16:20 Trouble With the Curve10:40 & 18:10 The American Presid.12:35 & 20:05 Dumb and Dumber22:00 & 03:05 Fever Pitch23:45 The Girl01:15 Elysium

22.20 Blóðbað í hvalaskoðun Íslensk hryllingsmynd um hóp ferðamanna í hvala-skoðun. Atriði í myndinni eru ekki við hæfi barna.

21:50 Bandaríkin - Portúgal Bein útsending frá leik Bandaríkjanna og Portugal á HM í fótbolta.

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

HE IMSKLASSA HLJÓMFLUTN INGUR

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

BÍLGEISLASPILARI · DEH-X3600UI4X50 W MOSFET magnari. Útvarp með 24 stöðva minni. Spilar: CD-R/RW, MP3, WMA, WAV. AUX og USB tengi á framhlið. EEQ, Tónstillir fyrir bassa, mið– og hátóna. Spilar og hleður iPod í gegnum USB (snúra fylgir ekki). Multi-Colour skjár.

Verð: 28.900

Veldu vandað – það borgar sig alltaf.

LÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l tLÁGMÚLA 8 · SÍMI 530 2800 · www.ormsson. is · Verslanir og umboðsmenn um land al l t

Úrval afgæðahátölurum

frá Pioneer

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni · Spilar: CD, MP3, WMA WAV · USB og Aux-in af framan

Verð: 19.900

BÍLGEISLASPILARI · DEH-150MP4X50 Mosfet magnari · Útvarp með 24 stöðva minni

Page 53: 20 06 2014

Ef einhver hefur ekki tekið eftir því þá fer heims-meistaramótið í knattspyrnu fram um þessar mundir. RÚV sýnir flesta leikina beint og þá leiki sem ekki streyma beint þaðan er hægt að sjá í læstri dagskrá á Stöð 2 sport 2. Við fyrstu sýn virðist allt lagt undir á sjónvarpi allra landsmanna. Ja, nema kannski sé íþróttastöðin sjálf, RÚV íþróttir, sem af einhverjum sökum sýndi gamlan Andra á flandri þátt þegar aðal-stöðin var með leik Brasilíu og Mexíkó.

En hvað um það, – það eru allir að tala um HM hvort sem það er í sjónvarpinu eða í kaffipásum í vinnunni. Það er þó ekki sama hvernig talað er um HM. Á vinnustaðnum er sá snubbaður sem ekki veit að Niðurlendingurinn Van Persie spilar ekki lengur með Arsenal og á skjánum fá þeir að kenna á fjar-stýringunni sem ekki geta gert leikina almennilega

upp í leikslok. Það verður að segjast að ríkisstarfs-mennirnir, Björn Bragi og félagar í HM stofunni, hafa fengið svolítið að kenna á mute-takkanum það sem af er keppni. Þátturinn þeirra er ekki alveg nógu góður. Þar á bæ er meira verið að lýsa því sem fyrir augu ber en að kafa dýpra í leikinn og búa til skemmtilegar umræður um ef og hefði. Hinu megin, hjá Gvendi Ben og hinum á Stöð 2, er þó kafað á mun meira dýpi. Ekki sakar svo að hafa Hjörvar nokkurn Hafliðason á kantinum með splunkunýja græju til að kryfja öll helstu atriði leiksins. Þar fer Kópavogsgæðingurinn vel og vandlega í gegn um hvert vafaatriðið á fætur öðru og sýnir mönnum eins og mér, sem skilja ekki endilega fínni hliðar íþróttarinnar fögru, út á hvað þetta allt saman gengur.

Haraldur Jónasson4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

STÖÐ 207:00 Barnatími Stöðvar 211:10 iCarly (3/25) 11:35 Victourious12:00 Nágrannar13:20 Mr Selfridge (8/10) 14:05 Breathless (6/6) 14:50 Jamie & Jimmy' Food Fight Club15:40 Lífsstíll 16:00 Modern Family (5/24) 16:25 Höfðingjar heim að sækja16:45 60 mínútur (37/52) 17:30 Eyjan18:23 Veður 18:30 Fréttir Stöðvar 218:55 Sportpakkinn (43/50)19:10 The Crazy Ones (18/22) 19:30 Britain's Got Talent (8/18) 21:10 Mad Men (4/13) 22:00 24: Live Another Day (8/12) Kiefer Sutherland snýr aftur í hlutverki Jack Bauer sem núna er búinn að vera í felum í nokkur ár. Þegar hann kemst að því að hryðjuverkamenn ætla að láta til skarar skríða í London grípur hann til sinna ráða.22:45 60 mínútur (38/52) 23:30 Daily Show: Global Edition23:55 Nashville (16/22) 00:40 Game Of Thrones (10/10) 01:35 Crisis (2/13) 02:20 Vice (10/12) 02:50 Scent of a Woman05:20 The Crazy Ones (18/22) 05:45 Fréttir

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

09:40 Keflavík - Stjarnan11:30 F1 - Austurríki Beint14:30 Borgunarmörkin 201415:45 Moto GP - Katalónía16:45 Bosnía - Ísland18:10 F1 - Austurríki20:40 UFC Now 201421:35 NBA 2013/2014 - Final Games23:25 UFC Live Events

4 5 6

allt fyrir áskrifendur

fréttir, fræðsla, sport og skemmtun

07:00 HM Messan07:45 Nígería - Bosnía HM 2014.12:20 Argentína - Íran HM 2014.14:00 Þýskaland - Gana HM 2014.15:40 Patrick Kluivert16:05 HM Messan16:50 Nígería - Bosnía HM 2014.18:30 Belgium, Rio and Algeria19:00 Portugal, Natal and USA19:30 Belgía - Rússland HM 2014.21:10 HM Messan21:50 Bandaríkin - Portúgal Beint00:00 Suður-Kórea - Alsír HM 2014.01:40 HM Messan02:25 Bandaríkin - Portúgal HM 14.

SkjárSport 06:00 Motors TV

22. júní

sjónvarp 53Helgin 20.-22. júní 2014

í sjónvarpinu HM uMfjöllun

Messað yfir HM stofunni

Sendu okkur 5 toppa af Merrild umbúðum og þú gætir unnið hina

sígildu kaffikönnu frá Stelton.

