súkkulaði og chili trufflur

5
Súkkulaði- og chili-trufflur Óvenjulegar og öðruvísi trufflur.

Upload: noi-sirius

Post on 08-Aug-2015

605 views

Category:

Technology


2 download

TRANSCRIPT

Súkkulaði- og chili-trufflur

Óvenjulegar og öðruvísi trufflur.

Innihald

• 275 g Síríus Konsum 70% súkkulaði• 50 g smjör, skorið í bita• 3 dl rjómi• 1¾ tsk. chili-duft• 2 msk. Kahlúa-líkjör (má sleppa)• 2 msk. Cadbury’s kakó

Sykraðar chili-ræmur:• 250 g sykur• 3 dl vatn• 3 chili-aldin, fræhreinsuð og skorin í ræmur

Aðferð

• Hitið súkkulaði, smjör, rjóma og 1¾ tsk. chili-duft saman í potti við hægan hita.

• Hrærið í öðru hverju þar til blandan er orðin slétt og samfelld. Leyfið blöndunni að kólna þar til hún tekur að þykkna dálítið.

• Hrærið þá líkjörinn saman við, þeytið blönduna með handþeytara og kælið hana svo í kæliskáp þar til hún er orðin stíf.

Aðferð

• Takið eina teskeið af kreminu og mótið í kúlu. Endurtakið þar til kremið er uppurið og raðið kúlunum á plötu sem hefur verið klædd með bökunarpappír. Kælið.

• Veltið trufflunum upp úr kakói. Kælið í minnst 2 klukkustundir. Skreytið með sykruðum chili-ræmum.

Aðferð – Sykraðar chili-ræmur

• Setjið sykur og vatn í pott. Hitið þar til sykurinn er orðinn uppleystur og látið blönduna þá sjóða í 1 mínútu.

• Bætið chili-ræmunum út í, lækkið hitann og látið malla í 25 mínútur.

• Fjarlægið pottinn af hellunni og látið chili-ræmurnar standa í sírópinu í 2 klukkustundir áður en þær eru veiddar upp úr og látnar kólna alveg á bökunarpappír.

Verði ykkur að góðu!