10 heppnir vinningshafar verða dregnir út í hverri viku frá 30. júní til 1. september 2014, alls 100 talsins.

Hönnun: Erik Magnussen árið 1977

Þátttökuumslög í öllum verslunum. Á Facebook-síðu okkar, Facebook/Merrild á Íslandi, verða birt úrslit auk frekari upplýsinga um leikinn.

klippið

Page 54: 20 06 2014

TónlisT Mugison á leið Til ReykjavíkuR Til að kláRa nýja plöTu

Miðaldra Mugison syngur um ástina og dauðannÞrjú ár eru síðan Mugison sendi frá sér plötuna Haglél sem seldist í 30 þúsund eintökum og náði til að mynda gullsölu á einni viku rétt fyrir jól. Nú er hann að leggja lokahönd á nýja plötu sem kemur út í haust. Platan er blanda af hans bestu verkum og er sungin á ensku.

e ftir svona mikla velgengni þá gera menn alltaf lélega plötu. Ég er örugglega að reyna of mikið,“

segir tónlistarmaðurinn Örn Elías Guð-mundsson léttur í bragði. Örn, betur þekktur sem Mugison, er langt kominn við gerð nýrrar plötu og stefnir að því að hún komi út í haust. Þetta verður fyrsta plata Mugisons síðan Haglél kom út fyrir þremur árum en sem kunnugt er seldist hún í um þrjátíu þúsund eintökum.

„Ég er kominn með tíu grunna og von-ast til að hoppa í bæinn í næstu viku. Þar ætla ég að hitta einhverja snillinga og setja rjómann á þetta. Ég vona bara að vinir mínir séu í bænum, mig dauðlangar að búa til eitthvað með þeim. Það eru til dæmis róleg lög þarna sem mig langar að gera fallegri með flottum útsetning-um,“ segir Mugison.

Síðasta plata var róleg og þægileg kassagítarplata. Þar áður varstu í tudd-arokki og enn fyrr á kafi í rafpælingum. Hvað ætlarðu að bjóða upp á að þessu sinni?

„Þetta er eiginlega best of-plata en allt ný lög. Það eru þarna rokklög í anda Mugiboogie, svo er kassagítargutl í anda

Mugimama og Hagléls og svo eitthvað rafmagnsdrasl. Eina þemað er að vera ekki að hugsa þetta of mikið eins og mér hefur hætt til að gera.“

Stefnan er að nýja platan komi út fyrir jólin. „Ef allt gengur upp, það hefur svosem klikkað hjá mér áður enda er ég hlaðinn ranghugmyndum um að allt taki hálftíma. Ég veit alveg að ég gæti vaknað upp í ágúst og verið kominn með ógeð á þessum tíu lögum. En ég er mjög brattur þessa dagana.“

Nýja platan er sungin á ensku og Mug-ison kveðst vera búinn að semja helming textanna. Hvert er yrkisefnið á plötunni?

„Ég er náttúrlega orðinn miðaldra þannig að sumt af þessu er svolítið ljúfsárt. Ef ég horfi á titlana sést alveg að maður er orðinn pínu meyr. Ég er meira að segja farinn að snyrta skeggið annað slagið. En ætli þetta sé ekki bara mið-aldra popprokk... eitthvað. Ég syng bara um dauðann, ástina og lífið. Það mætti halda að Jón Ársæll og Vala Matt hafi hjálpað mér að gera textana.“

Höskuldur Daði Magnússon

[email protected]

Mugison syngur á ensku á nýrri plötu í haust. Hann segir að platan sé best of plata með nýjum lögum. Ljósmynd/Hari

Það mætti halda að Jón Ársæll og Vala Matt hafi hjálpað mér að gera text-ana.

– fyrst og fremst

– fyrst og fremstódýr!

149 kr.kg

Verð áður 268 kr. kg Vatnsmelónur, rauðar

149 149Verð áður 268 Verð áður 268 Verð áður 268 Verð áður 268 Verð áður 268 Verð áður 268 kr. kgkr. kgkr. kgVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðarVatnsmelónur, rauðar

44%afsláttur

Nú í sumar standa yfir æfingar á nýju ís-lensku leikverki, eftir Hrund Ólafsdóttur. Leikritið heitir Róðarí og er sett upp af Auðlind - leiklistarsmiðju.

Leikritið fjallar um fjögur systkini á miðjum aldri og móður þeirra sem er á tí-ræðisaldri. Engin persóna er undir fimm-tugu sem er nokkuð óvenjulegt í íslensku leikhúsi í dag.

Söguþráðurinn fjallar um það þegar systkinin þurfa að hittast vegna þess að ein systirin veikist og þarf á hjálp að halda. Það reynist erfiðara viðfangs að eiga sam-skipti og ráða fram úr málum en þau hafa búist við. Spurningin um „hver á að gera

það?“ reynist þarna þung á metunum í til-vist fjölskyldunnar en hvert og eitt þeirra hefur fundið sér stað, eða svo halda þau.

Það sem er einna merkilegast við sýninguna er leikarahópurinn. Þar innan borðs eru leikkonur sem mörgum eru kunnar og eiga að baki langan og farsælan feril á leiksviðum landsins, en hafa ekki verið mikið í sviðsljósinu að undanförnu. Þær eru Margrét Guðmundsdóttir sem lék áratugum saman í Þjóðleikhúsinu hefur ekki stigið á sviðið í sjö ár. Anna Kristín Arngrímsdóttir lék sömuleiðis í áratugi í Þjóðleikhúsinu og leikur nú í Ferjunni í Borgarleikhúsinu. Guðbjörg Thoroddsen

sem hefur ekki leikið á sviði síðan árið 2000 en hún var í mörg ár ein okkar besta leikkona og Halldóra Björnsdóttir, sem var ein helsta leikkona Þjóðleikhússins í mörg ár. Eini karlleikarinn í sýningunni er hinn ungi og efnilegi Kolbeinn Arn-björnsson.

Leikstjóri sýningarinnar er Erling Jó-hannesson. Erling hefur verið afkasta-mikill leikari og leikstjóri í gegnum tíðina og var lengi dramatúrg Hafnarfjarðarleik-hússins sem sýndi eingöngu ný íslensk verk.

Leikritið Róðarí verður frumsýnt í Tjarnarbíói í september. -hf

TjaRnaRbíó nýTT íslenskT leikRiT æfT í TjaRnaRbíói

Reynsluboltar aftur á svið

Leikarahópurinn er þrautreyndur.

Opnað fyrir umsóknir í Myndlistarsjóð 22. júní

Myndlistarsjóður

Veittir verða Undirbúningsstyrkir og styrkir

til minni sýningar verkefna allt að 500.000

Styrkir til stærri sýningar­verkefna, útgáfu/rann sóknar­styrkir og aðrir styrkir allt að 2.000.000

Umsóknarfrestur er 11. ágúst 2014

Upp lýsingar um myndlistarsjóð, um sóknar eyðublað, út hlutunar­reglur og leið beiningar er að finna á vefsíðu myndlistarráðs www.myndlistarsjodur.is

Úthlutað verður í september

54 menning Helgin 20.-22. júní 2014

Page 55: 20 06 2014

Komdu í heimsókn og gerðu góð kaup LÚR Hlíðasmára 1 201 Kópavogi Sími 554 6969 [email protected] www.lur.is

Rýmum fyrir nýjum vörum!Frábær húsgögn fyrir heimilið og í sumarbústaðinn.

...og margt, margt fleira

19.–28. júníTungusófar, hornsófar, hægindasófar, hægindastólar, rúm, rúmgaflar, ljós, borð, sjónvarpsskenkar, sængur, koddar, náttborð, stakir stólar, sófar, sófaborð...

28. júníOpið: Virka daga kl. 10-18Laugardaga kl. 11-16

Rýmum fyrir nýjum vörum!

AFSLÁTTURAf völdum sýningarhúsgögnum í verslun

10% – 50%AFSLÁTTUR

10%AFSLÁTTUR

10%AFSLÁTTUR50%

LAGERHREINSUN20% – 70% AFSLÁTTUR

LAGERHREINSUN

Einnig bjóðum við

HLÍÐASMÁRA 1

Page 56: 20 06 2014

Opnunartímar Júní — Ágúst9:00 — 19:00 virka daga10:00 — 17:00 laugardaga12:00 — 17:00 sunnudaga

Aðalstræti 10, ReykjavíkHönnunarsafn Íslands, Garðatorg 1, Garðabær517 7797 — [email protected]íkið á Kraum á Facebook

Notknoteftir Ragnheiði Ösp

Fuzzyeftir Sigurð Má Helgason

Mortareftir Gler í Bergvík As We Grow

Jónsmessuhátíð verður haldinn á Eyrarbakka á morgun, laugardag-inn 21. júní, í 15. skipti. Dagurinn byrjar með viðburðum fyrir fjöl-skylduna, meðal annars kemur Brúðubíllinn í heimsókn, hoppu-kastali og andlitsmálun verður í boði. Síðan má kíkja í heimsókn til valinkunnra Eyrbekkinga – Ellu og Vigfúsar í Garðshorni, Mar-grétar og Sverris í Bakaríinu, Eygerðar og Erlings í Simbakoti og Ástu Kristrúnar og Valgeirs stuðmanns í Bakkastofu. Konu-bókastofan í Blátúni dregur fram rómantískar ástarsögur í tilefni Jónsmessunnar.

Byggðasafn Árnesinga og Sjóminjasafnið bjóða frían aðgang. Rauða húsið verður með sérstakt

Jónsmessutilboð. Kvöldið hefst svo með hópsöng í Húsinu, hinu fornfræga Kaupmannshúsi, og hápunktur hátíðarinnar er Jóns-messubrennan í fjörunni. Fólk gleðst saman og fagnar bjartri sumarnóttinni við ljúfa tóna Bakkabandsins í bland við nið hafsins. Hátíðin endar svo á Jóns-messudansleik í Hótel Bakka – gamla frystihúsinu. Aldurstak-mark er 18 ár.

Eyrbekkingar vonast til þess, að sögn Magnúsar Karels Hannes-sonar í Garðhúsum, að sjá sem flesta á Bakkanum á Jónsmessuhá-tíðinni 2014.

Jónas Haraldsson

[email protected]

Spilmenn Ríkínís, Jóhanna Guðrún Ólafsdóttir mezzósópran og Dúo Roncesvalles.

Jónsmessuhátíð Kátt á eyrarbaKKa

Hjónin Valgeir Guðjónsson og Ásta Kristrún Ragnarsdóttir eru meðal þeirra sem taka á móti gestum á Jónsmessuhátíðinni á Eyrarbakka.

Kíkja má í heimsókn til valinkunnra Eyrbekkinga

sönghátíð KammertónleiKar á KirKJubæJarKlaustri

Söngur og tónlistarsmiðja á KirkubæjarklaustriÞ að verður mikið um að vera á

Kammertónleikum á Kirkju-bæjarklaustri – Sönghátíð,

sem nú er haldin í 24. sinn, helgina 27. til 29. júní næstkomandi. Hátíðin býður upp á þrenna tónleika með klassískri tónlist, ókeypis tónlistar-smiðju fyrir börn og stuðlar að ný-sköpun í tónlist með því að fá ungt, íslenskt tónskáld til að semja nýtt verk til frumflutnings á hátíðinni, að því er fram kemur í tilkynningu.

Föstudaginn 27. júní, klukkan 21, flytja Spilmenn Ríkínís íslenska þjóð-lagatónlist úr safni Bjarna Þorsteins-sonar, útsetta af hópnum, og tónlist úr íslenskum handritum frá 11. öld. Allir meðlimir hljómsveitarinnar syngja og leika jafnframt á sjaldséð hljóðfæri, sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma, svo sem gígju, symfón, lang-spil, hörpu og trumbu.

Laugardaginn 28. júní, klukkan 17, flytja Guðrún Jóhanna Ólafs-

dóttir og Dúo Roncesvalles spænsk lög fyrir rödd, fiðlu og gítar af nýút-komnum geisladiski þeirra, Secre-tos quiero descuvrir. Efnisskrá tón-leikanna er sérstaklega persónuleg, þar sem öll lögin voru samin eða út-sett með tríóið í huga, af tónskáldun-um Francisco Javier Jáuregui, David del Puerto og Agustín Castilla-Ávila. Guðrún Jóhanna og Dúo Roncescal-les hafa komið fram á tónlistarhá-tíðum á Spáni, Bretlandi og í Þýska-landi. Á Kirkjubæjarklaustri munu þau frumflytja nýtt verk, Ég er brott frá þér bernska, eftir staðartónskáld hátíðarinnar í ár, Þóru Marteinsdótt-ur (fædd 1978), við ljóð eftir Hall-dór Laxness. Sunnudaginn 29. júní klukkan 15 stígur kórinn Hljómeyki á stokk, undir stjórn Mörtu Guðrún-ar Halldórsdóttur, og syngur tónlist frá sextándu öld til tuttugustu og fyrstu aldarinnar, en kórinn heldur upp á 40 ára starfsafmæli sitt í ár. Af efnisskránni má nefna lög við ung-

versk þjóðkvæði og þjóðlagaútsetn-ingar eftir Ligeti í íslenskum þýð-ingum eftir Gunnstein Ólafsson og kórverk eftir núverandi og fyrrver-andi meðlimi kórsins, þau Hreiðar Inga Þorsteinsson, Þóru Marteins-dóttur og Hildigunni Rúnarsdóttur, ásamt ástsælu lögunum Sofðu, unga ástin mín og Vísum Vatnsenda-Rósu eftir Jón Ásgeirsson.

Helgina 28. til 29. júní verður boð-ið upp á menntandi og skemmtilega tónlistarsmiðju fyrir 5-12 ára börn. Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram í netfanginu [email protected]. Börnin munu fara í tónlistarleiki, spinna og taka svo þátt í tónleikum með tónlistar-mönnum Kammertónleika á Kirkju-bæjarklaustri sunnudaginn 29. júní, klukkan 15. Stjórnandi er Gunnar Ben úr Skálmöld.

Árið 2013 bauð hátíðin í fyrsta skipti upp á tónlistarsmiðju og tóku þá þátt hátt í fjörutíu börn. -jh

56 menning Helgin 20.-22. júní 2014

Page 57: 20 06 2014

FYRIR STERKAR OG HREINAR TENNUR

Page 58: 20 06 2014

Hafnarborg Ummerki sköpUnar

Úrval nýrra verka úr safneignUm sumarsólstöður, laugardag-inn 21. júní, verður opnuð sýning á völdum verkum úr safneign Hafnarborgar. Sýningin kynnir aðföng síðustu tíu ára en verkin eru unnin á árunum frá 1952-2014. Yfir-skrift sýningarinnar er Ummerki sköpunar og beinir sjónum að safninu sem stað þar sem afrakstur sköpunar listamanna er varðveittur og honum miðlað, að því er fram kemur í tilkynningu safnsins. „Ólíkir straumar og stefnur koma við sögu en sýningin er einskonar ferðalag um list samtímans, allt frá

formfestu módernismans í verkum Harðar Ágústssonar og Eiríks Smith frá árinu 1952 til nýrra leik-rænna myndbandsverka þeirra Ilmar Stefánsdóttur og Sigurðar Guðjónssonar.“

Verkin eru eftir marga af þekkt-ustu listamönnum landsins en einn-ig nokkra erlenda listamenn sem tengst hafa safninu ýmist með sýn-ingum eða dvöl í gestavinnustofu safnsins. Tæplega þrjátíu listamenn eiga verk á sýningunni en þeirra á meðal eru Davíð Örn Halldórsson, Georg Guðni, Guðrún Kristjáns-

dóttir, Hildur Bjarnadóttir, Hreinn Friðfinnsson, Ólafur Elíasson og Elías Hjörleifsson, Sirra Sigrún Sigurðardóttir og Stefán Jónsson. Jafnframt eru sýnd verk eftir Rúnu (Sigrún Guðjónsdóttir) en hún færði safninu nýlega rúman tug verka að gjöf.

Fimmtudaginn 26. júní klukkan 20 annast Ólöf K. Sigurðardóttir safnstjóri leiðsögn um sýninguna Ummerki sköpunar en í Hafnar-borg er opið til klukkan 21 alla fimmtudaga. Sýningin stendur til 24. ágúst. -jh

bækUr Ágúst Óskar lætUr gamlan draUm rætast

Læknir gefur út fimmaurabókFyrir skemmstu kom út bók með safni 5 aura brand­ara og orða­leikja eftir Ágúst Óskar Gústafsson, heimilislækni í Vestmanna­eyjum. Bókin nefnist „5 maurar – orðaleikir í máli og myndum“. Frústi, eins og hann kallar sig á kápu bókarinnar, hefur lengi haft áhuga á orðaleikjum og aula­húmor.

É g hef alltaf haft gaman af fim-maurabröndurum og orðaleikjum, skoða það er sem er að gerast á

hverri stundu. En í seinni tíð einnig verið að skoða orð eða setningar meðvitað til að reyna túlka það á annan máta. Ég fékk þá flugu í höfuðið fyrir rúmu einu og hálfu ári að taka saman hugmyndirnar mínar og þegar þetta var komið í yfir 100 hugmyndir kviknaði sú stóra hug-mynd að halda utan um þetta. Örugglega svipuð tilfinning og þegar maður keypti sér myndaalbúm í gamla daga og raðaði myndunum í það,“ segir læknirinn.

„Handritið að bókinni var tilbúið síð-asta sumar og þá hófst myndskreytingin. Síðan hafa nýir brandarar komið og aðrir farið. En mestur tími fór í teikningarnar. Ég sendi Hjalta Gunnari Tryggvasyni myndskreyti hugmyndina að því hvað á að vera gerast á hverri mynd, en hann fékk svo frjálsar hendur með persónusköp-un.“ Í svona

safni geta ekki allir brandarar verið góðir, og hefur örugglega verið snúið að velja og hafna. „Ég hugsa að þegar mað-ur ákveður eitthvað og setur það í farveg skapast rými fyrir nýjar hugmyndir. Ég gerði einhverjar 20 breytingar eða svo og lokaði síðan handritinu fyrir frekari breytingum. Markmiðið var líka að hafa þetta fyrir breiðan aldurshóp, þannig að ég prufukeyrði þetta á fólki á ólíkum aldri, m.a. börnunum mínum.“

Verandi læknir þá hljóta skjólstæðing-arnir að heyra eitthvað af gríninu sem hefur verið safnað saman, hvernig hafa þeir tekið þessu? „Það er ekki langt síðan ég lét fólk vita af þessu, bara 3 vikur eða svo Þannig vonandi kemur þetta sem flestum á óvart.“

Ágúst segir það mikilvægt að greina á milli áhugamálsins og daglegra sam-skipta og hann þurfi oft að sitja á sér svo hann fari ekki strax að búa til orðaleiki eða aulabrandara. „En ég viðurkenni

það að þegar ég var að vinna í þessu að þá greindi ég hvert orð og setningu sem ég heyrði. Annars voru margir í kringum mig sem var farið að þykja vænt um og það hvatti mig til þess að gera eitthvað skemmtilegt úr þessari vitleysu.“

Bókin á erindi við alla aldurs-hópa. Hún er tilvalin í fjölskyldu-ferðalagið eða til þess að glugga

í á kaffistofunni. Á bakhlið bókarinnar stendur að list-

formið henti einkar vel til salernisferða.

Það er bókaforlagið Sögur sem dreifir en Ágúst sjálfur gefur út.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

BENOÎT frá Ethnicraft3ja sæta sófi 176.000 kr.2ja sæta sófi 135.200 kr.Stóll 92.000 kr.

Einnig til í

grænu

Einnig til í

rauðu

CHARLEEN frá Habitat3ja sæta sófi 196.000 kr.Stóll 99.200 kr.

20-30% afsláttur sófadagar

af öllum sófum í júní

TEkk COmpANy Og HABiTATkAupTúN 3Sími 564 4400vEfvERSLuN á www.TEkk.iS

Opið mánudaga til laugardaga kl. 11-18og sunnudaga kl. 13-18

Ath. Öll birt verð eru afsláttarverð

CLAyTON frá HabitatTilboðsverð:

3ja sæta sófi 157.500 kr.

AF öllum sóFum

% AFsláttur20-30

CLAyCLAyCLA TON frá HabitatTilboðsverð:

sóFum

Tilboðsverð:3ja sæta sófi 157.500 kr.

Tilboðsverð:3ja sæta sófi 157.500 kr.

BREyTON frá Habitat3ja sæta sófi 156.000 kr.

– G Ó Ð U R Á B R A U Ð –

Í S L E N S K U R

GÓÐOSTUR

ÍSLE

NSK

A S

IA.I

S M

SA 6

5552

09/

13

58 menning Helgin 20.­22. júní 2014

Page 59: 20 06 2014

PIPAR

\TBWA

• SÍA • 140076

Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is

NÝR BÆKLINGUR STÚTFULLURAF SPENNANDI TÖLVUBÚNAÐI

4BLSSMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP

AÐEINS 1.STK Á MANN :)

SAMSUNG

34.900

Stórglæsileg Galaxy Tab 3

með ótrúlegum 10.1” fjöl-

snertiskjá og ofur öflugum Dual Core örgjörva

Gunnar Þórðarson Borgarlistamaður ReykjavíkurDagur B. Eggertsson borgarstjóri útnefndi Gunnar Þórðarson tónlistarmann Borgar-listamann Reykjavíkur 2014 í Höfða á þjóðhátíðardaginn. „Gunnar Þórðarson er litríkt og afkasta-mikið tónskáld, snjall gítarleikari, hljóm-sveitarstjóri, útsetjari og upptökustjóri. Hann er einn afkastamesti tónlistarhöf-undur Íslendinga og hefur samið bæði dægurlög og sígilda tónlist – eftir hann liggja yfir 650 lög sem hafa verið gefin út á hljómplötum og auk þess hefur hann samið tónlist við kvikmyndir, söngleiki og leikverk,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Gunnar var einn af stofnendum hljóm-sveitarinnar Hljóma og hljómsveitar-innar Trúbrot. Árið 1998 var hann einn af stofnendum „Guitar Islancio“, sem var valinn tónlistarhópur Reykjavíkur á menningarborgarárinu 2000. Á undan-förnum árum hefur Gunnar Þórðarson snúið sér í auknum mæli að tónsmíðum og útsetningum stærri verka. Hæst ber þar óperuna Ragnheiði sem Gunnar samdi við texta Friðriks Erlingssonar. Hún var frum-flutt í konsertformi í Skálholtskirkju fyrra og Íslenska óperan sýndi óperuna síðan fyrr á þessu ári við metaðsókn og fádæma lof áheyrenda og gagnrýnenda – jafnt inn-lendra sem erlendra.Uppsetning Íslensku óperunnar var út-nefnd til tíu Grímuverðlauna og í vikunni hlaut Ragnheiður þrjár grímur þar sem hún var meðal annars útnefnd sýning ársins og ópera Gunnars valin tónlist ársins 2014. Gunnar hlaut Fálkaorðuna fyrir störf sín í þágu íslenskrar tónlistar árið 2001.

Jón Ólafs á GljúfrasteiniJón Ólafsson tónlistarmaður kemur fram á stofutónleikum á Gljúfrasteini á sunnudag klukkan 16. Á tónleikunum leikur Jón á píanó Halldórs Laxness og syngur lög sín við íslensk ljóð. Meðal þeirra höfunda sem Jón hefur samið lög við ljóð eftir eru þeir Halldór Laxness, Jónas Guðlaugsson, Stefán Máni og Hall-grímur Helgason.Nokkuð langt er um liðið síðan Jón Ólafsson kom síðast fram einn síns liðs. Hann hefur gefið út tvær sólóplötur og er meðlimur í hinni dáðu sveit Nýdönsk. Miðaverð á tónleikana er 1.500 krónur.

Page 60: 20 06 2014

Í takt við tÍmann Birna ketilsdóttir schram

Hefur aldrei farið í ökutímaBirna Ketilsdóttir Schram er nítján ára miðbæjarmær sem var að útskrifast úr MR. Hún er ritstjóri veftímaritsins Blæs sem kom út í fyrsta sinn í vikunni. Birna er kaffifíkill og komst að því um daginn að Ísland er fáránlega flott land.

StaðalbúnaðurÉg hef mikinn áhuga á tísku en þar sem ég er nýbúin með menntaskóla hef ég ekki alltaf efni á því að kaupa þau föt sem mig langar í. Mig dreymir til dæmis oft um flíkur í Aftur og Geysi. Fyrir mig skiptir mestu að vera í þægilegum fötum, ég geng mikið í þægilegum galla-buxum og ég á mikið af yfirhöfnum. Ég er eiginlega með dellu fyrir yfirhöfnum enda hentar það vel fyrir íslenskt veður-far þar sem maður fer stundum ekki úr yfirhöfninni. Ég var mjög glöð þegar strigaskór komu aftur í tísku því ég vil ganga í sjúklega þægilegum skóm eða boots, ég er ekki mikið á fínum pinna-hælum.

HugbúnaðurÉg fór á Skjaldborg fyrir vestan um dag-inn og komst að því að Ísland er fárán-lega flott land. Ætli ég hafi ekki verið með of mikla unglingaveiki þegar

ég var yngri til að njóta þess. Nú

er að

appafengur

Brazil – World Soccer Finals

Þetta app er nauðsynlegt fyrir fótbolta-fíklana á meðan HM stendur yfir. Í appinu er allir leikir í beinni textalýsingu. Uppfærslan er hröð og maður missir ekki af neinu. Fyrir leik er hægt að skoða byrj-unarlið, stöður í riðlum, leik-vangana og meira að segja dómarana.

Í appinu er svo hægt að velja sitt uppá-haldslið og fá meldingar um það hvað er langt í leik liðsins. Þegar leikurinn er í gangi þá koma meldingar um leið og mörk-unum byrjar að rigna inn. Ef svo ólíklega vill til að mað-

ur sé ekki að horfa. Hægt er að nálgast upp-lýsingar um öll lið keppninnar, alla leikmenn, yfirlit yfir markaskorara, fjölda stoðsendinga, fjöldi gulra og rauðra spjalda og allt sem fót-boltafíkilinn þyrstir í.

Appið er mjög einfalt í notkun og umhverfið er mjög aðgengilegt.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

UMHVERFISVÆNAR

VÖRUR FRÁ KEMIUMHVERFISVÆNAR

VÖRUR FRÁ KEMIUMHVERFISVÆNAR

VÖRUR FRÁ KEMI

SEPT O AID eru þurrfrystar örverur tilbúnar til að brjóta niður allan lífrænan úrgang í rotþróm.

Samsetning 13 mismunandi örvera hjálpar til að vinna á og minnka fastan úrgang og breyta í fljótandi form ásamt því að eyða allri ólykt frá rotþrónni. Einfalt í notkun; sett í klósett­skálina og beðið í 20 mínútur, því næst er efninu skolað niður.

ODORITE er örveruhreinsir sem leysir upp fitu og eyðir ólykt, jafnvel á erfiðustu stöðum.

Fjölhæft örveruhreinsiefni, öflugt til niðurbrots og hreinsunar á fitu og eyðir allri ólykt. Odorite er samsett úr örverum og ensímum ásamt PH­hlutlausum og mjög virkum hreinsandi íblöndunar efnum. Odorite hentar vel í rotþrær, ferðaklósett, ruslageymslur, skip og matvælaiðnað.

Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000Opið: Mánudag ­ fimmtudags: Frá kl. 8.00­17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00­17.00.

KOMDU ROTÞRÓNNI Í LAG MEÐ SEPT­O­AID OG ODORITE

Mac Book Pro. Allt líf mitt er í þessari tölvu.

Ljósmynd/Hari

klárlega nýtt áhugamál að ferðast um landið. Ég er mikill kaffifíkill og uppáhalds kaffihúsið er Kaffitár. Þar hitti ég líka alla sem ég þekki. Svo finnst mér rosa gaman að vera með vinum mínum og auðvitað að fara út á lífið. Ég horfi ekki mikið á sjónvarp en fylgist aðeins með þátt-um. Ég var að byrja að horfa á Game of Thrones og í vetur féll ég fyrir Scandal. Svo syrgi ég mjög dönsku þættina Borgen. Meðal markmiða í sumar er að hlaupa í Reykjavíkur-maraþoninu og lesa fleiri bækur. Á náttborðinu núna er Lean In eftir Sheryl Sandberg.

VélbúnaðurEins og hvert annað ungmenni í dag er ég með iPhone 5. Síminn lifði það af að detta út um gluggann á þriðju hæð. Svo er ég með Macbook Pro og þessi tvö tæki eru alveg föst við mig. Sérstaklega undanfarið þegar ég hef verið að vinna mikið í vef-tímaritinu. Í símanum nota ég þessi dæmigerðu öpp; Instagram, Snapc-hat og Twitter en líka Asana. Það er

gott í verkefnum eins og Blæ til að hafa yfirsýn. Svo var vin-kona mín að sannfæra mig um að fara á Tinder, ég veit ekki hvað mér á að finnast um þetta allt saman.

AukabúnaðurÉg elska að elda og borða góðan mat. Meðal þess sem er í uppáhaldi er grillaður íslenskur fiskur, sushi og humar. Ég fíla Snaps mjög mikið, maturinn er góður og stemningin er eins og maður sé kominn til út-landa. Svo er Kex mjög næs til að kíkja í bjór og hitta vini sína. Ég hef aldrei farið í ökutíma og á ekki hjól svo ég er bara labbandi. Það er svolítið gert grín að mér fyrir að vera ekki með bílpróf og ég þarf kannski að gera eitthvað í því ef ég ætla að fara að ferðast um landið. Ég get ekki allt-af verið að hengja mig á aðra. Ég skráði mig í háskóla í haust en samt er rosa óvíst hvað ég geri. Ég hef áhuga á öllu sem tengist menn-ingunni í Reykjavík og hef gaman af því að taka þátt í að gera hana skemmti-legri og betri.

Verk eftir Erró sem foreldrar mínir keyptu þegar ég var lítil. Það hefur fylgt okkur síðan að ég man eftir mér og mér þykir rosalega vænt um það.

Vintage skjalataska sem ég keypti fyrir fyrsta

skóladaginn minn í MR.

60 dægurmál Helgin 20.-22. júní 2014

Page 61: 20 06 2014

INNIHELDUR ÞYKKNI ÚR ÚLFAbERJUM.

FRÍSKAR HÚÐINA OG MINNKAR ÞREYTUMERKI.

NÝTT

eiNs og efTir góðaN NæTursvefN

fYrir HeiLBrigða og eNDurNærða Húð

NIvEA.com

Page 62: 20 06 2014

Sjónvarpskonan Rikka er klár í slaginn fyrir WOW Cyclothon í næstu viku. Hún hjólar á Specialized-hjóli sem bóndi hennar, Skúli Mogensen, gaf henni í jólagjöf. Ljósmynd/Hari

TónlisT sönghópurinn Olga leggur í Tónleikaferðalag um ísland

Allar Olgur landsins fá boðskort á tónleikaÁ næstu dögum leggur

Sönghópurinn Olga af stað í tónleikaferðalag

um Ísland. Á dögunum sendu þeir öllum Olgum landsins boðs-kort á tónleikana og vonast til að sem flestar þiggi boðið. Í fyrra gerðu þeir það sama og þá mættu tæplega þrjátíu Olgur. „Tónleikaferðalagið okkar síðasta sumar gekk mjög vel og fengum við góðar undir-tektir áheyrenda. Margar Olgur létu sjá sig en við viljum gera enn betur í sumar,“ segir Pétur

Oddbergur, einn söngvaranna í hópnum.

Sönghópinn Olgu skipa fimm söngvarar sem allir leggja stund á klassískt söngnám við Tónlist-arháskólann í Utrecth í Hollandi og njóta þar leiðsagnar Ólafs-firðingsins Jóns Þorsteinssonar, prófessors í söng. Nú í vetur stóð sönghópurinn fyrir hóp-fjármögnun á vefnum Karolina Fund sem gekk vonum framar. „Eftir gott gengi við fjármögn-unina gátum við unnið að geisla-disk sem kemur út á næstu dög-

um. Svo flytjum við með okkur kvikmyndatökumann til Íslands til að dokúmentera ferðina.“

Tónleikarnir verða víða um land og á tónleikum í Langholts-kirkju þann 1. júlí mun Söng-hópurinn Elfur koma fram með Olgu. Elfur er skipaður sex menntuðum söngkonum og að sjálfsögðu er öllum sem bera nafnið Elfur boðið frítt á þá tónleika.

Dagný Hulda Erlendsdóttir

[email protected]

hjólreiðar um 500 manns hafa skrÁð sig í WOW CyClOThOn

Rikka hjólar hringinn á jólagjöfinni frá SkúlaHin árlega hjólreiða-keppni WOW Cyclothon fer fram í næstu viku, dagana 24.-27. júní. Hjólað er kringum landið og hvert lið eða keppandi getur safnað áheitum til góðs málefnis. Í ár er safnað fyrir bækl-unarskurðdeild Landspítalans. Sjónvarps-konan Rikka keppir fyrir Stöð 2 á hjóli sem Skúli Mogensen, maður hennar, gaf henni í jólagjöf.

V ið erum búin að vera að æfa okkur í vetur, mismikið en búin að stefna að þessu

í svolítinn tíma. Sumir frá því síð-asta sumar og aðrir skemur,“ segir sjónvarpskonan Friðrikka Hjördís Geirsdóttir eða Rikka sem er til í slaginn.

Rikka er í liði Stöðvar 2 í hjól-reiðakeppninni WOW Cyclothon í næstu viku. „Hópurinn samanstend-ur af fólki sem er mis-vant hjólreið-um, sumir mjög vanir og aðrir sem höfðu varla stigið á hjól fyrr en við fórum að undirbúa þátttökuna. Ekk-ert okkar hefur tekið þátt í svona keppni áður.“

Í liðinu eru tíu starfsmenn stöðv-arinnar, þar á meðal fréttafólkið Thelma Tómasson, Lóa Pind Al-dísardóttir og Þorbjörn Þórðarson.

„Við höfum sýnt alveg ótrúlegar framfarir í undirbúningnum, og erum öll mjög spennt. Svo hefur þetta líka svo góð áhrif á fyrirtækið í heild og samstarfsfólkið sýnir okk-ur mikinn stuðning.“

Fatnaður skiptir gríðarlega miklu máli þegar haldið er í hjólatúr sem þennan. „Fötin verða að henta. Veðráttan á Íslandi er síbreytileg og mikil óvissa um það sem maður get-ur lent í á þremur dögum. En það er nauðsynlegt að líta vel út, ef maður klikkar þá getur maður allavegana huggað sig við það að hafa „lúkk-að“ vel,“ segir Rikka. Liðið verður í sérmerktum klæðnaði sem feng-inn var frá versluninni Fjallakofan-um. „Þetta er mjög smart fatnaður, strákarnir verða í rauðum jökkum og stelpurnar í bláum.“

Í svona keppni skiptir hjólið gríð-arlega miklu máli og er allur hópur-inn vel græjaður. En á hvernig hjóli er Rikka? „Ég er á mjög fínu Spe-cialized hjóli sem maðurinn minn gaf mér í jólagjöf um síðustu jól. Ég fékk það að vísu ekki afhent fyrr en í mars, og við runnum saman á fyrsta deiti. Síðan þá höfum við ver-ið óaðskiljanleg, ég og hjólið það er að segja,“ segir Rikka sem er meira en til í verkefnið. „Tilhlökkunin er gríðarleg.“

Þátttakan í hjólreiðakeppninni hefur farið fram úr björtustu von-um og eru um 500 manns búnir að skrá sig til leiks. Bæði einstaklingar og lið.

Hannes Friðbjarnarson

[email protected]

TónlEikar Olgu í sumar Eru EFTirFaranDi:

Fim. 26. júní kl. 20 í Tjarnar-borg á Ólafsfirði.

Sun. 29. júní kl. 20 í Hvolnum á Hvolsvelli.

Þri. 1. júlí kl. 20 í Langholts-kirkju í Reykjavík. Söng-hópurinn Elfur kemur þá einnig fram.

Mið. 2. júlí kl. 20.30 í Bláu kirkjunni. Þeir tónleikar eru hluti af sumartónleikaröð Bláu kirkjunnar.

Fös. 4. júlí kl. 20 í Hafnar-kirkju á Höfn í Hornafirði.

Nánari upplýsingar um Sönghópinn Olgu má nálgast á

heimasíðu hópsins, www.olgavocalensemble.com.

Sönghópinn Olgu skipa þeir Jonathan Ploeg, Philip Barkhudarov, Gulian van Nierop, Pétur Oddbergur Heimisson og Bjarni Guðmundsson. Nú í sumar kemur hópurinn fram á nokkrum tónleikum hér á landi. Ljósmynd/Felipe Pipi

SKÓLANEMAR: 25% AFSLÁTTUR GEGN FRAMVÍSUN SKÍRTEINIS! MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR & KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS - MIÐASALA: 412 7711

HM Í FÓTBOLTA Í BEINNI Í BÍÓ PARADÍS

FRÍTT INN

lisT heilaþVOTTur ThOru karlsdóTTur

Hreinn heili, betri heili

Undanfarna viku hefur óvenjuleg sjón blasað við vegfarendum um Listagilið á Akureyri, þvottavél úti á gangstétt með yfirskriftinni „Ókeypis heilaþvottur.“ Það er listakonan Thora Karlsdóttir sem ber ábyrgð á þvottavélinni en Thora var að flytja inn í nýja lifandi vinnustofu við Kaupvangs-stræti þar sem hún hefur einnig opnað gallerí í forstofunni sem hún kallar einfaldlega Forstofu-gallerí.

Hún segir þvottavélina hafa vakið mikla kátínu og fjölmargir hafi nýtt sér ókeypis heilaþvott. En hvers konar heilaþvottur er þetta? „Þetta er öðruvísi heila-þvottur en þér dettur fyrst í hug. Hér býð ég fólki beinlínis að þvo heilann þannig að hugsanirnar verði hreinni og fallegri,“ segir Thora. Hún bendir á að fólk þvær fötin sín og þvær híbýli sín en ekki sé síður mikilvægt að þvo heilann. „Það verður allt svo mikið skýrara þegar heilinn er hreinn.“

Thora er borin og barnfædd á Akureyri en er nýflutt heim eftir 20 ára búsetu erlendis. Þegar hún flutti út byrjaði hún að skrifa nafið sitt, Þóra, með „Th“ til að gera það aðgengi-legra fyrir útlendinga. Eftir tvo áratugi sem Thora hélt hún ósjálfrátt áfram að skrifa það þannig þegar til Íslands var komið. „Sumir voru þá að finna að því að ég skrifaði nafnið mitt með Th þannig að ég ákvað bara að fara að gera það gagngert. Það er engin önnur Thora Karls-dóttir,“ segir hún.

Síðustu árin hefur Thora verið búsett í Lúxemborg en þar hélt hún sína fyrstu einkasýningu árið 2007. Þá hefur hún einnig sýnt í Þýskalandi og Austurríki.

Hún segir gaman að vera kom-in aftur heim og er í fullu starfi á vinnustofunni. „Ég er yfirleitt hér þannig að það er alltaf hægt að kíkja við. Yfirleitt er ég þar að vinna að næstu sýningu eða öðr-um verkefnum,“ segir hún. -eh

Listakonan Thora Karlsdóttir hefur að undanförnu boðið veg-farendum um Listagilið á Akureyri upp á ókeypis heilaþvott.

62 dægurmál Helgin 20.-22. júní 2014

Page 63: 20 06 2014

svooogott™ FAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUMFAXAFENI • GRAFARHOLTI • SUNDAGÖRÐUMHAFNARFIRÐI • KÓPAVOGI • MOSFELLSBÆ REYKJANESBÆ • SELFOSSI WWW.KFC.IS

PIPA

R\TB

WA

• S

ÍA •

141

716

hotwings25

2.399kr.

Page 64: 20 06 2014

HELGARBLAÐ

Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300 [email protected] www.frettatiminn.is

Mist Edvardsdóttir

Bakhliðin

Góð í öllu – nema MonopolyAldur: 23 ára.Maki: Einhleyp.Börn: Á engin sjálf, en á 4 systurbörn sem ég lít stundum á sem mín eigin.Menntun: Er að klára BS í viðskipta-fræði við HÍStarf: Knattspyrnukona í Val og nemi.Fyrri störf: Atvinnukona hjá Avaldsnes í Noregi.Áhugamál: Íþróttir, hreyfing, tónlist, söngur og útivist.Stjörnumerki: Vog.Stjörnuspá: Óvænt daður fær hjarta þitt til þess að slá örar í dag. Leggðu þig fram um að njóta dagsins með góðu fólki. Njóttu góðrar vináttu og taktu öllum heimboðum fagnandi.

Ef maður vill gera eitthvað skemmtilegt þá hringir maður í Mist. Hún er alltaf

til í að gera eitthvað skemmtilegt enda er hún hrókur alls fagnað-ar,“ segir Ólafía Sif Sverrisdóttir, æskuvinkona Mistar. „Hún er „alt muligmand“ og er góð í bók-staflega öllu (nema Monopoly). Hún er algjör nagli, mjög ákveðin með mikið keppnisskap og það kemur ekkert annað til greina en sigur í einu og öllu. Það er alltaf hægt að stóla á hana og vinskap-ur hennar er ómetanlegur.“

Mist Edvardsdóttir, leikmaður Vals og kvennalandsliðsins í knattspyrnu, greindist á dögunum með krabbamein í eitlum og ljóst er að hún verður frá knattspyrnuiðkun um einhvern tíma. Hún byrjar fljótlega í lyfjameðferð, en lítur á þetta sem verkefni sem þarf að klára og ætlar sér í takkaskóna á nýjan leik.

Hrósið...... fær knattspyrnumaðurinn Aron Jóhannsson sem kom inn á sem varamður fyrir lið Bandaríkjanna gegn Gana. Hann varð því fyrsti Íslendingurinn til þess að spila í loka-keppni heimsmeistaramóts. En vonandi ekki sá síðasti.

Fallegar Útskriftargjafir

Verð 59.900,-

Verslun Laugavegur 45 Verslun innst í Dalbrekku ofan við Nýbýlaveg

Sími: 519 66 99